Úrlausnir.is


Merkimiði - Úrskurður úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, nr. 403/2016

Síað eftir merkimiðanum „Úrskurður úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, nr. 403/2016“.

M, ásamt meðeiganda sínum, höfðuðu mál gegn byggingarstjóra fasteignar sinnar og vátryggingafélagi hans til réttargæslu og leiddi málið til sýknu. M hafði húseigandatryggingu hjá sama vátryggingafélagi og setti fram kröfu um að það greiddi málskostnað hans úr réttaraðstoðartryggingu er var hluti hennar. Félagið synjaði á þeim grundvelli að sú trygging næði ekki málarekstur gegn vátryggingafélaginu sjálfu.

Úrskurðarnefndin mat það svo að þar sem vátryggingafélaginu hafði eingöngu verið stefnt til réttargæslu í téðu dómsmáli væri ekki um að ræða málarekstur gegn því enda hefði mátt skilja það af þágildandi reglugerð um réttaraðstoðarvátryggingar, nr. 99/1998, að mögulegt væri að vátryggður ætti rétt á bótum ef aðilar ágreinings væru tryggðir hjá sama félagi. Í ljósi þessa taldi úrskurðarnefndin að vátryggingafélagið gæti ekki borið þá undanþágu fyrir sig og því ætti M rétt á greiðslu úr téðri tryggingu.

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.