Í málinu var deilt um það hvort erfingjarnir hafi gengist undir skuldina. Erfingjarnir báru fyrir sig að hún hefði fallið niður við andlát sjálfskuldarábyrgðarmannsins, lögjafnað frá ákvæði er kvæði um niðurfellingu hennar við andlát lánþegans. Hæstiréttur synjaði þeirri málsástæðu á þeim forsendum að með sjálfskuldarábyrgðinni á námslánunum hefðu stofnast tryggingarréttindi í formi persónulegra skuldbindinga sem nytu verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar, er kæmi bæði í veg fyrir að ákvæðið væri túlkað rýmra en leiddi af því í bókstaflegum skilningi orðanna og að beitt yrði lögjöfnun með þessum hætti.