Fyrirtækið fór í mál. Hæstiréttur vísaði til þess að með reglugerð var búið að ákveða að heilbrigðiseftirlitið hefði þurft að birta slíkar upplýsingar og brast því Matvælastofnun heimild til þess.Hrd. nr. 372/2017 dags. 2. nóvember 2017[HTML] Hrd. nr. 816/2017 dags. 11. október 2018[HTML] Hrd. nr. 41/2019 dags. 22. janúar 2020 (Niðurrif á friðuðu húsi)[HTML] Fólk höfðaði mál gegn Hafnarfjarðarbæ um að fá tiltekið deiliskipulag fellt niður þar sem þau vildu rífa niður hús og byggja annað í staðinn. Minjastofnun féllst á það með skilyrði um að nýja húsið félli að götumyndinni. Hæstiréttur taldi skilyrðið ólögmætt þar sem Minjastofnun var ekki lagalega heimilt að setja skilyrði um nýja húsið.