Forkaupsréttarhafa var boðið að kaupa jörð sem hann neitaði. Jörðin spilltist sökum eldgoss er leiddi til verðlækkunar. Ekki var talin ástæða til þess að skylda seljanda til að bjóða forkaupsréttarhafanum aftur að ganga inn í söluna þar sem ekki var litið svo á að verið væri að sniðganga forkaupsréttinn.