Hæstiréttur taldi að útbjóðanda hafði verið rétt að lýsa yfir riftun samningsins þar sem ljóst þótti að lægstbjóðandi ætlaði sér ekki að efna samninginn í samræmi við tilboðið, á grundvelli almennra reglna kröfuréttar um fyrirsjáanlegar vanefndir.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7037/2012 dags. 28. nóvember 2014 (Félagsstofnun stúdenta)[HTML] Umboðsmaður Alþingis taldi óskýrt í lögum hvort Félagsstofnun stúdenta væri opinber aðili í skilningi laga um opinber innkaup og taldi sér ekki fært að taka afstöðu um hvort frávísun kærunefndar útboðsmála væri réttmæt eður ei. Hann benti viðkomandi fagráðherra og Alþingi á téða óvissu.
Þingskjöl: Þingskjal nr. 442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1323 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: IMMI - alþjóðleg stofnun um tján. og uppl.frelsi - [PDF]