Fyrir lágu tvær mögulegar leiðir sem reiðstígurinn hefði farið, þar sem önnur myndi liggja um austanverða Eyjafjarðará er myndi þvera Munkaþverá og hinn valkosturinn var að leggja hann um vestanverða Eyjafjarðará án þess að þvera Munkaþverá. Ráðherra valdi fyrrnefndu leiðina með rökstuðningi um aukið umferðaröryggi gagnvart bílaumferð er leiddi síður til þess að hestar myndu fælast, og því lægi fyrir almenningsþörf.