Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 2003:3046 nr. 65/2003 (Hóla-Biskup)

Samkomulag var um eignarhald aðilanna Þ og H til helmings hvor í hestinum Hóla-Biskup. H fékk síðar heilablóðfall og var í kjölfarið sviptur fjárræði sínu vegna afleiðinga þess. Þ flutti hestinn til útlanda án vitneskju H og lögráðamanns hans. Athæfið var kært af hálfu H með kröfu um skaðabætur og miskabætur.

Í lögregluskýrslu kom fram að Þ héldi því fram að brostnar forsendur hefðu verið á samkomulaginu þar sem hún hefði ein borið kostnaðinn af hestinum, og ætti því hann að fullu. Sökum tímaskorts af hennar hálfu ákvað Þ að flytja hestinn út þar sem hann hafði ekki verið í notkun undanfarið, þar á meðal til undaneldis, og reynt að koma honum í verð. Hélt hún því fram að athæfið hefði verið í samræmi við samkomulag hennar við H frá því áður en H veiktist.

Þ var ekki talin hafa getað sýnt fram á að athæfið hafi verið hluti af samkomulagi hennar við H. Þar sem ekki var heimilt með lögmætum hætti að flytja hestinn aftur til Íslands var Þ talin hafa svipt H eignarráðum yfir hestinum og bæri því skaðabótaábyrgð. Miskabótakrafan var ekki tekin til greina.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni

RSS-streymi merkimiðans

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.