Þ tók vörubifreið á leigu frá L og bað N um að skipta út palli bifreiðarinnar fyrir svokallað vöruflutningahús. Þ lenti svo í vanskilum við L og hafði því bifreiðina ekki lengur á leigu. N gerði svo kröfu um eignarréttindi í vöruflutningahúsinu eftir að Þ hafði skilað bifreiðinni til L.
Hæstiréttur fór í hagsmunamat sökum þess að leigusamningurinn veitti engar vísbendingar um úrlausn ágreiningsins. Meðal atriða sem litið var til væri að kostnaður við að fjarlægja húsið af bifreiðinni og koma henni í fyrra stand hefði orðið mikill, auk þess sem ekki lægi fyrir hvað N hafi gert við það sem fjarlægt var af á bifreiðinni vegna viðskeytingar hússins. Í ljósi matsins taldi Hæstiréttur að L ætti vöruflutningahúsið að fullu. Varakröfu N um að fá bætur ef ekki yrði fallist á eignarréttarkröfu þeirra var vísað sjálfkrafa frá dómi sökum vanreifunar.