Krani sem kaupandi keypti var enn í höndum seljanda en seljandinn seldi hann svo til annars kaupanda. Fyrri kaupandinn vildi brigða kranann til sín frá síðari kaupandanum með vísan til 14. kapítula kaupabálks Jónsbókar. Hæstiréttur féllst á það.