Merkimiði - Hrd. 401/2006 dags. 22. mars 2007 (Lóð úr landi Efsta-Dals - Efsti-Dalur)
Um 30 árum eftir að A girti sér landspildu og reisti sér hús gerði eigandi þeirrar jarðar (B) sem landspildan var úr athugasemdir en A sagði að honum hefði verið fengið landið til eignar á sínum tíma á meðan B taldi að um leigu hefði verið að ræða. Hæstiréttur taldi ósannað að landið hefði verið fært A á grundvelli afnotasamnings en einnig var ósannað að hann hefði fengið það til eignar. A var talinn hafa hefðað sér landið til eignar.