K krafðist að lífeyrisréttindi M ættu að koma til skipta.
Deilt var um verðmat á þeim.
K fékk matsmann til að framkvæma verðmat miðað við viðmiðunardag skipta.
K hefði átt að miða fjölda stiga í lífeyrisréttindunum við viðmiðunardag skipta en verðmætið við þann dag sem verðmat fór fram.Hrd. 2003:804 nr. 446/2002 (Þátttakandi í deilu)[HTML] Sambúð K og M hófst 1992 og hjúskapur stofnaður 1996. Samvistarslit urðu í desember 2001 og flutti K börn þeirra til annars manns í janúar 2002, og búið þar síðan.
Ágreiningur var um forsjá sonar þeirra en K hafði verið dæmd forsjá dóttur þeirra í héraði, sem M og féllst á undir rekstri málsins þar.
Bæði K og M voru talin vera hæfir uppalendur og hafi aðstöðu heima hjá sér fyrir soninn. Honum á að hafa þótt vænt um báða foreldra sína en hefði haft einarðan vilja um að búa hjá föður sínum. Að mati sálfræðingsins mælti ekkert gegn því að systkinin alist upp á sitt hvoru heimilinu.
K og M töldu hafa bæði viljað sameiginlega forsjá en útilokuðu síðar þann möguleika. Staðan varð því sú að eini valmöguleikinn væri að velja á milli annarra hjónanna til að fara eitt með forsjána. Deilan hafði neikvæð áhrif á líðan sonarins þar sem þrýst var mikið á hann af hálfu foreldra sinna að gera upp á milli þeirra, sem Hæstiréttur taldi ganga þvert á skyldur þeirra sem foreldra.
Hæstiréttur taldi að almennt væri æskilegt að systkinin byggju saman og að vilji sonarins til að búa hjá föður sínum hefði ekki verið eins sterkur og héraðsdómur lýsti. Sonurinn hafi þó sterk jákvæð tengsl við föður sinn og að faðir hans hafi tíma og svigrúm til að annast hann. Auk þessa væri aldursmunur á systkinunum. Í ljósi þessa og fleiri atriða taldi Hæstiréttur það ekki vega þyngra að systkinin yrðu ekki aðskilin, sérstaklega með hliðsjón af rúmri umgengni þeirra systkina við hvort annað og báða foreldra sína.Hrd. 2003:1476 nr. 101/2003[HTML] Hrd. 2003:2912 nr. 288/2003 (Sanngirni - Eignarhlutar - Staða hjóna)[HTML] Ekki yfirskilyrði að hjúskapurinn vari stutt, en er eitt almennt skilyrði.
K og M höfðu verið gift í 30 ár.
Sérstakt að þau voru bæði búin að missa annað foreldrið sitt. Um tíma höfðu þau átt arf inni í óskiptu búi. Í tilviki K hafði faðir hennar óskað skipta á sínu búi og arfur greiddur K fyrir viðmiðunardag skipta en K vildi samt halda honum utan skipta á grundvelli þess að annað væri ósanngjarnt. Ekki var fallist á þá kröfu K.
Búið var að samþykkja kauptilboð í hluta eignarinnar.Hrd. 2003:4277 nr. 182/2003[HTML] Hrd. 2004:2993 nr. 299/2004[HTML] Hrd. 2004:3125 nr. 323/2004 (Fyrirtaka hjá sýslumanni)[HTML] Ekki var sátt um viðmiðunardag skipta. K keypti fasteign stuttu eftir og vildi að fasteignin yrði utan skipta.
K vildi meina að hún hefði mætt til að óska skilnaðs en sýslumaður bókaði að hún hafði eingöngu sóst eftir ráðleggingu. K yrði að sæta því að þetta hefði verið bókað svo.
K höfðaði síðan forsjármál árið 2005.
M fer síðan í skaðabótamál gegn K. Hann hélt því fram að K skuldi honum pening í tengslum við hjúskapinn. Því máli var vísað frá.
M hafði höfðað svo mál til að krefjast framfærslu og lífeyris.
K krafðist svo ógildingar á samningnum og bar fram ýmis ákvæði samningalaga, 7/1936, eins og óheiðarleika og að M hafi nýtt sér yfirburðastöðu sína með misneytingu. Hæstiréttur taldi hvorugt eiga við en breytti samningnum á grundvelli 36. gr. samningalaganna. Tekið var tillit til talsverðrar hækkunar eignanna við efnahagshrunið 2008 og var M gert að greiða K mismuninn á milli þeirra 5 milljóna sem hún fékk og þeirra 15 milljóna sem helmingur hennar hefði átt að vera.Hrd. nr. 381/2012 dags. 12. júní 2012[HTML] Hrd. nr. 478/2012 dags. 11. júlí 2012[HTML] Hrd. nr. 568/2012 dags. 17. september 2012[HTML] Hrd. nr. 49/2012 dags. 27. september 2012[HTML] Hrd. nr. 712/2012 dags. 2. maí 2013[HTML] Hrd. nr. 300/2013 dags. 31. maí 2013 (Skoðuð framlög beggja - K flutti fasteign í búið)[HTML] K átti fasteign en hafði tekið mest að láni fyrir stofnun hjúskapar.
K og M höfðu verið gift í um þrjú ár.
Fjallaði ekki um hvort M hafði eignast einhvern hlut í eigninni.
M hafði borgað um helming af afborgunum lánsins og eitthvað aðeins meira.
Héraðsdómur hafði fallist á helmingaskipti en Hæstiréttur féllst ekki á það þar sem ekki var litið á að greiðslur M hefðu falið í sér framlag til eignamyndunar og ekki merki um fjárhagslega samstöðu.
Horft mikið á fjárhagslegu samstöðuna.
Hæstiréttur hefur fallist sjaldan á slíkar kröfur.Hrd. nr. 674/2013 dags. 4. nóvember 2013 (Skilnaðarleyfi / andlát)[HTML] M hafði óskað skilnaðar að borði og sæng og óskaði opinberra skipta. M lést hins vegar rétt fyrir fyrsta skiptafundinn er varð til þess að skiptaferlinu var lokað. Börn M andmæltu og kröfðust þess að sýslumaður myndi gefa út leyfi til skilnaðar að borði og sæng miðað við daginn sem lögmaður K afhenti sýslumanni með úrskurð héraðsdóms um opinber skipti. Sýslumaður synjaði beiðninni.
K var að reka fyrirtæki þar sem hún var búin að ganga í ábyrgðir. Sá rekstur gekk illa og borgaði M skuldir þessa fyrirtækis.
M þurfti að verjast mörgum einkamálum ásamt sakamálum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og var að bíða eftir afplánun. Óvíst var um hverjir tekjumöguleikar hans yrðu í framtíðinni.
Hjónin voru sammála um að fá verðmat frá fasteignasala. K var ósátt við það verðmat og vildi fá annan fasteignasala og þau sammæltust um það. K var heldur ekki sátt við það og fá þau þá þriðja matið. K var einnig ósátt við þriðja matið og krafðist þess að fá dómkvadda matsmenn til að verðmeta fasteignina. Það mat var lægra en möt fasteignasalanna og miðaði K þá kröfu sína um annað mat fasteignasalanna.
Ekki var krafist yfirmats né krafist vaxta af verðmati til skipta.
M hafði safnað um 185 milljónum í séreignarlífeyrissparnað á um tveimur árum.
Hæstiréttur nefndi að í málinu reyndi ekki á 102. gr. hjskl. hvað séreignarlífeyrissparnað hans varðaði þar sem M gerði enga tilraun til þess að krefjast beitingar þess lagaákvæðis. Engin tilraun var gerð til þess að halda honum utan skipta. M reyndi í staðinn að krefjast skáskipta og var fallist á það.
Þingskjöl: Þingskjal nr. 181 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-10 14:46:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1424 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-15 02:05:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1443 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-15 17:36:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 11 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1021 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-03-18 12:45:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1236 (lög í heild) útbýtt þann 2021-04-15 14:50:00 [HTML][PDF]