Merkimiði - Lög um breyting á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum, nr. 44/2009
Niðurhala PDF eintaki þessarar auglýsingar Stjórnartíðinda: PDF fengið frá vefútgáfu Stjórnartíðinda (stjornartidindi.is) Athugið: Inniheldur ekki síðari breytingar á auglýsingunni (ef einhverjar), og mögulega ekki leiðréttingar sem gætu hafa verið gerðar á auglýsingunni.
Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.
Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.
Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.
Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.
Erlenda félagið dekkaði eingöngu tilkynningar vegna atburða á tilteknu tímabili er tilkynntar voru innan ákveðins frestar.
Degi fyrir lok frestarins óskaði starfsmaður Glitnis að endurnýja trygginguna og ef það væri ekki hægt að kaupa viðbótartímabil. TM svaraði að þau þyrftu tiltekin gögn til að meta það. Glitnir sendi ekki umsóknina né umbeðnar fjárhagsupplýsingar. Í lok júní 2009 kemur tölvupóstur frá Glitni um að þau séu búin að kaupa tryggingu annars staðar.
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1095 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-05-14 17:42:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1096 (breytingartillaga) útbýtt þann 2010-05-14 17:42:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1170 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-06-11 15:34:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1322 (lög í heild) útbýtt þann 2010-06-12 15:52:00 [HTML][PDF]
Þingmál A517 (heimild fjármálafyrirtækis til að veita veðréttindi)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 904 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 442 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-11-07 14:49:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 457 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-11-08 10:17:00 [HTML][PDF]
Þingmál A247 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2010)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 273 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-10-16 18:28:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 898 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-02-26 14:24:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1183 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-04-19 17:16:00 [HTML][PDF]