Úrlausnir.is


Merkimiði - Res nullius

Eitthvað sem enginn á, en má kasta eign á.


RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (2)
Dómasafn Hæstaréttar (2)
Alþingistíðindi (6)
Lovsamling for Island (4)
Alþingi (15)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1981:182 nr. 33/1978 (Mývatnsbotn) [PDF]
Greint var á um eignarhald á botni Mývatns og önnur verðmæti á botni Mývatns utan netlaga, og kröfðust landeigendur þeirra landa er lágu að Mývatni að þau teldust óskipt sameign þeirra allra. Fyrir héraði hófst málið með stefnu í júlímánuði 1974 sem að endingu varð að áðurgreindri kröfu. Ríkið höfðaði gagnsök sama mánuð sem að endingu varð sambærileg þeirra sem landeigendurnir gerðu, nema eignarhaldið færi til sín. Aukadómþing Þingeyjarsýslu dæmdi ríkinu í vil með gagnályktun á 1. tölul. 4. gr. vatnalaga nr. 15/1923 þar sem hinum málsaðilunum tókst ekki að sýna fram á að eignarrétturinn að Mývatnsbotni utan netlaga hefði stofnast með lögum eða með öðrum viðurkenndum hætti. Taldi hann í ljósi þessa að ríkið teldist réttmætur eigandi umrædds svæðis.

Fyrir Hæstarétti var málinu vísað frá héraði hvað varðaði kröfur tveggja ábúenda þar sem jarðirnar voru í ríkiseigu, sökum þess að það væri andstætt meginreglum réttarfars um aðild að aðili hafi uppi kröfur gegn sjálfum sér. Litið var svo á að frávísun þeirra krafna leiddi ekki til frávísun málsins í heild.

Hæstiréttur leit svo á að fyrir gildistöku vatnalaganna hafi engin lagaákvæði kveðið beinlínis á um eignarrétt yfir botnum stöðuvatna. Í málinu höfðu áfrýjendur ekki getað sýnt fram á að eignarréttur hafi myndast með öðrum hætti yfir botni Mývatns utan netlaga er leiddi til skerðingar eignarréttinda með 4. gr. vatnalaganna. Var ríkið því sýknað af þeirri kröfu áfrýjenda.

Hvað kröfu ríkisins varðaði vísaði Hæstiréttur til þess að 4. gr. vatnalaganna kvað heldur ekki um að ríkið teldist eigandi Mývatnsbotns utan netlaga né þeirra verðmæta sem tilheyrðu því svæði. Aukinheldur hafi ríkið heldur ekki sýnt fram á í málinu að það hafi stofnað til eignarréttarins með öðrum hætti. Voru landeigendurnir því einnig sýknaðir af kröfum ríkisins. Hins vegar kom fram að handhafar ríkisvalds gætu í skjóli valdheimilda sinna ráðið meðferð og nýtingu botns Mývatns og botnsverðmæta utan netlaga.
Hrd. 1981:1584 nr. 199/1978 (Landmannaafréttardómur síðari) [PDF]
Íslenska ríkið hóf mál fyrir aukadómþingi Rangárvallasýslu árið 1975 með eignardómsstefnu þar sem krafist var viðurkenningar á beinum eignarrétti ríkisins á Landmannaafrétti. Tilefnið var ágreiningur um réttarstöðu afréttanna vegna virkjanaframkvæmda hins opinbera við Tungnaá og Þórisvatn. Ríkið taldi sig ávallt hafa átt svæðið án þess að formleg staðfesting hafi verið á þeim rétti, en tók þó fram að það viðurkenndi þegar áunninn upprekstrarréttindi og önnur afréttarnot annarra aðila reist á lögum og venjum.

Meiri hluti aukadómþingsins féllst á kröfu íslenska ríkisins. Sératkvæði eins dómandans hljóðaði upp á sýknu af þeirri kröfu.

Meiri hluti Hæstaréttar taldi að málsvörn áfrýjenda um að þeir ættu landið en ekki ríkið hefði þegar verið tekin fyrir og dæmd í öðru máli málsaðilanna, hrd. Landmannaafréttur I. Enginn áfrýjenda gat sýnt fram á að þeir hafi haft neinn rýmri rétt til afréttanna en málsaðilar téðs máls Hæstaréttar. Annar málatilbúnaður og gögn var síðan ekki sinnt ýmist vegna vanreifunar eða vegna óskýrleika.

Þrátt fyrir þetta taldi meiri hlutinn sig bæran til að leysa úr viðurkenningarkröfu ríkisins um að það ætti beinan eignarrétt á Landmannaafrétti. Gat hann þess að Alþingi hafi ekki sett lög um þetta efni sem hefði verið eðlileg leið. Meiri hlutinn féllst ekki á þann málatilbúnað að íslenska ríkið hafi átt svæðið frá stofnun allsherjarríkisins né að beinn eignarréttur hafi stofnast með lögum eða öðrum hætti eins og eignarhefð. Tilvísanir íslenska ríkisins í námulög, vatnalög og eldri lög um nýbýli voru ekki talin duga að þessu leyti. Meiri hlutinn taldi að bærir handhafar ríkisvalds gætu sett reglur í skjóli valdheimilda sinna um meðferð og nýtingu landsvæðisins. Með hliðsjón af þessu taldi meirihlutinn að ekki væri unnt að taka kröfu íslenska ríkisins til greina.

Sératkvæði tveggja manna minni hluta Hæstaréttar voru um hið andstæða á þeim forsendum að í meginatriðum um þegar hefði verið leyst úr þeim hluta málsins fyrir Hæstarétti er varðaði veiðirétt og vatnsföll á sama svæði af hálfu sömu aðila, án þess að málatilbúnaðurinn hafi verið til þess fallinn að aðgreina það fordæmi né lögð fram ný gögn er gæfu tilefni til annarrar niðurstöðu.

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Mannréttindadómstóll Evrópu

Ákvörðun MDE Kozlova og Smirnova gegn Lettlandi dags. 23. október 2001 (57381/00)[HTML]

Ákvörðun MDE Brosset Triboulet og Autre gegn Frakklandi dags. 29. apríl 2008 (34078/02)[HTML]

Ákvörðun MDE Bergsson o.fl. gegn Íslandi dags. 23. september 2008 (46461/06)[HTML]

Dómur yfirdeildar MDE Depalle gegn Frakklandi dags. 29. mars 2010 (34044/02)[HTML]

Dómur yfirdeildar MDE Brosset-Triboulet o.fl. gegn Frakklandi dags. 29. mars 2010 (34078/02)[HTML]

Dómur yfirdeildar MDE Herrmann gegn Þýskalandi dags. 26. júní 2012 (9300/07)[HTML]

Dómur MDE Executief Van De Moslims Van België o.fl. gegn Belgíu dags. 13. febrúar 2024 (16760/22 o.fl.)[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Bæjarbjarg)[PDF]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
1981225, 1617
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Löggjafarþing2Seinni partur627
Löggjafarþing35Umræður (samþ. mál)1943/1944
Löggjafarþing36Umræður - Fallin mál893/894
Löggjafarþing75Þingskjöl1138
Löggjafarþing83Þingskjöl1198
Löggjafarþing133Þingskjöl4151
Fara á yfirlit

Ritið Lovsamling for Island

BindiBls. nr.
5250, 762, 781, 785
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 35

Þingmál A9 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Klemens Jónsson - Ræða hófst: 1923-05-03 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 36

Þingmál A7 (vatnsorkusérleyfi)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1924-02-19 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1924-02-19 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 75

Þingmál A36 (friðunarsvæði fyrir Vestfjörðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (nefndarálit) útbýtt þann 1956-02-09 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 83

Þingmál A198 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-13 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 84

Þingmál A20 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-10-14 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 133

Þingmál A542 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 812 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-01 15:21:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 139

Þingmál A714 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1237 (þáltill.) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 140

Þingmál A58 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-06 10:20:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 141

Þingmál A35 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 12:29:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 143

Þingmál A309 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (þáltill.) útbýtt þann 2014-02-11 17:03:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 144

Þingmál A184 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 193 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-06 14:41:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1887 - Komudagur: 2015-05-11 - Sendandi: Þorvaldur Þórðarson - [PDF]

Löggjafarþing 145

Þingmál A41 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-23 16:47:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 149

Þingmál A55 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-19 14:43:00 [HTML] [PDF]