Hjónavígsluskilyrði eru þau lögmætu skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til að einstaklingar megi ganga í hjúskap. Þau eru listuð í II. kafla hjúskaparlaga, nr. 31/1993.
Skilyrðin eru:
* Að um er að ræða tvo einstaklinga (7. gr.)
* Einstaklingarnir þurfa að hafa náð 18 ára aldri, eða hafa leyfi fagráðuneytisins ef um yngri einstaklinga er að ræða. (7. gr.)
* Báðir einstaklingarnir þurfa að vera lögráða, eða hafa samþykki lögráðamanna sinna ef svo er ekki. Synjun lögráðamanna má bera undir viðkomandi fagráðuneytis sem getur leyft hjónavígsluna ef „ekki er gild ástæða til synjunar“. (8. gr.)
* Hjónaefnin mega ekki vera skyld í beinan legg né systkin. (9. gr.)
* Hjónaefnin mega ekki vera kjörforeldri eða kjörbarn hins. (10. gr.)
* Hvorugt hjónaefnanna má vera í hjúskap þegar vígsla fer fram. Undantekningar gætu átt við í ákveðnum tilfellum, eins og þegar fjárskiptin vegna fyrri hjúskapar eru komin á ákveðið stig. (11. og 12. gr.)
Afleiðingar þess að skilyrðin séu ekki uppfyllt eru mismunandi. Sum eru þess eðlis að stjórnvöld geti af eigin frumkvæði ógilt stofnun hjúskaparins og sum byggja á sérstakri kröfu frá sérgreindum einstaklingum. Sum skilyrðin eru fortakslaus en víkja má frá sumum þeirra.
Hjúskap er mögulegt að ógilda af öðrum ástæðum en hér koma fram, sem eru rifjuð upp undir lýsingu tilheyrandi merkimiða.
Augl nr. 98/1969 - Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi samkomulag milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um breyting á Norðurlandasamningnum frá 6. febrúar 1931 um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 95/1973 - Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi samkomulag milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um breytingu á Norðurlandasamningnum frá 6. febrúar 1931 um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 26/1973 - Auglýsing um fullgildingu samkomulags um breytingu á Norðurlandasamningnum frá 6. febrúar 1931 um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð[PDF prentútgáfa]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-06 16:15:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1235 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-20 11:29:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1255 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-11 22:10:00 [HTML][PDF]