Úrlausnir.is


Merkimiði - Ógilding hjúskapar

Síað eftir merkimiðanum „Ógilding hjúskapar“.

Hjúskapur er ógildur ef hjónavígsluskilyrðin er giltu á tíma stofnun hjúskaparins voru ekki uppfyllt. Þá er krafist ógildis og verða þá réttaráhrifin hin sömu og hann hefði aldrei verið. Eftir því hver sé forsendan fyrir ógildinu eru mismunandi málshöfðunarfrestir til staðar.

Jafnframt er hægt að krefjast ógildingar. Sé um að ræða atvik fyrir eða við stofnunina er leitað til dómstóla. Sé þó um að ræða atvik eftir stofnunina er leitað til stjórnvalda eða dómstóla, og fer þá fram skilnaður.

Skylt er að ógilda hjúskap ef um er að ræða skyldleika eða tvíkvæni og er það þá gert með dómi. Þó er ekki hægt að ógilda hann á grundvelli tvíkvænis ef fyrri hjúskapnum er lokið áður en dómsmálið er höfðað.

Heimilt er að ógilda hjúskap af tilteknum ástæðum en það er háð kröfu þess hjónanna sem var beitt rangindunum sem leiddu til þess (skv. 28. gr. hjúskaparlaga). Mismunandi málshöfðunarfrestir gilda í þeim efnum.

Réttaráhrif ógildingar eru frá dómsuppkvaðningu. Meginreglan er að ógilding hafi sömu áhrif á lögskilnaður nema þegar annað er sérstaklega tekið fram. Fjárskiptin eru þó frábrugðin þar sem þau taka það sem þau komu með í búið eða fengu í gjöf eða arf. Þau skipta því sem þau eignuðust í hjónabandinu fyrir ógildingu.

Sé hjúskapur ógildanlegur á grundvelli skyldleika, tvíkvænis eða vegna ranginda beindum að hinu skammlífara, geta erfingjar þess hjóna krafist þess að fjárskiptin fari fram eins og ef hjúskapurinn hefði verið ógiltur með þeim hætti. Í tilfelli ranginda þarf hið skammlífara að hafa látist innan viðkomandi málshöfðunarfrest og slík krafa þarf að hafa verið borin upp innan sex mánaða frá andlátinu.

Dómar um málshöfðunarfresti:
Hrd. 1983:2130 nr. 214/1983 (Hjónavígsla á Austurvelli) - Synjað um ógildingu þar sem málshöfðunarfresturinn var liðinn

Dómar um ógildingu hjúskapar:
Hrd. 619/2017 dags. 7. júní 2018 (Andlegt ástand) - K var lögráða en talin hafa verið viti sínu fjær

Dómar um lögsögu:
Hrd. 2004:4021 nr. 198/2004 (Ísland/Frakkland)
Hrd. 11/2009 dags. 3. apríl 2009 (Albanskir hælisleitendur) - Tveir hælisleitendur vildu skilja en bjuggu ekki á Íslandi.

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1983:2134 nr. 225/1981 (Skilningur á kaupmála) [PDF]
K og M deildu um gildi kaupmála sem þau gerðu sín á milli.

M hélt því fram að K hefði allt frumkvæðið og séð um fjármálin. Hún hefði heimtað að kaupmálinn yrði gerður og eignirnar væru hennar séreignir. Hún hefði ákveðið að skilja við M skömmu eftir skráningu kaupmálans. M taldi að K hefði ætlað sér að skilja við hann um leið og hann samþykkti kaupmálann.
K var með 75% örorkumat og lága greindarvísitölu og því ekki í stöðu til að þvinga kaupmálanum í gegn. M taldi sig einnig að kaupmálinn kæmi einvörðungu til framkvæmda í tilfelli andláts annars þeirra en ekki vegna skilnaðar.

Ólíkt héraðsdómi taldi Hæstiréttur að ekki ætti að ógilda kaupmálann.

Hrd. 1985:599 nr. 100/1985 [PDF]


Hrd. 674/2013 dags. 4. nóvember 2013 (Skilnaðarleyfi / andlát)[HTML] [PDF]
M hafði óskað skilnaðar að borði og sæng og óskaði opinberra skipta. M lést hins vegar rétt fyrir fyrsta skiptafundinn er varð til þess að skiptaferlinu var lokað. Börn M andmæltu og kröfðust þess að sýslumaður myndi gefa út leyfi til skilnaðar að borði og sæng miðað við daginn sem lögmaður K afhenti sýslumanni með úrskurð héraðsdóms um opinber skipti. Sýslumaður synjaði beiðninni.

Niðurstaða málsins var sú að fallist var á kröfu K um opinber skipti þar sem hún gæti lagt fram slíka kröfu sem maki M, þar sem skilnaðarleyfið hafði ekki verið gefið út fyrir andlátið.

Hrd. 619/2017 dags. 7. júní 2018 (Andlegt ástand)[HTML] [PDF]
Ekki hafði komið ógildingarmál af þessum toga í nokkra áratugi fyrir þennan dóm.
K var lögráða en með skertan þroska, á við 6-8 ára barn, samkvæmt framlögðu mati.
M hafði áður sótt um dvalarleyfi hér á landi en fengið synjun. Talið er að hann hafi gifst henni til þess að fá dvalarleyfi. Hann sótti aftur um dvalarleyfi um fimm dögum eftir hjónavígsluna.
Ekki deilt um það að hún hafi samþykkt hjónavígsluna hjá sýslumanni á þeim tíma.
Héraðsdómur synjaði um ógildingu þar sem dómarinn taldi að hér væri frekar um að ræða eftirsjá, sem væri ekki ógildingarástæðu. Hæstiréttur sneri því við þar sem hann jafnaði málsatvikin við að K hefði verið viti sínu fjær þar sem hún vissi ekki hvað hún væri að skuldbinda sig til.