Úrlausnir.is


Merkimiði - Hjónavígsluskilyrði

Síað eftir merkimiðanum „Hjónavígsluskilyrði“.

Hjónavígsluskilyrði eru þau lögmætu skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til að einstaklingar megi ganga í hjúskap. Þau eru listuð í II. kafla hjúskaparlaga, nr. 31/1993.

Skilyrðin eru:
* Að um er að ræða tvo einstaklinga (7. gr.)
* Einstaklingarnir þurfa að hafa náð 18 ára aldri, eða hafa leyfi fagráðuneytisins ef um yngri einstaklinga er að ræða. (7. gr.)
* Báðir einstaklingarnir þurfa að vera lögráða, eða hafa samþykki lögráðamanna sinna ef svo er ekki. Synjun lögráðamanna má bera undir viðkomandi fagráðuneytis sem getur leyft hjónavígsluna ef „ekki er gild ástæða til synjunar“. (8. gr.)
* Hjónaefnin mega ekki vera skyld í beinan legg né systkin. (9. gr.)
* Hjónaefnin mega ekki vera kjörforeldri eða kjörbarn hins. (10. gr.)
* Hvorugt hjónaefnanna má vera í hjúskap þegar vígsla fer fram. Undantekningar gætu átt við í ákveðnum tilfellum, eins og þegar fjárskiptin vegna fyrri hjúskapar eru komin á ákveðið stig. (11. og 12. gr.)

Afleiðingar þess að skilyrðin séu ekki uppfyllt eru mismunandi. Sum eru þess eðlis að stjórnvöld geti af eigin frumkvæði ógilt stofnun hjúskaparins og sum byggja á sérstakri kröfu frá sérgreindum einstaklingum. Sum skilyrðin eru fortakslaus en víkja má frá sumum þeirra.

Hjúskap er mögulegt að ógilda af öðrum ástæðum en hér koma fram, sem eru rifjuð upp undir lýsingu tilheyrandi merkimiða.

Nánar:
Ógilding hjúskapar

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Álit umboðsmanns Alþingis

Álit sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11861/2022 dags. 10. október 2022[HTML] [PDF]


Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F113/2022 dags. 6. júní 2023[HTML] [PDF]


Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F119/2022 dags. 6. júní 2023[HTML] [PDF]


Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1983:2130 nr. 214/1983 (Hjónavígsla á Austurvelli) [PDF]
M og K voru úti að skemmta sér hjá Austurvelli og voru undir áhrifum. Þau rákust á allsherjargoða og fengu hann til að gifta sig. Goðinn tilkynnti síðan hjónabandið, án þess að M og K hefðu gert sér grein fyrir því.
Ekki var fallist á ógildingu þar sem málshöfðunarfresturinn var liðinn.

Hrd. 2004:3072 nr. 267/2004[HTML] [PDF]


Hrd. 33/2009 dags. 2. febrúar 2009 (Hjónin að Bæ)[HTML] [PDF]


Hrd. 180/2012 dags. 2. apríl 2012 (Erfingjar/samaðild)[HTML] [PDF]


Hrd. 30/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]