Úrlausnir.is


Merkimiði - Erfðalög, nr. 8/1962

RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (195)
Dómasafn Hæstaréttar (147)
Umboðsmaður Alþingis (3)
Stjórnartíðindi (5)
Alþingistíðindi (16)
Alþingi (98)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1964:406 nr. 122/1963 (Árelíusarbörn) [PDF]
Reyndi á þá spurningu hvort að viðkomandi var búinn að gefa of mikið áður en hann dó, s.s. að dulbúa gjafir til að komast framhjá arfleiðsluheimild.
Hrd. 1964:462 nr. 105/1963 (Erfðaskrá hjóna þrátt fyrir niðja) [PDF]
Hjónin gerðu sameiginlega erfðaskrá um að arfleifa hvort annað að öllum sínum eignum. Þau áttu engin sameiginleg börn.

Þau deyja svo með tiltölulega stuttu millibili.

Svo kom í ljós að M mátti ekki ráðstafa 1/3 hluta en K mátti það.

Erfingjarnir sóttust eftir því að ógilda erfðaskrána á grundvelli brostinna forsenda. Erfingjarnir þurftu að bera hallan af því.
Hrd. 1969:469 nr. 123/1968 (Málleysingjaskólinn) [PDF]
M er nánast heyrnarlaus og nánast mállaus. M var þroskaskertur að einhverju leyti. Hann var eingöngu skrifandi á nafn sitt. Hann var ekki talinn vera rosalega sjálfbjarga en nóg til þess að virða sjálfstæði hans.

M tjáði vilja sinn til bankastarfsmanns sem hann hafði þekkt í einhvern tíma um hvernig ætti að ráðstafa eignum sínum.
Bankastarfsmaðurinn ritaði vilja M á ritvél og bar síðan undir M.

Þegar hann dó urðu mikil átök milli bréferfingja og lögerfingja. Í grunninn snerist málið um hvort hefði verið hæfur til að gera erfðaskrá eða ekki. Deilt var um hvort vilja M hefði verið nægilega vel lýst. Efast var um að hún hefði verið sérstaklega vel lesin upp fyrir hann.

Skoðað var við rekstur málsins hversu sjálfstæður hann var í sínu lífi.

Erfðaskráin var talin gild.
Hrd. 1972:1040 nr. 109/1972 [PDF]

Hrd. 1974:306 nr. 59/1973 [PDF]

Hrd. 1976:197 nr. 125/1974 [PDF]

Hrd. 1976:955 nr. 46/1975 [PDF]

Hrd. 1977:1201 nr. 9/1976 [PDF]

Hrd. 1978:1225 nr. 138/1978 [PDF]

Hrd. 1979:377 nr. 207/1977 [PDF]

Hrd. 1979:531 nr. 79/1977 [PDF]

Hrd. 1979:1346 nr. 213/1979 [PDF]

Hrd. 1979:1384 nr. 44/1978 (Vesturberg - Gjöf fósturmóður til K) [PDF]
K sagði að íbúðin hefði verið gjöf en M sagði að íbúðin hefði verið gefin þeim báðum. Skiptir máli hverjum sé gefið og að það sé skýrt.
Gefandi nefndi ekki að gjöfin væri séreign.
Það var talið að M hafi lagt nógu mikið í íbúðina.
Ekki fallist á skáskipti.
Hrd. 1980:768 nr. 79/1979 [PDF]

Hrd. 1980:992 nr. 53/1980 (Fyrirfram samþykki sonar) [PDF]
Talið var þurfa samþykki sonarins vegna setu í óskiptu búi.
Ekki var hægt að byggja á fyrirfram samþykki sonarins í þessu tilviki.
Hrd. 1980:1560 nr. 32/1978 [PDF]

Hrd. 1982:546 nr. 106/1979 [PDF]

Hrd. 1983:104 nr. 14/1983 [PDF]

Hrd. 1983:233 nr. 123/1982 (Kaplaskjólsvegur) [PDF]

Hrd. 1983:381 nr. 121/1980 (Stefán Jónsson rithöfundur) [PDF]
Stefán og Anna voru gift og gerðu sameiginlega erfðaskrá þar sem þau arfleiddu hvort annað af öllum sínum eignum, og tilgreindu hvert eignirnar ættu að fara eftir lát beggja.

Önnu var um í mun að varðveita minningu Stefáns og vildi arfleiða Rithöfundasambandið að íbúð þeirra með tilteknum skilyrðum.

Talið var að hún hefði ráðstafað eigninni umfram heimild. Ekki var talið hægt að láta Rithöfundasambandið fá upphæðina í formi fjár eða afhenda því hluta íbúðarinnar, að því marki sem það var innan heimildar hennar.
Hrd. 1983:415 nr. 182/1982 (Óskilgetið barn) [PDF]
Skoða þurfti þágildandi barnalög þegar hún fæddist, þ.e. um faðernisviðurkenningu.
Ekki var litið svo á að henni hafi tekist að sanna að hún hafi talist vera barn mannsins að lögum.
Hrd. 1983:582 nr. 9/1982 (Drap eiginmann - Svipt erfðarétti - Ráðagerð um langan tíma) [PDF]

Hrd. 1983:701 nr. 267/1981 (Anna í Ámundakoti II) [PDF]

Hrd. 1984:587 nr. 84/1982 (Danfosshitakerfi) [PDF]

Hrd. 1984:1391 nr. 150/1982 (Eyrarkot) [PDF]

Hrd. 1986:958 nr. 79/1985 (Bann við sölu og veðsetningu - Sóleyjargata) [PDF]
Í erfðaskrá var sett allsherjarbann við framsali og veðtöku. Það bann var talið standast.
Hrd. 1986:962 nr. 80/1985 (Bann við sölu og veðsetningu - Sóleyjargata) [PDF]

Hrd. 1986:1043 nr. 251/1984 (Lífsgjöf á dánarbeði) [PDF]
Reyndi á þá spurningu hvort að viðkomandi var búinn að gefa of mikið áður en hann dó, s.s. að dulbúa gjafir til að komast framhjá arfleiðsluheimild.
Hrd. 1986:1626 nr. 180/1985 (Ásgarður) [PDF]
Hjón áttu jörðina Ásgarð og ráðstöfuðu til tveggja félagasamtaka með kvöðum.

Sveitarfélagið kemur við andlát þeirra og neytir forkaupsréttar sbr. lagaheimild.

Átti að deila út andvirðinu til félagasamtakanna eða ekki? Sökum brostinna forsenda fengu þau hvorki jörðina né fjármunina.
Hrd. 1987:1400 nr. 291/1986 (Munnleg arfleiðsla) [PDF]
M fær slæmt krabbamein og var lagður inn á spítala. M var talinn hafa gert sér grein fyrir því að hann væri að fara að deyja. Hann gerði erfðaskrá til hagsbóta fyrir sambýliskonu sína til þrjátíu ára.

Móðir hans og systkini fóru í mál til að ógilda erfðaskrána.

Gögn voru til úr tækjum spítalans og af þeim mátti ekki sjá að hann hefði verið óhæfur til að gera hana.
Hrd. 1989:239 nr. 218/1987 (Vífilfell) [PDF]
Systkini eiga stór fyrirtæki, meðal annars Vífilfell. Þau voru misvirk í stjórn en einn bróðirinn er að reka það. Ein systirin fær heilasjúkdóm og fer í margar geislameðferðir. Augljóst var að hún hafði hlotið alvarlegan skaða. Síðan gerði hún erfðaskrá þar sem hún arfleiddi einn bróður sinn að sínum hlut.

Læknarnir voru mjög misvísandi um hvort hún væri hæf til að gera erfðaskrá. Ekkert læknisvottorð var til fyrir þann dag sem hún gerði erfðaskrána.

Allir sammála um að aðgerðirnar gerðar á K hefðu valdið einhverri andlegri skerðingu í kjölfarið. Þurfti þá að meta áhrif skerðingarinnar á hæfi hennar til að gera erfðaskrá á þeim tíma sem hún var undirrituð/samþykkt.

Vottorðið var svolítið gallað. Fulltrúi sýslumanns í Reykjavík hafði notað sama textann á vottorðið árum saman, eða jafnvel áratugum saman. Hæstiréttur leit á að það væri gallað en það kæmi ekki að sök.

Hæstiréttur klofnaði og taldi meirihlutinn hana hæfa en minnihlutinn ekki. Hún var talin hafa skilið það nógu vel um hversu mikið virði væri að ræða.
Hrd. 1989:682 nr. 255/1987 [PDF]

Hrd. 1990:1083 nr. 430/1989 (Fjárhagslegur stuðningur) [PDF]

Hrd. 1991:561 nr. 72/1989 (Ömmudómur II, barnabarn) [PDF]
Um er að ræða sömu atvik og í Ömmudómi I nema hér var um að ræða afsal til barnabarns konunnar sem var grandlaust um misneytinguna. Í þessum dómi var afsalið ógilt á grundvelli 36. gr. samningalaga nr. 7/1936 þrátt fyrir að um misneytingu hafi verið að ræða.
Hrd. 1991:570 nr. 73/1989 (Misneyting - Ömmudómur I) [PDF]
Fyrrverandi stjúpdóttir fer að gefa sig eldri manni. Hann gerir erfðaskrá og gefur henni peninga, og þar að auki gerir hann kaupsamning. Hún er síðan saksótt í einkamáli.

Héraðsdómur ógilti erfðaskrána á grundvelli 34. gr. erfðalaga, nr. 8/1962, en Hæstiréttur ógilti hana á grundvelli 37. gr. erfðalaganna um misneytingu og því ekki á grundvelli þess að arfleifandinn hafi verið óhæfur til að gera erfðaskrána. Aðrir gerningar voru ógiltir á grundvelli 31. gr. samningalaga, nr. 7/1936.

Arfleifandi var enn á lífi þegar málið var til úrlausnar hjá dómstólum.
Hrd. 1992:1762 nr. 361/1992 (Jónína og Benjamín) [PDF]

Hrd. 1992:1926 nr. 317/1992 [PDF]

Hrd. 1992:2293 nr. 345/1990 [PDF]

Hrd. 1992:2339 nr. 70/1992 [PDF]

Hrd. 1993:767 nr. 136/1993 (Vanræksla) [PDF]
Hjón áttu börn og var M dæmdur fyrir langvarandi alvarlegt ofbeldi gegn þeim. Þau voru að skilja og barnavernd á fullu í málinu. K dó síðan og M sóttist eftir setu í óskiptu búi. Hæstiréttur taldi M hafa vanrækt framfærslu sína gagnvart börnunum.

Hrd. 1993:1836 nr. 135/1991 (Leigjandi) [PDF]
Borið upp að til staðar væru gallar á vottun.

Hæstiréttur nefndi að eingöngu væri snúið sönnunarbyrðinni ef um væri að ræða hæfi arfleifanda, ekki um vottun.

Litið á gallan einn og sér ekki slíkan að hann valdi ekki endilega ógildingu.
Hrd. 1993:2307 nr. 272/1991 (Syðribrú) [PDF]

Hrd. 1994:991 nr. 129/1994 [PDF]

Hrd. 1994:1823 nr. 36/1993 [PDF]

Hrd. 1994:2182 nr. 263/1992 (Esjudómur) [PDF]
Í erfðaskránni var kvöð um að reisa kláf er gengi upp á Esjuna.

Hvaða bönd má leggja á erfingja?
Hann setti ýmis skilyrði fyrir arfinum, m.a. að tiltekið ferðafélag fengi fullt af peningum með því skilyrði að það myndi setja upp kláf upp á Esjuna.
Ferðafélagið fékk síðan arfinn án þess að þurfa að setja upp kláfinn.
Hrd. 1994:2203 nr. 270/1991 (Tangarhöfði) [PDF]

Hrd. 1995:1114 nr. 120/1995 [PDF]

Hrd. 1995:3098 nr. 386/1995 [PDF]

Hrd. 1996:177 nr. 17/1996 (Lungnaveiki, minnispunktar) [PDF]

Hrd. 1996:358 nr. 110/1994 [PDF]

Hrd. 1996:365 nr. 111/1994 [PDF]

Hrd. 1996:1912 nr. 202/1996 [PDF]

Hrd. 1996:3291 nr. 397/1996 [PDF]

Hrd. 1996:3804 nr. 101/1996 [PDF]

Hrd. 1997:1024 nr. 26/1997 (Drap systur sína en átti ekki erfðarétt) [PDF]

Hrd. 1998:1134 nr. 71/1998 (Kattavinafélagið) [PDF]
Getgátur voru um hvort arfleifandinn, K, hafi verið haldin geðklofa og einnig ýmsum ranghugmyndum, sem sagt að hún hafi ekki talin hafa verið með fullu viti.

K sagði að Kattavinafélagið á Akureyri fengi arfinn en Kattavinafélag Reykjavíkur fengi það ef hitt væri ekki til. Hins vegar var hvorugt til. Hins vegar var Kattavinafélag Íslands til. Það fór í dómsmál og fékk arfinn.
Hrd. 1998:1653 nr. 251/1997 (Uppgreiðsla skuldabréfs - Mistök banka) [PDF]
Skuldabréf gefið út vegna gatnagerðargjalda vegna fasteignar í Reykjavík. Bréfið var vaxtalaust og bankinn látinn innheimta bréfið. Fyrsta afborgun bréfsins var túlkuð sem höfuðstóll og afhent fullnaðarkvittun þegar hún var greidd. Við lok síðustu greiðslunnar var bréfinu aflýst en skuldarinn hafði í raun greitt einvörðungu ⅓ af skuldinni. Skuldarinn lést og spurði ekkja skuldarans bankann hvort þetta væri rétt, sem bankinn játti. Talið var að ekkjan hefði átt að vita af mistökum bankans. Greiðsluseðlarnir voru því ekki skuldbindandi fyrir kröfuhafann.
Hrd. 1998:1694 nr. 153/1998 [PDF]

Hrd. 1999:30 nr. 1/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:349 nr. 29/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:756 nr. 296/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3132 nr. 239/1999 (Kynfaðernismál)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4862 nr. 344/1999 (Keflavík í Skagafirði)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4883 nr. 477/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:820 nr. 416/1999 (Sala á bát - Hansi EA 61)[HTML] [PDF]
Bátur var seldur ehf. í eigu eins barnanna.

Erfingjarnir fóru ekki rétta leið til að sýna fram á að það væri óeðlilegt.

Hrd. 2000:2582 nr. 263/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2447 nr. 213/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2851 nr. 305/2001 (Gefið andvirði lána)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3101 nr. 356/2001 (Bræðurnir Ormsson ehf)[HTML] [PDF]
M sat í óskiptu búi og vildi taka lán til að fjárfesta meiru í einkahlutafélagið Bræðurnir Ormsson þar sem fyrirtækið var í fjárkröggum og veðsetti hlutabréf sín í fyrirtækinu til að fjármagna það.

Eitt barnið var ósátt við það og vildu fá móðurarfinn sinn úr búinu. Fallist var á það.
Hrd. 2001:3249 nr. 80/2001 (Vestari Hóll)[HTML] [PDF]
SJ tók við búskap á jörðinni Vestari-Hóll árið 1954 eftir andlát ættingja hans. Sá ættingi hefði einnig tekið við búskapi á jörðinni eftir föður sinn sem var enn hinn þinglýsti eigandi jarðarinnar. Engin gögn voru til staðar um skipti á dánarbúi hins síðastnefnda.

Í málatilbúnaði SJ hélt hann því fram í varakröfu um að hann hefði áunnið sér eignarhefð á jörðinni, ef aðalkröfu hans um að hafa fengið jörðina afhenta til eignar frá SJ á sínum tíma næði ekki fram.

Hæstiréttur leit svo á að hefðandi sem var ókunnugur um eignarhald annars aðila og reyndi að varðveita þann ókunnugleika af ásettu ráði, gat ekki borið hann fyrir sig sér til tekna. Hins vegar taldi Hæstiréttur í þessu máli að ekki hefði verið sýnt fram á ásetning að þessu leyti og hefðin því verið fullnuð.
Hrd. 2001:3659 nr. 157/2001 (Langeyrarvegur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:960 nr. 30/2002 (Erfðaskrá en ekki til erfingja beggja)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1176 nr. 354/2001 (Söltunarfélag Dalvíkur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2351 nr. 263/2002 (Dóttir og dóttursonur Ólafs)[HTML] [PDF]
Sett var inn rangt nafn á jörð, líklega vegna rangrar afritunar frá annarri erfðaskrá.
Hrd. 2002:2534 nr. 391/2002 (Gunnlaugur og Guðlaug)[HTML] [PDF]
Reyndi á fleira en eina tegund af ráðstöfunum.

Gunnlaugur var upphaflega giftur Estheri og átti barn með henni og sat í óskiptu búi.

Með móðurarfi sem Gunnlaugur greiddi barninu fylgdi sérstök yfirlýsing. Minnst er á samkomulag um að innbúinu yrði skipt síðar. Óljóst hvort skiptunum var lokið eða ekki.

Gunnlaugur giftist aftur og gerir erfðaskrá með Guðlaugu. Gunnlaugur deyr og situr Guðlaug þá í óskiptu búi. Átta árum síðar krefst barn Gunnlaugs um skipti á því óskipta búi.

Guðlaug hafði flutt út úr íbúð þeirra Gunnlaugs og var dóttir Guðlaugar komin inn í íbúðina.

Veitt hafði verið leyfi til að veðsetja fasteignina. Í málinu var talið sannað að það hefði mátt þar sem við skiptin var áhættan orðin nánast engin. Guðlaugu var talin hafa verið heimilt að selja hlutabréf, fara til útlanda og verja fé í viðhald.
Hrd. 2003:2110 nr. 161/2003 (Hæfi við túlkun)[HTML] [PDF]
Bréferfingi manns átti að fá tiltekna íbúð en síðan deyr bréferfinginn. Í stað þess að gera nýja erfðaskrá ræddi lögmaður arfleifanda við hann til að fá afstöðu hans þar sem fram gætu komið efasemdir um hæfi M ef gerð væri ný erfðaskrá.

Foreldrar bréferfingjans vildu fá hlutinn en var synjað þar sem bréfarfurinn var bundinn við tiltekna persónu en myndi ekki erfast. Lögerfingjarnir fengu þann hlut.
Hrd. 2003:2815 nr. 242/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2912 nr. 288/2003 (Sanngirni, eignarhlutar, staða hjóna)[HTML] [PDF]
Ekki yfirskilyrði að hjúskapurinn vari stutt, en er eitt almennt skilyrði.
K og M höfðu verið gift í 30 ár.
Sérstakt að þau voru bæði búin að missa annað foreldrið sitt. Um tíma höfðu þau átt arf inni í óskiptu búi. Í tilviki K hafði faðir hennar óskað skipta á sínu búi og arfur greiddur K fyrir viðmiðunardag skipta en K vildi samt halda honum utan skipta á grundvelli þess að annað væri ósanngjarnt. Ekki var fallist á þá kröfu K.
Búið var að samþykkja kauptilboð í hluta eignarinnar.
Hrd. 2003:3169 nr. 139/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4119 nr. 425/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:273 nr. 227/2003 (Nathan & Olsen ehf.)[HTML] [PDF]
Gerð var áreiðanleikakönnun vegna kaupa á fyrirtæki og benti hún á ýmsa ágalla. Í kjölfarið var samið um afslátt af kaupverðinu. Nokkrum mánuðum eftir afhendingu komst kaupandinn að því að ástandið hjá fyrirtækinu hefði verið enn verra. Hæstiréttur taldi kaupandann ekki geta borið þetta fyrir sig gagnvart seljandanum þótt áreiðanleikakönnunin hafi ekki gefið rétta mynd af stöðunni.
Hrd. 2004:784 nr. 23/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1453 nr. 25/2004 (Fyrirframgreiddur arfur)[HTML] [PDF]
Arfurinn hafði svo sannarlega verið greiddur áður, en snerist hann eingöngu tilteknum eignum. Voru arfleifendur að ákveða tiltekinn arf í samræmi við arfleiðsluheimild eða utan hennar?

Erfitt var að leysa úr öllum álitamálum um framreikning fyrirfram greidds arfs, sérstaklega vegna þess að túlka þurfti hvaða ákvæði erfðaskrárinnar trompuðu hin.

Erfingjarnir sem fengu meira en nam sínum hlut þurftu að standa skil á því sem var umfram.

Hrd. 2004:3156 nr. 283/2004 (Erfðaskrá - orðalag - til erfingja beggja)[HTML] [PDF]
Erfðaskrá frá 1965.
Makinn var gerður að einkaerfingi en síðan stóð að arfur langlífari makans færi eftir ákvæðum erfðalaga.
Hrd. 2004:4507 nr. 434/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1150 nr. 73/2005 (Tengsl við erfðaskrá)[HTML] [PDF]
M hafði verið giftur áður og átt börn með fyrri eiginkonu sinni. M og K gerðu síðan kaupmála um að eignir hans yrðu séreign M og ákvæði til að tryggja stöðu K við andlát. Kaupmálinn og erfðaskrárnar áttu síðan að verka saman. Erfðaskrá M var síðan úrskurðuð ógild.
K hélt því fram að um væri að ræða brostnar forsendur og því ætti kaupmálinn ekki að gilda, en þeirri kröfu var hafnað. Dómstólar ýjuðu að því að það hefði verið að halda því fram ef sú forsenda hefði verið rituð í kaupmálann.
Hrd. 2005:3015 nr. 367/2005 (Skaftafell I og III í Öræfum - Óbyggðanefnd)[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið var stefnandi þjóðlendumáls og var dómkröfum þess beint að nokkrum jarðeigendum auk þess að það stefndi sjálfu sér sem eigenda sumra jarðanna sem undir voru í málinu. Hæstiréttur mat það svo að sami aðili gæti ekki stefnt sjálfum sér og vísaði frá þeim kröfum sem íslenska ríkið beindi gegn sér sjálfu.
Hrd. 2005:5057 nr. 518/2005 (Gjafabréf - Einföld vottun I)[HTML] [PDF]
Talið að málið hefði verið vanreifað.
Hrd. 2006:607 nr. 328/2005 (Vorsabær)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:969 nr. 407/2005 (Dánar/dánarbeðs/lífsgjöf)[HTML] [PDF]
Aldraður maður og sonur hans og sonarsonur standa honum við hlið.

Hann fer að gefa þeim umboð til að taka út peninga af reikningum sínum. Eftir að hann dó var farið að rekja úttektir þeirra aftur í tímann.

Efast var um einhverjar úttektir sem voru nálægt andlátinu og spurt hvað varð um peningana þar sem þeir runnu í þeirra þágu en ekki gamla mannsins.
Hrd. 2006:2203 nr. 345/2005 (Fell)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2279 nr. 496/2005 (Fjall og Breiðármörk í Öræfum - Skeiðársandur (Skaftafell II))[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið lýsti yfir kröfu á hluta tiltekinna jarða. Dómurinn er sérstakur fyrir það að ekki væri um að ræða afréttir, heldur jarðir. Á þessu tímabili hafði verið hlýindaskeið og jöklar því hopað. Landamerkjabréfin voru gerð þegar jöklarnir höfðu skriðið fram megnið af landinu. Í mörg hundruð ár höfðu ekki verið nein raunveruleg afnot af því landi sem jöklarnir höfðu skriðið yfir. Síðar hopuðu jöklarnir eitthvað.
Hrd. 2006:2596 nr. 476/2005 (Eignarréttur að fasteign)[HTML] [PDF]
M og K voru í sambúð, hvort þeirra áttu börn úr fyrri hjónaböndum.
M deyr og því haldið fram að K ætti íbúðina ein.
Niðurstaðan var sú að M og K hefðu átt sitthvorn helminginn.
Hrd. 2006:3002 nr. 314/2006 (Ógilding kaupmála/104. gr. - Gjöf 3ja manns - Yfirlýsing eftir á)[HTML] [PDF]
Dómurinn er til marks um það að séreignarkvöð á fyrirfram greiddum arfi verði að byggjast á yfirlýsingu þess efnis í erfðaskrá.
Hrd. 2006:3499 nr. 412/2006 (Kaupmála ekki getið)[HTML] [PDF]
K fékk setu í óskiptu búi. Hún hafði gert kaupmála en sagði ekki frá honum. K fór síðan að ráðstafa eignum búsins með ýmsum hætti. Samerfingjarnir voru ekki sáttir við þær ráðstafanir.

Við rekstur dómsmálsins komust erfingjarnir að því að kaupmáli lá fyrir og ýmsar séreignir. Hæstiréttur taldi það ekki slíka rýrnun þar sem peningalega innstæðan var ekki rosalega frábrugðin þeirri sem var þegar leyfið fékkst til setu í óskiptu búi, jafnvel þótt ýmsar breytingar hafa orðið á eignasamsetningunni.
Hrd. 2006:4828 nr. 547/2006 (Vilji hjóna - engin krafa)[HTML] [PDF]
Málið var rekið af börnum M úr fyrra hjónabandi gagnvart börnum K úr fyrra hjónabandi. Sameiginleg börn M og K stóðu ekki að málinu.

K var í hjúskap við fyrrum eiginmann á meðan hluta af sambúð hennar og M stóð.
M og K höfðu gert kaupmála.
M og K dóu með stuttu millibili og í málinu reyndi hvort regla erfðaréttar um að hvorugt hjónanna myndi erfa hitt, ætti við eða ekki, þar sem M hafði ekki sótt um leyfi til setu í óskiptu búi þegar hann lést.

Eign hafði verið gerð að séreign K en hún hafði tekið breytingum.
Spurningin var hvort eignin hefði öll verið séreign K eða eingöngu að hluta.
Rekja þurfti sögu séreignarinnar.
Talið var að séreign K hefði verið að lágmarki 60%. Skera þurfti síðan út um stöðu hinna 40%. Niðurstaða Hæstaréttar var að þau hefðu verið að öllu leyti séreign K og fór því í dánarbú hennar.

Engin endurgjaldskrafa var höfð uppi í málinu.
Hrd. 665/2006 dags. 10. janúar 2007 (Arfur til arfleifanda)[HTML] [PDF]
Maður gerði erfðaskrá og hafði ekki skylduerfingja. Hann ráðstafaði til vinar síns tilteknum eignum, sem voru mest af því sem hann átti. Meðal eignanna voru innstæður hans á tiltekinni bankabók. Hann hafði ekki tilgreint að erfðaskráin myndi einnig eiga við um eignir sem hann kynni að eignast í framtíðinni.

Systir hans deyr rétt áður en hann lést og var hann einkaerfingi hennar. Hann fékk leyfi til einkaskipta. Hann dó áður en sá arfur var greiddur. Mesti hluti þess arfs var lagður inn á bankabókina eftir að maðurinn dó.

Lögerfingjarnir fengu þann hluta sem var lagður inn á bankabókina eftir lát mannsins.
Hrd. 14/2007 dags. 29. janúar 2007 (Gjafabréf - einföld vottun II)[HTML] [PDF]
Yfirlýsing bar heitið gjafabréf en ekki erfðaskrá.

Einföld vottun nægir þegar um er að ræða gjafabréf.

Rætt var við vottana og athugað hvort þeir vissu hvað þeir voru að votta o.s.frv.
Hrd. 258/2007 dags. 22. maí 2007 (Kjarvalsmálverk)[HTML] [PDF]

Hrd. 331/2007 dags. 27. ágúst 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 560/2007 dags. 6. nóvember 2007 (Vatnsendi 4)[HTML] [PDF]
Krafist var ógildingar á erfðaskrá MEH þar sem veigamikil brot höfðu verið á framkvæmd ákvæða hennar og brostnar forsendur um gildi hennar. Þeim málatilbúnaði var hafnað þar sem hún hefði verið lögð til grundvallar skipta á þremur dánarbúum og andmælum við skipti á dánarbúi MEH hefði verið hafnað á sínum tíma, og leiðir til að krefjast ógildingar höfðu ekki verið fullnýttar þá. Málinu var því vísað frá.
Hrd. 542/2007 dags. 21. nóvember 2007 (Vilji systranna)[HTML] [PDF]
Systur gera sameiginlega erfðaskrá árið 2001. Þær voru ekki giftar og áttu engin börn. Þær gerðu meira en eina. Hún var vottuð af fulltrúa sýslumannsins í Reykjavík og stimpluð. Ekki var minnst á í vottorðinu á andlegt hæfi arfleifanda til að gera erfðaskrána.
Hrd. 668/2007 dags. 14. janúar 2008 (Undirritun/vottun á niðurfellingu kaupmála)[HTML] [PDF]
Vottarnir voru ekki tilkvaddir né báðir viðstaddir samtímis.
Hrd. 306/2007 dags. 28. febrúar 2008 (Kjarval)[HTML] [PDF]

Hrd. 221/2007 dags. 13. mars 2008 (Höfundaréttur)[HTML] [PDF]
Í útgáfu ævisögu Halldórs Laxness voru fjölmargar tilvitnanir sem taldar voru brjóta gegn höfundarétti. Hæstiréttur taldi að málshöfðunarfrestur til að hafa uppi refsikröfu í einkamáli hefði verið liðinn og var þeim kröfulið vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi.
Hrd. 157/2008 dags. 7. apríl 2008 (Dánarbússkipti)[HTML] [PDF]

Hrd. 339/2008 dags. 25. júní 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 23/2008 dags. 9. október 2008 (Jörðin Brakandi)[HTML] [PDF]
Jörðin var seld einu barnanna fyrir nokkuð lítið fé miðað við virði hennar. Barnið hafði búið á jörðinni og sá um rekstur hennar.
Hrd. 69/2008 dags. 23. október 2008 (Aðild - Kaupsamningur feðga)[HTML] [PDF]
Maður í óskiptu búi seldi syni sínum jörð úr búinu. Eftir andlát mannsins vildi dóttir hans ógilda samninginn á grundvelli óheiðarleika.

Hæstiréttur taldi að hún gæti ekki átt lögvarða hagsmuni enda var dánarbúið enn í skiptum og hún því ekki fengið neina kröfu.
Hrd. 622/2008 dags. 4. desember 2008 (Séreign barna)[HTML] [PDF]
Gerð var erfðaskrá þar sem tilgreint var að hvert barn fengi tiltekinn arfshluta og nefnt að hvert þeirra bæri að gera hana að séreign. Orðalagið var talið vera yfirlýsing en ekki kvöð.

Í Hrd. 1994:526 nr. 377/1991 (Jörðin Hagavík) var eignin gerð að séreign í kaupmála en svo var ekki í þessu máli.
Lögmaðurinn sem ritaði erfðaskrána taldi að vilji arfleifanda hefði verið sá að eignin yrði séreign.
Hrd. 33/2009 dags. 2. febrúar 2009 (Hjónin að Bæ)[HTML] [PDF]

Hrd. 52/2009 dags. 24. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 160/2009 dags. 8. maí 2009 (Tvöfalt líf II)[HTML] [PDF]
Framhald á atburðarásinni í Hrd. 183/2008 dags. 28. apríl 2008 (Tvöfalt líf).

Syninum tókst heldur ekki að sanna faðernið í þessu máli.
Hrd. 432/2009 dags. 24. september 2009 (Matsmenn/meðdómsmenn)[HTML] [PDF]
K fékk slæmt krabbamein og gerði erfðaskrá. Vitni voru til staðar um heilsu hennar þann dag sem hún gerði erfðaskrána.

Framhald af öðru máli en í því hafði verið aflað matsgerðar, og töldu matsmennirnir vafa ríkja um gildi hennar, en töldu hana samt sem áður gilda. Hæstiréttur taldi að héraðsdómarinn hefði átt að hafa sérfróða meðdómsmenn og að héraðsdómarinn hefði ekki getað farið gegn matsgerðinni án þess að hafa með sér sérfróða meðdómsmenn. Málið fór síðan aftur fyrir héraðsdóm.

Hæstiréttur taldi í þessu máli að K hafi verið hæf til að gera erfðaskrána.
Hrd. 572/2009 dags. 23. október 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 98/2009 dags. 5. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 594/2009 dags. 11. nóvember 2009 (Fimm erfðaskrár)[HTML] [PDF]
Ástæðan fyrir þeirri fimmtu var að einhver komst að því að sú fjórða hefði verið vottuð með ófullnægjandi hætti.

Vottar vissu ekki að um væri að ræða erfðaskrá og vottuðu heldur ekki um andlegt hæfi arfleifanda. Olli því að sönnunarbyrðinni var snúið við.
Hrd. 599/2009 dags. 13. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 661/2009 dags. 8. desember 2009 (Hjúskapur í Japan)[HTML] [PDF]

Hrd. 697/2009 dags. 16. desember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 704/2009 dags. 16. desember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 16/2010 dags. 17. febrúar 2010 (Fjárvörslureikningur)[HTML] [PDF]
Mál erfingja annars hjónanna gagnvart hinu.

Kaupmáli lá fyrir um að hlutabréfaeign M yrði séreign.
Passað hafði verið vel upp á andvirðið og lá það nokkuð óhreyft. Hægt var því að rekja það.
Hrd. 494/2009 dags. 10. júní 2010 (Ketilsstaðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 340/2010 dags. 16. júní 2010 (Uppgröftur líks)[HTML] [PDF]

Hrd. 438/2009 dags. 21. júní 2010 (Séreignarlífeyrissparnaður)[HTML] [PDF]
K missti manninn sinn og sat í óskiptu búi. Hún hélt að hún fengi séreignarlífeyrissparnað M.

Lífeyrissjóðurinn neitaði að láta það af hendi þrátt fyrir kröfu K.

Niðurstaðan verður sú að séreignarlífeyrissparnaður greiðist framhjá dánarbúinu og beint til maka og barna.
Hrd. 468/2010 dags. 31. ágúst 2010 (Barnaspítali Hringsins)[HTML] [PDF]
Í erfðaskrá var Barnaspítali Hringsins arfleiddur að eignum en enginn slíkur aðili var lögformlega til. Hins vegar var til kvenfélag sem hét Hringurinn og það rak barnaspítalasjóð. Kvenfélagið Hringurinn og Landspítalinn gerðu bæði tilkall til arfisins. Reynt var að finna út hver vilji arfleifanda var. Landspítalinn fékk arfinn.

Kvenfélagið sýndi m.a. bréfsefnið frá þeim til að reyna að sýna fram á að sjóðurinn þeirra væri þekktur sem slíkur, en án árangurs. Barn arfleifanda hafði verið lagt inn á deild Landspítalans en ekki hafði verið sýnt fram á nein tengsl við kvenfélagið.
Hrd. 4/2010 dags. 7. október 2010 (Athafnaleysi)[HTML] [PDF]
Erfingjar dánarbús eru með efasemdir um að úttektir hafi farið út í að greiða reikninga hins látna innan umboðs.
Hrd. 176/2011 dags. 8. apríl 2011 (Bobby Fischer - Hjúskapur í Japan)[HTML] [PDF]
Í þessu máli reyndi á innlenda viðurkenningu á hjónaböndum sem stofnuð eru erlendis með öðrum hætti en hér á landi. Það snerist um erfðarétt maka Bobbie Fischers en hún taldi að til hjúskaparins hefði stofnast í Japan.
Í Japan nægir að senda ákveðið eyðublað til yfirvalda til að stofna til hjónabands en ekki framkvæmd sérstök athöfn.

Í fyrra máli fyrir Hæstarétti taldi Hæstiréttur að ekki hefðu verið lögð fram næg gögn til að sýna fram á það. Það var hins vegar ekki vandamál í þetta skiptið.
Hrd. 84/2011 dags. 26. janúar 2012 (Jakob Traustason)[HTML] [PDF]
Verðmæti spildu jókst eftir undirritun samnings.
Hæstiréttur féllst ekki á svik.
Tíminn sem leið milli undirritunar skjalanna tveggja var einn þáttur þess að ekki hefði verið hægt að byggja á óheiðarleika við ógildingu þar sem þær gátu aflað sér upplýsinga í millitíðinni.
Hrd. 64/2012 dags. 3. febrúar 2012 (Skipti/erfðaskrá)[HTML] [PDF]
Kaupmáli og erfðaskrár lágu fyrir, ásamt breytingum. Allt þetta var ógilt nema ein erfðaskráin.
Hrd. 70/2012 dags. 5. mars 2012 (Arfur til kirkjunnar)[HTML] [PDF]
M gerði erfðaskrá K til hagsbóta. Hún hafði hjálpað honum lengi gegnum árin.

Þegar hann var kominn á elliheimili missti hann systur sína og vildi svo gera nýja erfðaskrá. Samband M við K hafði dofnað. Talið var að M hefði átt frumkvæði að framkvæmd breytinga á fyrri erfðaskránni, sem varð svo hin seinni.

Lögmaður gerir erfðaskrána og vottorðið. Auk þess vottar fulltrúi sýslumanns. Hann deyr svo stuttu síðar. Gallar voru á vottorði seinni erfðaskrárinnar að því leyti að orðalagið um vottun um andlegt hæfi var klúðurslegt.

Í seinni erfðaskránni var kirkja arfleidd að eignum og hún auðkennd með kennitölu. Engar kirkjur hafa kennitölur, heldur kirkjusóknir. Kirkjusóknin fór í málið við eldri bréferfingja. Í erfðaskránni stóð kirkja en ekki kirkjusókn.

Hæstiréttur taldi að M hefði verið hæfur til að gera hina nýju erfðaskrá, þrátt fyrir kröfu K um að hann hefði ekki verið það. Í niðurstöðunni var það rökstutt að kirkjan væri eign kirkjusóknarinnar og hún bæri ábyrgð á kirkjunni, og fékk því arfinn.
Hrd. 147/2012 dags. 23. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 133/2012 dags. 20. apríl 2012 (Ofgreitt/endurgreiðsla)[HTML] [PDF]
Fjallar um hið endanlega uppgjör.
Erfingjarnir fengu meira en sinn hlut.
Erfingjarnir áttu að endurgreiða það sem var umfram þeirra hlut.
Orðalag um að ákvæði erfðalaga stæðu því ekki fyrir vegi.
Hrd. 219/2012 dags. 27. apríl 2012 (Sameiginleg erfðaskrá, erfðasamningur)[HTML] [PDF]
Skuldbinding um að afturkalla ekki erfðaskrá.

Hjón höfðu gert sameiginlega erfðaskrá og tilgreindu að henni yrði ekki breytt eða hún afturkölluð án samþykkis hins.

Langlífari makinn, K, gerði nýja erfðaskrá á meðan setu hennar stóð í óskiptu búi. Sú erfðaskrá var ógild sökum erfðasamnings um að hinu væri óheimilt að breyta erfðaskrá sinni án samþykkis hins.

Börnin sendu bréf til K um að þeim þætti vera komið tilefni til að skipta búinu. Hún hafði gert erfðaskrá þar sem hún arfleiddi börn hennar að meiru. K skipti búinu fyrir andlát sitt.

Á gildi nýju erfðaskrárinnar reyndi svo löngu síðar.
Hrd. 337/2012 dags. 5. júní 2012 (Ófjárráða)[HTML] [PDF]
K sat í óskiptu búi með stjúpbörnum sínum. Hún átti síðan einnig son sem hún var náin.

K hafði veitt syni sínum allsherjarumboð til að sjá um sín mál. Einhverjar áhyggjur voru með þær ráðstafanir og kröfðust stjúpdætur hennar þess að hún yrði svipt fjárræði sökum elliglapa. Fallist var á þá beiðni þrátt fyrir að hún hafi ekki verið spurð.

K var ósátt við þessi málalok og gerði hún, með hjálp sonar síns, erfðaskrá til að minnka hlut dætra henna í arfinum og til hagsbóta fyrir son sinn. Hún biður hann um að hjálpa sér og lætur undirbúa drög. Hann biður sýslumann um að koma til að votta. Sýslumaður synjaði um vottun erfðaskrár þar sem hann taldi hana ekki hæfa sökum skorts á lögræði, án leyfis lögráðamanns hennar. Lögráðamaðurinn synjaði um þá beiðni án þess að hitta K.

Niðurstaða dómstóla var að erfðaskráin væri ógild. Hæstiréttur minntist sérstaklega á að lögræði væri ekki skilyrði til að gera erfðaskrá.
Hrd. 638/2011 dags. 7. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 727/2012 dags. 14. janúar 2013 (Ekkja og sonur)[HTML] [PDF]
Dæmi um það sem má óttast þegar til staðar er sameiginlegt barn og stjúpbarn.

K sat í óskiptu búi í skjóli erfðaskrár með sameiginlegu barni. Stjúpbarnið fer að spyrja K um ráðstafanir hennar en hún svarar engu. Það fer til sýslumanns og biður um lista yfir skulda og eignir, og lærir að eignirnar hafa rýrnað eitthvað.

K hafði selt ýmsar fasteignir og tekið ýmis lán. Síðan tók hún um 20 milljónir út úr bankabók og lánaði sameiginlega barninu. Óljóst var á skuldaviðurkenningu um hvenær ætti að greiða af láninu og hvernig, og það þótti ekki vera í lagi.
Hrd. 701/2012 dags. 3. maí 2013 (Vatnsendi 6)[HTML] [PDF]
Greint var á um staðsetningu beins eignarréttar að jörðinni Vatnsenda, þ.e. hvort hann hefði í raun færst frá dánarbúi SKLH til MSH eða hvort hann væri enn í dánarbúinu. Hæstiréttur taldi að um hið síðarnefnda væri að ræða.
Hrd. 758/2012 dags. 23. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 364/2013 dags. 7. júní 2013 (Tómlæti)[HTML] [PDF]
Ef maður bíður of lengi með að koma með kröfu um ógildingu, þá er hún of seint fram komin.

Erfingi vefengdi erfðaskrá þremur árum eftir fyrsta skiptafund. Á þeim skiptafundi mætti sá erfingi með lögmanni og tjáði sig ekki þegar sýslumaður spurði hvort einhver vefengdi hana.

Skiptum var ekki lokið þegar krafan var sett fram en voru vel á veg komin.
Hrd. 674/2013 dags. 4. nóvember 2013 (Skilnaðarleyfi / andlát)[HTML] [PDF]
M hafði óskað skilnaðar að borði og sæng og óskaði opinberra skipta. M lést hins vegar rétt fyrir fyrsta skiptafundinn er varð til þess að skiptaferlinu var lokað. Börn M andmæltu og kröfðust þess að sýslumaður myndi gefa út leyfi til skilnaðar að borði og sæng miðað við daginn sem lögmaður K afhenti sýslumanni með úrskurð héraðsdóms um opinber skipti. Sýslumaður synjaði beiðninni.

Niðurstaða málsins var sú að fallist var á kröfu K um opinber skipti þar sem hún gæti lagt fram slíka kröfu sem maki M, þar sem skilnaðarleyfið hafði ekki verið gefið út fyrir andlátið.
Hrd. 27/2014 dags. 6. febrúar 2014 (Tvær erfðaskrár, vottar)[HTML] [PDF]
M var giftur konu sem lést, og erfði eftir hana.

M eldist og eldist. Hann er á dvalarheimili og mætir síðan allt í einu með fullbúna erfðaskrá til sýslumanns um að hann myndi arfleiða bróðurdóttur hans, sem hafði hjálpað honum. Hann virtist ekki hafa rætt um slíkan vilja við aðra.

Hann hafði fengið mat um elliglöp en virtist vera tiltölulega stöðugur og sjálfstæður. Grunur var um að hann væri ekki hæfur. Læknisgögnin voru ekki talin geta skorið úr um það. Þá voru dregin til mörg vitni.

Í málinu kom fram að engar upplýsingar höfðu legið fyrir um hver hafi samið hana né hver hafi átt frumkvæði að gerð hennar. Grunsemdir voru um að bróðurdóttir hans hefði prentað út erfðaskrána sem hann fór með til sýslumanns. Ekki var minnst á fyrri erfðaskrána í þeirri seinni.

M var ekki talinn hafa verið hæfur til að gera seinni erfðaskrána.
Hrd. 597/2013 dags. 6. febrúar 2014 (Lán eða gjöf)[HTML] [PDF]
Ekki það nálægt andlátinu að það skipti máli, og þetta var talið gjöf.
Hrd. 28/2014 dags. 17. febrúar 2014 (Annar bróðir fær arf)[HTML] [PDF]
Hjón eiga tvo syni og þau gera allt í einu erfðaskrá til hagsbóta öðrum þeirra. Eftir lát hjónanna deila bræðurnir um erfðaskrána og fannst bróðurnum sem fékk ekki arf að hjónin hafi ekki haft næga vitræna getu. Hann hafi alltaf hjálpað þeim.

Hinn bróðirinn sagði sögu um að hjónin hefðu gengist í ábyrgð fyrir þann bróður sem þau arfleiddu ekki, og þær ábyrgðir hefðu fallið fyrir lát þeirra. Þau hefðu síðan minnkað samband sitt við hann.

Hjónin fóru fjórum sinnum til lögmanns til að ræða gerð erfðaskrárinnar. Ekki voru merki um að bróðirinn sem fékk arf hafi komið að gerð erfðaskrárinnar né mætt með þeim á fundina með lögmanninum.

Ekki kom fram í vottorðinu að vottarnir væru tilkvaddir né um að þeir vissu að þetta væri erfðaskrá. Hæstiréttur taldi að þetta hafi legið fyrir í kringumstæðunum er umluktu téðar vottanir að um væri að ræða þessi atriði. Í vottorðunum var ekki tilgreint heimilisfang en ekki minnst á það í dómnum.

Haldið uppi sökum um misneytingu.
Hrd. 603/2013 dags. 20. febrúar 2014 (Krafa fyrri bréferfingja)[HTML] [PDF]
Fjallar um hið endanlega uppgjör.

Erfingjarnir eiga ekki að endurgreiða það sem var umfram, þrátt fyrir að talsverður munur hafi verið milli fjárhæðanna.
Hrd. 132/2014 dags. 5. mars 2014 (Einn vottur)[HTML] [PDF]
Farið til lögmanns og lögmaðurinn sjálfur skrifar einn undir og bað skjólstæðing sinn um að fara með hana til sýslumanns til skráningar.

Framhald málsins: Hrd. 47/2016 dags. 13. október 2016 (Afleiðingar ógildis erfðaskrár)
Hrd. 32/2014 dags. 12. mars 2014 (Maki sviptur fjárræði - Sameiginleg erfðaskrá)[HTML] [PDF]
Hjón gerðu sameiginlega og gagnkvæma erfðaskrá árið 1986 sem hvorugt mátti breyta án samþykkis hins. Gríðarlegir fjármunir voru undir og þau áttu þrjú börn.

Maðurinn missti völdin í fyrirtækinu og fékk eftirlaunasamning. Sá samningur var síðan ógiltur. Maðurinn var síðan lagður inn á sjúkrahús með heilabilun.

Konan krafðist ógildingar sökum brostinna forsendna. Ekki var fallist á það.
Hrd. 139/2014 dags. 24. mars 2014 (Fjárúttektir - Umboðsmannamál)[HTML] [PDF]

Hrd. 615/2013 dags. 27. mars 2014 (Stóra-Árvík)[HTML] [PDF]
Eigandi eignarhlutar að jörðinni Stóru-Árvík fékk þann eignarhluta með gjafagerningi árið 1976 sem hann þinglýsti svo. Árið 2009, eftir andlát móttakanda eignarhlutans, kom krafan sem á reyndi í þessu máli, um að þinglýsingabók yrði leiðrétt á grundvelli þess að erfingjar gefandans hefðu ekki undirritað gjafabréfið né hefði það verið vottað. Sýslumaður hafði synjað kröfunni á þeim grundvelli að þetta hefði ekki verið óvenjulegt á þeim tíma.

Hæstiréttur taldi ákvæði 1. mgr. 33. gr. þinglýsingarlaganna, um að móttakandi réttinda þyrfti ekki að þola að heimildarbréf fyrirrennara hans væri ógilt væri hann grandlaus, ekki eiga við þar sem úthlutun arfs felur ekki í sér samning. Þó var kröfu erfingjanna að endingu hafnað sökum tómlætis þar sem þau höfðu lengi vitneskju um gjafabréfið og höfðu sumir þeirra jafnvel vottað gerninga gjafþegans þar sem eignarréttindum jarðarinnar var ráðstafað.
Hrd. 87/2010 dags. 3. apríl 2014 (Hróarsholt)[HTML] [PDF]
Tekist á um meinta fölsun. Maður krafðist viðurkenningar gagnvart tengdaföður á að hafa eignast landspildu sem hann og systkini hans hefðu erft eftir föður sinn.
Stefnandinn hafði falsað yfirlýsingu stefnda, samkvæmt rannsókn á rithönd.
Hrd. 234/2014 dags. 30. apríl 2014 (Þrjú laus blöð o.fl.)[HTML] [PDF]
Erfðaskráin var gerð á þremur lausum blöðum. Meginefnið var á tveimur þeirra en undirritunin var á því þriðja. Blaðsíðurnar með meginefninu voru ekki undirritaðar né vottfestar.
Hrd. 520/2014 dags. 4. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 642/2014 dags. 8. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 657/2014 dags. 20. október 2014 (Sam. erfðaskrá, ekki erfðasamningur)[HTML] [PDF]
Hjón gerðu sameiginlega erfðaskrá.

Langlífari maki í óskiptu búi gerir nýja erfðaskrá á meðan setu stendur í óskiptu búi. Sú erfðaskrá var gild. Ekkert loforð var í sameiginlegu erfðaskránni um að ekki mætti fella hana úr gildi einhliða eða breyta henni.
Hrd. 710/2014 dags. 11. nóvember 2014 (Ákæru vísað frá)[HTML] [PDF]
M sat í óskiptu búi.

Hann spreðaði kyrfilega. Hann millifærði milljónir til kvenna í Ghana. Hann hafði fengið bætur vegna jarðskjálftans á Suðurlandi með því skilyrði að hann lagaði húsið, en hann gerði það ekki. Þegar búinu var svo skipt var það svo eignalaust.

Gerð var skaðabótakrafa í sakamáli. Hæstaréttur taldi skorta á heimfærslu við umboðssvik og fjárdrátt.
Hrd. 36/2015 dags. 10. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 751/2014 dags. 5. mars 2015 (Vatnsendi 8)[HTML] [PDF]
Litið var svo á að ákvörðun skiptastjóra dánarbús MSH um að úthluta beinum eignarrétti jarðarinnar Vatnsenda til ÞH væri ógild þar sem MSH hefði fengið jörðina afhenta til umráða og afnota, þar sem hinn beini eignarréttur hefði ekki verið til staðar á þeim tíma. Hæstiréttur leit svo á að þau réttindi gætu aldrei gengið til baka til dánarbúsins, óháð því hvort það sé vegna brostinna forsendna fyrir erfðaskránni, andláts MSH né brot ÞH á erfðaskránni, en í síðastnefnda tilvikinu myndi jörðin ganga til næsta rétthafa frekar en aftur til dánarbúsins.
Hrd. 545/2014 dags. 12. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 601/2014 dags. 19. mars 2015 (Verðmæti miðað við eignir búsins)[HTML] [PDF]
Reynt á sameiginlega og gagnkvæma erfðaskrá.

K hafði gefið börnunum eignir upp á hundrað milljónir á meðan hún sat í óskiptu búi. Reynt var á hvort um væri að óhæfilega gjöf eða ekki.

Hæstiréttur minnist á hlutfall hennar miðað við eignir búsins í heild. Eitt barnið var talið hafa fengið sínu meira en önnur. K hafði reynt að gera erfðaskrá og reynt að arfleifa hin börnin að 1/3 til að rétta þetta af, en sú erfðaskrá var talin ógild.
Hrd. 275/2015 dags. 11. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 327/2015 dags. 4. júní 2015 (Afturköllun kaupmála ógild - Staðfestingarhæfi)[HTML] [PDF]
Reyndi á þýðingu orðsins „staðfestingarhæfi“.
Vottarnir voru börn hjónanna en það mátti ekki. Þau voru talin of nátengd til að geta komið með trúverðugan vitnisburð.
Hrd. 521/2015 dags. 20. ágúst 2015 (Meint gjöf og arður)[HTML] [PDF]
K fékk leyfi til setu í óskiptu búi og seldi einu þeirra fasteign undir markaðsverði. Tvö önnur börn hennar fóru í mál vegna þess. Ekki var kallaður til dómkvaddur matsmaður.

Ósannað var talið að um væri að ræða gjöf. Minnst var á í dómnum að hún hefði fengið greiddar 9,3 milljónir í arð sem rök fyrir því að ekki væri að óttast rýrnun, en ekki höfðu verið gerðar athugasemdir um það í rekstri málsins.
Hrd. 8/2015 dags. 17. september 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 121/2016 dags. 16. mars 2016 (Vatnsendi 10)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um frávísun máls er sneri að því hvort Kópavogsbær hafi greitt réttum aðila þær eignarnámsbætur sem ÞH fékk. Hæstiréttur taldi þýðingarmest í málinu að fyrir liggi eðli og umfang þeirra óbeinu eignarréttinda sem hvíla á jörðinni. Héraðsdómi var gert að taka málið til efnismeðferðar.
Hrd. 308/2016 dags. 10. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 643/2015 dags. 2. júní 2016 (Laugar í Súgandafirði)[HTML] [PDF]
Sveitarfélag keypti jarðhita af bónda og ætlaði að nota jarðhitann fyrir hitaveitu. Hæstiréttur leyfði þessu að ágangast þar sem þetta væri í hag almennings og ekki í andstöðu við tilgang laganna.
Hrd. 408/2016 dags. 16. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 456/2016 dags. 26. ágúst 2016 (Seta í óskiptu búi fallin niður)[HTML] [PDF]
K sat í óskiptu búi með barninu sínu. Barnið deyr svo.

K gerði svo erfðaskrá og arfleiddi tiltekið fólk að öllum eignum sínum. Hún deyr svo.

Spurning var hvort K hafi setið í óskiptu búi til æviloka að erfingjar M hefðu átt að fá arf eða ekki. Hæstiréttur taldi það hafa fallið sjálfkrafa niður við andlát barnsins þar sem hún var einkaerfingi þess.
Hrd. 472/2016 dags. 26. ágúst 2016 (Viðurkenndur réttur til helmings - Sambúðarmaki)[HTML] [PDF]
Mál milli K og barna M.

Skera þurfti úr um skiptingu eigna sambúðarinnar. Börnin kröfðust þess að M ætti allt og því ætti það að renna í dánarbú hans.

M hafði gert plagg sem hann kallaði erfðaskrá. Hann hafði hitt bróður sinn sem varð til þess að hann lýsti vilja sínum um að sambúðarkona hans mætti sitja í óskiptu búi ef hann félli á undan. Hins vegar var sú ráðstöfun ógild þar sem hann hafði ekki slíka heimild, enda um sambúð að ræða. Þar að auki voru engin börn fyrir K til að sitja í óskiptu búi með.

K gat sýnt fram á einhverja eignamyndun, og fékk hún helminginn.
Hrd. 475/2016 dags. 31. ágúst 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 47/2016 dags. 13. október 2016 (Afleiðingar ógildis erfðaskrár)[HTML] [PDF]
Framkvæmd vottunar.

Erfingjarnir fóru til tryggingarfélags lögmannsins og kröfðust bóta, og samþykkti tryggingarfélagið það.

Deilan snerist um kostnað. Erfingjarnir vildu einnig að tryggingarfélagið greiddi kostnaðinn en það taldi að það þyrfti ekki að greiða hann.
Hrd. 694/2016 dags. 3. nóvember 2016 (Matsgerðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 46/2017 dags. 8. mars 2017 (Ofgreitt/hafnað endurgreiðslu)[HTML] [PDF]

Hrd. 104/2017 dags. 14. mars 2017 (Fagurey)[HTML] [PDF]
Kona situr í óskiptu búi en fékk ekki þinglýst búsetuleyfi á eignina. Síðan afsalar hún eigninni á J og K, sem hún mátti ekki gera það. Þinglýsingin var gerð og fékk búsetuleyfið eftir það. Annmarkanum var bætt úr eftir á og þurfti því ekki að gera neitt meira.
Hrd. 255/2016 dags. 23. mars 2017 (Ábyrgð á námsláni)[HTML] [PDF]
Maður sat í óskiptu búi eftir að hafa fengi leyfi til þess.
Hann var síðan rukkaður um námslán sem konan gengið í ábyrgð fyrir.
Hann hafði beðið sýslumann um að fella úr gildi leyfið en því var synjað. Þ.e. eins og leyfið hefði aldrei gefið út.
Hrd. 576/2016 dags. 18. maí 2017 (Hafnað ógildingu gjafar)[HTML] [PDF]
K sat í óskiptu búi.

Í búinu var hlutdeild í jarðeign sem K ráðstafaði með gjafagerningi sem var þinglýst.

Síðar fóru fram skipti og reynt á hvort hægt væri að ógilda þá gjöf. Langur tími hafði liðið. Frestur samkvæmt erfðalögum var liðinn og reyndu erfingjarnir að rifta henni skv. samningalögum. Þá hefði þurft að reyna að sýna fram á svik eða misneytingu.

Synjað var dómkröfu um ógildingu gjafarinnar.
Hrd. 541/2016 dags. 1. júní 2017 (Hæfi dómara)[HTML] [PDF]
Aðili taldi að dómari málsins í héraði hefði spurt einkennilega og ekki gætt sín nægilega vel. Hæstiréttur taldi að það hafi gengið svo langt að vísa ætti málinu á ný til málsmeðferðar í héraði.
Hrd. 527/2016 dags. 15. júní 2017 (Umtalsverðar eignir - Riftun - Kaupmáli)[HTML] [PDF]
K og M hófu sambúð árið 2002 en gengu hjónaband 31. janúar 2009. Þau gerðu kaupmála 28. janúar 2009 og var hann móttekinn til skráningar í kaupmálabók sýslumanns 30. s.m. Þann dag afsalaði M þremur bifreiðum í sinni eigu til K.

Í hrd. 204/2014 var tekin til greina krafa Landsbankans hf. um að bú M yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Frestdagur við skiptin var 12. febrúar 2013 og lauk kröfulýsingarfresti 10. maí 2014. Lýstar kröfur í búið námu 2.336.688.534 kr.

Við skoðun skiptastjóra á eignum og skuldum búsins taldi hann að M hefði ráðstafað verulegum hluta eigna sinna án endurgjalds. Höfðað var mál til riftunar á ráðstöfunum samkvæmt kaupmálanum og afsals á bifreiðunum. Málið var þingfest en K mætti ekki á þing. Málið var dómtekið en vísað frá þar sem það hafði verið höfðað að liðnum málshöfðunarfresti skv. 148. gjaldþrotalaga. Hæstiréttur felldi úr gildi frávísunarúrskurðinn með dómi í máli nr. 495/2015 og lagði fyrir héraðsdóm að taka það til efnismeðferðar. Dómur gekk síðan í málinu þar sem ráðstöfununum var rift og K gert að afhenda þrotabúinu eignirnar. K óskaði endurupptöku á málinu og var fallist á þá beiðni og kvað upp þann dóm sem áfrýjað var í þessu máli.
Hrd. 597/2016 dags. 21. september 2017 (Úttekt af bankareikningum - Fasteign afsalað til sonar sambýliskonu)[HTML] [PDF]
Dánarbú eldri manns (A) er tekið til skipta. Búið er tekið til opinberra skipta. Fyrir andlátið hafði A selt syni sambýliskonu sinnar (B) fasteign. Dánarbúið fór svo í mál gegn B þar sem kaupverðið var greitt en ekki í peningum.

Hæstiréttur taldi í ljósi þess að seljandinn hafi verið með Alzheimer og samkvæmt læknismati hafi hann verið heilabilaður við samningsgerðina, og að B hafi átt að vera fullkunnugt um það ástand.

Deilt var um fjármuni sem B hafi átt að hafa tekið út af bankareikningi A. B tókst ekki að sýna fram á að fjármunirnir hafi verið nýttir í þágu A né verið innan umboðsins og var því gert að endurgreiða fjármunina.
Hrd. 572/2016 dags. 21. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 716/2017 dags. 28. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 754/2017 dags. 11. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 750/2017 dags. 16. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 72/2017 dags. 1. febrúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 175/2017 dags. 8. mars 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 511/2017 dags. 17. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 31/2019 dags. 29. janúar 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 7/2020 dags. 20. maí 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 8/2020 dags. 20. maí 2020 (JTWROS)[HTML] [PDF]
Dómurinn er til marks um það að Hæstiréttur getur beitt erlendum réttarreglum.
Hrd. 36/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Hrd. 17/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Hrd. 51/2022 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Hrd. 45/2022 dags. 23. maí 2023[HTML]

Hrd. 40/2023 dags. 13. desember 2023[HTML]

Hrd. 43/2022 dags. 29. desember 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2006 dags. 29. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2005 dags. 9. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-238/2008 dags. 10. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-41/2012 dags. 13. júní 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2016 dags. 27. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2018 dags. 27. júní 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-626/2006 dags. 25. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-400/2007 dags. 18. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Q-3/2011 dags. 9. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Q-2/2011 dags. 12. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Q-1/2015 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-63/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-18/2018 dags. 12. mars 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-562/2007 dags. 5. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2188/2008 dags. 23. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. D-27/2008 dags. 29. september 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. A-108/2011 dags. 22. september 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-5/2011 dags. 27. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-3/2012 dags. 10. október 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1/2012 dags. 16. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-8/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-10/2014 dags. 18. mars 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-14/2015 dags. 13. maí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-16/2015 dags. 26. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-104/2016 dags. 8. júní 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1/2017 dags. 22. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1150/2017 dags. 12. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-470/2018 dags. 19. desember 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-3/2018 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-716/2019 dags. 27. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1791/2019 dags. 24. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1362/2014 dags. 22. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2626/2020 dags. 18. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2220/2021 dags. 29. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-518/2018 dags. 7. júlí 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4744/2005 dags. 25. apríl 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-10/2005 dags. 22. maí 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. D-18/2006 dags. 11. júlí 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-1/2006 dags. 22. september 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10030/2004 dags. 10. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-4/2006 dags. 20. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2831/2005 dags. 3. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-3/2007 dags. 24. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-1/2007 dags. 21. júní 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-8/2007 dags. 17. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-6/2006 dags. 19. september 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5902/2007 dags. 18. desember 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-6/2007 dags. 20. desember 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-10/2007 dags. 22. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-400/2008 dags. 16. apríl 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-20/2007 dags. 3. júní 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-19/2007 dags. 23. október 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-7/2008 dags. 8. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1607/2008 dags. 30. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-11/2008 dags. 13. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5371/2008 dags. 29. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3171/2009 dags. 11. september 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-14/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-30/2009 dags. 29. september 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-3/2009 dags. 30. október 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-9/2009 dags. 17. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-5/2009 dags. 17. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-455/2010 dags. 8. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-91/2015 dags. 4. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-271/2015 dags. 8. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1672/2015 dags. 4. maí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-12/2015 dags. 12. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4173/2013 dags. 30. maí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-23/2013 dags. 27. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1020/2015 dags. 11. október 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Z-6/2016 dags. 9. desember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-16/2015 dags. 6. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3178/2016 dags. 31. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1686/2016 dags. 8. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2119/2017 dags. 13. mars 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-9/2017 dags. 14. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3910/2017 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-515/2018 dags. 7. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-1/2018 dags. 9. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-901/2018 dags. 16. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-12/2018 dags. 30. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2088/2018 dags. 23. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-206/2018 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-5485/2019 dags. 1. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1235/2016 dags. 2. mars 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2399/2020 dags. 28. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-2174/2020 dags. 13. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2857/2020 dags. 29. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2021 dags. 10. maí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3514/2021 dags. 2. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-680/2023 dags. 5. október 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1347/2023 dags. 8. mars 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-682/2009 dags. 29. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-343/2011 dags. 13. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-24/2011 dags. 13. júlí 2012[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-203/2006 dags. 20. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-60/2010 dags. 28. október 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. Q-1/2010 dags. 6. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-94/2014 dags. 29. júní 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-116/2012 dags. 9. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-154/2012 dags. 22. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-141/2013 dags. 18. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-175/2014 dags. 31. maí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. T-3/2016 dags. 25. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Q-1/2017 dags. 11. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Q-2/2017 dags. 10. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Q-218/2019 dags. 28. apríl 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 25/2013 dags. 15. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 108/2012 dags. 25. september 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 30/2013 dags. 12. mars 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 434/2018 í máli nr. KNU18080012 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 678/2023 í máli nr. KNU23070122 dags. 15. nóvember 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrú. 420/2018 dags. 25. júní 2018[HTML]

Lrú. 642/2018 dags. 10. september 2018[HTML]

Lrú. 644/2018 dags. 13. september 2018 (Yfirlýsing um að virða erfðaskrá)[HTML]

Lrú. 620/2018 dags. 11. október 2018 (Faðernismál eftir andlát)[HTML]
Maður gerði erfðaskrá og tók fram að hann ætti engan skylduerfingja, og arfleiddi tiltekinn hóp að eignum.
Síðan kom barn mannsins og krafðist arfs.
Málið snerist aðallega að um það hvort þetta tvennt gæti samrýmst. Var erfðaskráin ógild í heild eða eingöngu að einum þriðja?
Héraðsdómur taldi hana ógilda en Hæstiréttur taldi hana víst gilda að 1/3 hluta.
Lrú. 75/2019 dags. 28. febrúar 2019 (Tvær erfðaskrár, matsgerð)[HTML]

Lrú. 178/2019 dags. 10. apríl 2019[HTML]

Lrd. 596/2018 dags. 10. maí 2019[HTML]

Lrú. 316/2019 dags. 12. júní 2019[HTML]

Lrú. 299/2019 dags. 3. júlí 2019 (Fyrirframgreiddur arfur)[HTML]

Lrd. 634/2018 dags. 27. september 2019[HTML]

Lrú. 522/2019 dags. 2. október 2019[HTML]

Lrú. 512/2019 dags. 11. október 2019[HTML]

Lrd. 13/2019 dags. 29. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 125/2019 dags. 13. desember 2019[HTML]

Lrú. 784/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Lrú. 783/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Lrú. 822/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 861/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 441/2019 dags. 13. mars 2020[HTML]

Lrú. 299/2020 dags. 24. júní 2020[HTML]

Lrú. 505/2020 dags. 30. september 2020[HTML]

Lrd. 444/2019 dags. 30. október 2020

Lrú. 421/2020 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Lrú. 569/2020 dags. 20. nóvember 2020[HTML]

Lrú. 600/2020 dags. 1. desember 2020[HTML]

Lrú. 618/2020 dags. 5. janúar 2021[HTML]

Lrd. 817/2019 dags. 5. febrúar 2021[HTML]

Lrú. 703/2020 dags. 16. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 444/2019 dags. 23. apríl 2021[HTML]

Lrú. 146/2021 dags. 6. maí 2021[HTML]

Lrú. 209/2021 dags. 20. maí 2021[HTML]

Lrú. 351/2021 dags. 16. september 2021[HTML]

Lrú. 383/2021 dags. 11. október 2021[HTML]

Lrd. 162/2020 dags. 22. október 2021[HTML]

Lrú. 637/2021 dags. 8. desember 2021[HTML]

Lrú. 383/2021 dags. 16. desember 2021[HTML]

Lrd. 636/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrú. 677/2021 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrú. 787/2021 dags. 21. janúar 2022[HTML]

Lrd. 36/2021 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrd. 371/2021 dags. 10. júní 2022[HTML]

Lrú. 218/2022 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrú. 475/2022 dags. 5. september 2022[HTML]

Lrú. 554/2022 dags. 12. október 2022[HTML]

Lrú. 553/2022 dags. 12. október 2022[HTML]

Lrú. 375/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Lrú. 627/2022 dags. 23. nóvember 2022[HTML]

Lrú. 159/2023 dags. 31. mars 2023[HTML]

Lrú. 282/2023 dags. 26. maí 2023[HTML]

Lrd. 147/2022 dags. 2. júní 2023[HTML]

Lrú. 312/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Lrú. 461/2023 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Lrd. 413/2022 dags. 17. nóvember 2023[HTML]

Lrú. 773/2023 dags. 7. desember 2023[HTML]

Lrú. 712/2023 dags. 19. desember 2023[HTML]

Lrú. 809/2023 dags. 20. desember 2023[HTML]

Lrú. 806/2023 dags. 29. janúar 2024[HTML]

Lrú. 885/2023 dags. 27. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 591/2022 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 267/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Öræfi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Suðursveit)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Mýrar)

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd almannatrygginga

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 50/2005 dags. 21. ágúst 2005[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 205/2011 dags. 22. ágúst 2012[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-294/2009 dags. 29. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-343/2010 dags. 1. september 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1167/2023 dags. 20. desember 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2017 dags. 9. maí 2018[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6083/2010[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9916/2018 dags. 21. febrúar 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11264/2021 dags. 5. september 2022[HTML] [PDF]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
1964 - Registur68
1964416, 463-464
1969482, 487
19721046
1974315
1976 - Registur71, 131-132
1976200, 956, 961
19771210-1212
19781240
1979385, 532-533, 540-542, 1354, 1390
1980776, 995, 997, 1563, 1567
1982555
1983 - Registur77, 80, 106, 110, 112, 119-120, 183, 187, 221, 236-237, 280-281, 294
1983105, 234, 390, 416, 419, 583, 585, 621, 703, 705, 711-712
1984592, 1402
1986 - Registur47, 99
1986960, 964, 1049, 1642, 1650
1987 - Registur93
19871400, 1403, 1405
1989242, 244, 253, 281, 687, 691
19901089
1991565, 571, 577, 586
1992 - Registur106, 153, 161, 208, 235
19921763-1764, 1768, 1770-1772, 1927-1928, 1932-1934, 2293, 2296, 2341
1993768, 771, 1836, 1840, 1842, 2309
1994 - Registur97, 151
1994995-996, 999, 1823-1824, 2182-2183, 2192, 2194-2195, 2203
1995 - Registur185
19951117, 3102-3104, 3114-3115
1996 - Registur171-172
1996179, 364, 369, 1913, 1918, 1924, 3292, 3813, 3821
19971025, 1055
19981136, 1148-1149, 1154, 1658, 1701
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1981A82
1985A51
1991A129
2000A480
2004A109
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Löggjafarþing83Þingskjöl1061
Löggjafarþing97Þingskjöl1524, 1837-1838, 1842
Löggjafarþing126Þingskjöl1698, 2493, 2623, 3955, 3959
Löggjafarþing128Þingskjöl2078, 4605, 4610, 4626, 5322, 5441
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 83

Þingmál A193 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-12 00:00:00

Löggjafarþing 92

Þingmál A238 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 505 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-04-05 00:00:00

Löggjafarþing 97

Þingmál A235 (ættleiðing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 482 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-04-05 00:00:00

Þingmál A276 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 659 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-05-10 00:00:00

Löggjafarþing 98

Þingmál A96 (ættleiðingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-11-25 00:00:00

Þingmál A97 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 108 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-11-25 00:00:00

Löggjafarþing 99

Þingmál A51 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-25 00:00:00

Þingmál A52 (ættleiðingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-25 00:00:00

Þingmál A103 (gjaldþrotalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-11-29 00:00:00

Löggjafarþing 100

Þingmál A187 (erfðafjárskattur og erfðafé erfðafjársjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (frumvarp) útbýtt þann 1979-02-14 00:00:00

Þingmál A315 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-05-17 00:00:00

Löggjafarþing 102

Þingmál A103 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-02-11 00:00:00

Löggjafarþing 103

Þingmál A7 (horfnir menn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-13 00:00:00

Löggjafarþing 106

Þingmál A38 (erfðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (frumvarp) útbýtt þann 1983-10-17 00:00:00

Þingmál A269 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 515 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-03-29 00:00:00

Löggjafarþing 107

Þingmál A424 (erfðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 696 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1985-04-15 00:00:00
Þingskjal nr. 740 (breytingartillaga) útbýtt þann 1985-04-18 00:00:00
Þingskjal nr. 1019 (nefndarálit) útbýtt þann 1985-05-28 00:00:00
Þingskjal nr. 1049 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1985-05-29 00:00:00
Þingræður:
63. þingfundur - Gunnar G. Schram (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-03 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 110

Þingmál A134 (heildarendurskoðun erfðalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 139 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1987-11-24 00:00:00

Þingmál A464 (lögbókandagerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00

Löggjafarþing 125

Þingmál A68 (ættleiðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00 [HTML]

Þingmál A273 (ráðstöfun erfðafjárskatts)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML]

Löggjafarþing 126

Þingmál A308 (óðalsjarðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (svar) útbýtt þann 2001-01-16 17:09:00 [HTML]

Þingmál A310 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 370 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-11-28 17:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 602 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-12-16 11:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 613 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-12-16 18:44:00 [HTML]

Löggjafarþing 127

Þingmál A631 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1002 (frumvarp) útbýtt þann 2002-03-20 15:16:00 [HTML]

Löggjafarþing 128

Þingmál A398 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 471 (frumvarp) útbýtt þann 2002-11-26 15:34:00 [HTML]

Þingmál A652 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-03 17:12:00 [HTML]

Þingmál A703 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-11 17:15:00 [HTML]

Löggjafarþing 130

Þingmál A204 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 13:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1358 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-04-16 14:37:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1494 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-04-26 16:34:00 [HTML]

Þingmál A435 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 605 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-10 11:20:00 [HTML]

Þingmál A783 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-23 17:42:00 [HTML]

Löggjafarþing 131

Þingmál A53 (nýting stofnfrumna úr fósturvísum til rannsókna og lækninga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 581 - Komudagur: 2004-12-09 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A337 (staða samkynhneigðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-11-17 16:55:00 [HTML]

Löggjafarþing 132

Þingmál A340 (réttarstaða samkynhneigðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-18 11:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1379 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-02 11:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1445 (lög í heild) útbýtt þann 2006-06-02 22:04:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 673 - Komudagur: 2006-01-17 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Löggjafarþing 138

Þingmál A494 (sanngirnisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-23 16:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1140 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-05-31 11:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1142 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-05-19 09:41:00 [HTML]

Löggjafarþing 139

Þingmál A302 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-29 17:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 651 (lög í heild) útbýtt þann 2010-12-18 13:00:00 [HTML]

Þingmál A675 (heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1192 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1936 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-16 23:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1997 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-09-17 17:55:00 [HTML]

Löggjafarþing 140

Þingmál A738 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1176 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML]

Löggjafarþing 141

Þingmál A161 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 161 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-24 14:49:00 [HTML]

Löggjafarþing 143

Þingmál A161 (flutningur verkefna frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsembætta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 433 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-12-21 13:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 472 (lög í heild) útbýtt þann 2013-12-20 12:05:00 [HTML]

Þingmál A246 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1247 - Komudagur: 2014-03-12 - Sendandi: Þjóðskjalasafn Íslands[PDF]

Þingmál A250 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 458 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-20 09:52:00 [HTML]

Löggjafarþing 144

Þingmál A504 (farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-01-26 17:02:00 [HTML]

Þingmál A671 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-27 13:59:00 [HTML]

Þingmál A697 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1171 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2191 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi[PDF]

Löggjafarþing 145

Þingmál A229 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 245 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-13 14:13:00 [HTML]

Þingmál A370 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-25 14:48:00 [HTML]

Þingmál A383 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1079 - Komudagur: 2016-03-10 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Löggjafarþing 148

Þingmál A669 (hagur barna við foreldramissi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1371 (svar) útbýtt þann 2018-08-15 13:27:00 [HTML]

Löggjafarþing 149

Þingmál A246 (þýðing á íslenskum lögum og reglugerðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 482 (svar) útbýtt þann 2018-11-20 12:58:00 [HTML]

Þingmál A860 (bætur vegna ærumeiðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1361 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-26 11:44:00 [HTML]

Löggjafarþing 150

Þingmál A278 (bætur vegna ærumeiðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 312 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 13:23:00 [HTML]

Þingmál A722 (breyting á ýmsum lögum til að heimila framlengingu fresta og rafræna meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1250 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-18 14:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1282 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-04-30 09:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1284 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-04-28 18:16:00 [HTML]

Löggjafarþing 151

Þingmál A21 (breyting á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 603 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-12-16 09:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 639 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-12-16 15:42:00 [HTML]

Þingmál A160 (breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 161 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-09 14:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 334 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-11-13 12:28:00 [HTML]

Löggjafarþing 152

Þingmál A151 (breyting á ýmsum lögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 12:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 283 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-12-29 10:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 292 (lög í heild) útbýtt þann 2021-12-28 17:00:00 [HTML]

Löggjafarþing 153

Þingmál A939 (tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1469 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 10:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2121 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-06-09 14:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2142 (lög í heild) útbýtt þann 2023-06-09 19:37:00 [HTML]

Þingmál A946 (vopnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1478 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4839 - Komudagur: 2023-05-25 - Sendandi: Sýslumannaráð[PDF]

Þingmál A969 (erfðalög og erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1514 (frumvarp) útbýtt þann 2023-03-31 15:24:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4735 - Komudagur: 2023-05-16 - Sendandi: KPMG[PDF]
Dagbókarnúmer 4780 - Komudagur: 2023-05-19 - Sendandi: Skatturinn[PDF]

Þingmál A980 (rafrænar skuldaviðurkenningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1528 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML]

Löggjafarþing 154

Þingmál A45 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-13 19:42:00 [HTML]
Þingræður:
20. þingfundur - Birgir Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-25 18:24:31 - [HTML]

Þingmál A349 (vopnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-10-16 14:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 753 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-12 20:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 989 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-02-01 16:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1019 (lög í heild) útbýtt þann 2024-02-07 15:40:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 645 - Komudagur: 2023-11-13 - Sendandi: Lögreglustjórinn á Vestfjörðum[PDF]

Þingmál A544 (framlenging gildistíma bráðabirgðaákvæða um rafræna meðferð mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 642 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-29 14:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 777 (lög í heild) útbýtt þann 2023-12-13 17:53:00 [HTML]