Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 468/2010 dags. 31. ágúst 2010 (Barnaspítali Hringsins)

Síað eftir merkimiðanum „Hrd. 468/2010 dags. 31. ágúst 2010 (Barnaspítali Hringsins)“.

Í erfðaskrá var Barnaspítali Hringsins arfleiddur að eignum en enginn slíkur aðili var lögformlega til. Hins vegar var til kvenfélag sem hét Hringurinn og það rak barnaspítalasjóð. Kvenfélagið Hringurinn og Landspítalinn gerðu bæði tilkall til arfisins. Reynt var að finna út hver vilji arfleifanda var. Landspítalinn fékk arfinn.

Kvenfélagið sýndi m.a. bréfsefnið frá þeim til að reyna að sýna fram á að sjóðurinn þeirra væri þekktur sem slíkur, en án árangurs. Barn arfleifanda hafði verið lagt inn á deild Landspítalans en ekki hafði verið sýnt fram á nein tengsl við kvenfélagið.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 364/2013 dags. 7. júní 2013 (Tómlæti)[HTML] [PDF]
Ef maður bíður of lengi með að koma með kröfu um ógildingu, þá er hún of seint fram komin.

Erfingi vefengdi erfðaskrá þremur árum eftir fyrsta skiptafund. Á þeim skiptafundi mætti sá erfingi með lögmanni og tjáði sig ekki þegar sýslumaður spurði hvort einhver vefengdi hana.

Skiptum var ekki lokið þegar krafan var sett fram en voru vel á veg komin.