Úrlausnir.is


Merkimiði - Skilnaður að borði og sæng

Síað eftir merkimiðanum „Skilnaður að borði og sæng“.

Skilnaður að borði og sæng (oft skammstafaður ‚skabos‘) er hugsaður sem temprun á því að fólk skilji í fljótfærni og til að gefa fólki færi á að taka aftur upp samband að nýju. Takist það ekki virkar skilnaður að borði og sæng sem frestur fyrir hjónin til þess að semja um skilnaðarkjör sín á milli. Sótt er um leyfi til skilnaðar að borði og sæng hjá sýslumönnum en synjunum um slík leyfi er hægt að skjóta til viðkomandi fagráðuneytis. Þrátt fyrir slíka synjun er hún ekki því til fyrirstöðu að leitað sé til dómstóla.

Forsenda þess að gefið sé út leyfi til skilnaðar að borði og sæng er að hjón semji sín á milli um skilnaðarkjör eða koma þeim í ákveðinn farveg. Í skilnaðarkjörum felst að niðurstaða fáist í forsjá barna, fjárskipti hjónanna og framfærslu þeirra á milli. Í tilviki barna þarf að liggja fyrir sáttavottorð sbr. 42. gr. hjúskaparlaganna, staðfestur samningur um forsjá (eða málshöfðun) og staðfestur samningur um meðlag (eða krafa hjá sýslumanni). Fjárskiptum þarf að vera lokið með staðfestum samningi, yfirlýsingu um eignaleysi eða úrskurði um að bú hafi verið tekið til opinberra skipta. Hvað framfærsluna varðar þarf að liggja fyrir staðfestur samningur eða úrskurður um lífeyri.

Við útgáfu leyfis til skilnaðar að borði og sæng verða eftirfarandi réttaráhrif sem gætu, eftir atvikum, tekið breytingum þegar/ef til lögskilnaðar kemur:
* Börn fædd af öðru hvoru hjónanna eru ekki sjálfkrafa feðruð ef þau eru getin eftir útgáfu leyfisins. (1. mgr. 2. gr. barnalaga)
* Erfðaréttur milli hjóna fellur niður. (26. gr. erfðalaga)
* Lífeyrissjóðsréttindi falla almennt niður.
* Bætur almannatrygginga falla niður.
* Samsköttun fellur niður.

Leyfi til skilnaðar að borði og sæng getur fallið niður við tilteknar aðstæður, og falla þá einnig niður þau réttaráhrif sem leyfið veitti. Þær aðstæður eru:
* Hjón slíta ekki samvistum. (35. gr. hjúskaparlaga)
* Þau taka upp samvistir eða náið samband að nýju. (35. gr. hjúskaparlaga)

Athuga skal að þó leyfi til skilnaðar að borði og sæng fellur niður, þá er heimilt að halda þeim eigum sem hvor maki eignaðist á því tímabili frá helmingaskiptum þegar kemur til fjárskipta, sbr. 111. gr. hjúskaparlaga.

Dómar (skilyrði til útgáfu leyfisins):
Hrd. 2006:1637 nr. 172/2006 (Einhliða yfirlýsing dugir ekki) - Yfirlýsing um eignaleysi einhliða frá öðru hjóna dugar ekki.

Dómar (erfðaréttur):
Hrd. 674/2013 dags. 4. nóvember 2013 (Skilnaðarleyfi / andlát) - Erfðaréttur milli hjóna var ekki talinn hafa fallið niður þótt leyfið var rétt óútgefið fyrir andlát umsækjanda.

Dómar (niðurfelling skilnaðar að borði og sæng):
Hrd. 1979:1369 nr. 76/1977 (Samvistir fallið brott - Lögskilnaðarleyfi)
Hrd. 191/2008 dags. 29. apríl 2008 (Fjárskipti vegna síðari skilnaðar) - Fjárskiptasamningar falla einnig úr gildi
Hrd. 46/2008 dags. 16. október 2008 (Brottfall skabos - 3 og hálfur mánuður)

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Álit umboðsmanns Alþingis

Álit sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10894/2021 dags. 23. febrúar 2021[HTML] [PDF]


Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10914/2021 dags. 29. janúar 2021[HTML] [PDF]


Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12144/2023 dags. 22. maí 2023[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 17/1988 dags. 28. apríl 1988 (Forsjármál)[HTML]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 208/1989 dags. 30. nóvember 1990[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3/1988 dags. 3. febrúar 1989 (Skilnaðarmál)[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 399/1991 dags. 12. nóvember 1992 (Hjónaskilnaðarmál)[HTML] [PDF]
Ritari hafði gleymt að taka upp setningu inn í úrskurð.

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 596/1992 dags. 9. nóvember 1992[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 640/1992 dags. 20. apríl 1993 (Forsjármál - Bráðabirgðaforsjá)[HTML] [PDF]
Í ráðuneyti lágu fyrir upplýsingar um veikindi mannsins og vildi hann fá afrit af þeim. Ráðuneytið neitaði honum um þær þrátt fyrir beiðni þar sem hann var talinn hafa vitað af sínum eigin veikindum. Umboðsmaður taldi ráðuneytið hafi átt að upplýsa hann um að upplýsingarnar hafi verið dregnar inn í málið.

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 813/1993 (Ákvörðun meðlags)[HTML] [PDF]


Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F72/2017 dags. 31. október 2018[HTML] [PDF]


Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1934:970 nr. 13/1934 [PDF]


Hrd. 1936:306 nr. 117/1934 [PDF]


Hrd. 1941:243 nr. 45/1941 (Miðilsstarfsemi) [PDF]


Hrd. 1948:379 nr. 32/1948 [PDF]


Hrd. 1952:175 kærumálið nr. 7/1952 [PDF]


Hrd. 1952:679 nr. 117/1952 [PDF]


Hrd. 1953:253 nr. 44/1952 [PDF]


Hrd. 1953:664 kærumálið nr. 16/1953 [PDF]


Hrd. 1954:17 nr. 57/1952 (Framfærslueyrir) [PDF]


Hrd. 1954:31 nr. 47/1953 [PDF]


Hrd. 1954:664 nr. 40/1953 [PDF]


Hrd. 1955:512 nr. 151/1953 [PDF]


Hrd. 1959:482 nr. 89/1959 [PDF]


Hrd. 1959:484 nr. 90/1959 [PDF]


Hrd. 1959:489 nr. 80/1958 [PDF]


Hrd. 1959:634 nr. 42/1959 (Skattaskuldir, sönnun) [PDF]
Hjón að rífast innbyrðis. Ekkert deilt um staðgreiðslu skatta árið sem þau voru að skilja. M hélt því fram að hann hefði greitt skattaskuldir K langt aftur í tímann. M krafðist þess að K myndi greiða honum skuldina og því myndi skuldin koma inn í skiptin. Þeirri kröfu var hafnað.
Ekkert tíðkast á þeim tíma að vera með kvittanir vegna greiðslu skulda innbyrðis.

Hrd. 1960:550 nr. 213/1959 [PDF]


Hrd. 1961:279 nr. 73/1961 [PDF]


Hrd. 1961:617 nr. 159/1959 [PDF]


Hrd. 1961:839 nr. 52/1961 (Skuld vegna bifreiðar) [PDF]
Lán var veitt til M vegna bifreiðakaupa. Lánið féll síðan á hann.
Skuldheimtumenn reyndu að ganga að þeim báðum til innheimtu kröfunnar.
Í héraði var rakið að M hefði verið að kaupa bílinn til atvinnureksturs og því ætlað að afla tekna fyrir félagsbúið. Skuldin væri því sameiginleg.
Hæstiréttur var ósammála og taldi bílinn vera hjúskapareign M og að skuldheimtumönnum hefði ekki tekist að sanna að K hefði tekið að sér ábyrgð á skuldinni.

Hrd. 1961:844 nr. 125/1961 [PDF]


Hrd. 1962:376 nr. 187/1961 [PDF]


Hrd. 1962:381 nr. 186/1961 [PDF]


Hrd. 1962:387 nr. 188/1961 [PDF]


Hrd. 1963:7 nr. 98/1962 [PDF]


Hrd. 1963:437 nr. 170/1962 [PDF]


Hrd. 1964:474 nr. 40/1963 [PDF]


Hrd. 1965:238 nr. 40/1965 [PDF]


Hrd. 1965:372 nr. 66/1965 [PDF]


Hrd. 1965:746 nr. 81/1965 [PDF]


Hrd. 1965:789 nr. 89/1965 (Dómur um meðlagsúrskurð) [PDF]


Hrd. 1965:889 nr. 82/1965 [PDF]


Hrd. 1967:100 nr. 13/1967 [PDF]


Hrd. 1967:867 nr. 239/1966 (Gagnkrafa gegn framfærslukröfu - Lögmaður) [PDF]


Hrd. 1968:428 nr. 33/1967 (Hjónavígsla) [PDF]


Hrd. 1968:876 nr. 3/1968 (Drap eiginkonu, sviptur málflutningsréttindum o.fl.) [PDF]


Hrd. 1968:1136 nr. 147/1968 (Hátún) [PDF]


Hrd. 1970:670 nr. 223/1969 (Ábendingar Hæstaréttar um öflun skýrslna vegna túlkunar kaupmála) [PDF]


Hrd. 1970:762 nr. 179/1970 [PDF]


Hrd. 1971:419 nr. 225/1970 [PDF]


Hrd. 1971:424 nr. 192/1970 [PDF]


Hrd. 1971:596 nr. 219/1970 [PDF]


Hrd. 1971:923 nr. 143/1971 [PDF]


Hrd. 1972:544 nr. 110/1971 (Jöfnunarhlutabréf) [PDF]


Hrd. 1973:505 nr. 82/1973 [PDF]


Hrd. 1973:912 nr. 114/1973 (Yrsufell - Fullur ökumaður I) [PDF]


Hrd. 1974:1015 nr. 192/1974 [PDF]


Hrd. 1975:73 nr. 101/1973 [PDF]


Hrd. 1975:283 nr. 185/1973 [PDF]


Hrd. 1975:955 nr. 159/1974 [PDF]


Hrd. 1975:959 nr. 162/1974 [PDF]


Hrd. 1976:656 nr. 147/1975 (Forsjá barns) [PDF]


Hrd. 1976:984 nr. 22/1975 [PDF]


Hrd. 1977:752 nr. 69/1976 (USA, 2 hjónabönd) [PDF]


Hrd. 1977:766 nr. 149/1976 (Tómasarhagi) [PDF]


Hrd. 1977:1169 nr. 177/1976 [PDF]


Hrd. 1978:439 nr. 41/1978 (Samningur eða ákvörðun ráðuneytis) [PDF]


Hrd. 1979:1369 nr. 76/1977 (Samvistir fallið brott - Lögskilnaðarleyfi) [PDF]


Hrd. 1979:1384 nr. 44/1978 (Vesturberg - Gjöf fósturmóður til K) [PDF]
K sagði að íbúðin hefði verið gjöf en M sagði að íbúðin hefði verið gefin þeim báðum. Skiptir máli hverjum sé gefið og að það sé skýrt.
Gefandi nefndi ekki að gjöfin væri séreign.
Það var talið að M hafi lagt nógu mikið í íbúðina.
Ekki fallist á skáskipti.

Hrd. 1980:827 nr. 41/1980 (Búskipti) [PDF]


Hrd. 1980:1021 nr. 55/1979 [PDF]


Hrd. 1983:63 nr. 2/1983 (Skiptum ekki lokið) [PDF]


Hrd. 1983:89 nr. 50/1981 [PDF]


Hrd. 1983:1754 nr. 121/1981 [PDF]


Hrd. 1983:1967 nr. 49/1982 (Eitt ár + ekki samstaða) [PDF]


Hrd. 1983:2130 nr. 214/1983 (Hjónavígsla á Austurvelli) [PDF]
M og K voru úti að skemmta sér hjá Austurvelli og voru undir áhrifum. Þau rákust á allsherjargoða og fengu hann til að gifta sig. Goðinn tilkynnti síðan hjónabandið, án þess að M og K hefðu gert sér grein fyrir því.
Ekki var fallist á ógildingu þar sem málshöfðunarfresturinn var liðinn.

Hrd. 1983:2134 nr. 225/1981 (Skilningur á kaupmála) [PDF]
K og M deildu um gildi kaupmála sem þau gerðu sín á milli.

M hélt því fram að K hefði allt frumkvæðið og séð um fjármálin. Hún hefði heimtað að kaupmálinn yrði gerður og eignirnar væru hennar séreignir. Hún hefði ákveðið að skilja við M skömmu eftir skráningu kaupmálans. M taldi að K hefði ætlað sér að skilja við hann um leið og hann samþykkti kaupmálann.
K var með 75% örorkumat og lága greindarvísitölu og því ekki í stöðu til að þvinga kaupmálanum í gegn. M taldi sig einnig að kaupmálinn kæmi einvörðungu til framkvæmda í tilfelli andláts annars þeirra en ekki vegna skilnaðar.

Ólíkt héraðsdómi taldi Hæstiréttur að ekki ætti að ógilda kaupmálann.

Hrd. 1984:165 nr. 93/1982 (Andlegt ástand) [PDF]
M sagðist hafa verið miður sín og að K hefði beitt sig þvingunum. Það var ekki talið sannað.

Hrd. 1984:1085 nr. 10/1983 (skabos+samn. jan.´79 – lögskiln. okt´80 – málshöfðun sept.´82) [PDF]


Hrd. 1985:322 nr. 9/1985 (Rauðilækur með 2 ár) [PDF]


Hrd. 1985:599 nr. 100/1985 [PDF]


Hrd. 1985:832 nr. 192/1983 (Frumkvæði á hallaðan M - K annaðist barn - K naut ekki lífeyris frá M) [PDF]


Hrd. 1987:724 nr. 151/1987 (Óstaðfestur samningur óskuldbindandi) [PDF]


Hrd. 1988:19 nr. 355/1987 [PDF]


Hrd. 1988:474 nr. 34/1987 (Hallaði á K á marga vísu) [PDF]


Hrd. 1988:1432 nr. 305/1988 (Helmingaskipti - Skammvinnur hjúskapur) [PDF]


Hrd. 1989:1150 nr. 368/1988 [PDF]


Hrd. 1990:1070 nr. 330/1990 [PDF]


Hrd. 1990:1716 nr. 461/1990 (Fjárhæð meðlags) [PDF]


Hrd. 1991:242 nr. 102/1989 (Samningur of óljós til að byggja á kröfu um uppgjör) [PDF]
M vildi greiða sinn hluta til hennar með skuldabréfum. Ekki talið að skiptum væri lokið þar sem greiðslum var ekki lokið. Samþykkt beiðni um opinber skipti.

Hrd. 1991:1571 nr. 414/1988 (Skólavörðustígur - Gjöf foreldra til K) [PDF]
Búið að selja íbúðina á uppboði áður en dómur féll.
* Fjallar um gjafir

Hrd. 1991:1592 nr. 453/1989 [PDF]


Hrd. 1992:342 nr. 352/1989 (Umboð lögmanns ófullnægjandi) [PDF]


Hrd. 1992:1402 nr. 384/1990 [PDF]


Hrd. 1993:373 nr. 164/1990 (Málamyndaskuld) [PDF]
Hjónin höfðu búið í íbúð sem afi M átti og leigði þeim hana. Afinn seldi íbúðina og þau keyptu sér aðra. Óljóst var hvort afinn hafi látið þau fá peninga að gjöf eða láni.

K flytur út og um mánuði eftir að þau ákváðu að skilja útbjó M skuldabréf þar sem hann stillti því þannig upp að hann skrifaði undir skuldabréf þar sem hann skuldaði afanum peninga, og skrifaði M einn undir þau. M vildi stilla því upp að skuldirnar væru sín megin svo K ætti minna tilkall til eignanna. Afinn sagðist ekki myndi rukka eitt eða neitt og leit ekki svo á að honum hefði verið skuldað neitt. K vildi meina að skuldirnar væru til málamynda og tóku dómstólar undir það.

Hrd. 1993:767 nr. 136/1993 (Vanræksla) [PDF]
Hjón áttu börn og var M dæmdur fyrir langvarandi alvarlegt ofbeldi gegn þeim. Þau voru að skilja og barnavernd á fullu í málinu. K dó síðan og M sóttist eftir setu í óskiptu búi. Hæstiréttur taldi M hafa vanrækt framfærslu sína gagnvart börnunum.


Hrd. 1994:343 nr. 379/1991 [PDF]


Hrd. 1994:1532 nr. 283/1994 [PDF]


Hrd. 1994:2384 nr. 334/1991 [PDF]


Hrd. 1994:2474 nr. 457/1994 [PDF]


Hrd. 1995:470 nr. 246/1994 [PDF]


Hrd. 1995:3012 nr. 388/1995 (Hraunbæjarveð, hrein hjúskapareign) [PDF]
M hafði ákveðið að hjálpa bróður K við að taka lán.
Bankinn vildi ábyrgðarmann á lánið og gekkst M við því. Bróðirinn borgaði síðan ekki og þurfti M sjálfur að taka lán til að standa skil á ábyrgð sinni.

Bankinn vildi ekki lána M án veðs að allri fasteigninni sem M og K áttu saman.
K samþykkir veðsetninguna með undirskrift í reit er tilgreindi samþykki maka. Deilt var um hvort hún væri að samþykkja að M mætti veðsetja eignina eða hvort hún hefði (einnig) verið að taka ábyrgð á skuldinni.

M og K skildu og fóru að raða eignum og skuldum. Þau komust síðan að því að það skipti talsverðu máli hvort lánið væri á þeim báðum eða eingöngu hjá M.

Hæstiréttur leit svo á að undirskrift K væri eingöngu um samþykki um að M veðsetti eignina en ekki að hún hefði ábyrgst lán M. Lánið var því álitið að öllu leyti hjá M.

Hrd. 1995:3169 nr. 166/1994 [PDF]


Hrd. 1996:949 nr. 42/1994 (Túlkun á samningi) [PDF]


Hrd. 1996:1387 nr. 384/1995 [PDF]


Hrd. 1996:1449 nr. 478/1994 (Endurgreiðsla ofgreidds meðlags) [PDF]


Hrd. 1996:3575 nr. 416/1996 (Tæknifrjóvgun) [PDF]
Hæstiréttur leit til þess hvort spurningarnar væru slíkar að prestur væri þá að ljóstra upp því sem trúnaður ríkti. Hann féllst ekki á að spurningarnar væru þess eðlis og mat svo að spurningarnar skiptu sköpum fyrir sakarefnið.

Hrd. 1997:474 nr. 133/1996 (Eftirlit / hlutverk) [PDF]


Hrd. 1997:1065 nr. 355/1996 [PDF]


Hrd. 1997:2275 nr. 336/1997 (Meðlagsskuld) [PDF]


Hrd. 1997:2429 nr. 466/1996 (K var við bága heilsu og naut ekki aðstoðar) [PDF]


Hrd. 1997:2816 nr. 157/1997 (Tæknifrjóvgun) [PDF]
Kona fer í tæknifrjóvgun en hafði ekki skriflegt samþykki mannsins. Maðurinn taldi sig ekki vita að konan væri að fara í tæknifrjóvgun og sagðist hafa lagst gegn tæknifrjóvguninni, og vildi því ekki gangast við að vera faðir barnanna, en sá vitnisburður var talinn ótrúverðugur.

Maðurinn var dæmdur faðir barnsins þrátt fyrir skýrt lagaákvæði um að fyrir þurfi að liggja skriflegt samþykki M sökum þátttöku hans í ferlinu.

Hrd. 1998:28 nr. 503/1997 [PDF]


Hrd. 1998:106 nr. 155/1997 (Hafnað bágri heilsu M) [PDF]


Hrd. 1998:400 nr. 140/1997 [PDF]


Hrd. 1998:1315 nr. 324/1997 [PDF]


Hrd. 1998:2187 nr. 247/1997 (Lækjarás 34c, riftun, skuldir) [PDF]


Hrd. 1998:2467 nr. 123/1998 (Umgengnistálmanir) [PDF]


Hrd. 1998:2702 nr. 342/1998 (Ný yfirmatskrafa) [PDF]
Héraðsdómari hafði hafnað kröfu sóknaraðila um yfirmat. Sóknaraðilinn lét hjá líða í því tilviki að kæra úrskurðinn og lýsti síðar gagnaöflun lokið þegar aðalmeðferð málsins var ákveðin. Hann setti síðan fram nýja kröfu um yfirmat sem var einnig synjað.

Hæstiréttur taldi að hin nýja krafa væri í andstöðu við þá meginreglu einkamálaréttarfars um hraða og greiða málsmeðferð, og hafi sóknaraðilinn í þessu tilviki fyrirgert rétti sínum til yfirmats.

Hrd. 1998:3838 nr. 89/1998 [PDF]


Hrd. 1998:4022 nr. 91/1998 (Kvótadómur) [PDF]
Hjón skildu og gerðu á endanum þrjá samninga. Þau gerðu samning í apríl en svo var K ósátt og gerður var annar samningur sama mánuð. Síðar á árinu var svo gerður þriðji samningurinn.
Deilt var síðan um hvort miða skyldi verðmatið við fyrsta samninginn eða seinasta samninginn. Héraðsdómur vildi miða við tímasetningu fyrsta samningsins en Hæstiréttur við seinasta samninginn þar sem hann hefði verið hinn endanlegi samningur.

Hrd. 1998:4578 nr. 473/1998 [PDF]


Hrd. 1999:942 nr. 139/1997 (Rithandarrannsókn ekki afgerandi, litið til annarra atvika)[HTML] [PDF]
Reynt var að sýna fram á fölsun rithandar með rannsókn.

Einstaklingur hafði fengið námslán og fengið skuldabréf. Haldið því fram að undirritunin á skuldabréfinu hefði verið fölsuð. Rannsóknin benti ekki nægileg líking væri fyrir því að um fölsun hefði verið að ræða, en heldur ekki í hina áttina. Að endingu var greiðsluskyldan staðfest.

Hrd. 1999:1231 nr. 419/1998[HTML] [PDF]


Hrd. 1999:1384 nr. 94/1999 (Nautgripir)[HTML] [PDF]
Þau voru sammála um að viðmiðunardagur skipta yrði settur á dag fyrsta skiptafundarins.

Deilt var um verðmat á nautgripabúi. Opinber skipti höfðu farið fram en M hafði umráð búsins. K hafði flutt annað.
Nautgripirnir höfðu verið listaðir upp. Ekki fyrr en tveimur árum síðar kemur í ljós að innan við helmingurinn af þeim væri til staðar. M nefndi að um væri að ræða eðlilegan rekstur og sum þeirra höfðu drepist.
Skiptastjórinn benti á að M væri óheimilt að ráðstafa nautgripunum án síns samþykkis og að umráðafólki eigna sem falla undir opinber skipti er skylt að fara vel með þær. M var þá gert að rekja örlög hvers nauts og höfðu þá sum þeirra drepist. Kom þá í ljós að M hafði selt naut úr búinu en á óeðlilega lágu verði.

Hrd. 1999:2682 nr. 506/1998[HTML] [PDF]


Hrd. 1999:3062 nr. 258/1999 (Stóðhesturinn Safír og fleiri hestar)[HTML] [PDF]
K og M deildu um það hvort þeirra fengi hvaða hest.
M hafði selt Safír áður en þau skildu, á um 2,3 milljónir. Viðmiðunardagur skipta var eftir söluna. K taldi að það hefði verið eitthvað undarlegt við söluna og krafðist verðmats á hestinum, sem var um 7,3 milljónir. Dómurinn taldi að M hefði misbeitt ráðum yfir hjúskapareign með því að gera málamyndasamning um svo lágt söluverð. Verðmæti Safírs samkvæmt verðmatinu var því lagt til grundvallar í skiptunum.

Hæstiréttur taldi hins vegar að ekki væri hægt að gera kröfu um tiltekna útlagningu fyrr en búið væri að fá niðurstöðu um virði og eignarstöðu hverrar eignar.

Hrd. 1999:3849 nr. 420/1999[HTML] [PDF]


Hrd. 1999:4467 nr. 48/1999[HTML] [PDF]


Hrd. 2000:691 nr. 370/1999[HTML] [PDF]


Hrd. 2000:1980 nr. 192/2000 (Helmingaskiptaregla laga nr. 31/1993)[HTML] [PDF]


Hrd. 2000:3526 nr. 135/2000 (Fjárskipti og meðlag)[HTML] [PDF]
M og K höfðu komið sér saman um venjulegan samning. Hins vegar gerðu þau annan hliðarsamning þar sem K fékk meira í sinn hlut og þar með væru meðlagsgreiðslurnar uppgerðar.
Nokkrum árum eftir krafðist K M um meðlag sem M taldi ekki heimilt. Þær kröfur voru taldar of óskýrar.
Dómstólar nefndu að ekki sé heimilt að greiða það í einu lagi en þó gæti K ekki allt í einu farið að rukka M um meðlag eftir að hafa látið það ógert í langan tíma, við þessar aðstæður.

Hrd. 2000:4236 nr. 403/2000[HTML] [PDF]


Hrd. 2001:2807 nr. 294/2001[HTML] [PDF]


Hrd. 2002:232 nr. 34/2002 (Krafa á K vegna skatta M)[HTML] [PDF]
Þau höfðu slitið fjárfélagi og var gengið á K vegna skatta M. K taldi sig ekki bera ábyrgð á þeim.

Hrd. 2002:1729 nr. 200/2002[HTML] [PDF]


Hrd. 2002:3118 nr. 445/2002 (Lífeyrisréttindi, tímamörk í mati)[HTML] [PDF]
Hreinræktað dæmi um dóm um hvort lífeyrisréttindin eigi að vera utan eða innan skipta.

K krafðist að lífeyrisréttindi M ættu að koma til skipta.
Deilt var um verðmat á þeim.
K fékk matsmann til að framkvæma verðmat miðað við viðmiðunardag skipta.
K hefði átt að miða fjölda stiga í lífeyrisréttindunum við viðmiðunardag skipta en verðmætið við þann dag sem verðmat fór fram.

Hrd. 2002:3221 nr. 106/2002 (Yfirlýsing eftir staðfestingu samnings)[HTML] [PDF]


Hrd. 2002:3244 nr. 465/2002[HTML] [PDF]


Hrd. 2002:3707 nr. 483/2002 (Gjöf til barna)[HTML] [PDF]
M og K voru að skilja. M hafði 2-3 árum áður gefið börnum sínum frá fyrra hjónabandi gjöf að upphæð 6 milljónir og taldi K að gjöfin hefði verið óhófleg. K krafðist þess að í stað þess að rifta gjöfinni að hún fengi endurgjald.
Hæstiréttur taldi að þar sem M hafði gefið um 15% af eignum hefði gjöfin ekki talist óhófleg. Auk þess voru engin merki um að verið væri að skjóta eignum frá skiptunum.

Hrd. 2003:527 nr. 30/2003[HTML] [PDF]


Hrd. 2003:2912 nr. 288/2003 (Sanngirni, eignarhlutar, staða hjóna)[HTML] [PDF]
Ekki yfirskilyrði að hjúskapurinn vari stutt, en er eitt almennt skilyrði.
K og M höfðu verið gift í 30 ár.
Sérstakt að þau voru bæði búin að missa annað foreldrið sitt. Um tíma höfðu þau átt arf inni í óskiptu búi. Í tilviki K hafði faðir hennar óskað skipta á sínu búi og arfur greiddur K fyrir viðmiðunardag skipta en K vildi samt halda honum utan skipta á grundvelli þess að annað væri ósanngjarnt. Ekki var fallist á þá kröfu K.
Búið var að samþykkja kauptilboð í hluta eignarinnar.

Hrd. 2003:3781 nr. 147/2003[HTML] [PDF]


Hrd. 2003:4141 nr. 245/2003[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:79 nr. 2/2004[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:470 nr. 295/2003 (Bíll annars til persónulegra nota hins, grandsemi kaupanda/kærustu)[HTML] [PDF]
Fallist var á að rifta gjafagerningi M til kærustu sinnar stuttu fyrir skilnað þar sem bíllinn var keyptur í þágu K sem notaði hann.

Hrd. 2004:3038 nr. 297/2004 (Eignir/eignaleysi)[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:3125 nr. 323/2004 (Fyrirtaka hjá sýslumanni)[HTML] [PDF]
Ekki var sátt um viðmiðunardag skipta. K keypti fasteign stuttu eftir og vildi að fasteignin yrði utan skipta.

K vildi meina að hún hefði mætt til að óska skilnaðs en sýslumaður bókaði að hún hafði eingöngu sóst eftir ráðleggingu. K yrði að sæta því að þetta hefði verið bókað svo.

Framhald þessarar atburðarásar: Hrd. 395/2007 dags. 22. ágúst 2007 (Eignir, skuldir, útlagning)

Hrd. 2004:3936 nr. 165/2004[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:4021 nr. 198/2004 (Ísland/Frakkland)[HTML] [PDF]


Hrd. 2005:573 nr. 279/2004[HTML] [PDF]


Hrd. 2005:2841 nr. 261/2005 (Eignaleysi / Ekki skipti á skuldum)[HTML] [PDF]
K óskaði skilnaðarleyfis og kom með yfirlýsingu um eignaleysi. Leyfið var gefið út.
Svo kom M og sagðist vera ósáttur og krafðist opinberra skipta. Hann viðurkenndi að ekki væru eignir en vildi krefjast slíkra skipta til að vita hvernig skuldum M yrði skipt, þó engar væru eignirnar. Hann taldi sig ekki eiga að bera einan ábyrgð á þeim.
Í héraði var litið svo á að þar sem lánin höfðu verið tekin á tíma hjúskaparins í þágu þeirra beggja, og því ættu þau bæði að greiða þau. Héraðsdómur taldi ósanngjarnt að hann bæri einn ábyrgð á skuldunum og því ættu opinberu skiptin að fara fram.
Hæstiréttur segir að ekki skipti máli hvenær lánin voru tekin, þar sem opinber skipti væru eingöngu til þess að ákvarða um tilkall til eigna, og því ekki hægt að leysa úr þeim með opinberum skiptum. Beiðninni var því hafnað.

Hrd. 2005:2895 nr. 298/2005[HTML] [PDF]


Hrd. 2006:419 nr. 350/2005[HTML] [PDF]


Hrd. 2006:1637 nr. 172/2006 (Einhliða yfirlýsing dugir ekki)[HTML] [PDF]
Krafa um skilnað að borði og sæng árið 2003 frá öðru þeirra.
Sýslumaður reyndi árangurslaust að hafa samband við hitt og vísaði því málinu frá árið 2004.

K höfðaði síðan forsjármál árið 2005.
M fer síðan í skaðabótamál gegn K. Hann hélt því fram að K skuldi honum pening í tengslum við hjúskapinn. Því máli var vísað frá.
M hafði höfðað svo mál til að krefjast framfærslu og lífeyris.

K höfðaði síðan mál til að krefjast skilnaðar. Kröfunni var synjað þar sem ekki hafði komið fram krafa um opinber skipti.

Hrd. 2006:2056 nr. 200/2006 (Réttur til húsnæðis/útburður)[HTML] [PDF]
Hjón bjuggu á jörð í eigu föður K. Þau höfðu aðstoðað við reksturinn og ákváðu þau svo að skilja. K vildi að M flyttu út þar sem faðir hennar hafi átt jörðina, en M neitaði því.
M hélt því fram að hann ætti einhvern ábúðarrétt. Héraðsdómur tók undir þau rök en Hæstiréttur var ósammála og taldi hana eiga rétt á að vera þar en ekki M. Samþykkt var beiðni K um útburð á M.

Hrd. 2006:2115 nr. 216/2006[HTML] [PDF]


Hrd. 2006:2705 nr. 36/2006 (Lífeyrir)[HTML] [PDF]


Hrd. 2006:2818 nr. 273/2006[HTML] [PDF]


Hrd. 2006:2964 nr. 548/2005 (Skipta börnum)[HTML] [PDF]


Hrd. 2006:3002 nr. 314/2006 (Ógilding kaupmála/104. gr. - Gjöf 3ja manns - Yfirlýsing eftir á)[HTML] [PDF]
Dómurinn er til marks um það að séreignarkvöð á fyrirfram greiddum arfi verði að byggjast á yfirlýsingu þess efnis í erfðaskrá.

Hrd. 2006:5186 nr. 579/2006 (Verðmat á jörð)[HTML] [PDF]
Hjón deildu um verðmat á jörð og K fer fram á verðmat en vill að miðað sé við tvö tímamörk. Biður fyrst um verðmat miðað við framlagningu umsóknar en síðan einnig um verðmat frá 2005 þegar óskað var opinberra skipta. Matið fer fram árið 2006.
Dómstóllinn segir að verðmatið eigi að miða við gangverð á þeim tíma sem verðmatið fór fram. Synjað var því dómkröfu K um verðmat á þeim dögum sem hún vildi miða við.

Hrd. 2006:5339 nr. 316/2006 (K vissi að það var ójafnt)[HTML] [PDF]


Hrd. 13/2007 dags. 24. janúar 2007[HTML] [PDF]


Hrd. 304/2007 dags. 12. júní 2007 (3 ár ekki skammur tími, hafnað)[HTML] [PDF]


Hrd. 357/2007 dags. 27. ágúst 2007[HTML] [PDF]


Hrd. 251/2007 dags. 20. desember 2007 (Lögskilnaður - Breyting á samningi)[HTML] [PDF]


Hrd. 15/2008 dags. 29. janúar 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 223/2007 dags. 21. febrúar 2008 (Innbú)[HTML] [PDF]


Hrd. 165/2007 dags. 6. mars 2008 (Leiðbeint - Hafnað hótunum eða þrýstingi)[HTML] [PDF]


Hrd. 384/2007 dags. 13. mars 2008 (Ekki leiðbeint - Vankunnátta um helmingaskipti)[HTML] [PDF]


Hrd. 191/2008 dags. 29. apríl 2008 (Fjárskipti vegna síðari skilnaðar)[HTML] [PDF]
Samkvæmt fjárskiptasamningi fékk K fasteign í sinn hlut gegn því að greiða M tiltekna fjárhæð og hafði greitt M hluta þeirrar upphæðar. Óvíst var í hvað peningarnir fóru.
Síðan tóku þau saman aftur og hófu að búa aftur saman. Skabos féll þá niður.

Síðar var aftur óskað um skilnað að borði og sæng og var þá spurning hvort fjárskiptasamningurinn sem lá þá fyrir áður myndi þá gilda. Dómstólar töldu að hann hefði fallið úr gildi.
M vildi meina að ef K vildi halda íbúðinni þyrfti hún að greiða honum 17 milljónir. K krafðist lækkunar á upphæðinni niður í 13 milljónir og dómstólar samþykktu það.

Hrd. 445/2007 dags. 8. maí 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 253/2008 dags. 16. maí 2008 (K frá Úkraínu, fasteign)[HTML] [PDF]
Dæmigerður skáskiptadómur. M átti fasteign en álitamál hvort hann átti hana fyrir hjúskap eða ekki. Innan við árs hjúskapur.
Lítil fjárhagsleg samstaða.
Talið ósanngjarnt að hún fengi helminginn og því beitt skáskiptum.

Hrd. 46/2008 dags. 16. október 2008 (Brottfall skabos - 3 og hálfur mánuður)[HTML] [PDF]
Hjón tóku bókstaflega upp samband að nýju eftir útgáfu leyfis til skilnaðar að borði og sæng og bjuggu saman í rúman þrjá og hálfan mánuð.
Skilnaðurinn var talinn hafa fallið niður.

Hrd. 560/2008 dags. 21. október 2008 (Meðlag IV)[HTML] [PDF]


Hrd. 409/2008 dags. 4. desember 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 255/2008 dags. 29. janúar 2009[HTML] [PDF]


Hrd. 369/2008 dags. 26. febrúar 2009 (Meðlag/viðbótarmeðlag)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur taldi í þessu máli að munur væri á grunnmeðlag og viðbótarmeðlagið. Hann hafði dæmt að ekki mætti greiða einfalt meðlag í eingreiðslu (sbr. Hrd. 2000:3526 nr. 135/2000 (Fjárskipti og meðlag)) en hins vegar mætti gera slíkt við viðbótarmeðlagið.

Hrd. 11/2009 dags. 3. apríl 2009 (Albanskir hælisleitendur)[HTML] [PDF]
Rúm túlkun lögsögureglna.
Eitt hjóna, sem bæði voru albanskir hælisleitendur, vildi skilja en hvorugt hafði skráð lögheimili á Íslandi. Hæstiréttur taldi að heimilt hefði verið að höfða það mál fyrir íslenskum dómstólum.

Hrd. 405/2009 dags. 21. ágúst 2009[HTML] [PDF]


Hrd. 38/2009 dags. 17. september 2009 (Vantaði sérfróða - Tyrkland)[HTML] [PDF]
Mælt var fyrir um meðlag meðfram dómsúrlausn um forsjá.

Hrd. 179/2009 dags. 12. nóvember 2009 (Forsjá barns)[HTML] [PDF]


Hrd. 264/2009 dags. 17. desember 2009 (Sönnun - Engin rök til að synja)[HTML] [PDF]
Höfðað var forsjármál en þau gerðu strax dómsátt um forsjána. Hins vegar var dæmt um umgengnina.

Hrd. 398/2009 dags. 21. janúar 2010[HTML] [PDF]


Hrd. 373/2009 dags. 18. mars 2010 (Sjónarmið um kostnað vegna umgengni)[HTML] [PDF]
Nefnir að meginreglan sé að umgengnisforeldrið eigi að bera kostnaðinn. Nefnt sjónarmið um að meta þyrfti efnahag fólksins.
Ekki hafði verið lagt neitt mat á fjárhagslega stöðu fólksins.

Hrd. 175/2010 dags. 20. apríl 2010 (Skilnaður f. dómi)[HTML] [PDF]


Hrd. 193/2010 dags. 11. nóvember 2010 (Átök um umgengni)[HTML] [PDF]
Dæmi um það hvernig umgengnin var ákveðin mismunandi eftir barni.

Hrd. 20/2011 dags. 7. febrúar 2011 (Hagsmunir barna)[HTML] [PDF]


Hrd. 251/2011 dags. 27. maí 2011 (Undirritun/vottun ófullnægjandi)[HTML] [PDF]
Hrl. vottaði kaupmála en var ekki viðstaddur undirritun eða staðfestingu hans.

Hrd. 475/2011 dags. 2. september 2011 (Loforð um íbúðakaup)[HTML] [PDF]
K taldi öll skiptin ósanngjörn en krafðist hins vegar ógildingar samningsins á grundvelli vanefnda um íbúðarkaupin í stað þess að beita ósanngirni.
M hafði lofað K í fjárskiptasamningi að hann myndi kaupa handa henni íbúð innan ákveðins tíma. Hins vegar varð ekkert af kaupunum. Samningurinn var því talinn hafa fallið úr gildi. Fallist var á kröfu K um opinber skipti.

Hrd. 506/2011 dags. 22. mars 2012[HTML] [PDF]


Hrd. 252/2012 dags. 9. maí 2012[HTML] [PDF]


Hrd. 530/2012 dags. 31. ágúst 2012[HTML] [PDF]


Hrd. 568/2012 dags. 17. september 2012[HTML] [PDF]


Hrd. 762/2012 dags. 10. janúar 2013[HTML] [PDF]


Hrd. 490/2012 dags. 24. janúar 2013 (Út í nám - Umgengni)[HTML] [PDF]


Hrd. 203/2013 dags. 9. apríl 2013[HTML] [PDF]


Hrd. 300/2013 dags. 31. maí 2013 (Skoðuð framlög beggja - K flutti fasteign í búið)[HTML] [PDF]
K átti fasteign en hafði tekið mest að láni fyrir stofnun hjúskapar.
K og M höfðu verið gift í um þrjú ár.
Fjallaði ekki um hvort M hafði eignast einhvern hlut í eigninni.
M hafði borgað um helming af afborgunum lánsins og eitthvað aðeins meira.
Héraðsdómur hafði fallist á helmingaskipti en Hæstiréttur féllst ekki á það þar sem ekki var litið á að greiðslur M hefðu falið í sér framlag til eignamyndunar og ekki merki um fjárhagslega samstöðu.
Horft mikið á fjárhagslegu samstöðuna.
Hæstiréttur hefur fallist sjaldan á slíkar kröfur.

Hrd. 207/2013 dags. 10. október 2013[HTML] [PDF]


Hrd. 674/2013 dags. 4. nóvember 2013 (Skilnaðarleyfi / andlát)[HTML] [PDF]
M hafði óskað skilnaðar að borði og sæng og óskaði opinberra skipta. M lést hins vegar rétt fyrir fyrsta skiptafundinn er varð til þess að skiptaferlinu var lokað. Börn M andmæltu og kröfðust þess að sýslumaður myndi gefa út leyfi til skilnaðar að borði og sæng miðað við daginn sem lögmaður K afhenti sýslumanni með úrskurð héraðsdóms um opinber skipti. Sýslumaður synjaði beiðninni.

Niðurstaða málsins var sú að fallist var á kröfu K um opinber skipti þar sem hún gæti lagt fram slíka kröfu sem maki M, þar sem skilnaðarleyfið hafði ekki verið gefið út fyrir andlátið.

Hrd. 2/2014 dags. 21. janúar 2014[HTML] [PDF]


Hrd. 6/2014 dags. 28. janúar 2014 (M flutti eignir í búið - Málverk)[HTML] [PDF]
M og K hófu sambúð áramótin 2004 og 2005 og gengu í hjónaband árið 2005. Þau slitu samvistum 2012 þar sem K vildi meina að M hefði beitt henni ofbeldi á síðari árum samvista þeirra og því hafi K flúið af sameiginlegu heimili þeirra.

M krafðist skáskipta en K krafðist helmingaskipta auk þess að K krafðist þess að tilteknum myndverkum yrði haldið utan skipta. K hélt því fram að málverkin væru eign foreldra hennar sem hefðu lánað henni þau, en dómstólar töldu þá yfirlýsingu ótrúverðuga. M gerði ekki kröfu um málverkin.

Í úrskurði héraðsdóms er vísað til þess að krafa K um að öll lífeyrisréttindi M komi til skipta sé ekki í formi fjárkröfu og engin tilraun gerð til þess að afmarka þau, og var henni því vísað frá dómi. Í dómi Hæstaréttar var sérstaklega vísað til sambærilegra sjónarmiða og í úrskurði héraðsdóms og bætt um betur að því leyti að nefna sérstaklega að ekki væri byggt á því að í þessu tilliti gætu séreignarlífeyrissparnaður M lotið sérstökum reglum og ekki afmarkaður sérstaklega í málatilbúnaði K. Var hún því látin bera hallan af því.

Hrd. 687/2013 dags. 13. febrúar 2014 (Afneita barni)[HTML] [PDF]
K og M hófu sambúð haustið 2000 eftir að K flutti til Íslands. Þau gengu í hjúskap árið 2001. Þau eignuðust síðan barnið A árið 2004. K átti fyrir barnið B sem býr hjá K. Þau skildu að borði og sæng árið 2009 og voru ásátt um sameiginlega forsjá beggja á A, að lögheimili A yrði hjá K, og að M myndi greiða K einfalt meðlag.

Ágreiningur kom upp fljótlega eftir skilnaðinn um umgengni A við M og krafðist M úrskurðar sýslumanns og krafðist viku/viku umgengni en K vildi eingöngu umgengni aðra hvora helgi. Sýslumaður kvað upp úrskurð sem fór ákveðna millileið.

M höfðaði mál gegn K þar sem hann krafðist fullrar forsjár barnsins A, að henni yrði gert að greiða honum einfalt meðlag frá dómsuppkvaðningu og að inntak umgengnisréttar yrði ákveðið með dómi.
K gerði einnig kröfu um fulla forsjá og að M yrði áfram gert að greiða henni einfalt meðlag.

M kvað sig hafa rökstuddan grun um ofbeldi sem A yrði fyrir á heimili K, og vísaði til þess að A hafi sagt honum frá tveimur atvikum. Kærasti K átti að hafa ýtt A upp við vegg og skammað A, á meðan K hafi fylgst með en ekkert aðhafst. K sagðist kannast við það atvik en lýst með öðrum hætti. Síðan hafi K átt að hafa rassskellt A með inniskó. K neitaði staðfastlega að það hafi átt sér stað, en viðurkenndi að hafa einu sinni rassskellt B með þeim hætti, en hún hafi einsett sér það að láta slíkt aldrei gerast aftur.

Barnavernd skoðaði aðstæður í ljósi framangreindra atvika ásamt fleiri sem upptalin voru í dómnum. Niðurstaðan var sú að ekki væri tilefni til frekari afskipta miðað við fyrirliggjandi gögn.
Héraðsdómur taldi að þau atvik sem M lýsti fælu ekki í sér ofbeldi og hefðu einar og sér ekki áhrif á niðurstöðu forsjárdeilu þeirra beggja. Þá lægju engin gögn fyrir í málinu sem styddu fullyrðingar M um að A liði illa hjá K. Í matsgerð dómkvadds matsmann kom fram að forsjárhæfni bæði K og M væri mjög góð.

Héraðsdómur taldi í ljósi heildstæðs mats á málavöxtum leiði til þess að K ætti að fara með fulla forsjá með A, og telur upp þrjú atriði sem vegi þyngst:
* Að í fyrsta lagi hafi A búið alla ævi hjá móður sinni og að B búi þar einnig, ásamt því að A gangi vel í skólanum og hafi sterk félagsleg tengsl.
* Í öðru lagi að M sé líklegri en K til að hindra eða takmarka umgengni A við hitt foreldrið sem fengi ekki forsjána. K hafði lýst því að hún sé jákvæð fyrir aukinni umgengni M við A, og hún hafði ekki áður hindrað umgengni í samræmi við úrskurð sýslumanns. M hafi aftur á móti sett fram hugmyndir um takmarkaðri umgengni K við A. M taldi það ekki mikilvægt að A kynntist heimalandi og tungumáli K, en dómkvaddur matsmaður taldi það mikilvægt.
* Í þriðja lagi var K talin vera hæfari uppalanda að ýmsu leyti þó þau bæði séu almennt hæf til að ala upp A. Persónulegir eiginleikar K væru taldir öflugri og uppbyggilegri en hjá M. Þá taldi héraðsdómur að M hefði stöðvað umgengni A við K á veikum forsendum mestallt sumarið árið 2012. M hafði einnig lýst því yfir að ef hann fengi ekki forsjána myndi hann slíta öll tengsl við A, en óljóst var hvort um væri að ræða hótun sem M myndi ekki standa við eða raunverulegan ásetning þegar yfirlýsingin var gefin, en með henni taldi héraðsdómur felast í því að M hefði skort alvarlegt innsæi í þarfir A. Matsmaður hafði lýst því fyrir dómi að slíkar aðgerðir myndu valda barninu verulegu og alvarlegu tjóni.

Héraðsdómur taldi ekki tilefni til að breyta fyrirkomulagi umgenginnar út frá gildandi úrskurði sýslumanns, en ekkert væri því til fyrirstöðu að auka við hana ef K og M kæmu sér saman um það.

Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans.


Hrd. 348/2014 dags. 28. maí 2014 (Séreignarlífeyrissparnaður)[HTML] [PDF]
Fyrsti dómur Hæstaréttar um að séreignarlífeyrissparnaður væri innan skipta. Hins vegar þarf að athuga að á þeim tíma var í gildi lagaheimild til bráðabirgða til þess að taka út séreignarlífeyrissparnað fyrr en venjulega.

K og M gengu í hjúskap í júlí 2003 og slitu samvistum í júní 2012. Þau eiga jafnframt þrjú börn sem þau eignuðust á því tímabili. K sótti um skilnað að borði og sæng þann 11. febrúar 2013 og var hann veittur þann 3. október 2013.

Búið var tekið til opinberra skipta 24. júní 2013 og var viðmiðunardagur skipta 11. febrúar 2013. Samkomulag ríkti um að fasteignirnar og ein bifreið kæmi í hlut M með útlagningu. M tók yfir skuldir búsins. Í lok ársins 2012 nam séreignarlífeyrissparnaður M um 7,4 milljónum króna og réttindi hans í Lífeyrissjóði A nær tveimur milljónum króna. K hélt því fram að M ætti ennfremur lífeyrisréttindi í öðrum lífeyrissjóði en ekki lá fyrir upplýst virði þeirra réttinda, en þó lá fyrir að M hafði einungis greitt í hann lögbundið iðgjald í tæp tvö ár.

K krafðist þess að öll lífeyrisréttindi aðila verði talin hjúskapareign við fjárslit milli aðila.

Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu K.
Hæstiréttur sneri dómnum við að því leyti er varðaði séreignarlífeyrissparnað í Lífeyrissjóði A.

Hrd. 63/2014 dags. 18. júní 2014 (Sameiginleg forsjá)[HTML] [PDF]


Hrd. 219/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML] [PDF]


Hrd. 122/2015 dags. 2. mars 2015 (Eignir í útlöndum)[HTML] [PDF]
Hjón voru að skilja og gerðu fjárskiptasamning, og var enginn ágreiningur um hann. Samningurinn var svo samþykktur af sýslumanni. Skilnaðurinn gekk svo í gegn árið 2008.

M varð síðar gjaldþrota. K höfðar í kjölfarið mál og krefst afhendingar á hlutabréfum sem voru föst inn í Kaupþing banka sem hafði farið á hausinn. Ekki var minnst á hlutabréfin í fjárskiptasamningnum. Þrotabú M taldi hlutabréfin vera eign M.
Þá kom í ljós að þau höfðu gert tvo samninga en eingöngu annar þeirra var staðfestur af sýslumanni. Í honum voru eignir þeirra sem voru staðsettar á Íslandi. Hinn samningurinn innihélt samkomulag um skiptingu eigna þeirra erlendis og ætluðu að halda honum leyndum nema nauðsyn krefði.
Í leynisamningnum stóð að K ætti hlutabréfin og viðurkenndi M það.

Dómstólar töldu hinn leynda fjárskiptasamning ekki gildan þar sem hann hafði ekki verið staðfestur. K hefði því ekki eignast hlutabréfin og því ekki fengið þau afhent.
Dómstóllinn ýjaði að því að K hefði mögulega getað beitt fyrir sér að hinn staðfesti samningur teldist ósanngjarn þar sem hann tæki ekki yfir allar eignir þeirra.

Hrd. 89/2015 dags. 5. mars 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 554/2014 dags. 12. mars 2015 (Málamyndasamningur)[HTML] [PDF]


Hrd. 682/2014 dags. 31. mars 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 492/2015 dags. 5. ágúst 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 409/2015 dags. 17. ágúst 2015 (Margar fasteignir)[HTML] [PDF]
K sagðist hafa fengið föðurarf og hafði hún fjárfest honum í fasteign(um).
Kaupmáli hafði verið gerður um að sá arfur væri séreign.
K gat ekki rakið sögu séreignarinnar, heldur reiknaði út verðmæti hennar en Hæstiréttur taldi það ekki vera nóg.
Kröfugerð K var einnig ófullnægjandi.

Hrd. 491/2015 dags. 17. ágúst 2015 (LÍN og Lýsing)[HTML] [PDF]
Reynt á tvö atriði: Hjón reyndu bæði að berjast fyrir um hvaða skuldir færu til hvors.

M vildi meina að LÍN-skuld yrði utan skipta en í mesta lagi helmingur hennar. M hélt því fram að upphæðin hefði verið órökrétt þar sem K myndi greiða af því í samræmi við tekjur. M hélt að hún gæti ekki greitt nema um fjórar milljónir á grundvelli tekna og lífslíkna og því væri eingöngu hægt að draga þá upphæð frá.

M hafði tekið bílalán sem fór í vanskil eftir afborganir í nokkur ár og einhver vafi var um hvort honum hafi verið skylt að greiða það. M greiddi tiltekna upphæð í kjölfar dómsáttar eftir tímamarkið og vildi K meina að við þá greiðslu hefði skuldin fyrst orðið til og ætti því að vera utan skipta. Þá taldi hún að M hefði getað varist kröfunni eða jafnvel samið um lækkun.

Dómstólar féllust ekki á neina af ofangreindum málsástæðum.

Hrd. 612/2015 dags. 1. október 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 635/2015 dags. 1. október 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 224/2015 dags. 29. október 2015 (Leita sátta nema báðir aðilar óski lögskilnaðar)[HTML] [PDF]


Hrd. 2/2016 dags. 18. janúar 2016[HTML] [PDF]


Hrd. 195/2016 dags. 3. maí 2016 (Fasteign skv. skiptalögum / séreignarlífeyrissparnaður)[HTML] [PDF]
Deilt um verðmat á fasteign sem verður til í hjúskapnum fyrir samvistarslit.

K var að reka fyrirtæki þar sem hún var búin að ganga í ábyrgðir. Sá rekstur gekk illa og borgaði M skuldir þessa fyrirtækis.
M þurfti að verjast mörgum einkamálum ásamt sakamálum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og var að bíða eftir afplánun. Óvíst var um hverjir tekjumöguleikar hans yrðu í framtíðinni.

Hjónin voru sammála um að fá verðmat frá fasteignasala. K var ósátt við það verðmat og vildi fá annan fasteignasala og þau sammæltust um það. K var heldur ekki sátt við það og fá þau þá þriðja matið. K var einnig ósátt við þriðja matið og krafðist þess að fá dómkvadda matsmenn til að verðmeta fasteignina. Það mat var lægra en möt fasteignasalanna og miðaði K þá kröfu sína um annað mat fasteignasalanna.
Ekki var krafist yfirmats né krafist vaxta af verðmati til skipta.
M hafði safnað um 185 milljónum í séreignarlífeyrissparnað á um tveimur árum.

Hæstiréttur nefndi að í málinu reyndi ekki á 102. gr. hjskl. hvað séreignarlífeyrissparnað hans varðaði þar sem M gerði enga tilraun til þess að krefjast beitingar þess lagaákvæðis. Engin tilraun var gerð til þess að halda honum utan skipta. M reyndi í staðinn að krefjast skáskipta og var fallist á það.

Hæstiréttur taldi enn fremur að ef ósættir séu um verðmat eigi skiptastjórinn að kveða matsmenn, og síðan fengið yfirmat séu ósættir við það. Aðilar geti því ekki látið framkvæma nokkur verðmöt og velja úr þeim. Því var ekki hægt að miða við mat fasteignasalanna.

Hrd. 511/2016 dags. 15. september 2016 (Skipta jafnt eignum þeirra - Sameign eftir 16 ár)[HTML] [PDF]
M hafði staðið í miklum verðbréfaviðskiptum og hafði miklar tekjur.
K hafði sáralitlar tekjur en sá um börn.
K fékk fyrirfram greiddan arf og arð, alls um 30 milljónir. Hann rann inn í bú þeirra.
M hafði unnið í fyrirtæki í eigu fjölskyldu K og fékk góð laun þar.
Þau voru talin vera sameigendur alls þess sem M hafði eignast.

Hrd. 245/2016 dags. 8. desember 2016 (Sameiginlegur lögmaður)[HTML] [PDF]


Hrd. 765/2017 dags. 8. janúar 2018[HTML] [PDF]


Hrd. 195/2017 dags. 22. febrúar 2018 (Vitneskja um ójafna hluti)[HTML] [PDF]


Hrd. 53/2022 dags. 9. desember 2022[HTML]


Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-320/2004 dags. 9. mars 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1184/2005 dags. 13. mars 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9273/2004 dags. 31. mars 2006[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. D-5/2006 dags. 31. mars 2006[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-7/2005 dags. 27. apríl 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-122/2005 dags. 5. maí 2006[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-10/2005 dags. 22. maí 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5263/2005 dags. 30. maí 2006[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. B-1/2006 dags. 11. júlí 2006[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Q-1/2006 dags. 26. október 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-173/2005 dags. 9. janúar 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1627/2006 dags. 30. janúar 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1488/2006 dags. 9. febrúar 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4012/2006 dags. 16. febrúar 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-360/2006 dags. 23. febrúar 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1444/2007 dags. 13. mars 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-533/2006 dags. 14. mars 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-425/2006 dags. 18. apríl 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4049/2005 dags. 18. apríl 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-5/2007 dags. 11. maí 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-2/2007 dags. 23. maí 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. Q-4/2006 dags. 6. júní 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-272/2005 dags. 4. júlí 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-262/2007 dags. 25. september 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3900/2006 dags. 13. desember 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-270/2007 dags. 14. desember 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. A-5/2007 dags. 19. desember 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2278/2007 dags. 1. febrúar 2008[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-4/2007 dags. 12. mars 2008[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-3/2007 dags. 11. apríl 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-265/2007 dags. 30. apríl 2008[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1/2008 dags. 23. júlí 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-549/2008 dags. 14. janúar 2009[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4551/2008 dags. 20. mars 2009[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2488/2007 dags. 18. júní 2009[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1030/2009 dags. 22. október 2009[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-191/2008 dags. 6. nóvember 2009[HTML]


Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-118/2009 dags. 19. maí 2010[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-5241/2009 dags. 11. júní 2010[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1375/2010 dags. 16. mars 2011[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-645/2011 dags. 10. júní 2011[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. A-108/2011 dags. 22. september 2011[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-506/2011 dags. 24. febrúar 2012[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2894/2011 dags. 27. mars 2012[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-836/2011 dags. 27. mars 2012[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-924/2011 dags. 27. júní 2012[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. A-92/2012 dags. 23. júlí 2012[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-693/2012 dags. 4. september 2012[HTML]


Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-87/2012 dags. 12. nóvember 2012[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-560/2013 dags. 19. júní 2013[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3398/2012 dags. 18. júlí 2014[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. X-1/2014 dags. 21. janúar 2015[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Q-1/2014 dags. 29. janúar 2015[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-301/2013 dags. 23. október 2015[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-115/2016 dags. 31. ágúst 2016[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3560/2015 dags. 30. september 2016[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-153/2016 dags. 8. febrúar 2017[HTML]


Lrú. 514/2018 dags. 21. september 2018[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1288/2017 dags. 4. október 2018[HTML]


Lrú. 768/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]


Lrú. 769/2018 dags. 19. nóvember 2018[HTML]


Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-57/2017 dags. 3. desember 2018[HTML]


Lrd. 513/2018 dags. 1. febrúar 2019[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-887/2018 dags. 14. mars 2019[HTML]


Lrú. 120/2019 dags. 20. mars 2019[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-3/2018 dags. 9. apríl 2019[HTML]


Lrú. 299/2019 dags. 3. júlí 2019 (Fyrirframgreiddur arfur)[HTML]


Lrú. 429/2019 dags. 12. september 2019[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-317/2019 dags. 20. september 2019[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-52/2019 dags. 31. október 2019[HTML]


Lrú. 730/2019 dags. 4. desember 2019[HTML]


Lrú. 230/2020 dags. 3. júní 2020[HTML]


Lrú. 285/2020 dags. 30. júní 2020[HTML]


Lrú. 392/2020 dags. 31. ágúst 2020[HTML]


Lrú. 368/2020 dags. 15. september 2020[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-35/2020 dags. 17. desember 2020[HTML]


Lrú. 669/2020 dags. 19. janúar 2021[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-3141/2020 dags. 8. febrúar 2021[HTML]


Lrú. 13/2021 dags. 12. febrúar 2021[HTML]


Lrú. 41/2021 dags. 12. febrúar 2021[HTML]


Lrú. 85/2021 dags. 19. mars 2021[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2293/2020 dags. 24. mars 2021[HTML]


Lrú. 137/2021 dags. 28. apríl 2021[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-496/2021 dags. 25. maí 2021[HTML]


Lrd. 68/2021 dags. 4. júní 2021[HTML]


Lrd. 212/2021 dags. 23. júní 2021[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Q-21/2021 dags. 5. ágúst 2021[HTML]


Lrd. 484/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]


Lrú. 623/2021 dags. 1. desember 2021[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1845/2021 dags. 7. janúar 2022[HTML]


Lrd. 151/2021 dags. 28. janúar 2022[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3542/2021 dags. 14. febrúar 2022[HTML]


Lrd. 216/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]


Lrd. 528/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4629/2021 dags. 12. maí 2022[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-533/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]


Lrú. 550/2022 dags. 13. júlí 2022[HTML]


Lrú. 553/2022 dags. 12. október 2022[HTML]


Lrú. 554/2022 dags. 12. október 2022[HTML]


Lrú. 465/2022 dags. 13. október 2022[HTML]


Lrú. 479/2022 dags. 17. október 2022[HTML]


Lrd. 119/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML]


Lrú. 627/2022 dags. 23. nóvember 2022[HTML]


Lrd. 325/2022 dags. 25. nóvember 2022[HTML]


Lrd. 577/2022 dags. 24. febrúar 2023[HTML]


Lrú. 155/2023 dags. 22. mars 2023[HTML]


Lrd. 207/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]


Lrú. 21/2023 dags. 28. mars 2023[HTML]


Lrú. 131/2023 dags. 29. mars 2023[HTML]


Lrú. 374/2023 dags. 23. júní 2023[HTML]


Lrú. 514/2023 dags. 7. september 2023[HTML]


Lrú. 450/2023 dags. 12. september 2023[HTML]


Lrd. 409/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]


Lrd. 439/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]


Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-478/2022 dags. 11. janúar 2024[HTML]