Úrlausnir.is


Merkimiði - 3. mgr. 109. gr. laga um skipti á dánarbúum o.fl., nr. 20/1991

Síað eftir merkimiðanum „3. mgr. 109. gr. laga um skipti á dánarbúum o.fl., nr. 20/1991“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 2005:2841 nr. 261/2005 (Eignaleysi / Ekki skipti á skuldum)[HTML] [PDF]
K óskaði skilnaðarleyfis og kom með yfirlýsingu um eignaleysi. Leyfið var gefið út.
Svo kom M og sagðist vera ósáttur og krafðist opinberra skipta. Hann viðurkenndi að ekki væru eignir en vildi krefjast slíkra skipta til að vita hvernig skuldum M yrði skipt, þó engar væru eignirnar. Hann taldi sig ekki eiga að bera einan ábyrgð á þeim.
Í héraði var litið svo á að þar sem lánin höfðu verið tekin á tíma hjúskaparins í þágu þeirra beggja, og því ættu þau bæði að greiða þau. Héraðsdómur taldi ósanngjarnt að hann bæri einn ábyrgð á skuldunum og því ættu opinberu skiptin að fara fram.
Hæstiréttur segir að ekki skipti máli hvenær lánin voru tekin, þar sem opinber skipti væru eingöngu til þess að ákvarða um tilkall til eigna, og því ekki hægt að leysa úr þeim með opinberum skiptum. Beiðninni var því hafnað.

Hrd. 251/2007 dags. 20. desember 2007 (Lögskilnaður - Breyting á samningi)[HTML] [PDF]


Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Lrú. 864/2018 dags. 17. desember 2018 (Tómlæti)[HTML]
Málskotsbeiðni til Hæstaréttar var hafnað sbr. ákvörðun Hæstaréttar nr. 2019-2 þann 15. janúar 2019.

K og M slitu sambúð.
K var skráð fyrir fasteign með áhvílandi láni.
M taldi sig eiga hlut í henni en sagðist ekki ætla að gera neinar kröfur.
Eftir langan tíma gerði M kröfu um opinber skipti. Landsréttur leit svo á að með hliðsjón af tölvupóstsamskiptum þeirra væri kominn á samningur um slit.

Lrú. 725/2019 dags. 4. desember 2019[HTML]