Úrlausnir.is


Merkimiði - 112. gr. laga um skipti á dánarbúum o.fl., nr. 20/1991

Síað eftir merkimiðanum „112. gr. laga um skipti á dánarbúum o.fl., nr. 20/1991“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1993:677 nr. 108/1993 (Brattakinn) [PDF]
K var skráð fyrir eignunum en M var með tekjuöflunina. Framlög M voru skýr. Mikil fjárhagsleg samstaða.

Hrd. 2003:2120 nr. 170/2003 (Hamraborg, 3 ár)[HTML] [PDF]
K hafði keypt fasteign á meðan hjúskap varði en eftir samvistarslit.
K og M höfðu slitið samvistum þegar K kaupir íbúð. K vildi halda íbúðinni utan skipta þrátt fyrir að hún hafði keypt íbúðina fyrir viðmiðunardag skipta. Litið var á samstöðu hjónanna og séð að ekki hafi verið mikil fjárhagsleg samstaða meðal þeirra. Talið var sanngjarnt að K mætti halda henni utan skipta.

Hrd. 2004:2993 nr. 299/2004[HTML] [PDF]


Hrd. 2005:2841 nr. 261/2005 (Eignaleysi / Ekki skipti á skuldum)[HTML] [PDF]
K óskaði skilnaðarleyfis og kom með yfirlýsingu um eignaleysi. Leyfið var gefið út.
Svo kom M og sagðist vera ósáttur og krafðist opinberra skipta. Hann viðurkenndi að ekki væru eignir en vildi krefjast slíkra skipta til að vita hvernig skuldum M yrði skipt, þó engar væru eignirnar. Hann taldi sig ekki eiga að bera einan ábyrgð á þeim.
Í héraði var litið svo á að þar sem lánin höfðu verið tekin á tíma hjúskaparins í þágu þeirra beggja, og því ættu þau bæði að greiða þau. Héraðsdómur taldi ósanngjarnt að hann bæri einn ábyrgð á skuldunum og því ættu opinberu skiptin að fara fram.
Hæstiréttur segir að ekki skipti máli hvenær lánin voru tekin, þar sem opinber skipti væru eingöngu til þess að ákvarða um tilkall til eigna, og því ekki hægt að leysa úr þeim með opinberum skiptum. Beiðninni var því hafnað.

Hrd. 2006:2814 nr. 283/2006[HTML] [PDF]


Hrd. 130/2007 dags. 13. mars 2007[HTML] [PDF]


Hrd. 166/2007 dags. 29. mars 2007[HTML] [PDF]


Hrd. 395/2007 dags. 22. ágúst 2007 (Eignir, skuldir, útlagning)[HTML] [PDF]
Framhald atburðarásarinnar í Hrd. 2004:3125 nr. 323/2004 (Fyrirtaka hjá sýslumanni).

Haustið 2002 var krafist skilnaðar í kjölfar hins málsins. K krafðist þess að fasteignin sem hún eignaðist eftir viðmiðunardag skipta teldist séreign hennar, og féllst Hæstiréttur á það.
Einnig var deilt um fasteign sem M keypti en hætti við.
Þá var deilt um hjólhýsi sem M seldi og vildi K fá það í sinn hlut. Ekki var fallist á það þar sem hjólhýsið var selt fyrir viðmiðunardaginn.

Hrd. 452/2007 dags. 6. september 2007[HTML] [PDF]


Hrd. 460/2007 dags. 19. september 2007 (Hluti fasteignar - Ísland og Þýskaland)[HTML] [PDF]
M var Íslendingar og K Þjóðverji.
Gerðu hjúskaparsamning, eins og það var kallað, á Þýskalandi.
Í honum var ákvæði um aðskilinn fjárhag og yfirlýsing um að allt varðandi þeirra hjúskap skyldi lúta þýskum reglum.
Slitu samvistum og M kemur hingað til lands og kaupir íbúð.
Þau taka síðan aftur samvistum. Íbúðin seld og keypt önnur eign.
Þau gera kaupmála á Íslandi. Á honum er kveðið á um að fasteign væri séreign M og allt sem kæmi í hennar stað.
Þau skilja síðan og reka dómsmál á Íslandi um skiptingu fasteignanna.
Deildu um það hvort fasteignin væri öll eða að hluta séreign M.
Hvorugt kemur með mótbárur að þetta tiltekna mál sé rekið á Íslandi né krefjast þess að einhver hluti málsins sé rekið á öðru landi eða færi eftir reglum erlendra ríkja.
Niðurstaðan var sérkennileg en héraðsdómur kvað á um að M ætti 59% hluta.
M mistókst að reyna á það hvort eignin væri séreign hans eða ekki þar sem hann hafði ekki kært úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti.
Dómstólar tóku ekki afstöðu til þeirra 41% sem eftir voru þar sem þeim hluta var vísað frá.
K reyndi hvorki að útskýra hjúskaparsaminginn né þýskar réttarreglur.

Hrd. 650/2007 dags. 18. janúar 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 10/2008 dags. 12. febrúar 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 253/2008 dags. 16. maí 2008 (K frá Úkraínu, fasteign)[HTML] [PDF]
Dæmigerður skáskiptadómur. M átti fasteign en álitamál hvort hann átti hana fyrir hjúskap eða ekki. Innan við árs hjúskapur.
Lítil fjárhagsleg samstaða.
Talið ósanngjarnt að hún fengi helminginn og því beitt skáskiptum.

Hrd. 302/2008 dags. 11. júní 2008 (Garðabær)[HTML] [PDF]
K var skrifuð fyrir eign en M taldi sig eiga hlutdeild.
M var talinn hafa lagt fram of lítið til að það skapaði hlutdeild.
Hæstiréttur nefnir að M hefði ekki lagt fram kröfu um endurgreiðslu vegna vinnu við eignina.

Hrd. 338/2008 dags. 26. júní 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 254/2011 dags. 1. júní 2011 (Almenn hlutdeild í öllum eignum)[HTML] [PDF]
M og K slitu langri sambúð.
Tekin var fyrir hver eign fyrir sig og metin samstaða. Hver séu framlögin til hverrar eignar fyrir sig. Rökstyðja þyrfti tilkall til hverrar eignar fyrir sig en dómkröfurnar endurspegluðu það ekki.
Aðaldeilan var um fyrirtækið, þ.e. virði þess.
M vildi halda fyrirtækinu en í staðinn mætti K halda tilteknum eignum.
M var talinn hafa átt fyrirtækið þrátt fyrir að K hefði unnið þar áður. K tókst ekki að sanna neinn eignarhlut í því.

Hrd. 402/2011 dags. 2. september 2011[HTML] [PDF]


Hrd. 811/2015 dags. 25. janúar 2016 (24 ára sambúð - Helmingaskipti)[HTML] [PDF]


Hrd. 195/2016 dags. 3. maí 2016 (Fasteign skv. skiptalögum / séreignarlífeyrissparnaður)[HTML] [PDF]
Deilt um verðmat á fasteign sem verður til í hjúskapnum fyrir samvistarslit.

K var að reka fyrirtæki þar sem hún var búin að ganga í ábyrgðir. Sá rekstur gekk illa og borgaði M skuldir þessa fyrirtækis.
M þurfti að verjast mörgum einkamálum ásamt sakamálum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og var að bíða eftir afplánun. Óvíst var um hverjir tekjumöguleikar hans yrðu í framtíðinni.

Hjónin voru sammála um að fá verðmat frá fasteignasala. K var ósátt við það verðmat og vildi fá annan fasteignasala og þau sammæltust um það. K var heldur ekki sátt við það og fá þau þá þriðja matið. K var einnig ósátt við þriðja matið og krafðist þess að fá dómkvadda matsmenn til að verðmeta fasteignina. Það mat var lægra en möt fasteignasalanna og miðaði K þá kröfu sína um annað mat fasteignasalanna.
Ekki var krafist yfirmats né krafist vaxta af verðmati til skipta.
M hafði safnað um 185 milljónum í séreignarlífeyrissparnað á um tveimur árum.

Hæstiréttur nefndi að í málinu reyndi ekki á 102. gr. hjskl. hvað séreignarlífeyrissparnað hans varðaði þar sem M gerði enga tilraun til þess að krefjast beitingar þess lagaákvæðis. Engin tilraun var gerð til þess að halda honum utan skipta. M reyndi í staðinn að krefjast skáskipta og var fallist á það.

Hæstiréttur taldi enn fremur að ef ósættir séu um verðmat eigi skiptastjórinn að kveða matsmenn, og síðan fengið yfirmat séu ósættir við það. Aðilar geti því ekki látið framkvæma nokkur verðmöt og velja úr þeim. Því var ekki hægt að miða við mat fasteignasalanna.

Hrd. 237/2016 dags. 10. maí 2016[HTML] [PDF]


Hrd. 791/2017 dags. 16. janúar 2018 (Ekki jöfn skipti á öðrum eignum)[HTML] [PDF]


Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Q-1/2006 dags. 9. febrúar 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Q-2/2006 dags. 28. febrúar 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Q-1/2006 dags. 26. júní 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Q-2/2007 dags. 13. ágúst 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2007 dags. 14. desember 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-3/2007 dags. 11. apríl 2008[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1/2008 dags. 23. júlí 2008[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-2/2008 dags. 26. nóvember 2008[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2010 dags. 28. júní 2010[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-2/2010 dags. 8. apríl 2011[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2011 dags. 26. mars 2012[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-9/2017 dags. 14. mars 2018[HTML]


Lrú. 702/2019 dags. 27. nóvember 2019[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-3795/2019 dags. 24. apríl 2020[HTML]


Lrú. 294/2021 dags. 9. júní 2021[HTML]


Lrú. 618/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML]


Lrú. 598/2021 dags. 22. desember 2021[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-135/2022 dags. 4. júlí 2022[HTML]


Lrú. 797/2022 dags. 2. febrúar 2023[HTML]


Lrú. 374/2023 dags. 23. júní 2023[HTML]


Lrú. 450/2023 dags. 12. september 2023[HTML]


Lrú. 809/2023 dags. 20. desember 2023[HTML]


Lrú. 822/2023 dags. 21. desember 2023[HTML]