Úrlausnir.is


Merkimiði - Gagnkvæm erfðaskrá

Síað eftir merkimiðanum „Gagnkvæm erfðaskrá“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1926:243 nr. 35/1925 [PDF]


Hrd. 1951:282 nr. 112/1950 (Dánargjöf eða ekki - Kaupmáli/lífsgjöf) [PDF]
Maður kvað á um í kaupmála að við andlát hans yrðu allar eignir hans yrðu að séreign konunnar. Hann átti jafnframt dóttur.

Í dómnum skipti máli hvað hann vissi um væntanlegt andlát sitt. Hann hafði greinst með krabbamein og var dauðvona.

Á þessum tíma var forsjárhyggju heilbrigðisstarfsmanna meiri og því var talið að manninum hefði verið illkunnugt um veikindi sín og hvenær yrði talið að hann myndi deyja af þeim.

Meirihluti Hæstaréttar taldi að um hefði verið um lífsgjöf að ræða. Minnihluti Hæstaréttar taldi þetta vera dánargjöf.

Hrd. 1963:437 nr. 170/1962 [PDF]


Hrd. 1964:462 nr. 105/1963 (Erfðaskrá hjóna þrátt fyrir niðja) [PDF]
Hjónin gerðu sameiginlega erfðaskrá um að arfleifa hvort annað að öllum sínum eignum. Þau áttu engin sameiginleg börn.

Þau deyja svo með tiltölulega stuttu millibili.

Svo kom í ljós að M mátti ekki ráðstafa 1/3 hluta en K mátti það.

Erfingjarnir sóttust eftir því að ógilda erfðaskrána á grundvelli brostinna forsenda. Erfingjarnir þurftu að bera hallan af því.

Hrd. 1964:843 nr. 106/1964 (Ráðsmannskaup - Ráðskonulaun III) [PDF]


Hrd. 1972:1040 nr. 109/1972 [PDF]


Hrd. 1976:197 nr. 125/1974 [PDF]


Hrd. 1976:955 nr. 46/1975 [PDF]


Hrd. 1978:1225 nr. 138/1978 [PDF]


Hrd. 1979:531 nr. 79/1977 [PDF]


Hrd. 1980:992 nr. 53/1980 (Fyrirfram samþykki sonar) [PDF]
Talið var þurfa samþykki sonarins vegna setu í óskiptu búi.
Ekki var hægt að byggja á fyrirfram samþykki sonarins í þessu tilviki.

Hrd. 1982:68 nr. 2/1982 [PDF]


Hrd. 1983:381 nr. 121/1980 (Stefán Jónsson rithöfundur) [PDF]
Stefán og Anna voru gift og gerðu sameiginlega erfðaskrá þar sem þau arfleiddu hvort annað af öllum sínum eignum, og tilgreindu hvert eignirnar ættu að fara eftir lát beggja.

Önnu var um í mun að varðveita minningu Stefáns og vildi arfleiða Rithöfundasambandið að íbúð þeirra með tilteknum skilyrðum.

Talið var að hún hefði ráðstafað eigninni umfram heimild. Ekki var talið hægt að láta Rithöfundasambandið fá upphæðina í formi fjár eða afhenda því hluta íbúðarinnar, að því marki sem það var innan heimildar hennar.

Hrd. 1983:2219 nr. 190/1983 [PDF]


Hrd. 1983:2225 nr. 220/1983 [PDF]


Hrd. 1984:906 nr. 220/1982 (Ásgarður) [PDF]
Hjón höfðu með erfðaskrá arfleitt nokkra aðila að jörðinni Ásgarði. Hjónin létust og ákvað sveitarfélagið að nýta lögboðinn forkaupsrétt sinn. Lög kváðu á að verðágreiningi yrði skotið til matsnefndar eignarnámsbóta.

Dánarbú hjónanna var ekki sátt við verðmat nefndarinnar og skaut málinu til aukadómþings, þar sem það teldi jörðina margfalt verðmætari sökum nálægra sumarhúsalóða og veiðiréttarins sem jörðinni fylgdi, er myndi fyrirsjáanlega auka eftirspurn. Rök sveitarfélagsins voru á þá leið að jörðin væri ekki skipulögð undir sumarhús auk þess að samkvæmt lögum væri bannað að nota jarðir undir sumarhús sem ekki væri búið að leysa úr landbúnaðarnotum, og því ætti ekki að taka tillit til slíkra mögulegrar framtíðarnýtingar í þá veru.

Dómkvaddir matsmenn mátu jörðina og töldu virði hennar talsvert nær því sem dánarbúið hélt fram, og vísuðu til nálægðar við þéttbýlisbyggð og náttúrufegurðar. Dómþingið tók undir verðmat þeirra matsmanna og nefndi að hægt væri að leysa jörðina úr landbúnaðarnotum án þess að því yrði mótmælt og því jafnframt mögulegt að skipuleggja sumarhúsabyggð á jörðina í framtíðinni. Aukadómþingið taldi því að sveitarfélagið skyldi greiða dánarbúinu upphæð samkvæmt mati hinna dómkvöddu matsmanna.

Hæstiréttur staðfesti dóm aukadómþingsins en hækkaði upphæðina vegna veiðiréttindanna sem fylgdu jörðinni.

Hrd. 1984:1311 nr. 225/1984 (Fósturdóttir) [PDF]


Hrd. 1986:1626 nr. 180/1985 (Ásgarður) [PDF]
Hjón áttu jörðina Ásgarð og ráðstöfuðu til tveggja félagasamtaka með kvöðum.

Sveitarfélagið kemur við andlát þeirra og neytir forkaupsréttar sbr. lagaheimild.

Átti að deila út andvirðinu til félagasamtakanna eða ekki? Sökum brostinna forsenda fengu þau hvorki jörðina né fjármunina.

Hrd. 1987:1400 nr. 291/1986 (Munnleg arfleiðsla) [PDF]
M fær slæmt krabbamein og var lagður inn á spítala. M var talinn hafa gert sér grein fyrir því að hann væri að fara að deyja. Hann gerði erfðaskrá til hagsbóta fyrir sambýliskonu sína til þrjátíu ára.

Móðir hans og systkini fóru í mál til að ógilda erfðaskrána.

Gögn voru til úr tækjum spítalans og af þeim mátti ekki sjá að hann hefði verið óhæfur til að gera hana.

Hrd. 1989:682 nr. 255/1987 [PDF]


Hrd. 1991:561 nr. 72/1989 (Ömmudómur II, barnabarn) [PDF]
Um er að ræða sömu atvik og í Ömmudómi I nema hér var um að ræða afsal til barnabarns konunnar sem var grandlaust um misneytinguna. Í þessum dómi var afsalið ógilt á grundvelli 36. gr. samningalaga nr. 7/1936 þrátt fyrir að um misneytingu hafi verið að ræða.

Hrd. 1991:570 nr. 73/1989 (Misneyting - Ömmudómur I) [PDF]
Fyrrverandi stjúpdóttir fer að gefa sig eldri manni. Hann gerir erfðaskrá og gefur henni peninga, og þar að auki gerir hann kaupsamning. Hún er síðan saksótt í einkamáli.

Héraðsdómur ógilti erfðaskrána á grundvelli 34. gr. erfðalaga, nr. 8/1962, en Hæstiréttur ógilti hana á grundvelli 37. gr. erfðalaganna um misneytingu og því ekki á grundvelli þess að arfleifandinn hafi verið óhæfur til að gera erfðaskrána. Aðrir gerningar voru ógiltir á grundvelli 31. gr. samningalaga, nr. 7/1936.

Arfleifandi var enn á lífi þegar málið var til úrlausnar hjá dómstólum.

Hrd. 1992:1926 nr. 317/1992 [PDF]


Hrd. 1995:632 nr. 138/1993 [PDF]


Hrd. 1999:30 nr. 1/1999[HTML] [PDF]


Hrd. 2001:3101 nr. 356/2001 (Bræðurnir Ormsson ehf)[HTML] [PDF]
M sat í óskiptu búi og vildi taka lán til að fjárfesta meiru í einkahlutafélagið Bræðurnir Ormsson þar sem fyrirtækið var í fjárkröggum og veðsetti hlutabréf sín í fyrirtækinu til að fjármagna það.

Eitt barnið var ósátt við það og vildu fá móðurarfinn sinn úr búinu. Fallist var á það.

Hrd. 2002:960 nr. 30/2002 (Erfðaskrá en ekki til erfingja beggja)[HTML] [PDF]


Hrd. 2002:2534 nr. 391/2002 (Gunnlaugur og Guðlaug)[HTML] [PDF]
Reyndi á fleira en eina tegund af ráðstöfunum.

Gunnlaugur var upphaflega giftur Estheri og átti barn með henni og sat í óskiptu búi.

Með móðurarfi sem Gunnlaugur greiddi barninu fylgdi sérstök yfirlýsing. Minnst er á samkomulag um að innbúinu yrði skipt síðar. Óljóst hvort skiptunum var lokið eða ekki.

Gunnlaugur giftist aftur og gerir erfðaskrá með Guðlaugu. Gunnlaugur deyr og situr Guðlaug þá í óskiptu búi. Átta árum síðar krefst barn Gunnlaugs um skipti á því óskipta búi.

Guðlaug hafði flutt út úr íbúð þeirra Gunnlaugs og var dóttir Guðlaugar komin inn í íbúðina.

Veitt hafði verið leyfi til að veðsetja fasteignina. Í málinu var talið sannað að það hefði mátt þar sem við skiptin var áhættan orðin nánast engin. Guðlaugu var talin hafa verið heimilt að selja hlutabréf, fara til útlanda og verja fé í viðhald.

Hrd. 2003:4119 nr. 425/2003[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:3156 nr. 283/2004 (Erfðaskrá - orðalag - til erfingja beggja)[HTML] [PDF]
Erfðaskrá frá 1965.
Makinn var gerður að einkaerfingi en síðan stóð að arfur langlífari makans færi eftir ákvæðum erfðalaga.

Hrd. 2005:1150 nr. 73/2005 (Tengsl við erfðaskrá)[HTML] [PDF]
M hafði verið giftur áður og átt börn með fyrri eiginkonu sinni. M og K gerðu síðan kaupmála um að eignir hans yrðu séreign M og ákvæði til að tryggja stöðu K við andlát. Kaupmálinn og erfðaskrárnar áttu síðan að verka saman. Erfðaskrá M var síðan úrskurðuð ógild.
K hélt því fram að um væri að ræða brostnar forsendur og því ætti kaupmálinn ekki að gilda, en þeirri kröfu var hafnað. Dómstólar ýjuðu að því að það hefði verið að halda því fram ef sú forsenda hefði verið rituð í kaupmálann.

Hrd. 2005:2962 nr. 340/2005 (Brekka - Ábúðarsamningur)[HTML] [PDF]


Hrd. 2006:2596 nr. 476/2005 (Eignarréttur að fasteign)[HTML] [PDF]
M og K voru í sambúð, hvort þeirra áttu börn úr fyrri hjónaböndum.
M deyr og því haldið fram að K ætti íbúðina ein.
Niðurstaðan var sú að M og K hefðu átt sitthvorn helminginn.

Hrd. 23/2008 dags. 9. október 2008 (Jörðin Brakandi)[HTML] [PDF]
Jörðin var seld einu barnanna fyrir nokkuð lítið fé miðað við virði hennar. Barnið hafði búið á jörðinni og sá um rekstur hennar.

Hrd. 697/2009 dags. 16. desember 2009[HTML] [PDF]


Hrd. 438/2009 dags. 21. júní 2010 (Séreignarlífeyrissparnaður)[HTML] [PDF]
K missti manninn sinn og sat í óskiptu búi. Hún hélt að hún fengi séreignarlífeyrissparnað M.

Lífeyrissjóðurinn neitaði að láta það af hendi þrátt fyrir kröfu K.

Niðurstaðan verður sú að séreignarlífeyrissparnaður greiðist framhjá dánarbúinu og beint til maka og barna.

Hrd. 553/2011 dags. 28. október 2011[HTML] [PDF]


Hrd. 260/2011 dags. 8. desember 2011[HTML] [PDF]


Hrd. 262/2011 dags. 8. desember 2011[HTML] [PDF]


Hrd. 219/2012 dags. 27. apríl 2012 (Sameiginleg erfðaskrá, erfðasamningur)[HTML] [PDF]
Skuldbinding um að afturkalla ekki erfðaskrá.

Hjón höfðu gert sameiginlega erfðaskrá og tilgreindu að henni yrði ekki breytt eða hún afturkölluð án samþykkis hins.

Langlífari makinn, K, gerði nýja erfðaskrá á meðan setu hennar stóð í óskiptu búi. Sú erfðaskrá var ógild sökum erfðasamnings um að hinu væri óheimilt að breyta erfðaskrá sinni án samþykkis hins.

Börnin sendu bréf til K um að þeim þætti vera komið tilefni til að skipta búinu. Hún hafði gert erfðaskrá þar sem hún arfleiddi börn hennar að meiru. K skipti búinu fyrir andlát sitt.

Á gildi nýju erfðaskrárinnar reyndi svo löngu síðar.

Hrd. 727/2012 dags. 14. janúar 2013 (Ekkja og sonur)[HTML] [PDF]
Dæmi um það sem má óttast þegar til staðar er sameiginlegt barn og stjúpbarn.

K sat í óskiptu búi í skjóli erfðaskrár með sameiginlegu barni. Stjúpbarnið fer að spyrja K um ráðstafanir hennar en hún svarar engu. Það fer til sýslumanns og biður um lista yfir skulda og eignir, og lærir að eignirnar hafa rýrnað eitthvað.

K hafði selt ýmsar fasteignir og tekið ýmis lán. Síðan tók hún um 20 milljónir út úr bankabók og lánaði sameiginlega barninu. Óljóst var á skuldaviðurkenningu um hvenær ætti að greiða af láninu og hvernig, og það þótti ekki vera í lagi.

Hrd. 27/2014 dags. 6. febrúar 2014 (Tvær erfðaskrár, vottar)[HTML] [PDF]
M var giftur konu sem lést, og erfði eftir hana.

M eldist og eldist. Hann er á dvalarheimili og mætir síðan allt í einu með fullbúna erfðaskrá til sýslumanns um að hann myndi arfleiða bróðurdóttur hans, sem hafði hjálpað honum. Hann virtist ekki hafa rætt um slíkan vilja við aðra.

Hann hafði fengið mat um elliglöp en virtist vera tiltölulega stöðugur og sjálfstæður. Grunur var um að hann væri ekki hæfur. Læknisgögnin voru ekki talin geta skorið úr um það. Þá voru dregin til mörg vitni.

Í málinu kom fram að engar upplýsingar höfðu legið fyrir um hver hafi samið hana né hver hafi átt frumkvæði að gerð hennar. Grunsemdir voru um að bróðurdóttir hans hefði prentað út erfðaskrána sem hann fór með til sýslumanns. Ekki var minnst á fyrri erfðaskrána í þeirri seinni.

M var ekki talinn hafa verið hæfur til að gera seinni erfðaskrána.

Hrd. 32/2014 dags. 12. mars 2014 (Maki sviptur fjárræði - Sameiginleg erfðaskrá)[HTML] [PDF]
Hjón gerðu sameiginlega og gagnkvæma erfðaskrá árið 1986 sem hvorugt mátti breyta án samþykkis hins. Gríðarlegir fjármunir voru undir og þau áttu þrjú börn.

Maðurinn missti völdin í fyrirtækinu og fékk eftirlaunasamning. Sá samningur var síðan ógiltur. Maðurinn var síðan lagður inn á sjúkrahús með heilabilun.

Konan krafðist ógildingar sökum brostinna forsendna. Ekki var fallist á það.

Hrd. 657/2014 dags. 20. október 2014 (Sam. erfðaskrá, ekki erfðasamningur)[HTML] [PDF]
Hjón gerðu sameiginlega erfðaskrá.

Langlífari maki í óskiptu búi gerir nýja erfðaskrá á meðan setu stendur í óskiptu búi. Sú erfðaskrá var gild. Ekkert loforð var í sameiginlegu erfðaskránni um að ekki mætti fella hana úr gildi einhliða eða breyta henni.

Hrd. 790/2014 dags. 12. desember 2014 (Sameign)[HTML] [PDF]
K og M voru í sambúð við andlát M.
K er í máli við erfingja hans og var M skráður fyrir eignunum.
Erfingjarnir vildu ekki að hún fengi hlut í eignunum.

Hrd. 601/2014 dags. 19. mars 2015 (Verðmæti miðað við eignir búsins)[HTML] [PDF]
Reynt á sameiginlega og gagnkvæma erfðaskrá.

K hafði gefið börnunum eignir upp á hundrað milljónir á meðan hún sat í óskiptu búi. Reynt var á hvort um væri að óhæfilega gjöf eða ekki.

Hæstiréttur minnist á hlutfall hennar miðað við eignir búsins í heild. Eitt barnið var talið hafa fengið sínu meira en önnur. K hafði reynt að gera erfðaskrá og reynt að arfleifa hin börnin að 1/3 til að rétta þetta af, en sú erfðaskrá var talin ógild.

Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-626/2006 dags. 25. október 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5902/2007 dags. 18. desember 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5371/2008 dags. 29. maí 2009[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-9/2009 dags. 17. nóvember 2009[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1433/2010 dags. 1. febrúar 2011[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-59/2010 dags. 1. febrúar 2011[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Q-2/2011 dags. 12. mars 2012[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. Q-2/2013 dags. 14. nóvember 2014[HTML]


Lrú. 277/2019 dags. 16. maí 2019[HTML]


Lrú. 822/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]


Lrú. 209/2021 dags. 20. maí 2021[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2857/2020 dags. 29. apríl 2022[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2021 dags. 10. maí 2022[HTML]


Lrú. 553/2022 dags. 12. október 2022[HTML]


Lrú. 554/2022 dags. 12. október 2022[HTML]


Lrú. 627/2022 dags. 23. nóvember 2022[HTML]


Lrú. 773/2023 dags. 7. desember 2023[HTML]


Lrú. 809/2023 dags. 20. desember 2023[HTML]