Úrlausnir.is


Merkimiði - 34. gr. erfðalaga, nr. 8/1962

Síað eftir merkimiðanum „34. gr. erfðalaga, nr. 8/1962“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1989:239 nr. 218/1987 (Vífilfell) [PDF]
Systkini eiga stór fyrirtæki, meðal annars Vífilfell. Þau voru misvirk í stjórn en einn bróðirinn er að reka það. Ein systirin fær heilasjúkdóm og fer í margar geislameðferðir. Augljóst var að hún hafði hlotið alvarlegan skaða. Síðan gerði hún erfðaskrá þar sem hún arfleiddi einn bróður sinn að sínum hlut.

Læknarnir voru mjög misvísandi um hvort hún væri hæf til að gera erfðaskrá. Ekkert læknisvottorð var til fyrir þann dag sem hún gerði erfðaskrána.

Allir sammála um að aðgerðirnar gerðar á K hefðu valdið einhverri andlegri skerðingu í kjölfarið. Þurfti þá að meta áhrif skerðingarinnar á hæfi hennar til að gera erfðaskrá á þeim tíma sem hún var undirrituð/samþykkt.

Vottorðið var svolítið gallað. Fulltrúi sýslumanns í Reykjavík hafði notað sama textann á vottorðið árum saman, eða jafnvel áratugum saman. Hæstiréttur leit á að það væri gallað en það kæmi ekki að sök.

Hæstiréttur klofnaði og taldi meirihlutinn hana hæfa en minnihlutinn ekki. Hún var talin hafa skilið það nógu vel um hversu mikið virði væri að ræða.

Hrd. 1991:570 nr. 73/1989 (Misneyting - Ömmudómur I) [PDF]
Fyrrverandi stjúpdóttir fer að gefa sig eldri manni. Hann gerir erfðaskrá og gefur henni peninga, og þar að auki gerir hann kaupsamning. Hún er síðan saksótt í einkamáli.

Héraðsdómur ógilti erfðaskrána á grundvelli 34. gr. erfðalaga, nr. 8/1962, en Hæstiréttur ógilti hana á grundvelli 37. gr. erfðalaganna um misneytingu og því ekki á grundvelli þess að arfleifandinn hafi verið óhæfur til að gera erfðaskrána. Aðrir gerningar voru ógiltir á grundvelli 31. gr. samningalaga, nr. 7/1936.

Arfleifandi var enn á lífi þegar málið var til úrlausnar hjá dómstólum.

Hrd. 1994:991 nr. 129/1994 [PDF]


Hrd. 1996:1912 nr. 202/1996 [PDF]


Hrd. 1998:1134 nr. 71/1998 (Kattavinafélagið) [PDF]
Getgátur voru um hvort arfleifandinn, K, hafi verið haldin geðklofa og einnig ýmsum ranghugmyndum, sem sagt að hún hafi ekki talin hafa verið með fullu viti.

K sagði að Kattavinafélagið á Akureyri fengi arfinn en Kattavinafélag Reykjavíkur fengi það ef hitt væri ekki til. Hins vegar var hvorugt til. Hins vegar var Kattavinafélag Íslands til. Það fór í dómsmál og fékk arfinn.

Hrd. 2002:2351 nr. 263/2002 (Dóttir og dóttursonur Ólafs)[HTML] [PDF]
Sett var inn rangt nafn á jörð, líklega vegna rangrar afritunar frá annarri erfðaskrá.

Hrd. 2004:4507 nr. 434/2004[HTML] [PDF]


Hrd. 2005:5057 nr. 518/2005 (Gjafabréf - Einföld vottun I)[HTML] [PDF]
Talið að málið hefði verið vanreifað.

Hrd. 14/2007 dags. 29. janúar 2007 (Gjafabréf - einföld vottun II)[HTML] [PDF]
Yfirlýsing bar heitið gjafabréf en ekki erfðaskrá.

Einföld vottun nægir þegar um er að ræða gjafabréf.

Rætt var við vottana og athugað hvort þeir vissu hvað þeir voru að votta o.s.frv.

Hrd. 542/2007 dags. 21. nóvember 2007 (Vilji systranna)[HTML] [PDF]
Systur gera sameiginlega erfðaskrá árið 2001. Þær voru ekki giftar og áttu engin börn. Þær gerðu meira en eina. Hún var vottuð af fulltrúa sýslumannsins í Reykjavík og stimpluð. Ekki var minnst á í vottorðinu á andlegt hæfi arfleifanda til að gera erfðaskrána.

Hrd. 52/2009 dags. 24. febrúar 2009[HTML] [PDF]


Hrd. 432/2009 dags. 24. september 2009 (Matsmenn/meðdómsmenn)[HTML] [PDF]
K fékk slæmt krabbamein og gerði erfðaskrá. Vitni voru til staðar um heilsu hennar þann dag sem hún gerði erfðaskrána.

Framhald af öðru máli en í því hafði verið aflað matsgerðar, og töldu matsmennirnir vafa ríkja um gildi hennar, en töldu hana samt sem áður gilda. Hæstiréttur taldi að héraðsdómarinn hefði átt að hafa sérfróða meðdómsmenn og að héraðsdómarinn hefði ekki getað farið gegn matsgerðinni án þess að hafa með sér sérfróða meðdómsmenn. Málið fór síðan aftur fyrir héraðsdóm.

Hæstiréttur taldi í þessu máli að K hafi verið hæf til að gera erfðaskrána.

Hrd. 594/2009 dags. 11. nóvember 2009 (Fimm erfðaskrár)[HTML] [PDF]
Ástæðan fyrir þeirri fimmtu var að einhver komst að því að sú fjórða hefði verið vottuð með ófullnægjandi hætti.

Vottar vissu ekki að um væri að ræða erfðaskrá og vottuðu heldur ekki um andlegt hæfi arfleifanda. Olli því að sönnunarbyrðinni var snúið við.

Hrd. 70/2012 dags. 5. mars 2012 (Arfur til kirkjunnar)[HTML] [PDF]
M gerði erfðaskrá K til hagsbóta. Hún hafði hjálpað honum lengi gegnum árin.

Þegar hann var kominn á elliheimili missti hann systur sína og vildi svo gera nýja erfðaskrá. Samband M við K hafði dofnað. Talið var að M hefði átt frumkvæði að framkvæmd breytinga á fyrri erfðaskránni, sem varð svo hin seinni.

Lögmaður gerir erfðaskrána og vottorðið. Auk þess vottar fulltrúi sýslumanns. Hann deyr svo stuttu síðar. Gallar voru á vottorði seinni erfðaskrárinnar að því leyti að orðalagið um vottun um andlegt hæfi var klúðurslegt.

Í seinni erfðaskránni var kirkja arfleidd að eignum og hún auðkennd með kennitölu. Engar kirkjur hafa kennitölur, heldur kirkjusóknir. Kirkjusóknin fór í málið við eldri bréferfingja. Í erfðaskránni stóð kirkja en ekki kirkjusókn.

Hæstiréttur taldi að M hefði verið hæfur til að gera hina nýju erfðaskrá, þrátt fyrir kröfu K um að hann hefði ekki verið það. Í niðurstöðunni var það rökstutt að kirkjan væri eign kirkjusóknarinnar og hún bæri ábyrgð á kirkjunni, og fékk því arfinn.

Hrd. 337/2012 dags. 5. júní 2012 (Ófjárráða)[HTML] [PDF]
K sat í óskiptu búi með stjúpbörnum sínum. Hún átti síðan einnig son sem hún var náin.

K hafði veitt syni sínum allsherjarumboð til að sjá um sín mál. Einhverjar áhyggjur voru með þær ráðstafanir og kröfðust stjúpdætur hennar þess að hún yrði svipt fjárræði sökum elliglapa. Fallist var á þá beiðni þrátt fyrir að hún hafi ekki verið spurð.

K var ósátt við þessi málalok og gerði hún, með hjálp sonar síns, erfðaskrá til að minnka hlut dætra henna í arfinum og til hagsbóta fyrir son sinn. Hún biður hann um að hjálpa sér og lætur undirbúa drög. Hann biður sýslumann um að koma til að votta. Sýslumaður synjaði um vottun erfðaskrár þar sem hann taldi hana ekki hæfa sökum skorts á lögræði, án leyfis lögráðamanns hennar. Lögráðamaðurinn synjaði um þá beiðni án þess að hitta K.

Niðurstaða dómstóla var að erfðaskráin væri ógild. Hæstiréttur minntist sérstaklega á að lögræði væri ekki skilyrði til að gera erfðaskrá.

Hrd. 27/2014 dags. 6. febrúar 2014 (Tvær erfðaskrár, vottar)[HTML] [PDF]
M var giftur konu sem lést, og erfði eftir hana.

M eldist og eldist. Hann er á dvalarheimili og mætir síðan allt í einu með fullbúna erfðaskrá til sýslumanns um að hann myndi arfleiða bróðurdóttur hans, sem hafði hjálpað honum. Hann virtist ekki hafa rætt um slíkan vilja við aðra.

Hann hafði fengið mat um elliglöp en virtist vera tiltölulega stöðugur og sjálfstæður. Grunur var um að hann væri ekki hæfur. Læknisgögnin voru ekki talin geta skorið úr um það. Þá voru dregin til mörg vitni.

Í málinu kom fram að engar upplýsingar höfðu legið fyrir um hver hafi samið hana né hver hafi átt frumkvæði að gerð hennar. Grunsemdir voru um að bróðurdóttir hans hefði prentað út erfðaskrána sem hann fór með til sýslumanns. Ekki var minnst á fyrri erfðaskrána í þeirri seinni.

M var ekki talinn hafa verið hæfur til að gera seinni erfðaskrána.

Hrd. 28/2014 dags. 17. febrúar 2014 (Annar bróðir fær arf)[HTML] [PDF]
Hjón eiga tvo syni og þau gera allt í einu erfðaskrá til hagsbóta öðrum þeirra. Eftir lát hjónanna deila bræðurnir um erfðaskrána og fannst bróðurnum sem fékk ekki arf að hjónin hafi ekki haft næga vitræna getu. Hann hafi alltaf hjálpað þeim.

Hinn bróðirinn sagði sögu um að hjónin hefðu gengist í ábyrgð fyrir þann bróður sem þau arfleiddu ekki, og þær ábyrgðir hefðu fallið fyrir lát þeirra. Þau hefðu síðan minnkað samband sitt við hann.

Hjónin fóru fjórum sinnum til lögmanns til að ræða gerð erfðaskrárinnar. Ekki voru merki um að bróðirinn sem fékk arf hafi komið að gerð erfðaskrárinnar né mætt með þeim á fundina með lögmanninum.

Ekki kom fram í vottorðinu að vottarnir væru tilkvaddir né um að þeir vissu að þetta væri erfðaskrá. Hæstiréttur taldi að þetta hafi legið fyrir í kringumstæðunum er umluktu téðar vottanir að um væri að ræða þessi atriði. Í vottorðunum var ekki tilgreint heimilisfang en ekki minnst á það í dómnum.

Haldið uppi sökum um misneytingu.

Hrd. 234/2014 dags. 30. apríl 2014 (Þrjú laus blöð o.fl.)[HTML] [PDF]
Erfðaskráin var gerð á þremur lausum blöðum. Meginefnið var á tveimur þeirra en undirritunin var á því þriðja. Blaðsíðurnar með meginefninu voru ekki undirritaðar né vottfestar.

Hrd. 36/2015 dags. 10. febrúar 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 275/2015 dags. 11. maí 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 475/2016 dags. 31. ágúst 2016[HTML] [PDF]


Hrd. 694/2016 dags. 3. nóvember 2016 (Matsgerðir)[HTML] [PDF]


Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-4/2006 dags. 20. desember 2006[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-6/2006 dags. 19. september 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-7/2008 dags. 8. janúar 2009[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-14/2008 dags. 23. september 2009[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. Q-1/2010 dags. 6. janúar 2012[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-5/2011 dags. 27. apríl 2012[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-23/2013 dags. 27. september 2016[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2016 dags. 27. apríl 2018[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-1/2018 dags. 9. janúar 2019[HTML]


Lrú. 75/2019 dags. 28. febrúar 2019 (Tvær erfðaskrár, matsgerð)[HTML]


Lrú. 703/2020 dags. 16. febrúar 2021[HTML]


Lrú. 159/2023 dags. 31. mars 2023[HTML]


Lrú. 773/2023 dags. 7. desember 2023[HTML]