Úrlausnir.is


Merkimiði - Íslenska ríkið

RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (1636)
Dómasafn Hæstaréttar (768)
Umboðsmaður Alþingis (209)
Stjórnartíðindi (184)
Dómasafn Félagsdóms (37)
Alþingistíðindi (618)
Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis (76)
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (226)
Alþingi (7103)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1974:13 nr. 159/1973 [PDF]

Hrd. 1974:648 nr. 31/1973 [PDF]

Hrd. 1975:10 nr. 18/1972 [PDF]

Hrd. 1975:55 nr. 65/1971 (Arnarvatnsheiði) [PDF]
SÓ seldi hluta Arnarvatnsheiðar árið 1880 en áskildi að hann og erfingjar hans, sem kunni að búa á tilteknu nánar afmörkuðu svæði, að hefðu rétt til eggjatöku og silungsveiði í því landi fyrir sig og sína erfingja. Kaupendurnir skiptu síðan landinu upp í tvo hluta og seldu síðan hlutana árið 1884 til tveggja nafngreindra hreppa. Löngu síðar fóru aðrir að veiða silunga á svæðinu og var þá deilt um hvort túlka mætti það afsal er fylgdi jörðinni árið 1880 á þann veg að erfingjarnir hefðu einkarétt á þessum veiðum eða deildu þeim réttindum með eigendum jarðarinnar hverju sinni.

Hæstiréttur vísaði til þess að það væri „forn og ný réttarregla, að landeigandi eigi fiskveiði í vötnum á landi sínu, [...] þá var rík ástæða til þess, að [SÓ] kvæði afdráttarlaust að orði, ef ætlun hans var sú, að enginn réttur til silungsveiði í vötnum á hinu selda landi fylgdi með við sölu þess“. Ákvæðin um þennan áskilnað voru talin óskýr að þessu leyti og litið til mótmæla hreppsbænda á tilteknum manntalsþingum sem merki þess að bændurnir hafi ekki litið þannig á ákvæðin að allur silungsrétturinn hafi verið undanskilinn sölunni. Þar að auki höfðu fylgt dómsmálinu ýmis vottorð manna er bjuggu í nágrenninu að þeir hefðu stundað silungsveiði á landinu án sérstaks leyfis niðja [SÓ]s.
Hrd. 1976:874 nr. 54/1975 [PDF]

Hrd. 1977:198 nr. 142/1975 [PDF]

Hrd. 1977:972 nr. 199/1974 (Uppsögn slökkviliðsmanns) [PDF]
Málið er dæmi um löghelgan venju þar sem hún telst sanngjörn, réttlát og haganleg.
Hrd. 1978:15 nr. 1/1978 (Launamunur) [PDF]

Hrd. 1978:210 nr. 163/1977 [PDF]

Hrd. 1978:693 nr. 175/1976 [PDF]

Hrd. 1978:1178 nr. 227/1977 [PDF]

Hrd. 1978:1322 nr. 204/1976 [PDF]

Hrd. 1981:182 nr. 33/1978 (Mývatnsbotn) [PDF]
Greint var á um eignarhald á botni Mývatns og önnur verðmæti á botni Mývatns utan netlaga, og kröfðust landeigendur þeirra landa er lágu að Mývatni að þau teldust óskipt sameign þeirra allra. Fyrir héraði hófst málið með stefnu í júlímánuði 1974 sem að endingu varð að áðurgreindri kröfu. Ríkið höfðaði gagnsök sama mánuð sem að endingu varð sambærileg þeirra sem landeigendurnir gerðu, nema eignarhaldið færi til sín. Aukadómþing Þingeyjarsýslu dæmdi ríkinu í vil með gagnályktun á 1. tölul. 4. gr. vatnalaga nr. 15/1923 þar sem hinum málsaðilunum tókst ekki að sýna fram á að eignarrétturinn að Mývatnsbotni utan netlaga hefði stofnast með lögum eða með öðrum viðurkenndum hætti. Taldi hann í ljósi þessa að ríkið teldist réttmætur eigandi umrædds svæðis.

Fyrir Hæstarétti var málinu vísað frá héraði hvað varðaði kröfur tveggja ábúenda þar sem jarðirnar voru í ríkiseigu, sökum þess að það væri andstætt meginreglum réttarfars um aðild að aðili hafi uppi kröfur gegn sjálfum sér. Litið var svo á að frávísun þeirra krafna leiddi ekki til frávísun málsins í heild.

Hæstiréttur leit svo á að fyrir gildistöku vatnalaganna hafi engin lagaákvæði kveðið beinlínis á um eignarrétt yfir botnum stöðuvatna. Í málinu höfðu áfrýjendur ekki getað sýnt fram á að eignarréttur hafi myndast með öðrum hætti yfir botni Mývatns utan netlaga er leiddi til skerðingar eignarréttinda með 4. gr. vatnalaganna. Var ríkið því sýknað af þeirri kröfu áfrýjenda.

Hvað kröfu ríkisins varðaði vísaði Hæstiréttur til þess að 4. gr. vatnalaganna kvað heldur ekki um að ríkið teldist eigandi Mývatnsbotns utan netlaga né þeirra verðmæta sem tilheyrðu því svæði. Aukinheldur hafi ríkið heldur ekki sýnt fram á í málinu að það hafi stofnað til eignarréttarins með öðrum hætti. Voru landeigendurnir því einnig sýknaðir af kröfum ríkisins. Hins vegar kom fram að handhafar ríkisvalds gætu í skjóli valdheimilda sinna ráðið meðferð og nýtingu botns Mývatns og botnsverðmæta utan netlaga.
Hrd. 1981:1584 nr. 199/1978 (Landmannaafréttardómur síðari) [PDF]
Íslenska ríkið hóf mál fyrir aukadómþingi Rangárvallasýslu árið 1975 með eignardómsstefnu þar sem krafist var viðurkenningar á beinum eignarrétti ríkisins á Landmannaafrétti. Tilefnið var ágreiningur um réttarstöðu afréttanna vegna virkjanaframkvæmda hins opinbera við Tungnaá og Þórisvatn. Ríkið taldi sig ávallt hafa átt svæðið án þess að formleg staðfesting hafi verið á þeim rétti, en tók þó fram að það viðurkenndi þegar áunninn upprekstrarréttindi og önnur afréttarnot annarra aðila reist á lögum og venjum.

Meiri hluti aukadómþingsins féllst á kröfu íslenska ríkisins. Sératkvæði eins dómandans hljóðaði upp á sýknu af þeirri kröfu.

Meiri hluti Hæstaréttar taldi að málsvörn áfrýjenda um að þeir ættu landið en ekki ríkið hefði þegar verið tekin fyrir og dæmd í öðru máli málsaðilanna, hrd. Landmannaafréttur I. Enginn áfrýjenda gat sýnt fram á að þeir hafi haft neinn rýmri rétt til afréttanna en málsaðilar téðs máls Hæstaréttar. Annar málatilbúnaður og gögn var síðan ekki sinnt ýmist vegna vanreifunar eða vegna óskýrleika.

Þrátt fyrir þetta taldi meiri hlutinn sig bæran til að leysa úr viðurkenningarkröfu ríkisins um að það ætti beinan eignarrétt á Landmannaafrétti. Gat hann þess að Alþingi hafi ekki sett lög um þetta efni sem hefði verið eðlileg leið. Meiri hlutinn féllst ekki á þann málatilbúnað að íslenska ríkið hafi átt svæðið frá stofnun allsherjarríkisins né að beinn eignarréttur hafi stofnast með lögum eða öðrum hætti eins og eignarhefð. Tilvísanir íslenska ríkisins í námulög, vatnalög og eldri lög um nýbýli voru ekki talin duga að þessu leyti. Meiri hlutinn taldi að bærir handhafar ríkisvalds gætu sett reglur í skjóli valdheimilda sinna um meðferð og nýtingu landsvæðisins. Með hliðsjón af þessu taldi meirihlutinn að ekki væri unnt að taka kröfu íslenska ríkisins til greina.

Sératkvæði tveggja manna minni hluta Hæstaréttar voru um hið andstæða á þeim forsendum að í meginatriðum um þegar hefði verið leyst úr þeim hluta málsins fyrir Hæstarétti er varðaði veiðirétt og vatnsföll á sama svæði af hálfu sömu aðila, án þess að málatilbúnaðurinn hafi verið til þess fallinn að aðgreina það fordæmi né lögð fram ný gögn er gæfu tilefni til annarrar niðurstöðu.

Hrd. 1982:527 nr. 53/1982 [PDF]

Hrd. 1983:145 nr. 59/1980 [PDF]

Hrd. 1984:1444 nr. 25/1983 [PDF]

Hrd. 1985:150 nr. 218/1984 (Landsbankarán) [PDF]

Hrd. 1985:692 nr. 116/1983 [PDF]

Hrd. 1987:757 nr. 262/1986 [PDF]

Hrd. 1987:1018 nr. 175/1986 (Gengismunur) [PDF]

Hrd. 1987:1273 nr. 258/1986 [PDF]

Hrd. 1989:1022 nr. 29/1987 [PDF]

Hrd. 1989:1218 nr. 269/1988 [PDF]

Hrd. 1990:2 nr. 120/1989 (Aðskilnaðardómur III) [PDF]
G var sakaður um skjalafals auk þess að hafa ranglega látið skrifa vörur á fyrirtæki án heimildar. Málið var rekið á dómþingi sakadóms Árnessýslu og dæmdi dómarafulltrúi í málinu en hann starfaði á ábyrgð sýslumanns. Samkvæmt skjölunum var málið rannsakað af lögreglunni í Árnessýslu og ekki séð að dómarafulltrúinn hafi haft önnur afskipti af málinu en þau að senda málið til fyrirsagnar ríkissaksóknara.

Hæstiréttur rakti forsögu þess að fyrirkomulagið hafi áður verið talist standast stjórnarskrá með vísan til 2. gr. hennar þar sem 61. gr. hennar gerði ráð fyrir því að dómendur geti haft umboðsstörf á hendi. Þessi dómsúrlausn er þekkt fyrir það að Hæstiréttur hvarf frá þessari löngu dómaframkvæmd án þess að viðeigandi lagabreytingar höfðu átt sér stað. Ný lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði höfðu verið sett en áttu ekki að taka gildi fyrr en 1. júlí 1992, meira en tveimur árum eftir að þessi dómur væri kveðinn upp.

Þau atriði sem Hæstiréttur sagði að líta ætti á í málinu (bein tilvitnun úr dómnum):
* Í stjórnarskrá lýðveldisins er byggt á þeirri meginreglu, að ríkisvaldið sé þríþætt og að sérstakir dómarar fari með dómsvaldið.
* Þær sérstöku sögulegu og landfræðilegu aðstæður, sem bjuggu því að baki, að sömu menn fara utan Reykjavíkur oftsinnis bæði með stjórnsýslu og dómstörf, hafa nú minni þýðingu en fyrr, meðal annars vegna greiðari samgangna en áður var.
* Alþingi hefur sett lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, sem taka eigi gildi 1. júlí 1992.
* Ísland hefur að þjóðarétti skuldbundið sig til að virða mannréttindasáttmála Evrópu.
* Mannréttindanefnd Evrópu hefur einróma ályktað, að málsmeðferðin í máli Jóns Kristinssonar, sem fyrr er lýst, hafi ekki verið í samræmi við 6. gr. 1. mgr. mannréttindasáttmálans.
* Ríkisstjórn Íslands hefur, eftir að fyrrgreindu máli var skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu, gert sátt við Jón Kristinsson, svo og annan mann sem kært hefur svipað málefni með þeim hætti sem lýst hefur verið.
* Í 36. gr. 7. tl. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði segir meðal annars, að dómari skuli víkja úr dómarasæti, ef hætta er á því, „að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu“. Þessu ákvæði ber einnig að beita um opinber mál samkvæmt 15. gr. 2. mgr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála.
* Í máli þessu er ekkert komið fram, sem bendir til þess, að dómarafulltrúinn, sem kvað upp héraðsdóminn, hafi litið hlutdrægt á málavöxtu. Hins vegar verður að fallast á það með Mannréttindanefnd Evrópu, að almennt verði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómstörfum, þegar sami maður vinnur bæði að þeim og lögreglustjórn.

Með hliðsjón af þessu leit Hæstiréttur svo á að skýra beri ætti tilvitnuð ákvæði einkamálalaga og sakamálalaga á þann hátt að sýslumanninum og dómarafulltrúanum hefði borið að víkja sæti í málinu. Hinn áfrýjaði dómur var felldur úr gildi og öll málsmeðferðin fyrir sakadómi, og lagt fyrir sakadóminn að taka málið aftur til löglegrar meðferðar og dómsálagningar.
Hrd. 1992:401 nr. 274/1991 (Staðahaldarinn í Viðey) [PDF]

Hrd. 1992:1962 nr. 129/1991 (BHMR-dómur) [PDF]

Hrd. 1993:683 nr. 125/1993 [PDF]

Hrd. 1993:1521 nr. 278/1993 [PDF]

Hrd. 1993:2061 nr. 291/1993 (Hrönn hf.) [PDF]

Hrd. 1994:748 nr. 300/1991 (Einangrunarvistin - Agaviðurlög í fangelsi) [PDF]
Lög kváðu á um að beiting agaviðurlaga með setningu fanga í einangrun teldist ekki til afplánunartímans, og lengdi því refsinguna. Hæstiréttur taldi það andstætt 2. gr. stjórnarskrárinnar að gera slíkt án dóms. Fallist var því á skaðabótakröfu fangans.
Hrd. 1994:758 nr. 10/1994 (Skattfrjáls jöfnunarhlutabréf) [PDF]

Hrd. 1994:1451 nr. 270/1994 (EES-samningur) [PDF]
„[D]ómstólar verða ekki krafðir álits um lögfræðileg efni nema að því leyti, sem nauðsynlegt er til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli.“
Hrd. 1994:1815 nr. 292/1994 [PDF]

Hrd. 1995:53 nr. 8/1995 [PDF]

Hrd. 1995:626 nr. 245/1993 [PDF]

Hrd. 1995:752 nr. 498/1993 (Kraftlyftingar - Vaxtarræktarummæli) [PDF]

Hrd. 1995:1103 nr. 96/1995 [PDF]

Hrd. 1995:1542 nr. 93/1995 (Hið íslenska kennarafélag) [PDF]

Hrd. 1995:1979 nr. 206/1995 [PDF]

Hrd. 1995:1980 nr. 207/1995 [PDF]

Hrd. 1995:2172 nr. 328/1995 [PDF]

Hrd. 1995:2300 nr. 478/1993 (Þungaskattur) [PDF]

Hrd. 1995:2328 nr. 290/1993 [PDF]

Hrd. 1995:2678 nr. 109/1994 [PDF]

Hrd. 1995:2744 nr. 504/1993 [PDF]

Hrd. 1995:2830 nr. 356/1993 [PDF]

Hrd. 1995:2886 nr. 326/1994 (Baader Ísland hf.) [PDF]
Gefið var út veðskuldabréf vegna skuldar sem var þegar til staðar. Veðið var sett á fiskvinnsluvél en þinglýsingarstjóra láðist að minnast á að um 40 önnur veð voru á undan.

Hæstiréttur taldi að um þinglýsingarmistök hefðu átt sér stað en efaðist um að Baader hefði orðið fyrir tjóni þar sem það hefði ekki haft nein áhrif á stofnun skuldarinnar sem tryggja átti.
Hrd. 1995:2994 nr. 343/1994 [PDF]

Hrd. 1996:40 nr. 419/1995 [PDF]

Hrd. 1996:205 nr. 67/1994 (Gleðskapur við Bergþórugötu) [PDF]

Hrd. 1996:390 nr. 209/1994 [PDF]

Hrd. 1996:503 nr. 417/1994 [PDF]

Hrd. 1996:613 nr. 458/1994 [PDF]

Hrd. 1996:629 nr. 427/1993 (Grundarstígur 23) [PDF]
Kaupandi fasteignar krafði seljanda hennar um skaðabætur er næmu 44 milljónum króna en kaupverð fasteignarinnar var um 5 milljónir króna. Hæstiréttur taldi kaupandann ekki hafa sýnt seljandanum nægilega tillitssemi við kröfugerðina og eðlilegra hefði verið að rifta samningnum en að setja fram svo háa skaðabótakröfu.
Hrd. 1996:973 nr. 104/1996 (Iðnlánasjóðsgjald og iðnaðarmálagjald) [PDF]

Hrd. 1996:1089 nr. 339/1994 [PDF]

Hrd. 1996:1108 nr. 98/1996 [PDF]

Hrd. 1996:1298 nr. 138/1994 [PDF]

Hrd. 1996:1697 nr. 34/1995 (Drengur fellur í pytt - Hitavatnsleiðslur að sundlaug) [PDF]

Hrd. 1996:1955 nr. 310/1995 [PDF]

Hrd. 1996:2255 nr. 132/1995 [PDF]

Hrd. 1996:2328 nr. 281/1996 [PDF]

Hrd. 1996:2376 nr. 247/1996 (Ítalía pizza sf.) [PDF]

Hrd. 1996:2428 nr. 337/1996 [PDF]

Hrd. 1996:2457 nr. 64/1995 [PDF]

Hrd. 1996:2584 nr. 187/1995 (Skylduaðild að lífeyrissjóðum) [PDF]

Hrd. 1996:2701 nr. 57/1995 [PDF]

Hrd. 1996:2707 nr. 58/1995 [PDF]

Hrd. 1996:2776 nr. 230/1995 (Veiðileyfissvipting) [PDF]

Hrd. 1996:2806 nr. 220/1995 (Hilda Hafsteinsdóttir) [PDF]

Hrd. 1996:2956 nr. 110/1995 (Útflutningsleyfi - Samherji) [PDF]
Ekki mátti framselja vald til ráðherra um að hvort takmarka mætti innflutning á vöru og hvernig.
Hrd. 1996:3002 nr. 221/1995 (Fullvirðisréttur og greiðslumark í landbúnaði - Greiðslumark I - Fosshólar) [PDF]

Hrd. 1996:3114 nr. 429/1995 (Álagning bifreiðagjalds eftir þyngd bifreiða) [PDF]

Hrd. 1996:3130 nr. 337/1995 (Slys við framkvæmdir á vegum Vegagerðar ríkisins) [PDF]

Hrd. 1996:3169 nr. 307/1995 [PDF]

Hrú. 1996:3212 nr. 311/1995 [PDF]

Hrd. 1996:3237 nr. 409/1995 [PDF]

Hrd. 1996:3291 nr. 397/1996 [PDF]

Hrd. 1996:3417 nr. 90/1996 [PDF]

Hrd. 1996:3466 nr. 25/1996 (Kirkjuferja - Kaup á loðdýrahúsum) [PDF]
Meirihluti Hæstaréttar skýrði orðið ‚lán‘ í skilningi 40. gr. stjórnarskrárinnar rúmt þannig að það næði jafnframt yfir tilvik þar sem veitt væri viðtaka eldri lána í gegnum fasteignakaup. Gagnstæð skýring hefði annars leitt til víðtækari heimildir framkvæmdarvaldsins til lántöku en stjórnarskrárgjafinn ætlaðist til og skert þannig fjárstjórnarvald Alþingis.

Það athugast að oft er vísað til þessa blaðsíðutals í tengslum við dóminn ‚Kirkjuferjuhjáleiga‘, en sá dómur er í raun hrd. 1996:3482. Þessi mál eru samt sams konar.
Hrd. 1996:3482 nr. 26/1996 (Kirkjuferjuhjáleiga) [PDF]

Hrd. 1996:3628 nr. 278/1995 [PDF]

Hrd. 1996:3647 nr. 106/1996 [PDF]

Hrd. 1996:3683 nr. 56/1996 [PDF]

Hrd. 1996:3760 nr. 431/1995 [PDF]

Hrd. 1996:3920 nr. 270/1996 (Siglufjarðarapótek) [PDF]

Hrd. 1996:3962 nr. 286/1996 (Lyfjalög - Lyfsöluleyfi) [PDF]

Hrd. 1996:4045 nr. 235/1996 [PDF]

Hrd. 1996:4112 nr. 290/1996 (Flugmaður) [PDF]

Hrd. 1996:4248 nr. 432/1995 (Verkfræðistofa) [PDF]

Hrd. 1996:4260 nr. 427/1995 (Jöfnunargjald á franskar kartöflur) [PDF]
Almenn lagaheimild var til staðar til að hækka jöfnunargjaldið á franskar kartöflur. Gjaldið var svo hækkað úr 40% í 190%. Ekki voru talin vera fyrir hendi réttlætanleg sjónarmið um að hækka gjaldið eins mikið og gert var. Íslenska ríkið gat ekki sýnt fram á að vandi við niðurgreiðslur og erlendir markaðir hafi verið sjónarmið sem íslenska ríkið hafi byggt á við beitingu þeirrar heimildar.
Hrd. 1997:86 nr. 317/1995 (Brúttólestir) [PDF]

Hrd. 1997:106 nr. 318/1995 (Brúttólestir) [PDF]

Hrd. 1997:116 nr. 319/1995 (Brúttólestir) [PDF]

Hrd. 1997:157 nr. 60/1996 [PDF]

Hrd. 1997:350 nr. 290/1995 [PDF]

Hrd. 1997:433 nr. 40/1997 [PDF]

Hrd. 1997:490 nr. 110/1996 [PDF]

Hrd. 1997:591 nr. 156/1996 [PDF]

Hrd. 1997:602 nr. 88/1996 [PDF]

Hrd. 1997:683 nr. 147/1996 (Kistustökk í leikfimi - Örorka unglingsstúlku) [PDF]

Hrd. 1997:759 nr. 163/1996 [PDF]

Hrd. 1997:829 nr. 220/1996 (Fíkniefnahundar) [PDF]

Hrd. 1997:1008 nr. 255/1996 (Útsendingarstjórar) [PDF]

Hrd. 1997:1023 nr. 194/1996 [PDF]

Hrd. 1997:1115 nr. 126/1996 [PDF]

Hrd. 1997:1162 nr. 66/1996 (Auðkúluheiði) [PDF]

Hrd. 1997:1183 nr. 67/1996 (Eyvindarstaðaheiði) [PDF]

Hrd. 1997:1388 nr. 79/1996 (Smiður sem vann við að leggja þakplötur féll ofan af þaki) [PDF]

Hrd. 1997:1457 nr. 178/1997 [PDF]

Hrd. 1997:1499 nr. 447/1996 [PDF]

Hrd. 1997:1509 nr. 448/1996 [PDF]

Hrd. 1997:1519 nr. 188/1997 [PDF]

Hrd. 1997:1544 nr. 310/1996 (Veiting kennarastöðu) [PDF]
Umsækjandi um kennarastöðu átti, á meðan umsóknarferlinu stóð, í forsjárdeilum vegna barna sinna. Þá átti umsækjandi einnig í deilum vegna innheimtu gjalda í hreppnum. Byggt var á nokkrum sjónarmiðum fyrir synjun, meðal annars að viðkomandi hafi ekki greitt tiltekin gjöld til sveitarfélagsins. Hæstiréttur taldi ómálefnalegt að beita því vegna umsóknar hans um kennarastöðu.
Hrd. 1997:1593 nr. 129/1996 [PDF]

Hrd. 1997:1615 nr. 335/1996 [PDF]

Hrd. 1997:1630 nr. 228/1996 [PDF]

Hrd. 1997:1641 nr. 229/1996 [PDF]

Hrd. 1997:1693 nr. 351/1996 [PDF]

Hrd. 1997:1719 nr. 199/1997 (Eftirlit Fiskistofu á Flæmingjagrunni) [PDF]

Hrd. 1997:1727 nr. 198/1997 [PDF]

Hrd. 1997:1792 nr. 358/1996 [PDF]

Hrd. 1997:2025 nr. 346/1996 (Syðribrú - Forkaupsréttur sveitarfélags) [PDF]

Hrú. 1997:2070 nr. 311/1995 [PDF]

Hrd. 1997:2190 nr. 338/1997 (Dómur ranglega nefndur úrskurður) [PDF]

Hrd. 1997:2216 nr. 316/1997 (Kennarasamband Íslands) [PDF]

Hrd. 1997:2298 nr. 292/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2303 nr. 73/1997 (Sæfell) [PDF]

Hrd. 1997:2307 nr. 342/1996 (Sólborg) [PDF]

Hrd. 1997:2336 nr. 350/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2488 nr. 456/1996 (Hofstaðir - Laxá - Ákvörðun Náttúruverndarráðs) [PDF]

Hrd. 1997:2540 nr. 401/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2563 nr. 42/1997 (Reykhóll) [PDF]

Hrd. 1997:2578 nr. 43/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2707 nr. 435/1996 (Vistun á Unglingaheimili ríkisins) [PDF]
Óljóst var hvernig framlenging á vistun á unglingaheimili þjónaði þeim tilgangi að stúlka öðlaðist bata. Hún var á móti framlengingunni.
Hrd. 1997:2742 nr. 32/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2773 nr. 457/1996 [PDF]

Hrd. 1997:2779 nr. 7/1997 (Hafald hf.) [PDF]
Umdeild túlkun á sennilegri afleiðingu.
Skipið Særún er eign G. Særún er svo flutt milli umdæma og á henni hvíldu 7 milljónir króna og 0,5 milljónir á öðrum veðrétti. Þurfti því að flytja veðréttinn í skipabækur hins umdæmisins. Hins vegar gleymdist að flytja 7 milljóna króna veðið. Síðar gaf Landsbankinn út veðskuldabréf byggt á því að það lægi 0,5 milljón króna lán.

Hæstiréttur taldi að fyrirsvarsmenn Særúnar hefðu vísvitandi nýtt sér mistökin og því væri ekki um sennilega afleiðingu að ræða.
Hrd. 1997:2828 nr. 302/1997 (Framsal sakamanna til Bandaríkjanna) [PDF]
Bandarísk hjón voru framseld til Bandaríkjanna. Bandarísku stjórnvöldin handtóku hjónin með því að setja þau í járn. Talið var að íslensk stjórnvöld hefðu átt að skilyrða framsalið til að koma í veg fyrir vanvirðandi meðferð.
Hrd. 1997:2856 nr. 429/1997 (Fremri Langey í Dalabyggð - Dýrahald) [PDF]
Dómkröfum beindum að umhverfisráðherra, er hafði aðkomu að stjórnsýslumáli sem æðra stjórnvald, var vísað ex officio frá héraðsdómi þar sem ráðherrann var ekki talinn hafa lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins.
Hrd. 1997:2894 nr. 474/1996 [PDF]

Hrd. 1997:2956 nr. 22/1997 (Skotvopn) [PDF]

Hrd. 1997:3023 nr. 52/1997 [PDF]

Hrd. 1997:3039 nr. 97/1997 (Freyja hf. - Eftirlaunasamningur) [PDF]

Hrd. 1997:3111 nr. 450/1996 [PDF]

Hrd. 1997:3120 nr. 430/1997 [PDF]

Hrd. 1997:3150 nr. 243/1997 (Fyrirtæki meðdómsmanns til rannsóknar) [PDF]

Hrd. 1997:3182 nr. 94/1997 [PDF]

Hrd. 1997:3274 nr. 51/1997 (Endurákvörðun skatta) [PDF]

Hrd. 1997:3337 nr. 457/1997 (Valdimar Jóhannesson - Veiðileyfamálið) [PDF]

Hrd. 1997:3537 nr. 86/1997 (Flugumferðarstjóri) [PDF]

Hrd. 1997:3560 nr. 87/1997 [PDF]

Hrd. 1997:3574 nr. 88/1997 [PDF]

Hrd. 1997:3608 nr. 127/1997 [PDF]

Hrd. 1997:3683 nr. 203/1997 [PDF]

Hrd. 1997:3698 nr. 501/1997 [PDF]

Hrd. 1997:3749 nr. 200/1997 [PDF]

Hrd. 1997:3776 nr. 325/1996 (Starfsuppsögn) [PDF]

Hrd. 1997:3786 nr. 326/1996 [PDF]

Hrd. 1998:18 nr. 520/1997 (Félag íslenskra stórkaupmanna) [PDF]

Hrd. 1998:67 nr. 4/1998 [PDF]

Hrd. 1998:128 nr. 98/1997 (Landsbankinn) [PDF]

Hrd. 1998:137 nr. 286/1997 (Siglfirðingur ehf.) [PDF]

Hrd. 1998:227 nr. 124/1997 (Levis gallabuxur) [PDF]

Hrd. 1998:238 nr. 138/1997 [PDF]

Hrd. 1998:374 nr. 7/1998 [PDF]

Hrd. 1998:441 nr. 56/1997 [PDF]

Hrd. 1998:500 nr. 208/1997 (Barnsburðarleyfi) [PDF]

Hrd. 1998:536 nr. 224/1997 (Aukatekjur presta) [PDF]

Hrd. 1998:601 nr. 476/1997 (Möðrufell í Eyjafjarðarsveit - Dalabyggð - Röksemdir ráðuneytis) [PDF]

Hrd. 1998:750 nr. 359/1997 [PDF]

Hrd. 1998:799 nr. 305/1997 [PDF]

Hrd. 1998:829 nr. 78/1998 (Yfirskattanefnd - Frávísun) [PDF]

Hrd. 1998:867 nr. 345/1997 (Ferðaskrifstofan Vilborg) [PDF]

Hrd. 1998:881 nr. 310/1997 [PDF]

Hrd. 1998:914 nr. 253/1997 [PDF]

Hrd. 1998:922 nr. 477/1997 [PDF]

Hrd. 1998:939 nr. 462/1994 [PDF]

Hrd. 1998:1094 nr. 150/1997 (Skattlagning söluhagnaðar af fasteign) [PDF]

Hrd. 1998:1115 nr. 335/1997 [PDF]

Hrd. 1998:1227 nr. 267/1997 (Aðaltún 22) [PDF]

Hrd. 1998:1238 nr. 268/1997 (Aðaltún 10) [PDF]

Hrd. 1998:1252 nr. 269/1997 (Aðaltún 12) [PDF]

Hrd. 1998:1257 nr. 270/1997 (Aðaltún 20) [PDF]

Hrd. 1998:1262 nr. 271/1997 (Aðaltún 24) [PDF]

Hrd. 1998:1267 nr. 272/1997 (Aðaltún 18) [PDF]

Hrd. 1998:1291 nr. 215/1997 (Skrifstofustjóri) [PDF]

Hrd. 1998:1361 nr. 132/1998 [PDF]

Hrd. 1998:1446 nr. 311/1995 [PDF]

Hrd. 1998:1537 nr. 293/1997 (Stimpilgjald) [PDF]

Hrd. 1998:1662 nr. 347/1997 (Lyfjaverðlagsnefnd) [PDF]

Hrd. 1998:1677 nr. 348/1997 (Lyfjaverðlagsnefnd) [PDF]

Hrd. 1998:1976 nr. 311/1997 (Breytt mat á örorku - Reikniregla) [PDF]
Sett var ný reikniregla um umreikning. Haldið var því fram að reiknireglan væri gölluð því hún bætti ekki alla starfsorkuskerðingu. Hæstiréttur var ósammála þar sem veita ætti löggjafanum svigrúm til að stilla þetta af.
Hrd. 1998:2002 nr. 312/1997 [PDF]

Hrd. 1998:2021 nr. 389/1997 [PDF]

Hrd. 1998:2140 nr. 368/1997 (Lífeyrissjóður sjómanna - Sjómaður) [PDF]

Hrd. 1998:2270 nr. 218/1998 [PDF]

Hrd. 1998:2528 nr. 418/1997 (Sjálfstæði dómarafulltrúa og 6. gr. MSE) [PDF]
Mál hafði verið dæmt af dómarafulltrúa í héraði sem var svo talin vera andstæð stjórnarskrá. Málsaðilinn höfðaði skaðabótamál vegna aukins málskostnaðar og var fallist á bótaskyldu vegna þessa, þrátt fyrir að slíkt fyrirkomulag hafi tíðkast lengi vel.
Hrú. 1998:2608 nr. 169/1998 (Fagtún) [PDF]
Hæstaréttardómur sem kveðinn var upp í málinu: Hrd. 1999:4429 nr. 169/1998 (Fagtún)
Hrd. 1998:2851 nr. 397/1997 [PDF]

Hrd. 1998:2913 nr. 436/1997 [PDF]

Hrd. 1998:2930 nr. 36/1998 [PDF]

Hrd. 1998:2971 nr. 85/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3058 nr. 386/1997 [PDF]

Hrd. 1998:3194 nr. 453/1997 [PDF]

Hrd. 1998:3217 nr. 412/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3238 nr. 40/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3259 nr. 242/1997 (Notaðir vélsleðar) [PDF]

Hrd. 1998:3398 nr. 101/1998 (Kvensjúkdómalæknir lokar skurðstofu) [PDF]

Hrd. 1998:3418 nr. 25/1998 (Krókabátar) [PDF]
Lög voru birt en áttu ekki að koma til framkvæmda fyrr en á ákveðnum degi síðar sama ár. Með lögunum var skilgreindur frestur fyrir veiðimenn til að velja kerfi fyrir lok tiltekins dags, sem var nokkrum dögum eftir birtinguna. Stjórnvöld úrskurðuðu í máli vegna þessa áður en lögin komu til framkvæmda. Hæstiréttur ógilti úrskurðinn á þeim forsendum að óheimilt var að byggja úrskurð á lagaákvæði sem ekki var komið til framkvæmda.
Hrd. 1998:3460 nr. 50/1998 (Lyfjaeftirlitsgjald I) [PDF]
Lyfsala var gert að greiða Lyfjaeftirliti ríkisins eftirlitsgjald sem skilgreint var í reglugerð sem tiltekið hlutfall „veltu og/eða umfangi eftirlitsskyldrar starfsemi“. Hæstiréttur taldi að skýra hefði lagaákvæðið á þann hátt að um væri að ræða heimild til þess að leggja á þjónustugjald og ekki voru færð viðhlítandi rök af hálfu stjórnvalda fyrir því að veltan ein og sér endurspeglaði þörfina á eftirliti með einstökum lyfjabúðum. Eftirlitsgjaldið sem lagt var á með reglugerðinni var ekki talið standast kröfur 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar.
Hrd. 1998:3538 nr. 202/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3551 nr. 203/1998 (Lyfjaverslun ríkisins) [PDF]

Hrd. 1998:3563 nr. 204/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3575 nr. 205/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3587 nr. 206/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3599 nr. 46/1998 (Héraðsdýralæknir) [PDF]

Hrd. 1998:3651 nr. 119/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3682 nr. 53/1998 (Slökkviliðsmenn) [PDF]

Hrd. 1998:3781 nr. 93/1998 (Viðbótarálagning) [PDF]

Hrd. 1998:3844 nr. 102/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3857 nr. 151/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3957 nr. 150/1998 [PDF]

Hrd. 1998:4076 nr. 145/1998 (Desemberdómur um stjórn fiskveiða - Valdimarsdómur) [PDF]
Sjávarútvegsráðuneytið synjaði beiðni umsækjanda um almennt leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni auk sérstaks leyfis til veiða á tilteknum tegundum. Vísaði ráðherra á 5. gr. þágildandi laga um stjórn fiskveiða sem batt leyfin við fiskiskip og yrðu ekki veitt einstaklingum eða lögpersónum. Forsenda veitingu sérstakra leyfa væri að viðkomandi fiskiskip hefði jafnframt leyfi til veiða í atvinnuskyni, og var því þeim hluta umsóknarinnar um sérstakt leyfi jafnframt hafnað.

Umsækjandinn höfðaði mál til ógildingar þeirrar ákvörðunar og vísaði til þess að 5. gr. laganna bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem og ákvæðis hennar um atvinnufrelsi. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af þeirri kröfu en Hæstiréttur var á öðru máli. Hæstiréttur taldi að almennt væri heimilt að setja skorður á atvinnufrelsi til fiskveiða við strendur Íslands, en slíkar skorður yrðu að samrýmast grundvallarreglum stjórnarskrárinnar.

Hæstiréttur taldi að með því að binda veiðiheimildirnar við fiskiskip, hefði verið sett tilhögun sem fæli í sér mismunun milli þeirra er áttu skip á tilteknum tíma, og þeirra sem hafa ekki átt og eiga ekki kost að komast í slíka aðstöðu. Þrátt fyrir brýnt mikilvægi þess að grípa til sérstakra úrræða á sínum tíma vegna þverrandi fiskistofna við Íslands, var talið að ekki hafði verið sýnt fram á nauðsyn þess að lögbinda þá mismunun um ókomna tíð. Íslenska ríkið hafði í málinu ekki sýnt fram á að engin vægari úrræði væru til staðar til að ná því lögmæta markmiði. Hæstiréttur féllst því ekki á að áðurgreind mismunun væri heimild til frambúðar og dæmdi því í hag umsækjandans.
Hrd. 1998:4180 nr. 146/1998 (Jöfnunargjald) [PDF]

Hrd. 1998:4196 nr. 109/1998 [PDF]

Hrd. 1998:4278 nr. 471/1998 [PDF]

Hrd. 1998:4328 nr. 147/1998 [PDF]

Hrd. 1998:4342 nr. 187/1998 (Sómastaðir - Niðurrif) [PDF]

Hrd. 1998:4406 nr. 166/1998 (Iðnaðarmálagjald) [PDF]

Hrd. 1998:4552 nr. 312/1998 (Flutningur Landmælinga Íslands) [PDF]
Ráðherra gaf út fyrirmæli um að færa ætti Landmælingar Íslands frá Reykjavík til Akraness. Hæstiréttur taldi að þrátt fyrir að engin bein fyrirmæli væru um það í lögum að ríkisstofnunin skuli staðsett í Reykjavík væri það ekki til þess að ráðherra hefði frjálst val um staðsetningu hennar. Ákvarðanir um heimili stofnunar og varnarþing væru meðal grundvallaratriða í skipulagi hennar og því yrðu breytingar sem þessar að hafa skýra heimild í almennum lögum.
Hrd. 1999:4 nr. 6/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:94 nr. 324/1998 (Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Kastalagerði)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:158 nr. 237/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:390 nr. 177/1998 (Blindur nemandi við HÍ)[HTML] [PDF]
Blindur nemandi sótti um og fékk inngöngu í HÍ. Síðar hrökklaðist nemandinn úr námi vegna skorts á aðgengi að kennsluefni sem hann gæti nýtt sér. Hæstiréttur túlkaði skyldur HÍ gagnvart nemandanum í ljósi ákvæða MSE um jafnræði og réttar til menntunar.
Hrd. 1999:486 nr. 263/1998 (Litli-Langidalur)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:654 nr. 278/1998 (Framleiðsluréttur á mjólk)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:686 nr. 279/1998 (Framleiðsluréttur á mjólk)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:709 nr. 271/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:750 nr. 55/1999 (Lunde Varv)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:957 nr. 275/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:973 nr. 343/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1080 nr. 254/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1096 nr. 255/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1112 nr. 256/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1298 nr. 388/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1398 nr. 129/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1404 nr. 81/1999 (Flutningur sýslumanns)[HTML] [PDF]
Sýslumaður var fluttur á milli embætta en kaus að fara á eftirlaun. Litið var svo á að um væri að ræða fleiri kröfur um sama efnið þar sem ein krafan var innifalin í hinni.
Hrd. 1999:1551 nr. 318/1998 (Meðferðarheimili)[HTML] [PDF]
Líta mátti til sjónarmiða um ásakanir um ölvun og kynferðislega áreitni gagnvart forstöðumanni þegar tekin var ákvörðun um að synja um framlengingu á samningi.
Hrd. 1999:1606 nr. 386/1998 (Síldarverksmiðjur ríkisins)[HTML] [PDF]
Síldarverksmiðjur ríkisins voru einkavæddar, stöður lagðar niður og fengu sumir starfsmenn boð um að flytjast yfir í hið nýja félag. Ágreiningur var um hvort bæta bæri innheimtukostnað starfsmanns við að leita til lögmanns um að innheimta fyrir sig ógreidd biðlaun sem starfsmaðurinn taldi sig eiga rétt á, en engin krafa var gerð um þann innheimtukostnað í kröfugerðinni. Hæstiréttur taldi að framsetning sakarefnisins hefði verið í það miklu ósamræmi að vísa bæri frá því máli frá héraðsdómi.
Hrd. 1999:1617 nr. 387/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1709 nr. 403/1998 (Ósoneyðandi efni)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1782 nr. 442/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1946 nr. 286/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2015 nr. 151/1999 (Táknmálstúlkun)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2056 nr. 336/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2105 nr. 393/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2259 nr. 446/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2306 nr. 384/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2446 nr. 178/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2621 nr. 468/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2651 nr. 63/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2666 nr. 461/1998 (Sorpstöð Suðurlands)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2756 nr. 32/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2777 nr. 40/1999 (Krýsuvík og Stóri Nýibær)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2794 nr. 450/1998 (Kolbeinsstaðarhreppur)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2809 nr. 451/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2857 nr. 219/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2885 nr. 33/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2984 nr. 248/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2997 nr. 302/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3032 nr. 320/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3090 nr. 255/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3140 nr. 345/1999 (Samtök fiskvinnslustöðva án útgerðar)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3386 nr. 65/1999 (Good Morning America)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3400 nr. 66/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3401 nr. 67/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3402 nr. 68/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3403 nr. 69/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3404 nr. 70/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3504 nr. 53/1999 (Biðlaunaréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3514 nr. 85/1999 (Biðlaunaréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3589 nr. 168/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3858 nr. 422/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3862 nr. 230/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3956 nr. 424/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4199 nr. 186/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4208 nr. 271/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4234 nr. 223/1999 (Niðurlagning stöðu - Ótímabundinn starfsmaður hjá RÚV - Biðlaun)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4247 nr. 132/1999 (Forstjóri Landmælinga ríkisins - Brottvikning)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4290 nr. 295/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4316 nr. 131/1999 (Hekla hf.)[HTML] [PDF]
Hekla krafðist endurgreiðslu vaxta af kröfu vegna ofgreidds virðisaukaskatts og deilt var um í málinu hvort krafan bæri dráttarvexti eða aðra vexti þar sem lög um tekju- og eignaskatt kváðu á um dráttarvexti en ekki lög um virðisaukaskatt. Hæstiréttur taldi að túlka bæri ákvæðið þröngt þar sem víðari túlkun fæli í sér frávik frá þeirri meginreglu kröfuréttar um dráttarvexti við endurheimtu ofgreidds fjár.
Hrd. 1999:4429 nr. 169/1998 (Fagtún)[HTML]
Hæstaréttarúrskurður sem kveðinn var upp í málinu: Hrú. 1998:2608 nr. 169/1998 (Fagtún)

Verktakafyrirtæki bauð í framkvæmdir til að byggja Borgarholtsskóla. Fyrirtækið varð aðalverktaki er naut svo liðsinnis undirverktakann Fagtún er átti að sjá um þakeiningar. Þær voru smíðaðar í Noregi. Samningur milli byggingarnefndar skólans og verktakafyrirtækisins hljóðaði hins vegar upp á að þakeiningarnar yrðu smíðaðar á Íslandi. Fagtún var svo komið út úr verkinu af þeim sökum en það stefndi svo íslenska ríkinu ásamt fleirum til greiðslu skaðabóta. EFTA-dómstóllinn var spurður hvort slíkt samningsákvæði stæðist EES-samninginn en mat dómstólsins var að það bryti gegn 11. gr. hans.

Fagtún byggði bótakröfu sína á skaðabótum utan samninga og EES-reglunum en íslenska ríkið benti á að ekkert samningssamband væri milli Fagtúns og bygginganefndar Borgarholtsskóla. Hæstiréttur tók undir að samningsákvæðið, sem sett var eftir að útboðið fór fram, færi gegn EES-samningnum. Þá nefndi rétturinn að þar sem Fagtún var hrundið frá verkinu á grundvelli ólögmæts samningsákvæðis hefði byggingarnefndin valdið Fagtúni tjóni með saknæmum hætti er það bæri bótaábyrgð á. Hæstiréttur féllst á bótalið Fagtúns um að það ætti að fá bætt missis hagnaðar. Bótafjárhæðin tók mið af því að litið var á framlagða reikninga en þó lagt til grundvallar að þeir voru ekki unnir af óvilhöllum matsmönnum og fjárhæðin því dæmd að álitum.
Hrd. 1999:4631 nr. 211/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4700 nr. 276/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4769 nr. 195/1999 (Lífeyrissjóður sjómanna - Kjartan Ásmundsson)[HTML] [PDF]
Á sumum prófum hefur verið ranglega vísað til ártals dómsins sem 1994.

K var stýrimaður á skipi árið 1978 þegar hann varð fyrir slysi við sjómennsku. Hann fékk 100% örorkumat er kom að fyrri störfum. Varanleg almenn örorka var metin sem 25%.

Á þeim tíma sem slysið var voru viðmið örorku á þann veg að hún var metin með hliðsjón af því starfi sem viðkomandi gegndi á þeim tíma. Árið 1992 voru sett lög sem breyttu því mati þannig að eingöngu væri byggt á hæfi til almennra starfa og til að eiga rétt á greiðslum frá L yrði almenna örorkan að vera a.m.k. 35%. Við þessa breytingu missti K rétt sinn til greiðslu lífeyris úr sjóðum L.

Í málinu hélt K því fram að lífeyrisréttur sinn nyti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og þyrfti að byggja á skýrri lagaheimild. L vísaði til hallarekstur sjóðsins og því hefði L óskað eftir lagabreytingum sem varð síðan af.

Hæstiréttur taldi að málefnalegar forsendur hefðu legið að baki skerðingunum og að breytingin hefði verið almenn og tók til allra sem nutu eða gátu notið örorkulífeyris úr sjóðnum. Lagabreytingin kvað á um fimm ára aðlögunarfrest sem gilti jafnt um alla sjóðfélaga. Sýknaði því Hæstiréttur Lífeyrissjóðinn og íslenska ríkið af kröfum K.

K skaut síðan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (umsókn nr. 60669/00) sem dæmdi honum síðan í hag.
Hrd. 1999:4793 nr. 278/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4820 nr. 267/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4872 nr. 190/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4899 nr. 281/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4906 nr. 332/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4916 nr. 236/1999 (Erla María Sveinbjörnsdóttir)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4997 nr. 219/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:5028 nr. 326/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:38 nr. 502/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:132 nr. 311/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:383 nr. 277/1999 (Uppsögn lektors í spænsku við HÍ)[HTML] [PDF]
Samkvæmt reglum er giltu á þeim tíma þurfti staðfestingu ráðherra til að ráða starfsfólk. Óheimilt var að segja upp lektornum án staðfestingar ráðherra þar sem ráðherra kom að staðfestingu ráðningar hans.
Hrd. 2000:545 nr. 393/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:571 nr. 356/1999 (Matsreglur ríkisskattstjóra)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:617 nr. 327/1999 (Afturköllun flugumferðarstjóraskírteinis)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:653 nr. 18/2000 (Breiðabólsstaður I)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:752 nr. 368/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:897 nr. 310/1999 (Lækur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:974 nr. 426/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1002 nr. 360/1999 (Menntamálaráðuneytið)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1056 nr. 378/1999 (Landsbanki Íslands)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1072 nr. 377/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1174 nr. 358/1999 (Jöfnunargjald)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1183 nr. 359/1999 (Jöfnunargjald - Sama sakarefni)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1211 nr. 329/1999 (Jöfnunargjald)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1228 nr. 82/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1252 nr. 340/1999 (Óvirk lífeyrisréttindi - Lífeyrissjóður sjómanna)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1309 nr. 455/1999 (Íslenskir aðalverktakar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1322 nr. 407/1999 (Brúnir og Tjarnir - Jarðasala I)[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið seldi tilteknar jarðir til S án auglýsingar. Þ var ekki sáttur við það og sóttist eftir ógildingu sölunnar og útgáfu afsalsins til S. Hæstiréttur nefndi að ákvarðanir stjórnvalda um ráðstafanir á eignum ríkisins gilti meðal annars jafnræðisregla stjórnsýsluréttarins er myndi leiða til þess að auglýsa skyldi fyrirætlaðar sölur á eignum ríkisins til að veita öllum borgurum sama tækifæri til að gera kauptilboð. Hins vegar taldi rétturinn málsástæður í þessu máli ekki nægar ástæður til þess að ógilda gerningana.
Hrd. 2000:1344 nr. 95/2000 (Dýri BA 98)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1353 nr. 435/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1500 nr. 361/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1521 nr. 461/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1534 nr. 12/2000 (Vatneyrardómur)[HTML] [PDF]
Skipstjóri, ásamt öðrum aðila, voru ákærðir fyrir brot gegn ýmsum lögum fyrir að hafa haldið til botnvörpuveiða án nokkurra aflaheimilda til veiðanna. Báðir viðurkenndu að hafa enga aflaheimild en sögðu að lagaskyldan um aflaheimild bryti í bága við stjórnarskrárvarin réttindi þeirra.

Meirihluti Hæstaréttar féllst ekki á þá málsvörn og beitti samræmisskýringu á milli 65. og 75. gr. stjórnarskrárinnar. Talið var að löggjafinn hafi almenna heimild til að takmarka frelsi manna til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni, en yrði þá að gæta jafnræðis. Takmarkanir á leyfilegum heildarafla verði að vera nauðsynlegar og þær yrðu að vera reistar á efnislegum mælikvarða (málefnalegum sjónarmiðum) svo jafnræðis sé gætt. Þá nefndi Hæstiréttur að þó slíkt mat væri á valdi löggjafans væri það samt hlutverk dómstóla að leysa úr því hvort lögin sem reist væru á því mati samræmdust grundvallarreglum stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur taldi að umrædd takmörkun hefði verið reist á málefnalegum sjónarmiðum.

Í dómnum var vísað til desemberdómsins um stjórn fiskveiða og skýrt frá því að í þeim dómi hafði ekki verið tekin frekari afstaða til þess hvort viðurkenna átti rétt málsaðilans á úthlutun aflaheimilda. Með framangreindu hafnaði Hæstiréttur málsástæðum þeirra ákærðu um að umrætt mál hefði skorið úr um stjórnskipulegt gildi 7. gr. laga um stjórn fiskveiða.
Hrd. 2000:1597 nr. 128/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1621 nr. 15/2000 (Stjörnugrís I)[HTML] [PDF]
Of víðtækt framsal til ráðherra um hvort framkvæmdir þyrftu að fara í mat á umhverfisáhrifum.
Hrd. 2000:1811 nr. 152/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1825 nr. 30/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2008 nr. 501/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2099 nr. 80/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2131 nr. 486/1999 (Dómnefnd um lektorsstarf)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2174 nr. 69/2000 (Skilyrði fyrir kindakjöt og mjólk - Greiðslumark II)[HTML] [PDF]
Greiðslukerfi í landbúnaði var breytt og höfðaði sauðfjárbóndi einn mál þar sem verið væri að hygla kúabændum við þær breytingar.

Hæstiréttur féllst ekki á að í því fælist óheimil mismunun í skilningi jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þar sem löggjafanum hafi ekki verið skylt að láta sömu lagareglur gilda um allar greinar landbúnaðar. Þá hafi þeir breytingar sem áttu sér stað verið gerðar í lögmætum tilgangi, til þess fallnar að ná fram ákveðnum markmiðum í sauðfjárrækt og náðu til allra er stunduðu hana.
Hrd. 2000:2213 nr. 126/2000 (Oddi hf.)[HTML] [PDF]
Ekki talið að með áritun sinni á tryggingarbréf hefði veðsali einungis veitt samþykki sitt fyrir veðandlaginu sjálfu en ekki persónulegri ábyrgð.
Hrd. 2000:2224 nr. 16/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2301 nr. 70/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2315 nr. 73/2000 (Fiskistofa)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2346 nr. 231/2000 (Sveinspróf)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2562 nr. 253/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2733 nr. 57/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2922 nr. 124/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2946 nr. 91/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2971 nr. 79/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3042 nr. 372/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3118 nr. 92/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3135 nr. 175/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3168 nr. 173/2000 (Sýslumaðurinn á Húsavík)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3182 nr. 364/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3208 nr. 32/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3252 nr. 157/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3268 nr. 158/2000 (Sýslumaður)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3495 nr. 196/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3543 nr. 218/2000 (Ísfélagsdómur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3587 nr. 97/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3781 nr. 146/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3799 nr. 207/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3962 nr. 415/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3986 nr. 159/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3995 nr. 160/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4036 nr. 201/2000 (Kæra um kynferðisbrot)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4074 nr. 155/2000 (SR-Mjöl)[HTML] [PDF]
Gengið hafði verið frá kaupum SR-Mjöls á skipi og 50% kaupverðsins greitt, en svo voru samþykkt lög á Alþingi er gerðu skipið svo gott sem verðlaust. SR-Mjöl keypti veiðileyfi skips en ekki aflahlutdeildina. Veiðileyfið varð verðlaust. Krafist var ógildingar kaupsamningsins.

Látið þar við sitja að frekari efndir samkvæmt samningnum voru felldar niður, sýknað af endurgreiðslukröfu og aðilarnir látnir bera hallann af lagabreytingunum.
Hrd. 2000:4236 nr. 403/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4261 nr. 430/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4317 nr. 219/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4389 nr. 447/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4480 nr. 125/2000 (Öryrkjadómur I)[HTML] [PDF]
Niðurstöðu málsins fyrir Hæstarétti er oft skipt í tímabil: Fyrri tímabilið er krafa er átti við 1. janúar 1994 til 31. desember 1998 og hið seinna frá 1. janúar 1999. Ástæða skiptingarinnar er sú að forsendur úrlausnarinnar fyrir sitt hvort tímabilið voru mismunandi í mikilvægum aðalatriðum.

Þann 1. janúar 1994 tóku gildi ný heildarlög til almannatrygginga en við setningu þeirra var í gildi reglugerð, um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir, með stoð í eldri lögunum. Ný reglugerð, um tekjutryggingu, var síðan sett 5. september 1995 með stoð í nýju lögunum en þar var kveðið á um heimild til lækkunar á greiðslum byggðum á tekjum maka örorkulífeyrisþegans. Þann 1. janúar 1999 var reglugerðarákvæðinu færð lagastoð með gildistöku breytingarlaga nr. 149/1998.

Ágreiningurinn í máli er varðaði fyrra tímabilið sneri í meginatriðum um hvort íslenska ríkið hafi haft lagaheimild til að skerða tekjur örorkulífeyrisþegans með umræddum hætti á meðan því stóð. Er kom að seinna tímabilinu kom það ekki sérstaklega til álita enda hafði lögunum verið breytt til að koma slíkri á en þá reyndi sérstaklega á samræmi hennar við stjórnarskrá.

Niðurstaða Hæstaréttar var sú að skerðingarheimildin hafi verið óheimil vegna beggja tímabilanna. Allir dómararnir sem dæmdu í málinu voru sammála um fyrra tímabilið. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði þar sem þeir lýstu sig ósammála meirihlutanum um niðurstöðuna um seinna tímabilið en voru sammála að öðru leyti.

Forsendur niðurstöðu meirihlutans um seinna tímabilið voru í megindráttum þær að þar sem tekjur maka skiptu ekki máli við annars konar greiðslur frá ríkinu, eins og slysatrygginga og sjúkratrygginga, væri talið í gildi sé sú aðalregla að greiðslur úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka, og vísað þar til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þó megi taka tillit til hjúskaparstöðu fólks varðandi framfærslu ef málefnaleg rök styðja slíkt.

76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, spilar hér stórt hlutverk. Meirihlutinn taldi að þrátt fyrir að löggjafinn hafi talsvert svigrúm til mats við að ákveða inntak þeirrar aðstoðar sem ákvæðið kveður á um, þá komist dómstólar ekki hjá því að taka afstöðu til þess hvort það fyrirkomulag sé í samræmi við önnur ákvæði stjórnarskrárinnar eins og þau séu skýrð með hliðsjón af þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur undirgengist.

Þá leit meirihlutinn svo á að við breytingarnar sem urðu að núverandi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, en við þær breytingar var fellt út orðalag um undanþágu ríkisins frá því að veita slíka aðstoð í þeim tilvikum þegar viðkomandi nyti ekki þegar framfærslu annarra en í greinargerð var lýst því yfir að ekki væri um efnislega breytingu að ræða. Meirihluti Hæstaréttar taldi að þrátt fyrir staðhæfinguna í lögskýringargögnum hefði breytingin á ákvæðinu samt sem áður slík áhrif.

Eftirmálar dómsúrlausnarinnar fyrir Hæstarétti voru miklir og hefur Hæstiréttur í síðari dómaframkvæmd minnkað áhrif dómsins að einhverju leyti.
Hrd. 2001:78 nr. 462/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:84 nr. 172/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:114 nr. 302/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:178 nr. 202/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:208 nr. 249/2000 (Lífeyrissjóður bankamanna)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:229 nr. 250/2000 (Lífeyrissjóður bankamanna)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:311 nr. 271/2000 (Agaviðurlög)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:345 nr. 256/2000 (Bakverkur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:557 nr. 388/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:879 nr. 49/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:901 nr. 180/2000 (Læknamistök)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:978 nr. 320/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1007 nr. 365/2000 (Líkbörur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1023 nr. 269/2000 (2 klst. gæsla)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1090 nr. 58/2000 (Vatnsendi)[HTML] [PDF]
ÞH gerði kröfu á hendur L um niðurfellingu eignarnáms á spildu af landi Vatnsenda er fram hafði farið árið 1947. Kröfuna byggði hann á að því sem eignarnáminu var ætlað að ná fram á sínum tíma hefði ekki gengið eftir, og að L ætlaði að selja Kópavogsbæ landið undir íbúðabyggð í stað þess að skila því.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að eingöngu lítill hluti af hinu eignarnumda landsvæðis hafði verið notað til þess að reisa fjarskiptamannvirki og því stórt svæði sem ekki hafði verið notað í þeim tilgangi. Héraðsdómur taldi að afsalið sem gefið var út árið 1947 hafi verið algert og því ætti eignarnámsþolinn enga kröfu til þess að fá aftur landspildur sem væru ekki notaðar í samræmi við eignarnámsheimildina. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms en tók þó fram slík endurheimt á landi þyrfti ekki að fara fram nema fyrir lægi lagaheimild eða sérstakar aðstæður.
Hrd. 2001:1188 nr. 354/2000 (Tolleftirlit með bókasendingum)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur taldi að sú framkvæmd að opna allar fyrirvaralaust og án samþykkis viðtakenda póstsendinga til þess að finna reikninga í pökkum, væri óheimil. Tollyfirvöld sýndu ekki fram á að það hefði verið nauðsynlegt.
Hrd. 2001:1382 nr. 368/2000 (Lögreglumaður)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1398 nr. 390/2000 (Jarðasala II)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1497 nr. 373/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1606 nr. 413/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1707 nr. 460/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1744 nr. 124/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1756 nr. 146/2001 (Haffærnisskírteini)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1885 nr. 25/2001 (Sýslumannsflutningur - Tilflutningur í starfi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1977 nr. 4/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2008 nr. 2/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2028 nr. 113/2001 (Stjörnugrís II - Hæfi ráðherra)[HTML] [PDF]
Stjörnugrís hf. (S) leitaði til heilbrigðisnefndar um fyrirhugaða stækkun svínabús í samræmi við nýsett lög um umhverfismat. Við meðferð málsins aflaði heilbrigðisnefndin skriflegs álits umhverfisráðuneytisins um hvort henni væri heimilt að gefa út starfsleyfi samkvæmt eldri lögunum eða hvort það yrði að gefa út samkvæmt nýju lögunum þar sem krafist væri mats á umhverfisáhrifum. Ráðuneytið leit svo á að nýju lögin ættu að gilda. S kærði niðurstöðuna til umhverfisráðherra og krafðist ógildingar á ákvörðun heilbrigðisnefndarinnar og krafðist þess að bæði umhverfisráðherra og allt starfsfólk ráðuneytisins viki sæti í málinu.

Hæstiréttur taldi að umhverfisráðherra hefði verið vanhæfur til meðferðar málsins á æðra stjórnsýslustigi þar sem álitið sem heilbrigðisnefndin aflaði frá ráðuneytinu hafi verið skrifað í umboði ráðherra og þar af leiðandi falið í sér afstöðu ráðherra sjálfs, óháð því hvort ráðherrann sjálfur hafi kveðið upp úrskurðinn eða starfsmenn þeir sem undirrituðu bréfið.
Hrd. 2001:2048 nr. 348/2000 (Breiðabólsstaður II)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2189 nr. 66/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2245 nr. 67/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2281 nr. 173/2001 (Hverfell)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur taldi stefnendur málsins hefði skort lögvarða hagsmuni af því að leyst yrði úr fyrir dómi hvernig nafn fjalls yrði stafsett á landakorti.
Hrd. 2001:2302 nr. 54/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2352 nr. 7/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2458 nr. 209/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2505 nr. 17/2001 (Lánasýslan)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2547 nr. 40/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2873 nr. 325/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2917 nr. 114/2001 (Byggingarleyfi fellt úr gildi - Heiðargerði)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3025 nr. 3/2001 (Eystrasalt)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3069 nr. 102/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3134 nr. 57/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3215 nr. 118/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3344 nr. 142/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3434 nr. 277/2001 (Alþýðusamband Íslands)[HTML] [PDF]
Reynt var á hvort uppbygging Alþýðusambandsins væri slík að hún heimilaði málsókn þess vegna hagsmuna félagsmanna undirfélaga sinna.
Hrd. 2001:3534 nr. 410/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3537 nr. 411/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3566 nr. 90/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3577 nr. 145/2001 (Ríp)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3676 nr. 31/2001 (15 ára agaleysi)[HTML] [PDF]
Forsjármál höfðað af föður barns gagnvart móður þess, til breytingar á samningi um forsjá á þann hátt að forsjáin verði falin honum.

Faðir og móður barnsins höfðu skilið að borði og sæng árið 1991 en ekkert stendur í dómnum um lögskilnað.
Barnið bjó hjá föður sínum veturinn 1997-8 en sökum óánægju móðurinnar með þá tilhögun ákvað hún að barnið flytti á annað heimili í sveitinni og nefndi að barnið hefði sóst eftir því að koma aftur heim.
Matsmaður nefndi að móðirin hafi lengi átt við þunglyndi og alkóhólisma að stríða. Barnið var í góðum tengslum við báða foreldra þess en samdi ekki við vin móður sinnar sem flutt hafði þá inn á heimili móður sinnar.

Á meðan málið var rekið fyrir Hæstarétti hafði barnið nokkrum sinnum leitað til Rauðakrosshússins vegna áfengisneyslu og erfiðleika á heimili móðurinnar. Námsframvinda barnsins var algjörlega óviðunandi og skólasókn þess slök.

Í viðbótarálitsgerð fyrir Hæstarétti kom fram að hegðun barnsins hafi verið afleiðing aga- og uppeldisleysis um langan tíma. Í henni kemur einnig fram að áfengisneyslan á heimili móður þess olli umróti og slæmri lífsfestu.

Talið var að vilji barnsins skipti verulegu máli um úrslit málsins. En hins vegar sé ekki skýr vilji þess um að vilja vera hjá móður. Þá nefndi Hæstiréttur að hafi viljinn verið fyrir hendi hafi hann aðallega stjórnast af því að hún get náð sínu fram gagnvart móður sinni.

Áhyggjur lágu fyrir um að faðirinn væri nokkuð lengi að heiman þar sem hann var skipstjóri sem fór í langa róðra. Hann hafði þó breytt vinnu sinni og því sé hann ekki eins lengi að heiman í einu.

Sökum uppeldisskilyrðanna hjá móður barnsins og að faðirinn sé almennt talinn hæfur til að fara með þá forsjá, ásamt málavöxtum málsins í heild, þá hafi Hæstiréttur talið rétt að verða við kröfu föðursins um að forsjáin yrði hjá honum. Þó yrði að tryggja að gott samband verði milli barnsins og móðurinnar og umgengni yrði komið í fast horf.

Hrd. 2001:3756 nr. 131/2001 (Efnaverkfræðingur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3950 nr. 418/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3962 nr. 417/2001 (Gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML] [PDF]
Ágreiningur var hvort dóttir látins manns hefði lögvarða hagsmuni af kröfu um að tilteknar upplýsingar um föður sinn færu ekki í gagnagrunn Íslenskrar erfðagreiningar. Hæstiréttur taldi að með því að hægt væri að ráða heilsufarsupplýsingar um hana út frá gögnum um föður sinn, þá hefði hún lögvarða hagsmuni af þeirri úrlausn.
Hrd. 2001:4126 nr. 423/2001 (Mismunun vegna sjómannaafsláttar - frávísun)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4188 nr. 229/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4201 nr. 69/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4389 nr. 223/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4390 nr. 178/2001[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið var krafið um skaðabætur þar sem sakborningur í nauðgunarmáli var ekki í gæsluvarðhald né farbanni eftir rannsókn málsins og þar til tekin var ákvörðun um ákæru. Urðu afleiðingarnar þær að hann fór til Grænlands áður en ákæra og fyrirkall hafði verið birt honum. Tilraun ríkissaksóknara um að fá hann framseldan tókst ekki þannig að hann taldi sig ekki geta aðhafst frekar.

Hæstiréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms á þeim grundvelli að ákvörðun ríkissaksóknara um að krefjast ekki gæsluvarðhalds eða farbanns sæti ekki endurskoðun dómstóla.
Hrd. 2001:4559 nr. 204/2001 (Lífeyrissjóður sjómanna V)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4620 nr. 431/2001 (Hundahald II - Hundur í Bessastaðahreppi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4629 nr. 442/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:28 nr. 315/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:143 nr. 331/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:546 nr. 49/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:623 nr. 348/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:643 nr. 255/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:957 nr. 94/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1024 nr. 397/2001 (Minnisblaðsdómur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1087 nr. 88/2002 (Kísiliðjan, Mývatni)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið hægt að bæta úr annmarka á lögvörðum hagsmunum eftir á.
Hrd. 2002:1372 nr. 394/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1418 nr. 156/2002 (Yfirskattanefnd - Virðisaukaskattur - Málshöfðunarfrestur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1429 nr. 339/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1441 nr. 340/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1452 nr. 341/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1464 nr. 342/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1703 nr. 12/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1902 nr. 216/2002 (Hælisleitandi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1906 nr. 217/2002 (Umsókn um hæli)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1994 nr. 26/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2208 nr. 107/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2241 nr. 231/2002 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML] [PDF]
Aðilar sem nutu rýmkaðrar aðilar á stjórnsýslustigi gátu ekki notið hennar fyrir dómstólum þar sem löggjöf sem aðilarnir nýttu til að eiga aðild að stjórnsýslumálinu sjálfu var afmörkuð við stjórnsýslumálsmeðferð en náði ekki til meðferðar dómsmála vegna þeirra. Fyrir dómi varð því að meta lögvörðu hagsmunina á grundvelli almennra reglna, en stefnendur málsins í héraði voru ekki taldir njóta lögvarinna hagsmuna til að fá leyst úr þeim tilteknu dómkröfum sem þeir lögðu fram.
Hrd. 2002:2396 nr. 449/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2432 nr. 72/2002 (Krónusprengja)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2507 nr. 356/2002 (Bandaríki Norður-Ameríku)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2627 nr. 270/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2679 nr. 124/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2855 nr. 310/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2901 nr. 92/2002 (Tilfærslur í starfi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2989 nr. 32/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3035 nr. 68/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3066 nr. 121/2002 (Sýslumaður á Keflavíkurflugvelli)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3265 nr. 239/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3373 nr. 157/2002 (Sorpförgun fyrir Varnarliðið)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3459 nr. 142/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3492 nr. 479/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3525 nr. 147/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3534 nr. 194/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3555 nr. 240/2002 (Óþarfar málalengingar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3686 nr. 167/2002 (ASÍ-dómur - Lagasetning á sjómannaverkfall)[HTML] [PDF]
Í málinu var deilt um lagasetningu á verkföll og verkbönn ýmissa félaga innan Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, og eru þau félög innan ASÍ. ASÍ stefndi ríkinu og Samtökum atvinnulífsins til að fá úr skorið um lögmæti lagasetningarinnar. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans.

Megindeilurnar byggðust á því að með setningu laganna væri vegið að samningsfrelsi þeirra og verkfallsrétti sem nyti verndar 74. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. MSE. Þá snerust þær einnig um að lögin hefðu einnig náð yfir aðildarfélög sem höfðu ekki tekið þátt í umræddum aðgerðum. Að auki var vísað til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem eitt aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins hafði gert kjarasamning við Vélstjórafélag Íslands um mörg atriði nátengd deilumálunum sem gerðardómur skyldi líta til.

Litið var til þess að með sérstakri upptalningu á stéttarfélögum í 74. gr. yrðu gerðar ríkari kröfur til takmarkana á réttindum þeirra. Hins vegar var ákvæðið ekki túlkað með þeim hætti að löggjafanum væri óheimilt að setja lög sem stöðvuðu vinnustöðvanir tímabundið. Við setningu laganna hafði verkfallið þá staðið í sex vikur og taldi löggjafinn að ef ekkert væri gert hefði það neikvæð áhrif á almannahagsmuni. Ekki voru talin efni til þess að hnekkja því mati löggjafans.

Lagasetningin kvað á um að gerðardómur myndi ákvarða kjör allra aðildarfélaganna og jafnframt þeirra sem ekki höfðu tekið þátt í umræddum aðgerðum. Í greinargerð viðurkenndi íslenska ríkið að það hefði ekki verið ætlun laganna að þau næðu jafnframt yfir félög sem hvorki væru í verkfalli né verkbanni við gildistöku laganna. Gerðardómur taldi sig samt knúinn til þess að ákvarða einnig kjör þeirra sökum lagafyrirmælanna og takmarkaðs valdsviðs. Dómur héraðsdóms, með vísan til 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar, taldi að almannaheill hafi ekki krafist svo víðtæks gildissviðs og var því dæmt að umrætt bann laganna næði ekki yfir þau né ákvörðun gerðardómsins.

Dómsorð:
Fallist er á kröfu stefnanda að því leyti, að viðurkennt er að Verkalýðsfélagi Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélaginu Stjörnunni í Grundarfirði og Verkalýðsfélagi Stykkishólms sé, þrátt fyrir ákvæði l. gr., 2. gr., og 3. gr. laga nr. 34/2001, heimilt að efna til verkfalls og að ákvörðun gerðardóms samkvæmt sömu lögum ráði ekki kjörum fiskimanna í þessum félögum.
Stefndu, íslenska ríkið og Samtök atvinnulífsins, skulu að öðru leyti vera sýknir af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands, í máli þessu.
Málskostnaður fellur niður.
Hrd. 2002:3721 nr. 496/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3767 nr. 482/2002 (Viðbygging við flugskýli - Flugskýli I)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3835 nr. 243/2002 (Fylgjulos)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3910 nr. 501/2002 (Hallsvegur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:4071 nr. 299/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:4166 nr. 328/2002 (Bandaríska sendiráðið)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:4363 nr. 277/2002 (Tækja-Tækni)[HTML] [PDF]
Kostnaður vegna gagnaöflunar gagnvart stjórnvöldum var ekki viðurkenndur sem tjón þar sem ekki lá fyrir að það þurfti að úthýsa þeirri vinnu til utanaðkomandi aðila.
Hrd. 2003:38 nr. 565/2002 (Örorkunefnd)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:115 nr. 343/2002 (Starfslokasamningur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:231 nr. 309/2002 (Skammel)[HTML] [PDF]
Bótaábyrgð lögð á Landspítalann og ríkið þegar skurðhjúkrunarfræðingur féll um skammel sem einhver starfsfélagi tjónþolans skildi eftir.
Hrd. 2003:271 nr. 16/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:435 nr. 393/2002 (Alþingismaður)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:673 nr. 568/2002 (Kárahnjúkamál II)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:718 nr. 421/2002 (Knattspyrnumót)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:784 nr. 542/2002 (Einkadans)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1024 nr. 72/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1085 nr. 438/2002 (Lyfjaeftirlitsgjald II)[HTML] [PDF]

Hrd. 327/2001 [engin bls.] dags. 20. mars 2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1334 nr. 93/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1500 nr. 338/2002 (Tollvörður - Bótaskylda vegna rangrar frávikningar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1888 nr. 150/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1918 nr. 413/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2045 nr. 477/2002 (Bókadómur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2170 nr. 510/2002 (Framhaldsskólakennari - Bakari)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2313 nr. 168/2003 (Kaupréttur að jörð - Stóri-Klofi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2329 nr. 499/2002 (Hlutabréfakaup)[HTML] [PDF]
J keypti hlutabréf árið 1996 og nýtti sér frádráttarheimild þágildandi laga til að draga frá allt að 80% fjárfestingarinnar frá tekjum sínum og var heimilt að flytja frádrátt til annarra skattára og nýta á næstu fimm árum. Í ársbyrjun 1997 tóku í gildi ný lög þar sem frádráttarheimildin var lækkuð í áföngum á næstu þremur árum en farið yrði með eldri ónýttan frádrátt með sama hætti og ef til hans hefði verið stofnað eftir gildistöku laganna.

Í málinu byggði J á því að með því að lækka frádráttarheimild hans með þessum hætti ætti sér stað afturvirk skerðing á rétti sem hann hefði löglega til unnið og féllst meirihluti Hæstaréttar á það.
Hrd. 2003:2346 nr. 560/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2477 nr. 68/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2752 nr. 225/2003 (Íslenski reiðskólinn)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2791 nr. 268/2003[HTML] [PDF]
Í máli þessu var tekin til úrlausnar krafa ákæruvaldsins um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir hermanni.

Hermaður bandaríkjahers er vann við herstöðina á Keflavíkurflugvelli var sakaður um tilraun til manndráps í Reykjavík. Hann var handtekinn af lögreglu og svo úrskurðaður í gæsluvarðhald. Varnarliðið óskaði þess við utanríkisráðuneytið að því yrði fengin lögsaga yfir meðferð málsins yfir hermanninum sem ráðuneytið vildi fallast á, sem sendi svo beiðni um flutning þess frá ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari synjaði hins vegar beiðninni og taldi embætti sitt hafa lögsöguna. Hæstiréttur staðfesti þann skilning.
Hrd. 2003:2809 nr. 278/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2890 nr. 286/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2946 nr. 320/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2970 nr. 520/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3058 nr. 34/2003 (Trygging ferðaskrifstofu)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3163 nr. 41/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3239 nr. 23/2003 (Sýking í hælbeini)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3292 nr. 135/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3323 nr. 144/2003 (Skattskyld hlunnindi)[HTML] [PDF]
Eftir hlutafélagavæðingu ríkisbanka var ákveðið að hækka hlutafé annars þeirra með því að bjóða starfsmönnum sínum að kaupa hlutabréf í honum á lægra gengi en almenningi bauðst stuttu síðar þegar bréfin voru seld opinberlega. Skattayfirvöld túlkuðu verðmuninn sem skattskyld hlunnindi og færðu hann til tekna starfsmannsins. Starfsmaðurinn krafðist ógildingar úrskurðar yfirskattanefndar sem staðfesti ákvörðun skattayfirvalda.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm með vísan til röksemda hans. Héraðsdómur taldi að túlka ætti ákvæði laga um tekju- og eignaskatt um hvað teljist til skattskyldra tekna með rúmum hætti og sýknaði því íslenska ríkið af kröfum starfsmannsins.
Hrd. 2003:3411 nr. 549/2002 (Öryrkjadómur II)[HTML] [PDF]
Eftir uppkvaðningu fyrri öryrkjadómsins, hrd. Öryrkjadómur I (2000:4480), samþykkti Alþingi lög er kváðu á um skerðingar kröfuréttinda er Hæstiréttur staðfesti í þeim dómi á þann veg að kröfur vegna tiltekins tímabils teldust fyrndar og kröfur vegna annars tiltekins tímabils voru lækkaðar.

Öryrki er varð fyrir skerðingu vegna laganna höfðaði dómsmál á þeim grundvelli þess að viðkomandi ætti að fá fullar bætur. Hæstiréttur tók undir og áréttaði að kröfuréttur hefði stofnast með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar sem mætti ekki skerða með afturvirkum og íþyngjandi hætti.
Hrd. 2003:3618 nr. 128/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3633 nr. 388/2003 (British Tobacco)[HTML] [PDF]
Sett voru lög sem höfðu meðal annars þau áhrif að ekki hefði mátt hafa tóbak sýnilegt gagnvart almenningi. Tóbaksframleiðandi fór í mál gegn íslenska ríkinu þar sem það taldi lögin andstæð hagsmunum sínum vegna minni sölu. Héraðsdómur taldi framleiðandann skorta lögvarða hagsmuni þar sem ÁTVR væri seljandi tóbaks en ekki framleiðandinn. Hæstiréttur var ekki sammála því mati héraðsdóms og taldi tóbaksframleiðandann hafa lögvarða hagsmuni um úrlausn dómkröfunnar.
Hrd. 2003:3953 nr. 169/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3977 nr. 422/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3986 nr. 426/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3996 nr. 238/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4153 nr. 151/2003 (Gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML] [PDF]
Á grundvelli skyldna í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar var ekki talið fullnægjandi framkvæmd yfirlýsts markmiðs laga er heimiluðu söfnun ópersónugreinanlegra upplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði, að kveða á um ýmiss konar eftirlit með gerð og starfrækslu gagnagrunns opinberra stofnana og nefnda án þess að þær hafi ákveðin og lögmælt viðmið að styðjast í störfum sínum. Þá nægði heldur ekki að fela ráðherra að kveða á um skilmála í rekstrarleyfi né fela öðrum handhöfum opinbers valds að setja eða samþykkja verklagsreglur þess efnis.
Hrd. 2003:4220 nr. 189/2003 (Fífusel)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4306 nr. 439/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4366 nr. 145/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4476 nr. 177/2003 (Greiðslumark III)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4547 nr. 447/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4573 nr. 468/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4597 nr. 247/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4612 nr. 207/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:171 nr. 280/2003 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:397 nr. 481/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:432 nr. 237/2003[HTML] [PDF]
F krafðist bóta vegna ólögmætrar handtöku en sú handtaka hafði verið reist á almennum grunsemdum um fíkniefnamisferli, studdum sögusögnum og vitneskju um brotaferil hans, en hún var ekki heldur reist á rannsókn á neinu tilteknu broti. Hæstiréttur féllst á að handtakan hefði verið ólögmæt og féllst á bótakröfu F gegn íslenska ríkinu.
Hrd. 2004:446 nr. 239/2003 (Kennari í námsleyfi - Greiðslur úr námsleyfasjóði)[HTML] [PDF]
Stjórn námsleyfasjóðs var óheimilt að beita nýjum reglum um úthlutun námsleyfa afturvirkt á ákvarðanir sem þegar höfðu verið teknar.
Hrd. 2004:540 nr. 234/2003 (Starfsmaður á Sólheimum)[HTML] [PDF]
Vistmaður á sambýli réðst á starfsmann en starfsmaðurinn vildi sækja bætur vegna árásarinnar. Gerð var lagaleg krafa um framlagningu kæru en starfsmaðurinn vildi það ekki. Honum var því synjað af bætur af hálfu bótanefndar og sótt hann því dómsmál til að fá ákvörðuninni hnekkt. Eftir höfðun málsins var fjarlægð áðurnefnd lagaleg krafa um kæru og í framhaldinu var dómkrafa starfsmannsins um ógildingu ákvörðunarinnar samþykkt.
Hrd. 2004:584 nr. 490/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:615 nr. 337/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:624 nr. 338/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:757 nr. 324/2003 (Sprengjuviðvörun)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:791 nr. 301/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:850 nr. 334/2003 (Fiskiskip - Stimpilgjald við sölu fiskiskips)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:879 nr. 347/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1178 nr. 365/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1239 nr. 344/2002 (Sara Lind Eggertsdóttir - Slagæðaleggur)[HTML] [PDF]
Þessi dómsúrlausn Hæstaréttar var til umfjöllunar í Dómur MDE Sara Lind Eggertsdóttir gegn Íslandi dags. 5. júlí 2007 (31930/04).
Hrd. 2004:1353 nr. 349/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1361 nr. 350/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1369 nr. 351/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1376 nr. 352/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1384 nr. 353/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1431 nr. 371/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1487 nr. 108/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1647 nr. 409/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1905 nr. 366/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1955 nr. 146/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1958 nr. 119/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2104 nr. 428/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2134 nr. 4/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2205 nr. 466/2003 (Tryggingarvíxill)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2336 nr. 15/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2423 nr. 386/2003 (Aðflutningsgjöld)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2509 nr. 171/2004 (Skipulag Strandahverfis - Sjáland - Skrúðás)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2720 nr. 195/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2760 nr. 52/2004 (Brottvísun útlendings - Hættulegur hagsmunum almennings)[HTML] [PDF]
K kom til Íslands frá Litháen og var með dvalarleyfi. Dvalarleyfið var síðan afturkallað þar sem útlendingaeftirlitið hefði komist á snoðir um ákæru fyrir glæp í heimalandi sínu en síðan dæmdur sekur en verið ósakhæfur, og að útlendingaeftirlitið efaðist um réttmæti útskriftar hans. Hann var síðan útskrifaður sem heilbrigður og fer síðar til Íslands. Greint var á um það hvort heimilt hefði verið að afturkalla það, meðal annars á þeim forsendum að málið hefði ekki verið rannsakað nægilega.

Hæstiréttur felldi úr gildi afturköllunina á dvalarleyfi K og þar af leiðandi grundvöll brottvísunarinnar. Í síðara máli Hrd. 56/2008 dags. 16. október 2008 (Bætur vegna hrd. 52/2004) fékk K miskabætur vegna brottvísunarinnar.
Hrd. 2004:2806 nr. 76/2004 (Landspítali)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2847 nr. 67/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2861 nr. 75/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2964 nr. 266/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3097 nr. 276/2004 (Markaðssetning á lyfjum)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3649 nr. 104/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3660 nr. 105/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3670 nr. 106/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3691 nr. 174/2004 (Atlantsskip)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3796 nr. 48/2004 (Biskupstungur - Framaafréttur - Úthlíð)[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið stefndi í héraði nánar tilgreindum aðilum til ógildingar á tilteknum hluta úrskurðar óbyggðanefndar er fjallaði um tiltekin mörk milli eignarlands og þjóðlenda. Gagnsakarmál voru höfðuð af tveim stefndu í málinu.

Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.

Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.

Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.

Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.

Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.

Hæstiréttur taldi að þinglýsing landamerkjabréfa væri ekki óyggjandi sönnun á mörkum lands heldur þyrfti að meta hvert bréf sérstaklega. Þar leit hann meðal annars á það hvort eigendur aðliggjandi jarða hafi samþykkt mörkin og hvort ágreiningur hefði verið borinn upp. Þá voru aðrar heimildir og gögn jafnan metin samhliða. Með hliðsjón af þessu mati var ekki fallist á kröfu íslenska ríkisins um ógildingu úrskurðar óbyggðanefndar.

Hrd. 2004:3895 nr. 47/2004 (Biskupstungnaafréttur „norðan vatna“)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3973 nr. 80/2004 (Þveráraurar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4014 nr. 251/2004 (EES-reglugerð - Hvíldartími ökumanna)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4044 nr. 409/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4063 nr. 417/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4147 nr. 189/2004 (Spölur ehf. - Afhending veglykils)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4285 nr. 422/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4339 nr. 220/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4355 nr. 221/2004 (Loðnuvinnslan)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4394 nr. 151/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4545 nr. 178/2004 (Brjóstaminnkun)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4618 nr. 134/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4666 nr. 452/2004 (Leikskálar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4697 nr. 468/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4709 nr. 154/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4724 nr. 234/2004 (Hreindýrakjöt)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:5078 nr. 294/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:30 nr. 504/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:170 nr. 257/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:315 nr. 306/2004 (Síldarvinnslan hf.)[HTML] [PDF]
Síldarvinnslunni var gert að greiða stimpilgjald þegar fyrirtækið óskaði eftir að umskrá þinglýstar fasteignir annars fyrirtækis eftir að samruna fyrirtækjanna beggja. Fór þá hið álagða stimpilgjald eftir eignarhlut í hinu sameinaða félagi. Í lögunum sem sýslumaður vísaði til voru ákvæðin bundin við tilvik þar sem eigendaskipti eiga sér stað, en ekki væri um slíkt að ræða í tilviki samruna.

Hæstiréttur túlkaði lögin um stimpilgjald með þeim hætti að stimpilskylda laganna ætti ekki við um eigendaskipti vegna samruna fyrirtækja, og því uppfyllti gjaldtakan ekki skilyrði stjórnarskrár um að heimildir stjórnvalda til innheimtu gjalda af þegnum yrðu að vera fortakslausar og ótvíræðar.
Hrd. 2005:325 nr. 350/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:409 nr. 329/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:417 nr. 330/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:436 nr. 305/2004 (Axlarbrot)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:530 nr. 354/2004 (Bótanefnd samkvæmt lögum nr. 69/1995)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:537 nr. 222/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:613 nr. 370/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:948 nr. 68/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:960 nr. 380/2004 (GlaxoSmithKline - Lyf - Lamictal)[HTML] [PDF]
Aukaverkun á lyfi, sem ekki var listuð, varð til þess að neytandi varð 75% öryrki.
Hrd. 2005:1175 nr. 88/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1208 nr. 311/2004 (Háttsemi sakbornings)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1237 nr. 349/2004 (Þjórsártún)[HTML] [PDF]
Vegagerðin sóttist eftir eignarnámi á spildu úr landi Þjórsártúns vegna lagningu vegar yfir Þjórsá. Eignarnámið sjálft studdi við ákvæði þágildandi vegalaga er kvað á um skyldu landareigenda til að láta af hendi land vegna vegalagningar. Síðar sendi hún inn beiðni um að matsnefnd eignarnámsbóta mæti hæfilega eignarnámsbætur og beiðni um snemmbær umráð hins eignarnumda sem nefndin heimilaði. Hún mat síðan eignarnámið með þremur matsliðum.

Þegar K leitaði eftir greiðslum eignarnámsbótanna kvað Vegagerðin að hún ætlaði eingöngu að hlíta úrskurðinum hvað varðaði einn matsliðinn og tilkynnti að hún ætlaði að fara fram á dómkvaðningu matsmanna. K andmælti þar sem hún taldi Vegagerðina bundna af úrskurði matsnefndarinnar og að matsgerð þeirrar nefndar sé réttari en matsgerð dómkvaddra matsmanna. Vegagerðin hélt því fram að lögin kvæðu á um heimild dómstóla um úrlausn ágreinings um fjárhæðir og því heimilt að kveða dómkvadda matsmenn.

Hinir dómkvöddu matsmenn komust að annari niðurstöðu en matsnefnd eignarnámsbóta og lækkuðu stórlega virði spildunnar. Héraðsdómur féllst á kröfu K um að farið yrði eftir úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta þar sem mati matsnefndarinnar hefði ekki verið hnekkt.

Hæstiréttur tók undir með héraðsdómi að heimilt hefði verið að leggja ágreininginn undir dómstóla en hins vegar væru úrskurðir matsnefndarinnar ekki sjálfkrafa réttari en matsgerðir dómkvaddra matsmanna heldur yrði að meta það í hverju tilviki. Í þessu tilviki hefði úrskurður matsnefndarinnar verið lítið rökstuddur á meðan matsgerð hinna dómkvöddu manna væri ítarlegri, og því ætti að byggja á hinu síðarnefnda. Þá gekk hann lengra og dæmdi K lægri fjárhæð en matsgerð dómkvöddu mannana hljóðaði upp á þar sem hvorki matsnefndin né dómkvöddu mennirnir hafi rökstutt almenna verðrýrnun sem á að hafa orðið á landinu meðfram veginum með fullnægjandi hætti, né hafi K sýnt fram á hana með öðrum hætti í málinu.
Hrd. 2005:1306 nr. 348/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1446 nr. 136/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1534 nr. 474/2004 (Frístundabyggð - Sumarhús - Bláskógabyggð)[HTML] [PDF]
Krafist var viðurkenningar á því að hjón ásamt börnum þeirra ættu lögheimili að tilteknu húsi á svæði sem sveitarfélagið hafði skipulagt sem frístundabyggð. Hagstofan hafði synjað þeim um þá skráningu.

Hæstiréttur taldi að sóknaraðilar ættu rétt á að ráða búsetu sinni sbr. 4. mgr. 66. gr. stjórnarskrárinnar og lægju ekki fyrir haldbærar lagaheimildir til að takmarka rétt sóknaraðilanna til að skrá lögheimili þeirra á húsið í frístundabyggðinni. Þar sem sóknaraðilarnir höfðu fasta búsetu í húsinu í samræmi við 2. mgr. 1. gr. laga um lögheimili og 1. mgr. ákvæðisins yrði skýrt á þann veg að lögheimili væri sá staður sem maður hefði fasta búsetu, var krafa sóknaraðila tekin til greina.

Niðurstaðan er talin óvenjuleg að því leyti að í stað þess að eingöngu ómerkja synjunina sjálfa var jafnframt tekin ný ákvörðun í hennar stað.
Hrd. 2005:1578 nr. 441/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1861 nr. 496/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1961 nr. 146/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1973 nr. 170/2005 (Læknafélag Íslands)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1980 nr. 192/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2040 nr. 494/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2130 nr. 365/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2209 nr. 186/2005 (Sauðlauksdalsflugvöllur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2245 nr. 501/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2397 nr. 212/2005 (Vörubretti)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2419 nr. 225/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2503 nr. 20/2005 (Starfsleyfi álvers í Reyðarfirði)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2567 nr. 217/2005 (Hólar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2579 nr. 232/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2596 nr. 97/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2974 nr. 352/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2981 nr. 309/2005 (Hótel Valhöll)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3015 nr. 367/2005 (Skaftafell I og III í Öræfum - Óbyggðanefnd)[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið var stefnandi þjóðlendumáls og var dómkröfum þess beint að nokkrum jarðeigendum auk þess að það stefndi sjálfu sér sem eigenda sumra jarðanna sem undir voru í málinu. Hæstiréttur mat það svo að sami aðili gæti ekki stefnt sjálfum sér og vísaði frá þeim kröfum sem íslenska ríkið beindi gegn sér sjálfu.
Hrd. 2005:3214 nr. 248/2005 (Innheimta sakarkostnaðar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3370 nr. 112/2005 (Tollstjóri)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3413 nr. 59/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3431 nr. 33/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3465 nr. 49/2005 (Brot á kynfrelsi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3592 nr. 78/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3714 nr. 429/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3816 nr. 116/2005 (Rykbindisalt)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3830 nr. 108/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3920 nr. 149/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4074 nr. 439/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4090 nr. 444/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4131 nr. 213/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4191 nr. 184/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4199 nr. 185/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4256 nr. 164/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4285 nr. 172/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4377 nr. 194/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4407 nr. 463/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4418 nr. 251/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4438 nr. 204/2005 (Fegurðarsamkeppni)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4506 nr. 182/2005 (Héðinsfjarðargöng I)[HTML] [PDF]
Vegagerðin bauð út verk á Evrópska efnahagssvæðinu um gerð Héðinsfjarðarganga. Lægsta boðið var sameiginlegt tilboð íslensks aðila og dansks aðila sem var 3,2% yfir kostnaðaráætlun. Fyrir tilkynningu úrslita útboðsins samþykkti ríkisstjórn Íslands að fresta verkinu um þrjú ár og nýtt útboð færi fram miðað við það. Í kjölfarið tilkynnti Vegagerðin öllum bjóðendum að öllum tilboðum hefði verið hafnað á grundvelli þensluástands í þjóðfélaginu og að stofnunin fengi ekki nægt fjármagn fyrir þessar framkvæmdir.

Aðilarnir er áttu lægsta boðið kærðu ákvörðunina til kærunefndar útboðsmála og taldi nefndin að ákvörðunin hefði verið ólögmæt og að hún væri skaðabótaskyld, þó án afstöðu til efndabóta. Þeir höfðuðu svo viðurkenningarmál fyrir dómstólum um skaðabætur. Hæstiréttur taldi að þó lagaheimild væri sannarlega til staðar um að hafna öllum tilboðum væri þó ekki hægt að beita þeirri heimild án þess að fyrir lægju bæði málefnalegar og rökstuddar ástæður. Hann taldi engar málefnalegar ástæður liggja fyrir þeirri ákvörðun. Nefndi hann þar að auki að á Vegagerðinni hefði legið sönnunarbyrðin um að ekki hefði verið samið við lægstbjóðendur en hún axlaði ekki þá sönnunarbyrði. Þar sem lægstbjóðendur hefðu boðið sem næmi hærri fjárhæð en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á var talið að þeir hefðu sýnt fram á að þeir hefðu orðið fyrir tjóni. Var því viðurkennd bótaskylda íslenska ríkisins gagnvart lægstbjóðendum.
Hrd. 2005:4621 nr. 200/2005 (Smíðakennari)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4707 nr. 353/2005 (Myndlistarsýning)[HTML] [PDF]
Listaverk sem ríkið fékk að láni voru til sýnis á Þingvöllum. Ríkið ákvað svo einhliða að hafa þau áfram án þess að afla heimildar. Svo eyðilögðust þau á því tímabili af óhappatilviljun. Íslenska ríkið var talið bera hlutlæga ábyrgð á því tjóni sökum casus mixtus cum culpa.
Hrd. 2005:4722 nr. 354/2005 (Listaverk - Myndlistarsýning)[HTML] [PDF]
Listaverk sem ríkið fékk að láni voru til sýnis á Þingvöllum. Ríkið ákvað svo einhliða að hafa þau áfram án þess að afla heimildar. Svo eyðilögðust þau á því tímabili af óhappatilviljun. Íslenska ríkið var talið bera hlutlæga ábyrgð á því tjóni sökum casus mixtus cum culpa.
Hrd. 2005:4745 nr. 199/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4897 nr. 499/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4924 nr. 239/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4940 nr. 175/2005 (Framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu)[HTML] [PDF]
V höfðaði skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu vegna málsmeðferðar félagsmálaráðherra við starfslok hennar úr starfi framkvæmdastýru Jafnréttisstofu. V hafði lagt til að hún viki tímabundið úr starfi á meðan mál um ráðningu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar væri til meðferðar hjá dómstólum. Félagsmálaráðherra hafði látið hjá líða að fallast á þetta boð V.

Hæstiréttur taldi að ráðherra hefði átt að fallast á þetta boð þar sem í því hefði falist vægari valkostur en að víkja henni varanlega úr embættinu.
Hrd. 2005:5200 nr. 514/2005 (Skógræktarfélagið Hnúki gegn íslenska ríkinu)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:5217 nr. 315/2005 (Iðnaðarmálagjald)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4 nr. 3/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:57 nr. 228/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:192 nr. 388/2005 (Vatnsréttindi Króks)[HTML] [PDF]
Jörð var seld án þess að getið hefði verið um aðskilnað vatnsréttinda frá henni en það hafði átt sér stað árið 1918 (um 74 árum áður). Talið var að kaupandinn hefði verið grandlaus, þó þekkt höfðu verið mörg tilvik í því nágrenni að algengt hefði verið að skilja slík réttindi frá.
Hrd. 2006:231 nr. 11/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:234 nr. 12/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:308 nr. 317/2005 (Sýking í baki)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:387 nr. 316/2005 (Fæðingardeild Landspítalans)[HTML] [PDF]
Líkamstjón varð á barni við fæðingu þess. Fæðingarlæknirinn var sýknaður af bótakröfu þar sem hann hafði unnið í samræmi við hefðbundið verklag.
Hrd. 2006:465 nr. 337/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:519 nr. 321/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:607 nr. 328/2005 (Vorsabær)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:745 nr. 376/2005 (Heimilisfræðikennari)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:773 nr. 383/2005 (Kynferðisbrot IV)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:866 nr. 371/2005 (Síldeyjardómur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1006 nr. 372/2005 (Námur í Skipalóni)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1020 nr. 411/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1149 nr. 384/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1278 nr. 443/2005 (Þverfell)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1296 nr. 406/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1351 nr. 132/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1575 nr. 490/2005 (Kæra lögreglumanna)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1589 nr. 403/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1689 nr. 220/2005 (Tóbaksdómur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1776 nr. 462/2005 (Bann við að sýna tóbak)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1899 nr. 168/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1916 nr. 432/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2074 nr. 486/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2121 nr. 233/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2203 nr. 345/2005 (Fell)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2252 nr. 454/2005 (Ærfjall, fyrir landi Kvískerja í Öræfum - Þjóðlendumál)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2279 nr. 496/2005 (Fjall og Breiðármörk í Öræfum - Skeiðársandur (Skaftafell II))[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið lýsti yfir kröfu á hluta tiltekinna jarða. Dómurinn er sérstakur fyrir það að ekki væri um að ræða afréttir, heldur jarðir. Á þessu tímabili hafði verið hlýindaskeið og jöklar því hopað. Landamerkjabréfin voru gerð þegar jöklarnir höfðu skriðið fram megnið af landinu. Í mörg hundruð ár höfðu ekki verið nein raunveruleg afnot af því landi sem jöklarnir höfðu skriðið yfir. Síðar hopuðu jöklarnir eitthvað.
Hrd. 2006:2469 nr. 511/2005 (Fjarskiptamastur - Gullver)[HTML] [PDF]
Ætlunin var að segja upp fjarskiptamastur á tiltekinn stað. Talið var að eignarnámsþolinn bæri sönnunarbyrðina um að rannsókn í undirbúningi ákvörðunar um eignarnám hefði verið ófullnægjandi.
Hrd. 2006:2556 nr. 520/2005 (Aðfangaeftirlitið)[HTML] [PDF]
Rukkað var þjónustugjald fyrir svokallað aðfangaeftirlit. Reynt á hvort það mátti leggja gjaldið og hvort rækja mætti eftirlitið. Brotið var bæði á formreglu og heimildarreglu lögmætisreglunnar.
Hrd. 2006:2650 nr. 210/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2693 nr. 280/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2745 nr. 549/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2851 nr. 248/2006 (Skattrannsókn)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2948 nr. 547/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3375 nr. 379/2006 (Rekstur frísvæðis)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3440 nr. 407/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3447 nr. 434/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3569 nr. 112/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3649 nr. 72/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3745 nr. 553/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3774 nr. 497/2005 (Hoffells-Lambatungur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3810 nr. 498/2005 (Stafafell - Lón í Hornafirði)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3896 nr. 67/2006 (Þingvellir - Skjaldbreiður)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3963 nr. 133/2006 (Hrunaheiðar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4052 nr. 111/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4087 nr. 93/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4542 nr. 563/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4611 nr. 186/2006 (Traktorsgrafa)[HTML] [PDF]
Ekki voru hagsmunir til þess að haldleggja traktorsgröfu lengur.
Hrd. 2006:5244 nr. 145/2006 (Bjartur í Vík ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5370 nr. 286/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5403 nr. 160/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5467 nr. 603/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5547 nr. 310/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 639/2006 dags. 10. janúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 650/2006 dags. 16. janúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 50/2007 dags. 31. janúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 2/2007 dags. 31. janúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 395/2006 dags. 1. febrúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 304/2006 dags. 8. febrúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 120/2006 dags. 15. febrúar 2007 (Karl K. Karlsson - ÁTVR)[HTML] [PDF]

Hrd. 327/2006 dags. 15. febrúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 315/2006 dags. 8. mars 2007 (Glútaraldehýð)[HTML] [PDF]

Hrd. 345/2006 dags. 8. mars 2007 (Kaupþing banki hf. - Skattaupplýsingar)[HTML] [PDF]
Ríkisskattstjóri óskaði eftir ítarlegum upplýsingum um stóran hóp aðila hjá Kaupþing banka en var synjað. Hæstiréttur taldi að afhending upplýsinganna ætti að fara fram og vísaði til þess að tilgangurinn með lagaheimildinni hefði verið málefnalegur og beiting ríkisskattstjóra hafi verið í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýslulaganna.
Hrd. 325/2006 dags. 8. mars 2007 (Landsbanki Íslands hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 455/2006 dags. 15. mars 2007 (Skattfrelsi Orkuveitu Reykjavíkur)[HTML] [PDF]

Hrd. 373/2006 dags. 15. mars 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 92/2007 dags. 16. mars 2007 (Olíusamráðsdómur - Forstjórar olíufélaga)[HTML] [PDF]
Forstjórar olíufélaga voru ákærðir. Álitið var að skilin á milli rannsóknar samkeppnisyfirvalda og sakamálarannsóknar lögreglu. Ákærunni var vísað frá dómi þar sem fyrrnefnda rannsóknin var framkvæmd á þeim grundvelli að ákærðu voru neyddir að lögum til að fella á sig sök, sem notað var svo gegn þeim í síðarnefndu rannsókninni. Hæstiréttur taldi þetta leiða til þess að rannsóknin var ónýt að öllu leyti.
Hrd. 289/2006 dags. 22. mars 2007 (Landskiptagerð - Grjóteyri)[HTML] [PDF]

Hrd. 516/2006 dags. 29. mars 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 551/2006 dags. 26. apríl 2007 (Þrándarstaðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 326/2006 dags. 3. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 588/2006 dags. 10. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 536/2006 dags. 16. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 448/2006 dags. 16. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 571/2006 dags. 16. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2007 dags. 16. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 590/2006 dags. 24. maí 2007 (Öryrkjabandalag Íslands - Loforð ráðherra um hækkun örorkulífeyris)[HTML] [PDF]

Hrd. 642/2006 dags. 24. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 275/2007 dags. 30. maí 2007[HTML] [PDF]
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdómara um að hann víki ekki sæti, en í héraði var sú krafa reist á því að fyrri dómar héraðsdómarans í sambærilegum málum hefðu mótað skoðanir dómarans með þeim hætti að óhlutdrægnin hefði með réttu verið dregin í efa.
Hrd. 635/2006 dags. 31. maí 2007 (Fannborg)[HTML] [PDF]

Hrd. 4/2007 dags. 31. maí 2007 (Höskuldsstaðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 23/2007 dags. 14. júní 2007 (Þórsmörk)[HTML] [PDF]

Hrd. 22/2007 dags. 14. júní 2007 (Þórsmörk og Goðaland)[HTML] [PDF]

Hrd. 599/2006 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 580/2006 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 648/2006 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 26/2007 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 28/2007 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 25/2007 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 5/2007 dags. 14. júní 2007 (Lögreglumaður - Túlkun kjarasamnings)[HTML] [PDF]
Árið 2004 hafði fallið dómur er staðfesti skilning stéttarfélagsins á túlkun samningsins. Íslenska ríkið leiðrétti í samræmi við þann dóm en greiddi enga dráttarvexti. Lögreglumaður setti fram viðurkenningarkröfu um að íslenska ríkið myndi greiða dráttarvexti af vangoldnum launum hans. Hæstiréttur mat svo að dráttarvextir hefðu átt að greiðast frá gjalddaga hver mánaðarmót af þeirri upphæð sem vangreidd var. Þó lögfræðilegur vafi hafi verið á túlkun viðkomandi kjarasamningsákvæðis var niðurstaðan samt sem áður sú að skilningur íslenska ríkisins laut lægra haldi og gat ekki skýlt sér bak við vanþekkingu sína.
Hrd. 396/2007 dags. 23. ágúst 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 331/2007 dags. 27. ágúst 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 416/2007 dags. 29. ágúst 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 523/2006 dags. 20. september 2007 (Starfsmannaleigur - Impregilo SpA)[HTML] [PDF]
Spurt var um hver ætti að skila skattinum. Fyrirætlað í lögskýringargögnum en kom ekki fram í lagatextanum, og því ekki hægt að byggja á lagaákvæðinu.
Hrd. 15/2007 dags. 20. september 2007 (Trésmiðja Snorra Hjaltasonar hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 182/2007 dags. 27. september 2007 (Leyfi til námuvinnslu á hafsbotni - Björgun)[HTML] [PDF]
Árið 1990 fékk félagið Björgun opinbert leyfi til að vinna efni á hafsbotni til 30 ára. Árið 2000 öðluðust svo gildi lög um eignarrétt íslenska ríkisins á hafsbotninum er fólu í sér breytingar á skilyrðum til að fá útgefin eins leyfi og Björgun hafði undir höndum. Með lögunum var almennt orðað bráðabirgðaákvæði um að þáverandi handhafar slíkra leyfa skyldu halda þeim í 5 ár eftir gildistöku laganna.

Árið 2004 fékk svo Björgun tilkynningu um að leyfið þeirra myndi renna út á næsta ári. Félagið sótti þá um endurnýjun á leyfinu til Skipulagsstofnunar en var þá tilkynnt að leyfið þeirra yrði háð mati á umhverfisáhrifum. Björgun var ekki sátt með það.

Hæstiréttur tók undir með Björgun að um væri að ræða skerðingu á eignarréttindum og atvinnuréttindum, ásamt því að lagabreytingin hefði verið sérlega íþyngjandi gagnvart félaginu. Þó var ekki fallist á bótaskyldu þar sem hann taldi að uppfyllt hefðu verið skilyrði um almenningsþörf og ríkir almannahagsmunir væru fyrir því að vernda hafsbotninn. Þá vísaði hann til þess að grundvöllur lagasetningarinnar hefði verið umhverfisvernd og framkvæmd þjóðréttarskuldbindinga íslenska ríkisins. Þessi sjónarmið hefðu meira vægi en eignarréttindi Björgunar á leyfinu en skerðingin væri ekki það mikil að hún stofnaði til bótaskyldu af hendi íslenska ríkisins.
Hrd. 74/2007 dags. 27. september 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 27/2007 dags. 4. október 2007 (Tindfjallajökull - Grænafjall - Þjóðlenda)[HTML] [PDF]

Hrd. 478/2007 dags. 4. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 37/2007 dags. 4. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 99/2007 dags. 11. október 2007 (Skaftártunguafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 516/2007 dags. 15. október 2007 (Ólögmæt handtaka, fjártjón/miski)[HTML] [PDF]
Aðili bar upp viðurkenningarkröfu vegna meintrar ólögmætrar handtöku og einnig bótakröfu. Hæstiréttur taldi að um væri að ræða tvær aðskildar kröfur.
Hrd. 619/2006 dags. 18. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 79/2007 dags. 18. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 47/2007 dags. 18. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 109/2007 dags. 25. október 2007 (Þjóðkirkjan og önnur trúfélög - Ásatrúarfélagið)[HTML] [PDF]
Í þessu máli reyndi á í fyrsta skipti á þau forréttindi sem Þjóðkirkjan fær umfram önnur trúfélög. Ásatrúarfélagið stefndi ríkinu á þeim forsendum að aukin fjárframlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar miðað við önnur trúfélög fælu í sér ólögmæta mismunun.

Hæstiréttur mat það svo að þær auknu skyldur sem ríkið setur á Þjóðkirkjuna leiddu til þess að hún og Ásatrúarfélagið væru ekki í sambærilegri stöðu og því væri ekki um mismunun að ræða.
Hrd. 65/2007 dags. 25. október 2007 (Heiðarbær)[HTML] [PDF]

Hrd. 554/2007 dags. 31. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 548/2007 dags. 31. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 148/2007 dags. 1. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 145/2007 dags. 8. nóvember 2007 (Kirkjubæjarskólalóð)[HTML] [PDF]

Hrd. 663/2006 dags. 8. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 569/2007 dags. 12. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 119/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 44/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 612/2007 dags. 5. desember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 160/2007 dags. 6. desember 2007 (Fótarmissir)[HTML] [PDF]

Hrd. 634/2007 dags. 10. desember 2007 (Framsal sakamanns)[HTML] [PDF]

Hrd. 89/2007 dags. 17. janúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 262/2007 dags. 24. janúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 187/2007 dags. 7. febrúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 645/2006 dags. 21. febrúar 2008 (Jarðefni - Gangadómar - Reyðarfjarðargöng)[HTML] [PDF]
Snerist um borun jarðganga um Almannaskarð, og Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Eignarnám var gert í fjöllunum. Vegagerðin nýtti jarðefnið til að leggja vegi og deilt var um hvort eignarnámið hafi náð yfir jarðefnanýtingu. Hæstiréttur taldi að jarðefnið væri hluti fjallsins en efnatakan var svo dýr að hún hefði ekki verið arðbær, og því hefði jarðefnið ekki verðgildi gagnvart jarðeigandanum.
Hrd. 644/2006 dags. 21. febrúar 2008 (Jarðefni - Gangadómar - Almannaskarðsgöng I)[HTML] [PDF]
Snerist um borun jarðganga um Almannaskarð, og Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Eignarnám var gert í fjöllunum. Vegagerðin nýtti jarðefnið til að leggja vegi og deilt var um hvort eignarnámið hafi náð yfir jarðefnanýtingu. Hæstiréttur taldi að jarðefnið væri hluti fjallsins en efnatakan var svo dýr að hún hefði ekki verið arðbær, og því hefði jarðefnið ekki verðgildi gagnvart jarðeigandanum.
Hrd. 107/2008 dags. 29. febrúar 2008 (Viðurkenning á fyrningu)[HTML] [PDF]

Hrd. 104/2008 dags. 4. mars 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 114/2008 dags. 14. mars 2008 (Hringvegur um Hornafjörð)[HTML] [PDF]
Landeigendur sem voru ekki aðilar máls á ákveðnu stjórnsýslustigi voru samt sem áður taldir geta orðið aðilar að dómsmáli á grundvelli lögvarinna hagsmuna um úrlausnarefnið.
Hrd. 366/2007 dags. 23. apríl 2008 (Portus - Tónlistarhúsið Harpan)[HTML] [PDF]
Tveir aðilar sem höfðu ekki verið valdir til að fá sérleyfi til byggingar, eign og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpuna, kröfðust afrits af samkomulags sem Austurhöfn-TR ehf., fyrirtæki stofnað af íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg, gerði við Portus ehf. Þeirri beiðni var synjað af hálfu Ríkiskaupa og Reykjavíkurborgar og var henni skotið til úrskurðarnefndar upplýsingamála sem féllst svo á beiðnina.

Hæstiréttur hafnaði málsástæðu um að samningurinn félli utan við gildissvið upplýsingalaga og vísaði þar á meðal að í þeim lögum hefði ekki verið neinn áskilnaður um ákvörðun er varðaði rétt eða skyldu manna. Þá var einnig getið þess í dómnum að Ríkiskaup sáu um þau innkaup sem voru aðdragandi samningins auk þess að hann var undirritaður af fulltrúum íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar. Ljóst var að Ríkiskaup og Reykjavíkurborg höfðu haft samninginn undir höndum vegna verkefna þeirra á sviði stjórnsýslu.
Hrd. 195/2008 dags. 29. apríl 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 309/2007 dags. 30. apríl 2008 (Tjón af olíusamráði - Ker)[HTML] [PDF]

Hrd. 411/2007 dags. 30. apríl 2008 (Sálfræðingafélagið)[HTML] [PDF]

Hrd. 379/2007 dags. 8. maí 2008 (Sala á Íslenskum aðalverktökum hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 450/2007 dags. 8. maí 2008 (Hópbílaleigan I)[HTML] [PDF]
Aðili var lægstbjóðandi í akstur á tveimur tilteknum svæðum. Samt sem áður var tilboði hans hafnað á grundvelli fjárhagslegrar getu og tæknilegs hæfis sem voru ekki tiltekin sérstaklega í útboðsgögnum. Fyrir Hæstarétti var viðurkenndur réttur hans til skaðabóta.
Hrd. 458/2007 dags. 15. maí 2008 (Sýkt blóð)[HTML] [PDF]

Hrd. 270/2008 dags. 19. maí 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 264/2008 dags. 18. júní 2008 (Vestfjarðarvegur - Fuglaverndarfélag Íslands)[HTML] [PDF]

Hrd. 397/2007 dags. 19. júní 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 407/2008 dags. 28. júlí 2008 (Framsal sakamanns)[HTML] [PDF]

Hrd. 404/2008 dags. 2. september 2008 (Arnórsstaðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 487/2007 dags. 18. september 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 56/2008 dags. 16. október 2008 (Bætur vegna hrd. 52/2004)[HTML] [PDF]
K fékk miskabætur vegna brottvísunar hans er var felld úr gildi með Hrd. 2004:2760 nr. 52/2004 (Brottvísun útlendings - Hættulegur hagsmunum almennings).
Hrd. 78/2008 dags. 16. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 106/2008 dags. 16. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 491/2007 dags. 23. október 2008 (Áfengisauglýsingabann II)[HTML] [PDF]

Hrd. 672/2007 dags. 23. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 70/2008 dags. 30. október 2008 (Kostnaður vegna málsmeðferðar í Landbúnaðarráðuneytinu - Varnargarður í Hvítá III - Blöndal)[HTML] [PDF]
Ekki algengt að slík bótaskylda sé dæmd. Hæstiréttur taldi að mistökin á stjórnsýslustigi hefðu verið svo mikil að háttsemin teldist saknæm og ólögmæt og bæri ríkið því bótaskyldu vegna kostnaðar aðilanna vegna meðferð málsins á stjórnsýslustigi.
Hrd. 143/2008 dags. 6. nóvember 2008 (Áfengisauglýsing II)[HTML] [PDF]

Hrd. 54/2008 dags. 6. nóvember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 566/2008 dags. 6. nóvember 2008 (Skálmholtshraun í Flóahreppi)[HTML] [PDF]

Hrd. 121/2008 dags. 6. nóvember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 607/2008 dags. 13. nóvember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 187/2008 dags. 20. nóvember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 606/2008 dags. 25. nóvember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 623/2008 dags. 2. desember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 152/2008 dags. 4. desember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 209/2008 dags. 11. desember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 234/2008 dags. 18. desember 2008 (Virðisaukaskattskuld)[HTML] [PDF]

Hrd. 671/2008 dags. 18. desember 2008 (Teigsskógur)[HTML] [PDF]

Hrd. 147/2008 dags. 18. desember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 427/2008 dags. 18. desember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 670/2008 dags. 15. janúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 691/2008 dags. 19. janúar 2009 (11 mánaða dráttur ekki talinn nægja)[HTML] [PDF]

Hrd. 239/2008 dags. 22. janúar 2009 (Framhaldsskólakennari)[HTML] [PDF]

Hrd. 2/2009 dags. 6. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 442/2008 dags. 12. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 50/2006 dags. 19. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 75/2009 dags. 2. mars 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 460/2008 dags. 5. mars 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 352/2008 dags. 5. mars 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 353/2008 dags. 12. mars 2009 (Hælisumsókn - Hælisleitandi frá Máritaníu)[HTML] [PDF]

Hrd. 391/2008 dags. 12. mars 2009 (Glitur ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 456/2008 dags. 12. mars 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 425/2008 dags. 19. mars 2009 (Vegagerðin og eignarnám - Brekka í Núpasveit)[HTML] [PDF]
Vegagerðin vildi leggja þjóðveg og valdi leið er myndi krefjast eignarnáms jarðarinnar Brekku í Núpasveit. Í þeim tilgangi fékk Vegagerðin framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu og krafðist umrædds eignarnáms, er eigendur jarðarinnar voru ekki sáttir með. Yfirlýstur tilgangur þeirrar tilteknu leiðar væri að stytta akstursvegalengdir milli þéttbýliskjarna og þar af leiðandi stuðla að myndun eins þjónustusvæðis. Nokkrir möguleikar voru fyrir hendi og voru valkostirnir sendir til úrskurðar hjá Skipulagsstofnun og við málsmeðferð hennar leitaði hún umsagnar sveitarfélagsins. Hún taldi þrjár leiðir koma helst til greina (nr. 140, 141, og 150) en taldi þá leið sem málið snýst um (nr. 141) vera þá álitlegustu. Fornleifavernd ríkisins ritaði til Skipulagsstofnunar í tilefni úrskurðsins og taldi hina völdu leið þrengja mjög að fornminjum á svæðinu og leið nr. 150 vera ákjósanlegri.

Eigendurnir kærðu úrskurð Skipulagsstofnunar til ráðherra og færðu í kæru sinni rök fyrir leið nr. 150 og tefldu því einnig fram að hægt væri að nýta jarðir sem íslenska ríkið ætti þá þegar. Ábúendurnir kærðu þá einnig úrskurð Skipulagsstofnunar þar sem andmælt væri vali á leið nr. 150. Ráðherra taldi ekki ástæðu til annars en að staðfesta hinn kærða úrskurð en þó með skilyrðum eftir því hvaða leið yrði valin.

Fyrir héraðsdómi kröfðust eigendurnir ógildingar á eignarnáminu og framkvæmdaleyfinu. Í héraði voru málsúrslit þau að bæði Vegagerðin og sveitarfélagið voru sýknuð af téðum kröfum eigendanna.

Hæstiréttur sýknaði sveitarfélagið af kröfu um ógildingu framkvæmdaleyfisins þar sem ekki fundust annmarkar í stjórnsýslumeðferð málsins er réttlætti það, en hann ógilti hins vegar eignarnámið á þeim forsendum að Vegagerðin gat ekki sýnt fram á að leið nr. 141 hafi verið betri en hinar, þar á meðal á grundvelli óstuddra yfirlýsinga um kostnaðarauka ef leið nr. 150 yrði valin í staðinn. Þær jarðir sem leið 150 hefði legið um voru allar í eign ríkisins og því leitt til vægari aðgerða gagnvart almenningi en hinar leiðirnar.
Hrd. 478/2008 dags. 19. mars 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 218/2008 dags. 19. mars 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 138/2009 dags. 27. mars 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 11/2009 dags. 3. apríl 2009 (Albanskir hælisleitendur)[HTML] [PDF]
Rúm túlkun lögsögureglna.
Eitt hjóna, sem bæði voru albanskir hælisleitendur, vildi skilja en hvorugt hafði skráð lögheimili á Íslandi. Hæstiréttur taldi að heimilt hefði verið að höfða það mál fyrir íslenskum dómstólum.
Hrd. 451/2008 dags. 30. apríl 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 445/2008 dags. 6. maí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 562/2008 dags. 14. maí 2009 (Vatnsréttindi Þjórsár - Landsvirkjun - Skálmholtshraun)[HTML] [PDF]

Hrd. 477/2008 dags. 14. maí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 239/2009 dags. 18. maí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 443/2008 dags. 20. maí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 520/2008 dags. 28. maí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 150/2008 dags. 4. júní 2009 (Bergþórshvoll)[HTML] [PDF]

Hrd. 270/2009 dags. 16. júní 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 604/2008 dags. 18. júní 2009 (Vanhæfur dómari)[HTML] [PDF]
P krafðist frekari bóta í kjölfar niðurstöðunnar í Dómur MDE Pétur Thór Sigurðsson gegn Íslandi dags. 10. apríl 2003 (39731/98).

Hæstiréttur féllst á að íslenska ríkið bæri bótaábyrgð en P sýndi ekki fram á að niðurstaða málsins hefði verið önnur ef annar dómari hefði komið í stað þess dómara sem álitinn var vanhæfur. Taldi hann því að P hefði ekki sýnt fram á að hann ætti rétt á frekari bótum en MDE hafði dæmt P til handa.
Hrd. 616/2008 dags. 18. júní 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2009 dags. 24. september 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 102/2009 dags. 24. september 2009 (Brú á Jökuldal)[HTML] [PDF]

Hrd. 17/2009 dags. 24. september 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 533/2009 dags. 7. október 2009 (Stóri-Klofi)[HTML] [PDF]

Hrd. 35/2009 dags. 8. október 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 39/2009 dags. 8. október 2009 (Berghóll)[HTML] [PDF]

Hrd. 693/2008 dags. 8. október 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 345/2008 dags. 8. október 2009 (Jarðgöng 3 - Almannaskarðsgöng II)[HTML] [PDF]

Hrd. 472/2009 dags. 13. október 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 44/2009 dags. 15. október 2009 (Svipting ökuréttar)[HTML] [PDF]
Tjónþoli var að ósekju sviptur ökurétti en Hæstiréttur féllst ekki á bætur vegna þess.
Hrd. 22/2009 dags. 22. október 2009 (Vegalagning í Nesjum í Hornafirði - Hornafjarðarfljót)[HTML] [PDF]

Hrd. 685/2008 dags. 29. október 2009 (Afréttur Seltjarnarness hins forna - Lyklafell)[HTML] [PDF]

Hrd. 583/2009 dags. 6. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 255/2009 dags. 12. nóvember 2009 (Leó - Stimpilgjald af fjárnámsendurritum)[HTML] [PDF]
Á grundvelli kröfu L var gert fjárnám í þremur fasteignum og afhenti L sýslumanni endurrit úr gerðabók vegna þessa fjárnáms til þinglýsingar. Var honum þá gert að greiða þinglýsingargjald og stimpilgjald. L höfðaði svo þetta mál þar sem hann krafðist endurgreiðslu stimpilgjaldsins. Að mati Hæstaréttar skorti lagastoð fyrir töku stimpilgjaldsins þar sem lagaákvæði skorti fyrir innheimtu þess vegna endurrits fjárnámsgerðar enda yrði hún hvorki lögð að jöfnu við skuldabréf né teldist hún til tryggingarbréfa. Ákvæði 1. mgr. 77. gr. stjórnarskrárinnar stóð því í vegi fyrir beitingu lögjöfnunar í þessu skyni.
Hrd. 122/2009 dags. 19. nóvember 2009 (Arnórsstaðapartur)[HTML] [PDF]

Hrd. 120/2009 dags. 19. nóvember 2009 (Arnórsstaðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 149/2009 dags. 19. nóvember 2009 (Verkstæðisskúr á Akureyrarflugvelli)[HTML] [PDF]

Hrd. 69/2009 dags. 19. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 600/2009 dags. 25. nóvember 2009 (Skjöl á erlendu tungumáli)[HTML] [PDF]
Héraðsdómur vísaði frá máli 27 erlendra banka gegn Seðlabanka Íslands, og var ein af mörgum frávísunarástæðum sú að stefnendur málsins hafi lagt fram átján skjöl á erlendum tungumálum án þýðinga á íslensku. Hæstiréttur staðfesti hinn kærða úrskurð héraðsdóms af þessari og fleirum ástæðum, og staðhæfði þar að auki að framlagning skjala á íslensku væri meginreglan en að þýða þurfi þá hluta sem byggt væri á eða sérstaklega vísað til í málinu nema dómarinn telji sér fært að þýða það.
Hrd. 601/2009 dags. 25. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 662/2009 dags. 1. desember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 509/2009 dags. 3. desember 2009 (Fíkniefni á skútu)[HTML] [PDF]

Hrd. 121/2009 dags. 3. desember 2009 (Elínarmálið - Elín-ÞH)[HTML] [PDF]

Hrd. 181/2009 dags. 10. desember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 688/2009 dags. 15. desember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 699/2009 dags. 16. desember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 676/2009 dags. 16. desember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 698/2009 dags. 17. desember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 147/2009 dags. 21. desember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 166/2009 dags. 14. janúar 2010 (Starfsmannaleiga)[HTML] [PDF]
Fyrirtækið S var ráðið til að setja upp loftræstikerfi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á árinu 2000. S fékk portúgalska fyrirtækið M sem undirverktaka sem myndi útvega þjónustu starfsmanna. Fyrirtækið M sæi síðan um launagreiðslur til starfsmannanna sem það útvegaði. Skattstjórinn taldi að umræddir starfsmenn fyrirtækisins M bæru skattskyldu hér á landi og því bæri S að halda eftir staðgreiðslu af launum þeirra.

Hæstiréttur taldi að fyrirtækið M væri launagreiðandinn en ekki S. Tvísköttunarsamningur milli Íslands og Portúgals hafði verið undirritaður var 2. ágúst 1999 og var gildistaka hans auglýst af utanríkisráðuneytinu 31. maí 2002, en hann var ekki auglýstur í C-deild Stjórnartíðinda fyrr en 18. desember 2003. Mat Hæstiréttur því sem svo að hin takmarkaða skattskylda M hefði fallið niður frá ársbyrjun 2003 þó birtingu hans hafi skort á þeim tíma. Úrskurður skattstjóra var því ógiltur.
Hrd. 143/2009 dags. 28. janúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 53/2010 dags. 1. febrúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 88/2009 dags. 4. febrúar 2010 (Arðskrá Veiðifélags Miðfirðinga)[HTML] [PDF]
Arði var úthlutað eftir aðskrá. Þegar arðskrá er metin er horft til fjölda atriða. Hæstiréttur taldi sér óheimilt að endurskoða þetta nema hvað varðar ómálefnanleg sjónarmið.
Hrd. 68/2010 dags. 19. febrúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 330/2009 dags. 25. febrúar 2010 (Endurkrafa bótanefndar)[HTML] [PDF]

Hrd. 351/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 257/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 142/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 109/2010 dags. 26. febrúar 2010 (Framsal til Brasilíu)[HTML] [PDF]

Hrd. 290/2009 dags. 4. mars 2010 (Úrskurður ráðuneytis)[HTML] [PDF]

Hrd. 370/2009 dags. 11. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 441/2009 dags. 18. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 129/2010 dags. 19. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 132/2010 dags. 23. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 386/2009 dags. 25. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 409/2009 dags. 25. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 689/2009 dags. 21. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 560/2009 dags. 29. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 215/2010 dags. 29. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 245/2009 dags. 6. maí 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 198/2009 dags. 3. júní 2010 (Ölfus- og Selvogsafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 184/2009 dags. 3. júní 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 266/2010 dags. 14. júní 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 340/2010 dags. 16. júní 2010 (Uppgröftur líks)[HTML] [PDF]

Hrd. 457/2009 dags. 16. júní 2010 (Gæsluvarðhald)[HTML] [PDF]

Hrd. 436/2010 dags. 19. júlí 2010 (Aðalskipulag Flóahrepps - Urriðafossvirkjun - Flýtimeðferð)[HTML] [PDF]

Hrd. 447/2010 dags. 19. júlí 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 383/2010 dags. 13. ágúst 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 435/2010 dags. 20. ágúst 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 434/2010 dags. 20. ágúst 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 394/2010 dags. 23. ágúst 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 473/2009 dags. 16. september 2010 (Krepputunga)[HTML] [PDF]

Hrd. 371/2010 dags. 22. september 2010 (Skattálag - Ne bis in idem I)[HTML] [PDF]
A, B, C, og D voru ákærð fyrir skattalagabrot. Fyrir héraðsdómi var málinu vísað frá að hluta en ákæruvaldið kærði þann úrskurð til Hæstaréttar. Þau ákærðu héldu því fram að þau myndu annars þurfa að þola tvöfalda refsingu þar sem skattayfirvöld höfðu þá þegar beitt refsingu í formi skattaálags.

Hæstiréttur vísaði til 2. gr. laganna um mannréttindasáttmála Evrópu um að dómar MDE væru ekki bindandi að landsrétti. Þrátt fyrir að innlendir dómstólar litu til dóma MDE við úrlausn mála hjá þeim væri það samt sem áður hlutverk löggjafans að gera nauðsynlegar breytingar á landsrétti til að efna þær þjóðréttarlegu skuldbindingar. Þá vísaði Hæstiréttur til þess að dómaframkvæmd MDE hvað úrlausnarefnið varðaði væri misvísandi. MDE hafi í sinni dómaframkvæmd hafnað því að 4. gr. 7. viðaukans yrði metin á þann hátt að mögulegt væri að fjalla um endurákvörðun skatta og beitingu álags í sitt hvoru málinu. Sökum þessarar óvissu vildi Hæstiréttur ekki slá því á föstu að um brot væri að ræða á MSE fyrr en það væri skýrt að íslensk lög færu í bága við hann að þessu leyti.

Úrskurðurinn var felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.
Hrd. 722/2009 dags. 7. október 2010 (Hvammur)[HTML] [PDF]

Hrd. 379/2009 dags. 7. október 2010 (Heiðarmúli)[HTML] [PDF]

Hrd. 723/2009 dags. 7. október 2010 (Laxárdalur)[HTML] [PDF]

Hrd. 748/2009 dags. 7. október 2010 (Vatnsendi, Svalbarðshreppi)[HTML] [PDF]

Hrd. 749/2009 dags. 7. október 2010 (Þverfellsland)[HTML] [PDF]

Hrd. 546/2009 dags. 7. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 517/2009 dags. 7. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 750/2009 dags. 7. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 69/2010 dags. 14. október 2010 (Endurkrafa - Bótanefnd)[HTML] [PDF]

Hrd. 615/2009 dags. 14. október 2010 (Hælisumsókn - Hælisleitandi frá Íran)[HTML] [PDF]

Hrd. 779/2009 dags. 14. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 781/2009 dags. 14. október 2010 (Matsmaður VÍS)[HTML] [PDF]
Sérfróður meðdómsmaður, sem var læknir, hafði gert margar matsgerðir fyrir einn aðila málsins áður fyrr. Hæstiréttur taldi að hann hefði átt að víkja úr sæti á grundvelli þess mikla viðskiptasambands sem þar væri á milli.
Hrd. 28/2010 dags. 14. október 2010 (Fjölskyldunefnd)[HTML] [PDF]
Forsjá barns var komin til fjölskyldunefndar og ekki var búið að skipa því lögráðamann. Talið var því að skort hafi heimild til að áfrýja fyrir hönd þess.
Hrd. 504/2008 dags. 18. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 702/2009 dags. 21. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 18/2010 dags. 21. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 708/2009 dags. 4. nóvember 2010 (Óttarsstaðir - Straumsbúið o.fl.)[HTML] [PDF]
Ætlað tjón vegna umhverfismengunar. Tjónþoli taldi að hann ætti rétt á bótum þar sem hann mætti ekki nota landið til að reisa íbúðarhús.
Hrd. 262/2010 dags. 8. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 768/2009 dags. 11. nóvember 2010 (Almenningsskógar Álftaneshrepps)[HTML] [PDF]

Hrd. 188/2010 dags. 18. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 113/2010 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 166/2010 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 770/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 726/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 736/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 731/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 742/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 738/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 732/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 730/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 741/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 727/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 729/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 739/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 743/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 735/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 737/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 734/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 728/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 733/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 740/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 223/2010 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 714/2009 dags. 2. desember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 79/2010 dags. 9. desember 2010 (Biðskýlið Njarðvík - Skaðsemisábyrgð og EES tilskipun - Sælgætisúði)[HTML] [PDF]
Framleiðendur og dreifingaraðilar voru álitnir bótaskyldir gagnvart stúlku sem lenti í tjóni vegna sælgætisúða.
Hrd. 647/2010 dags. 16. desember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 213/2010 dags. 20. janúar 2011 (Hilmir)[HTML] [PDF]

Hrd. 212/2010 dags. 20. janúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 688/2010 dags. 26. janúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 145/2010 dags. 27. janúar 2011 (Leiruland)[HTML] [PDF]

Hrd. 148/2010 dags. 27. janúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 718/2010 dags. 4. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 20/2011 dags. 7. febrúar 2011 (Hagsmunir barna)[HTML] [PDF]

Hrd. 38/2011 dags. 7. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 299/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Valþjófsstaðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 579/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Flóahreppur - Urriðafossvirkjun)[HTML] [PDF]

Hrd. 22/2011 dags. 18. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 1/2011 dags. 18. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 425/2010 dags. 24. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 52/2011 dags. 9. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 341/2010 dags. 10. mars 2011 (Meðgöngueitrun)[HTML] [PDF]

Hrd. 42/2011 dags. 10. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 333/2010 dags. 24. mars 2011 (Asbest)[HTML] [PDF]

Hrd. 626/2010 dags. 31. mars 2011 (Ummæli yfirmanns eftirlitssviðs RSK)[HTML] [PDF]

Hrd. 496/2010 dags. 7. apríl 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 176/2011 dags. 8. apríl 2011 (Bobby Fischer - Hjúskapur í Japan)[HTML] [PDF]
Í þessu máli reyndi á innlenda viðurkenningu á hjónaböndum sem stofnuð eru erlendis með öðrum hætti en hér á landi. Það snerist um erfðarétt maka Bobbie Fischers en hún taldi að til hjúskaparins hefði stofnast í Japan.
Í Japan nægir að senda ákveðið eyðublað til yfirvalda til að stofna til hjónabands en ekki framkvæmd sérstök athöfn.

Í fyrra máli fyrir Hæstarétti taldi Hæstiréttur að ekki hefðu verið lögð fram næg gögn til að sýna fram á það. Það var hins vegar ekki vandamál í þetta skiptið.
Hrd. 187/2011 dags. 11. apríl 2011 (HOB-vín)[HTML] [PDF]

Hrd. 199/2011 dags. 11. apríl 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 188/2011 dags. 12. apríl 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 189/2011 dags. 12. apríl 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 412/2010 dags. 14. apríl 2011 (Bótaábyrgð ráðherra vegna dómaraskipunar)[HTML] [PDF]
Sérstök dómnefnd hafði farið yfir umsóknir um skipun í embætti héraðsdómara og flokkaði þrjá efstu umsækjendurna sem hæfustu. Aðili sem raðaðist í 5. sæti í röð dómnefndarinnar hafði verið aðstoðarmaður dómsmálaráðherra er fór með skipunarvaldið. Ad hoc ráðherra var svo settur yfir málið og vék frá niðurstöðu dómnefndarinnar með því að skipa þann aðila.

Einn af þeim sem dómnefndin hafði sett í flokk hæfustu fór svo í bótamál gegn ríkinu og ad hoc ráðherrann sjálfan. Hæstiréttur sýknaði aðila af kröfunni um fjárhagstjón þar sem umsækjandinn hafði ekki sannað að hann hefði hlotið stöðuna þótt ákvörðun ad hoc ráðherrans hefði verið í samræmi við niðurstöðu dómnefndarinnar. Hins vegar taldi Hæstiréttur að bæði ad hoc ráðherrann og íslenska ríkið bæru sameiginlega miskabótaábyrgð með því að fara framhjá honum á listanum og velja umsækjanda sem var neðar á lista dómnefndarinnar.
Hrd. 500/2010 dags. 14. apríl 2011 (Jöfnunarsjóður alþjónustu)[HTML] [PDF]

Hrd. 200/2011 dags. 15. apríl 2011 (Útflutningsálag)[HTML] [PDF]

Hrd. 527/2010 dags. 12. maí 2011 (Iceland Excursions)[HTML] [PDF]

Hrd. 225/2011 dags. 13. maí 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 302/2011 dags. 27. maí 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 338/2011 dags. 9. júní 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 326/2011 dags. 14. júní 2011 (Sjóður 9)[HTML] [PDF]

Hrd. 546/2010 dags. 21. júní 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 370/2011 dags. 29. júlí 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 371/2011 dags. 29. júlí 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 480/2011 dags. 19. ágúst 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 293/2010 dags. 22. september 2011 (Þorvaldsstaðir og Hamar)[HTML] [PDF]

Hrd. 294/2010 dags. 22. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 40/2011 dags. 29. september 2011 (Hóll)[HTML] [PDF]

Hrd. 56/2011 dags. 29. september 2011 (Hvannstaðir og Víðirhóll)[HTML] [PDF]

Hrd. 75/2011 dags. 29. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 241/2010 dags. 13. október 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 706/2010 dags. 20. október 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 282/2011 dags. 20. október 2011 (Þrotabú AB 258)[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2011 dags. 27. október 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 340/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin - FSCS)[HTML] [PDF]
Við hrun fjármálamarkaðarins árið 2008 voru sett svokölluð neyðarlög (nr. 125/2008). Í 6. gr. laganna var bætt við nýju ákvæði í lög um fjármálafyrirtæki er kvað á að „[v]ið skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“. Þetta olli ósáttum við slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og fór það fyrir dóm.

Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.

Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.

Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.

Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.

Kröfuhafar komu á framfæri málatilbúnaði um að löggjöfin fæli í sér afturvirkar skerðingar á réttindum þeirra. Hæstiréttur mat málatilbúnaðinn á þann veg að breytingarnar sem löggjöfin fól í sér giltu um skipti almennt sem hæfust eftir gildistöku laganna. Löggjöfin mælti ekki fyrir um breytingar á skipan skipta sem væru þegar hafin eða væri þegar lokið. Af þeirri ástæðu hafnaði hann þeirri málsástæðu kröfuhafanna.
Hrd. 276/2011 dags. 28. október 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 313/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 312/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 341/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 301/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 300/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 314/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 277/2011 dags. 28. október 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 310/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 311/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 453/2009 dags. 3. nóvember 2011 (Veiðifélag Miðfirðinga - Veiðiréttur í Ytri Rangá - Kotvöllur)[HTML] [PDF]
Skógræktarfélag Rangæinga krafðist viðurkenningar á veiðirétti sínum í Eystri-Rangá og Fiská á grundvelli jarðarinnar Kotvöllur sem lá þó ekki að þeim, byggt á að...:
  1. Félaginu hafði verið ákvörðuð hlutdeild í arðskrá Veiðifélags Eystri-Rangár árið 1999.
  2. Umráðamenn Kotvallar hafi um áratugabil átt aðild að því veiðifélagi og forvera þess.
  3. Kotvöllur hafi átt land að Eystri-Rangá fram til landskipta er fóru fram árið 1963, auk hlutdeildar landsins í sameiginlegu landi Vallartorfu ásamt meðfylgjandi hlunnindum þeirra, sem aldrei hafi verið skipt.
  4. Veiðirétturinn hafi unnist fyrir hefð.

Hæstiréttur taldi ósannað í málinu að Kotvellir hafi fram til landskiptanna tilheyrt óskiptu landi er lægi að þessum ám, og bæri skógræktarfélagið þá sönnunarbyrði sem það axlaði svo ekki. Væri því ekki hægt að líta svo á að réttlætt væri undantekning frá meginreglunni um að veiðiréttur væri eingöngu á hendi þeirra sem ættu land að vatni.

Hrd. 705/2010 dags. 3. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 608/2011 dags. 23. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 100/2011 dags. 24. nóvember 2011 (Eiður Smári - Fjármál knattspyrnumanns)[HTML] [PDF]
Eiður Smári (E) höfðaði mál á hendur ritstjórum DV ásamt höfundi greinar þar sem hann teldi að þær umfjallanir væru til þess gerðar að vega að rétti hans til friðhelgis einkalífs.

E taldi að lögjafna bæri ákvæði laga um prentrétt á þann hátt að ákvæðin um ábyrgð á efni ættu einnig við um efni sem birt væru á vefútgáfu blaðsins. Ekki var fallist á slíka lögjöfnun.

Ekki var fallist á að umfjöllunin um fjármál E ættu ekki erindi til almennings þar sem hún væri í samræmi við stöðu þjóðfélagsmála á þeim tíma. Þá var einnig litið til þess að E væri þjóðþekktur knattspyrnumaður sem viki sér ekki undan fjölmiðlaumfjöllun sem slíkur. Hvað umfjallanir um spilafíkn E var að ræða var ekki fallist á að sú umfjöllun bryti í bága við friðhelgi einkalífs E þar sem um væri að ræða endursögn áður birtrar umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum og að E hefði sjálfur gert spilafíkn sína að umtalsefni í viðtölum.
Hrd. 179/2011 dags. 24. nóvember 2011 (Meðferð bankaláns)[HTML] [PDF]

Hrd. 118/2011 dags. 24. nóvember 2011 (Stofnfjárkaup)[HTML] [PDF]

Hrd. 257/2011 dags. 24. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 116/2011 dags. 1. desember 2011 (Vélar og verkfæri ehf.)[HTML] [PDF]
Vélar og verkfæri kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar, sem taldi svo að endurskilgreina þyrfti svo markaðinn. Hæstiréttur taldi að ákvörðun lægra setta stjórnvaldsins raknaði með ógildingu hins æðra.
Hrd. 641/2011 dags. 2. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 258/2011 dags. 8. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 612/2011 dags. 8. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 631/2011 dags. 9. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 670/2011 dags. 17. janúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 130/2011 dags. 19. janúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 443/2011 dags. 19. janúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 699/2011 dags. 23. janúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 37/2012 dags. 24. janúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 245/2011 dags. 26. janúar 2012 (Framvirkir samningar)[HTML] [PDF]

Hrd. 175/2011 dags. 26. janúar 2012 (HH o.fl. gegn íslenska ríkinu)[HTML] [PDF]

Hrd. 447/2011 dags. 27. janúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 220/2011 dags. 2. febrúar 2012 (Aðalgata Stykkishólmsbæjar - Gullver)[HTML] [PDF]

Hrd. 405/2011 dags. 9. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 77/2012 dags. 16. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 468/2011 dags. 23. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 495/2011 dags. 1. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 70/2012 dags. 5. mars 2012 (Arfur til kirkjunnar)[HTML] [PDF]
M gerði erfðaskrá K til hagsbóta. Hún hafði hjálpað honum lengi gegnum árin.

Þegar hann var kominn á elliheimili missti hann systur sína og vildi svo gera nýja erfðaskrá. Samband M við K hafði dofnað. Talið var að M hefði átt frumkvæði að framkvæmd breytinga á fyrri erfðaskránni, sem varð svo hin seinni.

Lögmaður gerir erfðaskrána og vottorðið. Auk þess vottar fulltrúi sýslumanns. Hann deyr svo stuttu síðar. Gallar voru á vottorði seinni erfðaskrárinnar að því leyti að orðalagið um vottun um andlegt hæfi var klúðurslegt.

Í seinni erfðaskránni var kirkja arfleidd að eignum og hún auðkennd með kennitölu. Engar kirkjur hafa kennitölur, heldur kirkjusóknir. Kirkjusóknin fór í málið við eldri bréferfingja. Í erfðaskránni stóð kirkja en ekki kirkjusókn.

Hæstiréttur taldi að M hefði verið hæfur til að gera hina nýju erfðaskrá, þrátt fyrir kröfu K um að hann hefði ekki verið það. Í niðurstöðunni var það rökstutt að kirkjan væri eign kirkjusóknarinnar og hún bæri ábyrgð á kirkjunni, og fékk því arfinn.
Hrd. 492/2011 dags. 8. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 389/2011 dags. 8. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 532/2011 dags. 15. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 263/2011 dags. 26. apríl 2012 (Skattlagning aflamarks)[HTML] [PDF]

Hrd. 523/2011 dags. 26. apríl 2012 (Stjörnugrís III - Svínabú í Hvalfjarðarsveit)[HTML] [PDF]

Hrd. 266/2012 dags. 30. apríl 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 622/2011 dags. 3. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 272/2012 dags. 7. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 226/2012 dags. 8. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 156/2011 dags. 24. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 598/2011 dags. 31. maí 2012 (Atvinnusjúkdómur)[HTML] [PDF]

Hrd. 417/2011 dags. 7. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 554/2011 dags. 14. júní 2012 (Tjörvastaðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 655/2011 dags. 14. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 393/2012 dags. 15. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 407/2012 dags. 10. ágúst 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 480/2012 dags. 27. ágúst 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 510/2012 dags. 29. ágúst 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 506/2012 dags. 6. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 590/2012 dags. 11. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 416/2011 dags. 20. september 2012 (Íslenskir aðalverktakar hf. - NCC International AS - Héðinsfjarðargöng II)[HTML] [PDF]
Framhald af atburðarásinni í Hrd. 2005:4506 nr. 182/2005 (Héðinsfjarðargöng I) en eftir þau málalok náðust ekki sættir um bætur. Var þá sett fram bótakrafa studd með matsgerð dómkvaddra matsmanna. Þar sem verkið hafði verið unnið var hægt að taka mið af því, en þar spilaði inn í að verkið reyndist flóknara en áður sýndist.
Hrd. 65/2012 dags. 20. september 2012 (Bræðraklif - Reykjahlíð)[HTML] [PDF]

Hrd. 59/2012 dags. 20. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 45/2012 dags. 27. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 350/2011 dags. 27. september 2012 (Hofsafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 702/2011 dags. 27. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 457/2011 dags. 11. október 2012 (Krýsuvík)[HTML] [PDF]
Deilur um landamerki um Stóru Vatnsleysu og Krýsuvíkur. Sem sagt hvaða landamerki ættu að gilda og landamerki Krýsuvíkar var talið gilda, en um hundrað árum síðar komu aðrir aðilar sem sögðu að eigendur Krýsuvíkur á þeim tíma hefðu ekki verið raunverulegir eigendur. Hæstiréttur vísaði til gildi þinglýstra skjala þar til annað kæmi í ljós.
Hrd. 636/2012 dags. 15. október 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 233/2011 dags. 18. október 2012 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML] [PDF]
Samið var um árið 2005 um framsal vatnsréttinda á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem reisa átti á svæðinu og að réttarstaðan samkvæmt samningnum yrði að öllu leyti jafngild eignarnámi þeirra réttinda. Á grundvelli samningsins var skipuð sérstök matsnefnd sem ákveða ætti umfang og verðmæti þeirra réttinda. Sumir landeigendanna voru sáttir við niðurstöðuna en margir þeirra ekki.

Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.

Hæstiréttur nefndi að þar sem fallréttindi væru afar sérstök þyrfti að beita afbrigðum frá hinum hefðbundnu aðferðum við mat á eignarnámsbótum enda lítill eða enginn virkur markaður fyrir nýtingu slíkra réttinda hér á landi. Hann féllst á aðferðafræðina sem matsnefndin beitti þar sem hún var í samræmi við gildandi réttarframkvæmd í viðlíka málum. Þá þyrfti einnig að hafa í huga þær miklu fjárfestingar er fælust í leit og vinnslu á þeirri orkuauðlind, markað fyrir orkuna, og fleiri atriði. Þó féllst hann á með héraðsdómi að við hæfi væri að hækka þær bætur sem landeigendur áttu að fá samkvæmt matsnefndinni.
Hrd. 6/2012 dags. 25. október 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 151/2012 dags. 25. október 2012 (Olíusamráð)[HTML] [PDF]

Hrd. 624/2012 dags. 26. október 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 486/2011 dags. 1. nóvember 2012 (Meðgöngueitrun)[HTML] [PDF]

Hrd. 178/2012 dags. 1. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 547/2011 dags. 8. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 69/2012 dags. 15. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 185/2012 dags. 15. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 177/2012 dags. 29. nóvember 2012 (Krókabátur og kvótaálag - Vinnslustöðin)[HTML] [PDF]

Hrd. 153/2012 dags. 6. desember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 708/2012 dags. 6. desember 2012 (Uppheimar ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 250/2012 dags. 6. desember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 703/2012 dags. 10. desember 2012 (Al-Thani)[HTML] [PDF]

Hrd. 350/2012 dags. 19. desember 2012 (Gangaslagur í MR)[HTML] [PDF]
Tjónþoli fékk bætur eftir að hafa hálsbrotnað í gangaslag sem var algengur innan þess skóla, þrátt fyrir að skólinn hafi gert einhverjar ráðstafanir til að koma í veg fyrir háttsemina. Hins vegar þurfti tjónþolinn að bera hluta tjónsins sjálfur vegna meðábyrgðar hans.

Skortur var á mati sem sýndi læknisfræðilega þörf fyrir breytingu á húsnæði.
Hrd. 236/2012 dags. 19. desember 2012 (Starfslok fangavarðar)[HTML] [PDF]

Hrd. 169/2011 dags. 17. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 4/2013 dags. 21. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 10/2013 dags. 24. janúar 2013 (Landsbankinn gegn Flugastraumi)[HTML] [PDF]

Hrd. 352/2012 dags. 31. janúar 2013 (LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML] [PDF]

Hrd. 416/2012 dags. 31. janúar 2013 (Endurgreiðsla virðisaukaskatts)[HTML] [PDF]

Hrd. 437/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 445/2012 dags. 7. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 74/2012 dags. 7. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 532/2012 dags. 21. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 433/2011 dags. 21. febrúar 2013 (Steinvarartunga)[HTML] [PDF]

Hrd. 495/2012 dags. 21. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 432/2011 dags. 28. febrúar 2013 (Þorbrandsstaðatungur)[HTML] [PDF]

Hrd. 555/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 534/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 418/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 115/2013 dags. 8. mars 2013 (Skotæfingasvæði)[HTML] [PDF]
Þar sagði Hæstiréttur í fyrsta skipti að óþarfi hafi verið að stefna sveitarfélaginu, en áður hafði ekki verið gerð athugasemd við það að sleppa þeim.
Hrd. 605/2012 dags. 14. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 137/2013 dags. 14. mars 2013 (Útgáfa afsals)[HTML] [PDF]

Hrd. 652/2012 dags. 26. mars 2013 (Smyrill)[HTML] [PDF]

Hrd. 155/2013 dags. 8. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 156/2013 dags. 8. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 203/2013 dags. 9. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 678/2012 dags. 24. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 695/2012 dags. 24. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 715/2012 dags. 2. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 263/2013 dags. 8. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 306/2013 dags. 10. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 259/2013 dags. 15. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 596/2012 dags. 16. maí 2013 (Deka Bank Deutsche Girozentrale gegn íslenska ríkinu)[HTML] [PDF]

Hrd. 753/2012 dags. 16. maí 2013 (Þrotabú Icarusar ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 15/2013 dags. 16. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 11/2013 dags. 23. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 49/2013 dags. 23. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 26/2013 dags. 23. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 749/2012 dags. 30. maí 2013 (Lagaheimild skilyrða fyrir eftirgjöf á vörugjaldi)[HTML] [PDF]

Hrd. 52/2013 dags. 30. maí 2013 (Stjórnvaldssekt)[HTML] [PDF]

Hrd. 352/2013 dags. 5. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 131/2013 dags. 6. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 55/2013 dags. 6. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 20/2013 dags. 13. júní 2013 (Runnið til á pappír)[HTML] [PDF]

Hrd. 121/2013 dags. 13. júní 2013 (Uppsögn hjúkrunarfræðings vegna ávirðinga)[HTML] [PDF]

Hrd. 61/2013 dags. 13. júní 2013 (Bótaréttur og búsetuskilyrði)[HTML] [PDF]

Hrd. 172/2013 dags. 13. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 98/2013 dags. 19. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 386/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 392/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 410/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 435/2013 dags. 9. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 162/2013 dags. 12. september 2013 (Flugskýli II)[HTML] [PDF]

Hrd. 656/2012 dags. 19. september 2013 (Möðruvallaafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 494/2013 dags. 19. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 572/2013 dags. 19. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 553/2013 dags. 24. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 547/2012 dags. 26. september 2013 (Landamerki Reykjahlíðar)[HTML] [PDF]

Hrd. 411/2012 dags. 26. september 2013 (Þingeyjarsveit)[HTML] [PDF]

Hrd. 413/2012 dags. 26. september 2013 (Bleikmýrardalur)[HTML] [PDF]

Hrd. 109/2013 dags. 26. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 178/2013 dags. 3. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 142/2013 dags. 3. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 70/2013 dags. 10. október 2013 (Kaup á hlutabréfum í Glitni)[HTML] [PDF]

Hrd. 617/2012 dags. 10. október 2013 (Land á Hellisheiði)[HTML] [PDF]

Hrd. 191/2012 dags. 17. október 2013 (Frávísun norsks ríkisborgara)[HTML] [PDF]

Hrd. 313/2013 dags. 17. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 405/2013 dags. 24. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 227/2013 dags. 24. október 2013 (Olíusamráð)[HTML] [PDF]

Hrd. 226/2013 dags. 24. október 2013 (Olíusamráð)[HTML] [PDF]

Hrd. 201/2013 dags. 31. október 2013 (Nauðungarvistun I)[HTML] [PDF]
Bótaréttur vegna frelsissviptingar af ósekju getur verið viðurkenndur þrátt fyrir að lagaheimild sé fyrir frelsissviptingunni og hún framkvæmd í góðri trú.
Hrd. 334/2013 dags. 7. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 368/2013 dags. 7. nóvember 2013 (Stoðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 381/2013 dags. 14. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 677/2013 dags. 21. nóvember 2013 (Gálgahraun)[HTML] [PDF]

Hrd. 361/2013 dags. 21. nóvember 2013 (Ræktunarsamband)[HTML] [PDF]

Hrd. 377/2013 dags. 21. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 546/2012 dags. 28. nóvember 2013 (Eyvindarstaðaheiði)[HTML] [PDF]

Hrd. 721/2013 dags. 28. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 748/2013 dags. 5. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 752/2013 dags. 6. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 436/2013 dags. 12. desember 2013 (Hópbílaleigan ehf. II)[HTML] [PDF]
Framhald af atburðarásinni í Hrd. 450/2007 dags. 8. maí 2008 (Hópbílaleigan I). Krafist var skaðabóta og matsgerð lögð fram þeim til stuðnings, og þær svo viðurkenndar af Hæstarétti.
Hrd. 430/2013 dags. 12. desember 2013 (Flugastraumur)[HTML] [PDF]

Hrd. 445/2013 dags. 17. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 816/2013 dags. 8. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 413/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 1/2014 dags. 20. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 814/2013 dags. 22. janúar 2014 (Norræn handtökuskipun)[HTML] [PDF]

Hrd. 529/2013 dags. 23. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 545/2013 dags. 30. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 584/2013 dags. 6. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 805/2013 dags. 10. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 3/2014 dags. 12. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 481/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML] [PDF]
Þrír stjórnendur sóttu í trygginguna þar sem Glitnir hefði sótt mál gegn þeim í New York. Málskostnaðurinn væri að hrannast upp og töldu þeir að tryggingin ætti að dekka hann.

TM byggði á að frumkvæði þess sem hættir skipti máli en slíkt ætti ekki við í máli þeirra þar sem slitastjórn tók við. Málið féll á því að 72ja mánaða tímabilið ætti ekki við þar sem Glitnir hafði sagst hafa fengið aðra tryggingu.
Hrd. 607/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 612/2013 dags. 13. febrúar 2014 (Tungufell)[HTML] [PDF]

Hrd. 606/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 119/2014 dags. 26. febrúar 2014 (Gálgahraun II)[HTML] [PDF]

Hrd. 643/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 651/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 73/2014 dags. 27. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 144/2014 dags. 6. mars 2014 (Félag fasteignasala)[HTML] [PDF]

Hrd. 638/2013 dags. 13. mars 2014 (Lýsing hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 632/2013 dags. 20. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 678/2013 dags. 20. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 177/2014 dags. 21. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 200/2014 dags. 26. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 199/2014 dags. 26. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 205/2014 dags. 31. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 207/2014 dags. 31. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 717/2013 dags. 3. apríl 2014 (Lýsing hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 726/2013 dags. 10. apríl 2014 (Auðlegðarskattur)[HTML] [PDF]

Hrd. 221/2014 dags. 28. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 267/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 237/2014 dags. 2. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 246/2014 dags. 5. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 290/2014 dags. 7. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 286/2014 dags. 22. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 287/2014 dags. 23. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 818/2013 dags. 28. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 373/2014 dags. 5. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 308/2014 dags. 6. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 774/2013 dags. 12. júní 2014 (Lóð í Þormóðsdal)[HTML] [PDF]

Hrd. 609/2013 dags. 12. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 414/2014 dags. 24. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 490/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 461/2014 dags. 4. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2014 dags. 18. september 2014 (Vaskárdalur)[HTML] [PDF]

Hrd. 360/2013 dags. 18. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 778/2013 dags. 25. september 2014 (Héðinsfjarðargöng II)[HTML] [PDF]

Hrd. 92/2013 dags. 2. október 2014 (Atli Gunnarsson)[HTML] [PDF]
Synjað var skaðabótakröfu vegna ætlaðra mistaka við lagasetningu þar sem ekki var talið að meint mistök hafi verið nógu bersýnileg og alvarleg til að dæma bætur.
Hrd. 642/2014 dags. 8. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 640/2014 dags. 8. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 311/2014 dags. 9. október 2014 (Nauðungarvistun II)[HTML] [PDF]

Hrd. 111/2014 dags. 9. október 2014 (Vífilfell)[HTML] [PDF]
Deilt var um hvort kolsýrðir drykkir teldust til vatnsdrykkja og taldi Vífillfell það ekki nógu vel rannsakað. Fyrir Hæstarétti byrjaði Samkeppniseftirlitið að koma með nýjar málsástæður og málsgögn. Hæstiréttur taldi að ekki væri horft á gögn sem voru ekki til fyrir.
Hrd. 629/2014 dags. 10. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 648/2014 dags. 13. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 126/2014 dags. 16. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 279/2014 dags. 16. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 115/2014 dags. 16. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 172/2014 dags. 23. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 659/2014 dags. 23. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 679/2014 dags. 29. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 334/2014 dags. 30. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 222/2014 dags. 30. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 685/2014 dags. 3. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 696/2014 dags. 3. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 694/2014 dags. 4. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 701/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 110/2014 dags. 6. nóvember 2014 (Eykt)[HTML] [PDF]

Hrd. 702/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 160/2014 dags. 20. nóvember 2014 (Fasteignamatsgjald)[HTML] [PDF]

Hrd. 430/2014 dags. 4. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 376/2014 dags. 4. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 762/2014 dags. 4. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 747/2014 dags. 10. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 800/2014 dags. 17. desember 2014 (Háskólinn í Reykjavík)[HTML] [PDF]

Hrd. 326/2014 dags. 22. desember 2014 (Notkun fjárhagslegra upplýsinga í hefndarskyni)[HTML] [PDF]

Hrd. 377/2014 dags. 15. janúar 2015 (Uppsögn)[HTML] [PDF]

Hrd. 364/2014 dags. 15. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 370/2014 dags. 15. janúar 2015 (Hringiðan ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 39/2015 dags. 16. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2015 dags. 19. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 808/2014 dags. 20. janúar 2015 (Leyfi til að reisa og reka raforkuflutningsvirki - Suðurnesjalína 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 37/2015 dags. 23. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 823/2014 dags. 30. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 46/2015 dags. 2. febrúar 2015 (Gjald vegna skipunar tveggja sérfræðinga til að hafa sértækt eftirlit með rekstri hans)[HTML] [PDF]

Hrd. 77/2015 dags. 4. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 387/2014 dags. 5. febrúar 2015 (Ráðning afleysingalæknis í síma)[HTML] [PDF]

Hrd. 397/2014 dags. 5. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 86/2015 dags. 11. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 145/2014 dags. 12. febrúar 2015 (Al-Thani)[HTML] [PDF]

Hrd. 92/2015 dags. 17. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 105/2015 dags. 17. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 481/2014 dags. 19. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 459/2014 dags. 19. febrúar 2015 (Kirkjuhurð)[HTML] [PDF]

Hrd. 381/2014 dags. 5. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 140/2015 dags. 10. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 141/2015 dags. 10. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 149/2015 dags. 10. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 431/2014 dags. 12. mars 2015 (Skaðabótamál vegna símahlerunar)[HTML] [PDF]

Hrd. 631/2014 dags. 12. mars 2015 (Endurgreiðsla virðisaukaskatts)[HTML] [PDF]

Hrd. 656/2014 dags. 12. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 174/2015 dags. 16. mars 2015 (Landamerki)[HTML] [PDF]
Ágreiningur var um landamerki milli tveggja jarða. Héraðsdómari taldi gögnin of óskýr til að leggja mat á mörkin vegna skorts á hnitum. Hæstiréttur taldi að dómaranum í héraði hefði verið rétt að kalla eftir hnitsettum kröfum.
Hrd. 592/2014 dags. 19. mars 2015 (Veitingaleyfi)[HTML] [PDF]

Hrd. 583/2014 dags. 26. mars 2015 (Hjarðarhagi)[HTML] [PDF]

Hrd. 218/2015 dags. 27. mars 2015 (Kröfuhafar Glitnis hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 633/2014 dags. 31. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 256/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 257/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 258/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 255/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 259/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 594/2014 dags. 22. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 220/2015 dags. 27. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 291/2015 dags. 5. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 585/2014 dags. 7. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 160/2015 dags. 13. maí 2015 (Verðtrygging)[HTML] [PDF]

Hrd. 678/2014 dags. 13. maí 2015 (Niðurlagning stöðu)[HTML] [PDF]

Hrd. 53/2015 dags. 13. maí 2015 (Umráðataka vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]
Ágreiningur var um úrskurð matsnefnd eignarnámsbóta vegna snemmbærrar umráðasviptingu landspilda fimm jarða vegna lagningu Suðurnesjalínu 2. Ráðherra hafði áður orðið við beiðni Landsnets um heimild til eignarnáms þessa lands, með vísan til almannaþarfar.

Hæstiréttur taldi að ekki dugði að vísa eingöngu til þeirra almennu sjónarmiða um nauðsyn eignarnámsheimildarinnar, heldur þyrfti einnig að færa fram rök fyrir matsnefndinni að snemmbær umráðasvipting skv. 14. gr. laga um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973, væri nauðsynleg. Þar sem slík rök voru ekki flutt fyrir matsnefndinni brast henni lagaskilyrði til að verða við þeirri beiðni, og þar af leiðandi var sá úrskurður hennar felldur úr gildi.
Hrd. 579/2014 dags. 21. maí 2015 (Straumur og Berjanes)[HTML] [PDF]

Hrd. 284/2015 dags. 27. maí 2015 (Ógilding á launaákvörðun Kjararáðs)[HTML] [PDF]

Hrd. 802/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 837/2014 dags. 11. júní 2015 (Creditinfo)[HTML] [PDF]

Hrd. 742/2014 dags. 11. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 599/2014 dags. 11. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 848/2014 dags. 18. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 484/2015 dags. 27. júlí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 394/2015 dags. 12. ágúst 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 467/2015 dags. 13. ágúst 2015 (Verkfallsmál)[HTML] [PDF]

Hrd. 470/2015 dags. 27. ágúst 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 460/2015 dags. 7. september 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 637/2014 dags. 10. september 2015 (Brekka - Snartarstaðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 61/2015 dags. 17. september 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 84/2015 dags. 24. september 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 26/2015 dags. 24. september 2015 (Tollafgreiðsla flugvélar)[HTML] [PDF]

Hrd. 49/2015 dags. 24. september 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 846/2014 dags. 1. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 114/2015 dags. 1. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 132/2015 dags. 1. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 22/2015 dags. 8. október 2015 (Þjóðskrá - Skráning og mat vatnsréttinda - Jökulsá á Dal)[HTML] [PDF]
Sveitarfélagið tók upp á því að vatnsréttindi yrðu skráð sérstaklega en það vildi Landsvirkjun ekki. Fallist var á sjónarmið sveitarfélagsins á stjórnsýslustigi. Landsvirkjun hélt því fram að það hefði ekki verið gert með þessum hætti. Ekki var talið að komin hefði verið á stjórnsýsluframkvæmd hvað þetta varðaði.
Hrd. 83/2015 dags. 8. október 2015 (Geysir)[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið átti Geysi og einkaaðilar áttu umliggjandi svæði í sérstakri sameign. Einkaaðilarnir ákváðu að stofna einkahlutafélagið Landeigendafélagið Geysi í kringum rekstur svæðisins án samþykkis íslenska ríkisins og þrátt fyrir mótmæli þess. Félagið ákvað svo að setja gjaldskrá þar sem innheimt væri gjald af ferðamönnum á svæðinu og sóttist þá íslenska ríkið eftir lögbanni á gjaldheimtuna, sem var til meðferðar í dómsmáli þessu.

Hæstiréttur vísaði til óskráðrar meginreglu að meiri háttar ráðstafanir eigenda sérstakrar sameignar þyrftu samþykki þeirra allra. Að auki hafði ráðstöfunin áhrif á landsvæði sem var að fullu í eign íslenska ríkisins. Þar sem samþykki íslenska ríkisins skorti vegna þessara ráðstafana hefði setning umræddrar gjaldskrár verið óheimil. Staðfesti Hæstiréttur því lögbannið í ljósi þess að innheimta gjaldsins hefði brotið gegn eignarréttindum íslenska ríkisins.
Hrd. 456/2014 dags. 8. október 2015 (Imon ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 164/2015 dags. 8. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 127/2015 dags. 15. október 2015 (Dyrhólaey)[HTML] [PDF]

Hrd. 116/2015 dags. 15. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 743/2014 dags. 22. október 2015 (Nýjabæjarafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 210/2015 dags. 5. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 211/2015 dags. 5. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 687/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 683/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 686/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 682/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 198/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 681/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 684/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 217/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 685/2015 dags. 16. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 745/2015 dags. 18. nóvember 2015 (Háfell)[HTML] [PDF]

Hrd. 146/2015 dags. 19. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 147/2015 dags. 19. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 138/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 112/2015 dags. 3. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 299/2015 dags. 10. desember 2015 (Girðing)[HTML] [PDF]
Ágreiningur var um hvort skylda lægi á íslenska ríkinu eða kirkjumálasjóði til að greiða kostnað við að koma aftur upp girðingu. Hæstiréttur dæmdi í öðru máli árið 2014 að íslenska ríkinu bæri ekki að taka þátt í þeim kostnaði. Í þessu máli taldi hann að fyrningarfrestur þeirrar kröfu hefði ekki hafist fyrr en að gengnum fyrrnefndum dómi réttarins því það var ekki fyrr en þá sem tjónþoli gat vitað hver bæri hina lagalegu ábyrgð.
Hrd. 345/2015 dags. 17. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 168/2015 dags. 17. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 812/2015 dags. 7. janúar 2016 (RR-Skil)[HTML] [PDF]

Hrd. 324/2015 dags. 14. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 318/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML] [PDF]

Hrd. 319/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML] [PDF]

Hrd. 317/2015 dags. 21. janúar 2016 (Aðföng - Tollkvóti)[HTML] [PDF]

Hrd. 462/2015 dags. 28. janúar 2016 (Eyrarhóll)[HTML] [PDF]
Rækjuveiðar voru kvótasettar en síðan var kvótinn afnuminn af stjórnvöldum. Nokkrum árum síðar voru rækjuveiðar aftur kvótasettar. Aðili er hafði áður fengið kvóta til rækjuveiða vildi aftur kvóta en fékk ekki þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði laganna. Hæstiréttur taldi aðferðina málefnalega og synjaði kröfu hans. Aðilinn gæti hins vegar keypt kvóta.
Hrd. 461/2015 dags. 28. janúar 2016 (Halldór fiskvinnsla)[HTML] [PDF]

Hrd. 282/2015 dags. 28. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 281/2015 dags. 28. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2016 dags. 3. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 320/2015 dags. 4. febrúar 2016 (Óhefðbundin sambúð - gjöf við slit - Skattlögð gjöf)[HTML] [PDF]
Skattamál. Ríkið var í máli við K.
Eiginmaður K, M, var breskur ríkisborgari.
Þau eignuðust barn en ekki löngu eftir það slíta þau sambúðinni.
M keypti fasteign sem K bjó í ásamt barni þeirra.
Gerðu samning um að K myndi halda íbúðinni og fengi 40 milljónir að auki, en M héldi eftir öllum öðrum eignum. M var sterkefnaður.
Skatturinn krefst síðan tekjuskatts af öllum gjöfunum.
Niðurstaðan var sú að K þurfti að greiða tekjuskatt af öllu saman.

Málið er sérstakt hvað varðar svona aðstæður sambúðarslita. Skatturinn lítur venjulega framhjá þessu.
Hrd. 278/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 842/2014 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]
Verið var að rannsaka meinta markaðsmisnotkun banka í rannsókn á efnahagshruninu 2008. Hæstiréttur mat svo á að hlustun á síma sakbornings í kjölfar skýrslutöku, þar sem hann neitaði að tjá sig um sakargiftir, hefði verið umfram meðalhóf. Líta ætti því framhjá þeim upptökum.
Hrd. 272/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 277/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 69/2016 dags. 9. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 396/2015 dags. 11. febrúar 2016 (Snorri í Betel)[HTML] [PDF]

Hrd. 305/2015 dags. 11. febrúar 2016 (Gjaldtaka í Reykjahlíð)[HTML] [PDF]
Eigendur nokkurra lögbýla að Hverum við Námafjall og Leirhnúk stofnuðu einkahlutafélag L um tilteknar ráðstafanir á Reykjahlíð, sem var í sérstakri sameign þeirra allra. Eigendur nokkurra af þeim jörðum, er áttu samtals næstum 30% hluta af sameigninni, kröfðust staðfestingar á lögbanni gegn innheimtu L á aðgangsgjaldi að Hverum við Námafjall og Leirhnúk.

Hæstiréttur leit svo á að gjaldtakan hefði verið meiriháttar breyting á nýtingu landsins og því þurft að byggjast á ótvíræðu samþykki allra sameigenda. Ekki hafði mátt sjá að ótvírætt samþykki allra sameigenda hefði legið fyrir enda mátti ekki sjá á samþykktum L að eigendur sérstöku sameignarinnar hefðu afsalað þeim rétti til þess með ótvíræðum hætti, né tekið undir málatilbúnað L um að téðir eigendur hefðu samþykkt gjaldtökuna á vettvangi félagsins. Skorti því L heimild til gjaldtökunnar og lögbannið því staðfest.
Hrd. 382/2015 dags. 11. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 333/2015 dags. 11. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 253/2015 dags. 11. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 72/2016 dags. 11. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 383/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 425/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 375/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 560/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 426/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 424/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 68/2016 dags. 19. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 129/2016 dags. 23. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 477/2015 dags. 25. febrúar 2016 (Harpa-tónlistarhús)[HTML] [PDF]
Harpa kvartaði undan háum fasteignagjöldum. Snerist um það hvort að aðferðin sem beitt væri við fasteignamatið væri rétt. Harpa taldi aðferðina ranga og fór með sigur á hólmi í málinu.
Hrd. 451/2015 dags. 3. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 468/2015 dags. 10. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 417/2015 dags. 10. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 121/2016 dags. 16. mars 2016 (Vatnsendi 10)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um frávísun máls er sneri að því hvort Kópavogsbær hafi greitt réttum aðila þær eignarnámsbætur sem ÞH fékk. Hæstiréttur taldi þýðingarmest í málinu að fyrir liggi eðli og umfang þeirra óbeinu eignarréttinda sem hvíla á jörðinni. Héraðsdómi var gert að taka málið til efnismeðferðar.
Hrd. 506/2015 dags. 22. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 549/2015 dags. 14. apríl 2016 (Deiliskipulag - Gróðurhús)[HTML] [PDF]
Kostnaður vegna vinnu við gagnaöflun innan fyrirtækis fékkst ekki viðurkenndur sem tjón.
Hrd. 140/2016 dags. 19. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 224/2016 dags. 26. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 172/2016 dags. 26. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 615/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 585/2015 dags. 4. maí 2016 (Kostnaður vegna málsmeðferðar fyrir Tryggingastofnun ríkisins)[HTML] [PDF]

Hrd. 130/2016 dags. 4. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 604/2015 dags. 4. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 541/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] [PDF]
Ógilt eignarnám er framkvæmt var vegna raforkuvirkis.
Hrd. 512/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 577/2015 dags. 12. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 511/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] [PDF]
Landsnet ákvað að láta setja upp háspennulínur í lofti milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar árið 2008 í þeim tilgangi að styrkja afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum. Fyrir var Suðurnesjalína 1 sem var á hámarksnýtingu og eina línan þar á milli. Línan myndu þá fara um tugi jarða, þar á meðal jörð Sveitarfélagsins Voga. Ráðherra ákvað árið 2014 að heimila Landsneti ótímabundið eignarnám á tilteknum svæðum í þeim tilgangi.

Sveitarfélagið taldi að ekki hefðu verið uppfyllt skilyrði um almenningsþörf og meðalhóf sökum þess að ráðherrann sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni áður en hann veitti heimildina, að samráðsskyldan gagnvart sér hafi verið brotin, og að brotið hafi verið gegn andmælareglunni. Íslenska ríkið andmælti þeim málatilbúnaði þar sem hann hafi boðað til kynningarfunda um málið og að tillögur Landsnets hafi farið í gegnum viðeigandi ferli hjá Skipulagsstofnun og Orkustofnun.

Meiri hluti Hæstaréttar tók undir með sveitarfélaginu að þeir möguleikar að grafa háspennulínuna ofan í jörð hafi ekki verið skoðaðir nógu vel af hálfu Landsnets. Þá hafi eignarnámsþolarnir andmælt tillögunum á sínum tíma og bent á raunhæfa kosti þess að grafa þær í staðinn ofan í jörð. Þrátt fyrir þetta hafi Landsnet ekki farið í neitt mat á þeim möguleika og vísað í staðinn til almennra sjónarmiða um kosti og galla jarðstrengja. Ráðherra hafi þrátt fyrir að málið hafi verið í þessum búningi látið hjá líða að láta rannsaka þann valkost betur. Með hliðsjón af því sem kom fram féllst meiri hluti Hæstaréttar á ógildingu ákvörðunar ráðherra um heimild til eignarnáms. Minni hluti Hæstaréttar taldi að ekki væru efni til að fallast á ógildingarkröfuna.

Hrd. 513/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 311/2016 dags. 12. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 597/2015 dags. 19. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 627/2015 dags. 26. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 595/2015 dags. 2. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 531/2015 dags. 2. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 600/2015 dags. 2. júní 2016 (Hópbílaleigan ehf. III)[HTML] [PDF]

Hrd. 420/2015 dags. 2. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 661/2015 dags. 9. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 268/2016 dags. 9. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 86/2016 dags. 9. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 427/2016 dags. 10. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 607/2015 dags. 16. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 458/2016 dags. 5. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 455/2016 dags. 7. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 816/2015 dags. 15. september 2016 (Loforð fjármálaráðherra um endurgreiðslu skatts)[HTML] [PDF]

Hrd. 789/2015 dags. 15. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 88/2016 dags. 22. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 850/2015 dags. 29. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 498/2015 dags. 6. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 796/2015 dags. 13. október 2016 (Suðurnesjalína 2 - Leyfi Orkustofnunar)[HTML] [PDF]

Hrd. 749/2015 dags. 13. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 37/2016 dags. 13. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 20/2016 dags. 13. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 11/2016 dags. 13. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 710/2016 dags. 18. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 59/2016 dags. 20. október 2016 (Torfufell)[HTML] [PDF]

Hrd. 84/2016 dags. 20. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 845/2015 dags. 27. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 322/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Hnjótafjall)[HTML] [PDF]

Hrd. 323/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Skíðadalsafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 556/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 53/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Sjúkratryggingar Íslands I)[HTML] [PDF]

Hrd. 135/2016 dags. 24. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 80/2016 dags. 1. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 78/2016 dags. 1. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 17/2016 dags. 1. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 106/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 104/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 102/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 107/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 101/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 103/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 108/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 105/2016 dags. 8. desember 2016 (Gálgahraun II)[HTML] [PDF]

Hrd. 100/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 769/2016 dags. 14. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 18/2016 dags. 15. desember 2016 (Kæra stjórnvalds á máli til lögreglu)[HTML] [PDF]

Hrd. 212/2016 dags. 15. desember 2016 (Íslandsstofa)[HTML] [PDF]
Íslandsstofa stofnaði til útboðs um rammasamning. Hæstiréttur taldi hana bundna af meginreglum stjórnsýsluréttar þar sem hún var (þá) ótvírætt stjórnvald í skilningi íslenskra laga.
Hrd. 660/2016 dags. 15. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 784/2016 dags. 15. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 812/2016 dags. 4. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 826/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 808/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 837/2016 dags. 13. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 838/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 839/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 278/2016 dags. 26. janúar 2017 (Umboðsmaður skuldara)[HTML] [PDF]
Starfsmaður umboðsmanns skuldara skipti sér af þremur málum fyrrverandi eiginmanns síns. Hæstiréttur taldi að veita hefði átt starfsmanninum áminningu þar sem afskiptin voru ekki það alvarleg að þau réttlættu fyrirvaralausa brottvikningu úr starfi.
Hrd. 260/2016 dags. 26. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 331/2016 dags. 26. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 250/2016 dags. 2. febrúar 2017 (Bjargráðasjóður - Stjörnugrís III)[HTML] [PDF]
Einstaklingur sem þurfti að borga búnaðargjald (vegna landbúnaðarstarfsemi) vildi fá það endurgreitt. Það gjald hafði runnið til Svínaræktarfélags Íslands, Bændasamtakanna og Bjargráðasjóðs. Vildi einstaklingurinn meina að með skyldu til greiðslu gjaldanna til þessara einkaaðila sé verið að greiða félagsgjald. Hæstiréttur nefndi að í tilviki Bjargráðasjóðs að sökum hlutverks sjóðsins og að stjórn sjóðsins væri skipuð af ráðherra yrði að líta til þess að sjóðurinn væri stjórnvald, og því væri um skatt að ræða.
Hrd. 273/2015 dags. 2. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 329/2016 dags. 2. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 248/2016 dags. 2. febrúar 2017 (Sjóklæðagerðin - KPMG)[HTML] [PDF]

Hrd. 300/2016 dags. 2. febrúar 2017 (Samþykki veðsetningar)[HTML] [PDF]

Hrd. 401/2016 dags. 2. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 223/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 319/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 376/2016 dags. 16. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 575/2016 dags. 16. febrúar 2017 (Framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 62/2017 dags. 22. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 809/2015 dags. 23. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 388/2016 dags. 23. febrúar 2017 (Bensínstöð)[HTML] [PDF]

Hrd. 387/2016 dags. 2. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 418/2016 dags. 16. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 345/2016 dags. 16. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 85/2017 dags. 16. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 124/2017 dags. 17. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 213/2016 dags. 23. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 367/2016 dags. 30. mars 2017 (Staðgöngumæðrun)[HTML] [PDF]
Lesbíur fóru til Bandaríkjanna sem höfðu samið við staðgöngumóður um að ganga með barn. Dómstóll í Bandaríkjunum gaf út úrskurð um að lesbíurnar væru foreldrar barnsins.

Þær komu aftur til Íslands og krefjast skráningar barnsins í þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands spyr um uppruna barnsins og þær gefa upp fyrirkomulagið um staðgöngumæðrun. Þjóðskrá Íslands synjar um skráninguna og þær kærðu ákvörðunina til ráðuneytisins. Þar fór ákvörðunin til dómstóla sem endaði með synjun Hæstaréttar.

Barnið var sett í forsjá barnaverndaryfirvalda sem settu það í fóstur, þar var því ráðstafað í fóstur hjá lesbíunum sökum tengsla við barnið.
Hrd. 566/2016 dags. 30. mars 2017 (Á eyrunum)[HTML] [PDF]

Hrd. 461/2016 dags. 30. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 318/2016 dags. 30. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 525/2016 dags. 6. apríl 2017 (Sjúklingatrygging)[HTML] [PDF]

Hrd. 544/2016 dags. 11. apríl 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 189/2017 dags. 25. apríl 2017 (Hamarshjáleiga)[HTML] [PDF]

Hrd. 197/2017 dags. 25. apríl 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 224/2017 dags. 27. apríl 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 264/2017 dags. 16. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 196/2017 dags. 16. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 391/2016 dags. 24. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 498/2016 dags. 24. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 285/2017 dags. 30. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 768/2016 dags. 1. júní 2017 (Ferðaþjónusta fatlaðra)[HTML] [PDF]

Hrd. 501/2016 dags. 1. júní 2017 (Tímabil atvinnuleysisbóta)[HTML] [PDF]

Hrd. 535/2016 dags. 1. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 298/2017 dags. 1. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 335/2017 dags. 6. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 193/2017 dags. 15. júní 2017 (Kröflulína 4 og 5)[HTML] [PDF]

Hrd. 451/2017 dags. 31. júlí 2017 (Landsréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 452/2017 dags. 31. júlí 2017 (Landsréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 395/2017 dags. 28. ágúst 2017 (Ytri-Hólmur)[HTML] [PDF]
Skjal var móttekið til þinglýsingar árið 1958 en ekki fært í þinglýsingarbókina. Það var síðar leiðrétt. Ekki var talið að vafinn væri nægur til að útiloka að mistökin hefðu verið augljós.
Hrd. 426/2017 dags. 28. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 400/2017 dags. 28. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 479/2017 dags. 30. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 650/2016 dags. 21. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 779/2016 dags. 21. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 93/2017 dags. 28. september 2017 (Djúpidalur)[HTML] [PDF]

Hrd. 94/2017 dags. 28. september 2017 (Hvassafell)[HTML] [PDF]

Hrd. 610/2016 dags. 5. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 635/2016 dags. 12. október 2017 (Reynivellir)[HTML] [PDF]

Hrd. 505/2016 dags. 12. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 684/2016 dags. 19. október 2017 (Kostnaður vegna málsmeðferðar í umhverfisráðuneytinu)[HTML] [PDF]

Hrd. 156/2016 dags. 19. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 372/2017 dags. 2. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 689/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 670/2017 dags. 3. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 464/2017 dags. 9. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 686/2017 dags. 9. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 862/2016 dags. 16. nóvember 2017 (Staðarmörk Reykjavíkur)[HTML] [PDF]

Hrd. 687/2016 dags. 16. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 702/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 655/2016 dags. 30. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 763/2017 dags. 13. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 710/2017 dags. 13. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 354/2017 dags. 14. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 415/2017 dags. 14. desember 2017 (Hatursorðræða)[HTML] [PDF]

Hrd. 577/2017 dags. 14. desember 2017 (Hatursorðræða)[HTML] [PDF]

Hrd. 591/2017 dags. 19. desember 2017 (Skipun landsréttardómara)[HTML] [PDF]

Hrd. 592/2017 dags. 19. desember 2017 (Skipun landsréttardómara)[HTML] [PDF]

Hrd. 617/2016 dags. 19. desember 2017 (Gunnar - Endurgreiðsla ofgreiddra skatta)[HTML] [PDF]

Hrd. 856/2017 dags. 17. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 666/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 667/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 740/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 831/2017 dags. 18. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 347/2016 dags. 25. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 4/2017 dags. 25. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 72/2017 dags. 1. febrúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 120/2017 dags. 15. febrúar 2018 (Mamma veit best)[HTML] [PDF]
Ágreiningur var um rétta tollflokkun tiltekinnar vöru. Dómari í héraði sýknaði af kröfu byggt á niðurstöðu eigin Google-leitar er leiddi á upplýsingar um vöruna á vef framleiðanda vörunnar og nefndi að þessar upplýsingar voru öllum aðgengilegar. Hæstiréttur ómerkti niðurstöðuna þar sem hann taldi það ekki heimilt.
Hrd. 185/2017 dags. 1. mars 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 158/2017 dags. 1. mars 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 5/2018 dags. 8. mars 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 191/2017 dags. 8. mars 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 145/2017 dags. 8. mars 2018 (Sjúkratryggingar Íslands)[HTML] [PDF]

Hrd. 151/2017 dags. 8. mars 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 149/2017 dags. 8. mars 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 115/2017 dags. 22. mars 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 238/2017 dags. 20. apríl 2018 (Endurákvörðun virðisaukaskatts)[HTML] [PDF]

Hrd. 328/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 493/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 269/2017 dags. 20. apríl 2018 (Þrotabú KNH ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 353/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 418/2017 dags. 3. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 462/2017 dags. 9. maí 2018 (Atvinnurekandi)[HTML] [PDF]

Hrd. 187/2017 dags. 17. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 10/2018 dags. 24. maí 2018 (Umferðarlagabrot)[HTML] [PDF]

Hrd. 501/2017 dags. 24. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 14/2018 dags. 30. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 817/2017 dags. 31. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 491/2017 dags. 31. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 815/2017 dags. 7. júní 2018 (Lögreglumaður)[HTML] [PDF]

Hrd. 604/2017 dags. 7. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 622/2017 dags. 7. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 552/2017 dags. 7. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 557/2017 dags. 7. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 578/2017 dags. 7. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 755/2017 dags. 21. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 17/2018 dags. 17. september 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 160/2017 dags. 20. september 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 638/2017 dags. 27. september 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 639/2017 dags. 27. september 2018 (Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans)[HTML] [PDF]

Hrd. 590/2017 dags. 4. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 589/2017 dags. 4. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 154/2017 dags. 11. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 827/2017 dags. 11. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 816/2017 dags. 11. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 614/2017 dags. 11. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 275/2017 dags. 25. október 2018 (Jarðhitaréttindi í Skútustaðahreppi)[HTML] [PDF]

Hrd. 735/2017 dags. 1. nóvember 2018 (Fögrusalir)[HTML] [PDF]

Hrd. 851/2017 dags. 1. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 795/2017 dags. 15. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 632/2017 dags. 22. nóvember 2018 (Grenlækur)[HTML] [PDF]

Hrd. 842/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 811/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 576/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 546/2017 dags. 22. nóvember 2018 (Innnes II)[HTML] [PDF]

Hrd. 545/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 544/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 508/2017 dags. 6. desember 2018 (Huginn - Úthlutun aflaheimilda í makríl)[HTML] [PDF]
Í lögum um veiðar fyrir utan lögsögu íslenska ríkisins er kveðið á um að ef samfelld veiðireynsla liggur fyrir mætti úthluta með tilteknum hætti.
Hrd. 857/2017 dags. 6. desember 2018 (Zoe)[HTML] [PDF]
Foreldrar barns kröfðust þess að úrskurður mannanafnanefndar um að synja barninu um að heita Zoe yrði ógiltur, og einnig viðurkenningu um að barnið mætti heita það. Úrskurðurinn byggði á því að ekki mætti rita nöfn með zetu. Hæstiréttur vísaði til reglugerðar þar sem heimilt var að rita mannanöfn með zetu. Hæstiréttur ógilti úrskurð mannanafnanefndar en vísaði frá viðurkenningarkröfunni.

Eftir málslokin komst mannanafnanefnd að þeirri niðurstöðu að hún mætti heita Zoe.
Hrd. 843/2017 dags. 6. desember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 586/2017 dags. 6. desember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 509/2017 dags. 6. desember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 32/2018 dags. 8. janúar 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 27/2018 dags. 6. mars 2019 (Hjúkrunarfræðingur)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur taldi að ekki væri hægt að beita hlutlægri ábyrgð við mat á bótakröfu vegna rannsóknar á meintu manndrápi af gáleysi við vinnu sína, sem viðkomandi var sýknaður fyrir dómi.
Hrd. 12/2019 dags. 19. mars 2019 (Tekjutengdar greiðslur)[HTML] [PDF]

Hrd. 13/2019 dags. 21. mars 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 34/2018 dags. 14. maí 2019 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - Tekjustofnum sveitarfélaga breytt með reglugerð)[HTML] [PDF]
Gerð var breyting á lögum og með reglugerð var kveðið á um að sum sveitarfélög fengju ekki jöfnunargjöldin lengur. Sveitarfélagið var ekki sátt og fer fram á það við dómi að íslenska ríkið greiði þeim samsvarandi upphæð og ef niðurfellingin hefði ekki orðið.

Hæstiréttur klofnaði í niðurstöðu sinni. Meiri hlutinn taldi að hér væri um að ræða of víðtækt framsal valds og féllst því á kröfu sveitarfélagsins. Ágreiningurinn milli meiri og minni hluta virðist felast í því hversu strangar kröfur þarf að gera til slíks framsals.
Hrd. 12/2018 dags. 21. maí 2019 (Endurupptaka - Skattur - Ne bis in idem)[HTML] [PDF]

Hrd. 7/2019 dags. 31. maí 2019 (Áreiðanleikakönnun)[HTML] [PDF]
Einkahlutafélag lét fjármálafyrirtæki gera áreiðanleikakönnun og taldi hinn síðarnefnda hafa gert hana illa.

Engar skráðar reglur lágu fyrir um framkvæmd áreiðanleikakannana en litið var til fyrirheita sem fjármálafyrirtækið gaf út. Ekki var talið hafa verið til staðar gáleysi af hálfu fjármálafyrirtækisins fyrir að hafa ekki skoðað fleiri atriði en það hefði sjálft talið upp.
Hrd. 5/2019 dags. 4. júní 2019 (Vogun)[HTML] [PDF]
Í málinn var deilt um hvaða dag ætti að telja sem stofndag skaðabótakröfu enda skipti það máli upp á það hvort krafan ætti að teljast fyrnd. Krafan beindist að fyrrum hluthafa í Landsbankanum fyrir efnahagshrunið 2008 af hálfu annarra hluthafa. Meðal ágreiningsefna málsins var hvort fyrningartíminn færi eftir eldri, er giltu út árið 2007, eða nýrri fyrningarlögum er tóku við. Hæstiréttur mat það svo að í þeim tilvikum þar sem atvikin höfðu átt sér stað árið 2007 færi fyrningarfresturinn eftir eldri lögunum, þrátt fyrir að tjónið hefði ekki uppgötvast fyrr en löngu síðar. Öðrum ágreiningsefnum var vísað til lægri dómstiga til nýrrar meðferðar.

Dómurinn er einnig til marks um að Hæstiréttur lítur til kenninga fræðimanna.
Hrd. 6/2019 dags. 4. júní 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2019 dags. 6. júní 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 20/2019 dags. 12. júní 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 45/2019 dags. 15. október 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 17/2019 dags. 23. október 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 21/2019 dags. 30. október 2019[HTML] [PDF]
F skilaði inn umsókn um leyfi til að taka barn í fóstur. Barnaverndarstofa synjaði umsókninni án þess að bjóða henni að taka námskeið þar sem hæfi hennar yrði metið, á þeim grundvelli að það væri tilhæfulaust sökum ástands hennar. Hæstiréttur taldi að synjun umsóknar F á þessu stigi hefði verið brot á rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins.
Hrd. 18/2019 dags. 30. október 2019 (Stýriverktaka)[HTML] [PDF]
Íslenskir Aðalverktakar gerðu samning 2006 um byggingu Hörpunnar. Sömdu um stýriverktöku þegar bílakjallarinn var byggður. ÍAV hélt því fram að þetta næði yfir allan bílakjallarann. Deilt var um hvort stýriverktakan væri kvöð á eigninni eða kröfuréttindi. Hæstiréttur taldi að um væru kröfuréttindi að ræða.

Til þess að eignarréttindi geta stofnast þurfa þau í eðli sínu að geta talist vera hlutbundin réttindi og að það hafi verið ætlan samningsaðila að stofna slík réttindi. ÍAV áttu því eingöngu kröfu um þetta gagnvart gamla eigandanum á grundvelli síðara atriðisins.
Hrd. 47/2019 dags. 18. nóvember 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 40/2019 dags. 16. desember 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2020 dags. 10. mars 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 1/2020 dags. 31. mars 2020 (Náttúruvernd 2 málsóknarfélag)[HTML] [PDF]

Hrd. 30/2019 dags. 28. apríl 2020 (LMFÍ lagði fram kvörtun á hendur félagsmanni)[HTML] [PDF]

Hrd. 50/2019 dags. 4. maí 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 7/2020 dags. 20. maí 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 8/2020 dags. 20. maí 2020 (JTWROS)[HTML] [PDF]
Dómurinn er til marks um það að Hæstiréttur getur beitt erlendum réttarreglum.
Hrd. 52/2019 dags. 25. maí 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 3/2020 dags. 16. júní 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 2/2020 dags. 19. júní 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 14/2020 dags. 19. nóvember 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 31/2020 dags. 9. desember 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 32/2020 dags. 9. desember 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 42/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 17/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 18/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 9/2020 dags. 5. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 27/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 23/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 22/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 26/2020 dags. 4. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 34/2019 dags. 12. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 35/2019 dags. 12. mars 2021 (Markaðsmisnotkun - Landsbankinn)[HTML] [PDF]

Hrd. 38/2020 dags. 25. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 41/2020 dags. 13. október 2021[HTML]

Hrd. 21/2021 dags. 11. nóvember 2021[HTML]

Hrd. 22/2021 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Hrd. 28/2021 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Hrd. 46/2021 dags. 2. mars 2022[HTML]

Hrd. 25/2022 dags. 9. maí 2022[HTML]

Hrd. 35/2020 dags. 22. júní 2022[HTML]

Hrd. 24/2022 dags. 28. september 2022[HTML]

Hrd. 14/2022 dags. 28. september 2022[HTML]

Hrd. 7/2022 dags. 5. október 2022[HTML]

Hrd. 17/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 16/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 15/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 8/2022 dags. 9. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 10/2022 dags. 9. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 28/2022 dags. 7. desember 2022[HTML]

Hrd. 38/2022 dags. 1. mars 2023[HTML]

Hrd. 48/2022 dags. 29. mars 2023[HTML]

Hrd. 44/2022 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Hrd. 47/2022 dags. 10. maí 2023[HTML]

Hrd. 45/2022 dags. 23. maí 2023[HTML]

Hrd. 37/2023 dags. 6. september 2023[HTML]

Hrd. 56/2022 dags. 4. október 2023[HTML]

Hrd. 9/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Hrd. 16/2023 dags. 1. nóvember 2023[HTML]

Hrd. 39/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Hrd. 43/2023 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Hrd. 24/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Hrd. 36/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. 23/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. 22/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. 21/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. 20/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. 34/2023 dags. 6. maí 2024[HTML]

Hrd. 52/2023 dags. 15. maí 2024[HTML]

Hrd. 48/2023 dags. 15. maí 2024[HTML]

Hrd. 24/2024 dags. 19. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd neytendamála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2010 (Kæra Og fjarskipta ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 38/2010)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2021 (Kæra Sante ehf. og ST ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 19. maí 2021.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 15/2012 (Kæra Jóns Einarssonar á ákvörðun Neytendastofu 6. september 2012.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 18/2014 (Kæra Isavia ohf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 37/2014.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2022 (Kæra Símans hf. á ákvörðun Neytendastofu frá 24. janúar 2022.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 23/2011 (Kæra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á ákvörðun sem lýst er yfir í bréfi Neytendastofu, dags. 16. nóvember 2011.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2010 (Kæra Sparnaðar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 17/2010)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2014 (Kæra Íslandsbanka hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 8/2014.)

Fara á yfirlit

Endurupptökudómur

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 7/2021 dags. 29. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 30/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 29/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 26/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 21/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 20/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 15/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 2/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 11/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 10/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 18/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 3/2022 dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 9/2022 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 6/2022 dags. 15. júní 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 5/2022 dags. 15. júní 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 8/2022 dags. 14. september 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 12/2022 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 13/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 15/2022 dags. 31. október 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 18/2022 dags. 17. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 17/2022 dags. 17. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 24/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 23/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 22/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 21/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 20/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 19/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 16/2022 dags. 30. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 26/2022 dags. 28. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 30/2022 dags. 21. mars 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 27/2022 dags. 16. maí 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 25/2022 dags. 16. maí 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 32/2022 dags. 20. september 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 8/2023 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2023 dags. 19. október 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 11/2023 dags. 20. desember 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Dómur Félagsdóms 1991:439 í máli nr. 5/1991

Úrskurður Félagsdóms 1994:256 í máli nr. 11/1994

Dómur Félagsdóms 1994:282 í máli nr. 15/1994

Úrskurður Félagsdóms 1995:381 í máli nr. 9/1995

Dómur Félagsdóms 1996:534 í máli nr. 9/1995

Úrskurður Félagsdóms 1997:1 í máli nr. 16/1996

Úrskurður Félagsdóms 1997:25 í máli nr. 3/1997

Úrskurður Félagsdóms 1997:84 í máli nr. 10/1997

Dómur Félagsdóms 1997:104 í máli nr. 6/1997

Dómur Félagsdóms 1998:249 í máli nr. 10/1997

Dómur Félagsdóms 1998:315 í máli nr. 4/1998

Dómur Félagsdóms 1998:330 í máli nr. 12/1998

Dómur Félagsdóms 2000:544 í máli nr. 2/2000

Úrskurður Félagsdóms 2000:601 í máli nr. 7/2000

Dómur Félagsdóms 2000:610 í máli nr. 9/2000

Úrskurður Félagsdóms 2000:620 í máli nr. 11/2000

Dómur Félagsdóms 2000:633 í máli nr. 13/2000

Dómur Félagsdóms í máli nr. 11/2000 dags. 26. mars 2001

Dómur Félagsdóms í máli nr. 5/2001 dags. 27. apríl 2001

Dómur Félagsdóms í máli nr. 13/2001 dags. 29. maí 2001

Dómur Félagsdóms í máli nr. 12/2001 dags. 30. maí 2001

Dómur Félagsdóms í máli nr. 9/2001 dags. 4. júlí 2001

Dómur Félagsdóms í máli nr. 1/2002 dags. 16. janúar 2002

Dómur Félagsdóms í máli nr. 18/2001 dags. 15. febrúar 2002

Dómur Félagsdóms í máli nr. 8/2002 dags. 23. júní 2002

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 3/2002 dags. 8. júlí 2002

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 7/2002 dags. 14. október 2002

Dómur Félagsdóms í máli nr. 13/2002 dags. 4. febrúar 2003

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 2/2004 dags. 17. maí 2004

Dómur Félagsdóms í máli nr. 2/2004 dags. 12. júlí 2004

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 17/2004 dags. 14. mars 2005

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 2/2005 dags. 15. apríl 2005

Dómur Félagsdóms í máli nr. 8/2005 dags. 30. maí 2005

Dómur Félagsdóms í máli nr. 11/2005 dags. 11. október 2005

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 10/2005 dags. 21. október 2005

Dómur Félagsdóms í máli nr. 12/2005 dags. 29. desember 2005

Dómur Félagsdóms í máli nr. 4/2006 dags. 6. júlí 2006

Dómur Félagsdóms í máli nr. 1/2008 dags. 30. apríl 2008

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 7/2008 dags. 8. janúar 2009

Dómur Félagsdóms í máli nr. 5/2009 dags. 24. apríl 2009

Dómur Félagsdóms í máli nr. 4/2009 dags. 12. maí 2009

Dómur Félagsdóms í máli nr. 6/2009 dags. 22. janúar 2010

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-8/2010 dags. 21. mars 2010

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-3/2010 dags. 4. júní 2010

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2010 dags. 24. september 2010

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-10/2010 dags. 7. febrúar 2011

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-3/2011 dags. 8. júní 2011

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2011 dags. 3. nóvember 2011

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-10/2011 dags. 19. desember 2011

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2012 dags. 12. júlí 2012

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-3/2012 dags. 12. júlí 2012

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-7/2012 dags. 5. október 2012

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2012 dags. 12. nóvember 2012

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-11/2012 dags. 14. febrúar 2013

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-1/2013 dags. 12. apríl 2013

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-2/2013 dags. 21. maí 2013

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-4/2013 dags. 30. maí 2013

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-5/2013 dags. 13. júní 2013

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2013 dags. 20. janúar 2014

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-11/2013 dags. 3. febrúar 2014

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2014 dags. 3. júní 2014

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2014 dags. 10. júlí 2014

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-14/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-13/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-11/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-10/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-7/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-17/2015 dags. 10. maí 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2015 dags. 15. maí 2015

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-19/2015 dags. 29. júní 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-18/2015 dags. 29. júní 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-3/2015 dags. 17. júlí 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-5/2015 dags. 12. október 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-22/2015 dags. 14. október 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-20/2015 dags. 14. október 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-15/2015 dags. 14. október 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2016 dags. 29. apríl 2016

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-8/2016 dags. 27. júní 2016

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-2/2016 dags. 22. september 2016

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2016 dags. 17. janúar 2017

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-3/2017 dags. 26. júní 2017

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-4/2017 dags. 3. nóvember 2017

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-4/2018 dags. 22. júní 2018

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-7/2018 dags. 27. mars 2019

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-8/2018 dags. 29. maí 2019

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2019 dags. 20. nóvember 2019

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-8/2019 dags. 20. nóvember 2019

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-7/2019 dags. 20. nóvember 2019

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-16/2019 dags. 20. desember 2019

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2020 dags. 23. júní 2020

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-4/2020 dags. 23. júní 2020

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-7/2020 dags. 30. júní 2020

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2020 dags. 8. september 2020

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-18/2020 dags. 25. mars 2021

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-8/2021 dags. 28. júní 2021

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-19/2020 dags. 30. júní 2021

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-16/2021 dags. 16. desember 2021

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-14/2021 dags. 16. desember 2021

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-18/2021 dags. 11. janúar 2022

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-23/2021 dags. 19. apríl 2022

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-26/2021 dags. 26. apríl 2022

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-21/2021 dags. 4. maí 2022

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-22/2021 dags. 13. júní 2022

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-26/2021 dags. 29. nóvember 2022

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-6/2023 dags. 9. maí 2023

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-3/2023 dags. 9. maí 2023

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-7/2023 dags. 6. júní 2023

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-10/2023 dags. 15. desember 2023

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-3/2024 dags. 2. júlí 2024

Fara á yfirlit

Fjarskiptastofa

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 1/2021 dags. 8. júlí 2021

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 10/2021 dags. 23. desember 2021

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 10/2023 dags. 19. október 2023

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-320/2004 dags. 9. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-245/2005 dags. 15. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2005 dags. 9. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. T-2/2008 dags. 2. júlí 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-1/2008 dags. 24. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-349/2007 dags. 10. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-175/2008 dags. 1. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-176/2008 dags. 20. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-175/2008 dags. 20. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-352/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-351/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-350/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-344/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-321/2008 dags. 25. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-43/2008 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-42/2008 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-347/2007 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-345/2007 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-176/2009 dags. 21. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-1/2008 dags. 25. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-120/2011 dags. 4. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-86/2013 dags. 16. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-86/2013 dags. 29. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-93/2016 dags. 3. ágúst 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-66/2017 dags. 11. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-6/2019 dags. 20. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-16/2019 dags. 29. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-51/2018 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. A-124/2020 dags. 18. september 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. R-57/2021 dags. 1. maí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-31/2020 dags. 1. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-86/2020 dags. 10. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-108/2020 dags. 26. júlí 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-471/2006 dags. 7. desember 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-269/2008 dags. 25. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-227/2008 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-77/2008 dags. 5. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-269/2008 dags. 9. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-135/2008 dags. 8. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-132/2008 dags. 11. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-138/2008 dags. 16. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-136/2008 dags. 16. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-134/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-133/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-137/2008 dags. 24. september 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. T-1/2009 dags. 20. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-228/2009 dags. 31. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-107/2008 dags. 18. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-108/2008 dags. 26. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-106/2008 dags. 4. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-69/2009 dags. 16. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-68/2009 dags. 27. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-416/2010 dags. 7. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-67/2009 dags. 13. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-20/2010 dags. 15. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-110/2010 dags. 20. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-19/2010 dags. 24. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-72/2010 dags. 17. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-71/2010 dags. 11. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-75/2010 dags. 14. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-74/2010 dags. 15. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-195/2012 dags. 30. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-244/2012 dags. 3. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-32/2010 dags. 21. ágúst 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-253/2013 dags. 22. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-33/2010 dags. 30. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-73/2010 dags. 8. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-34/2010 dags. 22. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-196/2012 dags. 2. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-197/2012 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. M-10/2015 dags. 13. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-295/2013 dags. 13. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-175/2012 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-70/2010 dags. 4. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-35/2010 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-36/2010 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-221/2012 dags. 13. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-34/2015 dags. 10. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-120/2018 dags. 6. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-54/2018 dags. 10. desember 2021[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-115/2022 dags. 1. september 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-109/2023 dags. 14. júlí 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-25/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-23/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-26/2010 dags. 12. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-18/2012 dags. 14. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-35/2011 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-40/2012 dags. 23. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-24/2010 dags. 13. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-40/2012 dags. 29. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-25/2013 dags. 17. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012 dags. 5. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-56/2014 dags. 6. ágúst 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-43/2017 dags. 15. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-24/2015 dags. 31. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-23/2015 dags. 31. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-29/2015 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-28/2015 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-4160/2002 dags. 18. september 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1707/2005 dags. 29. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-338/2006 dags. 4. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2946/2008 dags. 11. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-88/2010 dags. 26. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1347/2010 dags. 9. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1037/2010 dags. 9. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1893/2009 dags. 18. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1088/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-4818/2009 dags. 4. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-466/2011 dags. 31. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-60/2011 dags. 3. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1850/2011 dags. 13. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-4/2013 dags. 1. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-664/2013 dags. 16. ágúst 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1167/2013 dags. 14. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-111/2014 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. A-1/2014 dags. 16. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-181/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-84/2014 dags. 7. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-377/2014 dags. 30. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-823/2014 dags. 16. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-648/2014 dags. 3. júní 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1121/2015 dags. 10. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-100/2013 dags. 22. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1121/2015 dags. 22. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. T-2/2014 dags. 31. ágúst 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-259/2016 dags. 23. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-446/2016 dags. 9. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-220/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-209/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-674/2016 dags. 6. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-569/2016 dags. 17. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-276/2017 dags. 24. maí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1087/2016 dags. 8. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-179/2017 dags. 16. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-223/2017 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-209/2017 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-242/2017 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-221/2017 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-224/2017 dags. 7. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-274/2017 dags. 18. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-335/2017 dags. 28. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-334/2017 dags. 28. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-331/2017 dags. 28. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-329/2017 dags. 28. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-342/2017 dags. 30. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-252/2017 dags. 6. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-413/2017 dags. 7. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-403/2017 dags. 7. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-357/2017 dags. 7. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-356/2017 dags. 7. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-402/2017 dags. 19. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-401/2017 dags. 19. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-399/2017 dags. 19. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-20/2018 dags. 13. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-19/2018 dags. 13. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1146/2017 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-115/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-466/2018 dags. 12. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-386/2017 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2213/2020 dags. 2. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1362/2014 dags. 22. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-884/2020 dags. 14. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3237/2020 dags. 5. júlí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2383/2023 dags. 4. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1864/2022 dags. 3. maí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1266/2024 dags. 15. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4419/2005 dags. 15. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4966/2005 dags. 30. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4727/2005 dags. 30. mars 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-1/2006 dags. 31. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2308/2005 dags. 31. mars 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7077/2005 dags. 4. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6278/2005 dags. 12. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4734/2005 dags. 25. apríl 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7356/2005 dags. 10. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6735/2005 dags. 17. maí 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7080/2005 dags. 22. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4732/2005 dags. 22. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2398/2005 dags. 22. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7376/2004 dags. 23. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6187/2005 dags. 29. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5864/2005 dags. 31. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5185/2005 dags. 2. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5184/2005 dags. 2. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5183/2005 dags. 2. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7312/2004 dags. 6. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6286/2005 dags. 7. júní 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8569/2003 dags. 7. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-321/2005 dags. 15. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4420/2005 dags. 20. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4706/2005 dags. 27. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4740/2005 dags. 28. júní 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7756/2005 dags. 29. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7184/2005 dags. 29. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4916/2005 dags. 30. júní 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-93/2006 dags. 6. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5186/2005 dags. 14. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3100/2005 dags. 18. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2306/2005 dags. 21. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2445/2006 dags. 14. september 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-289/2006 dags. 18. september 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2339/2005 dags. 29. september 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7753/2005 dags. 4. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7737/2005 dags. 10. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-681/2006 dags. 11. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4766/2005 dags. 18. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1789/2006 dags. 20. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7846/2005 dags. 20. október 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1027/2006 dags. 24. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1771/2005 dags. 26. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7356/2005 dags. 27. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7054/2005 dags. 27. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2348/2006 dags. 10. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1297/2005 dags. 10. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-761/2006 dags. 13. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7206/2005 dags. 17. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-271/2006 dags. 22. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4001/2006 dags. 23. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5191/2006 dags. 24. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5256/2005 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-197/2006 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-291/2006 dags. 4. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1316/2006 dags. 8. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3757/2006 dags. 14. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7302/2005 dags. 14. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1939/2006 dags. 19. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2626/2003 dags. 21. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3650/2006 dags. 5. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4731/2005 dags. 29. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2188/2006 dags. 9. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2190/2006 dags. 13. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5998/2005 dags. 15. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3994/2006 dags. 16. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4914/2005 dags. 16. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2350/2006 dags. 19. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7258/2005 dags. 26. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5950/2006 dags. 2. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4245/2006 dags. 2. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3690/2006 dags. 9. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7839/2006 dags. 27. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1351/2006 dags. 4. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3903/2006 dags. 13. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6436/2006 dags. 26. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7407/2006 dags. 27. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4965/2005 dags. 30. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4825/2006 dags. 9. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5524/2006 dags. 14. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2959/2006 dags. 22. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4752/2005 dags. 30. maí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-336/2007 dags. 12. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7287/2006 dags. 27. júní 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6574/2006 dags. 6. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-211/2007 dags. 12. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4965/2005 dags. 31. ágúst 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7849/2005 dags. 2. október 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2296/2007 dags. 23. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-336/2007 dags. 31. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2340/2005 dags. 2. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-754/2006 dags. 12. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-934/2007 dags. 13. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6527/2006 dags. 14. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1697/2007 dags. 16. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3992/2006 dags. 16. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1920/2007 dags. 27. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-342/2007 dags. 28. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4230/2007 dags. 5. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-519/2007 dags. 10. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2279/2006 dags. 17. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4142/2007 dags. 20. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5336/2004 dags. 28. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7219/2006 dags. 4. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-762/2007 dags. 8. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3514/2007 dags. 30. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4705/2007 dags. 4. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1496/2007 dags. 11. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4803/2007 dags. 20. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3899/2007 dags. 25. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5377/2007 dags. 27. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-329/2007 dags. 27. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5897/2007 dags. 3. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5105/2007 dags. 11. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4843/2007 dags. 15. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4684/2007 dags. 18. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5375/2007 dags. 5. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-936/2007 dags. 6. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6409/2007 dags. 7. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4794/2007 dags. 9. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-39/2008 dags. 23. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3443/2007 dags. 23. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6567/2006 dags. 29. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5190/2007 dags. 2. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8412/2007 dags. 4. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-781/2007 dags. 4. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6574/2006 dags. 5. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8416/2007 dags. 16. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6117/2007 dags. 20. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4425/2007 dags. 26. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7315/2007 dags. 1. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-515/2007 dags. 2. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7175/2007 dags. 24. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-734/2008 dags. 18. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1396/2008 dags. 19. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4250/2005 dags. 24. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4393/2008 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-440/2008 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6490/2007 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3514/2007 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8081/2007 dags. 9. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7836/2007 dags. 17. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5522/2006 dags. 17. október 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2502/2008 dags. 23. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7937/2007 dags. 23. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7690/2007 dags. 23. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3160/2008 dags. 6. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4705/2007 dags. 11. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2815/2008 dags. 14. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1357/2008 dags. 24. nóvember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3322/2008 dags. 25. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-266/2008 dags. 2. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 3. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-64/2008 dags. 5. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8589/2007 dags. 11. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3958/2008 dags. 15. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2813/2008 dags. 19. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-16/2008 dags. 22. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-666/2008 dags. 23. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1421/2008 dags. 9. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3899/2007 dags. 9. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1931/2008 dags. 14. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-936/2007 dags. 15. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2865/2008 dags. 22. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2866/2008 dags. 6. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5428/2008 dags. 12. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-613/2008 dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4007/2008 dags. 26. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-947/2008 dags. 27. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5333/2007 dags. 27. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3669/2007 dags. 4. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4706/2008 dags. 4. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2502/2008 dags. 5. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-656/2008 dags. 5. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5194/2008 dags. 9. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3120/2008 dags. 18. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6640/2008 dags. 20. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5470/2008 dags. 24. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5467/2008 dags. 27. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2121/2007 dags. 22. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-590/2009 dags. 30. apríl 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11252/2008 dags. 4. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8945/2008 dags. 11. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-992/2009 dags. 22. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8980/2008 dags. 26. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12083/2008 dags. 15. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5391/2008 dags. 23. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3982/2008 dags. 29. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-521/2007 dags. 30. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1572/2009 dags. 27. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1168/2009 dags. 18. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10672/2008 dags. 18. september 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-417/2009 dags. 22. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12017/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7966/2008 dags. 25. september 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5274/2009 dags. 30. september 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5273/2009 dags. 30. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9557/2008 dags. 2. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-610/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-609/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-362/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-361/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-360/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-359/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-358/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-357/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-356/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-355/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-354/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-353/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-352/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-351/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-350/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-33/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-32/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-29/2009 dags. 7. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1215/2009 dags. 12. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8042/2008 dags. 14. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12027/2008 dags. 16. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1453/2007 dags. 21. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2524/2008 dags. 29. október 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3614/2009 dags. 3. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1343/2009 dags. 6. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-50/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-49/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5081/2009 dags. 13. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4598/2006 dags. 18. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8679/2009 dags. 19. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10724/2008 dags. 19. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1356/2009 dags. 20. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-55/2009 dags. 25. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5444/2009 dags. 27. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8210/2007 dags. 30. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5286/2009 dags. 2. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4317/2009 dags. 2. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1173/2008 dags. 8. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1172/2008 dags. 8. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2038/2008 dags. 14. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5118/2009 dags. 16. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-948/2008 dags. 18. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3632/2009 dags. 21. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8580/2009 dags. 29. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5225/2009 dags. 29. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-983/2009 dags. 12. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9798/2009 dags. 15. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2003/2009 dags. 15. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3982/2009 dags. 28. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8515/2009 dags. 2. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1170/2008 dags. 12. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-583/2009 dags. 15. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7649/2009 dags. 19. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6474/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9040/2009 dags. 1. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2103/2009 dags. 9. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8588/2009 dags. 15. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3228/2009 dags. 18. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8656/2009 dags. 22. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11725/2009 dags. 7. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8766/2009 dags. 8. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 12. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4639/2009 dags. 14. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10889/2009 dags. 20. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3614/2009 dags. 23. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11335/2009 dags. 28. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5534/2006 dags. 7. maí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10800/2009 dags. 27. maí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1957/2008 dags. 1. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-275/2010 dags. 3. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1911/2007 dags. 9. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9489/2009 dags. 18. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9488/2009 dags. 18. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9049/2009 dags. 23. júní 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-60/2009 dags. 23. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12659/2009 dags. 25. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7926/2009 dags. 25. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1175/2008 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1174/2008 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10220/2009 dags. 7. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10836/2009 dags. 7. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1767/2010 dags. 23. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11139/2009 dags. 27. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10867/2009 dags. 8. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13507/2009 dags. 14. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10813/2009 dags. 21. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-275/2010 dags. 29. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4843/2010 dags. 1. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6468/2009 dags. 3. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9016/2009 dags. 9. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4326/2010 dags. 1. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-202/2010 dags. 2. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5095/2009 dags. 2. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12652/2009 dags. 3. desember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7123/2007 dags. 9. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2960/2010 dags. 10. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-846/2010 dags. 14. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13506/2009 dags. 20. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13505/2009 dags. 20. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13504/2009 dags. 20. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-475/2010 dags. 21. desember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4527/2009 dags. 21. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11595/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2832/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13503/2009 dags. 23. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4205/2009 dags. 12. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12977/2009 dags. 13. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-14132/2009 dags. 13. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6974/2010 dags. 18. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2770/2010 dags. 21. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2769/2010 dags. 21. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2638/2010 dags. 31. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2152/2010 dags. 31. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4840/2010 dags. 1. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-676/2010 dags. 1. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2967/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2010 dags. 11. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4905/2010 dags. 2. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4084/2010 dags. 2. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2971/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3432/2010 dags. 8. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2611/2010 dags. 8. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5466/2010 dags. 10. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5864/2010 dags. 11. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5863/2010 dags. 11. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4908/2010 dags. 11. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4784/2010 dags. 16. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4785/2010 dags. 21. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5216/2010 dags. 25. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4426/2010 dags. 25. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2693/2010 dags. 29. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2373/2010 dags. 29. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1833/2010 dags. 29. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-45/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-40/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-27/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-26/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-25/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-24/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-23/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-21/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10868/2009 dags. 5. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1176/2008 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1171/2008 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-532/2010 dags. 19. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4068/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-37/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-36/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4788/2010 dags. 2. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6736/2010 dags. 5. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2007/2010 dags. 9. maí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1957/2008 dags. 9. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6503/2010 dags. 12. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6/2010 dags. 19. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5239/2010 dags. 20. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4446/2010 dags. 25. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5219/2010 dags. 31. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6117/2010 dags. 6. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5611/2010 dags. 10. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6727/2010 dags. 21. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7123/2007 dags. 28. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1791/2011 dags. 30. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1282/2009 dags. 30. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6109/2010 dags. 13. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4760/2010 dags. 28. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7453/2010 dags. 20. september 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1177/2011 dags. 30. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7935/2009 dags. 11. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5999/2010 dags. 12. október 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1416/2011 dags. 19. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6711/2010 dags. 19. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-127/2011 dags. 26. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-625/2010 dags. 23. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1032/2011 dags. 24. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5216/2010 dags. 1. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2038/2008 dags. 5. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1957/2008 dags. 9. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2396/2005 dags. 9. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4759/2010 dags. 20. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6159/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6158/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4977/2007 dags. 29. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-973/2011 dags. 2. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2874/2011 dags. 11. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2961/2010 dags. 18. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7596/2010 dags. 23. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1420/2011 dags. 27. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-47/2010 dags. 27. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-134/2011 dags. 14. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5168/2010 dags. 15. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2170/2011 dags. 24. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1606/2011 dags. 27. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3483/2011 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-861/2011 dags. 6. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-253/2011 dags. 14. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2595/2011 dags. 16. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4965/2005 dags. 22. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-836/2011 dags. 27. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2893/2011 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6130/2010 dags. 10. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1999/2011 dags. 16. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1307/2011 dags. 18. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2939/2011 dags. 25. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4668/2011 dags. 30. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10868/2009 dags. 9. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4232/2011 dags. 10. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-139/2011 dags. 21. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-136/2011 dags. 21. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4641/2011 dags. 24. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4640/2011 dags. 24. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4633/2011 dags. 24. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2387/2011 dags. 29. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1942/2012 dags. 4. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8680/2009 dags. 7. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4614/2011 dags. 13. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3287/2011 dags. 15. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3019/2011 dags. 15. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-161/2011 dags. 15. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-183/2012 dags. 19. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2870/2011 dags. 20. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 28. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2890/2011 dags. 29. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5612/2010 dags. 2. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-446/2012 dags. 3. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2943/2011 dags. 4. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4067/2011 dags. 4. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-248/2011 dags. 5. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1282/2011 dags. 6. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-455/2011 dags. 13. september 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-4/2012 dags. 14. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4867/2011 dags. 14. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-189/2012 dags. 20. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-353/2012 dags. 21. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1974/2012 dags. 27. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3652/2011 dags. 2. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4668/2011 dags. 3. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2592/2011 dags. 9. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-281/2012 dags. 10. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4043/2011 dags. 30. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4674/2011 dags. 1. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2229/2011 dags. 6. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4137/2011 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4109/2011 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1188/2012 dags. 12. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6728/2010 dags. 13. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-521/2012 dags. 15. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3680/2011 dags. 21. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4193/2011 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4198/2011 dags. 30. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4189/2011 dags. 3. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-863/2012 dags. 4. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4608/2011 dags. 5. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4607/2011 dags. 5. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-329/2012 dags. 12. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-23/2012 dags. 13. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2934/2011 dags. 14. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-492/2010 dags. 14. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-551/2012 dags. 18. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4281/2011 dags. 18. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-835/2011 dags. 18. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1238/2012 dags. 19. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2150/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4455/2011 dags. 21. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-328/2012 dags. 8. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-327/2012 dags. 8. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2438/2012 dags. 9. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2167/2012 dags. 21. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4872/2011 dags. 23. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2656/2011 dags. 23. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-990/2012 dags. 25. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-721/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-631/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4831/2011 dags. 11. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-167/2011 dags. 13. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2817/2012 dags. 14. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1468/2012 dags. 21. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1466/2012 dags. 21. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2304/2012 dags. 27. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-217/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1665/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-785/2012 dags. 4. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1284/2012 dags. 12. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3/2012 dags. 22. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2011 dags. 26. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3678/2011 dags. 27. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. V-27/2012 dags. 2. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2243/2012 dags. 4. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1477/2012 dags. 4. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2562/2012 dags. 9. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-43/2012 dags. 9. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6107/2010 dags. 16. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2058/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4256/2012 dags. 29. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3056/2012 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2226/2012 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1904/2012 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1903/2012 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-118/2011 dags. 7. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3805/2012 dags. 13. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3789/2012 dags. 16. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2011 dags. 17. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3271/2012 dags. 23. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2173/2012 dags. 29. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1326/2012 dags. 30. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2478/2012 dags. 3. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4143/2011 dags. 5. júní 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-528/2013 dags. 7. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2600/2010 dags. 11. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2511/2012 dags. 18. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2057/2012 dags. 18. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3371/2012 dags. 24. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3327/2012 dags. 24. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-555/2013 dags. 26. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1870/2012 dags. 1. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-585/2012 dags. 17. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2302/2012 dags. 29. ágúst 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2932/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-446/2012 dags. 19. september 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1131/2013 dags. 24. september 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3286/2012 dags. 24. september 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2565/2012 dags. 30. september 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2300/2012 dags. 30. september 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-5/2013 dags. 7. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2817/2012 dags. 9. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-84/2013 dags. 9. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3403/2012 dags. 16. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-525/2013 dags. 17. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3644/2012 dags. 21. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-179/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3285/2012 dags. 30. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-663/2013 dags. 4. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1433/2013 dags. 4. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-76/2011 dags. 5. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3594/2012 dags. 7. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-45/2012 dags. 7. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1547/2013 dags. 12. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-425/2013 dags. 12. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4397/2012 dags. 13. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4602/2011 dags. 15. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1410/2012 dags. 18. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2839/2012 dags. 19. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1785/2013 dags. 20. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4270/2012 dags. 22. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4269/2012 dags. 22. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-278/2012 dags. 25. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1910/2013 dags. 4. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3344/2012 dags. 4. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-606/2013 dags. 6. desember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2013 dags. 9. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1783/2013 dags. 12. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-127/2012 dags. 12. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1917/2013 dags. 19. desember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-73/2013 dags. 20. desember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-563/2012 dags. 8. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3055/2012 dags. 10. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1324/2012 dags. 10. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-332/2013 dags. 28. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3124/2012 dags. 5. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4892/2010 dags. 6. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2835/2012 dags. 12. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2624/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-333/2013 dags. 17. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2381/2011 dags. 21. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1759/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2361/2013 dags. 28. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-277/2013 dags. 28. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-219/2013 dags. 28. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4447/2012 dags. 4. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-54/2013 dags. 7. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-625/2012 dags. 7. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-35/2013 dags. 10. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1762/2013 dags. 12. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2751/2013 dags. 14. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2187/2013 dags. 14. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-274/2014 dags. 18. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1013/2013 dags. 31. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-244/2013 dags. 8. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-910/2014 dags. 5. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3704/2013 dags. 6. maí 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-636/2012 dags. 9. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2952/2013 dags. 23. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4986/2013 dags. 27. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2961/2013 dags. 28. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1174/2013 dags. 3. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-842/2014 dags. 4. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-553/2013 dags. 5. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2520/2013 dags. 10. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2714/2013 dags. 10. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-159/2013 dags. 11. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3538/2012 dags. 12. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2439/2012 dags. 13. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5214/2013 dags. 18. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2382/2013 dags. 18. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1637/2013 dags. 18. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3309/2012 dags. 24. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2363/2013 dags. 25. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2928/2013 dags. 26. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-908/2013 dags. 26. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2723/2013 dags. 27. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1215/2013 dags. 4. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3051/2013 dags. 7. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3605/2012 dags. 10. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-348/2013 dags. 18. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1919/2013 dags. 18. september 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-225/2013 dags. 19. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-108/2014 dags. 22. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5160/2013 dags. 24. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2924/2013 dags. 25. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1727/2012 dags. 1. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1132/2014 dags. 7. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1131/2014 dags. 7. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4178/2013 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4443/2012 dags. 10. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1441/2013 dags. 22. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-537/2013 dags. 23. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4950/2013 dags. 27. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1063/2014 dags. 5. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4049/2013 dags. 12. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3807/2012 dags. 12. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7/2013 dags. 14. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-902/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-207/2013 dags. 19. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3590/2013 dags. 20. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1051/2014 dags. 27. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-269/2014 dags. 28. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2630/2013 dags. 28. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-87/2013 dags. 28. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-866/2012 dags. 28. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3974/2013 dags. 8. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4566/2013 dags. 12. desember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2532/2014 dags. 16. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-758/2014 dags. 16. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2384/2013 dags. 16. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2383/2013 dags. 16. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-738/2014 dags. 17. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-737/2014 dags. 17. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3976/2012 dags. 19. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1875/2012 dags. 19. desember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1060/2014 dags. 5. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-798/2014 dags. 7. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4328/2013 dags. 8. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3373/2013 dags. 9. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2768/2014 dags. 12. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3292/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3291/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3002/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-342/2014 dags. 21. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2715/2013 dags. 21. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2764/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2763/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2762/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2760/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4219/2013 dags. 10. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2761/2014 dags. 11. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2759/2014 dags. 11. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12026/2009 dags. 16. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4291/2013 dags. 19. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2770/2014 dags. 23. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2753/2014 dags. 23. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2299/2012 dags. 26. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3392/2014 dags. 6. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5204/2013 dags. 10. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1465/2013 dags. 10. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-24/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-21/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-20/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1572/2014 dags. 19. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1560/2012 dags. 20. mars 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-944/2014 dags. 30. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1962/2013 dags. 31. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1845/2014 dags. 14. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1754/2013 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2704/2013 dags. 16. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2789/2014 dags. 22. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3607/2014 dags. 24. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2791/2014 dags. 24. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3361/2014 dags. 5. maí 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3693/2014 dags. 6. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2568/2014 dags. 8. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4547/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4438/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2585/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3526/2014 dags. 18. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2025/2014 dags. 21. maí 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4972/2014 dags. 29. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3487/2014 dags. 1. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-53/2011 dags. 8. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4496/2014 dags. 10. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3525/2014 dags. 11. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3678/2011 dags. 12. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2530/2014 dags. 23. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4559/2014 dags. 24. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-327/2015 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2625/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2624/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2073/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2012/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2011/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4732/2014 dags. 2. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1235/2014 dags. 3. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5039/2014 dags. 7. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-163/2014 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9/2014 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2217/2015 dags. 15. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-916/2014 dags. 17. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2534/2015 dags. 18. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4460/2014 dags. 1. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5084/2014 dags. 2. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-79/2015 dags. 7. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-591/2014 dags. 9. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1575/2014 dags. 9. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1382/2014 dags. 9. október 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1177/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1051/2014 dags. 21. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-407/2015 dags. 26. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2249/2014 dags. 26. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-20/2015 dags. 2. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5045/2014 dags. 3. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4294/2014 dags. 6. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2835/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2834/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2833/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2832/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2831/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2830/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2829/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2828/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2827/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2826/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2509/2013 dags. 17. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-335/2015 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2014 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5175/2014 dags. 30. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1026/2014 dags. 18. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-530/2014 dags. 18. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4192/2012 dags. 21. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-121/2015 dags. 22. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3919/2014 dags. 23. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2517/2015 dags. 4. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5097/2014 dags. 6. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4202/2015 dags. 14. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4295/2014 dags. 15. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3224/2014 dags. 18. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-436/2015 dags. 25. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2248/2014 dags. 25. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2090/2014 dags. 26. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-944/2014 dags. 2. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-575/2010 dags. 2. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5105/2014 dags. 3. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1822/2015 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5149/2014 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1986/2012 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2167/2015 dags. 8. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2483/2015 dags. 9. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-28/2015 dags. 10. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1989/2015 dags. 17. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1654/2015 dags. 17. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-790/2015 dags. 19. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4605/2014 dags. 22. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-23/2015 dags. 24. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2235/2015 dags. 24. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-101/2016 dags. 26. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2488/2015 dags. 2. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2253/2014 dags. 4. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-986/2015 dags. 9. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2008/2015 dags. 11. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-953/2014 dags. 11. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2547/2015 dags. 15. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2807/2014 dags. 17. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-299/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3921/2015 dags. 23. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-665/2015 dags. 30. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4451/2014 dags. 30. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2549/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-125/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4161/2015 dags. 11. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4048/2014 dags. 15. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4848/2014 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2942/2014 dags. 25. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4008/2014 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1057/2015 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3482/2014 dags. 28. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5148/2014 dags. 3. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2742/2012 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3183/2015 dags. 11. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3789/2015 dags. 17. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-117/2015 dags. 26. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1899/2015 dags. 30. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3169/2015 dags. 10. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3941/2015 dags. 13. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-435/2014 dags. 15. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1932/2015 dags. 16. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2543/2015 dags. 22. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4661/2014 dags. 23. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4045/2015 dags. 24. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3788/2015 dags. 24. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2815/2015 dags. 29. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-528/2015 dags. 4. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4238/2015 dags. 12. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1354/2015 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1967/2016 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2764/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3942/2015 dags. 19. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3705/2014 dags. 3. ágúst 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5075/2014 dags. 5. ágúst 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3550/2015 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4044/2015 dags. 12. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1130/2014 dags. 12. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-928/2014 dags. 12. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3616/2015 dags. 21. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1467/2015 dags. 28. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3623/2015 dags. 29. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4084/2015 dags. 3. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-23/2016 dags. 6. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3922/2015 dags. 11. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3921/2015 dags. 26. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2274/2015 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4684/2014 dags. 7. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-59/2016 dags. 16. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1471/2014 dags. 18. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-862/2014 dags. 18. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-455/2016 dags. 21. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-974/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-959/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. M-96/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1359/2016 dags. 7. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-773/2016 dags. 22. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2122/2016 dags. 5. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1263/2016 dags. 19. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3844/2015 dags. 19. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-969/2016 dags. 7. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2778/2016 dags. 8. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1555/2016 dags. 17. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1449/2016 dags. 27. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2757/2012 dags. 28. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2094/2016 dags. 3. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2074/2016 dags. 3. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1743/2016 dags. 7. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2653/2016 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2503/2016 dags. 10. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2202/2016 dags. 10. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1/2017 dags. 16. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3533/2016 dags. 17. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-776/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-556/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3512/2014 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3511/2014 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3510/2014 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3509/2014 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2475/2016 dags. 28. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4205/2015 dags. 29. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2231/2016 dags. 31. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1989/2016 dags. 31. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-240/2016 dags. 4. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4971/2014 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2766/2012 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4218/2015 dags. 18. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1617/2016 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-338/2016 dags. 25. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1427/2016 dags. 28. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1425/2016 dags. 28. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2743/2012 dags. 4. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2888/2016 dags. 12. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2781/2016 dags. 31. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2780/2016 dags. 31. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2779/2016 dags. 31. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4226/2015 dags. 16. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3940/2015 dags. 16. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2655/2016 dags. 22. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2110/2016 dags. 22. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-23/2017 dags. 26. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3058/2016 dags. 26. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3232/2016 dags. 27. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3017/2016 dags. 29. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-591/2014 dags. 4. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-457/2016 dags. 5. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2014/2017 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1922/2017 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-234/2017 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3259/2016 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2876/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2112/2017 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2014/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1922/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3063/2016 dags. 19. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3646/2016 dags. 29. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3482/2016 dags. 29. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-852/2017 dags. 6. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-701/2017 dags. 16. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2233/2016 dags. 17. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2736/2012 dags. 23. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2782/2016 dags. 26. október 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-21/2017 dags. 3. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9/2017 dags. 3. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3275/2015 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3061/2016 dags. 13. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-495/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-188/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-187/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1105/2017 dags. 20. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2203/2016 dags. 27. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3730/2016 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3146/2016 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-253/2015 dags. 4. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5081/2014 dags. 6. desember 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2043/2017 dags. 11. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2614/2016 dags. 13. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3532/2016 dags. 19. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-369/2013 dags. 22. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1895/2012 dags. 22. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1876/2012 dags. 22. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1952/2016 dags. 28. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-373/2017 dags. 29. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3344/2016 dags. 29. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1470/2017 dags. 8. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2060/2016 dags. 10. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2059/2016 dags. 10. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-608/2017 dags. 31. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-324/2017 dags. 9. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2431/2014 dags. 23. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-623/2014 dags. 23. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1309/2017 dags. 2. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1308/2017 dags. 2. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1933/2017 dags. 9. mars 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2436/2017 dags. 15. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2281/2017 dags. 16. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2175/2017 dags. 27. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1124/2017 dags. 27. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1704/2017 dags. 28. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2251/2017 dags. 9. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-136/2017 dags. 9. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1857/2017 dags. 17. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1931/2017 dags. 18. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-32/2014 dags. 18. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-94/2013 dags. 18. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2672/2016 dags. 21. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1558/2017 dags. 23. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-335/2017 dags. 25. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3477/2017 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3152/2017 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2867/2017 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3473/2016 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1299/2017 dags. 3. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-480/2017 dags. 7. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-550/2016 dags. 16. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3301/2017 dags. 17. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2076/2016 dags. 18. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1613/2017 dags. 29. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3902/2017 dags. 30. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-142/2017 dags. 1. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-599/2017 dags. 5. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1559/2017 dags. 6. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2996/2017 dags. 15. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-372/2017 dags. 20. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3339/2017 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3870/2017 dags. 29. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3257/2017 dags. 29. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2540/2016 dags. 29. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2174/2017 dags. 4. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3628/2016 dags. 5. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2873/2017 dags. 12. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3567/2017 dags. 18. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3869/2017 dags. 28. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2177/2017 dags. 2. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-508/2017 dags. 2. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2962/2017 dags. 3. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2549/2017 dags. 16. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4056/2017 dags. 19. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-723/2018 dags. 25. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-415/2018 dags. 25. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-805/2018 dags. 30. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1036/2017 dags. 7. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1142/2018 dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1141/2018 dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-705/2016 dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-143/2018 dags. 12. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3410/2016 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1028/2018 dags. 21. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3331/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3793/2017 dags. 23. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-804/2018 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-523/2018 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-650/2018 dags. 18. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4093/2017 dags. 19. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2891/2017 dags. 19. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-649/2018 dags. 20. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-133/2018 dags. 21. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2000/2018 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1522/2018 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3172/2017 dags. 8. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1270/2017 dags. 22. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-514/2018 dags. 27. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-205/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4049/2017 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1106/2017 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1245/2017 dags. 18. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1583/2018 dags. 20. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2014 dags. 25. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1559/2018 dags. 26. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3247/2017 dags. 27. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3246/2017 dags. 27. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4223/2018 dags. 28. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4055/2017 dags. 28. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3954/2015 dags. 1. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4453/2014 dags. 1. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2184/2018 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1586/2018 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1287/2018 dags. 17. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1298/2018 dags. 24. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1513/2018 dags. 6. maí 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1762/2018 dags. 7. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1512/2018 dags. 10. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1511/2018 dags. 10. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1510/2018 dags. 10. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1509/2018 dags. 10. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1508/2018 dags. 10. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1023/2017 dags. 20. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2558/2018 dags. 24. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2731/2018 dags. 24. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-129/2019 dags. 25. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4044/2018 dags. 2. júlí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4046/2018 dags. 7. ágúst 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4052/2018 dags. 23. september 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1678/2017 dags. 2. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2019 dags. 9. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-824/2019 dags. 9. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3274/2018 dags. 15. október 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-979/2019 dags. 17. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2985/2018 dags. 18. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-154/2019 dags. 22. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-406/2019 dags. 1. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4222/2018 dags. 1. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3659/2018 dags. 12. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4220/2018 dags. 15. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4080/2017 dags. 19. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1304/2018 dags. 29. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4684/2019 dags. 3. desember 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-956/2019 dags. 6. desember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2785/2019 dags. 11. desember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4338/2018 dags. 11. desember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4337/2018 dags. 11. desember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-957/2019 dags. 13. desember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2374/2018 dags. 19. desember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2730/2018 dags. 14. janúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1788/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1404/2019 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3435/2018 dags. 24. janúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3434/2018 dags. 24. janúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2019 dags. 5. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3158/2018 dags. 10. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3366/2018 dags. 14. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2190/2019 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-10/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1802/2019 dags. 10. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1564/2019 dags. 18. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3102/2019 dags. 19. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5403/2019 dags. 25. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3211/2019 dags. 26. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2968/2019 dags. 27. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3088/2019 dags. 27. apríl 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4668/2019 dags. 5. maí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3207/2019 dags. 29. maí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7432/2019 dags. 10. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3890/2019 dags. 12. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2369/2019 dags. 23. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6196/2019 dags. 26. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-251/2019 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3892/2018 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3026/2019 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3426/2012 dags. 8. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7441/2019 dags. 8. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-388/2019 dags. 21. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3271/2018 dags. 10. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4190/2018 dags. 10. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5324/2019 dags. 21. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5176/2019 dags. 21. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3033/2019 dags. 23. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-260/2019 dags. 23. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-989/2020 dags. 25. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6095/2019 dags. 30. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1082/2020 dags. 20. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1081/2020 dags. 20. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2761/2019 dags. 22. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3411/2015 dags. 27. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1776/2020 dags. 30. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3903/2019 dags. 30. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-679/2019 dags. 10. nóvember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1421/2020 dags. 17. nóvember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1074/2020 dags. 19. nóvember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-154/2020 dags. 1. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1671/2020 dags. 4. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3141/2020 dags. 4. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1762/2020 dags. 8. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1813/2018 dags. 10. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3257/2020 dags. 14. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6830/2020 dags. 15. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5178/2019 dags. 17. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3061/2020 dags. 17. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-932/2014 dags. 21. desember 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6401/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5177/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-6329/2019 dags. 12. janúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2190/2020 dags. 15. janúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-464/2020 dags. 27. janúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2661/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3065/2019 dags. 8. febrúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4339/2020 dags. 22. febrúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3546/2020 dags. 23. febrúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5061/2020 dags. 5. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1527/2020 dags. 9. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-988/2020 dags. 9. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-578/2020 dags. 17. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5060/2020 dags. 19. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-555/2019 dags. 23. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-554/2019 dags. 23. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8237/2020 dags. 24. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5179/2019 dags. 29. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3204/2020 dags. 30. mars 2021[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R-1900/2021 dags. 5. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2191/2020 dags. 6. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1889/2020 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6198/2019 dags. 12. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6529/2019 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6365/2020 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6845/2020 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3543/2020 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3619/2020 dags. 27. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5991/2020 dags. 3. maí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-104/2020 dags. 7. maí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-538/2019 dags. 12. maí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7099/2020 dags. 25. maí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-466/2020 dags. 4. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6065/2020 dags. 15. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6573/2020 dags. 15. júní 2021[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-355/2021 dags. 16. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2427/2019 dags. 16. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5636/2019 dags. 16. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2569/2020 dags. 16. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7171/2019 dags. 16. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5638/2019 dags. 16. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5637/2019 dags. 16. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7989/2020 dags. 21. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7231/2020 dags. 30. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2209/2021 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8252/2020 dags. 14. júlí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1926/2020 dags. 20. júlí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5637/2020 dags. 11. ágúst 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6511/2020 dags. 11. ágúst 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6510/2020 dags. 11. ágúst 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3025/2020 dags. 16. september 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-509/2021 dags. 23. september 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3451/2020 dags. 24. september 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5792/2019 dags. 27. september 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7813/2020 dags. 29. september 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4332/2020 dags. 4. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-715/2021 dags. 7. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7632/2020 dags. 12. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7631/2020 dags. 12. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7630/2020 dags. 12. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7617/2020 dags. 12. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6009/2020 dags. 12. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5633/2020 dags. 13. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-232/2021 dags. 22. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6512/2020 dags. 26. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5418/2020 dags. 28. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2014 dags. 8. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3250/2018 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3205/2020 dags. 16. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1853/2021 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2711/2020 dags. 23. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5993/2020 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7988/2020 dags. 26. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3844/2021 dags. 6. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-129/2021 dags. 17. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1852/2021 dags. 17. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2669/2020 dags. 22. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2668/2020 dags. 22. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2667/2020 dags. 22. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1085/2020 dags. 22. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3158/2018 dags. 22. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6219/2019 dags. 4. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-903/2021 dags. 14. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8229/2020 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2070/2020 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-491/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3513/2021 dags. 28. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2934/2021 dags. 4. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3786/2018 dags. 4. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3983/2021 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-585/2021 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-967/2019 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1351/2021 dags. 16. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4353/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3273/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2855/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3540/2021 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2665/2020 dags. 2. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4282/2020 dags. 2. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8228/2020 dags. 3. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2935/2021 dags. 3. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-905/2018 dags. 9. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1412/2021 dags. 15. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4237/2019 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4453/2021 dags. 18. mars 2022[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4452/2021 dags. 18. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2148/2021 dags. 22. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1989/2021 dags. 23. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2021 dags. 24. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1054/2021 dags. 30. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5076/2020 dags. 1. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4661/2021 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7950/2020 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-7363/2020 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2229/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6521/2020 dags. 19. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4594/2021 dags. 20. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2970/2021 dags. 25. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1091/2021 dags. 27. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3341/2021 dags. 5. maí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2019 dags. 11. maí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3930/2021 dags. 16. maí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5130/2021 dags. 2. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4024/2021 dags. 2. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2021 dags. 2. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2969/2021 dags. 2. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2968/2021 dags. 2. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2967/2021 dags. 2. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2966/2021 dags. 2. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1340/2021 dags. 15. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1810/2021 dags. 20. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3022/2020 dags. 23. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3021/2020 dags. 23. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4318/2020 dags. 5. júlí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4922/2021 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1517/2018 dags. 14. júlí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5409/2021 dags. 15. júlí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5658/2021 dags. 5. september 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5283/2021 dags. 6. september 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4966/2021 dags. 29. september 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4881/2021 dags. 3. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3216/2021 dags. 4. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3338/2021 dags. 10. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4043/2021 dags. 11. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5095/2021 dags. 12. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-264/2022 dags. 12. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-351/2022 dags. 13. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5411/2021 dags. 19. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-184/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3556/2021 dags. 25. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4875/2021 dags. 28. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3786/2022 dags. 28. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4189/2021 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3001/2022 dags. 7. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-298/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5374/2021 dags. 15. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3921/2021 dags. 15. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5219/2021 dags. 16. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1405/2022 dags. 21. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5683/2021 dags. 23. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5220/2021 dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-73/2022 dags. 30. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1567/2022 dags. 6. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2656/2021 dags. 9. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1545/2022 dags. 12. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1544/2022 dags. 12. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-477/2022 dags. 15. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3079/2022 dags. 22. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5528/2021 dags. 22. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2343/2022 dags. 22. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-300/2022 dags. 22. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1127/2022 dags. 28. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1745/2022 dags. 29. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3523/2021 dags. 5. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1864/2022 dags. 6. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1126/2022 dags. 6. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5129/2021 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4756/2021 dags. 13. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-232/2022 dags. 26. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1340/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-207/2013 dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2359/2021 dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4270/2022 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3740/2022 dags. 1. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2985/2022 dags. 2. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3326/2021 dags. 8. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5413/2021 dags. 9. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1116/2022 dags. 9. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-582/2021 dags. 10. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1539/2022 dags. 16. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6256/2020 dags. 17. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2475/2022 dags. 28. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2344/2022 dags. 30. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4857/2021 dags. 31. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1614/2022 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4023/2022 dags. 14. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1783/2022 dags. 18. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1786/2022 dags. 21. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4836/2022 dags. 27. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-181/2022 dags. 27. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3670/2022 dags. 3. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1490/2022 dags. 11. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3847/2022 dags. 15. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3734/2022 dags. 16. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2473/2022 dags. 17. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4837/2022 dags. 23. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-998/2022 dags. 31. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5303/2022 dags. 1. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7169/2019 dags. 6. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3225/2019 dags. 6. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3557/2021 dags. 9. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8292/2020 dags. 12. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-413/2023 dags. 22. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3024/2022 dags. 23. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4485/2022 dags. 29. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4410/2022 dags. 29. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2378/2022 dags. 30. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5787/2022 dags. 12. júlí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3738/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3735/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3278/2023 dags. 29. september 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2646/2022 dags. 29. september 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3267/2021 dags. 5. október 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4960/2021 dags. 5. október 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5485/2022 dags. 6. október 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5909/2022 dags. 25. október 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5776/2022 dags. 26. október 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3006/2022 dags. 2. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-102/2023 dags. 2. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5866/2022 dags. 6. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1161/2023 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1088/2023 dags. 17. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1403/2023 dags. 22. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3963/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2217/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1722/2023 dags. 30. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2495/2023 dags. 5. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1003/2022 dags. 5. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1163/2023 dags. 5. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1297/2023 dags. 5. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3278/2023 dags. 12. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1767/2023 dags. 12. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2665/2023 dags. 14. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3088/2022 dags. 20. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-508/2021 dags. 20. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5794/2023 dags. 21. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5894/2022 dags. 22. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3962/2023 dags. 5. janúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3149/2022 dags. 2. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4081/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2923/2023 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4859/2023 dags. 19. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5141/2023 dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3714/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3713/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3712/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3711/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3710/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3708/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3707/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3706/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3705/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3704/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3703/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3702/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2498/2023 dags. 14. mars 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4882/2022 dags. 19. mars 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4040/2023 dags. 2. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2953/2023 dags. 8. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4088/2023 dags. 9. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4048/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4044/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7745/2023 dags. 18. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6026/2023 dags. 23. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3455/2023 dags. 27. maí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4055/2023 dags. 28. maí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5537/2023 dags. 10. júní 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5807/2023 dags. 11. júní 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6851/2023 dags. 14. júní 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1162/2023 dags. 18. júní 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3204/2023 dags. 3. júlí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-735/2023 dags. 5. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4045/2023 dags. 12. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-285/2005 dags. 3. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-498/2005 dags. 18. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-499/2005 dags. 14. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-463/2005 dags. 3. ágúst 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-493/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-492/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-495/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-494/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-491/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-490/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-489/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-488/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-486/2005 dags. 23. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-534/2005 dags. 10. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-532/2005 dags. 21. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-487/2005 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-496/2005 dags. 15. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-333/2005 dags. 15. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-402/2006 dags. 13. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-426/2007 dags. 7. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-15/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-13/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-12/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-240/2008 dags. 10. mars 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-350/2009 dags. 23. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-199/2010 dags. 3. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-199/2010 dags. 18. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-611/2010 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-100/2012 dags. 9. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. T-5/2012 dags. 29. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-279/2011 dags. 18. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-89/2014 dags. 31. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-192/2013 dags. 18. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-90/2014 dags. 10. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-161/2015 dags. 21. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-202/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-41/2016 dags. 2. desember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Z-1/2017 dags. 6. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-72/2018 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-540/2019 dags. 10. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-750/2019 dags. 5. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-784/2020 dags. 14. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-362/2022 dags. 27. júní 2023[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. K-376/2023 dags. 7. júlí 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-172/2007 dags. 23. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-170/2009 dags. 10. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. Q-1/2010 dags. 6. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-40/2012 dags. 21. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-37/2014 dags. 14. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-50/2015 dags. 13. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-71/2022 dags. 4. ágúst 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-318/2005 dags. 18. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-364/2008 dags. 14. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-451/2008 dags. 29. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-124/2011 dags. 24. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-244/2011 dags. 9. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-228/2011 dags. 20. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-148/2012 dags. 2. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-19/2014 dags. 9. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-88/2015 dags. 18. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. T-2/2017 dags. 6. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-66/2017 dags. 10. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-65/2017 dags. 22. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-70/2017 dags. 31. janúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-64/2017 dags. 6. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-78/2017 dags. 28. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-76/2017 dags. 28. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-70/2020 dags. 1. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-277/2021 dags. 8. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-125/2020 dags. 10. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-124/2020 dags. 10. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-123/2020 dags. 10. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-122/2020 dags. 10. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-126/2020 dags. 11. júlí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-220/2021 dags. 16. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-86/2018 dags. 29. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-85/2018 dags. 29. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-48/2022 dags. 6. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-14/2019 dags. 24. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-60/2022 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd barnaverndarmála

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 15/2012 dags. 28. september 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 8/2015 dags. 7. ágúst 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd húsamála

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 39/2020 dags. 23. júní 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd jafnréttismála

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/1996 dags. 10. janúar 1997[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 7/1997 dags. 23. febrúar 1998[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 10/1999 dags. 26. nóvember 1999[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 9/1999 dags. 26. nóvember 1999[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 11/1999 dags. 7. janúar 2000[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 8/2005 dags. 20. október 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 9/2018 dags. 8. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 2/2019 dags. 4. júní 2019[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útboðsmála

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2002 dags. 4. júní 2002[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2002 dags. 10. desember 2002[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2002 dags. 13. febrúar 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2003 dags. 25. apríl 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2003 dags. 14. nóvember 2003[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2004 dags. 21. mars 2004[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2005 dags. 18. júlí 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2005 dags. 23. ágúst 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2005 dags. 9. september 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2005 dags. 19. september 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2005 dags. 9. desember 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2006 dags. 22. febrúar 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2006 dags. 16. ágúst 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2006 dags. 8. júní 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2007 dags. 5. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2008 dags. 10. október 2008[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2008 dags. 9. desember 2008[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2009 dags. 17. mars 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2009 dags. 8. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2009 dags. 29. október 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2009 dags. 5. nóvember 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2010 dags. 10. maí 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2010 dags. 9. júní 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2010 dags. 22. júní 2010[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2010 dags. 30. desember 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2010 dags. 25. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2011 dags. 4. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 34/2010 dags. 2. maí 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2011 dags. 28. nóvember 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2012 dags. 20. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2012 dags. 16. maí 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 30/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 31/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2013 dags. 28. maí 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2013 dags. 31. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2014 dags. 17. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2014 dags. 17. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2015 dags. 29. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2016 dags. 24. mars 2017[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2017 dags. 13. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2017 dags. 26. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2019 dags. 26. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2019 dags. 16. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 53/2020 dags. 1. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2021 dags. 31. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 43/2021 dags. 11. apríl 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2022 dags. 16. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2022 dags. 23. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2022 dags. 5. desember 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 39/2022 dags. 16. desember 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2023 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 39/2022 dags. 27. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2023 dags. 27. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2023 dags. 24. júlí 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 37/2023 dags. 14. desember 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 46/2023 dags. 15. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 44/2023 dags. 19. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 46/2023 dags. 15. mars 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2015 dags. 23. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2015 dags. 5. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2016 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2016 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 440/2016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2016 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 27/2017 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2017 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2017 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2017 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 96/2017 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 88/2017 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2017 í máli nr. KNU16120046 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2017 í máli nr. KNU16120069 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2017 í máli nr. KNU16120044 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2017 í máli nr. KNU16120047 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2017 í máli nr. KNU16100010 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2017 í máli nr. KNU17020035 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 224/2017 í máli nr. KNU16110025 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2017 í máli nr. KNU16110024 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 225/2017 í máli nr. KNU16110026 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2017 í máli nr. KNU16110018 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2017 í máli nr. KNU17050026 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2017 í máli nr. KNU17050028 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2017 í máli nr. KNU17050012 dags. 22. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2017 í máli nr. KNU17050042 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 354/2017 í máli nr. KNU17050041 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2017 í máli nr. KNU17050023 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2017 í máli nr. KNU17060031 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2017 í máli nr. KNU17060032 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2017 í máli nr. KNU17050044 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2017 í máli nr. KNU17050045 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 402/2017 í máli nr. KNU17050043 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2017 í máli nr. KNU17060047 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 423/2017 í máli nr. KNU17050048 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2017 í máli nr. KNU17050049 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 478/2017 í máli nr. KNU17070003 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 483/2017 í máli nr. KNU17060055 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2017 í máli nr. KNU17070060 dags. 7. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 495/2017 í máli nr. KNU17070061 dags. 7. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 508/2017 í máli nr. KNU17070048 dags. 14. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 507/2017 í máli nr. KNU17070047 dags. 14. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 596/2017 í máli nr. KNU17090052 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 618/2017 í máli nr. KNU17100041 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 614/2017 í máli nr. KNU17100044 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 619/2017 í máli nr. KNU17100042 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 608/2017 í máli nr. KNU17090028 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 609/2017 í máli nr. KNU17090029 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 646/2017 í máli nr. KNU17100051 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 647/2017 í máli nr. KNU17100003 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 639/2017 í máli nr. KNU17110001 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 682/2017 í máli nr. KNU17100046 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 667/2017 í máli nr. KNU17110021 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 675/2017 í máli nr. KNU17110022 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2018 í máli nr. KNU17110007 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2018 í máli nr. KNU17110008 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2018 í máli nr. KNU17120004 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 8/2018 í máli nr. KNU17110052 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2018 í máli nr. KNU17100049 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2018 í máli nr. KNU17120011 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2018 í máli nr. KNU17120010 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2018 í máli nr. KNU17110040 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2018 í máli nr. KNU17110063 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2018 í máli nr. KNU17120050 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2018 í máli nr. KNU17120039 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2018 í máli nr. KNU17120025 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2018 í máli nr. KNU17120022 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2018 í máli nr. KNU17120021 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2018 í máli nr. KNU17120038 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2018 í máli nr. KNU17110043 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2018 í máli nr. KNU17120009 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2018 í máli nr. KNU18010001 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2018 í máli nr. KNU17120059 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2018 í máli nr. KNU17120017 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 64/2018 í máli nr. KNU18010002 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2017 í máli nr. KNU17120017 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2018 í máli nr. KNU17120060 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2018 í máli nr. KNU18010003 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2018 í máli nr. KNU17110056 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 96/2018 í máli nr. KNU17120047 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2018 í máli nr. KNU17120048 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2018 í máli nr. KNU17120046 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2018 í máli nr. KNU17120054 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2018 í máli nr. KNU18010012 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2018 í máli nr. KNU18020003 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2018 í máli nr. KNU18010011 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2018 í máli nr. KNU18010016 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 114/2018 í máli nr. KNU18020033 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2018 í máli nr. KNU18050005 dags. 12. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 317/2018 í máli nr. KNU18050055 dags. 12. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2018 í máli nr. KNU18050005 dags. 12. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 287/2018 í máli nr. KNU18050025 dags. 12. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2018 í máli nr. KNU18060047 dags. 18. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 372/2018 í máli nr. KNU18060050 dags. 18. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 465/2018 í máli nr. KNU18090043 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 534/2018 í máli nr. KNU18050064 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2018 í máli nr. KNU18100055 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 545/2018 í máli nr. KNU18110027 dags. 14. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2019 í máli nr. KNU18120010 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2019 í máli nr. KNU18120035 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2019 í máli nr. KNU18120032 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2019 í máli nr. KNU18120060 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 56/2019 í máli nr. KNU18120061 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2019 í máli nr. KNU19010004 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2019 í máli nr. KNU18100001 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2019 í máli nr. KNU19020015 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 144/2019 í málum nr. KNU19030036 o.fl. dags. 25. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2019 í málum nr. KNU19020016 o.fl. dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2019 í máli nr. KNU19020064 dags. 23. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 237/2019 í máli nr. KNU19040090 dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2019 í málum nr. KNU19030026 o.fl. dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 267/2019 í máli nr. KNU19040063 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2019 í máli nr. KNU19040110 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2019 í máli nr. KNU19040112 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2019 í máli nr. KNU19040113 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2019 í málum nr. KNU19070023 o.fl. dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 388/2019 í málum nr. KNU19040108 o.fl. dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2019 í máli nr. KNU19050050 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2019 í máli nr. KNU19060014 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 435/2019 í máli nr. KNU19070022 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 474/2019 í máli nr. KNU19070046 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 505/2019 í máli nr. KNU19080046 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2019 í máli nr. KNU19090005 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 583/2019 í máli nr. KNU19100039 dags. 11. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2020 í málum nr. KNU19090065 o.fl. dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2020 í máli nr. KNU19100011 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2019 í máli nr. KNU19100023 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2020 í máli nr. KNU19100044 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2020 í máli nr. KNU19100037 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2020 í máli nr. KNU19100035 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2020 í málum nr. KNU19100026 o.fl. dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 34/2020 í máli nr. KNU19100036 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2020 í máli nr. KNU19090064 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 58/2020 í máli nr. KNU19110024 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2020 í málum nr. KNU19100065 o.fl. dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 47/2020 í máli nr. KNU19100069 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2020 í máli nr. KNU19110025 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 84/2020 í máli nr. KNU19110016 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2020 í málum nr. KNU19110022 o.fl. dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2020 í málum nr. KNU20010018 o.fl. dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2020 í máli nr. KNU19110026 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2020 í máli nr. KNU20020039 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 209/2020 í máli nr. KNU20050035 dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 208/2020 í máli nr. KNU20050034 dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 258/2020 í máli nr. KNU20050037 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 293/2020 í máli nr. KNU20060043 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2020 í máli nr. KNU20070034 dags. 17. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 323/2020 í máli nr. KNU20070001 dags. 1. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2020 í málum nr. KNU20090002 o.fl. dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2020 í máli nr. KNU20070025 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2020 í máli nr. KNU20100013 dags. 19. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2020 í máli nr. KNU20100030 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 421/2020 í máli nr. KNU20110005 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2020 í máli nr. KNU20110017 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2020 í máli nr. KNU20110009 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 434/2020 í máli nr. KNU20110057 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2021 í máli nr. KNU20110046 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2021 í máli nr. KNU20110045 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2021 í máli nr. KNU20110055 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2021 í máli nr. KNU20110042 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 31/2021 í máli nr. KNU20110049 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2021 í máli nr. KNU20110034 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2021 í máli nr. KNU20110053 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2021 í máli nr. KNU20110054 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2021 í máli nr. KNU20110050 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2021 í máli nr. KNU20120001 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2021 í máli nr. KNU20120003 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2021 í máli nr. KNU20120004 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2021 í máli nr. KNU20120005 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2021 í máli nr. KNU20120050 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2021 í máli nr. KNU20120031 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2021 í máli nr. KNU20120002 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2021 í máli nr. KNU20120046 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2021 í máli nr. KNU20120017 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2021 í máli nr. KNU21010005 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 90/2021 í máli nr. KNU20120064 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2021 í máli nr. KNU20120038 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2021 í máli nr. KNU20120036 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2021 í máli nr. KNU20120053 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2021 í máli nr. KNU20120065 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2021 í máli nr. KNU21010015 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2021 í máli nr. KNU21010006 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2021 í máli nr. KNU21010028 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2021 í máli nr. KNU21010016 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2021 í máli nr. KNU21020050 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2021 í máli nr. KNU21020048 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 129/2021 í máli nr. KNU21020024 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2021 í máli nr. KNU21020023 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 137/2021 í máli nr. KNU21020022 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2021 í máli nr. KNU21020021 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2021 í máli nr. KNU21020020 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2021 í máli nr. KNU21020031 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2021 í máli nr. KNU21020018 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2021 í máli nr. KNU21020032 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2021 í máli nr. KNU21020042 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 150/2021 í máli nr. KNU21020034 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 156/2021 í máli nr. KNU20120059 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2021 í máli nr. KNU21010014 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 119/2021 í máli nr. KNU21020055 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2021 í máli nr. KNU21020029 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2021 í máli nr. KNU21020006 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2021 í máli nr. KNU21020028 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 155/2021 í máli nr. KNU21030020 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 114/2021 í máli nr. KNU21020003 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2021 í máli nr. KNU21020044 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2021 í máli nr. KNU21020052 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2021 í máli nr. KNU21020010 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2021 í máli nr. KNU21020053 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2021 í máli nr. KNU21020002 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2021 í máli nr. KNU21020019 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2021 í máli nr. KNU21020054 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2021 í máli nr. KNU21020058 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2021 í máli nr. KNU21030027 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 209/2021 í máli nr. KNU21030032 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2021 í máli nr. KNU21030009 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2021 í máli nr. KNU21030012 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2021 í máli nr. KNU21030005 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2021 í máli nr. KNU21020057 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 210/2021 í máli nr. KNU21030014 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 215/2021 í máli nr. KNU21030013 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 216/2021 í máli nr. KNU21040013 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2021 í máli nr. KNU21030055 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2021 í máli nr. KNU21030010 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2021 í máli nr. KNU21030006 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2021 í máli nr. KNU21030026 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2021 í máli nr. KNU21030033 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2021 í máli nr. KNU21030008 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2021 í máli nr. KNU21020060 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2021 í máli nr. KNU21040003 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2021 í máli nr. KNU21030063 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 255/2021 í máli nr. KNU21030015 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2021 í máli nr. KNU21030066 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2021 í máli nr. KNU21030070 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2021 í máli nr. KNU21040001 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 256/2021 í máli nr. KNU21030067 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 268/2021 í máli nr. KNU21030036 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 263/2021 í máli nr. KNU21030069 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2021 í máli nr. KNU21030041 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2021 í málum nr. KNU21030054 o.fl. dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 271/2021 í máli nr. KNU21040008 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2021 í máli nr. KNU21030073 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 310/2021 í máli nr. KNU21060018 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 311/2021 í máli nr. KNU21040046 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 319/2021 í máli nr. KNU21030065 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2021 í máli nr. KNU21040023 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2021 í máli nr. KNU21040015 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2021 í málum nr. KNU21030077 o.fl. dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 317/2021 í máli nr. KNU21040012 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2021 í máli nr. KNU21030034 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2021 í máli nr. KNU21040024 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 321/2021 í málum nr. KNU21040028 o.fl. dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2021 í máli nr. KNU21040018 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2021 í máli nr. KNU21060069 dags. 15. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2021 í máli nr. KNU21050032 dags. 15. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2021 í málum nr. KNU21040030 o.fl. dags. 15. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2021 í máli nr. KNU21050025 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2021 í máli nr. KNU21050024 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2021 í máli nr. KNU21040050 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2021 í máli nr. KNU21050041 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2021 í máli nr. KNU21060066 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2021 í máli nr. KNU21050029 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2021 í málum nr. KNU21050020 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 398/2021 í máli nr. KNU21040060 dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2021 í málum nr. KNU21040038 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 393/2021 í málum nr. KNU21050030 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2021 í málum nr. KNU21040058 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 415/2021 í máli nr. KNU21060055 dags. 30. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2021 í máli nr. KNU21030028 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 428/2021 í málum nr. KNU21040010 o.fl. dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 423/2021 í máli nr. KNU21030044 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2021 í máli nr. KNU21040009 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 431/2021 í máli nr. KNU21070029 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 432/2021 í máli nr. KNU21070041 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2021 í máli nr. KNU21060005 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 456/2021 í máli nr. KNU21070032 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2021 í máli nr. KNU21070039 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 460/2021 í máli nr. KNU21070031 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2021 í máli nr. KNU21070001 dags. 29. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2021 í máli nr. KNU21070013 dags. 29. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2021 í máli nr. KNU21050005 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 500/2021 í máli nr. KNU21080042 dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2021 í málum nr. KNU21080018 o.fl. dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2021 í máli nr. KNU21060036 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2021 í máli nr. KNU21070071 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 508/2021 í málum nr. KNU21070069 o.fl. dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2021 í máli nr. KNU21070038 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 514/2021 í máli nr. KNU21070074 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 511/2021 í málum nr. KNU21070036 o.fl. dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 505/2021 í máli nr. KNU21070056 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2021 í máli nr. KNU21090048 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 530/2021 í máli nr. KNU21060021 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2021 í máli nr. KNU21060022 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 549/2021 í máli nr. KNU21070040 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2021 í máli nr. KNU21070075 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2021 í málum nr. KNU21080020 o.fl. dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 533/2021 í máli nr. KNU21030079 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2021 í máli nr. KNU21030080 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 591/2021 í málum nr. KNU21080009 o.fl. dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 594/2021 í máli nr. KNU21100014 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 592/2021 í máli nr. KNU21080005 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 593/2021 í málum nr. KNU21100029 o.fl. dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 627/2021 í máli nr. KNU21100031 dags. 29. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 614/2021 í málum nr. KNU21090087 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 620/2021 í málum nr. KNU21100051 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 626/2021 í máli nr. KNU21100036 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 623/2021 í máli nr. KNU21110022 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 616/2021 í máli nr. KNU21090073 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 615/2021 í máli nr. KNU21090047 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 619/2021 í máli nr. KNU21110017 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 645/2021 í máli nr. KNU21110019 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 639/2021 í máli nr. KNU21110021 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 640/2021 í máli nr. KNU21110033 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 633/2021 í máli nr. KNU21100059 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 632/2021 í máli nr. KNU21100058 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 631/2021 í máli nr. KNU21100057 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 658/2021 í máli nr. KNU21100041 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 664/2021 í málum nr. KNU21110081 o.fl. dags. 16. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2022 í máli nr. KNU21120064 dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2022 í máli nr. KNU21120062 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2022 í máli nr. KNU21110034 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2022 í máli nr. KNU22020012 dags. 3. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2022 í máli nr. KNU22020029 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2022 í máli nr. KNU22020031 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2022 í máli nr. KNU22020030 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2022 í máli nr. KNU22020007 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2022 í máli nr. KNU22020011 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2022 í málum nr. KNU22030009 o.fl. dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2022 í máli nr. KNU22030023 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2022 í máli nr. KNU22030032 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2022 í máli nr. KNU22030033 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2022 í máli nr. KNU22040015 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2022 í máli nr. KNU22040016 dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 202/2022 í máli nr. KNU22040023 dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 204/2022 í máli nr. KNU22040025 dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2022 í máli nr. KNU22040048 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2022 í málum nr. KNU22040038 o.fl. dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2022 í máli nr. KNU22040037 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2022 í máli nr. KNU22050013 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 237/2022 í máli nr. KNU22050014 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2022 í máli nr. KNU22030054 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2022 í máli nr. KNU22040021 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 240/2022 í máli nr. KNU22050007 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2022 í máli nr. KNU22040020 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2022 í máli nr. KNU22050018 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2022 í máli nr. KNU22050034 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2022 í máli nr. KNU22050022 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2022 í máli nr. KNU22050028 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 265/2022 í máli nr. KNU22050043 dags. 14. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 231/2022 í máli nr. KNU22040009 dags. 18. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2022 í máli nr. KNU22050020 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2022 í máli nr. KNU22050021 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2022 í máli nr. KNU22060001 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 294/2022 í máli nr. KNU22060050 dags. 11. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2022 í máli nr. KNU22060048 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 293/2022 í máli nr. KNU22060049 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2022 í máli nr. KNU22050037 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 302/2022 í máli nr. KNU22060011 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 299/2022 í málum nr. KNU22060004 o.fl. dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2022 í málum nr. KNU22060028 o.fl. dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 321/2022 í máli nr. KNU22060027 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 319/2022 í máli nr. KNU22060025 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 320/2022 í máli nr. KNU22060026 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 323/2022 í máli nr. KNU22060030 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2022 í máli nr. KNU22070046 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2022 í máli nr. KNU22060053 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2022 í máli nr. KNU22070022 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2022 í máli nr. KNU22060051 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2022 í máli nr. KNU22060055 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2022 í máli nr. KNU22070065 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2022 í máli nr. KNU22070060 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2022 í máli nr. KNU22080003 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 382/2022 í máli nr. KNU22070052 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2022 í máli nr. KNU22070061 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 404/2022 í máli nr. KNU22090014 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 411/2022 í máli nr. KNU22070064 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2022 í máli nr. KNU22080031 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 409/2022 í máli nr. KNU22090018 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 415/2022 í málum nr. KNU22090019 o.fl. dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2022 í máli nr. KNU22090017 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2022 í máli nr. KNU22090035 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2022 í máli nr. KNU22090066 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2022 í máli nr. KNU22090057 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2022 í máli nr. KNU22100001 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 453/2022 í máli nr. KNU22090068 dags. 10. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2022 í máli nr. KNU22100022 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2022 í málum nr. KNU22100015 o.fl. dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 465/2022 í máli nr. KNU22100017 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2022 í máli nr. KNU22100027 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2022 í máli nr. KNU22090041 dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2022 í máli nr. KNU22100038 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 507/2022 í málum nr. KNU22110056 o.fl. dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 520/2022 í máli nr. KNU22100071 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 517/2022 í máli nr. KNU22100083 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2022 í máli nr. KNU22100079 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2023 í máli nr. KNU22110080 dags. 5. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2023 í máli nr. KNU22110030 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2023 í máli nr. KNU22110031 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 21/2023 í máli nr. KNU22110025 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 11/2023 í máli nr. KNU22100077 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 18/2023 í máli nr. KNU22110049 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 31/2023 í máli nr. KNU22110032 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2023 í málum nr. KNU22100075 o.fl. dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2023 í máli nr. KNU22120053 dags. 13. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2023 í málum nr. KNU22110071 o.fl. dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2023 í máli nr. KNU22110076 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2023 í máli nr. KNU22120006 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2023 í máli nr. KNU22110070 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2023 í máli nr. KNU22110052 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2023 í máli nr. KNU22110057 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2023 í málum nr. KNU22110065 o.fl. dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2023 í máli nr. KNU22120017 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2023 í máli nr. KNU22110077 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 76/2023 í máli nr. KNU22120018 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2023 í máli nr. KNU22120020 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2023 í máli nr. KNU22120007 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2023 í máli nr. KNU22120022 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2023 í máli nr. KNU22120024 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2023 í máli nr. KNU22120012 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2023 í máli nr. KNU23020006 dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2023 í máli nr. KNU23020003 dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2023 í máli nr. KNU22120033 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2023 í máli nr. KNU22120034 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2023 í máli nr. KNU22120032 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 117/2023 í máli nr. KNU23020039 dags. 27. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2023 í málum nr. KNU22120047 o.fl. dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2023 í máli nr. KNU22120092 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2023 í máli nr. KNU22120089 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2023 í máli nr. KNU22120028 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2023 í máli nr. KNU22120003 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 129/2023 í máli nr. KNU22120049 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2023 í máli nr. KNU22120064 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2023 í málum nr. KNU22120058 o.fl. dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2023 í máli nr. KNU22120060 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2023 í máli nr. KNU23020053 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2023 í máli nr. KNU23010063 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 91/2023 í máli nr. KNU22120023 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2023 í máli nr. KNU23030012 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2023 í máli nr. KNU23030011 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2023 í málum nr. KNU23030057 o.fl. dags. 22. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 173/2023 í máli nr. KNU23030059 dags. 22. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2023 í málum nr. KNU23010001 o.fl. dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2023 í málum nr. KNU23010037 o.fl. dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2023 í máli nr. KNU23010010 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2023 í máli nr. KNU23010009 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 155/2023 í máli nr. KNU23010006 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2023 í máli nr. KNU23010014 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2023 í máli nr. KNU23010004 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2023 í málum nr. KNU23010054 o.fl. dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2023 í máli nr. KNU23010016 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2023 í máli nr. KNU23010003 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2023 í máli nr. KNU23030065 dags. 28. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2023 í máli nr. KNU23030064 dags. 28. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2023 í máli nr. KNU23030073 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2023 í máli nr. KNU23020027 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2023 í máli nr. KNU23010060 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2023 í máli nr. KNU23010065 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 211/2023 í máli nr. KNU23030068 dags. 12. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 212/2023 í málum nr. KNU23030066 o.fl. dags. 12. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 217/2023 í máli nr. KNU23030093 dags. 13. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 222/2023 í máli nr. KNU23030101 dags. 13. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2023 í máli nr. KNU23020068 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2023 í máli nr. KNU23020051 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 226/2023 í málum nr. KNU23020044 o.fl. dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 256/2023 í máli nr. KNU23040057 dags. 27. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 255/2023 í máli nr. KNU23040060 dags. 27. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 262/2023 í málum nr. KNU23040077 o.fl. dags. 2. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2023 í máli nr. KNU23030016 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 259/2023 í máli nr. KNU23030017 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2023 í máli nr. KNU23020069 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2023 í máli nr. KNU23020072 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2023 í máli nr. KNU23030001 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 257/2023 í máli nr. KNU23030007 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2023 í máli nr. KNU23020070 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2023 í máli nr. KNU23030002 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2023 í málum nr. KNU23030032 o.fl. dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2023 í máli nr. KNU23030006 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2023 í máli nr. KNU23030005 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2023 í máli nr. KNU23030018 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2023 í máli nr. KNU23030019 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2023 í máli nr. KNU23040096 dags. 9. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 276/2023 í máli nr. KNU23040061 dags. 9. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2023 í máli nr. KNU23030039 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2023 í máli nr. KNU23030045 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2023 í máli nr. KNU23030046 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 286/2023 í máli nr. KNU23030020 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 319/2023 í máli nr. KNU23050056 dags. 24. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2023 í máli nr. KNU23030082 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2023 í máli nr. KNU23030074 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2023 í máli nr. KNU23040006 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 312/2023 í máli nr. KNU23030099 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 311/2023 í máli nr. KNU23030077 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2023 í máli nr. KNU23050104 dags. 6. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2023 í máli nr. KNU23040052 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 348/2023 í máli nr. KNU23040049 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2023 í málum nr. KNU23040031 o.fl. dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 350/2023 í máli nr. KNU23040048 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 347/2023 í máli nr. KNU23040045 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 415/2023 í máli nr. KNU23040059 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2023 í máli nr. KNU23060046 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 370/2023 í málum nr. KNU23040068 o.fl. dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2023 í málum nr. KNU23040066 o.fl. dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2023 í máli nr. KNU23060188 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 391/2023 í máli nr. KNU23060166 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2023 í máli nr. KNU23060178 dags. 11. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 410/2023 í málum nr. KNU23070010 o.fl. dags. 11. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2023 í máli nr. KNU23040082 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2023 í máli nr. KNU23040054 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2023 í máli nr. KNU23040062 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2023 í málum nr. KNU23070009 o.fl. dags. 24. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2023 í máli nr. KNU23050025 dags. 2. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2023 í máli nr. KNU23040073 dags. 2. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 432/2023 í máli nr. KNU23070106 dags. 8. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2023 í máli nr. KNU23040117 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2023 í máli nr. KNU23040087 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 488/2023 í máli nr. KNU23070118 dags. 7. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 487/2023 í málum nr. KNU23070097 o.fl. dags. 7. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 493/2023 í málum nr. KNU23050091 o.fl. dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 483/2023 í máli nr. KNU23050144 dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 490/2023 í málum nr. KNU23050148 o.fl. dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 492/2023 í máli nr. KNU23050088 dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2023 í málum nr. KNU23040046 o.fl. dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2023 í máli nr. KNU23050147 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 480/2023 í máli nr. KNU23050075 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 536/2023 í máli nr. KNU23050168 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 545/2023 í máli nr. KNU23050157 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 528/2023 í máli nr. KNU23050175 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2023 í máli nr. KNU23050178 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 563/2023 í máli nr. KNU23090099 dags. 5. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 570/2023 í máli nr. KNU23060158 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 571/2023 í máli nr. KNU23060159 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 567/2023 í máli nr. KNU23060155 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 568/2023 í máli nr. KNU23060156 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 569/2023 í máli nr. KNU23060157 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 576/2023 í máli nr. KNU23060011 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 564/2023 í máli nr. KNU23060022 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 565/2023 í máli nr. KNU23060168 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 585/2023 í máli nr. KNU23070092 dags. 18. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 586/2023 í máli nr. KNU23070064 dags. 18. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 634/2023 í máli nr. KNU23080016 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 607/2023 í máli nr. KNU23060194 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 617/2023 í máli nr. KNU23060199 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 618/2023 í máli nr. KNU23060200 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 602/2023 í máli nr. KNU23080011 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 681/2023 í máli nr. KNU23100122 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 659/2023 í máli nr. KNU23060213 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 656/2023 í máli nr. KNU23070069 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 665/2023 í máli nr. KNU23080056 dags. 15. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 724/2023 í málum nr. KNU23100127 o.fl. dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 763/2023 í málum nr. KNU23110140 o.fl. dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 759/2023 í máli nr. KNU23110072 dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 761/2023 í málum nr. KNU23110079 o.fl. dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2024 í máli nr. KNU23100141 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2024 í máli nr. KNU23080089 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2024 í málum nr. KNU23090008 o.fl. dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2024 í máli nr. KNU23110030 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 436/2024 í máli nr. KNU24040031 dags. 29. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2024 í máli nr. KNU24020199 dags. 8. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2024 í málum nr. KNU24050010 o.fl. dags. 15. maí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrú. 119/2018 dags. 31. janúar 2018[HTML]

Lrú. 217/2018 dags. 13. mars 2018[HTML]

Lrú. 213/2018 dags. 19. mars 2018[HTML]

Lrú. 208/2018 dags. 26. mars 2018[HTML]

Lrú. 288/2018 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Lrú. 388/2018 dags. 9. maí 2018[HTML]

Lrú. 387/2018 dags. 9. maí 2018[HTML]

Lrú. 227/2018 dags. 15. maí 2018[HTML]

Lrú. 390/2018 dags. 14. júní 2018[HTML]

Lrú. 393/2018 dags. 15. júní 2018[HTML]

Lrú. 277/2018 dags. 20. júní 2018[HTML]

Lrd. 87/2018 dags. 22. júní 2018 (Braut gegn skjólstæðingi)[HTML]

Lrú. 586/2018 dags. 17. september 2018[HTML]

Lrú. 63/2018 dags. 21. september 2018[HTML]

Lrú. 592/2018 dags. 27. september 2018[HTML]

Lrd. 220/2018 dags. 28. september 2018[HTML]

Lrd. 153/2018 dags. 28. september 2018[HTML]

Lrú. 456/2018 dags. 4. október 2018[HTML]

Lrd. 218/2018 dags. 12. október 2018[HTML]

Lrd. 210/2018 dags. 12. október 2018[HTML]

Lrú. 157/2018 dags. 12. október 2018[HTML]

Lrd. 364/2018 dags. 19. október 2018[HTML]

Lrd. 159/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 158/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 400/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 399/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 398/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 397/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 396/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 201/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 276/2018 dags. 23. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 492/2018 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 377/2018 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Lrú. 775/2018 dags. 3. desember 2018[HTML]

Lrd. 139/2018 dags. 7. desember 2018[HTML]

Lrd. 221/2018 dags. 19. desember 2018[HTML]

Lrd. 243/2018 dags. 21. desember 2018[HTML]

Lrú. 830/2018 dags. 9. janúar 2019[HTML]

Lrd. 306/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML]

Lrd. 347/2018 dags. 1. febrúar 2019[HTML]

Lrd. 526/2018 dags. 8. febrúar 2019[HTML]

Lrú. 734/2018 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Lrd. 90/2018 dags. 14. febrúar 2019 (Marple)[HTML]

Lrú. 672/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML]

Lrd. 530/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML]

Lrd. 589/2018 dags. 22. febrúar 2019[HTML]

Lrd. 468/2018 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Lrd. 401/2018 dags. 1. mars 2019[HTML]

Lrd. 310/2018 dags. 1. mars 2019[HTML]

Lrd. 608/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Lrd. 577/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Lrd. 563/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Lrd. 540/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Lrd. 486/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Lrd. 551/2018 dags. 22. mars 2019[HTML]

Lrú. 175/2019 dags. 22. mars 2019[HTML]

Lrd. 493/2018 dags. 29. mars 2019[HTML]

Lrd. 511/2018 dags. 5. apríl 2019[HTML]

Lrú. 189/2019 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Lrd. 667/2018 dags. 12. apríl 2019[HTML]

Lrú. 275/2019 dags. 14. maí 2019[HTML]

Lrd. 659/2018 dags. 24. maí 2019[HTML]

Lrd. 466/2018 dags. 31. maí 2019[HTML]

Lrú. 329/2019 dags. 6. júní 2019[HTML]

Lrd. 490/2018 dags. 14. júní 2019[HTML]

Lrú. 309/2019 dags. 20. júní 2019[HTML]

Lrú. 308/2019 dags. 20. júní 2019[HTML]

Lrú. 401/2019 dags. 21. júní 2019[HTML]

Lrú. 390/2019 dags. 21. júní 2019[HTML]

Lrd. 883/2018 dags. 21. júní 2019[HTML]

Lrd. 882/2018 dags. 21. júní 2019[HTML]

Lrd. 416/2018 dags. 21. júní 2019[HTML]

Lrú. 361/2019 dags. 3. júlí 2019[HTML]

Lrú. 520/2019 dags. 9. júlí 2019[HTML]

Lrú. 448/2019 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Lrú. 402/2019 dags. 12. september 2019[HTML]

Lrd. 838/2018 dags. 27. september 2019[HTML]

Lrú. 553/2019 dags. 30. september 2019[HTML]

Lrd. 808/2018 dags. 11. október 2019[HTML]

Lrd. 804/2018 dags. 11. október 2019[HTML]

Lrd. 802/2018 dags. 25. október 2019[HTML]

Lrd. 97/2019 dags. 25. október 2019[HTML]

Lrd. 847/2018 dags. 8. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 691/2018 dags. 8. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 148/2019 dags. 8. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 38/2019 dags. 15. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 899/2018 dags. 22. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 76/2019 dags. 22. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 220/2019 dags. 29. nóvember 2019[HTML]

Lrú. 39/2019 dags. 29. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 332/2018 dags. 6. desember 2019 (Viðskiptavakt)[HTML]

Lrd. 251/2019 dags. 13. desember 2019[HTML]

Lrú. 723/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Lrd. 241/2019 dags. 20. desember 2019[HTML]

Lrú. 10/2019 dags. 20. desember 2019[HTML]

Lrú. 881/2019 dags. 10. janúar 2020[HTML]

Lrú. 768/2019 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Lrú. 852/2019 dags. 20. janúar 2020[HTML]

Lrú. 394/2019 dags. 24. janúar 2020[HTML]

Lrd. 113/2019 dags. 31. janúar 2020[HTML]

Lrú. 15/2020 dags. 5. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 263/2019 dags. 7. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 289/2019 dags. 14. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 687/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 686/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 685/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 684/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 287/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 286/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 226/2019 dags. 13. mars 2020 (Samverknaður í ránsbroti og stórfelldri líkamsárás)[HTML]

Lrú. 54/2020 dags. 26. mars 2020[HTML]

Lrd. 857/2018 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrd. 856/2018 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrd. 516/2018 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrú. 816/2019 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrd. 291/2019 dags. 7. apríl 2020[HTML]

Lrú. 177/2020 dags. 16. apríl 2020[HTML]

Lrú. 167/2020 dags. 22. apríl 2020[HTML]

Lrú. 201/2020 dags. 28. apríl 2020[HTML]

Lrú. 386/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrú. 381/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrú. 380/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrú. 379/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrú. 378/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrd. 917/2018 dags. 15. maí 2020[HTML]

Lrd. 497/2019 dags. 15. maí 2020[HTML]

Lrú. 276/2020 dags. 28. maí 2020[HTML]

Lrú. 275/2020 dags. 28. maí 2020[HTML]

Lrú. 274/2020 dags. 28. maí 2020[HTML]

Lrd. 632/2019 dags. 29. maí 2020[HTML]

Lrú. 192/2020 dags. 12. júní 2020[HTML]

Lrd. 224/2019 dags. 18. júní 2020[HTML]

Lrú. 334/2020 dags. 24. júní 2020[HTML]

Lrú. 437/2020 dags. 16. júlí 2020[HTML]

Lrú. 382/2020 dags. 1. september 2020[HTML]

Lrd. 285/2019 dags. 25. september 2020[HTML]

Lrd. 284/2019 dags. 25. september 2020[HTML]

Lrd. 190/2019 dags. 2. október 2020[HTML]

Lrd. 184/2019 dags. 2. október 2020[HTML]

Lrd. 63/2019 dags. 2. október 2020[HTML]

Lrú. 400/2020 dags. 5. október 2020[HTML]

Lrd. 440/2019 dags. 16. október 2020[HTML]

Lrd. 360/2019 dags. 16. október 2020[HTML]

Lrd. 322/2019 dags. 16. október 2020[HTML]

Lrd. 591/2019 dags. 30. október 2020[HTML]

Lrd. 404/2019 dags. 30. október 2020[HTML]

Lrd. 755/2019 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Lrd. 274/2019 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Lrd. 239/2019 dags. 4. desember 2020 (Kaupauki)[HTML]

Lrú. 629/2020 dags. 10. desember 2020[HTML]

Lrd. 829/2019 dags. 11. desember 2020[HTML]

Lrú. 598/2020 dags. 17. desember 2020[HTML]

Lrd. 835/2019 dags. 18. desember 2020[HTML]

Lrd. 883/2019 dags. 18. desember 2020[HTML]

Lrú. 555/2020 dags. 18. desember 2020[HTML]

Lrú. 509/2020 dags. 22. desember 2020[HTML]

Lrú. 704/2020 dags. 11. janúar 2021[HTML]

Lrú. 673/2020 dags. 26. janúar 2021[HTML]

Lrú. 739/2020 dags. 28. janúar 2021[HTML]

Lrd. 710/2019 dags. 5. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 212/2019 dags. 19. febrúar 2021[HTML]

Lrú. 60/2021 dags. 11. mars 2021[HTML]

Lrd. 72/2020 dags. 12. mars 2021[HTML]

Lrd. 74/2020 dags. 12. mars 2021[HTML]

Lrd. 73/2020 dags. 12. mars 2021[HTML]

Lrd. 739/2019 dags. 19. mars 2021[HTML]

Lrd. 604/2019 dags. 19. mars 2021 (CLN)[HTML]

Lrd. 781/2019 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrd. 724/2019 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrd. 16/2020 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrd. 17/2020 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrd. 148/2020 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrú. 229/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML]

Lrú. 230/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML]

Lrú. 231/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML]

Lrú. 232/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML]

Lrú. 157/2021 dags. 19. apríl 2021[HTML]

Lrd. 146/2020 dags. 30. apríl 2021[HTML]

Lrú. 138/2020 dags. 7. maí 2021[HTML]

Lrd. 152/2020 dags. 7. maí 2021[HTML]

Lrú. 261/2021 dags. 19. maí 2021[HTML]

Lrú. 275/2021 dags. 20. maí 2021[HTML]

Lrd. 149/2020 dags. 21. maí 2021[HTML]

Lrd. 58/2019 dags. 28. maí 2021[HTML]

Lrd. 104/2020 dags. 28. maí 2021[HTML]

Lrd. 14/2020 dags. 28. maí 2021[HTML]

Lrd. 13/2020 dags. 28. maí 2021[HTML]

Lrd. 200/2020 dags. 4. júní 2021[HTML]

Lrd. 207/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 232/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 35/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 260/2021 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 234/2020 dags. 23. júní 2021[HTML]

Lrd. 536/2020 dags. 1. október 2021[HTML]

Lrú. 588/2021 dags. 7. október 2021[HTML]

Lrd. 365/2020 dags. 8. október 2021[HTML]

Lrd. 226/2021 dags. 8. október 2021[HTML]

Lrd. 426/2020 dags. 15. október 2021[HTML]

Lrd. 427/2020 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 449/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 338/2020 dags. 19. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 481/2020 dags. 26. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 463/2020 dags. 3. desember 2021[HTML]

Lrd. 560/2020 dags. 10. desember 2021[HTML]

Lrú. 714/2021 dags. 15. desember 2021[HTML]

Lrd. 250/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrd. 638/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrd. 636/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrd. 538/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrú. 772/2021 dags. 22. desember 2021[HTML]

Lrú. 801/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Lrú. 805/2021 dags. 4. janúar 2022[HTML]

Lrú. 691/2021 dags. 6. janúar 2022[HTML]

Lrú. 8/2022 dags. 7. janúar 2022[HTML]

Lrú. 35/2022 dags. 18. janúar 2022[HTML]

Lrú. 766/2021 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Lrd. 700/2020 dags. 21. janúar 2022[HTML]

Lrd. 671/2020 dags. 21. janúar 2022[HTML]

Lrd. 123/2021 dags. 21. janúar 2022[HTML]

Lrú. 68/2022 dags. 4. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 462/2021 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 659/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 456/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 457/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 455/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 453/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 454/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 753/2020 dags. 18. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 561/2020 dags. 18. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 307/2021 dags. 18. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 149/2021 dags. 4. mars 2022[HTML]

Lrd. 658/2020 dags. 11. mars 2022[HTML]

Lrd. 334/2021 dags. 18. mars 2022[HTML]

Lrd. 744/2020 dags. 25. mars 2022[HTML]

Lrd. 69/2021 dags. 25. mars 2022[HTML]

Lrd. 452/2020 dags. 1. apríl 2022[HTML]

Lrd. 599/2020 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrd. 305/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrú. 710/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrú. 133/2022 dags. 27. apríl 2022[HTML]

Lrd. 314/2021 dags. 6. maí 2022[HTML]

Lrú. 609/2021 dags. 9. maí 2022[HTML]

Lrd. 161/2021 dags. 13. maí 2022[HTML]

Lrd. 10/2021 dags. 13. maí 2022[HTML]

Lrd. 188/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrd. 189/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrd. 228/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrú. 732/2020 dags. 27. maí 2022[HTML]

Lrú. 731/2020 dags. 27. maí 2022[HTML]

Lrd. 203/2021 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrd. 36/2021 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrd. 490/2020 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrd. 247/2021 dags. 10. júní 2022[HTML]

Lrd. 590/2021 dags. 10. júní 2022[HTML]

Lrd. 114/2021 dags. 16. júní 2022[HTML]

Lrú. 335/2022 dags. 21. júní 2022[HTML]

Lrd. 268/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 286/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 267/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 475/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 452/2020 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrú. 379/2022 dags. 28. júní 2022[HTML]

Lrú. 359/2022 dags. 9. september 2022[HTML]

Lrd. 302/2021 dags. 7. október 2022[HTML]

Lrd. 296/2021 dags. 7. október 2022[HTML]

Lrd. 69/2021 dags. 7. október 2022[HTML]

Lrd. 466/2021 dags. 7. október 2022[HTML]

Lrú. 567/2022 dags. 7. október 2022[HTML]

Lrú. 370/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 424/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 432/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 530/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 515/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 514/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Lrú. 558/2022 dags. 8. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 646/2021 dags. 18. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 619/2021 dags. 18. nóvember 2022[HTML]

Lrú. 574/2022 dags. 18. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 412/2021 dags. 25. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 687/2021 dags. 2. desember 2022[HTML]

Lrú. 220/2021 dags. 2. desember 2022[HTML]

Lrd. 546/2021 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrd. 422/2022 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrd. 465/2021 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrd. 463/2021 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrd. 464/2021 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrd. 599/2021 dags. 16. desember 2022[HTML]

Lrú. 692/2022 dags. 21. desember 2022[HTML]

Lrú. 751/2022 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Lrú. 65/2023 dags. 7. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 730/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML]

Lrú. 95/2023 dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Lrú. 121/2023 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 656/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 657/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 658/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 659/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 661/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 456/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 467/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 663/2021 dags. 24. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 783/2021 dags. 3. mars 2023[HTML]

Lrd. 652/2021 dags. 3. mars 2023[HTML]

Lrd. 752/2021 dags. 10. mars 2023[HTML]

Lrd. 2/2022 dags. 10. mars 2023[HTML]

Lrú. 85/2023 dags. 10. mars 2023[HTML]

Lrú. 187/2023 dags. 16. mars 2023[HTML]

Lrd. 503/2021 dags. 17. mars 2023[HTML]

Lrd. 744/2021 dags. 17. mars 2023[HTML]

Lrd. 19/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrd. 112/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrd. 97/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrd. 753/2021 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrd. 686/2021 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrú. 109/2023 dags. 27. mars 2023[HTML]

Lrú. 110/2023 dags. 27. mars 2023[HTML]

Lrú. 112/2023 dags. 27. mars 2023[HTML]

Lrú. 111/2023 dags. 27. mars 2023[HTML]

Lrú. 150/2023 dags. 28. mars 2023[HTML]

Lrd. 156/2022 dags. 31. mars 2023[HTML]

Lrú. 270/2023 dags. 14. apríl 2023[HTML]

Lrd. 74/2022 dags. 12. maí 2023[HTML]

Lrd. 37/2022 dags. 12. maí 2023[HTML]

Lrd. 185/2022 dags. 19. maí 2023[HTML]

Lrd. 159/2022 dags. 19. maí 2023[HTML]

Lrd. 41/2022 dags. 19. maí 2023[HTML]

Lrd. 18/2022 dags. 2. júní 2023[HTML]

Lrd. 85/2022 dags. 2. júní 2023[HTML]

Lrd. 249/2022 dags. 9. júní 2023[HTML]

Lrd. 182/2022 dags. 9. júní 2023[HTML]

Lrd. 117/2022 dags. 16. júní 2023[HTML]

Lrd. 248/2022 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrd. 198/2022 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrú. 211/2023 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrú. 526/2023 dags. 29. ágúst 2023[HTML]

Lrú. 556/2023 dags. 4. september 2023[HTML]

Lrd. 184/2022 dags. 15. september 2023[HTML]

Lrd. 197/2022 dags. 15. september 2023[HTML]

Lrd. 308/2022 dags. 29. september 2023[HTML]

Lrd. 293/2022 dags. 6. október 2023[HTML]

Lrú. 572/2023 dags. 6. október 2023[HTML]

Lrd. 191/2023 dags. 20. október 2023[HTML]

Lrú. 676/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Lrd. 318/2022 dags. 27. október 2023[HTML]

Lrd. 748/2020 dags. 3. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 459/2022 dags. 3. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 212/2022 dags. 3. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 253/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 256/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 255/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 258/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 254/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 257/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 394/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 393/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 395/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 406/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 392/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrú. 727/2023 dags. 14. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 417/2022 dags. 17. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 235/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 420/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 442/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 342/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Lrú. 790/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 514/2022 dags. 1. desember 2023[HTML]

Lrd. 735/2022 dags. 1. desember 2023[HTML]

Lrú. 734/2023 dags. 7. desember 2023[HTML]

Lrd. 570/2022 dags. 8. desember 2023[HTML]

Lrú. 791/2023 dags. 20. desember 2023[HTML]

Lrd. 462/2022 dags. 19. janúar 2024[HTML]

Lrú. 42/2024 dags. 22. janúar 2024[HTML]

Lrd. 823/2022 dags. 26. janúar 2024[HTML]

Lrd. 663/2022 dags. 9. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 674/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 681/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML]

Lrú. 885/2023 dags. 27. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 801/2022 dags. 1. mars 2024[HTML]

Lrd. 807/2022 dags. 1. mars 2024[HTML]

Lrd. 37/2023 dags. 8. mars 2024[HTML]

Lrd. 64/2023 dags. 8. mars 2024[HTML]

Lrú. 22/2023 dags. 8. mars 2024[HTML]

Lrú. 23/2023 dags. 8. mars 2024[HTML]

Lrú. 126/2024 dags. 14. mars 2024[HTML]

Lrd. 618/2022 dags. 15. mars 2024[HTML]

Lrd. 305/2022 dags. 22. mars 2024[HTML]

Lrd. 45/2023 dags. 22. mars 2024[HTML]

Lrú. 191/2024 dags. 9. apríl 2024[HTML]

Lrú. 326/2024 dags. 17. apríl 2024[HTML]

Lrd. 249/2023 dags. 19. apríl 2024[HTML]

Lrd. 70/2023 dags. 26. apríl 2024[HTML]

Lrú. 638/2022 dags. 3. maí 2024[HTML]

Lrú. 235/2024 dags. 7. maí 2024[HTML]

Lrd. 734/2022 dags. 10. maí 2024[HTML]

Lrd. 143/2023 dags. 10. maí 2024[HTML]

Lrd. 77/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 357/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 432/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 433/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 431/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 840/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 430/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 289/2023 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrú. 291/2024 dags. 10. júní 2024[HTML]

Lrd. 398/2023 dags. 12. júní 2024[HTML]

Lrd. 216/2023 dags. 14. júní 2024[HTML]

Lrú. 383/2024 dags. 18. júní 2024[HTML]

Lrú. 298/2024 dags. 21. júní 2024[HTML]

Lrú. 456/2024 dags. 25. júní 2024[HTML]

Lrú. 454/2024 dags. 26. júní 2024[HTML]

Lrd. 488/2022 dags. 27. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Mannanafnanefnd

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 67/2016 dags. 14. október 2016

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 96/2016 dags. 18. nóvember 2016

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 16/2017 dags. 18. apríl 2017

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 29/2017 dags. 26. nóvember 2017

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 28/2019 dags. 10. apríl 2019

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 117/2019 dags. 14. janúar 2020

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 35/2020 dags. 22. júní 2020

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 86/2022 dags. 20. júní 2022

Fara á yfirlit

Mannréttindadómstóll Evrópu

Dómur MDE Kjartan Ásmundsson gegn Íslandi dags. 12. október 2004 (60669/00)[HTML]

Dómur MDE Súsanna Rós Westlund gegn Íslandi dags. 6. desember 2007 (42628/04)[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd eignarnámsbóta

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2007 dags. 26. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 8/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 8/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2016 dags. 22. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2017 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 17/2019 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2020 dags. 31. maí 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2021 dags. 27. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2021 dags. 21. desember 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 2/2022 dags. 2. mars 2023[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2022 dags. 2. mars 2023[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2021 dags. 30. maí 2023[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2023 dags. 13. júní 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Þingvallakirkjuland og efstu jarðir í Þingvallahreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Grímsnesafréttur og jarðir umhverfis Lyngdalsheiði í Grímsnes- og Grafningshreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Laugardalsafréttur og efstu jarðir í Laugardalshreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Biskupstungnaafréttur og efstu lönd í Biskupstungnahreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Hrunamannaafréttur og efstu lönd í Hrunamannahreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Flóa- og Skeiðamannaafréttur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Gnúpverjaafréttur, Þjórsárdalur og efstu jarðir í Gnúpverjahreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Öræfi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Suðursveit)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Mýrar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Nes)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Lón)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Ásahreppur og fyrrum Djúpárhreppur, nú í Rangárþingi ytra, ásamt Holtamannaafrétti)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Holta- og Landsveit ásamt Landmannaafrétti í Rangárþingi ytra)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Fyrrum Rangárvallahreppur, nú í Rangárþingi ytra)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Fyrrum Fljótshlíðar-, Hvol- og Vestur- og Austur-Landeyjahreppar, nú í Rangárþingi eystra)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Eyjafjallasvæði og Þórsmörk í Rangárþingi eystra)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Mýrdalshreppur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Álftaver og Skaftártunga, sveitarfélaginu Skaftárhreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 8/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Síða, Landbrot og Brunasandur ásamt fyrrum Leiðvallarhreppi, nú í Skaftárhreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 9/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Fljótshverfi í Skaftárhreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Grindavík og Vatnsleysa)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Stór-Reykjavík)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2004 o.fl. dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Kjalarnes og Kjós)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Grafningur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Ölfus)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Fljótsdalur og Jökuldalur austan Jökulsár á Jökuldal)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Jökuldalur norðan og vestan Jökulsár á Jökuldal ásamt Jökulsárhlíð)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Vopnafjarðarhreppur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Svalbarðshreppur, Þórshafnarhreppur og Skeggjastaðahreppur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Öxarfjarðarhreppur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Mývatnsöræfi og Ódáðahraun)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Tjörnes og Þeistareykir)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Þingeyjarsveit sunnan Ljósavatnsskarðs og vestan Skjálfandafljóts)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Kinnar- og Víknafjöll ásamt Flateyjardalsheiði austan Dalsár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Grýtubakkahreppur ásamt Flateyjardalsheiði vestan Dalsár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Eyjafjarðarsveit austan Eyjafjarðarár ásamt vestanverðum Bleiksmýrardal)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Eyjafjarðarsveit vestan Eyjafjarðarár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Hörgárbyggð austan Öxnadalsár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Skagafjörður austan Vestari-Jökulsár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Húnavatnshreppur austan Blöndu og Skagafjörður vestan Vestari-Jökulsár ásamt Hofsjökli)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2009 dags. 10. október 2011 (Svæði 7B - Vestanvert Norðurland, nyrðri hluti: Tröllaskagi norðan Öxnadalsheiðar - Eyjafjörður ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2009 dags. 10. október 2011 (Svæði 7B - Vestanvert Norðurland, nyrðri hluti: Tröllaskagi norðan Öxnadalsheiðar - Skagafjörður ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. S-1/2011 dags. 20. júní 2014

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Skagi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnavatnshreppur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnaþing vestra, syðri hluti)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Vatnsnes)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Landsvæði milli Hítarvatns og Fossdalsár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hluti fyrrum Norðurárdalshrepps)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hvítársíða, Þverárhlíð og Norðurárdalur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Arnarvatnsheiði, Geitland og Langjökull)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Fyrrum Lundarreykjadalshreppur og hluti fyrrum Hálsahrepps)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2014 dags. 3. maí 2018 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Landsvæði milli Hítarvatns og Fossdalsár (Endurupptaka))

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2014 dags. 3. maí 2018 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hluti fyrrum Norðurárdalshrepps (Endurupptaka))

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2014 dags. 21. júní 2019 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Landsvæði milli Hítarvatns og Fossdalsár (Endurupptaka))

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Snæfellsjökull og landsvæði sunnan og austan hans)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Eyrarbotn)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Fjalllendið milli Elliða og Lágafells auk Baulárvalla)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2019 dags. 21. febrúar 2020 (Svæði 10A - Strandasýsla ásamt fyrrum Bæjarhreppi - Suðausturhluti Drangajökuls)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Bæjarbjarg)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Austurhluti fyrrum Barðastrandarhrepps)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Skálmardalsheiði og hluti Þingmannaheiðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Hvannahlíð)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi norðan Geirþjófsfjarðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2020 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Skálmardalsheiði og hluti Þingmannaheiðar (Endurupptaka))

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Ísafjarðardjúps, Álftafjarðar og Önundarfjarðar, auk Stigahlíðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi við innanverðan Arnarfjörð og Dýrafjörð ásamt landsvæðum sunnan Ísafjarðardjúps)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi upp af Langadalsströnd)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Drangajökull og landsvæði umhverfis hann)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 8/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Sléttuhreppur og norðanverður Grunnavíkurhreppur)

Fara á yfirlit

Póst- og fjarskiptastofnun

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2007 dags. 11. júní 2007

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2008 dags. 11. janúar 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2008 dags. 27. febrúar 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2008 dags. 27. febrúar 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2008 dags. 10. júlí 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2008 dags. 18. júlí 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 17/2008 dags. 18. júlí 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 20/2008 dags. 12. ágúst 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 21/2008 dags. 12. ágúst 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2009 dags. 6. mars 2009

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2009 dags. 20. mars 2009

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2009 dags. 29. júní 2009

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2010 dags. 12. febrúar 2010

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2010 dags. 17. febrúar 2010

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 15/2010 dags. 27. maí 2010

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2010 dags. 15. júní 2010

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 23/2010 dags. 31. ágúst 2010

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 29/2010 dags. 6. október 2010

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 31/2010 dags. 19. október 2010

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2011 dags. 16. febrúar 2011

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2011 dags. 18. febrúar 2011

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2011 dags. 13. apríl 2011

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2011 dags. 13. apríl 2011

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2011 dags. 6. maí 2011

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2011 dags. 7. júní 2011

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2012 dags. 3. janúar 2012

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2012 dags. 22. febrúar 2012

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2012 dags. 8. maí 2012

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 17/2012 dags. 31. maí 2012

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2012 dags. 31. maí 2012

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 30/2012 dags. 30. október 2012

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2013 dags. 3. maí 2013

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2014 dags. 7. maí 2014

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2014 dags. 30. maí 2014

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2014 dags. 3. júní 2014

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2014 dags. 2. júlí 2014

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 26/2014 dags. 13. nóvember 2014

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 31/2014 dags. 27. nóvember 2014

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 32/2014 dags. 1. desember 2014

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2015 dags. 20. febrúar 2015

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2015 dags. 20. febrúar 2015

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2015 dags. 9. mars 2015

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2015 dags. 27. mars 2015

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2015 dags. 27. apríl 2015

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2015 dags. 25. júní 2015

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 17/2015 dags. 13. júlí 2015

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2016 dags. 11. mars 2016

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2016 dags. 18. júlí 2016

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2017 dags. 14. mars 2017

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2017 dags. 6. október 2017

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2017 dags. 6. október 2017

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2017 dags. 6. október 2017

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2017 dags. 6. október 2017

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 20/2017 dags. 6. október 2017

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 15/2017 dags. 6. október 2017

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2017 dags. 6. október 2017

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 17/2017 dags. 6. október 2017

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2018 dags. 23. janúar 2018

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2018 dags. 3. júlí 2018

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2018 dags. 5. júlí 2018

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2018 dags. 24. október 2018

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2019 dags. 13. febrúar 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2019 dags. 11. mars 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2019 dags. 20. mars 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2019 dags. 15. maí 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2019 dags. 23. maí 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 15/2019 dags. 29. maí 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 20/2019 dags. 7. október 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2020 dags. 29. maí 2020

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2020 dags. 22. júní 2020

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2021 dags. 16. febrúar 2021

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2021 dags. 31. maí 2021

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd almannatrygginga

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 4/2009 dags. 30. september 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 113/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 240/2011 dags. 26. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 46/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 143/2015 dags. 21. september 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 86/2011 dags. 14. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 138/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 199/2011 dags. 22. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 20/2015 dags. 12. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 23/2015 dags. 12. ágúst 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2003 dags. 21. október 2003

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2004 dags. 23. nóvember 2003

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2004 dags. 4. mars 2004

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 10/2006 dags. 20. júlí 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2007 dags. 3. júlí 2007

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2007 dags. 7. nóvember 2007

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 9/2007 dags. 4. apríl 2008

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2008 dags. 30. maí 2008

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 8/2007 dags. 1. júlí 2008

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2008 dags. 11. ágúst 2008

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2008 dags. 11. ágúst 2008

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2008 dags. 30. desember 2008

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2008 dags. 30. desember 2008

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2013 dags. 14. september 2013

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2016 dags. 1. mars 2017

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2018 dags. 12. apríl 2018

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2017 dags. 27. september 2018

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 11/2017 dags. 27. september 2018

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 9/2017 dags. 27. september 2018

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 10/2017 dags. 27. september 2018

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 8/2017 dags. 27. september 2018

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2017 dags. 27. september 2018

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2017 dags. 27. september 2018

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2017 dags. 27. september 2018

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2019 dags. 4. október 2019

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2019 dags. 14. nóvember 2019

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2019 dags. 27. janúar 2020

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2019 dags. 28. apríl 2020

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 63/2003 dags. 27. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 62/2003 dags. 31. ágúst 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 54/2003 dags. 7. september 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 7/2006 dags. 16. maí 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 16/2006 dags. 27. júní 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 32/2006 dags. 26. september 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 23/2006 dags. 26. september 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 43/2006 dags. 30. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 44/2007 dags. 29. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 62/2012 dags. 2. maí 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-27/1997 dags. 31. október 1997[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-87/1999 dags. 2. desember 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-162/2003 dags. 10. júlí 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-167/2003 dags. 17. desember 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-169/2004 dags. 1. mars 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-184/2004 dags. 4. ágúst 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-195/2004 dags. 30. desember 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-209/2005 dags. 14. júní 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-211/2005 dags. 14. júní 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-223/2006 dags. 9. febrúar 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-231/2006 dags. 4. júlí 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-228/2006 dags. 18. júlí 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-235/2006 dags. 22. desember 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-240/2007 dags. 14. febrúar 2007[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-246/2007 (ESA)

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-246/2007 dags. 6. mars 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-244/2007 dags. 22. mars 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-248/2007 dags. 29. mars 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-261/2007 dags. 21. júní 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-279/2008 dags. 14. maí 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 293/2009 dags. 29. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-298/2009 dags. 19. mars 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-307/2009 dags. 16. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-317/2009 dags. 23. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-325/2010 dags. 13. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-330/2010 dags. 25. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-328/2010 dags. 28. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-332/2010 dags. 25. mars 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-337/2010 dags. 1. júní 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-339/2010 dags. 7. júlí 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-342/2010 dags. 29. júlí 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-359/2011 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-364/2011 dags. 15. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-365/2011 dags. 15. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-374/2011 dags. 28. maí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-376/2011 dags. 16. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-377/2011 dags. 16. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-380/2011 dags. 11. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-382/2011 dags. 11. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-377B/2011 dags. 14. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-397/2011 dags. 29. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-399/2011 dags. 29. desember 2011[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-434/2012 (Flugöryggisstofnunin)

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-430/2012 dags. 28. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-431/2012 dags. 28. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-432/2012 dags. 28. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-434/2012 dags. 28. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-436/2012 dags. 29. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-437/2012 dags. 5. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-438/2012 dags. 5. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-444/2012 dags. 4. október 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-454/2012 dags. 15. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-455/2012 dags. 15. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-460/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-474/2013 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-481/2013 dags. 3. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-490/2013 dags. 3. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-510/2013 dags. 13. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-515/2014 dags. 28. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-531/2014 dags. 30. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 568/2015 dags. 21. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 578/2015 dags. 15. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 579/2015 dags. 15. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 585/2015 dags. 31. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 586/2015 dags. 31. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 614/2016 dags. 7. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 619/2016 dags. 4. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 623/2016 dags. 7. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 693/2017 dags. 27. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 699/2017 dags. 27. júlí 2017[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 701/2017 (Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin)
Úrskurðarnefndin féllst á að heimilt væri að synja aðgangi að tilteknum samskiptum stjórnvalda við Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunina á meðan stofnunin væri að undirbúa skýrslu um Ísland, en ekki eftir opinbera birtingu skýrslunnar.
Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 701/2017 dags. 11. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 715/2018 dags. 3. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 870/2020 dags. 14. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 876/2020 dags. 26. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 898/2020 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 904/2020 dags. 8. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 928/2020 dags. 25. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 954/2020 dags. 30. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 996/2021 dags. 13. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1062/2022 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1078/2022 dags. 1. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1083/2022 dags. 21. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1086/2022 dags. 12. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1089/2022 dags. 12. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1101/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1104/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1107/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1114/2022 dags. 5. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1111/2022 dags. 5. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1124/2023 dags. 30. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1123/2023 dags. 30. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1145/2023 dags. 5. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1156/2023 dags. 8. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1160/2023 dags. 16. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1202/2024 dags. 13. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 50/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 64/2017 dags. 8. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 114/2017 dags. 21. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 34/2017 dags. 8. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 322/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 432/2017 dags. 21. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 279/2017 dags. 10. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 464/2016 dags. 14. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 449/2017 dags. 21. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 389/2017 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 382/2017 dags. 7. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 60/2018 dags. 11. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 75/2018 dags. 16. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 188/2018 dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 281/2018 dags. 7. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 397/2018 dags. 20. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 432/2018 dags. 3. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 382/2018 dags. 15. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 529/2010 dags. 15. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 73/2019 dags. 10. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 45/2019 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 233/2019 dags. 5. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 532/2019 dags. 19. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 517/2019 dags. 24. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 230/2020 dags. 7. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 361/2020 dags. 14. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 408/2020 dags. 4. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 409/2020 dags. 4. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 574/2020 dags. 9. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 605/2020 dags. 24. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 626/2020 dags. 18. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 39/2021 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 421/2020 dags. 23. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 574/2020 dags. 6. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 205/2021 dags. 10. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 279/2021 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 619/2021 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 532/2021 dags. 18. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 370/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 383/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 316/2022 dags. 16. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 115/2022 dags. 13. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 575/2022 dags. 22. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 598/2022 dags. 26. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 66/2023 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 150/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 327/2021 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 258/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 446/2022 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 584/2024 dags. 22. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 582/2023 dags. 20. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 567/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 70/1988 (Mannréttindaákvæði í íslenskum lögum)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 170/1989 dags. 21. september 1990[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 331/1990 dags. 22. mars 1991[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 293/1990 dags. 6. maí 1991[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 440/1991 dags. 29. júlí 1991[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 894/1993 dags. 22. apríl 1994[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1313/1994 dags. 17. ágúst 1995[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1609/1995 dags. 15. nóvember 1995 (Bifreiðastjórafélagið Frami - Gjald fyrir útgáfu undanþágu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 903/1993 (Úrskurðarnefnd félagsþjónustu)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1025/1994 dags. 4. janúar 1996 (Ráðstöfun ríkisjarða II)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1268/1994 dags. 30. apríl 1996[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1450/1995 (Starfsleyfi til sjúkraþjálfunar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1133/1994 dags. 26. ágúst 1996[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1890/1996 dags. 4. nóvember 1996[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1859/1996 dags. 29. apríl 1997[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1747/1996 dags. 6. ágúst 1997[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1832/1996 dags. 17. október 1997[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2151/1997 (Birting EES-gerða)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2151/1997 dags. 9. janúar 1998 (Birting EES-gerða)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2271/1997 (Launakjör skrifstofustjóra í Stjórnarráðinu)[HTML] [PDF]
Kvartað var yfir að kjaranefnd hafi brotið gegn lagaskyldu um að nefndin ætti að ákvarða launin eftir aðstæðum hverju sinni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2272/1997 (Launakjör skrifstofustjóra í Stjórnarráðinu)[HTML] [PDF]
Kvartað var yfir að kjaranefnd hafi brotið gegn lagaskyldu um að nefndin ætti að ákvarða launin eftir aðstæðum hverju sinni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1885/1996 dags. 1. desember 1998 (Skilyrði um hámarksaldur fyrir starfsþjálfun)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2292/1997 dags. 12. mars 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2256/1997 dags. 3. júní 1999 (Leigubílstjóri)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1767/1996 dags. 11. júní 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2309/1997 dags. 26. júlí 1999 (Yfirskattanefnd)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2475/1998 dags. 26. júlí 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2397/1998 dags. 31. ágúst 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2426/1998 dags. 7. júlí 2000 (Læknisþjónusta við fanga í einangrun)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2574/1998[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2435/1998 (Ættleiðingar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2723/1999 dags. 13. september 2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2037/1997 dags. 6. desember 2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2440/1998 dags. 24. janúar 2001 (Landsvirkjun)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2900/1999 dags. 29. janúar 2001[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3137/2000 dags. 16. maí 2001 (Friðhelgi fjölskyldu - Dvalarleyfi)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2763/1999 (Sala ríkisjarða)[HTML] [PDF]
Gerðar höfðu verið athugasemdir um handahófskennda framkvæmd starfsfólks þar sem óvíst var hvenær framkvæmdinni var breytt.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3064/2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3108/2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3298/2001 dags. 26. nóvember 2001 (Brottvísun útlendinga)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3299/2001 dags. 26. nóvember 2001 (Brottvísun útlendinga)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2805/1999 (Reglur um afplánun á áfangaheimili Verndar - Þvag- og blóðsýnataka)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3028/2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3350/2001 (Gírógjald Ríkisútvarpsins)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3204/2001 dags. 12. apríl 2002 (Greiðslumiðlunarreikningur)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3235/2001 (Skráning firmanafns)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3308/2001[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3461/2002 dags. 10. október 2002 (Samfélagsþjónusta)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3163/2001 dags. 15. nóvember 2002[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3689/2003 dags. 7. febrúar 2003[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3409/2002 dags. 21. febrúar 2003 (Flugumferðarstjórar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3616/2002 (Rás 2)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3490/2002 (Skipun í embætti sýslumanns)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3791/2003 dags. 27. nóvember 2003[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3852/2003 (Staða tollstjóra fyrir ríkistollanefnd)[HTML] [PDF]
Ákvörðun tollstjóra var vísað til ríkistollanefndar með stjórnsýslukæru, og komst hún að niðurstöðu. Aðili máls óskaði eftir því að nefndin endurupptæki málið. Meira en þrír mánuðir voru liðnir og spurði nefndin þá ríkistollstjóra hvort hann legðist gegn endurupptökunni, sem hann gerði. Nefndin taldi því skorta nauðsynlegt samþykki fyrir endurupptöku. UA taldi það ekki heimilt þar sem tollstjórinn gæti ekki talist vera aðili málsins.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3712/2003 dags. 31. desember 2003[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3882/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3909/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3980/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3845/2003 (Afnotagjald RÚV)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3769/2003 dags. 6. júlí 2004[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3927/2003 dags. 14. júlí 2004 (Áhrif gjalds vegna ólögmæts sjávarafla)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4192/2004 dags. 29. mars 2005[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4195/2004 dags. 29. mars 2005[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4187/2004 (Tollstjóri)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4183/2004 (Leyfi til rekstrar frísvæðis)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4275/2004 (Endurnýjun dvalarleyfis - Úkraínumaðurinn)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4095/2004 dags. 8. júlí 2005 (Kærunefnd útboðsmála)[HTML] [PDF]
Kærunefnd útboðsmála skoðaði við meðferð kærumáls ekki nógu vel reglur stjórnsýslulaga né almennar reglur stjórnsýsluréttar. Umboðsmaður taldi hana hafa átt að gera það.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4495/2005[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4397/2005 dags. 19. október 2005[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3820/2003 dags. 5. desember 2005[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4213/2004 (Fermingargjald)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4378/2005 dags. 30. desember 2005[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4355/2005 dags. 11. júlí 2006 (Flugmálastjórn)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4530/2005 dags. 23. október 2006[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4839/2006 dags. 2. nóvember 2006[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4686/2006 (Veiting lektorsstöðu)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4687/2006[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4650/2006 (Takmörkun á aðgengi að tónlistarkennslu)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4729/2006 dags. 3. apríl 2007 (Takmörkun á aðgengi að tónlistarkennslu)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4956/2007 (Innheimta meðlags)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5073/2007 (Óbyggðanefnd)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5103/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4962/2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3671/2002 dags. 14. desember 2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5130/2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4552/2005 dags. 10. júní 2008 (Málefni aldraðra)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4593/2005 dags. 10. júní 2008 (Málefni aldraðra)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4888/2005 dags. 10. júní 2008 (Málefni aldraðra)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5044/2005 dags. 10. júní 2008 (Málefni aldraðra)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4822/2006[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5035/2007 dags. 17. nóvember 2008 (ÁTVR - Ákvörðun útsöluverðs áfengis)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5404/2008 dags. 19. desember 2008[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5555/2009 dags. 4. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5081/2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4919/2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4904/2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5475/2008 (Félag vélstjóra og málmtæknimanna - Breyting á stjórnsýsluframkvæmd)[HTML] [PDF]
Kæru stéttarfélags var vísað frá úrskurðarnefnd þar sem félagið ætti ekki aðild að málinu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4920/2007 (Leyfi til þess að fella á í sinn forna farveg - Varnargarður í Hvítá II)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5188/2007 dags. 22. janúar 2010[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5199/2008 dags. 13. september 2010[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5882/2009 dags. 30. desember 2010[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6093/2010[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5925/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5926/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5927/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5726/2009 (Útgáfa virkjunarleyfis)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5924/2010 dags. 15. mars 2011[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 6385/2011 dags. 4. apríl 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6418/2011 dags. 17. maí 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6070/2010 dags. 18. júlí 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6183/2010 dags. 28. september 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6482/2011 dags. 7. október 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6667/2011 dags. 7. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6372/2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6251/2010[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5958/2010 dags. 16. desember 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6731/2011 dags. 20. desember 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5994/2010 (Forgangsregla við innritun í framhaldsskóla)[HTML] [PDF]
Nemendur kvörtuðu undan óbirtum reglum um að framhaldsskólar ættu að veita nemendum er bjuggu í hverfinu forgang gagnvart öðrum umsækjendum um nám. Umboðsmaður taldi lagaheimild skorta til að setja reglu er veitti hluta umsækjenda tiltekinn forgang við afgreiðslu slíkra umsókna. Einnig tók umboðsmaður að slíkar reglur hefði þá átt að birta og að aðlögunartíminn hefði verið of skammur.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6009/2010 (Forgangsregla við innritun í framhaldsskóla)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6259/2010 (Stöðvun á starfsemi söluturns)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6833/2012 dags. 17. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6886/2012 dags. 29. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6929/2012 dags. 31. maí 2012 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6982/2012 dags. 14. ágúst 2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7119/2012 dags. 7. september 2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7106/2012 dags. 5. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6527/2011 dags. 12. mars 2013[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7007/2012 dags. 19. ágúst 2013[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7000/2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6395/2011 dags. 27. september 2013[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7326/2013 dags. 10. apríl 2014[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7092/2012 dags. 5. maí 2014[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7126/2012 dags. 5. maí 2014[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7127/2012 dags. 5. maí 2014[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7166/2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7395/2013 dags. 5. maí 2014[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7394/2013[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7021/2012 dags. 30. júní 2014[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7400/2013 dags. 30. júní 2014[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7623/2013 dags. 30. júní 2014[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5520/2010 dags. 8. júlí 2014[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8404/2015[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9174/2017 dags. 7. júlí 2017[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9160/2016 (Ferðaþjónusta fatlaðs fólks)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9937/2018 dags. 31. desember 2018[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9939/2018 dags. 6. mars 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9995/2018 dags. 7. mars 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9668/2018 (Landbúnaður - Breyting á uppgjörstímabili - Ullarnýting)[HTML] [PDF]
Gerð var breyting á reglugerð er leiddi til breytingar á stjórnsýsluframkvæmd. Fólk fékk tilteknar greiðslur fyrir ull og var tímabilið lengt úr 12 mánuðum í 14. Enginn fyrirvari var á breytingunni svo fólk gæti aðlagað sig.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9886/2018 dags. 26. mars 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10010/2018 dags. 28. mars 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9810/2018 dags. 13. maí 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9819/2018 dags. 31. maí 2019 (Tollkvóti)[HTML] [PDF]
Aðili bauð í tollkvóta á kjöti. Hann gerir mistök og setti nokkur núll fyrir aftan upphæðina. Honum var svo haldið við það tilboð. Umboðsmaður taldi að meta hefði átt hvort rétt væri að afturkalla ákvörðunina þegar upplýsingar bárust um að viðkomandi gerði mistökin.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10037/2019 dags. 14. maí 2020[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10038/2019 dags. 14. maí 2020[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9629/2018 dags. 28. september 2020[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7505/2013 dags. 30. desember 2020[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10005/2019 dags. 30. desember 2020[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10945/2021 dags. 23. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10408/2020 dags. 24. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10950/2021 dags. 26. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11041/2021 dags. 23. apríl 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11051/2021 dags. 27. apríl 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11052/2021 dags. 27. apríl 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10077/2019 dags. 30. apríl 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11084/2021 dags. 20. maí 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11096/2021 dags. 20. maí 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11099/2021 dags. 31. maí 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11100/2021 dags. 31. maí 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11109/2021 dags. 31. maí 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10521/2020 dags. 10. júní 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10384/2020 dags. 2. júlí 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11211/2021 dags. 7. september 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11134/2021 dags. 4. október 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11306/2021 dags. 18. október 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11353/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10812/2020 dags. 22. nóvember 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10834/2020 dags. 22. nóvember 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10835/2020 dags. 22. nóvember 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10836/2020 dags. 22. nóvember 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10837/2020 dags. 22. nóvember 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11632/2022 dags. 26. apríl 2022[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11651/2022 dags. 26. apríl 2022[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11655/2022 dags. 26. apríl 2022[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11657/2022 dags. 26. apríl 2022[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11455/2021 dags. 30. maí 2022[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10990/2021 dags. 8. júní 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11320/2021 dags. 24. júní 2022[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11717/2022 dags. 28. júní 2022[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11731/2022 dags. 22. ágúst 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11493/2022 dags. 23. ágúst 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F118/2022 dags. 3. nóvember 2022[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11959/2022 dags. 27. janúar 2023[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11373/2021 dags. 21. júní 2023[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11910/2022 dags. 21. júlí 2023[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12313/2023 dags. 11. ágúst 2023[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12333/2023 dags. 23. ágúst 2023[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12357/2023 dags. 6. september 2023[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11744/2022 dags. 25. september 2023[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12321/2023 dags. 26. september 2023[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12361/2023 dags. 26. september 2023[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F132/2023 dags. 5. október 2023[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12336/2023 dags. 16. október 2023[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12120/2023 dags. 21. nóvember 2023[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12455/2023 dags. 13. febrúar 2024[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12380/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12485/2023 dags. 6. mars 2024[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12671/2024 dags. 5. apríl 2024[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12718/2024 dags. 17. maí 2024[HTML] [PDF]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
197420, 656
197514, 70
1976880
1977 - Registur105
1977199, 202-204, 974
197819, 221, 698, 1179, 1324
1981 - Registur85
1981227-228, 1585, 1589, 1599, 1611, 1613, 1620-1622, 1628-1629, 1634-1636
1982528
1983146, 164-167
1983 - Registur254, 306
1984783, 1450-1451
1985177, 694
1987763, 1021, 1275-1278
19891034, 1221
19905-6
1992406, 409, 413, 1985
1993684, 687, 1522-1524, 1526, 2066
1994 - Registur13, 27, 48, 225
1994756, 758, 764, 1451-1452, 1815
1995 - Registur6, 11, 16, 21, 28, 32, 37-38, 54, 167, 224-225, 248
199553-57, 626, 629, 631, 761, 768, 1103, 1106, 1110-1112, 1542, 1545, 1547, 1979-1980, 2173, 2309, 2328-2329, 2331, 2335, 2679, 2751, 2831-2832, 2837, 2886, 2888, 2994-2995
1996 - Registur8, 10-11, 14, 16-17, 21, 23, 25, 27-28, 30-41, 54, 140, 151-153, 161, 193, 196, 201, 220, 245, 256, 286, 295, 303, 307, 315, 317, 322, 328-329, 333, 336, 339, 345, 368, 371, 376, 384
199649, 205, 207, 390-391, 503, 506, 521, 613-614, 629-630, 633, 635, 973-974, 979, 1089, 1091, 1108, 1298, 1697-1699, 1955-1956, 2255-2256, 2264, 2328, 2376, 2379, 2381, 2428-2429, 2431, 2457-2458, 2460, 2462, 2464, 2593, 2701-2702, 2704, 2706-2708, 2712, 2776, 2779, 2806, 2956, 2958-2959, 2971, 3002, 3007, 3114, 3130-3133, 3169, 3212, 3237-3238, 3291-3292, 3417, 3419, 3423, 3466, 3482, 3628, 3632-3633, 3638, 3647, 3649, 3683, 3687, 3760, 3767, 3920, 3922, 3924-3925, 3927, 3929-3930, 3932, 3939, 3962-3963, 3965, 4045-4046, 4112-4113, 4120-4122, 4138, 4248, 4250, 4260, 4266-4267, 4282-4283
1997 - Registur6-10, 12-13, 15-18, 20, 22-23, 25-31, 33, 35, 42, 93, 108, 120, 122, 145, 161, 180, 189, 191
199786, 89, 91, 105-106, 109, 112, 115-116, 119, 122, 125, 157, 159-160, 165, 350-353, 358, 374, 433, 490, 492, 591-592, 602, 606, 608, 616, 683, 689, 759, 768, 829, 831, 1008, 1011, 1015, 1023, 1115, 1117, 1123, 1162, 1183, 1388, 1395, 1457, 1462, 1499, 1502, 1508-1509, 1512, 1518-1520, 1544, 1549, 1595, 1600, 1615-1616, 1628-1630, 1634, 1640-1641, 1645, 1650, 1693-1694, 1719, 1721, 1727, 1729-1730, 1792-1793, 2025-2027, 2070, 2190, 2216, 2298-2299, 2301, 2303-2304, 2307-2308, 2337-2339, 2488, 2492-2493, 2499, 2505-2506, 2542, 2563, 2578, 2707, 2742, 2744, 2751, 2773, 2779-2780, 2840, 2858, 2894, 2899, 2956-2958, 3023, 3026, 3028, 3037, 3039, 3041, 3043, 3053, 3111, 3119-3120, 3150, 3182-3183, 3189, 3274, 3278, 3285, 3337-3338, 3537, 3542, 3560, 3565, 3574, 3578, 3608, 3684, 3690, 3698, 3749, 3776, 3778, 3786, 3788
1998 - Registur5-15, 18-19, 21-22, 25-35, 44, 155, 159, 168-169, 176, 182, 203, 214-216, 224, 228, 236, 244, 253-254, 271-272, 278, 282, 297, 303, 307, 311-313, 322, 326, 356-358, 360, 364-365, 389, 402, 407-408, 411
199818, 26, 67, 128-129, 137, 142-143, 153, 227, 229, 237-238, 240, 245, 254, 374-376, 378, 380, 382-384, 441, 500, 503, 515, 536, 540, 606, 615-617, 625, 750-751, 755, 802, 829-830, 867, 870, 881, 887, 891, 896, 915, 923, 940, 1094, 1115-1116, 1227-1228, 1238, 1252, 1257, 1267, 1291, 1294, 1361, 1446, 1452, 1456, 1468, 1537, 1539, 1664-1665, 1679, 1976-1977, 1983-1984, 1988-1989, 1994-1996, 2000, 2002-2003, 2008-2010, 2013, 2015, 2019-2021, 2023-2026, 2030-2032, 2140-2142, 2145-2146, 2153, 2270-2271, 2275, 2280, 2528, 2531, 2534-2536, 2542, 2608, 2612, 2851, 2913-2914, 2916, 2918, 2930, 2934, 2947, 2950, 2971, 2973-2974, 3061, 3194, 3199, 3204, 3217, 3238, 3240, 3244, 3259, 3265, 3268, 3285, 3398, 3404-3405, 3417-3419, 3460, 3464-3465, 3471, 3477, 3538-3540, 3549-3553, 3561-3565, 3573-3577, 3585-3589, 3597-3599, 3602, 3651, 3653, 3663, 3682-3684, 3694, 3698-3699, 3781, 3783, 3797, 3844-3845, 3856-3858, 3966, 4076, 4081, 4088, 4180, 4184-4185, 4188, 4196-4198, 4201, 4278, 4328, 4331-4332, 4335, 4337, 4340, 4342-4343, 4349, 4352-4353, 4360, 4406, 4408-4409, 4417, 4420, 4552, 4559
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Félagsdóms

ÁrBls. nr.
1984-1992440
1993-1996257, 293, 295, 381, 534, 539
1997-20005-6, 30-31, 84, 94, 110, 113, 249, 255-256, 273, 275, 315, 317-318, 321-322, 324, 334-335, 544, 559, 609-610, 619, 624, 633, 645
1997-2000 - Registur7
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1927B115
1973A307
1974A268
1974B555
1975A34
1975B311
1976A50
1976C60, 149
1977A69, 74, 86, 111
1977B155, 199, 762, 764
1978A103, 134
1979A130
1981A42, 76
1981B38, 1106
1982A36, 123
1982B348
1983B424, 1461
1985A198, 214, 363
1985B79, 845
1986B149, 753
1986C269
1987B561, 1020
1988A159
1988B254, 367, 421
1989A351, 416, 426
1989B462, 483, 744, 1123
1990A73, 186
1990B1381
1990C84
1991A82, 132, 248, 508, 558
1991B255, 438
1992A181, 214
1992B98, 118, 121, 960, 962
1993A52, 282, 319
1993B471
1994A136, 152, 304, 396, 403, 429
1994B942, 2809
1995A3, 37, 205
1995B469, 680-681, 1555
1995C12, 39
1996A164, 337, 344, 448-449, 456-457
1996B316
1997A31, 241, 252, 312
1997B930, 947, 958, 963, 1151-1153
1998A219, 227, 243, 289, 352, 473
1998B753, 884, 1085, 1771
1999A69, 126, 212, 216, 585
1999B32, 878
1999C75
2000A132, 179, 191-192, 272, 369, 454, 478
2000B743, 1050, 1220, 1298
2001A24, 27, 30, 91, 146, 148-149, 152-153, 186-187, 233-234, 236
2001B263, 308, 1208
2002A23-24, 127, 188, 442
2002B917-918, 2079
2002C86
2003A19, 130, 266, 296, 299
2003B98, 1242, 1282, 2048
2004A163, 172, 262-263, 289-290
2004B821, 1149
2005A1153
2005B552, 1879
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Löggjafarþing28Umræður - Fallin mál57/58
Löggjafarþing30Umræður (samþ. mál) og afgreidd55/56
Löggjafarþing31Þingskjöl547
Löggjafarþing31Umræður (samþ. mál)561/562, 2413/2414, 2447/2448
Löggjafarþing32Umræður (samþ. mál)215/216
Löggjafarþing33Þingskjöl779
Löggjafarþing33Umræður (þáltill. og fsp.)289/290, 293/294, 477/478
Löggjafarþing35Umræður - Fallin mál791/792
Löggjafarþing36Umræður (samþ. mál)2077/2078
Löggjafarþing37Umræður (samþ. mál)1413/1414, 2715/2716
Löggjafarþing37Umræður - Fallin mál217/218, 385/386
Löggjafarþing38Þingskjöl117, 157
Löggjafarþing38Umræður (samþ. mál)425/426
Löggjafarþing38Umræður - Fallin mál1413/1414
Löggjafarþing38Umræður (þáltill. og fsp.)399/400, 439/440
Löggjafarþing39Þingskjöl1058
Löggjafarþing39Umræður (samþ. mál)2061/2062, 2679/2680, 2761/2762, 2779/2780, 2781/2782
Löggjafarþing40Umræður (samþ. mál)727/728, 929/930, 2091/2092, 4837/4838
Löggjafarþing41Umræður (samþ. mál)1063/1064, 2273/2274, 3253/3254
Löggjafarþing41Umræður (þáltill. og fsp.)87/88
Löggjafarþing90Umræður (þáltill. og fsp.)777/778
Löggjafarþing97Þingskjöl239, 330, 1144, 1255, 1323, 1430
Löggjafarþing101Þingskjöl269, 285
Löggjafarþing104Umræður61/62, 73/74, 117/118, 123/124, 125/126, 289/290, 393/394, 525/526, 603/604, 611/612, 741/742, 743/744, 837/838, 945/946, 987/988, 2405/2406, 2467/2468, 2489/2490, 2611/2612, 2687/2688, 2897/2898, 2899/2900, 2989/2990, 2995/2996, 3005/3006, 3029/3030, 3311/3312, 3393/3394, 3527/3528, 3605/3606, 3699/3700, 3727/3728, 3729/3730, 3739/3740, 3779/3780, 3805/3806, 3823/3824, 3827/3828, 3829/3830, 3835/3836, 3837/3838, 3839/3840, 3867/3868, 3871/3872, 3879/3880, 3961/3962, 3979/3980, 4141/4142, 4299/4300, 4301/4302, 4467/4468, 4469/4470, 4627/4628, 4631/4632, 4675/4676, 4677/4678, 4679/4680, 4769/4770, 4813/4814, 4829/4830, 4859/4860
Löggjafarþing105Umræður63/64, 227/228, 229/230, 231/232, 235/236, 239/240, 243/244, 247/248, 249/250, 481/482, 483/484, 489/490, 497/498, 515/516, 521/522, 1071/1072, 1075/1076, 1157/1158, 1305/1306, 1311/1312, 1331/1332, 1333/1334, 1451/1452, 1453/1454, 1455/1456, 1463/1464, 1635/1636, 1781/1782, 1851/1852, 2037/2038, 2039/2040, 2041/2042, 2275/2276, 2323/2324, 2341/2342, 2431/2432, 2539/2540, 2863/2864, 2899/2900, 2971/2972, 2999/3000, 3001/3002, 3005/3006, 3009/3010, 3011/3012, 3021/3022, 3027/3028, 3035/3036, 3045/3046, 3055/3056, 3057/3058, 3069/3070, 3139/3140
Löggjafarþing114Umræður137/138, 355/356
Löggjafarþing119Umræður81/82, 131/132, 135/136, 137/138, 149/150, 153/154, 157/158, 165/166, 299/300, 1083/1084
Löggjafarþing124Umræður119/120, 167/168, 189/190, 191/192, 321/322
Löggjafarþing126Þingskjöl482, 691, 695, 988, 991, 995, 997, 1000-1001, 1003-1006, 1010, 1074, 1097, 1148, 1163, 1165, 1356, 1646, 1942, 1949, 2188, 2311, 2319, 2525, 2648, 2650-2651, 2658, 2663-2666, 2796-2797, 2893-2894, 3109, 3117, 3178, 3219, 3267, 3274-3278, 3292, 3295, 3361, 3736, 3778, 3792, 3921-3922, 4005, 4119, 4484, 4508, 4515, 4522, 4531, 4539, 4554, 4639-4640, 4713, 4717, 4722, 4734, 4747-4748, 4751, 4766, 4801, 4830-4831, 4834, 4863, 4970, 5033, 5209-5210, 5212-5213, 5343, 5531, 5560, 5591-5592, 5689, 5692-5693, 5695, 5697, 5710-5711, 5729
Löggjafarþing128Þingskjöl345-346, 739, 762, 833, 1092, 1155, 1294, 1297, 1718, 2013, 2722, 2816, 2947, 3319, 3343, 3349, 3680, 3908, 4062, 4136, 4142, 4145, 4257-4259, 4369, 4475-4476, 4560, 4595, 4602-4603, 4613, 4677, 5217, 5575, 5880, 5948
Löggjafarþing129Umræður21/22
Löggjafarþing133Þingskjöl332, 506, 590-591, 742-743, 749, 759, 916, 938, 944, 1245, 1316, 1326, 1429-1430, 1440, 1455, 1581, 1585, 1590, 1604, 1648, 1653, 1695, 1737, 1765, 1784, 1794, 1800, 2207, 2293, 2295, 2298-2299, 2309, 2311, 2376, 2567, 2627, 2695-2697, 2929, 2933, 2935-2938, 2965, 3003, 3499-3500, 3607-3608, 3663, 3700-3706, 3710-3711, 3717, 3774, 3807, 3876, 3931-3932, 4142, 4147, 4150-4151, 4154-4155, 4158, 4164, 4167, 4214, 4231, 4298-4299, 4301, 4420, 4569-4570, 4700, 4905, 4907, 4910-4911, 5104-5105, 5108, 5110, 5112, 5147-5148, 5176, 5196, 5224-5226, 5228-5231, 5237-5238, 5240-5243, 5245-5246, 5249, 5251, 5485, 5489, 5525, 5689, 5692, 5713, 5843, 5905, 5970, 5976, 5985-5987, 6512, 6665, 6805, 6807, 6832, 6915, 6919, 6957, 6979, 7002, 7046-7047, 7142, 7145, 7313, 7320, 7333
Löggjafarþing134Þingskjöl161-162, 170-172, 194-195
Löggjafarþing134Umræður17/18, 215/216, 337/338, 345/346, 351/352
Löggjafarþing137Þingskjöl262, 264, 278, 358-359, 373, 388, 391, 424, 456, 464, 566, 601, 603-604, 606-609, 611, 614, 616-618, 621, 623, 626-628, 630-631, 633-635, 637-647, 649-650, 652, 654-655, 657-663, 665-666, 803, 834, 837, 926, 935, 942, 945, 983, 985, 991-992, 996, 1001, 1037, 1039, 1049, 1085, 1101, 1103, 1130-1137, 1139, 1146-1148, 1150-1151, 1154, 1156, 1162-1165, 1168, 1173, 1175-1176, 1185-1186, 1188-1189, 1191, 1195-1196, 1200, 1204-1205, 1208, 1210-1211, 1215, 1217, 1220-1223, 1225, 1229, 1231, 1235-1237, 1253-1254, 1258, 1261, 1264, 1267-1270, 1273, 1276, 1280, 1290
Fara á yfirlit

Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis

ÁrtalBls. nr.
198845
199526, 214
199735, 135
199863, 64, 65, 78
1999148, 168, 172
200058, 154, 196
200116, 226
200242, 78, 95, 112, 150, 155, 158
200398, 177, 236
200562, 63, 71, 72, 85, 149, 152, 163
200715, 70, 72, 73, 94, 111, 121, 124
200822, 26, 104
2010106, 107, 108
201117, 30, 84, 85
201229, 80
201340, 88, 90, 130
201418, 25, 26, 37, 68, 74, 80, 83, 84, 104
201527, 30
201639, 75
201891
201973
202028
Fara á yfirlit

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (á íslensku)

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
1998112
1998355
199983
1999101
1999364-5
2001291
2002252
2002361
20046412
2005241-2, 19
2005564-5
20056114
2006124
2006631
2007171-2
2007375
20074642
20082532, 37-38
2009610-15, 19-24
200982
2009221-2
2009231-2, 4-5, 11
2009321
2009356
2010142-3, 5, 7-8, 34, 39
2010361
2010512
20105512
2010623
20106516
20106611
2010692
2011422
2011258, 10-11, 14
20112720-21
2011281
2011382
2011392
20116249
2012914
20121714
2012252
20122622
20125352
20126571, 77, 80
2012664
2012692
2013133-4
2013151-2
20132428
2013267
2013274
2013445-6
2013451-2
20135219
2013536
20135418-19
2013553
2013588
2013669
2013684, 13-14, 21, 26, 28
2014174
2014184
20142729-30
2014281-2, 5, 18, 27-31, 37, 47, 51, 61, 63, 69, 71-73, 89, 93, 110, 115-118, 125
2014341-2, 4-6, 10
2014461-2, 4-7, 14-15, 19
2014661
2015125, 8, 16
20151531
2015572
2016142-3, 5, 20, 23
2016314
2016331
20166613
2016678, 20
2016702-3
201722
201751
201781
2017211-5
2017221-2
2017373
2017431-2
2017461
2017524-5, 7, 10, 13
2017602-3
2017656
2017684
2017726
20178225
2018101-4, 6-7
2018152
2018521
2018741-7
201922-5
2019742-5
202112
2021674
2022644
2023281-2
2023572
20243216, 26
2024492
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 27

Þingmál A42 (dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslunnarmönnum landssjóðs)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1917-01-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 28

Þingmál A20 (sala þjóðgarða, sala kirkjujarða)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1917-08-01 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 30

Þingmál A1 (dansk-íslensk sambandslög)[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1918-09-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 31

Þingmál A1 (fjárlög 1920 og 1921)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi (Nefnd) - Ræða hófst: 1919-09-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A76 (vatnsorkusérleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 118 (frumvarp) útbýtt þann 1919-07-19 00:00:00
Þingræður:
16. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - flutningsræða - Ræða hófst: 1919-07-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A79 (lögnám á umráðum og notarétti vatnsorku allrar í Sogni)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1919-09-17 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Benedikt Sveinsson - Ræða hófst: 1919-09-20 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1919-09-23 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 32

Þingmál A14 (stimpilgjald)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Sigurður Eggerz (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1920-02-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 33

Þingmál A48 (sambandslögin)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1921-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A87 (vantraust á núverandi stjórn)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Þorleifur Jónsson - Ræða hófst: 1921-03-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 34

Þingmál A80 (innflutningsbann og gjaldeyrisráðstöfun)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1922-04-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 35

Þingmál A12 (aðflutningsbann á áfengi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 131 (breytingartillaga) útbýtt þann 1923-03-14 00:00:00

Þingmál A15 (afnám biskupsembættisins)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1923-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (ferðalög ráðherra)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1923-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (verslunarsamningur við Rússland)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Jón Baldvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1923-05-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 36

Þingmál A29 (hæstiréttur)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Björn Líndal - Ræða hófst: 1924-05-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (botnvörpukaup í Hafnarfirði)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Jakob Möller - Ræða hófst: 1924-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A141 (tryggingar fyrir enska láninu)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1924-05-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 37

Þingmál A12 (fiskifulltrúi á Spáni og Ítalíu)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1925-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (styrkveiting til handa íslenskum stúdentum við erlenda háskóla)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Jón Magnússon (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1925-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (sala á hluta af kaupstaðarlóð Vestmannaeyjabæjar)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1925-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (byggingar og landnámssjóður)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1925-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A87 (einkasala á saltfiski)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1925-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (gengisskráning og gjaldeyrisverslun)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson - Ræða hófst: 1925-05-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 38

Þingmál A1 (fjárlög 1927)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1926-04-10 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1926-05-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (útsvör)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1926-02-08 00:00:00

Þingmál A73 (kröfur til trúnaðarmanna Íslands erlendis)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - flutningsræða - Ræða hófst: 1926-04-08 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1926-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1926-05-07 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - Ræða hófst: 1926-05-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 39

Þingmál A3 (gjald af innlendum tollvörutegundum)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson - Ræða hófst: 1927-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (varðskip ríkisins)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Jón Kjartansson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1927-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (járnbrautarlagning og virkjun Urriðafoss)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1927-03-30 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1927-04-11 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-04-12 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1927-04-12 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1927-04-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 40

Þingmál A1 (fjárlög 1929)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson - Ræða hófst: 1928-03-03 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1928-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (tilbúinn áburður)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson - Ræða hófst: 1928-02-21 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Jón Baldvinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (hvalveiðar)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-03-19 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 41

Þingmál A14 (Búnaðarbanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson - Ræða hófst: 1929-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (fjárlög 1930)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1929-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (dýrtíðaruppbót)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1929-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (einkasala á síld)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1929-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A60 (einkasala á lyfjum)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1929-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (myntlög)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - Ræða hófst: 1929-03-25 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Magnús Torfason - Ræða hófst: 1929-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (póstmál og símamál)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - Ræða hófst: 1929-05-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 61

Þingmál A86 (rithöfundaréttur og prentréttur)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Kristinn E. Andrésson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1943-03-30 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 89

Þingmál A131 (yfirráðaréttur íslenska ríkisins yfir landgrunninu)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1969-02-13 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1969-02-13 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1969-02-13 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1969-02-13 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1969-03-11 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Pétur Sigurðsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-03-04 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Jón Þorsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-03-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 90

Þingmál A119 (nýting landgrunnsins)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Sigurður Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-01-21 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 94

Þingmál A1 (fjárlög 1974)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1973-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (grunnskóli)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1974-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (eignarráð á landinu)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1974-01-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (landmælingastjórn ríkisins)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (vísindaleg verndun fiskimiða landgrunnsins)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1973-11-14 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1974-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (rannsóknarnefnd vegna landhelgisgæslu)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1973-11-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (lyfjaframleiðsla)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Magnús Kjartansson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1973-11-14 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Helgi Seljan (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-12-14 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Magnús Kjartansson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1973-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (þörungavinnsla við Breiðafjörð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1973-12-12 00:00:00
Þingskjal nr. 247 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1973-12-14 00:00:00

Þingmál A107 (lántökuheimild vegna framkvæmda- og fjáröflunaráætlunar 1973)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1973-12-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (skipulag ferðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-11-19 00:00:00

Þingmál A144 (vínveitingar á vegum ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 194 (frumvarp) útbýtt þann 1973-12-06 00:00:00
Þingræður:
57. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1974-02-04 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1974-02-04 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Ingvar Gíslason - Ræða hófst: 1974-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (undirbúningsfélag fiskkassaverksmiðju)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-12-18 00:00:00

Þingmál A296 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 617 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-03-29 00:00:00
Þingræður:
98. þingfundur - Björn Jónsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-04-04 00:00:00 - [HTML]
105. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A308 (Sölustofnun lagmetisiðnaðarins)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1974-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A319 (námsgagnastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 730 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-04-19 00:00:00

Þingmál A428 (viðskilnaður mannvirkja á Heiðarfjalli á Langanesi)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1974-04-23 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 95

Þingmál A7 (sjónvarpsmál)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1974-09-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (söluskattur)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1974-08-30 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 96

Þingmál A1 (fjárlög 1975)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1974-11-12 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Jón G. Sólnes - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1974-12-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (happdrættislán ríkissjóðs vegna Norðurvegar og Austurvegar)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Jón G. Sólnes - Ræða hófst: 1974-12-17 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1975-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A27 (kaup ríkissjóðs á húsakosti í Flatey á Skjálfanda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (þáltill.) útbýtt þann 1974-11-11 00:00:00
Þingræður:
13. þingfundur - Stefán Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-11-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (sjónvarpsmál)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Albert Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-11-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (virkjun Bessastaðaár í Fljótsdal)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1974-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (Námsgagnastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-11-19 00:00:00

Þingmál A60 (fullorðinsfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-11-20 00:00:00

Þingmál A76 (nýting innlendra orkugjafa)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 1974-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (fiskræktarmál eldisstöðvarinnar að Laxalóni)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-02-11 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1975-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (orkulög)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Magnús Kjartansson - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1974-12-09 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1974-12-17 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1974-12-18 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Kjartan Ólafsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-02-05 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1975-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (breyting fjárlagaárs)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Guðmundur H. Garðarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A149 (járnblendiverksmiðja í Hvalfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 275 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-02-06 00:00:00
Þingskjal nr. 365 (nefndarálit) útbýtt þann 1975-03-12 00:00:00
Þingskjal nr. 449 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1975-04-15 00:00:00
Þingskjal nr. 453 (breytingartillaga) útbýtt þann 1975-04-16 00:00:00
Þingræður:
41. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1975-02-10 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1975-02-12 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1975-02-12 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-03-12 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Stefán Jónsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-03-12 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Jón G. Sólnes - Ræða hófst: 1975-03-12 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1975-03-12 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1975-03-12 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1975-03-17 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1975-03-19 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1975-03-19 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1975-03-19 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Magnús Kjartansson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-04-23 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Bragi Sigurjónsson - Ræða hófst: 1975-04-23 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson - Ræða hófst: 1975-04-23 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1975-04-26 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Magnús Kjartansson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-04-26 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1975-04-26 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1975-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (áhrif olíuverðhækkana á hitunarkostnað íbúða)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - Ræða hófst: 1975-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A168 (ráðstafanir vegna snjóflóða í Norðfirði)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson - Ræða hófst: 1975-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (aldarafmæli landnáms Íslendinga í Vesturheimi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 693 (nefndarálit) útbýtt þann 1975-05-12 00:00:00
Þingræður:
81. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1975-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A216 (vegáætlun 1974-1977)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1975-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A238 (Byggingarefnaverksmiðja ríkisins)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Stefán Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-07 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1975-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A241 (þingfararkaup alþingismanna)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A250 (innanlandsflugvöllur á Reykjavíkursvæðinu)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Guðmundur G. Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A285 (lán fyrir Flugleiðir hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 728 (nefndarálit) útbýtt þann 1975-05-14 00:00:00
Þingræður:
81. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson - Ræða hófst: 1975-05-09 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-14 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson - Ræða hófst: 1975-05-14 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Garðar Sigurðsson - Ræða hófst: 1975-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A286 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Magnús Kjartansson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1975-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A306 (auðæfi á eða í íslenskum hafsbotni)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Geir Hallgrímsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1975-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A309 (þjóðhátíðarmynt)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A310 (samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 1974-12-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B20 ()[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1974-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S274 ()[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Oddur Ólafsson - Ræða hófst: 1975-03-11 00:00:00

Löggjafarþing 97

Þingmál A1 (fjárlög 1976)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1975-10-28 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - Ræða hófst: 1975-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelginni)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1975-10-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (námsgagnastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-10-13 00:00:00

Þingmál A9 (skylduskil til safna)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1975-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (orkulög)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1975-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (eignarráð á landinu)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1975-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (frestun framkvæmda við Grundartangaverksmiðjuna)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Jónas Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-12-11 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson - Ræða hófst: 1976-02-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (auglýsingar erlendra fyrirtækja í sjónvarpinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (þáltill.) útbýtt þann 1975-11-06 00:00:00
Þingræður:
81. þingfundur - Guðmundur H. Garðarsson - Ræða hófst: 1976-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (verðjöfnunargjald raforku)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1975-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (lántaka vegna opinberra framkvæmda 1976)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1976-02-16 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Ingólfur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1976-02-16 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-03-31 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1976-04-07 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1976-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (íslensk stafsetning)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Svava Jakobsdóttir - Ræða hófst: 1976-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (fullorðinsfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 333 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-02-16 00:00:00

Þingmál A163 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-03-01 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A164 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 345 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-02-18 00:00:00

Þingmál A182 (saltverksmiðja á Reykjanesi)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1976-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A192 (jafnrétti kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 402 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-03-08 00:00:00
Þingræður:
75. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1976-03-10 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Geirþrúður H. Bernhöft - Ræða hófst: 1976-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A223 (Norræni fjárfestingarbankinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 461 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-03-30 00:00:00
Þingræður:
84. þingfundur - Geir Hallgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1976-04-05 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Geir Hallgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1976-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A253 (áfengisfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 544 (þáltill.) útbýtt þann 1976-04-27 00:00:00

Þingmál A258 (kjarasamningar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Jón Árnason - Ræða hófst: 1976-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A266 (fjáröflun til landhelgisgæslu, ríkisfjármál o.fl.)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Ragnar Arnalds (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A318 (utanríkismál)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1976-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B25 ()[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1975-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B74 ()[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1976-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B104 ()[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1976-05-13 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1976-05-13 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson - Ræða hófst: 1976-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S127 ()[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Vilborg Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-02-17 00:00:00

Löggjafarþing 98

Þingmál A1 (fjárlög 1977)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - Ræða hófst: 1976-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (bann við að opinberir stafsmenn veiti umtalsverðum gjöfum viðtöku)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1977-01-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-10-13 15:00:00

Þingmál A28 (samkomulag um veiðar breskra togara)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1976-10-29 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Jóhann Hafstein (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (litasjónvarp)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1976-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (fræðsla og þáttur fjölmiðla í þágu áfengisvarna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (þáltill.) útbýtt þann 1976-11-23 00:00:00
Þingræður:
53. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-02-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A129 (járnblendiverksmiðja í Hvalfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-12-15 00:00:00
Þingskjal nr. 461 (nefndarálit) útbýtt þann 1977-04-14 00:00:00
Þingræður:
46. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1977-02-09 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1977-02-10 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Sigurður Magnússon - Ræða hófst: 1977-02-10 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Garðar Sigurðsson - Ræða hófst: 1977-02-10 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Sigurður Magnússon - Ræða hófst: 1977-02-10 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Ingvar Gíslason (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-04-14 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Sigurður Magnússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-04-18 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1977-04-18 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1977-04-18 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - Ræða hófst: 1977-04-18 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1977-04-19 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1977-04-20 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Sigurður Magnússon (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1977-04-20 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Jóhann Hafstein - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1977-04-22 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Stefán Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1977-05-02 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1977-05-03 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1977-05-03 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Stefán Jónsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-12-18 00:00:00

Þingmál A162 (vegáætlun 1977-1980)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - Ræða hófst: 1977-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A163 (atvinnulýðræði)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1977-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (mengunarvarnir og heilbrigðisgæsla í álverinu í Straumsvík)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Sigurður Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A197 (skattfrelsi jarðstöðvar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 514 (nefndarálit) útbýtt þann 1977-04-25 00:00:00

Þingmál A200 (innlend endurtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-03-21 00:00:00

Þingmál A215 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 441 (frumvarp) útbýtt þann 1977-03-29 00:00:00

Þingmál A219 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 452 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-04-13 00:00:00

Þingmál A220 (skipulagsskrá fyrir Þjóðhátíðarsjóð)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - Ræða hófst: 1977-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A230 (kjarasamningar starfsmanna banka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 500 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-04-22 00:00:00

Þingmál A233 (ráðstafanir til að draga úr tóbaksreykingum)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1977-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A264 (byggingarþróun heilbrigðisstofnana 1970-1976 og ýmsar upplýsingar um heilbrigðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 397 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1977-03-17 00:00:00

Þingmál A271 (áætlunarflugvellir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 594 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1977-04-29 00:00:00

Þingmál B15 ()[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1976-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B68 ()[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1977-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B78 ()[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1977-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S138 ()[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1977-03-01 00:00:00

Löggjafarþing 99

Þingmál A1 (fjárlög 1978)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1977-11-08 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1977-12-13 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1977-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (frumvarp) útbýtt þann 1977-10-17 00:00:00

Þingmál A47 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-25 00:00:00
Þingskjal nr. 477 (breytingartillaga) útbýtt þann 1978-04-05 00:00:00
Þingskjal nr. 526 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1978-04-11 00:00:00

Þingmál A67 (atvinnumöguleikar ungs fólks)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Guðmundur H. Garðarsson - Ræða hófst: 1977-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (járnblendiverksmiðjan í Hvalfirði)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jónas Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-12-08 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (raforkusala á framleiðslukostnaðarverði til stóriðju)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - Ræða hófst: 1978-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (íslenskur iðnaður)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A123 (framkvæmdir og þjónusta í þágu bandaríska hersins á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 1977-12-13 00:00:00

Þingmál A132 (ráðstafanir vegna lánsfjáráætlunar 1978)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A182 (ráðstafanir í efnahagsmálum)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-02-13 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1978-02-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (upplýsingar hjá almannastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 364 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-02-14 00:00:00

Þingmál A245 (verðlag, samkeppnishömlur og óréttmætir viðskiptahættir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 462 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-03-30 00:00:00

Þingmál A271 (flugöryggismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1978-04-14 00:00:00

Þingmál A282 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 600 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-17 00:00:00

Þingmál A307 (Myndlista- og handíðaskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 797 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-29 00:00:00

Þingmál A314 (laun forstjóra ríkisfyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - Ræða hófst: 1977-11-22 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - Ræða hófst: 1977-11-22 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 1977-11-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B27 ()[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1977-11-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B28 ()[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1977-11-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B53 ()[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-01-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B78 ()[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson - Ræða hófst: 1978-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B81 ()[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1978-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B87 ()[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1978-04-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 100

Þingmál A14 (rannsóknarnefnd til að kanna rekstur Flugleiða og Eimskipafélags Íslands)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-12-07 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1978-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (niðurfelling gjalda af efni til hitaveitna)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Bragi Sigurjónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (bann við kjarnorkuvopnum á íslensku yfirráðasvæði)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Benedikt Gröndal (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1979-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (félagsmálaskóli alþýðu)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Vilhjálmur Hjálmarsson - Ræða hófst: 1978-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (verktakastarfsemi við Keflavíkurflugvöll)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1979-05-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A52 (eignarráð á flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-01-30 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Benedikt Gröndal (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1979-01-30 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1979-01-30 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Benedikt Gröndal (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1979-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (upplýsingar hjá almannastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-11-06 00:00:00

Þingmál A91 (biðlaun alþingismanna)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1978-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (Ríkisendurskoðun)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1978-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A147 (verðgildi íslensks gjaldmiðils)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Svavar Gestsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1979-01-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A168 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 324 (frumvarp) útbýtt þann 1979-01-31 00:00:00

Þingmál A182 (sending matvæla til þróunarlanda)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Friðjón Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A184 (tollskrá)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1979-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A190 (ráðstafanir vegna lánsfjáráætlunar 1979)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 1979-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A207 (þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Svavar Gestsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1979-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A216 (áætlanagerð)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Friðrik Sophusson - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A218 (landhelgi, efnahagslögsaga og landgrunn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-03-09 00:00:00
Þingræður:
76. þingfundur - Benedikt Gröndal (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1979-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A230 (stjórn efnahagsmála o.fl.)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Ágúst Einarsson - Ræða hófst: 1979-03-19 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Jón O Ásbergsson - Ræða hófst: 1979-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A264 (fiskeldi að Laxalóni)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Þórarinn Sigurjónsson - Ræða hófst: 1979-05-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A270 (aðstoð við þroskahefta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 556 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-04-26 00:00:00

Þingmál A273 (framlag Íslands til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 561 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-04-26 00:00:00

Þingmál A324 (varnir gegn mengun af völdum bandaríska hersins)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-10-24 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Benedikt Gröndal (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1978-10-24 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1978-10-24 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1978-10-24 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Benedikt Gröndal (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1978-10-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A357 (utanríkismál)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Friðjón Þórðarson - Ræða hófst: 1979-05-07 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Benedikt Gröndal (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B32 ()[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1978-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B43 ()[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Benedikt Gröndal (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1978-11-28 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 1978-11-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B90 ()[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1979-02-01 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1979-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B96 ()[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Bragi Níelsson - Ræða hófst: 1979-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S82 ()[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1978-11-21 00:00:00
24. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 1978-11-21 00:00:00

Þingmál S396 ()[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Gunnlaugur Stefánsson - Ræða hófst: 1979-04-24 00:00:00
82. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 1979-04-24 00:00:00
82. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - Ræða hófst: 1979-04-24 00:00:00

Löggjafarþing 101

Þingmál A7 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-10-15 23:56:00

Löggjafarþing 102

Þingmál A33 (lyfjadreifing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-12-17 00:00:00

Þingmál A46 (orlof)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1980-01-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A53 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-01-08 00:00:00
Þingræður:
22. þingfundur - Vilmundur Gylfason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-01-21 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Friðjón Þórðarson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-01-14 00:00:00

Þingmál A74 (Sölustofnun lagmetis)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-03-11 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1980-03-11 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1980-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A109 (tollskrá)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Svavar Gestsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-02-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (fjárlög 1980)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1980-03-26 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1980-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A129 (nýting ríkisjarða í þágu aldraðra)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1980-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A135 (orkujöfnunargjald)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1980-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (stefnumörkun í menningarmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 285 (þáltill.) útbýtt þann 1980-04-09 00:00:00
Þingræður:
54. þingfundur - Ingvar Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (upplýsingar hjá almannastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 407 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-05-03 00:00:00

Þingmál A181 (Iðnþróunarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 414 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-05-05 00:00:00
Þingræður:
77. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1980-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A187 (skipulag ferðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 435 (frumvarp) útbýtt þann 1980-05-07 00:00:00
Þingræður:
79. þingfundur - Stefán Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B86 ()[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1980-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B95 ()[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1980-04-30 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 103

Þingmál A1 (fjárlög 1981)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1980-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (barnalög)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1980-10-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (aukning orkufreks iðnaðar)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1980-10-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (rafknúin samgöngutæki)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Guðmundur G. Þórarinsson - Ræða hófst: 1980-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (stóriðjumál)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1980-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (málefni Flugleiða hf.)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1980-10-27 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-10-27 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1980-10-29 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Kjartan Jóhannsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (opinber stefna í áfengismálum)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1980-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (iðnaðarstefna)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1981-01-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A171 (jöfnunargjald)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1980-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A193 (viðnám gegn verðbólgu)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1981-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A217 (lánsfjárlög 1981)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - Ræða hófst: 1981-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A226 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 447 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-02-19 00:00:00
Þingskjal nr. 995 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1981-05-21 00:00:00
Þingræður:
101. þingfundur - Alexander Stefánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A235 (innlendur lyfjaiðnaður)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Guðmundur G. Þórarinsson - Ræða hófst: 1981-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A292 (Þróunarsamvinnustofnun Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 603 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-04-06 00:00:00

Þingmál A306 (verðlagsaðhald)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1981-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A314 (stálbræðsla)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - Ræða hófst: 1981-05-23 00:00:00 - [HTML]
109. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1981-05-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A337 (málefni Flugleiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 1980-10-20 00:00:00
Þingræður:
6. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1980-10-21 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1980-10-28 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Guðmundur G. Þórarinsson - Ræða hófst: 1980-10-28 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1980-10-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A372 (málefni Ríkisútvarpsins)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1981-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B10 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1980-10-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B27 ()[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1980-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B48 ()[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1980-12-17 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1980-12-17 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1980-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B70 ()[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1981-01-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B87 ()[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1981-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S159 ()[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1981-02-03 00:00:00

Löggjafarþing 104

Þingmál A1 (fjárlög 1982)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1981-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (Sinfóníuhljómsveit Íslands)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1982-04-01 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1982-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (fjarskiptalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (þáltill.) útbýtt þann 1981-10-13 00:00:00
Þingræður:
4. þingfundur - Eiður Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-10-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (orlofsbúðir fyrir almenning)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-10-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (fiskiræktar- og veiðmál)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Pálmi Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1981-10-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (lyfjadreifing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-10-14 00:00:00
Þingskjal nr. 771 (breytingartillaga) útbýtt þann 1982-04-28 00:00:00
Þingskjal nr. 801 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1982-04-29 00:00:00
Þingskjal nr. 935 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1982-05-07 00:00:00
Þingskjal nr. 949 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1982-05-07 00:00:00

Þingmál A33 (veðbókarvottorð í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1981-10-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1981-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (lánsfjárlög 1982)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1982-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A67 (íþróttamannvirki á Laugarvatni)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Baldur Óskarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 96 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-11-11 00:00:00
Þingskjal nr. 413 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1982-03-04 00:00:00

Þingmál A98 (almannavarnir)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1981-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A107 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Svavar Gestsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (alþjóðleg ráðstefna um afvopnun á Norður-Atlantshafi)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Guðmundur G. Þórarinsson - Ræða hófst: 1982-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A149 (virkjunarframkvæmdir og orkunýting)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1982-03-11 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Guðmundur G. Þórarinsson - Ræða hófst: 1982-03-11 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Guðmundur G. Þórarinsson - Ræða hófst: 1982-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A180 (stefna í flugmálum)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1982-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A202 (birting laga)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1982-02-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A205 (tekjuöflun vegna ráðstafana í efnahagsmálum)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1982-02-23 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1982-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A210 (slysa-, líf- og örorkutryggingar björgunarmanna)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Guðmundur Karlsson - Ræða hófst: 1982-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A262 (hlutafé Íslands í Alþjóðabankanum)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1982-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A271 (útvarpsrekstur)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Friðrik Sophusson - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A272 (Kísiliðjan)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A273 (járnblendiverksmiðja í Hvalfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 585 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-04-05 00:00:00
Þingræður:
66. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-16 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1982-04-16 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-16 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1982-04-28 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A279 (kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 609 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-04-06 00:00:00
Þingskjal nr. 942 (nefndarálit) útbýtt þann 1982-05-07 00:00:00
Þingræður:
63. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1982-04-14 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Guðmundur G. Þórarinsson - Ræða hófst: 1982-04-14 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1982-05-04 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1982-05-05 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1982-05-05 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1982-05-05 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1982-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A300 (stjórn flugmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 706 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-04-24 00:00:00

Þingmál A331 (gróði bankakerfisins)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1981-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A364 (utanríkismál 1982)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Friðjón Þórðarson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A368 (móðurmálskennsla í fjölmiðlum)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 1982-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A370 (mat á eignum Iscargo hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 473 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 1982-03-22 00:00:00

Þingmál A382 (norrænt samstarf á sviði menningarmála)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1982-03-09 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1982-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B18 ()[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1981-10-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B34 ()[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1981-11-10 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1981-11-10 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1981-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B36 ()[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1981-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B81 ()[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1982-03-11 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1982-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B110 ()[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-05-06 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-05-06 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S124 ()[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Árni Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-02-16 00:00:00

Þingmál S499 ()[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1982-04-20 00:00:00

Löggjafarþing 105

Þingmál A1 (fjárlög 1983)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1982-11-04 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - Ræða hófst: 1982-12-14 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Karvel Pálmason (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-12-18 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1982-12-18 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - Ræða hófst: 1982-12-18 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1982-12-18 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Albert Guðmundsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1982-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (stefna í flugmálum)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Árni Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-10-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A17 (verktakastarfsemi við Keflavíkurflugvöll)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Vilmundur Gylfason - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-11-09 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1982-11-09 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1982-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (viðræðunefnd við Alusuisse)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (þáltill.) útbýtt þann 1982-10-14 15:00:00
Þingræður:
9. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-10-28 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-10-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (hafsbotnsréttindi Íslands á Reykjaneshrygg)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1983-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (stjórn flugmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-11-04 00:00:00
Þingræður:
9. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1982-11-10 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - Ræða hófst: 1982-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (stefnumörkun í landbúnaði)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1983-01-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (fræðsla um vöruvöndun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1982-11-17 00:00:00

Þingmál A96 (langtímaáætlun um þróunarsamvinnu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 98 (þáltill.) útbýtt þann 1982-11-18 00:00:00

Þingmál A139 (öryggiskröfur til hjólbarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 145 (þáltill.) útbýtt þann 1982-12-08 13:42:00
Þingræður:
50. þingfundur - Eiður Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A150 (eignarréttur ríkisins að auðlindum hafsbotnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-12-16 00:00:00
Þingskjal nr. 542 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1983-03-10 00:00:00
Þingræður:
31. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-01-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A204 (orkuverð til Íslenska álfélagsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-23 15:53:00

Þingmál A206 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1983-02-28 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1983-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A211 (lán vegna björgunar skipsins Het Wapen)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 373 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-23 15:53:00

Þingmál A213 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Alexander Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A216 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1983-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A221 (lánsfjárlög 1983)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A231 (viðræðunefnd við Alusuisse)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 467 (þáltill. n.) útbýtt þann 1983-03-04 00:00:00
Þingræður:
64. þingfundur - Friðrik Sophusson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Svavar Gestsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A232 (kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 475 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1983-03-04 00:00:00
Þingræður:
63. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-10 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 1983-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A255 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 616 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-03-11 00:00:00

Þingmál A256 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 617 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-03-11 00:00:00

Þingmál A272 (endurskoðun á reglugerð um ökukennslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1982-11-17 00:00:00

Þingmál A273 (val á listaverkum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1982-11-17 00:00:00

Þingmál B46 ()[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Guðmundur G. Þórarinsson - Ræða hófst: 1982-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B68 ()[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1983-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B79 ()[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S117 ()[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1983-02-08 00:00:00

Löggjafarþing 106

Þingmál A1 (fjárlög 1984)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Albert Guðmundsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1983-10-27 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1983-12-13 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1983-12-13 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1983-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (launamál)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1983-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (afnám laga um álag á ferðagjaldeyri)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1983-10-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (lagmetisiðnaður)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1983-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (frumvarp) útbýtt þann 1983-10-31 00:00:00
Þingræður:
47. þingfundur - Pálmi Jónsson - Ræða hófst: 1984-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (veiðar í erlendri fiskveiðilandhelgi)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1984-01-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (lagahreinsun og samræming gildandi laga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (þáltill.) útbýtt þann 1983-11-16 00:00:00

Þingmál A127 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (frumvarp) útbýtt þann 1983-12-05 00:00:00
Þingræður:
51. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A140 (lántaka vegna flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 648 (nefndarálit) útbýtt þann 1984-04-13 00:00:00
Þingræður:
27. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - Ræða hófst: 1983-12-12 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - Ræða hófst: 1983-12-17 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1984-02-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1983-12-14 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1983-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A144 (lánsfjárlög 1984)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1984-03-14 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1984-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (flugstöðvarbygging á Keflavíkuflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 195 (þáltill.) útbýtt þann 1983-12-13 00:00:00

Þingmál A154 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Stefán Benediktsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1984-05-17 00:00:00 - [HTML]
97. þingfundur - Kristín S. Kvaran - Ræða hófst: 1984-05-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A174 (lífefnaiðnaður)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Guðmundur Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (sala lagmetisiðju ríkisins á Siglufirði)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A181 (sala jarðarinnar Bæjarstæðis í Seyðisfjarðarhreppi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 325 (frumvarp) útbýtt þann 1984-02-06 00:00:00

Þingmál A184 (friðarfræðsla)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1984-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A185 (greiðslur ríkisfyrirtækja til Vinnuveitendasambandsins)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1984-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (takmörkun á umsvifum erlendra sendiráða)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Geir Hallgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1984-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A190 (orka fallvatna og nýting hennar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 341 (frumvarp) útbýtt þann 1984-02-13 00:00:00
Þingræður:
67. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1984-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A210 (vísitala framfærslukostnaðar)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1984-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A218 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 387 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-02-24 00:00:00

Þingmál A254 (auðlindarannsóknir á landgrunni Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 467 (þáltill.) útbýtt þann 1984-03-20 00:00:00

Þingmál A266 (sala ríkisjarðarinnar Selárdals í Suðureyrarhreppi)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1984-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A274 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 525 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-04-02 00:00:00
Þingræður:
78. þingfundur - Matthías Bjarnason (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1984-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A278 (kynning á líftækni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 535 (þáltill.) útbýtt þann 1984-04-03 00:00:00

Þingmál A280 (rekstarvandi í sjávarútvegi)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Svanfríður Jónasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A296 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 575 (frumvarp) útbýtt þann 1984-04-06 00:00:00

Þingmál A319 (kvikmyndamál)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1984-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A321 (járnblendiverksmiðja í Hvalfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 771 (nefndarálit) útbýtt þann 1984-05-07 00:00:00
Þingskjal nr. 918 (nefndarálit) útbýtt þann 1984-05-16 00:00:00
Þingræður:
84. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-04-25 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-04-25 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-05-10 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-05-10 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Skúli Alexandersson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-05-07 00:00:00 - [HTML]
95. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A335 (kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1984-05-02 00:00:00
Þingræður:
88. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-05-08 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-05-08 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-05-19 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-05-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A340 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1984-05-04 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1984-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A344 (endurreisn Viðeyjarstofu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 770 (þáltill.) útbýtt þann 1984-05-07 00:00:00

Þingmál A371 (þjóðhagsáætlun 1984)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 36 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1983-10-17 00:00:00

Þingmál A372 (bráðabirgðasamningur milli Íslands og SwissAluminium)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1983-10-25 00:00:00
Þingræður:
25. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1983-11-24 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-11-24 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1983-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A375 (`tarfsemi ríkisfyrirtækja og hlutafélaga með ríkisaðild er tilheyra starssviði iðnaðarráðuneytis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 216 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1983-12-15 00:00:00

Þingmál A376 (starfsemi Íslenskra aðalverktaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 308 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 1984-01-24 00:00:00

Þingmál A378 (ríkisfjármál 1983)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1984-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A380 (utanríkismál)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1984-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A400 (bankaútibú)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1983-11-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A407 (kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A417 (skýrsla Stefáns Jónssonar til utanrríkisráðherra)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A451 (starfsemi Íslenskra aðalverktaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 743 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1984-05-03 00:00:00

Þingmál B18 ()[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1983-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B118 ()[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1984-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B123 ()[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1984-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B149 ()[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1984-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B164 ()[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Sigríður Dúna Kristmundsdóttir - Ræða hófst: 1984-05-15 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 107

Þingmál A1 (fjárlög 1985)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Kolbrún Jónsdóttir - Ræða hófst: 1984-11-27 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1984-11-27 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Albert Guðmundsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-12-13 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1984-12-20 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1984-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-11 15:53:00
Þingræður:
5. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-10-11 15:53:00
Þingskjal nr. 602 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1985-03-21 00:00:00
Þingskjal nr. 907 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1985-05-14 00:00:00
Þingræður:
45. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - Ræða hófst: 1985-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-11 15:53:00

Þingmál A21 (Ríkismat sjávarafurða)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Björn Dagbjartsson - Ræða hófst: 1984-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (endurskoðun á ársreikningum ÍSALs 1983)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (álver við Eyjafjörð)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Sigríður Dúna Kristmundsdóttir - Ræða hófst: 1984-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A76 (endurreisn Viðeyjarstofu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (þáltill.) útbýtt þann 1984-10-17 00:00:00
Þingræður:
20. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (rannsóknarnefnd til að rannsaka afskipti ráðherra og embættismanna af rekstri ólöglegra útvarpsstöðv)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1984-10-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-22 00:00:00
Þingræður:
15. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1984-11-26 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A87 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (frumvarp) útbýtt þann 1984-10-18 00:00:00
Þingræður:
11. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (umhverfismál og náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (þáltill.) útbýtt þann 1984-10-25 00:00:00

Þingmál A122 (sala á íslenskri sérþekkingu erlendis)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Guðmundur Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (auðlindarannsóknir á landgrunni Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (þáltill.) útbýtt þann 1984-11-01 00:00:00
Þingræður:
41. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-01-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A132 (listskreyting Hallgrímskirkju)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (þáltill.) útbýtt þann 1984-11-01 00:00:00
Þingræður:
46. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (nefndarálit) útbýtt þann 1984-11-15 00:00:00
Þingskjal nr. 175 (nefndarálit) útbýtt þann 1984-11-20 00:00:00
Þingskjal nr. 176 (nefndarálit) útbýtt þann 1984-11-20 00:00:00
Þingskjal nr. 196 (nefndarálit) útbýtt þann 1984-11-28 00:00:00
Þingskjal nr. 201 (nefndarálit) útbýtt þann 1984-11-28 00:00:00
Þingræður:
11. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-11-08 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1984-11-08 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1984-11-08 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-11-21 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-11-21 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-11-21 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Davíð Aðalsteinsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-20 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Skúli Alexandersson (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-20 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1984-11-20 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1984-11-20 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-28 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Gunnar G. Schram (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-28 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1984-11-28 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-28 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1984-11-29 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1984-11-29 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1984-11-29 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1984-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A149 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-11-08 00:00:00
Þingræður:
12. þingfundur - Matthías Bjarnason (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1984-11-12 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Matthías Bjarnason (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-04-22 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Stefán Valgeirsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A150 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Guðmundur J. Guðmundsson - Ræða hófst: 1984-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A187 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Sigríður Dúna Kristmundsdóttir - Ræða hófst: 1984-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A198 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 224 (frumvarp) útbýtt þann 1984-12-06 00:00:00
Þingræður:
42. þingfundur - Sigríður Dúna Kristmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A228 (ríkisstyrkir Norðmanna til sjávarútvegs)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1985-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A245 (lánsfjárlög 1985)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Kjartan Jóhannsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A252 (auglýsingakostnaður vegna sölu spariskírteina ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A269 (niðurskurður og sparnaður í ráðuneytum og stofnunum)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Albert Guðmundsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1985-02-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A271 (varnir gegn fisksjúkdómum)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1985-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A315 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Guðmundur J. Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A339 (bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1985-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A340 (kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1985-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A382 (Sementsverksmiðja ríkisins)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-03-27 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Skúli Alexandersson - Ræða hófst: 1985-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A398 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A401 (orkuverð til Járnblendifélagsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 650 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1985-03-28 00:00:00
Þingræður:
67. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1985-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A423 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 695 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-04-11 00:00:00
Þingræður:
101. þingfundur - Svavar Gestsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A429 (verslun ríkisins með áfengi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 949 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1985-05-21 00:00:00

Þingmál A436 (framhald samningaviðræðna við Alusuisse)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-14 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A445 (kísilmálmverksmiðja á Grundartanga)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A455 (nýsköpun í atvinnulífi)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1985-04-30 00:00:00 - [HTML]
96. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-06-13 00:00:00 - [HTML]
104. þingfundur - Eiður Guðnason (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A456 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 775 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-04-23 00:00:00
Þingskjal nr. 1253 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1985-06-13 00:00:00

Þingmál A457 (Framkvæmdasjóður Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 776 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-04-23 00:00:00
Þingræður:
100. þingfundur - Svavar Gestsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-15 00:00:00 - [HTML]
100. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-06-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A473 (söluskattur af bókum)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1985-06-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A474 (umsvif erlendra sendiráða)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A516 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 984 (frumvarp) útbýtt þann 1985-05-24 00:00:00

Þingmál A532 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Haraldur Ólafsson - Ræða hófst: 1985-06-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B14 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1984-10-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B24 ()[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1984-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B67 ()[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1985-01-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B70 ()[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1985-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B85 ()[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1985-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B106 ()[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1985-05-02 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 108

Þingmál A1 (fjárlög 1986)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Pálmi Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-12-13 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1985-12-13 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Sigríður Dúna Kristmundsdóttir - Ræða hófst: 1985-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (lánsfjárlög 1986)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1985-11-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (frumvarp) útbýtt þann 1985-10-16 15:53:00
Þingræður:
17. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (listskreyting í Hallgrímskirkju)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (frumvarp) útbýtt þann 1985-10-22 00:00:00

Þingmál A63 (umhverfismál og náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (þáltill.) útbýtt þann 1985-10-23 00:00:00

Þingmál A66 (land í þjóðareign)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (frumvarp) útbýtt þann 1985-10-23 00:00:00

Þingmál A67 (orkulög)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1985-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (almenn stjórnsýslulöggjöf)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (skráning skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-10-30 00:00:00
Þingskjal nr. 260 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1985-12-13 00:00:00
Þingskjal nr. 341 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1985-12-19 00:00:00

Þingmál A111 (raforkuverð til álversins í Straumsvík)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1986-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (eignaréttur íslenska ríkisins á auðlindum hafsbotnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (frumvarp) útbýtt þann 1985-11-14 00:00:00
Þingræður:
22. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A121 (sala Kröfluvirkjunar)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1985-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-11-19 00:00:00
Þingskjal nr. 226 (nefndarálit) útbýtt þann 1985-12-11 00:00:00
Þingræður:
17. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-20 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-25 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-26 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1985-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A195 (menningar og fræðasetur á Skriðuklaustri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 268 (þáltill.) útbýtt þann 1985-12-14 00:00:00
Þingræður:
42. þingfundur - Helgi Seljan - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-06 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 1986-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A273 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 508 (frumvarp) útbýtt þann 1986-02-18 00:00:00

Þingmál A303 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1986-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A338 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A345 (aðild Íslands að alþjóðastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 629 (þáltill.) útbýtt þann 1986-03-18 00:00:00

Þingmál A370 (varnir gegn hagsmunaárekstrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 669 (þáltill.) útbýtt þann 1986-03-25 00:00:00

Þingmál A400 (verslun ríkisins með áfengi)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1986-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A404 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 748 (frumvarp) útbýtt þann 1986-04-08 00:00:00

Þingmál A438 (norrænt samstarf 1985)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 813 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-04-14 00:00:00

Þingmál B33 ()[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1985-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B39 ()[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1985-11-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B53 ()[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 1985-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B86 ()[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 1986-01-30 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1986-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B103 ()[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Sigríður Dúna Kristmundsdóttir - Ræða hófst: 1986-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B141 ()[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Kristín S. Kvaran - Ræða hófst: 1986-04-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 109

Þingmál A1 (fjárlög 1987)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-10-13 00:00:00

Þingmál A39 (byggðastefna og valddreifing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (þáltill.) útbýtt þann 1986-10-14 00:00:00

Þingmál A84 (auglýsingalöggjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 84 (þáltill.) útbýtt þann 1986-10-27 00:00:00

Þingmál A90 (umhverfismál og náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (þáltill.) útbýtt þann 1986-10-28 00:00:00

Þingmál A107 (eignarréttur íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 110 (frumvarp) útbýtt þann 1986-10-30 00:00:00

Þingmál A172 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (frumvarp) útbýtt þann 1986-11-19 00:00:00

Þingmál A210 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 225 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-12-02 00:00:00

Þingmál A230 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 246 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-12-08 00:00:00

Þingmál A344 (kostnaður vegna samninganefnda um stóriðju)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1056 (svar) útbýtt þann 1987-03-19 00:00:00

Þingmál A389 (erlend fjárfesting og íslenskt atvinnulíf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1987-02-26 00:00:00

Þingmál A406 (samningar um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 750 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1987-03-05 00:00:00

Þingmál A413 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorku- og eiturefnavopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 800 (frumvarp) útbýtt þann 1987-03-10 00:00:00

Löggjafarþing 110

Þingmál A1 (fjárlög 1988)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-10-13 00:00:00

Þingmál A2 (eignarréttur íslenska ríkisins að auðlindum hafsbo)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (frumvarp) útbýtt þann 1987-10-13 00:00:00

Þingmál A3 (bann við geimvopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (þáltill.) útbýtt þann 1987-10-13 00:00:00

Þingmál A15 (nýtt álver við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (svar) útbýtt þann 1987-10-29 00:00:00

Þingmál A33 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (frumvarp) útbýtt þann 1987-10-20 00:00:00

Þingmál A42 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 42 (frumvarp) útbýtt þann 1987-10-21 00:00:00

Þingmál A65 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorku- og eiturefnavopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (frumvarp) útbýtt þann 1987-11-02 00:00:00

Þingmál A70 (Norræni fjárfestingarbankinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-11-03 00:00:00

Þingmál A131 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-11-23 00:00:00

Þingmál A186 (fréttaflutningur Ríkisútvarpsins um utanríkismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 847 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00

Þingmál A208 (starfsemi ríkisfyrirtækja 1986)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1987-12-15 00:00:00

Þingmál A234 (söluskattur af heilsurækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 526 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1988-02-02 00:00:00

Þingmál A294 (utanríkismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 596 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1988-02-22 00:00:00

Þingmál A339 (Björgunar- og slysavarnaskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 669 (þáltill.) útbýtt þann 1988-03-08 00:00:00

Þingmál A341 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (frumvarp) útbýtt þann 1988-03-09 00:00:00

Þingmál A392 (úttekt vegna nýrrar álbræðslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 738 (þáltill.) útbýtt þann 1988-03-24 00:00:00

Þingmál A397 (gölluð rafskaut hjá Ísal)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 743 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1988-03-24 00:00:00

Þingmál A415 (þjóðminjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 763 (frumvarp) útbýtt þann 1988-04-11 00:00:00

Þingmál A440 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 790 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-11 00:00:00

Þingmál A446 (Listasafn Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 796 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-11 00:00:00

Þingmál A464 (lögbókandagerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00

Löggjafarþing 111

Þingmál A182 (aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 271 - Komudagur: 1989-02-03 - Sendandi: Dómarafélag Íslands[PDF]

Þingmál A188 (þjóðminjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 220 (frumvarp) útbýtt þann 1988-12-14 00:00:00 [HTML]

Löggjafarþing 112

Þingmál A352 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1070 - Komudagur: 1990-05-01 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands[PDF]

Löggjafarþing 113

Þingmál A57 (fjáraukalög 1990)[HTML]

Þingræður:
0. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1990-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A320 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 787 - Komudagur: 1991-03-04 - Sendandi: Forsætisráðuneytið[PDF]

Löggjafarþing 114

Þingmál B11 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B12 ()[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1991-05-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B14 ()[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1991-05-31 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 115

Þingmál A543 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1568 - Komudagur: 1992-07-22 - Sendandi: Ríkisútvarpið[PDF]

Löggjafarþing 116

Þingmál A1 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1992-08-17 14:30:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 172 - Komudagur: 1992-10-23 - Sendandi: Nefndadeild - Skýring: Meginatriði umsagna sem borist hafa[PDF]

Þingmál A5 (gjaldeyrismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 1992-09-01 - Sendandi: Nefndadeild - Skýring: Athugasemdir v/frv[PDF]

Þingmál A157 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 179 (frumvarp) útbýtt þann 1992-10-26 14:30:00 [HTML]

Þingmál A173 (atvinnuþróun í Mývatnssveit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 199 (þáltill.) útbýtt þann 1992-10-29 10:52:00 [HTML]

Þingmál A450 (alþjóðleg samvinna um fullnustu refsidóma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 776 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-03-23 14:30:00 [HTML]

Þingmál A591 (Mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-05-06 11:30:00 [HTML]

Löggjafarþing 117

Þingmál A17 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (frumvarp) útbýtt þann 1993-10-05 14:30:00 [HTML]

Þingmál A18 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 1993-10-05 14:30:00 [HTML]

Þingmál A102 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-10-18 14:30:00 [HTML]

Þingmál A255 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 714 - Komudagur: 1994-02-15 - Sendandi: Landlæknir,[PDF]
Dagbókarnúmer 782 - Komudagur: 1994-03-01 - Sendandi: Nefndarritari[PDF]
Dagbókarnúmer 816 - Komudagur: 1994-03-07 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: Athugasemdir -samantekt[PDF]

Þingmál A283 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-12-14 14:30:00 [HTML]

Þingmál A285 (hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 362 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-12-14 14:30:00 [HTML]

Löggjafarþing 118

Þingmál A6 (jarðhitaréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 1994-10-03 13:29:00 [HTML]

Þingmál A7 (orka fallvatna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 1994-10-03 13:29:00 [HTML]

Þingmál A97 (einkahlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-18 15:45:00 [HTML]

Þingmál A123 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 656 (nefndarálit) útbýtt þann 1995-02-14 13:42:00 [HTML]

Þingmál A139 (stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 886 (þál. í heild) útbýtt þann 1995-02-25 00:43:00 [HTML]

Þingmál A270 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-12-08 09:41:00 [HTML]

Þingmál A297 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 902 - Komudagur: 1995-01-23 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 1995-01-27 - Sendandi: Verslunarráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1047 - Komudagur: 1995-02-06 - Sendandi: Björn Ragnar Björnsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1050 - Komudagur: 1995-02-06 - Sendandi: Nefndarritari[PDF]

Þingmál A335 (neyðarsímsvörun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 532 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-12-29 15:00:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1436 - Komudagur: 1995-04-18 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - Skýring: Áfangaskýrsla nefndar dómsmálaráðhera[PDF]

Löggjafarþing 120

Þingmál A73 (mannanöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 611 - Komudagur: 1995-12-28 - Sendandi: Mannanafnanefnd[PDF]

Þingmál A154 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 752 - Komudagur: 1996-01-30 - Sendandi: Samtökin '78[PDF]

Þingmál A179 (verndun jarðhitasvæðisins við Geysi í Haukadal)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 710 - Komudagur: 1996-01-24 - Sendandi: Pétur Guðfinnsson, f.h. landeigenda Tortu í Haukadal[PDF]

Þingmál A285 (þjóðminjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1036 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1996-05-22 15:30:00 [HTML]

Þingmál A331 (stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1996-06-04 17:38:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1059 - Komudagur: 1996-03-12 - Sendandi: Hafdís Ólafsdóttir nefndarritari[PDF]
Dagbókarnúmer 1222 - Komudagur: 1996-03-21 - Sendandi: Félag íslenskra símamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1414 - Komudagur: 1996-04-15 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]
Dagbókarnúmer 1751 - Komudagur: 1996-04-29 - Sendandi: Ritari samgöngunefndar - Skýring: (athugasemdir frá ritara)[PDF]

Þingmál A364 (póstlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1192 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1996-06-04 17:38:00 [HTML]

Þingmál A372 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Birgis Björns Sigurjónssonar[PDF]
Dagbókarnúmer 1604 - Komudagur: 1996-04-19 - Sendandi: Eiríkur Tómasson prófessor[PDF]

Þingmál A415 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1593 - Komudagur: 1996-04-19 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1616 - Komudagur: 1996-04-19 - Sendandi: Verkamannafélagið Dagsbrún[PDF]
Dagbókarnúmer 1873 - Komudagur: 1996-05-06 - Sendandi: Ritari félagsmálanefndar - Skýring: (samantekt á umsögnum)[PDF]

Þingmál A421 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1894 - Komudagur: 1996-05-06 - Sendandi: Blindrafélagið[PDF]

Þingmál A445 (vörugjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1842 - Komudagur: 1996-05-02 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna[PDF]

Þingmál A451 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1961 - Komudagur: 1996-05-09 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Löggjafarþing 121

Þingmál A150 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 440 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1996-12-19 21:33:00 [HTML]

Þingmál A151 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 441 (lög í heild) útbýtt þann 1996-12-19 21:33:00 [HTML]

Þingmál A180 (lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 422 - Komudagur: 1996-12-12 - Sendandi: Már Guðmundsson[PDF]
Dagbókarnúmer 427 - Komudagur: 1996-12-12 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A183 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 642 (lög í heild) útbýtt þann 1997-02-19 16:08:00 [HTML]

Þingmál A234 (samningsveð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 995 - Komudagur: 1997-03-05 - Sendandi: Lánasýsla ríkisins, B/t forstjóra[PDF]
Dagbókarnúmer 1239 - Komudagur: 1997-04-01 - Sendandi: Þórunn Guðmundsdóttir hrl. - Skýring: (lögfræðiálit)[PDF]

Þingmál A301 (staða þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1243 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1997-05-13 21:50:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 982 - Komudagur: 1997-03-04 - Sendandi: Kirkjueignanefnd ríkis og kirkju, Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstj[PDF]
Dagbókarnúmer 1226 - Komudagur: 1997-03-26 - Sendandi: Ásatrúarfélagið, Kormákur Hlini Hermannsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1355 - Komudagur: 1997-04-07 - Sendandi: Prestsbakkasókn, Sigfríður Jónsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 1432 - Komudagur: 1997-04-08 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (samantekt á umsögnum)[PDF]

Þingmál A445 (álbræðsla á Grundartanga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1441 - Komudagur: 1997-04-08 - Sendandi: Akranesbær[PDF]
Dagbókarnúmer 1637 - Komudagur: 1997-04-18 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 2159 - Komudagur: 1997-05-22 - Sendandi: Oddvitar Skilmannahrepps og Hvalfjarðarstrandarhrepps[PDF]

Þingmál A502 (þjóðminjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1294 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1997-05-14 18:00:00 [HTML]

Löggjafarþing 122

Þingmál A57 (lögmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 10 - Komudagur: 1997-10-30 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A99 (ríkisábyrgðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 292 - Komudagur: 1997-11-26 - Sendandi: A&P lögmenn, f. Búnaðarbanka Íslands og Landsbanka Íslands[PDF]

Þingmál A176 (dómstólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 381 - Komudagur: 1997-12-04 - Sendandi: Hæstiréttur Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 774 - Komudagur: 1998-01-28 - Sendandi: Jóhanna Sigurðardóttir alþm. og Guðrún Helgadóttir alþm.[PDF]

Þingmál A201 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1482 (lög í heild) útbýtt þann 1998-06-02 16:45:00 [HTML]

Þingmál A359 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1438 (lög í heild) útbýtt þann 1998-05-28 17:51:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1188 - Komudagur: 1998-03-13 - Sendandi: Náttúruvernd ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 1426 - Komudagur: 1998-03-24 - Sendandi: Vegagerðin[PDF]
Dagbókarnúmer 1562 - Komudagur: 1998-03-24 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1729 - Komudagur: 1998-04-06 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 2204 - Komudagur: 1998-05-14 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2214 - Komudagur: 1998-05-18 - Sendandi: Tryggvi Gunnarsson hrl.[PDF]

Þingmál A367 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1435 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1998-05-28 17:49:00 [HTML]

Þingmál A510 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1490 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1998-06-02 18:49:00 [HTML]

Þingmál A522 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1549 (lög í heild) útbýtt þann 1998-06-04 18:42:00 [HTML]

Þingmál A642 (stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1847 - Komudagur: 1998-04-16 - Sendandi: Farmanna- og fiskimannasamband Íslands[PDF]

Löggjafarþing 123

Þingmál A135 (sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1147 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1999-03-10 15:27:00 [HTML]

Þingmál A231 (vegabréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 532 (lög í heild) útbýtt þann 1998-12-17 17:27:00 [HTML]

Þingmál A528 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1205 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1999-03-11 16:35:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1213 - Komudagur: 1999-03-03 - Sendandi: Náttúrufræðistofa Kópavogs[PDF]
Dagbókarnúmer 1344 - Komudagur: 1999-03-04 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Löggjafarþing 125

Þingmál A68 (ættleiðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 487 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1999-12-17 20:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 542 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1999-12-21 22:06:00 [HTML]

Þingmál A121 (ófrjósemisaðgerðir 1938--1975)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 140 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 1999-11-02 13:11:00 [HTML]

Þingmál A122 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 143 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-01 14:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 452 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-12-16 15:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 469 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-12-16 19:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 500 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1999-12-21 09:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 525 (lög í heild) útbýtt þann 1999-12-21 22:02:00 [HTML]

Þingmál A124 (framkvæmd alþjóðlegra samninga á sviði náttúruverndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 1999-11-02 13:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1376 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2000-05-11 10:21:00 [HTML]

Þingmál A172 (afnotaréttur nytjastofna á Íslandsmiðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1027 - Komudagur: 2000-03-14 - Sendandi: Áhugahópur um auðlindir í almannaþágu, b.t. Þorsteins Vilhjálmsson[PDF]

Þingmál A203 (Íslenskir aðalverktakar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 383 (svar) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML]

Þingmál A206 (fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-11-18 15:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 792 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-03-21 13:27:00 [HTML]

Þingmál A207 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-18 16:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1133 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-08 13:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1217 (lög í heild) útbýtt þann 2000-05-08 20:54:00 [HTML]

Þingmál A224 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 267 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-24 12:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 522 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1999-12-21 22:01:00 [HTML]

Þingmál A225 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 842 - Komudagur: 2000-03-02 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi ev)[PDF]

Þingmál A236 (Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 288 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-30 17:40:00 [HTML]

Þingmál A237 (þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 289 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-30 17:40:00 [HTML]

Þingmál A250 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-06 13:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1331 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-09 21:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1343 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-09 23:21:00 [HTML]

Þingmál A251 (meðferð, vinnsla og dreifing sjávarafurða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 308 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-06 13:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 400 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-12-14 18:50:00 [HTML]

Þingmál A258 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 326 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-07 15:54:00 [HTML]

Þingmál A371 (álbræðsla á Grundartanga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-21 14:31:00 [HTML]

Þingmál A386 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 644 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-22 17:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1280 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-09 14:15:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1185 - Komudagur: 2000-03-24 - Sendandi: Skipulagsstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1451 - Komudagur: 2000-04-03 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannesdóttir lögfræðingur - Skýring: (svör við spurningum KF)[PDF]
Dagbókarnúmer 1461 - Komudagur: 2000-04-05 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (vinnuskjal - umsagnir)[PDF]

Þingmál A389 (vernd votlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 647 (þáltill.) útbýtt þann 2000-02-24 13:27:00 [HTML]

Þingmál A397 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 655 (frumvarp) útbýtt þann 2000-03-06 13:39:00 [HTML]

Þingmál A401 (lyfjalög og almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2095 - Komudagur: 2000-05-08 - Sendandi: Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið - Skýring: (skv. beiðni)[PDF]

Þingmál A418 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 681 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-06 13:40:00 [HTML]

Þingmál A469 (hópuppsagnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1764 - Komudagur: 2000-04-27 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Gísla Tryggvasonar framkv.stj.[PDF]

Þingmál A502 (stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 797 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-21 22:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1200 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-08 21:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1259 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2000-05-09 10:37:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1379 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-13 10:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1416 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-13 23:52:00 [HTML]

Þingmál A524 (eignarréttur íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 825 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1157 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-08 13:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1158 (breytingartillaga) útbýtt þann 2000-05-08 13:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1262 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-09 15:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1279 (breytingartillaga) útbýtt þann 2000-05-09 13:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1315 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-09 23:25:00 [HTML]

Þingmál A547 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1989 - Komudagur: 2000-05-02 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A555 (landmælingar og kortagerð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 857 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:45:00 [HTML]

Þingmál A612 (yfirlitsskýrsla um alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 956 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-04-07 13:28:00 [HTML]

Þingmál A642 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1300 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-05-09 16:47:00 [HTML]

Þingmál A644 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1367 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-05-10 15:18:00 [HTML]

Þingmál A653 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1402 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-05-12 21:14:00 [HTML]

Löggjafarþing 126

Þingmál A30 (viðskipti og samningar um gagnaflutninga og önnur tölvusamskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 481 (svar) útbýtt þann 2000-12-15 17:08:00 [HTML]

Þingmál A75 (landmælingar og kortagerð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-10-09 14:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 499 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-12-12 13:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 503 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-12-12 17:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 548 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-12-14 13:56:00 [HTML]

Þingmál A76 (lagaráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-10 13:18:00 [HTML]

Þingmál A156 (fjáraukalög 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 340 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-11-24 15:36:00 [HTML]

Þingmál A175 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-10-30 14:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 733 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-02-20 16:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 808 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2001-03-06 13:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 833 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2001-03-06 15:01:00 [HTML]

Þingmál A194 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-11-01 16:57:00 [HTML]

Þingmál A201 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-11-02 14:16:00 [HTML]

Þingmál A224 (safnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1491 (lög í heild) útbýtt þann 2001-05-20 01:51:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1023 - Komudagur: 2001-01-22 - Sendandi: Byggðasafn Skagfirðinga[PDF]
Dagbókarnúmer 1315 - Komudagur: 2001-03-02 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A226 (menningarverðmæti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1493 (lög í heild) útbýtt þann 2001-05-20 01:52:00 [HTML]

Þingmál A333 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 433 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-12-05 16:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 622 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-12-16 18:46:00 [HTML]

Þingmál A348 (áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1484 (lög í heild) útbýtt þann 2001-05-20 01:47:00 [HTML]

Þingmál A379 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-01-15 12:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 660 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2001-01-22 10:08:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1128 - Komudagur: 2001-01-19 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands, Magnús M. Norðdahl hrl. - Skýring: (lagt fram á fundi ht.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2001-01-19 - Sendandi: Formaður heilbrigðis- og trygginganefndar - Skýring: (afrit af dómi - lagt fram á fundi ht.)[PDF]

Þingmál A389 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1340 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-05-16 11:50:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1373 - Komudagur: 2001-03-12 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga, Óðinn Sigþórsson formaður[PDF]
Dagbókarnúmer 1389 - Komudagur: 2001-03-13 - Sendandi: Veiðimálastofnun - Skýring: (viðbótarumsögn)[PDF]
Dagbókarnúmer 1825 - Komudagur: 2001-04-11 - Sendandi: Umhverfisnefnd Alþingis - Skýring: (sent skv. beiðni landbn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 2511 - Komudagur: 2001-05-08 - Sendandi: Óttar Yngvason[PDF]

Þingmál A391 (framkvæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 641 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-01-17 14:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1276 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2001-05-11 16:19:00 [HTML]

Þingmál A399 (innflutningur á nautakjöti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 730 (svar) útbýtt þann 2001-03-05 14:36:00 [HTML]

Þingmál A416 (stofnun stjórnlagadómstóls eða stjórnlagaráðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 676 (þáltill.) útbýtt þann 2001-02-08 12:51:00 [HTML]

Þingmál A482 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 768 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-02-26 14:31:00 [HTML]

Þingmál A498 (samningur um öryggi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 785 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-02-27 13:17:00 [HTML]

Þingmál A507 (framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2001-02-28 15:52:00 [HTML]

Þingmál A510 (kísilgúrverksmiðja við Mývatn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 800 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-01 10:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 973 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2001-03-28 13:35:00 [HTML]

Þingmál A521 (stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1624 - Komudagur: 2001-03-22 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi ev.)[PDF]

Þingmál A522 (eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 818 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-05 14:36:00 [HTML]

Þingmál A553 (birting laga og stjórnvaldaerinda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2112 - Komudagur: 2001-04-27 - Sendandi: Þröstur Freyr Gylfason[PDF]

Þingmál A572 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-15 11:57:00 [HTML]

Þingmál A587 (lágmarkslaun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 925 (frumvarp) útbýtt þann 2001-03-28 15:23:00 [HTML]

Þingmál A670 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1442 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2001-05-19 14:37:00 [HTML]

Þingmál A707 (sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2500 - Komudagur: 2001-05-08 - Sendandi: Framkvæmdanefnd um einkavæðingu[PDF]

Löggjafarþing 127

Þingmál A2 (þjóðhagsáætlun 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2001-10-01 15:39:00 [HTML]

Þingmál A5 (átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-02 19:24:00 [HTML]

Þingmál A19 (kirkjuskipan ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 546 - Komudagur: 2001-12-18 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A35 (lagaráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-04 17:48:00 [HTML]

Þingmál A41 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-08 14:47:00 [HTML]

Þingmál A168 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-15 16:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 805 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-02-14 10:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 875 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-02-28 15:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 927 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-03-07 14:30:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 363 - Komudagur: 2001-12-05 - Sendandi: Samkeppnisstofnun[PDF]

Þingmál A185 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 156 - Komudagur: 2001-11-20 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]

Þingmál A194 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1781 - Komudagur: 2002-04-10 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða[PDF]

Þingmál A201 (vernd votlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-30 13:24:00 [HTML]

Þingmál A252 (loftferðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 437 - Komudagur: 2001-12-10 - Sendandi: Flugfélagið Garðaflug[PDF]

Þingmál A285 (skráning skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1332 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2002-04-22 16:23:00 [HTML]

Þingmál A318 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-26 16:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1412 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-04-29 11:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1436 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-04-30 11:30:00 [HTML]

Þingmál A340 (íslenska friðargæslan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 446 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2001-12-03 18:07:00 [HTML]
Þingskjal nr. 619 (svar) útbýtt þann 2001-12-14 15:07:00 [HTML]

Þingmál A341 (rannsókn á dreifingu barnakláms á netinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 620 (svar) útbýtt þann 2001-12-14 15:07:00 [HTML]

Þingmál A347 (bókhald, ársreikningar og tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 691 - Komudagur: 2002-02-13 - Sendandi: Erna Bryndís Halldórsdóttir endursk.[PDF]

Þingmál A348 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 522 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2001-12-11 18:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 547 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-12-12 13:44:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 453 - Komudagur: 2001-12-10 - Sendandi: Minni hluti allsherjarnefndar[PDF]
Dagbókarnúmer 460 - Komudagur: 2001-12-10 - Sendandi: Biskupsstofa - Skýring: (lagt fram á fundi ev)[PDF]

Þingmál A363 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1154 - Komudagur: 2002-03-12 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn[PDF]

Þingmál A388 (ófrjósemisaðgerðir 1938--1975)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2002-01-22 15:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1055 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2002-03-25 14:46:00 [HTML]

Þingmál A395 (starfslokasamningar hjá Landssímanum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 819 (svar) útbýtt þann 2002-02-18 15:14:00 [HTML]

Þingmál A422 (framlög til þróunarmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 682 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2002-01-24 17:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 765 (svar) útbýtt þann 2002-02-06 15:45:00 [HTML]

Þingmál A427 (almenn hegningarlög og refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslu til opinbers starfsmanns (hryðjuverk))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 687 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-28 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 996 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2002-03-19 13:03:00 [HTML]

Þingmál A433 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1173 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-10 17:53:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 986 - Komudagur: 2002-03-01 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1311 - Komudagur: 2002-03-15 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli - Skýring: (lagt fram á fundi a.)[PDF]

Þingmál A454 (rafeyrisfyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 724 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-31 17:45:00 [HTML]

Þingmál A545 (stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 853 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-25 14:47:00 [HTML]

Þingmál A548 (líftækniiðnaður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1734 - Komudagur: 2002-04-09 - Sendandi: Rannsóknastofnun landbúnaðarins[PDF]

Þingmál A575 (áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 902 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-04 18:15:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1793 - Komudagur: 2002-04-10 - Sendandi: Farmanna- og fiskimannasamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1847 - Komudagur: 2002-04-10 - Sendandi: Olíudreifing ehf[PDF]

Þingmál A587 (eiturefni og hættuleg efni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-07 10:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1208 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-17 10:10:00 [HTML]

Þingmál A596 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1213 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2002-04-17 10:10:00 [HTML]

Þingmál A598 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 942 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-07 18:01:00 [HTML]

Þingmál A605 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1714 - Komudagur: 2002-04-08 - Sendandi: Bandalag háskólamanna[PDF]

Þingmál A647 (alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1044 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-03-22 11:45:00 [HTML]

Þingmál A651 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2278 - Komudagur: 2002-06-25 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A662 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-26 16:13:00 [HTML]

Þingmál A663 (steinullarverksmiðja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1073 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-26 16:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1440 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-04-30 16:55:00 [HTML]

Þingmál A677 (verndun íslensku mjólkurkýrinnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2223 - Komudagur: 2002-05-31 - Sendandi: Nautgriparæktarfélag Íslands[PDF]

Þingmál A714 (ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1177 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-04-09 21:29:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1932 - Komudagur: 2002-04-15 - Sendandi: Þjóðhagsstofnun - Skýring: (lagt fram á fundi ev.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1969 - Komudagur: 2002-04-16 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - Skýring: (svör við spurningum ev.)[PDF]

Löggjafarþing 128

Þingmál A1 (fjárlög 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-01 15:22:00 [HTML]

Þingmál A6 (útsendingar sjónvarps og útvarps um gervitungl)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 605 - Komudagur: 2002-12-09 - Sendandi: Hollvinir Ríkisútvarpsins[PDF]

Þingmál A14 (óhreyfð skip í höfnum og skipsflök)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 275 - Komudagur: 2002-11-26 - Sendandi: Hvítanes ehf[PDF]

Þingmál A31 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-03 10:22:00 [HTML]

Þingmál A32 (verðmyndun á innfluttu sementi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 168 - Komudagur: 2002-11-20 - Sendandi: Aalborg Portland Ísland hf. - Skýring: (fréttatilkynning)[PDF]

Þingmál A53 (varnir gegn mengun sjávar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1638 - Komudagur: 2003-03-11 - Sendandi: Hvítanes ehf, Björn Kristinsson[PDF]

Þingmál A66 (fjáraukalög 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-03 10:15:00 [HTML]

Þingmál A133 (framtíðarhlutverk Sementsverksmiðjunnar hf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 215 - Komudagur: 2002-11-20 - Sendandi: Aalborg Portland Ísland hf. - Skýring: (fréttatilkynning)[PDF]

Þingmál A157 (skráning skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-09 15:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 886 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2003-01-29 15:06:00 [HTML]
Þingskjal nr. 956 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-02-13 10:19:00 [HTML]
Þingskjal nr. 994 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-02-18 15:48:00 [HTML]

Þingmál A215 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 218 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-17 15:56:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2002-11-27 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A227 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 230 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-23 13:10:00 [HTML]

Þingmál A257 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 268 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-29 13:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 665 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-12-12 10:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 719 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-12-12 19:29:00 [HTML]

Þingmál A263 (breytingar á skattbyrði árin 1995--2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 462 (svar) útbýtt þann 2002-11-27 11:55:00 [HTML]

Þingmál A313 (lágmarkslaun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 338 (frumvarp) útbýtt þann 2002-11-14 09:58:00 [HTML]

Þingmál A337 (úrvinnslugjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 474 - Komudagur: 2002-12-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A338 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 475 - Komudagur: 2002-12-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 774 - Komudagur: 2003-01-15 - Sendandi: Samtök sveitarfél. á Norðurlandi vestra[PDF]
Dagbókarnúmer 1249 - Komudagur: 2003-02-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A360 (eftirlit með skipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-13 18:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1175 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-10 17:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1207 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-10 21:32:00 [HTML]

Þingmál A382 (þjóðminjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 804 - Komudagur: 2003-01-20 - Sendandi: Minjavörður Norðurl. vestra[PDF]

Þingmál A391 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1296 - Komudagur: 2003-02-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A446 (námsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 629 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-09 16:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1389 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-14 15:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1411 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-14 23:55:00 [HTML]

Þingmál A462 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-12 15:55:00 [HTML]

Þingmál A509 (álverksmiðja í Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 842 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-22 14:48:00 [HTML]

Þingmál A544 (Orkustofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1112 - Komudagur: 2003-02-19 - Sendandi: Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna - Skýring: (ums. um 544. og 545. mál)[PDF]

Þingmál A563 (samgönguáætlun fyrir árin 2003--2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 911 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-01-30 15:05:00 [HTML]

Þingmál A567 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1605 - Komudagur: 2003-03-07 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]

Þingmál A572 (Norræna ráðherranefndin 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 923 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-02-05 13:16:00 [HTML]

Þingmál A597 (nýr stofnsamningur Fríverslunarsamtaka Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 958 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-11 17:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1345 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-13 21:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1393 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-14 16:35:00 [HTML]

Þingmál A599 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-11 17:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1412 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-14 23:55:00 [HTML]

Þingmál A613 (vatnsréttindi til virkjunar í Þjórsá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 976 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-17 14:51:00 [HTML]

Þingmál A624 (átak til að treysta byggð á landsbyggðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1002 (þáltill.) útbýtt þann 2003-02-26 09:45:00 [HTML]

Þingmál A637 (verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1032 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-26 12:24:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1751 - Komudagur: 2003-04-09 - Sendandi: Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN[PDF]

Þingmál A649 (Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1055 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-27 17:26:00 [HTML]

Þingmál A652 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-03 17:12:00 [HTML]

Þingmál A659 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-04 13:24:00 [HTML]

Þingmál A669 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1703 - Komudagur: 2003-03-13 - Sendandi: Reykjavíkurborg - Skýring: (afrit - lagt fram á fundi sg.)[PDF]

Þingmál A681 (lax- og silungsveiði o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1824 - Komudagur: 2003-07-04 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]

Þingmál A709 (vernd og sjálfbær nýting lífvera á hafsbotni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1265 (þáltill.) útbýtt þann 2003-03-12 19:43:00 [HTML]

Löggjafarþing 130

Þingmál A3 (aldarafmæli heimastjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML]

Þingmál A10 (meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 577 - Komudagur: 2003-12-10 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]

Þingmál A26 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-03 15:20:00 [HTML]

Þingmál A31 (vernd og sjálfbær nýting lífvera á hafsbotni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-03 17:11:00 [HTML]

Þingmál A38 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 526 - Komudagur: 2003-12-08 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A43 (þróunarsamvinna Íslands við önnur ríki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-06 18:00:00 [HTML]

Þingmál A71 (hús skáldsins á Gljúfrasteini)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML]

Þingmál A86 (skipan nefndar um öryggi og varnir Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 86 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-06 18:06:00 [HTML]

Þingmál A88 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 636 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 642 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 495 - Komudagur: 2003-12-04 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (álit Skúla Magnússonar dósent)[PDF]

Þingmál A111 (lax- og silungsveiði o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-11-06 10:17:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 21 - Komudagur: 2003-10-17 - Sendandi: Umhverfisstofnun - Skýring: (umsögn frá 3. júlí 2003)[PDF]
Dagbókarnúmer 50 - Komudagur: 2003-10-30 - Sendandi: Ragnhildur Helgadóttir lektor[PDF]

Þingmál A139 (ábyrgð þeirra sem reka netþjóna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1290 - Komudagur: 2004-03-10 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]

Þingmál A140 (Happdrætti Háskóla Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 145 - Komudagur: 2003-11-18 - Sendandi: Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjóm.[PDF]

Þingmál A142 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-13 14:38:00 [HTML]

Þingmál A146 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 146 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-14 13:27:00 [HTML]

Þingmál A198 (bann við umskurði kvenna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2598 - Komudagur: 2004-07-08 - Sendandi: Refsiréttarnefnd[PDF]

Þingmál A304 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 490 - Komudagur: 2003-12-04 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A313 (uppfinningar starfsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 738 - Komudagur: 2004-01-13 - Sendandi: Bandalag háskólamanna[PDF]

Þingmál A338 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 970 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-03-01 16:08:00 [HTML]

Þingmál A374 (íslenska táknmálið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 499 (frumvarp) útbýtt þann 2003-11-28 14:41:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 682 - Komudagur: 2004-01-05 - Sendandi: Skóla- og fjölsk.skrifstofa Ísafjarðarbæjar[PDF]
Dagbókarnúmer 797 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Háskóli Íslands, skrifstofa rektors[PDF]
Dagbókarnúmer 798 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Tækniháskóli Íslands, Skrifstofa rektors[PDF]
Dagbókarnúmer 819 - Komudagur: 2004-01-21 - Sendandi: Íslensk málstöð[PDF]

Þingmál A375 (breyting á ýmsum lögum vegna íslenska táknmálsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 799 - Komudagur: 2004-01-20 - Sendandi: Tækniháskóli Íslands, Skrifstofa rektors[PDF]
Dagbókarnúmer 823 - Komudagur: 2004-01-21 - Sendandi: Íslensk málstöð[PDF]

Þingmál A376 (afdrif hælisleitenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1714 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2004-05-25 15:45:00 [HTML]

Þingmál A377 (íslenskur hugbúnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 730 (svar) útbýtt þann 2004-01-28 13:13:00 [HTML]

Þingmál A428 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 572 - Komudagur: 2003-12-09 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A473 (útsendingar sjónvarps og hljóðvarps um gervitungl)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1784 - Komudagur: 2004-04-15 - Sendandi: Íslendingafélagið í London[PDF]

Þingmál A477 (náttúruverndaráætlun 2004--2008)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1080 - Komudagur: 2004-02-24 - Sendandi: Páll A. Pálsson hrl., fh. landeigenda við Geysi[PDF]

Þingmál A480 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1352 - Komudagur: 2004-03-15 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - Skýring: (viðbótarumsögn)[PDF]

Þingmál A518 (Fjármálaeftirlitið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1660 - Komudagur: 2004-04-05 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A551 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 829 (þáltill.) útbýtt þann 2004-02-04 17:00:00 [HTML]

Þingmál A564 (verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 843 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-02-05 16:54:00 [HTML]

Þingmál A569 (siglingavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 859 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-02-09 17:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1563 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-05-03 14:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1678 (lög í heild) útbýtt þann 2004-05-15 19:17:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1418 - Komudagur: 2004-03-17 - Sendandi: Siglingastofnun Íslands[PDF]

Þingmál A579 (Norræna ráðherranefndin 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 872 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-02-12 15:18:00 [HTML]

Þingmál A638 (umgengni við hafsbotninn umhverfis landið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1778 (svar) útbýtt þann 2004-05-26 15:54:00 [HTML]

Þingmál A723 (Landssíminn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1630 (svar) útbýtt þann 2004-05-11 16:48:00 [HTML]

Þingmál A740 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1104 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-11 11:55:00 [HTML]

Þingmál A749 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1516 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-04-27 18:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1534 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-04-28 22:34:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1748 - Komudagur: 2004-04-14 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1847 - Komudagur: 2004-04-16 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]

Þingmál A754 (járnblendiverksmiðja í Hvalfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1129 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-16 16:30:00 [HTML]

Þingmál A783 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-23 17:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1846 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-05-28 16:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1879 (lög í heild) útbýtt þann 2004-05-28 20:31:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2588 - Komudagur: 2004-05-14 - Sendandi: Kirkjuráð, Halldór Gunnarsson - Skýring: (um breyt. á jarðalögum)[PDF]
Dagbókarnúmer 2596 - Komudagur: 2004-05-21 - Sendandi: Kirkjuráð og Prestssetrasjóður - Skýring: (varðar sölu kirkjueigna)[PDF]

Þingmál A815 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-29 16:15:00 [HTML]

Þingmál A855 (fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1923 - Komudagur: 2004-04-19 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A868 (þjóðgarðurinn á Þingvöllum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1326 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-01 16:37:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1826 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-05-27 15:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1861 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-05-28 16:22:00 [HTML]

Þingmál A872 (einkamálalög og þjóðlendulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2258 - Komudagur: 2004-04-30 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A874 (framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna 2002--2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1332 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-04-06 13:12:00 [HTML]

Þingmál A945 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1439 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-16 16:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1820 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-05-27 15:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1858 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-05-28 16:20:00 [HTML]

Þingmál A974 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1525 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-28 13:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1618 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-10 22:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1629 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2004-05-11 14:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2416 - Komudagur: 2004-05-10 - Sendandi: Norðurljós[PDF]
Dagbókarnúmer 2441 - Komudagur: 2004-05-14 - Sendandi: Norðurljós[PDF]

Þingmál A982 (upptaka gerða í EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1685 (svar) útbýtt þann 2004-05-19 09:54:00 [HTML]

Þingmál A997 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1665 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-05-14 11:01:00 [HTML]

Löggjafarþing 131

Þingmál A1 (fjárlög 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-01 15:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 439 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-11-25 10:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 531 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2004-12-03 11:02:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2004-10-05 14:10:28 - [HTML]
39. þingfundur - Jón Bjarnason (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-25 12:15:59 - [HTML]
39. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-25 17:46:52 - [HTML]
39. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2004-11-25 23:57:01 - [HTML]
48. þingfundur - Jón Bjarnason (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-12-03 12:20:01 - [HTML]
48. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-12-03 14:12:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 42 - Komudagur: 2004-11-12 - Sendandi: Flugmálastjóri[PDF]

Þingmál A2 (þjóðhagsáætlun 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-10-01 15:54:00 [HTML]

Þingmál A4 (sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Örlygur Hnefill Jónsson - Ræða hófst: 2004-10-11 17:31:05 - [HTML]

Þingmál A9 (breytingar á stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-04 20:41:00 [HTML]
Þingræður:
16. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2004-11-02 14:13:29 - [HTML]

Þingmál A11 (íþróttaáætlun)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Gunnar Örlygsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-10-14 17:09:46 - [HTML]

Þingmál A20 (textun)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Sigurlín Margrét Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2004-11-04 16:12:46 - [HTML]

Þingmál A26 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-01-25 17:34:12 - [HTML]

Þingmál A42 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 42 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-05 15:35:00 [HTML]

Þingmál A44 (endurskoðun á sölu Símans)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-02-01 18:06:44 - [HTML]

Þingmál A48 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 918 - Komudagur: 2005-03-01 - Sendandi: Verslunarráð Íslands[PDF]

Þingmál A49 (rekstur Ríkisútvarpsins)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2005-02-14 16:26:03 - [HTML]

Þingmál A55 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1750 - Komudagur: 2005-04-29 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja[PDF]

Þingmál A58 (afdrif laxa í sjó)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-21 16:03:56 - [HTML]
77. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-21 17:07:20 - [HTML]

Þingmál A60 (vernd og sjálfbær nýting lífvera á hafsbotni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 60 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-05 18:31:00 [HTML]

Þingmál A67 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-12 13:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1273 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-02 18:44:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 750 - Komudagur: 2005-01-27 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A74 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-07 10:11:00 [HTML]

Þingmál A76 (fjáraukalög 2004)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-10-07 14:29:35 - [HTML]
33. þingfundur - Jón Bjarnason (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-18 11:59:28 - [HTML]
33. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-18 18:03:47 - [HTML]

Þingmál A91 (fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 280 (svar) útbýtt þann 2004-11-05 15:17:00 [HTML]

Þingmál A160 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-11 14:46:00 [HTML]

Þingmál A191 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2004-10-18 17:03:42 - [HTML]
80. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-02-24 11:24:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 176 - Komudagur: 2004-11-24 - Sendandi: Íslensk málnefnd[PDF]

Þingmál A200 (Mannréttindaskrifstofa Íslands)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-11-03 14:56:03 - [HTML]

Þingmál A220 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-12-02 12:07:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 229 - Komudagur: 2004-11-26 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - Skýring: (markaðsvæðing - lagt fram á fundi fél.)[PDF]
Dagbókarnúmer 255 - Komudagur: 2004-11-29 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - Skýring: (sent skv. beiðni fél.)[PDF]

Þingmál A234 (staðbundnir fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-25 13:03:00 [HTML]
Þingræður:
98. þingfundur - Dagný Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-22 16:02:18 - [HTML]

Þingmál A254 (sendiherrar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 272 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2004-11-02 17:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 318 (svar) útbýtt þann 2004-11-13 10:57:00 [HTML]

Þingmál A258 (skattgreiðslur Alcan á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-10 13:55:50 - [HTML]
24. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2004-11-10 14:04:52 - [HTML]

Þingmál A277 (íslenska táknmálið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 299 (frumvarp) útbýtt þann 2004-11-08 14:37:00 [HTML]

Þingmál A279 (nýr þjóðsöngur)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Sigríður Ingvarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-16 17:15:05 - [HTML]

Þingmál A300 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-12-10 03:19:09 - [HTML]

Þingmál A309 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 807 - Komudagur: 2005-02-17 - Sendandi: Vinnumálastofnun - Skýring: (álitsg. f. Ábyrgðasjóð launa)[PDF]

Þingmál A317 (stóriðja og skattar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 346 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2004-11-11 16:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 730 (svar) útbýtt þann 2005-01-31 14:20:00 [HTML]

Þingmál A320 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-15 14:35:00 [HTML]

Þingmál A328 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2004-11-26 15:28:22 - [HTML]

Þingmál A335 (skráning og mat fasteigna)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2004-12-08 15:11:18 - [HTML]

Þingmál A336 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 2005-05-03 11:25:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 729 - Komudagur: 2005-01-24 - Sendandi: Trúnaðarráð fanga á Kvíabryggju[PDF]
Dagbókarnúmer 1401 - Komudagur: 2005-04-19 - Sendandi: Heilbr.- og tryggingamálaráðuneytið - Skýring: (sjúkratryggingar)[PDF]

Þingmál A344 (eignarhlutur ríkisins í hlutafélögum og einkahlutafélögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 388 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2004-11-18 11:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 684 (svar) útbýtt þann 2005-01-25 17:00:00 [HTML]

Þingmál A348 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-22 16:31:35 - [HTML]

Þingmál A360 (Landssími Íslands)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-02-02 12:03:56 - [HTML]

Þingmál A373 (samstarf við Rauða kross Íslands um móttöku flóttamannahópa)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-02-23 13:06:43 - [HTML]

Þingmál A374 (rannsóknir og nýting á jarðrænum auðlindum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-25 14:41:00 [HTML]

Þingmál A398 (afnám laga um Tækniháskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-12-07 15:23:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 725 - Komudagur: 2005-01-24 - Sendandi: Bandalag háskólamanna[PDF]

Þingmál A399 (stofnun einkahlutafélags um Orkuveitu Húsavíkur)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Halldór Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-22 15:29:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 723 - Komudagur: 2005-01-24 - Sendandi: Bandalag háskólamanna[PDF]

Þingmál A413 (vatnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1116 - Komudagur: 2005-03-21 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]

Þingmál A442 (umfang skattsvika á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1054 - Komudagur: 2005-03-11 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins[PDF]

Þingmál A503 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 767 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-07 14:35:00 [HTML]

Þingmál A533 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 807 (frumvarp) útbýtt þann 2005-02-15 18:56:00 [HTML]

Þingmál A543 (rekstrarkostnaður Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2005-02-17 10:57:00 [HTML]
Þingræður:
81. þingfundur - Jón Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-02 12:57:52 - [HTML]
81. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-03-02 13:01:05 - [HTML]
81. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2005-03-02 13:09:55 - [HTML]

Þingmál A551 (miðlun vátrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 832 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-21 14:48:00 [HTML]

Þingmál A577 (Alþjóðavinnumálaþingin í Genf 2001--2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 865 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-02-24 10:12:00 [HTML]

Þingmál A578 (framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 866 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2005-02-24 16:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 987 (svar) útbýtt þann 2005-03-22 13:08:00 [HTML]

Þingmál A587 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2005-03-10 17:10:26 - [HTML]

Þingmál A589 (þróunarsamvinna Íslands við önnur ríki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 881 (þáltill.) útbýtt þann 2005-03-02 11:35:00 [HTML]

Þingmál A590 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-02 11:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1289 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-03 15:37:00 [HTML]
Þingræður:
85. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-08 17:00:35 - [HTML]
125. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-07 11:04:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1216 - Komudagur: 2005-04-08 - Sendandi: Réttarfarsnefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 1380 - Komudagur: 2005-04-19 - Sendandi: Dómarafélag Íslands, Hjördís Hákonardóttir form.[PDF]
Dagbókarnúmer 1397 - Komudagur: 2005-04-19 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi)[PDF]

Þingmál A595 (söluandvirði Steinullarverksmiðjunnar)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-09 12:45:03 - [HTML]

Þingmál A617 (framkvæmd samkeppnisreglna EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 921 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-07 14:44:00 [HTML]
Þingræður:
87. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-10 11:18:59 - [HTML]
128. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-09 18:20:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1585 - Komudagur: 2005-04-22 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi ut.)[PDF]

Þingmál A643 (Ríkisútvarpið sf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 974 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-15 16:07:00 [HTML]
Þingræður:
107. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-11 16:13:47 - [HTML]
107. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-04-11 18:25:59 - [HTML]
107. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2005-04-11 18:55:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1713 - Komudagur: 2005-04-28 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]
Dagbókarnúmer 1722 - Komudagur: 2005-04-29 - Sendandi: Útvarp Saga[PDF]

Þingmál A648 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2005-05-02 17:32:44 - [HTML]

Þingmál A694 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (frumvarp) útbýtt þann 2005-04-01 16:12:00 [HTML]

Þingmál A699 (loftferðir)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-05-11 15:02:14 - [HTML]

Þingmál A702 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1862 - Komudagur: 2005-05-11 - Sendandi: Félag íslenskra bókaútgefenda[PDF]

Þingmál A707 (álbræðsla á Grundartanga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1065 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-06 15:49:00 [HTML]

Þingmál A708 (starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-04-14 14:42:18 - [HTML]

Þingmál A721 (samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2005-05-10 01:12:18 - [HTML]

Þingmál A738 (fjarskipti)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2005-04-19 17:00:16 - [HTML]

Þingmál A789 (heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-20 17:56:00 [HTML]

Þingmál A791 (upplýsingaréttur um umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-26 13:11:00 [HTML]

Þingmál A800 (tilmæli fastanefndar Bernarsáttmálans)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-10 10:57:50 - [HTML]

Þingmál B44 (afleiðingar kennaraverkfallsins fyrir þjóðlífið)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2004-10-06 13:48:47 - [HTML]

Þingmál B318 (uppkaup á bújörðum og samþjöppun framleiðsluréttar)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2004-10-21 10:46:34 - [HTML]

Þingmál B326 ()[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-11-02 13:46:06 - [HTML]

Þingmál B339 (árásir á íslenska starfsmenn utanríkisþjónustunnar í Kabúl í Afganistan)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-03 15:31:31 - [HTML]

Þingmál B370 ()[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2004-11-11 16:07:40 - [HTML]
25. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2004-11-11 17:39:46 - [HTML]

Þingmál B521 (félagsleg undirboð á vinnumarkaði)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2005-01-27 14:01:55 - [HTML]

Þingmál B562 (staða útflutnings- og samkeppnisgreina)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2005-02-10 14:40:13 - [HTML]
72. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2005-02-10 15:00:00 - [HTML]

Þingmál B598 (samþætting jafnréttissjónarmiða í íslensku friðargæslunni)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - Ræða hófst: 2005-02-24 13:19:16 - [HTML]
80. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2005-02-24 13:25:37 - [HTML]

Þingmál B602 (stuðningur Íslands við þjálfun írakskra öryggissveita)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - Ræða hófst: 2005-03-02 15:48:52 - [HTML]

Þingmál B760 ()[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-04-26 13:41:22 - [HTML]

Þingmál B766 ()[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2005-04-29 15:58:52 - [HTML]

Þingmál B797 ()[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2005-05-10 20:58:53 - [HTML]

Löggjafarþing 132

Þingmál A1 (fjárlög 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-10-03 13:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 395 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-11-23 13:51:00 [HTML]
Þingræður:
4. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2005-10-06 14:42:38 - [HTML]
4. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-06 14:55:39 - [HTML]
4. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-06 18:26:20 - [HTML]
4. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-06 18:29:46 - [HTML]
4. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-10-06 18:33:20 - [HTML]
29. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2005-11-24 15:42:58 - [HTML]
35. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2005-12-06 14:44:46 - [HTML]
35. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2005-12-06 21:24:18 - [HTML]
35. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2005-12-06 22:53:37 - [HTML]
35. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2005-12-06 23:49:50 - [HTML]

Þingmál A3 (ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-10-03 13:56:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-10-05 14:11:01 - [HTML]
3. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2005-10-05 14:50:18 - [HTML]

Þingmál A11 (hollustuhættir og mengunarvarnir og mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-04 20:39:00 [HTML]
Þingræður:
10. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-10-18 16:05:44 - [HTML]

Þingmál A16 (stuðningur við einstæða foreldra í námi)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Hlynur Hallsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-01-19 14:53:42 - [HTML]

Þingmál A30 (bensíngjald og olíugjald)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-04 11:18:38 - [HTML]

Þingmál A40 (öryggi og varnir Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-10 14:34:00 [HTML]

Þingmál A46 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 46 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-10 18:32:00 [HTML]

Þingmál A52 (fiskverndarsvæði við Ísland)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 797 - Komudagur: 2006-02-09 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A53 (meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1411 - Komudagur: 2006-03-22 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A55 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2006-02-21 14:47:33 - [HTML]
71. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2006-02-21 14:50:47 - [HTML]

Þingmál A59 (háskólar)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-02-21 15:23:27 - [HTML]

Þingmál A61 (Djúpborun á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Mörður Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-13 18:23:09 - [HTML]

Þingmál A66 (samkeppnisstaða fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 812 - Komudagur: 2006-02-10 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A71 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-17 18:41:00 [HTML]

Þingmál A78 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-11 17:59:00 [HTML]

Þingmál A82 (einkamálalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1712 - Komudagur: 2006-04-21 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A137 (þróunarsamvinna Íslands við önnur ríki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-10 14:34:00 [HTML]
Þingræður:
73. þingfundur - Hlynur Hallsson - Ræða hófst: 2006-02-22 14:33:53 - [HTML]

Þingmál A138 (staðbundnir fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 138 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-12 13:07:00 [HTML]

Þingmál A141 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-03-02 14:41:55 - [HTML]

Þingmál A144 (fjáraukalög 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 334 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-11-14 14:41:00 [HTML]
Þingræður:
21. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2005-11-15 16:20:33 - [HTML]
21. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2005-11-15 17:15:24 - [HTML]
21. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-15 17:48:58 - [HTML]

Þingmál A172 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1595 - Komudagur: 2006-04-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A180 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 729 - Komudagur: 2006-01-27 - Sendandi: Umhverfisráðuneytið[PDF]

Þingmál A205 (fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2005-11-16 13:15:03 - [HTML]

Þingmál A213 (styrkir til foreldra sem ættleiða börn frá útlöndum)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-14 18:38:08 - [HTML]

Þingmál A221 (upplýsingaréttur um umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 221 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-10-18 13:11:00 [HTML]
Þingræður:
14. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-03 11:03:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 230 - Komudagur: 2005-11-29 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A222 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 39 - Komudagur: 2005-11-15 - Sendandi: Félag íslenskra bókaútgefenda[PDF]

Þingmál A235 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-20 17:27:00 [HTML]

Þingmál A248 (svæði sem lotið hafa forræði varnarliðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 505 (svar) útbýtt þann 2005-12-08 16:29:00 [HTML]

Þingmál A267 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 452 - Komudagur: 2005-12-07 - Sendandi: Ragnar Aðalsteinsson og Arnþór Halldórsson[PDF]

Þingmál A268 (vatnalög)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-14 17:34:38 - [HTML]
20. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2005-11-14 18:52:36 - [HTML]
80. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-03-08 20:01:16 - [HTML]
84. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-03-13 17:17:45 - [HTML]

Þingmál A269 (fangaflutningar um íslenska lögsögu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 282 (þáltill.) útbýtt þann 2005-11-03 14:59:00 [HTML]

Þingmál A273 (athugasemdir mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-11-23 14:50:31 - [HTML]

Þingmál A279 (breyting á ýmsum lögum á sviði sifjaréttar)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2005-11-08 15:22:15 - [HTML]

Þingmál A288 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-01-26 18:02:08 - [HTML]
53. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-01-26 22:57:20 - [HTML]
55. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2006-01-31 14:13:49 - [HTML]

Þingmál A303 (Náttúruminjasafn Íslands)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-01 14:07:24 - [HTML]

Þingmál A304 (efnistaka úr botni Hvalfjarðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 830 (svar) útbýtt þann 2006-03-06 14:40:00 [HTML]

Þingmál A331 (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 524 - Komudagur: 2005-12-19 - Sendandi: Stofnun Sigurðar Nordals, Samtök sendikennara í ísl. erlendis[PDF]

Þingmál A341 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 736 (svar) útbýtt þann 2006-02-08 15:01:00 [HTML]

Þingmál A342 (umhverfismat áætlana)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 241 - Komudagur: 2005-11-29 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A361 (faggilding o.fl.)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 2005-11-28 18:33:37 - [HTML]

Þingmál A365 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 714 - Komudagur: 2006-01-24 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A372 (rannsóknarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (frumvarp) útbýtt þann 2005-11-25 12:16:00 [HTML]

Þingmál A381 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-28 16:19:00 [HTML]

Þingmál A387 (Matvælarannsóknir hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 469 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-12-02 13:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1487 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-03 16:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1519 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-03 15:54:00 [HTML]
Þingræður:
50. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-01-24 13:58:05 - [HTML]
50. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-01-24 16:18:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1067 - Komudagur: 2006-02-27 - Sendandi: Rannsóknarþjónustan Sýni ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1118 - Komudagur: 2006-03-02 - Sendandi: Starfsmannaráð Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 1120 - Komudagur: 2006-03-02 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]

Þingmál A388 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1260 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-05-04 15:55:00 [HTML]
Þingræður:
55. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2006-01-31 19:05:36 - [HTML]
120. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-02 15:22:02 - [HTML]

Þingmál A392 (stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 474 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-12-02 13:41:00 [HTML]
Þingræður:
93. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-27 18:11:11 - [HTML]
93. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2006-03-27 21:19:53 - [HTML]

Þingmál A401 (Ríkisútvarpið hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-12-06 17:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1196 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-04-28 09:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1232 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2006-05-02 19:55:00 [HTML]
Þingræður:
49. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-01-23 15:40:21 - [HTML]
49. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2006-01-23 21:39:19 - [HTML]
99. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-04-04 23:10:11 - [HTML]
104. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-04-19 20:05:38 - [HTML]
105. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2006-04-21 15:05:14 - [HTML]
117. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-05-30 14:46:19 - [HTML]
117. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2006-05-30 15:29:55 - [HTML]
117. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-05-30 15:49:13 - [HTML]
117. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-05-30 19:00:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 900 - Komudagur: 2006-02-17 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - Skýring: (frá BSRB og BHM)[PDF]
Dagbókarnúmer 919 - Komudagur: 2006-02-20 - Sendandi: Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins[PDF]
Dagbókarnúmer 1862 - Komudagur: 2006-04-25 - Sendandi: Sigurbjörn Magnússon hrl. og Jón Sveinsson hrl. - Skýring: (lagt fram á fundi m.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1906 - Komudagur: 2006-04-28 - Sendandi: Dagsbrún hf. - Skýring: (EES-samningur, ríkisstyrkir)[PDF]

Þingmál A404 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1165 (breytingartillaga) útbýtt þann 2006-04-11 20:03:00 [HTML]
Þingræður:
60. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2006-02-07 13:57:41 - [HTML]
60. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-02-07 15:03:23 - [HTML]
60. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-02-07 15:21:11 - [HTML]
121. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2006-06-02 23:01:15 - [HTML]

Þingmál A407 (sveitarstjórnarmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-12-09 13:03:00 [HTML]

Þingmál A414 (styrkir til sjávarútvegs)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-08 13:43:55 - [HTML]

Þingmál A436 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 657 (frumvarp) útbýtt þann 2006-01-20 15:02:00 [HTML]

Þingmál A456 (heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 681 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-24 16:35:00 [HTML]
Þingræður:
64. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-10 11:43:34 - [HTML]
94. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-03-28 17:21:46 - [HTML]
94. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-28 17:46:22 - [HTML]
94. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-03-28 18:01:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1086 - Komudagur: 2006-02-27 - Sendandi: Óbyggðanefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 1106 - Komudagur: 2006-03-01 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 1141 - Komudagur: 2006-03-03 - Sendandi: Reykjavíkurborg, borgarráð[PDF]
Dagbókarnúmer 1484 - Komudagur: 2006-03-28 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1501 - Komudagur: 2006-03-29 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (frá ríkislögmanni til forsrn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1540 - Komudagur: 2006-04-05 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (svör við spurn. allshn.)[PDF]

Þingmál A490 (staða bankanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 722 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2006-02-02 16:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 854 (svar) útbýtt þann 2006-03-06 14:40:00 [HTML]

Þingmál A506 (barnaklám á netinu)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-02-15 14:44:04 - [HTML]

Þingmál A507 (áfengisauglýsingar í útvarpi)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-02-15 13:54:14 - [HTML]

Þingmál A514 (Heyrnar-, tal- og sjónstöð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1052 - Komudagur: 2006-02-22 - Sendandi: Blindrafélagið[PDF]

Þingmál A520 (lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-02-14 15:00:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1486 - Komudagur: 2006-03-28 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A522 (styrkir til kjörforeldra ættleiddra barna)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Hlynur Hallsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-08 13:30:26 - [HTML]

Þingmál A546 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 793 (frumvarp) útbýtt þann 2006-02-20 16:41:00 [HTML]

Þingmál A547 (skattaumhverfi líknarfélaga)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Pétur Bjarnason - Ræða hófst: 2006-02-23 16:20:49 - [HTML]

Þingmál A564 (þróunarsamvinna og þróunarhjálp)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 818 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2006-02-23 10:13:00 [HTML]

Þingmál A565 (Norræna ráðherranefndin 2005)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-03-09 13:42:16 - [HTML]

Þingmál A573 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 829 (frumvarp) útbýtt þann 2006-03-02 17:22:00 [HTML]

Þingmál A576 (norðurskautsmál 2005)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2006-03-09 17:55:34 - [HTML]

Þingmál A607 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 891 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1474 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-03 12:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1501 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-03 15:49:00 [HTML]
Þingræður:
89. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-20 15:41:21 - [HTML]
89. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-20 16:54:35 - [HTML]
89. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-20 16:56:44 - [HTML]
89. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2006-03-20 18:58:20 - [HTML]

Þingmál A619 (almenn hegningarlög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 905 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML]
Þingræður:
121. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2006-06-03 00:56:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1537 - Komudagur: 2006-04-06 - Sendandi: Barnaverndarstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1688 - Komudagur: 2006-04-21 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A634 (íslenska friðargæslan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 933 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-16 15:05:00 [HTML]

Þingmál A666 (skráning og þinglýsing skipa)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-04-24 22:28:41 - [HTML]

Þingmál A667 (framsal sakamanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1836 - Komudagur: 2006-04-26 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A668 (landmælingar og grunnkortagerð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1792 - Komudagur: 2006-04-25 - Sendandi: Edda útgáfa[PDF]

Þingmál A669 (starfsemi innri markaðarins í tengslum við frjálsa vöruflutninga innan Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 979 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-27 14:45:00 [HTML]

Þingmál A681 (ólaunuð leyfi starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2006-05-31 13:34:24 - [HTML]
118. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2006-05-31 13:42:03 - [HTML]

Þingmál A688 (Náttúruminjasafn Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1009 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-30 10:01:00 [HTML]

Þingmál A690 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1020 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-30 10:01:00 [HTML]
Þingræður:
103. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-11 13:42:59 - [HTML]

Þingmál A694 (Landhelgisgæsla Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1024 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-30 16:08:00 [HTML]

Þingmál A707 (Flugmálastjórn Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2148 - Komudagur: 2006-05-18 - Sendandi: Félag íslenskra flugumferðarstjóra - Skýring: (um 707. og 708. mál)[PDF]

Þingmál A708 (stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1044 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-03 14:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1523 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-03 16:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1527 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-03 16:22:00 [HTML]
Þingræður:
107. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-24 18:30:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1953 - Komudagur: 2006-04-28 - Sendandi: Félag íslenskra flugumferðarstjóra[PDF]

Þingmál A710 (kjararáð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1926 - Komudagur: 2006-04-28 - Sendandi: Kjaranefnd - Skýring: (ársskýrsla)[PDF]

Þingmál A713 (skráning losunar gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-04-10 23:44:19 - [HTML]

Þingmál A731 (opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-04-10 18:44:57 - [HTML]

Þingmál A732 (álagning skatta og gjalda vegna alþjóðlegra viðskiptafélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1068 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-04 14:43:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1929 - Komudagur: 2006-04-28 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A734 (stofnun hlutafélags um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-04 14:43:00 [HTML]
Þingræður:
113. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-05-02 20:16:24 - [HTML]

Þingmál A740 (eldi og heilbrigði sláturdýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2039 - Komudagur: 2006-05-03 - Sendandi: Svínaræktarfélag Íslands[PDF]

Þingmál A741 (áhafnir íslenskra fiskiskipa og annarra skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1077 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-06 16:02:00 [HTML]

Þingmál A761 (flutningur vínbúðarinnar í Mjódd í leiguhúsnæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1110 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2006-04-03 18:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1198 (svar) útbýtt þann 2006-04-26 11:35:00 [HTML]

Þingmál A795 (Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1244 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-05-02 20:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1274 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2006-05-04 19:46:00 [HTML]
Þingræður:
114. þingfundur - Geir H. Haarde (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2006-05-04 15:52:41 - [HTML]
115. þingfundur - Halldór Blöndal (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-05-04 20:10:15 - [HTML]

Þingmál A802 (öryggisgæsla við erlend kaupskip)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-05-31 18:17:26 - [HTML]

Þingmál A803 (aðgangur að opinberum gögnum um öryggismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1284 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-05-30 13:15:00 [HTML]

Þingmál B165 ()[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2005-11-14 15:10:40 - [HTML]

Þingmál B169 (skólagjöld við opinbera háskóla)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-14 15:36:06 - [HTML]

Þingmál B182 ()[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Geir H. Haarde (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-17 11:26:38 - [HTML]
24. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2005-11-17 14:03:21 - [HTML]
24. þingfundur - Geir H. Haarde (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-17 18:39:27 - [HTML]

Þingmál B204 ()[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2005-11-25 10:10:20 - [HTML]

Þingmál B246 ()[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2005-12-09 18:41:14 - [HTML]

Þingmál B266 ()[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-01-18 12:19:34 - [HTML]

Þingmál B314 (íslensk leyniþjónusta)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-02-06 15:16:35 - [HTML]
59. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-02-06 15:18:32 - [HTML]

Þingmál B373 (kaupendur Búnaðarbankans)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2006-02-20 15:12:13 - [HTML]
70. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2006-02-20 15:16:08 - [HTML]

Þingmál B474 (staða efnahagsmála)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-21 13:39:11 - [HTML]
90. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 2006-03-21 13:58:52 - [HTML]

Þingmál B502 (opinber gjöld af bensíni og olíu)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2006-04-03 15:41:19 - [HTML]

Þingmál B513 ()[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - Ræða hófst: 2006-04-06 14:30:03 - [HTML]
101. þingfundur - Geir H. Haarde (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2006-04-06 17:04:25 - [HTML]

Löggjafarþing 133

Þingmál A1 (fjárlög 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-02 15:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 421 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-11-22 13:43:00 [HTML]
Þingræður:
7. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-10-05 14:24:23 - [HTML]
7. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2006-10-05 16:15:24 - [HTML]
7. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-10-05 17:59:04 - [HTML]
34. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-11-23 14:39:18 - [HTML]
34. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-23 15:24:05 - [HTML]
34. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2006-11-23 18:05:48 - [HTML]
34. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-23 20:15:39 - [HTML]
34. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-11-23 21:24:12 - [HTML]
40. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2006-12-05 16:36:57 - [HTML]
40. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2006-12-05 20:08:29 - [HTML]

Þingmál A4 (stækkun friðlandsins í Þjórsárverum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 197 - Komudagur: 2006-11-22 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A7 (færanleg sjúkrastöð í Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1290 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2007-03-16 18:00:00 [HTML]

Þingmál A16 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 451 - Komudagur: 2006-12-01 - Sendandi: Meistarasamband byggingamanna, Baldur Þór Baldvinsson form.[PDF]

Þingmál A17 (staðbundnir fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-04 17:28:00 [HTML]

Þingmál A18 (rammaáætlun um náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2007-02-06 17:28:06 - [HTML]

Þingmál A20 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 117 - Komudagur: 2006-11-13 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A27 (réttur nefndar til aðgangs að opinberum gögnum um öryggismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 14:32:00 [HTML]
Þingræður:
4. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-04 18:04:32 - [HTML]

Þingmál A44 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-05 09:56:00 [HTML]

Þingmál A47 (fjáraukalög 2006)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-11-30 11:58:12 - [HTML]
38. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-30 13:59:41 - [HTML]
38. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-11-30 15:03:05 - [HTML]
38. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-30 15:21:01 - [HTML]
38. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-11-30 15:36:01 - [HTML]

Þingmál A50 (afnám stimpilgjalda)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-06 19:32:51 - [HTML]

Þingmál A56 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 13:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 606 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-12-08 17:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 707 (frhnál. með rökst.) útbýtt þann 2007-01-15 13:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 773 (lög í heild) útbýtt þann 2007-01-23 15:40:00 [HTML]
Þingræður:
12. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-16 16:52:03 - [HTML]
12. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - andsvar - Ræða hófst: 2006-10-16 21:01:24 - [HTML]
12. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-10-16 21:43:07 - [HTML]
13. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2006-10-17 14:29:00 - [HTML]
44. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-12-07 11:27:57 - [HTML]
44. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-12-07 11:32:31 - [HTML]
44. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-12-07 17:26:28 - [HTML]
44. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-12-07 22:31:15 - [HTML]
51. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-15 15:43:27 - [HTML]
51. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-01-15 20:00:43 - [HTML]
52. þingfundur - Dagný Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2007-01-16 15:43:43 - [HTML]
52. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2007-01-16 17:22:41 - [HTML]
53. þingfundur - Sæunn Stefánsdóttir - Ræða hófst: 2007-01-17 14:27:55 - [HTML]
53. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2007-01-17 18:02:22 - [HTML]
55. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-01-19 14:55:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 65 - Komudagur: 2006-11-07 - Sendandi: Bandalag háskólamanna og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]
Dagbókarnúmer 104 - Komudagur: 2006-11-10 - Sendandi: Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins[PDF]
Dagbókarnúmer 384 - Komudagur: 2006-11-28 - Sendandi: Matsnefnd vegna stofnefnahagsreiknings - Skýring: (lögð fram á fundi m.)[PDF]

Þingmál A58 (útvarpslög, prentréttur og samkeppnislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 709 - Komudagur: 2007-01-05 - Sendandi: Og fjarskipti ehf (Vodafone)[PDF]

Þingmál A70 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-16 17:51:00 [HTML]

Þingmál A76 (hollustuhættir og mengunarvarnir og mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-10 15:41:00 [HTML]

Þingmál A79 (sameignarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-05 09:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 949 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-02-22 10:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 950 (breytingartillaga) útbýtt þann 2007-02-22 10:00:00 [HTML]

Þingmál A91 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-12 14:10:00 [HTML]

Þingmál A136 (starfslok starfsmanna varnarliðsins)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Jón Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-22 14:17:04 - [HTML]
33. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-11-22 14:21:34 - [HTML]
33. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-11-22 14:24:09 - [HTML]

Þingmál A171 (barna- og unglingageðdeildin)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2007-02-21 12:43:22 - [HTML]

Þingmál A181 (störf hjá Ratsjárstofnun)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-10-18 13:40:16 - [HTML]

Þingmál A206 (sprengjuleit)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Jón Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-22 14:28:52 - [HTML]
33. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-11-22 14:35:48 - [HTML]

Þingmál A215 (Flugmálastjórn Íslands)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Þórdís Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-18 13:50:57 - [HTML]

Þingmál A238 (siglingavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-16 14:30:00 [HTML]
Þingræður:
25. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 2006-11-13 19:58:39 - [HTML]

Þingmál A239 (kostnaður við þjóðlendumál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 332 (svar) útbýtt þann 2006-11-06 17:27:00 [HTML]

Þingmál A251 (öryggis- eða leyniþjónustustarfsemi lögreglunnar)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-01-24 14:12:56 - [HTML]

Þingmál A266 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 275 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-31 13:13:00 [HTML]

Þingmál A271 (skattaívilnanir vegna framlaga til mannúðar- og menningarmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 280 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-31 13:13:00 [HTML]

Þingmál A272 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2006-11-03 16:41:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 731 - Komudagur: 2007-01-18 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A276 (tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Björn Ingi Hrafnsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-06 18:38:53 - [HTML]

Þingmál A277 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-31 16:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1325 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 10:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1368 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 20:51:00 [HTML]
Þingræður:
21. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-06 17:13:02 - [HTML]

Þingmál A281 (Náttúruminjasafn Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 294 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-31 13:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1321 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 10:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1361 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 20:50:00 [HTML]
Þingræður:
25. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-11-13 18:02:58 - [HTML]
25. þingfundur - Hjálmar Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-13 18:45:21 - [HTML]

Þingmál A294 (afnám refsiákvæða vegna ærumeiðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (þáltill.) útbýtt þann 2006-11-01 13:03:00 [HTML]
Þingræður:
20. þingfundur - Eiríkur Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-03 13:59:33 - [HTML]

Þingmál A296 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 309 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-01 13:03:00 [HTML]
Þingræður:
25. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-13 15:25:36 - [HTML]

Þingmál A304 (sakaferill erlends vinnuafls)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-11-22 14:48:30 - [HTML]

Þingmál A307 (rannsóknarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 324 (frumvarp) útbýtt þann 2006-11-03 12:49:00 [HTML]

Þingmál A330 (almannatryggingar og málefni aldraðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 353 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-07 16:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 647 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-12-09 10:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 672 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-12-09 15:37:00 [HTML]
Þingræður:
24. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-09 15:50:30 - [HTML]

Þingmál A359 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2006-11-21 16:25:21 - [HTML]

Þingmál A363 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-11-15 17:06:00 [HTML]

Þingmál A364 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 396 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-16 13:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 665 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-12-09 15:35:00 [HTML]
Þingræður:
30. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-20 15:39:03 - [HTML]
30. þingfundur - Kjartan Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-20 15:59:35 - [HTML]
30. þingfundur - Kjartan Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-20 16:01:22 - [HTML]
30. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-11-20 18:17:22 - [HTML]
30. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2006-11-20 18:57:19 - [HTML]
30. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-20 20:36:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 375 - Komudagur: 2006-11-28 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (ýmis gögn sem lögð voru fram á fundi iðn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 478 - Komudagur: 2006-12-01 - Sendandi: Akureyrarbær, bæjarskrifstofur[PDF]
Dagbókarnúmer 586 - Komudagur: 2006-12-06 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A365 (breyting á lögum á orkusviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 397 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-16 13:36:00 [HTML]
Þingræður:
30. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-20 20:38:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 404 - Komudagur: 2006-11-30 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]
Dagbókarnúmer 482 - Komudagur: 2006-12-01 - Sendandi: Akureyrarbær, bæjarskrifstofur[PDF]

Þingmál A367 (Orkustofnun)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-20 21:50:36 - [HTML]

Þingmál A374 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-12-08 23:57:16 - [HTML]

Þingmál A377 (eldi og heilbrigði sláturdýra o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 708 - Komudagur: 2007-01-05 - Sendandi: Svínaræktarfélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 712 - Komudagur: 2007-01-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 1200 - Komudagur: 2007-02-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (lagt fram á fundi landbn.)[PDF]

Þingmál A385 (áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 427 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-22 11:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1084 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-09 11:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1271 (lög í heild) útbýtt þann 2007-03-16 14:31:00 [HTML]

Þingmál A387 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1537 - Komudagur: 2007-03-09 - Sendandi: Læknafélag Íslands - Skýring: (ums. III um brtt.)[PDF]

Þingmál A395 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 439 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-22 15:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1396 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 23:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1409 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 23:57:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 894 - Komudagur: 2007-02-12 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 977 - Komudagur: 2007-02-14 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Austurlands, Þorsteinn Bergsson form.[PDF]

Þingmál A397 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 581 - Komudagur: 2006-12-06 - Sendandi: Og fjarskipti ehf. (Vodafone)[PDF]

Þingmál A402 (vatnstjón á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 764 (svar) útbýtt þann 2007-01-22 10:19:00 [HTML]

Þingmál A408 (ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 458 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-24 14:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 640 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-12-08 23:20:00 [HTML]
Þingræður:
38. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-30 20:36:54 - [HTML]

Þingmál A415 (vatnsréttindi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 472 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-29 17:51:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-29 17:02:47 - [HTML]
61. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2007-01-29 17:15:31 - [HTML]
61. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2007-01-29 18:09:21 - [HTML]

Þingmál A416 (vörugjald og virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 701 - Komudagur: 2006-12-29 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A417 (þróunarsamvinna og þróunarhjálp)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 484 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2006-12-04 14:48:00 [HTML]

Þingmál A427 (kostnaður við stuðningsaðgerðir í Írak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 509 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2006-12-04 14:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 722 (svar) útbýtt þann 2007-01-18 12:05:00 [HTML]

Þingmál A429 (ættleiðingarstyrkir)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-12-06 21:23:32 - [HTML]
43. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2006-12-06 21:33:45 - [HTML]

Þingmál A443 (íslenska friðargæslan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 566 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-07 14:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1198 (breytingartillaga) útbýtt þann 2007-03-14 21:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1399 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 23:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1413 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 23:59:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1013 - Komudagur: 2007-02-16 - Sendandi: Elías Davíðsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1183 - Komudagur: 2007-02-23 - Sendandi: Tryggingastofnun ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 1370 - Komudagur: 2007-03-05 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]

Þingmál A460 (kaup Íslandspósts hf. á Samskiptum ehf.)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Guðjón Ólafur Jónsson - Ræða hófst: 2007-01-24 10:43:06 - [HTML]

Þingmál A464 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1174 - Komudagur: 2007-02-20 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A466 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-09 11:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1052 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-08 15:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1387 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 23:26:00 [HTML]
Þingræður:
57. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-22 17:07:08 - [HTML]
87. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-13 21:31:14 - [HTML]
87. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2007-03-13 21:32:18 - [HTML]
87. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-03-13 21:35:33 - [HTML]
94. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-03-17 20:51:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 849 - Komudagur: 2007-02-08 - Sendandi: Sóknarnefnd Þingvallakirkju[PDF]
Dagbókarnúmer 1615 - Komudagur: 2007-03-16 - Sendandi: Fríkirkjan í Reykjavík[PDF]

Þingmál A511 (námsgögn)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-03-17 11:58:09 - [HTML]

Þingmál A513 (bókmenntasjóður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1210 - Komudagur: 2007-02-26 - Sendandi: Rithöfundasamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1432 - Komudagur: 2007-03-05 - Sendandi: Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna[PDF]

Þingmál A515 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 778 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 09:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1150 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2007-03-13 15:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1326 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 10:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1369 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 20:51:00 [HTML]
Þingræður:
92. þingfundur - Jóhann Ársælsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-17 01:50:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 919 - Komudagur: 2007-02-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A521 (símhleranir og eftirgrennslana-, öryggis- eða leyniþjónustustarfsemi lögreglunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 841 (svar) útbýtt þann 2007-02-07 15:47:00 [HTML]

Þingmál A541 (skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 991 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-02-26 21:16:00 [HTML]
Þingræður:
85. þingfundur - Dagný Jónsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-09 13:48:27 - [HTML]

Þingmál A542 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 812 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-01 15:21:00 [HTML]

Þingmál A570 (stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða og Rafmagnsveitur ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 846 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-12 14:44:00 [HTML]
Þingræður:
74. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-20 13:44:33 - [HTML]

Þingmál A575 (samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 853 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-02-12 14:44:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1333 - Komudagur: 2007-03-01 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, Flutningasvið[PDF]

Þingmál A591 (tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1458 - Komudagur: 2007-03-05 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A607 (íslenska táknmálið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 905 (frumvarp) útbýtt þann 2007-02-15 17:14:00 [HTML]

Þingmál A629 (kostnaður ríkisins við rannsókn og rekstur Baugsmálsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 937 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2007-02-20 18:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1230 (svar) útbýtt þann 2007-03-15 23:18:00 [HTML]

Þingmál A630 (íslenska táknmálið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 938 (frumvarp) útbýtt þann 2007-02-22 14:52:00 [HTML]
Þingræður:
79. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-02-27 17:20:51 - [HTML]

Þingmál A641 (losun gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 957 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-22 16:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1360 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 20:50:00 [HTML]
Þingræður:
83. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2007-03-01 22:17:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1575 - Komudagur: 2007-03-09 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins[PDF]

Þingmál A642 (Þjóðskjalasafn Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-22 11:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1273 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-16 11:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1309 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-16 21:00:00 [HTML]
Þingræður:
78. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-26 15:53:21 - [HTML]
78. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-26 16:38:24 - [HTML]
78. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-02-26 16:45:25 - [HTML]
78. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-26 18:04:42 - [HTML]

Þingmál A655 (réttarstaða liðsafla aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 981 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-26 14:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1389 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 23:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1405 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 23:56:00 [HTML]
Þingræður:
83. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-01 19:19:36 - [HTML]
83. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-01 20:30:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1576 - Komudagur: 2007-03-12 - Sendandi: Allsherjarnefnd Alþingis - Skýring: (sent skv. beiðni ut.)[PDF]

Þingmál A667 (íslensk alþjóðleg skipaskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1013 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-01 14:50:00 [HTML]
Þingræður:
84. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-08 19:25:57 - [HTML]
84. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2007-03-08 20:13:43 - [HTML]

Þingmál A668 (skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-08 11:09:29 - [HTML]

Þingmál A669 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1020 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-01 17:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1299 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-16 20:29:00 [HTML]
Þingræður:
91. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-03-16 14:05:04 - [HTML]

Þingmál A683 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1064 (frumvarp) útbýtt þann 2007-03-08 16:25:00 [HTML]
Þingræður:
86. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-03-12 16:51:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1583 - Komudagur: 2007-03-13 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - Skýring: (umsögn og ritgerð)[PDF]
Dagbókarnúmer 1605 - Komudagur: 2007-03-14 - Sendandi: Eiríkur Tómasson og Björg Thorarensen[PDF]

Þingmál A688 (viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1086 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-09 15:43:00 [HTML]

Þingmál A705 (tengsl Íslands og Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1222 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-15 16:24:00 [HTML]

Þingmál A709 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-16 23:00:00 [HTML]

Þingmál B106 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2006-10-04 13:32:01 - [HTML]
3. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-10-04 13:59:05 - [HTML]
3. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-10-04 14:32:47 - [HTML]
3. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-10-04 15:01:16 - [HTML]

Þingmál B138 (möguleg leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-10-09 16:27:23 - [HTML]

Þingmál B189 (nýtt þjóðhagsmat Seðlabankans)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2006-11-06 15:11:49 - [HTML]

Þingmál B222 (flutningur Landhelgisgæslunnar til Keflavíkur)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Hjálmar Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-15 15:35:05 - [HTML]

Þingmál B223 ()[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2006-11-16 16:09:51 - [HTML]

Þingmál B240 ()[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 2006-11-21 13:41:08 - [HTML]

Þingmál B375 (framkvæmd þjóðlendulaga)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-25 11:13:54 - [HTML]

Þingmál B394 (leynisamningar með varnarsamningnum 1951)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-05 16:17:02 - [HTML]
65. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2007-02-05 16:23:13 - [HTML]

Þingmál B428 (skýrsla um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál Íslands 1945--1991)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-15 10:53:48 - [HTML]
72. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2007-02-15 11:16:48 - [HTML]

Þingmál B429 (rannsókn á bankakostnaði og samkeppnishindrunum)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-15 13:29:42 - [HTML]
72. þingfundur - Sæunn Stefánsdóttir - Ræða hófst: 2007-02-15 13:48:15 - [HTML]

Þingmál B471 ()[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2007-02-27 13:33:10 - [HTML]

Þingmál B522 ()[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2007-03-14 20:25:42 - [HTML]

Þingmál B553 ()[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2007-03-16 20:42:39 - [HTML]

Löggjafarþing 134

Þingmál A7 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-06-06 13:54:45 - [HTML]

Þingmál A13 (viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-06-05 16:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 34 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-06-12 15:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 36 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-06-12 17:29:00 [HTML]
Þingskjal nr. 50 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-06-13 16:32:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2007-06-07 15:58:12 - [HTML]
6. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2007-06-07 16:05:29 - [HTML]
6. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2007-06-07 16:07:40 - [HTML]
6. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-06-07 16:32:02 - [HTML]
6. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2007-06-07 16:51:21 - [HTML]
9. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2007-06-13 11:47:23 - [HTML]
9. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2007-06-13 12:17:22 - [HTML]

Þingmál B11 ()[HTML]

Þingræður:
1. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2007-05-31 16:09:40 - [HTML]

Löggjafarþing 135

Þingmál A1 (fjárlög 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-01 14:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 345 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-11-29 10:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 346 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-11-28 20:46:00 [HTML]
Þingræður:
4. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-10-04 16:26:01 - [HTML]
33. þingfundur - Jón Bjarnason (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-29 12:33:32 - [HTML]
33. þingfundur - Jón Bjarnason (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2007-11-29 13:31:44 - [HTML]
34. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-30 10:32:36 - [HTML]
34. þingfundur - Auður Lilja Erlingsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-30 16:56:16 - [HTML]
34. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-30 17:41:21 - [HTML]
35. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2007-12-03 15:49:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 525 - Komudagur: 2007-11-28 - Sendandi: Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar[PDF]

Þingmál A3 (markaðsvæðing samfélagsþjónustu)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-09 15:45:21 - [HTML]

Þingmál A6 (sala áfengis og tóbaks)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-18 18:28:32 - [HTML]

Þingmál A11 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 217 - Komudagur: 2007-11-16 - Sendandi: Meistarasamband byggingamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1309 - Komudagur: 2008-02-02 - Sendandi: Ritari efnh.- og skattanefndar[PDF]

Þingmál A12 (íslenska táknmálið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-03 15:35:00 [HTML]
Þingræður:
14. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2007-10-30 16:34:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 255 - Komudagur: 2007-11-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (um 12. og 17. mál)[PDF]
Dagbókarnúmer 353 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]
Dagbókarnúmer 427 - Komudagur: 2007-11-26 - Sendandi: Heyrnarhjálp - Skýring: (um 12. og 17. mál)[PDF]
Dagbókarnúmer 514 - Komudagur: 2007-11-28 - Sendandi: Skjárinn ehf. - Skýring: (um 12. og 17. mál)[PDF]

Þingmál A16 (samkeppnisstaða fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 195 - Komudagur: 2007-11-15 - Sendandi: Rannsóknastofan í Mjódd ehf.[PDF]

Þingmál A31 (brottfall laga um búnaðargjald)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-31 14:04:56 - [HTML]

Þingmál A53 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1887 - Komudagur: 2008-03-27 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A58 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-17 12:59:00 [HTML]
Þingræður:
89. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-10 12:35:09 - [HTML]

Þingmál A63 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-16 13:05:00 [HTML]

Þingmál A65 (notkun raflagna og raffanga á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-10-09 17:37:34 - [HTML]
5. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-09 18:01:23 - [HTML]

Þingmál A86 (uppbygging fjarskipta og háhraðanetstenginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 86 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2007-10-04 18:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 151 (svar) útbýtt þann 2007-10-30 13:02:00 [HTML]

Þingmál A88 (siglingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-09 14:21:00 [HTML]

Þingmál A103 (fjáraukalög 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-09 17:06:00 [HTML]
Þingræður:
8. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2007-10-11 14:36:33 - [HTML]
8. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2007-10-11 15:04:39 - [HTML]

Þingmál A114 (kostnaður við Kárahnjúkavirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 751 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2008-03-06 16:49:00 [HTML]

Þingmál A130 (tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 336 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-11-28 20:46:00 [HTML]
Þingræður:
36. þingfundur - Birgir Ármannsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-04 14:31:32 - [HTML]
41. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-12-11 19:39:31 - [HTML]

Þingmál A131 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-17 14:37:00 [HTML]
Þingræður:
18. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-05 16:49:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 615 - Komudagur: 2007-12-03 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 774 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A142 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 328 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A145 (starfsemi Íslandspósts hf.)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-12-05 20:00:18 - [HTML]

Þingmál A147 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Atli Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-29 15:32:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3013 - Komudagur: 2008-04-07 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A148 (fjáraukalög 2007)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2008-02-07 15:02:29 - [HTML]

Þingmál A155 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2482 - Komudagur: 2008-05-02 - Sendandi: Skrifstofa Alþingis - Skýring: (álitsgerð)[PDF]

Þingmál A156 (eignir Ratsjárstofnunar)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-11-14 15:38:59 - [HTML]

Þingmál A170 (yfirtaka ríkisins á Speli ehf. og niðurfelling veggjalds um Hvalfjarðargöng)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-02-07 18:17:37 - [HTML]

Þingmál A184 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-05 16:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 988 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-15 09:42:00 [HTML]

Þingmál A191 (samræmd neyðarsvörun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 989 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2008-05-15 09:43:00 [HTML]
Þingræður:
105. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-21 14:39:57 - [HTML]
105. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-05-21 15:26:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 792 - Komudagur: 2007-12-05 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn[PDF]

Þingmál A195 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-12-11 14:33:06 - [HTML]

Þingmál A196 (sértryggð skuldabréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-08 16:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 718 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-03-03 14:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 744 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-03-04 16:21:00 [HTML]

Þingmál A203 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 645 - Komudagur: 2007-12-03 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A206 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 416 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-12-07 12:46:00 [HTML]

Þingmál A229 (tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 695 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A231 (olíugjald og kílómetragjald)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-19 16:08:39 - [HTML]
27. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-19 16:12:13 - [HTML]

Þingmál A233 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 16:22:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1185 - Komudagur: 2008-01-24 - Sendandi: Héraðsdómur Reykjavíkur[PDF]

Þingmál A245 (mannvirki á Straumnesfjalli og Darra)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-05 15:15:27 - [HTML]

Þingmál A271 (upprunaábyrgð á raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-27 13:10:00 [HTML]
Þingræður:
41. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-11 21:25:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1042 - Komudagur: 2008-01-16 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (um upprunaábyrgðir)[PDF]

Þingmál A272 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-21 17:42:18 - [HTML]
50. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-21 17:46:31 - [HTML]
50. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - Ræða hófst: 2008-01-21 18:23:19 - [HTML]
50. þingfundur - Jón Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-21 19:26:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1426 - Komudagur: 2008-02-15 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A273 (heimkvaðning friðargæsluliða frá Afganistan)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2545 - Komudagur: 2008-05-06 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]

Þingmál A285 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-27 18:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1007 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-15 18:02:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1202 - Komudagur: 2008-01-24 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1607 - Komudagur: 2008-02-28 - Sendandi: Amnesty International á Íslandi - Skýring: (um 285.-288. mál)[PDF]

Þingmál A286 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1141 - Komudagur: 2008-01-23 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A287 (leikskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1011 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-15 18:02:00 [HTML]
Þingræður:
106. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-05-22 15:38:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1318 - Komudagur: 2008-02-04 - Sendandi: Mosfellsbær[PDF]

Þingmál A290 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-12-04 21:21:50 - [HTML]

Þingmál A303 (aukið öryggi við framkvæmdir hins opinbera)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1740 - Komudagur: 2008-03-10 - Sendandi: Vinnueftirlitið[PDF]

Þingmál A311 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 405 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-12-06 19:17:00 [HTML]
Þingræður:
68. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-25 18:07:27 - [HTML]

Þingmál A312 (efling íslenska geitfjárstofnsins)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-01-29 15:23:00 - [HTML]

Þingmál A317 (siðareglur opinberra starfsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1613 - Komudagur: 2008-02-28 - Sendandi: Jafnréttisstofa[PDF]

Þingmál A325 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-04-01 15:51:26 - [HTML]
102. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-05-08 15:26:46 - [HTML]
102. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-08 20:31:51 - [HTML]

Þingmál A331 (varnarmálalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-01-15 15:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 890 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-04-15 12:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 907 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-04-16 16:15:00 [HTML]
Þingræður:
49. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-17 11:53:26 - [HTML]
49. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-01-17 12:42:09 - [HTML]
49. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2008-01-17 13:30:30 - [HTML]
49. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2008-01-17 14:38:38 - [HTML]
49. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2008-01-17 14:57:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1501 - Komudagur: 2008-02-21 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]
Dagbókarnúmer 1560 - Komudagur: 2008-02-26 - Sendandi: Flugmálastjórn[PDF]
Dagbókarnúmer 1561 - Komudagur: 2008-02-26 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn[PDF]

Þingmál A337 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1563 - Komudagur: 2008-02-26 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2874 - Komudagur: 2008-05-20 - Sendandi: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið - Skýring: (breyt.till.)[PDF]

Þingmál A338 (atvinnuréttindi útlendinga o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1389 - Komudagur: 2008-02-12 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A339 (breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 575 (þáltill.) útbýtt þann 2008-01-22 15:21:00 [HTML]
Þingræður:
96. þingfundur - Jón Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-29 14:36:26 - [HTML]
96. þingfundur - Karl V. Matthíasson - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-29 15:18:15 - [HTML]
96. þingfundur - Jón Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-29 15:19:20 - [HTML]
96. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-04-29 15:42:18 - [HTML]
96. þingfundur - Jón Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-29 16:07:24 - [HTML]
96. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-29 17:12:39 - [HTML]
96. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-04-29 17:48:25 - [HTML]

Þingmál A341 (skuldbindingar íslenskra sveitarfélaga í EES-samningnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 875 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2008-04-09 11:34:00 [HTML]

Þingmál A346 (endurskoðun lagaákvæða um sóknargjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 582 (þáltill.) útbýtt þann 2008-01-29 13:13:00 [HTML]

Þingmál A348 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2011 - Komudagur: 2008-04-03 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2012 - Komudagur: 2008-04-03 - Sendandi: Alþjóðahús[PDF]
Dagbókarnúmer 2042 - Komudagur: 2008-04-07 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]

Þingmál A350 (Ísland á innri markaði Evrópu)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2008-01-31 15:53:36 - [HTML]

Þingmál A372 (frístundabyggð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1616 - Komudagur: 2008-02-28 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A375 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2199 - Komudagur: 2008-04-14 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A376 (brunavarnir)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-02-12 18:41:35 - [HTML]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 629 (frumvarp) útbýtt þann 2008-02-11 13:22:00 [HTML]

Þingmál A386 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (frumvarp) útbýtt þann 2008-02-11 16:15:00 [HTML]
Þingræður:
102. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-05-08 18:42:58 - [HTML]
103. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-05-15 20:57:55 - [HTML]

Þingmál A387 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2319 - Komudagur: 2008-04-20 - Sendandi: Andrea Ingimundardóttir[PDF]

Þingmál A399 (landupplýsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 736 (svar) útbýtt þann 2008-03-03 16:04:00 [HTML]

Þingmál A420 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 673 (frumvarp) útbýtt þann 2008-02-21 15:08:00 [HTML]

Þingmál A429 (starfsemi Breiðavíkurheimilisins 1952--1979)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 683 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-02-25 14:08:00 [HTML]

Þingmál A432 (breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-26 13:07:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1062 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-22 13:25:00 [HTML]
Þingræður:
108. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-26 10:10:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1940 - Komudagur: 2008-03-31 - Sendandi: Samorka, samtök raf-, hita- og vatnsveitna[PDF]
Dagbókarnúmer 1963 - Komudagur: 2008-04-01 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (álitsgerð, minnisblað o.fl.)[PDF]

Þingmál A442 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 705 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-26 17:05:00 [HTML]
Þingræður:
76. þingfundur - Guðfinna S. Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2008-03-06 17:02:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2008-04-15 - Sendandi: Félag ráðgjafarverkfræðinga[PDF]
Dagbókarnúmer 2462 - Komudagur: 2008-05-02 - Sendandi: Þróunarsamvinnustofnun Íslands[PDF]

Þingmál A447 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 710 (frumvarp) útbýtt þann 2008-02-28 13:17:00 [HTML]

Þingmál A452 (Norræna ráðherranefndin 2007)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-03-06 13:48:03 - [HTML]

Þingmál A463 (brottfall laga um læknaráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 737 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-03-04 13:40:00 [HTML]
Þingræður:
80. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-13 15:22:12 - [HTML]

Þingmál A471 (stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 750 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-03-06 09:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1100 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-23 22:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1251 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1279 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-30 00:59:00 [HTML]
Þingræður:
80. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-13 16:02:10 - [HTML]
80. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2008-03-13 16:51:41 - [HTML]
113. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 15:09:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2066 - Komudagur: 2008-04-09 - Sendandi: Félag íslenskra flugumferðarstjóra[PDF]
Dagbókarnúmer 2326 - Komudagur: 2008-04-22 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A486 (ráðstafanir í efnahagsmálum)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-03 12:16:12 - [HTML]
84. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2008-04-03 14:48:40 - [HTML]

Þingmál A498 (breyting á samningi um takmörkun ábyrgðar á sjóréttarkröfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1064 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-22 13:25:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2905 - Komudagur: 2008-05-21 - Sendandi: Samgönguráðuneytið[PDF]

Þingmál A500 (lokafjárlög 2006)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2008-05-28 16:19:40 - [HTML]

Þingmál A520 (Landeyjahöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-01 13:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1271 (lög í heild) útbýtt þann 2008-05-29 22:23:00 [HTML]
Þingræður:
112. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-05-28 23:12:51 - [HTML]

Þingmál A522 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2600 - Komudagur: 2008-05-08 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 2685 - Komudagur: 2008-05-14 - Sendandi: Skipti hf. (Síminn hf. og Míla ehf.)[PDF]
Dagbókarnúmer 2750 - Komudagur: 2008-05-09 - Sendandi: Og fjarskipti ehf. (Vodafone)[PDF]

Þingmál A523 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2615 - Komudagur: 2008-05-09 - Sendandi: Og fjarskipti ehf.[PDF]

Þingmál A524 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 825 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-01 15:17:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2590 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2591 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda[PDF]
Dagbókarnúmer 3149 - Komudagur: 2008-09-11 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]

Þingmál A539 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 840 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-07 14:40:00 [HTML]

Þingmál A543 (fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkja og Kanada)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-08 18:08:27 - [HTML]

Þingmál A545 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-04-17 20:48:07 - [HTML]

Þingmál A553 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 854 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 14:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1117 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2008-05-26 18:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1202 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-28 22:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1260 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1284 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-30 01:02:00 [HTML]
Þingræður:
90. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-15 18:03:59 - [HTML]
90. þingfundur - Björn Valur Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-15 18:16:49 - [HTML]
90. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-15 19:03:58 - [HTML]
113. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 19:32:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2407 - Komudagur: 2008-04-28 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 2512 - Komudagur: 2008-05-05 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 2625 - Komudagur: 2008-05-09 - Sendandi: Norðurorka[PDF]
Dagbókarnúmer 2666 - Komudagur: 2008-05-13 - Sendandi: Skipulagsstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 2667 - Komudagur: 2008-05-13 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Vestfjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 2939 - Komudagur: 2008-05-23 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A558 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 49/2007, um breytingu á IV. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2551 - Komudagur: 2008-05-06 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]

Þingmál A561 (skaðabætur til fjölskyldna fórnarlamba í sprengjuárás gegn íslenskum friðargæsluliðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 867 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2008-04-03 12:44:00 [HTML]
Þingræður:
91. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-16 14:05:53 - [HTML]
91. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-04-16 14:08:38 - [HTML]

Þingmál A613 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2944 - Komudagur: 2008-05-23 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A616 (kostnaður við Kárahnjúkavirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1244 (svar) útbýtt þann 2008-05-29 16:24:00 [HTML]

Þingmál A640 (heimild ríkissjóðs Íslands til sérstakrar lántöku á árinu 2008)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-05-27 10:39:21 - [HTML]
113. þingfundur - Jón Bjarnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 12:48:39 - [HTML]

Þingmál A649 (framkvæmd fjarskiptaáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1218 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-05-29 16:24:00 [HTML]

Þingmál A655 (skuld ríkisins við verktakafyrirtækið Impregilo)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-09-10 15:19:56 - [HTML]

Þingmál B28 (einkavæðing orkufyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-10-09 13:35:45 - [HTML]

Þingmál B55 ()[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2007-10-18 10:54:49 - [HTML]

Þingmál B92 ()[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-08 11:25:21 - [HTML]

Þingmál B153 ()[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-03 15:04:02 - [HTML]

Þingmál B171 ()[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2007-12-06 11:51:46 - [HTML]

Þingmál B172 ()[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2007-12-06 10:54:57 - [HTML]

Þingmál B186 (yfirtaka vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-12-10 16:01:40 - [HTML]

Þingmál B269 (framboð Íslands til öryggisráðsins)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-21 15:29:55 - [HTML]
50. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-01-21 15:47:08 - [HTML]

Þingmál B274 (álit mannréttindanefndar SÞ um íslenska fiskveiðistjórnarkerfið)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-22 14:08:19 - [HTML]

Þingmál B358 (kynning á stöðu þjóðarbúsins)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2008-02-11 15:11:02 - [HTML]

Þingmál B415 ()[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2008-02-27 13:40:55 - [HTML]
70. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2008-02-27 13:52:00 - [HTML]

Þingmál B456 (staða efnahags-, atvinnu- og kjaramála)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-04 14:26:39 - [HTML]
74. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2008-03-04 14:47:10 - [HTML]

Þingmál B495 (ástandið í efnahagsmálum)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2008-03-31 16:55:07 - [HTML]

Þingmál B534 (rannsóknir og stofnstærðarmat Hafrannsóknastofnunarinnar)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2008-04-03 13:56:05 - [HTML]

Þingmál B812 (viðbrögð ríkisstjórnarinnar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 16:06:27 - [HTML]
113. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 16:11:37 - [HTML]
113. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-05-29 16:16:49 - [HTML]

Þingmál B825 ()[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-09-02 17:35:49 - [HTML]

Þingmál B863 ()[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - Ræða hófst: 2008-09-11 10:32:44 - [HTML]

Þingmál B879 (niðurskurður póstþjónustu á landsbyggðinni)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-09-12 10:55:12 - [HTML]

Löggjafarþing 136

Þingmál A1 (fjárlög 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 349 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-12-15 10:21:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - andsvar - Ræða hófst: 2008-10-03 11:18:32 - [HTML]
3. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-10-03 11:25:11 - [HTML]
58. þingfundur - Jón Bjarnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-15 11:44:13 - [HTML]
58. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-15 12:47:40 - [HTML]
58. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2008-12-15 15:01:15 - [HTML]
58. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2008-12-15 15:26:57 - [HTML]
58. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-15 16:49:59 - [HTML]
58. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2008-12-15 22:56:39 - [HTML]
66. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2008-12-22 11:47:49 - [HTML]
66. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-22 12:04:32 - [HTML]
66. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2008-12-22 12:11:17 - [HTML]
66. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-12-22 14:26:36 - [HTML]
68. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2008-12-22 19:29:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 260 - Komudagur: 2008-11-24 - Sendandi: Samband íslenskra myndlistarmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 318 - Komudagur: 2008-12-03 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið - Skýring: (lagt fram á fundi viðskn.)[PDF]

Þingmál A5 (samvinnu- og efnahagsráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Guðni Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-14 14:32:46 - [HTML]

Þingmál A6 (breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-03 14:18:00 [HTML]
Þingræður:
12. þingfundur - Jón Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-14 15:17:13 - [HTML]
12. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-10-14 16:43:03 - [HTML]

Þingmál A7 (sóknargjöld)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ásta Möller - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-28 14:26:57 - [HTML]

Þingmál A11 (aukinn þorskafli á fiskveiðiárinu 2008--2009)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-09 13:31:15 - [HTML]

Þingmál A15 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-03 16:16:00 [HTML]
Þingræður:
84. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-19 17:17:18 - [HTML]

Þingmál A21 (rannsóknarnefnd til að gera úttekt á fiskveiðiheimildum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-13 16:09:13 - [HTML]

Þingmál A25 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Bjarni Harðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-13 15:47:13 - [HTML]

Þingmál A32 (samkeppnisstaða fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML]

Þingmál A33 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-14 14:05:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 890 - Komudagur: 2009-02-19 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1525 - Komudagur: 2009-04-06 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A47 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-16 13:28:00 [HTML]

Þingmál A48 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1088 - Komudagur: 2009-03-06 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A54 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML]

Þingmál A63 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-02-09 17:26:01 - [HTML]

Þingmál A80 (heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 16:26:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 38 - Komudagur: 2008-10-30 - Sendandi: Ritari viðskiptanefndar[PDF]
Dagbókarnúmer 467 - Komudagur: 2008-12-15 - Sendandi: Rekstrarfélag Kaupþingsbanka hf. - Skýring: (svar við bréfi viðskn. db.148)[PDF]

Þingmál A98 (innköllun íslenskra aflaheimilda)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-02 16:54:42 - [HTML]

Þingmál A99 (loftrýmisgæsla Breta á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 106 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-28 13:06:00 [HTML]

Þingmál A100 (listaverk í eigu Landsbanka Íslands, Kaupþings og Glitnis)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-19 18:09:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1171 - Komudagur: 2009-03-10 - Sendandi: Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur[PDF]

Þingmál A102 (eignarhald og varðveisla listaverka ríkisbankanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-28 13:06:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1173 - Komudagur: 2009-03-10 - Sendandi: Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur[PDF]

Þingmál A109 (kæra bankanna á hendur Íbúðalánasjóði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 117 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2008-10-28 16:28:00 [HTML]
Þingræður:
24. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-12 14:07:11 - [HTML]

Þingmál A112 (tilboð Breta um að færa reikninga Icesave yfir í breska lögsögu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2008-10-31 14:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 270 (svar) útbýtt þann 2008-12-05 16:06:00 [HTML]

Þingmál A119 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-11-11 14:37:52 - [HTML]

Þingmál A127 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 138 (frumvarp) útbýtt þann 2008-11-10 14:34:00 [HTML]

Þingmál A128 (tímabundnar ráðstafanir í þágu einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 141 (frumvarp) útbýtt þann 2008-11-10 16:46:00 [HTML]
Þingræður:
80. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-12 12:07:37 - [HTML]

Þingmál A146 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 163 (frumvarp) útbýtt þann 2008-11-17 15:17:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1505 - Komudagur: 2009-03-31 - Sendandi: Bjarni Már Magnússon aðjúnkt við HA[PDF]
Dagbókarnúmer 1506 - Komudagur: 2009-03-31 - Sendandi: Varnarmálastofnun[PDF]

Þingmál A152 (kolvetnisstarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 176 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-11-13 15:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 434 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-12-23 10:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 452 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-12-20 17:33:00 [HTML]
Þingræður:
33. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-21 15:36:01 - [HTML]
33. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-11-21 16:03:44 - [HTML]
33. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2008-11-21 16:12:54 - [HTML]
63. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2008-12-20 00:34:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 369 - Komudagur: 2008-12-05 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið[PDF]

Þingmál A159 (greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-11-17 17:54:13 - [HTML]

Þingmál A161 (fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 265 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2008-12-05 10:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 266 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-12-05 10:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 267 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-12-05 10:38:00 [HTML]
Þingræður:
32. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-11-20 15:07:13 - [HTML]
32. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2008-11-20 16:14:59 - [HTML]
32. þingfundur - Ármann Kr. Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-11-20 18:10:32 - [HTML]
44. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-05 11:03:48 - [HTML]
44. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-05 11:31:32 - [HTML]
44. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-05 12:16:07 - [HTML]
44. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2008-12-05 14:38:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 262 - Komudagur: 2008-11-27 - Sendandi: Viðskiptanefnd Alþingis[PDF]
Dagbókarnúmer 306 - Komudagur: 2008-12-04 - Sendandi: Efnahags- og skattanefnd, 1. minni hl.[PDF]

Þingmál A169 (niðurfelling laga um kísilgúrverksmiðju við Mývatn og ráðstöfun eigna Kísilgúrsjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-11-20 09:54:00 [HTML]
Þingræður:
35. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-25 15:40:24 - [HTML]

Þingmál A170 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-04-16 15:35:52 - [HTML]

Þingmál A173 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2008-11-24 13:52:31 - [HTML]

Þingmál A176 (heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (frumvarp) útbýtt þann 2008-11-24 12:55:00 [HTML]

Þingmál A177 (samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 219 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-11-25 15:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 260 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2008-12-05 10:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 263 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-12-05 10:38:00 [HTML]
Þingræður:
37. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-27 15:45:43 - [HTML]
37. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-11-27 16:07:54 - [HTML]
44. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-05 15:50:23 - [HTML]
44. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-05 16:31:47 - [HTML]
44. þingfundur - Jón Magnússon (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-05 17:08:34 - [HTML]
44. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-12-05 17:26:45 - [HTML]
44. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-12-05 18:01:31 - [HTML]
44. þingfundur - Guðfinna S. Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2008-12-05 18:28:36 - [HTML]
44. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2008-12-05 18:57:12 - [HTML]
44. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-05 19:08:32 - [HTML]
44. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-12-05 19:22:00 - [HTML]

Þingmál A178 (breytt skipan gjaldmiðilsmála)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-02-16 17:25:19 - [HTML]

Þingmál A180 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (frumvarp) útbýtt þann 2008-11-26 18:21:00 [HTML]
Þingræður:
37. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-11-27 11:25:42 - [HTML]
37. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-11-27 15:22:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 371 - Komudagur: 2008-12-09 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A189 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-11-28 03:18:51 - [HTML]
39. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2008-11-28 03:37:26 - [HTML]

Þingmál A196 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-03 16:29:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2009-01-13 - Sendandi: Icelandair[PDF]
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2009-01-13 - Sendandi: Landhelgisgæsla Íslands[PDF]

Þingmál A198 (íslensk málstefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-12-05 16:23:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 917 - Komudagur: 2009-02-23 - Sendandi: Orðanefnd rafmagnsverkfr., Bergur Jónsson form.[PDF]

Þingmál A208 (skattlagning kolvetnisvinnslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-09 13:06:00 [HTML]
Þingskjal nr. 458 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2008-12-22 13:25:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 480 - Komudagur: 2008-12-15 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]
Dagbókarnúmer 574 - Komudagur: 2008-12-15 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi es.)[PDF]
Dagbókarnúmer 618 - Komudagur: 2008-12-20 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A214 (staða bankamála og Icesave-ábyrgðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 289 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2008-12-09 13:06:00 [HTML]
Þingskjal nr. 504 (svar) útbýtt þann 2009-02-04 12:40:00 [HTML]

Þingmál A215 (Icesave-ábyrgðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2008-12-09 13:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 460 (svar) útbýtt þann 2008-12-22 11:09:00 [HTML]

Þingmál A218 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-10 13:07:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 563 - Komudagur: 2008-12-16 - Sendandi: Árvakur hf., Lex lögmannsstofa[PDF]

Þingmál A237 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2008-12-18 16:52:47 - [HTML]

Þingmál A239 (fjáraukalög 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-15 10:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 408 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-12-19 10:59:00 [HTML]

Þingmál A243 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2008-12-16 16:42:53 - [HTML]
59. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-12-16 17:36:52 - [HTML]
63. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-12-19 16:23:10 - [HTML]
63. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-19 16:42:45 - [HTML]
63. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-12-19 17:02:24 - [HTML]

Þingmál A246 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-16 17:43:00 [HTML]

Þingmál A248 (fjárhagsleg fyrirgreiðsla úr ríkissjóði til málshöfðunar fyrir erlendum dómstólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (frumvarp) útbýtt þann 2008-12-16 17:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 456 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-12-20 17:34:00 [HTML]
Þingræður:
62. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2008-12-18 21:08:03 - [HTML]
62. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2008-12-18 21:11:41 - [HTML]
65. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-12-20 17:16:23 - [HTML]
65. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2008-12-20 17:19:59 - [HTML]
65. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-12-20 17:23:05 - [HTML]

Þingmál A258 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-19 13:55:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1066 - Komudagur: 2009-03-06 - Sendandi: Sigurður Sigurðarson dýralæknir[PDF]
Dagbókarnúmer 1218 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Félag kjúkl.bænda, Svínaræktarfélag Íslands og Landssb. sláturleyf[PDF]
Dagbókarnúmer 1219 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]

Þingmál A280 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 566 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-02-19 18:17:00 [HTML]
Þingræður:
76. þingfundur - Ólöf Nordal - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-06 16:17:46 - [HTML]
85. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-20 10:51:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 846 - Komudagur: 2009-02-12 - Sendandi: Jón Gunnar Jónsson[PDF]

Þingmál A292 (skoðun á Icesave-ábyrgðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 584 (svar) útbýtt þann 2009-02-26 10:57:00 [HTML]

Þingmál A320 (tillögur nefndar um endurreisn bankakerfisins)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-03-04 14:57:27 - [HTML]

Þingmál A321 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 993 - Komudagur: 2009-03-02 - Sendandi: Eyjólfur Lárusson - Skýring: (lagt fram á fundi)[PDF]

Þingmál A322 (aðför o.fl.)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-19 15:14:30 - [HTML]

Þingmál A361 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2007, um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-03 16:13:57 - [HTML]

Þingmál A366 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 922 (frhnál. með brtt.) útbýtt þann 2009-04-07 12:36:00 [HTML]
Þingræður:
117. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-03-30 19:48:29 - [HTML]
132. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-15 14:26:55 - [HTML]
132. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-04-15 14:32:32 - [HTML]
132. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-04-15 15:05:29 - [HTML]

Þingmál A370 (hagsmunir Íslands í loftslagsmálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1452 - Komudagur: 2009-03-24 - Sendandi: Háskóli Íslands, Raunvísindadeild[PDF]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 648 (frumvarp) útbýtt þann 2009-03-04 19:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 892 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2009-04-02 10:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 949 (breytingartillaga) útbýtt þann 2009-04-16 17:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 951 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-04-16 18:34:00 [HTML]
Þingræður:
96. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-06 15:26:34 - [HTML]
98. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 2009-03-10 16:02:46 - [HTML]
124. þingfundur - Björn Bjarnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-04-02 15:09:58 - [HTML]
124. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-04-02 17:38:56 - [HTML]
124. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-04-02 18:44:15 - [HTML]
124. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-02 19:26:59 - [HTML]
125. þingfundur - Björn Bjarnason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-04-03 17:33:33 - [HTML]
125. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-04-03 22:10:55 - [HTML]
127. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-04-06 18:57:51 - [HTML]
127. þingfundur - Jón Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-07 01:34:38 - [HTML]
127. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-07 01:36:47 - [HTML]
134. þingfundur - Björn Bjarnason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-04-17 13:03:06 - [HTML]
134. þingfundur - Sturla Böðvarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-17 14:02:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2009-03-18 - Sendandi: Davíð Þorláksson lögfræðingur - Skýring: (umsögn og ritgerð)[PDF]
Dagbókarnúmer 1363 - Komudagur: 2009-03-19 - Sendandi: Ritari sérnefndar - Skýring: (blaðagrein)[PDF]
Dagbókarnúmer 1364 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Davíð Þór Björgvinsson prófessor[PDF]
Dagbókarnúmer 1392 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]

Þingmál A394 (heimild til samninga um álver í Helguvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 664 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-05 16:25:00 [HTML]
Þingræður:
100. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-11 18:54:28 - [HTML]
100. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-11 20:15:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1433 - Komudagur: 2009-03-24 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A397 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Herdís Þórðardóttir - Ræða hófst: 2009-03-24 20:45:01 - [HTML]

Þingmál A407 (endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-30 20:42:01 - [HTML]
123. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2009-04-01 19:00:36 - [HTML]

Þingmál A411 (endurskipulagning þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 911 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-04-04 12:08:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1295 - Komudagur: 2009-03-18 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1307 - Komudagur: 2009-03-19 - Sendandi: Jón G. Jónsson - Skýring: (um eignaumsýslufélagið)[PDF]

Þingmál A418 (Alþjóðaþingmannasambandið 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 711 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-13 13:51:00 [HTML]

Þingmál A419 (aðgerðir til að bregðast við fjárhagsvanda íslenskra heimila og atvinnulífs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1475 - Komudagur: 2009-03-25 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A426 (upplýsingaskylda fyrirtækja, félaga og stofnana í eigu íslenska ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 719 (frumvarp) útbýtt þann 2009-03-16 14:13:00 [HTML]

Þingmál A428 (norðurskautsmál 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 724 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-16 14:58:00 [HTML]

Þingmál A436 (Fríverslunarsamtök Evrópu 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-17 13:17:00 [HTML]

Þingmál A447 (erlent eignarhald á íslenskum fyrirtækjum)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-01 14:18:04 - [HTML]

Þingmál A452 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-25 20:06:00 [HTML]

Þingmál A459 (ráðgjafarstofa fyrirtækja í greiðsluörðugleikum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 842 (þáltill.) útbýtt þann 2009-03-30 17:26:00 [HTML]

Þingmál A460 (staða Icesave-samningaviðræðna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 958 (svar) útbýtt þann 2009-04-17 16:30:00 [HTML]

Þingmál A472 (framtíð Keflavíkurflugvallar og slökkvilið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 941 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2009-04-16 14:08:00 [HTML]

Þingmál B11 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2008-10-02 21:55:10 - [HTML]

Þingmál B16 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-03 10:35:04 - [HTML]

Þingmál B67 ()[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-10-14 13:39:09 - [HTML]
12. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-10-14 13:41:21 - [HTML]

Þingmál B74 ()[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2008-10-15 13:34:23 - [HTML]
13. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-10-15 14:20:28 - [HTML]
13. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-10-15 14:35:47 - [HTML]
13. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-10-15 16:03:41 - [HTML]

Þingmál B93 (virkjunarframkvæmdir)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2008-10-28 13:55:58 - [HTML]

Þingmál B107 ()[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2008-10-30 10:35:48 - [HTML]
17. þingfundur - Bjarni Harðarson - andsvar - Ræða hófst: 2008-10-30 13:49:50 - [HTML]
17. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-10-30 14:33:06 - [HTML]
17. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-10-30 15:11:20 - [HTML]
17. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-10-30 16:45:34 - [HTML]
17. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2008-10-30 17:43:05 - [HTML]
17. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2008-10-30 17:53:30 - [HTML]

Þingmál B128 ()[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-04 13:35:54 - [HTML]

Þingmál B132 ()[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-11-05 13:48:00 - [HTML]

Þingmál B140 (ný bankaráð ríkisbankanna)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-11-06 10:49:41 - [HTML]

Þingmál B170 ()[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-11-12 13:31:47 - [HTML]

Þingmál B264 (efling gjaldeyrissjóðsins)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-26 14:00:18 - [HTML]
36. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2008-11-26 14:05:35 - [HTML]
36. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 2008-11-26 14:17:40 - [HTML]

Þingmál B326 (launamál í ríkisstofnunum)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2008-12-09 13:57:33 - [HTML]

Þingmál B367 ()[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-12-12 10:47:40 - [HTML]

Þingmál B485 ()[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2009-01-22 10:56:50 - [HTML]
70. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2009-01-22 12:03:26 - [HTML]
70. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2009-01-22 13:01:42 - [HTML]

Þingmál B508 ()[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-02-04 20:24:30 - [HTML]
74. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - Ræða hófst: 2009-02-04 21:56:17 - [HTML]

Þingmál B569 ()[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-02-11 13:57:00 - [HTML]

Þingmál B591 (dómur í máli formanns nefndar um málefni fatlaðra gegn ríkinu)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2009-02-16 15:17:11 - [HTML]

Þingmál B603 (ástæða Breta fyrir að beita hryðjuverkalögum á Ísland)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Helga Sigrún Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-02-17 14:37:39 - [HTML]

Þingmál B654 ()[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-02-25 13:47:10 - [HTML]

Þingmál B662 (Icesave-nefndin)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-02-26 10:38:08 - [HTML]

Þingmál B685 ()[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-03-03 13:57:59 - [HTML]

Þingmál B719 ()[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Gunnar Svavarsson - Ræða hófst: 2009-03-06 10:47:53 - [HTML]

Þingmál B733 (yfirtaka ríkisins á Straumi fjárfestingarbanka)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Gylfi Magnússon (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2009-03-09 15:59:40 - [HTML]

Þingmál B766 (Breiðavíkurmálið)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2009-03-12 10:48:57 - [HTML]

Þingmál B771 (hagsmunir Íslands vegna Icesave-ábyrgðanna)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Helga Sigrún Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-03-12 11:28:18 - [HTML]

Þingmál B801 (endurreisn bankakerfisins)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Gylfi Magnússon (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2009-03-16 15:43:49 - [HTML]

Þingmál B970 (framkvæmd fjárlaga og samskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn)[HTML]

Þingræður:
126. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-04-04 11:18:02 - [HTML]

Þingmál B1002 (skýrsla fjármálanefndar breska þingsins um áhrif aðgerða bresku stjórnarinnar á fall íslensku bankanna)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-04-07 15:30:24 - [HTML]

Löggjafarþing 137

Þingmál A1 (endurskipulagning rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 146 (breytingartillaga) útbýtt þann 2009-06-16 17:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 162 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-06-22 17:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 261 (lög í heild) útbýtt þann 2009-07-10 11:51:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1 - Komudagur: 2009-05-22 - Sendandi: Jón G. Jónsson - Skýring: (kynning og athugasemdir)[PDF]

Þingmál A33 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 28 - Komudagur: 2009-05-28 - Sendandi: Skilanefnd Kaupþings banka hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 172 - Komudagur: 2009-06-08 - Sendandi: Skilanefnd Kaupþings banka hf. - Skýring: (afrit af tölvupósti)[PDF]

Þingmál A34 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 161 - Komudagur: 2009-06-11 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A37 (aðild starfsmanna við samruna félaga með takmarkaðri ábyrgð yfir landamæri)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-06-09 14:19:56 - [HTML]

Þingmál A38 (aðildarumsókn að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 249 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-07-09 17:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 255 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-07-10 10:53:00 [HTML]
Þingræður:
38. þingfundur - Bjarni Benediktsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-10 13:44:44 - [HTML]
43. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-07-14 15:10:37 - [HTML]
43. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-14 15:47:29 - [HTML]
43. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-14 16:32:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 132 - Komudagur: 2009-06-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 141 - Komudagur: 2009-06-10 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 150 - Komudagur: 2009-06-10 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 214 - Komudagur: 2009-06-16 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A41 (íslenska undanþáguákvæðið)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-06-16 14:59:51 - [HTML]

Þingmál A49 (afskriftir af höfuðstóli lána íslenskra heimila og rekstrarfyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-04 13:48:54 - [HTML]
14. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-04 14:04:14 - [HTML]
14. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-04 14:33:02 - [HTML]
14. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-04 14:37:15 - [HTML]
14. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-04 15:15:50 - [HTML]
14. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-04 15:18:10 - [HTML]
14. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-04 15:44:36 - [HTML]

Þingmál A53 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 329 - Komudagur: 2009-06-22 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: (tilskipun um endurtryggingar)[PDF]

Þingmál A54 (undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-29 14:15:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 195 - Komudagur: 2009-06-16 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A56 (olíugjald og kílómetragjald og gjald af áfengi og tóbaki o.fl.)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2009-05-28 18:58:02 - [HTML]

Þingmál A85 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 276 - Komudagur: 2009-06-19 - Sendandi: Sparisjóður Höfðhverfinga[PDF]

Þingmál A88 (nauðsynlegar aðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (þáltill.) útbýtt þann 2009-06-08 18:05:00 [HTML]

Þingmál A89 (breyting á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-11 10:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 323 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-08-17 15:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 326 (breytingartillaga) útbýtt þann 2009-08-17 14:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 362 (lög í heild) útbýtt þann 2009-08-28 11:32:00 [HTML]
Þingræður:
22. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-06-18 15:33:08 - [HTML]
53. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-17 15:52:14 - [HTML]

Þingmál A112 (hvalir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 529 - Komudagur: 2009-07-06 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða, Ómar Antonsson[PDF]
Dagbókarnúmer 603 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Hvalur hf.[PDF]

Þingmál A113 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-16 16:29:00 [HTML]

Þingmál A114 (kjararáð o.fl.)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-06-18 19:43:25 - [HTML]
46. þingfundur - Helgi Hjörvar (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-23 17:37:17 - [HTML]
46. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-07-23 18:45:47 - [HTML]

Þingmál A116 (ráðgjafarstofa fyrirtækja í greiðsluörðugleikum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (þáltill.) útbýtt þann 2009-06-18 12:36:00 [HTML]
Þingræður:
24. þingfundur - Eygló Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-22 18:28:32 - [HTML]

Þingmál A118 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-18 18:52:00 [HTML]
Þingræður:
23. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2009-06-19 13:32:32 - [HTML]
23. þingfundur - Ólöf Nordal - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-19 13:48:11 - [HTML]
23. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-06-19 15:30:04 - [HTML]
23. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-19 17:30:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 411 - Komudagur: 2009-06-25 - Sendandi: Deloitte hf., KPMG hf. og PricewaterhouseCoopers ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 415 - Komudagur: 2009-06-25 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna[PDF]

Þingmál A124 (Bankasýsla ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 166 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-19 17:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 245 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-07-08 20:55:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 478 - Komudagur: 2009-06-30 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 482 - Komudagur: 2009-06-30 - Sendandi: Jón Gunnar Jónsson[PDF]
Dagbókarnúmer 513 - Komudagur: 2009-07-03 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 609 - Komudagur: 2009-07-06 - Sendandi: Efnahags- og skattanefnd[PDF]

Þingmál A126 (skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2009-06-30 15:00:42 - [HTML]
30. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2009-06-30 16:54:40 - [HTML]

Þingmál A131 (vátryggingafélög)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-12 15:40:30 - [HTML]

Þingmál A132 (þjóðaratkvæðagreiðsla um ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsbankans vegna Icesave-reikninganna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 185 (þáltill.) útbýtt þann 2009-06-26 17:33:00 [HTML]

Þingmál A133 (heimild ríkissjóðs Íslands til viðbótarlántöku á árinu 2009)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-29 16:32:36 - [HTML]
29. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-29 16:41:55 - [HTML]
29. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-29 16:43:12 - [HTML]
29. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-06-29 16:46:42 - [HTML]
29. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-29 17:03:42 - [HTML]
29. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2009-06-29 17:08:13 - [HTML]
29. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-06-29 18:02:07 - [HTML]
29. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-06-29 18:12:11 - [HTML]

Þingmál A136 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-30 16:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 335 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-19 16:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 336 (breytingartillaga) útbýtt þann 2009-08-19 16:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 337 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-20 08:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 338 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-20 08:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 346 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-08-26 15:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 348 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-08-26 14:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 350 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-08-27 10:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 351 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-08-27 10:19:00 [HTML]
Þingskjal nr. 352 (breytingartillaga) útbýtt þann 2009-08-27 10:19:00 [HTML]
Þingskjal nr. 358 (lög í heild) útbýtt þann 2009-08-28 11:09:00 [HTML]
Þingræður:
33. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-02 11:31:20 - [HTML]
33. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-07-02 12:21:19 - [HTML]
33. þingfundur - Gylfi Magnússon (viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 14:27:56 - [HTML]
33. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 15:02:22 - [HTML]
33. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 16:35:20 - [HTML]
33. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 17:53:43 - [HTML]
33. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 17:58:16 - [HTML]
33. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-07-02 19:32:24 - [HTML]
33. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-07-02 19:44:51 - [HTML]
33. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 20:07:44 - [HTML]
33. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 20:40:11 - [HTML]
33. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-07-02 20:45:11 - [HTML]
33. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 21:58:38 - [HTML]
34. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2009-07-03 12:25:34 - [HTML]
34. þingfundur - Ólöf Nordal - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-03 12:47:24 - [HTML]
34. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-07-03 12:49:26 - [HTML]
34. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-03 13:10:59 - [HTML]
55. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-20 09:06:01 - [HTML]
55. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-20 10:02:45 - [HTML]
55. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-08-20 14:20:04 - [HTML]
55. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 15:10:09 - [HTML]
55. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 15:17:24 - [HTML]
55. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-08-20 15:22:18 - [HTML]
55. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 15:58:12 - [HTML]
55. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 15:59:19 - [HTML]
55. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-08-20 17:07:18 - [HTML]
55. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 17:26:58 - [HTML]
55. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 17:29:18 - [HTML]
55. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-08-20 17:46:15 - [HTML]
55. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 18:06:35 - [HTML]
55. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 18:08:15 - [HTML]
55. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 18:09:18 - [HTML]
55. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 18:10:28 - [HTML]
55. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 18:18:19 - [HTML]
55. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2009-08-20 18:25:17 - [HTML]
55. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 18:40:27 - [HTML]
55. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 20:12:36 - [HTML]
55. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-08-20 21:18:07 - [HTML]
55. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 21:38:24 - [HTML]
55. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 21:40:40 - [HTML]
55. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 21:59:03 - [HTML]
56. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 11:02:35 - [HTML]
56. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 11:07:08 - [HTML]
56. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 11:45:49 - [HTML]
56. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 12:09:46 - [HTML]
56. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 12:11:58 - [HTML]
56. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 12:13:37 - [HTML]
56. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 12:18:43 - [HTML]
56. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 12:20:20 - [HTML]
56. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-08-21 14:32:21 - [HTML]
56. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2009-08-21 15:02:14 - [HTML]
56. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 16:03:14 - [HTML]
56. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-08-21 16:13:00 - [HTML]
56. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 16:46:24 - [HTML]
56. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 18:43:50 - [HTML]
56. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-08-21 21:49:17 - [HTML]
58. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-27 10:35:11 - [HTML]
58. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-27 11:05:26 - [HTML]
58. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-27 11:43:03 - [HTML]
58. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-27 11:48:48 - [HTML]
58. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-08-27 14:03:24 - [HTML]
58. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2009-08-27 15:02:17 - [HTML]
58. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-27 15:21:35 - [HTML]
58. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-08-27 15:23:52 - [HTML]
58. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-27 15:39:08 - [HTML]
58. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-27 16:10:25 - [HTML]
58. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-27 16:14:19 - [HTML]
58. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-27 16:46:01 - [HTML]
58. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-08-27 17:15:46 - [HTML]
58. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-08-27 17:34:42 - [HTML]
58. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-08-27 17:45:09 - [HTML]
59. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-08-28 09:02:13 - [HTML]
59. þingfundur - Bjarni Benediktsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-08-28 10:37:13 - [HTML]
59. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-08-28 10:39:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 601 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 605 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Elvira Mendez-Pinedo, niðurstöður lögfræðiálits[PDF]
Dagbókarnúmer 616 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Ríkisendurskoðun[PDF]
Dagbókarnúmer 618 - Komudagur: 2009-07-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30[PDF]
Dagbókarnúmer 619 - Komudagur: 2009-07-14 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - Skýring: Gögn frá Haraldi Líndal Haraldssyni[PDF]
Dagbókarnúmer 620 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Indefence-hópurinn[PDF]
Dagbókarnúmer 624 - Komudagur: 2009-07-15 - Sendandi: Gylfi Zoega[PDF]
Dagbókarnúmer 627 - Komudagur: 2009-07-16 - Sendandi: Jón Daníelsson og Kári Sigurðsson[PDF]
Dagbókarnúmer 628 - Komudagur: 2009-07-16 - Sendandi: Kári Sigurðsson[PDF]
Dagbókarnúmer 632 - Komudagur: 2009-07-18 - Sendandi: Jón Daníelsson[PDF]
Dagbókarnúmer 634 - Komudagur: 2009-06-11 - Sendandi: Samninganefnd Icesave (fjármálaráðuneytið)[PDF]
Dagbókarnúmer 638 - Komudagur: 2009-07-17 - Sendandi: Háskóli Íslands, Siðfræðistofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 639 - Komudagur: 2009-07-24 - Sendandi: Meiri hluti efnahags- og skattanefndar[PDF]
Dagbókarnúmer 640 - Komudagur: 2009-07-23 - Sendandi: Meiri hluti utanríkismálanefndar[PDF]
Dagbókarnúmer 643 - Komudagur: 2009-07-16 - Sendandi: Háskóli Íslands, Hagfræðistofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 649 - Komudagur: 2009-07-15 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 650 - Komudagur: 2009-07-25 - Sendandi: 1. minni hluti efnahags- og skattanefndar[PDF]
Dagbókarnúmer 651 - Komudagur: 2009-07-27 - Sendandi: 2. minni hluti efnahags- og skattanefndar[PDF]
Dagbókarnúmer 661 - Komudagur: 2009-07-20 - Sendandi: Minni hluti fjárlaganefndar - Skýring: (beiðni um úttekt Hagfr.stofn HÍ og um gestaboðun)[PDF]
Dagbókarnúmer 662 - Komudagur: 2009-07-20 - Sendandi: Formaður fjárlaganefndar - Skýring: (svar við bréfi minni hl. fln. frá 20.7.09)[PDF]
Dagbókarnúmer 673 - Komudagur: 2009-07-07 - Sendandi: Sigurður Hannesson (Indefence-hópurinn) - Skýring: (kynning)[PDF]
Dagbókarnúmer 681 - Komudagur: 2009-07-13 - Sendandi: Kristján Þór Júlíusson alþingismaður - Skýring: (spurn. KÞJ og svör Huga Þorsteinssonar)[PDF]
Dagbókarnúmer 684 - Komudagur: 2009-07-16 - Sendandi: Jón G. Jónsson og Helgi Áss Grétarsson - Skýring: (blaðagrein og glærur)[PDF]
Dagbókarnúmer 685 - Komudagur: 2009-07-29 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - Skýring: (samspil gr. 6.9. í lánasamn. og neyðarl.)[PDF]
Dagbókarnúmer 686 - Komudagur: 2009-07-27 - Sendandi: 2. minni hluti efnahags- og skattanefndar[PDF]
Dagbókarnúmer 687 - Komudagur: 2009-07-27 - Sendandi: 3. minni hluti efnahags- og skattanefndar[PDF]
Dagbókarnúmer 688 - Komudagur: 2009-07-30 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið o.fl. - Skýring: (um forgangsrétt)[PDF]
Dagbókarnúmer 726 - Komudagur: 2009-08-05 - Sendandi: 2. minni hluti utanríkismálanefndar[PDF]
Dagbókarnúmer 747 - Komudagur: 2009-08-21 - Sendandi: Þorsteinn Einarsson hrl. og Þórhallur H. Þorvaldsson hdl. - Skýring: (blaðagrein)[PDF]
Dagbókarnúmer 760 - Komudagur: 2009-07-31 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (minnisbl. o.fl. um forgangsrétt)[PDF]

Þingmál A137 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-07-03 11:37:51 - [HTML]

Þingmál A142 (niðurfærsla skulda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (svar) útbýtt þann 2009-08-12 13:08:00 [HTML]

Þingmál A147 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 792 - Komudagur: 2009-09-21 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna[PDF]

Þingmál A157 (endurreisn íslensku bankanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 275 (þáltill.) útbýtt þann 2009-07-15 15:26:00 [HTML]

Þingmál A160 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-23 21:06:17 - [HTML]

Þingmál A161 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-23 20:42:00 [HTML]

Þingmál A164 (stjórnlagaþing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-24 15:26:00 [HTML]

Þingmál B65 (jöklabréf)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2009-05-19 13:50:13 - [HTML]

Þingmál B86 (Icesave-reikningarnir)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-05-25 15:11:58 - [HTML]

Þingmál B143 (þjóðlendur)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-06-03 13:49:25 - [HTML]

Þingmál B149 (staða heimilanna)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-06-03 15:42:09 - [HTML]

Þingmál B170 ()[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-06-05 13:51:54 - [HTML]
15. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-06-05 14:08:13 - [HTML]

Þingmál B172 ()[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-06-08 15:29:20 - [HTML]
16. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2009-06-08 16:39:26 - [HTML]
16. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-06-08 16:49:54 - [HTML]

Þingmál B184 ()[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-06-09 13:43:11 - [HTML]

Þingmál B191 (stuðningur við Icesave-samkomulagið)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-06-11 10:31:57 - [HTML]

Þingmál B192 (Icesave og gengi krónunnar)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-06-11 10:36:42 - [HTML]

Þingmál B202 (áætlun um gjaldeyristekjur vegna Icesave)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-06-15 15:11:41 - [HTML]

Þingmál B213 ()[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-06-16 13:32:48 - [HTML]
20. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-06-16 13:41:04 - [HTML]
20. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-06-16 13:43:16 - [HTML]

Þingmál B228 (Icesave-skuldbindingar)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-06-18 13:48:09 - [HTML]

Þingmál B231 (Icesave-samningar og ríkisábyrgð)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-06-18 14:07:26 - [HTML]

Þingmál B234 (upplýsingar um Icesave-samningana)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-18 18:02:45 - [HTML]
22. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-18 18:10:54 - [HTML]
22. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-06-18 18:19:13 - [HTML]
22. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-06-18 18:57:03 - [HTML]

Þingmál B256 (staða lífeyrissjóðanna)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-06-22 15:52:50 - [HTML]

Þingmál B267 ()[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2009-06-26 13:34:17 - [HTML]
25. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-06-26 13:38:50 - [HTML]

Þingmál B301 ()[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-07-01 13:47:09 - [HTML]

Þingmál B317 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-07-02 10:38:49 - [HTML]

Þingmál B368 (uppgjör vegna gömlu bankanna)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2009-07-13 15:13:45 - [HTML]

Þingmál B387 ()[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2009-07-14 13:31:03 - [HTML]

Þingmál B403 (listaverk í eigu gömlu bankanna)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-07-23 10:46:47 - [HTML]

Þingmál B414 ()[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-07-24 11:32:02 - [HTML]

Þingmál B415 ()[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2009-07-24 10:38:28 - [HTML]

Löggjafarþing 138

Þingmál A1 (fjárlög 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-01 13:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 394 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-14 10:51:00 [HTML]
Þingræður:
5. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2009-10-08 16:57:32 - [HTML]
43. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-14 12:10:14 - [HTML]
43. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-14 14:40:55 - [HTML]
43. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2009-12-14 15:24:37 - [HTML]
43. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2009-12-14 18:23:35 - [HTML]
43. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2009-12-14 22:30:23 - [HTML]
57. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2009-12-21 17:05:38 - [HTML]
58. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-12-21 22:01:49 - [HTML]

Þingmál A3 (nauðsynlegar bráðaaðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (þáltill.) útbýtt þann 2009-10-13 17:36:00 [HTML]
Þingræður:
8. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-15 12:52:02 - [HTML]
8. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-10-15 14:36:42 - [HTML]
8. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-15 16:00:12 - [HTML]
8. þingfundur - Björn Valur Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-15 16:52:46 - [HTML]
8. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-10-15 18:26:43 - [HTML]

Þingmál A6 (Náttúruminjasafn Íslands)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-11-11 14:13:16 - [HTML]

Þingmál A7 (samningsveð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1342 - Komudagur: 2010-03-23 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A8 (yfirlýsing um fyrningu aflaheimilda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1152 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A10 (fjáraukalög 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 263 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-11-19 21:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 377 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-12-12 18:54:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Ólöf Nordal - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-13 14:32:24 - [HTML]
6. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2009-10-13 15:37:58 - [HTML]
35. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2009-11-30 23:14:03 - [HTML]

Þingmál A12 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2009-11-05 19:00:30 - [HTML]

Þingmál A16 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 18:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 457 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-12-16 17:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 483 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-12-23 10:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 513 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2009-12-18 20:10:00 [HTML]
Þingræður:
49. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2009-12-17 14:02:20 - [HTML]

Þingmál A30 (málefni Sementsverksmiðjunnar)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-11-04 15:12:41 - [HTML]

Þingmál A45 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 2009-10-13 13:25:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1245 - Komudagur: 2010-03-15 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A69 (aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2009-10-19 17:53:50 - [HTML]

Þingmál A73 (ráðgjafarstofa fyrirtækja í greiðsluörðugleikum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (þáltill.) útbýtt þann 2009-10-20 13:01:00 [HTML]
Þingræður:
77. þingfundur - Eygló Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-18 11:44:24 - [HTML]

Þingmál A76 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-19 16:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 247 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-11-17 13:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 257 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-11-19 11:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 258 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-11-19 11:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 599 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-12-23 10:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 600 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-12-28 12:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 601 (frhnál. með frávt.) útbýtt þann 2009-12-28 13:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 602 (frhnál. með rökst.) útbýtt þann 2009-12-28 13:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 626 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2009-12-30 23:29:00 [HTML]
Þingræður:
13. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-10-22 11:06:19 - [HTML]
13. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-22 11:40:15 - [HTML]
13. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-22 11:43:13 - [HTML]
13. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2009-10-22 13:31:10 - [HTML]
13. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-22 14:02:00 - [HTML]
13. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2009-10-22 14:04:20 - [HTML]
13. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-22 14:31:55 - [HTML]
13. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-22 15:50:50 - [HTML]
13. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2009-10-22 16:07:50 - [HTML]
13. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-10-22 16:43:41 - [HTML]
13. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-10-22 17:25:51 - [HTML]
13. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-10-22 17:55:55 - [HTML]
13. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-22 18:32:29 - [HTML]
13. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-10-22 18:58:36 - [HTML]
13. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-10-22 19:14:52 - [HTML]
13. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-22 19:36:47 - [HTML]
13. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-10-22 19:39:13 - [HTML]
14. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-23 09:47:10 - [HTML]
14. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-23 09:49:17 - [HTML]
14. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2009-10-23 10:41:20 - [HTML]
29. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-11-19 12:02:13 - [HTML]
29. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-19 12:31:07 - [HTML]
29. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-19 12:35:16 - [HTML]
29. þingfundur - Þór Saari (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-11-19 14:01:46 - [HTML]
29. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-19 14:39:31 - [HTML]
29. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-11-19 14:53:30 - [HTML]
29. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-11-19 16:15:30 - [HTML]
29. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-19 17:18:10 - [HTML]
29. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2009-11-19 17:38:35 - [HTML]
29. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-19 17:56:34 - [HTML]
29. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-11-19 18:13:12 - [HTML]
29. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-19 19:02:33 - [HTML]
29. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-11-19 19:47:25 - [HTML]
29. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-19 20:32:13 - [HTML]
29. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2009-11-19 20:51:55 - [HTML]
29. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2009-11-19 21:25:15 - [HTML]
29. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2009-11-19 21:59:25 - [HTML]
29. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-19 22:59:13 - [HTML]
30. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-11-24 14:58:27 - [HTML]
30. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-11-24 16:05:33 - [HTML]
30. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-11-24 17:12:09 - [HTML]
30. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-24 18:02:25 - [HTML]
30. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-11-24 18:27:16 - [HTML]
30. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-11-24 20:15:05 - [HTML]
30. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-24 21:07:39 - [HTML]
30. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2009-11-24 21:57:35 - [HTML]
30. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-24 23:08:51 - [HTML]
32. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-11-26 12:28:28 - [HTML]
32. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-11-26 14:30:31 - [HTML]
32. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-11-26 15:30:34 - [HTML]
32. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-26 16:12:07 - [HTML]
32. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-26 16:23:04 - [HTML]
32. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-26 16:24:17 - [HTML]
32. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-11-26 16:30:04 - [HTML]
32. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-26 17:00:31 - [HTML]
32. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-11-26 17:17:18 - [HTML]
32. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-11-26 18:16:04 - [HTML]
32. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-26 20:30:51 - [HTML]
32. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-26 21:05:51 - [HTML]
32. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-26 21:57:30 - [HTML]
32. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-26 22:56:27 - [HTML]
32. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-26 23:19:06 - [HTML]
32. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-26 23:25:56 - [HTML]
32. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-11-26 23:35:29 - [HTML]
32. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-27 00:07:28 - [HTML]
32. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-11-27 00:16:53 - [HTML]
32. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-11-27 00:57:11 - [HTML]
33. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-27 13:14:13 - [HTML]
33. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-27 14:09:13 - [HTML]
33. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-11-27 16:10:48 - [HTML]
33. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2009-11-27 18:48:00 - [HTML]
33. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-11-27 19:53:00 - [HTML]
34. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-11-28 11:11:45 - [HTML]
34. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-11-28 11:33:47 - [HTML]
34. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-28 12:33:28 - [HTML]
34. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-28 15:08:41 - [HTML]
34. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-28 17:25:43 - [HTML]
34. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-28 17:54:00 - [HTML]
35. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-11-30 16:04:46 - [HTML]
35. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-30 18:16:57 - [HTML]
35. þingfundur - Ólöf Nordal - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-30 19:26:01 - [HTML]
36. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-12-02 11:46:54 - [HTML]
36. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2009-12-02 15:02:19 - [HTML]
36. þingfundur - Eygló Harðardóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-12-02 15:30:58 - [HTML]
36. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-12-02 20:21:23 - [HTML]
36. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-02 23:10:10 - [HTML]
36. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 02:12:54 - [HTML]
36. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-12-03 02:47:11 - [HTML]
36. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 03:11:08 - [HTML]
36. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-12-03 03:40:44 - [HTML]
37. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 14:00:37 - [HTML]
37. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 14:09:36 - [HTML]
37. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 15:10:48 - [HTML]
37. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-12-03 15:24:18 - [HTML]
37. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 15:36:54 - [HTML]
37. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-12-03 15:55:27 - [HTML]
37. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-12-03 17:14:42 - [HTML]
37. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 17:36:22 - [HTML]
37. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 17:40:06 - [HTML]
37. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-03 19:00:35 - [HTML]
37. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 19:16:36 - [HTML]
37. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-12-03 20:03:50 - [HTML]
37. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 21:42:23 - [HTML]
37. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 21:51:42 - [HTML]
37. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-12-03 22:09:20 - [HTML]
37. þingfundur - Ólöf Nordal - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 22:29:20 - [HTML]
37. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-12-03 23:10:35 - [HTML]
37. þingfundur - Birgir Ármannsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-12-04 00:46:02 - [HTML]
38. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-04 12:33:19 - [HTML]
38. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2009-12-04 13:30:05 - [HTML]
38. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-12-04 13:40:22 - [HTML]
38. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-12-04 13:50:44 - [HTML]
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-12-04 14:34:46 - [HTML]
38. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-12-04 16:09:00 - [HTML]
38. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-04 16:36:56 - [HTML]
38. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-04 17:21:15 - [HTML]
38. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-04 17:55:21 - [HTML]
38. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2009-12-04 17:57:46 - [HTML]
38. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-04 20:22:00 - [HTML]
39. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-12-05 10:01:19 - [HTML]
39. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-05 10:25:38 - [HTML]
39. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-12-05 11:15:47 - [HTML]
39. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-12-05 17:46:09 - [HTML]
39. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-12-05 18:14:39 - [HTML]
40. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-12-07 13:44:03 - [HTML]
40. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-12-07 22:26:07 - [HTML]
40. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-07 22:36:46 - [HTML]
40. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-08 00:27:44 - [HTML]
40. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-08 00:46:01 - [HTML]
40. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-12-08 01:23:07 - [HTML]
40. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-12-08 02:14:27 - [HTML]
41. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-12-08 12:02:43 - [HTML]
41. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-12-08 12:18:01 - [HTML]
41. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-12-08 12:56:41 - [HTML]
41. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-12-08 14:56:22 - [HTML]
41. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-12-08 15:05:36 - [HTML]
63. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-12-28 14:00:01 - [HTML]
63. þingfundur - Þór Saari (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-28 14:48:02 - [HTML]
63. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-28 15:33:36 - [HTML]
63. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 16:09:36 - [HTML]
63. þingfundur - Magnús Orri Schram - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 16:20:22 - [HTML]
63. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 16:21:39 - [HTML]
63. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 16:24:13 - [HTML]
63. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-28 16:25:54 - [HTML]
63. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2009-12-28 17:15:48 - [HTML]
63. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-12-28 17:51:28 - [HTML]
63. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 18:10:42 - [HTML]
63. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-12-28 18:27:23 - [HTML]
63. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2009-12-28 18:46:26 - [HTML]
63. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-12-28 19:10:56 - [HTML]
63. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-12-28 20:18:47 - [HTML]
63. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 20:36:39 - [HTML]
63. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 20:42:48 - [HTML]
63. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-12-28 20:45:50 - [HTML]
63. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 21:03:55 - [HTML]
64. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2009-12-29 11:30:31 - [HTML]
64. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-29 11:57:22 - [HTML]
64. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-12-29 12:01:48 - [HTML]
64. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-12-29 17:14:08 - [HTML]
64. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-12-29 17:37:48 - [HTML]
64. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-29 17:58:01 - [HTML]
64. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-29 19:18:52 - [HTML]
64. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-29 22:12:53 - [HTML]
64. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-12-29 22:57:44 - [HTML]
65. þingfundur - Þór Saari (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-30 15:50:33 - [HTML]
65. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-12-30 16:52:55 - [HTML]
65. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-12-30 20:08:54 - [HTML]
65. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-12-30 20:54:10 - [HTML]
65. þingfundur - Magnús Orri Schram - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-12-30 22:54:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 129 - Komudagur: 2009-11-16 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - Skýring: (um efnahagslega þætti)[PDF]
Dagbókarnúmer 142 - Komudagur: 2009-11-15 - Sendandi: Efnahags- og skattanefnd, 2. minni hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 144 - Komudagur: 2009-11-16 - Sendandi: Efnahags- og skattanefnd, 4. minni hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 145 - Komudagur: 2009-11-16 - Sendandi: Efnahags- og skattanefnd, 1. minni hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 815 - Komudagur: 2009-12-21 - Sendandi: Efnahags- og skattanefnd, meiri hluti - Skýring: (e. 2. umr.)[PDF]
Dagbókarnúmer 817 - Komudagur: 2009-12-18 - Sendandi: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Skýring: (skv. beiðni utanrmn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 818 - Komudagur: 2009-12-18 - Sendandi: Utanríkismálanefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 844 - Komudagur: 2009-12-23 - Sendandi: IFS-greining[PDF]
Dagbókarnúmer 849 - Komudagur: 2009-12-28 - Sendandi: Viðskiptanefnd, minni hluti - Skýring: (e. 2. umr.)[PDF]
Dagbókarnúmer 852 - Komudagur: 2009-12-11 - Sendandi: Davíð Þór Björgvinsson - Skýring: (svar við beiðni um álit)[PDF]
Dagbókarnúmer 854 - Komudagur: 2009-11-16 - Sendandi: INDEFENCE[PDF]
Dagbókarnúmer 856 - Komudagur: 2009-12-01 - Sendandi: Lárus H. Blöndal, Sigurður Líndal og Stefán Már Stefánsson - Skýring: (stjórnarskráin og Icesave-samningarnir)[PDF]
Dagbókarnúmer 857 - Komudagur: 2009-12-03 - Sendandi: Helgi Áss Grétarsson lögfr.[PDF]
Dagbókarnúmer 858 - Komudagur: 2009-12-17 - Sendandi: Björg Thorarensen og Eiríkur Tómasson[PDF]
Dagbókarnúmer 859 - Komudagur: 2009-12-21 - Sendandi: Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins - Skýring: (ísl. þýðing á áliti Ashurst lögfr.stofu)[PDF]
Dagbókarnúmer 865 - Komudagur: 2009-12-29 - Sendandi: Helgi Áss Grétarsson - Skýring: (um álitsgerð Mishcon de Reya)[PDF]
Dagbókarnúmer 881 - Komudagur: 2010-01-04 - Sendandi: Þýðing á áliti Mischon de Reya[PDF]

Þingmál A89 (heimild til samninga um álver í Helguvík)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2009-11-05 15:20:29 - [HTML]

Þingmál A90 (nauðungarsala)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-10-23 14:50:54 - [HTML]

Þingmál A93 (þjóðgarðurinn á Þingvöllum)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2009-12-19 18:52:39 - [HTML]

Þingmál A115 (eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 492 - Komudagur: 2009-12-07 - Sendandi: Landhelgisgæsla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1046 - Komudagur: 2010-01-29 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A116 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 129 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-02 15:40:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3091 - Komudagur: 2010-08-27 - Sendandi: Læknafélag Íslands[PDF]

Þingmál A120 (endurreisn Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-11-18 12:26:59 - [HTML]

Þingmál A152 (stjórnlagaþing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 168 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-04 17:31:00 [HTML]
Þingræður:
24. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-12 17:07:11 - [HTML]
134. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-06-09 15:13:59 - [HTML]

Þingmál A153 (húsnæðislán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 318 (svar) útbýtt þann 2009-11-30 17:24:00 [HTML]

Þingmál A168 (réttarbætur fyrir transfólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (þáltill.) útbýtt þann 2009-11-06 15:15:00 [HTML]

Þingmál A195 (kjararáð)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-11-17 15:09:53 - [HTML]
27. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-17 15:39:30 - [HTML]
27. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-17 15:54:32 - [HTML]

Þingmál A202 (ein hjúskaparlög)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Anna Pála Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2009-11-18 12:56:36 - [HTML]

Þingmál A220 (aðgangur fjárlaganefndar að upplýsingakerfum ríkisins)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-06-10 00:47:49 - [HTML]

Þingmál A223 (námslán til skólagjalda á háskólastigi)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Anna Pála Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2009-11-25 18:25:25 - [HTML]

Þingmál A239 (ráðstafanir í skattamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 527 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-19 11:52:00 [HTML]
Þingræður:
39. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-05 13:04:56 - [HTML]
54. þingfundur - Pétur H. Blöndal (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-19 12:30:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 771 - Komudagur: 2009-12-15 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A250 (skipan í stjórnir fyrirtækja á vegum skilanefnda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (svar) útbýtt þann 2009-12-29 14:32:00 [HTML]

Þingmál A255 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-30 17:42:00 [HTML]
Þingræður:
142. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-06-15 23:43:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3036 - Komudagur: 2010-08-17 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (frá Landslögum)[PDF]

Þingmál A256 (tekjuöflun ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 667 - Komudagur: 2009-12-10 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A259 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2407 - Komudagur: 2010-05-19 - Sendandi: Ritari viðskiptanefndar - Skýring: (frá nóv. 2009 til evrn.)[PDF]

Þingmál A275 (samruni opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 316 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-02 17:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 568 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-12-28 17:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 583 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2009-12-21 15:47:00 [HTML]

Þingmál A276 (stofnun björgunarskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 320 (þáltill.) útbýtt þann 2009-12-05 16:18:00 [HTML]

Þingmál A277 (þjónustuviðskipti á innri markaði EES)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 968 - Komudagur: 2010-01-22 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]

Þingmál A286 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 330 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2009-11-30 22:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 565 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-12-29 11:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 616 (lög í heild) útbýtt þann 2009-12-29 14:34:00 [HTML]
Þingræður:
40. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-12-07 18:59:16 - [HTML]

Þingmál A287 (mótun efnahagsáætlunar sem tryggir velferð og stöðugleika án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-03-01 17:58:51 - [HTML]
83. þingfundur - Þráinn Bertelsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-03-01 18:09:05 - [HTML]
83. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-03-01 18:23:25 - [HTML]
83. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-03-01 18:35:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1570 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A293 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 339 (frumvarp) útbýtt þann 2009-12-02 15:48:00 [HTML]

Þingmál A300 (kröfur fjárfesta á Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 347 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2009-12-03 20:06:00 [HTML]
Þingskjal nr. 649 (svar) útbýtt þann 2010-02-02 17:37:00 [HTML]

Þingmál A305 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1154 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A308 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2010-06-08 12:37:35 - [HTML]

Þingmál A312 (vestnorræn nemendaskipti milli menntastofnana á framhaldsskólastigi)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-04 18:23:23 - [HTML]

Þingmál A314 (samvinna um nám og starfsþjálfun fyrir ungt fólk á Vestur-Norðurlöndum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (þáltill.) útbýtt þann 2009-12-07 14:14:00 [HTML]

Þingmál A318 (breyting á heimildarlögum um stóriðju vegna skattgreiðslna 2010, 2011 og 2012 o.fl.)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-12-15 19:10:36 - [HTML]
60. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-12-22 12:05:11 - [HTML]

Þingmál A320 (heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 393 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-12 19:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1037 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-04-29 15:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1048 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2010-05-06 12:02:00 [HTML]
Þingræður:
118. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-05-06 15:02:26 - [HTML]
118. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-05-06 15:47:04 - [HTML]
118. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-05-06 16:15:45 - [HTML]
118. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2010-05-06 17:14:21 - [HTML]
118. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2010-05-06 17:40:18 - [HTML]
126. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-05-18 23:06:16 - [HTML]
126. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-05-18 23:17:42 - [HTML]
132. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-06-07 15:16:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1049 - Komudagur: 2010-01-29 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið[PDF]

Þingmál A338 (þjóðaratkvæðagreiðsla um ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsbankans vegna Icesave-reikninganna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 587 (þáltill.) útbýtt þann 2009-12-21 20:14:00 [HTML]

Þingmál A343 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1288 (frhnál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-10 18:57:00 [HTML]
Þingræður:
126. þingfundur - Magnús Orri Schram - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-18 19:51:31 - [HTML]
126. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-05-18 21:16:56 - [HTML]
126. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-05-18 21:56:55 - [HTML]
128. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-05-31 13:48:41 - [HTML]
136. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2010-06-10 20:12:42 - [HTML]

Þingmál A352 (þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-01-08 10:52:02 - [HTML]
67. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2010-01-08 11:23:43 - [HTML]
67. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-01-08 11:45:57 - [HTML]
68. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-01-08 19:00:58 - [HTML]

Þingmál A355 (störf viðræðunefndar um einkaframkvæmdir)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2010-02-17 14:23:09 - [HTML]

Þingmál A359 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1156 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A370 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-02-16 17:56:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1139 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A371 (veiðieftirlitsgjald)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-02-16 19:42:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1142 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A374 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 674 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-02-16 12:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 773 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-03-08 13:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 849 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-03-22 19:19:00 [HTML]
Þingræður:
79. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-23 15:54:15 - [HTML]
91. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-03-15 18:09:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1121 - Komudagur: 2010-03-03 - Sendandi: Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið - Skýring: (viðaukasamn.)[PDF]

Þingmál A381 (rekstur Ríkisútvarpsins ohf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 684 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2010-02-16 17:19:00 [HTML]

Þingmál A391 (lokafjárlög 2008)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2010-06-07 15:53:49 - [HTML]
132. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-06-07 16:18:04 - [HTML]

Þingmál A400 (skuldameðferð og skuldastaða sjávarútvegsfyrirtækja í íslenskum bönkum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 801 (svar) útbýtt þann 2010-03-22 19:28:00 [HTML]

Þingmál A405 (rannsóknir í ferðaþjónustu í samanburði við aðrar atvinnugreinar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 984 (svar) útbýtt þann 2010-04-15 11:39:00 [HTML]

Þingmál A423 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1449 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-02 15:01:00 [HTML]
Þingræður:
88. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-09 14:47:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1621 - Komudagur: 2010-04-08 - Sendandi: Skjárinn[PDF]
Dagbókarnúmer 1675 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Lindin, kristið útvarp[PDF]
Dagbókarnúmer 1709 - Komudagur: 2010-04-13 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A425 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1357 - Komudagur: 2010-03-23 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1685 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg, skipulags- og byggingasvið[PDF]

Þingmál A426 (mannvirki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 743 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1546 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A428 (vistvæn innkaup)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-05-12 15:21:06 - [HTML]

Þingmál A447 (aðför og gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 768 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-08 13:39:00 [HTML]

Þingmál A453 (Evrópuráðsþingið 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 780 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML]
Þingræður:
123. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-14 17:50:09 - [HTML]

Þingmál A454 (ÖSE-þingið 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 781 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML]

Þingmál A457 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2599 - Komudagur: 2010-05-28 - Sendandi: Forsætisráðuneytið[PDF]

Þingmál A458 (Norræna ráðherranefndin 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 788 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML]

Þingmál A461 (Fríverslunarsamtök Evrópu 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 796 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML]

Þingmál A464 (Maastricht-skilyrði og upptaka evru)[HTML]

Þingræður:
140. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-06-14 13:02:44 - [HTML]

Þingmál A471 (gjald fyrir ónýttar yfirdráttarheimildir)[HTML]

Þingræður:
140. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-06-14 13:18:05 - [HTML]

Þingmál A481 (kostnaður við aðildarumsóknarferlið að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 826 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2010-03-16 19:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 982 (svar) útbýtt þann 2010-04-15 17:54:00 [HTML]

Þingmál A484 (skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1291 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-11 11:44:00 [HTML]
Þingræður:
138. þingfundur - Anna Margrét Guðjónsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-12 19:14:23 - [HTML]

Þingmál A494 (sanngirnisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-23 16:52:00 [HTML]

Þingmál A504 (rannsókn á starfsemi fjármálafyrirtækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2808 - Komudagur: 2010-06-11 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2811 - Komudagur: 2010-06-14 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið[PDF]

Þingmál A507 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1476 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-07 15:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1485 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-09-17 10:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1491 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-09-09 16:34:00 [HTML]
Þingræður:
153. þingfundur - Róbert Marshall (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-09-08 12:21:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2063 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A509 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 896 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]

Þingmál A517 (heimild fjármálafyrirtækis til að veita veðréttindi)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-06-08 16:08:33 - [HTML]

Þingmál A522 (skeldýrarækt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2318 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]

Þingmál A523 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2553 - Komudagur: 2010-05-26 - Sendandi: Þjóðskjalasafn Íslands[PDF]

Þingmál A528 (hvatningarverkefni til að efla innlenda framleiðslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2812 - Komudagur: 2010-06-11 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A548 (bygging nýs Landspítala við Hringbraut)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-06-09 22:27:52 - [HTML]
134. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2010-06-09 22:56:37 - [HTML]
134. þingfundur - Anna Margrét Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2010-06-09 23:51:27 - [HTML]

Þingmál A549 (grunngerð landupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 939 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2612 - Komudagur: 2010-05-31 - Sendandi: Landhelgisgæsla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2614 - Komudagur: 2010-05-31 - Sendandi: Byggðastofnun[PDF]

Þingmál A552 (fjárreiður ríkisins)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2010-05-11 15:35:16 - [HTML]
121. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2010-05-11 15:51:24 - [HTML]

Þingmál A553 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]

Þingmál A558 (starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingræður:
135. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-06-10 13:48:18 - [HTML]

Þingmál A567 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 957 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1249 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-09 14:14:00 [HTML]
Þingræður:
136. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-10 20:36:10 - [HTML]

Þingmál A569 (hlutafélög, einkahlutafélög og ársreikningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2010-05-12 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A571 (Icesave-tilboð Breta og Hollendinga fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1335 (svar) útbýtt þann 2010-06-14 20:31:00 [HTML]

Þingmál A572 (samkeppnislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2376 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]

Þingmál A573 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 964 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2556 - Komudagur: 2010-05-26 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]
Dagbókarnúmer 2557 - Komudagur: 2010-05-26 - Sendandi: RARIK[PDF]
Dagbókarnúmer 2615 - Komudagur: 2010-05-31 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A574 (ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 965 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]

Þingmál A578 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1216 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-06-07 14:55:00 [HTML]
Þingræður:
134. þingfundur - Eygló Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-06-09 20:40:37 - [HTML]

Þingmál A580 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Kólumbíu o.fl.)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-15 18:57:10 - [HTML]

Þingmál A581 (varnarmálalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1228 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2010-06-08 10:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1229 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-06-08 10:17:00 [HTML]
Þingræður:
109. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-20 19:48:43 - [HTML]
142. þingfundur - Bjarni Benediktsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-06-16 02:16:50 - [HTML]
142. þingfundur - Eygló Harðardóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-06-16 02:32:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2160 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: Varnarmálastofnun Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2162 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna[PDF]

Þingmál A582 (samgönguáætlun fyrir árin 2009--2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 973 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-04-20 21:46:00 [HTML]
Þingræður:
142. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-15 11:49:07 - [HTML]
142. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2010-06-15 13:33:51 - [HTML]
142. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2010-06-15 16:40:51 - [HTML]

Þingmál A590 (hvalir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2341 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Hvalur hf.[PDF]

Þingmál A601 (stærstu eigendur Íslandsbanka og Arion banka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1328 (svar) útbýtt þann 2010-06-12 15:53:00 [HTML]

Þingmál A605 (jafnræði lífsskoðunarfélaga, trúarlega sem veraldlegra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1044 (þáltill.) útbýtt þann 2010-05-06 10:10:00 [HTML]

Þingmál A611 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-14 11:20:32 - [HTML]
123. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-05-14 11:32:09 - [HTML]
123. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-14 13:42:31 - [HTML]
123. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-05-14 14:31:27 - [HTML]
123. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-05-14 15:09:48 - [HTML]
123. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-14 16:01:49 - [HTML]

Þingmál A645 (gjaldeyrismál og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1165 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-01 15:20:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2744 - Komudagur: 2010-06-08 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A646 (skilmálabreytingar veðtryggðra lánssamninga og kaupleigusamninga einstaklinga vegna bifreiðakaupa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2775 - Komudagur: 2010-06-09 - Sendandi: Lýsing hf.[PDF]

Þingmál A649 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1195 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-04 15:35:00 [HTML]
Þingræður:
135. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-06-10 13:56:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2964 - Komudagur: 2010-08-10 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A650 (stofnun hlutafélaga um vegaframkvæmdir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1201 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-04 15:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1351 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-14 21:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1388 (breytingartillaga) útbýtt þann 2010-06-16 02:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1394 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-07-01 09:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1401 (lög í heild) útbýtt þann 2010-06-16 22:08:00 [HTML]
Þingræður:
142. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-16 00:59:53 - [HTML]

Þingmál A651 (stjórn vatnamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1206 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-04 15:35:00 [HTML]

Þingmál A652 (aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1210 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-06-04 15:35:00 [HTML]

Þingmál A658 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
151. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-06 18:29:59 - [HTML]

Þingmál A661 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-10 16:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1444 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-09-02 13:03:00 [HTML]
Þingræður:
138. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-06-12 11:35:45 - [HTML]
138. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 11:41:46 - [HTML]
138. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 11:45:42 - [HTML]
138. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 11:47:52 - [HTML]
138. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-06-12 11:57:06 - [HTML]
138. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 12:14:12 - [HTML]
138. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-06-12 12:40:32 - [HTML]
138. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2010-06-12 14:00:54 - [HTML]
138. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-06-12 16:04:48 - [HTML]
138. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 16:12:33 - [HTML]
138. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2010-06-12 16:27:18 - [HTML]
138. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-06-12 16:45:57 - [HTML]
138. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 17:29:37 - [HTML]
153. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-09-08 11:26:17 - [HTML]
153. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-09-08 11:51:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2975 - Komudagur: 2010-08-10 - Sendandi: Meistarafélag húsasmiða[PDF]

Þingmál A663 (samvinnuráð um þjóðarsátt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1294 (þáltill.) útbýtt þann 2010-06-11 16:09:00 [HTML]

Þingmál A665 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (þáltill.) útbýtt þann 2010-06-11 16:09:00 [HTML]

Þingmál A673 (Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1368 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-15 17:18:00 [HTML]

Þingmál A693 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3117 - Komudagur: 2010-09-14 - Sendandi: Þórður Bogason, Lögmenn Höfðabakka[PDF]

Þingmál A705 (skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1501 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1511 (breytingartillaga) útbýtt þann 2010-09-17 10:08:00 [HTML]
Þingræður:
159. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-13 18:42:36 - [HTML]
160. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-09-14 15:13:37 - [HTML]
161. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2010-09-15 11:48:33 - [HTML]
161. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2010-09-15 15:21:35 - [HTML]
167. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-09-27 11:30:27 - [HTML]
167. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-27 11:44:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3169 - Komudagur: 2010-06-07 - Sendandi: Árni M.Mathiesen fyrrv. fjármálaráðherra - Skýring: (svar við bréfi þingmn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 3170 - Komudagur: 2010-06-07 - Sendandi: Björgvin G. Sigurðsson fyrrv. viðskiptaráðherra - Skýring: (svar við bréfi þingmn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 3172 - Komudagur: 2010-06-07 - Sendandi: Geir H. Haarde fyrrv. forsætisráðherra - Skýring: (svar við bréfi þingmn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 3193 - Komudagur: 2010-08-03 - Sendandi: Stjórn Samtaka stofnfjáreigenda í BYR sparisjóði - Skýring: (fall sparisjóðanna)[PDF]
Dagbókarnúmer 3195 - Komudagur: 2010-07-13 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - Skýring: (sent skv. beiðni þingmn.)[PDF]

Þingmál A706 (málshöfðun gegn ráðherrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1502 (þáltill.) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1519 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1520 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1538 (þál. í heild) útbýtt þann 2010-09-28 19:04:00 [HTML]
Þingræður:
162. þingfundur - Atli Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-09-17 11:04:17 - [HTML]
162. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-17 11:53:34 - [HTML]
163. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-09-20 10:33:07 - [HTML]
163. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2010-09-20 11:13:26 - [HTML]
163. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2010-09-20 12:07:22 - [HTML]
163. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-20 14:31:09 - [HTML]
163. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-20 15:06:32 - [HTML]
163. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-09-20 15:45:48 - [HTML]
163. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-20 16:09:54 - [HTML]
163. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-20 16:14:39 - [HTML]
163. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-20 16:36:47 - [HTML]
164. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-09-21 10:33:21 - [HTML]
164. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-09-21 14:30:18 - [HTML]
167. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-09-27 14:30:58 - [HTML]
167. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-09-27 15:50:21 - [HTML]
167. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-09-27 16:25:00 - [HTML]

Þingmál A707 (málshöfðun gegn ráðherrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1503 (þáltill.) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1519 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1520 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00 [HTML]

Þingmál B16 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-10-05 20:22:04 - [HTML]

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-06 14:30:26 - [HTML]
3. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-10-06 14:49:30 - [HTML]
3. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2009-10-06 15:19:45 - [HTML]
3. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2009-10-06 15:36:39 - [HTML]
3. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-06 15:46:28 - [HTML]
3. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-10-06 16:22:38 - [HTML]

Þingmál B51 (endurheimtur á innstæðum Icesave-reikninganna)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-10-13 14:00:11 - [HTML]

Þingmál B55 ()[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2009-10-14 13:38:37 - [HTML]

Þingmál B65 (eiginfjárframlag ríkisins í Landsbankanum)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-10-15 10:40:03 - [HTML]

Þingmál B98 (fjárhagsstaða Landsvirkjunar og framtíðarhorfur)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-10-20 14:10:07 - [HTML]

Þingmál B162 ()[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-11-06 10:52:59 - [HTML]
21. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-11-06 10:54:57 - [HTML]

Þingmál B201 (fjárhagsstaða dómstóla)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - Ræða hófst: 2009-11-12 14:03:10 - [HTML]

Þingmál B227 ()[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-11-17 13:52:08 - [HTML]

Þingmál B235 ()[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2009-11-18 13:35:44 - [HTML]

Þingmál B259 (lögmæti neyðarlaganna)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-11-24 13:53:02 - [HTML]

Þingmál B307 ()[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-11-30 15:05:11 - [HTML]

Þingmál B311 ()[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-12-02 10:44:56 - [HTML]

Þingmál B330 ()[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-12-04 10:41:25 - [HTML]
38. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-12-04 10:43:53 - [HTML]

Þingmál B395 ()[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-12-16 20:02:01 - [HTML]

Þingmál B608 (samskipti íslenskra stjórnvalda og erindreka við fulltrúa bandarískra stjórnvalda)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-23 14:09:49 - [HTML]

Þingmál B611 ()[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-02-24 13:48:37 - [HTML]

Þingmál B625 (málefni RÚV)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2010-02-25 11:30:18 - [HTML]

Þingmál B634 (afskriftir og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja og eigenda þeirra hjá fjármálastofnunum)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2010-02-25 13:57:42 - [HTML]

Þingmál B665 (peningamálastefna Seðlabankans)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2010-03-04 13:50:54 - [HTML]
86. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2010-03-04 13:56:53 - [HTML]

Þingmál B671 (endurskoðun á samstarfsáætlun við AGS)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2010-03-08 16:12:45 - [HTML]

Þingmál B679 ()[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2010-03-09 13:37:57 - [HTML]

Þingmál B700 (jarðgasvinnsla við Norðausturland)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2010-03-15 15:27:43 - [HTML]

Þingmál B707 ()[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2010-03-16 13:33:00 - [HTML]

Þingmál B773 ()[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2010-04-13 13:39:49 - [HTML]
104. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2010-04-13 14:38:46 - [HTML]
104. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-13 16:17:29 - [HTML]
104. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-13 16:19:25 - [HTML]
104. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2010-04-13 17:53:07 - [HTML]
105. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2010-04-14 12:12:19 - [HTML]
106. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2010-04-15 14:46:40 - [HTML]
106. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-04-15 15:23:08 - [HTML]
106. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-15 15:28:29 - [HTML]
106. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-15 15:32:41 - [HTML]

Þingmál B881 (frumvarp um ein hjúskaparlög)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Auður Lilja Erlingsdóttir - Ræða hófst: 2010-04-30 12:17:32 - [HTML]
116. þingfundur - Auður Lilja Erlingsdóttir - Ræða hófst: 2010-04-30 12:21:07 - [HTML]

Þingmál B883 (bifreiðalán í erlendri mynt)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2010-04-30 12:34:20 - [HTML]

Þingmál B952 ()[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2010-05-18 13:45:25 - [HTML]

Þingmál B966 (gagnaver í Reykjanesbæ)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-05-31 12:14:20 - [HTML]
128. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-05-31 12:17:59 - [HTML]

Þingmál B1025 (störf skilanefnda bankanna)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-06-09 14:00:53 - [HTML]
134. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2010-06-09 14:24:21 - [HTML]

Þingmál B1063 (staða hestatengdrar starfsemi í kjölfar hrossapestarinnar)[HTML]

Þingræður:
137. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2010-06-11 15:28:16 - [HTML]

Þingmál B1179 (þátttaka lífeyrissjóðanna í atvinnulífinu)[HTML]

Þingræður:
152. þingfundur - Óli Björn Kárason - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-09-07 11:03:40 - [HTML]

Þingmál B1189 (starfsumhverfi gagnavera)[HTML]

Þingræður:
154. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-09-09 10:45:35 - [HTML]

Löggjafarþing 139

Þingmál A1 (fjárlög 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-01 15:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 413 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-07 13:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 449 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-08 10:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 482 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-12-15 10:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 556 (lög í heild) útbýtt þann 2010-12-16 14:31:00 [HTML]
Þingræður:
4. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2010-10-05 15:08:45 - [HTML]
4. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2010-10-05 16:23:30 - [HTML]
4. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-05 17:59:54 - [HTML]
4. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2010-10-05 18:48:50 - [HTML]
44. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-12-08 14:00:41 - [HTML]
44. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-12-08 15:16:02 - [HTML]
44. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2010-12-08 18:32:52 - [HTML]
44. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2010-12-09 00:57:00 - [HTML]
44. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2010-12-09 01:36:15 - [HTML]
44. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2010-12-09 02:14:09 - [HTML]
49. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2010-12-15 17:36:48 - [HTML]
49. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-12-15 21:05:17 - [HTML]
49. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2010-12-15 21:59:15 - [HTML]
49. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2010-12-15 22:57:15 - [HTML]

Þingmál A5 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2010-10-04 17:24:00 [HTML]
Þingræður:
5. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-06 16:38:25 - [HTML]
5. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-10-06 17:10:48 - [HTML]

Þingmál A15 (kostnaður við ríkisábyrgð og áfallnar skuldbindingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 106 (svar) útbýtt þann 2010-10-21 17:25:00 [HTML]

Þingmál A18 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-05 18:14:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 70 - Komudagur: 2010-11-03 - Sendandi: Nexus-Rannsóknarvettvangur, Háskóli Íslands[PDF]

Þingmál A22 (rannsókn á Íbúðalánasjóði)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-10-06 18:21:50 - [HTML]
50. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-16 22:29:31 - [HTML]

Þingmál A25 (ráðgjafarstofa fyrirtækja í greiðsluörðugleikum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (þáltill.) útbýtt þann 2010-10-05 15:36:00 [HTML]

Þingmál A28 (flug til Grænlands um Ísafjarðarflugvöll)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 724 - Komudagur: 2010-12-07 - Sendandi: Icelandair ehf.[PDF]

Þingmál A48 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-12 13:24:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 88 - Komudagur: 2010-11-02 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A49 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-12 13:24:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 30 - Komudagur: 2010-10-28 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A53 (samkomulag við Seðlabankann í Lúxemborg um kaup á útistandandi skuldabréfum Avens B.V.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (svar) útbýtt þann 2010-11-08 15:19:00 [HTML]

Þingmál A55 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-13 16:14:14 - [HTML]

Þingmál A60 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-13 13:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 540 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-12-16 15:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 906 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-03-01 13:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 934 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-03-01 16:00:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 187 - Komudagur: 2010-11-09 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A61 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-21 16:30:38 - [HTML]
54. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2010-12-18 12:39:12 - [HTML]

Þingmál A64 (þýðing Lissabon-sáttmálans)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2010-10-13 17:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 134 (svar) útbýtt þann 2010-11-02 09:41:00 [HTML]

Þingmál A72 (ráðherraábyrgð)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-11-05 13:32:46 - [HTML]

Þingmál A73 (stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 77 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-15 16:10:00 [HTML]

Þingmál A76 (fjáraukalög 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-15 16:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 355 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-12-06 14:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 435 (lög í heild) útbýtt þann 2010-12-07 15:23:00 [HTML]
Þingræður:
15. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-19 15:09:48 - [HTML]
35. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2010-11-25 16:07:09 - [HTML]
42. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-12-06 20:01:08 - [HTML]

Þingmál A78 (mannvirki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-15 16:11:00 [HTML]

Þingmál A80 (samvinnuráð um þjóðarsátt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 84 (þáltill.) útbýtt þann 2010-10-15 16:11:00 [HTML]

Þingmál A88 (þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-11 14:08:36 - [HTML]
25. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-11 14:40:58 - [HTML]
25. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2010-11-11 15:23:01 - [HTML]
25. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-11 16:42:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 446 - Komudagur: 2010-11-29 - Sendandi: Háskólinn í Reykjavík, Evrópuréttarstofnun[PDF]

Þingmál A91 (nýjar nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og hópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 254 (svar) útbýtt þann 2010-11-25 16:39:00 [HTML]

Þingmál A97 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-20 13:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 431 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-06 18:29:00 [HTML]
Þingræður:
20. þingfundur - Ögmundur Jónasson (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-04 18:33:29 - [HTML]
47. þingfundur - Róbert Marshall (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-12-14 14:42:26 - [HTML]

Þingmál A107 (staðbundnir fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 115 (þáltill.) útbýtt þann 2010-10-21 15:59:00 [HTML]

Þingmál A121 (grunngerð stafrænna landupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 130 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-02 09:41:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 691 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: Byggðastofnun[PDF]

Þingmál A122 (viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 389 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A131 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2011-02-22 13:43:00 [HTML]
Þingræður:
76. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-02-22 15:24:37 - [HTML]

Þingmál A136 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 149 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-04 13:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 994 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-03-14 14:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1051 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-03-22 13:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1143 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-03-28 17:47:00 [HTML]
Þingræður:
93. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-03-15 22:07:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 717 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: Vodafone[PDF]
Dagbókarnúmer 1590 - Komudagur: 2011-03-04 - Sendandi: Mörður Árnason alþingismaður - Skýring: (frá Póst- og fjarskiptastofnun)[PDF]

Þingmál A138 (tæki og búnaður á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-11-22 16:05:12 - [HTML]

Þingmál A158 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 174 (frumvarp) útbýtt þann 2010-11-09 13:22:00 [HTML]

Þingmál A188 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2010-11-18 12:42:55 - [HTML]
78. þingfundur - Helgi Hjörvar (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-02-24 12:15:34 - [HTML]

Þingmál A189 (opinber innkaup)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Magnús Orri Schram (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-05-17 17:51:51 - [HTML]
136. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-05-31 12:13:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 720 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 737 - Komudagur: 2010-12-07 - Sendandi: Landspítali - háskólasjúkrahús[PDF]
Dagbókarnúmer 742 - Komudagur: 2010-12-07 - Sendandi: Frumtök-samtök framl.frumlyfja[PDF]
Dagbókarnúmer 1150 - Komudagur: 2011-01-17 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A196 (sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-16 13:30:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 544 - Komudagur: 2010-11-30 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A198 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 18:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1111 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-24 14:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1296 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-04-11 17:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1324 (lög í heild) útbýtt þann 2011-04-15 14:00:00 [HTML]
Þingræður:
30. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-17 17:39:49 - [HTML]
107. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-04-07 12:28:12 - [HTML]

Þingmál A200 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 217 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-16 13:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 570 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-16 21:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 641 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-12-18 12:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 657 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-12-18 15:32:00 [HTML]
Þingræður:
31. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-18 14:41:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 488 - Komudagur: 2010-11-29 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 567 - Komudagur: 2010-12-01 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A201 (skeldýrarækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1597 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-01 15:50:00 [HTML]
Þingræður:
147. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2011-06-09 18:36:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1194 - Komudagur: 2011-02-01 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A204 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 849 - Komudagur: 2010-12-09 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A206 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 369 - Komudagur: 2010-11-24 - Sendandi: Sveinn Óskar Sigurðsson[PDF]
Dagbókarnúmer 413 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: Umboðsmaður skuldara[PDF]
Dagbókarnúmer 664 - Komudagur: 2010-12-03 - Sendandi: Sveinn Óskar Sigurðsson - Skýring: (viðbótar umsögn og ýmis gögn)[PDF]

Þingmál A208 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 899 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: Samtök íslenskra gagnavera[PDF]

Þingmál A210 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1141 - Komudagur: 2011-01-13 - Sendandi: Þórður Bogason, Lögmenn Höfðabakka - Skýring: (sbr. fyrri umsögn)[PDF]

Þingmál A212 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-16 15:32:08 - [HTML]
28. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-11-16 18:40:34 - [HTML]

Þingmál A227 (málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir alþjóðlegum dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 258 (þáltill.) útbýtt þann 2010-11-18 14:51:00 [HTML]
Þingræður:
68. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-01 17:16:46 - [HTML]
68. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2011-02-01 17:26:46 - [HTML]
68. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-01 17:41:01 - [HTML]
68. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2011-02-01 18:21:34 - [HTML]

Þingmál A234 (Lúganósamningurinn um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 265 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-18 15:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 538 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-15 13:56:00 [HTML]
Þingræður:
34. þingfundur - Ögmundur Jónasson (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-24 16:20:55 - [HTML]
59. þingfundur - Róbert Marshall (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-01-17 16:56:22 - [HTML]

Þingmál A237 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 268 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-18 15:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1511 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2011-05-20 13:58:00 [HTML]
Þingræður:
102. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-29 18:42:18 - [HTML]
102. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-03-29 19:22:26 - [HTML]
104. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-31 15:08:48 - [HTML]
104. þingfundur - Eygló Harðardóttir (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-31 15:18:09 - [HTML]
104. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-03-31 15:31:38 - [HTML]
104. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-31 16:02:49 - [HTML]
104. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-31 16:06:59 - [HTML]
107. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-07 16:05:14 - [HTML]

Þingmál A281 (úttekt á áhrifum Schengen-samstarfsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1878 - Komudagur: 2011-03-31 - Sendandi: Landhelgisgæsla Íslands[PDF]

Þingmál A298 (stjórn vatnamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 344 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-25 15:37:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1070 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-03-28 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1278 (lög í heild) útbýtt þann 2011-04-07 11:53:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 966 - Komudagur: 2010-12-14 - Sendandi: Landmælingar Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1013 - Komudagur: 2010-12-20 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1848 - Komudagur: 2011-03-29 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (um 10. gr.)[PDF]

Þingmál A299 (umhverfisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 345 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-25 15:37:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-01-19 16:02:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1308 - Komudagur: 2011-02-14 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur[PDF]
Dagbókarnúmer 1309 - Komudagur: 2011-02-14 - Sendandi: Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa[PDF]

Þingmál A300 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1139 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-29 13:41:00 [HTML]
Þingræður:
103. þingfundur - Magnús Orri Schram (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-03-30 15:32:55 - [HTML]

Þingmál A306 (stofnun björgunarskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 369 (þáltill.) útbýtt þann 2010-11-30 20:31:00 [HTML]

Þingmál A313 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 380 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-30 18:05:00 [HTML]
Þingræður:
42. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-12-06 15:50:24 - [HTML]

Þingmál A337 (stefna Íslands í málefnum norðurslóða)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-01-18 14:39:24 - [HTML]

Þingmál A348 (rannsóknarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2010-12-06 14:52:00 [HTML]

Þingmál A356 (staða Íbúðalánasjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 446 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2010-12-07 21:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 950 (svar) útbýtt þann 2011-03-03 14:08:00 [HTML]

Þingmál A358 (samstarf um eftirlit og björgunarstörf á hafinu umhverfis Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 455 (þáltill.) útbýtt þann 2010-12-08 15:49:00 [HTML]

Þingmál A359 (gistináttaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1399 - Komudagur: 2011-02-18 - Sendandi: ISAVIA ohf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1434 - Komudagur: 2011-02-22 - Sendandi: Markaðsstofa Austurlands[PDF]

Þingmál A366 (kostnaður við vegagerð og tekjur af samgöngum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 468 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2010-12-09 17:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 813 (svar) útbýtt þann 2011-02-16 13:00:00 [HTML]

Þingmál A380 (framkvæmd þjónustusamnings við Menntaskólann Hraðbraut)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 498 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-12-14 11:16:00 [HTML]

Þingmál A381 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-14 11:16:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1750 - Komudagur: 2011-03-17 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1761 - Komudagur: 2011-03-15 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Kópavogs[PDF]
Dagbókarnúmer 1999 - Komudagur: 2011-04-08 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins[PDF]

Þingmál A382 (Framkvæmdasjóður ferðamannastaða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1435 - Komudagur: 2011-02-22 - Sendandi: Þjóðminjasafn Íslands[PDF]

Þingmál A386 (Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 543 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-15 16:04:00 [HTML]

Þingmál A388 (samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-15 20:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 768 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-01-31 16:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 770 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-02-01 16:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 778 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-02-02 14:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 779 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-02-02 14:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 834 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2011-02-15 13:22:00 [HTML]
Þingræður:
50. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2010-12-16 15:27:16 - [HTML]
50. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2010-12-16 15:42:27 - [HTML]
50. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2010-12-16 16:54:48 - [HTML]
50. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-16 17:55:57 - [HTML]
50. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-12-16 18:32:01 - [HTML]
50. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-12-16 20:41:53 - [HTML]
50. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-12-16 20:57:32 - [HTML]
69. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-02-02 14:41:05 - [HTML]
69. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-02 15:14:25 - [HTML]
69. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-02 15:18:36 - [HTML]
69. þingfundur - Þór Saari (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-02-02 15:30:02 - [HTML]
69. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-02-02 16:19:05 - [HTML]
69. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-02-02 16:56:46 - [HTML]
69. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2011-02-02 17:43:39 - [HTML]
69. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-02-02 19:46:15 - [HTML]
69. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-02-02 20:15:23 - [HTML]
69. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2011-02-02 22:08:45 - [HTML]
69. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-02 22:41:47 - [HTML]
69. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-02-02 22:48:33 - [HTML]
70. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-03 11:41:29 - [HTML]
70. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2011-02-03 11:43:40 - [HTML]
70. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-02-03 12:28:19 - [HTML]
72. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-15 16:35:34 - [HTML]
72. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-15 16:39:47 - [HTML]
72. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-02-15 17:40:56 - [HTML]
72. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-15 18:18:59 - [HTML]
72. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-15 18:23:15 - [HTML]
72. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2011-02-15 18:27:39 - [HTML]
72. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2011-02-15 19:43:21 - [HTML]
72. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-02-15 21:08:28 - [HTML]
72. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-15 21:23:50 - [HTML]
72. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-15 21:25:07 - [HTML]
72. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2011-02-15 21:54:28 - [HTML]
72. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-15 22:08:53 - [HTML]
72. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-15 23:07:46 - [HTML]
72. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-02-15 23:21:37 - [HTML]
72. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-02-16 00:01:51 - [HTML]
72. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-16 00:20:44 - [HTML]
72. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-02-16 01:38:13 - [HTML]
72. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-16 01:55:55 - [HTML]
73. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-02-16 13:38:29 - [HTML]
73. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-02-16 15:02:17 - [HTML]
73. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-02-16 15:23:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1074 - Komudagur: 2011-01-07 - Sendandi: Stefán Már Stefánsson o.fl. - Skýring: (SMS, BB, DG og SGÞ)[PDF]
Dagbókarnúmer 1075 - Komudagur: 2011-01-07 - Sendandi: Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta[PDF]
Dagbókarnúmer 1077 - Komudagur: 2011-01-10 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1078 - Komudagur: 2011-01-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 1079 - Komudagur: 2011-01-10 - Sendandi: GAM Management hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1080 - Komudagur: 2011-01-10 - Sendandi: InDefence[PDF]
Dagbókarnúmer 1124 - Komudagur: 2011-01-10 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (samanburður á samningum)[PDF]
Dagbókarnúmer 1125 - Komudagur: 2011-01-11 - Sendandi: IFS greining[PDF]
Dagbókarnúmer 1155 - Komudagur: 2011-01-06 - Sendandi: Peter Örebeck, Noregi - Skýring: (á ensku og íslensku)[PDF]
Dagbókarnúmer 1190 - Komudagur: 2011-01-13 - Sendandi: Ríkisendurskoðun o.fl. - Skýring: (fyrri grg. um bókun Icesave-samninga, okt.09)[PDF]
Dagbókarnúmer 1347 - Komudagur: 2011-02-15 - Sendandi: Viðskiptanefnd - minni hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1472 - Komudagur: 2010-12-17 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (samkomul. um fjárhagslega skuldbindingu ríkissjóð[PDF]
Dagbókarnúmer 1828 - Komudagur: 2011-01-10 - Sendandi: Slitastjórn og skilanefnd Landsbanka Íslands hf. - Skýring: (sent skv. beiðni fl.)[PDF]

Þingmál A398 (varnarmálalög og tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 633 (frumvarp) útbýtt þann 2010-12-17 21:18:00 [HTML]

Þingmál A407 (flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 679 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-01-17 14:39:00 [HTML]
Þingræður:
68. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-01 16:39:20 - [HTML]

Þingmál A417 (eigendur banka, jöklabréfa og skuldbindingar ríkissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 689 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-01-18 13:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 923 (svar) útbýtt þann 2011-03-02 13:50:00 [HTML]

Þingmál A418 (starfsemi sendiráða og ræðismannsskrifstofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 690 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-01-18 14:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 853 (svar) útbýtt þann 2011-02-16 13:00:00 [HTML]

Þingmál A426 (flutningur Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1362 (svar) útbýtt þann 2011-05-04 14:45:00 [HTML]

Þingmál A430 (stofnun þjóðhagsstofnunar)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2011-02-14 16:29:15 - [HTML]

Þingmál A436 (þjónusta talmeinafræðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-01-20 15:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 802 (svar) útbýtt þann 2011-02-14 13:31:00 [HTML]

Þingmál A471 (umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-16 17:29:09 - [HTML]
75. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-02-17 17:40:50 - [HTML]
75. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-17 18:50:58 - [HTML]

Þingmál A483 (greiðslubyrði íslenska ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 784 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-02-02 18:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 924 (svar) útbýtt þann 2011-03-01 18:14:00 [HTML]

Þingmál A486 (áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011--2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1674 - Komudagur: 2011-03-10 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1747 - Komudagur: 2011-03-16 - Sendandi: UNICEF á Íslandi[PDF]

Þingmál A494 (heildarúttekt á starfsemi æskulýðs- og ungmennasamtaka á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2084 - Komudagur: 2011-04-28 - Sendandi: Lyftingasamband Íslands[PDF]

Þingmál A495 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-02-14 13:32:00 [HTML]

Þingmál A496 (aðgerðaáætlun í loftslagsmálum)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-03-22 16:38:28 - [HTML]

Þingmál A529 (tóbaksnotkun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1082 (svar) útbýtt þann 2011-03-23 16:41:00 [HTML]

Þingmál A533 (staða íslenskrar tungu og íslensks táknmáls)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 870 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-02-17 15:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1467 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-18 17:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1468 (breytingartillaga) útbýtt þann 2011-05-18 17:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1515 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-05-26 16:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1570 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-05-27 15:13:00 [HTML]
Þingræður:
78. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-24 11:15:12 - [HTML]
131. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-05-20 11:56:31 - [HTML]

Þingmál A544 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 102/2010 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2011-05-27 11:23:32 - [HTML]

Þingmál A549 (skipun stjórnlagaráðs)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-03 19:02:19 - [HTML]

Þingmál A561 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 949 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-03 14:08:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1911 - Komudagur: 2011-04-02 - Sendandi: Aagot Óskarsdóttir lögfræðingur[PDF]

Þingmál A563 (mat á skilaverði eignasafns Landsbanka Íslands hf.)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-16 18:09:36 - [HTML]
94. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-16 18:11:50 - [HTML]
94. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-16 18:13:33 - [HTML]

Þingmál A565 (framsal einstaklinga til annarra ríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 954 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-03-03 17:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1077 (svar) útbýtt þann 2011-03-24 10:18:00 [HTML]

Þingmál A575 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 967 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-14 14:41:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2046 - Komudagur: 2011-04-18 - Sendandi: Læknafélag Íslands[PDF]

Þingmál A577 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 976 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-14 14:41:00 [HTML]

Þingmál A583 (Fríverslunarsamtök Evrópu 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 996 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-14 15:01:00 [HTML]

Þingmál A594 (fjárhagsleg endurskipulagning vátryggingafélagsins Sjóvár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1012 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-03-14 17:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1234 (svar) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML]

Þingmál A610 (taka fjármálagerninga til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1338 (svar) útbýtt þann 2011-05-02 14:25:00 [HTML]

Þingmál A621 (ákvörðun EES-nefndarinnar um breyt. á XIII. viðauka við EES-samninginn, reglugerð nr. 216/2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1079 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-03-22 13:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1678 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-08 21:40:00 [HTML]
Þingræður:
147. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-06-09 17:36:45 - [HTML]

Þingmál A626 (endurreisn bankakerfisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1376 (svar) útbýtt þann 2011-05-16 14:43:00 [HTML]

Þingmál A646 (málefni fjármálafyrirtækja og skilanefnda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1142 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-03-29 13:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1809 (svar) útbýtt þann 2011-06-15 10:50:00 [HTML]

Þingmál A648 (Þjóðminjasafn Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1150 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1941 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-16 23:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1980 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-09-17 17:47:00 [HTML]
Þingræður:
107. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-04-07 16:41:36 - [HTML]

Þingmál A649 (skil menningarverðmæta til annarra landa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1462 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-05-17 18:19:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1482 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-05-26 16:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1509 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-05-20 12:43:00 [HTML]
Þingræður:
129. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-05-18 17:44:22 - [HTML]

Þingmál A651 (menningarminjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1153 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2420 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Héraðsskjalavörður Kópavogs og héraðsskjalavörður Árnesinga[PDF]
Dagbókarnúmer 2422 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Háskóli Íslands, Orri Vésteinsson prófessor[PDF]

Þingmál A658 (endurskoðun á núverandi kirkjuskipan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1169 (þáltill.) útbýtt þann 2011-03-30 13:43:00 [HTML]

Þingmál A672 (mat á beitingu Breta á l. um varnir gegn hryðjuverkum fyrir íslensk fyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1947 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2011-09-17 09:15:00 [HTML]

Þingmál A673 (greiðsluþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML]

Þingmál A674 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00 [HTML]
Þingræður:
162. þingfundur - Róbert Marshall (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-13 15:52:16 - [HTML]
164. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2011-09-15 19:00:28 - [HTML]
164. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-09-16 00:20:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2488 - Komudagur: 2011-05-18 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]

Þingmál A675 (heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1192 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1936 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-16 23:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1997 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-09-17 17:55:00 [HTML]

Þingmál A694 (skýrsla fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1213 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-31 16:20:00 [HTML]
Þingræður:
139. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-06-01 10:00:44 - [HTML]
139. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-06-01 11:02:20 - [HTML]
139. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2011-06-01 11:10:58 - [HTML]
139. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-06-01 12:56:07 - [HTML]
139. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-01 13:29:13 - [HTML]

Þingmál A701 (skattlagning á kolvetnisvinnslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1584 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-31 21:24:00 [HTML]

Þingmál A702 (skattlagning á kolvetnisvinnslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1221 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1584 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-31 21:24:00 [HTML]

Þingmál A703 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2163 - Komudagur: 2011-05-02 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 2404 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A705 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1224 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1707 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-09 16:29:00 [HTML]

Þingmál A708 (fullgilding Árósasamningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1227 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1864 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-12 14:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1983 (lög í heild) útbýtt þann 2011-09-17 17:49:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2313 - Komudagur: 2011-05-06 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]

Þingmál A709 (úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:34:00 [HTML]
Þingræður:
157. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-09-05 15:42:19 - [HTML]
157. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-05 16:09:50 - [HTML]

Þingmál A710 (losun gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1630 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-06 15:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1721 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-06-15 11:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1764 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-06-10 21:20:00 [HTML]
Þingræður:
113. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-04-15 15:00:28 - [HTML]
147. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-09 14:33:11 - [HTML]
147. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-09 14:45:57 - [HTML]
147. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-09 15:23:09 - [HTML]
147. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-09 15:26:20 - [HTML]
147. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-09 15:59:35 - [HTML]
147. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-09 16:33:10 - [HTML]

Þingmál A714 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1237 (þáltill.) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML]

Þingmál A719 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingræður:
156. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-09-02 14:46:28 - [HTML]

Þingmál A720 (vatnalög og rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2238 - Komudagur: 2011-05-05 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A725 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1249 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML]
Þingræður:
110. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-04-12 18:42:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2115 - Komudagur: 2011-04-27 - Sendandi: ISNIC, Internet á Íslandi hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2470 - Komudagur: 2011-05-17 - Sendandi: Internet á Íslandi hf.(Logos lögm.þjónusta)[PDF]
Dagbókarnúmer 2495 - Komudagur: 2011-05-18 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 2521 - Komudagur: 2011-05-18 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 2749 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: ISNIC - Internet á Íslandi[PDF]

Þingmál A726 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1250 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2037 - Komudagur: 2011-04-18 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]

Þingmál A734 (námsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1259 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML]

Þingmál A741 (skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1879 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-09-08 17:36:00 [HTML]

Þingmál A751 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-04-13 16:51:08 - [HTML]
111. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-04-13 20:40:24 - [HTML]

Þingmál A768 (brottfall laga um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-05-19 18:23:33 - [HTML]

Þingmál A770 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1380 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-05-05 18:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1688 (svar) útbýtt þann 2011-06-10 14:53:00 [HTML]

Þingmál A777 (sæstrengir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1686 (svar) útbýtt þann 2011-06-09 10:23:00 [HTML]

Þingmál A788 (gjaldeyrismál og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1398 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-10 17:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1958 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-16 23:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1976 (lög í heild) útbýtt þann 2011-09-17 17:46:00 [HTML]
Þingræður:
143. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-07 17:16:04 - [HTML]
143. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-07 17:58:34 - [HTML]
143. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-06-07 20:31:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2562 - Komudagur: 2011-05-19 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 2718 - Komudagur: 2011-05-24 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A789 (stofnun hlutafélaga um vegaframkvæmdir)[HTML]

Þingræður:
146. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-09 10:49:41 - [HTML]

Þingmál A791 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1416 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-05-12 14:41:00 [HTML]
Þingræður:
124. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-16 17:30:38 - [HTML]
124. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-16 21:24:58 - [HTML]
124. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-17 00:25:14 - [HTML]
124. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2011-05-17 00:36:11 - [HTML]

Þingmál A823 (sókn í atvinnumálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1464 (þáltill.) útbýtt þann 2011-05-20 10:10:00 [HTML]

Þingmál A824 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2774 - Komudagur: 2011-06-03 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins[PDF]

Þingmál A826 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1474 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-19 11:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1692 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-08 21:30:00 [HTML]
Þingræður:
139. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-01 16:18:20 - [HTML]
151. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2011-06-11 12:49:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2868 - Komudagur: 2011-06-06 - Sendandi: Helgi Áss Grétarsson[PDF]

Þingmál A827 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1475 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-19 11:15:00 [HTML]
Þingræður:
140. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-03 17:02:05 - [HTML]
140. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-03 18:17:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3002 - Komudagur: 2011-08-12 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 3027 - Komudagur: 2011-08-19 - Sendandi: Landsbankinn hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 3050 - Komudagur: 2011-08-23 - Sendandi: LÍÚ, SF og SA - Skýring: (ums., álit LEX og mb. Deloitte)[PDF]

Þingmál A839 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3003 - Komudagur: 2011-08-12 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A861 (löggilding nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1575 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-31 11:29:00 [HTML]

Þingmál A880 (samkeppni á ljósleiðaramarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1894 (svar) útbýtt þann 2011-09-12 14:54:00 [HTML]

Þingmál A892 (efnahagsreikningur Arion banka, Íslandsbanka og NBI (Landsbankans) við stofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1796 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-06-11 16:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1901 (svar) útbýtt þann 2011-09-13 15:31:00 [HTML]

Þingmál A902 (heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1848 (frumvarp) útbýtt þann 2011-09-02 18:17:00 [HTML]

Þingmál A909 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1918 (álit) útbýtt þann 2011-09-15 21:17:00 [HTML]

Þingmál B165 ()[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2010-11-05 11:10:58 - [HTML]

Þingmál B240 (eftirlitskerfi ESB og Ísland)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-11-18 10:40:12 - [HTML]

Þingmál B253 (AGS og fjármögnun Íbúðalánasjóðs)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-11-22 15:21:26 - [HTML]

Þingmál B277 (stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart NATO)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2010-11-25 11:02:06 - [HTML]

Þingmál B308 ()[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2010-11-30 14:02:11 - [HTML]
39. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-11-30 14:29:24 - [HTML]
39. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-11-30 14:31:39 - [HTML]

Þingmál B345 (staða Íbúðalánasjóðs)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-12-07 15:22:12 - [HTML]

Þingmál B420 ()[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2010-12-17 14:51:49 - [HTML]

Þingmál B509 ()[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-01-25 14:10:26 - [HTML]

Þingmál B511 ()[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2011-01-26 14:08:58 - [HTML]
65. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-01-26 14:32:57 - [HTML]

Þingmál B553 ()[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-02-02 14:21:52 - [HTML]

Þingmál B567 (styrkir frá ESB)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-02-03 10:51:32 - [HTML]

Þingmál B601 ()[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2011-02-16 16:13:02 - [HTML]

Þingmál B627 (endurreisn bankakerfisins)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-02-17 11:05:58 - [HTML]

Þingmál B631 (viðbragðsáætlun við fjármálaóstöðugleika)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-02-22 14:35:48 - [HTML]

Þingmál B643 ()[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-02-23 14:04:16 - [HTML]

Þingmál B683 (lausn á vanda sparisjóðanna)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-02-28 15:33:50 - [HTML]

Þingmál B719 ()[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2011-03-14 15:38:26 - [HTML]

Þingmál B814 (staða Íbúðalánasjóðs)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-23 14:51:56 - [HTML]

Þingmál B819 (launakjör hjá skilanefndum bankanna)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Þráinn Bertelsson - Ræða hófst: 2011-03-24 10:44:11 - [HTML]

Þingmál B902 (hagsmunir Íslands í Icesave-málinu)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-04-11 15:32:31 - [HTML]

Þingmál B913 ()[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2011-04-12 14:01:53 - [HTML]

Þingmál B973 (rekstrargrundvöllur gagnavera á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-04 15:41:54 - [HTML]

Þingmál B1079 ()[HTML]

Þingræður:
131. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2011-05-20 10:36:36 - [HTML]

Þingmál B1104 (Íbúðalánasjóður)[HTML]

Þingræður:
135. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2011-05-30 10:54:44 - [HTML]

Þingmál B1116 ()[HTML]

Þingræður:
136. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-05-31 10:32:07 - [HTML]

Þingmál B1162 (sameining háskóla landsins)[HTML]

Þingræður:
141. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-06-06 10:33:27 - [HTML]
141. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-06-06 10:59:50 - [HTML]

Þingmál B1179 ()[HTML]

Þingræður:
145. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-06-08 20:13:03 - [HTML]

Þingmál B1207 (áhrif frumvarps um stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
147. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-06-09 14:10:01 - [HTML]

Þingmál B1212 ()[HTML]

Þingræður:
148. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-06-10 11:50:02 - [HTML]

Þingmál B1253 ()[HTML]

Þingræður:
156. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-09-02 11:11:04 - [HTML]

Þingmál B1264 (orð forseta Íslands um Icesave)[HTML]

Þingræður:
157. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2011-09-05 10:36:03 - [HTML]

Þingmál B1338 (afskriftir banka og fjármálastofnana á skuldum heimilanna)[HTML]

Þingræður:
163. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-09-14 15:42:33 - [HTML]

Löggjafarþing 140

Þingmál A1 (fjárlög 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-01 14:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 390 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-11-28 18:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 394 (breytingartillaga) útbýtt þann 2011-11-28 18:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 454 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-12-06 17:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 493 (lög í heild) útbýtt þann 2011-12-07 19:09:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-04 10:31:54 - [HTML]
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-04 11:25:58 - [HTML]
3. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2011-10-04 11:27:31 - [HTML]
3. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2011-10-04 13:57:37 - [HTML]
3. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-04 14:20:28 - [HTML]
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-04 14:56:50 - [HTML]
3. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-04 15:01:31 - [HTML]
3. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2011-10-04 17:53:25 - [HTML]
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-10-04 19:48:59 - [HTML]
28. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-29 15:28:10 - [HTML]
28. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-11-29 18:28:00 - [HTML]
28. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-11-30 00:52:46 - [HTML]
32. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-06 12:50:06 - [HTML]
32. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-12-06 14:01:27 - [HTML]
32. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-06 14:55:35 - [HTML]
33. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-12-07 18:47:57 - [HTML]

Þingmál A3 (tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-10-04 10:17:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 2011-10-26 - Sendandi: Þorkell Helgason - Skýring: (samanburður á stjórnlögum)[PDF]
Dagbókarnúmer 231 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Hjalti Hugason prófessor[PDF]
Dagbókarnúmer 579 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Svavar Kjarrval Lúthersson[PDF]
Dagbókarnúmer 584 - Komudagur: 2011-11-30 - Sendandi: Landssamtök landeigenda[PDF]
Dagbókarnúmer 801 - Komudagur: 2011-12-12 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - Skýring: (lagt fram á fundi se.)[PDF]

Þingmál A6 (meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Davíð Stefánsson - Ræða hófst: 2012-02-21 20:57:16 - [HTML]

Þingmál A7 (efling græna hagkerfisins á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-06 12:37:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2769 - Komudagur: 2011-10-06 - Sendandi: Skúli Helgason, form. nefndar um eflingu græna hagkerfisins[PDF]

Þingmál A9 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-10-06 15:20:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 21 - Komudagur: 2011-11-03 - Sendandi: Marinó G. Njálsson[PDF]
Dagbókarnúmer 24 - Komudagur: 2011-11-04 - Sendandi: Samtök lánþega[PDF]

Þingmál A10 (sókn í atvinnumálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-11 13:12:00 [HTML]

Þingmál A16 (leiðréttingar á höfuðstól íbúðalána og minna vægi verðtryggingar)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-20 14:43:14 - [HTML]

Þingmál A20 (aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 741 - Komudagur: 2011-12-09 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 786 - Komudagur: 2011-12-12 - Sendandi: Rolf Johansen hf.[PDF]

Þingmál A28 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Þráinn Bertelsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-20 17:04:56 - [HTML]

Þingmál A39 (þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-13 17:28:26 - [HTML]

Þingmál A52 (málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir viðeigandi dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 52 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-05 16:55:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-03 16:42:47 - [HTML]

Þingmál A57 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-05 17:17:00 [HTML]
Þingræður:
14. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-20 17:24:07 - [HTML]

Þingmál A58 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-06 10:20:00 [HTML]

Þingmál A97 (fjáraukalög 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-11 15:29:00 [HTML]
Þingskjal nr. 271 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-11-09 18:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 276 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-11-10 10:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 299 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-11-15 17:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 326 (lög í heild) útbýtt þann 2011-11-17 10:38:00 [HTML]
Þingræður:
8. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-13 11:07:10 - [HTML]
8. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-13 11:52:08 - [HTML]
8. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2011-10-13 11:53:32 - [HTML]
8. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2011-10-13 13:31:16 - [HTML]
20. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2011-11-10 14:50:31 - [HTML]
20. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-11-10 16:11:13 - [HTML]

Þingmál A98 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 98 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-11 14:55:00 [HTML]

Þingmál A113 (greiðsluþátttaka ríkissjóðs vegna uppbyggingar Helguvíkurhafnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1705 - Komudagur: 2012-04-13 - Sendandi: Hafnasamband Íslands[PDF]

Þingmál A114 (löggilding nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-13 17:11:00 [HTML]

Þingmál A136 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-18 13:11:00 [HTML]

Þingmál A137 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1918 - Komudagur: 2012-04-24 - Sendandi: Ákærendafélag Íslands[PDF]

Þingmál A144 (undirbúningur að stofnun björgunarskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-19 16:47:00 [HTML]

Þingmál A147 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-19 15:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 997 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-03-21 15:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1252 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-05-03 11:05:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 229 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Læknafélag Íslands[PDF]

Þingmál A157 (kostnaður við utanlandsferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 246 (svar) útbýtt þann 2011-11-09 14:34:00 [HTML]

Þingmál A167 (heiti Ríkisútvarpsins)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-11-28 16:13:14 - [HTML]

Þingmál A193 (fjársýsluskattur)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-11-03 14:08:39 - [HTML]
17. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-03 14:13:58 - [HTML]
17. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-03 14:17:51 - [HTML]
37. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-12-15 16:35:33 - [HTML]

Þingmál A195 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 200 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-01 14:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 564 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-12-16 01:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 608 (lög í heild) útbýtt þann 2011-12-17 20:44:00 [HTML]
Þingræður:
35. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2011-12-13 19:57:19 - [HTML]
36. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-12-14 12:04:16 - [HTML]
36. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-12-14 15:08:45 - [HTML]
36. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2011-12-14 16:07:33 - [HTML]
36. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-12-14 18:38:14 - [HTML]
36. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-14 20:26:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 32 - Komudagur: 2011-11-07 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 171 - Komudagur: 2011-11-15 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 273 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Elkem á Íslandi - Skýring: (um d-lið 11. gr.)[PDF]
Dagbókarnúmer 309 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Norðurál ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 310 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Allianz Ísland hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 363 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Magnús Garðarsson forstjóri Íslenska kísilfélagsins[PDF]
Dagbókarnúmer 658 - Komudagur: 2011-12-05 - Sendandi: Biskupsstofa, kirkjuráð[PDF]
Dagbókarnúmer 870 - Komudagur: 2011-12-06 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (um kolefnisgjald - lagt fram á fundi av.)[PDF]

Þingmál A202 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1349 - Komudagur: 2012-03-04 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A203 (varnarmálalög og lög um tekjustofna sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 208 (frumvarp) útbýtt þann 2011-11-01 12:44:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-03 16:12:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 431 - Komudagur: 2011-11-24 - Sendandi: Landhelgisgæsla Íslands[PDF]

Þingmál A206 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis árið 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-11-02 14:32:00 [HTML]

Þingmál A221 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu og eignarréttur á auðlindum hafsbotnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2011-11-02 16:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 731 (breytingartillaga) útbýtt þann 2012-01-30 14:29:00 [HTML]
Þingskjal nr. 747 (lög í heild) útbýtt þann 2012-02-01 17:22:00 [HTML]
Þingræður:
51. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-31 15:37:13 - [HTML]

Þingmál A256 (sjúkratryggingar og lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1244 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-04-30 16:40:00 [HTML]

Þingmál A266 (heildstæð orkustefna fyrir Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-11-14 14:33:00 [HTML]
Þingræður:
56. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-14 16:16:46 - [HTML]

Þingmál A268 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-14 15:22:00 [HTML]
Þingræður:
53. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-02 15:18:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1261 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: LOGOS fh. Internets á Íslandi hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1316 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Magnús Soffaníasson frkvstj. TSC ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1326 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 1337 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: ISNIC - Internet á Íslandi - Skýring: (viðbótar umsögn)[PDF]
Dagbókarnúmer 1456 - Komudagur: 2012-03-07 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]

Þingmál A272 (Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1018 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2012-03-20 14:27:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1054 - Komudagur: 2012-02-16 - Sendandi: Samtök um betri byggð[PDF]

Þingmál A273 (Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 301 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-15 14:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1018 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2012-03-20 14:27:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1055 - Komudagur: 2012-02-16 - Sendandi: Samtök um betri byggð[PDF]

Þingmál A279 (ósnortin víðerni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 310 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2011-11-15 17:48:00 [HTML]
Þingræður:
42. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-16 18:40:27 - [HTML]
42. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-01-16 18:43:43 - [HTML]

Þingmál A283 (þátttaka Íslendinga á Ólympíuleikunum)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-01-16 19:10:59 - [HTML]
42. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-01-16 19:18:58 - [HTML]

Þingmál A284 (afrekssjóður Íþróttasambands Íslands)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2012-01-16 19:29:58 - [HTML]

Þingmál A297 (þátttaka Íslendinga á Ólympíuleikum fatlaðra)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-30 16:24:43 - [HTML]

Þingmál A302 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 351 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-21 14:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1544 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-06-13 18:09:00 [HTML]
Þingræður:
34. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2011-12-08 12:33:00 - [HTML]

Þingmál A304 (hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 674 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-01-17 14:24:00 [HTML]
Þingræður:
38. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-16 11:24:21 - [HTML]
38. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-16 12:12:54 - [HTML]
38. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2011-12-16 12:39:35 - [HTML]
38. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-12-16 15:00:08 - [HTML]
38. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2011-12-16 15:14:12 - [HTML]
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-12-16 17:54:46 - [HTML]
38. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-12-16 18:44:01 - [HTML]
38. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-16 20:58:18 - [HTML]
38. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-12-16 21:19:07 - [HTML]
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-16 21:28:44 - [HTML]
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-12-16 21:33:02 - [HTML]
48. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-25 15:49:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 879 - Komudagur: 2012-01-09 - Sendandi: GAMMA[PDF]

Þingmál A306 (tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 357 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-24 13:52:00 [HTML]
Þingræður:
39. þingfundur - Magnús Orri Schram (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-17 15:27:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 662 - Komudagur: 2011-12-05 - Sendandi: Íslandsstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 797 - Komudagur: 2011-12-12 - Sendandi: Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda - Skýring: (lagt fram á fundi av.)[PDF]

Þingmál A314 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 368 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-24 13:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 866 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-02-28 13:07:00 [HTML]
Þingskjal nr. 903 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-02-28 14:34:00 [HTML]

Þingmál A315 (skil menningarverðmæta til annarra landa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 369 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-25 13:56:00 [HTML]

Þingmál A316 (menningarminjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 370 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-25 13:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1452 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-06-07 14:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1610 (lög í heild) útbýtt þann 2012-06-18 21:29:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1113 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Íslenska ICOMOS-nefndin og fleiri - Skýring: (sameiginl. umsögn)[PDF]

Þingmál A318 (Landsvirkjun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 372 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-25 13:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 537 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-12-13 20:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 554 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-12-15 11:19:00 [HTML]
Þingræður:
29. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-30 19:13:12 - [HTML]
38. þingfundur - Kristján L. Möller (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-17 00:01:58 - [HTML]

Þingmál A329 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (þáltill.) útbýtt þann 2011-11-29 17:05:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-23 14:02:49 - [HTML]

Þingmál A333 (áhrif lækkunar höfuðstóls húsnæðislána)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1430 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2012-05-31 11:58:00 [HTML]

Þingmál A341 (fullgilding Evrópuráðssamningsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 417 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 14:50:00 [HTML]

Þingmál A342 (tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 15:16:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1286 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1464 - Komudagur: 2012-01-05 - Sendandi: Neyðarlínan ohf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1478 - Komudagur: 2012-03-06 - Sendandi: Vodafone[PDF]

Þingmál A343 (fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1287 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]

Þingmál A344 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 14:50:00 [HTML]
Þingræður:
53. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-02 18:26:20 - [HTML]

Þingmál A349 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML]

Þingmál A354 (Schengen-samstarfið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 430 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2011-11-30 16:16:00 [HTML]

Þingmál A362 (fjarskipti og Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-08 18:01:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 796 - Komudagur: 2011-12-15 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofn - Skýring: (um 13. gr.)[PDF]
Dagbókarnúmer 814 - Komudagur: 2011-12-15 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - Skýring: (v. gjaldtöku)[PDF]

Þingmál A364 (fjarskiptasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 440 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 548 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-12-14 18:18:00 [HTML]
Þingræður:
34. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-08 18:19:23 - [HTML]

Þingmál A365 (kjararáð og Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 867 - Komudagur: 2011-12-23 - Sendandi: Skilanefnd Landsbanka Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 947 - Komudagur: 2012-02-01 - Sendandi: Landsbankinn hf. - Skýring: (lagt fram á fundi ev.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1044 - Komudagur: 2012-02-15 - Sendandi: Bankasýsla ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 1629 - Komudagur: 2012-03-26 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A366 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1323 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: IMMI - alþjóðleg stofnun um tján. og uppl.frelsi[PDF]
Dagbókarnúmer 1324 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: ISAVIA ohf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1638 - Komudagur: 2012-03-27 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 1919 - Komudagur: 2012-04-24 - Sendandi: Forsætisráðuneytið[PDF]

Þingmál A368 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-17 14:39:44 - [HTML]

Þingmál A372 (umhverfisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML]
Þingræður:
49. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-26 13:45:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1299 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa[PDF]
Dagbókarnúmer 1303 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur[PDF]

Þingmál A373 (samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 449 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML]
Þingræður:
47. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-01-24 14:38:05 - [HTML]
47. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-24 15:10:05 - [HTML]
47. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-24 16:15:34 - [HTML]
106. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-24 22:10:22 - [HTML]
106. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-05-24 22:54:30 - [HTML]
106. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-05-25 00:16:00 - [HTML]
109. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-05-30 11:04:19 - [HTML]
109. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-05-30 16:53:28 - [HTML]
109. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-30 17:10:16 - [HTML]
109. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-05-30 17:51:01 - [HTML]

Þingmál A376 (frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 452 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1616 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-06-18 21:31:00 [HTML]
Þingræður:
47. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-01-24 18:07:58 - [HTML]
99. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-15 17:58:58 - [HTML]
99. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-15 18:11:55 - [HTML]
99. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-05-15 18:17:35 - [HTML]
99. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2012-05-15 19:59:26 - [HTML]
99. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-15 20:22:23 - [HTML]
99. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2012-05-15 22:01:58 - [HTML]
105. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-22 21:10:24 - [HTML]
105. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-05-22 21:32:21 - [HTML]

Þingmál A379 (kostnaður við Evrópusambandsaðild)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 858 (svar) útbýtt þann 2012-02-27 14:44:00 [HTML]

Þingmál A380 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-08 19:09:32 - [HTML]

Þingmál A385 (stefna um beina erlenda fjárfestingu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 498 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-12-08 15:15:00 [HTML]

Þingmál A392 (fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2012-06-12 20:00:54 - [HTML]
126. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-06-19 11:47:00 - [HTML]

Þingmál A393 (samgönguáætlun 2011--2022)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1196 - Komudagur: 2012-02-28 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja[PDF]

Þingmál A398 (greiðslur í þróunarsjóð EFTA)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 559 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-12-15 15:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 755 (svar) útbýtt þann 2012-02-03 11:37:00 [HTML]

Þingmál A403 (afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Bjarni Benediktsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-20 10:32:13 - [HTML]
46. þingfundur - Þór Saari - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-20 10:48:16 - [HTML]
46. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-01-20 12:29:31 - [HTML]
46. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-01-20 15:44:46 - [HTML]
46. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-20 16:01:27 - [HTML]
46. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-01-20 16:57:17 - [HTML]
46. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2012-01-20 17:57:33 - [HTML]
46. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-20 18:26:25 - [HTML]
64. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-02-29 20:15:13 - [HTML]
64. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-29 20:49:55 - [HTML]
64. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2012-02-29 23:10:48 - [HTML]

Þingmál A405 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 581 (frumvarp) útbýtt þann 2011-12-16 14:39:00 [HTML]

Þingmál A408 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1132 - Komudagur: 2012-02-22 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A409 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Jón Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-14 17:22:02 - [HTML]

Þingmál A416 (málshöfðun gegn fyrrverandi fjármálaráðherra, Árna M. Mathiesen)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 655 (þáltill.) útbýtt þann 2012-01-16 14:46:00 [HTML]

Þingmál A417 (málshöfðun gegn fyrrverandi utanríkisráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 656 (þáltill.) útbýtt þann 2012-01-16 14:46:00 [HTML]

Þingmál A418 (málshöfðun gegn fyrrverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðssyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 657 (þáltill.) útbýtt þann 2012-01-16 14:46:00 [HTML]

Þingmál A426 (ríkisstuðningur við innlánsstofnanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1154 (svar) útbýtt þann 2012-04-03 14:02:00 [HTML]

Þingmál A440 (framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1102 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A447 (mælingar á dilkakjöti og beitarrannsóknir í Skutulsfirði)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-01-30 17:09:51 - [HTML]

Þingmál A462 (greiðslur samkvæmt starfslokasamningum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 707 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-01-20 13:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 892 (svar) útbýtt þann 2012-02-28 15:44:00 [HTML]

Þingmál A467 (myndlistarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 713 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-01-24 17:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1333 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-15 17:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1453 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-06-07 10:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1501 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-06-11 22:00:00 [HTML]
Þingræður:
110. þingfundur - Þuríður Backman (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-31 16:41:31 - [HTML]

Þingmál A468 (háskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1754 - Komudagur: 2012-04-16 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A474 (Evrópustofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 773 (svar) útbýtt þann 2012-02-13 14:45:00 [HTML]

Þingmál A508 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1534 - Komudagur: 2012-03-15 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 1551 - Komudagur: 2012-03-16 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 1950 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd, meiri hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 2651 - Komudagur: 2012-05-30 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - Skýring: (framh.umsögn)[PDF]

Þingmál A523 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2011--2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 803 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-02-16 10:16:00 [HTML]

Þingmál A524 (nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1025 (svar) útbýtt þann 2012-03-21 18:20:00 [HTML]

Þingmál A535 (skipun rannsóknarnefndar til að skoða starfshætti ráðuneyta og Seðlabanka Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1912 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A536 (heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (frumvarp) útbýtt þann 2012-02-16 16:50:00 [HTML]

Þingmál A541 (Evrópuráðsþingið 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-02-21 13:14:00 [HTML]

Þingmál A565 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-30 16:45:01 - [HTML]

Þingmál A566 (starfsmannahald og rekstur sendiráða Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-02-27 15:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1411 (svar) útbýtt þann 2012-05-25 18:32:00 [HTML]

Þingmál A587 (aukin áhrif Íslands á mótun og töku ákvarðana á vettvangi Evrópusamstarfs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 915 (þáltill.) útbýtt þann 2012-02-29 20:36:00 [HTML]

Þingmál A599 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 935 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-12 14:26:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2038 - Komudagur: 2012-05-04 - Sendandi: IMMI - alþjóðleg stofnun um tján. og uppl.frelsi[PDF]

Þingmál A600 (staðfesting samnings um afhendingu vegna refsiverðrar háttsemi milli Norðurlandanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1497 - Komudagur: 2012-03-12 - Sendandi: Svavar Kjarrval Lúthersson[PDF]

Þingmál A608 (gjaldeyrismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1623 - Komudagur: 2012-03-12 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi ev.)[PDF]

Þingmál A609 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 19/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 959 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-13 13:08:00 [HTML]
Þingræður:
81. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-30 16:14:46 - [HTML]

Þingmál A611 (ákvörðun EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2376 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Samtök iðnaðarins o.fl. - Skýring: (SI, Samál, Samorka, FÍF, SA)[PDF]

Þingmál A625 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 988 (frumvarp) útbýtt þann 2012-03-14 15:52:00 [HTML]

Þingmál A636 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-27 23:17:36 - [HTML]
80. þingfundur - Magnús M. Norðdahl - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-29 16:16:02 - [HTML]
100. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-16 15:56:19 - [HTML]
102. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-19 11:14:58 - [HTML]
102. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-19 11:23:55 - [HTML]
105. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-22 16:48:51 - [HTML]
105. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-22 16:53:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1631 - Komudagur: 2012-03-26 - Sendandi: Landssamtök landeigenda og Landssamband veiðifélaga[PDF]

Þingmál A654 (bókmenntasjóður o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2393 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Bókmenntasjóður[PDF]

Þingmál A656 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1050 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-27 13:17:00 [HTML]

Þingmál A657 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-26 22:39:00 [HTML]
Þingræður:
79. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-03-28 22:59:24 - [HTML]
79. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-29 01:29:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1685 - Komudagur: 2012-04-11 - Sendandi: Íslandsbanki - Skýring: (sent skv. beiðni form. efnh- og viðskn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1698 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Guðbjörn Jónsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Ritari atvinnuveganefndar - Skýring: (úr skýrslu auðlindanefndar)[PDF]
Dagbókarnúmer 1843 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Landsbankinn hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1862 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 1867 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1882 - Komudagur: 2012-04-21 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 1884 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Samtök íslenskra fiskimanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1885 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ)[PDF]
Dagbókarnúmer 1889 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Tryggingamiðstöðin hf[PDF]
Dagbókarnúmer 1890 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: KPMG hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1892 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Áhugamannahópur um sjávarútvegsmál, Kristinn H. Gunnarsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1894 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum[PDF]
Dagbókarnúmer 1994 - Komudagur: 2012-04-27 - Sendandi: Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Níels Einarsson[PDF]
Dagbókarnúmer 2011 - Komudagur: 2012-05-02 - Sendandi: Sérfræðihópur skipaður af atvinnuveganefnd Alþingis[PDF]
Dagbókarnúmer 2013 - Komudagur: 2012-05-01 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagaströnd[PDF]
Dagbókarnúmer 2095 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (álit Magnúsar Thoroddsen, sent skv. beiðni ritara[PDF]
Dagbókarnúmer 2475 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2541 - Komudagur: 2012-05-16 - Sendandi: Deloitte ehf. - Skýring: (svar við aths. sjútv- og landbrn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 2575 - Komudagur: 2012-05-21 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A658 (veiðigjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1432 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-31 17:45:00 [HTML]
Þingræður:
111. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-01 14:19:49 - [HTML]
111. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-01 15:28:32 - [HTML]
112. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-06-04 11:35:23 - [HTML]
112. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2012-06-04 16:05:23 - [HTML]
113. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-06-05 12:07:38 - [HTML]
114. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-06 17:31:18 - [HTML]
115. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-06-07 14:31:30 - [HTML]
115. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-07 18:07:23 - [HTML]
115. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-07 18:11:41 - [HTML]
116. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2012-06-08 13:31:31 - [HTML]
116. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-09 00:54:18 - [HTML]
127. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-19 20:59:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1686 - Komudagur: 2012-04-11 - Sendandi: Íslandsbanki - Skýring: (sent skv. beiðni form. efnh- og viðskn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1863 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 1868 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1886 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ9[PDF]
Dagbókarnúmer 1891 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: KPMG hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1893 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Áhugamannahópur um sjávarútvegsmál, Kristinn H. Gunnarsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1895 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjum[PDF]
Dagbókarnúmer 1995 - Komudagur: 2012-04-27 - Sendandi: Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Níels Einarsson[PDF]
Dagbókarnúmer 2096 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (álit Magnúsar Thoroddsen, sent skv. beiðni ritara[PDF]
Dagbókarnúmer 2542 - Komudagur: 2012-05-16 - Sendandi: Deloitte ehf. - Skýring: (svar við aths. sjútv- og landbrn.[PDF]
Dagbókarnúmer 2576 - Komudagur: 2012-05-21 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A664 (greiðsla skaðabóta til iðkenda Falun Gong)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (þáltill.) útbýtt þann 2012-03-28 20:18:00 [HTML]

Þingmál A666 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-28 14:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1646 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-06-20 11:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1656 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-06-19 22:34:00 [HTML]

Þingmál A669 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1075 (frumvarp) útbýtt þann 2012-03-27 18:34:00 [HTML]

Þingmál A684 (sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1114 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-29 15:17:00 [HTML]

Þingmál A685 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1115 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-29 16:11:00 [HTML]

Þingmál A686 (greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1485 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-06-06 19:09:00 [HTML]

Þingmál A699 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-05-02 17:52:09 - [HTML]

Þingmál A709 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1659 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-06-19 22:53:00 [HTML]
Þingræður:
126. þingfundur - Þráinn Bertelsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-06-19 18:44:07 - [HTML]

Þingmál A712 (ráðgjafarstofa fyrirtækja í greiðsluörðugleikum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1145 (þáltill.) útbýtt þann 2012-03-30 12:35:00 [HTML]

Þingmál A716 (nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-18 21:41:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2089 - Komudagur: 2012-04-26 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - Skýring: (um dóm Hæstaréttar)[PDF]

Þingmál A718 (heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2012-04-24 19:26:49 - [HTML]

Þingmál A719 (heiðurslaun listamanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2518 - Komudagur: 2012-05-16 - Sendandi: Bandalag íslenskra listamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 2549 - Komudagur: 2012-05-18 - Sendandi: Rithöfundasamband Íslands[PDF]

Þingmál A727 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2043 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Orkusalan ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 2120 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Hjörleifur B. Kvaran fh. hönd landeigenda Haukadals o.fl.[PDF]
Dagbókarnúmer 2346 - Komudagur: 2012-05-10 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands[PDF]

Þingmál A728 (upprunaábyrgð á raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1562 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-06-15 15:54:00 [HTML]
Þingræður:
95. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-04 13:46:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2602 - Komudagur: 2012-05-22 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A734 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Eygló Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-13 11:56:03 - [HTML]
120. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2012-06-13 15:53:11 - [HTML]
120. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-06-13 17:48:44 - [HTML]
121. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-14 15:27:23 - [HTML]
122. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-06-15 12:27:43 - [HTML]
124. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-06-18 15:46:32 - [HTML]

Þingmál A739 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2756 - Komudagur: 2012-08-07 - Sendandi: Vestmannaeyjabær[PDF]

Þingmál A748 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1186 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML]
Þingræður:
90. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2012-04-27 15:34:05 - [HTML]
90. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2012-04-27 15:39:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2464 - Komudagur: 2012-05-14 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]

Þingmál A749 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1187 (frumvarp) útbýtt þann 2012-04-16 12:39:00 [HTML]

Þingmál A751 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1528 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-06-12 22:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1647 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-06-20 11:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1658 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-06-19 22:35:00 [HTML]
Þingræður:
90. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-27 19:25:50 - [HTML]
126. þingfundur - Þuríður Backman (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-19 17:35:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2354 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Fljótsdalshérað[PDF]
Dagbókarnúmer 2357 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Félag skógarbænda á Austurlandi[PDF]
Dagbókarnúmer 2377 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins o.fl. - Skýring: (SI,SA,Samál,Samorka,FÍF)[PDF]
Dagbókarnúmer 2433 - Komudagur: 2012-05-14 - Sendandi: Fljótsdalshreppur[PDF]
Dagbókarnúmer 2455 - Komudagur: 2012-05-14 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands[PDF]

Þingmál A753 (íþróttalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML]

Þingmál A761 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-04-24 14:10:00 [HTML]
Þingræður:
89. þingfundur - Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-26 15:41:42 - [HTML]
89. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-26 15:48:25 - [HTML]

Þingmál A763 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2600 - Komudagur: 2012-05-22 - Sendandi: Bankasýsla ríkisins[PDF]

Þingmál A764 (öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1255 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-05-02 21:28:00 [HTML]

Þingmál A778 (framtíðarskipan fjármálakerfisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1291 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-05-11 10:15:00 [HTML]
Þingræður:
104. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-21 16:32:38 - [HTML]

Þingmál A825 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af afgjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1491 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-06-11 15:11:00 [HTML]

Þingmál A829 (lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1554 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-06-14 18:36:00 [HTML]

Þingmál A832 (kostnaður við aðild að NATO)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1570 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-06-16 12:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1706 (svar) útbýtt þann 2012-09-10 15:25:00 [HTML]

Þingmál A834 (SpKef)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1710 (svar) útbýtt þann 2012-09-10 15:25:00 [HTML]

Þingmál B98 (staðan í aðildarferlinu við ESB)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-08 14:12:55 - [HTML]

Þingmál B147 ()[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Þráinn Bertelsson - Ræða hófst: 2011-11-09 15:22:06 - [HTML]

Þingmál B187 ()[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2011-11-15 13:49:10 - [HTML]

Þingmál B334 ()[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-12-14 11:53:33 - [HTML]
36. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2011-12-14 12:01:38 - [HTML]

Þingmál B489 (viðbrögð heilbrigðisyfirvalda vegna frétta um iðnaðarsílikon í brjóstapúðum)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - Ræða hófst: 2012-01-31 15:18:25 - [HTML]

Þingmál B498 ()[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2012-02-01 15:14:42 - [HTML]

Þingmál B553 ()[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2012-02-16 12:05:06 - [HTML]

Þingmál B651 (nýtt hátæknisjúkrahús)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2012-03-12 15:19:27 - [HTML]

Þingmál B669 ()[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2012-03-13 13:42:15 - [HTML]
71. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-03-13 13:58:33 - [HTML]

Þingmál B670 (lyfjaverð)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-13 14:34:11 - [HTML]

Þingmál B715 ()[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-03-21 15:06:53 - [HTML]

Þingmál B788 (mannréttindamál í Kína)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2012-04-16 15:16:58 - [HTML]

Þingmál B790 (auðlindagjöld)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-04-16 15:29:14 - [HTML]

Þingmál B832 (málefni Farice)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-25 15:35:12 - [HTML]
88. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-25 15:40:44 - [HTML]
88. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2012-04-25 15:48:16 - [HTML]
88. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2012-04-25 15:59:23 - [HTML]

Þingmál B851 (sjúklingar sem bíða eftir hjúkrunarrými)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - Ræða hófst: 2012-04-27 11:05:36 - [HTML]

Þingmál B960 (staðan á áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-18 15:40:56 - [HTML]
101. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2012-05-18 15:48:48 - [HTML]

Þingmál B1025 ()[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2012-05-29 20:52:44 - [HTML]

Þingmál B1067 (frumvörp um sjávarútvegsmál)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-06-04 10:46:57 - [HTML]

Þingmál B1078 (skert þjónusta við landsbyggðina)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-05 14:09:03 - [HTML]

Þingmál B1132 (viðbúnaður vegna óróa á evrusvæðinu)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2012-06-11 11:03:43 - [HTML]

Þingmál B1154 (uppgjör SpKef og Landsbankans)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Bjarni Benediktsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-13 11:07:45 - [HTML]

Löggjafarþing 141

Þingmál A1 (fjárlög 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-11 16:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 567 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-11-28 16:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 728 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-18 12:11:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-09-13 12:29:32 - [HTML]
4. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-09-14 13:57:04 - [HTML]
4. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2012-09-14 15:33:22 - [HTML]
4. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2012-09-14 17:37:46 - [HTML]
42. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2012-11-29 13:32:30 - [HTML]
42. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2012-11-29 15:46:26 - [HTML]
42. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-11-29 22:31:45 - [HTML]
43. þingfundur - Þór Saari - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-30 11:33:33 - [HTML]
43. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-30 11:37:02 - [HTML]
43. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-30 11:46:48 - [HTML]
43. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2012-11-30 11:51:54 - [HTML]
43. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-30 12:38:15 - [HTML]
43. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-11-30 15:13:06 - [HTML]
43. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-11-30 18:34:41 - [HTML]
43. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-11-30 22:28:27 - [HTML]
45. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-12-03 18:33:07 - [HTML]
45. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2012-12-03 20:08:21 - [HTML]
45. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-03 22:24:29 - [HTML]
45. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-04 00:00:09 - [HTML]
45. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2012-12-04 00:10:02 - [HTML]
46. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-12-04 15:45:07 - [HTML]
46. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2012-12-04 17:53:56 - [HTML]
46. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-12-04 19:41:40 - [HTML]
46. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-04 19:54:20 - [HTML]
46. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-04 19:59:47 - [HTML]
46. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2012-12-04 22:19:29 - [HTML]
47. þingfundur - Erla Ósk Ásgeirsdóttir - Ræða hófst: 2012-12-05 17:11:27 - [HTML]
48. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-12-06 11:57:36 - [HTML]
48. þingfundur - Bjarni Benediktsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-12-06 12:00:05 - [HTML]
48. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2012-12-06 12:55:40 - [HTML]
48. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2012-12-06 13:49:49 - [HTML]
55. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2012-12-18 13:45:32 - [HTML]
55. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-18 14:50:32 - [HTML]
55. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2012-12-18 15:05:50 - [HTML]
55. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2012-12-18 15:34:03 - [HTML]
55. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-18 16:10:42 - [HTML]
57. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2012-12-19 17:43:50 - [HTML]
58. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-12-20 12:54:31 - [HTML]
58. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2012-12-20 13:42:36 - [HTML]
58. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2012-12-20 14:48:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 715 - Komudagur: 2012-11-23 - Sendandi: Norðurál - Skýring: (sent til efnh.- og viðskn., atvn. og fjárln.[PDF]
Dagbókarnúmer 716 - Komudagur: 2012-11-23 - Sendandi: Norðurál - Skýring: (sent til atv., efnh.- og viðskn. og fjárln.)[PDF]

Þingmál A14 (sókn í atvinnumálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 10:14:00 [HTML]

Þingmál A17 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 10:54:00 [HTML]

Þingmál A27 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-13 11:28:00 [HTML]
Þingræður:
34. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-14 18:22:17 - [HTML]

Þingmál A35 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 12:29:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1524 - Komudagur: 2013-02-12 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 2013-02-14 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A40 (endurskipulagning á lífeyrissjóðakerfinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 803 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða[PDF]

Þingmál A50 (rannsókn á einkavæðingu banka)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2012-09-20 17:17:06 - [HTML]

Þingmál A58 (afsökunarbeiðni og greiðsla skaðabóta til iðkenda Falun Gong)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-14 12:30:00 [HTML]

Þingmál A62 (aukin áhrif Íslands á ákvarðanir á vettvangi Evrópusamstarfs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 62 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-14 13:06:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1035 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-02-20 14:38:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1641 - Komudagur: 2013-02-18 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1690 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Heimssýn[PDF]

Þingmál A66 (skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 68 - Komudagur: 2012-10-09 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A67 (lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-13 10:15:00 [HTML]
Þingræður:
5. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-18 16:11:40 - [HTML]

Þingmál A80 (málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 488 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A82 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 13:06:00 [HTML]

Þingmál A83 (gagnger endurskoðun á skipulagi og forsendum hvalveiða)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2012-10-11 18:55:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 417 - Komudagur: 2012-11-08 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 440 - Komudagur: 2012-11-09 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A89 (vernd og orkunýting landsvæða)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-11 20:29:28 - [HTML]
53. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-14 17:07:20 - [HTML]
54. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-12-17 21:52:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 96 - Komudagur: 2012-10-10 - Sendandi: Orkusalan - Skýring: (Hólmsárvirkjun)[PDF]
Dagbókarnúmer 435 - Komudagur: 2012-11-09 - Sendandi: Landsvirkjun - Skýring: (svar við fyrirspurn)[PDF]

Þingmál A91 (kostnaður við landsdómsmál gegn Geir H. Haarde)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-09-14 11:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 259 (svar) útbýtt þann 2012-10-16 18:18:00 [HTML]

Þingmál A92 (öryggi greiðslufyrirmæla í greiðslukerfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 16:44:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 95 - Komudagur: 2012-10-10 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - Skýring: (greiðslumiðlun)[PDF]

Þingmál A110 (bókmenntasjóður o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 136 - Komudagur: 2012-10-15 - Sendandi: Bókmenntasjóður[PDF]

Þingmál A111 (íþróttalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 111 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 17:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 441 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-11-06 17:54:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-09-19 17:54:06 - [HTML]
33. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2012-11-13 15:05:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 114 - Komudagur: 2012-10-12 - Sendandi: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands[PDF]

Þingmál A120 (miðstöð innanlandsflugs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 914 - Komudagur: 2012-12-06 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A130 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 130 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 14:12:00 [HTML]
Þingræður:
13. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-27 16:25:56 - [HTML]

Þingmál A132 (skráð trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 658 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-05 14:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 949 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-28 14:39:00 [HTML]
Þingræður:
67. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-01-17 16:35:18 - [HTML]
75. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-01-30 15:42:18 - [HTML]

Þingmál A133 (Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-10-18 18:12:51 - [HTML]

Þingmál A134 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 14:12:00 [HTML]

Þingmál A138 (Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 138 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 14:12:00 [HTML]

Þingmál A151 (sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 10:16:00 [HTML]
Þingræður:
10. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-09-25 17:31:02 - [HTML]
59. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-12-20 20:16:18 - [HTML]
61. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-21 23:56:32 - [HTML]
61. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2012-12-22 00:12:34 - [HTML]
61. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-22 00:19:03 - [HTML]
61. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-22 00:22:46 - [HTML]
61. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-22 00:26:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 659 - Komudagur: 2012-11-20 - Sendandi: Bankasýsla ríkisins[PDF]

Þingmál A153 (fjáraukalög 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 16:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 442 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-11-07 14:49:00 [HTML]
Þingræður:
10. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2012-09-25 16:33:50 - [HTML]
32. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-11-08 11:07:32 - [HTML]
35. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-11-15 12:12:10 - [HTML]
35. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2012-11-15 13:30:53 - [HTML]

Þingmál A155 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 17:49:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 213 - Komudagur: 2012-10-25 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]
Dagbókarnúmer 375 - Komudagur: 2012-11-06 - Sendandi: Barnaverndarstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 399 - Komudagur: 2012-11-07 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A162 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-24 15:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 950 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-28 17:17:00 [HTML]
Þingræður:
19. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-10-16 14:58:10 - [HTML]

Þingmál A172 (tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-25 13:12:00 [HTML]

Þingmál A173 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 535 - Komudagur: 2012-11-15 - Sendandi: Vestmannaeyjabær[PDF]

Þingmál A179 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-25 17:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1332 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-25 18:25:00 [HTML]

Þingmál A193 (útiræktun á erfðabreyttum lífverum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1746 - Komudagur: 2013-02-25 - Sendandi: Samtök lífrænna neytenda[PDF]

Þingmál A194 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-05 13:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1079 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-05 19:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1236 (lög í heild) útbýtt þann 2013-03-13 14:27:00 [HTML]
Þingræður:
16. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-10-10 17:07:05 - [HTML]
85. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-21 12:08:11 - [HTML]
99. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-03-12 12:24:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 364 - Komudagur: 2012-11-05 - Sendandi: Snerpa ehf.[PDF]

Þingmál A196 (menningarstefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 199 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-10-05 13:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1063 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-02-25 14:47:00 [HTML]
Þingræður:
88. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-02-26 18:24:19 - [HTML]

Þingmál A209 (kostnaður við málarekstur ríkisins vegna kröfu um ógildingu ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 417 (svar) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML]

Þingmál A214 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-10 15:53:00 [HTML]

Þingmál A215 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-09 15:47:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 382 - Komudagur: 2012-11-06 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 447 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]

Þingmál A216 (útgáfa og meðferð rafeyris)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 720 - Komudagur: 2012-11-26 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A220 (neytendalán)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 850 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Aðalsteinn Sigurðsson og Arnar Kristinsson - Skýring: (viðbótarumsögn v. minnisbl. atv- og nýskrn.)[PDF]

Þingmál A272 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 744 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-18 15:02:00 [HTML]
Þingræður:
58. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2012-12-20 15:44:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 510 - Komudagur: 2012-11-14 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 685 - Komudagur: 2012-11-22 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]

Þingmál A273 (starf auðlindastefnunefndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-10-22 14:39:00 [HTML]

Þingmál A275 (háhraðatengingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 900 (svar) útbýtt þann 2013-01-17 16:13:00 [HTML]

Þingmál A283 (velferð dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1216 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-12 15:40:00 [HTML]

Þingmál A288 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 321 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 14:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1315 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-21 17:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1356 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2013-03-26 23:35:00 [HTML]
Þingræður:
35. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-15 14:38:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1872 - Komudagur: 2013-03-05 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A303 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 653 - Komudagur: 2012-11-20 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands[PDF]

Þingmál A320 (áfengisauglýsingar)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-11-05 17:34:10 - [HTML]

Þingmál A325 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 372 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML]

Þingmál A381 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-07 15:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 755 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-18 22:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 812 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-20 21:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 886 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-01-14 14:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 887 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-12-22 03:06:00 [HTML]
Þingræður:
33. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-13 15:28:28 - [HTML]
61. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-12-22 02:14:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1043 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Utanríkismálanefnd Alþingis[PDF]

Þingmál A389 (stærstu eigendur Íslandsbanka og Arion banka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 906 (svar) útbýtt þann 2013-01-22 13:15:00 [HTML]

Þingmál A393 (mótun framleiðslustefnu í lífrænum landbúnaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 469 (þáltill.) útbýtt þann 2012-11-13 13:06:00 [HTML]

Þingmál A406 (víkjandi lán til banka við endurreisn bankakerfisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 685 (svar) útbýtt þann 2012-12-11 16:25:00 [HTML]

Þingmál A407 (fyrirhuguð uppbygging Landspítala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 495 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-11-14 18:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 743 (svar) útbýtt þann 2012-12-18 13:28:00 [HTML]

Þingmál A415 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-11-16 16:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 947 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-26 18:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 958 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-30 14:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1111 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML]
Þingræður:
38. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-20 14:43:49 - [HTML]
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-20 20:33:36 - [HTML]
39. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2012-11-21 18:51:39 - [HTML]
75. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-01-30 16:25:43 - [HTML]
75. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-01-30 19:30:31 - [HTML]
75. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-30 20:37:58 - [HTML]
76. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-01-31 20:50:41 - [HTML]
82. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2013-02-15 12:05:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 729 - Komudagur: 2012-10-14 - Sendandi: Aagot Vigdís Óskarsdóttir - Skýring: (um 34. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Sérfræðingahópur v. stjórnarskipunarlaga - Skýring: (frv., skilabréf og minnisbl.)[PDF]
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 32. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 734 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 33. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 735 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 34. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 736 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 35. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 737 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 36. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 741 - Komudagur: 2012-08-20 - Sendandi: Gunnar Helgi Kristinsson prófessor - Skýring: (um kosningar, forseta o.fl., til sérfr.hóps, skv.[PDF]
Dagbókarnúmer 745 - Komudagur: 2012-08-31 - Sendandi: Kjartan Bjarni Björgvinsson - Skýring: (um 15. gr., til sérfræðingahóps, skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 746 - Komudagur: 2012-11-11 - Sendandi: Sigurður Tómas Magnússon prófessor - Skýring: (um 28. og 30. gr., til sérfræðingahóps, skv. beið[PDF]
Dagbókarnúmer 747 - Komudagur: 2012-09-04 - Sendandi: Trausti Fannar Valsson lektor - Skýring: (um VII. kafla, til sérfræðingahóps, skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 812 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (samantekt - sent til am. v. fundar)[PDF]
Dagbókarnúmer 813 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Helgi Áss Grétarsson - Skýring: (lagt fram á fundi atvinnuveganefndar)[PDF]
Dagbókarnúmer 860 - Komudagur: 2012-12-04 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - Skýring: (v. fundar í velfn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 896 - Komudagur: 2012-12-06 - Sendandi: Daði Ingólfsson[PDF]
Dagbókarnúmer 920 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Arnór Snæbjörnsson[PDF]
Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til atvn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 926 - Komudagur: 2012-12-09 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til umhv.- og samgn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 959 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til utanrmn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 961 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Sigurbjörn Guðmundsson[PDF]
Dagbókarnúmer 965 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1005 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Háskóli Íslands, Félagsvísindasvið - Skýring: (um 24. gr.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Íslensk málnefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 1034 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Ragnhildur Helgadóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 1058 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - Skýring: (um 13., 25. og 34.gr. frv.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1075 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 1082 - Komudagur: 2012-12-08 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (um 111. gr., sent til utanrmn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1127 - Komudagur: 2012-12-06 - Sendandi: Aagot V. Óskarsdóttir - Skýring: (sent skv. beiðni um 72. gr.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1129 - Komudagur: 2012-12-18 - Sendandi: Landssamtök landeigenda[PDF]
Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (beiðni um frest og ath.semdir til nefnda)[PDF]
Dagbókarnúmer 1157 - Komudagur: 2012-12-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (til SE og US)[PDF]
Dagbókarnúmer 1223 - Komudagur: 2013-01-09 - Sendandi: Velferðarnefnd, meiri hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1247 - Komudagur: 2013-01-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (um mannréttindakafla)[PDF]
Dagbókarnúmer 1273 - Komudagur: 2013-01-17 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, meiri hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1281 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1300 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd, meiri hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1301 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Utanríkismálanefnd, meiri hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1506 - Komudagur: 2013-01-30 - Sendandi: Utanríkismálanefnd, 1. minni hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Feneyjanefndin - Skýring: (drög að áliti)[PDF]
Dagbókarnúmer 1789 - Komudagur: 2013-02-27 - Sendandi: Bjarni Már Magnússon - Skýring: (um 3. gr.)[PDF]

Þingmál A416 (rannsóknarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 516 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-11-19 17:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 837 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-12-21 11:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 850 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-21 20:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 871 (lög í heild) útbýtt þann 2012-12-22 01:51:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-12-22 00:33:31 - [HTML]

Þingmál A421 (landslénið .is)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 528 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-20 13:22:00 [HTML]
Þingræður:
65. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-15 18:17:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1177 - Komudagur: 2013-01-02 - Sendandi: LOGOS fh. Internets á Íslandi hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1228 - Komudagur: 2013-01-11 - Sendandi: ISNIC[PDF]
Dagbókarnúmer 1366 - Komudagur: 2013-02-06 - Sendandi: TSC ehf., net- og tölvuþjónusta[PDF]
Dagbókarnúmer 1457 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Póst- fjarskiptastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1513 - Komudagur: 2013-02-12 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - Skýring: (sameiginl. ums.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1857 - Komudagur: 2013-03-04 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið[PDF]

Þingmál A429 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-21 17:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1378 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-27 21:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1395 (lög í heild) útbýtt þann 2013-03-28 01:26:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1403 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Skógræktarfélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1425 - Komudagur: 2013-02-10 - Sendandi: Ólafur H. Jónsson form. Landeigenda Reykjahlíðar ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1540 - Komudagur: 2013-02-13 - Sendandi: Vegagerðin[PDF]

Þingmál A440 (gjaldeyrisvarasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-11-22 16:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1000 (svar) útbýtt þann 2013-02-12 13:14:00 [HTML]

Þingmál A443 (málsvörn í dómsmálum gegn ríkinu og undirstofnunum þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1019 (svar) útbýtt þann 2013-02-14 17:41:00 [HTML]

Þingmál A449 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1786 - Komudagur: 2013-02-27 - Sendandi: Auðkenni ehf. - Skýring: (viðbótar umsögn)[PDF]

Þingmál A458 (framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1628 - Komudagur: 2013-02-18 - Sendandi: UNICEF á Íslandi[PDF]

Þingmál A468 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 602 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-29 18:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 818 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-20 21:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 857 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-12-21 20:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 874 (lög í heild) útbýtt þann 2012-12-22 01:51:00 [HTML]
Þingræður:
47. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-12-05 17:45:48 - [HTML]
48. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-06 17:34:56 - [HTML]
48. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-06 17:56:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1030 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1044 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: PriceWaterhouseCoopers hf[PDF]

Þingmál A478 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 616 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 10:24:00 [HTML]

Þingmál A479 (vegabréf)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-08 13:05:20 - [HTML]

Þingmál A486 (undirbúningur lagasetningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-11-30 15:33:00 [HTML]

Þingmál A489 (vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 18:08:00 [HTML]

Þingmál A490 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 22:57:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1599 - Komudagur: 2013-02-15 - Sendandi: Skjárinn ehf. - Skipti[PDF]

Þingmál A499 (tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1202 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-09 11:11:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1240 - Komudagur: 2013-01-14 - Sendandi: Urriðafoss ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1241 - Komudagur: 2013-01-14 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A501 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 22:52:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 939 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Landsbankinn[PDF]
Dagbókarnúmer 1762 - Komudagur: 2013-02-23 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráuneytið[PDF]

Þingmál A502 (ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Þór Saari - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-02-20 17:05:22 - [HTML]

Þingmál A505 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 647 (álit) útbýtt þann 2012-11-30 22:52:00 [HTML]
Þingræður:
67. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-01-17 15:35:25 - [HTML]

Þingmál A514 (IPA-styrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 692 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-12-12 14:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 951 (svar) útbýtt þann 2013-01-29 17:01:00 [HTML]

Þingmál A527 (rannsókn á einkavæðingu bankanna)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-23 17:38:41 - [HTML]

Þingmál A541 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-24 10:17:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1820 - Komudagur: 2013-02-28 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði[PDF]

Þingmál A570 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 968 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-31 17:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1123 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-05 19:06:00 [HTML]
Þingræður:
79. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2013-02-12 19:22:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1714 - Komudagur: 2013-02-22 - Sendandi: Landsbankinn hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1739 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Níels Einarsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1740 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 1742 - Komudagur: 2013-02-23 - Sendandi: Íslandsbanki[PDF]
Dagbókarnúmer 1754 - Komudagur: 2013-02-25 - Sendandi: Landssamband ísl. útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá LÍÚ, SF og SA)[PDF]

Þingmál A577 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 982 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-11 14:49:00 [HTML]
Þingræður:
88. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-02-26 23:32:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1901 - Komudagur: 2013-03-08 - Sendandi: Hafnasamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1912 - Komudagur: 2013-03-08 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A580 (staða ferðaþjónustunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 988 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-11 14:49:00 [HTML]

Þingmál A589 (samkomulag þjóðkirkjunnar og ríkisins um kirkjujarðir og launagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1003 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2013-02-12 14:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1363 (svar) útbýtt þann 2013-03-27 13:57:00 [HTML]

Þingmál A591 (kirkjujarðir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1005 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2013-02-12 14:26:00 [HTML]

Þingmál A593 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1007 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-12 13:46:00 [HTML]
Þingræður:
81. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-14 15:39:41 - [HTML]

Þingmál A603 (undirbúningur að stofnun björgunarskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1025 (þáltill.) útbýtt þann 2013-02-19 13:00:00 [HTML]

Þingmál A618 (stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1071 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-25 18:11:00 [HTML]
Þingræður:
88. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-02-26 19:40:27 - [HTML]

Þingmál A628 (Norræna ráðherranefndin 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1092 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML]

Þingmál A629 (tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1093 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML]
Þingræður:
98. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-03-11 22:02:41 - [HTML]

Þingmál A630 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2010 - Komudagur: 2013-03-27 - Sendandi: Blindrafélagið[PDF]

Þingmál A632 (kísilver í landi Bakka)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2013-03-07 21:37:22 - [HTML]

Þingmál A633 (uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1109 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML]

Þingmál A634 (vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1967 - Komudagur: 2013-03-18 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga og Landssamtök landeigenda[PDF]

Þingmál A635 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1115 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-05 19:08:00 [HTML]

Þingmál A636 (lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-04 19:59:00 [HTML]
Þingræður:
91. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2013-03-07 15:52:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2047 - Komudagur: 2013-06-06 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A641 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-03-18 18:32:08 - [HTML]
108. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2013-03-21 15:09:12 - [HTML]
109. þingfundur - Skúli Helgason - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-22 11:58:54 - [HTML]

Þingmál A650 (tryggingagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1152 (frumvarp) útbýtt þann 2013-03-06 17:50:00 [HTML]

Þingmál A683 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1258 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-14 16:48:00 [HTML]

Þingmál A684 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1260 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-03-15 10:20:00 [HTML]

Þingmál A692 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-19 16:57:00 [HTML]

Þingmál A695 (eignarréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-19 18:58:00 [HTML]

Þingmál A706 (eftirlit með endurskoðun og úrbótum á löggjöf o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-03-27 19:50:00 [HTML]

Þingmál B147 ()[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-10-11 11:54:39 - [HTML]

Þingmál B164 (fyrirgreiðsla ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Magnús Orri Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-16 14:12:48 - [HTML]
19. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2012-10-16 14:36:13 - [HTML]

Þingmál B205 ()[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2012-10-23 14:08:31 - [HTML]

Þingmál B273 (greiðslur til skiptastjórna)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2012-11-13 13:56:17 - [HTML]

Þingmál B288 (nauðasamningar bankanna)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2012-11-15 10:40:50 - [HTML]

Þingmál B319 (staða þjóðarbúsins)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-22 13:31:21 - [HTML]
40. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-22 13:36:31 - [HTML]
40. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2012-11-22 14:02:23 - [HTML]

Þingmál B325 ()[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-11-23 10:35:35 - [HTML]
41. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-11-23 10:55:44 - [HTML]

Þingmál B371 ()[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-12-04 13:35:45 - [HTML]

Þingmál B420 ()[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-12-13 10:57:37 - [HTML]

Þingmál B520 (olíuleit á Drekasvæðinu)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2013-01-14 15:19:40 - [HTML]

Þingmál B571 (kjaramál hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2013-01-24 10:55:06 - [HTML]

Þingmál B572 (samkomulag við kröfuhafa Landsbankans)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2013-01-24 10:57:50 - [HTML]

Þingmál B598 (skattumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2013-01-31 11:39:27 - [HTML]

Þingmál B613 (olíuleit á Drekasvæðinu)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2013-02-11 15:57:38 - [HTML]

Þingmál B639 (samskipti lögregluyfirvalda við FBI og aðkoma innanríkisráðherra)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-02-14 11:07:52 - [HTML]
81. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2013-02-14 11:30:34 - [HTML]

Þingmál B651 ()[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-02-15 11:06:45 - [HTML]

Þingmál B735 ()[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-03-07 10:42:18 - [HTML]

Þingmál B812 ()[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2013-03-15 10:48:59 - [HTML]

Þingmál B856 ()[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2013-03-22 10:58:39 - [HTML]

Löggjafarþing 142

Þingmál A1 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-06-11 14:56:39 - [HTML]
3. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-06-11 15:27:44 - [HTML]
11. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2013-06-24 16:47:00 - [HTML]

Þingmál A6 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 2013-06-10 19:15:00 [HTML]

Þingmál A7 (lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 2013-06-10 19:15:00 [HTML]

Þingmál A10 (stofnun og tilgangur ríkisolíufélags)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2013-06-11 16:55:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2013-07-01 12:04:09 - [HTML]
17. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2013-07-01 12:07:23 - [HTML]

Þingmál A11 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Helgi Hjörvar - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2013-06-21 15:21:20 - [HTML]
11. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2013-06-24 19:22:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 2013-06-13 - Sendandi: Björn Davíðsson[PDF]

Þingmál A14 (Hagstofa Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 94 - Komudagur: 2013-06-25 - Sendandi: Félag um stafrænt frelsi á Íslandi[PDF]

Þingmál A15 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-07-02 16:18:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 93 - Komudagur: 2013-06-24 - Sendandi: Samtök íslenskra fiskimanna, Jón Gunnar Björgvinsson[PDF]

Þingmál A16 (málefni sparisjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 116 (svar) útbýtt þann 2013-09-16 14:49:00 [HTML]

Þingmál A25 (almannatryggingar og málefni aldraðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 118 - Komudagur: 2013-06-27 - Sendandi: Femínistafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 137 - Komudagur: 2013-07-01 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A38 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (frumvarp) útbýtt þann 2013-09-10 13:20:00 [HTML]

Þingmál B20 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2013-06-10 20:28:24 - [HTML]

Þingmál B57 (áherslur nýrrar ríkisstjórnar í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2013-06-18 15:16:48 - [HTML]
7. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2013-06-18 15:28:19 - [HTML]

Þingmál B123 (bygging nýs Landspítala)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-06-25 14:10:52 - [HTML]

Þingmál B199 ()[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2013-07-03 15:27:25 - [HTML]

Löggjafarþing 143

Þingmál A1 (fjárlög 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-01 15:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 350 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-12 16:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 360 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-13 11:57:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2013-10-03 13:32:19 - [HTML]
3. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2013-10-03 14:18:19 - [HTML]
4. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2013-10-04 17:07:19 - [HTML]
4. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2013-10-04 20:57:02 - [HTML]
36. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-12-13 14:44:46 - [HTML]
37. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2013-12-14 11:31:53 - [HTML]
37. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-12-14 12:32:18 - [HTML]
39. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2013-12-17 15:01:13 - [HTML]
39. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2013-12-17 21:45:12 - [HTML]
44. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2013-12-20 13:48:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 723 - Komudagur: 2013-12-19 - Sendandi: Norðurál ehf. - Skýring: (til fjárln., efnh- og viðskn. og atvn.)[PDF]

Þingmál A2 (tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2013-12-19 19:56:45 - [HTML]

Þingmál A3 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-01 15:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 368 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-12-18 11:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 471 (lög í heild) útbýtt þann 2013-12-20 12:04:00 [HTML]
Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-08 17:29:17 - [HTML]
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-10-08 18:30:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 71 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Vantrú[PDF]

Þingmál A4 (stimpilgjald)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-08 18:46:09 - [HTML]

Þingmál A9 (greiðsluþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 156 - Komudagur: 2013-11-06 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A15 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 2013-10-03 10:20:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-17 12:49:32 - [HTML]

Þingmál A32 (erlendir ríkisborgarar í íslenskum fangelsum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (svar) útbýtt þann 2013-11-18 14:40:00 [HTML]

Þingmál A35 (mótun viðskiptastefnu Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 35 - Komudagur: 2013-10-25 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A37 (flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-06 17:38:47 - [HTML]

Þingmál A40 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-15 13:17:00 [HTML]

Þingmál A49 (úrgangs- og spilliefni frá bandaríska varnarliðinu á Heiðarfjalli á Langanesi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (svar) útbýtt þann 2013-11-07 14:29:00 [HTML]

Þingmál A51 (skaðabótaábyrgð í tengslum við úrgangs- og spilliefni frá bandaríska varnarliðinu í Langanesbyggð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (svar) útbýtt þann 2013-11-07 14:13:00 [HTML]

Þingmál A59 (raforkustrengur til Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-10-08 13:17:00 [HTML]
Þingræður:
63. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2014-02-13 12:15:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 357 - Komudagur: 2013-11-25 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 429 - Komudagur: 2013-11-27 - Sendandi: Ríkisábyrgðasjóður[PDF]

Þingmál A60 (raflínur í jörð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1104 - Komudagur: 2014-02-18 - Sendandi: Hörður Einarsson, hrl.[PDF]

Þingmál A76 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 86/2013 um breytingu á XII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2013-10-15 16:18:56 - [HTML]

Þingmál A111 (vaxtakostnaður ríkissjóðs af erlendum lánum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2013-10-17 18:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 220 (svar) útbýtt þann 2013-11-18 14:41:00 [HTML]

Þingmál A137 (tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 271 - Komudagur: 2013-11-19 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 316 - Komudagur: 2013-11-21 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]

Þingmál A144 (almannatryggingar, málefni aldraðra og félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 312 - Komudagur: 2013-11-21 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A146 (síldarútvegsnefnd og sjóðir í þágu síldarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2013-11-07 15:49:27 - [HTML]

Þingmál A148 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-14 11:47:03 - [HTML]

Þingmál A149 (undanþágur frá gildissviði upplýsingalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 329 (svar) útbýtt þann 2013-12-10 16:05:00 [HTML]

Þingmál A153 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1163 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-15 19:16:00 [HTML]
Þingræður:
117. þingfundur - Jón Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-05-15 23:13:00 - [HTML]
118. þingfundur - Jón Gunnarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2014-05-16 15:21:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 483 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 813 - Komudagur: 2014-01-09 - Sendandi: Sólberg ehf. og Flóki ehf. - Skýring: (viðbótarumsögn)[PDF]
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2014-02-10 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands, Helgi Áss Grétarsson - Skýring: (álitsgerð f. atvinnuveganefnd)[PDF]

Þingmál A156 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1017 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-04-30 18:11:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 494 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 772 - Komudagur: 2013-12-16 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1822 - Komudagur: 2014-05-13 - Sendandi: HOB-vín ehf., Sigurður Örn Bernhöft - Skýring: (minnisbl. o.fl.)[PDF]

Þingmál A158 (aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 629 - Komudagur: 2013-12-11 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið[PDF]

Þingmál A159 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML]

Þingmál A167 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 539 - Komudagur: 2013-12-05 - Sendandi: Vegagerðin[PDF]

Þingmál A168 (vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 201 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-13 15:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 404 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-18 17:47:00 [HTML]
Þingræður:
51. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-01-16 14:43:00 - [HTML]

Þingmál A179 (tollalög og vörugjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 743 - Komudagur: 2013-12-23 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A189 (verðbréfaviðskipti og kauphallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 237 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-20 17:36:00 [HTML]

Þingmál A196 (varðveisla menningararfleifðar á stafrænu formi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 793 - Komudagur: 2014-01-07 - Sendandi: Listasafn Íslands[PDF]

Þingmál A199 (fjáraukalög 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-26 23:23:00 [HTML]
Þingræður:
33. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-10 15:34:57 - [HTML]
33. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-12-10 17:22:54 - [HTML]
33. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-10 17:49:55 - [HTML]
34. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2013-12-11 23:15:37 - [HTML]

Þingmál A204 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-29 10:17:00 [HTML]

Þingmál A211 (efling skógræktar sem atvinnuvegar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 928 - Komudagur: 2014-01-30 - Sendandi: Landssamtök skógareigenda og Landshlutafélög skógarbænda[PDF]

Þingmál A217 (skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1260 - Komudagur: 2014-03-14 - Sendandi: Reykjavíkurborg, Skrifstofa borgarstjóra[PDF]
Dagbókarnúmer 1274 - Komudagur: 2014-03-19 - Sendandi: Samtök um betri byggð[PDF]

Þingmál A220 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-04 14:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1262 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-16 23:00:00 [HTML]

Þingmál A221 (siglingavernd o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-04 14:53:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1207 - Komudagur: 2014-03-07 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna[PDF]

Þingmál A223 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 297 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-04 15:12:00 [HTML]

Þingmál A228 (viðbótarbókun við samning um tölvubrot)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1373 - Komudagur: 2014-04-02 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A232 (nauðungarsala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 653 - Komudagur: 2013-12-12 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A234 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 342 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-11 16:07:00 [HTML]

Þingmál A242 (kirkjujarðir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2013-12-13 20:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 500 (svar) útbýtt þann 2014-01-14 13:20:00 [HTML]

Þingmál A246 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-18 14:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 946 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-04-10 16:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1210 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-05-16 19:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1260 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-16 23:00:00 [HTML]

Þingmál A249 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1256 - Komudagur: 2014-03-17 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A250 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-05-02 16:50:13 - [HTML]

Þingmál A253 (stofnun Dróma hf. og ráðstöfun eigna og réttinda SPRON)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (svar) útbýtt þann 2014-01-23 12:21:00 [HTML]

Þingmál A256 (stefnumótandi byggðaáætlun 2014--2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 468 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-12-20 10:52:00 [HTML]

Þingmál A261 (fjármögnun öryggissveita í Írak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 483 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2013-12-20 14:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 555 (svar) útbýtt þann 2014-01-27 14:18:00 [HTML]

Þingmál A263 (Drómi hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2014-08-27 13:59:00 [HTML]

Þingmál A271 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (frumvarp) útbýtt þann 2014-01-16 10:16:00 [HTML]
Þingræður:
58. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-01-28 17:17:09 - [HTML]

Þingmál A277 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 532 (þáltill.) útbýtt þann 2014-01-21 13:07:00 [HTML]

Þingmál A283 (rannsóknir og saksókn í efnahagsbrotamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 549 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-01-23 14:56:00 [HTML]

Þingmál A284 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 552 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-01-27 14:18:00 [HTML]
Þingræður:
62. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-02-12 16:49:57 - [HTML]

Þingmál A292 (afsökunarbeiðni og greiðsla skaðabóta til iðkenda Falun Gong)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 564 (þáltill.) útbýtt þann 2014-01-29 14:47:00 [HTML]
Þingræður:
64. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-18 15:09:10 - [HTML]

Þingmál A304 (losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 586 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-02-10 13:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 692 (svar) útbýtt þann 2014-03-10 14:47:00 [HTML]

Þingmál A306 (markaðar tekjur ríkissjóðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1344 - Komudagur: 2014-03-31 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - Skýring: (afnám markaðra tekna)[PDF]

Þingmál A309 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (þáltill.) útbýtt þann 2014-02-11 17:03:00 [HTML]

Þingmál A315 (gjaldskrárlækkanir o.fl.)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-05-06 17:08:57 - [HTML]

Þingmál A316 (fjárhagslegar tryggingarráðstafanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 606 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-02-13 14:11:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1658 - Komudagur: 2014-04-23 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A318 (aðstoð við sýrlenska flóttamenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 608 (þáltill.) útbýtt þann 2014-02-13 15:56:00 [HTML]
Þingræður:
64. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-02-18 15:20:24 - [HTML]

Þingmál A319 (fiskeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1348 - Komudagur: 2014-04-01 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1421 - Komudagur: 2014-04-06 - Sendandi: NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna[PDF]

Þingmál A320 (aðildarviðræður við Evrópusambandið)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - Ræða hófst: 2014-02-25 17:14:15 - [HTML]

Þingmál A326 (innflutningur frá þróunarsamvinnuríkjum Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 619 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-02-19 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 732 (svar) útbýtt þann 2014-03-18 13:09:00 [HTML]

Þingmál A333 (dómsmál gegn íslenska ríkinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-02-19 18:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 890 (svar) útbýtt þann 2014-04-01 14:46:00 [HTML]

Þingmál A340 (umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 635 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-21 18:47:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1350 - Komudagur: 2014-03-31 - Sendandi: Dr. Jón Eiríksson[PDF]
Dagbókarnúmer 1480 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt[PDF]
Dagbókarnúmer 1497 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 1504 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir[PDF]

Þingmál A344 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1481 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt[PDF]
Dagbókarnúmer 1498 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A351 (lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1055 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-06 19:37:00 [HTML]
Þingræður:
79. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-24 16:59:59 - [HTML]

Þingmál A352 (formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1479 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt[PDF]
Dagbókarnúmer 1499 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A375 (smáþörungaverksmiðja Algalífs Iceland ehf. á Reykjanesi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 686 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-10 14:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1074 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-12 10:20:00 [HTML]
Þingræður:
82. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-03-26 16:08:23 - [HTML]
118. þingfundur - Ásmundur Friðriksson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-05-16 12:26:43 - [HTML]

Þingmál A378 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 697 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-10 14:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1014 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-04-30 17:26:00 [HTML]
Þingræður:
83. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-03-27 17:03:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1624 - Komudagur: 2014-04-16 - Sendandi: Landlæknisembættið[PDF]

Þingmál A379 (aðgengi fatlaðs fólks að kirkjum og safnaðarheimilum)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - Ræða hófst: 2014-03-31 18:20:02 - [HTML]

Þingmál A398 (Norræna ráðherranefndin 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 728 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-03-13 13:58:00 [HTML]

Þingmál A417 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 756 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-18 13:09:00 [HTML]

Þingmál A418 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 757 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-03-18 13:09:00 [HTML]
Þingræður:
78. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-03-20 15:12:11 - [HTML]

Þingmál A423 (úttekt á netöryggi almennings)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1314 (svar) útbýtt þann 2014-08-27 13:59:00 [HTML]

Þingmál A474 (skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (álit) útbýtt þann 2014-03-24 14:49:00 [HTML]
Þingræður:
83. þingfundur - Karl Garðarsson - Ræða hófst: 2014-03-27 12:35:52 - [HTML]

Þingmál A484 (séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-04-02 21:17:39 - [HTML]

Þingmál A485 (leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-08 19:11:52 - [HTML]
109. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-05-13 23:22:16 - [HTML]
116. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-05-15 18:35:36 - [HTML]
116. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-15 20:46:15 - [HTML]

Þingmál A487 (endurskoðun á virðisaukaskattsumhverfi íþróttahreyfingarinnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1884 - Komudagur: 2014-06-06 - Sendandi: Almannaheill - samtök þriðja geirans[PDF]

Þingmál A488 (ríkisendurskoðandi og ríkisendurskoðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 848 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2014-03-27 16:28:00 [HTML]

Þingmál A501 (spilahallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 862 (frumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 18:04:00 [HTML]

Þingmál A508 (opinber fjármál)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2014-04-30 18:19:16 - [HTML]

Þingmál A518 (mat á heildarhagsmunum vegna hvalveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 879 (þáltill.) útbýtt þann 2014-03-31 19:56:00 [HTML]

Þingmál A522 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 19:56:00 [HTML]

Þingmál A536 (frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-01 17:27:44 - [HTML]
87. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-04-01 17:37:08 - [HTML]

Þingmál A568 (veiðigjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1757 - Komudagur: 2014-05-05 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá LÍÚ, SA og SF)[PDF]
Dagbókarnúmer 1765 - Komudagur: 2014-05-05 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 1786 - Komudagur: 2014-05-06 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A595 (skýrslur Ríkisendurskoðunar um fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, undirbúning og uppfærslu þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (álit) útbýtt þann 2014-05-13 23:19:00 [HTML]

Þingmál A603 (stofnun hlutafélags um þátttöku íslenska ríkisins í kolvetnisstarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-05-16 09:47:00 [HTML]

Þingmál A607 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekjur af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1175 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-05-16 11:13:00 [HTML]

Þingmál A616 (frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-06-18 21:26:00 [HTML]
Þingræður:
124. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-06-18 21:39:33 - [HTML]

Þingmál B8 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2013-10-02 22:06:18 - [HTML]

Þingmál B32 (rekstur Íbúðalánasjóðs)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-10-10 10:59:18 - [HTML]

Þingmál B104 (viðræður við kröfuhafa og afnám gjaldeyrishafta)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2013-11-04 15:13:48 - [HTML]

Þingmál B121 (afnám gjaldeyrishafta)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2013-11-07 10:41:38 - [HTML]

Þingmál B164 (skuldaleiðréttingar)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2013-11-18 15:07:40 - [HTML]

Þingmál B201 ()[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (forseti) - Ræða hófst: 2013-11-27 15:02:25 - [HTML]

Þingmál B208 ()[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2013-11-28 10:34:31 - [HTML]

Þingmál B215 (hækkanir ýmissa gjalda ríkisins)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2013-11-29 10:38:08 - [HTML]

Þingmál B399 (aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-01-20 15:13:10 - [HTML]

Þingmál B419 (afnám gjaldeyrishafta)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2014-01-23 10:34:52 - [HTML]

Þingmál B422 (endurgreiðsluhlutfall lána hjá LÍN)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2014-01-23 10:59:05 - [HTML]

Þingmál B484 (rannsókn á leka í ráðuneyti og staða innanríkisráðherra)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-02-13 10:44:37 - [HTML]

Löggjafarþing 144

Þingmál A1 (fjárlög 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-09-11 11:29:00 - [HTML]
4. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2014-09-12 13:28:02 - [HTML]
4. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2014-09-12 14:47:44 - [HTML]
4. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2014-09-12 18:13:39 - [HTML]
4. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-12 20:31:23 - [HTML]
40. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-12-03 15:44:10 - [HTML]
41. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-12-04 12:10:30 - [HTML]
41. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-04 12:50:54 - [HTML]
41. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2014-12-04 20:01:50 - [HTML]
42. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-05 21:23:57 - [HTML]
44. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-12-09 14:22:33 - [HTML]
44. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-09 18:57:32 - [HTML]
50. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-16 14:51:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 142 - Komudagur: 2014-10-14 - Sendandi: Gunnarsstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 285 - Komudagur: 2014-10-15 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]
Dagbókarnúmer 313 - Komudagur: 2014-10-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 829 - Komudagur: 2014-12-03 - Sendandi: Unicef Ísland[PDF]

Þingmál A2 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 657 - Komudagur: 2014-11-19 - Sendandi: Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði[PDF]

Þingmál A3 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 729 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-12-12 16:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 780 (lög í heild) útbýtt þann 2014-12-16 12:01:00 [HTML]
Þingræður:
7. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-09-17 17:39:07 - [HTML]
49. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-15 22:22:18 - [HTML]
49. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2014-12-15 22:48:30 - [HTML]

Þingmál A4 (fjárhagslegar tryggingarráðstafanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML]

Þingmál A5 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 615 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-11-28 13:55:00 [HTML]
Þingræður:
29. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2014-11-06 12:25:18 - [HTML]

Þingmál A6 (lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-09-23 16:09:00 [HTML]

Þingmál A7 (nauðungarsala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 144 - Komudagur: 2014-09-15 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A8 (greiðsludráttur í verslunarviðskiptum)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-09-25 16:51:06 - [HTML]

Þingmál A9 (þátttaka íslenska ríkisins í kolvetnisstarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 589 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-11-27 10:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 614 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-11-28 14:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 853 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-01-22 11:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 878 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-01-28 13:23:00 [HTML]
Þingræður:
13. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-09-25 15:34:00 - [HTML]
53. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-01-20 15:30:48 - [HTML]
53. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-01-20 15:33:38 - [HTML]
54. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2015-01-21 15:45:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 254 - Komudagur: 2014-10-23 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 321 - Komudagur: 2014-10-27 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: og Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A16 (hagnýting internetsins og réttindavernd netnotenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 53 - Komudagur: 2014-10-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A17 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1024 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-03-04 14:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1038 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-03-04 14:49:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2014-10-09 17:28:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 460 - Komudagur: 2014-11-07 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]
Dagbókarnúmer 491 - Komudagur: 2014-11-10 - Sendandi: Heimir Hannesson[PDF]
Dagbókarnúmer 496 - Komudagur: 2014-11-10 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 497 - Komudagur: 2014-11-10 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 806 - Komudagur: 2014-12-02 - Sendandi: Háskólinn á Bifröst ses.[PDF]

Þingmál A20 (þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Norður-Atlantshafsbandalaginu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 593 - Komudagur: 2014-11-13 - Sendandi: Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna[PDF]

Þingmál A23 (mótun viðskiptastefnu Íslands)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-24 17:18:07 - [HTML]

Þingmál A34 (mat á heildarhagsmunum vegna hvalveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (þáltill.) útbýtt þann 2014-09-10 19:07:00 [HTML]

Þingmál A53 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 636 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML]
Þingræður:
46. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-12-11 21:37:05 - [HTML]

Þingmál A55 (kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 857 - Komudagur: 2014-12-04 - Sendandi: Fljótsdalshérað[PDF]

Þingmál A76 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-11 17:04:00 [HTML]

Þingmál A78 (flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-13 13:55:21 - [HTML]

Þingmál A102 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-16 16:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 635 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-09-23 14:48:46 - [HTML]
53. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-01-20 15:58:40 - [HTML]

Þingmál A105 (Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 48 - Komudagur: 2014-10-02 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A110 (landhelgi, efnahagslögsaga og landgrunn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 112 (frumvarp) útbýtt þann 2014-09-18 13:15:00 [HTML]
Þingræður:
99. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-30 18:50:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2142 - Komudagur: 2015-05-27 - Sendandi: Utanríkisráðuneyti[PDF]

Þingmál A120 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-18 11:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 595 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-11-27 10:09:00 [HTML]
Þingræður:
15. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-10-07 14:50:28 - [HTML]
53. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-01-20 17:09:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 357 - Komudagur: 2014-10-29 - Sendandi: Starfshópur um hreyfanleika viðskiptavina vátryggingafélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 2390 - Komudagur: 2014-10-29 - Sendandi: Starfshópur um hreyfanleika viðskiptavina vátryggingafélaga[PDF]

Þingmál A137 (framlög ríkisaðila til félagasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 417 (svar) útbýtt þann 2014-11-06 13:17:00 [HTML]

Þingmál A153 (spilahallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (frumvarp) útbýtt þann 2014-09-24 14:42:00 [HTML]

Þingmál A183 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (frumvarp) útbýtt þann 2014-10-06 14:41:00 [HTML]

Þingmál A184 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 193 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-06 14:41:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1887 - Komudagur: 2015-05-11 - Sendandi: Þorvaldur Þórðarson[PDF]

Þingmál A185 (skilyrðislaus grunnframfærsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-06 14:41:00 [HTML]

Þingmál A199 (hækkun tollkvóta inn á markaði Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2014-11-03 17:03:32 - [HTML]

Þingmál A206 (opinber fjármál)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-16 12:16:15 - [HTML]
20. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2014-10-16 15:25:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 683 - Komudagur: 2014-11-21 - Sendandi: Ríkiskaup[PDF]

Þingmál A211 (húsaleigubætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1424 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: Samráðsnefnd um framkvæmd laga og reglna um húsaleigubætur[PDF]

Þingmál A237 (húsaleigubætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1426 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: Samráðsnefnd um framkvæmd laga og reglna um húsaleigubætur[PDF]

Þingmál A239 (svæðisbundnir fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 268 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-09 15:25:00 [HTML]

Þingmál A240 (leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-10-14 15:26:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 201 - Komudagur: 2014-10-19 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A243 (Rauði krossinn á Íslandi og merki Rauða krossins, hálfmánans og kristalsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 272 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-09 15:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 553 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-11-19 14:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 569 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-11-19 16:29:00 [HTML]

Þingmál A244 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1139 - Komudagur: 2015-02-13 - Sendandi: Veiðifélag Þjórsár - Skýring: , um brtt. og frávísunartill.[PDF]

Þingmál A256 (almannaþjónustuhlutverk Ríkisútvarpsins)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-11-03 19:18:31 - [HTML]

Þingmál A260 (könnun á framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-16 17:13:00 [HTML]

Þingmál A262 (mótvægisaðgerðir vegna hugsanlegs gengisfalls íslensku krónunnar)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2014-11-03 16:16:35 - [HTML]

Þingmál A272 (upplýsingalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2233 - Komudagur: 2015-06-10 - Sendandi: Rarik ohf[PDF]

Þingmál A305 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 677 - Komudagur: 2014-11-20 - Sendandi: Hörður Einarsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1630 - Komudagur: 2015-03-24 - Sendandi: Sif Konráðsdóttir[PDF]

Þingmál A307 (ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2014-10-21 18:18:00 [HTML]

Þingmál A322 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1162 - Komudagur: 2015-02-17 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A329 (lykilþættir er varða mögulegan útflutning orku um sæstreng)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2014-10-23 12:24:00 [HTML]

Þingmál A336 (mjólkurfræði)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Jóhanna María Sigmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-30 19:15:54 - [HTML]
99. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2015-04-30 19:33:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2031 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A356 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 458 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-04 17:18:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 663 - Komudagur: 2014-11-20 - Sendandi: Ernst & Young hf[PDF]

Þingmál A361 (skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2057 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 2341 - Komudagur: 2015-05-12 - Sendandi: Samtök um betri byggð[PDF]

Þingmál A365 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 482 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-07 13:59:00 [HTML]

Þingmál A367 (fjáraukalög 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 484 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-07 13:59:00 [HTML]
Þingræður:
30. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2014-11-11 16:51:49 - [HTML]
36. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-11-20 11:10:26 - [HTML]

Þingmál A389 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (frumvarp) útbýtt þann 2014-11-17 14:38:00 [HTML]
Þingræður:
67. þingfundur - Óttarr Proppé - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-17 18:40:54 - [HTML]

Þingmál A390 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-11 20:58:42 - [HTML]

Þingmál A391 (Haf- og vatnarannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 529 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-17 14:38:00 [HTML]

Þingmál A402 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 578 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-25 13:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1358 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-05-29 15:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1591 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-07-01 14:21:00 [HTML]
Þingræður:
113. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-05-27 17:03:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1033 - Komudagur: 2015-01-15 - Sendandi: Kennarasamband Íslands[PDF]

Þingmál A405 (stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 602 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-27 15:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 752 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-12-16 10:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 784 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-12-16 13:41:00 [HTML]
Þingræður:
45. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-12-10 22:16:36 - [HTML]

Þingmál A420 (fjárfestingarsamningur við Thorsil ehf. um kísilmálmverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 628 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML]
Þingræður:
62. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-02-03 19:38:44 - [HTML]

Þingmál A424 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1125 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-03-26 11:00:00 [HTML]
Þingræður:
138. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-29 16:58:44 - [HTML]
138. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2015-06-29 17:55:17 - [HTML]

Þingmál A425 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 75/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-01-28 16:55:00 - [HTML]

Þingmál A434 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 20:20:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1117 - Komudagur: 2015-02-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1421 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A455 (náttúrupassi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 699 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-09 13:18:00 [HTML]
Þingræður:
59. þingfundur - Róbert Marshall - andsvar - Ræða hófst: 2015-01-29 13:57:39 - [HTML]

Þingmál A456 (Menntamálastofnun)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-01-21 17:18:10 - [HTML]

Þingmál A463 (handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-11 14:38:00 [HTML]

Þingmál A466 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2015-02-17 14:36:03 - [HTML]

Þingmál A486 (yfirlýsing um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 942 (svar) útbýtt þann 2015-02-17 13:20:00 [HTML]

Þingmál A494 (ferðir forseta Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 887 (svar) útbýtt þann 2015-01-29 15:03:00 [HTML]

Þingmál A503 (farmflutningar á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-01-26 16:00:00 [HTML]
Þingræður:
67. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-17 14:58:42 - [HTML]

Þingmál A504 (farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-01-26 17:02:00 [HTML]

Þingmál A511 (stjórn vatnamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 888 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-01-29 13:25:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1182 - Komudagur: 2015-02-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 1381 - Komudagur: 2015-02-28 - Sendandi: Mosfellsbær[PDF]

Þingmál A515 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 153/2014 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-05-27 11:11:10 - [HTML]
113. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-27 11:16:22 - [HTML]

Þingmál A528 (lokafjárlög 2013)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-18 17:16:52 - [HTML]

Þingmál A555 (birting gagna um endurreisn viðskiptabanka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1211 (svar) útbýtt þann 2015-04-16 13:24:00 [HTML]

Þingmál A560 (landmælingar og grunnkortagerð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 974 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-23 13:56:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1650 - Komudagur: 2015-03-25 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A561 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-02-25 16:35:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1725 - Komudagur: 2015-04-22 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1744 - Komudagur: 2015-04-25 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A571 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 990 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-25 15:19:00 [HTML]
Þingræður:
76. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-03 16:19:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1730 - Komudagur: 2015-04-27 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1746 - Komudagur: 2015-04-29 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A572 (skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 993 (frumvarp) útbýtt þann 2015-02-25 15:49:00 [HTML]

Þingmál A576 (sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 999 (frumvarp) útbýtt þann 2015-02-26 13:53:00 [HTML]

Þingmál A578 (skýrslur Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2011 og 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1001 (álit) útbýtt þann 2015-02-27 11:04:00 [HTML]

Þingmál A579 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-03-24 16:28:34 - [HTML]

Þingmál A580 (bann við mismunun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1201 (svar) útbýtt þann 2015-04-14 13:58:00 [HTML]

Þingmál A581 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-05 12:52:51 - [HTML]

Þingmál A621 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1074 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-03-17 13:47:00 [HTML]
Þingræður:
82. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-19 15:50:02 - [HTML]

Þingmál A624 (búsetuskerðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1079 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2015-03-17 19:41:00 [HTML]
Þingræður:
87. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-04-13 19:48:09 - [HTML]

Þingmál A628 (alþjóðleg öryggismál o.fl.)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-03-26 12:01:58 - [HTML]

Þingmál A631 (Farice ehf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1087 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2015-03-18 17:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1212 (svar) útbýtt þann 2015-04-16 13:24:00 [HTML]

Þingmál A643 (innflutningur dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1967 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Landssamband kúabænda[PDF]

Þingmál A644 (dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1896 - Komudagur: 2015-05-11 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A688 (ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1162 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML]
Þingræður:
94. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-22 17:14:55 - [HTML]
96. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-27 17:27:09 - [HTML]
97. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-04-28 14:07:50 - [HTML]
120. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-05 14:28:28 - [HTML]
120. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2015-06-05 18:34:58 - [HTML]

Þingmál A689 (landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1849 - Komudagur: 2015-05-07 - Sendandi: Skógrækt ríkisins[PDF]

Þingmál A691 (stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1165 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML]
Þingræður:
89. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-15 16:15:09 - [HTML]
90. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-16 15:03:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1780 - Komudagur: 2015-05-03 - Sendandi: Dögun-stjórnmálasamtök um réttlæti[PDF]
Dagbókarnúmer 1803 - Komudagur: 2015-05-05 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]
Dagbókarnúmer 1876 - Komudagur: 2015-05-08 - Sendandi: Vinnslustöðin hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2373 - Komudagur: 2015-06-13 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A692 (veiðigjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1166 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1789 - Komudagur: 2015-05-04 - Sendandi: Útvegsbændafélag Vestmannaeyja[PDF]
Dagbókarnúmer 1864 - Komudagur: 2015-04-24 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 1870 - Komudagur: 2015-05-08 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A697 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1171 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2191 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi[PDF]

Þingmál A703 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1177 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2018 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: Óbyggðanefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 2079 - Komudagur: 2015-05-19 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A705 (meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1179 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2145 - Komudagur: 2015-05-27 - Sendandi: Bankasýsla ríkisins[PDF]

Þingmál A727 (tollar og matvæli)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2015-05-11 15:44:15 - [HTML]

Þingmál A728 (þátttaka í björgunaraðgerðum á Miðjarðarhafi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2149 - Komudagur: 2015-05-28 - Sendandi: Biskupsstofa[PDF]

Þingmál A735 (meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneyti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1254 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-04-30 18:12:00 [HTML]

Þingmál A743 (takmörkun á launagreiðslum ljósmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1299 (svar) útbýtt þann 2015-05-19 13:14:00 [HTML]

Þingmál A782 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1391 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-06-03 15:31:00 [HTML]

Þingmál A786 (stöðugleikaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-06-08 16:58:00 [HTML]
Þingræður:
126. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-10 14:20:33 - [HTML]
126. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-06-10 15:11:55 - [HTML]
127. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-06-11 11:41:57 - [HTML]
127. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2015-06-11 13:30:55 - [HTML]
127. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-11 14:41:33 - [HTML]
127. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2015-06-11 14:45:51 - [HTML]
127. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2015-06-11 15:26:13 - [HTML]
145. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-07-02 17:34:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2286 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Slitastjórn Kaupþings[PDF]
Dagbókarnúmer 2313 - Komudagur: 2015-06-22 - Sendandi: Slitastjórn Byrs Sparisjóðs[PDF]
Dagbókarnúmer 2319 - Komudagur: 2015-06-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 2324 - Komudagur: 2015-06-26 - Sendandi: Slitastjórn SPB hf[PDF]

Þingmál A787 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2287 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Slitastjórn Kaupþings[PDF]
Dagbókarnúmer 2314 - Komudagur: 2015-06-22 - Sendandi: Slitastjórn Byrs Sparisjóðs[PDF]

Þingmál A788 (húsnæðisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1402 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-06-08 18:48:00 [HTML]

Þingmál A798 (kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1419 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-06-12 10:44:00 [HTML]
Þingræður:
128. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-06-12 18:42:43 - [HTML]
128. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-12 22:10:24 - [HTML]
129. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-06-13 17:53:53 - [HTML]

Þingmál A804 (aðgerðaáætlun um loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1569 (svar) útbýtt þann 2015-07-01 20:04:00 [HTML]

Þingmál B23 (hjáseta fulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2014-09-15 15:08:49 - [HTML]

Þingmál B24 (rafræn auðkenni og skuldaleiðrétting)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2014-09-15 15:11:38 - [HTML]

Þingmál B182 (endurskoðun tvísköttunarsamninga)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2014-10-20 15:30:36 - [HTML]

Þingmál B198 (fjárhagsstaða RÚV)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2014-10-23 14:34:30 - [HTML]

Þingmál B205 (dómur Mannréttindadómstólsins í máli blaðamanns)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2014-10-23 10:47:51 - [HTML]
24. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2014-10-23 10:49:59 - [HTML]

Þingmál B268 ()[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2014-11-12 15:42:11 - [HTML]

Þingmál B380 ()[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-12-08 10:39:11 - [HTML]

Þingmál B518 (vopnaburður og valdbeitingarheimildir lögreglunnar)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-01-26 15:51:23 - [HTML]

Þingmál B530 (gjaldeyrishöft)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2015-01-27 14:31:09 - [HTML]

Þingmál B531 ()[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2015-01-28 15:26:38 - [HTML]

Þingmál B568 ()[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2015-02-04 15:30:51 - [HTML]

Þingmál B668 (upplýsingar um afnám gjaldeyrishafta)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2015-03-02 15:05:45 - [HTML]

Þingmál B679 ()[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2015-03-04 15:28:22 - [HTML]

Þingmál B712 ()[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-17 14:45:51 - [HTML]

Þingmál B717 ()[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2015-03-18 15:28:02 - [HTML]

Þingmál B740 (olíuleit á Drekasvæðinu)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2015-03-23 15:28:01 - [HTML]

Þingmál B755 ()[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2015-03-25 15:30:43 - [HTML]

Þingmál B783 ()[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (forseti) - Ræða hófst: 2015-04-13 15:02:14 - [HTML]

Þingmál B1022 ()[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2015-05-27 10:06:50 - [HTML]

Þingmál B1074 ()[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-02 13:41:37 - [HTML]

Þingmál B1081 ()[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2015-06-03 10:10:57 - [HTML]

Þingmál B1147 ()[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-09 10:49:21 - [HTML]

Þingmál B1252 ()[HTML]

Þingræður:
137. þingfundur - Róbert Marshall - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-06-25 10:39:41 - [HTML]

Þingmál B1286 ()[HTML]

Þingræður:
141. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2015-07-01 10:23:11 - [HTML]

Löggjafarþing 145

Þingmál A1 (fjárlög 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-08 13:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 585 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-12-05 17:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 599 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-12-08 16:02:00 [HTML]
Þingræður:
4. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2015-09-11 15:48:57 - [HTML]
49. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-08 17:07:27 - [HTML]
49. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-08 23:44:11 - [HTML]
50. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2015-12-09 22:58:06 - [HTML]
50. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2015-12-09 23:06:30 - [HTML]
50. þingfundur - Ögmundur Jónasson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2015-12-10 00:31:04 - [HTML]
51. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-10 15:40:45 - [HTML]
52. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2015-12-11 11:30:58 - [HTML]
52. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2015-12-11 20:55:54 - [HTML]
53. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2015-12-12 17:51:37 - [HTML]
55. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-15 20:20:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 90 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður[PDF]
Dagbókarnúmer 122 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Borgarfjarðarhreppur o.fl.[PDF]
Dagbókarnúmer 236 - Komudagur: 2015-10-16 - Sendandi: Skaftárhreppur[PDF]
Dagbókarnúmer 281 - Komudagur: 2015-10-21 - Sendandi: Sjálfstæðu leikhúsin - Bandalag atvinnuleikhópa[PDF]
Dagbókarnúmer 299 - Komudagur: 2015-10-21 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A2 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-08 13:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 577 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-12-03 19:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 662 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-12-18 22:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 708 (lög í heild) útbýtt þann 2015-12-19 19:48:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-15 14:09:24 - [HTML]
57. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-17 17:44:55 - [HTML]
58. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-12-18 11:28:37 - [HTML]
58. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2015-12-18 12:14:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 531 - Komudagur: 2015-12-07 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A4 (byggingarsjóður Landspítala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 50 - Komudagur: 2015-10-05 - Sendandi: Landspítali[PDF]

Þingmál A5 (framtíðargjaldmiðill Íslands)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2015-10-06 18:46:14 - [HTML]
16. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-06 19:12:36 - [HTML]

Þingmál A10 (þjóðgarður á miðhálendinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 41 - Komudagur: 2015-10-05 - Sendandi: Hjörleifur Guttormsson[PDF]

Þingmál A13 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-10-08 12:11:32 - [HTML]
18. þingfundur - Jóhanna María Sigmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-08 17:56:44 - [HTML]
21. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2015-10-15 15:09:36 - [HTML]
21. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-15 15:51:19 - [HTML]
21. þingfundur - Róbert Marshall - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-15 18:34:01 - [HTML]
21. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2015-10-15 18:45:21 - [HTML]
67. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2016-01-26 17:03:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 728 - Komudagur: 2016-01-29 - Sendandi: SÁÁ - Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann[PDF]
Dagbókarnúmer 748 - Komudagur: 2016-02-03 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]
Dagbókarnúmer 779 - Komudagur: 2016-02-09 - Sendandi: Barnahreyfing IOGT á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 825 - Komudagur: 2016-02-11 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A26 (dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Páll Valur Björnsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-03-15 14:32:11 - [HTML]

Þingmál A30 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-14 14:52:00 [HTML]
Þingræður:
79. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-23 15:49:53 - [HTML]

Þingmál A31 (sólarhringsmeðferð í öndunarvél á heimili sjúklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 910 - Komudagur: 2016-02-19 - Sendandi: Þroskahjálp, landssamtök[PDF]

Þingmál A41 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-23 16:47:00 [HTML]

Þingmál A43 (landhelgi, efnahagslögsaga og landgrunn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-11 10:21:00 [HTML]

Þingmál A51 (spilahallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-11 15:19:00 [HTML]
Þingræður:
85. þingfundur - Willum Þór Þórsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-09 18:46:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1280 - Komudagur: 2016-04-11 - Sendandi: Íslandsspil[PDF]
Dagbókarnúmer 1332 - Komudagur: 2016-04-24 - Sendandi: Happdrætti Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A60 (sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 60 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-16 14:44:00 [HTML]

Þingmál A85 (búvörulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1135 - Komudagur: 2016-03-17 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A91 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 648 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-12-17 10:11:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-15 20:29:47 - [HTML]
9. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-21 16:39:21 - [HTML]
36. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-18 16:31:46 - [HTML]
36. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-18 18:46:40 - [HTML]
37. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2015-11-19 17:00:57 - [HTML]
39. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-24 23:49:02 - [HTML]

Þingmál A101 (landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 65 - Komudagur: 2015-10-06 - Sendandi: Skógrækt ríkisins[PDF]

Þingmál A112 (ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 112 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2015-09-15 14:18:00 [HTML]

Þingmál A144 (bann við mismunun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-22 13:14:00 [HTML]
Þingræður:
85. þingfundur - Páll Valur Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-09 17:38:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1169 - Komudagur: 2016-03-22 - Sendandi: Þroskahjálp, landssamtök[PDF]

Þingmál A148 (opinber fjármál)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-09-22 17:32:56 - [HTML]
10. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-09-22 17:54:49 - [HTML]
41. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-11-26 13:45:09 - [HTML]
41. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-11-26 14:08:45 - [HTML]
41. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-11-26 16:33:09 - [HTML]

Þingmál A172 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 15:10:41 - [HTML]
27. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 15:13:23 - [HTML]
27. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 15:46:57 - [HTML]
27. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 15:51:37 - [HTML]
27. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2015-11-03 18:21:00 - [HTML]
27. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 18:45:59 - [HTML]
27. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 20:24:44 - [HTML]
27. þingfundur - Björn Valur Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 21:01:28 - [HTML]
27. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-11-03 21:03:49 - [HTML]
27. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2015-11-03 21:51:04 - [HTML]
27. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-11-03 22:40:56 - [HTML]
27. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 23:17:17 - [HTML]
27. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-11-03 23:40:06 - [HTML]
29. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-11-04 19:25:43 - [HTML]
29. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2015-11-04 19:50:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 204 - Komudagur: 2015-10-13 - Sendandi: Slitastjórn Byrs Sparisjóðs[PDF]

Þingmál A180 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1170 - Komudagur: 2016-03-22 - Sendandi: Þroskahjálp, landssamtök[PDF]
Dagbókarnúmer 1194 - Komudagur: 2016-03-29 - Sendandi: Geðhjálp[PDF]

Þingmál A184 (Laxnesssetur að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1057 - Komudagur: 2016-03-07 - Sendandi: Safnstjóri og stjórn Gljúfrasteins[PDF]

Þingmál A193 (greiðslur þrotabúa í tengslum við losun fjármagnshafta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 198 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2015-10-06 13:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 456 (svar) útbýtt þann 2015-11-19 10:13:00 [HTML]

Þingmál A199 (Haf- og vatnarannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-06 16:24:00 [HTML]

Þingmál A228 (sjúkratryggingar og lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-02-16 16:43:17 - [HTML]

Þingmál A263 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 719 - Komudagur: 2016-01-27 - Sendandi: Borgarbyggð[PDF]

Þingmál A265 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 292 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-21 14:45:00 [HTML]

Þingmál A304 (fjáraukalög 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-31 19:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 608 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-12-09 14:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 674 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-12-19 12:13:00 [HTML]
Þingræður:
29. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-04 21:33:53 - [HTML]
30. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-10 18:22:45 - [HTML]
46. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2015-12-03 12:42:39 - [HTML]

Þingmál A305 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 351 (álit) útbýtt þann 2015-11-02 14:50:00 [HTML]

Þingmál A312 (afsökunarbeiðni til þjóðarinnar vegna stuðnings við Íraksstríðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2015-11-02 16:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 536 (svar) útbýtt þann 2015-12-02 14:44:00 [HTML]

Þingmál A314 (laun fyrir störf meðan á verkfalli stendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 362 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2015-11-02 16:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 559 (svar) útbýtt þann 2015-12-04 16:00:00 [HTML]

Þingmál A319 (samkomulag stjórnvalda og slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 369 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2015-11-04 14:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 771 (svar) útbýtt þann 2016-01-28 14:37:00 [HTML]

Þingmál A320 (túlkun ákvæða í lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 560 (svar) útbýtt þann 2015-12-07 14:41:00 [HTML]

Þingmál A327 (þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-11-06 13:55:00 [HTML]
Þingræður:
96. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-04-12 20:06:01 - [HTML]

Þingmál A330 (rannsókn á einkavæðingu bankanna, hinni síðari)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2229 - Komudagur: 2016-10-04 - Sendandi: Vigdís Hauksdóttir, form. fjárlaganefndar[PDF]

Þingmál A354 (skilyrðislaus grunnframfærsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 454 (þáltill.) útbýtt þann 2015-11-18 14:38:00 [HTML]
Þingræður:
84. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-02 19:19:02 - [HTML]

Þingmál A370 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-25 14:48:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 724 - Komudagur: 2016-01-29 - Sendandi: Þroskahjálp, landssamtök[PDF]

Þingmál A373 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 506 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-25 14:54:00 [HTML]
Þingræður:
42. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-27 15:38:07 - [HTML]

Þingmál A399 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 725 - Komudagur: 2016-01-29 - Sendandi: Þroskahjálp, landssamtök[PDF]

Þingmál A401 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 547 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 14:45:00 [HTML]

Þingmál A407 (húsnæðisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 18:50:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 726 - Komudagur: 2016-01-29 - Sendandi: Þroskahjálp, landssamtök[PDF]

Þingmál A410 (útgáfa vegabréfa í sendiráðum Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 572 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2015-12-03 12:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 717 (svar) útbýtt þann 2016-01-12 13:52:00 [HTML]

Þingmál A415 (aðgerðir í loftslagsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 734 (svar) útbýtt þann 2016-01-20 18:20:00 [HTML]

Þingmál A418 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 613 (frumvarp) útbýtt þann 2015-12-14 13:11:00 [HTML]

Þingmál A435 (almennar íbúðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-16 15:12:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 727 - Komudagur: 2016-01-29 - Sendandi: Þroskahjálp, landssamtök[PDF]
Dagbókarnúmer 1383 - Komudagur: 2016-04-29 - Sendandi: Íbúðalánasjóður[PDF]

Þingmál A436 (fullgilding stofnsamnings um Innviðafjárfestingabanka Asíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 855 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-02-18 13:14:00 [HTML]
Þingræður:
78. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-18 14:09:57 - [HTML]

Þingmál A448 (eignarhald á flugstöð Leifs Eiríkssonar og fríhafnarverslun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 772 (svar) útbýtt þann 2016-01-27 16:26:00 [HTML]

Þingmál A449 (stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1466 - Komudagur: 2016-05-06 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A471 (ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 754 (frumvarp) útbýtt þann 2016-01-26 15:31:00 [HTML]

Þingmál A500 (nefndir, starfshópar og verkefnisstjórnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1197 (svar) útbýtt þann 2016-04-28 10:13:00 [HTML]

Þingmál A545 (matvæli, slátrun og eftirlit með fóðri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 871 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-02-22 15:43:00 [HTML]
Þingræður:
80. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-24 16:18:02 - [HTML]

Þingmál A587 (skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 955 (frumvarp) útbýtt þann 2016-03-09 14:45:00 [HTML]

Þingmál A611 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1009 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-03-15 13:24:00 [HTML]

Þingmál A615 (dómstólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1304 - Komudagur: 2016-04-14 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1514 - Komudagur: 2016-05-12 - Sendandi: Áslaug Björgvinsdóttir[PDF]

Þingmál A616 (meðferð einkamála og meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1305 - Komudagur: 2016-04-14 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A617 (handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1019 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-16 14:45:00 [HTML]

Þingmál A621 (ferðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1024 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-03-16 17:10:00 [HTML]

Þingmál A635 (vöggugjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1058 (þáltill.) útbýtt þann 2016-03-18 18:15:00 [HTML]

Þingmál A638 (fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018)[HTML]

Þingræður:
165. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-10-06 14:49:46 - [HTML]
166. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-10-07 15:35:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1859 - Komudagur: 2016-08-18 - Sendandi: Stopp - hingað og ekki lengra[PDF]
Dagbókarnúmer 1873 - Komudagur: 2016-07-15 - Sendandi: Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna[PDF]

Þingmál A657 (meðferð einkamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1956 - Komudagur: 2016-09-01 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A658 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1086 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:45:00 [HTML]

Þingmál A665 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1093 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1778 (lög í heild) útbýtt þann 2016-10-11 13:33:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1593 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Ríkiskaup[PDF]
Dagbókarnúmer 1616 - Komudagur: 2016-05-23 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A668 (fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1096 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1407 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-06-01 23:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1444 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-06-02 17:07:00 [HTML]
Þingræður:
97. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-04-13 16:58:40 - [HTML]

Þingmál A669 (brunavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1526 - Komudagur: 2016-05-17 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A673 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]
Þingræður:
147. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-06 15:01:28 - [HTML]

Þingmál A674 (Umhverfisstofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1916 - Komudagur: 2016-08-31 - Sendandi: Skógræktin[PDF]
Dagbókarnúmer 1965 - Komudagur: 2016-09-02 - Sendandi: Náttúruminjasafn Íslands[PDF]

Þingmál A675 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1583 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A676 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1412 - Komudagur: 2016-05-02 - Sendandi: Kennarasamband Íslands[PDF]

Þingmál A677 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1723 - Komudagur: 2016-06-08 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 1724 - Komudagur: 2016-06-08 - Sendandi: Matvælastofnun[PDF]

Þingmál A678 (lyfjastefna til ársins 2020)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1743 - Komudagur: 2016-06-09 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]

Þingmál A679 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1107 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2150 - Komudagur: 2016-09-26 - Sendandi: Félagsbúið Miðhrauni 2 sf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2199 - Komudagur: 2016-10-03 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A680 (búvörulög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1108 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1591 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-29 19:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1597 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-30 13:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1599 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-30 13:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1618 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-09-06 13:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1663 (lög í heild) útbýtt þann 2016-09-13 16:13:00 [HTML]
Þingræður:
111. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2016-05-17 18:33:07 - [HTML]
111. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2016-05-17 18:56:25 - [HTML]
142. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-30 15:45:28 - [HTML]
142. þingfundur - Björt Ólafsdóttir (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-30 16:37:20 - [HTML]
142. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2016-08-30 22:23:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1651 - Komudagur: 2016-05-26 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 1683 - Komudagur: 2016-05-27 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 1696 - Komudagur: 2016-05-30 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1869 - Komudagur: 2016-08-22 - Sendandi: Dýraverndarsamband Íslands[PDF]

Þingmál A681 (ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1109 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-12 18:21:00 [HTML]
Þingræður:
156. þingfundur - Helgi Hjörvar - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-09-23 12:49:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1830 - Komudagur: 2016-08-10 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - Skýring: (Sent til stjsk.- og eftirlitsnefndar)[PDF]

Þingmál A728 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-18 16:43:00 [HTML]
Þingræður:
102. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2016-04-20 18:20:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1469 - Komudagur: 2016-05-09 - Sendandi: No Borders Iceland[PDF]
Dagbókarnúmer 1499 - Komudagur: 2016-05-11 - Sendandi: Útlendingastofnun[PDF]

Þingmál A729 (friðun miðhálendisins)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-02 15:59:33 - [HTML]

Þingmál A733 (alþjóðlegar viðskiptaþvinganir gagnvart lágskattaríkjum)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2016-05-02 18:20:33 - [HTML]

Þingmál A735 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1204 (frumvarp) útbýtt þann 2016-04-28 15:02:00 [HTML]

Þingmál A740 (fjármálaáætlun 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1212 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-29 15:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1523 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-15 14:43:00 [HTML]

Þingmál A741 (fjármálastefna 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1523 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-15 14:43:00 [HTML]

Þingmál A748 (nám erlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1512 (svar) útbýtt þann 2016-08-05 11:26:00 [HTML]

Þingmál A765 (framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016--2019)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1816 - Komudagur: 2016-07-25 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A777 (meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1314 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-20 17:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1317 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-05-22 19:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1319 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-05-22 23:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1320 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-05-22 23:59:00 [HTML]
Þingræður:
114. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-22 21:19:25 - [HTML]
114. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-22 21:53:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1597 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Davíð Þór Björgvinsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1600 - Komudagur: 2016-05-21 - Sendandi: Quorum sf. - Pétur Örn Sverrisson og ReykjavíkEconomics ehf. - Magnús Árni Skúlason.[PDF]

Þingmál A779 (félagasamtök til almannaheilla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1323 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-23 15:50:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1986 - Komudagur: 2016-09-05 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A783 (samningur Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1768 - Komudagur: 2016-06-21 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A784 (þjóðaröryggisráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1339 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-24 16:36:00 [HTML]
Þingræður:
138. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2016-08-23 14:31:26 - [HTML]

Þingmál A787 (aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1774 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-10-10 19:32:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1871 - Komudagur: 2016-08-23 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2028 - Komudagur: 2016-09-13 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2089 - Komudagur: 2016-09-20 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A791 (rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1367 (þáltill. n.) útbýtt þann 2016-05-26 18:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1463 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2016-06-02 17:11:00 [HTML]
Þingræður:
122. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-31 20:11:39 - [HTML]

Þingmál A794 (námslán og námsstyrkir)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2016-08-16 17:50:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1924 - Komudagur: 2016-08-31 - Sendandi: Stúdentafélag Háskólans í Rvík[PDF]
Dagbókarnúmer 1989 - Komudagur: 2016-09-05 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2043 - Komudagur: 2016-09-14 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A795 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
138. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-08-23 15:25:08 - [HTML]

Þingmál A804 (aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1419 (þáltill.) útbýtt þann 2016-06-01 20:56:00 [HTML]

Þingmál A805 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1435 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-06-02 14:33:00 [HTML]

Þingmál A806 (uppsögn samkomulags við þjóðkirkjuna um kirkjujarðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1436 (þáltill.) útbýtt þann 2016-06-02 14:36:00 [HTML]

Þingmál A808 (Drekasvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1453 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2016-06-02 15:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1587 (svar) útbýtt þann 2016-08-29 14:16:00 [HTML]

Þingmál A813 (fjölskyldustefna 2017--2021)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1998 - Komudagur: 2016-09-07 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]

Þingmál A815 (kjaramál Félags íslenskra flugumferðarstjóra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1504 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-06-08 14:46:00 [HTML]

Þingmál A818 (stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1893 - Komudagur: 2016-08-29 - Sendandi: Birkir Örn Hauksson[PDF]

Þingmál A841 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1577 (frumvarp) útbýtt þann 2016-08-25 10:17:00 [HTML]
Þingræður:
144. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2016-09-01 17:17:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2175 - Komudagur: 2016-09-28 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A845 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1586 (álit) útbýtt þann 2016-08-30 13:18:00 [HTML]

Þingmál A846 (mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1595 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-08-30 13:19:00 [HTML]

Þingmál A847 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1603 (þáltill.) útbýtt þann 2016-08-30 16:47:00 [HTML]

Þingmál A849 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1605 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-08-30 16:43:00 [HTML]

Þingmál A851 (skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1609 (álit) útbýtt þann 2016-08-30 22:31:00 [HTML]
Þingræður:
143. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2016-08-31 16:44:41 - [HTML]

Þingmál A857 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
149. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-09-08 14:15:04 - [HTML]

Þingmál A863 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
149. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-08 12:16:54 - [HTML]
149. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-08 12:19:05 - [HTML]

Þingmál A865 (fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
151. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2016-09-13 20:10:38 - [HTML]
154. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2016-09-20 15:04:21 - [HTML]
154. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2016-09-20 15:46:52 - [HTML]

Þingmál A870 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1667 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-16 16:53:00 [HTML]
Þingræður:
154. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-20 19:15:14 - [HTML]
154. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-20 20:47:21 - [HTML]

Þingmál A871 (kjararáð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2100 - Komudagur: 2016-09-21 - Sendandi: Hópur sendiherra[PDF]
Dagbókarnúmer 2120 - Komudagur: 2016-09-23 - Sendandi: Sendifulltrúar í utanríkisþjónustunni[PDF]
Dagbókarnúmer 2131 - Komudagur: 2016-09-26 - Sendandi: Ríkislögmaður[PDF]

Þingmál A873 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
158. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-27 12:02:46 - [HTML]

Þingmál A875 (fjáraukalög 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1695 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-21 19:42:00 [HTML]
Þingræður:
158. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-27 18:42:01 - [HTML]
158. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2016-09-27 20:01:01 - [HTML]

Þingmál A876 (raflínur að iðnaðarsvæðinu á Bakka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1696 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-21 18:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1735 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-09-29 17:17:00 [HTML]
Þingræður:
156. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-23 14:02:27 - [HTML]
167. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-10 11:18:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2236 - Komudagur: 2016-10-07 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið[PDF]

Þingmál A884 (mannréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1713 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-09-27 16:23:00 [HTML]

Þingmál A888 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1736 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-29 18:31:00 [HTML]

Þingmál A897 (fasteignir Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1792 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2016-10-12 10:08:00 [HTML]

Þingmál A898 (Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1804 (frumvarp) útbýtt þann 2016-10-12 15:09:00 [HTML]

Þingmál A900 (aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1808 (þáltill.) útbýtt þann 2016-10-12 19:09:00 [HTML]

Þingmál B12 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2015-09-08 19:41:45 - [HTML]

Þingmál B49 (málefni flóttamanna)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Elín Hirst - Ræða hófst: 2015-09-21 16:06:19 - [HTML]

Þingmál B64 (réttur til lyfjameðferðar í heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-23 15:38:18 - [HTML]

Þingmál B160 ()[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-10-20 13:35:32 - [HTML]

Þingmál B181 (forsendur stöðugleikaframlaga)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-10-22 11:50:51 - [HTML]

Þingmál B367 ()[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2015-12-08 13:54:50 - [HTML]

Þingmál B383 ()[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Helgi Hjörvar - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-12-09 15:08:11 - [HTML]

Þingmál B395 ()[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Helgi Hjörvar - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-12-10 10:32:20 - [HTML]

Þingmál B429 ()[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Helgi Hjörvar - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-12-14 15:02:46 - [HTML]
54. þingfundur - Óttarr Proppé - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-12-14 15:29:23 - [HTML]
54. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-12-14 15:33:00 - [HTML]

Þingmál B435 ()[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-12-15 10:51:11 - [HTML]
55. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-12-15 11:20:53 - [HTML]

Þingmál B530 (staða heilbrigðiskerfisins)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2016-01-25 15:14:27 - [HTML]

Þingmál B537 ()[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2016-01-26 15:09:41 - [HTML]

Þingmál B599 (söluferli Borgunar)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-02-18 10:32:25 - [HTML]

Þingmál B673 ()[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - Ræða hófst: 2016-03-15 14:03:50 - [HTML]

Þingmál B683 ()[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2016-03-14 15:08:35 - [HTML]

Þingmál B724 ()[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-04-04 16:46:17 - [HTML]

Þingmál B1065 ()[HTML]

Þingræður:
138. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2016-08-23 13:50:39 - [HTML]

Þingmál B1097 ()[HTML]

Þingræður:
142. þingfundur - Karl Garðarsson - Ræða hófst: 2016-08-30 13:46:52 - [HTML]
142. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-08-30 13:58:21 - [HTML]

Þingmál B1312 (áhrif málshraða við lagasetningu)[HTML]

Þingræður:
168. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-11 11:10:10 - [HTML]

Löggjafarþing 146

Þingmál A1 (fjárlög 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-06 15:54:00 [HTML]
Þingræður:
2. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-12-07 14:58:32 - [HTML]
12. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2016-12-22 15:19:18 - [HTML]
12. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2016-12-22 16:22:23 - [HTML]
12. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-12-22 16:39:11 - [HTML]
12. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2016-12-22 16:59:53 - [HTML]
13. þingfundur - Haraldur Benediktsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-12-22 20:12:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 108 - Komudagur: 2016-12-19 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 131 - Komudagur: 2016-12-20 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 152 - Komudagur: 2017-01-04 - Sendandi: Sjálfstæðu leikhúsin - Bandalag atvinnuleikhópa[PDF]

Þingmál A2 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-06 15:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 40 (breytingartillaga) útbýtt þann 2016-12-21 19:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 58 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-12-29 12:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 81 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-12-22 21:21:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-12-08 10:32:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 45 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 122 - Komudagur: 2016-12-20 - Sendandi: Hótel Saga ehf. - Elías Blöndal[PDF]

Þingmál A6 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1580 - Komudagur: 2016-12-16 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A10 (fjáraukalög 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-14 20:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 74 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-12-22 20:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 86 (lög í heild) útbýtt þann 2016-12-22 22:54:00 [HTML]

Þingmál A49 (greiðsluþátttaka sjúklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 254 - Komudagur: 2017-02-27 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A57 (heilbrigðisáætlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 189 - Komudagur: 2017-02-21 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A60 (fasteignir Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 117 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-01-24 13:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 426 (svar) útbýtt þann 2017-03-22 18:27:00 [HTML]

Þingmál A66 (fjármálastefna 2017--2022)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Gunnar Ingiberg Guðmundsson - Ræða hófst: 2017-03-30 12:35:43 - [HTML]
51. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-30 16:39:19 - [HTML]
53. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2017-04-03 17:49:31 - [HTML]

Þingmál A73 (framsal íslenskra fanga)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-02-06 16:23:19 - [HTML]

Þingmál A79 (þingnefnd um alþjóðlega fríverslunarsamninga)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2017-01-31 16:30:47 - [HTML]

Þingmál A84 (fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-02 12:34:14 - [HTML]

Þingmál A88 (sala ríkiseigna, lækkun skulda ríkissjóðs og fjárfesting í innviðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 292 - Komudagur: 2017-03-02 - Sendandi: Bankasýsla ríkisins[PDF]

Þingmál A101 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-09 13:48:41 - [HTML]
28. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-09 14:05:08 - [HTML]
28. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2017-02-09 14:48:34 - [HTML]
28. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-09 15:28:58 - [HTML]

Þingmál A106 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2017-02-28 17:09:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 362 - Komudagur: 2017-03-15 - Sendandi: Barnahreyfing IOGT á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 494 - Komudagur: 2017-03-20 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 512 - Komudagur: 2017-03-21 - Sendandi: Háskólinn í Reykjavík - rannsóknir og greining[PDF]

Þingmál A113 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-24 13:44:56 - [HTML]

Þingmál A121 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 563 - Komudagur: 2017-03-24 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A125 (kjör og staða myndlistarmanna)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-27 17:44:19 - [HTML]

Þingmál A128 (farþegaflutningar og farmflutningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-07 16:18:00 [HTML]
Þingræður:
28. þingfundur - Jón Gunnarsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-09 11:39:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 205 - Komudagur: 2017-02-23 - Sendandi: Félag hópferðaleyfishafa[PDF]
Dagbókarnúmer 313 - Komudagur: 2017-03-06 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A135 (flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 194 (þáltill.) útbýtt þann 2017-02-09 16:08:00 [HTML]
Þingræður:
42. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-09 15:56:36 - [HTML]

Þingmál A149 (ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (frumvarp) útbýtt þann 2017-02-21 13:19:00 [HTML]

Þingmál A151 (húsnæði ríkisstofnana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1165 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:33:00 [HTML]

Þingmál A155 (sala eigna á Ásbrú)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-03-20 17:02:19 - [HTML]

Þingmál A156 (opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (þáltill.) útbýtt þann 2017-02-23 15:28:00 [HTML]
Þingræður:
36. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-28 22:40:54 - [HTML]
36. þingfundur - Pawel Bartoszek - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-28 23:10:42 - [HTML]
37. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2017-03-01 16:55:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 963 - Komudagur: 2017-04-26 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A167 (málsmeðferð hælisleitenda samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (svar) útbýtt þann 2017-04-06 17:45:00 [HTML]

Þingmál A190 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1434 - Komudagur: 2017-05-19 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]

Þingmál A201 (uppsögn samkomulags við þjóðkirkjuna um kirkjujarðir o.fl. frá 1997)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 282 (þáltill.) útbýtt þann 2017-02-27 19:07:00 [HTML]

Þingmál A205 (staða og stefna í loftslagsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 289 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-02-28 13:49:00 [HTML]

Þingmál A216 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 303 - Komudagur: 2017-03-03 - Sendandi: Marinó Gunnar Njálsson[PDF]
Dagbókarnúmer 393 - Komudagur: 2017-03-16 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]

Þingmál A217 (evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 301 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-28 16:37:00 [HTML]

Þingmál A233 (komugjald á flugfarþega)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 759 (svar) útbýtt þann 2017-05-15 14:34:00 [HTML]

Þingmál A234 (breyting á ýmsum lögum á sviði samgangna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 326 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-07 16:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 994 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2017-05-31 15:38:00 [HTML]

Þingmál A236 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-04-04 20:15:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 571 - Komudagur: 2017-03-27 - Sendandi: No Borders Iceland[PDF]

Þingmál A253 (lífræn ræktun)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-04-03 16:06:59 - [HTML]

Þingmál A256 (framkvæmd landamæraeftirlits o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 702 (svar) útbýtt þann 2017-05-04 15:37:00 [HTML]

Þingmál A261 (innflutningur á hráu kjöti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 359 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-03-09 16:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 749 (svar) útbýtt þann 2017-05-12 11:32:00 [HTML]

Þingmál A269 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 371 (frumvarp) útbýtt þann 2017-03-20 14:38:00 [HTML]

Þingmál A272 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 379 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-20 14:38:00 [HTML]

Þingmál A286 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 396 (þáltill.) útbýtt þann 2017-03-20 14:38:00 [HTML]

Þingmál A293 (olíuleit og -vinnsla á Drekasvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 405 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-03-20 14:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 895 (svar) útbýtt þann 2017-05-26 13:37:00 [HTML]

Þingmál A297 (takmarkanir á tjáningarfrelsi)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-05-15 17:17:51 - [HTML]

Þingmál A306 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Bjarni Jónsson - Ræða hófst: 2017-03-22 16:41:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 613 - Komudagur: 2017-03-30 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður[PDF]
Dagbókarnúmer 627 - Komudagur: 2017-04-03 - Sendandi: Sveitarfélagið Árborg[PDF]
Dagbókarnúmer 731 - Komudagur: 2017-04-10 - Sendandi: Borgarbyggð[PDF]
Dagbókarnúmer 756 - Komudagur: 2017-04-12 - Sendandi: Hveragerðisbær[PDF]
Dagbókarnúmer 796 - Komudagur: 2017-04-19 - Sendandi: Dalabyggð[PDF]
Dagbókarnúmer 811 - Komudagur: 2017-04-19 - Sendandi: Sveitarfélagið Hornafjörður[PDF]

Þingmál A307 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Daníel E. Arnarsson - Ræða hófst: 2017-05-16 20:40:16 - [HTML]

Þingmál A320 (skilyrðislaus grunnframfærsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (þáltill.) útbýtt þann 2017-03-23 14:49:00 [HTML]

Þingmál A352 (fjárframlög til háskóla og stöðu háskóla utan Reykjavíkur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1080 (svar) útbýtt þann 2017-06-01 14:32:00 [HTML]

Þingmál A361 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2017 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Pawel Bartoszek - andsvar - Ræða hófst: 2017-04-03 19:46:13 - [HTML]

Þingmál A372 (lyfjastefna til ársins 2022)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1122 - Komudagur: 2017-05-04 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]

Þingmál A378 (framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1095 - Komudagur: 2017-05-03 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A385 (skattar, tollar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 515 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-30 10:16:00 [HTML]

Þingmál A386 (skortsala og skuldatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 516 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-30 10:16:00 [HTML]
Þingræður:
54. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-04-04 16:01:57 - [HTML]

Þingmál A389 (landmælingar og grunnkortagerð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-30 12:06:00 [HTML]
Þingræður:
62. þingfundur - Björt Ólafsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-05-03 17:03:45 - [HTML]
62. þingfundur - Gunnar Ingiberg Guðmundsson - Ræða hófst: 2017-05-03 17:19:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1339 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Loftmyndir ehf[PDF]

Þingmál A390 (eignarhald fjármálafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 654 (svar) útbýtt þann 2017-04-25 17:31:00 [HTML]

Þingmál A400 (vátryggingasamstæður)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-04 16:17:00 - [HTML]

Þingmál A401 (lánshæfismatsfyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 532 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:09:00 [HTML]

Þingmál A402 (fjármálaáætlun 2018--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-31 09:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 808 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-19 18:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 809 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-22 14:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 842 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-22 17:05:00 [HTML]
Þingræður:
57. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2017-04-06 21:27:36 - [HTML]
69. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-05-23 14:21:55 - [HTML]
69. þingfundur - Gunnar Ingiberg Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-23 22:27:59 - [HTML]
71. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-24 15:08:50 - [HTML]
71. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-24 23:29:41 - [HTML]
72. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-26 19:09:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 833 - Komudagur: 2017-04-21 - Sendandi: Biskup Íslands og kirkjuráð þjóðkirkjunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 876 - Komudagur: 2017-04-21 - Sendandi: Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 905 - Komudagur: 2017-04-25 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 965 - Komudagur: 2017-04-27 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 981 - Komudagur: 2017-04-27 - Sendandi: Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra[PDF]
Dagbókarnúmer 1003 - Komudagur: 2017-04-28 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1038 - Komudagur: 2017-05-02 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður[PDF]
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2017-05-05 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1209 - Komudagur: 2017-05-09 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, meiri hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1310 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Utanríkismálanefnd, 2. minni hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1372 - Komudagur: 2017-05-05 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 1404 - Komudagur: 2017-05-17 - Sendandi: Velferðarnefnd, 3. minni hluti[PDF]

Þingmál A405 (vegabréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 830 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-19 18:16:00 [HTML]
Þingræður:
54. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-04 14:46:56 - [HTML]
54. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-04-04 14:50:41 - [HTML]
54. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-04-04 15:04:58 - [HTML]
54. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-04-04 15:08:32 - [HTML]
68. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-22 18:24:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1155 - Komudagur: 2017-05-06 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]

Þingmál A407 (skógar og skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 538 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:10:00 [HTML]

Þingmál A408 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 539 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:10:00 [HTML]

Þingmál A413 (landhelgi, efnahagslögsaga og landgrunn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 810 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-19 18:16:00 [HTML]
Þingræður:
59. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-25 16:06:18 - [HTML]

Þingmál A419 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 552 (frumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:11:00 [HTML]

Þingmál A424 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 557 (þáltill.) útbýtt þann 2017-03-31 19:12:00 [HTML]

Þingmál A426 (barnaverndarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1508 - Komudagur: 2017-05-29 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti[PDF]

Þingmál A429 (nýting forkaupsréttar ríkisins að hlutabréfum í Arion banka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 562 (þáltill.) útbýtt þann 2017-03-31 19:12:00 [HTML]

Þingmál A432 (bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:20:00 [HTML]
Þingræður:
59. þingfundur - Andri Þór Sturluson - Ræða hófst: 2017-04-25 19:57:03 - [HTML]
59. þingfundur - Óttarr Proppé (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2017-04-25 20:06:40 - [HTML]

Þingmál A434 (stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017--2021)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1294 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 1390 - Komudagur: 2017-05-16 - Sendandi: Tabú, femínísk hreyfing[PDF]

Þingmál A435 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1196 - Komudagur: 2017-05-09 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 1392 - Komudagur: 2017-05-16 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A436 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1240 - Komudagur: 2017-05-11 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A437 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:21:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1232 - Komudagur: 2017-05-10 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A438 (þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2017-05-02 16:23:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1329 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 1350 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: NPA miðstöðin svf[PDF]
Dagbókarnúmer 1407 - Komudagur: 2017-05-17 - Sendandi: Tabú, femínísk hreyfing[PDF]
Dagbókarnúmer 1459 - Komudagur: 2017-05-22 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1596 - Komudagur: 2017-08-22 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - Skýring: (viðbótarumsögn)[PDF]

Þingmál A439 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1332 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 1597 - Komudagur: 2017-08-22 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - Skýring: (viðbótarumsögn)[PDF]

Þingmál A440 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 573 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-03 14:43:00 [HTML]

Þingmál A457 (réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-24 14:40:00 [HTML]

Þingmál A479 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 669 (þáltill.) útbýtt þann 2017-05-02 13:26:00 [HTML]

Þingmál A480 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-05-02 13:26:00 [HTML]
Þingræður:
63. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-04 13:43:43 - [HTML]

Þingmál A489 (framkvæmd samgönguáætlunar 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-05-03 16:16:00 [HTML]

Þingmál A490 (djúpborun til orkuöflunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 689 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-05-03 16:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 965 (svar) útbýtt þann 2017-05-30 23:32:00 [HTML]

Þingmál A528 (einkavæðing Iðnskólans í Hafnarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 764 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-05-15 14:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 961 (svar) útbýtt þann 2017-05-30 18:53:00 [HTML]

Þingmál A529 (einkavæðing Iðnskólans í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 765 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-05-15 14:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 960 (svar) útbýtt þann 2017-05-30 18:38:00 [HTML]

Þingmál A530 (einkavæðing Vélskólans)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 766 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-05-15 14:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 959 (svar) útbýtt þann 2017-05-30 18:38:00 [HTML]

Þingmál A531 (einkavæðing Stýrimannaskólans)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 767 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-05-15 14:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 958 (svar) útbýtt þann 2017-05-30 18:38:00 [HTML]

Þingmál A532 (einkavæðing Fjölbrautaskólans við Ármúla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 768 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-05-15 14:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 957 (svar) útbýtt þann 2017-05-30 18:38:00 [HTML]

Þingmál A533 (einkavæðing þeirra skóla sem nú tilheyra Tækniskólanum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 769 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-05-15 14:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 956 (svar) útbýtt þann 2017-05-30 18:38:00 [HTML]

Þingmál A552 (undirfjármögnun háskólastigsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1091 (svar) útbýtt þann 2017-06-28 11:51:00 [HTML]

Þingmál A591 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 936 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-05-29 19:51:00 [HTML]

Þingmál A596 (nýtingarréttur vatnsauðlinda á ríkisjörðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1160 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:34:00 [HTML]

Þingmál A613 (tillaga um skipan dómara í Landsrétt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1008 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-05-31 17:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1155 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:34:00 [HTML]

Þingmál A622 (tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1519 - Komudagur: 2017-05-31 - Sendandi: Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 412/2010[PDF]
Dagbókarnúmer 1526 - Komudagur: 2017-05-29 - Sendandi: Dómsmálaráðuneyti[PDF]

Þingmál B246 (eigandastefna ríkisins í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2017-02-27 15:58:21 - [HTML]

Þingmál B333 ()[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-03-13 16:02:11 - [HTML]
43. þingfundur - Nichole Leigh Mosty - Ræða hófst: 2017-03-13 16:21:14 - [HTML]
43. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 2017-03-13 16:30:25 - [HTML]

Þingmál B355 (vogunarsjóðir sem eigendur banka)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2017-03-23 10:33:57 - [HTML]
47. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2017-03-23 10:37:39 - [HTML]

Þingmál B392 ()[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-03-29 15:19:45 - [HTML]

Þingmál B405 ()[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2017-03-30 11:02:37 - [HTML]

Þingmál B453 (stytting atvinnuleysisbótatímabilsins)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2017-04-24 15:47:58 - [HTML]

Þingmál B464 ()[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2017-04-24 15:28:34 - [HTML]

Þingmál B482 (nám í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2017-04-26 15:25:06 - [HTML]

Þingmál B497 (tölvukerfi stjórnvalda)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-05-02 14:12:01 - [HTML]
61. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2017-05-02 14:33:23 - [HTML]

Þingmál B501 ()[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-03 15:10:12 - [HTML]

Þingmál B617 ()[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Nichole Leigh Mosty - Ræða hófst: 2017-05-30 10:29:53 - [HTML]

Löggjafarþing 147

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-12 15:44:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2017-09-14 16:51:53 - [HTML]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-12 15:44:00 [HTML]

Þingmál A6 (skilyrðislaus grunnframfærsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (þáltill.) útbýtt þann 2017-09-26 13:33:00 [HTML]

Þingmál A10 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 13:33:00 [HTML]

Þingmál A38 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 14:17:00 [HTML]

Þingmál A70 (viðbúnaður við kjarnorkumengun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-09-26 15:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 173 (svar) útbýtt þann 2017-10-26 15:06:00 [HTML]

Þingmál A113 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Pawel Bartoszek - Ræða hófst: 2017-09-26 17:49:52 - [HTML]

Þingmál A115 (aðdragandi að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons hf. í Helguvík o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 115 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2017-09-26 16:34:00 [HTML]

Þingmál A132 (ærumeiðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 18:34:00 [HTML]

Þingmál B8 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2017-09-13 20:46:51 - [HTML]

Löggjafarþing 148

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-14 16:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 124 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-12-28 22:05:00 [HTML]
Þingræður:
12. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-12-29 18:29:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 17 - Komudagur: 2017-12-18 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 63 - Komudagur: 2017-12-20 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 95 - Komudagur: 2017-12-21 - Sendandi: Bandalag sjálfstæðra leikhúsa - Skýring: (sent fjárlagan. og allsh.- og menntmn.)[PDF]

Þingmál A2 (fjármálastefna 2018--2022)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-22 18:03:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 102 - Komudagur: 2018-01-02 - Sendandi: Fjármálaráð[PDF]
Dagbókarnúmer 1659 - Komudagur: 2018-03-19 - Sendandi: Ólafur Margeirsson PhD[PDF]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-14 16:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 101 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-12-28 13:19:00 [HTML]
Þingskjal nr. 133 (lög í heild) útbýtt þann 2017-12-29 13:17:00 [HTML]
Þingræður:
4. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-12-16 12:21:15 - [HTML]
4. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2017-12-16 12:28:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 21 - Komudagur: 2017-12-18 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A6 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2018-01-31 16:21:22 - [HTML]

Þingmál A9 (skilyrðislaus grunnframfærsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (þáltill.) útbýtt þann 2017-12-15 14:16:00 [HTML]

Þingmál A10 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (frumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 16:48:00 [HTML]

Þingmál A12 (ársreikningar og hlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1124 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Haukur Arnþórsson[PDF]

Þingmál A16 (aðdragandi að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons hf. í Helguvík o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2017-12-16 10:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 759 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2018-04-12 12:03:00 [HTML]

Þingmál A26 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 122 - Komudagur: 2018-01-11 - Sendandi: Endurhæfing - þekkingarsetur[PDF]
Dagbókarnúmer 157 - Komudagur: 2018-01-16 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 245 - Komudagur: 2018-02-01 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 249 - Komudagur: 2018-02-01 - Sendandi: NPA miðstöðin svf[PDF]

Þingmál A27 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 246 - Komudagur: 2018-02-01 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A38 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 725 - Komudagur: 2018-03-16 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A40 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 287 - Komudagur: 2018-02-14 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A42 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 468 - Komudagur: 2018-03-02 - Sendandi: Barnaverndarstofa[PDF]

Þingmál A43 (bygging 5.000 leiguíbúða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 188 - Komudagur: 2018-01-19 - Sendandi: Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalagsins[PDF]
Dagbókarnúmer 217 - Komudagur: 2018-01-24 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A47 (nýting forkaupsréttar ríkisins að hlutabréfum í Arion banka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (þáltill.) útbýtt þann 2017-12-18 15:51:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 171 - Komudagur: 2018-01-17 - Sendandi: Bankasýsla ríkisins[PDF]

Þingmál A48 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 784 - Komudagur: 2018-03-19 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A64 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 390 - Komudagur: 2018-02-27 - Sendandi: Mjólkursamsalan[PDF]
Dagbókarnúmer 392 - Komudagur: 2018-02-27 - Sendandi: Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf[PDF]

Þingmál A65 (stofnefnahagsreikningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 254 - Komudagur: 2018-01-24 - Sendandi: Ríkisendurskoðun[PDF]

Þingmál A83 (mannanöfn)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-07 17:51:29 - [HTML]

Þingmál A85 (Vestnorræna ráðið 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-01-22 14:50:00 [HTML]

Þingmál A87 (ÖSE-þingið 2017)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Olga Margrét Cilia - Ræða hófst: 2018-01-25 13:30:59 - [HTML]

Þingmál A89 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 288 - Komudagur: 2018-02-14 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A93 (afleiðuviðskipti, miðlægir mótaðilar og afleiðuviðskiptaskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-01-22 14:50:00 [HTML]

Þingmál A99 (kirkjujarðasamkomulagið frá 1997/98)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1002 (svar) útbýtt þann 2018-05-24 14:59:00 [HTML]

Þingmál A113 (endurskoðun XXV. kafla almennra hegningarlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (þáltill.) útbýtt þann 2018-01-24 14:46:00 [HTML]
Þingræður:
59. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-05-03 16:47:02 - [HTML]

Þingmál A114 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1015 - Komudagur: 2018-03-27 - Sendandi: Hvítasunnukirkjan Fíladelfía[PDF]

Þingmál A115 (raforkulög og stofnun Landsnets hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 184 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-01-24 14:46:00 [HTML]
Þingræður:
22. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-06 15:11:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 423 - Komudagur: 2018-02-28 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A129 (samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 347 (svar) útbýtt þann 2018-02-26 14:36:00 [HTML]

Þingmál A134 (helgidagafriður)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-20 18:26:37 - [HTML]

Þingmál A150 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 624 - Komudagur: 2018-03-12 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði[PDF]

Þingmál A201 (frelsi á leigubifreiðamarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 977 - Komudagur: 2018-03-26 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A202 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1127 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-06 15:32:00 [HTML]

Þingmál A213 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-02-27 19:15:42 - [HTML]

Þingmál A214 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 301 (frumvarp) útbýtt þann 2018-02-20 14:28:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 974 - Komudagur: 2018-03-25 - Sendandi: Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna[PDF]

Þingmál A217 (herstöðvarrústir á Straumnesfjalli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1381 (svar) útbýtt þann 2018-08-15 13:27:00 [HTML]

Þingmál A229 (úrskurðir sýslumanns í umgengnismálum)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2018-03-05 16:46:12 - [HTML]

Þingmál A240 (matvælaframleiðsla á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 336 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-02-22 16:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 893 (svar) útbýtt þann 2018-05-03 11:10:00 [HTML]

Þingmál A241 (kostnaður við Landeyjahöfn og Vestmannaeyjaferju)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 337 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-02-26 14:37:00 [HTML]
Þingskjal nr. 926 (svar) útbýtt þann 2018-05-07 17:03:00 [HTML]

Þingmál A248 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1077 - Komudagur: 2018-04-03 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A252 (stefna í innkaupum á matvælum með tilliti til umhverfissjónarmiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 354 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-02-26 14:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 661 (svar) útbýtt þann 2018-03-28 15:56:00 [HTML]

Þingmál A253 (stefna ríkisins um innkaup á matvælum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-02-26 14:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 590 (svar) útbýtt þann 2018-03-22 10:59:00 [HTML]

Þingmál A263 (siglingavernd og loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-02-26 16:29:00 [HTML]

Þingmál A264 (endurnot opinberra upplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1184 - Komudagur: 2018-04-11 - Sendandi: Haukur Arnþórsson[PDF]

Þingmál A293 (bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-02-27 17:19:00 [HTML]

Þingmál A339 (Þjóðskrá Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 450 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-05 14:52:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1241 - Komudagur: 2018-04-16 - Sendandi: Haukur Arnþórsson[PDF]

Þingmál A345 (lögheimili og aðsetur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-06 16:15:00 [HTML]

Þingmál A346 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-06 16:15:00 [HTML]

Þingmál A351 (afstaða Íslands til kjarnorkuvopna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 465 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-03-06 18:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 714 (svar) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML]

Þingmál A357 (störf þingmanna á vegum framkvæmdarvaldsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1111 (svar) útbýtt þann 2018-06-06 18:09:00 [HTML]

Þingmál A387 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-16 15:56:00 [HTML]

Þingmál A389 (breyting á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1152 - Komudagur: 2018-04-09 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]

Þingmál A390 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-05-02 14:45:00 [HTML]
Þingræður:
59. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-05-03 17:29:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2018-04-17 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]

Þingmál A392 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 545 (þáltill.) útbýtt þann 2018-03-16 15:56:00 [HTML]

Þingmál A393 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-19 15:33:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1103 - Komudagur: 2018-04-09 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 1533 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A394 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 551 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-19 14:48:00 [HTML]
Þingræður:
43. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og jafnréttismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-22 16:17:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1142 - Komudagur: 2018-04-10 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2018-04-13 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1534 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A404 (undirbúningur að stofnun björgunarskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 571 (þáltill.) útbýtt þann 2018-03-20 21:03:00 [HTML]

Þingmál A413 (frumvarp til laga um breytingar á almennum hegningarlögum um bann við umskurði drengja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 581 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2018-03-21 16:16:00 [HTML]
Þingræður:
45. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-04-09 18:34:41 - [HTML]

Þingmál A417 (undirritun og fullgilding þriðju valfrjálsu bókunarinnar við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (þáltill.) útbýtt þann 2018-03-22 11:16:00 [HTML]

Þingmál A418 (landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsaga og landgrunn)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-08 17:52:10 - [HTML]

Þingmál A422 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1699 - Komudagur: 2018-05-29 - Sendandi: Bankasýsla ríkisins[PDF]

Þingmál A425 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 607 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-22 18:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1276 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-27 15:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1286 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-12 21:03:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1570 - Komudagur: 2018-05-07 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1584 - Komudagur: 2018-05-06 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A426 (heilbrigðisþjónusta o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1296 - Komudagur: 2018-04-23 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A431 (eignaraðild vogunarsjóða að bankakerfinu og eftirlitshlutverk Fjármálaeftirlitsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1137 (svar) útbýtt þann 2018-06-28 15:12:00 [HTML]

Þingmál A454 (Póst- og fjarskiptastofnun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 653 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML]

Þingmál A455 (breyting á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnuskilyrði farmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 654 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1183 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-08 17:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1239 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-21 10:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1259 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-11 22:19:00 [HTML]
Þingræður:
75. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-06-11 16:59:15 - [HTML]

Þingmál A457 (breyting á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1412 - Komudagur: 2018-04-30 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 1559 - Komudagur: 2018-05-07 - Sendandi: Stangaveiðifélag Reykjavíkur[PDF]
Dagbókarnúmer 1690 - Komudagur: 2018-05-28 - Sendandi: Óttar Yngvason[PDF]

Þingmál A468 (réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 674 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML]

Þingmál A469 (húsnæðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 675 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML]

Þingmál A480 (stefnumótandi byggðaáætlun 2018--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 690 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1725 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: FB hópurinn "Dýrt innanlandsflug - þín upplifun"[PDF]

Þingmál A486 (lagaráð Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 696 (frumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1739 - Komudagur: 2018-06-01 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A492 (Íslandsstofa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1340 - Komudagur: 2018-04-24 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A494 (fjármálaáætlun 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-04-04 16:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1077 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-02 17:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1107 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-05 20:24:00 [HTML]
Þingræður:
48. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-12 20:46:40 - [HTML]
48. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2018-04-13 00:04:09 - [HTML]
49. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-13 12:36:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1716 - Komudagur: 2018-05-31 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1723 - Komudagur: 2018-05-31 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, minni hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1861 - Komudagur: 2018-05-08 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu[PDF]

Þingmál A498 (framkvæmd alþjóðlegra skuldbindinga er varða flutning á vopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 725 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2018-04-11 14:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1385 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2018-09-07 14:48:00 [HTML]
Þingræður:
52. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2018-04-18 15:04:36 - [HTML]

Þingmál A510 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-04-10 15:27:00 [HTML]

Þingmál A561 (aðgerðir gegn skattundanskotum og skattsvikum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-05-02 14:44:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2018-05-09 19:32:11 - [HTML]

Þingmál A565 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2018-06-08 15:17:25 - [HTML]

Þingmál A612 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XI. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 992 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-05-24 14:59:00 [HTML]
Þingræður:
69. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2018-06-06 21:25:41 - [HTML]

Þingmál A622 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-05-28 19:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1281 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-12 20:36:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1773 - Komudagur: 2018-06-05 - Sendandi: SA, Samorka, SAF, SFF, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SI, SVÞ og Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1827 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A639 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1082 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-06-04 14:45:00 [HTML]

Þingmál A640 (ábyrgðarmenn námslána, niðurfelling ábyrgðar og erlendir stúdentar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1391 (svar) útbýtt þann 2018-09-07 14:48:00 [HTML]

Þingmál A648 (veiðigjald)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2018-06-08 18:01:31 - [HTML]

Þingmál B111 ()[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-01-22 16:20:24 - [HTML]
14. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-01-22 16:24:57 - [HTML]

Þingmál B206 (sala á hlut ríkisins í Arion banka)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2018-02-08 10:43:00 - [HTML]
24. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2018-02-08 10:46:21 - [HTML]

Þingmál B241 ()[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2018-02-20 13:40:41 - [HTML]

Þingmál B252 (aðgangur að trúnaðarupplýsingum)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2018-02-22 10:33:00 - [HTML]

Þingmál B291 (Landsréttur)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2018-03-05 15:13:38 - [HTML]

Þingmál B327 (Arion banki)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-08 13:36:32 - [HTML]
38. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2018-03-08 13:41:55 - [HTML]
38. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2018-03-08 14:01:19 - [HTML]

Þingmál B412 ()[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2018-04-10 13:53:26 - [HTML]

Þingmál B477 (framtíð og fyrirkomulag utanspítalaþjónustu og sjúkraflutninga)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-04-25 16:08:47 - [HTML]

Þingmál B506 (hvítbók um fjármálakerfið)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2018-05-02 16:52:38 - [HTML]

Þingmál B512 (kjör ljósmæðra)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2018-05-03 11:29:31 - [HTML]

Þingmál B596 ()[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2018-06-04 19:33:51 - [HTML]

Þingmál B627 (tekjur ríkisins af sölu Arion banka)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2018-06-07 10:43:28 - [HTML]

Löggjafarþing 149

Þingmál A1 (fjárlög 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-11 15:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 446 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-11-14 19:29:00 [HTML]
Þingskjal nr. 459 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-11-15 13:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 463 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-11-15 14:25:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-13 10:50:18 - [HTML]
4. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2018-09-14 13:58:40 - [HTML]
32. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-11-15 11:44:11 - [HTML]
32. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-11-15 15:53:34 - [HTML]
32. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-15 18:15:25 - [HTML]
33. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2018-11-19 16:20:40 - [HTML]
33. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-19 23:11:08 - [HTML]
42. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-12-05 17:25:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 382 - Komudagur: 2018-10-19 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 468 - Komudagur: 2018-11-07 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-11 15:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 605 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-12-10 16:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 696 (lög í heild) útbýtt þann 2018-12-12 15:53:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-18 16:28:55 - [HTML]

Þingmál A11 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 182 - Komudagur: 2018-10-19 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu[PDF]

Þingmál A13 (aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2022 til að styrkja stöðu barna og ungmenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1301 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2019-04-08 14:50:00 [HTML]
Þingræður:
98. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-05-02 12:43:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 374 - Komudagur: 2018-11-01 - Sendandi: Miðstöð foreldra og barna ehf.[PDF]

Þingmál A17 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-25 19:29:31 - [HTML]

Þingmál A21 (lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-14 20:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1484 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-05-13 14:43:00 [HTML]
Þingræður:
5. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-17 16:38:42 - [HTML]
5. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2018-09-17 17:13:18 - [HTML]
5. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2018-09-17 17:24:01 - [HTML]
5. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2018-09-17 17:29:04 - [HTML]
114. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-05-31 18:36:43 - [HTML]
115. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-06-03 12:21:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 64 - Komudagur: 2018-10-10 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 65 - Komudagur: 2018-10-10 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A22 (uppsögn tollasamnings um landbúnaðarvörur við Evrópusambandið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 467 - Komudagur: 2018-11-08 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]

Þingmál A39 (lagaráð Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-18 15:52:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 813 - Komudagur: 2018-12-03 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A43 (vistvæn opinber innkaup á matvöru)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4573 - Komudagur: 2019-03-05 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]

Þingmál A53 (endurskoðun lögræðislaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4904 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri[PDF]

Þingmál A55 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-19 14:43:00 [HTML]

Þingmál A57 (samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4625 - Komudagur: 2019-03-11 - Sendandi: Læknafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 4732 - Komudagur: 2019-03-19 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A62 (aðgangur að rafrænni þjónustu hins opinbera)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 324 (svar) útbýtt þann 2018-11-02 16:36:00 [HTML]

Þingmál A64 (orkupakki ESB, eftirlitsstofnanir sambandsins og EES-samningurinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (svar) útbýtt þann 2019-04-08 14:50:00 [HTML]

Þingmál A69 (refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 17:03:00 [HTML]
Þingræður:
8. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-20 13:47:26 - [HTML]

Þingmál A70 (dómstólar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 497 - Komudagur: 2018-11-12 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A74 (kirkjujarðasamkomulagið frá 1997/1998)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 326 (svar) útbýtt þann 2018-11-02 16:36:00 [HTML]

Þingmál A76 (bókanir í kjarasamningum við íslenska ríkið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-09-14 18:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 717 (svar) útbýtt þann 2018-12-13 17:29:00 [HTML]

Þingmál A86 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 86 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-27 11:29:00 [HTML]
Þingræður:
73. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-01 14:21:51 - [HTML]
73. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2019-03-01 15:19:34 - [HTML]
73. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-03-01 15:55:34 - [HTML]

Þingmál A95 (ráðgjöf og störf við tímabundin eða afmörkuð verkefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 341 (svar) útbýtt þann 2018-11-02 16:36:00 [HTML]

Þingmál A136 (endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4482 - Komudagur: 2019-02-21 - Sendandi: Knattspyrnudeild Íþróttafélags Reykjavíkur[PDF]

Þingmál A137 (sálfræðiþjónusta í fangelsum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 833 - Komudagur: 2018-12-04 - Sendandi: Geðhjálp[PDF]

Þingmál A144 (veiðigjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-25 14:04:00 [HTML]
Þingræður:
12. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2018-09-27 13:31:24 - [HTML]
12. þingfundur - Páll Magnússon - Ræða hófst: 2018-09-27 18:27:37 - [HTML]
39. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2018-11-27 17:58:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 194 - Komudagur: 2018-10-19 - Sendandi: Erla Friðriksdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 207 - Komudagur: 2018-10-19 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]
Dagbókarnúmer 210 - Komudagur: 2018-10-19 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A147 (skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4350 - Komudagur: 2019-02-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 4353 - Komudagur: 2019-02-08 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A150 (viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 709 (svar) útbýtt þann 2018-12-13 18:41:00 [HTML]

Þingmál A151 (undirritun og fullgilding þriðju valfrjálsu bókunarinnar við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-26 14:41:00 [HTML]

Þingmál A156 (umboðsmaður barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-26 16:21:00 [HTML]

Þingmál A162 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 407 - Komudagur: 2018-11-02 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A172 (fimm ára samgönguáætlun 2019--2023)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-02-06 19:05:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2011 - Komudagur: 2019-01-06 - Sendandi: Kjartan Stefánsson[PDF]
Dagbókarnúmer 2507 - Komudagur: 2018-12-04 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2530 - Komudagur: 2018-12-17 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]

Þingmál A173 (samgönguáætlun 2019--2033)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2013 - Komudagur: 2019-01-06 - Sendandi: Kjartan Stefánsson[PDF]
Dagbókarnúmer 2508 - Komudagur: 2018-12-04 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]

Þingmál A178 (dýralæknar og heilbrigðisþjónusta við dýr)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-27 18:49:00 [HTML]
Þingræður:
20. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-16 18:49:10 - [HTML]

Þingmál A184 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (þáltill.) útbýtt þann 2018-10-09 13:21:00 [HTML]
Þingræður:
69. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-02-21 16:44:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4572 - Komudagur: 2019-03-05 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A189 (fiskeldi)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-09 15:39:02 - [HTML]

Þingmál A211 (breyting á ýmsum lagaákvæðum um álagningu skatta og gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-10 14:58:00 [HTML]

Þingmál A215 (úrskurðir sýslumanns í umgengnismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 382 (svar) útbýtt þann 2018-11-08 11:33:00 [HTML]

Þingmál A219 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-11 12:47:00 [HTML]

Þingmál A231 (skógar og skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 246 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-15 14:44:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 655 - Komudagur: 2018-11-20 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Þingmál A235 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-25 16:26:38 - [HTML]

Þingmál A270 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-23 13:13:00 [HTML]
Þingræður:
27. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-11-06 15:42:11 - [HTML]
126. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-06-19 22:08:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 779 - Komudagur: 2018-11-29 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 787 - Komudagur: 2018-11-30 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 851 - Komudagur: 2018-12-05 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]
Dagbókarnúmer 854 - Komudagur: 2018-12-06 - Sendandi: Íslandspóstur hf[PDF]

Þingmál A280 (staða þjóðkirkjunnar og tengsl hennar við ríkisvaldið umfram önnur trú- og lífsskoðunarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2018-10-25 18:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2075 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2019-09-06 14:35:00 [HTML]

Þingmál A282 (lögræðislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4650 - Komudagur: 2019-03-13 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A299 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 712 - Komudagur: 2018-11-26 - Sendandi: Ásgeir Haraldsson[PDF]

Þingmál A303 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4176 - Komudagur: 2019-01-21 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A307 (kostnaður ríkissjóðs við kísilverið á Bakka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 875 (svar) útbýtt þann 2019-01-31 16:05:00 [HTML]

Þingmál A314 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-11-07 16:13:40 - [HTML]

Þingmál A343 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2018 um breytingu á XXII. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4288 - Komudagur: 2019-01-30 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A344 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 415 (frumvarp) útbýtt þann 2018-11-12 14:37:00 [HTML]

Þingmál A370 (kostnaður vegna banns við innflutningi á fersku kjöti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 825 (svar) útbýtt þann 2019-01-21 15:20:00 [HTML]

Þingmál A391 (kirkjujarðasamkomulagið 1997/1998 og eignaskrá ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2101 (svar) útbýtt þann 2019-09-06 14:35:00 [HTML]

Þingmál A393 (þungunarrof)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 912 - Komudagur: 2018-12-13 - Sendandi: Sveinbjörn Gizurarson[PDF]

Þingmál A403 (fimm ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2019--2023)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4742 - Komudagur: 2019-03-20 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A404 (stefna í fjarskiptum fyrir árin 2019--2033)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4192 - Komudagur: 2019-01-22 - Sendandi: Míla ehf.[PDF]

Þingmál A409 (áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2554 - Komudagur: 2019-01-11 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A411 (opinber stuðningur við vísindarannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1297 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-04-08 14:50:00 [HTML]
Þingræður:
98. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-05-02 15:49:22 - [HTML]

Þingmál A412 (Bankasýsla ríkisins)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-12-07 15:25:49 - [HTML]

Þingmál A413 (kjararáð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4637 - Komudagur: 2019-03-12 - Sendandi: Dómarafélag Íslands[PDF]

Þingmál A415 (Höfðaborgarsamningurinn um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði og bókun um búnað loftfara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 556 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-30 17:38:00 [HTML]

Þingmál A416 (öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5053 - Komudagur: 2019-04-12 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]

Þingmál A429 (framkvæmdir við Arnarnesveg og um stefnumörkun í samgöngumálum)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2018-12-10 15:53:33 - [HTML]

Þingmál A432 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 592 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 15:04:00 [HTML]

Þingmál A433 (skattlagning tekna erlendra lögaðila í lágskattaríkjum o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5367 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: KPMG ehf.[PDF]

Þingmál A434 (Þjóðarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 594 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 15:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1576 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-21 13:32:00 [HTML]
Þingræður:
48. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-12-12 17:58:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4185 - Komudagur: 2019-01-22 - Sendandi: Frosti Sigurjónsson[PDF]
Dagbókarnúmer 4255 - Komudagur: 2019-01-28 - Sendandi: Ríkisendurskoðun[PDF]
Dagbókarnúmer 4275 - Komudagur: 2019-01-29 - Sendandi: Jökull Sólberg Auðunsson[PDF]
Dagbókarnúmer 4289 - Komudagur: 2019-01-30 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 4414 - Komudagur: 2019-02-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 4791 - Komudagur: 2019-03-22 - Sendandi: Guðmundur Hörður Guðmundsson[PDF]
Dagbókarnúmer 4958 - Komudagur: 2019-04-03 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A435 (ófrjósemisaðgerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 15:39:00 [HTML]

Þingmál A442 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-07 16:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1432 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-05-06 14:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1442 (lög í heild) útbýtt þann 2019-05-06 16:06:00 [HTML]

Þingmál A485 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 768 (frumvarp) útbýtt þann 2018-12-14 15:17:00 [HTML]

Þingmál A486 (meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1015 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-02-28 10:18:00 [HTML]
Þingræður:
70. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-26 16:46:35 - [HTML]
70. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-02-26 16:49:01 - [HTML]
70. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2019-02-26 18:22:26 - [HTML]
70. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-26 18:31:50 - [HTML]
70. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-26 20:19:03 - [HTML]
70. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-26 21:46:46 - [HTML]
70. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-26 23:29:26 - [HTML]
70. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-27 01:55:19 - [HTML]
70. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-27 02:02:26 - [HTML]
72. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-28 11:53:27 - [HTML]
72. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2019-02-28 12:34:48 - [HTML]

Þingmál A493 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 809 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML]

Þingmál A496 (meðferð einkamála og meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 812 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML]
Þingræður:
80. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2019-03-19 16:33:19 - [HTML]

Þingmál A501 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (frumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML]

Þingmál A509 (heilbrigðisstefna til ársins 2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4530 - Komudagur: 2019-02-28 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A533 (markviss fræðsla um kynjafræði, kynfrelsi, sjálfsákvörðunarrétt og þýðingu samþykkis í kynferðislegum samskiptum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 865 (þáltill.) útbýtt þann 2019-01-29 17:59:00 [HTML]

Þingmál A543 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4769 - Komudagur: 2019-03-21 - Sendandi: Samtökin ´78[PDF]
Dagbókarnúmer 4787 - Komudagur: 2019-03-21 - Sendandi: Amnesty International[PDF]

Þingmál A551 (skýrsla um innleiðingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2019-02-18 18:03:47 - [HTML]

Þingmál A555 (vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 932 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-18 14:45:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5553 - Komudagur: 2019-05-14 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A571 (úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 963 (frumvarp) útbýtt þann 2019-02-21 14:24:00 [HTML]
Þingræður:
103. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-05-13 22:33:50 - [HTML]

Þingmál A634 (rafræn auðkenning og traustþjónusta fyrir rafræn viðskipti)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2019-06-04 15:19:13 - [HTML]

Þingmál A639 (ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4852 - Komudagur: 2019-03-28 - Sendandi: Sýn hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 5589 - Komudagur: 2019-05-17 - Sendandi: Síminn hf[PDF]

Þingmál A647 (fiskeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1573 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-20 21:40:00 [HTML]
Þingræður:
121. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2019-06-12 16:26:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4899 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Stangaveiðifélag Reykjavíkur[PDF]
Dagbókarnúmer 4916 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Valdimar Ingi Gunnarsson[PDF]
Dagbókarnúmer 4918 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: AkvaFuture ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 4972 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna[PDF]
Dagbókarnúmer 5613 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Tómas Hrafn Sveinsson[PDF]

Þingmál A681 (pör af mismunandi þjóðerni á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1098 (þáltill.) útbýtt þann 2019-03-11 16:21:00 [HTML]

Þingmál A739 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1167 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-20 16:25:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4988 - Komudagur: 2019-04-08 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 5013 - Komudagur: 2019-04-09 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A746 (greiðslur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til sérfræðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1175 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-03-20 17:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1891 (svar) útbýtt þann 2019-06-28 15:43:00 [HTML]

Þingmál A750 (fjármálaáætlun 2020--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-03-23 12:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1929 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-20 00:15:00 [HTML]
Þingræður:
84. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-03-26 14:21:08 - [HTML]
85. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-03-27 19:45:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5356 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 5556 - Komudagur: 2019-05-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A754 (kostnaður vegna skipunar dómara við Landsrétt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1190 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-03-25 16:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2010 (svar) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML]

Þingmál A758 (loftslagsmál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5030 - Komudagur: 2019-04-11 - Sendandi: Valorka ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 5111 - Komudagur: 2019-04-23 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A765 (sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-06-13 19:45:28 - [HTML]
122. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-06-13 20:59:12 - [HTML]

Þingmál A766 (dýrasjúkdómar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1217 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1674 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-05-31 18:57:00 [HTML]
Þingræður:
88. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-02 15:04:07 - [HTML]
88. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-04-02 16:00:09 - [HTML]
88. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-04-02 18:55:28 - [HTML]
88. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-04-02 20:21:29 - [HTML]
122. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-13 22:40:42 - [HTML]
124. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - Ræða hófst: 2019-06-18 18:06:52 - [HTML]
126. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-06-19 18:14:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5150 - Komudagur: 2019-04-26 - Sendandi: Rangárþing ytra[PDF]
Dagbókarnúmer 5233 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]
Dagbókarnúmer 5239 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 5262 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 5264 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 5621 - Komudagur: 2019-05-23 - Sendandi: Gizur Bergsteinsson, Lagastoð lögfræðistofa[PDF]

Þingmál A767 (samtök um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1224 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML]

Þingmál A771 (framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019--2022)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5512 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A772 (skráning einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML]

Þingmál A775 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-10 20:35:38 - [HTML]

Þingmál A776 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1236 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML]
Þingræður:
88. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-02 21:31:38 - [HTML]
88. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2019-04-02 21:51:54 - [HTML]
88. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2019-04-02 22:40:37 - [HTML]
88. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - Ræða hófst: 2019-04-02 22:55:03 - [HTML]
88. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-04-02 23:18:39 - [HTML]
124. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-06-18 14:11:26 - [HTML]
125. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-19 11:33:18 - [HTML]
125. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-19 11:37:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5184 - Komudagur: 2019-04-29 - Sendandi: Ísfélag Vestmannaeyja[PDF]
Dagbókarnúmer 5307 - Komudagur: 2019-05-01 - Sendandi: Þorbjörn hf., Rammi hf og Nesfiskur ehf[PDF]

Þingmál A777 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1237 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-04-01 13:19:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1504 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-13 18:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2041 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2019-08-28 10:17:00 [HTML]
Þingræður:
91. þingfundur - Þorgrímur Sigmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 16:11:11 - [HTML]
91. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2019-04-09 17:12:27 - [HTML]
91. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 19:31:27 - [HTML]
91. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 19:59:59 - [HTML]
91. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-04-09 21:23:55 - [HTML]
104. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-14 16:26:35 - [HTML]
104. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-14 18:29:43 - [HTML]
104. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-14 19:19:13 - [HTML]
104. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-14 19:51:11 - [HTML]
104. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-05-14 21:34:55 - [HTML]
106. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 22:56:29 - [HTML]
106. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 23:14:23 - [HTML]
106. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 01:15:53 - [HTML]
106. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 01:18:01 - [HTML]
106. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2019-05-21 01:33:32 - [HTML]
107. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 22:06:21 - [HTML]
107. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 00:34:42 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-05-22 05:44:15 - [HTML]
107. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2019-05-22 07:25:07 - [HTML]
107. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 07:35:17 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 08:23:31 - [HTML]
108. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 00:38:01 - [HTML]
108. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-05-23 01:21:22 - [HTML]
108. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 04:10:49 - [HTML]
108. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 04:12:13 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 06:18:58 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 07:53:49 - [HTML]
110. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 19:03:09 - [HTML]
110. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-05-24 21:30:47 - [HTML]
110. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-24 21:59:39 - [HTML]
110. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-05-24 23:26:51 - [HTML]
110. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 23:46:02 - [HTML]
110. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2019-05-25 09:59:39 - [HTML]
111. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 16:46:52 - [HTML]
111. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 17:32:33 - [HTML]
111. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 17:37:10 - [HTML]
111. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2019-05-27 17:51:09 - [HTML]
111. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 17:58:43 - [HTML]
111. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 18:00:59 - [HTML]
111. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 19:00:44 - [HTML]
111. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-05-27 19:51:34 - [HTML]
111. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 23:03:22 - [HTML]
111. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-28 00:09:13 - [HTML]
111. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 00:23:50 - [HTML]
111. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 00:25:59 - [HTML]
112. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 12:29:20 - [HTML]
112. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2019-05-28 15:15:09 - [HTML]
112. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-05-28 17:45:50 - [HTML]
112. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 21:06:16 - [HTML]
112. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 21:08:29 - [HTML]
112. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 21:10:30 - [HTML]
112. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 22:03:15 - [HTML]
112. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 22:55:04 - [HTML]
112. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-05-28 23:21:42 - [HTML]
112. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 01:34:08 - [HTML]
112. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2019-05-29 03:26:52 - [HTML]
112. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 04:54:05 - [HTML]
112. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2019-05-29 07:49:52 - [HTML]
112. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 08:20:30 - [HTML]
112. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2019-05-29 08:35:33 - [HTML]
112. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2019-05-29 08:58:36 - [HTML]
112. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-05-29 09:49:34 - [HTML]
117. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-06-05 15:54:31 - [HTML]
117. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-05 16:30:48 - [HTML]
117. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-05 18:08:30 - [HTML]
117. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-06-05 18:24:31 - [HTML]
130. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 12:33:35 - [HTML]
130. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-08-28 13:09:01 - [HTML]
130. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-08-28 13:38:44 - [HTML]
130. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 14:26:10 - [HTML]
130. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 14:30:17 - [HTML]
130. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-08-28 15:15:20 - [HTML]
130. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 15:28:52 - [HTML]
130. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 15:33:08 - [HTML]
130. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2019-08-28 18:31:57 - [HTML]
130. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2019-08-28 19:04:49 - [HTML]
130. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-08-28 19:09:28 - [HTML]
132. þingfundur - Halldóra Mogensen - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-09-02 10:43:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5173 - Komudagur: 2019-04-28 - Sendandi: Hjörleifur Guttormsson[PDF]
Dagbókarnúmer 5194 - Komudagur: 2019-04-29 - Sendandi: Samtökin Orkan okkar[PDF]
Dagbókarnúmer 5212 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Hildur Sif Thorarensen[PDF]
Dagbókarnúmer 5218 - Komudagur: 2019-04-29 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]
Dagbókarnúmer 5345 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 5397 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 5446 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík[PDF]

Þingmál A778 (Þjóðgarðastofnun og þjóðgarðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1238 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5650 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Minjastofnun Íslands[PDF]

Þingmál A780 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1240 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5368 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A782 (raforkulög og Orkustofnun)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2019-04-09 22:34:19 - [HTML]
91. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-04-09 23:14:43 - [HTML]
131. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-08-29 11:19:41 - [HTML]
131. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 13:13:25 - [HTML]
131. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 13:48:23 - [HTML]
131. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 14:50:49 - [HTML]
131. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 16:54:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5115 - Komudagur: 2019-04-24 - Sendandi: Frjálst land, félagasamtök[PDF]
Dagbókarnúmer 5277 - Komudagur: 2019-04-28 - Sendandi: Hjörleifur Guttormsson[PDF]
Dagbókarnúmer 5398 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A785 (félög til almannaheilla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1245 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5222 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 5312 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga[PDF]

Þingmál A790 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1251 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML]

Þingmál A791 (breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1554 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-05-20 21:40:00 [HTML]
Þingræður:
132. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-09-02 11:48:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5399 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A792 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5400 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A795 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1256 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML]

Þingmál A797 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5350 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A800 (sviðslistir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5394 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: Félag leikstjóra á Íslandi[PDF]

Þingmál A801 (menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1262 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5395 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum[PDF]

Þingmál A803 (ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5653 - Komudagur: 2019-05-27 - Sendandi: Ríkisendurskoðun[PDF]

Þingmál A826 (sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-13 19:57:51 - [HTML]

Þingmál A845 (málefni hinsegin fólks sem sækir um alþjóðlega vernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1346 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-04-11 14:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1635 (svar) útbýtt þann 2019-05-28 11:25:00 [HTML]

Þingmál A860 (bætur vegna ærumeiðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1361 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-26 11:44:00 [HTML]

Þingmál A861 (ábyrgð á réttindum barna samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og öðrum réttarheimildum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1365 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2019-04-29 14:42:00 [HTML]

Þingmál A863 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-30 15:33:47 - [HTML]

Þingmál A918 (ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1540 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-05-20 14:53:00 [HTML]

Þingmál A919 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1541 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-05-20 14:53:00 [HTML]

Þingmál A951 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1643 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-05-28 14:12:00 [HTML]

Þingmál A953 (breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5729 - Komudagur: 2019-06-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 5755 - Komudagur: 2019-06-13 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A960 (framkvæmd samgönguáætlunar 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1701 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-06-04 11:09:00 [HTML]

Þingmál A973 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1832 (frumvarp) útbýtt þann 2019-06-13 21:01:00 [HTML]

Þingmál A976 (áhrif ráðstöfunar 1,125% af vergri landsframleiðslu til aðgerða til að stemma stigu við hamfarahlýnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1835 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2019-06-13 21:02:00 [HTML]

Þingmál B34 ()[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2018-09-19 15:34:17 - [HTML]

Þingmál B125 (dómur um innflutning á hráu kjöti)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-10-15 15:12:31 - [HTML]

Þingmál B214 (upplýsingar um afdrif Hauks Hilmarssonar)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2018-11-08 10:45:17 - [HTML]

Þingmál B215 (kirkjujarðasamkomulag)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-11-08 10:51:18 - [HTML]

Þingmál B230 (eignarhald á bújörðum)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2018-11-12 16:04:21 - [HTML]
30. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2018-11-12 16:11:40 - [HTML]

Þingmál B300 (staða íslensku millilandaflugfélaganna og eftirlitshlutverk Samgöngustofu)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2018-11-26 15:54:18 - [HTML]

Þingmál B331 (ráðherraábyrgð og landsdómur)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-12-04 16:36:12 - [HTML]

Þingmál B354 (úthlutun kvóta í makríl og veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2018-12-10 15:07:12 - [HTML]

Þingmál B393 (losun fjármagnshafta)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2018-12-13 10:35:01 - [HTML]

Þingmál B399 (Íslandspóstur)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-12-13 13:49:22 - [HTML]
49. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2018-12-13 14:11:30 - [HTML]

Þingmál B442 ()[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-21 15:33:34 - [HTML]

Þingmál B469 (skerðing bóta TR vegna búsetu erlendis)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2019-01-24 10:44:46 - [HTML]

Þingmál B484 ()[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-01-29 15:56:12 - [HTML]
58. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2019-01-29 18:50:07 - [HTML]

Þingmál B656 ()[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-18 14:06:12 - [HTML]
79. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2019-03-18 14:57:54 - [HTML]
79. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2019-03-18 15:04:51 - [HTML]
79. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-18 15:21:00 - [HTML]
79. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-03-18 15:36:04 - [HTML]
79. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-03-18 15:42:33 - [HTML]

Þingmál B740 ()[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Olga Margrét Cilia - Ræða hófst: 2019-04-10 15:07:44 - [HTML]

Þingmál B774 ()[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2019-04-30 13:47:16 - [HTML]
97. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2019-04-30 13:54:19 - [HTML]

Þingmál B797 (Fangelsismálastofnun og tekjur af vinnu fanga)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-06 15:04:56 - [HTML]
100. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-06 15:08:37 - [HTML]

Þingmál B800 (staða Landsréttar)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-05-06 15:24:03 - [HTML]

Þingmál B864 (loftslagsmál og flug)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-05-20 15:26:29 - [HTML]

Þingmál B868 (staða Landsréttar)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-05-20 15:41:59 - [HTML]
106. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-05-20 15:47:19 - [HTML]
106. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2019-05-20 16:27:47 - [HTML]

Þingmál B926 ()[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-05-29 21:36:17 - [HTML]

Þingmál B928 ()[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-31 09:44:15 - [HTML]

Löggjafarþing 150

Þingmál A1 (fjárlög 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-10 15:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 443 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-11 19:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 452 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-12 13:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 537 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-25 16:19:00 [HTML]
Þingræður:
4. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2019-09-13 11:40:57 - [HTML]
4. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2019-09-13 12:28:29 - [HTML]
31. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2019-11-13 15:13:47 - [HTML]
31. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2019-11-13 15:54:06 - [HTML]
31. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-11-13 17:55:22 - [HTML]
31. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2019-11-13 18:43:37 - [HTML]
31. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2019-11-13 20:34:35 - [HTML]
35. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-11-26 18:36:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 35 - Komudagur: 2019-10-04 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 38 - Komudagur: 2019-10-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 131 - Komudagur: 2019-10-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 233 - Komudagur: 2019-10-28 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 84 - Komudagur: 2019-10-09 - Sendandi: SORPA bs[PDF]
Dagbókarnúmer 234 - Komudagur: 2019-10-28 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A3 (tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 235 - Komudagur: 2019-10-28 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A4 (sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 430 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-17 17:59:58 - [HTML]
6. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2019-09-17 18:23:35 - [HTML]
37. þingfundur - Brynjar Níelsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-11-28 17:51:41 - [HTML]
40. þingfundur - Birgir Þórarinsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-12-04 16:10:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 124 - Komudagur: 2019-10-14 - Sendandi: Bankasýsla ríkisins[PDF]

Þingmál A9 (skattleysi launatekna undir 350.000 kr.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-19 17:07:00 [HTML]
Þingræður:
9. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-24 14:17:08 - [HTML]

Þingmál A11 (varnarmálalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1108 - Komudagur: 2020-01-15 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]

Þingmál A15 (tæknilegir innviðir Stjórnarráðsins og rafræn þjónusta hins opinbera)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Smári McCarthy - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-23 19:22:50 - [HTML]

Þingmál A16 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-17 18:35:00 [HTML]
Þingræður:
7. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-19 18:13:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 135 - Komudagur: 2019-10-15 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]
Dagbókarnúmer 1526 - Komudagur: 2020-03-12 - Sendandi: Samtök sjálfstætt starfandi skóla[PDF]

Þingmál A23 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 391 - Komudagur: 2019-11-07 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A25 (staðgreiðsla við innborgun í lífeyrissjóð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 379 - Komudagur: 2019-11-05 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða[PDF]

Þingmál A31 (grænn samfélagssáttmáli)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-10-23 17:30:23 - [HTML]

Þingmál A45 (úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-11 19:21:00 [HTML]

Þingmál A70 (undirritun og fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1111 - Komudagur: 2020-01-15 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A73 (undirritun og fullgilding þriðju valfrjálsu bókunarinnar við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-12 14:46:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-26 15:23:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1112 - Komudagur: 2020-01-15 - Sendandi: Barnaheill[PDF]

Þingmál A86 (bygging hátæknisorpbrennslustöðvar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 389 - Komudagur: 2019-11-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A101 (skráning einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-12 16:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 609 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-12-10 14:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 621 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-12-03 14:40:00 [HTML]

Þingmál A104 (tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2019-09-26 16:58:49 - [HTML]

Þingmál A105 (innleiðing á stefnu um opinn og frjálsan hugbúnað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 239 (svar) útbýtt þann 2019-10-14 14:46:00 [HTML]

Þingmál A106 (útgjöld og notkun á almennum og sérsmíðuðum hugbúnaði hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 316 (svar) útbýtt þann 2019-10-23 18:26:00 [HTML]

Þingmál A113 (skuldbinding íslenska ríkisins um að réttilega innleiddar EES-gerðir hafi forgangsáhrif í íslenskum rétti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 113 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-09-16 17:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2146 (svar) útbýtt þann 2020-09-29 11:27:00 [HTML]
Þingræður:
28. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2019-11-06 15:00:59 - [HTML]
55. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2020-01-30 10:31:40 - [HTML]
134. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2020-09-02 15:02:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 87 - Komudagur: 2019-10-09 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 367 - Komudagur: 2019-11-05 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 552 - Komudagur: 2019-11-20 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 893 - Komudagur: 2019-12-13 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 963 - Komudagur: 2020-01-08 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1221 - Komudagur: 2020-01-29 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1319 - Komudagur: 2020-02-17 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1441 - Komudagur: 2020-03-02 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1551 - Komudagur: 2020-03-16 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1741 - Komudagur: 2020-03-30 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1789 - Komudagur: 2020-04-14 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1938 - Komudagur: 2020-04-29 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2018 - Komudagur: 2020-05-13 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2228 - Komudagur: 2020-05-27 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2379 - Komudagur: 2020-06-18 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2415 - Komudagur: 2020-06-30 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2439 - Komudagur: 2020-08-05 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2447 - Komudagur: 2020-08-19 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2517 - Komudagur: 2020-09-02 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]

Þingmál A117 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-14 18:07:38 - [HTML]

Þingmál A122 (ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 133 - Komudagur: 2019-10-15 - Sendandi: Síminn hf[PDF]

Þingmál A123 (barnaverndarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 310 - Komudagur: 2019-11-01 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti[PDF]

Þingmál A124 (athugasemdir ráðuneytis við lögfræðilegar álitsgerðir)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2019-10-09 15:02:29 - [HTML]
46. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2019-12-16 10:41:36 - [HTML]
76. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2020-03-17 13:31:12 - [HTML]

Þingmál A128 (fullur aðskilnaður ríkis og kirkju og ný heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-19 17:01:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-26 15:37:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 129 - Komudagur: 2019-10-15 - Sendandi: Fyrsta baptista kirkjan[PDF]
Dagbókarnúmer 227 - Komudagur: 2019-10-24 - Sendandi: Fríkirkjusöfnuðurinn Reykjavík[PDF]
Dagbókarnúmer 312 - Komudagur: 2019-11-01 - Sendandi: Loftstofan Baptistakirkja[PDF]

Þingmál A142 (ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-23 16:33:00 [HTML]

Þingmál A148 (stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Álfheiður Eymarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-10 12:04:02 - [HTML]
53. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2020-01-28 16:35:12 - [HTML]

Þingmál A155 (fullgilding alþjóðasamnings um orkumál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-09-24 16:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 359 (svar) útbýtt þann 2019-11-01 17:13:00 [HTML]

Þingmál A159 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 159 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-24 17:43:00 [HTML]

Þingmál A161 (Ferðamálastofa og nýsköpun í ferðaþjónustu)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson (forseti) - Ræða hófst: 2019-11-25 15:05:24 - [HTML]

Þingmál A165 (markviss fræðsla um kynjafræði, kynfrelsi, sjálfsákvörðunarrétt og þýðingu samþykkis í kynferðislegum samskiptum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 165 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-26 14:10:00 [HTML]
Þingræður:
21. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-17 14:40:39 - [HTML]

Þingmál A181 (félög til almannaheilla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-01 10:32:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 558 - Komudagur: 2019-11-21 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]
Dagbókarnúmer 2337 - Komudagur: 2020-06-08 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]

Þingmál A183 (heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 184 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-30 14:59:00 [HTML]
Þingræður:
13. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-10-08 18:44:57 - [HTML]
39. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-12-03 15:00:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 141 - Komudagur: 2019-10-16 - Sendandi: Arnar Þór Stefánsson[PDF]
Dagbókarnúmer 215 - Komudagur: 2019-10-23 - Sendandi: Páll Rúnar M. Kristjánsson[PDF]

Þingmál A186 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-04 11:07:00 [HTML]

Þingmál A190 (skráningarskylda félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-07 17:25:00 [HTML]

Þingmál A196 (stjórnsýsla forsjár- og umgengnismála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 976 (svar) útbýtt þann 2020-02-20 10:15:00 [HTML]

Þingmál A222 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-10-10 17:14:00 [HTML]
Þingræður:
18. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-10-15 14:32:47 - [HTML]

Þingmál A224 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 242 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-15 13:22:00 [HTML]

Þingmál A235 (innheimta félagsgjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 633 (svar) útbýtt þann 2019-12-06 17:17:00 [HTML]

Þingmál A243 (þjóðarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 261 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-15 16:39:00 [HTML]
Þingræður:
23. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-22 15:21:29 - [HTML]
23. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-10-22 16:48:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 508 - Komudagur: 2019-11-15 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A251 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 397 - Komudagur: 2019-11-07 - Sendandi: Veiðiklúbburinn Strengur ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 1412 - Komudagur: 2020-02-26 - Sendandi: Veiðiklúbburinn Strengur ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1852 - Komudagur: 2020-04-24 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]

Þingmál A252 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-16 14:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 989 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-02-24 14:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1004 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-02-24 17:22:00 [HTML]
Þingræður:
23. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-22 18:52:49 - [HTML]
62. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2020-02-24 16:43:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 492 - Komudagur: 2019-11-15 - Sendandi: No Borders Iceland[PDF]

Þingmál A254 (ábyrgð á réttindum barna samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og öðrum réttarheimildum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 275 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2019-10-16 18:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1047 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2020-03-20 10:17:00 [HTML]

Þingmál A260 (kröfur og bætur vegna mistaka í heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-10-16 17:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 438 (svar) útbýtt þann 2019-11-13 14:49:00 [HTML]

Þingmál A278 (bætur vegna ærumeiðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 312 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 13:23:00 [HTML]
Þingræður:
25. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-24 12:42:46 - [HTML]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 18:23:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2352 - Komudagur: 2020-06-10 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A311 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 352 (þáltill.) útbýtt þann 2019-11-01 17:13:00 [HTML]
Þingræður:
64. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-25 16:36:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1608 - Komudagur: 2020-03-19 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A315 (breyting á lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML]
Þingræður:
26. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-04 17:06:26 - [HTML]

Þingmál A316 (áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 357 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML]

Þingmál A317 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 1513 - Komudagur: 2020-03-11 - Sendandi: Óbyggðanefnd[PDF]

Þingmál A320 (almennar íbúðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML]

Þingmál A329 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML]
Þingræður:
27. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2019-11-05 15:48:36 - [HTML]
109. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-05-28 20:34:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 705 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Félag íslenskra læknanema í Ungverjalandi[PDF]
Dagbókarnúmer 751 - Komudagur: 2019-12-03 - Sendandi: Kennarasamband Íslands[PDF]

Þingmál A341 (rekstraraðilar sérhæfðra sjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-05 17:14:00 [HTML]

Þingmál A353 (raforkuflutningur í Finnafirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 827 (svar) útbýtt þann 2019-12-17 17:11:00 [HTML]

Þingmál A361 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML]

Þingmál A362 (vernd uppljóstrara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1211 - Komudagur: 2020-01-29 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A364 (fjáraukalög 2019)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-11-11 18:36:55 - [HTML]
44. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-12 22:31:06 - [HTML]

Þingmál A382 (búvörulög og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 488 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-14 16:11:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 717 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A390 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-21 15:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1721 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-16 16:27:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1147 - Komudagur: 2020-01-17 - Sendandi: Frumtök - samtök framleiðenda frumlyfja[PDF]
Dagbókarnúmer 1154 - Komudagur: 2020-01-17 - Sendandi: Lyfjahópur Félags atvinnurekenda[PDF]

Þingmál A391 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-21 15:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 716 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-13 19:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 746 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-16 11:31:00 [HTML]
Þingræður:
37. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-28 14:17:28 - [HTML]
46. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-12-16 14:17:07 - [HTML]
46. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-12-16 14:30:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 790 - Komudagur: 2019-12-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 845 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Ásahreppur o.fl.[PDF]
Dagbókarnúmer 855 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A421 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 577 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-28 15:09:00 [HTML]
Þingræður:
40. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-12-04 21:53:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 982 - Komudagur: 2020-01-09 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1005 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]
Dagbókarnúmer 1024 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1201 - Komudagur: 2020-01-24 - Sendandi: Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélagið Frami[PDF]
Dagbókarnúmer 1435 - Komudagur: 2020-02-28 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1760 - Komudagur: 2020-04-01 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]

Þingmál A422 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2404 - Komudagur: 2020-06-23 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A427 (kafbátaleit)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2020-03-30 10:02:46 - [HTML]

Þingmál A434 (fimm ára samgönguáætlun 2020--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 598 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-11-30 17:31:00 [HTML]
Þingræður:
40. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2019-12-04 18:50:51 - [HTML]
117. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-15 21:36:59 - [HTML]
118. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2020-06-16 21:21:42 - [HTML]
122. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2020-06-22 22:13:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1035 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu[PDF]
Dagbókarnúmer 1188 - Komudagur: 2020-01-14 - Sendandi: Icelandair Group hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1482 - Komudagur: 2020-03-09 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]

Þingmál A435 (samgönguáætlun fyrir árin 2020--2034)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 599 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-11-30 17:31:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1036 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu[PDF]
Dagbókarnúmer 1189 - Komudagur: 2020-01-14 - Sendandi: Icelandair Group hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1483 - Komudagur: 2020-03-09 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]

Þingmál A439 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-12-04 17:13:50 - [HTML]

Þingmál A440 (auknar skuldbindingar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna laga um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2020-01-20 16:10:50 - [HTML]
59. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2020-02-17 15:01:37 - [HTML]

Þingmál A446 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 622 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-04 14:41:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1316 - Komudagur: 2020-02-17 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands[PDF]

Þingmál A449 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-04 14:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 731 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-12-13 16:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 748 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-16 12:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 750 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-16 14:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 773 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-01-20 15:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 817 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-12-17 15:42:00 [HTML]
Þingræður:
42. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-12-10 14:44:48 - [HTML]
43. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2019-12-11 16:16:45 - [HTML]
43. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-12-11 17:28:50 - [HTML]
43. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-12-11 17:51:31 - [HTML]
43. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-11 18:10:13 - [HTML]
43. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2019-12-11 20:11:14 - [HTML]
43. þingfundur - María Hjálmarsdóttir - Ræða hófst: 2019-12-11 21:09:03 - [HTML]
43. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-11 22:09:55 - [HTML]
43. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-12-11 22:44:14 - [HTML]
46. þingfundur - Páll Magnússon (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-12-16 14:50:18 - [HTML]
46. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2019-12-16 15:02:21 - [HTML]
46. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2019-12-16 15:07:14 - [HTML]
46. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-12-16 20:38:55 - [HTML]
47. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-12-17 14:57:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 896 - Komudagur: 2019-12-16 - Sendandi: Vantrú[PDF]

Þingmál A450 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-04 14:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1112 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-03-17 13:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1329 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-05-06 16:02:00 [HTML]
Þingræður:
46. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-12-17 02:12:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1067 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Deloitte ehf.[PDF]

Þingmál A451 (lýsing verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-04 14:41:00 [HTML]

Þingmál A457 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 644 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-06 17:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1684 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-16 12:22:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1397 - Komudagur: 2020-02-25 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A458 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-06 17:17:00 [HTML]
Þingræður:
46. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-12-17 01:50:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1107 - Komudagur: 2020-01-14 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A468 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 682 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-11 14:46:00 [HTML]

Þingmál A470 (dómstólar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1298 - Komudagur: 2020-02-14 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A474 (bætur vegna mistaka í heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 702 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-12-12 13:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2142 (svar) útbýtt þann 2020-09-29 11:27:00 [HTML]

Þingmál A477 (birting alþjóðasamninga)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson (forseti) - Ræða hófst: 2020-06-18 15:01:27 - [HTML]

Þingmál A515 (skaðabótakröfur vegna úthlutunar á heimildum til veiða á makríl)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 853 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2020-01-21 13:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1230 (svar) útbýtt þann 2020-04-11 12:38:00 [HTML]

Þingmál A516 (kröfur til hópferðabifreiðastjóra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1242 (svar) útbýtt þann 2020-04-16 10:22:00 [HTML]

Þingmál A527 (aftökur án dóms og laga)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2020-04-30 10:33:29 - [HTML]
103. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2020-05-13 15:01:56 - [HTML]
109. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2020-05-28 10:31:34 - [HTML]

Þingmál A531 (Evrópuráðsþingið 2019)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-06 15:12:00 - [HTML]

Þingmál A534 (Vestnorræna ráðið 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-02-03 14:49:00 [HTML]

Þingmál A536 (Alþjóðaþingmannasambandið 2019)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-02-06 15:48:41 - [HTML]

Þingmál A543 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 897 (frumvarp) útbýtt þann 2020-02-03 14:49:00 [HTML]
Þingræður:
70. þingfundur - Halldóra Mogensen - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-05 16:39:37 - [HTML]

Þingmál A554 (Fríverslunarsamtök Evrópu og Evrópska efnahagssvæðið 2019)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Smári McCarthy (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-06 14:33:34 - [HTML]

Þingmál A563 (byggingar- og rekstrarkostnaður tónlistarhússins Hörpu)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2020-03-03 13:32:16 - [HTML]

Þingmál A567 (innviðir og þjóðaröryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 933 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2020-02-06 16:32:00 [HTML]

Þingmál A578 (liðskiptaaðgerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 945 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2020-02-06 16:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1033 (svar) útbýtt þann 2020-03-03 13:20:00 [HTML]

Þingmál A581 (Framkvæmd samgönguáætlunar 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 951 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-02-17 14:42:00 [HTML]

Þingmál A596 (endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-02-25 14:42:56 - [HTML]

Þingmál A597 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-03-04 19:23:53 - [HTML]

Þingmál A609 (tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1613 - Komudagur: 2020-03-21 - Sendandi: Dista ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2046 - Komudagur: 2020-05-15 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 2232 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Dista ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2333 - Komudagur: 2020-06-07 - Sendandi: Dista ehf.[PDF]

Þingmál A610 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1958 - Komudagur: 2020-05-04 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1960 - Komudagur: 2020-05-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A612 (íslensk landshöfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1031 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML]

Þingmál A634 (siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1738 - Komudagur: 2020-03-30 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A639 (Orkusjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1083 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-05 17:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1668 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-06-11 18:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1878 (lög í heild) útbýtt þann 2020-06-26 10:41:00 [HTML]
Þingræður:
72. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-12 16:55:31 - [HTML]
115. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2020-06-09 15:06:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1801 - Komudagur: 2020-04-16 - Sendandi: Ríkisendurskoðun[PDF]

Þingmál A643 (forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021--2025)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1950 - Komudagur: 2020-05-04 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 2034 - Komudagur: 2020-05-14 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A644 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1095 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-10 15:54:00 [HTML]

Þingmál A649 (aðgangur fanga í námi að interneti)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2020-04-14 13:36:50 - [HTML]

Þingmál A654 (stöðvun brottvísana og endursendingar flóttafólks til Grikklands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1108 (þáltill.) útbýtt þann 2020-03-12 13:28:00 [HTML]

Þingmál A662 (samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-13 10:46:00 [HTML]

Þingmál A681 (stofnanir sem brotið hafa jafnréttislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1262 (svar) útbýtt þann 2020-04-22 15:05:00 [HTML]

Þingmál A690 (samningar samkvæmt lögum um opinber fjármál)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2020-08-27 10:36:16 - [HTML]

Þingmál A695 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-23 14:00:14 - [HTML]

Þingmál A708 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1216 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1924 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-29 17:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1966 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1978 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-06-30 02:27:00 [HTML]
Þingræður:
95. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-04-30 14:37:37 - [HTML]
95. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-04-30 15:31:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1948 - Komudagur: 2020-05-04 - Sendandi: Vantrú[PDF]
Dagbókarnúmer 2063 - Komudagur: 2020-05-18 - Sendandi: Guðfræði- og trúarbragðadeild Háskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2073 - Komudagur: 2020-05-19 - Sendandi: Biskup Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2134 - Komudagur: 2020-05-22 - Sendandi: Siðmennt, félag siðrænna húmanista[PDF]

Þingmál A711 (Kría - sprota- og nýsköpunarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1219 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML]
Þingræður:
95. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-04-30 11:52:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2053 - Komudagur: 2020-05-15 - Sendandi: Samtök sprotafyrirtækja[PDF]

Þingmál A712 (Framkvæmdasjóður ferðamannastaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1639 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-08 14:50:00 [HTML]
Þingræður:
115. þingfundur - Ásmundur Friðriksson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-09 16:09:10 - [HTML]

Þingmál A715 (Eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2067 - Komudagur: 2020-05-18 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 2123 - Komudagur: 2020-05-21 - Sendandi: Veiðiklúbburinn Strengur[PDF]
Dagbókarnúmer 2360 - Komudagur: 2020-06-11 - Sendandi: Forsætisráðuneytið[PDF]

Þingmál A716 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2245 - Komudagur: 2020-05-28 - Sendandi: Gunnar Pálsson sendiherra[PDF]

Þingmál A717 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2160 - Komudagur: 2020-05-25 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 2197 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 2262 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: SOLARIS - Hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.[PDF]
Dagbókarnúmer 2274 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Starfshópur þjóðkirkjunnar um málefni flóttafólks[PDF]
Dagbókarnúmer 2275 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Kærunefnd útlendingamála[PDF]
Dagbókarnúmer 2401 - Komudagur: 2020-06-22 - Sendandi: No Borders Iceland[PDF]

Þingmál A718 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-11 12:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1915 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1956 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-06-29 23:11:00 [HTML]

Þingmál A720 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1238 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-16 10:22:00 [HTML]

Þingmál A721 (ársreikningar og endurskoðendur og endurskoðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1244 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-18 14:41:00 [HTML]

Þingmál A723 (aðgerðir í þágu atvinnulausra vegna COVID-19 heimsfaraldursins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1971 - Komudagur: 2020-05-06 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A724 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-05-07 21:30:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1853 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: Geimvísinda- og tækniskrifstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1864 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A725 (fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1380 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-05-11 19:06:00 [HTML]
Þingræður:
102. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-05-12 14:31:44 - [HTML]

Þingmál A726 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1912 - Komudagur: 2020-04-28 - Sendandi: 1939 games[PDF]

Þingmál A733 (aðgerðir í þágu námsmanna vegna COVID-19)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2148 - Komudagur: 2020-05-24 - Sendandi: Nemendafélag Háskólans Bifröst[PDF]

Þingmál A734 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2099 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: N1 hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2170 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2183 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]

Þingmál A735 (heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1277 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-28 14:00:00 [HTML]
Þingræður:
97. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-05-05 20:09:58 - [HTML]
124. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2020-06-23 14:48:33 - [HTML]
126. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2020-06-24 18:13:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2144 - Komudagur: 2020-05-22 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu[PDF]
Dagbókarnúmer 2235 - Komudagur: 2020-05-27 - Sendandi: Ríkisendurskoðun[PDF]

Þingmál A741 (birting upplýsinga um opinbera styrki og aðrar greiðslur í landbúnaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1287 (þáltill.) útbýtt þann 2020-04-30 15:04:00 [HTML]

Þingmál A749 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2020-05-07 14:34:42 - [HTML]

Þingmál A775 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1354 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-07 16:18:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2323 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: Sýn hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2368 - Komudagur: 2020-06-12 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu[PDF]
Dagbókarnúmer 2513 - Komudagur: 2020-07-25 - Sendandi: ADVEL lögmenn[PDF]

Þingmál A813 (atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1545 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-05-28 21:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1557 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-05-29 14:10:00 [HTML]
Þingræður:
110. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-05-29 15:02:43 - [HTML]
110. þingfundur - Halldóra Mogensen (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-05-29 17:00:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2149 - Komudagur: 2020-05-24 - Sendandi: Nemendafélag Háskólans Bifröst[PDF]

Þingmál A819 (lögbundin verkefni Orkustofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1887 (svar) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML]

Þingmál A825 (framkvæmdir á vegum NATO hér á landi)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - svar - Ræða hófst: 2020-06-18 13:01:16 - [HTML]
119. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2020-06-18 13:06:44 - [HTML]

Þingmál A841 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2313 - Komudagur: 2020-06-04 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A858 (fjöldi umsókna um starfsleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2099 (svar) útbýtt þann 2020-09-04 19:26:00 [HTML]

Þingmál A915 (lögbundin verkefni Íslenskra orkurannsókna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1998 (svar) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML]

Þingmál A926 (húsnæðismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2391 - Komudagur: 2020-06-19 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A936 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1747 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-06-20 11:25:00 [HTML]

Þingmál A944 (pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun og ríkisábyrgðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1931 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-29 20:54:00 [HTML]
Þingræður:
130. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-06-29 21:50:15 - [HTML]

Þingmál A969 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2020-08-28 16:47:13 - [HTML]
133. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2020-08-28 18:23:01 - [HTML]
133. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2020-08-28 18:55:54 - [HTML]
140. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2020-09-04 15:36:07 - [HTML]
140. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2020-09-04 16:28:59 - [HTML]
140. þingfundur - Inga Sæland (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2020-09-04 17:04:49 - [HTML]

Þingmál B64 ()[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-09-24 13:32:05 - [HTML]

Þingmál B73 (bótakröfur í Guðmundar- og Geirfinnsmáli)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2019-09-26 10:38:00 - [HTML]
11. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-09-26 10:39:54 - [HTML]

Þingmál B195 (lífeyrissjóðir og fjárfestingar)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-11-04 15:15:31 - [HTML]

Þingmál B345 (fordæmisgildi Landsréttarmálsins)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2019-12-09 15:15:27 - [HTML]

Þingmál B366 ()[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-12-10 13:42:55 - [HTML]

Þingmál B438 (fiskveiðistjórnarkerfið)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2020-01-23 11:32:10 - [HTML]

Þingmál B446 (vextir á endurgreiðslur frá Tryggingastofnun)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2020-01-28 13:41:31 - [HTML]

Þingmál B502 ()[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Valgerður Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-02-18 13:33:13 - [HTML]

Þingmál B513 (stuðningur við rannsóknir og nýsköpun utan höfuðborgarsvæðisins)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-02-20 11:24:03 - [HTML]

Þingmál B524 (staða efnahagsmála og viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kólnun hagkerfisins)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2020-02-24 16:06:11 - [HTML]

Þingmál B558 ()[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2020-03-03 14:32:07 - [HTML]

Þingmál B559 ()[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-03-04 15:17:03 - [HTML]

Þingmál B572 ()[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-03-05 16:14:58 - [HTML]

Þingmál B944 ()[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-06-09 14:01:33 - [HTML]

Þingmál B954 (skerðing réttinda í skjóli Covid-faraldurs)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2020-06-12 14:13:37 - [HTML]

Þingmál B1022 ()[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2020-06-23 20:47:19 - [HTML]

Löggjafarþing 151

Þingmál A1 (fjárlög 2021)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2020-10-05 14:46:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 20 - Komudagur: 2020-10-19 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 73 - Komudagur: 2020-10-22 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 92 - Komudagur: 2020-10-23 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 256 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Samtökin 78[PDF]
Dagbókarnúmer 437 - Komudagur: 2020-11-12 - Sendandi: Sýn hf.[PDF]

Þingmál A2 (fjármálaáætlun 2021--2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML]
Þingræður:
4. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2020-10-06 14:09:17 - [HTML]
4. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-10-06 14:47:16 - [HTML]
4. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2020-10-06 15:29:28 - [HTML]
40. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-12-17 17:34:15 - [HTML]
40. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2020-12-17 20:44:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 8 - Komudagur: 2020-10-16 - Sendandi: Fjármálaráð[PDF]
Dagbókarnúmer 21 - Komudagur: 2020-10-19 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 74 - Komudagur: 2020-10-22 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga[PDF]

Þingmál A5 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2021)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 479 - Komudagur: 2020-11-19 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A9 (íslensk landshöfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1376 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-05-10 12:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1446 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-05-20 16:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1464 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-05-18 15:19:00 [HTML]
Þingræður:
95. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-05-11 15:23:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1844 - Komudagur: 2021-02-23 - Sendandi: Lagaskrifstofa Alþingis[PDF]
Dagbókarnúmer 2167 - Komudagur: 2021-03-15 - Sendandi: Víðir Smári Petersen[PDF]

Þingmál A10 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML]
Þingræður:
8. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-13 18:37:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 254 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A14 (jöfn staða og jafn réttur kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 162 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A15 (stjórnsýsla jafnréttismála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 163 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A16 (kyrrsetning, lögbann o.fl.)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-10-12 17:49:35 - [HTML]

Þingmál A19 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-12-09 20:26:25 - [HTML]

Þingmál A22 (kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 121 - Komudagur: 2020-10-26 - Sendandi: Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar[PDF]

Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 463 - Komudagur: 2020-11-18 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2020-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A28 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 469 - Komudagur: 2020-11-18 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A33 (græn utanríkisstefna)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-15 17:21:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 258 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A39 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-15 15:01:00 [HTML]
Þingræður:
14. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-22 13:29:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 488 - Komudagur: 2020-11-19 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]
Dagbókarnúmer 492 - Komudagur: 2020-11-19 - Sendandi: Sigurður Ingi Jónsson[PDF]
Dagbókarnúmer 594 - Komudagur: 2020-11-27 - Sendandi: Akureyrarbær[PDF]
Dagbókarnúmer 640 - Komudagur: 2020-11-30 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna[PDF]

Þingmál A46 (skattleysi launatekna undir 350.000 kr. og 350.000 kr. lágmark til framfærslu lífeyrisþega)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 46 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-08 10:15:00 [HTML]
Þingræður:
21. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-17 20:06:43 - [HTML]

Þingmál A53 (endurupptaka viðræðna um aðild að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-19 19:16:28 - [HTML]
80. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-19 19:18:36 - [HTML]

Þingmál A89 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-25 19:20:49 - [HTML]

Þingmál A101 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-06 18:03:00 [HTML]
Þingræður:
18. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-12 17:13:44 - [HTML]

Þingmál A102 (undirritun og fullgilding þriðju valfrjálsu bókunarinnar við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-06 18:03:00 [HTML]
Þingræður:
24. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-24 23:14:18 - [HTML]

Þingmál A111 (innviðir og þjóðaröryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 112 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2020-10-07 10:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 751 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2021-01-18 14:27:00 [HTML]

Þingmál A125 (bygging hátæknisorpbrennslustöðvar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1705 - Komudagur: 2021-02-11 - Sendandi: Íslenska gámafélagið ehf.[PDF]

Þingmál A128 (staðgreiðsla við innborgun í lífeyrissjóð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1980 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða[PDF]

Þingmál A178 (fullur aðskilnaður ríkis og kirkju og ný heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 179 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-12 19:16:00 [HTML]
Þingræður:
58. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-23 16:58:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 313 - Komudagur: 2020-11-04 - Sendandi: Örn Bárður Jónsson[PDF]

Þingmál A186 (undirritun og fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2384 - Komudagur: 2021-03-31 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A188 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2172 - Komudagur: 2021-03-15 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga[PDF]

Þingmál A208 (skipalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 209 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1522 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-05-27 17:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1563 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-05-31 14:48:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-20 16:22:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 579 - Komudagur: 2020-11-26 - Sendandi: Samgöngustofa[PDF]

Þingmál A209 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 303 - Komudagur: 2020-11-03 - Sendandi: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum[PDF]
Dagbókarnúmer 334 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Sýn hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 337 - Komudagur: 2020-11-04 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu[PDF]
Dagbókarnúmer 348 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Nova ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 356 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Síminn hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2823 - Komudagur: 2021-05-03 - Sendandi: Nova ehf.[PDF]

Þingmál A224 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 332 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-11-13 10:12:00 [HTML]
Þingræður:
21. þingfundur - Ásmundur Friðriksson (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-11-17 14:22:33 - [HTML]

Þingmál A228 (birting upplýsinga um opinbera styrki og aðrar greiðslur í landbúnaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-21 17:35:00 [HTML]

Þingmál A239 (aðgengi einstaklinga sem ferðast til Íslands að þungunarrofi)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-11-12 15:05:36 - [HTML]

Þingmál A260 (starfshópur um útgáfu öruggra opinberra skilríkja)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Olga Margrét Cilia - Ræða hófst: 2021-02-25 17:40:50 - [HTML]

Þingmál A265 (fiskeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 754 - Komudagur: 2020-12-02 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]

Þingmál A272 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2316 - Komudagur: 2021-03-23 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga[PDF]

Þingmál A275 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2020-12-02 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A280 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-12 10:51:00 [HTML]
Þingræður:
21. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-17 19:59:37 - [HTML]

Þingmál A322 (opinber stuðningur við nýsköpun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 362 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-19 12:10:00 [HTML]
Þingræður:
72. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-23 17:50:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1851 - Komudagur: 2021-02-24 - Sendandi: Geimvísinda- og tækniskrifstofan (SPACE ICELAND)[PDF]

Þingmál A329 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 385 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-23 16:48:00 [HTML]
Þingræður:
25. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2020-11-25 16:48:40 - [HTML]

Þingmál A334 (viðspyrnustyrkir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 775 - Komudagur: 2020-12-03 - Sendandi: Allrahanda GL ehf.[PDF]

Þingmál A338 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (frumvarp) útbýtt þann 2020-11-26 12:24:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-03-02 16:31:33 - [HTML]

Þingmál A339 (kosningalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1105 - Komudagur: 2021-01-07 - Sendandi: Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 2618 - Komudagur: 2021-04-23 - Sendandi: Kristín Gunnsteinsdóttir[PDF]

Þingmál A351 (kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 437 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-27 15:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 443 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-11-27 19:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 445 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-11-27 20:47:00 [HTML]
Þingræður:
28. þingfundur - Páll Magnússon (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-11-27 19:53:47 - [HTML]

Þingmál A352 (ábendingar sem varða stjórnsýsluna í rannsóknarskýrslum Alþingis um orsakir falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-11-27 16:57:00 [HTML]
Þingræður:
60. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-02-25 16:02:51 - [HTML]

Þingmál A353 (framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2264 - Komudagur: 2021-03-22 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A354 (samþætting þjónustu í þágu farsældar barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 440 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1614 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-06-10 16:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1723 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-11 11:42:00 [HTML]
Þingræður:
34. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-12-09 17:11:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1400 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A355 (Barna- og fjölskyldustofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 441 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML]

Þingmál A356 (Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1204 - Komudagur: 2021-01-18 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A362 (greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2020-12-03 17:09:33 - [HTML]

Þingmál A365 (lögreglulög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-04-30 15:50:00 [HTML]

Þingmál A367 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML]
Þingræður:
97. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-18 19:35:02 - [HTML]
99. þingfundur - Olga Margrét Cilia - Ræða hófst: 2021-05-20 14:39:05 - [HTML]
99. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-05-20 15:04:27 - [HTML]

Þingmál A369 (Hálendisþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 461 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1180 - Komudagur: 2021-01-14 - Sendandi: Múlaþing[PDF]
Dagbókarnúmer 1290 - Komudagur: 2021-01-25 - Sendandi: Ágústa Ágústsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 1341 - Komudagur: 2021-01-25 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1382 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Jens Benedikt Baldursson[PDF]
Dagbókarnúmer 1397 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Skógræktarfélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Fljótsdalshreppur[PDF]
Dagbókarnúmer 1478 - Komudagur: 2021-02-03 - Sendandi: Náttúruminjasafn Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1895 - Komudagur: 2021-03-02 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1896 - Komudagur: 2021-03-02 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið[PDF]

Þingmál A371 (sjúklingatrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 463 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 585 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-12-14 17:21:00 [HTML]
Þingræður:
38. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-12-15 17:23:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 995 - Komudagur: 2020-12-11 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands[PDF]

Þingmál A373 (rannsókn og saksókn í skattalagabrotum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 465 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML]

Þingmál A374 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 623 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-12-16 10:54:00 [HTML]
Þingræður:
39. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-12-16 12:23:13 - [HTML]

Þingmál A375 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 467 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1541 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Húnavatnshreppur[PDF]

Þingmál A376 (búvörulög)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-12-03 19:08:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 938 - Komudagur: 2020-12-10 - Sendandi: Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði[PDF]

Þingmál A378 (sveitarstjórnarlög og tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1557 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 1775 - Komudagur: 2021-02-18 - Sendandi: Fljótsdalshreppur[PDF]

Þingmál A380 (kostnaður við áfrýjun niðurstöðu neðri deildar Mannréttindadómstóls Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 487 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2020-12-03 11:18:00 [HTML]

Þingmál A387 (sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangsleysi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 741 (svar) útbýtt þann 2021-01-18 14:27:00 [HTML]

Þingmál A389 (breyting á útlendingalögum til að hemja útgjöld og auka skilvirkni í málsmeðferð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1791 - Komudagur: 2021-02-18 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A396 (kostnaður vegna skipunar dómara við Landsrétt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 560 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2020-12-10 14:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 925 (svar) útbýtt þann 2021-02-23 14:27:00 [HTML]

Þingmál A399 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1536 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 1539 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Deloitte ehf.[PDF]

Þingmál A400 (breyting á ýmsum lögum er varða úrskurðaraðila á sviði neytendamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1802 - Komudagur: 2021-02-19 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]

Þingmál A418 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1644 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 1657 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Vestmannaeyjabær[PDF]

Þingmál A419 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1512 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Hrollaugur - félag smábátaeigenda á Hornafirði[PDF]
Dagbókarnúmer 1643 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A450 (aðstoðarmenn dómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 769 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-01-19 14:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1033 (svar) útbýtt þann 2021-03-16 13:57:00 [HTML]

Þingmál A452 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 771 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-01-19 14:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1313 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-04-30 15:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1380 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-05-10 12:42:00 [HTML]
Þingræður:
88. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-05-03 18:15:01 - [HTML]
89. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-05-04 16:52:52 - [HTML]
89. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-04 17:25:17 - [HTML]

Þingmál A454 (rannsókn á Julian Assange)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 858 (svar) útbýtt þann 2021-02-04 14:40:00 [HTML]

Þingmál A455 (stefnumótun á sviði stafrænnar þróunar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2227 - Komudagur: 2021-03-19 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A458 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2366 - Komudagur: 2021-03-30 - Sendandi: EAPN á Íslandi, samtök gegn fátækt[PDF]

Þingmál A466 (stjórnarskrá lýðveldisins Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-21 15:36:00 [HTML]
Þingræður:
52. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-02-03 16:29:38 - [HTML]
52. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2021-02-03 17:16:41 - [HTML]
54. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-11 17:10:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1982 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 1997 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]
Dagbókarnúmer 2000 - Komudagur: 2021-03-06 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 3026 - Komudagur: 2021-05-20 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi[PDF]

Þingmál A470 (Kristnisjóður o.fl)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2315 - Komudagur: 2021-03-23 - Sendandi: Biskupsstofa[PDF]

Þingmál A495 (breyting á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2395 - Komudagur: 2021-03-31 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins[PDF]

Þingmál A501 (þjóðsöngur Íslendinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2371 - Komudagur: 2021-03-30 - Sendandi: Kári Hólmar Ragnarsson[PDF]

Þingmál A504 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 850 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-04 12:22:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1983 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins[PDF]

Þingmál A507 (prestar, trúfélög og lífsskoðunarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 853 (frumvarp) útbýtt þann 2021-02-03 16:54:00 [HTML]
Þingræður:
66. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-12 16:32:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2342 - Komudagur: 2021-03-25 - Sendandi: Biskupsstofa[PDF]

Þingmál A509 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 855 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-03 16:45:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2035 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Eimskip[PDF]
Dagbókarnúmer 2071 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]

Þingmál A534 (póstþjónusta og Byggðastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2052 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Íslandspóstur ohf[PDF]

Þingmál A536 (háskólar og opinberir háskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2069 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Menntavísindasvið Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A537 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 899 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML]

Þingmál A538 (nýting á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 900 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1671 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-09 20:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1777 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1818 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML]
Þingræður:
57. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-18 16:53:21 - [HTML]
112. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-06-12 02:19:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2020 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Landgræðslan[PDF]
Dagbókarnúmer 2023 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2025 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 2036 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Húnavatnshreppur[PDF]
Dagbókarnúmer 2173 - Komudagur: 2021-03-15 - Sendandi: Þjóðgarðurinn á Þingvöllum[PDF]
Dagbókarnúmer 2956 - Komudagur: 2021-05-11 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A550 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-23 12:53:00 [HTML]
Þingræður:
110. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-06-09 14:26:25 - [HTML]
110. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2021-06-09 14:56:59 - [HTML]

Þingmál A559 (skýrsla um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 939 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-03-03 16:46:00 [HTML]

Þingmál A561 (Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2590 - Komudagur: 2021-04-21 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A563 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-02 12:47:00 [HTML]

Þingmál A568 (Ný þýðing á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2424 - Komudagur: 2021-04-06 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A585 (breyting á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 993 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML]

Þingmál A586 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 994 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2742 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A587 (þjóðkirkjan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 996 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1608 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-04 15:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1765 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1806 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML]
Þingræður:
67. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-16 15:58:44 - [HTML]
67. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-03-16 16:14:02 - [HTML]
67. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2021-03-16 16:56:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2442 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Vantrú[PDF]

Þingmál A594 (kostnaður embættis ríkislögmanns vegna máls gegn íslenska ríkinu við Mannréttindadómstól Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1008 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-03-11 15:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1255 (svar) útbýtt þann 2021-04-19 16:57:00 [HTML]

Þingmál A600 (áhrif og forsendur áfrýjunar dóms um brot ráðherra gegn jafnréttislögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1568 (svar) útbýtt þann 2021-06-02 17:12:00 [HTML]

Þingmál A602 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-15 15:16:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2437 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 2488 - Komudagur: 2021-04-12 - Sendandi: Starfshópur þjóðkirkjunnar um málefni flóttafólks[PDF]

Þingmál A603 (félög til almannaheilla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1030 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-15 15:16:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3106 - Komudagur: 2021-06-01 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]

Þingmál A604 (tímabundnar endurgreiðslur til kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1031 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-15 15:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1645 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-06-08 17:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1704 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-10 19:27:00 [HTML]
Þingræður:
110. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-06-09 20:50:13 - [HTML]
110. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-06-09 21:26:58 - [HTML]

Þingmál A613 (loftferðir)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2021-05-05 19:36:32 - [HTML]
96. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2021-05-17 14:39:34 - [HTML]

Þingmál A624 (markaðir fyrir fjármálagerninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00 [HTML]

Þingmál A625 (stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2021-06-11 17:08:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2538 - Komudagur: 2021-04-14 - Sendandi: Blindrafélagið[PDF]
Dagbókarnúmer 2542 - Komudagur: 2021-04-14 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 2551 - Komudagur: 2021-04-15 - Sendandi: Hrafn Sveinbjarnarson og Þorsteinn Tryggvi Másson[PDF]

Þingmál A627 (fjármálaáætlun 2022--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1512 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-05-26 12:27:00 [HTML]
Þingræður:
101. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-05-26 15:05:38 - [HTML]

Þingmál A628 (raforkulög og stofnun Landsnets hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1085 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1625 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-07 19:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1665 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1727 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-11 11:42:00 [HTML]
Þingræður:
109. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-06-08 21:17:51 - [HTML]

Þingmál A629 (happdrætti Háskóla Íslands og happdrætti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3079 - Komudagur: 2021-05-27 - Sendandi: Samtök áhugafólks um spilafíkn[PDF]

Þingmál A637 (Samkeppniseftirlitið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1423 (svar) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML]

Þingmál A640 (endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3056 - Komudagur: 2021-05-25 - Sendandi: Fjarðabyggð[PDF]

Þingmál A641 (lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-24 12:52:00 [HTML]

Þingmál A663 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2021-06-01 19:52:32 - [HTML]

Þingmál A690 (farþegaflutningar og farmflutningar á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-31 13:21:00 [HTML]

Þingmál A695 (undirbúningur að stofnun alþjóðlegs björgunarskóla á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1173 (þáltill.) útbýtt þann 2021-03-31 13:21:00 [HTML]

Þingmál A699 (verðbréfasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML]

Þingmál A700 (breyting á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæða um tilgreinda séreign)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3095 - Komudagur: 2021-05-31 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A701 (áhafnir skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML]

Þingmál A702 (uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2848 - Komudagur: 2021-05-04 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]

Þingmál A704 (breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2693 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.[PDF]

Þingmál A705 (endurskoðuð landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2790 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Skógræktin[PDF]

Þingmál A706 (ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1185 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML]
Þingræður:
77. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-13 20:21:29 - [HTML]
88. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-03 15:04:31 - [HTML]
88. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-05-03 15:08:36 - [HTML]

Þingmál A710 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2705 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A712 (umhverfismat framkvæmda og áætlana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML]

Þingmál A716 (grunnskólar og framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2710 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A717 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1196 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2839 - Komudagur: 2021-05-04 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]

Þingmál A718 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-13 15:34:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2704 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 2722 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Hildur Fjóla Antonsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 2725 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Aflið, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Rótin Stígamót og UN Wome á Íslandi[PDF]

Þingmál A721 (aðstoðarmenn dómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1206 (þáltill.) útbýtt þann 2021-04-12 14:47:00 [HTML]

Þingmál A731 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1221 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-14 13:33:00 [HTML]

Þingmál A739 (yfirtaka á SpKef sparisjóði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1245 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2021-04-19 13:08:00 [HTML]
Þingræður:
85. þingfundur - Birgir Þórarinsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-04-26 13:50:31 - [HTML]

Þingmál A747 (sóttvarnalög og útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1267 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-20 22:22:00 [HTML]

Þingmál A748 (fjöleignarhús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1270 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-21 12:27:00 [HTML]

Þingmál A762 (Barnvænt Ísland -- framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3053 - Komudagur: 2021-05-25 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 3068 - Komudagur: 2021-05-26 - Sendandi: Barnaheill[PDF]
Dagbókarnúmer 3100 - Komudagur: 2021-05-31 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]

Þingmál A764 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1317 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-04-30 15:50:00 [HTML]

Þingmál A765 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1321 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-03 15:24:00 [HTML]
Þingræður:
91. þingfundur - Olga Margrét Cilia - Ræða hófst: 2021-05-06 17:27:22 - [HTML]

Þingmál A772 (stefna Íslands um gervigreind)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1345 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-06 12:40:00 [HTML]

Þingmál A779 (hreinsun Heiðarfjalls)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1372 (þáltill. n.) útbýtt þann 2021-05-05 17:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1417 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2021-05-11 15:54:00 [HTML]
Þingræður:
92. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-05-10 15:56:56 - [HTML]

Þingmál A790 (framkvæmd samgönguáætlunar 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1429 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML]

Þingmál A794 (alhliða úttekt á starfsemi vist- og meðferðarheimila á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1443 (þáltill.) útbýtt þann 2021-05-17 15:37:00 [HTML]

Þingmál A807 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1491 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-21 18:50:00 [HTML]

Þingmál A828 (framkvæmd upplýsingalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1574 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-06-01 17:25:00 [HTML]

Þingmál A857 (netlög sjávarjarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1683 (þáltill.) útbýtt þann 2021-06-09 20:31:00 [HTML]

Þingmál A862 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1733 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-06-11 16:49:00 [HTML]

Þingmál B65 ()[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-10-19 15:55:48 - [HTML]

Þingmál B88 (eftirlit með innflutningi á búvörum)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-22 11:10:25 - [HTML]

Þingmál B189 (kostnaður vegna losunarheimilda)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2020-11-26 10:34:08 - [HTML]

Þingmál B212 (viðbrögð við úrskurði Mannréttindadómstólsins)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-12-02 15:20:42 - [HTML]

Þingmál B223 ()[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2020-12-03 11:53:22 - [HTML]
31. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2020-12-03 12:02:24 - [HTML]

Þingmál B339 ()[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-18 16:33:19 - [HTML]
44. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-01-18 17:24:21 - [HTML]
44. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-18 17:47:53 - [HTML]
44. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2021-01-18 19:24:14 - [HTML]
44. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2021-01-18 19:47:41 - [HTML]
44. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2021-01-18 22:26:23 - [HTML]
44. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - Ræða hófst: 2021-01-18 22:56:28 - [HTML]

Þingmál B354 ()[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-01-20 15:25:15 - [HTML]

Þingmál B378 ()[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2021-01-27 15:17:22 - [HTML]

Þingmál B385 (algild hönnun ferðamannastaða)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-01-28 10:45:57 - [HTML]

Þingmál B404 ()[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2021-02-03 13:37:41 - [HTML]

Þingmál B442 ()[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Olga Margrét Cilia - Ræða hófst: 2021-02-16 14:53:56 - [HTML]

Þingmál B478 (erlend lán ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-25 13:12:40 - [HTML]

Þingmál B493 (innviðir og þjóðaröryggi)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-02 14:09:55 - [HTML]

Þingmál B498 ()[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2021-03-03 13:19:28 - [HTML]

Þingmál B524 ()[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-11 14:43:25 - [HTML]

Þingmál B525 ()[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-12 11:01:55 - [HTML]

Þingmál B531 (ákvörðun um áfrýjun til Landsréttar)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-12 12:31:06 - [HTML]
66. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-12 12:35:38 - [HTML]

Þingmál B537 ()[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2021-03-12 11:32:13 - [HTML]

Þingmál B602 ()[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-03-26 12:00:30 - [HTML]

Þingmál B672 (hertar aðgerðir og markaðssetning Íslands)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2021-04-21 13:37:09 - [HTML]

Þingmál B722 (efnahagsmál)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-05-04 13:50:21 - [HTML]

Þingmál B727 ()[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2021-05-05 13:31:37 - [HTML]

Þingmál B762 ()[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-05-10 13:47:37 - [HTML]

Þingmál B853 (eignir Íslendinga á aflandssvæðum)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-06-01 14:05:08 - [HTML]

Þingmál B879 ()[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-06-07 21:54:30 - [HTML]

Löggjafarþing 152

Þingmál A1 (fjárlög 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-12-20 22:54:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-12-02 20:41:34 - [HTML]
3. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-02 21:19:15 - [HTML]
4. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-03 15:08:19 - [HTML]
5. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-04 13:10:14 - [HTML]
15. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-12-22 00:49:27 - [HTML]
16. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2021-12-22 18:29:04 - [HTML]
19. þingfundur - Viktor Stefán Pálsson - Ræða hófst: 2021-12-28 14:37:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 210 - Komudagur: 2021-12-09 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 236 - Komudagur: 2021-12-10 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 367 - Komudagur: 2021-12-14 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið[PDF]

Þingmál A2 (fjármálastefna 2022--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 539 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-02-22 13:42:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-07 18:59:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 237 - Komudagur: 2021-12-10 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-27 11:25:24 - [HTML]
17. þingfundur - Daði Már Kristófersson - Ræða hófst: 2021-12-27 15:21:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 238 - Komudagur: 2021-12-10 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 257 - Komudagur: 2021-12-13 - Sendandi: Vantrú[PDF]
Dagbókarnúmer 299 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 372 - Komudagur: 2021-12-20 - Sendandi: BSRB[PDF]

Þingmál A7 (skattleysi launatekna undir 350.000 kr)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-01 19:39:00 [HTML]

Þingmál A11 (framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 675 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A15 (velferð dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 431 - Komudagur: 2022-01-08 - Sendandi: Hanna Valdís Guðjónsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 521 - Komudagur: 2022-01-16 - Sendandi: Félag hrossabænda[PDF]

Þingmál A16 (aðgerðir gegn kynferðisbrotum og aukinn stuðningur við þolendur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 612 - Komudagur: 2022-01-19 - Sendandi: Öfgar[PDF]
Dagbókarnúmer 3601 - Komudagur: 2022-06-08 - Sendandi: Barna- og fjölskyldustofa[PDF]

Þingmál A19 (raforkulög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2022-06-13 11:23:00 [HTML]

Þingmál A24 (ávana-og fíkniefni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 661 - Komudagur: 2022-02-02 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 893 - Komudagur: 2022-02-19 - Sendandi: Það er von[PDF]

Þingmál A32 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:45:00 [HTML]

Þingmál A34 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 894 - Komudagur: 2022-02-21 - Sendandi: Réttindagæslumaður fatlaðra í Reykjavík og á Seltjarnarnesi[PDF]
Dagbókarnúmer 904 - Komudagur: 2022-02-22 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A49 (aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1030 - Komudagur: 2022-03-07 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ)[PDF]

Þingmál A53 (staðgreiðsla við innborgun í lífeyrissjóði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1062 - Komudagur: 2022-03-11 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða[PDF]

Þingmál A61 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1149 - Komudagur: 2022-03-18 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A70 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1051 - Komudagur: 2022-03-09 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A84 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 84 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:43:00 [HTML]

Þingmál A90 (samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3324 - Komudagur: 2022-05-23 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 3325 - Komudagur: 2022-05-23 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A91 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-02 10:25:00 [HTML]

Þingmál A122 (aðstoðarmenn dómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-03 11:00:00 [HTML]

Þingmál A127 (kostnaður við brottvísanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 129 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-12-03 14:29:00 [HTML]
Þingskjal nr. 391 (svar) útbýtt þann 2022-04-25 16:08:00 [HTML]

Þingmál A149 (dýralyf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML]

Þingmál A150 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML]

Þingmál A154 (loftferðir)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-12-27 16:36:06 - [HTML]

Þingmál A162 (starf Seðlabanka Íslands eftir gildistöku laga nr. 92/2019)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-01-27 14:49:16 - [HTML]

Þingmál A167 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 413 - Komudagur: 2022-01-03 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 424 - Komudagur: 2022-01-07 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A168 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 170 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 673 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A169 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-13 18:25:16 - [HTML]
9. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2021-12-13 19:31:26 - [HTML]
9. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-13 20:17:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 308 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Síminn hf[PDF]
Dagbókarnúmer 316 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Míla ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 618 - Komudagur: 2022-01-19 - Sendandi: Nova ehf.[PDF]

Þingmál A171 (hringtenging rafmagns á Vestfjörðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 786 - Komudagur: 2022-02-11 - Sendandi: Orkubú Vestfjarða ohf.[PDF]

Þingmál A185 (áhafnir skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-15 14:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 887 (breytingartillaga) útbýtt þann 2022-04-08 14:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1201 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-09 20:29:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1307 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-15 14:34:00 [HTML]

Þingmál A186 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-15 14:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1367 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-16 01:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1371 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-16 01:49:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 662 - Komudagur: 2022-02-02 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ)[PDF]
Dagbókarnúmer 771 - Komudagur: 2022-02-10 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 778 - Komudagur: 2022-02-10 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]
Dagbókarnúmer 998 - Komudagur: 2022-03-01 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]
Dagbókarnúmer 3537 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Forsætisráðuneytið, innviðaráðuneytið og utanríkisráðuneytið[PDF]

Þingmál A207 (þolendamiðuð heildarendurskoðun hegningarlaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1191 - Komudagur: 2022-03-24 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A230 (réttarstaða þolenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 522 (svar) útbýtt þann 2022-02-21 14:42:00 [HTML]

Þingmál A244 (evrópskir áhættufjármagnssjóðir og evrópskir félagslegir framtakssjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 344 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-01-20 15:27:00 [HTML]

Þingmál A268 (aðlögun barna að skólastarfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1114 (svar) útbýtt þann 2022-06-01 15:06:00 [HTML]

Þingmál A271 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 380 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-01-28 13:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 960 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-04-29 12:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1411 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-15 20:50:00 [HTML]
Þingræður:
70. þingfundur - Jódís Skúladóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2022-04-27 17:29:15 - [HTML]
70. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2022-04-27 23:45:14 - [HTML]
71. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2022-04-28 17:09:15 - [HTML]

Þingmál A300 (undirbúningur að stofnun alþjóðlegs björgunarskóla á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 417 (þáltill.) útbýtt þann 2022-02-02 17:29:00 [HTML]

Þingmál A332 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 957 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Veiðifélag Þjórsár[PDF]
Dagbókarnúmer 967 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Björg Eva Erlendsdóttir[PDF]

Þingmál A334 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1150 - Komudagur: 2022-03-18 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins[PDF]

Þingmál A336 (aðild ríkisfyrirtækja að Samtökum atvinnulífsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 476 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-02-09 14:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 919 (svar) útbýtt þann 2022-04-25 14:31:00 [HTML]

Þingmál A357 (sölumeðferð eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-02-10 14:04:00 [HTML]

Þingmál A363 (mat á samkeppnisrekstri ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (þáltill.) útbýtt þann 2022-02-10 16:19:00 [HTML]

Þingmál A368 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 516 (frumvarp) útbýtt þann 2022-02-24 10:13:00 [HTML]

Þingmál A369 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-02-21 14:42:00 [HTML]
Þingræður:
44. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-01 14:23:32 - [HTML]

Þingmál A389 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1091 - Komudagur: 2022-03-14 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A408 (listamannalaun)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-24 15:05:26 - [HTML]

Þingmál A411 (ákvörðun nr. 383/2021 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-27 17:08:32 - [HTML]
70. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-27 17:21:59 - [HTML]

Þingmál A416 (eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-01 19:15:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1213 - Komudagur: 2022-03-24 - Sendandi: Óbyggðanefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 3462 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Forsætisráðuneytið[PDF]

Þingmál A418 (mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1246 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-06-14 16:05:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1270 - Komudagur: 2022-04-04 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A419 (eignarhald í laxeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1222 - Komudagur: 2022-03-25 - Sendandi: Arnarlax hf.[PDF]

Þingmál A422 (flutningur hergagna til Úkraínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 603 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-03-02 16:29:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1048 (svar) útbýtt þann 2022-05-23 16:25:00 [HTML]

Þingmál A423 (málarekstur ráðherra fyrir dómstólum)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-28 17:12:02 - [HTML]
57. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-28 17:17:48 - [HTML]

Þingmál A436 (stjórnsýsluendurskoðun á samningi íslenska ríkisins við Microsoft)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 628 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2022-03-07 17:36:00 [HTML]

Þingmál A441 (utanríkis- og alþjóðamál 2021)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-10 14:02:09 - [HTML]

Þingmál A445 (hlutlaus skráning kyns í vegabréfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 638 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-03-08 14:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 932 (svar) útbýtt þann 2022-04-26 17:16:00 [HTML]

Þingmál A456 (fjáraukalög 2022)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2022-03-23 19:01:11 - [HTML]
55. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-03-23 19:25:58 - [HTML]

Þingmál A457 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 660 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML]
Þingræður:
67. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-04-08 13:24:24 - [HTML]
69. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-26 19:43:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3265 - Komudagur: 2022-05-09 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 3301 - Komudagur: 2022-05-18 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]

Þingmál A458 (Slysavarnaskóli sjómanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 663 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML]

Þingmál A460 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 665 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML]

Þingmál A461 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1273 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-14 17:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1376 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-15 21:03:00 [HTML]
Þingræður:
56. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-24 18:35:32 - [HTML]
59. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2022-03-29 17:59:16 - [HTML]
59. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-29 20:49:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1307 - Komudagur: 2022-04-08 - Sendandi: Sýn hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1316 - Komudagur: 2022-04-14 - Sendandi: Nova ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1359 - Komudagur: 2022-04-25 - Sendandi: Síminn hf[PDF]

Þingmál A467 (uppfletting í fasteignaskrá)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - svar - Ræða hófst: 2022-03-28 18:33:37 - [HTML]

Þingmál A470 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 678 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-21 14:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1285 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-06-14 22:30:00 [HTML]
Þingræður:
76. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-05-17 14:43:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3479 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]
Dagbókarnúmer 3482 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]

Þingmál A483 (vistmorð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 697 (þáltill.) útbýtt þann 2022-03-22 16:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1334 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-15 21:25:00 [HTML]

Þingmál A496 (dómsmál íslenska ríkisins á hendur umsækjanda um stöðu ráðuneytisstjóra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 713 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-03-22 15:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1406 (svar) útbýtt þann 2022-06-30 14:04:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1325 - Komudagur: 2022-04-19 - Sendandi: Mennta- og barnamálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A498 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-22 16:47:00 [HTML]

Þingmál A503 (fjárstuðningur við Alþjóðlega sakamáladómstólinn vegna ætlaðra stríðsglæpa rússneska innrásarhersins í Úkraínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 720 (þáltill.) útbýtt þann 2022-03-23 14:39:00 [HTML]

Þingmál A508 (evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 725 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-24 14:04:00 [HTML]

Þingmál A510 (flutningur Landhelgisgæslu Íslands til Reykjanesbæjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 728 (þáltill.) útbýtt þann 2022-03-24 14:55:00 [HTML]

Þingmál A513 (fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1220 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-13 14:50:00 [HTML]
Þingræður:
62. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-04-05 22:37:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3237 - Komudagur: 2022-05-09 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 3242 - Komudagur: 2022-05-09 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A515 (grænir hvatar fyrir bændur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 737 (þáltill.) útbýtt þann 2022-03-28 14:40:00 [HTML]

Þingmál A517 (frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-28 14:40:00 [HTML]

Þingmál A518 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3599 - Komudagur: 2022-06-07 - Sendandi: Hildur Fjóla Antonsdóttir[PDF]

Þingmál A530 (breyting á ýmsum lögum í þágu barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 758 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-29 18:09:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3280 - Komudagur: 2022-05-16 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A531 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 759 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:30:00 [HTML]
Þingræður:
64. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-04-07 17:31:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1356 - Komudagur: 2022-04-22 - Sendandi: Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta[PDF]

Þingmál A533 (fjármálafyrirtæki o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3571 - Komudagur: 2022-06-03 - Sendandi: Innviðaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 3572 - Komudagur: 2022-06-06 - Sendandi: Byggðastofnun[PDF]

Þingmál A536 (landamæri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 764 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:30:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3682 - Komudagur: 2022-07-12 - Sendandi: Landhelgisgæsla Íslands[PDF]

Þingmál A543 (rekstur skáldahúsa á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1074 (svar) útbýtt þann 2022-05-30 14:38:00 [HTML]

Þingmál A563 (stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022--2036)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3397 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A569 (stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3392 - Komudagur: 2022-05-30 - Sendandi: 1939 Games ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 3428 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: CCP hf., Össur og Marel[PDF]
Dagbókarnúmer 3432 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Maggar ehf.[PDF]

Þingmál A570 (peningamarkaðssjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 809 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML]

Þingmál A572 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 811 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML]

Þingmál A573 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3475 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A575 (stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML]

Þingmál A577 (réttlát græn umskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 818 (þáltill.) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML]

Þingmál A581 (samskiptaráðgjafar íþrótta- og æskulýðsstarfs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3414 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A582 (niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-26 22:59:30 - [HTML]

Þingmál A587 (pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 829 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML]

Þingmál A590 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-07 22:55:28 - [HTML]

Þingmál A591 (greiðslur vegna umönnunar langveikra eða fatlaðra barna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3559 - Komudagur: 2022-06-03 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A592 (framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 834 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3526 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: ÖBÍ - Heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi[PDF]

Þingmál A595 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 837 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-04 14:29:00 [HTML]
Þingræður:
75. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-05-16 21:10:15 - [HTML]
75. þingfundur - Eva Sjöfn Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-05-16 23:08:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3361 - Komudagur: 2022-05-25 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 3430 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Prestar innflytjenda og flóttafólks[PDF]
Dagbókarnúmer 3456 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A596 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 838 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3596 - Komudagur: 2022-06-07 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins[PDF]

Þingmál A626 (staða kvenna í nýsköpun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1294 (svar) útbýtt þann 2022-06-30 14:04:00 [HTML]

Þingmál A642 (hreinsun Heiðarfjalls)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 899 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-04-08 15:21:00 [HTML]

Þingmál A644 (íslenski dansflokkurinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 902 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-04-08 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 989 (svar) útbýtt þann 2022-05-16 14:38:00 [HTML]

Þingmál A655 (staða viðræðna við ESB um endurskoðun viðskiptasamninga með landbúnaðarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 945 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-04-28 15:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1047 (svar) útbýtt þann 2022-05-23 16:25:00 [HTML]

Þingmál A679 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3579 - Komudagur: 2022-06-06 - Sendandi: Rafbílasamband Íslands[PDF]

Þingmál A691 (bann við leit, rannsóknum og vinnslu kolvetnis í efnahagslögsögunni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1034 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-05-23 14:44:00 [HTML]

Þingmál A692 (tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1208 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-06-13 13:51:00 [HTML]

Þingmál A700 (rástöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1057 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-05-24 15:58:00 [HTML]

Þingmál A703 (viðurkenning á heilbrigðismenntun sem aflað hefur verið í öðru landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1440 (svar) útbýtt þann 2022-09-09 13:01:00 [HTML]

Þingmál A714 (stöðvun brottvísana og endursendinga flóttafólks til Grikklands, Ítalíu og Ungverjalands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1108 (þáltill.) útbýtt þann 2022-06-01 14:42:00 [HTML]

Þingmál A730 (framkvæmd samgönguáætlunar 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1186 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-06-11 18:13:00 [HTML]

Þingmál B24 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2021-12-01 20:42:58 - [HTML]

Þingmál B143 ()[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-01-18 13:33:32 - [HTML]

Þingmál B146 ()[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-01-19 15:26:47 - [HTML]

Þingmál B168 ()[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - Ræða hófst: 2022-01-25 15:52:06 - [HTML]

Þingmál B170 (stefna ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2022-01-25 14:01:38 - [HTML]

Þingmál B342 ()[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-03-09 15:46:25 - [HTML]

Þingmál B375 ()[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Wilhelm Wessman - Ræða hófst: 2022-03-15 14:10:29 - [HTML]

Þingmál B460 (viðbúnaður þjóðaröryggisráðs við vöruskorti)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-03-28 15:12:36 - [HTML]

Þingmál B467 (fæðuöryggi þjóðarinnar í ljósi stríðsins í Úkraínu)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Helga Þórðardóttir - Ræða hófst: 2022-03-28 16:52:34 - [HTML]

Þingmál B487 ()[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-30 16:32:34 - [HTML]
60. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-30 17:30:27 - [HTML]
60. þingfundur - Stefán Vagn Stefánsson - Ræða hófst: 2022-03-30 17:35:05 - [HTML]
60. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-03-30 18:57:26 - [HTML]

Þingmál B569 (fyrirkomulag við sölu Íslandsbanka)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Erna Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2022-04-28 11:18:03 - [HTML]

Þingmál B575 ()[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-28 11:38:53 - [HTML]

Þingmál B599 ()[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-05-17 14:04:08 - [HTML]

Löggjafarþing 153

Þingmál A1 (fjárlög 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-13 14:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 715 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-12-06 13:06:00 [HTML]
Þingskjal nr. 814 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-12-14 18:06:00 [HTML]
Þingskjal nr. 818 (breytingartillaga) útbýtt þann 2022-12-14 17:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 881 (lög í heild) útbýtt þann 2022-12-16 16:57:00 [HTML]
Þingræður:
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2022-09-16 16:28:02 - [HTML]
45. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2022-12-09 15:14:38 - [HTML]
45. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2022-12-09 16:16:29 - [HTML]
45. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-12-09 18:18:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 19 - Komudagur: 2022-10-06 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 39 - Komudagur: 2022-10-07 - Sendandi: Icelandair ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 78 - Komudagur: 2022-10-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 815 - Komudagur: 2022-11-21 - Sendandi: Stofnun Vilhjálms Stefánssonar[PDF]
Dagbókarnúmer 843 - Komudagur: 2022-11-01 - Sendandi: Þörungaverksmiðjan hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 844 - Komudagur: 2022-11-01 - Sendandi: Bandalag sjálfstæðra leikhúsa[PDF]
Dagbókarnúmer 872 - Komudagur: 2022-10-12 - Sendandi: Staðlaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 3695 - Komudagur: 2022-10-11 - Sendandi: Fjölmennt[PDF]
Dagbókarnúmer 3710 - Komudagur: 2022-10-10 - Sendandi: Fjölmennt[PDF]
Dagbókarnúmer 3716 - Komudagur: 2022-10-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 414 - Komudagur: 2022-11-09 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A4 (hækkun skattleysismarka og lágmarksframfærslu lífeyrisþega)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-15 08:56:00 [HTML]

Þingmál A5 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 16 - Komudagur: 2022-10-06 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 184 - Komudagur: 2022-10-17 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi[PDF]

Þingmál A6 (tímabinding veiðiheimilda til 20 ára o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 141 - Komudagur: 2022-10-17 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A8 (tæknifrjóvgun o.fl.)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-09-22 13:21:56 - [HTML]

Þingmál A11 (samstöðuaðgerðir vegna verðbólgu og vaxtahækkana)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 169 - Komudagur: 2022-10-18 - Sendandi: Samtök leigjenda á Íslandi[PDF]

Þingmál A16 (framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 56 - Komudagur: 2022-10-10 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A24 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-11 14:53:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Hilmar Garðars Þorsteinsson[PDF]
Dagbókarnúmer 648 - Komudagur: 2022-12-05 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 687 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ)[PDF]
Dagbókarnúmer 710 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A25 (innleiðing lýðheilsumats í íslenska löggjöf)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4072 - Komudagur: 2023-03-14 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A26 (gjaldtaka vegna nýtingar á vindi, sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, til raforkuframleiðslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (þáltill.) útbýtt þann 2023-01-24 16:01:00 [HTML]

Þingmál A30 (rannsókn á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 605 - Komudagur: 2022-11-30 - Sendandi: Öfgar[PDF]

Þingmál A37 (úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 17:09:00 [HTML]

Þingmál A52 (breytingar á aðalnámskrá í grunnskóla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 276 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Kennarasamband Íslands[PDF]

Þingmál A61 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 618 - Komudagur: 2022-12-01 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 731 - Komudagur: 2022-12-08 - Sendandi: Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi[PDF]

Þingmál A71 (grænir hvatar fyrir bændur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-22 15:42:00 [HTML]

Þingmál A77 (staðgreiðsla við innborgun í lífeyrissjóði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4256 - Komudagur: 2023-03-29 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða[PDF]

Þingmál A79 (barnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4145 - Komudagur: 2023-03-17 - Sendandi: Barnaheill[PDF]

Þingmál A81 (stofnun alþjóðlegs björgunarskóla á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-22 15:55:00 [HTML]

Þingmál A86 (samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 559 - Komudagur: 2022-11-24 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A90 (réttlát græn umskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-27 12:57:00 [HTML]

Þingmál A91 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 12:57:00 [HTML]

Þingmál A92 (Happdrætti Háskóla Íslands og lög um happdrætti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4157 - Komudagur: 2023-03-20 - Sendandi: Samtök áhugafólks um spilafíkn[PDF]

Þingmál A101 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-15 17:13:00 [HTML]

Þingmál A102 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4332 - Komudagur: 2023-04-12 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A113 (félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 591 - Komudagur: 2022-11-29 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A120 (búvörulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 270 - Komudagur: 2022-10-27 - Sendandi: Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf[PDF]

Þingmál A122 (eignarhald í laxeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4258 - Komudagur: 2023-03-29 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 4271 - Komudagur: 2023-03-31 - Sendandi: Arnarlax hf.[PDF]

Þingmál A128 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 12:59:00 [HTML]

Þingmál A132 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2022-11-10 15:25:58 - [HTML]

Þingmál A134 (uppbygging innviða til aukinnar kornræktar á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-16 10:25:00 [HTML]

Þingmál A137 (evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 14:10:00 [HTML]

Þingmál A144 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 7 - Komudagur: 2022-10-03 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 4083 - Komudagur: 2023-03-14 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A149 (skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 150 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-09-19 16:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 275 (svar) útbýtt þann 2022-10-10 14:34:00 [HTML]

Þingmál A157 (fundur namibísks ráðherra í dómsmálaráðuneytinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 490 (svar) útbýtt þann 2022-11-14 14:40:00 [HTML]

Þingmál A167 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 168 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-21 16:17:00 [HTML]
Þingræður:
49. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-12-15 00:03:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 142 - Komudagur: 2022-10-17 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ)[PDF]
Dagbókarnúmer 289 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Innviðaráðuneytið[PDF]

Þingmál A186 (álit auðlindanefndar frá árinu 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 340 (svar) útbýtt þann 2022-10-17 14:29:00 [HTML]

Þingmál A204 (lögheimilisskilyrði laga um gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 292 (svar) útbýtt þann 2022-10-11 13:04:00 [HTML]

Þingmál A210 (umboðsmaður sjúklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 413 - Komudagur: 2022-11-09 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp og Einhverfusamtökin[PDF]

Þingmál A211 (sjúklingatrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 212 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-24 16:32:00 [HTML]

Þingmál A212 (landamæri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 779 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2022-12-12 19:18:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 232 - Komudagur: 2022-10-25 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A251 (sérstök ákvæði í fríverslunarsamningum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-09-29 14:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 537 (svar) útbýtt þann 2022-11-21 14:47:00 [HTML]

Þingmál A272 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-07 17:20:00 [HTML]

Þingmál A278 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-07 17:20:00 [HTML]

Þingmál A279 (farþegaflutningar og farmflutningar á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 282 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-07 17:20:00 [HTML]

Þingmál A300 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 305 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-11 16:47:00 [HTML]

Þingmál A325 (bætt staða og þjónusta við Íslendinga búsetta erlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 336 (þáltill.) útbýtt þann 2022-10-13 14:24:00 [HTML]

Þingmál A327 (staðfesting ríkisreiknings 2021)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3774 - Komudagur: 2023-01-17 - Sendandi: Ríkisendurskoðun[PDF]

Þingmál A328 (peningamarkaðssjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 339 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-14 16:45:00 [HTML]

Þingmál A357 (ÍL-sjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 371 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-10-20 15:31:00 [HTML]

Þingmál A381 (fjármálafyrirtæki og vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1183 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-02-23 14:16:00 [HTML]

Þingmál A382 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-21 10:58:00 [HTML]
Þingræður:
22. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-10-25 21:53:19 - [HTML]
59. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2023-02-02 20:15:50 - [HTML]
60. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-03 12:33:07 - [HTML]
61. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 00:41:07 - [HTML]
62. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2023-02-07 16:19:03 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 18:00:29 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 19:40:01 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 19:56:08 - [HTML]
80. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2023-03-14 14:46:14 - [HTML]
81. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-03-15 19:30:05 - [HTML]
81. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-03-15 19:44:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 449 - Komudagur: 2022-11-11 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 458 - Komudagur: 2022-11-14 - Sendandi: Prestar innflytjenda og flóttafólks[PDF]
Dagbókarnúmer 481 - Komudagur: 2022-11-11 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 485 - Komudagur: 2022-11-16 - Sendandi: Solaris - Hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 608 - Komudagur: 2022-11-30 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A390 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 419 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-26 14:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1591 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-04-24 14:56:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 604 - Komudagur: 2022-11-30 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A395 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 430 (þáltill.) útbýtt þann 2022-11-07 14:37:00 [HTML]

Þingmál A403 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 450 (frumvarp) útbýtt þann 2022-11-07 17:14:00 [HTML]

Þingmál A409 (fjáraukalög 2022)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-10 13:19:47 - [HTML]
40. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-11-29 21:12:01 - [HTML]

Þingmál A414 (stöðvun brottvísana og endursendinga flóttafólks til Grikklands, Ítalíu og Ungverjalands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 462 (þáltill.) útbýtt þann 2022-11-08 14:55:00 [HTML]

Þingmál A424 (fatlaðir umsækjendur um alþjóðlega vernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 481 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-11-10 13:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 906 (svar) útbýtt þann 2023-01-16 12:57:00 [HTML]

Þingmál A430 (stofnun ríkisfélags um rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4761 - Komudagur: 2023-05-17 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A459 (losun kolefnis og landbúnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 539 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-11-16 16:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1010 (svar) útbýtt þann 2023-02-03 13:46:00 [HTML]

Þingmál A490 (veiðigjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-11-29 13:10:00 [HTML]
Þingræður:
39. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2022-11-29 15:37:15 - [HTML]
39. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-11-29 17:19:32 - [HTML]

Þingmál A497 (kosningalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4850 - Komudagur: 2023-05-26 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga[PDF]

Þingmál A511 (fyrirhugaðar ráðstafanir vegna ÍL-sjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-11-28 17:19:00 [HTML]
Þingskjal nr. 954 (svar) útbýtt þann 2023-02-20 14:42:00 [HTML]

Þingmál A529 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3864 - Komudagur: 2023-02-21 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A530 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 672 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML]

Þingmál A532 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 722 - Komudagur: 2022-12-07 - Sendandi: NPA miðstöðin[PDF]

Þingmál A533 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 675 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1111 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-02-09 18:03:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3764 - Komudagur: 2023-01-16 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A535 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 677 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML]

Þingmál A542 (tónlist)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4211 - Komudagur: 2023-03-24 - Sendandi: Menningar- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A543 (fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3747 - Komudagur: 2023-01-10 - Sendandi: Sýn hf.[PDF]

Þingmál A544 (mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 689 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-12-06 13:06:00 [HTML]

Þingmál A546 (leyfisskylda og eftirlit með áfangaheimilum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4880 - Komudagur: 2023-05-30 - Sendandi: Vernd fangahjálp[PDF]

Þingmál A579 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 886 (breytingartillaga) útbýtt þann 2022-12-16 16:11:00 [HTML]

Þingmál A588 (fjármögnunarviðskipti með verðbréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 863 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-16 11:49:00 [HTML]

Þingmál A589 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-16 11:49:00 [HTML]

Þingmál A592 (Bankasýsla ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1233 (svar) útbýtt þann 2023-03-06 14:55:00 [HTML]

Þingmál A595 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-01-16 12:59:00 [HTML]

Þingmál A597 (íþrótta- og æskulýðsstarf)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3998 - Komudagur: 2023-03-07 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A610 (vernd gegn netárásum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1125 (svar) útbýtt þann 2023-02-20 14:43:00 [HTML]

Þingmál A689 (tónlistarstefna fyrir árin 2023--2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3914 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 4212 - Komudagur: 2023-03-24 - Sendandi: Menningar- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A690 (myndlistarstefna til 2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3923 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A694 (griðasvæði hvala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1066 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-02-02 13:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1543 (svar) útbýtt þann 2023-04-17 14:34:00 [HTML]

Þingmál A709 (kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara við Landsrétt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1082 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-02-06 17:08:00 [HTML]

Þingmál A712 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1087 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-02-08 14:57:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3992 - Komudagur: 2023-03-06 - Sendandi: Hafnasamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 4255 - Komudagur: 2023-03-29 - Sendandi: Innviðaráðuneytið[PDF]

Þingmál A719 (ógagnkvæm gilding ökuskírteina)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1095 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-02-09 16:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1712 (svar) útbýtt þann 2023-05-15 14:42:00 [HTML]

Þingmál A784 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1199 (álit) útbýtt þann 2023-02-27 17:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1208 (álit) útbýtt þann 2023-02-28 10:55:00 [HTML]

Þingmál A790 (tekjur af sölu losunarheimilda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2294 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:26:00 [HTML]

Þingmál A795 (aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4176 - Komudagur: 2023-03-22 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A803 (nafnskírteini)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1238 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-06 14:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1971 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-06-05 19:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2053 (lög í heild) útbýtt þann 2023-06-08 14:03:00 [HTML]

Þingmál A804 (efling barnamenningar fyrir árin 2024-2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1239 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-06 14:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1772 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-05-12 13:11:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4195 - Komudagur: 2023-03-23 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A856 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1328 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-15 16:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1807 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-05-15 16:27:00 [HTML]

Þingmál A857 (aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4335 - Komudagur: 2023-04-12 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp og Einhverfusamtökin[PDF]
Dagbókarnúmer 4742 - Komudagur: 2023-05-16 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið[PDF]

Þingmál A860 (aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023--2027)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4266 - Komudagur: 2023-03-31 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A889 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4394 - Komudagur: 2023-04-14 - Sendandi: HS Orka hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 4719 - Komudagur: 2023-05-12 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A890 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1392 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-23 15:48:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4503 - Komudagur: 2023-04-27 - Sendandi: Heimssýn[PDF]
Dagbókarnúmer 4504 - Komudagur: 2023-04-27 - Sendandi: Margrét Einarsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 4542 - Komudagur: 2023-05-03 - Sendandi: Bjarni Már Magnússon[PDF]
Dagbókarnúmer 4589 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Skúli Sveinsson[PDF]
Dagbókarnúmer 4592 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Maria Elvira Mendez Pinedo[PDF]
Dagbókarnúmer 4597 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson[PDF]
Dagbókarnúmer 4623 - Komudagur: 2023-05-10 - Sendandi: Dóra Sif Tynes[PDF]
Dagbókarnúmer 4638 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Hafsteinn Dan Kristjánsson[PDF]
Dagbókarnúmer 4653 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Lilja Ólafsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 4665 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Friðrik Árni Friðriksson Hirst[PDF]
Dagbókarnúmer 4725 - Komudagur: 2023-05-15 - Sendandi: Heimssýn[PDF]
Dagbókarnúmer 4729 - Komudagur: 2023-05-15 - Sendandi: Heimssýn[PDF]

Þingmál A893 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1395 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-23 16:47:00 [HTML]

Þingmál A894 (fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1398 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-29 17:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1995 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-06-07 12:29:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4403 - Komudagur: 2023-04-14 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 4404 - Komudagur: 2023-04-14 - Sendandi: Samband ungra sjálfstæðismanna[PDF]
Dagbókarnúmer 4447 - Komudagur: 2023-04-18 - Sendandi: Landspítalinn[PDF]
Dagbókarnúmer 4480 - Komudagur: 2023-04-22 - Sendandi: Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu[PDF]

Þingmál A895 (lögheimili og aðsetur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4500 - Komudagur: 2023-04-13 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A909 (forvarnir og viðbrögð við gróðureldum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2051 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:26:00 [HTML]

Þingmál A914 (landbúnaðarstefna til ársins 2040)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4411 - Komudagur: 2023-04-17 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A917 (flugvélar og sjóför sem borið geta kjarnavopn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1438 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-03-29 14:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1604 (svar) útbýtt þann 2023-04-25 13:15:00 [HTML]

Þingmál A922 (breyting á ýmsum lögum í þágu barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1452 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 12:19:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4590 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A938 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4553 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]

Þingmál A940 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4581 - Komudagur: 2023-05-08 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ)[PDF]

Þingmál A941 (uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1471 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 12:19:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2123 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-06-09 14:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2144 (lög í heild) útbýtt þann 2023-06-09 19:37:00 [HTML]
Þingræður:
98. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2023-04-25 19:16:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4659 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 4675 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Icelandair ehf[PDF]

Þingmál A942 (ríkislögmaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1472 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4887 - Komudagur: 2023-05-30 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A943 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4795 - Komudagur: 2023-05-22 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]

Þingmál A953 (afvopnun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1489 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 15:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2078 (breytingartillaga) útbýtt þann 2023-06-08 16:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2122 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-06-09 14:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2143 (lög í heild) útbýtt þann 2023-06-09 19:37:00 [HTML]

Þingmál A978 (aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4550 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A979 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1527 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4764 - Komudagur: 2023-05-17 - Sendandi: Sýn hf.[PDF]

Þingmál A980 (rafrænar skuldaviðurkenningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1528 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4524 - Komudagur: 2023-05-02 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A984 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1532 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML]

Þingmál A1028 (tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1637 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-25 17:02:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4779 - Komudagur: 2023-05-19 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A1031 (áætlanir um mönnun í heilbrigðiskerfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2210 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:21:00 [HTML]

Þingmál A1052 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4750 - Komudagur: 2023-05-16 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A1053 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1863 (álit) útbýtt þann 2023-05-24 17:16:00 [HTML]

Þingmál A1075 (byggingareftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2204 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:21:00 [HTML]

Þingmál A1121 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1865 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-05-30 13:10:00 [HTML]

Þingmál A1156 (breyting á ýmsum lögum til samræmis við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1976 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-06-06 13:16:00 [HTML]

Þingmál A1157 (framkvæmd samgönguáætlunar 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1991 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-06-09 11:18:00 [HTML]

Þingmál A1159 (kostnaður við flutning umsækjenda um alþjóðlega vernd úr landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1997 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-06-07 19:45:00 [HTML]

Þingmál B10 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2022-09-14 20:03:09 - [HTML]

Þingmál B195 (ríkisábyrgð ÍL-sjóðs)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-10-26 15:18:09 - [HTML]
23. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-10-26 15:22:30 - [HTML]

Þingmál B196 (brottvísun flóttamanna)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-10-26 15:25:46 - [HTML]

Þingmál B210 (hreinsun Heiðarfjalls)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - Ræða hófst: 2022-10-27 10:44:18 - [HTML]

Þingmál B387 (aðgerðir vegna ÍL-sjóðs)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-12-08 10:39:50 - [HTML]
44. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-12-08 10:44:22 - [HTML]

Þingmál B549 (skýrsla GREVIO um Ísland)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-02-02 13:29:58 - [HTML]

Þingmál B979 (Stytting vinnuvikunnar)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2023-05-23 15:03:08 - [HTML]

Löggjafarþing 154

Þingmál A1 (fjárlög 2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-12 15:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 659 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-01 15:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 711 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-12-08 18:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 854 (lög í heild) útbýtt þann 2023-12-16 18:31:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-14 09:52:14 - [HTML]
3. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2023-09-14 19:09:33 - [HTML]
3. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2023-09-14 19:52:02 - [HTML]
4. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-09-15 10:48:55 - [HTML]
43. þingfundur - Stefán Vagn Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-05 16:25:15 - [HTML]
43. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-12-05 17:52:38 - [HTML]
43. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2023-12-05 20:11:26 - [HTML]
44. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - Ræða hófst: 2023-12-06 16:35:24 - [HTML]
44. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2023-12-06 17:05:59 - [HTML]
44. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2023-12-06 22:27:43 - [HTML]
45. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2023-12-07 16:15:37 - [HTML]
46. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-12-08 17:11:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 2023-09-19 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 48 - Komudagur: 2023-10-04 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 53 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 81 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: Sjálfstæðu leikhúsin - Bandalag atvinnuleikhópa[PDF]
Dagbókarnúmer 113 - Komudagur: 2023-10-10 - Sendandi: Bílgreinasambandið og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 571 - Komudagur: 2023-11-06 - Sendandi: Þörungamiðstöð Íslands hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 978 - Komudagur: 2023-10-29 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 40 - Komudagur: 2023-10-03 - Sendandi: Þjóðkirkjan[PDF]
Dagbókarnúmer 45 - Komudagur: 2023-10-03 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 114 - Komudagur: 2023-10-10 - Sendandi: Bílgreinasambandið og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 134 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 611 - Komudagur: 2023-11-08 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A3 (réttlát græn umskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-18 15:31:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2023-09-19 14:09:20 - [HTML]
6. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-19 14:09:21 - [HTML]

Þingmál A4 (skattleysi launatekna undir 400.000 kr.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-13 19:42:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-19 15:10:51 - [HTML]

Þingmál A16 (tæknifrjóvgun o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 641 - Komudagur: 2023-11-13 - Sendandi: Félag íslenskra þvagfæraskurðlækna[PDF]
Dagbókarnúmer 678 - Komudagur: 2023-11-14 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 805 - Komudagur: 2023-11-23 - Sendandi: Samtök um kynheilbrigði[PDF]

Þingmál A18 (gjaldtaka vegna afnota af vindi, sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, til raforkuframleiðslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (þáltill.) útbýtt þann 2023-11-29 14:51:00 [HTML]

Þingmál A20 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - Ræða hófst: 2023-10-18 16:38:07 - [HTML]

Þingmál A21 (loftslagsmál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1576 - Komudagur: 2024-02-27 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A22 (mannanöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1544 - Komudagur: 2024-02-22 - Sendandi: Mirra - Fræðsla, rannsóknir, ráðgjöf[PDF]

Þingmál A24 (háskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1375 - Komudagur: 2024-02-07 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 1624 - Komudagur: 2024-03-01 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]

Þingmál A30 (mótun heildstæðrar stefnu um áfengis- og vímuefnavarnir)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-02-06 17:19:38 - [HTML]
66. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-06 17:32:45 - [HTML]

Þingmál A32 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1179 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-03-07 11:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1244 (lög í heild) útbýtt þann 2024-03-12 16:37:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1278 - Komudagur: 2023-12-19 - Sendandi: Sýn hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1534 - Komudagur: 2024-02-21 - Sendandi: Menningar- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A34 (breyting á ýmsum lögum til styrkingar á réttarúrræðum vegna umhverfismála og réttindum til heilnæms umhverfis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 2023-12-04 14:41:00 [HTML]

Þingmál A35 (endurnot opinberra upplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:20:00 [HTML]

Þingmál A37 (málstefna íslensks táknmáls 2024--2027 og aðgerðaáætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1253 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-03-18 14:52:00 [HTML]

Þingmál A43 (grænir hvatar fyrir bændur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-13 19:42:00 [HTML]

Þingmál A49 (leyfi til veiða á álft, grágæs, heiðagæs og helsingja utan hefðbundins veiðitímabils)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-07 15:30:51 - [HTML]

Þingmál A52 (ættliðaskipti og nýliðun í landbúnaðarrekstri)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - Ræða hófst: 2023-09-20 15:59:01 - [HTML]

Þingmál A53 (miðstöð íslenskrar þjóðtrúar á Ströndum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 663 - Komudagur: 2023-11-13 - Sendandi: Sterkar Strandir[PDF]

Þingmál A65 (upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-13 19:44:00 [HTML]

Þingmál A78 (barnalög og tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 638 - Komudagur: 2023-11-13 - Sendandi: Félag íslenskra þvagfæraskurðlækna[PDF]

Þingmál A90 (orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1824 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A93 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-02-07 19:12:03 - [HTML]

Þingmál A99 (bann við hvalveiðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 610 - Komudagur: 2023-10-24 - Sendandi: Umsagnir mótteknar með tölvupóstum 24. október 2023[PDF]

Þingmál A100 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-02-08 12:37:36 - [HTML]

Þingmál A102 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 510 - Komudagur: 2023-11-02 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 545 - Komudagur: 2023-11-03 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A105 (samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1810 - Komudagur: 2024-03-22 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A111 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-09-28 16:45:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 108 - Komudagur: 2023-10-10 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A112 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 112 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-18 14:46:00 [HTML]
Þingræður:
69. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-08 14:00:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1484 - Komudagur: 2024-02-16 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1508 - Komudagur: 2024-02-19 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A113 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-19 15:53:33 - [HTML]
6. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-19 17:23:07 - [HTML]
6. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-19 17:26:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 65 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: Toshiki Toma[PDF]
Dagbókarnúmer 67 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 83 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands[PDF]

Þingmál A116 (umboðsmaður sjúklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1649 - Komudagur: 2024-03-04 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A117 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 117 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-18 14:46:00 [HTML]

Þingmál A121 (samningsviðauki nr. 16 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis frá 4. nóvember 1950 (mannréttindasáttmála Evrópu))[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 629 - Komudagur: 2023-11-10 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A138 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 311 - Komudagur: 2023-10-23 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A145 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2048 - Komudagur: 2024-04-16 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A166 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 166 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 14:42:00 [HTML]

Þingmál A181 (póstþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 251 - Komudagur: 2023-10-20 - Sendandi: Póstdreifing ehf.[PDF]

Þingmál A182 (stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024--2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 131 - Komudagur: 2023-10-11 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 156 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A183 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 107 - Komudagur: 2023-10-10 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A206 (Náttúruhamfaratrygging Íslands)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-22 17:08:31 - [HTML]

Þingmál A224 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-26 17:12:00 - [HTML]

Þingmál A226 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 17:49:00 [HTML]
Þingræður:
40. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2023-11-29 23:12:59 - [HTML]

Þingmál A238 (Miðstöð menntunar og skólaþjónustu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 357 - Komudagur: 2023-10-24 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A239 (Mannréttindastofnun Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 242 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-26 13:17:00 [HTML]
Þingræður:
10. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-28 11:21:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 307 - Komudagur: 2023-10-23 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 382 - Komudagur: 2023-10-26 - Sendandi: Rótin - félag um málefni kvenna[PDF]
Dagbókarnúmer 425 - Komudagur: 2023-10-27 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök[PDF]
Dagbókarnúmer 466 - Komudagur: 2023-10-31 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 880 - Komudagur: 2023-11-27 - Sendandi: Forsætisráðuneytið[PDF]

Þingmál A240 (breyting á ýmsum lögum í þágu barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-26 13:17:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 356 - Komudagur: 2023-10-24 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 863 - Komudagur: 2023-11-24 - Sendandi: Mennta- og barnamálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A248 (kostnaður við flutning umsækjenda um alþjóðlega vernd úr landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 251 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-09-26 16:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1147 (svar) útbýtt þann 2024-03-05 14:18:00 [HTML]

Þingmál A297 (skipun og störf talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 772 (svar) útbýtt þann 2023-12-14 15:21:00 [HTML]

Þingmál A313 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 317 (frumvarp) útbýtt þann 2023-10-09 14:33:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Óli Björn Kárason - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-18 17:36:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 345 - Komudagur: 2023-10-24 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ)[PDF]
Dagbókarnúmer 586 - Komudagur: 2023-11-07 - Sendandi: Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði[PDF]
Dagbókarnúmer 1294 - Komudagur: 2023-12-20 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A314 (tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 318 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-10-06 13:51:00 [HTML]

Þingmál A315 (samgönguáætlun fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-10-06 13:51:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 396 - Komudagur: 2023-10-26 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 419 - Komudagur: 2023-10-27 - Sendandi: Húnaþing vestra[PDF]
Dagbókarnúmer 589 - Komudagur: 2023-11-07 - Sendandi: Innviðaráðuneytið[PDF]

Þingmál A327 (föst starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 334 (þáltill.) útbýtt þann 2023-10-10 17:14:00 [HTML]
Þingræður:
16. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-17 16:57:52 - [HTML]

Þingmál A348 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 692 - Komudagur: 2023-11-15 - Sendandi: Alcoa Fjarðarál sf.[PDF]

Þingmál A378 (sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-22 17:54:26 - [HTML]
35. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-11-22 18:51:40 - [HTML]

Þingmál A383 (ákvörðun nr. 190/2022 um breytingar á XI. viðauka við EES-samninginn o.fl.)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-12-04 17:15:32 - [HTML]

Þingmál A400 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 414 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-10-23 11:20:00 [HTML]
Þingræður:
25. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-08 15:39:46 - [HTML]

Þingmál A405 (félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 421 (frumvarp) útbýtt þann 2023-10-24 13:20:00 [HTML]
Þingræður:
81. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-06 17:41:14 - [HTML]

Þingmál A408 (innleiðing lýðheilsumats í íslenska löggjöf)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1122 - Komudagur: 2023-12-08 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A434 (rekstur og uppbygging Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 455 (þáltill.) útbýtt þann 2023-10-26 13:32:00 [HTML]

Þingmál A438 (alþjóðlegar skuldbindingar og frumvarpsgerð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 632 (svar) útbýtt þann 2023-11-29 16:38:00 [HTML]

Þingmál A442 (alþjóðlegar skuldbindingar og frumvarpsgerð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (svar) útbýtt þann 2023-11-17 15:59:00 [HTML]

Þingmál A449 (almennar sanngirnisbætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 736 - Komudagur: 2023-11-17 - Sendandi: Rósa Ólöf Ólafíudóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 898 - Komudagur: 2023-11-28 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A451 (úttekt á framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu, nr. 98/2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 483 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2023-11-06 14:41:00 [HTML]

Þingmál A462 (framkvæmd markaðskönnunar og undirbúningur útboðs á póstmarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1150 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: Dropp ehf.[PDF]

Þingmál A468 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 509 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-07 17:21:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 931 - Komudagur: 2023-12-01 - Sendandi: Cruise Iceland[PDF]
Dagbókarnúmer 936 - Komudagur: 2023-11-30 - Sendandi: Iceland Travel ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 949 - Komudagur: 2023-11-30 - Sendandi: FRÍSK - Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði[PDF]

Þingmál A469 (afstaða Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2023-11-09 12:37:05 - [HTML]

Þingmál A470 (vatnsréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 890 (svar) útbýtt þann 2024-01-23 14:19:00 [HTML]

Þingmál A478 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1119 - Komudagur: 2023-12-08 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A481 (fjáraukalög 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 529 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-13 23:48:00 [HTML]
Þingræður:
32. þingfundur - Daði Már Kristófersson - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-15 19:20:42 - [HTML]
32. þingfundur - Daði Már Kristófersson - Ræða hófst: 2023-11-15 19:36:39 - [HTML]
32. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-11-15 19:57:41 - [HTML]
48. þingfundur - Stefán Vagn Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-12 18:33:17 - [HTML]
48. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2023-12-12 19:51:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2023-11-16 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A483 (dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 850 - Komudagur: 2023-11-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 914 - Komudagur: 2023-11-29 - Sendandi: Matvælastofnun[PDF]

Þingmál A492 (endurskoðun á bakvaktafyrirkomulagi ljósmæðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 545 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-11-13 13:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 704 (svar) útbýtt þann 2023-12-11 14:39:00 [HTML]

Þingmál A505 (búvörulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1053 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í landbúnaði[PDF]

Þingmál A507 (kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1005 - Komudagur: 2023-12-04 - Sendandi: Rafbílasamband Íslands[PDF]

Þingmál A509 (húsnæðisstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1138 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A520 (tæknilausnir í heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1584 (svar) útbýtt þann 2024-04-29 16:37:00 [HTML]

Þingmál A521 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Magnús Árni Skjöld Magnússon - Ræða hófst: 2024-01-30 16:24:24 - [HTML]

Þingmál A537 (sértækur húsnæðisstuðningur vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-27 15:18:00 [HTML]

Þingmál A541 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 795 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-12-14 20:22:00 [HTML]
Þingræður:
40. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-29 19:32:13 - [HTML]
51. þingfundur - Óli Björn Kárason (Nefnd) - Ræða hófst: 2023-12-15 15:20:18 - [HTML]
51. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2023-12-15 16:16:42 - [HTML]
51. þingfundur - Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir - Ræða hófst: 2023-12-15 16:45:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1061 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 1102 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Alcoa Fjarðarál sf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1212 - Komudagur: 2023-12-13 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 1213 - Komudagur: 2023-12-13 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2023-12-14 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 1225 - Komudagur: 2023-12-14 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A543 (viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 639 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-28 18:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 823 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-12-15 19:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 846 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-12-16 18:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 856 (lög í heild) útbýtt þann 2023-12-16 18:31:00 [HTML]
Þingræður:
40. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-29 17:09:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1078 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1079 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: PCC BakkiSilicon hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1101 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök verslunar og þjónustu og Viðskiptaráð Íslands.[PDF]
Dagbókarnúmer 1145 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1223 - Komudagur: 2023-12-14 - Sendandi: PCC BakkiSilicon hf.[PDF]

Þingmál A547 (breytingar á alþjóðaheilbrigðisreglugerðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 646 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-12-04 14:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1055 (svar) útbýtt þann 2024-02-15 13:10:00 [HTML]

Þingmál A550 (handtaka og afhending íslenskra ríkisborgara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 863 (svar) útbýtt þann 2024-01-22 14:30:00 [HTML]

Þingmál A581 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-12-14 16:33:00 [HTML]
Þingræður:
82. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-03-07 15:01:09 - [HTML]
82. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-03-07 16:16:47 - [HTML]

Þingmál A584 (framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024--2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1272 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-03-19 13:24:00 [HTML]
Þingræður:
88. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2024-03-19 15:06:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1367 - Komudagur: 2024-02-05 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A585 (Umhverfis- og orkustofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 817 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-12-15 16:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2114 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-06-22 21:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2134 (lög í heild) útbýtt þann 2024-06-22 23:58:00 [HTML]
Þingræður:
57. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-01-23 15:19:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1406 - Komudagur: 2024-02-13 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1831 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A605 (innviðir og þjóðaröryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1073 (svar) útbýtt þann 2024-02-19 14:34:00 [HTML]

Þingmál A607 (viðvera herliðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1167 (svar) útbýtt þann 2024-03-06 15:52:00 [HTML]

Þingmál A617 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1347 - Komudagur: 2024-01-29 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A618 (sértækur húsnæðisstuðningur vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 924 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-01-24 13:09:00 [HTML]

Þingmál A619 (,,Gullhúðun" við innleiðingu EES-gerða frá árinu 2010 til 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 925 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-24 17:13:00 [HTML]
Þingræður:
85. þingfundur - Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-12 15:39:18 - [HTML]
85. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-12 16:19:50 - [HTML]

Þingmál A624 (höfundalög)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-21 16:51:13 - [HTML]

Þingmál A625 (norrænt samstarf 2023)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2024-02-01 13:08:58 - [HTML]

Þingmál A626 (fjáraukalög 2024)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-07 17:24:38 - [HTML]

Þingmál A635 (bókun 35 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 948 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-30 13:36:00 [HTML]
Þingræður:
72. þingfundur - Bjarni Benediktsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-13 16:38:46 - [HTML]
72. þingfundur - Bjarni Jónsson - Ræða hófst: 2024-02-13 18:06:49 - [HTML]

Þingmál A662 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 991 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-05 14:43:00 [HTML]

Þingmál A668 (fjárfestingarátak í fjáraukalögum fyrir árið 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1000 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-02-05 17:55:00 [HTML]

Þingmál A688 (varðveisla íslenskra danslistaverka)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Magnús Árni Skjöld Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-21 16:40:23 - [HTML]

Þingmál A690 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2024-04-24 19:08:36 - [HTML]

Þingmál A691 (meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1522 - Komudagur: 2024-02-20 - Sendandi: Lögreglustjórinn á Suðurnesjum[PDF]

Þingmál A693 (útvistunarstefna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1035 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-02-12 14:47:00 [HTML]

Þingmál A694 (endurskoðun á rekstrarumhverfi fjölmiðla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1036 (frumvarp) útbýtt þann 2024-02-13 15:50:00 [HTML]

Þingmál A704 (kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1053 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1518 - Komudagur: 2024-02-20 - Sendandi: Búmenn hsf.[PDF]

Þingmál A705 (slit ógjaldfærra opinberra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1054 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1764 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-01 17:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1777 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-03 15:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1966 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-20 17:54:00 [HTML]
Þingræður:
82. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-07 16:30:31 - [HTML]
82. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-07 16:38:53 - [HTML]
82. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-07 16:43:34 - [HTML]
82. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-03-07 16:48:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1891 - Komudagur: 2024-04-02 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða[PDF]
Dagbókarnúmer 1894 - Komudagur: 2024-04-02 - Sendandi: Lánasjóður sveitarfélaga ohf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1902 - Komudagur: 2024-04-03 - Sendandi: Logos slf[PDF]
Dagbókarnúmer 1903 - Komudagur: 2024-04-03 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 1982 - Komudagur: 2024-04-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A707 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1058 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML]

Þingmál A717 (fjáraukalög 2024)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-02-22 18:19:12 - [HTML]
77. þingfundur - Stefán Vagn Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-22 18:33:01 - [HTML]

Þingmál A718 (sjúklingatrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1710 - Komudagur: 2024-03-12 - Sendandi: Ríkislögmaður[PDF]

Þingmál A722 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2024-05-17 13:34:00 - [HTML]
114. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2024-05-17 14:02:14 - [HTML]
122. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-13 12:05:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1777 - Komudagur: 2024-03-20 - Sendandi: Claudia & Partners Legal Services[PDF]
Dagbókarnúmer 2651 - Komudagur: 2024-05-29 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]

Þingmál A726 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-20 16:12:00 [HTML]

Þingmál A728 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1731 - Komudagur: 2024-03-19 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 1746 - Komudagur: 2024-03-19 - Sendandi: Halldór Sigurður Guðmundsson[PDF]

Þingmál A737 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-22 10:19:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1956 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-20 14:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2022 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-21 17:10:00 [HTML]
Þingræður:
80. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-05 15:36:19 - [HTML]
80. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-05 15:57:18 - [HTML]
80. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-05 16:47:01 - [HTML]
80. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-03-05 16:51:36 - [HTML]
80. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2024-03-05 17:07:02 - [HTML]
129. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-22 01:51:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1754 - Komudagur: 2024-03-20 - Sendandi: Helgi Þórsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1791 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 1792 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 2315 - Komudagur: 2024-05-07 - Sendandi: Forsætisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2440 - Komudagur: 2024-05-13 - Sendandi: Sif Konráðsdóttir[PDF]

Þingmál A771 (dánaraðstoð)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-07 13:24:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1823 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A830 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1247 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-18 14:52:00
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2047 - Komudagur: 2024-04-16 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A864 (breyting á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2015 - Komudagur: 2024-04-15 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 2019 - Komudagur: 2024-04-15 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök[PDF]

Þingmál A867 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-19 19:22:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1931 - Komudagur: 2024-04-05 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 1957 - Komudagur: 2024-04-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A881 (Þjóðarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1318 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-22 13:35:00 [HTML]
Þingræður:
108. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-05-07 17:04:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2645 - Komudagur: 2024-05-29 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A893 (tölfræði um tekjur fólks eftir þjóðerni, eignir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1332 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-03-22 11:11:00 [HTML]

Þingmál A898 (breytingar á ýmsum lögum vegna eftirlits og leyfisveitinga Orkustofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1337 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:00:00
Þingskjal nr. 1898 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-06-13 12:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1968 (lög í heild) útbýtt þann 2024-06-20 17:07:00 [HTML]
Þingræður:
96. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-16 21:44:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2296 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Samorka[PDF]

Þingmál A899 (stefna stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1338 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-03-27 14:00:00

Þingmál A900 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1339 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:00:00
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2838 - Komudagur: 2024-06-19 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A903 (skráð trúfélög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-24 16:14:54 - [HTML]

Þingmál A904 (sjúkraskrár og landlæknir og lýðheilsa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1349 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML]
Þingræður:
124. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-18 18:30:51 - [HTML]

Þingmál A906 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1802 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-05 15:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2159 - Komudagur: 2024-04-30 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A908 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-11 18:23:48 - [HTML]
94. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-11 18:27:06 - [HTML]

Þingmál A912 (frjálst flæði ópersónugreinanlegra gagna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1357 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML]

Þingmál A919 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1364 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML]

Þingmál A920 (ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hf.)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-16 14:33:40 - [HTML]
96. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-16 14:36:24 - [HTML]
96. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2024-04-16 14:54:59 - [HTML]
96. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-16 15:13:23 - [HTML]
96. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-16 17:03:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1889 - Komudagur: 2024-04-02 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði[PDF]
Dagbókarnúmer 2208 - Komudagur: 2024-05-02 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2496 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A922 (réttindagæsla fyrir fatlað fólk)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2121 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A925 (lögræðislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1370 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML]
Þingræður:
108. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-05-07 18:18:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2627 - Komudagur: 2024-05-27 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 2638 - Komudagur: 2024-05-27 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands[PDF]

Þingmál A930 (lagareldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML]
Þingræður:
101. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-23 15:24:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Víðir Smári Petersen[PDF]
Dagbókarnúmer 2327 - Komudagur: 2024-05-07 - Sendandi: RATEL[PDF]
Dagbókarnúmer 2457 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna[PDF]
Dagbókarnúmer 2462 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Landsamband veiðifélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 2487 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 2497 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Veiðifélag Laxár á Ásum[PDF]
Dagbókarnúmer 2602 - Komudagur: 2024-05-23 - Sendandi: VÁ! - Félag um vernd fjarðar[PDF]
Dagbókarnúmer 2820 - Komudagur: 2024-06-12 - Sendandi: VÁ! - Félag um vernd fjarðar[PDF]

Þingmál A934 (námsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1381 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML]

Þingmál A935 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2024-04-15 18:20:50 - [HTML]

Þingmál A936 (sviðslistir)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Berglind Ósk Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-23 20:39:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2319 - Komudagur: 2024-05-07 - Sendandi: Íslenska óperan ses.[PDF]

Þingmál A937 (listamannalaun)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-04-23 21:55:52 - [HTML]

Þingmál A941 (efling og uppbygging sögustaða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2450 - Komudagur: 2024-05-13 - Sendandi: Hólmfríður Sveinsdóttir[PDF]

Þingmál A942 (Orkusjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2096 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-22 17:32:00 [HTML]
Þingræður:
96. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-16 22:06:33 - [HTML]
96. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-16 22:12:48 - [HTML]
96. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2024-04-16 22:58:15 - [HTML]
97. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-17 16:27:38 - [HTML]

Þingmál A958 (dómur Mannréttindadómstóls Evrópu nr. 53600/20)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1420 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-04-10 17:22:00 [HTML]

Þingmál A966 (skrifleg svör ráðherra við fyrirspurnum frá alþingismönnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1715 (svar) útbýtt þann 2024-06-01 17:15:00 [HTML]

Þingmál A974 (fjárfestingarátak í fjáraukalögum fyrir árið 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1437 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-04-11 14:55:00 [HTML]

Þingmál A1021 (tölfræði um tekjur fólks eftir þjóðerni, eignir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1486 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-04-15 14:47:00 [HTML]

Þingmál A1035 (fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1831 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-10 14:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1894 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-14 13:28:00 [HTML]
Þingræður:
98. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2024-04-18 11:36:48 - [HTML]
98. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2024-04-18 11:39:06 - [HTML]
98. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-04-18 13:58:37 - [HTML]
99. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-19 11:16:31 - [HTML]
100. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2024-04-22 18:31:05 - [HTML]
100. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-22 20:52:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2270 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 2310 - Komudagur: 2024-05-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 2386 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök[PDF]
Dagbókarnúmer 2400 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök[PDF]
Dagbókarnúmer 2573 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Dómstólasýslan[PDF]

Þingmál A1036 (ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1505 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-04-15 14:48:00 [HTML]

Þingmál A1038 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-17 17:28:31 - [HTML]

Þingmál A1047 (slátrun húsdýra og þjónusta erlendra sérfræðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1714 (svar) útbýtt þann 2024-05-17 16:39:00 [HTML]

Þingmál A1048 (gagnkvæm réttaraðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1527 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-04-17 18:09:00 [HTML]

Þingmál A1075 (húsnæðisbætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2407 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A1077 (markaðssetningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1573 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-23 14:54:00 [HTML]

Þingmál A1078 (fjáraukalög 2024)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2545 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A1102 (sendiráð eða sendiskrifstofa á Spáni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1912 (svar) útbýtt þann 2024-07-05 10:41:00 [HTML]

Þingmál A1105 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1657 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-05-08 14:52:00 [HTML]

Þingmál A1127 (ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1756 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-06-01 17:18:00 [HTML]

Þingmál A1130 (breyting á ýmsum lögum um framhald á stuðningsaðgerðum vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2718 - Komudagur: 2024-06-05 - Sendandi: Atvinnuteymi Grindavíkurbæjar[PDF]
Dagbókarnúmer 2719 - Komudagur: 2024-06-05 - Sendandi: Atvinnuteymi Grindavíkurbæjar[PDF]

Þingmál A1131 (Afurðasjóður Grindavíkurbæjar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1775 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-06-01 17:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1857 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-12 19:58:00 [HTML]

Þingmál A1160 (breyting á ýmsum lögum vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1914 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-06-18 21:34:00
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2839 - Komudagur: 2024-06-19 - Sendandi: Dómarafélag Íslands[PDF]

Þingmál A1180 (hreinsun Heiðarfjalls)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1957 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-06-20 14:54:00 [HTML]

Þingmál B162 (Ráðstöfun söluágóða af ríkiseignum til fjárfestinga í mikilvægum innviðum)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2023-10-09 16:40:59 - [HTML]

Þingmál B168 ()[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2023-10-10 14:38:41 - [HTML]

Þingmál B235 ()[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2023-10-25 15:16:47 - [HTML]

Þingmál B245 (Málefni aldraðra)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-10-26 13:12:23 - [HTML]

Þingmál B317 ()[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2023-11-15 15:22:46 - [HTML]

Þingmál B359 (áhrif breytinga á alþjóðaheilbrigðisreglugerðinni á regluverk á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2023-11-27 15:31:22 - [HTML]

Þingmál B362 (Riða)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-11-27 16:17:44 - [HTML]

Þingmál B372 ()[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2023-11-28 13:55:57 - [HTML]
39. þingfundur - Berglind Harpa Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2023-11-28 13:58:13 - [HTML]

Þingmál B373 ()[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Jódís Skúladóttir - Ræða hófst: 2023-11-28 15:53:18 - [HTML]

Þingmál B442 (hækkun framlaga til baráttu gegn fíknisjúkdómum)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2023-12-11 15:10:18 - [HTML]

Þingmál B680 (brottvísun fólks úr landi og eftirlit með landamærum)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2024-02-19 15:40:49 - [HTML]

Þingmál B684 ()[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2024-02-20 13:43:28 - [HTML]

Þingmál B685 ()[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-21 15:28:19 - [HTML]

Þingmál B734 ()[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2024-03-06 15:32:32 - [HTML]

Þingmál B764 ()[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-12 13:48:58 - [HTML]

Þingmál B773 (eigendastefna ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2024-03-18 15:39:43 - [HTML]

Þingmál B855 ()[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2024-04-16 14:26:25 - [HTML]

Þingmál B862 ()[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2024-04-16 13:33:51 - [HTML]
96. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-04-16 13:38:04 - [HTML]

Þingmál B907 (viðbrögð við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-24 15:03:11 - [HTML]
102. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2024-04-24 15:05:34 - [HTML]
102. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-24 15:07:50 - [HTML]

Þingmál B1078 (forvarnir og lýðheilsa þegar horft er til aukins aðgengis að áfengi)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2024-06-11 14:42:42 - [HTML]

Þingmál B1081 ()[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2024-06-12 20:20:26 - [HTML]
121. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2024-06-12 20:36:44 - [HTML]