Úrlausnir.is


Merkimiði - Lögfestingar

RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (769)
Dómasafn Hæstaréttar (198)
Umboðsmaður Alþingis (344)
Stjórnartíðindi (175)
Dómasafn Félagsdóms (29)
Dómasafn Landsyfirréttar (12)
Alþingistíðindi (3024)
Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis (157)
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (5749)
Alþingi (11199)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1933:101

Hrd. 1935:40 nr. 115/1934 [PDF]

Hrd. 1936:236 nr. 30/1935 (Jóhannes EA - Filippus EA - Veðbréfur eða veðréttur) [PDF]

Hrd. 1938:484 nr. 10/1938 [PDF]

Hrd. 1938:704 nr. 45/1937 [PDF]

Hrd. 1946:449 nr. 80/1943 [PDF]

Hrd. 1947:523 nr. 42/1947 [PDF]

Hrd. 1950:212 nr. 57/1949 [PDF]

Hrd. 1952:434 nr. 80/1952 (Stóreignaskattur) [PDF]

Hrd. 1953:113 nr. 6/1952 [PDF]

Hrd. 1955:481 nr. 94/1955 [PDF]

Hrd. 1955:691 nr. 20/1955 (Laxagata - Grunnleigusamningur) [PDF]
Leiguverð var miðað við fasteignamat. Þegar samningurinn var gerður fór fasteignamatið fram á 10 ára fresti. Hins vegar verður lagabreyting sem var óhagfelld fyrir landeigandann með því að kveða á um að fasteignamatið færi fram á 20 ára fresti og sett hámarksupphæð sem miða mætti við í matinu.

Hæstiréttur féllst á breytingu á samningnum þar sem forsendurnar voru svo veigamiklar og að gera ætti mat á 10 ára fresti eftir hvert fasteignamat af dómkvöddum mönnum.
Hrd. 1959:122 nr. 51/1958 [PDF]

Hrd. 1959:671 nr. 141/1958 (Flugeldar í bifreið) [PDF]
Farþegi hélt á flugeldum og varð fyrir líkamstjóni. Synjað var kröfunni þar sem tjónið var ekki vegna notkun bifreiðarinnar.
Hrd. 1967:916 nr. 84/1966 (Reyðarvatn) [PDF]

Hrd. 1969:153 nr. 11/1969 (Eignaauki) [PDF]
Framteljandi hafði á skattframtölum sínum árin 1966 og 1967 talið fram verðmæti eigin vinnu við byggingaframkvæmdir skattárin fyrir 1965 og 1966. Framteljandinn taldi þá vinnu vera skattfrjálsa á grundvelli ákvæðis í skattalögum um að tekjur teldust ekki til eignaauka sem stafa af aukavinnu, sem einstaklingar leggja fram utan reglulegs vinnutíma við byggingu íbúða til eigin nota og að sú ívilnun félli burt að því leyti sem vinnan kunni að fást endurgreidd með söluhagnaði af íbúðinni.

Í reglugerð sem sett var á grundvelli laganna sagði hins vegar þetta: „Nú á maður íbúð og byggir sér aðra stærri til eigin nota, skal þá telja þann hluta eigin aukavinnu hans við nýju íbúðina skattfrjálsan, sem svarar til stærðarmunarins, miðað við rúmmetrafjölda.“

Hæstiréttur taldi að þar sem ekki kæmi í lögunum fram að það myndi skerða ívilnunina að skattþegn hafi áður átt íbúðarhúsnæði, hafi fjármálaráðherra ekki öðlast heimild til þess að skerða ívilnunina enn frekar.
Hrd. 1970:977 nr. 195/1970 [PDF]

Hrd. 1971:1137 nr. 193/1970 (Reyðarvatn) [PDF]

Hrd. 1975:55 nr. 65/1971 (Arnarvatnsheiði) [PDF]
SÓ seldi hluta Arnarvatnsheiðar árið 1880 en áskildi að hann og erfingjar hans, sem kunni að búa á tilteknu nánar afmörkuðu svæði, að hefðu rétt til eggjatöku og silungsveiði í því landi fyrir sig og sína erfingja. Kaupendurnir skiptu síðan landinu upp í tvo hluta og seldu síðan hlutana árið 1884 til tveggja nafngreindra hreppa. Löngu síðar fóru aðrir að veiða silunga á svæðinu og var þá deilt um hvort túlka mætti það afsal er fylgdi jörðinni árið 1880 á þann veg að erfingjarnir hefðu einkarétt á þessum veiðum eða deildu þeim réttindum með eigendum jarðarinnar hverju sinni.

Hæstiréttur vísaði til þess að það væri „forn og ný réttarregla, að landeigandi eigi fiskveiði í vötnum á landi sínu, [...] þá var rík ástæða til þess, að [SÓ] kvæði afdráttarlaust að orði, ef ætlun hans var sú, að enginn réttur til silungsveiði í vötnum á hinu selda landi fylgdi með við sölu þess“. Ákvæðin um þennan áskilnað voru talin óskýr að þessu leyti og litið til mótmæla hreppsbænda á tilteknum manntalsþingum sem merki þess að bændurnir hafi ekki litið þannig á ákvæðin að allur silungsrétturinn hafi verið undanskilinn sölunni. Þar að auki höfðu fylgt dómsmálinu ýmis vottorð manna er bjuggu í nágrenninu að þeir hefðu stundað silungsveiði á landinu án sérstaks leyfis niðja [SÓ]s.
Hrd. 1976:232 nr. 126/1974 [PDF]

Hrd. 1976:1105 nr. 169/1974 (Garðakot) [PDF]

Hrd. 1978:379 nr. 88/1975 [PDF]

Hrd. 1978:447 nr. 50/1978 [PDF]

Hrd. 1978:893 nr. 32/1976 (Óvígð sambúð - Vinnuframlag á heimili - Ráðskonulaun V) [PDF]

Hrd. 1978:1283 nr. 55/1977 [PDF]

Hrd. 1979:1157 nr. 173/1978 (Umgengnisréttur eftir óvígða sambúð) [PDF]

Hrd. 1980:2 nr. 17/1979 (Verslunarráð Íslands) [PDF]

Hrd. 1980:920 nr. 99/1978 (Leirvogstunga) [PDF]

Hrd. 1980:1409 nr. 90/1980 (Sérdómstóll) [PDF]

Hrd. 1980:1426 nr. 209/1977 [PDF]

Hrd. 1981:182 nr. 33/1978 (Mývatnsbotn) [PDF]
Greint var á um eignarhald á botni Mývatns og önnur verðmæti á botni Mývatns utan netlaga, og kröfðust landeigendur þeirra landa er lágu að Mývatni að þau teldust óskipt sameign þeirra allra. Fyrir héraði hófst málið með stefnu í júlímánuði 1974 sem að endingu varð að áðurgreindri kröfu. Ríkið höfðaði gagnsök sama mánuð sem að endingu varð sambærileg þeirra sem landeigendurnir gerðu, nema eignarhaldið færi til sín. Aukadómþing Þingeyjarsýslu dæmdi ríkinu í vil með gagnályktun á 1. tölul. 4. gr. vatnalaga nr. 15/1923 þar sem hinum málsaðilunum tókst ekki að sýna fram á að eignarrétturinn að Mývatnsbotni utan netlaga hefði stofnast með lögum eða með öðrum viðurkenndum hætti. Taldi hann í ljósi þessa að ríkið teldist réttmætur eigandi umrædds svæðis.

Fyrir Hæstarétti var málinu vísað frá héraði hvað varðaði kröfur tveggja ábúenda þar sem jarðirnar voru í ríkiseigu, sökum þess að það væri andstætt meginreglum réttarfars um aðild að aðili hafi uppi kröfur gegn sjálfum sér. Litið var svo á að frávísun þeirra krafna leiddi ekki til frávísun málsins í heild.

Hæstiréttur leit svo á að fyrir gildistöku vatnalaganna hafi engin lagaákvæði kveðið beinlínis á um eignarrétt yfir botnum stöðuvatna. Í málinu höfðu áfrýjendur ekki getað sýnt fram á að eignarréttur hafi myndast með öðrum hætti yfir botni Mývatns utan netlaga er leiddi til skerðingar eignarréttinda með 4. gr. vatnalaganna. Var ríkið því sýknað af þeirri kröfu áfrýjenda.

Hvað kröfu ríkisins varðaði vísaði Hæstiréttur til þess að 4. gr. vatnalaganna kvað heldur ekki um að ríkið teldist eigandi Mývatnsbotns utan netlaga né þeirra verðmæta sem tilheyrðu því svæði. Aukinheldur hafi ríkið heldur ekki sýnt fram á í málinu að það hafi stofnað til eignarréttarins með öðrum hætti. Voru landeigendurnir því einnig sýknaðir af kröfum ríkisins. Hins vegar kom fram að handhafar ríkisvalds gætu í skjóli valdheimilda sinna ráðið meðferð og nýtingu botns Mývatns og botnsverðmæta utan netlaga.
Hrd. 1981:416 nr. 97/1979 (Fálkagata) [PDF]

Hrd. 1981:1138 nr. 191/1981 [PDF]

Hrd. 1981:1584 nr. 199/1978 (Landmannaafréttardómur síðari) [PDF]
Íslenska ríkið hóf mál fyrir aukadómþingi Rangárvallasýslu árið 1975 með eignardómsstefnu þar sem krafist var viðurkenningar á beinum eignarrétti ríkisins á Landmannaafrétti. Tilefnið var ágreiningur um réttarstöðu afréttanna vegna virkjanaframkvæmda hins opinbera við Tungnaá og Þórisvatn. Ríkið taldi sig ávallt hafa átt svæðið án þess að formleg staðfesting hafi verið á þeim rétti, en tók þó fram að það viðurkenndi þegar áunninn upprekstrarréttindi og önnur afréttarnot annarra aðila reist á lögum og venjum.

Meiri hluti aukadómþingsins féllst á kröfu íslenska ríkisins. Sératkvæði eins dómandans hljóðaði upp á sýknu af þeirri kröfu.

Meiri hluti Hæstaréttar taldi að málsvörn áfrýjenda um að þeir ættu landið en ekki ríkið hefði þegar verið tekin fyrir og dæmd í öðru máli málsaðilanna, hrd. Landmannaafréttur I. Enginn áfrýjenda gat sýnt fram á að þeir hafi haft neinn rýmri rétt til afréttanna en málsaðilar téðs máls Hæstaréttar. Annar málatilbúnaður og gögn var síðan ekki sinnt ýmist vegna vanreifunar eða vegna óskýrleika.

Þrátt fyrir þetta taldi meiri hlutinn sig bæran til að leysa úr viðurkenningarkröfu ríkisins um að það ætti beinan eignarrétt á Landmannaafrétti. Gat hann þess að Alþingi hafi ekki sett lög um þetta efni sem hefði verið eðlileg leið. Meiri hlutinn féllst ekki á þann málatilbúnað að íslenska ríkið hafi átt svæðið frá stofnun allsherjarríkisins né að beinn eignarréttur hafi stofnast með lögum eða öðrum hætti eins og eignarhefð. Tilvísanir íslenska ríkisins í námulög, vatnalög og eldri lög um nýbýli voru ekki talin duga að þessu leyti. Meiri hlutinn taldi að bærir handhafar ríkisvalds gætu sett reglur í skjóli valdheimilda sinna um meðferð og nýtingu landsvæðisins. Með hliðsjón af þessu taldi meirihlutinn að ekki væri unnt að taka kröfu íslenska ríkisins til greina.

Sératkvæði tveggja manna minni hluta Hæstaréttar voru um hið andstæða á þeim forsendum að í meginatriðum um þegar hefði verið leyst úr þeim hluta málsins fyrir Hæstarétti er varðaði veiðirétt og vatnsföll á sama svæði af hálfu sömu aðila, án þess að málatilbúnaðurinn hafi verið til þess fallinn að aðgreina það fordæmi né lögð fram ný gögn er gæfu tilefni til annarrar niðurstöðu.

Hrd. 1982:428 nr. 150/1978 [PDF]

Hrd. 1982:437 nr. 117/1979 [PDF]

Hrd. 1982:836 nr. 214/1977 (Farþegi gegn gjaldi - Bílslys í Þjórsárdal) [PDF]

Hrd. 1983:421 nr. 171/1980 [PDF]

Hrd. 1983:574 nr. 54/1981 (Nýr ráðningarsamningur ríkisstarfsmanns) [PDF]

Hrd. 1983:1894 nr. 190/1981 [PDF]

Hrd. 1983:2187 nr. 129/1981 [PDF]

Hrd. 1984:875 nr. 124/1982 [PDF]

Hrd. 1984:1057 nr. 209/1982 [PDF]

Hrd. 1985:75 nr. 234/1982 [PDF]

Hrd. 1985:479 nr. 124/1984 [PDF]

Hrd. 1985:1360 nr. 138/1984 [PDF]

Hrd. 1985:1380 nr. 177/1985 [PDF]

Hrd. 1985:1389 nr. 38/1984 [PDF]

Hrd. 1986:706 nr. 133/1984 (Hlunnindaskattur Haffjarðarár - Utansveitarmenn) [PDF]

Hrd. 1986:1095 nr. 99/1985 [PDF]

Hrd. 1986:1396 nr. 98/1985 [PDF]

Hrd. 1986:1473 nr. 18/1985 [PDF]

Hrd. 1987:384 nr. 67/1987 (Innsetning í umráð barna) [PDF]

Hrd. 1987:788 nr. 199/1985 [PDF]

Hrd. 1987:972 nr. 12/1986 (Kjarnaborvél) [PDF]

Hrd. 1987:1008 nr. 271/1985 (Samsköttun) [PDF]

Hrd. 1987:1263 nr. 229/1986 (Lyfjapróf Jóns Páls) [PDF]

Hrd. 1987:1444 nr. 49/1986 (Byggingafræðingur) [PDF]

Hrd. 1987:1735 nr. 331/1987 (Hafskip) [PDF]

Hrd. 1988:742 nr. 321/1986 [PDF]

Hrd. 1988:1130 nr. 4/1987 [PDF]

Hrd. 1988:1532 nr. 239/1987 (Framadómur) [PDF]
Í reglugerð var kveðið á um það skilyrði fyrir atvinnuleyfi að bifreiðastjóri yrði að vera í Bifreiðastjórafélaginu Frama. Bifreiðarstjórinn fékk atvinnuleyfi árið 1984 og skuldbatt sig til að fylgja ákvæðum reglugerðarinnar í einu og öllu. Árið eftir hætti hann að greiða félagsgjöldin og taldi sig vera óskylt að vera í félaginu. Umsjónarnefnd leigubifreiða innkallaði atvinnuleyfið að ósk félagsins og staðfesti ráðherra þá ákvörðun. Bifreiðarstjórinn höfðaði mál til ógildingar á þeirri ákvörðun.

Í lögunum, sem reglugerðin byggði á, var ekki mælt fyrir um skyldu atvinnuleyfishafa til að vera í stéttarfélagi eða einungis megi veita atvinnuleyfi til þeirra sem væru í stéttarfélagi bifreiðastjóra. Hæstiréttur taldi að ákvæði stjórnarskrár um atvinnufrelsi kvæði á um að lagaboð þyrfti til að leggja bönd á atvinnufrelsi manna og vísaði þá í sett lög frá Alþingi, og þar af leiðandi dygðu reglugerðarákvæðin ekki ein og sér. Taldi dómurinn því að óheimilt hafi verið að svipta bifreiðarstjórann atvinnuleyfinu á þeim forsendum.
Hrd. 1988:1689 nr. 412/1988 [PDF]

Hrd. 1989:28 nr. 5/1989 (Ríkisendurskoðun) [PDF]
Ríkisendurskoðun hafði krafist aðgangs að sjúkraskýrslum ákveðins tímabils í því skyni að sannreyna hvort gjaldskrárreikningar sem nafngreindur heimilislæknir hafði gert og fengið greitt fyrir ættu stoð í skýrslunum. Eingöngu trúnaðarlæknir stofnunarinnar fengi að kynna sér efni skýrslnanna en ekki aðrir starfsmenn stofnunarinnar. Í málinu var vísað til almenns ákvæðis í lögum þar sem stofnunin hefði fengið víðtækar heimildir til þess að kanna gögn er lægju til grundvallar reikningsgerð á hendur ríkinu. Læknirinn mótmælti og krafðist þess að aðgangi stofnunarinnar og trúnaðarlæknisins yrði synjað á grundvelli einkalífsvernd sjúklinganna og leyndarskyldu lækna.

Hæstiréttur taldi í ljósi eðli málsins að aðrir starfsmenn heilbrigðisstofnunarinnar hljóti að hafa vitneskju um gögnin og þar að auki bera reikningarnir með sér að tilteknar aðgerðir hafi verið gerðar. Því væri ekki um að ræða meginbreytingar varðandi leynd gagnanna þó trúnaðarlæknir, sem bundinn væri þagnarskyldu, myndi kynna sér gögnin á vegum Ríkisendurskoðunar að því marki sem krafist var í málinu. Var því lækninum skylt, að mati réttarins, að verða við kröfu Ríkisendurskoðunar um aðgang að gögnunum.

Í ræðu framsögumanns þingnefndar í neðri deild Alþingis, við afgreiðslu frumvarpsins, sagði að viðhorf þingnefndarinnar að til að viðhalda trúnaði við sjúklinga myndi sérstakur trúnaðarlæknir á vegum Ríkisendurskoðunar annast athuganir stofnunarinnar á sjúkragögnum er lægju til grundvallar greiðslum til lækna. Talið er að ræðan hafi haft verulega þýðingu fyrir úrslit málsins í Hæstarétti.
Hrd. 1989:1011 nr. 28/1987 [PDF]

Hrd. 1989:1022 nr. 29/1987 [PDF]

Hrd. 1989:1257 nr. 130/1987 [PDF]

Hrd. 1989:1404 nr. 128/1988 [PDF]

Hrd. 1990:92 nr. 31/1990 (Hæfi héraðsdómara - Gæsluvarðhaldsúrskurður I - Aðskilnaðardómur V) [PDF]

Hrd. 1990:496 nr. 12/1989 (Vélsleði) [PDF]
Tekið var fram í dómnum að raunvirði sleðans var ekki ákveðið hærra vegna greiðsluháttar.
Hrd. 1990:1581 nr. 22/1989 (36 ár, sameignir) [PDF]
M og K höfðu verið í sambúð í 36 ár.
Þau deildu aðallega um skiptingu á tveimur fasteignum, andvirði bifreiðar, bankainnstæðum og verðbréfum. Dómstólar mátu svo að framangreindar eignir skyldu skiptast að jöfnu en tóku þó ekki afstöðu til útlagningar né hvor aðilinn ætti tilkall til þess að leysa einstakar eignir til sín.
Sumar aðrar eignir mat hann svo að annar aðilinn ætti að eiga þær að fullu.
Hrd. 1991:1236 nr. 482/1990 [PDF]

Hrd. 1991:1855 nr. 340/1991 (Ms. Haukur) [PDF]

Hrd. 1992:352 nr. 42/1992 [PDF]

Hrd. 1992:800 nr. 218/1989 [PDF]

Hrd. 1992:1511 nr. 286/1989 (Óttarsstaðir) [PDF]

Hrd. 1992:1531 nr. 498/1991 [PDF]

Hrd. 1992:1545 nr. 485/1991 (Lýsing) [PDF]

Hrd. 1992:1834 nr. 274/1992 [PDF]

Hrd. 1992:1858 nr. 156/1987 (Sæból) [PDF]

Hrd. 1993:259 nr. 135/1990 (Innheimtustarfsemi) [PDF]

Hrd. 1993:826 nr. 141/1993 [PDF]

Hrd. 1993:1073 nr. 87/1993 (Akstur utan vegar) [PDF]

Hrd. 1993:1217 nr. 124/1993 (Leigubílastjóraaldur) [PDF]

Hrd. 1993:1703 nr. 24/1990 [PDF]

Hrd. 1993:2061 nr. 291/1993 (Hrönn hf.) [PDF]

Hrd. 1993:2205 nr. 325/1990 (Brekka) [PDF]

Hrd. 1994:79 nr. 442/1993 (Skinkumál) [PDF]
Deilt var um hvort framleiðsluráð gæti kveðið á um bann við innflutningi á vöru á grundvelli lagaákvæðis sem skyldaði umleitan álits framleiðsluráðs þegar flytja ætti inn landbúnaðarvöru.

Meirihluti Hæstaréttar (4 af 7) túlkaði lagaákvæðið með þeim hætti að verið væri að tryggja rétt framleiðsluráðsins til umsagnar en ekki sjálfstæða heimild til innflutningstakmörkunar á landbúnaðarvörum. Stjórnvaldsákvarðanir ráðherra um synjun á tollafgreiðslu varanna voru því ógiltar.
Hrd. 1994:469 nr. 198/1993 (Flugumferðarstjórar) [PDF]

Hrd. 1994:576 nr. 136/1992 (Söluskattur - Þýsk-íslenska hf. - Starfsstöð innsigluð) [PDF]
Fyrirtæki var í vanskilum á söluskatti og gripu yfirvöld til þess að innsigla starfsstöð þeirra. Það greiddi skuldina fljótt eftir innsiglunina. Hæstiréttur taldi að yfirvöld hefðu átt að bjóða þeim að greiða skuldina áður en gripið yrði til lokunar.
Hrd. 1994:728 nr. 101/1992 [PDF]

Hrd. 1994:758 nr. 10/1994 (Skattfrjáls jöfnunarhlutabréf) [PDF]

Hrd. 1994:1191 nr. 472/1993 [PDF]

Hrd. 1994:1451 nr. 270/1994 (EES-samningur) [PDF]
„[D]ómstólar verða ekki krafðir álits um lögfræðileg efni nema að því leyti, sem nauðsynlegt er til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli.“
Hrd. 1994:1476 nr. 281/1991 (Launaskattur - Atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands) [PDF]
Með lögum var lagður á launaskattur ásamt heimild til að ákveða álagningu launaskatts á atvinnutekjur hjá fyrirtækjum sem flokkuðust undir fiskverkun og iðnað samkvæmt atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands. Þá var sett reglugerð þar sem heimildin var nýtt og með henni var fylgiskjal með hluta af atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands. Síðar var gefin út önnur reglugerð er tók við af hinni fyrri en án birtingar úr atvinnuvegaflokkuninni, og var það heldur ekki gert síðar. Enn síðar voru birt lög þar sem vinnulaun og þóknanir fyrir störf hjá fyrirtækjum sem flokkast undir fiskverkun og iðnað skv. atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands væru undanþegin skattinum.

Blikksmiðameistari kærði áætlun skattstjóra um álögð gjöld sem endaði á stjórnsýslustigi með álagningu 3,5% launaskatts á vinnu við uppsetningu loftræstikerfa á byggingarstað. Taldi meistarinn að verkið væri undanþegið launaskattsskyldu og að fáránlegt væri að álagning þessa skattar færi eftir því hvar hann ynni verkið . Lögtak varð síðan gert í fasteign hans til tryggingar á skuld hans vegna greiðslu þessa skatts.

Meirihluti Hæstaréttar mat það svo að eingöngu hefði verið hægt að byggja á þeim hlutum atvinnuvegaflokkunarinnar sem hafði þá þegar verið birtur, og því var hafnað að líta á hluta hennar sem óbirtur voru við meðferð málsins og ríkið vísaði í til stuðnings máli sínu. Vísaði hann einnig til þess að löggjafinn hefði ætlað að undanþágan næði einvörðungu til þess hluta sem unninn væri á verkstæðum en ekki samsetningar hluta utan þeirra, hefði þurft að taka það skýrt fram við setningu laganna. Með hliðsjón af þessu var ekki gerður greinarmunur á þessum þáttum starfseminnar.
Hrd. 1994:1995 nr. 391/1992 [PDF]

Hrd. 1994:2640 nr. 425/1994 (Sameining sveitarfélaga Helgafellssveit) [PDF]

Hrd. 1995:29 nr. 322/1992 [PDF]

Hrd. 1995:167 nr. 312/1992 (Aðgangur að eldri sjúkraskrám) [PDF]

Hrd. 1995:592 nr. 60/1995 [PDF]

Hrd. 1995:835 nr. 448/1992 [PDF]

Hrd. 1995:856 nr. 369/1992 [PDF]

Hrd. 1995:1287 nr. 139/1995 [PDF]

Hrd. 1995:3094 nr. 401/1995 [PDF]

Hrd. 1995:3149 nr. 342/1995 (Vansvefta skipstjóri - Bjartsmál) [PDF]

Hrd. 1996:159 nr. 223/1994 (Snjóflóð) [PDF]
Starfsmaður Vegagerðarinnar varð fyrir tjóni við snjóruðning. Synjað var um bótaábyrgð Vegagerðarinnar en hins vegar var vátryggingarfyrirtækið látið bera ábyrgð þar sem starfsmaðurinn var að nota ökutækið á þeirri stundu.
Hrd. 1996:405 nr. 135/1995 (Samvinnubankinn) [PDF]

Hrd. 1996:582 nr. 282/1994 (Búseti) [PDF]

Hrd. 1996:1114 nr. 115/1996 [PDF]

Hrd. 1996:1422 nr. 150/1995 [PDF]

Hrd. 1996:1536 nr. 161/1996 [PDF]

Hrd. 1996:2063 nr. 131/1995 (Grensásvegur) [PDF]

Hrd. 1996:2269 nr. 125/1995 (Hrognatunnur) [PDF]

Hrd. 1996:3002 nr. 221/1995 (Fullvirðisréttur og greiðslumark í landbúnaði - Greiðslumark I - Fosshólar) [PDF]

Hrd. 1996:3141 nr. 329/1995 [PDF]

Hrd. 1996:3581 nr. 422/1996 (Vanhæfi héraðsdómara) [PDF]

Hrd. 1996:3920 nr. 270/1996 (Siglufjarðarapótek) [PDF]

Hrd. 1996:4112 nr. 290/1996 (Flugmaður) [PDF]

Hrd. 1996:4260 nr. 427/1995 (Jöfnunargjald á franskar kartöflur) [PDF]
Almenn lagaheimild var til staðar til að hækka jöfnunargjaldið á franskar kartöflur. Gjaldið var svo hækkað úr 40% í 190%. Ekki voru talin vera fyrir hendi réttlætanleg sjónarmið um að hækka gjaldið eins mikið og gert var. Íslenska ríkið gat ekki sýnt fram á að vandi við niðurgreiðslur og erlendir markaðir hafi verið sjónarmið sem íslenska ríkið hafi byggt á við beitingu þeirrar heimildar.
Hrd. 1997:157 nr. 60/1996 [PDF]

Hrd. 1997:385 nr. 3/1997 [PDF]

Hrd. 1997:759 nr. 163/1996 [PDF]

Hrd. 1997:841 nr. 285/1996 [PDF]

Hrd. 1997:1948 nr. 196/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2174 nr. 282/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2563 nr. 42/1997 (Reykhóll) [PDF]

Hrd. 1997:2578 nr. 43/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2918 nr. 432/1996 (Ákvörðun byggingarnefndar - Blómaskáli) [PDF]

Hrd. 1997:3742 nr. 287/1997 [PDF]

Hrd. 1998:374 nr. 7/1998 [PDF]

Hrd. 1998:500 nr. 208/1997 (Barnsburðarleyfi) [PDF]

Hrd. 1998:601 nr. 476/1997 (Möðrufell í Eyjafjarðarsveit - Dalabyggð - Röksemdir ráðuneytis) [PDF]

Hrd. 1998:799 nr. 305/1997 [PDF]

Hrd. 1998:829 nr. 78/1998 (Yfirskattanefnd - Frávísun) [PDF]

Hrd. 1998:1846 nr. 406/1997 (Hlaðmaður) [PDF]

Hrd. 1998:1949 nr. 198/1998 [PDF]

Hrd. 1998:1976 nr. 311/1997 (Breytt mat á örorku - Reikniregla) [PDF]
Sett var ný reikniregla um umreikning. Haldið var því fram að reiknireglan væri gölluð því hún bætti ekki alla starfsorkuskerðingu. Hæstiréttur var ósammála þar sem veita ætti löggjafanum svigrúm til að stilla þetta af.
Hrd. 1998:2002 nr. 312/1997 [PDF]

Hrd. 1998:2021 nr. 389/1997 [PDF]

Hrd. 1998:2270 nr. 218/1998 [PDF]

Hrd. 1998:2286 nr. 213/1998 (Málsmeðferð á rannsóknarstigi) [PDF]

Hrd. 1998:2299 nr. 221/1998 [PDF]

Hrd. 1998:2390 nr. 478/1997 [PDF]

Hrd. 1998:3096 nr. 497/1997 (Iðnlánasjóður - Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins) [PDF]

Hrd. 1998:3115 nr. 333/1997 (Dönsk skaðabótalög) [PDF]

Hrd. 1998:3259 nr. 242/1997 (Notaðir vélsleðar) [PDF]

Hrd. 1998:3599 nr. 46/1998 (Héraðsdýralæknir) [PDF]

Hrd. 1998:3682 nr. 53/1998 (Slökkviliðsmenn) [PDF]

Hrd. 1998:3781 nr. 93/1998 (Viðbótarálagning) [PDF]

Hrd. 1998:4328 nr. 147/1998 [PDF]

Hrd. 1998:4406 nr. 166/1998 (Iðnaðarmálagjald) [PDF]

Hrd. 1999:262 nr. 241/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:390 nr. 177/1998 (Blindur nemandi við HÍ)[HTML] [PDF]
Blindur nemandi sótti um og fékk inngöngu í HÍ. Síðar hrökklaðist nemandinn úr námi vegna skorts á aðgengi að kennsluefni sem hann gæti nýtt sér. Hæstiréttur túlkaði skyldur HÍ gagnvart nemandanum í ljósi ákvæða MSE um jafnræði og réttar til menntunar.
Hrd. 1999:781 nr. 415/1998 (Áfengisauglýsingar - Egils Sterkur)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:942 nr. 139/1997 (Rithandarrannsókn ekki afgerandi, litið til annarra atvika)[HTML] [PDF]
Reynt var að sýna fram á fölsun rithandar með rannsókn.

Einstaklingur hafði fengið námslán og fengið skuldabréf. Haldið því fram að undirritunin á skuldabréfinu hefði verið fölsuð. Rannsóknin benti ekki nægileg líking væri fyrir því að um fölsun hefði verið að ræða, en heldur ekki í hina áttina. Að endingu var greiðsluskyldan staðfest.
Hrd. 1999:1080 nr. 254/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1096 nr. 255/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1112 nr. 256/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1270 nr. 482/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1298 nr. 388/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2767 nr. 36/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2777 nr. 40/1999 (Krýsuvík og Stóri Nýibær)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2794 nr. 450/1998 (Kolbeinsstaðarhreppur)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2809 nr. 451/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3132 nr. 239/1999 (Kynfaðernismál)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3386 nr. 65/1999 (Good Morning America)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3679 nr. 409/1999 (Fimleikahús ÍR - Kaþólska biskupsdæmið)[HTML] [PDF]
ÍR leigði lóð af kaþólska biskupsdæminu á Íslandi árið 1930 til nota fyrir íþróttahús. Leigusamningurinn átti að renna út árið 1964 og var í honum ákvæði að eftir lok leigutímans skyldi leigutakinn fjarlægja húsið af lóðinni og skila henni vel frágenginni nema leigusamningurinn yrði framlengdur. Þá kom fram að leigusalinn hefði áskilið sér rétt til að kaupa húsið af leigjandanum við lok leigusamningsins. Þegar samningurinn rann svo út var húsið ekki fjarlægt, lóðinni ekki skilað, og biskupsdæmið nýtti heldur ekki kauprétt sinn í húsinu.

ÍR byggði á því að félagið ætti lóðina á grundvelli hefðunar þar sem biskupsdæmið hefði fyrst gert kröfu um endurheimt á umráðum lóðarinnar árið 1987. Hins vegar var lagt fyrir dóm bréf sem ÍR hafði sent til sveitarfélags árið 1970 þar sem því var boðið að kaupa húsið, en viðurkenndu í sama bréfi eignarhald biskupsdæmisins á lóðinni. Hæstiréttur taldi að með þeirri viðurkenningu hefði ÍR viðurkennt að félagið nyti einungis afnotaréttar af lóðinni og hefði því ekki getað áunnið sér eignarhefð á lóðinni.
Hrd. 1999:3704 nr. 265/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3750 nr. 156/1999 (Skattaupplýsingar)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3799 nr. 114/1999 (MS-félagið)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3944 nr. 432/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4177 nr. 427/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4181 nr. 428/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4208 nr. 271/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4234 nr. 223/1999 (Niðurlagning stöðu - Ótímabundinn starfsmaður hjá RÚV - Biðlaun)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4769 nr. 195/1999 (Lífeyrissjóður sjómanna - Kjartan Ásmundsson)[HTML] [PDF]
Á sumum prófum hefur verið ranglega vísað til ártals dómsins sem 1994.

K var stýrimaður á skipi árið 1978 þegar hann varð fyrir slysi við sjómennsku. Hann fékk 100% örorkumat er kom að fyrri störfum. Varanleg almenn örorka var metin sem 25%.

Á þeim tíma sem slysið var voru viðmið örorku á þann veg að hún var metin með hliðsjón af því starfi sem viðkomandi gegndi á þeim tíma. Árið 1992 voru sett lög sem breyttu því mati þannig að eingöngu væri byggt á hæfi til almennra starfa og til að eiga rétt á greiðslum frá L yrði almenna örorkan að vera a.m.k. 35%. Við þessa breytingu missti K rétt sinn til greiðslu lífeyris úr sjóðum L.

Í málinu hélt K því fram að lífeyrisréttur sinn nyti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og þyrfti að byggja á skýrri lagaheimild. L vísaði til hallarekstur sjóðsins og því hefði L óskað eftir lagabreytingum sem varð síðan af.

Hæstiréttur taldi að málefnalegar forsendur hefðu legið að baki skerðingunum og að breytingin hefði verið almenn og tók til allra sem nutu eða gátu notið örorkulífeyris úr sjóðnum. Lagabreytingin kvað á um fimm ára aðlögunarfrest sem gilti jafnt um alla sjóðfélaga. Sýknaði því Hæstiréttur Lífeyrissjóðinn og íslenska ríkið af kröfum K.

K skaut síðan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (umsókn nr. 60669/00) sem dæmdi honum síðan í hag.
Hrd. 1999:4872 nr. 190/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4916 nr. 236/1999 (Erla María Sveinbjörnsdóttir)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:244 nr. 293/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:318 nr. 34/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:897 nr. 310/1999 (Lækur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1309 nr. 455/1999 (Íslenskir aðalverktakar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1322 nr. 407/1999 (Brúnir og Tjarnir - Jarðasala I)[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið seldi tilteknar jarðir til S án auglýsingar. Þ var ekki sáttur við það og sóttist eftir ógildingu sölunnar og útgáfu afsalsins til S. Hæstiréttur nefndi að ákvarðanir stjórnvalda um ráðstafanir á eignum ríkisins gilti meðal annars jafnræðisregla stjórnsýsluréttarins er myndi leiða til þess að auglýsa skyldi fyrirætlaðar sölur á eignum ríkisins til að veita öllum borgurum sama tækifæri til að gera kauptilboð. Hins vegar taldi rétturinn málsástæður í þessu máli ekki nægar ástæður til þess að ógilda gerningana.
Hrd. 2000:1980 nr. 192/2000 (Helmingaskiptaregla laga nr. 31/1993)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2008 nr. 501/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2131 nr. 486/1999 (Dómnefnd um lektorsstarf)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2174 nr. 69/2000 (Skilyrði fyrir kindakjöt og mjólk - Greiðslumark II)[HTML] [PDF]
Greiðslukerfi í landbúnaði var breytt og höfðaði sauðfjárbóndi einn mál þar sem verið væri að hygla kúabændum við þær breytingar.

Hæstiréttur féllst ekki á að í því fælist óheimil mismunun í skilningi jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þar sem löggjafanum hafi ekki verið skylt að láta sömu lagareglur gilda um allar greinar landbúnaðar. Þá hafi þeir breytingar sem áttu sér stað verið gerðar í lögmætum tilgangi, til þess fallnar að ná fram ákveðnum markmiðum í sauðfjárrækt og náðu til allra er stunduðu hana.
Hrd. 2000:2315 nr. 73/2000 (Fiskistofa)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2352 nr. 181/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2946 nr. 91/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3135 nr. 175/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3467 nr. 143/2000 (Brunabótafélagið)[HTML] [PDF]
Fyrirkomulag var um að félagsmenn í tryggingafélagi myndu eingöngu fá tilbaka það sem þeir lögðu í félagið ef því yrði slitið.
Félagsmaður lést og erfingjar hans kröfðust þess að fá hans hlut í félaginu, en var synjað um það.
Hæstiréttur taldi að eignarhluturinn hefði ekki erfst og hefði fallið til félagsins sjálfs við andlátið.
Hrd. 2000:3521 nr. 236/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3697 nr. 407/2000 (Aðgangur fjölmiðla að réttarhöldum máls)[HTML] [PDF]
Í málinu voru teknar fyrir tvær ákærur, ein þeirra fjallaði um nauðgun og fyrir morð. Réttarhöld vegna morðmála voru venjulega opin en þeim var lokað í heild sökum ákærunnar um nauðgun. Fréttamaður kærði lokunarúrskurðinn til Hæstaréttar sem staðfesti úrskurðinn meðal annars vegna náinna tengsla ákæruefnanna.
Hrd. 2000:3814 nr. 215/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4141 nr. 331/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4480 nr. 125/2000 (Öryrkjadómur I)[HTML] [PDF]
Niðurstöðu málsins fyrir Hæstarétti er oft skipt í tímabil: Fyrri tímabilið er krafa er átti við 1. janúar 1994 til 31. desember 1998 og hið seinna frá 1. janúar 1999. Ástæða skiptingarinnar er sú að forsendur úrlausnarinnar fyrir sitt hvort tímabilið voru mismunandi í mikilvægum aðalatriðum.

Þann 1. janúar 1994 tóku gildi ný heildarlög til almannatrygginga en við setningu þeirra var í gildi reglugerð, um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir, með stoð í eldri lögunum. Ný reglugerð, um tekjutryggingu, var síðan sett 5. september 1995 með stoð í nýju lögunum en þar var kveðið á um heimild til lækkunar á greiðslum byggðum á tekjum maka örorkulífeyrisþegans. Þann 1. janúar 1999 var reglugerðarákvæðinu færð lagastoð með gildistöku breytingarlaga nr. 149/1998.

Ágreiningurinn í máli er varðaði fyrra tímabilið sneri í meginatriðum um hvort íslenska ríkið hafi haft lagaheimild til að skerða tekjur örorkulífeyrisþegans með umræddum hætti á meðan því stóð. Er kom að seinna tímabilinu kom það ekki sérstaklega til álita enda hafði lögunum verið breytt til að koma slíkri á en þá reyndi sérstaklega á samræmi hennar við stjórnarskrá.

Niðurstaða Hæstaréttar var sú að skerðingarheimildin hafi verið óheimil vegna beggja tímabilanna. Allir dómararnir sem dæmdu í málinu voru sammála um fyrra tímabilið. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði þar sem þeir lýstu sig ósammála meirihlutanum um niðurstöðuna um seinna tímabilið en voru sammála að öðru leyti.

Forsendur niðurstöðu meirihlutans um seinna tímabilið voru í megindráttum þær að þar sem tekjur maka skiptu ekki máli við annars konar greiðslur frá ríkinu, eins og slysatrygginga og sjúkratrygginga, væri talið í gildi sé sú aðalregla að greiðslur úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka, og vísað þar til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þó megi taka tillit til hjúskaparstöðu fólks varðandi framfærslu ef málefnaleg rök styðja slíkt.

76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, spilar hér stórt hlutverk. Meirihlutinn taldi að þrátt fyrir að löggjafinn hafi talsvert svigrúm til mats við að ákveða inntak þeirrar aðstoðar sem ákvæðið kveður á um, þá komist dómstólar ekki hjá því að taka afstöðu til þess hvort það fyrirkomulag sé í samræmi við önnur ákvæði stjórnarskrárinnar eins og þau séu skýrð með hliðsjón af þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur undirgengist.

Þá leit meirihlutinn svo á að við breytingarnar sem urðu að núverandi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, en við þær breytingar var fellt út orðalag um undanþágu ríkisins frá því að veita slíka aðstoð í þeim tilvikum þegar viðkomandi nyti ekki þegar framfærslu annarra en í greinargerð var lýst því yfir að ekki væri um efnislega breytingu að ræða. Meirihluti Hæstaréttar taldi að þrátt fyrir staðhæfinguna í lögskýringargögnum hefði breytingin á ákvæðinu samt sem áður slík áhrif.

Eftirmálar dómsúrlausnarinnar fyrir Hæstarétti voru miklir og hefur Hæstiréttur í síðari dómaframkvæmd minnkað áhrif dómsins að einhverju leyti.
Hrd. 2001:574 nr. 360/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:901 nr. 180/2000 (Læknamistök)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1598 nr. 18/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1647 nr. 132/2001 (Toppfiskur ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1707 nr. 460/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2281 nr. 173/2001 (Hverfell)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur taldi stefnendur málsins hefði skort lögvarða hagsmuni af því að leyst yrði úr fyrir dómi hvernig nafn fjalls yrði stafsett á landakorti.
Hrd. 2001:2505 nr. 17/2001 (Lánasýslan)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2733 nr. 247/2001 (Ólögmæti og vikið til hliðar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2865 nr. 317/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2873 nr. 325/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3231 nr. 110/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3543 nr. 181/2001 (Skíðakona í Hlíðafjalli, Akureyri)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4074 nr. 170/2001 (Krossgerði)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:28 nr. 315/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:44 nr. 152/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:232 nr. 34/2002 (Krafa á K vegna skatta M)[HTML] [PDF]
Þau höfðu slitið fjárfélagi og var gengið á K vegna skatta M. K taldi sig ekki bera ábyrgð á þeim.
Hrd. 2002:1105 nr. 123/2002 (Heimsóknar- og fjölmiðlabann)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1418 nr. 156/2002 (Yfirskattanefnd - Virðisaukaskattur - Málshöfðunarfrestur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1485 nr. 461/2001 (Hvíta Ísland)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1548 nr. 170/2002 (Flugstjóri, ósanngjarnt að halda utan)[HTML] [PDF]
Hreinræktað dæmi um dóm um hvort lífeyrisréttindin eigi að vera utan eða innan skipta.

K krafðist að lífeyrisréttindi M, sem var flugstjóri, yrðu dregin inn í skiptin.
Horft var stöðu M og K í heild. Ekki var fallist á það.
Hrd. 2002:2124 nr. 24/2002 (Skiptaverðmæti)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2152 nr. 25/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2409 nr. 23/2002 (Sæþotur)[HTML] [PDF]
Líkamstjón hlaust af notkun sæþota. Tveir strákar leigðu tækin og annar slasaðist. Við leigutökuna undirrituðu strákarnir samning um takmarkanirnar á bótaábyrgð leigusalans.
Hrd. 2002:2888 nr. 127/2002 (Uppgjör bóta fyrir missi framfæranda I - 639 gestir í erfidrykkju)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3035 nr. 68/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3248 nr. 468/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3401 nr. 112/2002 (Greiðslumiðlun)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3686 nr. 167/2002 (ASÍ-dómur - Lagasetning á sjómannaverkfall)[HTML] [PDF]
Í málinu var deilt um lagasetningu á verkföll og verkbönn ýmissa félaga innan Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, og eru þau félög innan ASÍ. ASÍ stefndi ríkinu og Samtökum atvinnulífsins til að fá úr skorið um lögmæti lagasetningarinnar. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans.

Megindeilurnar byggðust á því að með setningu laganna væri vegið að samningsfrelsi þeirra og verkfallsrétti sem nyti verndar 74. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. MSE. Þá snerust þær einnig um að lögin hefðu einnig náð yfir aðildarfélög sem höfðu ekki tekið þátt í umræddum aðgerðum. Að auki var vísað til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem eitt aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins hafði gert kjarasamning við Vélstjórafélag Íslands um mörg atriði nátengd deilumálunum sem gerðardómur skyldi líta til.

Litið var til þess að með sérstakri upptalningu á stéttarfélögum í 74. gr. yrðu gerðar ríkari kröfur til takmarkana á réttindum þeirra. Hins vegar var ákvæðið ekki túlkað með þeim hætti að löggjafanum væri óheimilt að setja lög sem stöðvuðu vinnustöðvanir tímabundið. Við setningu laganna hafði verkfallið þá staðið í sex vikur og taldi löggjafinn að ef ekkert væri gert hefði það neikvæð áhrif á almannahagsmuni. Ekki voru talin efni til þess að hnekkja því mati löggjafans.

Lagasetningin kvað á um að gerðardómur myndi ákvarða kjör allra aðildarfélaganna og jafnframt þeirra sem ekki höfðu tekið þátt í umræddum aðgerðum. Í greinargerð viðurkenndi íslenska ríkið að það hefði ekki verið ætlun laganna að þau næðu jafnframt yfir félög sem hvorki væru í verkfalli né verkbanni við gildistöku laganna. Gerðardómur taldi sig samt knúinn til þess að ákvarða einnig kjör þeirra sökum lagafyrirmælanna og takmarkaðs valdsviðs. Dómur héraðsdóms, með vísan til 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar, taldi að almannaheill hafi ekki krafist svo víðtæks gildissviðs og var því dæmt að umrætt bann laganna næði ekki yfir þau né ákvörðun gerðardómsins.

Dómsorð:
Fallist er á kröfu stefnanda að því leyti, að viðurkennt er að Verkalýðsfélagi Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélaginu Stjörnunni í Grundarfirði og Verkalýðsfélagi Stykkishólms sé, þrátt fyrir ákvæði l. gr., 2. gr., og 3. gr. laga nr. 34/2001, heimilt að efna til verkfalls og að ákvörðun gerðardóms samkvæmt sömu lögum ráði ekki kjörum fiskimanna í þessum félögum.
Stefndu, íslenska ríkið og Samtök atvinnulífsins, skulu að öðru leyti vera sýknir af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands, í máli þessu.
Málskostnaður fellur niður.
Hrd. 2002:3948 nr. 500/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:4304 nr. 537/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2610 nr. 9/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2899 nr. 287/2003 (Þrotabú Netverks ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3323 nr. 144/2003 (Skattskyld hlunnindi)[HTML] [PDF]
Eftir hlutafélagavæðingu ríkisbanka var ákveðið að hækka hlutafé annars þeirra með því að bjóða starfsmönnum sínum að kaupa hlutabréf í honum á lægra gengi en almenningi bauðst stuttu síðar þegar bréfin voru seld opinberlega. Skattayfirvöld túlkuðu verðmuninn sem skattskyld hlunnindi og færðu hann til tekna starfsmannsins. Starfsmaðurinn krafðist ógildingar úrskurðar yfirskattanefndar sem staðfesti ákvörðun skattayfirvalda.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm með vísan til röksemda hans. Héraðsdómur taldi að túlka ætti ákvæði laga um tekju- og eignaskatt um hvað teljist til skattskyldra tekna með rúmum hætti og sýknaði því íslenska ríkið af kröfum starfsmannsins.
Hrd. 2003:3411 nr. 549/2002 (Öryrkjadómur II)[HTML] [PDF]
Eftir uppkvaðningu fyrri öryrkjadómsins, hrd. Öryrkjadómur I (2000:4480), samþykkti Alþingi lög er kváðu á um skerðingar kröfuréttinda er Hæstiréttur staðfesti í þeim dómi á þann veg að kröfur vegna tiltekins tímabils teldust fyrndar og kröfur vegna annars tiltekins tímabils voru lækkaðar.

Öryrki er varð fyrir skerðingu vegna laganna höfðaði dómsmál á þeim grundvelli þess að viðkomandi ætti að fá fullar bætur. Hæstiréttur tók undir og áréttaði að kröfuréttur hefði stofnast með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar sem mætti ekki skerða með afturvirkum og íþyngjandi hætti.
Hrd. 2003:3698 nr. 37/2003 (Grænmetismál)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4714 nr. 172/2003 (Svipting forsjár barna)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:38 nr. 264/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:257 nr. 226/2003 (Aflahlutdeild)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:397 nr. 481/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:584 nr. 490/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1159 nr. 342/2003 (Skagstrendingur hf.)[HTML] [PDF]
Útgerðarfélag sagði starfsmanni upp og starfsmaðurinn stefndi því þar sem hann taldi að uppsögnin ætti að vera í samræmi við ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Hæstiréttur synjaði ósk hans um lögjöfnun á þeim grundvelli að ríkisstarfsmenn njóti slíkra réttinda í skiptum fyrir lægri laun en gengur og gerist á almennum markaði.
Hrd. 2004:1533 nr. 354/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2134 nr. 4/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2354 nr. 477/2003 (Handtaka án tilefnis)[HTML] [PDF]
Lögreglumaður á vakt hugðist fara í sjoppu til að kaupa snarl. Kúnni fór að abbast upp á hann með því að taka mynd af lögreglumanninum að borða og handtók lögreglumaðurinn kúnnann. Honum var vikið úr starfi og hann svo sakfelldur.
Hrd. 2004:2964 nr. 266/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3796 nr. 48/2004 (Biskupstungur - Framaafréttur - Úthlíð)[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið stefndi í héraði nánar tilgreindum aðilum til ógildingar á tilteknum hluta úrskurðar óbyggðanefndar er fjallaði um tiltekin mörk milli eignarlands og þjóðlenda. Gagnsakarmál voru höfðuð af tveim stefndu í málinu.

Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.

Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.

Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.

Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.

Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.

Hæstiréttur taldi að þinglýsing landamerkjabréfa væri ekki óyggjandi sönnun á mörkum lands heldur þyrfti að meta hvert bréf sérstaklega. Þar leit hann meðal annars á það hvort eigendur aðliggjandi jarða hafi samþykkt mörkin og hvort ágreiningur hefði verið borinn upp. Þá voru aðrar heimildir og gögn jafnan metin samhliða. Með hliðsjón af þessu mati var ekki fallist á kröfu íslenska ríkisins um ógildingu úrskurðar óbyggðanefndar.

Hrd. 2004:3895 nr. 47/2004 (Biskupstungnaafréttur „norðan vatna“)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3973 nr. 80/2004 (Þveráraurar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4309 nr. 211/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4816 nr. 465/2004 (Erfðafjárskattur I)[HTML] [PDF]
Þann 31. mars 2004 voru birt ný lög um erfðafjárskatt, nr. 14/2004, er felldu brott eldri lög um erfðafjárskatt, nr. 83/1984. Nýju lögin giltu einvörðungu um skipti á dánarbúum eftir þá er létust 1. apríl 2004 eða síðar. Engan fyrirvara mátti finna um að eldri lögin giltu áfram um skipti einstaklinga er létust fyrir þann dag. Samkvæmt lögunum var erfðafjárskattur lagður á þegar erfðafjárskýrslan væri afhent sýslumanni. Bráðabirgðalög, nr. 15/2004, voru birt þann 20. apríl 2004 þar sem settur var slíkur fyrirvari en þá hafði sýslumaður ekki tekið afstöðu til skýrslunnar.

Í umræddu máli lést arfleifandinn 29. desember 2003, erfingjarnir fengu leyfi til einkaskipta þann 16. febrúar 2004, og var erfðafjárskýrslunni skilað til sýslumanns þann 13. apríl 2004. Meirihluti Hæstaréttar mat það sem svo að engri lagaheimild var til að dreifa til að leggja á erfðafjárskatt þegar umræddri skýrslu var skilað og því þurftu erfingjarnir ekki að greiða neinn erfðafjárskatt af arfinum. Ekki væri hægt að beita ákvæðum bráðabirgðalaganna í málinu þar sem þau höfðu þá ekki tekið gildi.

Í sératkvæði var ekki tekið undir niðurstöðu meirihlutans með vísan til ætlunar löggjafans og 65. gr. stjórnarskrárinnar. Taldi dómarinn að afnám skattskyldu þyrfti að vera ótvíræð en því væri ekki að dreifa í tilfelli þeirra sem ekki höfðu lokið skiptum við gildistökuna, og með það í huga hefðu eldri lög um erfðafjárskatt eingöngu fallið niður hvað varði búskipti eftir þá sem látist eftir 1. apríl 2004.
Hrd. 2004:5049 nr. 264/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:84 nr. 493/2004 (Innsetning/15 ára)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:315 nr. 306/2004 (Síldarvinnslan hf.)[HTML] [PDF]
Síldarvinnslunni var gert að greiða stimpilgjald þegar fyrirtækið óskaði eftir að umskrá þinglýstar fasteignir annars fyrirtækis eftir að samruna fyrirtækjanna beggja. Fór þá hið álagða stimpilgjald eftir eignarhlut í hinu sameinaða félagi. Í lögunum sem sýslumaður vísaði til voru ákvæðin bundin við tilvik þar sem eigendaskipti eiga sér stað, en ekki væri um slíkt að ræða í tilviki samruna.

Hæstiréttur túlkaði lögin um stimpilgjald með þeim hætti að stimpilskylda laganna ætti ekki við um eigendaskipti vegna samruna fyrirtækja, og því uppfyllti gjaldtakan ekki skilyrði stjórnarskrár um að heimildir stjórnvalda til innheimtu gjalda af þegnum yrðu að vera fortakslausar og ótvíræðar.
Hrd. 2005:578 nr. 25/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1030 nr. 411/2004 (Brekkugerði)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1086 nr. 378/2004 (Uppsögn á reynslutíma)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1490 nr. 527/2004 (Ölvunarakstur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1495 nr. 15/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1547 nr. 519/2004 (Svipting ökuréttar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2397 nr. 212/2005 (Vörubretti)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2503 nr. 20/2005 (Starfsleyfi álvers í Reyðarfirði)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2692 nr. 71/2005 (Flétturimi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3205 nr. 308/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3214 nr. 248/2005 (Innheimta sakarkostnaðar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3920 nr. 149/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4701 nr. 478/2005 (Erfðafjárskattur II)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:5033 nr. 493/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:241 nr. 31/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:759 nr. 404/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:766 nr. 405/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1006 nr. 372/2005 (Námur í Skipalóni)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1689 nr. 220/2005 (Tóbaksdómur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1776 nr. 462/2005 (Bann við að sýna tóbak)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1850 nr. 471/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2203 nr. 345/2005 (Fell)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2705 nr. 36/2006 (Lífeyrir)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2948 nr. 547/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3102 nr. 19/2006 (Hámarkslaunaviðmið)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3745 nr. 553/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3810 nr. 498/2005 (Stafafell - Lón í Hornafirði)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3896 nr. 67/2006 (Þingvellir - Skjaldbreiður)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3963 nr. 133/2006 (Hrunaheiðar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4161 nr. 55/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4201 nr. 151/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4269 nr. 51/2006 (Berjarimi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4737 nr. 225/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4846 nr. 309/2006 (Sjómannabætur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5403 nr. 160/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5547 nr. 310/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 650/2006 dags. 16. janúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 181/2006 dags. 25. janúar 2007 (Baugur I)[HTML] [PDF]
JÁ var ákærður fyrir brot á lögum um ársreikninga og reyndi þá á skýringu orðsins ‚lán‘. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að til að fá úr um skorið hvort um væri að ræða refsiverða háttsemi eður ei þyrfti að skýra framangreint orð. Af þeim sökum var ekki hægt að túlka orðið víðtækar en af orðanna hljóðan þrátt fyrir lögskýringargögn bentu til þess að skýra ætti það með öðrum hætti.
Hrd. 304/2006 dags. 8. febrúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 120/2006 dags. 15. febrúar 2007 (Karl K. Karlsson - ÁTVR)[HTML] [PDF]

Hrd. 117/2007 dags. 14. mars 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 455/2006 dags. 15. mars 2007 (Skattfrelsi Orkuveitu Reykjavíkur)[HTML] [PDF]

Hrd. 505/2006 dags. 15. mars 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 92/2007 dags. 16. mars 2007 (Olíusamráðsdómur - Forstjórar olíufélaga)[HTML] [PDF]
Forstjórar olíufélaga voru ákærðir. Álitið var að skilin á milli rannsóknar samkeppnisyfirvalda og sakamálarannsóknar lögreglu. Ákærunni var vísað frá dómi þar sem fyrrnefnda rannsóknin var framkvæmd á þeim grundvelli að ákærðu voru neyddir að lögum til að fella á sig sök, sem notað var svo gegn þeim í síðarnefndu rannsókninni. Hæstiréttur taldi þetta leiða til þess að rannsóknin var ónýt að öllu leyti.
Hrd. 498/2006 dags. 29. mars 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 536/2006 dags. 16. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2007 dags. 16. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 590/2006 dags. 24. maí 2007 (Öryrkjabandalag Íslands - Loforð ráðherra um hækkun örorkulífeyris)[HTML] [PDF]

Hrd. 254/2007 dags. 1. júní 2007 (Baugsmál I)[HTML] [PDF]

Hrd. 22/2007 dags. 14. júní 2007 (Þórsmörk og Goðaland)[HTML] [PDF]

Hrd. 396/2007 dags. 23. ágúst 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 611/2006 dags. 13. september 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 182/2007 dags. 27. september 2007 (Leyfi til námuvinnslu á hafsbotni - Björgun)[HTML] [PDF]
Árið 1990 fékk félagið Björgun opinbert leyfi til að vinna efni á hafsbotni til 30 ára. Árið 2000 öðluðust svo gildi lög um eignarrétt íslenska ríkisins á hafsbotninum er fólu í sér breytingar á skilyrðum til að fá útgefin eins leyfi og Björgun hafði undir höndum. Með lögunum var almennt orðað bráðabirgðaákvæði um að þáverandi handhafar slíkra leyfa skyldu halda þeim í 5 ár eftir gildistöku laganna.

Árið 2004 fékk svo Björgun tilkynningu um að leyfið þeirra myndi renna út á næsta ári. Félagið sótti þá um endurnýjun á leyfinu til Skipulagsstofnunar en var þá tilkynnt að leyfið þeirra yrði háð mati á umhverfisáhrifum. Björgun var ekki sátt með það.

Hæstiréttur tók undir með Björgun að um væri að ræða skerðingu á eignarréttindum og atvinnuréttindum, ásamt því að lagabreytingin hefði verið sérlega íþyngjandi gagnvart félaginu. Þó var ekki fallist á bótaskyldu þar sem hann taldi að uppfyllt hefðu verið skilyrði um almenningsþörf og ríkir almannahagsmunir væru fyrir því að vernda hafsbotninn. Þá vísaði hann til þess að grundvöllur lagasetningarinnar hefði verið umhverfisvernd og framkvæmd þjóðréttarskuldbindinga íslenska ríkisins. Þessi sjónarmið hefðu meira vægi en eignarréttindi Björgunar á leyfinu en skerðingin væri ekki það mikil að hún stofnaði til bótaskyldu af hendi íslenska ríkisins.
Hrd. 27/2007 dags. 4. október 2007 (Tindfjallajökull - Grænafjall - Þjóðlenda)[HTML] [PDF]

Hrd. 99/2007 dags. 11. október 2007 (Skaftártunguafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 47/2007 dags. 18. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 107/2007 dags. 18. október 2007 (Netþjónn)[HTML] [PDF]

Hrd. 109/2007 dags. 25. október 2007 (Þjóðkirkjan og önnur trúfélög - Ásatrúarfélagið)[HTML] [PDF]
Í þessu máli reyndi á í fyrsta skipti á þau forréttindi sem Þjóðkirkjan fær umfram önnur trúfélög. Ásatrúarfélagið stefndi ríkinu á þeim forsendum að aukin fjárframlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar miðað við önnur trúfélög fælu í sér ólögmæta mismunun.

Hæstiréttur mat það svo að þær auknu skyldur sem ríkið setur á Þjóðkirkjuna leiddu til þess að hún og Ásatrúarfélagið væru ekki í sambærilegri stöðu og því væri ekki um mismunun að ræða.
Hrd. 44/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 606/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 298/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 381/2007 dags. 29. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 292/2007 dags. 13. desember 2007 (Keilufell)[HTML] [PDF]
Skilyrði um gallaþröskuld var ekki talið vera uppfyllt þar sem flatarmálsmunur einbýlishúss samkvæmt söluyfirliti og kaupsamningi borið saman við raunstærð reyndist vera 14,4%.
Hrd. 169/2007 dags. 13. desember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 9/2008 dags. 23. janúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 226/2007 dags. 31. janúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 382/2007 dags. 7. febrúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 324/2007 dags. 6. mars 2008 (Afvöxtun)[HTML] [PDF]

Hrd. 146/2008 dags. 11. apríl 2008 (SMÁÍS - 365 miðlar ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 411/2007 dags. 30. apríl 2008 (Sálfræðingafélagið)[HTML] [PDF]

Hrd. 385/2007 dags. 5. júní 2008 (Baugsmál II)[HTML] [PDF]

Hrd. 610/2007 dags. 2. október 2008 (Sólheimatorfa)[HTML] [PDF]

Hrd. 596/2007 dags. 2. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 46/2008 dags. 16. október 2008 (Brottfall skabos - 3 og hálfur mánuður)[HTML] [PDF]
Hjón tóku bókstaflega upp samband að nýju eftir útgáfu leyfis til skilnaðar að borði og sæng og bjuggu saman í rúman þrjá og hálfan mánuð.
Skilnaðurinn var talinn hafa fallið niður.
Hrd. 78/2008 dags. 16. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 106/2008 dags. 16. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 491/2007 dags. 23. október 2008 (Áfengisauglýsingabann II)[HTML] [PDF]

Hrd. 187/2008 dags. 20. nóvember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 623/2008 dags. 2. desember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 671/2008 dags. 18. desember 2008 (Teigsskógur)[HTML] [PDF]

Hrd. 558/2008 dags. 29. janúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 224/2008 dags. 5. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 352/2008 dags. 5. mars 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 353/2008 dags. 12. mars 2009 (Hælisumsókn - Hælisleitandi frá Máritaníu)[HTML] [PDF]

Hrd. 556/2008 dags. 30. apríl 2009 (Hvítá)[HTML] [PDF]

Hrd. 646/2008 dags. 18. júní 2009 (Bruni á Bolungarvík)[HTML] [PDF]

Hrd. 368/2009 dags. 8. júlí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 102/2009 dags. 24. september 2009 (Brú á Jökuldal)[HTML] [PDF]

Hrd. 696/2008 dags. 1. október 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 552/2008 dags. 15. október 2009 (Veiðiréttur í Apavatni)[HTML] [PDF]

Hrd. 553/2008 dags. 15. október 2009 (Veiðiréttur í Apavatni)[HTML] [PDF]

Hrd. 685/2008 dags. 29. október 2009 (Afréttur Seltjarnarness hins forna - Lyklafell)[HTML] [PDF]

Hrd. 27/2009 dags. 5. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 117/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 95/2009 dags. 26. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 665/2008 dags. 17. desember 2009 (Gildi lífeyrissjóður)[HTML] [PDF]
Á þeim tíma þurfti ráðherra að staðfesta samþykktir lífeyrissjóða væru réttar (þ.e. færu að lögum og reglur, jafnræði, eignarrétt, og þvíumlíkt). Í stjórn sjóðsins sat ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og kom ráðuneytisstjórinn ekki að málinu innan ráðuneytisins og vék því ekki af fundi þegar ráðherra undirritaði breytinguna. Hæstiréttur taldi að ráðuneytisstjórinn hefði ekki verið vanhæfur.
Hrd. 88/2009 dags. 4. febrúar 2010 (Arðskrá Veiðifélags Miðfirðinga)[HTML] [PDF]
Arði var úthlutað eftir aðskrá. Þegar arðskrá er metin er horft til fjölda atriða. Hæstiréttur taldi sér óheimilt að endurskoða þetta nema hvað varðar ómálefnanleg sjónarmið.
Hrd. 618/2009 dags. 4. febrúar 2010 (Framleiðsla fíkniefna)[HTML] [PDF]

Hrd. 81/2010 dags. 19. febrúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 288/2009 dags. 25. febrúar 2010 (Runnið á þilfari)[HTML] [PDF]

Hrd. 142/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 454/2009 dags. 11. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 370/2009 dags. 11. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 573/2009 dags. 18. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 409/2009 dags. 25. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 163/2010 dags. 16. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 162/2010 dags. 16. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 560/2009 dags. 29. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 570/2009 dags. 6. maí 2010 (Hugtakið sala - Síðumúli)[HTML] [PDF]

Hrd. 449/2009 dags. 12. maí 2010 (Umferðarslys á Arnarnesvegi - Sjúkrakostnaður)[HTML] [PDF]
Kveðið á um að eingöngu sá er varð fyrir tjóninu geti krafist bótanna.
Hrd. 184/2010 dags. 2. júní 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 184/2009 dags. 3. júní 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 384/2010 dags. 13. ágúst 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 408/2010 dags. 20. ágúst 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 471/2010 dags. 16. september 2010 (Vextir gengistryggðs láns)[HTML] [PDF]
Lán bundið gengi tveggja erlendra gjaldmiðla. Ágreiningur var um hvaða vexti skuldari ætti að greiða í ljósi þess að gengislán voru dæmd hafa verið ólögmæt. Hæstiréttur leit svo á að þetta lán hefði verið óverðtryggt þar sem ekki var um það samið. Með því hefðu vextir einnig verið kipptir úr sambandi og því bæri lánið almenna vexti sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.
Hrd. 380/2010 dags. 16. september 2010 (Sauðfjárslátrun)[HTML] [PDF]

Hrd. 371/2010 dags. 22. september 2010 (Skattálag - Ne bis in idem I)[HTML] [PDF]
A, B, C, og D voru ákærð fyrir skattalagabrot. Fyrir héraðsdómi var málinu vísað frá að hluta en ákæruvaldið kærði þann úrskurð til Hæstaréttar. Þau ákærðu héldu því fram að þau myndu annars þurfa að þola tvöfalda refsingu þar sem skattayfirvöld höfðu þá þegar beitt refsingu í formi skattaálags.

Hæstiréttur vísaði til 2. gr. laganna um mannréttindasáttmála Evrópu um að dómar MDE væru ekki bindandi að landsrétti. Þrátt fyrir að innlendir dómstólar litu til dóma MDE við úrlausn mála hjá þeim væri það samt sem áður hlutverk löggjafans að gera nauðsynlegar breytingar á landsrétti til að efna þær þjóðréttarlegu skuldbindingar. Þá vísaði Hæstiréttur til þess að dómaframkvæmd MDE hvað úrlausnarefnið varðaði væri misvísandi. MDE hafi í sinni dómaframkvæmd hafnað því að 4. gr. 7. viðaukans yrði metin á þann hátt að mögulegt væri að fjalla um endurákvörðun skatta og beitingu álags í sitt hvoru málinu. Sökum þessarar óvissu vildi Hæstiréttur ekki slá því á föstu að um brot væri að ræða á MSE fyrr en það væri skýrt að íslensk lög færu í bága við hann að þessu leyti.

Úrskurðurinn var felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.
Hrd. 524/2009 dags. 7. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 379/2009 dags. 7. október 2010 (Heiðarmúli)[HTML] [PDF]

Hrd. 749/2009 dags. 7. október 2010 (Þverfellsland)[HTML] [PDF]

Hrd. 517/2009 dags. 7. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 531/2010 dags. 12. október 2010 (Hjólhýsi)[HTML] [PDF]

Hrd. 779/2009 dags. 14. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 504/2008 dags. 18. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 13/2010 dags. 21. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 289/2010 dags. 28. október 2010 (Bolungarvík - Sjómaður sofnar)[HTML] [PDF]

Hrd. 141/2010 dags. 28. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 708/2009 dags. 4. nóvember 2010 (Óttarsstaðir - Straumsbúið o.fl.)[HTML] [PDF]
Ætlað tjón vegna umhverfismengunar. Tjónþoli taldi að hann ætti rétt á bótum þar sem hann mætti ekki nota landið til að reisa íbúðarhús.
Hrd. 151/2010 dags. 11. nóvember 2010 (Lóðaskil í Reykjavíkurborg - Hádegismóar)[HTML] [PDF]
Hugar ehf. hafði fengið úthlutað lóð til atvinnustarfsemi frá Reykjavíkurborg og átti þess í stað að greiða gatnagerðargjald og kaupverð byggingarréttarins. Fyrirtækið krafðist í kjölfar efnahagshrunsins 2008 að skila lóðinni gegn endurgreiðslu en þá hafði Reykjavíkurborg breytt stjórnsýsluframkvæmd sinni og byrjað að neita að taka aftur við lóðum í ljósi skipulagsmarkmiða og að ólíklegt væri að sóst yrði um úthlutun á þeim lóðum sem yrði skilað.

Dómurinn er til marks um þá meginreglu að óheimilt væri að breyta langvarandi og kunnri stjórnsýsluframkvæmd með íþyngjandi hætti gagnvart almenningi einvörðungu á þeim grundvelli að málefnalegar ástæður liggi þar fyrir, heldur verði að taka formlega ákvörðun þar að lútandi þannig að aðilar sem eigi hagsmuna að niðurstöðunni geti gætt hagsmuna sinna.

Þrátt fyrir þetta synjaði Hæstiréttur málsástæðu fyrirtækisins um að venja hefði myndast um endurgreiðslu gjaldanna af hálfu Reykjavíkurborgar vegna skila á atvinnuhúsalóðum þar sem ekki hefði verið nóg að benda á fáein tilvik því til stuðnings.
Hrd. 147/2010 dags. 18. nóvember 2010 (Réttarvörsluhvatir)[HTML] [PDF]

Hrd. 619/2010 dags. 26. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 681/2010 dags. 17. desember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 672/2010 dags. 26. janúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 673/2010 dags. 26. janúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 376/2010 dags. 27. janúar 2011 (Aflahlutdeild)[HTML] [PDF]

Hrd. 20/2011 dags. 7. febrúar 2011 (Hagsmunir barna)[HTML] [PDF]

Hrd. 299/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Valþjófsstaðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 604/2010 dags. 14. febrúar 2011 (Mjóstræti - Frjálsi fjárfestingarbankinn - Gengistrygging)[HTML] [PDF]

Hrd. 603/2010 dags. 14. febrúar 2011 (Tölvu-Pósturinn)[HTML] [PDF]

Hrd. 21/2011 dags. 8. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 341/2010 dags. 10. mars 2011 (Meðgöngueitrun)[HTML] [PDF]

Hrd. 42/2011 dags. 10. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 406/2010 dags. 24. mars 2011 (Leiga á landspildu - Akrar í Borgarbyggð - Brottflutningur mannvirkis)[HTML] [PDF]

Hrd. 390/2010 dags. 31. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 451/2010 dags. 31. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 527/2010 dags. 12. maí 2011 (Iceland Excursions)[HTML] [PDF]

Hrd. 191/2011 dags. 17. maí 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 192/2011 dags. 17. maí 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 77/2011 dags. 23. maí 2011 (skilmálar við afleiðuviðskipti)[HTML] [PDF]

Hrd. 652/2010 dags. 9. júní 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 379/2011 dags. 7. júlí 2011 (BSI Spain Wealth Management A.V., S.A.)[HTML] [PDF]

Hrd. 480/2011 dags. 19. ágúst 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 293/2010 dags. 22. september 2011 (Þorvaldsstaðir og Hamar)[HTML] [PDF]

Hrd. 294/2010 dags. 22. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 40/2011 dags. 29. september 2011 (Hóll)[HTML] [PDF]

Hrd. 56/2011 dags. 29. september 2011 (Hvannstaðir og Víðirhóll)[HTML] [PDF]

Hrd. 75/2011 dags. 29. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 654/2010 dags. 13. október 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 538/2011 dags. 18. október 2011 (Laugavegur 16)[HTML] [PDF]

Hrd. 340/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin - FSCS)[HTML] [PDF]
Við hrun fjármálamarkaðarins árið 2008 voru sett svokölluð neyðarlög (nr. 125/2008). Í 6. gr. laganna var bætt við nýju ákvæði í lög um fjármálafyrirtæki er kvað á að „[v]ið skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“. Þetta olli ósáttum við slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og fór það fyrir dóm.

Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.

Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.

Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.

Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.

Kröfuhafar komu á framfæri málatilbúnaði um að löggjöfin fæli í sér afturvirkar skerðingar á réttindum þeirra. Hæstiréttur mat málatilbúnaðinn á þann veg að breytingarnar sem löggjöfin fól í sér giltu um skipti almennt sem hæfust eftir gildistöku laganna. Löggjöfin mælti ekki fyrir um breytingar á skipan skipta sem væru þegar hafin eða væri þegar lokið. Af þeirri ástæðu hafnaði hann þeirri málsástæðu kröfuhafanna.
Hrd. 313/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 312/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 341/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 301/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 300/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 314/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 310/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 311/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 705/2010 dags. 3. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 612/2011 dags. 8. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 288/2011 dags. 15. desember 2011 (20 ára sambúð)[HTML] [PDF]
K og M gerðu fjárskiptasamning sín á milli eftir nær 20 ára sambúð. Eignir beggja voru alls 60 milljónir og skuldir beggja alls 30 milljónir. Eignamyndun þeirra fór öll fram á sambúðartíma þeirra. Í samningnum var kveðið á um að M héldi eftir meiri hluta eignanna en myndi í staðinn taka að sér allar skuldir þeirra beggja.

K krafðist svo ógildingar á samningnum og bar fram ýmis ákvæði samningalaga, 7/1936, eins og óheiðarleika og að M hafi nýtt sér yfirburðastöðu sína með misneytingu. Hæstiréttur taldi hvorugt eiga við en breytti samningnum á grundvelli 36. gr. samningalaganna. Tekið var tillit til talsverðrar hækkunar eignanna við efnahagshrunið 2008 og var M gert að greiða K mismuninn á milli þeirra 5 milljóna sem hún fékk og þeirra 15 milljóna sem helmingur hennar hefði átt að vera.
Hrd. 244/2011 dags. 15. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 670/2011 dags. 17. janúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 4/2012 dags. 17. janúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 25/2012 dags. 24. janúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 84/2011 dags. 26. janúar 2012 (Jakob Traustason)[HTML] [PDF]
Verðmæti spildu jókst eftir undirritun samnings.
Hæstiréttur féllst ekki á svik.
Tíminn sem leið milli undirritunar skjalanna tveggja var einn þáttur þess að ekki hefði verið hægt að byggja á óheiðarleika við ógildingu þar sem þær gátu aflað sér upplýsinga í millitíðinni.
Hrd. 5/2012 dags. 26. janúar 2012 (Hljóðupptökur - Útburður úr fjöleignarhúsi)[HTML] [PDF]

Hrd. 175/2011 dags. 26. janúar 2012 (HH o.fl. gegn íslenska ríkinu)[HTML] [PDF]

Hrd. 77/2012 dags. 16. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 83/2012 dags. 17. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 478/2011 dags. 1. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 144/2012 dags. 13. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 145/2012 dags. 13. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 472/2011 dags. 15. mars 2012 (Kal)[HTML] [PDF]
Tjónþoli vildi meina að vinnuveitandi bæri ábyrgð á tjóni sem þeir yrðu fyrir við vinnu. Hæstiréttur taldi að reglan í 23. gr. a skaðabótalaga um hlutlæga ábyrgð ætti ekki við.
Hrd. 508/2011 dags. 22. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 623/2011 dags. 22. mars 2012 (Líkamshiti)[HTML] [PDF]

Hrd. 622/2011 dags. 3. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 331/2012 dags. 18. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 316/2012 dags. 25. maí 2012 (Úrskurðarnefnd raforkumála)[HTML] [PDF]

Hrd. 347/2012 dags. 29. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 337/2012 dags. 5. júní 2012 (Ófjárráða)[HTML] [PDF]
K sat í óskiptu búi með stjúpbörnum sínum. Hún átti síðan einnig son sem hún var náin.

K hafði veitt syni sínum allsherjarumboð til að sjá um sín mál. Einhverjar áhyggjur voru með þær ráðstafanir og kröfðust stjúpdætur hennar þess að hún yrði svipt fjárræði sökum elliglapa. Fallist var á þá beiðni þrátt fyrir að hún hafi ekki verið spurð.

K var ósátt við þessi málalok og gerði hún, með hjálp sonar síns, erfðaskrá til að minnka hlut dætra henna í arfinum og til hagsbóta fyrir son sinn. Hún biður hann um að hjálpa sér og lætur undirbúa drög. Hann biður sýslumann um að koma til að votta. Sýslumaður synjaði um vottun erfðaskrár þar sem hann taldi hana ekki hæfa sökum skorts á lögræði, án leyfis lögráðamanns hennar. Lögráðamaðurinn synjaði um þá beiðni án þess að hitta K.

Niðurstaða dómstóla var að erfðaskráin væri ógild. Hæstiréttur minntist sérstaklega á að lögræði væri ekki skilyrði til að gera erfðaskrá.
Hrd. 328/2012 dags. 6. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 543/2011 dags. 14. júní 2012 (Jöklafold 4)[HTML] [PDF]

Hrd. 32/2012 dags. 19. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 460/2012 dags. 22. ágúst 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 461/2012 dags. 22. ágúst 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 480/2012 dags. 27. ágúst 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 568/2012 dags. 17. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 502/2012 dags. 17. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 65/2012 dags. 20. september 2012 (Bræðraklif - Reykjahlíð)[HTML] [PDF]

Hrd. 59/2012 dags. 20. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 485/2012 dags. 21. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 129/2012 dags. 27. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 233/2011 dags. 18. október 2012 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML] [PDF]
Samið var um árið 2005 um framsal vatnsréttinda á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem reisa átti á svæðinu og að réttarstaðan samkvæmt samningnum yrði að öllu leyti jafngild eignarnámi þeirra réttinda. Á grundvelli samningsins var skipuð sérstök matsnefnd sem ákveða ætti umfang og verðmæti þeirra réttinda. Sumir landeigendanna voru sáttir við niðurstöðuna en margir þeirra ekki.

Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.

Hæstiréttur nefndi að þar sem fallréttindi væru afar sérstök þyrfti að beita afbrigðum frá hinum hefðbundnu aðferðum við mat á eignarnámsbótum enda lítill eða enginn virkur markaður fyrir nýtingu slíkra réttinda hér á landi. Hann féllst á aðferðafræðina sem matsnefndin beitti þar sem hún var í samræmi við gildandi réttarframkvæmd í viðlíka málum. Þá þyrfti einnig að hafa í huga þær miklu fjárfestingar er fælust í leit og vinnslu á þeirri orkuauðlind, markað fyrir orkuna, og fleiri atriði. Þó féllst hann á með héraðsdómi að við hæfi væri að hækka þær bætur sem landeigendur áttu að fá samkvæmt matsnefndinni.
Hrd. 428/2012 dags. 18. október 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 169/2012 dags. 1. nóvember 2012 (h.v. tengdasonurinn)[HTML] [PDF]
Maður vann hjá Landsbankanum og gangast tengdaforeldrar hans við ábyrgð á láni. Talin var hafa verið skylda á Landsbankanum á að kynna tengdaforeldrunum slæma fjárhagsstöðu mannsins. Landsbankinn var talinn hafa verið grandsamur um að ákvörðun tengdaforeldranna hafi verið reist á röngum upplýsingum. Greiðslumatið nefndi eingöngu eitt lánið sem þau gengust í ábyrgð fyrir. Auk þess var það aðfinnsluvert að bankinn hafi falið tengdasyninum sjálfum um að bera samninginn undir tengdaforeldra sína.

Samþykki þeirra um að veita veðleyfið var takmarkað við 6,5 milljónir.
Hrd. 137/2012 dags. 22. nóvember 2012 (Suðurhús - Brottflutningur II)[HTML] [PDF]

Hrd. 138/2012 dags. 22. nóvember 2012 (Suðurhús II - Brottflutningur II)[HTML] [PDF]

Hrd. 249/2012 dags. 29. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 153/2012 dags. 6. desember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 703/2012 dags. 10. desember 2012 (Al-Thani)[HTML] [PDF]

Hrd. 169/2011 dags. 17. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 334/2012 dags. 17. janúar 2013 (Brot gegn valdstjórninni)[HTML] [PDF]

Hrd. 18/2013 dags. 22. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 383/2012 dags. 24. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 521/2012 dags. 31. janúar 2013 (Hells Angels - Líkamsárás o.fl.)[HTML] [PDF]

Hrd. 19/2013 dags. 8. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 524/2012 dags. 14. febrúar 2013 (Uppsalir)[HTML] [PDF]

Hrd. 525/2012 dags. 21. febrúar 2013 (Pressan)[HTML] [PDF]

Hrd. 532/2012 dags. 21. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 433/2011 dags. 21. febrúar 2013 (Steinvarartunga)[HTML] [PDF]

Hrd. 432/2011 dags. 28. febrúar 2013 (Þorbrandsstaðatungur)[HTML] [PDF]

Hrd. 653/2012 dags. 7. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 137/2013 dags. 14. mars 2013 (Útgáfa afsals)[HTML] [PDF]

Hrd. 652/2012 dags. 26. mars 2013 (Smyrill)[HTML] [PDF]

Hrd. 580/2012 dags. 26. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 196/2013 dags. 15. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 173/2013 dags. 16. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 695/2012 dags. 24. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 268/2013 dags. 30. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 306/2013 dags. 10. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 276/2013 dags. 14. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 596/2012 dags. 16. maí 2013 (Deka Bank Deutsche Girozentrale gegn íslenska ríkinu)[HTML] [PDF]

Hrd. 340/2013 dags. 29. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 96/2013 dags. 30. maí 2013 (Óseyrarbraut - Vinnuslys)[HTML] [PDF]

Hrd. 749/2012 dags. 30. maí 2013 (Lagaheimild skilyrða fyrir eftirgjöf á vörugjaldi)[HTML] [PDF]

Hrd. 52/2013 dags. 30. maí 2013 (Stjórnvaldssekt)[HTML] [PDF]

Hrd. 50/2013 dags. 30. maí 2013 (Plastiðjan)[HTML] [PDF]

Hrd. 328/2013 dags. 31. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 327/2013 dags. 31. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 352/2013 dags. 5. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 85/2013 dags. 6. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 131/2013 dags. 6. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 61/2013 dags. 13. júní 2013 (Bótaréttur og búsetuskilyrði)[HTML] [PDF]

Hrd. 90/2013 dags. 19. júní 2013 (Ljósastandur)[HTML] [PDF]

Hrd. 383/2013 dags. 19. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 392/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 656/2012 dags. 19. september 2013 (Möðruvallaafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 533/2013 dags. 19. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 437/2013 dags. 20. september 2013 (Skútuvogur)[HTML] [PDF]

Hrd. 547/2012 dags. 26. september 2013 (Landamerki Reykjahlíðar)[HTML] [PDF]

Hrd. 411/2012 dags. 26. september 2013 (Þingeyjarsveit)[HTML] [PDF]

Hrd. 239/2013 dags. 26. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 489/2013 dags. 8. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 617/2012 dags. 10. október 2013 (Land á Hellisheiði)[HTML] [PDF]

Hrd. 191/2012 dags. 17. október 2013 (Frávísun norsks ríkisborgara)[HTML] [PDF]

Hrd. 405/2013 dags. 24. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 372/2013 dags. 24. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 552/2013 dags. 28. október 2013 (Commerzbank II)[HTML] [PDF]

Hrd. 674/2013 dags. 4. nóvember 2013 (Skilnaðarleyfi / andlát)[HTML] [PDF]
M hafði óskað skilnaðar að borði og sæng og óskaði opinberra skipta. M lést hins vegar rétt fyrir fyrsta skiptafundinn er varð til þess að skiptaferlinu var lokað. Börn M andmæltu og kröfðust þess að sýslumaður myndi gefa út leyfi til skilnaðar að borði og sæng miðað við daginn sem lögmaður K afhenti sýslumanni með úrskurð héraðsdóms um opinber skipti. Sýslumaður synjaði beiðninni.

Niðurstaða málsins var sú að fallist var á kröfu K um opinber skipti þar sem hún gæti lagt fram slíka kröfu sem maki M, þar sem skilnaðarleyfið hafði ekki verið gefið út fyrir andlátið.
Hrd. 686/2013 dags. 13. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 462/2013 dags. 21. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 304/2013 dags. 5. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 752/2013 dags. 6. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 529/2013 dags. 23. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 439/2013 dags. 30. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 809/2013 dags. 30. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 805/2013 dags. 10. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 88/2013 dags. 13. febrúar 2014 (Umboðssvik - Vafningur - Milestone)[HTML] [PDF]

Hrd. 144/2014 dags. 6. mars 2014 (Félag fasteignasala)[HTML] [PDF]

Hrd. 638/2013 dags. 13. mars 2014 (Lýsing hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 205/2014 dags. 31. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 207/2014 dags. 31. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 178/2014 dags. 1. apríl 2014 (Blikanes - VG Investment A/S)[HTML] [PDF]

Hrd. 179/2014 dags. 1. apríl 2014 (VG Investment A/S)[HTML] [PDF]

Hrd. 180/2014 dags. 1. apríl 2014 (VG Investment A/S)[HTML] [PDF]

Hrd. 181/2014 dags. 1. apríl 2014 (VG Investment A/S)[HTML] [PDF]

Hrd. 182/2014 dags. 1. apríl 2014 (VG Investment A/S)[HTML] [PDF]

Hrd. 726/2013 dags. 10. apríl 2014 (Auðlegðarskattur)[HTML] [PDF]

Hrd. 267/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 242/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 243/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 241/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 227/2014 dags. 30. apríl 2014 (Búseturéttur - Drekavogur)[HTML] [PDF]

Hrd. 246/2014 dags. 5. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 19/2014 dags. 8. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 296/2014 dags. 14. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 286/2014 dags. 22. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 475/2014 dags. 4. júní 2014 (Forkaupsréttur að fiskiskipi - Síldarvinnslan)[HTML] [PDF]
Sveitarfélag taldi sig geta gengið inn í hlutabréfakaup á grundvelli forkaupsréttar. Téður forkaupsréttur byggðist á lagaákvæði um að sveitarfélög hefðu forkaupsrétt á fiskiskipum er hefðu leyfi til veiða í atvinnuskyni til útgerðar sem hefði heimilisfesti í öðru sveitarfélagi, og ætti þá sveitarstjórnin í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt á skipinu.

Héraðsdómur hafði samþykkt kröfu sveitarfélagsins á þeim grundvelli að með sölu á hlutabréfum fyrirtækis væri verið að fara fram hjá markmiði lagaákvæðisins. Hæstiréttur var á öðru máli og taldi að ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi eignarréttur mæltu gegn því að lögjafna á þessum forsendum, og synjaði því kröfu sveitarfélagsins.
Hrd. 382/2014 dags. 11. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 774/2013 dags. 12. júní 2014 (Lóð í Þormóðsdal)[HTML] [PDF]

Hrd. 669/2013 dags. 12. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 415/2014 dags. 24. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 532/2014 dags. 18. ágúst 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 528/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 11/2014 dags. 11. september 2014 (Toppfiskur)[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2014 dags. 18. september 2014 (Vaskárdalur)[HTML] [PDF]

Hrd. 360/2013 dags. 18. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 92/2013 dags. 2. október 2014 (Atli Gunnarsson)[HTML] [PDF]
Synjað var skaðabótakröfu vegna ætlaðra mistaka við lagasetningu þar sem ekki var talið að meint mistök hafi verið nógu bersýnileg og alvarleg til að dæma bætur.
Hrd. 115/2014 dags. 16. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 679/2014 dags. 29. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 222/2014 dags. 30. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 711/2014 dags. 11. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 160/2014 dags. 20. nóvember 2014 (Fasteignamatsgjald)[HTML] [PDF]

Hrd. 446/2014 dags. 20. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 785/2014 dags. 10. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 326/2014 dags. 22. desember 2014 (Notkun fjárhagslegra upplýsinga í hefndarskyni)[HTML] [PDF]

Hrd. 389/2014 dags. 15. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 364/2014 dags. 15. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2015 dags. 19. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 331/2014 dags. 29. janúar 2015 (Fastur í stýrishúsi)[HTML] [PDF]

Hrd. 397/2014 dags. 5. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 32/2015 dags. 10. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 91/2015 dags. 17. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 97/2015 dags. 18. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 459/2014 dags. 19. febrúar 2015 (Kirkjuhurð)[HTML] [PDF]

Hrd. 482/2014 dags. 26. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 497/2014 dags. 26. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 139/2015 dags. 2. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 381/2014 dags. 5. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 141/2015 dags. 10. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 631/2014 dags. 12. mars 2015 (Endurgreiðsla virðisaukaskatts)[HTML] [PDF]

Hrd. 137/2015 dags. 12. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 156/2015 dags. 13. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 592/2014 dags. 19. mars 2015 (Veitingaleyfi)[HTML] [PDF]

Hrd. 228/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 251/2015 dags. 21. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 250/2015 dags. 21. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 675/2014 dags. 22. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 160/2015 dags. 13. maí 2015 (Verðtrygging)[HTML] [PDF]

Hrd. 373/2015 dags. 8. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 833/2014 dags. 11. júní 2015 (Hæfi / breytingar eftir héraðsdóm)[HTML] [PDF]
Uppnám sem héraðsdómur olli.

Héraðsdómur dæmdi föðurnum forsjá á báðum börnunum og þá fór mamman í felur með börnin.

M krafðist nýs mats eftir uppkvaðningu dóms héraðsdóms, og tók Hæstiréttur það fyrir.

K var talin hæfari skv. matsgerð en talið mikilvægara í dómi héraðsdóms að eldra barnið vildi ekki vera hjá K, heldur M, og að ekki ætti að skilja börnin að. Hæstiréttur var ósammála þeim forsendum og dæmdu forsjá þannig að eitt barnið væri í forsjá K og hitt forsjá M.

Talið að M hefði innrætt í eldri barnið hatur gagnvart K.

Matsmaður var í algjörum vandræðum í málinu.
Hrd. 520/2015 dags. 20. ágúst 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 516/2015 dags. 21. ágúst 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 26/2015 dags. 24. september 2015 (Tollafgreiðsla flugvélar)[HTML] [PDF]

Hrd. 49/2015 dags. 24. september 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 116/2015 dags. 15. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 2/2015 dags. 29. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 210/2015 dags. 5. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 211/2015 dags. 5. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 715/2015 dags. 11. nóvember 2015 (Ekki breytt lögheimili til bráðabirgða)[HTML] [PDF]

Hrd. 359/2015 dags. 19. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 497/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 352/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 243/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 351/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 152/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 238/2015 dags. 10. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 366/2015 dags. 17. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 168/2015 dags. 17. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 288/2015 dags. 17. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 324/2015 dags. 14. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 293/2015 dags. 21. janúar 2016 (Hlaupahjól)[HTML] [PDF]
Beitt var reglum um gangandi vegfarendur um aðila á hlaupahjóli, hvað varðaði hugsanlega meðábyrgð hans.
Hrd. 318/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML] [PDF]

Hrd. 319/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML] [PDF]

Hrd. 317/2015 dags. 21. janúar 2016 (Aðföng - Tollkvóti)[HTML] [PDF]

Hrd. 462/2015 dags. 28. janúar 2016 (Eyrarhóll)[HTML] [PDF]
Rækjuveiðar voru kvótasettar en síðan var kvótinn afnuminn af stjórnvöldum. Nokkrum árum síðar voru rækjuveiðar aftur kvótasettar. Aðili er hafði áður fengið kvóta til rækjuveiða vildi aftur kvóta en fékk ekki þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði laganna. Hæstiréttur taldi aðferðina málefnalega og synjaði kröfu hans. Aðilinn gæti hins vegar keypt kvóta.
Hrd. 281/2015 dags. 28. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 278/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 757/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 396/2015 dags. 11. febrúar 2016 (Snorri í Betel)[HTML] [PDF]

Hrd. 425/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 560/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 426/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 424/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 530/2015 dags. 3. mars 2016 (Lambhagi - Langanesmelar)[HTML] [PDF]
Stóð skýrt í samningnum að verið væri að selja jörð með áskilnaði um að laxveiðiréttindin yrðu eftir.
Hrd. 142/2016 dags. 9. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 468/2015 dags. 10. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 436/2015 dags. 10. mars 2016 (Bætur frá Tryggingastofnun)[HTML] [PDF]

Hrd. 121/2016 dags. 16. mars 2016 (Vatnsendi 10)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um frávísun máls er sneri að því hvort Kópavogsbær hafi greitt réttum aðila þær eignarnámsbætur sem ÞH fékk. Hæstiréttur taldi þýðingarmest í málinu að fyrir liggi eðli og umfang þeirra óbeinu eignarréttinda sem hvíla á jörðinni. Héraðsdómi var gert að taka málið til efnismeðferðar.
Hrd. 632/2015 nr. 28. apríl 2016 (Glerárgata 28)[HTML] [PDF]

Hrd. 113/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 615/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 276/2016 dags. 29. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 130/2016 dags. 4. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 310/2016 dags. 19. maí 2016 (Stakkahlíð í Loðmundarfirði)[HTML] [PDF]
Ekki var um augljós mistök að ræða og þinglýsingarstjórinn fór því út fyrir heimild sína þar sem honum hefði ekki verið heimilt að leiðrétta mistökin.
Hrd. 627/2015 dags. 26. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 643/2015 dags. 2. júní 2016 (Laugar í Súgandafirði)[HTML] [PDF]
Sveitarfélag keypti jarðhita af bónda og ætlaði að nota jarðhitann fyrir hitaveitu. Hæstiréttur leyfði þessu að ágangast þar sem þetta væri í hag almennings og ekki í andstöðu við tilgang laganna.
Hrd. 531/2015 dags. 2. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 810/2015 dags. 16. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 816/2015 dags. 15. september 2016 (Loforð fjármálaráðherra um endurgreiðslu skatts)[HTML] [PDF]

Hrd. 508/2015 dags. 15. september 2016 (Fjöldamörg brot m.a. gagnvart fyrrverandi sambýliskonu)[HTML] [PDF]

Hrd. 146/2016 dags. 15. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 850/2015 dags. 29. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 59/2016 dags. 20. október 2016 (Torfufell)[HTML] [PDF]

Hrd. 119/2016 dags. 27. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 269/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 712/2016 dags. 4. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 322/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Hnjótafjall)[HTML] [PDF]

Hrd. 323/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Skíðadalsafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 135/2016 dags. 24. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 706/2016 dags. 25. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 360/2015 dags. 1. desember 2016 (Júlíus Þór Sigurþórsson o.fl. - Verðsamráð - Einbeittur brotavilji)[HTML] [PDF]
Margir voru ákærðir vegna ólögmæts samráðs á markaði. Meðákærðir voru viðstaddir þegar aðrir ákærðir gáfu skýrslu. Talið var að ákærðu hefðu ekki átt að hlýða á framburð meðákærðu áður en þeir sjálfir væru búnir að gefa sína skýrslu.
Hrd. 80/2016 dags. 1. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 17/2016 dags. 1. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 769/2016 dags. 14. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 815/2016 dags. 15. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 798/2016 dags. 6. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 826/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 387/2016 dags. 2. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 252/2016 dags. 2. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 545/2016 dags. 2. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 133/2017 dags. 15. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 418/2016 dags. 16. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 85/2017 dags. 16. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 130/2017 dags. 22. mars 2017 (Aðfararheimild í 6 mánuði)[HTML] [PDF]
M hafði verið í neyslu og K var hrædd um að senda barnið í umgengni hjá honum sökum neyslunnar.
Krafist var dagsekta og tillaga um nýjan samning um umgengni.
M hafði líka höfðað forsjármál og var matsmaður kvaddur.
K hafði ítrekað tálmað umgengni en hún fór rétt fram eftir kvaðningu matsmannsins.
K hélt því fram við rekstur forsjármálsins að ekki væri þörf á aðför þar sem umgengnin hafði farið rétt fram, en dómarinn nefndi þau tengsl á réttri framkvæmd á umgengni við gerð matsgerðarinnar.
K var ekki talið heimilt að tálma umgengni M við barnið vegna áhyggja hennar um að M neytti enn fíkniefna.
Hrd. 566/2016 dags. 30. mars 2017 (Á eyrunum)[HTML] [PDF]

Hrd. 318/2016 dags. 30. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 489/2016 dags. 30. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 507/2016 dags. 6. apríl 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 709/2016 dags. 18. maí 2017 (Styrkleiki fíkniefna)[HTML] [PDF]

Hrd. 596/2016 dags. 18. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 391/2016 dags. 24. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 768/2016 dags. 1. júní 2017 (Ferðaþjónusta fatlaðra)[HTML] [PDF]

Hrd. 535/2016 dags. 1. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 308/2017 dags. 1. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 624/2016 dags. 8. júní 2017 (101 Skuggahverfi)[HTML] [PDF]

Hrd. 313/2017 dags. 12. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 427/2017 dags. 25. júlí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 432/2017 dags. 2. ágúst 2017 (Aðild Landverndar - Kröflulína 4)[HTML] [PDF]

Hrd. 441/2017 dags. 14. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 425/2017 dags. 22. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 447/2017 dags. 22. ágúst 2017 (Málsóknarfélag hluthafa Landsbanka Íslands)[HTML] [PDF]

Hrd. 449/2017 dags. 22. ágúst 2017 (Málsóknarfélag hluthafa Landsbanka Íslands III)[HTML] [PDF]

Hrd. 448/2017 dags. 22. ágúst 2017 (Málsóknarfélag hluthafa Landsbanka Íslands II)[HTML] [PDF]

Hrd. 779/2016 dags. 21. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 266/2017 dags. 5. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 173/2017 dags. 5. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 505/2016 dags. 12. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 629/2017 dags. 19. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 731/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 610/2017 dags. 7. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 464/2017 dags. 9. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 862/2016 dags. 16. nóvember 2017 (Staðarmörk Reykjavíkur)[HTML] [PDF]

Hrd. 671/2017 dags. 16. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 655/2016 dags. 30. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 718/2016 dags. 7. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 763/2017 dags. 13. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 591/2017 dags. 19. desember 2017 (Skipun landsréttardómara)[HTML] [PDF]

Hrd. 592/2017 dags. 19. desember 2017 (Skipun landsréttardómara)[HTML] [PDF]

Hrd. 846/2017 dags. 16. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 776/2017 dags. 23. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 435/2017 dags. 25. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 514/2017 dags. 1. febrúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 159/2017 dags. 8. mars 2018 (Greiðsluaðlögun)[HTML] [PDF]
Skuldari fór í greiðsluaðlögun og fékk greiðsluskjól er fólst í því að enginn kröfuhafi mátti beita vanefndaúrræðum á hendur skuldaranum á þeim tíma. Þegar greiðsluskjólið leið undir lok fór einn kröfuhafi skuldarans í dómsmál og krafðist dráttarvaxta fyrir það tímabil.

Hæstiréttur synjaði dráttarvaxtakröfunni fyrir tímabilið sem greiðsluskjólsúrræðið var virkt á þeim forsendum að lánardrottnar mættu ekki krefjast né taka við greiðslum frá skuldara á meðan það ástand varaði og ættu því ekki kröfu á dráttarvexti. Hins vegar reiknast almennir vextir á umræddu tímabili.
Hrd. 507/2017 dags. 22. mars 2018 (Munur á hæfi/tengsl/stöðugleiki)[HTML] [PDF]

Hrd. 312/2017 dags. 9. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 789/2017 dags. 17. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 501/2017 dags. 24. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 8/2018 dags. 5. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 557/2017 dags. 7. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 647/2017 dags. 21. júní 2018 (Kálfaströnd)[HTML] [PDF]

Hrd. 747/2017 dags. 21. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 636/2017 dags. 26. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 495/2017 dags. 20. september 2018 (Hagaflöt 20)[HTML] [PDF]
Fasteign var keypt á 71 milljón króna. Kaupandi taldi hana verulega gallaða og aflaði sér matsgerðar um þá. Samkvæmt henni námu gallarnir alls 3,2 milljónum (4,5% af kaupverðinu). Kaupandi bar fyrir sig að seljandi hefði bakað sér sök vegna vanrækslu upplýsingaskyldu sinnar.

Hæstiréttur féllst ekki á hina meintu vanrækslu upplýsingarskyldunnar og taldi að gallarnir væru ekki nógu miklar til að heimila riftun án hinnar meintu sakar. Hins vegar féllst hann á skaðabótakröfu kaupandans upp á 1,1 milljón króna.
Hrd. 160/2017 dags. 20. september 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 638/2017 dags. 27. september 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 639/2017 dags. 27. september 2018 (Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans)[HTML] [PDF]

Hrd. 154/2017 dags. 11. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 33/2017 dags. 18. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 25/2017 dags. 18. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 106/2017 dags. 25. október 2018 (aðgengi fatlaðs einstaklings að fasteignum á vegum sveitarfélags)[HTML] [PDF]

Hrd. 788/2017 dags. 25. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 492/2017 dags. 1. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 373/2017 dags. 1. nóvember 2018 (Deloitte ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 834/2017 dags. 8. nóvember 2018 (Fífuhvammur)[HTML] [PDF]

Hrd. 463/2017 dags. 8. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 855/2017 dags. 15. nóvember 2018 (Gerðakot)[HTML] [PDF]

Hrd. 795/2017 dags. 15. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 811/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 843/2017 dags. 6. desember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 18/2018 dags. 16. janúar 2019 (Álag á skattstofna og ábyrgð maka - Ekki ábyrgð á álagi)[HTML] [PDF]
K var rukkuð um vangoldna skatta M og lætur reyna á allt í málinu. Meðal annars að verið sé að rukka K um bæði skattinn og álagið. Álagið er refsing og því ætti hún ekki að bera ábyrgð á því.

Hæsturéttur vísaði í dómaframkvæmd MSE og þar var búið að kveða á um að skattaálög séu refsikennd viðurlög. Löggjafinn hafði ekki orðað það nógu skýrt að makinn bæri ábyrgð á greiðslu álagsins og þurfti K því ekki að greiða skattinn þar sem bæði skatturinn og álagið voru saman í dómkröfu.
Hrd. 26/2018 dags. 27. febrúar 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 29/2018 dags. 22. mars 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 34/2018 dags. 14. maí 2019 (Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - Tekjustofnum sveitarfélaga breytt með reglugerð)[HTML] [PDF]
Gerð var breyting á lögum og með reglugerð var kveðið á um að sum sveitarfélög fengju ekki jöfnunargjöldin lengur. Sveitarfélagið var ekki sátt og fer fram á það við dómi að íslenska ríkið greiði þeim samsvarandi upphæð og ef niðurfellingin hefði ekki orðið.

Hæstiréttur klofnaði í niðurstöðu sinni. Meiri hlutinn taldi að hér væri um að ræða of víðtækt framsal valds og féllst því á kröfu sveitarfélagsins. Ágreiningurinn milli meiri og minni hluta virðist felast í því hversu strangar kröfur þarf að gera til slíks framsals.
Hrd. 12/2018 dags. 21. maí 2019 (Endurupptaka - Skattur - Ne bis in idem)[HTML] [PDF]

Hrd. 33/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 43/2019 dags. 23. september 2019 (Kyrrsett þota)[HTML] [PDF]
Heimild var í loftferðarlögum um kyrrsetningar á flugvélum á flugvöllum. Fallist var á aðfarargerð um að fjarlægja þotuna af vellinum en síðar úreltust lögvörðu hagsmunirnir þar sem þotan var farin af flugvellinum.
Hrd. 40/2019 dags. 16. desember 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 49/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 58/2019 dags. 10. mars 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 57/2019 dags. 9. júní 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 2/2020 dags. 19. júní 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 42/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 27/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 23/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 22/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 30/2020 dags. 18. febrúar 2021 (Heilari)[HTML] [PDF]

Hrd. 26/2020 dags. 4. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 34/2019 dags. 12. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 35/2019 dags. 12. mars 2021 (Markaðsmisnotkun - Landsbankinn)[HTML] [PDF]

Hrd. 29/2020 dags. 25. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 4/2021 dags. 27. maí 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 3/2021 dags. 27. maí 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2021 dags. 16. júní 2021 (Þynging vegna nauðgunarbrots)[HTML] [PDF]

Hrd. 36/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Hrd. 41/2020 dags. 13. október 2021[HTML]

Hrd. 40/2021 dags. 13. október 2021[HTML]

Hrd. 18/2021 dags. 3. nóvember 2021[HTML]

Hrd. 27/2021 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Hrd. 28/2021 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Hrd. 52/2021 dags. 6. apríl 2022[HTML]

Hrd. 33/2021 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Hrd. 34/2021 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Hrd. 35/2021 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Hrd. 50/2021 dags. 4. maí 2022[HTML]

Hrd. 7/2022 dags. 5. október 2022[HTML]

Hrd. 2/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Hrd. 8/2022 dags. 9. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 30/2022 dags. 30. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 37/2022 dags. 15. febrúar 2023[HTML]

Hrd. 38/2022 dags. 1. mars 2023[HTML]

Hrd. 19/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Hrd. 31/2023 dags. 31. janúar 2024[HTML]

Hrd. 24/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Hrd. 27/2023 dags. 13. mars 2024[HTML]

Hrd. 34/2023 dags. 6. maí 2024[HTML]

Hrd. 2/2024 dags. 5. júní 2024[HTML]

Hrd. 20/2024 dags. 12. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 3/2020 dags. 18. nóvember 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd neytendamála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2010 (Kæra Byko ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 3/2010)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2020 (Kæra Sýnar hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 57/2019 frá 19. desember 2019.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 11/2019 (Kæra Íslandsbanka hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 49/2019 frá 26. nóvember 2019.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2012 (Kæra Múrbúðarinnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 13/2012.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2021 (Kæra Sante ehf. og ST ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 19. maí 2021.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 14/2021 (Kæra Cromwell Rugs ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 14. október 2021.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 15/2009 (Kæra SP-Fjármögnunar hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 25/2009)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 16/2009 (Kæra Hagkaupa á ákvörðunum Neytendastofu 29. júní 2009 og 17. nóvember 2009)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 16/2021 (Kæra Bonum ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 43/2021 frá 19. október 2021.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 17/2010 (Kæra Húsasmiðjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 50/2010 og ákvörðun frá 28. október 2010.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 17/2014 (Kæra Atlantsolíu hf. á ákvörðun Neytendastofu 28. júlí 2014 nr. 34/2014.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 18/2012 (Kæra Húsasmiðjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 24. september 2012.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 19/2011 (Kæra Upplýsingastýringar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 49/2011)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2018 (Kæra Hilmars F. Thorarensen á ákvörðun Neytendastofu frá 24. apríl 2018.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2019 (Kæra Guide to Iceland ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 19/2019)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2022 (Kæra Símans hf. á ákvörðun Neytendastofu frá 24. janúar 2022.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 20/2011 (Kæra Drífu ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 60/2010.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 23/2011 (Kæra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á ákvörðun sem lýst er yfir í bréfi Neytendastofu, dags. 16. nóvember 2011.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2022 (Kæra Volcano hótel ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 1. mars 2022.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2012 (Kæra Samkaupa hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2012)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2013 (Kæra Lyfju hf. á ákvörðun Neytendastofu 18. júlí 2013)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2021 (Kæra Íþróttasambands lögreglumanna á ákvörðun Neytendastofu frá 18. mars 2021.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2014 (Kæra Íslandsbanka hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 8/2014.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2022 (Kæra Ungmennafélags Íslands á ákvörðun Neytendastofu frá 5. júlí 2022.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2011 (Kæra Nýherja hf. á ákvörðun Neytendastofu 2. maí 2011.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2013 (Kæra Egilsson ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 20/2013)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2017 (Kæra Tölvuteks ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 20/2017.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2009 (Kæra Vatnaveraldar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 17/2009 frá 5. júní 2009)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2021 (Kæra Sólvallar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2021 frá 17. maí 2021.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2010 (Kæra Dufthúðunar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2010)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2016 (Kæra Hópkaupa ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 62/2016.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2018 (Kæra Tölvulistans ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 20/2017.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2019 (Kæra Styrktarsjóðs í minningu Sigurbjargar á ákvörðun Neytendastofu „um að veita neikvæða umsögn um tollafgreiðslu“ tiltekinnar sendingar.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2021 (Kæra Flekaskila ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 19. maí 2021.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2010 (Kæra Punktakerfis ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 30/2010.)

Fara á yfirlit

Endurupptökudómur

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 9/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 4/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 15/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 2/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 18/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 3/2021 dags. 25. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 16/2022 dags. 30. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 27/2022 dags. 16. maí 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 25/2022 dags. 16. maí 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2023 dags. 19. október 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Endurupptökunefnd

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 3/2018 dags. 1. júlí 2019

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Dómur Félagsdóms 1956:146 í máli nr. 1/1955

Úrskurður Félagsdóms 1962:82 í máli nr. 9/1962

Dómur Félagsdóms 1969:128 í máli nr. 6/1968

Dómur Félagsdóms 1969:156 í máli nr. 8/1969

Dómur Félagsdóms 1971:1 í máli nr. 3/1970

Úrskurður Félagsdóms 1980:198 í máli nr. 2/1980

Dómur Félagsdóms 1980:213 í máli nr. 2/1980

Dómur Félagsdóms 1983:300 í máli nr. 2/1983

Dómur Félagsdóms 1984:88 í máli nr. 11/1984

Dómur Félagsdóms 1987:182 í máli nr. 4/1987

Dómur Félagsdóms 1989:280 í máli nr. 1/1989

Dómur Félagsdóms 1990:333 í máli nr. 1/1990

Dómur Félagsdóms 1990:392 í máli nr. 6/1990

Úrskurður Félagsdóms 1991:406 í máli nr. 1/1991

Dómur Félagsdóms 1991:439 í máli nr. 5/1991

Dómur Félagsdóms 1992:474 í máli nr. 10/1991

Dómur Félagsdóms 1992:485 í máli nr. 3/1992

Dómur Félagsdóms 1992:494 í máli nr. 4/1992

Dómur Félagsdóms 1993:29 í máli nr. 1/1992

Dómur Félagsdóms 1997:10 í máli nr. 15/1996

Dómur Félagsdóms 1997:195 í máli nr. 11/1997

Dómur Félagsdóms 1998:249 í máli nr. 10/1997

Dómur Félagsdóms 1998:330 í máli nr. 12/1998

Dómur Félagsdóms í máli nr. 6/2000 dags. 8. júní 2000

Dómur Félagsdóms í máli nr. 9/2000 dags. 28. september 2000

Dómur Félagsdóms í máli nr. 3/2001 dags. 27. febrúar 2001

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 4/2001 dags. 19. mars 2001

Dómur Félagsdóms í máli nr. 11/2001 dags. 20. maí 2001

Dómur Félagsdóms í máli nr. 13/2001 dags. 29. maí 2001

Dómur Félagsdóms í máli nr. 12/2001 dags. 30. maí 2001

Dómur Félagsdóms í máli nr. 1/2002 dags. 16. janúar 2002

Dómur Félagsdóms í máli nr. 6/2002 dags. 11. júlí 2002

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 2/2004 dags. 17. maí 2004

Dómur Félagsdóms í máli nr. 6/2007 dags. 21. desember 2007

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 1/2009 dags. 3. apríl 2009

Dómur Félagsdóms í máli nr. 5/2009 dags. 24. apríl 2009

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2013 dags. 20. janúar 2014

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-14/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-13/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-11/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-10/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-7/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-17/2015 dags. 10. maí 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2015 dags. 15. maí 2015

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-19/2015 dags. 29. júní 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-22/2015 dags. 14. október 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-16/2015 dags. 28. október 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-16/2019 dags. 20. desember 2019

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-19/2019 dags. 13. febrúar 2020

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-22/2020 dags. 29. apríl 2021

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-21/2020 dags. 29. apríl 2021

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-17/2020 dags. 16. júní 2021

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-17/2021 dags. 23. nóvember 2021

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-20/2021 dags. 16. desember 2021

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-20/2021 dags. 31. maí 2022

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-3/2022 dags. 27. júní 2022

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-3/2022 dags. 23. nóvember 2022

Fara á yfirlit

Fjarskiptastofa

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 8/2022 dags. 22. september 2022

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 5/2023 dags. 13. júní 2023

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 6/2023 dags. 22. júní 2023

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 4/2024 dags. 7. maí 2024

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-25/2004 dags. 12. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-349/2007 dags. 10. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-350/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-43/2008 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-42/2008 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-347/2007 dags. 5. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. A-4/2010 dags. 14. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-1/2008 dags. 25. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-352/2009 dags. 11. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-25/2011 dags. 7. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-119/2011 dags. 11. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-59/2012 dags. 11. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-50/2014 dags. 1. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. T-1/2015 dags. 8. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-17/2018 dags. 9. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-62/2017 dags. 14. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-32/2018 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. U-2/2019 dags. 23. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-188/2020 dags. 24. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-86/2020 dags. 10. maí 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-614/2006 dags. 5. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-400/2006 dags. 2. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-132/2008 dags. 11. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-137/2008 dags. 24. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-107/2008 dags. 18. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-108/2008 dags. 26. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-106/2008 dags. 4. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-69/2009 dags. 16. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-68/2009 dags. 27. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-67/2009 dags. 13. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-110/2010 dags. 20. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-19/2010 dags. 24. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-71/2010 dags. 11. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-75/2010 dags. 14. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-74/2010 dags. 15. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-181/2014 dags. 10. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-163/2014 dags. 24. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-33/2010 dags. 30. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-34/2010 dags. 22. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-196/2012 dags. 2. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-197/2012 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-175/2012 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-80/2015 dags. 13. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-66/2015 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-43/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-640/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-485/2020 dags. 22. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-523/2021 dags. 29. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Y-88/2022 dags. 14. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-23/2023 dags. 21. júní 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. A-5/2007 dags. 3. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-31/2007 dags. 24. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-24/2010 dags. 13. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-25/2013 dags. 17. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012 dags. 5. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-24/2015 dags. 31. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-23/2015 dags. 31. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-29/2015 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-28/2015 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-35/2020 dags. 17. desember 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-545/2006 dags. 8. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-1/2007 dags. 26. október 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1351/2007 dags. 20. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-597/2009 dags. 28. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2371/2009 dags. 8. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-4975/2009 dags. 29. október 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-20/2011 dags. 22. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-10/2011 dags. 22. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-598/2011 dags. 29. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Z-6/2011 dags. 20. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-5/2011 dags. 27. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-215/2012 dags. 20. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-20/2012 dags. 21. september 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-14/2012 dags. 26. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-362/2013 dags. 8. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. K-2/2014 dags. 14. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-111/2014 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. K-3/2014 dags. 12. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-363/2014 dags. 28. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-234/2014 dags. 11. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-555/2014 dags. 29. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-218/2014 dags. 9. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1165/2014 dags. 21. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-648/2014 dags. 3. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-186/2015 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-416/2014 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-416/2015 dags. 9. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-489/2015 dags. 6. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-138/2016 dags. 29. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-476/2015 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-220/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-209/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-364/2015 dags. 24. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-873/2016 dags. 10. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-126/2016 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-934/2016 dags. 3. maí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-837/2016 dags. 8. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-526/2015 dags. 2. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-86/2017 dags. 6. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-934/2016 dags. 13. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-837/2016 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-202/2017 dags. 19. desember 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-115/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1131/2018 dags. 18. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1480/2019 dags. 25. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-152/2019 dags. 25. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1362/2014 dags. 22. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2261/2020 dags. 16. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-884/2020 dags. 14. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-3320/2020 dags. 29. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3237/2020 dags. 5. júlí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1127/2021 dags. 21. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1972/2021 dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2111/2021 dags. 17. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1845/2021 dags. 7. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1255/2021 dags. 12. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-3321/2020 dags. 12. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1547/2021 dags. 25. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2261/2020 dags. 16. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1231/2021 dags. 10. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1473/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1532/2022 dags. 7. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-37/2021 dags. 23. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2537/2021 dags. 25. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1472/2022 dags. 5. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2835/2023 dags. 13. maí 2024[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-1127/2024 dags. 14. júní 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-585/2024 dags. 26. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4419/2005 dags. 15. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1026/2005 dags. 15. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7517/2005 dags. 22. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6137/2005 dags. 22. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2308/2005 dags. 31. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6735/2005 dags. 17. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4732/2005 dags. 22. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1713/2005 dags. 10. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1117/2006 dags. 29. september 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1789/2006 dags. 20. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7846/2005 dags. 20. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2558/2005 dags. 24. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7356/2005 dags. 27. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7840/2005 dags. 6. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-197/2006 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1939/2006 dags. 19. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2245/2006 dags. 11. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2188/2006 dags. 9. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3994/2006 dags. 16. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2039/2006 dags. 28. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-514/2006 dags. 3. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4825/2006 dags. 9. maí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6574/2006 dags. 6. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4323/2006 dags. 9. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1714/2007 dags. 12. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-934/2007 dags. 13. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-342/2007 dags. 28. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2279/2006 dags. 17. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7219/2006 dags. 4. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3094/2006 dags. 14. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5801/2007 dags. 26. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4843/2007 dags. 15. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5974/2006 dags. 15. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6569/2006 dags. 22. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6574/2006 dags. 5. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6497/2007 dags. 11. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8306/2007 dags. 18. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8305/2007 dags. 18. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6117/2007 dags. 20. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-515/2007 dags. 2. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6979/2007 dags. 3. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6978/2007 dags. 3. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6780/2007 dags. 4. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-440/2008 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6490/2007 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5905/2007 dags. 10. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1216/2008 dags. 11. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2097/2008 dags. 5. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7691/2007 dags. 22. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-666/2008 dags. 23. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1195/2006 dags. 28. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4726/2008 dags. 18. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6010/2008 dags. 3. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1611/2008 dags. 4. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3667/2007 dags. 16. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9297/2008 dags. 26. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5364/2008 dags. 8. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6177/2008 dags. 13. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12017/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-32/2009 dags. 9. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6012/2008 dags. 27. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1324/2009 dags. 5. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4551/2009 dags. 25. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1173/2008 dags. 8. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1172/2008 dags. 8. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6971/2009 dags. 16. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1069/2009 dags. 11. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1170/2008 dags. 12. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11360/2008 dags. 24. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-26/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-38/2009 dags. 1. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2103/2009 dags. 9. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3501/2009 dags. 30. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4948/2009 dags. 15. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1141/2010 dags. 27. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11720/2009 dags. 28. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-52/2009 dags. 2. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1911/2007 dags. 9. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-344/2010 dags. 24. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4787/2010 dags. 23. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1990/2009 dags. 31. ágúst 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11139/2009 dags. 27. september 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-93/2009 dags. 29. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8541/2009 dags. 5. október 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-6/2010 dags. 12. október 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-20/2010 dags. 19. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-19/2010 dags. 19. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11047/2008 dags. 1. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-455/2010 dags. 8. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2960/2010 dags. 10. desember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-7/2010 dags. 15. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11595/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2832/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-38/2009 dags. 14. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6295/2009 dags. 21. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2758/2010 dags. 27. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-20/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-19/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-27/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-26/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-25/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-24/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-23/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-21/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1176/2008 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2413/2010 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1171/2008 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-37/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-36/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5474/2010 dags. 29. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4446/2010 dags. 25. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-54/2011 dags. 7. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-751/2011 dags. 28. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5176/2010 dags. 28. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2824/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4902/2010 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8/2011 dags. 11. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12435/2009 dags. 11. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-236/2011 dags. 21. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6159/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6158/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7135/2010 dags. 5. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7596/2010 dags. 23. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1449/2011 dags. 3. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-374/2011 dags. 6. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2596/2011 dags. 22. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3216/2011 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4450/2011 dags. 5. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2253/2011 dags. 30. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2380/2011 dags. 23. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10868/2009 dags. 9. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4633/2011 dags. 24. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4455/2011 dags. 31. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1942/2012 dags. 4. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-161/2011 dags. 15. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 28. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10158/2009 dags. 3. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10157/2009 dags. 3. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3842/2011 dags. 17. ágúst 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-189/2012 dags. 20. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4668/2011 dags. 3. október 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-447/2011 dags. 22. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2380/2011 dags. 6. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1188/2012 dags. 12. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-446/2011 dags. 12. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-559/2012 dags. 15. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4512/2011 dags. 21. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4226/2011 dags. 21. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2657/2011 dags. 23. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4608/2011 dags. 5. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4607/2011 dags. 5. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1603/2012 dags. 13. desember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-439/2011 dags. 14. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2150/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1817/2012 dags. 14. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1816/2012 dags. 14. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1398/2012 dags. 11. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2817/2012 dags. 14. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1751/2012 dags. 7. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-37/2013 dags. 22. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1877/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-43/2012 dags. 9. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3608/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3607/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-118/2011 dags. 7. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-69/2012 dags. 14. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2011 dags. 17. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2478/2012 dags. 3. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1817/2012 dags. 18. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3286/2012 dags. 24. september 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7461/2010 dags. 8. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2817/2012 dags. 9. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3827/2011 dags. 11. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3826/2011 dags. 11. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-179/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-663/2013 dags. 4. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1547/2013 dags. 12. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-425/2013 dags. 12. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1785/2013 dags. 20. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1910/2013 dags. 4. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-606/2013 dags. 6. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3055/2012 dags. 10. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-58/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-65/2012 dags. 4. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-64/2012 dags. 4. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-63/2012 dags. 4. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-404/2012 dags. 4. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-66/2012 dags. 4. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3124/2012 dags. 5. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2624/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2381/2011 dags. 21. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1067/2012 dags. 21. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2361/2013 dags. 28. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2733/2013 dags. 5. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-625/2012 dags. 7. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-991/2012 dags. 14. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3827/2011 dags. 14. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3826/2011 dags. 14. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1013/2013 dags. 31. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-244/2013 dags. 8. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2602/2013 dags. 14. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3569/2012 dags. 16. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2766/2013 dags. 28. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-243/2013 dags. 2. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-644/2013 dags. 6. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4118/2013 dags. 9. maí 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-55/2013 dags. 26. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4986/2013 dags. 27. maí 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3287/2013 dags. 6. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2520/2013 dags. 10. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2714/2013 dags. 10. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-908/2013 dags. 26. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1467/2013 dags. 10. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-9/2013 dags. 14. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-8/2013 dags. 14. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1287/2012 dags. 15. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1438/2012 dags. 20. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1441/2013 dags. 22. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-509/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-269/2014 dags. 28. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-38/2014 dags. 2. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-738/2014 dags. 17. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-737/2014 dags. 17. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5054/2013 dags. 18. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1875/2012 dags. 19. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3002/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-342/2014 dags. 21. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3621/2014 dags. 26. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3223/2014 dags. 30. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-12/2012 dags. 6. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4521/2013 dags. 6. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5193/2013 dags. 25. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-24/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-21/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-20/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1962/2013 dags. 31. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1754/2013 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3607/2014 dags. 24. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4547/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4438/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2585/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2025/2014 dags. 21. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4776/2013 dags. 29. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3525/2014 dags. 11. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-327/2015 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-950/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5039/2014 dags. 7. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9/2014 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-916/2014 dags. 17. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1601/2013 dags. 24. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11/2014 dags. 28. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4460/2014 dags. 1. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-363/2014 dags. 22. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2616/2014 dags. 3. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1179/2015 dags. 27. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5093/2014 dags. 9. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2517/2015 dags. 4. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-575/2010 dags. 2. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4492/2014 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-986/2015 dags. 9. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-953/2014 dags. 11. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4079/2015 dags. 14. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4451/2014 dags. 30. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2597/2015 dags. 4. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2549/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3924/2015 dags. 13. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4048/2014 dags. 15. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2614/2014 dags. 25. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1899/2015 dags. 30. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1225/2015 dags. 7. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1934/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1935/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1932/2015 dags. 16. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4661/2014 dags. 23. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4210/2014 dags. 25. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5075/2014 dags. 5. ágúst 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3616/2015 dags. 21. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5/2016 dags. 30. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1020/2015 dags. 11. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3784/2015 dags. 17. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3783/2015 dags. 17. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-554/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-203/2016 dags. 26. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1163/2016 dags. 18. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1471/2014 dags. 18. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. M-96/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-107/2013 dags. 22. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2108/2016 dags. 1. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2094/2016 dags. 3. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2995/2016 dags. 24. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2888/2016 dags. 12. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2472/2016 dags. 24. maí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3655/2016 dags. 22. júní 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3654/2016 dags. 22. júní 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3653/2016 dags. 22. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2988/2016 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2876/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2112/2017 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2014/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1922/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-39/2017 dags. 29. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3482/2016 dags. 29. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-225/2016 dags. 12. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-580/2016 dags. 13. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-188/2016 dags. 30. október 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-21/2017 dags. 3. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-495/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-188/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-187/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1105/2017 dags. 20. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-77/2017 dags. 20. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2203/2016 dags. 27. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1470/2017 dags. 8. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1277/2017 dags. 15. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3434/2017 dags. 2. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1054/2017 dags. 2. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3300/2016 dags. 7. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-324/2017 dags. 9. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1032/2017 dags. 1. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1931/2017 dags. 18. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3477/2017 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-550/2016 dags. 16. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1504/2017 dags. 28. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3071/2017 dags. 5. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2996/2017 dags. 15. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2470/2016 dags. 21. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2967/2017 dags. 3. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4056/2017 dags. 19. október 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-408/2018 dags. 30. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2718/2017 dags. 30. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1028/2018 dags. 21. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3896/2017 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-413/2018 dags. 29. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2891/2017 dags. 19. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2109/2018 dags. 23. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2895/2017 dags. 27. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-205/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4049/2017 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1245/2017 dags. 18. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2014 dags. 25. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4223/2018 dags. 28. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4055/2017 dags. 28. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-408/2018 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1512/2018 dags. 10. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1511/2018 dags. 10. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1510/2018 dags. 10. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1509/2018 dags. 10. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1508/2018 dags. 10. maí 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-2/2019 dags. 16. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2411/2017 dags. 7. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-316/2019 dags. 18. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-406/2019 dags. 1. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3373/2018 dags. 5. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4220/2018 dags. 15. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4684/2019 dags. 3. desember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4/2019 dags. 13. desember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2374/2018 dags. 19. desember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1560/2019 dags. 10. janúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3709/2019 dags. 24. janúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3658/2018 dags. 31. janúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-194/2019 dags. 11. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3366/2018 dags. 14. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-132/2019 dags. 12. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-139/2020 dags. 12. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-130/2019 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2186/2019 dags. 16. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2527/2018 dags. 8. apríl 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6400/2019 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-7537/2019 dags. 29. maí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1738/2018 dags. 29. maí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-6172/2019 dags. 12. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2516/2016 dags. 19. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5094/2019 dags. 14. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-611/2020 dags. 14. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-388/2019 dags. 21. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1421/2020 dags. 17. nóvember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3141/2020 dags. 4. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1762/2020 dags. 8. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6830/2020 dags. 15. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3061/2020 dags. 17. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2563/2020 dags. 18. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-464/2020 dags. 27. janúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-6440/2019 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1527/2020 dags. 9. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-988/2020 dags. 9. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8237/2020 dags. 24. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1889/2020 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4144/2019 dags. 31. maí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-466/2020 dags. 4. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6573/2020 dags. 15. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2712/2020 dags. 16. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-7553/2019 dags. 16. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5333/2019 dags. 24. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3965/2018 dags. 24. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7866/2020 dags. 25. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5637/2020 dags. 11. ágúst 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6511/2020 dags. 11. ágúst 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6510/2020 dags. 11. ágúst 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3061/2020 dags. 22. september 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2014 dags. 8. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3016/2021 dags. 19. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1754/2021 dags. 22. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3872/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7988/2020 dags. 26. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1616/2021 dags. 1. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2669/2020 dags. 22. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2668/2020 dags. 22. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2667/2020 dags. 22. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3895/2021 dags. 10. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2070/2020 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-491/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-127/2021 dags. 31. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-967/2019 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4353/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2855/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4282/2020 dags. 2. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2133/2021 dags. 16. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5076/2020 dags. 1. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2229/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2857/2020 dags. 29. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-999/2022 dags. 5. maí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2481/2019 dags. 5. maí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2470/2021 dags. 31. maí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-481/2022 dags. 2. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2267/2022 dags. 24. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4922/2021 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1762/2021 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1149/2022 dags. 15. júlí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-69/2022 dags. 29. september 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2993/2022 dags. 7. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-351/2022 dags. 13. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3786/2022 dags. 28. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-73/2022 dags. 30. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-477/2022 dags. 15. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2142/2022 dags. 19. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5129/2021 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5933/2021 dags. 7. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5931/2021 dags. 7. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4270/2022 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2935/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2985/2022 dags. 2. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-582/2021 dags. 10. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3264/2021 dags. 20. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2025/2022 dags. 21. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3639/2022 dags. 31. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4987/2022 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4856/2021 dags. 27. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3847/2022 dags. 15. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1750/2023 dags. 13. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3024/2022 dags. 23. júní 2023[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-267/2022 dags. 23. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2378/2022 dags. 30. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2235/2022 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1257/2023 dags. 7. júlí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3738/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3735/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1776/2023 dags. 11. september 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1629/2023 dags. 3. október 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-102/2023 dags. 2. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-129/2023 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1161/2023 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1075/2023 dags. 22. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1612/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2495/2023 dags. 5. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4327/2022 dags. 12. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2665/2023 dags. 14. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1752/2023 dags. 14. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3088/2022 dags. 20. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-508/2021 dags. 20. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5894/2022 dags. 22. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4091/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4081/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5580/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3714/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3713/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3712/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3711/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3710/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3708/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3707/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3706/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3705/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3704/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3703/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3702/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2498/2023 dags. 14. mars 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4882/2022 dags. 19. mars 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2953/2023 dags. 8. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4044/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5790/2023 dags. 16. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7745/2023 dags. 18. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-267/2022 dags. 23. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4169/2021 dags. 2. maí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4168/2021 dags. 2. maí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4167/2021 dags. 2. maí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4165/2021 dags. 2. maí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4166/2021 dags. 2. maí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3455/2023 dags. 27. maí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3204/2023 dags. 3. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4045/2023 dags. 12. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-499/2005 dags. 14. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-493/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-489/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-488/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-486/2005 dags. 23. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-532/2005 dags. 21. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-496/2005 dags. 15. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-143/2007 dags. 7. september 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-723/2006 dags. 27. september 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-195/2007 dags. 11. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-15/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-341/2011 dags. 21. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-68/2012 dags. 14. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-611/2010 dags. 27. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-164/2012 dags. 17. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-113/2014 dags. 18. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-154/2014 dags. 19. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-202/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Z-3/2016 dags. 15. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Q-1/2016 dags. 8. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-72/2018 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-114/2018 dags. 1. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-301/2020 dags. 23. mars 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-113/2010 dags. 4. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-10/2015 dags. 20. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-94/2014 dags. 29. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-24/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-196/2020 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-154/2006 dags. 31. ágúst 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-204/2008 dags. 11. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-203/2008 dags. 11. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-202/2008 dags. 11. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-201/2008 dags. 11. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-200/2008 dags. 11. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-199/2008 dags. 11. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-83/2010 dags. 26. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-19/2014 dags. 9. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-66/2017 dags. 10. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-70/2017 dags. 31. janúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-64/2017 dags. 6. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-228/2019 dags. 17. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-108/2019 dags. 17. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-34/2019 dags. 17. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-78/2017 dags. 28. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-76/2017 dags. 28. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-72/2021 dags. 16. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-123/2020 dags. 10. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-126/2020 dags. 11. júlí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-85/2018 dags. 29. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-14/2019 dags. 24. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-74/2022 dags. 9. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-81/2022 dags. 28. mars 2023[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-33/2022 dags. 4. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-167/2023 dags. 22. mars 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-69/2024 dags. 18. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd barnaverndarmála

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 19/2012 dags. 16. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 28/2012 dags. 10. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 2/2015 dags. 5. júní 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 3/2010 dags. 2. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 4/2010 dags. 25. mars 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 17/2011 dags. 15. desember 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 33/2011 dags. 11. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 100/2012 dags. 21. júní 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 77/2011 dags. 28. október 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 3/2012 dags. 11. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 13/2012 dags. 7. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 142/2012 dags. 4. september 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 36/2013 dags. 25. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 54/2013 dags. 25. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 67/2013 dags. 13. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 140/2013 dags. 3. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 164/2013 dags. 22. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 159/2013 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd húsamála

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 2/1995 dags. 26. júní 1995[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 12/1995 dags. 28. júní 1995[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 14/1995 dags. 5. júlí 1995[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 30/1995 dags. 21. september 1995[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 18/1996 dags. 17. júlí 1996[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 60/1996 dags. 4. desember 1996[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 39/1997 dags. 25. ágúst 1997[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 51/1997 dags. 11. september 1997[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 56/1997 dags. 19. nóvember 1997[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 76/1997 dags. 6. apríl 1998[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 1/1998 dags. 6. apríl 1998[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 79/1997 dags. 7. apríl 1998[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 85/1998 dags. 4. júní 1999[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 18/1999 dags. 11. nóvember 1999[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 13/2000 dags. 23. maí 2000[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 31/2000 dags. 7. nóvember 2000[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 12/2001 dags. 16. júlí 2001[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 48/2001 dags. 4. febrúar 2002[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 1/2002 dags. 10. apríl 2002[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 26/2002 dags. 23. ágúst 2002[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 31/2004 dags. 31. ágúst 2004[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 51/2004 dags. 8. mars 2005[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 38/2004 dags. 8. mars 2005[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 11/2005 dags. 18. maí 2005[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 19/2006 dags. 13. september 2006[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 33/2006 dags. 29. janúar 2007[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 9/2008 dags. 27. maí 2008[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 24/2009 dags. 21. desember 2009[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 30/2011 dags. 19. desember 2011[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 7/2013 dags. 2. september 2013[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 32/2013 dags. 28. október 2013[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 26/2014 dags. 20. júní 2014[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 2/2016 dags. 22. júní 2016[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 8/2016 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 19/2016 dags. 11. janúar 2017[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 39/2016 dags. 11. janúar 2017[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 48/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 45/2018 dags. 3. september 2018[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 10/2019 dags. 6. maí 2019[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 86/2019 dags. 23. október 2019[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 44/2019 dags. 23. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 13/2020 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 101/2021 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 4/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd jafnréttismála

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/1992 dags. 1. júlí 1992[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 3/1992 dags. 10. september 1993[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 16/1992 dags. 10. september 1993[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/1994 dags. 13. janúar 1995[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 5/1995 dags. 29. september 1995[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 10/1999 dags. 26. nóvember 1999[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 9/1999 dags. 26. nóvember 1999[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2007 dags. 15. júní 2007[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 8/2020 dags. 21. október 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útboðsmála

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2004 dags. 26. október 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2006 dags. 16. ágúst 2006[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2006 dags. 13. desember 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2006 dags. 8. júní 2007[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2008B dags. 9. mars 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2010B dags. 23. september 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2016 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2019 dags. 16. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 55/2020 dags. 15. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2020 dags. 19. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 17/2020 dags. 19. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 44/2020 dags. 11. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2021 dags. 7. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 39/2021 dags. 4. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2022 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2022 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2023 dags. 9. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2023 dags. 30. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2023 dags. 14. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2023 dags. 18. mars 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2015 í máli nr. KNU15010028 dags. 12. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2015 í máli nr. KNU15060006 dags. 6. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2016 í máli nr. KNU15100027 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2016 í máli nr. KNU15100014 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2016 í máli nr. KNU15100014 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2016 í máli nr. KNU15100014 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2016 í máli nr. KNU15100015 dags. 16. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 19/2016 í máli nr. KNU15100007 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2016 í máli nr. KNU15100010 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 60/2016 í máli nr. KNU15030026 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2016 í máli nr. KNU16010032 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2016 í máli nr. KNU16010031 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2016 í máli nr. KNU16020002 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2016 í máli nr. KNU16010014 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2016 í máli nr. KNU16010015 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2016 í máli nr. KNU16030002 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2016 í máli nr. KNU16030006 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2016 í máli nr. KNU16020011 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2016 í máli nr. KNU16030007 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2016 í máli nr. KNU16030043 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2016 í máli nr. KNU16030047 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2016 í máli nr. KNU16030046 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 240/2016 í máli nr. KNU16030045 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2016 í máli nr. KNU16040028 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2016 í máli nr. KNU16040027 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2016 í máli nr. KNU16050025 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 335/2016 í máli nr. KNU16080015 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2016 í máli nr. KNU16050038 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 366/2016 í máli nr. KNU16070010 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2016 í máli nr. KNU16070011 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 402/2016 í máli nr. KNU16080007 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 440/2016 í máli nr. KNU16080022 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2016 í máli nr. KNU16060013 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2016 í máli nr. KNU16100021 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2016 í máli nr. KNU16110044 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2017 í máli nr. KNU16110023 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2017 í máli nr. KNU16100041 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 144/2017 í máli nr. KNU16120043 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2017 í máli nr. KNU17020054 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2017 í máli nr. KNU17020035 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2017 í máli nr. KNU17020003 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2017 í máli nr. KNU16110043 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2017 í máli nr. KNU17030041 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2017 í máli nr. KNU17030014 dags. 9. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2017 í máli nr. KNU17040024 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2017 í máli nr. KNU17020007 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 301/2017 í máli nr. KNU17040030 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 308/2017 í máli nr. KNU17040046 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2017 í máli nr. KNU17040047 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 310/2017 í máli nr. KNU17040010 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 309/2017 í máli nr. KNU17040009 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2017 í máli nr. KNU17040043 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 339/2017 í máli nr. KNU17040011 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2017 í máli nr. KNU17050012 dags. 22. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2017 í máli nr. KNU17020076 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2017 í máli nr. KNU17020075 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 414/2017 í máli nr. KNU17020074 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2017 í máli nr. KNU17050021 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2017 í máli nr. KNU17070038 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2017 í máli nr. KNU17060049 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 509/2017 í máli nr. KNU17070037 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2017 í máli nr. KNU17080007 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 605/2017 í máli nr. KNU17090034 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 511/2017 í máli nr. KNU17060061 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 626/2017 í máli nr. KNU17100027 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 617/2017 í máli nr. KNU17070044 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 679/2017 í máli nr. KNU17100023 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2018 í máli nr. KNU17120060 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2018 í máli nr. KNU17120042 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2018 í máli nr. KNU17120043 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2018 í máli nr. KNU17120054 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2018 í máli nr. KNU18010012 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2018 í máli nr. KNU18010011 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2018 í máli nr. KNU18010031 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2018 í máli nr. KNU18020004 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 141/2018 í máli nr. KNU18020005 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2018 í máli nr. KNU18020018 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2018 í máli nr. KNU17100053 dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2018 í máli nr. KNU18020037 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2018 í máli nr. KNU18030026 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 255/2018 í máli nr. KNU18020026 dags. 28. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 256/2018 í máli nr. KNU18020027 dags. 28. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2018 í máli nr. KNU18040037 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 275/2018 í málum nr. KNU18040052 o.fl. dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 299/2018 í máli nr. KNU18050046 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2018 í máli nr. KNU18050052 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 289/2018 í máli nr. KNU18050004 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2018 í máli nr. KNU18060031 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2018 í máli nr. KNU18060011 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 344/2018 í máli nr. KNU18060008 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2018 í máli nr. KNU18060016 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2018 í máli nr. KNU18060028 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2018 í máli nr. KNU18050047 dags. 20. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2018 í málum nr. KNU18050059 o.fl. dags. 24. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2018 í máli nr. KNU18070020 dags. 25. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2018 í máli nr. KNU18070021 dags. 25. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 441/2018 í máli nr. KNU18070039 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2018 í máli nr. KNU18090012 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2018 í máli nr. KNU18090018 dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 460/2018 í máli nr. KNU18090038 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2018 í máli nr. KNU18090040 dags. 25. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 498/2018 í málum nr. KNU18100007 o.fl. dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 507/2018 í máli nr. KNU18090006 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2018 í máli nr. KNU18100027 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 514/2018 í máli nr. KNU18090045 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2018 í máli nr. KNU18100011 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 512/2018 í máli nr. KNU18100005 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 520/2018 í máli nr. KNU18100050 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 519/2018 í máli nr. KNU18100049 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2018 í máli nr. KNU18100002 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 528/2018 í máli nr. KNU18110002 dags. 29. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2018 í máli nr. KNU18100009 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2018 í málum nr. KNU18100031 o.fl. dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 542/2018 í máli nr. KNU18090029 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 549/2018 í máli nr. KNU18110030 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2018 í málum nr. KNU18110003 o.fl. dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 461/2018 í máli nr. KNU18090039 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 558/2018 í máli nr. KNU18110021 dags. 13. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 547/2018 í máli nr. KNU18110014 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2019 í máli nr. KNU18120012 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2019 í máli nr. KNU18120035 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2019 í máli nr. KNU18120014 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 25/2019 í máli nr. KNU18120034 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 58/2019 í máli nr. KNU18120067 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2019 í máli nr. KNU19010035 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2019 í máli nr. KNU19010003 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2019 í máli nr. KNU19020008 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2019 í máli nr. KNU19020015 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2019 í máli nr. KNU19020047 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2019 í máli nr. KNU19020073 dags. 4. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2019 í máli nr. KNU19030006 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 170/2019 í máli nr. KNU19030009 dags. 23. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2019 í máli nr. KNU19030010 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 263/2019 í máli nr. KNU19030043 dags. 10. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 212/2019 í máli nr. KNU19030021 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2019 í máli nr. KNU19030032 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2019 í máli nr. KNU19040003 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2019 í máli nr. KNU19040107 dags. 27. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 289/2019 í máli nr. KNU19030053 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2019 í máli nr. KNU19040064 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2019 í máli nr. KNU19050018 dags. 20. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2019 í máli nr. KNU19040116 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2019 í máli nr. KNU19040115 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 335/2019 í máli nr. KNU19040099 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2019 í máli nr. KNU19040114 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2019 í máli nr. KNU19060030 dags. 22. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2019 í máli nr. KNU19050043 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2019 í máli nr. KNU19050044 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2019 í máli nr. KNU19050053 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2019 í máli nr. KNU19070018 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 431/2019 í máli nr. KNU19050059 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 430/2019 í máli nr. KNU19080012 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2019 í máli nr. KNU19050024 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2019 í máli nr. KNU19060032 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 458/2019 í máli nr. KNU19060041 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2019 í máli nr. KNU19060010 dags. 27. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2019 í máli nr. KNU19060021 dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 486/2019 í máli nr. KNU19070021 dags. 9. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 475/2019 í máli nr. KNU19080016 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 500/2019 í málum nr. KNU19070055 o.fl. dags. 17. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 503/2019 í máli nr. KNU19080020 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 505/2019 í máli nr. KNU19080046 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2019 í máli nr. KNU19070048 dags. 30. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2019 í máli nr. KNU19070028 dags. 30. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2019 í máli nr. KNU19080035 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 541/2019 í máli nr. KNU19080038 dags. 12. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 529/2019 í máli nr. KNU19080034 dags. 14. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 555/2019 í máli nr. KNU19090020 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 560/2019 í máli nr. KNU19070059 dags. 27. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 565/2019 í máli nr. KNU19080007 dags. 28. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2020 í máli nr. KNU19100011 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2020 í málum nr. KNU19100065 o.fl. dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 47/2020 í máli nr. KNU19100069 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2020 í máli nr. KNU19100009 dags. 27. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2020 í máli nr. KNU19100033 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2020 í málum nr. KNU19110050 o.fl. dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2020 í máli nr. KNU20010016 dags. 22. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2020 í málum nr. KNU20020009 o.fl. dags. 22. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 218/2020 í máli nr. KNU20050003 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 193/2020 í málum nr. KNU20030009 o.fl. dags. 15. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2020 í máli nr. KNU20060013 dags. 16. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2020 í máli nr. KNU20020053 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2020 í máli nr. KNU20020052 dags. 7. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2020 í máli nr. KNU20060011 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2020 í máli nr. KNU20060005 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2020 í máli nr. KNU20060038 dags. 24. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2020 í máli nr. KNU20090005 dags. 14. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2020 í máli nr. KNU20080019 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2020 í málum nr. KNU20080009 o.fl. dags. 21. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2020 í máli nr. KNU20110006 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2020 í máli nr. KNU20100030 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2020 í máli nr. KNU20110017 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2021 í máli nr. KNU21010011 dags. 28. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2021 í máli nr. KNU20120005 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2021 í máli nr. KNU20120037 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2021 í máli nr. KNU21020017 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2021 í máli nr. KNU21020006 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2021 í máli nr. KNU20120060 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2021 í máli nr. KNU21030009 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2021 í máli nr. KNU21050051 dags. 15. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 358/2021 í máli nr. KNU21060053 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2021 í máli nr. KNU21050024 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 530/2021 í máli nr. KNU21060021 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 609/2021 í máli nr. KNU21100028 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 622/2021 í málum nr. KNU21100032 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 47/2022 í máli nr. KNU21090067 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2022 í máli nr. KNU21120001 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 27/2022 í máli nr. KNU21100079 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2022 í máli nr. KNU21110030 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2022 í máli nr. KNU21120062 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2022 í máli nr. KNU22020029 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2022 í máli nr. KNU22020031 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2022 í máli nr. KNU22020030 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2022 í máli nr. KNU22030023 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2022 í máli nr. KNU22040046 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2022 í máli nr. KNU22040026 dags. 1. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2022 í máli nr. KNU22050048 dags. 14. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2022 í máli nr. KNU22050020 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2022 í máli nr. KNU22050021 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2022 í máli nr. KNU22080016 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 392/2022 í máli nr. KNU22070032 dags. 26. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2022 í máli nr. KNU22070030 dags. 26. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 393/2022 í máli nr. KNU22070031 dags. 26. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2022 í máli nr. KNU22090024 dags. 12. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 450/2022 í máli nr. KNU22100034 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2022 í máli nr. KNU22100022 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2022 í máli nr. KNU22090041 dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2022 í máli nr. KNU22090046 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2022 í málum nr. KNU22100072 o.fl. dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2022 í máli nr. KNU22110019 dags. 16. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 538/2022 í máli nr. KNU22110017 dags. 16. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2022 í máli nr. KNU22110018 dags. 16. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 537/2022 í máli nr. KNU22110016 dags. 16. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2023 í máli nr. KNU22100078 dags. 5. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2023 í máli nr. KNU22120005 dags. 13. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2023 í máli nr. KNU22120011 dags. 30. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2023 í máli nr. KNU22120039 dags. 1. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2023 í máli nr. KNU22120046 dags. 1. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2023 í máli nr. KNU22110089 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2023 í málum nr. KNU22120026 o.fl. dags. 1. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2023 í máli nr. KNU22120092 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2023 í máli nr. KNU22120087 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2023 í máli nr. KNU22120066 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2023 í máli nr. KNU22120065 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 169/2023 í máli nr. KNU23020004 dags. 22. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2023 í máli nr. KNU23010014 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2023 í málum nr. KNU23010054 o.fl. dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2023 í máli nr. KNU23020022 dags. 28. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2023 í máli nr. KNU23010044 dags. 28. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2023 í máli nr. KNU22120077 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2023 í máli nr. KNU23020058 dags. 12. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 234/2023 í máli nr. KNU23030004 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2023 í máli nr. KNU23030002 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 280/2023 í máli nr. KNU23010013 dags. 10. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2023 í máli nr. KNU23010020 dags. 10. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2023 í máli nr. KNU23010012 dags. 10. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2023 í máli nr. KNU23040007 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 376/2023 í máli nr. KNU23050026 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 375/2023 í máli nr. KNU23050027 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2023 í málum nr. KNU23020062 o.fl. dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 310/2023 í máli nr. KNU23030010 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2023 í máli nr. KNU23040073 dags. 2. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 431/2023 í máli nr. KNU23050181 dags. 8. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 428/2023 í máli nr. KNU23050044 dags. 8. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2023 í máli nr. KNU23050033 dags. 31. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 520/2023 í máli nr. KNU23060192 dags. 19. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2023 í máli nr. KNU23060034 dags. 18. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2023 í máli nr. KNU23090101 dags. 25. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 718/2023 í máli nr. KNU23080054 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 719/2023 í máli nr. KNU23080055 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 724/2023 í málum nr. KNU23100127 o.fl. dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2024 í málum nr. KNU23090008 o.fl. dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2024 í málum nr. KNU23100175 o.fl. dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2024 í málum nr. KNU23050079 o.fl. dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 80/2020 dags. 20. janúar 2021

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 39/2021 dags. 4. júní 2021

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 97/2021 dags. 11. apríl 2022

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 64/2021 dags. 11. apríl 2022

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 81/2021 dags. 11. apríl 2022

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 129/2021 dags. 17. maí 2022

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 79/2021 dags. 17. maí 2022

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 75/2021 dags. 17. maí 2022

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 87/2021 dags. 17. maí 2022

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 70/2021 dags. 17. maí 2022

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 93/2021 dags. 17. maí 2022

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 109/2021 dags. 17. maí 2022

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 80/2021 dags. 17. maí 2022

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 65/2022 dags. 31. janúar 2023

Úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í máli nr. 116/2023 dags. 23. maí 2024

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrú. 68/2018 dags. 2. febrúar 2018[HTML]

Lrú. 194/2018 dags. 16. mars 2018[HTML]

Lrú. 189/2018 dags. 16. mars 2018[HTML]

Lrd. 128/2018 dags. 18. maí 2018[HTML]

Lrd. 302/2018 dags. 22. júní 2018[HTML]

Lrd. 274/2018 dags. 26. júní 2018[HTML]

Lrú. 619/2018 dags. 14. ágúst 2018 (Aðför heimil)[HTML]
K og M eignuðust barn eftir skammvinn kynni og höfðu því ekki verið í föstu sambandi og voru ekki í neinum samskiptum á meðan meðgöngu stóð. Stuttu eftir fæðingu fór M fram á DNA-próf til að sannreyna faðernið og sagði K við M að barnið væri hans. Síðan hafi M þá farið að hitta barnið með reglulegu millibili. Síðar óskaði K eftir að barnið færi aftur í mannerfðafræðilega rannsókn, og í blóðrannsókn í það skiptið. Eftir að niðurstöður þeirrar rannsóknar lágu fyrir hitti M barnið sjaldnar en áður.

K tók saman við unnusta sinn og tilraunir M til að fá að heimsækja barnið gengu illa. Þetta ástand varði í rétt yfir ár. M óskaði árið 2012 við sýslumann eftir umgengnissamningi og að komið yrði á reglulegri umgengni. K taldi að barnið sjálft ætti að ráða henni, en það var þá rúmlega ársgamalt. Sýslumaðurinn kvað síðar upp úrskurð með nánara afmörkuðu inntaki. Eftir það hafi samskipti K og M batnað og umgengni hafi farið fram að mestu í samræmi við þann úrskurð þar til K flutti til útlanda með barnið sumarið 2014 en þá féll umgengnin niður að mestu.

K flutti aftur til Íslands en þá hélt umgengnin áfram en ekki í samræmi við úrskurð sýslumanns. K hélt því fram að barnið ætti að ráða því sjálft. Fór þá umgengnin fram með þeim hætti að M sótti það til K þá morgna sem umgengnin fór fram en skilað því til baka á kvöldin.

M fór þá til sýslumanns og krafðist álagningar dagsekta vegna tálmunar K á umgengni hans við barnið. Sýslumaður tók undir þá beiðni og lagði á dagsektir en tók þá fram að K hafði mótmælt því að tálmun hafi átt sér stað og setti á ný fram það sjónarmið að barnið ætti að ráða því hvort umgengnin fari fram eða ekki og hvort það myndi gista hjá M. Þá úrskurðaði hann einnig um umgengnina.

Úrskurður sýslumanns um umgengni og dagsektir var kærður til ráðuneytisins. Ráðuneytið staðfesti dagsektarúrskurðinn óbreyttan en umgengnisúrskurðinn með breytingum. Framkvæmd umgengninnar eftir það gekk alls ekki.

Árið 2018 krafðist M að gert yrði fjárnám hjá K vegna innheimtu dagsektanna, og lauk þeirri gerð með árangurslausu fjárnámi. Stuttu síðar komust K og M að samkomulagi um umgengni og var óskað eftir aðstoð frá sýslumanni til þess. Sáttamaðurinn náði sambandi við M en gekk erfiðlega að ná sambandi við K. K afþakkaði þá frekari aðkomu sýslumanns, og var síðar gefið út vottorð um árangurslausa sáttameðferð.

M krafðist þess að umgengni hans við barn sitt og K yrði komið á með aðför. K var talin hafa með margvíslegum hætti tálmað umgengni M við barn sitt þrátt fyrir að fyrir lægju úrskurðir sýslumanns og dómsmálaráðuneytisins.
Ekkert lá fyrir sem benti til þess að M gæti ekki tekið á móti barninu í umgengni né að umgengnin væri andstæð hagsmunum barnsins eða þörfum þess.

Við meðferð málsins í héraði tilkynnti lögmaður K um að hún og barnið væru flutt til tiltekins lands en ekki um nánari staðsetningu innan þess. K fór því fram á frávísun málsins á grundvelli skorts á lögsögu dómstóla. Hins vegar voru lögð fram gögn um að bæði K og barnið væru í raun og veru búsett á Íslandi. Frávísunarkröfu K var því hafnað.

Þá var talið að K hefði vanrækt tilkynningarskyldu sína um að tilkynna M um lögheimilisflutning barnsins og heldur ekki upplýst hann um meintan dvalarstað þess í útlöndum.

Með hliðsjón af málavöxtum féllst héraðsdómur á kröfu M um að umgengni hans við barnið yrði komið á með aðfarargerð.

Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms með vísan til forsendna hans.
Lrú. 639/2018 dags. 12. september 2018[HTML]

Lrd. 442/2018 dags. 21. september 2018[HTML]

Lrd. 69/2018 dags. 21. september 2018[HTML]

Lrd. 186/2018 dags. 28. september 2018[HTML]

Lrd. 188/2018 dags. 5. október 2018[HTML]

Lrú. 157/2018 dags. 12. október 2018[HTML]

Lrú. 738/2018 dags. 18. október 2018[HTML]

Lrd. 96/2018 dags. 19. október 2018[HTML]

Lrd. 238/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 165/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 66/2018 dags. 16. nóvember 2018 (Peningaþvætti)[HTML]

Lrd. 64/2018 dags. 23. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 635/2018 dags. 14. desember 2018[HTML]

Lrd. 612/2018 dags. 14. desember 2018[HTML]

Lrú. 846/2018 dags. 18. desember 2018[HTML]

Lrd. 221/2018 dags. 19. desember 2018[HTML]

Lrd. 673/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML]

Lrd. 280/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML]

Lrd. 578/2018 dags. 8. febrúar 2019 (Rætt við barn)[HTML]
Á þessari stundu (1. mars 2019) liggja ekki fyrir upplýsingar um að málskotsbeiðni hafi verið send til Hæstaréttar.

K og M voru í sambúð og eignuðust barnið eftir sambúðarslit þeirra. Þau gerðu samkomulag árið 2007 um sameiginlega forsjá barnsins, að lögheimili þess yrði hjá K, og að M greiddi K eitt og hálft meðlag frá þeim degi. Samkomulagið var staðfest af sýslumanni. Enginn skriflegur samningur um umgengni var gerður.

M leitaði til sýslumanns í desember 2016 og krafðist breytingar á samkomulaginu þannig að hann færi einn með forsjá barnsins og greiðslu einfalds meðlags frá K. Sýslumaður vísaði málinu frá þar sem ekki náðist samkomulag milli K og M.

Í dómsmálinu kröfðust K og M óskiptrar forsjár en til vara að hún yrði sameiginleg með lögheimili hjá sér. Bæði gerðu kröfu um að dómstólar kvæðu á um inntak umgengninnar og um greiðslu meðlags af hendi hins.

Þau gerðu bráðabirgðasamkomulag um umgengni við barnið á meðan málið væri rekið fyrir dómstólum. Það hljóðaði upp á jafna umgengni og að barnið myndi eiga greið samskipti við hitt foreldrið á meðan umgengni stæði.

Héraðsdómur úrskurðaði, að kröfu M, til bráðabirgða að lögheimili barnsins yrði hjá honum og að K greiddi honum einfalt meðlag frá úrskurðardegi þar til endanlegur dómur lægi fyrir í málinu. Áður en sá úrskurður var kveðinn var fenginn sálfræðingur til þess að ræða við barnið um afstöðu þess til lögheimilis. Í fyrra viðtali sálfræðingsins við barnið lýsti það hversu leiðinlegt það væri að flytja stöðugt búferlum milli hótela vegna endurtekinna vandamála með myglu. Í seinna viðtalinu var barnið nýflutt inn í nýja íbúð og lýsti því létti og spenningi vegna þess. Barnið leit á báða foreldra sína sem trúnaðarmenn en ræði frekar við móður sína ef það er hrætt eða áhyggjufullt. Barnið var talið skýrt í afstöðu sinni um að það vildi frekar að faðir sinn færi með sín málefni en móðir og að það virðist öruggara í umsjá föður síns þar sem hann reiðist nær aldrei. Barnið kaus sveigjanleika þannig að það gæti hitt hvort foreldrið sem er þegar því hentaði og að umgengni væri sem jöfnust.

Dómkvaddur matsmaður var kallaður í héraði til að meta aðstæður, og skilaði í kjölfarið skýrslu þar sem K og M var lýst. Þá lagði matsmaðurinn persónuleikapróf fyrir barnið og komst að þeirri niðurstöðu að barnið sýndi sterkari og jákvæðari tilfinninga- og umönnunartengsl við föður sinn en móður. Einnig kom fram að barnið væri í nánum og miklum tengslum við föðurætt sína, en nánast hið andstæða varðandi móðurætt sína. Enn fremur var það mat matsmannsins að ekkert benti til annars en að barninu liði vel hjá föður sínum en teldi sig ekki nægilega öruggt hjá móður sinni. Í ljósi þessa taldi matsmaðurinn að viku/viku umgengni hentaði ekki þar sem annað hlutfall yrði betur til þess fallið að koma á meiri ró og festu. Umgengnin gæti, til að byrja með, verið löng helgi aðra hverja viku sem gæti svo þróast út í jafnari umgengni. Matsmaðurinn taldi báða foreldrana vera hæfa til að fara með forsjá en faðirinn væri hæfari.

Að mati héraðsdómara lá ekkert fyrir í málinu að K eða M hefði vísvitandi reynt að hafa áhrif á afstöðu barnsins til málsins en málareksturinn hefði samt óhjákvæmilegt haft slík áhrif. Þá var ekkert sem benti til þess að skoðun barnsins væri ekki sín eigin eða utanaðkomandi áhrif væru svo mikil að ekki væri hægt að byggja á henni.

K byggði málatilbúnað sinn á því að matsgerðin væri röng og byggði á röngum forsendum, en hafði fallið frá kröfu um yfirmat þar sem henni var synjað um gjafsókn vegna kostnaðar af yfirmatsgerð. K kom ekki með sannfærandi rök sem gæfu ástæðu til þess að efast um réttmæti þeirra upplýsinga sem matið byggði á.

M sakaði K um að tálma umgengni hans við barnið á tímabili. K neitaði sök þar sem ekki væri í gildi umgengnisamningur og að M hefði hitt barnið á því tímabili. Framburður lá fyrir dómi um að M hefði einungis hitt barnið tilviljanakennt í gegnum aðra á því tímabili. Samskiptum M við barnið hefði verið stjórnað af K á tímabilinu og þau hefðu verið lítil. Matsmaður taldi barnið hafa liðið illa hjá K á tímabilinu. Héraðsdómari taldi að líta yrði meðal annars til þessara atriða þar sem skylda foreldra væri að stuðla að umgengni við það foreldri sem væri ekki forsjárforeldri eða umgengnisforeldri, og að það gilti þrátt fyrir að ekki væri til staðar samkomulag um umgengni.

K sakaði M einnig um tálmun á umgengni en dómurinn taldi ekkert hafa komið fram sem styddi slíkar ásakanir.

Vísað var í að dómafordæmi lægju fyrir um að sameiginleg forsjá kæmi ekki til greina þegar annað foreldrið er talið hæfara, og vísað í nefndarálits vegna ákvæðis sem lögfest var með 13. gr. laga nr. 61/2012, er lögfesti heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá foreldra.

Héraðsdómur féllst því á kröfu M um að hann færi með óskipta forsjá barnsins. Af þeim ástæðum féllst hann einnig á kröfu M um að K myndi greiða honum meðlag. Þá kvað héraðsdómur einnig nánar um fyrirkomulag umgengninnar, og að hún yrði aðallega hjá M.

K áfrýjaði málinu til Landsréttar þar sem hún gerði sömu kröfur og í héraði. Við aðalmeðferð málsins féll hún hins vegar frá öllum dómkröfum fyrir Landsrétti utan greiðslu málskostnaðar. Hún gerði það eftir að sálfræðingur hafði verið fenginn til að kynna sér viðhorf barnsins að nýju og hafði gefið skýrslu um það við aðalmeðferð málsins.
Lrú. 734/2018 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Lrd. 504/2018 dags. 1. mars 2019[HTML]

Lrú. 901/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Lrd. 577/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Lrú. 326/2019 dags. 23. maí 2019[HTML]

Lrd. 700/2018 dags. 14. júní 2019[HTML]

Lrd. 490/2018 dags. 14. júní 2019[HTML]

Lrd. 416/2018 dags. 21. júní 2019[HTML]

Lrú. 482/2019 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Lrú. 549/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML]

Lrd. 847/2018 dags. 8. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 290/2019 dags. 8. nóvember 2019[HTML]

Lrú. 707/2019 dags. 18. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 76/2019 dags. 22. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 227/2019 dags. 29. nóvember 2019[HTML]

Lrú. 749/2019 dags. 2. desember 2019[HTML]

Lrú. 748/2019 dags. 2. desember 2019[HTML]

Lrd. 187/2019 dags. 20. desember 2019[HTML]

Lrú. 857/2019 dags. 14. janúar 2020[HTML]

Lrd. 407/2019 dags. 31. janúar 2020[HTML]

Lrd. 263/2019 dags. 7. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 289/2019 dags. 14. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 28/2019 dags. 21. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 516/2018 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrú. 109/2020 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrú. 108/2020 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrd. 291/2019 dags. 7. apríl 2020[HTML]

Lrú. 191/2020 dags. 21. apríl 2020[HTML]

Lrú. 187/2020 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Lrú. 386/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrú. 381/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrú. 380/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrú. 379/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrú. 378/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrd. 632/2019 dags. 29. maí 2020[HTML]

Lrd. 554/2019 dags. 26. júní 2020[HTML]

Lrú. 360/2020 dags. 30. júní 2020[HTML]

Lrú. 405/2020 dags. 28. júlí 2020[HTML]

Lrú. 403/2020 dags. 28. júlí 2020[HTML]

Lrú. 516/2020 dags. 14. september 2020[HTML]

Lrd. 130/2020 dags. 18. september 2020[HTML]

Lrd. 190/2019 dags. 2. október 2020[HTML]

Lrd. 184/2019 dags. 2. október 2020[HTML]

Lrd. 63/2019 dags. 2. október 2020[HTML]

Lrú. 577/2020 dags. 14. október 2020[HTML]

Lrd. 340/2019 dags. 16. október 2020[HTML]

Lrd. 322/2019 dags. 16. október 2020[HTML]

Lrd. 366/2020 dags. 16. október 2020[HTML]

Lrd. 736/2018 dags. 23. október 2020[HTML]

Lrd. 274/2019 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Lrd. 441/2020 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Lrú. 562/2020 dags. 20. nóvember 2020[HTML]

Lrd. 239/2019 dags. 4. desember 2020 (Kaupauki)[HTML]

Lrú. 629/2020 dags. 10. desember 2020[HTML]

Lrd. 829/2019 dags. 11. desember 2020[HTML]

Lrd. 356/2020 dags. 11. desember 2020[HTML]

Lrd. 835/2019 dags. 18. desember 2020[HTML]

Lrú. 675/2020 dags. 22. desember 2020[HTML]

Lrd. 824/2019 dags. 5. febrúar 2021[HTML]

Lrú. 703/2020 dags. 16. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 547/2020 dags. 19. febrúar 2021[HTML]

Lrú. 78/2021 dags. 22. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 493/2020 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 798/2019 dags. 5. mars 2021[HTML]

Lrd. 268/2019 dags. 5. mars 2021[HTML]

Lrd. 128/2020 dags. 5. mars 2021[HTML]

Lrd. 53/2020 dags. 5. mars 2021[HTML]

Lrd. 739/2019 dags. 19. mars 2021[HTML]

Lrd. 390/2020 dags. 19. mars 2021 (Glas í átt að höfði sambýliskonu)[HTML]

Lrd. 781/2019 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrd. 85/2020 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrú. 58/2021 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrú. 57/2021 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrd. 677/2020 dags. 30. apríl 2021[HTML]

Lrú. 146/2021 dags. 6. maí 2021[HTML]

Lrd. 161/2020 dags. 7. maí 2021[HTML]

Lrd. 814/2019 dags. 7. maí 2021[HTML]

Lrd. 113/2020 dags. 7. maí 2021[HTML]

Lrd. 179/2020 dags. 14. maí 2021[HTML]

Lrú. 209/2021 dags. 20. maí 2021[HTML]

Lrd. 149/2020 dags. 21. maí 2021[HTML]

Lrd. 723/2018 dags. 26. maí 2021[HTML]

Lrú. 281/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Lrd. 104/2020 dags. 28. maí 2021[HTML]

Lrd. 331/2020 dags. 4. júní 2021[HTML]

Lrd. 333/2020 dags. 4. júní 2021[HTML]

Lrd. 799/2019 dags. 11. júní 2021[HTML]

Lrd. 269/2020 dags. 11. júní 2021[HTML]

Lrd. 174/2020 dags. 11. júní 2021[HTML]

Lrd. 189/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 190/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 35/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrú. 322/2021 dags. 22. júní 2021[HTML]

Lrd. 212/2021 dags. 23. júní 2021[HTML]

Lrú. 416/2021 dags. 25. júní 2021[HTML]

Lrú. 511/2021 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Lrú. 509/2021 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Lrú. 478/2021 dags. 8. september 2021[HTML]

Lrú. 540/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Lrú. 351/2021 dags. 16. september 2021[HTML]

Lrú. 551/2021 dags. 20. september 2021[HTML]

Lrd. 245/2021 dags. 24. september 2021[HTML]

Lrd. 536/2020 dags. 1. október 2021[HTML]

Lrd. 335/2021 dags. 1. október 2021[HTML]

Lrd. 365/2020 dags. 8. október 2021[HTML]

Lrd. 751/2020 dags. 8. október 2021[HTML]

Lrd. 226/2021 dags. 8. október 2021[HTML]

Lrd. 449/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 452/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 450/2021 dags. 9. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 384/2020 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 656/2020 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 497/2021 dags. 19. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 239/2021 dags. 19. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 614/2021 dags. 22. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 707/2021 dags. 30. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 700/2021 dags. 30. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 80/2021 dags. 3. desember 2021[HTML]

Lrú. 20/2022 dags. 21. janúar 2022[HTML]

Lrú. 787/2021 dags. 21. janúar 2022[HTML]

Lrú. 39/2022 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Lrú. 38/2022 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Lrd. 566/2021 dags. 4. febrúar 2022[HTML]

Lrú. 7/2022 dags. 10. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 456/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 457/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 455/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 453/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 454/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 753/2020 dags. 18. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 539/2021 dags. 25. mars 2022[HTML]

Lrd. 617/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrd. 528/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrú. 224/2022 dags. 5. maí 2022[HTML]

Lrú. 285/2022 dags. 16. maí 2022[HTML]

Lrd. 499/2020 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrd. 188/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrd. 189/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrd. 228/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrd. 271/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrd. 241/2021 dags. 27. maí 2022[HTML]

Lrú. 315/2022 dags. 30. maí 2022[HTML]

Lrd. 36/2021 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrd. 10/2022 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrú. 313/2022 dags. 7. júní 2022[HTML]

Lrú. 124/2022 dags. 7. júní 2022[HTML]

Lrd. 114/2021 dags. 16. júní 2022[HTML]

Lrd. 438/2020 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 497/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 745/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 286/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrú. 443/2022 dags. 28. júlí 2022[HTML]

Lrú. 526/2022 dags. 9. september 2022[HTML]

Lrd. 123/2022 dags. 22. september 2022[HTML]

Lrd. 204/2022 dags. 22. september 2022[HTML]

Lrd. 754/2021 dags. 29. september 2022[HTML]

Lrú. 556/2022 dags. 30. september 2022[HTML]

Lrú. 593/2022 dags. 6. október 2022[HTML]

Lrd. 302/2021 dags. 7. október 2022[HTML]

Lrd. 296/2021 dags. 7. október 2022[HTML]

Lrd. 69/2021 dags. 7. október 2022[HTML]

Lrd. 466/2021 dags. 7. október 2022[HTML]

Lrú. 479/2022 dags. 17. október 2022[HTML]

Lrú. 578/2022 dags. 27. október 2022[HTML]

Lrd. 432/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 515/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 514/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Lrú. 684/2022 dags. 8. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 119/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 646/2021 dags. 18. nóvember 2022[HTML]

Lrú. 702/2022 dags. 25. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 559/2021 dags. 2. desember 2022[HTML]

Lrú. 220/2021 dags. 2. desember 2022[HTML]

Lrú. 743/2022 dags. 2. desember 2022[HTML]

Lrú. 782/2022 dags. 16. desember 2022[HTML]

Lrú. 17/2023 dags. 24. janúar 2023[HTML]

Lrd. 708/2021 dags. 3. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 724/2021 dags. 3. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 792/2021 dags. 3. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 454/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 220/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 425/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 44/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 324/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 577/2022 dags. 24. febrúar 2023[HTML]

Lrú. 138/2023 dags. 28. febrúar 2023[HTML]

Lrú. 151/2023 dags. 8. mars 2023[HTML]

Lrd. 503/2021 dags. 17. mars 2023[HTML]

Lrd. 639/2022 dags. 17. mars 2023[HTML]

Lrd. 686/2021 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrd. 178/2022 dags. 31. mars 2023[HTML]

Lrú. 233/2023 dags. 11. apríl 2023[HTML]

Lrú. 230/2023 dags. 24. apríl 2023[HTML]

Lrú. 290/2023 dags. 2. maí 2023[HTML]

Lrd. 185/2022 dags. 19. maí 2023[HTML]

Lrd. 159/2022 dags. 19. maí 2023[HTML]

Lrú. 373/2023 dags. 19. maí 2023[HTML]

Lrú. 361/2023 dags. 23. maí 2023[HTML]

Lrd. 542/2022 dags. 8. júní 2023[HTML]

Lrd. 457/2021 dags. 9. júní 2023[HTML]

Lrd. 154/2023 dags. 9. júní 2023[HTML]

Lrú. 455/2023 dags. 20. júní 2023[HTML]

Lrd. 745/2022 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrd. 87/2023 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrú. 418/2023 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrú. 412/2023 dags. 26. júní 2023[HTML]

Lrú. 488/2023 dags. 30. júní 2023[HTML]

Lrú. 544/2023 dags. 12. september 2023[HTML]

Lrú. 573/2023 dags. 12. september 2023[HTML]

Lrú. 510/2023 dags. 13. september 2023[HTML]

Lrd. 197/2022 dags. 15. september 2023[HTML]

Lrú. 650/2023 dags. 20. september 2023[HTML]

Lrd. 172/2022 dags. 29. september 2023[HTML]

Lrd. 308/2022 dags. 29. september 2023[HTML]

Lrd. 241/2022 dags. 6. október 2023[HTML]

Lrd. 191/2023 dags. 20. október 2023[HTML]

Lrú. 703/2023 dags. 23. október 2023[HTML]

Lrd. 461/2022 dags. 27. október 2023[HTML]

Lrd. 448/2023 dags. 27. október 2023[HTML]

Lrú. 723/2023 dags. 2. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 748/2020 dags. 3. nóvember 2023[HTML]

Lrú. 708/2023 dags. 6. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 253/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 256/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 255/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 258/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 254/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 257/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 350/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 342/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 569/2022 dags. 8. desember 2023[HTML]

Lrd. 478/2022 dags. 15. desember 2023[HTML]

Lrd. 484/2022 dags. 15. desember 2023[HTML]

Lrd. 704/2022 dags. 15. desember 2023[HTML]

Lrú. 887/2023 dags. 3. janúar 2024[HTML]

Lrd. 462/2022 dags. 19. janúar 2024[HTML]

Lrú. 890/2023 dags. 19. janúar 2024[HTML]

Lrd. 668/2022 dags. 26. janúar 2024[HTML]

Lrd. 192/2023 dags. 26. janúar 2024[HTML]

Lrú. 62/2024 dags. 2. febrúar 2024[HTML]

Lrú. 865/2023 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 801/2022 dags. 1. mars 2024[HTML]

Lrd. 767/2022 dags. 8. mars 2024[HTML]

Lrú. 87/2024 dags. 13. mars 2024[HTML]

Lrd. 205/2023 dags. 15. mars 2024[HTML]

Lrd. 637/2023 dags. 22. mars 2024[HTML]

Lrú. 292/2024 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Lrú. 638/2022 dags. 3. maí 2024[HTML]

Lrd. 765/2022 dags. 10. maí 2024[HTML]

Lrd. 483/2022 dags. 17. maí 2024[HTML]

Lrd. 300/2023 dags. 24. maí 2024[HTML]

Lrd. 240/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 383/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 432/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 433/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 128/2024 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrú. 117/2024 dags. 14. júní 2024[HTML]

Lrú. 383/2024 dags. 18. júní 2024[HTML]

Lrú. 489/2024 dags. 21. júní 2024[HTML]

Lrd. 693/2023 dags. 27. júní 2024[HTML]

Lrú. 521/2024 dags. 3. júlí 2024[HTML]

Lrú. 570/2024 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Landsyfirréttur

Lyrd. 1886:24 í máli nr. 32/1885 [PDF]

Lyrd. 1891:120 í máli nr. 35/1890 [PDF]

Lyrd. 1918:369 í máli nr. 65/1917 [PDF]

Fara á yfirlit

Mannréttindadómstóll Evrópu

Dómur MDE Kjartan Ásmundsson gegn Íslandi dags. 12. október 2004 (60669/00)[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd eignarnámsbóta

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta dags. 18. apríl 1983[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/1990 dags. 23. janúar 1991[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 8/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Nefnd vegna lausnar um stundarsakir

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 1/2002 dags. 23. september 2002[HTML]

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 2/2002 dags. 23. september 2002[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Þingvallakirkjuland og efstu jarðir í Þingvallahreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Grímsnesafréttur og jarðir umhverfis Lyngdalsheiði í Grímsnes- og Grafningshreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Laugardalsafréttur og efstu jarðir í Laugardalshreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Biskupstungnaafréttur og efstu lönd í Biskupstungnahreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Hrunamannaafréttur og efstu lönd í Hrunamannahreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Flóa- og Skeiðamannaafréttur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Gnúpverjaafréttur, Þjórsárdalur og efstu jarðir í Gnúpverjahreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Öræfi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Suðursveit)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Mýrar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Nes)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Lón)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Ásahreppur og fyrrum Djúpárhreppur, nú í Rangárþingi ytra, ásamt Holtamannaafrétti)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Holta- og Landsveit ásamt Landmannaafrétti í Rangárþingi ytra)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Fyrrum Fljótshlíðar-, Hvol- og Vestur- og Austur-Landeyjahreppar, nú í Rangárþingi eystra)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Eyjafjallasvæði og Þórsmörk í Rangárþingi eystra)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Mýrdalshreppur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 9/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Fljótshverfi í Skaftárhreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Grindavík og Vatnsleysa)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Stór-Reykjavík)

Úrskurður Óbyggðanefndar í málum nr. 3/2004 o.fl. dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Kjalarnes og Kjós)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Grafningur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Ölfus)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Fljótsdalur og Jökuldalur austan Jökulsár á Jökuldal)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Jökuldalur norðan og vestan Jökulsár á Jökuldal ásamt Jökulsárhlíð)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Vopnafjarðarhreppur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Svalbarðshreppur, Þórshafnarhreppur og Skeggjastaðahreppur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Öxarfjarðarhreppur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Mývatnsöræfi og Ódáðahraun)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Tjörnes og Þeistareykir)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Þingeyjarsveit sunnan Ljósavatnsskarðs og vestan Skjálfandafljóts)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Kinnar- og Víknafjöll ásamt Flateyjardalsheiði austan Dalsár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Grýtubakkahreppur ásamt Flateyjardalsheiði vestan Dalsár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Eyjafjarðarsveit austan Eyjafjarðarár ásamt vestanverðum Bleiksmýrardal)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Eyjafjarðarsveit vestan Eyjafjarðarár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Hörgárbyggð austan Öxnadalsár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Skagafjörður austan Vestari-Jökulsár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Húnavatnshreppur austan Blöndu og Skagafjörður vestan Vestari-Jökulsár ásamt Hofsjökli)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2009 dags. 10. október 2011 (Svæði 7B - Vestanvert Norðurland, nyrðri hluti: Tröllaskagi norðan Öxnadalsheiðar - Eyjafjörður ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2009 dags. 10. október 2011 (Svæði 7B - Vestanvert Norðurland, nyrðri hluti: Tröllaskagi norðan Öxnadalsheiðar - Skagafjörður ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. S-1/2011 dags. 20. júní 2014

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Skagi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnavatnshreppur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnaþing vestra, syðri hluti)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Vatnsnes)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Landsvæði milli Hítarvatns og Fossdalsár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hluti fyrrum Norðurárdalshrepps)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hvítársíða, Þverárhlíð og Norðurárdalur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Arnarvatnsheiði, Geitland og Langjökull)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Fyrrum Lundarreykjadalshreppur og hluti fyrrum Hálsahrepps)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2019 dags. 21. febrúar 2020 (Svæði 10A - Strandasýsla ásamt fyrrum Bæjarhreppi - Suðausturhluti Drangajökuls)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Bæjarbjarg)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Austurhluti fyrrum Barðastrandarhrepps)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Skálmardalsheiði og hluti Þingmannaheiðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Hvannahlíð)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi norðan Geirþjófsfjarðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Ísafjarðardjúps, Álftafjarðar og Önundarfjarðar, auk Stigahlíðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi við innanverðan Arnarfjörð og Dýrafjörð ásamt landsvæðum sunnan Ísafjarðardjúps)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi upp af Langadalsströnd)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Drangajökull og landsvæði umhverfis hann)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 8/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Sléttuhreppur og norðanverður Grunnavíkurhreppur)

Fara á yfirlit

Póst- og fjarskiptastofnun

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2006 dags. 6. febrúar 2006

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2008 dags. 11. janúar 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2008 dags. 27. febrúar 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2008 dags. 27. febrúar 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2008 dags. 16. júlí 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2009 dags. 19. mars 2009

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2010 dags. 5. maí 2010

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2011 dags. 18. febrúar 2011

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2012 dags. 31. maí 2012

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2013 dags. 13. júní 2013

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2014 dags. 9. apríl 2014

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2014 dags. 29. júlí 2014

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 23/2014 dags. 2. október 2014

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2015 dags. 2. júní 2015

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2016 dags. 11. apríl 2016

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2016 dags. 29. september 2016

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2018 dags. 8. maí 2018

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2018 dags. 3. júlí 2018

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2019 dags. 20. júní 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2021 dags. 30. júní 2021

Fara á yfirlit

Ríkisskattanefnd

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 700/1987

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 110/1988

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 246/1983

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 27/1981

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 163/1981

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 797/1981

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 85/1990

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 187/1990

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 24/1991

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 27/1991

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 539/1991

Úrskurður Ríkisskattanefndar í máli nr. 1/1992

Fara á yfirlit

Ríkistollanefnd

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2003

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2006

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 11/2008

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2009

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2011

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 8/2012

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2013

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 1/2014

Fara á yfirlit

Tollstjóri

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 13/2018 dags. 28. janúar 2018

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd almannatrygginga

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 82/2008 dags. 20. mars 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 336/2009 dags. 24. september 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 262/2010 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 49/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 37/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 99/2012 dags. 4. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 104/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 58/2015 dags. 24. júní 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 35/2010 dags. 26. október 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 36/2010 dags. 26. október 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 218/2010 dags. 21. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 4/2013 dags. 1. október 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 199/2011 dags. 22. ágúst 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 40/2012 dags. 9. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 55/2013 dags. 11. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 64/2014 dags. 7. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 10/2014 dags. 4. júní 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 19/2014 dags. 4. júní 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 65/2014 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2000 dags. 29. maí 2000

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2001 dags. 26. mars 2001

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2001 dags. 6. september 2001

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2003 dags. 21. október 2003

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2004 dags. 4. mars 2004

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2005 dags. 19. júlí 2005

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2006 dags. 3. mars 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2006 dags. 29. mars 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2006 dags. 3. júlí 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 8/2006 dags. 17. júlí 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 9/2006 dags. 24. ágúst 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 13/2006 dags. 31. ágúst 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 12/2006 dags. 22. desember 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2007 dags. 10. október 2007

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2008 dags. 30. maí 2008

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2015 dags. 9. júní 2016

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2015 dags. 19. október 2016

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2016 dags. 21. nóvember 2016

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2019 dags. 21. júní 2019

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2019 dags. 27. janúar 2020

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2022 dags. 20. desember 2022

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 43/2007 dags. 28. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 56/2008 dags. 12. desember 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 6/2009 dags. 26. mars 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 39/2011 dags. 13. apríl 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 36/2011 dags. 24. maí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 7/2013 dags. 14. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 14/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 18/2015 dags. 10. desember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarna

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 2/2008 í máli nr. 2/2008 dags. 14. mars 2008

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 4/2008 í máli nr. 4/2008 dags. 18. júní 2008

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 12/2008 í máli nr. 12/2008 dags. 16. desember 2008

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 14/2008 í máli nr. 14/2008 dags. 30. desember 2008

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 20/1998 í máli nr. 13/1998 dags. 31. júlí 1998

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 35/1998 í máli nr. 37/1998 dags. 29. desember 1998

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 14/1999 í máli nr. 9/1999 dags. 27. maí 1999

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 34/1999 í máli nr. 30/1999 dags. 23. desember 1999

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 26/2003 í máli nr. 7/2002 dags. 13. júní 2003

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 12/2004 í máli nr. 48/2003 dags. 5. mars 2004

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 14/2004 í máli nr. 27/2002 dags. 11. mars 2004

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 28/2007 í máli nr. 16/2007 dags. 26. apríl 2007

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 20/2009 í máli nr. 26/2007 dags. 19. maí 2009

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 129/2018 í máli nr. 105/2017 dags. 14. september 2018

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 128/2020 í máli nr. 57/2020 dags. 10. nóvember 2020

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 148/2020 í máli nr. 78/2020 dags. 22. desember 2020

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 150/2020 í máli nr. 83/2020 dags. 30. desember 2020

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 127/2021 í máli nr. 81/2021 dags. 18. október 2021

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 161/2021 í máli nr. 119/2020 dags. 14. desember 2021

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 24/2022 í málum nr. 122/2021 o.fl. dags. 15. mars 2022

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2022 í málum nr. 125/2021 o.fl. dags. 15. mars 2022

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-193/2004 dags. 16. desember 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-222/2005 dags. 30. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-311/2009 dags. 24. september 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-337/2010 dags. 1. júní 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-346/2010 dags. 18. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-351/2010 dags. 10. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-356/2011 dags. 26. janúar 2011[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-360/2011 (Upplýsingar birtar í ársskýrslu SÍ)
Úrskurðarnefndin taldi að Seðlabanka Íslands bæri að afhenda þann hluta gagna sem hafði upplýsingar sem bankinn sjálfur hafði sjálfur birt í ársskýrslu sinni.
Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-357/2011 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-360/2011 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-361/2011 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-380/2011 dags. 11. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-425/2012 dags. 18. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-520/2014 dags. 1. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-532/2014 dags. 30. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-541/2014 dags. 24. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 570/2015 dags. 21. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 626/2016 dags. 7. júní 2016[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 647/2016 (Einingaverð)

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 646/2016 dags. 20. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 647/2016 dags. 20. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 729/2018 dags. 15. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 730/2018 dags. 15. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 731/2018 dags. 15. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1210/2024 dags. 25. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1211/2024 dags. 25. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 73/2016 dags. 16. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 60/2016 dags. 20. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 219/2016 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 197/2016 dags. 8. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 391/2016 dags. 13. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 392/2016 dags. 13. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 393/2016 dags. 13. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 37/2017 dags. 10. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 495/2016 dags. 10. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 402/2016 dags. 7. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 116/2017 dags. 23. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 200/2017 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 183/2017 dags. 4. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 140/2017 dags. 18. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 290/2017 dags. 4. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 432/2017 dags. 21. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 401/2017 dags. 21. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 45/2018 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 486/2017 dags. 17. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 46/2018 dags. 4. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 326/2017 dags. 16. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 439/2018 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 1/2019 dags. 27. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 15/2019 dags. 12. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 529/2010 dags. 15. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 131/2019 dags. 24. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 138/2019 dags. 4. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 233/2019 dags. 5. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 300/2019 dags. 5. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 296/2019 dags. 19. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 432/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 442/2019 dags. 4. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 549/2019 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 131/2020 dags. 19. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 261/2020 dags. 2. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 155/2020 dags. 23. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 317/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 290/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 320/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 338/2020 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2020 dags. 12. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 334/2020 dags. 2. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 213/2020 dags. 20. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 328/2020 dags. 20. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 614/2020 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 213/2020 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 328/2020 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 664/2020 dags. 18. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 642/2020 dags. 24. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 115/2020 dags. 19. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 200/2021 dags. 24. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 208/2021 dags. 19. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 217/2021 dags. 19. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 198/2021 dags. 2. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 56/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 164/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 334/2022 dags. 6. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 532/2021 dags. 18. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 81/2022 dags. 18. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 39/2022 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 152/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2022 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 273/2022 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 369/2022 dags. 28. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 453/2022 dags. 19. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 108/2023 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 199/2023 dags. 29. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 178/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 350/2023 dags. 4. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 327/2021 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 446/2022 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 74/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirskattanefnd

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 324/2000

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 750/1998

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 822/1998

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 834/1998

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 902/1998

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 1158/1998

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 1208/1998

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 13/2001

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 110/2001

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 113/2001

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 142/2001

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 213/2001

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 222/2001

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 360/2002

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 27/2002

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 183/2002

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 222/2002

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 223/2002

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 266/2002

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 40/2003

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 257/2003

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 95/2005

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 397/2004

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 147/2004

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 169/2004

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 190/2004

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 249/2005

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 203/2005

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 280/2005

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 300/2005

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 355/2005

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 21/2006

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 96/2006

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 61/1992

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 332/1992

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 406/1992

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 150/2006

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 149/2006

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 295/2006

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 334/2006

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 36/2007

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 397/2006

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 61/2007

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 426/2006

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 209/2007

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 6/2008

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 98/2008

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 9/2009

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 27/2009

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 53/2009

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 117/2009

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 109/2008

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 255/2009

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 28/2010

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 303/2010

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 300/2010

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 365/2010

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 132/2010

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 586/2012

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 49/2013

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 448/2012

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 594/2012

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 550/2012

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 126/2014

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 141/2014

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 228/2014

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 220/2014

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 198/2013

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 200/2013

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 205/2013

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 494/2012

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 45/2011

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 400/2011

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 18/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 372/2013

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 247/2014

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 40/2014

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 75/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 103/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 117/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 391/2011

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 129/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 136/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 137/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 333/2013

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 92/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 93/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 90/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 159/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 171/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 319/1997

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 201/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 156/2014

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 291/2014

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 313/1999

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 314/1999

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 263/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 264/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 265/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 302/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 300/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 320/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 322/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 558/1999

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 278/2014

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 249/2014

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 296/2014

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 13/2016

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 337/2015

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 286/2011

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 311/2011

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 402/2011

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 67/2016

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 74/2016

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 80/2016

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 130/2011

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 373/2013

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 378/2013

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 148/2016

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 155/2016

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 165/2016

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 180/2016

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 243/2016

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 246/2016

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 8/2017

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 9/2017

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 10/2017

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 12/2017

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 13/2017

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 51/2017

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 57/2017

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 62/2017

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 866/1993

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 70/2017

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 343/2011

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 360/2011

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 91/2017

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 312/2010

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 111/2017

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 100/1994

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 566/1994

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 662/1994

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 128/2017

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 146/2017

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 158/2017

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 169/2000

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 327/2000

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 176/2017

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 192/2017

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 7/2018

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 15/2018

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 28/2018

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 42/2018

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 413/1995

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 469/1995

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 554/1995

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 1088/2000

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 510/2001

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 583/2001

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 124/2018

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 138/2018

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 152/2018

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 6/1996

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 184/2018

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 185/2018

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 186/2018

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 187/2018

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 188/2018

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 9/2019

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 10/2019

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 16/2019

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 34/2019

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 36/2019

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 37/2019

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 60/2019

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 80/2019

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 81/1996

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 86/1996

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 270/1996

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 113/2019

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 304/1996

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 308/1996

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 615/1996

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 147/2019

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 170/2019

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 172/2019

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 174/2019

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 185/2019

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 7/2020

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 17/2020

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 24/2020

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 31/2020

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 28/2020

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 67/2020

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 100/2020

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 125/2020

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 126/2020

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 143/2020

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 175/2020

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 181/2020

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 8/2021

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 24/2021

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 51/2021

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 65/2021

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 66/2021

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 83/2021

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 87/2021

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 92/2021

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 95/2021

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 125/2021

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 143/2021

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 154/2021

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 173/2021

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 198/2021

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 180/2021

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 222/2021

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 6/2022

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 19/2022

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 304/2004

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 35/2022

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 37/2022

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 39/2022

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 62/2022

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 140/2022

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 147/2022

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 151/2022

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 152/2022

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 8/2023

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 11/2023

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 17/2023

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 156/2022

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 26/2023

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 27/2023

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 31/2023

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 39/2023

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 40/2023

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 41/2023

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 96/2023

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 110/2023

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 47/2020

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 118/2023

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 144/2023

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 149/2023

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 151/2023

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 166/2023

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 169/2023

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 190/2023

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 8/2024

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 18/2024

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 41/2024

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 43/2024

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 62/2024

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 63/2024

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 71/2024

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 75/2024

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 636/1997

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 750/1997

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 851/1997

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 913/1997

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 1060/1997

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 89/1998

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 266/1998

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 375/2000

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 436/2000

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 456/2000

Úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 315/2000

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 70/1988 (Mannréttindaákvæði í íslenskum lögum)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8/1988 dags. 28. febrúar 1989[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 66/1988[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 79/1989[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 101/1989 dags. 3. maí 1990[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 113/1989 dags. 3. maí 1990[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 152/1989 dags. 3. maí 1990[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 170/1989 dags. 21. september 1990[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 104/1989 dags. 3. desember 1990[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 264/1990 dags. 3. desember 1990[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 289/1990 dags. 3. desember 1990[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 303/1990 dags. 3. desember 1990[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 529/1991 dags. 19. febrúar 1992[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 470/1991 dags. 16. mars 1992 (Lyfsölumál)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 346/1990 (Innheimtubréf - Innheimtukostnaður Húsnæðisstofnunar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 353/1990 (Innheimtukostnaður af íbúðalánum í vanskilum)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 585/1992 dags. 9. júní 1992 (Sogn í Ölfusi)[HTML] [PDF]
Varðaði leigu á húsnæði. Tiltekið ráðuneyti var eigandi húss og gat því átt aðild að stjórnsýslumáli.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 382/1991 (Ráðning í tollvarðarstöðu)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 617/1992 dags. 8. febrúar 1993[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 612/1992 dags. 9. febrúar 1993 (Tæknifræðingur)[HTML] [PDF]
Umsagnaraðili breytti framkvæmd sinni er leiddi til þess að stjórnvaldið breytti einnig sinni framkvæmd.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 695/1992 dags. 28. desember 1993[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 887/1993 dags. 29. mars 1994 (Umsögn tryggingaráðs)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 712/1992 dags. 28. apríl 1994[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1001/1994 dags. 28. apríl 1994[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 895/1993 dags. 6. maí 1994[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1071/1994 dags. 25. júlí 1994[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 877/1993 dags. 20. september 1994 (Úrskurður skattstjóra)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 765/1993 dags. 6. október 1994 (Forsjá barns)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 818/1993 dags. 17. nóvember 1994[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1190/1994 dags. 1. desember 1994[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 702/1992 (Stigskipting stjórnsýslunnar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 912/1993 (Ölvunarakstur lögreglumanna)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1048/1994 dags. 10. mars 1995[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1041/1994 dags. 13. mars 1995 (Gjald fyrir leyfi til hundahalds í Reykjavík)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1134/1994 dags. 27. apríl 1995[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1185/1994 dags. 9. maí 1995 (Tryggingagjald)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 836/1993 dags. 12. maí 1995 (Skrásetningargjald við Háskóla Íslands)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1169/1994 dags. 12. maí 1995[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1328/1995 (Snyrtingar á vínveitingastöðum)[HTML] [PDF]
Veitingastaður vildi samnýta snyrtingu með öðru fyrirtæki en nefndin sem afgreiddi umsóknina féllst ekki á það án skilyrða.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1189/1994 dags. 9. ágúst 1995[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1142/1994 dags. 10. október 1995[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1359/1995 dags. 2. nóvember 1995 (Aðgangur að upplýsingum um foreldri)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1381/1995 dags. 20. nóvember 1995[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1096/1994 (Þvinguð lyfjagjöf)[HTML] [PDF]
Maður taldi að of mikilli hörku hefði verið beitt við lyfjagjöf sem hann var látinn gangast undir. Einhver skortur var á skráningu atviksins í sjúkraskrá. Umboðsmaður taldi að reyna hefði átt að beita vægari leiðum til að framkvæma lyfjagjöfina.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 903/1993 (Úrskurðarnefnd félagsþjónustu)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1132/1994 dags. 8. janúar 1996 (Tollgæslustjóri - Birting ákvörðunar um valdframsal)[HTML] [PDF]
Tollgæslustjóri kvartaði yfir því að ríkistollstjóri hefði gengið inn á lögbundið svið hans vegna deiluefnis hvort embættin tvö væru hliðsett stjórnvöld eða hvort tollgæslustjóri væri lægra sett stjórnvald gagnvart ríkistollstjóra. Starfssvið ríkistollstjóra þótti ekki nógu skýrt afmarkað í lögum og tók þá ráðuneytið ýmsar ákvarðanir um skipulagsbreytingar um framkvæmd tollamála, meðal annars með því að skipa tollgæslustjóra undir stjórn ríkistollstjóra með valdframsali og tilkynnt um þær breytingar með bréfi.

Umboðsmaður taldi tollgæslustjórann hafa verið bundinn af þeirri ákvörðun frá þeirri birtingu. Hins vegar taldi umboðsmaður að slíkar skipulagsbreytingar hefðu ekki einungis þýðingu fyrir stjórnvaldið sem fengið valdið framselt, heldur einnig önnur stjórnvöld og almenning. Hefði það verið til marks um vandaða stjórnsýsluhætti að birta þessi fyrirmæli ráðherra um valdframsal, og beindi umboðsmaður því til ráðherra að sambærileg fyrirmæli yrðu framvegis birt í samræmi við lög.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1320/1994 dags. 2. febrúar 1996[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 746/1993 dags. 15. febrúar 1996[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1296/1994 (Uppsögn skipherra hjá Landhelgisgæslunni)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1268/1994 dags. 30. apríl 1996[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1450/1995 (Starfsleyfi til sjúkraþjálfunar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1262/1994 dags. 4. júní 1996[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1578/1995 dags. 4. júní 1996[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1508/1995 dags. 12. júní 1996 (Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæmis)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1391/1995 dags. 26. júní 1996 (Umboðsmaður barna)[HTML] [PDF]
Umsækjandi hafði verið skrifstofustjóri í ráðuneytinu og hafði ráðherrann því mikla þekkingu á störfum hans. Hins vegar höfðu þeir aðilar spilað bridds. Umboðsmaður taldi það ekki leiða til vanhæfis enda ekki sýnt á nána vináttu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1133/1994 dags. 26. ágúst 1996[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1394/1995 dags. 2. október 1996[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1571/1995 dags. 10. október 1996[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1746/1996 dags. 22. nóvember 1996[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1659/1996 (Þjónustugjöld Fiskistofu)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1714/1996 (Skilyrði um að hörpudiskafli yrði unninn í tiltekinni vinnslustöð)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1859/1996 dags. 29. apríl 1997[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1858/1997 dags. 16. október 1997[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1897/1996 dags. 16. október 1997[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1832/1996 dags. 17. október 1997[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2009/1997 dags. 8. janúar 1998[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2151/1997 (Birting EES-gerða)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2151/1997 dags. 9. janúar 1998 (Birting EES-gerða)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2087/1997 dags. 17. mars 1998[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1815/1996 dags. 13. apríl 1998 (Tekjutrygging örorkulífeyrisþega)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1931/1996 dags. 17. maí 1998[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1970/1996 dags. 24. júní 1998[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2098/1997 (Eftirlitsgjald með vínveitingahúsum)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2424/1998 dags. 22. júlí 1998[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2292/1997 dags. 12. mars 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2604/1998 dags. 16. apríl 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2256/1997 dags. 3. júní 1999 (Leigubílstjóri)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2202/1997 dags. 4. júní 1999 (Stöðuveiting - Skólastjóri Listdansskóla Íslands)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2480/1998 dags. 4. júní 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2481/1998 dags. 4. júní 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2545/1998 dags. 12. júlí 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2458/1998 dags. 21. júlí 1999 (Kærunefnd jafnréttismála)[HTML] [PDF]
Blaðsíðutal riðlaðist þegar ákvörðunin var send með faxi. Þegar þetta uppgötvaðist var sent nýtt fax.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2309/1997 dags. 26. júlí 1999 (Yfirskattanefnd)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2475/1998 dags. 26. júlí 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2525/1998 dags. 27. ágúst 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2397/1998 dags. 31. ágúst 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2406/1998 dags. 1. september 1999 (Handtaka - Vistun í fangaklefa)[HTML] [PDF]
Smygl á flösku var ekki talið átt að leiða til vistunar í fangaklefa.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2214/1997 dags. 4. september 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2685/1999 dags. 2. nóvember 1999 (Veiting starfs við Kennaraháskóla Íslands)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2517/1998 dags. 17. nóvember 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1924/1996 dags. 2. desember 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2320/1997 dags. 13. desember 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2340/1997 dags. 13. desember 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2487/1998 dags. 17. desember 1999 (Viðmiðunarreglur Viðlagatryggingar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2679/1999 dags. 29. desember 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2125/1997 (Greiðsluþátttaka aldraðra í dvalarkostnaði)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2641/1999 dags. 29. febrúar 2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2512/1998 dags. 16. mars 2000 (Reynslulausn erlendra afplánunarfanga - Náðunarnefnd)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2370/1998 (Frádráttur lífeyrissjóðsiðgjalda)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2735/1999 dags. 7. apríl 2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2643/1999 dags. 9. maí 2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2795/1999 dags. 22. júní 2000 (Samstarfserfiðleikar umsækjanda við fyrrverandi yfirmenn sína)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2426/1998 dags. 7. júlí 2000 (Læknisþjónusta við fanga í einangrun)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2416/1998 dags. 22. ágúst 2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2850/1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2638/1999 (Fjallskilgjald í Dalasýslu)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2770/1999 dags. 26. október 2000 (Atvinnuflugmannspróf - Flugskóli Íslands)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2675/1999 dags. 27. október 2000 (Brottvikning nemanda á sjúkraliðabraut)[HTML] [PDF]
Ekkert í lögum kvað á um að neikvæð umsögn í starfsþjálfun ætti að vera viðkomandi í óhag.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2787/1999 dags. 21. nóvember 2000 (Stöðuveiting)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2826/1999 dags. 21. nóvember 2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2440/1998 dags. 24. janúar 2001 (Landsvirkjun)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2824/1999 dags. 23. mars 2001[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2836/1999 dags. 23. mars 2001[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2970/2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3055/2000 dags. 29. maí 2001 (Kæruheimild til ráðherra - Uppsögn félagsmálastjóra)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2763/1999 (Sala ríkisjarða)[HTML] [PDF]
Gerðar höfðu verið athugasemdir um handahófskennda framkvæmd starfsfólks þar sem óvíst var hvenær framkvæmdinni var breytt.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2940/2000 dags. 29. júní 2001[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2903/1999 (Launaákvörðun kjaranefndar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3064/2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3108/2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3091/2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3215/2001[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3298/2001 dags. 26. nóvember 2001 (Brottvísun útlendinga)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3299/2001 dags. 26. nóvember 2001 (Brottvísun útlendinga)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2805/1999 (Reglur um afplánun á áfangaheimili Verndar - Þvag- og blóðsýnataka)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3066/2000 (Umsögn umsækjanda í óhag)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3028/2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3047/2000 dags. 6. febrúar 2002[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3302/2001 dags. 5. mars 2002[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3306/2001 dags. 11. mars 2002 (Kaup á ábúðarjörð)[HTML] [PDF]
Kvartað til landbúnaðarráðuneytisins varðandi kauprétt á ábúðarjörð.
Ráðuneytið beitti undantekningu á kauprétti til synjunar og var leigjandinn ekki sáttur. Niðurstaða ráðuneytisins var byggð á umsögn sem það aflaði frá Landgræðslu ríkisins og neitaði ráðuneytið að afhenda kvartanda umsögnina þar sem hún innihéldi eingöngu lagalega umfjöllun.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3176/2001 dags. 2. apríl 2002[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3232/2001 (Vinnslunýting fiskiskips - Lækkun nýtingarstuðla fiskiskips í refsiskyni)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2957/2000 (Vegalagning á Vatnaheiði á Snæfellsnesi)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3308/2001[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3309/2001 dags. 31. júlí 2002 (Aðgangur að gögnum hjá Fjármálaeftirlitinu)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3195/2001 dags. 2. ágúst 2002 (Skipagjald)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3461/2002 dags. 10. október 2002 (Samfélagsþjónusta)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3479/2002[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3395/2001 dags. 21. janúar 2003 (Endurheimta ofgreidds meðlags)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3409/2002 dags. 21. febrúar 2003 (Flugumferðarstjórar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3574/2002 (Umsókn um ríkisborgararétt)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3521/2002[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3741/2003 (Námsstyrkur)[HTML] [PDF]
Byggt var á því að ef nemandinn væri erlendis gæti hann ekki fengið námsstyrk. Umboðsmaður taldi að ekki hefði verið hægt að byggja á slíku sjónarmiði um búsetu nemandans erlendis.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3848/2003 dags. 3. júlí 2003[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3724/2003 dags. 31. október 2003[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3852/2003 (Staða tollstjóra fyrir ríkistollanefnd)[HTML] [PDF]
Ákvörðun tollstjóra var vísað til ríkistollanefndar með stjórnsýslukæru, og komst hún að niðurstöðu. Aðili máls óskaði eftir því að nefndin endurupptæki málið. Meira en þrír mánuðir voru liðnir og spurði nefndin þá ríkistollstjóra hvort hann legðist gegn endurupptökunni, sem hann gerði. Nefndin taldi því skorta nauðsynlegt samþykki fyrir endurupptöku. UA taldi það ekki heimilt þar sem tollstjórinn gæti ekki talist vera aðili málsins.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3952/2003 dags. 18. desember 2003[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3853/2003 dags. 5. mars 2004 (Vinnuframlagi hafnað)[HTML] [PDF]
Starfsmaður hjá stjórnvaldi fékk lánaði peninga, og var hann í vanskilum við sjóðinn. Hann var svo sendur í leyfi og taldi starfsmaðurinn það ómálefnalegt. Sjóðurinn taldi að þá fengi starfsmaðurinn tækifæri til að koma skikki á fjármál sín. UA taldi það ekki til þess fallið að bæta úr vanskilum að svipta starfsmanninn tekjum sínum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3882/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3909/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3980/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3989/2004 dags. 28. maí 2004[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3927/2003 dags. 14. júlí 2004 (Áhrif gjalds vegna ólögmæts sjávarafla)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4065/2004 dags. 1. september 2004 (Úrskurður ríkissaksóknara)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4136/2004[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4176/2004 dags. 30. desember 2004[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4192/2004 dags. 29. mars 2005[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4195/2004 dags. 29. mars 2005[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4182/2004 dags. 18. maí 2005 (Túlkaþjónusta við heyrnarlausa)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4018/2004 dags. 6. júní 2005 (Lausn opinbers starfsmanns frá störfum vegna sparnaðar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4241/2004 dags. 1. júlí 2005 (Aðgangur brotaþola að gögnum máls)[HTML] [PDF]
Brotaþoli óskaði eftir afriti af gögnum tiltekins máls frá ríkissaksóknara en var synjað á þeim forsendum að lagaákvæðið yrði túlkað þannig að hann gæti einvörðungu komið og kynnt sér gögnin, en ekki afritað þau.

Umboðsmaður skýrði lagaákvæðið með hliðsjón af skýringu á sama orðasambandi í annarri málsgrein sömu greinar þar sem henni var beitt með þeim hætti að viðkomandi ætti rétt á afriti.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4275/2004 (Endurnýjun dvalarleyfis - Úkraínumaðurinn)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4095/2004 dags. 8. júlí 2005 (Kærunefnd útboðsmála)[HTML] [PDF]
Kærunefnd útboðsmála skoðaði við meðferð kærumáls ekki nógu vel reglur stjórnsýslulaga né almennar reglur stjórnsýsluréttar. Umboðsmaður taldi hana hafa átt að gera það.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4168/2004 dags. 24. október 2005 (Atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4186/2004 dags. 24. október 2005 (Atvinnuleysistryggingar)[HTML] [PDF]
Bótaþegi var svipt rétti sínum til atvinnuleysisbóta á þeim grundvelli að hún hefði tekið að sér störf í fyrirtæki eiginmanns síns, og var hún krafin um endurgreiðslu bótanna. Breytingarlögum var ætlað að fjarlægja almenn skilyrði tiltekins lagabálks um ásetningsbrot og skilja eftir gáleysisbrot. Hins vegar láðist að breyta lagatextanum með hliðsjón af því að þeirri röksemd að ekki sé viljandi hægt að gera eitthvað af gáleysi.

Að mati umboðsmanns var því ekki hægt að beita þeim gagnvart ásetningsbrotum og þar sem háttsemin var skilgreind þannig í lögunum að hún gæti eingöngu átt við um ásetning, og því rúmaðist yfirlýst ætlan löggjafans í lögskýringargögnum ekki innan merkingar lagatextans sjálfs.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4332/2005 dags. 25. október 2005 (Endurnýjun fiskibáts)[HTML] [PDF]
Fiskistofa hafði synjað umsóknum um aukna aflahlutdeild á þeim forsendum að umsækjendurnir hefðu við breytingar og lagfæringar á bátum sínum ekki endurnýjað þá í skilningi bráðabirgðaákvæðis er heimilaði aukna aflahlutdeild ef svo yrði gert, sem var skilgreint í reglugerð að um væri að ræða útskiptingu fiskibátsins fyrir annan og aflaheimildir fluttar yfir.

Við meðferð málanna vísaði umboðsmaður Alþingis til skilgreiningar orðabókarinnar um merkingu orðsins ‚endurnýjun‘ sem almenns málskilnings og nýtti þá skilgreiningu til stuðnings niðurstöðu sinni um að endurnýjun þurfi ekki endilega að fela í sér algera útskiptingu, heldur geti einnig verið endurnýjun að hluta til.

Við almenna umræðu um frumvarp á Alþingi kom flutningsmaður þess (ráðherrann) á framfæri tilteknum skilningi og tóku ýmsir aðrir þingmenn, þ.m.t. nefndarmenn í fastanefndinni sem afgreiddi frumvarpið, undir það að þeir höfðu einnig skilið málið á sama hátt. Taldi hann að reglugerðin sem ráðherrann setti gæti því ekki kveðið á um annað.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4398/2005 dags. 25. október 2005 (Endurnýjun fiskibáts)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4363/2005 dags. 15. nóvember 2005[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4189/2004 dags. 25. nóvember 2005 (Gjald fyrir útskrift úr ökutækjaskrá)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4243/2004 dags. 28. desember 2005[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4312/2005 dags. 30. desember 2005[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4371/2005 dags. 30. desember 2005[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4378/2005 dags. 30. desember 2005[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4279/2004 dags. 10. janúar 2006[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4477/2005 (Byggðakvóti - búseta sjómanna)[HTML] [PDF]
Ráðherra setti skilyrðið eingöngu gagnvart einu sveitarfélagi en ekki öllum. Umboðsmaður taldi ekki málefnalegt að byggja á því sökum þess.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4417/2005 dags. 11. júlí 2006 (Líkhúsgjald)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4572/2005 dags. 20. desember 2006 (Lausn frá störfum - Hæfi fulltrúa í sveitarstjórn)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4686/2006 (Veiting lektorsstöðu)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4787/2006 dags. 28. desember 2006 (Ríkissaksóknari)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4343/2005 dags. 29. desember 2006 (Yfirfasteignamatsnefnd)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4597/2005 dags. 29. desember 2006[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4456/2005 (Yfirlæknar á Landsp.)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4747/2006 dags. 12. febrúar 2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4764/2006[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4617/2005 dags. 13. júlí 2007 (Frumkvæðisathugun - áætlun opinberra gjalda)[HTML] [PDF]
Skylda til að gæta hófs við álag á áætlaðar tekjur. Umboðsmaður taldi að óréttmætt hefði verið að byggja ætíð á 20% álagi á tekjur fyrra árs, heldur ætti einnig að meta aðrar upplýsingar sem borist höfðu vegna tekna tekjuársins.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4771/2006 (Úthlutun byggðakvóta - Skilyrði um peningagreiðslu í kvótasjóð)[HTML] [PDF]
Sveitarfélögum var veitt heimild til að gera samning um byggðakvóta og vildi einn aðilinn fá úthlutaðan slíkan kvóta. Sett var skilyrði um þátttöku í tilteknu samstarfsverkefni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4887/2006[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5103/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3671/2002 dags. 14. desember 2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5130/2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4735/2006 (Viðhaldsskylda á götu)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5018/2007 dags. 30. júní 2008 (Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5141/2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4822/2006[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5129/2007 (Upplýsingar um veikindi umsækjandans)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5132/2007 (Bifreiðakaupastyrkur)[HTML] [PDF]
Sett var skilyrði um að ekki mætti veita slíkan styrk nema með a.m.k. sex ára millibili. Umboðsmaður taldi að um væri ólögmæta þrengingu á lagaheimild.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4992/2007 (Eftirlitsgjald vegna heilbrigðisskoðunar á sláturdýrum)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5161/2007 dags. 29. desember 2008[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5376/2008[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5117/2007 dags. 31. desember 2008[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5142/2007 dags. 9. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5512/2008 dags. 9. mars 2009[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5156/2007 dags. 10. mars 2009[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5486/2008 (Ríkissaksóknari)[HTML] [PDF]
Lögreglan hóf rannsókn á máli og felldi það niður, með tilkynningu til brotaþola um það. Hægt var að kæra hana til ríkissaksóknara. Í málinu reyndi á það hvort afhending rökstuðnings fól í sér upphaf nýs kærufrestar. Ríkissaksóknari taldi að kærufresturinn hefði verið liðinn og vísaði kærunni því frá. Umboðsmaður var ósammála því.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4904/2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5002/2007 (Innheimta gjalds af sjúklingum og aðstandendum þeirra fyrir gistingu á sjúkrahóteli)[HTML] [PDF]
Umboðsmaður taldi að sjúkrahótel væri hluti af þjónustunni en ekki ólögbundin aukaþjónusta.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5335/2008 dags. 17. september 2009[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5530/2008 (Gjaldskrá Lyfjastofnunar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5146/2007 (Úthlutun byggðakvóta)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5379/2008 (Framlenging á úthlutunartímabili aflaheimilda)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5234/2008 dags. 31. desember 2009 (Gjald fyrir sérstakt námskeið vegna akstursbanns)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5697/2009 dags. 31. desember 2009[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5188/2007 dags. 22. janúar 2010[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5222/2008 dags. 5. mars 2010 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5746/2009 (Gjafsóknarbeiðni)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5197/2007 (Úthlutun byggðakvóta)[HTML] [PDF]
Orðalagi var breytt þannig að í stað þess að úthlutað væri til byggðarlags var úthlutað til aðila innan þeirra.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5089/2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5768/2009[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5347/2008 dags. 17. nóvember 2010 (Innflutningur á eggjum)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5653/2009 dags. 16. desember 2010[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6093/2010[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5932/2010 (Svar við erindi um úthlutun byggðakvóta)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6083/2010[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6121/2010 dags. 15. mars 2011 (Hæfi framkvæmdastjóra - Fjármálaeftirlitið)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5796/2009 (Gjöld vegna þjónustu Fasteignaskrár Íslands)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6073/2010 dags. 13. júlí 2011 (Greiðsluþátttaka lyfs)[HTML] [PDF]
Lyfjagreiðslunefnd hefði átt að veita félaginu X tækifæri til að andmæla álitum Taugalæknafélagi Íslands og Geðlæknafélagsins þar sem þau álit voru talin hafa haft verulega þýðingu fyrir úrlausn málsins.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6218/2010[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6070/2010 dags. 18. júlí 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6222/2010 dags. 26. ágúst 2011 (Afnotamissir af bifreið)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5918/2010 (Tækniskólamál)[HTML] [PDF]
Lögreglan kom með fíkniefnahund í framhaldsskóla og lokaði öllum inngöngum nema einum þannig að nemendur gætu ekki komist inn eða út án þess að hundurinn myndi sniffa af þeim. Settur UA taldi að Tækniskólinn væri ekki slíkur að leit væri heimil án dómsúrskurðar.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6193/2010 dags. 30. desember 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6345/2011 (Landskrá - Breyting á fasteignaskráningu)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6259/2010 (Stöðvun á starfsemi söluturns)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5864/2009 (Mat á menntun og starfsreynslu umsækjanda)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6137/2010[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6276/2011 dags. 18. júní 2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6424/2011 dags. 13. júlí 2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6565/2011 dags. 13. júlí 2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6433/2011 (Atvinnuleysistryggingar námsmanna)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6505/2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6252/2010 dags. 16. ágúst 2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6340/2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6490/2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6382/2011 dags. 19. desember 2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6518/2011 dags. 18. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6527/2011 dags. 12. mars 2013[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6540/2011 dags. 7. maí 2013[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6919/2012 (Aukalán hjá LÍN)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6639/2011 dags. 22. maí 2013 (Gjald til Fjármálaeftirlits)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6460/2011 dags. 8. júlí 2013[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6211/2010 dags. 31. júlí 2013[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7182/2012 (Endurupptaka á ákvörðun málskostnaðar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7081/2012 (Starfsmaður með meistara- og doktorsgráðu)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6436/2011 (Leiðbeinandi tilmæli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7022/2012 dags. 28. ágúst 2013[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7183/2012 dags. 28. ágúst 2013[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7184/2012 dags. 28. ágúst 2013[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6335/2011 (Húsleit og haldlagning gagna)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6395/2011 dags. 27. september 2013[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7075/2012 (Kyrrsetning svifflugu)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7395/2013 dags. 5. maí 2014[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5520/2010 dags. 8. júlí 2014[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8076/2014 dags. 17. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7484/2013 dags. 31. desember 2014 (Ofgreiddar atvinnuleysisbætur)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8122/2014 dags. 22. janúar 2015 (Lekamál í innanríkisráðuneytinu)[HTML] [PDF]
Álitamálið var, litið út frá hæfisreglum, hvort þær hafi verið brotnar með samskiptum ráðherra við lögreglustjórann um rannsókn hins síðarnefnda á lekamálinu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8117/2014 (Höfuðborgarstofa)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7934/2014 dags. 4. mars 2015[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8178/2014 dags. 15. júní 2015[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8735/2015[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8699/2015[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8404/2015[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8940/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8942/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8910/2016 dags. 16. desember 2016[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8898/2016 (Ráðningar í störf lögreglumanna)[HTML] [PDF]
Lögreglustjórinn vissi að umsækjandinn hafði verið að glíma við veikindi. Umboðsmaður taldi að lögreglustjóranum hefði borið að biðja umsækjandann um læknisvottorð um þáverandi veikindastöðu áður en umsókninni var hafnað.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9081/2016 dags. 26. júní 2017[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9217/2017 dags. 26. júní 2017[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9174/2017 dags. 7. júlí 2017[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8749/2015 (Brottvísun úr framhaldsskóla)[HTML] [PDF]
16 ára dreng var vísað ótímabundið úr framhaldsskóla vegna alvarlegs brots. Talið var að um væri brot á meðalhófsreglunni þar sem ekki var rannsakað hvort vægari úrræði væru til staðar svo drengurinn gæti haldið áfram náminu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9510/2017 dags. 24. apríl 2018[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8870/2016[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9487/2017 dags. 15. júní 2018[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8955/2016 dags. 20. júní 2018[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9456/2017 (Agaviðurlög í fangelsi)[HTML] [PDF]
Umbrotsefni kókaíns fundust í blóði eða þvagi fanga og hann talinn hafa neytt fíkniefna, og beittur agaviðurlögum. Ákvörðunin var kærð og ráðuneytið byrjaði á því að afla umsagnar fangelsisyfirvalda sem bárust á þriðja eða fjórða degi. Það taldi sig ekki hafa haft nægan tíma til að kalla eftir andmælum fangans og gerði það því ekki. Umboðsmaður taldi ráðuneytið ekki geta skýlt sér bakvið það.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9547/2017 dags. 26. júní 2018 (Prófnefnd bókara)[HTML] [PDF]
Ráðherra tilgreindi í reglugerð að prófnefnd bókara væri sjálfstæð stjórnsýslunefnd og því væru úrlausnir hennar ekki bornar undir önnur stjórnvöld. Umboðsmaður Alþingis benti á að slík aðgreining, svo gild væri, yrði að vera hægt að ráða af lögunum sjálfum eða lögskýringargögnum, en svo var ekki í þessu tilviki.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9164/2016 (Húsnæðisvandi utangarðsfólks)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9561/2018 (Ráðning starfsmanna á Borgarsögusafni)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9205/2017 dags. 31. október 2018[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9672/2018 dags. 7. desember 2018[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9708/2018 dags. 19. desember 2018 (Endurgreiðsla atvinnuleysisbóta)[HTML] [PDF]
Orð gegn orði um hvort Vinnumálastofnun hefði birt tilkynninguna.
Vinnumálastofnun hafði birt ákvörðun í málinu á “mínum síðum” hjá stofnuninni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9708/2018 dags. 19. desember 2018[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9937/2018 (Kæru- og úrskurðarnefndir)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9937/2018 dags. 31. desember 2018[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9730/2018 dags. 22. janúar 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9622/2018 dags. 23. september 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9989/2019 dags. 31. desember 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10319/2019 dags. 19. febrúar 2020 (Nafnbirting umsækjenda hjá RÚV)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10037/2019 dags. 14. maí 2020[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10038/2019 dags. 14. maí 2020[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9979/2019 dags. 15. júní 2020[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9802/2018 dags. 30. september 2020[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10886/2020 dags. 30. desember 2020[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10701/2020 dags. 14. janúar 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10873/2020 dags. 29. janúar 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10874/2020 dags. 29. janúar 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10758/2020 dags. 9. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10684/2020 dags. 23. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10927/2021 dags. 23. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10613/2020 dags. 26. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10833/2020 dags. 26. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10797/2020 dags. 3. mars 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10405/2020 dags. 19. mars 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10384/2020 dags. 2. júlí 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10652/2020 dags. 2. júlí 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11235/2021 dags. 12. ágúst 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10996/2021 dags. 23. september 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F79/2018 dags. 21. október 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11355/2021 dags. 16. nóvember 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10724/2020 dags. 21. desember 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11284/2021 dags. 17. febrúar 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F109/2022 dags. 3. mars 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10592/2020 dags. 24. mars 2022[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11610/2022 dags. 20. apríl 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11342/2021 dags. 16. maí 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11339/2021 dags. 30. maí 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11308/2021 dags. 8. júní 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11312/2021 dags. 8. júní 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11315/2021 dags. 8. júní 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F105/2021 dags. 15. júní 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11504/2022 dags. 8. september 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11410/2021 dags. 21. nóvember 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11835/2022 dags. 2. desember 2022[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11929/2022 dags. 20. desember 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11394/2021 dags. 8. febrúar 2023[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11551/2022 dags. 7. mars 2023[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F133/2023 dags. 14. apríl 2023[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11617/2022 dags. 18. apríl 2023[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11793/2022 dags. 22. maí 2023[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11373/2021 dags. 21. júní 2023[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11910/2022 dags. 21. júlí 2023[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12302/2023 dags. 17. október 2023[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11797/2022 dags. 23. október 2023[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11988/2022 dags. 25. október 2023[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F128/2023 dags. 9. janúar 2024[HTML] [PDF]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Landsyfirréttar og Hæstaréttar Danmerkur í íslenskum málum

ÁrBls. nr.
1824-18301, 88
1824-1830 - Registur25
1853-1857117
1857-1862 - Registur43, 54, 56, 83
1863-1867 - Registur44
1886-188926
1890-1894122
1917-1919375
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
1933104
193547
1936240
1938508, 709
1946454
1947527
1948 - Registur124, 128
1950216
1952439
1953114
1955484, 695
1959126, 679
1967920
1969157
1970983
19711143-1144
197561
1976245, 1110, 1113
1978 - Registur141
1978385, 451, 895, 1299
19791167, 1170, 1172
19809, 924, 1412, 1426
1981209, 213, 425, 1147, 1621
1982432, 452, 871
1983437, 581, 1898, 2190
1984880, 1061
198579, 495, 1362, 1385, 1392-1393
1985 - Registur107, 161, 180
1986711, 1100, 1400, 1476
1987 - Registur171
1987386, 811, 980, 1016, 1269, 1450, 1748
1988747-748, 1135, 1535, 1694
198938, 1014, 1030, 1262, 1410
1990101, 501, 1585
199117, 1237, 1855
1992353, 801, 1516, 1537, 1548, 1838, 1863
1993261, 828, 1073, 1221, 1225, 1227, 1707, 2069, 2209
199480, 94, 475, 588, 740, 770, 773, 1195-1196, 1453, 1488-1489, 2006, 2650
199535, 168, 170, 175-176, 182, 595, 840, 858, 1290, 3096, 3150-3151
1995 - Registur315
1996164, 412, 582, 586, 588, 596, 1118, 1429, 1539, 2067, 2274-2275, 3016, 3019, 3145, 3582, 3926, 3938, 4124, 4273
1997173, 399, 401-402, 413-414, 426-427, 771, 847, 1966, 2177, 2563, 2575, 2578, 2590, 2937, 3743
1998377, 383, 506-508, 511, 514, 613, 806, 835, 1857, 1957, 1998, 2018, 2031, 2278, 2288, 2302, 2396, 3111, 3124, 3131, 3274, 3615, 3685, 3795, 4340, 4416
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Félagsdóms

ÁrBls. nr.
1953-1960151
1961-196586
1966-1970133, 145, 159-160
1971-19753
1976-1983199, 214, 302
1984-199291, 187, 283, 337, 360, 396, 410, 442, 477, 492, 503
1993-199636
1997-200014-15, 199, 268, 339, 595, 616
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1935A61, 242
1941A65
1943B58
1946B244
1953A113
1966B79
1968A15, 277
1969A177
1970B330
1980A295, 298-299
1987C262
1993B1250, 1254, 1370
1994A767
1994B1255
1996A88
1996B502
1996C36
1997B1088, 1547
1998B331, 343, 351, 354, 357, 1800
1999A220
1999B357-358
2000B1455, 1459, 1488, 1524-1525, 1770, 2141, 2149, 2158-2161, 2280, 2291
2001B418, 424, 426, 430, 436, 442, 444, 631, 636, 644, 1318, 1670, 1674, 1678, 1716, 1723, 2597, 2604, 2608, 2828
2002B527, 647, 654, 659, 672, 947, 950, 1169, 1173, 1352, 2175, 2183, 2189
2002C131
2003B48, 606, 1095, 1228, 1593, 1596, 2067, 2075, 2087, 2091, 2579, 2584, 2590, 2793
2004A39, 46, 63, 211, 839, 843
2004B1075, 1510, 1805, 1867, 1921, 1946, 2157, 2170, 2173, 2176, 2178, 2181, 2183, 2187, 2841, 2849
2005A116, 126
2005B567, 586, 588, 591, 724, 726, 901, 905, 1079, 1084, 1225, 1238, 1249, 1251, 1254, 1258, 1261, 1264, 1267, 1273, 1335, 1343-1344, 1420, 1444, 1450, 1471, 1525, 1750, 1934, 2140, 2142, 2145, 2147, 2150, 2153, 2155, 2157, 2159, 2162, 2165, 2167, 2170, 2178, 2181, 2185, 2188, 2191, 2194, 2200, 2203, 2207, 2209, 2217, 2237
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Löggjafarþing14Umræður (Nd.)499/500, 679/680
Löggjafarþing16Umræður (Nd.)105/106, 133/134
Löggjafarþing18Umræður (Ed. og sþ.)77/78, 99/100
Löggjafarþing21Umræður (Ed. og sþ.)433/434
Löggjafarþing21Umræður (Nd.)661/662, 669/670, 1871/1872
Löggjafarþing22Þingskjöl531
Löggjafarþing23Umræður (Nd.)35/36, 927/928
Löggjafarþing24Umræður (Nd.)925/926, 2045/2046
Löggjafarþing26Umræður (Nd.)1585/1586, 1993/1994
Löggjafarþing28Umræður - Fallin mál699/700, 931/932
Löggjafarþing29Þingskjöl32
Löggjafarþing31Þingskjöl1927
Löggjafarþing31Umræður (samþ. mál)1661/1662
Löggjafarþing32Umræður (samþ. mál)89/90
Löggjafarþing32Umræður - Fallin mál91/92
Löggjafarþing33Þingskjöl599, 705, 1301
Löggjafarþing33Umræður (samþ. mál)83/84, 85/86, 577/578, 1133/1134, 1329/1330, 1827/1828, 1837/1838, 1849/1850, 1965/1966
Löggjafarþing33Umræður - Fallin mál313/314
Löggjafarþing33Umræður (þáltill. og fsp.)21/22, 283/284
Löggjafarþing34Þingskjöl69-71, 77, 80
Löggjafarþing34Umræður - Fallin mál93/94, 167/168, 593/594
Löggjafarþing35Þingskjöl274, 1129
Löggjafarþing35Umræður (samþ. mál)1061/1062, 1217/1218, 1483/1484, 1729/1730, 1913/1914, 1917/1918, 1923/1924, 1971/1972
Löggjafarþing35Umræður - Fallin mál139/140, 401/402, 411/412, 1057/1058
Löggjafarþing36Þingskjöl227, 294
Löggjafarþing36Umræður (samþ. mál)399/400, 767/768, 1431/1432, 1469/1470, 1597/1598, 1653/1654, 1947/1948, 2161/2162, 2287/2288
Löggjafarþing36Umræður - Fallin mál13/14, 255/256, 875/876, 877/878, 925/926, 929/930
Löggjafarþing37Umræður (samþ. mál)1401/1402, 1431/1432, 1453/1454, 1643/1644, 2011/2012, 2105/2106, 2229/2230, 2699/2700
Löggjafarþing37Umræður - Fallin mál277/278, 923/924
Löggjafarþing38Þingskjöl853, 916
Löggjafarþing38Umræður (samþ. mál)867/868, 1535/1536
Löggjafarþing38Umræður - Fallin mál289/290
Löggjafarþing39Þingskjöl687, 837
Löggjafarþing39Umræður (samþ. mál)517/518, 553/554, 2159/2160, 3517/3518, 3527/3528
Löggjafarþing39Umræður - Fallin mál297/298, 447/448, 451/452
Löggjafarþing40Þingskjöl370, 374, 393, 411, 473-474, 906
Löggjafarþing40Umræður (samþ. mál)575/576, 2945/2946, 2977/2978, 3179/3180, 3233/3234, 3339/3340, 3341/3342, 3377/3378, 3547/3548, 3827/3828, 3933/3934, 4001/4002, 4073/4074, 4093/4094, 4111/4112, 4395/4396
Löggjafarþing40Umræður - Fallin mál283/284, 307/308, 359/360, 373/374, 397/398, 563/564
Löggjafarþing41Þingskjöl30, 156, 197, 201, 387, 837
Löggjafarþing41Umræður (samþ. mál)2367/2368, 3037/3038
Löggjafarþing41Umræður (þáltill. og fsp.)73/74, 175/176, 177/178
Löggjafarþing42Þingskjöl187, 191, 546, 554, 1013
Löggjafarþing42Umræður (samþ. mál)1271/1272, 2195/2196, 2431/2432
Löggjafarþing42Umræður - Fallin mál119/120, 1001/1002
Löggjafarþing42Umræður (þáltill. og fsp.)309/310
Löggjafarþing43Umræður (samþ. mál)91/92, 95/96
Löggjafarþing43Umræður - Fallin mál271/272, 323/324, 331/332, 337/338, 343/344, 415/416, 559/560, 685/686, 729/730, 915/916, 971/972, 995/996, 1003/1004, 1005/1006
Löggjafarþing44Þingskjöl409, 611
Löggjafarþing44Umræður (samþ. mál)809/810, 841/842, 1025/1026, 1085/1086, 1127/1128, 1257/1258
Löggjafarþing44Umræður - Fallin mál219/220, 331/332, 401/402
Löggjafarþing45Þingskjöl159, 195, 1052
Löggjafarþing45Umræður (samþ. mál)705/706, 765/766, 941/942, 963/964, 1031/1032, 1097/1098, 1285/1286, 1311/1312, 1487/1488, 1495/1496, 1599/1600, 1627/1628, 1759/1760, 1763/1764, 1787/1788, 1839/1840, 1853/1854, 1981/1982, 2185/2186, 2243/2244, 2245/2246
Löggjafarþing45Umræður - Fallin mál281/282, 407/408, 511/512, 523/524, 557/558, 643/644, 881/882, 937/938, 965/966, 1317/1318, 1367/1368, 1371/1372, 1451/1452, 1651/1652
Löggjafarþing45Umræður (þáltill. og fsp.)401/402
Löggjafarþing46Þingskjöl744, 989
Löggjafarþing46Umræður (samþ. mál)645/646, 771/772, 877/878, 927/928, 953/954, 959/960, 1125/1126, 1353/1354, 1573/1574, 1589/1590, 1591/1592, 1671/1672, 1689/1690, 1715/1716, 1919/1920, 2037/2038, 2313/2314, 2405/2406, 2423/2424, 2533/2534, 2535/2536, 2539/2540, 2733/2734
Löggjafarþing46Umræður - Fallin mál45/46, 179/180, 719/720
Löggjafarþing46Umræður (þáltill. og fsp.)63/64
Löggjafarþing47Þingskjöl57
Löggjafarþing47Umræður (samþ. mál)203/204, 235/236, 335/336
Löggjafarþing47Umræður - Fallin mál131/132
Löggjafarþing47Umræður (þáltill. og fsp.)137/138
Löggjafarþing48Þingskjöl147, 152, 423, 461, 468, 570, 853, 884, 1109, 1123
Löggjafarþing48Umræður (samþ. mál)305/306, 641/642, 659/660, 819/820, 889/890, 919/920, 937/938, 1023/1024, 1083/1084, 1229/1230, 1247/1248, 1259/1260, 1359/1360, 1405/1406, 1461/1462, 1719/1720, 1845/1846, 1933/1934, 1955/1956, 2027/2028, 2063/2064, 2089/2090, 2295/2296, 2351/2352, 2367/2368, 2415/2416, 2417/2418, 2437/2438, 2461/2462, 2477/2478, 2531/2532, 2537/2538, 2545/2546, 2563/2564, 2605/2606, 2621/2622, 2703/2704, 2733/2734
Löggjafarþing48Umræður - Fallin mál5/6, 11/12, 471/472, 535/536
Löggjafarþing49Þingskjöl783, 950, 961, 1289, 1731
Löggjafarþing49Umræður (samþ. mál)335/336, 361/362, 453/454, 481/482, 583/584, 711/712, 967/968, 975/976, 995/996, 1031/1032, 1153/1154, 1171/1172, 1199/1200, 1211/1212, 1219/1220, 1379/1380, 1447/1448, 1451/1452, 1649/1650, 1657/1658, 1707/1708, 1877/1878, 2033/2034, 2307/2308
Löggjafarþing49Umræður (þáltill. og fsp.)53/54, 161/162
Löggjafarþing50Þingskjöl108, 328, 445, 746, 1245
Löggjafarþing50Umræður (samþ. mál)269/270, 435/436, 441/442, 457/458, 475/476, 617/618, 619/620, 625/626, 627/628, 735/736, 737/738, 853/854, 913/914, 975/976, 1005/1006, 1009/1010, 1011/1012, 1109/1110, 1155/1156, 1183/1184, 1257/1258, 1265/1266, 1273/1274, 1297/1298, 1437/1438
Löggjafarþing50Umræður - Fallin mál39/40, 193/194, 365/366, 413/414, 433/434, 459/460, 499/500, 507/508
Löggjafarþing50Umræður (þáltill. og fsp.)93/94
Löggjafarþing51Þingskjöl171, 703
Löggjafarþing51Umræður (samþ. mál)79/80, 81/82, 89/90, 91/92, 301/302, 313/314
Löggjafarþing51Umræður - Fallin mál41/42, 363/364, 475/476, 583/584, 585/586, 591/592, 605/606, 623/624, 691/692
Löggjafarþing52Þingskjöl121, 189, 329, 439, 695
Löggjafarþing52Umræður (samþ. mál)23/24, 169/170, 299/300, 303/304, 677/678, 687/688, 689/690, 695/696, 739/740, 1049/1050, 1051/1052, 1061/1062, 1075/1076, 1099/1100, 1105/1106, 1129/1130, 1213/1214
Löggjafarþing52Umræður - Fallin mál89/90, 135/136, 151/152, 185/186, 187/188, 337/338
Löggjafarþing52Umræður (þáltill. og fsp.)1/2
Löggjafarþing53Þingskjöl64, 99, 216, 355, 532
Löggjafarþing53Umræður (samþ. mál)179/180, 249/250, 253/254, 383/384, 439/440, 479/480, 505/506, 531/532, 543/544, 555/556, 575/576, 605/606, 755/756, 785/786, 789/790, 839/840, 841/842, 857/858, 859/860, 947/948, 949/950, 961/962, 979/980, 1019/1020, 1079/1080, 1309/1310, 1331/1332
Löggjafarþing53Umræður - Fallin mál39/40, 165/166, 177/178
Löggjafarþing53Umræður (þáltill. og fsp.)59/60, 115/116
Löggjafarþing54Þingskjöl81, 114, 357, 586, 663, 822, 837-838, 994, 1001, 1016, 1277, 1304
Löggjafarþing54Umræður (samþ. mál)71/72, 77/78, 131/132, 137/138, 653/654, 659/660, 667/668, 675/676, 721/722, 785/786, 829/830, 891/892, 999/1000, 1085/1086, 1115/1116, 1173/1174
Löggjafarþing54Umræður - Fallin mál89/90, 127/128, 129/130, 159/160, 177/178, 191/192, 273/274, 301/302
Löggjafarþing55Þingskjöl99, 144, 146, 207, 396
Löggjafarþing55Umræður (samþ. mál)115/116, 153/154, 293/294, 367/368, 461/462, 485/486, 507/508, 537/538, 709/710
Löggjafarþing55Umræður - Fallin mál23/24, 63/64, 151/152, 161/162, 167/168
Löggjafarþing56Þingskjöl82, 104, 142, 160, 165, 263, 421, 516, 551, 557, 657, 934
Löggjafarþing56Umræður - Fallin mál41/42
Löggjafarþing56Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir105/106
Löggjafarþing58Þingskjöl70
Löggjafarþing58Umræður (samþ. mál)67/68, 139/140
Löggjafarþing58Umræður - Fallin mál17/18, 19/20, 27/28, 31/32, 35/36, 37/38, 39/40, 43/44, 45/46, 47/48, 49/50, 51/52, 53/54, 55/56, 63/64, 65/66, 67/68, 69/70, 77/78, 81/82, 83/84, 95/96, 101/102, 103/104, 113/114, 115/116, 137/138, 139/140, 141/142, 145/146, 147/148, 151/152, 155/156, 167/168, 173/174
Löggjafarþing59Þingskjöl152, 181, 303, 345, 468
Löggjafarþing59Umræður (samþ. mál)127/128, 141/142, 143/144, 149/150, 183/184, 261/262, 367/368, 485/486, 661/662, 943/944
Löggjafarþing59Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir115/116, 135/136, 201/202, 313/314
Löggjafarþing60Þingskjöl13, 83
Löggjafarþing60Umræður (samþ. mál)141/142, 157/158, 261/262
Löggjafarþing60Umræður - Fallin mál5/6
Löggjafarþing60Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir9/10
Löggjafarþing61Þingskjöl170, 197, 301, 742, 822, 894
Löggjafarþing61Umræður (samþ. mál)73/74, 81/82, 83/84, 93/94, 605/606, 645/646, 655/656, 731/732, 849/850, 939/940, 991/992, 1037/1038, 1185/1186, 1245/1246
Löggjafarþing61Umræður - Fallin mál105/106, 259/260, 417/418, 475/476
Löggjafarþing62Þingskjöl231, 364, 423, 764, 766
Löggjafarþing62Umræður (samþ. mál)195/196, 229/230, 467/468, 501/502, 601/602, 607/608, 707/708
Löggjafarþing62Umræður - Fallin mál1/2, 3/4, 207/208, 219/220, 229/230, 365/366, 481/482, 483/484
Löggjafarþing62Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir27/28
Löggjafarþing63Þingskjöl314, 356, 404, 706, 847, 983, 1366
Löggjafarþing63Umræður - Fallin mál27/28, 117/118, 143/144, 293/294, 295/296, 299/300, 301/302, 375/376, 421/422
Löggjafarþing63Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir733/734
Löggjafarþing64Þingskjöl390, 404, 461-462, 688, 999, 1220, 1487, 1530, 1618
Löggjafarþing64Umræður (samþ. mál)377/378, 499/500, 777/778, 1117/1118, 1133/1134, 1135/1136, 1139/1140, 1145/1146, 1153/1154, 1183/1184, 1235/1236, 1391/1392, 1393/1394, 1453/1454, 1561/1562, 1581/1582, 1817/1818, 1827/1828, 1863/1864, 1937/1938, 2043/2044
Löggjafarþing64Umræður - Fallin mál89/90, 261/262, 341/342
Löggjafarþing64Umræður (þáltill. og fsp.)235/236, 237/238, 263/264, 267/268, 269/270, 297/298, 303/304, 313/314
Löggjafarþing66Þingskjöl253, 400, 410, 488, 496, 517, 759, 1028, 1094, 1492, 1589
Löggjafarþing66Umræður (samþ. mál)45/46, 49/50, 53/54, 249/250, 423/424, 607/608, 945/946, 947/948, 1031/1032, 1047/1048, 1057/1058, 1087/1088, 1115/1116, 1125/1126, 1159/1160, 1189/1190, 1269/1270, 1359/1360, 1469/1470, 1543/1544, 1569/1570, 1703/1704, 1745/1746, 1893/1894, 1939/1940
Löggjafarþing66Umræður - Fallin mál27/28, 59/60, 67/68, 315/316, 387/388, 509/510
Löggjafarþing66Umræður (þáltill. og fsp.)77/78, 151/152, 227/228, 229/230
Löggjafarþing67Umræður (samþ. mál)151/152, 227/228, 495/496, 591/592, 759/760, 775/776, 791/792, 799/800, 863/864, 969/970, 1117/1118, 1127/1128, 1131/1132, 1151/1152
Löggjafarþing67Umræður - Fallin mál37/38, 101/102, 117/118, 119/120, 125/126, 241/242, 339/340, 521/522
Löggjafarþing67Umræður (þáltill. og fsp.)163/164, 221/222, 277/278, 379/380, 399/400, 571/572
Löggjafarþing68Þingskjöl21, 75, 79, 108, 246, 279, 288, 553, 704, 761, 946-947, 1117, 1130, 1241, 1252, 1430
Löggjafarþing68Umræður (samþ. mál)121/122, 197/198, 225/226, 289/290, 311/312, 523/524, 531/532, 545/546, 547/548, 615/616, 737/738, 889/890, 947/948, 1287/1288, 1339/1340, 1359/1360, 1373/1374, 1395/1396, 1433/1434, 1463/1464, 1493/1494, 1509/1510, 1511/1512, 1591/1592, 1641/1642, 1741/1742, 1745/1746, 1749/1750, 1759/1760, 1811/1812
Löggjafarþing68Umræður - Fallin mál5/6, 9/10, 115/116, 117/118, 195/196, 221/222, 245/246, 331/332, 353/354, 357/358, 379/380, 431/432, 555/556, 565/566, 597/598
Löggjafarþing69Þingskjöl231, 245, 256, 303, 353, 357, 366, 458, 550, 586, 730, 783, 805, 825, 827, 865, 931-932, 976, 1177, 1215
Löggjafarþing69Umræður (samþ. mál)39/40, 51/52, 73/74, 111/112, 117/118, 131/132, 159/160, 347/348, 375/376, 423/424, 485/486, 503/504, 505/506, 575/576, 739/740, 831/832, 833/834, 845/846, 863/864, 869/870, 977/978, 1007/1008, 1047/1048, 1123/1124, 1169/1170, 1325/1326, 1357/1358, 1457/1458, 1535/1536
Löggjafarþing69Umræður - Fallin mál55/56, 117/118, 137/138, 145/146, 163/164, 185/186, 209/210, 239/240, 269/270, 299/300, 433/434
Löggjafarþing69Umræður (þáltill. og fsp.)363/364
Löggjafarþing70Þingskjöl114, 258, 279, 395, 520, 824, 883, 909-910, 1008, 1031, 1043, 1134
Löggjafarþing70Umræður (samþ. mál)31/32, 43/44, 45/46, 245/246, 247/248, 519/520, 561/562, 569/570, 709/710, 1007/1008, 1187/1188, 1253/1254, 1257/1258, 1259/1260, 1375/1376, 1435/1436
Löggjafarþing70Umræður - Fallin mál141/142, 229/230, 339/340, 345/346, 353/354, 387/388, 423/424
Löggjafarþing70Umræður (þáltill. og fsp.)103/104
Löggjafarþing71Þingskjöl125-126, 136, 140, 303, 313, 374, 392, 413, 423, 443, 507, 607, 630, 671-672, 794, 996, 1009, 1011, 1017, 1023, 1038
Löggjafarþing71Umræður (samþ. mál)327/328, 451/452, 633/634, 911/912, 1059/1060, 1141/1142, 1201/1202, 1213/1214, 1251/1252, 1397/1398
Löggjafarþing71Umræður - Fallin mál49/50, 197/198, 215/216, 285/286, 293/294
Löggjafarþing71Umræður (þáltill. og fsp.)43/44, 99/100, 101/102, 105/106, 111/112, 255/256, 329/330
Löggjafarþing72Þingskjöl163, 165-166, 418, 424, 541, 705, 707, 793, 833, 847, 920, 922, 936, 955, 1004, 1036, 1106, 1115
Löggjafarþing72Umræður (samþ. mál)53/54, 65/66, 107/108, 219/220, 235/236, 241/242, 243/244, 267/268, 371/372, 517/518, 603/604, 721/722, 741/742, 1013/1014, 1029/1030, 1045/1046, 1049/1050, 1073/1074, 1113/1114, 1243/1244, 1251/1252, 1273/1274, 1287/1288, 1351/1352, 1369/1370, 1443/1444, 1445/1446, 1491/1492
Löggjafarþing72Umræður - Fallin mál117/118, 161/162, 215/216, 283/284, 285/286, 301/302, 345/346, 419/420, 433/434, 441/442, 461/462, 507/508, 613/614
Löggjafarþing72Umræður (þáltill. og fsp.)107/108, 113/114, 219/220, 329/330
Löggjafarþing73Þingskjöl221, 282-283, 321-322, 326, 603-604, 613, 739, 743, 1159-1160, 1198, 1260, 1321
Löggjafarþing73Umræður (samþ. mál)67/68, 79/80, 195/196, 329/330, 505/506, 553/554, 655/656, 701/702, 703/704, 713/714, 757/758, 759/760, 765/766, 771/772, 805/806, 825/826, 827/828, 837/838, 867/868, 969/970, 1043/1044, 1087/1088, 1109/1110, 1189/1190, 1191/1192, 1315/1316, 1407/1408, 1499/1500, 1547/1548, 1629/1630, 1631/1632, 1647/1648
Löggjafarþing73Umræður - Fallin mál91/92, 285/286, 301/302, 303/304, 319/320, 321/322, 359/360, 397/398, 399/400, 427/428, 513/514, 515/516, 545/546, 551/552, 563/564, 579/580, 593/594, 601/602, 607/608, 637/638, 661/662
Löggjafarþing73Umræður (þáltill. og fsp.)51/52, 69/70
Löggjafarþing74Þingskjöl152-153, 191, 204, 227, 300, 905, 1014-1015, 1152, 1201
Löggjafarþing74Umræður (samþ. mál)33/34, 35/36, 359/360, 481/482, 557/558, 565/566, 581/582, 611/612, 629/630, 837/838, 937/938, 939/940, 943/944, 945/946, 961/962, 1179/1180, 1263/1264, 1303/1304, 1445/1446, 1449/1450, 1451/1452, 1559/1560, 1719/1720, 1763/1764
Löggjafarþing74Umræður - Fallin mál19/20, 57/58, 159/160, 287/288
Löggjafarþing74Umræður (þáltill. og fsp.)343/344, 597/598, 639/640, 661/662, 677/678, 679/680, 681/682, 683/684
Löggjafarþing75Þingskjöl145, 154, 227-228, 230, 235, 261-262, 274, 320, 413, 432, 474, 512, 521, 527, 529, 536-537, 548, 597, 626, 864, 878, 940, 1111, 1179, 1226, 1232, 1258, 1325, 1396
Löggjafarþing75Umræður (samþ. mál)29/30, 73/74, 153/154, 167/168, 181/182, 409/410, 639/640, 659/660, 687/688, 795/796, 807/808, 851/852, 853/854, 871/872, 877/878, 927/928, 935/936, 937/938, 943/944, 961/962, 965/966, 967/968, 1015/1016, 1017/1018, 1025/1026, 1029/1030, 1081/1082, 1131/1132, 1137/1138, 1143/1144, 1247/1248, 1259/1260, 1285/1286, 1351/1352, 1353/1354
Löggjafarþing75Umræður - Fallin mál129/130, 233/234, 251/252, 253/254, 321/322, 463/464, 487/488, 505/506, 537/538, 561/562, 565/566, 647/648, 663/664, 699/700
Löggjafarþing75Umræður (þáltill. og fsp.)233/234
Löggjafarþing76Þingskjöl157, 171, 203, 217, 239, 352, 381, 472, 475, 477-478, 480, 482, 490, 780, 807, 981-982, 984-985, 989, 991, 994, 1163, 1166, 1254, 1286, 1290, 1342-1343
Löggjafarþing76Umræður (samþ. mál)237/238, 253/254, 255/256, 539/540, 575/576, 589/590, 603/604, 621/622, 633/634, 641/642, 687/688, 727/728, 731/732, 747/748, 793/794, 805/806, 893/894, 899/900, 1023/1024, 1025/1026, 1035/1036, 1059/1060, 1061/1062, 1081/1082, 1123/1124, 1147/1148, 1177/1178, 1243/1244, 1307/1308, 1311/1312, 1375/1376, 1387/1388, 1401/1402, 1411/1412, 1747/1748, 1961/1962, 1987/1988, 2021/2022, 2153/2154, 2175/2176, 2201/2202, 2221/2222, 2271/2272
Löggjafarþing76Umræður - Fallin mál71/72, 73/74, 175/176, 177/178, 179/180, 185/186, 195/196, 205/206, 323/324, 325/326
Löggjafarþing76Umræður (þáltill. og fsp.)29/30, 213/214
Löggjafarþing77Þingskjöl234, 245, 266-267, 422, 563-564, 566, 569, 571, 584, 613, 645, 663, 689, 733-734, 875, 890, 897, 955
Löggjafarþing77Umræður (samþ. mál)287/288, 329/330, 585/586, 651/652, 715/716, 719/720, 723/724, 725/726, 729/730, 731/732, 793/794, 805/806, 821/822, 843/844, 845/846, 881/882, 893/894, 911/912, 927/928, 939/940, 1021/1022, 1103/1104, 1135/1136, 1161/1162, 1215/1216, 1219/1220, 1239/1240, 1267/1268, 1269/1270, 1361/1362, 1365/1366, 1367/1368, 1409/1410, 1431/1432, 1457/1458, 1465/1466, 1471/1472, 1487/1488, 1543/1544, 1577/1578, 1579/1580, 1581/1582, 1591/1592, 1619/1620, 1673/1674, 1683/1684, 1685/1686, 1701/1702, 1711/1712, 1787/1788
Löggjafarþing77Umræður - Fallin mál23/24, 31/32, 173/174, 217/218, 247/248, 343/344
Löggjafarþing77Umræður (þáltill. og fsp.)421/422, 427/428
Löggjafarþing78Þingskjöl188, 208, 210, 215, 257, 272, 317, 340, 449, 584, 679, 750, 752, 754, 757, 759-760, 767, 782, 784, 787, 793-794, 813, 1140, 1142
Löggjafarþing78Umræður (samþ. mál)77/78, 139/140, 271/272, 315/316, 317/318, 331/332, 361/362, 497/498, 501/502, 521/522, 529/530, 531/532, 579/580, 597/598, 695/696, 847/848, 869/870, 925/926, 933/934, 1021/1022, 1041/1042, 1051/1052, 1055/1056, 1061/1062, 1075/1076, 1091/1092, 1115/1116, 1167/1168, 1253/1254, 1263/1264, 1291/1292, 1293/1294, 1319/1320, 1329/1330, 1403/1404, 1407/1408, 1531/1532, 1759/1760, 1767/1768
Löggjafarþing78Umræður - Fallin mál9/10, 51/52, 59/60, 89/90, 119/120, 153/154, 193/194, 203/204, 225/226, 249/250, 345/346
Löggjafarþing78Umræður (þáltill. og fsp.)169/170, 269/270, 295/296
Löggjafarþing79Umræður (samþ. mál)21/22, 115/116, 295/296
Löggjafarþing80Þingskjöl389, 440, 506, 572, 603, 881, 915, 986, 1013, 1159, 1169-1170, 1178, 1298
Löggjafarþing80Umræður (samþ. mál)9/10, 29/30, 57/58, 59/60, 61/62, 119/120, 155/156, 197/198, 237/238, 285/286, 335/336, 405/406, 731/732, 735/736, 741/742, 1003/1004, 1035/1036, 1087/1088, 1095/1096, 1121/1122, 1129/1130, 1195/1196, 1199/1200, 1385/1386, 1497/1498, 1549/1550, 1553/1554, 1593/1594, 1697/1698, 1729/1730, 1749/1750, 1765/1766, 1785/1786, 1823/1824, 1825/1826, 1831/1832, 1863/1864, 1891/1892, 1913/1914, 1949/1950, 2011/2012, 2031/2032, 2041/2042, 2061/2062, 2067/2068, 2161/2162, 2323/2324, 2393/2394, 2395/2396, 2477/2478, 2479/2480, 2505/2506, 2561/2562, 2607/2608, 2609/2610, 2611/2612, 2685/2686, 2691/2692, 2707/2708, 2709/2710, 2717/2718, 2719/2720, 2731/2732, 2735/2736, 2769/2770, 2827/2828, 2863/2864, 2867/2868, 2871/2872, 2901/2902, 2907/2908, 2917/2918, 2919/2920, 3085/3086, 3137/3138, 3319/3320, 3335/3336, 3357/3358, 3377/3378, 3389/3390, 3567/3568
Löggjafarþing80Umræður - Fallin mál135/136, 141/142, 159/160, 211/212, 249/250, 281/282, 283/284
Löggjafarþing80Umræður (þáltill. og fsp.)423/424
Löggjafarþing81Þingskjöl241, 297, 349, 437, 540, 723-724, 743, 756-757, 814, 820, 822-823, 827, 880, 897, 899, 958, 1087, 1107, 1112
Löggjafarþing81Umræður - Fallin mál5/6, 29/30, 103/104, 141/142, 147/148, 165/166, 169/170, 179/180, 193/194, 269/270, 317/318, 321/322, 389/390, 391/392, 397/398, 399/400, 449/450, 509/510, 513/514, 523/524, 571/572, 601/602, 603/604, 621/622, 725/726, 757/758, 791/792
Löggjafarþing81Umræður (þáltill. og fsp.)33/34, 63/64, 333/334, 585/586, 675/676, 709/710, 755/756, 757/758, 841/842
Löggjafarþing82Umræður (samþ. mál)27/28, 317/318, 349/350, 539/540, 617/618, 625/626, 849/850, 851/852, 987/988, 1181/1182, 1341/1342, 1359/1360, 1403/1404, 1405/1406, 1411/1412, 1419/1420, 1421/1422, 1427/1428, 1433/1434, 1447/1448, 1453/1454, 1551/1552, 1617/1618, 1619/1620, 1623/1624, 1625/1626, 1627/1628, 1635/1636, 1647/1648, 1649/1650, 1675/1676, 1677/1678, 1747/1748, 1749/1750, 1807/1808, 1811/1812, 1813/1814, 1825/1826, 1827/1828, 1829/1830, 1923/1924, 2003/2004, 2051/2052, 2053/2054, 2055/2056, 2057/2058, 2141/2142, 2167/2168, 2199/2200, 2229/2230, 2295/2296, 2339/2340, 2375/2376, 2429/2430, 2541/2542, 2547/2548, 2557/2558, 2653/2654
Löggjafarþing82Umræður - Fallin mál5/6, 13/14, 15/16, 17/18, 31/32, 113/114, 149/150, 157/158, 163/164, 165/166, 169/170, 173/174, 231/232, 397/398, 415/416, 417/418, 469/470, 503/504, 505/506
Löggjafarþing82Umræður (þáltill. og fsp.)61/62, 69/70, 217/218, 219/220, 267/268, 315/316, 445/446, 447/448, 503/504, 509/510
Löggjafarþing83Þingskjöl172-173, 262, 360, 374, 414-415, 630, 874, 951, 1011-1012, 1057, 1072, 1101, 1135, 1141, 1144, 1149, 1197, 1359, 1437, 1642, 1698-1699, 1852
Löggjafarþing83Umræður (samþ. mál)53/54, 69/70, 103/104, 305/306, 315/316, 325/326, 345/346, 617/618, 703/704, 899/900, 913/914, 959/960, 1005/1006, 1021/1022, 1023/1024, 1215/1216, 1283/1284, 1285/1286, 1311/1312, 1313/1314, 1357/1358, 1415/1416, 1419/1420, 1421/1422, 1431/1432, 1495/1496, 1523/1524, 1551/1552, 1589/1590, 1595/1596, 1949/1950
Löggjafarþing83Umræður - Fallin mál41/42, 57/58, 69/70, 85/86, 107/108, 137/138, 155/156, 157/158, 241/242, 271/272, 299/300, 721/722
Löggjafarþing83Umræður (þáltill. og fsp.)287/288, 491/492
Löggjafarþing84Umræður (samþ. mál)145/146, 147/148, 149/150, 201/202, 265/266, 543/544, 645/646, 685/686, 775/776, 777/778, 795/796, 803/804, 817/818, 909/910, 917/918, 929/930, 937/938, 941/942, 949/950, 1053/1054, 1055/1056, 1071/1072, 1135/1136, 1163/1164, 1177/1178, 1225/1226, 1427/1428, 1479/1480, 1603/1604, 1691/1692, 1747/1748, 1757/1758, 1759/1760, 1793/1794, 1883/1884, 1899/1900, 2035/2036, 2061/2062
Löggjafarþing85Umræður (samþ. mál)57/58, 91/92, 103/104, 141/142, 243/244, 249/250, 251/252, 479/480, 527/528, 775/776, 797/798, 805/806, 809/810, 813/814, 815/816, 849/850, 857/858, 871/872, 921/922, 1227/1228, 1261/1262, 1307/1308, 1313/1314, 1315/1316, 1369/1370, 1429/1430, 1535/1536, 1553/1554, 1613/1614, 1691/1692, 2007/2008, 2139/2140
Löggjafarþing85Umræður (þáltill. og fsp.)419/420, 479/480
Löggjafarþing85Umræður - Óútrædd mál23/24, 67/68, 71/72, 97/98, 125/126, 183/184, 235/236, 447/448, 465/466, 471/472, 473/474, 477/478, 495/496
Löggjafarþing86Þingskjöl187-188, 208, 210, 232, 299, 357, 433, 444, 624, 787, 789-792, 794, 815, 890, 984, 1015, 1040-1041, 1081, 1129, 1235, 1447, 1451, 1522, 1565, 1590
Löggjafarþing86Umræður (samþ. mál)47/48, 291/292, 307/308, 341/342, 351/352, 729/730, 735/736, 849/850, 941/942, 945/946, 963/964, 1037/1038, 1083/1084, 1087/1088, 1293/1294, 1363/1364, 1533/1534, 1791/1792, 1957/1958, 1963/1964, 1979/1980, 1989/1990, 1991/1992, 1999/2000, 2003/2004, 2011/2012, 2017/2018, 2021/2022, 2161/2162, 2173/2174, 2211/2212, 2227/2228, 2239/2240, 2249/2250, 2263/2264, 2337/2338, 2529/2530, 2551/2552, 2633/2634, 2665/2666, 2673/2674, 2677/2678, 2753/2754, 2769/2770, 2791/2792, 2797/2798
Löggjafarþing86Umræður (þáltill. og fsp.)387/388
Löggjafarþing86Umræður - Óútrædd mál141/142, 241/242, 287/288, 441/442
Löggjafarþing87Umræður (samþ. mál)173/174, 291/292, 293/294, 307/308, 325/326, 339/340, 375/376, 485/486, 751/752, 831/832, 877/878, 917/918, 961/962, 987/988, 1007/1008, 1061/1062, 1147/1148, 1159/1160, 1219/1220, 1323/1324, 1325/1326, 1327/1328, 1331/1332, 1437/1438, 1475/1476, 1479/1480, 1599/1600, 1601/1602, 1667/1668, 1689/1690, 1691/1692, 1847/1848
Löggjafarþing87Umræður (þáltill. og fsp.)23/24, 25/26, 41/42
Löggjafarþing87Umræður - Óútrædd mál123/124, 125/126, 167/168, 173/174, 367/368, 371/372, 405/406, 459/460
Löggjafarþing88Þingskjöl215, 219, 261, 283, 302-303, 318, 322, 334, 1111, 1113, 1199, 1203, 1240, 1269, 1275, 1565
Löggjafarþing88Umræður (samþ. mál)69/70, 101/102, 161/162, 191/192, 203/204, 253/254, 267/268, 349/350, 361/362, 383/384, 387/388, 641/642, 759/760, 859/860, 1021/1022, 1023/1024, 1027/1028, 1091/1092, 1103/1104, 1111/1112, 1117/1118, 1137/1138, 1161/1162, 1183/1184, 1265/1266, 1293/1294, 1339/1340, 1535/1536, 1577/1578, 1669/1670, 1767/1768, 1771/1772, 1775/1776, 1887/1888, 1907/1908, 1929/1930, 1937/1938, 1965/1966, 1999/2000, 2027/2028, 2177/2178, 2179/2180
Löggjafarþing88Umræður (þáltill. og fsp.)173/174, 211/212, 245/246, 405/406, 407/408, 523/524, 525/526
Löggjafarþing88Umræður - Óútrædd mál113/114, 123/124, 161/162, 173/174, 289/290, 315/316, 317/318, 349/350, 367/368, 379/380, 535/536, 571/572, 627/628, 679/680, 735/736, 761/762, 771/772
Löggjafarþing89Umræður (þáltill. og fsp.)107/108, 131/132, 241/242, 333/334, 919/920
Löggjafarþing89Umræður - Óútrædd mál71/72, 203/204, 209/210, 217/218, 255/256, 309/310, 405/406, 527/528, 557/558, 569/570
Löggjafarþing90Þingskjöl146, 238-239, 247-248, 332, 356, 385, 452, 464, 575, 578, 1233, 1249, 1271, 1427-1428, 1508, 1514, 1604, 1669, 1745, 1934, 1947, 1972, 1981, 2092
Löggjafarþing90Umræður (samþ. mál)69/70, 195/196, 609/610, 611/612, 633/634, 749/750, 829/830, 859/860, 867/868, 883/884, 889/890, 891/892, 901/902, 919/920, 923/924, 933/934, 943/944, 967/968, 973/974, 999/1000, 1109/1110, 1123/1124, 1169/1170, 1297/1298, 1323/1324, 1385/1386, 1389/1390, 1405/1406, 1453/1454, 1501/1502, 1553/1554, 1585/1586, 1605/1606
Löggjafarþing90Umræður (þáltill. og fsp.)139/140, 223/224, 603/604, 937/938, 941/942
Löggjafarþing90Umræður - Óútrædd mál11/12, 87/88, 115/116, 169/170, 183/184, 185/186, 213/214, 269/270, 319/320, 399/400, 461/462, 473/474, 475/476, 481/482
Löggjafarþing91Umræður (samþ. mál)77/78, 79/80, 89/90, 127/128, 155/156, 189/190, 231/232, 233/234, 239/240, 241/242, 275/276, 277/278, 289/290, 297/298, 309/310, 357/358, 385/386, 395/396, 417/418, 463/464, 471/472, 539/540, 589/590, 591/592, 611/612, 613/614, 637/638, 673/674, 675/676, 677/678, 703/704, 715/716, 743/744, 757/758, 805/806, 807/808, 1095/1096, 1117/1118, 1161/1162, 1253/1254, 1259/1260, 1279/1280, 1291/1292, 1317/1318, 1319/1320, 1321/1322, 1329/1330, 1351/1352, 1363/1364, 1431/1432, 1445/1446, 1447/1448, 1723/1724, 1741/1742, 1743/1744, 1883/1884, 1911/1912, 1949/1950, 1957/1958, 1969/1970
Löggjafarþing91Umræður - Óútrædd mál33/34, 189/190, 237/238, 245/246, 291/292, 345/346, 409/410, 463/464, 561/562, 587/588, 659/660
Löggjafarþing92Umræður (samþ. mál)81/82, 101/102, 107/108, 133/134, 137/138, 139/140, 141/142, 143/144, 159/160, 335/336, 339/340, 607/608, 609/610, 635/636, 753/754, 763/764, 769/770, 813/814, 825/826, 845/846, 937/938, 1001/1002, 1031/1032, 1103/1104, 1135/1136, 1139/1140, 1141/1142, 1147/1148, 1163/1164, 1173/1174, 1185/1186, 1397/1398, 1399/1400, 1403/1404, 1405/1406, 1415/1416, 1533/1534, 1537/1538, 1569/1570, 1595/1596, 1661/1662, 1669/1670, 1705/1706, 1747/1748, 1815/1816, 1937/1938, 1959/1960, 1977/1978, 2073/2074, 2079/2080, 2119/2120, 2129/2130, 2135/2136
Löggjafarþing92Umræður - Óútrædd mál1/2, 33/34, 71/72, 73/74, 77/78, 99/100, 119/120, 199/200, 259/260, 425/426, 427/428
Löggjafarþing93Þingskjöl302, 304, 349, 453, 469, 521, 527, 548, 982, 1132, 1213, 1428
Löggjafarþing95Umræður19/20, 209/210, 223/224
Löggjafarþing97Þingskjöl221, 236, 246, 289, 293, 327, 340, 418, 497, 621-622, 628, 1060, 1078, 1165, 1173-1174, 1200-1201, 1252, 1255-1257, 1269, 1276, 1376, 1378, 1505, 1509, 1514-1516, 1520, 1523-1524, 1659, 1721, 1742, 1837-1839, 1844, 1848-1850, 1853, 1855, 1859-1860, 1864, 1885-1886, 1893-1894, 1896, 2210
Löggjafarþing101Þingskjöl278, 280-282, 326, 336, 475, 479, 484, 487, 490, 506, 528, 568
Löggjafarþing104Umræður311/312, 557/558, 751/752, 897/898, 983/984, 1057/1058, 1059/1060, 1167/1168, 1349/1350, 1449/1450, 2039/2040, 2097/2098, 2121/2122, 2275/2276, 2287/2288, 2423/2424, 2507/2508, 2529/2530, 2625/2626, 2695/2696, 2827/2828, 2961/2962, 2985/2986, 3153/3154, 3483/3484, 3485/3486, 3507/3508, 3509/3510, 3515/3516, 3607/3608, 3725/3726, 3747/3748, 3749/3750, 3845/3846, 3849/3850, 3899/3900, 3901/3902, 3947/3948, 4107/4108, 4145/4146, 4171/4172, 4173/4174, 4175/4176, 4177/4178, 4325/4326, 4333/4334, 4417/4418, 4421/4422, 4471/4472, 4505/4506, 4677/4678, 4709/4710, 4731/4732, 4773/4774, 4837/4838, 4889/4890, 4919/4920
Löggjafarþing105Umræður27/28, 211/212, 371/372, 735/736, 795/796, 861/862, 863/864, 1377/1378, 1617/1618, 1639/1640, 1801/1802, 2039/2040, 2067/2068, 2179/2180, 2279/2280, 2353/2354, 2379/2380, 2421/2422, 2439/2440, 2533/2534, 2535/2536, 2651/2652, 2885/2886, 2887/2888, 2977/2978, 2997/2998, 3085/3086, 3139/3140
Löggjafarþing114Þingskjöl29
Löggjafarþing114Umræður35/36, 73/74, 81/82, 143/144, 179/180, 183/184, 239/240, 355/356, 455/456, 569/570, 631/632
Löggjafarþing119Umræður115/116, 199/200, 295/296, 323/324, 359/360, 431/432, 441/442, 473/474, 711/712, 713/714, 741/742, 767/768, 773/774, 847/848, 877/878, 981/982, 1005/1006, 1049/1050, 1155/1156, 1213/1214, 1215/1216, 1225/1226
Löggjafarþing124Umræður73/74, 75/76, 77/78, 315/316
Löggjafarþing126Þingskjöl633, 649, 697, 702, 711, 749-750, 756-757, 797, 806, 921, 928, 1206, 1216, 1225, 1251-1252, 1281, 1306, 1340, 1343, 1345, 1348, 1352, 1523, 1541, 1592, 1700-1701, 1769-1770, 1930, 2230, 2321, 2427, 2458, 2495, 2499, 2569, 2577, 2580, 2588, 2610, 2612, 2643-2644, 2650, 2663-2664, 2667, 2753, 2794, 2796, 2798, 2883, 2943, 2947, 3100, 3179, 3256, 3278, 3280, 3365, 3471, 3491-3492, 3685-3686, 3816, 3822-3823, 3834, 3853, 3856, 3921, 3939, 4006, 4100, 4153, 4155, 4273, 4310, 4475, 4481, 4517, 4523-4524, 4540, 4549, 4553, 4578, 4600, 4623, 4625, 4627, 4645, 4653, 4677-4678, 4696, 4754, 4863, 5031, 5037, 5069, 5167, 5206, 5326, 5335, 5501-5502, 5565, 5567, 5620
Löggjafarþing128Þingskjöl5, 272, 444, 636, 889, 891-892, 908, 916, 918-919, 922, 930-932, 948, 951, 967, 973, 1088, 1139, 1190, 1205, 1209-1210, 1221, 1386, 1395, 1399, 1416, 1535, 1542, 1547-1548, 1579, 1604, 1616, 1638, 1644, 1653, 1737, 1768, 1803, 1819, 1821, 1959, 1965, 1971, 2004, 2223, 2238, 2487, 2504, 2507, 2559, 2576, 2580-2581, 2701, 2704, 2727, 2736-2737, 2742, 2892, 2925, 3223, 3231, 3298, 3611, 3662, 3684, 3695, 3712, 3751, 3787, 3790, 3818, 3984, 3987-3988, 4171-4172, 4193, 4215, 4247, 4363, 4477, 4491, 4517, 4542, 4553, 4583, 4608, 4613, 4616, 4621, 4625, 4675, 4873, 4890, 4893, 4908-4909, 4920, 5119, 5295, 5349, 5399, 5402, 5407, 5565-5566, 5865-5866, 5891
Löggjafarþing129Þingskjöl5
Löggjafarþing129Umræður9/10
Löggjafarþing133Þingskjöl20, 479, 488, 498, 520, 529, 533-534, 536-537, 542-543, 549-553, 555-562, 591, 614, 618, 759, 865, 916, 924, 930, 957, 966, 969, 972-973, 975-976, 979, 981-983, 992, 999, 1016, 1020-1021, 1024, 1116, 1129, 1142, 1148, 1228, 1232, 1322, 1339, 1345-1346, 1379, 1394, 1420, 1423, 1589, 1594, 1611, 1692, 1721, 1732, 1760, 1763, 2105-2107, 2315-2316, 2343, 2354-2355, 2592, 2604, 2611, 2615, 2697, 2905, 2908, 2993-2994, 3098, 3122, 3135, 3145, 3187-3188, 3192, 3508-3509, 3598, 3644-3647, 3679, 3682, 3691, 3700, 3818, 3834, 3935, 3975, 3992-3993, 3995, 3998-4000, 4002-4004, 4027-4029, 4031-4032, 4034-4037, 4041-4042, 4045-4046, 4049-4050, 4053-4054, 4059, 4062-4063, 4088, 4174, 4217-4218, 4232, 4235, 4280, 4296, 4298, 4303, 4305-4306, 4315, 4338, 4454, 4821, 4887, 4940, 4950, 4967, 4971, 5040, 5121, 5142, 5200, 5255, 5263, 5283, 5481, 5546, 5573, 5667, 5761, 5797-5798, 5901, 5934, 5977, 5988, 6170, 6180, 6187, 6210, 6241-6243, 6247, 6263, 6268, 6272, 6288, 6290-6292, 6294, 6373-6376, 6403, 6514, 6654, 6706, 6869, 6959, 7006, 7014, 7020, 7048, 7074, 7079, 7099, 7109, 7165, 7242
Löggjafarþing134Þingskjöl153, 163, 172, 194-195
Löggjafarþing134Umræður97/98, 135/136, 165/166, 219/220, 229/230, 537/538, 557/558
Löggjafarþing137Þingskjöl28, 109, 258, 427, 436, 596, 778-779, 783, 790-791, 793-795, 802, 834, 863, 984-985, 987, 990, 992, 995, 998, 1002-1003, 1007, 1123
Fara á yfirlit

Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis

ÁrtalBls. nr.
198846
198980, 100
199445, 108, 113, 125, 191-193, 213-214, 261, 274, 287-288, 290, 319, 448
199533, 35-36, 92, 97, 150, 351, 356, 373, 394, 419, 457, 530, 547, 583
199728, 44, 46, 140-141, 198, 337, 353, 453, 531
199812, 66-67, 75, 78, 252
199933, 40, 56, 88, 91, 106, 153, 162, 175, 186, 218, 333
200013, 35, 44, 72, 83, 111, 126, 266
200111-12, 15, 50, 73, 78, 85, 158, 166, 209-211, 214, 227, 231-233, 284
200212, 21, 71, 77, 87, 93, 229
200320, 25, 59, 91, 150, 193, 195, 198, 220, 267
200488-89, 104, 119, 132, 142, 214
200548, 51, 72, 84, 101, 113, 141, 175, 216
200612, 70, 74, 118, 180, 252
200714, 83-84, 172, 175, 183-184, 202, 214, 270
200851, 96, 206, 230
201169
201219, 67, 88
201318, 104, 122
20145, 19, 26
201516, 23
201717
202249
202313, 46
Fara á yfirlit

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (á íslensku)

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
1994341
19944344
19945039, 69, 71
19945774, 77-78, 81, 104, 107
199575, 7, 29-30
1995132, 4, 9, 11, 22
1995163
1995232
19954357
199622, 5
1996113
1996184-5, 10, 25
19962262
19962411
19962559, 159
19963264-65, 67, 74
19964560, 76
19965180
19971121, 37, 43
19972918, 58, 66, 68, 89
1997373, 7, 12, 33, 35, 37, 39-40, 42, 163, 166, 170, 174
1997443, 5, 7, 9, 12, 18, 21, 23-24, 26, 28
19974846, 48, 103
19981837, 40, 44, 48, 51, 54
19982735, 39, 43, 46, 50, 55, 113, 116, 118, 121-122, 124, 129, 131, 135, 138-139, 174
19984211, 40, 95, 147-148, 162, 168, 173, 192, 205, 244, 251, 258
1998483, 6, 197, 246, 252
19996209, 212, 214, 217, 220
19991660
1999213-4, 272
199930100, 161, 184, 186, 188, 190, 196
19993280, 83, 85, 90, 95, 140, 195-196, 200
1999333, 8, 14
19995088, 96
2000711, 14, 120, 142, 158
20002111, 32-33, 45, 49, 55, 61, 90, 161, 164-165, 172
200028262, 265, 269
20004644, 80, 94
20005020, 24, 27, 34, 124, 193, 197
2000516, 40, 73-75, 117, 123, 125, 129, 136, 142, 145
20005433, 36, 42, 45, 76, 81, 84, 143, 270
20005598
200060194, 198, 202, 206, 209, 434, 439, 442, 469, 477, 544, 555-556
20013134, 144
200111115, 127, 277
200114130, 201
200120111, 118, 122, 127, 174, 185, 260, 292, 312, 328, 338
20012613, 15, 17, 23, 28, 32, 38, 43, 45, 50, 123-124, 165, 181
20013126, 69, 229, 233, 253, 255, 287-288, 295, 313
20014627, 119, 140, 151, 155, 159, 164-166, 168, 175, 177, 184, 186, 395, 399, 405, 412, 418, 430, 433, 438, 468, 515
20015154, 79
20021625, 60
2002232, 15, 18, 27
2002531, 3, 7, 10, 12, 14, 18, 21, 24, 27, 30, 93, 131, 135, 146, 153, 171, 180
200263211, 330, 351, 362, 365
2003681, 90, 112, 224, 235, 246, 255, 266, 271
20032395, 107, 335, 343, 349, 379, 396
20034933, 38, 120-121, 123, 125, 127-128, 131, 192, 285, 292, 325
20035727, 160, 163, 165, 170, 246, 251, 272, 283-284, 301, 303
20049116, 288, 508, 627
20042968, 135, 138, 142-143, 154, 215, 220
20059166, 174, 177, 480
200516167, 171, 175, 179, 181, 244, 277, 305, 347, 356, 366, 368, 375
20054943, 47, 75
20055817, 21, 25, 27, 30, 33, 37, 40, 136, 174, 195
2006151, 3, 5, 7, 9, 62, 227
20063087, 109, 302, 422, 508, 534, 560, 571, 575
2006582, 5, 15, 18, 20, 23, 27, 51, 94, 112, 131, 156, 173, 210, 224, 1249, 1667, 1686, 1689, 1693, 1699
2007912, 51, 56, 61, 80, 85, 87, 372-373, 377, 399, 405, 410, 462, 466, 483, 495, 504
20071542
20071679, 105, 132, 183-184, 213
200726146, 203, 213, 216, 249, 273, 275-276, 280, 304, 393
20075463, 232, 350, 377, 434, 440, 860, 880
2007613
2008102, 5, 20, 24, 26, 61, 256, 298, 379-380, 382, 388, 460, 622-623, 632, 637, 646, 648, 661
20081443, 51, 55, 58, 61, 66, 70, 73, 76, 79, 82, 272, 287
2008224, 16, 29, 35, 102, 121-122, 124, 126, 129, 139, 156, 159, 162, 216, 349, 432, 577, 618
2008234, 36, 42, 47, 77
20082723, 50, 73, 77, 81, 87, 91, 115, 136, 138, 150
2008357, 16, 26, 87, 100, 264, 269, 400, 405-406, 409, 414, 436
2008362, 7, 16, 55
20083892, 121, 128, 182, 187, 189, 206, 289, 298, 318, 330, 334, 370, 412
20084431, 77, 222
2008452, 8, 14, 19, 23, 28, 63, 67, 82-83, 86, 90, 92
200868135, 143, 151, 158, 165, 304, 432, 560, 565, 567, 569, 590, 645, 696, 712, 745, 760, 767-768, 770, 794, 826-827, 838, 840-842, 855, 880, 885, 888, 893, 902
200873388, 460, 480, 500, 783
20087657, 59, 74, 77, 81, 156, 158, 160, 164, 166, 168, 171, 174, 263, 270, 275, 281, 297, 338, 365, 370
20087721, 24, 56, 58, 60, 65, 83
20087837, 44, 53, 56, 58, 62, 112, 125, 135, 137, 142, 151, 155, 157, 174, 197
2009112, 7, 14, 17, 20, 23, 25, 49, 52, 55, 58, 63, 85, 91, 102, 104, 106, 109, 112, 115, 121, 124-125, 129, 131, 137, 149, 156, 164, 168, 173, 176, 188
20092519, 144, 148, 238, 258, 262, 268, 294, 308, 319, 323, 361, 367, 539, 541, 544, 547, 550, 553, 556, 573, 576, 581, 595, 597
20093769, 82, 85, 87, 89, 92, 99, 101, 104, 107, 110, 113, 115, 118, 122, 124, 127, 143, 154, 157, 162, 165, 172, 176, 188, 197, 225, 236-237, 245, 248, 251, 272
20095421, 34, 37, 40, 42, 44, 48, 71
20097172, 75, 106, 204, 283, 398, 401
2010614, 167, 188, 196, 222, 227, 229, 233, 252, 257, 260, 266, 275, 287, 289, 292, 301, 306, 314, 317, 321, 326, 337
2010212, 15, 19, 67, 71, 74, 80, 84, 96, 107, 116, 119, 129, 136
20102636, 130, 141
20102917
20103247, 50, 124, 144, 180, 185, 203, 208, 212, 217, 222, 225, 228, 231, 234, 237, 240
2010395, 222, 702, 709, 713, 718, 728, 779, 802
2010509, 158, 216, 218, 220
2010522, 411
20105440, 62, 190, 199, 242, 256, 262, 284, 292, 295, 300
20105620, 49, 67, 74, 79, 82, 92, 100, 163, 168, 177, 184, 201, 206, 215, 235, 239, 298, 302, 309, 314, 325, 331, 335, 338
20106411, 22, 65, 131, 476, 524, 534, 550, 588
201071123, 166, 196, 239, 247, 278, 293-294, 309, 315, 321, 328, 331, 353, 357, 365
2011539, 42, 44, 47, 74, 76, 78, 84, 89, 93, 107-109, 115, 122, 129, 132, 134, 138, 140, 143, 154, 157, 220, 236, 238, 252, 279, 285, 287, 294
201110210, 213, 215, 237, 244, 252, 260, 269
20112035, 40, 103, 113, 183, 195, 203, 217, 221, 240, 266
2011222, 7-8, 12, 16, 24, 29, 34-35
20112948, 95, 98, 100, 102, 104, 106, 108, 110, 113, 116, 118, 135, 162, 165, 211, 237
20114066, 95, 104, 109, 125, 146
20115537, 66, 95, 104, 117, 134, 140, 145, 171, 190-191, 195, 201, 219, 221, 223, 236, 238, 241, 244, 274, 278, 280, 287, 307, 309, 333, 341, 375, 377, 471, 607, 617, 632
2011592-3, 10, 26, 29, 146, 149, 152, 156-157, 159, 169, 174, 181, 185, 190, 193, 197, 200, 202, 246, 263, 279, 303, 337, 360-361, 368, 377, 380, 412, 414, 418, 420, 437, 457, 460, 463, 468, 471, 516, 528, 559
20116811, 42, 54, 62, 73, 94, 101, 107, 109, 117, 121, 129, 131, 140, 145, 148, 152, 156, 160, 180, 185, 191, 193, 211, 214, 217, 225, 227, 239, 336, 369, 373, 376, 379, 382, 385, 387, 397, 400, 404, 410, 413, 423, 425, 474, 488, 494, 496, 499, 504, 507, 512, 516, 522, 524, 526
2012710, 18, 22, 26, 29, 32, 132, 147, 168, 172, 180, 194, 196, 198, 201, 204, 208, 241, 324, 359, 361, 363, 366, 368, 371, 373, 376, 378, 380, 383, 386, 391, 393, 396
2012122, 29, 200, 203, 206, 209, 213, 225, 242-243, 245, 248, 252, 254, 298, 305, 339, 381, 385, 435, 537, 563, 615, 640, 643, 645, 652
20121954, 77, 165, 204, 209-210, 216, 233, 282, 326, 382, 439, 466, 471, 485
2012242, 5, 26, 154, 173-174, 186, 418, 421, 426, 430, 433, 437, 439
2012323, 15, 26, 28, 56, 71, 74, 91, 93, 96, 98, 101, 159, 170, 173, 176, 179, 181, 184, 186, 189, 193, 196, 200, 202, 204, 207, 209, 212, 216, 219, 222, 224, 250, 252
20123831, 103
20125235
20125413, 68, 137, 231-232, 239, 243, 246, 255, 262, 272, 279, 306, 341-342, 345, 347, 355, 364, 420, 438, 440-441, 463, 498, 516, 522, 529, 532, 535, 538, 546, 550, 555, 558, 563, 614, 656, 672, 713, 750, 759, 800, 805, 809, 850, 1013, 1031, 1054, 1103, 1133, 1210, 1268, 1271, 1274, 1287, 1293
20125815
20125945, 95, 270, 272, 277, 307, 311, 384, 397, 415, 475, 478, 482, 488, 495, 499-500, 503, 506, 508, 523, 526, 528, 603, 741, 777, 810, 849, 855
2012676, 18, 108, 130, 145, 154, 156, 158, 160, 163-164, 167, 169, 174, 176, 184, 219, 303, 326, 406, 451, 456, 469, 471, 476, 509, 513, 516, 521
20134418, 629, 655, 670, 705, 716, 828, 860, 862, 1305, 1324, 1329, 1353
2013912, 178, 228, 245, 248, 253, 255, 306, 321, 327, 330, 343, 401, 514
2013144, 297, 356, 388, 468, 489, 588, 679, 704, 707, 712, 716, 731
20131612, 37, 39, 41-42, 45, 47, 51, 54, 56, 59, 62, 66, 68, 71, 74, 77, 81, 85, 95, 111, 141, 158, 182, 186-187, 196, 199, 208, 210, 212, 215, 219, 221, 223, 226, 229, 232, 235, 237, 248, 254, 256, 262, 274, 276, 284, 293, 300
2013203, 127, 143, 162, 166, 178, 261, 302, 341, 396, 421, 431, 443, 454, 458, 460, 465-466, 472, 480, 483, 486, 488, 492, 496, 498, 500, 504, 506, 509, 511, 514, 518-519, 522, 543, 681, 683, 733, 757, 771, 875, 888, 904, 929, 940, 1098, 1115
2013283, 9-10, 23, 26, 29, 31, 33, 38, 52, 84, 198, 200, 203, 206, 209, 211, 214, 216, 245, 264, 268, 271, 287, 295, 302, 304, 348, 352, 356, 366, 381, 383, 423, 427, 440, 453, 456, 464, 476, 654
2013322
20133714, 44, 60, 65, 85, 88, 101, 115, 144, 161, 174, 181, 183, 188, 202, 223
2013461, 27, 66, 134, 164, 200, 208, 211, 215
20135622, 30, 67, 132, 145, 165, 180, 368, 370, 372, 375, 378, 389, 453-456, 459, 462, 465, 467, 470, 488, 497, 500, 503, 541, 559, 624, 634, 638, 646, 673, 797, 908, 913, 1059, 1136, 1203, 1209
2013642, 4, 30, 117, 119, 121, 125, 130, 132, 138, 144, 149, 153, 166, 174, 239, 242, 245, 247, 250, 253, 258, 261, 263, 265, 269, 272, 331, 336, 339, 353
201442, 9, 17, 26, 30, 42, 44, 47, 50, 53, 56, 58, 62, 86, 131, 156, 186, 218, 224, 229, 233, 236, 239, 245, 292, 380, 394, 402, 409, 432, 494, 502, 509, 532, 557, 574, 584, 707, 750
2014121, 3, 6, 8, 10, 14, 17, 19, 22, 26, 28, 30, 38, 96, 108, 114, 119, 122, 128, 131, 149, 153-154, 164, 197, 204, 206, 209, 255, 264, 267, 307, 320
2014234, 35, 39, 42, 45, 60, 88, 135, 167, 174, 176, 183, 186, 188, 190, 204-205, 207, 210, 213, 216, 219, 223, 225, 228, 231, 235, 254, 258, 263, 348, 353, 369, 375, 471, 481, 501, 694, 702, 771, 1018, 1043-1044, 1050
20142845, 87, 132
2014363, 7, 12, 16, 18, 21, 25, 28, 32, 35, 41, 45, 89, 92, 95, 97, 102, 106, 113, 116, 119, 134, 136, 145, 153-155, 160, 173, 190, 194, 196, 218, 226, 235-236, 241, 250, 286, 306, 319, 332, 345, 347, 374, 475, 512, 515, 540, 545, 557, 601, 642, 645, 651, 691
2014542, 6, 8, 11, 14, 17, 24, 27, 36, 40, 43, 48, 90, 106, 149, 179, 226, 263, 320, 323, 326, 330, 332, 336, 340, 376, 380, 391, 449, 466, 479, 503, 509, 511, 533, 594, 608, 639, 658, 660, 696, 710, 798, 804, 814, 819, 826, 887, 923, 932, 947, 1073-1074, 1103, 1108, 1117, 1158, 1167, 1215, 1225, 1235, 1245, 1250, 1270, 1342
2014645, 30, 52, 54, 57, 61, 64, 112, 159, 236, 240, 245, 249, 261, 265, 268, 270, 273, 297, 300, 343, 346, 358, 360, 382, 384, 401, 404, 422, 450, 460, 463-464, 470, 487, 526
20146738, 51, 237, 239, 288, 323, 326, 410, 477, 482, 487, 492, 497, 503, 508, 513, 518, 523, 528, 533, 539, 545, 550, 554, 559, 564, 570, 572, 575, 579, 583, 585, 587, 589, 594, 596, 600, 604, 606, 608, 611, 615, 617, 620, 622, 625, 631, 637, 641, 643, 648, 652, 656, 661, 665, 670, 674, 678, 682, 686, 690, 694, 698, 700, 705, 709, 713, 717, 721, 725, 728, 731, 734, 738, 743, 746, 748, 752, 757, 761, 763, 765, 770, 775, 779, 785, 789, 793, 798, 802, 805, 810, 815, 820, 825, 830, 835, 842, 849, 852, 855, 858, 863, 877, 881, 884, 887, 890, 893, 895, 899, 903, 906, 920, 922, 924, 927, 931, 935, 941, 946, 951, 956, 960, 965, 970
20147319, 30, 97, 255, 258, 261, 267, 269, 271, 275, 308, 338, 373, 431, 455, 458, 460, 463, 467, 469, 480, 482, 485, 488, 491, 494, 498, 503, 506, 508, 511, 516, 520, 522, 526, 530, 534, 538, 542, 545, 549-550, 552, 554-555, 561, 571, 574, 579, 624, 642, 644, 661, 664, 672, 683, 695, 699, 703, 950, 976, 1013, 1043, 1073
2014762, 20, 48, 59, 74, 99, 161
201582, 46, 72, 148, 152, 162, 166, 215, 306, 309, 350, 398, 460, 467, 481, 485, 493, 496, 498, 501, 504, 509, 521, 531, 534, 544, 548, 550, 553, 558, 562, 566, 570, 573, 577, 581-582, 596, 607, 615, 710, 740, 759, 763, 765, 819, 839, 845, 853, 866, 872, 895, 928, 939, 941
201516168, 208, 224, 236, 249, 252, 255, 258, 261, 264, 279, 288, 294, 303, 317, 324, 765, 780, 784, 789, 792, 795, 799, 802, 804, 806, 819, 825, 829, 848, 852, 859, 872, 875, 881, 884, 888-889, 899, 901, 904
20152345, 47, 50, 54, 63, 93, 116, 136, 139, 141, 144, 150, 152, 155, 160, 171, 242, 244, 247, 250, 254, 257, 260, 265, 268, 273, 278, 281, 284, 306, 337, 348, 615, 641, 650, 656, 679, 681, 687, 690, 693, 697, 703, 781, 805, 807, 809, 881, 900
20153446, 53, 56, 59, 62, 64, 69, 74, 79, 84, 87, 89, 91, 171, 181, 193, 197, 210, 250, 258-259, 261, 276, 278, 298, 309, 323, 334, 336
2015466, 48, 51, 54, 56, 85, 87, 90, 94, 140, 192, 196, 210, 217, 247, 451, 453, 462, 496, 510, 519, 536, 688, 690, 693, 696, 699, 715, 749, 783, 789, 795, 807, 821, 825, 828, 830, 832, 835, 837, 840, 843, 846, 849, 852, 856, 861, 863, 868, 872, 875, 878, 881
2015552, 158, 350, 352, 362, 366, 372, 377, 381, 384, 390, 463, 465, 527, 530, 533, 537, 540, 543
2015633, 65, 196, 219, 588, 620, 663, 768, 784, 788, 797, 801, 804, 983, 1049, 1183, 1188, 1207, 1214, 1217, 1226, 1280, 1303, 1323, 1328, 1335, 1339, 1343, 1347, 1350, 1357, 1360, 1403, 1460, 1516, 1582, 1633, 1637, 1649, 1651, 1656, 1659, 1739, 1773, 1780, 1795, 1800, 1829, 1847, 1976, 1978, 1980, 1991, 2003, 2031, 2208
20157438, 45, 98, 259, 261, 264, 266, 270, 274, 277, 282, 290, 294, 300, 302, 306, 312, 316, 321, 324, 328, 332, 334, 337, 340, 344, 348, 362, 365, 368, 370, 373, 376, 379, 382, 385, 388, 391, 393, 417, 428, 430, 434, 436, 440, 444, 447, 451, 454, 457, 460, 465, 469, 471, 475, 479, 481, 488, 511, 518, 536, 567, 682, 684, 706, 855, 869, 877, 880, 883, 887, 948, 981
201653, 27, 201, 283, 287-288, 303, 372, 389, 459, 507, 578, 585, 630, 659, 693, 696, 699, 702, 706, 709, 712, 716, 730, 734, 736, 751, 767, 783, 807, 819, 826, 831, 884, 915, 942, 958, 981
2016183, 32, 40, 51, 97, 110, 122, 143, 146, 148, 154, 158, 161, 168, 171, 173, 175, 177, 180, 182, 185, 188, 191, 195, 203, 207, 211, 213, 261, 285, 301, 303, 342, 361, 367, 369, 371
2016192, 6, 24, 44, 61, 101, 107, 208, 298, 300, 303, 307, 311, 315, 415, 419, 428, 431, 433, 436, 438, 440, 444, 449, 454, 464, 470, 476, 483, 488, 490, 494
20162710, 61, 376, 380, 384, 386, 670, 693, 722, 724, 734, 736, 740, 743, 746, 751, 754, 765, 768, 771, 787, 845, 879, 881, 884, 886, 890, 892, 894, 900, 904, 910, 918, 922, 927, 931, 935, 939, 945, 992, 1368, 1398, 1406, 1423, 1433, 1476, 1478, 1480, 1482, 1485, 1494, 1666, 1684, 1721, 1738, 1804, 2007, 2019, 2024, 2037
2016443, 43, 213, 220, 222, 224, 239, 266, 284, 332, 346, 351, 395, 400, 403, 406, 409, 412, 414, 416, 419, 421, 429, 444, 446, 465, 471, 506
2016523, 18, 40, 47, 66, 69, 74, 134, 137, 146, 150, 153, 162, 171, 174, 176, 179, 185, 189, 192, 197, 202, 207, 211, 215, 227, 230, 237, 253, 424, 434, 613, 629, 643, 645
2016572, 7, 10, 14, 71, 76, 116, 134, 330, 332, 334, 353, 363, 501, 534, 542, 544, 547, 567, 598, 614-617, 634, 651-653, 670, 687-689, 706, 710, 723, 736, 741, 746, 749, 761, 767, 780, 788, 811-812, 879, 890, 905, 909, 912, 916, 920, 925, 928, 934, 937, 942, 945, 948, 951, 954, 958, 962, 966, 969, 972, 977, 980, 983, 987, 991, 1021, 1347, 1480, 1927, 1930
2016638, 22, 56, 67, 88, 91, 95, 236, 290, 320
20171074, 76, 78, 83, 86, 90, 93, 96, 99, 103, 106, 111, 131, 139, 143, 147, 152, 155, 158, 160, 163, 165, 168, 171, 173, 176, 179, 183, 186, 189, 191, 194, 221, 223, 225, 271
2017178, 11, 14, 18, 29, 31, 34, 37, 42, 85, 88, 102, 120, 186, 245, 248, 293, 299, 302, 305, 312, 315, 318, 321, 326, 331, 334, 337, 339, 344, 348, 353, 369, 467, 475, 534, 554, 585, 601, 604, 608, 611, 614, 617, 620, 623, 626, 632, 640, 743, 748, 775
20172439, 73, 126, 138, 157, 159, 163, 167, 170, 172, 174, 178, 181, 194, 203, 209, 216, 259, 267, 293, 298, 303, 313, 315, 318, 325, 351, 353, 363, 370, 373, 395, 399, 407, 422, 428, 439, 446, 457, 461, 514, 536, 579, 606, 609, 612, 615, 620, 625, 675
2017317, 10, 21, 95, 102, 108, 110, 112, 115, 117, 124, 127, 130, 133, 136, 157, 169, 213, 260, 346, 358, 380, 419, 424, 432, 454, 457, 460, 463, 538, 541, 548, 554, 568, 582, 603, 619, 751, 770, 772, 775, 820, 867, 920, 924, 930, 936, 938, 942, 948, 956, 966, 970, 975, 980, 992, 996, 998, 1001, 1004, 1009, 1012, 1015, 1019, 1026, 1031
201740103, 120, 124, 127, 155, 163, 169, 180, 190, 196, 198, 200, 214, 225, 227, 234, 241, 244, 252, 258, 267-268, 273, 277, 303
20174897, 100, 179, 210, 234, 236, 240, 246, 251, 255, 257, 259, 263, 295, 300, 302, 305, 312, 315, 317, 319, 321, 345, 348, 495, 499, 503, 546, 611, 856, 867, 895, 923, 927, 929, 933, 937, 948, 951, 955, 959, 963, 967, 969, 973
20176772, 76, 79, 82, 84, 86, 89, 93, 98, 100, 104, 108, 111, 114, 117, 121, 125, 130, 135, 138, 142, 146, 150, 152, 157, 161, 166, 177, 189, 218, 265, 281, 373, 381, 431, 433, 450, 464, 475, 483, 485, 488, 491, 494, 497, 500, 503, 505, 508, 513, 516, 518, 523, 532, 550, 556, 561, 579, 582, 585, 589, 593, 598, 603, 656, 682, 687
20177415, 33, 38, 40, 43, 49, 84, 142, 151, 153, 156, 163, 652, 656
2017773, 24, 30, 49
2017834
201876, 27, 31, 34, 37, 40, 43, 47, 50, 54, 63, 66, 73, 76, 81, 84, 86, 158, 163, 176, 181, 217, 230, 275, 300, 327, 332, 344, 353, 355, 360, 364, 368, 371, 374, 377, 381, 387, 393, 399, 405, 411, 417, 423, 429, 434, 440, 445, 448, 450, 453, 498, 501, 503, 505, 519, 534, 557, 635, 643, 654, 658
201814173, 176, 179, 183, 188, 191, 194, 197, 201, 206, 213, 218, 220, 222, 226, 229, 232, 236, 239, 278, 304, 306-307, 309-310, 345, 364, 366, 369, 375, 379, 383
201825164, 167, 171, 173, 176, 206, 215, 217, 219, 222, 225, 242, 250, 256, 260, 263, 265, 267, 270, 273, 276, 282, 300, 305, 307, 318, 339, 342, 345, 349, 353, 361, 368
2018292, 6, 12, 17, 19, 23, 25, 28, 32, 34, 80, 84, 90, 92, 95, 97, 209, 311, 427, 434
2018316, 64
2018333, 10, 16, 28, 37, 70, 83, 88, 106, 110, 121, 136, 168, 192, 205, 207, 209, 213, 215, 219, 221, 223-224, 234, 252, 254, 261, 285, 320, 345, 359, 361, 363, 365, 368, 371, 375, 380, 384, 387, 392, 394, 397, 413, 416, 418, 420, 425, 427, 440
201842137, 140, 142, 144, 150, 157, 160, 215, 259, 286, 289, 300
20184693
20184914, 17, 21, 24, 28, 31, 34, 37, 40, 42, 45, 73, 87, 111, 187, 191, 325, 331, 336, 344, 380, 389, 393, 400, 512, 537
201851226
20185429, 54, 236, 239, 244, 248, 252, 258, 260, 264, 267, 308, 311, 315, 324, 328, 331, 334, 338, 341, 344
2018