Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 1989:28 nr. 5/1989 (Ríkisendurskoðun)

Síað eftir merkimiðanum „Hrd. 1989:28 nr. 5/1989 (Ríkisendurskoðun)“.

Ríkisendurskoðun hafði krafist aðgangs að sjúkraskýrslum ákveðins tímabils í því skyni að sannreyna hvort gjaldskrárreikningar sem nafngreindur heimilislæknir hafði gert og fengið greitt fyrir ættu stoð í skýrslunum. Eingöngu trúnaðarlæknir stofnunarinnar fengi að kynna sér efni skýrslnanna en ekki aðrir starfsmenn stofnunarinnar. Í málinu var vísað til almenns ákvæðis í lögum þar sem stofnunin hefði fengið víðtækar heimildir til þess að kanna gögn er lægju til grundvallar reikningsgerð á hendur ríkinu. Læknirinn mótmælti og krafðist þess að aðgangi stofnunarinnar og trúnaðarlæknisins yrði synjað á grundvelli einkalífsvernd sjúklinganna og leyndarskyldu lækna.

Hæstiréttur taldi í ljósi eðli málsins að aðrir starfsmenn heilbrigðisstofnunarinnar hljóti að hafa vitneskju um gögnin og þar að auki bera reikningarnir með sér að tilteknar aðgerðir hafi verið gerðar. Því væri ekki um að ræða meginbreytingar varðandi leynd gagnanna þó trúnaðarlæknir, sem bundinn væri þagnarskyldu, myndi kynna sér gögnin á vegum Ríkisendurskoðunar að því marki sem krafist var í málinu. Var því lækninum skylt, að mati réttarins, að verða við kröfu Ríkisendurskoðunar um aðgang að gögnunum.

Í ræðu framsögumanns þingnefndar í neðri deild Alþingis, við afgreiðslu frumvarpsins, sagði að viðhorf þingnefndarinnar að til að viðhalda trúnaði við sjúklinga myndi sérstakur trúnaðarlæknir á vegum Ríkisendurskoðunar annast athuganir stofnunarinnar á sjúkragögnum er lægju til grundvallar greiðslum til lækna. Talið er að ræðan hafi haft verulega þýðingu fyrir úrslit málsins í Hæstarétti.

PDF-eintak af úrlausninni

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 109/2007 dags. 25. október 2007 (Þjóðkirkjan og önnur trúfélög - Ásatrúarfélagið)[HTML] [PDF]
Í þessu máli reyndi á í fyrsta skipti á þau forréttindi sem Þjóðkirkjan fær umfram önnur trúfélög. Ásatrúarfélagið stefndi ríkinu á þeim forsendum að aukin fjárframlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar miðað við önnur trúfélög fælu í sér ólögmæta mismunun.

Hæstiréttur mat það svo að þær auknu skyldur sem ríkið setur á Þjóðkirkjuna leiddu til þess að hún og Ásatrúarfélagið væru ekki í sambærilegri stöðu og því væri ekki um mismunun að ræða.

Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-197/2006 dags. 28. nóvember 2006[HTML]