Úrlausnir.is


Merkimiði - Evrópa

RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (1503)
Dómasafn Hæstaréttar (413)
Umboðsmaður Alþingis (185)
Stjórnartíðindi (1479)
Dómasafn Félagsdóms (50)
Alþingistíðindi (3583)
Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis (229)
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (17307)
Alþingi (17691)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1939:124 nr. 75/1938 [PDF]

Hrd. 1955:79 nr. 25/1953 [PDF]

Hrd. 1964:122 nr. 96/1962 [PDF]

Hrd. 1965:212 nr. 77/1962 [PDF]

Hrd. 1966:591 nr. 80/1965 (Skattkrafa) [PDF]

Hrd. 1967:1147 nr. 189/1967 [PDF]

Hrd. 1969:160 nr. 71/1967 [PDF]

Hrd. 1969:820 nr. 199/1968 (Eimskip I - Bruni í vöruskála - Borgarskálabruni) [PDF]
Sönnunarbyrði orsakar tjóns vegna bruna í vöruskála var talin liggja hjá Eimskip sem náði svo ekki að sýna fram á sök annars. Fallist var á kröfu tjónþola um greiðslu skaðabóta úr hendi Eimskips.
Hrd. 1972:1053 nr. 102/1972 [PDF]

Hrd. 1974:42 nr. 61/1972 [PDF]

Hrd. 1976:944 nr. 218/1976 [PDF]

Hrd. 1978:782 nr. 76/1976 (Ferðaskrifstofan Sunna hf.) [PDF]

Hrd. 1978:1071 nr. 196/1976 [PDF]

Hrd. 1979:287 nr. 16/1978 [PDF]

Hrd. 1979:360 nr. 16/1977 [PDF]

Hrd. 1979:1023 nr. 183/1979 [PDF]

Hrd. 1980:89 nr. 214/1978 (Guðmundar- og Geirfinnsmálið) [PDF]

Hrd. 1981:140 nr. 43/1981 [PDF]

Hrd. 1981:182 nr. 33/1978 (Mývatnsbotn) [PDF]
Greint var á um eignarhald á botni Mývatns og önnur verðmæti á botni Mývatns utan netlaga, og kröfðust landeigendur þeirra landa er lágu að Mývatni að þau teldust óskipt sameign þeirra allra. Fyrir héraði hófst málið með stefnu í júlímánuði 1974 sem að endingu varð að áðurgreindri kröfu. Ríkið höfðaði gagnsök sama mánuð sem að endingu varð sambærileg þeirra sem landeigendurnir gerðu, nema eignarhaldið færi til sín. Aukadómþing Þingeyjarsýslu dæmdi ríkinu í vil með gagnályktun á 1. tölul. 4. gr. vatnalaga nr. 15/1923 þar sem hinum málsaðilunum tókst ekki að sýna fram á að eignarrétturinn að Mývatnsbotni utan netlaga hefði stofnast með lögum eða með öðrum viðurkenndum hætti. Taldi hann í ljósi þessa að ríkið teldist réttmætur eigandi umrædds svæðis.

Fyrir Hæstarétti var málinu vísað frá héraði hvað varðaði kröfur tveggja ábúenda þar sem jarðirnar voru í ríkiseigu, sökum þess að það væri andstætt meginreglum réttarfars um aðild að aðili hafi uppi kröfur gegn sjálfum sér. Litið var svo á að frávísun þeirra krafna leiddi ekki til frávísun málsins í heild.

Hæstiréttur leit svo á að fyrir gildistöku vatnalaganna hafi engin lagaákvæði kveðið beinlínis á um eignarrétt yfir botnum stöðuvatna. Í málinu höfðu áfrýjendur ekki getað sýnt fram á að eignarréttur hafi myndast með öðrum hætti yfir botni Mývatns utan netlaga er leiddi til skerðingar eignarréttinda með 4. gr. vatnalaganna. Var ríkið því sýknað af þeirri kröfu áfrýjenda.

Hvað kröfu ríkisins varðaði vísaði Hæstiréttur til þess að 4. gr. vatnalaganna kvað heldur ekki um að ríkið teldist eigandi Mývatnsbotns utan netlaga né þeirra verðmæta sem tilheyrðu því svæði. Aukinheldur hafi ríkið heldur ekki sýnt fram á í málinu að það hafi stofnað til eignarréttarins með öðrum hætti. Voru landeigendurnir því einnig sýknaðir af kröfum ríkisins. Hins vegar kom fram að handhafar ríkisvalds gætu í skjóli valdheimilda sinna ráðið meðferð og nýtingu botns Mývatns og botnsverðmæta utan netlaga.
Hrd. 1981:652 nr. 221/1979 [PDF]

Hrd. 1982:1718 nr. 62/1982 [PDF]

Hrd. 1982:1921 nr. 225/1980 (Gamli frímerkjakaupamaðurinn) [PDF]
Meirihlutinn taldi að viðsemjendur mannsins hafi ekki verið grandsamir um ástand mannsins.

Athuga hefði samt að verðbólga var á undanförnu tímabili og því breyttist verðlag hratt. Það hafði eðlilega áhrif á gengi gjaldmiðla. Gamli maðurinn var ekki var um þetta og taldi sig því hafa verið að fá meira en raunin varð.
Hrd. 1983:188 nr. 68/1982 [PDF]

Hrd. 1983:1390 nr. 63/1982 (Útafakstur) [PDF]

Hrd. 1984:530 nr. 215/1983 [PDF]

Hrd. 1985:1544 nr. 81/1983 (Kjarnfóðurgjald) [PDF]
Bráðabirgðalög, nr. 63/1980, voru sett þann 23. júní 1980. Með þeim var kominn á 200% skattur á innkaupsverði kjarnfóðurs, kjarnfóðurgjald, og mögulegt væri að fá endurgreiðslu að hluta eftir reglum sem Framleiðsluráð landbúnaðarins ákvæði. Hæstiréttur taldi að með þessu væri skattlagningarvaldið í reynd hjá framleiðsluráði og væri því brot á 40. gr. stjórnarskrárinnar. Engu breytti þótt umræddar reglur væru háðar ráðherrastaðfestingu.

Með síðari breytingarlögum, nr. 45/1981, var ráðherra falið að ákveða endurgreiðslu gjaldsins að fengnum tillögum Framleiðsluráðs landbúnaðarins, í stað þess að framleiðsluráðið ákvæði reglurnar. Í þessu tilfelli taldi Hæstiréttur hins vegar að um væri að ræða langa og athugasemdalausa venju að fela ráðherra að ákveða innan vissra marka hvort innheimta skuli tiltekna skatta. Umrædd venja hafi því hnikað til merkingu 40. gr. stjórnarskrárinnar.

Athuga skal þó að árið 1995 kom inn nýmæli í stjórnarskrána sem tók fyrir hendur þessa heimild löggjafans til að framselja stjórnvöldum ákvörðunarvald til skattlagningar. Því er talið að sú venja hafi verið lögð af með þeirri stjórnarskrárbreytingu.
Hrd. 1986:79 nr. 66/1983 (Álverið í Straumsvík) [PDF]

Hrd. 1986:927 nr. 193/1985 [PDF]

Hrd. 1988:11 nr. 12/1988 [PDF]

Hrd. 1988:430 nr. 63/1988 [PDF]

Hrd. 1988:862 nr. 160/1987 [PDF]

Hrd. 1988:1624 nr. 210/1988 [PDF]

Hrd. 1989:28 nr. 5/1989 (Ríkisendurskoðun) [PDF]
Ríkisendurskoðun hafði krafist aðgangs að sjúkraskýrslum ákveðins tímabils í því skyni að sannreyna hvort gjaldskrárreikningar sem nafngreindur heimilislæknir hafði gert og fengið greitt fyrir ættu stoð í skýrslunum. Eingöngu trúnaðarlæknir stofnunarinnar fengi að kynna sér efni skýrslnanna en ekki aðrir starfsmenn stofnunarinnar. Í málinu var vísað til almenns ákvæðis í lögum þar sem stofnunin hefði fengið víðtækar heimildir til þess að kanna gögn er lægju til grundvallar reikningsgerð á hendur ríkinu. Læknirinn mótmælti og krafðist þess að aðgangi stofnunarinnar og trúnaðarlæknisins yrði synjað á grundvelli einkalífsvernd sjúklinganna og leyndarskyldu lækna.

Hæstiréttur taldi í ljósi eðli málsins að aðrir starfsmenn heilbrigðisstofnunarinnar hljóti að hafa vitneskju um gögnin og þar að auki bera reikningarnir með sér að tilteknar aðgerðir hafi verið gerðar. Því væri ekki um að ræða meginbreytingar varðandi leynd gagnanna þó trúnaðarlæknir, sem bundinn væri þagnarskyldu, myndi kynna sér gögnin á vegum Ríkisendurskoðunar að því marki sem krafist var í málinu. Var því lækninum skylt, að mati réttarins, að verða við kröfu Ríkisendurskoðunar um aðgang að gögnunum.

Í ræðu framsögumanns þingnefndar í neðri deild Alþingis, við afgreiðslu frumvarpsins, sagði að viðhorf þingnefndarinnar að til að viðhalda trúnaði við sjúklinga myndi sérstakur trúnaðarlæknir á vegum Ríkisendurskoðunar annast athuganir stofnunarinnar á sjúkragögnum er lægju til grundvallar greiðslum til lækna. Talið er að ræðan hafi haft verulega þýðingu fyrir úrslit málsins í Hæstarétti.
Hrd. 1989:420 nr. 139/1987 [PDF]

Hrd. 1989:1108 nr. 29/1988 (Gjaldskrá fyrir talsíma til útlanda) [PDF]

Hrd. 1989:1788 nr. 170/1989 [PDF]

Hrd. 1990:2 nr. 120/1989 (Aðskilnaðardómur III) [PDF]
G var sakaður um skjalafals auk þess að hafa ranglega látið skrifa vörur á fyrirtæki án heimildar. Málið var rekið á dómþingi sakadóms Árnessýslu og dæmdi dómarafulltrúi í málinu en hann starfaði á ábyrgð sýslumanns. Samkvæmt skjölunum var málið rannsakað af lögreglunni í Árnessýslu og ekki séð að dómarafulltrúinn hafi haft önnur afskipti af málinu en þau að senda málið til fyrirsagnar ríkissaksóknara.

Hæstiréttur rakti forsögu þess að fyrirkomulagið hafi áður verið talist standast stjórnarskrá með vísan til 2. gr. hennar þar sem 61. gr. hennar gerði ráð fyrir því að dómendur geti haft umboðsstörf á hendi. Þessi dómsúrlausn er þekkt fyrir það að Hæstiréttur hvarf frá þessari löngu dómaframkvæmd án þess að viðeigandi lagabreytingar höfðu átt sér stað. Ný lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði höfðu verið sett en áttu ekki að taka gildi fyrr en 1. júlí 1992, meira en tveimur árum eftir að þessi dómur væri kveðinn upp.

Þau atriði sem Hæstiréttur sagði að líta ætti á í málinu (bein tilvitnun úr dómnum):
* Í stjórnarskrá lýðveldisins er byggt á þeirri meginreglu, að ríkisvaldið sé þríþætt og að sérstakir dómarar fari með dómsvaldið.
* Þær sérstöku sögulegu og landfræðilegu aðstæður, sem bjuggu því að baki, að sömu menn fara utan Reykjavíkur oftsinnis bæði með stjórnsýslu og dómstörf, hafa nú minni þýðingu en fyrr, meðal annars vegna greiðari samgangna en áður var.
* Alþingi hefur sett lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, sem taka eigi gildi 1. júlí 1992.
* Ísland hefur að þjóðarétti skuldbundið sig til að virða mannréttindasáttmála Evrópu.
* Mannréttindanefnd Evrópu hefur einróma ályktað, að málsmeðferðin í máli Jóns Kristinssonar, sem fyrr er lýst, hafi ekki verið í samræmi við 6. gr. 1. mgr. mannréttindasáttmálans.
* Ríkisstjórn Íslands hefur, eftir að fyrrgreindu máli var skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu, gert sátt við Jón Kristinsson, svo og annan mann sem kært hefur svipað málefni með þeim hætti sem lýst hefur verið.
* Í 36. gr. 7. tl. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði segir meðal annars, að dómari skuli víkja úr dómarasæti, ef hætta er á því, „að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu“. Þessu ákvæði ber einnig að beita um opinber mál samkvæmt 15. gr. 2. mgr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála.
* Í máli þessu er ekkert komið fram, sem bendir til þess, að dómarafulltrúinn, sem kvað upp héraðsdóminn, hafi litið hlutdrægt á málavöxtu. Hins vegar verður að fallast á það með Mannréttindanefnd Evrópu, að almennt verði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómstörfum, þegar sami maður vinnur bæði að þeim og lögreglustjórn.

Með hliðsjón af þessu leit Hæstiréttur svo á að skýra beri ætti tilvitnuð ákvæði einkamálalaga og sakamálalaga á þann hátt að sýslumanninum og dómarafulltrúanum hefði borið að víkja sæti í málinu. Hinn áfrýjaði dómur var felldur úr gildi og öll málsmeðferðin fyrir sakadómi, og lagt fyrir sakadóminn að taka málið aftur til löglegrar meðferðar og dómsálagningar.
Hrd. 1990:14 nr. 240/1989 (Bæjarfógeti og lögreglustjóri - Aðskilnaðardómur IV) [PDF]

Hrd. 1990:35 nr. 300/1989 [PDF]

Hrd. 1990:92 nr. 31/1990 (Hæfi héraðsdómara - Gæsluvarðhaldsúrskurður I - Aðskilnaðardómur V) [PDF]

Hrd. 1990:103 nr. 66/1989 [PDF]

Hrd. 1990:107 nr. 428/1989 [PDF]

Hrd. 1990:125 nr. 437/1989 [PDF]

Hrd. 1990:153 nr. 177/1989 [PDF]

Hrd. 1990:232 nr. 262/1989 [PDF]

Hrd. 1990:266 nr. 460/1989 [PDF]

Hrd. 1990:338 nr. 448/1989 [PDF]

Hrd. 1990:347 nr. 193/1989 [PDF]

Hrd. 1990:347 nr. 312/1989 [PDF]

Hrd. 1990:807 nr. 451/1989 [PDF]

Hrd. 1990:807 nr. 452/1989 [PDF]

Hrd. 1990:1022 nr. 240/1990 [PDF]

Hrd. 1990:1025 nr. 241/1990 [PDF]

Hrd. 1990:1055 nr. 192/1990 [PDF]

Hrd. 1990:1070 nr. 330/1990 [PDF]

Hrd. 1990:1151 nr. 357/1990 [PDF]

Hrd. 1990:1219 nr. 218/1990 [PDF]

Hrd. 1991:118 nr. 265/1987 (Foss- og vatnsréttindi Orkubús Vestfjarða - Fornjótsdómurinn) [PDF]

Hrd. 1991:216 nr. 19/1991 (Áfrýjun ríkissaksóknara) [PDF]
Synjað var kröfu áfrýjenda um frávísun málsins frá Hæstarétti á grundvelli þess að lagaákvæði um áfrýjunarfrest kvað skýrlega á um þriggja mánaða frest ríkissaksóknara til að taka ákvörðun um áfrýjun myndi hefjast við móttöku dómsgerða af hans hálfu en ekki frá dómsuppsögu eins og áfrýjendur kröfðust. Var þetta túlkað á þennan hátt þrátt fyrir því að hin almenna sakhraðaregla íslensks réttarfars og þjóðréttarskuldbindingar um hröðun málsmeðferðar mæltu gegn því.
Hrd. 1991:256 nr. 191/1990 [PDF]

Hrd. 1991:936 nr. 19/1991 [PDF]

Hrd. 1991:1431 nr. 366/1991 [PDF]

Hrd. 1991:1605 nr. 200/1991 [PDF]

Hrd. 1991:1690 nr. 93/1989 (Jökull hf. - Sjávarafli) [PDF]

Hrd. 1992:174 nr. 494/1991 (Dómtúlksdómur) [PDF]

Hrd. 1992:247 nr. 63/1992 [PDF]

Hrd. 1992:401 nr. 274/1991 (Staðahaldarinn í Viðey) [PDF]

Hrd. 1992:844 nr. 155/1992 (Sæbraut III) [PDF]

Hrd. 1992:1377 nr. 224/1990 (Viðbótarsölugjald) [PDF]

Hrd. 1992:1962 nr. 129/1991 (BHMR-dómur) [PDF]

Hrd. 1993:69 nr. 23/1993 [PDF]

Hrd. 1993:147 nr. 211/1992 (Vítur) [PDF]

Hrd. 1993:226 nr. 360/1992 (Svipting umgengnisréttar) [PDF]

Hrd. 1993:355 nr. 284/1992 [PDF]

Hrd. 1993:433 nr. 93/1993 [PDF]

Hrd. 1993:751 nr. 426/1992 [PDF]

Hrd. 1993:751 nr. 197/1992 [PDF]

Hrd. 1993:951 nr. 171/1993 [PDF]

Hrd. 1993:1653 nr. 151/1993 [PDF]

Hrd. 1994:748 nr. 300/1991 (Einangrunarvistin - Agaviðurlög í fangelsi) [PDF]
Lög kváðu á um að beiting agaviðurlaga með setningu fanga í einangrun teldist ekki til afplánunartímans, og lengdi því refsinguna. Hæstiréttur taldi það andstætt 2. gr. stjórnarskrárinnar að gera slíkt án dóms. Fallist var því á skaðabótakröfu fangans.
Hrd. 1994:872 nr. 168/1994 [PDF]

Hrd. 1994:2007 nr. 320/1994 [PDF]

Hrd. 1994:2336 nr. 147/1992 [PDF]

Hrd. 1994:2467 nr. 467/1994 [PDF]

Hrd. 1994:2497 nr. 285/1991 (Haldlagning myndbandsspóla) [PDF]

Hrd. 1994:2592 nr. 470/1994 [PDF]

Hrú. 1994:2603 nr. 378/1994 [PDF]

Hrd. 1994:2632 nr. 68/1992 (Hrafnabjörg - Nauðungarvistun á sjúkrahúsi) [PDF]

Hrd. 1995:167 nr. 312/1992 (Aðgangur að eldri sjúkraskrám) [PDF]

Hrd. 1995:408 nr. 122/1992 (Gallerí Borg) [PDF]

Hrd. 1995:486 nr. 462/1994 [PDF]

Hrd. 1995:752 nr. 498/1993 (Kraftlyftingar - Vaxtarræktarummæli) [PDF]

Hrd. 1995:774 nr. 145/1994 [PDF]

Hrd. 1995:1444 nr. 103/1994 (Dómarafulltrúi - Aðskilnaðardómur VI) [PDF]

Hrd. 1995:1570 nr. 62/1995 [PDF]

Hrd. 1995:2172 nr. 328/1995 [PDF]

Hrd. 1995:2300 nr. 478/1993 (Þungaskattur) [PDF]

Hrd. 1995:2760 nr. 366/1995 [PDF]

Hrd. 1995:2871 nr. 375/1995 [PDF]

Hrd. 1995:3149 nr. 342/1995 (Vansvefta skipstjóri - Bjartsmál) [PDF]

Hrd. 1996:8 nr. 424/1995 (Vanhæfi) [PDF]

Hrd. 1996:40 nr. 419/1995 [PDF]

Hrd. 1996:731 nr. 396/1995 [PDF]

Hrd. 1996:790 nr. 264/1994 [PDF]

Hrd. 1996:973 nr. 104/1996 (Iðnlánasjóðsgjald og iðnaðarmálagjald) [PDF]

Hrd. 1996:1633 nr. 174/1996 [PDF]

Hrd. 1996:1788 nr. 188/1996 [PDF]

Hrd. 1996:1868 nr. 95/1996 [PDF]

Hrd. 1996:1998 nr. 151/1996 (Gæsluvarðhaldsúrskurður II) [PDF]

Hrd. 1996:2553 nr. 356/1996 (Sími) [PDF]
Aðili krafðist bóta frá ríkinu á þeim forsendum að eingöngu var aflað dómsúrskurðar vegna símanúmers viðmælanda hans en ekki einnig hans síma. Hæstiréttur vísaði til eðlis símtækja sem tækja til að hringja og taka á móti símtölum til og frá öðrum símum. Bótakröfunni var því hafnað.
Hrd. 1996:2584 nr. 187/1995 (Skylduaðild að lífeyrissjóðum) [PDF]

Hrd. 1996:2610 nr. 53/1996 (Fjárdráttur I) [PDF]

Hrd. 1996:2806 nr. 220/1995 (Hilda Hafsteinsdóttir) [PDF]

Hrd. 1996:2956 nr. 110/1995 (Útflutningsleyfi - Samherji) [PDF]
Ekki mátti framselja vald til ráðherra um að hvort takmarka mætti innflutning á vöru og hvernig.
Hrd. 1996:2972 nr. 295/1996 [PDF]

Hrd. 1996:3298 nr. 401/1996 (Prentsmiðjan Oddi hf.) [PDF]

Hrd. 1996:3581 nr. 422/1996 (Vanhæfi héraðsdómara) [PDF]

Hrd. 1996:4211 nr. 178/1996 [PDF]

Hrd. 1996:4284 nr. 186/1996 [PDF]

Hrd. 1997:11 nr. 468/1996 [PDF]

Hrd. 1997:34 nr. 9/1997 (Opinberir starfsmenn og starfsmenn á almennum vinnumarkaði - Meiðyrðamál) [PDF]

Hrd. 1997:195 nr. 187/1996 (Hundahald I) [PDF]

Hrd. 1997:474 nr. 133/1996 (Eftirlit / hlutverk) [PDF]

Hrd. 1997:773 nr. 197/1996 (Smiðjuvegur) [PDF]

Hrd. 1997:841 nr. 285/1996 [PDF]

Hrd. 1997:887 nr. 262/1996 [PDF]

Hrd. 1997:1160 nr. 147/1997 [PDF]

Hrd. 1997:1373 nr. 263/1996 [PDF]

Hrd. 1997:1499 nr. 447/1996 [PDF]

Hrd. 1997:1509 nr. 448/1996 [PDF]

Hrd. 1997:1603 nr. 204/1997 [PDF]

Hrd. 1997:1760 nr. 120/1997 [PDF]

Hrd. 1997:1857 nr. 321/1996 [PDF]

Hrd. 1997:1948 nr. 196/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2072 nr. 125/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2145 nr. 279/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2155 nr. 300/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2164 nr. 329/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2275 nr. 336/1997 (Meðlagsskuld) [PDF]

Hrd. 1997:2295 nr. 358/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2336 nr. 350/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2397 nr. 364/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2446 nr. 136/1997 (Virðisaukaskattur) [PDF]

Hrd. 1997:2459 nr. 391/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2729 nr. 402/1997 (Blóðrannsókn - Meintur faðir höfðar I) [PDF]

Hrd. 1997:2742 nr. 32/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2828 nr. 302/1997 (Framsal sakamanna til Bandaríkjanna) [PDF]
Bandarísk hjón voru framseld til Bandaríkjanna. Bandarísku stjórnvöldin handtóku hjónin með því að setja þau í járn. Talið var að íslensk stjórnvöld hefðu átt að skilyrða framsalið til að koma í veg fyrir vanvirðandi meðferð.
Hrd. 1997:2908 nr. 236/1997 [PDF]

Hrd. 1997:2981 nr. 297/1997 [PDF]

Hrd. 1997:3215 nr. 452/1997 [PDF]

Hrd. 1997:3231 nr. 449/1997 [PDF]

Hrd. 1997:3357 nr. 276/1997 [PDF]

Hrd. 1997:3419 nr. 326/1997 (Tollalagabrot) [PDF]

Hrd. 1997:3618 nr. 274/1997 (Fangelsismálastjóri) [PDF]

Hrd. 1997:3700 nr. 495/1997 (Gæsluvarðhaldsúrskurður dómarafulltrúa) [PDF]

Hrd. 1998:137 nr. 286/1997 (Siglfirðingur ehf.) [PDF]

Hrd. 1998:500 nr. 208/1997 (Barnsburðarleyfi) [PDF]

Hrd. 1998:516 nr. 206/1997 (Dreifing kláms) [PDF]

Hrd. 1998:693 nr. 260/1997 (Hundamál) [PDF]

Hrd. 1998:734 nr. 77/1998 [PDF]

Hrd. 1998:829 nr. 78/1998 (Yfirskattanefnd - Frávísun) [PDF]

Hrd. 1998:922 nr. 477/1997 [PDF]

Hrd. 1998:985 nr. 216/1997 (Arnarnesland - Eignarnám á Arnarneshálsi) [PDF]
Garðabær sagðist hafa reynt í einhvern tíma en án árangurs að kaupa tilteknar landspildur á Arnarnesi, en eignarnámsþolarnir töldu það ekki vera rétt.

Garðabær hafi slitið samningaviðræðunum áður en mörg erfið álitaefni höfðu verið rædd til þrautar, og höfðu verðhugmyndir aðila ekki verið reyndar til fulls. Samþykkt tillagna um deiliskipulag höfðu ekki verið leiddar til lykta án þess að Garðabær hafi skýrt með fullnægjandi hætti ástæður þeirrar frestunar. Í ljósi þessa og að virtu samhengi viðræðnanna í heild, féllst Hæstiréttur á kröfu eignarnámsþolanna um ógildingu ákvörðunarinnar um eignarnám.
Hrd. 1998:1055 nr. 327/1997 [PDF]

Hrd. 1998:1300 nr. 500/1997 [PDF]

Hrd. 1998:1376 nr. 280/1997 (Húsnæðisstofnun) [PDF]

Hrd. 1998:1426 nr. 298/1997 (Héraðsdómari) [PDF]

Hrd. 1998:2033 nr. 273/1997 [PDF]

Hrd. 1998:2140 nr. 368/1997 (Lífeyrissjóður sjómanna - Sjómaður) [PDF]

Hrd. 1998:2233 nr. 317/1997 (Lágmarksmiskastig - Grundvöllur bótaútreiknings) [PDF]

Hrd. 1998:2286 nr. 213/1998 (Málsmeðferð á rannsóknarstigi) [PDF]

Hrd. 1998:2528 nr. 418/1997 (Sjálfstæði dómarafulltrúa og 6. gr. MSE) [PDF]
Mál hafði verið dæmt af dómarafulltrúa í héraði sem var svo talin vera andstæð stjórnarskrá. Málsaðilinn höfðaði skaðabótamál vegna aukins málskostnaðar og var fallist á bótaskyldu vegna þessa, þrátt fyrir að slíkt fyrirkomulag hafi tíðkast lengi vel.
Hrd. 1998:3096 nr. 497/1997 (Iðnlánasjóður - Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins) [PDF]

Hrd. 1998:3115 nr. 333/1997 (Dönsk skaðabótalög) [PDF]

Hrd. 1998:3499 nr. 26/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3538 nr. 202/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3551 nr. 203/1998 (Lyfjaverslun ríkisins) [PDF]

Hrd. 1998:3563 nr. 204/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3575 nr. 205/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3587 nr. 206/1998 [PDF]

Hrd. 1998:3781 nr. 93/1998 (Viðbótarálagning) [PDF]

Hrd. 1998:4076 nr. 145/1998 (Desemberdómur um stjórn fiskveiða - Valdimarsdómur) [PDF]
Sjávarútvegsráðuneytið synjaði beiðni umsækjanda um almennt leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni auk sérstaks leyfis til veiða á tilteknum tegundum. Vísaði ráðherra á 5. gr. þágildandi laga um stjórn fiskveiða sem batt leyfin við fiskiskip og yrðu ekki veitt einstaklingum eða lögpersónum. Forsenda veitingu sérstakra leyfa væri að viðkomandi fiskiskip hefði jafnframt leyfi til veiða í atvinnuskyni, og var því þeim hluta umsóknarinnar um sérstakt leyfi jafnframt hafnað.

Umsækjandinn höfðaði mál til ógildingar þeirrar ákvörðunar og vísaði til þess að 5. gr. laganna bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem og ákvæðis hennar um atvinnufrelsi. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af þeirri kröfu en Hæstiréttur var á öðru máli. Hæstiréttur taldi að almennt væri heimilt að setja skorður á atvinnufrelsi til fiskveiða við strendur Íslands, en slíkar skorður yrðu að samrýmast grundvallarreglum stjórnarskrárinnar.

Hæstiréttur taldi að með því að binda veiðiheimildirnar við fiskiskip, hefði verið sett tilhögun sem fæli í sér mismunun milli þeirra er áttu skip á tilteknum tíma, og þeirra sem hafa ekki átt og eiga ekki kost að komast í slíka aðstöðu. Þrátt fyrir brýnt mikilvægi þess að grípa til sérstakra úrræða á sínum tíma vegna þverrandi fiskistofna við Íslands, var talið að ekki hafði verið sýnt fram á nauðsyn þess að lögbinda þá mismunun um ókomna tíð. Íslenska ríkið hafði í málinu ekki sýnt fram á að engin vægari úrræði væru til staðar til að ná því lögmæta markmiði. Hæstiréttur féllst því ekki á að áðurgreind mismunun væri heimild til frambúðar og dæmdi því í hag umsækjandans.
Hrd. 1998:4167 nr. 223/1998 (Faðernismál) [PDF]

Hrd. 1998:4406 nr. 166/1998 (Iðnaðarmálagjald) [PDF]

Hrd. 1998:4497 nr. 472/1998 (Sekt og vararefsing) [PDF]

Hrd. 1998:4512 nr. 488/1998 (Vanhæfi meðdómsmanns) [PDF]

Hrd. 1998:4578 nr. 473/1998 [PDF]

Hrd. 1999:252 nr. 517/1997 (Áfengissala)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:280 nr. 338/1998 (Áfrýjunarstefna - Rangur framburður)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:390 nr. 177/1998 (Blindur nemandi við HÍ)[HTML] [PDF]
Blindur nemandi sótti um og fékk inngöngu í HÍ. Síðar hrökklaðist nemandinn úr námi vegna skorts á aðgengi að kennsluefni sem hann gæti nýtt sér. Hæstiréttur túlkaði skyldur HÍ gagnvart nemandanum í ljósi ákvæða MSE um jafnræði og réttar til menntunar.
Hrd. 1999:781 nr. 415/1998 (Áfengisauglýsingar - Egils Sterkur)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:857 nr. 252/1998 (Ævisaga geðlæknis - Sálumessa syndara)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1080 nr. 254/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1096 nr. 255/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1280 nr. 441/1998 (Visa Ísland)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1511 nr. 511/1998 (Umgengnisréttur forsjársviptrar móður við barn sitt)[HTML] [PDF]
Umgengni hafði verið ákveðin þannig að aðili hafði umgengnisrétt upp á 1,5 klukkustund á ári. Hæstiréttur taldi að ekki hafði verið sýnt fram á nauðsyn þess að takmarka umgengnina svo mikið.
Hrd. 1999:1606 nr. 386/1998 (Síldarverksmiðjur ríkisins)[HTML] [PDF]
Síldarverksmiðjur ríkisins voru einkavæddar, stöður lagðar niður og fengu sumir starfsmenn boð um að flytjast yfir í hið nýja félag. Ágreiningur var um hvort bæta bæri innheimtukostnað starfsmanns við að leita til lögmanns um að innheimta fyrir sig ógreidd biðlaun sem starfsmaðurinn taldi sig eiga rétt á, en engin krafa var gerð um þann innheimtukostnað í kröfugerðinni. Hæstiréttur taldi að framsetning sakarefnisins hefði verið í það miklu ósamræmi að vísa bæri frá því máli frá héraðsdómi.
Hrd. 1999:1617 nr. 387/1998[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:1916 nr. 426/1998 (Hnefaleikar - Hnefaleikabann)[HTML] [PDF]
Í málinu var ákært fyrir brot á lögum um bann við hnefaleikum, nr. 92/1956, og báru ákærðu það fyrir sig að lögin hefðu fallið úr gildi fyrir notkunarleysi. Einnig báru þeir fyrir sig að bannið næði ekki yfir þá háttsemi þeir voru sakaðir um þar sem þeir hafi stundað áhugamannahnefaleika sem hefði ekki sömu hættueiginleika og þeir hnefaleikar sem voru stundaðir þegar bannið var sett á. Hæstiréttur féllst ekki á þessar málsvarnir og taldi að lögin hefðu ekki fallið brott sökum notkunarleysis né vera andstæð jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Hrd. 1999:2015 nr. 151/1999 (Táknmálstúlkun)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2140 nr. 483/1998 (Bakkavör)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2147 nr. 512/1998 (Opinbert mál)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2353 nr. 205/1999 (Stórfellt fíkniefnabrot - Gæsluvarðhaldsdeila)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:2988 nr. 270/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3079 nr. 254/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3280 nr. 373/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3386 nr. 65/1999 (Good Morning America)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3400 nr. 66/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3475 nr. 188/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3536 nr. 398/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3704 nr. 265/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3780 nr. 64/1999 (Bára Siguróladóttir - Búnaðarmálasjóðsgjald II)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3870 nr. 286/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:3950 nr. 438/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4007 nr. 91/1999 (Landbúnaðargjöld)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4035 nr. 161/1999 (Málverk)[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4146 nr. 234/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4177 nr. 427/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4181 nr. 428/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4208 nr. 271/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4290 nr. 295/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4769 nr. 195/1999 (Lífeyrissjóður sjómanna - Kjartan Ásmundsson)[HTML] [PDF]
Á sumum prófum hefur verið ranglega vísað til ártals dómsins sem 1994.

K var stýrimaður á skipi árið 1978 þegar hann varð fyrir slysi við sjómennsku. Hann fékk 100% örorkumat er kom að fyrri störfum. Varanleg almenn örorka var metin sem 25%.

Á þeim tíma sem slysið var voru viðmið örorku á þann veg að hún var metin með hliðsjón af því starfi sem viðkomandi gegndi á þeim tíma. Árið 1992 voru sett lög sem breyttu því mati þannig að eingöngu væri byggt á hæfi til almennra starfa og til að eiga rétt á greiðslum frá L yrði almenna örorkan að vera a.m.k. 35%. Við þessa breytingu missti K rétt sinn til greiðslu lífeyris úr sjóðum L.

Í málinu hélt K því fram að lífeyrisréttur sinn nyti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar og þyrfti að byggja á skýrri lagaheimild. L vísaði til hallarekstur sjóðsins og því hefði L óskað eftir lagabreytingum sem varð síðan af.

Hæstiréttur taldi að málefnalegar forsendur hefðu legið að baki skerðingunum og að breytingin hefði verið almenn og tók til allra sem nutu eða gátu notið örorkulífeyris úr sjóðnum. Lagabreytingin kvað á um fimm ára aðlögunarfrest sem gilti jafnt um alla sjóðfélaga. Sýknaði því Hæstiréttur Lífeyrissjóðinn og íslenska ríkið af kröfum K.

K skaut síðan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (umsókn nr. 60669/00) sem dæmdi honum síðan í hag.
Hrd. 1999:4820 nr. 267/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:4990 nr. 330/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 1999:5051 nr. 423/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:63 nr. 499/1999 (Skýrslutaka barns)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur taldi að lagaheimild að víkja sakborningi úr dómsal á meðan skýrslutaka færi fram yfir brotaþola stæðist stjórnarskrá á meðan sakborningurinn geti fylgst með réttarhöldunum jafnóðum annars staðar frá og komið spurningum á framfæri við dómara.
Hrd. 2000:280 nr. 442/1999 (Hlutlæg refsiábyrgð skipstjóra - Smyglvarningur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:383 nr. 277/1999 (Uppsögn lektors í spænsku við HÍ)[HTML] [PDF]
Samkvæmt reglum er giltu á þeim tíma þurfti staðfestingu ráðherra til að ráða starfsfólk. Óheimilt var að segja upp lektornum án staðfestingar ráðherra þar sem ráðherra kom að staðfestingu ráðningar hans.
Hrd. 2000:838 nr. 333/1999 (Skjalafals)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1056 nr. 378/1999 (Landsbanki Íslands)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1072 nr. 377/1999[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1155 nr. 323/1999 (Veggjatítla)[HTML] [PDF]
Mikið veggjatítluvandamál var til staðar í timburhúsi og skaðinn það mikill að húsið væri ónýtt. Grunnurinn var hins vegar steyptur og því væri hægt að byggja nýtt hús ofan á hann.
Hrd. 2000:1183 nr. 359/1999 (Jöfnunargjald - Sama sakarefni)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:1621 nr. 15/2000 (Stjörnugrís I)[HTML] [PDF]
Of víðtækt framsal til ráðherra um hvort framkvæmdir þyrftu að fara í mat á umhverfisáhrifum.
Hrd. 2000:2562 nr. 253/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2619 nr. 305/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:2622 nr. 313/2000 (Óstaðfest samkomulag)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3042 nr. 372/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3093 nr. 101/2000 (Uppgjör bóta)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3135 nr. 175/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3239 nr. 178/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3387 nr. 149/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3412 nr. 248/2000 (Fingurbrot)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3440 nr. 147/2000 (Taka barns af heimili)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:3697 nr. 407/2000 (Aðgangur fjölmiðla að réttarhöldum máls)[HTML] [PDF]
Í málinu voru teknar fyrir tvær ákærur, ein þeirra fjallaði um nauðgun og fyrir morð. Réttarhöld vegna morðmála voru venjulega opin en þeim var lokað í heild sökum ákærunnar um nauðgun. Fréttamaður kærði lokunarúrskurðinn til Hæstaréttar sem staðfesti úrskurðinn meðal annars vegna náinna tengsla ákæruefnanna.
Hrd. 2000:3915 nr. 277/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4050 nr. 399/2000 (Umgengnisréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4141 nr. 331/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4191 nr. 208/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4205 nr. 209/2000 (Varanlegt fóstur)[HTML] [PDF]
Lagaákvæðið sjálft var túlkað á þá leið að með varanlegu fóstri sé átt við að það haldist þar til forsjárskyldur féllu niður samkvæmt lögum en ekki að fósturbarn hverfi aftur til foreldra sinna að nýju að því ástandi loknu.
Hrd. 2000:4224 nr. 438/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4261 nr. 430/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2000:4394 nr. 419/2000 (Viðurkenning á faðerni - Sóknaraðild í faðernismáli)[HTML] [PDF]
Áður en málið féll höfðu einungis barnið sjálft og móðir þess lagalega heimild til að höfða faðernismál.

Stefnandi var maður sem taldi sig vera föður barns og höfðaði mál til þess að fá það viðurkennt. Hæstiréttur taldi að útilokun hins meinta föður hefði verið brot á stjórnarskrá, og honum því heimilað að sækja málið þrátt fyrir að vera ekki á lista yfir aðila sem gætu sótt slíkt mál samkvæmt almennum landslögum.
Hrd. 2000:4480 nr. 125/2000 (Öryrkjadómur I)[HTML] [PDF]
Niðurstöðu málsins fyrir Hæstarétti er oft skipt í tímabil: Fyrri tímabilið er krafa er átti við 1. janúar 1994 til 31. desember 1998 og hið seinna frá 1. janúar 1999. Ástæða skiptingarinnar er sú að forsendur úrlausnarinnar fyrir sitt hvort tímabilið voru mismunandi í mikilvægum aðalatriðum.

Þann 1. janúar 1994 tóku gildi ný heildarlög til almannatrygginga en við setningu þeirra var í gildi reglugerð, um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir, með stoð í eldri lögunum. Ný reglugerð, um tekjutryggingu, var síðan sett 5. september 1995 með stoð í nýju lögunum en þar var kveðið á um heimild til lækkunar á greiðslum byggðum á tekjum maka örorkulífeyrisþegans. Þann 1. janúar 1999 var reglugerðarákvæðinu færð lagastoð með gildistöku breytingarlaga nr. 149/1998.

Ágreiningurinn í máli er varðaði fyrra tímabilið sneri í meginatriðum um hvort íslenska ríkið hafi haft lagaheimild til að skerða tekjur örorkulífeyrisþegans með umræddum hætti á meðan því stóð. Er kom að seinna tímabilinu kom það ekki sérstaklega til álita enda hafði lögunum verið breytt til að koma slíkri á en þá reyndi sérstaklega á samræmi hennar við stjórnarskrá.

Niðurstaða Hæstaréttar var sú að skerðingarheimildin hafi verið óheimil vegna beggja tímabilanna. Allir dómararnir sem dæmdu í málinu voru sammála um fyrra tímabilið. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði þar sem þeir lýstu sig ósammála meirihlutanum um niðurstöðuna um seinna tímabilið en voru sammála að öðru leyti.

Forsendur niðurstöðu meirihlutans um seinna tímabilið voru í megindráttum þær að þar sem tekjur maka skiptu ekki máli við annars konar greiðslur frá ríkinu, eins og slysatrygginga og sjúkratrygginga, væri talið í gildi sé sú aðalregla að greiðslur úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka, og vísað þar til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þó megi taka tillit til hjúskaparstöðu fólks varðandi framfærslu ef málefnaleg rök styðja slíkt.

76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, spilar hér stórt hlutverk. Meirihlutinn taldi að þrátt fyrir að löggjafinn hafi talsvert svigrúm til mats við að ákveða inntak þeirrar aðstoðar sem ákvæðið kveður á um, þá komist dómstólar ekki hjá því að taka afstöðu til þess hvort það fyrirkomulag sé í samræmi við önnur ákvæði stjórnarskrárinnar eins og þau séu skýrð með hliðsjón af þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur undirgengist.

Þá leit meirihlutinn svo á að við breytingarnar sem urðu að núverandi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, en við þær breytingar var fellt út orðalag um undanþágu ríkisins frá því að veita slíka aðstoð í þeim tilvikum þegar viðkomandi nyti ekki þegar framfærslu annarra en í greinargerð var lýst því yfir að ekki væri um efnislega breytingu að ræða. Meirihluti Hæstaréttar taldi að þrátt fyrir staðhæfinguna í lögskýringargögnum hefði breytingin á ákvæðinu samt sem áður slík áhrif.

Eftirmálar dómsúrlausnarinnar fyrir Hæstarétti voru miklir og hefur Hæstiréttur í síðari dómaframkvæmd minnkað áhrif dómsins að einhverju leyti.
Hrd. 2000:4506 nr. 272/2000 (Bankaráðsformaður)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:78 nr. 462/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:311 nr. 271/2000 (Agaviðurlög)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:402 nr. 432/2000 (Svipting skotvopnaleyfis - Hreindýraveiðar)[HTML] [PDF]
Veiðimaður var ákærður fyrir að hafa skotið þrjú hreindýr án þess að vera í fylgd veiðieftirlitsmanns og án þess að hafa verið með leyfi til að skjóta eitt þeirra. Í sértækri reglugerðarheimild var ráðherra falið að setja nánari reglur um ýmis atriði, þar á meðal um framkvæmd veiðanna og um veiðieftirlitsmenn.

Ein af málsvörnum hins ákærða var að ekki hefði verið næg stoð til þess að skylda fylgd veiðieftirlitsmanna samkvæmt þessu. Hæstiréttur tók ekki undir þá málsástæðu þar sem reglugerðin hafi í eðlilegu samhengi tekið upp þráðinn þar sem lögin enduðu og þetta væri ekki komið harðar niður á veiðimönnum en málefnalegar ástæður stóðu til. Var veiðimaðurinn því sakfelldur.
Hrd. 2001:458 nr. 402/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:742 nr. 312/2000 (MDMA-töflur)[HTML] [PDF]
Maður fékk reynslulausn og álitamál skapaðist um hvort hann hafi öðlast réttarstöðu sakbornings á meðan henni stóð. Hæstiréttur leit svo á að úrskurður um hlerun hefði leitt til þess að hann hefði talist vera sakborningur. Reynslulausnin varð svo dæmd upp.
Hrd. 2001:1023 nr. 269/2000 (2 klst. gæsla)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1154 nr. 84/2001 (Varmárbakkar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1188 nr. 354/2000 (Tolleftirlit með bókasendingum)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur taldi að sú framkvæmd að opna allar fyrirvaralaust og án samþykkis viðtakenda póstsendinga til þess að finna reikninga í pökkum, væri óheimil. Tollyfirvöld sýndu ekki fram á að það hefði verið nauðsynlegt.
Hrd. 2001:1744 nr. 124/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1831 nr. 166/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1833 nr. 167/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1835 nr. 168/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1837 nr. 155/2001 (Faðernisviðurkenning - Málshöfðunarfrestur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:1977 nr. 4/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2028 nr. 113/2001 (Stjörnugrís II - Hæfi ráðherra)[HTML] [PDF]
Stjörnugrís hf. (S) leitaði til heilbrigðisnefndar um fyrirhugaða stækkun svínabús í samræmi við nýsett lög um umhverfismat. Við meðferð málsins aflaði heilbrigðisnefndin skriflegs álits umhverfisráðuneytisins um hvort henni væri heimilt að gefa út starfsleyfi samkvæmt eldri lögunum eða hvort það yrði að gefa út samkvæmt nýju lögunum þar sem krafist væri mats á umhverfisáhrifum. Ráðuneytið leit svo á að nýju lögin ættu að gilda. S kærði niðurstöðuna til umhverfisráðherra og krafðist ógildingar á ákvörðun heilbrigðisnefndarinnar og krafðist þess að bæði umhverfisráðherra og allt starfsfólk ráðuneytisins viki sæti í málinu.

Hæstiréttur taldi að umhverfisráðherra hefði verið vanhæfur til meðferðar málsins á æðra stjórnsýslustigi þar sem álitið sem heilbrigðisnefndin aflaði frá ráðuneytinu hafi verið skrifað í umboði ráðherra og þar af leiðandi falið í sér afstöðu ráðherra sjálfs, óháð því hvort ráðherrann sjálfur hafi kveðið upp úrskurðinn eða starfsmenn þeir sem undirrituðu bréfið.
Hrd. 2001:2139 nr. 135/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2245 nr. 67/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2292 nr. 451/2000[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2347 nr. 193/2001 (Margmiðlun-Internet ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2352 nr. 7/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2803 nr. 288/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2828 nr. 296/2001 (Umgengnisréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:2917 nr. 114/2001 (Byggingarleyfi fellt úr gildi - Heiðargerði)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3069 nr. 102/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3358 nr. 39/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3434 nr. 277/2001 (Alþýðusamband Íslands)[HTML] [PDF]
Reynt var á hvort uppbygging Alþýðusambandsins væri slík að hún heimilaði málsókn þess vegna hagsmuna félagsmanna undirfélaga sinna.
Hrd. 2001:3534 nr. 410/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3537 nr. 411/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3723 nr. 120/2001 (Landsímamál)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3914 nr. 396/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:3962 nr. 417/2001 (Gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML] [PDF]
Ágreiningur var hvort dóttir látins manns hefði lögvarða hagsmuni af kröfu um að tilteknar upplýsingar um föður sinn færu ekki í gagnagrunn Íslenskrar erfðagreiningar. Hæstiréttur taldi að með því að hægt væri að ráða heilsufarsupplýsingar um hana út frá gögnum um föður sinn, þá hefði hún lögvarða hagsmuni af þeirri úrlausn.
Hrd. 2001:4126 nr. 423/2001 (Mismunun vegna sjómannaafsláttar - frávísun)[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4188 nr. 229/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4201 nr. 69/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4237 nr. 393/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2001:4465 nr. 308/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3 nr. 451/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:143 nr. 331/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:643 nr. 255/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:697 nr. 304/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:746 nr. 85/2002 (Framsal til Lettlands)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1024 nr. 397/2001 (Minnisblaðsdómur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1105 nr. 123/2002 (Heimsóknar- og fjölmiðlabann)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1212 nr. 306/2001 (Lögmaður og vitni)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1277 nr. 153/2002 (Amfetamín ekki refsivert)[HTML] [PDF]
Verjandi taldi að tiltekin amfetamíntegund sem sakborningur var sakaður um að hafa haft undir höndum væri ekki refsiverð þar sem hún var ekki tilgreind í reglugerð, og þar af leiðandi væri ekki tilefni fyrir því að sakborningur væri í gæsluvarðhald. Kröfu sakbornings var vísað frá héraðsdómi en Hæstiréttur leit svo á að beiting lögreglu á ákvæði laga um meðferð sakamála um hvort rétt væri að leysa sakborning úr haldi væri málefni sem héraðsdómi bæri að leysa úr á þessu stigi máls ef eftir því væri leitað.
Hrd. 2002:1406 nr. 179/2002 (Synjun um lokun þinghalds)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1418 nr. 156/2002 (Yfirskattanefnd - Virðisaukaskattur - Málshöfðunarfrestur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1485 nr. 461/2001 (Hvíta Ísland)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1540 nr. 192/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1544 nr. 193/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1639 nr. 177/2002 (Húsleit hjá olíufélögum - Samkeppnisstofnun - Tölvupóstur)[HTML] [PDF]
Deilt um í málinu hvort rétt hefði að afrita öll þau gögn sem haldlögð voru í stað þess að afrita eingöngu þau sem talin höfðu hafa sönnunargildi.
Hrd. 2002:1652 nr. 178/2002 (Húsleit hjá olíufélögum)[HTML] [PDF]
Deilt um í málinu hvort rétt hefði að afrita öll þau gögn sem haldlögð voru í stað þess að afrita eingöngu þau sem talin höfðu hafa sönnunargildi.
Hrd. 2002:1674 nr. 163/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1703 nr. 12/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1755 nr. 387/2001[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:1941 nr. 218/2002 (Í skóm drekans)[HTML] [PDF]
Þátttaka keppenda í fegurðarsamkeppni var tekin upp án vitneskju þeirra. Myndbönd voru lögð fram í héraði en skoðun þeirra takmörkuð við dómendur í málinu. Hæstiréttur taldi þetta brjóta gegn þeirri grundvallarreglu einkamálaréttarfars um að jafnræðis skuli gæta um rétt málsaðila til að kynna sér og tjá sig um sönnunargögn gagnaðila síns.
Hrd. 2002:1981 nr. 448/2001 (Íbúðalánasjóður - Langholtsvegur)[HTML] [PDF]
Íbúðalaunasjóður krafðist nauðungarsölu á íbúð með áhvílandi láni frá þeim. Hann kaupir svo íbúðina á sömu nauðungarsölu á lægra verði. Fólkið sem bjó í íbúðinni vildi kaupa íbúðina á því verði sem hann keypti hana á.
Hrd. 2002:2124 nr. 24/2002 (Skiptaverðmæti)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2152 nr. 25/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2241 nr. 231/2002 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML] [PDF]
Aðilar sem nutu rýmkaðrar aðilar á stjórnsýslustigi gátu ekki notið hennar fyrir dómstólum þar sem löggjöf sem aðilarnir nýttu til að eiga aðild að stjórnsýslumálinu sjálfu var afmörkuð við stjórnsýslumálsmeðferð en náði ekki til meðferðar dómsmála vegna þeirra. Fyrir dómi varð því að meta lögvörðu hagsmunina á grundvelli almennra reglna, en stefnendur málsins í héraði voru ekki taldir njóta lögvarinna hagsmuna til að fá leyst úr þeim tilteknu dómkröfum sem þeir lögðu fram.
Hrd. 2002:2507 nr. 356/2002 (Bandaríki Norður-Ameríku)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:2823 nr. 425/2002 (Húsleit)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3066 nr. 121/2002 (Sýslumaður á Keflavíkurflugvelli)[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3429 nr. 258/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3534 nr. 194/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3686 nr. 167/2002 (ASÍ-dómur - Lagasetning á sjómannaverkfall)[HTML] [PDF]
Í málinu var deilt um lagasetningu á verkföll og verkbönn ýmissa félaga innan Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, og eru þau félög innan ASÍ. ASÍ stefndi ríkinu og Samtökum atvinnulífsins til að fá úr skorið um lögmæti lagasetningarinnar. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans.

Megindeilurnar byggðust á því að með setningu laganna væri vegið að samningsfrelsi þeirra og verkfallsrétti sem nyti verndar 74. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. MSE. Þá snerust þær einnig um að lögin hefðu einnig náð yfir aðildarfélög sem höfðu ekki tekið þátt í umræddum aðgerðum. Að auki var vísað til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem eitt aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins hafði gert kjarasamning við Vélstjórafélag Íslands um mörg atriði nátengd deilumálunum sem gerðardómur skyldi líta til.

Litið var til þess að með sérstakri upptalningu á stéttarfélögum í 74. gr. yrðu gerðar ríkari kröfur til takmarkana á réttindum þeirra. Hins vegar var ákvæðið ekki túlkað með þeim hætti að löggjafanum væri óheimilt að setja lög sem stöðvuðu vinnustöðvanir tímabundið. Við setningu laganna hafði verkfallið þá staðið í sex vikur og taldi löggjafinn að ef ekkert væri gert hefði það neikvæð áhrif á almannahagsmuni. Ekki voru talin efni til þess að hnekkja því mati löggjafans.

Lagasetningin kvað á um að gerðardómur myndi ákvarða kjör allra aðildarfélaganna og jafnframt þeirra sem ekki höfðu tekið þátt í umræddum aðgerðum. Í greinargerð viðurkenndi íslenska ríkið að það hefði ekki verið ætlun laganna að þau næðu jafnframt yfir félög sem hvorki væru í verkfalli né verkbanni við gildistöku laganna. Gerðardómur taldi sig samt knúinn til þess að ákvarða einnig kjör þeirra sökum lagafyrirmælanna og takmarkaðs valdsviðs. Dómur héraðsdóms, með vísan til 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar, taldi að almannaheill hafi ekki krafist svo víðtæks gildissviðs og var því dæmt að umrætt bann laganna næði ekki yfir þau né ákvörðun gerðardómsins.

Dómsorð:
Fallist er á kröfu stefnanda að því leyti, að viðurkennt er að Verkalýðsfélagi Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélaginu Stjörnunni í Grundarfirði og Verkalýðsfélagi Stykkishólms sé, þrátt fyrir ákvæði l. gr., 2. gr., og 3. gr. laga nr. 34/2001, heimilt að efna til verkfalls og að ákvörðun gerðardóms samkvæmt sömu lögum ráði ekki kjörum fiskimanna í þessum félögum.
Stefndu, íslenska ríkið og Samtök atvinnulífsins, skulu að öðru leyti vera sýknir af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands, í máli þessu.
Málskostnaður fellur niður.
Hrd. 2002:3907 nr. 519/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:3948 nr. 500/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2002:4166 nr. 328/2002 (Bandaríska sendiráðið)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:38 nr. 565/2002 (Örorkunefnd)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:303 nr. 301/2002[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:631 nr. 423/2002 (Hurðar - Fíkniefni)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:673 nr. 568/2002 (Kárahnjúkamál II)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1024 nr. 72/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1331 nr. 114/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1338 nr. 113/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1344 nr. 362/2002 (Kavíar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1500 nr. 338/2002 (Tollvörður - Bótaskylda vegna rangrar frávikningar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:1888 nr. 150/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2045 nr. 477/2002 (Bókadómur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2307 nr. 181/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2737 nr. 45/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2780 nr. 240/2003 (Skeljungur á Hornafirði)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:2884 nr. 284/2003 (Spilda úr landi Ness (I) - Verksamningur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3136 nr. 36/2003 (Meiðyrðamál)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3355 nr. 46/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3377 nr. 112/2003 (Úrbætur vegna tafa í sakamáli)[HTML] [PDF]
Málið reyndist vera tiltölulega einfalt úrlausnar að mati Hæstaréttar.
Tæp tvö ár liðu frá lok rannsóknar skattrannsóknarstjóra og þar til hann vísaði málinu til opinberrar rannsóknar ríkislögreglustjóra.
Óhæfilegur dráttur varð svo hjá ríkislögreglustjóra við að hefja rannsókn þess fyrir sitt leyti.
Liðu meira en sex ár frá upphafi rannsóknar skattrannsóknarstjóra og þar til ákært var í málinu.
Sektargreiðsla sem ákærða var dæmd var ákveðin á þann veg að helmingur hennar skyldi greiðast þremur árum frá dómsuppsögu og hinn helmingur hennar myndi falla niður ef hinn ákærði héldi skilorð á því tímabili.
Hrd. 2003:3411 nr. 549/2002 (Öryrkjadómur II)[HTML] [PDF]
Eftir uppkvaðningu fyrri öryrkjadómsins, hrd. Öryrkjadómur I (2000:4480), samþykkti Alþingi lög er kváðu á um skerðingar kröfuréttinda er Hæstiréttur staðfesti í þeim dómi á þann veg að kröfur vegna tiltekins tímabils teldust fyrndar og kröfur vegna annars tiltekins tímabils voru lækkaðar.

Öryrki er varð fyrir skerðingu vegna laganna höfðaði dómsmál á þeim grundvelli þess að viðkomandi ætti að fá fullar bætur. Hæstiréttur tók undir og áréttaði að kröfuréttur hefði stofnast með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar sem mætti ekki skerða með afturvirkum og íþyngjandi hætti.
Hrd. 2003:3633 nr. 388/2003 (British Tobacco)[HTML] [PDF]
Sett voru lög sem höfðu meðal annars þau áhrif að ekki hefði mátt hafa tóbak sýnilegt gagnvart almenningi. Tóbaksframleiðandi fór í mál gegn íslenska ríkinu þar sem það taldi lögin andstæð hagsmunum sínum vegna minni sölu. Héraðsdómur taldi framleiðandann skorta lögvarða hagsmuni þar sem ÁTVR væri seljandi tóbaks en ekki framleiðandinn. Hæstiréttur var ekki sammála því mati héraðsdóms og taldi tóbaksframleiðandann hafa lögvarða hagsmuni um úrlausn dómkröfunnar.
Hrd. 2003:3698 nr. 37/2003 (Grænmetismál)[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:3996 nr. 238/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4153 nr. 151/2003 (Gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML] [PDF]
Á grundvelli skyldna í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar var ekki talið fullnægjandi framkvæmd yfirlýsts markmiðs laga er heimiluðu söfnun ópersónugreinanlegra upplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði, að kveða á um ýmiss konar eftirlit með gerð og starfrækslu gagnagrunns opinberra stofnana og nefnda án þess að þær hafi ákveðin og lögmælt viðmið að styðjast í störfum sínum. Þá nægði heldur ekki að fela ráðherra að kveða á um skilmála í rekstrarleyfi né fela öðrum handhöfum opinbers valds að setja eða samþykkja verklagsreglur þess efnis.
Hrd. 2003:4290 nr. 455/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4498 nr. 450/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2003:4714 nr. 172/2003 (Svipting forsjár barna)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:79 nr. 2/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:397 nr. 481/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:427 nr. 26/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:540 nr. 234/2003 (Starfsmaður á Sólheimum)[HTML] [PDF]
Vistmaður á sambýli réðst á starfsmann en starfsmaðurinn vildi sækja bætur vegna árásarinnar. Gerð var lagaleg krafa um framlagningu kæru en starfsmaðurinn vildi það ekki. Honum var því synjað af bætur af hálfu bótanefndar og sótt hann því dómsmál til að fá ákvörðuninni hnekkt. Eftir höfðun málsins var fjarlægð áðurnefnd lagaleg krafa um kæru og í framhaldinu var dómkrafa starfsmannsins um ógildingu ákvörðunarinnar samþykkt.
Hrd. 2004:584 nr. 490/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:640 nr. 265/2003 (Sleipnir - Forgangsréttarákvæði í kjarasamningi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:656 nr. 266/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:671 nr. 322/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:757 nr. 324/2003 (Sprengjuviðvörun)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1047 nr. 363/2003 (Verðtrygging)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1159 nr. 342/2003 (Skagstrendingur hf.)[HTML] [PDF]
Útgerðarfélag sagði starfsmanni upp og starfsmaðurinn stefndi því þar sem hann taldi að uppsögnin ætti að vera í samræmi við ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Hæstiréttur synjaði ósk hans um lögjöfnun á þeim grundvelli að ríkisstarfsmenn njóti slíkra réttinda í skiptum fyrir lægri laun en gengur og gerist á almennum markaði.
Hrd. 2004:1553 nr. 382/2003 (Dómnefndarálit)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:1612 nr. 83/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2147 nr. 325/2003 (Stóra málverkafölsunarmálið)[HTML] [PDF]
Í raun voru málin tvö.
Í fyrra málinu hafði ákærði merkt málverk undir öðrum listamanni.
Í seinna málinu höfðu falsanirnar voru mismunandi og þurfti að fá tugi sérfræðinga til að meta þær. Myndirnar voru rúmlega 100 og átti Listasafn Íslands eina þeirra. Hæstiréttur leit svo á að ótækt væri að vísa til mats sérfræðinganna sem lögreglan leitaði til og höfðu unnið hjá Listasafni Íslands.
Hrd. 2004:2336 nr. 15/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2701 nr. 448/2003[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2720 nr. 195/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2760 nr. 52/2004 (Brottvísun útlendings - Hættulegur hagsmunum almennings)[HTML] [PDF]
K kom til Íslands frá Litháen og var með dvalarleyfi. Dvalarleyfið var síðan afturkallað þar sem útlendingaeftirlitið hefði komist á snoðir um ákæru fyrir glæp í heimalandi sínu en síðan dæmdur sekur en verið ósakhæfur, og að útlendingaeftirlitið efaðist um réttmæti útskriftar hans. Hann var síðan útskrifaður sem heilbrigður og fer síðar til Íslands. Greint var á um það hvort heimilt hefði verið að afturkalla það, meðal annars á þeim forsendum að málið hefði ekki verið rannsakað nægilega.

Hæstiréttur felldi úr gildi afturköllunina á dvalarleyfi K og þar af leiðandi grundvöll brottvísunarinnar. Í síðara máli Hrd. 56/2008 dags. 16. október 2008 (Bætur vegna hrd. 52/2004) fékk K miskabætur vegna brottvísunarinnar.
Hrd. 2004:2772 nr. 62/2004 (Þakvirki ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2861 nr. 75/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2888 nr. 7/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:2964 nr. 266/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3170 nr. 379/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3608 nr. 88/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3649 nr. 104/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3660 nr. 105/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3670 nr. 106/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:3796 nr. 48/2004 (Biskupstungur - Framaafréttur - Úthlíð)[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið stefndi í héraði nánar tilgreindum aðilum til ógildingar á tilteknum hluta úrskurðar óbyggðanefndar er fjallaði um tiltekin mörk milli eignarlands og þjóðlenda. Gagnsakarmál voru höfðuð af tveim stefndu í málinu.

Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.

Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.

Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.

Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.

Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.

Hæstiréttur taldi að þinglýsing landamerkjabréfa væri ekki óyggjandi sönnun á mörkum lands heldur þyrfti að meta hvert bréf sérstaklega. Þar leit hann meðal annars á það hvort eigendur aðliggjandi jarða hafi samþykkt mörkin og hvort ágreiningur hefði verið borinn upp. Þá voru aðrar heimildir og gögn jafnan metin samhliða. Með hliðsjón af þessu mati var ekki fallist á kröfu íslenska ríkisins um ógildingu úrskurðar óbyggðanefndar.

Hrd. 2004:3895 nr. 47/2004 (Biskupstungnaafréttur „norðan vatna“)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4030 nr. 94/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4134 nr. 194/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4410 nr. 196/2004 (Ásar í Svínavatnshreppi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2004:4684 nr. 460/2004 (Öryggi vitna)[HTML] [PDF]
Úrskurðað var að hinn ákærði viki úr þinghaldi á meðan þremur tilteknum vitnaskýrslum stæði þar sem talið var að vitnin væru of hrædd við hann. Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið sýnt fram á að þeim stæði raunveruleg ógn á öryggi sínu, og féllst því ekki á beitingu undantekningarheimildar þess efnis.
Hrd. 2005:58 nr. 5/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:170 nr. 257/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:530 nr. 354/2004 (Bótanefnd samkvæmt lögum nr. 69/1995)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:613 nr. 370/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:823 nr. 65/2005 (Framsal sakamanns)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1147 nr. 83/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1168 nr. 95/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1208 nr. 311/2004 (Háttsemi sakbornings)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:1265 nr. 372/2004[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2171 nr. 520/2004[HTML] [PDF]
Mikilvæg vitni komu ekki fyrir dóm en þau höfðu áður borið vitni um atburði hjá lögreglu. Sýknað var af hinum ákærðu brotum þar sem ekki höfðu næg sönnunargögn verið lögð fram í tengslum við hið meinta athæfi.
Hrd. 2005:2414 nr. 231/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2700 nr. 46/2005 (Byggingarleyfi kært eftir að kærufrestur rann út)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2925 nr. 312/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:2999 nr. 294/2005 (Sönn íslensk sakamál - Miskabætur)[HTML] [PDF]
Nokkrir aðilar settu fram eina dómkröfu um miskabætur vegna umfjöllunar þáttarins „Sönn sakamál“ sem bæði RÚV og þrotabú framleiðanda þáttarins ættu að greiða, án þess að tiltekið væri að um væri óskipta ábyrgð þeirra að ræða.

Í dómi Hæstaréttar kom fram að skilyrði samlagsaðildar töldust uppfyllt, enda hefðu stefndu í héraði ekki gert kröfu um frávísun á grundvelli heimildarbrestar til aðilasamlags, né af öðrum ástæðum. Þar sem krafa stefnenda fól í sér að bæturnar yrðu dæmdar til þeirra óskiptar, án þess að sá annmarki væri leiðréttur, tók Hæstiréttur undir með héraðsdómi að dómkrafan væri ódómtæk. Var því úrskurður héraðsdóms um ex officio frávísun staðfestur.
Hrd. 2005:3015 nr. 367/2005 (Skaftafell I og III í Öræfum - Óbyggðanefnd)[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið var stefnandi þjóðlendumáls og var dómkröfum þess beint að nokkrum jarðeigendum auk þess að það stefndi sjálfu sér sem eigenda sumra jarðanna sem undir voru í málinu. Hæstiréttur mat það svo að sami aðili gæti ekki stefnt sjálfum sér og vísaði frá þeim kröfum sem íslenska ríkið beindi gegn sér sjálfu.
Hrd. 2005:3205 nr. 308/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3214 nr. 248/2005 (Innheimta sakarkostnaðar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3380 nr. 51/2005 (Kostnaður vegna skólagöngu fatlaðs barns)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3413 nr. 59/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3431 nr. 33/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3465 nr. 49/2005 (Brot á kynfrelsi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3802 nr. 221/2005 (Spilda úr landi Ness II)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3830 nr. 108/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:3920 nr. 149/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4024 nr. 119/2005 (Útreikningur skaðabóta)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4042 nr. 148/2005 (Kynferðisbrot III)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4234 nr. 242/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4256 nr. 164/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4453 nr. 157/2005 (Skilasvik)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:4604 nr. 480/2005 (Ný lögreglurannsókn)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:5105 nr. 181/2005 (Skattasniðganga)[HTML] [PDF]

Hrd. 2005:5217 nr. 315/2005 (Iðnaðarmálagjald)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:657 nr. 382/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:701 nr. 59/2006 (Lögmenn Laugardal - Upplýsingar um bankareikninga)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:759 nr. 404/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:766 nr. 405/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:823 nr. 98/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1031 nr. 413/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1257 nr. 440/2005 (Ásar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1444 nr. 134/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1575 nr. 490/2005 (Kæra lögreglumanna)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1589 nr. 403/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1689 nr. 220/2005 (Tóbaksdómur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1776 nr. 462/2005 (Bann við að sýna tóbak)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:1850 nr. 471/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2252 nr. 454/2005 (Ærfjall, fyrir landi Kvískerja í Öræfum - Þjóðlendumál)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2279 nr. 496/2005 (Fjall og Breiðármörk í Öræfum - Skeiðársandur (Skaftafell II))[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið lýsti yfir kröfu á hluta tiltekinna jarða. Dómurinn er sérstakur fyrir það að ekki væri um að ræða afréttir, heldur jarðir. Á þessu tímabili hafði verið hlýindaskeið og jöklar því hopað. Landamerkjabréfin voru gerð þegar jöklarnir höfðu skriðið fram megnið af landinu. Í mörg hundruð ár höfðu ekki verið nein raunveruleg afnot af því landi sem jöklarnir höfðu skriðið yfir. Síðar hopuðu jöklarnir eitthvað.
Hrd. 2006:2469 nr. 511/2005 (Fjarskiptamastur - Gullver)[HTML] [PDF]
Ætlunin var að segja upp fjarskiptamastur á tiltekinn stað. Talið var að eignarnámsþolinn bæri sönnunarbyrðina um að rannsókn í undirbúningi ákvörðunar um eignarnám hefði verið ófullnægjandi.
Hrd. 2006:2759 nr. 541/2005 (Birting tölvupósta í Fréttablaðinu)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2851 nr. 248/2006 (Skattrannsókn)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2931 nr. 28/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:2948 nr. 547/2005[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3028 nr. 318/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3102 nr. 19/2006 (Hámarkslaunaviðmið)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3288 nr. 353/2006 (Frávísun)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3669 nr. 114/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3774 nr. 497/2005 (Hoffells-Lambatungur)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3810 nr. 498/2005 (Stafafell - Lón í Hornafirði)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3896 nr. 67/2006 (Þingvellir - Skjaldbreiður)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:3963 nr. 133/2006 (Hrunaheiðar)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4161 nr. 55/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4425 nr. 122/2006 (Synjun Mosfellsbæjar á umsókn um byggingarleyfi)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4666 nr. 548/2006 (Atlantsskip)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4891 nr. 195/2006 (Sendiráðsprestur í London)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:4988 nr. 567/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5179 nr. 596/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5356 nr. 267/2006 (Impregilo SpA)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5377 nr. 147/2006 (Framleiðsla á hættulegu fíkniefni)[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5504 nr. 323/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5547 nr. 310/2006[HTML] [PDF]

Hrd. 2006:5575 nr. 180/2006 (Þverfell)[HTML] [PDF]

Hrd. 650/2006 dags. 16. janúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 654/2006 dags. 18. janúar 2007 (Olíusamráð)[HTML] [PDF]

Hrd. 661/2006 dags. 23. janúar 2007 (Skattahluti Baugsmálsins - Ríkislögreglustjóri)[HTML] [PDF]

Hrd. 181/2006 dags. 25. janúar 2007 (Baugur I)[HTML] [PDF]
JÁ var ákærður fyrir brot á lögum um ársreikninga og reyndi þá á skýringu orðsins ‚lán‘. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að til að fá úr um skorið hvort um væri að ræða refsiverða háttsemi eður ei þyrfti að skýra framangreint orð. Af þeim sökum var ekki hægt að túlka orðið víðtækar en af orðanna hljóðan þrátt fyrir lögskýringargögn bentu til þess að skýra ætti það með öðrum hætti.
Hrd. 102/2006 dags. 1. febrúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 40/2006 dags. 1. febrúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 165/2006 dags. 8. febrúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 120/2006 dags. 15. febrúar 2007 (Karl K. Karlsson - ÁTVR)[HTML] [PDF]

Hrd. 358/2006 dags. 15. febrúar 2007 (Fersk ýsa)[HTML] [PDF]

Hrd. 406/2006 dags. 22. febrúar 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 278/2006 dags. 1. mars 2007 (Bubbi fallinn)[HTML] [PDF]
Bubbi krafðist bóta frá bæði útgefanda og ritstjóra fjölmiðils þar sem hann taldi að umfjöllun fjölmiðilsins hafa vegið að friðhelgi einkalífs hans. Ábyrgðarkerfið sem lögin um prentrétt setti upp kvað á um að hægt væri að krefjast bóta frá útgefandanum eða ritstjóranum. Hæstiréttur túlkaði ákvæðið á þann veg að eingöngu væri hægt að krefjast bótanna frá öðrum þeirra en ekki báðum.
Hrd. 92/2007 dags. 16. mars 2007 (Olíusamráðsdómur - Forstjórar olíufélaga)[HTML] [PDF]
Forstjórar olíufélaga voru ákærðir. Álitið var að skilin á milli rannsóknar samkeppnisyfirvalda og sakamálarannsóknar lögreglu. Ákærunni var vísað frá dómi þar sem fyrrnefnda rannsóknin var framkvæmd á þeim grundvelli að ákærðu voru neyddir að lögum til að fella á sig sök, sem notað var svo gegn þeim í síðarnefndu rannsókninni. Hæstiréttur taldi þetta leiða til þess að rannsóknin var ónýt að öllu leyti.
Hrd. 401/2006 dags. 22. mars 2007 (Lóð úr landi Efsta-Dals - Efsti-Dalur)[HTML] [PDF]
Um 30 árum eftir að A girti sér landspildu og reisti sér hús gerði eigandi þeirrar jarðar (B) sem landspildan var úr athugasemdir en A sagði að honum hefði verið fengið landið til eignar á sínum tíma á meðan B taldi að um leigu hefði verið að ræða. Hæstiréttur taldi ósannað að landið hefði verið fært A á grundvelli afnotasamnings en einnig var ósannað að hann hefði fengið það til eignar. A var talinn hafa hefðað sér landið til eignar.
Hrd. 466/2006 dags. 22. mars 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 498/2006 dags. 29. mars 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 510/2006 dags. 29. mars 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 178/2007 dags. 30. mars 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 519/2006 dags. 26. apríl 2007 (Umgengnisréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 647/2006 dags. 10. maí 2007 (Salmann Tamimi gegn Landspítala-háskólasjúkrahúsi - Uppsögn ríkisstarfsmanns)[HTML] [PDF]
Ríkisstarfsmanni var sagt upp vegna útskiptingar á tölvukerfum og fór hann í mál. Hæstiréttur nefndi að það skipti máli í hvaða starf viðkomandi var ráðinn og ef starfi er skipt út fyrir annað þurfi að kanna hvort finna megi önnur störf innan stjórnvaldsins sem starfsmaðurinn er hæfur til að gegna. Talið var að uppsögnin hafi verið ólögmæt.
Hrd. 667/2006 dags. 10. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 545/2006 dags. 10. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 255/2007 dags. 11. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 536/2006 dags. 16. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 448/2006 dags. 16. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2007 dags. 16. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 574/2006 dags. 24. maí 2007 (Innlausn eigna á jörð)[HTML] [PDF]

Hrd. 573/2006 dags. 24. maí 2007 (Innlausn eigna á jörð)[HTML] [PDF]

Hrd. 642/2006 dags. 24. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 525/2006 dags. 24. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 575/2006 dags. 24. maí 2007 (Innlausn eigna á jörð)[HTML] [PDF]

Hrd. 247/2007 dags. 25. maí 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 275/2007 dags. 30. maí 2007[HTML] [PDF]
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdómara um að hann víki ekki sæti, en í héraði var sú krafa reist á því að fyrri dómar héraðsdómarans í sambærilegum málum hefðu mótað skoðanir dómarans með þeim hætti að óhlutdrægnin hefði með réttu verið dregin í efa.
Hrd. 254/2007 dags. 1. júní 2007 (Baugsmál I)[HTML] [PDF]

Hrd. 279/2007 dags. 4. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 23/2007 dags. 14. júní 2007 (Þórsmörk)[HTML] [PDF]

Hrd. 22/2007 dags. 14. júní 2007 (Þórsmörk og Goðaland)[HTML] [PDF]

Hrd. 599/2006 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 580/2006 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 655/2006 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 648/2006 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 26/2007 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 28/2007 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 25/2007 dags. 14. júní 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 359/2007 dags. 10. ágúst 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 323/2007 dags. 15. ágúst 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 396/2007 dags. 23. ágúst 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 331/2007 dags. 27. ágúst 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 131/2007 dags. 13. september 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 27/2007 dags. 4. október 2007 (Tindfjallajökull - Grænafjall - Þjóðlenda)[HTML] [PDF]

Hrd. 37/2007 dags. 4. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 99/2007 dags. 11. október 2007 (Skaftártunguafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 491/2006 dags. 11. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 516/2007 dags. 15. október 2007 (Ólögmæt handtaka, fjártjón/miski)[HTML] [PDF]
Aðili bar upp viðurkenningarkröfu vegna meintrar ólögmætrar handtöku og einnig bótakröfu. Hæstiréttur taldi að um væri að ræða tvær aðskildar kröfur.
Hrd. 79/2007 dags. 18. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 47/2007 dags. 18. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 551/2007 dags. 22. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 109/2007 dags. 25. október 2007 (Þjóðkirkjan og önnur trúfélög - Ásatrúarfélagið)[HTML] [PDF]
Í þessu máli reyndi á í fyrsta skipti á þau forréttindi sem Þjóðkirkjan fær umfram önnur trúfélög. Ásatrúarfélagið stefndi ríkinu á þeim forsendum að aukin fjárframlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar miðað við önnur trúfélög fælu í sér ólögmæta mismunun.

Hæstiréttur mat það svo að þær auknu skyldur sem ríkið setur á Þjóðkirkjuna leiddu til þess að hún og Ásatrúarfélagið væru ekki í sambærilegri stöðu og því væri ekki um mismunun að ræða.
Hrd. 67/2007 dags. 25. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 526/2007 dags. 26. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 554/2007 dags. 31. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 548/2007 dags. 31. október 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 148/2007 dags. 1. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 570/2007 dags. 5. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 663/2006 dags. 8. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 206/2007 dags. 8. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 590/2007 dags. 12. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 589/2007 dags. 12. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 575/2007 dags. 13. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 235/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 581/2007 dags. 22. nóvember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 635/2007 dags. 4. desember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 374/2007 dags. 6. desember 2007 (Hnífstunga í brjóstkassa)[HTML] [PDF]

Hrd. 152/2007 dags. 13. desember 2007 (Landspilda úr Teigstorfu, á Þveráraurum)[HTML] [PDF]
Aðilar kröfðust viðurkenningar á því að hefð hefði unnist á landspildu innan girðingar lands þeirra. Girðingin hafi átt að hafa verið reist fyrir 1960. Lögð hafði verið fram landskiptabeiðni áður en hefðun væri fullnuð, með vitneskju aðilanna sem kröfðust viðurkenningarinnar, og því hefðu þeir ekki getað hafa talið hafa eignast landspilduna á grundvelli hefðunar.
Hrd. 244/2007 dags. 13. desember 2007[HTML] [PDF]
Fundið var að því að ekki öll framlögð skjöl höfðu verið þýdd yfir á tungumál sakbornings.
Hrd. 196/2007 dags. 13. desember 2007 (Auto Ísland ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 169/2007 dags. 13. desember 2007[HTML] [PDF]

Hrd. 239/2007 dags. 20. desember 2007 (Berufjarðará)[HTML] [PDF]
Spildu var skipt úr jörð en ekki var vikið að vatni eða veiðiréttar. Eigendurnir töldu sig hafa óskiptan veiðirétt í sameign við hinn hluta jarðarinnar. Hæstiréttur féllst ekki á það.
Hrd. 211/2007 dags. 24. janúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 250/2007 dags. 24. janúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 225/2007 dags. 31. janúar 2008 (Sjúkdómatrygging)[HTML] [PDF]

Hrd. 36/2008 dags. 31. janúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 38/2008 dags. 8. febrúar 2008 (Eftirfararbúnaður á bifreið)[HTML] [PDF]
Sakborningur fann eftirfararbúnað í bifreið sinni og krafði hann dómara um að þeirri aðgerð yrði hætt. Dómari féllst á kröfuna.
Hrd. 72/2008 dags. 13. febrúar 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 326/2007 dags. 21. febrúar 2008 (Hafrót - Fiskútflutningur)[HTML] [PDF]
Hafrót flytur út fisk til Þýskalands í eigin nafni en fyrir Torfnes. Torfnesi voru veittar ýmsar lánafyrirgreiðslur. Hafrót gerir ýmsar athugasemdir við þýska félaginu þar sem greiðslurnar voru lægri en kostnaður Hafrótar. Ekki var talið að þýska félagið gæti skuldajafnað skuldina við Torfnesi þar sem um hefði verið að ræða umsýsluviðskipti, ólíkt umboðsviðskiptum.
Hrd. 61/2008 dags. 22. febrúar 2008[HTML] [PDF]
Maður fann eftirfararbúnað í bifreið sinni og krafðist þess að þeirri rannsóknaraðgerð yrði hætt. Lögmaður mannsins bað um gögn málsins eftir að málinu lauk fyrir Hæstarétti. Hæstiréttur taldi að lögmaðurinn hefði ekki verið við slíkur eftir dómsuppsögu fyrir Hæstarétti. Við það hafi lokið skipun lögmannsins sem verjanda sakbornings og hafði hann ekki réttarstöðu sem slíkur.
Hrd. 104/2008 dags. 4. mars 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 102/2008 dags. 5. mars 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 289/2007 dags. 6. mars 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 288/2007 dags. 6. mars 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 221/2007 dags. 13. mars 2008 (Höfundaréttur)[HTML] [PDF]
Í útgáfu ævisögu Halldórs Laxness voru fjölmargar tilvitnanir sem taldar voru brjóta gegn höfundarétti. Hæstiréttur taldi að málshöfðunarfrestur til að hafa uppi refsikröfu í einkamáli hefði verið liðinn og var þeim kröfulið vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi.
Hrd. 518/2007 dags. 13. mars 2008 (Svæfingalæknir)[HTML] [PDF]

Hrd. 434/2007 dags. 13. mars 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 114/2008 dags. 14. mars 2008 (Hringvegur um Hornafjörð)[HTML] [PDF]
Landeigendur sem voru ekki aðilar máls á ákveðnu stjórnsýslustigi voru samt sem áður taldir geta orðið aðilar að dómsmáli á grundvelli lögvarinna hagsmuna um úrlausnarefnið.
Hrd. 330/2007 dags. 18. mars 2008 (Þorsklifur)[HTML] [PDF]

Hrd. 558/2007 dags. 10. apríl 2008 (Ummæli yfirmanns Samkeppnisstofnunar)[HTML] [PDF]
Forstjórinn mætti á fund kúabónda og hraunaði yfir fundarmenn.
Hæstiréttur taldi það ekki hafa leitt til vanhæfis í því tilviki.
Hrd. 248/2007 dags. 10. apríl 2008 (Iveco bátavél)[HTML] [PDF]

Hrd. 146/2008 dags. 11. apríl 2008 (SMÁÍS - 365 miðlar ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 461/2007 dags. 17. apríl 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 398/2007 dags. 17. apríl 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 196/2008 dags. 18. apríl 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 198/2008 dags. 22. apríl 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 366/2007 dags. 23. apríl 2008 (Portus - Tónlistarhúsið Harpan)[HTML] [PDF]
Tveir aðilar sem höfðu ekki verið valdir til að fá sérleyfi til byggingar, eign og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpuna, kröfðust afrits af samkomulags sem Austurhöfn-TR ehf., fyrirtæki stofnað af íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg, gerði við Portus ehf. Þeirri beiðni var synjað af hálfu Ríkiskaupa og Reykjavíkurborgar og var henni skotið til úrskurðarnefndar upplýsingamála sem féllst svo á beiðnina.

Hæstiréttur hafnaði málsástæðu um að samningurinn félli utan við gildissvið upplýsingalaga og vísaði þar á meðal að í þeim lögum hefði ekki verið neinn áskilnaður um ákvörðun er varðaði rétt eða skyldu manna. Þá var einnig getið þess í dómnum að Ríkiskaup sáu um þau innkaup sem voru aðdragandi samningins auk þess að hann var undirritaður af fulltrúum íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar. Ljóst var að Ríkiskaup og Reykjavíkurborg höfðu haft samninginn undir höndum vegna verkefna þeirra á sviði stjórnsýslu.
Hrd. 425/2007 dags. 23. apríl 2008 (Ósæmileg ummæli í stefnu)[HTML] [PDF]

Hrd. 179/2008 dags. 28. apríl 2008 (Punktar í ökuferilsskrá)[HTML] [PDF]
Málið var höfðað til ógildingar á ákvörðun sýslumanns um að afturkalla ökuréttindi A. Þann 27. apríl 2007 tók í gildi nýtt ákvæði í umferðarlögum er heimilaði beitingu akstursbanns gegn handhafa bráðabirgðaökuskírteinis. Við gildistöku ákvæðisins var viðmið um fjölda punkta lækkað úr sjö niður í fjóra áður en heimilt væri að setja viðkomandi í akstursbann. Á þeim tíma hafði A þegar hlotið þrjá punkta. Þann 29. ágúst 2007 hlaut A fjórða punktinn á ökuskírteinið og var þá settur í akstursbann.

A krafðist ógildingar akstursbannsins á grundvelli þess að um væri að ræða afturvirk réttaráhrif. Hæstiréttur tók ekki undir þann málflutning þar sem hann taldi að um væri að ræða viðurlagaákvörðun er byggðist á lögmæltri ítrekunarheimild en ekki refsinga í skilningi V. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.
Hrd. 644/2007 dags. 8. maí 2008 (Garðagrund)[HTML] [PDF]

Hrd. 82/2008 dags. 8. maí 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 539/2007 dags. 15. maí 2008 (Svipting lögmannsréttinda)[HTML] [PDF]

Hrd. 250/2008 dags. 19. maí 2008 (Hundahaldsmál)[HTML] [PDF]

Hrd. 472/2007 dags. 22. maí 2008 (Veraldarvinir)[HTML] [PDF]

Hrd. 185/2008 dags. 29. maí 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 385/2007 dags. 5. júní 2008 (Baugsmál II)[HTML] [PDF]

Hrd. 474/2007 dags. 5. júní 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 549/2007 dags. 19. júní 2008 (Iceland Express)[HTML] [PDF]

Hrd. 397/2007 dags. 19. júní 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 260/2008 dags. 19. júní 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 254/2008 dags. 19. júní 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 430/2007 dags. 18. september 2008 (Hjúkrunarfræðingur á geðsviði)[HTML] [PDF]
X starfaði sem hjúkrunarfræðingur á geðsviði Landspítala Íslands ásamt hjúkrunarfræðingnum Y. Y sakaði X um kynferðislega áreitni utan vinnustaðar og lýsti því yfir að hann væri tilbúinn til þess að færa sig milli deilda.

Yfirmenn X ákváðu að færa X milli deilda gegn vilja hennar vegna ágreiningsins sem ríkti meðal þeirra tveggja og að ágreiningurinn truflaði starfsemina. Landspítalinn hélt því fram að um væri að ræða ákvörðun á grundvelli stjórnunarréttar vinnuveitenda og því ættu reglur stjórnsýsluréttarins ekki við.

Hæstiréttur taldi að ákvörðunin hefði slík áhrif á æru X, réttindi hennar og réttarstöðu hennar að öðru leyti, að hún teldist vera stjórnvaldsákvörðun. Fallist var á kröfu X um ógildingu þeirrar ákvörðunar Landspítalans um að flytja hana úr starfi milli deilda og greiðslu miskabóta.
Hrd. 96/2008 dags. 25. september 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 512/2008 dags. 29. september 2008[HTML] [PDF]
Sakborningur í skattamáli óskaði eftir skipun annars tiltekins verjanda við hlið þáverandi verjanda. Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið heimilt að skipa þann tiltekna verjanda þar sem það gat komið til greina að taka skýrslu af honum við meðferð málsins.
Hrd. 610/2007 dags. 2. október 2008 (Sólheimatorfa)[HTML] [PDF]

Hrd. 653/2007 dags. 2. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 640/2007 dags. 2. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 550/2007 dags. 2. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 56/2008 dags. 16. október 2008 (Bætur vegna hrd. 52/2004)[HTML] [PDF]
K fékk miskabætur vegna brottvísunar hans er var felld úr gildi með Hrd. 2004:2760 nr. 52/2004 (Brottvísun útlendings - Hættulegur hagsmunum almennings).
Hrd. 78/2008 dags. 16. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 491/2007 dags. 23. október 2008 (Áfengisauglýsingabann II)[HTML] [PDF]

Hrd. 609/2007 dags. 23. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 585/2007 dags. 23. október 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 584/2007 dags. 23. október 2008 (Kompás)[HTML] [PDF]
Þáttastjórnendur þóttust vera ungar stúlkur settu upp fundi með ákærðu og höfðu svo samband við lögregluna. Hæstiréttur taldi að gögnin hefðu ekki slíkt sönnunargildi að þau dygðu til að sakfella þá, m.a. var ekki útilokað að ákærðu hefðu verið að mæta á öðrum forsendum.
Hrd. 588/2008 dags. 6. nóvember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 566/2008 dags. 6. nóvember 2008 (Skálmholtshraun í Flóahreppi)[HTML] [PDF]

Hrd. 602/2008 dags. 17. nóvember 2008[HTML] [PDF]
Aðfinnslur voru gerðar við greinargerð ákæruvaldsins sem var það ítarleg að hún var talin jafna við skriflega málsmeðferð.
Hrd. 606/2008 dags. 25. nóvember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 383/2008 dags. 4. desember 2008 (Hótel Saga)[HTML] [PDF]

Hrd. 101/2008 dags. 11. desember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 34/2008 dags. 11. desember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 209/2008 dags. 11. desember 2008[HTML] [PDF]

Hrd. 671/2008 dags. 18. desember 2008 (Teigsskógur)[HTML] [PDF]

Hrd. 13/2008 dags. 18. desember 2008[HTML] [PDF]
Fundið var að því að dómtúlkurinn hafi ekki verið löggiltur. Hæstiréttur taldi að mögulegt hefði verið að fá löggiltan dómtúlk til að kanna hvort þýðingarnar hafi verið réttar.
Hrd. 691/2008 dags. 19. janúar 2009 (11 mánaða dráttur ekki talinn nægja)[HTML] [PDF]

Hrd. 321/2008 dags. 29. janúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 31/2009 dags. 30. janúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 29/2009 dags. 30. janúar 2009 (Skattahluti Baugsmálsins)[HTML] [PDF]

Hrd. 2/2009 dags. 6. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 74/2009 dags. 17. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 62/2009 dags. 23. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 82/2009 dags. 24. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 342/2008 dags. 26. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 75/2009 dags. 2. mars 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 328/2008 dags. 5. mars 2009 (Ábyrgð blaðamanna)[HTML] [PDF]

Hrd. 80/2009 dags. 9. mars 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 79/2009 dags. 10. mars 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 353/2008 dags. 12. mars 2009 (Hælisumsókn - Hælisleitandi frá Máritaníu)[HTML] [PDF]

Hrd. 456/2008 dags. 12. mars 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 425/2008 dags. 19. mars 2009 (Vegagerðin og eignarnám - Brekka í Núpasveit)[HTML] [PDF]
Vegagerðin vildi leggja þjóðveg og valdi leið er myndi krefjast eignarnáms jarðarinnar Brekku í Núpasveit. Í þeim tilgangi fékk Vegagerðin framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu og krafðist umrædds eignarnáms, er eigendur jarðarinnar voru ekki sáttir með. Yfirlýstur tilgangur þeirrar tilteknu leiðar væri að stytta akstursvegalengdir milli þéttbýliskjarna og þar af leiðandi stuðla að myndun eins þjónustusvæðis. Nokkrir möguleikar voru fyrir hendi og voru valkostirnir sendir til úrskurðar hjá Skipulagsstofnun og við málsmeðferð hennar leitaði hún umsagnar sveitarfélagsins. Hún taldi þrjár leiðir koma helst til greina (nr. 140, 141, og 150) en taldi þá leið sem málið snýst um (nr. 141) vera þá álitlegustu. Fornleifavernd ríkisins ritaði til Skipulagsstofnunar í tilefni úrskurðsins og taldi hina völdu leið þrengja mjög að fornminjum á svæðinu og leið nr. 150 vera ákjósanlegri.

Eigendurnir kærðu úrskurð Skipulagsstofnunar til ráðherra og færðu í kæru sinni rök fyrir leið nr. 150 og tefldu því einnig fram að hægt væri að nýta jarðir sem íslenska ríkið ætti þá þegar. Ábúendurnir kærðu þá einnig úrskurð Skipulagsstofnunar þar sem andmælt væri vali á leið nr. 150. Ráðherra taldi ekki ástæðu til annars en að staðfesta hinn kærða úrskurð en þó með skilyrðum eftir því hvaða leið yrði valin.

Fyrir héraðsdómi kröfðust eigendurnir ógildingar á eignarnáminu og framkvæmdaleyfinu. Í héraði voru málsúrslit þau að bæði Vegagerðin og sveitarfélagið voru sýknuð af téðum kröfum eigendanna.

Hæstiréttur sýknaði sveitarfélagið af kröfu um ógildingu framkvæmdaleyfisins þar sem ekki fundust annmarkar í stjórnsýslumeðferð málsins er réttlætti það, en hann ógilti hins vegar eignarnámið á þeim forsendum að Vegagerðin gat ekki sýnt fram á að leið nr. 141 hafi verið betri en hinar, þar á meðal á grundvelli óstuddra yfirlýsinga um kostnaðarauka ef leið nr. 150 yrði valin í staðinn. Þær jarðir sem leið 150 hefði legið um voru allar í eign ríkisins og því leitt til vægari aðgerða gagnvart almenningi en hinar leiðirnar.
Hrd. 503/2008 dags. 2. apríl 2009 (Euro Trade GmbH)[HTML] [PDF]

Hrd. 116/2009 dags. 3. apríl 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 136/2009 dags. 6. apríl 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 536/2008 dags. 7. apríl 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 475/2008 dags. 30. apríl 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 649/2008 dags. 30. apríl 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 445/2008 dags. 6. maí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 562/2008 dags. 14. maí 2009 (Vatnsréttindi Þjórsár - Landsvirkjun - Skálmholtshraun)[HTML] [PDF]

Hrd. 683/2008 dags. 14. maí 2009 (Óbeinar reykingar)[HTML] [PDF]

Hrd. 477/2008 dags. 14. maí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 575/2008 dags. 28. maí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 520/2008 dags. 28. maí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 150/2008 dags. 4. júní 2009 (Bergþórshvoll)[HTML] [PDF]

Hrd. 328/2009 dags. 16. júní 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 604/2008 dags. 18. júní 2009 (Vanhæfur dómari)[HTML] [PDF]
P krafðist frekari bóta í kjölfar niðurstöðunnar í Dómur MDE Pétur Thór Sigurðsson gegn Íslandi dags. 10. apríl 2003 (39731/98).

Hæstiréttur féllst á að íslenska ríkið bæri bótaábyrgð en P sýndi ekki fram á að niðurstaða málsins hefði verið önnur ef annar dómari hefði komið í stað þess dómara sem álitinn var vanhæfur. Taldi hann því að P hefði ekki sýnt fram á að hann ætti rétt á frekari bótum en MDE hafði dæmt P til handa.
Hrd. 343/2009 dags. 24. júní 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 344/2009 dags. 24. júní 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 345/2009 dags. 24. júní 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 363/2009 dags. 3. júlí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 376/2009 dags. 8. júlí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 410/2009 dags. 23. júlí 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 405/2009 dags. 21. ágúst 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 396/2009 dags. 21. ágúst 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 102/2009 dags. 24. september 2009 (Brú á Jökuldal)[HTML] [PDF]

Hrd. 525/2009 dags. 28. september 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 696/2008 dags. 1. október 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 41/2009 dags. 1. október 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 53/2009 dags. 1. október 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 35/2009 dags. 8. október 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 44/2009 dags. 15. október 2009 (Svipting ökuréttar)[HTML] [PDF]
Tjónþoli var að ósekju sviptur ökurétti en Hæstiréttur féllst ekki á bætur vegna þess.
Hrd. 589/2009 dags. 22. október 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 685/2008 dags. 29. október 2009 (Afréttur Seltjarnarness hins forna - Lyklafell)[HTML] [PDF]

Hrd. 641/2009 dags. 16. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 304/2009 dags. 26. nóvember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 662/2009 dags. 1. desember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 121/2009 dags. 3. desember 2009 (Elínarmálið - Elín-ÞH)[HTML] [PDF]

Hrd. 664/2009 dags. 10. desember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 663/2009 dags. 10. desember 2009[HTML] [PDF]

Hrd. 665/2008 dags. 17. desember 2009 (Gildi lífeyrissjóður)[HTML] [PDF]
Á þeim tíma þurfti ráðherra að staðfesta samþykktir lífeyrissjóða væru réttar (þ.e. færu að lögum og reglur, jafnræði, eignarrétt, og þvíumlíkt). Í stjórn sjóðsins sat ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og kom ráðuneytisstjórinn ekki að málinu innan ráðuneytisins og vék því ekki af fundi þegar ráðherra undirritaði breytinguna. Hæstiréttur taldi að ráðuneytisstjórinn hefði ekki verið vanhæfur.
Hrd. 24/2010 dags. 15. janúar 2010[HTML] [PDF]
Sakborningar voru grunaðir um mansal og hafði brotaþoli verið neydd til að stunda vændi af sakborning. Taldi Hæstiréttur að heimilt hefði verið að víkja sakborningi úr dómsal.
Hrd. 759/2009 dags. 20. janúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 15/2010 dags. 3. febrúar 2010 (Fjármálaeftirlitið / Baldur Guðlaugsson - Innherjaupplýsingar)[HTML] [PDF]
Maður var til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu fyrir innherjasvik. Málið var svo fellt niður að gefnum skýringum mannsins, en sú niðurfelling af bundin einhverjum skilyrðum. Málið var svo tekið aftur upp og vildi maðurinn meina að skilyrðið hafi verið ógilt. Hæstiréttur féllst ekki á málatilbúnað mannsins að þessu leyti þar sem ákvörðunin hafi verið til þess fallin að ná markmiði rannsóknarinnar.
Hrd. 618/2009 dags. 4. febrúar 2010 (Framleiðsla fíkniefna)[HTML] [PDF]

Hrd. 104/2009 dags. 18. febrúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 257/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 142/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 95/2010 dags. 2. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 290/2009 dags. 4. mars 2010 (Úrskurður ráðuneytis)[HTML] [PDF]

Hrd. 124/2010 dags. 10. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 125/2010 dags. 10. mars 2010 (Einsleg vitnaleiðsla)[HTML] [PDF]

Hrd. 123/2010 dags. 10. mars 2010 (Vitni í einrúmi)[HTML] [PDF]
Ágreiningur var um hvort leiða mætti vitni sem yrði nafnlaust gagnvart gagnaðila. Hæstiréttur taldi að í því fælist mismunun þar sem þá yrði gagnaðilanum ekki gert kleift að gagnspyrja vitnið.
Hrd. 454/2009 dags. 11. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 320/2009 dags. 18. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 378/2009 dags. 18. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 409/2009 dags. 25. mars 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 201/2010 dags. 13. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 437/2009 dags. 21. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 232/2010 dags. 28. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 215/2010 dags. 29. apríl 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 245/2009 dags. 6. maí 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 449/2009 dags. 12. maí 2010 (Umferðarslys á Arnarnesvegi - Sjúkrakostnaður)[HTML] [PDF]
Kveðið á um að eingöngu sá er varð fyrir tjóninu geti krafist bótanna.
Hrd. 762/2009 dags. 12. maí 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 184/2010 dags. 2. júní 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 198/2009 dags. 3. júní 2010 (Ölfus- og Selvogsafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 576/2009 dags. 10. júní 2010 (Bíllyklum stolið úr íbúðarhúsi á Þórshöfn)[HTML] [PDF]

Hrd. 340/2010 dags. 16. júní 2010 (Uppgröftur líks)[HTML] [PDF]

Hrd. 457/2009 dags. 16. júní 2010 (Gæsluvarðhald)[HTML] [PDF]

Hrd. 454/2010 dags. 29. júlí 2010 (Tálmun/aðför)[HTML] [PDF]

Hrd. 473/2009 dags. 16. september 2010 (Krepputunga)[HTML] [PDF]

Hrd. 462/2010 dags. 16. september 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 371/2010 dags. 22. september 2010 (Skattálag - Ne bis in idem I)[HTML] [PDF]
A, B, C, og D voru ákærð fyrir skattalagabrot. Fyrir héraðsdómi var málinu vísað frá að hluta en ákæruvaldið kærði þann úrskurð til Hæstaréttar. Þau ákærðu héldu því fram að þau myndu annars þurfa að þola tvöfalda refsingu þar sem skattayfirvöld höfðu þá þegar beitt refsingu í formi skattaálags.

Hæstiréttur vísaði til 2. gr. laganna um mannréttindasáttmála Evrópu um að dómar MDE væru ekki bindandi að landsrétti. Þrátt fyrir að innlendir dómstólar litu til dóma MDE við úrlausn mála hjá þeim væri það samt sem áður hlutverk löggjafans að gera nauðsynlegar breytingar á landsrétti til að efna þær þjóðréttarlegu skuldbindingar. Þá vísaði Hæstiréttur til þess að dómaframkvæmd MDE hvað úrlausnarefnið varðaði væri misvísandi. MDE hafi í sinni dómaframkvæmd hafnað því að 4. gr. 7. viðaukans yrði metin á þann hátt að mögulegt væri að fjalla um endurákvörðun skatta og beitingu álags í sitt hvoru málinu. Sökum þessarar óvissu vildi Hæstiréttur ekki slá því á föstu að um brot væri að ræða á MSE fyrr en það væri skýrt að íslensk lög færu í bága við hann að þessu leyti.

Úrskurðurinn var felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.
Hrd. 722/2009 dags. 7. október 2010 (Hvammur)[HTML] [PDF]

Hrd. 379/2009 dags. 7. október 2010 (Heiðarmúli)[HTML] [PDF]

Hrd. 723/2009 dags. 7. október 2010 (Laxárdalur)[HTML] [PDF]

Hrd. 748/2009 dags. 7. október 2010 (Vatnsendi, Svalbarðshreppi)[HTML] [PDF]

Hrd. 749/2009 dags. 7. október 2010 (Þverfellsland)[HTML] [PDF]

Hrd. 546/2009 dags. 7. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 517/2009 dags. 7. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 750/2009 dags. 7. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 70/2010 dags. 7. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 583/2010 dags. 12. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 706/2009 dags. 14. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 615/2009 dags. 14. október 2010 (Hælisumsókn - Hælisleitandi frá Íran)[HTML] [PDF]

Hrd. 779/2009 dags. 14. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 659/2009 dags. 14. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 28/2010 dags. 14. október 2010 (Fjölskyldunefnd)[HTML] [PDF]
Forsjá barns var komin til fjölskyldunefndar og ekki var búið að skipa því lögráðamann. Talið var því að skort hafi heimild til að áfrýja fyrir hönd þess.
Hrd. 504/2008 dags. 18. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 559/2009 dags. 21. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 18/2010 dags. 21. október 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 708/2009 dags. 4. nóvember 2010 (Óttarsstaðir - Straumsbúið o.fl.)[HTML] [PDF]
Ætlað tjón vegna umhverfismengunar. Tjónþoli taldi að hann ætti rétt á bótum þar sem hann mætti ekki nota landið til að reisa íbúðarhús.
Hrd. 262/2010 dags. 8. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 618/2010 dags. 8. nóvember 2010 (Build a Bear Workshop)[HTML] [PDF]

Hrd. 768/2009 dags. 11. nóvember 2010 (Almenningsskógar Álftaneshrepps)[HTML] [PDF]

Hrd. 188/2010 dags. 18. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 274/2010 dags. 25. nóvember 2010 (Greiðsluaðlögun - Kröfuábyrgð - Sparisjóður Vestmannaeyja)[HTML] [PDF]
Þann 1. apríl 2009 tóku í gildi breytingarlög, nr. 24/2009, er breyttu gildandi lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991 til að innleiða úrræði um greiðsluaðlögun. Alþingi samþykkti jafnframt annað frumvarp til laga um ábyrgðarmenn, nr. 32/2009, er höfðu þau áhrif að nauðasamningar og aðrar eftirgjafir, þ.m.t. nauðasamningar til greiðsluaðlögunar er kváðu á um lækkun krafna á hendur lántaka hafa sömu áhrif til lækkunar kröfu á hendur ábyrgðarmönnum. Það frumvarp var samþykkt á sama degi og frumvarp til breytingarlaganna en tók gildi 4. apríl það ár.

D fékk staðfestan nauðasamning til greiðsluaðlögunar með úrskurði héraðsdóms þann 15. september 2009. Í þeim nauðasamningi voru samningskröfur gefnar eftir að fullu. S, einn lánadrottna D, stefndi B og C til innheimtu á sjálfskuldarábyrgð þeirra fyrir skuld D gagnvart S. Málatilbúnaður B og C í málinu var á þá leið að þrátt fyrir að ákvæði laga um ábyrgðarmenn stönguðust á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar yrði afleiðingin ekki sú að S gæti gengið á ábyrgðina, heldur yrði íslenska ríkið bótaskylt gagnvart S vegna tjóns sem S yrði fyrir sökum skerðingarinnar.

Að mati Hæstaréttar var um að ræða afturvirka og íþyngjandi skerðingu á kröfuréttindum sem yrði ekki skert án bóta. Forsendurnar fyrir niðurfellingunni í löggjöfinni voru þar af leiðandi brostnar og því ekki hægt að beita henni. Af þeirri ástæðu staðfesti Hæstiréttur kröfu S um að B og C greiddu sér umkrafða fjárhæð.
Hrd. 113/2010 dags. 25. nóvember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 488/2009 dags. 2. desember 2010 (Ásbjarnarnes)[HTML] [PDF]
Snýr að reglu 20. kapítúla Kaupabálkar Jónsbókar um rétt til að slíta sameign.
Hrd. 494/2010 dags. 9. desember 2010 (Skráning einkahlutafélags)[HTML] [PDF]

Hrd. 88/2010 dags. 9. desember 2010 (Hættubrot - Lögregluskilríki)[HTML] [PDF]

Hrd. 572/2010 dags. 16. desember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 687/2010 dags. 20. desember 2010[HTML] [PDF]

Hrd. 349/2010 dags. 27. janúar 2011 (Húftrygging - Markaðsverð bifreiðar)[HTML] [PDF]
Álitaefni um hvað teldist vera markaðsverð bifreiðar sem eigandinn hafði flutt sjálfur inn. Eigandinn keyrði á steinvegg og skemmdi hana. Bíllinn var ekki til sölu hér á landi. Eigandinn vildi fá fjárhæð er samsvaraði kostnaði bíls af þeirri tegund við innflutning frá Þýskalandi. Hæstiréttur féllst á það sjónarmið.
Hrd. 20/2011 dags. 7. febrúar 2011 (Hagsmunir barna)[HTML] [PDF]

Hrd. 299/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Valþjófsstaðir)[HTML] [PDF]

Hrd. 491/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 22/2011 dags. 18. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 425/2010 dags. 24. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 325/2010 dags. 24. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 692/2010 dags. 3. mars 2011 (Eimskip Íslands)[HTML] [PDF]

Hrd. 71/2010 dags. 3. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 78/2010 dags. 3. mars 2011 (Skattalagabrot)[HTML] [PDF]

Hrd. 109/2011 dags. 7. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 330/2010 dags. 10. mars 2011 (Áfrýjunarstefna)[HTML] [PDF]

Hrd. 329/2010 dags. 10. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 139/2011 dags. 23. mars 2011 (Eftirfararbúnaður á bíl fyrrverandi maka)[HTML] [PDF]

Hrd. 529/2010 dags. 24. mars 2011 (Samskip - Tali ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 626/2010 dags. 31. mars 2011 (Ummæli yfirmanns eftirlitssviðs RSK)[HTML] [PDF]

Hrd. 390/2010 dags. 31. mars 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 187/2011 dags. 11. apríl 2011 (HOB-vín)[HTML] [PDF]

Hrd. 199/2011 dags. 11. apríl 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 142/2011 dags. 15. apríl 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 389/2010 dags. 19. apríl 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 225/2011 dags. 13. maí 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 302/2011 dags. 27. maí 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 296/2011 dags. 27. maí 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 724/2009 dags. 1. júní 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 338/2011 dags. 9. júní 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 201/2011 dags. 10. júní 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 365/2011 dags. 21. júní 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 374/2011 dags. 22. júní 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 379/2011 dags. 7. júlí 2011 (BSI Spain Wealth Management A.V., S.A.)[HTML] [PDF]

Hrd. 456/2011 dags. 27. júlí 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 462/2011 dags. 12. ágúst 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 480/2011 dags. 19. ágúst 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 435/2011 dags. 2. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 436/2011 dags. 2. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 293/2010 dags. 22. september 2011 (Þorvaldsstaðir og Hamar)[HTML] [PDF]

Hrd. 294/2010 dags. 22. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 40/2011 dags. 29. september 2011 (Hóll)[HTML] [PDF]

Hrd. 56/2011 dags. 29. september 2011 (Hvannstaðir og Víðirhóll)[HTML] [PDF]

Hrd. 75/2011 dags. 29. september 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 706/2010 dags. 20. október 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 340/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin - FSCS)[HTML] [PDF]
Við hrun fjármálamarkaðarins árið 2008 voru sett svokölluð neyðarlög (nr. 125/2008). Í 6. gr. laganna var bætt við nýju ákvæði í lög um fjármálafyrirtæki er kvað á að „[v]ið skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“. Þetta olli ósáttum við slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og fór það fyrir dóm.

Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.

Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.

Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.

Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.

Kröfuhafar komu á framfæri málatilbúnaði um að löggjöfin fæli í sér afturvirkar skerðingar á réttindum þeirra. Hæstiréttur mat málatilbúnaðinn á þann veg að breytingarnar sem löggjöfin fól í sér giltu um skipti almennt sem hæfust eftir gildistöku laganna. Löggjöfin mælti ekki fyrir um breytingar á skipan skipta sem væru þegar hafin eða væri þegar lokið. Af þeirri ástæðu hafnaði hann þeirri málsástæðu kröfuhafanna.
Hrd. 276/2011 dags. 28. október 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 313/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 312/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 341/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 301/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 300/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 314/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 277/2011 dags. 28. október 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 310/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 311/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML] [PDF]

Hrd. 569/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 453/2009 dags. 3. nóvember 2011 (Veiðifélag Miðfirðinga - Veiðiréttur í Ytri Rangá - Kotvöllur)[HTML] [PDF]
Skógræktarfélag Rangæinga krafðist viðurkenningar á veiðirétti sínum í Eystri-Rangá og Fiská á grundvelli jarðarinnar Kotvöllur sem lá þó ekki að þeim, byggt á að...:
  1. Félaginu hafði verið ákvörðuð hlutdeild í arðskrá Veiðifélags Eystri-Rangár árið 1999.
  2. Umráðamenn Kotvallar hafi um áratugabil átt aðild að því veiðifélagi og forvera þess.
  3. Kotvöllur hafi átt land að Eystri-Rangá fram til landskipta er fóru fram árið 1963, auk hlutdeildar landsins í sameiginlegu landi Vallartorfu ásamt meðfylgjandi hlunnindum þeirra, sem aldrei hafi verið skipt.
  4. Veiðirétturinn hafi unnist fyrir hefð.

Hæstiréttur taldi ósannað í málinu að Kotvellir hafi fram til landskiptanna tilheyrt óskiptu landi er lægi að þessum ám, og bæri skógræktarfélagið þá sönnunarbyrði sem það axlaði svo ekki. Væri því ekki hægt að líta svo á að réttlætt væri undantekning frá meginreglunni um að veiðiréttur væri eingöngu á hendi þeirra sem ættu land að vatni.

Hrd. 693/2010 dags. 3. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 102/2011 dags. 3. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 65/2011 dags. 10. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 608/2011 dags. 23. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 100/2011 dags. 24. nóvember 2011 (Eiður Smári - Fjármál knattspyrnumanns)[HTML] [PDF]
Eiður Smári (E) höfðaði mál á hendur ritstjórum DV ásamt höfundi greinar þar sem hann teldi að þær umfjallanir væru til þess gerðar að vega að rétti hans til friðhelgis einkalífs.

E taldi að lögjafna bæri ákvæði laga um prentrétt á þann hátt að ákvæðin um ábyrgð á efni ættu einnig við um efni sem birt væru á vefútgáfu blaðsins. Ekki var fallist á slíka lögjöfnun.

Ekki var fallist á að umfjöllunin um fjármál E ættu ekki erindi til almennings þar sem hún væri í samræmi við stöðu þjóðfélagsmála á þeim tíma. Þá var einnig litið til þess að E væri þjóðþekktur knattspyrnumaður sem viki sér ekki undan fjölmiðlaumfjöllun sem slíkur. Hvað umfjallanir um spilafíkn E var að ræða var ekki fallist á að sú umfjöllun bryti í bága við friðhelgi einkalífs E þar sem um væri að ræða endursögn áður birtrar umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum og að E hefði sjálfur gert spilafíkn sína að umtalsefni í viðtölum.
Hrd. 179/2011 dags. 24. nóvember 2011 (Meðferð bankaláns)[HTML] [PDF]

Hrd. 630/2011 dags. 29. nóvember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 138/2011 dags. 1. desember 2011 (Ákvörðun árslauna til verktaka í einkafirma og einkahlutafélags)[HTML] [PDF]

Hrd. 247/2011 dags. 1. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 116/2011 dags. 1. desember 2011 (Vélar og verkfæri ehf.)[HTML] [PDF]
Vélar og verkfæri kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar, sem taldi svo að endurskilgreina þyrfti svo markaðinn. Hæstiréttur taldi að ákvörðun lægra setta stjórnvaldsins raknaði með ógildingu hins æðra.
Hrd. 614/2011 dags. 7. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 633/2011 dags. 7. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 158/2011 dags. 15. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 419/2011 dags. 15. desember 2011 (Verjandi og gögn)[HTML] [PDF]
Ekki lá fyrir með nógu skýrum hætti að hinn ákærði hafi afsalað sér tilteknum réttindum í tengslum við meðferð dómsmáls. Dómur héraðsdóms var því ómerktur og málinu vísað aftur til héraðs.

Hrd. 387/2011 dags. 15. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 229/2011 dags. 20. desember 2011[HTML] [PDF]

Hrd. 670/2011 dags. 17. janúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 248/2011 dags. 19. janúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 438/2011 dags. 19. janúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 685/2011 dags. 25. janúar 2012 (Kyrrsetning felld úr gildi vegna dráttar á rannsókn máls IV)[HTML] [PDF]

Hrd. 684/2011 dags. 25. janúar 2012 (Kyrrsetning felld úr gildi vegna dráttar á rannsókn máls III)[HTML] [PDF]

Hrd. 682/2011 dags. 25. janúar 2012 (Kyrrsetning felld úr gildi vegna dráttar á rannsókn máls I)[HTML] [PDF]

Hrd. 683/2011 dags. 25. janúar 2012 (Kyrrsetning felld úr gildi vegna dráttar á rannsókn máls II)[HTML] [PDF]

Hrd. 335/2011 dags. 2. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 79/2012 dags. 13. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 78/2012 dags. 13. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 279/2011 dags. 17. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 120/2012 dags. 24. febrúar 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 478/2011 dags. 1. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 85/2012 dags. 2. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 505/2011 dags. 8. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 492/2011 dags. 8. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 113/2012 dags. 12. mars 2012 (Norðurklöpp)[HTML] [PDF]

Hrd. 140/2012 dags. 12. mars 2012 (Sturla Jónsson gegn Hjördísi Sigurðardóttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 144/2012 dags. 13. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 145/2012 dags. 13. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 541/2011 dags. 15. mars 2012 (Lögboðinn hvíldartími III)[HTML] [PDF]

Hrd. 526/2011 dags. 15. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 623/2011 dags. 22. mars 2012 (Líkamshiti)[HTML] [PDF]

Hrd. 150/2012 dags. 30. mars 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 205/2012 dags. 12. apríl 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 211/2012 dags. 27. apríl 2012 (Systir ekki aðili)[HTML] [PDF]
Til marks um það að systkini geta ekki höfðað mál til þess að ógilda faðernisviðurkenningar vegna faðernis systkina sinna.
Hrd. 272/2012 dags. 7. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 293/2012 dags. 8. maí 2012 (Haldlagning á bankainnstæðu)[HTML] [PDF]

Hrd. 582/2011 dags. 10. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 359/2011 dags. 10. maí 2012 (Endurvigtanir félagi til hagsbóta)[HTML] [PDF]

Hrd. 599/2011 dags. 10. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 593/2011 dags. 16. maí 2012 (Fjármálaeftirlitið)[HTML] [PDF]
Fjármálaeftirlitið taldi að aðildar féllu undir a-lið reglugerðarákvæðis. Fyrir dómi taldi það að aðilinn félli undir b-lið þess.
Hrd. 261/2012 dags. 16. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 331/2012 dags. 18. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 652/2011 dags. 24. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 469/2011 dags. 24. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 326/2012 dags. 24. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 33/2012 dags. 24. maí 2012 (Ekið á slökkvistöð)[HTML] [PDF]

Hrd. 316/2012 dags. 25. maí 2012 (Úrskurðarnefnd raforkumála)[HTML] [PDF]

Hrd. 591/2011 dags. 31. maí 2012 (Ærumeiðingar í DV)[HTML] [PDF]
Ný lög um fjölmiðla tóku við af eldri lögum um prentrétt, er færðu refsi- og fébótaábyrgð á efni rita frá höfundi þess, hafi hann verið nafngreindur, yfir á nafngreinda viðmælendur séu ummælin höfð rétt eftir þeim og með samþykki þeirra. Í máli þessu höfðu verið birt ummæli eftir nafngreindan einstakling eftir gildistöku laganna, en viðtalið hafði verið tekið fyrir gildistökuna. 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga kveður á um að við tilvik eins og þessi falli einnig niður aðrar afleiðingar sem refsinæmi hans samkvæmt eldri lögum leiddi af sér.

Hæstiréttur skýrði ákvæðið á þá leið að þar væri verið að vísa til önnur viðurlög en refsingu, en hins vegar raskaði það ekki bótarétti sem hafði þegar stofnast. Þrátt fyrir að ómerking ummæla á grundvelli almennra hegningarlaga teldist til refsikenndra viðurlaga væri hún í eðli sínu staðfesting á því að óviðurkvæmileg ummæli skyldu verða að engu hafandi. Af þessari ástæðu voru þau ekki jöfnuð við íþyngjandi viðurlaga í þessu samhengi. Ummælin voru því dæmd ómerk en miskabæturnar lækkaðar.
Hrd. 404/2011 dags. 31. maí 2012 (Ráðstöfun byggingarréttar)[HTML] [PDF]

Hrd. 369/2011 dags. 31. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 391/2011 dags. 31. maí 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 392/2012 dags. 8. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 563/2011 dags. 14. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 671/2011 dags. 14. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 31/2012 dags. 14. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 32/2012 dags. 19. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 447/2012 dags. 27. júní 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 535/2012 dags. 9. ágúst 2012[HTML] [PDF]
Í héraði var fallist á beiðni um að vitni skyldu njóta nafnleyndar gagnvart hinum ákærðu við skýrslugjöf. Hæstiréttur tók undir úrskurð héraðsdómara svo framarlega sem hinir ákærðu gætu lagt fyrir vitnin spurningar með milligöngu dómara og ekki yrðu spjöll á vörn ákærðu að öðru leyti. Málatilbúnaður ákærðu um að þeir gætu hvort sem er komist að nöfnum vitnanna var ekki talinn duga í þeim efnum.
Hrd. 514/2012 dags. 18. september 2012 (Síminn - Skipti)[HTML] [PDF]

Hrd. 416/2011 dags. 20. september 2012 (Íslenskir aðalverktakar hf. - NCC International AS - Héðinsfjarðargöng II)[HTML] [PDF]
Framhald af atburðarásinni í Hrd. 2005:4506 nr. 182/2005 (Héðinsfjarðargöng I) en eftir þau málalok náðust ekki sættir um bætur. Var þá sett fram bótakrafa studd með matsgerð dómkvaddra matsmanna. Þar sem verkið hafði verið unnið var hægt að taka mið af því, en þar spilaði inn í að verkið reyndist flóknara en áður sýndist.
Hrd. 65/2012 dags. 20. september 2012 (Bræðraklif - Reykjahlíð)[HTML] [PDF]

Hrd. 350/2011 dags. 27. september 2012 (Hofsafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 702/2011 dags. 27. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 49/2012 dags. 27. september 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 628/2012 dags. 12. október 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 233/2011 dags. 18. október 2012 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML] [PDF]
Samið var um árið 2005 um framsal vatnsréttinda á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem reisa átti á svæðinu og að réttarstaðan samkvæmt samningnum yrði að öllu leyti jafngild eignarnámi þeirra réttinda. Á grundvelli samningsins var skipuð sérstök matsnefnd sem ákveða ætti umfang og verðmæti þeirra réttinda. Sumir landeigendanna voru sáttir við niðurstöðuna en margir þeirra ekki.

Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.

Hæstiréttur nefndi að þar sem fallréttindi væru afar sérstök þyrfti að beita afbrigðum frá hinum hefðbundnu aðferðum við mat á eignarnámsbótum enda lítill eða enginn virkur markaður fyrir nýtingu slíkra réttinda hér á landi. Hann féllst á aðferðafræðina sem matsnefndin beitti þar sem hún var í samræmi við gildandi réttarframkvæmd í viðlíka málum. Þá þyrfti einnig að hafa í huga þær miklu fjárfestingar er fælust í leit og vinnslu á þeirri orkuauðlind, markað fyrir orkuna, og fleiri atriði. Þó féllst hann á með héraðsdómi að við hæfi væri að hækka þær bætur sem landeigendur áttu að fá samkvæmt matsnefndinni.
Hrd. 673/2011 dags. 18. október 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 203/2012 dags. 25. október 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 178/2012 dags. 1. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 547/2011 dags. 8. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 309/2012 dags. 8. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 513/2012 dags. 8. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 670/2012 dags. 9. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 69/2012 dags. 15. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 430/2012 dags. 15. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 431/2012 dags. 15. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 692/2012 dags. 21. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 137/2012 dags. 22. nóvember 2012 (Suðurhús - Brottflutningur II)[HTML] [PDF]

Hrd. 138/2012 dags. 22. nóvember 2012 (Suðurhús II - Brottflutningur II)[HTML] [PDF]

Hrd. 687/2012 dags. 26. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 249/2012 dags. 29. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 429/2012 dags. 29. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 669/2012 dags. 30. nóvember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 218/2012 dags. 6. desember 2012 (Samruni fyrirtækja)[HTML] [PDF]
Átt að sekta Símann fyrir að brjóta gegn tveimur skilyrðum sem samkeppnisyfirvöld settu vegna samruna. Talið var að um væri að ræða skýrt brot gegn öðru skilyrðinu en hitt var svo óskýrt að það væri ónothæft sem sektargrundvöllur.
Hrd. 314/2012 dags. 6. desember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 312/2012 dags. 6. desember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 708/2012 dags. 6. desember 2012 (Uppheimar ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 703/2012 dags. 10. desember 2012 (Al-Thani)[HTML] [PDF]

Hrd. 362/2012 dags. 13. desember 2012[HTML] [PDF]

Hrd. 169/2011 dags. 17. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 400/2012 dags. 17. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 334/2012 dags. 17. janúar 2013 (Brot gegn valdstjórninni)[HTML] [PDF]

Hrd. 752/2012 dags. 21. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 18/2013 dags. 22. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 574/2012 dags. 24. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 383/2012 dags. 24. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 25/2013 dags. 30. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 437/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 363/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 521/2012 dags. 31. janúar 2013 (Hells Angels - Líkamsárás o.fl.)[HTML] [PDF]

Hrd. 59/2013 dags. 6. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 74/2012 dags. 7. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 484/2012 dags. 14. febrúar 2013 (Ferjubakki)[HTML] [PDF]

Hrd. 23/2013 dags. 15. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 525/2012 dags. 21. febrúar 2013 (Pressan)[HTML] [PDF]

Hrd. 433/2011 dags. 21. febrúar 2013 (Steinvarartunga)[HTML] [PDF]

Hrd. 554/2012 dags. 21. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 118/2013 dags. 25. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 432/2011 dags. 28. febrúar 2013 (Þorbrandsstaðatungur)[HTML] [PDF]

Hrd. 534/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 653/2012 dags. 7. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 654/2012 dags. 14. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 652/2012 dags. 26. mars 2013 (Smyrill)[HTML] [PDF]

Hrd. 601/2012 dags. 26. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 208/2013 dags. 27. mars 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 220/2013 dags. 4. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 202/2013 dags. 9. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 186/2013 dags. 9. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 203/2013 dags. 9. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 185/2013 dags. 9. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 182/2013 dags. 12. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 166/2013 dags. 16. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 206/2013 dags. 22. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 612/2012 dags. 24. apríl 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 297/2013 dags. 6. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 309/2013 dags. 10. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 281/2013 dags. 14. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 283/2013 dags. 14. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 282/2013 dags. 14. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 275/2013 dags. 14. maí 2013 (Stefnubirting á Spáni)[HTML] [PDF]

Hrd. 277/2013 dags. 14. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 259/2013 dags. 15. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 596/2012 dags. 16. maí 2013 (Deka Bank Deutsche Girozentrale gegn íslenska ríkinu)[HTML] [PDF]

Hrd. 11/2013 dags. 23. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 49/2013 dags. 23. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 335/2013 dags. 27. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 340/2013 dags. 29. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 476/2012 dags. 30. maí 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 370/2013 dags. 4. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 164/2013 dags. 6. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 61/2013 dags. 13. júní 2013 (Bótaréttur og búsetuskilyrði)[HTML] [PDF]

Hrd. 705/2012 dags. 13. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 351/2013 dags. 13. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 172/2013 dags. 13. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 383/2013 dags. 19. júní 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 428/2013 dags. 26. ágúst 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 426/2013 dags. 26. ágúst 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 565/2013 dags. 27. ágúst 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 456/2013 dags. 10. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 601/2013 dags. 17. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 656/2012 dags. 19. september 2013 (Möðruvallaafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 553/2013 dags. 24. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 411/2012 dags. 26. september 2013 (Þingeyjarsveit)[HTML] [PDF]

Hrd. 239/2013 dags. 26. september 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 408/2013 dags. 8. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 620/2013 dags. 8. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 70/2013 dags. 10. október 2013 (Kaup á hlutabréfum í Glitni)[HTML] [PDF]

Hrd. 617/2012 dags. 10. október 2013 (Land á Hellisheiði)[HTML] [PDF]

Hrd. 666/2013 dags. 15. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 191/2012 dags. 17. október 2013 (Frávísun norsks ríkisborgara)[HTML] [PDF]

Hrd. 675/2013 dags. 22. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 405/2013 dags. 24. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 372/2013 dags. 24. október 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 201/2013 dags. 31. október 2013 (Nauðungarvistun I)[HTML] [PDF]
Bótaréttur vegna frelsissviptingar af ósekju getur verið viðurkenndur þrátt fyrir að lagaheimild sé fyrir frelsissviptingunni og hún framkvæmd í góðri trú.
Hrd. 200/2013 dags. 7. nóvember 2013 (Viðskiptablaðið)[HTML] [PDF]

Hrd. 704/2013 dags. 8. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 710/2013 dags. 18. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 677/2013 dags. 21. nóvember 2013 (Gálgahraun)[HTML] [PDF]

Hrd. 462/2013 dags. 21. nóvember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 546/2012 dags. 28. nóvember 2013 (Eyvindarstaðaheiði)[HTML] [PDF]

Hrd. 747/2013 dags. 4. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 193/2013 dags. 12. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 772/2013 dags. 13. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 517/2013 dags. 17. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 445/2013 dags. 17. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 779/2013 dags. 17. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 801/2013 dags. 20. desember 2013[HTML] [PDF]

Hrd. 21/2014 dags. 13. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 359/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 191/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 413/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 412/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 356/2013 dags. 16. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 814/2013 dags. 22. janúar 2014 (Norræn handtökuskipun)[HTML] [PDF]

Hrd. 529/2013 dags. 23. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 323/2013 dags. 23. janúar 2014 (Skattalagabrot)[HTML] [PDF]

Hrd. 388/2013 dags. 23. janúar 2014 (Verkaskipting stjórnarformanns og framkvæmdastjóra)[HTML] [PDF]

Hrd. 43/2014 dags. 24. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 810/2013 dags. 27. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 800/2013 dags. 28. janúar 2014 (Réttur til að þekkja uppruna)[HTML] [PDF]

Hrd. 808/2013 dags. 30. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 688/2013 dags. 30. janúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 807/2013 dags. 4. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 88/2013 dags. 13. febrúar 2014 (Umboðssvik - Vafningur - Milestone)[HTML] [PDF]

Hrd. 100/2014 dags. 13. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 96/2014 dags. 14. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 642/2013 dags. 20. febrúar 2014 (Skjaldberg)[HTML] [PDF]

Hrd. 73/2014 dags. 27. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 143/2014 dags. 27. febrúar 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 144/2014 dags. 6. mars 2014 (Félag fasteignasala)[HTML] [PDF]

Hrd. 676/2013 dags. 13. mars 2014 (Fossatún)[HTML] [PDF]
Heimild veiðifélags Grímsár í Borgarfirði til að nota hús til leigu fyrir ferðamenn á veturna. Í 2 km fjarlægð frá veiðihúsinu var fólk að reka gististöðuna Fossatún og hafði það fólk aðild að veiðifélaginu og voru ósátt við þessa ráðstöfun. Hæstiréttur fjallaði um heimildir félagsins til þessa og nefndi að þar sem lögum um lax- og silungsveiði sleppti ætti að beita ólögfestu reglunum og einnig lögum um fjöleignarhús.
Hrd. 773/2013 dags. 20. mars 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 206/2014 dags. 4. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 726/2013 dags. 10. apríl 2014 (Auðlegðarskattur)[HTML] [PDF]

Hrd. 802/2013 dags. 10. apríl 2014 (Landspildur á Vatnsendabletti)[HTML] [PDF]

Hrd. 593/2013 dags. 10. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 261/2014 dags. 28. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 267/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 242/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 243/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 241/2014 dags. 29. apríl 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 255/2014 dags. 2. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 263/2014 dags. 2. maí 2014[HTML] [PDF]
Héraðsdómari hafði úrskurðað að vitniskýrslur nokkurra tiltekinna vitna væru þarflausar. Hæstiréttur var ósammála og féllst á að málsaðilanum væri heimilt að leiða vitnin fyrir dóm.
Hrd. 120/2014 dags. 8. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 254/2014 dags. 8. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 465/2013 dags. 15. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 333/2014 dags. 19. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 416/2013 dags. 22. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 286/2014 dags. 22. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 818/2013 dags. 28. maí 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 37/2014 dags. 28. maí 2014 (Réttarfarssekt - Al Thani-málið)[HTML] [PDF]
Verjendur voru í ágreiningi við dómara. Dómari þurfti að fara frá málinu vegna heilsu og kom nýr dómari. Verjendurnir sögðu sig frá máli stuttu fyrir aðalmeðferð og lagði dómari á þá sekt án þess að þeir fengju tækifæri til að tjá sig um það. Hæstiréttur taldi það ekki leiða til réttarspjalla og ekki brjóta í bága við meginregluna um réttláta málsmeðferð enda gátu þeir andmælt þessum réttarfarssektum fyrir Hæstarétti.

Dómurinn var kærður til MDE sem gerði engar athugasemdir, bæði í neðri deild og efri deild.
Hrd. 372/2014 dags. 5. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 308/2014 dags. 6. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 669/2013 dags. 12. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 609/2013 dags. 12. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 353/2014 dags. 16. júní 2014 (Wow air)[HTML] [PDF]

Hrd. 403/2014 dags. 16. júní 2014 (Lekamálið)[HTML] [PDF]

Hrd. 374/2014 dags. 16. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 408/2014 dags. 24. júní 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 443/2014 dags. 18. ágúst 2014 (Landesbank - Vanlýsing og stjórnarskrá)[HTML] [PDF]

Hrd. 527/2014 dags. 18. ágúst 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 460/2014 dags. 18. ágúst 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 528/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 398/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 469/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 399/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 233/2014 dags. 11. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2014 dags. 18. september 2014 (Vaskárdalur)[HTML] [PDF]

Hrd. 621/2014 dags. 22. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 103/2014 dags. 25. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 635/2014 dags. 29. september 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 92/2013 dags. 2. október 2014 (Atli Gunnarsson)[HTML] [PDF]
Synjað var skaðabótakröfu vegna ætlaðra mistaka við lagasetningu þar sem ekki var talið að meint mistök hafi verið nógu bersýnileg og alvarleg til að dæma bætur.
Hrd. 113/2014 dags. 2. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 632/2014 dags. 6. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 311/2014 dags. 9. október 2014 (Nauðungarvistun II)[HTML] [PDF]

Hrd. 111/2014 dags. 9. október 2014 (Vífilfell)[HTML] [PDF]
Deilt var um hvort kolsýrðir drykkir teldust til vatnsdrykkja og taldi Vífillfell það ekki nógu vel rannsakað. Fyrir Hæstarétti byrjaði Samkeppniseftirlitið að koma með nýjar málsástæður og málsgögn. Hæstiréttur taldi að ekki væri horft á gögn sem voru ekki til fyrir.
Hrd. 650/2014 dags. 17. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 681/2014 dags. 27. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 679/2014 dags. 29. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 295/2014 dags. 30. október 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 694/2014 dags. 4. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 176/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 202/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 735/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 734/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 214/2014 dags. 20. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 194/2014 dags. 20. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 446/2014 dags. 20. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 112/2014 dags. 27. nóvember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 430/2014 dags. 4. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 739/2014 dags. 8. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 785/2014 dags. 10. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 215/2014 dags. 18. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 317/2014 dags. 18. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 826/2014 dags. 18. desember 2014[HTML] [PDF]

Hrd. 326/2014 dags. 22. desember 2014 (Notkun fjárhagslegra upplýsinga í hefndarskyni)[HTML] [PDF]

Hrd. 39/2015 dags. 16. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2015 dags. 19. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 808/2014 dags. 20. janúar 2015 (Leyfi til að reisa og reka raforkuflutningsvirki - Suðurnesjalína 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 38/2015 dags. 21. janúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 46/2015 dags. 2. febrúar 2015 (Gjald vegna skipunar tveggja sérfræðinga til að hafa sértækt eftirlit með rekstri hans)[HTML] [PDF]

Hrd. 75/2015 dags. 3. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 96/2015 dags. 10. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 32/2015 dags. 10. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 145/2014 dags. 12. febrúar 2015 (Al-Thani)[HTML] [PDF]

Hrd. 105/2015 dags. 17. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 95/2015 dags. 18. febrúar 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 431/2014 dags. 12. mars 2015 (Skaðabótamál vegna símahlerunar)[HTML] [PDF]

Hrd. 185/2015 dags. 13. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 176/2015 dags. 16. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 205/2015 dags. 17. mars 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 602/2014 dags. 19. mars 2015 (Þorsklifur)[HTML] [PDF]
Æ rifti samstarfssamningi sínum við J er kvað á um framleiðslu og dreifingu á niðursoðinni þorsklifur, er gerður var til fimm ára. J höfðaði svo í kjölfarið viðurkenningarmál gegn Æ. Forsenda riftunarinnar var sú að Æ hafi komist að því að J hefði farið í samkeppnisrekstur á tímabilinu. Í samningnum voru engin samkeppnishamlandi ákvæði en Hæstiréttur taldi að Æ hafi verið rétt að rifta samningnum þar sem samkeppnisrekstur J hefði verið ósamrýmanlegur tillits- og trúnaðarskyldum hans. J var ekki talinn hafa sannað að vitneskja Æ um hinn væntanlega rekstur hafi legið fyrir við samningsgerðina.
Hrd. 583/2014 dags. 26. mars 2015 (Hjarðarhagi)[HTML] [PDF]

Hrd. 218/2015 dags. 27. mars 2015 (Kröfuhafar Glitnis hf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 563/2014 dags. 31. mars 2015 (Köfun í Silfru)[HTML] [PDF]
Í niðurstöðu málsins var reifað að krafan um lögbundnar refsiheimildir girði ekki fyrir að löggjafinn framselji til stjórnvalda heimild til að mæla fyrir í almennum stjórnvaldsfyrirmælum hvaða háttsemi teljist refsiverð. Hins vegar er þó nefnd sú krafa að í lögunum þurfi að lýsa refsiverðu háttseminni í meginatriðum í löggjöfinni sjálfri.
Hrd. 487/2014 dags. 31. mars 2015 (Verjandi mætti ekki í þinghöld)[HTML] [PDF]

Hrd. 244/2015 dags. 14. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 256/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 257/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 258/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 255/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 259/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 514/2014 dags. 22. apríl 2015 (Refsing eins dómþola skilorðsbundin vegna tafa á meðferð málsins)[HTML] [PDF]

Hrd. 675/2014 dags. 22. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 220/2015 dags. 27. apríl 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 356/2014 dags. 30. apríl 2015 (Hafnarboltakylfa)[HTML] [PDF]

Hrd. 748/2014 dags. 7. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 316/2015 dags. 7. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 738/2014 dags. 13. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 786/2014 dags. 13. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 53/2015 dags. 13. maí 2015 (Umráðataka vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]
Ágreiningur var um úrskurð matsnefnd eignarnámsbóta vegna snemmbærrar umráðasviptingu landspilda fimm jarða vegna lagningu Suðurnesjalínu 2. Ráðherra hafði áður orðið við beiðni Landsnets um heimild til eignarnáms þessa lands, með vísan til almannaþarfar.

Hæstiréttur taldi að ekki dugði að vísa eingöngu til þeirra almennu sjónarmiða um nauðsyn eignarnámsheimildarinnar, heldur þyrfti einnig að færa fram rök fyrir matsnefndinni að snemmbær umráðasvipting skv. 14. gr. laga um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973, væri nauðsynleg. Þar sem slík rök voru ekki flutt fyrir matsnefndinni brast henni lagaskilyrði til að verða við þeirri beiðni, og þar af leiðandi var sá úrskurður hennar felldur úr gildi.
Hrd. 355/2015 dags. 26. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 354/2015 dags. 26. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 284/2015 dags. 27. maí 2015 (Ógilding á launaákvörðun Kjararáðs)[HTML] [PDF]

Hrd. 819/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 812/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 818/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 820/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 813/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 802/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 817/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 814/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 815/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 816/2014 dags. 28. maí 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 373/2015 dags. 8. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 550/2014 dags. 11. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 742/2014 dags. 11. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 102/2015 dags. 11. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 568/2014 dags. 18. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 385/2015 dags. 22. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 400/2015 dags. 24. júní 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 403/2015 dags. 25. júní 2015 (Breytt forsjá til bráðabirgða)[HTML] [PDF]

Hrd. 467/2015 dags. 13. ágúst 2015 (Verkfallsmál)[HTML] [PDF]

Hrd. 459/2015 dags. 13. ágúst 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 516/2015 dags. 21. ágúst 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 483/2015 dags. 25. ágúst 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 435/2015 dags. 27. ágúst 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 61/2015 dags. 17. september 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 84/2015 dags. 24. september 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 647/2015 dags. 1. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 114/2015 dags. 1. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 132/2015 dags. 1. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 456/2014 dags. 8. október 2015 (Imon ehf.)[HTML] [PDF]

Hrd. 164/2015 dags. 8. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 672/2015 dags. 14. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 688/2015 dags. 14. október 2015 (Synjað um að leysa verjanda frá störfum)[HTML] [PDF]
Fjórir sakborningar voru í einangrun og í fjölmiðlaviðtali nefndi verjandi eins þeirra að hann kannaðist ekki við ásakanir sem á honum voru bornar. Krafist var að verjanda yrði vikið úr störfum þar sem verjandinn var talinn vera með viðtalinu að flytja skilaboð frá sakborningnum til umheimsins. Hæstiréttur hafnaði þeirri kröfu og nefndi að áhrifin þurfi ýmist að hafa haft óeðlileg áhrif á rannsóknina eða málsmeðferðina.
Hrd. 306/2015 dags. 15. október 2015 (Baklóð - Laugavegur 87)[HTML] [PDF]

Hrd. 712/2015 dags. 21. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 743/2014 dags. 22. október 2015 (Nýjabæjarafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 130/2015 dags. 22. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 101/2015 dags. 22. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 724/2015 dags. 28. október 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 707/2015 dags. 3. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 754/2015 dags. 6. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 458/2014 dags. 12. nóvember 2015 (Refsing skilorðsbundin að fullu vegna óhóflegs dráttar á málsmeðferð)[HTML] [PDF]

Hrd. 766/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 730/2015 dags. 16. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 660/2014 dags. 19. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 146/2015 dags. 19. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 147/2015 dags. 19. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 783/2015 dags. 20. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 786/2015 dags. 24. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 352/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 351/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 790/2015 dags. 27. nóvember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 804/2015 dags. 2. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 261/2015 dags. 10. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 238/2015 dags. 10. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 297/2015 dags. 10. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 785/2015 dags. 14. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 287/2015 dags. 17. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 239/2015 dags. 17. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 853/2015 dags. 23. desember 2015[HTML] [PDF]

Hrd. 474/2015 dags. 14. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 2/2016 dags. 18. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 318/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML] [PDF]

Hrd. 319/2015 dags. 21. janúar 2016 (Tollkvóti)[HTML] [PDF]

Hrd. 317/2015 dags. 21. janúar 2016 (Aðföng - Tollkvóti)[HTML] [PDF]

Hrd. 42/2016 dags. 22. janúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 461/2015 dags. 28. janúar 2016 (Halldór fiskvinnsla)[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2016 dags. 3. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 278/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 842/2014 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]
Verið var að rannsaka meinta markaðsmisnotkun banka í rannsókn á efnahagshruninu 2008. Hæstiréttur mat svo á að hlustun á síma sakbornings í kjölfar skýrslutöku, þar sem hann neitaði að tjá sig um sakargiftir, hefði verið umfram meðalhóf. Líta ætti því framhjá þeim upptökum.
Hrd. 272/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 277/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 62/2016 dags. 5. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2016 dags. 9. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 396/2015 dags. 11. febrúar 2016 (Snorri í Betel)[HTML] [PDF]

Hrd. 157/2015 dags. 11. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 425/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 426/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 424/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 126/2016 dags. 18. febrúar 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 628/2015 dags. 25. febrúar 2016 (Endurupptökunefnd)[HTML] [PDF]
Nefnd á vegum framkvæmdavaldsins fékk það vald að fella úr gildi dóma dómstóla. Hæstiréttur taldi það andstætt stjórnarskrá þar sem það fór gegn verkaskiptingu þriggja handhafa ríkisvalds.
Hrd. 530/2015 dags. 3. mars 2016 (Lambhagi - Langanesmelar)[HTML] [PDF]
Stóð skýrt í samningnum að verið væri að selja jörð með áskilnaði um að laxveiðiréttindin yrðu eftir.
Hrd. 451/2015 dags. 3. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 417/2015 dags. 10. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 85/2016 dags. 10. mars 2016 (Fjármunabrot - Langur sakaferill)[HTML] [PDF]

Hrd. 121/2016 dags. 16. mars 2016 (Vatnsendi 10)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um frávísun máls er sneri að því hvort Kópavogsbær hafi greitt réttum aðila þær eignarnámsbætur sem ÞH fékk. Hæstiréttur taldi þýðingarmest í málinu að fyrir liggi eðli og umfang þeirra óbeinu eignarréttinda sem hvíla á jörðinni. Héraðsdómi var gert að taka málið til efnismeðferðar.
Hrd. 610/2015 dags. 17. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 453/2015 dags. 17. mars 2016[HTML] [PDF]
Aðila sem talaði ekki íslensku var skipaður verjandi á þeim grundvelli þrátt fyrir að bókað væri að hann óskaði ekki eftir verjanda. Hæstiréttur taldi þetta vera slíkan annmarka að hann ógilti málsmeðferðina fyrir héraðsdómi.
Hrd. 215/2016 dags. 18. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 162/2016 dags. 18. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 163/2016 dags. 18. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 523/2015 dags. 22. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 711/2015 dags. 22. mars 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 205/2016 dags. 8. apríl 2016 (Aðför vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 204/2016 dags. 8. apríl 2016 (Aðför vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 202/2016 dags. 8. apríl 2016 (Aðför vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 203/2016 dags. 8. apríl 2016 (Aðför vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 549/2015 dags. 14. apríl 2016 (Deiliskipulag - Gróðurhús)[HTML] [PDF]
Kostnaður vegna vinnu við gagnaöflun innan fyrirtækis fékkst ekki viðurkenndur sem tjón.
Hrd. 509/2015 dags. 14. apríl 2016 (Tunguás)[HTML] [PDF]
Maður gefur 15 börnum sínum land sem kallað er Tunguás með gjafabréfi. Á því var kvöð um sameign, að hana mætti ekki selja eða ráðstafa henni og hvert og eitt ætti forkaupsrétt innbyrðis. Sum systkinin vildu skipta sameigninni en hin andmæltu því. Hæstiréttur taldi að ekki hefði verið skýrt í gjafabréfinu að bannað væri að skipta henni og taldi það því heimilt. Þau yrðu samt sem áður bundin af kvöðunum áfram hver á sínum eignarhluta.
Hrd. 291/2016 dags. 20. apríl 2016 (Haldlagning farsíma)[HTML] [PDF]

Hrd. 297/2016 dags. 20. apríl 2016 (Haldlagning farsíma)[HTML] [PDF]

Hrd. 279/2016 dags. 20. apríl 2016[HTML] [PDF]
Skýrslutaka af sambúðarkonu ákærða hjá lögreglu var haldin slíkum annmarka að sakamálinu var vísað frá.
Hrd. 233/2016 dags. 25. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 251/2016 dags. 25. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 224/2016 dags. 26. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 243/2016 dags. 26. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 172/2016 dags. 26. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 197/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 419/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 271/2016 dags. 2. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 130/2016 dags. 4. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 351/2016 dags. 10. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 541/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] [PDF]
Ógilt eignarnám er framkvæmt var vegna raforkuvirkis.
Hrd. 512/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 511/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] [PDF]
Landsnet ákvað að láta setja upp háspennulínur í lofti milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar árið 2008 í þeim tilgangi að styrkja afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum. Fyrir var Suðurnesjalína 1 sem var á hámarksnýtingu og eina línan þar á milli. Línan myndu þá fara um tugi jarða, þar á meðal jörð Sveitarfélagsins Voga. Ráðherra ákvað árið 2014 að heimila Landsneti ótímabundið eignarnám á tilteknum svæðum í þeim tilgangi.

Sveitarfélagið taldi að ekki hefðu verið uppfyllt skilyrði um almenningsþörf og meðalhóf sökum þess að ráðherrann sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni áður en hann veitti heimildina, að samráðsskyldan gagnvart sér hafi verið brotin, og að brotið hafi verið gegn andmælareglunni. Íslenska ríkið andmælti þeim málatilbúnaði þar sem hann hafi boðað til kynningarfunda um málið og að tillögur Landsnets hafi farið í gegnum viðeigandi ferli hjá Skipulagsstofnun og Orkustofnun.

Meiri hluti Hæstaréttar tók undir með sveitarfélaginu að þeir möguleikar að grafa háspennulínuna ofan í jörð hafi ekki verið skoðaðir nógu vel af hálfu Landsnets. Þá hafi eignarnámsþolarnir andmælt tillögunum á sínum tíma og bent á raunhæfa kosti þess að grafa þær í staðinn ofan í jörð. Þrátt fyrir þetta hafi Landsnet ekki farið í neitt mat á þeim möguleika og vísað í staðinn til almennra sjónarmiða um kosti og galla jarðstrengja. Ráðherra hafi þrátt fyrir að málið hafi verið í þessum búningi látið hjá líða að láta rannsaka þann valkost betur. Með hliðsjón af því sem kom fram féllst meiri hluti Hæstaréttar á ógildingu ákvörðunar ráðherra um heimild til eignarnáms. Minni hluti Hæstaréttar taldi að ekki væru efni til að fallast á ógildingarkröfuna.

Hrd. 513/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 584/2015 dags. 26. maí 2016 (Smygl á Litla Hrauni)[HTML] [PDF]
Löggjafinn má kveða á með almennum hætti á um hvaða háttsemi telst refsiverð og láta stjórnvaldi eftir að útfæra regluna nánar í stjórnvaldsfyrirmælum, en hins vegar var löggjafanum óheimilt að veita stjórnvaldi svo víðtækt vald að setja efnisreglu frá grunni. Framsalið braut því í bága við meginreglu 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar um skýrleika refsiheimilda.
Hrd. 627/2015 dags. 26. maí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 637/2015 dags. 2. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 638/2015 dags. 2. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 595/2015 dags. 2. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 531/2015 dags. 2. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 705/2015 dags. 2. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 426/2016 dags. 8. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 661/2015 dags. 9. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 86/2016 dags. 9. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 436/2016 dags. 14. júní 2016[HTML] [PDF]
Sakborningur var sakaður um að hafa bakkað bíl á ungt barn þannig að það lést. Eitt vitni var að þessu og hafði verjandi sakborningsins samband við vitnið. Var verjandinn sakaður um að reyna að hafa áhrif á framburð vitnisins en verjandinn sagðist hafa verið í upplýsingaöflun. Hæstiréttur hafnaði þeirri kröfu.
Hrd. 607/2015 dags. 16. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 609/2015 dags. 16. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 779/2015 dags. 16. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 61/2016 dags. 16. júní 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 488/2016 dags. 5. júlí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 470/2016 dags. 13. júlí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 523/2016 dags. 26. júlí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 521/2016 dags. 29. júlí 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 600/2016 dags. 29. ágúst 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 476/2016 dags. 29. ágúst 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 573/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 455/2016 dags. 7. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 601/2016 dags. 14. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 789/2015 dags. 15. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 146/2016 dags. 15. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 429/2016 dags. 16. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 428/2016 dags. 16. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 850/2015 dags. 29. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 35/2016 dags. 29. september 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 498/2015 dags. 6. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 796/2015 dags. 13. október 2016 (Suðurnesjalína 2 - Leyfi Orkustofnunar)[HTML] [PDF]

Hrd. 20/2016 dags. 13. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 11/2016 dags. 13. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 710/2016 dags. 18. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 59/2016 dags. 20. október 2016 (Torfufell)[HTML] [PDF]

Hrd. 321/2015 dags. 27. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 845/2015 dags. 27. október 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 269/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 707/2016 dags. 9. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 322/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Hnjótafjall)[HTML] [PDF]

Hrd. 323/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Skíðadalsafréttur)[HTML] [PDF]

Hrd. 556/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 360/2015 dags. 1. desember 2016 (Júlíus Þór Sigurþórsson o.fl. - Verðsamráð - Einbeittur brotavilji)[HTML] [PDF]
Margir voru ákærðir vegna ólögmæts samráðs á markaði. Meðákærðir voru viðstaddir þegar aðrir ákærðir gáfu skýrslu. Talið var að ákærðu hefðu ekki átt að hlýða á framburð meðákærðu áður en þeir sjálfir væru búnir að gefa sína skýrslu.
Hrd. 97/2016 dags. 1. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 106/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 104/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 102/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 107/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 101/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 103/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 108/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 105/2016 dags. 8. desember 2016 (Gálgahraun II)[HTML] [PDF]

Hrd. 100/2016 dags. 8. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 769/2016 dags. 14. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 660/2016 dags. 15. desember 2016[HTML] [PDF]

Hrd. 812/2016 dags. 4. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 817/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 808/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 3/2017 dags. 13. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 838/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 839/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 850/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 36/2017 dags. 18. janúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 59/2017 dags. 1. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 250/2016 dags. 2. febrúar 2017 (Bjargráðasjóður - Stjörnugrís III)[HTML] [PDF]
Einstaklingur sem þurfti að borga búnaðargjald (vegna landbúnaðarstarfsemi) vildi fá það endurgreitt. Það gjald hafði runnið til Svínaræktarfélags Íslands, Bændasamtakanna og Bjargráðasjóðs. Vildi einstaklingurinn meina að með skyldu til greiðslu gjaldanna til þessara einkaaðila sé verið að greiða félagsgjald. Hæstiréttur nefndi að í tilviki Bjargráðasjóðs að sökum hlutverks sjóðsins og að stjórn sjóðsins væri skipuð af ráðherra yrði að líta til þess að sjóðurinn væri stjórnvald, og því væri um skatt að ræða.
Hrd. 223/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 15/2017 dags. 15. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 575/2016 dags. 16. febrúar 2017 (Framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] [PDF]

Hrd. 102/2017 dags. 16. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 113/2017 dags. 21. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 809/2015 dags. 23. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 360/2016 dags. 23. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 363/2016 dags. 23. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 127/2017 dags. 23. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 83/2017 dags. 28. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 82/2017 dags. 28. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 84/2017 dags. 28. febrúar 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 64/2017 dags. 13. mars 2017 (Þjóðskjalasafn)[HTML] [PDF]

Hrd. 856/2015 dags. 16. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 418/2016 dags. 16. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 390/2016 dags. 16. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 345/2016 dags. 16. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 85/2017 dags. 16. mars 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 367/2016 dags. 30. mars 2017 (Staðgöngumæðrun)[HTML] [PDF]
Lesbíur fóru til Bandaríkjanna sem höfðu samið við staðgöngumóður um að ganga með barn. Dómstóll í Bandaríkjunum gaf út úrskurð um að lesbíurnar væru foreldrar barnsins.

Þær komu aftur til Íslands og krefjast skráningar barnsins í þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands spyr um uppruna barnsins og þær gefa upp fyrirkomulagið um staðgöngumæðrun. Þjóðskrá Íslands synjar um skráninguna og þær kærðu ákvörðunina til ráðuneytisins. Þar fór ákvörðunin til dómstóla sem endaði með synjun Hæstaréttar.

Barnið var sett í forsjá barnaverndaryfirvalda sem settu það í fóstur, þar var því ráðstafað í fóstur hjá lesbíunum sökum tengsla við barnið.
Hrd. 199/2017 dags. 3. apríl 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 525/2016 dags. 6. apríl 2017 (Sjúklingatrygging)[HTML] [PDF]

Hrd. 137/2017 dags. 6. apríl 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 228/2017 dags. 10. apríl 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 235/2017 dags. 21. apríl 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 224/2017 dags. 27. apríl 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 189/2016 dags. 11. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 200/2016 dags. 11. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 309/2016 dags. 11. maí 2017 (Nikótínfilterar í rafsígarettur - CE merkingar)[HTML] [PDF]

Hrd. 621/2016 dags. 11. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 196/2017 dags. 16. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 246/2017 dags. 17. maí 2017 (Aðför vegna Kröflulínu 4 og 5)[HTML] [PDF]

Hrd. 563/2016 dags. 18. maí 2017 (Kjötbökumálið)[HTML] [PDF]
Matvælastofnun hafði keypt eina pakkningu af kjötbökum til rannsóknar og fann ekkert nautakjöt í bökunni. Fyrirtækið var beitt viðurlögum og birti Matvælastofnun tilkynningu um það á vefsíðu sinni.

Fyrirtækið fór í mál. Hæstiréttur vísaði til þess að með reglugerð var búið að ákveða að heilbrigðiseftirlitið hefði þurft að birta slíkar upplýsingar og brast því Matvælastofnun heimild til þess.
Hrd. 709/2016 dags. 18. maí 2017 (Styrkleiki fíkniefna)[HTML] [PDF]

Hrd. 391/2016 dags. 24. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 285/2017 dags. 30. maí 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 768/2016 dags. 1. júní 2017 (Ferðaþjónusta fatlaðra)[HTML] [PDF]

Hrd. 501/2016 dags. 1. júní 2017 (Tímabil atvinnuleysisbóta)[HTML] [PDF]

Hrd. 535/2016 dags. 1. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 541/2016 dags. 1. júní 2017 (Hæfi dómara)[HTML] [PDF]
Aðili taldi að dómari málsins í héraði hefði spurt einkennilega og ekki gætt sín nægilega vel. Hæstiréttur taldi að það hafi gengið svo langt að vísa ætti málinu á ný til málsmeðferðar í héraði.
Hrd. 129/2017 dags. 1. júní 2017 (17 ára, ungur aldur)[HTML] [PDF]

Hrd. 298/2017 dags. 1. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 335/2017 dags. 6. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 193/2017 dags. 15. júní 2017 (Kröflulína 4 og 5)[HTML] [PDF]

Hrd. 334/2017 dags. 21. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 407/2017 dags. 27. júní 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 505/2017 dags. 14. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 504/2017 dags. 14. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 474/2017 dags. 21. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 458/2017 dags. 21. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 457/2017 dags. 21. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 459/2017 dags. 21. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 516/2017 dags. 21. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 528/2017 dags. 28. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 479/2017 dags. 30. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 539/2017 dags. 31. ágúst 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 569/2017 dags. 13. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 570/2017 dags. 13. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 283/2016 dags. 21. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 779/2016 dags. 21. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 602/2017 dags. 25. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 93/2017 dags. 28. september 2017 (Djúpidalur)[HTML] [PDF]

Hrd. 94/2017 dags. 28. september 2017 (Hvassafell)[HTML] [PDF]

Hrd. 599/2017 dags. 28. september 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 266/2017 dags. 5. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 173/2017 dags. 5. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 505/2016 dags. 12. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 627/2017 dags. 17. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 625/2017 dags. 17. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 628/2017 dags. 17. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 156/2016 dags. 19. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 662/2017 dags. 23. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 633/2017 dags. 24. október 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 681/2017 dags. 1. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 678/2017 dags. 1. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 439/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 665/2017 dags. 2. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 20/2017 dags. 9. nóvember 2017 (Byggingarsamvinnufélag II)[HTML] [PDF]
Hér er um að ræða sama fjöleignarhús og í Hrd. 2003:422 nr. 400/2002 (Byggingarsamvinnufélag I) nema verklaginu hafði verið breytt þannig að kaupendur gengust undir sérstaka skuldbindingu um hámarkssöluverð með umsókn um félagsaðild, ásamt því að kvaðirnar voru tíundaðar í kauptilboði í íbúðina og í kaupsamningi. Hæstiréttur taldi það hafa verið fullnægjandi þannig að erfingjar dánarbús eiganda íbúðarinnar voru bundnir af þeim.
Hrd. 464/2017 dags. 9. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 693/2017 dags. 13. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 705/2017 dags. 14. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 220/2017 dags. 16. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 219/2017 dags. 16. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 671/2017 dags. 16. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 718/2017 dags. 16. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 723/2017 dags. 20. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 672/2017 dags. 20. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 514/2016 dags. 23. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 655/2016 dags. 30. nóvember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 863/2016 dags. 7. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 354/2017 dags. 14. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 415/2017 dags. 14. desember 2017 (Hatursorðræða)[HTML] [PDF]

Hrd. 577/2017 dags. 14. desember 2017 (Hatursorðræða)[HTML] [PDF]

Hrd. 10/2017 dags. 19. desember 2017[HTML] [PDF]

Hrd. 819/2017 dags. 11. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 846/2017 dags. 16. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 823/2017 dags. 17. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 666/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 667/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 677/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 435/2017 dags. 25. janúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 514/2017 dags. 1. febrúar 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 5/2018 dags. 8. mars 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 191/2017 dags. 8. mars 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 169/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 303/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 353/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 738/2017 dags. 26. apríl 2018 (Byggingarfulltrúi starfsmaður og undirmaður aðalhönnuðar og hönnunarstjóra mannvirkisins)[HTML] [PDF]

Hrd. 739/2017 dags. 26. apríl 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 506/2016 dags. 3. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 404/2017 dags. 3. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 405/2017 dags. 3. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 40/2017 dags. 9. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 789/2017 dags. 17. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 325/2017 dags. 17. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 10/2018 dags. 24. maí 2018 (Umferðarlagabrot)[HTML] [PDF]

Hrd. 14/2018 dags. 30. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 344/2017 dags. 31. maí 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 8/2018 dags. 5. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 16/2018 dags. 20. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 617/2017 dags. 21. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 636/2017 dags. 26. júní 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 729/2017 dags. 26. júní 2018 (Ærumeiðing)[HTML] [PDF]

Hrd. 11/2018 dags. 20. september 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 638/2017 dags. 27. september 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 639/2017 dags. 27. september 2018 (Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans)[HTML] [PDF]

Hrd. 590/2017 dags. 4. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 589/2017 dags. 4. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 154/2017 dags. 11. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 614/2017 dags. 11. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 25/2017 dags. 18. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 106/2017 dags. 25. október 2018 (aðgengi fatlaðs einstaklings að fasteignum á vegum sveitarfélags)[HTML] [PDF]

Hrd. 812/2017 dags. 25. október 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 851/2017 dags. 1. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 492/2017 dags. 1. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 23/2018 dags. 5. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 834/2017 dags. 8. nóvember 2018 (Fífuhvammur)[HTML] [PDF]

Hrd. 463/2017 dags. 8. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 828/2017 dags. 15. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 795/2017 dags. 15. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 632/2017 dags. 22. nóvember 2018 (Grenlækur)[HTML] [PDF]

Hrd. 576/2017 dags. 22. nóvember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 857/2017 dags. 6. desember 2018 (Zoe)[HTML] [PDF]
Foreldrar barns kröfðust þess að úrskurður mannanafnanefndar um að synja barninu um að heita Zoe yrði ógiltur, og einnig viðurkenningu um að barnið mætti heita það. Úrskurðurinn byggði á því að ekki mætti rita nöfn með zetu. Hæstiréttur vísaði til reglugerðar þar sem heimilt var að rita mannanöfn með zetu. Hæstiréttur ógilti úrskurð mannanafnanefndar en vísaði frá viðurkenningarkröfunni.

Eftir málslokin komst mannanafnanefnd að þeirri niðurstöðu að hún mætti heita Zoe.
Hrd. 30/2018 dags. 20. desember 2018[HTML] [PDF]

Hrd. 18/2018 dags. 16. janúar 2019 (Álag á skattstofna og ábyrgð maka - Ekki ábyrgð á álagi)[HTML] [PDF]
K var rukkuð um vangoldna skatta M og lætur reyna á allt í málinu. Meðal annars að verið sé að rukka K um bæði skattinn og álagið. Álagið er refsing og því ætti hún ekki að bera ábyrgð á því.

Hæsturéttur vísaði í dómaframkvæmd MSE og þar var búið að kveða á um að skattaálög séu refsikennd viðurlög. Löggjafinn hafði ekki orðað það nógu skýrt að makinn bæri ábyrgð á greiðslu álagsins og þurfti K því ekki að greiða skattinn þar sem bæði skatturinn og álagið voru saman í dómkröfu.
Hrd. 26/2018 dags. 27. febrúar 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 27/2018 dags. 6. mars 2019 (Hjúkrunarfræðingur)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur taldi að ekki væri hægt að beita hlutlægri ábyrgð við mat á bótakröfu vegna rannsóknar á meintu manndrápi af gáleysi við vinnu sína, sem viðkomandi var sýknaður fyrir dómi.
Hrd. 12/2019 dags. 19. mars 2019 (Tekjutengdar greiðslur)[HTML] [PDF]

Hrd. 29/2018 dags. 22. mars 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2018 dags. 21. maí 2019 (Endurupptaka - Skattur - Ne bis in idem)[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2019 dags. 6. júní 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 43/2019 dags. 23. september 2019 (Kyrrsett þota)[HTML] [PDF]
Heimild var í loftferðarlögum um kyrrsetningar á flugvélum á flugvöllum. Fallist var á aðfarargerð um að fjarlægja þotuna af vellinum en síðar úreltust lögvörðu hagsmunirnir þar sem þotan var farin af flugvellinum.
Hrd. 45/2019 dags. 15. október 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 21/2019 dags. 30. október 2019[HTML] [PDF]
F skilaði inn umsókn um leyfi til að taka barn í fóstur. Barnaverndarstofa synjaði umsókninni án þess að bjóða henni að taka námskeið þar sem hæfi hennar yrði metið, á þeim grundvelli að það væri tilhæfulaust sökum ástands hennar. Hæstiréttur taldi að synjun umsóknar F á þessu stigi hefði verið brot á rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins.
Hrd. 47/2019 dags. 18. nóvember 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 38/2019 dags. 27. nóvember 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 25/2019 dags. 9. desember 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 40/2019 dags. 16. desember 2019[HTML] [PDF]

Hrd. 49/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 58/2019 dags. 10. mars 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2020 dags. 10. mars 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 1/2020 dags. 31. mars 2020 (Náttúruvernd 2 málsóknarfélag)[HTML] [PDF]

Hrd. 30/2019 dags. 28. apríl 2020 (LMFÍ lagði fram kvörtun á hendur félagsmanni)[HTML] [PDF]

Hrd. 7/2020 dags. 20. maí 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 8/2020 dags. 20. maí 2020 (JTWROS)[HTML] [PDF]
Dómurinn er til marks um það að Hæstiréttur getur beitt erlendum réttarreglum.
Hrd. 52/2019 dags. 25. maí 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 2/2020 dags. 19. júní 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 54/2019 dags. 17. september 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 13/2020 dags. 8. október 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 16/2020 dags. 15. október 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 14/2020 dags. 19. nóvember 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 31/2020 dags. 9. desember 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 32/2020 dags. 9. desember 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 21/2020 dags. 10. desember 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 20/2020 dags. 10. desember 2020[HTML] [PDF]

Hrd. 42/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 9/2020 dags. 5. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 27/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 23/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 22/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 30/2020 dags. 18. febrúar 2021 (Heilari)[HTML] [PDF]

Hrd. 26/2020 dags. 4. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 11/2021 dags. 5. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 10/2021 dags. 5. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 34/2019 dags. 12. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 35/2019 dags. 12. mars 2021 (Markaðsmisnotkun - Landsbankinn)[HTML] [PDF]

Hrd. 34/2020 dags. 18. mars 2021 (Dómur Landsréttar ómerktur og vísað heim)[HTML] [PDF]
Ákæruvaldið vildi láta spila skýrslu yfir nafngreindum lögreglumanni en taldi í upphafi ekki þarft að spila skýrslu ákærða, og verjandi andmælti því ekki. Svo tók ákæruvaldið þá afstöðu að spila ætti einnig skýrslu ákærða.

Ákveðið var að kveða ákærða til skýrslutöku en ákærði beitti þagnarréttinum fyrir Landsrétti. Skýrsla ákærða fyrir héraðsdómi var ekki spiluð fyrir Landsrétti. Þrátt fyrir það endurskoðaði Landsréttur sönnunargildi munnlegs framburðar hins ákærða í dómi sínum. Hæstiréttur ómerkti þann dóm og vísaði málinu aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju.
Hrd. 29/2020 dags. 25. mars 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 20/2021 dags. 18. maí 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 12/2021 dags. 16. júní 2021 (Þynging vegna nauðgunarbrots)[HTML] [PDF]

Hrd. 8/2021 dags. 16. júní 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 24/2021 dags. 23. júní 2021[HTML] [PDF]

Hrd. 17/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Hrd. 21/2021 dags. 11. nóvember 2021[HTML]

Hrd. 27/2021 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Hrd. 28/2021 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Hrd. 30/2021 dags. 9. desember 2021[HTML]

Hrd. 31/2021 dags. 16. desember 2021[HTML]

Hrd. 38/2021 dags. 9. febrúar 2022[HTML]

Hrd. 46/2021 dags. 2. mars 2022[HTML]

Hrd. 19/2022 dags. 25. mars 2022[HTML]

Hrd. 34/2021 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Hrd. 35/2021 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Hrd. 23/2022 dags. 4. maí 2022[HTML]

Hrd. 35/2020 dags. 22. júní 2022[HTML]

Hrd. 11/2022 dags. 22. júní 2022[HTML]

Hrd. 21/2022 dags. 14. september 2022[HTML]

Hrd. 7/2022 dags. 5. október 2022[HTML]

Hrd. 31/2022 dags. 11. október 2022[HTML]

Hrd. 20/2022 dags. 26. október 2022[HTML]

Hrd. 17/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 16/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 15/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 22/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 8/2022 dags. 9. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 10/2022 dags. 9. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 32/2022 dags. 16. nóvember 2022[HTML]

Hrd. 28/2022 dags. 7. desember 2022[HTML]

Hrd. 35/2022 dags. 14. desember 2022[HTML]

Hrd. 58/2022 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Hrd. 42/2022 dags. 8. febrúar 2023[HTML]

Hrd. 40/2022 dags. 1. mars 2023[HTML]

Hrd. 38/2022 dags. 1. mars 2023[HTML]

Hrd. 48/2022 dags. 29. mars 2023[HTML]

Hrd. 44/2022 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Hrd. 6/2023 dags. 6. júní 2023[HTML]

Hrd. 8/2023 dags. 21. júní 2023[HTML]

Hrd. 4/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Hrd. 3/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Hrd. 2/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Hrd. 5/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Hrd. 56/2022 dags. 4. október 2023[HTML]

Hrd. 14/2023 dags. 4. október 2023[HTML]

Hrd. 32/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Hrd. 7/2023 dags. 18. október 2023[HTML]

Hrd. 9/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Hrd. 49/2023 dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Hrd. 39/2023 dags. 22. desember 2023[HTML]

Hrd. 31/2023 dags. 31. janúar 2024[HTML]

Hrd. 43/2023 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Hrd. 27/2023 dags. 13. mars 2024[HTML]

Hrd. 1/2024 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. 16/2024 dags. 19. apríl 2024[HTML]

Hrd. 34/2023 dags. 6. maí 2024[HTML]

Hrd. 52/2023 dags. 15. maí 2024[HTML]

Hrd. 2/2024 dags. 5. júní 2024[HTML]

Hrd. 4/2024 dags. 19. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd neytendamála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2019 (Kæra Enox Production Services GmbH á ákvörðun Neytendastofu nr. 42/2018. )

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 10/2012 (Kæra Eddu Bjarnadóttur á ákvörðun Neytendastofu nr. 21/2012)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 12/2010 (Kæra Eðalvara ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 36/2010)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2012 (Kæra Múrbúðarinnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 13/2012.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 14/2010 (Kæra Express ferða ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 41/2010.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 14/2021 (Kæra Cromwell Rugs ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 14. október 2021.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 15/2015 (Kæra Eðalvara ehf. á ákvörðun Neytendastofu 5. október 2015.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 16/2009 (Kæra Hagkaupa á ákvörðunum Neytendastofu 29. júní 2009 og 17. nóvember 2009)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 16/2021 (Kæra Bonum ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 43/2021 frá 19. október 2021.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 17/2010 (Kæra Húsasmiðjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 50/2010 og ákvörðun frá 28. október 2010.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 17/2012 (Kæra Hagkaups á ákvörðun Neytendastofu 21. september 2012)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 17/2014 (Kæra Atlantsolíu hf. á ákvörðun Neytendastofu 28. júlí 2014 nr. 34/2014.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 18/2012 (Kæra Húsasmiðjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 24. september 2012.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 19/2010 (Kæra Skakkaturns ehf. á ákvörðun Neytendastofu 3. desember 2010)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 19/2011 (Kæra Upplýsingastýringar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 49/2011)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2013 (Kæra Jökulsárlóns ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2013.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2021 (Kæra Nordic Car Rental ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 66/2020 frá 22. desember 2020.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 20/2014 (Kæra Íslandsbanka hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 44/2014 frá 23. september 2014.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 21/2011 (Kæra Skakkaturns ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 66/2011)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 23/2011 (Kæra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á ákvörðun sem lýst er yfir í bréfi Neytendastofu, dags. 16. nóvember 2011.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 24/2012 (Kæra Gentle Giants Hvalaferða ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 49/2012.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2008 (Kæra Sparibíls ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 19. mars 2008)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2017 (Kæra Makklands ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 6. febrúar 2017.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2018 (Kæra Toyota á Íslandi hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 9/2018)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2010 (Kæra Icelandair ehf. á ákvörðun Neytendastofu 15. febrúar 2010)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2016 (Kæra Friðjóns Guðjohnsen á ákvörðun Neytendastofu nr. 35/2016.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2017 (Kæra E-content ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 26/2017.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2013 (Kæra Egilsson ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 20/2013)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2017 (Kæra Tölvuteks ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 20/2017.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2013 (Kæra Friðjóns Björgvins Gunnarssonar á ákvörðun Neytendastofu 18. október 2013.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2019 (Kæra Arnarlands ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 17. september 2019. )

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2012 (Kæra Bónuss á ákvörðun Neytendastofu 11. apríl 2012.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2013 (Kæra Friðjóns Björgvins Gunnarssonar á ákvörðun Neytendastofu 18. október 2013.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2014 (Kæra Kosts lágvöruverðsverslunar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 2. apríl 2014 nr. 16/2014.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2018 (Kæra Tölvulistans ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 20/2017.)

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2009 (Kæra Kaupþings hf. á ákvörðun Neytendastofu í máli nr. 6/2009)

Fara á yfirlit

Endurupptökudómur

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2021 dags. 27. maí 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 16/2021 dags. 8. september 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 33/2021 dags. 12. október 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 7/2021 dags. 29. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 32/2021 dags. 1. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 25/2021 dags. 17. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 30/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 29/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 26/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 21/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 20/2021 dags. 30. desember 2021[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 15/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 2/2021 dags. 11. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 11/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 10/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 18/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 13/2021 dags. 18. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 34/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 3/2022 dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 35/2021 dags. 1. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 39/2021 dags. 5. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 9/2022 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 38/2021 dags. 10. júní 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 6/2022 dags. 15. júní 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 5/2022 dags. 15. júní 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2022 dags. 16. júní 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 10/2022 dags. 20. júní 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 37/2021 dags. 22. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 8/2022 dags. 14. september 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 12/2022 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 13/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 15/2022 dags. 31. október 2022[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 18/2022 dags. 17. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 17/2022 dags. 17. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 24/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 23/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 22/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 21/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 20/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 19/2022 dags. 23. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 16/2022 dags. 30. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 26/2022 dags. 28. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 29/2022 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 27/2022 dags. 16. maí 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 25/2022 dags. 16. maí 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 28/2022 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 32/2022 dags. 20. september 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 8/2023 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2023 dags. 19. október 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 1/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 13/2023 dags. 22. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 11/2023 dags. 20. desember 2023[HTML]

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 14/2023 dags. 8. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Dómur Félagsdóms 1976:21 í máli nr. 2/1976

Úrskurður Félagsdóms 1994:149 í máli nr. 1/1994

Dómur Félagsdóms 1994:153 í máli nr. 1/1994

Dómur Félagsdóms 1994:209 í máli nr. 7/1994

Úrskurður Félagsdóms 1994:228 í máli nr. 11/1994

Dómur Félagsdóms 1994:234 í máli nr. 11/1994

Úrskurður Félagsdóms 1994:256 í máli nr. 11/1994

Dómur Félagsdóms 1995:411 í máli nr. 16/1995

Dómur Félagsdóms 1996:482 í máli nr. 21/1995

Dómur Félagsdóms 1997:97 í máli nr. 9/1997

Dómur Félagsdóms 1997:124 í máli nr. 14/1997

Dómur Félagsdóms 1997:166 í máli nr. 17/1997

Dómur Félagsdóms 1997:195 í máli nr. 11/1997

Dómur Félagsdóms 1998:224 í máli nr. 2/1998

Dómur Félagsdóms 1998:249 í máli nr. 10/1997

Dómur Félagsdóms 1998:315 í máli nr. 4/1998

Úrskurður Félagsdóms 1998:325 í máli nr. 9/1998

Dómur Félagsdóms 1998:350 í máli nr. 18/1998

Úrskurður Félagsdóms 1999:400 í máli nr. 13/1998

Dómur Félagsdóms 1999:484 í máli nr. 9/1999

Dómur Félagsdóms 2000:610 í máli nr. 9/2000

Úrskurður Félagsdóms 2000:620 í máli nr. 11/2000

Dómur Félagsdóms í máli nr. 10/2000 dags. 27. febrúar 2001

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 4/2001 dags. 19. mars 2001

Dómur Félagsdóms í máli nr. 11/2000 dags. 26. mars 2001

Dómur Félagsdóms í máli nr. 5/2001 dags. 27. apríl 2001

Dómur Félagsdóms í máli nr. 9/2001 dags. 4. júlí 2001

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 10/2001 dags. 9. júlí 2001

Dómur Félagsdóms í máli nr. 2/2002 dags. 28. maí 2002

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 2/2004 dags. 17. maí 2004

Dómur Félagsdóms í máli nr. 2/2004 dags. 12. júlí 2004

Dómur Félagsdóms í máli nr. 3/2005 dags. 15. apríl 2005

Dómur Félagsdóms í máli nr. 12/2005 dags. 29. desember 2005

Dómur Félagsdóms í máli nr. 1/2006 dags. 6. apríl 2006

Dómur Félagsdóms í máli nr. 10/2006 dags. 15. janúar 2007

Dómur Félagsdóms í máli nr. 7/2006 dags. 23. janúar 2007

Dómur Félagsdóms í máli nr. 1/2007 dags. 16. maí 2007

Dómur Félagsdóms í máli nr. 1/2008 dags. 30. apríl 2008

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 1/2009 dags. 3. apríl 2009

Dómur Félagsdóms í máli nr. 7/2009 dags. 28. júlí 2009

Dómur Félagsdóms í máli nr. 9/2009 dags. 18. febrúar 2010

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2011 dags. 3. nóvember 2011

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-7/2011 dags. 22. nóvember 2011

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2012 dags. 1. mars 2012

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-4/2013 dags. 30. maí 2013

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2013 dags. 10. júlí 2013

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2013 dags. 20. janúar 2014

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-8/2015 dags. 25. mars 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-14/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-13/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-11/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-10/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-7/2015 dags. 6. apríl 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2015 dags. 15. maí 2015

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-19/2015 dags. 29. júní 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-18/2015 dags. 29. júní 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-3/2015 dags. 17. júlí 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-22/2015 dags. 14. október 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-16/2015 dags. 28. október 2015

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-4/2016 dags. 23. febrúar 2016

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2016 dags. 18. maí 2016

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-5/2017 dags. 13. nóvember 2017

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-10/2018 dags. 12. mars 2018

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2018 dags. 26. febrúar 2019

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-2/2019 dags. 7. mars 2019

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-5/2019 dags. 15. mars 2019

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-16/2019 dags. 20. desember 2019

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-19/2019 dags. 13. febrúar 2020

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-8/2021 dags. 28. júní 2021

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-2/2021 dags. 16. september 2021

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-17/2021 dags. 23. nóvember 2021

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-26/2021 dags. 26. apríl 2022

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-26/2021 dags. 29. nóvember 2022

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-1/2023 dags. 6. febrúar 2023

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-5/2023 dags. 6. mars 2023

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. F-2/2023 dags. 24. maí 2023

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-8/2023 dags. 4. október 2023

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2023 dags. 30. nóvember 2023

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-10/2023 dags. 15. desember 2023

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-12/2023 dags. 4. júní 2024

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-3/2024 dags. 2. júlí 2024

Fara á yfirlit

Fjarskiptastofa

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 5/2021 dags. 19. október 2021

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 7/2021 dags. 29. október 2021

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 10/2021 dags. 23. desember 2021

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 13/2022 dags. 28. nóvember 2022

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-142/2006 dags. 13. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-349/2007 dags. 10. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-352/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-351/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-350/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-344/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-321/2008 dags. 25. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-43/2008 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-42/2008 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-347/2007 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-345/2007 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-21/2010 dags. 7. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-1/2008 dags. 25. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. A-18/2010 dags. 7. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-17/2011 dags. 15. júní 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. A-2/2011 dags. 8. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-34/2012 dags. 12. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-86/2012 dags. 5. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-5/2013 dags. 1. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-41/2014 dags. 6. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-39/2014 dags. 16. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-8/2016 dags. 5. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-17/2017 dags. 20. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-62/2017 dags. 14. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-66/2017 dags. 11. mars 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. U-1/2019 dags. 12. mars 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. U-2/2019 dags. 23. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. A-124/2020 dags. 18. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-188/2020 dags. 24. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-24/2021 dags. 26. maí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-18/2021 dags. 4. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-2/2021 dags. 21. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-104/2021 dags. 22. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-46/2022 dags. 9. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-86/2020 dags. 10. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-94/2022 dags. 13. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-117/2022 dags. 27. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-69/2022 dags. 26. september 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-171/2023 dags. 8. mars 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-536/2005 dags. 4. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-531/2005 dags. 28. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-614/2006 dags. 5. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. A-15/2007 dags. 26. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-174/2007 dags. 28. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-534/2008 dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-135/2008 dags. 8. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-132/2008 dags. 11. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-169/2009 dags. 9. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-138/2008 dags. 16. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-136/2008 dags. 16. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-134/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-133/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-137/2008 dags. 24. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-107/2008 dags. 18. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-108/2008 dags. 26. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-106/2008 dags. 4. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-201/2010 dags. 3. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-295/2010 dags. 11. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-69/2009 dags. 16. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-68/2009 dags. 27. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-93/2011 dags. 26. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-67/2009 dags. 13. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-164/2011 dags. 20. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-19/2010 dags. 24. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-72/2010 dags. 17. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-130/2012 dags. 21. ágúst 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-71/2010 dags. 11. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-75/2010 dags. 14. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-74/2010 dags. 15. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-195/2012 dags. 30. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. U-1/2014 dags. 9. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-32/2010 dags. 21. ágúst 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-302/2013 dags. 9. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-15/2014 dags. 4. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-181/2014 dags. 10. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-33/2010 dags. 30. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-73/2010 dags. 8. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-34/2010 dags. 22. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-226/2014 dags. 13. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-196/2012 dags. 2. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-197/2012 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Y-2/2015 dags. 10. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-175/2012 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-70/2010 dags. 4. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-35/2010 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-36/2010 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Y-2/2015 dags. 5. desember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. A-44/2016 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-192/2016 dags. 4. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-220/2016 dags. 15. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-131/2017 dags. 20. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-185/2018 dags. 20. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-67/2018 dags. 24. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-68/2018 dags. 20. september 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-385/2019 dags. 30. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-599/2020 dags. 14. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-564/2020 dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. R-32/2022 dags. 28. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. S-45/2022 dags. 21. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-245/2023 dags. 3. nóvember 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-107/2005 dags. 1. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-106/2005 dags. 1. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-105/2005 dags. 1. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-25/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-23/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. S-118/2010 dags. 18. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-26/2010 dags. 12. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-35/2011 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-24/2010 dags. 13. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012 dags. 5. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-47/2015 dags. 8. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-24/2015 dags. 31. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-23/2015 dags. 31. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-29/2015 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-240/2020 dags. 28. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-184/2019 dags. 17. desember 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1802/2005 dags. 12. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-938/2005 dags. 12. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-892/2005 dags. 12. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1020/2006 dags. 28. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1235/2006 dags. 23. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1816/2006 dags. 26. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1569/2006 dags. 14. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-778/2006 dags. 15. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-338/2006 dags. 4. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2299/2006 dags. 5. júní 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. K-1/2007 dags. 17. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1734/2006 dags. 19. desember 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. M-52/2007 dags. 22. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1257/2007 dags. 8. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-706/2008 dags. 27. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-709/2008 dags. 31. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-907/2008 dags. 11. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1451/2007 dags. 11. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-256/2009 dags. 24. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-597/2009 dags. 28. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-317/2009 dags. 26. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-850/2009 dags. 16. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1892/2010 dags. 8. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-4388/2009 dags. 2. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-464/2010 dags. 9. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-411/2010 dags. 31. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-415/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-879/2010 dags. 7. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1088/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-4818/2009 dags. 4. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1130/2010 dags. 4. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2635/2010 dags. 18. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-968/2011 dags. 7. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2930/2010 dags. 11. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-60/2011 dags. 3. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-24/2011 dags. 1. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-134/2012 dags. 28. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1572/2011 dags. 18. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1413/2011 dags. 22. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-215/2012 dags. 20. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. U-5/2012 dags. 20. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1844/2011 dags. 3. október 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-407/2012 dags. 2. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-23/2012 dags. 29. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-743/2012 dags. 13. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-675/2012 dags. 27. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-407/2012 dags. 11. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-944/2012 dags. 20. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-674/2012 dags. 2. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-619/2013 dags. 31. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-108/2013 dags. 17. september 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-778/2013 dags. 16. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-657/2013 dags. 22. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-669/2013 dags. 17. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1032/2013 dags. 31. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-940/2013 dags. 13. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-662/2013 dags. 28. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-10/2014 dags. 16. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-69/2014 dags. 23. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-111/2014 dags. 5. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-9470/2013 dags. 24. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-181/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-9/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-8/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-7/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-6/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-5/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-4/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-3/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1/2014 dags. 9. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-143/2014 dags. 20. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-532/2014 dags. 26. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-180/2013 dags. 18. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1592/2013 dags. 27. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-94/2014 dags. 12. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-138/2015 dags. 10. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1016/2014 dags. 15. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-649/2014 dags. 12. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-424/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-628/2014 dags. 19. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-439/2015 dags. 9. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-446/2015 dags. 28. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-448/2015 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-391/2015 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-69/2014 dags. 24. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-444/2015 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-160/2016 dags. 26. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-159/2016 dags. 3. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-150/2016 dags. 14. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-130/2016 dags. 14. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-138/2016 dags. 29. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1121/2015 dags. 22. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-259/2016 dags. 23. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-129/2016 dags. 5. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-265/2016 dags. 20. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-151/2016 dags. 21. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-170/2014 dags. 2. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1204/2015 dags. 24. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-220/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-209/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-569/2016 dags. 17. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-126/2016 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-3/2017 dags. 26. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-526/2015 dags. 2. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-505/2016 dags. 4. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-98/2014 dags. 12. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-424/2016 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-86/2017 dags. 6. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-156/2017 dags. 16. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-274/2017 dags. 18. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-275/2017 dags. 8. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-274/2017 dags. 8. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-403/2017 dags. 7. desember 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-4/2017 dags. 12. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-402/2017 dags. 19. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-401/2017 dags. 19. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-12/2018 dags. 23. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-477/2017 dags. 23. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-672/2017 dags. 31. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-38/2018 dags. 5. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1146/2017 dags. 21. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-55/2017 dags. 26. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-466/2018 dags. 12. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-386/2017 dags. 12. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-350/2018 dags. 17. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-617/2018 dags. 10. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-70/2019 dags. 23. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-341/2018 dags. 5. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-651/2018 dags. 3. júlí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-927/2019 dags. 11. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-326/2019 dags. 9. desember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-910/2018 dags. 20. desember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-87/2019 dags. 13. janúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2398/2019 dags. 19. júní 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1791/2019 dags. 24. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2562/2019 dags. 29. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3223/2019 dags. 20. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2121/2019 dags. 12. nóvember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1032/2020 dags. 17. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1719/2020 dags. 21. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1362/2014 dags. 22. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2551/2020 dags. 13. janúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2303/2020 dags. 27. janúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1819/2020 dags. 17. febrúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1425/2020 dags. 1. mars 2021[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. K-2927/2020 dags. 6. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3163/2020 dags. 23. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-1684/2019 dags. 6. maí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3088/2020 dags. 25. maí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-385/2019 dags. 30. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3284/2020 dags. 14. júlí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3283/2020 dags. 14. júlí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3281/2020 dags. 14. júlí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-37/2021 dags. 17. september 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1937/2021 dags. 28. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-601/2021 dags. 23. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1580/2020 dags. 16. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-35/2022 dags. 12. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-708/2022 dags. 28. september 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-594/2022 dags. 14. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-47/2020 dags. 17. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1699/2021 dags. 18. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1244/2021 dags. 18. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2477/2021 dags. 20. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-943/2022 dags. 22. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2481/2022 dags. 3. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2480/2022 dags. 3. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2478/2022 dags. 3. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-757/2023 dags. 12. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-37/2021 dags. 23. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-518/2018 dags. 7. júlí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-306/2023 dags. 6. september 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1614/2023 dags. 11. október 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-708/2022 dags. 7. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2903/2023 dags. 27. maí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-726/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-725/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-724/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-723/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-721/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-720/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-719/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-718/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-717/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-716/2023 dags. 10. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1026/2005 dags. 15. mars 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6553/2005 dags. 20. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6907/2005 dags. 28. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6403/2005 dags. 30. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2308/2005 dags. 31. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3770/2005 dags. 7. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4906/2005 dags. 18. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-289/2006 dags. 5. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6833/2004 dags. 22. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6020/2005 dags. 2. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5185/2005 dags. 2. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5184/2005 dags. 2. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5183/2005 dags. 2. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6286/2005 dags. 7. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1229/2005 dags. 12. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7569/2005 dags. 16. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7593/2005 dags. 23. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4740/2005 dags. 28. júní 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-514/2006 dags. 30. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7078/2005 dags. 10. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1143/2006 dags. 26. september 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2339/2005 dags. 29. september 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4295/2004 dags. 29. september 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-681/2006 dags. 11. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1771/2005 dags. 26. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7840/2005 dags. 6. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7380/2005 dags. 9. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7211/2005 dags. 9. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6740/2005 dags. 9. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7206/2005 dags. 17. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1697/2006 dags. 23. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5191/2006 dags. 24. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5256/2005 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-197/2006 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4914/2005 dags. 6. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1316/2006 dags. 8. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6591/2006 dags. 14. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6032/2005 dags. 14. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1939/2006 dags. 19. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3387/2006 dags. 24. janúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1777/2006 dags. 1. febrúar 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2188/2006 dags. 9. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3994/2006 dags. 16. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6775/2006 dags. 23. febrúar 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3690/2006 dags. 9. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2212/2006 dags. 16. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7398/2005 dags. 30. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-144/2007 dags. 4. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-23/2007 dags. 13. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3000/2006 dags. 18. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3099/2006 dags. 20. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7407/2006 dags. 27. apríl 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4965/2005 dags. 30. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4595/2005 dags. 30. apríl 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-514/2006 dags. 3. maí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7818/2006 dags. 7. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-50/2005 dags. 15. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4662/2006 dags. 18. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7408/2006 dags. 25. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-505/2007 dags. 29. maí 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-336/2007 dags. 12. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2237/2006 dags. 19. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-899/2007 dags. 21. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-79/2007 dags. 22. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-514/2006 dags. 28. júní 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6224/2006 dags. 29. júní 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6574/2006 dags. 6. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7816/2006 dags. 24. september 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-528/2005 dags. 2. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5078/2007 dags. 5. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1784/2007 dags. 12. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7825/2006 dags. 16. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5079/2007 dags. 18. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7608/2006 dags. 26. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-336/2007 dags. 31. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7401/2006 dags. 31. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2340/2005 dags. 2. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-754/2006 dags. 12. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-934/2007 dags. 13. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-696/2007 dags. 28. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4230/2007 dags. 5. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-519/2007 dags. 10. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1010/2007 dags. 14. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2279/2006 dags. 17. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4259/2007 dags. 18. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1014/2007 dags. 19. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4080/2007 dags. 20. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6459/2007 dags. 4. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3514/2007 dags. 30. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4705/2007 dags. 4. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1496/2007 dags. 11. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5801/2007 dags. 26. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3619/2007 dags. 26. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-113/2008 dags. 7. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-329/2007 dags. 27. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5901/2007 dags. 4. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4843/2007 dags. 15. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-59/2008 dags. 28. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5375/2007 dags. 5. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-39/2008 dags. 23. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3443/2007 dags. 23. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-714/2006 dags. 3. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8412/2007 dags. 4. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5903/2007 dags. 4. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6574/2006 dags. 5. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-62/2008 dags. 10. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-464/2008 dags. 11. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-463/2008 dags. 11. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5095/2007 dags. 11. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8416/2007 dags. 16. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7302/2007 dags. 16. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6117/2007 dags. 20. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4425/2007 dags. 26. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7709/2007 dags. 27. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-515/2007 dags. 2. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6780/2007 dags. 4. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8319/2007 dags. 10. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8318/2007 dags. 10. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7167/2007 dags. 28. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4393/2008 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6490/2007 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3514/2007 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7836/2007 dags. 17. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6623/2007 dags. 17. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8596/2007 dags. 22. október 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2502/2008 dags. 23. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7937/2007 dags. 23. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1857/2008 dags. 28. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2577/2008 dags. 3. nóvember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-953/2008 dags. 3. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3160/2008 dags. 6. nóvember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 3. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1442/2008 dags. 4. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2097/2008 dags. 5. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7303/2006 dags. 16. desember 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-953/2008 dags. 17. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-337/2008 dags. 18. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2813/2008 dags. 19. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-666/2008 dags. 23. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1931/2008 dags. 14. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2865/2008 dags. 22. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2866/2008 dags. 6. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-613/2008 dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4726/2008 dags. 18. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4007/2008 dags. 26. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3669/2007 dags. 4. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2502/2008 dags. 5. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-656/2008 dags. 5. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5194/2008 dags. 9. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6727/2008 dags. 13. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5470/2008 dags. 24. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5467/2008 dags. 27. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6010/2008 dags. 3. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2121/2007 dags. 22. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8979/2008 dags. 22. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8606/2008 dags. 27. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7938/2007 dags. 4. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-614/2008 dags. 27. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1611/2008 dags. 4. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12083/2008 dags. 15. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11799/2008 dags. 18. júní 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8493/2008 dags. 23. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3313/2008 dags. 25. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9297/2008 dags. 26. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3768/2008 dags. 30. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2130/2008 dags. 30. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-521/2007 dags. 30. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5335/2007 dags. 1. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11493/2008 dags. 10. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6177/2008 dags. 13. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1969/2009 dags. 16. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1572/2009 dags. 27. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-618/2009 dags. 11. september 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12013/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12027/2008 dags. 16. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3292/2008 dags. 27. október 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3614/2009 dags. 3. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5373/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1356/2009 dags. 20. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-8/2009 dags. 24. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-7/2009 dags. 24. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-6/2009 dags. 24. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8210/2007 dags. 30. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10758/2008 dags. 1. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5286/2009 dags. 2. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4317/2009 dags. 2. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-10/2009 dags. 3. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-9/2009 dags. 3. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-2/2009 dags. 3. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-380/2009 dags. 8. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1173/2008 dags. 8. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1172/2008 dags. 8. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5265/2009 dags. 21. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4004/2009 dags. 21. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5225/2009 dags. 29. desember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4528/2009 dags. 29. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9798/2009 dags. 15. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-867/2009 dags. 29. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9776/2009 dags. 9. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10160/2009 dags. 9. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9777/2009 dags. 9. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1170/2008 dags. 12. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5269/2009 dags. 18. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7649/2009 dags. 19. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11360/2008 dags. 24. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6474/2009 dags. 25. febrúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-38/2009 dags. 1. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7937/2009 dags. 3. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4686/2009 dags. 12. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11725/2009 dags. 7. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10889/2009 dags. 20. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1282/2009 dags. 21. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2524/2010 dags. 26. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10800/2009 dags. 27. maí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1957/2008 dags. 1. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13658/2009 dags. 4. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1872/2007 dags. 9. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1175/2008 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1174/2008 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5780/2009 dags. 15. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1767/2010 dags. 23. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11139/2009 dags. 27. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8837/2009 dags. 1. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10813/2009 dags. 21. október 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4843/2010 dags. 1. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8545/2009 dags. 12. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8543/2009 dags. 12. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-182/2010 dags. 24. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9044/2009 dags. 25. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-202/2010 dags. 2. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-846/2010 dags. 14. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11384/2009 dags. 17. desember 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4527/2009 dags. 21. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2832/2009 dags. 22. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4205/2009 dags. 12. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2967/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-43/2010 dags. 11. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12331/2009 dags. 28. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4084/2010 dags. 2. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2971/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3432/2010 dags. 8. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2611/2010 dags. 8. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5466/2010 dags. 10. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-47/2010 dags. 10. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4908/2010 dags. 11. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4784/2010 dags. 16. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4785/2010 dags. 21. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4803/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4802/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4801/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4299/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5216/2010 dags. 25. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2693/2010 dags. 29. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2373/2010 dags. 29. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1833/2010 dags. 29. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-27/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-26/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-25/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-24/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-23/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-21/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-681/2010 dags. 7. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1176/2008 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1171/2008 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-37/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-36/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5474/2010 dags. 29. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5239/2010 dags. 20. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4446/2010 dags. 25. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6651/2010 dags. 3. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4832/2010 dags. 24. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7123/2007 dags. 28. júní 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-65/2011 dags. 8. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4760/2010 dags. 28. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7299/2010 dags. 22. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6524/2010 dags. 13. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6711/2010 dags. 19. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3002/2011 dags. 24. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-55/2011 dags. 28. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5176/2010 dags. 28. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-867/2011 dags. 7. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-116/2011 dags. 8. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8/2011 dags. 11. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1032/2011 dags. 24. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6157/2010 dags. 30. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5216/2010 dags. 1. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1657/2011 dags. 5. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2683/2011 dags. 8. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1957/2008 dags. 9. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1412/2011 dags. 19. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-39/2009 dags. 21. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6159/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6158/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1451/2011 dags. 5. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7135/2010 dags. 5. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1452/2011 dags. 6. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2874/2011 dags. 11. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-504/2010 dags. 13. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6395/2010 dags. 27. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2585/2011 dags. 6. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-517/2010 dags. 8. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-134/2011 dags. 14. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-144/2011 dags. 16. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2596/2011 dags. 22. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1606/2011 dags. 27. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4427/2010 dags. 27. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1607/2011 dags. 28. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3216/2011 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1996/2011 dags. 5. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3832/2011 dags. 6. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-861/2011 dags. 6. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2595/2011 dags. 16. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4965/2005 dags. 22. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3011/2011 dags. 23. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1906/2011 dags. 23. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-836/2011 dags. 27. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2253/2011 dags. 30. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2893/2011 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3219/2011 dags. 23. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3003/2011 dags. 15. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4641/2011 dags. 24. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4640/2011 dags. 24. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4633/2011 dags. 24. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-70/2012 dags. 31. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1942/2012 dags. 4. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-159/2012 dags. 4. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3287/2011 dags. 15. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3019/2011 dags. 15. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2870/2011 dags. 20. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2602/2011 dags. 25. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 28. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2890/2011 dags. 29. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10158/2009 dags. 3. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-10157/2009 dags. 3. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-95/2011 dags. 5. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4210/2011 dags. 6. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1282/2011 dags. 6. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-561/2012 dags. 12. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2821/2011 dags. 19. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-353/2012 dags. 21. september 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-548/2012 dags. 10. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-281/2012 dags. 10. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4775/2011 dags. 24. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4859/2011 dags. 26. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4674/2011 dags. 1. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-548/2012 dags. 2. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4137/2011 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4109/2011 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1188/2012 dags. 12. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6728/2010 dags. 13. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4398/2011 dags. 19. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4193/2011 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-585/2010 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4198/2011 dags. 30. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-329/2012 dags. 12. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-23/2012 dags. 13. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1238/2012 dags. 19. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4640/2011 dags. 20. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1906/2011 dags. 28. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-617/2012 dags. 8. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2438/2012 dags. 9. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1817/2012 dags. 14. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1816/2012 dags. 14. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1076/2012 dags. 28. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-721/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-631/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4649/2011 dags. 5. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4646/2011 dags. 5. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2304/2012 dags. 27. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-79/2012 dags. 27. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4643/2011 dags. 1. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4874/2011 dags. 12. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2016/2012 dags. 15. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4648/2011 dags. 19. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4647/2011 dags. 19. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4636/2011 dags. 19. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-37/2013 dags. 22. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1889/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1882/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1881/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1867/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2011 dags. 26. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8545/2009 dags. 27. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. V-27/2012 dags. 2. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2058/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3056/2012 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1904/2012 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1903/2012 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3805/2012 dags. 13. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-69/2012 dags. 14. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3271/2012 dags. 23. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2173/2012 dags. 29. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1326/2012 dags. 30. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4432/2012 dags. 3. júní 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3782/2012 dags. 3. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2478/2012 dags. 3. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1817/2012 dags. 18. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-555/2013 dags. 26. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3011/2011 dags. 1. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-585/2012 dags. 17. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2932/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3827/2011 dags. 11. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3826/2011 dags. 11. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3644/2012 dags. 21. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4416/2012 dags. 23. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-179/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4395/2012 dags. 1. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4394/2012 dags. 1. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3594/2012 dags. 7. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-425/2013 dags. 12. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1410/2012 dags. 18. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1785/2013 dags. 20. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-95/2011 dags. 21. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3287/2012 dags. 3. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3344/2012 dags. 4. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-127/2012 dags. 12. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-220/2013 dags. 16. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1917/2013 dags. 19. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1003/2013 dags. 19. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1322/2013 dags. 20. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2045/2012 dags. 20. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2118/2013 dags. 20. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1324/2012 dags. 10. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-74/2010 dags. 23. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2685/2012 dags. 11. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2624/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2381/2011 dags. 21. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1759/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-219/2013 dags. 28. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-991/2012 dags. 14. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3827/2011 dags. 14. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3826/2011 dags. 14. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-274/2014 dags. 18. mars 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1013/2013 dags. 31. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3960/2013 dags. 3. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-910/2014 dags. 5. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3704/2013 dags. 6. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1174/2013 dags. 3. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-842/2014 dags. 4. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3712/2013 dags. 4. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-43/2012 dags. 4. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-906/2012 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-85/2014 dags. 13. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2382/2013 dags. 18. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3012/2013 dags. 24. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3309/2012 dags. 24. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-947/2013 dags. 26. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1467/2013 dags. 10. júlí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2925/2013 dags. 15. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2924/2013 dags. 25. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7328/2010 dags. 9. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-9/2013 dags. 14. október 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-8/2013 dags. 14. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1441/2013 dags. 22. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-537/2013 dags. 23. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4565/2013 dags. 24. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1307/2013 dags. 6. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-902/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3590/2013 dags. 20. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1051/2014 dags. 27. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-943/2014 dags. 12. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4566/2013 dags. 12. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2384/2013 dags. 16. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2383/2013 dags. 16. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3373/2013 dags. 9. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2768/2014 dags. 12. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1001/2014 dags. 16. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3292/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3291/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3002/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3621/2014 dags. 26. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2764/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2763/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2762/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2760/2014 dags. 3. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2761/2014 dags. 11. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2759/2014 dags. 11. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2753/2014 dags. 23. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3097/2014 dags. 27. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3392/2014 dags. 6. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3172/2014 dags. 16. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-24/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-21/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-20/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1572/2014 dags. 19. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-633/2014 dags. 25. mars 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-944/2014 dags. 30. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2704/2013 dags. 16. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3607/2014 dags. 24. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1152/2014 dags. 6. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2568/2014 dags. 8. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4547/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4438/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2585/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2025/2014 dags. 21. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3487/2014 dags. 1. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2470/2014 dags. 10. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2530/2014 dags. 23. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4559/2014 dags. 24. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-206/2013 dags. 26. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-327/2015 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2625/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2624/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2073/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2012/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2011/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4732/2014 dags. 2. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2217/2015 dags. 15. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2534/2015 dags. 18. september 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-589/2015 dags. 29. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-79/2015 dags. 7. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-591/2014 dags. 9. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1575/2014 dags. 9. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1051/2014 dags. 21. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-407/2015 dags. 26. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-20/2015 dags. 2. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2835/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4731/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2834/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2833/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2832/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2831/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2830/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2829/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2828/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2827/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2826/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-335/2015 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2014 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2740/2012 dags. 11. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-192/2014 dags. 21. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4192/2012 dags. 21. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5097/2014 dags. 6. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-436/2015 dags. 25. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-575/2010 dags. 2. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1822/2015 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1986/2012 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1989/2015 dags. 17. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2840/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4605/2014 dags. 22. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-84/2014 dags. 24. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2488/2015 dags. 2. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2253/2014 dags. 4. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2008/2015 dags. 11. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-953/2014 dags. 11. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1891/2012 dags. 11. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-516/2014 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-18/2014 dags. 15. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2753/2012 dags. 17. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-665/2015 dags. 30. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4451/2014 dags. 30. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2549/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-125/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4161/2015 dags. 11. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4048/2014 dags. 15. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-634/2014 dags. 20. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2942/2014 dags. 25. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2521/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2520/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2519/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2518/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1171/2015 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1057/2015 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5148/2014 dags. 3. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3787/2015 dags. 12. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3789/2015 dags. 17. maí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2478/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-62/2016 dags. 8. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2760/2012 dags. 10. júní 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-732/2015 dags. 14. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1932/2015 dags. 16. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4661/2014 dags. 23. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3788/2015 dags. 24. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2815/2015 dags. 29. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-528/2015 dags. 4. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2754/2012 dags. 4. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1967/2016 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2748/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2747/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2746/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2745/2012 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3942/2015 dags. 19. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1130/2014 dags. 12. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-928/2014 dags. 12. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1467/2015 dags. 28. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-23/2016 dags. 6. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3784/2015 dags. 17. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-775/2016 dags. 1. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-123/2011 dags. 4. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4684/2014 dags. 7. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-59/2016 dags. 16. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1471/2014 dags. 18. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-906/2012 dags. 24. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-968/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1359/2016 dags. 7. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1221/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-193/2016 dags. 21. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-773/2016 dags. 22. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2122/2016 dags. 5. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3844/2015 dags. 19. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2156/2016 dags. 1. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-85/2013 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1555/2016 dags. 17. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3926/2015 dags. 17. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2074/2016 dags. 3. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-235/2015 dags. 3. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2653/2016 dags. 9. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2202/2016 dags. 10. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1/2017 dags. 16. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3533/2016 dags. 17. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-776/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-556/2016 dags. 23. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3511/2014 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3510/2014 dags. 24. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2475/2016 dags. 28. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1989/2016 dags. 31. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3901/2016 dags. 4. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-893/2016 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-839/2016 dags. 10. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4971/2014 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2766/2012 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-669/2016 dags. 12. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1617/2016 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-840/2016 dags. 24. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2995/2016 dags. 24. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-834/2016 dags. 28. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-854/2016 dags. 28. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-55/2017 dags. 22. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-31/2017 dags. 24. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2472/2016 dags. 24. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3940/2015 dags. 16. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3796/2016 dags. 21. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3232/2016 dags. 27. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2458/2016 dags. 30. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-591/2014 dags. 4. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3259/2016 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2988/2016 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2876/2016 dags. 10. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2112/2017 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-391/2017 dags. 15. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3482/2016 dags. 29. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-155/2017 dags. 26. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2782/2016 dags. 26. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-311/2017 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-21/2017 dags. 3. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9/2017 dags. 3. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-141/2017 dags. 6. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3146/2016 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-192/2014 dags. 21. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-369/2013 dags. 22. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1895/2012 dags. 22. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1886/2012 dags. 22. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1884/2012 dags. 22. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1878/2012 dags. 22. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1876/2012 dags. 22. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1277/2017 dags. 15. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-310/2017 dags. 19. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-608/2017 dags. 31. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3434/2017 dags. 2. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1676/2017 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-623/2014 dags. 23. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-767/2017 dags. 5. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1933/2017 dags. 9. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3009/2016 dags. 23. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2175/2017 dags. 27. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2251/2017 dags. 9. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2425/2017 dags. 16. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1931/2017 dags. 18. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2672/2016 dags. 21. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1558/2017 dags. 23. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-643/2018 dags. 26. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3477/2017 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3473/2016 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2451/2017 dags. 14. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-550/2016 dags. 16. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3301/2017 dags. 17. maí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-599/2017 dags. 5. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1559/2017 dags. 6. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3587/2016 dags. 13. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2113/2017 dags. 19. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-372/2017 dags. 20. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3330/2017 dags. 22. júní 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3870/2017 dags. 29. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2540/2016 dags. 29. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2174/2017 dags. 4. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3628/2016 dags. 5. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2922/2016 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-6/2018 dags. 7. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-5/2018 dags. 7. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-4/2018 dags. 7. ágúst 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2873/2017 dags. 12. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3869/2017 dags. 28. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2177/2017 dags. 2. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-508/2017 dags. 2. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4056/2017 dags. 19. október 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1864/2017 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1275/2017 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1111/2017 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1110/2017 dags. 9. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1028/2018 dags. 21. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3793/2017 dags. 23. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3896/2017 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-523/2018 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4040/2011 dags. 4. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-649/2018 dags. 20. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-133/2018 dags. 21. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3811/2017 dags. 21. desember 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-991/2012 dags. 28. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-770/2018 dags. 8. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2000/2018 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1522/2018 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2351/2018 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3906/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3246/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-444/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2435/2017 dags. 20. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2460/2017 dags. 22. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1270/2017 dags. 22. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4049/2017 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1106/2017 dags. 8. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-89/2019 dags. 19. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1559/2018 dags. 26. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4453/2014 dags. 1. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2184/2018 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-6/2019 dags. 12. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-662/2018 dags. 12. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1513/2018 dags. 6. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-343/2013 dags. 10. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2558/2018 dags. 24. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2411/2017 dags. 7. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3248/2018 dags. 18. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3247/2018 dags. 18. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-303/2013 dags. 24. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-129/2019 dags. 25. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4044/2018 dags. 2. júlí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-408/2014 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4046/2018 dags. 7. ágúst 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2019 dags. 9. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-824/2019 dags. 9. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3812/2018 dags. 11. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-154/2019 dags. 22. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8/2019 dags. 22. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3270/2018 dags. 22. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1506/2018 dags. 25. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1507/2018 dags. 25. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-628/2017 dags. 28. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1280/2019 dags. 30. október 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-406/2019 dags. 1. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4220/2018 dags. 15. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1274/2019 dags. 3. desember 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2433/2019 dags. 10. desember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2785/2019 dags. 11. desember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2374/2018 dags. 19. desember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2730/2018 dags. 14. janúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-426/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1404/2019 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2019 dags. 5. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5870/2019 dags. 10. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2430/2019 dags. 11. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3366/2018 dags. 14. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2190/2019 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-6454/2019 dags. 26. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1802/2019 dags. 10. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-132/2019 dags. 12. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-130/2019 dags. 12. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1564/2019 dags. 18. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3102/2019 dags. 19. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1559/2019 dags. 19. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3211/2019 dags. 26. mars 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5467/2019 dags. 31. mars 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1762/2019 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1131/2019 dags. 29. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1221/2020 dags. 8. maí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3207/2019 dags. 29. maí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7432/2019 dags. 10. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3890/2019 dags. 12. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2516/2016 dags. 19. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6196/2019 dags. 26. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2176/2019 dags. 26. júní 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3251/2018 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-251/2019 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2325/2020 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-388/2019 dags. 21. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6721/2019 dags. 17. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5324/2019 dags. 21. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5176/2019 dags. 21. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3033/2019 dags. 23. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-260/2019 dags. 23. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-989/2020 dags. 25. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6095/2019 dags. 30. september 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4147/2019 dags. 14. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1081/2020 dags. 20. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6882/2019 dags. 22. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3066/2019 dags. 22. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2761/2019 dags. 22. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3411/2015 dags. 27. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1776/2020 dags. 30. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3903/2019 dags. 30. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3902/2019 dags. 30. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4241/2019 dags. 10. nóvember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1074/2020 dags. 19. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2567/2020 dags. 30. nóvember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2571/2019 dags. 3. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4547/2020 dags. 4. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1671/2020 dags. 4. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6830/2020 dags. 15. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5178/2019 dags. 17. desember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1775/2020 dags. 22. desember 2020[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6401/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5177/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2190/2020 dags. 15. janúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3381/2020 dags. 5. febrúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3065/2019 dags. 8. febrúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3209/2019 dags. 24. febrúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-6440/2019 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-984/2020 dags. 1. mars 2021[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1007/2020 dags. 1. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2581/2020 dags. 10. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3197/2019 dags. 12. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-578/2020 dags. 17. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6372/2020 dags. 19. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-555/2019 dags. 23. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8237/2020 dags. 24. mars 2021[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R-1900/2021 dags. 5. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2191/2020 dags. 6. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1889/2020 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2968/2020 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6198/2019 dags. 12. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7629/2020 dags. 23. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2720/2017 dags. 28. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5991/2020 dags. 3. maí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1364/2020 dags. 12. maí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7099/2020 dags. 25. maí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5896/2020 dags. 3. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-466/2020 dags. 4. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6573/2020 dags. 15. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2712/2020 dags. 16. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5636/2019 dags. 16. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5637/2019 dags. 16. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3682/2020 dags. 21. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5333/2019 dags. 24. júní 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5645/2020 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8252/2020 dags. 14. júlí 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5637/2020 dags. 11. ágúst 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3025/2020 dags. 16. september 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1370/2021 dags. 20. september 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6078/2020 dags. 27. september 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-604/2020 dags. 1. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4332/2020 dags. 4. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-715/2021 dags. 7. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6378/2020 dags. 18. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-232/2021 dags. 22. október 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-8272/2020 dags. 11. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3205/2020 dags. 16. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1754/2021 dags. 22. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7988/2020 dags. 26. nóvember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3223/2021 dags. 3. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3844/2021 dags. 6. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1852/2021 dags. 17. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2669/2020 dags. 22. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2668/2020 dags. 22. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2667/2020 dags. 22. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3895/2021 dags. 10. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-903/2021 dags. 14. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2070/2020 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4159/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3513/2021 dags. 28. janúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2934/2021 dags. 4. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3786/2018 dags. 4. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3273/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2935/2021 dags. 3. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-506/2021 dags. 9. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2021 dags. 24. mars 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4661/2021 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4941/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2229/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6521/2020 dags. 19. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3541/2021 dags. 26. apríl 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2019 dags. 11. maí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3930/2021 dags. 16. maí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4921/2021 dags. 30. maí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2470/2021 dags. 31. maí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3963/2018 dags. 2. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5130/2021 dags. 2. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4024/2021 dags. 2. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2021 dags. 2. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4160/2021 dags. 3. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1762/2021 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4574/2021 dags. 12. júlí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5409/2021 dags. 15. júlí 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5658/2021 dags. 5. september 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5283/2021 dags. 6. september 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5843/2021 dags. 27. september 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4881/2021 dags. 3. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4043/2021 dags. 11. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-264/2022 dags. 12. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-351/2022 dags. 13. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-3394/2022 dags. 20. október 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3001/2022 dags. 7. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1568/2022 dags. 15. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3921/2021 dags. 15. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5219/2021 dags. 16. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1405/2022 dags. 21. nóvember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5962/2021 dags. 29. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1489/2022 dags. 2. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2656/2021 dags. 9. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-477/2022 dags. 15. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3682/2020 dags. 20. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1296/2022 dags. 20. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2307/2021 dags. 22. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3523/2021 dags. 5. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1864/2022 dags. 6. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5129/2021 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4756/2021 dags. 13. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-232/2022 dags. 26. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5931/2021 dags. 7. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5877/2021 dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-388/2022 dags. 28. febrúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3326/2021 dags. 8. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5413/2021 dags. 9. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1116/2022 dags. 9. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-582/2021 dags. 10. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1863/2022 dags. 16. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4146/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2475/2022 dags. 28. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1693/2022 dags. 28. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4425/2022 dags. 31. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4023/2022 dags. 14. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3645/2022 dags. 14. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4760/2022 dags. 21. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1786/2022 dags. 21. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5978/2022 dags. 25. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-181/2022 dags. 27. apríl 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3847/2022 dags. 15. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1029/2023 dags. 23. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4837/2022 dags. 23. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-998/2022 dags. 31. maí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-539/2023 dags. 22. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3024/2022 dags. 23. júní 2023[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-267/2022 dags. 23. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4485/2022 dags. 29. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4754/2022 dags. 30. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2448/2022 dags. 30. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2378/2022 dags. 30. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3738/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3735/2022 dags. 14. júlí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2646/2022 dags. 29. september 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1629/2023 dags. 3. október 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-102/2023 dags. 2. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1161/2023 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-3162/2023 dags. 20. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1403/2023 dags. 22. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1858/2021 dags. 22. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3963/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1612/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5415/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1722/2023 dags. 30. nóvember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1163/2023 dags. 5. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1297/2023 dags. 5. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4327/2022 dags. 12. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2665/2023 dags. 14. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4427/2023 dags. 20. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5488/2023 dags. 21. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5794/2023 dags. 21. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5894/2022 dags. 22. desember 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2736/2023 dags. 4. janúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3962/2023 dags. 5. janúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3149/2022 dags. 2. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4081/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2012/2023 dags. 6. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2923/2023 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-5580/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3713/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-6091/2022 dags. 12. mars 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3701/2023 dags. 12. mars 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2498/2023 dags. 14. mars 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-6066/2023 dags. 15. mars 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2953/2023 dags. 8. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4088/2023 dags. 9. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4044/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4067/2023 dags. 12. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6026/2023 dags. 23. apríl 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6120/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5807/2023 dags. 11. júní 2024[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4045/2023 dags. 12. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-222/2006 dags. 20. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-285/2005 dags. 3. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-185/2005 dags. 28. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-122/2005 dags. 5. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-498/2005 dags. 18. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-600/2005 dags. 29. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-499/2005 dags. 14. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-493/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-495/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-494/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-491/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-490/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-489/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-488/2005 dags. 17. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-486/2005 dags. 23. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-534/2005 dags. 10. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-532/2005 dags. 21. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-487/2005 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-13/2006 dags. 15. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-543/2006 dags. 14. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-542/2006 dags. 14. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-148/2006 dags. 31. júlí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-723/2006 dags. 27. september 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. T-3/2007 dags. 22. október 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. A-5/2008 dags. 18. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-655/2007 dags. 18. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-322/2008 dags. 8. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-261/2008 dags. 28. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-732/2008 dags. 11. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-550/2008 dags. 12. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-13/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-12/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-83/2008 dags. 6. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-72/2006 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-913/2008 dags. 2. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-350/2009 dags. 23. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-602/2009 dags. 21. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-1052/2009 dags. 13. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-1051/2009 dags. 13. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-156/2009 dags. 9. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-121/2011 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-116/2011 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-112/2011 dags. 14. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-74/2010 dags. 2. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-483/2010 dags. 3. nóvember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-250/2011 dags. 9. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-383/2011 dags. 22. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-72/2012 dags. 13. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-66/2012 dags. 10. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-84/2012 dags. 25. maí 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. Y-1/2012 dags. 21. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-611/2010 dags. 27. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-203/2012 dags. 8. febrúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-365/2012 dags. 3. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-279/2011 dags. 18. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-164/2012 dags. 17. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-250/2013 dags. 4. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-113/2014 dags. 18. maí 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-158/2015 dags. 17. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. X-4/2015 dags. 23. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-161/2015 dags. 21. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-158/2015 dags. 25. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-202/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-182/2018 dags. 10. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-72/2018 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-188/2019 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-208/2019 dags. 25. nóvember 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-157/2018 dags. 15. janúar 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-750/2019 dags. 5. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-553/2022 dags. 27. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-552/2022 dags. 27. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-363/2022 dags. 11. júlí 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-198/2003 dags. 9. febrúar 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. T-1/2007 dags. 24. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-7/2008 dags. 2. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-9/2008 dags. 2. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-71/2008 dags. 29. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-42/2009 dags. 8. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-17/2009 dags. 23. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-17/2009 dags. 26. maí 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-20/2010 dags. 30. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-36/2013 dags. 22. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-37/2014 dags. 14. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-48/2015 dags. 26. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-16/2017 dags. 10. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-10/2019 dags. 27. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. S-212/2020 dags. 11. maí 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-62/2006 dags. 15. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-437/2007 dags. 15. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-397/2007 dags. 21. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-97/2008 dags. 26. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-13/2008 dags. 26. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-12/2008 dags. 26. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-250/2008 dags. 19. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-445/2008 dags. 6. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-320/2009 dags. 24. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-319/2009 dags. 24. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-111/2010 dags. 20. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-107/2010 dags. 20. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-122/2010 dags. 4. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-116/2010 dags. 4. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-133/2010 dags. 20. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-117/2010 dags. 20. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-427/2010 dags. 14. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-30/2012 dags. 31. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-134/2013 dags. 20. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-68/2014 dags. 27. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-48/2013 dags. 24. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-142/2015 dags. 6. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-132/2015 dags. 28. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-66/2017 dags. 10. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-64/2017 dags. 6. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-6/2019 dags. 14. júlí 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-19/2019 dags. 14. október 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-78/2017 dags. 28. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-76/2017 dags. 28. apríl 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-289/2020 dags. 2. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-125/2020 dags. 10. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-124/2020 dags. 10. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-123/2020 dags. 10. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-122/2020 dags. 10. júní 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-86/2018 dags. 29. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-85/2018 dags. 29. desember 2022[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-14/2019 dags. 24. janúar 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-74/2022 dags. 9. mars 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-120/2022 dags. 8. júní 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-60/2022 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. S-111/2023 dags. 19. júlí 2023[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-216/2022 dags. 31. október 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd barnaverndarmála

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 28/2012 dags. 10. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 1/2015 dags. 10. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 17/2015 dags. 19. ágúst 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 33/2011 dags. 11. janúar 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd húsamála

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 4/2010 dags. 28. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 91/2013 dags. 2. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 70/2013 dags. 10. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 71/2013 dags. 10. apríl 2014 (1)[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 71/2013 dags. 10. apríl 2014 (2)[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 72/2013 dags. 5. maí 2014[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 1/2015 dags. 26. febrúar 2015[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 57/2015 dags. 22. júní 2016[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 13/2016 dags. 15. nóvember 2016[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 35/2016 dags. 15. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 56/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 66/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 34/2020 dags. 3. júlí 2020[HTML]

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. í máli nr. 85/2020 dags. 3. desember 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd jafnréttismála

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/1998 dags. 24. febrúar 1999[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 15/2003 dags. 24. ágúst 2004[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. í máli nr. 15/2004 dags. 11. apríl 2005[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 14/2006 dags. 16. apríl 2007[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 1/2007 dags. 15. júní 2007[HTML]

Álit Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 9/2007 dags. 29. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 8/2020 dags. 21. október 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útboðsmála

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2005 dags. 19. september 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2006 dags. 22. maí 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2006 dags. 16. ágúst 2006[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2009 dags. 23. mars 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2009 dags. 16. júní 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2009 dags. 16. júní 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 5/2010 dags. 10. júní 2010[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2010 dags. 15. júní 2010[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2010 dags. 19. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2010 dags. 17. febrúar 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 35/2010B dags. 28. október 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2011 dags. 31. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2012 dags. 16. maí 2012[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 31/2012 dags. 31. október 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2011 dags. 20. desember 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 30/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 31/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2014 dags. 12. ágúst 2014[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2014 dags. 28. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2014 dags. 17. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2014 dags. 27. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 1/2015 dags. 29. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2015 dags. 21. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2015 dags. 7. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2016 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 3/2017 dags. 25. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2017 dags. 4. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2018 dags. 27. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 7/2019 dags. 11. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2018 dags. 28. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2020 dags. 1. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 42/2020 dags. 12. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 47/2020 dags. 12. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 41/2021 dags. 4. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 39/2021 dags. 4. apríl 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 39/2022 dags. 16. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2022 dags. 16. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2022 dags. 16. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2022 dags. 20. desember 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í málum nr. 46/2022 o.fl. dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 39/2022 dags. 27. mars 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2023 dags. 19. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í málum nr. 46/2022 o.fl. dags. 3. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2023 dags. 24. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2023 dags. 25. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 44/2023 dags. 19. febrúar 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2015 dags. 23. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2015 dags. 19. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 14/2015 dags. 19. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2015 dags. 25. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2015 dags. 9. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2015 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2015 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2015 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2015 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2015 dags. 15. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2015 dags. 13. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2015 dags. 13. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 68/2015 dags. 29. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2015 dags. 29. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2015 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2015 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2015 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2015 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2015 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2015 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2015 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2015 dags. 29. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2015 dags. 6. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 91/2015 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2015 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 121/2015 dags. 19. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2015 dags. 9. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2015 dags. 9. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 139/2015 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2015 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 141/2015 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2015 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2015 dags. 6. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2015 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2015 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2015 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2015 dags. 5. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2015 dags. 9. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2015 dags. 17. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2015 dags. 17. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 174/2015 dags. 17. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2015 dags. 25. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2015 dags. 2. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2015 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2015 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2015 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2015 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2015 dags. 9. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2015 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2015 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2015 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2015 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2015 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2015 dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2016 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2016 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2016 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2016 dags. 7. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2016 dags. 16. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 19/2016 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2016 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 14/2016 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2016 dags. 21. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2017 dags. 26. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2016 dags. 28. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2016 dags. 1. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2016 dags. 1. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2016 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2016 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2016 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2016 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2016 dags. 11. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2016 dags. 11. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2016 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 50/2016 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 56/2016 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 57/2016 dags. 16. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2016 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 76/2016 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2016 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2016 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2016 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2016 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2016 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2016 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2016 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2016 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2016 dags. 1. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 151/2016 dags. 3. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2016 dags. 8. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 91/2016 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 100/2016 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2016 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2016 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2016 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2016 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2016 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 60/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2016 dags. 22. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2016 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 119/2016 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2016 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 121/2016 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2016 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2016 dags. 5. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2016 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2016 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2016 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2016 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2016 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 129/2016 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 137/2016 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 136/2016 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 141/2016 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2016 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2016 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2016 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2016 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 90/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 150/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 143/2016 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2016 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 155/2016 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 156/2016 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2016 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2016 dags. 10. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2016 dags. 17. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2016 dags. 17. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2016 dags. 17. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 169/2016 dags. 17. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2016 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2016 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2016 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2016 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2016 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2016 dags. 7. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2016 dags. 7. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2016 dags. 14. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2016 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2016 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2016 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2016 dags. 21. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2016 í máli nr. KNU16030046 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2016 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2016 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2016 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 240/2016 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 241/2016 dags. 28. júní 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2016 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2016 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2016 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2016 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2016 dags. 5. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 255/2016 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2016 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2016 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 267/2016 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2016 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2016 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2016 dags. 28. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 170/2016 dags. 17. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2016 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2016 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2016 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2016 dags. 18. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 286/2016 dags. 25. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2015 dags. 26. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 276/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 285/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 275/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 289/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 288/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 305/2016 dags. 8. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2016 dags. 8. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 303/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 319/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2016 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2016 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2016 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 323/2016 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2016 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2016 dags. 29. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 344/2016 dags. 30. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2016 dags. 30. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2016 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 327/2016 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2016 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2016 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2016 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2016 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2016 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2016 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 335/2016 dags. 4. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2016 dags. 6. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2016 dags. 6. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 361/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 354/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 353/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 358/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 359/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 382/2016 dags. 17. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2016 dags. 17. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 371/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 375/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 373/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 366/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 370/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 388/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2016 í máli nr. KNU16060031 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2016 dags. 18. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 390/2016 dags. 21. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2016 dags. 21. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2016 dags. 24. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2016 dags. 25. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2016 dags. 25. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2016 dags. 25. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2016 dags. 26. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2016 dags. 26. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 402/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 398/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2016 dags. 27. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 409/2016 dags. 2. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2016 dags. 2. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 411/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 421/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 446/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 423/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 449/2016 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 440/2016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 441/2016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 453/2016 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2016 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2016 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 450/2016 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2016 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 380/2016 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 475/2016 dags. 22. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 460/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 456/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 477/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2016 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 493/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 491/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 492/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 490/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 502/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 504/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 565/2016 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2016 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2016 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 537/2016 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2016 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2016 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 523/2016 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2016 dags. 13. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2016 í máli nr. KNU16100027 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 538/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 543/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 544/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 546/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 545/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 547/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 517/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2016 dags. 17. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 549/2016 dags. 17. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 559/2016 í máli nr. KNU16100062 dags. 22. desember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2017 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2017 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2017 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2017 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2017 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2017 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 27/2017 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2017 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2017 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2017 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 28/2017 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2017 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2017 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2017 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2017 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2017 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2017 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2017 dags. 27. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2017 dags. 27. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 59/2017 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 58/2017 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2017 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 57/2017 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 56/2017 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 60/2017 dags. 31. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 64/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2017 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2017 dags. 7. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2017 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2017 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2017 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2017 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2017 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2017 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2017 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 96/2017 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 99/2017 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 88/2017 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 84/2017 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2017 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2017 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 100/2017 í máli nr. KNU16110079 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2017 í máli nr. KNU16120046 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2017 í máli nr. KNU16120050 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2017 í máli nr. KNU16120041 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2017 í máli nr. KNU16120002 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2017 í máli nr. KNU16120069 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2017 í máli nr. KNU16110069 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2017 í máli nr. KNU16120044 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2017 í máli nr. KNU16120047 dags. 14. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2017 í máli nr. KNU16110051 dags. 16. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2017 í máli nr. KNU16110001 dags. 16. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 121/2017 í máli nr. KNU16090015 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 119/2017 í máli nr. KNU16100029 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2017 í máli nr. KNU17010008 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2017 í máli nr. KNU17010009 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2017 í máli nr. KNU16070006 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2017 í máli nr. KNU16120079 dags. 2. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2017 í máli nr. KNU16120078 dags. 2. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2017 í máli nr. KNU16120083 dags. 3. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2017 í máli nr. KNU16120082 dags. 3. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2017 í máli nr. KNU17010004 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2017 í máli nr. KNU17010005 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2017 í máli nr. KNU17010001 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2017 í máli nr. KNU17020015 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2017 í máli nr. KNU17020014 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2017 í máli nr. KNU16120066 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 139/2017 í máli nr. KNU16120059 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 144/2017 í máli nr. KNU16120043 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2017 í máli nr. KNU17020016 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2017 í máli nr. KNU17020008 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2017 í máli nr. KNU16090071 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2017 í máli nr. KNU16100010 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2017 í máli nr. KNU16080027 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2017 í máli nr. KNU16110057 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2017 í máli nr. KNU16110058 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 167/2017 í máli nr. KNU16090048 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 25/2017 í máli nr. KNU16090053 dags. 23. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 170/2017 í máli nr. KNU17030010 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2017 í máli nr. KNU17020017 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2017 í máli nr. KNU17020031 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2017 í máli nr. KNU17020054 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2017 í máli nr. KNU16120058 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2017 í máli nr. KNU17030019 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2017 í máli nr. KNU17020035 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2017 í máli nr. KNU17020038 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2017 í máli nr. KNU17010017 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2017 í máli nr. KNU17010016 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2017 í máli nr. KNU17020037 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2017 í máli nr. KNU17020003 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2017 í máli nr. KNU17010018 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2017 í máli nr. KNU16080028 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2017 í máli nr. KNU16110067 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2017 í máli nr. KNU16100003 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2017 í máli nr. KNU17020039 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2017 í máli nr. KNU17020057 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2017 í máli nr. KNU17020056 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2017 í máli nr. KNU17020051 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2017 í máli nr. KNU17020042 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 193/2017 í máli nr. KNU17020045 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2017 í máli nr. KNU17020043 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2017 í máli nr. KNU17020041 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2017 í máli nr. KNU17020040 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2017 í máli nr. KNU16110043 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2017 í máli nr. KNU17030023 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2017 í máli nr. KNU17030016 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2017 í máli nr. KNU17020032 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2017 í máli nr. KNU17020033 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 224/2017 í máli nr. KNU16110025 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 240/2017 í máli nr. KNU17030011 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2017 í máli nr. KNU17030060 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2017 í máli nr. KNU17030041 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 215/2017 í máli nr. KNU17020049 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 216/2017 í máli nr. KNU17020050 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2017 í máli nr. KNU17030001 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2017 í máli nr. KNU16110024 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 225/2017 í máli nr. KNU16110026 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2017 í máli nr. KNU16110018 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2017 í máli nr. KNU17020001 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 204/2017 í máli nr. KNU17030018 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2017 í máli nr. KNU17020059 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2017 í máli nr. KNU16100023 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2017 í máli nr. KNU17030021 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2017 í máli nr. KNU17030020 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2017 í máli nr. KNU17020052 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2017 í máli nr. KNU17030022 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2017 í máli nr. KNU17020058 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2017 í máli nr. KNU17030026 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2017 í máli nr. KNU17030027 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2017 í máli nr. KNU16100045 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2017 í máli nr. KNU16100044 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 259/2017 í máli nr. KNU17030055 dags. 9. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2017 í máli nr. KNU17030014 dags. 9. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 263/2017 í máli nr. KNU17030043 dags. 9. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 262/2017 í máli nr. KNU17030012 dags. 9. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2017 í máli nr. KNU17030028 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2017 í máli nr. KNU17030029 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2017 í máli nr. KNU17030033 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 280/2017 í máli nr. KNU17030034 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2017 í máli nr. KNU17030035 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2017 í máli nr. KNU17030036 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2017 í máli nr. KNU17030037 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2017 í máli nr. KNU17030005 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2017 í máli nr. KNU17040021 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5287/2017 í máli nr. KNU17040044 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2017 í máli nr. KNU17040018 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 294/2017 í máli nr. KNU17030063 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2017 í máli nr. KNU17040024 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2017 í máli nr. KNU17040008 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 293/2017 í máli nr. KNU17040019 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2017 í máli nr. KNU17040020 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2017 í máli nr. KNU17040027 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2017 í máli nr. KNU17040028 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 286/2017 í máli nr. KNU17030025 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 299/2017 í máli nr. KNU17030056 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2017 í máli nr. KNU17020007 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 301/2017 í máli nr. KNU17040030 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2017 í máli nr. KNU17030031 dags. 26. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2017 í máli nr. KNU17040035 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2017 í máli nr. KNU17040034 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 308/2017 í máli nr. KNU17040046 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2017 í máli nr. KNU17040047 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 312/2017 í máli nr. KNU17040038 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2017 í máli nr. KNU17040037 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 310/2017 í máli nr. KNU17040010 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 309/2017 í máli nr. KNU17040009 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2017 í máli nr. KNU17040033 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 317/2017 í máli nr. KNU17050019 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2017 í máli nr. KNU17040043 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2017 í máli nr. KNU17050026 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2017 í máli nr. KNU17050028 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2017 í máli nr. KNU17040042 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2017 í máli nr. KNU17050011 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2017 í máli nr. KNU17050016 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 306/2017 í máli nr. KNU17030053 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 339/2017 í máli nr. KNU17040011 dags. 15. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 378/2017 í máli nr. KNU17060003 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2017 í máli nr. KNU17060004 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2017 í máli nr. KNU17040016 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2017 í máli nr. KNU17040045 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 303/2017 í máli nr. KNU17050008 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2017 í máli nr. KNU17050007 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2017 í máli nr. KNU17040017 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 373/2017 í máli nr. KNU17050025 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2017 í máli nr. KNU17050047 dags. 27. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2017 í máli nr. KNU17020076 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2017 í máli nr. KNU17020075 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2017 í máli nr. KNU17050042 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 354/2017 í máli nr. KNU17050041 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2017 í máli nr. KNU17040050 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 350/2017 í máli nr. KNU17040048 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2017 í máli nr. KNU17040049 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2017 í máli nr. KNU17050023 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 337/2017 í máli nr. KNU17030042 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 376/2017 í máli nr. KNU17030052 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2017 í máli nr. KNU17030051 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2017 í máli nr. KNU17060031 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2017 í máli nr. KNU17060032 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2017 í máli nr. KNU17050044 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2017 í máli nr. KNU17020048 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2017 í máli nr. KNU17050045 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2017 í máli nr. KNU17050032 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 402/2017 í máli nr. KNU17050043 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2017 í máli nr. KNU17060029 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2017 í máli nr. KNU17060050 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 411/2017 í máli nr. KNU17050030 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2017 í máli nr. KNU17050017 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 414/2017 í máli nr. KNU17020074 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2017 í máli nr. KNU17050021 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 410/2017 í máli nr. KNU17060007 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2017 í máli nr. KNU17050036 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2017 í máli nr. KNU17060058 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2017 í máli nr. KNU17060059 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2017 í máli nr. KNU17050006 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 421/2017 í máli nr. KNU17060008 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2017 í máli nr. KNU17060047 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2017 í máli nr. KNU17050039 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2017 í máli nr. KNU17050040 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 423/2017 í máli nr. KNU17050048 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2017 í máli nr. KNU17050049 dags. 10. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2017 í máli nr. KNU17060026 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 435/2017 í máli nr. KNU17060035 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2017 í máli nr. KNU17050056 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 434/2017 í máli nr. KNU17060062 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 432/2017 í máli nr. KNU17060039 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2017 í máli nr. KNU17060038 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 441/2017 í máli nr. KNU17060034 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 440/2017 í máli nr. KNU17070025 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2017 í máli nr. KNU17070004 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 446/2017 í máli nr. KNU17070013 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2017 í máli nr. KNU17070040 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2017 í máli nr. KNU17070010 dags. 15. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 448/2017 í máli nr. KNU17060033 dags. 22. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 461/2017 í máli nr. KNU17070002 dags. 22. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 462/2017 í máli nr. KNU17070001 dags. 22. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2017 í máli nr. KNU17070028 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2017 í máli nr. KNU17060073 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2017 í máli nr. KNU17060074 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 470/2017 í máli nr. KNU17050060 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2017 í máli nr. KNU17070038 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 481/2017 í máli nr. KNU17070043 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 482/2017 í máli nr. KNU17070042 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 437/2017 í máli nr. KNU17060011 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 474/2017 í máli nr. KNU17070056 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2017 í máli nr. KNU17050057 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 478/2017 í máli nr. KNU17070003 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2017 í máli nr. KNU17070060 dags. 7. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 495/2017 í máli nr. KNU17070061 dags. 7. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 492/2017 í máli nr. KNU17060065 dags. 7. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 514/2017 í máli nr. KNU17080023 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 491/2017 í máli nr. KNU17080022 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 512/2017 í máli nr. KNU17070011 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 489/2017 í máli nr. KNU17070015 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 488/2017 í máli nr. KNU17070014 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2017 í máli nr. KNU17070012 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2017 í máli nr. KNU17060049 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 509/2017 í máli nr. KNU17070037 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2017 í máli nr. KNU17060057 dags. 22. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 523/2017 í máli nr. KNU17060056 dags. 22. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2017 í máli nr. KNU17080021 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2017 í máli nr. KNU17080032 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 524/2017 í máli nr. KNU17080014 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2017 í máli nr. KNU17080031 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2017 í máli nr. KNU17080030 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 541/2017 í máli nr. KNU17090006 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 542/2017 í máli nr. KNU17090007 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2017 í máli nr. KNU17080020 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 544/2017 í máli nr. KNU17090017 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 543/2017 í máli nr. KNU17090016 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2017 í máli nr. KNU17090037 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 552/2017 í máli nr. KNU17070049 dags. 10. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2017 í máli nr. KNU17080037 dags. 10. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 566/2017 í máli nr. KNU17070005 dags. 17. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 567/2017 í máli nr. KNU17070006 dags. 17. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 580/2017 í máli nr. KNU17090040 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2017 í máli nr. KNU17080007 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 583/2017 í máli nr. KNU17080006 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 586/2017 í máli nr. KNU17070041 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 581/2017 í máli nr. KNU17070050 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 592/2017 í máli nr. KNU17070035 dags. 26. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 593/2017 í máli nr. KNU17070034 dags. 26. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 589/2017 í máli nr. KNU17080019 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 596/2017 í máli nr. KNU17090052 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 616/2017 í máli nr. KNU17090019 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 604/2017 í máli nr. KNU17080004 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 605/2017 í máli nr. KNU17090034 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 511/2017 í máli nr. KNU17060061 dags. 7. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 621/2017 í máli nr. KNU17090047 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 618/2017 í máli nr. KNU17100041 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 614/2017 í máli nr. KNU17100044 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 622/2017 í máli nr. KNU17090048 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 619/2017 í máli nr. KNU17100042 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 504/2017 í máli nr. KNU17060042 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 569/2017 í máli nr. KNU17070031 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 640/2017 í máli nr. KNU17100056 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 650/2017 í máli nr. KNU17100028 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 610/2017 í máli nr. KNU17090045 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 611/2017 í máli nr. KNU17090044 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 608/2017 í máli nr. KNU17090028 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 609/2017 í máli nr. KNU17090029 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 633/2017 í máli nr. KNU17090038 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 636/2017 í máli nr. KNU17090026 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 645/2017 í máli nr. KNU17090039 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 638/2017 í máli nr. KNU17100064 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 637/2017 í máli nr. KNU17100063 dags. 21. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 617/2017 í máli nr. KNU17070044 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 646/2017 í máli nr. KNU17100051 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 647/2017 í máli nr. KNU17100003 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 639/2017 í máli nr. KNU17110001 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 657/2017 í máli nr. KNU17100040 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 670/2017 í máli nr. KNU17090035 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 668/2017 í máli nr. KNU17090033 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 660/2017 í máli nr. KNU17100047 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 674/2017 í máli nr. KNU17100029 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 666/2017 í máli nr. KNU17100016 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 597/2017 í máli nr. KNU17100007 dags. 7. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 662/2017 í máli nr. KNU17100031 dags. 7. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 672/2017 í máli nr. KNU17070053 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 699/2017 í máli nr. KNU17110051 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 689/2017 í máli nr. KNU17110033 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 697/2017 í máli nr. KNU17120001 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 693/2017 í máli nr. KNU17110057 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 687/2017 í máli nr. KNU17110048 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 676/2017 í máli nr. KNU17090053 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 691/2017 í máli nr. KNU17110064 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 698/2017 í máli nr. KNU17120003 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 686/2017 í máli nr. KNU17090046 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 679/2017 í máli nr. KNU17100023 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 673/2017 í máli nr. KNU17110004 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 700/2017 í máli nr. KNU17110044 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 682/2017 í máli nr. KNU17100046 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 688/2017 í máli nr. KNU17090027 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 692/2017 í máli nr. KNU17110009 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 701/2017 í máli nr. KNU17120012 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 694/2017 í máli nr. KNU17110058 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 696/2017 í máli nr. KNU17110065 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 695/2017 í máli nr. KNU17110060 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 702/2017 í máli nr. KNU17110034 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 690/2017 í máli nr. KNU17110032 dags. 12. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 667/2017 í máli nr. KNU17110021 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 675/2017 í máli nr. KNU17110022 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 615/2017 í máli nr. KNU17100045 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 683/2017 í máli nr. KNU17070054 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 716/2017 í máli nr. KNU17120016 dags. 21. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2018 í máli nr. KNU17110007 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2018 í máli nr. KNU17110008 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2018 í máli nr. KNU17120004 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2018 í máli nr. KNU17120020 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 8/2018 í máli nr. KNU17110052 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2018 í máli nr. KNU17120049 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2018 í máli nr. KNU17100049 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2018 í máli nr. KNU17120033 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 21/2018 í máli nr. KNU17120035 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 9/2018 í máli nr. KNU17100048 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2018 í máli nr. KNU17120034 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2018 í máli nr. KNU17120036 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2018 í máli nr. KNU17100017 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 18/2018 í máli nr. KNU17120018 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2018 í máli nr. KNU17120011 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2018 í máli nr. KNU17120010 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2018 í máli nr. KNU17110040 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 27/2018 í máli nr. KNU17110042 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2018 í máli nr. KNU17120050 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2018 í máli nr. KNU17120039 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2018 í máli nr. KNU17120025 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2018 í máli nr. KNU17120022 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2018 í máli nr. KNU17100059 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2018 í máli nr. KNU17120021 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2018 í máli nr. KNU17120038 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2018 í máli nr. KNU17110043 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2018 í máli nr. KNU17120009 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2018 í máli nr. KNU18010001 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2018 í máli nr. KNU17120059 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2018 í máli nr. KNU17120031 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2018 í máli nr. KNU17100075 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 71/2018 í máli nr. KNU17100066 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2017 í máli nr. KNU17100060 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2018 í máli nr. KNU17100014 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2018 í máli nr. KNU17120017 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 64/2018 í máli nr. KNU18010002 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2017 í máli nr. KNU17120017 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2018 í máli nr. KNU17110055 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2018 í máli nr. KNU17120060 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2018 í máli nr. KNU18010003 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2018 í máli nr. KNU17110054 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2018 í máli nr. KNU17110056 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2018 í máli nr. KNU17100062 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2018 í máli nr. KNU17120014 dags. 15. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 91/2018 í máli nr. KNU17100004 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2018 í máli nr. KNU18010020 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2018 í máli nr. KNU17100005 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2018 í máli nr. KNU18010030 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2018 í máli nr. KNU17120042 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2018 í máli nr. KNU17120055 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2018 í máli nr. KNU18020001 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 96/2018 í máli nr. KNU17120047 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 90/2018 í máli nr. KNU18020002 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2018 í máli nr. KNU17120043 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2018 í máli nr. KNU17120024 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2018 í máli nr. KNU17120048 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2018 í máli nr. KNU17120046 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2018 í máli nr. KNU17120054 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 99/2018 í máli nr. KNU17120007 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2018 í máli nr. KNU18010012 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2018 í máli nr. KNU18020003 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 100/2018 í máli nr. KNU17120008 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2018 í máli nr. KNU18010011 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2018 í máli nr. KNU18010016 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2018 í máli nr. KNU18010035 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2018 í máli nr. KNU18010024 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2018 í máli nr. KNU18020006 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2018 í máli nr. KNU18010031 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2018 í máli nr. KNU18020012 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2018 í máli nr. KNU18020042 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 105/2018 í máli nr. KNU18020013 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2018 í máli nr. KNU18010029 dags. 6. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 114/2018 í máli nr. KNU18020033 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2018 í máli nr. KNU18020016 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2018 í máli nr. KNU18010022 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 117/2018 í máli nr. KNU18010023 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2018 í máli nr. KNU18010027 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 144/2018 í máli nr. KNU18020020 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2018 í máli nr. KNU18010033 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2018 í máli nr. KNU18020032 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2018 í máli nr. KNU18020030 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 143/2018 í máli nr. KNU18010026 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2018 í máli nr. KNU18010025 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2018 í máli nr. KNU18020023 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 139/2018 í máli nr. KNU18010028 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2018 í máli nr. KNU18020029 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2018 í máli nr. KNU17120045 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2018 í máli nr. KNU17110031 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2018 í máli nr. KNU18020004 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 150/2018 í máli nr. KNU18020028 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 141/2018 í máli nr. KNU18020005 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2018 í máli nr. KNU18020038 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 151/2018 í máli nr. KNU18020014 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2018 í máli nr. KNU17120023 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 155/2018 í máli nr. KNU18010005 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2018 í máli nr. KNU18020036 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2018 í máli nr. KNU18020040 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2018 í máli nr. KNU18010006 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2018 í máli nr. KNU18020060 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2018 í máli nr. KNU18020018 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2018 í máli nr. KNU18020008 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 173/2018 í máli nr. KNU18020019 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2018 í máli nr. KNU18010034 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2018 í máli nr. KNU18020059 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2018 í máli nr. KNU18020022 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2018 í máli nr. KNU18020011 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2018 í máli nr. KNU18020009 dags. 10. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 174/2018 í málum nr. KNU18020035 o.fl. dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2018 í máli nr. KNU18020039 dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2018 í máli nr. KNU18020045 dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2018 í máli nr. KNU18020055 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2018 í máli nr. KNU18020037 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2018 í máli nr. KNU18020070 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2018 í máli nr. KNU18030015 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2018 í máli nr. KNU18020074 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 204/2018 í málum nr. KNU18020053 o.fl. dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2018 í máli nr. KNU18030021 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2018 í máli nr. KNU18030007 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2018 í málum nr. KNU18020067 o.fl. dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 201/2018 í máli nr. KNU18020031 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 203/2018 í máli nr. KNU18030024 dags. 24. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 212/2018 í máli nr. KNU18020065 dags. 3. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2018 í máli nr. KNU18030003 dags. 3. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 213/2018 í málum nr. KNU18020049 o.fl. dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 217/2018 í máli nr. KNU18030032 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 208/2018 í máli nr. KNU18020041 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2018 í máli nr. KNU18030026 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 215/2018 í máli nr. KNU18040038 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 224/2018 í máli nr. KNU18030014 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 218/2018 í máli nr. KNU18040024 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 216/2018 í málum nr. KNU18040018 o.fl. dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2018 í máli nr. KNU18030006 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 228/2018 í máli nr. KNU18020078 dags. 17. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 230/2018 í máli nr. KNU18020066 dags. 17. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2018 í máli nr. KNU18030005 dags. 24. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2018 í máli nr. KNU18030004 dags. 24. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2018 í máli nr. KNU18040009 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2018 í máli nr. KNU18040020 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 237/2018 í máli nr. KNU18030034 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2018 í máli nr. KNU18020058 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2018 í máli nr. KNU18030029 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2018 í máli nr. KNU18030013 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2018 í máli nr. KNU18040037 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2018 í máli nr. KNU18040036 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2018 í máli nr. KNU18040054 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 221/2018 í máli nr. KNU18020044 dags. 29. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2018 í máli nr. KNU18050001 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 268/2018 í máli nr. KNU18040011 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2018 í máli nr. KNU18050035 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 267/2018 í máli nr. KNU18050021 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2018 í máli nr. KNU18040035 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2018 í máli nr. KNU18040048 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2018 í máli nr. KNU18050024 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2018 í máli nr. KNU18030020 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2018 í máli nr. KNU18040021 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 265/2018 í máli nr. KNU18020073 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2018 í máli nr. KNU18050003 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 271/2018 í máli nr. KNU18050002 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 280/2018 í máli nr. KNU18040017 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2018 í máli nr. KNU18050053 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2018 í máli nr. KNU18040016 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 275/2018 í málum nr. KNU18040052 o.fl. dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2018 í máli nr. KNU18040051 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2018 í málum nr. KNU18040014 o.fl. dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 299/2018 í máli nr. KNU18050046 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2018 í máli nr. KNU18050052 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 293/2018 í máli nr. KNU18050065 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2018 í máli nr. KNU18050050 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 289/2018 í máli nr. KNU18050004 dags. 21. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 301/2018 í málum nr. KNU18040007 o.fl. dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 303/2018 í máli nr. KNU18040006 dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 306/2018 í máli nr. KNU18040022 dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 302/2018 í máli nr. KNU18040005 dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 305/2018 í máli nr. KNU18040023 dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2018 í máli nr. KNU18060001 dags. 28. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 321/2018 í máli nr. KNU18040050 dags. 12. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 287/2018 í máli nr. KNU18050025 dags. 12. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2018 í máli nr. KNU1800026 dags. 19. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2018 í máli nr. KNU18020069 dags. 19. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2018 í máli nr. KNU18070002 dags. 23. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2018 í málum nr. KNU18050061 o.fl. dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2018 í málum nr. KNU18050048 o.fl. dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 311/2018 í máli nr. KNU18050051 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2018 í máli nr. KNU18050058 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2018 í máli nr. KNU18050028 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 339/2018 í máli nr. KNU18050045 dags. 26. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2018 í máli nr. KNU18050020 dags. 31. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2018 í málum nr. KNU18050012 o.fl. dags. 31. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2018 í máli nr. KNU18060012 dags. 2. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2018 í máli nr. KNU18060013 dags. 3. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2018 í máli nr. KNU18060032 dags. 3. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 347/2018 í máli nr. KNU18060010 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2018 í máli nr. KNU18050056 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2018 í máli nr. KNU18060031 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2018 í máli nr. KNU18060011 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2018 í máli nr. KNU18060006 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 346/2018 í máli nr. KNU18050013 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2018 í máli nr. KNU18060007 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 348/2018 í málum nr. KNU18070037 o.fl. dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 344/2018 í máli nr. KNU18060008 dags. 9. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 350/2018 í máli nr. KNU18050018 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 354/2018 í máli nr. KNU18060009 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2018 í máli nr. KNU18030028 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2018 í máli nr. KNU18060016 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2018 í máli nr. KNU18050019 dags. 16. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2018 í máli nr. KNU18040049 dags. 17. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 358/2018 í máli nr. KNU18060024 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2018 í máli nr. KNU18060023 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 359/2018 í máli nr. KNU18070041 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2018 í máli nr. KNU18060028 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2018 í máli nr. KNU18050057 dags. 23. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2018 í máli nr. KNU18050036 dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 363/2018 í máli nr. KNU18070018 dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2018 í máli nr. KNU18050063 dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 361/2018 í málum nr. KNU18070010 o.fl. dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 366/2018 í máli nr. KNU18070031 dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2018 í máli nr. KNU18070012 dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2018 í máli nr. KNU18060040 dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2018 í málum nr. KNU18050066 o.fl. dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 375/2018 í máli nr. KNU18070015 dags. 10. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2018 í máli nr. KNU18060047 dags. 18. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2018 í máli nr. KNU18060037 dags. 18. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2018 í máli nr. KNU18070034 dags. 20. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2018 í máli nr. KNU18050047 dags. 20. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 378/2018 í málum nr. KNU18070028 o.fl. dags. 20. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2018 í máli nr. KNU18070021 dags. 25. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2018 í máli nr. KNU18080029 dags. 26. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 393/2018 í málum nr. KNU18080001 o.fl. dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 388/2018 í málum nr. KNU18070042 o.fl. dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2018 í máli nr. KNU18070001 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2018 í máli nr. KNU18060036 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 390/2018 í máli nr. KNU18060021 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2018 í máli nr. KNU18060025 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 391/2018 í máli nr. KNU18080019 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2018 í máli nr. KNU18070022 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2018 í máli nr. KNU18070005 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2018 í máli nr. KNU18060033 dags. 27. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 398/2018 í máli nr. KNU18080005 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 404/2018 í máli nr. KNU18070017 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2018 í máli nr. KNU18070030 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 410/2018 í máli nr. KNU18090003 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2018 í máli nr. KNU18080025 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2018 í máli nr. KNU18090002 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2018 í málum nr. KNU18090004 o.fl. dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2018 í máli nr. KNU18080020 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 414/2018 í máli nr. KNU18080014 dags. 9. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 436/2018 í máli nr. KNU18090024 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2018 í máli nr. KNU18070032 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2018 í máli nr. KNU18090035 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 435/2018 í máli nr. KNU18090025 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 441/2018 í máli nr. KNU18070039 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 434/2018 í máli nr. KNU18080012 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2018 í máli nr. KNU18090011 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 437/2018 í máli nr. KNU18080003 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2018 í máli nr. KNU18070040 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 449/2018 í máli nr. KNU18060049 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2018 í máli nr. KNU18090028 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2018 í máli nr. KNU18080004 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2018 í máli nr. KNU18090015 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 446/2018 í máli nr. KNU18090022 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2018 í máli nr. KNU18090012 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2018 í máli nr. KNU18080022 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2018 í máli nr. KNU18090023 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2018 í máli nr. KNU18080033 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 448/2018 í málum nr. KNU18090032 o.fl. dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 458/2018 í málum nr. KNU18060043 o.fl. dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2018 í máli nr. KNU18090018 dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 459/2018 í máli nr. KNU18070019 dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2018 í máli nr. KNU18100019 dags. 5. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 465/2018 í máli nr. KNU18090043 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2018 í málum nr. KNU18100023 o.fl. dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2018 í máli nr. KNU18090041 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 466/2018 í máli nr. KNU18100003 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 472/2018 í máli nr. KNU18090033 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2018 í máli nr. KNU18090046 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 475/2018 í máli nr. KNU18100061 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 460/2018 í máli nr. KNU18090038 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2018 í máli nr. KNU18080027 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2018 í máli nr. KNU18090040 dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2018 í málum nr. KNU18080023 o.fl. dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 477/2018 í máli nr. KNU18100037 dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 485/2018 í máli nr. KNU18100006 dags. 13. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 481/2018 í máli nr. KNU18090036 dags. 13. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 495/2018 í málum nr. KNU18100065 o.fl. dags. 13. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 503/2018 í máli nr. KNU18100063 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2018 í máli nr. KNU18080011 dags. 19. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2018 í máli nr. KNU18070026 dags. 20. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 440/2018 í máli nr. KNU18070025 dags. 20. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 508/2018 í máli nr. KNU18080013 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 498/2018 í málum nr. KNU18100007 o.fl. dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 497/2018 í máli nr. KNU18080026 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 507/2018 í máli nr. KNU18090006 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 502/2018 í máli nr. KNU18060048 dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 500/2018 í málum nr. KNU18100022 o.fl. dags. 22. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2018 í máli nr. KNU18110023 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2018 í máli nr. KNU18100027 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 529/2018 í máli nr. KNU18110009 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 530/2018 í máli nr. KNU18110010 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 518/2018 í máli nr. KNU18110024 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 509/2018 í máli nr. KNU18100004 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 517/2018 í máli nr. KNU18100010 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2018 í máli nr. KNU18100017 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2018 í máli nr. KNU18100047 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 514/2018 í máli nr. KNU18090045 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2018 í máli nr. KNU18100011 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 512/2018 í máli nr. KNU18100005 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2018 í máli nr. KNU18110026 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 520/2018 í máli nr. KNU18100050 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2018 í máli nr. KNU18100048 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 519/2018 í máli nr. KNU18100049 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 523/2018 í máli nr. KNU18070003 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 524/2018 í máli nr. KNU18100030 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 511/2018 í máli nr. KNU18100018 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2018 í máli nr. KNU18100002 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2018 í máli nr. KNU18100029 dags. 28. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 528/2018 í máli nr. KNU18110002 dags. 29. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2018 í máli nr. KNU18100052 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2018 í máli nr. KNU18100009 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2018 í málum nr. KNU18100031 o.fl. dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 534/2018 í máli nr. KNU18050064 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 542/2018 í máli nr. KNU18090029 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 533/2018 í máli nr. KNU18090044 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2018 í máli nr. KNU18110025 dags. 6. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2018 í málum nr. KNU18110044 o.fl. dags. 10. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 543/2018 í málum nr. KNU18100059 o.fl. dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 549/2018 í máli nr. KNU18110030 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 541/2018 í máli nr. KNU18100062 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2018 í málum nr. KNU18110003 o.fl. dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 546/2018 í málum nr. KNU18100058 o.fl. dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2018 í máli nr. KNU18100055 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 461/2018 í máli nr. KNU18090039 dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 556/2018 í máli nr. KNU18110016 dags. 13. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 551/2018 í málum nr. KNU18110033 o.fl. dags. 13. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 558/2018 í máli nr. KNU18110021 dags. 13. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 545/2018 í máli nr. KNU18110027 dags. 14. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2018 í máli nr. KNU18080016 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 574/2018 í máli nr. KNU18120041 dags. 21. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 575/2018 í máli nr. KNU18120013 dags. 21. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2019 í máli nr. KNU18100054 dags. 10. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 547/2018 í máli nr. KNU18110014 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2019 í máli nr. KNU18120007 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2019 í máli nr. KNU18120009 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 8/2019 í máli nr. KNU18110039 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2019 í máli nr. KNU18120010 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2019 í máli nr. KNU18110041 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2019 í máli nr. KNU18120012 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2019 í máli nr. KNU18120008 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 9/2019 í máli nr. KNU18120033 dags. 15. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2019 í máli nr. KNU18120006 dags. 23. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2019 í máli nr. KNU18110042 dags. 23. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2019 í máli nr. KNU18120049 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2019 í máli nr. KNU18120035 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2019 í máli nr. KNU18120052 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 47/2019 í máli nr. KNU18120053 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2019 í máli nr. KNU18120014 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2019 í máli nr. KNU18120031 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 28/2019 í máli nr. KNU18120030 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2019 í máli nr. KNU18120051 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2019 í máli nr. KNU18120032 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2019 í máli nr. KNU18120055 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 25/2019 í máli nr. KNU18120034 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2019 í máli nr. KNU18120038 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2019 í máli nr. KNU19010020 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2019 í máli nr. KNU18110040 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2019 í máli nr. KNU18100046 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2019 í málum nr. KNU19010023 o.fl. dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 50/2019 í máli nr. KNU19010022 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 58/2019 í máli nr. KNU18120067 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 59/2019 í máli nr. KNU18120057 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2019 í máli nr. KNU18120060 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 56/2019 í máli nr. KNU18120061 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2019 í máli nr. KNU19010025 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2019 í máli nr. KNU19010005 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 60/2019 í málum nr. KNU18120073 o.fl. dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2019 í máli nr. KNU19010004 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2019 í máli nr. KNU19010001 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2019 í málum nr. KNU18110035 o.fl. dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2019 í máli nr. KNU19010035 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2019 í máli nr. KNU19010003 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2019 í máli nr. KNU19020019 dags. 20. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2019 í máli nr. KNU18120062 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 71/2019 í máli nr. KNU19010012 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2019 í máli nr. KNU19010009 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2019 í máli nr. KNU18120026 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2019 í máli nr. KNU19010040 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2019 í máli nr. KNU18120040 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2019 í málum nr. KNU18120027 o.fl. dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2019 í máli nr. KNU18120064 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 99/2019 í máli nr. KNU19010013 dags. 26. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2019 í máli nr. KNU19010020 dags. 26. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2019 í málum nr. KNU19010007 o.fl. dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2019 í máli nr. KNU18100001 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 100/2019 í máli nr. KNU19020048 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2019 í máli nr. KNU18120011 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2019 í máli nr. KNU19010027 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2019 í máli nr. KNU18120025 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 105/2019 í máli nr. KNU18120058 dags. 7. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2020 í máli nr. KNU19110010 dags. 12. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2019 í máli nr. KNU19020006 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2019 í máli nr. KNU19020009 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2019 í máli nr. KNU19020008 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2019 í máli nr. KNU19020033 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2019 í máli nr. KNU19020003 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2019 í máli nr. KNU19010018 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2019 í máli nr. KNU19020015 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2019 í málum nr. KNU19020011 o.fl. dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2019 í máli nr. KNU18120063 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 137/2019 í málum nr. KNU19010032 o.fl. dags. 25. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2019 í máli nr. KNU19020022 dags. 25. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2019 í málum nr. KNU19010042 o.fl. dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2019 í máli nr. KNU19020043 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2019 í máli nr. KNU19020035 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2019 í máli nr. KNU19030002 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2019 í máli nr. KNU19020027 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2019 í máli nr. KNU19020047 dags. 26. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2019 í máli nr. KNU19020012 dags. 27. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2019 í máli nr. KNU19020036 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2019 í málum nr. KNU19020038 o.fl. dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 117/2019 í máli nr. KNU19020023 dags. 28. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2019 í máli nr. KNU19030050 dags. 4. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2019 í máli nr. KNU19020058 dags. 4. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2019 í máli nr. KNU19020073 dags. 4. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2019 í málum nr. KNU19020051 o.fl. dags. 8. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2019 í máli nr. KNU19030006 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2019 í máli nr. KNU19020045 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2019 í máli nr. KNU19020046 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2019 í máli nr. KNU19020074 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2019 í máli nr. KNU19020034 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2019 í máli nr. KNU19020061 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2019 í málum nr. KNU19020016 o.fl. dags. 9. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 169/2019 í málum nr. KNU19030034 o.fl. dags. 11. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2019 í máli nr. KNU19020069 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2019 í máli nr. KNU19030015 dags. 14. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2019 í máli nr. KNU19030022 dags. 14. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2019 í máli nr. KNU19020042 dags. 14. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2019 í máli nr. KNU18120054 dags. 23. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2019 í máli nr. KNU19020050 dags. 23. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 174/2019 í máli nr. KNU19030014 dags. 23. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2019 í málum nr. KNU19030019 o.fl. dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2019 í máli nr. KNU19040001 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2019 í máli nr. KNU19030013 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2019 í máli nr. KNU19020075 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2019 í máli nr. KNU19030010 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2019 í máli nr. KNU19030012 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 193/2019 í máli nr. KNU19030011 dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2019 í málum nr. KNU19020060 o.fl. dags. 26. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2019 í málum nr. KNU19030064 o.fl. dags. 30. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 210/2019 í máli nr. KNU19030045 dags. 6. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2019 í málum nr. KNU19030018 o.fl. dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2019 í málum nr. KNU19020076 o.fl. dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2019 í máli nr. KNU19040065 dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2019 í máli nr. KNU19050003 dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 201/2019 í máli nr. KNU19030020 dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2019 í máli nr. KNU19030025 dags. 9. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 263/2019 í máli nr. KNU19030043 dags. 10. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 268/2019 í máli nr. KNU19030042 dags. 15. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 231/2019 í máli nr. KNU19040085 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 213/2019 í máli nr. KNU19030062 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2019 í málum nr. KNU19030026 o.fl. dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2019 í máli nr. KNU19030031 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 276/2019 í máli nr. KNU19040010 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2019 í máli nr. KNU19040091 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 212/2019 í máli nr. KNU19030021 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2019 í máli nr. KNU19030046 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 267/2019 í máli nr. KNU19040063 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 265/2019 í máli nr. KNU19030061 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2019 í máli nr. KNU19040088 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2019 í máli nr. KNU19030032 dags. 21. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2019 í máli nr. KNU19030047 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2019 í máli nr. KNU19040003 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2019 í máli nr. KNU19040011 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2019 í máli nr. KNU19030048 dags. 23. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2019 í máli nr. KNU19040107 dags. 27. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 293/2019 í máli nr. KNU19040086 dags. 4. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2019 í máli nr. KNU19040083 dags. 5. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2019 í máli nr. KNU19040067 dags. 6. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2019 í málum nr. KNU19050027 o.fl. dags. 6. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2019 í málum nr. KNU19030059 o.fl. dags. 6. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2019 í máli nr. KNU19040007 dags. 7. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 309/2019 í máli nr. KNU19040013 dags. 7. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 308/2019 í máli nr. KNU19050069 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 289/2019 í máli nr. KNU19030053 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 303/2019 í málum nr. KNU19040076 o.fl. dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 299/2019 í máli nr. KNU19030057 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 302/2019 í máli nr. KNU19030058 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2019 í máli nr. KNU19040064 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2019 í máli nr. KNU19040069 dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2019 í málum nr. KNU19020062 o.fl. dags. 13. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 321/2019 í máli nr. KNU19040095 dags. 18. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 320/2019 í máli nr. KNU19050005 dags. 20. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2019 í máli nr. KNU19050018 dags. 20. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2019 í máli nr. KNU19040012 dags. 21. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2019 í máli nr. KNU19050026 dags. 27. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2019 í máli nr. KNU19040093 dags. 27. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2019 í máli nr. KNU19050025 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2019 í máli nr. KNU19050019 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2019 í málum nr. KNU19050021 o.fl. dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2019 í máli nr. KNU19040080 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2019 í máli nr. KNU19060012 dags. 7. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2019 í máli nr. KNU19050001 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2019 í máli nr. KNU19040092 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 339/2019 í máli nr. KNU19030027 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2019 í máli nr. KNU19050034 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2019 í málum nr. KNU19050055 o.fl. dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2019 í máli nr. KNU19040110 dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2019 í máli nr. KNU19040111 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2019 í máli nr. KNU19040115 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 335/2019 í máli nr. KNU19040099 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2019 í máli nr. KNU19050007 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 346/2019 í máli nr. KNU19060044 dags. 18. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 367/2019 í máli nr. KNU19050057 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2019 í máli nr. KNU19040114 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2019 í máli nr. KNU19040112 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2019 í máli nr. KNU19060001 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 347/2019 í máli nr. KNU19050006 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2019 í máli nr. KNU19040005 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2019 í máli nr. KNU19040113 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 359/2019 í máli nr. KNU19060002 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 363/2019 í máli nr. KNU19040084 dags. 25. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2019 í máli nr. KNU19050004 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2019 í máli nr. KNU19060017 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 382/2019 í máli nr. KNU19050031 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 380/2019 í máli nr. KNU19060015 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2019 í málum nr. KNU19040079 o.fl. dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2019 í máli nr. KNU19050008 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2019 í máli nr. KNU19060026 dags. 8. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2019 í málum nr. KNU19070023 o.fl. dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 388/2019 í málum nr. KNU19040108 o.fl. dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2019 í málum nr. KNU19050042 o.fl. dags. 14. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2019 í máli nr. KNU19050002 dags. 22. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2019 í máli nr. KNU19060030 dags. 22. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2019 í máli nr. KNU19050046 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2019 í máli nr. KNU19050043 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2019 í máli nr. KNU19050044 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2019 í máli nr. KNU19050050 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 410/2019 í máli nr. KNU19050054 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2019 í máli nr. KNU19060006 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2019 í máli nr. KNU19050053 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2019 í máli nr. KNU19070018 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 417/2019 í máli nr. KNU19070012 dags. 5. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2019 í máli nr. KNU19060027 dags. 5. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2019 í máli nr. KNU19060008 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2019 í máli nr. KNU19050060 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2019 í máli nr. KNU19060011 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2019 í máli nr. KNU19060014 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 435/2019 í máli nr. KNU19070022 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2019 í máli nr. KNU19060035 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 431/2019 í máli nr. KNU19050059 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 430/2019 í máli nr. KNU19080012 dags. 12. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 450/2019 í málum nr. KNU19070044 o.fl. dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2019 í máli nr. KNU19050024 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2019 í máli nr. KNU19060032 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 448/2019 í máli nr. KNU19070041 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 453/2019 í máli nr. KNU19070017 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 456/2019 í máli nr. KNU19060025 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 459/2019 í máli nr. KNU19060020 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2019 í máli nr. KNU19070006 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 454/2019 í málum nr. KNU19070031 o.fl. dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 458/2019 í máli nr. KNU19060041 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2019 í máli nr. KNU19060018 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2019 í máli nr. KNU19060019 dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2019 í máli nr. KNU19060010 dags. 27. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2019 í máli nr. KNU19070047 dags. 1. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 466/2019 í máli nr. KNU19070052 dags. 3. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 470/2019 í máli nr. KNU19080015 dags. 4. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2019 í málum nr. KNU19060034 o.fl. dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2019 í máli nr. KNU19060021 dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 465/2019 í málum nr. KNU19070053 o.fl. dags. 8. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 486/2019 í máli nr. KNU19070021 dags. 9. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2019 í máli nr. KNU19080011 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 474/2019 í máli nr. KNU19070046 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2019 í máli nr. KNU19070040 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 475/2019 í máli nr. KNU19080016 dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 484/2019 í málum nr. KNU19070019 o.fl. dags. 10. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2019 í málum nr. KNU19060039 o.fl. dags. 11. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2019 í máli nr. KNU19070016 dags. 14. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 500/2019 í málum nr. KNU19070055 o.fl. dags. 17. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 499/2019 í máli nr. KNU19070057 dags. 17. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 504/2019 í máli nr. KNU19070058 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2019 í máli nr. KNU19090008 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 503/2019 í máli nr. KNU19080020 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 502/2019 í máli nr. KNU19080018 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 505/2019 í máli nr. KNU19080046 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 519/2019 í málum nr. KNU19100014 o.fl. dags. 25. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2019 í málum nr. KNU19100007 o.fl. dags. 26. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 520/2019 í málum nr. KNU19100019 o.fl. dags. 26. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2019 í máli nr. KNU19070048 dags. 30. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 514/2019 í máli nr. KNU19060016 dags. 30. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2019 í máli nr. KNU19070028 dags. 30. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 472/2019 í máli nr. KNU19070014 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2019 í máli nr. KNU19080035 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 528/2019 í málum nr. KNU19090017 o.fl. dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 518/2019 í málum nr. KNU19080029 o.fl. dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2019 í máli nr. KNU19050049 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 512/2019 í máli nr. KNU19080017 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2019 í máli nr. KNU19080006 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 522/2019 í máli nr. KNU19090008 dags. 7. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 529/2019 í máli nr. KNU19080034 dags. 14. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 534/2019 í málum nr. KNU19080009 o.fl. dags. 14. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2019 í máli nr. KNU19090023 dags. 14. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2019 í málum nr. KNU19090060 o.fl. dags. 15. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 554/2019 í máli nr. KNU19090019 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 555/2019 í máli nr. KNU19090020 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2019 í máli nr. KNU19090005 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 546/2019 í máli nr. KNU19090056 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 530/2019 í máli nr. KNU19100048 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2019 í málum nr. KNU19090003 o.fl. dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2019 í máli nr. KNU19090035 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 536/2019 í máli nr. KNU19090027 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2019 í máli nr. KNU19090029 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 544/2019 í máli nr. KNU19080047 dags. 27. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 560/2019 í máli nr. KNU19070059 dags. 27. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 561/2019 í máli nr. KNU19090044 dags. 28. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 565/2019 í máli nr. KNU19080007 dags. 28. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 570/2019 í málum nr. KNU19090030 o.fl. dags. 28. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 577/2019 í málum nr. KNU19110001 o.fl. dags. 30. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 571/2019 í máli nr. KNU19090039 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 569/2019 í málum nr. KNU19090040 o.fl. dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 575/2019 í máli nr. KNU19090034 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 567/2019 í máli nr. KNU19090057 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 562/2019 í málum nr. KNU19090047 o.fl. dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 573/2019 í máli nr. KNU19090067 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 574/2019 í máli nr. KNU19090038 dags. 5. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 568/2019 í máli nr. KNU19090051 dags. 6. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 586/2019 í málum nr. KNU19090033 o.fl. dags. 12. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 601/2019 í máli nr. KNU19110044 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 592/2019 í máli nr. KNU19110031 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 590/2019 í máli nr. KNU19090055 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 602/2019 í málum nr. KNU19090021 o.fl. dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 598/2019 í máli nr. KNU19090016 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 591/2019 í máli nr. KNU19090058 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 593/2019 í máli nr. KNU19100010 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 611/2019 í málum nr. KNU19110039 o.fl. dags. 28. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2020 í málum nr. KNU19100077 o.fl. dags. 5. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2020 í máli nr. KNU19090052 dags. 9. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2020 í málum nr. KNU19100031 o.fl. dags. 9. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 19/2020 í málum nr. KNU19120037 o.fl. dags. 10. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2020 í málum nr. KNU19100005 o.fl. dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2020 í máli nr. KNU19100024 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 14/2020 í máli nr. KNU19100045 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2020 í málum nr. KNU19090065 o.fl. dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2020 í máli nr. KNU19100011 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2019 í máli nr. KNU19100023 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2020 í máli nr. KNU19100044 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2020 í máli nr. KNU19100061 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2020 í málum nr. KNU19090036 o.fl. dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2020 í máli nr. KNU19090024 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2020 í máli nr. KNU19100062 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 21/2020 í máli nr. KNU19090053 dags. 23. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2020 í máli nr. KNU19100035 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 28/2020 í máli nr. KNU19100043 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2020 í máli nr. KNU19100032 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2020 í málum nr. KNU19100026 o.fl. dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 34/2020 í máli nr. KNU19100036 dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2020 í málum nr. KNU19120062 o.fl. dags. 29. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2020 í máli nr. KNU19120015 dags. 4. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2020 í málum nr. KNU19120001 o.fl. dags. 6. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2020 í máli nr. KNU19100041 dags. 6. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2020 í máli nr. KNU19090054 dags. 6. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2020 í máli nr. KNU19090064 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2020 í máli nr. KNU19100070 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 58/2020 í máli nr. KNU19110024 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 25/2020 í máli nr. KNU19110017 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2020 í máli nr. KNU19100034 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2020 í málum nr. KNU19100065 o.fl. dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2020 í máli nr. KNU19100076 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 47/2020 í máli nr. KNU19100069 dags. 17. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 68/2020 í máli nr. KNU20010022 dags. 27. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2020 í máli nr. KNU19100084 dags. 27. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2020 í máli nr. KNU19100009 dags. 27. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 76/2020 í máli nr. KNU19120034 dags. 9. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2020 í máli nr. KNU19100086 dags. 9. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2020 í máli nr. KNU19110049 dags. 9. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2020 í málum nr. KNU19120018 o.fl. dags. 9. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2020 í máli nr. KNU19120035 dags. 9. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2020 í máli nr. KNU19110007 dags. 9. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 78/2020 í málum nr. KNU19120047 o.fl. dags. 9. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2020 í máli nr. KNU19110025 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2020 í máli nr. KNU20020046 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2020 í málum nr. KNU20010034 o.fl. dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2020 í máli nr. KNU19100033 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 84/2020 í máli nr. KNU19110016 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2020 í máli nr. KNU19100080 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2020 í máli nr. KNU19100025 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2020 í máli nr. KNU19110009 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 105/2020 í málum nr. KNU19110005 o.fl. dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2020 í málum nr. KNU19090042 o.fl. dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2020 í máli nr. KNU19120023 dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2020 í málum nr. KNU19110022 o.fl. dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2020 í málum nr. KNU19110050 o.fl. dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2020 í málum nr. KNU20010024 o.fl. dags. 27. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2020 í máli nr. KNU20010017 dags. 27. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2020 í máli nr. KNU19100042 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2020 í málum nr. KNU20010018 o.fl. dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2020 í máli nr. KNU19110008 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2020 í málum nr. KNU19110052 o.fl. dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2020 í máli nr. KNU19100068 dags. 8. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 140/2020 í máli nr. KNU19100003 dags. 8. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2020 í málum nr. KNU20030006 o.fl. dags. 8. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2020 í máli nr. KNU19110018 dags. 16. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2020 í máli nr. KNU19110041 dags. 16. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2020 í máli nr. KNU19120003 dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2020 í málum nr. KNU20040008 o.fl. dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 100/2020 í máli nr. KNU19110054 dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 117/2020 í málum nr. KNU20020057 o.fl. dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2020 í málum nr. KNU20030038 o.fl. dags. 24. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2020 í máli nr. KNU19120033 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2020 í málum nr. KNU20030016 o.fl. dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2020 í máli nr. KNU20010027 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2020 í máli nr. KNU20010044 dags. 30. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2020 í málum nr. KNU20020025 o.fl. dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 170/2020 í málum nr. KNU20020026 o.fl. dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 169/2020 í málum nr. KNU20040019 o.fl. dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2020 í málum nr. KNU20030012 o.fl. dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2020 í máli nr. KNU19110020 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 167/2020 í málum nr. KNU20030013 o.fl. dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2020 í málum nr. KNU20020024 o.fl. dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2020 í máli nr. KNU20040012 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2019 í máli nr. KNU19120059 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2020 í máli nr. KNU19110021 dags. 7. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2020 í máli nr. KNU20030014 dags. 14. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2020 í máli nr. KNU20020015 dags. 15. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2020 í máli nr. KNU20050006 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 174/2020 í máli nr. KNU20020007 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2020 í máli nr. KNU20050008 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2020 í máli nr. KNU20050009 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2020 í máli nr. KNU19110026 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2020 í málum nr. KNU20010030 o.fl. dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2020 í máli nr. KNU20050007 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2020 í máli nr. KNU20020039 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2020 í máli nr. KNU20050001 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 143/2020 í máli nr. KNU20020011 dags. 22. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2020 í máli nr. KNU20030036 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2020 í máli nr. KNU20020058 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2020 í máli nr. KNU20020004 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2020 í máli nr. KNU20030031 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2020 í málum nr. KNU20010041 o.fl. dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2020 í máli nr. KNU20040005 dags. 28. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 203/2020 í máli nr. KNU20020054 dags. 4. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 201/2020 í máli nr. KNU19100079 dags. 4. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2020 í máli nr. KNU20030026 dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 213/2020 í máli nr. KNU20050004 dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2020 í máli nr. KNU20040032 dags. 11. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 204/2020 í máli nr. KNU20020003 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2020 í máli nr. KNU20050005 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 221/2020 í máli nr. KNU20020059 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 225/2020 í máli nr. KNU20030046 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 226/2020 í máli nr. KNU20030047 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 216/2020 í máli nr. KNU20040024 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2020 í máli nr. KNU19110019 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2020 í máli nr. KNU19100081 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2020 í máli nr. KNU19110027 dags. 18. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 229/2020 í máli nr. KNU20010045 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 218/2020 í máli nr. KNU20050003 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 228/2020 í máli nr. KNU20050013 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 202/2020 í máli nr. KNU20050002 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2020 í máli nr. KNU19120026 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 234/2020 í máli nr. KNU20050016 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 231/2020 í máli nr. KNU19120051 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2020 í máli nr. KNU19120052 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 230/2020 í máli nr. KNU20040031 dags. 2. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2020 í máli nr. KNU20040028 dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2020 í málum nr. KNU20050014 o.fl. dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2020 í máli nr. KNU20050036 dags. 16. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2020 í máli nr. KNU20060031 dags. 16. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2020 í máli nr. KNU20060030 dags. 16. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2020 í máli nr. KNU20060026 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2020 í máli nr. KNU20060015 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2020 í máli nr. KNU20050033 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2020 í máli nr. KNU20020053 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 262/2020 í máli nr. KNU20050022 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2020 í máli nr. KNU20060039 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 237/2020 í máli nr. KNU20060040 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 268/2020 í máli nr. KNU20050032 dags. 23. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2020 í máli nr. KNU20030022 dags. 13. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2020 í máli nr. KNU20030023 dags. 13. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2020 í máli nr. KNU20030042 dags. 13. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2020 í máli nr. KNU20060011 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 258/2020 í máli nr. KNU20050037 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2020 í máli nr. KNU20070002 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2020 í máli nr. KNU20060027 dags. 20. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 287/2020 í máli nr. KNU20040021 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2020 í máli nr. KNU20030027 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2020 í máli nr. KNU20060042 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 285/2020 í málum nr. KNU20050026 o.fl. dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2020 í máli nr. KNU20060005 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2020 í málum nr. KNU20060022 o.fl. dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2020 í máli nr. KNU20050040 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 288/2020 í máli nr. KNU20070033 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 290/2020 í máli nr. KNU20050025 dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 312/2020 í máli nr. KNU20060029 dags. 17. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 310/2020 í máli nr. KNU20060004 dags. 17. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 319/2020 í málum nr. KNU20090007 o.fl. dags. 24. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 323/2020 í máli nr. KNU20070001 dags. 1. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2020 í máli nr. KNU20050030 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 332/2020 í máli nr. KNU20070005 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2020 í máli nr. KNU20050031 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2020 í máli nr. KNU20050039 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2020 í máli nr. KNU20020045 dags. 8. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2020 í máli nr. KNU20080019 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2020 í máli nr. KNU20040007 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2020 í máli nr. KNU20090022 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 348/2020 í máli nr. KNU20090003 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 362/2020 í málum nr. KNU20080009 o.fl. dags. 21. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 361/2020 í máli nr. KNU20070040 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 363/2020 í máli nr. KNU20050038 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2020 í máli nr. KNU20070022 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2020 í máli nr. KNU20070007 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2020 í máli nr. KNU20030045 dags. 22. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2020 í máli nr. KNU20100005 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 304/2020 í máli nr. KNU20070015 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2020 í máli nr. KNU20090001 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2020 í máli nr. KNU20090019 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2020 í máli nr. KNU20070021 dags. 29. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2020 í máli nr. KNU20080018 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 371/2020 í máli nr. KNU20090033 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 376/2020 í máli nr. KNU20070024 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 372/2020 í máli nr. KNU20090015 dags. 5. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 353/2020 í máli nr. KNU20080002 dags. 11. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2020 í máli nr. KNU20100027 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 378/2020 í máli nr. KNU20100014 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2020 í máli nr. KNU20100012 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2020 í máli nr. KNU20100008 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 390/2020 í máli nr. KNU20090024 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2020 í máli nr. KNU20070042 dags. 19. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2020 í máli nr. KNU20060024 dags. 19. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2020 í máli nr. KNU20100025 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2020 í máli nr. KNU20110007 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2020 í máli nr. KNU20110006 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2020 í máli nr. KNU20100030 dags. 26. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 411/2020 í máli nr. KNU20110008 dags. 3. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 375/2020 í máli nr. KNU20080015 dags. 3. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 417/2020 í máli nr. KNU20110029 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 421/2020 í máli nr. KNU20110005 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2020 í málum nr. KNU20120007 o.fl. dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2020 í máli nr. KNU20090038 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2020 í máli nr. KNU20110017 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2020 í málum nr. KNU20090016 o.fl. dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2020 í máli nr. KNU20100023 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2020 í máli nr. KNU20110009 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2020 í máli nr. KNU20110028 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 432/2020 í máli nr. KNU20110043 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 434/2020 í máli nr. KNU20110057 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2020 í máli nr. KNU20120010 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2020 í máli nr. KNU20070023 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2021 í máli nr. KNU20120012 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2021 í máli nr. KNU20110046 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2021 í máli nr. KNU20110045 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 8/2021 í máli nr. KNU20110044 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2021 í máli nr. KNU20110024 dags. 7. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 18/2021 í máli nr. KNU20110031 dags. 14. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2021 í máli nr. KNU20120006 dags. 14. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 19/2021 í máli nr. KNU20110032 dags. 14. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 9/2021 í máli nr. KNU20120028 dags. 14. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2021 í máli nr. KNU20110055 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2021 í máli nr. KNU20110041 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2021 í máli nr. KNU20070035 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2021 í máli nr. KNU20110015 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2021 í máli nr. KNU20110042 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2021 í máli nr. KNU20110060 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2021 í máli nr. KNU20110022 dags. 22. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2021 í máli nr. KNU21010002 dags. 25. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2021 í máli nr. KNU20110025 dags. 28. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 27/2021 í máli nr. KNU20110052 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 31/2021 í máli nr. KNU20110049 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 28/2021 í máli nr. KNU20110061 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2021 í máli nr. KNU20110034 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2021 í máli nr. KNU20110053 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2021 í máli nr. KNU20110019 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2021 í máli nr. KNU20110054 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2021 í máli nr. KNU20110050 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2021 í máli nr. KNU20120001 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2021 í málum nr. KNU20090025 o.fl. dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 59/2021 í máli nr. KNU20120009 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2021 í máli nr. KNU21010008 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2021 í máli nr. KNU20120003 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2021 í máli nr. KNU20120004 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2021 í máli nr. KNU20120005 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 57/2021 í máli nr. KNU20120020 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2021 í máli nr. KNU20120018 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 76/2021 í máli nr. KNU20120021 dags. 18. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2021 í máli nr. KNU21010007 dags. 25. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2021 í máli nr. KNU21010003 dags. 25. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2021 í máli nr. KNU20120050 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 77/2021 í máli nr. KNU20120031 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2021 í máli nr. KNU21010004 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2021 í máli nr. KNU20120002 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2021 í máli nr. KNU20120046 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2021 í máli nr. KNU20120017 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 71/2021 í máli nr. KNU20120016 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2021 í máli nr. KNU21010005 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2021 í máli nr. KNU20120061 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 90/2021 í máli nr. KNU20120064 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2021 í máli nr. KNU20120038 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2021 í máli nr. KNU20120036 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 96/2021 í máli nr. KNU20110059 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2021 í máli nr. KNU20120053 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2021 í máli nr. KNU20120065 dags. 4. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2021 í máli nr. KNU21010015 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2021 í máli nr. KNU21020007 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2021 í máli nr. KNU21010006 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2021 í máli nr. KNU21010028 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2021 í máli nr. KNU21010016 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2021 í máli nr. KNU21020040 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2021 í máli nr. KNU20120037 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 129/2021 í máli nr. KNU21020024 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2021 í máli nr. KNU21020033 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2021 í máli nr. KNU21020023 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 137/2021 í máli nr. KNU21020022 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2021 í máli nr. KNU21020021 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2021 í máli nr. KNU21020020 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 151/2021 í máli nr. KNU21020035 dags. 31. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2021 í máli nr. KNU21020031 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2021 í máli nr. KNU21020017 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 147/2021 í máli nr. KNU21020018 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2021 í máli nr. KNU21020032 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2021 í máli nr. KNU21020042 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 150/2021 í máli nr. KNU21020034 dags. 8. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 156/2021 í máli nr. KNU20120059 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2021 í máli nr. KNU21010014 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2021 í máli nr. KNU21020012 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2021 í máli nr. KNU21020029 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2021 í máli nr. KNU21020006 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2021 í máli nr. KNU21020028 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 114/2021 í máli nr. KNU21020003 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2021 í máli nr. KNU21020043 dags. 15. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2021 í máli nr. KNU21020067 dags. 20. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2021 í máli nr. KNU21030025 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2021 í máli nr. KNU21020044 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2021 í máli nr. KNU21020052 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2021 í máli nr. KNU21020010 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2021 í máli nr. KNU21030023 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2021 í máli nr. KNU21020036 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2021 í máli nr. KNU21020053 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2021 í máli nr. KNU21030022 dags. 21. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2021 í máli nr. KNU21020030 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2021 í máli nr. KNU21020002 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2021 í máli nr. KNU21020019 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2021 í máli nr. KNU21020054 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2021 í máli nr. KNU21020058 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2021 í máli nr. KNU21020059 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2021 í máli nr. KNU20120060 dags. 29. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2021 í máli nr. KNU21030059 dags. 30. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2021 í máli nr. KNU21030068 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2021 í máli nr. KNU21030027 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 209/2021 í máli nr. KNU21030032 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 205/2021 í máli nr. KNU21030009 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2021 í máli nr. KNU21030012 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2021 í máli nr. KNU21030005 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2021 í máli nr. KNU21020057 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 210/2021 í máli nr. KNU21030014 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2021 í máli nr. KNU21030007 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 215/2021 í máli nr. KNU21030013 dags. 12. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 207/2021 í málum nr. KNU21030075 o.fl. dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 216/2021 í máli nr. KNU21040013 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 217/2021 í máli nr. KNU21030039 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2021 í máli nr. KNU21030055 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2021 í máli nr. KNU21030057 dags. 25. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 221/2021 í málum nr. KNU21030080 o.fl. dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2021 í máli nr. KNU21030010 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 242/2021 í máli nr. KNU21030006 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2021 í máli nr. KNU21030026 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2021 í máli nr. KNU21030052 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2021 í máli nr. KNU21030033 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2021 í máli nr. KNU21030008 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2021 í máli nr. KNU21020060 dags. 3. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2021 í máli nr. KNU21040003 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 259/2021 í máli nr. KNU21050009 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2021 í máli nr. KNU21030063 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2021 í máli nr. KNU21040002 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 255/2021 í máli nr. KNU21030015 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2021 í máli nr. KNU21030066 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2021 í máli nr. KNU21030070 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2021 í máli nr. KNU21030021 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2021 í máli nr. KNU21030064 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2021 í máli nr. KNU21040001 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 256/2021 í máli nr. KNU21030067 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 257/2021 í máli nr. KNU21030045 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 268/2021 í máli nr. KNU21030036 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 263/2021 í máli nr. KNU21030069 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2021 í máli nr. KNU21030041 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2021 í málum nr. KNU21030054 o.fl. dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 271/2021 í máli nr. KNU21040008 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2021 í máli nr. KNU21030073 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2021 í máli nr. KNU21040044 dags. 22. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2021 í máli nr. KNU20110048 dags. 22. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2021 í málum nr. KNU21040026 o.fl. dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 311/2021 í máli nr. KNU21040046 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 294/2021 í máli nr. KNU21040022 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 319/2021 í máli nr. KNU21030065 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 320/2021 í máli nr. KNU20120049 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2021 í máli nr. KNU21040023 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2021 í máli nr. KNU21040032 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2021 í máli nr. KNU21040033 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2021 í máli nr. KNU21040015 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2021 í málum nr. KNU21030077 o.fl. dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 317/2021 í máli nr. KNU21040012 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2021 í máli nr. KNU21030034 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2021 í máli nr. KNU21040024 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 321/2021 í málum nr. KNU21040028 o.fl. dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2021 í máli nr. KNU21040018 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 276/2021 í málum nr. KNU21040007 o.fl. dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2021 í máli nr. KNU21050004 dags. 15. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2021 í máli nr. KNU21060069 dags. 15. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2021 í málum nr. KNU21040030 o.fl. dags. 15. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2021 í máli nr. KNU21060056 dags. 15. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 359/2021 í málum nr. KNU21040036 o.fl. dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2021 í málum nr. KNU21040056 o.fl. dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 358/2021 í máli nr. KNU21060053 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 357/2021 í máli nr. KNU21040064 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2021 í máli nr. KNU21050025 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2021 í máli nr. KNU21050024 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 363/2021 í máli nr. KNU21050042 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2021 í máli nr. KNU21040050 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2021 í máli nr. KNU21060013 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2021 í máli nr. KNU21050041 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2021 í máli nr. KNU21060066 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2021 í máli nr. KNU21050029 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2021 í máli nr. KNU21070068 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2021 í málum nr. KNU21050020 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2021 í máli nr. KNU21050023 dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 398/2021 í máli nr. KNU21040060 dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2021 í málum nr. KNU21040038 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 393/2021 í málum nr. KNU21050030 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2021 í málum nr. KNU21040058 o.fl. dags. 26. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 415/2021 í máli nr. KNU21060055 dags. 30. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2021 í máli nr. KNU21060024 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2021 í máli nr. KNU21030028 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 428/2021 í málum nr. KNU21040010 o.fl. dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2021 í máli nr. KNU21030016 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 423/2021 í máli nr. KNU21030044 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 417/2021 í máli nr. KNU21070030 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2021 í máli nr. KNU21040009 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 451/2021 í máli nr. KNU21050043 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 454/2021 í máli nr. KNU21060027 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2021 í máli nr. KNU21060071 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2021 í máli nr. KNU21060068 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 453/2021 í máli nr. KNU21060072 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 432/2021 í máli nr. KNU21070041 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2021 í máli nr. KNU21060005 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 456/2021 í máli nr. KNU21070032 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 449/2021 í máli nr. KNU21060034 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2021 í máli nr. KNU21070039 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 460/2021 í máli nr. KNU21070031 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2021 í máli nr. KNU21070001 dags. 29. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2021 í máli nr. KNU21070013 dags. 29. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2021 í máli nr. KNU21060035 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 472/2021 í máli nr. KNU21060023 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2021 í máli nr. KNU21050005 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 477/2021 í máli nr. KNU21050052 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2021 í máli nr. KNU21060003 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 497/2021 í málum nr. KNU21090039 o.fl. dags. 5. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 486/2021 í máli nr. KNU21080045 dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 492/2021 í máli nr. KNU21080007 dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 487/2021 í málum nr. KNU21070048 o.fl. dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2021 í máli nr. KNU21060019 dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 466/2021 í máli nr. KNU21060020 dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2021 í málum nr. KNU21050018 o.fl. dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 500/2021 í máli nr. KNU21080042 dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2021 í málum nr. KNU21080018 o.fl. dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2021 í máli nr. KNU21060036 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2021 í máli nr. KNU21060067 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2021 í máli nr. KNU21070071 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 508/2021 í málum nr. KNU21070069 o.fl. dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2021 í máli nr. KNU21070038 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 514/2021 í máli nr. KNU21070074 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 509/2021 í máli nr. KNU21070060 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 511/2021 í málum nr. KNU21070036 o.fl. dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2021 í máli nr. KNU21070061 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 505/2021 í máli nr. KNU21070056 dags. 21. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2021 í máli nr. KNU21070073 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2021 í máli nr. KNU21080006 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 528/2021 í máli nr. KNU21070055 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2021 í máli nr. KNU21090048 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 530/2021 í máli nr. KNU21060021 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2021 í máli nr. KNU21060022 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 549/2021 í máli nr. KNU21070040 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 537/2021 í máli nr. KNU21080028 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 529/2021 í málum nr. KNU21080034 o.fl. dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2021 í máli nr. KNU21070075 dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 550/2021 í málum nr. KNU21080020 o.fl. dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 556/2021 í málum nr. KNU21090032 o.fl. dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2021 í málum nr. KNU21090035 o.fl. dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 533/2021 í máli nr. KNU21030079 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 555/2021 í máli nr. KNU21090042 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2021 í máli nr. KNU21030080 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 591/2021 í málum nr. KNU21080009 o.fl. dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 594/2021 í máli nr. KNU21100014 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 592/2021 í máli nr. KNU21080005 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 590/2021 í málum nr. KNU21090090 o.fl. dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 593/2021 í málum nr. KNU21100029 o.fl. dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 569/2021 í máli nr. KNU21090089 dags. 19. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 563/2021 í máli nr. KNU21100011 dags. 19. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 559/2021 í máli nr. KNU21100020 dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 609/2021 í máli nr. KNU21100028 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 627/2021 í máli nr. KNU21100031 dags. 29. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 614/2021 í málum nr. KNU21090087 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 620/2021 í málum nr. KNU21100051 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 626/2021 í máli nr. KNU21100036 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 622/2021 í málum nr. KNU21100032 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 618/2021 í máli nr. KNU21100034 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 625/2021 í máli nr. KNU21090033 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 623/2021 í máli nr. KNU21110022 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 616/2021 í máli nr. KNU21090073 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 643/2021 í máli nr. KNU21100078 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 611/2021 í máli nr. KNU21090046 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 624/2021 í máli nr. KNU21090030 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 612/2021 í málum nr. KNU21100039 o.fl. dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 642/2021 í máli nr. KNU21110004 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 615/2021 í máli nr. KNU21090047 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 619/2021 í máli nr. KNU21110017 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 645/2021 í máli nr. KNU21110019 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 601/2021 í máli nr. KNU21070023 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 653/2021 í máli nr. KNU21110066 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 646/2021 í máli nr. KNU21090094 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 644/2021 í máli nr. KNU21110031 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 647/2021 í máli nr. KNU21100071 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 649/2021 í máli nr. KNU21100012 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 651/2021 í máli nr. KNU21100015 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 650/2021 í máli nr. KNU21110025 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 639/2021 í máli nr. KNU21110021 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 652/2021 í máli nr. KNU21100070 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 648/2021 í máli nr. KNU21100013 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 640/2021 í máli nr. KNU21110033 dags. 9. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 633/2021 í máli nr. KNU21100059 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 657/2021 í máli nr. KNU21100010 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 632/2021 í máli nr. KNU21100058 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 631/2021 í máli nr. KNU21100057 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 658/2021 í máli nr. KNU21100041 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 654/2021 í máli nr. KNU21100043 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2022 í máli nr. KNU21110059 dags. 13. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2022 í máli nr. KNU21110085 dags. 13. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2022 í málum nr. KNU21110043 o.fl. dags. 20. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2022 í máli nr. KNU21110036 dags. 20. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2022 í málum nr. KNU21110045 o.fl. dags. 20. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2022 í máli nr. KNU21110018 dags. 20. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2022 í máli nr. KNU21100077 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2022 í máli nr. KNU21120001 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2022 í máli nr. KNU21120011 dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 67/2022 í máli nr. KNU21120064 dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2022 í máli nr. KNU21120036 dags. 3. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2022 í máli nr. KNU21120008 dags. 10. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2022 í máli nr. KNU21120051 dags. 10. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2022 í máli nr. KNU21110004 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2022 í máli nr. KNU21100021 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2022 í máli nr. KNU21120049 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2022 í máli nr. KNU21120062 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2022 í máli nr. KNU22010016 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2022 í máli nr. KNU21110032 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2022 í máli nr. KNU21110034 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2022 í máli nr. KNU21120063 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2022 í máli nr. KNU21120065 dags. 3. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2022 í máli nr. KNU22020012 dags. 3. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2022 í máli nr. KNU22020006 dags. 10. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 129/2022 í máli nr. KNU22010019 dags. 15. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2022 í máli nr. KNU21070035 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2022 í máli nr. KNU22020029 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2022 í máli nr. KNU22020031 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2022 í máli nr. KNU22020030 dags. 17. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2022 í máli nr. KNU21110042 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2022 í máli nr. KNU22020011 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2022 í máli nr. KNU22030005 dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 148/2022 í málum nr. KNU22030001 o.fl. dags. 31. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2022 í málum nr. KNU22030024 o.fl. dags. 13. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 163/2022 í máli nr. KNU22030023 dags. 13. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2022 í málum nr. KNU22030013 o.fl. dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 186/2022 í máli nr. KNU22030032 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2022 í máli nr. KNU22030033 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2022 í máli nr. KNU22040015 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2022 í máli nr. KNU22040029 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 194/2022 í máli nr. KNU22040007 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2022 í máli nr. KNU22040016 dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 202/2022 í máli nr. KNU22040023 dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 204/2022 í máli nr. KNU22040025 dags. 25. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2022 í málum nr. KNU22050001 o.fl. dags. 31. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2022 í máli nr. KNU22020019 dags. 2. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 208/2022 í máli nr. KNU22030055 dags. 2. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 143/2022 í máli nr. KNU22020018 dags. 2. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2022 í máli nr. KNU22040048 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 216/2022 í máli nr. KNU22040022 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2022 í málum nr. KNU22040038 o.fl. dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2022 í máli nr. KNU22040046 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 225/2022 í máli nr. KNU22060007 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 217/2022 í máli nr. KNU22040035 dags. 9. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 226/2022 í máli nr. KNU22050038 dags. 15. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2022 í máli nr. KNU22040037 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2022 í máli nr. KNU22050013 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 237/2022 í máli nr. KNU22050014 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2022 í máli nr. KNU22030054 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2022 í máli nr. KNU22040021 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 240/2022 í máli nr. KNU22050007 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2022 í máli nr. KNU22040020 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 234/2022 í máli nr. KNU22040051 dags. 23. júní 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2022 í máli nr. KNU22050018 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2022 í máli nr. KNU22050034 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2022 í máli nr. KNU22050022 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2022 í málum nr. KNU22050010 o.fl. dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 258/2022 í máli nr. KNU22050031 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2022 í máli nr. KNU22050028 dags. 6. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 263/2022 í máli nr. KNU22050033 dags. 13. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2022 í máli nr. KNU22050025 dags. 13. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2022 í máli nr. KNU22050032 dags. 13. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 262/2022 í máli nr. KNU22050050 dags. 13. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2022 í máli nr. KNU22050046 dags. 14. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 270/2022 í máli nr. KNU22050048 dags. 14. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2022 í málum nr. KNU22070006 o.fl. dags. 15. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 231/2022 í máli nr. KNU22040009 dags. 18. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2022 í máli nr. KNU22050020 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2022 í máli nr. KNU22050021 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2022 í máli nr. KNU22060001 dags. 22. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 294/2022 í máli nr. KNU22060050 dags. 11. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 305/2022 í máli nr. KNU22050036 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 303/2022 í máli nr. KNU22070001 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 292/2022 í máli nr. KNU22060048 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 293/2022 í máli nr. KNU22060049 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2022 í máli nr. KNU22050037 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 302/2022 í máli nr. KNU22060011 dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 299/2022 í málum nr. KNU22060004 o.fl. dags. 15. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 301/2022 í máli nr. KNU22070018 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2022 í máli nr. KNU22040047 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 295/2022 í máli nr. KNU22060042 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 309/2022 í máli nr. KNU22060043 dags. 19. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2022 í málum nr. KNU22060028 o.fl. dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2022 í máli nr. KNU22060036 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 321/2022 í máli nr. KNU22060027 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 319/2022 í máli nr. KNU22060025 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 320/2022 í máli nr. KNU22060026 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 312/2022 í máli nr. KNU22060044 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 323/2022 í máli nr. KNU22060030 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2022 í máli nr. KNU22060045 dags. 24. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 326/2022 í máli nr. KNU22070027 dags. 26. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 291/2022 í máli nr. KNU22060038 dags. 1. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2022 í máli nr. KNU22070035 dags. 1. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2022 í máli nr. KNU22070046 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 338/2022 í máli nr. KNU22070029 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 335/2022 í máli nr. KNU22070049 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 341/2022 í máli nr. KNU22060053 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2022 í máli nr. KNU22070050 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 342/2022 í máli nr. KNU22070022 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 337/2022 í máli nr. KNU22070023 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2022 í máli nr. KNU22060051 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2022 í máli nr. KNU22070026 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 344/2021 í máli nr. KNU22060014 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 339/2022 í máli nr. KNU22070024 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2022 í máli nr. KNU22060055 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2022 í máli nr. KNU22090004 dags. 9. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 413/2022 í máli nr. KNU22090021 dags. 12. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 360/2022 í máli nr. KNU22060033 dags. 14. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2022 í máli nr. KNU22080035 dags. 14. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2022 í máli nr. KNU22070065 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2022 í máli nr. KNU22070060 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 380/2022 í máli nr. KNU22080006 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2022 í máli nr. KNU22080003 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 382/2022 í máli nr. KNU22070052 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 391/2022 í máli nr. KNU22090028 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2022 í máli nr. KNU22090027 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2022 í máli nr. KNU22090029 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2022 í máli nr. KNU22080016 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 384/2022 í máli nr. KNU22070061 dags. 22. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2022 í málum nr. KNU22080012 o.fl. dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 404/2022 í máli nr. KNU22090014 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2022 í máli nr. KNU22060008 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2022 í máli nr. KNU22090030 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 411/2022 í máli nr. KNU22070064 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 405/2022 í máli nr. KNU22080031 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 406/2022 í máli nr. KNU22080028 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 403/2022 í máli nr. KNU22090005 dags. 6. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 417/2022 í máli nr. KNU22090011 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2022 í máli nr. KNU22070068 dags. 11. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2022 í máli nr. KNU22090024 dags. 12. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2022 í máli nr. KNU22080022 dags. 12. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 410/2022 í máli nr. KNU22090022 dags. 12. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 414/2022 í máli nr. KNU22090010 dags. 12. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2022 í máli nr. KNU22090013 dags. 12. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2022 í máli nr. KNU22090015 dags. 13. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2022 í máli nr. KNU22090062 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 424/2022 í máli nr. KNU22090017 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2022 í máli nr. KNU22090069 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 428/2022 í máli nr. KNU22090070 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2022 í málum nr. KNU22090032 o.fl. dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 421/2022 í málum nr. KNU22090055 o.fl. dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2022 í máli nr. KNU22090035 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2022 í máli nr. KNU22090034 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 434/2022 í máli nr. KNU22100003 dags. 27. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2022 í máli nr. KNU22090023 dags. 27. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2022 í málum nr. KNU22090058 o.fl. dags. 31. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 450/2022 í máli nr. KNU22100034 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2022 í máli nr. KNU22090056 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 438/2022 í máli nr. KNU22090066 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2022 í máli nr. KNU22090065 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2022 í máli nr. KNU22090064 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2022 í máli nr. KNU22090057 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2022 í máli nr. KNU22100001 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2022 í máli nr. KNU22090063 dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2022 í málum nr. KNU22100025 o.fl. dags. 3. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 461/2022 í málum nr. KNU22100031 o.fl. dags. 8. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2022 í máli nr. KNU22090009 dags. 9. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 431/2022 í máli nr. KNU22100021 dags. 9. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 432/2022 í máli nr. KNU22100020 dags. 9. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 449/2022 í máli nr. KNU22090050 dags. 9. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 454/2022 í máli nr. KNU22090054 dags. 10. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 458/2022 í málum nr. KNU22110010 o.fl. dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2022 í máli nr. KNU22100022 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 458/2022 í máli nr. KNU22100028 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2022 í málum nr. KNU22100015 o.fl. dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2022 í máli nr. KNU22110009 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 465/2022 í máli nr. KNU22100017 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2022 í máli nr. KNU22100027 dags. 17. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2022 í máli nr. KNU22110003 dags. 21. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2022 í máli nr. KNU22090041 dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 469/2022 í máli nr. KNU22100002 dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2022 í máli nr. KNU22100038 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 504/2022 í máli nr. KNU22110008 dags. 7. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2022 í máli nr. KNU22110047 dags. 7. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 497/2022 í máli nr. KNU22110029 dags. 7. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 505/2022 í máli nr. KNU22110037 dags. 7. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2022 í máli nr. KNU22100088 dags. 7. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2022 í máli nr. KNU22090046 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2022 í máli nr. KNU22100014 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 512/2022 í máli nr. KNU22100024 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 508/2022 í máli nr. KNU22100010 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 515/2022 í máli nr. KNU22100006 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 536/2022 í máli nr. KNU22100081 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 520/2022 í máli nr. KNU22100071 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 517/2022 í máli nr. KNU22100083 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2022 í máli nr. KNU22100070 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2022 í málum nr. KNU22100084 o.fl. dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2022 í málum nr. KNU22100072 o.fl. dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2022 í máli nr. KNU22100079 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2022 í máli nr. KNU22110019 dags. 16. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 538/2022 í máli nr. KNU22110017 dags. 16. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2022 í máli nr. KNU22110018 dags. 16. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 537/2022 í máli nr. KNU22110016 dags. 16. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2023 í máli nr. KNU22120041 dags. 3. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 8/2023 í máli nr. KNU22120071 dags. 3. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2023 í máli nr. KNU22100078 dags. 5. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 19/2023 í málum nr. KNU22110040 o.fl. dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2023 í máli nr. KNU22110030 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 30/2023 í máli nr. KNU22110031 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2023 í máli nr. KNU22100080 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 17/2023 í máli nr. KNU22100029 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 21/2023 í máli nr. KNU22110025 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 11/2023 í máli nr. KNU22100077 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 14/2023 í máli nr. KNU22110026 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 20/2023 í málum nr. KNU22110042 o.fl. dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 34/2023 í máli nr. KNU22120083 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 18/2023 í máli nr. KNU22110049 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 31/2023 í máli nr. KNU22110032 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2023 í málum nr. KNU22120084 o.fl. dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2023 í máli nr. KNU22110060 dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2023 í málum nr. KNU22100075 o.fl. dags. 12. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2023 í máli nr. KNU22120053 dags. 13. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 29/2023 í máli nr. KNU22120025 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 25/2023 í máli nr. KNU22120001 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2023 í máli nr. KNU22120004 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2023 í máli nr. KNU22110083 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2023 í máli nr. KNU22120019 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 27/2023 í máli nr. KNU22110085 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2023 í máli nr. KNU22110002 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2023 í máli nr. KNU22110005 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2023 í máli nr. KNU22100023 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 50/2023 í máli nr. KNU22110075 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 42/2023 í málum nr. KNU22110071 o.fl. dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2023 í máli nr. KNU22110076 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2023 í máli nr. KNU22110050 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 43/2023 í máli nr. KNU22120006 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2023 í máli nr. KNU22110070 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2023 í máli nr. KNU22110052 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2023 í máli nr. KNU22110057 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2023 í málum nr. KNU22110065 o.fl. dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 64/2023 í málum nr. KNU23010028 o.fl. dags. 30. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2023 í máli nr. KNU23010030 dags. 30. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2023 í máli nr. KNU23010036 dags. 30. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 66/2023 í máli nr. KNU22120046 dags. 1. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 57/2023 í máli nr. KNU22110036 dags. 2. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 53/2023 í máli nr. KNU22110033 dags. 2. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 58/2023 í máli nr. KNU22110022 dags. 2. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2023 í málum nr. KNU23010040 o.fl. dags. 2. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2023 í máli nr. KNU22120017 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2023 í máli nr. KNU22110081 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 71/2023 í máli nr. KNU22120035 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2023 í máli nr. KNU22110077 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2023 í máli nr. KNU22110059 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 76/2023 í máli nr. KNU22120018 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2023 í máli nr. KNU22120020 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2023 í máli nr. KNU22120007 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2023 í máli nr. KNU22120022 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2023 í máli nr. KNU22120024 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2023 í máli nr. KNU22120012 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 96/2023 í málum nr. KNU23020008 o.fl. dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2023 í máli nr. KNU23020006 dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2023 í máli nr. KNU23020003 dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 98/2023 í málum nr. KNU23020001 o.fl. dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2023 í máli nr. KNU23010021 dags. 15. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 90/2023 í máli nr. KNU22120057 dags. 15. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 68/2023 í máli nr. KNU22120088 dags. 15. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 61/2023 í máli nr. KNU22110063 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 92/2023 í máli nr. KNU22110089 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 105/2023 í máli nr. KNU22120040 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2023 í máli nr. KNU22120033 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2023 í máli nr. KNU23010032 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2023 í máli nr. KNU22120034 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 107/2023 í máli nr. KNU22120030 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2023 í máli nr. KNU22120031 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2023 í máli nr. KNU23010033 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 106/2023 í máli nr. KNU22120029 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 100/2023 í máli nr. KNU23010005 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2023 í máli nr. KNU22120032 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2023 í máli nr. KNU23010031 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 117/2023 í máli nr. KNU23020039 dags. 27. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 119/2023 í máli nr. KNU23020047 dags. 27. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2023 í máli nr. KNU23020046 dags. 27. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 114/2023 í máli nr. KNU22120016 dags. 1. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2023 í málum nr. KNU22120026 o.fl. dags. 1. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 113/2023 í máli nr. KNU22120002 dags. 1. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2023 í máli nr. KNU23010058 dags. 7. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 128/2023 í málum nr. KNU22120047 o.fl. dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2023 í máli nr. KNU22120092 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2023 í máli nr. KNU22120089 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2023 í máli nr. KNU22120086 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2023 í máli nr. KNU22120028 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2023 í máli nr. KNU22120003 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2023 í máli nr. KNU22120087 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 129/2023 í máli nr. KNU22120049 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2023 í máli nr. KNU22120064 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2023 í málum nr. KNU22120058 o.fl. dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2023 í máli nr. KNU22120060 dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2023 í málum nr. KNU23010043 o.fl. dags. 9. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2023 í máli nr. KNU23010061 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 121/2023 í máli nr. KNU23010055 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2023 í máli nr. KNU23010056 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2023 í máli nr. KNU23010063 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 91/2023 í máli nr. KNU22120023 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2023 í máli nr. KNU23030012 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2023 í máli nr. KNU22120043 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 142/2023 í máli nr. KNU22120010 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 143/2023 í máli nr. KNU22120069 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 166/2023 í máli nr. KNU23030011 dags. 16. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 172/2023 í málum nr. KNU23030057 o.fl. dags. 22. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 173/2023 í máli nr. KNU23030059 dags. 22. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2023 í málum nr. KNU23010001 o.fl. dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2023 í málum nr. KNU23010037 o.fl. dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2023 í máli nr. KNU23010010 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2023 í máli nr. KNU23010009 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 155/2023 í máli nr. KNU23010006 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 151/2023 í máli nr. KNU23010046 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 162/2023 í máli nr. KNU23010014 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 152/2023 í máli nr. KNU23010004 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2023 í málum nr. KNU23010054 o.fl. dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2023 í máli nr. KNU23010016 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2023 í máli nr. KNU23010003 dags. 23. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2023 í máli nr. KNU23030063 dags. 27. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 184/2023 í máli nr. KNU23020007 dags. 28. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2023 í máli nr. KNU23030065 dags. 28. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2023 í máli nr. KNU23030064 dags. 28. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2023 í máli nr. KNU23010044 dags. 28. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2023 í máli nr. KNU22120054 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2023 í máli nr. KNU23030073 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2023 í máli nr. KNU22120077 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 189/2023 í máli nr. KNU23020027 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2023 í máli nr. KNU23030008 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2023 í máli nr. KNU23010057 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2023 í máli nr. KNU23020024 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2023 í máli nr. KNU23020019 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2023 í máli nr. KNU23010060 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2023 í máli nr. KNU23020033 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2023 í máli nr. KNU23020023 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2023 í máli nr. KNU23010065 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 211/2023 í máli nr. KNU23030068 dags. 12. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 198/2023 í máli nr. KNU23020054 dags. 12. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 200/2023 í máli nr. KNU23020058 dags. 12. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 212/2023 í málum nr. KNU23030066 o.fl. dags. 12. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 199/2023 í máli nr. KNU23020055 dags. 12. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 202/2023 í máli nr. KNU23020073 dags. 12. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 210/2023 í máli nr. KNU23030094 dags. 12. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 217/2023 í máli nr. KNU23030093 dags. 13. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 218/2023 í máli nr. KNU23020050 dags. 13. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 222/2023 í máli nr. KNU23030101 dags. 13. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2023 í máli nr. KNU23030102 dags. 13. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2023 í málum nr. KNU23030103 o.fl. dags. 13. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 203/2023 í máli nr. KNU22110048 dags. 17. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 206/2023 í málum nr. KNU22120078 o.fl. dags. 17. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 209/2023 í máli nr. KNU23020076 dags. 17. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2023 í máli nr. KNU23020068 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 221/2023 í máli nr. KNU23020038 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 228/2023 í máli nr. KNU23020034 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2023 í máli nr. KNU23020051 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 225/2023 í máli nr. KNU23020030 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2023 í máli nr. KNU23020031 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 226/2023 í málum nr. KNU23020044 o.fl. dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 224/2023 í máli nr. KNU23020041 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 256/2023 í máli nr. KNU23040057 dags. 27. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 255/2023 í máli nr. KNU23040060 dags. 27. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2023 í máli nr. KNU22120056 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2023 í máli nr. KNU22120008 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 239/2023 í máli nr. KNU23030086 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 262/2023 í málum nr. KNU23040077 o.fl. dags. 2. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2023 í máli nr. KNU23030016 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 259/2023 í máli nr. KNU23030017 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2023 í máli nr. KNU23020069 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2023 í máli nr. KNU23020072 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2023 í máli nr. KNU23030001 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 258/2023 í máli nr. KNU23020042 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 257/2023 í máli nr. KNU23030007 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2023 í máli nr. KNU23020070 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2023 í máli nr. KNU23030002 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2023 í málum nr. KNU23030032 o.fl. dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 241/2023 í máli nr. KNU23030034 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2023 í máli nr. KNU23030006 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2023 í máli nr. KNU23030005 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2023 í máli nr. KNU23030018 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2023 í máli nr. KNU23030019 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 272/2023 í máli nr. KNU23040095 dags. 8. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 271/2023 í málum nr. KNU23040106 o.fl. dags. 8. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 274/2023 í máli nr. KNU23040058 dags. 8. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2023 í máli nr. KNU23040097 dags. 8. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2023 í máli nr. KNU23040001 dags. 9. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2023 í máli nr. KNU23040096 dags. 9. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 276/2023 í máli nr. KNU23040061 dags. 9. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2023 í máli nr. KNU23040010 dags. 10. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 280/2023 í máli nr. KNU23010013 dags. 10. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 264/2023 í máli nr. KNU23040013 dags. 10. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 265/2023 í máli nr. KNU23020079 dags. 10. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2023 í máli nr. KNU23030039 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2023 í máli nr. KNU23030045 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2023 í máli nr. KNU23030046 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2023 dags. 16. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 294/2023 í máli nr. KNU23030062 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 293/2023 í málum nr. KNU23030047 o.fl. dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2023 í máli nr. KNU23030029 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 287/2023 í máli nr. KNU23030043 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 289/2023 í máli nr. KNU23030100 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 286/2023 í máli nr. KNU23030020 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 537/2023 dags. 23. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 317/2023 í máli nr. KNU23040083 dags. 24. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2023 í máli nr. KNU23040125 dags. 24. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 319/2023 í máli nr. KNU23050056 dags. 24. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2023 í máli nr. KNU23040007 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 309/2023 í máli nr. KNU23020043 dags. 25. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2023 í máli nr. KNU23030082 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 323/2023 í máli nr. KNU23050101 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 322/2023 í máli nr. KNU23050098 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 325/2023 í máli nr. KNU23050096 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2023 í máli nr. KNU23050103 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2023 í máli nr. KNU23030074 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2023 í máli nr. KNU23040006 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 312/2023 í máli nr. KNU23030099 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 311/2023 í máli nr. KNU23030077 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2023 í máli nr. KNU23030088 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2023 í máli nr. KNU23040011 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2023 í máli nr. KNU23030092 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 344/2023 í máli nr. KNU23050096 dags. 6. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2023 í máli nr. KNU23050129 dags. 6. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 343/2023 í máli nr. KNU23050104 dags. 6. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 327/2023 í máli nr. KNU23040093 dags. 7. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2023 í máli nr. KNU23040085 dags. 7. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 340/2023 í máli nr. KNU23040105 dags. 8. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2023 í máli nr. KNU23020065 dags. 8. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2023 í máli nr. KNU23050162 dags. 8. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2023 í málum nr. KNU23050099 o.fl. dags. 8. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 346/2023 í málum nr. KNU23040040 o.fl. dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2023 í máli nr. KNU23040052 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 348/2023 í máli nr. KNU23040049 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 358/2023 í máli nr. KNU23040015 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2023 í málum nr. KNU23040031 o.fl. dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 350/2023 í máli nr. KNU23040048 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 347/2023 í máli nr. KNU23040045 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 415/2023 í máli nr. KNU23040059 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2023 í máli nr. KNU23060048 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 378/2023 í máli nr. KNU23060056 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2023 í máli nr. KNU23060066 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 377/2023 í máli nr. KNU23060046 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 380/2023 í máli nr. KNU23060047 dags. 22. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 370/2023 í málum nr. KNU23040068 o.fl. dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 369/2023 í máli nr. KNU23040071 dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 371/2023 í máli nr. KNU23040072 dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2023 í málum nr. KNU23040066 o.fl. dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 373/2023 í máli nr. KNU23040070 dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 389/2023 í máli nr. KNU23060188 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 391/2023 í máli nr. KNU23060166 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 390/2023 í máli nr. KNU23060179 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 364/2023 í málum nr. KNU23030023 o.fl. dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 382/2023 í máli nr. KNU23020064 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 374/2023 í máli nr. KNU23020061 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 407/2023 í málum nr. KNU23050124 o.fl. dags. 11. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 412/2023 í máli nr. KNU23060178 dags. 11. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 414/2023 í máli nr. KNU23060203 dags. 11. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 410/2023 í málum nr. KNU23070010 o.fl. dags. 11. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 417/2023 í máli nr. KNU23060151 dags. 12. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 394/2023 í málum nr. KNU23040119 o.fl. dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2023 í máli nr. KNU23040082 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2023 í máli nr. KNU23040090 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 388/2023 í máli nr. KNU23040108 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 387/2023 í máli nr. KNU23040118 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2023 í máli nr. KNU23040054 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2023 í máli nr. KNU23040094 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2023 í máli nr. KNU23040062 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 422/2023 í málum nr. KNU23070009 o.fl. dags. 24. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2023 í máli nr. KNU23050025 dags. 2. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2023 í máli nr. KNU23040073 dags. 2. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 435/2023 í máli nr. KNU23070107 dags. 8. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 432/2023 í máli nr. KNU23070106 dags. 8. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2023 í máli nr. KNU23070105 dags. 8. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 434/2023 í málum nr. KNU23070117 o.fl. dags. 8. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 442/2023 í máli nr. KNU23050007 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 443/2023 í máli nr. KNU23050008 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2023 í máli nr. KNU23050009 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2023 í máli nr. KNU23040117 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2023 í máli nr. KNU23040087 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 454/2023 í máli nr. KNU23070103 dags. 18. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2023 í máli nr. KNU23040053 dags. 23. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 447/2023 í máli nr. KNU23030041 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2023 í máli nr. KNU23050028 dags. 31. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2023 í máli nr. KNU23050033 dags. 31. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2023 í máli nr. KNU23050016 dags. 31. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 462/2023 í máli nr. KNU23050017 dags. 31. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 488/2023 í máli nr. KNU23070118 dags. 7. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 486/2023 í málum nr. KNU23080052 o.fl. dags. 7. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 487/2023 í málum nr. KNU23070097 o.fl. dags. 7. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 473/2023 í málum nr. KNU23030052 o.fl. dags. 7. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 478/2023 í málum nr. KNU23080007 o.fl. dags. 7. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 493/2023 í málum nr. KNU23050091 o.fl. dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 483/2023 í máli nr. KNU23050144 dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 490/2023 í málum nr. KNU23050148 o.fl. dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 492/2023 í máli nr. KNU23050088 dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 498/2023 í máli nr. KNU23050046 dags. 20. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 449/2023 í máli nr. KNU23050110 dags. 20. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 496/2023 í máli nr. KNU23060186 dags. 20. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 526/2023 í máli nr. KNU23050128 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 539/2023 í máli nr. KNU23040065 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 525/2023 í málum nr. KNU23040046 o.fl. dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2023 í máli nr. KNU23050147 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 480/2023 í máli nr. KNU23050075 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 536/2023 í máli nr. KNU23050168 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 534/2023 í málum nr. KNU23050169 o.fl. dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 545/2023 í máli nr. KNU23050157 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 527/2023 í máli nr. KNU23050176 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 528/2023 í máli nr. KNU23050175 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2023 í máli nr. KNU23050178 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 562/2023 í máli nr. KNU23090063 dags. 5. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 563/2023 í máli nr. KNU23090099 dags. 5. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 548/2023 í máli nr. KNU23060161 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 570/2023 í máli nr. KNU23060158 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 571/2023 í máli nr. KNU23060159 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 567/2023 í máli nr. KNU23060155 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 568/2023 í máli nr. KNU23060156 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 569/2023 í máli nr. KNU23060157 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 583/2023 í máli nr. KNU23050182 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 576/2023 í máli nr. KNU23060011 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 564/2023 í máli nr. KNU23060022 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 565/2023 í máli nr. KNU23060168 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 558/2023 í máli nr. KNU23060002 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 584/2023 í máli nr. KNU23070135 dags. 18. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 577/2023 í máli nr. KNU23060162 dags. 18. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 580/2023 í máli nr. KNU23060007 dags. 18. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 582/2023 í máli nr. KNU23070074 dags. 18. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 587/2023 í máli nr. KNU23040021 dags. 19. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 632/2023 í máli nr. KNU23070096 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 635/2023 í máli nr. KNU23100015 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 627/2023 í máli nr. KNU23070110 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 599/2023 í máli nr. KNU23070034 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 607/2023 í máli nr. KNU23060194 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 617/2023 í máli nr. KNU23060199 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 618/2023 í máli nr. KNU23060200 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 602/2023 í máli nr. KNU23080011 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 623/2023 í máli nr. KNU23040089 dags. 2. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 672/2023 í máli nr. KNU23110007 dags. 6. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 673/2023 í máli nr. KNU23100152 dags. 6. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 681/2023 í máli nr. KNU23100122 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 659/2023 í máli nr. KNU23060213 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 680/2023 í málum nr. KNU23100118 o.fl. dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 656/2023 í máli nr. KNU23070069 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 619/2023 í máli nr. KNU23070003 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 658/2023 í máli nr. KNU23070035 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 697/2023 í máli nr. KNU23110041 dags. 14. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 675/2023 í máli nr. KNU23080067 dags. 15. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 665/2023 í máli nr. KNU23080056 dags. 15. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 678/2023 í máli nr. KNU23070122 dags. 15. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 677/2023 í máli nr. KNU23080041 dags. 15. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 685/2023 í máli nr. KNU23040110 dags. 16. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 704/2023 í málum nr. KNU23080025 o.fl. dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 701/2023 í máli nr. KNU23080060 dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 671/2023 í máli nr. KNU23070072 dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 703/2023 í máli nr. KNU23090057 dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 718/2023 í máli nr. KNU23080054 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 719/2023 í máli nr. KNU23080055 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 725/2023 í máli nr. KNU23090070 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 724/2023 í málum nr. KNU23100127 o.fl. dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 721/2023 í málum nr. KNU23100070 o.fl. dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 734/2023 í málum nr. KNU23060101 o.fl. dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 733/2023 í máli nr. KNU23050076 dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 732/2023 í máli nr. KNU23040121 dags. 8. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 743/2023 í máli nr. KNU23090117 dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 747/2023 í máli nr. KNU23090019 dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 763/2023 í málum nr. KNU23110140 o.fl. dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 760/2023 í málum nr. KNU23120001 o.fl. dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 759/2023 í máli nr. KNU23110072 dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 761/2023 í málum nr. KNU23110079 o.fl. dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 739/2023 í máli nr. KNU23090022 dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 746/2023 í máli nr. KNU23050048 dags. 14. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 784/2023 í máli nr. KNU23120003 dags. 22. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2024 í máli nr. KNU23050006 dags. 9. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2024 í máli nr. KNU23060065 dags. 9. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2024 í máli nr. KNU23100141 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 49/2024 í máli nr. KNU23080103 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2024 í máli nr. KNU23120095 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2024 í máli nr. KNU23080089 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2024 í máli nr. KNU23120096 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 26/2024 í máli nr. KNU23100159 dags. 17. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 47/2024 í máli nr. KNU23090083 dags. 17. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2024 í máli nr. KNU23100134 dags. 17. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 56/2024 í máli nr. KNU23100104 dags. 17. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2024 í máli nr. KNU23090023 dags. 17. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 51/2024 í máli nr. KNU23100103 dags. 17. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 57/2024 í máli nr. KNU23100144 dags. 17. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 59/2024 í málum nr. KNU23050141 o.fl. dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 69/2024 í máli nr. KNU23100178 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2024 í máli nr. KNU23060073 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2024 í máli nr. KNU23050030 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2024 í máli nr. KNU23080104 dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2024 í málum nr. KNU23090008 o.fl. dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 95/2024 í málum nr. KNU23060126 o.fl. dags. 1. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 109/2024 í máli nr. KNU23090037 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2024 í máli nr. KNU23090056 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2024 í máli nr. KNU23090055 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2024 í máli nr. KNU23120073 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 139/2024 í máli nr. KNU23100179 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 108/2024 í máli nr. KNU23110030 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2024 í máli nr. KNU23110125 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2024 í máli nr. KNU23110045 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2024 í máli nr. KNU23110047 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2024 í máli nr. KNU23110026 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 143/2024 í máli nr. KNU23110035 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 144/2024 í máli nr. KNU23110060 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 157/2024 í málum nr. KNU23060053 o.fl. dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 154/2024 í máli nr. KNU23060160 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2024 í máli nr. KNU23060003 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 155/2024 í málum nr. KNU23060041 o.fl. dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2024 í máli nr. KNU23060059 dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2024 í málum nr. KNU23060107 o.fl. dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 193/2024 í málum nr. KNU23120116 o.fl. dags. 26. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 182/2024 í málum nr. KNU23050079 o.fl. dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2024 í máli nr. KNU23060016 dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2024 í máli nr. KNU23120115 dags. 29. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 216/2024 í máli nr. KNU23060001 dags. 1. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2024 í málum nr. KNU23110021 o.fl. dags. 8. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2024 í máli nr. KNU23110126 dags. 12. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2024 í máli nr. KNU23110124 dags. 12. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 236/2024 í máli nr. KNU23120027 dags. 12. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 237/2024 í máli nr. KNU23120051 dags. 12. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2024 í máli nr. KNU23120046 dags. 12. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 223/2024 í máli nr. KNU23120109 dags. 12. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 287/2024 í málum nr. KNU23100109 o.fl. dags. 21. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 285/2024 í málum nr. KNU23060115 o.fl. dags. 22. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 296/2024 í máli nr. KNU23060092 dags. 22. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 317/2024 í málum nr. KNU24020134 o.fl. dags. 25. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2024 í máli nr. KNU23100166 dags. 27. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2024 í máli nr. KNU23120011 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 335/2024 í máli nr. KNU23120074 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2024 í máli nr. KNU23070043 dags. 24. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 436/2024 í máli nr. KNU24040031 dags. 29. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 461/2024 í máli nr. KNU24010019 dags. 8. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2024 í máli nr. KNU24020199 dags. 8. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 474/2024 í máli nr. KNU24010029 dags. 8. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 453/2024 í máli nr. KNU24010049 dags. 8. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 462/2024 í máli nr. KNU24020070 dags. 8. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2024 í máli nr. KNU24010113 dags. 10. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 487/2024 í máli nr. KNU24010085 dags. 10. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 507/2024 í máli nr. KNU24040142 dags. 14. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 513/2024 í málum nr. KNU24050010 o.fl. dags. 15. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 564/2024 dags. 24. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 560/2024 dags. 24. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 645/2024 í málum nr. KNU24050021 o.fl. dags. 14. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrú. 73/2018 dags. 10. janúar 2018[HTML]

Lrú. 107/2018 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Lrú. 138/2018 dags. 21. febrúar 2018 (Söluskáli á Seltjarnarnesi)[HTML]

Lrú. 211/2018 dags. 26. febrúar 2018[HTML]

Lrú. 212/2018 dags. 26. febrúar 2018[HTML]

Lrú. 198/2018 dags. 27. febrúar 2018[HTML]

Lrú. 240/2018 dags. 7. mars 2018[HTML]

Lrú. 209/2018 dags. 9. mars 2018[HTML]

Lrú. 189/2018 dags. 16. mars 2018[HTML]

Lrd. 6/2018 dags. 23. mars 2018[HTML]

Lrú. 269/2018 dags. 18. apríl 2018[HTML]

Lrd. 17/2018 dags. 20. apríl 2018 (Framúrakstur)[HTML]

Lrd. 4/2018 dags. 4. maí 2018[HTML]

Lrd. 27/2018 dags. 4. maí 2018[HTML]

Lrú. 388/2018 dags. 9. maí 2018[HTML]

Lrú. 387/2018 dags. 9. maí 2018[HTML]

Lrú. 227/2018 dags. 15. maí 2018[HTML]

Lrd. 128/2018 dags. 18. maí 2018[HTML]

Lrd. 3/2018 dags. 25. maí 2018[HTML]

Lrú. 434/2018 dags. 31. maí 2018[HTML]

Lrú. 376/2018 dags. 5. júní 2018[HTML]

Lrd. 81/2018 dags. 8. júní 2018[HTML]

Lrd. 101/2018 dags. 15. júní 2018[HTML]

Lrd. 77/2018 dags. 15. júní 2018[HTML]

Lrú. 418/2018 dags. 15. júní 2018[HTML]

Lrd. 65/2018 dags. 15. júní 2018[HTML]

Lrd. 8/2018 dags. 15. júní 2018[HTML]

Lrú. 277/2018 dags. 20. júní 2018[HTML]

Lrú. 494/2018 dags. 20. júní 2018[HTML]

Lrd. 62/2018 dags. 22. júní 2018[HTML]

Lrd. 302/2018 dags. 22. júní 2018[HTML]

Lrú. 424/2018 dags. 22. júní 2018[HTML]

Lrd. 5/2018 dags. 22. júní 2018[HTML]

Lrd. 274/2018 dags. 26. júní 2018[HTML]

Lrú. 645/2018 dags. 7. ágúst 2018[HTML]

Lrú. 619/2018 dags. 14. ágúst 2018 (Aðför heimil)[HTML]
K og M eignuðust barn eftir skammvinn kynni og höfðu því ekki verið í föstu sambandi og voru ekki í neinum samskiptum á meðan meðgöngu stóð. Stuttu eftir fæðingu fór M fram á DNA-próf til að sannreyna faðernið og sagði K við M að barnið væri hans. Síðan hafi M þá farið að hitta barnið með reglulegu millibili. Síðar óskaði K eftir að barnið færi aftur í mannerfðafræðilega rannsókn, og í blóðrannsókn í það skiptið. Eftir að niðurstöður þeirrar rannsóknar lágu fyrir hitti M barnið sjaldnar en áður.

K tók saman við unnusta sinn og tilraunir M til að fá að heimsækja barnið gengu illa. Þetta ástand varði í rétt yfir ár. M óskaði árið 2012 við sýslumann eftir umgengnissamningi og að komið yrði á reglulegri umgengni. K taldi að barnið sjálft ætti að ráða henni, en það var þá rúmlega ársgamalt. Sýslumaðurinn kvað síðar upp úrskurð með nánara afmörkuðu inntaki. Eftir það hafi samskipti K og M batnað og umgengni hafi farið fram að mestu í samræmi við þann úrskurð þar til K flutti til útlanda með barnið sumarið 2014 en þá féll umgengnin niður að mestu.

K flutti aftur til Íslands en þá hélt umgengnin áfram en ekki í samræmi við úrskurð sýslumanns. K hélt því fram að barnið ætti að ráða því sjálft. Fór þá umgengnin fram með þeim hætti að M sótti það til K þá morgna sem umgengnin fór fram en skilað því til baka á kvöldin.

M fór þá til sýslumanns og krafðist álagningar dagsekta vegna tálmunar K á umgengni hans við barnið. Sýslumaður tók undir þá beiðni og lagði á dagsektir en tók þá fram að K hafði mótmælt því að tálmun hafi átt sér stað og setti á ný fram það sjónarmið að barnið ætti að ráða því hvort umgengnin fari fram eða ekki og hvort það myndi gista hjá M. Þá úrskurðaði hann einnig um umgengnina.

Úrskurður sýslumanns um umgengni og dagsektir var kærður til ráðuneytisins. Ráðuneytið staðfesti dagsektarúrskurðinn óbreyttan en umgengnisúrskurðinn með breytingum. Framkvæmd umgengninnar eftir það gekk alls ekki.

Árið 2018 krafðist M að gert yrði fjárnám hjá K vegna innheimtu dagsektanna, og lauk þeirri gerð með árangurslausu fjárnámi. Stuttu síðar komust K og M að samkomulagi um umgengni og var óskað eftir aðstoð frá sýslumanni til þess. Sáttamaðurinn náði sambandi við M en gekk erfiðlega að ná sambandi við K. K afþakkaði þá frekari aðkomu sýslumanns, og var síðar gefið út vottorð um árangurslausa sáttameðferð.

M krafðist þess að umgengni hans við barn sitt og K yrði komið á með aðför. K var talin hafa með margvíslegum hætti tálmað umgengni M við barn sitt þrátt fyrir að fyrir lægju úrskurðir sýslumanns og dómsmálaráðuneytisins.
Ekkert lá fyrir sem benti til þess að M gæti ekki tekið á móti barninu í umgengni né að umgengnin væri andstæð hagsmunum barnsins eða þörfum þess.

Við meðferð málsins í héraði tilkynnti lögmaður K um að hún og barnið væru flutt til tiltekins lands en ekki um nánari staðsetningu innan þess. K fór því fram á frávísun málsins á grundvelli skorts á lögsögu dómstóla. Hins vegar voru lögð fram gögn um að bæði K og barnið væru í raun og veru búsett á Íslandi. Frávísunarkröfu K var því hafnað.

Þá var talið að K hefði vanrækt tilkynningarskyldu sína um að tilkynna M um lögheimilisflutning barnsins og heldur ekki upplýst hann um meintan dvalarstað þess í útlöndum.

Með hliðsjón af málavöxtum féllst héraðsdómur á kröfu M um að umgengni hans við barnið yrði komið á með aðfarargerð.

Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms með vísan til forsendna hans.
Lrú. 661/2018 dags. 22. ágúst 2018[HTML]

Lrú. 660/2018 dags. 22. ágúst 2018[HTML]

Lrú. 662/2018 dags. 22. ágúst 2018[HTML]

Lrú. 681/2018 dags. 12. september 2018[HTML]

Lrú. 664/2018 dags. 12. september 2018[HTML]

Lrd. 442/2018 dags. 21. september 2018[HTML]

Lrú. 683/2018 dags. 25. september 2018[HTML]

Lrú. 728/2018 dags. 26. september 2018[HTML]

Lrú. 592/2018 dags. 27. september 2018[HTML]

Lrú. 455/2018 dags. 27. september 2018[HTML]

Lrd. 220/2018 dags. 28. september 2018[HTML]

Lrd. 75/2018 dags. 28. september 2018 (Sönnunarbyrði)[HTML]

Lrú. 456/2018 dags. 4. október 2018[HTML]

Lrd. 188/2018 dags. 5. október 2018[HTML]

Lrú. 751/2018 dags. 9. október 2018[HTML]

Lrd. 210/2018 dags. 12. október 2018[HTML]

Lrd. 32/2018 dags. 24. október 2018[HTML]

Lrú. 712/2018 dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 114/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML]

Lrú. 822/2018 dags. 6. nóvember 2018[HTML]

Lrú. 845/2018 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 275/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 165/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 82/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 66/2018 dags. 16. nóvember 2018 (Peningaþvætti)[HTML]

Lrd. 55/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]

Lrú. 769/2018 dags. 19. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 351/2018 dags. 23. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 78/2018 dags. 23. nóvember 2018 (Lögreglumaður dæmdur fyrir alvarleg brot í starfi)[HTML]

Lrd. 64/2018 dags. 23. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 57/2018 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Lrd. 521/2018 dags. 7. desember 2018[HTML]

Lrd. 635/2018 dags. 14. desember 2018[HTML]

Lrd. 507/2018 dags. 19. desember 2018[HTML]

Lrú. 830/2018 dags. 9. janúar 2019[HTML]

Lrd. 673/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML]

Lrd. 503/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML]

Lrd. 280/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML]

Lrú. 44/2019 dags. 25. janúar 2019[HTML]
Sakborningur var sakaður um fjármunabrot. Lögð var fram skýrsla á lokuðum fundi innan ákæruvaldsins og hún lak svo til verjanda.
Lrú. 74/2019 dags. 30. janúar 2019[HTML]

Lrd. 752/2018 dags. 8. febrúar 2019[HTML]

Lrú. 85/2019 dags. 12. febrúar 2019[HTML]

Lrd. 90/2018 dags. 14. febrúar 2019 (Marple)[HTML]

Lrú. 672/2018 dags. 15. febrúar 2019[HTML]

Lrú. 901/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Lrd. 608/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Lrd. 540/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Lrd. 46/2018 dags. 8. mars 2019[HTML]

Lrd. 551/2018 dags. 22. mars 2019[HTML]

Lrd. 484/2018 dags. 22. mars 2019[HTML]

Lrú. 204/2019 dags. 22. mars 2019[HTML]

Lrú. 175/2019 dags. 22. mars 2019[HTML]

Lrú. 221/2019 dags. 26. mars 2019[HTML]

Lrú. 152/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML]

Lrd. 511/2018 dags. 5. apríl 2019[HTML]

Lrd. 230/2018 dags. 5. apríl 2019 (Tesludómur - Stórhættulegur glæfraakstur)[HTML]

Lrú. 149/2019 dags. 9. apríl 2019[HTML]

Lrd. 667/2018 dags. 12. apríl 2019[HTML]

Lrú. 167/2019 dags. 15. apríl 2019[HTML]

Lrú. 235/2019 dags. 16. apríl 2019[HTML]

Lrú. 280/2019 dags. 24. apríl 2019[HTML]

Lrú. 277/2019 dags. 16. maí 2019[HTML]

Lrd. 550/2018 dags. 17. maí 2019 (Lögreglumaður)[HTML]

Lrú. 353/2019 dags. 21. maí 2019[HTML]

Lrú. 326/2019 dags. 23. maí 2019[HTML]

Lrd. 622/2018 dags. 31. maí 2019[HTML]

Lrd. 466/2018 dags. 31. maí 2019[HTML]

Lrú. 300/2019 dags. 3. júní 2019[HTML]

Lrú. 329/2019 dags. 6. júní 2019[HTML]

Lrd. 884/2018 dags. 7. júní 2019[HTML]

Lrd. 886/2018 dags. 7. júní 2019[HTML]

Lrd. 885/2018 dags. 7. júní 2019[HTML]

Lrd. 490/2018 dags. 14. júní 2019[HTML]

Lrd. 614/2018 dags. 21. júní 2019[HTML]

Lrd. 222/2018 dags. 21. júní 2019[HTML]

Lrd. 416/2018 dags. 21. júní 2019[HTML]

Lrú. 413/2019 dags. 27. júní 2019[HTML]

Lrú. 482/2019 dags. 4. júlí 2019[HTML]

Lrú. 520/2019 dags. 9. júlí 2019[HTML]

Lrú. 574/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML]

Lrú. 549/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML]

Lrú. 590/2019 dags. 3. september 2019[HTML]

Lrd. 581/2018 dags. 20. september 2019[HTML]

Lrd. 53/2019 dags. 27. september 2019[HTML]

Lrd. 655/2018 dags. 4. október 2019[HTML]

Lrd. 337/2019 dags. 4. október 2019[HTML]

Lrd. 808/2018 dags. 11. október 2019[HTML]

Lrd. 804/2018 dags. 11. október 2019[HTML]

Lrú. 637/2019 dags. 11. október 2019[HTML]

Lrd. 373/2019 dags. 11. október 2019[HTML]

Lrú. 310/2019 dags. 11. október 2019[HTML]

Lrú. 443/2019 dags. 23. október 2019[HTML]

Lrú. 675/2019 dags. 24. október 2019[HTML]

Lrú. 668/2019 dags. 24. október 2019[HTML]

Lrd. 97/2019 dags. 25. október 2019[HTML]

Lrd. 421/2019 dags. 1. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 871/2018 dags. 8. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 847/2018 dags. 8. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 290/2019 dags. 8. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 174/2019 dags. 8. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 532/2018 dags. 22. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 76/2019 dags. 22. nóvember 2019[HTML]

Lrú. 771/2019 dags. 26. nóvember 2019[HTML]

Lrd. 431/2018 dags. 6. desember 2019[HTML]

Lrd. 332/2018 dags. 6. desember 2019 (Viðskiptavakt)[HTML]

Lrú. 677/2019 dags. 13. desember 2019[HTML]

Lrd. 251/2019 dags. 13. desember 2019[HTML]

Lrú. 841/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Lrd. 934/2018 dags. 20. desember 2019[HTML]

Lrd. 260/2019 dags. 20. desember 2019[HTML]

Lrd. 241/2019 dags. 20. desember 2019[HTML]

Lrd. 187/2019 dags. 20. desember 2019[HTML]

Lrú. 10/2019 dags. 20. desember 2019[HTML]

Lrú. 871/2019 dags. 24. desember 2019[HTML]

Lrú. 857/2019 dags. 14. janúar 2020[HTML]

Lrú. 846/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML]

Lrú. 768/2019 dags. 16. janúar 2020[HTML]

Lrú. 862/2019 dags. 30. janúar 2020[HTML]

Lrú. 50/2020 dags. 30. janúar 2020[HTML]

Lrd. 923/2018 dags. 31. janúar 2020[HTML]

Lrd. 407/2019 dags. 31. janúar 2020[HTML]

Lrd. 113/2019 dags. 31. janúar 2020[HTML]

Lrú. 31/2020 dags. 31. janúar 2020[HTML]

Lrú. 476/2019 dags. 7. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 81/2020 dags. 10. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 84/2020 dags. 11. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 28/2019 dags. 21. febrúar 2020[HTML]

Lrd. 906/2018 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 861/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 687/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 686/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 685/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 684/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Lrú. 112/2020 dags. 17. mars 2020[HTML]

Lrd. 433/2019 dags. 20. mars 2020[HTML]

Lrú. 151/2020 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrú. 124/2020 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrú. 816/2019 dags. 27. mars 2020[HTML]

Lrd. 565/2019 dags. 3. apríl 2020[HTML]

Lrú. 191/2020 dags. 21. apríl 2020[HTML]

Lrú. 209/2020 dags. 28. apríl 2020[HTML]

Lrú. 224/2020 dags. 5. maí 2020[HTML]

Lrú. 69/2020 dags. 7. maí 2020[HTML]

Lrd. 20/2019 dags. 8. maí 2020[HTML]

Lrd. 917/2018 dags. 15. maí 2020[HTML]

Lrú. 322/2020 dags. 27. maí 2020[HTML]

Lrd. 632/2019 dags. 29. maí 2020[HTML]

Lrd. 60/2019 dags. 5. júní 2020[HTML]

Lrd. 654/2018 dags. 10. júní 2020[HTML]

Lrú. 334/2020 dags. 24. júní 2020[HTML]

Lrd. 666/2018 dags. 26. júní 2020[HTML]

Lrd. 140/2018 dags. 26. júní 2020[HTML]

Lrd. 595/2019 dags. 26. júní 2020[HTML]

Lrd. 554/2019 dags. 26. júní 2020[HTML]

Lrd. 145/2020 dags. 26. júní 2020[HTML]

Lrú. 311/2020 dags. 29. júní 2020[HTML]

Lrú. 309/2020 dags. 30. júní 2020[HTML]

Lrú. 440/2020 dags. 30. júlí 2020[HTML]

Lrú. 420/2020 dags. 6. ágúst 2020[HTML]

Lrd. 165/2020 dags. 11. september 2020 (Fíkniefni í bifreið)[HTML]

Lrd. 496/2019 dags. 25. september 2020[HTML]

Lrd. 284/2019 dags. 25. september 2020[HTML]

Lrú. 551/2020 dags. 1. október 2020[HTML]

Lrd. 190/2019 dags. 2. október 2020[HTML]

Lrd. 63/2019 dags. 2. október 2020[HTML]

Lrú. 564/2020 dags. 9. október 2020[HTML]

Lrú. 559/2020 dags. 12. október 2020[HTML]

Lrú. 577/2020 dags. 14. október 2020[HTML]

Lrd. 360/2019 dags. 16. október 2020[HTML]

Lrd. 322/2019 dags. 16. október 2020[HTML]

Lrd. 366/2020 dags. 16. október 2020[HTML]

Lrd. 698/2019 dags. 23. október 2020[HTML]

Lrd. 697/2019 dags. 23. október 2020[HTML]

Lrd. 635/2019 dags. 23. október 2020[HTML]

Lrd. 367/2019 dags. 23. október 2020[HTML]

Lrd. 345/2019 dags. 23. október 2020[HTML]

Lrd. 591/2019 dags. 30. október 2020[HTML]

Lrd. 404/2019 dags. 30. október 2020[HTML]

Lrú. 607/2020 dags. 10. nóvember 2020[HTML]

Lrú. 608/2020 dags. 12. nóvember 2020[HTML]

Lrú. 508/2020 dags. 12. nóvember 2020[HTML]

Lrú. 507/2020 dags. 12. nóvember 2020[HTML]

Lrd. 527/2019 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Lrd. 441/2020 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Lrú. 421/2020 dags. 13. nóvember 2020[HTML]

Lrú. 643/2020 dags. 17. nóvember 2020[HTML]

Lrd. 306/2019 dags. 20. nóvember 2020[HTML]

Lrd. 336/2019 dags. 27. nóvember 2020 (Öryggi í flugi)[HTML]

Lrd. 135/2019 dags. 27. nóvember 2020[HTML]

Lrú. 648/2020 dags. 27. nóvember 2020[HTML]

Lrd. 385/2019 dags. 4. desember 2020[HTML]

Lrd. 239/2019 dags. 4. desember 2020 (Kaupauki)[HTML]

Lrd. 807/2019 dags. 4. desember 2020[HTML]

Lrú. 702/2020 dags. 8. desember 2020[HTML]

Lrú. 629/2020 dags. 10. desember 2020[HTML]

Lrd. 304/2019 dags. 11. desember 2020[HTML]

Lrd. 759/2019 dags. 11. desember 2020[HTML]

Lrd. 7/2020 dags. 11. desember 2020[HTML]

Lrd. 356/2020 dags. 11. desember 2020[HTML]

Lrú. 662/2020 dags. 14. desember 2020[HTML]

Lrú. 710/2020 dags. 15. desember 2020[HTML]

Lrú. 712/2020 dags. 15. desember 2020[HTML]

Lrú. 711/2020 dags. 15. desember 2020[HTML]

Lrú. 598/2020 dags. 17. desember 2020[HTML]

Lrú. 620/2020 dags. 17. desember 2020[HTML]

Lrd. 835/2019 dags. 18. desember 2020[HTML]

Lrú. 624/2020 dags. 18. desember 2020[HTML]

Lrd. 388/2019 dags. 18. desember 2020[HTML]

Lrd. 534/2019 dags. 18. desember 2020[HTML]

Lrú. 555/2020 dags. 18. desember 2020[HTML]

Lrd. 744/2019 dags. 18. desember 2020[HTML]

Lrú. 675/2020 dags. 22. desember 2020[HTML]

Lrú. 509/2020 dags. 22. desember 2020[HTML]

Lrú. 733/2020 dags. 29. desember 2020[HTML]

Lrú. 669/2020 dags. 19. janúar 2021[HTML]

Lrú. 33/2021 dags. 21. janúar 2021[HTML]

Lrú. 673/2020 dags. 26. janúar 2021[HTML]

Lrú. 739/2020 dags. 28. janúar 2021[HTML]

Lrd. 19/2019 dags. 29. janúar 2021[HTML]

Lrd. 862/2018 dags. 5. febrúar 2021 (Hlutdeild í kynferðisbroti ekki sönnuð)[HTML]

Lrd. 605/2019 dags. 5. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 817/2019 dags. 5. febrúar 2021[HTML]

Lrú. 746/2020 dags. 5. febrúar 2021[HTML]

Lrú. 13/2021 dags. 12. febrúar 2021[HTML]

Lrú. 703/2020 dags. 16. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 371/2019 dags. 19. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 212/2019 dags. 19. febrúar 2021[HTML]

Lrd. 907/2018 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Lrú. 135/2021 dags. 3. mars 2021[HTML]

Lrd. 128/2020 dags. 5. mars 2021[HTML]

Lrd. 34/2020 dags. 5. mars 2021[HTML]

Lrú. 138/2021 dags. 9. mars 2021[HTML]

Lrd. 65/2020 dags. 12. mars 2021[HTML]

Lrd. 72/2020 dags. 12. mars 2021[HTML]

Lrú. 155/2021 dags. 12. mars 2021[HTML]

Lrd. 680/2019 dags. 19. mars 2021[HTML]

Lrd. 678/2019 dags. 19. mars 2021[HTML]

Lrd. 739/2019 dags. 19. mars 2021[HTML]

Lrd. 604/2019 dags. 19. mars 2021 (CLN)[HTML]

Lrú. 156/2021 dags. 19. mars 2021[HTML]

Lrd. 215/2019 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrd. 689/2019 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrd. 148/2020 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrd. 464/2020 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrú. 709/2020 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrú. 58/2021 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrú. 57/2021 dags. 26. mars 2021[HTML]

Lrú. 208/2021 dags. 31. mars 2021[HTML]

Lrú. 229/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML]

Lrú. 230/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML]

Lrú. 231/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML]

Lrú. 232/2021 dags. 7. apríl 2021[HTML]

Lrd. 18/2020 dags. 16. apríl 2021[HTML]

Lrú. 174/2021 dags. 26. apríl 2021[HTML]

Lrú. 173/2021 dags. 26. apríl 2021[HTML]

Lrd. 677/2020 dags. 30. apríl 2021[HTML]

Lrú. 254/2021 dags. 30. apríl 2021[HTML]

Lrd. 874/2019 dags. 7. maí 2021[HTML]

Lrú. 285/2021 dags. 10. maí 2021[HTML]

Lrd. 603/2019 dags. 14. maí 2021 (Gangandi vegfarandi)[HTML]

Lrd. 29/2020 dags. 14. maí 2021[HTML]

Lrú. 261/2021 dags. 19. maí 2021[HTML]

Lrú. 312/2021 dags. 19. maí 2021[HTML]

Lrd. 141/2020 dags. 21. maí 2021[HTML]

Lrd. 149/2020 dags. 21. maí 2021[HTML]

Lrd. 723/2018 dags. 26. maí 2021[HTML]

Lrd. 58/2019 dags. 28. maí 2021[HTML]

Lrú. 313/2021 dags. 1. júní 2021[HTML]

Lrd. 60/2020 dags. 4. júní 2021[HTML]

Lrd. 200/2020 dags. 4. júní 2021[HTML]

Lrú. 348/2021 dags. 4. júní 2021[HTML]

Lrú. 332/2021 dags. 9. júní 2021[HTML]

Lrd. 198/2020 dags. 11. júní 2021[HTML]

Lrd. 39/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 189/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 190/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 207/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 232/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 35/2020 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 82/2021 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 234/2021 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 260/2021 dags. 18. júní 2021[HTML]

Lrd. 234/2020 dags. 23. júní 2021[HTML]

Lrú. 340/2021 dags. 23. júní 2021[HTML]

Lrú. 319/2021 dags. 28. júní 2021[HTML]

Lrú. 509/2021 dags. 12. ágúst 2021[HTML]

Lrú. 477/2021 dags. 8. september 2021[HTML]

Lrú. 478/2021 dags. 8. september 2021[HTML]

Lrú. 351/2021 dags. 16. september 2021[HTML]

Lrd. 536/2020 dags. 1. október 2021[HTML]

Lrd. 685/2020 dags. 1. október 2021 (Hnífstunga í kviðvegg)[HTML]

Lrd. 335/2021 dags. 1. október 2021[HTML]

Lrú. 567/2021 dags. 1. október 2021[HTML]

Lrd. 751/2020 dags. 8. október 2021[HTML]

Lrd. 373/2021 dags. 8. október 2021[HTML]

Lrd. 226/2021 dags. 8. október 2021[HTML]

Lrú. 383/2021 dags. 11. október 2021[HTML]

Lrú. 608/2021 dags. 19. október 2021[HTML]

Lrd. 337/2020 dags. 22. október 2021[HTML]

Lrd. 483/2021 dags. 22. október 2021[HTML]

Lrd. 427/2020 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 449/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 452/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 634/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 450/2021 dags. 9. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 412/2020 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 396/2020 dags. 12. nóvember 2021[HTML]

Lrd. 466/2020 dags. 19. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 644/2021 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 692/2021 dags. 25. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 707/2021 dags. 30. nóvember 2021[HTML]

Lrú. 623/2021 dags. 1. desember 2021[HTML]

Lrd. 77/2021 dags. 3. desember 2021[HTML]

Lrú. 383/2021 dags. 16. desember 2021[HTML]

Lrd. 250/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrd. 638/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrd. 636/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrd. 633/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrd. 538/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrd. 93/2021 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrú. 771/2021 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrú. 765/2021 dags. 17. desember 2021[HTML]

Lrú. 772/2021 dags. 22. desember 2021[HTML]

Lrú. 805/2021 dags. 4. janúar 2022[HTML]

Lrú. 8/2022 dags. 7. janúar 2022[HTML]

Lrú. 769/2021 dags. 12. janúar 2022[HTML]

Lrú. 795/2021 dags. 14. janúar 2022[HTML]

Lrd. 510/2020 dags. 21. janúar 2022[HTML]

Lrd. 671/2020 dags. 21. janúar 2022[HTML]

Lrd. 628/2020 dags. 28. janúar 2022[HTML]

Lrd. 196/2021 dags. 4. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 566/2021 dags. 4. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 110/2021 dags. 4. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 701/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 659/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 391/2021 dags. 18. febrúar 2022[HTML]

Lrú. 58/2022 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Lrd. 444/2021 dags. 25. febrúar 2022 (Síendurtekin högg - Ofsafengin atlaga)[HTML]

Lrd. 726/2020 dags. 4. mars 2022[HTML]

Lrd. 149/2021 dags. 4. mars 2022[HTML]

Lrd. 164/2021 dags. 4. mars 2022[HTML]

Lrd. 658/2020 dags. 11. mars 2022[HTML]

Lrd. 666/2020 dags. 11. mars 2022[HTML]

Lrd. 354/2021 dags. 11. mars 2022[HTML]

Lrd. 394/2021 dags. 11. mars 2022[HTML]

Lrú. 113/2022 dags. 16. mars 2022[HTML]

Lrd. 334/2021 dags. 18. mars 2022[HTML]

Lrú. 114/2022 dags. 21. mars 2022[HTML]

Lrd. 69/2021 dags. 25. mars 2022[HTML]

Lrú. 176/2022 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Lrd. 599/2020 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrd. 136/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrd. 325/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrd. 528/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrd. 376/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrd. 216/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrd. 181/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrú. 710/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrú. 152/2022 dags. 8. apríl 2022[HTML]

Lrú. 219/2022 dags. 25. apríl 2022[HTML]

Lrú. 200/2022 dags. 28. apríl 2022[HTML]

Lrú. 609/2021 dags. 9. maí 2022[HTML]

Lrú. 279/2022 dags. 9. maí 2022[HTML]

Lrú. 263/2022 dags. 10. maí 2022[HTML]

Lrd. 10/2021 dags. 13. maí 2022[HTML]

Lrú. 303/2022 dags. 16. maí 2022[HTML]

Lrú. 301/2022 dags. 18. maí 2022[HTML]

Lrd. 619/2020 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrd. 628/2021 dags. 20. maí 2022[HTML]

Lrú. 732/2020 dags. 27. maí 2022[HTML]

Lrú. 731/2020 dags. 27. maí 2022[HTML]

Lrd. 241/2021 dags. 27. maí 2022[HTML]

Lrú. 228/2022 dags. 1. júní 2022[HTML]

Lrd. 533/2021 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrd. 36/2021 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrd. 10/2022 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrd. 490/2020 dags. 3. júní 2022[HTML]

Lrú. 725/2020 dags. 10. júní 2022[HTML]

Lrd. 247/2021 dags. 10. júní 2022[HTML]

Lrd. 333/2021 dags. 16. júní 2022[HTML]

Lrú. 329/2022 dags. 23. júní 2022[HTML]

Lrd. 438/2020 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 168/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 268/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 286/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 267/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrd. 547/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]

Lrú. 379/2022 dags. 28. júní 2022[HTML]

Lrú. 424/2022 dags. 5. júlí 2022[HTML]

Lrú. 453/2022 dags. 13. júlí 2022[HTML]

Lrú. 452/2022 dags. 13. júlí 2022[HTML]

Lrú. 550/2022 dags. 13. júlí 2022[HTML]

Lrú. 464/2022 dags. 19. júlí 2022[HTML]

Lrú. 481/2022 dags. 28. júlí 2022[HTML]

Lrú. 491/2022 dags. 3. ágúst 2022[HTML]

Lrd. 274/2022 dags. 18. ágúst 2022[HTML]

Lrú. 546/2022 dags. 2. september 2022[HTML]

Lrú. 526/2022 dags. 9. september 2022[HTML]

Lrú. 551/2022 dags. 9. september 2022[HTML]

Lrú. 562/2022 dags. 12. september 2022[HTML]

Lrd. 123/2022 dags. 22. september 2022[HTML]

Lrd. 204/2022 dags. 22. september 2022[HTML]

Lrd. 205/2022 dags. 22. september 2022[HTML]

Lrú. 563/2022 dags. 28. september 2022[HTML]

Lrd. 764/2021 dags. 29. september 2022[HTML]

Lrú. 556/2022 dags. 30. september 2022[HTML]

Lrú. 595/2022 dags. 5. október 2022[HTML]

Lrd. 69/2021 dags. 7. október 2022[HTML]

Lrd. 61/2022 dags. 7. október 2022[HTML]

Lrú. 567/2022 dags. 7. október 2022[HTML]

Lrú. 472/2021 dags. 21. október 2022[HTML]

Lrú. 584/2022 dags. 25. október 2022[HTML]

Lrú. 578/2022 dags. 27. október 2022[HTML]

Lrú. 656/2022 dags. 27. október 2022[HTML]

Lrú. 662/2022 dags. 28. október 2022[HTML]

Lrd. 432/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 515/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 514/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 357/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 558/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 557/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 521/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 646/2021 dags. 18. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 633/2021 dags. 18. nóvember 2022[HTML]

Lrú. 712/2022 dags. 24. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 412/2021 dags. 25. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 325/2022 dags. 25. nóvember 2022[HTML]

Lrd. 559/2021 dags. 2. desember 2022[HTML]

Lrú. 220/2021 dags. 2. desember 2022[HTML]

Lrd. 546/2021 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrd. 604/2021 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrd. 606/2021 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrd. 422/2022 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrd. 463/2021 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrd. 464/2021 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrú. 444/2022 dags. 9. desember 2022[HTML]

Lrú. 789/2022 dags. 14. desember 2022[HTML]

Lrú. 708/2022 dags. 14. desember 2022[HTML]

Lrd. 599/2021 dags. 16. desember 2022[HTML]

Lrú. 793/2022 dags. 19. desember 2022[HTML]

Lrú. 803/2022 dags. 22. desember 2022[HTML]

Lrú. 804/2022 dags. 22. desember 2022[HTML]

Lrú. 814/2022 dags. 23. desember 2022[HTML]

Lrú. 815/2022 dags. 23. desember 2022[HTML]

Lrú. 817/2022 dags. 23. desember 2022[HTML]

Lrú. 816/2022 dags. 23. desember 2022[HTML]

Lrú. 805/2022 dags. 29. desember 2022[HTML]

Lrú. 621/2022 dags. 10. janúar 2023[HTML]

Lrú. 616/2022 dags. 10. janúar 2023[HTML]

Lrú. 751/2022 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Lrú. 3/2023 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Lrú. 813/2022 dags. 26. janúar 2023[HTML]

Lrú. 775/2022 dags. 31. janúar 2023[HTML]

Lrd. 724/2021 dags. 3. febrúar 2023[HTML]

Lrú. 38/2023 dags. 6. febrúar 2023[HTML]

Lrú. 92/2023 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Lrú. 641/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 220/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML]

Lrú. 95/2023 dags. 13. febrúar 2023[HTML]

Lrú. 84/2023 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Lrú. 121/2023 dags. 16. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 44/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 324/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML]

Lrú. 134/2023 dags. 23. febrúar 2023[HTML]

Lrd. 577/2022 dags. 24. febrúar 2023[HTML]

Lrú. 120/2023 dags. 1. mars 2023[HTML]

Lrd. 752/2021 dags. 10. mars 2023[HTML]

Lrú. 102/2023 dags. 10. mars 2023[HTML]

Lrú. 187/2023 dags. 16. mars 2023[HTML]

Lrd. 601/2021 dags. 17. mars 2023[HTML]

Lrú. 207/2023 dags. 23. mars 2023[HTML]

Lrú. 197/2023 dags. 23. mars 2023[HTML]

Lrd. 760/2021 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrd. 388/2021 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrú. 196/2023 dags. 24. mars 2023[HTML]

Lrú. 198/2023 dags. 28. mars 2023[HTML]

Lrd. 156/2022 dags. 31. mars 2023[HTML]

Lrú. 605/2022 dags. 31. mars 2023[HTML]

Lrú. 235/2023 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Lrú. 236/2023 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Lrú. 270/2023 dags. 14. apríl 2023[HTML]

Lrd. 271/2022 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Lrú. 303/2023 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Lrú. 304/2023 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Lrú. 290/2023 dags. 2. maí 2023[HTML]

Lrú. 327/2023 dags. 3. maí 2023[HTML]

Lrd. 74/2022 dags. 12. maí 2023[HTML]

Lrd. 73/2022 dags. 12. maí 2023[HTML]

Lrd. 181/2021 dags. 19. maí 2023[HTML]

Lrd. 185/2022 dags. 19. maí 2023[HTML]

Lrd. 159/2022 dags. 19. maí 2023[HTML]

Lrd. 31/2023 dags. 19. maí 2023[HTML]

Lrú. 373/2023 dags. 19. maí 2023[HTML]

Lrú. 378/2023 dags. 23. maí 2023[HTML]

Lrú. 396/2023 dags. 24. maí 2023[HTML]

Lrú. 414/2023 dags. 6. júní 2023[HTML]

Lrú. 426/2023 dags. 6. júní 2023[HTML]

Lrd. 249/2022 dags. 9. júní 2023[HTML]

Lrd. 42/2023 dags. 9. júní 2023[HTML]

Lrd. 154/2023 dags. 9. júní 2023[HTML]

Lrú. 353/2023 dags. 9. júní 2023[HTML]

Lrú. 432/2023 dags. 9. júní 2023[HTML]

Lrú. 376/2023 dags. 14. júní 2023[HTML]

Lrú. 380/2023 dags. 15. júní 2023[HTML]

Lrd. 117/2022 dags. 16. júní 2023[HTML]

Lrú. 584/2022 dags. 16. júní 2023[HTML]

Lrú. 455/2023 dags. 20. júní 2023[HTML]

Lrú. 409/2023 dags. 21. júní 2023[HTML]

Lrd. 745/2022 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrú. 418/2023 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrú. 437/2023 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrú. 211/2023 dags. 23. júní 2023[HTML]

Lrú. 477/2023 dags. 26. júní 2023[HTML]

Lrú. 463/2023 dags. 26. júní 2023[HTML]

Lrú. 412/2023 dags. 26. júní 2023[HTML]

Lrú. 476/2023 dags. 26. júní 2023[HTML]

Lrú. 473/2023 dags. 27. júní 2023[HTML]

Lrú. 369/2023 dags. 28. júní 2023[HTML]

Lrú. 468/2023 dags. 29. júní 2023[HTML]

Lrú. 531/2023 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Lrú. 522/2023 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Lrú. 526/2023 dags. 29. ágúst 2023[HTML]

Lrú. 510/2023 dags. 13. september 2023[HTML]

Lrd. 277/2023 dags. 15. september 2023[HTML]

Lrú. 654/2023 dags. 19. september 2023[HTML]

Lrd. 172/2022 dags. 29. september 2023[HTML]

Lrú. 638/2023 dags. 5. október 2023[HTML]

Lrd. 601/2022 dags. 20. október 2023[HTML]

Lrd. 413/2023 dags. 20. október 2023[HTML]

Lrú. 703/2023 dags. 23. október 2023[HTML]

Lrú. 684/2023 dags. 23. október 2023[HTML]

Lrd. 461/2022 dags. 27. október 2023[HTML]

Lrd. 448/2023 dags. 27. október 2023[HTML]

Lrd. 106/2023 dags. 27. október 2023[HTML]

Lrú. 706/2023 dags. 30. október 2023[HTML]

Lrd. 50/2023 dags. 3. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 388/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 353/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]

Lrú. 727/2023 dags. 14. nóvember 2023[HTML]

Lrú. 704/2023 dags. 15. nóvember 2023[HTML]

Lrú. 747/2023 dags. 15. nóvember 2023[HTML]

Lrú. 498/2022 dags. 17. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 342/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Lrú. 805/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Lrú. 790/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Lrd. 419/2022 dags. 1. desember 2023[HTML]

Lrú. 821/2023 dags. 1. desember 2023[HTML]

Lrd. 570/2022 dags. 8. desember 2023[HTML]

Lrd. 569/2022 dags. 8. desember 2023[HTML]

Lrú. 838/2023 dags. 12. desember 2023[HTML]

Lrú. 784/2023 dags. 14. desember 2023[HTML]

Lrd. 478/2022 dags. 15. desember 2023[HTML]

Lrd. 484/2022 dags. 15. desember 2023[HTML]

Lrd. 704/2022 dags. 15. desember 2023[HTML]

Lrd. 169/2023 dags. 15. desember 2023[HTML]

Lrd. 139/2023 dags. 15. desember 2023[HTML]

Lrú. 854/2023 dags. 15. desember 2023[HTML]

Lrú. 869/2023 dags. 18. desember 2023[HTML]

Lrú. 812/2023 dags. 20. desember 2023[HTML]

Lrú. 791/2023 dags. 20. desember 2023[HTML]

Lrú. 875/2023 dags. 3. janúar 2024[HTML]

Lrú. 891/2023 dags. 11. janúar 2024[HTML]

Lrú. 15/2024 dags. 15. janúar 2024[HTML]

Lrú. 29/2024 dags. 15. janúar 2024[HTML]

Lrú. 42/2024 dags. 22. janúar 2024[HTML]

Lrd. 689/2022 dags. 26. janúar 2024[HTML]

Lrd. 192/2023 dags. 26. janúar 2024[HTML]

Lrú. 6/2024 dags. 6. febrúar 2024[HTML]

Lrú. 865/2023 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 498/2022 dags. 9. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 116/2023 dags. 9. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 540/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 497/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 674/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 32/2023 dags. 16. febrúar 2024[HTML]

Lrú. 636/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML]

Lrú. 131/2024 dags. 21. febrúar 2024[HTML]

Lrú. 113/2024 dags. 22. febrúar 2024[HTML]

Lrd. 179/2023 dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Lrú. 121/2024 dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Lrú. 731/2022 dags. 26. febrúar 2024[HTML]

Lrú. 132/2024 dags. 27. febrúar 2024[HTML]

Lrú. 59/2024 dags. 4. mars 2024[HTML]

Lrú. 183/2024 dags. 7. mars 2024[HTML]

Lrd. 843/2023 dags. 8. mars 2024[HTML]

Lrú. 87/2024 dags. 13. mars 2024[HTML]

Lrú. 126/2024 dags. 14. mars 2024[HTML]

Lrd. 618/2022 dags. 15. mars 2024[HTML]

Lrd. 105/2023 dags. 15. mars 2024[HTML]

Lrd. 6/2018 dags. 22. mars 2024[HTML]

Lrd. 49/2023 dags. 22. mars 2024[HTML]

Lrd. 146/2023 dags. 22. mars 2024[HTML]

Lrd. 244/2023 dags. 22. mars 2024[HTML]

Lrú. 127/2024 dags. 22. mars 2024[HTML]

Lrú. 271/2024 dags. 3. apríl 2024[HTML]

Lrú. 269/2024 dags. 5. apríl 2024[HTML]

Lrú. 191/2024 dags. 9. apríl 2024[HTML]

Lrú. 293/2024 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Lrú. 307/2024 dags. 12. apríl 2024[HTML]

Lrú. 326/2024 dags. 17. apríl 2024[HTML]

Lrd. 249/2023 dags. 19. apríl 2024[HTML]

Lrd. 636/2022 dags. 3. maí 2024[HTML]

Lrd. 57/2023 dags. 3. maí 2024[HTML]

Lrú. 381/2024 dags. 6. maí 2024[HTML]

Lrd. 765/2022 dags. 10. maí 2024[HTML]

Lrd. 52/2023 dags. 10. maí 2024[HTML]

Lrd. 143/2023 dags. 10. maí 2024[HTML]

Lrd. 483/2022 dags. 17. maí 2024[HTML]

Lrú. 337/2024 dags. 22. maí 2024[HTML]

Lrd. 583/2023 dags. 24. maí 2024[HTML]

Lrd. 337/2023 dags. 24. maí 2024[HTML]

Lrú. 337/2024 dags. 28. maí 2024[HTML]

Lrú. 452/2024 dags. 30. maí 2024[HTML]

Lrd. 240/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 357/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrd. 383/2023 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrú. 424/2024 dags. 31. maí 2024[HTML]

Lrú. 443/2024 dags. 4. júní 2024[HTML]

Lrd. 432/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 433/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 431/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 430/2022 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 856/2023 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 321/2023 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 334/2023 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 289/2023 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 20/2023 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrd. 128/2024 dags. 7. júní 2024[HTML]

Lrú. 484/2024 dags. 10. júní 2024[HTML]

Lrú. 476/2024 dags. 11. júní 2024[HTML]

Lrd. 398/2023 dags. 12. júní 2024[HTML]

Lrú. 438/2024 dags. 12. júní 2024[HTML]

Lrú. 117/2024 dags. 14. júní 2024[HTML]

Lrú. 446/2024 dags. 19. júní 2024[HTML]

Lrd. 160/2023 dags. 21. júní 2024[HTML]

Lrd. 200/2024 dags. 21. júní 2024[HTML]

Lrd. 214/2024 dags. 21. júní 2024[HTML]

Lrú. 513/2024 dags. 25. júní 2024[HTML]

Lrú. 411/2024 dags. 25. júní 2024[HTML]

Lrú. 516/2024 dags. 26. júní 2024[HTML]

Lrú. 454/2024 dags. 26. júní 2024[HTML]

Lrd. 577/2023 dags. 27. júní 2024[HTML]

Lrd. 613/2023 dags. 27. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Mannanafnanefnd

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 50/2010 dags. 13. júlí 2010

Úrskurður mannanafnanefndar, nr. 6/2016 dags. 1. apríl 2016 (Ugluspegill)

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 6/2016 dags. 1. apríl 2016 (Ugluspegill (kk.))

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 67/2016 dags. 14. október 2016

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 96/2016 dags. 18. nóvember 2016

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 98/2016 dags. 6. janúar 2017

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 16/2017 dags. 18. apríl 2017

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 29/2017 dags. 26. nóvember 2017

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 57/2018 dags. 22. ágúst 2018

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 28/2019 dags. 10. apríl 2019

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 47/2019 dags. 11. júní 2019

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 53/2019 dags. 7. ágúst 2019

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 117/2019 dags. 14. janúar 2020

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 35/2020 dags. 22. júní 2020

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 86/2022 dags. 20. júní 2022

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 77/2023 dags. 25. ágúst 2023

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 88/2023 dags. 2. október 2023

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 86/2023 dags. 2. október 2023

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 121/2023 dags. 6. desember 2023 (Strympa (kvk.))

Fara á yfirlit

Mannréttindadómstóll Evrópu

Dómur MDE Kjartan Ásmundsson gegn Íslandi dags. 12. október 2004 (60669/00)[HTML]

Dómur MDE Sara Lind Eggertsdóttir gegn Íslandi dags. 5. júlí 2007 (31930/04)[HTML]
Hin kærða dómsúrlausn Hæstaréttar: Hrd. 2004:1239 nr. 344/2002 (Sara Lind Eggertsdóttir - Slagæðaleggur)

Mistök áttu sér stað við fæðingu í Landspítalanum er leiddu til þess að barnið varð fatlað. Héraðsdómur féllst á bótakröfu. Hæstiréttur Íslands sýknaði hins vegar af kröfunni byggt á áliti læknaráðs sem Hæstiréttur innti eftir af eigin frumkvæði í samræmi við lagaákvæði þar um.

MDE taldi að samsetning læknaráðs hefði verið ófullnægjandi þar sem læknarnir í læknaráði væru í vinnusambandi við Landspítalann. Í kjölfar niðurstöðu MDE var þessi álitsheimild Hæstaréttar afnumin.
Dómur MDE Súsanna Rós Westlund gegn Íslandi dags. 6. desember 2007 (42628/04)[HTML]

Dómur MDE Jóhannesson o.fl. gegn Íslandi dags. 18. maí 2017 (22007/11)[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd eignarnámsbóta

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2004 dags. 1. nóvember 2004[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2006 dags. 24. maí 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 11/2006 dags. 28. mars 2007[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 8/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 17/2019 dags. 17. desember 2020[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2021 dags. 8. mars 2021[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2021 dags. 30. maí 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Nefnd um eftirlit með lögreglu

Ákvörðun Nefndar um eftirlit með lögreglu nr. 5/2022 dags. 7. janúar 2022

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Þingvallakirkjuland og efstu jarðir í Þingvallahreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Grímsnesafréttur og jarðir umhverfis Lyngdalsheiði í Grímsnes- og Grafningshreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Laugardalsafréttur og efstu jarðir í Laugardalshreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Biskupstungnaafréttur og efstu lönd í Biskupstungnahreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Hrunamannaafréttur og efstu lönd í Hrunamannahreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Flóa- og Skeiðamannaafréttur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Gnúpverjaafréttur, Þjórsárdalur og efstu jarðir í Gnúpverjahreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Öræfi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Nes)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Lón)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Fyrrum Fljótshlíðar-, Hvol- og Vestur- og Austur-Landeyjahreppar, nú í Rangárþingi eystra)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 8/2003 dags. 10. desember 2004 (Svæði 3 - Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla - Síða, Landbrot og Brunasandur ásamt fyrrum Leiðvallarhreppi, nú í Skaftárhreppi)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Grindavík og Vatnsleysa)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Stór-Reykjavík)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2004 o.fl. dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Kjalarnes og Kjós)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Grafningur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Ölfus)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Fljótsdalur og Jökuldalur austan Jökulsár á Jökuldal)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Jökuldalur norðan og vestan Jökulsár á Jökuldal ásamt Jökulsárhlíð)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Vopnafjarðarhreppur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Svalbarðshreppur, Þórshafnarhreppur og Skeggjastaðahreppur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Mývatnsöræfi og Ódáðahraun)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Tjörnes og Þeistareykir)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Þingeyjarsveit sunnan Ljósavatnsskarðs og vestan Skjálfandafljóts)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Kinnar- og Víknafjöll ásamt Flateyjardalsheiði austan Dalsár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Grýtubakkahreppur ásamt Flateyjardalsheiði vestan Dalsár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Eyjafjarðarsveit austan Eyjafjarðarár ásamt vestanverðum Bleiksmýrardal)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Eyjafjarðarsveit vestan Eyjafjarðarár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Hörgárbyggð austan Öxnadalsár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Skagafjörður austan Vestari-Jökulsár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Húnavatnshreppur austan Blöndu og Skagafjörður vestan Vestari-Jökulsár ásamt Hofsjökli)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2009 dags. 10. október 2011 (Svæði 7B - Vestanvert Norðurland, nyrðri hluti: Tröllaskagi norðan Öxnadalsheiðar - Eyjafjörður ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnavatnshreppur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnaþing vestra, syðri hluti)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Landsvæði milli Hítarvatns og Fossdalsár)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hluti fyrrum Norðurárdalshrepps)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hvítársíða, Þverárhlíð og Norðurárdalur)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Arnarvatnsheiði, Geitland og Langjökull)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Fyrrum Lundarreykjadalshreppur og hluti fyrrum Hálsahrepps)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2019 dags. 21. febrúar 2020 (Svæði 10A - Strandasýsla ásamt fyrrum Bæjarhreppi - Suðausturhluti Drangajökuls)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Bæjarbjarg)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Austurhluti fyrrum Barðastrandarhrepps)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Skálmardalsheiði og hluti Þingmannaheiðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Hvannahlíð)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi norðan Geirþjófsfjarðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Ísafjarðardjúps, Álftafjarðar og Önundarfjarðar, auk Stigahlíðar)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi við innanverðan Arnarfjörð og Dýrafjörð ásamt landsvæðum sunnan Ísafjarðardjúps)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi upp af Langadalsströnd)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Drangajökull og landsvæði umhverfis hann)

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 8/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Sléttuhreppur og norðanverður Grunnavíkurhreppur)

Fara á yfirlit

Póst- og fjarskiptastofnun

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2006 dags. 28. febrúar 2006

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2006 dags. 19. apríl 2006

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2007 dags. 24. janúar 2007

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2007 dags. 11. júní 2007

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2007 dags. 25. júlí 2007

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2007 dags. 24. ágúst 2007

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2008 dags. 11. janúar 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2008 dags. 27. febrúar 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2008 dags. 27. febrúar 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2008 dags. 9. maí 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2008 dags. 9. júlí 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 22/2008 dags. 14. ágúst 2008

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2009 dags. 19. febrúar 2009

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2009 dags. 29. júní 2009

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2009 dags. 17. júlí 2009

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2010 dags. 11. mars 2010

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2010 dags. 16. apríl 2010

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2010 dags. 16. apríl 2010

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2010 dags. 21. apríl 2010

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2010 dags. 19. maí 2010

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2010 dags. 19. maí 2010

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 15/2010 dags. 27. maí 2010

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 28/2010 dags. 7. október 2010

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2011 dags. 18. febrúar 2011

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2011 dags. 30. mars 2011

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2011 dags. 4. apríl 2011

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2011 dags. 6. maí 2011

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 15/2011 dags. 27. maí 2011

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2011 dags. 27. maí 2011

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 17/2011 dags. 7. júní 2011

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2011 dags. 7. júní 2011

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2011 dags. 9. júní 2011

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 21/2011 dags. 22. júní 2011

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 22/2011 dags. 28. júní 2011

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2012 dags. 8. maí 2012

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2012 dags. 31. maí 2012

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 27/2012 dags. 4. október 2012

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2013 dags. 3. maí 2013

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2013 dags. 19. júní 2013

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2014 dags. 7. maí 2014

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2015 dags. 27. mars 2015

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2015 dags. 1. júní 2015

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2015 dags. 25. júní 2015

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2015 dags. 25. júní 2015

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 17/2015 dags. 13. júlí 2015

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 22/2015 dags. 12. ágúst 2015

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2016 dags. 3. mars 2016

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2016 dags. 11. mars 2016

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2016 dags. 11. apríl 2016

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2016 dags. 20. júní 2016

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2016 dags. 9. ágúst 2016

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2017 dags. 14. mars 2017

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2017 dags. 30. maí 2017

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2017 dags. 6. október 2017

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2018 dags. 23. janúar 2018

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2018 dags. 23. mars 2018

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2018 dags. 26. apríl 2018

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2018 dags. 12. júní 2018

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2018 dags. 3. júlí 2018

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 15/2018 dags. 24. október 2018

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2019 dags. 20. mars 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2019 dags. 16. apríl 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 8/2019 dags. 16. apríl 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2019 dags. 15. maí 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2019 dags. 20. júní 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2019 dags. 23. ágúst 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2019 dags. 11. september 2019

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2020 dags. 29. maí 2020

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2020 dags. 29. maí 2020

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2021 dags. 31. maí 2021

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd almannatrygginga

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 318/2003 dags. 18. febrúar 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 62/2010 dags. 15. september 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 119/2010 dags. 19. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 7/2011 dags. 16. janúar 2012[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 28/2008 dags. 1. apríl 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 43/2009 dags. 5. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 70/2009 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 75/2009 dags. 10. desember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 77/2009 dags. 21. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 115/2009 dags. 11. mars 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 113/2009 dags. 30. mars 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 116/2009 dags. 30. mars 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 32/2010 dags. 26. október 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 183/2010 dags. 9. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 5/2011 dags. 9. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 232/2010 dags. 21. desember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 65/2012 dags. 16. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 36/2013 dags. 10. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 99/2013 dags. 8. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 87/2013 dags. 13. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 134/2013 dags. 28. október 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 93/2014 dags. 17. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 52/2015 dags. 10. nóvember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 7/2010 dags. 11. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 13/2011 dags. 8. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 43/2015 dags. 14. október 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2000 dags. 29. maí 2000

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2003 dags. 21. október 2003

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2006 dags. 3. mars 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2006 dags. 3. mars 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2006 dags. 10. apríl 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 12/2006 dags. 22. desember 2006

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2007 dags. 3. júlí 2007

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 8/2007 dags. 1. júlí 2008

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2007 dags. 1. júlí 2008

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2007 dags. 1. júlí 2008

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2007 dags. 1. júlí 2008

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2008 dags. 30. desember 2008

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2012 dags. 30. júní 2013

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2015 dags. 16. október 2015

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2015 dags. 3. desember 2015

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2015 dags. 9. júní 2016

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2015 dags. 19. október 2016

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2017 dags. 28. júní 2017

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 13/2017 dags. 9. maí 2018

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2019-URSK dags. 6. nóvember 2020

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2021 dags. 29. desember 2022

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 67/2003 dags. 15. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 13/2005 dags. 23. ágúst 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 6/2008 dags. 27. mars 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 17/2009 dags. 18. júní 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 21/2009 dags. 13. ágúst 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 22/2009 dags. 13. ágúst 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 37/2010 dags. 24. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 41/2010 dags. 6. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 1/2011 dags. 10. mars 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 14/2011 dags. 16. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 35/2013 dags. 7. janúar 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-195/2004 dags. 30. desember 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-220/2005 dags. 16. nóvember 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-240/2007 dags. 14. febrúar 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-310/2009 dags. 14. ágúst 2009[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-326/2010 (Forsetinn)

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-325/2010 dags. 13. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-326/2010 dags. 13. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-337/2010 dags. 1. júní 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-363/2011 dags. 15. apríl 2011[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-434/2012 (Flugöryggisstofnunin)

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-434/2012 dags. 28. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-439/2012 dags. 5. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-474/2013 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-479/2013 dags. 3. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-500/2013 dags. 10. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 576/2015 dags. 23. mars 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 582/2015 dags. 15. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 585/2015 dags. 31. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 586/2015 dags. 31. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 601/2015 dags. 30. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 609/2016 (Málefni Seðlabankans sjálfs)

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 609/2016 dags. 18. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 619/2016 dags. 4. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 662/2016 dags. 30. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 682/2017 dags. 2. júní 2017[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 701/2017 (Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin)
Úrskurðarnefndin féllst á að heimilt væri að synja aðgangi að tilteknum samskiptum stjórnvalda við Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunina á meðan stofnunin væri að undirbúa skýrslu um Ísland, en ekki eftir opinbera birtingu skýrslunnar.
Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 701/2017 dags. 11. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 828/2019 dags. 27. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1086/2022 dags. 12. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1138/2023 dags. 5. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1160/2023 dags. 16. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1202/2024 dags. 13. júní 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 22/2015 dags. 17. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 59/2015 dags. 14. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 71/2016 dags. 14. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 28/2016 dags. 25. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 27/2016 dags. 31. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 193/2016 dags. 2. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 357/2015 dags. 16. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 271/2016 dags. 20. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 391/2016 dags. 13. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 392/2016 dags. 13. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 393/2016 dags. 13. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 495/2016 dags. 10. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 64/2017 dags. 8. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 437/2016 dags. 14. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 200/2017 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 352/2017 dags. 24. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 191/2017 dags. 31. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 389/2017 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 45/2018 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 453/2017 dags. 21. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 27/2018 dags. 25. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 455/2017 dags. 9. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 108/2018 dags. 6. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 18/2018 dags. 13. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 44/2015 dags. 27. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 15/2019 dags. 12. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 529/2010 dags. 15. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 173/2019 dags. 3. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 73/2019 dags. 10. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 233/2019 dags. 5. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 230/2019 dags. 7. október 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 46/2019 dags. 27. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 246/2019 dags. 10. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 458/2019 dags. 28. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 453/2019 dags. 4. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 413/2019 dags. 25. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 45/2020 dags. 24. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 19/2020 dags. 5. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 59/2020 dags. 19. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 193/2020 dags. 29. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 177/2020 dags. 8. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 86/2020 dags. 8. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 549/2019 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 191/2020 dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 261/2020 dags. 2. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 213/2020 dags. 20. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 561/2020 dags. 29. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 132/2020 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 115/2020 dags. 19. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 64/2021 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 39/2021 dags. 20. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 689/2020 dags. 26. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 55/2021 dags. 26. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 116/2021 dags. 4. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 18/2021 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 158/2021 dags. 20. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 040/2021 dags. 27. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 285/2021 dags. 13. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 304/2021 dags. 13. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 193/2021 dags. 15. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 79/2021 dags. 22. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 309/2021 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 327/2021 dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 259/2021 dags. 15. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 594/2021 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 368/2019 dags. 10. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 579/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 585/2021 dags. 8. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 667/2021 dags. 16. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 653/2021 dags. 21. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 654/2021 dags. 21. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 672/2021 dags. 2. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 705/2021 dags. 2. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 704/2021 dags. 2. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 532/2021 dags. 18. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 117/2022 dags. 2. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 3/2022 dags. 15. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 158/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 160/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 221/2022 dags. 31. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 363/2022 dags. 12. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 379/2022 dags. 28. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 316/2022 dags. 16. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 294/2022 dags. 7. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 484/2022 dags. 13. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 471/2022 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 569/2023 dags. 27. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 568/2022 dags. 27. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 546/2022 dags. 27. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 474/2022 dags. 22. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 112/2023 dags. 14. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 585/2022 dags. 27. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 1/2023 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 51/2023 dags. 3. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 9/2023 dags. 11. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 556/2022 dags. 24. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 222/2023 dags. 5. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 244/2023 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 348/2023 dags. 21. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 136/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 150/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 200/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 340/2023 dags. 12. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 190/2023 dags. 25. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 263/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 312/2023 dags. 17. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 467/2023 dags. 1. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 426/2023 dags. 11. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 444/2023 dags. 11. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 427/2023 dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 351/2023 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 540/2023 dags. 22. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 582/2023 dags. 20. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 583/2023 dags. 15. maí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 17/1988 dags. 28. apríl 1988 (Forsjármál)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 70/1988 (Mannréttindaákvæði í íslenskum lögum)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 66/1988[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 112/1989 dags. 15. febrúar 1990[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 270/1990 dags. 21. júní 1990[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 170/1989 dags. 21. september 1990[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 217/1989 dags. 28. desember 1990[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 331/1990 dags. 22. mars 1991[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 223/1989 dags. 6. maí 1991[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 236/1990 dags. 27. maí 1991[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 661/1992[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 596/1992 dags. 9. nóvember 1992[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 588/1992 dags. 23. nóvember 1993[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 753/1993 dags. 25. nóvember 1993 (Gjafsókn)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1071/1994 dags. 25. júlí 1994[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 963/1993 dags. 20. september 1994[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1266/1994 dags. 19. apríl 1995[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1189/1994 dags. 9. ágúst 1995[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1609/1995 dags. 15. nóvember 1995 (Bifreiðastjórafélagið Frami - Gjald fyrir útgáfu undanþágu)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 903/1993 (Úrskurðarnefnd félagsþjónustu)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1107/1994 dags. 19. desember 1995[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1265/1994 dags. 11. janúar 1996[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1262/1994 dags. 4. júní 1996[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1818/1996 dags. 21. júní 1996[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1133/1994 dags. 26. ágúst 1996[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1969/1996 dags. 16. október 1997[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2119/1997 dags. 6. janúar 1998[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2151/1997 (Birting EES-gerða)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2151/1997 dags. 9. janúar 1998 (Birting EES-gerða)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2140/1997 dags. 14. maí 1998 (Krókabátar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2442/1998 dags. 28. maí 1999 (Samgönguráðuneytið - Þyrlupróf)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2572/1998 dags. 15. júlí 1999 (Veiting gjafsóknar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2475/1998 dags. 26. júlí 1999[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2406/1998 dags. 1. september 1999 (Handtaka - Vistun í fangaklefa)[HTML] [PDF]
Smygl á flösku var ekki talið átt að leiða til vistunar í fangaklefa.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2426/1998 dags. 7. júlí 2000 (Læknisþjónusta við fanga í einangrun)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2717/1999 dags. 17. október 2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2770/1999 dags. 26. október 2000 (Atvinnuflugmannspróf - Flugskóli Íslands)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2519/1998 dags. 27. október 2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2037/1997 dags. 6. desember 2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3137/2000 dags. 16. maí 2001 (Friðhelgi fjölskyldu - Dvalarleyfi)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3070/2000 dags. 26. júní 2001[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2607/1998 (Leyfi til vísindarannsókna í sjó)[HTML] [PDF]
Sett var skilyrði að leyfið væri veitt að því leyti að ekki væri aflað gagna sem hægt væri að fá hjá Hafrannsóknarstofnun.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2896/1999 (Skatteftirlit)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2954/2000 (Skatteftirlit)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3298/2001 dags. 26. nóvember 2001 (Brottvísun útlendinga)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3299/2001 dags. 26. nóvember 2001 (Brottvísun útlendinga)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2805/1999 (Reglur um afplánun á áfangaheimili Verndar - Þvag- og blóðsýnataka)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3028/2000[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3212/2001 dags. 31. desember 2001[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3047/2000 dags. 6. febrúar 2002[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2960/2000 dags. 22. febrúar 2002[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3204/2001 dags. 12. apríl 2002 (Greiðslumiðlunarreikningur)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3409/2002 dags. 21. febrúar 2003 (Flugumferðarstjórar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3518/2002 dags. 28. mars 2003[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3820/2003 dags. 29. desember 2003 (Falun Gong)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3786/2003 dags. 30. desember 2003[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3712/2003 dags. 31. desember 2003[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3835/2003 dags. 20. febrúar 2004 (Jurtextrakt)[HTML] [PDF]
Heilsuvara var seld í alkóhól-lausn til að verja gæði vörunnar.
Meðferðin var sú að Lyfjastofnun afgreiddi vöruna svo mætti selja hana í apótekum.
Lyfjastofnun var óheimilt að banna innflutning og dreifingu vörunnar á grundvelli áfengislaga þar sem slíkt væri ekki á hennar verksviði.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3882/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3909/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3980/2003 dags. 3. maí 2004 (Dómaraskipun)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3845/2003 (Afnotagjald RÚV)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3925/2003 dags. 22. nóvember 2004[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4136/2004[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4160/2004 dags. 30. desember 2004[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4192/2004 dags. 29. mars 2005[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4195/2004 dags. 29. mars 2005[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4275/2004 (Endurnýjun dvalarleyfis - Úkraínumaðurinn)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3820/2003 dags. 5. desember 2005[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4371/2005 dags. 30. desember 2005[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4113/2004 (Varnargarður í Hvítá I)[HTML] [PDF]
Landeigendur vildu reisa varnargarð og sóttu um leyfi til að reisa 30 metra varnargarð. Leyfið var veitt af ráðuneyti en fyrir 12 metra varnargarð ásamt því að það setti skilyrði, m.a. um líffræðilega úttekt ásamt framkvæmdar- og kostnaðaráætlunum.
Óljóst var hvort leyfisins var þörf í upphafi og einnig í hvað þeim fælist.
Hæstiréttur taldi síðar að ráðuneytinu sjálfu hafi verið óheimilt að setja þau skilyrði sem það gerði.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4225/2004 dags. 13. júlí 2006[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4601/2005 dags. 31. október 2006[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4839/2006 dags. 2. nóvember 2006[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4654/2006 (Skil á starfsleyfi til miðlunar vátrygginga)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4650/2006 (Takmörkun á aðgengi að tónlistarkennslu)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4729/2006 dags. 3. apríl 2007 (Takmörkun á aðgengi að tónlistarkennslu)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4964/2007 dags. 21. desember 2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4552/2005 dags. 10. júní 2008 (Málefni aldraðra)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4593/2005 dags. 10. júní 2008 (Málefni aldraðra)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4888/2005 dags. 10. júní 2008 (Málefni aldraðra)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5044/2005 dags. 10. júní 2008 (Málefni aldraðra)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5124/2007 (Neikvæð umsögn yfirmanna um umsækjendur)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5196/2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5544/2008 dags. 31. desember 2008[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5142/2007 dags. 9. febrúar 2009[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5261/2008 (Brottvísun og endurkomubann)[HTML] [PDF]
Útlendingur á Íslandi er tekinn fyrir ofbeldisbrot og sat fyrir það í fangelsi. Útlendingastofnun tók fyrir hvort skilyrði væru fyrir því að vísa honum úr landi og setja á hann endurkomubann. Hún veitti útlendingnum frest til að kynna sér gögn málsins.

Umboðsmaður taldi að þriggja daga fresturinn til að kynna sér gögn málsins hefði verið of skammur þar sem hann gat ekki skilið efni gagnanna án túlks, og engar forsendur á grundvelli skjótrar málsmeðferðar réttlættu tímalengdina. Þá leit hann einnig til þess að ákvörðun stofnunarinnar var tekin löngu eftir að setti fresturinn var liðinn og ákvörðunin hafði birt honum mörgum vikum eftir að hún hafði verið tekin.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4919/2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5335/2008 dags. 17. september 2009[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5112/2007 (Útgáfa lagasafns)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5836/2009 dags. 3. desember 2009[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5530/2008 (Gjaldskrá Lyfjastofnunar)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5334/2008 dags. 29. desember 2009[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5697/2009 dags. 31. desember 2009[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5188/2007 dags. 22. janúar 2010[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5918/2010 dags. 12. febrúar 2010[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5222/2008 dags. 5. mars 2010 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5746/2009 (Gjafsóknarbeiðni)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5089/2007[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5925/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5926/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5927/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6452/2011 dags. 16. júní 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6073/2010 dags. 13. júlí 2011 (Greiðsluþátttaka lyfs)[HTML] [PDF]
Lyfjagreiðslunefnd hefði átt að veita félaginu X tækifæri til að andmæla álitum Taugalæknafélagi Íslands og Geðlæknafélagsins þar sem þau álit voru talin hafa haft verulega þýðingu fyrir úrlausn málsins.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6422/2011 dags. 22. júlí 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6222/2010 dags. 26. ágúst 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6312/2011 dags. 14. september 2011[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6116/2010 (Vöruvalsreglur ÁTVR)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5918/2010 (Tækniskólamál)[HTML] [PDF]
Lögreglan kom með fíkniefnahund í framhaldsskóla og lokaði öllum inngöngum nema einum þannig að nemendur gætu ekki komist inn eða út án þess að hundurinn myndi sniffa af þeim. Settur UA taldi að Tækniskólinn væri ekki slíkur að leit væri heimil án dómsúrskurðar.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6759/2011 dags. 9. mars 2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6539/2011 dags. 15. mars 2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7072/2012 dags. 9. júlí 2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6424/2011 dags. 13. júlí 2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6756/2011 dags. 14. ágúst 2012[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6123/2010 (Geysir Green Energy)[HTML] [PDF]
Geysir Green Energy gaf út yfirlýsingu um að selja ýmis auðlindaréttindi til erlends aðila og fór það yfir nefnd. Hún mat lögmæti ákvörðunarinnar. Umboðsmaður taldi að yfirlýsingu bryti í bága við skýrleikaregluna þar sem hún olli mikilli réttaróvissu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6518/2011 dags. 18. febrúar 2013[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 7064/2012 dags. 12. mars 2013[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6335/2011 (Húsleit og haldlagning gagna)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7092/2012 dags. 5. maí 2014[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7126/2012 dags. 5. maí 2014[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7127/2012 dags. 5. maí 2014[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8122/2014 dags. 22. janúar 2015 (Lekamál í innanríkisráðuneytinu)[HTML] [PDF]
Álitamálið var, litið út frá hæfisreglum, hvort þær hafi verið brotnar með samskiptum ráðherra við lögreglustjórann um rannsókn hins síðarnefnda á lekamálinu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7934/2014 dags. 4. mars 2015[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8354/2015 (Ráðning deildarstjóra í grunnskóla - Pólitískar skoðanir umsækjanda)[HTML] [PDF]
Einstaklingur sótti um stöðu deildarstjóra en var ekki ráðinn. Hann var í framboði í sveitarstjórnarkosningum. Ráðningarfyrirtækið gaf út skýrslu er benti á að ástæðu ólgu innan skólans voru mismunandi pólitískar skoðanir og því var litið til þess þegar ráðið var í stöðuna. Umboðsmaður taldi að ekki mætti líta til slíkra sjónarmiða þótt þau kæmu fram í skýrslunni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8478/2015 dags. 19. apríl 2016[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5544/2008 dags. 13. júní 2016[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8404/2015[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8397/2015 dags. 13. september 2016[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8729/2015 dags. 21. september 2016[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7590/2013[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8741/2015 dags. 30. desember 2016 (Áminning heilsugæslulæknis)[HTML] [PDF]
Heilsugæslulæknir mætti ekki á nokkra fundi við yfirlækna en hann hafði áður sagst ekki ætla að mæta á þá. Umboðsmaður taldi að skora hefði átt á lækninn að mæta á fundina og vara hann við afleiðingum þess að mæta ekki.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8749/2015 (Brottvísun úr framhaldsskóla)[HTML] [PDF]
16 ára dreng var vísað ótímabundið úr framhaldsskóla vegna alvarlegs brots. Talið var að um væri brot á meðalhófsreglunni þar sem ekki var rannsakað hvort vægari úrræði væru til staðar svo drengurinn gæti haldið áfram náminu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9160/2016 (Ferðaþjónusta fatlaðs fólks)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8879/2016 dags. 12. febrúar 2018[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9510/2017 dags. 24. apríl 2018[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8670/2015 dags. 14. maí 2018[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8955/2016 dags. 20. júní 2018[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9446/2017 dags. 26. júní 2018[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9164/2016 (Húsnæðisvandi utangarðsfólks)[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9317/2017 dags. 31. desember 2018[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9937/2018 dags. 31. desember 2018[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9730/2018 dags. 22. janúar 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9916/2018 dags. 21. febrúar 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9939/2018 dags. 6. mars 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9622/2018 dags. 23. september 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9722/2018 dags. 9. desember 2019[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10235/2019 dags. 3. desember 2020[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7505/2013 dags. 30. desember 2020[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10519/2020 dags. 15. janúar 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10945/2021 dags. 23. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9683/2018 dags. 26. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9694/2018 dags. 26. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10950/2021 dags. 26. febrúar 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10077/2019 dags. 30. apríl 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10110/2019 dags. 25. maí 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10899/2021 dags. 31. maí 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10521/2020 dags. 10. júní 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10384/2020 dags. 2. júlí 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11066/2021 dags. 6. október 2021[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11353/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10572/2020 dags. 11. janúar 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11017/2021 dags. 17. mars 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11466/2022 dags. 26. apríl 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11342/2021 dags. 16. maí 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F105/2021 dags. 15. júní 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11652/2022 dags. 31. ágúst 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11524/2022 dags. 3. október 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11167/2021 dags. 11. október 2022[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11736/2022 dags. 24. október 2022[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11685/2022 dags. 1. desember 2022[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11953/2022 dags. 17. janúar 2023[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11394/2021 dags. 8. febrúar 2023[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12107/2023 dags. 31. mars 2023[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11954/2022 dags. 14. apríl 2023[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F74/2018 dags. 21. apríl 2023[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. F117/2022 dags. 23. maí 2023[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11373/2021 dags. 21. júní 2023[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12064/2023 dags. 11. ágúst 2023[HTML] [PDF]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F139/2023 dags. 15. ágúst 2023[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11882/2022 dags. 20. desember 2023[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12291/2023 dags. 5. janúar 2024[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12206/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12284/2023 dags. 28. febrúar 2024[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12230/2023 dags. 5. júní 2024[HTML] [PDF]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12179/2023 dags. 7. júní 2024[HTML] [PDF]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
1939127
195580-81
1964129
1965217
1966598
19671159-1160
1969163, 821
19721055
197448
1976947
1978801, 1078
1979290, 368, 1027
1980317
1981144, 202, 656
19821741, 1933-1934
1983209, 1395
1984543, 546
19851556
198697, 931
198812, 431, 895, 1630, 1632
1988 - Registur210
198930-32, 428, 438, 441, 1113, 1797
19902-8, 14, 35, 92-94, 101, 103, 107, 125, 153, 233, 266-268, 338, 352, 808, 1022, 1025, 1055, 1076, 1151-1152, 1154, 1219
1990 - Registur5-6, 8-9, 15, 17-18, 72-73, 87, 94, 98, 119, 128, 131
1991 - Registur9, 18, 90, 131, 163-164, 170-171, 178, 204
1991133, 217, 256, 954, 992, 1431, 1607, 1691-1692
1992 - Registur8, 122, 242, 244
1992174, 191, 248, 406, 413, 432, 848, 1378, 1972
1993 - Registur7, 9, 88, 159, 193, 236
199370-71, 147-148, 232-233, 243-244, 355-356, 434, 753, 958, 1662
1994 - Registur36, 112, 120, 173, 248
1994748, 751-752, 754-757, 875, 2010, 2341, 2469, 2502, 2598, 2603, 2632, 2634
1995 - Registur20, 31, 134, 146-147, 211, 280, 347
1995177, 179, 185, 410, 487, 756, 768, 772, 777, 1444-1445, 1452-1454, 1456-1457, 1570, 2172, 2309, 2766, 2768, 2872, 3150-3151
19969-10, 47, 741, 797-798, 976, 1633-1634, 1789, 1868, 1876, 1893, 1998, 2000, 2002, 2553-2554, 2584, 2586-2587, 2593, 2595-2596, 2611, 2620, 2808, 2963, 2965, 2972-2973, 3302, 3582, 4217, 4284, 4288-4289
1996 - Registur22-23, 29, 32, 41, 116, 127, 129, 159, 161, 163, 165, 184, 230, 267-268, 290, 344
1997 - Registur5, 21, 25, 27-28, 30, 32, 34, 69, 78, 80, 153, 165, 225
199711, 13, 37, 197, 479, 784, 847, 892-894, 897, 901, 1161, 1381-1382, 1504-1505, 1514-1515, 1608, 1762, 1859, 1956-1957, 1959-1960, 1962, 1965-1966, 1969, 2073, 2146, 2155, 2157, 2159-2161, 2165, 2282, 2286, 2289, 2296, 2339, 2399, 2446, 2450, 2459-2460, 2732-2733, 2748, 2828, 2834, 2840, 2843-2844, 2846, 2908-2909, 2912, 3009, 3216, 3231, 3233, 3360, 3419, 3623-3624, 3700, 3703
1998 - Registur8-10, 14, 21, 125, 146, 148, 266, 286, 357, 364
1998145, 502, 508, 511, 516-517, 523, 693, 695, 734-735, 833-835, 937, 997, 1001, 1010, 1059, 1309, 1376, 1382, 1403, 1408, 1420, 1430, 2045, 2146, 2244, 2249, 2288, 2528-2530, 2534-2538, 2541-2542, 3111, 3121, 3503, 3505, 3507, 3511, 3513, 3544, 3556, 3569, 3581, 3593, 3787, 4078, 4171-4173, 4407, 4411, 4418, 4498, 4514, 4581
Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Félagsdóms

ÁrBls. nr.
1976-198330
1993-1996 - Registur13, 19
1993-1996150-151, 172, 216, 229-232, 251, 257, 418, 490
1997-2000 - Registur13, 19
1997-200099-100, 102, 134, 175, 182, 199, 236, 258, 317, 321-323, 327, 352, 355, 357, 401, 489, 491, 494, 497-498, 501-503, 616, 623-628
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1885C143
1908A18
1913B270
1921A335, 345, 349, 353, 400, 405, 408, 413, 445, 447, 460, 502-503, 506, 519, 535, 547, 555, 564-566
1925A184, 240, 279, 299, 342, 355
1926A104
1929A333
1932B8
1933A270
1934B173
1936A292
1937A41
1938B159
1939A84
1939B293-294, 376, 383
1940B291, 337
1943A177
1948A186, 211-213, 215-216, 223, 229, 232-234, 236-237, 242-245
1948B129
1949A163, 222-223
1949B137
1950A170, 303
1950B160, 295, 642
1951A90, 126-127, 133, 160
1951B193, 381, 408
1952A76, 90, 166
1953A64, 81, 255
1953B17, 113, 187, 366, 585, 587
1954A4, 15, 20, 93, 354-355
1954B39, 460
1955A143, 175
1956A76
1956B500
1957A47, 83, 346
1957B540
1958A110
1958B282
1959A36, 133-134
1959B109
1960A3, 8-9, 33, 254, 341
1960B642
1961A238-239, 294-295, 299, 301-305, 318
1962A38-39, 185-186
1962C1
1963A375-376
1963C4, 68
1964A206
1964C51, 90-91
1965A97, 274
1966A343
1966B69, 207, 329, 669
1966C144-145
1967A168
1967C111-112, 114, 119
1968A388
1968B643
1968C18-19, 21-22, 138, 141, 184-186
1969A447
1969C61, 84
1970A1, 215, 217, 523
1970B1, 166, 168, 170, 172, 174, 176, 578-579, 1002
1970C31, 33-34, 66, 70, 74, 114, 122, 124, 126, 136, 138, 140, 142, 144, 148, 150, 152, 156, 161-162, 165, 307, 355-357
1971A292
1971B816, 820
1971C49, 145-146, 148, 235
1972A291, 335
1972B305, 724
1972C81, 147
1973A14, 152, 345
1973B79-80, 141, 217-218, 687, 779
1973C5-7, 43-44, 52, 61, 63, 120-122, 125, 127, 131-135, 139-140
1974A10, 469
1974B220
1974C21, 61, 172-174, 182, 185
1975A47, 242
1975C218, 220, 281
1976A21, 146, 339, 612
1976C1-2, 40, 48-49, 109, 141, 151, 166-168, 175-179, 186, 189
1977A256
1977B325, 983
1977C50, 113
1978A302, 345, 450
1978B531
1978C11, 20, 226-231, 237, 240
1979A198
1979B369, 635, 846, 1005, 1200
1979C16, 79, 94, 98, 108, 112
1980A62, 196, 323, 335, 344, 401
1980B71, 181-182, 339, 574, 637, 871, 1096, 1103
1980C3, 19, 22, 95, 121-122, 127, 133, 146-151, 158, 161, 164
1981A195-196, 201, 213, 278, 340
1981B24, 31, 229-230, 387, 432, 463, 538, 752, 1036, 1049
1981C1-2, 14, 38, 58, 64, 80-81, 118
1982A4, 187, 195
1982B78-79, 92, 99, 453, 459
1982C29-30, 33-34, 70, 80, 99-104, 111, 114, 117
1983A169, 269
1983B102, 124, 271, 274, 491, 528, 779, 1039, 1294-1295
1983C1, 5-8, 49
1984A364
1984B150, 215-216, 241-242, 351, 353, 482-483, 1036
1984C38, 56, 126, 131-136, 143, 146, 149
1985A345, 442
1985B67, 148, 240-241, 459, 964, 993, 998
1985C1, 138, 346, 370-371, 375, 380-381, 474
1986A214, 271
1986B12, 181, 188, 297, 848, 944, 1143
1986C1, 4, 8-10, 12, 16, 207, 213, 255-256, 258-259, 274-279, 287, 290, 293
1987A16, 150, 177, 280, 693, 695, 1046, 1103
1987B60, 78, 509, 632, 764, 863-864, 950-951
1987C9, 16, 21, 23-24, 52, 106, 118, 135, 181, 184, 271
1988B29, 35, 210, 697, 790, 797, 1396
1988C2, 5, 10
1989A12, 63, 72, 520, 585, 640, 649, 746
1989B20-22, 58-60, 675-677, 822, 1001-1003, 1226
1989C15, 57, 69, 73, 87-89, 93, 114
1990A32, 84, 213, 268, 313, 410, 421-422, 595
1990B127-129, 253, 482, 484-485, 487, 489, 902, 1133
1990C13-14, 16-18, 21, 23, 30, 40, 46, 49, 51, 57-62, 67, 79, 84, 91
1991A347, 379, 623, 633
1991B45, 177, 768
1991C1-2, 4-5, 7, 19-20, 37-38, 43, 47, 58, 66, 68-69, 136, 153-154, 157, 159-163, 165, 186-189, 214-215, 217, 222
1992A238
1992B672-673, 727, 730, 741
1992C1-2, 29-31, 33-34, 37-38, 46, 52, 58, 66, 72, 74, 76, 110-112, 119-120, 123-124, 156, 158, 203-204, 206
1993A2-3, 5-6, 17, 19, 28-29, 32-33, 156, 240, 301-303, 311-313, 335, 695
1993B119, 309, 413, 500, 502, 904, 1249, 1252-1253, 1283, 1291-1292, 1305, 1311, 1315, 1322, 1329, 1337, 1341, 1345, 1366, 1369
1993C1, 3, 5-6, 10, 14-15, 20-21, 102, 255, 260, 271-272, 281, 284, 427, 442, 446, 451, 469, 569-570, 604-605, 610, 613-614, 616-617, 691, 706, 708-709, 724, 726, 738-739, 741, 743, 745, 756, 940, 953-954, 958, 961, 963-964, 966, 968, 972, 974, 979-980, 987, 993, 995, 998-1001, 1051, 1054, 1059, 1061, 1073, 1154, 1269, 1271, 1279-1280, 1295, 1297-1298, 1307, 1362, 1377-1379, 1381, 1411, 1421, 1423-1425, 1430, 1440, 1447, 1450, 1455, 1457, 1460, 1462-1463, 1562, 1583, 1588, 1605, 1618, 1621-1626, 1635
1994A17, 73, 133, 192, 197, 200, 206, 276, 345, 593, 768
1994B178, 184, 198, 483, 498, 657, 695, 714, 719, 730, 744, 747, 750, 758, 763, 767, 780, 787, 798, 804, 808, 817, 936, 998, 1005, 1013, 1022, 1029, 1167, 1248, 1269, 1276, 1352, 1381, 1401, 1473, 1494, 1612, 2563
1995A178, 197, 203-204, 628, 809, 1097
1995B59-60, 475, 530, 577, 747, 1313, 1320, 1418, 1840, 1877, 1923
1995C1, 301-303, 317, 328, 332, 358, 363, 372, 402, 406, 479-486
1996A19, 84, 235, 608
1996B261, 290, 456, 499, 503, 537, 651, 711, 765, 773, 929, 1279, 1325, 1343, 1475, 1477, 1786, 1803, 1819, 1868
1996C1-2, 8, 10-11, 82-86, 93, 97
1997A325, 460, 565
1997B37, 175, 260, 326-333, 368-369, 407, 432, 452, 525-526, 636, 751, 754, 756-757, 764, 769, 773, 931, 953, 1070, 1144, 1175, 1454, 1463, 1476, 1532, 1566, 1843, 1861, 1872
1997C1, 104, 172-173, 178-181, 195, 210, 331, 364-367, 380
1998A96, 101, 131, 149, 543, 654, 662, 664, 837
1998B221, 320, 493, 845, 1002, 1150, 1162, 1178, 1226, 1288, 1307, 1797, 1840, 1945, 1991, 2560
1998C50, 102, 106-107, 163, 168, 194-198
1999A226, 314, 322, 325, 594
1999B665, 673, 849, 1066, 1171, 1174-1175, 1360, 1559, 1923, 2079, 2199, 2208, 2213, 2225-2226, 2334, 2377, 2572, 2583
1999C129-130, 163, 179-184, 206
2000A133, 294, 309, 548, 556, 559
2000B363-364, 625, 702, 1119-1121, 1123-1125, 1127, 1131-1134, 1448, 1453, 1456, 1478, 1486, 1524, 1564-1565, 1613, 1626, 1662, 1714-1715, 1932, 1936, 1990, 2103, 2116, 2135, 2142, 2145, 2158-2159, 2162, 2165, 2527, 2846-2847
2000C23, 112-114, 423, 439-442, 456, 476, 696-701, 713-714, 724, 731
2001A184, 382, 503, 506
2001B177, 393-394, 396-397, 399-401, 413, 420, 425, 434, 441, 443-444, 617, 1071, 1130, 1244, 1419, 1590, 1661-1662, 1665, 1675, 1679, 1925, 1956, 1963, 2251, 2269, 2440-2441, 2444
2001C2, 19, 29, 115, 127, 276, 380, 421, 463-466, 479, 485, 493
2002A165-177, 280, 319-320, 384, 473, 481, 618, 621
2002B51-52, 212, 524, 620, 933, 960, 1047, 1065, 1075, 1105, 1165-1166, 1806, 1808, 1834-1835, 1856, 1948, 2276
2002C9, 135, 191, 357-359, 367, 370-371, 385, 586, 655, 733, 841, 951-954, 995, 1010-1014, 1030, 1036, 1045
2003A13-14, 46, 49-50, 92, 260-268, 328, 562, 660
2003B82, 92, 104, 303, 306-307, 852, 1091, 1124, 1228, 1269, 1319, 1321, 1324, 1678, 1731, 1738-1739, 1757, 1759, 2237, 2269, 2299, 2445, 2538, 2608
2003C170, 232-234, 256, 445, 464, 488, 517, 566-569, 588
2004A8, 13, 62, 220, 225-226, 302, 323, 388, 449, 597, 810, 840
2004B626, 691-692, 942, 957, 1051, 1127, 1132, 1168, 1359, 1438-1439, 1557, 1760, 1779, 1858-1859, 1861, 1863, 1868-1869, 2155-2156, 2158, 2163, 2197, 2209, 2217, 2220, 2254, 2274, 2571, 2696
2004C32, 88, 127, 142, 233-234, 237, 264-265, 267, 269-271, 273-274, 399, 407, 416-417, 507, 536, 547, 583, 597, 601, 608
2005A26-27, 32, 55, 122-124, 126, 160, 165, 171, 186, 188, 234, 298, 379, 429, 439, 957-958, 1082, 1218
2005B266, 491-492, 564, 739-740, 745, 775, 886, 899, 1057, 1076, 1082, 1269-1271, 1318-1322, 1325, 1328, 1332-1334, 1340-1342, 1344, 1425, 1567, 1569, 1795, 1976, 2161, 2164, 2177, 2180-2181, 2190, 2193, 2199, 2202, 2367, 2574, 2623, 2686
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Ráðgjafarþing7Umræður1583
Ráðgjafarþing9Umræður708
Ráðgjafarþing11Umræður68
Löggjafarþing6Þingskjöl109
Löggjafarþing6Umræður (Nd.)361/362, 627/628
Löggjafarþing7Umræður (Ed. og sþ.)309/310
Löggjafarþing9Umræður (Ed. og sþ.)271/272, 641/642
Löggjafarþing10Umræður (Nd.)1465/1466
Löggjafarþing11Umræður (Ed. og sþ.)421/422
Löggjafarþing13Umræður (Ed. og sþ.)155/156
Löggjafarþing13Umræður (Nd.)1119/1120, 1285/1286
Löggjafarþing14Umræður (Nd.)1507/1508
Löggjafarþing16Umræður (Nd.)867/868
Löggjafarþing18Umræður (Nd.)1083/1084
Löggjafarþing19Umræður99/100, 321/322, 513/514, 547/548, 581/582, 603/604, 651/652, 669/670, 675/676
Löggjafarþing20Þingskjöl185
Löggjafarþing20Umræður1265/1266
Löggjafarþing21Umræður (Nd.)177/178, 689/690, 1063/1064
Löggjafarþing22Þingskjöl1365
Löggjafarþing22Umræður (Nd.)1895/1896
Löggjafarþing23Umræður (Nd.)677/678
Löggjafarþing23Umræður (Ed.)349/350
Löggjafarþing24Umræður (Nd.)1699/1700, 1949/1950, 1951/1952, 1967/1968
Löggjafarþing24Umræður (Ed.)731/732
Löggjafarþing24Umræður - Sameinað þing61/62
Löggjafarþing25Umræður (Nd.)457/458, 979/980
Löggjafarþing26Umræður (Nd.)689/690, 691/692
Löggjafarþing27Umræður (Nd.)93/94
Löggjafarþing28Umræður (samþ. mál)2203/2204
Löggjafarþing29Umræður - Fallin mál987/988
Löggjafarþing31Þingskjöl544, 546
Löggjafarþing31Umræður (samþ. mál)463/464, 2437/2438
Löggjafarþing32Umræður (samþ. mál)303/304
Löggjafarþing33Umræður (samþ. mál)679/680
Löggjafarþing33Umræður (þáltill. og fsp.)251/252
Löggjafarþing34Þingskjöl126
Löggjafarþing34Umræður - Fallin mál571/572
Löggjafarþing35Þingskjöl340-341
Löggjafarþing35Umræður (samþ. mál)137/138, 241/242
Löggjafarþing35Umræður - Fallin mál1101/1102
Löggjafarþing35Umræður (þáltill. og fsp.)423/424
Löggjafarþing36Þingskjöl105, 642, 644, 648
Löggjafarþing36Umræður (samþ. mál)109/110
Löggjafarþing37Þingskjöl669, 673, 679, 681
Löggjafarþing37Umræður (samþ. mál)1231/1232, 3125/3126
Löggjafarþing37Umræður (þáltill. og fsp.)99/100, 229/230
Löggjafarþing38Þingskjöl77, 554, 850, 962, 1056
Löggjafarþing38Umræður (samþ. mál)483/484, 1083/1084, 1101/1102
Löggjafarþing38Umræður - Fallin mál161/162, 619/620
Löggjafarþing39Umræður (samþ. mál)535/536, 675/676, 749/750, 869/870, 1403/1404, 1897/1898, 2835/2836, 2917/2918, 3273/3274
Löggjafarþing39Umræður - Fallin mál1053/1054
Löggjafarþing39Umræður (þáltill. og fsp.)347/348
Löggjafarþing40Þingskjöl68-69, 378
Löggjafarþing40Umræður (samþ. mál)1635/1636, 2505/2506, 2513/2514, 2529/2530, 2567/2568, 2597/2598, 3643/3644, 4579/4580, 4825/4826
Löggjafarþing41Umræður (samþ. mál)1499/1500, 1599/1600, 1779/1780, 3391/3392
Löggjafarþing41Umræður (þáltill. og fsp.)205/206
Löggjafarþing42Þingskjöl182, 665-666
Löggjafarþing42Umræður (samþ. mál)11/12, 39/40, 347/348, 603/604, 623/624, 793/794, 1131/1132, 1641/1642
Löggjafarþing42Umræður - Fallin mál423/424
Löggjafarþing42Umræður (þáltill. og fsp.)67/68
Löggjafarþing43Umræður - Fallin mál31/32, 211/212, 581/582, 1149/1150, 1151/1152, 1163/1164
Löggjafarþing43Umræður (þáltill. og fsp.)63/64
Löggjafarþing44Þingskjöl207, 482
Löggjafarþing44Umræður (samþ. mál)227/228, 399/400, 1309/1310
Löggjafarþing44Umræður - Fallin mál159/160
Löggjafarþing45Þingskjöl257, 446
Löggjafarþing45Umræður (samþ. mál)1259/1260, 1349/1350, 1357/1358
Löggjafarþing46Þingskjöl292, 356, 584, 1361, 1468
Löggjafarþing46Umræður (samþ. mál)283/284, 305/306, 1481/1482, 1789/1790, 1929/1930, 2461/2462, 2471/2472, 2633/2634
Löggjafarþing46Umræður - Fallin mál57/58, 703/704, 709/710, 711/712, 721/722
Löggjafarþing48Þingskjöl159, 214-215, 526, 665, 1123
Löggjafarþing48Umræður (samþ. mál)321/322, 371/372, 455/456
Löggjafarþing48Umræður - Fallin mál67/68, 181/182
Löggjafarþing48Umræður (þáltill. og fsp.)47/48
Löggjafarþing49Þingskjöl669
Löggjafarþing49Umræður (samþ. mál)131/132, 163/164, 951/952, 953/954, 995/996, 1029/1030, 2235/2236
Löggjafarþing50Þingskjöl475, 1112
Löggjafarþing50Umræður (samþ. mál)55/56
Löggjafarþing50Umræður - Fallin mál103/104, 441/442, 447/448
Löggjafarþing51Þingskjöl235, 268-270, 329, 505
Löggjafarþing51Umræður (samþ. mál)231/232
Löggjafarþing51Umræður - Fallin mál113/114, 543/544, 545/546, 547/548, 549/550
Löggjafarþing51Umræður (þáltill. og fsp.)33/34
Löggjafarþing52Þingskjöl106, 298, 300
Löggjafarþing52Umræður (samþ. mál)227/228, 553/554, 629/630, 865/866, 881/882
Löggjafarþing52Umræður - Fallin mál123/124
Löggjafarþing52Umræður (þáltill. og fsp.)127/128, 139/140
Löggjafarþing53Þingskjöl427, 442
Löggjafarþing53Umræður (samþ. mál)957/958, 1029/1030, 1095/1096, 1167/1168, 1391/1392
Löggjafarþing53Umræður - Fallin mál105/106, 215/216
Löggjafarþing53Umræður (þáltill. og fsp.)121/122, 129/130, 189/190
Löggjafarþing54Þingskjöl100, 300, 671, 1262
Löggjafarþing54Umræður (samþ. mál)35/36, 389/390, 443/444, 527/528, 555/556, 577/578, 625/626, 653/654, 783/784, 1069/1070, 1289/1290, 1295/1296, 1301/1302, 1307/1308
Löggjafarþing54Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir117/118, 141/142
Löggjafarþing55Þingskjöl451, 611
Löggjafarþing55Umræður (samþ. mál)325/326, 327/328, 329/330, 343/344, 353/354, 355/356
Löggjafarþing55Umræður - Fallin mál51/52
Löggjafarþing55Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir5/6, 11/12, 23/24, 31/32
Löggjafarþing56Þingskjöl133, 751, 820
Löggjafarþing56Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir143/144
Löggjafarþing58Umræður - Fallin mál117/118, 149/150
Löggjafarþing59Umræður (samþ. mál)349/350, 827/828
Löggjafarþing59Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir19/20, 21/22, 47/48, 103/104, 179/180
Löggjafarþing61Þingskjöl532
Löggjafarþing61Umræður (samþ. mál)433/434, 567/568, 667/668, 671/672
Löggjafarþing62Þingskjöl415, 434-435, 830
Löggjafarþing62Umræður (samþ. mál)77/78, 297/298, 439/440, 885/886, 899/900
Löggjafarþing62Umræður - Fallin mál289/290, 445/446
Löggjafarþing62Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir29/30, 313/314, 319/320
Löggjafarþing63Þingskjöl650, 1351
Löggjafarþing63Umræður - Fallin mál285/286, 309/310, 325/326, 331/332
Löggjafarþing63Umræður (þáltill. og fsp.) og viðbætir115/116, 209/210, 295/296, 345/346, 469/470, 495/496, 633/634, 723/724
Löggjafarþing64Þingskjöl29, 289, 356, 643-644, 646, 649, 884, 887
Löggjafarþing64Umræður (samþ. mál)285/286, 299/300, 301/302, 521/522, 541/542, 669/670, 751/752, 839/840, 891/892, 897/898, 1571/1572, 1775/1776, 1777/1778, 1779/1780, 1787/1788, 1793/1794, 1795/1796, 1797/1798, 1801/1802, 1803/1804
Löggjafarþing64Umræður - Fallin mál187/188
Löggjafarþing64Umræður (þáltill. og fsp.)93/94, 117/118, 127/128, 135/136, 139/140, 209/210, 243/244, 247/248, 251/252, 291/292, 325/326, 471/472, 473/474, 475/476
Löggjafarþing65Þingskjöl105, 111
Löggjafarþing65Umræður147/148, 161/162, 167/168, 169/170, 191/192, 193/194, 197/198, 235/236, 237/238, 239/240, 241/242, 243/244, 255/256, 257/258, 261/262
Löggjafarþing66Þingskjöl282, 286, 344-345, 398, 765, 1570
Löggjafarþing66Umræður (samþ. mál)325/326, 327/328, 615/616, 623/624, 841/842, 879/880, 1569/1570, 1571/1572, 1983/1984, 2015/2016
Löggjafarþing66Umræður (þáltill. og fsp.)49/50, 123/124, 137/138, 141/142, 213/214, 229/230, 295/296, 297/298
Löggjafarþing67Umræður (samþ. mál)41/42, 133/134, 155/156, 185/186, 227/228, 403/404, 413/414, 429/430, 631/632, 721/722, 723/724, 725/726, 729/730, 731/732, 733/734, 741/742, 747/748, 767/768, 809/810, 813/814, 1217/1218
Löggjafarþing67Umræður - Fallin mál127/128, 129/130, 135/136, 145/146, 199/200, 313/314, 437/438
Löggjafarþing67Umræður (þáltill. og fsp.)115/116, 117/118, 119/120, 123/124, 131/132, 135/136, 139/140, 141/142, 143/144, 169/170, 197/198, 199/200, 237/238, 245/246, 247/248, 311/312, 341/342, 343/344, 347/348, 349/350, 355/356, 465/466
Löggjafarþing68Þingskjöl99, 292, 299, 357, 839, 912, 916, 928, 930, 1082, 1086-1087, 1112, 1210, 1235, 1270, 1295, 1312, 1324, 1416, 1422, 1446, 1492
Löggjafarþing68Umræður (samþ. mál)245/246, 253/254, 255/256, 259/260, 261/262, 273/274, 343/344, 349/350, 359/360, 363/364, 373/374, 425/426, 435/436, 475/476, 481/482, 665/666, 675/676, 679/680, 681/682, 683/684, 687/688, 689/690, 705/706, 1099/1100, 1165/1166, 1181/1182, 1187/1188, 1209/1210, 1213/1214, 1215/1216, 1225/1226, 1259/1260, 1263/1264, 1275/1276, 1279/1280, 1479/1480, 1481/1482, 1689/1690, 1921/1922, 1923/1924, 1927/1928, 1931/1932, 1935/1936, 1937/1938, 1939/1940, 1941/1942, 1951/1952, 1953/1954, 1957/1958, 1961/1962, 1963/1964, 1965/1966, 1967/1968, 1969/1970, 1971/1972, 1973/1974, 1975/1976, 1981/1982, 1983/1984, 1985/1986, 1987/1988, 1989/1990, 1993/1994, 1995/1996, 1997/1998, 2005/2006, 2009/2010, 2021/2022, 2023/2024, 2027/2028, 2029/2030, 2031/2032, 2033/2034, 2035/2036, 2037/2038, 2045/2046, 2047/2048, 2055/2056, 2057/2058, 2059/2060, 2061/2062, 2063/2064, 2067/2068, 2125/2126, 2127/2128, 2149/2150, 2153/2154, 2155/2156
Löggjafarþing68Umræður - Fallin mál71/72, 231/232
Löggjafarþing68Umræður (þáltill. og fsp.)97/98, 101/102, 103/104, 105/106, 111/112, 115/116, 117/118, 121/122, 125/126, 129/130, 151/152, 153/154, 157/158, 165/166, 197/198, 199/200, 207/208, 273/274, 279/280, 283/284, 289/290, 291/292, 299/300, 301/302, 309/310, 311/312, 319/320, 331/332, 559/560, 627/628, 633/634, 819/820, 935/936
Löggjafarþing69Þingskjöl39, 100, 347, 431, 624, 676, 735, 915, 1268, 1286
Löggjafarþing69Umræður (samþ. mál)257/258, 301/302, 317/318, 707/708, 731/732, 819/820, 913/914, 1271/1272
Löggjafarþing69Umræður - Fallin mál123/124, 131/132, 149/150
Löggjafarþing69Umræður (þáltill. og fsp.)87/88, 89/90, 213/214, 301/302, 315/316, 375/376, 433/434
Löggjafarþing70Þingskjöl195, 201, 880, 1056, 1097-1098, 1105, 1107, 1114, 1140
Löggjafarþing70Umræður (samþ. mál)179/180, 213/214, 215/216, 221/222, 719/720, 721/722, 725/726, 741/742, 755/756, 819/820, 1409/1410, 1411/1412, 1441/1442, 1451/1452, 1453/1454, 1459/1460, 1471/1472, 1473/1474, 1499/1500, 1525/1526, 1535/1536, 1537/1538
Löggjafarþing70Umræður (þáltill. og fsp.)119/120, 349/350
Löggjafarþing71Þingskjöl121, 128, 227, 241, 246, 285, 350, 358, 452, 454, 606, 746-747, 989, 1116
Löggjafarþing71Umræður (samþ. mál)35/36, 95/96, 97/98, 103/104, 105/106, 109/110, 119/120, 121/122, 123/124, 129/130, 131/132, 133/134, 135/136, 137/138, 145/146, 149/150, 157/158, 159/160, 309/310, 319/320, 327/328, 389/390, 471/472, 473/474, 481/482, 511/512, 551/552, 553/554, 847/848, 849/850, 885/886, 897/898, 1073/1074, 1075/1076, 1405/1406
Löggjafarþing71Umræður (þáltill. og fsp.)1/2, 3/4, 11/12, 15/16, 17/18, 19/20, 151/152, 303/304
Löggjafarþing72Þingskjöl54, 91, 137, 142, 151-153, 234, 244, 612, 775, 826, 977, 982, 1021, 1241, 1267, 1274, 1297, 1334
Löggjafarþing72Umræður (samþ. mál)395/396, 419/420, 505/506, 519/520, 539/540, 569/570, 723/724, 885/886, 887/888, 905/906, 1245/1246, 1247/1248, 1249/1250, 1251/1252
Löggjafarþing72Umræður - Fallin mál11/12, 13/14, 15/16, 17/18, 227/228, 259/260, 345/346, 653/654
Löggjafarþing72Umræður (þáltill. og fsp.)33/34, 35/36, 153/154, 155/156, 159/160, 161/162, 195/196, 327/328
Löggjafarþing73Þingskjöl54, 89, 264, 513, 515, 599, 606, 703, 822, 885, 1018-1019, 1109, 1137, 1148, 1378, 1383, 1395, 1407, 1443-1444
Löggjafarþing73Umræður (samþ. mál)113/114, 177/178, 179/180, 181/182, 339/340, 351/352, 357/358, 387/388, 389/390, 497/498, 525/526, 527/528, 529/530, 537/538, 557/558, 559/560, 585/586, 635/636, 643/644, 1407/1408, 1409/1410, 1411/1412, 1697/1698, 1699/1700
Löggjafarþing73Umræður - Fallin mál11/12, 13/14, 15/16, 41/42, 201/202, 491/492
Löggjafarþing73Umræður (þáltill. og fsp.)107/108, 127/128, 183/184, 185/186, 193/194, 207/208, 209/210, 211/212, 223/224, 231/232, 233/234, 235/236, 247/248, 249/250, 251/252, 253/254, 273/274, 275/276, 283/284, 285/286, 289/290, 295/296, 301/302, 311/312, 313/314, 321/322, 323/324, 325/326, 327/328, 373/374, 375/376, 595/596
Löggjafarþing74Þingskjöl58, 177, 185, 189, 204, 211, 231, 400, 555, 574, 580, 606-607, 710-711, 1161, 1295, 1299, 1323
Löggjafarþing74Umræður (samþ. mál)333/334, 371/372, 871/872, 877/878, 957/958, 1623/1624, 1677/1678, 1705/1706, 1753/1754, 1789/1790, 1813/1814, 1941/1942, 1955/1956, 1965/1966, 1967/1968, 1971/1972, 1973/1974, 1975/1976, 1977/1978, 2035/2036
Löggjafarþing74Umræður - Fallin mál81/82, 97/98, 245/246, 247/248
Löggjafarþing74Umræður (þáltill. og fsp.)67/68, 69/70, 73/74, 75/76, 79/80, 81/82, 83/84, 85/86, 87/88, 89/90, 93/94, 95/96, 97/98, 99/100, 101/102, 103/104, 105/106, 107/108, 109/110, 111/112, 113/114, 119/120, 121/122, 125/126, 127/128, 137/138, 139/140, 143/144, 145/146, 147/148, 205/206, 329/330, 453/454, 463/464, 465/466, 621/622, 669/670
Löggjafarþing75Þingskjöl59-60, 223, 422, 602, 758, 850, 858, 863, 878, 1088, 1139, 1149, 1159, 1280
Löggjafarþing75Umræður (samþ. mál)519/520, 685/686, 687/688, 701/702, 705/706, 961/962, 1389/1390, 1391/1392, 1393/1394
Löggjafarþing75Umræður - Fallin mál25/26, 405/406, 415/416, 429/430, 441/442, 443/444, 459/460, 527/528, 533/534, 689/690
Löggjafarþing75Umræður (þáltill. og fsp.)55/56, 197/198, 397/398, 423/424, 479/480
Löggjafarþing76Þingskjöl32, 64, 97, 427-428, 493, 545, 580, 707, 743, 764, 905, 939
Löggjafarþing76Umræður (samþ. mál)177/178, 223/224, 387/388, 435/436, 1643/1644, 1653/1654, 1861/1862, 1879/1880, 2243/2244, 2285/2286, 2305/2306, 2325/2326
Löggjafarþing76Umræður - Fallin mál283/284
Löggjafarþing76Umræður (þáltill. og fsp.)47/48, 65/66, 67/68, 85/86, 201/202, 289/290, 311/312, 313/314
Löggjafarþing77Þingskjöl64, 94, 232, 402, 534, 697
Löggjafarþing77Umræður (samþ. mál)311/312, 567/568, 809/810, 815/816, 817/818, 1479/1480, 1709/1710, 1789/1790, 1791/1792, 1795/1796, 1797/1798, 1801/1802, 1803/1804, 1809/1810, 1813/1814, 1815/1816, 1821/1822, 1823/1824, 1825/1826, 1829/1830, 1831/1832, 1839/1840, 1845/1846, 1849/1850, 1851/1852, 1853/1854, 1855/1856, 1865/1866, 1905/1906
Löggjafarþing77Umræður (þáltill. og fsp.)111/112
Löggjafarþing78Þingskjöl12, 206, 271, 274, 442, 624, 626-627, 661, 829, 942, 954, 1052, 1088, 1108, 1114
Löggjafarþing78Umræður (samþ. mál)253/254, 255/256, 257/258, 295/296, 831/832, 833/834, 835/836, 1349/1350, 1353/1354, 1371/1372, 1607/1608, 1609/1610, 1611/1612, 1627/1628, 1801/1802, 1887/1888, 1891/1892, 1897/1898, 1901/1902, 1903/1904, 1905/1906, 1907/1908, 1909/1910, 1911/1912, 1913/1914, 1915/1916, 1925/1926
Löggjafarþing78Umræður - Fallin mál89/90, 91/92, 221/222, 257/258, 259/260, 271/272, 273/274, 289/290
Löggjafarþing78Umræður (þáltill. og fsp.)75/76, 87/88, 121/122, 123/124, 253/254
Löggjafarþing79Þingskjöl44
Löggjafarþing79Umræður (samþ. mál)35/36, 101/102, 133/134, 135/136, 137/138, 139/140, 143/144, 155/156, 219/220, 343/344, 543/544, 545/546, 547/548, 553/554, 557/558, 559/560, 561/562
Löggjafarþing80Þingskjöl13, 89, 150, 250, 328, 354, 358, 360, 362, 377-379, 383, 387, 391, 419, 429, 434, 436, 580, 638, 748, 837, 893, 1117, 1142, 1348, 1369
Löggjafarþing80Umræður (samþ. mál)135/136, 179/180, 301/302, 303/304, 357/358, 391/392, 405/406, 423/424, 489/490, 491/492, 493/494, 651/652, 715/716, 717/718, 793/794, 877/878, 883/884, 885/886, 955/956, 957/958, 1271/1272, 1281/1282, 1299/1300, 1305/1306, 1365/1366, 1377/1378, 1407/1408, 1497/1498, 1665/1666, 1667/1668, 1715/1716, 1847/1848, 1981/1982, 2133/2134, 2141/2142, 2179/2180, 2217/2218, 2219/2220, 2229/2230, 2235/2236, 2239/2240, 2243/2244, 2245/2246, 2285/2286, 2287/2288, 2291/2292, 2299/2300, 2351/2352, 2403/2404, 2407/2408, 2457/2458, 2459/2460, 2461/2462, 2489/2490, 2491/2492, 2493/2494, 2545/2546, 2659/2660, 3007/3008, 3193/3194, 3227/3228, 3325/3326, 3341/3342, 3345/3346, 3349/3350, 3381/3382, 3385/3386, 3405/3406, 3407/3408, 3409/3410, 3621/3622, 3647/3648, 3653/3654
Löggjafarþing80Umræður - Fallin mál189/190, 219/220
Löggjafarþing80Umræður (þáltill. og fsp.)61/62, 277/278, 331/332, 339/340, 367/368, 451/452
Löggjafarþing81Þingskjöl10, 148, 255, 263, 450, 587, 610, 896, 1092
Löggjafarþing81Umræður - Fallin mál227/228, 297/298, 311/312, 375/376, 377/378, 379/380, 381/382, 425/426, 429/430, 599/600, 653/654, 659/660, 701/702, 703/704, 713/714, 823/824, 839/840
Löggjafarþing81Umræður (þáltill. og fsp.)99/100, 213/214, 327/328, 625/626, 771/772, 811/812, 813/814, 815/816, 817/818, 829/830, 841/842, 985/986, 1071/1072, 1081/1082, 1091/1092
Löggjafarþing82Umræður (samþ. mál)353/354, 371/372, 529/530, 531/532, 957/958, 1027/1028, 1069/1070, 1077/1078, 1145/1146, 1299/1300, 1313/1314, 1409/1410, 1597/1598, 1695/1696, 1955/1956, 2107/2108, 2147/2148, 2239/2240, 2257/2258, 2349/2350, 2583/2584, 2585/2586, 2603/2604, 2621/2622, 2623/2624, 2625/2626, 2627/2628, 2651/2652, 2659/2660, 2693/2694, 2695/2696
Löggjafarþing82Umræður - Fallin mál23/24, 91/92, 105/106, 113/114, 115/116, 121/122, 133/134, 453/454
Löggjafarþing82Umræður (þáltill. og fsp.)21/22, 23/24, 25/26, 27/28, 29/30, 61/62, 89/90, 105/106, 113/114, 129/130, 133/134, 139/140, 141/142, 143/144, 175/176, 221/222, 229/230, 231/232, 281/282, 291/292, 293/294, 321/322, 327/328, 331/332, 347/348, 431/432, 435/436, 439/440, 441/442, 443/444, 481/482, 483/484, 485/486, 487/488, 565/566, 651/652, 705/706
Löggjafarþing83Þingskjöl9-10, 88, 304, 331, 340-341, 344-345, 375, 562, 578-582, 591, 639-640, 772-773, 1083, 1196, 1295, 1400, 1411, 1415, 1867
Löggjafarþing83Umræður (samþ. mál)101/102, 141/142, 145/146, 159/160, 171/172, 191/192, 199/200, 201/202, 203/204, 209/210, 219/220, 223/224, 239/240, 241/242, 245/246, 249/250, 251/252, 315/316, 331/332, 333/334, 353/354, 409/410, 573/574, 635/636, 637/638, 1099/1100, 1103/1104, 1111/1112, 1117/1118, 1221/1222, 1491/1492, 1553/1554, 1555/1556, 1557/1558, 1571/1572, 1577/1578, 1583/1584, 1599/1600, 1619/1620, 1621/1622, 1623/1624, 1627/1628, 1631/1632, 1633/1634, 1635/1636, 1657/1658, 1671/1672, 1675/1676, 1681/1682, 1683/1684, 1685/1686, 1687/1688, 1689/1690, 1691/1692, 1693/1694, 1697/1698, 1699/1700, 1701/1702, 1705/1706, 1707/1708, 1709/1710, 1713/1714, 1719/1720, 1721/1722, 1725/1726, 1729/1730, 1731/1732, 1737/1738, 1745/1746, 1747/1748, 1753/1754, 1755/1756, 1757/1758, 1763/1764, 1765/1766, 1767/1768, 1769/1770, 1773/1774, 1781/1782, 1785/1786, 1787/1788, 1789/1790, 1791/1792, 1793/1794, 1795/1796, 1797/1798, 1799/1800, 1801/1802, 1803/1804, 1805/1806, 1807/1808, 1809/1810, 1811/1812, 1813/1814, 1817/1818, 1821/1822, 1835/1836, 1837/1838, 1849/1850, 1851/1852, 1853/1854, 1855/1856, 1857/1858, 1859/1860, 1861/1862, 1863/1864, 1865/1866, 1867/1868, 1869/1870, 1871/1872, 1873/1874, 1875/1876, 1877/1878, 1879/1880, 1883/1884, 1885/1886, 1957/1958, 1959/1960, 1961/1962
Löggjafarþing83Umræður - Fallin mál11/12, 83/84, 85/86, 225/226, 371/372, 373/374, 387/388, 389/390, 407/408, 409/410, 413/414, 421/422, 425/426, 427/428, 443/444, 475/476, 563/564, 565/566, 567/568, 571/572, 573/574, 575/576, 577/578, 583/584, 587/588, 589/590, 591/592, 593/594, 595/596, 601/602, 603/604, 605/606, 611/612, 613/614, 615/616, 617/618, 619/620, 625/626, 629/630, 647/648, 649/650, 651/652, 653/654, 655/656, 673/674, 679/680
Löggjafarþing83Umræður (þáltill. og fsp.)53/54, 79/80, 253/254, 345/346, 347/348, 361/362, 363/364, 381/382, 383/384
Löggjafarþing84Umræður (samþ. mál)371/372, 379/380, 649/650, 655/656, 861/862, 1031/1032, 1137/1138, 1141/1142, 1251/1252, 1253/1254, 1267/1268, 1285/1286, 1291/1292, 1297/1298, 1623/1624, 1663/1664, 1781/1782, 1973/1974, 1981/1982, 1995/1996, 2067/2068, 2117/2118, 2205/2206
Löggjafarþing85Umræður (samþ. mál)319/320, 347/348, 351/352, 555/556, 731/732, 1001/1002, 1037/1038, 1079/1080, 1245/1246, 1385/1386, 1457/1458, 1477/1478, 1501/1502, 1511/1512, 1513/1514, 2051/2052, 2059/2060, 2087/2088, 2107/2108, 2119/2120, 2121/2122, 2139/2140, 2167/2168, 2195/2196, 2199/2200, 2207/2208, 2251/2252, 2275/2276, 2321/2322
Löggjafarþing85Umræður (þáltill. og fsp.)13/14, 15/16, 21/22, 91/92, 101/102, 145/146, 149/150, 155/156, 173/174, 189/190, 235/236, 323/324, 599/600, 647/648
Löggjafarþing85Umræður - Óútrædd mál3/4, 93/94, 123/124, 127/128, 135/136, 175/176, 249/250, 251/252, 253/254
Löggjafarþing86Þingskjöl10, 88, 240, 432, 435, 444-445, 501, 546, 678, 835, 850-852, 860, 1017, 1026, 1226, 1507, 1539, 1575
Löggjafarþing86Umræður (samþ. mál)49/50, 73/74, 317/318, 625/626, 699/700, 753/754, 877/878, 999/1000, 1075/1076, 1101/1102, 1221/1222, 1259/1260, 1271/1272, 1279/1280, 1281/1282, 1285/1286, 1315/1316, 1317/1318, 1353/1354, 1395/1396, 1397/1398, 1411/1412, 1433/1434, 1449/1450, 1471/1472, 1479/1480, 1493/1494, 1525/1526, 1533/1534, 1579/1580, 1591/1592, 1603/1604, 1627/1628, 1639/1640, 1651/1652, 1659/1660, 1695/1696, 1771/1772, 1785/1786, 1811/1812, 1823/1824, 1857/1858, 1905/1906, 1939/1940, 1985/1986, 2001/2002, 2171/2172, 2175/2176, 2179/2180, 2181/2182, 2187/2188, 2189/2190, 2201/2202, 2429/2430, 2431/2432, 2459/2460, 2465/2466, 2467/2468, 2533/2534, 2583/2584, 2589/2590, 2607/2608, 2617/2618, 2627/2628, 2655/2656, 2659/2660, 2669/2670, 2677/2678, 2679/2680, 2715/2716, 2717/2718, 2727/2728, 2763/2764, 2789/2790, 2799/2800
Löggjafarþing86Umræður (þáltill. og fsp.)21/22, 27/28, 31/32, 83/84, 103/104, 117/118, 125/126, 207/208, 219/220, 221/222, 223/224, 225/226, 227/228, 229/230, 231/232, 233/234, 235/236, 241/242, 243/244, 247/248, 249/250, 253/254, 257/258, 259/260, 261/262, 263/264, 265/266, 267/268, 273/274, 275/276, 277/278, 283/284, 285/286, 419/420, 449/450, 469/470, 497/498, 503/504
Löggjafarþing86Umræður - Óútrædd mál15/16, 373/374, 411/412, 431/432, 467/468
Löggjafarþing87Umræður (samþ. mál)25/26, 91/92, 233/234, 271/272, 531/532, 617/618, 621/622, 685/686, 755/756, 765/766, 801/802, 925/926, 1511/1512, 1591/1592, 1655/1656, 1677/1678, 1681/1682, 1701/1702, 1795/1796, 1849/1850, 1855/1856
Löggjafarþing87Umræður (þáltill. og fsp.)135/136, 177/178, 191/192, 285/286, 297/298, 307/308, 331/332, 475/476, 479/480, 519/520, 521/522, 523/524, 573/574
Löggjafarþing87Umræður - Óútrædd mál143/144, 145/146, 147/148, 271/272, 281/282, 283/284, 285/286, 287/288, 291/292, 293/294, 303/304, 305/306, 307/308, 309/310, 313/314, 315/316, 317/318, 319/320, 321/322, 325/326, 331/332, 337/338, 339/340, 341/342, 343/344, 345/346, 347/348, 355/356, 361/362, 447/448
Löggjafarþing88Þingskjöl24, 228, 487, 620, 752-758, 859, 862, 882, 942, 1182-1183, 1255
Löggjafarþing88Umræður (samþ. mál)89/90, 183/184, 355/356, 801/802, 1089/1090, 1689/1690, 1995/1996, 2119/2120, 2121/2122, 2125/2126, 2127/2128, 2131/2132, 2133/2134, 2137/2138, 2139/2140, 2143/2144
Löggjafarþing88Umræður (þáltill. og fsp.)9/10, 15/16, 17/18, 151/152, 179/180, 297/298, 329/330, 331/332, 481/482, 487/488, 489/490, 497/498, 513/514, 541/542, 661/662
Löggjafarþing88Umræður - Óútrædd mál1/2, 3/4, 25/26, 41/42, 43/44, 53/54, 79/80, 195/196, 223/224, 257/258, 357/358, 409/410, 445/446, 499/500, 583/584, 671/672
Löggjafarþing89Umræður (þáltill. og fsp.)5/6, 7/8, 9/10, 11/12, 13/14, 15/16, 17/18, 19/20, 21/22, 23/24, 25/26, 27/28, 29/30, 31/32, 33/34, 35/36, 37/38, 39/40, 41/42, 43/44, 45/46, 47/48, 49/50, 51/52, 53/54, 55/56, 57/58, 59/60, 63/64, 65/66, 67/68, 69/70, 71/72, 73/74, 75/76, 77/78, 79/80, 81/82, 83/84, 85/86, 87/88, 113/114, 229/230, 259/260, 325/326, 353/354, 355/356, 357/358, 359/360, 383/384, 407/408, 433/434, 441/442, 545/546, 605/606, 695/696, 745/746, 759/760, 765/766, 767/768, 779/780, 781/782, 947/948, 951/952
Löggjafarþing89Umræður - Óútrædd mál145/146
Löggjafarþing90Þingskjöl34, 294-295, 596-597, 600, 605, 609, 611-615, 628, 630-631, 648-649, 654, 658-661, 673-678, 681, 733, 740, 775, 784, 787, 802, 831, 870, 1076, 1079, 1117, 1216, 1250-1251, 1253, 1286-1287, 1289-1290, 1325, 1423, 1464, 1473, 1475, 1505, 1523, 1525, 1650, 1656, 1790, 1845, 1852, 2003, 2005, 2011, 2060, 2067, 2069, 2072, 2238, 2255-2256, 2264, 2278, 2306, 2315, 2324
Löggjafarþing90Umræður (samþ. mál)7/8, 99/100, 123/124, 145/146, 165/166, 185/186, 215/216, 229/230, 287/288, 305/306, 315/316, 393/394, 413/414, 427/428, 435/436, 477/478, 529/530, 551/552, 635/636, 653/654, 655/656, 841/842, 1189/1190, 1255/1256, 1431/1432, 1443/1444, 1455/1456, 1459/1460, 1461/1462, 1471/1472, 1495/1496, 1511/1512, 1515/1516, 1525/1526, 1539/1540, 1541/1542, 1543/1544, 1547/1548, 1555/1556, 1557/1558, 1559/1560, 1575/1576, 1579/1580, 1583/1584, 1585/1586, 1587/1588, 1593/1594, 1595/1596, 1601/1602, 1609/1610, 1611/1612, 1613/1614, 1635/1636
Löggjafarþing90Umræður (þáltill. og fsp.)3/4, 5/6, 9/10, 13/14, 17/18, 27/28, 51/52, 63/64, 73/74, 77/78, 101/102, 103/104, 109/110, 111/112, 113/114, 115/116, 117/118, 135/136, 139/140, 143/144, 147/148, 153/154, 155/156, 161/162, 167/168, 169/170, 189/190, 191/192, 193/194, 199/200, 201/202, 205/206, 207/208, 213/214, 219/220, 221/222, 223/224, 225/226, 233/234, 243/244, 325/326, 441/442, 459/460, 547/548, 609/610, 835/836, 917/918
Löggjafarþing90Umræður - Óútrædd mál233/234, 399/400, 451/452, 499/500, 501/502, 503/504, 505/506, 611/612
Löggjafarþing91Umræður (samþ. mál)525/526, 647/648, 1085/1086, 1097/1098, 1145/1146, 1155/1156, 1639/1640, 1715/1716, 1747/1748, 1805/1806, 1933/1934, 2019/2020, 2039/2040, 2071/2072, 2073/2074, 2079/2080
Löggjafarþing91Umræður - Óútrædd mál25/26, 443/444, 581/582, 645/646
Löggjafarþing92Umræður (samþ. mál)67/68, 171/172, 313/314, 393/394, 689/690, 813/814, 965/966, 1383/1384, 2095/2096, 2097/2098, 2107/2108, 2109/2110, 2221/2222, 2239/2240, 2243/2244, 2245/2246, 2249/2250, 2253/2254, 2257/2258, 2263/2264, 2265/2266, 2275/2276, 2281/2282, 2283/2284, 2285/2286, 2287/2288, 2295/2296, 2297/2298, 2305/2306, 2307/2308, 2315/2316, 2331/2332, 2337/2338, 2429/2430, 2455/2456
Löggjafarþing92Umræður - Óútrædd mál301/302, 345/346, 409/410
Löggjafarþing93Þingskjöl35, 214, 221, 289, 318, 509, 633, 766, 827, 1097, 1126, 1171, 1213-1214, 1243, 1257, 1523, 1588, 1782, 1809, 1824, 1843, 1850, 1859, 1866, 1873
Löggjafarþing95Umræður83/84, 139/140
Löggjafarþing97Þingskjöl36, 284, 295, 329, 341, 382, 387-388, 563, 621, 870, 1031, 1235, 1308-1309, 1315, 1381, 1515, 1602, 1614-1615, 1617-1618, 1728-1730, 1734, 1754, 1840-1841, 1889, 2009, 2032, 2179, 2186, 2189, 2195, 2218, 2224, 2232, 2244, 2256
Löggjafarþing101Þingskjöl36, 221, 288
Löggjafarþing101Umræður35/36
Löggjafarþing104Umræður229/230, 265/266, 287/288, 319/320, 347/348, 413/414, 603/604, 611/612, 655/656, 657/658, 659/660, 665/666, 677/678, 679/680, 681/682, 683/684, 685/686, 687/688, 695/696, 701/702, 705/706, 709/710, 711/712, 713/714, 715/716, 717/718, 721/722, 725/726, 729/730, 739/740, 749/750, 759/760, 817/818, 929/930, 951/952, 999/1000, 1001/1002, 1003/1004, 1005/1006, 1007/1008, 1009/1010, 1011/1012, 1013/1014, 1015/1016, 1017/1018, 1019/1020, 1111/1112, 1259/1260, 1271/1272, 1387/1388, 1389/1390, 1391/1392, 1395/1396, 1397/1398, 1415/1416, 1417/1418, 1419/1420, 1431/1432, 1443/1444, 1453/1454, 1753/1754, 1757/1758, 1971/1972, 1977/1978, 1979/1980, 2081/2082, 2183/2184, 2217/2218, 2229/2230, 2303/2304, 2319/2320, 2349/2350, 2385/2386, 2387/2388, 2393/2394, 2395/2396, 2509/2510, 2515/2516, 2603/2604, 2605/2606, 2671/2672, 2819/2820, 2861/2862, 2919/2920, 2929/2930, 2963/2964, 3015/3016, 3139/3140, 3265/3266, 3269/3270, 3287/3288, 3373/3374, 3441/3442, 3451/3452, 3471/3472, 3567/3568, 3571/3572, 3603/3604, 3655/3656, 3663/3664, 3671/3672, 3675/3676, 3679/3680, 3681/3682, 3683/3684, 3685/3686, 3687/3688, 3689/3690, 3695/3696, 3703/3704, 3717/3718, 3725/3726, 3729/3730, 3789/3790, 3901/3902, 4221/4222, 4225/4226, 4227/4228, 4229/4230, 4231/4232, 4239/4240, 4241/4242, 4243/4244, 4247/4248, 4249/4250, 4251/4252, 4253/4254, 4257/4258, 4259/4260, 4261/4262, 4263/4264, 4265/4266, 4275/4276, 4277/4278, 4479/4480, 4483/4484, 4485/4486, 4743/4744, 4767/4768, 4835/4836
Löggjafarþing105Umræður67/68, 75/76, 77/78, 123/124, 177/178, 183/184, 235/236, 367/368, 371/372, 375/376, 491/492, 527/528, 529/530, 535/536, 611/612, 623/624, 671/672, 679/680, 713/714, 799/800, 833/834, 921/922, 1037/1038, 1065/1066, 1067/1068, 1071/1072, 1073/1074, 1117/1118, 1493/1494, 1519/1520, 1521/1522, 1581/1582, 1649/1650, 1655/1656, 1667/1668, 1729/1730, 1847/1848, 1851/1852, 1903/1904, 2025/2026, 2029/2030, 2055/2056, 2093/2094, 2169/2170, 2171/2172, 2173/2174, 2263/2264, 2321/2322, 2329/2330, 2675/2676, 2865/2866, 2869/2870, 3031/3032, 3033/3034, 3063/3064, 3093/3094, 3205/3206
Löggjafarþing114Þingskjöl10, 96
Löggjafarþing114Umræður103/104, 107/108, 113/114, 119/120, 131/132, 133/134, 137/138, 149/150, 151/152, 153/154, 159/160, 165/166, 171/172, 173/174, 185/186, 189/190, 193/194, 195/196, 201/202, 213/214, 217/218, 231/232, 235/236, 249/250, 273/274, 279/280, 287/288, 289/290, 345/346, 351/352, 377/378, 379/380, 387/388, 389/390, 395/396, 405/406, 425/426
Löggjafarþing119Umræður23/24, 63/64, 91/92, 113/114, 117/118, 133/134, 135/136, 137/138, 149/150, 159/160, 167/168, 187/188, 309/310, 311/312, 319/320, 321/322, 323/324, 327/328, 343/344, 419/420, 429/430, 727/728, 813/814, 917/918, 935/936, 939/940, 989/990, 991/992, 1005/1006, 1021/1022, 1029/1030, 1047/1048, 1053/1054, 1055/1056, 1057/1058, 1069/1070
Löggjafarþing124Umræður15/16, 19/20, 21/22, 23/24, 31/32, 65/66, 67/68, 127/128, 133/134, 139/140, 181/182, 189/190, 193/194, 195/196, 203/204, 251/252, 259/260, 269/270, 271/272, 307/308, 341/342
Löggjafarþing126Þingskjöl19, 21, 124, 132, 135, 310, 329, 332, 348, 351, 360-361, 364, 412, 419, 502, 511, 524-525, 534, 541, 545, 547-548, 600, 603, 606, 608-609, 666, 669, 727, 738, 756, 794, 801-802, 942-943, 996, 1065-1066, 1073, 1097-1098, 1228, 1240, 1270, 1379-1380, 1428-1429, 1568-1569, 1580, 1587-1588, 1740, 1841, 1878, 1939-1940, 2016, 2031, 2036, 2059, 2109, 2115-2116, 2184, 2202, 2251, 2344, 2347-2348, 2372, 2388-2391, 2425, 2430, 2543, 2651, 2653-2655, 2657, 2761, 2770, 2791, 2795, 2834, 2842-2843, 2895, 2979, 2992, 3009, 3140, 3145, 3211-3218, 3276, 3300, 3317, 3323, 3443-3445, 3449, 3451-3452, 3502, 3507, 3521, 3528, 3533, 3538, 3541, 3545, 3552, 3554, 3568, 3571-3572, 3576, 3586-3587, 3595-3597, 3599-3605, 3680-3681, 3693-3694, 3699, 3719, 3721, 3729-3730, 3776, 3781, 3862, 3909, 3915, 3917, 3947, 3975, 3992, 4003, 4006, 4027, 4029, 4071, 4223, 4228, 4242, 4255, 4260, 4269, 4304, 4330, 4334, 4345-4347, 4349, 4357, 4461, 4481, 4509-4510, 4540, 4556, 4566-4567, 4573, 4711, 4716, 4757, 4762, 4774, 4783, 4790, 4796, 4798, 4838, 4902, 4905, 4909, 4915, 5023, 5298, 5306, 5342-5343, 5345, 5347, 5489, 5512, 5530, 5532-5534, 5537, 5589, 5647
Löggjafarþing128Þingskjöl7, 96, 99, 503, 518, 524, 587-588, 607-609, 636, 741, 799, 854-855, 888, 894, 901, 930, 982, 987, 1021, 1046, 1053-1054, 1079-1080, 1085, 1094, 1148, 1151, 1156-1157, 1160, 1163, 1165, 1173-1174, 1220, 1249, 1266, 1272, 1279, 1289, 1295, 1297, 1303-1305, 1307, 1371, 1508, 1533, 1654, 1831, 1833, 1891-1892, 1895, 1899, 1919, 2093-2094, 2121, 2123, 2273, 2533, 2575, 2651, 2688, 2695, 2711-2712, 2721, 2736, 2780, 2788, 2877, 2915, 2919, 2923, 2929, 3038, 3102-3103, 3120-3124, 3134-3135, 3140, 3174, 3224, 3226, 3229, 3235, 3278, 3374, 3388, 3391, 3416-3417, 3542, 3593, 3597, 3600-3601, 3623-3624, 3665-3668, 3671, 3674, 3679, 3715, 3741-3742, 3759, 3988, 3993, 3995-3996, 4007, 4009, 4015, 4024, 4030-4031, 4035, 4052, 4059, 4062-4063, 4065, 4068, 4094, 4137-4144, 4171, 4217-4218, 4223, 4290-4291, 4315, 4323, 4345, 4347-4351, 4353, 4372, 4381, 4385-4386, 4389-4391, 4393, 4398, 4400-4401, 4405, 4407, 4409-4413, 4417-4418, 4423-4424, 4426-4430, 4432, 4434-4437, 4450, 4455, 4457, 4460-4461, 4465, 4475, 4529, 4597, 4611, 4618, 4638-4639, 4649, 4655, 4661, 4670, 4675-4677, 4679, 4685-4686, 4688, 4690, 4759, 4774, 4781, 4831, 5016, 5093, 5117-5118, 5182, 5242, 5247, 5262, 5622-5623, 5666, 5768, 5772, 5778-5781, 5790, 5831, 5842, 5865, 5874-5882, 5951
Löggjafarþing129Þingskjöl7-8
Löggjafarþing129Umræður57/58, 67/68, 85/86, 93/94
Löggjafarþing133Þingskjöl97, 320, 334, 492, 504, 519-520, 526, 533, 542, 548, 552, 559, 563, 565, 574, 594, 597, 600-601, 619, 629, 711, 715-716, 725, 753, 760, 772, 794, 798, 815-816, 826, 830-832, 835, 847, 849, 851, 854-855, 865-866, 894, 897, 905-906, 915, 925, 970, 995, 1015, 1021-1022, 1024, 1026-1027, 1072, 1081-1082, 1152, 1155, 1164, 1167, 1253, 1283, 1429-1430, 1441, 1444, 1447, 1592, 1611, 1694-1696, 1708, 1723, 1759, 1853, 1865-1866, 1872-1873, 1877-1878, 1967-1968, 1970, 1973-1975, 1978, 2001, 2009, 2039, 2046, 2048, 2070-2071, 2090-2091, 2138, 2208-2209, 2212, 2215, 2219-2220, 2224-2227, 2236, 2247-2249, 2252-2253, 2255, 2258, 2262, 2265, 2290, 2397, 2562-2563, 2574, 2602, 2608, 2611, 2635-2636, 2652, 2654, 2670-2671, 2684, 2753, 2903-2906, 2911, 2917, 2955, 3037, 3039, 3047-3048, 3320-3321, 3437, 3497-3498, 3507, 3517, 3665-3666, 3943-3945, 3960, 3991, 3995-3997, 4001, 4003, 4027, 4032-4033, 4037, 4042, 4046, 4050, 4054, 4059, 4063, 4082, 4087, 4089, 4100, 4103, 4106-4107, 4109-4111, 4114, 4116, 4119, 4141, 4148, 4151, 4169, 4173, 4178, 4180, 4192, 4232, 4236, 4238, 4241, 4243-4253, 4256-4257, 4260-4262, 4266, 4269, 4311-4312, 4320, 4339-4342, 4348, 4364, 4366, 4368, 4371-4372, 4379-4380, 4393, 4395, 4402, 4405, 4410, 4564, 4566, 4582-4583, 4624, 4629, 4633, 4650-4652, 4654-4655, 4661-4662, 4668-4669, 4672, 4674-4677, 4682-4683, 4698, 4701, 4705-4706, 4731, 4759, 4768, 4785, 4790, 4803, 4917-4919, 4922, 4929-4931, 4933, 4935-4940, 4977, 5006-5008, 5014, 5018, 5020, 5024, 5027, 5052, 5080, 5082, 5085-5087, 5240, 5243, 5261-5262, 5265-5266, 5279, 5281, 5284, 5355, 5360-5361, 5388, 5487-5488, 5505, 5509, 5675, 5677, 5679, 5681, 5684, 5690, 5694, 5696, 5699-5703, 5705, 5760, 5777, 5813, 5832, 5835, 5862, 5883, 5891, 5898, 5908, 5910, 5922, 5926, 5966-5967, 6107, 6119, 6121, 6127, 6136, 6178, 6212, 6228, 6243, 6267, 6285, 6291, 6331, 6334, 6337-6338, 6374, 6381, 6422-6423, 6425, 6445-6450, 6464, 6471, 6475, 6499, 6586, 6630, 6632, 6669, 6675, 6698, 6702-6703, 6706, 6712, 6716-6717, 6731, 6739-6740, 6754, 6762-6763, 6765-6766, 6770-6772, 6774, 6780-6783, 6792, 6798, 6800, 6804, 6809, 6811-6812, 6820, 6823-6826, 6855, 6864, 6891, 6907-6908, 6921-6922, 6945, 6947, 6971, 6977, 6980, 7002, 7016, 7062-7064, 7074-7075, 7085, 7094, 7118, 7147, 7162, 7165, 7216-7217, 7248, 7327, 7329-7331
Löggjafarþing134Þingskjöl12, 16, 26, 34, 42, 47, 50, 53, 56, 59-61, 63, 71, 83-84, 90, 99
Löggjafarþing134Umræður3/4, 5/6, 23/24, 33/34, 39/40, 51/52, 55/56, 73/74, 171/172, 173/174, 177/178, 195/196, 215/216, 217/218, 221/222, 469/470
Löggjafarþing137Þingskjöl40, 91, 108, 118, 126, 128, 131, 135, 256, 358, 372, 377-378, 478, 594, 607, 615, 738, 740, 750, 757-759, 775-776, 783, 797, 806, 811-812, 821, 826, 828, 832, 840, 843, 845, 848, 862, 866, 879, 927, 938, 987, 992-994, 1104, 1130, 1133, 1146, 1151, 1164, 1175, 1182-1185, 1193, 1230, 1233, 1235, 1248
Fara á yfirlit

Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis

ÁrtalBls. nr.
198845
198968, 83, 150
199441, 47, 70, 425, 439, 445
199511, 26, 27, 36, 97, 100, 101, 121, 122, 126, 518, 530, 531, 556, 558, 573, 580
199735, 37, 46, 423, 472, 473, 495, 497, 516, 527
19986, 11, 64, 65, 66, 70, 71, 77, 78, 85, 173, 174, 179, 180, 203, 206, 231, 247
19999, 121, 139, 148, 266, 279, 281, 309, 327
20005, 8, 35, 44, 177, 209, 211, 240
20015, 6, 8, 15, 16, 20, 46, 47, 50, 52, 56, 60, 62, 64, 66, 69, 73, 74, 81, 85, 100, 103, 109, 110, 111, 113, 114, 116, 118, 225, 226, 233, 277
20027, 149, 150, 154, 155, 156, 157, 159, 166, 197, 221
20036, 56, 72, 73, 75, 78, 82, 84, 85, 86, 88, 98, 223, 224, 225, 227, 228, 230, 231, 232, 234, 259
200458, 117, 119, 124, 126, 137, 157, 181, 205
20058, 70, 71, 72, 81, 161, 162, 163, 164, 165, 168, 170, 171, 174, 175, 176, 207
200684, 86, 215, 242
200714, 34, 123, 124, 125, 259
2008104, 109
20106, 28, 78, 81, 82
20116, 53, 82, 84, 85, 130
201239, 82, 114
20138, 9, 36, 38, 122, 134, 135
20145, 25, 26, 38, 39
20156, 20, 26, 32, 64, 70, 71
201619, 20, 42, 79
201710, 23, 32
201814, 21, 26, 79, 162
201923, 25, 73
202023
202163
202241, 62, 67
Fara á yfirlit

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (á íslensku)

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
19942412
19942612
19943310, 14
1994341-2, 8, 14, 16, 24-26
1994354
1994363, 5-7, 11
1994372
1994385
1994411, 3-4, 6-7
19944216
1994434-5, 7-9, 12-13, 16, 18-22, 24-29, 31-33, 37, 40-41, 44
19944538-39, 53
1994483
1994497
1994506-7, 51, 73, 75, 78, 91, 110, 114
19945115
19945313, 16-17, 19, 22
1994546-7
1994551-2, 62, 78
19945611, 14
1994572, 63-64, 74, 77-78, 104, 114, 117-121, 131, 138, 148
1994592, 77, 83
199542
199552, 5
1995762, 68, 99
1995108
1995117
1995126
19951435
1995162
1995173
1995195
19952110, 16
1995246
1995262, 8
1995275
19953012-13
1995434, 64, 69-71, 82, 85
1995466
19954823
1995502
199686, 13
19961121, 37, 49, 56
1996127
1996151-2
19961913
19962372-73, 75, 79, 84-85, 89
19962565, 101, 110, 113, 127, 129, 137, 140
19963282, 85-86, 94-95
19964128, 55
19964210
19964321
1996479-13, 17
19965111, 75
1996536
1996568-9, 11
1996572
199726
199744-11, 49
1997517
1997717
199791
1997104, 10
19971118, 73-74
1997153
19971695, 117, 123, 175-176, 192-193
19971814
19971910
1997218
1997231
1997241
1997273-4, 8
19972814
1997295, 8, 11, 13-14, 48, 108
1997317, 11
1997321
1997337, 9
19973776, 124
1997394, 30
19974121, 61, 67
19974212
19974311, 27
1997454-6
19974898, 104
1997498
1997504
1997514, 8
1997522, 13
1997532, 17
1998113
199844
199896
1998122, 10-11
1998137, 11
1998142-3
19981612
19981874
1998193, 18
1998238
1998246
19982712, 14, 17-18, 23, 26, 59, 76, 84, 108-109, 141-145, 148, 154, 168
1998288, 30, 32
1998315-6
1998361, 6, 11, 14, 17
1998423, 14, 19-20, 31, 73, 84-85, 100, 111, 115, 121, 124-125, 131-134, 151, 170-171, 189, 254
1998431
1998457, 12
19984614
199848168-172, 174, 176, 212-213, 221, 231, 234, 239-240, 242, 246, 276, 288
19985027
1998518
19985214
199911
1999623, 25, 45-47, 49-50, 62, 64-65, 77, 90, 105, 212, 236-239, 247-249, 256-257, 261-264, 267, 272, 274, 280
1999717
199985
199995, 13
19991110, 19
1999123
1999132
1999152
19991645-46, 69, 73, 82, 85, 89, 92, 95, 100, 103, 106, 112, 121-123, 125
1999213, 39-40, 98, 115, 149, 209-210
1999241
1999262, 12
19992783, 102, 105, 111-112
19992823
1999296
1999302-3, 16, 139-140, 205
1999314
1999323, 108, 144, 150-151, 155, 179-181, 184
19993331
1999351
19993614, 19
1999374
1999392
19994212, 17
1999432, 16
1999459, 12-18, 20, 24
1999466, 95, 117, 119, 165, 173
1999477-8
1999505, 7, 9-10, 13, 15, 17, 21, 25, 31-32, 36, 41, 98, 108, 116, 120
19995214-15
1999535
1999562, 4, 9
1999576
200018
200022
200048, 18, 21
2000512
2000728-30, 36, 47, 51, 53-54, 131, 133, 160
2000810
2000914
20001220-21
20001433, 49
20001517
2000165
2000179
20001810, 14, 20, 22
2000207-8, 10
20002140-41, 51-52, 60, 65, 87, 91, 99, 171, 175-176, 179, 183, 188
2000229, 11
20002317
2000241
2000259
20002627
200028192, 210
2000294, 15
2000303, 11
2000329-11, 28
2000361
20003714
2000403
20004216
20004520-21
20004616, 53-54, 123, 131
20004719-20
20005013, 79-84, 88-92, 100-101, 103-104, 107-108, 112, 191, 194, 220
20005119, 23-24, 37-38, 44-47, 54, 61-66, 69-70, 76, 78, 80-83, 90-92, 99-102, 113, 119, 124, 141, 143-145
20005427, 29-30, 101, 104, 107, 109, 114, 142, 275-277, 279-283, 286-289, 292-293, 297, 300-301
2000553, 111, 271, 291-292, 294-296, 298
2000577
20005822, 29, 34
20005911
200060109, 219, 222, 225, 228, 232, 234, 236, 238, 240, 244, 249, 253, 256, 258, 264, 269, 274, 277, 280, 291-293, 297-298, 305, 310, 312-313, 426-430, 438, 475, 494, 533, 538-543, 554, 556, 604
2000616
2001217, 19, 25, 30
2001395, 150
200149, 24
200157-8
200173, 12, 14
200194
2001114, 16-17, 28-30, 47-49, 59-60, 62, 88-90, 92-98, 112, 174, 182-183, 253-254, 256-257, 262, 267
20011240, 42
20011311, 19
2001142, 129, 156, 197-198, 221
20011512
20011815-16
2001191, 20
20012085, 87, 91, 94, 160-161, 177, 226, 286, 326-327, 329, 341-342, 346, 348-349
20012415
20012515, 22-23
20012641-42, 55, 57, 59, 71-72, 76-77, 81-82, 86-90, 127, 158, 173
20012816-19
2001297
20013049
2001312-3, 27, 29, 31, 238, 241, 252, 254, 284-285, 289, 312, 320-324, 326-327
20014514-15
20014625, 392, 400, 406, 454, 464, 506
20014717
20015021, 23
20015113, 24-25, 28, 31-32, 47-48, 66, 74-75, 84, 86, 93-95, 99, 105, 109-115, 117-120, 127, 133, 135, 141-143, 149, 152, 219-220, 236-237, 242, 316, 357, 361
2001532
2001553
20015613
2001589
20016033
20016113, 24
20016221
2002419
2002668, 74
2002830
20021326-27, 47
2002161, 6, 12, 19, 69-70, 74-78, 80
2002171
20021831-32
20022023
20022124
2002273
20022816
20022930
2002308
2002412
2002427
2002486
20024952
2002521, 12
20025347, 53, 145
2002632, 4, 7, 42, 182, 206, 211, 360, 363
200336
2003622, 43-45, 254
2003712, 18
2003816, 20, 25
2003135
2003151-2, 4-10
2003162
20031919
2003203, 11
2003231, 19, 60, 110-111, 114, 177, 182, 187-188, 231, 365, 374, 378, 395, 400-404
2003302
20034527
2003491, 11, 41, 218, 244, 251-252, 254, 292, 520-522, 525
2003512, 4-13, 15-18, 20-22, 27-30
2003524
2003542-11, 13
2003567
2003571, 104-106, 237, 247, 252, 285-287
2003583
2003592
20036023
2003631-8, 10
20036414
2004111
2004614
2004744-46
200492, 72, 466-467, 582, 585-586, 628-629, 633-641, 643-645, 647-652, 654
2004107
20041639, 50-51, 66
2004266
2004285
200429198, 222, 245, 253, 263-265, 275
2004307, 11
2004364
2004391
20044121
2004438, 167
2004441
2004461
2004471, 6, 16-17, 39, 321, 345-346
2004558
20045815
20045923-24
20046428, 30, 37
200568
2005710
2005832
20059101, 244, 250-251, 258, 477-479
20051318-20, 22
200516264-265, 274-275, 324, 340, 345, 365, 373
2005175
20052019
20052123
20052313
2005252, 4, 6
20052623, 27-28, 32-33
20052811
20052917
20053220, 22, 30
20053518
20053711
20053838, 40
20053916-17
20054037
20054255
20054514-15
20054954-55, 74
20055035
20055124-25
2005527-8
20055623
2005574, 16
2005585, 66, 120, 127, 133, 137, 139, 147, 181, 201, 211-212, 219, 223, 225-231, 235, 237-238, 240
2005598
20056023-24
2005622
2005637
20056420-21
20056633
200635, 19-22
200676, 12
2006814
2006916-17
20061025
20061117
20061216
20061312
2006144, 7
20061526, 29, 73, 226, 789, 793
20061614
20061817
2006232, 39
20062512, 21, 59
20062638
20062714, 23
20062826
20062913-15
2006301, 7, 40, 105, 127-128, 133, 163, 184, 203-204, 211-212, 225, 230, 245, 256, 260, 268, 280-281, 298, 421, 440, 470, 472, 474, 486, 490, 559
20063114
2006355
2006362-3
2006392
20064215, 31
2006436, 19
20064615
2006472
20064848
20065117
20065240
2006543, 15
20065524, 30-32
20065616, 19
20065739
2006587, 30, 36, 38, 42, 46-47, 49, 52, 264-265, 1229, 1271, 1664, 1694, 1698, 1700-1704, 1706-1711, 1713-1714
20066037
20066118
20066221, 46-48
20066344
20066412
200727
2007314
2007412, 23
200765
2007921-22, 25-26, 48-49, 54, 58, 459, 465, 481, 488-494, 496-497, 509-510
2007108, 11
20071110-11, 14
20071210-11
20071543
20071654, 74, 85, 141, 151, 170-172, 178-179, 186-187
20071716, 41-42
20072018-20
20072329
20072419-20
20072515
20072660, 104, 125, 130-131, 160, 171, 179, 182-183, 189, 196, 214, 216, 218, 254, 293-294, 297, 312, 317, 390
20072712-13
20072813
20073018
2007331, 15
20073515, 17
2007368
20073711
20073832, 36, 50
2007393, 19-21, 24, 26
2007409
2007414
2007421-2, 11, 47, 51-55, 58
2007433-5, 8, 10
2007454
2007463, 42, 66-67
2007471, 24-25
2007488
2007534, 6, 9-18
2007543-5, 14, 62, 78, 179, 187, 225, 227, 367-368, 420, 431-433, 859
2007553, 6, 14, 16
20075738-42
2007584-13
2007591-8, 17-23, 25-29
20076026
20076138-49, 61-62
2007622
200838-17
200842, 12-13, 17-18
200858
200866
2008723-25, 38-39, 46, 49
2008815
200892, 42
2008109-11, 14, 16, 18, 20, 28, 31-32, 34-36, 50-54, 61, 246-247, 249, 251, 277, 280, 283, 291-292, 297-298, 377-381, 384-388, 437, 445, 458-460, 492, 494, 498, 501, 527, 626, 630, 633, 635-637, 642, 645, 647, 651, 653-654, 657, 659-661
2008111-2, 4-6, 8-9, 12, 14, 19, 28-29, 47-48, 50
2008121, 3-10, 12-13, 17, 19, 24, 27, 32-37, 40
2008138-12, 18-19, 21
20081426, 50-51, 60, 69, 72, 75, 78, 81, 85-87, 163, 165, 178, 180, 182, 185, 198, 231, 242, 244, 248, 252, 264-265, 269, 271, 273-274, 277
2008151-2, 9, 11
2008164-5
20081720
2008191-2, 4, 6, 9, 17-19, 22, 24, 26-28, 35, 38-64, 66-72, 79, 84-85, 87-94
2008214-5, 8
2008221, 101, 134, 136, 141-142, 158, 161, 302, 309-310, 337, 344, 366-367, 431, 576, 617, 793
2008238, 12, 16-17, 19-20, 36, 41, 43-47, 76, 103-106, 113, 118
2008242-5
20082511-13, 58
2008261, 6-32
20082722, 31, 49, 63-65, 67-68, 77, 80-81, 86, 90, 95, 97, 100, 105-108, 111, 113-116, 128-129, 133, 137, 139, 141, 143-144, 167, 171, 173, 175-176, 199, 206
20082814
2008305-16, 18
2008311, 20, 23, 37-45
20083210-11, 28-45
2008331-7, 9-13, 15-16, 18-26
2008354, 6-7, 13, 15, 23, 25, 30-31, 33, 50, 53, 57, 59, 69, 89-91, 95, 98-99, 226-229, 234-238, 240-243, 245, 250, 252, 254-255, 264, 300, 322, 327, 332, 378, 406, 408, 436, 438-442
2008361, 6, 11, 21, 25, 46, 51, 58-59, 70, 72, 75, 78, 81-84
2008385, 81, 84-86, 92, 100, 119-121, 123-124, 126, 128-129, 131-134, 137, 144, 147-150, 152, 156, 162, 167-169, 171, 174, 176-178, 185, 191-192, 194, 196, 202, 224-225, 230-235, 334, 359, 393, 398, 410
2008391, 3, 9, 11, 15, 17-18, 32, 44, 48, 50, 54, 56, 60-61, 64
20084116-25, 27
2008421-13, 15-25
2008431-2, 12, 15-16, 22, 28, 34-37, 39, 43
20084416-18, 30, 35, 42, 46-47, 49-50, 70, 94-96, 98, 127, 136-137, 160, 168-170, 192, 207-208, 214, 218, 222, 238-247, 249
20084513, 22-23, 27, 33, 58, 65, 71, 82-83, 85, 89, 92, 94
2008475, 7
2008507
2008511
20085312-26
2008542, 5-13, 16-19
2008557-14
2008561, 12, 26, 30-31, 37-38, 46, 48-65, 67-69
20085730, 32-33, 35-36
2008582-34
20085933-36, 44-46
2008602, 12-18
2008611-3, 15-17, 20-21, 24, 40
2008631, 7-9, 11-13
2008642-3, 6-10, 12-29
2008658-14
2008666-9
20086711-15, 20-24, 33, 102
2008681, 7, 10, 13, 16, 23, 27, 30-31, 34-37, 40-41, 51, 55, 61-62, 64-65, 67-68, 71, 73, 84, 86-87, 89-98, 101, 103-105, 108-109, 113-114, 122-123, 126-127, 134, 136-139, 141-144, 147, 149, 151, 154-159, 161-162, 165, 176, 179, 181-182, 206, 218, 303, 305, 307-308, 311, 314-315, 321, 328, 344, 348, 380, 408, 420, 424, 428-431, 561, 563, 566-567, 605-608, 693, 696, 744, 753, 767-768, 851, 883
20086916
2008701-15, 17-28
20087113, 19
200873411, 414, 418, 423, 440, 452, 454, 456, 470
20087421
2008754, 8, 11
20087656, 58-59, 74, 76, 80-81, 106, 119, 139, 152, 154, 166, 168, 170, 173, 177, 189, 193, 258, 263, 269, 272, 276, 293, 301, 315, 317, 319, 322-323, 356
2008773, 24, 56-57, 86, 90
20087836-37, 48, 52, 57-58, 61, 64-65, 68-71, 73-74, 76-77, 79-80, 82-83, 89-94, 98-100, 104-105, 110, 113, 115, 120-121, 123-126, 130-131, 135, 138, 155, 157, 165, 172-173, 175-180, 183-184, 186, 192, 194-195
2008791-5, 7-12, 14-19, 21-29
200911-12
200922, 12
200931, 6, 8-16, 20, 28
200949-18, 34
200951-3, 5-8
200962-4, 8-9, 13, 17, 22-24, 36-42
200979-10, 12-13, 28, 52
200982, 7-17, 19-21
2009116, 13, 16, 19, 22, 52, 54, 61, 64, 66, 68, 82, 84, 97, 105, 108, 111, 114, 121, 127-130, 133, 135-136, 146-148, 150, 180-181, 188
20091310, 13, 25
2009142, 11-14, 16-17, 25, 35, 44-45, 63
2009153-4, 9, 31-35, 38
2009162, 4-31
2009171-2, 16-23, 31, 34-35, 38-39
2009182-4, 6, 21
20091916
20092212-13
2009231-2, 15-20
2009244-8
2009251, 4-6, 8, 19, 80, 85, 92-101, 103-104, 108, 115, 120, 127, 130, 132-136, 145, 147-149, 153-154, 156, 158-159, 163-164, 169, 171-172, 177, 179, 197-198, 217, 226, 237, 246, 248, 251-264, 267, 270, 278, 282-283, 285, 289-290, 293, 295, 302-304, 306-308, 311, 316, 318-320, 324, 337, 343, 356-358, 360-361, 363-365, 367, 538-540, 543, 546, 549, 552, 555, 570, 572, 575, 577-578, 580, 583, 592, 595-597
2009265-15
2009281-6, 9-11, 13, 15, 17-33, 35
20092913-14
2009301, 15, 17-18, 21-22, 30, 36-38
2009312, 4, 9-19, 21
2009326-12
2009331-27
2009356, 14-20
2009361, 4-6, 12
2009376-10, 16, 70, 73, 81, 84-85, 88, 91, 94-95, 99-100, 103, 106, 109, 112, 115, 117, 120, 126, 135-136, 138, 142-143, 153, 156, 162, 164-172, 174, 180, 195, 215-217, 222-225, 231-233, 237, 245, 247-249, 264, 271-272
2009381-3, 6, 12
20094016
2009444, 7-10
2009455-12, 14, 24-26, 29
2009466, 10-11
2009472, 5, 7, 9-11, 13-26, 28-34, 41-44, 46
2009486-7, 9
2009496, 10, 14, 17-19
20095017-30, 58
2009511-3, 28-31, 35
2009523, 11, 13-15, 17-19, 21
2009537, 9-10
2009541, 5, 8, 12, 15, 18, 24-25, 27-29, 34, 36, 39, 41, 43, 46, 64-65, 67, 71-72
2009555, 12, 18-19
2009561-2, 4-31
20095729, 43
20095810-12
2009596, 16, 18-20
2009601-2, 10, 31
2009611-2, 4-19
20096211, 14-16
2009641, 7-8, 12, 18-26, 41
2009662, 7, 12, 15, 31
2009671, 12-13, 19, 21, 24-25, 34-40
2009681-19, 21-24
2009707
2009718, 60, 64, 66-67, 69, 72, 87, 96, 108, 114, 116-119, 125, 144, 161, 166, 171, 174-175, 178, 187-189, 191, 200, 204, 369, 371-372, 375-378, 395, 400-402
201021, 17-20
201038
201047
2010515
201061, 5, 7, 9, 51, 72, 125, 141, 143, 147-149, 151-152, 155-156, 167, 177, 179-181, 188, 199, 226, 239-242, 276-277, 293-295, 300-301, 305, 313, 320, 323, 337
201078
2010810-16, 18
201092, 12-13
2010103-4, 27, 37-45, 47
2010117, 9, 11
2010122-44, 46-66
20101317, 36
2010141-2, 8, 16, 20-22, 32-33, 35-36, 44-55
2010154-6, 8, 10
20101643
20101714-16, 38
20101810
2010191, 3-4, 7-29
20102015, 18
20102110, 12-13, 16-17, 80, 85-88, 91-93, 95, 110, 118, 120, 126-128, 133, 135
20102516, 22
2010263, 99, 101, 119, 123-124, 140
20102814, 22
2010291, 3-4, 8-13, 22, 24-25, 29, 32
2010302, 5-6, 10-12, 14, 17-18, 20-25, 28-29, 31-35, 37-38, 40-41
20103111, 42
2010322-4, 6, 15, 44, 95, 103, 105, 117-118, 123-124, 136-137, 141, 143-144, 172, 179-180, 203, 205, 207, 211, 214, 216, 221, 224, 227, 230, 233, 236, 239, 242-243, 252-255, 267-268, 274, 276, 282
2010336, 9
2010341-2, 18, 27-28, 45
2010351, 3, 17-18, 28, 65
2010361, 4, 20
2010372, 5-24, 26-37
2010395, 220, 738, 751-754, 758-759, 761, 763, 771-772, 791-793, 797, 800
2010401
2010424
2010442, 14
20104626
2010475
2010489, 23, 25
2010491-37, 39-41
2010503, 7, 15, 158-159, 162, 165, 169, 173-174, 177, 180, 184-185, 187-188, 191, 195-196, 199, 203, 207, 210, 213, 216-217, 220, 222
20105110
2010522, 399, 402-411
201053100
2010543, 18, 23-26, 33-34, 40, 54-56, 60, 71, 73-74, 77, 79-80, 87-91, 103, 110, 115, 117, 120, 122-129, 131, 140, 146-151, 156-157, 160-161, 166, 171, 175, 177, 185-186, 190, 199, 255, 261, 283, 292, 295, 299
2010568-9, 13-14, 41-42, 46, 48, 57-59, 64-67, 74, 81, 84, 93, 99, 101, 114, 140, 157-162, 166-167, 177, 183, 195-196, 202-203, 208, 213-214, 229-230, 234, 236, 238, 240, 242-244, 294-296, 298, 301, 310-312, 316, 318, 321-322, 324, 330, 334, 336-337
20105736
20105815
2010592-12, 14-16, 19, 21-23
20106118
2010623, 9-10
2010632-3, 8, 11, 16, 28, 66
2010641, 4, 11, 14, 16-17, 21, 24, 26-27, 34, 36, 38, 55, 59-62, 64-65, 67, 70, 72, 84, 90, 96, 98-99, 103-112, 115-117, 119, 121, 123, 125, 127, 225, 231, 300, 476-477
20106522, 59, 64
20106624
2010686, 32
2010702-41
20107151, 133, 146, 151-154, 156, 159, 162, 168, 170, 185-187, 191, 194, 207-208, 210, 216, 236-237, 246, 289, 331
2010721, 3, 8, 10, 48, 73-74, 77, 87, 93
2011214
201131-3, 12-14, 20, 22, 27-28, 31, 35, 37, 42-44
201141, 3-4, 9, 15-16, 64, 69
201157, 9, 39, 41, 44, 46, 49, 56-57, 60, 62-65, 67, 69, 77, 86, 88, 91, 112-114, 128, 137, 140, 145-146, 155, 165-167, 199, 210-211, 214-215, 217, 219, 235, 237-238, 242, 244-245, 279, 285
201165-6, 10-11, 27, 38
201188, 11, 30, 43
201191, 12
2011101-2, 18-19, 75, 101, 117, 131, 146, 159, 180, 221, 230-231
2011113, 12
2011121-2, 4-6, 8-13, 15-31
2011142, 5-6, 9, 16, 18, 30
2011156, 8, 10, 13-15, 38
2011164, 20, 37
2011172-3, 6-14, 16-21
2011185, 15
2011191-14
2011201, 13-14, 20, 34, 59, 61, 65, 191, 194
20112113
2011228, 35
2011231, 8-9, 12, 18-23, 25, 27, 29, 31-48
2011249
2011251, 3-4, 6-10, 12-13, 15-17, 35-36, 39, 46, 49, 52, 57-58, 68
2011262
20112811, 14
2011294-5, 10, 40, 44, 46-47, 82, 94, 97, 100, 102, 104, 106-107, 110, 112, 115, 118, 134, 136, 139, 142, 145, 148-149, 152, 161, 165-166, 233, 235-236, 272, 284
2011336-7, 29, 33
20113412, 25
2011367, 13, 16, 22-23, 26
2011372-3, 5-57
20113819
2011399, 95
20114010-14, 17, 19, 40, 44-45, 49, 61, 98, 110, 112, 118, 145-146
2011415, 8
20114210
2011431-21
20114515
2011472-4, 6, 8
2011481, 10, 14, 22-23
2011491-2, 6, 8, 14
2011503, 22
2011515, 10, 33-34
2011521, 4-5, 14, 20-21, 24, 47-48
20115319-21
2011541-4, 6, 8, 10-11, 13-19, 21, 23-49, 52, 54, 56-58, 60-61, 63-84
20115536, 56-57, 59-64, 91, 93, 97, 102, 106, 124, 128, 141-142, 150-151, 160-164, 170, 178, 199, 218, 223, 230, 235-237, 239-240, 242-244, 272-273, 275-279, 281-283, 285, 292, 307, 319, 323, 331-332, 334, 338, 595, 607, 613, 615-616, 624-627, 629-630
20115610-11, 14, 52
2011585-6, 9
20115915, 18-19, 24, 29, 53, 60, 82, 94, 106, 115, 123, 125, 128, 134, 146-148, 150-151, 153-154, 157, 167, 180, 184, 191, 193, 198, 202, 209, 211, 221, 231, 237, 242, 245, 247, 273, 275, 301, 332-333, 354, 367, 413, 417-418, 436, 475, 494, 554
2011603, 14, 16-17
2011611, 3-4, 6, 9, 14, 19, 38
2011621-2, 31, 34, 37, 53, 58, 60
20116343, 58
20116422
2011651-2, 4-14, 16, 18, 20-24
2011663, 6
2011677, 10-12
2011684, 11, 81-83, 86, 88-89, 93-94, 100, 104, 117, 122, 139, 144, 148, 154, 159, 161, 179, 184, 189, 192, 216, 225, 237, 339-340, 343, 412, 418, 434, 439-440, 453, 476, 505, 521, 525
2011693, 51, 71
2011703, 5-6, 8, 10-11, 14-16, 18-24
2012320
201244, 35
2012611-12
201276-7, 12, 15, 19-20, 24, 28, 31, 38, 61-63, 69, 82, 84-86, 88, 90-94, 96-97, 101-103, 105, 110-111, 115-117, 119, 121-122, 131, 133-134, 146, 152, 163-167, 169-172, 179-180, 193-203, 205-207, 214-218, 227-228, 231-234, 237-241, 264, 266, 288, 294, 296, 315, 336, 349, 359, 361, 367, 370, 373, 375, 378-379, 383, 389, 395, 397, 402, 404-405
201284
2012924
20121019
2012129, 12, 29, 65, 67, 81, 97, 108-109, 199, 201-208, 212, 214-217, 219-220, 239, 245, 247, 251, 254, 256-257, 292-293, 297, 303, 305, 384, 434, 446-447, 449-450, 470, 475, 491, 495-497, 503, 511, 530, 536, 550, 553, 555, 617, 622-624, 643, 645, 647, 653
20121316-17
2012152, 4, 7, 9-13, 15-20, 22-43, 45-46, 49-54, 57-61, 63-65
2012185, 11-12
20121914, 19, 21, 54, 57, 70-72, 76-77, 99-103, 110, 113, 116-117, 119-120, 129, 131, 152, 164, 177, 203, 208-209, 215, 232, 234, 281, 325, 327, 381, 383, 438, 452, 456-457, 459, 461, 469, 472, 481, 486, 493
2012207-10
2012228-9, 11, 13, 16
20122321, 53
2012244, 25, 85, 155-156, 168, 174-175, 177-180, 182, 411, 417, 419-420, 422-425, 427-434
2012263, 5
20122733
20122814, 59
20122918, 25
2012307
20123121
2012323, 5-8, 12-13, 15, 27-28, 35, 42, 53, 55, 60, 71, 73-74, 91, 93, 95, 98, 101-102, 169, 172, 175, 178, 181, 184, 186, 188, 192, 195, 199, 202, 204, 207, 209, 211, 215, 218, 222, 224, 240, 249
2012341-19, 21-41, 43-46, 48-49
20123611, 14
20123726-27, 59
201238103
2012394-5
2012414
2012421, 4, 11
2012431-5, 8, 11, 13-64
20124411
201245101
2012461
2012476
2012488
201249101
2012502-45, 48
2012522, 4, 10, 145
20125313, 67-68, 72
2012542, 38-39, 41, 47, 53, 67, 89-92, 95, 99, 102-103, 110-111, 113, 115-118, 125, 129, 136, 166, 202, 230, 232-235, 238, 242, 260, 270-273, 277-279, 284-287, 289, 291, 294-295, 303, 305-307, 311-312, 314, 318, 320-328, 334-335, 342, 344, 350, 352, 354-355, 363, 365, 427-429, 431, 433, 437-439, 441, 443-445, 447-448, 455, 460-461, 463, 465, 511-513, 515, 521-522, 528-534, 536-538, 545-546, 548-549, 555-557, 561, 579-581, 599-601, 604-606, 608-611, 616-620, 622-624, 630, 632-633, 638, 646, 649-650, 652, 655-657, 659-660, 662, 671-672, 675-677, 693, 697, 702, 732, 741, 747, 750, 752, 755, 759, 800, 802, 805, 807-808, 849, 853-856, 858-860, 862, 864-867, 869-870, 872, 874, 878, 882, 891, 942, 995-996, 998, 1004-1012, 1030, 1044, 1082, 1267, 1270, 1275, 1277, 1279, 1282-1283, 1287
2012558, 13
2012561-12, 28-49
2012571-2, 5, 10, 12
2012581, 5, 7, 10, 14-15, 17-18, 30-31, 33-36, 39
2012591-2, 14, 43, 45, 92-94, 276, 309, 317, 333, 366-368, 372-373, 378-379, 382-384, 386, 392, 396, 411-412, 430, 441, 444, 449, 452-453, 456, 481, 496, 498, 500, 502, 505, 515-522, 525, 527, 546, 550, 604, 734-736, 738-739, 780, 802-808, 811, 887
2012607, 27-28
2012611, 3, 8, 13, 15, 22
2012621-2, 5
2012631-8, 10-43, 45, 50-52
20126472
2012653-5, 9, 14, 22, 27, 33-34, 41, 44, 53, 68, 71, 76, 78-80, 84, 103-105
20126621, 77
2012671-2, 4, 27-28, 48, 80, 84, 107, 116, 126, 136, 144, 153, 156, 158, 160, 162, 164, 166, 169, 173, 180, 197, 202, 217, 244-246, 251, 257, 259, 261-262, 300-302, 307-313, 317-318, 321, 324-325, 327, 338, 345, 350-351, 354, 356, 358-359, 376-377, 379, 381-390, 395-396, 401, 403, 405, 434, 453, 455, 460, 462-463, 467-468, 475-476, 487-489, 492-494, 496-497, 499-500, 504, 506, 508-510, 513, 515, 519-520
20126827, 35, 37
20126914-15, 21, 23, 38-40
2012701-10, 12-32, 34-53
20127110, 27, 46
201312
2013211
201333, 34, 56, 58, 60
2013426, 28-30, 33, 36, 39, 45, 53, 55, 80, 102, 137, 139-140, 143, 145-146, 153, 155, 162, 165, 168, 175, 184, 187-188, 207, 217, 242, 244, 246, 355, 362-363, 367-369, 377, 379, 410, 417, 623, 637, 639, 641, 643-644, 647-659, 664, 666-671, 705, 707, 709, 723-725, 727, 729, 731, 733, 735, 737-738, 740-741, 746, 768, 781, 793, 814-816, 843, 845, 848, 854, 857, 859, 861, 865, 867-868, 879, 924-926, 996, 999-1001, 1004, 1007-1009, 1015, 1017-1018, 1025-1026, 1032-1033, 1045-1046, 1054, 1056-1057, 1061, 1063-1064, 1072, 1074, 1076, 1080-1081, 1083, 1085, 1087, 1090, 1095, 1097, 1099, 1101, 1105, 1109-1111, 1114, 1118-1122, 1128, 1137-1138, 1144, 1147, 1151, 1154, 1157, 1159-1162, 1168, 1177, 1180, 1183, 1189, 1195, 1207-1209, 1213, 1222, 1225, 1239, 1258-1259, 1266, 1274, 1276, 1282, 1284, 1302, 1324-1330, 1332, 1355, 1357-1359, 1365-1366, 1368-1369, 1373, 1377, 1401, 1404, 1407, 1424, 1457, 1460, 1464, 1476, 1479, 1491-1493, 1520-1521, 1537, 1550, 1557, 1566-1568, 1570-1571, 1573-1576, 1579, 1581, 1585, 1588-1589
2013530
201361-11, 15-26
2013717, 24, 29, 51-53, 57
201381, 4-5, 7, 13
201392-3, 11, 15-16, 19-21, 23-27, 44, 70-73, 78-79, 81, 84-91, 98-102, 111-118, 120-121, 123, 129-130, 132, 137-138, 141, 149, 152, 160-162, 177-178, 226-227, 247-248, 254, 273-274, 277, 282, 285, 287-288, 329, 341-342, 400-402, 422, 429, 432-433, 440, 443, 464, 513-514
2013108
20131118, 31, 38
20131218
2013141-3, 309-310, 331, 488, 502, 504, 523, 533, 618, 632, 678, 682, 689, 696-697, 699, 703, 706, 709, 717, 719, 721, 733-736
20131513
20131615, 17-18, 26, 33, 40, 42, 44, 47, 49, 53, 56, 59, 66, 68, 70, 73, 76, 79-83, 108, 172, 183-184, 186-187, 196, 207-208, 210, 212, 214, 217, 220-222, 225, 228, 231, 234, 236, 244, 255, 270, 274, 282-283, 291, 297, 299-300
20131710, 44
2013181-4, 6-48
2013201, 5, 52, 121-125, 133, 142, 171, 173-178, 244, 258, 260, 300, 303-340, 453, 457, 460, 462-463, 466, 468, 471, 479, 482, 486, 488, 491, 495, 498, 500, 502, 505, 508-510, 513, 519, 521, 524-526, 532, 535, 675-676, 723-728, 730-732, 752-753, 757, 801, 880, 887, 903-904, 928, 936, 938-939, 942, 1099-1100, 1103, 1112, 1116, 1179
2013211
2013241-2, 40, 44
20132520
2013261-3, 5, 16
2013275, 14-15, 30-34, 41-42
2013281-2, 25, 28, 35, 37, 51-52, 82-83, 158, 160, 199, 201-202, 206, 208, 210, 213, 215, 235-238, 240-244, 255, 265, 267, 269-270, 282, 285, 336-338, 341, 346, 349, 351, 354-355, 360, 365-366, 371, 382, 397, 411-412, 422, 425, 439, 445-446, 449, 452, 455, 463, 471, 650, 653-654
20132913
2013302, 4, 6, 10
2013311-28, 30-32, 34-40
2013322, 7-8, 18, 21, 27, 30, 33, 115, 120, 123, 126, 129, 132
2013332, 5, 9, 11
20133443-44
2013364, 20, 41-42
2013375, 13, 15-43, 85, 87-88, 91, 100, 114, 118-119, 156, 160, 162, 164, 180, 186, 190-191, 198, 244-245, 248, 253-254, 256-259, 262-263, 265, 288, 297, 301-302, 317
2013395, 7-8, 44
2013402-3, 5-7, 10, 13-15, 27, 72
2013431, 3, 8
2013442, 5-7, 19, 34
2013451-2
2013461, 8, 22, 27, 45-47, 49-50, 58, 61-62, 64-65, 165, 197, 201, 207
2013484, 103
2013492-8, 10-27, 29
20135122, 26-27
20135211, 15, 26-28, 31-32, 39
20135320, 26-27, 29-30, 32
2013541-2, 25
2013557, 29
2013561, 38, 125, 133, 137, 140, 144-145, 175-178, 368, 370, 372, 374, 388, 452, 454-456, 458, 461, 464, 466, 487, 497, 499, 502, 505-520, 523-524, 528, 531-533, 535-540, 542, 544, 558-561, 564, 623, 626, 628, 660-663, 667, 670, 701, 704, 725-726, 750, 787, 789-790, 904, 910, 912, 977, 1207-1208, 1211-1212
20135735
2013581, 12
2013611-45, 47-51, 53-54, 56-75
2013621, 3, 8, 12, 14-15, 19, 27, 29-30, 33, 40, 138-140
2013634, 14, 17, 26
2013643, 12, 28-30, 76-77, 95, 116, 118, 121, 123-124, 128, 131-132, 138, 151-152, 238, 241, 245-246, 249, 253, 257, 260, 263, 265, 267-268, 330, 342-352
2013653-4, 9, 14, 16
2013664, 7-8, 10, 32, 34
2013671-26, 28-40
20136812, 29, 40, 46, 49, 63, 81, 86, 94
20136981-82, 84
2013703, 17-19, 22, 41, 50, 83, 97
2013711, 3, 11, 17, 19
2013721-32
2014210
201448, 16, 25, 41, 44, 46, 49, 52, 55, 58, 61, 86-87, 129, 155-156, 186-187, 217-218, 223-224, 228, 231, 234-235, 244-246, 251, 253-254, 371, 373-378, 382, 384, 389, 392-395, 397, 403-404, 422-423, 430-432, 499-500, 523, 531, 553, 556-563, 566, 568, 570-571, 573, 575, 638, 705-706, 722-723, 737, 739-740, 760, 763, 769
2014521, 36, 38
201476
2014816, 64, 72
201491, 6, 14
2014121, 3, 5, 8, 10, 13, 16, 18, 21, 28-29, 34-36, 45, 49-50, 53-54, 60, 81-82, 85, 97, 103, 107, 113-114, 118, 121, 127, 130, 150-151, 158, 189, 200-202, 313
2014132-36
2014165, 10, 13-14, 38
2014176-7, 21, 26
20141813, 15, 19, 26
2014191-44
2014202, 11, 29
2014221, 3, 7-8, 14, 19, 21
20142334, 38, 41, 44, 59, 86, 88, 101, 103, 116-118, 131-134, 136, 166, 173, 175, 180, 182, 184-185, 187, 189, 222, 227, 233, 253, 256, 258, 262, 322, 339, 342, 352, 357-358, 365, 409, 472-479, 688-690, 696, 719, 966, 970-971, 974, 980, 1043-1044
2014245-6
2014255
2014265, 15, 37-38, 40
2014273
2014283, 48-49, 57, 91, 99, 125, 140-141, 151, 197, 206
2014291-26, 28-40
2014302, 15-16
20143122
2014331, 3, 5, 7, 9, 15, 21-24
2014341, 3, 12, 15
2014364, 12, 17, 20, 24, 27, 31, 34, 41, 43-44, 87-88, 90-91, 93-94, 96, 98-101, 103-106, 112, 115, 118, 137, 170, 176-177, 179-180, 182-184, 186-189, 192-193, 231-232, 247, 264-266, 268-269, 272, 336-341, 344, 474, 481-482, 486, 494-496, 499, 501-502, 505, 508-509, 511-512, 527-533, 535-539, 541-542, 544, 552, 577, 600-601, 641, 656
2014371-2, 4, 16, 119, 140-141
20143813
20144012
2014419
2014421-24, 26-37, 39
20144310
2014453
2014475-8, 73, 81
2014481
2014491-36
2014506, 13, 53
2014512
2014521, 3-4, 6-7, 9, 12, 26
20145336
2014541, 7, 10, 13, 23, 26, 34, 39, 42, 46-47, 61-62, 89, 102-103, 105, 145-148, 162-163, 175-178, 192-194, 196-197, 210, 225, 230, 232, 249-250, 254, 259-260, 262-263, 265-266, 279-280, 283-285, 287, 290, 293-301, 303-314, 316, 320, 375, 378, 469-470, 486-488, 495, 499, 502-504, 506-507, 510, 523-525, 532, 538, 549, 552, 574, 583, 587-588, 592-593, 595, 607, 636, 658, 729, 731-732, 765, 795, 802, 804, 808-816, 822, 884, 887-888, 897, 909, 923, 931, 937, 1001, 1047, 1072, 1089, 1096-1102, 1104-1107, 1113, 1117, 1131, 1157, 1160-1161, 1201-1206, 1208-1209, 1213-1214, 1225, 1234, 1236-1240, 1242-1243, 1251-1261, 1263-1267, 1271, 1274-1276, 1279, 1285-1287, 1290, 1292, 1316, 1319, 1325, 1332-1335, 1412, 1418, 1552
2014583, 5-6, 17, 24-25, 28-29, 49, 52, 59, 63, 69-71, 73, 78, 83, 96
20145931
2014622
2014631-9, 11-35, 37, 39-40, 43-73
2014641-3, 10, 27, 53, 57, 61, 63, 89, 110-112, 126, 128-129, 144, 158, 160-217, 227, 235, 237-244, 246-248, 264, 266-267, 269, 271, 296, 340, 344-345, 357, 359, 364, 383, 400, 402, 411, 418, 447-448, 450-451, 460, 463-464, 466-467, 470, 486, 488, 494, 526
20146522, 31
20146658
2014671-2, 8, 241, 318-319, 323-324, 328, 412, 430, 469, 471, 480, 485, 490, 495, 506, 511, 516, 521-522, 526-527, 531, 537, 543, 548, 553, 557, 562, 568-569, 571, 574, 578-579, 584, 586-588, 593, 598, 603, 605, 607, 610-611, 616, 619, 621, 623, 630, 636, 640, 642, 647-648, 651-652, 655, 660, 664, 669, 673, 681, 685, 689, 693, 697, 699, 703, 708, 712, 716, 720, 724, 727, 730, 733, 736, 741, 747, 751, 755, 764, 768, 773, 778, 784, 788, 792, 796, 803, 808, 813, 818, 823, 828, 833, 848, 851, 854, 857, 861, 876, 879, 883, 886, 889, 892, 894, 897, 902, 905, 921, 923, 925, 930, 933, 939, 944, 949, 954, 959, 963, 968
2014711-14, 16-27, 29-39, 41-60, 62
20147216
2014737-13, 17-18, 20, 22-25, 29, 51, 94, 163, 173, 180, 200, 203, 223, 226, 232, 234, 236-238, 241, 246, 254, 257, 260, 264, 268, 270, 272-274, 290-291, 303-305, 307, 338, 371-372, 387-392, 407-409, 417, 424, 454, 457, 459, 462, 470-471, 474, 501, 507, 510, 514, 525, 529, 533, 536, 541, 544, 551, 567-571, 577-578, 602-604, 606-608, 610-618, 620-623, 660, 663, 668-669, 672, 674-676, 678, 692, 694, 698-699, 702, 945, 948, 961, 963-964, 970, 974, 977-978, 982, 992, 1000, 1005, 1015-1017, 1019, 1021-1022, 1024-1029, 1033, 1037, 1039, 1041-1044, 1061, 1063, 1068, 1070
2014744, 7, 10, 38
2014762, 27-32, 34-39, 44-45, 50-52, 55, 58, 64-67, 69, 74, 78-99, 113-114, 116, 122-125, 127, 130, 133-134, 137, 145-157, 159-160, 162-207, 209-214
20147720
2015225
201553-4, 6, 8-10, 12
2015611, 14, 30, 59
201574
2015841-42, 57-58, 77, 89-91, 97, 126, 144, 148, 161, 165, 167, 215, 241, 243-248, 275, 279, 305-308, 330-331, 346-349, 365-367, 396-397, 415, 458, 480, 484, 492, 495, 498, 500, 503, 506, 508, 510-511, 513-520, 522-525, 532-533, 549, 551, 556, 561, 564, 569, 572, 575, 587, 589, 594-595, 599, 604, 611-612, 705, 707, 710, 718-720, 724-727, 732-734, 737, 752-754, 758, 825, 827-830, 832, 835, 837, 839, 845-846, 850, 852, 855, 858, 861, 865-870, 872, 880, 898, 940-943, 960
201592, 4, 8, 15
20151118-19
2015121-2, 4, 13
20151335, 45
2015144, 14, 17
20151537, 40
2015166, 11, 65, 69, 75, 158, 167, 170-172, 177, 192-193, 196, 199, 207, 209-211, 213, 222-223, 232-233, 235, 251, 254, 257, 260, 263, 266-267, 269-275, 277-279, 301-302, 304, 314-315, 342-343, 541, 548, 550-551, 557, 574, 630, 761, 788, 791, 794, 798, 801, 803, 823, 851, 858, 891, 894
2015193
2015213
20152224
2015233, 44, 51-55, 65, 89, 92, 95-97, 99, 101, 103, 106, 109-110, 112, 117-118, 120, 122, 124, 136, 138, 140, 143, 150-151, 154, 159, 166, 180, 241, 243, 246, 249, 253, 256, 259, 261-264, 266-267, 269-272, 274-277, 279-280, 283, 296-297, 299-300, 302, 347, 528, 545, 587, 600, 604, 607-615, 617-618, 620-628, 631, 633-634, 638-640, 643, 645, 651-652, 659, 665-666, 668, 673, 680, 686, 689, 692, 702, 707, 773-774, 805, 819-820, 822, 825-826, 830, 836, 852, 885, 899
2015244, 11-12
2015267, 23
2015271
2015286
2015304, 14, 26-27, 33-34, 64, 83-84, 89, 94, 114-115, 120, 151-152, 157-159, 205, 214
20153110, 26, 28
20153313, 15
20153441, 53, 55, 58, 63, 67, 72, 78, 82, 94, 173, 175, 180, 183-184, 198-199, 201, 203, 205-208, 230-231, 247, 256, 266, 297, 300-303, 305, 307, 309, 312-313, 315, 317, 319, 322-323, 335
2015357
2015402, 7
2015415, 10
2015421, 3
2015431-59, 62-66, 68-77, 80-87, 89-95
2015445, 7, 14, 16, 21, 38, 40-41
20154515
2015461, 4-5, 16, 50, 52, 55, 86, 89, 92-93, 108-109, 121, 136-139, 160-165, 167, 212, 215, 436-441, 457-460, 487, 491, 493-494, 508, 510, 519, 689, 692, 695, 698-699, 748, 780-782, 788, 806, 811, 824-827, 829, 831, 833, 836, 839-842, 845, 848, 851, 854-856, 860, 862, 866-867, 871, 874, 880
2015472, 9, 11, 13
20154821, 23
20155017
2015521-50
2015541, 11
2015551-2, 76, 153-155, 183, 271-272, 349, 351-352, 361, 364, 371, 375, 379-380, 382, 388-389, 392-394, 421, 428, 432, 437, 439, 462, 464, 471, 479, 484-487, 496, 504, 507, 526, 529, 532, 536, 539, 542
2015571-2, 22, 38
2015606, 44-45, 84, 119
2015611-15
2015625, 7
20156332, 53, 57, 102, 121, 195, 205, 324, 328, 335-336, 353, 379, 388, 408-409, 414, 418, 423, 428, 442, 450, 457, 459, 469, 476-477, 482, 492, 582-587, 589-595, 597-603, 605-607, 609-616, 619, 625, 628-630, 634, 648-649, 652, 654-655, 661, 678, 680, 684, 687, 689, 692, 694-696, 702, 766-767, 800, 940, 975, 977-979, 982, 994, 1022, 1039-1040, 1042-1043, 1045-1047, 1050-1052, 1055-1057, 1061, 1070-1072, 1075, 1077, 1091, 1095-1096, 1102, 1105-1106, 1108, 1110-1116, 1125, 1127-1129, 1131-1133, 1135, 1143, 1153, 1155-1156, 1171, 1186-1187, 1192, 1205, 1221, 1223-1224, 1280, 1299-1300, 1334, 1338, 1342, 1346, 1349, 1356, 1359, 1374, 1376-1380, 1402, 1420, 1422-1424, 1456-1459, 1472, 1475, 1491-1495, 1497, 1514-1515, 1532, 1547, 1580-1581, 1597-1600, 1630-1632, 1648-1650, 1654, 1657-1658, 1688, 1692-1693, 1722, 1763, 1766, 1794, 1799, 1813, 1878, 1880, 1898, 1907, 1968, 1990, 2177, 2180-2181, 2193-2194, 2199-2202, 2206, 2209-2210, 2219, 2222-2223, 2233, 2236, 2242-2244, 2248-2249, 2252, 2291, 2347, 2349
20156514, 24, 35-37
2015661-3, 5-8, 22, 24
2015675-6, 9
2015684, 16, 27-28, 37
2015692, 10
20157011
2015711-4, 6-8, 10-20, 22-42, 44-55
20157310
20157410, 44-45, 48, 56-57, 64-68, 75, 78, 83, 180, 202, 204-206, 214, 239, 244, 258, 260-261, 263, 265, 268, 272, 276, 281, 289, 293, 298, 302, 305, 311, 315, 320, 323, 327, 331, 333-334, 336, 338-339, 341-343, 345-346, 360-367, 369, 372, 375, 378, 381, 384, 387, 390, 392, 411, 416, 427, 429, 433, 435, 439, 443, 446, 450, 453, 456, 459, 463, 468, 470, 474, 491-494, 498, 500, 507, 517, 534, 543-548, 554, 556, 558, 564-565, 670-671, 680-681, 714, 757, 819, 821-822, 830, 834, 845-848, 854, 867, 874-875, 879, 882, 944-945, 979, 981
201628-9
201637, 18
2016414, 19
201651-2, 5-6, 18, 32, 41, 67, 179, 182, 186, 189, 213, 215, 221, 235, 238, 244, 286, 298, 302, 309-310, 329-331, 353, 355-357, 359-360, 362-366, 368-370, 389, 408-411, 413, 458, 475, 477-479, 577-580, 582-584, 597, 610, 612-615, 629-630, 641-642, 653, 655-658, 672-676, 691-692, 695, 701, 711, 715, 729, 735, 739, 782, 806, 841, 855, 937
201668
201694, 6, 11
20161020
20161311
20161413, 40, 46, 48
2016156, 8
2016165, 13
2016173
20161829-30, 34, 37, 44, 46-47, 56, 62-64, 74, 99, 114, 142, 153, 157, 160, 172, 175-181, 184, 187, 190, 194, 202, 206, 210, 223, 292, 296, 353, 360-361, 364-365
2016191, 8, 17, 82, 95, 97, 111, 127, 131, 148, 194, 201-202, 296, 299, 302, 306, 310, 318, 322, 401, 412, 414, 418-419, 422-423, 430, 432, 435, 437, 439, 443, 463
20162022, 56-57
2016211-45
201622105
2016231
2016247
2016253
2016261
2016271, 3-5, 19, 23-24, 28, 36, 53-54, 57, 62, 64, 71-73, 80, 320, 341, 343-345, 352, 356, 359, 363, 527, 529, 575, 583, 721, 723, 735, 739, 742, 745, 750, 753, 764, 767, 770, 784-786, 805-811, 813-814, 842-843, 858-862, 874-876, 878, 880, 885, 888, 891, 893, 898-899, 903, 909, 921, 925, 930, 934, 938, 941, 979, 991, 993, 1012, 1017, 1057, 1064, 1067, 1075, 1081, 1090, 1235, 1244, 1254, 1260, 1270, 1416, 1419, 1449, 1483, 1486-1487, 1489, 1497, 1503-1504, 1511-1513, 1516, 1518, 1520-1521, 1528, 1530-1531, 1534, 1536-1538, 1540-1548, 1554, 1559-1560, 1580, 1608-1610, 1627, 1633-1636, 1638, 1645, 1648, 1704, 1707-1710, 1712-1719, 1813, 1823, 1845, 1915, 1922, 1947, 1987, 1989-1991, 1996, 2003, 2023-2024, 2075
2016291-39, 41-58, 60-62, 71-72, 75-80, 83-86
20163115, 24-25
20163220, 22, 29, 37
2016336, 22
2016341, 5-7, 47-48, 118
20163616, 40, 87, 97, 107
2016381, 4, 6
2016415-6
2016421-36, 41, 47-73, 76-88
2016436, 17, 20, 26, 50-51, 65, 71, 75
20164442, 94-95, 111, 143, 207, 209-210, 212, 237-238, 251, 263-265, 283-284, 296-305, 331, 344-345, 347-349, 362, 374-377, 379-381, 394, 399, 402, 405, 411, 413, 415, 418, 431, 464, 470, 476, 493, 498-499, 596
2016453, 11, 15
2016468-9, 14
2016486, 22, 108, 113
20165015
20165142
2016521, 16-17, 30, 53, 65, 68, 73-74, 91-93, 99-102, 146, 149, 151, 154, 156-157, 169-170, 172-175, 178, 183, 187-188, 190, 195, 198-200, 205, 210, 233, 236, 241, 432, 595-597, 627-628, 644, 651-652
2016536, 19
20165517, 53, 55, 68, 168
2016561-3
2016575, 8, 13, 15-16, 61, 63, 66, 94-95, 143, 150, 161-162, 164-165, 167-169, 171-172, 175, 183, 186-188, 194, 205, 207, 221-223, 229, 231, 234, 238, 244, 254, 256-257, 272, 276, 296, 314, 319, 343-344, 346, 348, 350-357, 360-362, 364, 376-377, 382, 437, 461, 511, 548, 554, 561, 565, 575-576, 582, 599, 605-606, 612, 620, 623, 632, 635, 638, 641, 648, 657, 668, 671, 677, 693, 704, 743, 777-778, 801, 806-808, 824-826, 829-830, 832-833, 837, 848, 850-854, 857, 860-863, 865, 874-876, 884-888, 908, 911, 914-915, 917-919, 923, 927, 929, 933, 936, 941, 944, 947, 950, 953, 957, 961, 965, 968, 971, 1014-1015, 1017-1018, 1023, 1058, 1066, 1090-1091, 1093, 1148, 1257-1258, 1328, 1339-1340, 1344, 1443, 1479, 1655, 1662, 1749, 1765, 1925, 1929-1930
2016589, 15-17, 21
20165939, 43-44
2016613-4, 9, 14
2016621-4, 6, 21, 23
20166339, 41-42, 45, 47-48, 52-53, 55-57, 59, 61, 87-88, 91-92, 94, 204, 235, 257, 276-280, 282, 284, 286-288, 308, 318-319
2016664, 11, 50, 58, 60
20166721, 26-27, 52
2016693-5, 7-13, 17-21, 24-56, 58-76
2016703-4, 46, 56, 61, 80, 83
2016713, 84, 109, 116, 153
201731-28
201777, 10
2017813
2017912
2017102, 56-57, 73, 75, 77, 81, 84-85, 89, 92, 95, 98, 102, 105, 108-109, 129, 141, 145, 149-151, 153-154, 156, 159-164, 166-170, 172, 178, 181-182, 184-185, 187-188, 190, 197-198, 207, 212-213, 220, 222, 224, 255, 258
2017114, 6-7, 14, 19
20171229
2017135, 57, 59, 61, 64
2017146, 8-9, 11-12, 14
2017151-2
2017164, 13
2017175, 26, 28, 30, 33, 40-41, 56-57, 72-82, 84-85, 87, 100-101, 114-117, 119, 134-136, 176, 180, 182, 184-185, 204, 206-209, 223, 244, 246-247, 261-262, 277, 292, 296-298, 300-304, 306-309, 311, 314, 317-318, 320, 325, 329, 332-333, 335, 338, 342, 347, 351, 356, 377, 389, 412-414, 417-418, 420-421, 425, 436, 438-442, 445, 448-451, 453, 462-464, 471, 474-475, 493-496, 499-503, 531-533, 547-553, 568-569, 583-584, 598-600, 603, 607, 610, 613, 616, 619, 622, 625, 630, 637-639, 645, 662, 664, 669, 673-675, 687, 701, 705, 735, 742, 746, 767-771
2017186
2017191-44, 46-58
2017216
20172210-11
2017236, 10
20172422, 137, 162, 169, 193, 298, 312, 314, 442, 445, 447, 512-513, 527-529, 531, 533-535, 547-549, 560-561, 563-566, 577-578, 592, 605, 608, 611, 614, 618, 623, 628, 630, 669-670
2017256
2017288, 17
20173110, 24-25, 27, 29-30, 33-35, 58-59, 94, 101, 113, 120-121, 123, 126, 129, 132, 163-164, 167, 170, 192, 209, 250-251, 355-356, 378, 418, 422, 427, 429-431, 433, 453, 456, 459-460, 462-463, 480, 483, 485-490, 492-493, 516, 518, 522-523, 526, 535, 539, 542, 552-554, 567-569, 574-575, 585, 591, 596-597, 610, 621, 637, 660, 675, 703, 708, 722, 725-726, 736, 742-747, 749-750, 773-782, 785, 790, 792, 796, 804-805, 848, 857-859, 861-865, 879, 905, 922-923, 929, 933, 937, 941, 947, 955, 965, 969, 974, 978, 991, 995, 997, 1000, 1003, 1007, 1011, 1014, 1016-1017, 1020, 1024, 1027, 1139, 1165, 1337, 1341, 1344, 1350, 1356-1359
2017341, 7
20173515
2017375, 10, 17
2017381-6, 8, 10-79, 81-92
20173932
201740123, 161, 166, 184-185, 191, 204, 223, 226, 241, 243, 250, 255-256, 296
2017414, 10
2017435-6, 10, 16
20174515, 31, 42, 44, 66
2017461
2017475-6
20174852, 92, 99, 177, 209, 233, 235, 238, 245, 249, 256, 258, 261, 275, 277, 284, 299, 303, 308, 313, 316, 318, 349, 498, 500-501, 516-517, 530-531, 544-546, 564, 566-568, 570-572, 602-603, 811, 814-815, 817, 865, 893, 921, 928, 931-932, 936, 954, 968, 972
20175044, 49-50
2017565
2017575
2017593
2017633
20176514, 126, 128, 132, 139
20176711, 14, 69, 75, 77-78, 80-81, 83, 85, 88, 91, 96, 99, 103, 107, 110, 113, 116, 119, 122-124, 128, 136, 141, 145, 149, 155, 160, 167-168, 170, 174-176, 188-189, 198-199, 217, 227, 237, 249-253, 264, 276-280, 291, 300-301, 313, 319, 424, 426, 484, 487, 490, 492-493, 496, 499, 502, 504, 506-507, 512-522, 547-548, 554, 559-560, 578, 581, 584, 588, 601-602, 617-618, 620-623, 625-628, 638, 644-656, 668-669, 675-676, 682
2017688-9, 14, 29-30
20177112
2017727-9, 11
2017743, 32, 35-36, 39, 140-141, 149, 155, 162, 168-169, 178, 564, 634, 655-656
20177513
20177745
2017786, 8, 12
20178015
2017828, 11, 16-17, 63, 85, 90, 99, 109, 121, 125
2018348
201853-4, 19, 72, 75
20186155-156, 158, 160, 162, 164, 166, 168, 170, 172, 174, 176, 178
201871, 4, 26, 29-30, 33, 36, 39, 42, 44, 46, 49, 53, 59, 64, 72, 75, 80, 82, 85, 157, 161, 175, 179-180, 228-229, 243-244, 246-254, 274, 285-287, 296-299, 310-314, 325-326, 330, 333, 343-345, 349-350, 354, 359, 363, 367, 369-370, 373, 376, 379, 385, 391, 397, 403, 409, 415, 421, 427, 432, 438, 443, 446, 459, 531, 550
2018108, 34, 37, 41, 46, 53, 56, 66, 73, 94
2018123, 5, 13
2018139, 18
2018141-2, 9, 14, 18-19, 39, 80, 91, 98, 137, 140, 164-165, 177, 182, 187, 190, 193, 196, 200, 205, 208, 210, 217, 219, 221, 225, 228, 231, 235, 238, 241, 250, 283, 285-288, 302, 313, 333, 368, 374, 378
2018159-10, 22, 40, 48
20181641
20181710, 19
20181919, 27
20182422
2018254, 8, 22-23, 27, 36, 64, 121, 168, 175, 187-189, 191-192, 207-213, 218, 221, 224-225, 255, 258, 261, 264, 269, 272, 274, 304, 316, 331, 338, 341, 347-348, 355-358, 362
2018286
20182943, 47
2018307
20183157, 69, 89, 91
2018324-5, 9, 107, 109, 120
2018331, 9, 14, 27, 36, 69, 81, 87, 105, 109, 120, 134, 166, 203, 206, 208, 212, 214, 217, 225-227, 229-233, 253, 256-257, 259-260, 265, 278, 280-281, 288-289, 293-294, 297, 300, 303, 309, 311, 322-323, 327, 333, 338, 340, 344, 346-348, 351, 360, 362, 364, 367, 370, 373, 379, 383, 386, 396, 411, 414-415, 417, 429-430
2018342, 5, 9, 15, 18, 65
20183721, 49
20183820-21, 24-25, 34
20184011, 15, 29, 35, 37
2018418
2018421-2, 4-12, 14-17, 19, 21-26, 32, 38-39, 63, 106, 124, 139, 143, 147, 156, 159, 161, 167, 188, 190, 237, 243, 287-288, 290
2018432
20184549, 53, 56
20184613, 35-36
2018485, 8, 34, 57
2018491, 8-9, 13, 16, 20, 23, 27, 30, 33, 36, 44, 56-57, 72, 85, 109, 121, 183-184, 191, 322, 365-366, 530, 533-535, 537-538, 542-543
2018502
20185142, 117, 119, 122
20185216-18, 22, 27, 30-31, 35, 41, 46, 51, 58, 69
2018543, 55, 234-235, 238, 242-243, 246-247, 251, 255, 262, 266, 307, 318, 323, 326, 330, 333, 340
20185535-36, 38, 60
20185650
2018591
20186112
2018634-5, 20
2018645, 14, 23, 39, 57-58, 64, 67, 72-74, 77-78, 82, 86, 90, 92, 96, 104-105, 131, 234, 269-270, 278, 300, 386-387
2018664
2018671-2, 769, 772-773, 775-776, 778
2018683
2018692
2018715
2018721-2, 22-23, 31, 118, 147, 150, 159, 196, 299-303, 305-307, 378-379, 404, 411-412, 414, 417
20187421-24
2018751, 4-6, 8-9, 11-12, 16, 20, 24, 45, 59-60, 62, 68, 84, 91, 104-105, 112, 129-130, 132, 137, 140-141, 154-155, 166, 171, 212-218, 220-226, 237-245, 249-251, 257, 261, 264, 271-272, 280-281, 289, 355, 445, 634
20187711
2018808
20188138
20188310
20188521, 25, 29, 33-34, 61, 72, 74-75, 84, 87, 90, 92, 94, 98, 102-103, 113-115, 125, 128, 134-135, 147, 156, 158, 185-186, 190, 192, 195-196, 200, 203, 206-207, 211-212
20188618-19, 21, 32, 122, 142
201937
201959-10
201961-3, 47-48, 64-65, 73
2019710
201996
20191150
2019129
2019151, 13, 25-27, 41-42, 55-61, 73-75, 94, 96-103, 117-119, 135-143, 298, 309, 311-312, 319, 323, 326, 329, 333, 335-337, 342-343, 346-347, 351, 353-354, 640-641, 652, 655, 658-660, 666
2019179
2019191, 8
20192015, 33-41, 43-45, 48-49, 52, 54, 60, 67, 70-71, 79-82, 85-87, 103, 123, 219, 239
2019211
20192311
2019251-2, 11, 15, 25, 33-35, 37-38, 42, 46, 53-54, 75-76, 93, 95, 105, 107, 114, 140, 193, 196-198, 206, 208, 210, 212-213, 216-220, 225-226, 232, 238, 243, 248-249, 251, 255-257, 261, 264, 266-267, 270, 274-275, 277-280, 282, 286, 288, 291-292, 294, 296-298, 300-302, 304-307, 310-311, 314-315
2019266, 12-13
2019291-2
201931258, 261, 264, 267, 271-272, 275, 283, 286, 289, 292, 296, 299, 304, 308, 311, 314, 318, 321, 325, 329, 335, 346-358, 361, 366-370, 372-373, 376, 379-380, 395, 398, 401, 403-404, 406, 411, 421, 424, 441, 444, 446, 448, 452-454, 465-466, 477, 489, 501-502, 505, 509, 515, 519, 527, 530-531, 539, 542, 544, 562, 564, 568
2019321, 6
2019364
2019372, 5
2019382, 4, 6, 11, 20-21, 30, 40, 42-43, 153, 156, 158, 160, 162-163, 165-166, 180
2019392, 4, 10
2019401, 3, 23, 37
20194137
2019434, 9
2019441-3, 9, 15-16, 40, 47, 50, 54, 56, 60-61, 63, 66, 86-87, 94, 96-97, 99-100, 107, 109, 113, 117-118, 120, 123-124, 126, 133, 137-138, 140, 147, 150-151
20194619-20
2019481, 5
2019495-6, 8-9, 11, 21, 27, 29, 32, 37, 44-47, 52-53, 61-63, 66-70, 95, 98, 100, 112, 115, 135, 140, 170, 179, 182, 188, 190, 193, 196, 199, 202, 205, 208, 211, 214, 217, 225, 232, 239, 258, 262, 402
2019514
20195219, 29, 37, 47, 50
2019531
2019543
2019564-5, 9
20195710, 19-21, 27, 29
2019589, 13, 18-19, 33, 57-60, 62-63, 66, 70, 74, 78, 81, 99, 135, 159, 168, 178, 203, 216, 223, 245, 247, 253
2019613, 7
2019641, 4, 12, 15
20196721, 28
2019689, 24
2019704
2019713
2019728
2019744
2019759
2019761, 11-12, 17, 105, 114
2019796
20198033, 70-73, 82-84
20198123
2019847, 19-20
2019852-3, 22, 24
2019861, 35, 53, 56, 63, 65, 69, 76, 78, 105, 135-136, 140, 149, 159, 169, 175, 216-218, 230-238, 280-281, 291-293, 303-305, 313, 322, 331-332, 342-344, 365, 367, 369-370, 373, 376, 379, 382, 385, 395, 401, 406, 441-442, 444-445, 447, 449-450
2019873, 7
2019881-3, 12, 14-16
2019896-7
2019904-5, 20, 27, 252, 255, 260, 263, 271-272, 275, 322-325, 348
2019917
2019921, 3-5, 8, 10, 14, 66, 70, 72-73, 79, 86, 159
20199321-23
20199453, 135
2019952, 7, 14
20199720, 23, 25
20199815, 55
2019992-3, 6
20191009
20191011, 20, 65, 77, 108-109, 116, 121-122, 125-126, 148-149, 157, 174, 179, 202
202019
2020213
202039, 13, 19
202046
202051-7, 9-10, 17, 21, 25, 44-52, 61, 75, 78, 123-124, 138-145, 167-168, 186-190, 192-193, 205, 217, 219, 231-237, 259-260, 272, 284, 287, 290, 294-295, 302, 315, 320, 323-324, 326-330, 333, 342, 347, 363, 372, 381, 399, 407, 411, 413-414, 428-429, 538, 545, 583-584, 587, 600, 628
2020844
202093, 6
2020103, 10
2020117-8
2020121-2, 8, 13-14, 16-17, 22, 28, 76, 78-79, 83, 242, 268, 285-288, 338-339, 346, 348, 352, 354, 369, 371, 378, 396, 398-399, 420, 423, 437-438, 469, 471, 477, 483
2020137
20201428, 34, 38, 40, 44, 52-53, 63, 69, 71
2020153, 7
2020163, 22, 44-45, 72, 144-145, 149, 173, 176, 179-180, 182, 184, 187, 190-191, 196, 226-227, 242, 259, 261-262, 264, 302, 311, 328, 331, 337, 342, 346-347, 350, 353, 356, 360, 364, 368, 380, 383, 386, 390, 393, 403, 406, 409, 412, 415, 418, 421, 424, 427, 439, 442-443
2020173, 47
2020201, 13-14, 64, 66, 73-74, 77, 92-93, 100, 102, 111, 193, 207, 221, 304, 351, 356, 505
2020211
2020225
20202343
2020241-2, 6, 8, 296, 334, 397-398
2020255, 13
2020261, 4, 7, 16, 18, 24-25, 36, 227, 239, 245, 247, 300, 377-378, 401-402, 418, 420, 445-446, 468, 524, 537, 540-541, 558, 561, 576, 592, 601, 613, 655, 658, 677-678, 696, 703, 706, 905, 910, 944, 962
2020282
2020291, 4, 10, 12, 32-33, 41, 50, 68, 71, 74, 77-78, 82, 85, 88, 93-94, 98, 102, 107, 111, 115-116, 122, 125, 138-140, 142, 146, 162, 168, 171
2020311-2, 8, 22, 25, 28, 31, 34, 39-40, 51-53, 60, 63-64, 73, 76
2020321
2020373, 6-7
2020394
2020412, 5
20204236, 50, 64, 90, 94, 101, 107, 115, 121-122, 124, 126, 135, 140, 151, 179, 196, 198
2020437-8, 11
20204414, 27, 36, 39, 56, 62-63, 67, 72, 75, 78, 94-95
2020487, 21, 25, 31, 37, 47, 49
2020499
2020501, 6, 10, 17-18, 21, 32-34, 45, 48-49, 69-71, 135-136, 141-142, 144, 147, 150, 156, 160, 163, 167, 170-171, 177, 192, 205, 208, 210, 250, 254, 257, 285, 289, 291, 294, 342, 366, 376, 378, 402, 441-444, 447, 462, 465, 489, 525, 558
2020532
2020545, 14, 19, 127, 169-170, 173, 178, 189-190, 199-200, 202-203, 226, 234, 239-242, 249, 256-257, 261, 263, 271
2020557
2020566, 10, 23-24
2020581, 3, 12, 27, 42, 44-46, 48-49
20205913-14, 20, 23
20206018
2020617, 12, 14-15
2020629, 12, 14, 30, 44-46, 48, 53, 145-146, 235, 243, 256-257, 267-270, 272
20206310, 14
2020647
20206622, 27
2020673-5, 19, 24
2020691, 45, 49, 54, 68, 76, 89, 91, 104, 107-108, 112, 114, 132, 220, 224, 243, 246-247, 256-258, 262, 267-268, 271, 286-287, 292-293, 295, 297, 310-311, 315-316, 322-323, 327-328, 330-331, 333-334, 339, 606, 615-619, 622, 644
20207010
20207129-32, 36-37, 41, 43-46, 51-53, 56-57
20207216
2020731-3, 17, 41, 49, 53, 55, 58, 60, 63, 68-70, 90, 106, 131-133, 136, 141, 151, 153, 156, 172, 180, 208, 273, 275-276, 280, 282-284, 287, 290-297, 328, 392, 425, 427, 443, 625
20207413, 16, 20, 23-24, 27, 30, 48-49, 63-64
20207511
20207713
2020831, 5
2020851, 428, 881, 1208, 1214
20208621
2020872, 9, 11, 93, 101, 114, 178, 180, 185, 188, 195, 199, 218-219, 249-251, 253, 256, 259, 273, 279, 302, 337, 341, 347
20208813
202114, 13-14
202124, 7
2021411, 14
202152, 4-5, 7-11, 13, 15, 17-18, 20, 25, 32, 36-38, 40, 42, 44, 46-48, 52, 55-57, 67-68
202161-3, 7-8
202171, 424, 431-432, 470, 472, 474-475, 478, 481, 485, 513, 516, 521, 524, 527, 533, 536, 539, 542, 558, 570-571, 590, 593-594, 596, 599, 603, 607-609, 613, 616, 623, 630-631, 636, 639, 643, 647, 661, 664, 675, 693, 768, 771
2021818, 21, 23-24
20211010, 16
20211113
20211210-11
20211313, 16, 32-33, 36, 55
2021144, 9, 16, 18, 20, 22, 24
20211515
2021181
2021191, 8, 22, 24, 39, 52
20212110, 18
2021221-2, 6, 10, 121, 123, 132, 137, 141, 145, 149, 152, 157, 160, 163, 166, 169, 172, 175, 178, 181, 184, 188, 191, 194, 201, 205-206, 209-210, 213, 216, 218, 221, 226, 229, 233, 236, 239, 242, 245-246, 249, 253, 256, 259, 263, 266, 279, 285-286, 289, 292, 295, 299, 303, 319, 333-337, 351-352, 367-376, 393-395, 416-422, 437, 451-454, 469, 475, 479, 483, 487, 493, 500, 511, 515-516, 520, 522, 526, 528, 539, 542-543, 547-548, 553, 557, 564, 567, 571-572, 574, 577, 580-581, 613, 625, 629
2021231, 8, 31-32, 93-94, 98, 123, 155, 166, 169, 173, 177-180, 186, 333, 372-374, 377, 379, 414, 620, 623, 642, 646, 650, 657, 661-662, 665, 667-668
20212692-95, 110, 116-117, 126-127, 161-163, 165, 168, 184, 188, 203, 205, 209-210, 227, 230, 241, 245, 250, 254-255, 259, 262, 265, 268, 270, 304, 324, 326, 332, 335, 370
2021274, 7, 23
2021285-6, 131-132, 136, 139-140, 159-165, 171
20212917
2021341, 3, 5, 17-18, 62-64, 66, 70-71, 75, 77-78, 84, 87, 92, 111, 116, 223-224, 231, 324-325, 328, 370, 380, 386, 392, 397, 401, 406, 409, 417, 420, 425-426, 435-436, 438
20213512, 45, 55
2021366, 8-10
2021371-2, 5, 23, 30, 44-45, 48, 50-51, 63, 71, 78-80, 84-86, 88-92, 98, 124, 271
2021381, 10, 13
2021394, 7
2021415, 12, 16
20214210, 13, 20
2021431, 4, 13, 16, 18, 21, 24-26, 29, 32, 40, 42, 44, 46, 48, 51, 53-54, 56, 59, 61
2021444-5, 8
2021461, 5, 9, 11, 13, 16-17
2021472-3
2021484-6
2021491-2, 4, 6, 8, 10, 12-14, 16, 18-20, 22, 24, 29, 42, 101, 103, 105, 119, 123, 126, 133, 139-140, 145, 147-149, 152-153, 157-158, 164-166, 168-169, 180, 182, 198-201, 209, 217
2021507, 14
2021512
20215234
2021535, 7
2021564
2021571, 4, 8, 12, 15, 18, 22, 27, 30, 34, 37, 40, 44, 48, 51, 55, 61, 65, 70, 74, 77, 80, 83, 86, 89, 96-97, 109-110, 122-124, 136, 138, 140, 153, 181-182, 184, 193, 195-197, 199-200, 204, 209-210, 212, 215, 217, 219, 224
2021585
2021601-2, 9, 21, 26, 30, 36, 45, 47, 51, 54, 57, 69-70, 82, 93-94, 106-107, 120-125, 138-143, 156, 159, 161-162, 166, 170, 174, 178
2021628, 21-22, 30-31, 39, 56, 64, 66, 69, 72-73, 75-77, 81
20216322
2021641, 18
2021651-3, 5, 9
2021663, 7-8, 11, 14, 87, 92, 95, 99-102, 107, 109, 112, 117, 119, 123
2021678, 10
2021692, 4
2021701, 19
2021717, 22, 33, 44, 57, 59, 61, 69, 71, 87, 110, 112-113, 137, 141-143, 152, 159-160, 169, 177-178, 185, 189, 193-194, 198-199, 203-204, 208, 212, 215, 219-220, 238, 240, 529
2021727, 12, 14, 16, 32, 38, 41, 47, 50, 60-61, 76, 141, 156-157, 186, 248, 273, 280, 283
2021745, 13, 15, 19, 21, 23, 31, 35-36, 38-39, 44, 65-66, 80-93, 117, 120-121, 123, 128, 131, 134, 137, 144, 156-157, 161, 165, 169, 173-174, 178, 181, 189, 193, 197, 199, 209, 216, 222, 235, 382, 388, 394, 400-401, 404, 407
2021758, 23
2021774, 16
2021785, 10, 24, 157, 163, 185, 193, 202, 204, 212, 216, 218-219, 246, 263, 266, 278-279, 298, 302-303, 321, 323, 337, 345, 364, 368, 376
2021794, 6
202180350, 353, 362, 460-462, 464, 466, 468-469, 473-474, 477, 490
202214
202231, 26
202241, 5, 31, 39, 47-48, 61, 64-66
202254
202266, 8
202274, 11, 16
202281, 7-8, 13, 16, 26, 29, 36, 44, 54, 62, 67, 70, 78, 83, 90, 95, 104, 120, 122-123
202292, 4, 14
2022101, 35, 37, 39, 41, 165, 168, 170, 207, 211, 214, 222, 229, 234, 240, 245, 249, 253, 255, 259, 264, 269, 272, 277, 279, 281, 286, 288, 293-294, 298, 300, 304, 306, 310-311, 315, 320, 326, 332, 337-338, 340, 345-347, 351-352, 355, 358-359, 363-364, 368-369, 373, 379, 384, 391, 395, 403, 407, 411, 415, 421, 426-427, 430-431, 435, 441, 447-448, 452, 454, 458, 460, 464, 467, 471, 473, 476, 478, 482, 485, 489, 491, 495, 497, 501, 504, 512, 516, 520, 524, 527, 531, 534, 543, 549, 557, 570, 575-576, 601, 605, 611-612, 614, 618, 620, 623, 627, 631, 634-635, 639, 642-643, 653-654, 666-667, 680-684, 705-706, 717-718, 724, 728-729, 731-733, 736, 741-743, 749, 753, 762-763, 767-768, 775-776, 789, 791-792, 796-797, 802-803, 807-808, 812, 867-880, 884-897, 901-903, 908-912, 915-918, 923-935, 938-939, 941, 946-948, 955-958, 960-967, 969, 980, 1003-1006, 1012-1013, 1016, 1027-1028, 1030, 1044, 1061-1062, 1064, 1104, 1106, 1110, 1117, 1133, 1135, 1137, 1151-1152, 1172, 1189, 1192, 1206, 1209, 1211, 1214-1215, 1218-1219, 1222, 1228, 1248, 1254
2022147
2022161, 11
2022175
2022181, 3, 119, 123, 128-129, 134, 136-139, 141-142, 145-146, 149-150, 153, 163-164, 168, 170, 172-173, 175, 179-188, 190-191, 200, 204, 206, 224, 246, 261, 291, 293, 295, 297, 299, 301, 303, 305-309, 311, 313, 315, 317, 319, 321, 323, 325, 327, 329, 331, 333, 335, 337, 339-340, 346-347, 357, 368, 376, 378, 381, 383, 473, 479, 536, 588, 594, 627, 723, 733-734, 736, 742-743, 756, 758, 818, 834, 840, 844
2022194
2022209, 19, 29-30, 55, 69, 108, 116
2022216
2022225-6, 11-12
2022243-4
2022255
2022261, 42, 48-49, 51, 59, 66, 70, 74, 79, 81-82, 93, 110, 112-113, 127, 132, 143, 145, 160, 163, 168, 174-175, 179-181, 185, 188, 192, 212-213, 247, 273, 278, 283, 287, 296, 298, 303, 324, 353
2022276
2022286
20222915, 17-20, 22, 24, 57, 115, 127, 163, 167, 169, 171, 174, 177, 179, 181, 197, 224, 234-235, 238, 248-258, 260, 262, 269-271, 289, 291, 293, 297-298, 338, 415, 418, 421, 424, 429, 487, 511, 515, 533, 535, 542-543
20223112, 19
2022328, 146-153, 155, 176-177, 198, 202, 204-205, 209-210, 214, 217, 219, 232, 234, 238, 281-282, 284, 318, 324, 328, 330, 333, 369-371, 377, 398, 412, 414-415, 417-418, 429, 432, 435-436, 447, 451, 454-457, 461-463, 465, 467, 481-482, 485-486, 488, 510-511, 514, 539, 541, 557, 564, 575, 580
20223311
2022341, 8-9, 32-33, 44-45, 83-84, 86, 88, 94, 97, 100, 104, 107, 111, 114, 119, 122, 125, 128, 132, 135, 139, 143, 146, 150, 153-154, 157, 178, 195, 198, 206, 245-246, 258, 272, 275, 289-290, 307, 309-313, 325, 337, 340, 353, 355, 368-369, 384-385, 397, 411, 424-425, 436, 450-453, 455, 460, 467, 470-471, 474, 477-478, 482-483, 490, 497, 504, 545-546, 571, 574-575, 582, 586, 589, 591, 596-597, 606, 611, 621, 635-640, 644, 648, 658-659, 663-664, 671, 673, 689, 691
2022356-7, 9
2022362-3, 10
2022377, 9-11, 16-17, 22-23, 38, 49
2022381, 10, 17, 20, 22-24, 26-27, 41, 48, 55, 65, 72-73, 75, 79, 81, 84, 91-92, 95, 97-98
2022399-11
2022413, 5-8, 22, 33, 35, 57, 60, 62, 65
2022421, 15, 20, 23, 25-26, 30-31, 41, 45
2022435-6, 8, 19
2022449
2022456, 13, 33, 36, 38, 51, 63
20224624, 26, 29
20224714, 18, 23, 26, 31, 35, 44, 47, 50, 53, 57, 60, 66, 69, 80, 84, 101, 104-105, 116, 124, 130, 156, 158, 161-162, 164, 171-172
20224812
20225116
20225223, 26-27, 33
2022531, 13, 15, 17, 30, 41, 56-57, 79, 85, 88, 106, 108-109, 114, 142
2022564, 10
2022576-8
2022584, 7-8
2022593
2022606-8
20226175, 113, 117, 119, 128, 130, 137, 145, 147
2022624
20226311, 14, 50, 56-57, 72, 74, 76, 78, 89, 96-97, 100, 109-115, 117, 119-122, 158, 163, 171-172, 174-176, 180, 194, 209
2022652
2022663, 41, 43
2022688, 12, 20, 27, 41-42, 46, 55, 59, 62, 69, 74, 78, 80-81, 90
20226910, 21
2022702, 17, 23, 52-54, 56, 59, 62, 64-65, 75, 95, 97-98, 125, 130, 162, 185, 190, 204, 222, 235, 242, 250, 262, 277, 296, 303, 310, 318
2022721, 10, 12, 15, 23, 28, 47-49, 69, 74, 78, 83, 86, 91, 96-97, 101, 106, 113, 127-129, 141, 168, 175, 180, 186, 190-191, 198, 203-204, 210-211, 217, 221, 247, 254-255, 333, 353-355, 357-361, 373, 411, 430, 502, 538, 542, 592, 634
20227421, 25, 27, 49, 53, 81, 83, 85-89, 91-93, 95, 98, 100, 102
2022755, 7
20227612-14, 16-21, 27, 59-60, 202-203, 205, 207, 212, 218, 220, 223, 246, 248, 252, 299, 301
20227721, 40
2022785-6, 11
2022807
2022828-11
2022845
20228522, 26, 28, 30, 32, 34, 91, 93, 96, 98, 114-117, 132, 135
2022866
2023319, 25, 71
2023419-21, 33, 36
2023519, 32, 35, 37-38, 46, 48
202363
202381, 4, 8, 10, 12, 33, 37, 41-42, 44, 47, 53, 61, 75-77, 80, 100, 109, 111-112, 116, 119-120, 131-132, 134-135, 137-144, 146-148, 151, 155, 161-163, 167-169, 189, 192, 196, 200, 218, 230-231, 234, 238-239, 243-244, 249, 253, 262-263, 283, 311, 322, 340, 345, 443-445, 449, 452, 454, 467, 480
202394
2023126, 13
2023137-8, 47
2023151, 693, 701
20231614
2023179-10
20231825, 27, 36, 40
2023193-4, 34
2023206-7, 14-15, 44, 143, 219, 243, 245, 249, 274, 288-291, 300-301, 305, 311, 314, 330, 332, 334-335, 344, 351, 353, 355, 359-360, 376
2023212
20232210, 44, 46, 51-53, 55, 59
2023261, 5, 8, 14, 17, 21, 28, 35, 220, 343, 392, 394-395, 398, 401, 403, 406-407, 413, 415, 418, 429, 538, 540, 542, 548
2023281-2, 28
2023296, 11, 16-17
2023301, 22-23, 39, 44, 46, 59, 63, 67, 71, 76, 86, 99, 105, 112, 124, 127, 130-131, 134, 138, 142, 146, 157, 159, 161, 163, 169, 175, 180, 187, 200-202, 217-218, 232, 241-242, 256-257, 260, 262-266, 283-284, 286-293, 306-307, 320-324, 337-338, 343-347, 363, 366-368, 374, 379, 381, 386, 389, 394-395, 413, 416-417, 426, 455, 460, 471, 489, 506
2023318, 21, 23, 59, 73, 80
2023322, 13
2023333
20233518
2023362
20233730, 32, 35, 38, 41, 46-48, 50, 61, 67, 72, 77, 90, 113, 177-178, 184, 187, 196, 198, 203-204, 208-209, 214, 218, 221, 223, 227-228, 231, 233-234, 236, 238, 241, 243, 245, 247, 249, 252, 254, 256, 258, 260-261, 263, 265, 268, 270, 272, 274, 276, 278, 280-281, 283, 285-286, 288-289, 291, 293, 295-296, 298, 300, 302, 304-305, 307-308, 310-313, 315, 317-318, 320-321, 323-324, 326, 328-329, 331-333, 335-336, 338, 340, 343, 345, 347, 349, 351, 354, 356, 359, 362, 365, 367-368, 370-371, 373-374, 382-383, 385-386, 388, 580, 586
2023383
2023391, 3, 5-6, 16, 22, 24, 26, 37, 48
2023407, 15, 93, 96, 99, 167-168, 170, 174-175, 177, 179-180, 182-183, 187, 202, 216, 221, 234, 238-239, 243-244, 248-249, 253, 260, 265-266, 268-269, 291, 298-299, 303, 315, 338, 342, 346-349, 403
2023413, 7-8
2023424
2023443, 12
2023451, 10, 43, 69-70, 72, 81, 91, 130, 158, 160
2023488, 16, 20, 39, 53, 56, 63, 73, 75, 78, 89, 91, 101-102
20235083, 85, 87
20235130
2023528, 12
2023537
2023552
2023562-3, 6, 9-10
2023585
2023615-7, 10, 35, 52
2023623-5, 9, 30-31, 118, 126, 170, 181, 187-188, 190, 193, 195-196, 206-207, 238, 249, 252-255, 258, 260, 264, 337, 372, 376, 387, 433, 486, 496, 508, 534, 540, 607, 676-677, 735, 764, 767, 780, 789-790, 813, 818-819, 821, 841-842, 867-869, 889, 894, 927, 941, 947, 962, 964, 971-972, 1078, 1094-1095, 1128
2023644, 14
2023659
20236639, 41-43
2023678
2023686, 45, 49, 54, 59, 63, 70, 84, 377, 379, 381
2023691-2, 10, 15
2023707, 67-68, 111, 113
2023712, 4, 6, 9
2023731, 3-9, 11-13, 15, 17-18, 20, 23, 26, 28-31, 33-34, 36-37, 51, 64-65, 86, 100, 103, 111, 124, 126-127, 135, 138, 156, 159, 279, 331, 337-341, 349, 351-352, 354-355, 380, 415-416, 418, 544, 546, 606
2023757, 16, 35
2023764-5
2023773, 25, 43, 46
20237917, 56, 61, 67, 71, 75, 78-79, 83, 90, 97, 103, 144, 184, 187, 190, 194, 197, 205-206, 218, 220-222, 234-238, 253-257, 279, 281-282, 336-337, 350-351, 395-396, 400, 403, 406, 410, 414, 420, 424, 429-430, 432, 452-453, 458, 461, 468, 483, 491, 496, 500, 517-519, 535, 562, 564-565, 568, 572, 576, 580-582, 586-587, 590-591, 610-612, 629-630, 635, 638-639, 644-645, 651, 657, 664, 671, 677, 683, 687, 691-692, 694-695, 702, 705, 709-710, 713, 721, 724-725, 729-730, 739
2023806
2023815, 29, 52, 61, 69, 75-76
2023823, 5, 7, 10-11, 19
20238322-23, 25-27, 35, 74, 76, 91, 109, 143, 215, 219, 225, 232, 262, 268, 276-277, 288-291, 308, 323-325, 342-346, 370, 387-389, 407-409, 421, 433, 435-436, 439-440, 450, 453, 461, 463, 465-466, 468-469, 474, 478, 481, 485, 493, 499, 503, 510, 524
2023846, 14
2023852-3, 15, 17, 29-30, 35, 38, 40, 44, 51-52, 62, 75, 78-79, 81, 83, 88-89, 92, 99, 105, 108, 143
2023905, 9
2023937, 10
202411
202426
2024353-54, 66-67, 112, 114
202448, 22, 31
2024530, 36, 64
2024630
2024736
2024915
20241010-11, 15, 25-27, 34, 40
2024119, 11-12, 15-18, 20, 23, 26, 28, 46, 127, 131, 136, 154, 156, 159, 163, 165-168, 170-172, 174-177, 203, 214, 224, 230, 238, 241-244, 251-252, 257, 271, 273, 276, 280-281, 284, 288, 291, 296, 300, 315, 322, 328, 341, 362, 376, 378, 380, 383, 390, 392, 401-402, 411-412, 415, 424, 429-432, 443, 445, 447, 449, 458, 462, 466, 468, 471-472, 474-476, 478-480, 482, 511, 530-532, 535, 552-553, 560, 562-563, 566, 569-570, 574-576, 578, 603, 607, 619, 631-632, 638, 640-642, 647, 655, 658, 665, 679, 681, 683, 685, 687, 689, 691, 693, 695, 746, 758, 760, 781-782, 784-786, 795, 797, 812
2024123, 7
20241321, 27, 58
2024149-10
2024162, 7
20241714, 23, 25, 28, 30, 45-47, 51, 57, 67-69, 77, 81, 85, 92
2024199, 13-15, 26-28, 30, 51-52, 62
20242027, 43, 47
20242213, 16
2024238, 55, 57-58, 76-77, 100, 104, 107, 130-132, 134
2024245
20242510, 13, 23, 28, 35, 50, 69, 77, 81, 84, 87, 91, 94, 97, 102, 106, 120-121, 123, 135-138, 150, 152, 165-166, 184, 186-191, 211, 239-240, 251-252, 256, 260-261, 267-268, 271-272, 275-276, 282-283, 287-288, 294, 299-300, 306-307, 311, 313-314, 318, 320-321, 324, 326-327, 331-332, 336, 345, 389-390, 399, 596, 625
20242615
20242916
2024313
2024329-10, 12-14, 17, 19, 24-25, 28-29, 33-35
2024337-8, 11-13
2024341, 38-39, 46, 52-53, 77, 159, 167, 214-215, 218, 227, 233, 257, 282-283, 291, 301, 372, 382, 384, 421, 427-428, 432, 437, 450, 455, 459, 463, 492, 497, 506, 510-511, 513-514, 523, 526, 529, 533, 536, 541, 557-558, 571-572, 574-575, 587-589, 594, 597-599, 619-620, 623, 628-631, 662, 669, 676, 681, 684, 687-688, 696, 699, 705, 707-708, 712-713, 718, 726, 728, 769-772
20243546, 49, 62, 69, 75, 84, 86
2024367
2024391, 8, 21, 36, 41, 50, 68-69, 73, 143, 160, 193
20244011
2024411, 4, 8, 10, 12-15, 40, 42-44, 48-52, 70, 134, 139, 143, 148, 152, 156-157, 173-174, 177, 180-181, 183, 186-187, 219, 238, 241, 244, 247-249, 256, 268-271, 278, 288
20244225, 30, 35, 44-45, 65
2024439-10
2024446
2024457
2024477-9
20244818, 26, 31, 44, 59-60, 63, 69, 71, 78
2024494
2024503, 5, 10
20245117, 23, 54, 60, 64
2024521, 17, 35, 57, 59, 66, 72
20245327, 30
2024543, 9, 14-15, 17
2024558
2024567
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 21

Þingmál A1 (fjárlög 1910 og 1911)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1909-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (samband Danmerkur og Íslands)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Skúli Thoroddsen - Ræða hófst: 1909-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (aðflutningsbann)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Sigurður Gunnarsson - Ræða hófst: 1909-03-30 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 22

Þingmál A34 (lögskráning mannanafna)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Sigurðsson - Ræða hófst: 1911-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (fjárlög 1912-1913)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1911-04-03 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 23

Þingmál A71 (kolatollur)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Sigurður Eggerz - flutningsræða - Ræða hófst: 1912-08-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (einkasöluheimild á steinolíu)[HTML]

Þingræður:
-1. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1912-08-22 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 24

Þingmál A1 (fjárlög 1914 og 1915)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Bjarni Jónsson frá Vogi - Ræða hófst: 1913-08-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Valtýr Guðmundsson - Ræða hófst: 1913-09-01 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Jón Magnússon (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1913-09-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (kornforðabúr til skepnufóðurs)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Steingrímur Jónsson - Ræða hófst: 1913-09-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (heimild fyrir veðdeild Landsbankans að gefa út (serie) bankavaxtabréfa)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jón Ólafsson - Ræða hófst: 1913-09-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B4 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Hannes Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1913-07-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 25

Þingmál A8 (grasbýli)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Guðmundur Hannesson - Ræða hófst: 1914-07-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (Norðurálfuófriðurinn)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Guðmundur Hannesson - Ræða hófst: 1914-07-30 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 26

Þingmál A14 (stjórnarskráin)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Björn Kristjánsson - Ræða hófst: 1915-07-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (seðlaauki Íslandsbanka)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Björn Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1915-08-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 27

Þingmál A27 (strandferðaskip)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Þorsteinn M. Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1917-01-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 28

Þingmál A171 (verð á landssjóðsvöru)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Björn R. Stefánsson - Ræða hófst: 1917-09-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 29

Þingmál A39 (framkvæmdir fossanefndarinnar)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Sigurður Stefánsson - Ræða hófst: 1918-05-18 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 31

Þingmál A1 (fjárlög 1920 og 1921)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Eggert Pálsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1919-09-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A76 (vatnsorkusérleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 118 (frumvarp) útbýtt þann 1919-07-19 00:00:00

Þingmál A79 (lögnám á umráðum og notarétti vatnsorku allrar í Sogni)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Pétur Jónsson - Ræða hófst: 1919-09-23 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 33

Þingmál A30 (fjáraukalög 1920 og 1921)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1921-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (fjármálanefnd)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Björn Kristjánsson - Ræða hófst: 1921-05-19 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 34

Þingmál A5 (fræðsla barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1922-02-15 00:00:00

Þingmál A7 (einkaleyfi)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Magnús Guðmundsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1922-02-18 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 35

Þingmál A12 (aðflutningsbann á áfengi)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1923-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Björn Kristjánsson - Ræða hófst: 1923-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (meðferð á því fé sem landssjóði áskotnaðist fyrir áfengi)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - flutningsræða - Ræða hófst: 1923-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (verslunarsamningur við Rússland)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - Ræða hófst: 1923-05-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 36

Þingmál A1 (fjárlög 1925)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Sigurður Eggerz (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1924-02-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A10 (fræðsla barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1924-02-16 00:00:00

Þingmál A102 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (nefndarálit) útbýtt þann 1924-04-10 00:00:00

Löggjafarþing 37

Þingmál A13 (smjörlíki)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1925-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 367 (nefndarálit) útbýtt þann 1925-04-20 00:00:00

Þingmál A50 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1925-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (byggingar og landnámssjóður)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - flutningsræða - Ræða hófst: 1925-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (steinolíuverslunin)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Sigurjón Þ. Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1925-05-11 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Sigurjón Þ. Jónsson - Ræða hófst: 1925-05-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 38

Þingmál A1 (fjárlög 1927)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Jón Baldvinsson - Ræða hófst: 1926-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (fræðsla barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1926-02-08 00:00:00
Þingskjal nr. 553 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1926-05-08 00:00:00
Þingræður:
46. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1926-04-06 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Nefnd) - Ræða hófst: 1926-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (stöðvun á verðgildi íslenskra peninga)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - Ræða hófst: 1926-03-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (einkasala á tilbúnum áburði)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1926-04-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 39

Þingmál A2 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1927-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1927-04-22 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Björn Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1927-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (fjárlög 1928)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1927-04-02 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Einar Árnason - Ræða hófst: 1927-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (járnbrautarlagning og virkjun Urriðafoss)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1927-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (milliþinganefndir fyrir tolla- og skattalöggjöf)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Jón Þorláksson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1927-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A53 (strandferðaskip)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1927-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (bankaábyrgð fyrir Landsbanka Íslands)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson - Ræða hófst: 1927-03-07 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1927-03-17 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1927-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (bankavaxtabréf)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1927-04-13 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 40

Þingmál A8 (ríkisrekstur á útvarpi)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Gunnar Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1928-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A17 (gin- og klaufaveiki)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Einar Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-03-03 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson - Ræða hófst: 1928-03-03 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Tryggvi Þórhallsson - Ræða hófst: 1928-03-06 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1928-03-22 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson - Ræða hófst: 1928-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (hvalveiðar)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - Ræða hófst: 1928-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (uppsögn sambandslagasamningsins)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1928-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (síldarbræðslustöðvar)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Sigurjón Á. Ólafsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1928-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A98 (ríkisforlag)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 184 (þáltill.) útbýtt þann 1928-02-15 00:00:00

Þingmál A103 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - Ræða hófst: 1928-04-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 41

Þingmál A16 (fjárlög 1930)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Sveinn Ólafsson - Ræða hófst: 1929-04-26 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1929-04-26 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Ingibjörg H. Bjarnason - Ræða hófst: 1929-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (verkamannabústaðir)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1929-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (raforkuveitur utan kaupstaða)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1929-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (myntlög)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1929-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (rýmkun landhelginnar)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Pétur Ottesen - flutningsræða - Ræða hófst: 1929-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A126 (þjóðaratkvæðagreiðsla um samkomustað Alþingis)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Sveinn Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1929-05-18 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 42

Þingmál A1 (fjárlög 1931)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Einar Árnason (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1930-01-24 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Gunnar Sigurðsson - Ræða hófst: 1930-03-21 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - Ræða hófst: 1930-03-26 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1930-03-26 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1930-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (lántaka fyrir ríkissjóð)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - Ræða hófst: 1930-02-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (fimmtardómur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1930-01-21 00:00:00

Þingmál A238 (útvarp)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Sigurður Eggerz - Ræða hófst: 1930-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A276 (bygging fyrir Háskóla Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 276 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1930-03-14 00:00:00

Þingmál A363 (lækkun vaxta)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Gunnar Sigurðsson - Ræða hófst: 1930-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B3 ()[HTML]

Þingræður:
1. þingfundur - Björn Kristjánsson (starfsaldursforseti) - Ræða hófst: 1930-01-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 43

Þingmál A4 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Halldór Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1931-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (þjóðabandalagið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1931-02-16 00:00:00

Þingmál A43 (lækkun vaxta)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Jón Auðunn Jónsson - Ræða hófst: 1931-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A283 (virkjun Efra-Sogs)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1931-03-31 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Gunnar Sigurðsson - Ræða hófst: 1931-04-01 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 44

Þingmál A1 (fjárlög 1932)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1931-08-05 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Jón Jónsson - Ræða hófst: 1931-08-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A52 (dragnótaveiðar í landhelgi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 52 (frumvarp) útbýtt þann 1931-07-21 00:00:00

Þingmál A69 (útvarp)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Jónas Þorbergsson - Ræða hófst: 1931-07-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A203 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (þáltill.) útbýtt þann 1931-08-05 00:00:00

Löggjafarþing 45

Þingmál A17 (bygging fyrir Háskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1932-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (leyfi til loftferða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1932-02-27 00:00:00
Þingskjal nr. 175 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1932-03-14 00:00:00
Þingræður:
17. þingfundur - Sveinn Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-03-01 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Páll Hermannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1932-03-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 46

Þingmál A1 (fjárlög 1934)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Jónas Þorbergsson - Ræða hófst: 1933-04-11 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Þorleifur Jónsson - Ræða hófst: 1933-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (riftun kaupa á Reykjahlíð í Mosfellssveit)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Guðrún Lárusdóttir - Ræða hófst: 1933-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A71 (takmörkun eða bann innflutnings á óþörfum varningi)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1933-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (samkomulag um viðskiptamál milli Íslands og Noregs)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1933-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (fimmtardóm)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-03-18 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-03-18 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (æðsta dóm)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1933-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A110 (útflutningsgjald af síld og fl.)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1933-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A125 (víxillög)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1933-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A126 (tékka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (frumvarp) útbýtt þann 1933-03-23 00:00:00
Þingskjal nr. 813 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1933-05-27 00:00:00
Þingskjal nr. 936 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1933-06-02 00:00:00

Þingmál A179 (innflutningsbann á niðursoðinni mjólk)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-06-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A198 (dragnótaveiði í landhelgi)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1933-05-19 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 48

Þingmál A1 (fjárlög 1935)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Garðar Þorsteinsson - Ræða hófst: 1934-11-30 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Magnús Guðmundsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1934-12-18 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1934-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A53 (opinber ákærandi)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1934-10-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (fiskiráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 60 (frumvarp) útbýtt þann 1934-10-11 00:00:00

Þingmál A128 (Skuldaskilasjóður útgerðarmanna)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Sigurður Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1934-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (barnafræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 345 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1934-11-09 00:00:00

Þingmál A153 (senditæki Ríkisútvarpsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 437 (þáltill.) útbýtt þann 1934-11-14 00:00:00

Löggjafarþing 49

Þingmál A1 (fjárlög 1936)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Sigurður Einarsson - Ræða hófst: 1935-12-04 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1935-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (sala mjólkur og rjóma o.fl.)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1935-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (hæstiréttur)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1935-03-11 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1935-03-19 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1935-03-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (alþýðutryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 405 (frumvarp) útbýtt þann 1935-03-14 00:00:00

Þingmál A172 (Ferðaskrifstofa ríkisins)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Magnús Guðmundsson - Ræða hófst: 1935-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A195 (áburðarverksmiðja ríkisins)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Hannes Jónsson - Ræða hófst: 1935-12-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A202 (Menningarsjóður)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1935-12-19 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 50

Þingmál A1 (fjárlög 1937)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1936-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (fiskimálanefnd o. fl.)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson - Ræða hófst: 1936-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (fræðsla barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1936-03-14 00:00:00
Þingskjal nr. 407 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1936-04-22 00:00:00
Þingskjal nr. 584 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1936-05-07 00:00:00

Þingmál A111 (loðdýrarækt)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Þorbergur Þorleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1936-04-28 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 51

Þingmál A46 (meðferð utanríkismála o. fl.)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1937-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (loðdýrarækt og loðdýralánadeild)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (frumvarp) útbýtt þann 1937-03-15 00:00:00

Þingmál A67 (gengisskráning)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - Ræða hófst: 1937-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A72 (leyfi til loftferða o. fl.)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1937-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (skiptameðferð á búi h/f Kveldúlfs)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1937-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (hraðfrysting fisks)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Thor Thors - flutningsræða - Ræða hófst: 1937-04-03 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Héðinn Valdimarsson - Ræða hófst: 1937-04-03 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Thor Thors - Ræða hófst: 1937-04-03 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 52

Þingmál A1 (fjárlög 1938)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1937-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (Þjóðabandalagið)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1937-10-19 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1937-10-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1937-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A104 (mjólkursala og rjóma o. fl.)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1937-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (síldarverksmiðjur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1937-12-14 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1937-12-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A140 (mæðiveikin)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Páll Zóphóníasson - Ræða hófst: 1937-12-18 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 53

Þingmál A45 (kreppu- og stríðsráðstafanir)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1938-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A79 (verðjöfnunar- og styrktarsjóður rjómabúa)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1938-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1938-04-05 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1938-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Ísleifur Högnason - Ræða hófst: 1938-04-30 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1938-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (tilraunabú)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (frumvarp) útbýtt þann 1938-04-12 00:00:00

Þingmál A103 (bráðabirgðatekjuöflun fyrir Hafnarfjörð)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1938-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (lántaka fyrir ríkissjóð)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1938-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (hitaveita í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1938-05-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 54

Þingmál A1 (fjárlög 1940)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Finnur Jónsson - Ræða hófst: 1939-02-22 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Finnur Jónsson - Ræða hófst: 1939-12-29 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Magnús Gíslason - Ræða hófst: 1939-12-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (bráðabirgðabreyting nokkurra laga)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Ingvar Pálmason - Ræða hófst: 1939-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (námulög)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1939-02-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (raforkuvirki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 1939-02-20 00:00:00

Þingmál A27 (íþróttalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1939-03-06 00:00:00

Þingmál A29 (hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1939-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (samgöngur við Austfirði)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Magnús Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1939-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (talstöðvar í fiskiskipum o. fl.)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Skúli Guðmundsson - svar - Ræða hófst: 1939-03-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (gengisskráning og ráðstafanir í því sambandi)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1939-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (hitaveita Reykjavíkur)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1939-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (skatt- og útsvarsgreiðsla af stríðsáhættuþóknun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 289 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1939-11-15 00:00:00

Þingmál A167 (útvarpsrekstur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1939-12-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B20 ()[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1939-03-17 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1939-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B22 ()[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1939-03-23 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1939-03-23 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1939-03-23 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 55

Þingmál A15 (hitun og lýsing háskólans)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1940-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (útflutningur á áli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 450 (nefndarálit) útbýtt þann 1940-04-15 00:00:00
Þingræður:
9. þingfundur - Bjarni Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1940-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A60 (bifreiðalög)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Gísli Sveinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1940-03-26 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1940-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Gísli Sveinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1940-03-12 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson - Ræða hófst: 1940-03-12 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1940-03-12 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Gísli Sveinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1940-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (lýðræðið og öryggi ríkisins)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1940-04-01 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1940-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (talstöðvar í fiskiskip o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1940-03-30 00:00:00

Löggjafarþing 56

Þingmál A1 (fjárlög)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Pálmi Hannesson - Ræða hófst: 1941-05-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (tollskrá o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (frumvarp) útbýtt þann 1941-03-06 00:00:00

Þingmál A74 (bifreiðalög)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Gísli Sveinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1941-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (hafnbannsyfirlýsing Þjóðverja)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1941-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A154 (sjálfstæðismálið)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1941-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A164 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1941-05-28 00:00:00
Þingræður:
71. þingfundur - Bergur Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1941-06-05 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Magnús Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 1941-06-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 58

Þingmál A7 (ráðstafanir gegn dýrtíðinni)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1941-11-04 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1941-11-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 59

Þingmál A25 (íþróttakennaraskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu (Nefnd) - Ræða hófst: 1942-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1942-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (aðstoð við íslenzka námsmenn á Norðurlöndum og í Þýzkalandi)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Pálmi Hannesson - flutningsræða - Ræða hófst: 1942-03-30 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Emil Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1942-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (menntaskólinn í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Pálmi Hannesson - Ræða hófst: 1942-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1942-05-19 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Ísleifur Högnason - Ræða hófst: 1942-05-20 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 61

Þingmál A1 (fjárlög fyrir árið 1943)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1943-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (húsaleiga)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1943-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A140 (dýrtíðarráðstafanir)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1943-04-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 62

Þingmál A11 (samþykki til frestunar á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1943-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A27 (fjárlög 1944)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1943-11-04 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1943-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A35 (dómsmálastörf, lögreglustjórn, gjaldheimta o.fl. í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1943-11-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A132 (fyrning skulda og annarra kröfuréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 259 (frumvarp) útbýtt þann 1943-10-27 00:00:00

Þingmál A133 (raforkusjóður)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1943-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (söltun og niðursuða síldar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (þáltill.) útbýtt þann 1943-10-29 00:00:00
Þingskjal nr. 617 (nefndarálit) útbýtt þann 1943-12-10 00:00:00
Þingræður:
32. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1943-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (tekjuöflun vegna dýrtíðarráðstafana)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1943-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B28 ()[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1943-12-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 63

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1944-01-17 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason (Nefnd) - Ræða hófst: 1944-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (niðurfelling dansk-íslenzka sambandslagasamningsins frá 1918)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Ásgeir Ásgeirsson - Ræða hófst: 1944-01-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A67 (norræn samvinna)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1944-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A79 (endurskoðun stjórnskipunarlaga)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1944-09-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (frestun á fundum Alþingis)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Kristinn E. Andrésson - Ræða hófst: 1944-06-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (ráðstafanir vegna dýrtíðar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1944-09-11 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1944-09-11 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Emil Jónsson - Ræða hófst: 1944-09-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A107 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Guðmundur Í. Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1944-09-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A132 (sala mjólkur og rjóma o.fl.)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1945-02-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A135 (loftferðir)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Vilhjálmur Þór (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1944-09-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (fjárlög 1945)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Sigfús Sigurhjartarson - Ræða hófst: 1944-12-05 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Helgi Jónasson - Ræða hófst: 1944-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A148 (dýrtíðarráðstafanir)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1944-09-28 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1944-10-10 00:00:00 - [HTML]
136. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1945-02-26 00:00:00 - [HTML]
136. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1945-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A206 (herzla síldarlýsis)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Áki Jakobsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1945-01-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A266 (samningur við Bandaríkin um loftflutninga)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1945-01-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A284 (leiga á færeyskum skipum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1120 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1945-02-16 00:00:00

Þingmál B20 ()[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Áki Jakobsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1945-01-04 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 64

Þingmál A4 (dýrtíðarvísitala)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Pétur Magnússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1946-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (verðlagning landbúnaðarafurða o.fl. (heildarlög))[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1945-11-26 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1945-11-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (skipakaup ríkisins)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Einar Olgeirsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1946-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (fjárlög 1946)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Áki Jakobsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1945-12-11 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1945-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (hlutleysi útvarpsins)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1945-12-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (ferðaskrifstofa ríkisins)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Emil Jónsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1945-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A123 (innflutningur og gjaldeyrismeðferð (heildarlög))[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Haraldur Guðmundsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1945-11-29 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1945-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (landsvistarleyfi nokkurra útlendinga)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Sigurður Bjarnason - Ræða hófst: 1945-12-12 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Finnur Jónsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1945-12-13 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1945-12-13 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1945-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A141 (stofnlánadeild sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1946-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A168 (gistihúsbygging í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1946-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (útflutningur á afurðum bátaútvegsins)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Áki Jakobsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1946-03-08 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1946-03-08 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Áki Jakobsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1946-03-08 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1946-03-11 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1946-03-12 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Áki Jakobsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1946-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A228 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1946-04-26 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Áki Jakobsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1946-04-26 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Ásmundur Sigurðsson - Ræða hófst: 1946-04-27 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1946-04-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 65

Þingmál A11 (niðurfelling herverndarsamningsins frá 1941 o.fl.)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1946-09-20 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1946-09-21 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1946-09-21 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Áki Jakobsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1946-09-21 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Áki Jakobsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1946-10-05 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Katrín Thoroddsen - Ræða hófst: 1946-10-05 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1946-10-05 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Emil Jónsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1946-10-05 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1946-10-05 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1946-10-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 66

Þingmál A3 (markaðsleit í Bandaríkjunum)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - flutningsræða - Ræða hófst: 1946-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (alþjóðaflug)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1946-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (fjárlög 1947)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Steingrímur Aðalsteinsson - Ræða hófst: 1946-10-29 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1947-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (gjaldeyrir til námsmanna erlendis)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1946-11-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (innlend endurtrygging, stríðsslysatrygging skipshafna o. fl.)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Gísli Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1946-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (landshöfn og fiskiðjuver í Höfn í Hornafirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (frumvarp) útbýtt þann 1946-11-25 00:00:00

Þingmál A98 (fiskiðjuver ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 168 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1946-12-04 00:00:00

Þingmál A114 (Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (þáltill.) útbýtt þann 1946-12-13 00:00:00

Þingmál A195 (fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Einar Olgeirsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1947-05-06 00:00:00 - [HTML]
126. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1947-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A227 (kola- og saltverzlun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 991 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1947-05-22 00:00:00

Þingmál A252 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1947-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A271 (dýrtíðarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 138 (þáltill.) útbýtt þann 1946-11-26 00:00:00

Þingmál A273 (utanferðir nokkurra forstöðumanna ríkisstofnana)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - flutningsræða - Ræða hófst: 1947-01-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A280 (minkatollur)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1947-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A291 (samvinna ísl. þegna við þjóðverja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 489 (þáltill.) útbýtt þann 1947-03-07 00:00:00
Þingræður:
35. þingfundur - Gísli Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1947-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B19 ()[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1947-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B21 ()[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1947-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B34 ()[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1947-02-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 67

Þingmál A5 (Parísarráðstefnan og dollaralán)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1947-10-14 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Eysteinn Jónsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1947-10-14 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1947-10-14 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1947-10-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (skömmtunarreglur)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Emil Jónsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1947-10-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (markaðsleit í Bandaríkjunum)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - flutningsræða - Ræða hófst: 1947-10-10 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1947-10-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (mælingar í Þjórsá)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1947-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (Keflavíkurflugvöllurinn)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Áki Jakobsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1947-10-16 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1947-10-16 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1947-10-17 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1947-10-17 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1947-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (fjárlög 1948)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Finnur Jónsson - Ræða hófst: 1947-11-07 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Helgi Jónasson - Ræða hófst: 1947-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (Alþjóðavinnumálastofnunin)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1947-10-29 00:00:00

Þingmál A59 (ölgerð og sölumeðferð öls)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Sigfús Sigurhjartarson - Ræða hófst: 1947-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (sementsverksmiðja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1947-10-31 00:00:00
Þingræður:
60. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1948-02-19 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1948-02-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A66 (landshöfn í Höfn í Hornafirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (frumvarp) útbýtt þann 1947-11-04 00:00:00

Þingmál A86 (réttindi Íslendinga á Grænlandi)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1948-01-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (útrýming villiminka)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1947-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A107 (fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1948-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (dýrtíðarráðstafanir)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Einar Olgeirsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1947-12-17 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1947-12-18 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Emil Jónsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1947-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A129 (fjárlög 1948)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1948-03-12 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1948-03-22 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1948-03-22 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1948-03-22 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1948-03-23 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Pétur Magnússon - Ræða hófst: 1948-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A201 (áburðarverksmiðja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 674 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1948-03-23 00:00:00

Löggjafarþing 68

Þingmál A2 (síldarbræðsluskip)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1948-11-25 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1948-11-25 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Áki Jakobsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1948-11-25 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1948-11-26 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1948-11-26 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Áki Jakobsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1948-11-26 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1949-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (áburðarverksmiðja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1948-10-18 00:00:00
Þingræður:
7. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1948-10-27 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1948-10-27 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1948-10-27 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1949-02-04 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1949-02-07 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1949-02-28 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1949-02-21 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1949-04-23 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1949-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (fjárlög 1949)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Páll Zóphóníasson - Ræða hófst: 1949-05-12 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Ásmundur Sigurðsson - Ræða hófst: 1949-05-16 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1949-05-16 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1949-05-17 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1949-05-17 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1949-05-17 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1949-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (réttindi Íslendinga á Grænlandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 62 (þáltill.) útbýtt þann 1948-11-03 00:00:00

Þingmál A53 (Consol-radioviti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (þáltill.) útbýtt þann 1948-11-05 00:00:00

Þingmál A60 (útflutningur og innflutningur á íslenzkum og erlendum gjaldeyri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 86 (frumvarp) útbýtt þann 1948-11-10 00:00:00

Þingmál A73 (Kaldaðarnes í Flóa)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1949-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (húsaleiga)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1949-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A99 (skattgreiðsla Eimskipafélag Íslands)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Hallgrímur Benediktsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1948-12-14 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1948-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (jeppabifreiðar)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1949-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A121 (ríkishlutun um atvinnurekstur)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Björn Ólafsson - Ræða hófst: 1949-04-25 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Finnur Jónsson - Ræða hófst: 1949-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A125 (fiskiðjuver í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1949-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A164 (orkuver og orkuveitur)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Hermann Jónasson (Nefnd) - Ræða hófst: 1949-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A166 (utanríkisráðuneytið og fulltrúar þess erlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 466 (frumvarp) útbýtt þann 1949-03-16 00:00:00
Þingskjal nr. 599 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1949-04-29 00:00:00
Þingræður:
102. þingfundur - Finnur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1949-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A169 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1949-03-28 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1949-03-28 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Eysteinn Jónsson (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1949-03-28 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1949-03-28 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Emil Jónsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1949-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (þátttaka Íslands í Norður-Atlantshafssamningi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 499 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1949-03-28 00:00:00
Þingskjal nr. 511 (nefndarálit) útbýtt þann 1949-03-30 00:00:00
Þingræður:
58. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1949-03-29 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1949-03-29 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1949-03-29 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Ásmundur Sigurðsson - Ræða hófst: 1949-03-29 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1949-03-29 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Sigfús Sigurhjartarson - Ræða hófst: 1949-03-29 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1949-03-29 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Ólafur Thors (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1949-03-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (óeirðirnar 30. marz 1949)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 571 (þáltill.) útbýtt þann 1949-04-26 00:00:00

Þingmál A195 (Marshallaðstoðin)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 577 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1949-04-26 00:00:00
Þingskjal nr. 657 (nefndarálit) útbýtt þann 1949-05-09 00:00:00
Þingskjal nr. 683 (nefndarálit) útbýtt þann 1949-05-10 00:00:00
Þingskjal nr. 710 (breytingartillaga) útbýtt þann 1949-05-12 00:00:00
Þingskjal nr. 755 (nefndarálit) útbýtt þann 1949-05-14 00:00:00
Þingskjal nr. 767 (nefndarálit) útbýtt þann 1949-05-16 00:00:00
Þingskjal nr. 797 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1949-05-16 00:00:00
Þingræður:
105. þingfundur - Emil Jónsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1949-05-10 00:00:00 - [HTML]
105. þingfundur - Einar Olgeirsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1949-05-10 00:00:00 - [HTML]
105. þingfundur - Emil Jónsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1949-05-10 00:00:00 - [HTML]
105. þingfundur - Einar Olgeirsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1949-05-10 00:00:00 - [HTML]
110. þingfundur - Björn Ólafsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1949-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A208 (áhrif kjötverðs á framfærsluvísitölu)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1949-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A919 (sóttvarnarstöðvar í sambandi við innflutning sauðfjár)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1948-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A947 (stöðuveitingar við atvinnudeild háskólans)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Bjarni Ásgeirsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1949-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Emil Jónsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1948-10-19 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1948-10-23 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1948-10-20 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Jónas Jónsson frá Hriflu - Ræða hófst: 1948-10-21 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Björn Ólafsson - Ræða hófst: 1948-10-21 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1948-10-21 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1948-10-21 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1948-10-21 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1948-10-25 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1948-10-26 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1948-10-26 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Emil Jónsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1948-10-28 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Emil Jónsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1948-10-28 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1948-10-28 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1948-10-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B31 ()[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Finnur Jónsson - Ræða hófst: 1949-04-26 00:00:00 - [HTML]
93. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1949-04-26 00:00:00 - [HTML]
94. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1949-04-28 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 69

Þingmál A16 (Evrópuráðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1949-11-21 00:00:00
Þingskjal nr. 254 (nefndarálit) útbýtt þann 1950-01-23 00:00:00
Þingræður:
23. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1950-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (hvíldartími háseta á togurum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1950-05-04 00:00:00
Þingræður:
5. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1949-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1949-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (utanríkisráðuneytið og fulltrúar þess erlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (frumvarp) útbýtt þann 1949-11-23 00:00:00
Þingskjal nr. 422 (nefndarálit) útbýtt þann 1950-03-15 00:00:00
Þingræður:
84. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1950-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (Sogsvirkjun og Laxárvirkjun)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (sjávarútvegsráðherra) - svar - Ræða hófst: 1949-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (fjárlög 1950)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Björn Ólafsson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1949-12-20 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Gísli Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1950-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (verðlag, verðlagseftirlit og verðlagsdómur)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1949-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (fjárhagsráð)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1950-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (tunnuverksmiðja á Akureyri)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Áki Jakobsson - Ræða hófst: 1950-01-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (síldarsoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1950-01-05 00:00:00

Þingmál A109 (Helicopterflugvél)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (nefndarálit) útbýtt þann 1950-03-02 00:00:00
Þingræður:
33. þingfundur - Helgi Jónasson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1950-03-13 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Helgi Jónasson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1950-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A125 (gengisskráning o.fl.)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Björn Ólafsson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1950-02-27 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1950-02-27 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1950-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A911 (áburðarverksmiðja)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1950-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A913 (Alþjóðavinnumálastofnunin í Genf 1947)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 486 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1950-03-27 00:00:00

Löggjafarþing 70

Þingmál A1 (fjárlög 1951)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1950-10-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (friðun arnar og vals)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1950-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (friðar- og sáttartilraunir á alþjóðavettvangi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (þáltill.) útbýtt þann 1951-01-24 00:00:00

Þingmál A176 (lántaka handa ríkissjóði)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1951-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (rekstur gömlu togaranna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 813 (nefndarálit) útbýtt þann 1951-03-06 00:00:00

Þingmál A184 (námslánasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 691 (þáltill.) útbýtt þann 1951-02-16 00:00:00

Þingmál A193 (verðlag og dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 753 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1951-03-01 00:00:00
Þingskjal nr. 762 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1951-03-02 00:00:00
Þingskjal nr. 764 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1951-03-02 00:00:00
Þingskjal nr. 781 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1951-03-03 00:00:00
Þingræður:
78. þingfundur - Björn Ólafsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1951-03-03 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Björn Ólafsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1951-03-01 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1951-03-01 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1951-03-01 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Björn Ólafsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1951-03-01 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Haraldur Guðmundsson - Ræða hófst: 1951-03-01 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Björn Ólafsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1951-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A904 (viðskiptasamningar við Danmörku)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Björn Ólafsson (viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1950-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A911 (skýrsla Alþjóðavinnumálaþingsins 1948)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1950-10-18 00:00:00

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1951-02-26 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1951-02-26 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Ólafur Thors (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1951-02-26 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1951-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B18 ()[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Ólafur Thors (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1951-02-26 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Ólafur Thors (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1951-02-26 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Finnur Jónsson - Ræða hófst: 1951-02-26 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 71

Þingmál A1 (fjárlög fyrir árið 1952)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1951-10-08 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Ásmundur Sigurðsson - Ræða hófst: 1951-10-08 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1951-10-08 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1951-12-03 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Ásmundur Sigurðsson - Ræða hófst: 1951-12-12 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1951-12-12 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1951-12-13 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1951-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (fuglaveiðar og fuglafriðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1951-10-02 00:00:00

Þingmál A17 (varnarsamningur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 238 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1951-11-20 00:00:00
Þingskjal nr. 381 (nefndarálit) útbýtt þann 1951-12-07 00:00:00
Þingræður:
4. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1951-10-05 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1951-11-20 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Einar Olgeirsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1951-11-22 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Einar Olgeirsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1951-11-23 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1951-11-23 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1951-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (lántaka vegna áburðarverksmiðjunnar)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1951-10-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (námslánssjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (þáltill.) útbýtt þann 1951-10-11 00:00:00

Þingmál A51 (mótvirðissjóður)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Ásmundur Sigurðsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1952-01-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (mannréttindi og grundvallarfrjálsræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1951-10-15 00:00:00

Þingmál A75 (viðbótarsamningur við Norður-Atlantshafssamninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1951-10-24 00:00:00
Þingskjal nr. 161 (nefndarálit) útbýtt þann 1951-11-02 00:00:00
Þingræður:
8. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1951-10-26 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1951-11-08 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1951-11-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (Fyrningarsjóður Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 164 (frumvarp) útbýtt þann 1951-11-06 00:00:00

Þingmál A101 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1951-11-20 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Áki Jakobsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1951-12-04 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1951-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A140 (veitingasala, gististaðahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 325 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1951-12-05 00:00:00

Þingmál A169 (fjáraukalög 1949)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 596 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1952-01-14 00:00:00
Þingskjal nr. 756 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1952-01-18 00:00:00

Þingmál A177 (fé mótvirðissjóðs)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1952-01-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A180 (olíu- og bensínverð)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Sigurður Ágústsson - Ræða hófst: 1951-10-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B21 ()[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1952-01-04 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 72

Þingmál A1 (fjárlög 1953)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1952-10-02 00:00:00
Þingskjal nr. 335 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1952-12-02 00:00:00
Þingskjal nr. 789 (lög í heild) útbýtt þann 1953-01-27 00:00:00
Þingræður:
3. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1952-10-07 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1952-10-07 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Ásmundur Sigurðsson - Ræða hófst: 1952-12-08 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1952-12-08 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1952-12-08 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1952-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (mannréttindi og mannfrelsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1952-10-02 00:00:00
Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1952-10-15 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1952-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (viðbótarsamningur við Norður-Atlantshafssamninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1952-10-02 00:00:00
Þingræður:
1. þingfundur - Jón Pálmason (forseti) - útbýting þingskjala - Ræða hófst: 1952-10-02 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1952-11-20 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1952-11-20 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1952-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (verðlag)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1952-10-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (vegabréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1952-10-02 00:00:00
Þingræður:
20. þingfundur - Steingrímur Aðalsteinsson - Ræða hófst: 1952-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (ættleiðing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1952-10-06 00:00:00

Þingmál A46 (samskipti varnarliðsmanna og íslendinga)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Jónas Árnason - Ræða hófst: 1952-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1952-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A102 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1952-10-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A160 (uppsögn varnarsamnings)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1952-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (Greiðslubandalag Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1952-12-04 00:00:00
Þingskjal nr. 542 (nefndarálit) útbýtt þann 1953-01-19 00:00:00
Þingskjal nr. 575 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1953-01-21 00:00:00
Þingræður:
37. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1952-12-09 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Karl Kristjánsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1953-01-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A184 (framkvæmdabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 543 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1953-01-19 00:00:00
Þingræður:
59. þingfundur - Ásmundur Sigurðsson - Ræða hófst: 1953-01-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A195 (strandferðir)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Gísli Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1953-01-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A211 (samkomudagur reglulegs Alþingis)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Stefán Jóh. Stefánsson - Ræða hófst: 1953-01-29 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 73

Þingmál A1 (fjárlög 1954)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1953-10-02 00:00:00
Þingskjal nr. 305 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1953-12-14 00:00:00
Þingskjal nr. 344 (lög í heild) útbýtt þann 1953-12-18 00:00:00
Þingræður:
5. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1953-10-12 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Bergur Sigurbjörnsson - Ræða hófst: 1953-10-12 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1953-10-12 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Brynjólfur Bjarnason - Ræða hófst: 1953-12-14 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1953-12-14 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Karl Guðjónsson - Ræða hófst: 1953-12-15 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1953-12-15 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Bergur Sigurbjörnsson - Ræða hófst: 1953-12-15 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1953-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Bernharð Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1953-12-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (rithöfundaréttur og prentréttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1953-10-02 00:00:00
Þingræður:
31. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1953-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (endurskoðun varnarsamnings)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1953-10-19 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Kristinn Guðmundsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1953-10-19 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1953-10-19 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1953-10-28 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1953-10-28 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1953-12-02 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1954-02-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (uppsögn varnarsamnings)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1953-11-19 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1953-11-19 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Kristinn Guðmundsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1953-11-19 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Jónas G. Rafnar - Ræða hófst: 1953-11-19 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1953-11-19 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1953-11-19 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1953-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (uppsögn varnarsamnings)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1954-03-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A53 (bátagjaldeyrir)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1953-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (innflutningsmál- gjaldeyrismál, fjárfestingamál o. fl.)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1953-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (efnahagskreppa)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1954-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (ný raforkuver)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 230 (frumvarp) útbýtt þann 1953-12-07 00:00:00
Þingræður:
39. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1953-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 (fuglaveiðar og fuglafriðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 288 (frumvarp) útbýtt þann 1953-12-09 00:00:00

Þingmál A151 (óréttmætir verslunarhættir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 391 (frumvarp) útbýtt þann 1954-02-23 00:00:00

Þingmál A163 (olíuflutningaskip)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1954-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (Greiðslubandalag Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 513 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1954-03-23 00:00:00
Þingskjal nr. 594 (nefndarálit) útbýtt þann 1954-03-31 00:00:00
Þingskjal nr. 629 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1954-04-01 00:00:00
Þingræður:
68. þingfundur - Ingólfur Jónsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1954-03-25 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Jóhann Hafstein (Nefnd) - Ræða hófst: 1954-03-31 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1954-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A192 (alsherjarafvopnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 620 (þáltill.) útbýtt þann 1954-04-01 00:00:00
Þingræður:
48. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1954-04-12 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1954-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A221 (sementsverksmiðja)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1954-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B19 ()[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1953-10-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 74

Þingmál A1 (fjárlög 1955)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1954-10-09 00:00:00
Þingskjal nr. 260 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1954-12-13 00:00:00
Þingskjal nr. 269 (breytingartillaga) útbýtt þann 1954-12-14 00:00:00
Þingskjal nr. 323 (lög í heild) útbýtt þann 1954-12-17 00:00:00
Þingræður:
29. þingfundur - Magnús Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1954-12-16 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Gunnar Jóhannsson - Ræða hófst: 1954-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Jörundur Brynjólfsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1955-04-22 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Björn Ólafsson - Ræða hófst: 1955-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A26 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1954-10-11 00:00:00

Þingmál A29 (varnarsamningur milli Íslands og Bandaríkjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (þáltill.) útbýtt þann 1954-10-12 00:00:00

Þingmál A34 (varnarsamningur milli Íslands og Bandaríkjanna)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1955-04-14 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Gunnar M. Magnúss - Ræða hófst: 1955-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A41 (staða flóttamanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1954-10-14 00:00:00

Þingmál A58 (vantraust á menntamálaráðherra)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Gunnar Jóhannsson - Ræða hófst: 1954-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A76 (frjáls innflutningur bifreiða)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Jóhann Hafstein - flutningsræða - Ræða hófst: 1954-11-10 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1954-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (rannsókn byggingarefna)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1954-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (óréttmætir verslunarhættir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 176 (frumvarp) útbýtt þann 1954-11-19 00:00:00

Þingmál A112 (niðursuðuverksmiðja í Ólafsfirði)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Björn Ólafsson - Ræða hófst: 1955-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (Norður-Atlantshafssamningurinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 265 (breytingartillaga) útbýtt þann 1954-12-13 00:00:00
Þingræður:
22. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1954-12-07 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1954-12-07 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1954-12-13 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1954-12-13 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1954-12-13 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1954-12-13 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1954-12-14 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Hermann Jónasson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1954-12-14 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1954-12-14 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1954-12-14 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1954-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A128 (fjórveldaráðstefna um framtíð Þýskalands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (þáltill.) útbýtt þann 1954-12-16 00:00:00

Þingmál A171 (landkynning og ferðamál)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - flutningsræða - Ræða hófst: 1955-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (fiskveiðalandhelgi)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1955-03-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A185 (skattgreiðsla h/f Eimskipafélags Íslands)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1955-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A196 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 670 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-04-28 00:00:00

Þingmál A198 (greiðsluafgangur ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1955-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B15 ()[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1955-05-09 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Ingólfur Jónsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1955-05-09 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Karl Guðjónsson - Ræða hófst: 1955-05-10 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1955-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 ()[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1955-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1954-11-02 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1954-11-03 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1954-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B18 ()[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1954-10-22 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1954-10-22 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1954-12-06 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1954-12-06 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Ingólfur Jónsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1955-03-31 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 75

Þingmál A1 (fjárlög 1956)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-10-08 17:00:00
Þingskjal nr. 199 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1955-12-15 00:00:00
Þingskjal nr. 337 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1956-02-01 00:00:00
Þingræður:
22. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1955-12-12 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson - Ræða hófst: 1956-02-01 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1956-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (fræðsla barna)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1956-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (sálfræðiþjónusta í barnaskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 364 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1956-02-13 00:00:00

Þingmál A18 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-10-08 17:00:00

Þingmál A20 (verðlag, verðlagseftirlit og verðlagsdómur)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1955-10-18 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1955-10-18 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1955-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (landkynning og ferðamál)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - flutningsræða - Ræða hófst: 1955-10-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (varnarsamningur milli Íslands og Bandaríkjanna)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1956-02-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (friðunarsvæði fyrir Vestfjörðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (nefndarálit) útbýtt þann 1956-02-09 00:00:00

Þingmál A49 (eftirlit með rekstri ríkisins)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Gísli Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1955-10-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (byggingar íbúðarhúsa í kaupstöðum og kauptúnum)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1955-10-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A79 (milliliðagróði)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1955-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (Marshallsamningurinn)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1955-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 89 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-11-03 00:00:00

Þingmál A89 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1956-02-27 00:00:00
Þingræður:
61. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1956-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (samningar um landhelgina)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1956-01-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (Iðnaðarmálastofnun Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1955-12-06 00:00:00

Þingmál A129 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1956-01-06 00:00:00

Þingmál A171 (endurbætur á aðalvegum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (þáltill. n.) útbýtt þann 1956-03-02 00:00:00
Þingræður:
44. þingfundur - Pétur Ottesen (Nefnd) - Ræða hófst: 1956-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (jarðhiti)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Steingrímur Steinþórsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1956-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A206 (fyrirætlanir bandaríska herliðsins á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1956-01-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1956-01-06 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1956-01-06 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1956-01-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 76

Þingmál A1 (fjárlög 1957)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1956-10-10 17:00:00
Þingskjal nr. 252 (breytingartillaga) útbýtt þann 1957-02-16 00:00:00
Þingskjal nr. 272 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1957-02-25 00:00:00
Þingskjal nr. 300 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1957-02-26 00:00:00

Þingmál A11 (skipakaup)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1956-11-27 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1956-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (festing verðlags og kaupgjalds)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1956-10-29 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1956-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (íslensk ópera)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1957-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1957-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (ferðamannagjaldeyrir)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Ólafur Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1957-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (jöfn laun karla og kvenna)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1957-02-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 258 (frumvarp) útbýtt þann 1957-02-18 00:00:00

Þingmál A121 (ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1957-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (lán fyrir Flugfélag Íslands h/ftil flugvélakaupa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 303 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1957-03-01 00:00:00
Þingræður:
42. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1957-03-01 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1957-03-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A140 (Loftleiðir h/f til flugvélakaupa)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Eysteinn Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1957-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (jarðhiti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 387 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1957-04-01 00:00:00

Þingmál A148 (eyðing refa og minka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 394 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1957-04-03 00:00:00

Þingmál A157 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1957-05-13 00:00:00 - [HTML]
111. þingfundur - Einar Olgeirsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1957-05-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (Landsbanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Jóhann Hafstein (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1957-05-24 00:00:00 - [HTML]
105. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1957-05-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B19 ()[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Guðmundur Í. Guðmundsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1956-12-06 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Guðmundur Í. Guðmundsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1956-12-06 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1956-12-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 77

Þingmál A1 (fjárlög fyrir árið 1958)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1957-10-10 17:00:00
Þingskjal nr. 207 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1957-12-20 00:00:00
Þingræður:
19. þingfundur - Karl Guðjónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1957-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (útflutningssjóður o. fl.)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1957-12-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Gunnar Jóhannsson - Ræða hófst: 1958-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (veitingasala, gististaðahald o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1957-11-13 00:00:00

Þingmál A141 (afnám tekjuskatts)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Ólafur Björnsson - Ræða hófst: 1958-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A164 (sala áfengis, tóbaks o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 362 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1958-03-28 00:00:00
Þingræður:
75. þingfundur - Guðmundur Í. Guðmundsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1958-03-28 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 1958-04-18 00:00:00 - [HTML]
100. þingfundur - Gunnar Jóhannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1958-05-19 00:00:00 - [HTML]
100. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1958-05-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B15 ()[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-02-18 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1958-02-19 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1958-02-19 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-02-19 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1958-02-21 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1958-02-10 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 78

Þingmál A1 (fjárlög 1959)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1958-10-13 00:00:00
Þingskjal nr. 431 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1959-04-20 00:00:00
Þingskjal nr. 464 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1959-04-29 00:00:00

Þingmál A34 (veitingasala, gististaðahald o. fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1958-11-03 00:00:00

Þingmál A61 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 106 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1958-11-27 00:00:00
Þingræður:
29. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (þörf atvinnuveganna fyrir sérmenntað fólk)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1959-03-11 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1959-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (flugsamgöngur)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Kjartan J. Jóhannsson - Ræða hófst: 1959-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A87 (niðurfærsla verðlags og launa o. fl.)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Björn Ólafsson - Ræða hófst: 1959-01-27 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Ólafur Björnsson - Ræða hófst: 1959-01-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (uppsögn varnarsamningsins)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Jónas Árnason - Ræða hófst: 1959-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A93 (dragnótaveiðar í fiskveiðilandhelgi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 208 (frumvarp) útbýtt þann 1959-02-02 00:00:00

Þingmál A97 (áætlunarráð ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 511 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1959-05-11 00:00:00

Þingmál A136 (vinnsla kísilleirsins við Mývatn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 345 (þáltill.) útbýtt þann 1959-04-07 00:00:00
Þingræður:
39. þingfundur - Karl Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1959-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A138 (gjaldeyrissamningur Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 347 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1959-04-06 00:00:00
Þingskjal nr. 382 (nefndarálit) útbýtt þann 1959-04-14 00:00:00
Þingskjal nr. 463 (nefndarálit) útbýtt þann 1959-04-29 00:00:00
Þingskjal nr. 471 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1959-05-02 00:00:00
Þingræður:
101. þingfundur - Einar Olgeirsson (forseti) - útbýting þingskjala - Ræða hófst: 1959-04-06 00:00:00 - [HTML]
102. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1959-04-07 00:00:00 - [HTML]
109. þingfundur - Ólafur Björnsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1959-04-16 00:00:00 - [HTML]
110. þingfundur - Jóhann Þ. Jósefsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1959-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A144 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1959-05-06 00:00:00 - [HTML]
115. þingfundur - Ágúst Þorvaldsson - Ræða hófst: 1959-04-24 00:00:00 - [HTML]
115. þingfundur - Sveinbjörn Högnason - Ræða hófst: 1959-04-24 00:00:00 - [HTML]
115. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1959-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B15 ()[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Pétur Ottesen - Ræða hófst: 1959-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 ()[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1958-11-26 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1958-11-26 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Ólafur Björnsson - Ræða hófst: 1958-11-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B18 ()[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Ólafur Thors - Ræða hófst: 1958-11-13 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 79

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1959-07-23 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1959-07-29 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Björgvin Jónsson - Ræða hófst: 1959-08-11 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1959-07-31 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Ágúst Þorvaldsson - Ræða hófst: 1959-07-31 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Björn Pálsson - Ræða hófst: 1959-08-04 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1959-08-04 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1959-08-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (togarasmíð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 1959-07-29 00:00:00

Þingmál A14 (skattur á stóreignir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 1959-07-29 00:00:00
Þingræður:
10. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1959-08-12 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Guðmundur Í. Guðmundsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1959-08-12 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1959-08-12 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Emil Jónsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1959-08-12 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Emil Jónsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1959-08-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B18 ()[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1959-08-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 80

Þingmál A3 (fjárlög 1960)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1960-04-24 13:13:00

Þingmál A5 (dragnótaveiðar í fiskveiðilandhelgi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (frumvarp) útbýtt þann 1959-11-26 13:13:00

Þingmál A16 (bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði 1960)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Skúli Guðmundsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1959-12-04 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Einar Olgeirsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1959-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (áætlunarráð ríkisins)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1960-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (vinnsla sjávarafurða á Siglufirði)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Karl Guðjónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1960-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (bráðabirgðabreyting og framlenging nokkurra laga)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1959-12-03 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Gunnar Jóhannsson - Ræða hófst: 1959-12-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A35 (Siglufjarðarvegur ytri)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Jón Kjartansson - Ræða hófst: 1960-05-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (fjárlög 1960)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 72 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1960-01-28 13:55:00
Þingskjal nr. 215 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1960-03-25 13:55:00
Þingskjal nr. 260 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1960-03-29 13:55:00
Þingræður:
14. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1960-02-08 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Magnús Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1960-03-28 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1960-03-28 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (efnahagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1960-02-03 13:55:00
Þingskjal nr. 100 (nefndarálit) útbýtt þann 1960-02-12 13:55:00
Þingskjal nr. 103 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1960-02-15 13:55:00
Þingræður:
23. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1960-02-05 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1960-02-05 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-02-05 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1960-02-05 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Alfreð Gíslason - Ræða hófst: 1960-02-16 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Einar Olgeirsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-02-11 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-02-12 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1960-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Emil Jónsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1960-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (söluskattur)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1960-03-15 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1960-03-15 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1960-03-15 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-03-15 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Skúli Guðmundsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-03-19 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Gunnar Jóhannsson - Ræða hófst: 1960-03-19 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Einar Olgeirsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (allsherjarafvopnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (þáltill.) útbýtt þann 1960-03-15 12:49:00

Þingmál A101 (Reykjanesbraut)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Jón Skaftason - flutningsræða - Ræða hófst: 1960-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (búnaðarháskóli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 226 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1960-03-24 13:55:00

Þingmál A117 (flugsamgöngur á Vestfjarðasvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 279 (þáltill.) útbýtt þann 1960-04-04 12:49:00
Þingræður:
43. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1960-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A129 (eftirlit með fyrirtækjasamtökum)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Unnar Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1960-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (innflutnings- og gjaldeyrismál o.fl.)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1960-04-22 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1960-04-28 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-04-29 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-05-09 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Ásmundur Sigurðsson - Ræða hófst: 1960-05-02 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Birgir Kjaran (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1960-05-02 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1960-05-02 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-05-02 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Einar Olgeirsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-05-05 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Björn Jónsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-05-13 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Einar Olgeirsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1960-05-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A153 (dragnótaveiðar í fiskveiðilandhelgi)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Birgir Finnsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1960-05-10 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1960-05-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A161 (úrsögn Íslands úr Atlantshafsbandalaginu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (þáltill.) útbýtt þann 1960-05-13 11:11:00
Þingræður:
54. þingfundur - Alfreð Gíslason - Ræða hófst: 1960-05-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A164 (efnahagsmál)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Einar Olgeirsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1960-05-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A166 (tollvörugeymslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 470 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1960-05-17 11:11:00
Þingræður:
79. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A175 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1960-06-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A906 (reikningar ríkisins í seðlabankanum)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1960-05-04 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B19 ()[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1960-05-30 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-05-30 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Alfreð Gíslason - Ræða hófst: 1960-05-31 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Ásmundur Sigurðsson - Ræða hófst: 1960-05-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B22 ()[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Halldór E Sigurðsson - Ræða hófst: 1960-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B24 ()[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Sigurður Ágústsson (forseti) - Ræða hófst: 1960-03-23 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Sigurður Ó. Ólafsson (forseti) - Ræða hófst: 1960-05-30 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 81

Þingmál A1 (fjárlög 1961)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1960-10-11 15:47:00
Þingskjal nr. 190 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1960-12-13 05:47:00
Þingskjal nr. 258 (lög í heild) útbýtt þann 1960-12-19 11:13:00
Þingræður:
6. þingfundur - Birgir Finnsson - Ræða hófst: 1960-10-24 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1960-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (Iðnaðarmálastofnun Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1960-10-13 14:11:00

Þingmál A31 (efnahagsmál)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1960-10-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1960-10-27 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1960-11-04 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1960-11-10 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1960-11-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (bann gegn vinnustöðvun íslenskra atvinnuflugmanna)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1960-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A67 (hlutleysi Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (þáltill.) útbýtt þann 1960-10-24 09:07:00
Þingræður:
18. þingfundur - Alfreð Gíslason - Ræða hófst: 1960-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (Ræktunarsjóður Íslands og Byggingarsjóður sveitabæja)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Karl Kristjánsson - Ræða hófst: 1960-11-03 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1960-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A70 (fiskveiðar við vesturströnd Afríku)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Davíð Ólafsson - Ræða hófst: 1961-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (áætlunarráð ríkisins)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1960-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (framleiðslu- og framkvæmdaáætlun þjóðarinnar)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1960-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (landhelgismál)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1960-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 (ríkisábyrgðir)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1961-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A144 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 238 (frumvarp) útbýtt þann 1960-12-17 10:32:00
Þingræður:
55. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1961-02-03 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1961-02-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A151 (fjárreiður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, skipun nefndar skv. 39. gr. stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1961-01-27 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1961-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A152 (stofnlánadeild sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Björn Pálsson - Ræða hófst: 1961-01-23 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1961-01-23 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1961-01-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A180 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 315 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-02-01 09:43:00
Þingræður:
54. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1961-02-02 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Birgir Kjaran (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-02-23 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1961-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A204 (lausn fiskveiðideilunnar við Breta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1961-02-27 12:50:00
Þingræður:
46. þingfundur - Einar Olgeirsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1961-03-06 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Gunnar Jóhannsson - Ræða hófst: 1961-03-07 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Jóhann Hafstein (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1961-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A206 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1961-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Ingvar Gíslason - Ræða hófst: 1961-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B18 ()[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1960-11-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B20 ()[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Sigurður Ó. Ólafsson (forseti) - Ræða hófst: 1960-12-12 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 82

Þingmál A1 (fjárlög 1962)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-10-11 00:00:00
Þingskjal nr. 211 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1961-12-16 00:00:00
Þingskjal nr. 255 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1961-12-19 00:00:00
Þingræður:
1. þingfundur - Karl Guðjónsson - Ræða hófst: 1961-10-11 00:00:00 - [HTML]
1. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1961-10-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (Iðnaðarmálastofnun Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-10-11 00:00:00
Þingræður:
47. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1961-10-11 00:00:00
Þingskjal nr. 487 (nefndarálit) útbýtt þann 1962-03-26 00:00:00
Þingskjal nr. 503 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1962-03-26 00:00:00
Þingræður:
27. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1961-11-28 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1962-03-28 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Skúli Guðmundsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1961-11-09 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-03-29 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Björn Pálsson - Ræða hófst: 1962-03-26 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1962-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1961-10-25 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1961-10-25 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Karl Kristjánsson - Ræða hófst: 1961-10-26 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1961-10-26 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1961-10-26 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1961-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A31 (tjón af völdum vinnustöðvana)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1961-11-01 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1961-11-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A35 (atvinnubótasjóður)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Gísli Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-03-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (verðtrygging lífeyris)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ólafur Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-11-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (mótmæli gegn risasprengju Sovétríkjanna)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1961-10-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A52 (viðurkenning Þýskalands á fiskveiðilögsögu við Ísland)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-02-21 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Gísli Jónsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1962-02-21 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1962-03-14 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1962-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (lýsishersluverksmiðja)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Björn Pálsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-02-07 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1962-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (námskeið til tæknifræðimenntunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 346 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1962-03-06 00:00:00

Þingmál A65 (jarðaskráning og jarðalýsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (þáltill.) útbýtt þann 1961-11-07 00:00:00

Þingmál A81 (húsnæðismálastofnun)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1962-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (gufuveita frá Krýsuvík)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Sveinn S. Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1961-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (upphitun húsa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (þáltill.) útbýtt þann 1961-11-23 00:00:00

Þingmál A91 (afturköllun sjónvarpsleyfis)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1962-02-28 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1962-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A110 (ríkisreikningurinn 1960)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1962-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A112 (fjárfesting Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna erlendis o.fl.)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Sigurður Ágústsson - Ræða hófst: 1962-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (útflutningur á dilkakjöti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 194 (þáltill.) útbýtt þann 1961-12-12 00:00:00
Þingræður:
35. þingfundur - Jónas Pétursson - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (stuðningur við atvinnuvegina)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 200 (frumvarp) útbýtt þann 1961-12-12 00:00:00

Þingmál A127 (áætlunarráð ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 256 (frumvarp) útbýtt þann 1962-02-02 00:00:00
Þingræður:
47. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (Ríkisábyrgðasjóður)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1962-02-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A139 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Sigurvin Einarsson - Ræða hófst: 1962-02-13 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1962-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A148 (framkvæmdaáætlun til 5 ára)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1962-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A151 (þyrilvængjur)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A168 (aflatryggingasjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1962-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A170 (Stofnalánadeild landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A171 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 370 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-03-12 00:00:00
Þingræður:
82. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1962-04-03 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1962-04-03 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1962-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-03-12 00:00:00

Þingmál A178 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A221 (samstarfssamningur Norðurlanda)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Ólafur Thors (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1962-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1962-04-12 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Emil Jónsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1962-04-12 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1962-04-12 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1962-04-13 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1962-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B18 ()[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1961-11-24 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 83

Þingmál A1 (fjárlög 1963)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-10-10 00:00:00
Þingskjal nr. 196 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1962-12-18 00:00:00
Þingskjal nr. 225 (lög í heild) útbýtt þann 1962-12-20 00:00:00
Þingræður:
5. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-10-23 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1962-10-23 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1962-10-23 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1962-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (almannavarnir)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1962-10-15 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-11-06 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-11-06 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-11-08 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-11-13 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-11-13 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-11-15 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1962-11-19 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1962-11-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (lánsfé til húsnæðismála)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-10-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (Ferðaskrifstofa ríkisins)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A60 (hámarksþóknun fyrir verkfræðistörf)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1963-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A70 (stuðningur við atvinnuvegina)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (frumvarp) útbýtt þann 1962-11-05 00:00:00

Þingmál A76 (áætlunarráð ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 1962-11-05 00:00:00
Þingræður:
24. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-12-03 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1962-12-11 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-12-17 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1963-01-31 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1963-01-31 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Gísli Jónsson - Ræða hófst: 1963-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (upphitun húsa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (þáltill.) útbýtt þann 1962-11-06 00:00:00
Þingræður:
28. þingfundur - Björn Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (jafnvægi í byggð landsins)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1963-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (veitingasala, gististaðahald o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-11-08 00:00:00

Þingmál A92 (lántaka vegna vatnsveituframkvæmda í Vestmannaeyjum)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1962-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (veiting ríkisborgararéttar)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1963-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (rannsóknir í þágu atvinnuveganna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1962-12-13 00:00:00
Þingræður:
37. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1963-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A135 (námskeið í vinnuhagræðingu)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Sigurður Ingimundarson - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A144 (heimild til þess að afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1963-03-22 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1963-03-28 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Ágúst Þorvaldsson - Ræða hófst: 1963-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A157 (hagnýting síldarafla við Suðurland)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A166 (hægri handar akstur)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Kjartan J. Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A181 (verðlaunaveiting fyrir menningarafrek vegna afmælis lýðveldisins)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (listflytjendur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 378 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-12 00:00:00

Þingmál A198 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-13 00:00:00

Þingmál A200 (fiskveiðar í landhelgi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (frumvarp) útbýtt þann 1963-03-14 00:00:00
Þingræður:
55. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-03-18 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-03-18 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1963-03-18 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1963-03-18 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1963-04-02 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-04-02 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-04-04 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1963-04-05 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1963-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A201 (stöðvun á fólksflótta úr Vestfjarðakjördæmi)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Gísli Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A216 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 450 (frumvarp) útbýtt þann 1963-03-25 00:00:00
Þingræður:
63. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A218 (ferðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 454 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-25 00:00:00

Þingmál A223 (hámark útlánsvaxta)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-04-04 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1963-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 ()[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1963-04-17 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Karl Guðjónsson - Ræða hófst: 1963-04-17 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Emil Jónsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1963-04-17 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Sigurvin Einarsson - Ræða hófst: 1963-04-17 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Alfreð Gíslason - Ræða hófst: 1963-04-17 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-04-18 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1963-04-18 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1963-04-18 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1963-04-18 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1963-04-18 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1963-04-18 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1963-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-11-12 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1962-11-12 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-11-14 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1962-11-14 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1962-11-14 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-11-21 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1962-11-23 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1962-11-23 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Finnbogi R. Valdimarsson - Ræða hófst: 1962-12-05 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-02-13 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Hermann Jónasson - Ræða hófst: 1963-02-13 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Bjarni Benediktsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-02-13 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1963-04-06 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1963-04-06 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1963-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B19 ()[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Gunnar Jóhannsson - Ræða hófst: 1963-04-06 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1963-04-06 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Sigurður Ágústsson - Ræða hófst: 1963-04-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 84

Þingmál A1 (fjárlög 1964)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-10-14 00:00:00
Þingskjal nr. 153 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1963-12-18 00:00:00
Þingskjal nr. 192 (lög í heild) útbýtt þann 1963-12-21 00:00:00
Þingræður:
28. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1963-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-10-14 00:00:00
Þingræður:
68. þingfundur - Sigurður Bjarnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-03-12 00:00:00 - [HTML]
68. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1964-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (framkvæmdir Atlantshafsbandalagsins í Hvalfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (þáltill.) útbýtt þann 1963-10-15 00:00:00
Þingræður:
24. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (jafnvægi í byggð landsins)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Davíð Ólafsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-04-13 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Unnar Stefánsson - Ræða hófst: 1964-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (áætlunarráð ríkisins)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-10-29 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1964-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (þjóðhagsáætlun fyrir árin 1964-1968)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Helgi Bergs - flutningsræða - Ræða hófst: 1963-11-13 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-11-13 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1963-11-20 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-11-20 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1963-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (launamál o.fl.)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1963-11-01 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Ingvar Gíslason - Ræða hófst: 1963-11-04 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1963-11-06 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1963-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A57 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1963-11-07 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1963-11-07 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1963-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1964-04-21 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1964-04-27 00:00:00 - [HTML]
99. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1964-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (endurskoðun raforkulaga)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Björn Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (bann gegn tilraunum með kjarnorkuvopn)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Magnús Jónsson - Ræða hófst: 1964-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A114 (alúminíumbræðsla og olíuhreinsunarstöð)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1964-02-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (ráðstafanir vegna sjávarútvegsins o.fl.)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1964-01-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (Stofnlánadeild landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Björn Pálsson - Ræða hófst: 1964-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A132 (hægri handar akstur)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Birgir Finnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (þörf atvinnuveganna fyrir tæknimenntað fólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 245 (þáltill.) útbýtt þann 1964-02-10 00:00:00
Þingræður:
78. þingfundur - Einar Ágústsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (stórvirkjunar- og stóriðjumál)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1964-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A144 (tekjustofn handa þjóðkirkju Íslands)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1964-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (aðstoð frá Viðreisnarsjóði Evrópuráðsins)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Gísli Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A153 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A154 (skipulag miðbæjarins í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A157 (virkjun Svartár í Skagafirði)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1964-02-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A164 (þyrla í þjónustu landhelgisgæslunnar)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-04-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A165 (ferðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 301 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1964-02-20 00:00:00

Þingmál A172 (eftirlit með fyrirtækjasamtökum)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Unnar Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (utanríkisstefna íslenska lýðveldisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 337 (þáltill.) útbýtt þann 1964-03-03 00:00:00
Þingræður:
61. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1964-04-10 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Alfreð Gíslason - Ræða hófst: 1964-04-10 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Guðmundur Í. Guðmundsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1964-04-10 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1964-04-10 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Sigurður Bjarnason - Ræða hófst: 1964-04-10 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1964-04-10 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1964-04-10 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1964-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A183 (stöðvun á fólksflótta úr Vestfjarðakjördæmi)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Sigurvin Einarsson - Ræða hófst: 1964-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A201 (kísilgúrverksmiðja við Mývatn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1964-04-06 00:00:00
Þingræður:
75. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1964-04-07 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1964-04-07 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Jónas G. Rafnar (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-04-30 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1964-04-30 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1964-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A210 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Ólafur Björnsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A211 (vegáætlun 1964)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Sigurvin Einarsson - Ræða hófst: 1964-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A803 (flóabátaferðir og endurskoðun á rekstri Skipaútgerðar ríkisins)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1963-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 ()[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1964-05-11 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1964-05-11 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1964-05-11 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1964-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1963-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B25 ()[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1964-05-08 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 85

Þingmál A1 (fjárlög 1965)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1964-10-12 00:00:00
Þingskjal nr. 171 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1964-12-18 00:00:00
Þingskjal nr. 232 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1964-12-22 00:00:00
Þingræður:
19. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1964-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (launaskattur)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson - Ræða hófst: 1965-03-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (vernd barna og ungmenna)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1964-10-26 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1965-03-11 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Björn Pálsson - Ræða hófst: 1965-03-11 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1965-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (vaxtalækkun)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Eysteinn Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (stóriðjumál)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1964-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (aðstoð við þróunarlöndin)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1964-11-25 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Ingvar Gíslason - Ræða hófst: 1964-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (áætlunarráð ríkisins)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1964-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (verðtrygging sparifjár)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1964-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A62 (kjarnorkufloti Atlantshafsbandalagsins)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-02-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (skjólbelti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (þáltill.) útbýtt þann 1964-11-10 00:00:00

Þingmál A77 (kvikmyndasýningar í sveitum)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Sigurvin Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (útflutningur á dilkakjöti)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1965-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (síldarflutningar og síldarlöndun)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jón Kjartansson - Ræða hófst: 1965-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (vegáætlun fyrir árin 1965--68)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1965-03-29 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1965-04-01 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1965-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A106 (söluskattur)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1964-12-19 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1964-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A114 (hlustunarskilyrði útvarps á Norður- og Austurlandi)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Jónas Pétursson - Ræða hófst: 1965-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (eignaréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1965-03-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A138 (læknaskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-03-03 00:00:00
Þingskjal nr. 416 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1965-04-05 00:00:00
Þingræður:
52. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1965-03-09 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Matthías Bjarnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-04-01 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1965-04-06 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1965-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A157 (Myndlista- og handíðaskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 345 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-03-17 00:00:00
Þingræður:
57. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1965-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A180 (iðnfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 466 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-04-12 00:00:00

Þingmál A187 (lausn kjaradeilu atvinnuflugmanna)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Alfreð Gíslason - Ræða hófst: 1965-04-26 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Björn Pálsson - Ræða hófst: 1965-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A200 (uppsögn varnarsamnings milli Íslands og Bandaríkjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 552 (þáltill.) útbýtt þann 1965-04-30 00:00:00

Þingmál A201 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-05-03 00:00:00

Þingmál A222 (athugun á byggingu aluminíumverksmiðju á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 635 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1965-05-05 00:00:00

Þingmál B15 ()[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1965-05-10 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1965-05-10 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1965-05-11 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1965-05-11 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1965-05-11 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Birgir Finnsson - Ræða hófst: 1965-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 ()[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1965-05-07 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1965-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B18 ()[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1965-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B19 ()[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1964-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B20 ()[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1965-02-05 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 86

Þingmál A1 (fjárlög 1966)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-10-11 00:00:00
Þingskjal nr. 141 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1965-12-08 00:00:00
Þingskjal nr. 187 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1965-12-14 00:00:00
Þingræður:
4. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1965-10-18 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1965-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (Húsnæðismálastofnun ríksisins)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1965-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (iðnfræðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-10-11 00:00:00
Þingræður:
46. þingfundur - Helgi Bergs - Ræða hófst: 1966-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (atvinnulýðræði)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-10-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A19 (eignarréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-02-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (verðtrygging fjárskuldbindinga)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-03-31 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1966-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (samdráttur í iðnaði)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1965-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (bygging menntaskóla á Ísafirði)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1965-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (bygging leiguhúsnæðis)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1965-11-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A60 (lækkun kosningaaldurs)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Sigurður Ingimundarson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A72 (hægri handar umferð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 87 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1965-11-18 00:00:00
Þingskjal nr. 331 (nefndarálit) útbýtt þann 1966-03-17 00:00:00
Þingræður:
23. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1965-11-29 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Birgir Finnsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-03-22 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Halldór Ásgrímsson - Ræða hófst: 1966-03-22 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Birgir Finnsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1966-03-28 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Daníel Ágústínusson - Ræða hófst: 1966-03-28 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Birgir Finnsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1966-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (kísilgúrverksmiðja)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1965-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A78 (heildarskipulag miðbæjarins í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1965-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (dvalarheimili fyrir aldrað fólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (þáltill.) útbýtt þann 1965-11-30 00:00:00

Þingmál A87 (raforkuframkvæmdir á Vestfjörðum)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Sigurvin Einarsson - Ræða hófst: 1966-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A98 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Pétur Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A120 (endurskoðun á aðild Íslands að Atlantshafsbandalagi og Norður-Atlantshafssamningi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (nefndarálit) útbýtt þann 1966-04-19 00:00:00
Þingræður:
32. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1966-03-23 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A122 (skógrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 245 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-02-21 00:00:00
Þingræður:
44. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1966-02-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A125 (reikningsskil hinna rændu þjóða við þær ríku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 250 (þáltill.) útbýtt þann 1966-02-22 00:00:00
Þingræður:
30. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-03-09 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1966-03-16 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-03-16 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1966-03-23 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A127 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 253 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-02-22 00:00:00

Þingmál A128 (embætti lögsögumanns)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A147 (verðlagsmál)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-03-30 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Ólafur Björnsson - Ræða hófst: 1966-03-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A148 (Iðnlánasjóður)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A151 (Framkvæmdasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A159 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1966-03-25 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-03-25 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1966-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A160 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A166 (framleiðsla sjávarafurða)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Matthías Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A174 (fiskveiðar í landhelgi)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Jón Kjartansson - Ræða hófst: 1966-04-22 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Birgir Finnsson - Ræða hófst: 1966-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A176 (Atvinnujöfnunarsjóður)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-04-01 00:00:00
Þingræður:
65. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-02 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1966-04-02 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1966-04-04 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-04-04 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Sigurvin Einarsson - Ræða hófst: 1966-04-04 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Gísli Guðmundsson - Ræða hófst: 1966-04-04 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-05 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1966-04-05 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-05 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1966-04-05 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-04-05 00:00:00 - [HTML]
67. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-05 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1966-04-23 00:00:00 - [HTML]
70. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1966-04-23 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-18 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Ingvar Gíslason (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-18 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1966-04-19 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Helgi Bergs (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-29 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Alfreð Gíslason - Ræða hófst: 1966-04-29 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-04-22 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1966-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (alþjóðasamningur um lausn fjárfestingardeilna)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-05 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-05 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Ólafur Björnsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-18 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-18 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A190 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A195 (kísilgúrverksmiðja við Mývatn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 543 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-04-22 00:00:00
Þingræður:
71. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-04-25 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Karl Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-04-29 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-05-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A201 (lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 592 (frumvarp) útbýtt þann 1966-04-27 00:00:00

Þingmál A208 (sjónvarpsmál)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1965-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 ()[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1966-05-02 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1966-05-02 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1966-05-02 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Sigurður Bjarnason - Ræða hófst: 1966-05-02 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Jón Þorsteinsson - Ræða hófst: 1966-05-02 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1966-05-03 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1966-05-03 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Alfreð Gíslason - Ræða hófst: 1966-05-03 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1965-12-15 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1965-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B19 ()[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1965-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B21 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1965-10-13 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1965-10-13 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 87

Þingmál A1 (fjárlög 1967)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-10-11 00:00:00
Þingskjal nr. 117 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1966-12-12 00:00:00
Þingskjal nr. 174 (lög í heild) útbýtt þann 1966-12-15 00:00:00
Þingræður:
16. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1966-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (veiting ríkisborgararéttar)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1967-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A10 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-10-24 00:00:00

Þingmál A12 (endurkaup Seðlabankans á framleiðslu- og hráefnavíxlum iðnaðarins)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1966-10-26 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1966-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (hlutverk Seðlabankans að tryggja atvinnuvegunum lánsfé)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-10-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (námslán og námsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (nefndarálit) útbýtt þann 1967-02-13 00:00:00
Þingræður:
5. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-10-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A25 (verðjöfnunargjald af veiðarfærum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1966-10-25 00:00:00

Þingmál A31 (verðlagsmál)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1966-10-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (réttur Íslands til landgrunnsins)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1967-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Alfreð Gíslason - Ræða hófst: 1966-10-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A37 (lýsishersluverksmiðja)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-11-09 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (kaupmáttur tímakaups verkamanna í dagvinnu)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-02-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (tillögur U Þants til lausnar á styrjöldinni í Víetnam)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (dvalarheimili fyrir aldrað fólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 46 (þáltill.) útbýtt þann 1966-10-27 00:00:00

Þingmál A74 (verðstöðvun)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1966-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (Iðnlánasjóður)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (diplomatískt samband við þýska alþýðulýðveldið Austur-Þýskaland)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A105 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 358 (nefndarálit) útbýtt þann 1967-03-16 00:00:00

Þingmál A116 (uppsögn varnarsamnings milli Íslands og Bandaríkjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 216 (frumvarp) útbýtt þann 1967-02-13 00:00:00
Þingræður:
42. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-02-16 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1967-02-16 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1967-02-20 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1967-03-02 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1967-03-09 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-03-14 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1967-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (störf flugvallanefndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 249 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1967-02-21 00:00:00

Þingmál A147 (ráðstafanir vegna sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1967-03-06 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1967-03-13 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1967-03-13 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1967-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A170 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1967-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A184 (vegáætlun fyrir árin 1967 og 1968)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 419 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1967-04-10 00:00:00

Þingmál A199 (æskulýðsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-04-17 00:00:00

Þingmál A208 (jafnrétti Íslendinga í samskiptum við Bandaríkin)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Einar Olgeirsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-02-08 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1967-02-08 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1967-02-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A215 (könnun á hag dagblaðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 249 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1967-02-21 00:00:00
Þingræður:
27. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1967-03-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B14 ()[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1967-04-11 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1967-04-13 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1967-04-13 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1967-04-13 00:00:00 - [HTML]
36. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1967-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Einar Olgeirsson - Ræða hófst: 1966-10-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B20 ()[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1967-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B23 ()[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Birgir Finnsson (forseti) - Ræða hófst: 1967-02-24 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 88

Þingmál A1 (fjárlög 1968)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-10-12 00:00:00
Þingskjal nr. 110 (breytingartillaga) útbýtt þann 1967-12-09 00:00:00
Þingskjal nr. 143 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1967-12-16 00:00:00
Þingskjal nr. 211 (lög í heild) útbýtt þann 1967-12-20 00:00:00

Þingmál A2 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jón Þorsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-11-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (æskulýðsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1967-10-12 00:00:00

Þingmál A7 (efnahagsaðgerðir)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1967-10-16 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1967-10-18 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Sigurvin Einarsson - Ræða hófst: 1967-11-14 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1967-11-15 00:00:00 - [HTML]
19. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1967-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (togarakaup ríkisins)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1967-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (Vatnsveita Vestmannaeyja)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1968-01-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A48 (loðdýrarækt)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Ásberg Sigurðsson - Ræða hófst: 1968-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A61 (Fiskimálaráð)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Matthías Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1967-11-28 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1967-11-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (ráðstafanir vegna nýs gengis íslenskrar krónu)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1967-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (verðlagsuppbót á laun og vísitala framfærslukostnaðar)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Sigurvin Einarsson - Ræða hófst: 1967-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Gísli Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A78 (utanríkisráðuneyti Íslands)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (aðild Íslands að GATT)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1967-12-18 00:00:00
Þingræður:
38. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (hægri handar umferð)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Steingrímur Pálsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-01-22 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1968-01-22 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Steingrímur Pálsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-02-05 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Gísli Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-02-05 00:00:00 - [HTML]
57. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1968-02-05 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1968-02-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A120 (tímareikningur á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 255 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-02-05 00:00:00
Þingræður:
74. þingfundur - Sveinn Guðmundsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A123 (stjórnmálasamband við Austur-Þýskaland)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Magnús Kjartansson - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A126 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (nefnd til að rannsaka ýmis atriði herstöðvamálsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 282 (þáltill.) útbýtt þann 1968-02-14 00:00:00
Þingræður:
77. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1968-03-18 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Jónas Árnason - Ræða hófst: 1968-03-19 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1968-03-19 00:00:00 - [HTML]
79. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1968-03-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Ingólfur Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1968-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (framkvæmd stefnuyfirlýsingar)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Magnús Kjartansson - flutningsræða - Ræða hófst: 1967-11-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A197 (framkvæmd vegáætlunar 1967)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1967-12-19 00:00:00

Þingmál A198 (framkvæmdaáætlun fyrir Norðurland)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 ()[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1968-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B19 ()[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1968-04-19 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Jónas Árnason - Ræða hófst: 1968-04-19 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1968-04-19 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1968-04-19 00:00:00 - [HTML]
56. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1968-04-19 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 89

Þingmál A1 (fjárlög 1969)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-10-14 00:00:00
Þingskjal nr. 143 (breytingartillaga) útbýtt þann 1968-12-12 00:00:00
Þingskjal nr. 178 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1968-12-19 00:00:00
Þingræður:
5. þingfundur - Birgir Finnsson - Ræða hófst: 1968-10-24 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1968-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A3 (læknaskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-10-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A8 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1968-10-14 00:00:00
Þingræður:
4. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-10-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (ferðamál)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1968-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (aðild að Fríverslunarsamtökum Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1968-11-08 00:00:00
Þingskjal nr. 57 (nefndarálit) útbýtt þann 1968-11-11 00:00:00
Þingskjal nr. 58 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1968-11-11 00:00:00
Þingskjal nr. 73 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1968-11-12 00:00:00 [HTML]
Þingræður:
9. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-11-08 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1968-11-08 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1968-11-08 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1968-11-08 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1968-11-08 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1968-11-08 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-11-08 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-11-08 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1968-11-08 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-11-08 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Pétur Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-11-12 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Eysteinn Jónsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-11-12 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-11-12 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1968-11-12 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-11-12 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Ólafur Björnsson - Ræða hófst: 1968-11-12 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Sveinn Guðmundsson - Ræða hófst: 1968-11-12 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1968-11-12 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1968-11-12 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1968-11-12 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1968-11-12 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Eysteinn Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1968-11-12 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Pétur Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-11-12 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Eysteinn Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1968-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A52 (ráðstafanir vegna nýs gengis)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Tómas Karlsson - Ræða hófst: 1968-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A62 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Ingvar Gíslason - Ræða hófst: 1968-11-21 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1968-11-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A69 (alþjóðlegt ráðstefnuhús í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (þáltill.) útbýtt þann 1968-11-18 00:00:00

Þingmál A75 (afstaða Íslands til Atlantshafsbandalagsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (þáltill.) útbýtt þann 1968-11-21 00:00:00
Þingræður:
24. þingfundur - Magnús Kjartansson - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-12-18 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1968-12-18 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Magnús Kjartansson - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (Vestfjarðaáætlun)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-12-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (olíumál)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1968-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (samningur um fiskveiðar í Norður-Atlantshafi)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1968-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (ráðstafanir í sjávarútvegi vegna breytingar gengis íslenskrar krónu)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1968-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A109 (perlusteinsvinnsla í Loðmundarfirði)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Jónas Pétursson - flutningsræða - Ræða hófst: 1968-12-18 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1968-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A114 (Atvinnumálastofnun)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1969-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-04-14 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Páll Þorsteinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (efling iðnrekstrar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 171 (þáltill.) útbýtt þann 1968-12-14 00:00:00
Þingræður:
34. þingfundur - Einar Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A133 (efnahagssamvinna Norðurlanda)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1969-02-19 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1969-02-19 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1969-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (rannsóknir á perlusteini í Loðmundarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 272 (þáltill.) útbýtt þann 1969-02-19 00:00:00
Þingræður:
37. þingfundur - Tómas Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A150 (skattfrelsi Sonningsverðlauna Halldórs Laxness)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Pétur Benediktsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (lánskjör atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A166 (menntaskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 324 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-03-06 00:00:00

Þingmál A168 (sumaratvinna framhaldsskólanema)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Jón Skaftason - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A170 (skólasjónvarp)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Jónas Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A182 (æskulýðsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 357 (frumvarp) útbýtt þann 1969-03-19 00:00:00

Þingmál A186 (útflutningur hrossa)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Steinþór Gestsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A190 (Norðvesturlandsvirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 798 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1969-05-17 00:00:00

Þingmál A191 (aðgerðir í atvinnumálum)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1969-03-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A192 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1969-03-25 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1969-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A195 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A198 (loðdýrarækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1969-03-28 00:00:00
Þingræður:
82. þingfundur - Skúli Guðmundsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1969-05-02 00:00:00 - [HTML]
93. þingfundur - Birgir Kjaran - Ræða hófst: 1969-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A201 (lántökuheimildi fyrir ríkissjóð)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Ólafur Björnsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-03-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A209 (kísilgúrverksmiðja við Mývatn)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-05-02 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1969-05-08 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-05-08 00:00:00 - [HTML]
95. þingfundur - Magnús Kjartansson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A216 (lán vegna framkvæmdaáætlunar 1969)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-04-17 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Skúli Guðmundsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A236 (verðlagsmál)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1969-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A250 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Skúli Guðmundsson - Ræða hófst: 1969-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A258 (fjárveitingar til vísindarannsókna)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1968-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B14 ()[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1969-05-14 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1969-05-16 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1969-05-16 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B15 ()[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 ()[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1969-02-24 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1969-02-24 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1969-02-24 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1969-02-24 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1969-02-24 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 90

Þingmál A1 (fjárlög 1970)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-10-13 00:00:00
Þingskjal nr. 156 (nefndarálit) útbýtt þann 1969-12-08 00:00:00
Þingskjal nr. 172 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1969-12-15 00:00:00
Þingskjal nr. 176 (breytingartillaga) útbýtt þann 1969-12-15 00:00:00
Þingskjal nr. 210 (lög í heild) útbýtt þann 1969-12-17 00:00:00
Þingræður:
21. þingfundur - Jón Árnason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-12-09 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Geir Gunnarsson - Ræða hófst: 1969-12-09 00:00:00 - [HTML]
21. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1969-12-09 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Jón Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1969-12-16 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Gísli Guðmundsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1969-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (Rafmagnsveitur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1969-10-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (menntaskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-10-14 00:00:00

Þingmál A34 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1969-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (lækkun tolla á vélum til iðnaðarins)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (Fjárfestingarfélag Íslands)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1969-10-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (rannsóknarnefnd vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1970-03-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A81 (áætlunarráð ríkisins)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Magnús Kjartansson - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A96 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1969-11-20 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1970-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A103 (hafnarmálefni)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Karl Guðjónsson - Ræða hófst: 1970-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A115 (iðja og iðnaður)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1969-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (aðild Íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1969-12-05 00:00:00
Þingskjal nr. 207 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1969-12-18 00:00:00
Þingskjal nr. 208 (nefndarálit) útbýtt þann 1969-12-18 00:00:00
Þingskjal nr. 209 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1969-12-18 00:00:00
Þingskjal nr. 218 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1969-12-19 00:00:00 [HTML]
Þingræður:
20. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-12-08 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Ólafur Jóhannesson - Ræða hófst: 1969-12-08 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1969-12-08 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1969-12-12 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1969-12-12 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1969-12-12 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Sveinn Guðmundsson - Ræða hófst: 1969-12-12 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Birgir Kjaran (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-12-18 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Magnús Kjartansson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-12-18 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-12-18 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-12-18 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-12-18 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1969-12-18 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1969-12-18 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1969-12-18 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Magnús Kjartansson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1969-12-18 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1969-12-18 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1969-12-18 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Magnús H. Gíslason - Ræða hófst: 1969-12-18 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-12-18 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1969-12-19 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Magnús H. Gíslason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1969-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A123 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-12-10 00:00:00
Þingskjal nr. 245 (nefndarálit) útbýtt þann 1970-01-21 00:00:00
Þingskjal nr. 257 (breytingartillaga) útbýtt þann 1970-01-22 00:00:00
Þingræður:
23. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1969-12-11 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-01-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A126 (söluskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 271 (nefndarálit) útbýtt þann 1970-01-26 00:00:00
Þingræður:
25. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1969-12-15 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1970-01-29 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-01-27 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-01-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A135 (verðgæsla og samkeppnishömlur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1969-12-17 00:00:00

Þingmál A149 (tollheimta og tolleftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 254 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-01-21 00:00:00

Þingmál A154 (orlof)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A156 (Iðnþróunarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-01-29 00:00:00
Þingræður:
46. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1970-01-29 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1970-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A172 (náttúruvernd á vatnasviði Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1970-03-03 00:00:00

Þingmál A186 (hafnargerð í Þjórsárósi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 445 (þáltill.) útbýtt þann 1970-03-19 00:00:00
Þingræður:
66. þingfundur - Karl Guðjónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A189 (íþróttasamskipti Íslendinga við erlendar þjóðir)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Ingvar Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A192 (útgáfustyrkur til vikublaðs)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1970-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A195 (símagjöld á Brúarlands- og Suðurnesjasvæði)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Sverrir Júlíusson - Ræða hófst: 1970-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A196 (lán vegna framkvæmdaáætlunar 1970)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Magnús Jónsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1970-04-06 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1970-04-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A198 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Jón Kjartansson - Ræða hófst: 1970-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A202 (Útflutningslánasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 493 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-05-03 11:33:00
Þingræður:
67. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1970-04-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A203 (tryggingadeild útflutningslána við Ríkisábyrgðasjóð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 494 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-04-07 00:00:00

Þingmál A207 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Ólafur Björnsson - Ræða hófst: 1970-04-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A228 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 617 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1970-04-22 00:00:00
Þingræður:
88. þingfundur - Birgir Kjaran (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A230 (olíuhreinsunarstöð á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 623 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-04-21 00:00:00

Þingmál B2 ()[HTML]

Þingræður:
0. þingfundur - Sigurvin Einarsson (starfsaldursforseti) - Ræða hófst: 1969-10-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B15 ()[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1970-04-28 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1970-04-28 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Gunnar Gíslason - Ræða hófst: 1970-04-28 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1970-04-28 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1970-04-28 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Eysteinn Jónsson - Ræða hófst: 1970-04-29 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Unnar Stefánsson - Ræða hófst: 1970-04-29 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1970-04-29 00:00:00 - [HTML]
50. þingfundur - Jóhann Hafstein (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1970-04-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 ()[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1970-03-19 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1970-03-19 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1970-03-19 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1970-04-10 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Birgir Kjaran - Ræða hófst: 1970-04-10 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1970-04-10 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1970-04-10 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1970-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B18 ()[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Jónas Árnason - Ræða hófst: 1970-05-04 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 91

Þingmál A1 (fjárlög 1971)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-10-12 00:00:00
Þingskjal nr. 237 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1970-12-15 00:00:00
Þingskjal nr. 299 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1970-12-18 00:00:00
Þingræður:
15. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - Ræða hófst: 1970-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A7 (olíuhreinsunarstöð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-10-12 00:00:00

Þingmál A10 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Gísli Guðmundsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1971-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (mengun frá álbræðslunni í Straumi)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1970-10-26 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1971-03-16 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Haraldur Henrysson - Ræða hófst: 1971-03-16 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1971-03-16 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Jóhann Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1971-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (úrsögn Íslands úr Atlantshafsbandalaginu og uppsögn varnarsamnings)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jónas Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (ráðgjafar- og rannsóknarstofnun skólamála)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Einar Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-10-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A64 (Útflutningsráð)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Tómas Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (orkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 349 (nefndarálit) útbýtt þann 1971-02-08 00:00:00
Þingræður:
47. þingfundur - Páll Þorsteinsson - Ræða hófst: 1971-02-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A67 (happdrættislán fyrir Vegasjóð vegna brúargerða á Skeiðarársandi)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Unnar Stefánsson - Ræða hófst: 1970-11-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A69 (aðstoð Íslands við þróunarlöndin)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Jón Skaftason - Ræða hófst: 1971-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A87 (stjórnkerfi sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Eggert G. Þorsteinsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1971-01-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (bann við laxveiði í Norður-Atlantshafi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 115 (þáltill.) útbýtt þann 1970-11-11 00:00:00
Þingræður:
23. þingfundur - Ágúst Þorvaldsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-01-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A109 (verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Guðlaugur Gíslason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A114 (útflutningur á neysluvatni)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A123 (sjóvinnuskóli á Siglufirði)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Jón Kjartansson - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A140 (Ráðstefnustofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 172 (frumvarp) útbýtt þann 1970-11-24 00:00:00

Þingmál A150 (náttúruvernd á vatnasviði Mývatns og Laxár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1970-11-26 00:00:00
Þingræður:
41. þingfundur - Benedikt Gröndal (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-02-01 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Jónas Árnason - Ræða hófst: 1971-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A158 (breytt stefna í utanríkismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 200 (þáltill.) útbýtt þann 1970-12-02 00:00:00

Þingmál A161 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1970-12-02 00:00:00
Þingræður:
27. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1970-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (Öryggisráðstefna Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 206 (þáltill.) útbýtt þann 1970-12-03 00:00:00
Þingskjal nr. 834 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1971-04-05 00:00:00
Þingræður:
34. þingfundur - Björn Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-03-16 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Emil Jónsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1971-03-16 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Björn Jónsson - Ræða hófst: 1971-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A193 (bann við að hljóðfráar þotur fljúgi yfir Ísland)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Magnús Kjartansson - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A208 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 698 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1971-03-29 00:00:00
Þingræður:
75. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A213 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Birgir Kjaran (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A217 (utanríkisþjónusta Íslands)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Jón Þorsteinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A229 (verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (frumvarp) útbýtt þann 1971-03-02 00:00:00
Þingræður:
56. þingfundur - Daníel Ágústínusson - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A230 (Iðnþróunarstofnun Íslands)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Jóhann Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1971-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A273 (Sementsverksmiðja ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-03-17 00:00:00

Þingmál A274 (sjúkraflug á Vestfjörðum)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Auður Auðuns (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1971-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A294 (landhelgismál)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1971-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A295 (réttindi Íslendinga á hafinu umhverfis landið)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1971-04-06 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1971-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A309 (stofnun og slit hjúskapar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-04-05 00:00:00

Þingmál A339 (póstgíróþjónusta)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Steingrímur Pálsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1970-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A343 (ferðamálaráð og Ferðaskrifstofa ríkisins)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1971-01-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 ()[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1971-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Jóhann Hafstein (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1970-10-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B18 ()[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1971-03-30 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 92

Þingmál A1 (fjárlög 1972)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-10-12 00:00:00
Þingskjal nr. 208 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1971-12-18 00:00:00
Þingskjal nr. 283 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1971-12-21 00:00:00
Þingræður:
27. þingfundur - Sigurður Magnússon - Ræða hófst: 1971-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-10-12 00:00:00
Þingræður:
14. þingfundur - Svava Jakobsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A30 (stóriðja)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Jóhann Hafstein - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-11-02 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1971-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (stofnun og slit hjúskapar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-10-25 00:00:00

Þingmál A46 (öryggismál Íslands)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Geir Hallgrímsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-03-21 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1972-03-21 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1972-03-21 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Garðar Sigurðsson - Ræða hófst: 1972-03-21 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1972-03-21 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1972-04-06 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1972-04-06 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1972-04-06 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1972-04-06 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Magnús Kjartansson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1972-04-06 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1972-04-06 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1972-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A53 (íslenskt sendiráð í Kanada)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (þáltill.) útbýtt þann 1971-11-02 00:00:00
Þingræður:
18. þingfundur - Stefán Gunnlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-11-30 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1971-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (landhelgi og verndun fiskistofna)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1971-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A62 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Oddur Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (hafnarstæði við Dyrhólaey)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (þáltill.) útbýtt þann 1971-11-08 00:00:00

Þingmál A78 (rekstrarlán iðnfyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-01-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (Framkvæmdastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1971-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (lóðaskrár)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1972-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A121 (vörugjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1971-12-08 00:00:00
Þingskjal nr. 189 (nefndarálit) útbýtt þann 1971-12-14 00:00:00
Þingræður:
35. þingfundur - Ragnar Arnalds (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1971-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A127 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (nefndarálit) útbýtt þann 1972-03-06 00:00:00
Þingræður:
47. þingfundur - Matthías Bjarnason (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-03-07 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A148 (sala á kartöflum)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1972-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A158 (verðgildi íslenskrar krónu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 670 (nál. með brtt.) útbýtt þann 1972-05-03 00:00:00

Þingmál A166 (Hafsbotnsstofnun Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Jón Skaftason - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A176 (rannsóknardeild vegna sölu og neyslu fíkniefna)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Oddur Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A221 (aðstoð við nýlenduþjóðir Portúgals)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Ellert B. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A229 (skógrækt)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Kristján Ingólfsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A242 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1972-04-11 00:00:00

Þingmál A243 (fjárstyrkur vegna þátttöku íslenskra íþróttamanna á Olympíuleikum)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Ellert B. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A257 (stuðningur við friðaráætlun þjóðfrelsishreyfingar í Suður-Víetnam)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 571 (þáltill.) útbýtt þann 1972-04-18 00:00:00

Þingmál A262 (raforkumál)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1972-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A265 (stofnun Leiklistarskóli ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 605 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1972-04-24 00:00:00

Þingmál A278 (Fósturskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 732 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-05-13 00:00:00

Þingmál A931 (hækkun á verðlagi)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - svar - Ræða hófst: 1972-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A933 (Félagsmálasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 605 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1972-04-24 00:00:00
Þingræður:
63. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-05-02 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1972-05-02 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1972-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B16 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1971-10-18 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1971-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Svava Jakobsdóttir - Ræða hófst: 1972-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B18 ()[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1971-11-23 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1971-11-23 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1971-11-23 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1971-11-23 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1971-11-23 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1971-11-23 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1971-11-23 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1971-11-23 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1971-11-23 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1971-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B21 ()[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1971-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B25 ()[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1971-10-19 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 93

Þingmál A1 (fjárlög 1973)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-10-11 00:00:00
Þingskjal nr. 187 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1972-12-19 00:00:00
Þingskjal nr. 264 (lög í heild) útbýtt þann 1972-12-21 00:00:00

Þingmál A2 (Fósturskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-10-11 00:00:00

Þingmál A24 (tímabundnar efnahagsráðstafanir)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1972-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (kennsla í fjölmiðlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (þáltill.) útbýtt þann 1972-10-19 00:00:00

Þingmál A35 (nýting orkulinda til raforkuframleiðslu)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1972-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (Iðnlánasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (frumvarp) útbýtt þann 1972-10-30 00:00:00
Þingræður:
9. þingfundur - Jóhann Hafstein - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-11-01 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1972-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (samstarf Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga að fiskveiðum)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Stefán Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A70 (öryggismál Íslands)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Benedikt Gröndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-11-30 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1972-11-30 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1972-11-30 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1972-11-30 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1972-11-30 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Ingólfur Jónsson - Ræða hófst: 1972-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A76 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1972-12-13 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (veggjald af hraðbrautum)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1973-02-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (staðsetning stjórnarráðsbyggingar)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 1972-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A97 (Húsafriðunarsjóður)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Ingvar Gíslason - Ræða hófst: 1973-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (þörungavinnsla á Reykhólum)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1972-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A133 (ráðstafanir vegna nýs gengis íslenskrar krónu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (nefndarálit) útbýtt þann 1972-12-18 00:00:00
Þingræður:
29. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A136 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1973-03-05 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1973-03-05 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1973-03-05 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1973-03-05 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1973-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A152 (ferðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-02-07 00:00:00
Þingræður:
53. þingfundur - Hannibal Valdimarsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1973-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A158 (samningur Íslands við Efnahagsbandalag Evrópu og breytingar á stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evró)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1973-02-08 00:00:00
Þingskjal nr. 331 (nefndarálit) útbýtt þann 1973-02-26 00:00:00
Þingskjal nr. 334 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1973-02-26 00:00:00 [HTML]
Þingræður:
43. þingfundur - Eysteinn Jónsson (forseti) - Ræða hófst: 1973-02-13 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1973-02-13 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1973-02-13 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1973-02-13 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-02-26 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1973-02-26 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1973-02-26 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1973-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A167 (Lyfjastofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Magnús Kjartansson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1973-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A169 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 310 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-02-15 00:00:00
Þingskjal nr. 593 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1973-04-10 00:00:00
Þingskjal nr. 648 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1973-04-11 00:00:00

Þingmál A191 (Iðnrekstrarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-03-08 00:00:00
Þingræður:
68. þingfundur - Magnús Kjartansson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1973-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A197 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-03-15 00:00:00
Þingræður:
71. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1973-03-19 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1973-03-28 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Ragnar Arnalds (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A276 (samningur Íslands við Efnahagsbandalagið)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1972-11-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A279 (laxarækt í Laxá)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1972-11-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1972-10-17 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1972-10-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B59 ()[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (forseti) - Ræða hófst: 1973-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B67 ()[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1973-02-14 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1973-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B71 ()[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Bjarni Guðnason - Ræða hófst: 1973-02-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B93 ()[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1973-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B95 ()[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1973-04-16 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1973-04-16 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1973-04-16 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1973-04-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 94

Þingmál A1 (fjárlög 1974)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-10-11 00:00:00
Þingskjal nr. 243 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1973-12-18 00:00:00
Þingskjal nr. 323 (lög í heild) útbýtt þann 1973-12-20 00:00:00
Þingræður:
39. þingfundur - Matthías Bjarnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (öryggismál Íslands)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Benedikt Gröndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-11-20 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1973-11-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (samgönguáætlun fyrir Norðurland)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Hannibal Valdimarsson - Ræða hófst: 1973-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (sameining Flugfélags Íslands og Loftleiða)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Björn Jónsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1973-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (fóstureyðingar)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Magnús Kjartansson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1973-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A107 (lántökuheimild vegna framkvæmda- og fjáröflunaráætlunar 1973)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1973-12-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A113 (skipulag ferðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-11-19 00:00:00
Þingræður:
109. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 1974-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A123 (nýting raforku til húshitunar)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Guðlaugur Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A126 (málefni útflutningsiðnaðar og lagmetis)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Magnús Kjartansson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1973-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (gjald til Iðnnemasambands Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 193 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1973-12-06 00:00:00

Þingmál A152 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 206 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-12-10 00:00:00
Þingræður:
34. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1973-12-13 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Ragnar Arnalds (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-12-18 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Ragnar Arnalds (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1973-12-18 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1973-12-19 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Halldór E Sigurðsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1973-12-19 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A172 (verndun Mývatns og Laxár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 275 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1973-12-18 00:00:00
Þingræður:
97. þingfundur - Birgir Kjaran - Ræða hófst: 1974-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A201 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1974-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A215 (olíubirgðastöð á Norðurlandi)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A222 (boð til Alexanders Solzhenitsyn um búsetu hér á landi)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Pétur Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A259 (skattkerfisbreyting)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Bjarni Guðnason - Ræða hófst: 1974-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A281 (Iðntæknistofnun Íslands)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Magnús Kjartansson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1974-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A299 (nýting innlendra orkugjafa)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1974-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A304 (fiskræktarmál eldisstöðvarinnar að Laxalóni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 655 (þáltill.) útbýtt þann 1974-04-04 00:00:00

Þingmál A307 (öryggis- og varnarmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 677 (þáltill.) útbýtt þann 1974-04-17 00:00:00

Þingmál A327 (Félagsmálasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 758 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1974-04-23 00:00:00

Þingmál A331 (þjónustustarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 767 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-04-24 00:00:00

Þingmál A337 (jafnvægi í efnahagsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 827 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-05-02 00:00:00

Þingmál A373 (olíuleit í hafsbotni umhverfis Ísland)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Stefán Gunnlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A375 (landkynningarstarfsemi)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Björn Jónsson (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1973-11-27 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Björn Jónsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1973-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A395 (fjöldi starfsliðs við stjórnsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 193 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1973-12-06 00:00:00

Þingmál A396 (yfirbyggingar á Bolungarvíkurvegi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 193 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1973-12-06 00:00:00

Þingmál A397 (Félagsmálasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 193 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1973-12-06 00:00:00
Þingræður:
38. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1973-12-18 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1973-12-18 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1973-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A398 (framkvæmd sveitarafvæðingar á Austurlandi 1973)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 193 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1973-12-06 00:00:00

Þingmál A421 (nám ökukennara)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Helgi Seljan - Ræða hófst: 1974-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A432 (utanríkismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 788 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1974-04-29 00:00:00

Þingmál A433 (Framkvæmdastofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 856 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1974-05-06 00:00:00

Þingmál B65 ()[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1974-02-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B89 ()[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Bjarni Guðnason - Ræða hófst: 1974-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S379 ()[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Oddur Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-02-28 00:00:00

Löggjafarþing 95

Þingmál A9 (ráðstafanir vegna gengis íslenskrar krónu)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1974-08-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B20 ()[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1974-08-29 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 96

Þingmál A1 (fjárlög 1975)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1974-10-31 00:00:00
Þingskjal nr. 176 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1974-12-19 00:00:00
Þingræður:
24. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1974-12-16 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1974-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (ráðstafanir í sjávarútvegi)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1974-11-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (launajöfnunarbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 344 (nefndarálit) útbýtt þann 1975-03-04 00:00:00
Þingræður:
81. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (virkjun Bessastaðaár í Fljótsdal)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Sverrir Bergmann - Ræða hófst: 1974-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A58 (verðtrygging fjárskuldbindinga)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1974-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (kaup á farþegaskipi er sigli milli Íslands, Færeyja, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (fiskræktarmál eldisstöðvarinnar að Laxalóni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (þáltill.) útbýtt þann 1974-12-02 00:00:00
Þingræður:
41. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A83 (lántökuheimildir erlendis)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Ólafur G. Einarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1974-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A129 (fisksölusamstarf við Belgíumenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (þáltill.) útbýtt þann 1974-12-20 00:00:00
Þingræður:
39. þingfundur - Oddur Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-01-30 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Oddur Ólafsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A130 (fóstureyðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (nefndarálit) útbýtt þann 1975-04-14 00:00:00
Þingræður:
80. þingfundur - Oddur Ólafsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (rannsóknir á snjóflóðum og skriðuföllum)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Tómas Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A135 (bifreiðatryggingar)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1975-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A149 (járnblendiverksmiðja í Hvalfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 275 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-02-06 00:00:00
Þingræður:
41. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1975-02-10 00:00:00 - [HTML]
58. þingfundur - Oddur Ólafsson - Ræða hófst: 1975-03-12 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1975-03-19 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Ingólfur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-04-23 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Magnús Kjartansson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-04-23 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Magnús Kjartansson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A153 (menntunarleyfi launþega)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1975-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A167 (söluskattur)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Magnús Kjartansson - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A169 (nýting á áveitu- og flæðiengjum landsins)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Þórarinn Sigurjónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A204 (ráðstafanir í efnahagsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 396 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-03-20 00:00:00
Þingskjal nr. 477 (nefndarálit) útbýtt þann 1975-04-21 00:00:00
Þingskjal nr. 493 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1975-04-23 00:00:00
Þingskjal nr. 518 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1975-04-26 00:00:00
Þingskjal nr. 520 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1975-04-26 00:00:00
Þingræður:
71. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1975-04-23 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1975-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A220 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A238 (Byggingarefnaverksmiðja ríkisins)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1975-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A251 (ráðstöfun gengismunar í þágu sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Garðar Sigurðsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1975-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A253 (þjóðminjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 492 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-04-22 00:00:00
Þingskjal nr. 659 (nefndarálit) útbýtt þann 1975-05-12 00:00:00
Þingskjal nr. 752 (nefndarálit) útbýtt þann 1975-05-14 00:00:00
Þingræður:
85. þingfundur - Ingvar Gíslason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A268 (Félagsmálasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 551 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1975-04-30 00:00:00
Þingskjal nr. 663 (nefndarálit) útbýtt þann 1975-05-12 00:00:00
Þingskjal nr. 757 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1975-05-14 00:00:00
Þingræður:
73. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1975-05-02 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1975-05-02 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Ellert B. Schram (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A285 (lán fyrir Flugleiðir hf.)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1975-05-09 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1975-05-09 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1975-05-14 00:00:00 - [HTML]
93. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1975-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A286 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Magnús Kjartansson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1975-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A310 (samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Geir Hallgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1974-12-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A346 (utanríkismál 1975)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 587 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1975-05-07 00:00:00
Þingræður:
78. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1975-05-13 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1975-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A347 (skýrsla um Framkvæmdastofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 777 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1975-05-15 00:00:00

Þingmál B20 ()[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Geir Hallgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1974-11-05 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason - Ræða hófst: 1974-11-05 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1974-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B71 ()[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1975-02-06 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 97

Þingmál A1 (fjárlög 1976)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-10-13 00:00:00
Þingskjal nr. 203 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1975-12-18 00:00:00
Þingskjal nr. 292 (lög í heild) útbýtt þann 1975-12-20 00:00:00
Þingræður:
9. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1975-10-28 00:00:00 - [HTML]
37. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1975-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A15 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-10-16 00:00:00

Þingmál A20 (ábyrgð á láni Landsvirkjunar til virkjana í Tungnaá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1975-10-16 00:00:00

Þingmál A51 (auglýsingar erlendra fyrirtækja í sjónvarpinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (þáltill.) útbýtt þann 1975-11-06 00:00:00
Þingræður:
81. þingfundur - Guðmundur H. Garðarsson - Ræða hófst: 1976-04-27 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Guðmundur H. Garðarsson - Ræða hófst: 1976-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (umferðarmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (þáltill.) útbýtt þann 1975-11-13 00:00:00
Þingræður:
21. þingfundur - Ellert B. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (samkomulag við Sambandslýðveldið Þýskaland um veiðar þýskra togara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 85 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1975-11-25 00:00:00
Þingræður:
23. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1975-11-26 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - Ræða hófst: 1975-11-26 00:00:00 - [HTML]
23. þingfundur - Guðmundur H. Garðarsson - Ræða hófst: 1975-11-26 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Garðar Sigurðsson - Ræða hófst: 1975-11-27 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Jóhannes Árnason - Ræða hófst: 1975-11-27 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1975-11-27 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson - Ræða hófst: 1975-11-27 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1975-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (samskipti Íslands við vestrænar þjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (þáltill.) útbýtt þann 1975-11-28 00:00:00
Þingræður:
28. þingfundur - Kristján J Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A120 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 174 (frumvarp) útbýtt þann 1975-12-16 00:00:00
Þingræður:
36. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1975-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (sykurhreinsunarstöð)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Þórarinn Sigurjónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-03-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A142 (tölvutækni við söfnun upplýsinga um skoðanir manna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 303 (þáltill.) útbýtt þann 1976-02-03 00:00:00
Þingræður:
74. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1976-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (fullorðinsfræðsla)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1976-03-04 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1976-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A182 (saltverksmiðja á Reykjanesi)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (jarðstöð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (þáltill.) útbýtt þann 1976-03-01 00:00:00

Þingmál A189 (tollur á vörur frá Bretlandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 398 (frumvarp) útbýtt þann 1976-03-03 00:00:00

Þingmál A205 (hámarkslaun)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1976-04-28 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Oddur Ólafsson - Ræða hófst: 1976-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A218 (lyfsölulög)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Oddur Ólafsson (Nefnd) - Ræða hófst: 1976-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A219 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 451 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-03-23 00:00:00

Þingmál A221 (graskögglaverksmiðjur)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Vigfús B. Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A235 (ættleiðing)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 482 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-04-05 00:00:00

Þingmál A247 (heimildir Færeyinga til fiskveiða innan fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 777 (nefndarálit) útbýtt þann 1976-05-13 00:00:00
Þingræður:
82. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1976-04-30 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Gils Guðmundsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-05-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A262 (Iðnþróunarsjóður fyrir Portúgal)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 584 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-04-30 00:00:00
Þingskjal nr. 833 (nefndarálit) útbýtt þann 1976-05-17 00:00:00
Þingræður:
94. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-05-03 00:00:00 - [HTML]
108. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-05-13 00:00:00 - [HTML]
111. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A264 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 586 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-04-30 00:00:00

Þingmál A276 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 659 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-05-10 00:00:00

Þingmál A277 (lögréttulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 660 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-05-06 00:00:00

Þingmál A318 (utanríkismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 522 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1976-04-08 00:00:00
Þingræður:
84. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1976-05-05 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1976-05-05 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1976-05-05 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson - Ræða hófst: 1976-05-05 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1976-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B25 ()[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Geir Hallgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1975-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B37 ()[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Geir Hallgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1975-11-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B45 ()[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1975-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B58 ()[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1976-01-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B63 ()[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Geir Hallgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1976-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B68 ()[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Garðar Sigurðsson - Ræða hófst: 1976-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B73 ()[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Jónas Árnason - Ræða hófst: 1976-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B84 ()[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1976-03-30 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Matthías Bjarnason (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1976-03-30 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-03-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B94 ()[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1976-04-28 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1976-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B104 ()[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1976-05-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B112 ()[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Geir Hallgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1976-02-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S84 ()[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Oddur Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-01-27 00:00:00
40. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1976-01-27 00:00:00

Löggjafarþing 98

Þingmál A1 (fjárlög 1977)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-10-12 12:00:00
Þingskjal nr. 186 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1976-12-20 00:00:00
Þingskjal nr. 282 (lög í heild) útbýtt þann 1976-12-21 00:00:00
Þingræður:
11. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1976-10-28 00:00:00 - [HTML]
31. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1976-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A6 (þingnefnd til að kanna framkvæmd dómsmála)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-10-27 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1976-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (rannsóknarlögregla ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 117 (nefndarálit) útbýtt þann 1976-12-02 00:00:00

Þingmál A15 (veiðar í fiskveiðilandhelgi)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1976-10-20 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1976-10-20 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1976-10-20 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1976-10-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (samkomulag um veiðar breskra togara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1976-10-14 15:00:00
Þingræður:
10. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1976-10-26 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1976-10-26 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1976-10-29 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Þórarinn Þórarinsson - Ræða hófst: 1976-10-29 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Gils Guðmundsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (orkulög)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1976-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A53 (samræming og efling útflutningsstarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (þáltill.) útbýtt þann 1976-11-02 15:00:00
Þingræður:
42. þingfundur - Lárus Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-01-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A65 (tölvutækni við söfnun upplýsinga um skoðanir manna og persónulega hagi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (þáltill.) útbýtt þann 1976-11-09 00:00:00
Þingræður:
59. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A69 (áhrif Framkvæmdastofnunar ríkisins og Byggðasjóðs á athugun á atvinnu- og byggðaþróun í landinu)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1977-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (aðild Grænlendinga að Norðurlandaráði)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1977-04-19 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1977-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A78 (Iðntæknistofnun Íslands)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1976-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A94 (rannsóknarnefnd til að rannsaka innkaupsverð á vörum)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Eðvarð Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-12-13 00:00:00 - [HTML]
22. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1976-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A96 (ættleiðingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-11-25 00:00:00

Þingmál A97 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 108 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-11-25 00:00:00

Þingmál A112 (landhelgismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (þáltill.) útbýtt þann 1976-12-07 00:00:00
Þingræður:
33. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-12-15 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1976-12-15 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1976-12-15 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson - Ræða hófst: 1976-12-15 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1976-12-15 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Guðmundur H. Garðarsson - Ræða hófst: 1976-12-15 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Karvel Pálmason - Ræða hófst: 1976-12-15 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1976-12-15 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Gils Guðmundsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1976-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A119 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-12-09 00:00:00
Þingskjal nr. 226 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1976-12-18 00:00:00
Þingskjal nr. 246 (nefndarálit) útbýtt þann 1976-12-20 00:00:00
Þingræður:
20. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1976-12-10 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1976-12-10 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-12-17 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Ragnar Arnalds (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-12-17 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Gylfi Þ Gíslason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1976-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A129 (járnblendiverksmiðja í Hvalfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1976-12-15 00:00:00
Þingskjal nr. 462 (nál. með rökst.) útbýtt þann 1977-04-15 00:00:00
Þingskjal nr. 639 (nefndarálit) útbýtt þann 1977-05-02 00:00:00
Þingræður:
46. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1977-02-09 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1977-02-10 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Sigurður Magnússon - Ræða hófst: 1977-02-10 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Ingólfur Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-04-14 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Ingvar Gíslason (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-04-14 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Sigurður Magnússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-04-18 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1977-04-18 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - Ræða hófst: 1977-04-18 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-05-02 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Stefán Jónsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1977-05-02 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Stefán Jónsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A141 (lögrétttulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-01-24 00:00:00

Þingmál A143 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 289 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-01-24 00:00:00

Þingmál A149 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (frumvarp) útbýtt þann 1977-01-26 00:00:00

Þingmál A153 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Jón G. Sólnes - Ræða hófst: 1977-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (fiskveiðiheimildir Íslendinga og Færeyinga)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1977-02-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A163 (atvinnulýðræði)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1977-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A192 (stefnumótun í orku- og iðnaðarmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 383 (þáltill.) útbýtt þann 1977-03-16 00:00:00

Þingmál A197 (skattfrelsi jarðstöðvar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 398 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-03-17 00:00:00
Þingskjal nr. 514 (nefndarálit) útbýtt þann 1977-04-25 00:00:00
Þingræður:
52. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1977-03-21 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1977-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A199 (virkjun Blöndu)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1977-03-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A203 (Húsnæðismálstofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 405 (frumvarp) útbýtt þann 1977-03-23 00:00:00

Þingmál A204 (úrsögn Íslands úr Atlantshafsbandalagi og uppsögn varnarsamnings)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 408 (þáltill.) útbýtt þann 1977-03-23 00:00:00

Þingmál A206 (atvinnumál á Suðurlandi)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Garðar Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-04-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A219 (hlutafélög)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1977-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A222 (Kennaraháskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 458 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-04-14 00:00:00

Þingmál A262 (útflutningsgjald af grásleppuhrognum)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Matthías Bjarnason (sjávarútvegsráðherra) - svar - Ræða hófst: 1977-03-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B15 ()[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Geir Hallgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1976-10-25 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1976-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B31 ()[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Lúðvík Jósepsson - Ræða hófst: 1976-11-30 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Geir Hallgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1976-11-30 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1976-11-30 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1976-11-30 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1976-11-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B78 ()[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1977-04-15 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1977-04-15 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson - Ræða hófst: 1977-04-15 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Guðmundur H. Garðarsson - Ræða hófst: 1977-04-15 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1977-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B81 ()[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1977-04-28 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Sverrir Hermannsson - Ræða hófst: 1977-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B83 ()[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Oddur Ólafsson - Ræða hófst: 1977-05-03 00:00:00 - [HTML]
85. þingfundur - Svava Jakobsdóttir - Ræða hófst: 1977-05-03 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 99

Þingmál A1 (fjárlög 1978)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-11 00:00:00
Þingskjal nr. 172 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1977-12-19 00:00:00
Þingskjal nr. 274 (breytingartillaga) útbýtt þann 1977-12-20 00:00:00
Þingskjal nr. 300 (lög í heild) útbýtt þann 1977-12-21 00:00:00
Þingræður:
30. þingfundur - Jóhann Hafstein - Ræða hófst: 1977-12-13 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Garðar Sigurðsson - Ræða hófst: 1977-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A17 (efling útflutningsstarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (þáltill.) útbýtt þann 1977-10-12 00:00:00
Þingræður:
10. þingfundur - Lárus Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-10-27 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1977-10-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A21 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Magnús Kjartansson - Ræða hófst: 1977-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A28 (útvarpslög)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Magnús Torfi Ólafsson - Ræða hófst: 1977-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 1977-10-19 00:00:00

Þingmál A36 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A49 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 476 (nefndarálit) útbýtt þann 1978-04-05 00:00:00
Þingræður:
75. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-04-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-25 00:00:00

Þingmál A52 (ættleiðingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-10-25 00:00:00

Þingmál A54 (tónmenntafræðsla í grunnskóla)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A59 (eignarráð yfir landinu)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-11-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A67 (atvinnumöguleikar ungs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (þáltill.) útbýtt þann 1977-11-02 00:00:00
Þingræður:
29. þingfundur - Guðmundur H. Garðarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-12-09 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1977-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A80 (járnblendiverksmiðjan í Hvalfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (þáltill.) útbýtt þann 1977-11-14 00:00:00
Þingræður:
51. þingfundur - Jónas Árnason - Ræða hófst: 1978-03-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A98 (löndun á loðnu til bræðslu)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Pétur Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A112 (Húsnæðismálastofnun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (frumvarp) útbýtt þann 1977-12-07 00:00:00
Þingræður:
48. þingfundur - Ingvar Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (íslenskur iðnaður)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1977-12-19 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1977-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A122 (reiðskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (þáltill.) útbýtt þann 1977-12-12 00:00:00
Þingræður:
66. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-04-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A131 (jöfnunargjald af sælgæti, brauðvörum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1977-12-14 00:00:00

Þingmál A172 (varnir gegn kynsjúkdómum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 338 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-02-07 00:00:00

Þingmál A173 (Þróunarsjóður lagmetisiðnaðarins)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1978-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A181 (bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1978-04-28 00:00:00 - [HTML]
98. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1978-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A183 (ríkið virkur aðili að kjarasamningum vinnumarkaðarins)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Gunnar Sveinsson - Ræða hófst: 1978-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A186 (upplýsingar hjá almannastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 364 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-02-14 00:00:00

Þingmál A187 (lögréttulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-02-14 00:00:00

Þingmál A188 (Kennaraháskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-02-15 00:00:00

Þingmál A199 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 393 (frumvarp) útbýtt þann 1978-02-23 00:00:00

Þingmál A217 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-03-15 00:00:00 - [HTML]
101. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A221 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 422 (þáltill.) útbýtt þann 1978-03-14 00:00:00

Þingmál A223 (útflutningur tilbúinna fiskrétta)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Benedikt Gröndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-04-11 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Matthías Bjarnason (sjávarútvegsráðherra) - svar - Ræða hófst: 1978-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A228 (Sölustofnun lagmetisiðnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 437 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-03-15 00:00:00
Þingræður:
67. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1978-03-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A240 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 455 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-03-30 00:00:00
Þingskjal nr. 824 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1978-05-02 00:00:00

Þingmál A244 (úrsögn Íslands úr Atlantshafsbandalagi og uppsögn varnarsamnings)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (þáltill.) útbýtt þann 1978-03-30 00:00:00

Þingmál A268 (Iðntæknistofnun Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 515 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-10 00:00:00
Þingræður:
75. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1978-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A279 (endurskoðun meiðyrðalöggjafar)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Vilborg Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A298 (skráning á upplýsingum er varða einkamálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 683 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-25 00:00:00

Þingmál A299 (jöfnunargjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 717 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-26 00:00:00
Þingræður:
86. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-04-27 00:00:00 - [HTML]
86. þingfundur - Gunnar J Friðriksson - Ræða hófst: 1978-04-27 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Lúðvík Jósepsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-05-02 00:00:00 - [HTML]
96. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-05-03 00:00:00 - [HTML]
103. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1978-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A304 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 785 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-29 00:00:00

Þingmál A307 (Myndlista- og handíðaskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 797 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-04-29 00:00:00

Þingmál A356 (markaðsmál landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Sigurlaug Bjarnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1977-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B78 ()[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1978-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B87 ()[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Einar Ágústsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1978-04-11 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1978-04-11 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Friðjón Þórðarson - Ræða hófst: 1978-04-11 00:00:00 - [HTML]
65. þingfundur - Svava Jakobsdóttir - Ræða hófst: 1978-04-11 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 100

Þingmál A2 (samningar við Norðmenn um réttindi landanna á Íslandshafi)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1978-10-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A4 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Gunnlaugur Stefánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-10-18 00:00:00 - [HTML]
5. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1978-10-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A10 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Vilmundur Gylfason - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-11-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (rannsóknarnefnd til að kanna rekstur Flugleiða og Eimskipafélags Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (þáltill.) útbýtt þann 1978-10-17 00:00:00
Þingræður:
32. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-12-07 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1978-12-12 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1979-03-22 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1979-03-22 00:00:00 - [HTML]
71. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1979-03-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (gjald á veiðileyfi útlendinga sem veiða í íslenskum ám)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1979-02-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (utanlandsferðir á kostnað ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Tómas Árnason (fjármálaráðherra) - prent - Ræða hófst: 1978-11-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A23 (tímabundið vörugjald)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1978-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (niðurfelling aðflutningsgjalda á vélum til fiskiðnaðar)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Guðmundur Karlsson - Ræða hófst: 1978-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A38 (verðlag)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1978-11-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A39 (kjaramál)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1978-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A40 (bann við kjarnorkuvopnum á íslensku yfirráðasvæði)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 1979-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (orkusparnaður)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1979-01-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A53 (verðjöfnunargjald af sauðfjárafurðum)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1978-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (fjárlög 1979)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 60 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-10-31 00:00:00
Þingskjal nr. 313 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1978-12-22 00:00:00

Þingmál A59 (þátttaka ungs fólks í atvinnulífinu)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Guðmundur H. Garðarsson - Ræða hófst: 1979-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A68 (upplýsingar hjá almannastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-11-06 00:00:00

Þingmál A82 (útflutningsstarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (þáltill.) útbýtt þann 1978-11-14 00:00:00

Þingmál A116 (endurskoðun meiðyrðalöggjafar)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Svava Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-05-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A125 (Framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1978-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A137 (verðjöfnunargjald af raforku)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1979-03-05 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1979-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A141 (fiskveiðar á Norðvestur-Atlantshafi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 196 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-12-15 00:00:00
Þingræður:
76. þingfundur - Benedikt Gröndal (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1979-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A142 (fiskveiðar á Norðvestur-Atlantshafi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1978-12-15 00:00:00
Þingræður:
39. þingfundur - Benedikt Gröndal (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1978-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A147 (verðgildi íslensks gjaldmiðils)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1979-01-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A151 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1978-12-19 00:00:00
Þingræður:
88. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1979-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A165 (fiskveiðiheimildir Íslendinga og Færeyinga)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1979-02-06 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Gils Guðmundsson - Ræða hófst: 1979-02-06 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 1979-02-06 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Guðmundur H. Garðarsson - Ræða hófst: 1979-02-06 00:00:00 - [HTML]
48. þingfundur - Bragi Níelsson - Ræða hófst: 1979-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A166 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 322 (frumvarp) útbýtt þann 1979-01-30 00:00:00
Þingræður:
56. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1979-02-14 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1979-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A191 (tollfrjálst iðnaðarsvæði við Keflavíkurflugvöll)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A202 (tímabundið olíugjald til fiskiskipa)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Kjartan Jóhannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1979-03-01 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Kjartan Jóhannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1979-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A207 (þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1979-03-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A208 (fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-03-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A209 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Bragi Níelsson - Ræða hófst: 1979-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A221 (tollskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (frumvarp) útbýtt þann 1979-03-13 00:00:00

Þingmál A225 (sveigjanlegur vinnutími hjá ríkisfyrirtækjum og ríkisstofnunum)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Friðrik Sophusson - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A230 (stjórn efnahagsmála o.fl.)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - Ræða hófst: 1979-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A270 (aðstoð við þroskahefta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 556 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-04-26 00:00:00

Þingmál A304 (jöfnunargjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 701 (frumvarp) útbýtt þann 1979-05-14 00:00:00
Þingræður:
100. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1979-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A311 (tímabundið aðlögunargjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 736 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-05-15 00:00:00
Þingræður:
89. þingfundur - Tómas Árnason (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-16 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-16 00:00:00 - [HTML]
89. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1979-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A315 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-05-17 00:00:00

Þingmál A338 (brennsla svartolíu í fiskiskipum)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Kjartan Jóhannsson (sjávarútvegsráðherra) - svar - Ræða hófst: 1979-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A351 (Norðurlandaráð 1978)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 491 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1979-03-28 00:00:00

Þingmál A357 (utanríkismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 567 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1979-04-27 00:00:00
Þingræður:
88. þingfundur - Benedikt Gröndal (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-07 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Einar Ágústsson - Ræða hófst: 1979-05-07 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Friðjón Þórðarson - Ræða hófst: 1979-05-07 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1979-05-07 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Benedikt Gröndal (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-07 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Svavar Gestsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1979-05-07 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1979-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B49 ()[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 1978-12-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B88 ()[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Magnús H. Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1979-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B96 ()[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1979-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S396 ()[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Benedikt Gröndal (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1979-04-24 00:00:00

Löggjafarþing 101

Þingmál A1 (fjárlög 1980)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-10-10 23:56:00

Þingmál A7 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-10-15 23:56:00

Þingmál B19 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1979-10-16 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 102

Þingmál A1 (fjárlög 1980)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1979-12-13 00:00:00

Þingmál A2 (viðskiptasamningur EFTA-landanna og Spánar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1979-12-13 00:00:00
Þingræður:
3. þingfundur - Kjartan Jóhannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1979-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (fuglaveiðar og fuglafriðun)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1980-01-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A45 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1980-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (tollfrjálst iðnaðarsvæði við Keflavíkurflugvöll)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-03-11 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Jóhann Einvarðsson - Ræða hófst: 1980-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A66 (aðild Íslands að Genfarbókuninni 1979)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1980-01-17 00:00:00
Þingræður:
19. þingfundur - Kjartan Jóhannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1980-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1980-01-31 00:00:00

Þingmál A103 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-02-11 00:00:00

Þingmál A104 (lögréttulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-02-11 00:00:00

Þingmál A111 (lántaka Framleiðsluráðs landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Steinþór Gestsson - Ræða hófst: 1980-03-12 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1980-03-12 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1980-03-12 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1980-03-12 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1980-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A116 (fjárlög 1980)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 193 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-03-10 00:00:00
Þingskjal nr. 241 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1980-03-31 00:00:00
Þingskjal nr. 288 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1980-04-02 00:00:00

Þingmál A127 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1980-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A136 (olíugjald til fiskiskipa)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1980-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A138 (tilraunaveiðar með dragnót)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Garðar Sigurðsson - Ræða hófst: 1980-05-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (veiðar erlendra fiskiskipa í íslenskri fiskveiðilögsögu)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1980-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A146 (hafnargerð við Dyrhólaey)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Siggeir Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A153 (Evrópusamningur um varnir gegn hryðjuverkum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 326 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1980-04-17 00:00:00

Þingmál A178 (upplýsingar hjá almannastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 407 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-05-03 00:00:00

Þingmál A179 (upplýsingar er varða einkamálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 408 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-05-03 00:00:00

Þingmál A184 (Iðnrekstrarsjóður)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1980-05-19 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1980-05-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A200 (samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 576 (nefndarálit) útbýtt þann 1980-05-19 00:00:00
Þingræður:
59. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1980-05-16 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-05-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A219 (hagræðingarlán til iðnaðar)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1980-01-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A231 (utanríkismál 1980)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1980-04-28 00:00:00
Þingræður:
60. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1980-05-17 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1980-05-17 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1980-05-17 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1980-05-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B110 ()[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1980-05-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B119 ()[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1980-05-22 00:00:00 - [HTML]
102. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1980-05-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S68 ()[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-01-24 00:00:00
16. þingfundur - Bragi Sigurjónsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1980-01-24 00:00:00
16. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1980-01-24 00:00:00

Löggjafarþing 103

Þingmál A1 (fjárlög 1981)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-13 00:00:00
Þingskjal nr. 244 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1980-12-16 00:00:00
Þingskjal nr. 382 (lög í heild) útbýtt þann 1980-12-20 00:00:00
Þingræður:
15. þingfundur - Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-11-06 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1980-11-06 00:00:00 - [HTML]
15. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1980-11-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A2 (skráning á upplýsingum er varða einkamálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-13 00:00:00

Þingmál A3 (upplýsingar hjá almannastofnunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-10-13 00:00:00

Þingmál A15 (landhelgisgæsla)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1981-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (réttarstaða fólks í óvígðri sambúð)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1980-10-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (málefni Flugleiða hf.)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1980-10-22 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1980-10-27 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Salome Þorkelsdóttir - Ræða hófst: 1980-10-27 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1980-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (tímabundið innflutningsgjald á sælgæti og kex)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-10-29 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1980-10-29 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1980-11-10 00:00:00 - [HTML]
13. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1980-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (breytt verðgildi íslensks gjaldmiðils)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1980-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (rannsóknir í þágu atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Magnús H. Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A51 (bygging útvarpshúss)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Markús Á Einarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-11-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A52 (sveigjanlegur vinnutími hjá ríkisfyrirtækjum)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Friðrik Sophusson - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-11-27 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1980-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A56 (Framleiðsluráð landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Pálmi Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1980-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A73 (útflutningsgjald af sjávarafurðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-11-03 00:00:00
Þingræður:
17. þingfundur - Stefán Guðmundsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-11-24 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1980-12-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (iðnaðarstefna)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1980-12-04 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Guðmundur G. Þórarinsson - Ræða hófst: 1980-12-11 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1981-01-29 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1981-01-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 98 (frumvarp) útbýtt þann 1980-11-11 00:00:00
Þingræður:
24. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-12-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A99 (eldsneytisgeymar varnarliðsins)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1981-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (stefnumörkun í landbúnaði)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Egill Jónsson - Ræða hófst: 1981-03-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A108 (samkeppnisstaða íslendinga)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Guðmundur Karlsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-02-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A153 (samningur um gagnkvæma aðstoð í tollamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-12-04 00:00:00

Þingmál A168 (aðild Grikklands að Efnahagsbandalagi Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1980-12-10 00:00:00
Þingskjal nr. 350 (nefndarálit) útbýtt þann 1980-12-19 00:00:00
Þingskjal nr. 380 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1980-12-20 00:00:00
Þingræður:
33. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1980-12-12 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Geir Hallgrímsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A171 (jöfnunargjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-12-10 00:00:00
Þingræður:
40. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1980-12-18 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 1980-12-18 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1980-12-19 00:00:00 - [HTML]
41. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1980-12-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A174 (fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1981-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A176 (vörugjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1980-12-11 00:00:00

Þingmál A202 (þingmannanefnd er vinni að auknu samstarfi Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Árni Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-03-10 00:00:00 - [HTML]
59. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1981-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A221 (útflutningsgjald af sjávarafurðum)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1981-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A226 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Svavar Gestsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1981-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A258 (ný orkuver)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1981-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A259 (fríðiðnaðarsvæði við Keflavíkurflugvöll)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 514 (þáltill.) útbýtt þann 1981-03-17 00:00:00

Þingmál A261 (jafnrétti kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-04-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A263 (varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 521 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-03-17 00:00:00

Þingmál A290 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A292 (Þróunarsamvinnustofnun Íslands)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1981-05-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A301 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1981-04-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A302 (lögréttulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 655 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-04-13 00:00:00

Þingmál A307 (fiskveiðar á Norðaustur-Atlantshafi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 674 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-04-28 00:00:00
Þingræður:
102. þingfundur - Garðar Sigurðsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A309 (Alþjóðaorkustofnunin)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 681 (þáltill.) útbýtt þann 1981-04-29 00:00:00

Þingmál A312 (sjóefnavinnsla á Reykjanesi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 709 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-05-04 00:00:00

Þingmál A313 (steinullarverksmiðja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 710 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-05-04 00:00:00
Þingræður:
109. þingfundur - Steinþór Gestsson - Ræða hófst: 1981-05-23 00:00:00 - [HTML]
112. þingfundur - Guðmundur Karlsson - Ræða hófst: 1981-05-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A323 (tollskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 789 (frumvarp) útbýtt þann 1981-05-12 00:00:00

Þingmál A337 (málefni Flugleiða)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1980-10-21 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1980-10-21 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1980-10-21 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1980-10-28 00:00:00 - [HTML]
11. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1980-10-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A361 (verslun og innflutningur á kartöflum)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Pálmi Jónsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1980-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A372 (málefni Ríkisútvarpsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 1981-04-13 00:00:00

Þingmál A388 (utanríkismál 1981)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1981-03-30 00:00:00
Þingræður:
82. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1981-05-11 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Benedikt Gröndal - Ræða hófst: 1981-05-11 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Svavar Gestsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1981-05-11 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1981-05-11 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1981-05-15 00:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1981-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A394 (Evrópuráðsþingið 1980)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 672 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1981-04-28 00:00:00

Þingmál B77 ()[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1981-02-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B128 ()[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Friðjón Þórðarson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1981-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S107 ()[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Stefán Guðmundsson - Ræða hófst: 1980-12-02 00:00:00

Löggjafarþing 104

Þingmál A1 (fjárlög 1982)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-10-12 12:59:00
Þingskjal nr. 212 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1981-12-18 00:00:00
Þingskjal nr. 271 (lög í heild) útbýtt þann 1981-12-19 00:00:00
Þingræður:
12. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1981-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A9 (aðild Íslands að Alþjóðaorkustofnuninni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (þáltill.) útbýtt þann 1981-10-13 00:00:00
Þingræður:
33. þingfundur - Eiður Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-12-10 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1981-12-10 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1981-12-10 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1981-12-10 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Albert Guðmundsson - Ræða hófst: 1981-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (stóriðnaður á Norðurlandi)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1981-11-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Guðmundur J. Guðmundsson - Ræða hófst: 1981-11-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A22 (fiskiræktar- og veiðmál)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1981-10-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A42 (ráðstafanir vegna breytingar á gengi íslenskrar krónu)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1981-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A47 (ráðunautur í öryggis- og varnarmálum)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1982-02-09 00:00:00 - [HTML]
51. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1982-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A50 (tjón á Vesturlínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1981-10-27 00:00:00

Þingmál A52 (iðnkynning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 55 (þáltill.) útbýtt þann 1981-10-27 00:00:00
Þingræður:
46. þingfundur - Davíð Aðalsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A69 (útflutningsgjald af sjávarafurðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 72 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-11-02 00:00:00

Þingmál A71 (kornrækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (þáltill.) útbýtt þann 1981-11-03 00:00:00

Þingmál A76 (afnám tekjuskatts af almennum launatekjum)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1981-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (fjármagn til fiskleitar, vinnslutilrauna o.fl.)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (sjávarútvegsráðherra) - prent - Ræða hófst: 1981-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A84 (iðnaðarstefna)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Friðrik Sophusson - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-01-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (fríiðnaðarsvæði við Keflavíkurflugvöll)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (þáltill.) útbýtt þann 1981-11-09 00:00:00
Þingræður:
52. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A90 (Hæstiréttur Íslands)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Friðjón Þórðarson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1981-11-16 00:00:00 - [HTML]
12. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1981-11-16 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1981-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (öryggisbúnaður fiski- og farskipahafna)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Jón Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A110 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 113 (frumvarp) útbýtt þann 1981-11-23 00:00:00
Þingræður:
22. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1981-12-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (alþjóðleg ráðstefna um afvopnun á Norður-Atlantshafi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (þáltill.) útbýtt þann 1981-11-25 00:00:00
Þingræður:
52. þingfundur - Guðmundur G. Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-02-11 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 1982-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A127 (hagnýting orkulinda)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Geir Hallgrímsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 168 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-12-10 00:00:00

Þingmál A149 (virkjunarframkvæmdir og orkunýting)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1982-03-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A150 (tollskrá o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 177 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1981-12-11 00:00:00
Þingskjal nr. 249 (breytingartillaga) útbýtt þann 1981-12-18 00:00:00
Þingskjal nr. 259 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1981-12-18 00:00:00
Þingræður:
26. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1981-12-17 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1981-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A154 (stuðningur við pólsku þjóðina)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 191 (þáltill. n.) útbýtt þann 1981-12-14 00:00:00
Þingræður:
35. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1981-12-14 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Geir Hallgrímsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A156 (tollskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 196 (frumvarp) útbýtt þann 1981-12-15 00:00:00

Þingmál A174 (afstaða ríkisstjórnarinnar til einræðisstjórnarinnar í Tyrklandi)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1982-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A180 (stefna í flugmálum)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Skúli Alexandersson - Ræða hófst: 1982-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A198 (verndun á laxi í Norður-Atlantshafi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 325 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1982-02-10 00:00:00
Þingræður:
57. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1982-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A201 (málefni El Salvador)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-03-25 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1982-03-25 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1982-03-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A205 (tekjuöflun vegna ráðstafana í efnahagsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 337 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-02-16 00:00:00
Þingskjal nr. 368 (nefndarálit) útbýtt þann 1982-02-23 00:00:00
Þingræður:
42. þingfundur - Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1982-02-18 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen - Ræða hófst: 1982-02-18 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-02-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A208 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1982-03-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A223 (brú yfir Hvalfjörð)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Jósef Halldór Þorgeirsson - Ræða hófst: 1982-03-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A225 (úttekt á svartri atvinnustarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 406 (þáltill.) útbýtt þann 1982-03-03 00:00:00
Þingræður:
60. þingfundur - Vilmundur Gylfason - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-03-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A239 (hafnargerð við Dyrhólaey)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Siggeir Björnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-03-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A243 (steinullarverksmiðja í Þorlákshöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 472 (þáltill.) útbýtt þann 1982-03-18 00:00:00
Þingræður:
72. þingfundur - Garðar Sigurðsson - Ræða hófst: 1982-03-31 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Magnús H. Magnússon - Ræða hófst: 1982-03-31 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Garðar Sigurðsson - Ræða hófst: 1982-03-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A266 (sykurverksmiðja í Hveragerði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 564 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-03-31 00:00:00
Þingræður:
61. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-02 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Þórarinn Sigurjónsson - Ræða hófst: 1982-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A270 (herforingjastjórnin í Tyrklandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 580 (þáltill.) útbýtt þann 1982-04-05 00:00:00

Þingmál A272 (Kísiliðjan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 584 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-04-02 00:00:00
Þingræður:
64. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A279 (kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 609 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-04-06 00:00:00
Þingskjal nr. 942 (nefndarálit) útbýtt þann 1982-05-07 00:00:00
Þingræður:
63. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-14 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1982-04-14 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-05-05 00:00:00 - [HTML]
87. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-05-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A296 (loðdýrarækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 659 (frumvarp) útbýtt þann 1982-04-21 00:00:00

Þingmál A307 (neyðarbirgðir olíu o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 764 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-04-27 00:00:00
Þingræður:
80. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1982-05-03 00:00:00 - [HTML]
80. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1982-05-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A312 (stefnumörkun í landbúnaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1982-04-30 00:00:00

Þingmál A331 (gróði bankakerfisins)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1981-11-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A333 (þjóðhagsáætlun 1982)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1981-10-22 00:00:00

Þingmál A335 (rekstrar- og afurðalán landbúnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1981-10-27 00:00:00

Þingmál A336 (beinar greiðslur til bænda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1981-10-27 00:00:00

Þingmál A337 (nýjar kjarnorkueldflaugar í Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1981-10-27 00:00:00
Þingræður:
24. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-11-24 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1981-11-24 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1981-11-24 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1981-11-24 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1981-11-24 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1981-11-24 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1981-11-24 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1981-11-24 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1981-11-24 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1981-11-24 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1981-11-24 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1981-11-24 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1981-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A338 (aðild Íslands að kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 1981-10-27 00:00:00
Þingræður:
24. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-11-24 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1981-11-24 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1981-11-24 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1981-11-24 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1981-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A340 (harðindi norðanlands)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Halldór Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1981-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A345 (leiguskip Skipaútgerðar ríkisins)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1982-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A354 (efnahagsmál)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Svavar Gestsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1982-01-28 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Gunnar Thoroddsen (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1982-02-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A364 (utanríkismál 1982)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 447 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1982-03-15 00:00:00
Þingræður:
75. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-06 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1982-04-06 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1982-04-06 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson - Ræða hófst: 1982-04-06 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-27 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1982-04-27 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1982-04-27 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1982-04-27 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Haraldur Ólafsson - Ræða hófst: 1982-04-27 00:00:00 - [HTML]
81. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1982-04-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A373 (Evrópuráðsþingið 1982)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 560 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1982-03-31 00:00:00

Þingmál A385 (framkvæmd jöfnunar á starfsskilyrðum atvinnuveganna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 876 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1982-05-03 00:00:00

Þingmál B24 ()[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1981-10-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B34 ()[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir - Ræða hófst: 1981-11-10 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1981-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B35 ()[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1981-11-12 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1981-11-12 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1981-11-12 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Ólafur G. Einarsson - Ræða hófst: 1981-11-12 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1981-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B36 ()[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1981-11-12 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1981-11-12 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Guðmundur G. Þórarinsson - Ræða hófst: 1981-11-12 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Vilmundur Gylfason - Ræða hófst: 1981-11-12 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Lárus Jónsson - Ræða hófst: 1981-11-12 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1981-11-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B81 ()[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1982-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B110 ()[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Geir Hallgrímsson - Ræða hófst: 1982-05-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S25 ()[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1981-10-27 00:00:00

Þingmál S66 ()[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1981-12-08 00:00:00

Löggjafarþing 105

Þingmál A1 (fjárlög 1983)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-10-12 09:49:00
Þingskjal nr. 175 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1982-12-18 00:00:00
Þingskjal nr. 247 (lög í heild) útbýtt þann 1982-12-18 00:00:00
Þingræður:
13. þingfundur - Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1982-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A12 (veiðar í erlendri fiskveiðilandhelgi)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1982-10-26 00:00:00 - [HTML]
8. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - Ræða hófst: 1982-10-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A13 (stefna í flugmálum)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1982-10-19 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1982-10-19 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Magnús H. Magnússon - Ræða hófst: 1982-10-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A16 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Vilmundur Gylfason - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A17 (verktakastarfsemi við Keflavíkurflugvöll)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1982-11-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (stóriðnaður á Norðurlandi)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-10-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A24 (viðræðunefnd við Alusuisse)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-10-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A32 (hafsbotnsréttindi Íslands í suðri)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1982-11-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A33 (neyðarbirgðir olíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1982-10-19 14:20:00
Þingræður:
9. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1982-11-10 00:00:00 - [HTML]
9. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1982-11-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A34 (hafsbotnsréttindi Íslands á Reykjaneshrygg)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1982-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (laxveiðar Færeyinga í sjó)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Pálmi Jónsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A46 (stefnumörkun í landbúnaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1982-10-25 18:20:00

Þingmál A47 (ráðunautur í öryggis- og varnarmálum)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1983-01-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (orlof)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1982-11-03 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Guðmundur J. Guðmundsson - Ræða hófst: 1982-11-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (efnahagsaðgerðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 180 (nefndarálit) útbýtt þann 1982-12-17 00:00:00
Þingræður:
11. þingfundur - Tómas Árnason (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 1982-11-22 00:00:00 - [HTML]
38. þingfundur - Matthías Bjarnason - Ræða hófst: 1983-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A88 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Ingvar Gíslason (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1982-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (hvalveiðibann)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Stefán Jónsson - Ræða hófst: 1983-01-27 00:00:00 - [HTML]
45. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1983-02-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A92 (gerð frumvarps til stjórnarskipunarlaga um aðgreiningu löggjafarvalds og framkvæmdavalds)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 94 (þáltill.) útbýtt þann 1982-11-18 00:00:00

Þingmál A110 (afvopnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 112 (þáltill.) útbýtt þann 1982-11-23 00:00:00

Þingmál A111 (Tónskáldasjóður Íslands)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Halldór Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-12-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 (rannsóknir á laxastofninum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 127 (þáltill.) útbýtt þann 1982-11-30 13:42:00
Þingræður:
51. þingfundur - Davíð Aðalsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-02-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A132 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Eiður Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1982-12-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (fullgilding samnings um loftmengun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 138 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1982-12-06 13:42:00
Þingræður:
38. þingfundur - Ólafur Jóhannesson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1983-01-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A147 (fríiðnaðarsvæði við Keflavíkurflugvöll)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 172 (þáltill.) útbýtt þann 1982-12-15 00:00:00

Þingmál A186 (rannsóknir í þágu atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1983-02-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A204 (orkuverð til Íslenska álfélagsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-23 15:53:00

Þingmál A205 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-02-21 15:53:00

Þingmál A206 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 367 (frumvarp) útbýtt þann 1983-02-25 15:53:00
Þingræður:
46. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1983-02-28 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Árni Gunnarsson - Ræða hófst: 1983-02-28 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1983-03-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A231 (viðræðunefnd við Alusuisse)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]
64. þingfundur - Ragnar Arnalds (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A232 (kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 475 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1983-03-04 00:00:00
Þingræður:
63. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A243 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (frumvarp) útbýtt þann 1983-03-09 00:00:00
Þingræður:
68. þingfundur - Gunnar Thoroddsen - Ræða hófst: 1983-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A264 (þjóðhagsáætlun fyrir árið 1993)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1982-10-25 18:20:00

Þingmál A265 (stjórn og starfræksla póst- og símamála)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Jón Ármann Héðinsson - Ræða hófst: 1982-12-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A278 (utanríkismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 398 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1983-02-28 15:53:00

Þingmál A281 (Evrópuráðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1983-03-03 15:53:00

Þingmál B46 ()[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1982-12-09 00:00:00 - [HTML]
28. þingfundur - Guðmundur G. Þórarinsson - Ræða hófst: 1982-12-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B68 ()[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Guðmundur G. Þórarinsson - Ræða hófst: 1983-02-01 00:00:00 - [HTML]
43. þingfundur - Guðmundur G. Þórarinsson - Ræða hófst: 1983-02-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B79 ()[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1983-02-16 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Guðmundur G. Þórarinsson - Ræða hófst: 1983-02-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B119 ()[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1983-03-14 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 106

Þingmál A1 (fjárlög 1984)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-10-11 23:59:00
Þingskjal nr. 212 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1983-12-16 00:00:00
Þingskjal nr. 305 (lög í heild) útbýtt þann 1983-12-20 00:00:00

Þingmál A6 (afvopnun og takmörkun vígbúnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (þáltill.) útbýtt þann 1983-10-11 23:59:00
Þingræður:
27. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-11-29 00:00:00 - [HTML]
27. þingfundur - Gunnar G. Schram - Ræða hófst: 1983-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A11 (launamál)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1983-11-02 00:00:00 - [HTML]
24. þingfundur - Tómas Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1983-12-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (verslunaratvinna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (frumvarp) útbýtt þann 1983-10-13 23:59:00
Þingræður:
18. þingfundur - Svavar Gestsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-11-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A20 (hjartaskurðlækningar á Landspítalanum)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-11-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (lagmetisiðnaður)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Tómas Árnason - Ræða hófst: 1983-11-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A44 (Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-10-20 00:00:00

Þingmál A69 (nauðsyn afvopnunar)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-12-06 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1983-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A70 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-11-01 00:00:00

Þingmál A74 (fordæming á innrásinni í Grenada)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A82 (Ríkismat sjávarafurða)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1983-11-23 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Garðar Sigurðsson - Ræða hófst: 1983-11-23 00:00:00 - [HTML]
97. þingfundur - Skúli Alexandersson - Ræða hófst: 1984-05-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (rekstrargrundvöllur sláturhúsa)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Jón Helgason (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-01-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A95 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1983-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A111 (áfengt öl)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1984-05-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A114 (stöðvun uppsetningar kjarnaflugvopna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 141 (þáltill.) útbýtt þann 1983-11-23 00:00:00
Þingræður:
29. þingfundur - Stefán Benediktsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-12-06 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1983-12-06 00:00:00 - [HTML]
29. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - Ræða hófst: 1983-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A122 (framsal sakamanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-11-29 00:00:00

Þingmál A139 (frysting kjarnorkuvopna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 179 (þáltill.) útbýtt þann 1983-12-08 00:00:00
Þingræður:
33. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-12-15 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1983-12-15 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Geir Hallgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1983-12-15 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1983-12-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A140 (lántaka vegna flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 648 (nefndarálit) útbýtt þann 1984-04-13 00:00:00
Þingræður:
35. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1983-12-17 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1984-02-01 00:00:00 - [HTML]
44. þingfundur - Garðar Sigurðsson - Ræða hófst: 1984-02-08 00:00:00 - [HTML]
76. þingfundur - Guðmundur Einarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A144 (lánsfjárlög 1984)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Kjartan Jóhannsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-03-14 00:00:00 - [HTML]
66. þingfundur - Albert Guðmundsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A145 (flugstöðvarbygging á Keflavíkuflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 195 (þáltill.) útbýtt þann 1983-12-13 00:00:00
Þingræður:
59. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A146 (umhverfismál)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1984-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A148 (áhrif nýrrar tækni á íslenska atvinnuvegi)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1984-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A153 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 219 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1983-12-15 00:00:00

Þingmál A154 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Stefán Benediktsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A155 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1984-03-07 00:00:00 - [HTML]
96. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1984-05-17 00:00:00 - [HTML]
97. þingfundur - Kristín S. Kvaran - Ræða hófst: 1984-05-18 00:00:00 - [HTML]
98. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1984-05-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A172 (hagnýting Íslandsmiða utan efnahagslögsögunnar)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-02-09 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Pétur Sigurðsson - Ræða hófst: 1984-02-09 00:00:00 - [HTML]
46. þingfundur - Guðmundur H. Garðarsson - Ræða hófst: 1984-02-09 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A178 (sala lagmetisiðju ríkisins á Siglufirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-02-01 00:00:00
Þingræður:
48. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-02-08 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A181 (sala jarðarinnar Bæjarstæðis í Seyðisfjarðarhreppi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 325 (frumvarp) útbýtt þann 1984-02-06 00:00:00

Þingmál A184 (friðarfræðsla)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1984-03-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A189 (fríiðnaðarsvæði við Keflavíkurflugvöll)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 337 (þáltill.) útbýtt þann 1984-02-13 00:00:00
Þingræður:
62. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A191 (lágmarkslaun)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Sighvatur Björgvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-02-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A194 (sameiginleg hagsmunamál Grænlendinga og Íslendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (þáltill.) útbýtt þann 1984-02-14 00:00:00
Þingræður:
54. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1984-02-21 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1984-02-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A197 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 353 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-02-14 00:00:00
Þingræður:
55. þingfundur - Albert Guðmundsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-02-27 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Davíð Aðalsteinsson - Ræða hófst: 1984-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A203 (úttekt á rekstrar- og afurðalánakerfi atvinnuveganna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (þáltill.) útbýtt þann 1984-02-20 00:00:00
Þingræður:
62. þingfundur - Guðmundur H. Garðarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-03-06 00:00:00 - [HTML]
62. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1984-03-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A211 (átak í nýiðnaði)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Kristófer Már Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-02-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A218 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 387 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-02-24 00:00:00

Þingmál A223 (útflutningsgjald af sjávarafurðum)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Stefán Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A230 (kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 402 (þáltill.) útbýtt þann 1984-03-01 00:00:00
Þingræður:
84. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A232 (afvopnun á Norður-Atlantshafi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 406 (þáltill.) útbýtt þann 1984-03-01 00:00:00

Þingmál A240 (ábyrgð á láni fyrir Arnarflug)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Albert Guðmundsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-03-12 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Albert Guðmundsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-04-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A245 (útflutningur dilkakjöts)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1984-04-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A257 (fræðslukerfi og atvinnulíf)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Tómas Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-05-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A264 (tjón af hringormi í fiski)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Gunnar G. Schram - Ræða hófst: 1984-04-24 00:00:00 - [HTML]
82. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1984-04-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A278 (kynning á líftækni)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Guðmundur Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A285 (mengun lofts og lagar)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Matthías Bjarnason (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1984-04-10 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Matthías Bjarnason (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1984-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A290 (sjónvarpsefni frá fjarskiptahnöttum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 562 (þáltill.) útbýtt þann 1984-04-05 00:00:00
Þingræður:
84. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-26 00:00:00 - [HTML]
84. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1984-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A297 (ný tækni í vinnubrögðum á Alþingi)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Eiður Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-04-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A304 (selveiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-04-10 00:00:00
Þingræður:
73. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1984-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A335 (kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-05-08 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1984-05-08 00:00:00 - [HTML]
88. þingfundur - Sigríður Dúna Kristmundsdóttir - Ræða hófst: 1984-05-08 00:00:00 - [HTML]
92. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-05-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A363 (kjaradómur í vinnudeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Flugleiða)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Matthías Bjarnason (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 1984-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A372 (bráðabirgðasamningur milli Íslands og SwissAluminium)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1983-10-25 00:00:00
Þingræður:
25. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1983-11-24 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1983-11-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A375 (`tarfsemi ríkisfyrirtækja og hlutafélaga með ríkisaðild er tilheyra starssviði iðnaðarráðuneytis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 216 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1983-12-15 00:00:00

Þingmál A379 (þing Evrópuráðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 742 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1984-05-04 00:00:00

Þingmál A380 (utanríkismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 744 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1984-05-03 00:00:00
Þingræður:
91. þingfundur - Geir Hallgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1984-05-17 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1984-05-17 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1984-05-17 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - Ræða hófst: 1984-05-17 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1984-05-17 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1984-05-17 00:00:00 - [HTML]
91. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1984-05-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A381 (norrænt samstarf 1983)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 901 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1984-05-17 00:00:00

Þingmál A403 (lögrétta og endurbætur í dómsmálum)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1983-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A407 (kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 1984-01-31 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-01-31 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A424 (notkun sjónvarpsefnis í skólum)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A452 (jafnréttislög)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Matthías Bjarnason (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 1983-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B64 ()[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - Ræða hófst: 1983-12-05 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Geir Hallgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1983-12-05 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1983-12-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B104 ()[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B141 ()[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1984-04-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B157 ()[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-05-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B164 ()[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - Ræða hófst: 1984-05-15 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Jón Helgason (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-05-15 00:00:00 - [HTML]
90. þingfundur - Sigríður Dúna Kristmundsdóttir - Ræða hófst: 1984-05-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B189 ()[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1984-05-22 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 107

Þingmál A1 (fjárlög 1985)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-10-11 15:53:00
Þingskjal nr. 314 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1984-12-17 00:00:00
Þingskjal nr. 381 (breytingartillaga) útbýtt þann 1984-12-19 00:00:00
Þingskjal nr. 425 (lög í heild) útbýtt þann 1984-12-21 00:00:00

Þingmál A3 (umsvif erlendra sendiráða)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1984-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A5 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-10-11 15:53:00
Þingræður:
44. þingfundur - Kristín S. Kvaran (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-25 00:00:00 - [HTML]
47. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 1985-03-13 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1985-05-14 00:00:00 - [HTML]
96. þingfundur - Eiður Guðnason (4. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A14 (frysting kjarnorkuvopna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (þáltill.) útbýtt þann 1984-10-11 15:53:00
Þingræður:
10. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-10-25 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Geir Hallgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1984-10-25 00:00:00 - [HTML]
10. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - Ræða hófst: 1984-10-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A29 (endurmenntun vegna tæknivæðingar)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Alexander Stefánsson (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A43 (endurskoðun á ársreikningum ÍSALs 1983)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-10-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A55 (vantraust á ríkisstjórnina)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1984-11-08 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A75 (fræðslukerfi og atvinnulíf)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Tómas Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A85 (rannsóknarnefnd til að rannsaka afskipti ráðherra og embættismanna af rekstri ólöglegra útvarpsstöðv)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1984-10-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (áfengislög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1985-05-09 00:00:00 - [HTML]
69. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1985-05-14 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Garðar Sigurðsson - Ræða hófst: 1985-05-22 00:00:00 - [HTML]
94. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1985-06-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A100 (þingnefnd vegna rekstrarvanda í sjávarútvegi)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Skúli Alexandersson - Ræða hófst: 1984-11-01 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A101 (afvopnun og takmörkun vígbúnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (þáltill.) útbýtt þann 1984-10-22 00:00:00

Þingmál A102 (framleiðslustjórn í landbúnaði)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-14 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1985-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A118 (umhverfismál og náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (þáltill.) útbýtt þann 1984-10-25 00:00:00

Þingmál A129 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Karl Steinar Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A132 (listskreyting Hallgrímskirkju)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A133 (sala Landssmiðjunnar)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Guðmundur J. Guðmundsson - Ræða hófst: 1984-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A143 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-11-07 00:00:00
Þingskjal nr. 169 (nefndarálit) útbýtt þann 1984-11-15 00:00:00
Þingskjal nr. 176 (nefndarálit) útbýtt þann 1984-11-20 00:00:00
Þingskjal nr. 196 (nefndarálit) útbýtt þann 1984-11-28 00:00:00
Þingskjal nr. 201 (nefndarálit) útbýtt þann 1984-11-28 00:00:00
Þingræður:
11. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-11-08 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-11-21 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1984-11-21 00:00:00 - [HTML]
14. þingfundur - Sverrir Sveinsson - Ræða hófst: 1984-11-21 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Davíð Aðalsteinsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-20 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Stefán Benediktsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-20 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Skúli Alexandersson (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-20 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1984-11-20 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1984-11-20 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-28 00:00:00 - [HTML]
16. þingfundur - Gunnar G. Schram (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-28 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1984-11-29 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1984-11-29 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1984-11-29 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1984-11-29 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Gunnar G. Schram (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1984-11-29 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1984-11-29 00:00:00 - [HTML]
18. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1984-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A162 (stighækkandi eignarskattsauki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (þáltill.) útbýtt þann 1984-11-19 00:00:00

Þingmál A175 (verndun kaupmáttar)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Svavar Gestsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-12-05 00:00:00 - [HTML]
40. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1985-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A177 (fjárfestingar erlendra aðila í atvinnufyrirtækjum)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Björn Líndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1984-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A203 (kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 1985-03-19 00:00:00 - [HTML]
61. þingfundur - Geir Hallgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1985-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A204 (geymsla kjarnorkuvopna á íslensku yfirráðasvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 239 (þáltill.) útbýtt þann 1984-12-10 00:00:00
Þingræður:
49. þingfundur - Haraldur Ólafsson - Ræða hófst: 1985-02-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A206 (nýjar hernaðarratsjárstöðvar á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (þáltill.) útbýtt þann 1984-12-10 00:00:00
Þingræður:
62. þingfundur - Geir Hallgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1985-03-21 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-04-23 00:00:00 - [HTML]
74. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1985-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A210 (selveiðar við Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 249 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-12-10 00:00:00
Þingræður:
37. þingfundur - Gunnar G. Schram - Ræða hófst: 1985-01-30 00:00:00 - [HTML]
55. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1985-04-10 00:00:00 - [HTML]
105. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1985-06-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A213 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-12-10 00:00:00
Þingræður:
39. þingfundur - Albert Guðmundsson (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-01-30 00:00:00 - [HTML]
39. þingfundur - Sigríður Dúna Kristmundsdóttir - Ræða hófst: 1985-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A218 (norskt sjónvarp um gervihnött)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1984-12-18 00:00:00 - [HTML]
35. þingfundur - Gunnar G. Schram - Ræða hófst: 1984-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A222 (stofnun og rekstur smáfyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1985-06-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A225 (staðfesting Flórens-sáttmála)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A228 (ríkisstyrkir Norðmanna til sjávarútvegs)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1985-02-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A235 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-12-13 00:00:00
Þingræður:
30. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1984-12-18 00:00:00 - [HTML]
49. þingfundur - Gunnar G. Schram - Ræða hófst: 1985-03-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A243 (Veðurstofa Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 358 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1984-12-18 00:00:00
Þingræður:
41. þingfundur - Matthías Bjarnason (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A245 (lánsfjárlög 1985)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1985-04-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A247 (flutningsjöfnunarsjóður olíu og bensíns)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Valdimar Indriðason - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A249 (rannsókn á innflutningsversluninni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 427 (þáltill.) útbýtt þann 1985-01-29 00:00:00
Þingræður:
58. þingfundur - Svavar Gestsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-03-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A251 (fullvinnsla sjávarafla)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Guðmundur J. Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-02-26 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Gunnar G. Schram - Ræða hófst: 1985-02-26 00:00:00 - [HTML]
54. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1985-02-26 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A275 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 453 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-02-04 00:00:00

Þingmál A293 (sala Gullaugans og Áburðarverksmiðjunnar)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1985-02-25 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A336 (frelsi í útflutningsverslun)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Gunnar G. Schram - Ræða hófst: 1985-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A339 (bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Halldór Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-04-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A341 (Aflatryggingasjóður sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 549 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-03-11 00:00:00

Þingmál A347 (aðgerðir til að bæta hag sjómanna)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Garðar Sigurðsson - Ræða hófst: 1985-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A363 (lagmetisiðnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 576 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-03-14 00:00:00

Þingmál A391 (framkvæmd þingsályktana)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - prent - Ræða hófst: 1985-06-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A410 (lækningarmáttur jarðsjávar við Svartsengi)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-04-23 00:00:00 - [HTML]
73. þingfundur - Gunnar G. Schram - Ræða hófst: 1985-04-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A415 (Myndlistaháskóli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 681 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-04-02 00:00:00
Þingræður:
57. þingfundur - Ragnhildur Helgadóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-04-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A417 (sjónvarpsefni frá fjarskiptahnöttum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 685 (þáltill.) útbýtt þann 1985-04-10 00:00:00
Þingræður:
88. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A423 (viðskiptabankar)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Guðmundur Einarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1985-06-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A455 (nýsköpun í atvinnulífi)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-04-30 00:00:00 - [HTML]
93. þingfundur - Guðmundur Einarsson (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-12 00:00:00 - [HTML]
93. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1985-06-12 00:00:00 - [HTML]
104. þingfundur - Eiður Guðnason (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-06-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A456 (Byggðastofnun)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1985-06-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A472 (hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A477 (jarðhiti í heilsubótarskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 829 (þáltill.) útbýtt þann 1985-05-03 00:00:00
Þingræður:
88. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-28 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A484 (friðarfræðsla)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A491 (framleiðsla og sala á búvörum o.fl.)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 1985-06-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A496 (stefna Íslendinga í afvopnunarmálum)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1985-05-23 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A516 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 984 (frumvarp) útbýtt þann 1985-05-24 00:00:00

Þingmál A544 (utanríkismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 687 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1985-04-10 00:00:00

Þingmál A545 (skýrsla fulltrúa Íslands á 36.þingi Evrópuráðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 726 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1985-04-18 00:00:00

Þingmál A548 (greiðsluskyldur ríkissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1985-05-21 00:00:00

Þingmál A549 (starfsemi ríkisfyrirtækja er tilheyra starfssviði iðnaðarráðuneytis 1984)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1016 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1985-05-24 00:00:00

Þingmál B14 ()[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1984-10-12 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - Ræða hófst: 1984-10-12 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Albert Guðmundsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1984-10-12 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1984-10-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B36 ()[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1984-11-22 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B41 ()[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Geir Hallgrímsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1984-12-06 00:00:00 - [HTML]
30. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1984-12-06 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B67 ()[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Guðmundur J. Guðmundsson - Ræða hófst: 1985-01-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B70 ()[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Guðmundur Einarsson - Ræða hófst: 1985-01-31 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Sverrir Hermannsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1985-01-31 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Kristín Halldórsdóttir - Ræða hófst: 1985-01-31 00:00:00 - [HTML]
42. þingfundur - Svavar Gestsson - Ræða hófst: 1985-01-31 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B85 ()[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1985-03-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B106 ()[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Geir Hallgrímsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-05-02 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Páll Pétursson - Ræða hófst: 1985-05-02 00:00:00 - [HTML]
78. þingfundur - Haraldur Ólafsson - Ræða hófst: 1985-05-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B131 ()[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1985-06-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál S39 ()[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Albert Guðmundsson (fjármálaráðherra) - prent - Ræða hófst: 1985-05-07 00:00:00

Löggjafarþing 108

Þingmál A1 (fjárlög 1986)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-10-15 15:53:00
Þingskjal nr. 272 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1985-12-17 00:00:00
Þingskjal nr. 368 (breytingartillaga) útbýtt þann 1985-12-19 00:00:00
Þingskjal nr. 430 (lög í heild) útbýtt þann 1985-12-21 00:00:00
Þingræður:
34. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - Ræða hófst: 1985-12-20 00:00:00 - [HTML]
34. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1985-12-20 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A18 (rannsókn á innflutningsversluninni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (þáltill.) útbýtt þann 1985-10-16 15:53:00

Þingmál A28 (skattafrádráttur fyrir fiskvinnslufólk)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Guðmundur J. Guðmundsson - Ræða hófst: 1985-11-04 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A36 (tollar Efnahagsbandalagsins á saltfiski)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 1985-10-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A54 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1986-02-26 00:00:00 - [HTML]
63. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1986-03-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A63 (umhverfismál og náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (þáltill.) útbýtt þann 1985-10-23 00:00:00

Þingmál A70 (kjaradómur í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Flugleiða hf.)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1985-10-23 00:00:00 - [HTML]
7. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 1985-10-24 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A77 (framleiðni íslenskra atvinnuvega)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-12-03 00:00:00 - [HTML]
72. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A86 (bann gegn geimvopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 96 (þáltill.) útbýtt þann 1985-10-31 00:00:00
Þingræður:
26. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-12-05 00:00:00 - [HTML]
26. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1985-12-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A89 (Húsnæðisstofnun ríkisins)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1985-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A91 (varnir gegn kynsjúkdómum)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Kristín S. Kvaran - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-12-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A98 (þátttaka Íslands í vísindasamstarfi Evrópuþjóða)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Eiður Guðnason - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-19 00:00:00 - [HTML]
17. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-19 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A117 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ragnar Arnalds - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-18 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A124 (bann við framleiðslu hergagna)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A125 (afnám misréttis gagnvart samkynhneigðu fólki)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Kristín S. Kvaran - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A126 (fjáröflun til vegagerðar)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Eiður Guðnason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1986-04-02 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A134 (álbræðsla við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1985-11-19 00:00:00
Þingskjal nr. 226 (nefndarálit) útbýtt þann 1985-12-11 00:00:00
Þingræður:
20. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-11-26 00:00:00 - [HTML]
20. þingfundur - Albert Guðmundsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1985-11-26 00:00:00 - [HTML]
25. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 1985-12-11 00:00:00 - [HTML]
33. þingfundur - Davíð Aðalsteinsson - Ræða hófst: 1985-12-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A144 (utanlandsferðir þingmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 485 (svar) útbýtt þann 1986-02-13 00:00:00

Þingmál A145 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1985-11-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A167 (jarðhiti í heilsubótarskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (þáltill.) útbýtt þann 1985-12-05 00:00:00
Þingræður:
32. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-12-17 00:00:00 - [HTML]
32. þingfundur - Gunnar G. Schram - Ræða hófst: 1985-12-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A173 (rannsóknarnefnd til að kanna viðskipti Hafskips hf.)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1985-12-12 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A179 (rannsóknarnefnd til að rannsaka viðskipti Hafskips)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Skúli Alexandersson - flutningsræða - Ræða hófst: 1985-12-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A187 (frysting kjarnorkuvopna)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1986-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A188 (frysting kjarnorkuvopna)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A248 (póstlög)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A259 (Útflutningsráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A273 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 508 (frumvarp) útbýtt þann 1986-02-18 00:00:00

Þingmál A274 (verk- og kaupsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 509 (frumvarp) útbýtt þann 1986-02-19 00:00:00
Þingræður:
62. þingfundur - Stefán Benediktsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A287 (aðild Spánar og Portúgals að Efnahagsbandalagi Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 532 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1986-02-24 00:00:00
Þingskjal nr. 549 (nefndarálit) útbýtt þann 1986-02-27 00:00:00
Þingskjal nr. 554 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1986-02-27 00:00:00 [HTML]
Þingræður:
52. þingfundur - Þorvaldur Garðar Kristjánsson (forseti) - Ræða hófst: 1986-02-25 00:00:00 - [HTML]
52. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1986-02-25 00:00:00 - [HTML]
53. þingfundur - Haraldur Ólafsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A298 (erlend leiguskip)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 1986-03-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A303 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 556 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-02-27 00:00:00
Þingræður:
52. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1986-02-27 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A307 (fríverslunarsamningur við Bandaríkin)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 572 (þáltill.) útbýtt þann 1986-03-04 00:00:00
Þingræður:
60. þingfundur - Gunnar G. Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-03-13 00:00:00 - [HTML]
60. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1986-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A312 (verkfræðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 577 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-03-06 00:00:00

Þingmál A319 (dómshús fyrir Hæstarétt Íslands)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Jón Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-03-13 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A321 (tollskrá)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1986-03-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A322 (Alþjóðahugverkastofnunin)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1986-03-10 00:00:00

Þingmál A332 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (nefndarálit) útbýtt þann 1986-04-16 00:00:00
Þingræður:
85. þingfundur - Helgi Seljan (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-21 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A338 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 621 (frumvarp) útbýtt þann 1986-03-17 00:00:00
Þingræður:
73. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A344 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 628 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-03-17 00:00:00

Þingmál A350 (útflutningsgjald af sjávarafurðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 638 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-03-18 00:00:00

Þingmál A368 (selveiðar við Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 665 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-03-24 00:00:00

Þingmál A396 (framleiðsla og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Ragnar Arnalds - Ræða hófst: 1986-04-07 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A405 (heilbrigðisfræðsluráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 749 (frumvarp) útbýtt þann 1986-04-08 00:00:00

Þingmál A407 (utanríkismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 751 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-04-08 00:00:00
Þingræður:
75. þingfundur - Matthías Á. Mathiesen (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-15 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1986-04-15 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Kjartan Jóhannsson - Ræða hófst: 1986-04-15 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Guðrún Agnarsdóttir - Ræða hófst: 1986-04-15 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Stefán Benediktsson - Ræða hófst: 1986-04-15 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1986-04-15 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1986-04-15 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson - Ræða hófst: 1986-04-15 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1986-04-15 00:00:00 - [HTML]
75. þingfundur - Gunnar G. Schram - Ræða hófst: 1986-04-15 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A431 (Rannsóknadeild fiskisjúkdóma)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1986-04-11 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A437 (þing Evrópuráðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 812 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-04-14 00:00:00

Þingmál A438 (norrænt samstarf 1985)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 813 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-04-14 00:00:00

Þingmál A443 (skattsvik)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 909 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-04-18 00:00:00

Þingmál A446 (raforkuverðsnefnd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1011 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-04-21 00:00:00

Þingmál B16 ()[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 1985-10-17 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B33 ()[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Valdimar Indriðason - Ræða hófst: 1985-11-14 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B48 ()[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Eiður Guðnason - Ræða hófst: 1985-12-03 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B50 ()[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1985-12-05 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B53 ()[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Matthías Bjarnason (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 1985-12-10 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B86 ()[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1986-01-30 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B141 ()[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Birgir Ísleifur Gunnarsson - Ræða hófst: 1986-04-17 00:00:00 - [HTML]
77. þingfundur - Steingrímur Hermannsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1986-04-17 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 109

Þingmál A1 (fjárlög 1987)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-10-13 00:00:00
Þingskjal nr. 326 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1986-12-15 00:00:00
Þingskjal nr. 465 (breytingartillaga) útbýtt þann 1986-12-19 00:00:00
Þingskjal nr. 499 (lög í heild) útbýtt þann 1986-12-20 00:00:00

Þingmál A50 (þjóðhagsáætlun 1987)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-10-14 00:00:00

Þingmál A63 (bann við geimvopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (þáltill.) útbýtt þann 1986-10-22 00:00:00

Þingmál A90 (umhverfismál og náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (þáltill.) útbýtt þann 1986-10-28 00:00:00

Þingmál A91 (þjóðaratkvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (þáltill.) útbýtt þann 1986-10-28 00:00:00

Þingmál A144 (viðskipti Útvegsbanka Íslands og Hafskips hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-11-12 00:00:00

Þingmál A174 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 184 (frumvarp) útbýtt þann 1986-11-19 00:00:00

Þingmál A196 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-11-25 00:00:00
Þingskjal nr. 958 (breytingartillaga) útbýtt þann 1987-03-16 00:00:00
Þingskjal nr. 967 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1987-03-17 00:00:00

Þingmál A210 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 225 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-12-02 00:00:00

Þingmál A212 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1986-12-02 00:00:00

Þingmál A215 (staða og þróun jafnréttismála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 230 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-12-02 00:00:00

Þingmál A244 (mannréttindamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 261 (þáltill.) útbýtt þann 1986-12-09 00:00:00

Þingmál A274 (starfsemi ríkisfyrirtækja 1985)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 490 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1986-12-20 00:00:00

Þingmál A303 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 535 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-01-27 00:00:00

Þingmál A316 (flugmálaáætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 558 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-02-03 00:00:00

Þingmál A344 (kostnaður vegna samninganefnda um stóriðju)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1056 (svar) útbýtt þann 1987-03-19 00:00:00

Þingmál A345 (blýlaust bensín)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 602 (þáltill.) útbýtt þann 1987-02-12 00:00:00

Þingmál A389 (erlend fjárfesting og íslenskt atvinnulíf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1987-02-26 00:00:00

Þingmál A393 (fríiðnaðarsvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 714 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1987-03-02 00:00:00

Þingmál A396 (utanríkismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 722 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1987-03-03 00:00:00

Þingmál A402 (afnám einokunarsölu á lyfjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 735 (þáltill.) útbýtt þann 1987-03-05 00:00:00

Þingmál A404 (samningur um verndun villtra plantna og dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 748 (þáltill.) útbýtt þann 1987-03-05 00:00:00

Þingmál A406 (samningar um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 750 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1987-03-05 00:00:00

Þingmál A413 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorku- og eiturefnavopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 800 (frumvarp) útbýtt þann 1987-03-10 00:00:00

Þingmál A414 (norrænt samstarf 1986)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 801 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1987-03-10 00:00:00

Þingmál A415 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 811 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1987-03-11 00:00:00

Þingmál A421 (stofnsamningur Evrópustofnunar fjarskipta um gervitungl)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 850 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1987-03-11 00:00:00

Þingmál A425 (viðbótarsamningar við Mannréttindasáttmála Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 898 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1987-03-13 00:00:00
Þingskjal nr. 1021 (nefndarálit) útbýtt þann 1987-03-17 00:00:00
Þingskjal nr. 1068 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1987-03-18 00:00:00 [HTML]

Löggjafarþing 110

Þingmál A1 (fjárlög 1988)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-10-13 00:00:00
Þingskjal nr. 301 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1987-12-16 00:00:00
Þingskjal nr. 434 (lög í heild) útbýtt þann 1987-12-28 00:00:00

Þingmál A3 (bann við geimvopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (þáltill.) útbýtt þann 1987-10-13 00:00:00

Þingmál A15 (nýtt álver við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (svar) útbýtt þann 1987-10-29 00:00:00

Þingmál A27 (ráðstefna í Reykjavík um afvopnun á norðurhöfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (þáltill.) útbýtt þann 1987-10-14 00:00:00

Þingmál A52 (mótmæli gegn stækkun kjarnorkuendurvinnslustöðvar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 52 (þáltill.) útbýtt þann 1987-10-22 00:00:00

Þingmál A59 (lífríki Tjarnarinnar í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (þáltill.) útbýtt þann 1987-10-28 00:00:00

Þingmál A61 (heilbrigðisfræðsluráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (frumvarp) útbýtt þann 1987-10-29 00:00:00

Þingmál A65 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorku- og eiturefnavopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (frumvarp) útbýtt þann 1987-11-02 00:00:00

Þingmál A115 (úrelding bifreiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 119 (þáltill.) útbýtt þann 1987-11-17 00:00:00

Þingmál A117 (flugfargjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (þáltill.) útbýtt þann 1987-11-17 00:00:00
Þingskjal nr. 1162 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1988-05-11 00:00:00 [HTML]

Þingmál A130 (meðferð einkamála í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-11-23 00:00:00

Þingmál A131 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-11-23 00:00:00

Þingmál A132 (verndun ósonlagsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (þáltill.) útbýtt þann 1987-11-24 00:00:00

Þingmál A157 (húsnæðislánastofnanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 170 (frumvarp) útbýtt þann 1987-11-30 00:00:00

Þingmál A186 (fréttaflutningur Ríkisútvarpsins um utanríkismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 847 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00

Þingmál A197 (vörugjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-12-09 00:00:00

Þingmál A198 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-12-09 00:00:00
Þingskjal nr. 305 (breytingartillaga) útbýtt þann 1987-12-16 00:00:00
Þingskjal nr. 338 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1987-12-17 14:55:00
Þingskjal nr. 469 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1987-12-31 00:00:00

Þingmál A202 (Háskólinn á Akureyri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 710 (nefndarálit) útbýtt þann 1988-03-16 00:00:00

Þingmál A208 (starfsemi ríkisfyrirtækja 1986)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1987-12-15 00:00:00

Þingmál A293 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 724 (nefndarálit) útbýtt þann 1988-03-22 00:00:00

Þingmál A294 (utanríkismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 596 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1988-02-22 00:00:00

Þingmál A311 (Alþjóðavinnumálaþingin í Genf 1987)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 617 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1988-02-25 00:00:00

Þingmál A315 (grunnskóli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (frumvarp) útbýtt þann 1988-02-26 00:00:00

Þingmál A341 (þjóðfundur um nýja stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (frumvarp) útbýtt þann 1988-03-09 00:00:00

Þingmál A362 (tímabundnar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 694 (þáltill.) útbýtt þann 1988-03-14 00:00:00

Þingmál A384 (stefna Íslendinga gagnvart Evrópubandalaginu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 726 (þáltill.) útbýtt þann 1988-03-22 00:00:00
Þingskjal nr. 1018 (breytingartillaga) útbýtt þann 1988-05-05 00:00:00
Þingskjal nr. 1163 (þál. í heild) útbýtt þann 1988-05-11 00:00:00 [HTML]

Þingmál A385 (söluskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 729 (frumvarp) útbýtt þann 1988-03-22 00:00:00

Þingmál A392 (úttekt vegna nýrrar álbræðslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 738 (þáltill.) útbýtt þann 1988-03-24 00:00:00

Þingmál A405 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 751 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1988-04-11 00:00:00
Þingskjal nr. 1145 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1988-05-10 00:00:00

Þingmál A431 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 781 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-11 00:00:00

Þingmál A440 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 790 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-11 00:00:00

Þingmál A445 (eiturefni og hættuleg efni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 795 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-11 00:00:00

Þingmál A450 (kynbótastöð fyrir eldislax)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 800 (þáltill.) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00

Þingmál A461 (aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 811 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1988-04-12 00:00:00

Þingmál A509 (Evrópuráðið 1988)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 925 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1988-04-28 00:00:00

Þingmál A514 (bann gegn viðskiptum við Suður-Afríku og Namibíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1086 (nefndarálit) útbýtt þann 1988-05-07 00:00:00

Þingmál A516 (norrænt samstarf 1987-1988)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 953 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1988-04-30 00:00:00
Þingskjal nr. 1034 (skýrsla rh. (viðbót)) útbýtt þann 1988-05-05 00:00:00

Löggjafarþing 111

Þingmál A182 (aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 355 - Komudagur: 1989-03-07 - Sendandi: Jóhannes Árnason sýslum. Snæf.- og Hnappadalssýslu[PDF]

Löggjafarþing 112

Þingmál A352 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1070 - Komudagur: 1990-05-01 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A491 (breytingar á samningi um stofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1122 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1990-04-30 00:00:00 [HTML]

Löggjafarþing 113

Þingmál A28 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1990-10-15 00:00:00 [HTML]

Þingmál A57 (fjáraukalög 1990)[HTML]

Þingræður:
0. þingfundur - Alexander Stefánsson - Ræða hófst: 1990-11-29 00:00:00 - [HTML]
0. þingfundur - Friðrik Sophusson - Ræða hófst: 1990-11-29 00:00:00 - [HTML]
0. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1990-11-29 00:00:00 - [HTML]

Þingmál A98 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 96 - Komudagur: 1990-11-30 - Sendandi: Rannsóknarlögregla ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 264 - Komudagur: 1990-12-19 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 633 - Komudagur: 1991-02-11 - Sendandi: Markús Sigurbjörnsson[PDF]

Þingmál A145 (samningur um stofnun Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 339 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1990-12-17 00:00:00 [HTML]

Þingmál A248 (stuðningur við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 394 (þál. í heild) útbýtt þann 1990-12-19 00:00:00 [HTML]

Þingmál A274 (fordæming á ofbeldisaðgerðum sovésks herliðs í Litháen)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 506 (þál. í heild) útbýtt þann 1991-01-14 00:00:00 [HTML]

Þingmál A320 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 757 - Komudagur: 1991-03-01 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 785 - Komudagur: 1991-03-04 - Sendandi: Landssamband iðnaðarmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 787 - Komudagur: 1991-03-04 - Sendandi: Forsætisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 846 - Komudagur: 1991-03-11 - Sendandi: Vinnuveitendasamband Íslands[PDF]

Þingmál B33 ()[HTML]

Þingræður:
0. þingfundur - Stefán Valgeirsson - Ræða hófst: 1990-11-28 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 114

Þingmál B11 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Kristín Einarsdóttir - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Halldór Blöndal (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Steingrímur Hermannsson - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Eyjólfur Konráð Jónsson - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]
3. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1991-05-16 00:00:00 - [HTML]

Þingmál B12 ()[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-21 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Kristín Ástgeirsdóttir - Ræða hófst: 1991-05-21 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Jóna Valgerður Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 1991-05-21 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Friðrik Sophusson (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-21 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 1991-05-21 00:00:00 - [HTML]
4. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 1991-05-21 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1991-05-27 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Hjörleifur Guttormsson - Ræða hófst: 1991-05-27 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1991-05-27 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Eggert Haukdal - Ræða hófst: 1991-05-27 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 1991-05-27 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Ólafur Þ. Þórðarson - Ræða hófst: 1991-05-27 00:00:00 - [HTML]
6. þingfundur - Jón Baldvin Hannibalsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 1991-05-27 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 115

Þingmál A147 (samningur um hefðbundinn herafla í Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 268 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1991-12-14 11:02:00 [HTML]

Þingmál A395 (fríverslunarsamningur EFTA við Tyrkland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1053 (þál. í heild) útbýtt þann 1992-05-20 14:30:00 [HTML]

Þingmál A543 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1466 - Komudagur: 1992-06-24 - Sendandi: Farmanna-og fiskimannasamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1532 - Komudagur: 1992-07-13 - Sendandi: Félag íslenskra iðnrekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 1547 - Komudagur: 1992-07-15 - Sendandi: Flugráð[PDF]
Dagbókarnúmer 1550 - Komudagur: 1992-07-21 - Sendandi: BHMR[PDF]
Dagbókarnúmer 1560 - Komudagur: 1992-07-22 - Sendandi: Vinnuveitendasamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1563 - Komudagur: 1992-07-22 - Sendandi: Póst og símamálastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1569 - Komudagur: 1992-07-22 - Sendandi: Bandalag íslenskra listamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1619 - Komudagur: 1992-07-28 - Sendandi: Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda[PDF]
Dagbókarnúmer 1622 - Komudagur: 1992-07-28 - Sendandi: Íslensk verslun[PDF]

Löggjafarþing 116

Þingmál A1 (Evrópskt efnahagssvæði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1992-08-17 14:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 411 (nefndarálit) útbýtt þann 1992-12-07 14:30:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 172 - Komudagur: 1992-10-23 - Sendandi: Nefndadeild - Skýring: Meginatriði umsagna sem borist hafa[PDF]
Dagbókarnúmer 197 - Komudagur: 1992-10-26 - Sendandi: Nefndadeild - Skýring: Fundir v/EES og gestir[PDF]

Þingmál A5 (gjaldeyrismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 1992-09-01 - Sendandi: Nefndadeild - Skýring: Athugasemdir v/frv[PDF]

Þingmál A208 (viðskiptabankar og sparisjóðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1058 - Komudagur: 1993-03-22 - Sendandi: Samband íslenskra sparisjóða[PDF]

Þingmál A228 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Tékkneska og slóvakíska sambandslýðveldisi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 285 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1992-11-16 14:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 345 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1992-11-25 14:30:00 [HTML]

Þingmál A245 (stjórnarnefndir vinnumiðlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 314 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 1992-11-19 11:30:00 [HTML]

Þingmál A275 (samningar við EB um fiskveiðimál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 601 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1993-01-13 19:05:00 [HTML]

Þingmál A280 (Rafmagnseftirlit ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (svar) útbýtt þann 1993-01-05 23:15:00 [HTML]

Þingmál A286 (skattamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 495 (nál. með frávt.) útbýtt þann 1992-12-18 14:30:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 583 - Komudagur: 1992-12-14 - Sendandi: Verslunarráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 592 - Komudagur: 1992-12-14 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]
Dagbókarnúmer 616 - Komudagur: 1992-12-15 - Sendandi: Stéttarsamband bænda[PDF]

Þingmál A287 (dýrasjúkdómar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1011 - Komudagur: 1993-03-15 - Sendandi: Búnaðarfélag Íslands[PDF]

Þingmál A354 (fullgilding samnings um fríverslun milli Íslands og Færeyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 633 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1993-02-16 13:18:00 [HTML]

Þingmál A374 (samfélagsþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 658 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-02-23 14:30:00 [HTML]

Þingmál A377 (norrænt samstarf 1992 til 1993)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 670 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 1993-03-05 10:00:00 [HTML]

Þingmál A407 (Norræna ráðherranefndin 1992--1993)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 701 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1993-03-09 14:30:00 [HTML]

Þingmál A428 (réttindi þeirra sem ekki hafa atvinnu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 728 (frumvarp) útbýtt þann 1993-03-23 14:30:00 [HTML]

Þingmál A447 (alferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 773 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-03-23 14:30:00 [HTML]

Þingmál A450 (alþjóðleg samvinna um fullnustu refsidóma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 776 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-03-23 14:30:00 [HTML]

Þingmál A519 (ár aldraðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 877 (þáltill.) útbýtt þann 1993-04-02 11:30:00 [HTML]

Þingmál A524 (ferðaþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 882 (frumvarp) útbýtt þann 1993-04-02 19:36:00 [HTML]

Þingmál A525 (ferðamálastefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (þáltill.) útbýtt þann 1993-04-02 19:56:00 [HTML]

Þingmál A533 (samningur um verndun villtra plantna og dýra í Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1245 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1993-05-07 14:30:00 [HTML]

Þingmál A566 (fríverslunarsamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Ísraels)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 933 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1993-04-02 14:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1281 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1993-05-08 16:09:00 [HTML]

Þingmál A567 (fríverslunarsamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Póllands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 934 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1993-04-02 14:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1249 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1993-05-07 14:30:00 [HTML]

Þingmál A591 (Mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-05-06 11:30:00 [HTML]

Löggjafarþing 117

Þingmál A6 (eftirlaunaréttindi launafólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 1993-10-05 18:09:00 [HTML]

Þingmál A19 (frumkvöðlar í atvinnulífinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (þáltill.) útbýtt þann 1993-10-05 14:30:00 [HTML]

Þingmál A83 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 110 - Komudagur: 1993-11-24 - Sendandi: Nefndarritari[PDF]

Þingmál A102 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-10-18 14:30:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 220 - Komudagur: 1993-12-03 - Sendandi: Amnesty International,[PDF]
Dagbókarnúmer 243 - Komudagur: 1993-12-06 - Sendandi: Ríkissaksóknari,[PDF]
Dagbókarnúmer 510 - Komudagur: 1994-01-05 - Sendandi: Dómarafélag Íslands, B/t Valtýs Sigurðssonar[PDF]
Dagbókarnúmer 870 - Komudagur: 1994-03-16 - Sendandi: Helgi Bernódusson[PDF]

Þingmál A145 (útfærsla landhelginnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 161 (þáltill.) útbýtt þann 1993-11-01 10:40:00 [HTML]

Þingmál A251 (skattamál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 166 - Komudagur: 1993-12-01 - Sendandi: Olíufélagið hf,[PDF]
Dagbókarnúmer 185 - Komudagur: 1993-12-01 - Sendandi: Verslunarráð Íslands,[PDF]
Dagbókarnúmer 288 - Komudagur: 1993-12-08 - Sendandi: Neytendasamtökin,[PDF]
Dagbókarnúmer 468 - Komudagur: 1993-12-18 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: Greinargerð um lækkun VSK á matvæli[PDF]
Dagbókarnúmer 469 - Komudagur: 1993-12-28 - Sendandi: Indriði H. Þorláksson - Skýring: Skattalækkanair og tekjudreifing V/lækkunar VSK[PDF]
Dagbókarnúmer 472 - Komudagur: 1993-12-28 - Sendandi: Indriði H. Þorláksson - Skýring: Erindi um skatta, breytingar og horfur[PDF]
Dagbókarnúmer 508 - Komudagur: 1994-01-05 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: greinargerð um lækkun VSK á matvæli[PDF]

Þingmál A255 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 714 - Komudagur: 1994-02-15 - Sendandi: Landlæknir,[PDF]
Dagbókarnúmer 715 - Komudagur: 1994-02-15 - Sendandi: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 744 - Komudagur: 1994-02-21 - Sendandi: Lyfjaeftirlit ríkisins,[PDF]
Dagbókarnúmer 782 - Komudagur: 1994-03-01 - Sendandi: Nefndarritari[PDF]
Dagbókarnúmer 816 - Komudagur: 1994-03-07 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: Athugasemdir -samantekt[PDF]
Dagbókarnúmer 1748 - Komudagur: 1994-05-27 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna,[PDF]

Þingmál A283 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-12-14 14:30:00 [HTML]

Þingmál A287 (eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 364 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-12-14 14:30:00 [HTML]

Þingmál A293 (alferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 391 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-12-15 14:30:00 [HTML]

Þingmál A354 (samfélagsþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-02-14 14:30:00 [HTML]

Þingmál A392 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (frumvarp) útbýtt þann 1994-02-15 14:30:00 [HTML]

Þingmál A431 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Búlgaríu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-02-28 14:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 916 (þál. í heild) útbýtt þann 1994-04-08 14:30:00 [HTML]

Þingmál A432 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Ungverjalands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 644 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-02-28 14:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 917 (þál. í heild) útbýtt þann 1994-04-08 14:30:00 [HTML]

Þingmál A433 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Rúmeníu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-02-28 14:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 918 (þál. í heild) útbýtt þann 1994-04-08 14:30:00 [HTML]

Þingmál A435 (sumartími, skipan frídaga og orlofs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1601 - Komudagur: 1994-04-26 - Sendandi: BHMR,[PDF]
Dagbókarnúmer 1680 - Komudagur: 1994-05-02 - Sendandi: Almanak Háskólans, B/t Þorsteins Sæmundssonar[PDF]
Dagbókarnúmer 1723 - Komudagur: 1994-05-05 - Sendandi: Samtök iðnaðarins,[PDF]

Þingmál A450 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1482 - Komudagur: 1994-04-20 - Sendandi: Tryggingaeftirlitið[PDF]

Þingmál A536 (forkönnun á gerð fríverslunarsamnings við aðila að NAFTA)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 837 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1994-03-28 14:30:00 [HTML]

Þingmál A537 (fullgilding ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um bókun 47)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 841 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-03-28 14:30:00 [HTML]

Þingmál A541 (samningur um opna lofthelgi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 849 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-03-29 14:30:00 [HTML]

Þingmál A542 (samningur um Svalbarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 850 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-03-29 14:30:00 [HTML]

Þingmál A551 (viðurkenning á menntun og prófskírteinum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 862 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-03-29 14:30:00 [HTML]

Þingmál A557 (húsaleigubætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1211 (nefndarálit) útbýtt þann 1994-05-05 09:30:00 [HTML]

Löggjafarþing 118

Þingmál A62 (ferðaþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 62 (frumvarp) útbýtt þann 1994-10-12 13:04:00 [HTML]

Þingmál A63 (ferðamálastefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (þáltill.) útbýtt þann 1994-10-12 13:04:00 [HTML]

Þingmál A72 (bókhald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1002 - Komudagur: 1995-02-01 - Sendandi: Félag löggiltra endurskoðenda[PDF]

Þingmál A89 (málflytjendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 89 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-17 14:31:00 [HTML]

Þingmál A97 (einkahlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-18 15:45:00 [HTML]

Þingmál A99 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-10-18 15:44:00 [HTML]

Þingmál A127 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 294 - Komudagur: 1994-12-02 - Sendandi: Samskiptamiðstöð heyrnarlausra[PDF]
Dagbókarnúmer 307 - Komudagur: 1994-12-02 - Sendandi: Félag dönskukennara, Kirsten Friðriksdóttir, form.[PDF]

Þingmál A229 (samningur um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 269 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1994-11-23 14:49:00 [HTML]

Þingmál A270 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1994-12-08 09:41:00 [HTML]

Þingmál A297 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 902 - Komudagur: 1995-01-23 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 903 - Komudagur: 1995-01-23 - Sendandi: Siðmennt[PDF]
Dagbókarnúmer 951 - Komudagur: 1995-01-25 - Sendandi: Barnaheill[PDF]
Dagbókarnúmer 960 - Komudagur: 1995-01-26 - Sendandi: Verkamannafélagið Dagsbrún[PDF]
Dagbókarnúmer 961 - Komudagur: 1995-01-26 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 1995-01-27 - Sendandi: Verslunarráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 977 - Komudagur: 1995-02-01 - Sendandi: Vilhjálmur Þórhallsson hrl.[PDF]
Dagbókarnúmer 989 - Komudagur: 1995-02-01 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 992 - Komudagur: 1995-02-01 - Sendandi: Nefndarritari[PDF]
Dagbókarnúmer 1019 - Komudagur: 1995-02-01 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1039 - Komudagur: 1995-02-03 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1042 - Komudagur: 1995-02-03 - Sendandi: Elín Blöndal[PDF]
Dagbókarnúmer 1043 - Komudagur: 1995-02-03 - Sendandi: Hjálparstofnun kirkjunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 1050 - Komudagur: 1995-02-06 - Sendandi: Nefndarritari[PDF]
Dagbókarnúmer 1059 - Komudagur: 1995-02-06 - Sendandi: Blaðamannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1069 - Komudagur: 1995-02-07 - Sendandi: Vinnuveitendasamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1097 - Komudagur: 1995-02-13 - Sendandi: Halldór E. Sigurbjörnsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1163 - Komudagur: 1995-02-16 - Sendandi: Dómarafélag Íslands[PDF]

Þingmál A335 (neyðarsímsvörun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1103 - Komudagur: 1995-02-13 - Sendandi: Slysavarnarfélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1133 - Komudagur: 1995-02-15 - Sendandi: Slysavarnarfélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1436 - Komudagur: 1995-04-18 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - Skýring: Áfangaskýrsla nefndar dómsmálaráðhera[PDF]

Þingmál A376 (endurskoðun skattalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 607 (þáltill.) útbýtt þann 1995-02-08 14:29:00 [HTML]

Þingmál A450 (samningur um verndun mannréttinda og mannfrelsis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 768 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1995-02-22 23:03:00 [HTML]

Löggjafarþing 119

Þingmál A13 (aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1 - Komudagur: 1995-05-24 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - Skýring: Dómur hæstaréttar[PDF]
Dagbókarnúmer 2 - Komudagur: 1995-05-24 - Sendandi: Dómarafulltrúar[PDF]

Þingmál A14 (atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1995-06-12 20:46:00 [HTML]

Löggjafarþing 120

Þingmál A73 (mannanöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 611 - Komudagur: 1995-12-28 - Sendandi: Mannanafnanefnd[PDF]

Þingmál A74 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 300 - Komudagur: 1995-12-06 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 378 - Komudagur: 1995-12-11 - Sendandi: Amnesty International[PDF]

Þingmál A86 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 350 - Komudagur: 1995-12-07 - Sendandi: Menntamálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 760 - Komudagur: 1996-01-31 - Sendandi: Samkeppnisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 849 - Komudagur: 1996-02-22 - Sendandi: Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda[PDF]

Þingmál A92 (fullnusta erlendra ákvarðana um forsjá barna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 485 - Komudagur: 1995-12-13 - Sendandi: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A154 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 182 - Komudagur: 1995-11-27 - Sendandi: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1123 - Komudagur: 1996-03-14 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A171 (viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 447 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1995-12-20 14:20:00 [HTML]

Þingmál A197 (tímareikningur á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1017 - Komudagur: 1996-03-11 - Sendandi: Háskóli Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1067 - Komudagur: 1996-03-13 - Sendandi: Knattspyrnusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1220 - Komudagur: 1996-03-21 - Sendandi: Íslensk verslun[PDF]
Dagbókarnúmer 1258 - Komudagur: 1996-03-27 - Sendandi: Bæjarstjórn Seyðisfjarðar[PDF]
Dagbókarnúmer 1282 - Komudagur: 1996-03-28 - Sendandi: Eimskipafélag Íslands hf[PDF]

Þingmál A233 (einkaleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 314 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1995-12-11 14:37:00 [HTML]

Þingmál A331 (stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 971 - Komudagur: 1996-03-07 - Sendandi: Póstmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1059 - Komudagur: 1996-03-12 - Sendandi: Hafdís Ólafsdóttir nefndarritari[PDF]
Dagbókarnúmer 1414 - Komudagur: 1996-04-15 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]
Dagbókarnúmer 1751 - Komudagur: 1996-04-29 - Sendandi: Ritari samgöngunefndar - Skýring: (athugasemdir frá ritara)[PDF]
Dagbókarnúmer 2391 - Komudagur: 1996-06-25 - Sendandi: Hjörtur Bragi Sverrisson hdl. (f. Póstdreifingu hf.)[PDF]

Þingmál A372 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1438 - Komudagur: 1996-04-16 - Sendandi: Sjúkraliðafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1570 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Stéttarfélag lögfræðinga, b.t. Jóns V. G.[PDF]
Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Birgis Björns Sigurjónssonar[PDF]
Dagbókarnúmer 1581 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga[PDF]
Dagbókarnúmer 1650 - Komudagur: 1996-04-22 - Sendandi: Ritari efnahags- og viðskiptanefndar[PDF]
Dagbókarnúmer 2036 - Komudagur: 1996-05-20 - Sendandi: Andri Árnason hrl.[PDF]
Dagbókarnúmer 2047 - Komudagur: 1996-05-21 - Sendandi: Lára V. Júlíusdóttir hdl. - Skýring: (álitsgerð fyrir efh.- og viðskn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 2051 - Komudagur: 1996-05-22 - Sendandi: A & P lögmenn[PDF]
Dagbókarnúmer 2066 - Komudagur: 1996-05-24 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - Skýring: (eftir álitsgerðir lögmanna)[PDF]

Þingmál A415 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1385 - Komudagur: 1996-04-12 - Sendandi: Flugfreyjufélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1409 - Komudagur: 1996-04-15 - Sendandi: Félag starfsfólks í veitingahúsum[PDF]
Dagbókarnúmer 1411 - Komudagur: 1996-04-15 - Sendandi: Verkalýðsfélag Hólmavíkur[PDF]
Dagbókarnúmer 1412 - Komudagur: 1996-04-15 - Sendandi: Vinnumálasambandið[PDF]
Dagbókarnúmer 1455 - Komudagur: 1996-04-16 - Sendandi: Verslunarráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1543 - Komudagur: 1996-04-17 - Sendandi: Verslunarmannafélag Reykjavíkur[PDF]
Dagbókarnúmer 1544 - Komudagur: 1996-04-17 - Sendandi: Verkalýðsfélag Borgarness[PDF]
Dagbókarnúmer 1574 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Verkamannasamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1583 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1593 - Komudagur: 1996-04-19 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1616 - Komudagur: 1996-04-19 - Sendandi: Verkamannafélagið Dagsbrún[PDF]
Dagbókarnúmer 1758 - Komudagur: 1996-04-29 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1823 - Komudagur: 1996-05-02 - Sendandi: Háskóli Íslands, lagastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1873 - Komudagur: 1996-05-06 - Sendandi: Ritari félagsmálanefndar - Skýring: (samantekt á umsögnum)[PDF]

Þingmál A445 (vörugjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1842 - Komudagur: 1996-05-02 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna[PDF]

Þingmál A451 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1663 - Komudagur: 1996-04-23 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1701 - Komudagur: 1996-04-26 - Sendandi: Félag ísl. rannsóknarlögreglumanna, b.t. Baldvins Einarssonar[PDF]
Dagbókarnúmer 1982 - Komudagur: 1996-05-13 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna[PDF]

Þingmál A491 (samningur milli Efnahagsbandalags Evrópu og Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1042 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1996-05-22 15:32:00 [HTML]

Þingmál A492 (samningur um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1044 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1996-05-22 15:33:00 [HTML]

Löggjafarþing 121

Þingmál A90 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 161 - Komudagur: 1996-11-25 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Birgis Björns Sigurjónssonar[PDF]
Dagbókarnúmer 180 - Komudagur: 1996-11-26 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1085 - Komudagur: 1997-03-17 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A191 (sóttvarnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1128 - Komudagur: 1997-03-19 - Sendandi: Haraldur Briem sérfræðingur[PDF]

Þingmál A234 (samningsveð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 983 - Komudagur: 1997-03-04 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (Upplýsingar frá ritara)[PDF]

Þingmál A255 (lögmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1209 - Komudagur: 1997-03-24 - Sendandi: Dómarafélag Íslands, Allan V. Magnússon[PDF]

Þingmál A300 (úttekt á áhrifum Efnahags- og myntbandalags Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1255 (þál. í heild) útbýtt þann 1997-05-13 21:54:00 [HTML]

Þingmál A301 (staða þjóðkirkjunnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1226 - Komudagur: 1997-03-26 - Sendandi: Ásatrúarfélagið, Kormákur Hlini Hermannsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1432 - Komudagur: 1997-04-08 - Sendandi: Ritari allsherjarnefndar - Skýring: (samantekt á umsögnum)[PDF]

Þingmál A445 (álbræðsla á Grundartanga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1441 - Komudagur: 1997-04-08 - Sendandi: Akranesbær[PDF]

Þingmál A530 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1708 - Komudagur: 1997-04-23 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1787 - Komudagur: 1997-04-28 - Sendandi: Verslunarráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1817 - Komudagur: 1997-04-29 - Sendandi: Landssamband lífeyrissjóða, Húsi verslunarinnar[PDF]

Löggjafarþing 122

Þingmál A57 (lögmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 10 - Komudagur: 1997-10-30 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 943 - Komudagur: 1998-03-02 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A175 (vopnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 167 - Komudagur: 1997-11-21 - Sendandi: Skotveiðifélag Íslands, B/t Sigmar B. Hauksson[PDF]

Þingmál A176 (dómstólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 305 - Komudagur: 1997-11-27 - Sendandi: Valtýr Sigurðsson héraðsdómari[PDF]

Þingmál A309 (tímareikningur á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1865 - Komudagur: 1998-04-16 - Sendandi: Landspítalinn, Júlíus K. Björnsson sálfræðingur[PDF]
Dagbókarnúmer 2188 - Komudagur: 1998-05-13 - Sendandi: Landspítalinn, geðdeild[PDF]

Þingmál A359 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1562 - Komudagur: 1998-03-24 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]

Þingmál A443 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2063 - Komudagur: 1998-04-28 - Sendandi: Landlæknir[PDF]

Þingmál A466 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 938 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1998-03-11 17:51:00 [HTML]

Þingmál A478 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1508 - Komudagur: 1998-03-26 - Sendandi: Skjal frá nefndarritara, afrit af dómi - Skýring: upplýsingar frá nefndarritara[PDF]

Þingmál A480 (gjald af áfengi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1251 - Komudagur: 1998-03-18 - Sendandi: Samband veitinga- og gistihúsa[PDF]

Þingmál A507 (húsnæðismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1986 - Komudagur: 1998-04-24 - Sendandi: Viggó Jörgensson fasteignasali[PDF]

Þingmál A556 (samningar með tilkomu evrunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1188 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1998-04-16 16:56:00 [HTML]

Þingmál A560 (eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1663 - Komudagur: 1998-04-01 - Sendandi: Kaupmannasamtök Íslands[PDF]

Þingmál A562 (vextir, dráttarvextir og verðtrygging)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1733 - Komudagur: 1998-04-06 - Sendandi: Samband íslenskra viðskiptabanka, Finnur Sveinbjörnsson - Skýring: (sameiginleg umsögn SÍV og SÍSP)[PDF]

Þingmál A618 (samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Marokkós)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1237 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 1998-04-22 16:33:00 [HTML]

Löggjafarþing 123

Þingmál A4 (réttarfarsdómstóll)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 159 - Komudagur: 1998-11-16 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A114 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 147 - Komudagur: 1998-11-16 - Sendandi: Ríkissaksóknari[PDF]

Þingmál A183 (skaðabótalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 731 - Komudagur: 1998-12-28 - Sendandi: Læknafélag Íslands[PDF]

Þingmál A226 (aðgerðir gegn peningaþvætti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1103 - Komudagur: 1999-02-24 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: (samantekt úr úttektarskýrslu)[PDF]

Þingmál A279 (bifreiðagjald, fjáröflun til vegagerðar og vörugjald af ökutækjum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 227 - Komudagur: 1998-11-23 - Sendandi: Sveitarstjóri Búðahrepps[PDF]
Dagbókarnúmer 623 - Komudagur: 1998-12-12 - Sendandi: Landvari,landsfélag vörubifreig[PDF]

Þingmál A354 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 989 - Komudagur: 1999-02-17 - Sendandi: Ríkissaksóknari[PDF]

Þingmál A528 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1344 - Komudagur: 1999-03-04 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Löggjafarþing 124

Þingmál A4 (aðgerðir vegna stríðsátakanna í Kosovo)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (þáltill.) útbýtt þann 1999-06-09 13:14:00 [HTML]

Löggjafarþing 125

Þingmál A1 (fjárlög 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 337 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-12-09 22:03:00 [HTML]

Þingmál A2 (þjóðhagsáætlun 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1999-10-01 15:21:00 [HTML]

Þingmál A11 (stofnun Snæfellsþjóðgarðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (þáltill.) útbýtt þann 1999-10-04 22:00:00 [HTML]

Þingmál A18 (staða garðyrkjubænda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 1999-10-04 22:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 495 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 1999-12-17 20:32:00 [HTML]

Þingmál A22 (iðnaðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 568 - Komudagur: 1999-12-15 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A23 (öryggi greiðslufyrirmæla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-04 22:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 207 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-11-11 13:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 224 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1999-11-15 14:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 266 (lög í heild) útbýtt þann 1999-11-23 17:32:00 [HTML]

Þingmál A24 (setning siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (þáltill.) útbýtt þann 1999-10-05 12:51:00 [HTML]

Þingmál A25 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-04 22:00:00 [HTML]

Þingmál A68 (ættleiðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00 [HTML]

Þingmál A70 (lagaskil á sviði samningaréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-10-07 09:59:00 [HTML]

Þingmál A114 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (frumvarp) útbýtt þann 1999-10-21 11:54:00 [HTML]

Þingmál A118 (bætt réttarstaða barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 130 (þáltill.) útbýtt þann 1999-11-01 14:49:00 [HTML]

Þingmál A120 (brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (þáltill.) útbýtt þann 1999-11-01 14:49:00 [HTML]

Þingmál A122 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 143 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-01 14:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 500 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1999-12-21 09:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 525 (lög í heild) útbýtt þann 1999-12-21 22:02:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 478 - Komudagur: 1999-12-10 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 490 - Komudagur: 1999-12-10 - Sendandi: Landssími Íslands hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 534 - Komudagur: 1999-12-14 - Sendandi: Snerpa ehf. - Skýring: (lagt fram á fundi sg.)[PDF]

Þingmál A124 (framkvæmd alþjóðlegra samninga á sviði náttúruverndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 1999-11-02 13:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1376 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2000-05-11 10:21:00 [HTML]

Þingmál A176 (umhverfismengun af völdum einnota umbúða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-11 12:03:00 [HTML]

Þingmál A186 (framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 371 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-12-13 12:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 427 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-12-16 14:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 450 (nefndarálit) útbýtt þann 1999-12-16 14:36:00 [HTML]

Þingmál A187 (stuðningur stjórnvalda við íslenska matreiðslumenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 217 (þáltill.) útbýtt þann 1999-11-12 12:13:00 [HTML]

Þingmál A195 (alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu (CITES))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-11-16 13:05:00 [HTML]

Þingmál A196 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 229 (frumvarp) útbýtt þann 1999-11-17 12:47:00 [HTML]

Þingmál A206 (fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 240 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-11-18 15:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 784 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-03-20 17:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 791 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-03-21 13:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 792 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-03-21 13:27:00 [HTML]

Þingmál A207 (útvarpslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-18 16:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1133 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-08 13:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1217 (lög í heild) útbýtt þann 2000-05-08 20:54:00 [HTML]

Þingmál A225 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 707 - Komudagur: 2000-01-27 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Gísla Tryggvasonar framkv.stj.[PDF]
Dagbókarnúmer 842 - Komudagur: 2000-03-02 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi ev)[PDF]

Þingmál A237 (þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 673 - Komudagur: 2000-01-20 - Sendandi: Nordiska Polisförbundet, Jónas Magnússon formaður - Skýring: (samtök landssamb.lögr.manna á Norðurl.)[PDF]

Þingmál A240 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 292 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-11-30 17:40:00 [HTML]

Þingmál A250 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-06 13:14:00 [HTML]

Þingmál A257 (bráðabirgðasamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Frelsissamtaka Palestínu (PLO))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 324 (stjórnartillaga) útbýtt þann 1999-12-07 13:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 785 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-03-20 18:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 905 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2000-04-03 19:26:00 [HTML]

Þingmál A260 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1071 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-04-27 15:00:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1260 - Komudagur: 2000-03-27 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið[PDF]

Þingmál A272 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 800 - Komudagur: 2000-02-23 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi fél)[PDF]

Þingmál A275 (starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML]

Þingmál A280 (persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-14 18:50:00 [HTML]

Þingmál A311 (gerð neyslustaðals)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 561 (þáltill.) útbýtt þann 2000-02-08 15:43:00 [HTML]

Þingmál A344 (verndun votlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 714 (svar) útbýtt þann 2000-03-13 14:15:00 [HTML]

Þingmál A359 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1687 - Komudagur: 2000-04-19 - Sendandi: Barnaverndarstofa, Austurstræti 16[PDF]

Þingmál A364 (áhættulán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 699 (svar) útbýtt þann 2000-03-09 11:56:00 [HTML]

Þingmál A365 (forvarnir gegn krabbameini og úrræði í þjónustu við krabbameinssjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 696 (svar) útbýtt þann 2000-03-09 10:21:00 [HTML]

Þingmál A386 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 644 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-22 17:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1380 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-13 10:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1417 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-13 23:53:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 847 - Komudagur: 2000-03-02 - Sendandi: Umhverfisráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi um)[PDF]
Dagbókarnúmer 1080 - Komudagur: 2000-03-17 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannesdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 1155 - Komudagur: 2000-03-21 - Sendandi: Landsvirkjun - Skýring: (ums. umhverfisráðs Samorku)[PDF]
Dagbókarnúmer 1186 - Komudagur: 2000-03-24 - Sendandi: Félag íslenskra náttúrufræðinga, Unnur Steingrímsdóttir formaður[PDF]
Dagbókarnúmer 1237 - Komudagur: 2000-03-24 - Sendandi: Náttúruvernd ríkisins, b.t. forstjóra[PDF]
Dagbókarnúmer 1324 - Komudagur: 2000-03-29 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1451 - Komudagur: 2000-04-03 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannesdóttir lögfræðingur - Skýring: (svör við spurningum KF)[PDF]
Dagbókarnúmer 1461 - Komudagur: 2000-04-05 - Sendandi: Nefndarritari - Skýring: (vinnuskjal - umsagnir)[PDF]

Þingmál A387 (VES-þingið 1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-03-06 13:39:00 [HTML]

Þingmál A388 (Vestnorræna ráðið 1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 646 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-02-24 17:08:00 [HTML]

Þingmál A389 (vernd votlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 647 (þáltill.) útbýtt þann 2000-02-24 13:27:00 [HTML]

Þingmál A397 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 655 (frumvarp) útbýtt þann 2000-03-06 13:39:00 [HTML]

Þingmál A401 (lyfjalög og almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 659 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-24 17:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1304 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-09 18:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1399 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2000-05-12 15:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1413 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2000-05-13 20:29:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1592 - Komudagur: 2000-04-17 - Sendandi: Lyfjanefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 2095 - Komudagur: 2000-05-08 - Sendandi: Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið - Skýring: (skv. beiðni)[PDF]

Þingmál A413 (ÖSE-þingið 1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 674 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-03-06 13:39:00 [HTML]

Þingmál A414 (Fríverslunarsamtök Evrópu 1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 675 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-03-06 13:39:00 [HTML]

Þingmál A415 (Evrópuráðsþingið 1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 676 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-03-06 13:40:00 [HTML]

Þingmál A416 (NATO-þingið 1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 677 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-03-06 13:40:00 [HTML]

Þingmál A452 (skipti á upplýsingum um tæknilegar reglur um vörur og fjarþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 726 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-14 14:58:00 [HTML]

Þingmál A470 (Norræna ráðherranefndin 1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 749 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-03-16 11:49:00 [HTML]

Þingmál A472 (vísindarannsóknir við Hólaskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1301 (svar) útbýtt þann 2000-05-11 11:49:00 [HTML]

Þingmál A481 (endurskoðun kosningalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 761 (þáltill.) útbýtt þann 2000-03-20 14:08:00 [HTML]

Þingmál A483 (eðli og umfang vændis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 763 (þáltill.) útbýtt þann 2000-03-20 16:49:00 [HTML]

Þingmál A487 (framkvæmd skólahalds í framhaldsskólum skólaárin 1996/1997, 1997/1998 og 1998/1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 767 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-03-20 14:08:00 [HTML]

Þingmál A488 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 770 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-20 16:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1347 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-10 02:16:00 [HTML]

Þingmál A493 (tímareikningar á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 777 (frumvarp) útbýtt þann 2000-03-21 16:08:00 [HTML]

Þingmál A514 (stefna Íslands í alþjóðasamskiptum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 813 (þáltill.) útbýtt þann 2000-04-03 14:43:00 [HTML]

Þingmál A547 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1986 - Komudagur: 2000-05-02 - Sendandi: Fjármálaráðuneyti[PDF]
Dagbókarnúmer 1988 - Komudagur: 2000-05-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins o.fl. - Skýring: Lagt fram á fundi nefndarinnar[PDF]

Þingmál A549 (vörugjald af ökutækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 935 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-04-05 13:37:00 [HTML]

Þingmál A557 (alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1236 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-05-08 21:22:00 [HTML]

Þingmál A559 (meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 861 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:45:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1720 - Komudagur: 2000-04-26 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2008 - Komudagur: 2000-05-03 - Sendandi: Stígamót[PDF]

Þingmál A570 (bílaleigur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 872 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-04-03 14:45:00 [HTML]

Þingmál A578 (loftpúðar í bifreiðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 880 (þáltill.) útbýtt þann 2000-04-03 14:46:00 [HTML]

Þingmál A583 (staðfesting breytinga á stofnsamningi Evrópustofnunar fjarskipta um gervitungl, EUTELSAT)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 885 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2000-04-04 18:18:00 [HTML]

Þingmál A587 (staðfesting ýmissa ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1106 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2000-05-04 11:43:00 [HTML]

Þingmál A588 (samráð stjórnvalda við frjáls félagasamtök)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 890 (þáltill.) útbýtt þann 2000-04-03 17:54:00 [HTML]

Þingmál A590 (sjálfbær atvinnustefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 892 (þáltill.) útbýtt þann 2000-04-06 17:18:00 [HTML]

Þingmál A612 (yfirlitsskýrsla um alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 956 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-04-07 13:28:00 [HTML]

Þingmál A642 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1300 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-05-09 16:47:00 [HTML]

Þingmál A644 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1367 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-05-10 15:18:00 [HTML]

Þingmál A646 (áfengiskaupaaldur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1378 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-05-11 15:37:00 [HTML]

Þingmál A647 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 1998)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1382 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-05-11 11:49:00 [HTML]

Þingmál A653 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1402 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-05-12 21:14:00 [HTML]

Þingmál A656 (Kristnihátíðarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1421 (þáltill.) útbýtt þann 2000-06-30 12:54:00 [HTML]

Löggjafarþing 126

Þingmál A1 (fjárlög 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-11-29 15:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 473 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2000-12-08 11:51:00 [HTML]

Þingmál A2 (Þjóðhagsáætlun 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-10-02 16:05:00 [HTML]

Þingmál A4 (stefna Íslands í alþjóðasamskiptum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-05 18:15:00 [HTML]

Þingmál A5 (stofnun Snæfellsþjóðgarðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-04 13:15:00 [HTML]

Þingmál A16 (tóbaksverð og vísitala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-05 10:21:00 [HTML]

Þingmál A30 (viðskipti og samningar um gagnaflutninga og önnur tölvusamskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 481 (svar) útbýtt þann 2000-12-15 17:08:00 [HTML]

Þingmál A46 (samráð stjórnvalda við frjáls félagasamtök)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 46 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-05 13:25:00 [HTML]

Þingmál A49 (könnun á umfangi vændis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-05 13:25:00 [HTML]

Þingmál A51 (löggjöf og eftirlit með klámi, vændi o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2001-01-15 12:45:00 [HTML]

Þingmál A74 (matvæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 432 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2000-12-05 10:20:00 [HTML]

Þingmál A79 (brottför hersins og yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-12 13:28:00 [HTML]

Þingmál A91 (heilsuvernd í framhaldsskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-12 13:28:00 [HTML]

Þingmál A92 (samkeppnishæf menntun og ný stefna í kjaramálum kennara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-16 18:36:00 [HTML]

Þingmál A115 (bætt réttarstaða barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 115 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-16 18:09:00 [HTML]

Þingmál A122 (hlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-17 17:01:00 [HTML]

Þingmál A124 (tímareikningur á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (frumvarp) útbýtt þann 2000-10-17 13:27:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 244 - Komudagur: 2000-11-22 - Sendandi: Sigurður A. Levy[PDF]
Dagbókarnúmer 471 - Komudagur: 2000-11-29 - Sendandi: Nefndarritari[PDF]
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2000-12-07 - Sendandi: Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur - Skýring: (lagt fram á fundi ht.)[PDF]
Dagbókarnúmer 846 - Komudagur: 2000-12-21 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A164 (bifreiða-, ferða- og risnukostnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 651 (svar) útbýtt þann 2001-02-08 09:47:00 [HTML]

Þingmál A173 (óhefðbundnar lækningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 176 (þáltill.) útbýtt þann 2000-10-19 18:02:00 [HTML]

Þingmál A175 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-10-30 14:53:00 [HTML]

Þingmál A193 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-11-01 16:57:00 [HTML]

Þingmál A194 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-11-01 16:57:00 [HTML]

Þingmál A201 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-11-02 14:16:00 [HTML]

Þingmál A224 (safnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1518 - Komudagur: 2001-03-19 - Sendandi: Fornleifafræðingafélag Íslands - Skýring: (lagt fram á fundi menntmn.)[PDF]

Þingmál A233 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 581 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-12-15 16:40:00 [HTML]

Þingmál A276 (heilbrigðisáætlun til ársins 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2000-11-16 17:52:00 [HTML]

Þingmál A284 (eftirlit með útlendingum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-11-20 14:50:00 [HTML]

Þingmál A326 (vopnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 411 (frumvarp) útbýtt þann 2000-12-04 17:10:00 [HTML]

Þingmál A344 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 454 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-12-07 10:22:00 [HTML]

Þingmál A345 (tóbaksvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1257 - Komudagur: 2001-02-19 - Sendandi: Samtök verslunarinnar, - Félag ísl. stórkaupmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1274 - Komudagur: 2001-02-20 - Sendandi: Tóbaksvarnarnefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 1280 - Komudagur: 2001-02-22 - Sendandi: Krabbameinsfélag Reykjavíkur[PDF]
Dagbókarnúmer 1357 - Komudagur: 2001-03-09 - Sendandi: Flugleiðir, upplýsingadeild[PDF]

Þingmál A355 (frestun á innflutningi fósturvísa úr kúm)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 535 (þáltill.) útbýtt þann 2000-12-15 10:26:00 [HTML]

Þingmál A360 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-12-14 15:17:00 [HTML]

Þingmál A369 (eiturefni og hættuleg efni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 585 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-12-15 17:26:00 [HTML]

Þingmál A379 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 658 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-01-20 16:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 660 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2001-01-22 10:08:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1138 - Komudagur: 2001-01-19 - Sendandi: Norræna hagskýrslunefndin á sviði félagsmála - Skýring: (lagt fram á fundi ht.)[PDF]

Þingmál A389 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1340 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-05-16 11:50:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1674 - Komudagur: 2001-03-29 - Sendandi: Dýralæknir fisksjúkdóma - Skýring: (lagt fram á fundi l.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1770 - Komudagur: 2001-04-03 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands - Skýring: (sent skv. beiðni umhvn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1825 - Komudagur: 2001-04-11 - Sendandi: Umhverfisnefnd Alþingis - Skýring: (sent skv. beiðni landbn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 2038 - Komudagur: 2001-04-24 - Sendandi: Ritari landbúnaðarnefndar[PDF]

Þingmál A391 (framkvæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 641 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-01-17 14:02:00 [HTML]

Þingmál A412 (samningur milli Evrópubandalagsins og Íslands og Noregs um beiðni um hæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 667 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-01-23 15:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 764 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2001-02-26 14:31:00 [HTML]

Þingmál A416 (stofnun stjórnlagadómstóls eða stjórnlagaráðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 676 (þáltill.) útbýtt þann 2001-02-08 12:51:00 [HTML]

Þingmál A444 (breyting á VII. viðauka við EES-samninginn (starfsmenntun))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 710 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-02-13 17:27:00 [HTML]

Þingmál A445 (breyting á XI. viðauka við EES-samninginn (fjarskiptaþjónusta))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 711 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-02-13 17:27:00 [HTML]

Þingmál A477 (ÖSE-þingið 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 759 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2001-02-26 14:31:00 [HTML]

Þingmál A495 (VES-þingið 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 781 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2001-02-27 13:17:00 [HTML]

Þingmál A510 (kísilgúrverksmiðja við Mývatn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 800 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-01 10:22:00 [HTML]

Þingmál A519 (þingmannanefnd EFTA og EES 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 815 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2001-03-06 13:30:00 [HTML]

Þingmál A521 (stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 817 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-05 14:36:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1624 - Komudagur: 2001-03-22 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi ev.)[PDF]

Þingmál A522 (eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1772 - Komudagur: 2001-04-04 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið[PDF]

Þingmál A529 (NATO-þingið 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 825 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2001-03-06 13:30:00 [HTML]

Þingmál A542 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1403 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-05-18 19:49:00 [HTML]

Þingmál A543 (Norræna ráðherranefndin 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 846 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2001-03-08 14:07:00 [HTML]

Þingmál A550 (Evrópuráðsþingið 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 856 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2001-03-12 14:33:00 [HTML]

Þingmál A551 (samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 857 (þáltill.) útbýtt þann 2001-03-12 14:33:00 [HTML]

Þingmál A566 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 872 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-13 18:22:00 [HTML]

Þingmál A567 (viðskiptabankar og sparisjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-13 18:22:00 [HTML]

Þingmál A571 (norrænt samstarf 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 880 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2001-03-15 10:46:00 [HTML]

Þingmál A572 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-15 11:57:00 [HTML]

Þingmál A587 (lágmarkslaun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 925 (frumvarp) útbýtt þann 2001-03-28 15:23:00 [HTML]

Þingmál A624 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2058 - Komudagur: 2001-04-25 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A670 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1442 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2001-05-19 14:37:00 [HTML]

Þingmál A675 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2305 - Komudagur: 2001-05-03 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2346 - Komudagur: 2001-05-04 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - Skýring: (viðbótarumsögn)[PDF]

Þingmál A707 (sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2501 - Komudagur: 2001-05-08 - Sendandi: Samkeppnisstofnun - Skýring: (afrit af minnisblaði til Einkavæðinganefndar)[PDF]

Þingmál A719 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2805 - Komudagur: 2001-08-24 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 2820 - Komudagur: 2001-09-10 - Sendandi: Bæjarveitur Vestmannaeyja[PDF]
Dagbókarnúmer 2821 - Komudagur: 2001-09-10 - Sendandi: Selfossveitur[PDF]
Dagbókarnúmer 2823 - Komudagur: 2001-09-11 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 2824 - Komudagur: 2001-09-11 - Sendandi: Akureyrarbær[PDF]

Löggjafarþing 127

Þingmál A1 (fjárlög 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (breytingartillaga) útbýtt þann 2001-11-26 16:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 476 (breytingartillaga) útbýtt þann 2001-12-06 21:48:00 [HTML]

Þingmál A2 (þjóðhagsáætlun 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2001-10-01 15:39:00 [HTML]

Þingmál A12 (landsdómur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 292 - Komudagur: 2001-11-28 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A15 (ráðherraábyrgð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 256 - Komudagur: 2001-11-28 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A19 (kirkjuskipan ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 551 - Komudagur: 2001-12-19 - Sendandi: Ásatrúarfélagið[PDF]

Þingmál A33 (óhefðbundnar lækningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-04 17:48:00 [HTML]

Þingmál A37 (heilsuvernd í framhaldsskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-08 14:47:00 [HTML]

Þingmál A38 (samráð stjórnvalda við frjáls félagasamtök)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-04 18:01:00 [HTML]

Þingmál A40 (vopnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-08 14:47:00 [HTML]

Þingmál A43 (samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-08 14:47:00 [HTML]

Þingmál A44 (forvarnir gegn krabbameinssjúkdómum í meltingarvegi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-08 14:47:00 [HTML]

Þingmál A46 (rannsókn á áhrifum háspennulína á mannslíkamann)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 624 - Komudagur: 2002-01-21 - Sendandi: Raunvísindastofnun Háskólans, Gunnlaugur Björnsson[PDF]

Þingmál A49 (vestnorrænt samstarf og íslensk nærsvæðastefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-08 14:47:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2191 - Komudagur: 2002-05-23 - Sendandi: Sagnfræðingafélag Íslands[PDF]

Þingmál A50 (stefna Íslands í alþjóðasamskiptum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-10 18:36:00 [HTML]

Þingmál A71 (jafnréttisáætlun, stöðuveitingar og skipan í nefndir og ráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 221 (svar) útbýtt þann 2001-11-07 13:23:00 [HTML]

Þingmál A74 (jafnréttisáætlun, stöðuveitingar og skipan í nefndir og ráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (svar) útbýtt þann 2001-10-30 13:20:00 [HTML]

Þingmál A82 (stækkun Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2001-10-04 14:32:00 [HTML]

Þingmál A114 (tekjuskattur og eignarskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 464 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-12-06 10:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 472 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-12-06 10:53:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 41 - Komudagur: 2001-11-07 - Sendandi: KPMG og fleiri[PDF]
Dagbókarnúmer 119 - Komudagur: 2001-11-15 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 229 - Komudagur: 2001-11-22 - Sendandi: Vilhjálmur Bjarnason - Skýring: (lagt fram á fundi ev.)[PDF]
Dagbókarnúmer 296 - Komudagur: 2001-11-29 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - Skýring: (svör við spurn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 320 - Komudagur: 2001-12-03 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - Skýring: (svör við spurn. 3. des.)[PDF]

Þingmál A125 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-15 14:31:00 [HTML]

Þingmál A126 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 126 (frumvarp) útbýtt þann 2001-10-16 13:04:00 [HTML]

Þingmál A131 (rannsóknir á útbreiðslu, stofnstærð og veiðiþoli kúfskeljar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 131 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-10 13:25:00 [HTML]

Þingmál A136 (samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-09 18:36:00 [HTML]

Þingmál A140 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1182 - Komudagur: 2002-03-12 - Sendandi: Umferðarráð[PDF]
Dagbókarnúmer 1284 - Komudagur: 2002-03-15 - Sendandi: Ökukennarafélag Íslands[PDF]

Þingmál A145 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 145 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-11 13:17:00 [HTML]

Þingmál A150 (lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 150 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-11 13:17:00 [HTML]

Þingmál A158 (stofnun þjóðgarðs um Heklu og nágrenni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 159 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-15 14:31:00 [HTML]

Þingmál A159 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 242 - Komudagur: 2001-11-26 - Sendandi: Umhverfisráðuneytið[PDF]

Þingmál A168 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-15 16:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 805 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-02-14 10:15:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 363 - Komudagur: 2001-12-05 - Sendandi: Samkeppnisstofnun[PDF]

Þingmál A169 (heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 511 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-12-08 12:14:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 335 - Komudagur: 2001-12-04 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A176 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 536 - Komudagur: 2001-12-17 - Sendandi: Hrafnkell Eiríksson[PDF]

Þingmál A190 (stuðningur við frjálsa leikhópa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 301 (svar) útbýtt þann 2001-11-13 13:18:00 [HTML]

Þingmál A194 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1781 - Komudagur: 2002-04-10 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða[PDF]

Þingmál A195 (Myntbandalag Evrópu og upptaka evru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 206 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2001-10-18 17:18:00 [HTML]

Þingmál A201 (vernd votlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (þáltill.) útbýtt þann 2001-10-30 13:24:00 [HTML]

Þingmál A204 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-30 13:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1140 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-05 17:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1141 (breytingartillaga) útbýtt þann 2002-04-05 17:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1430 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-04-30 11:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1442 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-04-30 16:56:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 530 - Komudagur: 2001-12-17 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A230 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 256 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-10-31 14:23:00 [HTML]

Þingmál A233 (heildarstefna um uppbyggingu og rekstur meðferðarstofnana)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1234 - Komudagur: 2002-03-14 - Sendandi: Samhjálp[PDF]

Þingmál A251 (ný námsbraut við Sjómannaskóla Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (þáltill.) útbýtt þann 2001-11-06 13:13:00 [HTML]

Þingmál A252 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 288 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-06 13:13:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 337 - Komudagur: 2001-12-05 - Sendandi: Flugmálastjórn[PDF]
Dagbókarnúmer 339 - Komudagur: 2001-12-05 - Sendandi: Félag íslenskra flugumferðarstjóra[PDF]
Dagbókarnúmer 437 - Komudagur: 2001-12-10 - Sendandi: Flugfélagið Garðaflug[PDF]
Dagbókarnúmer 547 - Komudagur: 2001-12-11 - Sendandi: Flugmálastjóri - Skýring: (v. umsagnar Flugskóla Íslands)[PDF]

Þingmál A254 (gagnagrunnar um náttúru landsins og náttúrufarskort)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 292 (þáltill.) útbýtt þann 2001-11-07 13:23:00 [HTML]

Þingmál A265 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1504 - Komudagur: 2002-03-26 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1653 - Komudagur: 2002-04-05 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1654 - Komudagur: 2002-04-05 - Sendandi: Réttarfarsnefnd[PDF]

Þingmál A272 (grasmjölsframleiðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 322 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2001-11-12 18:07:00 [HTML]
Þingskjal nr. 451 (svar) útbýtt þann 2001-12-05 13:22:00 [HTML]

Þingmál A282 (fólksflutningar, vöruflutningar og efnisflutningar á landi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 497 - Komudagur: 2001-12-12 - Sendandi: Flugmálastjóri[PDF]

Þingmál A285 (skráning skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 746 - Komudagur: 2002-02-18 - Sendandi: Vélstjórafélag Íslands[PDF]

Þingmál A305 (kostnaður við niðurflutning gagna af netinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 375 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2001-11-21 17:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 665 (svar) útbýtt þann 2002-01-30 14:26:00 [HTML]

Þingmál A309 (ráðstöfunarfé ráðherra og ráðstöfun óskipts fjár á safnliðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 467 (svar) útbýtt þann 2001-12-11 17:22:00 [HTML]

Þingmál A318 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-26 16:53:00 [HTML]

Þingmál A319 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 404 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-26 16:53:00 [HTML]

Þingmál A338 (búfjárhald o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 437 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-29 17:23:00 [HTML]

Þingmál A343 (vistvænt eldsneyti á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (þáltill.) útbýtt þann 2001-12-07 10:18:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1655 - Komudagur: 2002-04-05 - Sendandi: Sorpa[PDF]

Þingmál A344 (geislavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-12-05 13:22:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 832 - Komudagur: 2002-02-21 - Sendandi: Félag geislafræðinga[PDF]

Þingmál A348 (ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 522 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2001-12-11 18:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 547 (nefndarálit) útbýtt þann 2001-12-12 13:44:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 460 - Komudagur: 2001-12-10 - Sendandi: Biskupsstofa - Skýring: (lagt fram á fundi ev)[PDF]

Þingmál A350 (búnaðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 660 - Komudagur: 2002-02-05 - Sendandi: Ólafur R. Dýrmundsson formaður Forysturæktarfélags Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1027 - Komudagur: 2002-03-07 - Sendandi: Líffræðistofnun Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A366 (sameignarfyrirtæki um Orkuveitu Reykjavíkur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 562 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-12-12 16:42:00 [HTML]

Þingmál A374 (tóbaksverð og vísitala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 586 (þáltill.) útbýtt þann 2001-12-14 10:17:00 [HTML]

Þingmál A384 (samgönguáætlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 730 - Komudagur: 2002-02-18 - Sendandi: Stýrimannaskólinn í Reykjavík[PDF]
Dagbókarnúmer 858 - Komudagur: 2002-02-25 - Sendandi: Hafnasamband sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A386 (hafnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1116 - Komudagur: 2002-03-11 - Sendandi: Reykjavíkurhöfn[PDF]
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2002-03-12 - Sendandi: Hafnasamband sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A389 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (þáltill.) útbýtt þann 2002-01-22 15:21:00 [HTML]

Þingmál A392 (staða og þróun löggæslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 649 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2002-01-23 13:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1365 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2002-04-23 15:28:00 [HTML]

Þingmál A433 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 698 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-30 13:40:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 916 - Komudagur: 2002-02-27 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 938 - Komudagur: 2002-02-27 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 963 - Komudagur: 2002-03-01 - Sendandi: Alþjóðahús ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 986 - Komudagur: 2002-03-01 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1311 - Komudagur: 2002-03-15 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli - Skýring: (lagt fram á fundi a.)[PDF]

Þingmál A451 (heimsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Jóhannesarborg)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 851 (svar) útbýtt þann 2002-02-25 17:33:00 [HTML]

Þingmál A454 (rafeyrisfyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 724 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-01-31 17:45:00 [HTML]

Þingmál A483 (norrænt samstarf 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 767 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-02-07 10:01:00 [HTML]

Þingmál A484 (lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1388 (svar) útbýtt þann 2002-04-26 14:28:00 [HTML]

Þingmál A489 (rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 774 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-07 10:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1064 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-03-26 17:41:00 [HTML]

Þingmál A490 (Norræna ráðherranefndin 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 775 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-02-07 10:01:00 [HTML]

Þingmál A491 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1729 - Komudagur: 2002-04-09 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A494 (almenn hegningarlög og lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 784 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-11 14:33:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1511 - Komudagur: 2002-03-25 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A503 (virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1004 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-03-20 13:28:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 984 - Komudagur: 2002-03-04 - Sendandi: Norður-Hérað - Skýring: (umsögn meiri hl. sveitarstjórnar)[PDF]
Dagbókarnúmer 1192 - Komudagur: 2002-03-11 - Sendandi: Markaðsstofa Austurlands - Skýring: (lagt fram á fundi iðn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1227 - Komudagur: 2002-03-12 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis[PDF]
Dagbókarnúmer 2208 - Komudagur: 2002-05-28 - Sendandi: Tómas Gunnarsson lögfræðingur - Skýring: (afrit af bréfum)[PDF]

Þingmál A506 (samningar við lággjaldaflugfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 798 (þáltill.) útbýtt þann 2002-02-13 13:16:00 [HTML]

Þingmál A509 (VES-þingið 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 801 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-02-14 12:02:00 [HTML]

Þingmál A510 (NATO-þingið 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 803 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-02-14 11:29:00 [HTML]

Þingmál A519 (ÖSE-þingið 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 817 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-02-19 17:06:00 [HTML]

Þingmál A538 (stefna í byggðamálum 2002--2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 843 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-02-19 17:06:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1407 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-27 16:20:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1418 - Komudagur: 2002-03-22 - Sendandi: Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands[PDF]

Þingmál A544 (Fríverslunarsamtök Evrópu 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 849 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-02-25 14:47:00 [HTML]

Þingmál A551 (fullgilding stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-02-25 14:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1021 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-03-21 10:19:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1179 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2002-04-10 12:22:00 [HTML]

Þingmál A555 (landgræðsluáætlun 2003 -- 2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1561 - Komudagur: 2002-04-02 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Þingmál A556 (Evrópuráðsþingið 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-02-26 19:54:00 [HTML]

Þingmál A562 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1515 - Komudagur: 2002-03-26 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A565 (fullgilding samnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Króatíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 886 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-02-27 15:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 983 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-03-15 13:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1027 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2002-03-20 21:42:00 [HTML]

Þingmál A566 (fullgilding samnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Makedóníu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 887 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-02-27 15:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 984 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-03-15 13:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1028 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2002-03-20 21:43:00 [HTML]

Þingmál A567 (fullgilding samnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Jórdaníu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 888 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-02-27 15:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 982 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-03-15 13:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1029 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2002-03-20 21:43:00 [HTML]

Þingmál A598 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 942 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-07 18:01:00 [HTML]

Þingmál A601 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2034 - Komudagur: 2002-04-18 - Sendandi: Lyfjaver ehf., tölvustýrð lyfjaskömmtun[PDF]

Þingmál A605 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1714 - Komudagur: 2002-04-08 - Sendandi: Bandalag háskólamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1715 - Komudagur: 2002-04-09 - Sendandi: Læknafélag Íslands[PDF]

Þingmál A622 (breyting á bókun 26 við EES-samninginn (störf Eftirlitsstofnunar EFTA))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 975 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-03-13 15:55:00 [HTML]

Þingmál A624 (áfengis- og vímuefnameðferð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1376 (svar) útbýtt þann 2002-04-26 09:46:00 [HTML]

Þingmál A628 (ráðstöfunarfé ráðherra og ráðstöfun óskipts fjár á safnliðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1127 (svar) útbýtt þann 2002-04-10 14:11:00 [HTML]

Þingmál A632 (hálendisþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1003 (þáltill.) útbýtt þann 2002-03-22 16:02:00 [HTML]

Þingmál A647 (alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1044 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-03-22 11:45:00 [HTML]

Þingmál A650 (eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1049 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-22 16:02:00 [HTML]

Þingmál A662 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-26 16:13:00 [HTML]

Þingmál A666 (lokafjárlög 1998)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1082 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-26 17:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1418 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-04-29 15:34:00 [HTML]

Þingmál A667 (lokafjárlög 1999)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1083 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-26 17:09:00 [HTML]

Þingmál A672 (nýr stofnsamningur Fríverslunarsamtaka Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-04-08 17:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1271 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-04-19 15:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1272 (breytingartillaga) útbýtt þann 2002-04-19 15:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1314 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-04-20 11:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1392 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2002-04-26 15:21:00 [HTML]

Þingmál A677 (verndun íslensku mjólkurkýrinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1093 (þáltill.) útbýtt þann 2002-04-03 10:17:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2219 - Komudagur: 2002-05-30 - Sendandi: Litfari[PDF]

Þingmál A696 (breiðbandsvæðing landsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1115 (þáltill.) útbýtt þann 2002-04-03 17:26:00 [HTML]

Þingmál A706 (heildarskuldir og vaxtabyrði í íslenska lánakerfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1379 (svar) útbýtt þann 2002-04-26 09:47:00 [HTML]

Þingmál A714 (ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1177 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-04-09 21:29:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1930 - Komudagur: 2002-04-15 - Sendandi: Lyfjaþróun - Skýring: (lagt fram á fundi ev.)[PDF]

Þingmál A732 (staða framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar um jafnrétti kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1290 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-04-20 11:55:00 [HTML]

Þingmál A735 (hafnarframkvæmdir 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1358 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-04-23 12:23:00 [HTML]

Þingmál A738 (olíugjald og kílómetragjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1453 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-04-30 20:02:00 [HTML]

Löggjafarþing 128

Þingmál A1 (fjárlög 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-01 15:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 493 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-12-02 14:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 608 (lög í heild) útbýtt þann 2002-12-06 12:36:00 [HTML]

Þingmál A2 (þjóðhagsáætlun 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-10-01 15:22:00 [HTML]

Þingmál A3 (matvælaverð á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 174 - Komudagur: 2002-11-20 - Sendandi: Baugur Ísland[PDF]

Þingmál A6 (útsendingar sjónvarps og útvarps um gervitungl)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 234 - Komudagur: 2002-11-21 - Sendandi: Ríkisútvarpið[PDF]
Dagbókarnúmer 288 - Komudagur: 2002-11-27 - Sendandi: Menntamálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A8 (viðskiptabankar og sparisjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-03 13:29:00 [HTML]

Þingmál A10 (skattfrelsi lágtekjufólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-02 19:29:00 [HTML]

Þingmál A11 (aðgerðir til verndar rjúpnastofninum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-02 19:29:00 [HTML]

Þingmál A13 (neysluvatn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 620 - Komudagur: 2002-12-10 - Sendandi: Íslenska vatnsfélagið ehf[PDF]

Þingmál A16 (aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 372 - Komudagur: 2002-12-02 - Sendandi: Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar[PDF]

Þingmál A27 (grunngögn um náttúru landsins og náttúrufarskort)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-03 13:29:00 [HTML]

Þingmál A32 (verðmyndun á innfluttu sementi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 168 - Komudagur: 2002-11-20 - Sendandi: Aalborg Portland Ísland hf. - Skýring: (fréttatilkynning)[PDF]
Dagbókarnúmer 498 - Komudagur: 2002-12-04 - Sendandi: Aalborg Portland Íslandi hf,[PDF]

Þingmál A33 (sjálfbær atvinnustefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-04 14:13:00 [HTML]

Þingmál A44 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2002-10-07 14:44:00 [HTML]

Þingmál A46 (breiðbandsvæðing landsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 46 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-07 14:44:00 [HTML]

Þingmál A66 (fjáraukalög 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-03 10:15:00 [HTML]

Þingmál A79 (bifreiða-, ferða- og risnukostnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 262 (svar) útbýtt þann 2002-10-31 15:26:00 [HTML]

Þingmál A130 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1415 - Komudagur: 2003-03-03 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A132 (réttarstaða samkynhneigðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-08 17:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1137 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-10 14:49:00 [HTML]

Þingmál A133 (framtíðarhlutverk Sementsverksmiðjunnar hf.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 215 - Komudagur: 2002-11-20 - Sendandi: Aalborg Portland Ísland hf. - Skýring: (fréttatilkynning)[PDF]

Þingmál A157 (skráning skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 246 - Komudagur: 2002-11-22 - Sendandi: Vélstjórafélag Íslands[PDF]

Þingmál A168 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 168 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-10 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1004 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2003-02-26 09:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1178 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-10 17:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1211 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-10 21:33:00 [HTML]

Þingmál A180 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-10 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1338 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-13 20:43:00 [HTML]

Þingmál A191 (samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-16 13:15:00 [HTML]

Þingmál A193 (verndun íslensku mjólkurkýrinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 194 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-16 15:36:00 [HTML]

Þingmál A205 (ný námsbraut við Sjómannaskóla Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 208 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-17 11:32:00 [HTML]

Þingmál A215 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 218 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-17 15:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 617 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-12-09 16:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 635 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-12-10 13:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 660 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2002-12-13 15:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 743 (lög í heild) útbýtt þann 2002-12-13 15:05:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 158 - Komudagur: 2002-11-20 - Sendandi: Verslunarráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2002-11-27 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A226 (vestnorrænt samstarf og íslensk nærsvæðastefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 229 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-23 13:10:00 [HTML]

Þingmál A228 (stefna Íslands í alþjóðasamskiptum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-23 13:16:00 [HTML]

Þingmál A237 (tannheilsa barna og unglinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 611 (svar) útbýtt þann 2002-12-12 10:22:00 [HTML]

Þingmál A239 (vextir og þjónustugjöld bankastofnana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 242 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-23 13:16:00 [HTML]

Þingmál A242 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 246 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-23 13:10:00 [HTML]

Þingmál A255 (áhrif aðildar Íslands að Evrópusambandinu á landsbyggðina)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 259 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-29 13:21:00 [HTML]

Þingmál A257 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 268 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-29 13:22:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 541 - Komudagur: 2002-12-05 - Sendandi: Póstmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A259 (hálendisþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 270 (þáltill.) útbýtt þann 2002-10-29 14:53:00 [HTML]

Þingmál A311 (virðisaukaskattur af barnafatnaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 481 - Komudagur: 2002-12-04 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A313 (lágmarkslaun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 338 (frumvarp) útbýtt þann 2002-11-14 09:58:00 [HTML]

Þingmál A324 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 444 - Komudagur: 2002-12-03 - Sendandi: Happdrætti Háskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 549 - Komudagur: 2002-12-05 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A337 (úrvinnslugjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 537 - Komudagur: 2002-12-05 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda[PDF]

Þingmál A338 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 895 - Komudagur: 2003-02-03 - Sendandi: Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs[PDF]

Þingmál A347 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 383 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-11 16:30:00 [HTML]

Þingmál A350 (hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnufélög og sjálfseignarstofnanir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 832 - Komudagur: 2003-01-16 - Sendandi: Verslunarráð Íslands[PDF]

Þingmál A351 (fyrirtækjaskrá)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 833 - Komudagur: 2003-01-16 - Sendandi: Verslunarráð Íslands[PDF]

Þingmál A357 (opinber stuðningur við vísindarannsóknir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 394 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-12 15:52:00 [HTML]

Þingmál A359 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-13 13:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 592 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2002-12-05 15:48:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 363 - Komudagur: 2002-12-02 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja[PDF]

Þingmál A373 (flutningur starfa Ferðamálaráðs til aðila innan ferðaþjónustunnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1630 - Komudagur: 2003-03-10 - Sendandi: Ferðamálaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1717 - Komudagur: 2003-03-14 - Sendandi: Ferðamálasamtök Íslands[PDF]

Þingmál A381 (leiðtogafundur um sjálfbæra þróun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-11-18 17:35:00 [HTML]

Þingmál A390 (vinnutími sjómanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 451 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-25 12:47:00 [HTML]

Þingmál A392 (vaktstöð siglinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 453 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-25 12:47:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 764 - Komudagur: 2003-01-15 - Sendandi: Stýrimannaskólinn í Reykjavík[PDF]

Þingmál A399 (flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 475 (frumvarp) útbýtt þann 2002-11-27 11:55:00 [HTML]

Þingmál A400 (samningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Singapúr)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 491 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-11-27 16:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 628 (nefndarálit) útbýtt þann 2002-12-09 16:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 727 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2002-12-12 19:32:00 [HTML]

Þingmál A405 (verkefni Umhverfisstofnunar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 464 - Komudagur: 2002-12-04 - Sendandi: Dýraverndarráð - Skýring: (lagt fram á fundi um.)[PDF]

Þingmál A413 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-02 15:54:00 [HTML]

Þingmál A421 (Lýðheilsustöð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1030 - Komudagur: 2003-02-18 - Sendandi: Tóbaksvarnarnefnd[PDF]

Þingmál A439 (breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 600 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-12-05 18:50:00 [HTML]

Þingmál A443 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 615 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-12-09 16:26:00 [HTML]

Þingmál A445 (breyting á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-12-09 16:26:00 [HTML]

Þingmál A455 (styrkir til útrásar íslenskrar dægurtónlistar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 862 (svar) útbýtt þann 2003-01-27 14:49:00 [HTML]

Þingmál A456 (styrkir til útrásar íslenskrar dægurtónlistar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (svar) útbýtt þann 2003-01-22 13:08:00 [HTML]

Þingmál A458 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 692 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2002-12-12 13:30:00 [HTML]

Þingmál A462 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-12 15:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1309 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2003-03-13 10:22:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1121 - Komudagur: 2003-02-19 - Sendandi: Norðurorka - Skýring: (ums. um 462. og 463. mál)[PDF]
Dagbókarnúmer 1174 - Komudagur: 2003-02-20 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 1298 - Komudagur: 2003-02-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (um 462. og 463. mál)[PDF]

Þingmál A469 (samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 774 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-12-13 14:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1144 (breytingartillaga) útbýtt þann 2003-03-10 14:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1326 (þál. í heild) útbýtt þann 2003-03-13 15:59:00 [HTML]

Þingmál A485 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 797 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-13 14:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1164 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-10 17:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1200 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-10 21:31:00 [HTML]

Þingmál A489 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 805 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-21 16:07:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1183 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-10 18:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1215 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-10 21:33:00 [HTML]

Þingmál A509 (álverksmiðja í Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 842 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-22 14:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 985 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-02-19 14:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1030 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2003-02-26 09:45:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1003 - Komudagur: 2003-02-14 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A510 (áhrif laga um opinberar eftirlitsreglur og störf ráðgjafarnefndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 846 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-01-22 15:53:00 [HTML]

Þingmál A518 (verðbréfasjóðir og fjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 859 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-23 14:49:00 [HTML]

Þingmál A523 (rannsókn flugslysa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1236 - Komudagur: 2003-02-24 - Sendandi: Félag íslenskra flugumferðarstjóra[PDF]
Dagbókarnúmer 1248 - Komudagur: 2003-02-24 - Sendandi: Almannavarnir ríkisins[PDF]

Þingmál A539 (Siglingastofnun Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-29 13:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1089 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-04 19:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1210 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-10 21:33:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1138 - Komudagur: 2003-02-19 - Sendandi: Vélstjórafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1206 - Komudagur: 2003-02-20 - Sendandi: Félag íslenskra skipstjórnarmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1233 - Komudagur: 2003-02-21 - Sendandi: Samband íslenskra kaupskipaútgerða, Ólafur J. Briem[PDF]
Dagbókarnúmer 1239 - Komudagur: 2003-02-24 - Sendandi: Stýrimannaskólinn í Reykjavík[PDF]

Þingmál A546 (aðgangur landsmanna að GSM-farsímakerfinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1631 - Komudagur: 2003-03-10 - Sendandi: Landssími Íslands hf.[PDF]

Þingmál A549 (aðgerðir gegn peningaþvætti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 896 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-29 13:26:00 [HTML]

Þingmál A550 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 897 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-29 14:12:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1307 - Komudagur: 2003-02-25 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A552 (rannsókn sjóslysa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1247 - Komudagur: 2003-02-24 - Sendandi: Almannavarnir ríkisins[PDF]

Þingmál A568 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-03 17:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1165 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-10 17:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1201 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-10 21:31:00 [HTML]

Þingmál A572 (Norræna ráðherranefndin 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 923 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-02-05 13:16:00 [HTML]

Þingmál A597 (nýr stofnsamningur Fríverslunarsamtaka Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 958 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-11 17:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1299 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-12 19:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1300 (breytingartillaga) útbýtt þann 2003-03-12 19:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1345 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-13 21:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1393 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-14 16:35:00 [HTML]

Þingmál A598 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 959 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-11 17:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1187 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-10 21:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1363 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-03-13 22:45:00 [HTML]

Þingmál A599 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-11 17:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1324 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-13 17:48:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1438 - Komudagur: 2003-03-03 - Sendandi: Landssími Íslands hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1560 - Komudagur: 2003-03-07 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn[PDF]

Þingmál A605 (norrænt samstarf 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 966 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-02-13 14:19:00 [HTML]

Þingmál A612 (lögmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1760 - Komudagur: 2003-04-15 - Sendandi: Lagadeild Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A618 (breyting á XI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 989 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-02-18 13:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1293 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-03-12 19:42:00 [HTML]

Þingmál A619 (breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 990 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-02-18 13:23:00 [HTML]

Þingmál A621 (VES-þingið 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 992 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-02-18 15:50:00 [HTML]

Þingmál A625 (Vestnorræna ráðið 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1009 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-02-26 09:45:00 [HTML]

Þingmál A626 (ÖSE-þingið 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1010 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-02-26 09:45:00 [HTML]

Þingmál A627 (NATO-þingið 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1011 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-02-26 09:45:00 [HTML]

Þingmál A634 (Evrópuráðsþingið 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1018 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-02-26 09:45:00 [HTML]

Þingmál A635 (Fríverslunarsamtök Evrópu 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-02-26 09:45:00 [HTML]

Þingmál A637 (verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1032 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-26 12:24:00 [HTML]

Þingmál A639 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1035 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-02-26 14:33:00 [HTML]

Þingmál A648 (stofnun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1053 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-02-27 15:46:00 [HTML]

Þingmál A652 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-03 17:12:00 [HTML]

Þingmál A654 (eftirlit með matvælum og heilbrigði dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1064 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-03 17:12:00 [HTML]

Þingmál A656 (meistaranám iðngreina)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1069 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2003-03-04 13:24:00 [HTML]

Þingmál A659 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-04 13:24:00 [HTML]

Þingmál A664 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1080 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-03-04 16:48:00 [HTML]

Þingmál A665 (breyting á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-03-04 16:48:00 [HTML]

Þingmál A666 (breyting á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1082 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-03-04 16:48:00 [HTML]

Þingmál A681 (lax- og silungsveiði o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1795 - Komudagur: 2003-05-09 - Sendandi: Veiðimálastjóri[PDF]
Dagbókarnúmer 1797 - Komudagur: 2003-05-13 - Sendandi: Veiðimálastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1822 - Komudagur: 2003-06-19 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Þingmál A695 (bann við umskurði á kynfærum kvenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1155 (frumvarp) útbýtt þann 2003-03-10 20:39:00 [HTML]

Þingmál A700 (markaðssetning, framleiðsla og neysla lífrænna afurða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1223 (þáltill.) útbýtt þann 2003-03-11 17:15:00 [HTML]

Þingmál A710 (lokafjárlög 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1269 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-03-12 19:43:00 [HTML]

Þingmál A711 (staða umferðaröryggismála 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1316 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-03-13 12:17:00 [HTML]

Löggjafarþing 129

Þingmál A2 (friðlýsing Jökulsár á Fjöllum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (þáltill.) útbýtt þann 2003-05-27 15:28:00 [HTML]

Löggjafarþing 130

Þingmál A1 (fjárlög 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-01 15:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 466 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-12-02 17:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 588 (lög í heild) útbýtt þann 2003-12-05 16:26:00 [HTML]

Þingmál A2 (Þjóðhagsáætlun 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2003-10-01 15:11:00 [HTML]

Þingmál A6 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 123 - Komudagur: 2003-11-13 - Sendandi: Samtök verslunarinnar, Félag íslenskra stórkaupmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 259 - Komudagur: 2003-11-24 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]

Þingmál A9 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 195 - Komudagur: 2003-11-19 - Sendandi: Ríkissaksóknari[PDF]

Þingmál A10 (meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML]

Þingmál A18 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 460 - Komudagur: 2003-12-04 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A19 (friðlýsing Jökulsár á Fjöllum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 19 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-02 19:05:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 429 - Komudagur: 2003-12-03 - Sendandi: Samband dýraverndunarfélaga[PDF]

Þingmál A27 (grunngögn um náttúru landsins og náttúrufarskort)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-03 15:20:00 [HTML]

Þingmál A28 (aðgangur landsmanna að GSM-farsímakerfinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 979 - Komudagur: 2004-02-12 - Sendandi: Síminn[PDF]

Þingmál A36 (gjald af áfengi og tóbaki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 386 - Komudagur: 2003-12-01 - Sendandi: Samtök verslunarinnar, Félag íslenskra stórkaupmanna[PDF]

Þingmál A38 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-06 16:24:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 276 - Komudagur: 2003-11-24 - Sendandi: Stígamót,samtök kvenna[PDF]
Dagbókarnúmer 334 - Komudagur: 2003-11-27 - Sendandi: Refsiréttarnefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 526 - Komudagur: 2003-12-08 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A41 (vernd trúnaðarsambands fjölmiðla og heimildarmanna þeirra o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 41 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-07 15:28:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 471 - Komudagur: 2003-12-04 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri[PDF]

Þingmál A44 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-07 15:28:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1266 - Komudagur: 2004-03-09 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1287 - Komudagur: 2004-03-10 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1340 - Komudagur: 2004-03-15 - Sendandi: Refsiréttarnefnd[PDF]

Þingmál A86 (skipan nefndar um öryggi og varnir Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 86 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-06 18:06:00 [HTML]

Þingmál A87 (fjáraukalög 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 87 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-03 10:24:00 [HTML]

Þingmál A88 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 633 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-10 21:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 636 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 642 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 495 - Komudagur: 2003-12-04 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (álit Skúla Magnússonar dósent)[PDF]
Dagbókarnúmer 549 - Komudagur: 2003-12-08 - Sendandi: Eiríkur Tómasson prófessor - Skýring: (skv. beiðni ev.)[PDF]

Þingmál A90 (fjáröflun til vegagerðar, vörugjald af ökutækjum o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 61 - Komudagur: 2003-11-03 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (svör við spurningum ev.)[PDF]

Þingmál A93 (sérfræðiþjónusta ráðuneyta og ríkisstofnana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 283 (svar) útbýtt þann 2003-11-11 13:12:00 [HTML]

Þingmál A111 (lax- og silungsveiði o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-11-04 18:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 307 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-11-06 10:17:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 17 - Komudagur: 2003-10-17 - Sendandi: Landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (svör við fyrirsp. um hagsmuni fiskeldisfyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 26 - Komudagur: 2003-10-27 - Sendandi: Veiðimálastofnun - Skýring: (ný umsögn)[PDF]
Dagbókarnúmer 54 - Komudagur: 2003-10-31 - Sendandi: Erfðanefnd landbúnaðarins, Áslaug Helgadóttir form.[PDF]
Dagbókarnúmer 60 - Komudagur: 2003-11-03 - Sendandi: Umhverfisnefnd Alþingis[PDF]

Þingmál A114 (stefna Íslands í alþjóðasamskiptum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-09 16:58:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1245 - Komudagur: 2004-03-08 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A116 (vestnorrænt samstarf og íslensk nærsvæðastefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 116 (þáltill.) útbýtt þann 2003-10-09 16:58:00 [HTML]

Þingmál A125 (erlendar starfsmannaleigur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2595 - Komudagur: 2004-07-05 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna[PDF]

Þingmál A142 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-13 14:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 409 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-11-24 15:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 583 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2003-12-05 16:25:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 141 - Komudagur: 2003-11-17 - Sendandi: Ríkissaksóknari[PDF]
Dagbókarnúmer 157 - Komudagur: 2003-11-18 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]
Dagbókarnúmer 185 - Komudagur: 2003-11-19 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 186 - Komudagur: 2003-11-19 - Sendandi: Biskupsstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 264 - Komudagur: 2003-11-24 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 265 - Komudagur: 2003-11-24 - Sendandi: Fangelsismálastofnun ríkisins[PDF]

Þingmál A153 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-14 14:43:00 [HTML]

Þingmál A154 (aflétting veiðibanns á rjúpu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 535 - Komudagur: 2003-12-08 - Sendandi: Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur[PDF]

Þingmál A163 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 165 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-16 09:52:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1011 - Komudagur: 2004-02-20 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 1585 - Komudagur: 2004-03-30 - Sendandi: Umferðarstofa[PDF]

Þingmál A164 (gjald af áfengi og tóbaki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1586 - Komudagur: 2004-03-30 - Sendandi: Umferðarstofa[PDF]

Þingmál A198 (bann við umskurði kvenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 201 (frumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 12:44:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2598 - Komudagur: 2004-07-08 - Sendandi: Refsiréttarnefnd[PDF]

Þingmál A203 (Evrópufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 12:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1355 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-04-14 08:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1432 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-04-16 14:49:00 [HTML]

Þingmál A249 (viðbótarsamningar við Norður-Atlantshafssamninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 269 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-11-03 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 366 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-11-17 18:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 501 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-11-28 10:22:00 [HTML]

Þingmál A271 (atvinnulýðræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (þáltill.) útbýtt þann 2003-11-06 16:25:00 [HTML]

Þingmál A283 (stofnbrautakerfi fyrir hjólreiðar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2459 - Komudagur: 2004-05-19 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna, Magnús Bergsson[PDF]

Þingmál A293 (fullgilding skírteina flugmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 467 (svar) útbýtt þann 2003-11-28 12:28:00 [HTML]

Þingmál A295 (æskulýðs- og tómstundamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 725 (svar) útbýtt þann 2004-01-28 13:13:00 [HTML]

Þingmál A303 (einkaleyfi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 273 - Komudagur: 2003-11-21 - Sendandi: Félag umboðsmanna vörumerkja og einkaleyfa - Skýring: (afrit af umsögn til iðnrn.)[PDF]

Þingmál A304 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 349 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-11-12 15:53:00 [HTML]

Þingmál A311 (meðlagsgreiðslur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1644 - Komudagur: 2004-04-05 - Sendandi: Félag ábyrgra feðra[PDF]

Þingmál A313 (uppfinningar starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 359 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-11-13 17:01:00 [HTML]

Þingmál A323 (vextir og þjónustugjöld bankastofnana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (þáltill.) útbýtt þann 2003-11-19 17:49:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1645 - Komudagur: 2004-04-05 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja[PDF]

Þingmál A324 (breyting á II. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 375 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-11-18 18:45:00 [HTML]

Þingmál A326 (lokafjárlög 2000)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-11-18 20:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1807 (lög í heild) útbýtt þann 2004-05-26 21:26:00 [HTML]

Þingmál A337 (útvarpslög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1832 - Komudagur: 2004-04-16 - Sendandi: Ríkisútvarpið[PDF]

Þingmál A338 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 412 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-11-24 15:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1125 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-03-15 18:44:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 681 - Komudagur: 2004-01-05 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 742 - Komudagur: 2004-01-14 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1001 - Komudagur: 2004-02-18 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - Skýring: (lagt fram á fundi ut.)[PDF]

Þingmál A340 (sjóntækjafræðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 414 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-11-24 15:49:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 976 - Komudagur: 2004-02-11 - Sendandi: Félag íslenskra sjóntækjafræðinga - Skýring: (lagt fram á fundi ht.)[PDF]

Þingmál A359 (breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 478 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-11-27 13:24:00 [HTML]

Þingmál A374 (íslenska táknmálið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 818 - Komudagur: 2004-01-21 - Sendandi: Ríkisútvarpið[PDF]

Þingmál A375 (breyting á ýmsum lögum vegna íslenska táknmálsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 821 - Komudagur: 2004-01-21 - Sendandi: Ríkisútvarpið[PDF]

Þingmál A376 (afdrif hælisleitenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1714 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2004-05-25 15:45:00 [HTML]

Þingmál A386 (textun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 516 (frumvarp) útbýtt þann 2003-11-28 15:59:00 [HTML]

Þingmál A387 (réttarstaða íslenskrar tungu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1521 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2004-04-28 13:25:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1718 - Komudagur: 2004-04-14 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 1719 - Komudagur: 2004-04-14 - Sendandi: Orðabók Háskólans[PDF]

Þingmál A400 (úrvinnslugjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 551 - Komudagur: 2003-12-08 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda - Skýring: (lagt fram á fundi ev.)[PDF]

Þingmál A411 (starfsmenn í hlutastörfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 559 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-03 19:56:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 839 - Komudagur: 2004-01-23 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A430 (umfjöllun um vetnisáform)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1048 (svar) útbýtt þann 2004-03-29 14:57:00 [HTML]

Þingmál A435 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 605 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-10 11:20:00 [HTML]

Þingmál A443 (fórnarlamba- og vitnavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 620 (frumvarp) útbýtt þann 2003-12-11 14:03:00 [HTML]

Þingmál A448 (Átak til atvinnusköpunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (svar) útbýtt þann 2004-03-16 16:30:00 [HTML]

Þingmál A462 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 670 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-12 13:18:00 [HTML]

Þingmál A463 (lögmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-12 13:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1840 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-05-28 16:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1874 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-05-28 20:30:00 [HTML]

Þingmál A464 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1032 - Komudagur: 2004-02-23 - Sendandi: Jón Hilmar Hálfdanarson[PDF]
Dagbókarnúmer 1033 - Komudagur: 2004-02-23 - Sendandi: Löggildingarstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1167 - Komudagur: 2004-02-26 - Sendandi: Landssamband sendibifreiðastjóra[PDF]
Dagbókarnúmer 1237 - Komudagur: 2004-03-05 - Sendandi: Landssamband sendibifreiðastjóra[PDF]

Þingmál A465 (fullnusta refsingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 2004-02-11 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1097 - Komudagur: 2004-02-24 - Sendandi: Dómstólaráð[PDF]
Dagbókarnúmer 1141 - Komudagur: 2004-02-25 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1154 - Komudagur: 2004-02-26 - Sendandi: Fulltrúaráð fanga á Litla-Hrauni (Ragnar Aðalsteinsson) - Skýring: (sent eftir fund hjá allshn.)[PDF]

Þingmál A473 (útsendingar sjónvarps og hljóðvarps um gervitungl)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1782 - Komudagur: 2004-04-15 - Sendandi: Ríkisútvarpið[PDF]

Þingmál A477 (náttúruverndaráætlun 2004--2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-12-15 11:12:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1061 - Komudagur: 2004-02-23 - Sendandi: Lögmannsstofan Skeifunni fh. landeigenda Kjarnholta II og III[PDF]
Dagbókarnúmer 1116 - Komudagur: 2004-02-25 - Sendandi: Hitaveita Suðurnesja[PDF]
Dagbókarnúmer 1145 - Komudagur: 2004-02-25 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Þingmál A480 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 746 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-01-28 13:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1735 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-05-21 12:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1792 (lög í heild) útbýtt þann 2004-05-26 14:20:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1130 - Komudagur: 2004-02-25 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða[PDF]
Dagbókarnúmer 1149 - Komudagur: 2004-02-26 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A491 (veiðitilraunir og rannsóknir erlendra aðila við Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 855 (svar) útbýtt þann 2004-02-11 13:08:00 [HTML]

Þingmál A549 (nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1674 (svar) útbýtt þann 2004-05-21 17:17:00 [HTML]

Þingmál A551 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 829 (þáltill.) útbýtt þann 2004-02-04 17:00:00 [HTML]

Þingmál A563 (framvinda byggðaáætlunar 2002--2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 842 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-02-05 16:54:00 [HTML]

Þingmál A564 (verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 843 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-02-05 16:54:00 [HTML]

Þingmál A569 (siglingavernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1382 - Komudagur: 2004-03-16 - Sendandi: Olíudreifing ehf.[PDF]

Þingmál A579 (Norræna ráðherranefndin 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 872 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-02-12 15:18:00 [HTML]

Þingmál A586 (Fríverslunarsamtök Evrópu 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 881 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-02-16 14:34:00 [HTML]

Þingmál A601 (VES-þingið 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 908 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-02-19 10:15:00 [HTML]

Þingmál A611 (breyting á XII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-02-19 15:52:00 [HTML]

Þingmál A614 (ÖSE-þingið 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 922 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-02-23 14:33:00 [HTML]

Þingmál A621 (Evrópuráðsþingið 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 929 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-02-23 14:33:00 [HTML]

Þingmál A637 (NATO-þingið 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 951 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-02-24 17:18:00 [HTML]

Þingmál A653 (lokafjárlög 2001)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 982 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-01 16:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1808 (lög í heild) útbýtt þann 2004-05-26 21:27:00 [HTML]

Þingmál A661 (jafnrétti kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1505 (svar) útbýtt þann 2004-04-28 13:11:00 [HTML]

Þingmál A663 (jafnrétti kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1702 (svar) útbýtt þann 2004-05-24 19:06:00 [HTML]

Þingmál A678 (staða fríverslunarsamninga EFTA)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1157 (svar) útbýtt þann 2004-03-23 13:18:00 [HTML]

Þingmál A688 (norrænt samstarf 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1017 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-03-02 17:09:00 [HTML]

Þingmál A719 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1068 (frumvarp) útbýtt þann 2004-03-09 13:24:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2053 - Komudagur: 2004-04-21 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna[PDF]
Dagbókarnúmer 2054 - Komudagur: 2004-04-21 - Sendandi: Kvennaathvarfið[PDF]

Þingmál A720 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1069 (frumvarp) útbýtt þann 2004-03-09 13:24:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2055 - Komudagur: 2004-04-21 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna[PDF]

Þingmál A734 (öryggi vöru og opinber markaðsgæsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1090 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-10 15:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1794 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-05-26 19:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1816 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-05-27 15:09:00 [HTML]

Þingmál A735 (samningur ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Chiles)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1091 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-03-10 15:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1233 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-03-29 14:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1296 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2004-03-31 23:52:00 [HTML]

Þingmál A740 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1715 (breytingartillaga) útbýtt þann 2004-05-18 17:45:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1450 - Komudagur: 2004-03-22 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (tillögur, álit o.fl. frá nefnd)[PDF]
Dagbókarnúmer 1552 - Komudagur: 2004-03-25 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 2430 - Komudagur: 2004-05-11 - Sendandi: Egill B. Hreinsson[PDF]

Þingmál A749 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1534 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-04-28 22:34:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1600 - Komudagur: 2004-03-31 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1849 - Komudagur: 2004-04-16 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1912 - Komudagur: 2004-04-19 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1956 - Komudagur: 2004-04-19 - Sendandi: Kvennaathvarfið[PDF]

Þingmál A751 (einkaleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-15 14:45:00 [HTML]

Þingmál A765 (varðveisla Hólavallagarðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1153 (þáltill.) útbýtt þann 2004-03-18 16:27:00 [HTML]

Þingmál A783 (jarðalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1932 - Komudagur: 2004-04-19 - Sendandi: Landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (um löggjöf um jarðir á Norðurlöndum)[PDF]

Þingmál A788 (alþjóðaheilbrigðisþingið í Genf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1201 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-03-22 16:24:00 [HTML]

Þingmál A815 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-29 16:15:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2271 - Komudagur: 2004-04-29 - Sendandi: Síminn hf.[PDF]

Þingmál A841 (gagnsæi og ritstjórnarlegt sjálfstæði á íslenskum fjölmiðlamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1291 (þáltill.) útbýtt þann 2004-03-31 17:58:00 [HTML]

Þingmál A848 (lokafjárlög 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1305 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-01 13:21:00 [HTML]

Þingmál A849 (olíugjald og kílómetragjald o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1306 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-01 16:37:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1708 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-18 14:46:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1693 - Komudagur: 2004-04-06 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1872 - Komudagur: 2004-04-16 - Sendandi: P.Samúelsson-bifreiðaumboð[PDF]
Dagbókarnúmer 1887 - Komudagur: 2004-04-17 - Sendandi: Félag hópferðaleyfishafa[PDF]
Dagbókarnúmer 1888 - Komudagur: 2004-04-17 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda[PDF]
Dagbókarnúmer 1968 - Komudagur: 2004-04-19 - Sendandi: Landvari,félag ísl. vöruflytjenda[PDF]

Þingmál A850 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1307 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-03-31 17:58:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2142 - Komudagur: 2004-04-26 - Sendandi: Veiðimálastofnun[PDF]

Þingmál A851 (stjórnunarhættir fyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1308 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-03-31 17:58:00 [HTML]

Þingmál A852 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2581 - Komudagur: 2004-06-10 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða[PDF]

Þingmál A866 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1324 (frumvarp) útbýtt þann 2004-04-05 14:52:00 [HTML]

Þingmál A868 (þjóðgarðurinn á Þingvöllum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1821 - Komudagur: 2004-04-15 - Sendandi: Veiðimálastofnun[PDF]

Þingmál A871 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1682 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-17 16:25:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2226 - Komudagur: 2004-04-28 - Sendandi: Réttarfarsnefnd, dómsmálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2240 - Komudagur: 2004-04-29 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 2255 - Komudagur: 2004-04-30 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2256 - Komudagur: 2004-04-30 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn[PDF]
Dagbókarnúmer 2311 - Komudagur: 2004-05-05 - Sendandi: Dómstólaráð, Elín Sigrún Jónsdóttir frkvstj.[PDF]
Dagbókarnúmer 2312 - Komudagur: 2004-05-05 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A873 (áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2268 - Komudagur: 2004-04-30 - Sendandi: Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, Háskóli Íslands[PDF]

Þingmál A874 (framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna 2002--2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1332 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-04-06 13:12:00 [HTML]

Þingmál A880 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2085 - Komudagur: 2004-04-21 - Sendandi: Samtök verslunarinnar, Félag íslenskra stórkaupmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 2485 - Komudagur: 2004-05-21 - Sendandi: Ísfarm ehf[PDF]

Þingmál A881 (Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2513 - Komudagur: 2004-05-25 - Sendandi: Nýsköpunarsjóður - Skýring: (sent skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 2587 - Komudagur: 2004-04-23 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi iðn.)[PDF]

Þingmál A884 (samningur um veitingu evrópskra einkaleyfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1342 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-04-23 18:21:00 [HTML]

Þingmál A909 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1377 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-04-05 21:24:00 [HTML]

Þingmál A913 (úttekt á vegagerð og veggjöldum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1392 (þáltill.) útbýtt þann 2004-04-15 10:16:00 [HTML]

Þingmál A932 (kennsluhugbúnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1701 (svar) útbýtt þann 2004-05-25 09:44:00 [HTML]

Þingmál A934 (verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1420 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-16 09:49:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2337 - Komudagur: 2004-05-06 - Sendandi: Veiðimálastofnun[PDF]

Þingmál A945 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1439 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-16 16:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1820 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-05-27 15:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1858 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-05-28 16:20:00 [HTML]

Þingmál A947 (flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1441 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-16 16:34:00 [HTML]

Þingmál A961 (breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1479 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-04-23 17:40:00 [HTML]

Þingmál A968 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1491 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-04-26 14:35:00 [HTML]

Þingmál A972 (staða umferðaröryggismála 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1523 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-04-28 13:11:00 [HTML]

Þingmál A973 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-28 15:57:00 [HTML]

Þingmál A974 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1525 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-28 13:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1618 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-10 22:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1629 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2004-05-11 14:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2318 - Komudagur: 2004-05-05 - Sendandi: Páll Þórhallsson, lögfræðingur[PDF]
Dagbókarnúmer 2363 - Komudagur: 2004-05-06 - Sendandi: Ríkisútvarpið[PDF]
Dagbókarnúmer 2374 - Komudagur: 2004-05-07 - Sendandi: Háskólinn í Reykjavík, Evrópuréttarstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 2375 - Komudagur: 2004-05-07 - Sendandi: Sigurður H. Líndal[PDF]
Dagbókarnúmer 2381 - Komudagur: 2004-05-07 - Sendandi: Útgáfufélagið Heimur hf[PDF]
Dagbókarnúmer 2384 - Komudagur: 2004-05-07 - Sendandi: Þorbjörn Broddason[PDF]
Dagbókarnúmer 2386 - Komudagur: 2004-05-08 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 2398 - Komudagur: 2004-05-08 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 2416 - Komudagur: 2004-05-10 - Sendandi: Norðurljós[PDF]
Dagbókarnúmer 2418 - Komudagur: 2004-05-10 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 2442 - Komudagur: 2004-05-14 - Sendandi: Norðurljós[PDF]

Þingmál A981 (fátækt á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1588 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-05-05 17:48:00 [HTML]

Þingmál A983 (Íslandsskýrsla GRECO-hóps Evrópuráðsins gegn spillingu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1689 (svar) útbýtt þann 2004-05-19 13:21:00 [HTML]

Þingmál A986 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1602 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-05-10 22:21:00 [HTML]

Þingmál A988 (framkvæmd skólahalds á framhaldsskólastigi skólaárin 1999/2000, 2000/2001 og 2001/2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1628 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-05-11 13:29:00 [HTML]

Þingmál A992 (framkvæmd samgönguáætlunar 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1643 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-05-12 13:36:00 [HTML]

Þingmál A999 (könnun á aðdraganda og ávinningi af sameiningu sjúkrahúsa í Reykjavík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1676 (þáltill.) útbýtt þann 2004-05-15 16:25:00 [HTML]

Þingmál A1002 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1758 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2004-05-24 13:18:00 [HTML]

Þingmál A1008 (samanburður á matvælaverði á Íslandi, Norðurlöndum og ríkjum Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1828 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-05-27 16:41:00 [HTML]

Þingmál A1012 (þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1892 (frumvarp) útbýtt þann 2004-07-05 14:45:00 [HTML]

Löggjafarþing 131

Þingmál A1 (fjárlög 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-01 15:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 420 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-11-24 14:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 474 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-12-02 15:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 531 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2004-12-03 11:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 536 (lög í heild) útbýtt þann 2004-12-04 12:51:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-10-05 15:10:35 - [HTML]
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2004-10-05 15:22:55 - [HTML]
3. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-10-05 17:10:37 - [HTML]
39. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-25 12:09:29 - [HTML]
39. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-25 12:10:17 - [HTML]
39. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2004-11-25 20:23:54 - [HTML]
48. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-12-03 15:08:09 - [HTML]

Þingmál A2 (þjóðhagsáætlun 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-10-01 15:54:00 [HTML]

Þingmál A3 (innrásin í Írak og forsendur fyrir stuðningi íslenskra stjórnvalda)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2004-11-16 15:31:04 - [HTML]

Þingmál A4 (sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-10-06 14:09:51 - [HTML]
4. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2004-10-06 14:47:25 - [HTML]
4. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2004-10-06 15:12:17 - [HTML]
5. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-10-07 16:39:41 - [HTML]
5. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-10-07 16:43:08 - [HTML]
6. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-10-11 18:01:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 57 - Komudagur: 2004-11-12 - Sendandi: Og Vodafone[PDF]

Þingmál A9 (breytingar á stjórnarskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-04 20:41:00 [HTML]
Þingræður:
16. þingfundur - Kristrún Heimisdóttir - Ræða hófst: 2004-11-02 15:03:05 - [HTML]

Þingmál A11 (íþróttaáætlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 203 - Komudagur: 2004-11-26 - Sendandi: Handknattleikssamband Íslands[PDF]

Þingmál A13 (fórnarlamba- og vitnavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-04 20:41:00 [HTML]
Þingræður:
10. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-10-18 17:11:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 107 - Komudagur: 2004-11-16 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 164 - Komudagur: 2004-11-23 - Sendandi: Stígamót,samtök kvenna[PDF]

Þingmál A18 (talsmaður neytenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 163 - Komudagur: 2004-11-23 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið[PDF]

Þingmál A20 (textun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-04 21:02:00 [HTML]
Þingræður:
19. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-04 15:29:01 - [HTML]

Þingmál A21 (rannsókn á þróun valds og lýðræðis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-04 21:02:00 [HTML]
Þingræður:
30. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-15 16:53:11 - [HTML]
30. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-15 16:56:08 - [HTML]

Þingmál A23 (fjárhagslegur aðskilnaður í rekstri útgerðar og fiskvinnslu)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Gunnar Örlygsson - Ræða hófst: 2005-02-01 15:44:34 - [HTML]
64. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2005-02-01 17:07:20 - [HTML]

Þingmál A25 (gjaldfrjáls leikskóli)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2005-01-31 18:37:55 - [HTML]

Þingmál A28 (stofnbrautakerfi fyrir hjólreiðar)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-11-02 17:26:00 - [HTML]

Þingmál A38 (meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-05 15:35:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-01-26 14:52:47 - [HTML]

Þingmál A40 (varðveisla Hólavallagarðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-05 15:35:00 [HTML]
Þingræður:
21. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-08 18:43:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1298 - Komudagur: 2005-04-14 - Sendandi: Reykjavíkurborg, borgarráð - Skýring: (vísað í ums. borgarminjavarðar frá 2004)[PDF]

Þingmál A43 (vegagerð og veggjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-05 15:35:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-01-26 15:32:36 - [HTML]

Þingmál A44 (endurskoðun á sölu Símans)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-08 16:12:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1041 - Komudagur: 2005-03-11 - Sendandi: Og Vodafone[PDF]

Þingmál A47 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-05 15:35:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 928 - Komudagur: 2005-03-02 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 972 - Komudagur: 2005-03-07 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A48 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-05 15:35:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 931 - Komudagur: 2005-03-02 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 932 - Komudagur: 2005-03-02 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 2005-03-07 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A49 (rekstur Ríkisútvarpsins)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-14 16:55:06 - [HTML]

Þingmál A50 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 50 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-07 16:13:00 [HTML]
Þingræður:
73. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-14 17:52:18 - [HTML]
73. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-02-14 18:13:10 - [HTML]

Þingmál A51 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-17 12:12:08 - [HTML]

Þingmál A52 (notkun endurnýjanlegra, innlendra orkugjafa)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2005-02-17 15:05:06 - [HTML]
76. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-17 15:15:31 - [HTML]
76. þingfundur - Hjálmar Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-17 15:17:44 - [HTML]

Þingmál A58 (afdrif laxa í sjó)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-21 15:42:03 - [HTML]
77. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-21 17:28:55 - [HTML]

Þingmál A63 (GATS-samningurinn)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-22 18:13:51 - [HTML]

Þingmál A64 (friðlýsing Jökulsár á Fjöllum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 64 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-06 13:17:00 [HTML]

Þingmál A67 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-12 13:22:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 744 - Komudagur: 2005-01-26 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 750 - Komudagur: 2005-01-27 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A70 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-07 15:13:00 [HTML]
Þingræður:
87. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-10 11:59:19 - [HTML]

Þingmál A73 (sérdeild fyrir fanga á aldrinum 18 til 24 ára)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1151 - Komudagur: 2005-04-01 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]

Þingmál A74 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-07 10:11:00 [HTML]
Þingræður:
87. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-03-10 14:40:32 - [HTML]
87. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2005-03-10 15:06:17 - [HTML]

Þingmál A76 (fjáraukalög 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-05 10:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 496 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2004-11-30 13:02:00 [HTML]
Þingræður:
33. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-11-18 13:53:06 - [HTML]
33. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-11-18 17:43:46 - [HTML]
33. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-18 18:10:07 - [HTML]

Þingmál A91 (fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 280 (svar) útbýtt þann 2004-11-05 15:17:00 [HTML]

Þingmál A117 (samræmd áfengisstefna á Norðurlöndum)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-10 18:00:43 - [HTML]
24. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2004-11-10 18:08:37 - [HTML]

Þingmál A118 (þjóðgarður norðan Vatnajökuls)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-11-03 13:50:10 - [HTML]
17. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-11-03 13:55:28 - [HTML]

Þingmál A121 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-17 15:30:10 - [HTML]

Þingmál A125 (orkuvinnsla til vetnisframleiðslu)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-09 13:07:27 - [HTML]
69. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2005-02-09 13:14:57 - [HTML]

Þingmál A137 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-11 14:46:00 [HTML]
Þingræður:
88. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-14 15:45:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1328 - Komudagur: 2005-04-15 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A143 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1047 - Komudagur: 2005-03-11 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða[PDF]

Þingmál A144 (nýtt tækifæri til náms)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-15 17:32:13 - [HTML]

Þingmál A147 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-11 14:46:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 787 - Komudagur: 2005-02-10 - Sendandi: Áfengis- og vímuvarnaráð, Lýðheilsustöð[PDF]

Þingmál A149 (veggjöld)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-11-24 12:07:24 - [HTML]

Þingmál A157 (Fjármálaeftirlitið)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-10-20 14:55:52 - [HTML]

Þingmál A160 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-11 14:46:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-10-19 14:38:50 - [HTML]
59. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 2005-01-25 16:11:28 - [HTML]
59. þingfundur - Jóhann Ársælsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-01-25 16:31:44 - [HTML]

Þingmál A161 (strandsiglingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 582 - Komudagur: 2004-12-09 - Sendandi: Farmanna- og fiskimannasamband Íslands[PDF]

Þingmál A182 (afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-03-15 16:50:48 - [HTML]
89. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-15 17:09:33 - [HTML]

Þingmál A188 (háhraðatengingar)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-11-10 15:49:33 - [HTML]

Þingmál A190 (einkamálalög og þjóðlendulög)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2004-10-18 16:00:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 80 - Komudagur: 2004-11-11 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - Skýring: (reglugerð um starfshætti gjafsóknarnefndar)[PDF]

Þingmál A191 (Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2005-02-24 11:06:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 176 - Komudagur: 2004-11-24 - Sendandi: Íslensk málnefnd[PDF]

Þingmál A201 (grunnlínukerfi símans)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 457 (svar) útbýtt þann 2004-11-29 14:43:00 [HTML]

Þingmál A211 (fjármálafyrirtæki og vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-19 13:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 653 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-12-10 11:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 675 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-12-10 18:17:00 [HTML]

Þingmál A212 (greiðslur yfir landamæri í evrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-10-19 13:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 602 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-12-08 20:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 627 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-12-09 21:31:00 [HTML]
Þingræður:
53. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-12-08 14:09:55 - [HTML]

Þingmál A214 (skilgreining á háskólastigi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1567 - Komudagur: 2005-04-25 - Sendandi: Háskóli Íslands[PDF]

Þingmál A215 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2004-10-21 19:34:32 - [HTML]

Þingmál A216 (byggðaáætlun fyrir árin 2002--2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 218 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-10-19 17:48:00 [HTML]
Þingræður:
14. þingfundur - Guðjón Guðmundsson - Ræða hófst: 2004-10-21 12:23:19 - [HTML]
14. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 2004-10-21 16:08:26 - [HTML]
14. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2004-10-21 16:34:59 - [HTML]

Þingmál A218 (Grunnafjörður)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-11-24 13:19:08 - [HTML]

Þingmál A220 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-12-02 12:07:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 229 - Komudagur: 2004-11-26 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja - Skýring: (markaðsvæðing - lagt fram á fundi fél.)[PDF]

Þingmál A224 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1052 - Komudagur: 2005-03-11 - Sendandi: Intrum á Íslandi ehf[PDF]

Þingmál A225 (friðlandið í Þjórsárverum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 228 (þáltill.) útbýtt þann 2004-10-25 13:03:00 [HTML]

Þingmál A235 (mat á umhverfisáhrifum og skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-11 19:34:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 324 - Komudagur: 2004-12-01 - Sendandi: Skógrækt ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 360 - Komudagur: 2004-12-02 - Sendandi: Héraðsskógar,skógræktarátak - Skýring: (vísa í ums. Skógræktar ríkisins)[PDF]
Dagbókarnúmer 361 - Komudagur: 2004-12-02 - Sendandi: Austurlandsskógar - Skýring: (vísa í ums. Skógræktar ríkisins)[PDF]
Dagbókarnúmer 599 - Komudagur: 2004-12-13 - Sendandi: Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands[PDF]

Þingmál A236 (rannsóknarnefnd umferðarslysa)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-09 14:26:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 567 - Komudagur: 2004-12-08 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A241 (sala áfengis og tóbaks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1577 - Komudagur: 2005-04-25 - Sendandi: Áfengis- og vímuvarnaráð, Lýðheilsustöð[PDF]

Þingmál A244 (stjórnmálaþátttaka, áhrif og völd kvenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 255 (þáltill.) útbýtt þann 2004-11-02 12:52:00 [HTML]
Þingræður:
111. þingfundur - Jónína Bjartmarz - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-14 17:12:42 - [HTML]

Þingmál A248 (stuðningur stjórnvalda við íslenska matreiðslumenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (þáltill.) útbýtt þann 2004-11-02 15:15:00 [HTML]
Þingræður:
111. þingfundur - Ísólfur Gylfi Pálmason - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-14 18:01:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1865 - Komudagur: 2005-05-17 - Sendandi: Áform - átaksverkefni[PDF]

Þingmál A251 (einkaleyfi)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-22 18:03:52 - [HTML]

Þingmál A270 (diplómatavegabréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2004-11-05 14:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 404 (svar) útbýtt þann 2004-11-23 17:53:00 [HTML]

Þingmál A283 (samræmt gæðaeftirlit með háskólum)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-12-08 10:56:26 - [HTML]
52. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-12-08 11:03:32 - [HTML]

Þingmál A295 (verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 322 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-09 16:22:00 [HTML]

Þingmál A306 (lágmarkslaun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 334 (frumvarp) útbýtt þann 2004-11-11 16:23:00 [HTML]

Þingmál A318 (kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-11-13 11:37:00 [HTML]
Þingræður:
27. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2004-11-12 12:10:13 - [HTML]
27. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-11-12 12:41:37 - [HTML]
28. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-11-13 11:58:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 55 - Komudagur: 2004-11-12 - Sendandi: Launanefnd sveitarfélaga - Skýring: (lagt fram á fundi a.)[PDF]

Þingmál A320 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-15 14:35:00 [HTML]
Þingræður:
53. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2004-12-08 14:50:47 - [HTML]

Þingmál A321 (starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-12-10 01:52:32 - [HTML]

Þingmál A328 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-11-26 14:42:19 - [HTML]
40. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2004-11-26 15:28:22 - [HTML]
54. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-12-10 02:56:10 - [HTML]
56. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2004-12-10 19:27:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 507 - Komudagur: 2004-12-06 - Sendandi: Hitaveita Suðurnesja[PDF]

Þingmál A334 (frumkvöðlafræðsla)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2004-11-24 14:17:29 - [HTML]

Þingmál A336 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 379 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-17 13:37:00 [HTML]
Þingræður:
40. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2004-11-26 12:40:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 731 - Komudagur: 2005-01-24 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn[PDF]
Dagbókarnúmer 736 - Komudagur: 2005-01-25 - Sendandi: Dómstólaráð[PDF]
Dagbókarnúmer 748 - Komudagur: 2005-01-26 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 794 - Komudagur: 2005-02-10 - Sendandi: Fangelsismálastjóri[PDF]

Þingmál A337 (staða samkynhneigðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2004-11-17 16:55:00 [HTML]

Þingmál A348 (Háskóli Íslands)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2004-11-22 18:29:54 - [HTML]

Þingmál A351 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-23 17:03:27 - [HTML]
36. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-11-23 18:45:57 - [HTML]
54. þingfundur - Ögmundur Jónasson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-12-09 11:14:26 - [HTML]
54. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2004-12-09 13:42:58 - [HTML]
54. þingfundur - Ögmundur Jónasson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2004-12-09 16:07:33 - [HTML]
54. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-12-09 18:49:34 - [HTML]
54. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2004-12-09 20:15:56 - [HTML]
54. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-12-09 23:24:54 - [HTML]
54. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-12-09 23:26:23 - [HTML]
54. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-12-09 23:27:23 - [HTML]
54. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 2004-12-10 01:07:27 - [HTML]
56. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2004-12-10 21:53:58 - [HTML]

Þingmál A355 (íslenskukennsla fyrir útlendinga)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-02-02 15:15:41 - [HTML]

Þingmál A364 (skattskylda orkufyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-03 13:55:43 - [HTML]
66. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2005-02-03 14:48:44 - [HTML]
118. þingfundur - Ögmundur Jónasson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-26 16:31:59 - [HTML]
118. þingfundur - Ögmundur Jónasson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-26 17:56:07 - [HTML]
124. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2005-05-06 20:12:16 - [HTML]
124. þingfundur - Ögmundur Jónasson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-06 20:18:20 - [HTML]

Þingmál A375 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-11-26 15:41:00 [HTML]

Þingmál A376 (Lífeyrissjóður sjómanna)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-11-29 17:01:54 - [HTML]
41. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-29 17:51:35 - [HTML]

Þingmál A385 (verðmæti og ráðstöfun losunarheimilda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 473 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2004-11-26 14:02:00 [HTML]
Þingræður:
69. þingfundur - Helgi Hjörvar - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-09 13:19:38 - [HTML]
69. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-02-09 13:22:24 - [HTML]

Þingmál A396 (breyting á ýmsum lögum á orkusviði)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2005-05-03 17:36:16 - [HTML]
121. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-05-03 21:32:57 - [HTML]

Þingmál A398 (afnám laga um Tækniháskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-12-07 16:34:22 - [HTML]
74. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-02-15 17:16:09 - [HTML]

Þingmál A400 (Ríkisútvarpið sem almannaútvarp)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 507 (þáltill.) útbýtt þann 2004-12-03 19:30:00 [HTML]

Þingmál A402 (rekjanleiki kjöts)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2005-02-02 16:03:39 - [HTML]

Þingmál A403 (iðnaðarframleiddar transfitusýrur í matvælum)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Þuríður Backman - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-02 16:05:24 - [HTML]
65. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-02-02 16:08:34 - [HTML]

Þingmál A413 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-12-06 16:57:00 [HTML]
Þingræður:
62. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-01-27 10:33:04 - [HTML]
63. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2005-01-31 15:52:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1472 - Komudagur: 2005-04-25 - Sendandi: Orkustofnun - Skýring: (um umsagnir sem borist hafa)[PDF]

Þingmál A425 (auglýsingar á óhollri matvöru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (þáltill.) útbýtt þann 2004-12-09 09:40:00 [HTML]

Þingmál A426 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 605 (frumvarp) útbýtt þann 2004-12-09 13:19:00 [HTML]

Þingmál A434 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 640 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-12-10 11:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 946 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-03-09 15:28:00 [HTML]
Þingræður:
76. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-17 11:04:06 - [HTML]
76. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2005-02-17 11:06:55 - [HTML]
87. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-10 11:49:01 - [HTML]

Þingmál A435 (breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 641 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-12-10 11:47:00 [HTML]
Þingræður:
120. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2005-05-02 11:08:28 - [HTML]

Þingmál A437 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-12-10 11:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 948 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-03-09 15:28:00 [HTML]
Þingræður:
76. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-17 11:14:44 - [HTML]
87. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-10 11:56:34 - [HTML]

Þingmál A438 (breyting á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 644 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-12-10 11:47:00 [HTML]

Þingmál A440 (lokafjárlög 2002)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 660 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-12-10 17:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1481 (lög í heild) útbýtt þann 2005-05-11 23:13:00 [HTML]

Þingmál A441 (lokafjárlög 2003)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 663 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-12-10 17:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1348 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-06 18:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1482 (lög í heild) útbýtt þann 2005-05-11 23:14:00 [HTML]

Þingmál A442 (umfang skattsvika á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 903 - Komudagur: 2005-02-28 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 904 - Komudagur: 2005-02-28 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A477 (græðarar og starfsemi þeirra á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 731 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-01-31 14:20:00 [HTML]

Þingmál A480 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 734 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-01-31 14:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1303 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-05-03 23:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1313 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-05-04 14:06:00 [HTML]

Þingmál A483 (brottvísun útlendinga úr landi)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2005-02-09 12:52:36 - [HTML]

Þingmál A484 (löggiltir niðurjöfnunarmenn sjótjóns og sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-01 13:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 984 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-03-16 16:41:00 [HTML]
Þingræður:
67. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-07 15:58:37 - [HTML]

Þingmál A487 (íslenskir fiskkaupendur)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2005-02-09 12:22:36 - [HTML]

Þingmál A493 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 753 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-02 15:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1305 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-05-03 23:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1360 (lög (m.áo.br.)) útbýtt þann 2005-05-07 11:06:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1111 - Komudagur: 2005-03-14 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A495 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2005-04-26 23:55:55 - [HTML]

Þingmál A502 (vinna útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 829 (svar) útbýtt þann 2005-02-22 13:05:00 [HTML]

Þingmál A503 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 767 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-07 14:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1217 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-04-29 15:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1261 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-05-02 11:17:00 [HTML]
Þingræður:
71. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-10 12:50:47 - [HTML]

Þingmál A507 (flugsamgöngur til Ísafjarðarbæjar)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-02-16 15:01:27 - [HTML]

Þingmál A516 (Norræna ráðherranefndin 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 785 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-02-08 16:57:00 [HTML]
Þingræður:
83. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-03 11:36:58 - [HTML]
83. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2005-03-03 12:00:00 - [HTML]
83. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-03 12:30:27 - [HTML]
83. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2005-03-03 12:43:21 - [HTML]

Þingmál A517 (hjúkrun á Landspítala -- háskólasjúkrahúsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1134 (svar) útbýtt þann 2005-04-14 17:59:00 [HTML]

Þingmál A531 (grunnnet fjarskipta)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-02-23 14:54:55 - [HTML]

Þingmál A538 (Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-02-22 14:34:22 - [HTML]

Þingmál A544 (ÖSE-þingið 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-02-17 13:27:00 [HTML]
Þingræður:
83. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-03 16:05:44 - [HTML]

Þingmál A545 (VES-þingið 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 824 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-02-17 13:27:00 [HTML]
Þingræður:
83. þingfundur - Bjarni Benediktsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-03 16:18:41 - [HTML]

Þingmál A546 (Evrópuráðsþingið 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 825 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-02-17 13:27:00 [HTML]
Þingræður:
83. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-03 16:31:02 - [HTML]

Þingmál A550 (norrænt samstarf 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 830 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-02-21 14:48:00 [HTML]
Þingræður:
83. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - Ræða hófst: 2005-03-03 15:36:41 - [HTML]
83. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2005-03-03 15:48:35 - [HTML]

Þingmál A551 (miðlun vátrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 832 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-21 14:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1262 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-05-02 11:18:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1208 - Komudagur: 2005-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra tryggingafélaga[PDF]

Þingmál A553 (skipulögð leit að krabbameini í ristli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 838 (þáltill.) útbýtt þann 2005-02-22 16:32:00 [HTML]

Þingmál A571 (NATO-þingið 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 859 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-02-23 14:53:00 [HTML]
Þingræður:
83. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2005-03-03 16:40:10 - [HTML]

Þingmál A572 (Fríverslunarsamtök Evrópu 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-02-23 14:53:00 [HTML]
Þingræður:
83. þingfundur - Gunnar Birgisson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-03 17:10:42 - [HTML]

Þingmál A577 (Alþjóðavinnumálaþingin í Genf 2001--2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 865 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-02-24 10:12:00 [HTML]

Þingmál A587 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-10 17:19:08 - [HTML]

Þingmál A590 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-02 11:35:00 [HTML]
Þingræður:
125. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-07 11:18:20 - [HTML]
125. þingfundur - Gunnar Örlygsson - Ræða hófst: 2005-05-07 15:53:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1218 - Komudagur: 2005-04-08 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 1586 - Komudagur: 2005-04-25 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi ev.)[PDF]

Þingmál A604 (breyting á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-10 11:13:28 - [HTML]

Þingmál A605 (breyting á XII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 904 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-03 13:36:00 [HTML]
Þingræður:
87. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-10 11:15:21 - [HTML]

Þingmál A606 (breyting á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 905 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-03 13:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1133 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-04-12 17:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1210 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2005-04-26 18:45:00 [HTML]
Þingræður:
87. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-10 11:16:56 - [HTML]
118. þingfundur - Drífa Hjartardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-26 14:40:28 - [HTML]
118. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-04-26 14:42:46 - [HTML]

Þingmál A607 (sala grunnnets Landssímans)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 992 (svar) útbýtt þann 2005-03-22 14:56:00 [HTML]

Þingmál A617 (framkvæmd samkeppnisreglna EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 921 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-07 14:44:00 [HTML]
Þingræður:
87. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-10 11:18:59 - [HTML]

Þingmál A628 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 949 (frumvarp) útbýtt þann 2005-03-10 13:46:00 [HTML]

Þingmál A630 (áhrif hvalveiða á ímynd Íslands sem ferðamannalands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 997 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2005-03-17 16:54:00 [HTML]

Þingmál A636 (heimasala afurða bænda)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-04-06 15:07:53 - [HTML]
104. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-04-06 15:17:04 - [HTML]
104. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2005-04-06 15:21:50 - [HTML]
104. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2005-04-06 15:23:05 - [HTML]

Þingmál A643 (Ríkisútvarpið sf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 974 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-15 16:07:00 [HTML]
Þingræður:
107. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-11 16:13:47 - [HTML]
107. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2005-04-11 17:24:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1717 - Komudagur: 2005-04-29 - Sendandi: Framleiðendafélagið-SÍK[PDF]
Dagbókarnúmer 1764 - Komudagur: 2005-04-29 - Sendandi: 365 - ljósvakamiðlar ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 1863 - Komudagur: 2005-05-11 - Sendandi: Minni hluti efnahags- og viðskiptanefndar[PDF]

Þingmál A647 (yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 979 (þáltill.) útbýtt þann 2005-03-17 10:04:00 [HTML]

Þingmál A648 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 980 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-16 14:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1218 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2005-04-29 10:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1281 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-05-04 13:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1316 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-05-04 14:07:00 [HTML]
Þingræður:
97. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-21 19:27:36 - [HTML]
97. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-03-21 19:30:23 - [HTML]
97. þingfundur - Einar Karl Haraldsson - Ræða hófst: 2005-03-21 19:36:18 - [HTML]
120. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-02 17:29:23 - [HTML]
120. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2005-05-02 17:32:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1366 - Komudagur: 2005-04-19 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1402 - Komudagur: 2005-04-19 - Sendandi: Ríkissaksóknari[PDF]
Dagbókarnúmer 1457 - Komudagur: 2005-04-22 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1458 - Komudagur: 2005-04-22 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A649 (lyfjalög og heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 981 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-16 16:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1421 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-05-11 12:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1448 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-05-11 12:06:00 [HTML]
Þingræður:
128. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2005-05-09 21:00:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1438 - Komudagur: 2005-04-19 - Sendandi: Blóðbankinn í Reykjavík[PDF]

Þingmál A655 (skoðun tölvuleikja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1407 (svar) útbýtt þann 2005-05-11 12:20:00 [HTML]

Þingmál A659 (Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2005-03-22 14:14:31 - [HTML]

Þingmál A667 (fjárhagslegar tryggingarráðstafanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1015 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-21 19:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1224 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2005-04-29 10:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1282 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-05-04 10:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1308 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-05-04 14:05:00 [HTML]
Þingræður:
101. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-01 11:26:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1317 - Komudagur: 2005-04-15 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja[PDF]

Þingmál A670 (gæðamat á æðardúni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1280 - Komudagur: 2005-04-12 - Sendandi: Æðarræktarfélag Íslands - Skýring: (gögn frá Bún.þingi 2005 - lagt fram á fundi l.)[PDF]

Þingmál A675 (happdrætti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1028 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-03-30 12:54:00 [HTML]
Þingræður:
101. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-01 11:42:28 - [HTML]
101. þingfundur - Einar Karl Haraldsson - Ræða hófst: 2005-04-01 11:53:33 - [HTML]

Þingmál A678 (ferðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1032 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-30 13:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1280 (þál. í heild) útbýtt þann 2005-05-03 10:38:00 [HTML]
Þingræður:
101. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-04-01 14:46:26 - [HTML]
101. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-01 15:00:36 - [HTML]
101. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2005-04-01 15:52:56 - [HTML]
120. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2005-05-02 15:12:55 - [HTML]
120. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-05-02 16:16:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1462 - Komudagur: 2005-04-22 - Sendandi: Félag leiðsögumanna[PDF]

Þingmál A682 (útgjöld til jafnréttismála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1266 (svar) útbýtt þann 2005-05-03 15:37:00 [HTML]

Þingmál A694 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (frumvarp) útbýtt þann 2005-04-01 16:12:00 [HTML]

Þingmál A698 (fólksflutningar, vöruflutningar og efnisflutningar á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1056 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-01 16:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1419 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-05-11 12:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1446 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-05-11 12:06:00 [HTML]

Þingmál A699 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1057 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-01 16:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1460 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-05-11 23:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1471 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-05-11 23:10:00 [HTML]
Þingræður:
112. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-18 15:44:58 - [HTML]
112. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2005-04-18 16:16:18 - [HTML]
112. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 2005-04-18 16:32:45 - [HTML]

Þingmál A700 (Landbúnaðarstofnun)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-05-06 18:50:10 - [HTML]

Þingmál A702 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-11 13:46:00 [HTML]
Þingræður:
113. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-04-19 14:09:58 - [HTML]
113. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2005-04-19 14:23:08 - [HTML]

Þingmál A705 (sáttmáli um verndun mannréttinda og mannfrelsis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1063 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-04-05 18:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1322 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-04 17:00:00 [HTML]
Þingræður:
118. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-26 14:24:19 - [HTML]
128. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-09 18:31:12 - [HTML]

Þingmál A709 (skil á fjármagnstekjuskatti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1067 (þáltill.) útbýtt þann 2005-04-06 15:50:00 [HTML]

Þingmál A721 (samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-12 16:08:31 - [HTML]
108. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-12 19:05:31 - [HTML]
108. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-12 19:09:35 - [HTML]
108. þingfundur - Halldór Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-12 20:09:47 - [HTML]
108. þingfundur - Þuríður Backman - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-12 20:11:49 - [HTML]
108. þingfundur - Halldór Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-12 20:14:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1626 - Komudagur: 2005-04-26 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga[PDF]

Þingmál A722 (samningur ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Líbanons)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1080 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-04-05 13:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1323 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-04 17:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1417 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2005-05-10 23:37:00 [HTML]
Þingræður:
118. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-26 14:37:56 - [HTML]
128. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-09 18:33:40 - [HTML]

Þingmál A724 (náms- og starfsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1082 (þáltill.) útbýtt þann 2005-04-04 14:45:00 [HTML]

Þingmál A725 (búnaðarlög)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-07 18:06:29 - [HTML]
106. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-07 18:10:14 - [HTML]
124. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-05-06 11:56:17 - [HTML]
124. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2005-05-06 12:11:30 - [HTML]

Þingmál A727 (útflutningur hrossa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1085 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-04 15:58:00 [HTML]
Þingræður:
124. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-05-06 15:23:27 - [HTML]

Þingmál A735 (skipan ferðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1097 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-05 18:08:00 [HTML]
Þingræður:
112. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-18 17:13:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1560 - Komudagur: 2005-04-25 - Sendandi: Félag leiðsögumanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1659 - Komudagur: 2005-04-27 - Sendandi: Félag leiðsögumanna - Skýring: (lagt fram á fundi sg.)[PDF]

Þingmál A738 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1102 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-07 10:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1374 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-05-09 20:01:00 [HTML]
Þingræður:
113. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-19 14:42:54 - [HTML]
113. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2005-04-19 18:11:15 - [HTML]
133. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2005-05-11 15:52:54 - [HTML]
133. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-05-11 15:56:57 - [HTML]
133. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-11 16:05:23 - [HTML]
133. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-05-11 17:05:47 - [HTML]
133. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2005-05-11 21:45:30 - [HTML]
133. þingfundur - Jón Bjarnason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2005-05-11 21:46:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1480 - Komudagur: 2005-04-22 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1726 - Komudagur: 2005-04-29 - Sendandi: Og Vodafone[PDF]
Dagbókarnúmer 1727 - Komudagur: 2005-04-29 - Sendandi: Síminn hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1766 - Komudagur: 2005-04-29 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 1768 - Komudagur: 2005-04-30 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn[PDF]
Dagbókarnúmer 1835 - Komudagur: 2005-05-06 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A741 (stuðningur við börn á alþjóðavettvangi)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-04 10:52:34 - [HTML]
122. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-05-04 10:55:41 - [HTML]

Þingmál A746 (stefna í fjarskiptamálum 2005--2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1111 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-04-07 16:59:00 [HTML]
Þingræður:
113. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2005-04-19 19:00:26 - [HTML]
113. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 2005-04-19 19:34:33 - [HTML]
113. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-19 19:57:08 - [HTML]

Þingmál A747 (framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1284 (svar) útbýtt þann 2005-05-10 21:25:00 [HTML]

Þingmál A762 (erfðabreytt bygg)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1128 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2005-04-12 17:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1268 (svar) útbýtt þann 2005-05-03 17:37:00 [HTML]

Þingmál A779 (starf Íslands á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1155 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-04-14 18:24:00 [HTML]

Þingmál A786 (Lánasjóður landbúnaðarins)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-05-06 16:54:13 - [HTML]

Þingmál A791 (upplýsingaréttur um umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-26 13:11:00 [HTML]

Þingmál A794 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1238 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-29 13:26:00 [HTML]

Þingmál A800 (tilmæli fastanefndar Bernarsáttmálans)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-10 10:57:50 - [HTML]

Þingmál A805 (þjónusta fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1346 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-05-06 16:54:00 [HTML]

Þingmál A815 (framkvæmd samgönguáætlunar 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1401 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-05-10 21:25:00 [HTML]

Þingmál B1 ()[HTML]

Þingræður:
0. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 2004-10-01 14:07:06 - [HTML]

Þingmál B6 ()[HTML]

Þingræður:
0. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (starfsaldursforseti) - Ræða hófst: 2004-10-01 14:42:31 - [HTML]

Þingmál B40 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2004-10-04 21:16:33 - [HTML]
2. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2004-10-04 21:24:12 - [HTML]

Þingmál B64 (skipun nýs hæstaréttardómara)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-10-11 16:00:09 - [HTML]

Þingmál B69 ()[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Halldór Blöndal (forseti) - Ræða hófst: 2004-10-12 13:34:36 - [HTML]

Þingmál B305 (rússneskur herskipafloti við Ísland)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-10-18 15:21:36 - [HTML]
10. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2004-10-18 15:39:51 - [HTML]

Þingmál B319 (áfengisauglýsingar)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Mörður Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-10-21 13:33:57 - [HTML]

Þingmál B370 ()[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2004-11-11 10:32:10 - [HTML]
25. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-11 12:01:13 - [HTML]
25. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2004-11-11 12:26:08 - [HTML]
25. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-11 12:56:51 - [HTML]
25. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2004-11-11 13:35:02 - [HTML]
25. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - Ræða hófst: 2004-11-11 13:50:11 - [HTML]
25. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-11-11 14:59:29 - [HTML]
25. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-11 15:19:52 - [HTML]
25. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2004-11-11 16:37:51 - [HTML]
25. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-11 16:49:15 - [HTML]
25. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-11 17:12:31 - [HTML]
25. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2004-11-11 17:26:25 - [HTML]
25. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-11-11 17:59:26 - [HTML]

Þingmál B394 (staða innflytjenda)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2004-11-16 14:12:47 - [HTML]
31. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2004-11-16 14:19:25 - [HTML]

Þingmál B424 ()[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-11-29 15:15:05 - [HTML]
41. þingfundur - Guðmundur Árni Stefánsson - Ræða hófst: 2004-11-29 15:17:26 - [HTML]

Þingmál B461 ()[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2004-12-07 13:54:02 - [HTML]

Þingmál B471 (samgöngur til Vestmannaeyja eftir 1. des. 2004)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 2004-12-08 14:04:26 - [HTML]

Þingmál B515 ()[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2005-01-27 14:45:48 - [HTML]
62. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2005-01-27 17:11:22 - [HTML]

Þingmál B548 ()[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-10 10:35:13 - [HTML]
71. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2005-02-10 10:55:27 - [HTML]
71. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2005-02-10 11:05:30 - [HTML]

Þingmál B562 (staða útflutnings- og samkeppnisgreina)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-02-10 14:08:01 - [HTML]

Þingmál B603 ()[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 2005-03-03 10:53:43 - [HTML]

Þingmál B638 (Evrópumál og störf Evrópustefnunefndar)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-15 14:07:46 - [HTML]
89. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2005-03-15 14:13:02 - [HTML]

Þingmál B650 (staða íslensks skipasmíðaiðnaðar)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2005-03-17 13:54:00 - [HTML]
92. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2005-03-17 13:58:27 - [HTML]

Þingmál B656 (útboðsreglur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-03-21 15:49:54 - [HTML]
93. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2005-03-21 16:00:14 - [HTML]

Þingmál B704 ()[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2005-04-04 16:03:09 - [HTML]
102. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2005-04-04 16:12:21 - [HTML]
102. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-04-04 16:23:48 - [HTML]

Þingmál B713 (misræmi á milli fjármögnunar og umsvifa hins opinbera eftir landsvæðum)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2005-04-06 13:28:27 - [HTML]

Þingmál B719 ()[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2005-04-11 14:09:38 - [HTML]
107. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2005-04-11 14:32:05 - [HTML]
107. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2005-04-11 14:38:41 - [HTML]

Þingmál B731 (staða íslenska kaupskipaflotans)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-13 13:42:48 - [HTML]
109. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-13 13:47:47 - [HTML]

Þingmál B735 (stíflustæðið við Kárahnjúka og nýtt áhættumat)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-04-14 10:57:53 - [HTML]

Þingmál B736 (kynþáttafordómar og aðgerðir gegn þeim)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-04-14 13:32:54 - [HTML]

Þingmál B743 (umferðaröryggismál)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2005-04-18 15:32:08 - [HTML]
112. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2005-04-18 15:36:28 - [HTML]

Þingmál B766 ()[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Davíð Oddsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2005-04-29 10:36:43 - [HTML]
119. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-04-29 12:10:37 - [HTML]
119. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2005-04-29 13:47:03 - [HTML]
119. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2005-04-29 14:17:01 - [HTML]
119. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2005-04-29 15:11:43 - [HTML]
119. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2005-04-29 15:43:18 - [HTML]
119. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2005-04-29 16:14:34 - [HTML]

Þingmál B797 ()[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2005-05-10 20:26:03 - [HTML]
130. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2005-05-10 20:45:40 - [HTML]

Löggjafarþing 132

Þingmál A1 (fjárlög 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-10-03 13:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 395 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-11-23 13:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 405 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-11-24 10:29:00 [HTML]
Þingskjal nr. 437 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-12-02 13:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 498 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2005-12-06 10:49:00 [HTML]
Þingræður:
4. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-10-06 10:46:03 - [HTML]
4. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-10-06 13:45:21 - [HTML]
4. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-06 14:07:55 - [HTML]
4. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-06 14:12:22 - [HTML]
4. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-06 14:21:01 - [HTML]
4. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-10-06 17:19:14 - [HTML]
4. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-06 17:29:36 - [HTML]
4. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-06 17:38:23 - [HTML]
4. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-10-06 17:45:03 - [HTML]
4. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-06 18:26:20 - [HTML]
29. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-24 11:24:39 - [HTML]
29. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-24 12:26:28 - [HTML]
29. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-11-24 15:02:09 - [HTML]
29. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-24 15:39:05 - [HTML]
29. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2005-11-24 15:42:58 - [HTML]
29. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2005-11-24 20:34:23 - [HTML]
29. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2005-11-24 21:15:53 - [HTML]
29. þingfundur - Guðmundur Magnússon - Ræða hófst: 2005-11-24 21:36:47 - [HTML]
35. þingfundur - Helgi Hjörvar (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-12-06 11:24:07 - [HTML]
35. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-12-06 13:33:54 - [HTML]
35. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2005-12-06 14:44:46 - [HTML]
35. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-12-06 15:01:36 - [HTML]
35. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-12-06 15:03:45 - [HTML]
35. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-12-06 20:01:37 - [HTML]
35. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2005-12-06 21:00:16 - [HTML]
35. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2005-12-06 23:18:13 - [HTML]

Þingmál A2 (þjóðhagsáætlun 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-10-04 20:39:00 [HTML]

Þingmál A3 (ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-10-03 13:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 511 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-12-06 16:38:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2005-10-05 14:50:18 - [HTML]
5. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-10 17:00:10 - [HTML]
5. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - Ræða hófst: 2005-10-10 19:30:56 - [HTML]
39. þingfundur - Jón Bjarnason (3. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-12-08 17:03:51 - [HTML]

Þingmál A4 (afkomutrygging aldraðra og öryrkja)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2005-10-13 14:44:37 - [HTML]

Þingmál A5 (aðgerðir til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-06 10:20:00 [HTML]
Þingræður:
8. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-13 15:55:55 - [HTML]

Þingmál A7 (nýtt tækifæri til náms)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 65 - Komudagur: 2005-11-18 - Sendandi: Félag náms- og starfsráðgjafa[PDF]

Þingmál A8 (Ríkisútvarpið)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-10-11 18:43:01 - [HTML]

Þingmál A13 (skipulögð leit að krabbameini í ristli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-04 20:39:00 [HTML]
Þingræður:
10. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-10-18 16:50:57 - [HTML]
10. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - Ræða hófst: 2005-10-18 17:21:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 528 - Komudagur: 2005-12-28 - Sendandi: Skurðlæknafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1551 - Komudagur: 2006-04-07 - Sendandi: Læknafélag Íslands[PDF]

Þingmál A14 (náms- og starfsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-04 20:39:00 [HTML]

Þingmál A19 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-20 11:49:48 - [HTML]
12. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2005-10-20 11:57:40 - [HTML]

Þingmál A20 (rannsókn á þróun valds og lýðræðis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-05 13:03:00 [HTML]

Þingmál A21 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2005-10-18 18:40:14 - [HTML]

Þingmál A23 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-05 15:32:00 [HTML]
Þingræður:
10. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-10-18 20:37:53 - [HTML]

Þingmál A29 (stjórnmálaþátttaka, áhrif og völd kvenna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-05 15:32:00 [HTML]
Þingræður:
13. þingfundur - Jónína Bjartmarz - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-10-20 17:02:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2162 - Komudagur: 2006-05-28 - Sendandi: Femínistafélag Íslands[PDF]

Þingmál A30 (bensíngjald og olíugjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-06 16:11:00 [HTML]
Þingræður:
15. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-04 11:20:22 - [HTML]
15. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-04 11:46:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 295 - Komudagur: 2005-11-30 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda[PDF]

Þingmál A35 (grunngögn um náttúru landsins og náttúrufarskort)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 35 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-06 18:00:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-08 18:40:38 - [HTML]

Þingmál A36 (skil á fjármagnstekjuskatti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 36 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-10 14:34:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 193 - Komudagur: 2005-11-28 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 397 - Komudagur: 2005-12-03 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A40 (öryggi og varnir Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-10 14:34:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 584 - Komudagur: 2006-01-11 - Sendandi: Háskóli Íslands, Alþjóðastofnun[PDF]

Þingmál A41 (mat á fasteignum og álagningarstofn fasteignaskatts)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 487 - Komudagur: 2005-12-08 - Sendandi: Fasteignamat ríkisins[PDF]

Þingmál A42 (textun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 42 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-10 14:34:00 [HTML]
Þingræður:
21. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-15 16:55:49 - [HTML]

Þingmál A51 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-10 16:42:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 326 - Komudagur: 2005-11-30 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]
Dagbókarnúmer 490 - Komudagur: 2005-12-08 - Sendandi: Landssamband slökkviliðs- og sjúkrafl.manna[PDF]

Þingmál A52 (fiskverndarsvæði við Ísland)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 797 - Komudagur: 2006-02-09 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A53 (meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-10 19:39:00 [HTML]
Þingræður:
65. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-13 17:05:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1307 - Komudagur: 2006-03-13 - Sendandi: Samtök um kvennaathvarf[PDF]
Dagbókarnúmer 1411 - Komudagur: 2006-03-22 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A58 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-10 14:34:00 [HTML]

Þingmál A62 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 62 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-12 13:07:00 [HTML]
Þingræður:
71. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-21 17:26:17 - [HTML]

Þingmál A64 (nýting stofnfrumna úr fósturvísum til rannsókna og lækninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 64 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-10 14:34:00 [HTML]
Þingræður:
52. þingfundur - Hlynur Hallsson - Ræða hófst: 2006-01-25 15:56:43 - [HTML]

Þingmál A67 (mat á mannaflaþörf í atvinnugreinum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-10 18:32:00 [HTML]
Þingræður:
71. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-21 17:42:52 - [HTML]

Þingmál A68 (friðlýsing Jökulsár á Fjöllum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-10 19:39:00 [HTML]
Þingræður:
66. þingfundur - Hlynur Hallsson - Ræða hófst: 2006-02-14 18:17:14 - [HTML]

Þingmál A71 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-17 18:41:00 [HTML]
Þingræður:
60. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-07 20:05:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1264 - Komudagur: 2006-03-09 - Sendandi: Samstarfsráð um forvarnir - Skýring: (sameiginl. ums.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1265 - Komudagur: 2006-03-10 - Sendandi: Lýðheilsustöð[PDF]

Þingmál A82 (einkamálalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1712 - Komudagur: 2006-04-21 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A83 (varðveisla Hólavallagarðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-11 17:59:00 [HTML]

Þingmál A124 (skattlagning söluhagnaðar af hlutabréfum og vaxta til erlendra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 446 (svar) útbýtt þann 2005-11-29 12:54:00 [HTML]

Þingmál A137 (þróunarsamvinna Íslands við önnur ríki)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-02-22 14:40:58 - [HTML]

Þingmál A144 (fjáraukalög 2005)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-15 15:26:53 - [HTML]
21. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2005-11-15 15:45:16 - [HTML]
32. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-29 14:40:04 - [HTML]
32. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-11-29 14:44:05 - [HTML]
32. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-29 15:01:06 - [HTML]

Þingmál A155 (viðbúnaður Landhelgisgæslunnar)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-01 15:23:45 - [HTML]

Þingmál A156 (afleiðingar hlýnunar og viðbrögð við þeim)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-11-16 18:04:48 - [HTML]

Þingmál A162 (takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-13 10:04:00 [HTML]
Þingræður:
73. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-22 14:53:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1665 - Komudagur: 2006-04-19 - Sendandi: Talsmaður neytenda[PDF]

Þingmál A172 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 172 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-13 10:04:00 [HTML]
Þingræður:
75. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-02 15:06:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1595 - Komudagur: 2006-04-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A173 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-02 15:44:27 - [HTML]

Þingmál A191 (fjarskiptasjóður)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2005-10-20 15:28:24 - [HTML]

Þingmál A212 (fullvinnsla á fiski hérlendis)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2006-03-02 16:29:49 - [HTML]

Þingmál A221 (upplýsingaréttur um umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 221 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-10-18 13:11:00 [HTML]
Þingræður:
14. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-11-03 11:22:34 - [HTML]
94. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-03-28 15:02:10 - [HTML]

Þingmál A222 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-10-18 15:50:00 [HTML]

Þingmál A223 (rannsóknamiðstöð á sviði landverndar og landgræðslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2068 - Komudagur: 2006-04-28 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins[PDF]

Þingmál A235 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-20 17:27:00 [HTML]
Þingræður:
75. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-03-02 18:04:50 - [HTML]

Þingmál A237 (yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 237 (þáltill.) útbýtt þann 2005-10-20 17:27:00 [HTML]
Þingræður:
97. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-03-30 18:37:03 - [HTML]
97. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-30 19:11:17 - [HTML]

Þingmál A251 (strandsiglingar)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Hlynur Hallsson - Ræða hófst: 2006-03-03 11:04:30 - [HTML]
76. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-03 11:29:55 - [HTML]

Þingmál A263 (útgáfa talnaefnis um umhverfismál)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2005-11-16 12:54:06 - [HTML]

Þingmál A267 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 280 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-03 10:15:00 [HTML]
Þingræður:
16. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-07 16:20:47 - [HTML]
16. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-11-07 16:37:55 - [HTML]
16. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 2005-11-07 17:07:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 234 - Komudagur: 2005-11-29 - Sendandi: Dagsbrún hf. (OgVodafone)[PDF]
Dagbókarnúmer 235 - Komudagur: 2005-11-29 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]

Þingmál A268 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-03 10:15:00 [HTML]
Þingræður:
16. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-07 17:25:47 - [HTML]
20. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-11-14 17:08:15 - [HTML]
77. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-06 16:08:52 - [HTML]
77. þingfundur - Jóhann Ársælsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-06 16:27:11 - [HTML]
78. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-03-07 20:02:00 - [HTML]
78. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-07 22:12:17 - [HTML]
80. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-03-08 18:22:01 - [HTML]
80. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-03-08 22:38:41 - [HTML]
83. þingfundur - Hlynur Hallsson - Ræða hófst: 2006-03-11 13:31:23 - [HTML]
84. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-03-13 17:17:45 - [HTML]
85. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2006-03-14 15:20:43 - [HTML]
85. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2006-03-14 20:02:10 - [HTML]
85. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2006-03-14 20:37:03 - [HTML]
86. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-03-15 12:10:17 - [HTML]
86. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2006-03-15 15:17:21 - [HTML]
88. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-16 14:44:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1334 - Komudagur: 2006-03-14 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - Skýring: (þýðing)[PDF]

Þingmál A269 (fangaflutningar um íslenska lögsögu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 282 (þáltill.) útbýtt þann 2005-11-03 14:59:00 [HTML]

Þingmál A271 (kynferðisafbrotamál)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-01-18 15:19:19 - [HTML]
45. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-01-18 15:27:16 - [HTML]
45. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-01-18 15:30:58 - [HTML]

Þingmál A279 (breyting á ýmsum lögum á sviði sifjaréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1128 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-04-05 17:30:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2005-11-08 14:49:16 - [HTML]
17. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2005-11-08 15:08:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 642 - Komudagur: 2006-01-16 - Sendandi: Félag ábyrgra feðra[PDF]

Þingmál A284 (samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Túnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 299 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-11-08 15:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 464 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-12-02 13:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 500 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2005-12-06 11:10:00 [HTML]
Þingræður:
21. þingfundur - Geir H. Haarde (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-15 17:58:13 - [HTML]
34. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-12-05 19:11:19 - [HTML]

Þingmál A285 (breyting á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 300 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-11-08 15:14:00 [HTML]

Þingmál A288 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2005-12-07 20:02:05 - [HTML]
38. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2005-12-07 21:34:25 - [HTML]
38. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2005-12-07 22:41:22 - [HTML]
38. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-12-07 23:42:05 - [HTML]
53. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-01-26 18:02:08 - [HTML]
53. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-01-26 22:57:20 - [HTML]
53. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-01-27 03:03:15 - [HTML]
55. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-01-31 16:07:26 - [HTML]

Þingmál A297 (samstarf Vestur-Norðurlanda um markmið í fiskveiðimálum)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2006-06-01 11:10:53 - [HTML]

Þingmál A312 (dýravernd)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-21 15:55:35 - [HTML]
26. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-21 15:56:28 - [HTML]
26. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-21 15:57:28 - [HTML]

Þingmál A313 (stuðningur við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 528 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-12-06 23:11:00 [HTML]
Þingræður:
40. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-12-09 16:41:42 - [HTML]

Þingmál A327 (olíugjald og kílómetragjald o.fl.)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2005-11-21 17:48:53 - [HTML]
39. þingfundur - Kristján L. Möller (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-12-08 14:56:14 - [HTML]

Þingmál A328 (öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-16 15:51:00 [HTML]
Þingræður:
32. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2005-11-29 15:41:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 542 - Komudagur: 2006-01-03 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 675 - Komudagur: 2006-01-17 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A332 (búnaðargjald)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-11-25 13:21:10 - [HTML]

Þingmál A340 (réttarstaða samkynhneigðra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-18 11:09:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 672 - Komudagur: 2006-01-17 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A341 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 736 (svar) útbýtt þann 2006-02-08 15:01:00 [HTML]

Þingmál A345 (verslunaratvinna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 379 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-18 11:10:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 389 - Komudagur: 2005-12-02 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A348 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 382 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-11-21 17:44:00 [HTML]

Þingmál A358 (stúdentspróf)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-02-15 12:31:41 - [HTML]

Þingmál A361 (faggilding o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-24 15:26:00 [HTML]
Þingræður:
31. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-28 18:24:03 - [HTML]

Þingmál A365 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 419 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-24 15:26:00 [HTML]
Þingræður:
94. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-03-28 16:40:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 653 - Komudagur: 2006-01-16 - Sendandi: Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, Háskóli Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 714 - Komudagur: 2006-01-24 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A366 (starfsmannaleigur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-24 15:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 596 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-12-09 19:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 614 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-12-09 19:11:00 [HTML]
Þingræður:
31. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2005-11-28 15:26:54 - [HTML]
31. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-11-28 15:54:28 - [HTML]
31. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2005-11-28 16:42:14 - [HTML]
31. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2005-11-28 17:08:55 - [HTML]
31. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2005-11-28 18:02:56 - [HTML]
40. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2005-12-09 12:44:07 - [HTML]
40. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-12-09 13:10:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 335 - Komudagur: 2005-11-30 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - Skýring: (lagt fram á fundi fél.,orðsend.)[PDF]
Dagbókarnúmer 380 - Komudagur: 2005-12-02 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A377 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 433 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-25 12:16:00 [HTML]

Þingmál A381 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-28 16:19:00 [HTML]

Þingmál A385 (samráðsskylda stjórnvalda við samtök fatlaðra)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Guðmundur Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-12-05 18:52:41 - [HTML]

Þingmál A388 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 470 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-12-02 13:41:00 [HTML]
Þingræður:
55. þingfundur - Sæunn Stefánsdóttir - Ræða hófst: 2006-01-31 19:25:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1005 - Komudagur: 2006-02-23 - Sendandi: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A391 (stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 473 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-12-07 15:11:00 [HTML]
Þingræður:
63. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2006-02-09 15:07:03 - [HTML]
63. þingfundur - Hlynur Hallsson - Ræða hófst: 2006-02-09 15:40:36 - [HTML]

Þingmál A392 (stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 474 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-12-02 13:41:00 [HTML]
Þingræður:
54. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-01-30 16:09:55 - [HTML]
54. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-01-30 16:48:22 - [HTML]
54. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-01-30 17:12:05 - [HTML]
54. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-30 18:12:41 - [HTML]
54. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-30 18:40:21 - [HTML]
54. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-30 18:48:51 - [HTML]
54. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-30 18:51:03 - [HTML]
54. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-30 18:54:38 - [HTML]
54. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-30 19:09:27 - [HTML]
54. þingfundur - Kjartan Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-01-30 19:21:54 - [HTML]
54. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-01-30 19:23:30 - [HTML]
93. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-03-27 16:42:00 - [HTML]
93. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-27 18:11:11 - [HTML]
93. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-27 20:00:29 - [HTML]
93. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-03-27 21:55:46 - [HTML]
93. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2006-03-27 22:34:32 - [HTML]
93. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-03-27 23:26:47 - [HTML]
94. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-28 14:11:48 - [HTML]
97. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-03-30 11:51:11 - [HTML]
97. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-30 12:21:39 - [HTML]
97. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-03-30 13:56:13 - [HTML]

Þingmál A398 (framvinda byggðaáætlunar 2002--2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 504 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-12-08 16:29:00 [HTML]

Þingmál A401 (Ríkisútvarpið hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-12-06 17:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1117 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2006-04-04 13:13:00 [HTML]
Þingræður:
49. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-01-23 23:31:36 - [HTML]
99. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-04 14:30:57 - [HTML]
99. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-04-04 23:10:11 - [HTML]
104. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2006-04-19 13:23:54 - [HTML]
105. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2006-04-21 15:05:14 - [HTML]
105. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2006-04-21 17:24:59 - [HTML]
117. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-05-30 15:49:13 - [HTML]
117. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-05-30 20:00:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 899 - Komudagur: 2006-02-17 - Sendandi: Félag fréttamanna ríkisútvarpsins[PDF]
Dagbókarnúmer 920 - Komudagur: 2006-02-20 - Sendandi: Framleiðendafélagið SÍK[PDF]
Dagbókarnúmer 921 - Komudagur: 2006-02-20 - Sendandi: Félag kvikmyndagerðarmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 943 - Komudagur: 2006-02-21 - Sendandi: 365-miðlar[PDF]
Dagbókarnúmer 1196 - Komudagur: 2006-03-08 - Sendandi: Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda - Skýring: (lagt fram á fundi m.)[PDF]

Þingmál A407 (sveitarstjórnarmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-12-09 13:03:00 [HTML]

Þingmál A432 (almenn hegningarlög og skaðabótalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 650 (frumvarp) útbýtt þann 2006-01-19 16:29:00 [HTML]

Þingmál A433 (háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 654 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-23 14:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1119 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-04-04 14:43:00 [HTML]
Þingræður:
58. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-02 11:02:22 - [HTML]
58. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-02-02 11:40:13 - [HTML]
58. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-02-02 12:23:05 - [HTML]
58. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 2006-02-02 12:43:23 - [HTML]
58. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2006-02-02 13:50:58 - [HTML]
120. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-02 17:17:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1073 - Komudagur: 2006-02-27 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri, skrifstofa rektors[PDF]
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2006-03-03 - Sendandi: Háskóli Íslands, Skrifstofa rektors[PDF]

Þingmál A434 (æskulýðslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 655 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-01-23 14:34:00 [HTML]
Þingræður:
58. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 2006-02-02 18:35:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1286 - Komudagur: 2006-03-13 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A444 (hlutafélög)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-07 17:01:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1045 - Komudagur: 2006-02-24 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 1379 - Komudagur: 2006-03-21 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A445 (einkahlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1057 - Komudagur: 2006-02-24 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A447 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-02-02 17:00:10 - [HTML]
58. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2006-02-02 17:45:59 - [HTML]

Þingmál A456 (heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2006-02-10 13:37:34 - [HTML]

Þingmál A460 (nefndarskipan og kynjahlutföll)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 953 (svar) útbýtt þann 2006-03-22 15:08:00 [HTML]

Þingmál A480 (brottfall laga um Flugskóla Íslands hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 708 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-02-01 15:51:00 [HTML]

Þingmál A499 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 731 (frumvarp) útbýtt þann 2006-02-06 16:47:00 [HTML]

Þingmál A503 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 735 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-02-07 13:04:00 [HTML]

Þingmál A509 (endurnýjun sæstrengs)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-03-29 12:15:09 - [HTML]

Þingmál A519 (lenging flugbrautarinnar á Akureyri)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2006-03-29 13:02:35 - [HTML]

Þingmál A520 (lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2006-02-14 14:48:41 - [HTML]
66. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-02-14 15:00:34 - [HTML]
66. þingfundur - Jónína Bjartmarz - andsvar - Ræða hófst: 2006-02-14 15:45:20 - [HTML]
66. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2006-02-14 17:34:27 - [HTML]
66. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2006-02-14 17:48:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1466 - Komudagur: 2006-03-23 - Sendandi: Félag löglærðra fulltrúa ákæruvaldsins - Skýring: (evrópskar leiðbeiningar - lagt fram á fundi a.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1577 - Komudagur: 2006-04-10 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A521 (nefndir á vegum ráðuneyta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1254 (svar) útbýtt þann 2006-05-04 15:55:00 [HTML]

Þingmál A524 (innflutningur á landbúnaðarvörum)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Þuríður Backman - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-22 13:35:04 - [HTML]
72. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-02-22 13:38:38 - [HTML]

Þingmál A547 (skattaumhverfi líknarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 795 (þáltill.) útbýtt þann 2006-02-20 16:56:00 [HTML]
Þingræður:
74. þingfundur - Sandra Franks - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-23 16:08:56 - [HTML]
74. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-02-23 16:23:21 - [HTML]

Þingmál A555 (landshlutaverkefni í skógrækt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1441 - Komudagur: 2006-03-23 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Þingmál A556 (fjármálaeftirlit)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1590 - Komudagur: 2006-04-11 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A557 (ÖSE-þingið 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 811 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-02-22 12:25:00 [HTML]
Þingræður:
81. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-09 18:41:36 - [HTML]

Þingmál A558 (Fríverslunarsamtök Evrópu 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 812 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-02-22 11:27:00 [HTML]
Þingræður:
81. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2006-03-09 18:58:28 - [HTML]

Þingmál A565 (Norræna ráðherranefndin 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-02-23 16:07:00 [HTML]
Þingræður:
81. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-09 11:14:01 - [HTML]
81. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-03-09 11:46:27 - [HTML]
81. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-03-09 12:16:24 - [HTML]

Þingmál A573 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 829 (frumvarp) útbýtt þann 2006-03-02 17:22:00 [HTML]

Þingmál A574 (norrænt samstarf 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 832 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-03-02 09:48:00 [HTML]
Þingræður:
81. þingfundur - Jónína Bjartmarz - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-09 14:28:19 - [HTML]
81. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-09 14:54:06 - [HTML]
81. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-09 15:37:41 - [HTML]

Þingmál A575 (lokafjárlög 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 833 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-02 09:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1423 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-02 21:58:00 [HTML]

Þingmál A576 (norðurskautsmál 2005)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Jóhann Ársælsson - Ræða hófst: 2006-03-09 17:55:34 - [HTML]

Þingmál A577 (Vestnorræna ráðið 2005)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-03-09 16:12:39 - [HTML]

Þingmál A585 (NATO-þingið 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-03-06 14:40:00 [HTML]
Þingræður:
81. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-09 19:55:32 - [HTML]
81. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-09 20:04:32 - [HTML]

Þingmál A586 (VES-þingið 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 861 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-03-06 14:40:00 [HTML]
Þingræður:
81. þingfundur - Guðjón Hjörleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-09 20:19:50 - [HTML]

Þingmál A588 (Evrópuráðsþingið 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 863 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-03-06 14:40:00 [HTML]
Þingræður:
81. þingfundur - Birgir Ármannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-09 20:41:40 - [HTML]

Þingmál A594 (evrópsk samvinnufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 878 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-07 17:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1365 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-02 11:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1431 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-02 22:00:00 [HTML]

Þingmál A606 (merkingar á erfðabreyttum matvælum)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-26 13:30:24 - [HTML]
109. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2006-04-26 13:39:08 - [HTML]

Þingmál A607 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 891 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML]
Þingræður:
89. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-20 15:41:21 - [HTML]
89. þingfundur - Gunnar Örlygsson - Ræða hófst: 2006-03-20 17:01:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1589 - Komudagur: 2006-04-11 - Sendandi: Eigendur jarðarinnar Skóga í Flókadal[PDF]
Dagbókarnúmer 1650 - Komudagur: 2006-04-19 - Sendandi: Orri Vigfússon, Verndarsjóður villtra laxastofna - Skýring: (um mál 595,596,607,612,613)[PDF]
Dagbókarnúmer 1651 - Komudagur: 2006-04-19 - Sendandi: Veiðimálastofnun - Skýring: (um mál 595,596,607,612,613)[PDF]
Dagbókarnúmer 1726 - Komudagur: 2006-04-21 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Þingmál A612 (Veiðimálastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 897 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 12:07:00 [HTML]

Þingmál A616 (uppboðsmarkaðir sjávarafla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 901 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 12:07:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1126 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-04-06 11:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1389 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-02 12:05:00 [HTML]
Þingræður:
88. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-16 16:28:01 - [HTML]
88. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-03-16 16:41:34 - [HTML]
88. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-03-16 17:02:23 - [HTML]
98. þingfundur - Guðjón Hjörleifsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-03 20:34:55 - [HTML]
98. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-04-03 20:38:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1440 - Komudagur: 2006-03-23 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda[PDF]

Þingmál A619 (almenn hegningarlög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 905 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1610 - Komudagur: 2006-04-18 - Sendandi: Dagsbrún hf.[PDF]

Þingmál A620 (mælingar, mæligrunnar og vigtarmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 906 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML]

Þingmál A634 (íslenska friðargæslan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 933 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-16 15:05:00 [HTML]
Þingræður:
107. þingfundur - Geir H. Haarde (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-24 23:02:08 - [HTML]
107. þingfundur - Geir H. Haarde (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2006-04-24 23:07:03 - [HTML]
107. þingfundur - Geir H. Haarde (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2006-04-24 23:10:40 - [HTML]

Þingmál A637 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 941 (þáltill.) útbýtt þann 2006-03-21 15:34:00 [HTML]

Þingmál A651 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1878 - Komudagur: 2006-04-27 - Sendandi: Samtök banka og verðbréfafyrirtækja[PDF]

Þingmál A655 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 962 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-22 15:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1368 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-02 11:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1435 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-02 22:00:00 [HTML]

Þingmál A664 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 974 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-22 15:34:00 [HTML]

Þingmál A666 (skráning og þinglýsing skipa)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 2006-04-24 22:17:00 - [HTML]

Þingmál A668 (landmælingar og grunnkortagerð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 978 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-27 14:45:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1661 - Komudagur: 2006-04-19 - Sendandi: Landmælingar Íslands[PDF]

Þingmál A671 (samningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og lýðveldisins Suður-Kóreu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 981 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-03-27 14:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1216 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-05-02 15:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1357 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-02 11:15:00 [HTML]
Þingræður:
103. þingfundur - Geir H. Haarde (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-11 15:43:40 - [HTML]
119. þingfundur - Magnús Stefánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-01 12:00:28 - [HTML]

Þingmál A678 (vernd trúnaðarsambands fjölmiðla og heimildarmanna þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 994 (frumvarp) útbýtt þann 2006-03-30 10:01:00 [HTML]

Þingmál A682 (samningur milli Íslands, Danmerkur og Færeyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 998 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-28 16:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1392 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-06-02 15:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1485 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-03 16:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1516 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-03 15:52:00 [HTML]
Þingræður:
121. þingfundur - Magnús Stefánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-03 03:33:08 - [HTML]

Þingmál A685 (breyting á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1002 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-03-29 15:17:00 [HTML]

Þingmál A690 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1020 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-30 10:01:00 [HTML]
Þingræður:
103. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2006-04-11 13:54:37 - [HTML]

Þingmál A692 (samningur um tölvubrot)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1022 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-04-03 14:51:00 [HTML]

Þingmál A694 (Landhelgisgæsla Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1024 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-30 16:08:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1911 - Komudagur: 2006-04-28 - Sendandi: Flugmálastjórn[PDF]

Þingmál A695 (eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1025 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-30 16:08:00 [HTML]
Þingræður:
103. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-04-11 20:50:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2092 - Komudagur: 2006-05-08 - Sendandi: Kvikmyndaskoðun[PDF]

Þingmál A697 (innflutningur á erfðabreyttu fóðri)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-04-26 14:40:14 - [HTML]
109. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2006-04-26 14:44:14 - [HTML]

Þingmál A707 (Flugmálastjórn Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1043 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-03 14:51:00 [HTML]

Þingmál A708 (stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1044 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-03 14:51:00 [HTML]
Þingræður:
107. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-24 18:30:30 - [HTML]
107. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 2006-04-24 20:39:40 - [HTML]

Þingmál A712 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1048 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-03 14:55:00 [HTML]
Þingræður:
103. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2006-04-11 18:46:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1962 - Komudagur: 2006-05-02 - Sendandi: Femínistafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2093 - Komudagur: 2006-05-08 - Sendandi: Ríkissaksóknari[PDF]

Þingmál A713 (skráning losunar gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Sigríður A. Þórðardóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2006-04-11 00:03:51 - [HTML]
121. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-06-03 02:04:31 - [HTML]

Þingmál A724 (skattaumhverfi íslenskra kaupskipaútgerða og farmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (þáltill.) útbýtt þann 2006-04-06 16:36:00 [HTML]

Þingmál A727 (trjáræktarsetur sjávarbyggða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1063 (þáltill.) útbýtt þann 2006-04-05 14:18:00 [HTML]

Þingmál A731 (opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-04-10 17:22:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1857 - Komudagur: 2006-04-25 - Sendandi: Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja[PDF]

Þingmál A740 (eldi og heilbrigði sláturdýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1076 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-04 16:29:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1993 - Komudagur: 2006-05-02 - Sendandi: Landbúnaðarstofnun[PDF]

Þingmál A741 (áhafnir íslenskra fiskiskipa og annarra skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1077 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-06 16:02:00 [HTML]

Þingmál A742 (atvinnuleysistryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1078 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-06 16:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1479 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-06-03 16:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1505 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2006-06-03 15:50:00 [HTML]
Þingræður:
108. þingfundur - Ingvi Hrafn Óskarsson - Ræða hófst: 2006-04-25 15:13:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2019 - Komudagur: 2006-05-03 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A745 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (frumvarp) útbýtt þann 2006-04-05 15:30:00 [HTML]

Þingmál A747 (skráning miðhálendis Íslands sem heimsminja UNESCO)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1083 (þáltill.) útbýtt þann 2006-04-05 17:30:00 [HTML]

Þingmál A755 (afnám verðtryggingar lána)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-05-31 18:01:31 - [HTML]

Þingmál A756 (ILO-samþykkt um uppsögn starfs af hálfu atvinnurekanda)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2006-04-26 14:33:45 - [HTML]

Þingmál A759 (upptaka evru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1272 (svar) útbýtt þann 2006-05-04 16:46:00 [HTML]

Þingmál A771 (atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-04-21 18:46:38 - [HTML]
111. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2006-04-28 10:49:29 - [HTML]
111. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2006-04-28 12:24:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1834 - Komudagur: 2006-04-26 - Sendandi: Verkalýðsfélag Húsavíkur[PDF]
Dagbókarnúmer 1859 - Komudagur: 2006-04-25 - Sendandi: AFL Starfsgreinafélag Austurlands[PDF]

Þingmál A781 (útgáfa krónubréfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1291 (svar) útbýtt þann 2006-05-31 13:20:00 [HTML]

Þingmál A782 (störf rannsóknarnefndar sjóslysa 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1179 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-04-19 15:55:00 [HTML]

Þingmál A791 (útvarpslög, prentréttur og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-04-28 09:53:00 [HTML]

Þingmál A793 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2006-05-02 14:43:17 - [HTML]
113. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-05-02 15:04:09 - [HTML]
113. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2006-05-02 16:02:20 - [HTML]

Þingmál A794 (olíugjald og kílómetragjald o.fl.)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2006-05-02 18:36:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2123 - Komudagur: 2006-05-18 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A797 (starf Íslands á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1255 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-05-04 15:12:00 [HTML]

Þingmál A807 (framkvæmd samgönguáætlunar 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1397 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-06-02 16:39:00 [HTML]

Þingmál A808 (staða umferðaröryggismála 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1401 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-06-02 17:47:00 [HTML]

Þingmál B67 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2005-10-04 19:52:53 - [HTML]
2. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2005-10-04 20:59:45 - [HTML]

Þingmál B83 ()[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (forseti) - Ræða hófst: 2005-10-10 15:02:20 - [HTML]

Þingmál B92 (kjör aldraðra)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2005-10-11 14:19:29 - [HTML]

Þingmál B116 (þróun matvælaverðs)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-10-20 10:45:52 - [HTML]

Þingmál B127 (starfsmannaleigur)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-03 10:38:18 - [HTML]
14. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2005-11-03 10:58:39 - [HTML]

Þingmál B150 (aðbúnaður og aðstæður aldraðra á dvalar- og hjúkrunarheimilum)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Sigurrós Þorgrímsdóttir - Ræða hófst: 2005-11-08 13:56:11 - [HTML]

Þingmál B157 ()[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2005-11-10 12:21:08 - [HTML]

Þingmál B163 (hreyfanleiki starfsfólks og þjónustu eftir stækkun ESB)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2005-11-10 10:45:14 - [HTML]

Þingmál B165 ()[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2005-11-14 15:14:23 - [HTML]
20. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2005-11-14 15:19:06 - [HTML]

Þingmál B169 (skólagjöld við opinbera háskóla)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-11-14 15:36:06 - [HTML]

Þingmál B182 ()[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Geir H. Haarde (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2005-11-17 10:47:43 - [HTML]
24. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2005-11-17 11:29:52 - [HTML]
24. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-17 11:49:33 - [HTML]
24. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-17 11:51:50 - [HTML]
24. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2005-11-17 11:53:30 - [HTML]
24. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-17 12:08:47 - [HTML]
24. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-17 12:13:09 - [HTML]
24. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-17 12:19:49 - [HTML]
24. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-11-17 12:26:45 - [HTML]
24. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2005-11-17 12:42:16 - [HTML]
24. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2005-11-17 13:32:15 - [HTML]
24. þingfundur - Halldór Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-17 13:56:40 - [HTML]
24. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-17 13:58:28 - [HTML]
24. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2005-11-17 14:17:49 - [HTML]
24. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-11-17 14:38:49 - [HTML]
24. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - Ræða hófst: 2005-11-17 14:53:49 - [HTML]
24. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2005-11-17 15:08:34 - [HTML]
24. þingfundur - Drífa Hjartardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-17 15:27:19 - [HTML]
24. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2005-11-17 15:31:06 - [HTML]
24. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2005-11-17 15:46:32 - [HTML]
24. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2005-11-17 16:01:38 - [HTML]
24. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-17 16:19:18 - [HTML]
24. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-17 16:24:00 - [HTML]
24. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2005-11-17 16:38:03 - [HTML]
24. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2005-11-17 16:53:26 - [HTML]
24. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-17 17:16:58 - [HTML]
24. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2005-11-17 17:25:57 - [HTML]
24. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2005-11-17 17:43:34 - [HTML]
24. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-11-17 17:56:44 - [HTML]

Þingmál B266 ()[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-01-18 12:13:13 - [HTML]

Þingmál B293 ()[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-01-26 10:31:55 - [HTML]
53. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2006-01-26 10:47:35 - [HTML]
53. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2006-01-26 10:49:31 - [HTML]

Þingmál B305 (skattalegt umhverfi íslenskra kaupskipaútgerða)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-01 12:30:44 - [HTML]
56. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 2006-02-01 12:43:36 - [HTML]

Þingmál B311 (stytting náms til stúdentsprófs)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-02 15:05:45 - [HTML]

Þingmál B336 ()[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-02-09 10:50:33 - [HTML]

Þingmál B351 (tæki stjórnvalda til að stuðla að lækkun matvælaverðs á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Ásta Möller - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-13 15:36:46 - [HTML]
65. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-02-13 15:49:16 - [HTML]

Þingmál B370 (áætlun og aðgerðir um varnir gegn fuglaflensu)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-20 15:35:15 - [HTML]
70. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-02-20 15:45:38 - [HTML]
70. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2006-02-20 15:52:18 - [HTML]

Þingmál B379 ()[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2006-02-22 12:09:44 - [HTML]

Þingmál B383 (staða útlendinga hér á landi)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Hjálmar Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-22 12:30:26 - [HTML]

Þingmál B445 ()[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Geir H. Haarde (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-03-16 11:39:16 - [HTML]
87. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-16 11:55:07 - [HTML]
87. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-03-16 12:12:28 - [HTML]
87. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-16 12:51:55 - [HTML]
87. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-03-16 12:55:48 - [HTML]

Þingmál B474 (staða efnahagsmála)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-03-21 13:54:06 - [HTML]
90. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2006-03-21 14:03:40 - [HTML]
90. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2006-03-21 14:10:27 - [HTML]

Þingmál B508 ()[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-04-05 12:13:22 - [HTML]

Þingmál B513 ()[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Geir H. Haarde (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-04-06 10:57:17 - [HTML]
101. þingfundur - Geir H. Haarde (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2006-04-06 11:33:06 - [HTML]
101. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-04-06 11:37:26 - [HTML]
101. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2006-04-06 11:46:03 - [HTML]
101. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-04-06 12:03:13 - [HTML]
101. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-04-06 12:27:21 - [HTML]
101. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2006-04-06 13:45:45 - [HTML]
101. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-04-06 15:00:17 - [HTML]
101. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-04-06 15:02:32 - [HTML]
101. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2006-04-06 15:19:15 - [HTML]
101. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-04-06 16:14:47 - [HTML]

Þingmál B527 ()[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-04-19 12:06:33 - [HTML]

Þingmál B544 (grunnnet Símans)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Halldór Ásgrímsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2006-04-24 15:13:32 - [HTML]

Þingmál B548 (sjóræningjaveiðar á Reykjaneshrygg)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 2006-04-24 15:39:02 - [HTML]
107. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegsráðherra) - Ræða hófst: 2006-04-24 15:42:33 - [HTML]

Þingmál B555 ()[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-04-25 13:55:19 - [HTML]

Þingmál B622 ()[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2006-06-03 13:32:35 - [HTML]
123. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2006-06-03 14:07:31 - [HTML]
123. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-06-03 14:35:01 - [HTML]

Löggjafarþing 133

Þingmál A1 (fjárlög 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-02 15:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 421 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-11-22 13:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 459 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-12-04 14:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 550 (lög í heild) útbýtt þann 2006-12-06 13:09:00 [HTML]
Þingræður:
7. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2006-10-05 11:19:31 - [HTML]
7. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-10-05 11:39:45 - [HTML]
7. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-10-05 14:24:23 - [HTML]
7. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2006-10-05 15:01:21 - [HTML]
7. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-10-05 15:12:14 - [HTML]
7. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-10-05 15:16:51 - [HTML]
7. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-10-05 18:15:48 - [HTML]
34. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-23 10:55:18 - [HTML]
34. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-11-23 14:39:18 - [HTML]
34. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2006-11-23 19:31:15 - [HTML]
34. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-11-23 21:24:12 - [HTML]
40. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-12-05 10:59:41 - [HTML]
40. þingfundur - Guðjón Ólafur Jónsson - Ræða hófst: 2006-12-05 14:05:57 - [HTML]
40. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2006-12-05 16:36:57 - [HTML]
40. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2006-12-05 21:28:40 - [HTML]
40. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-12-05 23:14:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 141 - Komudagur: 2006-11-13 - Sendandi: 2. minni hl. menntamálanefndar[PDF]

Þingmál A5 (úttekt á hækkun rafmagnsverðs)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-10-31 13:47:42 - [HTML]

Þingmál A10 (afnám verðtryggingar lána)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-03 21:47:00 [HTML]
Þingræður:
31. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-21 18:02:53 - [HTML]
31. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-21 18:31:54 - [HTML]

Þingmál A16 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 13:05:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2006-10-31 17:22:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 451 - Komudagur: 2006-12-01 - Sendandi: Meistarasamband byggingamanna, Baldur Þór Baldvinsson form.[PDF]

Þingmál A18 (rammaáætlun um náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2007-02-06 17:19:55 - [HTML]

Þingmál A19 (heildararðsemi stóriðju- og stórvirkjanaframkvæmda fyrir þjóðarbúið)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-01 18:56:50 - [HTML]

Þingmál A20 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 14:32:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 10 - Komudagur: 2006-10-27 - Sendandi: Ríkissaksóknari[PDF]
Dagbókarnúmer 85 - Komudagur: 2006-11-09 - Sendandi: Kvennaráðgjöfin[PDF]
Dagbókarnúmer 86 - Komudagur: 2006-11-09 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 102 - Komudagur: 2006-11-10 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 117 - Komudagur: 2006-11-13 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 737 - Komudagur: 2007-01-23 - Sendandi: Ragnheiður Bragadóttir prófessor - Skýring: (um umsagnir - lagt fram á fundi a.)[PDF]

Þingmál A21 (almenn hegningarlög og skaðabótalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-05 09:56:00 [HTML]
Þingræður:
19. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-02 15:59:09 - [HTML]
19. þingfundur - Eiríkur Jónsson - Ræða hófst: 2006-11-02 16:24:26 - [HTML]
19. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-11-02 16:41:22 - [HTML]
19. þingfundur - Eiríkur Jónsson - Ræða hófst: 2006-11-02 17:01:51 - [HTML]

Þingmál A23 (aðgerðir til að lækka matvælaverð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-04 17:58:00 [HTML]

Þingmál A26 (sala áfengis og tóbaks)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2007-02-01 17:28:42 - [HTML]

Þingmál A28 (endurskipulagning á skattkerfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-16 17:51:00 [HTML]

Þingmál A29 (aðlögunarstuðningur við lífrænan landbúnað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-04 17:29:00 [HTML]

Þingmál A30 (textun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 17:58:00 [HTML]

Þingmál A39 (almenn hegningarlög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-09 14:38:00 [HTML]
Þingræður:
62. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-30 18:10:20 - [HTML]

Þingmál A42 (náms- og starfsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 42 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-05 16:40:00 [HTML]

Þingmál A44 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-05 09:56:00 [HTML]

Þingmál A47 (fjáraukalög 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-05 09:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 367 (breytingartillaga) útbýtt þann 2006-11-13 14:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 393 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2006-11-23 13:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 526 (lög í heild) útbýtt þann 2006-12-04 22:46:00 [HTML]
Þingræður:
26. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-14 18:09:46 - [HTML]
26. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2006-11-14 18:35:32 - [HTML]
26. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-14 19:26:17 - [HTML]
38. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-11-30 15:03:05 - [HTML]
39. þingfundur - Jón Bjarnason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2006-12-04 15:53:56 - [HTML]

Þingmál A48 (heildarstefnumótun í málefnum útlendinga og innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-05 18:25:00 [HTML]
Þingræður:
60. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-25 17:06:13 - [HTML]

Þingmál A51 (trjáræktarsetur sjávarbyggða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-09 14:38:00 [HTML]
Þingræður:
64. þingfundur - Guðjón Hjörleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-01 19:45:15 - [HTML]

Þingmál A53 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Valdimar L. Friðriksson - Ræða hófst: 2007-01-30 18:02:09 - [HTML]

Þingmál A56 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 13:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 558 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2006-12-07 10:09:00 [HTML]
Þingræður:
12. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-10-16 16:52:03 - [HTML]
12. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-10-16 18:21:18 - [HTML]
12. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-10-16 19:32:05 - [HTML]
13. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2006-10-17 18:40:15 - [HTML]
13. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2006-10-17 20:43:21 - [HTML]
44. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2006-12-07 13:32:59 - [HTML]
44. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-12-07 15:08:52 - [HTML]
44. þingfundur - Dagný Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2006-12-07 16:43:41 - [HTML]
51. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-15 15:43:27 - [HTML]
51. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-01-15 18:41:21 - [HTML]
52. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2007-01-16 13:33:33 - [HTML]
52. þingfundur - Dagný Jónsdóttir - Ræða hófst: 2007-01-16 15:31:06 - [HTML]
52. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-01-16 23:12:01 - [HTML]
53. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2007-01-17 12:56:18 - [HTML]
53. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2007-01-17 18:02:22 - [HTML]
53. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2007-01-17 20:51:18 - [HTML]
54. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2007-01-18 12:10:28 - [HTML]
54. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2007-01-18 13:31:31 - [HTML]
54. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-01-18 20:01:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 63 - Komudagur: 2006-11-07 - Sendandi: Félag fréttamanna Ríkisútvarpsins[PDF]
Dagbókarnúmer 66 - Komudagur: 2006-11-07 - Sendandi: Framleiðendafélagið SÍK - Samband ísl. kvikmyndaframleiðenda - Skýring: (frá SÍK, FK og SKL)[PDF]
Dagbókarnúmer 126 - Komudagur: 2006-11-14 - Sendandi: 365 miðlar[PDF]
Dagbókarnúmer 384 - Komudagur: 2006-11-28 - Sendandi: Matsnefnd vegna stofnefnahagsreiknings - Skýring: (lögð fram á fundi m.)[PDF]

Þingmál A58 (útvarpslög, prentréttur og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-04 13:05:00 [HTML]
Þingræður:
19. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-02 13:50:04 - [HTML]
19. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-11-02 15:06:15 - [HTML]
19. þingfundur - Eiríkur Jónsson - Ræða hófst: 2006-11-02 15:26:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 604 - Komudagur: 2006-12-06 - Sendandi: Blaðamannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 703 - Komudagur: 2007-01-05 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]

Þingmál A59 (vegagerð um Stórasand)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Halldór Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-06 18:34:29 - [HTML]

Þingmál A61 (rannsókn á þróun valds og lýðræðis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-10 12:57:00 [HTML]

Þingmál A62 (úrbætur í málefnum barna og unglinga sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 62 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-10 12:57:00 [HTML]

Þingmál A64 (skil á fjármagnstekjuskatti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 64 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-10 12:57:00 [HTML]

Þingmál A65 (friðlýsing Jökulsár á Fjöllum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-10 12:57:00 [HTML]

Þingmál A69 (samkomulag við Færeyjar og Grænland um skipti á ræðismönnum)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2007-03-09 12:10:21 - [HTML]
85. þingfundur - Anna Kristín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2007-03-09 12:45:23 - [HTML]

Þingmál A70 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-16 17:51:00 [HTML]

Þingmál A71 (meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-10 15:41:00 [HTML]

Þingmál A79 (sameignarfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 79 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-05 09:56:00 [HTML]

Þingmál A80 (samningur Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-10 12:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1334 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2007-03-17 15:02:00 [HTML]
Þingræður:
74. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-20 19:11:38 - [HTML]
94. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-17 22:57:55 - [HTML]

Þingmál A89 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 89 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-12 10:30:00 [HTML]

Þingmál A90 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-12 10:05:00 [HTML]

Þingmál A91 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-12 14:10:00 [HTML]

Þingmál A105 (lánveitingar Íbúðalánasjóðs)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-10-11 14:00:15 - [HTML]

Þingmál A140 (útræðisréttur strandjarða)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-01 15:11:39 - [HTML]

Þingmál A152 (skólagjöld í opinberum háskólum)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-11-22 14:53:44 - [HTML]

Þingmál A153 (stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-22 12:42:30 - [HTML]
33. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-11-22 12:49:53 - [HTML]
33. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2006-11-22 12:50:57 - [HTML]
33. þingfundur - Jónína Bjartmarz (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-11-22 12:53:04 - [HTML]

Þingmál A174 (heilbrigðisáætlun fyrir ungt fólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 174 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-12 14:10:00 [HTML]

Þingmál A176 (varðveisla Hólavallagarðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 176 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-12 16:03:00 [HTML]

Þingmál A181 (störf hjá Ratsjárstofnun)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2006-10-18 13:35:44 - [HTML]

Þingmál A184 (fátækt barna og hagur þeirra)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2007-01-29 16:35:51 - [HTML]
61. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2007-01-29 16:52:42 - [HTML]

Þingmál A193 (friðlýsing Austari - og Vestari-Jökulsár í Skagafirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 194 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-17 15:55:00 [HTML]

Þingmál A214 (umferðaröryggismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 271 (svar) útbýtt þann 2006-11-01 15:51:00 [HTML]

Þingmál A220 (lögheimili og skipulags- og byggingarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 221 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-10 17:29:00 [HTML]

Þingmál A221 (skipulögð leit að krabbameini í ristli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-16 14:30:00 [HTML]

Þingmál A238 (siglingavernd)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-11-13 20:06:53 - [HTML]
65. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-05 18:39:03 - [HTML]
65. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-02-05 18:59:09 - [HTML]

Þingmál A256 (Loftslagsráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 259 (þáltill.) útbýtt þann 2006-10-19 14:51:00 [HTML]

Þingmál A276 (tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 568 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-12-07 20:29:00 [HTML]
Þingræður:
48. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-12-09 12:22:55 - [HTML]

Þingmál A277 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-31 16:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1325 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 10:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1368 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 20:51:00 [HTML]
Þingræður:
89. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-03-15 18:42:23 - [HTML]
92. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-03-17 01:41:07 - [HTML]
93. þingfundur - Ögmundur Jónasson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2007-03-17 10:06:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 857 - Komudagur: 2007-02-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 925 - Komudagur: 2007-02-13 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]

Þingmál A279 (Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-07 15:34:54 - [HTML]

Þingmál A293 (loftslagsmál)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2007-01-31 14:55:17 - [HTML]

Þingmál A294 (afnám refsiákvæða vegna ærumeiðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (þáltill.) útbýtt þann 2006-11-01 13:03:00 [HTML]
Þingræður:
20. þingfundur - Eiríkur Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-03 13:59:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 251 - Komudagur: 2006-11-24 - Sendandi: Ríkissaksóknari[PDF]

Þingmál A296 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 309 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-01 13:03:00 [HTML]

Þingmál A297 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 310 (frumvarp) útbýtt þann 2006-11-01 13:03:00 [HTML]

Þingmál A311 (vernd trúnaðarsambands fjölmiðla og heimildarmanna þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 330 (frumvarp) útbýtt þann 2006-11-06 14:33:00 [HTML]

Þingmál A339 (mannanöfn)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Björn Ingi Hrafnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-16 17:31:32 - [HTML]

Þingmál A343 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2005 og 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 372 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-11-15 17:32:00 [HTML]

Þingmál A348 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-11-13 17:42:00 [HTML]

Þingmál A349 (breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 378 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-11-13 17:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 481 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-11-29 17:51:00 [HTML]
Þingræður:
29. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-16 17:26:46 - [HTML]
45. þingfundur - Halldór Blöndal (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-12-08 10:27:35 - [HTML]

Þingmál A351 (samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Tollabandalags Suður-Afríkuríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-11-14 18:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 453 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-11-23 20:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 466 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2006-11-24 17:45:00 [HTML]
Þingræður:
29. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-16 17:28:53 - [HTML]
35. þingfundur - Drífa Hjartardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-24 14:32:44 - [HTML]

Þingmál A359 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Hjálmar Árnason - Ræða hófst: 2006-11-21 17:08:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 382 - Komudagur: 2006-11-28 - Sendandi: Brimborg[PDF]

Þingmál A363 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-11-15 17:06:00 [HTML]

Þingmál A364 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-11-20 16:58:50 - [HTML]
30. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2006-11-20 18:57:19 - [HTML]
30. þingfundur - Hjálmar Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-20 19:39:53 - [HTML]
46. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2006-12-08 17:08:20 - [HTML]
46. þingfundur - Hjálmar Árnason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2006-12-08 17:36:36 - [HTML]
46. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2006-12-08 17:38:50 - [HTML]

Þingmál A365 (breyting á lögum á orkusviði)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-11-20 21:17:45 - [HTML]

Þingmál A367 (Orkustofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 562 - Komudagur: 2006-12-05 - Sendandi: Sveinbjörn Björnsson.[PDF]

Þingmál A385 (áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 427 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-22 11:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1084 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-09 11:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1271 (lög í heild) útbýtt þann 2007-03-16 14:31:00 [HTML]

Þingmál A387 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1208 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-15 13:53:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2007-01-29 19:52:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1537 - Komudagur: 2007-03-09 - Sendandi: Læknafélag Íslands - Skýring: (ums. III um brtt.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1552 - Komudagur: 2007-03-12 - Sendandi: Læknafélag Íslands, Gunnar Ármannsson - Skýring: (um álit GS)[PDF]
Dagbókarnúmer 1553 - Komudagur: 2007-03-12 - Sendandi: Læknafélag Íslands, Gunnar Ármannsson frkvstj. - Skýring: (um álit)[PDF]

Þingmál A388 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 430 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-22 11:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1047 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-08 15:49:00 [HTML]
Þingræður:
93. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-17 14:25:19 - [HTML]
93. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-03-17 14:44:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 974 - Komudagur: 2007-02-14 - Sendandi: Refsiréttarnefnd[PDF]

Þingmál A389 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 431 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-22 11:33:00 [HTML]
Þingræður:
35. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-11-24 15:58:21 - [HTML]

Þingmál A395 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 439 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-22 15:30:00 [HTML]
Þingræður:
58. þingfundur - Jónína Bjartmarz (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-23 15:37:07 - [HTML]
58. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 2007-01-23 16:26:04 - [HTML]
58. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-01-23 16:46:48 - [HTML]
94. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-17 21:58:09 - [HTML]
94. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2007-03-17 22:08:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 814 - Komudagur: 2007-02-07 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi[PDF]
Dagbókarnúmer 885 - Komudagur: 2007-02-12 - Sendandi: Náttúrustofa Austurlands - Skýring: Sameiginleg umsögn: Með öðrum náttúrustofum.[PDF]
Dagbókarnúmer 929 - Komudagur: 2007-02-13 - Sendandi: Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf., Tryggvi Finnsson frkvstj.[PDF]
Dagbókarnúmer 976 - Komudagur: 2007-02-14 - Sendandi: Fuglaverndarfélag Íslands[PDF]

Þingmál A397 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 572 - Komudagur: 2006-12-05 - Sendandi: Síminn hf.[PDF]

Þingmál A409 (æskulýðslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-24 14:41:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 762 - Komudagur: 2007-01-31 - Sendandi: Þóroddur Bjarnason prófessor[PDF]
Dagbókarnúmer 833 - Komudagur: 2007-02-08 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 870 - Komudagur: 2007-02-08 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri, Félagsvísinda- og lagadeild - Skýring: (lagt fram á fundi m.)[PDF]
Dagbókarnúmer 897 - Komudagur: 2007-02-12 - Sendandi: Kennaraháskóli Íslands, Gestur Guðmundsson prófessor[PDF]

Þingmál A415 (vatnsréttindi vegna Búrfellsvirkjunar)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2007-01-29 17:49:40 - [HTML]

Þingmál A416 (vörugjald og virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2006-12-04 16:30:25 - [HTML]
39. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2006-12-04 16:53:16 - [HTML]
39. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2006-12-04 17:38:59 - [HTML]
48. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-12-09 15:39:26 - [HTML]
48. þingfundur - Ásta Möller - andsvar - Ræða hófst: 2006-12-09 16:02:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 700 - Komudagur: 2007-01-03 - Sendandi: Lýðheilsustöð[PDF]

Þingmál A430 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 518 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-12-04 14:48:00 [HTML]

Þingmál A431 (sameining Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-03-17 11:28:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 958 - Komudagur: 2007-02-09 - Sendandi: Félag háskólakennara, bt. formanns[PDF]

Þingmál A435 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2006-12-09 16:34:53 - [HTML]

Þingmál A440 (lokafjárlög 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 562 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-07 12:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1272 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-16 14:31:00 [HTML]
Þingræður:
62. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-01-30 14:23:25 - [HTML]

Þingmál A443 (íslenska friðargæslan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 566 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-12-07 14:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1339 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2007-03-17 17:09:00 [HTML]
Þingræður:
65. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-05 17:14:34 - [HTML]
65. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-02-05 17:24:37 - [HTML]
94. þingfundur - Halldór Blöndal (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-17 21:21:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1317 - Komudagur: 2007-03-01 - Sendandi: Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 1370 - Komudagur: 2007-03-05 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]

Þingmál A445 (heilsufar erlendra ríkisborgara)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-07 15:07:30 - [HTML]

Þingmál A449 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 577 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-12-07 19:19:00 [HTML]

Þingmál A459 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-02-01 14:59:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 845 - Komudagur: 2007-02-08 - Sendandi: Vestmannaeyjabær[PDF]

Þingmál A460 (kaup Íslandspósts hf. á Samskiptum ehf.)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-01-24 10:34:26 - [HTML]

Þingmál A463 (aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri í smáum og meðalstórum fyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 642 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2006-12-09 11:01:00 [HTML]

Þingmál A464 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Guðrún Ögmundsdóttir - Ræða hófst: 2007-01-22 16:06:19 - [HTML]
87. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2007-03-13 17:18:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 846 - Komudagur: 2007-02-08 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1238 - Komudagur: 2007-02-27 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A465 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2007-01-22 15:18:31 - [HTML]

Þingmál A496 (dómstólar og meðferð einkamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 830 - Komudagur: 2007-02-07 - Sendandi: Ríkisútvarpið[PDF]
Dagbókarnúmer 831 - Komudagur: 2007-02-07 - Sendandi: Réttarfarsnefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 951 - Komudagur: 2007-02-13 - Sendandi: Dómarafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1207 - Komudagur: 2007-02-20 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A499 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2007-01-24 13:52:27 - [HTML]

Þingmál A513 (bókmenntasjóður)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2007-02-06 16:34:42 - [HTML]
93. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2007-03-17 10:47:34 - [HTML]

Þingmál A516 (hlutafélög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 779 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 09:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1275 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-16 17:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1276 (breytingartillaga) útbýtt þann 2007-03-16 17:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1397 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 23:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1411 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 23:58:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-29 20:09:56 - [HTML]
61. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2007-01-29 20:20:50 - [HTML]
61. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2007-01-29 20:29:57 - [HTML]
94. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-17 22:45:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1375 - Komudagur: 2007-03-05 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A522 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 788 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 16:22:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-29 20:34:46 - [HTML]
61. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-01-29 20:56:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1053 - Komudagur: 2007-02-19 - Sendandi: Ríkissaksóknari[PDF]
Dagbókarnúmer 1054 - Komudagur: 2007-02-19 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]
Dagbókarnúmer 1106 - Komudagur: 2007-02-20 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1145 - Komudagur: 2007-02-21 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 1416 - Komudagur: 2007-03-02 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn[PDF]
Dagbókarnúmer 1514 - Komudagur: 2007-03-06 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: (viðbrögð v. spurn.)[PDF]

Þingmál A523 (viðurlög við brotum á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 789 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 16:22:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1055 - Komudagur: 2007-02-19 - Sendandi: Ríkissaksóknari[PDF]
Dagbókarnúmer 1056 - Komudagur: 2007-02-19 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið[PDF]
Dagbókarnúmer 1517 - Komudagur: 2007-03-06 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið - Skýring: (viðbrögð v. spurn.)[PDF]

Þingmál A530 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 799 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-29 14:31:00 [HTML]
Þingræður:
65. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-05 19:10:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1556 - Komudagur: 2007-03-12 - Sendandi: Landspítali - háskólasjúkrahús, Reynir Tómas Geirsson[PDF]

Þingmál A533 (alþjóðlegt bann við dauðarefsingum)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-02-07 12:51:26 - [HTML]

Þingmál A541 (skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 810 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-30 17:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1113 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-12 15:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1265 (lög í heild) útbýtt þann 2007-03-16 14:29:00 [HTML]
Þingræður:
66. þingfundur - Magnús Stefánsson (félagsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-06 14:04:41 - [HTML]
85. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-03-09 14:39:27 - [HTML]
85. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-09 16:26:14 - [HTML]

Þingmál A542 (rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 812 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-01 15:21:00 [HTML]
Þingræður:
70. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-02-13 17:29:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1511 - Komudagur: 2007-03-07 - Sendandi: Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður - Skýring: (lagt fram á fundi iðn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1549 - Komudagur: 2007-03-12 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]

Þingmál A544 (vegalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (frumvarp) útbýtt þann 2007-02-01 16:40:00 [HTML]

Þingmál A545 (fátækt barna og stuðningur við barnafjölskyldur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 824 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2007-02-05 14:52:00 [HTML]

Þingmál A548 (aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 817 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2007-02-05 14:32:00 [HTML]
Þingræður:
80. þingfundur - Helgi Hjörvar - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-28 12:23:14 - [HTML]
80. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-02-28 12:26:31 - [HTML]
80. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-02-28 12:32:39 - [HTML]
80. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-02-28 12:37:17 - [HTML]

Þingmál A549 (fagháskólar)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-02-07 18:58:09 - [HTML]

Þingmál A551 (Evrópuráðsþingið 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-02-12 14:44:00 [HTML]
Þingræður:
77. þingfundur - Birgir Ármannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-22 15:13:06 - [HTML]
77. þingfundur - Margrét Frímannsdóttir - Ræða hófst: 2007-02-22 15:28:42 - [HTML]

Þingmál A552 (Fríverslunarsamtök Evrópu 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-02-13 17:00:00 [HTML]
Þingræður:
77. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-02-22 15:51:55 - [HTML]

Þingmál A558 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-02-27 14:36:44 - [HTML]

Þingmál A566 (meginreglur umhverfisréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 842 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-07 14:39:00 [HTML]

Þingmál A568 (starfstengdir eftirlaunasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 844 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-07 17:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1320 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 10:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1359 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 20:49:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1187 - Komudagur: 2007-02-22 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A569 (Norræna ráðherranefndin 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 845 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-02-07 17:55:00 [HTML]
Þingræður:
77. þingfundur - Jónína Bjartmarz (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-22 11:27:49 - [HTML]
77. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-22 12:03:59 - [HTML]
77. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-02-22 12:15:43 - [HTML]
77. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2007-02-22 12:36:25 - [HTML]
77. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 2007-02-22 14:16:02 - [HTML]

Þingmál A570 (stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða og Rafmagnsveitur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-20 13:58:37 - [HTML]
74. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-20 14:36:43 - [HTML]
74. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-20 14:39:58 - [HTML]
74. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-02-20 14:42:15 - [HTML]
74. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-02-20 15:16:21 - [HTML]

Þingmál A574 (samgönguáætlun fyrir árin 2007--2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 852 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-02-12 14:44:00 [HTML]
Þingræður:
73. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-19 17:09:23 - [HTML]
73. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-19 18:28:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1272 - Komudagur: 2007-02-28 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi[PDF]

Þingmál A575 (samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 853 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-02-12 14:44:00 [HTML]
Þingræður:
72. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2007-02-15 15:51:55 - [HTML]
72. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-15 16:09:29 - [HTML]
72. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-15 18:57:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1219 - Komudagur: 2007-02-26 - Sendandi: Samtök um betri byggð[PDF]
Dagbókarnúmer 1232 - Komudagur: 2007-02-26 - Sendandi: Sjóvá-Almennar tryggingar hf[PDF]
Dagbókarnúmer 1282 - Komudagur: 2007-02-28 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður[PDF]
Dagbókarnúmer 1284 - Komudagur: 2007-02-28 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi[PDF]
Dagbókarnúmer 1285 - Komudagur: 2007-02-28 - Sendandi: Fjarðabyggð[PDF]
Dagbókarnúmer 1395 - Komudagur: 2007-03-05 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A576 (vísitala neysluverðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 854 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-12 14:46:00 [HTML]

Þingmál A588 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-13 18:43:00 [HTML]

Þingmál A589 (merkingar á erfðabreyttum matvælum)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-21 14:47:43 - [HTML]

Þingmál A592 (öryggisráðstafanir vegna barnaníðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1015 (svar) útbýtt þann 2007-03-01 17:22:00 [HTML]

Þingmál A608 (Marco Polo áætlun Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-02-28 14:32:22 - [HTML]
80. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2007-02-28 14:37:30 - [HTML]

Þingmál A613 (NATO-þingið 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 913 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-02-15 17:14:00 [HTML]
Þingræður:
77. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-22 14:48:14 - [HTML]

Þingmál A615 (VES-þingið 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 915 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-02-15 19:11:00 [HTML]
Þingræður:
77. þingfundur - Guðjón Hjörleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-22 16:04:01 - [HTML]

Þingmál A619 (Alþjóðaþingmannasambandið 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-02-19 16:23:00 [HTML]

Þingmál A620 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 920 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-02-19 14:31:00 [HTML]

Þingmál A621 (tollkvótar við innflutning landbúnaðarafurða)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-02-20 18:09:34 - [HTML]
74. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-20 18:25:34 - [HTML]
74. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-20 18:29:10 - [HTML]
81. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-28 15:07:22 - [HTML]
81. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-02-28 15:51:19 - [HTML]

Þingmál A622 (norrænt samstarf 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 925 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-02-19 17:37:00 [HTML]

Þingmál A626 (norðurskautsmál 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 934 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-02-20 17:22:00 [HTML]

Þingmál A627 (ÖSE-þingið 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 935 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-02-20 17:22:00 [HTML]

Þingmál A638 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-27 19:03:58 - [HTML]
79. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-02-27 19:08:28 - [HTML]

Þingmál A641 (losun gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-16 22:02:29 - [HTML]
92. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-16 23:57:01 - [HTML]
93. þingfundur - Mörður Árnason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2007-03-17 09:51:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1573 - Komudagur: 2007-03-06 - Sendandi: Umhverfisráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi umhvn.)[PDF]

Þingmál A642 (Þjóðskjalasafn Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-22 11:51:00 [HTML]

Þingmál A647 (samfélagsþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 966 (þáltill.) útbýtt þann 2007-02-22 16:32:00 [HTML]

Þingmál A648 (breyting á IV. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 967 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-02-22 16:21:00 [HTML]
Þingræður:
83. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-03-01 18:34:32 - [HTML]
83. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2007-03-01 18:42:30 - [HTML]
94. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-17 21:02:11 - [HTML]

Þingmál A650 (breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 969 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-02-22 16:21:00 [HTML]

Þingmál A651 (framkvæmd skólahalds á framhaldsskólastigi 2002 til 2005)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 970 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-02-27 15:34:00 [HTML]

Þingmál A655 (réttarstaða liðsafla aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 981 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-26 14:56:00 [HTML]
Þingræður:
83. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-03-01 20:01:23 - [HTML]

Þingmál A661 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1648 - Komudagur: 2007-04-13 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA,SI,SVÞ,SART og Samorku)[PDF]

Þingmál A662 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1654 - Komudagur: 2007-04-13 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA,SI,SART,SVÞ og Samorku)[PDF]

Þingmál A663 (brunavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1655 - Komudagur: 2007-04-13 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA, SI, SART, SVÞ og Samorku)[PDF]

Þingmál A667 (íslensk alþjóðleg skipaskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1013 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-01 14:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1202 (breytingartillaga) útbýtt þann 2007-03-14 21:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1350 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 18:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1383 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 21:15:00 [HTML]
Þingræður:
84. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-08 18:53:44 - [HTML]
84. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-08 18:57:57 - [HTML]
84. þingfundur - Guðmundur Hallvarðsson - Ræða hófst: 2007-03-08 19:13:15 - [HTML]
84. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2007-03-08 20:13:43 - [HTML]

Þingmál A668 (skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2007-03-08 11:52:46 - [HTML]

Þingmál A669 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-08 15:12:41 - [HTML]
84. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - Ræða hófst: 2007-03-08 16:21:46 - [HTML]
84. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-08 16:41:54 - [HTML]
89. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2007-03-15 13:40:55 - [HTML]
89. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2007-03-15 14:12:41 - [HTML]
89. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-15 16:23:43 - [HTML]
91. þingfundur - Guðni Ágústsson (landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-16 13:55:59 - [HTML]
91. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-03-16 14:05:04 - [HTML]
91. þingfundur - Einar Oddur Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-03-16 14:57:28 - [HTML]

Þingmál A671 (staða og þróun jafnréttismála frá 2004)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1022 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-01 17:22:00 [HTML]

Þingmál A675 (sálfræðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1031 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-08 09:59:00 [HTML]

Þingmál A677 (störf rannsóknarnefndar sjóslysa árið 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1043 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-08 09:59:00 [HTML]

Þingmál A681 (fyrirkomulag þróunarsamvinnu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-09 15:43:00 [HTML]

Þingmál A682 (framkvæmd fjarskiptaáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1063 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-08 17:15:00 [HTML]

Þingmál A683 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Jón Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2007-03-12 17:47:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1583 - Komudagur: 2007-03-13 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - Skýring: (umsögn og ritgerð)[PDF]

Þingmál A684 (samningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Egyptalands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1067 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-03-09 15:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1244 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-15 23:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1306 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-16 20:30:00 [HTML]
Þingræður:
87. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-13 16:39:20 - [HTML]
91. þingfundur - Halldór Blöndal (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-16 18:01:26 - [HTML]

Þingmál A685 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1617 - Komudagur: 2007-03-19 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A686 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2007-03-13 15:04:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1614 - Komudagur: 2007-03-15 - Sendandi: Brimborg - Skýring: (tvíorkubílar)[PDF]

Þingmál A691 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1089 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-13 10:15:00 [HTML]

Þingmál A692 (kauphallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1090 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-03-12 14:47:00 [HTML]

Þingmál A697 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (þáltill.) útbýtt þann 2007-03-12 23:23:00 [HTML]

Þingmál A698 (starf Íslands á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1147 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-14 21:39:00 [HTML]

Þingmál A699 (efling lýðheilsu á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1149 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-13 14:33:00 [HTML]

Þingmál A702 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1176 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-14 21:39:00 [HTML]

Þingmál A703 (staða umferðaröryggismála 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-15 13:53:00 [HTML]

Þingmál A705 (tengsl Íslands og Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1222 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-15 16:24:00 [HTML]

Þingmál A706 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1235 (frumvarp) útbýtt þann 2007-03-15 18:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1385 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 20:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1404 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 23:55:00 [HTML]

Þingmál A709 (endurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-03-16 23:00:00 [HTML]

Þingmál B105 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2006-10-03 19:52:19 - [HTML]
2. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2006-10-03 21:08:07 - [HTML]
2. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2006-10-03 21:50:22 - [HTML]

Þingmál B106 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2006-10-04 13:32:01 - [HTML]
3. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2006-10-04 14:05:34 - [HTML]
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2006-10-04 14:17:43 - [HTML]
3. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-10-04 14:32:47 - [HTML]
3. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2006-10-04 14:55:49 - [HTML]
3. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-10-04 15:16:43 - [HTML]

Þingmál B138 (möguleg leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-10-09 16:31:36 - [HTML]

Þingmál B139 ()[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (forseti) - Ræða hófst: 2006-10-09 15:05:10 - [HTML]

Þingmál B140 ()[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2006-10-10 13:40:01 - [HTML]

Þingmál B152 ()[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2006-10-16 15:25:39 - [HTML]

Þingmál B208 ()[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2006-11-09 12:01:12 - [HTML]

Þingmál B216 (álversáform í Þorlákshöfn)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Jón Sigurðsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2006-11-14 14:04:06 - [HTML]

Þingmál B218 ()[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Halldór Blöndal - Ræða hófst: 2006-11-15 12:12:07 - [HTML]

Þingmál B223 ()[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2006-11-16 10:34:57 - [HTML]
29. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 2006-11-16 13:32:06 - [HTML]
29. þingfundur - Jón Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-16 13:49:12 - [HTML]
29. þingfundur - Halldór Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2006-11-16 14:15:01 - [HTML]
29. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2006-11-16 14:49:36 - [HTML]
29. þingfundur - Sæunn Stefánsdóttir - Ræða hófst: 2006-11-16 15:05:03 - [HTML]
29. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2006-11-16 15:30:22 - [HTML]
29. þingfundur - Magnús Þór Hafsteinsson - Ræða hófst: 2006-11-16 16:19:59 - [HTML]

Þingmál B243 (þróun í fjarskiptaþjónustu eftir einkavæðingu Símans)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 2006-11-21 13:57:55 - [HTML]

Þingmál B333 ()[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2007-01-16 11:01:14 - [HTML]

Þingmál B343 ()[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (forseti) - Ræða hófst: 2007-01-18 11:42:46 - [HTML]

Þingmál B370 (auglýsingar um fjárhættuspil)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-23 15:11:13 - [HTML]

Þingmál B375 (framkvæmd þjóðlendulaga)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-25 11:13:54 - [HTML]

Þingmál B380 (efnahagsmál)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2007-01-30 14:06:13 - [HTML]

Þingmál B384 ()[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Sturla Böðvarsson (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 2007-02-01 10:49:59 - [HTML]

Þingmál B392 ()[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-02-05 15:51:22 - [HTML]

Þingmál B394 (leynisamningar með varnarsamningnum 1951)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Jón Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-02-05 16:45:55 - [HTML]

Þingmál B398 (skýrsla Hagstofunnar um tekjudreifingu)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-02-05 15:32:25 - [HTML]
65. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2007-02-05 15:34:35 - [HTML]
65. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2007-02-05 15:38:07 - [HTML]

Þingmál B403 ()[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-02-07 12:04:29 - [HTML]

Þingmál B428 (skýrsla um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál Íslands 1945--1991)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-15 10:53:48 - [HTML]

Þingmál B429 (rannsókn á bankakostnaði og samkeppnishindrunum)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-02-15 13:43:56 - [HTML]

Þingmál B453 (þróun kaupmáttar hjá almenningi)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Guðjón Ólafur Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-21 12:02:56 - [HTML]
75. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2007-02-21 12:13:37 - [HTML]
75. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-02-21 12:18:20 - [HTML]

Þingmál B463 (skýrsla Hagstofunnar um lágtekjumörk og tekjudreifingu 2003--2004)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-02-22 11:00:16 - [HTML]
77. þingfundur - Guðjón Ólafur Jónsson - Ræða hófst: 2007-02-22 11:10:34 - [HTML]
77. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-02-22 11:15:02 - [HTML]
77. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2007-02-22 11:24:21 - [HTML]

Þingmál B464 (virkjunarframkvæmdir í neðri Þjórsá)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-02-22 13:44:14 - [HTML]

Þingmál B505 (stuðningur við innrásina í Írak)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2007-03-12 15:20:46 - [HTML]

Þingmál B522 ()[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2007-03-14 20:44:27 - [HTML]
88. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2007-03-14 21:25:01 - [HTML]

Löggjafarþing 134

Þingmál A2 (þátttaka Lýðveldisins Búlgaríu og Rúmeníu á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-05-31 19:36:00 [HTML]
Þingræður:
4. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2007-06-05 15:25:25 - [HTML]
4. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2007-06-05 15:40:30 - [HTML]
4. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2007-06-05 15:55:46 - [HTML]
4. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2007-06-05 17:00:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 20 - Komudagur: 2007-06-06 - Sendandi: Félags- og tryggingamálaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi ut.)[PDF]

Þingmál A7 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-05-31 19:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 47 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-06-13 16:31:00 [HTML]
Þingræður:
5. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-06-06 13:54:45 - [HTML]
5. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2007-06-06 14:18:25 - [HTML]

Þingmál A8 (kauphallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-05-31 19:36:00 [HTML]

Þingmál A12 (aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2007-06-07 11:29:10 - [HTML]
8. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 2007-06-12 16:59:20 - [HTML]

Þingmál B7 ()[HTML]

Þingræður:
0. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 2007-05-31 14:06:24 - [HTML]

Þingmál B49 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2007-05-31 19:53:06 - [HTML]
2. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2007-05-31 20:37:04 - [HTML]
2. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-05-31 21:21:54 - [HTML]
2. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2007-05-31 21:42:22 - [HTML]

Þingmál B54 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Sturla Böðvarsson (forseti) - Ræða hófst: 2007-06-04 15:05:36 - [HTML]

Þingmál B55 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-06-04 15:54:22 - [HTML]

Löggjafarþing 135

Þingmál A1 (fjárlög 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-01 14:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 345 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-11-29 10:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 380 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-12-07 15:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 507 (lög í heild) útbýtt þann 2007-12-13 13:19:00 [HTML]
Þingræður:
4. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-10-04 14:53:09 - [HTML]
34. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-11-30 14:40:43 - [HTML]
34. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2007-11-30 16:08:14 - [HTML]
34. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-11-30 17:13:03 - [HTML]
34. þingfundur - Jón Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-30 17:47:23 - [HTML]
34. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-11-30 17:53:46 - [HTML]

Þingmál A3 (markaðsvæðing samfélagsþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-02 19:06:00 [HTML]
Þingræður:
5. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-09 14:51:21 - [HTML]
5. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-10-09 16:21:08 - [HTML]
5. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-09 16:40:28 - [HTML]

Þingmál A6 (sala áfengis og tóbaks)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-15 15:55:40 - [HTML]
9. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2007-10-15 16:28:12 - [HTML]
9. þingfundur - Kjartan Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-15 16:43:19 - [HTML]
9. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-15 16:45:15 - [HTML]
9. þingfundur - Þorvaldur Ingvarsson - Ræða hófst: 2007-10-15 18:15:55 - [HTML]
10. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2007-10-16 16:07:16 - [HTML]
10. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-16 16:33:08 - [HTML]
10. þingfundur - Ólöf Nordal - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-16 16:34:25 - [HTML]
10. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-16 16:36:23 - [HTML]
10. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2007-10-16 17:27:06 - [HTML]
10. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2007-10-16 18:12:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 342 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 343 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Vímulaus æska[PDF]
Dagbókarnúmer 344 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT[PDF]
Dagbókarnúmer 450 - Komudagur: 2007-11-27 - Sendandi: Áfengis- og vímuvarnaráð, Lýðheilsustöð[PDF]
Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 2007-12-20 - Sendandi: Slysavarnaráð[PDF]

Þingmál A7 (lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-04 10:22:00 [HTML]
Þingræður:
14. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-30 15:59:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 347 - Komudagur: 2007-11-22 - Sendandi: Barnaheill[PDF]
Dagbókarnúmer 415 - Komudagur: 2007-11-26 - Sendandi: Kennarasamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: UNICEF á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 714 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi[PDF]

Þingmál A11 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-03 13:26:00 [HTML]
Þingræður:
14. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-30 15:34:22 - [HTML]
14. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2007-10-30 15:52:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 217 - Komudagur: 2007-11-16 - Sendandi: Meistarasamband byggingamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1309 - Komudagur: 2008-02-02 - Sendandi: Ritari efnh.- og skattanefndar[PDF]

Þingmál A14 (skattaívilnanir vegna rannsókna- og þróunarverkefna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 184 - Komudagur: 2007-11-14 - Sendandi: Vísinda- og tækniráð, tækninefnd og vísindanefnd[PDF]

Þingmál A15 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-10-18 19:38:19 - [HTML]
13. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-10-18 20:33:28 - [HTML]

Þingmál A20 (lánamál og lánakjör einstaklinga)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Jón Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-30 17:05:38 - [HTML]
14. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-10-30 17:20:57 - [HTML]

Þingmál A21 (heilsársvegur yfir Kjöl)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 2007-11-06 18:21:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1010 - Komudagur: 2008-01-09 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A22 (dómstólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2481 - Komudagur: 2008-05-02 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (um dómstóla o.fl.)[PDF]

Þingmál A26 (samkeppnislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1711 - Komudagur: 2008-03-10 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A27 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 593 - Komudagur: 2007-11-30 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1640 - Komudagur: 2008-03-03 - Sendandi: Kristgeir Sigurgeirsson, Snæland Travel[PDF]

Þingmál A29 (efling rafrænnar sjúkraskrár)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-01 19:16:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 289 - Komudagur: 2007-11-21 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A31 (brottfall laga um búnaðargjald)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-31 14:04:56 - [HTML]

Þingmál A36 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 36 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-04 13:26:00 [HTML]
Þingræður:
18. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-05 17:34:36 - [HTML]
18. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2007-11-05 18:17:17 - [HTML]
18. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-05 18:31:00 - [HTML]
18. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-05 18:59:57 - [HTML]

Þingmál A37 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-01 20:47:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 736 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Lýðheilsustöð[PDF]

Þingmál A46 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-06 16:51:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 915 - Komudagur: 2007-12-11 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]

Þingmál A47 (takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-04 14:51:00 [HTML]
Þingræður:
27. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-19 17:39:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1034 - Komudagur: 2008-01-15 - Sendandi: Talsmaður neytenda[PDF]

Þingmál A48 (friðlandið í Þjórsárverum og verndun Þjórsár)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-11-27 17:51:43 - [HTML]

Þingmál A49 (réttindi og staða líffæragjafa)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2008-02-05 15:26:18 - [HTML]

Þingmál A51 (varðveisla Hólavallagarðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-04 18:25:00 [HTML]
Þingræður:
31. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-27 16:23:33 - [HTML]
31. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-27 16:44:33 - [HTML]

Þingmál A59 (friðlýsing Austari- og Vestari-Jökulsár í Skagafirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-15 14:47:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1641 - Komudagur: 2008-03-03 - Sendandi: Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi[PDF]
Dagbókarnúmer 1760 - Komudagur: 2008-03-11 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 1798 - Komudagur: 2008-03-13 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A62 (Loftslagsráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 62 (þáltill.) útbýtt þann 2007-10-09 13:12:00 [HTML]

Þingmál A63 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-16 13:05:00 [HTML]
Þingræður:
51. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-01-22 17:32:54 - [HTML]
51. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-01-22 17:51:20 - [HTML]
51. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-01-22 18:23:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1508 - Komudagur: 2008-02-21 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1509 - Komudagur: 2008-02-21 - Sendandi: Lýðheilsustöð[PDF]

Þingmál A71 (erfðabreyttar lífverur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2007-10-03 15:35:00 [HTML]
Þingræður:
24. þingfundur - Þuríður Backman - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-14 13:49:40 - [HTML]

Þingmál A76 (umferðarlög og vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-04 10:22:00 [HTML]

Þingmál A80 (aðild Íslands að alþjóðasamningum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 143 (svar) útbýtt þann 2007-11-01 11:42:00 [HTML]

Þingmál A81 (tengsl NATO við fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-21 12:42:41 - [HTML]

Þingmál A95 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-16 14:58:02 - [HTML]

Þingmál A96 (strandsiglingar)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-10-17 14:00:30 - [HTML]

Þingmál A100 (erfðabreytt aðföng í landbúnaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (svar) útbýtt þann 2007-10-31 13:02:00 [HTML]

Þingmál A103 (fjáraukalög 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-10-09 17:06:00 [HTML]
Þingræður:
8. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-11 11:03:06 - [HTML]

Þingmál A105 (samstarf Íslands, Noregs og Danmerkur um björgunarmál og almannavarnir)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-10-17 14:38:05 - [HTML]

Þingmál A107 (mannréttindabrot og fangabúðir í Guantanamo)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-01-17 16:21:21 - [HTML]

Þingmál A117 (efling kennslu í heilbrigðisvísindum í Háskólanum á Akureyri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 448 - Komudagur: 2007-11-26 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands[PDF]

Þingmál A127 (fátækt barna á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-12-05 14:37:09 - [HTML]
37. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-12-05 14:52:28 - [HTML]

Þingmál A130 (tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 336 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-11-28 20:46:00 [HTML]
Þingræður:
36. þingfundur - Birgir Ármannsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-04 14:31:32 - [HTML]
41. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-12-11 16:29:28 - [HTML]
41. þingfundur - Guðni Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-12-11 16:53:42 - [HTML]
42. þingfundur - Guðni Ágústsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2007-12-12 10:56:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 176 - Komudagur: 2007-11-12 - Sendandi: Aðalsteinn Sigurgeirsson forstm.[PDF]
Dagbókarnúmer 213 - Komudagur: 2007-11-16 - Sendandi: Landbúnaðarstofnun[PDF]

Þingmál A131 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 774 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A132 (sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-11-07 15:09:27 - [HTML]

Þingmál A135 (atvinnuleyfi fyrir erlenda sérfræðinga)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félagsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-11-07 14:12:50 - [HTML]
20. þingfundur - Guðfinna S. Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2007-11-07 14:17:03 - [HTML]

Þingmál A142 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2008-01-15 17:04:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 214 - Komudagur: 2007-11-16 - Sendandi: Jafnréttisstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 778 - Komudagur: 2007-12-05 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A144 (framkvæmd ferðamálaáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-10-30 13:02:00 [HTML]

Þingmál A146 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2007-11-02 11:26:36 - [HTML]

Þingmál A147 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-29 16:51:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3013 - Komudagur: 2008-04-07 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A151 (stytting vinnutíma)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-07 14:20:38 - [HTML]

Þingmál A155 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2482 - Komudagur: 2008-05-02 - Sendandi: Skrifstofa Alþingis - Skýring: (álitsgerð)[PDF]

Þingmál A163 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2007-12-14 14:50:35 - [HTML]
45. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2007-12-14 14:51:50 - [HTML]

Þingmál A164 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 177 (frumvarp) útbýtt þann 2007-11-01 15:11:00 [HTML]
Þingræður:
51. þingfundur - Atli Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-22 20:29:44 - [HTML]
51. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-01-22 20:51:57 - [HTML]
51. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-22 21:00:48 - [HTML]
51. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-22 21:02:44 - [HTML]
51. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-22 21:03:59 - [HTML]
51. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-01-22 21:05:02 - [HTML]

Þingmál A172 (tálbeitur í baráttu gegn barnaníðingum)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-14 14:52:01 - [HTML]

Þingmál A176 (bólusetningar gegn leghálskrabbameini)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-11-14 15:57:51 - [HTML]

Þingmál A182 (meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2007-11-12 17:17:14 - [HTML]

Þingmál A183 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 196 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-05 14:15:00 [HTML]
Þingræður:
22. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-12 15:26:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 616 - Komudagur: 2007-12-03 - Sendandi: Landspítali - háskólasjúkrahús, Reynir Tóms Geirsson[PDF]

Þingmál A184 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-05 16:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 988 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-15 09:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1080 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-22 16:55:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 561 - Komudagur: 2007-11-30 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A190 (almannavarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 754 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Brunamálastofnun[PDF]

Þingmál A192 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-22 19:01:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1372 - Komudagur: 2008-02-12 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1392 - Komudagur: 2008-02-13 - Sendandi: Alþjóðahús[PDF]

Þingmál A195 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2007-11-15 18:11:51 - [HTML]
41. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-12-11 10:34:07 - [HTML]
41. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2007-12-11 14:42:09 - [HTML]

Þingmál A196 (sértryggð skuldabréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-08 16:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 679 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2008-02-21 16:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 718 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-03-03 14:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 744 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-03-04 16:21:00 [HTML]
Þingræður:
22. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-12 17:27:17 - [HTML]
69. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-26 16:08:46 - [HTML]

Þingmál A200 (móttaka og vernd flóttafólks og hælisleitenda)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-05 18:22:16 - [HTML]

Þingmál A201 (reglur Evrópusambandsins á sviði orkumála)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-21 13:25:35 - [HTML]

Þingmál A203 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-15 19:23:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 776 - Komudagur: 2007-12-04 - Sendandi: Mjólka ehf[PDF]

Þingmál A215 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2006)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 2007-11-15 12:11:09 - [HTML]

Þingmál A220 (prófessorsembætti á sviði byggðasafna og byggðafræða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1894 - Komudagur: 2008-03-27 - Sendandi: Safnaráð[PDF]

Þingmál A224 (kostnaður af áfengisnotkun)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-12-05 20:50:14 - [HTML]

Þingmál A225 (áfengisneysla og áfengisverð)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-12-05 21:06:44 - [HTML]

Þingmál A230 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 249 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 16:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 485 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-12-17 13:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 515 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-12-13 16:08:00 [HTML]

Þingmál A232 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 251 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 16:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1067 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2008-05-22 13:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1168 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1194 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-28 20:58:00 [HTML]
Þingræður:
108. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-27 00:06:07 - [HTML]

Þingmál A233 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 16:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1153 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-27 21:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1041 - Komudagur: 2008-01-15 - Sendandi: Bogi Nilsson fyrrv. ríkissaksóknari - Skýring: (athugasemdir og ábendingar)[PDF]
Dagbókarnúmer 1047 - Komudagur: 2008-01-17 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1185 - Komudagur: 2008-01-24 - Sendandi: Héraðsdómur Reykjavíkur[PDF]
Dagbókarnúmer 1240 - Komudagur: 2008-01-28 - Sendandi: Dómstólaráð[PDF]
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2008-02-13 - Sendandi: Dómarafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1489 - Komudagur: 2008-02-20 - Sendandi: Ríkissaksóknari[PDF]
Dagbókarnúmer 1691 - Komudagur: 2008-03-06 - Sendandi: Ríkissaksóknari - Skýring: (reglur um rannsóknaraðferðir)[PDF]

Þingmál A240 (kristilegt siðgæði í starfsháttum grunnskóla)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2007-11-28 18:49:16 - [HTML]
32. þingfundur - Auður Lilja Erlingsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-28 18:57:25 - [HTML]

Þingmál A250 (fósturskimun og fóstureyðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 587 (svar) útbýtt þann 2008-01-29 13:13:00 [HTML]

Þingmál A268 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2007, um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 298 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-11-21 11:33:00 [HTML]

Þingmál A269 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 146/2007, um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 299 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-11-21 11:33:00 [HTML]
Þingræður:
31. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2007-11-27 15:15:34 - [HTML]

Þingmál A271 (upprunaábyrgð á raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-27 13:10:00 [HTML]
Þingræður:
41. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-11 21:25:18 - [HTML]
41. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2007-12-11 21:51:51 - [HTML]
41. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-12-11 22:13:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1296 - Komudagur: 2008-02-01 - Sendandi: Norðurorka[PDF]

Þingmál A272 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1377 - Komudagur: 2008-02-12 - Sendandi: Ferðaþjónustan Mjóeyri[PDF]
Dagbókarnúmer 1426 - Komudagur: 2008-02-15 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A273 (heimkvaðning friðargæsluliða frá Afganistan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (þáltill.) útbýtt þann 2007-11-27 13:10:00 [HTML]
Þingræður:
72. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-28 13:31:47 - [HTML]
72. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-02-28 14:02:41 - [HTML]
72. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-02-28 14:25:11 - [HTML]
72. þingfundur - Jón Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-28 14:39:20 - [HTML]

Þingmál A275 (stofnun norrænna lýðháskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 309 (þáltill.) útbýtt þann 2007-11-27 16:21:00 [HTML]

Þingmál A276 (gerð námsefnis fyrir unglinga um ólík kjör og hlutskipti kvenna á norðurslóðum)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2008-01-17 17:53:45 - [HTML]

Þingmál A285 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1007 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-15 18:02:00 [HTML]
Þingræður:
106. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-22 18:04:09 - [HTML]
106. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-05-22 18:39:18 - [HTML]
106. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-05-22 20:28:07 - [HTML]
106. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2008-05-22 22:42:33 - [HTML]
108. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2008-05-26 17:26:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1063 - Komudagur: 2008-01-18 - Sendandi: Biskup Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1078 - Komudagur: 2008-01-22 - Sendandi: Sr. Gunnar Jóhannesson[PDF]
Dagbókarnúmer 1161 - Komudagur: 2008-01-23 - Sendandi: Hafnarfjarðarbær - Skýring: (um 285.,286.,287.,288. mál)[PDF]
Dagbókarnúmer 1722 - Komudagur: 2008-03-06 - Sendandi: Sigurður Pálsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1792 - Komudagur: 2008-03-12 - Sendandi: Umboðsmaður barna - Skýring: (frá maí 2006)[PDF]
Dagbókarnúmer 2099 - Komudagur: 2008-04-10 - Sendandi: Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga - Skýring: (við 25. gr.)[PDF]

Þingmál A286 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-23 14:37:33 - [HTML]
107. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-05-23 16:24:00 - [HTML]
107. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2008-05-23 19:10:14 - [HTML]
107. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2008-05-23 22:38:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1189 - Komudagur: 2008-01-24 - Sendandi: Heimili og skóli[PDF]
Dagbókarnúmer 1211 - Komudagur: 2008-01-24 - Sendandi: Myndlistaskólinn í Reykjavík[PDF]
Dagbókarnúmer 1285 - Komudagur: 2008-01-29 - Sendandi: Félag um menntarannsóknir[PDF]
Dagbókarnúmer 1362 - Komudagur: 2008-02-11 - Sendandi: Samband ísl. sveitarfélaga (Svandís Ingimundardóttir9 - Skýring: (þróun lagasetn. og skólaskýrsla 2007)[PDF]
Dagbókarnúmer 1869 - Komudagur: 2008-03-20 - Sendandi: Samband ísl. framhaldsskólanema - Skýring: (um hagsmunamál framh.skólanema)[PDF]

Þingmál A287 (leikskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1011 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-15 18:02:00 [HTML]
Þingræður:
39. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-07 11:26:59 - [HTML]
39. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2007-12-07 12:25:19 - [HTML]
106. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-22 11:47:12 - [HTML]

Þingmál A288 (menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 322 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-27 18:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1116 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-26 22:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1258 (lög í heild) útbýtt þann 2008-05-29 21:14:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1320 - Komudagur: 2008-02-04 - Sendandi: Menntamálaráðuneytið - Skýring: (reglugerðir)[PDF]
Dagbókarnúmer 1321 - Komudagur: 2008-02-04 - Sendandi: Listaháskóli Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1536 - Komudagur: 2008-02-22 - Sendandi: Kennarasamband Íslands[PDF]

Þingmál A290 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 326 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-28 14:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 546 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-12-17 13:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 559 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-12-14 18:40:00 [HTML]
Þingræður:
36. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-12-04 21:18:43 - [HTML]

Þingmál A293 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2007-12-03 20:58:21 - [HTML]
35. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-12-03 23:07:09 - [HTML]

Þingmál A294 (nálgunarbann)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2008-01-22 14:40:13 - [HTML]

Þingmál A297 (framkvæmd samgönguáætlunar 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 368 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-11-30 10:44:00 [HTML]

Þingmál A311 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 405 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2007-12-06 19:17:00 [HTML]
Þingræður:
68. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-02-25 16:36:57 - [HTML]
68. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-25 16:59:02 - [HTML]
68. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-25 17:25:18 - [HTML]
68. þingfundur - Guðni Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-25 17:47:34 - [HTML]
68. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-25 18:26:41 - [HTML]
68. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-02-25 19:18:23 - [HTML]

Þingmál A312 (efling íslenska geitfjárstofnsins)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-01-29 15:13:11 - [HTML]

Þingmál A324 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1712 - Komudagur: 2008-03-10 - Sendandi: Intrum á Íslandi ehf[PDF]

Þingmál A325 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 508 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-12-13 15:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 776 (breytingartillaga) útbýtt þann 2008-03-12 15:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 883 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-04-15 12:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1002 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-15 14:19:00 [HTML]
Þingræður:
62. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-07 11:41:10 - [HTML]
102. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-08 16:28:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1633 - Komudagur: 2008-03-03 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A326 (matvæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 521 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-12-13 20:34:00 [HTML]

Þingmál A327 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-01-24 12:01:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1698 - Komudagur: 2008-03-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 1749 - Komudagur: 2008-03-10 - Sendandi: Efnamóttakan hf[PDF]
Dagbókarnúmer 1775 - Komudagur: 2008-03-11 - Sendandi: Umhverfisráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi um.)[PDF]

Þingmál A330 (skimun fyrir krabbameini)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2008-02-06 14:07:24 - [HTML]

Þingmál A331 (varnarmálalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-01-15 15:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 866 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2008-04-03 13:39:00 [HTML]
Þingræður:
49. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-01-17 12:42:09 - [HTML]
49. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-01-17 14:04:33 - [HTML]
49. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2008-01-17 14:57:15 - [HTML]
90. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-15 14:11:30 - [HTML]
90. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-15 15:48:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1214 - Komudagur: 2008-01-24 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - Skýring: (samstarf á sviði öryggis- og varnarmála)[PDF]

Þingmál A337 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2008-01-22 15:40:30 - [HTML]
51. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2008-01-22 15:54:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1563 - Komudagur: 2008-02-26 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1608 - Komudagur: 2008-02-28 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1718 - Komudagur: 2008-03-10 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A338 (atvinnuréttindi útlendinga o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 573 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-01-17 14:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1224 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1268 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-29 22:22:00 [HTML]
Þingræður:
112. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-05-28 22:13:07 - [HTML]
112. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-05-28 22:25:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1389 - Komudagur: 2008-02-12 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1584 - Komudagur: 2008-02-27 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]

Þingmál A339 (breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Jón Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-29 14:36:26 - [HTML]
96. þingfundur - Jón Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-29 16:37:26 - [HTML]

Þingmál A341 (skuldbindingar íslenskra sveitarfélaga í EES-samningnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 875 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2008-04-09 11:34:00 [HTML]

Þingmál A347 (Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-05 17:01:15 - [HTML]

Þingmál A349 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1795 - Komudagur: 2008-03-13 - Sendandi: Félag íslenskra útfararstjóra[PDF]

Þingmál A350 (Ísland á innri markaði Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 590 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-01-29 13:39:00 [HTML]
Þingræður:
57. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-31 11:04:55 - [HTML]
57. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-31 11:47:45 - [HTML]
57. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-31 11:54:22 - [HTML]
57. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-31 11:56:29 - [HTML]
57. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2008-01-31 11:59:08 - [HTML]
57. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-01-31 12:40:28 - [HTML]
57. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-01-31 13:30:42 - [HTML]
57. þingfundur - Bjarni Harðarson - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-31 13:44:20 - [HTML]
57. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-01-31 13:48:00 - [HTML]
57. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2008-01-31 13:58:39 - [HTML]
57. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2008-01-31 14:44:00 - [HTML]
57. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-31 14:57:59 - [HTML]
57. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-31 15:16:18 - [HTML]
57. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-01-31 15:25:18 - [HTML]
57. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-31 15:35:39 - [HTML]
57. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-31 15:37:48 - [HTML]
57. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-31 15:40:03 - [HTML]
57. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2008-01-31 15:53:36 - [HTML]
57. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2008-01-31 16:03:16 - [HTML]
57. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 2008-01-31 16:13:33 - [HTML]
57. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-31 16:26:15 - [HTML]
57. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-01-31 16:30:42 - [HTML]
57. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-01-31 16:41:02 - [HTML]
57. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2008-01-31 16:51:21 - [HTML]
57. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-31 17:39:55 - [HTML]
57. þingfundur - Bjarni Harðarson - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-31 17:42:37 - [HTML]
57. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-31 17:56:34 - [HTML]
57. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-01-31 18:07:57 - [HTML]
57. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-31 18:15:27 - [HTML]
57. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-31 18:19:54 - [HTML]
57. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-31 18:27:52 - [HTML]
57. þingfundur - Bjarni Harðarson - Ræða hófst: 2008-01-31 18:30:17 - [HTML]
57. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2008-01-31 18:43:34 - [HTML]
57. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2008-01-31 18:54:43 - [HTML]

Þingmál A351 (flutningur á útgáfu starfsleyfa til landlæknis)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2008-02-26 14:49:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1488 - Komudagur: 2008-02-15 - Sendandi: Sálfræðingafélag Íslands[PDF]

Þingmál A362 (eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2008-02-11 16:54:37 - [HTML]
63. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-11 17:03:02 - [HTML]

Þingmál A372 (frístundabyggð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 614 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-06 14:18:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1616 - Komudagur: 2008-02-28 - Sendandi: Félagsmálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1751 - Komudagur: 2008-03-10 - Sendandi: Félags- og tryggingamálaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi ft.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1955 - Komudagur: 2008-04-01 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2269 - Komudagur: 2008-04-17 - Sendandi: Lífsval ehf.[PDF]

Þingmál A374 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3102 - Komudagur: 2008-08-13 - Sendandi: Orkustofnun - Skýring: (um nál. og brtt.)[PDF]

Þingmál A375 (mannvirki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 617 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-06 14:18:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2109 - Komudagur: 2008-04-10 - Sendandi: Björgvin Víglundsson[PDF]
Dagbókarnúmer 2199 - Komudagur: 2008-04-14 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]
Dagbókarnúmer 3108 - Komudagur: 2008-08-13 - Sendandi: Orkustofnun - Skýring: (um nál. og brtt.)[PDF]

Þingmál A380 (líffæragjafar)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2008-02-20 14:52:03 - [HTML]

Þingmál A382 (kræklingarækt)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 2008-03-12 16:01:01 - [HTML]

Þingmál A384 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 628 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-07 15:58:00 [HTML]
Þingræður:
63. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-02-11 17:49:43 - [HTML]
111. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-28 11:55:36 - [HTML]
111. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-28 12:16:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1721 - Komudagur: 2008-03-10 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A386 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (frumvarp) útbýtt þann 2008-02-11 16:15:00 [HTML]
Þingræður:
102. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-05-08 18:42:58 - [HTML]

Þingmál A387 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-11 15:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 974 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-15 18:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1227 (lög í heild) útbýtt þann 2008-05-29 15:02:00 [HTML]

Þingmál A393 (raforkuver)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 637 (frumvarp) útbýtt þann 2008-02-11 17:31:00 [HTML]

Þingmál A399 (landupplýsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 644 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2008-02-12 17:52:00 [HTML]

Þingmál A401 (áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 647 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-19 12:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 975 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-08 16:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1054 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-21 15:57:00 [HTML]

Þingmál A402 (athugun á hagkvæmni lestarsamgangna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 650 (þáltill.) útbýtt þann 2008-02-19 12:39:00 [HTML]

Þingmál A413 (undanþága frá skattlagningu á mengun frá flugvélum)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-02 18:13:42 - [HTML]
83. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-04-02 18:16:55 - [HTML]

Þingmál A420 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 673 (frumvarp) útbýtt þann 2008-02-21 15:08:00 [HTML]

Þingmál A426 (olíuhreinsunarstöð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 785 (svar) útbýtt þann 2008-04-01 13:14:00 [HTML]

Þingmál A429 (starfsemi Breiðavíkurheimilisins 1952--1979)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 683 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-02-25 14:08:00 [HTML]
Þingræður:
81. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-03-31 18:44:52 - [HTML]

Þingmál A431 (efni og efnablöndur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 687 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-25 14:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1081 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-22 22:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1082 (breytingartillaga) útbýtt þann 2008-05-22 22:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1289 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1302 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-30 01:55:00 [HTML]
Þingræður:
74. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-04 15:56:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2002 - Komudagur: 2008-04-03 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis[PDF]
Dagbókarnúmer 2060 - Komudagur: 2008-04-09 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 2123 - Komudagur: 2008-04-10 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - Skýring: (frá SA, SI og SVÞ)[PDF]

Þingmál A432 (breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-26 13:07:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1098 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-23 20:30:00 [HTML]
Þingræður:
72. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-02-28 15:51:34 - [HTML]
108. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-26 10:40:42 - [HTML]
108. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-26 11:48:46 - [HTML]
108. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2008-05-26 11:57:07 - [HTML]
108. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-26 12:43:11 - [HTML]
108. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-05-26 20:44:27 - [HTML]
108. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-05-26 22:02:37 - [HTML]
108. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-05-26 22:54:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1952 - Komudagur: 2008-04-01 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 1963 - Komudagur: 2008-04-01 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (álitsgerð, minnisblað o.fl.)[PDF]
Dagbókarnúmer 2931 - Komudagur: 2008-05-23 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]

Þingmál A435 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2008-03-04 17:11:59 - [HTML]

Þingmál A439 (gjaldmiðilsmál)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2008-03-05 14:08:26 - [HTML]

Þingmál A440 (evruvæðing efnahagslífsins)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Bjarni Harðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-02 15:08:59 - [HTML]
83. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-04-02 15:12:02 - [HTML]

Þingmál A442 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2054 - Komudagur: 2008-04-08 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri, skrifstofa rektors[PDF]
Dagbókarnúmer 2633 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Utanríkismálanefnd - Skýring: (íslensk þróunarsamvinna)[PDF]

Þingmál A443 (Ísland sem alþjóðleg fjármálamiðstöð)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-03-05 14:16:53 - [HTML]

Þingmál A448 (Fríverslunarsamtök Evrópu 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 711 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-02-27 13:13:00 [HTML]
Þingræður:
76. þingfundur - Bjarni Benediktsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-06 14:24:06 - [HTML]
76. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-03-06 14:34:34 - [HTML]

Þingmál A449 (NATO-þingið 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 712 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-02-27 14:06:00 [HTML]
Þingræður:
76. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-06 14:05:03 - [HTML]

Þingmál A450 (norðurskautsmál 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-02-27 15:40:00 [HTML]

Þingmál A452 (Norræna ráðherranefndin 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 722 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-02-28 13:17:00 [HTML]
Þingræður:
76. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-06 12:12:21 - [HTML]
76. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-03-06 12:35:55 - [HTML]

Þingmál A455 (VES-þingið 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 725 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-02-28 15:30:00 [HTML]
Þingræður:
76. þingfundur - Ármann Kr. Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-06 15:36:47 - [HTML]

Þingmál A456 (Evrópuráðsþingið 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 726 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-02-28 15:18:00 [HTML]
Þingræður:
76. þingfundur - Guðfinna S. Bjarnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-06 15:42:39 - [HTML]
76. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-03-06 15:57:49 - [HTML]
76. þingfundur - Ellert B. Schram - Ræða hófst: 2008-03-06 16:08:18 - [HTML]

Þingmál A457 (ÖSE-þingið 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 727 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-02-28 16:09:00 [HTML]
Þingræður:
76. þingfundur - Einar Már Sigurðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-06 16:19:14 - [HTML]

Þingmál A461 (aðlögunarstuðningur við lífrænan landbúnað)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 732 (þáltill.) útbýtt þann 2008-03-03 14:31:00 [HTML]

Þingmál A463 (brottfall laga um læknaráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 737 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-03-04 13:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 959 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-07 15:53:00 [HTML]
Þingræður:
80. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-13 15:22:12 - [HTML]
102. þingfundur - Ásta Möller (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-08 14:37:50 - [HTML]
105. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-05-21 19:00:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1864 - Komudagur: 2008-03-25 - Sendandi: Landlæknisembættið[PDF]

Þingmál A464 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2008-03-13 14:39:41 - [HTML]
80. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2008-03-13 15:02:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1974 - Komudagur: 2008-04-02 - Sendandi: Frumtök- Samtök framleiðenda frumlyfja[PDF]
Dagbókarnúmer 2274 - Komudagur: 2008-04-17 - Sendandi: Lyfjaver[PDF]
Dagbókarnúmer 2966 - Komudagur: 2008-05-26 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið - Skýring: (drög að reglugerð)[PDF]

Þingmál A471 (stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 750 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-03-06 09:12:00 [HTML]
Þingræður:
80. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-03-13 16:02:10 - [HTML]
80. þingfundur - Björk Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2008-03-13 16:43:41 - [HTML]

Þingmál A474 (fæðubótarefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 862 (svar) útbýtt þann 2008-04-03 14:56:00 [HTML]

Þingmál A476 (rafræn eignarskráning verðbréfa)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-01 14:41:06 - [HTML]

Þingmál A483 (stuðningur við frjáls félagasamtök)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (svar) útbýtt þann 2008-04-07 12:50:00 [HTML]

Þingmál A486 (ráðstafanir í efnahagsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 774 (frumvarp) útbýtt þann 2008-03-13 10:59:00 [HTML]
Þingræður:
84. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-03 11:36:46 - [HTML]
84. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-03 12:20:40 - [HTML]
84. þingfundur - Guðni Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-03 15:14:59 - [HTML]
84. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-04-03 15:20:36 - [HTML]
84. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-03 15:35:59 - [HTML]

Þingmál A489 (siglingaleiðir við norðan- og vestanvert Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 779 (þáltill.) útbýtt þann 2008-03-13 10:59:00 [HTML]

Þingmál A493 (fullgilding Palermó-samnings gegn fjölþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-04-08 20:11:52 - [HTML]
109. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-05-27 12:55:02 - [HTML]

Þingmál A499 (fullgilding þriggja Haag-samninga á sviði réttarfars)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 793 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-03-31 14:40:00 [HTML]

Þingmál A500 (lokafjárlög 2006)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-03-31 14:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1236 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-29 15:04:00 [HTML]

Þingmál A517 (Veðurstofa Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 818 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-02 17:57:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2644 - Komudagur: 2008-05-13 - Sendandi: Félag íslenskra veðurfræðinga[PDF]

Þingmál A518 (framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 819 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-01 13:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1141 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-27 13:27:00 [HTML]
Þingræður:
86. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-08 20:02:26 - [HTML]
114. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-30 00:34:20 - [HTML]

Þingmál A519 (viðauki við fjögurra ára samgönguáætlun 2007--2010)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-17 15:36:13 - [HTML]
93. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-04-17 23:42:35 - [HTML]
93. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-04-18 00:20:43 - [HTML]

Þingmál A522 (Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 13:21:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2683 - Komudagur: 2008-05-14 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]

Þingmál A523 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 824 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-02 17:57:00 [HTML]

Þingmál A524 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 825 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-01 15:17:00 [HTML]
Þingræður:
84. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-03 16:25:23 - [HTML]
84. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-04-03 16:42:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2207 - Komudagur: 2008-03-12 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi sl.)[PDF]
Dagbókarnúmer 2256 - Komudagur: 2008-04-15 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2306 - Komudagur: 2008-04-21 - Sendandi: Landlæknisembættið[PDF]
Dagbókarnúmer 2307 - Komudagur: 2008-04-21 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Norðurl.svæðis eystra[PDF]
Dagbókarnúmer 2328 - Komudagur: 2008-04-21 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (vinnuskjal frá ráðun.)[PDF]
Dagbókarnúmer 2386 - Komudagur: 2008-04-28 - Sendandi: Margrét Guðnadóttir prófessor[PDF]
Dagbókarnúmer 2493 - Komudagur: 2008-05-05 - Sendandi: Sigurður Sigurðarson dýralæknir[PDF]
Dagbókarnúmer 2494 - Komudagur: 2008-05-05 - Sendandi: Fóðurblandan ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 2515 - Komudagur: 2008-05-05 - Sendandi: Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa[PDF]
Dagbókarnúmer 2557 - Komudagur: 2008-05-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 2589 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA, LÍÚ og SF)[PDF]
Dagbókarnúmer 2590 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2591 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda[PDF]
Dagbókarnúmer 2592 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Matvælastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 2652 - Komudagur: 2008-05-13 - Sendandi: Halldór Runólfsson yfirdýralæknir - Skýring: (blaðagrein um innflutn. búfjárafurða)[PDF]
Dagbókarnúmer 2826 - Komudagur: 2008-05-19 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2907 - Komudagur: 2008-05-20 - Sendandi: Eggert Gunnarsson dýralæknir[PDF]
Dagbókarnúmer 2960 - Komudagur: 2008-03-12 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (reglugerð um matvælalöggjöf)[PDF]
Dagbókarnúmer 3090 - Komudagur: 2008-07-15 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (greinarg. og fleiri gögn)[PDF]
Dagbókarnúmer 3149 - Komudagur: 2008-09-11 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]

Þingmál A526 (endurskoðendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 827 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-01 15:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1221 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1264 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-29 22:18:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2497 - Komudagur: 2008-05-05 - Sendandi: Ríkisendurskoðun[PDF]

Þingmál A533 (aðild starfsmanna við samruna félaga yfir landamæri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 834 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-01 15:23:00 [HTML]

Þingmál A534 (framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum til 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-04-03 14:56:00 [HTML]
Þingræður:
93. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-17 16:19:52 - [HTML]

Þingmál A535 (framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-04-07 17:54:00 [HTML]
Þingræður:
93. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-04-17 20:02:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2763 - Komudagur: 2008-05-15 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A536 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 837 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 13:21:00 [HTML]
Þingræður:
94. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-21 22:17:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2619 - Komudagur: 2008-05-09 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2856 - Komudagur: 2008-05-20 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri[PDF]
Dagbókarnúmer 2869 - Komudagur: 2008-05-20 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A537 (neytendalán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 838 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-01 15:25:00 [HTML]
Þingræður:
84. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-03 17:19:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2519 - Komudagur: 2008-05-05 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A538 (breyting á lögum er varða verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 839 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-07 12:55:00 [HTML]

Þingmál A540 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 841 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-07 14:36:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2608 - Komudagur: 2008-05-08 - Sendandi: Félag fasteignasala[PDF]

Þingmál A543 (fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkja og Kanada)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 844 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-04-02 17:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 965 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-07 15:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1006 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-15 14:24:00 [HTML]
Þingræður:
86. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-08 20:30:44 - [HTML]
86. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2008-04-08 20:33:30 - [HTML]
86. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-04-08 20:40:12 - [HTML]
102. þingfundur - Árni Páll Árnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-08 18:06:34 - [HTML]

Þingmál A544 (Þjóðskjalasafn Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2732 - Komudagur: 2008-05-14 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Kópavogs[PDF]

Þingmál A546 (opinberir háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 847 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 12:45:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2536 - Komudagur: 2008-05-06 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2537 - Komudagur: 2008-05-06 - Sendandi: Stúdentaráð Kennaraháskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2582 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Bandalag íslenskra námsmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 2884 - Komudagur: 2008-05-19 - Sendandi: Röskva,samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A556 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 857 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-04-03 12:45:00 [HTML]
Þingræður:
86. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-08 14:04:25 - [HTML]
86. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-04-08 14:27:38 - [HTML]
86. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 2008-04-08 14:58:42 - [HTML]
86. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-04-08 15:26:52 - [HTML]
86. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2008-04-08 15:57:36 - [HTML]
86. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-08 16:12:38 - [HTML]
86. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-08 16:15:01 - [HTML]
86. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-08 16:19:38 - [HTML]
86. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-08 16:48:57 - [HTML]
86. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-04-08 17:02:58 - [HTML]
86. þingfundur - Guðfinna S. Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2008-04-08 17:11:41 - [HTML]
86. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-04-08 18:10:07 - [HTML]
86. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-04-08 18:26:30 - [HTML]
86. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-04-08 19:00:12 - [HTML]

Þingmál A558 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 49/2007, um breytingu á IV. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-05-27 13:30:23 - [HTML]
109. þingfundur - Árni Páll Árnason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-27 13:38:15 - [HTML]
109. þingfundur - Árni Páll Árnason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-27 13:42:24 - [HTML]
109. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-27 13:44:17 - [HTML]
111. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2008-05-28 11:19:05 - [HTML]

Þingmál A568 (kostnaður við flug í einkaþotu til Búkarest)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-30 14:29:25 - [HTML]

Þingmál A579 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-04-18 01:06:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2861 - Komudagur: 2008-05-19 - Sendandi: Samgönguráðuneytið[PDF]

Þingmál A585 (erfðabreytt matvæli)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2008-05-07 14:49:11 - [HTML]

Þingmál A586 (starf Íslands á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 906 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-04-16 12:59:00 [HTML]

Þingmál A591 (þróun efnahagsmála í nokkrum ríkjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 915 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2008-04-21 17:54:00 [HTML]

Þingmál A598 (skipan Evrópunefndar)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-21 14:10:12 - [HTML]
104. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2008-05-21 14:17:19 - [HTML]

Þingmál A601 (stuðningur við frjáls félagasamtök)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1185 (svar) útbýtt þann 2008-05-29 20:48:00 [HTML]

Þingmál A607 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1347 (svar) útbýtt þann 2008-09-12 10:30:00 [HTML]

Þingmál A613 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 955 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-05-07 11:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1220 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1330 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2008-09-09 13:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1344 (lög í heild) útbýtt þann 2008-09-10 15:15:00 [HTML]
Þingræður:
103. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-15 15:56:58 - [HTML]
113. þingfundur - Þuríður Backman - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 11:10:46 - [HTML]
113. þingfundur - Ásta Möller (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-29 11:24:35 - [HTML]
119. þingfundur - Bjarni Harðarson - Ræða hófst: 2008-09-09 18:09:10 - [HTML]
119. þingfundur - Þuríður Backman (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2008-09-09 22:50:26 - [HTML]

Þingmál A615 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 972 (frumvarp) útbýtt þann 2008-05-08 14:12:00 [HTML]

Þingmál A625 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1019 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-05-22 16:33:00 [HTML]

Þingmál A635 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1086 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-05-23 16:24:00 [HTML]

Þingmál A639 (störf rannsóknarnefndar sjóslysa 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1107 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-05-26 13:52:00 [HTML]

Þingmál A640 (heimild ríkissjóðs Íslands til sérstakrar lántöku á árinu 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1211 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-29 10:41:00 [HTML]
Þingræður:
109. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-27 11:13:45 - [HTML]
109. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-05-27 11:17:47 - [HTML]

Þingmál A645 (framvinda byggðaáætlunar 2006--2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1165 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-05-28 11:26:00 [HTML]

Þingmál A649 (framkvæmd fjarskiptaáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1218 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-05-29 16:24:00 [HTML]

Þingmál A650 (staða umferðaröryggismála 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1219 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-05-29 16:24:00 [HTML]

Þingmál A652 (andstaða við eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1313 (þáltill.) útbýtt þann 2008-09-02 15:02:00 [HTML]

Þingmál A654 (MS-sjúklingar og lyfið Tysabri)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2008-09-10 15:06:22 - [HTML]

Þingmál A664 (umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1342 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2008-09-09 20:44:00 [HTML]
Þingræður:
122. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-09-11 11:08:49 - [HTML]

Þingmál B11 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2007-10-02 21:07:46 - [HTML]

Þingmál B13 (horfur í efnahagsmálum og hagstjórn)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2007-10-03 13:46:41 - [HTML]

Þingmál B60 (stefna stjórnvalda í loftslagsmálum)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-10-18 13:33:30 - [HTML]

Þingmál B92 ()[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2007-11-08 10:31:50 - [HTML]
21. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-08 11:31:35 - [HTML]
21. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2007-11-08 11:58:01 - [HTML]
21. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2007-11-08 12:15:11 - [HTML]
21. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2007-11-08 13:30:58 - [HTML]
21. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - Ræða hófst: 2007-11-08 13:46:21 - [HTML]
21. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-11-08 13:53:24 - [HTML]
21. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2007-11-08 15:09:11 - [HTML]
21. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-11-08 16:04:24 - [HTML]
21. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2007-11-08 16:52:56 - [HTML]

Þingmál B96 (stýrivextir Seðlabankans og stjórn efnahagsmála)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2007-11-07 15:48:45 - [HTML]

Þingmál B104 (uppkaup á jörðum og verndun landbúnaðarlands)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2007-11-13 14:01:50 - [HTML]

Þingmál B120 ()[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-20 13:31:41 - [HTML]

Þingmál B123 (hækkun vaxta á íbúðalánum)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-11-20 13:57:09 - [HTML]

Þingmál B141 (samningur um framleiðslu dagskrárefnis fyrir RÚV)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2007-11-28 15:47:09 - [HTML]

Þingmál B150 (verksmiðjubú í mjólkurframleiðslu)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Jón Björn Hákonarson - Ræða hófst: 2007-12-03 15:24:33 - [HTML]

Þingmál B156 ()[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2007-12-04 13:41:27 - [HTML]

Þingmál B171 ()[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2007-12-06 11:03:29 - [HTML]
38. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2007-12-06 11:51:46 - [HTML]

Þingmál B194 (staða þjóðkirkju, kristni og kristinfræðslu)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2007-12-12 15:49:39 - [HTML]
42. þingfundur - Björn Bjarnason (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2007-12-12 16:01:34 - [HTML]

Þingmál B269 (framboð Íslands til öryggisráðsins)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-01-21 15:53:40 - [HTML]

Þingmál B274 (álit mannréttindanefndar SÞ um íslenska fiskveiðistjórnarkerfið)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-22 14:08:19 - [HTML]
51. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-01-22 14:29:37 - [HTML]

Þingmál B312 (transfitusýrur í matvælum)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2008-01-31 11:02:17 - [HTML]

Þingmál B323 (staða krónunnar)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2008-02-04 15:16:22 - [HTML]
58. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2008-02-04 15:17:44 - [HTML]

Þingmál B333 ()[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-02-05 13:55:36 - [HTML]

Þingmál B337 ()[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-02-06 13:31:19 - [HTML]
60. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-02-06 13:44:49 - [HTML]

Þingmál B351 (umræða um þorsk í útrýmingarhættu)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Gunnar Svavarsson - Ræða hófst: 2008-02-07 10:33:06 - [HTML]

Þingmál B357 (stefna ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2008-02-11 15:04:42 - [HTML]

Þingmál B359 (stefna ríkisstjórnarinnar í gjaldmiðilsmálum)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-02-11 15:14:49 - [HTML]

Þingmál B373 ()[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-02-19 13:56:34 - [HTML]

Þingmál B376 (framtíðarstuðningur stjórnvalda við hefðbundinn landbúnað)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-02-19 15:02:39 - [HTML]

Þingmál B415 ()[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2008-02-27 13:58:36 - [HTML]

Þingmál B442 (vandi landbúnaðarins og staða lífeyrissjóða)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2008-03-03 15:16:12 - [HTML]

Þingmál B456 (staða efnahags-, atvinnu- og kjaramála)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2008-03-04 14:47:10 - [HTML]

Þingmál B462 (einkavæðing Iðnskólans í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-03-05 16:00:26 - [HTML]

Þingmál B495 (ástandið í efnahagsmálum)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2008-03-31 16:45:02 - [HTML]

Þingmál B514 ()[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-04-02 13:55:39 - [HTML]

Þingmál B540 (aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á verðbólgu)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-04-07 15:26:32 - [HTML]

Þingmál B551 ()[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-04-08 13:36:48 - [HTML]

Þingmál B560 ()[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 2008-04-09 13:33:26 - [HTML]
87. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2008-04-09 13:43:02 - [HTML]

Þingmál B561 (samningsmarkmið ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-04-09 15:43:48 - [HTML]
87. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-04-09 15:56:26 - [HTML]

Þingmál B574 (Íslendingur í einangrunarvist í Færeyjum)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Samúel Örn Erlingsson - Ræða hófst: 2008-04-10 10:42:34 - [HTML]

Þingmál B584 (skýrsla OECD um heilbrigðismál)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2008-04-10 12:16:31 - [HTML]

Þingmál B607 (frumvarp um matvæli)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2008-04-17 10:44:52 - [HTML]

Þingmál B624 (Evrópumál)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2008-04-21 15:25:19 - [HTML]
94. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2008-04-21 15:27:08 - [HTML]

Þingmál B638 (hvíldartímaákvæði bílstjóra og verð á dísilolíu)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - Ræða hófst: 2008-04-28 15:28:20 - [HTML]

Þingmál B663 (franskar herþotur)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2008-05-06 13:39:25 - [HTML]

Þingmál B729 ()[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Ásta Möller - Ræða hófst: 2008-05-22 10:40:32 - [HTML]
106. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-05-22 10:58:50 - [HTML]
106. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - Ræða hófst: 2008-05-22 11:06:06 - [HTML]

Þingmál B733 (merking grænmetis)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2008-05-21 13:52:10 - [HTML]

Þingmál B758 (staðan á fasteignamarkaðnum og Íbúðalánasjóður)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-05-23 12:14:44 - [HTML]

Þingmál B781 ()[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-05-27 20:13:40 - [HTML]
110. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-05-27 20:46:27 - [HTML]
110. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-05-27 21:30:19 - [HTML]

Þingmál B812 (viðbrögð ríkisstjórnarinnar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-29 16:11:37 - [HTML]
113. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-05-29 16:16:49 - [HTML]

Þingmál B825 ()[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-09-02 16:21:53 - [HTML]
116. þingfundur - Guðfinna S. Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2008-09-02 18:38:25 - [HTML]
116. þingfundur - Alma Lísa Jóhannsdóttir - Ræða hófst: 2008-09-02 19:06:16 - [HTML]
116. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2008-09-02 21:27:17 - [HTML]

Þingmál B832 ()[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 2008-09-04 11:02:41 - [HTML]

Þingmál B837 (stefna ríkisstjórnarinnar í virkjana- og stóriðjumálum)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-09-03 14:34:32 - [HTML]

Þingmál B870 (staða landbúnaðarins og matvælaframleiðslu)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 2008-09-10 15:51:56 - [HTML]

Þingmál B880 (umhverfismerki fyrir ábyrgar fiskveiðar)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2008-09-12 11:04:51 - [HTML]

Löggjafarþing 136

Þingmál A1 (fjárlög 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-01 14:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 360 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-12-18 12:37:00 [HTML]
Þingskjal nr. 440 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2008-12-20 17:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 441 (breytingartillaga) útbýtt þann 2008-12-20 17:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 481 (lög í heild) útbýtt þann 2008-12-22 19:42:00 [HTML]
Þingræður:
58. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-12-15 16:00:13 - [HTML]
58. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-12-15 23:38:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 301 - Komudagur: 2008-12-01 - Sendandi: Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður - Skýring: (grein um menningararf eftir Önnu Þ. Þorgrímsd.)[PDF]
Dagbókarnúmer 391 - Komudagur: 2008-12-05 - Sendandi: Menntamálanefnd[PDF]

Þingmál A4 (Efnahagsstofnun)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-10-09 12:08:08 - [HTML]

Þingmál A5 (samvinnu- og efnahagsráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-03 14:18:00 [HTML]
Þingræður:
12. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-10-14 14:58:23 - [HTML]

Þingmál A6 (breytt stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jón Magnússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-14 15:17:13 - [HTML]
12. þingfundur - Kristrún Heimisdóttir - Ræða hófst: 2008-10-14 16:48:23 - [HTML]
12. þingfundur - Kristrún Heimisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2008-10-14 16:55:29 - [HTML]
14. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2008-10-16 12:06:12 - [HTML]

Þingmál A12 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-09 15:27:00 [HTML]

Þingmál A13 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-09 15:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 672 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-03-09 14:34:00 [HTML]
Þingræður:
14. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-16 13:57:15 - [HTML]
101. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-12 14:55:23 - [HTML]

Þingmál A14 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2008-10-13 15:25:48 - [HTML]
11. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2008-10-13 15:28:50 - [HTML]

Þingmál A16 (lánamál og lánakjör einstaklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 184 - Komudagur: 2008-11-24 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A20 (rannsóknarstofnun um utanríkis- og öryggismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML]
Þingræður:
18. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-31 11:34:28 - [HTML]

Þingmál A22 (hönnun og stækkun Þorlákshafnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 177 - Komudagur: 2008-11-21 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda[PDF]
Dagbókarnúmer 240 - Komudagur: 2008-11-26 - Sendandi: Sveitarfélagið Ölfus[PDF]

Þingmál A23 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-13 14:22:00 [HTML]
Þingræður:
12. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 2008-10-14 14:27:54 - [HTML]

Þingmál A24 (stofnun barnamenningarhúss)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML]

Þingmál A25 (þjóðlendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 25 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Bjarni Harðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-13 15:47:13 - [HTML]

Þingmál A27 (endurbætur björgunarskipa)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Jón Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-13 16:43:06 - [HTML]

Þingmál A28 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-15 14:44:00 [HTML]
Þingræður:
33. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-21 11:37:12 - [HTML]

Þingmál A33 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-14 14:05:00 [HTML]
Þingræður:
14. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-10-16 11:21:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 9 - Komudagur: 2008-11-03 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 890 - Komudagur: 2009-02-19 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1525 - Komudagur: 2009-04-06 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A38 (kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 10 - Komudagur: 2008-10-31 - Sendandi: Félag íslenskra útfararstjóra[PDF]

Þingmál A39 (strandsiglingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-15 13:03:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 628 - Komudagur: 2009-01-07 - Sendandi: Dregg-Shipping ehf[PDF]

Þingmál A44 (almenningssamgöngur)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-10-31 14:37:33 - [HTML]

Þingmál A47 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-16 13:28:00 [HTML]

Þingmál A49 (andstaða við eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML]

Þingmál A53 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1091 - Komudagur: 2009-03-09 - Sendandi: Viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A54 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML]

Þingmál A66 (áhrif markaðsvæðingar á samfélagsþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-13 14:22:00 [HTML]

Þingmál A71 (þróun efnahagsmála í nokkrum ríkjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2008-10-03 14:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 221 (svar) útbýtt þann 2008-11-26 12:51:00 [HTML]

Þingmál A80 (heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-10-06 22:44:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 467 - Komudagur: 2008-12-15 - Sendandi: Rekstrarfélag Kaupþingsbanka hf. - Skýring: (svar við bréfi viðskn. db.148)[PDF]

Þingmál A86 (hagkvæmni lestarsamgangna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-09 15:27:00 [HTML]

Þingmál A90 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 96 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-15 15:21:00 [HTML]

Þingmál A98 (innköllun íslenskra aflaheimilda)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 2009-03-02 17:34:24 - [HTML]

Þingmál A106 (geðheilbrigðismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 472 (svar) útbýtt þann 2008-12-22 18:08:00 [HTML]

Þingmál A109 (kæra bankanna á hendur Íbúðalánasjóði)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-11-12 14:15:28 - [HTML]

Þingmál A110 (framleiðsla köfnunarefnisáburðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 118 (þáltill.) útbýtt þann 2008-10-29 13:01:00 [HTML]
Þingræður:
84. þingfundur - Jón Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-19 18:34:53 - [HTML]

Þingmál A119 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2008-11-11 14:40:11 - [HTML]
23. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-11-11 15:38:54 - [HTML]
26. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2008-11-13 19:10:00 - [HTML]

Þingmál A127 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 138 (frumvarp) útbýtt þann 2008-11-10 14:34:00 [HTML]
Þingræður:
105. þingfundur - Atli Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-17 17:03:24 - [HTML]

Þingmál A141 (embætti sérstaks saksóknara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 303 - Komudagur: 2008-12-04 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A152 (kolvetnisstarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 176 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-11-13 15:43:00 [HTML]
Þingræður:
33. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2008-11-21 16:03:44 - [HTML]

Þingmál A157 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (frumvarp) útbýtt þann 2008-11-17 14:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 839 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-03-30 14:58:00 [HTML]

Þingmál A161 (fjárhagsleg fyrirgreiðsla hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 265 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2008-12-05 10:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 267 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-12-05 10:38:00 [HTML]
Þingræður:
32. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2008-11-20 11:52:09 - [HTML]
32. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-11-20 14:25:21 - [HTML]
32. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2008-11-20 16:14:59 - [HTML]
32. þingfundur - Helga Sigrún Harðardóttir - Ræða hófst: 2008-11-20 16:24:44 - [HTML]
44. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-12-05 13:41:01 - [HTML]
44. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-12-05 14:01:16 - [HTML]
44. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2008-12-05 14:53:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 307 - Komudagur: 2008-12-04 - Sendandi: Efnahags- og skattanefnd, 2. minni hl.[PDF]

Þingmál A170 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-11-20 16:18:00 [HTML]
Þingræður:
133. þingfundur - Ármann Kr. Ólafsson - Ræða hófst: 2009-04-16 18:39:22 - [HTML]

Þingmál A173 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2008-11-24 16:12:38 - [HTML]
34. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2008-11-24 17:48:42 - [HTML]

Þingmál A177 (samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 219 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-11-25 15:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 259 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-12-05 10:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 260 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2008-12-05 10:38:00 [HTML]
Þingræður:
37. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-27 15:45:43 - [HTML]
37. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-11-27 16:17:59 - [HTML]
37. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2008-11-27 16:35:28 - [HTML]
37. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-11-27 17:02:26 - [HTML]
37. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2008-11-27 17:48:19 - [HTML]
37. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2008-11-27 18:00:07 - [HTML]
37. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2008-11-27 18:03:22 - [HTML]
37. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-11-27 18:14:15 - [HTML]
38. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2008-11-28 01:05:17 - [HTML]
38. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2008-11-28 01:13:29 - [HTML]
38. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-11-28 01:29:37 - [HTML]
44. þingfundur - Magnús Stefánsson - Ræða hófst: 2008-12-05 16:11:22 - [HTML]
44. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-12-05 17:26:45 - [HTML]
44. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-12-05 18:01:31 - [HTML]
44. þingfundur - Guðfinna S. Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2008-12-05 18:28:36 - [HTML]
44. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2008-12-05 19:12:30 - [HTML]
44. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-12-05 19:22:00 - [HTML]

Þingmál A178 (breytt skipan gjaldmiðilsmála)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-16 16:03:50 - [HTML]
81. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-02-16 16:24:37 - [HTML]
81. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 2009-02-16 17:16:18 - [HTML]
81. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-16 17:35:42 - [HTML]
81. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-02-16 17:44:36 - [HTML]
81. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-02-16 17:54:49 - [HTML]

Þingmál A179 (frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins o.fl.)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-12-08 16:32:38 - [HTML]

Þingmál A180 (rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2008-11-27 12:38:02 - [HTML]
37. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-11-27 13:30:23 - [HTML]
56. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-12-12 16:18:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 334 - Komudagur: 2008-12-05 - Sendandi: Björg Thorarensen prófessor[PDF]
Dagbókarnúmer 366 - Komudagur: 2008-12-05 - Sendandi: Jóhannes Karl Sveinsson[PDF]
Dagbókarnúmer 371 - Komudagur: 2008-12-09 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1502 - Komudagur: 2009-03-30 - Sendandi: Ásmundur Helgason lögfræðingur[PDF]

Þingmál A189 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-11-27 19:49:00 [HTML]
Þingræður:
39. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2008-11-28 03:37:26 - [HTML]

Þingmál A192 (náttúruverndaráætlun 2009--2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 239 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-12-03 16:29:00 [HTML]
Þingræður:
45. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-08 17:28:45 - [HTML]
45. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2008-12-08 18:10:13 - [HTML]
45. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-08 18:43:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 725 - Komudagur: 2009-01-13 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 752 - Komudagur: 2009-01-16 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri[PDF]

Þingmál A193 (tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 360 - Komudagur: 2008-12-09 - Sendandi: Tollvarðafélag Íslands[PDF]

Þingmál A195 (innlend fóðurframleiðsla)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 2009-02-24 15:58:12 - [HTML]

Þingmál A196 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-03 16:29:00 [HTML]
Þingræður:
42. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-04 11:44:42 - [HTML]

Þingmál A197 (viðbótarsamningar við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Albaníu og Króatíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 244 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-12-03 16:29:00 [HTML]
Þingskjal nr. 525 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-02-11 14:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 526 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-02-11 14:43:00 [HTML]
Þingræður:
78. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-10 14:08:42 - [HTML]
78. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2009-02-10 14:19:57 - [HTML]
78. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-02-10 14:29:33 - [HTML]
80. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-12 11:05:40 - [HTML]
80. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-12 11:08:15 - [HTML]
80. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-02-12 11:11:16 - [HTML]
80. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-02-12 11:46:05 - [HTML]

Þingmál A198 (íslensk málstefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-12-05 16:23:00 [HTML]

Þingmál A208 (skattlagning kolvetnisvinnslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-09 13:06:00 [HTML]
Þingskjal nr. 458 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2008-12-22 13:25:00 [HTML]

Þingmál A209 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-12-18 15:09:52 - [HTML]

Þingmál A216 (framhaldsfræðsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 808 - Komudagur: 2009-02-11 - Sendandi: Félag náms- og starfsráðgjafa - Skýring: (lagt fram á fundi m.)[PDF]

Þingmál A217 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2008-12-18 14:39:35 - [HTML]
61. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-12-18 14:52:25 - [HTML]

Þingmál A218 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-11 11:53:30 - [HTML]
51. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-12-11 13:49:53 - [HTML]
51. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2008-12-11 14:40:13 - [HTML]
51. þingfundur - Herdís Þórðardóttir - Ræða hófst: 2008-12-11 14:52:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 553 - Komudagur: 2008-12-16 - Sendandi: Samband íslenskra auglýsingastofa[PDF]
Dagbókarnúmer 608 - Komudagur: 2008-12-19 - Sendandi: Ríkisútvarpið - Skýring: (uppbygging á stafrænu dreifikerfi)[PDF]

Þingmál A221 (árlegur vestnorrænn dagur)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Karl V. Matthíasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-26 02:01:59 - [HTML]
116. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - Ræða hófst: 2009-03-26 02:16:50 - [HTML]

Þingmál A225 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-10 14:01:00 [HTML]

Þingmál A228 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-11 10:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 435 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-12-23 10:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 453 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-12-20 17:33:00 [HTML]
Þingræður:
55. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-12 11:08:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 496 - Komudagur: 2008-12-15 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 528 - Komudagur: 2008-12-16 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A231 (tollalög, virðisaukaskattur og gjald af áfengi og tóbaki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 317 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-11 15:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 446 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-12-23 10:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 454 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-12-20 17:33:00 [HTML]
Þingræður:
55. þingfundur - Árni M. Mathiesen (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-12-12 11:13:03 - [HTML]

Þingmál A236 (afstaða ríkisstjórnarinnar til gagnflaugakerfis Bandaríkjanna í Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 327 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2008-12-11 19:03:00 [HTML]

Þingmál A239 (fjáraukalög 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-15 10:44:00 [HTML]
Þingræður:
59. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2008-12-16 20:14:30 - [HTML]

Þingmál A243 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2008-12-19 16:42:45 - [HTML]
63. þingfundur - Helga Sigrún Harðardóttir - Ræða hófst: 2008-12-19 20:13:27 - [HTML]

Þingmál A245 (ársreikningar, endurskoðendur og skoðunarmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1200 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Félag bókhaldsstofa - Skýring: (um 244. og 245. mál)[PDF]

Þingmál A246 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-16 17:43:00 [HTML]

Þingmál A248 (fjárhagsleg fyrirgreiðsla úr ríkissjóði til málshöfðunar fyrir erlendum dómstólum)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2008-12-18 21:08:03 - [HTML]
65. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-12-20 17:23:05 - [HTML]

Þingmál A258 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-12-19 13:55:00 [HTML]
Þingræður:
71. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-01-22 13:50:04 - [HTML]
71. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2009-01-22 14:19:03 - [HTML]
71. þingfundur - Grétar Mar Jónsson - Ræða hófst: 2009-01-22 14:43:12 - [HTML]
71. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2009-01-22 15:49:08 - [HTML]
71. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-01-22 15:56:03 - [HTML]
71. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2009-01-22 16:11:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 782 - Komudagur: 2009-01-05 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (álitsgerð Ólafs Oddgeirssonar)[PDF]
Dagbókarnúmer 783 - Komudagur: 2009-01-05 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (lögfr.álit Peter Dyrberg)[PDF]
Dagbókarnúmer 1013 - Komudagur: 2009-03-04 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1042 - Komudagur: 2009-03-05 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Norðurl.svæðis eystra[PDF]
Dagbókarnúmer 1043 - Komudagur: 2009-03-05 - Sendandi: Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa[PDF]
Dagbókarnúmer 1045 - Komudagur: 2009-03-05 - Sendandi: Matvælastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1046 - Komudagur: 2009-03-05 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Norðurl.svæðis vestra[PDF]
Dagbókarnúmer 1056 - Komudagur: 2009-03-05 - Sendandi: Margrét Guðnadóttir prófessor[PDF]
Dagbókarnúmer 1100 - Komudagur: 2009-03-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA, LÍÚ, SF)[PDF]
Dagbókarnúmer 1218 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Félag kjúkl.bænda, Svínaræktarfélag Íslands og Landssb. sláturleyf[PDF]
Dagbókarnúmer 1219 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1244 - Komudagur: 2009-03-13 - Sendandi: Byggðastofnun[PDF]

Þingmál A268 (framkvæmd samgönguáætlunar 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 484 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-01-22 10:14:00 [HTML]

Þingmál A276 (aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri í smáum og meðalstórum fyrirtækjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 495 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-01-26 15:00:00 [HTML]

Þingmál A279 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-02-10 16:09:57 - [HTML]

Þingmál A280 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-02-06 14:34:55 - [HTML]
76. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-02-06 17:57:05 - [HTML]
85. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-02-20 13:32:33 - [HTML]
85. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-02-20 14:21:59 - [HTML]
85. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-02-20 15:06:47 - [HTML]
85. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-20 16:00:55 - [HTML]
85. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-02-20 16:34:36 - [HTML]
89. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-26 11:13:04 - [HTML]
89. þingfundur - Birgir Ármannsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-26 11:35:56 - [HTML]
89. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2009-02-26 12:13:23 - [HTML]
89. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-26 12:34:55 - [HTML]
89. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-02-26 13:54:29 - [HTML]
89. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2009-02-26 14:10:06 - [HTML]
89. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-26 15:01:51 - [HTML]
89. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-26 15:05:58 - [HTML]
89. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-02-26 16:16:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 872 - Komudagur: 2009-02-17 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (íslensk þýðing á ath.semdum Alþj.gjaldeyrissjóðsi[PDF]
Dagbókarnúmer 874 - Komudagur: 2009-02-17 - Sendandi: Jón Sigurðsson fyrrv. bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans[PDF]
Dagbókarnúmer 906 - Komudagur: 2009-02-22 - Sendandi: Jóhannes Nordal[PDF]
Dagbókarnúmer 941 - Komudagur: 2009-02-25 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (úttekt á skýrslu Larosiere nefndarinnar)[PDF]

Þingmál A281 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 880 - Komudagur: 2009-02-18 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A286 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 512 (frumvarp) útbýtt þann 2009-02-06 13:23:00 [HTML]
Þingræður:
82. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-02-17 17:44:50 - [HTML]
82. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2009-02-17 18:39:21 - [HTML]

Þingmál A292 (skoðun á Icesave-ábyrgðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 584 (svar) útbýtt þann 2009-02-26 10:57:00 [HTML]

Þingmál A314 (ljósleiðarastrengirnir Farice og Danice)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Kristján L. Möller (samgönguráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-02-25 14:54:59 - [HTML]

Þingmál A321 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2009-03-09 21:29:07 - [HTML]
97. þingfundur - Pétur H. Blöndal (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-03-09 23:37:47 - [HTML]
97. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2009-03-10 00:08:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1080 - Komudagur: 2009-03-06 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða[PDF]

Þingmál A335 (visthönnun vöru sem notar orku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 575 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-02-24 14:17:00 [HTML]

Þingmál A359 (breyting á ýmsum lögum er varða fjármálamarkaðinn)[HTML]

Þingræður:
131. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-04-14 21:46:25 - [HTML]
131. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-04-14 22:29:37 - [HTML]

Þingmál A360 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2008, um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 611 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2009-03-02 12:27:00 [HTML]

Þingmál A361 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2007, um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2009-03-02 12:27:00 [HTML]

Þingmál A362 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Kjartan Ólafsson - Ræða hófst: 2009-03-24 17:34:12 - [HTML]

Þingmál A366 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 618 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-03 16:16:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1186 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Deloitte hf[PDF]
Dagbókarnúmer 1230 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 1232 - Komudagur: 2009-03-11 - Sendandi: KPMG hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1379 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1529 - Komudagur: 2009-04-06 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - Skýring: (lagt fram á fundi es.)[PDF]

Þingmál A368 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-04 12:42:11 - [HTML]
92. þingfundur - Geir H. Haarde - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-04 13:04:07 - [HTML]
92. þingfundur - Geir H. Haarde - andsvar - Ræða hófst: 2009-03-04 13:08:00 - [HTML]
94. þingfundur - Geir H. Haarde - Ræða hófst: 2009-03-04 18:04:25 - [HTML]
95. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-03-05 17:27:46 - [HTML]

Þingmál A370 (hagsmunir Íslands í loftslagsmálum)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2009-03-05 14:05:06 - [HTML]
95. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-03-05 14:10:04 - [HTML]
95. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2009-03-05 14:24:34 - [HTML]

Þingmál A373 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 142/2007, um breytingu á VII. viðauka og bókun 37 við EES)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2009-03-03 16:16:00 [HTML]

Þingmál A375 (hlutafélög með gagnsætt eignarhald og bann við lánveitingum og krosseignarhaldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1564 - Komudagur: 2009-04-30 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A380 (efling kræklingaræktar)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-18 15:00:03 - [HTML]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 648 (frumvarp) útbýtt þann 2009-03-04 19:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 805 (breytingartillaga) útbýtt þann 2009-03-25 20:06:00 [HTML]
Þingræður:
98. þingfundur - Geir H. Haarde - Ræða hófst: 2009-03-10 14:19:31 - [HTML]
98. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2009-03-10 21:12:59 - [HTML]
124. þingfundur - Pétur H. Blöndal - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-04-02 12:18:43 - [HTML]
124. þingfundur - Pétur H. Blöndal - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-04-02 12:34:33 - [HTML]
124. þingfundur - Guðfinna S. Bjarnadóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-04-02 12:37:57 - [HTML]
124. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 2009-04-02 22:32:31 - [HTML]
125. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-03 12:00:47 - [HTML]
125. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-04-03 15:05:06 - [HTML]
125. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-03 16:26:08 - [HTML]
126. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (Meiri hl. nefndar) - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-04-04 13:09:21 - [HTML]
126. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-04 13:46:39 - [HTML]
126. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-04 15:30:20 - [HTML]
126. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2009-04-04 16:29:50 - [HTML]
127. þingfundur - Guðfinna S. Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2009-04-06 15:15:09 - [HTML]
127. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-04-06 16:01:13 - [HTML]
127. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-06 16:25:44 - [HTML]
127. þingfundur - Jón Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-06 19:20:18 - [HTML]
127. þingfundur - Árni M. Mathiesen - Ræða hófst: 2009-04-06 22:21:21 - [HTML]
127. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-04-07 00:07:29 - [HTML]
127. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-07 00:20:14 - [HTML]
127. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-07 00:29:14 - [HTML]
128. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-07 11:38:30 - [HTML]
128. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-07 12:38:42 - [HTML]
128. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-07 14:37:51 - [HTML]
130. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-04-08 12:42:42 - [HTML]
130. þingfundur - Guðfinna S. Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2009-04-08 17:06:26 - [HTML]
130. þingfundur - Herdís Þórðardóttir - Ræða hófst: 2009-04-08 17:59:24 - [HTML]
131. þingfundur - Pétur H. Blöndal - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-04-15 00:26:21 - [HTML]
131. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-04-15 01:32:22 - [HTML]
131. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-15 01:42:34 - [HTML]
131. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-04-15 01:56:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1364 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Davíð Þór Björgvinsson prófessor[PDF]
Dagbókarnúmer 1378 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Sigurður Líndal prófessor[PDF]
Dagbókarnúmer 1389 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda[PDF]
Dagbókarnúmer 1395 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna[PDF]

Þingmál A393 (embætti sérstaks saksóknara)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-03-11 18:21:59 - [HTML]

Þingmál A394 (heimild til samninga um álver í Helguvík)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 664 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-05 16:25:00 [HTML]
Þingræður:
100. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2009-03-11 20:44:22 - [HTML]
134. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-17 19:00:07 - [HTML]
134. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2009-04-17 19:19:11 - [HTML]

Þingmál A395 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 670 (frumvarp) útbýtt þann 2009-03-06 15:15:00 [HTML]

Þingmál A397 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 675 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-09 14:34:00 [HTML]
Þingræður:
123. þingfundur - Björk Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-02 01:16:04 - [HTML]

Þingmál A406 (listamannalaun)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 2009-03-25 20:42:18 - [HTML]

Þingmál A407 (endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-12 12:37:46 - [HTML]
117. þingfundur - Björk Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2009-03-30 20:09:01 - [HTML]
123. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2009-04-01 21:44:25 - [HTML]
123. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-01 23:31:15 - [HTML]

Þingmál A408 (lokafjárlög 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 692 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-03-11 17:50:00 [HTML]

Þingmál A409 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
131. þingfundur - Árni M. Mathiesen - Ræða hófst: 2009-04-14 14:47:13 - [HTML]
132. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-15 11:54:43 - [HTML]
132. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-04-15 12:16:41 - [HTML]

Þingmál A413 (Bjargráðasjóður)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-03-13 12:03:50 - [HTML]
116. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-03-25 21:10:55 - [HTML]

Þingmál A414 (breytingar á ýmsum lögum um óréttmæta viðskiptahætti)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-03-13 12:12:08 - [HTML]

Þingmál A417 (VES-þingið 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 709 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-13 13:51:00 [HTML]

Þingmál A419 (aðgerðir til að bregðast við fjárhagsvanda íslenskra heimila og atvinnulífs)[HTML]

Þingræður:
105. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-03-17 18:40:01 - [HTML]

Þingmál A422 (náms- og starfsráðgjafar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2009-03-13 13:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 847 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2009-03-30 17:11:00 [HTML]
Þingræður:
104. þingfundur - Einar Már Sigurðarson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-03-16 17:02:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1361 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Félagsvísindasvið Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A423 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-13 13:51:00 [HTML]

Þingmál A427 (NATO-þingið 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 721 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-16 14:44:00 [HTML]

Þingmál A436 (Fríverslunarsamtök Evrópu 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-17 13:17:00 [HTML]

Þingmál A437 (ÖSE-þingið 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 742 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-17 16:20:00 [HTML]

Þingmál A440 (aðgerðaáætlun gegn mansali)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 754 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-20 14:04:00 [HTML]

Þingmál A449 (jarðgöng undir Fjarðarheiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 799 (þáltill.) útbýtt þann 2009-03-25 12:49:00 [HTML]

Þingmál A452 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-25 20:06:00 [HTML]

Þingmál A453 (Evrópuráðsþingið 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 828 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-03-30 12:33:00 [HTML]

Þingmál A462 (tollalög og gjaldeyrismál)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-03-31 22:39:00 - [HTML]
120. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-03-31 23:30:50 - [HTML]

Þingmál A475 (framkvæmd skólahalds í grunnskólum skólaárin 2004--2005, 2005--2006 og 2006--2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 952 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-04-17 09:55:00 [HTML]

Þingmál B11 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-10-02 20:40:34 - [HTML]
2. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (iðnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2008-10-02 21:18:11 - [HTML]
2. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2008-10-02 21:24:49 - [HTML]
2. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-10-02 21:40:17 - [HTML]

Þingmál B67 ()[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2008-10-14 13:34:25 - [HTML]

Þingmál B74 ()[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-10-15 14:20:28 - [HTML]
13. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2008-10-15 15:01:52 - [HTML]
13. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2008-10-15 15:22:43 - [HTML]
13. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-10-15 15:32:35 - [HTML]

Þingmál B107 ()[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Guðni Ágústsson - Ræða hófst: 2008-10-30 11:27:34 - [HTML]
17. þingfundur - Bjarni Harðarson - Ræða hófst: 2008-10-30 13:33:36 - [HTML]
17. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2008-10-30 17:53:30 - [HTML]
17. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2008-10-30 18:14:23 - [HTML]
17. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2008-10-30 18:56:54 - [HTML]
17. þingfundur - Ármann Kr. Ólafsson - Ræða hófst: 2008-10-30 19:15:48 - [HTML]
17. þingfundur - Karl V. Matthíasson - Ræða hófst: 2008-10-30 19:31:27 - [HTML]

Þingmál B198 ()[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2008-11-13 17:48:54 - [HTML]

Þingmál B216 ()[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2008-11-17 15:10:48 - [HTML]

Þingmál B264 (efling gjaldeyrissjóðsins)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Geir H. Haarde (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2008-11-26 14:05:35 - [HTML]
36. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2008-11-26 14:21:44 - [HTML]

Þingmál B325 (rannsóknargögn um fall bankanna)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-12-09 13:52:19 - [HTML]

Þingmál B333 (málefni Ríkisútvarpsins)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-12-09 14:08:50 - [HTML]

Þingmál B367 ()[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2008-12-12 10:40:37 - [HTML]

Þingmál B403 ()[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2008-12-17 13:33:05 - [HTML]
60. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2008-12-17 13:37:39 - [HTML]
60. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2008-12-17 13:46:26 - [HTML]

Þingmál B508 ()[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-02-04 21:28:12 - [HTML]

Þingmál B577 (arðsemi álvera)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-02-12 10:35:27 - [HTML]

Þingmál B580 (aðild að ESB)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2009-02-12 10:54:50 - [HTML]

Þingmál B603 (ástæða Breta fyrir að beita hryðjuverkalögum á Ísland)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Helga Sigrún Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-02-17 14:37:39 - [HTML]

Þingmál B608 ()[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2009-02-18 13:39:34 - [HTML]

Þingmál B649 (staða og starfsumhverfi íslenskrar verslunar)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Ásta Möller - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-24 14:11:08 - [HTML]

Þingmál B685 ()[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-03-03 13:57:59 - [HTML]

Þingmál B748 ()[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-03-11 12:11:01 - [HTML]
99. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2009-03-11 12:19:01 - [HTML]

Þingmál B861 (losunarheimildir á koltvísýringi í flugi)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - Ræða hófst: 2009-03-25 13:47:52 - [HTML]

Þingmál B898 ()[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-03-30 16:12:24 - [HTML]

Þingmál B967 (áhrif gjaldeyrishafta á samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-04-03 13:51:24 - [HTML]

Þingmál B995 ()[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2009-04-07 21:04:44 - [HTML]

Þingmál B1002 (skýrsla fjármálanefndar breska þingsins um áhrif aðgerða bresku stjórnarinnar á fall íslensku bankanna)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2009-04-07 15:34:48 - [HTML]

Löggjafarþing 137

Þingmál A1 (endurskipulagning rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-05-19 15:37:48 - [HTML]
3. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2009-05-19 16:41:24 - [HTML]

Þingmál A2 (erfðabreyttar lífverur)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-26 14:54:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 100 - Komudagur: 2009-06-08 - Sendandi: ORF Líftækni ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 118 - Komudagur: 2009-06-08 - Sendandi: Ritari umhverfisnefndar - Skýring: (afrit af bréfum o.fl.)[PDF]
Dagbókarnúmer 148 - Komudagur: 2009-06-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA og SI)[PDF]
Dagbókarnúmer 179 - Komudagur: 2009-06-12 - Sendandi: Ritari umhverfisnefndar - Skýring: (afrit af bréfum)[PDF]
Dagbókarnúmer 337 - Komudagur: 2009-06-23 - Sendandi: Háskóli Íslands - Skýring: (frá Verkfr.- og náttúruvís.sviði og Líf- og umhv.[PDF]
Dagbókarnúmer 361 - Komudagur: 2009-06-23 - Sendandi: Ritari umhverfisnefndar[PDF]

Þingmál A4 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 146 - Komudagur: 2009-06-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA og SI)[PDF]

Þingmál A5 (hlutafélög með gegnsætt eignarhald og bann við lánveitingum og krosseignarhaldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2009-05-18 19:06:00 [HTML]
Þingræður:
5. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-05-25 17:57:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 167 - Komudagur: 2009-06-12 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A15 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2009-07-23 17:16:07 - [HTML]

Þingmál A20 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (frumvarp) útbýtt þann 2009-05-20 11:41:00 [HTML]
Þingræður:
18. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2009-06-11 16:49:00 - [HTML]

Þingmál A34 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 161 - Komudagur: 2009-06-11 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A37 (aðild starfsmanna við samruna félaga með takmarkaðri ábyrgð yfir landamæri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-05-25 14:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 200 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-06-30 15:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 294 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-07-23 20:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 308 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2009-07-24 20:55:00 [HTML]
Þingræður:
46. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-23 14:31:15 - [HTML]

Þingmál A38 (aðildarumsókn að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2009-05-25 14:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 249 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-07-09 17:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 255 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-07-10 10:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 266 (breytingartillaga) útbýtt þann 2009-07-10 23:20:00 [HTML]
Þingræður:
8. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-05-28 10:01:50 - [HTML]
8. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-05-28 10:43:56 - [HTML]
8. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-28 11:06:44 - [HTML]
8. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-28 12:12:05 - [HTML]
8. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-05-28 12:29:28 - [HTML]
8. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-28 12:45:50 - [HTML]
8. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2009-05-28 15:26:40 - [HTML]
8. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-28 15:43:52 - [HTML]
8. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-28 15:47:18 - [HTML]
8. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-05-28 15:50:52 - [HTML]
8. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2009-05-28 16:22:58 - [HTML]
8. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2009-05-28 16:38:45 - [HTML]
8. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (menntamálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-05-28 18:13:39 - [HTML]
9. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-28 20:42:22 - [HTML]
12. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-05-29 11:06:10 - [HTML]
12. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2009-05-29 12:42:39 - [HTML]
38. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-10 12:49:18 - [HTML]
38. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-10 13:36:59 - [HTML]
38. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-10 14:52:26 - [HTML]
38. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-07-10 14:55:10 - [HTML]
38. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-10 15:54:00 - [HTML]
38. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-07-10 17:28:54 - [HTML]
38. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-10 17:55:32 - [HTML]
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-10 20:11:52 - [HTML]
38. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-10 20:13:02 - [HTML]
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-10 20:14:06 - [HTML]
38. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-10 20:33:17 - [HTML]
38. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-07-10 20:35:03 - [HTML]
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-07-10 21:20:09 - [HTML]
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-10 22:06:03 - [HTML]
38. þingfundur - Pétur H. Blöndal - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-07-10 22:14:57 - [HTML]
38. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2009-07-10 22:18:47 - [HTML]
39. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-07-11 11:17:51 - [HTML]
39. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2009-07-11 13:34:01 - [HTML]
39. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-11 13:49:19 - [HTML]
39. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-11 13:52:20 - [HTML]
39. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-11 13:55:33 - [HTML]
39. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-07-11 13:58:22 - [HTML]
42. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-07-13 15:51:25 - [HTML]
42. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-13 17:26:51 - [HTML]
42. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-13 17:31:21 - [HTML]
42. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2009-07-13 18:19:59 - [HTML]
42. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2009-07-13 19:32:56 - [HTML]
42. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2009-07-13 19:49:48 - [HTML]
42. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-13 20:04:03 - [HTML]
42. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-07-13 20:06:28 - [HTML]
42. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2009-07-13 21:10:28 - [HTML]
43. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2009-07-14 14:06:01 - [HTML]
43. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-14 14:55:58 - [HTML]
43. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-14 15:08:00 - [HTML]
43. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-07-14 15:10:37 - [HTML]
43. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-14 15:35:12 - [HTML]
43. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-14 15:51:42 - [HTML]
43. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-07-14 15:54:19 - [HTML]
43. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-14 16:39:14 - [HTML]
43. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-14 17:49:22 - [HTML]
43. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2009-07-14 18:03:26 - [HTML]
43. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2009-07-14 19:00:28 - [HTML]
43. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2009-07-14 20:02:39 - [HTML]
43. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-14 20:36:05 - [HTML]
43. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-07-14 20:46:22 - [HTML]
43. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2009-07-14 21:24:42 - [HTML]
43. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-14 22:07:01 - [HTML]
43. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-07-14 22:09:20 - [HTML]
43. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2009-07-14 23:15:47 - [HTML]
44. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2009-07-15 11:15:12 - [HTML]
44. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-07-15 12:12:12 - [HTML]
44. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2009-07-15 14:40:36 - [HTML]
44. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Ræða hófst: 2009-07-15 15:32:22 - [HTML]
44. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-15 17:40:22 - [HTML]
44. þingfundur - Ögmundur Jónasson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2009-07-15 17:44:20 - [HTML]
44. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-07-15 18:24:17 - [HTML]
44. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-07-15 18:50:01 - [HTML]
44. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2009-07-15 19:31:25 - [HTML]
44. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-07-15 21:13:00 - [HTML]
44. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-07-15 21:40:27 - [HTML]
45. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2009-07-16 10:01:59 - [HTML]
45. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-07-16 10:42:36 - [HTML]
45. þingfundur - Pétur H. Blöndal - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-07-16 13:13:14 - [HTML]
45. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-07-16 13:16:58 - [HTML]
45. þingfundur - Skúli Helgason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-07-16 13:20:35 - [HTML]
45. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-07-16 13:24:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 104 - Komudagur: 2009-06-07 - Sendandi: Ritari utanríkismálanefndar - Skýring: (hluti úr skýrslu Evrópunefndar bls.75-112)[PDF]
Dagbókarnúmer 132 - Komudagur: 2009-06-09 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 141 - Komudagur: 2009-06-10 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 154 - Komudagur: 2009-06-10 - Sendandi: Lýðræðissetrið ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 175 - Komudagur: 2009-06-12 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - Skýring: (um 38. og 54. mál)[PDF]
Dagbókarnúmer 176 - Komudagur: 2009-06-12 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - Skýring: (um 38. og 54. mál)[PDF]
Dagbókarnúmer 183 - Komudagur: 2009-06-15 - Sendandi: Páll Vilhjálmsson[PDF]
Dagbókarnúmer 210 - Komudagur: 2009-06-16 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 212 - Komudagur: 2009-06-16 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga[PDF]
Dagbókarnúmer 214 - Komudagur: 2009-06-16 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 229 - Komudagur: 2009-06-16 - Sendandi: Heimssýn[PDF]
Dagbókarnúmer 231 - Komudagur: 2009-06-16 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 254 - Komudagur: 2009-06-18 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 255 - Komudagur: 2009-06-18 - Sendandi: Jafnréttisstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 262 - Komudagur: 2009-06-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 308 - Komudagur: 2009-06-22 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 309 - Komudagur: 2009-06-22 - Sendandi: Jón Valur Jensson[PDF]
Dagbókarnúmer 450 - Komudagur: 2009-06-26 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - Skýring: (38. og 54. mál)[PDF]
Dagbókarnúmer 487 - Komudagur: 2009-06-30 - Sendandi: Björg Thorarensen og Davíð Þór Björgvinsson - Skýring: (ferill ESB-máls)[PDF]

Þingmál A41 (íslenska undanþáguákvæðið)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-06-16 14:47:33 - [HTML]

Þingmál A52 (náttúruverndaráætlun 2009--2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 52 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2009-05-27 14:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 327 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-12 17:12:00 [HTML]
Þingræður:
14. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-04 11:33:51 - [HTML]
14. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2009-06-04 12:02:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 2009-06-18 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Þingmál A53 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-05-29 15:43:00 [HTML]
Þingræður:
16. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-08 17:23:04 - [HTML]
16. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2009-06-08 17:25:18 - [HTML]

Þingmál A54 (undirbúningur mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-05-29 14:24:39 - [HTML]
12. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-29 15:12:15 - [HTML]
12. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-29 15:40:19 - [HTML]
12. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-05-29 15:41:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 155 - Komudagur: 2009-06-10 - Sendandi: Lýðræðissetrið ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 171 - Komudagur: 2009-06-12 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 177 - Komudagur: 2009-06-12 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - Skýring: (um 38. og 45. mál)[PDF]
Dagbókarnúmer 195 - Komudagur: 2009-06-16 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 197 - Komudagur: 2009-06-16 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 198 - Komudagur: 2009-06-16 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga[PDF]
Dagbókarnúmer 236 - Komudagur: 2009-06-16 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 259 - Komudagur: 2009-06-18 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 260 - Komudagur: 2009-06-18 - Sendandi: Jafnréttisstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 263 - Komudagur: 2009-06-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 306 - Komudagur: 2009-06-22 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 307 - Komudagur: 2009-06-22 - Sendandi: Jón Valur Jensson[PDF]
Dagbókarnúmer 486 - Komudagur: 2009-06-30 - Sendandi: Björg Thorarensen og Davíð Þór Björgvinsson - Skýring: (ferill ESB-máls)[PDF]

Þingmál A57 (lokafjárlög 2007)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-05-28 18:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 263 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2009-07-10 11:51:00 [HTML]

Þingmál A70 (starfsmenn í hlutastörfum)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-23 15:18:37 - [HTML]

Þingmál A77 (þyrlusveit Landhelgisgæslunnar)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-06-16 18:07:25 - [HTML]

Þingmál A85 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 295 - Komudagur: 2009-06-18 - Sendandi: Stjórn KEA, Hannes Karlsson, formaður[PDF]

Þingmál A86 (staðgöngumæðrun)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Ögmundur Jónasson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-06-16 17:50:23 - [HTML]

Þingmál A88 (nauðsynlegar aðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (þáltill.) útbýtt þann 2009-06-08 18:05:00 [HTML]
Þingræður:
18. þingfundur - Bjarni Benediktsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-11 11:36:39 - [HTML]
18. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2009-06-11 12:49:51 - [HTML]
18. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-06-11 16:24:28 - [HTML]

Þingmál A89 (breyting á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 525 - Komudagur: 2009-07-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A90 (endurskipulagning atvinnufyrirtækja á vegum bankanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 247 (svar) útbýtt þann 2009-07-09 11:52:00 [HTML]

Þingmál A98 (skýrsla Seðlabankans um stöðu heimilanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 345 (svar) útbýtt þann 2009-08-21 18:34:00 [HTML]

Þingmál A112 (hvalir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 529 - Komudagur: 2009-07-06 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða, Ómar Antonsson[PDF]
Dagbókarnúmer 603 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Hvalur hf.[PDF]

Þingmál A113 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-16 16:29:00 [HTML]

Þingmál A114 (kjararáð o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 493 - Komudagur: 2009-07-01 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A116 (ráðgjafarstofa fyrirtækja í greiðsluörðugleikum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 545 - Komudagur: 2009-07-07 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna, Friðrik Óttar Friðriksson[PDF]

Þingmál A118 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2009-06-19 17:37:06 - [HTML]
23. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2009-06-19 18:23:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 412 - Komudagur: 2009-06-25 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 415 - Komudagur: 2009-06-25 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 423 - Komudagur: 2009-06-25 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A123 (samningar um gagnkvæma vernd fjárfestinga)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-08-12 14:11:24 - [HTML]

Þingmál A124 (Bankasýsla ríkisins)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-07-24 14:36:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 501 - Komudagur: 2009-07-01 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A125 (þjóðaratkvæðagreiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-22 17:33:00 [HTML]

Þingmál A126 (skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-06-30 17:54:30 - [HTML]

Þingmál A136 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-06-30 16:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 335 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-19 16:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 337 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-20 08:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 338 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-08-20 08:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 350 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-08-27 10:34:00 [HTML]
Þingræður:
33. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 12:43:16 - [HTML]
33. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 12:45:24 - [HTML]
33. þingfundur - Gylfi Magnússon (viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2009-07-02 13:59:42 - [HTML]
33. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 14:17:36 - [HTML]
33. þingfundur - Valgeir Skagfjörð - Ræða hófst: 2009-07-02 14:31:15 - [HTML]
33. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2009-07-02 16:45:51 - [HTML]
33. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 17:49:10 - [HTML]
33. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 17:51:21 - [HTML]
33. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 17:55:56 - [HTML]
33. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-07-02 18:03:07 - [HTML]
33. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 18:18:26 - [HTML]
33. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-07-02 18:25:29 - [HTML]
33. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-07-02 19:44:51 - [HTML]
33. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2009-07-02 20:15:39 - [HTML]
33. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 20:37:57 - [HTML]
33. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-07-02 20:45:11 - [HTML]
33. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 21:11:17 - [HTML]
33. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-02 21:13:14 - [HTML]
33. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-07-02 21:14:34 - [HTML]
33. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-07-02 22:32:22 - [HTML]
34. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-03 13:53:52 - [HTML]
34. þingfundur - Gylfi Magnússon (viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-07-03 14:32:15 - [HTML]
55. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-20 09:06:01 - [HTML]
55. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-20 10:02:45 - [HTML]
55. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-08-20 10:52:42 - [HTML]
55. þingfundur - Þráinn Bertelsson - Ræða hófst: 2009-08-20 13:33:19 - [HTML]
55. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 14:15:15 - [HTML]
55. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 14:17:50 - [HTML]
55. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-08-20 14:20:04 - [HTML]
55. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-08-20 15:22:18 - [HTML]
55. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 15:53:15 - [HTML]
55. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-08-20 16:03:15 - [HTML]
55. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-08-20 17:07:18 - [HTML]
55. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 20:16:29 - [HTML]
55. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2009-08-20 22:18:41 - [HTML]
55. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 22:49:57 - [HTML]
55. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-20 22:53:33 - [HTML]
55. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2009-08-20 22:55:51 - [HTML]
56. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 11:04:51 - [HTML]
56. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 11:13:40 - [HTML]
56. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-08-21 11:49:22 - [HTML]
56. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-08-21 16:39:04 - [HTML]
58. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2009-08-27 12:19:32 - [HTML]
58. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-08-27 14:47:05 - [HTML]
58. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-08-27 15:23:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 605 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Elvira Mendez-Pinedo, niðurstöður lögfræðiálits[PDF]
Dagbókarnúmer 616 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Ríkisendurskoðun[PDF]
Dagbókarnúmer 618 - Komudagur: 2009-07-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30[PDF]
Dagbókarnúmer 638 - Komudagur: 2009-07-17 - Sendandi: Háskóli Íslands, Siðfræðistofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 640 - Komudagur: 2009-07-23 - Sendandi: Meiri hluti utanríkismálanefndar[PDF]
Dagbókarnúmer 651 - Komudagur: 2009-07-27 - Sendandi: 2. minni hluti efnahags- og skattanefndar[PDF]
Dagbókarnúmer 686 - Komudagur: 2009-07-27 - Sendandi: 2. minni hluti efnahags- og skattanefndar[PDF]
Dagbókarnúmer 691 - Komudagur: 2009-08-04 - Sendandi: Hagfræðistofnun Háskóla Íslands - Skýring: (skv. beiðni fjárln.)[PDF]
Dagbókarnúmer 726 - Komudagur: 2009-08-05 - Sendandi: 2. minni hluti utanríkismálanefndar[PDF]

Þingmál A138 (embætti sérstaks saksóknara og meðferð sakamála)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-07-03 12:11:53 - [HTML]

Þingmál A147 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-08 20:45:00 [HTML]
Þingræður:
46. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2009-07-23 21:43:15 - [HTML]
46. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2009-07-23 21:58:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 770 - Komudagur: 2009-09-14 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra[PDF]
Dagbókarnúmer 771 - Komudagur: 2009-09-14 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins o.fl. - Skýring: (frá SA, LÍÚ, SF)[PDF]
Dagbókarnúmer 777 - Komudagur: 2009-09-16 - Sendandi: Dýralæknafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 784 - Komudagur: 2009-09-18 - Sendandi: Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa, Svava Svanborg Steinarsd.[PDF]
Dagbókarnúmer 788 - Komudagur: 2009-09-18 - Sendandi: Margrét Guðnadóttir prófessor[PDF]
Dagbókarnúmer 792 - Komudagur: 2009-09-21 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 796 - Komudagur: 2009-09-21 - Sendandi: Byggðastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 809 - Komudagur: 2009-10-02 - Sendandi: Beint frá býli[PDF]
Dagbókarnúmer 812 - Komudagur: 2009-06-04 - Sendandi: Hvalur hf.[PDF]

Þingmál A148 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 251 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-09 16:37:00 [HTML]

Þingmál A149 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-09 16:37:00 [HTML]

Þingmál A153 (umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-08-12 18:31:45 - [HTML]

Þingmál A161 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-23 20:42:00 [HTML]

Þingmál B55 ()[HTML]

Þingræður:
0. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 2009-05-15 14:17:43 - [HTML]

Þingmál B60 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-05-18 19:52:47 - [HTML]
2. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2009-05-18 21:10:11 - [HTML]
2. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Ræða hófst: 2009-05-18 21:16:08 - [HTML]

Þingmál B70 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (forseti) - Ræða hófst: 2009-05-19 13:33:01 - [HTML]

Þingmál B84 ()[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2009-05-25 16:25:43 - [HTML]
5. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2009-05-25 16:45:57 - [HTML]

Þingmál B155 (skýrslur nefnda um háskólamál)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-06-04 11:17:47 - [HTML]
14. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2009-06-04 11:26:30 - [HTML]

Þingmál B193 (ummæli Evu Joly)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - Ræða hófst: 2009-06-11 10:43:49 - [HTML]

Þingmál B216 (nýting orkulinda og uppbygging stóriðju)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-16 14:15:59 - [HTML]

Þingmál B234 (upplýsingar um Icesave-samningana)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-06-18 18:02:45 - [HTML]
22. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2009-06-18 18:30:23 - [HTML]

Þingmál B251 (Heilsufélag Reykjaness)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ögmundur Jónasson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2009-06-22 15:30:39 - [HTML]

Löggjafarþing 138

Þingmál A1 (fjárlög 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-01 13:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 383 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-12 18:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 422 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-12-18 17:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 594 (lög í heild) útbýtt þann 2009-12-22 11:15:00 [HTML]
Þingræður:
5. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-10-08 19:43:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1 - Komudagur: 2009-09-17 - Sendandi: Snæfellsbær - Skýring: (afrit af bréfi til fjárln. v. Þjóðgarðsins Snæfel[PDF]
Dagbókarnúmer 1075 - Komudagur: 2009-11-12 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (um upplýs.samfélagið)[PDF]

Þingmál A2 (þjóðhagsáætlun 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-10-05 18:56:00 [HTML]

Þingmál A3 (nauðsynlegar bráðaaðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-15 15:14:02 - [HTML]
21. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-11-06 15:31:07 - [HTML]
21. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-06 15:47:36 - [HTML]

Þingmál A4 (afskriftir af höfuðstól lána íslenskra heimila og rekstrarfyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2009-10-20 16:21:58 - [HTML]

Þingmál A8 (yfirlýsing um fyrningu aflaheimilda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1152 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A9 (hagsmunir Íslands í loftslagsmálum)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-10 18:50:02 - [HTML]
22. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-10 18:52:13 - [HTML]
22. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-10 18:54:02 - [HTML]
22. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-11-10 18:56:16 - [HTML]
22. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2009-11-10 19:33:50 - [HTML]
22. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-10 19:59:48 - [HTML]

Þingmál A10 (fjáraukalög 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 09:53:00 [HTML]

Þingmál A13 (fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-11-17 20:10:21 - [HTML]

Þingmál A15 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 18:49:00 [HTML]
Þingræður:
22. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-10 20:09:32 - [HTML]

Þingmál A16 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 18:49:00 [HTML]
Þingræður:
49. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2009-12-17 14:15:35 - [HTML]

Þingmál A17 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 18:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 353 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-12-04 14:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 446 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-12-17 14:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 511 (lög í heild) útbýtt þann 2009-12-18 20:09:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2009-10-13 17:10:03 - [HTML]
6. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2009-10-13 17:41:09 - [HTML]
6. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-13 17:51:18 - [HTML]
45. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-12-15 15:46:28 - [HTML]
45. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2009-12-15 16:15:07 - [HTML]
45. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-12-15 16:36:08 - [HTML]
45. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-12-15 16:48:03 - [HTML]
51. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2009-12-18 12:13:11 - [HTML]
51. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2009-12-18 12:16:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 20 - Komudagur: 2009-10-27 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (matvælaeftirlit)[PDF]
Dagbókarnúmer 47 - Komudagur: 2009-10-21 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 84 - Komudagur: 2009-11-09 - Sendandi: Dýralæknafélag Íslands - Skýring: (brtt. um III. kafla)[PDF]
Dagbókarnúmer 108 - Komudagur: 2009-11-11 - Sendandi: Matvælastofnun Íslands - Skýring: (kjötvinnslur)[PDF]

Þingmál A19 (áætlun um ferðamennsku á miðhálendi Íslands)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-02 18:30:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 234 - Komudagur: 2009-11-23 - Sendandi: Landmælingar Íslands[PDF]

Þingmál A20 (hámarksmagn transfitusýra í matvælum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1365 - Komudagur: 2010-03-24 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (frá SA og SI)[PDF]

Þingmál A21 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 2009-10-05 18:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 784 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML]
Þingræður:
25. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir - Ræða hófst: 2009-11-13 14:08:11 - [HTML]
93. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-03-16 16:05:03 - [HTML]
93. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2010-03-16 16:30:48 - [HTML]

Þingmál A45 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 2009-10-13 13:25:00 [HTML]
Þingræður:
79. þingfundur - Atli Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-23 15:57:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1245 - Komudagur: 2010-03-15 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A46 (vörumerki)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Magnús Orri Schram (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-11-05 16:08:17 - [HTML]
20. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-05 16:56:48 - [HTML]
20. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-05 17:00:56 - [HTML]
20. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-05 17:08:04 - [HTML]
20. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-05 17:20:39 - [HTML]

Þingmál A47 (aðgerðir til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Anna Margrét Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2009-10-21 14:56:34 - [HTML]

Þingmál A48 (rannsóknir og áætlanagerð í ferðaþjónustu)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2009-10-21 15:18:45 - [HTML]

Þingmál A50 (aðild að fríverslunarbandalagi Norður-Ameríku og Mexíkó)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2009-11-04 14:32:04 - [HTML]
19. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2009-11-04 14:41:33 - [HTML]

Þingmál A57 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-15 16:58:00 [HTML]

Þingmál A58 (landflutningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-14 13:08:00 [HTML]

Þingmál A63 (staðgöngumæðrun)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-11-11 18:32:16 - [HTML]

Þingmál A68 (skipan ferðamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-16 15:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 811 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-03-16 16:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 858 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 887 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-03-25 18:24:00 [HTML]
Þingræður:
97. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-03-22 18:52:00 - [HTML]

Þingmál A74 (vitamál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 82 - Komudagur: 2009-11-10 - Sendandi: Cruise Iceland[PDF]

Þingmál A76 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-19 16:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 247 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-11-17 13:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 257 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-11-19 11:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 258 (nefndarálit) útbýtt þann 2009-11-19 11:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 599 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2009-12-23 10:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 601 (frhnál. með frávt.) útbýtt þann 2009-12-28 13:32:00 [HTML]
Þingræður:
13. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-10-22 11:53:26 - [HTML]
13. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-22 17:19:37 - [HTML]
13. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-10-22 17:25:51 - [HTML]
14. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2009-10-23 09:33:29 - [HTML]
29. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-11-19 14:53:30 - [HTML]
29. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-19 17:22:50 - [HTML]
29. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-11-19 18:13:12 - [HTML]
29. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-11-19 19:47:25 - [HTML]
29. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-19 21:09:51 - [HTML]
30. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-11-24 20:15:05 - [HTML]
30. þingfundur - Þór Saari (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-11-24 21:12:52 - [HTML]
30. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-11-24 23:00:24 - [HTML]
32. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2009-11-26 14:23:00 - [HTML]
32. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-11-26 14:30:31 - [HTML]
32. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-26 15:19:30 - [HTML]
32. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-11-26 15:30:34 - [HTML]
32. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-26 19:00:56 - [HTML]
32. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-26 19:11:50 - [HTML]
32. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-26 21:57:30 - [HTML]
32. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-26 23:32:43 - [HTML]
32. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-11-27 00:16:53 - [HTML]
32. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-11-27 00:57:11 - [HTML]
33. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-27 13:05:50 - [HTML]
33. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-11-27 16:10:48 - [HTML]
33. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2009-11-27 17:47:24 - [HTML]
33. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2009-11-27 18:48:00 - [HTML]
33. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2009-11-27 19:42:03 - [HTML]
34. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-28 12:33:28 - [HTML]
34. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-28 15:44:00 - [HTML]
34. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-11-28 16:37:07 - [HTML]
34. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-28 16:59:37 - [HTML]
34. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-28 20:10:35 - [HTML]
34. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-28 20:18:13 - [HTML]
35. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-30 16:02:06 - [HTML]
35. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-11-30 16:44:00 - [HTML]
35. þingfundur - Þór Saari (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-30 19:02:25 - [HTML]
35. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-30 22:08:32 - [HTML]
36. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-02 14:02:25 - [HTML]
36. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-12-02 20:21:23 - [HTML]
36. þingfundur - Þór Saari (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-02 22:20:25 - [HTML]
36. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-12-02 22:53:15 - [HTML]
36. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-02 23:10:10 - [HTML]
36. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2009-12-03 00:13:55 - [HTML]
36. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 00:56:26 - [HTML]
36. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-12-03 01:26:01 - [HTML]
37. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-12-03 11:46:34 - [HTML]
37. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 12:38:44 - [HTML]
37. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-12-03 12:43:15 - [HTML]
37. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2009-12-03 14:14:13 - [HTML]
37. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 14:36:47 - [HTML]
37. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 14:54:26 - [HTML]
37. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 15:08:43 - [HTML]
37. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-12-03 17:14:42 - [HTML]
37. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 19:14:45 - [HTML]
37. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 19:16:36 - [HTML]
37. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2009-12-03 21:31:52 - [HTML]
37. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 22:54:46 - [HTML]
37. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-03 22:58:13 - [HTML]
37. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2009-12-03 23:13:22 - [HTML]
37. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-04 00:02:52 - [HTML]
38. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-12-04 13:40:22 - [HTML]
38. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2009-12-04 13:50:44 - [HTML]
38. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-12-04 14:12:21 - [HTML]
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-04 14:27:05 - [HTML]
38. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-04 14:29:15 - [HTML]
38. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2009-12-04 15:34:33 - [HTML]
38. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-04 15:53:36 - [HTML]
38. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-04 16:21:18 - [HTML]
38. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-12-04 19:58:35 - [HTML]
39. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-12-05 17:35:48 - [HTML]
40. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-07 21:35:47 - [HTML]
40. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-12-08 02:55:29 - [HTML]
40. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-08 03:26:08 - [HTML]
40. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-12-08 03:56:31 - [HTML]
41. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-12-08 12:18:01 - [HTML]
41. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-12-08 12:31:21 - [HTML]
41. þingfundur - Árni Johnsen - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2009-12-08 15:02:13 - [HTML]
63. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-12-28 14:00:01 - [HTML]
63. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 14:43:32 - [HTML]
63. þingfundur - Þór Saari (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 15:28:09 - [HTML]
63. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2009-12-28 17:51:28 - [HTML]
63. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 18:10:42 - [HTML]
63. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2009-12-28 18:46:26 - [HTML]
63. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-12-28 20:18:47 - [HTML]
63. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 21:03:55 - [HTML]
63. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-28 21:06:04 - [HTML]
63. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2009-12-28 21:19:32 - [HTML]
64. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-29 11:52:21 - [HTML]
64. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-12-29 13:31:42 - [HTML]
64. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-12-29 14:54:46 - [HTML]
64. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-12-29 15:52:01 - [HTML]
64. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2009-12-29 16:34:16 - [HTML]
64. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-12-29 17:37:48 - [HTML]
64. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2009-12-29 17:43:03 - [HTML]
64. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-29 18:04:28 - [HTML]
64. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2009-12-29 22:27:27 - [HTML]
64. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-29 22:42:12 - [HTML]
64. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-29 22:46:34 - [HTML]
65. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-12-30 19:19:48 - [HTML]
65. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-12-30 20:08:54 - [HTML]
65. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2009-12-30 20:23:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 129 - Komudagur: 2009-11-16 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - Skýring: (um efnahagslega þætti)[PDF]
Dagbókarnúmer 144 - Komudagur: 2009-11-16 - Sendandi: Efnahags- og skattanefnd, 4. minni hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 817 - Komudagur: 2009-12-18 - Sendandi: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Skýring: (skv. beiðni utanrmn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 818 - Komudagur: 2009-12-18 - Sendandi: Utanríkismálanefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 844 - Komudagur: 2009-12-23 - Sendandi: IFS-greining[PDF]
Dagbókarnúmer 851 - Komudagur: 2009-11-09 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - Skýring: (Icesave skuldbindingar og erlend skuldastaða)[PDF]
Dagbókarnúmer 852 - Komudagur: 2009-12-11 - Sendandi: Davíð Þór Björgvinsson - Skýring: (svar við beiðni um álit)[PDF]
Dagbókarnúmer 861 - Komudagur: 2009-12-19 - Sendandi: Skilanefnd og slitastjórn Landsbanka Íslands hf. - Skýring: (greiðslustöðvun o.fl.)[PDF]

Þingmál A77 (orlof húsmæðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2729 - Komudagur: 2010-06-08 - Sendandi: Kvenfélagasamband Íslands[PDF]

Þingmál A78 (lán hjá fjármálastofnunum Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2009-10-19 18:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 474 (svar) útbýtt þann 2009-12-17 16:47:00 [HTML]

Þingmál A81 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2009-12-17 12:08:34 - [HTML]

Þingmál A82 (stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-21 13:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 482 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-12-29 12:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 570 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2009-12-21 10:54:00 [HTML]

Þingmál A89 (heimild til samninga um álver í Helguvík)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2009-11-05 15:34:22 - [HTML]
51. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-18 12:50:55 - [HTML]
51. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-18 12:55:09 - [HTML]

Þingmál A95 (gerð samninga um flutning dæmdra manna)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-11-04 19:02:23 - [HTML]

Þingmál A100 (dómstólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 507 - Komudagur: 2009-12-08 - Sendandi: Héraðsdómur Norðurlands eystra[PDF]

Þingmál A102 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 108 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-23 14:38:00 [HTML]

Þingmál A103 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-23 14:38:00 [HTML]

Þingmál A112 (framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 118 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-23 14:38:00 [HTML]
Þingræður:
24. þingfundur - Þór Saari - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-12 16:06:43 - [HTML]
138. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-06-12 17:52:56 - [HTML]

Þingmál A116 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 129 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-02 15:40:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3079 - Komudagur: 2010-08-18 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (dómur Mannr.dómstóls Evrópu)[PDF]
Dagbókarnúmer 3091 - Komudagur: 2010-08-27 - Sendandi: Læknafélag Íslands[PDF]

Þingmál A118 (lán og styrkir frá Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-11-11 15:46:44 - [HTML]

Þingmál A120 (endurreisn Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-11-18 12:18:01 - [HTML]
28. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-11-18 12:24:30 - [HTML]
28. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-18 12:25:51 - [HTML]

Þingmál A121 (hagnýting orku sjávarfalla)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-11-18 13:19:55 - [HTML]

Þingmál A152 (stjórnlagaþing)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-12 18:30:04 - [HTML]
133. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-06-08 20:00:28 - [HTML]

Þingmál A155 (Evrópustaðlar um malbik)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2009-11-25 15:10:57 - [HTML]

Þingmál A157 (vegir sem uppfylla staðla Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2009-11-25 15:34:32 - [HTML]
31. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2009-11-25 15:40:34 - [HTML]

Þingmál A158 (Íslandsstofa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 441 - Komudagur: 2009-12-04 - Sendandi: Landspítali - háskólasjúkrahús[PDF]
Dagbókarnúmer 443 - Komudagur: 2009-12-04 - Sendandi: Útflutningsráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 473 - Komudagur: 2009-12-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins o.fl. - Skýring: (frá SA,SI,SVÞ,SF,LÍÚ,SAF)[PDF]
Dagbókarnúmer 487 - Komudagur: 2009-12-07 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]

Þingmál A160 (sendiherra Bandaríkjanna)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2009-11-11 18:13:55 - [HTML]

Þingmál A167 (úttekt á gjaldmiðilsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (þáltill.) útbýtt þann 2009-11-06 13:50:00 [HTML]
Þingræður:
86. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-03-04 14:06:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1439 - Komudagur: 2010-03-29 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A168 (réttarbætur fyrir transfólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (þáltill.) útbýtt þann 2009-11-06 15:15:00 [HTML]
Þingræður:
84. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-02 18:48:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1385 - Komudagur: 2010-03-25 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1501 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Jafnréttisstofa[PDF]

Þingmál A174 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-02-04 14:25:04 - [HTML]
74. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-02-04 17:30:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 753 - Komudagur: 2009-12-15 - Sendandi: Hvíldarklettur ehf. og Sumarbyggð ehf.[PDF]

Þingmál A176 (gerð samninga um gagnkvæma vernd fjárfestinga)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2010-02-23 18:00:48 - [HTML]

Þingmál A181 (Norræna ráðherranefndin 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2009-11-10 17:12:00 [HTML]

Þingmál A195 (kjararáð)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2009-11-17 15:09:53 - [HTML]
27. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2009-11-17 15:26:42 - [HTML]

Þingmál A200 (náttúruverndaráætlun 2009--2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 224 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2009-11-13 11:29:00 [HTML]
Þingskjal nr. 375 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-12-12 18:54:00 [HTML]
Þingræður:
27. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-11-17 17:02:37 - [HTML]
27. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2009-11-17 17:59:50 - [HTML]
71. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-02-01 16:13:46 - [HTML]
71. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2010-02-01 18:03:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 401 - Komudagur: 2009-12-03 - Sendandi: Skipulagsstofnun[PDF]

Þingmál A201 (málefni hælisleitenda á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (svar) útbýtt þann 2009-11-30 22:46:00 [HTML]

Þingmál A208 (Danice-verkefnið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 675 (svar) útbýtt þann 2010-02-16 12:30:00 [HTML]

Þingmál A214 (samkeppni á fyrirtækjamarkaði)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-11-25 18:11:10 - [HTML]

Þingmál A215 (upptaka evru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 690 (svar) útbýtt þann 2010-02-18 16:51:00 [HTML]

Þingmál A218 (ársreikningar, endurskoðendur og skoðunarmenn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1051 - Komudagur: 2010-02-01 - Sendandi: Félag bókhaldsstofa[PDF]

Þingmál A219 (bókhald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1052 - Komudagur: 2010-02-01 - Sendandi: Félag bókhaldsstofa[PDF]

Þingmál A229 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 254 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-19 14:07:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1125 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-06-01 13:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1182 (lög í heild) útbýtt þann 2010-06-01 22:17:00 [HTML]
Þingræður:
125. þingfundur - Pétur H. Blöndal - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2010-05-18 14:36:52 - [HTML]
129. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-01 15:57:47 - [HTML]

Þingmál A239 (ráðstafanir í skattamálum)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2009-12-05 14:22:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 568 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]

Þingmál A240 (breytingar á fiskveiðistjórnarkerfi samhliða aðildarviðræðum við Evrópusambandið)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-03-24 15:01:59 - [HTML]

Þingmál A244 (lögskráning sjómanna)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2010-03-25 18:11:48 - [HTML]

Þingmál A253 (úrræði gegn ólöglegu niðurhali hugverka)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-02-17 14:44:32 - [HTML]

Þingmál A255 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-30 17:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1383 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-06-15 21:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1390 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-06-24 09:31:00 [HTML]
Þingræður:
39. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-12-05 16:31:54 - [HTML]
39. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2009-12-05 16:45:59 - [HTML]
142. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-06-15 22:57:40 - [HTML]
142. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-06-15 23:29:32 - [HTML]
142. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-06-16 00:03:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 843 - Komudagur: 2009-12-18 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - Skýring: (skipting séreignasparnaðar)[PDF]
Dagbókarnúmer 2637 - Komudagur: 2010-06-01 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (v. iðgjalds)[PDF]
Dagbókarnúmer 3036 - Komudagur: 2010-08-17 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (frá Landslögum)[PDF]
Dagbókarnúmer 3088 - Komudagur: 2010-08-24 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A256 (tekjuöflun ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 292 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-26 22:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 566 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2009-12-23 10:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 580 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2009-12-21 15:46:00 [HTML]
Þingræður:
55. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-12-19 20:23:40 - [HTML]
57. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-12-21 11:43:18 - [HTML]
57. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2009-12-21 12:04:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 585 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]
Dagbókarnúmer 627 - Komudagur: 2009-12-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A257 (umhverfis- og auðlindaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-26 22:46:00 [HTML]
Þingræður:
51. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2009-12-18 14:02:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 596 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]
Dagbókarnúmer 598 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - Skýring: (frá LÍÚ og SF)[PDF]
Dagbókarnúmer 599 - Komudagur: 2009-12-09 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 769 - Komudagur: 2009-12-15 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (svör við spurn.)[PDF]

Þingmál A259 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-04 13:48:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2214 - Komudagur: 2010-05-12 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneyti[PDF]

Þingmál A273 (atvinnuleysistryggingar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-16 23:21:01 - [HTML]

Þingmál A277 (þjónustuviðskipti á innri markaði EES)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 321 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-30 19:20:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 967 - Komudagur: 2010-01-22 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1247 - Komudagur: 2010-03-15 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A278 (breytingar laga vegna frumvarps um þjónustuviðskipti á innri markaði EES)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 322 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-30 19:20:00 [HTML]
Þingræður:
39. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-12-05 17:31:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1102 - Komudagur: 2010-03-01 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A279 (rannsókn samgönguslysa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1315 - Komudagur: 2010-03-18 - Sendandi: Rannsóknarnefnd flugslysa[PDF]

Þingmál A284 (kynning á málstað Íslendinga í Icesave-málinu)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-12-16 13:53:15 - [HTML]
47. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2009-12-16 13:56:25 - [HTML]
47. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2009-12-16 14:04:16 - [HTML]

Þingmál A287 (mótun efnahagsáætlunar sem tryggir velferð og stöðugleika án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-03-01 17:58:51 - [HTML]

Þingmál A288 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1516 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða[PDF]

Þingmál A293 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 339 (frumvarp) útbýtt þann 2009-12-02 15:48:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1833 - Komudagur: 2010-04-29 - Sendandi: Lýðheilsustöð[PDF]
Dagbókarnúmer 1849 - Komudagur: 2010-05-04 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2018 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]

Þingmál A294 (fríverslunarsamningar og aðrir viðskiptasamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 577 (svar) útbýtt þann 2009-12-21 12:20:00 [HTML]

Þingmál A296 (Schengen-samstarfið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 693 (svar) útbýtt þann 2010-02-22 16:25:00 [HTML]

Þingmál A305 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1154 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A309 (viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 361 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-05 16:18:00 [HTML]
Þingræður:
49. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-12-17 14:31:57 - [HTML]
93. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2010-03-16 15:54:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 977 - Komudagur: 2010-01-22 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A320 (heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 393 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-12 19:30:00 [HTML]
Þingræður:
45. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-12-15 20:58:48 - [HTML]
118. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-05-06 15:02:26 - [HTML]
118. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-06 15:33:34 - [HTML]
118. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-05-06 16:15:45 - [HTML]
118. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-05-06 16:36:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 981 - Komudagur: 2010-01-22 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur[PDF]
Dagbókarnúmer 1034 - Komudagur: 2010-01-27 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 1047 - Komudagur: 2010-02-01 - Sendandi: Félag um stafrænt frelsi[PDF]
Dagbókarnúmer 1063 - Komudagur: 2010-02-02 - Sendandi: Guðmundur Ragnar Guðmundsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1084 - Komudagur: 2010-02-19 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið[PDF]

Þingmál A321 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2009-12-15 23:16:55 - [HTML]
50. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2009-12-18 11:06:50 - [HTML]

Þingmál A332 (sóknaráætlun til eflingar atvinnulífi og samfélagi um land allt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1239 - Komudagur: 2010-03-12 - Sendandi: Skipulagsstofnun[PDF]

Þingmál A334 (endurskoðun laga um landsdóm)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 573 (svar) útbýtt þann 2009-12-21 15:11:00 [HTML]

Þingmál A341 (árleg ráðstefna á Akureyri um málefni heimskautasvæðanna)[HTML]

Þingræður:
150. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2010-09-03 11:13:57 - [HTML]

Þingmál A342 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-25 17:56:31 - [HTML]

Þingmál A343 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 614 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-12-29 18:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1095 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-05-14 17:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1170 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-06-11 15:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1322 (lög í heild) útbýtt þann 2010-06-12 15:52:00 [HTML]
Þingræður:
70. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-01-29 12:39:37 - [HTML]
70. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-01-29 13:05:47 - [HTML]
70. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2010-01-29 13:17:52 - [HTML]
126. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-18 16:17:35 - [HTML]
126. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-18 16:48:25 - [HTML]
126. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2010-05-18 17:35:39 - [HTML]
126. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2010-05-18 18:30:55 - [HTML]
128. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2010-05-31 13:32:28 - [HTML]
128. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-31 16:22:29 - [HTML]
137. þingfundur - Eygló Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-06-11 14:03:21 - [HTML]
137. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2010-06-11 16:06:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1097 - Komudagur: 2010-02-26 - Sendandi: KPMG hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1103 - Komudagur: 2010-03-02 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1116 - Komudagur: 2010-03-04 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 1117 - Komudagur: 2010-03-04 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 1169 - Komudagur: 2010-03-09 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1719 - Komudagur: 2010-04-14 - Sendandi: Neytendastofa - Skýring: (afrit af bréfum o.fl.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1758 - Komudagur: 2010-04-16 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - Skýring: (um brtt.)[PDF]
Dagbókarnúmer 2771 - Komudagur: 2010-06-09 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A352 (þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-01-08 18:47:10 - [HTML]
68. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-01-08 19:00:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 908 - Komudagur: 2010-01-08 - Sendandi: Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið - Skýring: (tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu)[PDF]

Þingmál A354 (notendastýrð persónuleg aðstoð við fólk með fötlun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1763 - Komudagur: 2010-04-19 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A359 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1156 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A370 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-02-16 18:23:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1139 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A371 (veiðieftirlitsgjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1142 - Komudagur: 2010-03-08 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A374 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1121 - Komudagur: 2010-03-03 - Sendandi: Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið - Skýring: (viðaukasamn.)[PDF]

Þingmál A375 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 676 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-02-16 14:22:00 [HTML]
Þingræður:
82. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-25 14:44:13 - [HTML]

Þingmál A377 (stjórnsýslubreytingar vegna mögulegrar aðildar að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2010-02-24 14:24:20 - [HTML]

Þingmál A382 (vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-02-23 16:52:01 - [HTML]
118. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-05-06 18:04:19 - [HTML]

Þingmál A383 (afgerandi lagaleg sérstaða Íslands varðandi tjáningar- og upplýsingafrelsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (þáltill.) útbýtt þann 2010-02-18 15:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1329 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-12 18:47:00 [HTML]
Þingræður:
82. þingfundur - Erla Ósk Ásgeirsdóttir - Ræða hófst: 2010-02-25 16:25:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1290 - Komudagur: 2010-03-17 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 2730 - Komudagur: 2010-06-08 - Sendandi: Haukur Arnþórsson o.fl.[PDF]

Þingmál A390 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 698 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-02-18 15:58:00 [HTML]
Þingræður:
79. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - Ræða hófst: 2010-02-23 14:50:29 - [HTML]
79. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - Ræða hófst: 2010-02-23 15:48:26 - [HTML]

Þingmál A391 (lokafjárlög 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 699 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-02-22 14:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1307 (lög (m.áo.br.)) útbýtt þann 2010-06-11 14:54:00 [HTML]

Þingmál A392 (frestun nauðungarsölu og flýtimeðferð einkamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1181 - Komudagur: 2010-03-09 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A393 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 701 (frumvarp) útbýtt þann 2010-02-18 16:24:00 [HTML]
Þingræður:
86. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-04 16:16:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1533 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1672 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A396 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 45/2009 um breytingu á X. og XI. viðauka við EES-samning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 705 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-02-23 12:41:00 [HTML]
Þingræður:
100. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-03-25 17:01:54 - [HTML]
100. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-03-25 17:09:44 - [HTML]

Þingmál A397 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2008 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 706 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-02-23 12:41:00 [HTML]
Þingræður:
83. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2010-03-01 16:01:48 - [HTML]

Þingmál A398 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 141/2007 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 707 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-02-23 12:41:00 [HTML]

Þingmál A414 (undanþágur frá reglum Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 869 (svar) útbýtt þann 2010-03-25 11:13:00 [HTML]

Þingmál A419 (bólusetningar og skimanir)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - Ræða hófst: 2010-03-24 18:49:06 - [HTML]

Þingmál A423 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1449 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-02 15:01:00 [HTML]
Þingræður:
88. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-03-09 14:47:35 - [HTML]
88. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2010-03-09 15:34:46 - [HTML]
88. þingfundur - Erla Ósk Ásgeirsdóttir - Ræða hófst: 2010-03-09 15:51:49 - [HTML]
88. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2010-03-09 16:00:15 - [HTML]
88. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-03-09 16:30:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1578 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1616 - Komudagur: 2010-04-08 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 1674 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Skjárinn, Sigríður M. Oddsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 1721 - Komudagur: 2010-04-14 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1722 - Komudagur: 2010-04-14 - Sendandi: 365 - miðlar ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 2368 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri[PDF]
Dagbókarnúmer 2769 - Komudagur: 2010-04-21 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A425 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1464 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-03 15:15:00 [HTML]
Þingræður:
151. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-09-06 11:28:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1584 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Skipulagsstofnun[PDF]

Þingmál A426 (mannvirki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 743 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1546 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A431 (heillaóskir til litháísku þjóðarinnar)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-03-04 11:54:46 - [HTML]

Þingmál A436 (brottfall laga nr. 16/1938)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1803 - Komudagur: 2010-04-27 - Sendandi: Læknafélag Íslands[PDF]

Þingmál A442 (skilgreind starfsréttindi leiðsögumanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 983 (svar) útbýtt þann 2010-04-13 12:53:00 [HTML]

Þingmál A447 (aðför og gjaldþrotaskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1554 - Komudagur: 2010-04-07 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A448 (sala fasteigna, fyrirtækja og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 769 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-08 13:39:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1741 - Komudagur: 2010-04-12 - Sendandi: Félag fasteignasala[PDF]

Þingmál A453 (Evrópuráðsþingið 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 780 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML]
Þingræður:
123. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-14 17:50:09 - [HTML]

Þingmál A454 (ÖSE-þingið 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 781 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML]
Þingræður:
123. þingfundur - Róbert Marshall - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-14 18:08:01 - [HTML]

Þingmál A456 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 786 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML]

Þingmál A457 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2071 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A458 (Norræna ráðherranefndin 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 788 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML]
Þingræður:
123. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-14 16:52:14 - [HTML]

Þingmál A461 (Fríverslunarsamtök Evrópu 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 796 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-15 14:51:00 [HTML]
Þingræður:
123. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-14 18:20:32 - [HTML]

Þingmál A464 (Maastricht-skilyrði og upptaka evru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 804 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2010-03-15 16:40:00 [HTML]
Þingræður:
140. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-06-14 12:59:44 - [HTML]
140. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-06-14 13:02:44 - [HTML]
140. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-06-14 13:07:48 - [HTML]

Þingmál A466 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 806 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-16 13:52:00 [HTML]

Þingmál A467 (NATO-þingið 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 807 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-16 13:04:00 [HTML]

Þingmál A477 (norrænt samstarf 2009)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2010-05-14 17:26:04 - [HTML]

Þingmál A480 (kostnaður vegna tafa á lausn Icesave-málsins)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-04-28 12:48:19 - [HTML]

Þingmál A482 (Vestnorræna ráðið 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 830 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-03-22 15:52:00 [HTML]

Þingmál A483 (kjaramál flugvirkja)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-03-22 16:34:04 - [HTML]

Þingmál A484 (skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-22 15:52:00 [HTML]
Þingræður:
118. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-05-06 12:09:21 - [HTML]

Þingmál A485 (hjúskaparlög, staðfest samvist o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-23 13:12:00 [HTML]
Þingræður:
134. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2010-06-09 21:34:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1926 - Komudagur: 2010-05-05 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1978 - Komudagur: 2010-05-06 - Sendandi: Steinunn Jóhannesdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 2097 - Komudagur: 2010-05-10 - Sendandi: Biskupsstofa[PDF]

Þingmál A490 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 127/2007 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 851 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-03-23 13:12:00 [HTML]

Þingmál A495 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2275 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A497 (kennitöluflakk)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2010-05-07 15:52:12 - [HTML]

Þingmál A498 (bólusetning gegn HPV-smiti og leghálskrabbameini)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 875 (þáltill.) útbýtt þann 2010-03-25 17:24:00 [HTML]
Þingræður:
119. þingfundur - Steinunn Valdís Óskarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-07 14:48:12 - [HTML]

Þingmál A499 (hlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2301 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A503 (dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1058 (svar) útbýtt þann 2010-05-14 13:00:00 [HTML]

Þingmál A504 (rannsókn á starfsemi fjármálafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 882 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2844 - Komudagur: 2010-06-16 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A507 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1476 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-07 15:10:00 [HTML]
Þingræður:
153. þingfundur - Róbert Marshall (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-09-08 12:21:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1930 - Komudagur: 2010-05-05 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2061 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 2063 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 3082 - Komudagur: 2010-08-23 - Sendandi: Rauði kross Íslands - Skýring: (rannsókn á eðli og umfangi mansals)[PDF]
Dagbókarnúmer 3087 - Komudagur: 2010-08-24 - Sendandi: Rauði kross Íslands - Skýring: (viðbótarathugasemdir)[PDF]

Þingmál A509 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2171 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]

Þingmál A516 (erfðabreyttar lífverur)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-30 16:53:23 - [HTML]
142. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-06-15 21:49:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2362 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: ORF Líftækni ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2805 - Komudagur: 2010-06-11 - Sendandi: ORF Líftækni[PDF]

Þingmál A517 (heimild fjármálafyrirtækis til að veita veðréttindi)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-06-08 16:47:23 - [HTML]
133. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2010-06-08 17:20:20 - [HTML]

Þingmál A520 (efling græna hagkerfisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 909 (þáltill.) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Þingræður:
119. þingfundur - Skúli Helgason - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-07 15:17:54 - [HTML]

Þingmál A521 (stefnumótandi byggðaáætlun 2010--2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 910 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]

Þingmál A523 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2220 - Komudagur: 2010-05-12 - Sendandi: Árvakur hf, Morgunblaðið[PDF]

Þingmál A527 (ferjusiglingar frá Bretlandseyjum til og frá Vestmannaeyjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 916 (þáltill.) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Þingræður:
118. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-06 18:23:19 - [HTML]
118. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-05-06 18:34:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2766 - Komudagur: 2010-06-09 - Sendandi: Siglingastofnun Íslands[PDF]

Þingmál A528 (hvatningarverkefni til að efla innlenda framleiðslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (þáltill.) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Þingræður:
119. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-07 16:36:36 - [HTML]

Þingmál A531 (olíugjald og kílómetragjald)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-04-15 16:24:49 - [HTML]

Þingmál A532 (þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2010-05-07 14:27:07 - [HTML]

Þingmál A543 (geislavarnir)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-30 14:43:11 - [HTML]

Þingmál A547 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 937 (frumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Þingræður:
121. þingfundur - Helgi Hjörvar - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-11 14:11:15 - [HTML]

Þingmál A548 (bygging nýs Landspítala við Hringbraut)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2010-04-15 16:58:40 - [HTML]
106. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2010-04-15 16:59:59 - [HTML]
134. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2010-06-09 23:08:47 - [HTML]

Þingmál A549 (grunngerð landupplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2424 - Komudagur: 2010-05-19 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 2592 - Komudagur: 2010-05-28 - Sendandi: Loftmyndir ehf[PDF]

Þingmál A553 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Þingræður:
118. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2010-05-06 14:40:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2699 - Komudagur: 2010-06-04 - Sendandi: Sniglar,bifhjólasamtök lýðveldisins[PDF]
Dagbókarnúmer 2760 - Komudagur: 2010-06-09 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 2786 - Komudagur: 2010-06-10 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 2817 - Komudagur: 2010-06-11 - Sendandi: Kjartan Þórðarson sérfræðingur á Umferðarstofu[PDF]

Þingmál A554 (atvinnuleysistryggingar og húsaleigubætur)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-06-07 16:58:43 - [HTML]

Þingmál A555 (Vinnumarkaðsstofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 945 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Þingræður:
109. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-20 15:17:29 - [HTML]
109. þingfundur - Árni Páll Árnason (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-04-20 16:14:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1989 - Komudagur: 2010-05-06 - Sendandi: Vinnueftirlitið[PDF]
Dagbókarnúmer 2006 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Félag íslenskra sjúkraþjálfara[PDF]
Dagbókarnúmer 2011 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A558 (starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1246 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-06-08 17:58:00 [HTML]
Þingræður:
109. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-04-20 17:25:58 - [HTML]
134. þingfundur - Pétur H. Blöndal (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-06-10 00:36:11 - [HTML]
135. þingfundur - Pétur H. Blöndal - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-06-10 13:46:54 - [HTML]
135. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-06-10 13:48:18 - [HTML]
137. þingfundur - Pétur H. Blöndal - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-06-11 13:16:06 - [HTML]

Þingmál A562 (umboðsmaður skuldara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1903 - Komudagur: 2010-05-04 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A567 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 957 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1249 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-09 14:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1311 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-06-24 09:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1342 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-06-14 13:04:00 [HTML]
Þingræður:
115. þingfundur - Kristján L. Möller (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-29 16:48:21 - [HTML]
136. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-10 20:36:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1904 - Komudagur: 2010-05-03 - Sendandi: Samgönguráðuneytið[PDF]

Þingmál A569 (hlutafélög, einkahlutafélög og ársreikningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2010-05-12 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]
Dagbókarnúmer 2371 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A573 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 964 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Þingræður:
113. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2010-04-27 16:24:23 - [HTML]

Þingmál A574 (ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 965 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1324 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-06-12 15:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1379 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-06-15 11:19:00 [HTML]

Þingmál A580 (fríverslunarsamningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Kólumbíu o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 971 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML]
Þingræður:
106. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-15 18:34:27 - [HTML]
106. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-15 18:42:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2157 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2259 - Komudagur: 2010-05-14 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]

Þingmál A581 (varnarmálalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2160 - Komudagur: 2010-05-11 - Sendandi: Varnarmálastofnun Íslands[PDF]

Þingmál A582 (samgönguáætlun fyrir árin 2009--2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 973 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-04-20 21:46:00 [HTML]
Þingræður:
115. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2010-04-29 15:51:29 - [HTML]
142. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-15 14:27:26 - [HTML]
142. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2010-06-15 14:56:36 - [HTML]
142. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-15 15:23:49 - [HTML]
142. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2010-06-15 15:36:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2297 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Fljótsdalshérað[PDF]
Dagbókarnúmer 2395 - Komudagur: 2010-05-18 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 2444 - Komudagur: 2010-05-14 - Sendandi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi[PDF]
Dagbókarnúmer 2448 - Komudagur: 2010-05-19 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 2587 - Komudagur: 2010-05-20 - Sendandi: Samtök um betri byggð - Skýring: (opið bréf til þingm. og sveitarstj.fulltrúa)[PDF]

Þingmál A585 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Ragna Árnadóttir (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-26 21:30:47 - [HTML]

Þingmál A586 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2045 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2742 - Komudagur: 2010-06-08 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna[PDF]

Þingmál A590 (hvalir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2341 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Hvalur hf.[PDF]

Þingmál A594 (skýrsla samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1000 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-04-20 12:46:00 [HTML]

Þingmál A597 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2010-05-10 17:10:05 - [HTML]
150. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-09-03 15:28:22 - [HTML]

Þingmál A605 (jafnræði lífsskoðunarfélaga, trúarlega sem veraldlegra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1044 (þáltill.) útbýtt þann 2010-05-06 10:10:00 [HTML]

Þingmál A611 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-05-11 16:14:00 [HTML]
Þingræður:
123. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-14 10:52:08 - [HTML]
123. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-14 12:57:40 - [HTML]
123. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2010-05-14 13:30:05 - [HTML]
123. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-14 13:48:54 - [HTML]
123. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-14 13:50:41 - [HTML]
123. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2010-05-14 13:59:39 - [HTML]
123. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-05-14 14:31:27 - [HTML]
123. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-14 14:43:38 - [HTML]
123. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-14 14:56:28 - [HTML]
123. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-05-14 15:00:55 - [HTML]
123. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2010-05-14 15:45:30 - [HTML]
123. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-14 15:54:59 - [HTML]
123. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2010-05-14 16:04:51 - [HTML]
123. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-14 16:15:03 - [HTML]
123. þingfundur - Anna Margrét Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2010-05-14 16:23:54 - [HTML]
123. þingfundur - Anna Margrét Guðjónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-05-14 16:34:43 - [HTML]

Þingmál A621 (endurskoðun eftirlauna og skyldra hlunninda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1093 (þáltill.) útbýtt þann 2010-05-14 15:42:00 [HTML]

Þingmál A632 (umsókn um aðild að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1348 (svar) útbýtt þann 2010-06-14 20:31:00 [HTML]

Þingmál A634 (húsnæðismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2790 - Komudagur: 2010-06-10 - Sendandi: Félagsbústaðir hf.[PDF]

Þingmál A644 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1159 (frumvarp) útbýtt þann 2010-05-31 17:03:00 [HTML]

Þingmál A645 (gjaldeyrismál og tollalög)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-06-01 20:14:57 - [HTML]

Þingmál A649 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
135. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-10 14:19:36 - [HTML]

Þingmál A650 (stofnun hlutafélaga um vegaframkvæmdir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1351 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-06-14 21:00:00 [HTML]
Þingræður:
132. þingfundur - Kristján L. Möller (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-07 22:43:22 - [HTML]
142. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Nefnd) - Ræða hófst: 2010-06-16 00:59:53 - [HTML]

Þingmál A651 (stjórn vatnamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1206 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-04 15:35:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2900 - Komudagur: 2010-07-01 - Sendandi: Veiðimálastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 2937 - Komudagur: 2010-07-08 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 2968 - Komudagur: 2010-08-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins o.fl. - Skýring: (frá SA,SI,SAF og LÍÚ)[PDF]

Þingmál A658 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2010-06-16 12:52:43 - [HTML]
144. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2010-06-16 13:39:25 - [HTML]
152. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-09-07 14:07:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2871 - Komudagur: 2010-06-30 - Sendandi: Siglingastofnun Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 3003 - Komudagur: 2010-08-12 - Sendandi: Fjölmenningarsetur[PDF]

Þingmál A659 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
147. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-06-24 16:02:02 - [HTML]

Þingmál A660 (verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1280 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-10 16:58:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3031 - Komudagur: 2010-08-17 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Þingmál A661 (iðnaðarmálagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-10 16:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1444 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-09-02 13:03:00 [HTML]
Þingræður:
138. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-06-12 11:35:45 - [HTML]
138. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 11:41:46 - [HTML]
138. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 11:45:42 - [HTML]
138. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 11:49:19 - [HTML]
138. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 11:52:50 - [HTML]
138. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-06-12 11:57:06 - [HTML]
138. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 12:14:12 - [HTML]
138. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-06-12 12:25:19 - [HTML]
138. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-06-12 12:40:32 - [HTML]
138. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 12:55:46 - [HTML]
138. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2010-06-12 14:00:54 - [HTML]
138. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 14:22:32 - [HTML]
138. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2010-06-12 14:24:52 - [HTML]
138. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2010-06-12 16:04:48 - [HTML]
138. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 16:16:40 - [HTML]
138. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 16:21:06 - [HTML]
138. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2010-06-12 16:33:16 - [HTML]
138. þingfundur - Skúli Helgason - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 16:39:41 - [HTML]
138. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 16:41:54 - [HTML]
138. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-06-12 16:45:57 - [HTML]
138. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2010-06-12 16:57:01 - [HTML]
138. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2010-06-12 17:11:35 - [HTML]
138. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 17:22:15 - [HTML]
138. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 17:28:29 - [HTML]
138. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-06-12 17:29:37 - [HTML]
153. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-09-08 11:26:17 - [HTML]
153. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-09-08 11:51:00 - [HTML]
153. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2010-09-08 12:06:15 - [HTML]
153. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-08 12:17:36 - [HTML]
153. þingfundur - Pétur H. Blöndal - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-09-08 14:03:23 - [HTML]
153. þingfundur - Skúli Helgason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-09-08 14:04:38 - [HTML]
153. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-09-08 14:05:50 - [HTML]
154. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2010-09-09 14:05:35 - [HTML]
154. þingfundur - Skúli Helgason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2010-09-09 14:07:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2911 - Komudagur: 2010-07-02 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]
Dagbókarnúmer 2975 - Komudagur: 2010-08-10 - Sendandi: Meistarafélag húsasmiða[PDF]
Dagbókarnúmer 2998 - Komudagur: 2010-08-12 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 3015 - Komudagur: 2010-08-13 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 3016 - Komudagur: 2010-08-13 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 3078 - Komudagur: 2010-08-18 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (dómur Mannr.dómstóls Evrópu)[PDF]
Dagbókarnúmer 3085 - Komudagur: 2010-08-24 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið[PDF]

Þingmál A665 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (þáltill.) útbýtt þann 2010-06-11 16:09:00 [HTML]

Þingmál A670 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingræður:
145. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-06-16 17:32:12 - [HTML]
147. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2010-06-24 10:32:46 - [HTML]

Þingmál A673 (Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1368 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-15 17:18:00 [HTML]

Þingmál A674 (Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1369 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-06-15 17:18:00 [HTML]

Þingmál A693 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3111 - Komudagur: 2010-09-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 3113 - Komudagur: 2010-09-14 - Sendandi: KPMG hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 3116 - Komudagur: 2010-09-14 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 3122 - Komudagur: 2010-09-14 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A698 (auðlegðarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1462 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2010-09-03 14:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1531 (svar) útbýtt þann 2010-09-28 16:50:00 [HTML]

Þingmál A699 (þátttaka í samstarfsáætlunum Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1536 (svar) útbýtt þann 2010-09-28 16:15:00 [HTML]

Þingmál A705 (skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1501 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1510 (breytingartillaga) útbýtt þann 2010-09-17 10:08:00 [HTML]
Þingræður:
159. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-13 11:24:35 - [HTML]
159. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-13 12:28:59 - [HTML]
159. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2010-09-13 14:39:14 - [HTML]
159. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-13 18:40:23 - [HTML]
159. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2010-09-13 18:47:07 - [HTML]
160. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-09-14 11:22:40 - [HTML]
160. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-14 12:40:40 - [HTML]
160. þingfundur - Ólöf Nordal - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-14 12:58:07 - [HTML]
160. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-09-14 15:51:20 - [HTML]
160. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2010-09-14 16:18:06 - [HTML]
161. þingfundur - Anna Margrét Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-15 11:12:00 - [HTML]
161. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-15 14:22:36 - [HTML]
161. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-09-15 16:42:14 - [HTML]
167. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-09-27 12:24:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3157 - Komudagur: 2010-02-17 - Sendandi: Aðallögfræðingur Alþingis (Ásm,H.) - Skýring: (samantekt um Tamílamálið)[PDF]
Dagbókarnúmer 3165 - Komudagur: 2010-06-06 - Sendandi: Skrifstofa forseta Íslands - Skýring: (svar við bréfi þingmn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 3170 - Komudagur: 2010-06-07 - Sendandi: Björgvin G. Sigurðsson fyrrv. viðskiptaráðherra - Skýring: (svar við bréfi þingmn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 3172 - Komudagur: 2010-06-07 - Sendandi: Geir H. Haarde fyrrv. forsætisráðherra - Skýring: (svar við bréfi þingmn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 3195 - Komudagur: 2010-07-13 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - Skýring: (sent skv. beiðni þingmn.)[PDF]

Þingmál A706 (málshöfðun gegn ráðherrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1502 (þáltill.) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1519 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1520 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00 [HTML]
Þingræður:
162. þingfundur - Atli Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-09-17 11:04:17 - [HTML]
163. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-09-20 10:33:07 - [HTML]
163. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-20 12:00:54 - [HTML]
163. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-20 14:31:09 - [HTML]
163. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-20 15:06:32 - [HTML]
163. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-09-20 15:45:48 - [HTML]
163. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-20 16:07:40 - [HTML]
163. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-20 16:14:39 - [HTML]
163. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2010-09-20 16:38:33 - [HTML]
163. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2010-09-20 17:51:28 - [HTML]
163. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-09-20 18:11:51 - [HTML]
163. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-09-20 18:32:31 - [HTML]
164. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2010-09-21 11:22:15 - [HTML]
164. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-21 14:49:28 - [HTML]
164. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2010-09-21 15:58:04 - [HTML]
167. þingfundur - Atli Gíslason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-09-27 13:58:34 - [HTML]
167. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-09-27 14:30:58 - [HTML]
167. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2010-09-27 15:03:14 - [HTML]
167. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2010-09-27 15:07:49 - [HTML]
167. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-09-27 15:19:24 - [HTML]
167. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-09-27 15:50:21 - [HTML]
167. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2010-09-27 16:25:00 - [HTML]
168. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2010-09-28 10:32:05 - [HTML]
168. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2010-09-28 13:59:16 - [HTML]
169. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-09-28 16:21:33 - [HTML]
169. þingfundur - Kristján L. Möller - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2010-09-28 16:24:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3130 - Komudagur: 2010-09-24 - Sendandi: Allsherjarnefnd, meiri hluti[PDF]

Þingmál A707 (málshöfðun gegn ráðherrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1503 (þáltill.) útbýtt þann 2010-09-11 16:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1519 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1520 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-09-25 16:17:00 [HTML]
Þingræður:
164. þingfundur - Magnús Orri Schram - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-09-21 17:31:16 - [HTML]
164. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-09-21 18:02:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3133 - Komudagur: 2010-09-24 - Sendandi: Allsherjarnefnd, meiri hluti[PDF]

Þingmál B1 ()[HTML]

Þingræður:
0. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 2009-10-01 14:07:17 - [HTML]

Þingmál B17 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2009-10-06 13:32:03 - [HTML]
3. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2009-10-06 14:49:30 - [HTML]
3. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2009-10-06 15:36:39 - [HTML]
3. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-06 17:28:10 - [HTML]
3. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-10-06 17:33:22 - [HTML]

Þingmál B18 (óundirbúinn fyrirspurnatími)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2009-10-07 13:57:38 - [HTML]

Þingmál B49 (íslenska ákvæðið í loftslagsmálum)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2009-10-13 13:47:03 - [HTML]

Þingmál B55 ()[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2009-10-14 13:58:50 - [HTML]
7. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2009-10-14 14:02:54 - [HTML]

Þingmál B73 (samningsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-10-15 13:36:57 - [HTML]

Þingmál B95 ()[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2009-10-20 13:37:56 - [HTML]

Þingmál B357 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um Seðlabankann)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Gylfi Magnússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2009-12-14 10:52:15 - [HTML]

Þingmál B411 ()[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2009-12-18 10:37:30 - [HTML]

Þingmál B571 (staða efnahagsmála)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-02-16 15:11:15 - [HTML]

Þingmál B591 (staða atvinnulausra)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-02-18 11:08:28 - [HTML]

Þingmál B611 ()[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2010-02-24 13:36:01 - [HTML]

Þingmál B637 (heilsuefling í skólakerfinu)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-03-01 15:09:53 - [HTML]

Þingmál B646 ()[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2010-03-02 13:34:12 - [HTML]

Þingmál B683 (staða atvinnuveganna)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-03-09 14:23:14 - [HTML]

Þingmál B773 ()[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-04-13 17:16:44 - [HTML]
105. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-04-14 15:24:36 - [HTML]
106. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-04-15 13:57:23 - [HTML]
106. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2010-04-15 15:07:40 - [HTML]

Þingmál B790 (störf sérstaks saksóknara og flutningur lögheimila)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2010-04-15 11:07:22 - [HTML]

Þingmál B797 ()[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2010-04-16 12:15:14 - [HTML]

Þingmál B839 ()[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2010-04-26 16:03:04 - [HTML]

Þingmál B851 ()[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-04-27 13:44:30 - [HTML]

Þingmál B862 (óundirbúinn fyrirspurnatími)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-04-28 12:00:49 - [HTML]

Þingmál B873 ()[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2010-04-29 10:47:10 - [HTML]
115. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2010-04-29 10:51:56 - [HTML]

Þingmál B880 (aðildarumsókn að ESB og staða Grikkja)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-04-30 12:11:19 - [HTML]

Þingmál B925 (skattar og fjárlagagerð 2011)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-05-10 15:57:19 - [HTML]

Þingmál B940 (Icesave)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2010-05-17 15:09:55 - [HTML]

Þingmál B974 (staða atvinnumála)[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2010-05-31 12:53:54 - [HTML]
128. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-05-31 13:14:50 - [HTML]

Þingmál B981 (árás ísraelsks herskips á skipalest með hjálpargögn)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2010-06-01 14:34:00 - [HTML]

Þingmál B1018 (aðildarumsókn Íslands að ESB)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-06-09 10:48:39 - [HTML]
134. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-06-09 10:50:48 - [HTML]
134. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-06-09 10:53:04 - [HTML]

Þingmál B1072 ()[HTML]

Þingræður:
141. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2010-06-14 21:25:18 - [HTML]
141. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-06-14 21:35:25 - [HTML]

Þingmál B1182 ()[HTML]

Þingræður:
153. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-09-08 10:54:38 - [HTML]

Þingmál B1189 (starfsumhverfi gagnavera)[HTML]

Þingræður:
154. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-09-09 10:41:44 - [HTML]

Löggjafarþing 139

Þingmál A1 (fjárlög 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-01 15:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 413 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-07 13:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 414 (breytingartillaga) útbýtt þann 2010-12-06 21:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 482 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-12-15 10:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 556 (lög í heild) útbýtt þann 2010-12-16 14:31:00 [HTML]
Þingræður:
4. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-05 14:12:08 - [HTML]
4. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-10-05 19:37:37 - [HTML]
44. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-08 17:26:39 - [HTML]
44. þingfundur - Skúli Helgason - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-08 17:29:00 - [HTML]
44. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2010-12-08 20:01:49 - [HTML]
44. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2010-12-08 20:51:49 - [HTML]
44. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2010-12-08 23:26:28 - [HTML]
44. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2010-12-09 00:57:00 - [HTML]
49. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-15 12:51:39 - [HTML]
49. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-12-15 21:05:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 493 - Komudagur: 2010-11-19 - Sendandi: Allsherjarnefnd, meiri hluti[PDF]

Þingmál A2 (þjóðhagsáætlun 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2010-10-04 17:24:00 [HTML]

Þingmál A3 (öryggi Hvalfjarðarganga)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-10-18 16:41:02 - [HTML]
14. þingfundur - Ögmundur Jónasson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-10-18 16:44:22 - [HTML]
14. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-10-18 16:48:29 - [HTML]
14. þingfundur - Ögmundur Jónasson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-10-18 16:50:55 - [HTML]

Þingmál A5 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (þáltill.) útbýtt þann 2010-10-04 17:24:00 [HTML]

Þingmál A6 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2010-10-07 12:07:34 - [HTML]
7. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-10-07 12:16:09 - [HTML]

Þingmál A10 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-04 17:24:00 [HTML]
Þingræður:
7. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-07 15:35:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 58 - Komudagur: 2010-11-04 - Sendandi: Hæstiréttur Íslands (sjö starfandi dómarar)[PDF]

Þingmál A11 (hámarksmagn transfitusýra í matvælum)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-13 17:21:07 - [HTML]

Þingmál A17 (gerð samninga um gagnkvæma vernd fjárfestinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1348 - Komudagur: 2011-02-16 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]

Þingmál A25 (ráðgjafarstofa fyrirtækja í greiðsluörðugleikum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 139 - Komudagur: 2010-11-08 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A35 (viðbrögð fjölmiðla við athugasemdum rannsóknarnefndar Alþingis)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2010-10-18 17:17:15 - [HTML]

Þingmál A38 (rannsókn á starfsemi fjármálafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-07 11:17:00 [HTML]

Þingmál A42 (stefnumótandi byggðaáætlun 2010--2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-10-07 14:27:00 [HTML]

Þingmál A47 (uppsögn af hálfu atvinnurekanda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 817 - Komudagur: 2010-12-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A48 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-12 13:24:00 [HTML]
Þingræður:
10. þingfundur - Jórunn Einarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-14 12:06:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 88 - Komudagur: 2010-11-02 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A49 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 91 - Komudagur: 2010-11-01 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A50 (sala sjávarafla o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 2010-10-12 16:38:00 [HTML]
Þingræður:
12. þingfundur - Baldvin Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-14 15:02:46 - [HTML]
12. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-10-14 15:18:23 - [HTML]

Þingmál A55 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-10-13 16:18:25 - [HTML]

Þingmál A59 (formleg innleiðing fjármálareglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 60 (þáltill.) útbýtt þann 2010-10-15 16:10:00 [HTML]

Þingmál A60 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-13 13:28:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 537 - Komudagur: 2010-11-30 - Sendandi: Axel Hall - Skýring: (lagt fram á fundi)[PDF]

Þingmál A61 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-21 16:32:44 - [HTML]

Þingmál A66 (ábyrgð mennta- og menningarmálaráðuneytisins á faglegu háskólastarfi)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-11-29 16:40:14 - [HTML]

Þingmál A67 (reglur um verkferla og hæfnismat við opinberar embættisveitingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 97 - Komudagur: 2010-11-02 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A68 (sjálfbærar samgöngur)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2010-11-08 16:53:39 - [HTML]

Þingmál A70 (kostnaður ráðuneyta við aðkeypta þjónustu, ráðgjöf og sérverkefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 488 (svar) útbýtt þann 2010-12-15 18:10:00 [HTML]

Þingmál A76 (fjáraukalög 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-15 16:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 355 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-12-06 14:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 435 (lög í heild) útbýtt þann 2010-12-07 15:23:00 [HTML]

Þingmál A77 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 81 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-15 16:11:00 [HTML]
Þingræður:
16. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-20 16:21:28 - [HTML]

Þingmál A78 (mannvirki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-15 16:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 350 (breytingartillaga) útbýtt þann 2010-11-29 17:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 450 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-12-14 11:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 536 (lög í heild) útbýtt þann 2010-12-15 11:39:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 199 - Komudagur: 2010-11-09 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]
Dagbókarnúmer 200 - Komudagur: 2010-11-09 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 639 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Neytendastofa - Skýring: (markaðseftirlit)[PDF]

Þingmál A79 (brunavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (frhnál. með brtt.) útbýtt þann 2010-12-15 14:58:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 201 - Komudagur: 2010-11-09 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 790 - Komudagur: 2010-12-08 - Sendandi: Flugmálastjórn[PDF]
Dagbókarnúmer 989 - Komudagur: 2010-12-16 - Sendandi: Flugmálastjórn Íslands - Skýring: (v. framh.nefndarálits)[PDF]
Dagbókarnúmer 1006 - Komudagur: 2010-12-16 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1019 - Komudagur: 2010-12-20 - Sendandi: Flugmálastjórn[PDF]

Þingmál A80 (samvinnuráð um þjóðarsátt)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2010-11-04 16:20:35 - [HTML]

Þingmál A81 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 85 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-10-15 16:11:00 [HTML]
Þingræður:
18. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-21 16:56:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 309 - Komudagur: 2010-11-19 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]
Dagbókarnúmer 581 - Komudagur: 2010-12-01 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A82 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 17/2009 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 86 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-10-18 14:52:00 [HTML]

Þingmál A88 (þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2010-11-11 15:23:01 - [HTML]
25. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-11 16:14:20 - [HTML]

Þingmál A91 (nýjar nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og hópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 254 (svar) útbýtt þann 2010-11-25 16:39:00 [HTML]

Þingmál A92 (vörugjald af ökutækjum)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2010-11-24 18:42:49 - [HTML]

Þingmál A95 (fríverslun við Bandaríkin)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (þáltill.) útbýtt þann 2010-10-19 17:29:00 [HTML]
Þingræður:
18. þingfundur - Birgir Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-10-21 17:52:46 - [HTML]

Þingmál A107 (staðbundnir fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1764 - Komudagur: 2011-03-21 - Sendandi: Blaðamannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A108 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Ögmundur Jónasson (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-10-21 15:08:20 - [HTML]
50. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-12-16 21:37:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 130 - Komudagur: 2010-11-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 168 - Komudagur: 2010-11-08 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A119 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 18/2009 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-02 09:41:00 [HTML]

Þingmál A121 (grunngerð stafrænna landupplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 642 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Loftmyndir ehf[PDF]

Þingmál A122 (viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2010-11-09 14:59:57 - [HTML]

Þingmál A125 (gúmmíkurl úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 617 (svar) útbýtt þann 2010-12-18 00:53:00 [HTML]

Þingmál A131 (samkeppnislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 350 - Komudagur: 2010-11-19 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]
Dagbókarnúmer 362 - Komudagur: 2010-11-24 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1176 - Komudagur: 2011-01-28 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A134 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 114/2008 um breyt. á IX. og XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-02 10:27:00 [HTML]

Þingmál A136 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 717 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: Vodafone[PDF]
Dagbókarnúmer 1590 - Komudagur: 2011-03-04 - Sendandi: Mörður Árnason alþingismaður - Skýring: (frá Póst- og fjarskiptastofnun)[PDF]

Þingmál A140 (skattaleg staða frjálsra félagasamtaka)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2010-11-22 15:39:59 - [HTML]

Þingmál A148 (meðmælabréf vegna atvinnuumsókna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (svar) útbýtt þann 2010-11-30 17:12:00 [HTML]

Þingmál A152 (greiðsluaðlögun einstaklinga o.fl.)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-11-30 15:26:42 - [HTML]

Þingmál A155 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 87/2009 og nr. 126/2010 um breyt. á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 171 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-08 15:19:00 [HTML]

Þingmál A175 (álagning virðisaukaskatts á sölu vef- og rafbóka, hljóðbóka, nótnabóka, landabréfa o.þ.h.)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2010-12-13 12:04:01 - [HTML]

Þingmál A176 (hlutafélög)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-01-26 15:26:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1483 - Komudagur: 2011-02-25 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1490 - Komudagur: 2011-02-25 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A186 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 203 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 15:07:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1405 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-11 16:13:00 [HTML]
Þingræður:
128. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-05-17 17:16:28 - [HTML]
128. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-05-17 17:36:41 - [HTML]
129. þingfundur - Mörður Árnason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-05-18 14:37:45 - [HTML]

Þingmál A187 (ríkisábyrgðir)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-18 14:22:42 - [HTML]

Þingmál A188 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-18 12:24:43 - [HTML]

Þingmál A189 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 206 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 15:07:00 [HTML]
Þingræður:
128. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2011-05-17 18:16:42 - [HTML]

Þingmál A190 (landlæknir og lýðheilsa)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2011-03-01 17:46:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 789 - Komudagur: 2010-12-08 - Sendandi: Hagstofa Íslands[PDF]

Þingmál A196 (sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-16 13:30:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 544 - Komudagur: 2010-11-30 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 819 - Komudagur: 2010-12-08 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (um bankaskattsfrumvarp)[PDF]

Þingmál A197 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 15:07:00 [HTML]
Þingræður:
33. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2010-11-23 15:17:32 - [HTML]
33. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-23 16:11:21 - [HTML]
53. þingfundur - Magnús Orri Schram - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-17 22:57:36 - [HTML]
53. þingfundur - Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson - Ræða hófst: 2010-12-17 23:16:29 - [HTML]
54. þingfundur - Magnús Orri Schram - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-12-18 11:21:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 390 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: Bílgreinasambandið[PDF]
Dagbókarnúmer 644 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - Skýring: (viðbótarumsögn)[PDF]
Dagbókarnúmer 714 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 721 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda[PDF]
Dagbókarnúmer 755 - Komudagur: 2010-12-07 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]

Þingmál A198 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 18:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1111 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-24 14:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1113 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-24 11:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1296 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-04-11 17:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1324 (lög í heild) útbýtt þann 2011-04-15 14:00:00 [HTML]
Þingræður:
30. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-17 17:39:49 - [HTML]
107. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-04-07 12:28:12 - [HTML]
107. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-04-07 13:30:25 - [HTML]
108. þingfundur - Þráinn Bertelsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-04-11 15:39:31 - [HTML]
112. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-04-14 17:23:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 401 - Komudagur: 2010-11-24 - Sendandi: Menntamálaráðuneytið - Skýring: (breytingar á frv.)[PDF]
Dagbókarnúmer 528 - Komudagur: 2010-11-30 - Sendandi: Árvakur hf., Morgunblaðið[PDF]
Dagbókarnúmer 564 - Komudagur: 2010-12-01 - Sendandi: Jafnréttisstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 584 - Komudagur: 2010-12-01 - Sendandi: 365 - miðlar ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 601 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 602 - Komudagur: 2010-12-02 - Sendandi: Birtingur útgáfufélag ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 795 - Komudagur: 2010-12-08 - Sendandi: Samband íslenskra auglýsingastofa, Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 1469 - Komudagur: 2011-02-22 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi)[PDF]

Þingmál A200 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-16 21:47:00 [HTML]
Þingræður:
31. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2010-11-18 15:32:36 - [HTML]
52. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2010-12-17 15:56:00 - [HTML]
52. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-17 16:30:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 535 - Komudagur: 2010-11-19 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 567 - Komudagur: 2010-12-01 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A201 (skeldýrarækt)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-16 15:38:26 - [HTML]
147. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2011-06-09 18:18:13 - [HTML]
147. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-06-09 18:52:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 946 - Komudagur: 2010-12-13 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 1194 - Komudagur: 2011-02-01 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 2166 - Komudagur: 2011-04-29 - Sendandi: Skelrækt, hagsmunasamtök skelræktenda[PDF]

Þingmál A204 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2010-12-18 01:57:13 - [HTML]

Þingmál A206 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-17 17:30:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 370 - Komudagur: 2010-11-24 - Sendandi: Dr. Elvira Méndez[PDF]
Dagbókarnúmer 416 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: PriceWaterhouseCoopers hf[PDF]
Dagbókarnúmer 422 - Komudagur: 2010-11-22 - Sendandi: Sigurður Hr. Sigurðsson[PDF]
Dagbókarnúmer 423 - Komudagur: 2010-11-25 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]
Dagbókarnúmer 664 - Komudagur: 2010-12-03 - Sendandi: Sveinn Óskar Sigurðsson - Skýring: (viðbótar umsögn og ýmis gögn)[PDF]
Dagbókarnúmer 852 - Komudagur: 2010-12-09 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (viðbrögð um umsögnum)[PDF]

Þingmál A208 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 581 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-12-17 10:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 643 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-12-18 12:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 659 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-12-18 15:33:00 [HTML]
Þingræður:
33. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-23 17:50:21 - [HTML]
53. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-12-17 21:50:24 - [HTML]
54. þingfundur - Skúli Helgason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-12-18 10:59:29 - [HTML]
54. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-12-18 11:01:53 - [HTML]
54. þingfundur - Kristján L. Möller - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-12-18 11:03:15 - [HTML]
55. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2010-12-18 14:02:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 886 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: Deloitte hf[PDF]
Dagbókarnúmer 899 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: Samtök íslenskra gagnavera[PDF]

Þingmál A210 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 829 - Komudagur: 2010-12-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 937 - Komudagur: 2010-12-13 - Sendandi: KPMG hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1047 - Komudagur: 2010-12-21 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A212 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-16 15:30:03 - [HTML]

Þingmál A216 (fiskveiðisamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 675 (svar) útbýtt þann 2011-01-17 17:01:00 [HTML]

Þingmál A227 (málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir alþjóðlegum dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaga)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-01 17:16:46 - [HTML]
68. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-02-01 17:51:44 - [HTML]
68. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-02-01 18:11:13 - [HTML]

Þingmál A234 (Lúganósamningurinn um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 265 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-18 15:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 708 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-01-20 12:20:00 [HTML]

Þingmál A236 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 55/2010 og nr. 124/2010 um breyt. á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 267 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-18 15:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 988 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-03-16 13:36:00 [HTML]
Þingræður:
35. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-11-25 17:51:54 - [HTML]
35. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-25 18:02:58 - [HTML]
35. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-25 18:05:18 - [HTML]
96. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-03-17 15:46:28 - [HTML]

Þingmál A237 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 268 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-18 15:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1135 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-28 17:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1297 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-05-02 14:25:00 [HTML]
Þingræður:
102. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-29 18:40:37 - [HTML]
102. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-29 20:11:19 - [HTML]
104. þingfundur - Eygló Harðardóttir (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-31 15:18:09 - [HTML]
104. þingfundur - Magnús Orri Schram - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-31 15:56:18 - [HTML]
104. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-31 16:18:31 - [HTML]
104. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-31 16:24:14 - [HTML]
104. þingfundur - Magnús Orri Schram - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-31 17:38:21 - [HTML]
104. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-03-31 19:02:30 - [HTML]
104. þingfundur - Eygló Harðardóttir (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-31 19:11:33 - [HTML]
107. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-04-07 15:41:42 - [HTML]
107. þingfundur - Magnús Orri Schram - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-07 16:21:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1380 - Komudagur: 2011-02-14 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A238 (fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1186 - Komudagur: 2011-01-31 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A245 (ofþyngd barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 555 (svar) útbýtt þann 2010-12-17 21:18:00 [HTML]

Þingmál A247 (landsdómur)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Ögmundur Jónasson (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-24 17:27:30 - [HTML]
34. þingfundur - Ögmundur Jónasson (dómsmála- og mannréttindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-24 17:46:37 - [HTML]

Þingmál A248 (markaðsátakið ,,Inspired by Iceland")[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 649 (svar) útbýtt þann 2010-12-18 14:34:00 [HTML]

Þingmál A252 (bann við búrkum)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-01-31 16:41:45 - [HTML]

Þingmál A256 (málefni fatlaðra)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2010-11-25 12:30:49 - [HTML]
35. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-11-25 13:47:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 594 - Komudagur: 2010-12-01 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A273 (mikilvægi fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð og lífsviðhorf)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1702 - Komudagur: 2011-03-15 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1727 - Komudagur: 2011-03-16 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri[PDF]

Þingmál A275 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Árni Johnsen - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-01-26 16:19:12 - [HTML]
65. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2011-01-26 17:06:14 - [HTML]

Þingmál A278 (áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Árni Johnsen - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-01 18:49:29 - [HTML]

Þingmál A280 (Skipasafn Íslands í Reykjanesbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 323 (þáltill.) útbýtt þann 2010-11-25 12:09:00 [HTML]
Þingræður:
77. þingfundur - Árni Johnsen - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-23 17:22:13 - [HTML]

Þingmál A281 (úttekt á áhrifum Schengen-samstarfsins)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2011-02-23 17:19:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2077 - Komudagur: 2011-04-20 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið[PDF]

Þingmál A283 (uppbygging Náttúrugripasafns Íslands á Selfossi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2008 - Komudagur: 2011-04-12 - Sendandi: Mosfellsbær[PDF]

Þingmál A285 (stofnun íslenskrar handverksdeildar í Listaháskóla Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1804 - Komudagur: 2011-03-28 - Sendandi: Heimilisiðnaðarfélag Íslands[PDF]

Þingmál A288 (gerð lista- og náttúrugarðs fyrir blinda og aðra skynhefta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 331 (þáltill.) útbýtt þann 2010-11-25 15:04:00 [HTML]

Þingmál A290 (málshöfðun og skaðabótakrafa á hendur breska ríkinu, NATO og ESB)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 333 (þáltill.) útbýtt þann 2010-11-25 15:37:00 [HTML]

Þingmál A292 (úttekt á aðgengi sjómanna að þjónustustarfsemi opinberra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 335 (þáltill.) útbýtt þann 2010-11-25 16:39:00 [HTML]

Þingmál A298 (stjórn vatnamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 344 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-25 15:37:00 [HTML]
Þingræður:
94. þingfundur - Mörður Árnason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-03-16 15:06:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1057 - Komudagur: 2010-12-21 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins o.fl. - Skýring: (SA,SI,SAF,LÍÚ)[PDF]
Dagbókarnúmer 1061 - Komudagur: 2010-12-21 - Sendandi: Fiskistofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1165 - Komudagur: 2011-01-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A299 (umhverfisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 345 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-25 15:37:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-01-19 16:02:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2040 - Komudagur: 2011-04-15 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A301 (kjarasamningar opinberra starfsmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-30 15:57:08 - [HTML]
40. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-11-30 16:00:52 - [HTML]
53. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-12-18 01:14:48 - [HTML]

Þingmál A307 (mótun framleiðslustefnu í lífrænum landbúnaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2916 - Komudagur: 2011-06-22 - Sendandi: Samband garðyrkjubænda[PDF]

Þingmál A310 (staðgöngumæðrun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1866 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-09-06 17:38:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1317 - Komudagur: 2011-02-14 - Sendandi: Femínistafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1374 - Komudagur: 2011-02-17 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1411 - Komudagur: 2011-02-18 - Sendandi: Þjóðmálanefnd Þjóðkirkjunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 1415 - Komudagur: 2011-02-18 - Sendandi: Jafnréttisstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1765 - Komudagur: 2011-03-21 - Sendandi: Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi[PDF]

Þingmál A311 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-01-26 18:06:45 - [HTML]

Þingmál A312 (lausn á bráðavanda hjálparstofnana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 379 (þáltill.) útbýtt þann 2010-11-30 17:12:00 [HTML]

Þingmál A313 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 380 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-30 18:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 594 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-17 14:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 597 (nefndarálit) útbýtt þann 2010-12-17 14:37:00 [HTML]
Þingskjal nr. 642 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-12-18 12:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 658 (lög í heild) útbýtt þann 2010-12-18 15:32:00 [HTML]
Þingræður:
42. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-06 17:13:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 918 - Komudagur: 2010-12-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A314 (rannsókn á stöðu heimilanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2012 - Komudagur: 2011-04-13 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A333 (efni og efnablöndur og eiturefni og hættuleg efni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-30 20:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1270 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-04-07 09:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1326 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-05-02 14:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1352 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-05-02 16:49:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-01-19 16:18:53 - [HTML]
112. þingfundur - Mörður Árnason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-04-14 17:47:59 - [HTML]

Þingmál A334 (áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-30 20:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1429 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-17 16:42:00 [HTML]
Þingræður:
62. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2011-01-20 12:22:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1391 - Komudagur: 2011-02-18 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1393 - Komudagur: 2011-02-18 - Sendandi: Akureyrarbær[PDF]
Dagbókarnúmer 1511 - Komudagur: 2011-02-21 - Sendandi: Samgöngunefnd Alþingis[PDF]

Þingmál A337 (stefna Íslands í málefnum norðurslóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1094 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-22 17:11:00 [HTML]
Þingræður:
60. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-01-18 14:57:16 - [HTML]
60. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-01-18 15:47:26 - [HTML]
60. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2011-01-18 16:58:54 - [HTML]
60. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-01-18 17:09:14 - [HTML]
60. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-01-18 17:13:10 - [HTML]

Þingmál A348 (rannsóknarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2010-12-06 14:52:00 [HTML]
Þingræður:
43. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2010-12-07 19:59:13 - [HTML]

Þingmál A351 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 433 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-07 16:03:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1276 - Komudagur: 2011-02-10 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 1829 - Komudagur: 2011-03-22 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - Skýring: (sent skv. beiðni v.)[PDF]

Þingmál A355 (póstsamgöngur við afskekktar byggðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 811 (svar) útbýtt þann 2011-02-15 17:19:00 [HTML]

Þingmál A359 (gistináttaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1180 - Komudagur: 2011-01-28 - Sendandi: Gára ehf.[PDF]

Þingmál A365 (úttektir á umferðaröryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (svar) útbýtt þann 2011-02-22 17:48:00 [HTML]

Þingmál A381 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-14 11:16:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1558 - Komudagur: 2011-03-02 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1761 - Komudagur: 2011-03-15 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Kópavogs[PDF]

Þingmál A384 (samskipti lækna og fulltrúa lyfjaiðnaðarins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 724 (svar) útbýtt þann 2011-01-26 16:07:00 [HTML]

Þingmál A385 (Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 542 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-15 16:04:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1579 - Komudagur: 2011-03-04 - Sendandi: Siglingastofnun Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1630 - Komudagur: 2011-03-09 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]

Þingmál A386 (Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 543 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-15 16:04:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1583 - Komudagur: 2011-03-04 - Sendandi: Siglingastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1632 - Komudagur: 2011-03-09 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]

Þingmál A388 (samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 546 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-12-15 20:18:00 [HTML]
Þingræður:
50. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-12-16 14:04:54 - [HTML]
50. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2010-12-16 16:25:24 - [HTML]
50. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-16 17:55:57 - [HTML]
50. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2010-12-16 17:57:58 - [HTML]
50. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2010-12-16 18:15:20 - [HTML]
50. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2010-12-16 18:47:26 - [HTML]
50. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2010-12-16 19:32:03 - [HTML]
69. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2011-02-02 18:08:20 - [HTML]
69. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2011-02-02 18:47:46 - [HTML]
69. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-02-02 20:15:23 - [HTML]
70. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-02-03 11:04:31 - [HTML]
70. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2011-02-03 11:43:40 - [HTML]
70. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2011-02-03 14:04:53 - [HTML]
70. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2011-02-03 14:15:02 - [HTML]
72. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-02-15 17:40:56 - [HTML]
72. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-15 18:18:59 - [HTML]
72. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-15 18:21:06 - [HTML]
72. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2011-02-15 19:43:21 - [HTML]
72. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2011-02-15 20:24:58 - [HTML]
72. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-15 21:45:37 - [HTML]
72. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-15 21:49:04 - [HTML]
72. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2011-02-15 22:22:09 - [HTML]
72. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-15 23:05:30 - [HTML]
72. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-15 23:14:46 - [HTML]
72. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-15 23:16:55 - [HTML]
72. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-02-15 23:21:37 - [HTML]
72. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-16 00:27:11 - [HTML]
72. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-16 00:28:26 - [HTML]
73. þingfundur - Bjarni Benediktsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-02-16 13:40:52 - [HTML]
73. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-02-16 14:59:47 - [HTML]
73. þingfundur - Árni Johnsen - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-02-16 15:08:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1075 - Komudagur: 2011-01-07 - Sendandi: Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta[PDF]
Dagbókarnúmer 1077 - Komudagur: 2011-01-10 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1079 - Komudagur: 2011-01-10 - Sendandi: GAM Management hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1080 - Komudagur: 2011-01-10 - Sendandi: InDefence[PDF]
Dagbókarnúmer 1125 - Komudagur: 2011-01-11 - Sendandi: IFS greining[PDF]
Dagbókarnúmer 1347 - Komudagur: 2011-02-15 - Sendandi: Viðskiptanefnd - minni hluti[PDF]

Þingmál A393 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-24 14:40:59 - [HTML]
78. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2011-02-24 15:10:08 - [HTML]

Þingmál A397 (gagnaver og tekjur ríkisins af þeim)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1128 (svar) útbýtt þann 2011-03-28 15:49:00 [HTML]

Þingmál A403 (orkuskipti í samgöngum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 640 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-12-18 14:01:00 [HTML]

Þingmál A406 (framkvæmd fjarskiptaáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 678 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-01-17 14:39:00 [HTML]

Þingmál A407 (flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1121 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-24 15:14:00 [HTML]
Þingræður:
68. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-01 16:57:22 - [HTML]

Þingmál A421 (réttindi sjávarjarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (svar) útbýtt þann 2011-03-01 15:51:00 [HTML]

Þingmál A439 (uppbygging á Vestfjarðavegi)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2011-03-31 18:19:06 - [HTML]
104. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2011-03-31 18:34:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2329 - Komudagur: 2011-05-09 - Sendandi: Gunnlaugur Pétursson[PDF]

Þingmál A450 (útiræktun á erfðabreyttum lífverum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 737 (þáltill.) útbýtt þann 2011-01-26 16:53:00 [HTML]

Þingmál A467 (ferðamálaáætlun 2011--2020)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1975 - Komudagur: 2011-04-06 - Sendandi: Hagstofa Íslands[PDF]

Þingmál A471 (umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-16 18:30:46 - [HTML]
75. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2011-02-17 17:22:16 - [HTML]
75. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-17 18:15:26 - [HTML]
75. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-17 18:19:53 - [HTML]
75. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-17 18:22:21 - [HTML]
75. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-17 18:24:31 - [HTML]
75. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2011-02-17 18:29:17 - [HTML]
75. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2011-02-17 18:56:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1940 - Komudagur: 2011-04-04 - Sendandi: Samtökin sterkara Ísland[PDF]

Þingmál A477 (vestnorrænt samstarf til að bæta aðstæður einstæðra foreldra á Vestur-Norðurlöndum)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-12 23:21:32 - [HTML]

Þingmál A485 (íslenskir háskólanemar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 898 (svar) útbýtt þann 2011-02-28 14:45:00 [HTML]

Þingmál A494 (heildarúttekt á starfsemi æskulýðs- og ungmennasamtaka á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2084 - Komudagur: 2011-04-28 - Sendandi: Lyftingasamband Íslands[PDF]

Þingmál A495 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 814 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-02-14 13:32:00 [HTML]
Þingræður:
77. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-23 15:40:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1615 - Komudagur: 2011-03-08 - Sendandi: Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar[PDF]
Dagbókarnúmer 1635 - Komudagur: 2011-03-09 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 2591 - Komudagur: 2011-05-20 - Sendandi: Ólafur Walter Stefánsson[PDF]

Þingmál A496 (aðgerðaáætlun í loftslagsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 815 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-02-14 13:32:00 [HTML]
Þingræður:
97. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-22 15:28:14 - [HTML]
97. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-22 15:30:28 - [HTML]
97. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-22 16:33:42 - [HTML]
97. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2011-03-22 17:31:32 - [HTML]
97. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-22 17:45:01 - [HTML]

Þingmál A501 (aðgengi almennings að Vatnajökulsþjóðgarði)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2011-03-28 16:32:11 - [HTML]

Þingmál A507 (forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 829 (þáltill.) útbýtt þann 2011-02-14 16:16:00 [HTML]

Þingmál A508 (norræna hollustumerkið Skráargatið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 831 (þáltill.) útbýtt þann 2011-02-14 16:14:00 [HTML]
Þingræður:
94. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-16 18:42:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1924 - Komudagur: 2011-04-04 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]

Þingmál A518 (varðveisla menningararfsins á stafrænu formi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1023 (svar) útbýtt þann 2011-03-17 14:38:00 [HTML]

Þingmál A527 (þróun fóstureyðinga)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-02-28 17:26:56 - [HTML]

Þingmál A528 (vottunarkerfi um jafnrétti á vinnumarkaði)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-02-28 17:32:39 - [HTML]

Þingmál A529 (tóbaksnotkun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1082 (svar) útbýtt þann 2011-03-23 16:41:00 [HTML]

Þingmál A533 (staða íslenskrar tungu og íslensks táknmáls)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1467 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-18 17:38:00 [HTML]
Þingræður:
131. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-05-20 11:56:31 - [HTML]

Þingmál A534 (flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2883 - Komudagur: 2011-06-07 - Sendandi: Byggðastofnun[PDF]

Þingmál A535 (ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 888 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-02-22 17:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 989 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-14 14:40:00 [HTML]
Þingræður:
93. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-03-15 23:06:34 - [HTML]

Þingmál A540 (virkjun neðri hluta Þjórsár)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Jón Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-16 18:45:29 - [HTML]
94. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2011-03-16 19:15:26 - [HTML]

Þingmál A544 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 102/2010 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-02 15:21:58 - [HTML]
84. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2011-03-02 15:29:08 - [HTML]
84. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2011-03-02 15:41:05 - [HTML]
134. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-27 11:03:33 - [HTML]
134. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2011-05-27 11:07:20 - [HTML]
134. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2011-05-27 11:23:32 - [HTML]
134. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2011-05-27 12:38:45 - [HTML]

Þingmál A547 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-03 20:07:50 - [HTML]
85. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-03 20:12:19 - [HTML]
85. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-03 20:14:27 - [HTML]

Þingmál A549 (skipun stjórnlagaráðs)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-03 15:07:10 - [HTML]
85. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-03 16:01:28 - [HTML]
85. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2011-03-03 16:52:39 - [HTML]
98. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-23 16:42:18 - [HTML]
98. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-03-23 18:02:27 - [HTML]

Þingmál A552 (þjónusta dýralækna)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2011-04-11 17:09:41 - [HTML]

Þingmál A556 (greiðslur til nefnda á vegum Stjórnarráðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1780 (svar) útbýtt þann 2011-06-11 10:43:00 [HTML]

Þingmál A557 (framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-15 16:07:56 - [HTML]
92. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-15 16:35:30 - [HTML]

Þingmál A558 (skattaívilnanir í þágu tilgreindra félagasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 946 (frumvarp) útbýtt þann 2011-03-03 10:24:00 [HTML]

Þingmál A561 (vatnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 949 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-03 14:08:00 [HTML]

Þingmál A570 (lokafjárlög 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 961 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-03 17:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1354 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-05-03 14:55:00 [HTML]

Þingmál A574 (framkvæmd skólastarfs í framhaldsskólum skólaárin 2005/2006, 2006/2007 og 2007/2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 966 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-14 14:41:00 [HTML]

Þingmál A575 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 967 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-14 14:41:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1903 - Komudagur: 2011-04-02 - Sendandi: Félag íslenskra félagsliða[PDF]
Dagbókarnúmer 2046 - Komudagur: 2011-04-18 - Sendandi: Læknafélag Íslands[PDF]

Þingmál A576 (norðurskautsmál 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 972 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-14 14:41:00 [HTML]

Þingmál A577 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 976 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-14 14:41:00 [HTML]

Þingmál A579 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-29 14:57:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2096 - Komudagur: 2011-04-28 - Sendandi: Lýðheilsustöð[PDF]

Þingmál A581 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 50/2010 um breytingu á IX. og XII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 981 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-03-14 14:41:00 [HTML]

Þingmál A583 (Fríverslunarsamtök Evrópu 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 996 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-14 15:01:00 [HTML]
Þingræður:
96. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-17 14:52:02 - [HTML]

Þingmál A595 (norrænt samstarf 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1013 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-15 13:46:00 [HTML]
Þingræður:
95. þingfundur - Helgi Hjörvar - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-17 12:40:48 - [HTML]
95. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-17 13:04:24 - [HTML]

Þingmál A605 (Evrópuráðsþingið 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1025 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-15 20:30:00 [HTML]
Þingræður:
96. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-17 15:18:03 - [HTML]

Þingmál A606 (ÖSE-þingið 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1026 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-15 20:30:00 [HTML]
Þingræður:
96. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-03-17 15:33:30 - [HTML]

Þingmál A611 (NATO-þingið 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1034 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-15 13:47:00 [HTML]
Þingræður:
96. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-17 14:20:46 - [HTML]

Þingmál A620 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 149/2009 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1078 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-03-22 13:40:00 [HTML]
Þingræður:
104. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-03-31 12:05:48 - [HTML]

Þingmál A621 (ákvörðun EES-nefndarinnar um breyt. á XIII. viðauka við EES-samninginn, reglugerð nr. 216/2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1079 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-03-22 13:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1678 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-08 21:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1725 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2011-06-10 12:33:00 [HTML]
Þingræður:
104. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-31 12:15:47 - [HTML]
147. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-06-09 17:36:45 - [HTML]
147. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2011-06-09 17:54:29 - [HTML]

Þingmál A627 (rekstrarform fjármálafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1348 (svar) útbýtt þann 2011-05-02 17:11:00 [HTML]

Þingmál A636 (hitaeiningamerkingar á skyndibita)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1118 (þáltill.) útbýtt þann 2011-03-24 11:06:00 [HTML]

Þingmál A642 (ráðstafanir til að lækka eldsneytisverð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2218 - Komudagur: 2011-05-03 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A643 (innheimtulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1133 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-28 14:46:00 [HTML]

Þingmál A645 (þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1554 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-30 11:09:00 [HTML]
Þingræður:
112. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-04-14 11:50:06 - [HTML]
112. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-14 12:09:25 - [HTML]
148. þingfundur - Magnús Orri Schram (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-06-10 15:26:40 - [HTML]
149. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-06-10 20:19:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2101 - Komudagur: 2011-04-20 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A647 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 85/2010 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1149 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-03-29 16:42:00 [HTML]

Þingmál A654 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1162 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-30 16:24:00 [HTML]
Þingræður:
119. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-05 20:31:03 - [HTML]

Þingmál A658 (endurskoðun á núverandi kirkjuskipan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1169 (þáltill.) útbýtt þann 2011-03-30 13:43:00 [HTML]

Þingmál A659 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-07 12:14:53 - [HTML]

Þingmál A668 (innflutningur dýra)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Helgi Hjörvar - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-19 16:54:14 - [HTML]
130. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-19 17:28:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2007 - Komudagur: 2011-04-12 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2912 - Komudagur: 2011-06-21 - Sendandi: Margrét Guðnadóttir prófessor emeritus[PDF]
Dagbókarnúmer 2913 - Komudagur: 2011-06-21 - Sendandi: Matvælastofnun[PDF]

Þingmál A672 (mat á beitingu Breta á l. um varnir gegn hryðjuverkum fyrir íslensk fyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1947 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2011-09-17 09:15:00 [HTML]

Þingmál A673 (greiðsluþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1992 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-17 17:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1999 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-09-17 17:57:00 [HTML]
Þingræður:
166. þingfundur - Magnús Orri Schram (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-17 11:50:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2564 - Komudagur: 2011-05-20 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið[PDF]
Dagbókarnúmer 2766 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A674 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00 [HTML]
Þingræður:
116. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-05-03 17:35:13 - [HTML]
116. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2011-05-03 20:34:28 - [HTML]
117. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-04 15:30:50 - [HTML]
160. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-09-08 21:49:48 - [HTML]
162. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-13 12:42:00 - [HTML]
162. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-13 12:43:15 - [HTML]
162. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-13 12:45:24 - [HTML]
162. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2011-09-13 15:11:46 - [HTML]
162. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2011-09-13 16:49:36 - [HTML]
162. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-13 17:31:01 - [HTML]
162. þingfundur - Árni Johnsen - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-13 17:35:32 - [HTML]
162. þingfundur - Pétur H. Blöndal - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2011-09-13 17:54:22 - [HTML]
162. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2011-09-13 17:55:16 - [HTML]
163. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-14 11:34:07 - [HTML]
163. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2011-09-14 16:20:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2688 - Komudagur: 2011-05-24 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A675 (heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1192 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1936 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-16 23:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1997 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-09-17 17:55:00 [HTML]
Þingræður:
119. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-05 17:32:31 - [HTML]

Þingmál A676 (fullgilding á samningi um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1193 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML]
Þingræður:
110. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-04-12 15:22:35 - [HTML]

Þingmál A678 (fullgilding Árósasamnings um aðgang að upplýsingum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1195 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2380 - Komudagur: 2011-05-11 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (afrit af ums. til umhvn. um 708. og 709. mál)[PDF]

Þingmál A681 (fríverslunarsamningur EFTA og Albaníu og landbúnaðarsamningur Íslands og Albaníu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1198 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1394 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-10 16:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1433 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2011-05-17 16:17:00 [HTML]
Þingræður:
110. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-04-12 16:31:44 - [HTML]
123. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-05-12 14:45:52 - [HTML]

Þingmál A682 (fríverslunarsamningur EFTA og Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1199 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1390 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-10 16:33:00 [HTML]
Þingræður:
123. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-05-12 14:48:20 - [HTML]

Þingmál A683 (fríverslunarsamningur EFTA og Perús og landbúnaðarsamningur Íslands og Perús)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1200 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1391 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-10 17:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1434 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2011-05-17 16:18:00 [HTML]
Þingræður:
123. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-05-12 14:51:31 - [HTML]

Þingmál A684 (fríverslunarsamningur EFTA og Serbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Serbíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1201 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1392 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-10 17:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1435 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2011-05-17 16:18:00 [HTML]
Þingræður:
123. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-05-12 14:54:03 - [HTML]

Þingmál A685 (fríverslunarsamningur EFTA og Úkraínu og landbúnaðarsamningur Íslands og Úkraínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1202 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1393 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-10 17:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1436 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2011-05-17 16:18:00 [HTML]

Þingmál A691 (staða skólamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1927 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2011-09-16 18:06:00 [HTML]

Þingmál A692 (nýsköpunarátak til að stórefla heilsársferðaþjónustu úti á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1211 (þáltill.) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML]

Þingmál A694 (skýrsla fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1213 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-31 16:20:00 [HTML]

Þingmál A695 (aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1214 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-31 16:20:00 [HTML]

Þingmál A696 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1664 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-07 19:54:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2227 - Komudagur: 2011-05-04 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A697 (þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1216 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1554 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-30 11:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1756 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-06-15 09:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1774 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-06-10 21:24:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2700 - Komudagur: 2011-05-24 - Sendandi: Samgöngunefnd[PDF]

Þingmál A703 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1222 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2404 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A704 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1586 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-06-01 12:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1950 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-17 23:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1978 (lög í heild) útbýtt þann 2011-09-17 17:52:00 [HTML]
Þingræður:
166. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-09-17 13:33:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2341 - Komudagur: 2011-05-09 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2725 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2795 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Viðskiptanefnd, 1. minni hluti[PDF]

Þingmál A705 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1224 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1707 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-09 16:29:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2617 - Komudagur: 2011-05-23 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2748 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 2778 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A706 (nálgunarbann og brottvísun af heimili)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1225 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1628 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-06 12:34:00 [HTML]
Þingræður:
110. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-12 18:29:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2468 - Komudagur: 2011-05-17 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A708 (fullgilding Árósasamningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1227 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:34:00 [HTML]
Þingræður:
113. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-15 12:44:07 - [HTML]
113. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2011-04-15 14:36:47 - [HTML]
113. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-15 14:51:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2352 - Komudagur: 2011-05-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A709 (úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála)[HTML]

Þingræður:
156. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-09-02 15:38:10 - [HTML]
156. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-02 16:47:22 - [HTML]
156. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-02 19:03:27 - [HTML]
157. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-05 16:14:32 - [HTML]
157. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2011-09-05 17:39:44 - [HTML]
157. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-05 17:59:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2354 - Komudagur: 2011-05-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A710 (losun gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1630 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-06 15:58:00 [HTML]
Þingræður:
113. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-15 15:06:23 - [HTML]
147. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-09 14:40:14 - [HTML]
147. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2011-06-09 16:25:57 - [HTML]
147. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-09 16:33:10 - [HTML]
147. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2011-06-09 16:41:48 - [HTML]
147. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-06-09 17:19:04 - [HTML]
148. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2011-06-10 10:54:42 - [HTML]

Þingmál A711 (ökutækjatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1230 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1840 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-09-02 16:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1841 (breytingartillaga) útbýtt þann 2011-09-02 16:10:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2787 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 2859 - Komudagur: 2011-06-03 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 3043 - Komudagur: 2011-08-19 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 3058 - Komudagur: 2011-08-25 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A719 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1243 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1547 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-27 15:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1852 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-05 17:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1862 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-09-06 16:33:00 [HTML]
Þingræður:
112. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2011-04-14 13:59:01 - [HTML]
156. þingfundur - Kristján L. Möller (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-09-02 14:31:19 - [HTML]

Þingmál A723 (mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2011-04-12 17:47:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2386 - Komudagur: 2011-05-12 - Sendandi: Nexus-Rannsóknarvettvangur, Háskóli Íslands[PDF]

Þingmál A724 (neytendalán)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2357 - Komudagur: 2011-05-10 - Sendandi: Haukur Örn Birgisson hrl. og Ragnar Baldursson hrl. fh. Útlána[PDF]

Þingmál A725 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1249 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2115 - Komudagur: 2011-04-27 - Sendandi: ISNIC, Internet á Íslandi hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2470 - Komudagur: 2011-05-17 - Sendandi: Internet á Íslandi hf.(Logos lögm.þjónusta)[PDF]
Dagbókarnúmer 2521 - Komudagur: 2011-05-18 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A726 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-12 20:35:31 - [HTML]
110. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-12 21:01:25 - [HTML]
167. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2011-09-17 16:51:51 - [HTML]

Þingmál A727 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1251 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1649 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-06-07 17:08:00 [HTML]
Þingræður:
110. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-04-12 21:47:42 - [HTML]
159. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-09-07 22:14:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2545 - Komudagur: 2011-05-19 - Sendandi: Dómarafélag Íslands[PDF]

Þingmál A734 (námsstyrkir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2366 - Komudagur: 2011-05-10 - Sendandi: Samband ísl. framhaldsskólanema[PDF]

Þingmál A741 (skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1272 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1879 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-09-08 17:36:00 [HTML]
Þingræður:
120. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-10 16:31:52 - [HTML]
120. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-05-10 16:33:31 - [HTML]
166. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-09-17 11:08:16 - [HTML]

Þingmál A748 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1298 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-12 13:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1946 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-16 23:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1986 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-09-17 17:50:00 [HTML]
Þingræður:
112. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-14 16:57:03 - [HTML]
112. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-04-14 16:59:08 - [HTML]

Þingmál A751 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-04-13 16:37:33 - [HTML]

Þingmál A753 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2890 - Komudagur: 2011-06-07 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður[PDF]

Þingmál A754 (embætti sérstaks saksóknara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2753 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins[PDF]

Þingmál A756 (tvíhliða samningar við Evrópusambandið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1466 (svar) útbýtt þann 2011-05-19 15:49:00 [HTML]

Þingmál A757 (úttekt á stöðu EES-samningsins)[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2011-06-08 13:44:36 - [HTML]

Þingmál A763 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2536 - Komudagur: 2011-05-18 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A768 (brottfall laga um ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-05-19 18:11:12 - [HTML]
130. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-05-19 18:23:33 - [HTML]
130. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2011-05-19 18:38:51 - [HTML]

Þingmál A769 (landsdómur)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-03 15:24:54 - [HTML]
116. þingfundur - Atli Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-03 15:44:09 - [HTML]
118. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-05 13:58:28 - [HTML]
118. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2011-05-05 13:59:55 - [HTML]
118. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-05 14:51:17 - [HTML]
118. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-05 14:55:49 - [HTML]
118. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-05-05 15:38:35 - [HTML]
118. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-05-05 15:49:18 - [HTML]

Þingmál A770 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1380 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-05-05 18:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1688 (svar) útbýtt þann 2011-06-10 14:53:00 [HTML]

Þingmál A778 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-05 18:10:00 [HTML]
Þingræður:
120. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-10 17:34:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2865 - Komudagur: 2011-05-31 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti[PDF]
Dagbókarnúmer 2901 - Komudagur: 2011-06-09 - Sendandi: Karvel Aðalsteinn Jónsson - Skýring: (ums. og MA rannsókn)[PDF]

Þingmál A785 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
147. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-06-09 22:22:03 - [HTML]

Þingmál A787 (Þróunarsjóður EFTA)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1689 (svar) útbýtt þann 2011-06-09 11:52:00 [HTML]

Þingmál A788 (gjaldeyrismál og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1398 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-10 17:16:00 [HTML]
Þingræður:
143. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-07 16:19:55 - [HTML]
143. þingfundur - Baldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-07 17:21:15 - [HTML]
143. þingfundur - Baldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-07 17:23:58 - [HTML]
143. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-07 17:25:07 - [HTML]
143. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-07 21:36:30 - [HTML]
143. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-07 22:34:48 - [HTML]
143. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-06-07 22:36:05 - [HTML]
143. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-07 23:09:57 - [HTML]
158. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2011-09-06 14:24:18 - [HTML]
158. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-06 14:44:30 - [HTML]
158. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-06 14:46:50 - [HTML]
158. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-06 14:53:53 - [HTML]
158. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-06 17:49:55 - [HTML]
159. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-09-07 15:38:37 - [HTML]
159. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-09-07 16:20:05 - [HTML]
159. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2011-09-07 17:26:14 - [HTML]
159. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-07 18:17:28 - [HTML]
159. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2011-09-07 20:27:34 - [HTML]
159. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-07 20:57:36 - [HTML]
159. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-09-07 21:22:14 - [HTML]

Þingmál A791 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1416 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-05-12 14:41:00 [HTML]
Þingræður:
124. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-16 15:02:23 - [HTML]
124. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2011-05-16 15:43:27 - [HTML]
124. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-05-16 16:51:09 - [HTML]
124. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2011-05-16 17:14:32 - [HTML]
124. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-16 17:30:38 - [HTML]
124. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-16 17:54:58 - [HTML]
124. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-16 17:59:33 - [HTML]
124. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2011-05-16 18:02:03 - [HTML]
124. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-16 18:12:28 - [HTML]
124. þingfundur - Ólöf Nordal - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-16 18:14:30 - [HTML]
124. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-16 18:38:53 - [HTML]
124. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-16 18:41:53 - [HTML]
124. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2011-05-16 18:44:08 - [HTML]
124. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2011-05-16 19:45:53 - [HTML]
124. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-05-16 20:06:13 - [HTML]
124. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2011-05-16 20:24:18 - [HTML]
124. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2011-05-16 20:52:39 - [HTML]
124. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-16 21:08:45 - [HTML]
124. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-16 21:31:56 - [HTML]
124. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-16 21:34:14 - [HTML]
124. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2011-05-16 21:37:05 - [HTML]
124. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-16 21:56:44 - [HTML]
124. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-16 22:03:14 - [HTML]
124. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2011-05-16 22:05:41 - [HTML]
124. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-05-16 22:55:29 - [HTML]
124. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-05-16 23:09:07 - [HTML]
124. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-16 23:54:09 - [HTML]

Þingmál A798 (Maastricht-skilyrði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1428 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-05-16 21:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1715 (svar) útbýtt þann 2011-06-10 21:55:00 [HTML]

Þingmál A800 (utanlandsferðir starfsmanna og embættismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1607 (svar) útbýtt þann 2011-06-06 15:58:00 [HTML]

Þingmál A802 (utanlandsferðir starfsmanna og embættismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1734 (svar) útbýtt þann 2011-06-10 14:35:00 [HTML]

Þingmál A804 (utanlandsferðir starfsmanna og embættismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1613 (svar) útbýtt þann 2011-06-06 15:58:00 [HTML]

Þingmál A805 (utanlandsferðir starfsmanna og embættismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1882 (svar) útbýtt þann 2011-09-15 13:56:00 [HTML]

Þingmál A806 (utanlandsferðir starfsmanna og embættismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1786 (svar) útbýtt þann 2011-06-15 09:48:00 [HTML]

Þingmál A808 (utanlandsferðir starfsmanna og embættismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1752 (svar) útbýtt þann 2011-06-11 17:13:00 [HTML]

Þingmál A809 (utanlandsferðir starfsmanna og embættismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1919 (svar) útbýtt þann 2011-09-16 15:36:00 [HTML]

Þingmál A823 (sókn í atvinnumálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1464 (þáltill.) útbýtt þann 2011-05-20 10:10:00 [HTML]

Þingmál A824 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-19 15:11:58 - [HTML]
148. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-06-10 16:49:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2743 - Komudagur: 2011-05-25 - Sendandi: Fjárlaganefnd, meiri hluti[PDF]

Þingmál A826 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
138. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2011-05-31 21:13:55 - [HTML]
139. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-06-02 00:04:15 - [HTML]

Þingmál A827 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
140. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-06-03 16:49:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3002 - Komudagur: 2011-08-12 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 3050 - Komudagur: 2011-08-23 - Sendandi: LÍÚ, SF og SA - Skýring: (ums., álit LEX og mb. Deloitte)[PDF]

Þingmál A830 (atvinnuleysistryggingar og réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-05-20 14:52:43 - [HTML]
156. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-09-02 13:54:08 - [HTML]

Þingmál A838 (erlendir fangar)[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-06-08 16:51:13 - [HTML]

Þingmál A839 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
141. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2011-06-06 15:01:55 - [HTML]
141. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2011-06-06 15:23:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3003 - Komudagur: 2011-08-12 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A844 (notkun sýklalyfja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1669 (svar) útbýtt þann 2011-06-07 19:54:00 [HTML]

Þingmál A860 (aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1571 (þáltill.) útbýtt þann 2011-05-30 11:38:00 [HTML]

Þingmál A861 (löggilding nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1575 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-05-31 11:29:00 [HTML]

Þingmál A863 (úrsögn Íslands úr Atlantshafsbandalaginu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1577 (þáltill.) útbýtt þann 2011-05-30 19:24:00 [HTML]

Þingmál A864 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
136. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-05-31 11:29:39 - [HTML]

Þingmál A877 (IPA-landsáætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1788 (svar) útbýtt þann 2011-06-11 12:32:00 [HTML]

Þingmál A878 (undanþágur gagnavera frá greiðslu virðisaukaskatts)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1899 (svar) útbýtt þann 2011-09-17 09:15:00 [HTML]

Þingmál A880 (samkeppni á ljósleiðaramarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1894 (svar) útbýtt þann 2011-09-12 14:54:00 [HTML]

Þingmál A891 (prófessorsstaða tengd nafni Jóns Sigurðssonar forseta)[HTML]

Þingræður:
155. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2011-06-15 11:29:16 - [HTML]
155. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2011-06-15 11:33:52 - [HTML]

Þingmál A898 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1891 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-09-08 19:39:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3083 - Komudagur: 2011-09-08 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (um kostn.mat)[PDF]

Þingmál B14 ()[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2010-10-04 20:41:30 - [HTML]

Þingmál B18 ()[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (forseti) - Ræða hófst: 2010-10-05 14:09:29 - [HTML]

Þingmál B133 (aðstoð við fátæka)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2010-10-21 10:41:21 - [HTML]

Þingmál B183 ()[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-11-09 14:05:19 - [HTML]

Þingmál B342 ()[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2010-12-07 14:07:15 - [HTML]
43. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2010-12-07 14:09:25 - [HTML]

Þingmál B356 (álögur á eldsneyti)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2010-12-08 10:55:04 - [HTML]

Þingmál B398 ()[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2010-12-16 10:59:40 - [HTML]

Þingmál B420 ()[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2010-12-17 14:50:33 - [HTML]

Þingmál B477 ()[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-01-19 14:04:27 - [HTML]

Þingmál B504 (verðhækkanir á eldsneyti)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-01-25 14:37:21 - [HTML]

Þingmál B514 ()[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-01-25 17:37:20 - [HTML]

Þingmál B520 ()[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-01-27 12:01:32 - [HTML]

Þingmál B521 ()[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2011-01-27 16:10:20 - [HTML]

Þingmál B551 (skattstefna ríkisstjórnarinnar)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2011-02-01 15:00:58 - [HTML]
68. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-02-01 15:06:39 - [HTML]

Þingmál B576 (þyrlur Landhelgisgæslunnar)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2011-02-14 15:25:37 - [HTML]

Þingmál B634 (erlendir nemar í háskólanámi)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-02-22 14:59:38 - [HTML]

Þingmál B687 (viðbrögð ríkisstjórnarinnar við hækkandi olíuverði)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-28 15:40:01 - [HTML]
82. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-28 15:45:02 - [HTML]

Þingmál B688 (staða kjarasamninga á almennum og opinberum markaði)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-02-28 16:14:34 - [HTML]

Þingmál B691 ()[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2011-03-01 14:14:35 - [HTML]

Þingmál B697 ()[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2011-03-02 14:04:18 - [HTML]

Þingmál B714 (ástandið í arabalöndunum og ábyrgð vestrænna ríkja)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-03-03 13:45:00 - [HTML]

Þingmál B782 (hernaður Gaddafís gegn líbísku þjóðinni og viðbrögð alþjóðasamfélagsins)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-17 11:49:56 - [HTML]
95. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2011-03-17 12:08:07 - [HTML]

Þingmál B913 ()[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-04-12 14:20:38 - [HTML]

Þingmál B954 (launakjör í Landsbanka Íslands)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-05-02 15:23:36 - [HTML]

Þingmál B973 (rekstrargrundvöllur gagnavera á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-04 15:41:54 - [HTML]
117. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2011-05-04 15:52:39 - [HTML]
117. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2011-05-04 16:01:21 - [HTML]

Þingmál B1000 (NATO og flóttamenn frá Afríku)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2011-05-10 14:17:41 - [HTML]

Þingmál B1014 (íslensk matvælaframleiðsla og matvælagerð)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-11 14:48:28 - [HTML]
121. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2011-05-11 15:11:02 - [HTML]
121. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2011-05-11 15:13:03 - [HTML]

Þingmál B1064 (verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2011-05-18 15:06:58 - [HTML]
129. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2011-05-18 15:18:34 - [HTML]

Þingmál B1067 (uppsagnir á Herjólfi)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - Ræða hófst: 2011-05-19 10:42:24 - [HTML]

Þingmál B1075 (skattbyrði og skattahækkanir)[HTML]

Þingræður:
130. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-05-19 11:32:26 - [HTML]
130. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2011-05-19 11:42:13 - [HTML]
130. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2011-05-19 11:44:29 - [HTML]

Þingmál B1168 ()[HTML]

Þingræður:
143. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-06-07 10:42:43 - [HTML]

Þingmál B1179 ()[HTML]

Þingræður:
145. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-06-08 20:21:17 - [HTML]

Þingmál B1182 (stuðningur Íslands við aðgerðir NATO í Líbíu)[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Ræða hófst: 2011-06-08 12:25:20 - [HTML]

Þingmál B1223 ()[HTML]

Þingræður:
149. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-06-10 17:32:21 - [HTML]

Þingmál B1285 ()[HTML]

Þingræður:
159. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2011-09-07 10:53:52 - [HTML]

Þingmál B1319 (staðan í viðræðum við Evrópusambandið í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum)[HTML]

Þingræður:
161. þingfundur - Jón Bjarnason (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-09-12 15:07:07 - [HTML]

Þingmál B1325 ()[HTML]

Þingræður:
162. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2011-09-13 10:33:26 - [HTML]
162. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-09-13 10:47:31 - [HTML]
162. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2011-09-13 10:49:40 - [HTML]
162. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2011-09-13 11:01:44 - [HTML]

Löggjafarþing 140

Þingmál A1 (fjárlög 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-01 14:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 454 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-12-06 17:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 493 (lög í heild) útbýtt þann 2011-12-07 19:09:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-04 10:31:54 - [HTML]
3. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-10-04 16:35:00 - [HTML]
3. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-04 17:25:08 - [HTML]
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-04 19:05:41 - [HTML]
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-10-04 19:48:59 - [HTML]
28. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-29 17:47:27 - [HTML]
28. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-11-29 18:28:00 - [HTML]
28. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-11-29 23:38:11 - [HTML]
28. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2011-11-30 02:55:23 - [HTML]
28. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2011-11-30 06:11:59 - [HTML]
29. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-11-30 15:59:37 - [HTML]
32. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-12-06 23:11:42 - [HTML]

Þingmál A3 (tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-10-04 10:17:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2011-10-11 18:20:25 - [HTML]
6. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-10-11 18:51:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 231 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Hjalti Hugason prófessor[PDF]
Dagbókarnúmer 295 - Komudagur: 2011-11-21 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 536 - Komudagur: 2011-11-29 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 542 - Komudagur: 2011-11-30 - Sendandi: Samtökin 78[PDF]
Dagbókarnúmer 543 - Komudagur: 2011-11-30 - Sendandi: Vilhjálmur Þorsteinsson[PDF]
Dagbókarnúmer 579 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Svavar Kjarrval Lúthersson[PDF]
Dagbókarnúmer 801 - Komudagur: 2011-12-12 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - Skýring: (lagt fram á fundi se.)[PDF]
Dagbókarnúmer 802 - Komudagur: 2011-12-12 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - Skýring: (v. netlög, lagt fram á fundi se.)[PDF]
Dagbókarnúmer 890 - Komudagur: 2012-01-12 - Sendandi: Sigurður Hr. Sigurðsson - Skýring: (viðbótarathugasemd)[PDF]
Dagbókarnúmer 1516 - Komudagur: 2012-03-12 - Sendandi: Stjórnlagaráð - Skýring: (skilabréf v. fundar 8.-11. mars 2012)[PDF]
Dagbókarnúmer 1517 - Komudagur: 2012-03-08 - Sendandi: Pétur Blöndal alþingismaður[PDF]
Dagbókarnúmer 1661 - Komudagur: 2012-03-28 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A4 (staðgöngumæðrun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-03 19:15:00 [HTML]
Þingræður:
4. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2011-10-05 17:59:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 641 - Komudagur: 2011-12-05 - Sendandi: Þjóðmálanefnd Þjóðkirkjunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 811 - Komudagur: 2011-12-15 - Sendandi: Femínistafélag Íslands[PDF]

Þingmál A5 (stöðugleiki í efnahagsmálum)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2011-10-13 16:33:26 - [HTML]
8. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-10-13 17:32:12 - [HTML]

Þingmál A7 (efling græna hagkerfisins á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-06 12:37:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-10-18 15:03:42 - [HTML]
74. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-03-15 13:31:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 72 - Komudagur: 2011-11-10 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbún.ráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 73 - Komudagur: 2011-11-10 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 77 - Komudagur: 2011-11-10 - Sendandi: Landbúnaðarháskóli Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 109 - Komudagur: 2011-11-11 - Sendandi: Slow Food í Reykjavík[PDF]
Dagbókarnúmer 121 - Komudagur: 2011-11-14 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 122 - Komudagur: 2011-11-11 - Sendandi: Samtök lífrænna neytenda[PDF]
Dagbókarnúmer 155 - Komudagur: 2011-11-11 - Sendandi: Skógfræðingafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 163 - Komudagur: 2011-11-15 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins o.fl. - Skýring: (SA, SVÞ og LÍÚ)[PDF]
Dagbókarnúmer 176 - Komudagur: 2011-11-12 - Sendandi: Vesturlandsskógar[PDF]
Dagbókarnúmer 297 - Komudagur: 2011-11-21 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda[PDF]
Dagbókarnúmer 335 - Komudagur: 2011-11-22 - Sendandi: Samtök lífrænna neytenda - Skýring: (viðbótarumsögn)[PDF]
Dagbókarnúmer 450 - Komudagur: 2011-11-27 - Sendandi: Hagstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 868 - Komudagur: 2011-12-22 - Sendandi: Umhverfisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2769 - Komudagur: 2011-10-06 - Sendandi: Skúli Helgason, form. nefndar um eflingu græna hagkerfisins[PDF]

Þingmál A8 (meðferð sakamála og meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-04 16:25:00 [HTML]

Þingmál A10 (sókn í atvinnumálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-11 13:12:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-18 15:20:38 - [HTML]
11. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-18 16:16:57 - [HTML]

Þingmál A12 (úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-06 14:18:06 - [HTML]

Þingmál A13 (siglingaleiðir við norðan- og vestanvert Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-06 10:20:00 [HTML]
Þingræður:
8. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-13 18:00:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 38 - Komudagur: 2011-11-04 - Sendandi: Siglingastofnun Íslands[PDF]

Þingmál A14 (formleg innleiðing fjármálareglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-04 16:54:00 [HTML]

Þingmál A20 (aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-04 13:50:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 660 - Komudagur: 2011-12-05 - Sendandi: Hagar hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 737 - Komudagur: 2011-12-09 - Sendandi: Landlæknisembættið[PDF]
Dagbókarnúmer 741 - Komudagur: 2011-12-09 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 905 - Komudagur: 2012-01-16 - Sendandi: Jónatansson & Co[PDF]

Þingmál A21 (reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnaskyni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 520 - Komudagur: 2011-11-29 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A22 (norræna hollustumerkið Skráargatið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-04 16:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 743 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-02-01 17:29:00 [HTML]
Þingræður:
12. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-19 17:10:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 79 - Komudagur: 2011-11-10 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]

Þingmál A24 (hitaeiningamerkingar á skyndibita)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-04 17:59:00 [HTML]
Þingræður:
12. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-19 17:35:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 611 - Komudagur: 2011-12-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A26 (forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-04 18:40:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 246 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Herbert Snorrason, Smári McCarthy og Guðmundur D. Haraldsson[PDF]
Dagbókarnúmer 247 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Eva Hauksdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 344 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 914 - Komudagur: 2012-01-20 - Sendandi: Stjórn Persónuverndar[PDF]

Þingmál A29 (höfuðborg Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 479 - Komudagur: 2011-11-28 - Sendandi: Samtök um betri byggð[PDF]

Þingmál A30 (rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1309 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Valorka ehf.[PDF]

Þingmál A31 (viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-06 17:08:01 - [HTML]
5. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2011-10-06 17:45:04 - [HTML]
5. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-10-06 18:31:01 - [HTML]
27. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2011-11-28 21:41:09 - [HTML]

Þingmál A36 (stytting þjóðvegarins milli höfuðborgarsvæðisins og Norðausturlands)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2011-11-02 18:36:14 - [HTML]

Þingmál A37 (nýsköpunarátak til að stórefla heilsársferðaþjónustu úti á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-06 14:55:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - Ræða hófst: 2011-10-18 18:22:29 - [HTML]

Þingmál A39 (þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-13 17:28:26 - [HTML]
72. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-13 18:06:39 - [HTML]
72. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-03-13 18:34:47 - [HTML]
72. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-03-13 18:44:54 - [HTML]
72. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-03-13 18:55:21 - [HTML]

Þingmál A52 (málshöfðun á hendur breska ríkinu fyrir viðeigandi dómstól vegna beitingar hryðjuverkalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 52 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-05 16:55:00 [HTML]

Þingmál A59 (upplýsingaréttur um umhverfismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 876 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-02-23 16:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 934 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-03-12 14:24:00 [HTML]
Þingræður:
63. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-28 14:24:41 - [HTML]
72. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-13 15:11:46 - [HTML]
73. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2012-03-14 16:30:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 177 - Komudagur: 2011-11-16 - Sendandi: Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður - Skýring: (sorpbrennslan Funi)[PDF]
Dagbókarnúmer 495 - Komudagur: 2011-11-28 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A61 (matvæli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 172 - Komudagur: 2011-11-15 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur[PDF]

Þingmál A62 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Árni Johnsen - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-03 16:06:51 - [HTML]

Þingmál A77 (Skipasafn Íslands í Reykjanesbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 77 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-06 17:28:00 [HTML]

Þingmál A82 (málshöfðun og skaðabótakrafa á hendur breska ríkinu, NATO og ESB)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-11 13:13:00 [HTML]

Þingmál A83 (gerð lista- og náttúrugarðs fyrir blinda og aðra skynhefta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-11 13:13:00 [HTML]

Þingmál A84 (fornleifarannsóknir í Árnesi og við fossinn Búða, norðan Þjórsár)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 626 - Komudagur: 2011-12-02 - Sendandi: Fornleifastofnun Íslands[PDF]

Þingmál A85 (hafnir)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Árni Johnsen - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-01 17:54:46 - [HTML]

Þingmál A87 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Árni Johnsen - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-01 18:32:15 - [HTML]

Þingmál A90 (úttekt á aðgengi sjómanna að þjónustustarfsemi opinberra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 90 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-11 13:13:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Árni Johnsen - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-03 17:46:01 - [HTML]

Þingmál A93 (líkantilraunir vegna stórskipabryggju í Vestmannaeyjum)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Árni Johnsen - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-02 18:53:18 - [HTML]

Þingmál A94 (samanburðarrannsókn á túlkun reglna EES-samningsins)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Árni Johnsen - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-03 17:53:15 - [HTML]

Þingmál A95 (undirbúningur að hönnun og stækkun Þorlákshafnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 166 - Komudagur: 2011-11-15 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda[PDF]

Þingmál A97 (fjáraukalög 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-11 15:29:00 [HTML]
Þingræður:
8. þingfundur - Björn Valur Gíslason - andsvar - Ræða hófst: 2011-10-13 12:45:42 - [HTML]
20. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2011-11-10 15:33:28 - [HTML]
21. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-11-14 16:24:15 - [HTML]

Þingmál A98 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 98 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-11 14:55:00 [HTML]
Þingræður:
74. þingfundur - Atli Gíslason - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-15 15:42:13 - [HTML]

Þingmál A100 (sýkingar á sjúkrahúsum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 283 (svar) útbýtt þann 2011-11-10 15:07:00 [HTML]

Þingmál A106 (stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 565 - Komudagur: 2011-12-01 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A107 (skattaívilnanir í þágu tilgreindra félagasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-13 14:49:00 [HTML]

Þingmál A108 (kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2611 - Komudagur: 2012-05-22 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi se.)[PDF]

Þingmál A109 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1531 - Komudagur: 2012-03-14 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti[PDF]

Þingmál A114 (löggilding nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 114 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-13 17:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 729 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-01-31 13:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 745 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-02-01 17:21:00 [HTML]

Þingmál A127 (Fjarðarheiðargöng)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 127 (þáltill.) útbýtt þann 2011-10-17 16:20:00 [HTML]
Þingræður:
14. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-20 17:54:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 666 - Komudagur: 2011-12-05 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður[PDF]
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2011-12-08 - Sendandi: Austfar[PDF]

Þingmál A134 (innflutningur dýra)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Helgi Hjörvar - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-31 15:39:47 - [HTML]
51. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-01-31 16:15:25 - [HTML]
51. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2012-01-31 16:32:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1087 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Margrét Guðnadóttir prófessor emeritus[PDF]
Dagbókarnúmer 1146 - Komudagur: 2012-02-23 - Sendandi: Geir Gunnar Geirsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1273 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Hundaræktarfélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1295 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Bændasamtök Íslands og Landssamtön sauðfjárbænda - Skýring: (sameiginl. ums.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1300 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Matvælastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1496 - Komudagur: 2012-03-12 - Sendandi: Slysavarnarfél. Landsbjörg[PDF]

Þingmál A136 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-18 13:11:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 251 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum[PDF]
Dagbókarnúmer 298 - Komudagur: 2011-11-21 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]

Þingmál A137 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-18 15:01:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1944 - Komudagur: 2012-04-25 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A138 (matvæli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 173 - Komudagur: 2011-11-15 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur[PDF]

Þingmál A142 (aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-11-08 16:16:13 - [HTML]

Þingmál A147 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-19 15:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 949 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-03-12 14:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 997 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-03-21 15:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1252 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-05-03 11:05:00 [HTML]
Þingræður:
72. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-13 16:17:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 185 - Komudagur: 2011-11-14 - Sendandi: Bryndís Kristinsdóttir klínískur tannsmíðameistari[PDF]
Dagbókarnúmer 229 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Læknafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 911 - Komudagur: 2012-01-16 - Sendandi: Velferðarráðuneytið[PDF]

Þingmál A150 (sjálfstæði Háskólans á Akureyri)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2011-11-14 17:55:33 - [HTML]

Þingmál A160 (kostnaður við utanlandsferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 463 (svar) útbýtt þann 2011-12-08 19:19:00 [HTML]

Þingmál A161 (kostnaður við utanlandsferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (svar) útbýtt þann 2011-12-05 14:43:00 [HTML]

Þingmál A162 (kostnaður við utanlandsferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 348 (svar) útbýtt þann 2011-11-21 13:56:00 [HTML]

Þingmál A164 (kostnaður við utanlandsferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (svar) útbýtt þann 2011-11-21 13:56:00 [HTML]

Þingmál A165 (kostnaður við utanlandsferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 346 (svar) útbýtt þann 2011-11-25 13:56:00 [HTML]

Þingmál A166 (kostnaður við utanlandsferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 483 (svar) útbýtt þann 2011-12-12 22:17:00 [HTML]

Þingmál A169 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 171 (frumvarp) útbýtt þann 2011-10-20 11:33:00 [HTML]

Þingmál A188 (lokafjárlög 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 192 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-20 17:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1438 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-06-01 13:24:00 [HTML]
Þingræður:
98. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-11 17:44:29 - [HTML]

Þingmál A191 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 195 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-28 13:59:00 [HTML]

Þingmál A192 (fólksflutningar og farmflutningar á landi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 199 - Komudagur: 2011-11-16 - Sendandi: Isavia[PDF]
Dagbókarnúmer 449 - Komudagur: 2011-11-25 - Sendandi: Iceland Excursions Allrahanda ehf.[PDF]

Þingmál A193 (fjársýsluskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 198 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-01 12:44:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-03 13:31:34 - [HTML]
37. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-15 11:12:12 - [HTML]
37. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-15 11:28:47 - [HTML]
37. þingfundur - Birkir Jón Jónsson (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-15 12:14:01 - [HTML]
37. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-12-15 16:35:33 - [HTML]
37. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2011-12-15 21:09:12 - [HTML]

Þingmál A195 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 200 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-01 14:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 522 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-12-13 13:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 525 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-12-13 13:22:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-03 11:08:59 - [HTML]
17. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2011-11-03 11:57:48 - [HTML]
35. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-13 15:14:08 - [HTML]
35. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-13 18:25:55 - [HTML]
35. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2011-12-13 18:28:11 - [HTML]
35. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2011-12-13 19:57:19 - [HTML]
35. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2011-12-13 20:46:32 - [HTML]
35. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-12-13 22:29:43 - [HTML]
36. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-12-14 12:04:16 - [HTML]
36. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-12-14 15:08:45 - [HTML]
36. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2011-12-14 18:38:14 - [HTML]
36. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-14 22:37:19 - [HTML]
36. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2011-12-14 22:44:12 - [HTML]
36. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-14 23:41:29 - [HTML]
36. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-14 23:43:37 - [HTML]
36. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-14 23:47:32 - [HTML]
37. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2011-12-15 14:59:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 171 - Komudagur: 2011-11-15 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 269 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 272 - Komudagur: 2011-11-18 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 790 - Komudagur: 2011-12-13 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: (viðbótarumsögn)[PDF]
Dagbókarnúmer 870 - Komudagur: 2011-12-06 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið - Skýring: (um kolefnisgjald - lagt fram á fundi av.)[PDF]

Þingmál A202 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1349 - Komudagur: 2012-03-04 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A214 (umskipunarhöfn í tengslum við norðurslóðasiglingar)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-01-16 17:42:20 - [HTML]

Þingmál A225 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-08 13:12:00 [HTML]
Þingræður:
75. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-20 18:18:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 803 - Komudagur: 2011-12-14 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga[PDF]

Þingmál A228 (hagtölur og aðildarviðræður við Evrópusambandið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 521 (svar) útbýtt þann 2011-12-15 11:19:00 [HTML]

Þingmál A233 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 239 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-11-03 15:14:00 [HTML]

Þingmál A247 (fækkun refs og minks)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-02-13 17:21:44 - [HTML]

Þingmál A254 (áhrif einfaldara skattkerfis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1587 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2012-06-18 17:20:00 [HTML]

Þingmál A258 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 270 (frumvarp) útbýtt þann 2011-11-09 15:47:00 [HTML]
Þingræður:
54. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-03 15:38:10 - [HTML]
54. þingfundur - Þór Saari - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-03 16:01:27 - [HTML]

Þingmál A260 (íslenskir námsmenn í Svíþjóð og bætur almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 462 (svar) útbýtt þann 2011-12-06 14:17:00 [HTML]

Þingmál A261 (upplýsingar um sölu og neyslu áfengis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 461 (svar) útbýtt þann 2011-12-05 14:43:00 [HTML]

Þingmál A266 (heildstæð orkustefna fyrir Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-11-14 14:33:00 [HTML]
Þingræður:
56. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2012-02-14 14:02:12 - [HTML]
56. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-14 14:19:52 - [HTML]
56. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-14 14:22:09 - [HTML]
56. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2012-02-14 15:02:18 - [HTML]
56. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-14 16:14:33 - [HTML]
56. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-14 16:16:46 - [HTML]

Þingmál A268 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-14 15:22:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1261 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: LOGOS fh. Internets á Íslandi hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1326 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 1337 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: ISNIC - Internet á Íslandi - Skýring: (viðbótar umsögn)[PDF]

Þingmál A269 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-14 16:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1062 (breytingartillaga) útbýtt þann 2012-03-27 17:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1299 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-05-15 13:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1440 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-06-01 13:25:00 [HTML]
Þingræður:
44. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-18 16:38:05 - [HTML]
44. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-18 16:46:16 - [HTML]
44. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-18 16:50:40 - [HTML]
44. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2012-01-18 16:52:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 952 - Komudagur: 2012-02-02 - Sendandi: Valborg Kjartansdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 1004 - Komudagur: 2012-02-13 - Sendandi: Félag umboðsmanna vörumerkja og einkaleyfa[PDF]
Dagbókarnúmer 1095 - Komudagur: 2012-02-21 - Sendandi: Félag umboðsmanna vörmerkja og einkaleyfa - Skýring: (viðbótar athugas.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1546 - Komudagur: 2012-03-16 - Sendandi: Einkaleyfastofan[PDF]
Dagbókarnúmer 1582 - Komudagur: 2012-03-20 - Sendandi: Einkaleyfastofan[PDF]

Þingmál A272 (Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 300 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-15 14:48:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 967 - Komudagur: 2012-02-07 - Sendandi: Siglingastofnun Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1001 - Komudagur: 2012-02-13 - Sendandi: Flugmálastjórn Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1054 - Komudagur: 2012-02-16 - Sendandi: Samtök um betri byggð[PDF]

Þingmál A273 (Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 301 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-15 14:48:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 968 - Komudagur: 2012-02-07 - Sendandi: Siglingastofnun Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1055 - Komudagur: 2012-02-16 - Sendandi: Samtök um betri byggð[PDF]

Þingmál A279 (ósnortin víðerni)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-01-16 18:43:43 - [HTML]

Þingmál A290 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 328 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-17 10:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1427 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-30 15:28:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1476 - Komudagur: 2012-03-09 - Sendandi: Barnaverndarstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1532 - Komudagur: 2012-03-14 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti[PDF]
Dagbókarnúmer 2632 - Komudagur: 2012-05-24 - Sendandi: Gísli Kr. Björnsson[PDF]

Þingmál A296 (millidómstig)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-16 17:55:45 - [HTML]

Þingmál A304 (hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-08 13:54:45 - [HTML]
38. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-16 11:32:10 - [HTML]
38. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2011-12-16 14:32:49 - [HTML]
38. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-16 14:55:40 - [HTML]
38. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-12-16 15:00:08 - [HTML]
38. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2011-12-16 15:53:12 - [HTML]
38. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-16 16:13:11 - [HTML]
38. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-16 16:19:17 - [HTML]
38. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-12-16 16:21:30 - [HTML]
38. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-12-16 16:37:02 - [HTML]
38. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-12-16 17:14:14 - [HTML]
38. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-16 17:36:44 - [HTML]
38. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-16 17:49:59 - [HTML]
38. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-16 17:52:13 - [HTML]
38. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-12-16 18:23:45 - [HTML]
38. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-12-16 18:44:01 - [HTML]
38. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-16 18:49:33 - [HTML]
38. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-16 18:56:00 - [HTML]
38. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-12-16 20:37:45 - [HTML]
38. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-12-16 21:15:42 - [HTML]
38. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-12-16 21:19:07 - [HTML]

Þingmál A305 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 355 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-21 14:00:00 [HTML]

Þingmál A306 (tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (iðnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-02 12:16:31 - [HTML]
30. þingfundur - Þráinn Bertelsson - andsvar - Ræða hófst: 2011-12-02 14:26:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 724 - Komudagur: 2011-12-08 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (ýmis gögn)[PDF]

Þingmál A329 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 395 (þáltill.) útbýtt þann 2011-11-29 17:05:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2012-02-23 14:27:30 - [HTML]

Þingmál A337 (þróun raforkuverðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 413 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2011-11-29 20:19:00 [HTML]
Þingræður:
62. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-27 17:59:50 - [HTML]

Þingmál A341 (fullgilding Evrópuráðssamningsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 417 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 14:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 942 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-03-12 14:24:00 [HTML]
Þingræður:
54. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-03 11:15:34 - [HTML]
73. þingfundur - Árni Páll Árnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-14 16:49:45 - [HTML]

Þingmál A342 (tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 15:16:00 [HTML]
Þingræður:
52. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-01 18:19:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1230 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Reykjanesbær[PDF]

Þingmál A343 (fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1240 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Reykjanesbær[PDF]
Dagbókarnúmer 1281 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Skipti[PDF]

Þingmál A349 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1267 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-05-10 10:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1451 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-06-05 15:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1500 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2012-06-11 22:00:00 [HTML]
Þingræður:
53. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-02 14:53:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1215 - Komudagur: 2012-02-29 - Sendandi: Icelandair Group hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1560 - Komudagur: 2012-03-19 - Sendandi: Svifflugfélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1604 - Komudagur: 2012-03-21 - Sendandi: Flugmálafélag Íslands - Skýring: (lagt fram á fundi)[PDF]

Þingmál A350 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 97/2011 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 14:45:00 [HTML]

Þingmál A352 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 54/2010 um breytingar á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 14:45:00 [HTML]

Þingmál A353 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 67/2011 um breytingu á II. og IV. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 429 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 14:45:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1256 - Komudagur: 2012-02-24 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A362 (fjarskipti og Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1309 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-11 16:27:00 [HTML]
Þingræður:
34. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-08 17:39:26 - [HTML]
34. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2011-12-08 18:07:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 789 - Komudagur: 2011-12-13 - Sendandi: Síminn - Skýring: (lagt fram á fundi us.)[PDF]
Dagbókarnúmer 814 - Komudagur: 2011-12-15 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - Skýring: (v. gjaldtöku)[PDF]
Dagbókarnúmer 815 - Komudagur: 2011-12-15 - Sendandi: Vodafone[PDF]
Dagbókarnúmer 831 - Komudagur: 2011-12-15 - Sendandi: Síminn hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 888 - Komudagur: 2012-01-11 - Sendandi: Skipti hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2012-01-12 - Sendandi: Fjarskipti ehf. (Vodafone)[PDF]
Dagbókarnúmer 954 - Komudagur: 2012-02-03 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]

Þingmál A365 (kjararáð og Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 947 - Komudagur: 2012-02-01 - Sendandi: Landsbankinn hf. - Skýring: (lagt fram á fundi ev.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1629 - Komudagur: 2012-03-26 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A366 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML]
Þingræður:
48. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2012-01-25 17:34:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1322 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Kópavogs[PDF]
Dagbókarnúmer 1323 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: IMMI - alþjóðleg stofnun um tján. og uppl.frelsi[PDF]
Dagbókarnúmer 1583 - Komudagur: 2012-03-21 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - Skýring: (um kaupaaukakerfi)[PDF]

Þingmál A367 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 443 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML]
Þingræður:
110. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-05-31 13:44:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 866 - Komudagur: 2011-12-12 - Sendandi: TNT á Íslandi, DHL á Íslandi, Ice Transport og Express - Skýring: (sameiginleg aths.)[PDF]

Þingmál A370 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 446 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 771 - Komudagur: 2011-12-09 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - Skýring: (lagt fram á fundi ev.)[PDF]

Þingmál A371 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 719 - Komudagur: 2011-12-07 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (sent skv. beiðni)[PDF]

Þingmál A372 (umhverfisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1379 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-18 19:45:00 [HTML]
Þingræður:
49. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-26 13:45:55 - [HTML]
49. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-26 13:58:38 - [HTML]
49. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-26 14:00:39 - [HTML]
49. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-01-26 14:05:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1304 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Landgræðsla ríkisins[PDF]

Þingmál A373 (samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-24 14:07:57 - [HTML]
47. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-24 14:55:07 - [HTML]
47. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2012-01-24 14:57:20 - [HTML]
47. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-24 15:11:35 - [HTML]
47. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-24 15:22:47 - [HTML]
47. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2012-01-24 15:27:35 - [HTML]
47. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-01-24 15:55:01 - [HTML]
47. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-24 16:35:48 - [HTML]
47. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-01-24 17:07:49 - [HTML]
47. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2012-01-24 17:17:38 - [HTML]
47. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-24 17:29:18 - [HTML]
47. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-24 17:30:23 - [HTML]
47. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-24 17:38:15 - [HTML]
106. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-24 18:06:46 - [HTML]
106. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-24 20:32:31 - [HTML]
106. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-05-24 21:33:10 - [HTML]
106. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-05-24 22:16:31 - [HTML]
106. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-24 22:40:50 - [HTML]
106. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-24 22:47:50 - [HTML]
109. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-30 11:23:02 - [HTML]
109. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-30 15:44:22 - [HTML]
109. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-30 18:32:36 - [HTML]
109. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2012-05-30 18:35:19 - [HTML]
109. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-30 19:00:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1107 - Komudagur: 2012-02-21 - Sendandi: Hagstofa Íslands[PDF]

Þingmál A376 (frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-01-24 18:07:58 - [HTML]
47. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2012-01-24 18:39:39 - [HTML]
99. þingfundur - Helgi Hjörvar (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-15 15:40:05 - [HTML]
99. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-15 15:41:23 - [HTML]
99. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2012-05-15 16:20:54 - [HTML]
99. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-15 16:32:44 - [HTML]
99. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-05-15 17:00:17 - [HTML]
99. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-15 17:36:17 - [HTML]
99. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-15 18:14:29 - [HTML]
105. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-05-22 18:46:24 - [HTML]
105. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-05-22 19:59:36 - [HTML]
105. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-22 20:12:01 - [HTML]
105. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-22 20:14:14 - [HTML]
105. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-22 20:16:25 - [HTML]
105. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-05-22 21:32:21 - [HTML]

Þingmál A377 (orkuskipti í samgöngum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 453 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-12-02 15:34:00 [HTML]

Þingmál A379 (kostnaður við Evrópusambandsaðild)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 456 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2011-12-02 13:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 858 (svar) útbýtt þann 2012-02-27 14:44:00 [HTML]

Þingmál A380 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 15:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 549 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-12-14 21:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 602 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-12-21 15:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 628 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-12-17 20:52:00 [HTML]
Þingræður:
34. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-08 19:09:32 - [HTML]

Þingmál A385 (stefna um beina erlenda fjárfestingu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 498 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-12-08 15:15:00 [HTML]
Þingræður:
118. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-06-11 15:01:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 935 - Komudagur: 2012-01-26 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A392 (fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-12-14 12:39:00 [HTML]
Þingræður:
119. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2012-06-12 15:12:56 - [HTML]
119. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2012-06-12 20:00:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1175 - Komudagur: 2012-02-27 - Sendandi: Samtök um betri byggð[PDF]
Dagbókarnúmer 1190 - Komudagur: 2012-02-28 - Sendandi: Sveitarfélagið Ölfus[PDF]
Dagbókarnúmer 1284 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður[PDF]
Dagbókarnúmer 1350 - Komudagur: 2012-03-04 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1426 - Komudagur: 2012-03-05 - Sendandi: Samtök um betri byggð - Skýring: (lagt fram á fundi)[PDF]

Þingmál A393 (samgönguáætlun 2011--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 534 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-12-14 12:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1630 (þál. í heild) útbýtt þann 2012-06-19 13:32:00 [HTML]
Þingræður:
45. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-19 11:49:14 - [HTML]
45. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-01-19 18:07:19 - [HTML]
45. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-01-19 19:05:58 - [HTML]
52. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2012-02-01 16:39:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1176 - Komudagur: 2012-02-27 - Sendandi: Samtök um betri byggð[PDF]
Dagbókarnúmer 1285 - Komudagur: 2012-03-01 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður[PDF]
Dagbókarnúmer 1351 - Komudagur: 2012-03-04 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1360 - Komudagur: 2012-03-05 - Sendandi: Fjórðungssamband Vestfirðinga[PDF]
Dagbókarnúmer 1427 - Komudagur: 2012-03-05 - Sendandi: Samtök um betri byggð - Skýring: (lagt fram á fundi)[PDF]

Þingmál A397 (veiting ríkisborgararéttar)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-12-17 00:43:19 - [HTML]

Þingmál A399 (rammaáætlanir Evrópusambandsins um menntun, rannsóknir og tækniþróun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 879 (svar) útbýtt þann 2012-02-29 20:36:00 [HTML]

Þingmál A403 (afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-20 14:37:41 - [HTML]
46. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2012-01-20 16:09:05 - [HTML]
46. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-20 16:21:17 - [HTML]
46. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-20 16:24:29 - [HTML]
46. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-20 18:32:58 - [HTML]
46. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-01-20 18:35:57 - [HTML]
46. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-01-20 18:46:34 - [HTML]
46. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-01-20 19:03:07 - [HTML]
46. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-01-20 19:15:49 - [HTML]
64. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-02-29 20:00:19 - [HTML]
64. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-02-29 20:15:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 950 - Komudagur: 2012-01-30 - Sendandi: Ritari stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar - Skýring: (lagt fram á fundi se.)[PDF]
Dagbókarnúmer 951 - Komudagur: 2012-01-31 - Sendandi: Sigurður Líndal - Skýring: (Skírnir - lagt fram á fundi se.)[PDF]

Þingmál A405 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 581 (frumvarp) útbýtt þann 2011-12-16 14:39:00 [HTML]

Þingmál A408 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1132 - Komudagur: 2012-02-22 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A409 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Jón Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-14 17:22:02 - [HTML]

Þingmál A416 (málshöfðun gegn fyrrverandi fjármálaráðherra, Árna M. Mathiesen)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 655 (þáltill.) útbýtt þann 2012-01-16 14:46:00 [HTML]

Þingmál A417 (málshöfðun gegn fyrrverandi utanríkisráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 656 (þáltill.) útbýtt þann 2012-01-16 14:46:00 [HTML]

Þingmál A418 (málshöfðun gegn fyrrverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðssyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 657 (þáltill.) útbýtt þann 2012-01-16 14:46:00 [HTML]

Þingmál A426 (ríkisstuðningur við innlánsstofnanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1154 (svar) útbýtt þann 2012-04-03 14:02:00 [HTML]

Þingmál A440 (framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 969 - Komudagur: 2012-02-06 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1102 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1135 - Komudagur: 2012-02-22 - Sendandi: Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A450 (um húsnæðisstefnu)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Eygló Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-30 18:51:25 - [HTML]

Þingmál A466 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1671 - Komudagur: 2012-04-02 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Þingmál A468 (háskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1381 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-18 17:28:00 [HTML]
Þingræður:
49. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-26 12:03:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1077 - Komudagur: 2012-02-17 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri, skrifstofa rektors[PDF]
Dagbókarnúmer 1152 - Komudagur: 2012-02-24 - Sendandi: Háskóli Íslands, Skrifstofa rektors[PDF]
Dagbókarnúmer 1578 - Komudagur: 2012-03-21 - Sendandi: Dr. Nína Margrét Grímsdóttir og fleiri - Skýring: (sameiginl. ums.)[PDF]

Þingmál A472 (fjöldi bíla sem komu til landsins með Norrænu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 828 (svar) útbýtt þann 2012-02-22 17:00:00 [HTML]

Þingmál A474 (Evrópustofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 773 (svar) útbýtt þann 2012-02-13 14:45:00 [HTML]

Þingmál A476 (ætlað samþykki við líffæragjafir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 730 (þáltill.) útbýtt þann 2012-01-30 14:29:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2000 - Komudagur: 2012-04-30 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A482 (álögur á eldsneyti)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-02-27 17:17:08 - [HTML]

Þingmál A487 (Maastricht-skilyrðin)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 742 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-01-31 16:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1005 (svar) útbýtt þann 2012-03-15 15:22:00 [HTML]

Þingmál A491 (útgáfa virkjanaleyfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 752 (þáltill.) útbýtt þann 2012-02-02 17:16:00 [HTML]
Þingræður:
74. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-15 17:07:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1635 - Komudagur: 2012-03-26 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 1733 - Komudagur: 2012-04-16 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1735 - Komudagur: 2012-04-16 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 1756 - Komudagur: 2012-04-16 - Sendandi: Kauphöll Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1763 - Komudagur: 2012-04-16 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 1769 - Komudagur: 2012-04-17 - Sendandi: HS Orka - HS veitur[PDF]

Þingmál A493 (rannsókn á einkavæðingu banka)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-28 16:13:13 - [HTML]

Þingmál A497 (hætta af kjarnorkuslysi í Sellafield)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 881 (svar) útbýtt þann 2012-02-27 18:31:00 [HTML]

Þingmál A506 (viðbrögð grunn- og framhaldsskóla við hegðunarvanda)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-02-13 17:16:41 - [HTML]

Þingmál A507 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 769 (frumvarp) útbýtt þann 2012-02-03 15:19:00 [HTML]

Þingmál A508 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1534 - Komudagur: 2012-03-15 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 1564 - Komudagur: 2012-03-19 - Sendandi: Matfugl[PDF]

Þingmál A509 (skráð trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 771 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-02-13 14:45:00 [HTML]
Þingræður:
57. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2012-02-15 17:24:29 - [HTML]
57. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-02-15 17:44:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1556 - Komudagur: 2012-03-19 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A511 (framkvæmd samgönguáætlunar 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 785 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-02-13 14:45:00 [HTML]

Þingmál A516 (þátttaka í Eurovision-söngvakeppninni í Aserbaídsjan)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-02-27 18:46:55 - [HTML]

Þingmál A520 (staða mannréttindamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1200 (svar) útbýtt þann 2012-04-16 12:39:00 [HTML]

Þingmál A523 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2011--2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 803 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-02-16 10:16:00 [HTML]

Þingmál A537 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 119/2010 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 832 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-21 13:14:00 [HTML]

Þingmál A538 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 65/2009 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 833 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-21 13:14:00 [HTML]

Þingmál A539 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 85/2011 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 834 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-21 13:14:00 [HTML]

Þingmál A540 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 121/2011 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-21 13:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1269 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-10 10:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1369 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2012-05-16 18:05:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-23 12:19:40 - [HTML]

Þingmál A541 (Evrópuráðsþingið 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-02-21 13:14:00 [HTML]

Þingmál A542 (ÖSE-þingið 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 837 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-02-21 13:14:00 [HTML]

Þingmál A556 (NATO-þingið 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-02-23 15:30:00 [HTML]

Þingmál A558 (Fríverslunarsamtök Evrópu og Evrópska efnahagssvæðið 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 862 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-02-23 15:30:00 [HTML]

Þingmál A559 (ráðstafanir til að lækka eldsneytisverð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 863 (frumvarp) útbýtt þann 2012-02-23 15:30:00 [HTML]
Þingræður:
63. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-28 17:51:54 - [HTML]

Þingmál A562 (aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1766 - Komudagur: 2012-04-16 - Sendandi: Íslandspóstur ohf.[PDF]

Þingmál A572 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 17/2011 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 889 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-27 15:51:00 [HTML]

Þingmál A573 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 120/2010 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 890 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-27 15:52:00 [HTML]

Þingmál A583 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 76/2011 um breytingu á VI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 909 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-28 18:14:00 [HTML]

Þingmál A598 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 933 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-12 14:26:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1706 - Komudagur: 2012-04-13 - Sendandi: Vesturlandsskógar[PDF]

Þingmál A599 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 935 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-12 14:26:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2117 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: Blaðamannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2510 - Komudagur: 2012-05-16 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]

Þingmál A602 (norrænt samstarf 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-03-12 14:26:00 [HTML]

Þingmál A603 (fríverslunarsamningur EFTA og Hong Kong, Kína, samningur sömu aðila um vinnumál o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 945 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-12 14:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1280 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-11 12:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1372 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2012-05-16 18:05:00 [HTML]
Þingræður:
99. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-15 23:55:37 - [HTML]

Þingmál A604 (fríverslunarsamningur EFTA og Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 946 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-12 14:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1275 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-10 17:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1370 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2012-05-16 18:05:00 [HTML]
Þingræður:
99. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-15 23:20:00 - [HTML]

Þingmál A605 (fríverslunarsamningur EFTA og Svartfjallalands og landbúnaðarsamningur Íslands og Svartfjallalands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 947 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-12 14:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1271 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-10 10:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1371 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2012-05-16 18:05:00 [HTML]
Þingræður:
81. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-03-30 16:10:06 - [HTML]
99. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-15 23:53:18 - [HTML]

Þingmál A606 (framkvæmd þingsályktana frá 1. október 2005 fram til ársloka 2009)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 948 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-03-12 14:27:00 [HTML]

Þingmál A609 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 19/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 959 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-13 13:08:00 [HTML]

Þingmál A610 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 20/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-13 13:08:00 [HTML]
Þingræður:
81. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-30 16:25:52 - [HTML]
81. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-30 16:29:50 - [HTML]

Þingmál A611 (ákvörðun EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 961 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-13 13:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1361 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-05-16 21:30:00 [HTML]
Þingræður:
110. þingfundur - Árni Páll Árnason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-31 14:04:18 - [HTML]
110. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-05-31 14:11:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2376 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Samtök iðnaðarins o.fl. - Skýring: (SI, Samál, Samorka, FÍF, SA)[PDF]

Þingmál A622 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-03-21 17:02:56 - [HTML]
76. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2012-03-21 17:24:24 - [HTML]
76. þingfundur - Magnús M. Norðdahl - Ræða hófst: 2012-03-21 17:38:35 - [HTML]
76. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2012-03-21 18:44:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1644 - Komudagur: 2012-03-27 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn[PDF]
Dagbókarnúmer 1690 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2597 - Komudagur: 2012-05-22 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A623 (skipan ferðamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1854 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Ferðamálastofa[PDF]

Þingmál A629 (sóknaráætlunin Ísland 2020 og staða verkefna á ábyrgðarsviði ráðuneyta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1212 (svar) útbýtt þann 2012-04-26 19:11:00 [HTML]

Þingmál A636 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1101 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-03-29 11:01:00 [HTML]
Þingræður:
77. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-27 16:19:22 - [HTML]
77. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-27 21:14:49 - [HTML]
77. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-27 23:53:03 - [HTML]
80. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-03-29 13:31:29 - [HTML]
80. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-03-29 15:16:38 - [HTML]
100. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-16 20:48:39 - [HTML]
101. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2012-05-18 14:58:21 - [HTML]
101. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 18:16:58 - [HTML]
101. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-05-18 18:43:43 - [HTML]
101. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 19:11:12 - [HTML]
101. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-18 23:29:38 - [HTML]
102. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-19 10:48:48 - [HTML]
102. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-05-19 14:43:25 - [HTML]
102. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-19 15:46:17 - [HTML]
104. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-21 20:48:28 - [HTML]
104. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2012-05-21 21:06:32 - [HTML]
104. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-21 21:12:00 - [HTML]
104. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-21 21:16:29 - [HTML]
104. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-21 21:18:51 - [HTML]
105. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-22 15:03:10 - [HTML]
105. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-22 15:17:19 - [HTML]
105. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-05-22 15:38:11 - [HTML]
105. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-22 15:43:31 - [HTML]
105. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-22 15:45:43 - [HTML]
105. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-22 15:47:56 - [HTML]
106. þingfundur - Illugi Gunnarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2012-05-24 11:46:38 - [HTML]
106. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2012-05-24 12:06:23 - [HTML]
106. þingfundur - Þráinn Bertelsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2012-05-24 12:15:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2517 - Komudagur: 2012-05-16 - Sendandi: Landskjörstjórn - Skýring: (um brtt.)[PDF]

Þingmál A654 (bókmenntasjóður o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1048 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 11:20:00 [HTML]
Þingræður:
90. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-27 16:11:07 - [HTML]

Þingmál A656 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1050 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-27 13:17:00 [HTML]

Þingmál A657 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-03-29 01:03:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1684 - Komudagur: 2012-03-28 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða - Skýring: (afrit af bréfi til stjsk- og eftirln.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1685 - Komudagur: 2012-04-11 - Sendandi: Íslandsbanki - Skýring: (sent skv. beiðni form. efnh- og viðskn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Ritari atvinnuveganefndar - Skýring: (úr skýrslu auðlindanefndar)[PDF]
Dagbókarnúmer 1867 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1879 - Komudagur: 2012-04-22 - Sendandi: Landssamtök landeigenda[PDF]
Dagbókarnúmer 1882 - Komudagur: 2012-04-21 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 1885 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ)[PDF]
Dagbókarnúmer 1889 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Tryggingamiðstöðin hf[PDF]
Dagbókarnúmer 2011 - Komudagur: 2012-05-02 - Sendandi: Sérfræðihópur skipaður af atvinnuveganefnd Alþingis[PDF]
Dagbókarnúmer 2475 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið[PDF]

Þingmál A658 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2012-06-01 20:39:14 - [HTML]
111. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2012-06-01 21:40:12 - [HTML]
111. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-06-01 23:21:02 - [HTML]
112. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2012-06-04 16:05:23 - [HTML]
112. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-06-04 17:03:49 - [HTML]
112. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-06-04 21:45:20 - [HTML]
112. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2012-06-04 22:43:58 - [HTML]
114. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-06 16:11:43 - [HTML]
114. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-06 21:55:19 - [HTML]
115. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2012-06-07 12:17:50 - [HTML]
116. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-08 12:16:01 - [HTML]
116. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-08 12:36:03 - [HTML]
116. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-06-08 22:57:06 - [HTML]
116. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-09 01:52:22 - [HTML]
116. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-09 01:54:40 - [HTML]
116. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-09 01:58:17 - [HTML]
117. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-09 14:11:57 - [HTML]
117. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-09 14:17:32 - [HTML]
117. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2012-06-09 14:43:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1686 - Komudagur: 2012-04-11 - Sendandi: Íslandsbanki - Skýring: (sent skv. beiðni form. efnh- og viðskn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1868 - Komudagur: 2012-04-20 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1886 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá SF, SA og LÍÚ9[PDF]
Dagbókarnúmer 1900 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Tryggingamiðstöðin hf[PDF]

Þingmál A660 (eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2559 - Komudagur: 2012-05-21 - Sendandi: Fóðurblandan hf.[PDF]

Þingmál A664 (greiðsla skaðabóta til iðkenda Falun Gong)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (þáltill.) útbýtt þann 2012-03-28 20:18:00 [HTML]

Þingmál A666 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2553 - Komudagur: 2012-05-18 - Sendandi: Even hf. - Skýring: (afrit af bréfi til Bílg.samb.)[PDF]

Þingmál A667 (bann við útiræktun á erfðabreyttum lífverum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1073 (þáltill.) útbýtt þann 2012-03-27 18:37:00 [HTML]

Þingmál A679 (landlæknir og lýðheilsa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1466 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-06-04 15:00:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2659 - Komudagur: 2012-05-31 - Sendandi: Persónuvernd - Skýring: (um brtt.)[PDF]

Þingmál A682 (vopn, sprengiefni og skoteldar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1111 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-29 15:17:00 [HTML]

Þingmál A689 (niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2012-04-30 21:46:28 - [HTML]

Þingmál A692 (réttindagæsla fyrir fatlað fólk)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1124 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 12:02:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2488 - Komudagur: 2012-05-15 - Sendandi: Þroskahjálp[PDF]

Þingmál A699 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2012-04-17 15:22:23 - [HTML]
84. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-04-17 17:19:11 - [HTML]
84. þingfundur - Jón Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-17 18:48:00 - [HTML]
93. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-02 16:47:49 - [HTML]
94. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2012-05-03 16:53:25 - [HTML]
97. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2012-05-10 14:03:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1960 - Komudagur: 2012-04-24 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi)[PDF]

Þingmál A701 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 13:38:00 [HTML]

Þingmál A704 (neytendalán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1137 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:22:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2498 - Komudagur: 2012-05-14 - Sendandi: Útlán[PDF]

Þingmál A705 (innheimtulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1138 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-30 16:32:00 [HTML]

Þingmál A708 (útgáfa og meðferð rafeyris)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:22:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1799 - Komudagur: 2012-04-17 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A710 (visthönnun vöru sem notar orku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1143 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:22:00 [HTML]

Þingmál A714 (umskipunarhöfn á Íslandi vegna siglinga á norðurslóðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1149 (þáltill.) útbýtt þann 2012-03-31 17:22:00 [HTML]

Þingmál A715 (framhaldsskólar)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2012-04-27 16:35:00 - [HTML]

Þingmál A716 (nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2089 - Komudagur: 2012-04-26 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna - Skýring: (um dóm Hæstaréttar)[PDF]

Þingmál A718 (heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2012-05-25 13:58:52 - [HTML]
107. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2012-05-25 22:24:01 - [HTML]

Þingmál A719 (heiðurslaun listamanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2549 - Komudagur: 2012-05-18 - Sendandi: Rithöfundasamband Íslands[PDF]

Þingmál A727 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Þór Saari - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-20 15:13:48 - [HTML]
87. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-24 14:22:52 - [HTML]
87. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-04-24 15:39:22 - [HTML]
87. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-24 15:56:24 - [HTML]
87. þingfundur - Þór Saari - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-24 16:59:07 - [HTML]
87. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-24 17:38:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2004 - Komudagur: 2012-04-30 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 2039 - Komudagur: 2012-05-04 - Sendandi: Atli Gíslason[PDF]
Dagbókarnúmer 2127 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Framtíðarlandið - Skýring: (um Gjástykki og Eldvörp)[PDF]
Dagbókarnúmer 2135 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur[PDF]
Dagbókarnúmer 2142 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 2148 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: Græna netið[PDF]
Dagbókarnúmer 2151 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: GAMMA[PDF]
Dagbókarnúmer 2153 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 2159 - Komudagur: 2012-05-08 - Sendandi: Sveinn Traustason[PDF]
Dagbókarnúmer 2287 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Hrafnhildur Hannesdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 2302 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Herdís Helga Schopka[PDF]
Dagbókarnúmer 2346 - Komudagur: 2012-05-10 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2473 - Komudagur: 2012-05-15 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands[PDF]
Dagbókarnúmer 2566 - Komudagur: 2012-05-18 - Sendandi: Landvernd - Skýring: (lagt fram á fundi av.)[PDF]

Þingmál A728 (upprunaábyrgð á raforku)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-04 13:46:07 - [HTML]

Þingmál A731 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML]

Þingmál A733 (ökutækjatrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1171 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2669 - Komudagur: 2012-06-04 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]

Þingmál A734 (húsnæðismál)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-13 11:53:21 - [HTML]
120. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-13 18:06:19 - [HTML]

Þingmál A736 (réttarstaða einstaklinga með kynáttunarvanda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1174 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML]
Þingræður:
98. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2012-05-11 15:30:40 - [HTML]
98. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Ræða hófst: 2012-05-11 15:42:08 - [HTML]

Þingmál A739 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2756 - Komudagur: 2012-08-07 - Sendandi: Vestmannaeyjabær[PDF]

Þingmál A742 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2746 - Komudagur: 2012-07-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A747 (velferð dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1185 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML]

Þingmál A748 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1186 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML]
Þingræður:
90. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-27 11:11:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2430 - Komudagur: 2012-05-14 - Sendandi: Ríkisútvarpið[PDF]

Þingmál A749 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1187 (frumvarp) útbýtt þann 2012-04-16 12:39:00 [HTML]

Þingmál A751 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1528 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-06-12 22:40:00 [HTML]
Þingræður:
126. þingfundur - Þuríður Backman (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-19 17:35:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2353 - Komudagur: 2012-05-10 - Sendandi: Steinull hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2357 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Félag skógarbænda á Austurlandi[PDF]
Dagbókarnúmer 2377 - Komudagur: 2012-05-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins o.fl. - Skýring: (SI,SA,Samál,Samorka,FÍF)[PDF]

Þingmál A752 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML]
Þingræður:
105. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-22 17:32:44 - [HTML]
105. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-05-22 17:45:04 - [HTML]
105. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-05-22 17:51:09 - [HTML]

Þingmál A761 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-04-24 14:10:00 [HTML]
Þingræður:
89. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-26 11:27:04 - [HTML]
89. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-26 11:52:35 - [HTML]
89. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2012-04-26 13:31:05 - [HTML]
89. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-04-26 14:00:13 - [HTML]
89. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-26 14:42:54 - [HTML]
89. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2012-04-26 15:18:56 - [HTML]
89. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2012-04-26 15:54:47 - [HTML]
89. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-26 16:10:02 - [HTML]
89. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-26 16:14:37 - [HTML]
89. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-26 16:16:56 - [HTML]
89. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2012-04-26 16:19:15 - [HTML]
89. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-26 16:34:47 - [HTML]
89. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2012-04-26 17:35:27 - [HTML]
89. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2012-04-26 18:08:52 - [HTML]
89. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-04-26 18:37:01 - [HTML]
89. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-04-26 18:41:34 - [HTML]
89. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2012-04-26 18:57:00 - [HTML]
89. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-04-26 19:12:25 - [HTML]
89. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-04-26 20:00:56 - [HTML]
89. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - Ræða hófst: 2012-04-26 20:37:44 - [HTML]

Þingmál A762 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1566 (breytingartillaga) útbýtt þann 2012-06-15 18:25:00 [HTML]
Þingræður:
123. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-16 14:39:59 - [HTML]
124. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2012-06-18 16:34:27 - [HTML]
125. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2012-06-18 22:46:28 - [HTML]

Þingmál A763 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-05-11 15:05:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2497 - Komudagur: 2012-05-14 - Sendandi: Ragnar Ólafsson - Skýring: (lagt fram á fundi ev.)[PDF]
Dagbókarnúmer 2613 - Komudagur: 2012-05-23 - Sendandi: Ragnar F. Ólafsson[PDF]

Þingmál A765 (vinnustaðanámssjóður)[HTML]

Þingræður:
124. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-06-18 16:31:26 - [HTML]

Þingmál A778 (framtíðarskipan fjármálakerfisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1291 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-05-11 10:15:00 [HTML]
Þingræður:
104. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2012-05-21 17:01:05 - [HTML]
104. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-05-21 17:07:44 - [HTML]
104. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-05-21 17:54:45 - [HTML]
104. þingfundur - Baldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2012-05-21 18:00:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2729 - Komudagur: 2012-05-30 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (umsagnir sem bárust efnh- og viðskrn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 2765 - Komudagur: 2012-08-29 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (ums. frá efnh.- og viðskrn. - viðbót)[PDF]
Dagbókarnúmer 2767 - Komudagur: 2012-09-07 - Sendandi: Straumur - Skýring: (lagt fram á fundi ev.)[PDF]

Þingmál A779 (innheimtulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2675 - Komudagur: 2012-06-07 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A814 (undirbúningur stjórnvalda vegna mögulegrar útgöngu Grikklands úr evrusamstarfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1413 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-05-24 18:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1674 (svar) útbýtt þann 2012-06-29 10:28:00 [HTML]

Þingmál A816 (framkvæmd samgönguáætlunar 2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1420 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-05-30 12:04:00 [HTML]

Þingmál A818 (stuðningur við grísku þjóðina)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1429 (þáltill.) útbýtt þann 2012-05-31 12:30:00 [HTML]

Þingmál A822 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1486 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-06-11 14:39:00 [HTML]

Þingmál A831 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1684 (svar) útbýtt þann 2012-08-21 11:42:00 [HTML]

Þingmál B24 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-10-03 21:32:03 - [HTML]
2. þingfundur - Þráinn Bertelsson - Ræða hófst: 2011-10-03 21:55:31 - [HTML]

Þingmál B45 (efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2011-10-11 14:36:54 - [HTML]

Þingmál B58 (reglur um ársreikninga og hlutafélög)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2011-10-11 14:04:45 - [HTML]

Þingmál B98 (staðan í aðildarferlinu við ESB)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-11-08 14:07:32 - [HTML]
18. þingfundur - Margrét Tryggvadóttir - Ræða hófst: 2011-11-08 14:23:53 - [HTML]
18. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2011-11-08 14:40:08 - [HTML]

Þingmál B99 (niðurskurður í heilbrigðis- og velferðarmálum)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-10-20 11:11:34 - [HTML]

Þingmál B166 (ESB-umsókn og ástandið í Suður-Evrópu)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2011-11-10 10:39:44 - [HTML]

Þingmál B188 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Þráinn Bertelsson - Ræða hófst: 2011-11-15 14:26:38 - [HTML]

Þingmál B207 (deilur við ESB um makrílveiðar)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2011-11-17 10:21:12 - [HTML]

Þingmál B221 (stóriðjuframkvæmdir)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2011-11-28 15:37:19 - [HTML]

Þingmál B233 ()[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2011-11-29 13:45:42 - [HTML]

Þingmál B261 (ályktun Íslenskrar málnefndar 2011 um stöðu tungunnar)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2011-12-02 13:45:18 - [HTML]
30. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2011-12-02 13:49:36 - [HTML]

Þingmál B268 (staða framhaldsskólanna)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2011-12-05 15:50:08 - [HTML]

Þingmál B270 (breytingar á ESB og aðildarumsókn Íslendinga)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2011-12-05 15:03:06 - [HTML]
31. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-12-05 15:05:17 - [HTML]

Þingmál B283 (agi í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2011-12-08 16:27:00 - [HTML]

Þingmál B284 ()[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2011-12-08 10:43:56 - [HTML]

Þingmál B311 (breytingar á ESB og aðildarumsókn Íslands)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-12-13 13:35:58 - [HTML]
35. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-12-13 13:36:42 - [HTML]
35. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2011-12-13 13:41:28 - [HTML]
35. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (fjármálaráðherra) - Ræða hófst: 2011-12-13 13:43:01 - [HTML]

Þingmál B334 ()[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Árni Páll Árnason (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2011-12-14 11:34:07 - [HTML]
36. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2011-12-14 11:58:44 - [HTML]

Þingmál B382 ()[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2012-01-16 16:51:40 - [HTML]

Þingmál B410 ()[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-01-18 15:16:40 - [HTML]

Þingmál B436 (frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-01-24 13:32:29 - [HTML]

Þingmál B449 ()[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2012-01-25 15:01:00 - [HTML]

Þingmál B456 (skuldastaða heimila og fyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2012-01-26 11:32:32 - [HTML]
49. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2012-01-26 11:34:46 - [HTML]

Þingmál B475 (skýrsla Norðmanna um EES-samstarfið)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2012-01-30 15:57:45 - [HTML]
50. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2012-01-30 16:06:49 - [HTML]

Þingmál B488 (ábyrgð og eftirlit hins opinbera gagnvart einkarekinni heilbrigðisþjónustu í ljósi sílikonpúða-málsins)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - Ræða hófst: 2012-01-31 14:38:05 - [HTML]

Þingmál B489 (viðbrögð heilbrigðisyfirvalda vegna frétta um iðnaðarsílikon í brjóstapúðum)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-01-31 14:51:58 - [HTML]
51. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2012-01-31 15:09:17 - [HTML]
51. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - Ræða hófst: 2012-01-31 15:18:25 - [HTML]

Þingmál B500 ()[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-02-03 10:34:24 - [HTML]

Þingmál B511 (staða heimilanna)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2012-02-02 10:41:27 - [HTML]

Þingmál B514 (afnám verðtryggingar)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2012-02-02 11:00:32 - [HTML]

Þingmál B525 ()[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-02-16 13:31:02 - [HTML]
58. þingfundur - Bjarni Benediktsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-02-16 14:28:33 - [HTML]
58. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2012-02-16 14:39:35 - [HTML]
58. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-02-16 17:09:29 - [HTML]

Þingmál B526 (Evrópumál)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2012-02-13 15:08:58 - [HTML]

Þingmál B565 (starfsumhverfi sjávarútvegsins)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2012-02-21 14:25:14 - [HTML]

Þingmál B568 (Evrópusambandsmálefni)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2012-02-21 13:51:49 - [HTML]

Þingmál B635 (stefna í gjaldmiðilsmálum)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2012-03-01 12:02:51 - [HTML]
65. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2012-03-01 12:17:11 - [HTML]

Þingmál B636 (skýrsla Barnaheilla um vannæringu barna í heiminum)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2012-03-01 12:53:38 - [HTML]

Þingmál B679 ()[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Ásta R. Jóhannesdóttir (forseti) - Ræða hófst: 2012-03-13 13:31:38 - [HTML]

Þingmál B717 (staða Íslands innan Schengen)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-03-20 13:42:04 - [HTML]

Þingmál B720 (barátta lögreglu við glæpagengi)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2012-03-20 14:06:58 - [HTML]

Þingmál B789 (tvíhliða viðskiptasamningar við Kína og fleiri ríki)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2012-04-16 15:24:14 - [HTML]

Þingmál B832 (málefni Farice)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-04-25 15:35:12 - [HTML]

Þingmál B833 ()[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2012-04-26 10:50:07 - [HTML]

Þingmál B849 (verðbólga og efnahagshorfur)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2012-04-27 10:47:43 - [HTML]

Þingmál B861 (fylgi við ESB-aðild og íslenska krónan)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2012-04-30 15:15:58 - [HTML]

Þingmál B877 ()[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2012-05-02 15:10:10 - [HTML]

Þingmál B886 ()[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-05-03 10:49:22 - [HTML]

Þingmál B887 (kreppa krónunnar)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-03 11:44:41 - [HTML]
94. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2012-05-03 12:14:47 - [HTML]

Þingmál B912 (umgjörð ríkisfjármála)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-05-10 13:54:03 - [HTML]

Þingmál B936 (Schengen-samstarfið)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-05-15 14:54:23 - [HTML]

Þingmál B940 (stytting námstíma til stúdentsprófs)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-05-15 13:52:34 - [HTML]

Þingmál B963 (atkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við ESB)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfisráðherra) - Ræða hófst: 2012-05-18 10:47:10 - [HTML]

Þingmál B980 (hugsanlegt brotthvarf Grikkja úr evrusamstarfinu)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2012-05-21 15:03:28 - [HTML]

Þingmál B981 (atkvæðagreiðsla um aðildarviðræður við ESB)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-05-21 15:08:39 - [HTML]

Þingmál B984 (neytendavernd á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2012-05-21 15:32:54 - [HTML]

Þingmál B1004 ()[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Baldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2012-05-24 10:35:22 - [HTML]

Þingmál B1005 ()[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2012-05-24 16:36:32 - [HTML]
106. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-05-24 17:01:44 - [HTML]

Þingmál B1017 (atkvæðagreiðsla um breytingartillögu)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2012-05-25 10:57:49 - [HTML]

Þingmál B1025 ()[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2012-05-29 20:03:22 - [HTML]
108. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2012-05-29 21:04:56 - [HTML]

Þingmál B1042 ()[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2012-05-31 10:35:43 - [HTML]
110. þingfundur - Magnús Orri Schram - Ræða hófst: 2012-05-31 10:53:52 - [HTML]

Þingmál B1087 ()[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2012-06-06 10:57:08 - [HTML]

Þingmál B1113 ()[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-06-08 10:30:42 - [HTML]
116. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-06-08 10:35:24 - [HTML]
116. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-06-08 10:42:26 - [HTML]
116. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2012-06-08 10:44:56 - [HTML]
116. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-06-08 10:50:05 - [HTML]
116. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2012-06-08 10:52:28 - [HTML]
116. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-06-08 10:55:14 - [HTML]
116. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-06-08 10:59:45 - [HTML]

Þingmál B1144 (staða evrunnar og áhrif evruvandans á þróun Evrópusamstarfsins)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Illugi Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-12 13:34:09 - [HTML]
119. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-06-12 13:39:35 - [HTML]
119. þingfundur - Baldvin Jónsson - Ræða hófst: 2012-06-12 13:49:52 - [HTML]
119. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2012-06-12 13:52:02 - [HTML]
119. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2012-06-12 13:54:22 - [HTML]
119. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2012-06-12 13:56:43 - [HTML]
119. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-06-12 14:08:44 - [HTML]
119. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (efnahags- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2012-06-12 14:11:08 - [HTML]

Þingmál B1153 ()[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-06-13 10:34:43 - [HTML]
120. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-06-13 10:36:34 - [HTML]
120. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-06-13 10:40:58 - [HTML]
120. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-06-13 10:43:26 - [HTML]

Þingmál B1164 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2012-06-14 14:21:12 - [HTML]

Þingmál B1170 (aðgerðir til bjargar Spáni og vandi evrunnar)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-06-14 10:59:35 - [HTML]
121. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2012-06-14 11:01:41 - [HTML]
121. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-06-14 11:04:02 - [HTML]

Löggjafarþing 141

Þingmál A1 (fjárlög 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-11 16:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 567 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-11-28 16:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 568 (breytingartillaga) útbýtt þann 2012-11-28 16:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 670 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2012-12-11 13:07:00 [HTML]
Þingskjal nr. 693 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-12 14:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 801 (lög í heild) útbýtt þann 2012-12-20 15:49:00 [HTML]
Þingræður:
4. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-09-14 13:57:04 - [HTML]
4. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2012-09-14 14:00:19 - [HTML]
4. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-09-14 15:34:41 - [HTML]
4. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2012-09-14 17:33:27 - [HTML]
42. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-29 15:26:05 - [HTML]
42. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-29 15:30:37 - [HTML]
42. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2012-11-29 15:46:26 - [HTML]
42. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2012-11-29 18:13:56 - [HTML]
43. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-30 14:06:51 - [HTML]
43. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-11-30 15:13:06 - [HTML]
43. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2012-11-30 19:53:11 - [HTML]
43. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-11-30 21:21:08 - [HTML]
43. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-11-30 22:28:27 - [HTML]
45. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-03 17:01:47 - [HTML]
45. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2012-12-03 17:04:06 - [HTML]
45. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-03 17:48:56 - [HTML]
45. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2012-12-03 18:12:44 - [HTML]
45. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2012-12-03 22:33:09 - [HTML]
45. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-03 23:24:31 - [HTML]
45. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-04 01:49:06 - [HTML]
46. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-04 19:51:59 - [HTML]
46. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-04 19:54:20 - [HTML]
46. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2012-12-05 04:37:42 - [HTML]
46. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2012-12-05 06:00:20 - [HTML]
47. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2012-12-05 16:50:42 - [HTML]
55. þingfundur - Björn Valur Gíslason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-12-18 12:07:48 - [HTML]
55. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-12-18 17:03:41 - [HTML]
57. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2012-12-19 20:16:29 - [HTML]
57. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2012-12-19 20:59:33 - [HTML]
58. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2012-12-20 13:54:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 715 - Komudagur: 2012-11-23 - Sendandi: Norðurál - Skýring: (sent til efnh.- og viðskn., atvn. og fjárln.[PDF]
Dagbókarnúmer 716 - Komudagur: 2012-11-23 - Sendandi: Norðurál - Skýring: (sent til atv., efnh.- og viðskn. og fjárln.)[PDF]

Þingmál A2 (þjóðhagsáætlun 2013 (skýrsla um efnahagsstefnu))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-09-13 10:14:00 [HTML]

Þingmál A3 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-09-27 12:42:43 - [HTML]

Þingmál A10 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og upplýsingaskylda þeirra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 155 - Komudagur: 2012-10-17 - Sendandi: Lýðræðisfélagið Alda[PDF]

Þingmál A12 (dómstólar o.fl)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-01-29 16:24:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 118 - Komudagur: 2012-10-13 - Sendandi: Björn Erlendsson[PDF]
Dagbókarnúmer 125 - Komudagur: 2012-10-15 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A14 (sókn í atvinnumálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 10:14:00 [HTML]

Þingmál A17 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 10:54:00 [HTML]

Þingmál A22 (legslímuflakk)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 316 - Komudagur: 2012-11-02 - Sendandi: Arnar Hauksson dr.med.[PDF]

Þingmál A28 (ætlað samþykki við líffæragjafir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 11:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1183 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-08 18:54:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 248 - Komudagur: 2012-10-29 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A29 (forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 11:34:00 [HTML]
Þingræður:
18. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-11 16:17:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 227 - Komudagur: 2012-10-23 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 669 - Komudagur: 2012-11-21 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A30 (hitaeiningamerkingar á skyndibita)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 30 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 11:54:00 [HTML]

Þingmál A31 (aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-13 11:54:00 [HTML]

Þingmál A35 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 2013-02-14 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A40 (endurskipulagning á lífeyrissjóðakerfinu)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-15 17:40:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 803 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða[PDF]

Þingmál A46 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 682 - Komudagur: 2012-11-22 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Þingmál A57 (formleg innleiðing fjármálareglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-14 10:57:00 [HTML]

Þingmál A58 (afsökunarbeiðni og greiðsla skaðabóta til iðkenda Falun Gong)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 58 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-14 12:30:00 [HTML]

Þingmál A62 (aukin áhrif Íslands á ákvarðanir á vettvangi Evrópusamstarfs)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-13 15:31:03 - [HTML]
87. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-02-25 22:58:53 - [HTML]
88. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-02-26 15:35:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1649 - Komudagur: 2013-02-19 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A64 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-09-18 15:01:52 - [HTML]
30. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-11-06 18:30:08 - [HTML]

Þingmál A66 (skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 251 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-10-16 13:16:00 [HTML]

Þingmál A67 (lækningatæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1638 - Komudagur: 2013-02-18 - Sendandi: Lyfjastofnun[PDF]

Þingmál A83 (gagnger endurskoðun á skipulagi og forsendum hvalveiða)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-10-11 18:47:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 440 - Komudagur: 2012-11-09 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A87 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 87 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 16:42:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2012-09-19 16:28:03 - [HTML]

Þingmál A88 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 16:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1083 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 19:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1084 (breytingartillaga) útbýtt þann 2013-03-04 19:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1310 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-22 18:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1342 (lög í heild) útbýtt þann 2013-03-26 17:19:00 [HTML]
Þingræður:
107. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-03-19 20:44:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 151 - Komudagur: 2012-10-18 - Sendandi: Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa[PDF]
Dagbókarnúmer 178 - Komudagur: 2012-10-22 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 222 - Komudagur: 2012-10-26 - Sendandi: Tollstjórinn í Reykjavík[PDF]
Dagbókarnúmer 225 - Komudagur: 2012-10-24 - Sendandi: Umhverfisstofnun - Skýring: (lagt fram á fundi US)[PDF]
Dagbókarnúmer 544 - Komudagur: 2012-10-29 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]

Þingmál A89 (vernd og orkunýting landsvæða)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-09-26 17:40:21 - [HTML]
41. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-11-23 15:07:26 - [HTML]
50. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2012-12-11 19:30:35 - [HTML]
50. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-11 19:57:51 - [HTML]
50. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-12-11 20:00:13 - [HTML]
52. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-13 15:14:30 - [HTML]
53. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-14 17:14:12 - [HTML]
53. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-14 18:52:18 - [HTML]
53. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-14 18:54:32 - [HTML]
53. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-14 18:59:08 - [HTML]
54. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-17 18:45:15 - [HTML]
54. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-17 18:47:14 - [HTML]
54. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-12-17 20:01:18 - [HTML]
54. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-17 20:12:14 - [HTML]
54. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-17 20:14:27 - [HTML]
54. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-17 20:18:45 - [HTML]
54. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-17 20:49:55 - [HTML]
54. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-17 21:11:37 - [HTML]
54. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2012-12-17 21:25:24 - [HTML]
54. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-17 21:36:21 - [HTML]
54. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-12-17 21:52:53 - [HTML]
55. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-12-18 11:34:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 360 - Komudagur: 2012-10-19 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]

Þingmál A94 (ársreikningar)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-02-21 11:17:35 - [HTML]

Þingmál A95 (lífeyristökualdur)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2012-10-08 16:49:24 - [HTML]

Þingmál A97 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 101/2012 um breytingu á bókun 31 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-14 11:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 701 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-12-12 14:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 879 (þál. í heild) útbýtt þann 2012-12-22 01:52:00 [HTML]
Þingræður:
5. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-18 16:15:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 731 - Komudagur: 2012-11-26 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - Skýring: (minnisbl. frá innanrrn.)[PDF]

Þingmál A98 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 55/2012 um breytingu á XII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 98 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-14 11:43:00 [HTML]

Þingmál A100 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 115/2012 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-14 11:43:00 [HTML]

Þingmál A101 (skattar og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 156 - Komudagur: 2012-10-16 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðherra[PDF]

Þingmál A103 (innheimtulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 16:46:00 [HTML]

Þingmál A104 (samgöngumiðstöð í Vatnsmýri)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2012-09-24 16:47:43 - [HTML]

Þingmál A105 (skattafsláttur vegna kostnaðar við ferðir til og frá vinnu)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-24 14:23:51 - [HTML]

Þingmál A107 (undirritun og fullgilding Íslands á samningum Evrópuráðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-09-14 13:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 271 (svar) útbýtt þann 2012-10-17 14:43:00 [HTML]

Þingmál A110 (bókmenntasjóður o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 110 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-14 17:17:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-19 17:37:03 - [HTML]

Þingmál A112 (átak í atvinnusköpun fyrir Suðurnes)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 261 (svar) útbýtt þann 2012-10-17 14:43:00 [HTML]

Þingmál A120 (miðstöð innanlandsflugs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 698 - Komudagur: 2012-11-22 - Sendandi: Samtök um betri byggð[PDF]

Þingmál A122 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-19 16:11:00 [HTML]
Þingræður:
15. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-09 15:20:15 - [HTML]
15. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-10-09 15:49:19 - [HTML]
15. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2012-10-09 15:52:40 - [HTML]

Þingmál A127 (sérmerking á vörum frá landtökubyggðum)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-10-08 16:26:01 - [HTML]

Þingmál A128 (skipan ferðamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 72 - Komudagur: 2012-10-09 - Sendandi: Ferðamálastofa - Skýring: (viðbótarumsögn)[PDF]

Þingmál A132 (skráð trúfélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-19 16:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 658 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-05 14:40:00 [HTML]
Þingræður:
67. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-01-17 16:35:18 - [HTML]
67. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-01-17 16:58:37 - [HTML]
67. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-17 17:29:26 - [HTML]
67. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-17 17:31:46 - [HTML]
68. þingfundur - Skúli Helgason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-01-22 14:11:06 - [HTML]
74. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-01-29 15:14:21 - [HTML]
75. þingfundur - Skúli Helgason - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2013-01-30 15:46:19 - [HTML]

Þingmál A133 (Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 14:12:00 [HTML]
Þingræður:
34. þingfundur - Árni Johnsen - Ræða hófst: 2012-11-14 17:31:52 - [HTML]

Þingmál A134 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 14:12:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 187 - Komudagur: 2012-10-23 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 359 - Komudagur: 2012-11-06 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - Skýring: (lagt fram á fundi am.)[PDF]

Þingmál A138 (Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 138 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 14:12:00 [HTML]

Þingmál A151 (sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2012-12-20 21:19:04 - [HTML]

Þingmál A153 (fjáraukalög 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 16:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 457 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-11-08 10:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 458 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-11-08 10:17:00 [HTML]
Þingræður:
32. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2012-11-08 13:30:53 - [HTML]

Þingmál A154 (mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-24 15:55:49 - [HTML]

Þingmál A155 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 17:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 944 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-28 14:39:00 [HTML]
Þingræður:
74. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-01-29 16:02:39 - [HTML]

Þingmál A159 (merkingar, rekjanleiki og innflutningur erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 348 (svar) útbýtt þann 2012-10-25 13:38:00 [HTML]

Þingmál A161 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1286 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður[PDF]

Þingmál A172 (tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-25 13:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 593 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2012-11-29 11:25:00 [HTML]

Þingmál A173 (lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 304 - Komudagur: 2012-11-02 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]
Dagbókarnúmer 535 - Komudagur: 2012-11-15 - Sendandi: Vestmannaeyjabær[PDF]
Dagbókarnúmer 773 - Komudagur: 2012-11-28 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 887 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Persónuvernd - Skýring: (afrit af bréfi sem sent var til innanríkisrn.)[PDF]

Þingmál A174 (millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1530 - Komudagur: 2013-02-12 - Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 1632 - Komudagur: 2013-02-18 - Sendandi: Sveitarfélagið Hornafjörður, bæjarskrifstofur[PDF]

Þingmál A175 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 176 (frumvarp) útbýtt þann 2012-09-25 16:37:00 [HTML]

Þingmál A177 (Maastricht-skilyrði og upptaka evru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 178 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-09-25 17:16:00 [HTML]

Þingmál A179 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-25 17:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1332 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-25 18:25:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 200 - Komudagur: 2012-10-23 - Sendandi: Svavar Kjarrval Lúthersson[PDF]
Dagbókarnúmer 220 - Komudagur: 2012-10-24 - Sendandi: Ólafur W. Stefánsson[PDF]
Dagbókarnúmer 232 - Komudagur: 2012-10-26 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 800 - Komudagur: 2012-11-30 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 974 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Háskóli Íslands, Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði - Skýring: (við 44. og 45. gr.)[PDF]

Þingmál A183 (vopn, sprengiefni og skoteldar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 184 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-27 13:14:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 269 - Komudagur: 2012-10-31 - Sendandi: Jakob Helgi Guðjónsson[PDF]
Dagbókarnúmer 528 - Komudagur: 2012-11-15 - Sendandi: Bogveiðifélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 541 - Komudagur: 2012-11-15 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]
Dagbókarnúmer 547 - Komudagur: 2012-11-15 - Sendandi: Mannvirkjastofnun[PDF]

Þingmál A187 (viðurkenning á þjóðarmorði á Armenum)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2012-10-11 17:44:03 - [HTML]

Þingmál A193 (útiræktun á erfðabreyttum lífverum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 196 (þáltill.) útbýtt þann 2012-09-27 17:10:00 [HTML]
Þingræður:
31. þingfundur - Þuríður Backman - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-07 17:21:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 657 - Komudagur: 2012-11-21 - Sendandi: Valdimar Briem, dr.phil.[PDF]
Dagbókarnúmer 688 - Komudagur: 2012-11-22 - Sendandi: Slow Food Reykjavík, Náttúran, Samtök lífr. neytenda og VOR[PDF]
Dagbókarnúmer 759 - Komudagur: 2012-11-27 - Sendandi: Hildur Rúna Hauksdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 1697 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Stjórn Íslandsdeildar Evrópusambandshóps lífrænna landbún.hreyfing[PDF]
Dagbókarnúmer 1707 - Komudagur: 2013-02-21 - Sendandi: Kristín Vala Ragnarsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 1712 - Komudagur: 2013-02-22 - Sendandi: VOR-verndun og ræktun, félag framl. í lífrænum búskap[PDF]
Dagbókarnúmer 1724 - Komudagur: 2013-02-22 - Sendandi: Slow Food í Reykjavík[PDF]
Dagbókarnúmer 1746 - Komudagur: 2013-02-25 - Sendandi: Samtök lífrænna neytenda[PDF]
Dagbókarnúmer 1758 - Komudagur: 2013-02-25 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samtök ísl. líftæknifyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 1884 - Komudagur: 2013-03-06 - Sendandi: Háskóli Íslands, Verkfræði- og náttúruvísindasvið[PDF]

Þingmál A194 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-05 13:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1040 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-02-20 17:05:00 [HTML]
Þingræður:
85. þingfundur - Skúli Helgason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-02-21 11:35:48 - [HTML]
85. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2013-02-21 14:26:51 - [HTML]
87. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2013-02-25 16:30:39 - [HTML]
99. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2013-03-12 17:05:20 - [HTML]
99. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-12 17:20:54 - [HTML]
99. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2013-03-12 20:04:42 - [HTML]
99. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-12 20:33:13 - [HTML]
99. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-12 20:53:57 - [HTML]
99. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-03-12 21:04:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1508 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum - Skýring: (lagt fram á fundi am.)[PDF]

Þingmál A196 (menningarstefna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 566 - Komudagur: 2012-11-15 - Sendandi: Sjálfstæðu leikhúsin[PDF]
Dagbókarnúmer 1333 - Komudagur: 2013-01-31 - Sendandi: Þjóðskjalasafn Íslands - Skýring: (lagt fram á fundi am.)[PDF]

Þingmál A197 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 200 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-05 13:54:00 [HTML]

Þingmál A198 (opinber stuðningur við vísindarannsóknir)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-10-11 14:33:58 - [HTML]

Þingmál A199 (sviðslistalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 557 - Komudagur: 2012-11-15 - Sendandi: Sjálfstæðu leikhúsin[PDF]

Þingmál A204 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-08 17:02:00 [HTML]
Þingræður:
25. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-24 18:31:11 - [HTML]

Þingmál A205 (sala sjávarafla o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 212 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-09 15:01:00 [HTML]
Þingræður:
33. þingfundur - Þór Saari - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-13 15:45:41 - [HTML]

Þingmál A214 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-10 15:53:00 [HTML]

Þingmál A215 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-09 15:47:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 493 - Komudagur: 2012-11-14 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Kópavogs[PDF]

Þingmál A216 (útgáfa og meðferð rafeyris)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 224 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-10 15:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 962 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-02-14 15:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1056 (lög í heild) útbýtt þann 2013-02-21 12:48:00 [HTML]
Þingræður:
19. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-16 15:56:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 150 - Komudagur: 2012-10-17 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 714 - Komudagur: 2012-11-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 1230 - Komudagur: 2013-01-10 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A220 (neytendalán)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-11 10:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1075 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-02-26 13:31:00 [HTML]
Þingræður:
19. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2012-10-16 16:18:54 - [HTML]
88. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2013-02-26 17:15:31 - [HTML]
88. þingfundur - Eygló Harðardóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-02-26 17:29:49 - [HTML]
104. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-03-15 15:11:01 - [HTML]
106. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2013-03-18 11:37:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 149 - Komudagur: 2012-10-17 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 219 - Komudagur: 2012-10-25 - Sendandi: Aðalsteinn Sigurðsson og Arnar Kristinsson[PDF]
Dagbókarnúmer 764 - Komudagur: 2012-11-27 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Skýring: (um umsagnir)[PDF]

Þingmál A228 (aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 239 (þáltill.) útbýtt þann 2012-10-11 11:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1290 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-19 16:57:00 [HTML]
Þingræður:
25. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-24 17:14:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 690 - Komudagur: 2012-11-22 - Sendandi: Íslandsbanki[PDF]
Dagbókarnúmer 691 - Komudagur: 2012-11-22 - Sendandi: Landsbankinn hf.[PDF]

Þingmál A231 (björgunarsjóður Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 889 (svar) útbýtt þann 2013-01-14 10:07:00 [HTML]

Þingmál A236 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 250 (þáltill.) útbýtt þann 2012-10-16 13:17:00 [HTML]
Þingræður:
31. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-07 16:59:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 894 - Komudagur: 2012-12-06 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]

Þingmál A239 (aðskilnaður peningamyndunar og útlánastarfsemi bankakerfisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 723 - Komudagur: 2012-11-26 - Sendandi: Ólafur Margeirsson[PDF]

Þingmál A246 (rekstur og stjórnsýsla Vatnajökulsþjóðgarðs)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-11-05 18:01:06 - [HTML]

Þingmál A248 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Þráinn Bertelsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-10-18 12:02:44 - [HTML]

Þingmál A249 (nýsköpunarátak til að stórefla heilsársferðaþjónustu úti á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 275 (þáltill.) útbýtt þann 2012-10-17 16:01:00 [HTML]

Þingmál A255 (Maastricht-skilyrði og upptaka evru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 282 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-10-17 14:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 411 (svar) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML]

Þingmál A259 (afnám gjaldeyrishafta í tengslum við inngöngu í Evrópusambandið og myntbandalagið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 412 (svar) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML]

Þingmál A271 (lokafjárlög 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 303 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-18 16:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1341 (lög í heild) útbýtt þann 2013-03-26 17:19:00 [HTML]

Þingmál A272 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 581 - Komudagur: 2012-11-16 - Sendandi: Matfugl ehf.[PDF]

Þingmál A273 (starf auðlindastefnunefndar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-10-22 14:39:00 [HTML]

Þingmál A279 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 167/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 312 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-10-23 13:14:00 [HTML]

Þingmál A282 (búfjárhald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1230 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-12 16:54:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1483 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Ríkissaksóknari[PDF]

Þingmál A283 (velferð dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 316 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 14:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1216 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-12 15:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1314 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-25 13:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1340 (lög í heild) útbýtt þann 2013-03-26 17:19:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 611 - Komudagur: 2012-11-19 - Sendandi: Dýralæknafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 650 - Komudagur: 2012-11-20 - Sendandi: Sigríður Gísladóttir dýralæknir[PDF]
Dagbókarnúmer 948 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Björn Halldórsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1235 - Komudagur: 2013-01-07 - Sendandi: Félag loðdýrabænda[PDF]
Dagbókarnúmer 1329 - Komudagur: 2013-01-31 - Sendandi: Æðarræktarfélag Íslands - Skýring: (lagt fram á fundi av.)[PDF]

Þingmál A284 (Seyðisfjarðargöng)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 317 (þáltill.) útbýtt þann 2012-10-23 14:20:00 [HTML]

Þingmál A287 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 320 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 14:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1117 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-05 19:04:00 [HTML]
Þingræður:
28. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-25 16:05:21 - [HTML]

Þingmál A288 (opinber innkaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1274 - Komudagur: 2013-01-17 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1872 - Komudagur: 2013-03-05 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A319 (opinberir háskólar)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2013-03-26 19:36:11 - [HTML]

Þingmál A320 (áfengisauglýsingar)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2012-11-05 17:43:19 - [HTML]

Þingmál A323 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 370 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML]
Þingræður:
70. þingfundur - Jónína Rós Guðmundsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-24 14:43:20 - [HTML]

Þingmál A324 (40 stunda vinnuvika)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 987 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði[PDF]

Þingmál A325 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 372 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML]

Þingmál A327 (réttur verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms og slysaforfalla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML]

Þingmál A344 (Skipasafn Íslands í Reykjanesbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 391 (þáltill.) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML]

Þingmál A349 (málshöfðun og skaðabótakrafa á hendur breska ríkinu, NATO og ESB)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 396 (þáltill.) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML]

Þingmál A351 (gerð lista- og náttúrugarðs fyrir blinda og aðra skynhefta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 398 (þáltill.) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML]

Þingmál A358 (úttekt á aðgengi sjómanna að þjónustustarfsemi opinberra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 405 (þáltill.) útbýtt þann 2012-11-05 14:41:00 [HTML]

Þingmál A360 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 409 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-11-13 13:06:00 [HTML]

Þingmál A377 (kostnaður við lögfestingu samnings um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 754 (svar) útbýtt þann 2012-12-18 19:04:00 [HTML]

Þingmál A381 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 755 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-18 22:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 812 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-20 21:21:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-12-22 01:16:05 - [HTML]
61. þingfundur - Atli Gíslason (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2012-12-22 01:48:00 - [HTML]
61. þingfundur - Mörður Árnason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-22 02:08:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1043 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Utanríkismálanefnd Alþingis[PDF]

Þingmál A390 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 802 - Komudagur: 2012-12-02 - Sendandi: Gunnar Briem[PDF]

Þingmál A403 (námskeið um samband Íslands og Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 482 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2012-11-13 16:07:00 [HTML]
Þingskjal nr. 675 (svar) útbýtt þann 2012-12-11 13:08:00 [HTML]

Þingmál A415 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-11-16 16:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 947 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-26 18:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 958 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-30 14:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1111 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML]
Þingræður:
38. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-20 14:43:49 - [HTML]
38. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-20 16:40:16 - [HTML]
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-11-20 20:02:44 - [HTML]
39. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2012-11-21 16:08:39 - [HTML]
39. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-21 16:40:30 - [HTML]
40. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-22 11:31:55 - [HTML]
40. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2012-11-22 14:07:25 - [HTML]
40. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2012-11-22 14:31:36 - [HTML]
40. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2012-11-22 14:40:42 - [HTML]
75. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-01-30 16:25:43 - [HTML]
75. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-30 17:32:06 - [HTML]
75. þingfundur - Birgir Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-01-30 17:37:41 - [HTML]
75. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-30 20:41:39 - [HTML]
76. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-01-31 17:41:15 - [HTML]
76. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-31 20:43:50 - [HTML]
76. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-31 20:46:07 - [HTML]
76. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2013-01-31 20:50:41 - [HTML]
82. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2013-02-15 11:10:24 - [HTML]
89. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-03-06 11:08:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2012-11-23 - Sendandi: Páll Þórhallsson lögfræðingur - Skýring: (um Feneyjanefndina)[PDF]
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Sérfræðingahópur v. stjórnarskipunarlaga - Skýring: (frv., skilabréf og minnisbl.)[PDF]
Dagbókarnúmer 734 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 33. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 736 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 35. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 737 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 36. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 741 - Komudagur: 2012-08-20 - Sendandi: Gunnar Helgi Kristinsson prófessor - Skýring: (um kosningar, forseta o.fl., til sérfr.hóps, skv.[PDF]
Dagbókarnúmer 743 - Komudagur: 2012-08-31 - Sendandi: Hinrika Sandra Ingimundardóttir lögfræðingur - Skýring: (um 26. gr., til sérfræðingahóps, skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 744 - Komudagur: 2012-08-31 - Sendandi: Kristján Andri Stefánsson - Skýring: (um VIII. kafla,til sérfræðingahóps, skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 745 - Komudagur: 2012-08-31 - Sendandi: Kjartan Bjarni Björgvinsson - Skýring: (um 15. gr., til sérfræðingahóps, skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 746 - Komudagur: 2012-11-11 - Sendandi: Sigurður Tómas Magnússon prófessor - Skýring: (um 28. og 30. gr., til sérfræðingahóps, skv. beið[PDF]
Dagbókarnúmer 757 - Komudagur: 2012-11-14 - Sendandi: Stjórnarskrárfélagið[PDF]
Dagbókarnúmer 805 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 812 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (samantekt - sent til am. v. fundar)[PDF]
Dagbókarnúmer 820 - Komudagur: 2012-12-04 - Sendandi: Rúnar Lárusson[PDF]
Dagbókarnúmer 903 - Komudagur: 2012-12-06 - Sendandi: Umboðsmaður barna - Skýring: (um 12. gr.)[PDF]
Dagbókarnúmer 909 - Komudagur: 2012-12-06 - Sendandi: Vinnueftirlitið - Skýring: (um 25. gr., sent skv. beiðni)[PDF]
Dagbókarnúmer 919 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Pawel Bartoszek[PDF]
Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til atvn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 926 - Komudagur: 2012-12-09 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til umhv.- og samgn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 937 - Komudagur: 2012-12-09 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði[PDF]
Dagbókarnúmer 959 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (sent til utanrmn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 973 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Oddný Mjöll Arnardóttir - Skýring: (um mannr.kafla)[PDF]
Dagbókarnúmer 975 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Guðmundur Alfreðsson - Skýring: (frá 16.8.1992)[PDF]
Dagbókarnúmer 1005 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Háskóli Íslands, Félagsvísindasvið - Skýring: (um 24. gr.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1024 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Svavar Kjarrval[PDF]
Dagbókarnúmer 1058 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - Skýring: (um 13., 25. og 34.gr. frv.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1075 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 1082 - Komudagur: 2012-12-08 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (um 111. gr., sent til utanrmn.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1113 - Komudagur: 2012-12-17 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (beiðni um frest og ath.semdir til nefnda)[PDF]
Dagbókarnúmer 1164 - Komudagur: 2012-12-28 - Sendandi: Heimssýn[PDF]
Dagbókarnúmer 1223 - Komudagur: 2013-01-09 - Sendandi: Velferðarnefnd, meiri hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1247 - Komudagur: 2013-01-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (um mannréttindakafla)[PDF]
Dagbókarnúmer 1273 - Komudagur: 2013-01-17 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, meiri hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1276 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Umboðsmaður Alþingis[PDF]
Dagbókarnúmer 1278 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, meiri hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1279 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Velferðarnefnd, 1. minni hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1281 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1282 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Jafnréttisstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1300 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd, meiri hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1301 - Komudagur: 2013-01-22 - Sendandi: Utanríkismálanefnd, meiri hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1679 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Oddný Mjöll Arnardóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Feneyjanefndin - Skýring: (drög að áliti)[PDF]
Dagbókarnúmer 1789 - Komudagur: 2013-02-27 - Sendandi: Bjarni Már Magnússon - Skýring: (um 3. gr.)[PDF]

Þingmál A417 (skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-19 16:42:00 [HTML]
Þingræður:
66. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-16 16:21:57 - [HTML]
66. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2013-01-16 16:28:46 - [HTML]
66. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-16 16:38:16 - [HTML]
66. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-16 16:42:17 - [HTML]
66. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2013-01-16 16:44:25 - [HTML]

Þingmál A420 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 527 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-20 13:22:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1574 - Komudagur: 2013-02-14 - Sendandi: Barnaverndarstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1615 - Komudagur: 2013-02-15 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1801 - Komudagur: 2013-02-27 - Sendandi: Róbert Spanó[PDF]

Þingmál A421 (landslénið .is)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 528 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-20 13:22:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1224 - Komudagur: 2013-01-09 - Sendandi: IMMI, alþjóðleg stofnun um tjáningar- og upplýsingafrelsi[PDF]
Dagbókarnúmer 1436 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: 1984 ehf., Mörður Ingólfsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1513 - Komudagur: 2013-02-12 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - Skýring: (sameiginl. ums.)[PDF]
Dagbókarnúmer 1564 - Komudagur: 2013-02-14 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A429 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-21 17:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1378 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-27 21:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1395 (lög í heild) útbýtt þann 2013-03-28 01:26:00 [HTML]
Þingræður:
65. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-15 14:06:44 - [HTML]
103. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2013-03-14 16:23:51 - [HTML]
103. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2013-03-14 17:22:41 - [HTML]
103. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2013-03-14 18:42:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1403 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Skógræktarfélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1421 - Komudagur: 2013-02-10 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 1425 - Komudagur: 2013-02-10 - Sendandi: Ólafur H. Jónsson form. Landeigenda Reykjahlíðar ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1452 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Landsamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1503 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1560 - Komudagur: 2013-02-13 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A439 (ökutækjatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 548 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-22 14:17:00 [HTML]

Þingmál A447 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1385 - Komudagur: 2013-02-07 - Sendandi: Trefjar ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 1834 - Komudagur: 2013-02-28 - Sendandi: Siglingastofnun[PDF]

Þingmál A449 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 563 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-28 16:00:00 [HTML]
Þingræður:
68. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2013-01-22 15:53:41 - [HTML]

Þingmál A453 (miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 572 (frumvarp) útbýtt þann 2012-11-29 18:29:00 [HTML]
Þingræður:
74. þingfundur - Róbert Marshall - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-29 17:16:29 - [HTML]
74. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2013-01-29 17:32:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1631 - Komudagur: 2013-02-18 - Sendandi: Ríkissaksóknari[PDF]

Þingmál A454 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1616 - Komudagur: 2013-02-15 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A456 (greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2012-12-08 11:58:14 - [HTML]
49. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2012-12-08 12:07:35 - [HTML]

Þingmál A457 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 579 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-28 16:01:00 [HTML]

Þingmál A458 (framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 582 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-11-29 18:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1222 (þál. í heild) útbýtt þann 2013-03-11 17:43:00 [HTML]
Þingræður:
67. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-17 11:46:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1490 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Barnaverndarstofa[PDF]

Þingmál A460 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1008 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-02-12 18:22:00 [HTML]
Þingræður:
83. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2013-02-19 14:31:03 - [HTML]

Þingmál A465 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 200/2012 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 599 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-11-29 18:47:00 [HTML]

Þingmál A468 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2012-12-05 21:42:21 - [HTML]
47. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-05 22:01:23 - [HTML]
48. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2012-12-06 19:32:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 899 - Komudagur: 2012-12-05 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - Skýring: (v. virðisaukaskatts á gistingu)[PDF]
Dagbókarnúmer 1012 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Bílgreinasambandið[PDF]
Dagbókarnúmer 1023 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 1030 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1056 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: ÍSAM[PDF]
Dagbókarnúmer 1124 - Komudagur: 2012-12-18 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda[PDF]

Þingmál A469 (skyldutrygging lífeyrisréttinda)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Lilja Mósesdóttir - Ræða hófst: 2013-01-22 14:43:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1417 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A470 (velferðarstefna -- heilbrigðisáætlun til ársins 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 604 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-11-30 18:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1296 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-19 21:59:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1342 - Komudagur: 2013-02-04 - Sendandi: Jafnréttisstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1658 - Komudagur: 2013-02-19 - Sendandi: Félag íslenskra öldrunarlækna[PDF]
Dagbókarnúmer 1745 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum[PDF]

Þingmál A471 (endurbætur björgunarskipa)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Jón Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-22 18:15:27 - [HTML]

Þingmál A473 (vörugjöld og tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 794 (nefndarálit) útbýtt þann 2012-12-20 12:04:00 [HTML]
Þingræður:
59. þingfundur - Eygló Harðardóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2012-12-20 22:32:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 964 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Fjármálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1080 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: SÍBS Samband ísl. berkla- og brjósth.sjúkl.[PDF]
Dagbókarnúmer 1258 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - Skýring: (endurskoðun vörugjalda á matvæli)[PDF]

Þingmál A474 (vönduð lagasetning o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2012-11-30 10:23:00 [HTML]

Þingmál A477 (happdrætti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1173 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-07 20:04:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1456 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]

Þingmál A478 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-01-15 16:32:44 - [HTML]

Þingmál A480 (skráning upplýsinga um umgengnisforeldra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 930 - Komudagur: 2012-12-07 - Sendandi: Samtök meðlagsgreiðenda[PDF]

Þingmál A485 (brottfall laga um opinberar eftirlitsreglur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 623 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 15:33:00 [HTML]

Þingmál A486 (undirbúningur lagasetningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 624 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-11-30 15:33:00 [HTML]

Þingmál A489 (vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 18:08:00 [HTML]

Þingmál A490 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-30 22:57:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1798 - Komudagur: 2013-02-26 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Skýring: (lagt fram á fundi)[PDF]
Dagbókarnúmer 1837 - Komudagur: 2013-03-04 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A496 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2012-12-08 14:11:08 - [HTML]
60. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2012-12-21 17:55:45 - [HTML]

Þingmál A499 (tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1202 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-09 11:11:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1871 - Komudagur: 2013-03-05 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]

Þingmál A501 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Landsbankinn[PDF]

Þingmál A502 (ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2013-03-12 21:46:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1238 - Komudagur: 2013-01-14 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A505 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2010)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2013-01-17 16:14:49 - [HTML]

Þingmál A508 (stofnun millidómstigs í einkamálum og sakamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 668 (þáltill.) útbýtt þann 2012-12-06 10:37:00 [HTML]

Þingmál A519 (ríki á EES-svæðinu og uppfylling Maastricht-skilyrða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 981 (svar) útbýtt þann 2013-02-11 14:48:00 [HTML]

Þingmál A533 (Evrópska stöðugleikakerfið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 976 (svar) útbýtt þann 2013-02-11 14:48:00 [HTML]

Þingmál A541 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-24 10:17:00 [HTML]
Þingræður:
74. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-29 14:04:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1672 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Ríkissaksóknari[PDF]
Dagbókarnúmer 1807 - Komudagur: 2013-02-28 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1812 - Komudagur: 2013-02-28 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1819 - Komudagur: 2013-02-28 - Sendandi: Evrópa unga fólksins[PDF]
Dagbókarnúmer 1821 - Komudagur: 2013-02-28 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1828 - Komudagur: 2013-03-01 - Sendandi: Fjölmenningarsetur[PDF]
Dagbókarnúmer 1849 - Komudagur: 2013-03-04 - Sendandi: Útlendingastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1882 - Komudagur: 2013-03-06 - Sendandi: Jórunn Edda Helgadóttir[PDF]

Þingmál A542 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-01-28 16:49:27 - [HTML]
92. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2013-03-08 19:01:03 - [HTML]

Þingmál A543 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-24 10:17:00 [HTML]
Þingræður:
83. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-02-19 15:12:12 - [HTML]

Þingmál A545 (nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1068 (svar) útbýtt þann 2013-02-26 13:17:00 [HTML]

Þingmál A548 (nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1030 (svar) útbýtt þann 2013-02-19 12:59:00 [HTML]

Þingmál A550 (nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1250 (svar) útbýtt þann 2013-03-15 10:20:00 [HTML]

Þingmál A561 (geislavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 946 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-28 14:40:00 [HTML]

Þingmál A564 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 210/2012 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-25 22:13:24 - [HTML]

Þingmál A565 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 217/2012 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-03-27 16:34:15 - [HTML]

Þingmál A566 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 229/2012 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-25 22:34:23 - [HTML]

Þingmál A570 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 968 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-31 17:12:00 [HTML]
Þingræður:
79. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2013-02-12 17:48:06 - [HTML]
79. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson - Ræða hófst: 2013-02-12 19:22:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1731 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Útvegsbændafélag Vestmannaeyja[PDF]
Dagbókarnúmer 1740 - Komudagur: 2013-02-24 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 1747 - Komudagur: 2013-02-25 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður[PDF]
Dagbókarnúmer 1754 - Komudagur: 2013-02-25 - Sendandi: Landssamband ísl. útvegsmanna o.fl. - Skýring: (frá LÍÚ, SF og SA)[PDF]

Þingmál A573 (ÖSE-þingið 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 971 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-12 14:17:00 [HTML]

Þingmál A575 (fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2013--2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 974 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-02-11 14:49:00 [HTML]

Þingmál A578 (norrænt samstarf 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 986 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-11 14:49:00 [HTML]

Þingmál A579 (Fríverslunarsamtök Evrópu og Evrópska efnahagssvæðið 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 987 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-11 14:49:00 [HTML]

Þingmál A580 (staða ferðaþjónustunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 988 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-11 14:49:00 [HTML]

Þingmál A581 (lausn skuldavandans og snjóhengjuvandans)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 989 (þáltill.) útbýtt þann 2013-02-11 14:50:00 [HTML]

Þingmál A582 (áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013--2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 995 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-02-11 14:50:00 [HTML]

Þingmál A584 (Evrópuráðsþingið 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 997 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-11 14:50:00 [HTML]

Þingmál A585 (NATO-þingið 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 998 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-11 17:25:00 [HTML]

Þingmál A586 (norðurskautsmál 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 999 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-12 13:15:00 [HTML]

Þingmál A592 (skattaívilnanir í þágu tilgreindra félagasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1006 (frumvarp) útbýtt þann 2013-02-12 16:34:00 [HTML]

Þingmál A593 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1007 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-12 13:46:00 [HTML]
Þingræður:
81. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-02-14 11:42:53 - [HTML]
81. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2013-02-14 13:32:40 - [HTML]
81. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2013-02-14 19:53:47 - [HTML]
81. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-14 20:04:12 - [HTML]
81. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-14 20:06:29 - [HTML]
81. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-14 20:08:46 - [HTML]
81. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-14 20:10:37 - [HTML]
81. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-14 20:15:16 - [HTML]
81. þingfundur - Illugi Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-02-14 20:19:49 - [HTML]
81. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2013-02-14 20:22:16 - [HTML]
81. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2013-02-14 20:41:21 - [HTML]

Þingmál A605 (endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1028 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-19 13:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1259 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-03-14 19:39:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1877 - Komudagur: 2013-03-05 - Sendandi: N1[PDF]
Dagbókarnúmer 1932 - Komudagur: 2013-03-12 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]

Þingmál A608 (tollalög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-08 12:20:12 - [HTML]
92. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2013-03-08 12:27:07 - [HTML]
92. þingfundur - Ásbjörn Óttarsson - Ræða hófst: 2013-03-08 14:36:03 - [HTML]
92. þingfundur - Birkir Jón Jónsson - Ræða hófst: 2013-03-08 15:32:37 - [HTML]
92. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2013-03-08 16:32:01 - [HTML]
92. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2013-03-08 17:31:51 - [HTML]

Þingmál A614 (undirbúningur lagafrumvarpa um bætta heildarumgjörð laga og reglna um íslenskt fjármálakerfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1058 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-21 13:52:00 [HTML]

Þingmál A615 (búsetuland og greiðslur almannatrygginga til örorkulífeyrisþega)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1266 (svar) útbýtt þann 2013-03-15 14:35:00 [HTML]

Þingmál A617 (framkvæmd samgönguáætlunar 2011)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1067 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-25 15:56:00 [HTML]

Þingmál A618 (stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2013-02-26 21:50:40 - [HTML]

Þingmál A623 (landsskipulagsstefna 2013--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1087 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-02-28 15:52:00 [HTML]

Þingmál A625 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-11 19:02:45 - [HTML]
98. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-11 21:26:05 - [HTML]

Þingmál A627 (Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1091 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML]

Þingmál A628 (Norræna ráðherranefndin 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1092 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML]

Þingmál A629 (tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1093 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML]

Þingmál A630 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1096 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-02-28 15:53:00 [HTML]
Þingræður:
93. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2013-03-09 12:47:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2010 - Komudagur: 2013-03-27 - Sendandi: Blindrafélagið[PDF]

Þingmál A631 (aukin matvælaframleiðsla á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1101 (þáltill.) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML]

Þingmál A632 (kísilver í landi Bakka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1108 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML]
Þingræður:
91. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2013-03-07 21:21:58 - [HTML]
91. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2013-03-07 22:12:06 - [HTML]
91. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2013-03-07 22:16:15 - [HTML]
113. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2013-03-28 00:10:48 - [HTML]

Þingmál A635 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1115 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-05 19:08:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2038 - Komudagur: 2013-04-26 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A636 (lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-04 19:59:00 [HTML]
Þingræður:
91. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-03-07 11:17:09 - [HTML]
91. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2013-03-07 15:36:39 - [HTML]
91. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-07 18:36:45 - [HTML]
91. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-07 18:39:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2039 - Komudagur: 2013-04-26 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2045 - Komudagur: 2013-05-30 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - Skýring: (viðbótarumsögn)[PDF]
Dagbókarnúmer 2047 - Komudagur: 2013-06-06 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A637 (lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1120 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-05 19:07:00 [HTML]

Þingmál A638 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1121 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-05 19:07:00 [HTML]

Þingmál A641 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2013-03-18 16:12:35 - [HTML]
107. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2013-03-19 13:30:59 - [HTML]
107. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2013-03-19 16:47:10 - [HTML]
108. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-21 16:55:05 - [HTML]
108. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-21 20:13:59 - [HTML]
109. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2013-03-22 11:34:06 - [HTML]
112. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2013-03-27 15:15:20 - [HTML]

Þingmál A642 (heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1140 (þáltill.) útbýtt þann 2013-03-06 14:54:00 [HTML]

Þingmál A649 (áætlun í mannréttindamálum til fjögurra ára, 2013--2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1150 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-03-06 16:47:00 [HTML]

Þingmál A650 (tryggingagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1152 (frumvarp) útbýtt þann 2013-03-06 17:50:00 [HTML]

Þingmál A651 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Illugi Gunnarsson - Ræða hófst: 2013-03-11 13:05:49 - [HTML]

Þingmál A669 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1207 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-09 18:53:00 [HTML]

Þingmál A670 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1208 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2013-03-11 15:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1387 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2013-03-27 23:56:00 [HTML]

Þingmál A678 (réttindagæsla fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-03-12 14:16:00 [HTML]

Þingmál A680 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-03-15 11:48:50 - [HTML]

Þingmál A683 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1258 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-14 16:48:00 [HTML]

Þingmál A687 (grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi og gerð löggæsluáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1277 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-03-16 12:52:00 [HTML]

Þingmál A692 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1291 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-19 16:57:00 [HTML]

Þingmál A695 (eignarréttur og afnotaréttur fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-03-19 18:58:00 [HTML]

Þingmál A698 (jarðgöng milli lands og Eyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1300 (þáltill.) útbýtt þann 2013-03-21 10:28:00 [HTML]

Þingmál A703 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1335 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2013-03-26 18:27:00 [HTML]

Þingmál A706 (eftirlit með endurskoðun og úrbótum á löggjöf o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-03-27 19:50:00 [HTML]

Þingmál B10 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2012-09-12 19:52:19 - [HTML]
2. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2012-09-12 20:26:10 - [HTML]
2. þingfundur - Ólöf Nordal - Ræða hófst: 2012-09-12 21:19:18 - [HTML]
2. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-09-12 21:31:23 - [HTML]
2. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-09-12 21:56:42 - [HTML]

Þingmál B23 (kjarasamningar hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (velferðarráðherra) - Ræða hófst: 2012-09-18 13:36:02 - [HTML]

Þingmál B28 ()[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Sigmundur Ernir Rúnarsson - Ræða hófst: 2012-09-19 15:22:58 - [HTML]
6. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2012-09-19 15:33:00 - [HTML]

Þingmál B29 (staða atvinnumála)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2012-09-19 15:50:14 - [HTML]

Þingmál B31 (valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-09-20 11:22:57 - [HTML]
7. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2012-09-20 11:35:12 - [HTML]
7. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2012-09-20 11:49:31 - [HTML]

Þingmál B40 (aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2012-09-20 10:38:05 - [HTML]

Þingmál B43 (aðildarumsókn Íslands að ESB)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2012-09-20 10:56:10 - [HTML]

Þingmál B44 (fjölgun starfa)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2012-09-20 11:06:12 - [HTML]

Þingmál B54 (staða mála á Landspítalanum)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2012-09-24 15:54:58 - [HTML]

Þingmál B92 ()[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2012-09-25 14:30:41 - [HTML]

Þingmál B126 (staða ESB-umsóknarinnar)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2012-09-27 10:59:55 - [HTML]

Þingmál B141 (staða aðildarviðræðnanna við ESB)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2012-10-08 15:52:03 - [HTML]
14. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2012-10-08 15:58:45 - [HTML]
14. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2012-10-08 16:03:33 - [HTML]

Þingmál B143 (staða ferðaþjónustunnar)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-09 14:50:11 - [HTML]
15. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2012-10-09 15:15:08 - [HTML]
15. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2012-10-09 15:17:25 - [HTML]

Þingmál B147 ()[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2012-10-11 11:08:18 - [HTML]
17. þingfundur - Tryggvi Þór Herbertsson - Ræða hófst: 2012-10-11 11:23:57 - [HTML]
17. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2012-10-11 11:30:26 - [HTML]
17. þingfundur - Þór Saari - Ræða hófst: 2012-10-11 11:54:39 - [HTML]
17. þingfundur - Skúli Helgason - Ræða hófst: 2012-10-11 11:59:05 - [HTML]
17. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2012-10-11 12:03:20 - [HTML]

Þingmál B164 (fyrirgreiðsla ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-10-16 14:18:15 - [HTML]

Þingmál B179 (stjórnarskrármál)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Jón Kr. Arnarson - Ræða hófst: 2012-10-18 15:30:17 - [HTML]

Þingmál B180 (samskipti ríkisstjórnar og atvinnulífs)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2012-10-18 10:34:04 - [HTML]

Þingmál B182 (endurmat á aðildarumsókn að ESB)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-10-18 10:46:29 - [HTML]
21. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2012-10-18 10:48:45 - [HTML]

Þingmál B231 (hækkun skatta á ferðaþjónustu)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2012-11-05 15:20:47 - [HTML]

Þingmál B259 (aðildarumsókn Íslands að ESB)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2012-11-08 10:43:31 - [HTML]

Þingmál B291 (hagvöxtur og hækkun stýrivaxta)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2012-11-15 11:01:34 - [HTML]

Þingmál B310 ()[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2012-11-20 13:39:41 - [HTML]
38. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-11-20 14:01:04 - [HTML]

Þingmál B316 (íslensk tunga á tölvuöld)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Mörður Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-21 15:36:38 - [HTML]
39. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-21 15:42:01 - [HTML]

Þingmál B319 (staða þjóðarbúsins)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2012-11-22 13:31:21 - [HTML]

Þingmál B420 ()[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-12-13 11:04:32 - [HTML]

Þingmál B443 (aðildarumsókn Íslands að ESB)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2012-12-17 10:47:58 - [HTML]

Þingmál B452 ()[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2012-12-18 10:51:39 - [HTML]

Þingmál B483 (hagvöxtur)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2012-12-20 10:59:47 - [HTML]
58. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2012-12-20 11:02:13 - [HTML]

Þingmál B507 ()[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-01-15 13:54:50 - [HTML]
65. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2013-01-15 14:02:10 - [HTML]

Þingmál B527 (ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hægt verði á viðræðum við ESB)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2013-01-15 15:28:59 - [HTML]

Þingmál B528 ()[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-01-16 15:02:23 - [HTML]

Þingmál B551 (fjárfestingar í atvinnulífinu)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2013-01-22 13:37:46 - [HTML]

Þingmál B559 ()[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2013-01-23 15:02:49 - [HTML]

Þingmál B560 (fjárhagsstaða íslenskra heimila)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Eygló Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-01-23 15:58:29 - [HTML]

Þingmál B575 ()[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2013-01-28 15:37:08 - [HTML]
71. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2013-01-28 16:01:39 - [HTML]

Þingmál B598 (skattumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2013-01-31 11:44:18 - [HTML]

Þingmál B617 (hagvöxtur)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2013-02-11 15:24:30 - [HTML]

Þingmál B629 (staða sparisjóðanna)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2013-02-12 14:29:10 - [HTML]

Þingmál B632 ()[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2013-02-13 15:35:23 - [HTML]

Þingmál B639 (samskipti lögregluyfirvalda við FBI og aðkoma innanríkisráðherra)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-02-14 11:37:49 - [HTML]

Þingmál B667 ()[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2013-02-20 15:11:31 - [HTML]

Þingmál B697 (ný stefna Vinstri grænna í Evrópumálum)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir - Ræða hófst: 2013-02-25 15:17:36 - [HTML]

Þingmál B699 (verðmætasköpun í landinu)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2013-02-25 15:27:20 - [HTML]

Þingmál B710 ()[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2013-02-25 15:49:50 - [HTML]

Þingmál B712 ()[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-02-26 13:37:22 - [HTML]
88. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2013-02-26 13:53:30 - [HTML]

Þingmál B721 (uppbygging á Bakka)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2013-03-06 10:54:57 - [HTML]

Þingmál B755 ()[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2013-03-09 11:00:45 - [HTML]

Þingmál B792 ()[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2013-03-13 20:04:48 - [HTML]
102. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-03-13 21:07:45 - [HTML]

Þingmál B799 (hagtölur og hagstjórn)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2013-03-14 10:34:51 - [HTML]
103. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2013-03-14 10:38:51 - [HTML]

Þingmál B812 ()[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2013-03-15 11:05:43 - [HTML]

Löggjafarþing 142

Þingmál A1 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-06-21 15:20:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2013-06-11 16:06:23 - [HTML]
3. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2013-06-11 17:13:39 - [HTML]
11. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2013-06-24 16:47:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 32 - Komudagur: 2013-06-18 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]

Þingmál A4 (stjórn fiskveiða o.fl.)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2013-06-11 22:07:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 10 - Komudagur: 2013-06-17 - Sendandi: Trefjar ehf[PDF]

Þingmál A6 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 2013-06-10 19:15:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 120 - Komudagur: 2013-06-27 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A7 (lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 2013-06-10 19:15:00 [HTML]

Þingmál A8 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-06-25 18:53:00 - [HTML]

Þingmál A9 (aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-06-27 14:51:15 - [HTML]
15. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-06-27 15:02:53 - [HTML]
15. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2013-06-27 15:04:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 29 - Komudagur: 2013-06-18 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 63 - Komudagur: 2013-06-21 - Sendandi: Íbúðalánasjóður[PDF]

Þingmál A11 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-06-13 12:24:05 - [HTML]

Þingmál A12 (frestun á innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2013-09-17 18:05:48 - [HTML]
29. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-09-17 18:08:28 - [HTML]

Þingmál A14 (Hagstofa Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-09-10 21:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 109 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-09-11 15:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 117 (rökstudd dagskrá) útbýtt þann 2013-09-16 15:20:00 [HTML]
Þingræður:
26. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-09-11 16:53:32 - [HTML]
26. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-09-11 16:56:26 - [HTML]
26. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2013-09-11 17:03:52 - [HTML]
26. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-09-11 17:10:45 - [HTML]
26. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2013-09-11 18:00:02 - [HTML]
26. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2013-09-11 18:20:17 - [HTML]
27. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2013-09-12 13:51:57 - [HTML]
27. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2013-09-12 15:37:18 - [HTML]
27. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2013-09-12 15:39:31 - [HTML]
27. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-09-12 16:47:39 - [HTML]
28. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2013-09-16 16:24:56 - [HTML]
28. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2013-09-16 17:06:13 - [HTML]
28. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2013-09-16 17:28:44 - [HTML]
28. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2013-09-16 17:48:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 84 - Komudagur: 2013-06-24 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 90 - Komudagur: 2013-06-24 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 105 - Komudagur: 2013-06-25 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 178 - Komudagur: 2013-09-10 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A15 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2013-07-02 21:18:34 - [HTML]

Þingmál A17 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (þáltill.) útbýtt þann 2013-06-14 10:08:00 [HTML]

Þingmál A18 (aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (þáltill.) útbýtt þann 2013-06-14 10:08:00 [HTML]

Þingmál A20 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 112 - Komudagur: 2013-06-26 - Sendandi: Bankasýsla ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 121 - Komudagur: 2013-06-27 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - Skýring: Svör við sp. ev. nefndar[PDF]

Þingmál A25 (almannatryggingar og málefni aldraðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 134 - Komudagur: 2013-07-01 - Sendandi: Jafnréttisstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 137 - Komudagur: 2013-07-01 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 164 - Komudagur: 2013-07-03 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A27 (IPA-styrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 92 (svar) útbýtt þann 2013-09-10 13:19:00 [HTML]

Þingmál A37 (leikskóli að loknu fæðingarorlofi)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2013-09-17 17:21:18 - [HTML]

Þingmál A39 (skipun nefndar um málefni hinsegin fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (þáltill.) útbýtt þann 2013-09-10 13:20:00 [HTML]

Þingmál A40 (bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 182 - Komudagur: 2013-09-23 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál B1 ()[HTML]

Þingræður:
0. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 2013-06-06 14:08:52 - [HTML]

Þingmál B20 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2013-06-10 20:03:52 - [HTML]
2. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2013-06-10 20:16:16 - [HTML]
2. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2013-06-10 20:41:14 - [HTML]
2. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2013-06-10 21:36:05 - [HTML]

Þingmál B30 (aðildarviðræður við ESB)[HTML]

Þingræður:
3. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2013-06-11 13:50:28 - [HTML]

Þingmál B35 (Landsvirkjun og rammaáætlun)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2013-06-12 15:57:53 - [HTML]

Þingmál B57 (áherslur nýrrar ríkisstjórnar í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-06-18 14:07:29 - [HTML]
7. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2013-06-18 15:40:17 - [HTML]

Þingmál B133 ()[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2013-06-26 15:14:50 - [HTML]

Þingmál B146 ()[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2013-06-27 10:44:45 - [HTML]
15. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2013-06-27 10:55:45 - [HTML]

Þingmál B147 (eftirlit bandarískra stjórnvalda með íslenskum borgurum)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-06-27 11:08:04 - [HTML]
15. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-06-27 11:13:23 - [HTML]
15. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2013-06-27 11:36:27 - [HTML]

Þingmál B181 (njósnir Bandaríkjamanna í Evrópu)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2013-07-01 15:12:22 - [HTML]

Þingmál B199 ()[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2013-07-03 13:35:20 - [HTML]

Þingmál B206 ()[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2013-07-04 10:38:52 - [HTML]
22. þingfundur - Elín Hirst - Ræða hófst: 2013-07-04 10:43:01 - [HTML]

Þingmál B242 ()[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2013-09-12 10:33:36 - [HTML]
27. þingfundur - Elín Hirst - Ræða hófst: 2013-09-12 10:36:04 - [HTML]

Þingmál B243 ()[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2013-09-12 11:08:17 - [HTML]
27. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-09-12 11:27:06 - [HTML]
27. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2013-09-12 11:47:58 - [HTML]
27. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2013-09-12 12:07:25 - [HTML]
27. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2013-09-12 12:12:58 - [HTML]
27. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2013-09-12 12:20:28 - [HTML]
27. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2013-09-12 12:29:54 - [HTML]
27. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2013-09-12 12:32:39 - [HTML]
27. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2013-09-12 12:50:34 - [HTML]

Þingmál B245 (staðan á leigumarkaðinum)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2013-09-12 16:10:02 - [HTML]

Þingmál B272 (sæstrengur)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-09-17 16:44:40 - [HTML]
29. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2013-09-17 16:56:28 - [HTML]
29. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2013-09-17 16:58:47 - [HTML]

Löggjafarþing 143

Þingmál A1 (fjárlög 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-01 15:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 400 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-12-18 22:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 497 (lög í heild) útbýtt þann 2013-12-21 18:43:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-10-03 11:59:31 - [HTML]
4. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2013-10-04 12:55:21 - [HTML]
4. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2013-10-04 15:30:00 - [HTML]
4. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2013-10-04 15:35:35 - [HTML]
36. þingfundur - Karl Garðarsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-13 17:35:20 - [HTML]
37. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-14 12:18:55 - [HTML]
37. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2013-12-14 16:05:30 - [HTML]
39. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-17 12:52:37 - [HTML]
39. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2013-12-17 14:01:25 - [HTML]
39. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2013-12-17 16:02:51 - [HTML]

Þingmál A2 (tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2013-10-08 14:57:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 55 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Slitastjórn Kaupþings[PDF]

Þingmál A3 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2013-10-08 18:27:55 - [HTML]
5. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-10-08 18:30:05 - [HTML]
35. þingfundur - Árni Páll Árnason (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-12 16:25:16 - [HTML]
35. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2013-12-12 17:45:22 - [HTML]
35. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2013-12-12 22:52:39 - [HTML]
35. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2013-12-12 23:50:30 - [HTML]
35. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-13 00:42:27 - [HTML]
36. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2013-12-13 11:39:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 40 - Komudagur: 2013-10-25 - Sendandi: Samtök sprotafyrirtækja - Skýring: Sameiginl. ub með SA og SI[PDF]
Dagbókarnúmer 81 - Komudagur: 2013-10-29 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A5 (bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 120 - Komudagur: 2013-11-01 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A7 (mótun stefnu í gjaldmiðilsmálum)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-09 17:44:46 - [HTML]
6. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2013-10-09 18:08:51 - [HTML]
6. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2013-10-09 18:33:41 - [HTML]
6. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2013-10-09 18:55:11 - [HTML]

Þingmál A8 (endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 149 - Komudagur: 2013-11-05 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A9 (greiðsluþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 131 - Komudagur: 2013-11-04 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]
Dagbókarnúmer 136 - Komudagur: 2013-11-05 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 156 - Komudagur: 2013-11-06 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A10 (endurnýjun og uppbygging Landspítala)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2013-11-05 17:40:02 - [HTML]

Þingmál A12 (miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 2013-10-03 10:20:00 [HTML]
Þingræður:
10. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-16 18:15:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 112 - Komudagur: 2013-10-31 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 219 - Komudagur: 2013-11-14 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A15 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-17 12:49:32 - [HTML]

Þingmál A17 (uppbyggðir vegir um hálendið)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2013-11-12 17:21:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 495 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 549 - Komudagur: 2013-12-05 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A18 (aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-03 10:20:00 [HTML]
Þingræður:
12. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-30 17:57:08 - [HTML]

Þingmál A19 (40 stunda vinnuvika)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 164 - Komudagur: 2013-11-07 - Sendandi: Einar Ólafsson[PDF]
Dagbókarnúmer 172 - Komudagur: 2013-11-07 - Sendandi: Guðmundur Gunnarsson fyrr. form. Rafiðnaðarsambands Íslands[PDF]

Þingmál A20 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-03 10:21:00 [HTML]
Þingræður:
12. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-30 18:24:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 852 - Komudagur: 2014-01-15 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]

Þingmál A22 (lögfesting Norðurlandasamnings um almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 125 - Komudagur: 2013-11-01 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A23 (geislavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-03 11:18:00 [HTML]

Þingmál A29 (skipun nefndar um málefni hinsegin fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 29 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-03 15:45:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 328 - Komudagur: 2013-11-21 - Sendandi: Samtökin '78[PDF]

Þingmál A34 (brottnám líffæra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 2013-10-04 10:18:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-17 16:42:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 338 - Komudagur: 2013-11-22 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 348 - Komudagur: 2013-11-22 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga[PDF]

Þingmál A35 (mótun viðskiptastefnu Íslands)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-15 17:06:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 35 - Komudagur: 2013-10-25 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 167 - Komudagur: 2013-11-07 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]

Þingmál A37 (flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 534 - Komudagur: 2013-12-04 - Sendandi: Byggðastofnun[PDF]

Þingmál A38 (samstarf við Færeyjar og Grænland um aukið framboð á kennslu)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-10 13:31:57 - [HTML]

Þingmál A40 (rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-15 13:17:00 [HTML]

Þingmál A55 (viðbrögð við ritinu Hreint loft -- betri heilsa)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2013-10-14 16:46:52 - [HTML]

Þingmál A59 (raforkustrengur til Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-10-08 13:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 592 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-02-11 17:45:00 [HTML]
Þingræður:
16. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-05 14:09:43 - [HTML]
16. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2013-11-05 14:22:32 - [HTML]
16. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2013-11-05 14:29:57 - [HTML]
16. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - Ræða hófst: 2013-11-05 14:49:08 - [HTML]
16. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2013-11-05 14:57:59 - [HTML]
16. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2013-11-05 15:07:46 - [HTML]
16. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2013-11-05 15:29:41 - [HTML]
16. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2013-11-05 15:36:57 - [HTML]
16. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-11-05 15:41:34 - [HTML]
16. þingfundur - Páll Jóhann Pálsson - Ræða hófst: 2013-11-05 15:48:00 - [HTML]
16. þingfundur - Haraldur Benediktsson - Ræða hófst: 2013-11-05 15:53:21 - [HTML]
63. þingfundur - Björt Ólafsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-02-13 11:53:29 - [HTML]
63. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-13 12:12:12 - [HTML]
63. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2014-02-13 12:15:50 - [HTML]
63. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-13 12:23:46 - [HTML]
63. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2014-02-13 12:28:16 - [HTML]
63. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-13 12:37:23 - [HTML]
63. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-13 12:42:00 - [HTML]
63. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2014-02-13 14:08:15 - [HTML]
63. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2014-02-13 14:38:12 - [HTML]
63. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-13 14:57:45 - [HTML]
63. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-13 14:59:31 - [HTML]
63. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2014-02-13 15:05:12 - [HTML]
63. þingfundur - Elín Hirst - Ræða hófst: 2014-02-13 15:15:26 - [HTML]
63. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2014-02-13 15:21:13 - [HTML]
63. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2014-02-13 15:30:34 - [HTML]
63. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-13 15:40:34 - [HTML]
63. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-13 15:42:45 - [HTML]
63. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-13 15:45:01 - [HTML]
63. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2014-02-13 15:53:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 357 - Komudagur: 2013-11-25 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 368 - Komudagur: 2013-11-25 - Sendandi: HS Orka - HS veitur[PDF]
Dagbókarnúmer 395 - Komudagur: 2013-11-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 413 - Komudagur: 2013-11-27 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 414 - Komudagur: 2013-11-27 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 417 - Komudagur: 2013-11-27 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur[PDF]
Dagbókarnúmer 422 - Komudagur: 2013-11-27 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 424 - Komudagur: 2013-11-27 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 429 - Komudagur: 2013-11-27 - Sendandi: Ríkisábyrgðasjóður[PDF]
Dagbókarnúmer 430 - Komudagur: 2013-11-27 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 434 - Komudagur: 2013-11-28 - Sendandi: Sif Konráðsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 440 - Komudagur: 2013-11-28 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 441 - Komudagur: 2013-11-28 - Sendandi: Landsnet ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 442 - Komudagur: 2013-11-28 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 446 - Komudagur: 2013-11-28 - Sendandi: Samband garðyrkjubænda[PDF]
Dagbókarnúmer 563 - Komudagur: 2013-12-08 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 646 - Komudagur: 2013-12-11 - Sendandi: Umhverfis- og samgöngunefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 647 - Komudagur: 2013-12-11 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis[PDF]

Þingmál A60 (raflínur í jörð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 60 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-10-08 13:17:00 [HTML]
Þingræður:
49. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2014-01-14 17:06:05 - [HTML]
49. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-01-14 17:39:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1093 - Komudagur: 2014-02-18 - Sendandi: Landsnet ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 1098 - Komudagur: 2014-02-18 - Sendandi: Landeigendur á áhrifasv. fyrirhug. háspennul.lagna Landsnets[PDF]
Dagbókarnúmer 1104 - Komudagur: 2014-02-18 - Sendandi: Hörður Einarsson, hrl.[PDF]

Þingmál A61 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-08 14:48:00 [HTML]
Þingræður:
9. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-15 16:46:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 572 - Komudagur: 2013-12-09 - Sendandi: Mannvirkjastofnun[PDF]

Þingmál A62 (skrásetning kjörsóknar eftir fæðingarári í kosningum á Íslandi frá vori 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 62 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-08 14:23:00 [HTML]
Þingræður:
12. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-30 18:51:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 829 - Komudagur: 2014-01-10 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A67 (samning stefnumarkandi frumvarpa og þingsályktunartillagna)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-31 11:12:07 - [HTML]

Þingmál A73 (fríverslunarsamningur Íslands og Kína)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-10-09 17:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 469 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-20 14:08:00 [HTML]
Þingræður:
9. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-15 14:05:32 - [HTML]
9. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2013-10-15 14:52:07 - [HTML]
55. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2014-01-23 13:58:40 - [HTML]
55. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-01-23 14:16:05 - [HTML]
55. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2014-01-23 14:25:16 - [HTML]
55. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-01-23 14:43:05 - [HTML]
55. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-01-23 14:46:46 - [HTML]
55. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2014-01-23 14:51:24 - [HTML]
55. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2014-01-23 15:07:18 - [HTML]
55. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2014-01-23 15:15:49 - [HTML]
55. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2014-01-23 15:20:26 - [HTML]
55. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2014-01-23 15:22:37 - [HTML]
55. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-01-23 16:24:25 - [HTML]
55. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-01-23 16:35:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 186 - Komudagur: 2013-11-11 - Sendandi: Hafþór Sævarsson, stjórnarform. Unseen ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 201 - Komudagur: 2013-11-13 - Sendandi: Félag atvinnurekenda og Íslensk kínverska viðskiptaráðið - Skýring: (sameiginl. ums.)[PDF]

Þingmál A75 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 45/2013 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-10-09 17:10:00 [HTML]

Þingmál A76 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 86/2013 um breytingu á XII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-10-09 17:10:00 [HTML]
Þingræður:
9. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-10-15 15:40:36 - [HTML]
9. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2013-10-15 15:43:07 - [HTML]
9. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2013-10-15 15:44:58 - [HTML]
9. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2013-10-15 16:02:05 - [HTML]
9. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2013-10-15 16:04:31 - [HTML]

Þingmál A78 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 129/2013 um breytingu á XVI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 78 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-10-09 17:12:00 [HTML]

Þingmál A89 (mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 89 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-14 14:40:00 [HTML]
Þingræður:
12. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-30 19:01:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 320 - Komudagur: 2013-11-21 - Sendandi: Hugarafl[PDF]

Þingmál A91 (skaðsemisábyrgð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 63 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A92 (skiptileigusamningar fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl.)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-16 15:43:03 - [HTML]

Þingmál A93 (dómstólar)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-10-16 16:00:03 - [HTML]

Þingmál A94 (Neytendastofa og talsmaður neytenda)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-10-16 16:54:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 62 - Komudagur: 2013-10-28 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A95 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 95 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-14 14:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 381 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-16 17:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 495 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2013-12-21 18:42:00 [HTML]
Þingræður:
18. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-07 14:32:40 - [HTML]
44. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2013-12-20 11:21:42 - [HTML]

Þingmál A97 (veiting rekstrarleyfa fyrir veitingastaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-16 16:58:00 [HTML]

Þingmál A99 (Dettifossvegur)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2013-11-11 16:12:13 - [HTML]

Þingmál A102 (könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-17 14:24:00 [HTML]
Þingræður:
27. þingfundur - Margrét Gauja Magnúsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-27 15:55:54 - [HTML]
27. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2013-11-27 16:10:11 - [HTML]

Þingmál A103 (umbótasjóður opinberra bygginga)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Margrét Gauja Magnúsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-27 16:24:11 - [HTML]

Þingmál A106 (raforkustrengur til Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 109 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-17 14:49:00 [HTML]
Þingræður:
13. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-10-31 11:59:26 - [HTML]

Þingmál A107 (átak til atvinnuuppbyggingar í Austur-Húnavatnssýslu)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-01-14 19:01:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 478 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A109 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 112 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-17 15:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 333 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-10 19:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 396 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-12-17 16:17:00 [HTML]
Þingræður:
12. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2013-10-30 16:35:06 - [HTML]
50. þingfundur - Vilhjálmur Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-01-15 18:26:55 - [HTML]
50. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-01-15 18:31:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 353 - Komudagur: 2013-11-23 - Sendandi: Samtökin '78[PDF]

Þingmál A110 (matvæli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 343 - Komudagur: 2013-11-22 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur[PDF]

Þingmál A120 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 123 (frumvarp) útbýtt þann 2013-10-30 14:41:00 [HTML]

Þingmál A122 (landsnet ferðaleiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 127 (þáltill.) útbýtt þann 2013-10-30 14:41:00 [HTML]
Þingræður:
14. þingfundur - Róbert Marshall - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-01 12:42:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 250 - Komudagur: 2013-11-18 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]

Þingmál A123 (áhrif Íslands á ákvarðanir á vettvangi Evrópusamstarfs)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2013-11-11 15:55:20 - [HTML]
19. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2013-11-11 16:03:21 - [HTML]

Þingmál A136 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (þáltill.) útbýtt þann 2013-11-01 10:11:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 381 - Komudagur: 2013-11-25 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 486 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A140 (eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-01 10:11:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 375 - Komudagur: 2013-11-25 - Sendandi: Skeljungur hf[PDF]

Þingmál A144 (almannatryggingar, málefni aldraðra og félagsleg aðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 312 - Komudagur: 2013-11-21 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A145 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 163 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-11-05 15:47:00 [HTML]

Þingmál A149 (undanþágur frá gildissviði upplýsingalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 329 (svar) útbýtt þann 2013-12-10 16:05:00 [HTML]

Þingmál A153 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2014-02-10 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands, Helgi Áss Grétarsson - Skýring: (álitsgerð f. atvinnuveganefnd)[PDF]

Þingmál A155 (samningsmarkmið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 265 (svar) útbýtt þann 2013-11-29 10:17:00 [HTML]

Þingmál A156 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 494 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 941 - Komudagur: 2014-02-03 - Sendandi: Sigurður Örn Bernhöft, HOB vín - Skýring: (minnisbl. og upplýs.)[PDF]

Þingmál A158 (aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML]

Þingmál A159 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-11 14:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 669 - Komudagur: 2013-12-12 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A160 (lífsýnasöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 670 - Komudagur: 2013-12-12 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A161 (flutningur verkefna frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsembætta)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2013-11-13 16:08:53 - [HTML]

Þingmál A167 (náttúruvernd)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-25 16:46:39 - [HTML]
80. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2014-03-25 16:53:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 496 - Komudagur: 2013-12-03 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 665 - Komudagur: 2013-12-12 - Sendandi: Mörður Árnason[PDF]
Dagbókarnúmer 695 - Komudagur: 2013-12-13 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 706 - Komudagur: 2013-12-16 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Þingmál A168 (vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 201 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-13 15:30:00 [HTML]

Þingmál A169 (stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 894 - Komudagur: 2014-01-23 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A175 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (frumvarp) útbýtt þann 2013-11-18 14:42:00 [HTML]
Þingræður:
28. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-28 15:01:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 704 - Komudagur: 2013-12-16 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A176 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-18 14:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 544 - Komudagur: 2013-12-05 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 652 - Komudagur: 2013-12-11 - Sendandi: Samtökin '78[PDF]

Þingmál A177 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 541 - Komudagur: 2013-12-05 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A178 (Orkuveita Reykjavíkur)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2013-12-03 16:13:54 - [HTML]
31. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2013-12-03 16:37:57 - [HTML]
31. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2013-12-03 17:10:15 - [HTML]
41. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-18 22:15:53 - [HTML]
41. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-12-18 22:38:24 - [HTML]

Þingmál A182 (hert viðurlög við ölvunar- og vímuefnaakstri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 792 - Komudagur: 2014-01-07 - Sendandi: Landlæknisembættið[PDF]

Þingmál A187 (visthönnun vöru sem notar orku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-20 14:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 771 - Komudagur: 2014-01-06 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]
Dagbókarnúmer 877 - Komudagur: 2014-01-23 - Sendandi: Neytendastofa - Skýring: (viðbótarumsögn)[PDF]

Þingmál A196 (varðveisla menningararfleifðar á stafrænu formi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 793 - Komudagur: 2014-01-07 - Sendandi: Listasafn Íslands[PDF]

Þingmál A197 (seinkun klukkunnar og bjartari morgnar)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2013-11-29 11:28:40 - [HTML]
29. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2013-11-29 11:39:44 - [HTML]
29. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2013-11-29 11:41:45 - [HTML]
29. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2013-11-29 11:42:57 - [HTML]
29. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2013-11-29 11:45:10 - [HTML]
29. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2013-11-29 11:48:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 560 - Komudagur: 2013-12-06 - Sendandi: Kristinn Tómasson, dr.med.[PDF]
Dagbókarnúmer 751 - Komudagur: 2013-12-23 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður[PDF]
Dagbókarnúmer 759 - Komudagur: 2014-01-06 - Sendandi: SÍBS[PDF]
Dagbókarnúmer 786 - Komudagur: 2014-01-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 789 - Komudagur: 2014-01-07 - Sendandi: Hið íslenska svefnrannsóknafélag[PDF]
Dagbókarnúmer 847 - Komudagur: 2014-01-15 - Sendandi: Magnús Jónsson fv. veðurstofustjóri[PDF]
Dagbókarnúmer 861 - Komudagur: 2014-01-20 - Sendandi: Þorsteinn Sæmundsson[PDF]

Þingmál A199 (fjáraukalög 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-26 23:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 388 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-12-17 11:41:00 [HTML]
Þingræður:
33. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2013-12-10 23:10:18 - [HTML]
35. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2013-12-12 13:22:02 - [HTML]

Þingmál A200 (mannanöfn)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-03 20:44:40 - [HTML]

Þingmál A204 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-11-29 10:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 476 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-12-21 17:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 492 (lög í heild) útbýtt þann 2013-12-21 16:27:00 [HTML]
Þingræður:
31. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-12-03 14:10:22 - [HTML]

Þingmál A210 (velferð dýra)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-12-03 18:42:25 - [HTML]

Þingmál A211 (efling skógræktar sem atvinnuvegar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 922 - Komudagur: 2014-01-30 - Sendandi: Starfsmenn Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá[PDF]

Þingmál A212 (umferðarljósamerkingar á matvæli)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-01-15 17:28:12 - [HTML]
50. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-01-15 17:58:56 - [HTML]
50. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2014-01-15 18:01:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1043 - Komudagur: 2014-02-13 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins o.fl. - Skýring: (frá SA, SI og SVÞ)[PDF]

Þingmál A213 (færsla eftirlits með rafföngum til Mannvirkjastofnunar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 866 - Komudagur: 2014-01-20 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1022 - Komudagur: 2014-02-10 - Sendandi: Áslaug Guðmundsdóttir[PDF]

Þingmál A215 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 657 - Komudagur: 2013-12-12 - Sendandi: Hagstofa Íslands[PDF]

Þingmál A217 (skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2014-02-11 17:09:13 - [HTML]

Þingmál A221 (siglingavernd o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1257 - Komudagur: 2014-03-13 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A222 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1156 - Komudagur: 2014-02-25 - Sendandi: Lyfjastofnun - Skýring: (v. ums. FA)[PDF]

Þingmál A227 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 113/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-12-09 18:05:00 [HTML]

Þingmál A228 (viðbótarbókun við samning um tölvubrot)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 325 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-12-10 15:39:00 [HTML]
Þingræður:
49. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-01-14 19:44:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1373 - Komudagur: 2014-04-02 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A232 (nauðungarsala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 653 - Komudagur: 2013-12-12 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A234 (hafnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1172 - Komudagur: 2014-02-28 - Sendandi: Samgöngustofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1175 - Komudagur: 2014-03-03 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]

Þingmál A236 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-13 10:26:00 [HTML]

Þingmál A237 (jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-01-14 16:04:04 - [HTML]

Þingmál A238 (greiðslur yfir landamæri í evrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 367 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-13 13:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1211 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-05-16 19:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1261 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-16 23:00:00 [HTML]

Þingmál A246 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-18 14:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 946 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-04-10 16:58:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1125 - Komudagur: 2014-02-20 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 1178 - Komudagur: 2014-03-03 - Sendandi: Skrifstofa Alþingis[PDF]
Dagbókarnúmer 1247 - Komudagur: 2014-03-12 - Sendandi: Þjóðskjalasafn Íslands[PDF]

Þingmál A249 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 457 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-20 09:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 942 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-04-09 17:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1209 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-05-16 19:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1259 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-16 22:59:00 [HTML]
Þingræður:
51. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-01-16 12:43:16 - [HTML]
118. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-05-16 11:16:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 999 - Komudagur: 2014-02-07 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 1160 - Komudagur: 2014-02-26 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]

Þingmál A250 (framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-02-24 21:09:00 [HTML]
Þingræður:
102. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-05-02 11:39:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1070 - Komudagur: 2014-02-17 - Sendandi: Sýslumaðurinn í Bolungarvík[PDF]
Dagbókarnúmer 1141 - Komudagur: 2014-02-20 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður[PDF]

Þingmál A251 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-02-24 21:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 647 (breytingartillaga) útbýtt þann 2014-02-24 20:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1085 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-05-13 11:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1127 (lög í heild) útbýtt þann 2014-05-14 10:30:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1017 - Komudagur: 2014-02-10 - Sendandi: Vestmannaeyjabær[PDF]

Þingmál A268 (aðgerðaáætlun um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 712 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-03-11 17:20:00 [HTML]

Þingmál A271 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-01-28 17:46:13 - [HTML]
58. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-01-28 17:48:30 - [HTML]

Þingmál A274 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-02-18 14:27:40 - [HTML]

Þingmál A275 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 164/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 526 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-01-20 14:39:00 [HTML]

Þingmál A277 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 532 (þáltill.) útbýtt þann 2014-01-21 13:07:00 [HTML]

Þingmál A283 (rannsóknir og saksókn í efnahagsbrotamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 549 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-01-23 14:56:00 [HTML]
Þingræður:
58. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-01-28 15:31:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1159 - Komudagur: 2014-02-26 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A284 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2014-02-12 17:34:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1102 - Komudagur: 2014-02-19 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1224 - Komudagur: 2014-03-10 - Sendandi: Landssamband vörubifreiðaeigenda[PDF]
Dagbókarnúmer 1244 - Komudagur: 2014-03-11 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]

Þingmál A288 (samningur um þátttöku Króatíu á Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 559 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-01-28 13:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 844 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-03-26 16:49:00 [HTML]
Þingræður:
60. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2014-02-10 16:16:06 - [HTML]

Þingmál A292 (afsökunarbeiðni og greiðsla skaðabóta til iðkenda Falun Gong)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 564 (þáltill.) útbýtt þann 2014-01-29 14:47:00 [HTML]

Þingmál A294 (aðgerðir í þágu lækningar við mænuskaða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 567 (þáltill.) útbýtt þann 2014-01-29 18:21:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1237 - Komudagur: 2014-03-11 - Sendandi: Grensás - endurhæfingarstöð, Hollvinir[PDF]

Þingmál A304 (losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 692 (svar) útbýtt þann 2014-03-10 14:47:00 [HTML]

Þingmál A306 (markaðar tekjur ríkissjóðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1144 - Komudagur: 2014-02-21 - Sendandi: Lyfjastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1280 - Komudagur: 2014-03-21 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið[PDF]

Þingmál A309 (skilgreining auðlinda)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-02-13 18:15:14 - [HTML]

Þingmál A310 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 596 (frumvarp) útbýtt þann 2014-02-13 10:56:00 [HTML]

Þingmál A314 (hagkvæmni lestarsamgangna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 600 (þáltill.) útbýtt þann 2014-02-12 17:49:00 [HTML]

Þingmál A316 (fjárhagslegar tryggingarráðstafanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 606 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-02-13 14:11:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1658 - Komudagur: 2014-04-23 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A318 (aðstoð við sýrlenska flóttamenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 608 (þáltill.) útbýtt þann 2014-02-13 15:56:00 [HTML]
Þingræður:
64. þingfundur - Ögmundur Jónasson - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-02-18 15:20:24 - [HTML]

Þingmál A320 (aðildarviðræður við Evrópusambandið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 610 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-02-18 13:22:00 [HTML]
Þingræður:
65. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-02-19 16:16:29 - [HTML]
65. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-19 16:34:09 - [HTML]
65. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-19 17:06:19 - [HTML]
65. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-19 17:08:35 - [HTML]
65. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-02-19 17:28:15 - [HTML]
65. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2014-02-19 18:38:33 - [HTML]
65. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-19 18:54:04 - [HTML]
65. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-19 18:58:17 - [HTML]
65. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-19 19:09:19 - [HTML]
66. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-20 11:49:29 - [HTML]
66. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-20 11:56:14 - [HTML]
66. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-20 12:01:07 - [HTML]
66. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2014-02-20 12:08:17 - [HTML]
66. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-02-20 12:22:06 - [HTML]
66. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2014-02-20 13:33:53 - [HTML]
66. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-20 13:53:21 - [HTML]
66. þingfundur - Óttarr Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-20 13:55:41 - [HTML]
66. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2014-02-20 13:58:15 - [HTML]
66. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-20 14:31:16 - [HTML]
66. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2014-02-20 14:33:12 - [HTML]
66. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-20 14:51:50 - [HTML]
66. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-02-20 15:39:07 - [HTML]
66. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2014-02-20 17:07:19 - [HTML]
66. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2014-02-20 17:37:38 - [HTML]
66. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-20 17:57:41 - [HTML]
66. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-20 18:16:31 - [HTML]
67. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-24 18:03:29 - [HTML]
67. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2014-02-24 18:09:36 - [HTML]
67. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-24 18:32:27 - [HTML]
67. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2014-02-24 18:42:50 - [HTML]
67. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-24 19:10:41 - [HTML]
67. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-24 20:32:04 - [HTML]
67. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-24 20:36:00 - [HTML]
67. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2014-02-24 20:37:28 - [HTML]
67. þingfundur - Kristján L. Möller - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2014-02-24 22:19:15 - [HTML]
67. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-24 22:47:58 - [HTML]
68. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-25 17:01:37 - [HTML]
68. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-25 17:42:20 - [HTML]
68. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-25 17:46:53 - [HTML]
68. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2014-02-25 17:49:34 - [HTML]
68. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-25 18:12:34 - [HTML]
68. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-25 18:17:42 - [HTML]
68. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2014-02-25 20:44:14 - [HTML]
68. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-25 21:13:25 - [HTML]
69. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-02-26 17:40:25 - [HTML]
69. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-26 17:45:00 - [HTML]
69. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-26 17:53:16 - [HTML]
69. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2014-02-26 20:22:28 - [HTML]
69. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-26 20:50:25 - [HTML]
69. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-26 22:37:01 - [HTML]
69. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-26 22:39:13 - [HTML]
69. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-26 22:42:51 - [HTML]
69. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2014-02-26 23:03:30 - [HTML]
69. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-27 01:04:42 - [HTML]
69. þingfundur - Róbert Marshall - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-27 01:52:23 - [HTML]
69. þingfundur - Róbert Marshall - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-27 01:56:48 - [HTML]
69. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-27 02:49:58 - [HTML]
69. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-27 03:03:49 - [HTML]
70. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2014-02-27 15:15:23 - [HTML]
70. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-27 15:53:17 - [HTML]
70. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-02-27 16:13:13 - [HTML]
70. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-27 16:28:34 - [HTML]
70. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-27 16:48:09 - [HTML]

Þingmál A327 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamningur Íslands og Kólumbíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 620 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-18 15:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1022 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-02 16:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1128 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-14 10:31:00 [HTML]
Þingræður:
78. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-03-20 20:13:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1393 - Komudagur: 2014-04-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A328 (fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Lýðveldisins Kostaríka og Lýðveldisins Panama)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 621 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-18 15:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1020 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-02 13:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1129 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-14 10:31:00 [HTML]
Þingræður:
78. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-03-20 20:22:40 - [HTML]
109. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2014-05-14 00:53:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1394 - Komudagur: 2014-04-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 1396 - Komudagur: 2014-04-03 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A329 (fríverslunarsamningur EFTA og Bosníu og Hersegóvínu og landbúnaðarsamningur sömu ríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 622 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-18 15:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1021 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-02 15:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1130 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-14 11:12:00 [HTML]
Þingræður:
78. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-03-20 20:25:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1392 - Komudagur: 2014-04-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 1397 - Komudagur: 2014-04-03 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A335 (mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1682 - Komudagur: 2014-04-28 - Sendandi: Snarrótin, samtök[PDF]

Þingmál A336 (undirbúningur að hönnun og stækkun Þorlákshafnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (þáltill.) útbýtt þann 2014-02-20 16:49:00 [HTML]

Þingmál A340 (umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 635 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-21 18:47:00 [HTML]
Þingræður:
70. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-02-27 16:50:54 - [HTML]
70. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-27 17:09:25 - [HTML]
70. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-27 17:13:12 - [HTML]
70. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-02-27 17:40:20 - [HTML]
70. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2014-02-27 17:59:08 - [HTML]
70. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-27 18:25:33 - [HTML]
70. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-27 18:27:57 - [HTML]
70. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2014-02-27 18:30:13 - [HTML]
70. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-27 18:45:21 - [HTML]
70. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-27 18:47:26 - [HTML]
70. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-27 18:49:45 - [HTML]
70. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-02-27 18:54:25 - [HTML]
72. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2014-03-11 14:28:31 - [HTML]
72. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-11 14:41:07 - [HTML]
72. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-11 14:47:54 - [HTML]
72. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-11 16:14:18 - [HTML]
72. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2014-03-11 16:31:10 - [HTML]
72. þingfundur - Páll Valur Björnsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-11 16:51:44 - [HTML]
72. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-03-11 17:57:16 - [HTML]
72. þingfundur - Heiða Kristín Helgadóttir - Ræða hófst: 2014-03-11 18:29:59 - [HTML]
72. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-11 18:41:43 - [HTML]
72. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2014-03-11 19:30:58 - [HTML]
72. þingfundur - Óttarr Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-11 19:42:59 - [HTML]
73. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-12 16:02:20 - [HTML]
73. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-03-12 16:11:00 - [HTML]
73. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2014-03-12 16:40:15 - [HTML]
73. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-12 18:19:37 - [HTML]
73. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-12 18:21:34 - [HTML]
73. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-12 18:25:06 - [HTML]
73. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-12 18:28:46 - [HTML]
73. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2014-03-12 18:40:51 - [HTML]
73. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-12 18:56:42 - [HTML]
73. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-12 19:04:38 - [HTML]
73. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-03-12 19:14:44 - [HTML]
73. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-12 19:26:13 - [HTML]
73. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-12 19:29:32 - [HTML]
74. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2014-03-13 12:32:25 - [HTML]
74. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-13 12:52:10 - [HTML]
74. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2014-03-13 14:42:00 - [HTML]
75. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2014-03-13 16:08:06 - [HTML]
75. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-13 16:26:36 - [HTML]
75. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-13 16:35:08 - [HTML]
75. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2014-03-13 17:31:45 - [HTML]
75. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-13 17:42:11 - [HTML]
75. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2014-03-13 20:49:22 - [HTML]
75. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-13 20:59:55 - [HTML]
75. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-13 21:04:37 - [HTML]
75. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-13 21:36:57 - [HTML]
75. þingfundur - Óttarr Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-13 21:39:06 - [HTML]
75. þingfundur - Óttarr Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-13 21:43:47 - [HTML]
75. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-13 21:46:06 - [HTML]
75. þingfundur - Óttarr Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-13 21:53:15 - [HTML]
75. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-13 23:26:23 - [HTML]
75. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-03-14 00:42:42 - [HTML]
75. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-14 01:24:55 - [HTML]
75. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2014-03-14 01:36:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1337 - Komudagur: 2014-03-29 - Sendandi: Evrópusamtökin[PDF]
Dagbókarnúmer 1346 - Komudagur: 2014-03-31 - Sendandi: Ólafur Ingólfsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1350 - Komudagur: 2014-03-31 - Sendandi: Dr. Jón Eiríksson[PDF]
Dagbókarnúmer 1366 - Komudagur: 2014-03-31 - Sendandi: Elvar Örn Arason[PDF]
Dagbókarnúmer 1401 - Komudagur: 2014-04-04 - Sendandi: Ólafur Heiðar Helgason[PDF]
Dagbókarnúmer 1404 - Komudagur: 2014-04-04 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 1422 - Komudagur: 2014-04-04 - Sendandi: G. Pétur Matthíasson og Katla Lárusdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 1436 - Komudagur: 2014-04-04 - Sendandi: Kristján B. Ólafsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1445 - Komudagur: 2014-04-05 - Sendandi: Kristján J. Jónsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1449 - Komudagur: 2014-04-06 - Sendandi: Sigrún Jónsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 1452 - Komudagur: 2014-04-06 - Sendandi: Agnar H. Johnson[PDF]
Dagbókarnúmer 1480 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt[PDF]
Dagbókarnúmer 1490 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1497 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 1500 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Hjörleifur Guttormsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1505 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Guðmundur Guðmundsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1507 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Daði Rafnsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1515 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Þorkell Helgason[PDF]
Dagbókarnúmer 1533 - Komudagur: 2014-04-08 - Sendandi: Gauti Kristmannsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1546 - Komudagur: 2014-04-08 - Sendandi: Einar Pétur Heiðarsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1547 - Komudagur: 2014-04-08 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1548 - Komudagur: 2014-04-08 - Sendandi: Heimssýn[PDF]
Dagbókarnúmer 1557 - Komudagur: 2014-04-08 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1560 - Komudagur: 2014-04-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 1566 - Komudagur: 2014-04-08 - Sendandi: Ólafur Hannesson[PDF]
Dagbókarnúmer 1568 - Komudagur: 2014-04-08 - Sendandi: Erna Bjarnadóttir o.fl.[PDF]
Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 2014-04-08 - Sendandi: Erlendur Geirdal[PDF]

Þingmál A343 (Fríverslunarsamtök Evrópu og Evrópska efnahagssvæðið 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 640 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-02-24 14:45:00 [HTML]
Þingræður:
78. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-03-20 19:43:01 - [HTML]

Þingmál A344 (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1423 - Komudagur: 2014-04-04 - Sendandi: G. Pétur Matthíasson og Katla Lárusdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 1481 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt[PDF]
Dagbókarnúmer 1498 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 1534 - Komudagur: 2014-04-08 - Sendandi: Gauti Kristmannsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1561 - Komudagur: 2014-04-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A350 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 158/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 654 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-25 15:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1101 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-14 20:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1218 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-16 18:30:00 [HTML]
Þingræður:
78. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-03-20 20:33:02 - [HTML]

Þingmál A351 (lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-24 17:18:53 - [HTML]

Þingmál A352 (formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1424 - Komudagur: 2014-04-04 - Sendandi: G. Pétur Matthíasson og Katla Lárusdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 1479 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Alþjóðamálastofnun, Háskóli Íslands - Skýring: Úttekt[PDF]
Dagbókarnúmer 1499 - Komudagur: 2014-04-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 1535 - Komudagur: 2014-04-08 - Sendandi: Gauti Kristmannsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1562 - Komudagur: 2014-04-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A356 (Evrópuráðsþingið 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 661 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-02-27 17:02:00 [HTML]

Þingmál A357 (ÖSE-þingið 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 662 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-02-27 17:18:00 [HTML]
Þingræður:
78. þingfundur - Pétur H. Blöndal - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-03-20 19:52:06 - [HTML]

Þingmál A369 (koltrefjaframleiðsla á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 909 (svar) útbýtt þann 2014-04-02 17:29:00 [HTML]

Þingmál A370 (norrænt samstarf 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 679 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-03-10 14:47:00 [HTML]

Þingmál A371 (NATO-þingið 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 680 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-03-10 14:47:00 [HTML]
Þingræður:
78. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-03-20 20:07:47 - [HTML]

Þingmál A373 (endurskoðendur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1670 - Komudagur: 2014-04-25 - Sendandi: Stefán Svavarsson[PDF]

Þingmál A376 (losun og móttaka úrgangs frá skipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-10 14:48:00 [HTML]
Þingræður:
79. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-03-24 15:35:53 - [HTML]
79. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-24 15:48:48 - [HTML]
79. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2014-03-24 16:20:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1377 - Komudagur: 2014-04-02 - Sendandi: Hafnasamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1626 - Komudagur: 2014-04-09 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Skýring: (Rökstutt álit)[PDF]
Dagbókarnúmer 1655 - Komudagur: 2014-04-23 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]

Þingmál A377 (lokafjárlög 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 689 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-10 14:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1256 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-16 22:59:00 [HTML]
Þingræður:
82. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-26 18:47:48 - [HTML]

Þingmál A392 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 718 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-12 14:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1214 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-05-16 19:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1267 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-16 23:01:00 [HTML]

Þingmál A398 (Norræna ráðherranefndin 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 728 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-03-13 13:58:00 [HTML]

Þingmál A418 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 757 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-03-18 13:09:00 [HTML]
Þingræður:
78. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-03-20 11:07:44 - [HTML]
78. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2014-03-20 11:47:58 - [HTML]
78. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2014-03-20 12:24:46 - [HTML]
78. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-20 12:42:28 - [HTML]
78. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-20 14:45:57 - [HTML]
78. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-03-20 14:48:28 - [HTML]
78. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-20 15:01:19 - [HTML]
78. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-03-20 15:36:31 - [HTML]
78. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2014-03-20 16:23:56 - [HTML]
78. þingfundur - Haraldur Einarsson - Ræða hófst: 2014-03-20 16:41:26 - [HTML]
78. þingfundur - Karl Garðarsson - Ræða hófst: 2014-03-20 16:59:23 - [HTML]
78. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-20 17:08:28 - [HTML]
78. þingfundur - Karl Garðarsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-20 17:10:47 - [HTML]
78. þingfundur - Karl Garðarsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-03-20 17:14:09 - [HTML]
78. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2014-03-20 17:20:14 - [HTML]

Þingmál A422 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2014-05-14 10:43:28 - [HTML]

Þingmál A426 (fjármálastöðugleikaráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 765 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-18 18:13:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1706 - Komudagur: 2014-04-28 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A434 (aðlögun að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (svar) útbýtt þann 2014-04-11 13:00:00 [HTML]

Þingmál A435 (aðlögun að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1000 (svar) útbýtt þann 2014-04-29 14:24:00 [HTML]

Þingmál A443 (ferðakostnaður ráðuneytisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1233 (svar) útbýtt þann 2014-05-16 21:36:00 [HTML]

Þingmál A444 (ferðakostnaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1133 (svar) útbýtt þann 2014-05-15 16:08:00 [HTML]

Þingmál A458 (fríverslunarsamningur við Japan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 804 (þáltill.) útbýtt þann 2014-03-20 15:41:00 [HTML]

Þingmál A465 (kortaupplýsingar)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2014-05-14 11:47:45 - [HTML]

Þingmál A467 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 813 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-24 14:48:00 [HTML]

Þingmál A474 (skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2014-03-27 16:36:10 - [HTML]

Þingmál A475 (aðlögun að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 977 (svar) útbýtt þann 2014-04-23 17:25:00 [HTML]

Þingmál A478 (makrílgöngur í íslenskri lögsögu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 935 (svar) útbýtt þann 2014-04-08 15:32:00 [HTML]

Þingmál A484 (séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-02 18:29:13 - [HTML]
108. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-05-12 16:38:36 - [HTML]
108. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2014-05-12 18:01:24 - [HTML]
108. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2014-05-12 20:49:41 - [HTML]
109. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2014-05-13 13:34:01 - [HTML]
109. þingfundur - Árni Páll Árnason (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-13 15:08:38 - [HTML]
109. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-13 18:13:08 - [HTML]

Þingmál A485 (leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2014-04-07 17:43:56 - [HTML]
92. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-04-08 16:10:39 - [HTML]
92. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2014-04-08 16:24:07 - [HTML]
92. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2014-04-08 22:05:33 - [HTML]
109. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-05-13 22:13:48 - [HTML]
116. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-05-15 18:35:36 - [HTML]
116. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2014-05-15 20:16:38 - [HTML]
116. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-15 20:41:30 - [HTML]
116. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-05-15 20:56:25 - [HTML]

Þingmál A487 (endurskoðun á virðisaukaskattsumhverfi íþróttahreyfingarinnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1884 - Komudagur: 2014-06-06 - Sendandi: Almannaheill - samtök þriðja geirans[PDF]

Þingmál A488 (ríkisendurskoðandi og ríkisendurskoðun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1787 - Komudagur: 2014-05-06 - Sendandi: Þorvaldur Ingi Jónsson viðskiptafr.[PDF]

Þingmál A495 (fjögurra ára samgönguáætlun 2013--2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 855 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-03-31 14:39:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1732 - Komudagur: 2014-04-30 - Sendandi: Sveitarfélagið Ölfus[PDF]
Dagbókarnúmer 1741 - Komudagur: 2014-05-02 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður, bæjarskrifstofur[PDF]
Dagbókarnúmer 1793 - Komudagur: 2014-05-07 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1893 - Komudagur: 2014-06-20 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður[PDF]

Þingmál A496 (leiga skráningarskyldra ökutækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 857 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 14:39:00 [HTML]

Þingmál A499 (fiskvegur í Efra-Sog)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (þáltill.) útbýtt þann 2014-04-01 13:10:00 [HTML]

Þingmál A501 (spilahallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 862 (frumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 18:04:00 [HTML]

Þingmál A502 (vistkerfi fyrir hagnýtingu internetsins og réttindavernd netnotenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 863 (þáltill.) útbýtt þann 2014-03-31 19:55:00 [HTML]

Þingmál A504 (lögbinding lágmarkslauna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 865 (frumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 19:55:00 [HTML]

Þingmál A516 (frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 877 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 17:25:00 [HTML]

Þingmál A519 (gerð sáttmála um verndun friðhelgi einkalífs í stafrænum miðlum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 880 (þáltill. n.) útbýtt þann 2014-04-01 21:17:00 [HTML]

Þingmál A522 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-03-31 19:56:00 [HTML]

Þingmál A536 (frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 907 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-04-01 22:44:00 [HTML]
Þingræður:
87. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-04-01 17:51:04 - [HTML]
87. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2014-04-01 18:01:24 - [HTML]
87. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2014-04-01 18:10:39 - [HTML]
88. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2014-04-01 23:56:09 - [HTML]

Þingmál A539 (innflutningur landbúnaðarafurða)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2014-04-09 16:24:55 - [HTML]

Þingmál A559 (tollfríðindi vegna kjötútflutnings)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1252 (svar) útbýtt þann 2014-05-16 21:56:00 [HTML]

Þingmál A560 (tollfrjáls útflutningur landbúnaðarafurða)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2014-04-28 16:32:13 - [HTML]

Þingmál A565 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 982 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-04-23 17:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1006 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-04-29 16:03:00 [HTML]
Þingræður:
98. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2014-04-28 18:13:11 - [HTML]
100. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2014-04-29 21:11:27 - [HTML]

Þingmál A568 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2014-04-29 15:02:13 - [HTML]

Þingmál A572 (eftirfylgni með tilmælum ÖSE um framkvæmd kosninga á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1306 (svar) útbýtt þann 2014-06-30 14:59:00 [HTML]

Þingmál A575 (framkvæmd samgönguáætlunar 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 999 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-04-29 13:18:00 [HTML]

Þingmál A589 (vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1062 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-05-09 10:15:00 [HTML]

Þingmál A592 (loftslagsmál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1891 - Komudagur: 2014-02-06 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið[PDF]

Þingmál A600 (frestun verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna gegn Icelandair ehf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1149 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-05-14 21:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1150 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-05-15 11:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1151 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-05-15 11:52:00 [HTML]
Þingræður:
113. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-14 23:21:13 - [HTML]
115. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-05-15 12:24:44 - [HTML]
115. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2014-05-15 12:41:23 - [HTML]
115. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-05-15 12:46:09 - [HTML]
115. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-05-15 13:12:23 - [HTML]

Þingmál A601 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1154 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-05-15 13:19:00 [HTML]

Þingmál A616 (frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1288 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-06-18 14:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1292 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-06-18 21:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1293 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-06-18 21:26:00 [HTML]
Þingræður:
123. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-06-18 15:38:15 - [HTML]
123. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-06-18 16:01:06 - [HTML]
123. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-06-18 16:13:00 - [HTML]
123. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-06-18 16:21:26 - [HTML]
123. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-06-18 16:25:10 - [HTML]
124. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-06-18 21:35:14 - [HTML]
124. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-06-18 21:39:33 - [HTML]
124. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2014-06-18 21:49:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1890 - Komudagur: 2014-06-18 - Sendandi: Flugvirkjafélag Íslands - Skýring: (lagt fram á fundi us.)[PDF]

Þingmál B1 ()[HTML]

Þingræður:
0. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 2013-10-01 14:07:11 - [HTML]

Þingmál B8 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2013-10-02 19:45:53 - [HTML]
2. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2013-10-02 20:45:16 - [HTML]
2. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - Ræða hófst: 2013-10-02 21:36:40 - [HTML]

Þingmál B17 (efnahagsmál)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2013-10-08 13:39:22 - [HTML]

Þingmál B30 (stefna ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2013-10-10 10:41:52 - [HTML]

Þingmál B49 ()[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2013-10-16 15:18:14 - [HTML]

Þingmál B66 (flóttamenn frá Sýrlandi)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Karl Garðarsson - Ræða hófst: 2013-10-17 11:01:51 - [HTML]

Þingmál B100 ()[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2013-11-06 15:24:16 - [HTML]

Þingmál B101 ()[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2013-11-06 16:15:33 - [HTML]

Þingmál B124 (nauðungarsölur)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2013-11-07 10:59:56 - [HTML]

Þingmál B144 (staða flóttamanna og meðferð þeirra)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2013-11-12 14:18:46 - [HTML]
20. þingfundur - Karl Garðarsson - Ræða hófst: 2013-11-12 14:21:05 - [HTML]

Þingmál B163 (ný stofnun um borgaraleg réttindi)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2013-11-19 14:15:33 - [HTML]

Þingmál B182 (nauðungarsölur og dómur Evrópudómstólsins)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2013-11-20 15:21:45 - [HTML]

Þingmál B201 ()[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (forseti) - Ræða hófst: 2013-11-27 15:02:25 - [HTML]

Þingmál B213 ()[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2013-12-03 13:36:18 - [HTML]

Þingmál B303 ()[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-12-17 10:33:51 - [HTML]

Þingmál B362 ()[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2014-01-15 15:17:12 - [HTML]

Þingmál B367 (framhald viðræðna við ESB)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2014-01-14 13:59:36 - [HTML]

Þingmál B381 (innflutningur á landbúnaðarafurðum)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2014-01-16 11:20:24 - [HTML]

Þingmál B382 (staða aðildarviðræðna við ESB)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Árni Páll Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-01-16 13:40:35 - [HTML]

Þingmál B385 ()[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2014-01-21 13:48:30 - [HTML]
53. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2014-01-21 13:50:51 - [HTML]

Þingmál B421 (lánshæfismat og traust)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2014-01-23 10:49:17 - [HTML]

Þingmál B469 ()[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Jóhanna María Sigmundsdóttir - Ræða hófst: 2014-02-11 13:40:10 - [HTML]

Þingmál B471 (vernd og nýting ferðamannastaða)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2014-02-11 14:42:00 - [HTML]

Þingmál B478 (málefni Farice)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2014-02-13 11:25:41 - [HTML]

Þingmál B505 ()[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-02-19 15:23:07 - [HTML]
65. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-02-19 15:30:15 - [HTML]

Þingmál B531 ()[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2014-02-24 15:53:14 - [HTML]

Þingmál B542 ()[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2014-02-25 16:19:17 - [HTML]

Þingmál B552 ()[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2014-02-26 17:29:12 - [HTML]

Þingmál B554 ()[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2014-02-26 20:08:40 - [HTML]

Þingmál B556 (staða ungs fólks á húsnæðismarkaði)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-02-27 11:12:15 - [HTML]

Þingmál B572 (aðildarviðræður við ESB)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2014-03-10 16:22:56 - [HTML]

Þingmál B582 ()[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-03-11 13:40:09 - [HTML]
72. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-03-11 13:42:10 - [HTML]
72. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2014-03-11 13:46:58 - [HTML]

Þingmál B611 ()[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Heiða Kristín Helgadóttir - Ræða hófst: 2014-03-13 15:57:53 - [HTML]

Þingmál B618 (heilbrigðistryggingar)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2014-03-18 14:19:11 - [HTML]

Þingmál B626 ()[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2014-03-19 15:24:43 - [HTML]

Þingmál B630 (almannaréttur og gjaldtaka á ferðamannastöðum)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2014-03-19 16:40:07 - [HTML]

Þingmál B678 (afnám gjaldeyrishafta og samningar við erlenda kröfuhafa gömlu bankanna)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-03-27 14:11:07 - [HTML]
83. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2014-03-27 14:44:00 - [HTML]

Þingmál B692 (viðskiptaumhverfi landbúnaðarafurða)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2014-03-31 15:11:51 - [HTML]

Þingmál B745 ()[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Sigrún Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2014-04-08 13:40:45 - [HTML]

Þingmál B746 (skýrsla Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður við ESB)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-04-08 14:17:17 - [HTML]
92. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2014-04-08 14:36:38 - [HTML]
92. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2014-04-08 14:59:14 - [HTML]

Þingmál B760 (efnahagsstefnan og EES-samningurinn)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-04-10 11:05:30 - [HTML]

Þingmál B766 ()[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2014-04-11 12:05:38 - [HTML]
96. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-04-11 12:32:38 - [HTML]
96. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2014-04-11 12:59:33 - [HTML]
96. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2014-04-11 13:08:03 - [HTML]
96. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2014-04-11 13:34:11 - [HTML]
96. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2014-04-11 14:56:35 - [HTML]

Þingmál B780 (ríkisfjármál og skuldaleiðrétting)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2014-04-28 15:22:08 - [HTML]

Þingmál B793 ()[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Elín Hirst - Ræða hófst: 2014-04-29 13:44:27 - [HTML]

Þingmál B819 (skipasmíðar og skipaiðnaður)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Jón Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-05-02 11:02:49 - [HTML]

Þingmál B822 (ríkisfjármál)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2014-05-06 13:51:52 - [HTML]

Þingmál B825 (málefni Landsbankans)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2014-05-06 14:14:35 - [HTML]

Löggjafarþing 144

Þingmál A1 (fjárlög 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 639 (breytingartillaga) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 711 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-12-15 14:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 801 (lög í heild) útbýtt þann 2014-12-16 22:02:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-09-11 11:53:03 - [HTML]
3. þingfundur - Karl Garðarsson - Ræða hófst: 2014-09-11 15:12:29 - [HTML]
3. þingfundur - Karl Garðarsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-11 15:27:31 - [HTML]
4. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2014-09-12 14:55:58 - [HTML]
4. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2014-09-12 18:07:36 - [HTML]
4. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2014-09-12 18:09:53 - [HTML]
4. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2014-09-12 18:11:00 - [HTML]
4. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2014-09-12 19:03:11 - [HTML]
4. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2014-09-12 19:08:53 - [HTML]
4. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-09-12 19:18:49 - [HTML]
40. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2014-12-03 21:11:53 - [HTML]
40. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-03 23:23:31 - [HTML]
40. þingfundur - Haraldur Benediktsson - Ræða hófst: 2014-12-03 23:32:38 - [HTML]
41. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-12-04 12:10:30 - [HTML]
41. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-04 19:13:17 - [HTML]
41. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-04 20:50:40 - [HTML]
42. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2014-12-05 14:06:13 - [HTML]
42. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2014-12-05 18:11:37 - [HTML]
43. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2014-12-08 11:07:47 - [HTML]
44. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2014-12-09 14:22:33 - [HTML]
44. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-12-09 15:05:12 - [HTML]
44. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2014-12-09 21:35:53 - [HTML]
50. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2014-12-16 21:48:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 15 - Komudagur: 2014-09-15 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður - Skýring: (ályktun um Fjarðarheiðagöng)[PDF]
Dagbókarnúmer 116 - Komudagur: 2014-10-13 - Sendandi: Hafnasamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 269 - Komudagur: 2014-10-27 - Sendandi: Alþjóðleg ungmennaskipti[PDF]
Dagbókarnúmer 277 - Komudagur: 2014-10-07 - Sendandi: Sveitarfélagið Ölfus[PDF]
Dagbókarnúmer 304 - Komudagur: 2014-10-20 - Sendandi: Bolungarvíkurkaupstaður[PDF]
Dagbókarnúmer 773 - Komudagur: 2014-11-28 - Sendandi: Árni Davíðsson[PDF]
Dagbókarnúmer 895 - Komudagur: 2014-12-08 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A2 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-09-16 14:06:42 - [HTML]
6. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-09-16 17:44:05 - [HTML]
6. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2014-09-16 21:58:54 - [HTML]
39. þingfundur - Árni Páll Árnason (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-02 15:21:17 - [HTML]
39. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2014-12-02 16:11:52 - [HTML]
39. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-12-02 16:49:09 - [HTML]
39. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-02 17:09:39 - [HTML]
39. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-02 17:16:42 - [HTML]
39. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-02 17:18:46 - [HTML]
39. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2014-12-02 20:39:08 - [HTML]
39. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2014-12-02 23:06:50 - [HTML]
46. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-11 11:59:51 - [HTML]
46. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-11 12:04:24 - [HTML]
46. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2014-12-11 14:32:32 - [HTML]
46. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-11 14:55:05 - [HTML]
46. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-12-11 15:04:34 - [HTML]
49. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2014-12-15 12:04:44 - [HTML]
49. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-12-15 17:08:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 9 - Komudagur: 2014-09-22 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 36 - Komudagur: 2014-09-30 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 52 - Komudagur: 2014-10-07 - Sendandi: Rithöfundasamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 55 - Komudagur: 2014-10-07 - Sendandi: Félag íslenskra bókaútgefenda[PDF]
Dagbókarnúmer 111 - Komudagur: 2014-10-13 - Sendandi: Samband ísl berkla/brjóstholssj[PDF]
Dagbókarnúmer 127 - Komudagur: 2014-10-13 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 133 - Komudagur: 2014-10-13 - Sendandi: Svínaræktarfélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 166 - Komudagur: 2014-10-15 - Sendandi: Félag íslenskra bókaútgefenda[PDF]
Dagbókarnúmer 262 - Komudagur: 2014-10-24 - Sendandi: Rithöfundasamband Íslands - Skýring: og Félag ísl. bókaútgefenda[PDF]
Dagbókarnúmer 369 - Komudagur: 2014-10-31 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 407 - Komudagur: 2014-11-05 - Sendandi: Landlæknisembættið[PDF]
Dagbókarnúmer 657 - Komudagur: 2014-11-19 - Sendandi: Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði[PDF]

Þingmál A3 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-12-15 18:28:25 - [HTML]

Þingmál A4 (fjárhagslegar tryggingarráðstafanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-09 15:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1236 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-04-27 14:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1237 (breytingartillaga) útbýtt þann 2015-04-27 14:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1498 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-06-29 19:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1521 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-06-30 21:39:00 [HTML]
Þingræður:
138. þingfundur - Frosti Sigurjónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-06-29 15:33:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 156 - Komudagur: 2014-10-14 - Sendandi: Bankasýsla ríkisins[PDF]

Þingmál A6 (lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2014-09-24 16:30:31 - [HTML]

Þingmál A7 (nauðungarsala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 144 - Komudagur: 2014-09-15 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A8 (greiðsludráttur í verslunarviðskiptum)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-01-20 15:25:04 - [HTML]

Þingmál A11 (ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2014-09-25 14:46:46 - [HTML]
13. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-25 15:20:23 - [HTML]

Þingmál A13 (aðgerðir til að efla lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (þáltill.) útbýtt þann 2014-09-10 19:04:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 131 - Komudagur: 2014-10-13 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A14 (efling heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (þáltill.) útbýtt þann 2014-09-10 19:04:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 37 - Komudagur: 2014-09-30 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A15 (framtíðargjaldmiðill Íslands)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-09-23 15:37:42 - [HTML]

Þingmál A16 (hagnýting internetsins og réttindavernd netnotenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (þáltill.) útbýtt þann 2014-09-10 19:04:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 148 - Komudagur: 2014-10-14 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 191 - Komudagur: 2014-10-16 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]

Þingmál A17 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1024 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-03-04 14:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1038 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-03-04 14:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1060 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-03-19 16:51:00 [HTML]
Þingræður:
16. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-08 18:13:08 - [HTML]
16. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2014-10-08 18:50:27 - [HTML]
17. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2014-10-09 11:57:06 - [HTML]
17. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2014-10-09 13:31:41 - [HTML]
17. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-10-09 15:07:44 - [HTML]
17. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-09 16:49:20 - [HTML]
17. þingfundur - Páll Jóhann Pálsson - Ræða hófst: 2014-10-09 16:51:43 - [HTML]
17. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2014-10-09 17:28:22 - [HTML]
19. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-15 18:51:15 - [HTML]
19. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-15 19:16:54 - [HTML]
20. þingfundur - Jóhanna María Sigmundsdóttir - Ræða hófst: 2014-10-16 17:17:07 - [HTML]
22. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-21 18:12:42 - [HTML]
22. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-21 19:12:17 - [HTML]
22. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2014-10-21 19:15:32 - [HTML]
22. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-21 20:40:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 138 - Komudagur: 2014-10-10 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT[PDF]
Dagbókarnúmer 485 - Komudagur: 2014-11-09 - Sendandi: Brautin, bindindisfélag ökumanna[PDF]
Dagbókarnúmer 497 - Komudagur: 2014-11-10 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 502 - Komudagur: 2014-11-10 - Sendandi: SFR-stéttarfélag í almannaþjón.[PDF]
Dagbókarnúmer 569 - Komudagur: 2014-11-13 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 756 - Komudagur: 2014-11-27 - Sendandi: Velferðarnefnd - Skýring: , meiri hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 806 - Komudagur: 2014-12-02 - Sendandi: Háskólinn á Bifröst ses.[PDF]
Dagbókarnúmer 825 - Komudagur: 2014-12-02 - Sendandi: Brugghúsið Steðji ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1059 - Komudagur: 2014-11-11 - Sendandi: Barnaverndarstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1645 - Komudagur: 2015-03-25 - Sendandi: Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd[PDF]

Þingmál A18 (útreikningur nýrra neysluviðmiða fyrir íslensk heimili)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 326 - Komudagur: 2014-10-28 - Sendandi: Barnaheill[PDF]

Þingmál A19 (bráðaaðgerðir í byggðamálum)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2014-09-23 18:23:26 - [HTML]

Þingmál A20 (þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Norður-Atlantshafsbandalaginu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (þáltill.) útbýtt þann 2014-09-10 19:05:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-23 18:52:16 - [HTML]
11. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-23 18:54:23 - [HTML]
11. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-23 18:56:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 593 - Komudagur: 2014-11-13 - Sendandi: Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna[PDF]

Þingmál A22 (stofnun samþykkisskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (þáltill.) útbýtt þann 2014-09-10 19:05:00 [HTML]
Þingræður:
16. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-10-08 17:11:51 - [HTML]

Þingmál A23 (mótun viðskiptastefnu Íslands)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-24 17:18:07 - [HTML]

Þingmál A26 (stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-10-21 21:26:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 609 - Komudagur: 2014-11-14 - Sendandi: Náttúruminjasafn Íslands[PDF]

Þingmál A28 (jafnt aðgengi að internetinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1945 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið[PDF]

Þingmál A30 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 645 - Komudagur: 2014-11-17 - Sendandi: Kauphöll Íslands hf.[PDF]

Þingmál A31 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-04 15:59:09 - [HTML]

Þingmál A34 (mat á heildarhagsmunum vegna hvalveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1605 - Komudagur: 2015-03-19 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands[PDF]

Þingmál A39 (gerð framkvæmdaáætlunar til langs tíma um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 846 - Komudagur: 2014-12-03 - Sendandi: Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna[PDF]

Þingmál A53 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-10 19:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 732 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-12-12 16:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 748 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-12-15 13:30:00 [HTML]

Þingmál A54 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-10 19:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 514 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-11-13 13:34:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-09-23 14:06:49 - [HTML]
11. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-23 14:18:12 - [HTML]
11. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-23 14:22:57 - [HTML]

Þingmál A58 (umferðarljósamerkingar á matvæli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 686 - Komudagur: 2014-11-21 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: , Samtök iðnaðarins og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A74 (jarðalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 176 - Komudagur: 2014-10-15 - Sendandi: Nefnd um nýtingu og varðveislu ræktanlegs lands á Íslandi[PDF]

Þingmál A98 (visthönnun vöru sem notar orku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 98 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-15 14:40:00 [HTML]
Þingræður:
13. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2014-09-25 15:54:52 - [HTML]
24. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2014-10-23 11:19:30 - [HTML]
24. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-23 11:51:56 - [HTML]
24. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-23 11:54:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 260 - Komudagur: 2014-10-24 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A99 (merkingar og upplýsingaskylda varðandi orkunotkun heimilistækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-15 14:40:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 261 - Komudagur: 2014-10-24 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A101 (athugun á hagkvæmni lestarsamgangna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (þáltill.) útbýtt þann 2014-09-16 14:46:00 [HTML]
Þingræður:
141. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2015-07-01 11:32:17 - [HTML]

Þingmál A102 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 635 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (innanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-23 14:58:33 - [HTML]
53. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-01-20 15:58:40 - [HTML]
53. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2015-01-20 16:19:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 45 - Komudagur: 2014-10-06 - Sendandi: Samtök ökuskóla[PDF]
Dagbókarnúmer 89 - Komudagur: 2014-10-10 - Sendandi: Landssamband vörubifreiðaeigenda[PDF]
Dagbókarnúmer 92 - Komudagur: 2014-10-10 - Sendandi: Guðmundur Tyrfingsson ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 98 - Komudagur: 2014-10-10 - Sendandi: Ökukennarafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 199 - Komudagur: 2014-10-13 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 545 - Komudagur: 2014-11-12 - Sendandi: Ökukennarafélag Íslands[PDF]

Þingmál A105 (Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Róbert Marshall - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2014-10-22 15:52:13 - [HTML]

Þingmál A106 (frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 106 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-17 14:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 405 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-10-23 11:19:00 [HTML]

Þingmál A107 (jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2014-09-25 13:45:48 - [HTML]

Þingmál A127 (fríverslunarsamningur við Japan)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-03 21:21:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1545 - Komudagur: 2015-03-12 - Sendandi: Verslunarráð Íslands í Japan[PDF]

Þingmál A131 (fulltrúar ríkisins á erlendum vettvangi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-09-22 16:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 872 (svar) útbýtt þann 2015-02-23 13:56:00 [HTML]

Þingmál A133 (framlög ríkisaðila til félagasamtaka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 327 (svar) útbýtt þann 2014-10-20 14:41:00 [HTML]

Þingmál A147 (notkun plöntu-, sveppa- og skordýraeiturs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 299 (svar) útbýtt þann 2014-10-16 13:22:00 [HTML]

Þingmál A153 (spilahallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (frumvarp) útbýtt þann 2014-09-24 14:42:00 [HTML]

Þingmál A154 (vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-23 13:12:00 [HTML]
Þingræður:
13. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2014-09-25 17:15:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 234 - Komudagur: 2014-10-14 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 948 - Komudagur: 2014-12-12 - Sendandi: Einkaleyfastofan - Skýring: (athugas. við 24. gr. frv. og brtt. á 30. gr.)[PDF]

Þingmál A155 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 158 (frumvarp) útbýtt þann 2014-09-23 13:12:00 [HTML]

Þingmál A166 (plastpokanotkun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 172 (þáltill.) útbýtt þann 2014-09-24 14:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1562 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-06-30 23:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1580 (þál. í heild) útbýtt þann 2015-07-01 14:14:00 [HTML]
Þingræður:
68. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-18 18:08:14 - [HTML]
141. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-07-01 10:37:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1683 - Komudagur: 2015-03-31 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]

Þingmál A168 (skoðun á lagningu sæstrengs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 175 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2014-09-25 10:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 420 (svar) útbýtt þann 2014-10-31 13:56:00 [HTML]

Þingmál A179 (staða kvenna í landbúnaði og tengdum greinum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1647 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2015-09-02 13:58:00 [HTML]

Þingmál A185 (skilyrðislaus grunnframfærsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-06 14:41:00 [HTML]

Þingmál A186 (fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 207 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-06 16:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1319 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-05-21 20:22:00 [HTML]
Þingræður:
28. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-05 17:12:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1095 - Komudagur: 2015-02-09 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1521 - Komudagur: 2015-03-09 - Sendandi: Sigurður Örn Hilmarsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1553 - Komudagur: 2015-03-16 - Sendandi: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd[PDF]

Þingmál A198 (staða manna sem grunaðir eru um refsiverða háttsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 427 (svar) útbýtt þann 2014-10-31 13:56:00 [HTML]

Þingmál A199 (hækkun tollkvóta inn á markaði Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2014-11-03 16:56:19 - [HTML]
26. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2014-11-03 16:59:32 - [HTML]
26. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2014-11-03 17:04:46 - [HTML]

Þingmál A206 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1427 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-06-12 17:00:00 [HTML]
Þingræður:
20. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-10-16 12:24:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 719 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A208 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 234 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-08 14:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1504 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-06-29 19:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1526 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-06-30 21:42:00 [HTML]

Þingmál A210 (lögbinding lágmarkslauna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 239 (frumvarp) útbýtt þann 2014-10-08 16:05:00 [HTML]

Þingmál A211 (húsaleigubætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1424 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: Samráðsnefnd um framkvæmd laga og reglna um húsaleigubætur[PDF]

Þingmál A237 (húsaleigubætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1426 - Komudagur: 2015-03-04 - Sendandi: Samráðsnefnd um framkvæmd laga og reglna um húsaleigubætur[PDF]

Þingmál A239 (svæðisbundnir fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 268 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-09 15:25:00 [HTML]

Þingmál A244 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-10-14 17:43:10 - [HTML]
107. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-15 16:03:44 - [HTML]
107. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-05-15 16:54:51 - [HTML]
108. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2015-05-19 16:26:20 - [HTML]
108. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2015-05-19 20:46:03 - [HTML]
108. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2015-05-19 21:26:39 - [HTML]
108. þingfundur - Páll Valur Björnsson - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2015-05-19 22:07:16 - [HTML]
110. þingfundur - Páll Jóhann Pálsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-21 16:30:39 - [HTML]
110. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-21 21:18:26 - [HTML]
110. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-05-21 22:01:15 - [HTML]
110. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-05-21 23:07:42 - [HTML]
111. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-05-22 16:11:40 - [HTML]
111. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-22 16:44:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 680 - Komudagur: 2014-11-21 - Sendandi: NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna[PDF]

Þingmál A256 (almannaþjónustuhlutverk Ríkisútvarpsins)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-11-03 19:25:41 - [HTML]

Þingmál A257 (sérhæfð þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 562 - Komudagur: 2014-11-12 - Sendandi: Félag háls-, nef og eyrnalækna[PDF]
Dagbókarnúmer 611 - Komudagur: 2014-11-14 - Sendandi: Endurhæfing - þekkingarsetur[PDF]
Dagbókarnúmer 618 - Komudagur: 2014-11-16 - Sendandi: Blindrafélagið[PDF]

Þingmál A277 (aukin framlög til NATO)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 722 (svar) útbýtt þann 2014-12-12 13:51:00 [HTML]

Þingmál A292 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2015-04-30 16:30:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1928 - Komudagur: 2015-05-12 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]

Þingmál A305 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2014-11-04 14:27:28 - [HTML]
71. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-02-26 18:57:02 - [HTML]
112. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-05-26 21:37:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 677 - Komudagur: 2014-11-20 - Sendandi: Hörður Einarsson[PDF]
Dagbókarnúmer 740 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Landsnet hf[PDF]
Dagbókarnúmer 743 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Eydís Lára Franzdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 1630 - Komudagur: 2015-03-24 - Sendandi: Sif Konráðsdóttir[PDF]

Þingmál A307 (ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-23 12:48:38 - [HTML]
24. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2014-10-23 12:50:11 - [HTML]

Þingmál A314 (plastúrgangur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 541 (svar) útbýtt þann 2014-11-18 16:03:00 [HTML]

Þingmál A321 (stefna stjórnvalda um lagningu raflína)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2015-02-27 15:38:50 - [HTML]
114. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-05-28 10:43:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 742 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Eydís Lára Franzdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 1120 - Komudagur: 2015-02-12 - Sendandi: Snorri Baldursson[PDF]

Þingmál A322 (almannatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 393 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-10-22 14:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1592 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-07-01 20:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1603 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-07-02 15:21:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1039 - Komudagur: 2015-01-20 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1052 - Komudagur: 2015-01-23 - Sendandi: Afstaða til ábyrgðar, félag fanga á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 1162 - Komudagur: 2015-02-17 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A329 (lykilþættir er varða mögulegan útflutning orku um sæstreng)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2014-10-23 12:24:00 [HTML]

Þingmál A330 (niðurfelling aðflutningsgjalda af ódýrum vörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 407 (þáltill.) útbýtt þann 2014-10-23 12:24:00 [HTML]

Þingmál A335 (æskulýðsstarf)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2014-11-03 19:42:03 - [HTML]

Þingmál A338 (seinkun klukkunnar og bjartari morgnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1339 - Komudagur: 2015-02-26 - Sendandi: Svavar Þorvarðsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1341 - Komudagur: 2015-02-26 - Sendandi: Þorsteinn Sæmundsson - Háskóli Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1525 - Komudagur: 2015-03-11 - Sendandi: SÍBS[PDF]
Dagbókarnúmer 1592 - Komudagur: 2015-03-18 - Sendandi: Golfsamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1603 - Komudagur: 2015-03-19 - Sendandi: Icelandair Group hf.[PDF]

Þingmál A339 (orlof húsmæðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1505 - Komudagur: 2015-03-09 - Sendandi: Kvenfélagasamband Íslands[PDF]

Þingmál A340 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 173/2013 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-10-31 13:57:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1138 - Komudagur: 2015-02-13 - Sendandi: Ríkiskaup[PDF]

Þingmál A342 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 432 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-11-03 14:48:00 [HTML]

Þingmál A353 (undirbúningur að hönnun og stækkun Þorlákshafnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (þáltill.) útbýtt þann 2014-11-04 13:15:00 [HTML]

Þingmál A361 (skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2341 - Komudagur: 2015-05-12 - Sendandi: Samtök um betri byggð[PDF]

Þingmál A367 (fjáraukalög 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 692 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-12-08 12:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 712 (nefndarálit) útbýtt þann 2014-12-11 10:42:00 [HTML]
Þingræður:
46. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-12-11 11:11:38 - [HTML]
46. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2014-12-11 11:25:01 - [HTML]

Þingmál A369 (minning tveggja alda afmælis Jóns Árnasonar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 486 (þáltill.) útbýtt þann 2014-11-11 13:19:00 [HTML]

Þingmál A370 (innflutningur nautasæðis til eflingar innlendri mjólkurframleiðslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1913 - Komudagur: 2015-05-11 - Sendandi: Ólafur R Dýrmundsson[PDF]

Þingmál A372 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 500 (frumvarp) útbýtt þann 2014-11-12 14:46:00 [HTML]
Þingræður:
32. þingfundur - Eyrún Eyþórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-13 12:18:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 966 - Komudagur: 2014-12-17 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 989 - Komudagur: 2014-12-22 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja[PDF]

Þingmál A385 (innleiðing rafrænna skilríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 817 (svar) útbýtt þann 2015-01-12 13:56:00 [HTML]

Þingmál A389 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (frumvarp) útbýtt þann 2014-11-17 14:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1452 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2015-06-16 16:47:00 [HTML]
Þingræður:
67. þingfundur - Óttarr Proppé - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-02-17 18:40:54 - [HTML]

Þingmál A390 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Pétur H. Blöndal - Ræða hófst: 2014-11-19 17:00:56 - [HTML]

Þingmál A395 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 544 (frumvarp) útbýtt þann 2014-11-17 17:01:00 [HTML]
Þingræður:
35. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-19 18:49:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 965 - Komudagur: 2014-12-17 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A402 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 578 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-11-25 13:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1358 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-05-29 15:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1591 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-07-01 14:21:00 [HTML]
Þingræður:
37. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-11-27 17:44:44 - [HTML]

Þingmál A404 (uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2014-12-16 11:54:32 - [HTML]
50. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2014-12-16 12:27:45 - [HTML]

Þingmál A412 (almannavarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 609 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML]

Þingmál A416 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-01-28 18:18:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1837 - Komudagur: 2015-05-06 - Sendandi: Velferðarráðuneytið[PDF]

Þingmál A421 (leiga skráningarskyldra ökutækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 629 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1502 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-06-29 19:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1524 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-06-30 21:41:00 [HTML]

Þingmál A424 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 632 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML]
Þingræður:
138. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-29 16:58:44 - [HTML]

Þingmál A426 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2015-01-21 17:45:34 - [HTML]

Þingmál A427 (uppbygging innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 649 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-02 16:54:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1371 - Komudagur: 2015-02-27 - Sendandi: Vatnajökulsþjóðgarður[PDF]
Dagbókarnúmer 1459 - Komudagur: 2015-03-05 - Sendandi: Margrét Hermanns Auðardóttir[PDF]

Þingmál A430 (meðferð sakamála og lögreglulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1170 - Komudagur: 2015-02-16 - Sendandi: Ríkissaksóknari[PDF]

Þingmál A434 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-01-27 16:34:08 - [HTML]
117. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-02 18:50:32 - [HTML]
118. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-06-03 19:20:18 - [HTML]
119. þingfundur - Róbert Marshall - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-04 16:45:39 - [HTML]

Þingmál A438 (pyndingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 968 (svar) útbýtt þann 2015-02-23 13:56:00 [HTML]

Þingmál A455 (náttúrupassi)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2015-01-29 12:17:38 - [HTML]
59. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2015-01-29 12:25:55 - [HTML]
59. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-01-29 12:31:46 - [HTML]
61. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-02 19:49:59 - [HTML]
62. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-03 15:47:38 - [HTML]
62. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-03 15:48:59 - [HTML]
62. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2015-02-03 15:57:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1236 - Komudagur: 2015-02-20 - Sendandi: Katla Travel GmbH[PDF]
Dagbókarnúmer 1280 - Komudagur: 2015-02-23 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]

Þingmál A456 (Menntamálastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-09 15:29:00 [HTML]

Þingmál A463 (handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-11 14:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1135 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-03-27 13:59:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1622 - Komudagur: 2015-03-23 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A465 (fordæming pyndinga leyniþjónustu Bandaríkjanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1720 - Komudagur: 2015-04-21 - Sendandi: Utanríkisráðuneyti[PDF]

Þingmál A466 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 725 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-12 12:33:00 [HTML]

Þingmál A469 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 777 (frumvarp) útbýtt þann 2014-12-16 11:58:00 [HTML]

Þingmál A470 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 778 (frumvarp) útbýtt þann 2014-12-16 16:13:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1112 - Komudagur: 2015-02-11 - Sendandi: Stígamót,samtök kvenna[PDF]

Þingmál A475 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1450 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-06-22 15:40:00 [HTML]
Þingræður:
140. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-06-30 23:34:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1177 - Komudagur: 2015-02-18 - Sendandi: Vantrú[PDF]
Dagbókarnúmer 1222 - Komudagur: 2015-02-20 - Sendandi: Hvítasunnukirkjan Fíladelfía[PDF]
Dagbókarnúmer 1345 - Komudagur: 2015-02-26 - Sendandi: IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi[PDF]

Þingmál A476 (Evrópuráðsþingið 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-01-20 15:03:00 [HTML]

Þingmál A477 (ÖSE-þingið 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-01-20 13:11:00 [HTML]

Þingmál A481 (mótun stefnu stjórnvalda um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 830 (þáltill.) útbýtt þann 2015-01-20 13:11:00 [HTML]

Þingmál A491 (störf og hlutverk fjölmiðlanefndar og endurskoðun laga um fjölmiðla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (svar) útbýtt þann 2015-04-07 17:57:00 [HTML]

Þingmál A492 (atvinnulýðræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 845 (þáltill.) útbýtt þann 2015-01-21 14:41:00 [HTML]

Þingmál A498 (norðurskautsmál 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 851 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-01-21 18:53:00 [HTML]

Þingmál A500 (Fríverslunarsamtök Evrópu og Evrópska efnahagssvæðið 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 866 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-01-22 15:30:00 [HTML]

Þingmál A501 (NATO-þingið 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 867 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-01-22 15:22:00 [HTML]

Þingmál A503 (farmflutningar á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-01-26 16:00:00 [HTML]

Þingmál A504 (farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-01-26 17:02:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1717 - Komudagur: 2015-04-19 - Sendandi: Bjarni Ólafur Guðmundsson, SegVeyjar ehf.[PDF]

Þingmál A510 (norrænt samstarf 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 883 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-01-28 14:52:00 [HTML]
Þingræður:
71. þingfundur - Valgerður Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-02-26 22:00:29 - [HTML]

Þingmál A511 (stjórn vatnamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 888 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-01-29 13:25:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1198 - Komudagur: 2015-02-19 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - Skýring: og Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A512 (meðferð elds og varnir gegn gróðureldum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 889 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-01-29 13:57:00 [HTML]

Þingmál A515 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 153/2014 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-02-02 14:40:00 [HTML]
Þingræður:
68. þingfundur - Pétur H. Blöndal - andsvar - Ræða hófst: 2015-02-18 16:48:14 - [HTML]
113. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-05-27 11:11:10 - [HTML]

Þingmál A516 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 88/2014 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 895 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-02-02 14:40:00 [HTML]

Þingmál A528 (lokafjárlög 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 907 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-03 15:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1512 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-06-30 21:26:00 [HTML]

Þingmál A530 (aðgerðir gegn mansali)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1101 (svar) útbýtt þann 2015-03-26 12:19:00 [HTML]

Þingmál A533 (þagnarskylda starfsmanna Alþingis um orð og athafnir þingmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1059 (svar) útbýtt þann 2015-03-16 14:42:00 [HTML]

Þingmál A559 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 965 (þáltill.) útbýtt þann 2015-02-18 18:41:00 [HTML]

Þingmál A561 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 975 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-23 13:56:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1637 - Komudagur: 2015-03-24 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 2269 - Komudagur: 2015-06-16 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - Skýring: , aths. vegna till. fjm- og efnhrn.[PDF]

Þingmál A562 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 976 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-24 13:21:00 [HTML]

Þingmál A571 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 990 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-25 15:19:00 [HTML]
Þingræður:
76. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-03 15:12:07 - [HTML]
76. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-03-03 15:55:41 - [HTML]
76. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2015-03-03 18:07:05 - [HTML]
77. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-04 16:44:10 - [HTML]
77. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-04 18:10:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1669 - Komudagur: 2015-03-27 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið[PDF]
Dagbókarnúmer 1730 - Komudagur: 2015-04-27 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A578 (skýrslur Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2011 og 2012)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1001 (álit) útbýtt þann 2015-02-27 11:04:00 [HTML]

Þingmál A579 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-24 17:31:19 - [HTML]
85. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2015-03-25 19:00:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1710 - Komudagur: 2015-04-16 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]

Þingmál A580 (bann við mismunun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1201 (svar) útbýtt þann 2015-04-14 13:58:00 [HTML]

Þingmál A581 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-05 13:03:52 - [HTML]

Þingmál A583 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1015 (frumvarp) útbýtt þann 2015-03-02 16:40:00 [HTML]

Þingmál A584 (uppbygging lögreglunáms)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-13 18:50:47 - [HTML]

Þingmál A586 (betrun í fangelsum og aðstoð að lokinni afplánun)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2015-04-13 18:55:36 - [HTML]

Þingmál A588 (efling brothættra byggða og byggðafesta veiðiheimilda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1020 (þáltill.) útbýtt þann 2015-03-03 13:38:00 [HTML]

Þingmál A598 (úrskurðir um umgengni barna við umgengnisforeldra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1207 (svar) útbýtt þann 2015-04-15 16:58:00 [HTML]

Þingmál A601 (búsetuland og greiðslur almannatrygginga til örorkulífeyrisþega)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1185 (svar) útbýtt þann 2015-04-13 17:05:00 [HTML]

Þingmál A602 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2015-05-11 20:03:43 - [HTML]

Þingmál A605 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1049 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-05 14:11:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2063 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Dómarafélag Íslands[PDF]

Þingmál A608 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 269/2014 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-03-16 14:43:00 [HTML]

Þingmál A611 (Norræna ráðherranefndin 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1061 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-03-16 14:44:00 [HTML]

Þingmál A621 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1074 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-03-17 13:47:00 [HTML]
Þingræður:
82. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-03-19 11:07:48 - [HTML]
82. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2015-03-19 12:10:05 - [HTML]
82. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-19 12:28:03 - [HTML]
82. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-03-19 13:42:23 - [HTML]
82. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-03-19 14:06:18 - [HTML]
82. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-19 14:21:43 - [HTML]
82. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-03-19 14:38:49 - [HTML]
82. þingfundur - Elín Hirst - Ræða hófst: 2015-03-19 14:58:47 - [HTML]
82. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2015-03-19 15:39:35 - [HTML]
82. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-19 15:51:30 - [HTML]
82. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-03-19 15:57:05 - [HTML]
82. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-19 16:06:34 - [HTML]
82. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-19 16:08:50 - [HTML]
82. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2015-03-19 16:15:49 - [HTML]
82. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2015-03-19 16:26:05 - [HTML]
82. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2015-03-19 17:04:58 - [HTML]
82. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-19 17:14:28 - [HTML]
82. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2015-03-19 17:52:41 - [HTML]

Þingmál A622 (viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl.)[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-05-04 18:06:32 - [HTML]
101. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-04 19:32:56 - [HTML]
102. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-05 15:29:19 - [HTML]
102. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-05 15:31:07 - [HTML]
102. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2015-05-05 16:41:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2087 - Komudagur: 2015-05-19 - Sendandi: Kauphöll Íslands hf.[PDF]

Þingmál A626 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
88. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-14 14:05:12 - [HTML]
88. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-14 14:56:41 - [HTML]
88. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-14 14:59:30 - [HTML]
88. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-14 15:23:32 - [HTML]
88. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-14 15:34:34 - [HTML]
88. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-14 15:36:00 - [HTML]
88. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-14 15:55:42 - [HTML]
88. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-04-14 16:01:57 - [HTML]
88. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-04-14 16:53:31 - [HTML]
88. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2015-04-14 17:44:19 - [HTML]
88. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-14 20:22:05 - [HTML]
88. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2015-04-14 22:40:21 - [HTML]
88. þingfundur - Óttarr Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-14 23:00:35 - [HTML]
88. þingfundur - Óttarr Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-14 23:04:15 - [HTML]
88. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-14 23:44:58 - [HTML]
88. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-14 23:51:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2015-04-28 - Sendandi: Benedikt Jóhannesson[PDF]
Dagbókarnúmer 1973 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Heimssýn[PDF]

Þingmál A628 (alþjóðleg öryggismál o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-18 14:52:00 [HTML]
Þingræður:
86. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-03-26 11:22:29 - [HTML]
86. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-03-26 12:23:59 - [HTML]

Þingmál A632 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 29/2015 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-03-19 10:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1241 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-04-27 16:18:00 [HTML]
Þingræður:
86. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-03-26 13:35:40 - [HTML]
113. þingfundur - Birgir Ármannsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-05-27 12:41:01 - [HTML]
113. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2015-05-27 15:46:30 - [HTML]
113. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-05-27 16:15:38 - [HTML]
113. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-05-27 16:46:26 - [HTML]

Þingmál A634 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1090 (frumvarp) útbýtt þann 2015-03-19 17:01:00 [HTML]

Þingmál A635 (starfsmannamál EFTA)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1251 (svar) útbýtt þann 2015-04-30 12:33:00 [HTML]

Þingmál A636 (sjúkratryggingar og lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1095 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-23 14:49:00 [HTML]
Þingræður:
98. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-04-29 16:17:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2046 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga[PDF]
Dagbókarnúmer 2080 - Komudagur: 2015-05-19 - Sendandi: Landspítali[PDF]
Dagbókarnúmer 2082 - Komudagur: 2015-05-19 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2092 - Komudagur: 2015-05-19 - Sendandi: Umhyggja, félag til stuðn. veikum börnum[PDF]

Þingmál A638 (sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1099 (þáltill.) útbýtt þann 2015-03-24 13:24:00 [HTML]

Þingmál A643 (innflutningur dýra)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2015-04-29 17:51:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2015 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: Laufey Bjarnadóttir - Skýring: og fleiri[PDF]
Dagbókarnúmer 2041 - Komudagur: 2015-05-17 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - Skýring: , meiri hluti stjórnar[PDF]
Dagbókarnúmer 2088 - Komudagur: 2015-05-19 - Sendandi: Örn Karlsson[PDF]

Þingmál A644 (dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1896 - Komudagur: 2015-05-11 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A645 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1108 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-24 15:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1389 (breytingartillaga) útbýtt þann 2015-06-03 14:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1507 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-06-29 19:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1532 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-06-30 21:45:00 [HTML]
Þingræður:
97. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-28 22:05:58 - [HTML]
97. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-28 22:16:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2070 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Lyfjastofnun[PDF]

Þingmál A647 (miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1113 (frumvarp) útbýtt þann 2015-03-25 14:47:00 [HTML]
Þingræður:
99. þingfundur - Róbert Marshall - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-30 19:38:04 - [HTML]
99. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-30 19:59:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2068 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 2085 - Komudagur: 2015-05-19 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 2110 - Komudagur: 2015-05-20 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]

Þingmál A652 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1118 (frumvarp) útbýtt þann 2015-03-25 16:58:00 [HTML]

Þingmál A653 (niðurfelling gjalda á vistvænt eldsneyti sem er framleitt innan lands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1119 (þáltill.) útbýtt þann 2015-03-27 13:59:00 [HTML]

Þingmál A662 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1129 (frumvarp) útbýtt þann 2015-03-26 10:51:00 [HTML]

Þingmál A665 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2061 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: IMMI[PDF]

Þingmál A671 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-27 13:59:00 [HTML]

Þingmál A673 (vopnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1143 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-27 13:59:00 [HTML]

Þingmál A674 (Samgöngustofa og loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1144 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-03-27 13:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1368 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-06-01 14:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1520 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-06-30 21:32:00 [HTML]
Þingræður:
97. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-28 21:57:08 - [HTML]
97. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-28 21:59:54 - [HTML]
97. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-28 22:02:53 - [HTML]
138. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-06-29 15:30:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2052 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]

Þingmál A676 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1146 (frumvarp) útbýtt þann 2015-03-27 14:00:00 [HTML]

Þingmál A683 (fríverslun við Samtök ríkja í Suðaustur-Asíu, ASEAN)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1155 (þáltill.) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML]

Þingmál A687 (lögræðislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1161 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML]
Þingræður:
97. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-28 19:50:32 - [HTML]
97. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-28 20:01:08 - [HTML]
97. þingfundur - Helgi Hjörvar - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-28 20:05:20 - [HTML]
97. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2015-04-28 20:18:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1899 - Komudagur: 2015-05-11 - Sendandi: Eiríkur Karl Ólafsson Smith[PDF]

Þingmál A688 (ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-04-27 17:14:11 - [HTML]
120. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-05 14:37:17 - [HTML]
120. þingfundur - Guðbjartur Hannesson - Ræða hófst: 2015-06-05 18:34:58 - [HTML]

Þingmál A689 (landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1163 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1850 - Komudagur: 2015-05-07 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1947 - Komudagur: 2015-05-12 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 2071 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Ferðafélagið Útivist[PDF]

Þingmál A690 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1164 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1506 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-06-29 19:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1528 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-06-30 21:43:00 [HTML]

Þingmál A691 (stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1803 - Komudagur: 2015-05-05 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]
Dagbókarnúmer 2373 - Komudagur: 2015-06-13 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A692 (veiðigjöld)[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Jón Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-07-02 11:30:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1864 - Komudagur: 2015-04-24 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A695 (þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1169 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML]
Þingræður:
93. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-21 18:35:23 - [HTML]
93. þingfundur - Elín Hirst - Ræða hófst: 2015-04-21 20:07:18 - [HTML]
93. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-21 20:17:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1914 - Komudagur: 2015-05-11 - Sendandi: Júlíus Sigurþórsson[PDF]

Þingmál A696 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1979 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: Búseti Norðurlandi hsf[PDF]

Þingmál A697 (húsnæðissamvinnufélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1980 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: Búseti á Norðurlandi[PDF]

Þingmál A700 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1174 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-07 17:57:00 [HTML]
Þingræður:
99. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-30 11:54:06 - [HTML]
99. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-30 12:36:07 - [HTML]
99. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-30 13:46:31 - [HTML]
99. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-30 13:57:17 - [HTML]
99. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-30 14:19:27 - [HTML]
99. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-04-30 15:49:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2020 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: Höfundaréttarnefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 2034 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi[PDF]

Þingmál A701 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2035 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi[PDF]
Dagbókarnúmer 2120 - Komudagur: 2015-05-22 - Sendandi: Kristín Amalía Atladóttir[PDF]

Þingmál A702 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2036 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi[PDF]

Þingmál A703 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-29 15:48:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2018 - Komudagur: 2015-05-15 - Sendandi: Óbyggðanefnd[PDF]

Þingmál A704 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-04-01 14:00:00 [HTML]

Þingmál A705 (meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2015-05-05 19:00:27 - [HTML]
104. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-05-11 17:40:45 - [HTML]
104. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-05-11 18:33:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2145 - Komudagur: 2015-05-27 - Sendandi: Bankasýsla ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 2184 - Komudagur: 2015-06-02 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2214 - Komudagur: 2015-06-05 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 2384 - Komudagur: 2015-06-01 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A726 (starf nefndar um málefni hinsegin fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1598 (svar) útbýtt þann 2015-07-02 14:36:00 [HTML]

Þingmál A728 (þátttaka í björgunaraðgerðum á Miðjarðarhafi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1238 (þáltill.) útbýtt þann 2015-04-22 18:49:00 [HTML]
Þingræður:
104. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-05-11 20:14:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2157 - Komudagur: 2015-05-29 - Sendandi: Barnaheill[PDF]
Dagbókarnúmer 2159 - Komudagur: 2015-05-29 - Sendandi: Landhelgisgæsla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2188 - Komudagur: 2015-06-03 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]

Þingmál A735 (meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneyti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1254 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-04-30 18:12:00 [HTML]

Þingmál A750 (mat á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1311 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-05-20 18:07:00 [HTML]

Þingmál A758 (utanlandsferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1403 (svar) útbýtt þann 2015-06-09 11:26:00 [HTML]

Þingmál A768 (siðareglur fyrir alþingismenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1338 (þáltill.) útbýtt þann 2015-05-27 12:32:00 [HTML]

Þingmál A770 (fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1341 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-05-27 15:37:00 [HTML]
Þingræður:
115. þingfundur - Kristján L. Möller - andsvar - Ræða hófst: 2015-05-29 12:41:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2171 - Komudagur: 2015-06-01 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður[PDF]
Dagbókarnúmer 2210 - Komudagur: 2015-06-05 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 2221 - Komudagur: 2015-06-08 - Sendandi: Sveitarfélagið Ölfus[PDF]

Þingmál A773 (fjölgun líffæragjafa frá látnum einstaklingum á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1353 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-05-28 14:22:00 [HTML]

Þingmál A777 (102. og 103. Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2013--2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1373 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-06-01 14:37:00 [HTML]

Þingmál A778 (öryggi rafrænna skilríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1637 (svar) útbýtt þann 2015-08-10 13:58:00 [HTML]

Þingmál A785 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1398 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2015-06-07 21:45:00 [HTML]

Þingmál A786 (stöðugleikaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-06-08 16:58:00 [HTML]
Þingræður:
126. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2015-06-10 16:10:14 - [HTML]
126. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-10 16:30:17 - [HTML]
126. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2015-06-10 18:03:33 - [HTML]
126. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-10 18:59:29 - [HTML]
127. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-06-11 11:41:57 - [HTML]
127. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2015-06-11 15:26:13 - [HTML]
145. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2015-07-02 19:14:18 - [HTML]
145. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2015-07-02 19:21:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2306 - Komudagur: 2015-06-21 - Sendandi: InDefence[PDF]
Dagbókarnúmer 2313 - Komudagur: 2015-06-22 - Sendandi: Slitastjórn Byrs Sparisjóðs[PDF]

Þingmál A787 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2307 - Komudagur: 2015-06-21 - Sendandi: InDefence[PDF]
Dagbókarnúmer 2314 - Komudagur: 2015-06-22 - Sendandi: Slitastjórn Byrs Sparisjóðs[PDF]

Þingmál A788 (húsnæðisbætur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2359 - Komudagur: 2015-08-27 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A793 (net- og upplýsingaöryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1412 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-06-10 16:04:00 [HTML]

Þingmál A798 (kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1419 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-06-12 10:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1430 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-06-13 14:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1431 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-06-13 15:33:00 [HTML]
Þingræður:
128. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-12 15:10:35 - [HTML]
128. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-12 16:22:59 - [HTML]
128. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-06-12 20:21:44 - [HTML]
128. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-06-12 21:49:47 - [HTML]
128. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-12 21:57:27 - [HTML]
129. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-06-13 15:56:53 - [HTML]
129. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-13 16:16:08 - [HTML]
129. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-13 16:40:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2251 - Komudagur: 2015-06-13 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga[PDF]
Dagbókarnúmer 2259 - Komudagur: 2015-06-13 - Sendandi: Bandalag háskólamanna[PDF]

Þingmál A800 (uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka)[HTML]

Þingræður:
136. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-06-24 16:08:19 - [HTML]
136. þingfundur - Jón Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-06-24 18:23:46 - [HTML]
144. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-07-02 12:34:02 - [HTML]
144. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2015-07-02 13:25:32 - [HTML]

Þingmál A806 (orkuskipti í samgöngum samin af Grænu orkunni, samstarfsvettvangi um orkuskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1476 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-06-25 15:21:00 [HTML]

Þingmál B1 ()[HTML]

Þingræður:
0. þingfundur - Ólafur Ragnar Grímsson (forseti Íslands) - Ræða hófst: 2014-09-09 14:03:51 - [HTML]

Þingmál B3 ()[HTML]

Þingræður:
0. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (forseti) - Ræða hófst: 2014-09-09 14:27:28 - [HTML]

Þingmál B13 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2014-09-10 19:42:13 - [HTML]
2. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2014-09-10 20:01:35 - [HTML]
2. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2014-09-10 21:12:57 - [HTML]
2. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - Ræða hófst: 2014-09-10 21:25:22 - [HTML]

Þingmál B45 (refsiaðgerðir gagnvart Ísrael)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2014-09-18 11:03:54 - [HTML]

Þingmál B56 (loftslagsmál)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2014-09-22 15:15:55 - [HTML]

Þingmál B125 ()[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2014-10-08 15:16:12 - [HTML]

Þingmál B135 (raforkustrengur til Evrópu)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Björt Ólafsdóttir - Ræða hófst: 2014-10-09 10:50:57 - [HTML]

Þingmál B198 (fjárhagsstaða RÚV)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2014-10-23 14:34:30 - [HTML]

Þingmál B203 (raforkustrengur til Evrópu)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2014-10-23 10:33:58 - [HTML]

Þingmál B205 (dómur Mannréttindadómstólsins í máli blaðamanns)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2014-10-23 10:47:51 - [HTML]

Þingmál B318 (staða upplýsingafrelsis á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2014-11-20 10:46:57 - [HTML]

Þingmál B358 ()[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2014-12-03 15:17:39 - [HTML]

Þingmál B487 (háspennulögn yfir Sprengisand)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-01-20 14:14:43 - [HTML]

Þingmál B496 ()[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-01-21 15:23:00 - [HTML]

Þingmál B515 ()[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2015-01-22 12:12:01 - [HTML]

Þingmál B529 ()[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2015-01-27 13:35:59 - [HTML]

Þingmál B569 (ungt fólk og fyrstu íbúðarkaup)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2015-02-04 15:45:51 - [HTML]

Þingmál B576 (TiSA-viðræður og heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-02-05 10:43:55 - [HTML]

Þingmál B586 (lánveiting Seðlabanka til Kaupþings)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2015-02-16 15:12:40 - [HTML]

Þingmál B598 ()[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2015-02-17 14:00:49 - [HTML]

Þingmál B610 (stjórnarstefnan)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2015-02-18 15:38:17 - [HTML]

Þingmál B625 ()[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-02-25 15:22:40 - [HTML]

Þingmál B626 ()[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-02-26 10:43:59 - [HTML]

Þingmál B657 (aðkoma Íslands að TiSA-viðræðunum)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-03-02 16:06:03 - [HTML]

Þingmál B669 (störf ríkisstjórnarinnar)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2015-03-02 15:12:42 - [HTML]

Þingmál B672 (auknar rannsóknarheimildir lögreglu)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2015-03-02 15:30:51 - [HTML]

Þingmál B679 ()[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-03-04 15:07:47 - [HTML]
77. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2015-03-04 15:21:12 - [HTML]
77. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-03-04 15:23:40 - [HTML]

Þingmál B680 (málefni geðsjúkra fanga)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Róbert Marshall - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-03-04 15:40:21 - [HTML]
77. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-03-04 15:45:28 - [HTML]

Þingmál B708 ()[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2015-03-16 17:16:31 - [HTML]

Þingmál B712 ()[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2015-03-17 18:18:35 - [HTML]
80. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2015-03-17 21:51:33 - [HTML]

Þingmál B730 (framtíðarsamskipti Íslands og Evrópusambandsins)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2015-03-19 10:47:42 - [HTML]
82. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2015-03-19 10:49:33 - [HTML]
82. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2015-03-19 10:51:32 - [HTML]

Þingmál B746 ()[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-03-24 14:10:34 - [HTML]

Þingmál B747 (samkeppni á smásölumarkaði)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-03-24 14:52:53 - [HTML]

Þingmál B801 (heimildir lögreglu til símhlerana)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-16 13:32:15 - [HTML]

Þingmál B829 ()[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Páll Jóhann Pálsson - Ræða hófst: 2015-04-21 13:33:02 - [HTML]

Þingmál B865 ()[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-29 15:02:40 - [HTML]
98. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2015-04-29 15:22:33 - [HTML]

Þingmál B872 (fjarskiptamál)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2015-04-30 11:31:51 - [HTML]
99. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2015-04-30 11:44:03 - [HTML]

Þingmál B885 (staðan í kjaradeilum)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2015-05-04 15:04:59 - [HTML]

Þingmál B886 (notkun úreltra lyfja)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-05-04 15:10:00 - [HTML]

Þingmál B908 (staðan á vinnumarkaði og samráð)[HTML]

Þingræður:
103. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2015-05-11 15:13:09 - [HTML]

Þingmál B934 ()[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2015-05-13 16:53:31 - [HTML]

Þingmál B947 (fjölgun virkjunarkosta og kjarasamningar)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2015-05-19 14:43:24 - [HTML]

Þingmál B955 ()[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - Ræða hófst: 2015-05-19 14:10:04 - [HTML]

Þingmál B1074 ()[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-02 13:41:37 - [HTML]

Þingmál B1090 (staða láglaunahópa)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-04 10:14:17 - [HTML]

Þingmál B1103 ()[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-05 11:15:11 - [HTML]

Þingmál B1147 ()[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-06-09 10:49:21 - [HTML]

Þingmál B1197 (lög á kjaradeilur)[HTML]

Þingræður:
131. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2015-06-15 15:06:03 - [HTML]

Þingmál B1199 (samkeppni um menntað vinnuafl)[HTML]

Þingræður:
131. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2015-06-15 15:21:17 - [HTML]

Þingmál B1229 (kjarasamningar heilbrigðisstétta)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2015-06-22 15:49:11 - [HTML]

Þingmál B1237 ()[HTML]

Þingræður:
135. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-06-23 13:46:09 - [HTML]

Þingmál B1252 ()[HTML]

Þingræður:
137. þingfundur - Róbert Marshall - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2015-06-25 10:39:41 - [HTML]

Þingmál B1255 (loftslagsbreytingar)[HTML]

Þingræður:
137. þingfundur - Sigrún Magnúsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2015-06-25 10:47:29 - [HTML]

Þingmál B1265 ()[HTML]

Þingræður:
138. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (forseti) - Ræða hófst: 2015-06-29 15:02:11 - [HTML]

Þingmál B1277 ()[HTML]

Þingræður:
139. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2015-06-30 10:17:08 - [HTML]

Þingmál B1294 ()[HTML]

Þingræður:
143. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2015-07-01 20:04:32 - [HTML]
143. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2015-07-01 21:34:07 - [HTML]
143. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2015-07-01 21:44:26 - [HTML]
143. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-07-01 21:51:10 - [HTML]

Löggjafarþing 145

Þingmál A1 (fjárlög 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-08 13:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 585 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-12-05 17:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 586 (breytingartillaga) útbýtt þann 2015-12-05 17:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 599 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-12-08 16:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 647 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2015-12-18 19:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 703 (lög í heild) útbýtt þann 2015-12-19 18:45:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-09-10 15:35:53 - [HTML]
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-10 16:45:54 - [HTML]
4. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2015-09-11 12:33:35 - [HTML]
4. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2015-09-11 12:37:09 - [HTML]
4. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2015-09-11 12:44:01 - [HTML]
4. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2015-09-11 13:09:34 - [HTML]
4. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2015-09-11 13:45:56 - [HTML]
4. þingfundur - Elín Hirst - Ræða hófst: 2015-09-11 13:57:43 - [HTML]
49. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-08 17:07:27 - [HTML]
49. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2015-12-08 21:21:46 - [HTML]
49. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-12-08 23:01:15 - [HTML]
50. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2015-12-10 00:35:27 - [HTML]
50. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-10 01:14:33 - [HTML]
51. þingfundur - Anna Margrét Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2015-12-10 18:41:52 - [HTML]
51. þingfundur - Anna Margrét Guðjónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-10 19:31:42 - [HTML]
51. þingfundur - Anna Margrét Guðjónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-10 19:39:07 - [HTML]
51. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-12-10 21:31:34 - [HTML]
51. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-11 01:35:28 - [HTML]
51. þingfundur - Karl Garðarsson - Ræða hófst: 2015-12-11 01:40:04 - [HTML]
52. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-11 13:08:41 - [HTML]
52. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-11 13:23:23 - [HTML]
52. þingfundur - Anna Margrét Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2015-12-11 17:24:49 - [HTML]
52. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-11 21:54:50 - [HTML]
53. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-12 15:15:57 - [HTML]
53. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-12 17:09:26 - [HTML]
54. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-12-14 12:00:27 - [HTML]
54. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-12-14 15:47:10 - [HTML]
54. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-14 17:15:52 - [HTML]
54. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-14 17:16:56 - [HTML]
54. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2015-12-14 17:26:15 - [HTML]
54. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-14 22:18:50 - [HTML]
55. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-15 12:56:28 - [HTML]
55. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-12-15 21:34:06 - [HTML]
56. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2015-12-16 18:49:27 - [HTML]
59. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2015-12-19 15:50:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 202 - Komudagur: 2015-10-13 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 299 - Komudagur: 2015-10-21 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 554 - Komudagur: 2015-11-27 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A2 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 579 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-12-04 10:23:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-15 14:51:49 - [HTML]
6. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-09-15 15:02:43 - [HTML]
6. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-09-15 16:01:24 - [HTML]
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-15 17:28:05 - [HTML]
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-15 17:32:58 - [HTML]
6. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-09-15 18:53:32 - [HTML]
57. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-12-17 22:00:37 - [HTML]
57. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-17 22:27:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 20 - Komudagur: 2015-09-29 - Sendandi: Árni Davíðsson[PDF]
Dagbókarnúmer 110 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Hertz bílaleiga - Bílaleiga Flugleiða[PDF]
Dagbókarnúmer 262 - Komudagur: 2015-10-19 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 267 - Komudagur: 2015-10-20 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A3 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 49 - Komudagur: 2015-09-23 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A5 (framtíðargjaldmiðill Íslands)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2015-10-06 16:26:08 - [HTML]
16. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2015-10-06 16:45:45 - [HTML]
16. þingfundur - Hörður Ríkharðsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-06 17:26:41 - [HTML]
16. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-06 17:31:49 - [HTML]
16. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2015-10-06 17:38:28 - [HTML]
16. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-06 17:54:18 - [HTML]
16. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-06 17:55:32 - [HTML]
16. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-06 19:03:25 - [HTML]
16. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2015-10-06 19:14:54 - [HTML]
16. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-06 19:51:19 - [HTML]
16. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-06 19:54:50 - [HTML]

Þingmál A6 (fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-10 10:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 398 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-10 13:10:00 [HTML]
Þingræður:
5. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-14 18:45:05 - [HTML]

Þingmál A7 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 116 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða[PDF]
Dagbókarnúmer 128 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A9 (aukinn stuðningur við móttöku flóttafólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-10 10:18:00 [HTML]
Þingræður:
8. þingfundur - Helgi Hjörvar - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-17 14:36:27 - [HTML]
8. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2015-09-17 14:45:26 - [HTML]
8. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-09-17 15:06:22 - [HTML]
8. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 2015-09-17 15:16:47 - [HTML]
8. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2015-09-17 15:21:53 - [HTML]
8. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2015-09-17 15:42:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 182 - Komudagur: 2015-10-12 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 257 - Komudagur: 2015-10-19 - Sendandi: Valva lögmenn - Helga Vala Helgadóttir[PDF]

Þingmál A10 (þjóðgarður á miðhálendinu)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-17 16:02:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 190 - Komudagur: 2015-10-12 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A11 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 810 - Komudagur: 2016-02-10 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands[PDF]

Þingmál A12 (sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-11 19:12:00 [HTML]

Þingmál A13 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-10 11:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1053 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-03-18 13:14:00 [HTML]
Þingræður:
18. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2015-10-08 13:40:00 - [HTML]
18. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-08 14:31:54 - [HTML]
18. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2015-10-08 15:14:01 - [HTML]
18. þingfundur - Jóhanna María Sigmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-08 16:16:43 - [HTML]
18. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-08 17:07:50 - [HTML]
18. þingfundur - Páll Valur Björnsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-08 17:45:32 - [HTML]
18. þingfundur - Jóhanna María Sigmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-08 17:48:58 - [HTML]
18. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-10-08 18:01:24 - [HTML]
21. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2015-10-15 14:43:05 - [HTML]
21. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-15 14:48:29 - [HTML]
21. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-15 14:54:12 - [HTML]
21. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2015-10-15 15:09:36 - [HTML]
21. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-15 17:22:51 - [HTML]
64. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2016-01-20 17:05:25 - [HTML]
64. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-01-20 18:27:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 690 - Komudagur: 2016-01-19 - Sendandi: Svanur Sigurbjörnsson[PDF]
Dagbókarnúmer 789 - Komudagur: 2016-02-10 - Sendandi: IOGT á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 808 - Komudagur: 2016-01-30 - Sendandi: Brautin, bindindisfélag ökumanna[PDF]
Dagbókarnúmer 815 - Komudagur: 2016-02-11 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 818 - Komudagur: 2016-02-11 - Sendandi: Vopnafjarðarhreppur[PDF]
Dagbókarnúmer 822 - Komudagur: 2016-02-11 - Sendandi: Verkefnastjórar hjá Reykjavíkurborg[PDF]
Dagbókarnúmer 825 - Komudagur: 2016-02-11 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 828 - Komudagur: 2016-02-11 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 834 - Komudagur: 2016-02-11 - Sendandi: Reykjavíkurborg - samráðshópur um forvarnir[PDF]
Dagbókarnúmer 1137 - Komudagur: 2016-03-03 - Sendandi: Landlæknisembættið[PDF]

Þingmál A21 (staða kvenna á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 701 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2015-12-19 18:42:00 [HTML]

Þingmál A22 (fríverslunarsamningur við Japan)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - andsvar - Ræða hófst: 2016-02-16 17:21:45 - [HTML]
76. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-02-16 17:23:59 - [HTML]
76. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2016-02-16 17:26:27 - [HTML]
80. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2016-02-24 16:38:15 - [HTML]

Þingmál A23 (samstarf Íslands og Grænlands)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-17 16:30:44 - [HTML]

Þingmál A25 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 237 - Komudagur: 2015-10-16 - Sendandi: Miðstöð foreldra og barna ehf.[PDF]

Þingmál A28 (leiðsögumenn ferðamanna)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-09 18:19:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1221 - Komudagur: 2016-03-31 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1543 - Komudagur: 2016-05-18 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A30 (lagaskrifstofa Alþingis)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-23 15:49:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1186 - Komudagur: 2016-03-26 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A36 (millilandaflug um Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 36 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-11 15:57:00 [HTML]

Þingmál A37 (þjóðgarður á miðhálendinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-10 17:17:00 [HTML]

Þingmál A38 (undirbúningur að hönnun og stækkun Þorlákshafnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-10 16:55:00 [HTML]

Þingmál A44 (minning tveggja alda afmælis Jóns Árnasonar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-11 10:21:00 [HTML]
Þingræður:
126. þingfundur - Valgerður Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-06-02 21:08:48 - [HTML]
126. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-06-02 21:12:30 - [HTML]

Þingmál A51 (spilahallir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 51 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-11 15:19:00 [HTML]
Þingræður:
85. þingfundur - Willum Þór Þórsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-09 18:46:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1279 - Komudagur: 2016-04-11 - Sendandi: Happdrætti DAS[PDF]

Þingmál A58 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1808 - Komudagur: 2016-07-16 - Sendandi: Dögun-stjórnmálasamtök um réttlæti[PDF]

Þingmál A66 (þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Norður-Atlantshafsbandalaginu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 66 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-16 14:44:00 [HTML]

Þingmál A76 (langtímastefna fyrir samgöngur og innviði á Vestur-Norðurlöndum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (þáltill. n.) útbýtt þann 2015-09-17 15:41:00 [HTML]

Þingmál A81 (hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 664 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2015-12-18 15:24:00 [HTML]

Þingmál A84 (skipun nefndar er geri tillögur um atvinnulýðræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 84 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-21 14:45:00 [HTML]

Þingmál A91 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-09-15 21:14:04 - [HTML]
7. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-16 19:23:25 - [HTML]
24. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2015-10-21 17:37:45 - [HTML]
37. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-11-19 15:44:21 - [HTML]
37. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-11-19 18:56:44 - [HTML]
39. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-24 20:47:44 - [HTML]
39. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2015-11-24 23:24:14 - [HTML]
57. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-12-17 14:11:35 - [HTML]
57. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-17 15:04:33 - [HTML]
57. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2015-12-17 16:28:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 215 - Komudagur: 2015-10-14 - Sendandi: Rauði kross Íslands[PDF]

Þingmál A101 (landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-09-14 16:58:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 106 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Hörður Einarsson[PDF]
Dagbókarnúmer 193 - Komudagur: 2015-10-12 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 220 - Komudagur: 2015-10-14 - Sendandi: Skorradalshreppur[PDF]

Þingmál A102 (mótun stefnu stjórnvalda um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-21 14:46:00 [HTML]
Þingræður:
85. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-09 17:23:06 - [HTML]

Þingmál A115 (siðareglur fyrir alþingismenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 115 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-15 15:10:00 [HTML]
Þingræður:
8. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-17 14:22:07 - [HTML]

Þingmál A116 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 116 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-21 19:15:00 [HTML]

Þingmál A119 (efling brothættra byggða og byggðafesta veiðiheimilda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 119 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-21 16:48:00 [HTML]

Þingmál A121 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-21 19:15:00 [HTML]

Þingmál A125 (stóriðja og orkuverð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 646 (svar) útbýtt þann 2015-12-16 17:34:00 [HTML]

Þingmál A133 (uppbygging innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-17 14:05:00 [HTML]

Þingmál A136 (notkun dróna)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2015-10-05 15:56:32 - [HTML]

Þingmál A140 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 140 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-17 16:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 406 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-10 19:35:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Elín Hirst - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-23 17:20:04 - [HTML]
11. þingfundur - Elín Hirst - Ræða hófst: 2015-09-23 17:36:13 - [HTML]
31. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2015-11-11 16:18:44 - [HTML]
31. þingfundur - Elín Hirst - Ræða hófst: 2015-11-11 17:55:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 26 - Komudagur: 2015-10-02 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 76 - Komudagur: 2015-10-07 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 157 - Komudagur: 2015-10-08 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 162 - Komudagur: 2015-10-09 - Sendandi: Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 208 - Komudagur: 2015-10-12 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 222 - Komudagur: 2015-10-15 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 296 - Komudagur: 2015-10-26 - Sendandi: Kerfélagið ehf.[PDF]

Þingmál A141 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 141 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-22 14:22:00 [HTML]

Þingmál A147 (aðskilnaður starfsemi fjárfestingarbanka og viðskiptabanka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (þáltill.) útbýtt þann 2015-09-22 17:33:00 [HTML]

Þingmál A148 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 481 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-23 15:34:00 [HTML]
Þingræður:
10. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-09-22 18:28:41 - [HTML]
41. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-26 11:59:11 - [HTML]
41. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2015-11-26 15:44:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 327 - Komudagur: 2015-11-02 - Sendandi: Indriði Haukur Þorláksson[PDF]

Þingmál A150 (uppbygging áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1506 - Komudagur: 2016-05-11 - Sendandi: Vegagerðin[PDF]

Þingmál A156 (þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-10-14 16:11:50 - [HTML]
20. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-14 16:24:22 - [HTML]

Þingmál A157 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-22 17:10:00 [HTML]

Þingmál A159 (bakteríusýkingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 280 (svar) útbýtt þann 2015-10-20 13:18:00 [HTML]

Þingmál A168 (jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 170 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-09-24 10:15:00 [HTML]

Þingmál A169 (umbætur á fyrirkomulagi peningamyndunar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1085 - Komudagur: 2016-03-10 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A172 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 175 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-09-24 16:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 353 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-02 14:48:00 [HTML]
Þingræður:
15. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-10-05 16:55:44 - [HTML]
15. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-10-05 17:03:19 - [HTML]
15. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-10-05 18:04:00 - [HTML]
27. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 15:09:11 - [HTML]
27. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-03 15:30:46 - [HTML]
27. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2015-11-03 16:36:26 - [HTML]
27. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 18:17:19 - [HTML]
27. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2015-11-03 18:21:00 - [HTML]
27. þingfundur - Björn Valur Gíslason - Ræða hófst: 2015-11-03 20:48:51 - [HTML]
27. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 20:59:12 - [HTML]
27. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 21:18:36 - [HTML]
27. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-03 22:33:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 184 - Komudagur: 2015-10-12 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]
Dagbókarnúmer 196 - Komudagur: 2015-10-13 - Sendandi: Slitastjórn LBI hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 246 - Komudagur: 2015-10-16 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A180 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (þáltill.) útbýtt þann 2015-10-06 13:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1611 (skýrsla n.) útbýtt þann 2016-08-31 17:54:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1194 - Komudagur: 2016-03-29 - Sendandi: Geðhjálp[PDF]

Þingmál A182 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (frumvarp) útbýtt þann 2015-10-05 14:44:00 [HTML]

Þingmál A183 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (frumvarp) útbýtt þann 2015-10-05 14:47:00 [HTML]

Þingmál A185 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 28/2015 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 190 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-10-05 16:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 338 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-02 14:49:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-10-07 15:37:28 - [HTML]
35. þingfundur - Karl Garðarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-17 18:25:56 - [HTML]

Þingmál A188 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 15/2015 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 193 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-10-05 17:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 375 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-04 16:43:00 [HTML]
Þingræður:
35. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-17 18:37:17 - [HTML]

Þingmál A190 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 9/2015 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 195 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-10-05 15:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 342 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-02 14:49:00 [HTML]
Þingræður:
35. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-17 18:45:07 - [HTML]

Þingmál A196 (efnahagsleg áhrif af komu flóttamanna)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Karl Garðarsson - Ræða hófst: 2015-10-19 15:52:09 - [HTML]
22. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2015-10-19 15:53:23 - [HTML]
22. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2015-10-19 15:57:04 - [HTML]
22. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2015-10-19 16:07:42 - [HTML]

Þingmál A198 (framkvæmd samgönguáætlunar 2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-10-06 13:18:00 [HTML]

Þingmál A211 (tollgæsla á Seyðisfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (svar) útbýtt þann 2015-11-12 11:04:00 [HTML]

Þingmál A226 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 238 (frumvarp) útbýtt þann 2015-10-13 13:17:00 [HTML]

Þingmál A228 (sjúkratryggingar og lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 244 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-15 13:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 875 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-02-23 13:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 922 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-03-01 15:33:00 [HTML]
Þingræður:
23. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-10-20 17:45:11 - [HTML]
76. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2016-02-16 16:25:10 - [HTML]
76. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2016-02-16 16:46:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 377 - Komudagur: 2015-11-16 - Sendandi: Sjúkratryggingar Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 530 - Komudagur: 2015-12-07 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A229 (staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 245 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-13 14:13:00 [HTML]
Þingræður:
23. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2015-10-20 14:58:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 348 - Komudagur: 2015-11-10 - Sendandi: Landlæknisembættið[PDF]

Þingmál A230 (áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 906 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2016-02-29 14:39:00 [HTML]

Þingmál A247 (mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 267 (þáltill.) útbýtt þann 2015-10-15 14:54:00 [HTML]
Þingræður:
86. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-10 16:18:01 - [HTML]
86. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-03-10 16:32:35 - [HTML]

Þingmál A261 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-10 14:49:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1290 - Komudagur: 2016-04-11 - Sendandi: Jafnréttisstofa[PDF]

Þingmál A264 (Landhelgisgæsla Íslands)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-02 16:38:13 - [HTML]

Þingmál A265 (þriðja kynslóð farsíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 292 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-21 14:45:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 459 - Komudagur: 2015-11-27 - Sendandi: Nova ehf.[PDF]

Þingmál A273 (mótun stefnu og framkvæmdaáætlunar um ferðamannaleiðir á Vestfjörðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (þáltill.) útbýtt þann 2015-10-21 17:15:00 [HTML]

Þingmál A276 (staða hafna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1590 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2016-08-29 14:16:00 [HTML]

Þingmál A286 (útgjöld vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 486 (svar) útbýtt þann 2015-11-23 14:47:00 [HTML]

Þingmál A298 (kostnaður við sérstakan gjaldmiðil)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 561 (svar) útbýtt þann 2015-12-02 14:44:00 [HTML]

Þingmál A304 (fjáraukalög 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 350 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-10-31 19:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 528 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-27 15:32:00 [HTML]
Þingræður:
30. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2015-11-10 15:06:20 - [HTML]
30. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2015-11-10 16:09:53 - [HTML]
30. þingfundur - Karl Garðarsson - Ræða hófst: 2015-11-10 16:45:25 - [HTML]
46. þingfundur - Vigdís Hauksdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-03 11:17:03 - [HTML]
46. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 2015-12-03 18:20:04 - [HTML]
47. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-12-04 14:40:16 - [HTML]
58. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2015-12-18 15:06:42 - [HTML]

Þingmál A311 (lögmæti smálána)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2015-11-30 16:23:33 - [HTML]

Þingmál A327 (þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-11-06 13:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1021 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-03-17 10:19:00 [HTML]
Þingræður:
35. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-17 14:51:25 - [HTML]
35. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-17 15:15:07 - [HTML]
35. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-11-17 15:24:44 - [HTML]
35. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2015-11-17 15:35:18 - [HTML]
35. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-17 15:45:28 - [HTML]
35. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2015-11-17 17:10:15 - [HTML]
96. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2016-04-12 19:09:30 - [HTML]
96. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2016-04-12 19:32:48 - [HTML]
96. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2016-04-12 19:48:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 516 - Komudagur: 2015-12-03 - Sendandi: Júlíus Sigurþórsson[PDF]
Dagbókarnúmer 582 - Komudagur: 2015-12-17 - Sendandi: Samtök hernaðarandstæðinga[PDF]

Þingmál A328 (notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1039 - Komudagur: 2016-03-04 - Sendandi: Foreldrahópur - Nýjan völl án tafar, öll dekkjakurl til grafar[PDF]

Þingmál A329 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 391 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-06 13:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 510 (nefndarálit) útbýtt þann 2015-11-25 18:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 610 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2015-12-08 15:54:00 [HTML]
Þingræður:
30. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-10 19:55:25 - [HTML]
45. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-02 16:49:25 - [HTML]

Þingmál A332 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-10 13:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 912 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-03-01 13:12:00 [HTML]
Þingræður:
33. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-12 15:43:08 - [HTML]
83. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-01 15:31:06 - [HTML]
84. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2016-03-02 16:31:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 414 - Komudagur: 2015-11-20 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 439 - Komudagur: 2015-11-25 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 534 - Komudagur: 2015-12-04 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International[PDF]
Dagbókarnúmer 2238 - Komudagur: 2016-02-03 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A333 (höfundalög)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 2015-11-17 17:44:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 444 - Komudagur: 2015-11-26 - Sendandi: IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi[PDF]

Þingmál A334 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-10 15:23:00 [HTML]
Þingræður:
35. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-17 18:04:54 - [HTML]
35. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2015-11-17 18:17:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 471 - Komudagur: 2015-11-30 - Sendandi: Landsbókasafn -Háskólabókasafn[PDF]
Dagbókarnúmer 491 - Komudagur: 2015-12-02 - Sendandi: Höfundaréttarnefnd[PDF]

Þingmál A340 (réttindi og skyldur eldri borgara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1079 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2016-04-04 14:42:00 [HTML]

Þingmál A341 (styrkir eða niðurgreiðslur til fjölmiðla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 419 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2015-11-11 17:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 721 (svar) útbýtt þann 2016-01-12 13:51:00 [HTML]

Þingmál A350 (markmið verkefnisins Ísland 2020 -- sókn fyrir atvinnulíf og samfélag)[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2016-02-29 16:20:19 - [HTML]

Þingmál A352 (málefni aldraðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1195 - Komudagur: 2016-03-29 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A354 (skilyrðislaus grunnframfærsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 454 (þáltill.) útbýtt þann 2015-11-18 14:38:00 [HTML]
Þingræður:
84. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-02 19:19:02 - [HTML]
84. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2016-03-02 19:44:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1324 - Komudagur: 2016-04-19 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A362 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 569 - Komudagur: 2015-12-14 - Sendandi: IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi[PDF]

Þingmál A365 (námskeið og þjálfun lögreglumanna erlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 902 (svar) útbýtt þann 2016-02-29 14:40:00 [HTML]

Þingmál A372 (stefna um nýfjárfestingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 505 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-11-25 16:52:00 [HTML]

Þingmál A373 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 506 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-25 14:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 676 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-01-12 13:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 704 (lög í heild) útbýtt þann 2015-12-19 18:45:00 [HTML]
Þingræður:
42. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2015-11-27 16:10:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 487 - Komudagur: 2015-12-02 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A374 (lokafjárlög 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 507 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-30 14:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1301 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-05-18 16:47:00 [HTML]

Þingmál A379 (sundurliðaður kostnaður við sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstörf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 712 (svar) útbýtt þann 2016-01-12 13:52:00 [HTML]

Þingmál A383 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 519 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-26 16:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1799 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-10-13 13:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1819 (lög í heild) útbýtt þann 2016-10-13 11:11:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 606 - Komudagur: 2016-01-06 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A388 (framkvæmd þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-01-25 16:15:53 - [HTML]
66. þingfundur - Sigrún Magnúsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2016-01-25 16:19:05 - [HTML]
66. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2016-01-25 16:24:51 - [HTML]

Þingmál A396 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 542 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 14:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1551 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-17 18:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1564 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-08-24 09:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1613 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-09-01 14:52:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 888 - Komudagur: 2016-02-18 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 922 - Komudagur: 2016-02-22 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A401 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 745 - Komudagur: 2016-02-02 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A411 (miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 574 (frumvarp) útbýtt þann 2015-12-04 10:23:00 [HTML]

Þingmál A417 (skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 598 (álit) útbýtt þann 2015-12-10 11:45:00 [HTML]
Þingræður:
78. þingfundur - Ögmundur Jónasson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-18 11:47:04 - [HTML]

Þingmál A427 (störf nefndar um málefni hinsegin fólks)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2016-02-01 16:57:25 - [HTML]

Þingmál A435 (almennar íbúðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-16 15:12:00 [HTML]
Þingræður:
58. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2015-12-18 21:07:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 659 - Komudagur: 2016-01-15 - Sendandi: Samtök leigjenda á Íslandi[PDF]

Þingmál A436 (fullgilding stofnsamnings um Innviðafjárfestingabanka Asíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-12-16 17:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 849 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-02-17 14:18:00 [HTML]
Þingræður:
78. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-18 13:59:27 - [HTML]
79. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2016-02-23 14:21:03 - [HTML]

Þingmál A449 (stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1466 - Komudagur: 2016-05-06 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A451 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2015-12-18 17:38:00 [HTML]

Þingmál A456 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 730 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-01-20 14:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1461 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-06-02 23:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1470 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-06-02 17:12:00 [HTML]
Þingræður:
65. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-01-21 13:30:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 847 - Komudagur: 2016-02-15 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 866 - Komudagur: 2016-02-15 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1328 - Komudagur: 2016-04-22 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A457 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 731 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-01-20 14:42:00 [HTML]

Þingmál A458 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-02-04 14:24:06 - [HTML]
74. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-02-04 16:38:04 - [HTML]

Þingmál A462 (Fríverslunarsamtök Evrópu og Evrópska efnahagssvæðið 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 745 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-01-26 13:19:00 [HTML]
Þingræður:
69. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-01-28 11:10:29 - [HTML]
69. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2016-01-28 12:09:27 - [HTML]
69. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2016-01-28 12:14:55 - [HTML]
69. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2016-01-28 12:27:36 - [HTML]

Þingmál A463 (norrænt samstarf 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 746 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-01-25 15:06:00 [HTML]
Þingræður:
69. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-01-28 12:34:58 - [HTML]

Þingmál A464 (rannsóknir í ferðaþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1331 (svar) útbýtt þann 2016-05-24 13:22:00 [HTML]

Þingmál A465 (Evrópuráðsþingið 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 748 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-01-26 18:05:00 [HTML]
Þingræður:
72. þingfundur - Karl Garðarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-02 14:07:47 - [HTML]
72. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2016-02-02 14:34:10 - [HTML]
72. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2016-02-02 14:52:58 - [HTML]
72. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2016-02-02 15:02:30 - [HTML]
72. þingfundur - Karl Garðarsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-02-02 15:19:04 - [HTML]
72. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-02-02 15:40:39 - [HTML]

Þingmál A466 (Vestnorræna ráðið 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 749 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-01-27 14:11:00 [HTML]
Þingræður:
72. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2016-02-02 16:55:24 - [HTML]

Þingmál A467 (ÖSE-þingið 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 750 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-01-27 14:11:00 [HTML]
Þingræður:
69. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-01-28 13:59:12 - [HTML]

Þingmál A473 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 756 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-01-27 14:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1396 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-05-31 18:10:00 [HTML]

Þingmál A474 (NATO-þingið 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 757 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-01-27 14:11:00 [HTML]
Þingræður:
69. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-01-28 14:17:13 - [HTML]
69. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2016-01-28 14:42:05 - [HTML]
69. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-01-28 14:54:04 - [HTML]

Þingmál A476 (Alþjóðaþingmannasambandið 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 759 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-01-27 14:12:00 [HTML]

Þingmál A494 (nefndir, starfshópar og verkefnisstjórnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1211 (svar) útbýtt þann 2016-05-02 17:19:00 [HTML]

Þingmál A543 (aðild Gvatemala að fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Mið-Ameríkuríkjanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 2016-02-23 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið - Skýring: Fríverslunarsamningur EFTA og Miðameríkuríkja (Kostaríka og Panama) - íslensk þýðing[PDF]

Þingmál A545 (matvæli, slátrun og eftirlit með fóðri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 871 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-02-22 15:43:00 [HTML]

Þingmál A560 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 897 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2016-02-26 14:24:00 [HTML]
Þingræður:
84. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-02 16:58:45 - [HTML]
84. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-03-02 17:11:32 - [HTML]
84. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-03-02 17:19:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1108 - Komudagur: 2016-03-14 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A576 (samningsveð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 936 (frumvarp) útbýtt þann 2016-03-02 18:47:00 [HTML]
Þingræður:
85. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-09 18:02:14 - [HTML]

Þingmál A581 (skrá um sykursýki og skimun fyrir sykursýki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (þáltill. n.) útbýtt þann 2016-03-09 14:45:00 [HTML]
Þingræður:
98. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-04-14 14:28:53 - [HTML]

Þingmál A582 (minning þeirra Íslendinga sem fórust í seinni heimsstyrjöldinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 944 (þáltill.) útbýtt þann 2016-03-09 14:45:00 [HTML]

Þingmál A589 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 963 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-09 16:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1555 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-08-25 10:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1615 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-09-01 14:53:00 [HTML]
Þingræður:
88. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-03-15 15:01:03 - [HTML]
88. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-03-15 15:03:26 - [HTML]
88. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-03-15 15:10:28 - [HTML]
88. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2016-03-15 17:53:21 - [HTML]
133. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-08-16 23:14:03 - [HTML]
134. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-08-17 15:47:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1464 - Komudagur: 2016-05-06 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A608 (Norræna ráðherranefndin 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 996 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-03-14 14:48:00 [HTML]

Þingmál A611 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1009 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-03-15 13:24:00 [HTML]
Þingræður:
90. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-17 11:27:06 - [HTML]
90. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2016-03-17 11:42:48 - [HTML]
90. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2016-03-17 11:56:59 - [HTML]
90. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2016-03-17 12:13:11 - [HTML]
90. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-03-17 12:28:48 - [HTML]
90. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2016-03-17 13:32:13 - [HTML]
90. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2016-03-17 13:58:12 - [HTML]
90. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2016-03-17 14:26:35 - [HTML]
90. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2016-03-17 14:46:57 - [HTML]

Þingmál A613 (kynslóðareikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1011 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2016-03-15 15:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1652 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2016-09-09 13:46:00 [HTML]
Þingræður:
89. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-03-16 16:21:10 - [HTML]

Þingmál A615 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1017 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-16 14:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1315 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-05-23 14:40:00 [HTML]
Þingræður:
91. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-18 11:20:46 - [HTML]
117. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-24 14:50:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1304 - Komudagur: 2016-04-14 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1514 - Komudagur: 2016-05-12 - Sendandi: Áslaug Björgvinsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 1522 - Komudagur: 2016-05-17 - Sendandi: Kristleifur Indriðason[PDF]

Þingmál A616 (meðferð einkamála og meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1018 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-16 14:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1315 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-05-23 14:40:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1305 - Komudagur: 2016-04-14 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A617 (handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1019 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-16 14:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1290 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-05-17 15:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1356 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-05-25 17:29:00 [HTML]
Þingræður:
109. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-10 18:40:27 - [HTML]
112. þingfundur - Vilhjálmur Árnason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-18 17:30:40 - [HTML]
118. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-25 16:24:32 - [HTML]

Þingmál A620 (átaksverkefni í eftirliti með fylgni við vinnu- og skattalöggjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1023 (þáltill.) útbýtt þann 2016-03-16 17:05:00 [HTML]

Þingmál A626 (úthlutanir á fjárlögum til æskulýðsfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1260 (svar) útbýtt þann 2016-05-12 10:14:00 [HTML]

Þingmál A627 (skráning miðhálendis Íslands á heimsminjaskrá UNESCO)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1046 (þáltill.) útbýtt þann 2016-03-18 10:17:00 [HTML]

Þingmál A628 (framkvæmd skólahalds í framhaldsskólum skólaárin 2008/2009 til 2012/2013)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1047 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-03-17 14:59:00 [HTML]

Þingmál A631 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1054 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-18 14:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1770 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-10-11 10:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1781 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-10-11 13:33:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1577 - Komudagur: 2016-05-19 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A638 (fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1061 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-03-18 18:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1801 (þál. í heild) útbýtt þann 2016-10-12 12:40:00 [HTML]
Þingræður:
101. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2016-04-19 18:58:41 - [HTML]
160. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-29 14:02:22 - [HTML]
160. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-29 16:04:54 - [HTML]
160. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-29 16:11:42 - [HTML]
160. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-29 17:06:51 - [HTML]
160. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2016-09-29 18:40:59 - [HTML]
165. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-10-06 14:54:17 - [HTML]
166. þingfundur - Anna Margrét Guðjónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-10-07 14:55:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1406 - Komudagur: 2016-05-02 - Sendandi: Samtök um betri byggð, hagsmunafélag[PDF]
Dagbókarnúmer 1434 - Komudagur: 2016-05-03 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1470 - Komudagur: 2016-05-09 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður[PDF]
Dagbókarnúmer 1532 - Komudagur: 2016-05-17 - Sendandi: Sveitarfélagið Ölfus[PDF]

Þingmál A644 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-04-04 14:43:00 [HTML]

Þingmál A652 (vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1080 (frumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:44:00 [HTML]

Þingmál A653 (rannsóknarnefndir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2016-04-04 14:44:00 [HTML]

Þingmál A657 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1085 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:45:00 [HTML]
Þingræður:
153. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-19 18:46:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1935 - Komudagur: 2016-09-01 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2019 - Komudagur: 2016-09-12 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A658 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1086 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:45:00 [HTML]

Þingmál A659 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1087 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1634 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-09-07 17:12:00 [HTML]
Þingræður:
109. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-10 16:40:53 - [HTML]
109. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-10 17:48:01 - [HTML]
149. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-08 15:33:03 - [HTML]
153. þingfundur - Ögmundur Jónasson - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-19 17:21:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1621 - Komudagur: 2016-05-24 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A662 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1090 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]

Þingmál A664 (hlutafélög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1092 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]

Þingmál A665 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1093 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1778 (lög í heild) útbýtt þann 2016-10-11 13:33:00 [HTML]
Þingræður:
159. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-28 17:04:04 - [HTML]
159. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2016-09-28 17:41:04 - [HTML]
159. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Nefnd) - Ræða hófst: 2016-09-28 17:48:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1593 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Ríkiskaup[PDF]
Dagbókarnúmer 1838 - Komudagur: 2016-08-10 - Sendandi: Lyfjastofnun[PDF]

Þingmál A668 (fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1096 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1407 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-06-01 23:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1444 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-06-02 17:07:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1326 - Komudagur: 2016-04-22 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1477 - Komudagur: 2016-05-09 - Sendandi: Kauphöll Íslands hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1501 - Komudagur: 2016-05-11 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A672 (ný skógræktarstofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1563 - Komudagur: 2016-05-19 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A673 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingræður:
147. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-06 15:01:28 - [HTML]
147. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2016-09-06 16:09:04 - [HTML]
147. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2016-09-06 16:30:06 - [HTML]
147. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-06 16:52:46 - [HTML]

Þingmál A674 (Umhverfisstofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1102 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1954 - Komudagur: 2016-09-01 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A675 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]

Þingmál A676 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-04-12 18:36:45 - [HTML]

Þingmál A677 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1401 - Komudagur: 2016-05-02 - Sendandi: Ljósmæðrafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1540 - Komudagur: 2016-05-18 - Sendandi: Viðar Guðjohnsen lyfjafræðingur[PDF]
Dagbókarnúmer 1723 - Komudagur: 2016-06-08 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 1724 - Komudagur: 2016-06-08 - Sendandi: Matvælastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1767 - Komudagur: 2016-06-21 - Sendandi: Hópur um málefni lausasölulyfja innan SVÞ[PDF]

Þingmál A678 (lyfjastefna til ársins 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1106 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1743 - Komudagur: 2016-06-09 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]

Þingmál A679 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1107 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2199 - Komudagur: 2016-10-03 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A680 (búvörulög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2016-05-17 16:50:02 - [HTML]
111. þingfundur - Haraldur Benediktsson - Ræða hófst: 2016-05-17 17:54:42 - [HTML]
111. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2016-05-17 18:33:07 - [HTML]
111. þingfundur - Páll Valur Björnsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-17 18:50:19 - [HTML]
111. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2016-05-17 19:34:56 - [HTML]
142. þingfundur - Haraldur Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-30 15:37:17 - [HTML]
142. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-30 16:17:17 - [HTML]
142. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-30 17:08:51 - [HTML]
142. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2016-08-30 18:39:11 - [HTML]
142. þingfundur - Páll Jóhann Pálsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-30 21:10:05 - [HTML]
142. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-30 22:16:24 - [HTML]
150. þingfundur - Haraldur Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-12 16:10:00 - [HTML]
150. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2016-09-12 17:42:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1609 - Komudagur: 2016-05-23 - Sendandi: Samband garðyrkjubænda[PDF]
Dagbókarnúmer 1612 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Samband garðyrkjubænda[PDF]
Dagbókarnúmer 1664 - Komudagur: 2016-05-26 - Sendandi: Guðjón Sigurbjartsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1684 - Komudagur: 2016-05-27 - Sendandi: Ólafur Arnalds[PDF]
Dagbókarnúmer 1701 - Komudagur: 2016-05-27 - Sendandi: Landssamtök sauðfjárbænda[PDF]
Dagbókarnúmer 1705 - Komudagur: 2016-06-02 - Sendandi: Landssamtök sauðfjárbænda[PDF]
Dagbókarnúmer 1732 - Komudagur: 2016-06-06 - Sendandi: Bústólpi ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1848 - Komudagur: 2016-08-12 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]

Þingmál A681 (ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1109 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-12 18:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1678 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-09-19 18:37:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1699 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2016-09-23 13:26:00 [HTML]
Þingræður:
154. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-20 21:17:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1830 - Komudagur: 2016-08-10 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - Skýring: (Sent til stjsk.- og eftirlitsnefndar)[PDF]

Þingmál A683 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 252/2015 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1308 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-05-23 14:40:00 [HTML]
Þingræður:
117. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-24 17:06:25 - [HTML]

Þingmál A688 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1116 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:49:00 [HTML]

Þingmál A690 (nauðsyn bættra fjarskiptatenginga og hagræn áhrif gagnavera)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1121 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2016-04-08 12:07:00 [HTML]

Þingmál A692 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2016-04-08 14:25:40 - [HTML]
95. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 2016-04-08 14:41:52 - [HTML]

Þingmál A711 (rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattundanskotum)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-04-29 11:17:13 - [HTML]
104. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-04-29 12:40:52 - [HTML]
104. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2016-04-29 14:14:48 - [HTML]
104. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-04-29 14:51:53 - [HTML]
104. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-04-29 17:06:19 - [HTML]

Þingmál A728 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-18 16:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1440 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-06-02 23:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1467 (lög í heild) útbýtt þann 2016-06-02 17:11:00 [HTML]
Þingræður:
102. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-04-20 17:42:21 - [HTML]
102. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-04-20 17:58:16 - [HTML]
102. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-04-20 18:11:50 - [HTML]
102. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2016-04-20 18:20:08 - [HTML]
102. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-04-20 18:50:10 - [HTML]
123. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-06-01 22:56:39 - [HTML]
123. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2016-06-01 23:11:42 - [HTML]
123. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2016-06-01 23:25:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1449 - Komudagur: 2016-05-05 - Sendandi: Ársæll Þórðarson[PDF]
Dagbókarnúmer 1469 - Komudagur: 2016-05-09 - Sendandi: No Borders Iceland[PDF]
Dagbókarnúmer 1472 - Komudagur: 2016-05-09 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum[PDF]
Dagbókarnúmer 1482 - Komudagur: 2016-05-09 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 1483 - Komudagur: 2016-05-10 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1512 - Komudagur: 2016-05-13 - Sendandi: Kærunefnd útlendingamála[PDF]
Dagbókarnúmer 1534 - Komudagur: 2016-05-17 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A732 (þátttaka Alþingis í störfum alþjóðlegra samtaka þingkvenna og kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1196 (þáltill.) útbýtt þann 2016-04-28 10:14:00 [HTML]

Þingmál A733 (alþjóðlegar viðskiptaþvinganir gagnvart lágskattaríkjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1200 (þáltill.) útbýtt þann 2016-04-28 12:00:00 [HTML]
Þingræður:
106. þingfundur - Árni Páll Árnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-02 16:39:58 - [HTML]
106. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2016-05-02 18:20:33 - [HTML]
106. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2016-05-02 18:30:57 - [HTML]

Þingmál A740 (fjármálaáætlun 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1212 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-04-29 15:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1523 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-15 14:43:00 [HTML]

Þingmál A741 (fjármálastefna 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1523 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-15 14:43:00 [HTML]
Þingræður:
107. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-03 14:18:40 - [HTML]
107. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2016-05-03 15:12:31 - [HTML]
107. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-03 16:42:41 - [HTML]
107. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2016-05-03 16:44:58 - [HTML]
107. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2016-05-03 19:17:59 - [HTML]
134. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-17 15:52:25 - [HTML]
134. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-17 16:35:27 - [HTML]

Þingmál A742 (lögreglulög og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-29 12:06:00 [HTML]

Þingmál A744 (rannsókn á mánaðartekjum háskólanema)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2016-05-23 16:44:58 - [HTML]

Þingmál A758 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1265 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2016-05-12 10:14:00 [HTML]

Þingmál A764 (framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2016--2019)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1865 - Komudagur: 2016-08-16 - Sendandi: Hafnarfjarðarbær[PDF]

Þingmál A765 (framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016--2019)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1839 - Komudagur: 2016-08-15 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A766 (framkvæmd samgönguáætlunar 2014)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1286 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-05-17 13:21:00 [HTML]

Þingmál A768 (loftferðasamningur við Japan)[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-15 16:59:47 - [HTML]

Þingmál A774 (staða og þróun í málefnum innflytjenda 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1305 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-05-23 14:41:00 [HTML]

Þingmál A777 (meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1314 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-20 17:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1317 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-05-22 19:50:00 [HTML]
Þingræður:
114. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-22 20:12:05 - [HTML]
114. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2016-05-22 21:58:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1597 - Komudagur: 2016-05-20 - Sendandi: Davíð Þór Björgvinsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1600 - Komudagur: 2016-05-21 - Sendandi: Quorum sf. - Pétur Örn Sverrisson og ReykjavíkEconomics ehf. - Magnús Árni Skúlason.[PDF]

Þingmál A779 (félagasamtök til almannaheilla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1323 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-23 15:50:00 [HTML]

Þingmál A783 (samningur Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1338 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-05-24 16:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1593 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-29 19:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1601 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2016-08-30 13:55:00 [HTML]
Þingræður:
119. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-26 11:42:24 - [HTML]
119. þingfundur - Haraldur Benediktsson - Ræða hófst: 2016-05-26 12:06:20 - [HTML]
119. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-26 12:27:22 - [HTML]
119. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2016-05-26 12:37:50 - [HTML]
144. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-01 18:26:52 - [HTML]
144. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-01 19:00:36 - [HTML]
146. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2016-09-05 17:14:45 - [HTML]
146. þingfundur - Árni Páll Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-05 17:35:00 - [HTML]
146. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2016-09-05 17:43:50 - [HTML]
146. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-05 18:13:35 - [HTML]
146. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2016-09-05 18:33:55 - [HTML]
146. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-05 19:01:05 - [HTML]
151. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-09-13 15:17:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1769 - Komudagur: 2016-06-21 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1770 - Komudagur: 2016-06-21 - Sendandi: Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir[PDF]
Dagbókarnúmer 1843 - Komudagur: 2016-08-11 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 1844 - Komudagur: 2016-08-10 - Sendandi: Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda[PDF]
Dagbókarnúmer 1962 - Komudagur: 2016-09-02 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]

Þingmál A784 (þjóðaröryggisráð)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-26 16:43:34 - [HTML]
119. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-05-26 16:56:05 - [HTML]

Þingmál A787 (aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1346 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-05-25 17:13:00 [HTML]
Þingræður:
122. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-31 15:09:01 - [HTML]
122. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson - Ræða hófst: 2016-05-31 16:15:03 - [HTML]
122. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2016-05-31 17:28:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1860 - Komudagur: 2016-08-18 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1871 - Komudagur: 2016-08-23 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1988 - Komudagur: 2016-09-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A788 (viðbótarsamningur við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Svartfjallalands (Montenegró))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1347 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-05-25 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1425 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-06-01 22:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1431 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-06-02 10:16:00 [HTML]
Þingræður:
119. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-26 17:48:50 - [HTML]
124. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-06-02 14:08:27 - [HTML]
124. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-06-02 14:12:09 - [HTML]
124. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-06-02 14:16:29 - [HTML]
124. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2016-06-02 14:23:45 - [HTML]
124. þingfundur - Elín Hirst - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-06-02 15:22:06 - [HTML]
124. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-06-02 15:22:56 - [HTML]

Þingmál A790 (framsal íslenskra fanga)[HTML]

Þingræður:
161. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2016-10-03 15:34:29 - [HTML]

Þingmál A794 (námslán og námsstyrkir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1880 - Komudagur: 2016-08-24 - Sendandi: Kennarasamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1989 - Komudagur: 2016-09-05 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1999 - Komudagur: 2016-09-06 - Sendandi: Signý Sigurðardóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 2043 - Komudagur: 2016-09-14 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2054 - Komudagur: 2016-09-13 - Sendandi: Lánasjóður íslenskra námsmanna[PDF]

Þingmál A802 (aðgerðaáætlun um orkuskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1405 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-06-02 15:49:00 [HTML]
Þingræður:
137. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-22 16:57:04 - [HTML]
137. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-22 17:01:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2159 - Komudagur: 2016-09-27 - Sendandi: Skeljungur[PDF]
Dagbókarnúmer 2180 - Komudagur: 2016-09-28 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A804 (aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1419 (þáltill.) útbýtt þann 2016-06-01 20:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1810 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2016-10-12 20:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1827 (þál. í heild) útbýtt þann 2016-10-13 13:34:00 [HTML]
Þingræður:
138. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-23 17:50:59 - [HTML]
138. þingfundur - Óttarr Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-23 18:00:26 - [HTML]
138. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-23 18:01:53 - [HTML]
171. þingfundur - Óttarr Proppé (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-13 10:34:29 - [HTML]
171. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2016-10-13 12:23:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2022 - Komudagur: 2016-09-13 - Sendandi: Háskóli Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2030 - Komudagur: 2016-09-14 - Sendandi: Dr. Kári Helgason og Dr. Jón Emil Guðmundsson[PDF]
Dagbókarnúmer 2047 - Komudagur: 2016-09-14 - Sendandi: Vitvélastofnun Íslands ses.[PDF]
Dagbókarnúmer 2048 - Komudagur: 2016-09-14 - Sendandi: Veðurstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2050 - Komudagur: 2016-09-14 - Sendandi: Sævar Helgi Bragason[PDF]
Dagbókarnúmer 2110 - Komudagur: 2016-09-22 - Sendandi: Háskólinn í Reykjavík ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2196 - Komudagur: 2016-09-30 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2203 - Komudagur: 2016-10-03 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2234 - Komudagur: 2016-10-05 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri[PDF]

Þingmál A813 (fjölskyldustefna 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1502 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-06-08 15:10:00 [HTML]
Þingræður:
136. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-08-19 12:19:41 - [HTML]

Þingmál A815 (kjaramál Félags íslenskra flugumferðarstjóra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1504 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-06-08 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1506 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-06-08 20:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1507 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-06-08 20:44:00 [HTML]
Þingræður:
130. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-06-08 20:48:41 - [HTML]
130. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-06-08 20:54:16 - [HTML]

Þingmál A817 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-08-15 17:34:00 [HTML]

Þingmál A826 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingræður:
159. þingfundur - Brynjar Níelsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-28 16:08:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1964 - Komudagur: 2016-09-02 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A827 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingræður:
138. þingfundur - Frosti Sigurjónsson - Ræða hófst: 2016-08-23 17:02:38 - [HTML]
138. þingfundur - Óttarr Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-23 17:21:05 - [HTML]
138. þingfundur - Óttarr Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2016-08-23 17:25:58 - [HTML]
138. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2016-08-23 17:41:04 - [HTML]

Þingmál A831 (skattafsláttur af ferðakostnaði til og frá vinnu)[HTML]

Þingræður:
145. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2016-09-05 16:29:14 - [HTML]

Þingmál A841 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1577 (frumvarp) útbýtt þann 2016-08-25 10:17:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2109 - Komudagur: 2016-09-22 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 2175 - Komudagur: 2016-09-28 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 2178 - Komudagur: 2016-09-28 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]
Dagbókarnúmer 2197 - Komudagur: 2016-09-30 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]

Þingmál A846 (mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1595 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-08-30 13:19:00 [HTML]

Þingmál A851 (skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna)[HTML]

Þingræður:
143. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2016-08-31 15:53:13 - [HTML]

Þingmál A853 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1620 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-09-01 16:54:00 [HTML]

Þingmál A857 (almannatryggingar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1624 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-02 13:44:00 [HTML]
Þingræður:
148. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-07 18:10:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2071 - Komudagur: 2016-09-16 - Sendandi: Jafnréttisstofa[PDF]

Þingmál A858 (fullgilding Parísarsamningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1669 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-09-16 16:53:00 [HTML]
Þingræður:
148. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-07 16:32:53 - [HTML]
153. þingfundur - Hanna Birna Kristjánsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-19 17:59:10 - [HTML]

Þingmál A859 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1626 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2016-09-05 18:37:00 [HTML]

Þingmál A864 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 97/2016 um breytingu á XVI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
151. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2016-09-13 19:16:53 - [HTML]
151. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-13 19:37:21 - [HTML]

Þingmál A865 (fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
151. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2016-09-13 20:10:38 - [HTML]
154. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2016-09-20 17:27:57 - [HTML]

Þingmál A870 (höfundalög)[HTML]

Þingræður:
154. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-09-20 19:28:04 - [HTML]
154. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2016-09-20 20:51:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2143 - Komudagur: 2016-09-26 - Sendandi: Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði[PDF]

Þingmál A871 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1668 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-16 16:53:00 [HTML]
Þingræður:
154. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-20 18:22:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2100 - Komudagur: 2016-09-21 - Sendandi: Hópur sendiherra[PDF]

Þingmál A873 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
155. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-22 14:20:32 - [HTML]

Þingmál A874 (stofnun millidómstigs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1694 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-21 18:21:00 [HTML]

Þingmál A875 (fjáraukalög 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1695 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-21 19:42:00 [HTML]
Þingræður:
158. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-27 18:42:01 - [HTML]

Þingmál A876 (raflínur að iðnaðarsvæðinu á Bakka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1766 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-10-10 11:12:00 [HTML]
Þingræður:
167. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-10 16:56:06 - [HTML]

Þingmál A879 (samgönguáætlun 2015--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1706 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2016-09-27 10:48:00 [HTML]

Þingmál A881 (lokafjárlög 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1708 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-27 15:45:00 [HTML]

Þingmál A884 (mannréttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1713 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-09-27 16:23:00 [HTML]

Þingmál A888 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1736 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-29 18:31:00 [HTML]

Þingmál B9 ()[HTML]

Þingræður:
1. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (forseti) - Ræða hófst: 2015-09-08 13:05:30 - [HTML]

Þingmál B12 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2015-09-08 19:41:45 - [HTML]
2. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - Ræða hófst: 2015-09-08 21:38:35 - [HTML]
2. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-09-08 21:49:40 - [HTML]

Þingmál B33 ()[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2015-09-15 13:34:58 - [HTML]

Þingmál B36 ()[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2015-09-16 15:01:55 - [HTML]
7. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2015-09-16 15:04:22 - [HTML]
7. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2015-09-16 15:06:57 - [HTML]
7. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2015-09-16 15:09:29 - [HTML]
7. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-09-16 15:23:06 - [HTML]
7. þingfundur - Ragnheiður Ríkharðsdóttir - Ræða hófst: 2015-09-16 15:34:50 - [HTML]

Þingmál B43 (móttaka flóttamanna)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2015-09-17 10:32:44 - [HTML]

Þingmál B44 (beiting Dyflinnarreglugerðarinnar)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-09-17 10:40:37 - [HTML]
8. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-09-17 10:44:24 - [HTML]
8. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2015-09-17 10:45:44 - [HTML]

Þingmál B46 (stefna í málefnum innflytjenda og flóttamanna)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2015-09-17 10:53:15 - [HTML]
8. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2015-09-17 10:55:27 - [HTML]
8. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2015-09-17 10:59:00 - [HTML]

Þingmál B49 (málefni flóttamanna)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-21 15:37:14 - [HTML]
9. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-09-21 15:42:39 - [HTML]
9. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2015-09-21 15:57:19 - [HTML]
9. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-09-21 16:01:37 - [HTML]
9. þingfundur - Brynhildur S. Björnsdóttir - Ræða hófst: 2015-09-21 16:04:11 - [HTML]

Þingmál B50 (móttaka flóttamanna)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2015-09-21 15:05:42 - [HTML]

Þingmál B54 (einkavæðing Landsbankans)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2015-09-21 15:31:37 - [HTML]

Þingmál B58 ()[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2015-09-22 13:57:53 - [HTML]

Þingmál B71 (samþjöppun í mjólkurframleiðslu)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Haraldur Benediktsson - Ræða hófst: 2015-09-24 13:58:51 - [HTML]

Þingmál B89 (beiting Dyflinnarreglugerðarinnar)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2015-10-05 15:17:07 - [HTML]

Þingmál B90 (málefni hælisleitenda)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-10-05 15:23:16 - [HTML]

Þingmál B110 ()[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2015-10-07 15:17:13 - [HTML]
17. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 2015-10-07 15:31:07 - [HTML]

Þingmál B147 (atvinnumál sextugra og eldri)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2015-10-15 11:48:16 - [HTML]
21. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 2015-10-15 12:01:55 - [HTML]

Þingmál B195 (móttaka flóttamanna)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-11-02 15:47:49 - [HTML]
26. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2015-11-02 15:50:14 - [HTML]

Þingmál B202 ()[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2015-11-03 14:13:34 - [HTML]

Þingmál B230 ()[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2015-11-11 15:26:58 - [HTML]
31. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2015-11-11 15:35:42 - [HTML]

Þingmál B252 (viðbrögð við hryðjuverkaárásunum í París)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2015-11-16 15:06:17 - [HTML]

Þingmál B254 (umfjöllun um hryðjuverkin í París í fjölmiðlum)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2015-11-16 15:20:00 - [HTML]
34. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2015-11-16 15:22:15 - [HTML]

Þingmál B262 ()[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2015-11-17 13:34:03 - [HTML]
35. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2015-11-17 13:39:33 - [HTML]
35. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2015-11-17 13:44:50 - [HTML]
35. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2015-11-17 13:49:51 - [HTML]
35. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2015-11-17 13:54:48 - [HTML]

Þingmál B263 ()[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2015-11-17 14:25:50 - [HTML]
35. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2015-11-17 14:48:41 - [HTML]

Þingmál B273 (hugmyndir um einkavæðingu Landsbankans)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2015-11-19 14:08:26 - [HTML]

Þingmál B291 (atgervisflótti ungs fólks)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2015-11-23 15:37:30 - [HTML]

Þingmál B297 (starfsumhverfi lögreglunnar)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-24 14:07:22 - [HTML]
39. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2015-11-24 14:36:15 - [HTML]

Þingmál B352 (upphæð veiðigjalds)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2015-12-03 10:55:46 - [HTML]

Þingmál B367 ()[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2015-12-08 13:45:52 - [HTML]

Þingmál B381 ()[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2015-12-09 15:28:16 - [HTML]

Þingmál B403 ()[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Anna Margrét Guðjónsdóttir - Ræða hófst: 2015-12-11 11:07:11 - [HTML]

Þingmál B449 ()[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2015-12-16 10:14:26 - [HTML]

Þingmál B506 ()[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Elín Hirst - Ræða hófst: 2016-01-20 15:13:31 - [HTML]

Þingmál B519 (stefnumótun um viðskiptaþvinganir)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2016-01-21 10:48:37 - [HTML]

Þingmál B530 (staða heilbrigðiskerfisins)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2016-01-25 15:14:27 - [HTML]

Þingmál B536 ()[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-01-26 13:48:48 - [HTML]

Þingmál B537 ()[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-01-26 14:21:35 - [HTML]

Þingmál B540 ()[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-01-27 15:12:06 - [HTML]

Þingmál B547 (ný innflytjendalöggjöf í Danmörku)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2016-01-28 10:35:01 - [HTML]

Þingmál B558 (sala á hlut ríkisins í Landsbankanum)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2016-02-01 15:30:34 - [HTML]

Þingmál B573 ()[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2016-02-03 15:08:23 - [HTML]

Þingmál B576 (niðurstöður greiningar UNICEF á hag barna og viðbrögð stjórnvalda við þeim)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Eygló Harðardóttir (félags- og húsnæðismálaráðherra) - Ræða hófst: 2016-02-04 11:55:04 - [HTML]

Þingmál B581 (búvörusamningar)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2016-02-04 11:01:35 - [HTML]
74. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2016-02-04 11:06:17 - [HTML]

Þingmál B588 (aukin framlög til heilbrigðismála)[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2016-02-15 15:27:59 - [HTML]

Þingmál B593 (þörf á fjárfestingum í innviðum)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2016-02-17 16:25:37 - [HTML]

Þingmál B597 (verðtrygging og afnám hennar)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2016-02-18 11:25:36 - [HTML]

Þingmál B609 (aukin viðvera herliðs á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-02-23 14:22:47 - [HTML]
79. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2016-02-23 14:28:06 - [HTML]
79. þingfundur - Elín Hirst - Ræða hófst: 2016-02-23 14:51:13 - [HTML]

Þingmál B627 ()[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2016-03-01 13:36:15 - [HTML]
82. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-03-01 13:52:23 - [HTML]

Þingmál B643 (gæði heilbrigðisþjónustunnar)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir - Ræða hófst: 2016-03-02 15:09:32 - [HTML]

Þingmál B645 (orð þingmanns um hælisleitendur)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2016-03-02 15:22:30 - [HTML]

Þingmál B676 (erlendir leiðsögumenn)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Róbert Marshall - Ræða hófst: 2016-03-14 15:35:09 - [HTML]

Þingmál B694 (eignir í skattaskjólum)[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Árni Páll Árnason - Ræða hófst: 2016-03-17 10:36:32 - [HTML]

Þingmál B716 (upplýsingar og skilgreining á skattaskjólum)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2016-04-04 16:37:57 - [HTML]

Þingmál B723 ()[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2016-04-04 15:28:00 - [HTML]

Þingmál B741 ()[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-04-07 12:12:52 - [HTML]

Þingmál B742 ()[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2016-04-08 11:43:13 - [HTML]

Þingmál B769 (skattundanskot alþjóðlegra stórfyrirtækja)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Guðmundur Steingrímsson - Ræða hófst: 2016-04-14 10:41:25 - [HTML]

Þingmál B780 (orðspor Íslands vegna Panama-skjalanna)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 2016-04-18 15:35:10 - [HTML]

Þingmál B811 ()[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Helgi Hjörvar - Ræða hófst: 2016-04-29 10:52:42 - [HTML]

Þingmál B838 ()[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Karl Garðarsson - Ræða hófst: 2016-05-03 13:32:05 - [HTML]

Þingmál B842 ()[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2016-05-04 16:11:58 - [HTML]
108. þingfundur - Óttarr Proppé - Ræða hófst: 2016-05-04 17:54:56 - [HTML]

Þingmál B893 (ungt fólk og staða þess)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-18 16:00:40 - [HTML]

Þingmál B933 (framtíðarsýn í skattkerfum og samfélagslegt hlutverk skatta)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-05-26 14:21:55 - [HTML]

Þingmál B934 (stefna í skattlagningu á bifreiðaeigendur)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-05-26 14:41:08 - [HTML]
119. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2016-05-26 14:57:11 - [HTML]
119. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2016-05-26 15:15:54 - [HTML]

Þingmál B946 ()[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2016-05-30 20:09:59 - [HTML]
121. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2016-05-30 20:49:44 - [HTML]

Þingmál B956 (skýrsla um mansal)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Brynhildur Pétursdóttir - Ræða hófst: 2016-05-31 13:43:45 - [HTML]

Þingmál B969 (búvörusamningur með tilliti til umhverfis- og náttúruverndar)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Róbert Marshall - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-06-01 16:12:30 - [HTML]

Þingmál B1007 ()[HTML]

Þingræður:
128. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (forseti) - Ræða hófst: 2016-06-02 22:37:34 - [HTML]

Þingmál B1035 ()[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2016-08-17 15:11:54 - [HTML]
134. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2016-08-17 15:21:34 - [HTML]
134. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2016-08-17 15:35:57 - [HTML]

Þingmál B1075 (einkarekstur í almannaþjónustu)[HTML]

Þingræður:
140. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2016-08-25 10:38:31 - [HTML]

Þingmál B1112 (lækkun afurðaverðs til bænda)[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2016-09-01 10:49:27 - [HTML]

Þingmál B1118 ()[HTML]

Þingræður:
144. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (forseti) - Ræða hófst: 2016-09-01 10:31:49 - [HTML]

Þingmál B1154 ()[HTML]

Þingræður:
151. þingfundur - Jóhanna María Sigmundsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-13 13:43:29 - [HTML]

Þingmál B1186 (rekstrarumhverfi fjölmiðla)[HTML]

Þingræður:
154. þingfundur - Illugi Gunnarsson (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-20 14:30:37 - [HTML]

Þingmál B1206 ()[HTML]

Þingræður:
156. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2016-09-23 11:30:09 - [HTML]

Þingmál B1221 ()[HTML]

Þingræður:
158. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson (forseti) - Ræða hófst: 2016-09-27 11:01:47 - [HTML]

Þingmál B1226 ()[HTML]

Þingræður:
159. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-28 10:44:02 - [HTML]

Þingmál B1227 (kostnaður við ívilnanir til stóriðju)[HTML]

Þingræður:
159. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2016-09-28 11:21:04 - [HTML]

Þingmál B1236 (álitamál vegna raflínulagna að Bakka)[HTML]

Þingræður:
160. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-29 10:39:35 - [HTML]
160. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2016-09-29 10:43:43 - [HTML]
160. þingfundur - Ragnheiður E. Árnadóttir (iðnaðar- og viðskiptaráðherra) - Ræða hófst: 2016-09-29 10:45:05 - [HTML]

Þingmál B1250 (aðildarviðræður við ESB)[HTML]

Þingræður:
161. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2016-10-03 11:29:07 - [HTML]
161. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2016-10-03 11:34:33 - [HTML]

Þingmál B1251 (lenging fæðingarorlofs og hækkun greiðslna)[HTML]

Þingræður:
161. þingfundur - Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - Ræða hófst: 2016-10-03 11:36:05 - [HTML]

Þingmál B1275 ()[HTML]

Þingræður:
164. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2016-10-05 11:34:59 - [HTML]

Þingmál B1299 (aðgerðir gegn skattundanskotum)[HTML]

Þingræður:
167. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2016-10-10 10:56:15 - [HTML]

Löggjafarþing 146

Þingmál A1 (fjárlög 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-06 15:54:00 [HTML]
Þingræður:
2. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-12-07 14:13:09 - [HTML]
2. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2016-12-07 14:19:17 - [HTML]
2. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2016-12-07 16:33:30 - [HTML]
2. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2016-12-07 17:54:39 - [HTML]
2. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2016-12-07 18:12:43 - [HTML]
12. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2016-12-22 15:19:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 18 - Komudagur: 2016-12-13 - Sendandi: Bandalag íslenskra listamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 108 - Komudagur: 2016-12-19 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 143 - Komudagur: 2016-12-21 - Sendandi: Staðlaráð Íslands[PDF]

Þingmál A2 (ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 42 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-12-21 20:57:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2016-12-08 11:39:13 - [HTML]
3. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2016-12-08 14:30:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 2016-12-09 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 7 - Komudagur: 2016-12-11 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 72 - Komudagur: 2016-12-15 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]

Þingmál A6 (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-12-13 14:07:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1580 - Komudagur: 2016-12-16 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A7 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (frumvarp) útbýtt þann 2016-12-12 20:58:00 [HTML]
Þingræður:
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson - Ræða hófst: 2016-12-13 15:59:13 - [HTML]

Þingmál A8 (lokafjárlög 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-12-12 20:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 430 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2017-03-22 16:28:00 [HTML]

Þingmál A10 (fjáraukalög 2016)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Haraldur Benediktsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2016-12-22 18:27:24 - [HTML]

Þingmál A29 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-12-22 11:40:29 - [HTML]
11. þingfundur - Pawel Bartoszek - Ræða hófst: 2016-12-22 11:53:38 - [HTML]
13. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2016-12-22 20:36:35 - [HTML]

Þingmál A31 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2016-12-22 16:11:00 [HTML]

Þingmál A32 (málefni Brúneggja ehf. og upplýsingagjöf til almennings um brot á reglum um dýravelferð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 276 (svar) útbýtt þann 2017-02-27 14:42:00 [HTML]

Þingmál A34 (fjöldi lífeyrisþega sem fá skertar greiðslur vegna búsetu erlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 274 (svar) útbýtt þann 2017-02-27 14:43:00 [HTML]

Þingmál A56 (skráning trúar- og lífsskoðana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 375 (svar) útbýtt þann 2017-03-20 14:37:00 [HTML]

Þingmál A58 (upptaka samræmdrar vísitölu neysluverðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 175 - Komudagur: 2017-02-17 - Sendandi: Hagstofa Íslands[PDF]

Þingmál A61 (losun kolefnisgasa frá orkufrekum iðnaði og íslenskum flugflota)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 347 (svar) útbýtt þann 2017-03-09 15:28:00 [HTML]

Þingmál A62 (heildstæð stefna í málefnum einstaklinga með heilabilun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 119 (þáltill.) útbýtt þann 2017-01-24 13:15:00 [HTML]
Þingræður:
30. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-22 19:15:09 - [HTML]
30. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-22 19:32:17 - [HTML]

Þingmál A63 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 387 - Komudagur: 2017-03-16 - Sendandi: Félag löggiltra endurskoðenda[PDF]

Þingmál A64 (hlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 386 - Komudagur: 2017-03-16 - Sendandi: Félag löggiltra endurskoðenda[PDF]

Þingmál A65 (minning tveggja alda afmælis Jóns Árnasonar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (þáltill.) útbýtt þann 2017-01-25 14:39:00 [HTML]
Þingræður:
23. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-01 17:23:11 - [HTML]

Þingmál A66 (fjármálastefna 2017--2022)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2017-01-26 14:52:07 - [HTML]
49. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2017-03-28 23:20:03 - [HTML]
56. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2017-04-06 11:18:01 - [HTML]

Þingmál A68 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-01-24 19:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 397 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-03-20 14:37:00 [HTML]
Þingræður:
19. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-01-26 11:04:46 - [HTML]

Þingmál A73 (framsal íslenskra fanga)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-02-06 16:26:01 - [HTML]

Þingmál A76 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (þáltill.) útbýtt þann 2017-01-26 13:25:00 [HTML]
Þingræður:
37. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-01 18:13:46 - [HTML]
37. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-03-01 18:24:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 707 - Komudagur: 2017-04-06 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]

Þingmál A77 (úttekt á starfsemi fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins og leiðir til að tryggja stöðu þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (þáltill.) útbýtt þann 2017-01-26 13:12:00 [HTML]
Þingræður:
30. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-22 17:53:16 - [HTML]
30. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-22 18:38:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 309 - Komudagur: 2017-03-06 - Sendandi: Siglfirðingur.is[PDF]

Þingmál A78 (aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (þáltill.) útbýtt þann 2017-01-26 13:25:00 [HTML]
Þingræður:
36. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-28 21:44:21 - [HTML]
36. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2017-02-28 22:01:44 - [HTML]
36. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-28 22:09:56 - [HTML]
36. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-28 22:17:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 584 - Komudagur: 2017-03-27 - Sendandi: Arion banki hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1512 - Komudagur: 2017-05-30 - Sendandi: Andri Ingason og Rebekka Bjarnadóttir[PDF]

Þingmál A79 (þingnefnd um alþjóðlega fríverslunarsamninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (þáltill.) útbýtt þann 2017-01-26 14:28:00 [HTML]
Þingræður:
22. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-01-31 15:53:07 - [HTML]
22. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2017-01-31 16:40:05 - [HTML]

Þingmál A84 (fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-02 12:34:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 526 - Komudagur: 2017-03-23 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A88 (sala ríkiseigna, lækkun skulda ríkissjóðs og fjárfesting í innviðum)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Óli Björn Kárason - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-02 16:22:41 - [HTML]

Þingmál A91 (íblöndunarefni í bifreiðaeldsneyti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 383 (svar) útbýtt þann 2017-03-20 14:37:00 [HTML]

Þingmál A101 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 160 (frumvarp) útbýtt þann 2017-02-01 14:47:00 [HTML]
Þingræður:
28. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-09 13:32:33 - [HTML]
28. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-09 13:48:41 - [HTML]
28. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-09 14:05:08 - [HTML]
28. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-09 14:21:33 - [HTML]
28. þingfundur - Viktor Orri Valgarðsson - Ræða hófst: 2017-02-09 14:36:53 - [HTML]
28. þingfundur - Viktor Orri Valgarðsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-09 14:45:46 - [HTML]
28. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2017-02-09 14:48:34 - [HTML]
28. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-09 15:20:14 - [HTML]
28. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-09 15:28:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 357 - Komudagur: 2017-03-14 - Sendandi: Bandalag íslenskra listamanna[PDF]

Þingmál A106 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 165 (frumvarp) útbýtt þann 2017-02-02 15:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1162 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-09-08 13:33:00 [HTML]
Þingræður:
31. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-02-23 15:07:00 - [HTML]
31. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - Ræða hófst: 2017-02-23 16:07:30 - [HTML]
31. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2017-02-23 16:40:26 - [HTML]
31. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-23 17:02:31 - [HTML]
31. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-23 19:18:11 - [HTML]
36. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-28 14:03:25 - [HTML]
36. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-28 16:32:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 308 - Komudagur: 2017-03-06 - Sendandi: Vernd, fangahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 346 - Komudagur: 2017-03-13 - Sendandi: Samráðshópur um forvarnir hjá Reykjavíkurborg[PDF]
Dagbókarnúmer 354 - Komudagur: 2017-03-13 - Sendandi: Verkefnahópar hjá Reykjavíkurborg sem sinna forvörnum[PDF]
Dagbókarnúmer 382 - Komudagur: 2017-03-15 - Sendandi: Rannsóknastofa í bernsku- og æskulýðsfræðum[PDF]
Dagbókarnúmer 421 - Komudagur: 2017-03-16 - Sendandi: Brautin, bindindisfélag ökumanna[PDF]
Dagbókarnúmer 444 - Komudagur: 2017-03-17 - Sendandi: Landlæknisembættið[PDF]
Dagbókarnúmer 445 - Komudagur: 2017-03-17 - Sendandi: Brúin, starfshópur um forvarnir á Akranesi[PDF]
Dagbókarnúmer 481 - Komudagur: 2017-03-19 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 494 - Komudagur: 2017-03-20 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 512 - Komudagur: 2017-03-21 - Sendandi: Háskólinn í Reykjavík - rannsóknir og greining[PDF]
Dagbókarnúmer 529 - Komudagur: 2017-03-21 - Sendandi: Velferðarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 539 - Komudagur: 2017-03-23 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]
Dagbókarnúmer 1595 - Komudagur: 2017-08-21 - Sendandi: Svanur Sigurbjörnsson læknir[PDF]

Þingmál A111 (viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 170 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-02 16:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 932 (breytingartillaga) útbýtt þann 2017-05-29 19:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1032 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-06-15 11:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1052 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2017-06-01 01:48:00 [HTML]
Þingræður:
26. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-07 15:14:54 - [HTML]

Þingmál A112 (brottnám líffæra)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-01 19:07:32 - [HTML]

Þingmál A114 (stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnishlutlaust Ísland)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1069 - Komudagur: 2017-05-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A116 (fyrirtækjaskrá)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-09 15:54:31 - [HTML]

Þingmál A119 (orlof húsmæðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 555 - Komudagur: 2017-03-24 - Sendandi: Kvenfélagasamband Íslands[PDF]

Þingmál A126 (fjármálafyrirtæki og opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 185 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-07 16:00:00 [HTML]

Þingmál A128 (farþegaflutningar og farmflutningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-07 16:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 707 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-05-15 14:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 801 (lög í heild) útbýtt þann 2017-05-16 15:43:00 [HTML]
Þingræður:
28. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2017-02-09 12:44:08 - [HTML]
28. þingfundur - Pawel Bartoszek - Ræða hófst: 2017-02-09 12:50:14 - [HTML]
61. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-02 21:16:28 - [HTML]
61. þingfundur - Pawel Bartoszek - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-02 21:32:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 217 - Komudagur: 2017-02-24 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]
Dagbókarnúmer 218 - Komudagur: 2017-02-24 - Sendandi: Samtök iðnaðarins, SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu og Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 1592 - Komudagur: 2017-03-30 - Sendandi: Servio ehf.[PDF]

Þingmál A129 (hjónavígslur og nafngiftir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 253 - Komudagur: 2017-02-27 - Sendandi: Siðmennt, félag siðrænna húmanista[PDF]

Þingmál A139 (starfsumhverfi bókaútgáfu)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-27 18:19:39 - [HTML]

Þingmál A141 (úthaldsdagar Landhelgisgæslunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (svar) útbýtt þann 2017-03-20 14:37:00 [HTML]

Þingmál A146 (orkuskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-02-21 13:19:00 [HTML]
Þingræður:
68. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2017-05-22 19:25:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 380 - Komudagur: 2017-03-15 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 383 - Komudagur: 2017-03-15 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 422 - Komudagur: 2017-03-16 - Sendandi: Skeljungur hf.[PDF]

Þingmál A147 (skipun nefndar er geri tillögur um atvinnulýðræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 206 (þáltill.) útbýtt þann 2017-02-21 13:19:00 [HTML]

Þingmál A160 (áfengisfrumvarp)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Óttarr Proppé (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-03-06 17:19:32 - [HTML]

Þingmál A165 (útflutningur á raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-02-21 14:51:00 [HTML]
Þingskjal nr. 384 (svar) útbýtt þann 2017-03-20 14:37:00 [HTML]

Þingmál A167 (málsmeðferð hælisleitenda samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (svar) útbýtt þann 2017-04-06 17:45:00 [HTML]

Þingmál A168 (gerð samnings um vegabréfsáritanafrelsi við Kósóvó)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2017-02-21 15:11:00 [HTML]
Þingræður:
48. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2017-03-27 18:25:57 - [HTML]

Þingmál A169 (valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT))[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-03-06 16:16:29 - [HTML]

Þingmál A177 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Georgíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 248 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-02-22 14:39:00 [HTML]
Þingræður:
32. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-02-24 17:21:02 - [HTML]

Þingmál A190 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 261 (frumvarp) útbýtt þann 2017-02-22 18:27:00 [HTML]

Þingmál A193 (uppbygging að Hrauni í Öxnadal)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 885 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-05-23 15:16:00 [HTML]
Þingræður:
75. þingfundur - Vilhjálmur Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-30 18:54:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 793 - Komudagur: 2017-04-18 - Sendandi: Gunnarsstofnun[PDF]

Þingmál A198 (efling brothættra byggða og byggðafestu veiðiheimilda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 271 (þáltill.) útbýtt þann 2017-02-24 11:59:00 [HTML]

Þingmál A204 (Umhverfisstofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 288 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-28 13:20:00 [HTML]

Þingmál A205 (staða og stefna í loftslagsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 289 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-02-28 13:49:00 [HTML]
Þingræður:
38. þingfundur - Björt Ólafsdóttir (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-02 11:04:51 - [HTML]
38. þingfundur - Pawel Bartoszek - Ræða hófst: 2017-03-02 11:42:42 - [HTML]
38. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-03-02 11:57:50 - [HTML]
38. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson (félags- og jafnréttismálaráðherra) - Ræða hófst: 2017-03-02 12:20:45 - [HTML]
38. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-03-02 12:27:03 - [HTML]

Þingmál A207 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-02-28 14:01:00 [HTML]
Þingræður:
40. þingfundur - Nichole Leigh Mosty - Ræða hófst: 2017-03-07 16:29:50 - [HTML]
40. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-07 18:37:21 - [HTML]
40. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2017-03-07 20:59:59 - [HTML]
40. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-07 21:36:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 706 - Komudagur: 2017-04-06 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 723 - Komudagur: 2017-04-07 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]

Þingmál A212 (mótun stefnu og framkvæmdaáætlunar um ferðamannaleiðir á Vestfjörðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (þáltill.) útbýtt þann 2017-03-01 14:38:00 [HTML]

Þingmál A213 (mótun stefnu stjórnvalda um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 297 (þáltill.) útbýtt þann 2017-02-28 17:22:00 [HTML]

Þingmál A216 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 771 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-15 14:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 772 (breytingartillaga) útbýtt þann 2017-05-15 14:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 857 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-05-24 12:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1007 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2017-05-31 15:43:00 [HTML]
Þingræður:
66. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2017-05-16 17:37:35 - [HTML]

Þingmál A217 (evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 301 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-02-28 16:37:00 [HTML]
Þingskjal nr. 593 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-04-06 18:37:00 [HTML]
Þingskjal nr. 704 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-05-04 18:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 731 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2017-05-09 16:16:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-02 19:54:17 - [HTML]
64. þingfundur - Dóra Sif Tynes - Ræða hófst: 2017-05-09 15:52:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2017-03-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A224 (heimaslátrun og aukinn fjölbreytileiki í matvælaframleiðslu)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-05-29 11:19:48 - [HTML]

Þingmál A234 (breyting á ýmsum lögum á sviði samgangna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 326 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-07 16:59:00 [HTML]
Þingræður:
42. þingfundur - Jón Gunnarsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-09 15:41:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 617 - Komudagur: 2017-03-31 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]

Þingmál A236 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 328 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-07 17:09:00 [HTML]
Þingræður:
42. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-09 12:14:39 - [HTML]
54. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-04-04 20:15:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 567 - Komudagur: 2017-03-24 - Sendandi: Kærunefnd útlendingamála[PDF]
Dagbókarnúmer 571 - Komudagur: 2017-03-27 - Sendandi: No Borders Iceland[PDF]
Dagbókarnúmer 585 - Komudagur: 2017-03-27 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 590 - Komudagur: 2017-03-28 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A237 (hlutafélög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 329 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-07 17:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 592 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-04-06 10:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 706 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2017-05-04 18:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 732 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2017-05-09 16:16:00 [HTML]

Þingmál A239 (endurgreiðsla á virðisaukaskatti til ferðamanna)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 2017-03-20 17:12:16 - [HTML]

Þingmál A253 (lífræn ræktun)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-04-03 16:06:59 - [HTML]

Þingmál A258 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (frumvarp) útbýtt þann 2017-03-09 15:41:00 [HTML]
Þingræður:
46. þingfundur - Pawel Bartoszek - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-03-22 18:38:52 - [HTML]
46. þingfundur - Pawel Bartoszek - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-22 18:52:18 - [HTML]

Þingmál A261 (innflutningur á hráu kjöti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 749 (svar) útbýtt þann 2017-05-12 11:32:00 [HTML]

Þingmál A263 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-13 15:55:00 [HTML]
Þingræður:
59. þingfundur - Gunnar Hrafn Jónsson - Ræða hófst: 2017-04-25 15:09:33 - [HTML]

Þingmál A264 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2016 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 366 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-13 16:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 652 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-04-25 13:17:00 [HTML]
Þingræður:
53. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2017-04-03 19:36:47 - [HTML]

Þingmál A267 (orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 369 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-03-13 16:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 792 (svar) útbýtt þann 2017-05-16 22:16:00 [HTML]

Þingmál A271 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Bjarni Jónsson - Ræða hófst: 2017-03-23 12:02:29 - [HTML]

Þingmál A272 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 379 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-20 14:38:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1208 - Komudagur: 2017-05-09 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]

Þingmál A284 (fylgdarlaus börn sem sækja um alþjóðlega vernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1150 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:33:00 [HTML]

Þingmál A286 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 396 (þáltill.) útbýtt þann 2017-03-20 14:38:00 [HTML]

Þingmál A289 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Pawel Bartoszek - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-05-16 23:11:00 - [HTML]

Þingmál A297 (takmarkanir á tjáningarfrelsi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 409 (fsp. til munnl. svars) útbýtt þann 2017-03-20 14:39:00 [HTML]
Þingræður:
65. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-15 17:14:29 - [HTML]
65. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-05-15 17:17:51 - [HTML]
65. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-15 17:25:57 - [HTML]

Þingmál A304 (mannréttindasjónarmið í íslenskri löggjöf o.fl.)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-15 17:30:51 - [HTML]

Þingmál A305 (rannsóknarsetur um utanríkis- og öryggismál)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2017-04-24 18:59:44 - [HTML]

Þingmál A307 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Daníel E. Arnarsson - Ræða hófst: 2017-05-16 20:40:16 - [HTML]

Þingmál A308 (Evrópuráðsþingið 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-03-22 15:49:00 [HTML]
Þingræður:
63. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-05-04 19:08:02 - [HTML]
63. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-04 19:31:47 - [HTML]

Þingmál A309 (Fríverslunarsamtök Evrópu og Evrópska efnahagssvæðið 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 421 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-03-22 15:49:00 [HTML]
Þingræður:
63. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-05-04 19:01:06 - [HTML]

Þingmál A312 (endurskoðendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-22 15:51:00 [HTML]
Þingræður:
53. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-03 18:26:23 - [HTML]

Þingmál A320 (skilyrðislaus grunnframfærsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (þáltill.) útbýtt þann 2017-03-23 14:49:00 [HTML]

Þingmál A322 (NATO-þingið 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 440 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-03-27 15:00:00 [HTML]
Þingræður:
63. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-05-04 19:39:51 - [HTML]

Þingmál A323 (ÖSE-þingið 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-03-28 13:24:00 [HTML]

Þingmál A324 (Vestnorræna ráðið 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 443 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-03-28 15:12:00 [HTML]

Þingmál A355 (varnir gegn mengun hafs og stranda og hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 482 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-27 17:40:00 [HTML]

Þingmál A356 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 483 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-27 17:28:00 [HTML]

Þingmál A367 (þjóðgarður á miðhálendinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 496 (þáltill.) útbýtt þann 2017-03-28 18:27:00 [HTML]

Þingmál A370 (Matvælastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 499 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-03-28 17:39:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-05-02 14:45:25 - [HTML]
61. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-05-02 15:31:03 - [HTML]

Þingmál A372 (lyfjastefna til ársins 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 501 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-29 14:49:00 [HTML]

Þingmál A373 (íslenskur ríkisborgararéttur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 502 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-29 14:49:00 [HTML]
Þingræður:
54. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-04-04 14:29:47 - [HTML]

Þingmál A374 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-29 14:49:00 [HTML]

Þingmál A376 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1166 - Komudagur: 2017-05-05 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]

Þingmál A379 (starfshópur um útgáfu öruggra opinberra skilríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 508 (þáltill.) útbýtt þann 2017-03-30 12:15:00 [HTML]

Þingmál A385 (skattar, tollar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 515 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-30 10:16:00 [HTML]
Þingræður:
54. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-04 15:10:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 864 - Komudagur: 2017-04-21 - Sendandi: Ríkisskattstjóri Reykjavík[PDF]

Þingmál A386 (skortsala og skuldatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 826 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-05-19 18:16:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1336 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - Skýring: (álitsgerð dr. Andra Fannars Bergþórssonar)[PDF]

Þingmál A393 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (frumvarp) útbýtt þann 2017-03-30 13:25:00 [HTML]

Þingmál A396 (skatttekjur, skattrannsóknir og skatteftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 527 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2017-03-30 18:39:00 [HTML]

Þingmál A400 (vátryggingasamstæður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 531 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:09:00 [HTML]

Þingmál A401 (lánshæfismatsfyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 844 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-22 17:23:00 [HTML]
Þingræður:
68. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-22 18:48:48 - [HTML]
68. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-22 18:55:30 - [HTML]
68. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-22 18:58:04 - [HTML]
77. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2017-05-31 19:58:11 - [HTML]

Þingmál A402 (fjármálaáætlun 2018--2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-03-31 09:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 808 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-19 18:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 842 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-05-22 17:05:00 [HTML]
Þingræður:
55. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-05 15:36:59 - [HTML]
57. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2017-04-06 14:15:22 - [HTML]
57. þingfundur - Jóna Sólveig Elínardóttir - Ræða hófst: 2017-04-06 14:48:36 - [HTML]
57. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson (félags- og jafnréttismálaráðherra) - Ræða hófst: 2017-04-06 18:07:36 - [HTML]
57. þingfundur - Pawel Bartoszek - Ræða hófst: 2017-04-06 20:15:50 - [HTML]
57. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2017-04-06 20:42:56 - [HTML]
69. þingfundur - Haraldur Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-05-23 11:06:28 - [HTML]
69. þingfundur - Haraldur Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-23 14:18:53 - [HTML]
69. þingfundur - Theodóra S. Þorsteinsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-23 20:39:30 - [HTML]
71. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-24 15:49:54 - [HTML]
71. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2017-05-24 16:31:48 - [HTML]
71. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2017-05-24 20:28:09 - [HTML]
72. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-26 17:26:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 775 - Komudagur: 2017-04-12 - Sendandi: Ingibjörg G. Guðjónsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 836 - Komudagur: 2017-04-21 - Sendandi: Erla Sigurþórsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 850 - Komudagur: 2017-04-21 - Sendandi: Hótel Saga ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 854 - Komudagur: 2017-04-21 - Sendandi: Fasteignafélag Bændahallarinnar ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 858 - Komudagur: 2017-04-21 - Sendandi: Allrahanda GL ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 865 - Komudagur: 2017-04-21 - Sendandi: Fyrirtæki í gistiþjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 872 - Komudagur: 2017-04-21 - Sendandi: Iceland Travel ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 873 - Komudagur: 2017-04-21 - Sendandi: Icelandair ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 874 - Komudagur: 2017-04-21 - Sendandi: Icelandair Group hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 881 - Komudagur: 2017-04-24 - Sendandi: Margrét Blöndal[PDF]
Dagbókarnúmer 886 - Komudagur: 2017-04-24 - Sendandi: Einar Torfi Finnsson[PDF]
Dagbókarnúmer 893 - Komudagur: 2017-04-24 - Sendandi: Valgerður Halldórsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 905 - Komudagur: 2017-04-25 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 906 - Komudagur: 2017-04-25 - Sendandi: Ferðaþjónustufyrirtækið Snæland Grímssonl[PDF]
Dagbókarnúmer 907 - Komudagur: 2017-04-24 - Sendandi: Íslenskir fjallaleiðsögum ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 924 - Komudagur: 2017-04-25 - Sendandi: Teitur Jónasson ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 941 - Komudagur: 2017-04-26 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 985 - Komudagur: 2017-04-27 - Sendandi: Kynnisferðir ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1003 - Komudagur: 2017-04-28 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1030 - Komudagur: 2017-04-27 - Sendandi: Katla DMI ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1052 - Komudagur: 2017-04-29 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 1072 - Komudagur: 2017-05-02 - Sendandi: Listaháskóli Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1081 - Komudagur: 2017-05-02 - Sendandi: Umboðsmaður Alþingis[PDF]
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2017-05-05 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1318 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, 3. minni hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1342 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Velferðarnefnd, 4. minni hluti[PDF]

Þingmál A408 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 539 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:10:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1569 - Komudagur: 2017-06-23 - Sendandi: Fjarðabyggð[PDF]

Þingmál A419 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 552 (frumvarp) útbýtt þann 2017-03-31 19:11:00 [HTML]
Þingræður:
66. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-05-16 23:36:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1452 - Komudagur: 2017-05-22 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1495 - Komudagur: 2017-05-29 - Sendandi: Stígamót,samtök kvenna[PDF]
Dagbókarnúmer 1496 - Komudagur: 2017-05-29 - Sendandi: Ríkissaksóknari[PDF]
Dagbókarnúmer 1501 - Komudagur: 2017-05-29 - Sendandi: Héraðssaksóknari[PDF]
Dagbókarnúmer 1503 - Komudagur: 2017-05-29 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1505 - Komudagur: 2017-05-29 - Sendandi: Samtök um kvennaathvarf[PDF]

Þingmál A425 (endurskoðun lögræðislaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 558 (þáltill.) útbýtt þann 2017-04-03 17:24:00 [HTML]

Þingmál A426 (barnaverndarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1508 - Komudagur: 2017-05-29 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti[PDF]

Þingmál A431 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Pawel Bartoszek - andsvar - Ræða hófst: 2017-04-25 16:32:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1325 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Ísam ehf[PDF]

Þingmál A433 (sjúklingatrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 905 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-05-24 18:29:00 [HTML]

Þingmál A434 (stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017--2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 567 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2017-04-04 13:20:00 [HTML]

Þingmál A435 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 568 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:20:00 [HTML]
Þingræður:
59. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson (félags- og jafnréttismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-25 21:01:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1149 - Komudagur: 2017-05-05 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1173 - Komudagur: 2017-05-08 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1266 - Komudagur: 2017-05-11 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 1281 - Komudagur: 2017-05-11 - Sendandi: Jafnréttisstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1333 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Samtökin '78 og fleiri[PDF]
Dagbókarnúmer 1392 - Komudagur: 2017-05-16 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A436 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 569 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:21:00 [HTML]
Þingræður:
59. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson (félags- og jafnréttismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-04-25 21:13:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1150 - Komudagur: 2017-05-05 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1174 - Komudagur: 2017-05-08 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1268 - Komudagur: 2017-05-11 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 1334 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Samtökin '78 og fleiri (sameiginleg umsögn)[PDF]

Þingmál A437 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1156 - Komudagur: 2017-05-05 - Sendandi: Staðlaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1360 - Komudagur: 2017-05-15 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A438 (þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 571 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-03 16:59:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2017-05-02 17:09:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1459 - Komudagur: 2017-05-22 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A439 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 572 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-04 13:21:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1349 - Komudagur: 2017-05-12 - Sendandi: Reykjavíkurborg, velferðarsvið[PDF]

Þingmál A447 (upprunaábyrgð raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 793 (svar) útbýtt þann 2017-05-16 17:31:00 [HTML]

Þingmál A453 (biðlisti barna eftir greiningu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1106 (svar) útbýtt þann 2017-06-28 11:50:00 [HTML]

Þingmál A457 (réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-04-24 14:40:00 [HTML]
Þingræður:
64. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2017-05-09 21:06:08 - [HTML]
64. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-09 21:31:19 - [HTML]
64. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2017-05-09 21:56:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1448 - Komudagur: 2017-05-19 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A458 (norrænt samstarf 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-04-24 14:40:00 [HTML]

Þingmál A459 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 628 (frumvarp) útbýtt þann 2017-04-24 14:40:00 [HTML]

Þingmál A465 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2017-04-24 15:31:00 [HTML]

Þingmál A474 (norræna ráðherranefndin 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 657 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-04-25 18:22:00 [HTML]
Þingræður:
63. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2017-05-04 18:30:08 - [HTML]

Þingmál A480 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-05-02 13:26:00 [HTML]
Þingræður:
63. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-05-04 13:01:05 - [HTML]
63. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-04 13:28:56 - [HTML]
63. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 2017-05-04 14:06:21 - [HTML]
63. þingfundur - Jóna Sólveig Elínardóttir - Ræða hófst: 2017-05-04 14:28:16 - [HTML]
63. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-04 14:53:11 - [HTML]
63. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-04 14:58:10 - [HTML]
63. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2017-05-04 15:02:46 - [HTML]
63. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-04 15:40:48 - [HTML]
63. þingfundur - Nichole Leigh Mosty - Ræða hófst: 2017-05-04 15:55:58 - [HTML]
63. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-04 16:32:01 - [HTML]
63. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-04 17:10:15 - [HTML]
63. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2017-05-04 17:42:39 - [HTML]

Þingmál A489 (framkvæmd samgönguáætlunar 2015)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-05-03 16:16:00 [HTML]

Þingmál A503 (vinna við sjö ára byggðaáætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1071 (svar) útbýtt þann 2017-06-01 14:28:00 [HTML]

Þingmál A522 (endurskoðun 241. gr. almennra hegningarlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 746 (þáltill.) útbýtt þann 2017-05-12 11:31:00 [HTML]

Þingmál A524 (jarðgöng undir Vaðlaheiði)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Pawel Bartoszek - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-16 16:25:45 - [HTML]
66. þingfundur - Pawel Bartoszek - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-16 16:30:21 - [HTML]

Þingmál A544 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-22 18:06:41 - [HTML]

Þingmál A554 (málefni hinsegin fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1163 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:33:00 [HTML]

Þingmál A587 (lyfið Spinraza)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1101 (svar) útbýtt þann 2017-06-28 11:52:00 [HTML]

Þingmál A598 (hæfisbundin leiðsaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1117 (svar) útbýtt þann 2017-08-18 11:20:00 [HTML]

Þingmál A606 (ættleiðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 974 (frumvarp) útbýtt þann 2017-05-30 18:21:00 [HTML]

Þingmál A611 (réttaráhrif laga nr. 124/2016, um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1154 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:34:00 [HTML]

Þingmál A622 (tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1526 - Komudagur: 2017-05-29 - Sendandi: Dómsmálaráðuneyti[PDF]

Þingmál A624 (blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1138 (svar) útbýtt þann 2017-09-08 13:34:00 [HTML]

Þingmál B96 ()[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2017-01-24 19:34:43 - [HTML]
17. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-01-24 21:24:56 - [HTML]

Þingmál B116 (skýrsla starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og tekjutap hins opinbera)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-01-25 16:11:40 - [HTML]

Þingmál B124 ()[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Jóna Sólveig Elínardóttir (forseti) - Ræða hófst: 2017-01-26 16:10:52 - [HTML]

Þingmál B132 (stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-01-31 14:40:25 - [HTML]

Þingmál B160 (breytingar á Dyflinnarreglugerðinni)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-06 15:12:16 - [HTML]

Þingmál B170 ()[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-07 13:36:55 - [HTML]

Þingmál B209 (matvælaframleiðsla og matvælaöryggi)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2017-02-22 16:17:09 - [HTML]
30. þingfundur - Haraldur Benediktsson - Ræða hófst: 2017-02-22 16:25:03 - [HTML]
30. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2017-02-22 16:49:30 - [HTML]

Þingmál B215 ()[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2017-02-22 15:27:36 - [HTML]

Þingmál B224 (staðan í ferðamálum - leiðir til gjaldtöku og skipting tekna)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Vilhjálmur Bjarnason - Ræða hófst: 2017-02-23 12:21:03 - [HTML]

Þingmál B232 ()[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-24 10:52:32 - [HTML]

Þingmál B246 (eigandastefna ríkisins í fjármálafyrirtækjum)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-02-27 15:41:18 - [HTML]
33. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - Ræða hófst: 2017-02-27 15:56:17 - [HTML]

Þingmál B303 (Brexit, EFTA og hagsmunir Íslands)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - Ræða hófst: 2017-03-06 15:59:23 - [HTML]
39. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2017-03-06 16:01:15 - [HTML]

Þingmál B312 ()[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-03-07 14:00:43 - [HTML]
40. þingfundur - Jóna Sólveig Elínardóttir - Ræða hófst: 2017-03-07 14:02:51 - [HTML]

Þingmál B331 (fríverslunarsamningar)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2017-03-09 15:17:33 - [HTML]
42. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2017-03-09 15:33:57 - [HTML]
42. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2017-03-09 15:38:47 - [HTML]

Þingmál B339 (tjáningarfrelsi)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Oktavía Hrund Jónsdóttir - Ræða hófst: 2017-03-20 15:31:42 - [HTML]
44. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2017-03-20 15:33:57 - [HTML]

Þingmál B345 ()[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Einar Brynjólfsson - Ræða hófst: 2017-03-21 13:36:51 - [HTML]
45. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-03-21 13:41:34 - [HTML]

Þingmál B349 (lífeyrissjóðir)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2017-03-22 16:16:42 - [HTML]

Þingmál B362 ()[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (forseti) - Ræða hófst: 2017-03-23 10:30:52 - [HTML]

Þingmál B388 (gengisþróun og afkoma útflutningsgreina)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2017-03-28 14:37:33 - [HTML]

Þingmál B428 ()[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 2017-04-05 15:18:44 - [HTML]

Þingmál B513 (ójöfnuður í samfélaginu)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2017-05-04 11:48:50 - [HTML]

Þingmál B514 (varaformennska utanríkisráðherra í samtökum hægri flokka)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-04 11:53:16 - [HTML]
63. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2017-05-04 11:55:34 - [HTML]
63. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2017-05-04 11:58:19 - [HTML]

Þingmál B542 (frumvarp um tóbaksvarnir og rafrettur)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-15 15:34:49 - [HTML]

Þingmál B552 ()[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-05-16 13:43:32 - [HTML]

Þingmál B553 (aðgerðir gegn fátækt)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Álfheiður Ingadóttir - Ræða hófst: 2017-05-16 14:26:26 - [HTML]

Þingmál B557 (Brexit og áhrifin á Ísland)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-05-22 10:39:04 - [HTML]

Þingmál B609 ()[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Benedikt Jóhannesson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2017-05-29 20:21:22 - [HTML]
74. þingfundur - Pawel Bartoszek - Ræða hófst: 2017-05-29 21:09:12 - [HTML]

Löggjafarþing 147

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-12 15:44:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2017-09-14 14:03:22 - [HTML]
3. þingfundur - Ásta Guðrún Helgadóttir - Ræða hófst: 2017-09-14 16:23:11 - [HTML]

Þingmál A3 (virðisaukaskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-12 15:44:00 [HTML]

Þingmál A6 (skilyrðislaus grunnframfærsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (þáltill.) útbýtt þann 2017-09-26 13:33:00 [HTML]

Þingmál A9 (minning tveggja alda afmælis Jóns Árnasonar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (þáltill.) útbýtt þann 2017-09-26 13:33:00 [HTML]

Þingmál A10 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 13:33:00 [HTML]

Þingmál A11 (úttekt á starfsemi fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins og leiðir til að tryggja stöðu þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (þáltill.) útbýtt þann 2017-09-26 13:38:00 [HTML]

Þingmál A24 (framleiðsla, sala og meðferð kannabisefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 13:45:00 [HTML]

Þingmál A39 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 14:17:00 [HTML]

Þingmál A43 (starfshópur um útgáfu öruggra opinberra skilríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 43 (þáltill.) útbýtt þann 2017-09-26 14:17:00 [HTML]

Þingmál A47 (ráðstefna um stöðu Íslands, Færeyja og Grænlands í nýjum veruleika alþjóðastjórnmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (þáltill. n.) útbýtt þann 2017-09-26 15:05:00 [HTML]

Þingmál A56 (Menntamálastofnun og útgáfu námsefnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (svar) útbýtt þann 2017-10-27 10:57:00 [HTML]

Þingmál A65 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 15:14:00 [HTML]

Þingmál A67 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 67 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 15:17:00 [HTML]

Þingmál A69 (þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 15:17:00 [HTML]

Þingmál A74 (umsókn Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2017-09-26 15:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 152 (svar) útbýtt þann 2017-10-26 15:06:00 [HTML]

Þingmál A104 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 104 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 16:25:00 [HTML]

Þingmál A108 (tekjuskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 108 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 16:25:00 [HTML]

Þingmál A111 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 111 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 12:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 136 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-09-26 22:56:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Pawel Bartoszek - andsvar - Ræða hófst: 2017-09-26 14:35:31 - [HTML]
6. þingfundur - Pawel Bartoszek - andsvar - Ræða hófst: 2017-09-26 15:32:30 - [HTML]
6. þingfundur - Pawel Bartoszek - Ræða hófst: 2017-09-26 16:00:48 - [HTML]
7. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2017-09-26 23:09:15 - [HTML]

Þingmál A113 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 140 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-09-26 22:59:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2017-09-26 16:47:45 - [HTML]
6. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2017-09-26 17:22:39 - [HTML]
6. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-09-26 17:42:41 - [HTML]
7. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-09-26 23:54:32 - [HTML]

Þingmál A121 (skatttekjur, skattrannsóknir og skatteftirlit)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-09-26 17:00:00 [HTML]

Þingmál A123 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 123 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 16:57:00 [HTML]

Þingmál A132 (ærumeiðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 132 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 18:34:00 [HTML]

Þingmál A134 (fjarskipti og meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 18:51:00 [HTML]

Löggjafarþing 148

Þingmál A1 (fjárlög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-14 16:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 89 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-12-22 09:05:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-12-15 11:14:09 - [HTML]
3. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-12-15 16:18:10 - [HTML]
3. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-12-15 18:30:20 - [HTML]
8. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - Ræða hófst: 2017-12-22 21:14:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 37 - Komudagur: 2017-12-19 - Sendandi: Kennarasamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 63 - Komudagur: 2017-12-20 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1625 - Komudagur: 2017-11-01 - Sendandi: Matís ohf.[PDF]

Þingmál A2 (fjármálastefna 2018--2022)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2018-01-23 15:04:49 - [HTML]
15. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-01-23 15:22:37 - [HTML]
15. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-01-23 15:24:49 - [HTML]
15. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-01-23 15:26:58 - [HTML]
41. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-20 23:30:32 - [HTML]
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-22 21:35:51 - [HTML]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-14 16:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 83 (nefndarálit) útbýtt þann 2017-12-21 14:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 111 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2017-12-28 14:48:00 [HTML]
Þingræður:
4. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2017-12-16 12:28:00 - [HTML]
7. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2017-12-21 17:21:17 - [HTML]
11. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2017-12-28 15:52:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 15 - Komudagur: 2017-12-18 - Sendandi: Carbon Recycling International ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 46 - Komudagur: 2017-12-19 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]

Þingmál A7 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 56 - Komudagur: 2017-12-19 - Sendandi: Útlendingastofnun[PDF]

Þingmál A9 (skilyrðislaus grunnframfærsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (þáltill.) útbýtt þann 2017-12-15 14:16:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 516 - Komudagur: 2018-03-06 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A10 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 10 (frumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 16:48:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 116 - Komudagur: 2018-01-09 - Sendandi: Héraðssaksóknari[PDF]
Dagbókarnúmer 206 - Komudagur: 2018-01-23 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 216 - Komudagur: 2018-01-24 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A16 (aðdragandi að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons hf. í Helguvík o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 759 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2018-04-12 12:03:00 [HTML]

Þingmál A18 (notkun og ræktun lyfjahamps)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 81 - Komudagur: 2017-12-21 - Sendandi: Sigurður Hólmar Jóhannesson[PDF]
Dagbókarnúmer 418 - Komudagur: 2018-02-28 - Sendandi: Landlæknisembættið[PDF]
Dagbókarnúmer 493 - Komudagur: 2018-03-04 - Sendandi: SÁÁ - Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann[PDF]

Þingmál A22 (brottnám líffæra)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2018-05-31 21:41:43 - [HTML]
65. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2018-05-31 22:05:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 458 - Komudagur: 2018-03-02 - Sendandi: Landspítalinn[PDF]
Dagbókarnúmer 481 - Komudagur: 2018-03-02 - Sendandi: Landlæknisembættið[PDF]

Þingmál A26 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 18:26:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 157 - Komudagur: 2018-01-16 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A27 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-15 18:54:00 [HTML]

Þingmál A35 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2018-02-01 17:26:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 345 - Komudagur: 2018-02-21 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A36 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1605 - Komudagur: 2018-05-09 - Sendandi: Ásta Guðrún Helgadóttir[PDF]

Þingmál A37 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-01-31 17:45:04 - [HTML]

Þingmál A40 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (frumvarp) útbýtt þann 2017-12-16 15:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 565 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-03-20 13:18:00 [HTML]
Þingræður:
42. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-03-21 17:27:29 - [HTML]
42. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-21 17:39:17 - [HTML]
42. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-21 19:11:24 - [HTML]
43. þingfundur - Birgir Ármannsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2018-03-22 15:00:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 232 - Komudagur: 2018-01-29 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A42 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 42 (frumvarp) útbýtt þann 2017-12-18 15:50:00 [HTML]
Þingræður:
20. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-01 11:52:42 - [HTML]
20. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-02-01 12:11:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 484 - Komudagur: 2018-03-02 - Sendandi: Solveig Björk Sveinbjörnsdóttir[PDF]

Þingmál A43 (bygging 5.000 leiguíbúða)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2017-12-19 16:21:30 - [HTML]

Þingmál A49 (lokafjárlög 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-19 13:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1119 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-06 11:44:00 [HTML]

Þingmál A63 (kyrrsetning, lögbann o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 65 (frumvarp) útbýtt þann 2017-12-20 20:29:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2017-12-21 11:55:59 - [HTML]
6. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-12-21 12:24:42 - [HTML]

Þingmál A64 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-01-31 18:42:06 - [HTML]

Þingmál A66 (fjáraukalög 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2017-12-20 20:30:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2017-12-21 14:15:34 - [HTML]
6. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2017-12-21 14:39:08 - [HTML]
12. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2017-12-29 17:16:17 - [HTML]

Þingmál A80 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2017-12-29 14:19:00 [HTML]

Þingmál A83 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 150 (frumvarp) útbýtt þann 2018-01-22 14:50:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 304 - Komudagur: 2018-02-16 - Sendandi: Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði[PDF]
Dagbókarnúmer 1065 - Komudagur: 2018-03-07 - Sendandi: Hrafn Sveinbjarnarson[PDF]

Þingmál A84 (Fríverslunarsamtök Evrópu og Evrópska efnahagssvæðið 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-01-22 14:50:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Smári McCarthy - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-01-25 14:14:20 - [HTML]
17. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-01-25 14:33:35 - [HTML]
17. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2018-01-25 14:35:41 - [HTML]

Þingmál A86 (Evrópuráðsþingið 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 153 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-01-22 14:50:00 [HTML]
Þingræður:
20. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-01 14:10:15 - [HTML]
20. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-02-01 14:19:35 - [HTML]

Þingmál A87 (ÖSE-þingið 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 154 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-01-22 14:50:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-01-25 12:50:14 - [HTML]
17. þingfundur - Olga Margrét Cilia - Ræða hófst: 2018-01-25 13:30:59 - [HTML]

Þingmál A88 (óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-01-30 17:07:17 - [HTML]

Þingmál A91 (dánaraðstoð)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 548 - Komudagur: 2018-03-07 - Sendandi: Siðfræðistofnun Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A92 (norrænt samstarf 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 159 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-01-23 15:40:00 [HTML]

Þingmál A93 (afleiðuviðskipti, miðlægir mótaðilar og afleiðuviðskiptaskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-01-22 14:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 549 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-03-16 15:56:00 [HTML]
Þingræður:
22. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-02-06 14:17:47 - [HTML]
22. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-06 15:03:48 - [HTML]
22. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-06 15:07:59 - [HTML]
41. þingfundur - Óli Björn Kárason (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-03-20 20:19:12 - [HTML]

Þingmál A94 (norðurskautsmál 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 161 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-01-23 14:45:00 [HTML]

Þingmál A96 (NATO-þingið 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 163 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-01-23 17:15:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-01-25 14:48:57 - [HTML]

Þingmál A110 (eftirlit með skipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 179 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-01-24 14:46:00 [HTML]

Þingmál A111 (farþegaflutningar og farmflutningar á landi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 292 - Komudagur: 2018-02-15 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A113 (endurskoðun XXV. kafla almennra hegningarlaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (þáltill.) útbýtt þann 2018-01-24 14:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 900 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2018-05-02 17:34:00 [HTML]
Þingræður:
24. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-08 18:22:43 - [HTML]
24. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-02-08 18:37:12 - [HTML]
59. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-05-03 16:47:02 - [HTML]
59. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-03 17:05:56 - [HTML]
59. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2018-05-03 17:12:14 - [HTML]
59. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2018-05-03 17:19:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 614 - Komudagur: 2018-03-12 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 879 - Komudagur: 2018-03-21 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 950 - Komudagur: 2018-03-23 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]

Þingmál A114 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (frumvarp) útbýtt þann 2018-01-30 13:11:00 [HTML]
Þingræður:
24. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-08 18:47:15 - [HTML]
32. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2018-03-01 12:26:42 - [HTML]
32. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-01 13:01:16 - [HTML]
32. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2018-03-01 13:30:42 - [HTML]
32. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2018-03-01 14:07:41 - [HTML]
32. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2018-03-01 16:55:04 - [HTML]
32. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-03-01 17:27:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 632 - Komudagur: 2018-03-12 - Sendandi: Vantrú[PDF]
Dagbókarnúmer 682 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Jacob Sysser[PDF]
Dagbókarnúmer 1015 - Komudagur: 2018-03-27 - Sendandi: Hvítasunnukirkjan Fíladelfía[PDF]
Dagbókarnúmer 1019 - Komudagur: 2018-03-27 - Sendandi: Bjarni Randver Sigurvinsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1042 - Komudagur: 2018-03-28 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1058 - Komudagur: 2018-03-28 - Sendandi: Gunnlaugur A. Jónsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1273 - Komudagur: 2018-04-18 - Sendandi: Rúnar M. Þorsteinsson[PDF]

Þingmál A115 (raforkulög og stofnun Landsnets hf.)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-06 15:19:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 619 - Komudagur: 2018-03-12 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A118 (ráðstefna um stöðu Íslands, Færeyja og Grænlands í nýjum veruleika alþjóðastjórnmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (þáltill. n.) útbýtt þann 2018-01-25 12:29:00 [HTML]
Þingræður:
28. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-22 12:48:03 - [HTML]

Þingmál A120 (rannsóknir á örplasti í lífverum sjávar í Norður-Atlantshafi)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2018-02-22 13:01:04 - [HTML]

Þingmál A127 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 940 - Komudagur: 2018-03-22 - Sendandi: Verkefnastjórar hjá Reykjavíkurborg sem sinna forvörnum[PDF]
Dagbókarnúmer 947 - Komudagur: 2018-03-22 - Sendandi: Samráðshópur um forvarnir hjá Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A128 (ættleiðingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 198 (frumvarp) útbýtt þann 2018-01-25 14:50:00 [HTML]

Þingmál A133 (íslenskur ríkisborgararéttur og barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-01-30 14:29:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 544 - Komudagur: 2018-03-07 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A134 (helgidagafriður)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-02-20 17:04:48 - [HTML]

Þingmál A135 (mat á forsendum við útreikning verðtryggingar)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Willum Þór Þórsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-20 18:33:54 - [HTML]
26. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-20 19:16:20 - [HTML]
59. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2018-05-03 11:59:35 - [HTML]
59. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-05-03 12:14:49 - [HTML]
59. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2018-05-03 14:22:10 - [HTML]

Þingmál A160 (lífrænar landbúnaðarafurðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 325 (svar) útbýtt þann 2018-02-22 14:57:00 [HTML]

Þingmál A165 (40 stunda vinnuvika)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 889 - Komudagur: 2018-03-21 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði[PDF]

Þingmál A167 (markaðar tekjur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 435 - Komudagur: 2018-03-01 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]

Þingmál A179 (stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-08 14:51:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 627 - Komudagur: 2018-03-12 - Sendandi: Orka náttúrunnar ohf.[PDF]
Dagbókarnúmer 669 - Komudagur: 2018-03-13 - Sendandi: Byggðastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 723 - Komudagur: 2018-03-16 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]

Þingmál A191 (fjárfestingar í rannsóknum og þróun)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-22 16:05:16 - [HTML]

Þingmál A199 (plastagnir í neysluvatni og verndun neysluvatns)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 522 (svar) útbýtt þann 2018-03-16 15:56:00 [HTML]

Þingmál A201 (frelsi á leigubifreiðamarkaði)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-27 15:28:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1049 - Komudagur: 2018-03-28 - Sendandi: Frami - bifreiðastjórafélag[PDF]

Þingmál A202 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1127 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-06 15:32:00 [HTML]
Þingræður:
28. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2018-02-22 11:56:12 - [HTML]
28. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2018-02-22 12:08:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 357 - Komudagur: 2018-02-23 - Sendandi: Helena Sandra Halldórsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2018-03-15 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 792 - Komudagur: 2018-03-19 - Sendandi: Stefán Hafsteinsson[PDF]
Dagbókarnúmer 796 - Komudagur: 2018-03-20 - Sendandi: Icevape ehf., Hjalti Ásgeirsson[PDF]
Dagbókarnúmer 812 - Komudagur: 2018-03-20 - Sendandi: Magnús Kári Einarsson[PDF]
Dagbókarnúmer 833 - Komudagur: 2018-03-20 - Sendandi: Sindri Freyr Róbertsson[PDF]

Þingmál A203 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 547 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-03-16 15:56:00 [HTML]
Þingræður:
26. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-02-20 14:48:36 - [HTML]
26. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-20 15:32:10 - [HTML]
41. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-03-20 20:25:44 - [HTML]

Þingmál A213 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (frumvarp) útbýtt þann 2018-02-19 17:09:00 [HTML]
Þingræður:
30. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-27 18:40:55 - [HTML]
30. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-27 19:04:37 - [HTML]
30. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-02-27 19:15:42 - [HTML]

Þingmál A215 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 549 - Komudagur: 2018-03-07 - Sendandi: Hafrannsóknastofnun - rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna[PDF]
Dagbókarnúmer 1782 - Komudagur: 2018-03-06 - Sendandi: Bjarni Jónsson[PDF]

Þingmál A219 (gerð áætlunar um stafræna endurgerð íslensks prentmáls)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 306 (þáltill.) útbýtt þann 2018-02-20 16:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1061 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-05-31 15:11:00 [HTML]
Þingræður:
31. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-28 17:37:37 - [HTML]
31. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2018-02-28 18:24:52 - [HTML]
68. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-06-05 17:04:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 813 - Komudagur: 2018-03-20 - Sendandi: Rithöfundasamband Íslands[PDF]

Þingmál A233 (nauðungarsala og gjaldþrotaskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 329 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-02-22 13:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1370 (svar) útbýtt þann 2018-08-15 13:27:00 [HTML]

Þingmál A238 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 334 (frumvarp) útbýtt þann 2018-02-22 15:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1090 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-05 10:53:00 [HTML]
Þingræður:
32. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-01 18:26:59 - [HTML]
75. þingfundur - Vilhjálmur Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2018-06-11 11:37:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1083 - Komudagur: 2018-04-03 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti[PDF]

Þingmál A246 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-08 12:51:28 - [HTML]
38. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-03-08 15:25:10 - [HTML]

Þingmál A249 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2018-03-08 16:34:44 - [HTML]

Þingmál A264 (endurnot opinberra upplýsinga)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2018-02-28 16:39:33 - [HTML]
31. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-28 17:12:57 - [HTML]
31. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-02-28 17:17:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 594 - Komudagur: 2018-03-08 - Sendandi: Gangverð ehf[PDF]

Þingmál A271 (minnkun plastpokanotkunar)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2018-03-05 18:18:42 - [HTML]

Þingmál A286 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 388 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2018-02-27 16:59:00 [HTML]
Þingræður:
32. þingfundur - Bergþór Ólason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-01 12:21:03 - [HTML]

Þingmál A287 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (frumvarp) útbýtt þann 2018-02-28 17:26:00 [HTML]
Þingræður:
57. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-26 19:05:43 - [HTML]

Þingmál A291 (vaxtakostnaður ríkissjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (svar) útbýtt þann 2018-03-23 14:27:00 [HTML]

Þingmál A292 (einkaleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 394 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-02-27 17:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 851 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-05-03 10:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 950 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-05-08 17:41:00 [HTML]

Þingmál A336 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2017 um breytingu á II. viðauka og XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 447 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-03-01 18:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 578 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-03-21 14:46:00 [HTML]
Þingræður:
36. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-07 18:45:43 - [HTML]
43. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-03-22 13:07:33 - [HTML]

Þingmál A339 (Þjóðskrá Íslands)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-06-05 17:57:58 - [HTML]

Þingmál A340 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 454 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2018-03-05 16:34:00 [HTML]
Þingræður:
38. þingfundur - Óli Björn Kárason (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-08 11:35:30 - [HTML]

Þingmál A341 (rafmyntir)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2018-04-23 15:51:15 - [HTML]
53. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2018-04-23 15:59:10 - [HTML]

Þingmál A344 (vantraust á dómsmálaráðherra)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2018-03-06 16:46:04 - [HTML]
35. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2018-03-06 17:07:01 - [HTML]
35. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2018-03-06 17:35:40 - [HTML]
35. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-03-06 18:16:59 - [HTML]

Þingmál A345 (lögheimili og aðsetur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-06 16:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1235 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-20 11:29:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1255 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-11 22:10:00 [HTML]
Þingræður:
41. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2018-03-20 15:28:46 - [HTML]
41. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2018-03-20 15:57:29 - [HTML]

Þingmál A362 (störf þingmanna á vegum framkvæmdarvaldsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1142 (svar) útbýtt þann 2018-06-28 15:12:00 [HTML]

Þingmál A386 (raforkumálefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-03-20 14:59:00 [HTML]

Þingmál A390 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 540 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-16 15:56:00 [HTML]
Þingræður:
41. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-03-20 16:45:29 - [HTML]
41. þingfundur - Haraldur Benediktsson - Ræða hófst: 2018-03-20 17:06:06 - [HTML]
41. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-03-20 17:15:47 - [HTML]
41. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - Ræða hófst: 2018-03-20 17:31:19 - [HTML]

Þingmál A393 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 550 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-19 15:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1179 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-08 16:45:00 [HTML]
Þingræður:
43. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og jafnréttismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-22 15:45:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1119 - Komudagur: 2018-04-05 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1212 - Komudagur: 2018-04-13 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 1214 - Komudagur: 2018-04-13 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A394 (jöfn meðferð á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 551 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-19 14:48:00 [HTML]
Þingræður:
43. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og jafnréttismálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-22 16:17:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1120 - Komudagur: 2018-04-05 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1215 - Komudagur: 2018-04-13 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2018-04-13 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1239 - Komudagur: 2018-04-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A399 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 561 (frumvarp) útbýtt þann 2018-03-20 13:18:00 [HTML]

Þingmál A400 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 562 (frumvarp) útbýtt þann 2018-03-20 14:33:00 [HTML]

Þingmál A409 (aðkoma og hlutdeild hulduaðila í kosningum til Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 576 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2018-03-21 15:06:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1222 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2018-06-11 15:07:00 [HTML]

Þingmál A411 (105. og 106. Aþljóðavinnumálaþingið í Genf 2016--2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 579 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-03-21 14:47:00 [HTML]

Þingmál A413 (frumvarp til laga um breytingar á almennum hegningarlögum um bann við umskurði drengja)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-04-09 18:34:41 - [HTML]
45. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2018-04-09 18:38:01 - [HTML]

Þingmál A419 (endurskoðun lögræðislaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 593 (þáltill.) útbýtt þann 2018-03-23 10:53:00 [HTML]

Þingmál A420 (starfshópur um útgáfu öruggra opinberra skilríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 594 (þáltill.) útbýtt þann 2018-03-22 15:02:00 [HTML]

Þingmál A422 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 604 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-22 18:09:00 [HTML]
Þingræður:
46. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-10 14:58:51 - [HTML]
46. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2018-04-10 15:16:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1380 - Komudagur: 2018-04-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A425 (skipulag haf- og strandsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 607 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-22 18:05:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1484 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: Fjarðabyggð[PDF]
Dagbókarnúmer 1522 - Komudagur: 2018-05-04 - Sendandi: Landssamband fiskeldisstöðva[PDF]
Dagbókarnúmer 1584 - Komudagur: 2018-05-06 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A427 (lyfjalög)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Álfheiður Eymarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-10 16:49:41 - [HTML]

Þingmál A442 (dómstólar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-23 10:35:00 [HTML]
Þingræður:
46. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-10 17:21:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1836 - Komudagur: 2018-06-11 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A443 (siðareglur fyrir alþingismenn)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-26 16:45:31 - [HTML]

Þingmál A454 (Póst- og fjarskiptastofnun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 653 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML]
Þingræður:
51. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-16 18:52:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1475 - Komudagur: 2018-05-03 - Sendandi: Míla ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1614 - Komudagur: 2018-05-09 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]

Þingmál A455 (breyting á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnuskilyrði farmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 654 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML]
Þingræður:
51. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-16 19:01:36 - [HTML]

Þingmál A457 (breyting á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 656 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML]

Þingmál A464 (barnaverndarlög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 670 (frumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML]

Þingmál A468 (réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 674 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1190 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-27 15:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1200 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-08 19:01:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1406 - Komudagur: 2018-04-30 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A476 (bann við plastpokanotkun í verslunum og merkingar á vörum með plastagnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 684 (þáltill.) útbýtt þann 2018-03-28 15:58:00 [HTML]

Þingmál A478 (kostir og gallar aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2018-04-10 14:41:16 - [HTML]

Þingmál A479 (stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018--2029)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1712 - Komudagur: 2018-05-31 - Sendandi: Minjastofnun Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1714 - Komudagur: 2018-05-31 - Sendandi: Vegagerðin[PDF]

Þingmál A485 (Ferðamálastofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 695 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1277 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-27 15:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1294 (lög í heild) útbýtt þann 2018-06-13 00:24:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1259 - Komudagur: 2018-04-17 - Sendandi: Ingibjörg Guðjónsdóttir[PDF]

Þingmál A487 (uppsögn tollasamnings um landbúnaðarvörur við Evrópusambandið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 697 (þáltill.) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML]

Þingmál A492 (Íslandsstofa)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-10 21:17:36 - [HTML]

Þingmál A494 (fjármálaáætlun 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 716 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-04-04 16:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1077 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-02 17:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1107 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-05 20:24:00 [HTML]
Þingræður:
47. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2018-04-11 19:46:13 - [HTML]
47. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-11 20:29:58 - [HTML]
48. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-12 18:19:01 - [HTML]
48. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2018-04-12 19:33:49 - [HTML]
48. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-12 20:39:04 - [HTML]
48. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2018-04-12 21:02:20 - [HTML]
48. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2018-04-12 21:34:10 - [HTML]
48. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-12 21:36:26 - [HTML]
48. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2018-04-12 21:49:24 - [HTML]
48. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-12 21:51:58 - [HTML]
48. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2018-04-12 21:54:15 - [HTML]
48. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2018-04-12 22:16:16 - [HTML]
49. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2018-04-13 12:36:53 - [HTML]
70. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-06-07 18:10:20 - [HTML]
70. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2018-06-07 21:53:35 - [HTML]
70. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-06-07 22:29:16 - [HTML]
70. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2018-06-07 22:36:55 - [HTML]
70. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2018-06-07 23:21:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1274 - Komudagur: 2018-04-19 - Sendandi: Fjármálaráð[PDF]
Dagbókarnúmer 1592 - Komudagur: 2018-05-09 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 1702 - Komudagur: 2018-05-29 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd, meiri hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1703 - Komudagur: 2018-05-29 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptanefnd, 1. minni hluti[PDF]
Dagbókarnúmer 1716 - Komudagur: 2018-05-31 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1861 - Komudagur: 2018-05-08 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu[PDF]

Þingmál A495 (þolmörk ferðamennsku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 717 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML]

Þingmál A498 (framkvæmd alþjóðlegra skuldbindinga er varða flutning á vopnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1385 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2018-09-07 14:48:00 [HTML]

Þingmál A499 (vinna íslenskra stjórnvalda vegna innleiðingar þriðja orkupakka ESB)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2018-04-23 16:27:59 - [HTML]

Þingmál A510 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-04-10 15:27:00 [HTML]
Þingræður:
49. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-04-13 13:00:39 - [HTML]
49. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2018-04-13 13:53:57 - [HTML]
49. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-04-13 14:18:08 - [HTML]
49. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2018-04-13 15:02:01 - [HTML]
49. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-04-13 15:54:38 - [HTML]
49. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2018-04-13 15:56:46 - [HTML]

Þingmál A518 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-08 20:18:46 - [HTML]
60. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2018-05-08 20:22:43 - [HTML]
60. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-08 20:37:05 - [HTML]
60. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-08 20:41:35 - [HTML]
60. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2018-05-08 20:45:57 - [HTML]
60. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2018-05-08 20:59:01 - [HTML]
60. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-08 21:07:14 - [HTML]
60. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2018-05-08 21:10:48 - [HTML]
60. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-08 21:25:05 - [HTML]
60. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2018-05-08 22:10:54 - [HTML]
60. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2018-05-08 23:12:18 - [HTML]
60. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-08 23:23:53 - [HTML]
60. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2018-05-08 23:26:09 - [HTML]
60. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-08 23:33:35 - [HTML]
60. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-08 23:42:22 - [HTML]
69. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-06-06 20:07:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1695 - Komudagur: 2018-05-28 - Sendandi: Samband garðyrkjubænda[PDF]

Þingmál A539 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 800 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-04-23 14:47:00 [HTML]

Þingmál A545 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 186/2017 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Smári McCarthy (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-06-06 20:58:26 - [HTML]

Þingmál A561 (aðgerðir gegn skattundanskotum og skattsvikum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-05-02 14:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1149 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-06-07 17:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1232 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-20 11:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1252 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-11 22:04:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2018-05-09 19:32:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1679 - Komudagur: 2018-05-25 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]
Dagbókarnúmer 1741 - Komudagur: 2018-06-01 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A562 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 885 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-05-02 14:44:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1693 - Komudagur: 2018-05-28 - Sendandi: Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði[PDF]

Þingmál A563 (brottfall laga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 886 (frumvarp) útbýtt þann 2018-05-02 14:44:00 [HTML]

Þingmál A581 (tollalög)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-06-12 19:35:43 - [HTML]
77. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2018-06-12 19:57:13 - [HTML]
79. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2018-06-12 23:18:15 - [HTML]
79. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2018-06-12 23:44:22 - [HTML]

Þingmál A587 (Kynjaskipting í stjórnum, ráðum og nefndum á málefnasviði ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1092 (svar) útbýtt þann 2018-06-05 13:10:00 [HTML]

Þingmál A612 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XI. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 992 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-05-24 14:59:00 [HTML]
Þingræður:
65. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-31 17:44:43 - [HTML]
65. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2018-05-31 18:07:39 - [HTML]
65. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-31 18:21:11 - [HTML]
65. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2018-05-31 18:23:48 - [HTML]
65. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-31 18:31:47 - [HTML]

Þingmál A614 (umskurður á kynfærum drengja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1019 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-05-28 14:41:00 [HTML]

Þingmál A622 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-05-28 19:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1281 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-06-12 20:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1292 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-28 10:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1296 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-13 00:25:00 [HTML]
Þingræður:
63. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-05-29 15:41:03 - [HTML]
63. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2018-05-29 16:37:45 - [HTML]
63. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-29 16:47:42 - [HTML]
63. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2018-05-29 16:54:48 - [HTML]
64. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2018-05-29 20:08:49 - [HTML]
78. þingfundur - Páll Magnússon (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2018-06-12 20:49:15 - [HTML]
78. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-06-12 21:12:02 - [HTML]
78. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2018-06-12 22:44:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1767 - Komudagur: 2018-06-05 - Sendandi: Marinó G. Njálsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1790 - Komudagur: 2018-06-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 1807 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 1811 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1815 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Þjóðskjalasafn Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1818 - Komudagur: 2018-06-08 - Sendandi: Héraðsskjalasafn Árnesinga og Héraðsskjalasafn Kópavogs[PDF]
Dagbókarnúmer 1822 - Komudagur: 2018-06-07 - Sendandi: Umboðsmaður Alþingis[PDF]

Þingmál A647 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1163 (frumvarp) útbýtt þann 2018-06-08 12:20:00 [HTML]

Þingmál A675 (verkefni í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands í þágu barna og ungmenna og rannsókna er stuðli að sjálfbærni auðlinda hafsins)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-07-18 14:41:46 - [HTML]

Þingmál A676 (samstarfsverkefni Alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1341 (þáltill.) útbýtt þann 2018-07-13 10:30:00 [HTML]

Þingmál A679 (miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1401 (svar) útbýtt þann 2018-09-07 14:48:00 [HTML]

Þingmál B22 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2017-12-14 21:09:55 - [HTML]

Þingmál B38 (ný stjórnarskrá, rannsókn á einkavæðingu bankanna)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2017-12-19 13:47:19 - [HTML]

Þingmál B40 (fjármögnun kosningaauglýsinga)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2017-12-19 13:59:47 - [HTML]

Þingmál B81 ()[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2017-12-28 13:32:33 - [HTML]

Þingmál B92 (barnabætur)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2017-12-29 10:40:38 - [HTML]

Þingmál B111 ()[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2018-01-22 15:09:03 - [HTML]

Þingmál B114 ()[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2018-01-22 15:05:46 - [HTML]

Þingmál B178 (áhrif Brexit á efnahag Íslands)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2018-02-01 11:38:43 - [HTML]

Þingmál B186 (mótun fjármálakerfisins og sala Arion banka)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2018-02-05 15:09:45 - [HTML]

Þingmál B201 ()[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2018-02-07 15:01:06 - [HTML]
23. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2018-02-07 15:26:17 - [HTML]

Þingmál B206 (sala á hlut ríkisins í Arion banka)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2018-02-08 10:46:21 - [HTML]

Þingmál B209 (formennska í Norðurskautsráðinu)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2018-02-08 11:07:01 - [HTML]

Þingmál B236 (frelsi á leigubílamarkaði)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-02-19 16:03:16 - [HTML]

Þingmál B248 ()[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-02-20 14:08:35 - [HTML]

Þingmál B256 (málefni hinsegin fólks)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2018-02-22 11:00:22 - [HTML]

Þingmál B267 (lestrarvandi og aðgerðir til að sporna gegn honum)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2018-02-26 16:40:26 - [HTML]

Þingmál B271 ()[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-02-27 13:39:48 - [HTML]
30. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2018-02-27 13:56:25 - [HTML]

Þingmál B291 (Landsréttur)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2018-03-05 15:09:47 - [HTML]
33. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2018-03-05 15:13:38 - [HTML]

Þingmál B292 (hæfi dómara í Landsrétti)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-03-05 15:16:02 - [HTML]

Þingmál B296 (skýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-05 15:50:26 - [HTML]
33. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2018-03-05 16:07:35 - [HTML]
33. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2018-03-05 16:10:01 - [HTML]

Þingmál B307 ()[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2018-03-06 13:34:36 - [HTML]
34. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-03-06 13:36:52 - [HTML]
34. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2018-03-06 13:43:31 - [HTML]

Þingmál B327 (Arion banki)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2018-03-08 14:01:19 - [HTML]

Þingmál B331 (falskar fréttir og þjóðaröryggi)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-03-08 10:45:15 - [HTML]
37. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-03-08 10:49:52 - [HTML]

Þingmál B333 (innleiðingarhalli EES-mála)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2018-03-08 11:04:05 - [HTML]

Þingmál B364 ()[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2018-03-21 15:11:18 - [HTML]

Þingmál B372 (hvarf Íslendings í Sýrlandi)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-03-22 10:47:32 - [HTML]

Þingmál B374 (raforkumarkaðsmál)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2018-03-22 11:04:28 - [HTML]
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2018-03-22 11:08:23 - [HTML]

Þingmál B376 (tollgæslumál)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2018-03-22 12:10:50 - [HTML]

Þingmál B386 ()[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-03-23 10:51:38 - [HTML]

Þingmál B388 (afnám innflæðishafta og vaxtastig)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-03-23 12:08:24 - [HTML]
44. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2018-03-23 12:23:14 - [HTML]

Þingmál B476 ()[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2018-04-25 15:32:11 - [HTML]

Þingmál B480 ()[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-04-25 17:01:01 - [HTML]

Þingmál B506 (hvítbók um fjármálakerfið)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2018-05-02 16:27:48 - [HTML]
58. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2018-05-02 16:41:11 - [HTML]

Þingmál B513 (tollasamningur ESB og Íslands um landbúnaðarvörur)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2018-05-03 13:39:43 - [HTML]
59. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2018-05-03 13:54:42 - [HTML]
59. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-05-03 13:57:07 - [HTML]
59. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2018-05-03 14:12:30 - [HTML]

Þingmál B521 (frumvarp um persónuvernd)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2018-05-08 14:00:51 - [HTML]

Þingmál B523 (norðurslóðir)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2018-05-08 15:18:26 - [HTML]

Þingmál B539 ()[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2018-05-09 15:12:16 - [HTML]

Þingmál B569 (jöfnuður og traust)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2018-05-29 14:45:11 - [HTML]

Þingmál B572 ()[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Smári McCarthy - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2018-05-29 15:01:39 - [HTML]

Þingmál B596 ()[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2018-06-04 19:42:12 - [HTML]
67. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2018-06-04 20:29:13 - [HTML]

Þingmál B630 (almenna persónuverndarreglugerðin)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2018-06-07 11:02:01 - [HTML]

Þingmál B632 (verðtrygging fjárskuldbindinga)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2018-06-07 11:17:33 - [HTML]

Löggjafarþing 149

Þingmál A1 (fjárlög 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-11 15:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 451 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-11-14 19:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 461 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-11-15 12:32:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-13 10:33:22 - [HTML]
3. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-13 11:48:56 - [HTML]
3. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-13 16:04:04 - [HTML]
4. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-09-14 15:40:00 - [HTML]
4. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2018-09-14 16:00:35 - [HTML]
4. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2018-09-14 17:03:53 - [HTML]
4. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-09-14 17:25:47 - [HTML]
4. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2018-09-14 17:46:54 - [HTML]
4. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2018-09-14 18:58:30 - [HTML]
32. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-11-15 11:44:11 - [HTML]
32. þingfundur - Birgir Þórarinsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-11-15 14:43:10 - [HTML]
32. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2018-11-15 20:30:00 - [HTML]
33. þingfundur - Birgir Þórarinsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2018-11-19 20:29:25 - [HTML]
34. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2018-11-20 16:27:30 - [HTML]
34. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2018-11-20 18:49:55 - [HTML]
34. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-20 19:38:33 - [HTML]
42. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-12-05 17:25:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 23 - Komudagur: 2018-10-05 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]
Dagbókarnúmer 547 - Komudagur: 2018-11-14 - Sendandi: Matís ohf.[PDF]

Þingmál A2 (ýmsar aðgerðir í samræmi við forsendur fjárlaga 2019)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2018-12-12 16:30:30 - [HTML]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 75 - Komudagur: 2018-10-11 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A4 (aukatekjur ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-20 21:27:22 - [HTML]

Þingmál A5 (aðgerðaáætlun í húsnæðismálum)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-06 17:29:57 - [HTML]

Þingmál A6 (óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-17 17:37:09 - [HTML]
5. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2018-09-17 17:51:45 - [HTML]
5. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-17 18:01:16 - [HTML]
5. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-17 18:03:29 - [HTML]

Þingmál A9 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 18:24:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1914 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-19 17:10:00 [HTML]
Þingræður:
126. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-06-19 22:39:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 44 - Komudagur: 2018-10-09 - Sendandi: Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði[PDF]
Dagbókarnúmer 57 - Komudagur: 2018-10-10 - Sendandi: Hrafn Sveinbjarnarson[PDF]
Dagbókarnúmer 174 - Komudagur: 2018-10-18 - Sendandi: Jóhannes B. Sigtryggsson og Ágústa Þorbergsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 178 - Komudagur: 2018-10-18 - Sendandi: Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir[PDF]

Þingmál A10 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-09-19 18:15:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 22 - Komudagur: 2018-10-08 - Sendandi: Helgi Tómasson[PDF]

Þingmál A13 (aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2022 til að styrkja stöðu barna og ungmenna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 397 - Komudagur: 2018-11-01 - Sendandi: Landlæknisembættið[PDF]

Þingmál A16 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 21:29:00 [HTML]
Þingræður:
5. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-17 18:40:49 - [HTML]
5. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2018-09-17 19:32:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 17 - Komudagur: 2018-10-04 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A17 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2018-10-25 21:41:07 - [HTML]

Þingmál A21 (lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-14 20:02:00 [HTML]
Þingræður:
5. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-17 16:38:42 - [HTML]
5. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2018-09-17 17:16:43 - [HTML]
5. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2018-09-17 17:24:01 - [HTML]
114. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2019-05-31 18:52:15 - [HTML]
114. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-05-31 18:57:04 - [HTML]
115. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-06-03 12:12:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 65 - Komudagur: 2018-10-10 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 233 - Komudagur: 2018-10-24 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A22 (uppsögn tollasamnings um landbúnaðarvörur við Evrópusambandið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-13 10:11:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Birgir Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-26 17:18:12 - [HTML]
11. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2018-09-26 17:35:50 - [HTML]
11. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2018-09-26 18:13:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 372 - Komudagur: 2018-11-01 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]

Þingmál A23 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 847 - Komudagur: 2018-12-05 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði[PDF]

Þingmál A28 (mótun klasastefnu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 485 - Komudagur: 2018-11-09 - Sendandi: Álklasinn, félagasamtök[PDF]

Þingmál A34 (Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 772 - Komudagur: 2018-11-29 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra[PDF]

Þingmál A38 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 859 - Komudagur: 2018-12-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, SVÞ -Samtök verslunar og þjónustu, Samorka, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]

Þingmál A43 (vistvæn opinber innkaup á matvöru)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2018-11-22 15:04:13 - [HTML]

Þingmál A45 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 888 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-02-05 13:12:00 [HTML]
Þingræður:
31. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-11-14 18:40:50 - [HTML]
67. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-02-19 15:14:15 - [HTML]

Þingmál A47 (endurmat á hvalveiðistefnu Íslands)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-11-22 17:18:37 - [HTML]

Þingmál A49 (notkun og ræktun lyfjahamps)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-14 17:41:08 - [HTML]
31. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-14 18:21:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 873 - Komudagur: 2018-12-09 - Sendandi: Krabbameinsfélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2543 - Komudagur: 2019-01-07 - Sendandi: Embætti landlæknis[PDF]

Þingmál A53 (endurskoðun lögræðislaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-19 14:43:00 [HTML]
Þingræður:
65. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-07 16:34:27 - [HTML]
125. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-06-19 12:18:22 - [HTML]

Þingmál A56 (starfshópur um útgáfu öruggra opinberra skilríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 56 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-24 14:46:00 [HTML]
Þingræður:
73. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-01 11:20:20 - [HTML]

Þingmál A60 (karlar og jafnrétti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 291 (svar) útbýtt þann 2018-10-18 18:05:00 [HTML]

Þingmál A64 (orkupakki ESB, eftirlitsstofnanir sambandsins og EES-samningurinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (svar) útbýtt þann 2019-04-08 14:50:00 [HTML]

Þingmál A69 (refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 69 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 17:03:00 [HTML]

Þingmál A70 (dómstólar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 17:20:00 [HTML]
Þingræður:
8. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-20 13:56:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 816 - Komudagur: 2018-12-03 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A75 (umskurður á kynfærum drengja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2018-09-17 14:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 265 (svar) útbýtt þann 2018-10-16 19:33:00 [HTML]

Þingmál A83 (minning þeirra Íslendinga sem fórust í seinni heimsstyrjöldinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 83 (þáltill.) útbýtt þann 2018-10-09 13:21:00 [HTML]
Þingræður:
73. þingfundur - Óli Björn Kárason - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-01 11:35:42 - [HTML]
73. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-01 11:44:21 - [HTML]
73. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-03-01 11:54:10 - [HTML]

Þingmál A84 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4601 - Komudagur: 2019-03-07 - Sendandi: KPMG ehf.[PDF]

Þingmál A86 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-03-01 14:43:04 - [HTML]
73. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-03-01 15:44:31 - [HTML]

Þingmál A91 (ráðgjöf og störf við tímabundin eða afmörkuð verkefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 267 (svar) útbýtt þann 2018-10-16 18:35:00 [HTML]

Þingmál A95 (ráðgjöf og störf við tímabundin eða afmörkuð verkefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 341 (svar) útbýtt þann 2018-11-02 16:36:00 [HTML]

Þingmál A106 (fullgilding Haag-samningsins frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 106 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-18 13:17:00 [HTML]
Þingræður:
76. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2019-03-06 15:51:52 - [HTML]
76. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-06 15:57:25 - [HTML]

Þingmál A110 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 110 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-20 15:56:00 [HTML]
Þingræður:
100. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-06 19:35:23 - [HTML]
101. þingfundur - Hjálmar Bogi Hafliðason - Ræða hófst: 2019-05-07 22:43:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5685 - Komudagur: 2019-06-03 - Sendandi: Embætti landlæknis[PDF]

Þingmál A116 (áfengisauglýsingar)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2018-10-15 17:28:28 - [HTML]

Þingmál A119 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 119 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-24 15:16:00 [HTML]
Þingræður:
101. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-05-07 23:22:34 - [HTML]

Þingmál A122 (innviðauppbygging og markaðssetning hafnarinnar í Þorlákshöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (þáltill.) útbýtt þann 2018-09-20 15:56:00 [HTML]

Þingmál A125 (efling björgunarskipaflota Landsbjargar)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Jón Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-05-02 14:19:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 430 - Komudagur: 2018-11-06 - Sendandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg[PDF]
Dagbókarnúmer 450 - Komudagur: 2018-11-07 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]

Þingmál A126 (barnaverndarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 413 - Komudagur: 2018-10-08 - Sendandi: Aktívismi gegn nauðgunarmenningu[PDF]

Þingmál A130 (réttarstaða þolenda í kynferðisbrotamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (svar) útbýtt þann 2018-10-24 13:13:00 [HTML]

Þingmál A135 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-24 17:39:00 [HTML]
Þingræður:
31. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-11-14 18:56:25 - [HTML]

Þingmál A137 (sálfræðiþjónusta í fangelsum)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2018-11-14 16:48:49 - [HTML]

Þingmál A138 (dánaraðstoð)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-02-28 16:25:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4574 - Komudagur: 2019-03-05 - Sendandi: Siðfræðistofnun Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A139 (ársreikningar)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2018-11-06 14:44:47 - [HTML]

Þingmál A144 (veiðigjald)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-09-27 11:52:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 210 - Komudagur: 2018-10-19 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 503 - Komudagur: 2018-11-12 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A145 (barnaverndarlög og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 145 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-26 14:41:00 [HTML]

Þingmál A147 (skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-23 16:40:49 - [HTML]

Þingmál A150 (viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 709 (svar) útbýtt þann 2018-12-13 18:41:00 [HTML]

Þingmál A152 (staðarvalskönnun fyrir nýjan flugvöll á Vestfjörðum)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2019-02-20 16:45:44 - [HTML]
68. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-20 16:56:03 - [HTML]
68. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-20 16:57:51 - [HTML]
68. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-20 17:00:14 - [HTML]
68. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-20 17:02:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4602 - Komudagur: 2019-03-07 - Sendandi: Samgöngustofa[PDF]

Þingmál A162 (vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 163 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-26 15:42:00 [HTML]

Þingmál A168 (starfsemi smálánafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-27 17:29:00 [HTML]

Þingmál A172 (fimm ára samgönguáætlun 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 173 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-09-27 17:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 879 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-01-31 16:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 927 (þál. í heild) útbýtt þann 2019-02-07 15:34:00 [HTML]
Þingræður:
62. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2019-02-05 21:37:28 - [HTML]
63. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-02-06 16:45:21 - [HTML]
63. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2019-02-06 17:23:51 - [HTML]
63. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-06 18:13:44 - [HTML]
63. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-06 18:16:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 288 - Komudagur: 2018-10-26 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður[PDF]
Dagbókarnúmer 321 - Komudagur: 2018-10-29 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 404 - Komudagur: 2018-11-03 - Sendandi: Wow air og öryggisnefnd íslenska flugmannafélgasins[PDF]
Dagbókarnúmer 526 - Komudagur: 2018-11-13 - Sendandi: EYÞING - Samband sveitarfél. á Norðurlandi eystra - Skýring: Sama skjal og fyrir 173. mál - ekki prentað út annað eintak.[PDF]
Dagbókarnúmer 528 - Komudagur: 2018-10-22 - Sendandi: Faxaflóahafnir sf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2530 - Komudagur: 2018-12-17 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 4205 - Komudagur: 2019-01-23 - Sendandi: Samtök um betri byggð, hagsmunafélag[PDF]
Dagbókarnúmer 4281 - Komudagur: 2019-01-29 - Sendandi: Eyþór Guðnason[PDF]
Dagbókarnúmer 4283 - Komudagur: 2019-01-29 - Sendandi: Guðmundur Pétur Halldórsson[PDF]
Dagbókarnúmer 4321 - Komudagur: 2019-02-04 - Sendandi: Atli Gylfason.[PDF]

Þingmál A173 (samgönguáætlun 2019--2033)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 174 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-09-27 17:03:00 [HTML]
Þingskjal nr. 879 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-01-31 16:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 928 (þál. í heild) útbýtt þann 2019-02-07 15:35:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 322 - Komudagur: 2018-10-29 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 323 - Komudagur: 2018-10-29 - Sendandi: Seyðisfjarðarkaupstaður[PDF]
Dagbókarnúmer 476 - Komudagur: 2018-11-09 - Sendandi: Sveitarfélagið Ölfus[PDF]
Dagbókarnúmer 527 - Komudagur: 2018-11-13 - Sendandi: EYÞING - Samband sveitarfél. á Norðurlandi eystra[PDF]
Dagbókarnúmer 529 - Komudagur: 2018-10-22 - Sendandi: Faxaflóahafnir sf.[PDF]
Dagbókarnúmer 701 - Komudagur: 2018-11-23 - Sendandi: Skipulagsstofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 4206 - Komudagur: 2019-01-23 - Sendandi: Samtök um betri byggð, hagsmunafélag[PDF]
Dagbókarnúmer 4282 - Komudagur: 2019-01-29 - Sendandi: Eyþór Guðnason[PDF]
Dagbókarnúmer 4284 - Komudagur: 2019-01-29 - Sendandi: Guðmundur Pétur Halldórsson[PDF]
Dagbókarnúmer 4322 - Komudagur: 2019-02-05 - Sendandi: Atli Gylfason.[PDF]

Þingmál A176 (stuðningur við útgáfu bóka á íslensku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 178 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-27 18:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 758 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-01-02 11:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 778 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-12-14 16:20:00 [HTML]
Þingræður:
50. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2018-12-13 19:14:17 - [HTML]
50. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-12-13 20:01:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 574 - Komudagur: 2018-11-15 - Sendandi: Rithöfundasamband Íslands[PDF]

Þingmál A179 (útflutningur hrossa)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-12-04 15:35:07 - [HTML]

Þingmál A180 (brottfall laga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 183 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-09 13:21:00 [HTML]

Þingmál A181 (40 stunda vinnuvika)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2018-10-25 18:36:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 710 - Komudagur: 2018-11-25 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði[PDF]

Þingmál A182 (bann við plastpokanotkun í verslunum og merkingar á vörum með plastagnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 185 (þáltill.) útbýtt þann 2018-10-09 13:21:00 [HTML]

Þingmál A183 (náttúruhamfaratrygging Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4308 - Komudagur: 2019-02-04 - Sendandi: Veðurstofa Íslands[PDF]

Þingmál A184 (endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (þáltill.) útbýtt þann 2018-10-09 13:21:00 [HTML]

Þingmál A188 (eftirlit með skipum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 193 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-09 13:21:00 [HTML]

Þingmál A191 (aðgerðir til að styrkja stöðu brotaþola)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (svar) útbýtt þann 2018-11-07 17:23:00 [HTML]

Þingmál A196 (innlend eldsneytisframleiðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2043 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2019-08-28 15:21:00 [HTML]

Þingmál A219 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 231 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-11 12:47:00 [HTML]
Þingræður:
114. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-31 15:00:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 558 - Komudagur: 2018-11-15 - Sendandi: Brautin, bindindisfélag ökumanna[PDF]
Dagbókarnúmer 567 - Komudagur: 2018-11-15 - Sendandi: Kristófer Ágúst Kristófersson[PDF]
Dagbókarnúmer 588 - Komudagur: 2018-11-15 - Sendandi: Samgöngustofa[PDF]
Dagbókarnúmer 634 - Komudagur: 2018-11-19 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 667 - Komudagur: 2018-11-21 - Sendandi: Lögreglustjórafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 4626 - Komudagur: 2019-03-11 - Sendandi: Samgöngufélagið[PDF]

Þingmál A221 (útlendingar og Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2018-10-23 19:08:31 - [HTML]

Þingmál A222 (breyting á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 234 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-11 12:20:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 892 - Komudagur: 2018-12-11 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A231 (skógar og skógrækt)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2018-10-23 22:10:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 554 - Komudagur: 2018-11-14 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 595 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Hjörleifur Guttormsson[PDF]

Þingmál A234 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4656 - Komudagur: 2019-03-13 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]

Þingmál A235 (umboðsmaður Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 250 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-15 16:47:00 [HTML]
Þingræður:
25. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2018-10-25 17:01:15 - [HTML]

Þingmál A246 (þýðing á íslenskum lögum og reglugerðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 482 (svar) útbýtt þann 2018-11-20 12:58:00 [HTML]

Þingmál A250 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 268 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-16 14:40:00 [HTML]
Þingræður:
22. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-10-18 18:50:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 578 - Komudagur: 2018-11-15 - Sendandi: Vísindasiðanefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 597 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Landspítalinn[PDF]

Þingmál A254 (verkefni þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (svar) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML]

Þingmál A256 (staða barna tíu árum eftir hrun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5683 - Komudagur: 2019-06-03 - Sendandi: Barnaheill[PDF]

Þingmál A257 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 275 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-25 13:16:00 [HTML]
Þingræður:
68. þingfundur - Birgir Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-02-20 17:27:10 - [HTML]

Þingmál A258 (áhættumat Hafrannsóknastofnunar á erfðablöndun í laxeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 681 (svar) útbýtt þann 2018-12-12 17:12:00 [HTML]

Þingmál A266 (lyfjalög og landlæknir og lýðheilsa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 821 - Komudagur: 2018-12-03 - Sendandi: Ljósmæðrafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 867 - Komudagur: 2018-12-07 - Sendandi: Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A270 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-10-23 13:13:00 [HTML]
Þingræður:
27. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - Ræða hófst: 2018-11-06 15:58:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 624 - Komudagur: 2018-11-16 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A274 (mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-23 15:56:01 - [HTML]

Þingmál A282 (lögræðislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2018-10-25 16:33:00 [HTML]

Þingmál A292 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 335 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-11-02 16:36:00 [HTML]

Þingmál A295 (búvörulög)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2019-01-24 17:21:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4729 - Komudagur: 2019-03-18 - Sendandi: Mjólkursamsalan[PDF]

Þingmál A297 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 344 (frumvarp) útbýtt þann 2018-11-02 16:36:00 [HTML]

Þingmál A299 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 711 - Komudagur: 2018-11-26 - Sendandi: Björn R. Lúðvíksson[PDF]

Þingmál A301 (tekjuskattur og stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 804 - Komudagur: 2018-12-01 - Sendandi: Samtök íslenskra leikjafyrirtækja[PDF]

Þingmál A305 (nýjar aðferðir við orkuöflun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4554 - Komudagur: 2019-03-01 - Sendandi: Valorka ehf[PDF]

Þingmál A312 (endurskoðendur og endurskoðun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-05 17:06:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1849 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1936 (lög í heild) útbýtt þann 2019-06-20 01:58:00 [HTML]
Þingræður:
123. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-14 14:18:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 670 - Komudagur: 2018-11-22 - Sendandi: Einar S. Hálfdánarson[PDF]

Þingmál A314 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 684 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-12-12 15:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 685 (breytingartillaga) útbýtt þann 2018-12-12 15:19:00 [HTML]
Þingskjal nr. 732 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-01-02 11:19:00 [HTML]
Þingskjal nr. 738 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-12-13 15:35:00 [HTML]
Þingræður:
28. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-11-07 16:34:30 - [HTML]
49. þingfundur - Brynjar Níelsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2018-12-13 12:19:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 834 - Komudagur: 2018-12-04 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A339 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2018 um breytingu á IX., XII. og XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 408 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-12 14:37:00 [HTML]

Þingmál A340 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 153/2018 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 409 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-12 14:37:00 [HTML]
Þingræður:
39. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-11-27 23:42:30 - [HTML]

Þingmál A342 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 22/2018 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 411 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-12 14:37:00 [HTML]
Þingskjal nr. 651 (nefndarálit) útbýtt þann 2018-12-10 21:01:00 [HTML]
Þingræður:
39. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-11-27 23:50:25 - [HTML]

Þingmál A344 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 415 (frumvarp) útbýtt þann 2018-11-12 14:37:00 [HTML]

Þingmál A345 (stefna um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 416 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-14 14:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1424 (þál. í heild) útbýtt þann 2019-05-02 15:47:00 [HTML]
Þingræður:
40. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-12-03 17:45:57 - [HTML]
98. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2019-05-02 11:52:45 - [HTML]

Þingmál A356 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (frumvarp) útbýtt þann 2018-11-14 14:38:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4485 - Komudagur: 2019-02-21 - Sendandi: Ungir Píratar[PDF]
Dagbókarnúmer 4586 - Komudagur: 2019-03-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 4970 - Komudagur: 2019-04-04 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A367 (valkvæður viðauki við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2019-02-18 16:54:14 - [HTML]
66. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2019-02-18 17:07:07 - [HTML]

Þingmál A380 (árangurstenging kolefnisgjalds)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-02-28 15:18:30 - [HTML]

Þingmál A393 (þungunarrof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 521 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-22 16:09:00 [HTML]
Þingræður:
47. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2018-12-11 21:06:23 - [HTML]
47. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-12-11 21:40:11 - [HTML]
98. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-05-02 18:56:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 908 - Komudagur: 2018-12-13 - Sendandi: Sigurður Ragnarsson[PDF]
Dagbókarnúmer 4229 - Komudagur: 2019-01-24 - Sendandi: Málefnahópur kristinna stjórnmálasamtaka[PDF]
Dagbókarnúmer 4241 - Komudagur: 2019-01-24 - Sendandi: Ívar Halldórsson[PDF]

Þingmál A395 (fordæming viðbragða stjórnvalda á Spáni við atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Álfheiður Eymarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-02-20 19:01:32 - [HTML]
68. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2019-02-20 19:10:39 - [HTML]
68. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-02-20 19:17:51 - [HTML]

Þingmál A396 (framkvæmd samgönguáætlunar 2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 530 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-11-26 14:44:00 [HTML]

Þingmál A403 (fimm ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2019--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1546 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-20 14:53:00 [HTML]
Þingræður:
41. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-12-04 19:09:40 - [HTML]
114. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-05-31 11:11:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3184 - Komudagur: 2019-01-14 - Sendandi: Gagnaveita Reykjavíkur ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 3189 - Komudagur: 2019-01-14 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 4738 - Komudagur: 2019-03-19 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 4823 - Komudagur: 2019-03-25 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]

Þingmál A404 (stefna í fjarskiptum fyrir árin 2019--2033)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 545 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-11-27 15:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1546 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-20 14:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1688 (þál. í heild) útbýtt þann 2019-06-03 12:53:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3185 - Komudagur: 2019-01-14 - Sendandi: Gagnaveita Reykjavíkur ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 3190 - Komudagur: 2019-01-14 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 4192 - Komudagur: 2019-01-22 - Sendandi: Míla ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 4824 - Komudagur: 2019-03-25 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]

Þingmál A408 (skrá um sykursýki og skimun fyrir sykursýki, tegund 2)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 549 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2018-11-27 16:28:00 [HTML]

Þingmál A409 (áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2616 - Komudagur: 2019-01-11 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 4195 - Komudagur: 2019-01-21 - Sendandi: Háskólinn á Akureyri, dr. Sigrún Sigurðardóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 4276 - Komudagur: 2019-01-29 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A412 (Bankasýsla ríkisins)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-12-07 15:25:49 - [HTML]

Þingmál A413 (kjararáð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 554 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-11-30 17:36:00 [HTML]

Þingmál A416 (öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 557 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-03 14:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1699 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-05 13:37:00 [HTML]
Þingræður:
119. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-06-07 12:05:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3438 - Komudagur: 2019-01-15 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]
Dagbókarnúmer 3736 - Komudagur: 2019-01-14 - Sendandi: Internet á Íslandi hf - ISNIC[PDF]
Dagbókarnúmer 4152 - Komudagur: 2019-01-18 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 4772 - Komudagur: 2019-03-21 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 4850 - Komudagur: 2019-03-27 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 5052 - Komudagur: 2019-04-12 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 5053 - Komudagur: 2019-04-12 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]

Þingmál A432 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-12-07 16:25:27 - [HTML]

Þingmál A433 (skattlagning tekna erlendra lögaðila í lágskattaríkjum o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 593 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 15:22:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2519 - Komudagur: 2019-01-10 - Sendandi: KPMG ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2548 - Komudagur: 2019-01-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A434 (Þjóðarsjóður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4791 - Komudagur: 2019-03-22 - Sendandi: Guðmundur Hörður Guðmundsson[PDF]

Þingmál A436 (ökutækjatryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 596 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 19:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1273 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-04-01 18:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1407 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-05-02 11:23:00 [HTML]
Þingræður:
82. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2019-03-21 17:55:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4539 - Komudagur: 2019-02-28 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 5100 - Komudagur: 2019-04-23 - Sendandi: Akstursíþróttasamband Íslands og Mótorhjóla- og snjósleðaíþróuttasamband Íslands[PDF]

Þingmál A437 (fjáraukalög 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 599 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-12-05 22:55:00 [HTML]

Þingmál A440 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (frumvarp) útbýtt þann 2018-12-06 21:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 682 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2018-12-12 15:58:00 [HTML]
Þingræður:
43. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-12-07 16:50:58 - [HTML]
50. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2018-12-13 17:48:57 - [HTML]

Þingmál A443 (íslenska sem opinbert mál á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2018-12-07 16:18:00 [HTML]

Þingmál A471 (þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 704 (frumvarp) útbýtt þann 2018-12-12 19:25:00 [HTML]

Þingmál A485 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 768 (frumvarp) útbýtt þann 2018-12-14 15:17:00 [HTML]

Þingmál A486 (meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-26 17:51:16 - [HTML]
70. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-02-26 19:13:54 - [HTML]
72. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2019-02-28 12:34:48 - [HTML]

Þingmál A493 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 809 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML]

Þingmál A494 (rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 810 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1597 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-23 19:22:00 [HTML]
Þingræður:
116. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-06-04 14:38:18 - [HTML]
118. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2019-06-06 10:58:03 - [HTML]
118. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-06 12:53:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4955 - Komudagur: 2019-04-03 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]

Þingmál A496 (meðferð einkamála og meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 812 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML]
Þingræður:
57. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-24 12:34:33 - [HTML]
80. þingfundur - Páll Magnússon (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-03-19 16:04:53 - [HTML]
80. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2019-03-19 16:33:19 - [HTML]

Þingmál A499 (fullgilding á uppfærðum fríverslunarsamningi milli EFTA-ríkjanna og Tyrklands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML]
Þingræður:
57. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-24 11:17:31 - [HTML]
67. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-02-19 15:23:03 - [HTML]

Þingmál A500 (fullgilding heildarsamnings um efnahagslega samvinnu milli EFTA-ríkjanna og Ekvador)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML]

Þingmál A501 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (frumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML]
Þingræður:
56. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-23 17:18:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4363 - Komudagur: 2019-02-12 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 4560 - Komudagur: 2019-03-04 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]

Þingmál A504 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 828 (frumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:41:00 [HTML]

Þingmál A509 (heilbrigðisstefna til ársins 2030)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-30 16:37:57 - [HTML]

Þingmál A513 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2019-02-21 15:07:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4841 - Komudagur: 2019-03-26 - Sendandi: Sigrún Júlíusdóttir[PDF]

Þingmál A522 (fríverslunarsamtök Evrópu og Evrópska efnahagssvæðið 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 852 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-01-29 13:22:00 [HTML]
Þingræður:
60. þingfundur - Smári McCarthy - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-31 14:56:52 - [HTML]

Þingmál A523 (norrænt samstarf 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 853 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-01-29 13:22:00 [HTML]

Þingmál A524 (NATO-þingið 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 854 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-01-29 13:22:00 [HTML]
Þingræður:
60. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-31 14:26:21 - [HTML]
60. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-31 14:50:30 - [HTML]

Þingmál A525 (alþjóðaþingmannasambandið 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 855 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-01-29 13:39:00 [HTML]
Þingræður:
60. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-31 15:11:09 - [HTML]

Þingmál A526 (norðurskautsmál 2018)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-31 12:52:41 - [HTML]

Þingmál A527 (ÖSE-þingið 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 858 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-01-30 14:46:00 [HTML]
Þingræður:
60. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-31 13:52:11 - [HTML]
60. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2019-01-31 14:15:20 - [HTML]

Þingmál A528 (Evrópuráðsþingið 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 859 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-01-30 15:36:00 [HTML]
Þingræður:
60. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-31 15:30:55 - [HTML]
60. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-01-31 15:41:47 - [HTML]
60. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-31 15:58:49 - [HTML]

Þingmál A529 (vestnorræna ráðið 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-01-29 13:22:00 [HTML]

Þingmál A530 (breyting á ýmsum lögum til innleiðingar á tilskipun (ESB) 2015/1794)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 862 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-01-31 15:17:00 [HTML]

Þingmál A533 (markviss fræðsla um kynjafræði, kynfrelsi, sjálfsákvörðunarrétt og þýðingu samþykkis í kynferðislegum samskiptum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 865 (þáltill.) útbýtt þann 2019-01-29 17:59:00 [HTML]

Þingmál A539 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 874 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-01-31 11:13:00 [HTML]

Þingmál A541 (heiti Einkaleyfastofunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1206 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-03-27 14:25:00 [HTML]
Þingræður:
87. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-04-01 16:27:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4752 - Komudagur: 2019-03-20 - Sendandi: Einkaleyfastofan[PDF]

Þingmál A543 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 896 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-06 14:45:00 [HTML]
Þingræður:
69. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-02-21 11:33:10 - [HTML]
69. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-02-21 11:42:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4518 - Komudagur: 2019-02-27 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 4696 - Komudagur: 2019-03-15 - Sendandi: Tabú, feminísk fötlunarhreyfing[PDF]
Dagbókarnúmer 4746 - Komudagur: 2019-03-20 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar[PDF]
Dagbókarnúmer 4769 - Komudagur: 2019-03-21 - Sendandi: Samtökin ´78[PDF]
Dagbókarnúmer 4774 - Komudagur: 2019-03-21 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 4809 - Komudagur: 2019-03-22 - Sendandi: BSRB[PDF]
Dagbókarnúmer 4813 - Komudagur: 2019-03-22 - Sendandi: Siðfræðistofnun Háskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 4832 - Komudagur: 2019-03-26 - Sendandi: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 4847 - Komudagur: 2019-03-26 - Sendandi: Hinsegin dagar í Reykjavík[PDF]

Þingmál A550 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 924 (frumvarp) útbýtt þann 2019-02-07 13:52:00 [HTML]

Þingmál A552 (skýrsla um nýtt áhættumat á innflutningi hunda)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-08 16:12:32 - [HTML]

Þingmál A554 (bann við notkun pálmaolíu í lífdísil á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 931 (þáltill.) útbýtt þann 2019-02-18 14:45:00 [HTML]

Þingmál A555 (vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 932 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-18 14:45:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5553 - Komudagur: 2019-05-14 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A557 (framkvæmd skólahalds í grunnskólum skólaárin 2010--2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 937 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-02-18 14:45:00 [HTML]

Þingmál A566 (Schengen-samstarfið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 951 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-02-19 13:14:00 [HTML]
Þingræður:
75. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2019-03-05 15:14:32 - [HTML]
75. þingfundur - Fjölnir Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-03-05 15:31:49 - [HTML]
75. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2019-03-05 15:37:41 - [HTML]
75. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-03-05 16:01:42 - [HTML]
75. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-03-05 16:13:20 - [HTML]
75. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-05 16:24:30 - [HTML]
75. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2019-03-05 16:38:01 - [HTML]
75. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-05 16:54:47 - [HTML]

Þingmál A612 (áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2019-03-25 17:03:08 - [HTML]

Þingmál A634 (rafræn auðkenning og traustþjónusta fyrir rafræn viðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1039 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-01 16:40:00 [HTML]

Þingmál A636 (milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1042 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-04 16:00:00 [HTML]

Þingmál A637 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4806 - Komudagur: 2019-03-22 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 5636 - Komudagur: 2019-05-24 - Sendandi: Arion banki hf.[PDF]

Þingmál A638 (bindandi álit í skattamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1044 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-04 16:50:00 [HTML]

Þingmál A639 (ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1045 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-04 17:30:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4836 - Komudagur: 2019-03-26 - Sendandi: Ferðamálastofa[PDF]
Dagbókarnúmer 4840 - Komudagur: 2019-03-26 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 4852 - Komudagur: 2019-03-28 - Sendandi: Sýn hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 4855 - Komudagur: 2019-03-28 - Sendandi: Síminn hf[PDF]
Dagbókarnúmer 4959 - Komudagur: 2019-04-03 - Sendandi: Netters[PDF]
Dagbókarnúmer 4962 - Komudagur: 2019-04-03 - Sendandi: Gagnaveita Reykjavíkur[PDF]
Dagbókarnúmer 5162 - Komudagur: 2019-04-26 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 5589 - Komudagur: 2019-05-17 - Sendandi: Síminn hf[PDF]

Þingmál A645 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4960 - Komudagur: 2019-04-03 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 4979 - Komudagur: 2019-04-05 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]

Þingmál A646 (búvörulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4914 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A647 (fiskeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-05 14:00:00 [HTML]
Þingræður:
78. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - Ræða hófst: 2019-03-11 15:07:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4881 - Komudagur: 2019-03-29 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 5613 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Tómas Hrafn Sveinsson[PDF]

Þingmál A649 (úrskurðaraðilar á sviði neytendamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5433 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]

Þingmál A658 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2019 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1071 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-03-06 16:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1307 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-04-08 14:50:00 [HTML]
Þingræður:
80. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-03-19 17:14:06 - [HTML]
80. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-19 17:15:39 - [HTML]
98. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-05-02 11:26:38 - [HTML]

Þingmál A667 (húsnæðisverð í verðvísitölum, verðtrygging og verðbólgumarkmið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1083 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-03-11 14:48:00 [HTML]

Þingmál A673 (nefndir, starfshópar, faghópar og ráð á vegum ráðuneytisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1483 (svar) útbýtt þann 2019-05-13 14:44:00 [HTML]

Þingmál A710 (taka gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-19 13:17:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4945 - Komudagur: 2019-04-02 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]

Þingmál A711 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-06-11 12:19:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5382 - Komudagur: 2019-05-04 - Sendandi: HIV Ísland[PDF]

Þingmál A716 (eldri eiðstafur dómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1398 (svar) útbýtt þann 2019-04-30 13:31:00 [HTML]

Þingmál A739 (póstþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5013 - Komudagur: 2019-04-09 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A750 (fjármálaáætlun 2020--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1181 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-03-23 12:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1929 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-20 00:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1948 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-20 12:41:00 [HTML]
Þingræður:
84. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-26 15:23:19 - [HTML]
85. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-03-27 15:43:58 - [HTML]
85. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-27 19:55:10 - [HTML]
85. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-27 19:57:22 - [HTML]
85. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2019-03-27 22:10:57 - [HTML]
85. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-03-27 23:06:37 - [HTML]
85. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-27 23:30:38 - [HTML]
85. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-27 23:35:12 - [HTML]
129. þingfundur - Birgir Þórarinsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2019-06-20 14:36:24 - [HTML]
129. þingfundur - Birgir Þórarinsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-20 15:42:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4994 - Komudagur: 2019-04-09 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 5537 - Komudagur: 2019-05-14 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 5550 - Komudagur: 2019-05-14 - Sendandi: Matís ohf.[PDF]

Þingmál A752 (kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1184 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-25 14:48:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5103 - Komudagur: 2019-04-23 - Sendandi: Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar[PDF]
Dagbókarnúmer 5481 - Komudagur: 2019-05-10 - Sendandi: Samtökin 78[PDF]

Þingmál A753 (matvæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1189 (frumvarp) útbýtt þann 2019-03-25 17:45:00 [HTML]
Þingræður:
103. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-05-13 20:11:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5643 - Komudagur: 2019-05-26 - Sendandi: Betri landbúnaður[PDF]
Dagbókarnúmer 5651 - Komudagur: 2019-05-28 - Sendandi: Karl G. Kristinsson[PDF]
Dagbókarnúmer 5664 - Komudagur: 2019-05-31 - Sendandi: Bændasamtök Íslands og Samband garðyrkjubænda[PDF]
Dagbókarnúmer 5709 - Komudagur: 2019-06-05 - Sendandi: Matvælastofnun[PDF]

Þingmál A754 (kostnaður vegna skipunar dómara við Landsrétt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1190 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-03-25 16:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2010 (svar) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML]

Þingmál A756 (breyting á lögreglulögum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1193 (frumvarp) útbýtt þann 2019-03-26 13:21:00 [HTML]

Þingmál A758 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1728 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-06 17:19:00 [HTML]
Þingræður:
120. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-06-11 16:24:17 - [HTML]
120. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-11 16:49:41 - [HTML]
120. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-11 16:51:59 - [HTML]
120. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2019-06-11 18:08:00 - [HTML]
120. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-11 18:28:32 - [HTML]
120. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-06-11 20:39:24 - [HTML]
123. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-06-14 15:04:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5392 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]

Þingmál A759 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1201 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-26 20:37:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5098 - Komudagur: 2019-04-23 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A763 (vátryggingarsamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-28 11:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1718 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1744 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-07 16:14:00 [HTML]

Þingmál A764 (dreifing vátrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1719 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-06-11 14:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1745 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-07 16:15:00 [HTML]

Þingmál A765 (sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1671 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-31 18:57:00 [HTML]
Þingræður:
122. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2019-06-13 18:33:46 - [HTML]
122. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-06-13 21:48:20 - [HTML]

Þingmál A766 (dýrasjúkdómar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1217 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1674 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2019-05-31 18:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1823 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-13 13:58:00 [HTML]
Þingræður:
88. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-02 15:04:07 - [HTML]
88. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-02 15:32:01 - [HTML]
88. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-02 15:46:04 - [HTML]
88. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-02 15:48:21 - [HTML]
88. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-02 15:53:29 - [HTML]
88. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-04-02 16:00:09 - [HTML]
88. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-02 16:30:49 - [HTML]
88. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2019-04-02 16:55:28 - [HTML]
88. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-04-02 17:10:37 - [HTML]
88. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-02 18:22:32 - [HTML]
88. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-02 18:27:10 - [HTML]
88. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2019-04-02 18:40:58 - [HTML]
88. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2019-04-02 18:48:22 - [HTML]
88. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-04-02 18:55:28 - [HTML]
88. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-04-02 19:05:23 - [HTML]
88. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-02 19:27:48 - [HTML]
88. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2019-04-02 19:30:07 - [HTML]
88. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-04-02 19:42:53 - [HTML]
88. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-04-02 19:57:23 - [HTML]
88. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-04-02 20:21:29 - [HTML]
88. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-02 20:41:51 - [HTML]
122. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-06-13 22:45:34 - [HTML]
122. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-13 23:00:49 - [HTML]
124. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-06-18 17:59:11 - [HTML]
126. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-06-19 17:30:10 - [HTML]
126. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2019-06-19 17:37:19 - [HTML]
126. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2019-06-19 18:07:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5091 - Komudagur: 2019-04-22 - Sendandi: Betri landbúnaður[PDF]
Dagbókarnúmer 5117 - Komudagur: 2019-04-24 - Sendandi: Félag eggjabænda[PDF]
Dagbókarnúmer 5224 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Samtök mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 5227 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Halldór Runólfsson[PDF]
Dagbókarnúmer 5229 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]
Dagbókarnúmer 5239 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 5240 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Húnavatnshreppur[PDF]
Dagbókarnúmer 5247 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Karl Gústaf Kristinsson[PDF]
Dagbókarnúmer 5264 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 5491 - Komudagur: 2019-05-10 - Sendandi: Eyjafjarðarsveit[PDF]

Þingmál A767 (samtök um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1224 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML]
Þingræður:
94. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-11 14:50:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5427 - Komudagur: 2019-05-07 - Sendandi: Veðurstofa Íslands[PDF]

Þingmál A772 (skráning einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5699 - Komudagur: 2019-06-04 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A776 (fiskveiðar utan lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
122. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-13 15:55:29 - [HTML]
124. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-06-18 14:11:26 - [HTML]
124. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-18 14:22:52 - [HTML]
124. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-18 14:25:03 - [HTML]
124. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-18 14:26:49 - [HTML]
125. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-19 11:07:10 - [HTML]

Þingmál A777 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1504 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-13 18:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1525 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-14 16:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2041 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2019-08-28 10:17:00 [HTML]
Þingræður:
90. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-04-08 17:20:31 - [HTML]
90. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-08 17:39:03 - [HTML]
90. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-04-08 17:50:09 - [HTML]
90. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-08 18:00:11 - [HTML]
90. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-08 18:06:50 - [HTML]
90. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2019-04-08 18:09:18 - [HTML]
90. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-08 18:24:19 - [HTML]
90. þingfundur - Una María Óskarsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-08 18:36:25 - [HTML]
90. þingfundur - Una María Óskarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-08 18:46:35 - [HTML]
90. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-08 18:55:35 - [HTML]
91. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2019-04-09 14:16:52 - [HTML]
91. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 14:27:16 - [HTML]
91. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 14:28:55 - [HTML]
91. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 14:36:49 - [HTML]
91. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-04-09 14:43:59 - [HTML]
91. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 14:59:25 - [HTML]
91. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 15:13:53 - [HTML]
91. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-04-09 15:16:37 - [HTML]
91. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 15:28:19 - [HTML]
91. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 15:39:26 - [HTML]
91. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-09 15:48:07 - [HTML]
91. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - Ræða hófst: 2019-04-09 16:17:45 - [HTML]
91. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-04-09 16:41:47 - [HTML]
91. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 17:10:34 - [HTML]
91. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2019-04-09 17:12:27 - [HTML]
91. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 17:25:03 - [HTML]
91. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-09 17:28:15 - [HTML]
91. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2019-04-09 17:48:21 - [HTML]
91. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2019-04-09 18:16:48 - [HTML]
91. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 18:29:32 - [HTML]
91. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 18:40:48 - [HTML]
91. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2019-04-09 18:52:15 - [HTML]
91. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-04-09 19:02:46 - [HTML]
91. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-09 19:21:19 - [HTML]
91. þingfundur - Páll Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 19:50:51 - [HTML]
91. þingfundur - Páll Magnússon - Ræða hófst: 2019-04-09 20:07:23 - [HTML]
91. þingfundur - Páll Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-09 20:27:10 - [HTML]
91. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2019-04-09 20:39:08 - [HTML]
91. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-04-09 21:39:59 - [HTML]
104. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-14 16:26:35 - [HTML]
104. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-14 17:14:51 - [HTML]
104. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2019-05-14 18:06:12 - [HTML]
104. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2019-05-14 18:43:28 - [HTML]
104. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-14 19:10:27 - [HTML]
104. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-14 19:51:11 - [HTML]
104. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-14 20:19:41 - [HTML]
104. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2019-05-14 20:57:39 - [HTML]
104. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-05-14 22:18:37 - [HTML]
104. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-14 22:39:24 - [HTML]
104. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-14 22:41:13 - [HTML]
105. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-15 16:12:55 - [HTML]
105. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-05-15 16:53:30 - [HTML]
105. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-15 17:25:30 - [HTML]
105. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-05-15 17:31:01 - [HTML]
105. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-15 17:56:56 - [HTML]
105. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-15 18:07:58 - [HTML]
105. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-15 18:09:13 - [HTML]
105. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-15 18:33:40 - [HTML]
105. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-15 18:37:02 - [HTML]
105. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-15 18:46:31 - [HTML]
105. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2019-05-15 18:51:20 - [HTML]
105. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-05-15 20:30:10 - [HTML]
105. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-15 20:50:38 - [HTML]
105. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-15 21:03:57 - [HTML]
105. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-15 21:10:31 - [HTML]
105. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-05-15 21:12:01 - [HTML]
105. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-15 21:37:22 - [HTML]
105. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-05-15 22:15:42 - [HTML]
105. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2019-05-15 23:18:28 - [HTML]
105. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-15 23:40:18 - [HTML]
105. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-15 23:44:50 - [HTML]
105. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-15 23:45:51 - [HTML]
105. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-15 23:48:13 - [HTML]
105. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-15 23:49:53 - [HTML]
105. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-16 00:20:39 - [HTML]
105. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2019-05-16 00:26:08 - [HTML]
105. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-05-16 02:04:38 - [HTML]
105. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-16 02:20:25 - [HTML]
105. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-16 02:23:14 - [HTML]
105. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-16 02:25:31 - [HTML]
105. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-16 02:36:43 - [HTML]
105. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-16 02:38:05 - [HTML]
105. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-16 03:34:58 - [HTML]
105. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-16 04:23:26 - [HTML]
105. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-16 04:25:49 - [HTML]
105. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-16 04:28:12 - [HTML]
105. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-16 04:36:59 - [HTML]
105. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-16 04:55:57 - [HTML]
105. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-05-16 05:21:01 - [HTML]
105. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-16 05:45:29 - [HTML]
105. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-16 05:58:33 - [HTML]
105. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-16 06:02:08 - [HTML]
105. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-16 06:10:32 - [HTML]
106. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2019-05-20 17:43:38 - [HTML]
106. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 20:28:55 - [HTML]
106. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2019-05-20 20:44:21 - [HTML]
106. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 21:09:27 - [HTML]
106. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 21:12:25 - [HTML]
106. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 21:16:03 - [HTML]
106. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-05-20 22:05:55 - [HTML]
106. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 22:21:06 - [HTML]
106. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 22:23:06 - [HTML]
106. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 22:27:38 - [HTML]
106. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 22:56:29 - [HTML]
106. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 23:40:31 - [HTML]
106. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-05-20 23:47:49 - [HTML]
106. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 23:53:26 - [HTML]
106. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 23:55:36 - [HTML]
106. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 23:58:10 - [HTML]
106. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-20 23:59:29 - [HTML]
106. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-21 00:15:56 - [HTML]
106. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-05-21 00:43:18 - [HTML]
106. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 00:49:05 - [HTML]
106. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 00:58:31 - [HTML]
106. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 01:00:39 - [HTML]
106. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 01:07:44 - [HTML]
106. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 01:46:26 - [HTML]
106. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 02:18:33 - [HTML]
106. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 02:41:05 - [HTML]
106. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 03:03:27 - [HTML]
106. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 03:08:25 - [HTML]
106. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 03:10:41 - [HTML]
106. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 03:13:06 - [HTML]
106. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-05-21 04:22:52 - [HTML]
106. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 04:40:27 - [HTML]
106. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 05:08:59 - [HTML]
107. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-21 14:39:03 - [HTML]
107. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 15:43:56 - [HTML]
107. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2019-05-21 15:53:15 - [HTML]
107. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 16:18:21 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 17:01:32 - [HTML]
107. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 17:28:28 - [HTML]
107. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-21 17:30:59 - [HTML]
107. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 17:45:55 - [HTML]
107. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 18:02:53 - [HTML]
107. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 18:16:41 - [HTML]
107. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 18:21:15 - [HTML]
107. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 18:22:38 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-05-21 18:39:15 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 18:51:30 - [HTML]
107. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 19:57:53 - [HTML]
107. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-05-21 19:59:15 - [HTML]
107. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 20:13:28 - [HTML]
107. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 20:19:54 - [HTML]
107. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-21 20:24:49 - [HTML]
107. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 20:34:55 - [HTML]
107. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 21:04:33 - [HTML]
107. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 21:06:48 - [HTML]
107. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 21:37:47 - [HTML]
107. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 21:54:59 - [HTML]
107. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 22:02:49 - [HTML]
107. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 22:24:23 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 22:52:09 - [HTML]
107. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 23:15:51 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-05-21 23:29:21 - [HTML]
107. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 23:34:43 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-21 23:41:33 - [HTML]
107. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 00:34:42 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 01:48:10 - [HTML]
107. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-05-22 01:58:19 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 02:03:46 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 02:08:18 - [HTML]
107. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 02:12:08 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 02:42:58 - [HTML]
107. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-05-22 04:26:56 - [HTML]
107. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 04:34:53 - [HTML]
107. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 04:39:30 - [HTML]
107. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-05-22 05:16:26 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 05:26:41 - [HTML]
107. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-05-22 05:58:36 - [HTML]
107. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 06:04:08 - [HTML]
107. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 07:07:20 - [HTML]
107. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 07:20:31 - [HTML]
107. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2019-05-22 07:25:07 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 08:01:12 - [HTML]
108. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-22 15:47:21 - [HTML]
108. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 16:20:00 - [HTML]
108. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 16:24:32 - [HTML]
108. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 16:31:16 - [HTML]
108. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-05-22 16:37:37 - [HTML]
108. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 17:03:09 - [HTML]
108. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 17:06:38 - [HTML]
108. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 17:13:37 - [HTML]
108. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 17:15:49 - [HTML]
108. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 20:07:00 - [HTML]
108. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-05-22 20:12:09 - [HTML]
108. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-05-22 20:39:01 - [HTML]
108. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 20:58:00 - [HTML]
108. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 21:44:52 - [HTML]
108. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 21:47:02 - [HTML]
108. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 21:51:25 - [HTML]
108. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-22 21:53:37 - [HTML]
108. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 21:58:54 - [HTML]
108. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 22:14:56 - [HTML]
108. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 22:29:47 - [HTML]
108. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 22:47:20 - [HTML]
108. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 23:01:17 - [HTML]
108. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-22 23:06:00 - [HTML]
108. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 23:11:40 - [HTML]
108. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-22 23:17:39 - [HTML]
108. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 00:40:07 - [HTML]
108. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 00:44:37 - [HTML]
108. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 01:40:12 - [HTML]
108. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 01:54:34 - [HTML]
108. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 02:05:55 - [HTML]
108. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 02:08:16 - [HTML]
108. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 02:10:37 - [HTML]
108. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-23 02:13:08 - [HTML]
108. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-05-23 02:28:18 - [HTML]
108. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 02:39:01 - [HTML]
108. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 03:01:45 - [HTML]
108. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 03:46:08 - [HTML]
108. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 04:08:35 - [HTML]
108. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 05:18:57 - [HTML]
108. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 05:21:05 - [HTML]
108. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 05:46:44 - [HTML]
109. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-23 15:31:40 - [HTML]
109. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 15:38:42 - [HTML]
109. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2019-05-23 15:57:40 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-05-23 16:09:39 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 16:17:31 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 16:26:40 - [HTML]
109. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-23 16:33:17 - [HTML]
109. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 16:55:18 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 18:11:35 - [HTML]
109. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-05-23 21:01:37 - [HTML]
109. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 21:09:18 - [HTML]
109. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 22:05:23 - [HTML]
109. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-23 22:13:11 - [HTML]
109. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 22:23:26 - [HTML]
109. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 22:39:28 - [HTML]
109. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-23 22:57:19 - [HTML]
109. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-23 23:00:51 - [HTML]
109. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-23 23:23:01 - [HTML]
109. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 00:06:57 - [HTML]
109. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 00:13:56 - [HTML]
109. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-24 01:08:28 - [HTML]
109. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 01:37:46 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 01:40:09 - [HTML]
109. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-05-24 01:56:32 - [HTML]
109. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-24 02:19:20 - [HTML]
109. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 02:24:41 - [HTML]
109. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 02:26:56 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-05-24 03:15:00 - [HTML]
109. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 04:16:12 - [HTML]
109. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 04:19:44 - [HTML]
109. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 04:27:56 - [HTML]
109. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 04:48:11 - [HTML]
109. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 05:55:24 - [HTML]
109. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-24 06:06:39 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 06:23:19 - [HTML]
109. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-05-24 06:33:09 - [HTML]
109. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 08:01:26 - [HTML]
109. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 08:27:23 - [HTML]
109. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 08:44:59 - [HTML]
109. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 08:47:12 - [HTML]
110. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 15:39:07 - [HTML]
110. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 15:54:39 - [HTML]
110. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-24 16:00:36 - [HTML]
110. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-05-24 16:12:50 - [HTML]
110. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-24 16:40:19 - [HTML]
110. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2019-05-24 17:02:28 - [HTML]
110. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 18:07:05 - [HTML]
110. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 21:18:44 - [HTML]
110. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 21:51:35 - [HTML]
110. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-24 21:59:39 - [HTML]
110. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-24 23:03:40 - [HTML]
110. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 23:11:41 - [HTML]
110. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 23:20:25 - [HTML]
110. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-24 23:41:27 - [HTML]
110. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 00:54:02 - [HTML]
110. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 01:00:13 - [HTML]
110. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-05-25 01:40:40 - [HTML]
110. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-25 04:08:40 - [HTML]
110. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 04:16:12 - [HTML]
110. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 04:25:15 - [HTML]
110. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 04:42:12 - [HTML]
110. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-05-25 05:06:29 - [HTML]
110. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 05:19:09 - [HTML]
110. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-25 06:07:18 - [HTML]
110. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 06:15:02 - [HTML]
110. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 06:19:21 - [HTML]
110. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 06:21:35 - [HTML]
110. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 06:23:59 - [HTML]
110. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 06:35:41 - [HTML]
110. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-25 07:40:57 - [HTML]
110. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 07:52:31 - [HTML]
110. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 07:54:48 - [HTML]
110. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 07:59:22 - [HTML]
110. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 08:01:34 - [HTML]
110. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 08:14:13 - [HTML]
110. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-25 09:54:27 - [HTML]
111. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-27 16:39:12 - [HTML]
111. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 16:44:36 - [HTML]
111. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 16:46:52 - [HTML]
111. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 17:10:42 - [HTML]
111. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 17:20:11 - [HTML]
111. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 17:34:49 - [HTML]
111. þingfundur - Olga Margrét Cilia - Ræða hófst: 2019-05-27 19:45:33 - [HTML]
111. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 20:20:13 - [HTML]
111. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-05-27 20:38:32 - [HTML]
111. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 21:17:37 - [HTML]
111. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 21:19:52 - [HTML]
111. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 21:21:57 - [HTML]
111. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 21:31:54 - [HTML]
111. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-27 21:47:49 - [HTML]
111. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 22:09:01 - [HTML]
111. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-27 22:35:03 - [HTML]
111. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 22:42:40 - [HTML]
111. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-05-27 23:21:39 - [HTML]
111. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-27 23:34:01 - [HTML]
111. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 00:16:55 - [HTML]
111. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 00:23:50 - [HTML]
111. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 00:30:19 - [HTML]
111. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 01:10:44 - [HTML]
111. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 02:38:35 - [HTML]
111. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 02:45:37 - [HTML]
111. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-05-28 02:55:20 - [HTML]
111. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 03:00:52 - [HTML]
111. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 03:09:40 - [HTML]
111. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 03:16:20 - [HTML]
111. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-05-28 03:42:20 - [HTML]
111. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 05:16:20 - [HTML]
111. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-05-28 05:23:33 - [HTML]
112. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2019-05-28 11:08:15 - [HTML]
112. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-28 11:46:19 - [HTML]
112. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 12:03:15 - [HTML]
112. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 12:05:25 - [HTML]
112. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 12:07:26 - [HTML]
112. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 12:17:54 - [HTML]
112. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 12:53:38 - [HTML]
112. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-28 13:40:08 - [HTML]
112. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-05-28 14:02:39 - [HTML]
112. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 14:29:33 - [HTML]
112. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 14:55:17 - [HTML]
112. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 15:48:38 - [HTML]
112. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 16:18:27 - [HTML]
112. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 17:06:33 - [HTML]
112. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 17:11:00 - [HTML]
112. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-05-28 17:22:11 - [HTML]
112. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 17:27:33 - [HTML]
112. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 17:32:05 - [HTML]
112. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 17:34:15 - [HTML]
112. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 17:38:46 - [HTML]
112. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 17:51:10 - [HTML]
112. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-28 18:09:41 - [HTML]
112. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 18:17:13 - [HTML]
112. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 18:19:36 - [HTML]
112. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 18:21:44 - [HTML]
112. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 18:31:01 - [HTML]
112. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 21:06:16 - [HTML]
112. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 23:38:37 - [HTML]
112. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 23:43:23 - [HTML]
112. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-28 23:51:11 - [HTML]
112. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-05-29 00:24:11 - [HTML]
112. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 00:44:33 - [HTML]
112. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2019-05-29 01:49:37 - [HTML]
112. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 02:32:01 - [HTML]
112. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 02:34:21 - [HTML]
112. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 02:42:08 - [HTML]
112. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 02:44:25 - [HTML]
112. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 02:46:51 - [HTML]
112. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 03:41:16 - [HTML]
112. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 03:48:34 - [HTML]
112. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 03:59:38 - [HTML]
112. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 04:54:05 - [HTML]
112. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2019-05-29 05:03:25 - [HTML]
112. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 05:35:28 - [HTML]
112. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 06:00:37 - [HTML]
112. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 06:30:20 - [HTML]
112. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 07:37:38 - [HTML]
112. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 07:59:12 - [HTML]
112. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 08:47:21 - [HTML]
112. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-05-29 10:31:27 - [HTML]
117. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-05 16:45:49 - [HTML]
117. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-05 17:53:35 - [HTML]
117. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-05 18:19:32 - [HTML]
117. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-06-05 18:24:31 - [HTML]
117. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-05 18:30:04 - [HTML]
117. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-05 18:47:24 - [HTML]
117. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-06-05 19:18:26 - [HTML]
117. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-05 19:43:50 - [HTML]
130. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 11:34:00 - [HTML]
130. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 11:36:30 - [HTML]
130. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2019-08-28 11:45:11 - [HTML]
130. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2019-08-28 12:04:52 - [HTML]
130. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 12:16:49 - [HTML]
130. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 12:18:20 - [HTML]
130. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 12:19:29 - [HTML]
130. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 12:31:15 - [HTML]
130. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 12:32:19 - [HTML]
130. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 12:33:35 - [HTML]
130. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 13:06:13 - [HTML]
130. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-08-28 13:09:01 - [HTML]
130. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-08-28 13:38:44 - [HTML]
130. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-08-28 14:09:43 - [HTML]
130. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 14:20:07 - [HTML]
130. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 14:26:10 - [HTML]
130. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 14:54:35 - [HTML]
130. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 14:55:47 - [HTML]
130. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-08-28 15:15:20 - [HTML]
130. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 15:30:44 - [HTML]
130. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - Ræða hófst: 2019-08-28 15:35:44 - [HTML]
130. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 16:35:57 - [HTML]
130. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-28 16:40:28 - [HTML]
130. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-08-28 17:58:22 - [HTML]
130. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2019-08-28 18:18:33 - [HTML]
130. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2019-08-28 18:31:57 - [HTML]
130. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-08-28 19:09:28 - [HTML]
132. þingfundur - Halldóra Mogensen - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-09-02 10:43:23 - [HTML]
132. þingfundur - Inga Sæland - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-09-02 10:45:37 - [HTML]
132. þingfundur - Inga Sæland - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2019-09-02 11:02:59 - [HTML]
132. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2019-09-02 11:04:00 - [HTML]
132. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2019-09-02 11:10:54 - [HTML]
132. þingfundur - Birgir Þórarinsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2019-09-02 11:17:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5066 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Viðar Guðjohnsen[PDF]
Dagbókarnúmer 5089 - Komudagur: 2019-04-19 - Sendandi: Jón Baldvin Hannibalsson[PDF]
Dagbókarnúmer 5090 - Komudagur: 2019-04-19 - Sendandi: Elías B. Elíasson og Jónas Elíasson[PDF]
Dagbókarnúmer 5139 - Komudagur: 2019-04-24 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 5170 - Komudagur: 2019-04-26 - Sendandi: Steindór Sigursteinsson[PDF]
Dagbókarnúmer 5171 - Komudagur: 2019-04-26 - Sendandi: Grímsnes- og Grafningshreppur[PDF]
Dagbókarnúmer 5187 - Komudagur: 2019-04-29 - Sendandi: Birgir Örn Steingrímsson[PDF]
Dagbókarnúmer 5190 - Komudagur: 2019-04-29 - Sendandi: Landssamband bakarameistara[PDF]
Dagbókarnúmer 5197 - Komudagur: 2019-04-29 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 5209 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Gunnar Guttormsson[PDF]
Dagbókarnúmer 5213 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Steinar Ingimar Halldórsson[PDF]
Dagbókarnúmer 5235 - Komudagur: 2019-04-16 - Sendandi: Þorsteinn Ásgeirsson[PDF]
Dagbókarnúmer 5259 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Landsnet hf[PDF]
Dagbókarnúmer 5285 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Eyjólfur Ármannsson[PDF]
Dagbókarnúmer 5308 - Komudagur: 2019-04-29 - Sendandi: Ögmundur Jónasson[PDF]
Dagbókarnúmer 5337 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 5345 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 5363 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: HS Orka hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 5384 - Komudagur: 2019-05-05 - Sendandi: Hilmar Gunnlaugsson[PDF]
Dagbókarnúmer 5397 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 5405 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 5454 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]
Dagbókarnúmer 5466 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Landssamband bakarameistara[PDF]

Þingmál A778 (Þjóðgarðastofnun og þjóðgarðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1238 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML]
Þingræður:
94. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-11 17:59:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5463 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A780 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1240 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5614 - Komudagur: 2019-05-22 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A782 (raforkulög og Orkustofnun)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-09 21:52:38 - [HTML]
91. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2019-04-09 22:34:19 - [HTML]
91. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-04-09 23:14:43 - [HTML]
131. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-08-29 10:35:38 - [HTML]
131. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 11:09:35 - [HTML]
131. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 11:33:29 - [HTML]
131. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 13:15:24 - [HTML]
131. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2019-08-29 13:19:51 - [HTML]
131. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 13:40:39 - [HTML]
131. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 13:55:11 - [HTML]
131. þingfundur - Páll Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 13:57:10 - [HTML]
131. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 13:58:33 - [HTML]
131. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 14:39:31 - [HTML]
131. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 14:44:15 - [HTML]
131. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 14:53:11 - [HTML]
131. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-08-29 14:56:33 - [HTML]
131. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 15:33:33 - [HTML]
131. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2019-08-29 15:36:21 - [HTML]
131. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 16:12:38 - [HTML]
131. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2019-08-29 16:15:11 - [HTML]
131. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 16:37:23 - [HTML]
131. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 16:41:44 - [HTML]
131. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-08-29 17:26:40 - [HTML]
131. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 17:51:43 - [HTML]
131. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 17:56:27 - [HTML]
131. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 18:36:27 - [HTML]
131. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-08-29 18:38:54 - [HTML]
131. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2019-08-29 18:57:19 - [HTML]
131. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2019-08-29 19:15:16 - [HTML]
131. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-08-29 19:28:46 - [HTML]
132. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2019-09-02 11:43:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5069 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 5138 - Komudagur: 2019-04-24 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 5172 - Komudagur: 2019-04-28 - Sendandi: Bjarni Jónsson[PDF]
Dagbókarnúmer 5208 - Komudagur: 2019-04-30 - Sendandi: Gunnar Guttormsson[PDF]
Dagbókarnúmer 5327 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 5334 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Landsnet hf[PDF]
Dagbókarnúmer 5340 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 5366 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: HS Orka hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 5385 - Komudagur: 2019-05-05 - Sendandi: Hilmar Gunnlaugsson[PDF]
Dagbókarnúmer 5398 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 5406 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 5516 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Eyjólfur Ármannsson[PDF]

Þingmál A784 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-10 20:41:22 - [HTML]

Þingmál A785 (félög til almannaheilla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1245 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5312 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga[PDF]
Dagbókarnúmer 5476 - Komudagur: 2019-05-09 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 5620 - Komudagur: 2019-05-23 - Sendandi: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 5627 - Komudagur: 2019-05-23 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A788 (dómtúlkar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1249 (þáltill.) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML]

Þingmál A790 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1251 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1671 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-05-31 18:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1873 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1935 (lög í heild) útbýtt þann 2019-06-20 01:57:00 [HTML]
Þingræður:
87. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-01 19:31:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5088 - Komudagur: 2019-04-18 - Sendandi: Ásgeir Brynjar Torfason[PDF]
Dagbókarnúmer 5460 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Lánamál ríkisins[PDF]

Þingmál A791 (breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1252 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-04-01 13:20:00 [HTML]
Þingræður:
91. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-09 23:56:11 - [HTML]
132. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2019-09-02 12:16:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5070 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 5137 - Komudagur: 2019-04-24 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 5328 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 5335 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Landsnet hf[PDF]
Dagbókarnúmer 5338 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 5364 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: HS Orka hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 5386 - Komudagur: 2019-05-05 - Sendandi: Hilmar Gunnlaugsson[PDF]
Dagbókarnúmer 5399 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 5407 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 5514 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Eyjólfur Ármannsson[PDF]

Þingmál A792 (raforkulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1253 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-01 13:20:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5071 - Komudagur: 2019-04-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 5136 - Komudagur: 2019-04-24 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 5329 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 5336 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Landsnet hf[PDF]
Dagbókarnúmer 5339 - Komudagur: 2019-05-02 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 5365 - Komudagur: 2019-05-03 - Sendandi: HS Orka hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 5387 - Komudagur: 2019-05-05 - Sendandi: Hilmar Gunnlaugsson[PDF]
Dagbókarnúmer 5400 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 5408 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 5515 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Eyjólfur Ármannsson[PDF]

Þingmál A796 (almenn hegningarlög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1257 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML]

Þingmál A797 (höfundalög)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-11 15:06:09 - [HTML]

Þingmál A798 (lýðskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1259 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML]

Þingmál A799 (sameiginleg umsýsla höfundarréttar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1260 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML]

Þingmál A801 (menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1262 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1909 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-19 16:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1939 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-08-16 12:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1942 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-06-20 02:22:00 [HTML]
Þingræður:
93. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-10 22:00:13 - [HTML]
93. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2019-04-10 22:43:59 - [HTML]
126. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-06-19 20:25:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5395 - Komudagur: 2019-05-06 - Sendandi: Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum[PDF]
Dagbókarnúmer 5662 - Komudagur: 2019-05-29 - Sendandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A802 (þjóðgarðurinn á Þingvöllum)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2019-06-11 23:11:26 - [HTML]

Þingmál A805 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1266 (frumvarp) útbýtt þann 2019-04-09 13:16:00 [HTML]

Þingmál A812 (viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1482 (svar) útbýtt þann 2019-05-13 14:44:00 [HTML]

Þingmál A821 (friðlýsingar)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2019-05-13 16:39:05 - [HTML]

Þingmál A838 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1334 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-10 14:39:00 [HTML]

Þingmál A860 (bætur vegna ærumeiðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1361 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-04-26 11:44:00 [HTML]

Þingmál A863 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1384 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-04-26 11:44:00 [HTML]
Þingræður:
97. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-04-30 14:06:54 - [HTML]
97. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2019-04-30 14:46:46 - [HTML]
97. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2019-04-30 15:09:25 - [HTML]
97. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-30 15:26:54 - [HTML]
97. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-30 15:33:47 - [HTML]
97. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-30 15:58:48 - [HTML]
97. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-30 16:14:17 - [HTML]
97. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-04-30 16:35:32 - [HTML]
97. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-30 16:48:17 - [HTML]
97. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-04-30 16:53:27 - [HTML]

Þingmál A873 (óbyggð víðerni og friðlýsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1416 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-05-02 17:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1807 (svar) útbýtt þann 2019-06-28 15:39:00 [HTML]

Þingmál A911 (Grænn sáttmáli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1531 (þáltill.) útbýtt þann 2019-05-15 18:28:00 [HTML]

Þingmál A918 (ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1540 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-05-20 14:53:00 [HTML]

Þingmál A919 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1541 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-05-20 14:53:00 [HTML]

Þingmál A934 (útgjöld og notkun á almennum og sérsmíðuðum hugbúnaði hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2077 (svar) útbýtt þann 2019-09-06 14:35:00 [HTML]

Þingmál A953 (breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-04 00:16:54 - [HTML]
115. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-06-04 00:23:32 - [HTML]

Þingmál A959 (bygging hátæknisorpbrennslustöðvar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1698 (þáltill.) útbýtt þann 2019-06-04 14:12:00 [HTML]

Þingmál A960 (framkvæmd samgönguáætlunar 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1701 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-06-04 11:09:00 [HTML]

Þingmál A965 (úttekt á aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air hf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1774 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2019-06-11 16:53:00 [HTML]

Þingmál A980 (skipan nefndar til að meta stöðu og gera tillögur um framtíð Íslands í svæðisbundinni, fjölþjóðlegri samvinnu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1845 (þáltill.) útbýtt þann 2019-06-14 16:09:00 [HTML]

Þingmál A1018 (lögheimilisskráning barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2052 (svar) útbýtt þann 2019-08-29 18:09:00 [HTML]

Þingmál B11 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2018-09-12 19:33:28 - [HTML]

Þingmál B34 ()[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-09-19 15:15:40 - [HTML]

Þingmál B44 ()[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2018-09-20 11:07:45 - [HTML]

Þingmál B58 (ópíóíðafaraldur og aðgerðir til að stemma stigu við honum)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-09-25 14:32:35 - [HTML]

Þingmál B69 (fjöldi háskólamenntaðra)[HTML]

Þingræður:
12. þingfundur - Sigríður María Egilsdóttir - Ræða hófst: 2018-09-27 10:57:27 - [HTML]
12. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2018-09-27 11:01:29 - [HTML]

Þingmál B103 ()[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2018-10-10 15:23:12 - [HTML]

Þingmál B115 (málefni öryrkja)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2018-10-11 11:46:32 - [HTML]

Þingmál B126 (deilur Rússa við Evrópuráðið)[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-10-15 15:19:58 - [HTML]

Þingmál B142 ()[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2018-10-17 15:25:44 - [HTML]

Þingmál B149 (staða krónunnar)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2018-10-18 10:37:13 - [HTML]

Þingmál B152 (fátækt)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2018-10-18 10:59:57 - [HTML]

Þingmál B155 ()[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-18 12:10:53 - [HTML]
22. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-18 12:12:34 - [HTML]
22. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-18 12:15:25 - [HTML]
22. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2018-10-18 15:40:15 - [HTML]
22. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-18 16:00:21 - [HTML]
22. þingfundur - Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-18 16:31:22 - [HTML]
22. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2018-10-18 17:46:30 - [HTML]

Þingmál B163 (birting upplýsinga)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2018-10-23 13:58:39 - [HTML]

Þingmál B178 (birting dóma og nafna í ákveðnum dómsmálum)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-10-25 10:46:07 - [HTML]

Þingmál B184 ()[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2018-10-25 14:41:33 - [HTML]
25. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2018-10-25 15:38:21 - [HTML]

Þingmál B198 (öryggis- og varnarmál)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-11-05 15:45:35 - [HTML]
26. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-11-05 15:51:08 - [HTML]
26. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2018-11-05 16:06:07 - [HTML]
26. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-05 16:13:09 - [HTML]

Þingmál B204 ()[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-06 13:56:53 - [HTML]

Þingmál B207 ()[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - Ræða hófst: 2018-11-07 15:10:42 - [HTML]
28. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2018-11-07 15:27:39 - [HTML]
28. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-07 15:29:58 - [HTML]

Þingmál B223 (EES-samningurinn)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2018-11-12 15:13:48 - [HTML]

Þingmál B230 (eignarhald á bújörðum)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2018-11-12 16:16:22 - [HTML]

Þingmál B262 (ályktanir miðstjórnar Framsóknarflokksins)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - Ræða hófst: 2018-11-20 14:06:45 - [HTML]

Þingmál B300 (staða íslensku millilandaflugfélaganna og eftirlitshlutverk Samgöngustofu)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-11-26 15:48:55 - [HTML]

Þingmál B304 ()[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2018-11-27 13:35:03 - [HTML]

Þingmál B330 ()[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2018-12-04 13:52:11 - [HTML]

Þingmál B384 ()[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2018-12-12 15:22:21 - [HTML]

Þingmál B399 (Íslandspóstur)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-12-13 13:49:22 - [HTML]

Þingmál B437 ()[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2018-12-11 20:36:13 - [HTML]

Þingmál B442 ()[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-21 15:33:34 - [HTML]
54. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2019-01-21 15:56:23 - [HTML]
54. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-21 16:05:34 - [HTML]
54. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2019-01-21 16:54:53 - [HTML]
54. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-21 18:49:55 - [HTML]

Þingmál B463 ()[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2019-01-23 15:19:38 - [HTML]

Þingmál B477 (staða lýðræðislegra kosninga)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-01-29 13:34:32 - [HTML]

Þingmál B479 (geðheilbrigðisþjónusta fyrir fanga)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-01-29 13:47:04 - [HTML]

Þingmál B484 ()[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-01-29 14:51:05 - [HTML]
58. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-01-29 15:34:26 - [HTML]
58. þingfundur - Ásgerður K. Gylfadóttir - Ræða hófst: 2019-01-29 17:13:30 - [HTML]
58. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2019-01-29 18:10:26 - [HTML]
58. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2019-01-29 18:30:36 - [HTML]

Þingmál B489 ()[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-01-30 15:13:10 - [HTML]
59. þingfundur - Bjartur Aðalbjörnsson - Ræða hófst: 2019-01-30 15:34:31 - [HTML]

Þingmál B515 ()[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-02-06 15:20:25 - [HTML]

Þingmál B529 (gildi nýsköpunar fyrir íslenskt samfélag)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2019-02-07 11:43:38 - [HTML]

Þingmál B540 (samstarf við utanríkismálanefnd um öryggismál)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-02-18 15:22:47 - [HTML]

Þingmál B552 (heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-02-19 14:09:16 - [HTML]

Þingmál B600 ()[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-02-28 10:41:04 - [HTML]

Þingmál B631 ()[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Álfheiður Eymarsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-06 15:17:34 - [HTML]

Þingmál B639 (innflutningur á hráu kjöti)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-07 10:49:35 - [HTML]

Þingmál B656 ()[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-18 14:06:12 - [HTML]
79. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-03-18 14:25:59 - [HTML]
79. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-03-18 14:38:26 - [HTML]
79. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-03-18 14:42:38 - [HTML]
79. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-03-18 14:44:06 - [HTML]
79. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-03-18 14:53:13 - [HTML]
79. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2019-03-18 14:57:54 - [HTML]
79. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2019-03-18 15:04:51 - [HTML]
79. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2019-03-18 15:13:03 - [HTML]
79. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-18 15:21:00 - [HTML]
79. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-03-18 15:36:04 - [HTML]
79. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-03-18 15:42:33 - [HTML]
79. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2019-03-18 15:51:43 - [HTML]
79. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-03-18 15:59:55 - [HTML]
79. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-03-18 16:05:09 - [HTML]
79. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-18 16:12:24 - [HTML]
79. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2019-03-18 16:18:40 - [HTML]
79. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2019-03-18 16:25:00 - [HTML]
79. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-03-18 16:30:38 - [HTML]
79. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2019-03-18 16:44:32 - [HTML]
79. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-18 16:48:04 - [HTML]

Þingmál B669 (staða Íslands í neytendamálum)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2019-03-19 14:30:32 - [HTML]

Þingmál B674 ()[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-03-20 15:04:10 - [HTML]
81. þingfundur - Sigríður María Egilsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-20 15:06:43 - [HTML]

Þingmál B694 (þriðji orkupakkinn)[HTML]

Þingræður:
83. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-03-25 15:22:39 - [HTML]

Þingmál B707 (viðbrögð ríkisstjórnarinnar við gjaldþroti WOW air)[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-01 15:21:34 - [HTML]

Þingmál B723 (fyrirvari við þriðja orkupakkann)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2019-04-08 15:23:09 - [HTML]

Þingmál B740 ()[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - Ræða hófst: 2019-04-10 15:16:21 - [HTML]
92. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2019-04-10 15:32:52 - [HTML]

Þingmál B761 (innleiðing þriðja orkupakkans)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2019-04-29 15:03:01 - [HTML]
95. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-04-29 15:08:55 - [HTML]

Þingmál B762 (staða Landsréttar)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-29 15:10:40 - [HTML]
95. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-04-29 15:13:05 - [HTML]

Þingmál B781 (raforkumarkaðurinn og þriðji orkupakkinn)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-05-02 10:53:51 - [HTML]
98. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-05-02 10:58:13 - [HTML]

Þingmál B800 (staða Landsréttar)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-05-06 15:24:03 - [HTML]

Þingmál B811 ()[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2019-05-07 13:36:11 - [HTML]
101. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-07 14:00:02 - [HTML]

Þingmál B842 ()[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2019-05-14 13:56:14 - [HTML]
104. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-14 13:58:32 - [HTML]

Þingmál B865 (umræðuhefð á þingi)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-05-20 15:34:19 - [HTML]

Þingmál B868 (staða Landsréttar)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-05-20 15:41:59 - [HTML]
106. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-05-20 15:47:19 - [HTML]
106. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2019-05-20 15:52:55 - [HTML]
106. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-20 16:00:18 - [HTML]
106. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2019-05-20 16:07:28 - [HTML]
106. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2019-05-20 16:09:47 - [HTML]
106. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-05-20 16:16:40 - [HTML]
106. þingfundur - Hjálmar Bogi Hafliðason - Ræða hófst: 2019-05-20 16:19:13 - [HTML]
106. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-20 16:21:11 - [HTML]
106. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-20 16:25:21 - [HTML]

Þingmál B869 (tækifæri garðyrkjunnar)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-05-20 16:30:44 - [HTML]

Þingmál B876 ()[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Halla Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-05-21 13:37:04 - [HTML]
107. þingfundur - Kolbeinn Óttarsson Proppé - Ræða hófst: 2019-05-21 13:43:13 - [HTML]

Þingmál B908 (kínverskar fjárfestingar hér á landi)[HTML]

Þingræður:
111. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2019-05-27 15:17:51 - [HTML]

Þingmál B920 ()[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2019-05-28 10:51:20 - [HTML]

Þingmál B926 ()[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2019-05-29 19:48:41 - [HTML]
113. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-05-29 20:37:25 - [HTML]
113. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-05-29 21:36:17 - [HTML]
113. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2019-05-29 21:56:55 - [HTML]

Þingmál B935 (straumar í alþjóðastjórnmálum)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2019-06-03 09:32:35 - [HTML]
115. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2019-06-03 09:36:13 - [HTML]

Þingmál B952 ()[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-06-04 10:11:51 - [HTML]

Þingmál B1042 ()[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2019-06-20 20:06:01 - [HTML]

Löggjafarþing 150

Þingmál A1 (fjárlög 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-10 15:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 443 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-11 19:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 448 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-11 19:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 451 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-12 15:22:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-12 10:36:30 - [HTML]
4. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-09-13 16:09:24 - [HTML]
4. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - Ræða hófst: 2019-09-13 16:34:52 - [HTML]
4. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2019-09-13 17:16:52 - [HTML]
4. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2019-09-13 17:23:40 - [HTML]
4. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2019-09-13 17:54:01 - [HTML]
4. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-09-13 20:54:03 - [HTML]
30. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2019-11-12 15:05:47 - [HTML]
30. þingfundur - Birgir Þórarinsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2019-11-12 16:33:15 - [HTML]
31. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2019-11-13 15:54:06 - [HTML]
31. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2019-11-13 19:21:50 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 47 - Komudagur: 2019-10-04 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 48 - Komudagur: 2019-10-04 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 50 - Komudagur: 2019-10-04 - Sendandi: Íslandsstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 54 - Komudagur: 2019-10-07 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samband íslenskra kvikmyndafrmaleiðenda[PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2019-11-28 16:36:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 84 - Komudagur: 2019-10-09 - Sendandi: SORPA bs[PDF]
Dagbókarnúmer 86 - Komudagur: 2019-10-09 - Sendandi: Samtök iðnaðarins, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins.[PDF]
Dagbókarnúmer 577 - Komudagur: 2019-11-22 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A4 (sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 430 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2019-09-17 18:23:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 124 - Komudagur: 2019-10-14 - Sendandi: Bankasýsla ríkisins[PDF]

Þingmál A7 (sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-17 18:16:00 [HTML]
Þingræður:
47. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-12-17 13:50:42 - [HTML]

Þingmál A8 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-09-16 18:12:46 - [HTML]

Þingmál A11 (varnarmálalög)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2019-09-19 14:41:52 - [HTML]

Þingmál A12 (búvörulög)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-19 15:07:43 - [HTML]
7. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2019-09-19 15:19:19 - [HTML]

Þingmál A13 (vextir og verðtrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-12 14:24:00 [HTML]
Þingræður:
5. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-16 15:44:35 - [HTML]

Þingmál A14 (starfsemi smálánafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-17 18:23:00 [HTML]

Þingmál A16 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-17 18:35:00 [HTML]
Þingræður:
7. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-19 18:13:12 - [HTML]

Þingmál A23 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 23 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-07 17:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1929 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-29 18:51:00 [HTML]
Þingræður:
130. þingfundur - Halldóra Mogensen (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-29 22:40:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 330 - Komudagur: 2019-11-04 - Sendandi: Rótin - félag um málefni kvenna[PDF]
Dagbókarnúmer 411 - Komudagur: 2019-11-08 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 417 - Komudagur: 2019-11-08 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT[PDF]

Þingmál A28 (sértæk þjónustueining fyrir einstaklinga með sjaldgæfa sjúkdóma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (þáltill.) útbýtt þann 2019-10-10 17:12:00 [HTML]
Þingræður:
19. þingfundur - Willum Þór Þórsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-16 18:11:29 - [HTML]
19. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-16 18:28:59 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 469 - Komudagur: 2019-11-14 - Sendandi: AHC Samtökin á Íslandi[PDF]

Þingmál A31 (grænn samfélagssáttmáli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 31 (þáltill.) útbýtt þann 2019-10-18 12:59:00 [HTML]
Þingræður:
24. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-23 17:20:12 - [HTML]
24. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-10-23 17:30:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 457 - Komudagur: 2019-11-12 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands[PDF]

Þingmál A38 (mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-26 15:07:16 - [HTML]
130. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2020-06-30 00:15:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 332 - Komudagur: 2019-11-04 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A50 (Kristnisjóður o.fl.)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-22 17:33:25 - [HTML]
51. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-22 18:54:23 - [HTML]

Þingmál A61 (innviðauppbygging og markaðssetning hafnarinnar í Þorlákshöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-11 19:21:00 [HTML]
Þingræður:
52. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-23 13:58:20 - [HTML]
52. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-23 14:08:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1269 - Komudagur: 2020-02-12 - Sendandi: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A68 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 68 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-12 10:19:00 [HTML]
Þingræður:
27. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2019-11-05 19:02:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 696 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: BSRB[PDF]

Þingmál A86 (bygging hátæknisorpbrennslustöðvar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 86 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-12 16:36:00 [HTML]
Þingræður:
16. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-10 14:18:03 - [HTML]
16. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-10-10 15:13:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 389 - Komudagur: 2019-11-06 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A87 (barnaverndarlög og almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 87 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-12 17:46:00 [HTML]
Þingræður:
21. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-17 15:56:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 472 - Komudagur: 2019-11-14 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A95 (stafræn endurgerð íslensks prentmáls vegna þingsályktunar nr. 20/148)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 95 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-09-12 11:25:00 [HTML]

Þingmál A100 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-19 10:18:00 [HTML]
Þingræður:
28. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-06 17:59:54 - [HTML]

Þingmál A101 (skráning einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-12 16:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 609 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-12-10 14:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 621 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-12-03 14:40:00 [HTML]

Þingmál A102 (framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020--2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-09-12 16:59:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 349 - Komudagur: 2019-11-05 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A109 (fordæming meðferðar bandarískra stjórnvalda á flóttabörnum)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-17 16:05:27 - [HTML]
59. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-02-17 16:20:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1793 - Komudagur: 2020-03-27 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International[PDF]

Þingmál A113 (skuldbinding íslenska ríkisins um að réttilega innleiddar EES-gerðir hafi forgangsáhrif í íslenskum rétti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 113 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-09-16 17:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2146 (svar) útbýtt þann 2020-09-29 11:27:00 [HTML]

Þingmál A115 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 115 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-17 17:05:00 [HTML]
Þingræður:
10. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-25 19:07:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 138 - Komudagur: 2019-10-16 - Sendandi: Barnaverndarstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 184 - Komudagur: 2019-10-18 - Sendandi: UNICEF á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 187 - Komudagur: 2019-10-18 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 191 - Komudagur: 2019-10-18 - Sendandi: Barnaheill[PDF]

Þingmál A116 (upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 420 - Komudagur: 2019-11-08 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A117 (leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 117 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-17 17:05:00 [HTML]

Þingmál A120 (ráðstafanir til að draga úr notkun pálmaolíu á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 120 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-17 18:16:00 [HTML]
Þingræður:
9. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-24 17:32:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 183 - Komudagur: 2019-10-18 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A121 (mótun klasastefnu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 250 - Komudagur: 2019-10-29 - Sendandi: Álklasinn, félagasamtök[PDF]

Þingmál A122 (ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-17 18:35:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 58 - Komudagur: 2019-10-07 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 60 - Komudagur: 2019-10-07 - Sendandi: Sýn hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 133 - Komudagur: 2019-10-15 - Sendandi: Síminn hf[PDF]

Þingmál A123 (barnaverndarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 310 - Komudagur: 2019-11-01 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti[PDF]
Dagbókarnúmer 340 - Komudagur: 2019-11-04 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands[PDF]

Þingmál A128 (fullur aðskilnaður ríkis og kirkju og ný heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 312 - Komudagur: 2019-11-01 - Sendandi: Loftstofan Baptistakirkja[PDF]

Þingmál A130 (Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1304 - Komudagur: 2020-02-14 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra[PDF]

Þingmál A139 (skipun rannsóknarnefndar til að fara yfir starfshætti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 465 - Komudagur: 2019-11-13 - Sendandi: Páll Rúnar M. Kristjánsson[PDF]

Þingmál A140 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1389 - Komudagur: 2020-02-25 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 1405 - Komudagur: 2020-02-26 - Sendandi: Blaðamannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A142 (ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-23 16:33:00 [HTML]
Þingræður:
10. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-09-25 16:05:07 - [HTML]
10. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2019-09-25 16:25:27 - [HTML]

Þingmál A146 (viðbótarsamningur við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Lýðveldisins Norður-Makedóníu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 146 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-09-24 13:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 308 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-10-21 17:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 309 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-10-21 17:48:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-09-26 14:22:49 - [HTML]
11. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2019-09-26 14:30:07 - [HTML]
24. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-10-23 15:37:38 - [HTML]
24. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-10-23 15:41:05 - [HTML]
25. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-10-24 11:10:43 - [HTML]
25. þingfundur - Birgir Ármannsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-10-24 11:12:02 - [HTML]

Þingmál A147 (fullgilding Haag-samningsins frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-24 13:15:00 [HTML]
Þingræður:
55. þingfundur - Njörður Sigurðsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-30 13:10:22 - [HTML]

Þingmál A155 (fullgilding alþjóðasamnings um orkumál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 359 (svar) útbýtt þann 2019-11-01 17:13:00 [HTML]

Þingmál A156 (hjólreiðastígar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (svar) útbýtt þann 2019-10-22 13:20:00 [HTML]

Þingmál A159 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 159 (frumvarp) útbýtt þann 2019-09-24 17:43:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-14 17:24:30 - [HTML]

Þingmál A165 (markviss fræðsla um kynjafræði, kynfrelsi, sjálfsákvörðunarrétt og þýðingu samþykkis í kynferðislegum samskiptum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 165 (þáltill.) útbýtt þann 2019-09-26 14:10:00 [HTML]
Þingræður:
21. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-17 14:40:39 - [HTML]

Þingmál A166 (framleiðsla innrennslisvökva til notkunar í lækningaskyni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 646 - Komudagur: 2019-11-27 - Sendandi: Lyfjafræðingafélag Íslands[PDF]

Þingmál A180 (starfshópur um útgáfu öruggra opinberra skilríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 181 (þáltill.) útbýtt þann 2019-10-07 17:25:00 [HTML]

Þingmál A181 (félög til almannaheilla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 182 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-01 10:32:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 422 - Komudagur: 2019-11-08 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1460 - Komudagur: 2020-03-04 - Sendandi: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1519 - Komudagur: 2020-02-25 - Sendandi: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2337 - Komudagur: 2020-06-08 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]

Þingmál A183 (heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 184 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-30 14:59:00 [HTML]
Þingræður:
13. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-10-08 18:31:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 215 - Komudagur: 2019-10-23 - Sendandi: Páll Rúnar M. Kristjánsson[PDF]
Dagbókarnúmer 317 - Komudagur: 2019-10-31 - Sendandi: Hafþór Sævarsson Ciesielski[PDF]

Þingmál A185 (háskólar og opinberir háskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1556 - Komudagur: 2020-03-16 - Sendandi: Háskóli Íslands[PDF]

Þingmál A186 (fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-04 11:07:00 [HTML]
Þingræður:
19. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-16 16:20:01 - [HTML]

Þingmál A189 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2019 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 191 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-10-04 11:07:00 [HTML]
Þingræður:
23. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-22 15:01:38 - [HTML]

Þingmál A190 (skráningarskylda félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-07 17:25:00 [HTML]
Þingræður:
13. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-08 16:24:38 - [HTML]

Þingmál A191 (staða barna tíu árum eftir hrun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1583 - Komudagur: 2020-03-17 - Sendandi: Barnaheill[PDF]

Þingmál A203 (stjórnunar- og verndaráætlun fyrir álftir og gæsastofna á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 216 (þáltill.) útbýtt þann 2019-10-14 14:46:00 [HTML]
Þingræður:
50. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-21 19:02:47 - [HTML]

Þingmál A204 (merkingar um kolefnisspor matvæla)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2019-10-23 16:29:45 - [HTML]

Þingmál A222 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-10-10 17:14:00 [HTML]
Þingræður:
18. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2019-10-15 15:07:02 - [HTML]
18. þingfundur - Álfheiður Eymarsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-15 15:31:12 - [HTML]
18. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-15 15:41:00 - [HTML]
18. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-15 16:44:13 - [HTML]
18. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-15 17:05:52 - [HTML]
18. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2019-10-15 17:12:17 - [HTML]
18. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-15 17:22:57 - [HTML]
18. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-15 17:27:18 - [HTML]
18. þingfundur - Einar Kárason - Ræða hófst: 2019-10-15 17:47:59 - [HTML]
18. þingfundur - Birgir Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-15 17:58:14 - [HTML]
18. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2019-10-15 18:46:25 - [HTML]
18. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-15 18:56:55 - [HTML]
18. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2019-10-15 19:08:32 - [HTML]

Þingmál A223 (neytendalán og aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 428 - Komudagur: 2019-11-08 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]

Þingmál A229 (matvæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 247 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-15 13:51:00 [HTML]
Þingræður:
24. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-23 16:11:14 - [HTML]
24. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-10-23 16:16:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 301 - Komudagur: 2019-11-01 - Sendandi: Betri landbúnaður[PDF]
Dagbókarnúmer 462 - Komudagur: 2019-11-13 - Sendandi: Matvælastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 464 - Komudagur: 2019-11-13 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]

Þingmál A235 (innheimta félagsgjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 633 (svar) útbýtt þann 2019-12-06 17:17:00 [HTML]

Þingmál A241 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 259 (þáltill.) útbýtt þann 2019-10-15 17:17:00 [HTML]
Þingræður:
60. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-18 17:16:00 - [HTML]

Þingmál A251 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 272 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-16 14:47:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 397 - Komudagur: 2019-11-07 - Sendandi: Veiðiklúbburinn Strengur ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 1412 - Komudagur: 2020-02-26 - Sendandi: Veiðiklúbburinn Strengur ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1852 - Komudagur: 2020-04-24 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2522 - Komudagur: 2020-10-26 - Sendandi: Ábúendur í Fossatúni[PDF]

Þingmál A254 (ábyrgð á réttindum barna samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og öðrum réttarheimildum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1047 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2020-03-20 10:17:00 [HTML]

Þingmál A264 (skipan nefndar til að meta stöðu og gera tillögur um framtíð Íslands í svæðisbundinni, fjölþjóðlegri samvinnu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 292 (þáltill.) útbýtt þann 2019-10-17 16:09:00 [HTML]
Þingræður:
60. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-18 18:10:44 - [HTML]

Þingmál A266 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 615 - Komudagur: 2019-11-26 - Sendandi: Lausasölulyfjahópur SVÞ[PDF]

Þingmál A269 (breyting á ýmsum lögum vegna skattlagningar tekna erlendra lögaðila o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 298 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-18 12:59:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 479 - Komudagur: 2019-11-14 - Sendandi: Marel hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 541 - Komudagur: 2019-11-19 - Sendandi: Ríkisskattstjóri[PDF]

Þingmál A278 (bætur vegna ærumeiðinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 312 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 13:23:00 [HTML]
Þingræður:
25. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-10-24 12:42:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 526 - Komudagur: 2019-11-18 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 18:23:00 [HTML]
Þingræður:
25. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-10-24 16:01:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 587 - Komudagur: 2019-11-25 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 2352 - Komudagur: 2020-06-10 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A282 (gæsluvarðhald og einangrunarvist fanga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 317 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2019-10-22 16:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 604 (svar) útbýtt þann 2019-12-03 13:34:00 [HTML]

Þingmál A285 (CBD í almennri sölu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 637 - Komudagur: 2019-11-27 - Sendandi: Þórunn Jónsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 639 - Komudagur: 2019-11-27 - Sendandi: Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi[PDF]

Þingmál A306 (fjögurra ára áætlun um ýmis mál til hagsbóta fyrir neytendur árin 2021--2024)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1288 - Komudagur: 2020-02-13 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]

Þingmál A307 (dómtúlkar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 348 (þáltill.) útbýtt þann 2019-11-01 17:13:00 [HTML]
Þingræður:
61. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-20 14:09:20 - [HTML]

Þingmál A308 (viðhald og varðveisla gamalla báta)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2020-02-25 15:21:08 - [HTML]

Þingmál A311 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-25 16:36:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1602 - Komudagur: 2020-03-19 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna[PDF]

Þingmál A315 (breyting á lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML]

Þingmál A317 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 680 - Komudagur: 2019-12-01 - Sendandi: Björn Samúelsson[PDF]
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]
Dagbókarnúmer 2532 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A318 (breyting á ýmsum lögum um matvæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 654 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-06 17:17:00 [HTML]
Þingræður:
45. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2019-12-13 11:43:57 - [HTML]
45. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-12-13 11:51:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 532 - Komudagur: 2019-11-19 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur[PDF]

Þingmál A324 (meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 367 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML]

Þingmál A328 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-11-05 17:07:58 - [HTML]
103. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-05-13 16:54:00 - [HTML]
103. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-13 19:02:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 578 - Komudagur: 2019-11-25 - Sendandi: Rótin - félag um málefni kvenna[PDF]

Þingmál A329 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 373 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML]
Þingræður:
27. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-11-05 15:16:46 - [HTML]
27. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2019-11-05 16:17:54 - [HTML]
109. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-05-28 19:21:41 - [HTML]
109. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2020-05-28 20:14:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 359 - Komudagur: 2019-11-05 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 439 - Komudagur: 2019-11-11 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 736 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Samband íslenskra námsmanna erlendis[PDF]
Dagbókarnúmer 2342 - Komudagur: 2020-06-08 - Sendandi: Samband íslenskra framhaldsskólanema[PDF]

Þingmál A332 (breyting á ýmsum lögum varðandi leyfisveitingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1070 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-03-12 10:19:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1079 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-03-05 13:56:00 [HTML]
Þingræður:
28. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2019-11-06 17:38:27 - [HTML]
68. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-03 17:22:31 - [HTML]
68. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-03-03 17:30:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 570 - Komudagur: 2019-11-22 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda[PDF]
Dagbókarnúmer 584 - Komudagur: 2019-11-25 - Sendandi: Bílgreinasambandið[PDF]

Þingmál A335 (framkvæmd nauðungarsölu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 606 (svar) útbýtt þann 2019-12-03 16:55:00 [HTML]

Þingmál A341 (rekstraraðilar sérhæfðra sjóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 389 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-05 17:14:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1330 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-06-02 13:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1373 (lög í heild) útbýtt þann 2020-05-11 17:24:00 [HTML]
Þingræður:
29. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2019-11-11 19:15:35 - [HTML]
29. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2019-11-11 19:19:45 - [HTML]

Þingmál A346 (orkudrykkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 605 (svar) útbýtt þann 2019-12-03 15:13:00 [HTML]

Þingmál A361 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1663 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-09 18:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1704 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-06-26 19:18:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1711 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-06-15 20:54:00 [HTML]

Þingmál A362 (vernd uppljóstrara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 431 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1235 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-04-14 13:08:00 [HTML]
Þingræður:
32. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-11-14 16:43:19 - [HTML]
97. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-05-05 14:36:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 865 - Komudagur: 2019-12-11 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 869 - Komudagur: 2019-12-10 - Sendandi: Gagnsæi, samtök gegn spillingu[PDF]
Dagbókarnúmer 887 - Komudagur: 2019-12-12 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1181 - Komudagur: 2020-01-22 - Sendandi: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 1404 - Komudagur: 2020-02-26 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 1472 - Komudagur: 2020-03-05 - Sendandi: Forsætisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1981 - Komudagur: 2020-05-06 - Sendandi: Amnesty International[PDF]

Þingmál A364 (fjáraukalög 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 657 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-06 17:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 670 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-12-09 15:06:00 [HTML]
Þingræður:
44. þingfundur - Haraldur Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-12-12 15:55:48 - [HTML]
44. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2019-12-12 16:33:24 - [HTML]
44. þingfundur - Willum Þór Þórsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-12 19:57:29 - [HTML]
44. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-12-12 20:58:36 - [HTML]

Þingmál A370 (verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræn eignarskráning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-12 16:19:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 714 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 770 - Komudagur: 2019-12-04 - Sendandi: Nasdaq verðbréfamiðstöð[PDF]

Þingmál A372 (gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 462 (þáltill.) útbýtt þann 2019-11-12 18:54:00 [HTML]

Þingmál A374 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 269/2019 um breytingu á bókun 31 við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1462 - Komudagur: 2020-03-04 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1465 - Komudagur: 2020-03-04 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið[PDF]

Þingmál A382 (búvörulög og tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 721 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: Samband garðyrkjubænda og Sölufélag garðyrkjumanna[PDF]
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2019-12-02 - Sendandi: FESK - Félag eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda[PDF]
Dagbókarnúmer 891 - Komudagur: 2019-11-26 - Sendandi: Samband garðyrkjubænda[PDF]

Þingmál A386 (leiga skráningarskyldra ökutækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 850 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Bílgreinasambandið[PDF]

Þingmál A389 (viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 522 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-21 15:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 950 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-02-17 14:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 928 - Komudagur: 2019-12-19 - Sendandi: Námsbraut í sjúkraþjálfun, Læknadeild Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A390 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 523 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-21 15:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1721 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-16 16:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1722 (breytingartillaga) útbýtt þann 2020-06-16 16:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1909 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1947 (lög í heild) útbýtt þann 2020-06-29 22:55:00 [HTML]
Þingræður:
128. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-26 16:12:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 993 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Guðmundur Heiðar Frímannsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1057 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Lausasölulyfjahópur SVÞ[PDF]
Dagbókarnúmer 1074 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 1087 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Embætti landlæknis[PDF]
Dagbókarnúmer 1154 - Komudagur: 2020-01-17 - Sendandi: Lyfjahópur Félags atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 1323 - Komudagur: 2020-02-18 - Sendandi: Læknafélag Íslands[PDF]

Þingmál A391 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 855 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]

Þingmál A394 (staða eldri borgara hérlendis og erlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2122 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2020-09-29 11:27:00 [HTML]

Þingmál A397 (afnám 70 ára aldurstakmörkunar í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1752 - Komudagur: 2020-04-01 - Sendandi: Landssamband eldri borgara[PDF]

Þingmál A421 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2019-12-04 22:03:03 - [HTML]
40. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-04 22:13:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1048 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Ársæll Hauksson[PDF]

Þingmál A422 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 578 (frumvarp) útbýtt þann 2019-11-28 14:11:00 [HTML]
Þingræður:
55. þingfundur - Una Hildardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-30 15:18:48 - [HTML]

Þingmál A426 (úttekt á heilsutengdum forvörnum eldra fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 583 (þáltill.) útbýtt þann 2019-11-28 16:59:00 [HTML]

Þingmál A432 (virðisaukaskattur og tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 836 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Bílgreinasambandið[PDF]
Dagbókarnúmer 841 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 849 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Græna orkan, Samstarfsvettvangur um orkuskipti[PDF]

Þingmál A434 (fimm ára samgönguáætlun 2020--2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 598 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-11-30 17:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1685 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-12 18:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1943 (þál. í heild) útbýtt þann 2020-06-29 22:48:00 [HTML]
Þingræður:
40. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2019-12-04 18:50:51 - [HTML]
40. þingfundur - Jón Þór Þorvaldsson - Ræða hófst: 2019-12-04 20:17:49 - [HTML]
117. þingfundur - Vilhjálmur Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-15 20:56:17 - [HTML]
118. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-16 21:08:50 - [HTML]
118. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-16 23:47:41 - [HTML]
120. þingfundur - Albertína Friðbjörg Elíasdóttir - Ræða hófst: 2020-06-18 16:06:57 - [HTML]
120. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2020-06-18 18:20:33 - [HTML]
120. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2020-06-19 03:11:44 - [HTML]
121. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2020-06-20 13:03:46 - [HTML]
121. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2020-06-20 13:46:30 - [HTML]
122. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2020-06-22 20:05:21 - [HTML]
122. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2020-06-22 21:04:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 835 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Sveitarfélagið Ölfus[PDF]
Dagbókarnúmer 990 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Mýflug hf[PDF]
Dagbókarnúmer 1011 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1129 - Komudagur: 2020-01-16 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra[PDF]
Dagbókarnúmer 1188 - Komudagur: 2020-01-14 - Sendandi: Icelandair Group hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1203 - Komudagur: 2020-01-27 - Sendandi: Landssamband hestamannafélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 1240 - Komudagur: 2020-02-05 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra[PDF]
Dagbókarnúmer 1456 - Komudagur: 2020-03-04 - Sendandi: Samtök um betri byggð, hagsmunafélag[PDF]
Dagbókarnúmer 1482 - Komudagur: 2020-03-09 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1541 - Komudagur: 2020-03-15 - Sendandi: Samgöngustofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1566 - Komudagur: 2020-03-17 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 2370 - Komudagur: 2020-06-18 - Sendandi: Skorradalshreppur[PDF]

Þingmál A435 (samgönguáætlun fyrir árin 2020--2034)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 599 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-11-30 17:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1685 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-12 18:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1944 (þál. í heild) útbýtt þann 2020-06-29 22:50:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 991 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Mýflug hf[PDF]
Dagbókarnúmer 1009 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1130 - Komudagur: 2020-01-16 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra[PDF]
Dagbókarnúmer 1189 - Komudagur: 2020-01-14 - Sendandi: Icelandair Group hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1193 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Sveitarfélagið Ölfus[PDF]
Dagbókarnúmer 1204 - Komudagur: 2020-01-27 - Sendandi: Landssamband hestamannafélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 1457 - Komudagur: 2020-03-04 - Sendandi: Samtök um betri byggð, hagsmunafélag[PDF]
Dagbókarnúmer 1483 - Komudagur: 2020-03-09 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1542 - Komudagur: 2020-03-15 - Sendandi: Samgöngustofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1567 - Komudagur: 2020-03-17 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 2371 - Komudagur: 2020-06-18 - Sendandi: Skorradalshreppur[PDF]
Dagbókarnúmer 2542 - Komudagur: 2020-02-05 - Sendandi: Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra[PDF]

Þingmál A439 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1311 - Komudagur: 2020-02-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A447 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1632 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-05 19:35:00 [HTML]
Þingræður:
116. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-12 15:22:36 - [HTML]
116. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-06-12 16:28:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1299 - Komudagur: 2020-02-14 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 2003 - Komudagur: 2020-05-09 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]

Þingmál A449 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-10 15:25:43 - [HTML]

Þingmál A450 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 626 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-04 14:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1057 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-03-10 15:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1058 (breytingartillaga) útbýtt þann 2020-03-10 15:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1112 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-03-17 13:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1329 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-05-06 16:02:00 [HTML]
Þingræður:
71. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-03-12 11:10:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1067 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Deloitte ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1095 - Komudagur: 2020-01-14 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 1114 - Komudagur: 2020-01-15 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A457 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-01-21 14:44:35 - [HTML]
50. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-21 15:35:26 - [HTML]
50. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-21 15:46:18 - [HTML]

Þingmál A458 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-06 17:17:00 [HTML]
Þingræður:
46. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2019-12-16 21:48:19 - [HTML]
46. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2019-12-16 23:47:30 - [HTML]
46. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-17 00:10:07 - [HTML]
46. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2019-12-17 00:42:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 973 - Komudagur: 2020-01-09 - Sendandi: Kjarninn miðlar ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 994 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Eiríkur Jónsson prófessor[PDF]
Dagbókarnúmer 1018 - Komudagur: 2020-01-10 - Sendandi: Sýn hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1070 - Komudagur: 2020-01-13 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]

Þingmál A459 (fasteignalán til neytenda og nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 650 (frumvarp) útbýtt þann 2019-12-06 17:17:00 [HTML]
Þingræður:
50. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-21 16:11:09 - [HTML]

Þingmál A470 (dómstólar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 685 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-11 15:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1365 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-05-11 15:16:00 [HTML]
Þingræður:
51. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-22 16:27:10 - [HTML]
102. þingfundur - Birgir Ármannsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-05-12 17:37:36 - [HTML]
105. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2020-05-19 15:56:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1213 - Komudagur: 2020-01-30 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1298 - Komudagur: 2020-02-14 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A476 (hærri hámarkshraði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (svar) útbýtt þann 2020-02-17 14:42:00 [HTML]

Þingmál A484 (tryggingagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 732 (frumvarp) útbýtt þann 2019-12-13 17:37:00 [HTML]

Þingmál A488 (Norræna ráðherranefndin 2017)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 751 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-12-16 15:38:00 [HTML]

Þingmál A489 (Norræna ráðherranefndin 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 752 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-12-16 15:38:00 [HTML]

Þingmál A507 (nefndir, starfs- og stýrihópar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 977 (svar) útbýtt þann 2020-02-18 16:09:00 [HTML]

Þingmál A510 (107. og 108. Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2018 og 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-01-20 15:10:00 [HTML]

Þingmál A511 (vestnorræn umhverfisverðlaun hafsins)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-23 14:49:04 - [HTML]

Þingmál A523 (varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-01-22 14:52:00 [HTML]
Þingræður:
54. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-29 17:08:39 - [HTML]
54. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-29 17:43:54 - [HTML]
112. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-02 17:15:16 - [HTML]
112. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2020-06-02 18:22:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1430 - Komudagur: 2020-02-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A527 (aftökur án dóms og laga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1577 (svar) útbýtt þann 2020-06-02 18:57:00 [HTML]

Þingmál A529 (brottfall ýmissa laga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 871 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-01-28 13:16:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1348 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-05-07 11:58:00 [HTML]

Þingmál A530 (söfnun upplýsinga um dreifingu starfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 875 (þáltill.) útbýtt þann 2020-01-28 17:51:00 [HTML]
Þingræður:
70. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-05 17:10:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1746 - Komudagur: 2020-03-31 - Sendandi: ITS Ísland[PDF]

Þingmál A531 (Evrópuráðsþingið 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 881 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-02-03 17:45:00 [HTML]
Þingræður:
58. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-06 15:12:00 - [HTML]

Þingmál A534 (Vestnorræna ráðið 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-02-03 14:49:00 [HTML]
Þingræður:
58. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-06 13:32:20 - [HTML]
58. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2020-02-06 13:58:08 - [HTML]

Þingmál A536 (Alþjóðaþingmannasambandið 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 887 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-01-30 12:28:00 [HTML]
Þingræður:
58. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-06 15:28:05 - [HTML]
58. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-02-06 15:43:47 - [HTML]

Þingmál A538 (Norræna ráðherranefndin 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 889 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-02-03 14:49:00 [HTML]
Þingræður:
58. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-02-06 12:11:35 - [HTML]

Þingmál A551 (norðurskautsmál 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 906 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-02-03 14:49:00 [HTML]
Þingræður:
58. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-06 14:13:45 - [HTML]

Þingmál A553 (ÖSE-þingið 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 908 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-02-03 16:57:00 [HTML]
Þingræður:
58. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-06 16:24:48 - [HTML]

Þingmál A554 (Fríverslunarsamtök Evrópu og Evrópska efnahagssvæðið 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 913 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-02-04 16:24:00 [HTML]
Þingræður:
58. þingfundur - Smári McCarthy (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-06 14:33:34 - [HTML]
58. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-02-06 14:49:49 - [HTML]

Þingmál A556 (NATO-þingið 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 915 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-02-04 13:17:00 [HTML]
Þingræður:
58. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-02-06 15:53:40 - [HTML]

Þingmál A557 (norrænt samstarf 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 916 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-02-04 17:31:00 [HTML]

Þingmál A566 (takmarkanir á fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 931 (þáltill.) útbýtt þann 2020-02-06 13:46:00 [HTML]

Þingmál A571 (svifryk)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2020-05-20 17:42:04 - [HTML]

Þingmál A581 (Framkvæmd samgönguáætlunar 2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 951 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-02-17 14:42:00 [HTML]

Þingmál A594 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1737 - Komudagur: 2020-03-30 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 2357 - Komudagur: 2020-06-10 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A596 (endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-02-25 14:42:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1514 - Komudagur: 2020-03-11 - Sendandi: N1 hf.[PDF]

Þingmál A601 (endurskoðun reglugerðar nr. 189/1990)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2020-05-20 20:54:51 - [HTML]
107. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - svar - Ræða hófst: 2020-05-20 21:05:20 - [HTML]

Þingmál A608 (innflutningur dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1620 - Komudagur: 2020-03-19 - Sendandi: Hundaræktarfélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2009 - Komudagur: 2020-05-11 - Sendandi: Félag ábyrgra hundaeigenda[PDF]

Þingmál A609 (tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2289 - Komudagur: 2020-06-02 - Sendandi: ISAVIA[PDF]

Þingmál A610 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML]
Þingræður:
69. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-04 17:45:40 - [HTML]
129. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-06-29 15:57:39 - [HTML]
129. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2020-06-29 16:10:18 - [HTML]
129. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2020-06-29 16:52:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1821 - Komudagur: 2020-04-21 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]
Dagbókarnúmer 1945 - Komudagur: 2020-05-04 - Sendandi: Gylfi Magnússon[PDF]
Dagbókarnúmer 1958 - Komudagur: 2020-05-04 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1960 - Komudagur: 2020-05-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 1963 - Komudagur: 2020-05-05 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]
Dagbókarnúmer 2025 - Komudagur: 2020-05-14 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A612 (íslensk landshöfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1031 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1849 - Komudagur: 2020-04-24 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A618 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1042 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2020-03-03 13:20:00 [HTML]
Þingræður:
66. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-03 15:00:48 - [HTML]

Þingmál A620 (fullgilding valkvæðs viðauka við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2020-06-18 11:14:20 - [HTML]

Þingmál A624 (áhrif erlendra ríkja á niðurstöður kosninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2013 (svar) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML]

Þingmál A627 (hugtakið mannhelgi)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2020-06-18 11:21:31 - [HTML]

Þingmál A628 (hugtakið mannhelgi)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2020-05-20 17:03:10 - [HTML]

Þingmál A629 (hugtakið mannhelgi)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2020-05-20 18:58:19 - [HTML]
107. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2020-05-20 19:03:37 - [HTML]

Þingmál A630 (hugtakið mannhelgi)[HTML]

Þingræður:
107. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2020-05-20 20:44:58 - [HTML]
107. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-05-20 20:50:45 - [HTML]

Þingmál A635 (lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1073 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-05 11:15:00 [HTML]
Þingræður:
71. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-12 11:39:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1783 - Komudagur: 2020-04-08 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 1799 - Komudagur: 2020-04-15 - Sendandi: Icepharma hf[PDF]

Þingmál A639 (Orkusjóður)[HTML]

Þingræður:
127. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-06-25 17:28:44 - [HTML]
127. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-06-25 22:26:00 - [HTML]
127. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-25 22:33:36 - [HTML]
127. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-06-25 22:40:36 - [HTML]

Þingmál A640 (vörumerki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-05 17:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1646 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-08 17:55:00 [HTML]
Þingræður:
115. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-09 15:20:53 - [HTML]
115. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-09 15:35:30 - [HTML]
115. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2020-06-09 15:41:48 - [HTML]
116. þingfundur - Smári McCarthy - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2020-06-12 18:34:47 - [HTML]

Þingmál A644 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1095 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-10 15:54:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2231 - Komudagur: 2020-05-24 - Sendandi: Félag fréttamanna RÚV[PDF]

Þingmál A648 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-12 17:34:04 - [HTML]

Þingmál A659 (staðgreiðsla opinberra gjalda og tryggingagjald)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-13 11:44:28 - [HTML]

Þingmál A662 (samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-13 10:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1739 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-16 21:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1743 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-18 15:12:00 [HTML]
Þingræður:
97. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-05-05 16:33:00 - [HTML]
97. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-05-05 18:33:07 - [HTML]
128. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-26 10:45:42 - [HTML]
128. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-06-26 12:11:33 - [HTML]
128. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-26 12:36:50 - [HTML]
128. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-06-26 13:57:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2254 - Komudagur: 2020-05-28 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda[PDF]
Dagbókarnúmer 2353 - Komudagur: 2020-06-10 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2412 - Komudagur: 2020-06-26 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]

Þingmál A664 (atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-17 14:25:30 - [HTML]

Þingmál A666 (félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1836 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-24 17:51:00 [HTML]
Þingræður:
128. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-06-26 18:08:42 - [HTML]

Þingmál A683 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1157 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-21 16:49:00 [HTML]
Þingræður:
82. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2020-03-23 12:46:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1680 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]

Þingmál A695 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1172 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-21 16:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1190 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-03-29 22:27:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1643 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]
Dagbókarnúmer 1644 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]
Dagbókarnúmer 1645 - Komudagur: 2020-03-24 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]
Dagbókarnúmer 1794 - Komudagur: 2020-03-28 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A699 (sérstakt tímabundið fjárfestingarátak)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1190 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-03-29 22:27:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1732 - Komudagur: 2020-03-29 - Sendandi: Félagið femínísk fjármál[PDF]

Þingmál A700 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1182 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-25 17:31:00 [HTML]
Þingræður:
83. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-03-26 14:59:24 - [HTML]

Þingmál A701 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2043 - Komudagur: 2020-05-15 - Sendandi: Samtök heilbrigðisfyrirtækja[PDF]

Þingmál A705 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 302/2019 um breytingu á V. viðauka og bókun 31 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1213 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1436 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-05-18 17:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1462 (þál. (samhlj.)) útbýtt þann 2020-05-19 15:51:00 [HTML]
Þingræður:
99. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-05-06 21:36:58 - [HTML]

Þingmál A708 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-04-30 14:50:12 - [HTML]

Þingmál A709 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skráning raunverulegra eigenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1217 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2141 - Komudagur: 2020-05-22 - Sendandi: Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands[PDF]

Þingmál A710 (kyrrsetning, lögbann o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1218 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML]
Þingræður:
97. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-05-05 22:14:01 - [HTML]
97. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-05 22:21:53 - [HTML]

Þingmál A711 (Kría - sprota- og nýsköpunarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1219 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML]
Þingræður:
115. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2020-06-09 18:36:24 - [HTML]

Þingmál A715 (Eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1763 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-23 11:00:00 [HTML]
Þingræður:
129. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-06-29 12:32:54 - [HTML]
129. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-29 12:55:44 - [HTML]
129. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-06-29 13:33:00 - [HTML]
129. þingfundur - Haraldur Benediktsson - Ræða hófst: 2020-06-29 14:11:59 - [HTML]
129. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-06-29 14:27:46 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2067 - Komudagur: 2020-05-18 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 2123 - Komudagur: 2020-05-21 - Sendandi: Veiðiklúbburinn Strengur[PDF]

Þingmál A717 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-11 12:39:00 [HTML]
Þingræður:
97. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-05 22:55:42 - [HTML]
97. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-05 23:03:09 - [HTML]
97. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-05 23:05:09 - [HTML]
97. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-05-05 23:21:11 - [HTML]
97. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-05 23:40:07 - [HTML]
99. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2020-05-06 22:30:32 - [HTML]
99. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-06 22:43:47 - [HTML]
99. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-06 22:46:17 - [HTML]
99. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-05-06 23:02:13 - [HTML]
101. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-05-11 19:12:58 - [HTML]
101. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-11 20:10:15 - [HTML]
101. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2020-05-11 20:20:25 - [HTML]
101. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-11 20:35:51 - [HTML]
101. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-11 20:50:59 - [HTML]
101. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-11 20:55:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2197 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 2249 - Komudagur: 2020-05-28 - Sendandi: Ungmennaráð UN Women á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 2259 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2261 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: UN Women[PDF]
Dagbókarnúmer 2263 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: UNICEF á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 2274 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Starfshópur þjóðkirkjunnar um málefni flóttafólks[PDF]
Dagbókarnúmer 2275 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Kærunefnd útlendingamála[PDF]
Dagbókarnúmer 2277 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Ungir jafnaðarmenn[PDF]
Dagbókarnúmer 2282 - Komudagur: 2020-06-01 - Sendandi: Réttur - ráðgjöf og málflutningur ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 2297 - Komudagur: 2020-06-03 - Sendandi: Siðfræðistofnun Háskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2403 - Komudagur: 2020-06-22 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International[PDF]

Þingmál A718 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-11 12:39:00 [HTML]
Þingræður:
96. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-05-04 15:45:14 - [HTML]
96. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2020-05-04 16:26:25 - [HTML]
96. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-04 16:44:00 - [HTML]
96. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2020-05-04 17:27:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2112 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A720 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1238 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-16 10:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1756 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-20 16:33:00 [HTML]
Þingræður:
96. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-05-04 17:48:45 - [HTML]
96. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2020-05-04 18:36:46 - [HTML]
96. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2020-05-04 18:56:04 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2045 - Komudagur: 2020-05-15 - Sendandi: Endurvinnslan hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2309 - Komudagur: 2020-06-04 - Sendandi: Pure north recycling[PDF]

Þingmál A722 (breyting á ýmsum lögum til að heimila framlengingu fresta og rafræna meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum o.fl.)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2020-04-20 16:21:30 - [HTML]

Þingmál A723 (aðgerðir í þágu atvinnulausra vegna COVID-19 heimsfaraldursins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1947 - Komudagur: 2020-05-01 - Sendandi: Nemendafélag Háskólans á Bifröst[PDF]

Þingmál A724 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1333 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-05-06 22:34:00 [HTML]
Þingræður:
92. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-04-22 17:39:39 - [HTML]
100. þingfundur - Willum Þór Þórsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-05-07 16:29:20 - [HTML]
100. þingfundur - Haraldur Benediktsson - Ræða hófst: 2020-05-07 19:39:58 - [HTML]
100. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-05-07 20:10:30 - [HTML]
101. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-05-11 16:24:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1853 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: Geimvísinda- og tækniskrifstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1887 - Komudagur: 2020-04-27 - Sendandi: Félagið femínísk fjármál[PDF]
Dagbókarnúmer 1898 - Komudagur: 2020-04-28 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A725 (fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1254 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-21 16:16:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1897 - Komudagur: 2020-04-28 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A726 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-06 20:26:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1939 - Komudagur: 2020-04-30 - Sendandi: Marel, Origo, Össur og CCP[PDF]

Þingmál A727 (pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1256 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-21 16:16:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1831 - Komudagur: 2020-04-22 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]
Dagbókarnúmer 1838 - Komudagur: 2020-04-23 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]

Þingmál A728 (Matvælasjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1270 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-04-27 13:31:00 [HTML]
Þingræður:
93. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-04-28 15:29:51 - [HTML]

Þingmál A733 (aðgerðir í þágu námsmanna vegna COVID-19)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2148 - Komudagur: 2020-05-24 - Sendandi: Nemendafélag Háskólans Bifröst[PDF]
Dagbókarnúmer 2216 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samband íslenskra framhaldsskólanema[PDF]

Þingmál A734 (svæðisbundin flutningsjöfnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2049 - Komudagur: 2020-05-15 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 2183 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]

Þingmál A735 (heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-05-05 21:09:57 - [HTML]
97. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-05-05 21:55:17 - [HTML]
126. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2020-06-24 11:34:36 - [HTML]
126. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2020-06-24 15:18:37 - [HTML]

Þingmál A749 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1295 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-05-05 13:18:00 [HTML]
Þingræður:
100. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-05-07 11:59:06 - [HTML]
100. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-07 12:33:58 - [HTML]
100. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-05-07 12:36:53 - [HTML]
100. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2020-05-07 12:56:50 - [HTML]
100. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-05-07 13:55:19 - [HTML]
100. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2020-05-07 14:14:10 - [HTML]
100. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2020-05-07 14:34:42 - [HTML]
100. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-05-07 14:55:05 - [HTML]
100. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2020-05-07 15:24:30 - [HTML]
100. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-07 15:37:15 - [HTML]
100. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-05-07 15:42:02 - [HTML]
100. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-05-07 15:57:11 - [HTML]

Þingmál A775 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1354 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-07 16:18:00 [HTML]
Þingræður:
102. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-05-12 19:44:27 - [HTML]
102. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-12 19:54:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2323 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: Sýn hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2326 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 2330 - Komudagur: 2020-06-08 - Sendandi: Gagnaveita Reykjavíkur ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 2331 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: Síminn hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2366 - Komudagur: 2020-06-11 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]
Dagbókarnúmer 2513 - Komudagur: 2020-07-25 - Sendandi: ADVEL lögmenn[PDF]

Þingmál A786 (aðgerðir til þess að verja heimilin)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-06-18 13:29:14 - [HTML]

Þingmál A797 (lögbundin verkefni Lyfjastofnunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1630 (svar) útbýtt þann 2020-06-08 17:03:00 [HTML]

Þingmál A811 (stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1424 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-15 16:57:00 [HTML]

Þingmál A813 (atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-05-29 18:42:34 - [HTML]
110. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2020-05-29 22:12:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2149 - Komudagur: 2020-05-24 - Sendandi: Nemendafélag Háskólans Bifröst[PDF]

Þingmál A814 (tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2207 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: ADVEL lögmenn[PDF]

Þingmál A839 (ferðagjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1476 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-05-22 18:57:00 [HTML]
Þingræður:
108. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-05-25 17:04:09 - [HTML]
108. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-05-25 18:32:46 - [HTML]

Þingmál A840 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-06-03 16:32:58 - [HTML]

Þingmál A841 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1771 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-06-23 14:12:00 [HTML]

Þingmál A881 (heilsuspillandi efni í svefnvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2123 (svar) útbýtt þann 2020-09-29 11:27:00 [HTML]

Þingmál A923 (framkvæmd upplýsingalaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1629 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-06-05 19:35:00 [HTML]

Þingmál A944 (pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun og ríkisábyrgðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1798 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2020-06-24 10:43:00 [HTML]
Þingræður:
129. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-06-29 11:40:50 - [HTML]

Þingmál A962 (þyrlukostur Landhelgisgæslunnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2121 (svar) útbýtt þann 2020-09-29 11:27:00 [HTML]

Þingmál A968 (breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2473 - Komudagur: 2020-08-31 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 2512 - Komudagur: 2020-08-31 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A969 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2104 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-09-04 13:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2106 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-09-04 14:00:00 [HTML]
Þingræður:
133. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2020-08-28 15:20:13 - [HTML]
133. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-08-28 15:53:41 - [HTML]
133. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-08-28 16:17:14 - [HTML]
133. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2020-08-28 16:47:13 - [HTML]
133. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-08-28 17:09:27 - [HTML]
133. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2020-08-28 18:23:01 - [HTML]
140. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-09-04 15:13:05 - [HTML]
140. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2020-09-04 17:13:29 - [HTML]
140. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2020-09-04 19:22:14 - [HTML]
140. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2020-09-04 20:19:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2510 - Komudagur: 2020-09-01 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A970 (ríkisábyrgðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2104 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-09-04 13:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2106 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-09-04 14:00:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2511 - Komudagur: 2020-09-01 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál B2 ()[HTML]

Þingræður:
0. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2019-09-10 14:25:57 - [HTML]

Þingmál B7 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2019-09-11 19:32:47 - [HTML]

Þingmál B116 (aðgangur að gögnum úr Panama-málinu)[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2019-10-10 11:11:42 - [HTML]

Þingmál B139 (ræktun iðnaðarhamps)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2019-10-17 10:38:24 - [HTML]

Þingmál B143 (Landsréttur)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2019-10-17 10:59:10 - [HTML]

Þingmál B160 (íslenskt bankakerfi og sala á hlutum ríkisins í bönkunum)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2019-10-21 16:08:36 - [HTML]

Þingmál B169 (fríverslunarsamningar í Norður-Atlantshafi)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Ásgerður K. Gylfadóttir - Ræða hófst: 2019-10-22 14:42:09 - [HTML]

Þingmál B174 ()[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2019-10-23 15:15:09 - [HTML]

Þingmál B202 (geðheilbrigðisvandi ungs fólks)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2019-11-04 16:25:32 - [HTML]

Þingmál B207 ()[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2019-11-05 13:56:53 - [HTML]

Þingmál B213 (Landsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2019-11-06 15:15:11 - [HTML]

Þingmál B218 (samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2019-11-06 16:11:13 - [HTML]

Þingmál B299 ()[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2019-11-27 15:25:52 - [HTML]
36. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2019-11-27 15:30:26 - [HTML]

Þingmál B345 (fordæmisgildi Landsréttarmálsins)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2019-12-09 15:11:42 - [HTML]
41. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2019-12-09 15:13:54 - [HTML]
41. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2019-12-09 15:15:27 - [HTML]

Þingmál B360 ()[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2019-12-10 14:18:10 - [HTML]

Þingmál B412 ()[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Þorsteinn Víglundsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-01-20 19:49:07 - [HTML]

Þingmál B426 ()[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2020-01-22 15:22:07 - [HTML]

Þingmál B439 (stefna stjórnvalda í matvælaframleiðslu)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-01-23 12:24:32 - [HTML]

Þingmál B469 (örorka kvenna og álag við umönnun)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-30 11:04:35 - [HTML]

Þingmál B483 ()[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-02-04 14:03:21 - [HTML]

Þingmál B487 (skatteftirlit)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2020-02-06 10:41:30 - [HTML]

Þingmál B496 (aðkoma stjórnvalda að lífskjarasamningunum)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2020-02-17 15:34:28 - [HTML]

Þingmál B502 ()[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - Ræða hófst: 2020-02-18 13:44:52 - [HTML]

Þingmál B507 (sala upprunavottorða)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2020-02-20 10:35:31 - [HTML]

Þingmál B518 (viðbrögð við kórónuveirunni)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2020-02-24 15:10:04 - [HTML]

Þingmál B535 (fundur þjóðaröryggisráðs vegna Covid-19 veirunnar)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2020-03-03 13:38:36 - [HTML]

Þingmál B539 (brottvísun hælisleitenda til Grikklands)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2020-03-03 14:07:40 - [HTML]

Þingmál B559 ()[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2020-03-04 15:03:27 - [HTML]

Þingmál B560 (jafnt atkvæðavægi)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2020-03-04 16:08:20 - [HTML]

Þingmál B569 (samræmd viðbrögð ríkja við fólksflutningum)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-03-05 11:00:24 - [HTML]

Þingmál B572 ()[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2020-03-05 14:33:39 - [HTML]
70. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-03-05 14:50:50 - [HTML]
70. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2020-03-05 15:36:11 - [HTML]
70. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2020-03-05 15:46:19 - [HTML]
70. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-03-05 16:06:33 - [HTML]
70. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-03-05 16:14:58 - [HTML]

Þingmál B578 (viðbrögð við yfirvofandi efnahagsvanda)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2020-03-12 10:35:05 - [HTML]

Þingmál B589 ()[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2020-03-12 14:27:27 - [HTML]
72. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2020-03-12 15:54:08 - [HTML]

Þingmál B607 (frumvörp um atvinnuleysisbætur)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason (félags- og barnamálaráðherra) - Ræða hófst: 2020-03-17 14:04:48 - [HTML]

Þingmál B678 ()[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2020-04-14 13:42:00 - [HTML]
87. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2020-04-14 15:20:15 - [HTML]

Þingmál B775 ()[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2020-05-05 13:36:05 - [HTML]
97. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2020-05-05 13:45:28 - [HTML]

Þingmál B781 ()[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2020-05-06 15:27:38 - [HTML]

Þingmál B799 (breyting á útlendingalögum)[HTML]

Þingræður:
100. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2020-05-07 11:01:18 - [HTML]

Þingmál B861 (efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2020-05-25 15:05:46 - [HTML]
108. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2020-05-25 15:08:01 - [HTML]

Þingmál B868 (varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Birgir Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-05-25 15:49:24 - [HTML]
108. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2020-05-25 16:04:38 - [HTML]

Þingmál B932 (breyttar reglur um móttöku ferðamanna)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2020-06-08 15:48:09 - [HTML]

Þingmál B954 (skerðing réttinda í skjóli Covid-faraldurs)[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2020-06-12 14:09:29 - [HTML]

Þingmál B978 ()[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-06-16 12:55:51 - [HTML]

Þingmál B1022 ()[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2020-06-23 21:47:52 - [HTML]

Þingmál B1054 ()[HTML]

Þingræður:
132. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2020-08-27 10:37:49 - [HTML]

Löggjafarþing 151

Þingmál A1 (fjárlög 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 530 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-12-09 17:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 549 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-12-10 10:16:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-10-05 15:56:09 - [HTML]
3. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-10-05 17:34:42 - [HTML]
35. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-10 12:19:18 - [HTML]
35. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-12-10 12:34:20 - [HTML]
35. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2020-12-10 17:05:52 - [HTML]
35. þingfundur - Haraldur Benediktsson - Ræða hófst: 2020-12-10 18:15:01 - [HTML]
35. þingfundur - Birgir Þórarinsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-10 18:54:27 - [HTML]
35. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-12-10 20:03:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 6 - Komudagur: 2020-10-15 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 34 - Komudagur: 2020-10-19 - Sendandi: BSRB[PDF]
Dagbókarnúmer 46 - Komudagur: 2020-10-20 - Sendandi: Geimvísinda- og tækniskrifstofan (SPACE ICELAND)[PDF]
Dagbókarnúmer 73 - Komudagur: 2020-10-22 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga[PDF]

Þingmál A2 (fjármálaáætlun 2021--2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML]
Þingræður:
4. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-06 13:39:15 - [HTML]
4. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2020-10-06 16:32:37 - [HTML]
4. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2020-10-06 17:29:38 - [HTML]
4. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2020-10-06 17:53:22 - [HTML]
4. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2020-10-06 21:23:16 - [HTML]
5. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-07 12:06:41 - [HTML]
5. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-10-07 12:36:12 - [HTML]
5. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-07 12:38:47 - [HTML]
5. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-07 12:42:22 - [HTML]
5. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-10-07 13:15:31 - [HTML]
5. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-07 14:33:10 - [HTML]
40. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-17 12:38:09 - [HTML]
40. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2020-12-17 16:44:48 - [HTML]
40. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-12-17 17:34:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 7 - Komudagur: 2020-10-15 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 35 - Komudagur: 2020-10-19 - Sendandi: BSRB[PDF]
Dagbókarnúmer 74 - Komudagur: 2020-10-22 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga[PDF]

Þingmál A3 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2020-10-08 11:13:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 253 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins[PDF]

Þingmál A4 (tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 4 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-08 11:21:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 69 - Komudagur: 2020-10-22 - Sendandi: KPMG ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 229 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Deloitte ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 261 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 454 - Komudagur: 2020-11-16 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A5 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2021)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-10-08 12:04:46 - [HTML]
30. þingfundur - Óli Björn Kárason (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-02 16:23:48 - [HTML]
30. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-02 17:58:58 - [HTML]
30. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-12-02 19:22:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 479 - Komudagur: 2020-11-19 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A6 (opinber fjármál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 364 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-11-19 11:18:00 [HTML]

Þingmál A7 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-10-08 14:21:38 - [HTML]
60. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-02-25 13:46:39 - [HTML]
60. þingfundur - Logi Einarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-02-25 13:49:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 270 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A9 (íslensk landshöfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1376 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-05-10 12:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 281 - Komudagur: 2020-11-02 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 645 - Komudagur: 2020-11-30 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]

Þingmál A10 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4 - Komudagur: 2020-10-15 - Sendandi: Guðbjörg Snót Jónsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 364 - Komudagur: 2020-11-06 - Sendandi: Bifreiðastjórafélagið Átak og Taxiservive ehf.[PDF]

Þingmál A12 (merkingar og upplýsingaskylda varðandi vörur sem tengjast orkunotkun)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-12 15:46:40 - [HTML]

Þingmál A13 (viðskiptaleyndarmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML]
Þingræður:
26. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2020-11-26 12:38:32 - [HTML]

Þingmál A14 (jöfn staða og jafn réttur kynjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML]

Þingmál A16 (kyrrsetning, lögbann o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML]
Þingræður:
7. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-12 17:23:21 - [HTML]
7. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-10-12 17:41:01 - [HTML]
7. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-10-12 17:49:35 - [HTML]

Þingmál A17 (mannvirki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 2020-11-02 - Sendandi: Faggildingarráð[PDF]
Dagbókarnúmer 286 - Komudagur: 2020-11-02 - Sendandi: BSI á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 404 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A18 (lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML]
Þingskjal nr. 392 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-11-25 16:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 428 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-12-02 14:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 486 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-12-02 15:57:00 [HTML]
Þingræður:
26. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-11-26 12:48:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 118 - Komudagur: 2020-10-26 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 405 - Komudagur: 2020-11-10 - Sendandi: Icepharma[PDF]

Þingmál A20 (kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 20 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML]

Þingmál A21 (breyting á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML]

Þingmál A22 (kynrænt sjálfræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-05 10:12:00 [HTML]
Þingræður:
8. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-13 16:15:25 - [HTML]

Þingmál A23 (ráðstafanir gegn óréttmætri takmörkun á netumferð o.fl.)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-12 15:59:53 - [HTML]
7. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-10-12 16:09:04 - [HTML]

Þingmál A24 (tímasett aðgerðaáætlun um einföldun regluverks)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2020-10-15 11:40:11 - [HTML]
9. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-10-15 11:52:46 - [HTML]

Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML]
Þingræður:
13. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-21 17:53:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 456 - Komudagur: 2020-11-17 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 463 - Komudagur: 2020-11-18 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2020-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A27 (kosningar til Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 414 - Komudagur: 2020-11-10 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A28 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 420 - Komudagur: 2020-11-11 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A32 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-13 14:04:00 [HTML]

Þingmál A33 (græn utanríkisstefna)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-10-15 17:45:13 - [HTML]

Þingmál A34 (fasteignalán til neytenda og nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-12 14:40:00 [HTML]
Þingræður:
13. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-21 15:51:17 - [HTML]

Þingmál A39 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-22 13:29:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 471 - Komudagur: 2020-11-18 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 640 - Komudagur: 2020-11-30 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna[PDF]

Þingmál A40 (atvinnulýðræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 40 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-13 17:06:00 [HTML]

Þingmál A42 (stórefling innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 42 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-22 16:17:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-05 14:17:58 - [HTML]
17. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2020-11-05 14:33:28 - [HTML]
17. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2020-11-05 15:21:21 - [HTML]
17. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-05 15:28:48 - [HTML]
17. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-05 15:30:59 - [HTML]
17. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-05 15:33:42 - [HTML]
17. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2020-11-05 15:38:36 - [HTML]

Þingmál A44 (mótun sjálfbærrar iðnaðarstefnu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 495 - Komudagur: 2020-11-21 - Sendandi: Ólafur Margeirsson[PDF]

Þingmál A45 (viðræður við ráðherraráð Evrópusambandsins um samstarf í gjaldeyrismálum og gagnkvæmar gengisvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (þáltill.) útbýtt þann 2021-03-31 13:21:00 [HTML]
Þingræður:
80. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-19 15:52:01 - [HTML]
80. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2021-04-19 16:07:20 - [HTML]
80. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-04-19 16:27:50 - [HTML]
80. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2021-04-19 16:37:42 - [HTML]
80. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-19 16:49:36 - [HTML]
80. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-19 17:00:24 - [HTML]
80. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2021-04-19 17:24:20 - [HTML]
80. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2021-04-19 17:35:00 - [HTML]
80. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-19 17:55:43 - [HTML]
80. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-19 17:58:19 - [HTML]

Þingmál A47 (úttekt á heilsutengdum forvörnum eldra fólks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-20 13:14:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-05 18:02:34 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 531 - Komudagur: 2020-11-25 - Sendandi: Janus heilsuefling[PDF]

Þingmál A53 (endurupptaka viðræðna um aðild að Evrópusambandinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (þáltill.) útbýtt þann 2021-03-31 13:21:00 [HTML]
Þingræður:
80. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-19 18:03:37 - [HTML]
80. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-19 19:14:10 - [HTML]
80. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-19 19:18:36 - [HTML]
80. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2021-04-19 19:20:56 - [HTML]
80. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-19 19:29:51 - [HTML]
80. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-19 19:33:52 - [HTML]
80. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-19 19:35:26 - [HTML]
87. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2021-04-27 14:36:36 - [HTML]
87. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-27 14:47:05 - [HTML]
87. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-27 14:51:46 - [HTML]
87. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-04-27 14:56:20 - [HTML]
87. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2021-04-27 15:06:25 - [HTML]
87. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-27 15:16:12 - [HTML]
87. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-27 15:18:36 - [HTML]
87. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-27 15:20:54 - [HTML]
87. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2021-04-27 15:25:30 - [HTML]
87. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2021-04-27 15:35:57 - [HTML]
87. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2021-04-27 15:46:26 - [HTML]
87. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2021-04-27 16:26:19 - [HTML]
87. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-04-27 16:45:39 - [HTML]
87. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-27 16:58:45 - [HTML]
87. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2021-04-27 17:05:38 - [HTML]
87. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-04-27 17:32:50 - [HTML]

Þingmál A56 (samvinnufélög o.fl.)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Ólafur Ísleifsson (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-01-27 16:46:44 - [HTML]
49. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2021-01-27 17:01:30 - [HTML]

Þingmál A57 (sértæk þjónustueining fyrir einstaklinga með sjaldgæfa sjúkdóma og langveik börn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-15 10:16:00 [HTML]
Þingræður:
14. þingfundur - Willum Þór Þórsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-22 14:59:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 333 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Barnaspítali Hringsins[PDF]

Þingmál A63 (ákvörðun pólskra sveitarfélaga um að lýsa sig ,,LGBT-laus svæði")[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2020-10-05 17:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 217 (svar) útbýtt þann 2020-10-20 13:14:00 [HTML]

Þingmál A68 (innflutningur á laxafóðri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 543 (svar) útbýtt þann 2020-12-10 13:52:00 [HTML]

Þingmál A81 (mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-13 13:51:16 - [HTML]

Þingmál A85 (upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 486 - Komudagur: 2020-11-19 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A100 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-06 18:03:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 887 - Komudagur: 2020-12-08 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A101 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-06 18:03:00 [HTML]
Þingræður:
18. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-12 17:13:44 - [HTML]

Þingmál A103 (barnaverndarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 576 - Komudagur: 2020-11-26 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 712 - Komudagur: 2020-12-02 - Sendandi: Reykjanesbær[PDF]

Þingmál A105 (aðgengi að vörum sem innihalda CBD)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1695 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-10 15:01:00 [HTML]
Þingræður:
79. þingfundur - Halldóra Mogensen - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-15 17:56:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2886 - Komudagur: 2021-05-06 - Sendandi: Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi[PDF]

Þingmál A110 (minningardagur um fórnarlömb helfararinnar)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-26 19:19:33 - [HTML]
26. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-11-26 19:25:23 - [HTML]

Þingmál A111 (innviðir og þjóðaröryggi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 751 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2021-01-18 14:27:00 [HTML]

Þingmál A112 (ráðstafanir til að draga úr notkun pálmaolíu á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 113 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-07 11:15:00 [HTML]
Þingræður:
14. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-22 15:34:18 - [HTML]
32. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2020-12-07 16:17:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 259 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A115 (millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-26 21:35:29 - [HTML]

Þingmál A125 (bygging hátæknisorpbrennslustöðvar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 126 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-08 10:15:00 [HTML]
Þingræður:
48. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-26 23:20:00 - [HTML]
48. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-01-26 23:24:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1705 - Komudagur: 2021-02-11 - Sendandi: Íslenska gámafélagið ehf.[PDF]

Þingmál A129 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1866 - Komudagur: 2021-02-25 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 1962 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Blaðamannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A130 (Þjóðhagsstofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 635 - Komudagur: 2020-11-30 - Sendandi: Bandalag háskólamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1311 - Komudagur: 2021-01-26 - Sendandi: Hagstofa Íslands[PDF]

Þingmál A132 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 133 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-07 15:05:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 298 - Komudagur: 2020-11-03 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands[PDF]

Þingmál A134 (dómtúlkar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 135 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-08 10:45:00 [HTML]
Þingræður:
56. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2021-02-17 17:04:19 - [HTML]

Þingmál A135 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-08 11:27:00 [HTML]
Þingræður:
56. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-17 17:12:31 - [HTML]

Þingmál A139 (aukin skógrækt til kolefnisbindingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 140 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-08 14:20:00 [HTML]
Þingræður:
18. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-12 16:03:41 - [HTML]
18. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-11-12 16:53:48 - [HTML]

Þingmál A140 (matvæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 141 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-08 13:44:00 [HTML]
Þingræður:
57. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-18 17:25:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1845 - Komudagur: 2021-02-23 - Sendandi: Betri landbúnaður[PDF]
Dagbókarnúmer 1964 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Halldór Runólfsson[PDF]
Dagbókarnúmer 2048 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Sóttvarnaráð[PDF]
Dagbókarnúmer 2051 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Matvælastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 2064 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf[PDF]
Dagbókarnúmer 2065 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A146 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-09 14:34:00 [HTML]

Þingmál A158 (gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 159 (þáltill.) útbýtt þann 2020-10-12 14:40:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2022 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Hafnasamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2198 - Komudagur: 2021-03-17 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]

Þingmál A159 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-09 14:34:00 [HTML]

Þingmál A160 (breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 161 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-09 14:34:00 [HTML]

Þingmál A161 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 162 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-09 14:34:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 54 - Komudagur: 2020-10-20 - Sendandi: Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði[PDF]
Dagbókarnúmer 168 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Jóhannes B. Sigtryggsson[PDF]
Dagbókarnúmer 198 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Ármann Jakobsson[PDF]
Dagbókarnúmer 230 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Ágústa Þorbergsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 239 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Kristján Rúnarsson[PDF]
Dagbókarnúmer 240 - Komudagur: 2020-10-30 - Sendandi: Hrafn Sveinbjarnarson[PDF]

Þingmál A163 (endurskoðun regluverks um starfsemi fjárhagsupplýsingastofa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2107 - Komudagur: 2021-03-10 - Sendandi: Creditinfo Lánstraust hf[PDF]

Þingmál A184 (aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-02-23 17:46:31 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2095 - Komudagur: 2021-03-10 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða[PDF]

Þingmál A204 (barnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML]

Þingmál A208 (skipalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 209 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1522 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-05-27 17:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1563 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-05-31 14:48:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-20 16:22:33 - [HTML]

Þingmál A209 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 210 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML]
Þingræður:
11. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-20 16:31:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 176 - Komudagur: 2020-10-29 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]
Dagbókarnúmer 334 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Sýn hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 356 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Síminn hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 501 - Komudagur: 2020-11-23 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 578 - Komudagur: 2020-11-13 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1833 - Komudagur: 2021-02-22 - Sendandi: Gagnaveita Reykjavíkur ehf[PDF]

Þingmál A210 (aðgengi hreyfihamlaðra að mannvirkjum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1096 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2021-04-15 12:46:00 [HTML]

Þingmál A212 (tekjufallsstyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 213 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML]

Þingmál A215 (endursending flóttafólks til Grikklands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (svar) útbýtt þann 2020-11-19 13:48:00 [HTML]

Þingmál A223 (framsal sakamanna og önnur aðstoð í sakamálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 225 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-21 14:43:00 [HTML]
Þingræður:
14. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-10-22 11:58:20 - [HTML]

Þingmál A224 (búvörulög)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2020-11-17 14:37:34 - [HTML]

Þingmál A230 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-21 18:13:00 [HTML]
Þingræður:
20. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-13 14:56:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 573 - Komudagur: 2020-11-26 - Sendandi: Réttartannlæknar[PDF]
Dagbókarnúmer 595 - Komudagur: 2020-11-27 - Sendandi: Barnaverndarstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 667 - Komudagur: 2020-12-01 - Sendandi: UNICEF á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 678 - Komudagur: 2020-12-01 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International[PDF]
Dagbókarnúmer 713 - Komudagur: 2020-12-02 - Sendandi: Barnaheill[PDF]

Þingmál A234 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2272 - Komudagur: 2021-03-22 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A235 (framkvæmd ályktana Alþingis 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-11-03 19:38:00 [HTML]

Þingmál A237 (fjögurra ára áætlun um ýmis mál til hagsbóta fyrir neytendur árin 2022--2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 251 (þáltill.) útbýtt þann 2020-11-03 19:38:00 [HTML]
Þingræður:
59. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-24 16:50:32 - [HTML]

Þingmál A238 (endurskoðun á lagaumhverfi fyrir smávirkjanir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 721 - Komudagur: 2020-12-02 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]

Þingmál A239 (aðgengi einstaklinga sem ferðast til Íslands að þungunarrofi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 257 (þáltill.) útbýtt þann 2020-11-03 19:38:00 [HTML]
Þingræður:
18. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-12 12:23:02 - [HTML]
18. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-12 12:43:00 - [HTML]
18. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-12 12:47:49 - [HTML]
18. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-12 12:50:22 - [HTML]
18. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-11-12 14:32:15 - [HTML]
18. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-11-12 15:05:36 - [HTML]
18. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2020-11-12 15:58:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 563 - Komudagur: 2020-11-26 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 628 - Komudagur: 2020-11-30 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A242 (takmarkanir á fjárfestingum í vinnslu jarðefnaeldsneytis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 262 (þáltill.) útbýtt þann 2020-11-04 15:46:00 [HTML]
Þingræður:
20. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-13 14:40:45 - [HTML]

Þingmál A260 (starfshópur um útgáfu öruggra opinberra skilríkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 283 (þáltill.) útbýtt þann 2020-11-05 15:39:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1988 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]
Dagbókarnúmer 2222 - Komudagur: 2021-03-18 - Sendandi: Embætti landlæknis[PDF]

Þingmál A264 (minning þeirra Íslendinga sem fórust í seinni heimsstyrjöldinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (þáltill.) útbýtt þann 2020-11-05 18:01:00 [HTML]
Þingræður:
60. þingfundur - Óli Björn Kárason - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-25 17:54:53 - [HTML]

Þingmál A265 (fiskeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 671 - Komudagur: 2020-12-01 - Sendandi: Arnarlax hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 754 - Komudagur: 2020-12-02 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]

Þingmál A266 (Schengen-upplýsingarkerfið á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 295 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1327 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-05-03 13:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1383 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-05-20 13:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1411 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-05-11 15:36:00 [HTML]
Þingræður:
90. þingfundur - Birgir Ármannsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-05-05 17:54:11 - [HTML]

Þingmál A267 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML]

Þingmál A272 (kosningar til sveitarstjórna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 304 (frumvarp) útbýtt þann 2020-11-11 19:17:00 [HTML]

Þingmál A275 (skipulagslög)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-14 18:34:28 - [HTML]
78. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-14 18:59:35 - [HTML]
78. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-14 19:28:39 - [HTML]

Þingmál A278 (menntastefna 2021--2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1053 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-03-17 15:06:00 [HTML]
Þingræður:
72. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-03-23 19:04:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 648 - Komudagur: 2020-11-30 - Sendandi: Alma Björk Ástþórsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 815 - Komudagur: 2020-12-03 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 822 - Komudagur: 2020-12-03 - Sendandi: Landssamtök íslenskra stúdenta[PDF]
Dagbókarnúmer 858 - Komudagur: 2020-12-06 - Sendandi: Félag náms- og starfsráðgjafa[PDF]
Dagbókarnúmer 1196 - Komudagur: 2021-01-18 - Sendandi: Heimir - félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ[PDF]
Dagbókarnúmer 1199 - Komudagur: 2021-01-18 - Sendandi: Tryggvi Hjaltason[PDF]

Þingmál A279 (leyfi til veiða á álft, grágæs, heiðagæs og helsingja utan hefðbundins veiðitíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 312 (þáltill.) útbýtt þann 2020-11-12 10:27:00 [HTML]
Þingræður:
60. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-25 18:23:25 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2128 - Komudagur: 2021-03-11 - Sendandi: Skotveiðifélag Íslands[PDF]

Þingmál A280 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-12 10:51:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 795 - Komudagur: 2020-12-03 - Sendandi: Félag íslenskra bifreiðaeigenda[PDF]
Dagbókarnúmer 1092 - Komudagur: 2020-12-30 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]

Þingmál A295 (útflutningur á úrgangi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 583 (svar) útbýtt þann 2020-12-15 13:38:00 [HTML]

Þingmál A307 (netnjósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 343 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2020-11-17 16:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 613 (svar) útbýtt þann 2020-12-15 17:28:00 [HTML]

Þingmál A308 (netnjósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 344 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2020-11-17 16:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 540 (svar) útbýtt þann 2020-12-10 14:30:00 [HTML]

Þingmál A309 (netnjósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 345 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2020-11-17 17:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 731 (svar) útbýtt þann 2021-01-18 14:27:00 [HTML]

Þingmál A310 (listamannalaun)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2020-11-19 14:49:11 - [HTML]

Þingmál A312 (fjárhagslegar viðmiðanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 348 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-17 21:03:00 [HTML]

Þingmál A314 (skattar og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 802 - Komudagur: 2020-12-03 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1089 - Komudagur: 2020-12-21 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna[PDF]

Þingmál A322 (opinber stuðningur við nýsköpun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 362 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-19 12:10:00 [HTML]
Þingræður:
71. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2021-03-18 16:58:52 - [HTML]
72. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-03-23 14:24:47 - [HTML]
72. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-23 15:36:05 - [HTML]
72. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-23 16:23:27 - [HTML]
72. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-23 16:27:40 - [HTML]
72. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-23 17:50:10 - [HTML]
72. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-03-23 18:11:05 - [HTML]
72. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2021-03-23 18:43:45 - [HTML]
78. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-04-14 14:36:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1007 - Komudagur: 2020-12-11 - Sendandi: Ágúst Þór Jónsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1011 - Komudagur: 2020-12-11 - Sendandi: Kristján Leósson[PDF]
Dagbókarnúmer 1012 - Komudagur: 2020-12-11 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 1018 - Komudagur: 2020-12-11 - Sendandi: Nýsköpunarmiðstöð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1851 - Komudagur: 2021-02-24 - Sendandi: Geimvísinda- og tækniskrifstofan (SPACE ICELAND)[PDF]

Þingmál A323 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 375 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-19 12:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 720 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-01-18 14:27:00 [HTML]
Þingskjal nr. 729 (lög í heild) útbýtt þann 2020-12-18 22:33:00 [HTML]
Þingræður:
41. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2020-12-18 01:33:32 - [HTML]

Þingmál A329 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 385 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-23 16:48:00 [HTML]
Þingræður:
25. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-25 16:07:15 - [HTML]
25. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2020-11-25 16:48:40 - [HTML]
50. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2021-01-28 18:43:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1005 - Komudagur: 2020-12-11 - Sendandi: Jóhannes Loftsson o.fl.[PDF]

Þingmál A330 (orkuskipti í flugi á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Jón Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-02-02 15:48:40 - [HTML]

Þingmál A334 (viðspyrnustyrkir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 390 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-24 18:07:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 827 - Komudagur: 2020-12-03 - Sendandi: Bandalag háskólamanna[PDF]

Þingmál A335 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 391 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-24 17:03:00 [HTML]

Þingmál A337 (fjáraukalög 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-25 19:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 689 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-12-17 23:02:00 [HTML]
Þingræður:
26. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-11-26 17:12:09 - [HTML]
42. þingfundur - Birgir Þórarinsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-12-18 17:07:13 - [HTML]

Þingmál A339 (kosningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 401 (frumvarp) útbýtt þann 2020-11-25 16:34:00 [HTML]
Þingræður:
38. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-12-15 21:41:12 - [HTML]
113. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-06-12 15:01:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1264 - Komudagur: 2021-01-20 - Sendandi: Reykjavíkurborg[PDF]
Dagbókarnúmer 1265 - Komudagur: 2021-01-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]

Þingmál A340 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1098 - Komudagur: 2021-01-04 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]

Þingmál A341 (upplýsingaskylda útgefenda verðbréfa og flöggunarskylda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 415 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-26 14:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 975 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-03-11 12:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1047 (lög í heild) útbýtt þann 2021-03-16 15:12:00 [HTML]
Þingræður:
45. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-01-19 17:39:03 - [HTML]

Þingmál A344 (Neytendastofa o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 418 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-26 17:14:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1538 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Neytendastofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1548 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A345 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 419 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-26 14:23:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1100 - Komudagur: 2021-01-04 - Sendandi: Veiðifélag Árnesinga[PDF]

Þingmál A348 (tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1174 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2021-03-31 13:21:00 [HTML]

Þingmál A351 (kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 437 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-27 15:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 443 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-11-27 19:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 444 (nefndarálit) útbýtt þann 2020-11-27 19:59:00 [HTML]
Þingræður:
27. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-27 15:35:09 - [HTML]
27. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-27 16:17:28 - [HTML]
27. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-27 16:19:43 - [HTML]
27. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2020-11-27 16:26:10 - [HTML]
28. þingfundur - Páll Magnússon (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-11-27 19:53:47 - [HTML]
28. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2020-11-27 20:05:57 - [HTML]
28. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2020-11-27 20:24:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 587 - Komudagur: 2020-11-27 - Sendandi: Flugvirkjafélag Íslands[PDF]

Þingmál A352 (ábendingar sem varða stjórnsýsluna í rannsóknarskýrslum Alþingis um orsakir falls íslensku bankanna 2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 438 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2020-11-27 16:57:00 [HTML]
Þingræður:
60. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-02-25 16:02:51 - [HTML]

Þingmál A353 (framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2587 - Komudagur: 2021-04-20 - Sendandi: Kadeco[PDF]

Þingmál A354 (samþætting þjónustu í þágu farsældar barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 440 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1573 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-06-01 17:25:00 [HTML]
Þingræður:
106. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (Minni hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-06-03 14:55:35 - [HTML]
106. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2021-06-03 16:54:08 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1255 - Komudagur: 2021-01-19 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A355 (Barna- og fjölskyldustofa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1137 - Komudagur: 2021-01-11 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands[PDF]

Þingmál A356 (Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1136 - Komudagur: 2021-01-11 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands[PDF]

Þingmál A357 (óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-12 13:40:36 - [HTML]

Þingmál A365 (lögreglulög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 457 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-12-01 15:01:00 [HTML]
Þingræður:
47. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-21 12:06:29 - [HTML]
88. þingfundur - Birgir Ármannsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-03 17:21:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1503 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Íslandsdeild Transparency International[PDF]

Þingmál A366 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 458 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML]

Þingmál A367 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 459 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML]
Þingræður:
31. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-12-03 19:47:42 - [HTML]
45. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2021-01-19 14:56:46 - [HTML]
98. þingfundur - Olga Margrét Cilia - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-05-19 14:03:23 - [HTML]
99. þingfundur - Olga Margrét Cilia - Ræða hófst: 2021-05-20 14:39:05 - [HTML]

Þingmál A368 (vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 460 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML]
Þingræður:
47. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2021-01-21 14:25:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1519 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Ásbjörn Guðlaugsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1520 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Jóhann Berthelsen[PDF]
Dagbókarnúmer 1524 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Ásgeir Heiðar[PDF]
Dagbókarnúmer 1526 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Bjarki Þór Magnússon[PDF]
Dagbókarnúmer 1554 - Komudagur: 2021-02-08 - Sendandi: Þórarinn Leifsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1559 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Haraldur Gústafsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1595 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Hilmar Erlingsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1597 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Einar Kr. Haraldsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1605 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Þingmál A369 (Hálendisþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 461 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML]
Þingræður:
33. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-12-08 15:21:06 - [HTML]
33. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-08 15:50:50 - [HTML]
33. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-12-08 16:36:31 - [HTML]
33. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-12-08 17:16:37 - [HTML]
33. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-08 17:36:22 - [HTML]
33. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2020-12-08 17:48:24 - [HTML]
33. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2020-12-08 18:37:17 - [HTML]
33. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-12-08 19:01:09 - [HTML]
33. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - Ræða hófst: 2020-12-08 19:40:35 - [HTML]
33. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2020-12-08 23:10:32 - [HTML]
33. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-12-08 23:23:52 - [HTML]
113. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2021-06-12 18:59:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2021-01-25 - Sendandi: Grímsnes- og Grafningshreppur[PDF]
Dagbókarnúmer 1303 - Komudagur: 2021-01-25 - Sendandi: Þorvarður I Þorbjörnsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1320 - Komudagur: 2021-01-26 - Sendandi: Jón G. Guðmundsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1368 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Minjastofnun Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1382 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Jens Benedikt Baldursson[PDF]
Dagbókarnúmer 1384 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Snæland Grímsson ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 1389 - Komudagur: 2021-01-31 - Sendandi: Valdimar Aðalsteinsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1391 - Komudagur: 2021-01-31 - Sendandi: SUNN - Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi[PDF]
Dagbókarnúmer 1394 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Hið íslenska náttúrufræðifélag[PDF]
Dagbókarnúmer 1398 - Komudagur: 2021-01-31 - Sendandi: Einar E Sæmundsen[PDF]
Dagbókarnúmer 1401 - Komudagur: 2021-01-31 - Sendandi: Haukur Parelius[PDF]
Dagbókarnúmer 1416 - Komudagur: 2021-01-28 - Sendandi: Ferðaklúbburinn 4x4[PDF]
Dagbókarnúmer 1427 - Komudagur: 2021-01-21 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra og Akrahreppur[PDF]
Dagbókarnúmer 1428 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 1431 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 1434 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: FETAR - Landssamtök[PDF]
Dagbókarnúmer 1439 - Komudagur: 2021-02-02 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 1443 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 1450 - Komudagur: 2021-02-01 - Sendandi: Jón Baldur Þorbjörnsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1461 - Komudagur: 2021-02-02 - Sendandi: Iceland Luxury Tours[PDF]
Dagbókarnúmer 1478 - Komudagur: 2021-02-03 - Sendandi: Náttúruminjasafn Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1752 - Komudagur: 2021-01-28 - Sendandi: Rangárþing ytra[PDF]
Dagbókarnúmer 1895 - Komudagur: 2021-03-02 - Sendandi: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið[PDF]

Þingmál A370 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 462 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML]
Þingræður:
47. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2021-01-21 16:24:56 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1558 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Snæbjörn Guðmundsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1564 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 2021-02-09 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]

Þingmál A371 (sjúklingatrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 463 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML]
Þingræður:
38. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-12-15 17:23:48 - [HTML]

Þingmál A373 (rannsókn og saksókn í skattalagabrotum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 465 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1061 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-03-18 12:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1200 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML]
Þingræður:
34. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-12-09 16:16:20 - [HTML]
34. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2020-12-09 16:44:20 - [HTML]
34. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2020-12-09 16:56:40 - [HTML]
78. þingfundur - Brynjar Níelsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-04-14 15:35:38 - [HTML]
78. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-04-14 16:18:23 - [HTML]
79. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-04-15 14:07:06 - [HTML]
79. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-04-15 14:17:07 - [HTML]
80. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-19 14:32:35 - [HTML]
80. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-04-19 14:41:14 - [HTML]
80. þingfundur - Brynjar Níelsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2021-04-19 15:02:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1139 - Komudagur: 2021-01-11 - Sendandi: KPMG ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1172 - Komudagur: 2021-01-13 - Sendandi: Logos[PDF]
Dagbókarnúmer 1176 - Komudagur: 2021-01-13 - Sendandi: Skatturinn[PDF]
Dagbókarnúmer 1191 - Komudagur: 2021-01-15 - Sendandi: PricewaterhouseCoopers ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1193 - Komudagur: 2021-01-15 - Sendandi: Skattrannsóknarstjóri ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 1842 - Komudagur: 2021-02-23 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2016 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Héraðssaksóknari[PDF]
Dagbókarnúmer 2088 - Komudagur: 2021-03-10 - Sendandi: KPMG, LOGOS og PwC[PDF]

Þingmál A375 (jarðalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 467 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML]

Þingmál A376 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 691 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-12-18 10:18:00 [HTML]
Þingræður:
31. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-03 18:41:44 - [HTML]
39. þingfundur - Haraldur Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2020-12-16 16:40:37 - [HTML]
39. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-16 18:27:57 - [HTML]
39. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2020-12-16 18:32:32 - [HTML]
39. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2020-12-16 18:56:56 - [HTML]
39. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-12-16 19:05:38 - [HTML]
39. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-12-16 19:55:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 938 - Komudagur: 2020-12-10 - Sendandi: Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði[PDF]
Dagbókarnúmer 944 - Komudagur: 2020-12-10 - Sendandi: Samtök mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja[PDF]

Þingmál A377 (ferðagjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 469 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML]
Þingræður:
31. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-12-03 18:13:21 - [HTML]

Þingmál A378 (sveitarstjórnarlög og tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-26 18:48:14 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1764 - Komudagur: 2021-02-17 - Sendandi: LEX lögmannsstofa[PDF]
Dagbókarnúmer 1799 - Komudagur: 2021-02-18 - Sendandi: Skorradalshreppur[PDF]

Þingmál A380 (kostnaður við áfrýjun niðurstöðu neðri deildar Mannréttindadómstóls Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 487 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2020-12-03 11:18:00 [HTML]

Þingmál A385 (innflutningur á osti og kjöti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1256 (svar) útbýtt þann 2021-04-21 12:28:00 [HTML]

Þingmál A386 (vopnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1942 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Íþróttafélagið Akur[PDF]
Dagbókarnúmer 1974 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Bogveiðifélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1975 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Indriði R. Grétarsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1976 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Bogfimideild Tindastóls[PDF]
Dagbókarnúmer 2116 - Komudagur: 2021-03-11 - Sendandi: Kelea Josephine Alexandra Quinn[PDF]

Þingmál A389 (breyting á útlendingalögum til að hemja útgjöld og auka skilvirkni í málsmeðferð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 528 (þáltill.) útbýtt þann 2020-12-08 17:34:00 [HTML]
Þingræður:
51. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2021-02-02 19:46:40 - [HTML]
51. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-02-02 20:10:40 - [HTML]
51. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-02 20:23:30 - [HTML]
51. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-02 20:54:36 - [HTML]
51. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2021-02-02 21:06:24 - [HTML]
51. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-02-02 21:16:52 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1791 - Komudagur: 2021-02-18 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A392 (námsárangur pilta og stúlkna í skólakerfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1455 (svar) útbýtt þann 2021-05-25 12:38:00 [HTML]

Þingmál A396 (kostnaður vegna skipunar dómara við Landsrétt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 560 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2020-12-10 14:30:00 [HTML]
Þingskjal nr. 925 (svar) útbýtt þann 2021-02-23 14:27:00 [HTML]

Þingmál A397 (ráðstöfun útvarpsgjalds)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1170 - Komudagur: 2021-01-13 - Sendandi: Sýn hf.[PDF]

Þingmál A404 (loðdýrarækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2020-12-14 20:07:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1499 (svar) útbýtt þann 2021-05-25 13:50:00 [HTML]

Þingmál A414 (viðvera herliðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 842 (svar) útbýtt þann 2021-02-03 12:28:00 [HTML]

Þingmál A418 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1644 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A419 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1629 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Aðalbjörn Jóakimsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1643 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Samtök eigenda sjávarjarða[PDF]

Þingmál A424 (slysatryggingar almannatrygginga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1616 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1699 - Komudagur: 2021-02-10 - Sendandi: Félag slökkviliðsstjóra á Íslandi[PDF]

Þingmál A444 (breyting á ýmsum lögum til einföldunar á regluverki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1714 - Komudagur: 2021-02-12 - Sendandi: Myndstef[PDF]
Dagbókarnúmer 3129 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Myndstef[PDF]

Þingmál A450 (aðstoðarmenn dómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 769 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-01-19 14:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1033 (svar) útbýtt þann 2021-03-16 13:57:00 [HTML]

Þingmál A451 (kolefnisgjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1220 (svar) útbýtt þann 2021-04-14 15:42:00 [HTML]

Þingmál A452 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1553 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-05-31 13:24:00 [HTML]
Þingræður:
55. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-02-16 16:26:47 - [HTML]
55. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-16 16:58:41 - [HTML]
55. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-02-16 17:19:07 - [HTML]
55. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-16 17:45:01 - [HTML]
55. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2021-02-16 17:57:57 - [HTML]
55. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-02-16 18:41:05 - [HTML]
88. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-03 18:35:14 - [HTML]
88. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2021-05-03 18:47:25 - [HTML]
88. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-03 19:18:31 - [HTML]
88. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-03 19:21:00 - [HTML]
89. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-05-04 15:11:47 - [HTML]
89. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-04 15:36:52 - [HTML]
89. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-04 15:42:41 - [HTML]
89. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-05-04 16:22:28 - [HTML]
89. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-04 16:49:55 - [HTML]
89. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-05-04 16:52:52 - [HTML]
89. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-04 17:20:41 - [HTML]
89. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-04 17:30:01 - [HTML]
89. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2021-05-04 18:12:39 - [HTML]
89. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-05-04 19:18:08 - [HTML]
89. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-05-04 19:28:48 - [HTML]
89. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2021-05-04 19:49:33 - [HTML]
89. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2021-05-04 20:10:10 - [HTML]
89. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2021-05-04 20:20:31 - [HTML]
89. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-04 21:15:39 - [HTML]
89. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-04 21:34:42 - [HTML]
89. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2021-05-04 21:51:49 - [HTML]
89. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-05-04 21:57:16 - [HTML]
89. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-05-04 22:02:40 - [HTML]
89. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2021-05-04 22:16:36 - [HTML]
89. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-04 22:41:30 - [HTML]
89. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2021-05-04 23:26:52 - [HTML]
89. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2021-05-04 23:37:29 - [HTML]
89. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-05-04 23:47:43 - [HTML]
90. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-05-05 16:38:52 - [HTML]
90. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-05 16:56:44 - [HTML]
90. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2021-05-05 17:13:44 - [HTML]
90. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-05-05 17:24:38 - [HTML]

Þingmál A453 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 772 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-19 13:09:00 [HTML]
Þingræður:
64. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-04 17:09:12 - [HTML]
64. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-03-04 17:37:07 - [HTML]
64. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-04 17:52:16 - [HTML]
64. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-04 17:54:28 - [HTML]
64. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-04 18:01:26 - [HTML]
64. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-04 18:37:17 - [HTML]

Þingmál A455 (stefnumótun á sviði stafrænnar þróunar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2311 - Komudagur: 2021-03-23 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]

Þingmál A458 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2289 - Komudagur: 2021-03-22 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2300 - Komudagur: 2021-03-23 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A460 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2257 - Komudagur: 2021-03-20 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði[PDF]

Þingmál A466 (stjórnarskrá lýðveldisins Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (frumvarp) útbýtt þann 2021-01-21 15:36:00 [HTML]
Þingræður:
52. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-03 14:57:22 - [HTML]
52. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-02-03 16:29:38 - [HTML]
52. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-03 18:03:37 - [HTML]
52. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2021-02-03 21:30:07 - [HTML]
54. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-02-11 15:17:46 - [HTML]
54. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-11 18:20:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1997 - Komudagur: 2021-03-05 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]
Dagbókarnúmer 2001 - Komudagur: 2021-03-07 - Sendandi: Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði[PDF]

Þingmál A468 (þingsköp Alþingis og réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3178 - Komudagur: 2024-03-11 - Sendandi: Forseti Alþingis[PDF]

Þingmál A479 (innlend eldsneytisframleiðsla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1330 (svar) útbýtt þann 2021-05-04 12:35:00 [HTML]

Þingmál A486 (skimun fyrir krabbameini)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2021-03-03 14:47:21 - [HTML]
62. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2021-03-03 14:57:50 - [HTML]

Þingmál A489 (aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu drengja í skólakerfinu)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-16 18:06:15 - [HTML]

Þingmál A490 (ÖSE-þingið 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 821 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-02-02 13:26:00 [HTML]
Þingræður:
56. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-17 15:04:11 - [HTML]
56. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-02-17 15:27:18 - [HTML]
56. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2021-02-17 15:31:55 - [HTML]

Þingmál A492 (Vestnorræna ráðið 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 823 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-02-02 13:26:00 [HTML]
Þingræður:
53. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2021-02-04 18:03:08 - [HTML]

Þingmál A493 (Evrópuráðsþingið 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 824 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-02-02 13:26:00 [HTML]
Þingræður:
56. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-17 13:59:00 - [HTML]
56. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-17 14:10:17 - [HTML]

Þingmál A494 (Alþjóðaþingmannasambandið 2020)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Sigríður Á. Andersen (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-17 14:30:10 - [HTML]

Þingmál A495 (breyting á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-12 14:17:48 - [HTML]
66. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-12 15:22:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2375 - Komudagur: 2021-03-30 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 2479 - Komudagur: 2021-04-09 - Sendandi: Embætti landlæknis[PDF]

Þingmál A498 (norðurskautsmál 2020)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-04 18:36:29 - [HTML]

Þingmál A499 (Fríverslunarsamtök Evrópu og Evrópska efnahagssvæðið 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 831 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-02-02 14:28:00 [HTML]
Þingræður:
53. þingfundur - Smári McCarthy (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-04 19:24:18 - [HTML]

Þingmál A500 (NATO-þingið 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 832 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-02-02 14:31:00 [HTML]
Þingræður:
53. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-04 18:54:43 - [HTML]

Þingmál A501 (þjóðsöngur Íslendinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2371 - Komudagur: 2021-03-30 - Sendandi: Kári Hólmar Ragnarsson[PDF]

Þingmál A504 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1967 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Æskan barnahreyfing IOGT[PDF]
Dagbókarnúmer 1978 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT[PDF]

Þingmál A505 (ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1826 - Komudagur: 2021-02-19 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1957 - Komudagur: 2021-03-04 - Sendandi: Dista ehf.[PDF]

Þingmál A506 (Fjarskiptastofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 852 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-03 16:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1707 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1782 (breytingartillaga) útbýtt þann 2021-06-12 17:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1795 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-12 23:10:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2005 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 2083 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A509 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 855 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-03 16:45:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2035 - Komudagur: 2021-03-08 - Sendandi: Eimskip[PDF]

Þingmál A522 (mótun klasastefnu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 880 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-02-16 12:43:00 [HTML]
Þingræður:
65. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2021-03-11 16:46:26 - [HTML]

Þingmál A529 (gerð skoðanakönnunar um afstöðu til dánaraðstoðar meðal heilbrigðisstarfsfólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2319 - Komudagur: 2021-03-23 - Sendandi: Lífsvirðing - Félag um dánaraðstoð[PDF]

Þingmál A533 (langtímaorkustefna og aðgerðaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-02-17 13:10:00 [HTML]

Þingmál A534 (póstþjónusta og Byggðastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2058 - Komudagur: 2021-03-09 - Sendandi: Neytendasamtökin[PDF]

Þingmál A537 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 899 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2098 - Komudagur: 2021-03-10 - Sendandi: Jóhann Þorvarðarson[PDF]

Þingmál A543 (velferð dýra)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-03-16 19:11:04 - [HTML]
67. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-16 19:31:52 - [HTML]

Þingmál A550 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-23 12:53:00 [HTML]
Þingræður:
105. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-06-02 14:48:17 - [HTML]
105. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-06-02 15:56:04 - [HTML]
105. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2021-06-02 16:29:02 - [HTML]
105. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2021-06-02 16:49:32 - [HTML]
105. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-06-02 17:09:54 - [HTML]
105. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2021-06-02 18:07:43 - [HTML]
106. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2021-06-03 13:43:10 - [HTML]
110. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-06-09 14:26:25 - [HTML]
110. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2021-06-09 15:42:45 - [HTML]
110. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2021-06-09 17:04:31 - [HTML]
110. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-06-09 17:25:53 - [HTML]
110. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-06-09 17:57:34 - [HTML]

Þingmál A554 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2443 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 2444 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Creditinfo Lánstraust hf[PDF]

Þingmál A557 (aðild að Geimvísindastofnun Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 937 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-02-24 16:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1293 (svar) útbýtt þann 2021-04-27 14:38:00 [HTML]
Þingræður:
69. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2021-03-18 13:03:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2200 - Komudagur: 2021-03-17 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2432 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]

Þingmál A559 (skýrsla um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 939 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-03-03 16:46:00 [HTML]

Þingmál A563 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-02 12:47:00 [HTML]

Þingmál A568 (Ný þýðing á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2021-05-10 14:38:49 - [HTML]
92. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-10 14:47:09 - [HTML]
92. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-10 15:04:09 - [HTML]

Þingmál A583 (greiðsluþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 991 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1772 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1813 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2355 - Komudagur: 2021-03-26 - Sendandi: Samtök fjártæknifyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 2358 - Komudagur: 2021-03-29 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 2458 - Komudagur: 2021-04-08 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A584 (aðgerðir gegn markaðssvikum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 992 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML]
Þingræður:
65. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-11 18:22:00 - [HTML]

Þingmál A585 (breyting á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 993 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML]

Þingmál A586 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 994 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML]
Þingræður:
67. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-16 17:18:16 - [HTML]
67. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-16 17:31:33 - [HTML]
67. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-16 17:33:38 - [HTML]
67. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2021-03-16 17:37:48 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2557 - Komudagur: 2021-04-15 - Sendandi: Eldsneytisafgreiðslan EAK ehf. (eldsneytisbirgðastöðin)[PDF]
Dagbókarnúmer 2560 - Komudagur: 2021-04-16 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2562 - Komudagur: 2021-04-16 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2575 - Komudagur: 2021-04-18 - Sendandi: Icelandair Group hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2973 - Komudagur: 2021-05-12 - Sendandi: Geimvísinda- og tækniskrifstofan (SPACE ICELAND)[PDF]

Þingmál A587 (þjóðkirkjan)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 996 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML]
Þingræður:
67. þingfundur - Brynjar Níelsson - Ræða hófst: 2021-03-16 17:01:23 - [HTML]

Þingmál A591 (breyting á embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2844 - Komudagur: 2021-05-04 - Sendandi: Héraðssaksóknari[PDF]

Þingmál A593 (samningar um rannsóknir á lífsýnum erlendis)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2021-04-12 15:03:29 - [HTML]

Þingmál A594 (kostnaður embættis ríkislögmanns vegna máls gegn íslenska ríkinu við Mannréttindadómstól Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1008 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-03-11 15:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1255 (svar) útbýtt þann 2021-04-19 16:57:00 [HTML]

Þingmál A602 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-15 15:16:00 [HTML]
Þingræður:
68. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-17 15:19:06 - [HTML]
68. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-17 15:24:21 - [HTML]
68. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-17 15:28:52 - [HTML]
68. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-17 15:32:53 - [HTML]
68. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-17 15:37:40 - [HTML]
68. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2021-03-17 15:38:51 - [HTML]
68. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2021-03-17 16:19:08 - [HTML]
68. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-03-17 16:42:09 - [HTML]
68. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-17 16:58:23 - [HTML]
68. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-17 17:00:45 - [HTML]
68. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-17 17:03:05 - [HTML]
68. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-17 17:05:14 - [HTML]
68. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-03-17 17:07:50 - [HTML]
68. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-17 17:22:50 - [HTML]
68. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-17 17:26:39 - [HTML]
68. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-17 17:29:05 - [HTML]
68. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2021-03-17 17:35:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2436 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2437 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 2439 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International[PDF]
Dagbókarnúmer 2450 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Réttur - ráðgjöf og málflutningur ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 2488 - Komudagur: 2021-04-12 - Sendandi: Starfshópur þjóðkirkjunnar um málefni flóttafólks[PDF]

Þingmál A603 (félög til almannaheilla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1030 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-15 15:16:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2471 - Komudagur: 2021-04-09 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 3106 - Komudagur: 2021-06-01 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]

Þingmál A604 (tímabundnar endurgreiðslur til kvikmyndagerðar á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-06-09 18:18:46 - [HTML]
110. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2021-06-09 20:44:39 - [HTML]
110. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2021-06-09 21:05:38 - [HTML]
110. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2021-06-09 21:11:05 - [HTML]

Þingmál A605 (brottfall laga um vísitölu byggingarkostnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1032 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-15 15:16:00 [HTML]

Þingmál A610 (rafmyntir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1055 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-03-17 15:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1428 (svar) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML]

Þingmál A611 (mat á árangri af sóttvarnaaðgerðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1056 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-03-17 16:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1287 (svar) útbýtt þann 2021-04-26 12:35:00 [HTML]

Þingmál A612 (aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-05-11 16:49:29 - [HTML]

Þingmál A613 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1065 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2021-03-18 13:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1325 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-03 13:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1341 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-04 12:35:00 [HTML]
Þingræður:
71. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-18 14:12:56 - [HTML]
90. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-05-05 18:39:28 - [HTML]
90. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2021-05-05 19:05:15 - [HTML]
96. þingfundur - Óli Björn Kárason - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-17 14:32:23 - [HTML]

Þingmál A614 (staða lífeyrissjóða í hagkerfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1902 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2021-09-03 11:09:00 [HTML]

Þingmál A615 (lántökur ríkissjóðs á næstu árum, líkleg vaxtaþróun og gengisáhætta og áhrif á peningahagkerfið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1901 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2021-09-03 11:09:00 [HTML]

Þingmál A616 (einkaleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1071 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-18 15:37:00 [HTML]
Þingræður:
75. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-26 13:01:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2501 - Komudagur: 2021-04-12 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A621 (starfsemi Úrvinnslusjóðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1914 (svar) útbýtt þann 2021-09-22 14:28:00 [HTML]

Þingmál A624 (markaðir fyrir fjármálagerninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1797 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1821 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML]
Þingræður:
75. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-26 14:06:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2536 - Komudagur: 2021-04-14 - Sendandi: Kauphöll Íslands hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2554 - Komudagur: 2021-04-15 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A625 (stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2513 - Komudagur: 2021-04-12 - Sendandi: Guðbjörn Jónsson[PDF]
Dagbókarnúmer 2538 - Komudagur: 2021-04-14 - Sendandi: Blindrafélagið[PDF]

Þingmál A627 (fjármálaáætlun 2022--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1514 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-05-26 12:37:00 [HTML]
Þingræður:
73. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-03-24 16:56:32 - [HTML]
73. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-24 22:20:45 - [HTML]
74. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-25 17:58:54 - [HTML]
74. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2021-03-25 19:47:48 - [HTML]
74. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2021-03-25 20:31:21 - [HTML]
74. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-03-25 21:02:31 - [HTML]
101. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-05-26 16:00:53 - [HTML]
101. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-26 19:48:59 - [HTML]
102. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2021-05-27 14:29:07 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2534 - Komudagur: 2021-04-13 - Sendandi: Fjármálaráð[PDF]

Þingmál A628 (raforkulög og stofnun Landsnets hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1085 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00 [HTML]
Þingræður:
75. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-26 13:05:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2523 - Komudagur: 2021-04-13 - Sendandi: Ráðgjafaráð veitufyrirtækja[PDF]

Þingmál A629 (happdrætti Háskóla Íslands og happdrætti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3079 - Komudagur: 2021-05-27 - Sendandi: Samtök áhugafólks um spilafíkn[PDF]

Þingmál A642 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1104 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-24 12:52:00 [HTML]

Þingmál A646 (hjúskaparlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1113 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-25 12:38:00 [HTML]

Þingmál A668 (fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1137 (frumvarp) útbýtt þann 2021-03-25 19:19:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2979 - Komudagur: 2021-05-12 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A689 (breyting á ýmsum lögum á vátryggingamarkaði og bankamarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2711 - Komudagur: 2021-04-27 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A696 (endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3098 - Komudagur: 2021-05-31 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A699 (verðbréfasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1798 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1823 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2653 - Komudagur: 2021-04-27 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A700 (breyting á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæða um tilgreinda séreign)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3095 - Komudagur: 2021-05-31 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A701 (áhafnir skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML]

Þingmál A703 (Vísinda- og nýsköpunarráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1182 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML]

Þingmál A704 (breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2693 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.[PDF]

Þingmál A705 (endurskoðuð landsskipulagsstefna 2015--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1184 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2624 - Komudagur: 2021-04-26 - Sendandi: Sveinn Runólfsson[PDF]
Dagbókarnúmer 2890 - Komudagur: 2021-05-06 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A707 (staðsetning vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1186 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML]
Þingræður:
77. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-13 22:05:05 - [HTML]

Þingmál A708 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2738 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 2800 - Komudagur: 2021-04-30 - Sendandi: Fenúr[PDF]

Þingmál A712 (umhverfismat framkvæmda og áætlana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1191 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1768 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1809 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2684 - Komudagur: 2021-04-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga[PDF]
Dagbókarnúmer 2788 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Skógræktin[PDF]
Dagbókarnúmer 2816 - Komudagur: 2021-04-30 - Sendandi: Skógræktarfélag Íslands[PDF]

Þingmál A713 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2835 - Komudagur: 2021-05-04 - Sendandi: British American Tobacco[PDF]

Þingmál A714 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1193 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2821 - Komudagur: 2021-05-03 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT[PDF]
Dagbókarnúmer 2829 - Komudagur: 2021-05-03 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu[PDF]

Þingmál A717 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1196 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML]

Þingmál A718 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-13 15:26:24 - [HTML]
77. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-13 15:34:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2722 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Hildur Fjóla Antonsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 2725 - Komudagur: 2021-04-29 - Sendandi: Aflið, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Rótin Stígamót og UN Wome á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 2834 - Komudagur: 2021-05-03 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu[PDF]

Þingmál A721 (aðstoðarmenn dómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1206 (þáltill.) útbýtt þann 2021-04-12 14:47:00 [HTML]

Þingmál A731 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1221 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-14 13:33:00 [HTML]

Þingmál A734 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1225 (þáltill.) útbýtt þann 2021-04-15 12:46:00 [HTML]

Þingmál A735 (stuðningur við Istanbúl-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1229 (þáltill.) útbýtt þann 2021-04-15 13:15:00 [HTML]

Þingmál A743 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-21 18:01:52 - [HTML]

Þingmál A747 (sóttvarnalög og útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1267 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-20 22:22:00 [HTML]
Þingræður:
82. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-21 14:45:29 - [HTML]
82. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-21 15:06:56 - [HTML]
82. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-21 15:07:58 - [HTML]
82. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-04-21 15:22:01 - [HTML]
82. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2021-04-21 15:36:24 - [HTML]
82. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2021-04-21 15:50:13 - [HTML]
82. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-04-21 16:05:10 - [HTML]
83. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2021-04-22 02:45:07 - [HTML]
83. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2021-04-22 04:08:02 - [HTML]

Þingmál A750 (stefna Íslands í málefnum norðurslóða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1273 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-04-21 14:59:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2945 - Komudagur: 2021-05-11 - Sendandi: Rannís - Rannsóknamiðstöð Íslands[PDF]

Þingmál A752 (pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1275 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-21 16:56:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2971 - Komudagur: 2021-05-12 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]

Þingmál A764 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1317 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-04-30 15:50:00 [HTML]
Þingræður:
91. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-06 14:13:52 - [HTML]
91. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-05-06 14:38:30 - [HTML]
91. þingfundur - Olga Margrét Cilia - Ræða hófst: 2021-05-06 15:09:12 - [HTML]
91. þingfundur - Silja Dögg Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-05-06 15:20:50 - [HTML]
91. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2021-05-06 15:31:10 - [HTML]
91. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2021-05-06 16:02:50 - [HTML]
91. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2021-05-06 16:13:14 - [HTML]

Þingmál A765 (utanríkis- og alþjóðamál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1321 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-03 15:24:00 [HTML]
Þingræður:
91. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2021-05-06 17:16:47 - [HTML]
91. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-05-06 17:44:45 - [HTML]
91. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2021-05-06 17:55:26 - [HTML]
91. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-05-06 18:16:41 - [HTML]

Þingmál A766 (ógildingarmál og stefnubirting)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1334 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-05-03 15:46:00 [HTML]

Þingmál A772 (stefna Íslands um gervigreind)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1345 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-06 12:40:00 [HTML]

Þingmál A774 (aðildarumsókn að Geimvísindastofnun Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1357 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-05-05 15:07:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1894 (svar) útbýtt þann 2021-08-25 11:42:00 [HTML]

Þingmál A775 (atvinnuleysistryggingar og greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2021-06-08 16:11:25 - [HTML]
109. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2021-06-08 19:16:41 - [HTML]
109. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-06-08 19:43:40 - [HTML]

Þingmál A776 (ferðagjöf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1359 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-05-04 20:31:00 [HTML]
Þingræður:
96. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-05-17 16:37:55 - [HTML]

Þingmál A781 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1379 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-20 12:37:00 [HTML]

Þingmál A790 (framkvæmd samgönguáætlunar 2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1429 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML]

Þingmál A791 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1431 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML]
Þingræður:
112. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2021-06-11 12:41:24 - [HTML]

Þingmál A798 (starfsemi Samkeppniseftirlitsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1451 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2021-05-17 16:48:00 [HTML]

Þingmál A805 (aðgerðir gegn áfengis- og vímuefnavanda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1487 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-05-20 17:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1731 (svar) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML]

Þingmál A818 (fjáraukalög 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1536 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-05-29 14:04:00 [HTML]
Þingræður:
103. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-31 17:50:05 - [HTML]
103. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-31 17:52:32 - [HTML]
103. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-05-31 18:32:09 - [HTML]
103. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-31 18:59:43 - [HTML]
103. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-05-31 19:04:48 - [HTML]
104. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2021-06-01 18:12:48 - [HTML]
111. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-06-10 11:33:32 - [HTML]

Þingmál A851 (þekkingarsetur í Reykjanesbæ)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1659 (þáltill.) útbýtt þann 2021-06-09 12:39:00 [HTML]

Þingmál A857 (netlög sjávarjarða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1683 (þáltill.) útbýtt þann 2021-06-09 20:31:00 [HTML]

Þingmál A858 (uppsögn alþjóðasamnings um vernd nýrra yrkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1697 (þáltill.) útbýtt þann 2021-06-10 17:02:00 [HTML]

Þingmál A865 (uppgjörsreglur sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1758 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-06-12 16:18:00 [HTML]

Þingmál A868 (upplýsingar Hagstofu Íslands um utanríkisverslun Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1899 (svar) útbýtt þann 2021-09-03 11:09:00 [HTML]

Þingmál A872 (stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1849 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-07-06 10:28:00 [HTML]

Þingmál A897 (undanþágur frá sköttum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1917 (svar) útbýtt þann 2021-09-22 14:28:00 [HTML]

Þingmál B13 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson (umhverfis- og auðlindaráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-01 20:44:27 - [HTML]

Þingmál B45 (lögmæti og meðalhóf sóttvarnaaðgerða)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-10-12 15:29:29 - [HTML]

Þingmál B65 ()[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2020-10-19 15:45:07 - [HTML]
10. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-10-19 15:55:48 - [HTML]
10. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2020-10-19 16:25:14 - [HTML]
10. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-10-19 16:49:25 - [HTML]
10. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2020-10-19 18:01:31 - [HTML]
10. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-10-19 18:29:48 - [HTML]

Þingmál B95 (samkeppnisstaða stóriðju á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2020-11-04 15:33:41 - [HTML]
15. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2020-11-04 15:36:11 - [HTML]
15. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra) - Ræða hófst: 2020-11-04 15:37:32 - [HTML]

Þingmál B103 ()[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-11-05 10:41:09 - [HTML]

Þingmál B104 ()[HTML]

Þingræður:
16. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2020-11-05 11:16:29 - [HTML]

Þingmál B124 (lög um þungunarrof í Póllandi)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-11-12 10:39:49 - [HTML]
18. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2020-11-12 10:41:58 - [HTML]

Þingmál B133 ()[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2020-11-13 11:01:58 - [HTML]

Þingmál B134 ()[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-11-13 11:32:29 - [HTML]
19. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2020-11-13 11:45:54 - [HTML]

Þingmál B147 (aukin atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-11-17 14:14:31 - [HTML]
21. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2020-11-17 14:19:10 - [HTML]

Þingmál B152 ()[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-11-18 15:27:45 - [HTML]

Þingmál B167 ()[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2020-11-19 11:40:54 - [HTML]
23. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2020-11-19 11:43:12 - [HTML]

Þingmál B185 ()[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2020-11-25 15:28:13 - [HTML]

Þingmál B190 (efnahagsaðgerðir og atvinnuleysi)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-11-26 10:39:22 - [HTML]

Þingmál B210 (viðbrögð við úrskurði Mannréttindadómstólsins)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2020-12-02 15:07:53 - [HTML]
30. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2020-12-02 15:11:41 - [HTML]

Þingmál B212 (viðbrögð við úrskurði Mannréttindadómstólsins)[HTML]

Þingræður:
30. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-12-02 15:20:42 - [HTML]
30. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-12-02 15:25:32 - [HTML]

Þingmál B223 ()[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2020-12-03 11:49:05 - [HTML]
31. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2020-12-03 12:02:24 - [HTML]

Þingmál B224 ()[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2020-12-03 12:05:31 - [HTML]

Þingmál B236 (umhverfismál)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Guðjón S. Brjánsson - Ræða hófst: 2020-12-07 15:25:31 - [HTML]

Þingmál B277 (tollar á landbúnaðarvörur)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2020-12-14 15:08:47 - [HTML]

Þingmál B289 ()[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2020-12-15 13:43:16 - [HTML]

Þingmál B306 (viðbrögð ríkisstjórnarinnar við úrskurði Mannréttindadómstólsins)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2020-12-17 10:54:05 - [HTML]
40. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2020-12-17 10:58:43 - [HTML]

Þingmál B307 (málsmeðferðartími sakamála)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2020-12-17 11:02:24 - [HTML]

Þingmál B315 ()[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2020-12-17 13:32:33 - [HTML]
40. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2020-12-17 13:36:33 - [HTML]
40. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2020-12-17 13:50:29 - [HTML]

Þingmál B316 ()[HTML]

Þingræður:
42. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2020-12-18 12:25:58 - [HTML]
42. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2020-12-18 12:35:36 - [HTML]
42. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2020-12-18 12:37:47 - [HTML]
42. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2020-12-18 12:38:49 - [HTML]
42. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2020-12-18 13:04:12 - [HTML]
42. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2020-12-18 13:19:01 - [HTML]

Þingmál B339 ()[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2021-01-18 15:52:08 - [HTML]
44. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-18 16:33:19 - [HTML]
44. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-01-18 16:34:54 - [HTML]
44. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-18 16:52:10 - [HTML]
44. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-18 17:45:29 - [HTML]
44. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-18 17:47:53 - [HTML]
44. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-01-18 17:49:48 - [HTML]
44. þingfundur - Willum Þór Þórsson - Ræða hófst: 2021-01-18 18:33:32 - [HTML]
44. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-01-18 21:49:52 - [HTML]
44. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2021-01-18 21:58:08 - [HTML]

Þingmál B349 ()[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Páll Magnússon - Ræða hófst: 2021-01-19 13:57:46 - [HTML]

Þingmál B354 ()[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-01-20 15:20:53 - [HTML]
46. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - Ræða hófst: 2021-01-20 15:30:07 - [HTML]

Þingmál B361 (samningar um bóluefni)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2021-01-21 10:45:33 - [HTML]

Þingmál B374 ()[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-01-26 14:18:08 - [HTML]
48. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-01-26 14:34:04 - [HTML]
48. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-01-26 15:05:47 - [HTML]
48. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-01-26 15:17:27 - [HTML]
48. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-01-26 15:35:58 - [HTML]
48. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2021-01-26 16:05:12 - [HTML]

Þingmál B384 (íslenska krónan og verðbólga)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-01-28 10:38:44 - [HTML]
50. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2021-01-28 10:40:48 - [HTML]
50. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-01-28 10:43:02 - [HTML]

Þingmál B389 (staða stóriðjunnar)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2021-01-28 11:26:56 - [HTML]
50. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2021-01-28 11:33:54 - [HTML]

Þingmál B417 (samskipti Íslands og Bandaríkjanna eftir valdaskiptin 20. janúar sl.)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2021-02-04 14:03:40 - [HTML]
53. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2021-02-04 14:05:55 - [HTML]

Þingmál B418 ()[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2021-02-04 14:39:08 - [HTML]
53. þingfundur - Gunnar Bragi Sveinsson - Ræða hófst: 2021-02-04 14:49:17 - [HTML]
53. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2021-02-04 14:59:50 - [HTML]
53. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2021-02-04 15:15:44 - [HTML]
53. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-04 15:35:07 - [HTML]

Þingmál B430 (aðgerðir á landamærum)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-11 13:33:45 - [HTML]

Þingmál B442 ()[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-16 13:44:26 - [HTML]
55. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-16 13:52:08 - [HTML]
55. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-16 13:56:01 - [HTML]
55. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2021-02-16 14:02:14 - [HTML]
55. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-16 14:15:22 - [HTML]
55. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-16 14:26:10 - [HTML]
55. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-02-16 14:42:46 - [HTML]

Þingmál B459 (uppfærð markmið Íslands fyrir aðildarríkjafund loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP26))[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-02-18 13:39:42 - [HTML]
57. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-02-18 14:02:28 - [HTML]
57. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-02-18 14:09:13 - [HTML]

Þingmál B471 ()[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2021-02-24 13:13:49 - [HTML]
59. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2021-02-24 13:22:46 - [HTML]
59. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-24 13:35:46 - [HTML]

Þingmál B478 (erlend lán ríkissjóðs)[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-02-25 13:10:15 - [HTML]

Þingmál B498 ()[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2021-03-03 13:08:07 - [HTML]
62. þingfundur - Helgi Hrafn Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-03-03 13:10:10 - [HTML]

Þingmál B511 (óundirbúinn fyrirspurnatími)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2021-03-11 13:53:19 - [HTML]

Þingmál B517 (sóttvarnir)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-11 14:30:13 - [HTML]
65. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2021-03-11 14:32:27 - [HTML]

Þingmál B519 (vera Íslands í Atlantshafsbandalaginu)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - Ræða hófst: 2021-03-11 15:09:49 - [HTML]
65. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2021-03-11 15:12:08 - [HTML]
65. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2021-03-11 15:14:28 - [HTML]

Þingmál B525 ()[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-03-12 10:41:35 - [HTML]
66. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-12 11:01:55 - [HTML]

Þingmál B533 ()[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (forseti) - Ræða hófst: 2021-03-12 10:31:32 - [HTML]

Þingmál B542 (bólusetningarvottorð á landamærum)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-03-16 13:26:00 - [HTML]
67. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-16 13:28:15 - [HTML]
67. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - Ræða hófst: 2021-03-16 13:30:32 - [HTML]
67. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-16 13:31:41 - [HTML]

Þingmál B552 ()[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Ari Trausti Guðmundsson - Ræða hófst: 2021-03-17 13:19:20 - [HTML]

Þingmál B553 ()[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-17 13:44:35 - [HTML]
68. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2021-03-17 13:50:08 - [HTML]
68. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-17 13:59:53 - [HTML]
68. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-17 14:09:14 - [HTML]
68. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-17 14:10:36 - [HTML]
68. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-17 14:21:21 - [HTML]
68. þingfundur - Sara Elísa Þórðardóttir - Ræða hófst: 2021-03-17 14:28:12 - [HTML]
68. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-17 14:30:24 - [HTML]
68. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2021-03-17 14:37:10 - [HTML]
68. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-17 14:39:30 - [HTML]
68. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-17 14:58:55 - [HTML]

Þingmál B572 (aðgerðir til að styrkja stöðu íslensks landbúnaðar)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Sigurður Páll Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-03-18 14:51:04 - [HTML]
71. þingfundur - Kristján Þór Júlíusson (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-18 15:31:48 - [HTML]

Þingmál B576 (atvinnuleysi og efnahagsaðgerðir)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-23 13:16:35 - [HTML]

Þingmál B579 (sóttvarnir)[HTML]

Þingræður:
72. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-23 13:34:59 - [HTML]

Þingmál B599 (nýjustu aðgerðir vegna Covid-19 og horfur í ferðaþjónustu)[HTML]

Þingræður:
74. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2021-03-25 13:37:49 - [HTML]

Þingmál B602 ()[HTML]

Þingræður:
75. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-26 11:43:20 - [HTML]
75. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-26 11:55:50 - [HTML]
75. þingfundur - Anna Kolbrún Árnadóttir - Ræða hófst: 2021-03-26 12:07:24 - [HTML]
75. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-03-26 12:08:25 - [HTML]

Þingmál B625 ()[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Smári McCarthy - Ræða hófst: 2021-04-13 13:20:33 - [HTML]

Þingmál B626 (fátækt á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2021-04-13 14:22:27 - [HTML]

Þingmál B630 ()[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-04-14 13:02:04 - [HTML]
78. þingfundur - Þorsteinn Sæmundsson - Ræða hófst: 2021-04-14 13:32:02 - [HTML]

Þingmál B649 (aðgerðir í sóttvörnum)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2021-04-19 13:19:09 - [HTML]

Þingmál B668 (viðmið um nýgengi smita)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2021-04-21 13:04:20 - [HTML]
82. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2021-04-21 13:06:26 - [HTML]
82. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2021-04-21 13:08:46 - [HTML]

Þingmál B700 (breytingar á fyrirkomulagi skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameini)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-26 14:00:50 - [HTML]

Þingmál B701 ()[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-04-26 14:45:37 - [HTML]

Þingmál B722 (efnahagsmál)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-05-04 13:39:15 - [HTML]

Þingmál B751 (heimahjúkrun og umönnunarbyrði)[HTML]

Þingræður:
92. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-05-10 13:17:20 - [HTML]

Þingmál B790 ()[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-05-18 13:32:33 - [HTML]

Þingmál B791 (skipulögð glæpastarfsemi)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-05-18 13:37:23 - [HTML]
97. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2021-05-18 14:18:39 - [HTML]

Þingmál B806 (endursendingar hælisleitenda)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Olga Margrét Cilia - Ræða hófst: 2021-05-20 13:25:50 - [HTML]

Þingmál B827 ()[HTML]

Þingræður:
101. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-05-26 13:10:46 - [HTML]

Þingmál B852 ()[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Ólafur Ísleifsson - Ræða hófst: 2021-06-01 13:17:30 - [HTML]
104. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir - Ræða hófst: 2021-06-01 13:28:41 - [HTML]

Þingmál B854 ()[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-06-01 14:32:24 - [HTML]
104. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-06-01 14:36:41 - [HTML]
104. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2021-06-01 15:06:47 - [HTML]
104. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-06-01 15:08:28 - [HTML]
104. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-06-01 15:14:59 - [HTML]
104. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-06-01 15:19:27 - [HTML]
104. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-06-01 15:20:40 - [HTML]
104. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-06-01 15:27:26 - [HTML]

Þingmál B866 (breyting á dönskum lögum um móttöku flóttamanna)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-06-03 13:05:11 - [HTML]
106. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2021-06-03 13:06:29 - [HTML]

Þingmál B879 ()[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2021-06-07 20:59:57 - [HTML]
108. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2021-06-07 21:54:30 - [HTML]

Þingmál B886 (endurgreiðslur ferðakostnaðar vegna fyrirbyggjandi aðgerða)[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2021-06-08 13:29:28 - [HTML]

Þingmál B970 (sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2021-07-06 13:48:27 - [HTML]

Löggjafarþing 152

Þingmál A1 (fjárlög 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-11-30 14:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 210 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-12-20 22:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 231 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-12-21 19:58:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - Ræða hófst: 2021-12-02 12:32:34 - [HTML]
3. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-02 13:01:00 - [HTML]
3. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2021-12-02 14:33:24 - [HTML]
3. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2021-12-02 15:59:16 - [HTML]
3. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-12-02 20:41:34 - [HTML]
3. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-02 21:14:12 - [HTML]
3. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-02 22:09:50 - [HTML]
4. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-12-03 10:35:34 - [HTML]
4. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-03 17:20:18 - [HTML]
4. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-03 22:48:27 - [HTML]
5. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-04 10:42:58 - [HTML]
5. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-04 10:50:40 - [HTML]
5. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-04 11:17:41 - [HTML]
15. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2021-12-21 22:51:48 - [HTML]
16. þingfundur - Thomas Möller - Ræða hófst: 2021-12-22 11:57:12 - [HTML]
16. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-22 15:31:52 - [HTML]
16. þingfundur - Arnar Þór Jónsson - Ræða hófst: 2021-12-22 15:39:32 - [HTML]
16. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2021-12-22 15:56:56 - [HTML]
16. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2021-12-22 19:22:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 197 - Komudagur: 2021-12-09 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 204 - Komudagur: 2021-12-09 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 214 - Komudagur: 2021-12-09 - Sendandi: Staðlaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 236 - Komudagur: 2021-12-10 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 335 - Komudagur: 2021-12-08 - Sendandi: Forsætisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 340 - Komudagur: 2021-12-15 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]

Þingmál A2 (fjármálastefna 2022--2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 531 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-02-21 18:00:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 237 - Komudagur: 2021-12-10 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 275 - Komudagur: 2021-12-14 - Sendandi: Fjármálaráð[PDF]
Dagbókarnúmer 451 - Komudagur: 2022-01-11 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ)[PDF]
Dagbókarnúmer 455 - Komudagur: 2022-01-12 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A3 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 205 - Komudagur: 2021-12-09 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 238 - Komudagur: 2021-12-10 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 272 - Komudagur: 2021-12-14 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 321 - Komudagur: 2021-12-20 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 386 - Komudagur: 2021-12-23 - Sendandi: Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 398 - Komudagur: 2021-12-28 - Sendandi: Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A8 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-02 16:08:00 [HTML]
Þingræður:
23. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-18 18:37:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 761 - Komudagur: 2022-02-07 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands[PDF]

Þingmál A9 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-06-09 16:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1400 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2022-06-15 22:50:00 [HTML]

Þingmál A11 (framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 701 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Kadeco[PDF]

Þingmál A13 (atvinnulýðræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-01 19:39:00 [HTML]

Þingmál A14 (uppbygging geðdeilda)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-01-20 16:21:54 - [HTML]
25. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-01-20 16:27:10 - [HTML]
25. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-01-20 16:53:58 - [HTML]

Þingmál A15 (velferð dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 15 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:39:00 [HTML]
Þingræður:
7. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-12-08 16:51:34 - [HTML]
7. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2021-12-08 17:53:13 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 453 - Komudagur: 2022-01-12 - Sendandi: Svanur Sigurbjörnsson[PDF]
Dagbókarnúmer 469 - Komudagur: 2022-01-14 - Sendandi: Trausti Þór Guðmundsson[PDF]
Dagbókarnúmer 493 - Komudagur: 2022-01-14 - Sendandi: Barla Barandum og Edwald Isenbugel[PDF]
Dagbókarnúmer 513 - Komudagur: 2022-01-15 - Sendandi: Anna María Flygenring[PDF]
Dagbókarnúmer 520 - Komudagur: 2022-01-16 - Sendandi: Sæunn Þórarinsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 524 - Komudagur: 2022-01-16 - Sendandi: Meike Erika Witt[PDF]
Dagbókarnúmer 536 - Komudagur: 2022-01-16 - Sendandi: Alda Sigmundsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 552 - Komudagur: 2022-01-17 - Sendandi: Ingunn Reynisdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 563 - Komudagur: 2022-01-17 - Sendandi: Kristín Helga Gunnarsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 568 - Komudagur: 2022-01-17 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 569 - Komudagur: 2022-01-17 - Sendandi: Matvælastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 575 - Komudagur: 2022-01-17 - Sendandi: Gísli Gíslason og Mette Mannseth[PDF]
Dagbókarnúmer 576 - Komudagur: 2022-01-17 - Sendandi: Sigrún Úlfarsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 601 - Komudagur: 2022-01-14 - Sendandi: Jarðavinir[PDF]
Dagbókarnúmer 608 - Komudagur: 2022-01-19 - Sendandi: Jarðavinir[PDF]
Dagbókarnúmer 614 - Komudagur: 2022-01-19 - Sendandi: Jarðavinir[PDF]

Þingmál A16 (aðgerðir gegn kynferðisbrotum og aukinn stuðningur við þolendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-02 17:19:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 612 - Komudagur: 2022-01-19 - Sendandi: Öfgar[PDF]

Þingmál A22 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - Ræða hófst: 2021-12-08 16:29:55 - [HTML]

Þingmál A24 (ávana-og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-03 10:22:00 [HTML]
Þingræður:
25. þingfundur - Halldóra Mogensen - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-20 17:10:22 - [HTML]
25. þingfundur - Halldóra Mogensen - andsvar - Ræða hófst: 2022-01-20 17:32:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 891 - Komudagur: 2022-02-18 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT[PDF]
Dagbókarnúmer 893 - Komudagur: 2022-02-19 - Sendandi: Það er von[PDF]

Þingmál A34 (samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 894 - Komudagur: 2022-02-21 - Sendandi: Réttindagæslumaður fatlaðra í Reykjavík og á Seltjarnarnesi[PDF]

Þingmál A41 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 923 - Komudagur: 2022-02-23 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A45 (Sundabraut)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-02-23 18:29:20 - [HTML]

Þingmál A49 (aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1063 - Komudagur: 2022-03-11 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða[PDF]

Þingmál A53 (staðgreiðsla við innborgun í lífeyrissjóði)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-01 19:48:08 - [HTML]

Þingmál A55 (almannatryggingar)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-02 17:37:13 - [HTML]

Þingmál A60 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1184 - Komudagur: 2022-03-23 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A68 (skaðabótalög)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-24 11:28:09 - [HTML]

Þingmál A71 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1017 - Komudagur: 2022-03-04 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]

Þingmál A76 (fasteignalán til neytenda og nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:41:00 [HTML]
Þingræður:
46. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-03 13:54:59 - [HTML]

Þingmál A84 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 84 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:43:00 [HTML]

Þingmál A87 (framtíð Íslands í svæðisbundinni, fjölþjóðlegri samvinnu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 87 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-01 19:43:00 [HTML]
Þingræður:
48. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-08 19:22:31 - [HTML]
48. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-08 19:40:05 - [HTML]
48. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-08 19:45:01 - [HTML]

Þingmál A88 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 88 (frumvarp) útbýtt þann 2022-02-10 11:40:00 [HTML]

Þingmál A97 (umferðarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (frumvarp) útbýtt þann 2021-12-01 19:43:00 [HTML]

Þingmál A103 (söfnun upplýsinga um dreifingu starfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-02 14:34:00 [HTML]

Þingmál A118 (búvörulög og búnaðarlög)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-03 14:23:37 - [HTML]
33. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - Ræða hófst: 2022-02-03 15:43:53 - [HTML]

Þingmál A120 (staða heimilanna í efnahagsþrengingum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2022-02-28 16:08:37 - [HTML]

Þingmál A121 (biðlisti barna eftir þjónustu talmeinafræðinga)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2022-01-31 17:00:12 - [HTML]

Þingmál A122 (aðstoðarmenn dómara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 124 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-03 11:00:00 [HTML]

Þingmál A123 (leyfi til veiða á álft o.fl. utan hefðbundins veiðitíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 125 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-03 11:37:00 [HTML]

Þingmál A127 (kostnaður við brottvísanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 391 (svar) útbýtt þann 2022-04-25 16:08:00 [HTML]

Þingmál A129 (ráðstöfun útvarpsgjalds)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 302 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Sýn hf.[PDF]

Þingmál A137 (tekjuskattur)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-12-14 14:08:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 285 - Komudagur: 2021-12-16 - Sendandi: KPMG ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 306 - Komudagur: 2021-12-17 - Sendandi: Deloitte ehf.[PDF]

Þingmál A138 (rannsóknir á nýgengi krabbameina á Suðurnesjum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 748 - Komudagur: 2022-02-07 - Sendandi: Samtök hernaðarandstæðinga[PDF]

Þingmál A141 (breyting á útlendingalögum til að hemja útgjöld og auka skilvirkni í málsmeðferð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 143 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-08 15:02:00 [HTML]

Þingmál A142 (stórefling innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 144 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-08 15:02:00 [HTML]
Þingræður:
27. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-26 18:14:16 - [HTML]
27. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-01-26 18:33:37 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 793 - Komudagur: 2022-02-14 - Sendandi: Björn M. Sigurjónsson[PDF]
Dagbókarnúmer 824 - Komudagur: 2022-02-16 - Sendandi: Meike Witt[PDF]

Þingmál A149 (dýralyf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 151 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 377 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-01-28 13:00:00 [HTML]
Þingskjal nr. 435 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-02-02 19:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 440 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2022-02-03 13:46:00 [HTML]
Þingræður:
10. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2021-12-14 13:39:10 - [HTML]

Þingmál A150 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 152 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML]

Þingmál A153 (ákvörðun um breytingu á II. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 155 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-12-09 11:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 192 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-12-15 14:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 275 (þál. (m.áo.br.)) útbýtt þann 2021-12-29 10:15:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-12-27 16:06:51 - [HTML]

Þingmál A154 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 156 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-09 13:43:00 [HTML]
Þingræður:
9. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2021-12-13 16:33:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 324 - Komudagur: 2021-12-20 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]

Þingmál A156 (ógildingarmál og stefnubirting)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 158 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-12-09 15:23:00 [HTML]
Þingskjal nr. 883 (svar) útbýtt þann 2022-04-08 12:38:00 [HTML]

Þingmál A159 (valfrjáls bókun við alþjóðasamninginn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 348 (svar) útbýtt þann 2022-01-25 13:09:00 [HTML]

Þingmál A163 (hjúskaparlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 165 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML]

Þingmál A164 (fjárhagslegar viðmiðanir o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 166 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML]

Þingmál A165 (ákvörðun nr. 388/2021 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML]

Þingmál A167 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 169 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML]
Þingræður:
26. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2022-01-25 19:59:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 423 - Komudagur: 2022-01-07 - Sendandi: Menntamálastofnun[PDF]

Þingmál A168 (jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 170 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-10 16:58:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 745 - Komudagur: 2022-02-08 - Sendandi: Réttindagæslumaður fatlaðra[PDF]
Dagbókarnúmer 1000 - Komudagur: 2022-03-02 - Sendandi: Forsætisráðuneytið[PDF]

Þingmál A169 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2021-12-13 19:47:05 - [HTML]
9. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2021-12-13 20:19:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 322 - Komudagur: 2021-12-20 - Sendandi: Ljósleiðarinn[PDF]

Þingmál A170 (Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 806 - Komudagur: 2022-02-14 - Sendandi: Sýn hf.[PDF]

Þingmál A185 (áhafnir skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-15 14:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1201 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-09 20:29:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1307 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-15 14:34:00 [HTML]

Þingmál A186 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-15 14:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1367 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-16 01:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1371 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-16 01:49:00 [HTML]
Þingræður:
23. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-18 17:34:22 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 662 - Komudagur: 2022-02-02 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ)[PDF]
Dagbókarnúmer 680 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 702 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: EAK ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 704 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 716 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]
Dagbókarnúmer 718 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Icelandair Group hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1157 - Komudagur: 2022-03-21 - Sendandi: Innviðaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 3536 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Innviðaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 3537 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Forsætisráðuneytið, innviðaráðuneytið og utanríkisráðuneytið[PDF]

Þingmál A197 (bygging hátæknisorpbrennslustöðvar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 206 (þáltill.) útbýtt þann 2021-12-21 14:53:00 [HTML]
Þingræður:
33. þingfundur - Bergþór Ólason - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-03 16:27:24 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 907 - Komudagur: 2022-02-22 - Sendandi: Íslenska gámafélagið ehf.[PDF]

Þingmál A201 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-26 17:43:54 - [HTML]
27. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-01-26 18:08:50 - [HTML]

Þingmál A206 (fullgilding fríverslunarsamnings Íslands, Noregs og Liechtenstein og Stóra-Bretlands og Norður-Írlands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 259 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2021-12-28 11:40:00 [HTML]

Þingmál A221 (Geimvísindastofnun Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 317 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-01-17 21:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 526 (svar) útbýtt þann 2022-02-22 13:10:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 779 - Komudagur: 2022-02-10 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]

Þingmál A224 (áhrif bóluefna við COVID-19 á börn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 507 (svar) útbýtt þann 2022-02-10 15:14:00 [HTML]

Þingmál A232 (styrkir til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 332 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-01-18 15:36:00 [HTML]

Þingmál A233 (skaðabótalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 913 - Komudagur: 2022-02-23 - Sendandi: Líf án ofbeldis, félagasamtök[PDF]

Þingmál A244 (evrópskir áhættufjármagnssjóðir og evrópskir félagslegir framtakssjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 344 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-01-20 15:27:00 [HTML]

Þingmál A247 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Bjarni Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-03 18:56:37 - [HTML]

Þingmál A254 (tryggingagjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 358 (frumvarp) útbýtt þann 2022-01-25 17:27:00 [HTML]

Þingmál A258 (minnisblöð sóttvarnalæknis og ákvarðanir ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 661 (svar) útbýtt þann 2022-03-15 14:20:00 [HTML]

Þingmál A259 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 363 (þáltill.) útbýtt þann 2022-01-25 18:23:00 [HTML]

Þingmál A268 (aðlögun barna að skólastarfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1114 (svar) útbýtt þann 2022-06-01 15:06:00 [HTML]

Þingmál A270 (sóttvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 379 (frumvarp) útbýtt þann 2022-01-31 14:52:00 [HTML]

Þingmál A271 (málefni innflytjenda)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-01 17:23:11 - [HTML]
31. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-01 17:27:42 - [HTML]
31. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2022-02-01 17:41:53 - [HTML]
31. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-02-01 18:02:58 - [HTML]
31. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-02-01 18:31:23 - [HTML]
70. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-04-27 17:51:55 - [HTML]
70. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-27 18:12:18 - [HTML]
70. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-27 18:16:46 - [HTML]
70. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-27 18:18:11 - [HTML]
70. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-27 18:21:01 - [HTML]
70. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-04-27 23:28:55 - [HTML]
70. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-04-27 23:39:44 - [HTML]
70. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-04-28 00:12:40 - [HTML]
70. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-04-28 00:45:44 - [HTML]
70. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-04-28 00:56:46 - [HTML]
70. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-04-28 01:07:50 - [HTML]
71. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-04-28 12:45:44 - [HTML]
71. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-04-28 16:52:37 - [HTML]
71. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-04-28 17:03:43 - [HTML]
71. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-04-28 17:14:41 - [HTML]
71. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-04-28 17:25:24 - [HTML]
71. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-04-28 17:36:21 - [HTML]
71. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-04-28 17:57:57 - [HTML]
71. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-04-28 18:15:58 - [HTML]
71. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2022-04-28 18:21:32 - [HTML]
71. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-04-28 19:18:16 - [HTML]

Þingmál A272 (stéttarfélög og vinnudeilur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 381 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-01-28 13:00:00 [HTML]

Þingmál A279 (vísitala neysluverðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1199 - Komudagur: 2022-03-24 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A302 (uppgjörsreglur sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 420 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-02-02 17:29:00 [HTML]
Þingskjal nr. 626 (svar) útbýtt þann 2022-03-07 16:17:00 [HTML]

Þingmál A306 (málsmeðferðartími í kynferðisafbrotamálum)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-28 19:27:39 - [HTML]

Þingmál A310 (fjórði orkupakkinn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1416 (svar) útbýtt þann 2022-06-30 14:04:00 [HTML]

Þingmál A325 (viðbrögð við efnahagsástandinu)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - Ræða hófst: 2022-03-28 19:49:46 - [HTML]
57. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - svar - Ræða hófst: 2022-03-28 19:52:26 - [HTML]
57. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-28 20:00:48 - [HTML]

Þingmál A330 (mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu og hækkana á húsnæðiskostnaði)[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-08 17:52:31 - [HTML]

Þingmál A332 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 468 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-02-08 15:04:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1210 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-11 18:13:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1247 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-14 12:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1256 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-14 15:05:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 895 - Komudagur: 2022-02-21 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður[PDF]
Dagbókarnúmer 955 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 957 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Veiðifélag Þjórsár[PDF]
Dagbókarnúmer 958 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: ÓFEIG náttúruvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 966 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Kristín Ása Guðmundsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 969 - Komudagur: 2022-02-25 - Sendandi: Ingunn Ásta Sigmundsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 986 - Komudagur: 2022-02-28 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1050 - Komudagur: 2022-03-09 - Sendandi: Náttúrugrið[PDF]

Þingmál A334 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1150 - Komudagur: 2022-03-18 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 1205 - Komudagur: 2022-03-24 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 1217 - Komudagur: 2022-03-25 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT á Íslandi[PDF]

Þingmál A357 (sölumeðferð eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-02-10 14:04:00 [HTML]

Þingmál A367 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 515 (frumvarp) útbýtt þann 2022-02-21 14:42:00 [HTML]

Þingmál A368 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 516 (frumvarp) útbýtt þann 2022-02-24 10:13:00 [HTML]

Þingmál A389 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Rósa Björk Brynjólfsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-01 17:39:27 - [HTML]

Þingmál A405 (B-2 sprengiflugvélar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 854 (svar) útbýtt þann 2022-04-05 14:14:00 [HTML]

Þingmál A408 (listamannalaun)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-03-24 17:35:05 - [HTML]

Þingmál A414 (landlæknir og lýðheilsa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 593 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-01 18:22:00 [HTML]

Þingmál A415 (aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022--2025)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 594 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-03-01 19:15:00 [HTML]
Þingræður:
48. þingfundur - Jódís Skúladóttir - Ræða hófst: 2022-03-08 15:34:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1188 - Komudagur: 2022-03-23 - Sendandi: Samtökin '78[PDF]
Dagbókarnúmer 1206 - Komudagur: 2022-03-24 - Sendandi: BUGL - Barna- og unglingageðdeild Landspítalans[PDF]
Dagbókarnúmer 1212 - Komudagur: 2022-03-24 - Sendandi: Blóðbankinn[PDF]
Dagbókarnúmer 1264 - Komudagur: 2022-03-24 - Sendandi: Blóðbankinn[PDF]

Þingmál A416 (eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-01 19:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1328 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-15 18:51:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1193 - Komudagur: 2022-03-24 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 3463 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: BBA Fjeldco[PDF]

Þingmál A417 (greiðslureikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 596 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-02 14:38:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1224 - Komudagur: 2022-03-28 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A418 (mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-03-15 22:21:56 - [HTML]

Þingmál A420 (ÖSE-þingið 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 601 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-03-03 14:35:00 [HTML]
Þingræður:
50. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-10 16:56:43 - [HTML]

Þingmál A421 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 602 (frumvarp) útbýtt þann 2022-03-02 16:29:00 [HTML]

Þingmál A424 (kosningalög og starfsemi stjórnmálasamtaka)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-09 18:34:04 - [HTML]
49. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-03-09 18:56:52 - [HTML]
52. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-03-15 16:21:50 - [HTML]
52. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-15 16:30:22 - [HTML]
52. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-15 17:32:01 - [HTML]
52. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-15 18:36:18 - [HTML]

Þingmál A429 (NATO-þingið 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 612 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-03-07 14:45:00 [HTML]
Þingræður:
50. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-10 16:46:03 - [HTML]

Þingmál A433 (heilbrigðisþjónusta)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-03-22 15:58:11 - [HTML]
54. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-03-22 17:44:52 - [HTML]

Þingmál A435 (vopnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1052 - Komudagur: 2022-03-10 - Sendandi: Skotfélagið Markviss[PDF]
Dagbókarnúmer 1073 - Komudagur: 2022-03-11 - Sendandi: Indriði R. Grétarsson[PDF]
Dagbókarnúmer 1074 - Komudagur: 2022-03-11 - Sendandi: Bogveiðifélag Íslands[PDF]

Þingmál A439 (Evrópuráðsþingið 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 631 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML]

Þingmál A440 (aukið alþjóðlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 632 (þáltill.) útbýtt þann 2022-03-09 14:39:00 [HTML]

Þingmál A441 (utanríkis- og alþjóðamál 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 634 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-03-08 17:31:00 [HTML]
Þingræður:
50. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2022-03-10 12:03:19 - [HTML]
50. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-10 12:49:21 - [HTML]
50. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-10 12:53:45 - [HTML]
50. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-10 13:19:46 - [HTML]
50. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - Ræða hófst: 2022-03-10 13:44:31 - [HTML]
50. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-10 14:04:26 - [HTML]
50. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2022-03-10 14:29:27 - [HTML]
50. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-10 15:13:13 - [HTML]
50. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2022-03-10 15:22:02 - [HTML]
50. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-03-10 15:36:38 - [HTML]
50. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-10 15:46:17 - [HTML]
50. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2022-03-10 15:57:02 - [HTML]
50. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-10 16:07:31 - [HTML]
50. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-10 16:12:58 - [HTML]
50. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-10 16:15:49 - [HTML]

Þingmál A442 (norrænt samstarf 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 635 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML]

Þingmál A450 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-22 20:46:28 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1298 - Komudagur: 2022-04-06 - Sendandi: Lilja Sigrún Jónsdóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 3613 - Komudagur: 2022-06-08 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið[PDF]

Þingmál A453 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 652 (frumvarp) útbýtt þann 2022-03-10 14:14:00 [HTML]

Þingmál A456 (fjáraukalög 2022)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-23 16:15:48 - [HTML]
55. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-23 16:20:55 - [HTML]
55. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - Ræða hófst: 2022-03-23 16:35:03 - [HTML]
55. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2022-03-23 16:44:11 - [HTML]
55. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-23 17:05:35 - [HTML]
55. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-23 19:21:03 - [HTML]
55. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-03-23 19:25:58 - [HTML]
56. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2022-03-24 14:00:08 - [HTML]

Þingmál A457 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Þingræður:
67. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-08 13:47:03 - [HTML]
67. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-08 15:37:34 - [HTML]
67. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-08 15:40:03 - [HTML]
69. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-26 20:05:14 - [HTML]

Þingmál A461 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 666 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1182 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-06-09 11:05:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1273 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-14 17:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1376 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-15 21:03:00 [HTML]
Þingræður:
56. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-24 19:07:26 - [HTML]
56. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-24 19:25:19 - [HTML]
56. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-24 19:32:12 - [HTML]
59. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-03-29 16:24:06 - [HTML]
59. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-29 16:48:26 - [HTML]
59. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-29 16:55:15 - [HTML]
59. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-29 17:00:33 - [HTML]
59. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2022-03-29 17:59:16 - [HTML]
59. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-29 19:04:17 - [HTML]
59. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-29 19:05:37 - [HTML]
59. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-03-29 20:25:20 - [HTML]
59. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2022-03-29 22:05:46 - [HTML]
59. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-29 22:20:19 - [HTML]
59. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-29 22:28:17 - [HTML]
59. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-03-29 22:35:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1238 - Komudagur: 2022-03-29 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1307 - Komudagur: 2022-04-08 - Sendandi: Sýn hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1329 - Komudagur: 2022-04-13 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]
Dagbókarnúmer 1359 - Komudagur: 2022-04-25 - Sendandi: Síminn hf[PDF]
Dagbókarnúmer 1360 - Komudagur: 2022-04-25 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A463 (ákvörðun nr. 274/2021 um breytingu á XI. viðauka og bókun 37 við EES-samninginn o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 668 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-03-14 14:39:00 [HTML]

Þingmál A470 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3470 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A471 (loftslagsmál)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-04-26 21:23:54 - [HTML]
69. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-26 21:39:30 - [HTML]

Þingmál A482 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Þingræður:
73. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-29 12:48:26 - [HTML]
73. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-04-29 13:32:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3491 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Controlant hf.[PDF]

Þingmál A483 (vistmorð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 697 (þáltill.) útbýtt þann 2022-03-22 16:33:00 [HTML]

Þingmál A498 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-22 16:47:00 [HTML]
Þingræður:
76. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-05-17 17:57:33 - [HTML]
76. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2022-05-17 18:18:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3483 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]
Dagbókarnúmer 3492 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Lyfjastofnun[PDF]

Þingmál A503 (fjárstuðningur við Alþjóðlega sakamáladómstólinn vegna ætlaðra stríðsglæpa rússneska innrásarhersins í Úkraínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 720 (þáltill.) útbýtt þann 2022-03-23 14:39:00 [HTML]

Þingmál A508 (evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 725 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-24 14:04:00 [HTML]

Þingmál A509 (ókeypis getnaðarvarnir fyrir einstaklinga yngri en 25 ára)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 727 (þáltill.) útbýtt þann 2022-03-24 13:07:00 [HTML]

Þingmál A513 (fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 735 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-03-29 13:11:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1220 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-13 14:50:00 [HTML]
Þingræður:
62. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-04-05 14:36:12 - [HTML]
62. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - Ræða hófst: 2022-04-05 15:21:10 - [HTML]
62. þingfundur - Stefán Vagn Stefánsson - Ræða hófst: 2022-04-05 15:47:42 - [HTML]
62. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-05 19:42:31 - [HTML]
62. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2022-04-05 20:46:24 - [HTML]
62. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2022-04-05 20:56:26 - [HTML]
62. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - Ræða hófst: 2022-04-05 21:01:03 - [HTML]
63. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-04-06 15:08:35 - [HTML]
63. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-04-06 16:48:50 - [HTML]
63. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-04-06 17:23:45 - [HTML]
63. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-04-06 17:27:55 - [HTML]
63. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2022-04-06 17:39:04 - [HTML]
63. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2022-04-06 18:15:31 - [HTML]
64. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-07 12:24:16 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1251 - Komudagur: 2022-03-31 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 3239 - Komudagur: 2022-05-09 - Sendandi: Félagið femínísk fjármál[PDF]
Dagbókarnúmer 3242 - Komudagur: 2022-05-09 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 3323 - Komudagur: 2022-05-23 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]

Þingmál A514 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um Landhelgisgæslu Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 736 (álit) útbýtt þann 2022-03-28 14:40:00 [HTML]

Þingmál A517 (frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-28 14:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1076 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-05-30 14:38:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1168 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-07 15:28:00 [HTML]
Þingræður:
73. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-04-29 13:43:30 - [HTML]

Þingmál A518 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 741 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-29 16:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1278 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-06-14 21:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1317 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-06-15 14:10:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3608 - Komudagur: 2022-06-08 - Sendandi: Aflið - Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi ofl.[PDF]

Þingmál A519 (styrkumsóknir hjá Nýsköpunarsjóði Evrópu og nýsköpunarlausnir í loftslagsmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 746 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-03-28 15:57:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1296 (svar) útbýtt þann 2022-06-30 14:04:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3199 - Komudagur: 2022-04-27 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]

Þingmál A531 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 759 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:30:00 [HTML]
Þingræður:
64. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-07 17:26:26 - [HTML]
64. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-07 18:20:00 - [HTML]

Þingmál A532 (fjármálamarkaðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 760 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:30:00 [HTML]

Þingmál A533 (fjármálafyrirtæki o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 761 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1332 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-15 22:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1401 (lög (m.áo.br.)) útbýtt þann 2022-06-15 22:50:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1348 - Komudagur: 2022-04-20 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]

Þingmál A536 (landamæri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 764 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:30:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3682 - Komudagur: 2022-07-12 - Sendandi: Landhelgisgæsla Íslands[PDF]

Þingmál A563 (stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022--2036)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 799 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-04-01 14:09:00 [HTML]

Þingmál A569 (stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3411 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Deloitte ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 3428 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: CCP hf., Össur og Marel[PDF]
Dagbókarnúmer 3431 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Carbon Recycling International[PDF]
Dagbókarnúmer 3437 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands[PDF]

Þingmál A570 (peningamarkaðssjóðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3423 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A572 (húsaleigulög)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-05-17 16:36:02 - [HTML]

Þingmál A582 (niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-04-26 23:02:20 - [HTML]

Þingmál A584 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-04-26 15:44:37 - [HTML]

Þingmál A589 (starfskjaralög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3460 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: BSRB[PDF]

Þingmál A591 (greiðslur vegna umönnunar langveikra eða fatlaðra barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 833 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML]

Þingmál A592 (framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3372 - Komudagur: 2022-05-30 - Sendandi: ENIC/NARIC Ísland[PDF]
Dagbókarnúmer 3377 - Komudagur: 2022-05-30 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 3478 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ)[PDF]
Dagbókarnúmer 3518 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 3534 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International[PDF]

Þingmál A593 (sorgarleyfi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1309 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-15 14:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1386 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2022-06-15 22:30:00 [HTML]

Þingmál A594 (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 836 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3495 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A595 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 837 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-04 14:29:00 [HTML]
Þingræður:
75. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-05-16 18:55:02 - [HTML]
75. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-16 19:23:37 - [HTML]
75. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-05-16 19:50:03 - [HTML]
75. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-16 20:08:06 - [HTML]
75. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-16 20:53:23 - [HTML]
75. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-05-16 21:10:15 - [HTML]
75. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-05-16 21:35:00 - [HTML]
75. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-16 21:45:13 - [HTML]
75. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-16 21:49:20 - [HTML]
75. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-05-16 21:50:56 - [HTML]
75. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-16 22:22:06 - [HTML]
75. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-05-16 22:30:54 - [HTML]
75. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-16 22:52:32 - [HTML]
75. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-16 22:54:35 - [HTML]
75. þingfundur - Eva Sjöfn Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-05-16 23:08:42 - [HTML]
75. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-05-16 23:25:05 - [HTML]
75. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-16 23:35:17 - [HTML]
75. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-05-17 00:09:10 - [HTML]
75. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-05-17 00:14:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3430 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Prestar innflytjenda og flóttafólks[PDF]
Dagbókarnúmer 3456 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 3477 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 3506 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International[PDF]

Þingmál A596 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3639 - Komudagur: 2022-06-10 - Sendandi: Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins[PDF]
Dagbókarnúmer 3640 - Komudagur: 2022-06-10 - Sendandi: Æskan - barnahreyfing IOGT[PDF]
Dagbókarnúmer 3646 - Komudagur: 2022-06-10 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT[PDF]

Þingmál A598 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-05-17 14:24:57 - [HTML]
76. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-05-17 14:30:47 - [HTML]

Þingmál A600 (kosningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 843 (frumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML]

Þingmál A601 (matvæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 844 (frumvarp) útbýtt þann 2022-04-04 14:29:00 [HTML]

Þingmál A602 (Fríverslunar­samtök Evrópu og Evrópska efna­hagssvæðið 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 845 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-04-04 19:03:00 [HTML]

Þingmál A618 (þvingaðar brottvísanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (svar) útbýtt þann 2022-05-16 14:38:00 [HTML]

Þingmál A637 (fjarvinnustefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (þáltill.) útbýtt þann 2022-04-08 14:53:00 [HTML]

Þingmál A640 (áhrif breytts öryggisumhverfis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1218 (svar) útbýtt þann 2022-06-30 14:04:00 [HTML]

Þingmál A659 (gagnkvæmur réttur til hlunninda sem almannatryggingar veita)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1436 (svar) útbýtt þann 2022-09-09 13:01:00 [HTML]

Þingmál A678 (tekjuskattur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1055 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-05-24 14:05:00 [HTML]

Þingmál A703 (viðurkenning á heilbrigðismenntun sem aflað hefur verið í öðru landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1440 (svar) útbýtt þann 2022-09-09 13:01:00 [HTML]

Þingmál A710 (samningsviðauki nr. 16 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1090 (þáltill.) útbýtt þann 2022-05-30 17:23:00 [HTML]

Þingmál A712 (aðgengi að Naloxone nefúða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1447 (svar) útbýtt þann 2022-09-09 13:01:00 [HTML]

Þingmál A713 (útlendingalög nr. 80/2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1101 (frumvarp) útbýtt þann 2022-05-30 18:41:00 [HTML]

Þingmál A715 (staðfesting viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Finnlands og Svíþjóðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1112 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-05-31 16:29:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1157 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-06-03 16:29:00 [HTML]

Þingmál A730 (framkvæmd samgönguáætlunar 2020)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1186 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-06-11 18:13:00 [HTML]

Þingmál A766 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1462 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-09-09 13:04:00 [HTML]

Þingmál B9 ()[HTML]

Þingræður:
0. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2021-11-25 14:23:23 - [HTML]
0. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2021-11-25 16:35:10 - [HTML]

Þingmál B24 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2021-12-01 20:50:07 - [HTML]
2. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-12-01 20:55:51 - [HTML]
2. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2021-12-01 21:29:48 - [HTML]

Þingmál B42 (græn orka)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2021-12-07 13:30:50 - [HTML]

Þingmál B49 ()[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2021-12-08 15:06:30 - [HTML]
7. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2021-12-08 15:13:45 - [HTML]

Þingmál B59 ()[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2021-12-09 14:27:35 - [HTML]

Þingmál B72 ()[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Birgir Ármannsson (forseti) - Ræða hófst: 2021-12-13 15:02:51 - [HTML]

Þingmál B80 ()[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2021-12-15 15:11:49 - [HTML]

Þingmál B81 ()[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Birgir Ármannsson (forseti) - Ræða hófst: 2021-12-15 15:00:58 - [HTML]

Þingmál B135 (heimilisuppbót almannatrygginga)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-01-17 15:26:07 - [HTML]

Þingmál B143 ()[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-01-18 13:58:24 - [HTML]

Þingmál B147 (sala Símans hf. á Mílu ehf.)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-01-19 15:36:27 - [HTML]
24. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-01-19 16:08:24 - [HTML]

Þingmál B155 ()[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2022-01-20 14:01:41 - [HTML]

Þingmál B187 (sóttvarnir og takmarkanir á daglegt líf í bólusettu samfélagi)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Jódís Skúladóttir - Ræða hófst: 2022-01-27 11:41:39 - [HTML]

Þingmál B192 (húsnæðisliður í vísitölunni)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2022-01-31 15:08:57 - [HTML]

Þingmál B203 (loftslagsmál)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-02-01 14:36:04 - [HTML]

Þingmál B211 (sóttvarnaaðgerðir)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2022-02-03 10:46:02 - [HTML]

Þingmál B215 (áhrif takmarkana vegna Covid-19 á börn)[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2022-02-03 11:25:00 - [HTML]

Þingmál B216 ()[HTML]

Þingræður:
33. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2022-02-03 12:43:35 - [HTML]
33. þingfundur - Bjarni Jónsson - Ræða hófst: 2022-02-03 13:00:03 - [HTML]
33. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2022-02-03 13:02:11 - [HTML]

Þingmál B228 ()[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2022-02-07 16:07:44 - [HTML]
34. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2022-02-07 17:35:36 - [HTML]

Þingmál B270 ()[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-02-23 15:03:27 - [HTML]
40. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2022-02-23 15:14:38 - [HTML]
40. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2022-02-23 15:18:40 - [HTML]
40. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - Ræða hófst: 2022-02-23 15:33:56 - [HTML]

Þingmál B271 (blóðmerahald)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-23 15:36:26 - [HTML]
40. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-02-23 15:41:59 - [HTML]

Þingmál B275 (málefni fólks á flótta)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-02-24 10:34:30 - [HTML]
41. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2022-02-24 10:36:46 - [HTML]

Þingmál B277 (fyrirhuguð rafvopnavæðing lögreglunnar)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2022-02-24 10:50:41 - [HTML]

Þingmál B279 (innrás Rússa í Úkraínu)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2022-02-24 11:02:25 - [HTML]

Þingmál B284 ()[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2022-02-24 13:01:11 - [HTML]
41. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-02-24 13:03:20 - [HTML]
41. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-02-24 13:10:18 - [HTML]
41. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2022-02-24 13:14:56 - [HTML]

Þingmál B287 (móttaka flóttafólks frá Úkraínu)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-02-28 15:04:59 - [HTML]
43. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2022-02-28 15:07:30 - [HTML]

Þingmál B288 (mögulega aukin umsvif NATO á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-02-28 15:12:25 - [HTML]
43. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-02-28 15:15:15 - [HTML]

Þingmál B289 (flóttafólk frá Úkraínu og víðar)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-02-28 15:18:12 - [HTML]

Þingmál B296 ()[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-03-01 13:55:28 - [HTML]
44. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2022-03-01 13:58:14 - [HTML]
44. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-01 14:16:11 - [HTML]

Þingmál B298 ()[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - Ræða hófst: 2022-03-01 13:45:12 - [HTML]

Þingmál B299 ()[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-02 15:23:38 - [HTML]
45. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2022-03-02 15:27:57 - [HTML]
45. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2022-03-02 15:38:49 - [HTML]

Þingmál B300 (ástandið í Úkraínu og áhrifin hér á landi)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-02 15:55:47 - [HTML]
45. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-02 16:01:07 - [HTML]
45. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - Ræða hófst: 2022-03-02 16:09:13 - [HTML]
45. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2022-03-02 16:11:35 - [HTML]
45. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-03-02 16:14:02 - [HTML]
45. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2022-03-02 16:23:06 - [HTML]
45. þingfundur - Jódís Skúladóttir - Ræða hófst: 2022-03-02 16:32:37 - [HTML]
45. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-02 16:34:01 - [HTML]
45. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-02 16:36:31 - [HTML]

Þingmál B320 (leit að olíu og gasi í lögsögu Íslands)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-03-03 10:48:20 - [HTML]

Þingmál B322 (ummæli dómsmálaráðherra um flóttamenn)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-03 11:02:35 - [HTML]

Þingmál B324 (samspil verðbólgu og vaxta)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-03 11:38:23 - [HTML]
46. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2022-03-03 11:52:25 - [HTML]
46. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2022-03-03 12:02:00 - [HTML]

Þingmál B334 ()[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2022-03-07 17:18:44 - [HTML]
47. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - Ræða hófst: 2022-03-07 17:25:49 - [HTML]
47. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-07 17:31:29 - [HTML]
47. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2022-03-07 17:36:32 - [HTML]
47. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - Ræða hófst: 2022-03-07 17:43:20 - [HTML]
47. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-07 17:53:47 - [HTML]
47. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2022-03-07 18:07:37 - [HTML]
47. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2022-03-07 18:17:43 - [HTML]
47. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-03-07 18:22:11 - [HTML]
47. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2022-03-07 18:27:56 - [HTML]
47. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2022-03-07 18:32:59 - [HTML]
47. þingfundur - Stefán Vagn Stefánsson - Ræða hófst: 2022-03-07 18:38:00 - [HTML]
47. þingfundur - Eva Dögg Davíðsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-07 18:52:17 - [HTML]
47. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2022-03-07 19:04:00 - [HTML]
47. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2022-03-07 19:09:17 - [HTML]

Þingmál B337 ()[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-08 14:02:58 - [HTML]

Þingmál B342 ()[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-09 15:22:14 - [HTML]

Þingmál B347 (mótvægisaðgerðir gegn verðhækkunum)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2022-03-10 11:04:39 - [HTML]

Þingmál B364 (hugsanleg aðild að ESB)[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Jódís Skúladóttir - Ræða hófst: 2022-03-14 16:16:33 - [HTML]

Þingmál B372 ()[HTML]

Þingræður:
51. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2022-03-14 15:14:01 - [HTML]
51. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-14 15:20:57 - [HTML]
51. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2022-03-14 15:35:45 - [HTML]

Þingmál B375 ()[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-03-15 14:07:40 - [HTML]
52. þingfundur - Wilhelm Wessman - Ræða hófst: 2022-03-15 14:10:29 - [HTML]
52. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-03-15 14:20:17 - [HTML]

Þingmál B386 (viðskiptaþvinganir vegna kjörræðismanns Hvíta-Rússlands)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-21 15:41:33 - [HTML]

Þingmál B389 (áhrif stríðs í Úkraínu á matvælamarkað)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Haraldur Benediktsson - Ræða hófst: 2022-03-21 16:02:02 - [HTML]

Þingmál B398 ()[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2022-03-22 14:02:51 - [HTML]
54. þingfundur - Þorgrímur Sigmundsson - Ræða hófst: 2022-03-22 14:05:01 - [HTML]
54. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-22 14:07:11 - [HTML]

Þingmál B399 (þróunarsamvinna og Covid-19)[HTML]

Þingræður:
54. þingfundur - Bjarni Jónsson - Ræða hófst: 2022-03-22 14:49:53 - [HTML]
54. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2022-03-22 14:58:38 - [HTML]

Þingmál B405 ()[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2022-03-23 15:38:25 - [HTML]

Þingmál B420 ()[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2022-03-23 15:25:10 - [HTML]

Þingmál B442 (markmið með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2022-03-24 11:03:04 - [HTML]

Þingmál B443 (þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson - Ræða hófst: 2022-03-24 11:08:39 - [HTML]
56. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2022-03-24 11:10:34 - [HTML]

Þingmál B467 (fæðuöryggi þjóðarinnar í ljósi stríðsins í Úkraínu)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2022-03-28 16:36:44 - [HTML]
57. þingfundur - Stefán Vagn Stefánsson - Ræða hófst: 2022-03-28 16:45:47 - [HTML]
57. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-03-28 16:50:30 - [HTML]
57. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2022-03-28 16:58:36 - [HTML]

Þingmál B487 ()[HTML]

Þingræður:
60. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-30 16:32:34 - [HTML]
60. þingfundur - Stefán Vagn Stefánsson - Ræða hófst: 2022-03-30 17:35:05 - [HTML]
60. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2022-03-30 19:54:09 - [HTML]

Þingmál B524 ()[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-08 10:35:02 - [HTML]
65. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-08 11:03:56 - [HTML]

Þingmál B551 ()[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - Ræða hófst: 2022-04-26 13:37:18 - [HTML]

Þingmál B569 (fyrirkomulag við sölu Íslandsbanka)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Erna Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2022-04-28 11:18:03 - [HTML]
71. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-28 11:20:26 - [HTML]
71. þingfundur - Erna Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2022-04-28 11:22:09 - [HTML]

Þingmál B571 (sala á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka)[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Erna Bjarnadóttir - Ræða hófst: 2022-04-28 14:14:18 - [HTML]

Þingmál B572 ()[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2022-04-28 14:23:54 - [HTML]
71. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-28 15:50:44 - [HTML]
71. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-28 15:56:17 - [HTML]
71. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2022-04-28 16:17:30 - [HTML]

Þingmál B575 ()[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2022-04-28 11:57:45 - [HTML]

Þingmál B599 ()[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - Ræða hófst: 2022-05-17 13:55:17 - [HTML]

Þingmál B679 ()[HTML]

Þingræður:
87. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2022-06-08 19:47:16 - [HTML]
87. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-06-08 21:16:26 - [HTML]

Þingmál B712 ()[HTML]

Þingræður:
90. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-06-14 13:34:52 - [HTML]

Löggjafarþing 153

Þingmál A1 (fjárlög 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-13 14:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 699 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-12-05 20:59:00 [HTML]
Þingskjal nr. 711 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-12-06 13:06:00 [HTML]
Þingskjal nr. 715 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-12-06 13:06:00 [HTML]
Þingskjal nr. 814 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-12-14 18:06:00 [HTML]
Þingræður:
45. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-12-09 18:18:21 - [HTML]
47. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2022-12-12 18:50:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 15 - Komudagur: 2022-10-06 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]
Dagbókarnúmer 39 - Komudagur: 2022-10-07 - Sendandi: Icelandair ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 42 - Komudagur: 2022-10-10 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 43 - Komudagur: 2022-10-10 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 59 - Komudagur: 2022-10-10 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 71 - Komudagur: 2022-10-11 - Sendandi: Vestfjarðastofa og Fjórðungssamband vestfirðinga[PDF]
Dagbókarnúmer 74 - Komudagur: 2022-10-11 - Sendandi: Bandalag háskólamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 863 - Komudagur: 2022-10-20 - Sendandi: Keppnismatreiðsla[PDF]
Dagbókarnúmer 872 - Komudagur: 2022-10-12 - Sendandi: Staðlaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 3700 - Komudagur: 2022-09-19 - Sendandi: RIFF[PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-13 14:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 798 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-12-13 16:15:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 67 - Komudagur: 2022-10-10 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]
Dagbókarnúmer 69 - Komudagur: 2022-10-10 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 72 - Komudagur: 2022-10-11 - Sendandi: Vestfjarðastofa og Fjórðungssamband Vestfirðinga[PDF]
Dagbókarnúmer 77 - Komudagur: 2022-10-11 - Sendandi: Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði[PDF]
Dagbókarnúmer 163 - Komudagur: 2022-10-17 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 621 - Komudagur: 2022-12-01 - Sendandi: Bílgreinasambandið og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A3 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 3 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-15 08:56:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-09-20 14:41:52 - [HTML]

Þingmál A5 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 5 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-19 16:19:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 118 - Komudagur: 2022-10-14 - Sendandi: Samhjálp, félagasamtök[PDF]
Dagbókarnúmer 120 - Komudagur: 2022-10-14 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A6 (tímabinding veiðiheimilda til 20 ára o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 141 - Komudagur: 2022-10-17 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A7 (stórefling innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-20 13:04:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 101 - Komudagur: 2022-10-12 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í landbúnaði[PDF]

Þingmál A11 (samstöðuaðgerðir vegna verðbólgu og vaxtahækkana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-20 15:23:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 169 - Komudagur: 2022-10-18 - Sendandi: Samtök leigjenda á Íslandi[PDF]

Þingmál A12 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 170 - Komudagur: 2022-10-18 - Sendandi: Samtök leigjenda á Íslandi[PDF]

Þingmál A14 (kosningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 14 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 15:21:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 12 - Komudagur: 2022-10-05 - Sendandi: Ólafur Þ. Harðarson[PDF]

Þingmál A20 (vísitala neysluverðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 704 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A22 (aukið alþjóðlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-16 12:49:00 [HTML]

Þingmál A24 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 24 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-11 14:53:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 282 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Hilmar Garðars Þorsteinsson[PDF]
Dagbókarnúmer 284 - Komudagur: 2022-10-28 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 648 - Komudagur: 2022-12-05 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 649 - Komudagur: 2022-12-05 - Sendandi: BSRB[PDF]
Dagbókarnúmer 684 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: Sameyki[PDF]
Dagbókarnúmer 687 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ)[PDF]
Dagbókarnúmer 693 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: MATVÍS - Matvæla- og veitingafélag Íslands, Rafiðnaðarsamband Íslands, VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna og Samiðn[PDF]
Dagbókarnúmer 710 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A25 (innleiðing lýðheilsumats í íslenska löggjöf)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4094 - Komudagur: 2023-03-15 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A32 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 10:43:00 [HTML]

Þingmál A33 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 707 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands[PDF]

Þingmál A39 (aðgerðir gegn kynferðisbrotum og aukinn stuðningur við þolendur þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 39 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-16 15:08:00 [HTML]

Þingmál A45 (almenn hegningarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 402 - Komudagur: 2022-11-09 - Sendandi: Society for Evidence-Based Gender Medicine (SEGM)[PDF]
Dagbókarnúmer 435 - Komudagur: 2022-11-10 - Sendandi: Hrafnhildur Hjaltadóttir[PDF]

Þingmál A48 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 692 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A53 (velferð dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 53 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-15 10:27:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 486 - Komudagur: 2022-11-16 - Sendandi: Í-ess bændur[PDF]
Dagbókarnúmer 487 - Komudagur: 2022-11-16 - Sendandi: Meike Erika Witt o.fl.[PDF]
Dagbókarnúmer 495 - Komudagur: 2022-11-16 - Sendandi: Samtök um dýravelferð á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 501 - Komudagur: 2022-11-17 - Sendandi: Ísteka ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 510 - Komudagur: 2022-11-17 - Sendandi: Matvælastofnun[PDF]

Þingmál A59 (fasteignalán til neytenda og nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 59 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-21 16:51:00 [HTML]
Þingræður:
37. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-24 14:59:10 - [HTML]

Þingmál A82 (atvinnulýðræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-20 13:04:00 [HTML]

Þingmál A86 (samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 559 - Komudagur: 2022-11-24 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A89 (breytingar á raforkulögum til að tryggja raforkuöryggi almennings o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 498 - Komudagur: 2022-11-16 - Sendandi: HS Orka hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 516 - Komudagur: 2022-11-18 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A90 (réttlát græn umskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 394 - Komudagur: 2022-11-09 - Sendandi: BSRB[PDF]

Þingmál A92 (Happdrætti Háskóla Íslands og lög um happdrætti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4157 - Komudagur: 2023-03-20 - Sendandi: Samtök áhugafólks um spilafíkn[PDF]

Þingmál A99 (ókeypis getnaðarvarnir fyrir einstaklinga yngri en 25 ára)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-27 12:57:00 [HTML]

Þingmál A101 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 101 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-15 17:13:00 [HTML]

Þingmál A103 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4365 - Komudagur: 2023-04-13 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 4386 - Komudagur: 2023-04-14 - Sendandi: Creditinfo Lánstraust hf[PDF]

Þingmál A120 (búvörulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 267 - Komudagur: 2022-10-27 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í landbúnaði[PDF]
Dagbókarnúmer 270 - Komudagur: 2022-10-27 - Sendandi: Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf[PDF]

Þingmál A121 (leyfi til að veiða álft o.fl. utan hefðbundins veiðitíma)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-27 12:59:00 [HTML]

Þingmál A126 (upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4302 - Komudagur: 2023-04-05 - Sendandi: Ríkislögreglustjóri[PDF]

Þingmál A128 (grunnskólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (frumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 12:59:00 [HTML]

Þingmál A130 (framtíð Íslands í svæðisbundinni, fjölþjóðlegri samvinnu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 130 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-27 12:59:00 [HTML]

Þingmál A135 (áfengislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4179 - Komudagur: 2023-03-23 - Sendandi: Félag lýðheilsufræðinga[PDF]

Þingmál A137 (evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 137 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-16 14:10:00 [HTML]

Þingmál A139 (rannsóknasetur öryggis- og varnarmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 139 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-27 13:00:00 [HTML]

Þingmál A142 (bygging hátæknisorpbrennslustöðvar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 142 (þáltill.) útbýtt þann 2022-09-27 13:01:00 [HTML]

Þingmál A143 (ráðstöfun útvarpsgjalds)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4065 - Komudagur: 2023-03-14 - Sendandi: Útvarp Saga[PDF]
Dagbókarnúmer 4071 - Komudagur: 2023-03-14 - Sendandi: Sýn hf.[PDF]

Þingmál A156 (rafræn skilríki í Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 157 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-09-20 16:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 507 (svar) útbýtt þann 2022-11-17 14:11:00 [HTML]

Þingmál A162 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4164 - Komudagur: 2023-03-21 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]

Þingmál A163 (heimild til rannsókna og notkunar á efninu sílósíbíni í geðlækningaskyni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 566 - Komudagur: 2022-11-28 - Sendandi: Lyfjastofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 584 - Komudagur: 2022-11-29 - Sendandi: Læknadeild Háskóla Íslands[PDF]

Þingmál A166 (greiðslureikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 167 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-21 15:55:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 244 - Komudagur: 2022-10-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A167 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-12-15 00:29:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 6 - Komudagur: 2022-09-30 - Sendandi: Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra[PDF]
Dagbókarnúmer 146 - Komudagur: 2022-10-17 - Sendandi: Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélagið Frami[PDF]

Þingmál A170 (læknaskortur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 571 (svar) útbýtt þann 2022-11-21 17:36:00 [HTML]

Þingmál A188 (Vísinda- og nýsköpunarráð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-22 10:11:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 273 - Komudagur: 2022-10-27 - Sendandi: Auðna tæknitorg[PDF]

Þingmál A207 (samningsviðauki nr. 16 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 208 (þáltill.) útbýtt þann 2022-10-10 14:34:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4261 - Komudagur: 2023-03-29 - Sendandi: Dómstólasýslan[PDF]

Þingmál A211 (sjúklingatrygging)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 212 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-24 16:32:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 84 - Komudagur: 2022-10-11 - Sendandi: Embætti landlæknis[PDF]

Þingmál A212 (landamæri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 581 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-11-22 17:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 611 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-11-24 10:50:00 [HTML]
Þingskjal nr. 838 (lög í heild) útbýtt þann 2022-12-15 15:23:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 232 - Komudagur: 2022-10-25 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A213 (fjarvinnustefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (þáltill.) útbýtt þann 2022-10-10 14:34:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 300 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: BSRB[PDF]

Þingmál A217 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4144 - Komudagur: 2023-03-17 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 4230 - Komudagur: 2023-03-28 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A219 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 220 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-10 14:34:00 [HTML]

Þingmál A251 (sérstök ákvæði í fríverslunarsamningum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (svar) útbýtt þann 2022-11-21 14:47:00 [HTML]

Þingmál A268 (tjón af völdum rakaskemmda og myglusvepps í fasteignum og um réttarstöðu eigenda þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 940 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2023-01-16 13:00:00 [HTML]

Þingmál A272 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-12-15 21:35:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 358 - Komudagur: 2022-11-07 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 785 - Komudagur: 2022-12-13 - Sendandi: Innviðaráðuneytið[PDF]

Þingmál A273 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 276 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-10 16:36:00 [HTML]

Þingmál A277 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 539 - Komudagur: 2022-11-23 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 547 - Komudagur: 2022-11-23 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A325 (bætt staða og þjónusta við Íslendinga búsetta erlendis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 336 (þáltill.) útbýtt þann 2022-10-13 14:24:00 [HTML]

Þingmál A326 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-14 18:44:04 - [HTML]

Þingmál A353 (lyfjalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 388 - Komudagur: 2022-11-08 - Sendandi: Lyfjastofnun[PDF]

Þingmál A357 (ÍL-sjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 371 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-10-20 15:31:00 [HTML]

Þingmál A381 (fjármálafyrirtæki og vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-21 10:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1183 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-02-23 14:16:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 528 - Komudagur: 2022-11-21 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A382 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 400 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-21 10:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 752 (nefndarálit) útbýtt þann 2022-12-08 15:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 757 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-12-08 17:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 769 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-12-09 18:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 961 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-01-23 15:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 963 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-01-23 16:57:00 [HTML]
Þingræður:
22. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-25 14:35:38 - [HTML]
22. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-25 14:55:57 - [HTML]
22. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-25 15:06:39 - [HTML]
22. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-25 15:12:33 - [HTML]
22. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2022-10-25 16:37:20 - [HTML]
22. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2022-10-25 17:15:16 - [HTML]
22. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-25 17:30:23 - [HTML]
22. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-25 17:37:59 - [HTML]
22. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2022-10-25 17:50:15 - [HTML]
22. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-10-25 19:02:34 - [HTML]
22. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-25 19:54:44 - [HTML]
22. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-25 19:56:01 - [HTML]
22. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-25 20:11:33 - [HTML]
22. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-25 23:04:26 - [HTML]
22. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-25 23:07:02 - [HTML]
24. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2022-10-27 14:39:02 - [HTML]
54. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2023-01-24 21:06:05 - [HTML]
58. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-02 01:25:34 - [HTML]
59. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2023-02-02 20:15:50 - [HTML]
60. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-02-03 11:33:22 - [HTML]
60. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-02-03 12:11:25 - [HTML]
60. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-03 12:16:59 - [HTML]
60. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-02-03 12:27:41 - [HTML]
61. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 00:41:07 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 18:00:29 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 19:40:01 - [HTML]
62. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-07 19:56:08 - [HTML]
62. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2023-02-08 00:37:06 - [HTML]
80. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-03-14 14:09:18 - [HTML]
80. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2023-03-14 14:46:14 - [HTML]
80. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-14 15:22:29 - [HTML]
80. þingfundur - Viðar Eggertsson - Ræða hófst: 2023-03-14 15:24:17 - [HTML]
80. þingfundur - Viðar Eggertsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-14 16:00:41 - [HTML]
80. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-03-14 17:01:05 - [HTML]
81. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-03-15 18:24:33 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 418 - Komudagur: 2022-11-09 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 450 - Komudagur: 2022-11-14 - Sendandi: Barnaheill[PDF]
Dagbókarnúmer 455 - Komudagur: 2022-11-14 - Sendandi: Kvenréttindafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 459 - Komudagur: 2022-11-14 - Sendandi: UNICEF á Íslandi, Barnaheill, Landssamtökin Þroskahjálp og Samfés[PDF]
Dagbókarnúmer 460 - Komudagur: 2022-11-14 - Sendandi: Mannréttindastofnun Háskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 461 - Komudagur: 2022-11-14 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International[PDF]
Dagbókarnúmer 481 - Komudagur: 2022-11-11 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 485 - Komudagur: 2022-11-16 - Sendandi: Solaris - Hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 494 - Komudagur: 2022-11-16 - Sendandi: Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar[PDF]
Dagbókarnúmer 562 - Komudagur: 2022-11-25 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 608 - Komudagur: 2022-11-30 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 631 - Komudagur: 2022-12-02 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 764 - Komudagur: 2022-12-09 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A383 (gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 410 (þáltill.) útbýtt þann 2022-10-25 17:04:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4849 - Komudagur: 2023-05-26 - Sendandi: Umhverfisstofnun[PDF]

Þingmál A384 (minning þeirra Íslendinga sem fórust í seinni heimsstyrjöldinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 412 (þáltill.) útbýtt þann 2022-10-25 20:05:00 [HTML]

Þingmál A393 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 427 (frumvarp) útbýtt þann 2022-10-27 14:04:00 [HTML]

Þingmál A396 (framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 431 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-11-07 14:37:00 [HTML]

Þingmál A400 (vinnumiðlunarnet Evrópu (EURES))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 446 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-11-07 16:45:00 [HTML]
Þingskjal nr. 946 (svar) útbýtt þann 2023-01-23 14:32:00 [HTML]

Þingmál A403 (meðferð einkamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 450 (frumvarp) útbýtt þann 2022-11-07 17:14:00 [HTML]

Þingmál A409 (fjáraukalög 2022)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-11-29 21:12:01 - [HTML]
40. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2022-11-29 21:27:47 - [HTML]

Þingmál A415 (upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1658 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-04-28 16:43:00 [HTML]
Þingræður:
80. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-14 19:07:42 - [HTML]
80. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-03-14 19:10:02 - [HTML]
80. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-14 19:14:51 - [HTML]
80. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-03-14 19:16:57 - [HTML]
80. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2023-03-14 19:24:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4213 - Komudagur: 2023-03-27 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A422 (kostnaðar- og ábatagreiningar vegna skógræktarverkefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 725 (svar) útbýtt þann 2023-01-16 12:54:00 [HTML]

Þingmál A424 (fatlaðir umsækjendur um alþjóðlega vernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 906 (svar) útbýtt þann 2023-01-16 12:57:00 [HTML]

Þingmál A428 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 488 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-14 14:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1397 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-03-23 17:36:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 555 - Komudagur: 2022-11-24 - Sendandi: Ragnar Halldór Hall og Gestur Jónsson[PDF]
Dagbókarnúmer 749 - Komudagur: 2022-12-09 - Sendandi: Gestur Jónsson og Ragnar Halldór Hall[PDF]
Dagbókarnúmer 3815 - Komudagur: 2023-01-25 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 3824 - Komudagur: 2023-02-03 - Sendandi: Sindri M. Stephensen og Víðir Smári Petersen[PDF]
Dagbókarnúmer 3841 - Komudagur: 2023-02-16 - Sendandi: Gestur Jónsson og Ragnar Halldór Hall[PDF]
Dagbókarnúmer 3917 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A431 (útboð á rekstri opinbera hlutafélagsins Isavia á flugstöð Keflavíkurflugvallar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 496 (þáltill.) útbýtt þann 2022-11-14 14:40:00 [HTML]

Þingmál A432 (breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 681 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: Hugverkaráð Samtaka iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 691 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: Monerium EMI ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 709 - Komudagur: 2022-12-07 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 719 - Komudagur: 2022-12-07 - Sendandi: KPMG ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 3873 - Komudagur: 2023-02-23 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A433 (sértryggð skuldabréf og fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-15 14:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 774 - Komudagur: 2022-12-12 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A439 (vinna starfshóps um CBD-olíu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 813 (svar) útbýtt þann 2023-01-16 12:54:00 [HTML]

Þingmál A442 (tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 517 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-15 15:47:00 [HTML]
Þingræður:
33. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2022-11-17 15:07:20 - [HTML]

Þingmál A447 (áskrift að dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 930 (svar) útbýtt þann 2023-01-25 18:49:00 [HTML]

Þingmál A456 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (frumvarp) útbýtt þann 2022-11-16 14:55:00 [HTML]

Þingmál A462 (rafeldsneyti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1164 (svar) útbýtt þann 2023-02-21 13:55:00 [HTML]

Þingmál A471 (útseld vinna sérfræðinga Stjórnarráðsins og opinberra háskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1557 (svar) útbýtt þann 2023-04-17 14:36:00 [HTML]

Þingmál A476 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 559 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-21 14:47:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 733 - Komudagur: 2022-12-08 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A477 (verðbólga og peningamagn í umferð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 873 (svar) útbýtt þann 2023-01-16 12:56:00 [HTML]

Þingmál A479 (frestun réttaráhrifa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 907 (svar) útbýtt þann 2023-01-23 14:30:00 [HTML]

Þingmál A487 (þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 577 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2022-11-22 13:07:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1127 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-02-20 14:43:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 680 - Komudagur: 2022-12-06 - Sendandi: UNICEF á Íslandi[PDF]
Dagbókarnúmer 736 - Komudagur: 2022-12-08 - Sendandi: Farice ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 739 - Komudagur: 2022-12-08 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 744 - Komudagur: 2022-12-09 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 759 - Komudagur: 2022-12-09 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna[PDF]

Þingmál A490 (veiðigjald)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2022-11-29 16:49:34 - [HTML]

Þingmál A491 (skekkja í mannfjölda samkvæmt þjóðskrá)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 876 (svar) útbýtt þann 2023-01-16 12:57:00 [HTML]

Þingmál A497 (kosningalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4850 - Komudagur: 2023-05-26 - Sendandi: Landssamband ungmennafélaga[PDF]

Þingmál A498 (kosningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 603 (frumvarp) útbýtt þann 2022-11-24 14:47:00 [HTML]

Þingmál A527 (úthlutun tollkvóta á matvörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 934 (svar) útbýtt þann 2023-01-23 14:30:00 [HTML]

Þingmál A529 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3922 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Lyfjastofnun[PDF]

Þingmál A530 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 672 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3995 - Komudagur: 2023-03-07 - Sendandi: Rolf Johansen & Co ehf[PDF]

Þingmál A533 (almannatryggingar og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 675 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1380 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-03-23 12:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1436 (lög í heild) útbýtt þann 2023-03-28 15:10:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3739 - Komudagur: 2023-01-02 - Sendandi: Bandalag háskólamanna[PDF]

Þingmál A535 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 677 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3894 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 3912 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International[PDF]
Dagbókarnúmer 3927 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Mannréttindastofnun Háskóla Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 4019 - Komudagur: 2023-03-10 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A543 (fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3747 - Komudagur: 2023-01-10 - Sendandi: Sýn hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 3771 - Komudagur: 2023-01-18 - Sendandi: Blaðamannafélag Íslands[PDF]

Þingmál A544 (mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 689 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2022-12-06 13:06:00 [HTML]

Þingmál A545 (ráðgefandi álit Alþjóðadómstólsins í Haag vegna hernáms Ísraels á landi Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 945 (svar) útbýtt þann 2023-01-23 14:31:00 [HTML]

Þingmál A549 (starfandi lögreglumenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1336 (svar) útbýtt þann 2023-03-20 14:34:00 [HTML]

Þingmál A570 (skráning þyrlna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 959 (svar) útbýtt þann 2023-01-26 10:04:00 [HTML]

Þingmál A572 (úrvinnslugjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 834 - Komudagur: 2022-12-15 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A586 (kostir og gallar hugsanlegrar aðildar Íslands að tollabandalagi Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 857 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2022-12-15 20:53:00 [HTML]

Þingmál A588 (fjármögnunarviðskipti með verðbréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 863 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-16 11:49:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4007 - Komudagur: 2023-03-08 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 4245 - Komudagur: 2023-03-29 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A589 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3907 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Hopp Mobility ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 3984 - Komudagur: 2023-03-06 - Sendandi: Hopp Mobility ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 3994 - Komudagur: 2023-03-06 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 4384 - Komudagur: 2023-04-14 - Sendandi: Innviðaráðuneytið[PDF]

Þingmál A595 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-01-16 12:59:00 [HTML]
Þingræður:
66. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2023-02-21 17:32:24 - [HTML]

Þingmál A596 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3977 - Komudagur: 2023-03-03 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]

Þingmál A645 (atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3926 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A646 (norðurskautsmál 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1016 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-01-31 13:51:00 [HTML]

Þingmál A647 (Fríverslunar­samtök Evrópu og Evrópska efna­hagssvæðið 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1017 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-01-31 13:03:00 [HTML]

Þingmál A648 (NATO-þingið 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1018 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-02-01 17:43:00 [HTML]

Þingmál A651 (loftbyssur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1581 (svar) útbýtt þann 2023-04-18 13:24:00 [HTML]

Þingmál A652 (hindranir fjölmiðla á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1246 (svar) útbýtt þann 2023-03-07 17:30:00 [HTML]

Þingmál A662 (Vestnorræna ráðið 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1032 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-02-01 15:27:00 [HTML]

Þingmál A679 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4093 - Komudagur: 2023-03-15 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]

Þingmál A684 (fátækt barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1054 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-02-01 14:35:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2174 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:32:00 [HTML]

Þingmál A687 (Alþjóðaþingmannasambandið 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1057 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-02-01 16:05:00 [HTML]

Þingmál A688 (ÖSE-þingið 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1058 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-02-01 16:05:00 [HTML]

Þingmál A689 (tónlistarstefna fyrir árin 2023--2030)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-02-01 17:04:00 [HTML]

Þingmál A709 (kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara við Landsrétt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1082 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-02-06 17:08:00 [HTML]

Þingmál A712 (hafnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1087 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-02-08 14:57:00 [HTML]

Þingmál A725 (varðveisla eggja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1101 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-02-09 16:53:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1564 (svar) útbýtt þann 2023-04-18 13:10:00 [HTML]

Þingmál A740 (meginþættir í störfum fjármálastöðugleikaráðs 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1128 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-02-20 14:45:00 [HTML]

Þingmál A772 (flóttafólk frá Venesúela)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1345 (svar) útbýtt þann 2023-03-20 17:53:00 [HTML]

Þingmál A777 (merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (þáltill.) útbýtt þann 2023-02-23 16:09:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4931 - Komudagur: 2023-06-06 - Sendandi: Félagið Ísland-Palestína[PDF]

Þingmál A778 (sérstök tímabundin ívilnun við endurgreiðslu námslána til lánþega í dýralæknanámi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4907 - Komudagur: 2023-06-01 - Sendandi: Matvælastofnun[PDF]

Þingmál A780 (staða umsóknar Íslands um aðild að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1184 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-02-23 14:08:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1500 (svar) útbýtt þann 2023-04-03 17:41:00 [HTML]

Þingmál A783 (Evrópuráðsþingið 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1196 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-03-06 14:54:00 [HTML]

Þingmál A784 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1199 (álit) útbýtt þann 2023-02-27 17:53:00 [HTML]

Þingmál A789 (aðgreining þjóðarinnar og jöfn tækifæri)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1569 (svar) útbýtt þann 2023-04-18 13:11:00 [HTML]

Þingmál A795 (aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1212 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-02-28 19:21:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4201 - Komudagur: 2023-03-24 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 4593 - Komudagur: 2023-05-08 - Sendandi: Málfrelsis - Samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi[PDF]
Dagbókarnúmer 4714 - Komudagur: 2023-05-12 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]

Þingmál A797 (orkunýting bygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2176 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:32:00 [HTML]

Þingmál A803 (nafnskírteini)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1238 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-06 14:55:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1898 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-05-30 20:15:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1971 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-06-05 19:40:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2053 (lög í heild) útbýtt þann 2023-06-08 14:03:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4225 - Komudagur: 2023-03-27 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 4450 - Komudagur: 2023-04-19 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A805 (ákvörðun nr. 59/2021 um breytingu á XI. viðauka (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) við EES-samninginn o.fl.)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-09 12:35:05 - [HTML]

Þingmál A807 (þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og notkun kannabislyfja í lækningaskyni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4942 - Komudagur: 2023-06-07 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT[PDF]

Þingmál A821 (Orkuveita Reykjavíkur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1266 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-08 14:47:00 [HTML]

Þingmál A822 (dómstólar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1267 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-08 14:47:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1709 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-05-08 14:56:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1739 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-05-09 13:59:00 [HTML]
Þingræður:
80. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-03-14 19:33:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4248 - Komudagur: 2023-03-29 - Sendandi: Dómarafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 4268 - Komudagur: 2023-03-31 - Sendandi: Dómstólasýslan[PDF]

Þingmál A827 (viðvera herliðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1445 (svar) útbýtt þann 2023-04-17 14:34:00 [HTML]

Þingmál A832 (norrænt samstarf 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1285 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-03-13 17:45:00 [HTML]

Þingmál A844 (kostnaður vegna þátttöku Íslands í EES-samstarfinu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2270 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:24:00 [HTML]

Þingmál A852 (utanríkis- og alþjóðamál 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1323 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-03-14 15:52:00 [HTML]

Þingmál A856 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1328 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-15 16:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1807 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-05-15 16:27:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4554 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið[PDF]

Þingmál A857 (aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4789 - Komudagur: 2023-05-22 - Sendandi: Hugarafl[PDF]

Þingmál A858 (Land og skógur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4457 - Komudagur: 2023-04-21 - Sendandi: Vinir íslenskrar náttúru, fél[PDF]

Þingmál A880 (rekstraraðilar sérhæfðra sjóða o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-23 11:03:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4263 - Komudagur: 2023-03-31 - Sendandi: Jónas M. Torfason[PDF]

Þingmál A889 (hollustuhættir og mengunarvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4394 - Komudagur: 2023-04-14 - Sendandi: HS Orka hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 4476 - Komudagur: 2023-04-21 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 4719 - Komudagur: 2023-05-12 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 4727 - Komudagur: 2023-05-15 - Sendandi: Carbfix ohf, Orka náttúrunnar og Orkuveita Reykjavíkur[PDF]

Þingmál A890 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4285 - Komudagur: 2023-04-03 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]
Dagbókarnúmer 4597 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Arnar Þór Jónsson[PDF]
Dagbókarnúmer 4605 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Jón Baldvin Hannibalsson[PDF]
Dagbókarnúmer 4638 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Hafsteinn Dan Kristjánsson[PDF]
Dagbókarnúmer 4653 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Lilja Ólafsdóttir[PDF]

Þingmál A894 (fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1398 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-03-29 17:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1995 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-06-07 12:29:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2021 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-06-08 12:23:00 [HTML]
Þingræður:
94. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2023-04-17 19:23:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4371 - Komudagur: 2023-04-13 - Sendandi: Fjármálaráð[PDF]
Dagbókarnúmer 4399 - Komudagur: 2023-04-17 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 4472 - Komudagur: 2023-04-21 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 4483 - Komudagur: 2023-04-22 - Sendandi: Bandalag háskólamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 4518 - Komudagur: 2023-05-02 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ)[PDF]
Dagbókarnúmer 4539 - Komudagur: 2023-05-03 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 4957 - Komudagur: 2023-05-31 - Sendandi: Dómstólasýslan[PDF]
Dagbókarnúmer 4959 - Komudagur: 2023-05-26 - Sendandi: Greiningardeild Alþingis[PDF]

Þingmál A895 (lögheimili og aðsetur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4832 - Komudagur: 2023-05-25 - Sendandi: Innviðaráðuneytið[PDF]

Þingmál A898 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1409 (frumvarp) útbýtt þann 2023-03-29 14:36:00 [HTML]

Þingmál A908 (hótanir rússneskra stjórnvalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1421 (þáltill.) útbýtt þann 2023-03-27 17:47:00 [HTML]

Þingmál A914 (landbúnaðarstefna til ársins 2040)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4307 - Komudagur: 2023-04-11 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður[PDF]
Dagbókarnúmer 4435 - Komudagur: 2023-04-17 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í landbúnaði[PDF]

Þingmál A915 (matvælastefna til ársins 2040)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4402 - Komudagur: 2023-04-17 - Sendandi: Dalabyggð[PDF]
Dagbókarnúmer 4433 - Komudagur: 2023-04-17 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í landbúnaði[PDF]

Þingmál A917 (flugvélar og sjóför sem borið geta kjarnavopn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1438 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-03-29 14:36:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1604 (svar) útbýtt þann 2023-04-25 13:15:00 [HTML]

Þingmál A938 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1468 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 10:15:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4551 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: Veritas Capital ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 4553 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 4561 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: Alvotech hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 4563 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 4833 - Komudagur: 2023-05-25 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 4834 - Komudagur: 2023-05-25 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið[PDF]

Þingmál A941 (uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1471 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 12:19:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2016 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-06-07 21:13:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4517 - Komudagur: 2023-05-02 - Sendandi: Matthías Ragnars Arngrímsson[PDF]
Dagbókarnúmer 4636 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]
Dagbókarnúmer 4675 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Icelandair ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 4775 - Komudagur: 2023-05-19 - Sendandi: Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna[PDF]
Dagbókarnúmer 4840 - Komudagur: 2023-05-25 - Sendandi: Isavia ohf.[PDF]
Dagbókarnúmer 4950 - Komudagur: 2023-06-08 - Sendandi: Innviðaráðuneytið[PDF]

Þingmál A942 (ríkislögmaður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1472 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML]

Þingmál A943 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2023-04-25 21:29:18 - [HTML]
98. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2023-04-25 21:36:12 - [HTML]
98. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-04-25 21:49:35 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4795 - Komudagur: 2023-05-22 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]

Þingmál A944 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1476 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML]

Þingmál A945 (kosningalög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1477 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1967 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-06-05 19:39:00 [HTML]

Þingmál A946 (vopnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1478 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 13:58:00 [HTML]
Þingræður:
98. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-04-25 20:54:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4656 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Skotveiðifélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 4672 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Skotfélagið Markviss[PDF]

Þingmál A947 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4612 - Komudagur: 2023-05-10 - Sendandi: Internet á Íslandi hf - ISNIC[PDF]
Dagbókarnúmer 4744 - Komudagur: 2023-05-16 - Sendandi: Fjarskiptastofa[PDF]
Dagbókarnúmer 4884 - Komudagur: 2023-05-30 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]

Þingmál A953 (afvopnun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1489 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-03-30 15:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2122 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-06-09 14:54:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2143 (lög í heild) útbýtt þann 2023-06-09 19:37:00 [HTML]

Þingmál A956 (Mennta- og skólaþjónustustofa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4629 - Komudagur: 2023-05-10 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samtök menntatæknifyrirtækja[PDF]

Þingmál A971 (hatursorðræða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1570 (svar) útbýtt þann 2023-04-24 14:54:00 [HTML]

Þingmál A973 (samanburður á framleiðslu á innlendu og innfluttu kjöti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1704 (svar) útbýtt þann 2023-05-15 14:42:00 [HTML]

Þingmál A974 (alþjóðlegar þvingunaraðgerðir og frysting fjármuna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1522 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML]

Þingmál A975 (vaktstöð siglinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4677 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Neyðarlínan ohf[PDF]

Þingmál A979 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1527 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4601 - Komudagur: 2023-05-09 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 4687 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda[PDF]

Þingmál A980 (rafrænar skuldaviðurkenningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1528 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML]

Þingmál A982 (aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4622 - Komudagur: 2023-05-10 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 4717 - Komudagur: 2023-05-12 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A983 (raforkulög og Orkustofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4760 - Komudagur: 2023-05-17 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]

Þingmál A984 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1532 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML]

Þingmál A986 (heilbrigðisþjónusta o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1534 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:43:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4576 - Komudagur: 2023-05-08 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga[PDF]

Þingmál A987 (heilbrigðisstarfsmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1535 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:43:00 [HTML]
Þingræður:
98. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2023-04-25 17:25:14 - [HTML]

Þingmál A1039 (hampsteypa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2177 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:32:00 [HTML]

Þingmál A1070 (rússneskir togarar á Reykjaneshrygg)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2194 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:33:00 [HTML]

Þingmál A1071 (vinnubrögð úrskurðarnefndar velferðarmála í barnaverndarmálum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1766 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-05-15 14:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2233 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:22:00 [HTML]

Þingmál A1105 (kynjahlutfall í háskólanámi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2241 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:23:00 [HTML]

Þingmál A1109 (stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024--2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1829 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-05-23 13:03:00 [HTML]

Þingmál A1119 (vistráðningar EES-borgara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2173 (svar) útbýtt þann 2023-06-30 13:32:00 [HTML]

Þingmál A1122 (fordæming ólöglegs brottnáms úkraínskra barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1866 (þáltill. n.) útbýtt þann 2023-05-26 11:57:00 [HTML]

Þingmál A1156 (breyting á ýmsum lögum til samræmis við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1976 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-06-06 13:16:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4945 - Komudagur: 2023-06-07 - Sendandi: Dómarafélag Íslands[PDF]

Þingmál A1157 (framkvæmd samgönguáætlunar 2021)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1991 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-06-09 11:18:00 [HTML]

Þingmál A1164 (framkvæmd krabbameinsáætlunar og stofnun krabbameinsmiðstöðvar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2276 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:24:00 [HTML]

Þingmál A1166 (fasteignafjárfestingarsjóður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2262 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:24:00 [HTML]

Þingmál A1200 (styrkir og samstarfssamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2296 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:27:00 [HTML]

Þingmál B2 ()[HTML]

Þingræður:
0. þingfundur - Birgir Ármannsson (forseti) - Ræða hófst: 2022-09-13 14:38:03 - [HTML]

Þingmál B10 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2022-09-14 19:37:54 - [HTML]
2. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2022-09-14 20:03:09 - [HTML]
2. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2022-09-14 20:42:08 - [HTML]
2. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2022-09-14 21:08:12 - [HTML]

Þingmál B143 (hert innflytjendastefna)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-10-17 15:35:26 - [HTML]

Þingmál B147 (Staðan á landamærunum með tilliti til aukins fjölda hælisleitenda og afleidd áhrif)[HTML]

Þingræður:
17. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-10-17 16:06:34 - [HTML]

Þingmál B172 (frumvarp til útlendingalaga)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2022-10-20 10:40:49 - [HTML]

Þingmál B187 ()[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2022-10-25 13:56:39 - [HTML]

Þingmál B225 (brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - Ræða hófst: 2022-11-07 15:35:55 - [HTML]

Þingmál B253 ()[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2022-11-10 11:46:24 - [HTML]
29. þingfundur - Bjarni Jónsson - Ræða hófst: 2022-11-10 12:00:22 - [HTML]
29. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-11-10 12:03:03 - [HTML]

Þingmál B283 (söluferli Íslandsbanka)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - Ræða hófst: 2022-11-16 15:25:49 - [HTML]

Þingmál B302 (umhverfisáhrif vegna förgunar koltvísýrings)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2022-11-21 15:41:28 - [HTML]

Þingmál B305 (mótun stefnu í fiskeldismálum)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - Ræða hófst: 2022-11-21 16:03:41 - [HTML]

Þingmál B323 (leiðir í orkuskiptum)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2022-11-24 10:59:35 - [HTML]

Þingmál B325 (hækkun stýrivaxta)[HTML]

Þingræður:
37. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-11-24 11:07:51 - [HTML]
37. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2022-11-24 11:12:22 - [HTML]

Þingmál B338 (alþjóðleg vernd flóttamanna)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2022-11-28 15:26:58 - [HTML]

Þingmál B342 (Staða íslensks sjávarútvegs í alþjóðlegri samkeppni og tækifæri í markaðssetningu)[HTML]

Þingræður:
38. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-11-28 15:46:15 - [HTML]

Þingmál B349 ()[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - René Biasone - Ræða hófst: 2022-11-29 14:03:43 - [HTML]

Þingmál B350 (Fangelsismál)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2022-11-29 14:24:44 - [HTML]

Þingmál B363 (undanþágur frá samkeppnislögum í landbúnaði)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-12-05 15:19:21 - [HTML]

Þingmál B387 (aðgerðir vegna ÍL-sjóðs)[HTML]

Þingræður:
44. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2022-12-08 10:39:50 - [HTML]

Þingmál B398 ()[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2022-12-09 13:49:49 - [HTML]
45. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2022-12-09 14:01:10 - [HTML]

Þingmál B399 ()[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2022-12-09 13:21:41 - [HTML]

Þingmál B448 (styrkur til N4)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - Ræða hófst: 2022-12-15 11:04:27 - [HTML]

Þingmál B476 (greiðslubyrði heimilanna)[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2023-01-23 15:35:59 - [HTML]

Þingmál B490 ()[HTML]

Þingræður:
53. þingfundur - Birgir Ármannsson (forseti) - Ræða hófst: 2023-01-23 15:05:32 - [HTML]

Þingmál B544 (sala á flugvél Landhelgisgæslunnar)[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-02-02 11:20:13 - [HTML]
59. þingfundur - Jón Gunnarsson (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2023-02-02 11:26:53 - [HTML]

Þingmál B557 ()[HTML]

Þingræður:
59. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-02-02 10:39:02 - [HTML]
59. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2023-02-02 10:41:03 - [HTML]
59. þingfundur - Helga Vala Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-02-02 10:54:34 - [HTML]

Þingmál B567 (frumvarp um útlendinga)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-06 15:16:55 - [HTML]
61. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2023-02-06 15:21:58 - [HTML]

Þingmál B570 (hækkun verðbólgu)[HTML]

Þingræður:
61. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-06 15:41:55 - [HTML]

Þingmál B606 (hækkun vaxta og hagræðingaraðgerðir)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-20 15:50:27 - [HTML]

Þingmál B626 (aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-02-23 11:08:58 - [HTML]
68. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-02-23 11:12:32 - [HTML]

Þingmál B628 (loftslagsgjöld á flug)[HTML]

Þingræður:
68. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2023-02-23 11:21:23 - [HTML]

Þingmál B641 (aðgerðir stjórnvalda í ríkisfjármálum)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2023-02-27 15:07:10 - [HTML]

Þingmál B642 (innleiðing loftslagslöggjafar ESB)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2023-02-27 15:12:23 - [HTML]
69. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2023-02-27 15:14:20 - [HTML]

Þingmál B734 ()[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Viðar Eggertsson - Ræða hófst: 2023-03-14 13:56:33 - [HTML]

Þingmál B967 ()[HTML]

Þingræður:
109. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2023-05-16 13:44:19 - [HTML]

Þingmál B974 (undanþágur fyrir Ísland vegna losunarheimilda)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2023-05-23 13:53:53 - [HTML]

Þingmál B992 (tollfrjáls innflutningur frá Úkraínu)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-05-30 13:35:03 - [HTML]

Þingmál B996 (viðbrögð við fjölgun krabbameinstilfella)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2023-05-30 14:03:36 - [HTML]

Þingmál B1018 (Skaðaminnkun)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Jódís Skúladóttir - Ræða hófst: 2023-06-01 14:38:34 - [HTML]

Þingmál B1049 ()[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-06-07 20:33:11 - [HTML]
120. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2023-06-07 20:49:52 - [HTML]
120. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2023-06-07 20:59:22 - [HTML]
120. þingfundur - Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir - Ræða hófst: 2023-06-07 21:05:10 - [HTML]

Þingmál B1053 (aðgerðir í loftslagsmálum)[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2023-06-08 11:33:30 - [HTML]

Þingmál B1072 ()[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-06-08 12:15:52 - [HTML]
121. þingfundur - Guðbrandur Einarsson - Ræða hófst: 2023-06-08 12:17:03 - [HTML]
121. þingfundur - Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir - Ræða hófst: 2023-06-08 12:31:19 - [HTML]

Löggjafarþing 154

Þingmál A1 (fjárlög 2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-12 15:28:00 [HTML]
Þingskjal nr. 659 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-01 15:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 663 (breytingartillaga) útbýtt þann 2023-12-01 15:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 676 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-05 13:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 711 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-12-08 18:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 854 (lög í heild) útbýtt þann 2023-12-16 18:31:00 [HTML]
Þingræður:
3. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-09-14 11:06:23 - [HTML]
3. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-14 11:37:13 - [HTML]
3. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-14 14:42:08 - [HTML]
3. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2023-09-14 15:39:48 - [HTML]
3. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-14 16:14:52 - [HTML]
3. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-09-14 16:56:44 - [HTML]
3. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-14 19:30:36 - [HTML]
4. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-09-15 10:08:33 - [HTML]
4. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-09-15 10:48:55 - [HTML]
4. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-15 11:20:41 - [HTML]
43. þingfundur - Stefán Vagn Stefánsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-12-05 15:26:43 - [HTML]
43. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-05 16:03:35 - [HTML]
43. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-05 16:18:58 - [HTML]
43. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-05 17:38:14 - [HTML]
43. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-12-05 17:52:38 - [HTML]
43. þingfundur - Hildur Sverrisdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-05 19:50:16 - [HTML]
43. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-12-05 22:59:37 - [HTML]
43. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-05 23:31:14 - [HTML]
43. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-05 23:33:41 - [HTML]
44. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - Ræða hófst: 2023-12-06 16:35:24 - [HTML]
44. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2023-12-06 17:05:59 - [HTML]
44. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-12-06 17:55:40 - [HTML]
44. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-12-06 19:18:58 - [HTML]
44. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-06 21:25:38 - [HTML]
45. þingfundur - Valgerður Árnadóttir - Ræða hófst: 2023-12-07 13:35:02 - [HTML]
45. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-07 14:47:49 - [HTML]
45. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2023-12-07 16:46:53 - [HTML]
46. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2023-12-08 15:39:56 - [HTML]
46. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2023-12-08 15:48:37 - [HTML]
46. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-12-08 16:44:26 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 87 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 113 - Komudagur: 2023-10-10 - Sendandi: Bílgreinasambandið og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 129 - Komudagur: 2023-10-11 - Sendandi: Safnasafnið[PDF]
Dagbókarnúmer 210 - Komudagur: 2023-10-16 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 291 - Komudagur: 2023-10-20 - Sendandi: Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF)[PDF]
Dagbókarnúmer 351 - Komudagur: 2023-10-25 - Sendandi: Hilmar Vilberg Gylfason[PDF]
Dagbókarnúmer 591 - Komudagur: 2023-11-07 - Sendandi: Textílmiðstöð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 687 - Komudagur: 2023-11-15 - Sendandi: Samkeppniseftirlitið[PDF]
Dagbókarnúmer 766 - Komudagur: 2023-11-21 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 767 - Komudagur: 2023-11-21 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 799 - Komudagur: 2023-11-23 - Sendandi: Knattspyrnusamband Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 874 - Komudagur: 2023-11-24 - Sendandi: Samtök þörungafélaga á Íslandi[PDF]

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 735 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-12-12 13:19:00 [HTML]
Þingskjal nr. 736 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-12 13:10:00 [HTML]
Þingræður:
48. þingfundur - Guðbrandur Einarsson (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-12-12 16:00:59 - [HTML]
48. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (4. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-12-12 16:40:10 - [HTML]
48. þingfundur - Ágúst Bjarni Garðarsson - Ræða hófst: 2023-12-12 17:05:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 42 - Komudagur: 2023-10-03 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 114 - Komudagur: 2023-10-10 - Sendandi: Bílgreinasambandið og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]

Þingmál A3 (réttlát græn umskipti)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-09-19 14:42:25 - [HTML]
6. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-19 15:05:55 - [HTML]

Þingmál A6 (kosningalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 6 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-26 16:21:00 [HTML]
Þingræður:
10. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-28 17:03:12 - [HTML]

Þingmál A7 (stórefling innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 7 (þáltill.) útbýtt þann 2023-10-16 17:33:00 [HTML]
Þingræður:
20. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-10-25 16:23:22 - [HTML]

Þingmál A8 (þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og notkun kannabislyfja í lækningaskyni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 8 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-14 15:43:00 [HTML]
Þingræður:
10. þingfundur - Ásmundur Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-28 17:59:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 174 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Hampfélagið[PDF]
Dagbókarnúmer 192 - Komudagur: 2023-10-13 - Sendandi: Bindindissamtökin IOGT[PDF]
Dagbókarnúmer 255 - Komudagur: 2023-10-20 - Sendandi: Þórarinn Hjörtur Ævarsson[PDF]

Þingmál A11 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-09-20 17:13:11 - [HTML]

Þingmál A12 (velferð dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 12 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-13 19:42:00 [HTML]
Þingræður:
20. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-25 16:30:21 - [HTML]
20. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-10-25 17:02:26 - [HTML]
20. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2023-10-25 17:25:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 806 - Komudagur: 2023-11-23 - Sendandi: Hagsmunafélag stóðbænda[PDF]
Dagbókarnúmer 824 - Komudagur: 2023-11-23 - Sendandi: Bændasamtök Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 830 - Komudagur: 2023-11-23 - Sendandi: Ísteka ehf.[PDF]

Þingmál A13 (breyting á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (frumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:19:00 [HTML]

Þingmál A16 (tæknifrjóvgun o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 671 - Komudagur: 2023-11-14 - Sendandi: Orri Ingþórsson[PDF]

Þingmál A21 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 21 (frumvarp) útbýtt þann 2023-12-04 14:41:00 [HTML]
Þingræður:
66. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-06 14:32:47 - [HTML]

Þingmál A22 (mannanöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 22 (frumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:19:00 [HTML]
Þingræður:
66. þingfundur - Magnús Árni Skjöld Magnússon - Ræða hófst: 2024-02-06 15:32:34 - [HTML]
66. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-02-06 15:49:04 - [HTML]

Þingmál A24 (háskólar)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-01-22 17:38:40 - [HTML]
56. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2024-01-22 18:00:09 - [HTML]
88. þingfundur - Berglind Ósk Guðmundsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-03-19 17:10:55 - [HTML]

Þingmál A28 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 28 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 12:38:00 [HTML]
Þingræður:
16. þingfundur - Inga Sæland - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-17 15:20:02 - [HTML]

Þingmál A32 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 32 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:20:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1272 - Komudagur: 2023-12-19 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]
Dagbókarnúmer 1278 - Komudagur: 2023-12-19 - Sendandi: Sýn hf.[PDF]

Þingmál A33 (búvörulög)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - Ræða hófst: 2024-01-31 16:23:50 - [HTML]
62. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2024-01-31 17:11:32 - [HTML]
62. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-01-31 17:18:58 - [HTML]
62. þingfundur - Magnús Árni Skjöld Magnússon - Ræða hófst: 2024-01-31 17:29:17 - [HTML]
62. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-01-31 17:41:38 - [HTML]
62. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2024-01-31 17:50:39 - [HTML]
62. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-01-31 18:08:25 - [HTML]

Þingmál A34 (breyting á ýmsum lögum til styrkingar á réttarúrræðum vegna umhverfismála og réttindum til heilnæms umhverfis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 34 (frumvarp) útbýtt þann 2023-12-04 14:41:00 [HTML]
Þingræður:
62. þingfundur - Bjarni Jónsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-01-31 18:21:13 - [HTML]

Þingmál A35 (endurnot opinberra upplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1381 - Komudagur: 2024-02-08 - Sendandi: Veðurstofa Íslands[PDF]

Þingmál A38 (fjarvinnustefna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 38 (þáltill.) útbýtt þann 2023-12-01 15:21:00 [HTML]
Þingræður:
69. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-08 11:19:55 - [HTML]

Þingmál A42 (atvinnulýðræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 42 (þáltill.) útbýtt þann 2023-12-04 16:31:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1571 - Komudagur: 2024-02-26 - Sendandi: VR[PDF]

Þingmál A44 (heildarendurskoðun á þjónustu og vaktakerfi dýralækna)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-09-20 16:31:34 - [HTML]

Þingmál A45 (erfðafjárskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 45 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-13 19:42:00 [HTML]
Þingræður:
20. þingfundur - Birgir Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-25 18:24:31 - [HTML]

Þingmál A47 (grunnskólar)[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-10-25 19:18:42 - [HTML]
20. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-10-25 19:26:22 - [HTML]

Þingmál A49 (leyfi til veiða á álft, grágæs, heiðagæs og helsingja utan hefðbundins veiðitímabils)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 49 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-13 19:42:00 [HTML]
Þingræður:
24. þingfundur - Þórarinn Ingi Pétursson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-07 15:30:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 749 - Komudagur: 2023-11-20 - Sendandi: Skotveiðifélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 780 - Komudagur: 2023-11-21 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]

Þingmál A54 (fjármögnun á tækjakosti til bráðagreiningar á heilsugæslunni á Egilsstöðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1307 - Komudagur: 2024-01-04 - Sendandi: Benedikt V. Warén[PDF]

Þingmál A60 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
27. þingfundur - Birgir Þórarinsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-09 14:28:11 - [HTML]
27. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-09 14:55:56 - [HTML]

Þingmál A65 (upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-23 14:06:45 - [HTML]

Þingmál A74 (fasteignalán til neytenda og nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 17:01:00 [HTML]
Þingræður:
25. þingfundur - Ásthildur Lóa Þórsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-08 17:13:24 - [HTML]

Þingmál A77 (ókeypis getnaðarvarnir fyrir einstaklinga yngri en 25 ára)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 77 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-14 12:46:00 [HTML]
Þingræður:
25. þingfundur - Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-08 18:02:42 - [HTML]

Þingmál A80 (minning þeirra Íslendinga sem fórust í seinni heimsstyrjöldinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-14 14:33:00 [HTML]
Þingræður:
27. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-09 15:19:55 - [HTML]

Þingmál A86 (rannsóknasetur öryggis- og varnarmála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 86 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-14 15:11:00 [HTML]
Þingræður:
66. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-06 18:01:04 - [HTML]
66. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-06 18:22:59 - [HTML]
66. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-06 18:27:39 - [HTML]

Þingmál A87 (breytingar á aðalnámskrá grunnskóla)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-06 19:07:26 - [HTML]

Þingmál A96 (endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1577 - Komudagur: 2024-02-27 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A98 (staðgreiðsla við innborgun í lífeyrissjóði)[HTML]

Þingræður:
7. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-09-20 18:34:05 - [HTML]

Þingmál A99 (bann við hvalveiðum)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-09-21 13:20:01 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 384 - Komudagur: 2023-10-26 - Sendandi: Náttúrufræðistofnun Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 610 - Komudagur: 2023-10-24 - Sendandi: Umsagnir mótteknar með tölvupóstum 24. október 2023[PDF]

Þingmál A101 (heimild til rannsókna og notkunar á efninu sílósíbíni í geðlækningaskyni)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2024-03-12 17:49:05 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1916 - Komudagur: 2024-04-03 - Sendandi: Lyfjastofnun[PDF]

Þingmál A102 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 102 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-18 14:45:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 565 - Komudagur: 2023-11-06 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök[PDF]

Þingmál A103 (breyting á ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegin fólks)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 438 - Komudagur: 2023-10-30 - Sendandi: Intersex Ísland[PDF]

Þingmál A105 (samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-08 14:14:38 - [HTML]
69. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2024-02-08 14:34:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1810 - Komudagur: 2024-03-22 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi[PDF]

Þingmál A106 (þingsköp Alþingis)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 106 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-18 14:45:00 [HTML]

Þingmál A107 (merkingar á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 107 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-18 14:45:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 478 - Komudagur: 2023-10-31 - Sendandi: Félagið Ísland-Palestína[PDF]

Þingmál A109 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Þingræður:
69. þingfundur - Magnús Árni Skjöld Magnússon - Ræða hófst: 2024-02-08 13:35:04 - [HTML]
69. þingfundur - Ágúst Bjarni Garðarsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-08 13:46:20 - [HTML]
69. þingfundur - Magnús Árni Skjöld Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-08 13:47:48 - [HTML]
69. þingfundur - Ágúst Bjarni Garðarsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-08 13:49:57 - [HTML]
69. þingfundur - Magnús Árni Skjöld Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-08 13:51:07 - [HTML]

Þingmál A111 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 191 - Komudagur: 2023-10-13 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök[PDF]

Þingmál A113 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-19 15:53:33 - [HTML]
6. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-09-19 16:24:24 - [HTML]
6. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2023-09-19 16:38:27 - [HTML]
6. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2023-09-19 17:12:18 - [HTML]
6. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-19 17:29:10 - [HTML]
6. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-09-19 17:39:11 - [HTML]
6. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-19 17:50:47 - [HTML]

Þingmál A117 (friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Jódís Skúladóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-22 11:05:48 - [HTML]

Þingmál A121 (samningsviðauki nr. 16 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis frá 4. nóvember 1950 (mannréttindasáttmála Evrópu))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 121 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-18 15:19:00 [HTML]
Þingræður:
18. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-19 12:24:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 440 - Komudagur: 2023-10-30 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 584 - Komudagur: 2023-11-07 - Sendandi: Dómstólasýslan[PDF]
Dagbókarnúmer 624 - Komudagur: 2023-11-09 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök[PDF]
Dagbókarnúmer 629 - Komudagur: 2023-11-10 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp[PDF]
Dagbókarnúmer 1745 - Komudagur: 2024-03-19 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A126 (efling félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1801 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Strandveiðifélag Íslands[PDF]

Þingmál A128 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-15 11:22:00 [HTML]
Þingræður:
90. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-21 18:15:13 - [HTML]

Þingmál A137 (vísitala neysluverðs)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1679 - Komudagur: 2024-03-07 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A139 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2084 - Komudagur: 2024-04-22 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A141 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 141 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-19 15:08:00 [HTML]
Þingræður:
10. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-28 15:13:57 - [HTML]

Þingmál A143 (málefni aldraðra)[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2024-03-22 12:41:24 - [HTML]

Þingmál A166 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 166 (frumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 14:42:00 [HTML]

Þingmál A171 (fasteignalán til neytenda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 240 - Komudagur: 2023-10-19 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A182 (stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024--2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 184 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-09-14 17:01:00 [HTML]

Þingmál A183 (skipulagslög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 28 - Komudagur: 2023-10-02 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A184 (endurskoðendur o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 593 - Komudagur: 2023-11-08 - Sendandi: Menningar- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A186 (þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 188 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-18 14:48:00 [HTML]
Þingræður:
6. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-19 17:55:56 - [HTML]
6. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-19 18:15:50 - [HTML]
6. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2023-09-19 18:29:32 - [HTML]
6. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2023-09-19 19:04:13 - [HTML]
6. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-19 19:27:26 - [HTML]

Þingmál A204 (samkeppnisúttekt á löggjöf og regluverki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 427 - Komudagur: 2023-10-27 - Sendandi: Þórdís Hadda Yngvadóttir[PDF]

Þingmál A205 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1651 - Komudagur: 2024-03-04 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1709 - Komudagur: 2024-03-12 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]

Þingmál A224 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 18:19:00 [HTML]
Þingræður:
9. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-26 17:06:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 150 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 154 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Veritas Capital ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 160 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Lyfjaauðkenni ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 164 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]
Dagbókarnúmer 194 - Komudagur: 2023-10-13 - Sendandi: Alvotech hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 195 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 206 - Komudagur: 2023-10-16 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 516 - Komudagur: 2023-11-02 - Sendandi: Sóttvarnalæknir[PDF]

Þingmál A225 (heilbrigðisþjónusta o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 228 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 17:41:00 [HTML]
Þingræður:
9. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2023-09-26 18:19:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 73 - Komudagur: 2023-10-06 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga[PDF]
Dagbókarnúmer 219 - Komudagur: 2023-10-17 - Sendandi: Hrafnista[PDF]
Dagbókarnúmer 969 - Komudagur: 2023-12-04 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið[PDF]

Þingmál A226 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 229 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-20 17:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 670 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-12-04 16:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 810 (lög í heild) útbýtt þann 2023-12-15 14:55:00 [HTML]
Þingræður:
9. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-26 19:00:44 - [HTML]
9. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-09-26 19:03:23 - [HTML]
40. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-29 22:56:14 - [HTML]
40. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-11-29 23:01:58 - [HTML]
41. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-12-04 16:14:05 - [HTML]
50. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-12-14 17:20:56 - [HTML]
51. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2023-12-15 13:26:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 177 - Komudagur: 2023-10-13 - Sendandi: Rolf Johansen & Co ehf[PDF]

Þingmál A227 (forgangsröðun gangakosta á Austurlandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 230 (þáltill.) útbýtt þann 2023-09-21 13:16:00 [HTML]

Þingmál A233 (frjósemisaðgerðir)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - svar - Ræða hófst: 2024-03-11 17:01:06 - [HTML]

Þingmál A234 (stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025)[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-12-14 15:28:02 - [HTML]
50. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2023-12-14 16:54:57 - [HTML]

Þingmál A238 (Miðstöð menntunar og skólaþjónustu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 462 - Komudagur: 2023-10-30 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samtök menntatæknifyrirtækja[PDF]
Dagbókarnúmer 690 - Komudagur: 2023-11-15 - Sendandi: Mennta- og barnamálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 763 - Komudagur: 2023-11-15 - Sendandi: Mennta- og barnamálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 774 - Komudagur: 2023-11-21 - Sendandi: Samtök iðnaðarins og Samtök menntatæknifyrirtækja[PDF]

Þingmál A239 (Mannréttindastofnun Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 242 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-26 13:17:00 [HTML]
Þingræður:
10. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-28 11:21:16 - [HTML]
10. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-09-28 11:55:02 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 239 - Komudagur: 2023-10-19 - Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna[PDF]

Þingmál A241 (framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2023--2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 244 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-09-26 13:17:00 [HTML]

Þingmál A248 (kostnaður við flutning umsækjenda um alþjóðlega vernd úr landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1147 (svar) útbýtt þann 2024-03-05 14:18:00 [HTML]

Þingmál A250 (kaup á vopnum og varnarbúnaði í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 578 (svar) útbýtt þann 2023-11-20 14:57:00 [HTML]

Þingmál A279 (fjöldi starfandi lögreglumanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 470 (svar) útbýtt þann 2023-10-31 13:36:00 [HTML]

Þingmál A292 (alvarleg atvik tengd fæðingum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (svar) útbýtt þann 2023-10-24 13:29:00 [HTML]

Þingmál A301 (breyting á ýmsum lögum varðandi aldursmörk)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1675 - Komudagur: 2024-03-07 - Sendandi: Samgöngustofa[PDF]

Þingmál A303 (kostir og gallar hugsanlegrar aðildar Íslands að tollabandalagi Evrópusambandsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2023-10-09 14:33:00 [HTML]
Þingskjal nr. 984 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2024-02-01 13:36:00 [HTML]

Þingmál A313 (félagafrelsi á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 317 (frumvarp) útbýtt þann 2023-10-09 14:33:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Óli Björn Kárason - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-18 17:36:33 - [HTML]
17. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-10-18 18:09:27 - [HTML]
17. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-10-18 18:11:34 - [HTML]
17. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-10-18 18:13:16 - [HTML]
17. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-10-18 18:14:45 - [HTML]
17. þingfundur - Óli Björn Kárason - Ræða hófst: 2023-10-18 18:21:53 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 345 - Komudagur: 2023-10-24 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands (ASÍ)[PDF]
Dagbókarnúmer 486 - Komudagur: 2023-11-01 - Sendandi: BSRB[PDF]
Dagbókarnúmer 559 - Komudagur: 2023-11-06 - Sendandi: Félag atvinnurekenda[PDF]
Dagbókarnúmer 574 - Komudagur: 2023-11-06 - Sendandi: Fagfélögin[PDF]
Dagbókarnúmer 583 - Komudagur: 2023-11-07 - Sendandi: Kjaradeild Verkfræðingafélags Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 586 - Komudagur: 2023-11-07 - Sendandi: Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði[PDF]
Dagbókarnúmer 588 - Komudagur: 2023-11-07 - Sendandi: Sameyki[PDF]
Dagbókarnúmer 1294 - Komudagur: 2023-12-20 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A314 (tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi)[HTML]

Þingræður:
15. þingfundur - Logi Einarsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-10-16 17:45:06 - [HTML]

Þingmál A315 (samgönguáætlun fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 319 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-10-06 13:51:00 [HTML]
Þingræður:
12. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2023-10-10 20:51:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 508 - Komudagur: 2023-11-02 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna[PDF]

Þingmál A324 (skaðleg innihaldsefni í papparörum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 892 (svar) útbýtt þann 2024-01-24 14:39:00 [HTML]

Þingmál A347 (hlutur fyrirtækja í hagnaðardrifinni verðbólgu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1405 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2024-04-15 15:07:00 [HTML]
Þingræður:
17. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2023-10-18 15:50:40 - [HTML]

Þingmál A348 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 734 - Komudagur: 2023-11-17 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja[PDF]

Þingmál A349 (vopnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-10-16 14:44:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1019 (lög í heild) útbýtt þann 2024-02-07 15:40:00 [HTML]
Þingræður:
66. þingfundur - Magnús Árni Skjöld Magnússon - Ræða hófst: 2024-02-06 14:19:00 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 645 - Komudagur: 2023-11-13 - Sendandi: Lögreglustjórinn á Vestfjörðum[PDF]
Dagbókarnúmer 787 - Komudagur: 2023-11-22 - Sendandi: Skotfélagið Markviss[PDF]
Dagbókarnúmer 818 - Komudagur: 2023-11-23 - Sendandi: Skotveiðifélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 842 - Komudagur: 2023-11-23 - Sendandi: Indriði R. Grétarsson[PDF]

Þingmál A358 (heildartekjur hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1188 (svar) útbýtt þann 2024-03-11 14:46:00 [HTML]

Þingmál A362 (umferðarslys og erlend ökuskírteini)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 595 (svar) útbýtt þann 2023-11-21 16:03:00 [HTML]

Þingmál A378 (sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2023-11-22 18:25:06 - [HTML]
35. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-11-22 18:51:40 - [HTML]

Þingmál A379 (árangur í móttöku og aðlögun erlendra ríkisborgara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 625 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2023-11-29 15:58:00 [HTML]

Þingmál A382 (framlög og hagræðingarkrafa til Ríkisútvarpsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 879 (svar) útbýtt þann 2024-01-22 14:31:00 [HTML]

Þingmál A384 (sjúkrahúsinu á Akureyri verði gert kleift að framkvæma hjartaþræðingar)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Logi Einarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-22 17:36:39 - [HTML]

Þingmál A402 (gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 416 (þáltill.) útbýtt þann 2023-10-24 13:09:00 [HTML]
Þingræður:
36. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-23 12:33:33 - [HTML]
36. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-23 12:51:04 - [HTML]

Þingmál A408 (innleiðing lýðheilsumats í íslenska löggjöf)[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-22 19:41:25 - [HTML]
35. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-22 19:46:02 - [HTML]

Þingmál A434 (rekstur og uppbygging Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 455 (þáltill.) útbýtt þann 2023-10-26 13:32:00 [HTML]

Þingmál A445 (alþjóðlegar skuldbindingar og frumvarpsgerð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 551 (svar) útbýtt þann 2023-11-13 14:21:00 [HTML]

Þingmál A448 (framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 474 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-10-31 13:36:00 [HTML]

Þingmál A451 (úttekt á framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu, nr. 98/2019)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 483 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2023-11-06 14:41:00 [HTML]

Þingmál A453 (dreifing starfa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 492 (þáltill.) útbýtt þann 2023-11-06 14:42:00 [HTML]
Þingræður:
35. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-22 17:18:48 - [HTML]

Þingmál A454 (staða félagslegra fyrirtækja á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 493 (þáltill.) útbýtt þann 2023-11-06 14:42:00 [HTML]

Þingmál A462 (framkvæmd markaðskönnunar og undirbúningur útboðs á póstmarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (þáltill.) útbýtt þann 2023-11-07 16:24:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1159 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: Íslandspóstur ohf[PDF]

Þingmál A463 (snjallvæðing umferðarljósa í Reykjavík)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - svar - Ræða hófst: 2024-01-24 16:26:41 - [HTML]

Þingmál A468 (skattar og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 509 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-07 17:21:00 [HTML]
Þingræður:
32. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-15 17:49:20 - [HTML]
32. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-15 18:08:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 953 - Komudagur: 2023-12-01 - Sendandi: Embætti landlæknis[PDF]
Dagbókarnúmer 963 - Komudagur: 2023-12-01 - Sendandi: Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 965 - Komudagur: 2023-12-01 - Sendandi: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins[PDF]
Dagbókarnúmer 1007 - Komudagur: 2023-12-05 - Sendandi: BSRB[PDF]
Dagbókarnúmer 1042 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 1198 - Komudagur: 2023-12-13 - Sendandi: McRent Iceland ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1199 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: McRent Iceland ehf.[PDF]

Þingmál A469 (afstaða Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - Ræða hófst: 2023-11-09 11:24:38 - [HTML]
26. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2023-11-09 12:04:25 - [HTML]

Þingmál A476 (kostir og gallar Schengen-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 524 (beiðni um skýrslu) útbýtt þann 2023-11-09 14:55:00 [HTML]

Þingmál A479 (Náttúrufræðistofnun og náttúrustofur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 527 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-10 15:46:00 [HTML]

Þingmál A481 (fjáraukalög 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 750 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-12 16:12:00 [HTML]
Þingræður:
48. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-12 18:35:40 - [HTML]
48. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-12-12 18:38:04 - [HTML]
48. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2023-12-12 19:51:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 715 - Komudagur: 2023-11-16 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið[PDF]

Þingmál A483 (dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 531 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-10 15:46:00 [HTML]

Þingmál A484 (alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 533 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-11-10 15:46:00 [HTML]
Þingskjal nr. 811 (þál. í heild) útbýtt þann 2023-12-15 14:55:00 [HTML]
Þingræður:
31. þingfundur - Bjarni Benediktsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-11-14 17:50:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 973 - Komudagur: 2023-12-04 - Sendandi: Barnaheill[PDF]

Þingmál A505 (búvörulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 565 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-14 15:50:00 [HTML]
Þingræður:
34. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-21 14:58:31 - [HTML]
34. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - Ræða hófst: 2023-11-21 15:22:00 - [HTML]
90. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2024-03-21 12:47:04 - [HTML]
90. þingfundur - Kristinn Rúnar Tryggvason - Ræða hófst: 2024-03-21 13:08:07 - [HTML]
90. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2024-03-21 14:39:01 - [HTML]

Þingmál A507 (kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1062 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Einar Guðbjartsson[PDF]

Þingmál A511 (aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2024--2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1284 - Komudagur: 2023-12-19 - Sendandi: Mímir-símenntun ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1673 - Komudagur: 2024-03-07 - Sendandi: Fjölmiðlanefnd[PDF]

Þingmál A513 (mannúðaraðstoð til Palestínu og aðgerðir Íslands til að þrýsta á vopnahlé)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 756 (svar) útbýtt þann 2023-12-13 16:44:00 [HTML]

Þingmál A514 (eftirlit með framkvæmd brottvísana)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1393 (svar) útbýtt þann 2024-04-05 12:23:00 [HTML]

Þingmál A520 (tæknilausnir í heilbrigðisþjónustu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1584 (svar) útbýtt þann 2024-04-29 16:37:00 [HTML]

Þingmál A529 (útflutningsleki til Rússlands)[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2024-01-24 16:01:35 - [HTML]

Þingmál A533 (breytingar á lögum um mannanöfn)[HTML]

Þingræður:
65. þingfundur - Magnús Árni Skjöld Magnússon - Ræða hófst: 2024-02-05 18:22:44 - [HTML]

Þingmál A535 (landsskipulagsstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 621 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2023-11-24 17:56:00 [HTML]
Þingræður:
39. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-28 17:39:07 - [HTML]
39. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-28 17:43:42 - [HTML]
39. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2023-11-28 18:03:50 - [HTML]
39. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-11-28 18:24:40 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1243 - Komudagur: 2023-12-15 - Sendandi: VÍN[PDF]
Dagbókarnúmer 1249 - Komudagur: 2023-12-18 - Sendandi: Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi[PDF]
Dagbókarnúmer 1308 - Komudagur: 2024-01-09 - Sendandi: Landvernd[PDF]

Þingmál A536 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 623 (frumvarp) útbýtt þann 2023-11-27 15:18:00 [HTML]
Þingræður:
81. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-06 18:04:32 - [HTML]

Þingmál A540 (staða barna innan trúfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1758 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2024-06-01 17:18:00 [HTML]

Þingmál A541 (raforkulög)[HTML]

Þingræður:
40. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-11-29 20:11:12 - [HTML]
40. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-29 21:00:48 - [HTML]
51. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-12-15 15:41:20 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1091 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: HS Orka hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1098 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Guðmundur I Bergþórsson og Sigurður Jóhannesson[PDF]
Dagbókarnúmer 1118 - Komudagur: 2023-12-08 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1221 - Komudagur: 2023-12-14 - Sendandi: Orkustofnun[PDF]
Dagbókarnúmer 1225 - Komudagur: 2023-12-14 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1226 - Komudagur: 2023-12-14 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja[PDF]

Þingmál A543 (viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 639 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-28 18:21:00 [HTML]
Þingskjal nr. 803 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-15 12:32:00 [HTML]
Þingskjal nr. 823 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-12-15 19:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 846 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2023-12-16 18:31:00 [HTML]
Þingskjal nr. 856 (lög í heild) útbýtt þann 2023-12-16 18:31:00 [HTML]
Þingræður:
40. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-29 17:14:57 - [HTML]
40. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-29 17:19:09 - [HTML]
40. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2023-11-29 17:22:27 - [HTML]
40. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-29 17:40:18 - [HTML]
40. þingfundur - Ingibjörg Isaksen - Ræða hófst: 2023-11-29 17:47:01 - [HTML]
52. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-12-16 10:19:52 - [HTML]
52. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2023-12-16 10:34:02 - [HTML]
52. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-16 11:02:38 - [HTML]
52. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-16 11:36:25 - [HTML]
52. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - Ræða hófst: 2023-12-16 11:40:44 - [HTML]
52. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-16 11:48:15 - [HTML]
52. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-16 11:50:34 - [HTML]
52. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-16 11:52:43 - [HTML]
52. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-16 11:55:07 - [HTML]
52. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2023-12-16 11:57:32 - [HTML]
52. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2023-12-16 12:27:31 - [HTML]
52. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-16 12:42:04 - [HTML]
52. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-12-16 12:46:36 - [HTML]
52. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2023-12-16 13:23:35 - [HTML]
52. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2023-12-16 13:50:24 - [HTML]
52. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2023-12-16 14:17:15 - [HTML]
52. þingfundur - Bergþór Ólason - Ræða hófst: 2023-12-16 14:28:21 - [HTML]
52. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-12-16 15:05:14 - [HTML]
53. þingfundur - Bergþór Ólason - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-12-16 18:11:56 - [HTML]
53. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2023-12-16 18:16:49 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1079 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: PCC BakkiSilicon hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1096 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1099 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 1101 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök verslunar og þjónustu og Viðskiptaráð Íslands.[PDF]
Dagbókarnúmer 1105 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1106 - Komudagur: 2023-12-07 - Sendandi: Icelandair ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 1121 - Komudagur: 2023-12-08 - Sendandi: Landsvirkjun[PDF]
Dagbókarnúmer 1145 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1168 - Komudagur: 2023-12-11 - Sendandi: Heimssýn[PDF]
Dagbókarnúmer 1223 - Komudagur: 2023-12-14 - Sendandi: PCC BakkiSilicon hf.[PDF]

Þingmál A544 (framlenging gildistíma bráðabirgðaákvæða um rafræna meðferð mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 642 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-29 14:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 705 (nefndarálit) útbýtt þann 2023-12-08 14:42:00 [HTML]

Þingmál A558 (fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Moldóvu)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2024-01-22 18:46:55 - [HTML]

Þingmál A560 (stefna Íslands um málefni hafsins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1864 - Komudagur: 2024-03-26 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]

Þingmál A563 (Ríkisútvarpið og áfengisauglýsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 877 (svar) útbýtt þann 2024-01-22 14:31:00 [HTML]

Þingmál A581 (framkvæmd EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 787 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2023-12-14 16:33:00 [HTML]
Þingræður:
82. þingfundur - Bjarni Benediktsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-07 13:26:50 - [HTML]
82. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-07 13:47:27 - [HTML]
82. þingfundur - Bjarni Benediktsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-07 14:01:30 - [HTML]
82. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-07 14:03:08 - [HTML]
82. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-07 14:10:53 - [HTML]
82. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-07 14:27:53 - [HTML]
82. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-07 14:30:09 - [HTML]
82. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - Ræða hófst: 2024-03-07 14:46:17 - [HTML]
82. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-03-07 15:01:09 - [HTML]
82. þingfundur - Bjarni Jónsson - Ræða hófst: 2024-03-07 15:40:14 - [HTML]
82. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-07 15:48:33 - [HTML]
82. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2024-03-07 16:06:41 - [HTML]
82. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-03-07 16:16:47 - [HTML]

Þingmál A584 (framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024--2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1273 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-03-19 13:40:00 [HTML]
Þingræður:
88. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2024-03-19 15:42:22 - [HTML]

Þingmál A585 (Umhverfis- og orkustofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1407 - Komudagur: 2024-02-13 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja[PDF]

Þingmál A586 (endurnýting örmerkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 834 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2023-12-16 10:38:00 [HTML]

Þingmál A598 (styrkir og samstarfssamningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1767 (svar) útbýtt þann 2024-06-03 15:10:00 [HTML]

Þingmál A607 (viðvera herliðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1167 (svar) útbýtt þann 2024-03-06 15:52:00 [HTML]

Þingmál A619 (,,Gullhúðun" við innleiðingu EES-gerða frá árinu 2010 til 2022)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 925 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-24 17:13:00 [HTML]
Þingræður:
85. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-03-12 15:15:12 - [HTML]
85. þingfundur - Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-12 15:39:18 - [HTML]
85. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-12 16:23:58 - [HTML]

Þingmál A624 (höfundalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1610 - Komudagur: 2024-02-28 - Sendandi: Myndstef[PDF]

Þingmál A625 (norrænt samstarf 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 931 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-26 14:59:00 [HTML]
Þingræður:
63. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-02-01 12:37:14 - [HTML]
63. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-01 13:45:26 - [HTML]
63. þingfundur - Steinunn Þóra Árnadóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-01 13:47:58 - [HTML]

Þingmál A627 (fyrirtækjaskrá o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 934 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-01-30 13:22:00 [HTML]

Þingmál A631 (Alþjóðaþingmannasambandið 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 941 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-30 13:22:00 [HTML]

Þingmál A632 (ÖSE-þingið 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 942 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-30 13:22:00 [HTML]
Þingræður:
63. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-01 16:01:57 - [HTML]

Þingmál A633 (Evrópuráðsþingið 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 945 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-31 16:22:00 [HTML]
Þingræður:
63. þingfundur - Bjarni Jónsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-01 14:44:18 - [HTML]

Þingmál A634 (NATO-þingið 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 946 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-30 18:54:00 [HTML]
Þingræður:
63. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-01 16:20:18 - [HTML]
63. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-01 16:31:24 - [HTML]
63. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-01 16:33:51 - [HTML]
63. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2024-02-01 16:40:43 - [HTML]

Þingmál A635 (bókun 35 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 948 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-30 13:36:00 [HTML]
Þingræður:
72. þingfundur - Bjarni Benediktsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-13 16:38:46 - [HTML]
72. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2024-02-13 17:25:54 - [HTML]
72. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2024-02-13 17:48:42 - [HTML]
72. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-13 18:34:49 - [HTML]

Þingmál A643 (störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 956 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-30 16:25:00 [HTML]
Þingræður:
63. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-01 11:59:25 - [HTML]

Þingmál A654 (gervigreind)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-03-11 16:51:22 - [HTML]

Þingmál A656 (Fríverslunarsamtök Evrópu og Evrópska efnahagssvæðið 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 971 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-01-31 16:56:00 [HTML]
Þingræður:
63. þingfundur - Ingibjörg Isaksen (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-01 14:54:33 - [HTML]
63. þingfundur - Magnús Árni Skjöld Magnússon - Ræða hófst: 2024-02-01 15:09:33 - [HTML]
63. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-01 15:27:41 - [HTML]
63. þingfundur - Magnús Árni Skjöld Magnússon - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-01 15:38:01 - [HTML]

Þingmál A662 (Seðlabanki Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 991 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-05 14:43:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1770 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-01 17:20:00 [HTML]
Þingræður:
67. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-07 17:42:45 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1562 - Komudagur: 2024-02-26 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1565 - Komudagur: 2024-02-26 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja[PDF]

Þingmál A687 (endurskoðun laga um almannavarnir)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2024-03-11 18:08:02 - [HTML]
84. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2024-03-11 18:10:15 - [HTML]

Þingmál A690 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2024-04-24 19:08:36 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1574 - Komudagur: 2024-02-27 - Sendandi: Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu[PDF]
Dagbókarnúmer 1650 - Komudagur: 2024-03-04 - Sendandi: Heimaleiga[PDF]

Þingmál A691 (meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1033 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-09 16:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1564 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-04-19 17:15:00 [HTML]
Þingræður:
70. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-12 16:35:24 - [HTML]
103. þingfundur - Berglind Ósk Guðmundsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-04-29 16:46:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1627 - Komudagur: 2024-03-01 - Sendandi: Dómstólasýslan[PDF]
Dagbókarnúmer 1862 - Komudagur: 2024-03-26 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A694 (endurskoðun á rekstrarumhverfi fjölmiðla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1036 (frumvarp) útbýtt þann 2024-02-13 15:50:00 [HTML]

Þingmál A697 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1039 (frumvarp) útbýtt þann 2024-02-13 13:59:00 [HTML]

Þingmál A703 (Tyrkjaránsins minnst árið 2027)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1050 (þáltill.) útbýtt þann 2024-02-20 17:06:00 [HTML]

Þingmál A705 (slit ógjaldfærra opinberra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1054 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1737 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-05-17 16:17:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1764 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-01 17:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1966 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-20 17:54:00 [HTML]
Þingræður:
82. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-07 16:38:53 - [HTML]
82. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-07 16:43:34 - [HTML]
82. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-03-07 16:48:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1891 - Komudagur: 2024-04-02 - Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða[PDF]
Dagbókarnúmer 1902 - Komudagur: 2024-04-03 - Sendandi: Logos slf[PDF]
Dagbókarnúmer 2137 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A707 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1058 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2053 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-21 23:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 2097 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2024-06-22 16:09:00 [HTML]
Þingræður:
74. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-19 17:33:46 - [HTML]
74. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-19 18:32:20 - [HTML]
74. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2024-02-19 18:49:06 - [HTML]
74. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-19 19:06:46 - [HTML]
74. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-19 19:15:41 - [HTML]
74. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-19 19:19:48 - [HTML]
75. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-20 16:36:23 - [HTML]
75. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-02-20 16:52:59 - [HTML]
75. þingfundur - Stefán Vagn Stefánsson - Ræða hófst: 2024-02-20 19:31:39 - [HTML]
130. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-22 16:32:10 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1690 - Komudagur: 2024-03-08 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1719 - Komudagur: 2024-03-14 - Sendandi: Ríkislögreglustjóri[PDF]
Dagbókarnúmer 2079 - Komudagur: 2024-04-22 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International[PDF]
Dagbókarnúmer 2425 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A709 (kerfi til að skrá beitingu nauðungar)[HTML]

Þingræður:
84. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-11 17:38:53 - [HTML]

Þingmál A717 (fjáraukalög 2024)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Magnús Árni Skjöld Magnússon - Ræða hófst: 2024-02-22 17:45:52 - [HTML]

Þingmál A722 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1084 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-20 13:20:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1712 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-05-15 20:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1713 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-05-16 11:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1719 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2024-05-16 13:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1795 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-04 17:39:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1804 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-05 19:48:00 [HTML]
Þingræður:
79. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-04 16:07:28 - [HTML]
79. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-04 16:26:42 - [HTML]
79. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-04 16:35:49 - [HTML]
79. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-04 16:38:22 - [HTML]
79. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-03-04 16:45:42 - [HTML]
79. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-04 17:06:57 - [HTML]
79. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-04 17:11:08 - [HTML]
79. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-04 17:19:06 - [HTML]
79. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-03-04 17:22:21 - [HTML]
79. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2024-03-04 17:47:14 - [HTML]
79. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-04 18:01:02 - [HTML]
79. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2024-03-04 18:38:11 - [HTML]
79. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-04 19:18:22 - [HTML]
79. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-04 19:20:42 - [HTML]
79. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2024-03-04 19:30:42 - [HTML]
79. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-04 20:48:32 - [HTML]
79. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-04 21:05:29 - [HTML]
79. þingfundur - Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-04 21:12:24 - [HTML]
79. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-04 21:49:23 - [HTML]
113. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-05-16 14:11:23 - [HTML]
113. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2024-05-16 14:58:03 - [HTML]
113. þingfundur - Halldóra Mogensen (3. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2024-05-16 15:28:03 - [HTML]
113. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-05-16 16:02:13 - [HTML]
113. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir (2. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2024-05-16 16:16:22 - [HTML]
113. þingfundur - Halldóra Mogensen (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2024-05-16 16:26:03 - [HTML]
113. þingfundur - Birgir Þórarinsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-05-16 16:52:12 - [HTML]
113. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2024-05-16 17:25:36 - [HTML]
113. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - Ræða hófst: 2024-05-16 17:29:48 - [HTML]
113. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-05-16 18:21:45 - [HTML]
113. þingfundur - Jódís Skúladóttir - Ræða hófst: 2024-05-16 18:52:28 - [HTML]
113. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2024-05-16 19:21:11 - [HTML]
113. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2024-05-16 20:04:01 - [HTML]
113. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2024-05-16 20:40:12 - [HTML]
113. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-05-16 20:52:09 - [HTML]
113. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson (1. minni hl. n.) - andsvar - Ræða hófst: 2024-05-16 21:33:28 - [HTML]
113. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2024-05-16 21:42:37 - [HTML]
114. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2024-05-17 13:06:20 - [HTML]
114. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2024-05-17 13:14:37 - [HTML]
114. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2024-05-17 13:53:46 - [HTML]
114. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - grein fyrir atkvæði - Ræða hófst: 2024-05-17 14:00:33 - [HTML]
122. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-13 11:50:33 - [HTML]
123. þingfundur - Logi Einarsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2024-06-14 11:12:01 - [HTML]
123. þingfundur - Birgir Þórarinsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2024-06-14 11:28:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1775 - Komudagur: 2024-03-20 - Sendandi: FTA - félag talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd[PDF]
Dagbókarnúmer 1776 - Komudagur: 2024-03-20 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 1777 - Komudagur: 2024-03-20 - Sendandi: Claudia & Partners Legal Services[PDF]
Dagbókarnúmer 1786 - Komudagur: 2024-03-21 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International[PDF]
Dagbókarnúmer 2074 - Komudagur: 2024-04-19 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2075 - Komudagur: 2024-04-19 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2103 - Komudagur: 2024-04-24 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2415 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2672 - Komudagur: 2024-05-31 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið[PDF]

Þingmál A726 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-20 16:12:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1883 - Komudagur: 2024-03-28 - Sendandi: HS Orka hf[PDF]
Dagbókarnúmer 2134 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Forsætisráðuneytið[PDF]

Þingmál A737 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-05 15:59:27 - [HTML]
80. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-03-05 16:51:36 - [HTML]
80. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2024-03-05 17:07:02 - [HTML]

Þingmál A740 (loðdýrarækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1110 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-02-22 20:49:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1399 (svar) útbýtt þann 2024-04-08 14:41:00 [HTML]

Þingmál A754 (húsaleigulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-04 14:39:00
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1723 - Komudagur: 2024-03-15 - Sendandi: Innviðaráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 1808 - Komudagur: 2024-03-22 - Sendandi: Húseigendafélagið[PDF]
Dagbókarnúmer 1853 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: Alma íbúðafélag hf.[PDF]
Dagbókarnúmer 1872 - Komudagur: 2024-03-27 - Sendandi: Sveinn Óskar Sigurðsson[PDF]
Dagbókarnúmer 2500 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Innviðaráðuneytið[PDF]

Þingmál A758 (handrit þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar afhent íslensku þjóðinni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1152 (þáltill.) útbýtt þann 2024-03-04 19:55:00 [HTML]

Þingmál A771 (dánaraðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1168 (frumvarp) útbýtt þann 2024-03-05 17:42:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1821 - Komudagur: 2024-03-25 - Sendandi: Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð[PDF]

Þingmál A772 (þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1169 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-06 14:43:00 [HTML]

Þingmál A785 (vistun barna í lokuðu búsetuúrræði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1754 (svar) útbýtt þann 2024-06-01 17:18:00 [HTML]

Þingmál A787 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1194 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-07 16:32:00 [HTML]
Þingræður:
85. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-12 16:56:52 - [HTML]

Þingmál A808 (ákvarðanir nr. 185/2023 um breytingu á IX. viðauka og nr. 240/2023 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1222 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-03-12 14:34:00 [HTML]

Þingmál A809 (stefna um stuðning Íslands við Úkraínu 2024--2028)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1223 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-03-12 14:34:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1601 (þál. í heild) útbýtt þann 2024-04-29 15:20:00 [HTML]
Þingræður:
88. þingfundur - Bjarni Benediktsson (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-19 19:03:34 - [HTML]
88. þingfundur - Bjarni Benediktsson (utanríkisráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-19 19:17:33 - [HTML]
88. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-19 19:19:50 - [HTML]
88. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2024-03-19 19:24:12 - [HTML]
88. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-19 19:32:56 - [HTML]
88. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2024-03-19 19:38:01 - [HTML]
88. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-19 19:52:28 - [HTML]
88. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2024-03-19 20:02:44 - [HTML]
88. þingfundur - Bjarni Benediktsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2024-03-19 20:09:44 - [HTML]
102. þingfundur - Bjarni Jónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2024-04-24 17:31:16 - [HTML]
102. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-24 18:01:12 - [HTML]
102. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-24 18:20:33 - [HTML]
102. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-24 18:23:08 - [HTML]
102. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-24 18:45:01 - [HTML]
103. þingfundur - Bjarni Jónsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2024-04-29 15:06:20 - [HTML]
103. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2024-04-29 15:08:31 - [HTML]

Þingmál A817 (hatursorðræða og kynþáttahatur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1391 (svar) útbýtt þann 2024-04-05 12:23:00 [HTML]

Þingmál A831 (Náttúruverndarstofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1249 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-18 14:52:00
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2020 - Komudagur: 2024-04-15 - Sendandi: Andrés Skúlason[PDF]
Dagbókarnúmer 2039 - Komudagur: 2024-04-15 - Sendandi: Sólrún Inga Traustadóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 2045 - Komudagur: 2024-04-16 - Sendandi: Kristín Huld Sigurðardóttir[PDF]

Þingmál A844 (skaðaminnkandi aðgerðir vegna ópíóíðavandans)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1625 (svar) útbýtt þann 2024-05-03 20:28:00 [HTML]

Þingmál A864 (breyting á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-19 19:22:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2019 - Komudagur: 2024-04-15 - Sendandi: ÖBÍ réttindasamtök[PDF]
Dagbókarnúmer 2119 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]

Þingmál A867 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-19 19:22:00 [HTML]
Þingræður:
90. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-21 17:09:43 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2005 - Komudagur: 2024-04-12 - Sendandi: Guðmundur Karl Snæbjörnsson[PDF]
Dagbókarnúmer 2110 - Komudagur: 2024-04-26 - Sendandi: Umboðsmaður barna[PDF]

Þingmál A881 (Þjóðarsjóður)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2645 - Komudagur: 2024-05-29 - Sendandi: Seðlabanki Íslands[PDF]

Þingmál A887 (skýrsla Ríkisendurskoðunar um Fangelsismálastofnun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1326 (álit) útbýtt þann 2024-03-21 18:06:00 [HTML]

Þingmál A899 (stefna stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1338 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-03-27 14:00:00
Þingræður:
96. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-16 20:27:44 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2229 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 2294 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Landvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 2582 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Vinir íslenskrar náttúru, fél[PDF]
Dagbókarnúmer 2584 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Svifflugfélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2827 - Komudagur: 2024-06-12 - Sendandi: Landsnet hf[PDF]

Þingmál A900 (verndar- og orkunýtingaráætlun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1339 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:00:00
Þingræður:
96. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-16 18:10:51 - [HTML]
96. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-16 19:05:13 - [HTML]
96. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-16 19:48:18 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2583 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Vinir íslenskrar náttúru, fél[PDF]
Dagbókarnúmer 2585 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Svifflugfélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2596 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar[PDF]
Dagbókarnúmer 2828 - Komudagur: 2024-06-12 - Sendandi: Landsnet hf[PDF]
Dagbókarnúmer 2838 - Komudagur: 2024-06-19 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A904 (sjúkraskrár og landlæknir og lýðheilsa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1349 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1711 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-01 17:15:00 [HTML]
Þingræður:
124. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-06-18 18:30:51 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2173 - Komudagur: 2024-04-30 - Sendandi: Embætti landlæknis[PDF]

Þingmál A905 (vísindarannsóknir á heilbrigðissviði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2501 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið[PDF]

Þingmál A906 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1351 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00

Þingmál A907 (landlæknir og lýðheilsa og sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1352 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2290 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Persónuvernd[PDF]
Dagbókarnúmer 2445 - Komudagur: 2024-05-13 - Sendandi: Heilbrigðisráðuneytið[PDF]

Þingmál A908 (sjúkratryggingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1353 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML]

Þingmál A911 (Nýsköpunarsjóðurinn Kría)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML]

Þingmál A914 (innviðir markaða fyrir fjármálagerninga sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1359 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML]
Þingræður:
94. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2024-04-11 12:20:29 - [HTML]
94. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-11 12:30:44 - [HTML]
94. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2024-04-11 12:42:33 - [HTML]
115. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2024-06-03 16:37:38 - [HTML]

Þingmál A915 (breyting á ýmsum lögum á fjármálamarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1360 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1970 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-06-20 17:07:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1989 (lög í heild) útbýtt þann 2024-06-21 16:26:00 [HTML]

Þingmál A917 (virðisaukaskattur og kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2205 - Komudagur: 2024-05-02 - Sendandi: BBA//Fjeldco[PDF]

Þingmál A921 (tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1366 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:02:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2519 - Komudagur: 2024-05-16 - Sendandi: Deloitte legal ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2604 - Komudagur: 2024-05-23 - Sendandi: Skatturinn[PDF]
Dagbókarnúmer 2616 - Komudagur: 2024-05-24 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2720 - Komudagur: 2024-06-05 - Sendandi: Nasdaq verðbréfamiðstöð[PDF]

Þingmál A922 (réttindagæsla fyrir fatlað fólk)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Guðmundur Ingi Guðbrandsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-11 16:24:18 - [HTML]
94. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-11 16:42:13 - [HTML]

Þingmál A923 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2265 - Komudagur: 2024-05-04 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 2311 - Komudagur: 2024-05-07 - Sendandi: Hopp Reykjavík ehf.[PDF]

Þingmál A925 (lögræðislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1370 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML]

Þingmál A926 (aðför og nauðungarsala)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1372 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML]

Þingmál A930 (lagareldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML]
Þingræður:
101. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2024-04-23 15:34:46 - [HTML]
101. þingfundur - Halldóra Mogensen - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-23 19:24:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Víðir Smári Petersen[PDF]
Dagbókarnúmer 2343 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Sjávarútvegsþjónustan ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2464 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: VÁ! - Félag um vernd fjarðar[PDF]
Dagbókarnúmer 2497 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Veiðifélag Laxár á Ásum[PDF]
Dagbókarnúmer 2503 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Hábrún ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2514 - Komudagur: 2024-05-16 - Sendandi: ÍS 47 ehf.[PDF]
Dagbókarnúmer 2531 - Komudagur: 2024-05-17 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]
Dagbókarnúmer 2602 - Komudagur: 2024-05-23 - Sendandi: VÁ! - Félag um vernd fjarðar[PDF]
Dagbókarnúmer 2820 - Komudagur: 2024-06-12 - Sendandi: VÁ! - Félag um vernd fjarðar[PDF]
Dagbókarnúmer 2822 - Komudagur: 2024-06-12 - Sendandi: VÁ! - Félag um vernd fjarðar[PDF]

Þingmál A935 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1847 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-11 13:22:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1854 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-11 17:53:00 [HTML]
Þingræður:
95. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2024-04-15 18:47:39 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2206 - Komudagur: 2024-05-02 - Sendandi: Röskva[PDF]
Dagbókarnúmer 2595 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]

Þingmál A936 (sviðslistir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2112 - Komudagur: 2024-04-26 - Sendandi: Andri Björn Róbertsson[PDF]
Dagbókarnúmer 2122 - Komudagur: 2024-04-26 - Sendandi: Andri Björn Róbertsson[PDF]
Dagbókarnúmer 2389 - Komudagur: 2024-05-09 - Sendandi: Hanna Dóra Sturludóttir[PDF]
Dagbókarnúmer 2397 - Komudagur: 2024-05-10 - Sendandi: Þorleifur Örn Arnarsson[PDF]

Þingmál A937 (listamannalaun)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1946 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-19 12:45:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2639 - Komudagur: 2024-05-27 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]

Þingmál A938 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2593 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Hrafn Sveinbjarnarson[PDF]

Þingmál A939 (samvinnufélög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1386 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-05 12:23:00 [HTML]

Þingmál A940 (bókmenntastefna fyrir árin 2024--2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2271 - Komudagur: 2024-05-05 - Sendandi: Sigvaldi bækur og list ehf[PDF]
Dagbókarnúmer 2699 - Komudagur: 2024-06-05 - Sendandi: Menningar- og viðskiptaráðuneytið[PDF]

Þingmál A941 (efling og uppbygging sögustaða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2512 - Komudagur: 2024-05-16 - Sendandi: Félag fornleifafræðinga[PDF]

Þingmál A942 (Orkusjóður)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2024-04-16 22:58:15 - [HTML]
96. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2024-04-16 23:13:37 - [HTML]
97. þingfundur - Bergþór Ólason - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-17 16:29:57 - [HTML]

Þingmál A948 (húsleit á lögmannsstofum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1409 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-04-11 10:15:00 [HTML]

Þingmál A958 (dómur Mannréttindadómstóls Evrópu nr. 53600/20)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1420 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-04-10 17:22:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2874 - Komudagur: 2024-07-10 - Sendandi: Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið[PDF]

Þingmál A967 (skrifleg svör ráðherra við fyrirspurnum frá alþingismönnum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1693 (svar) útbýtt þann 2024-05-16 14:47:00 [HTML]

Þingmál A990 (endurnýting örmerkja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1453 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2024-04-11 16:48:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1640 (svar) útbýtt þann 2024-05-08 15:03:00 [HTML]

Þingmál A1035 (fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1501 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2024-04-16 13:09:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1831 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-10 14:52:00 [HTML]
Þingskjal nr. 1894 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-14 13:28:00 [HTML]
Þingræður:
98. þingfundur - Kristrún Frostadóttir - Ræða hófst: 2024-04-18 12:15:07 - [HTML]
98. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-04-18 13:38:30 - [HTML]
98. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2024-04-18 14:09:08 - [HTML]
98. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2024-04-18 14:36:21 - [HTML]
99. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-04-19 12:26:04 - [HTML]
99. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-04-19 12:30:40 - [HTML]
99. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-04-19 12:41:05 - [HTML]
99. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-04-19 13:07:15 - [HTML]
99. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2024-04-19 13:08:46 - [HTML]
99. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2024-04-19 16:07:35 - [HTML]
100. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2024-04-22 18:57:53 - [HTML]
100. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2024-04-22 19:33:02 - [HTML]
100. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-04-22 20:22:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2169 - Komudagur: 2024-04-30 - Sendandi: Fjármálaráð[PDF]
Dagbókarnúmer 2188 - Komudagur: 2024-05-02 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2244 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2301 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2302 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Samtök iðnaðarins[PDF]
Dagbókarnúmer 2308 - Komudagur: 2024-05-07 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi[PDF]
Dagbókarnúmer 2480 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Félag yfirlögregluþjóna[PDF]
Dagbókarnúmer 2515 - Komudagur: 2024-05-16 - Sendandi: Bandalag háskólamanna[PDF]
Dagbókarnúmer 2559 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Utanríkisráðuneytið[PDF]
Dagbókarnúmer 2573 - Komudagur: 2024-05-21 - Sendandi: Dómstólasýslan[PDF]

Þingmál A1036 (ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030)[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson - Ræða hófst: 2024-05-17 16:12:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2687 - Komudagur: 2024-06-04 - Sendandi: Cruise Iceland[PDF]
Dagbókarnúmer 2746 - Komudagur: 2024-06-06 - Sendandi: Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu[PDF]

Þingmál A1076 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1572 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-23 14:02:00 [HTML]

Þingmál A1077 (markaðssetningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1573 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-04-23 14:54:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2701 - Komudagur: 2024-06-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins[PDF]

Þingmál A1090 (skýrsla framtíðarnefndar fyrir árin 2022 og 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1598 (skýrsla n. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-05-03 20:28:00 [HTML]

Þingmál A1099 (utanríkis- og alþjóðamál 2023)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1634 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-05-10 16:06:00 [HTML]
Þingræður:
110. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-05-13 15:58:59 - [HTML]
110. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2024-05-13 16:44:38 - [HTML]
110. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-05-13 17:45:06 - [HTML]
110. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2024-05-13 18:11:45 - [HTML]
110. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2024-05-13 18:22:06 - [HTML]

Þingmál A1105 (réttindi sjúklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1657 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-05-08 14:52:00 [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2860 - Komudagur: 2024-06-26 - Sendandi: Hugarafl[PDF]
Dagbókarnúmer 2880 - Komudagur: 2024-07-12 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2881 - Komudagur: 2024-07-15 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands[PDF]

Þingmál A1126 (aðgerðir gegn kynferðisbrotum og aukinn stuðningur við þolendur þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1750 (þáltill.) útbýtt þann 2024-06-01 17:17:00 [HTML]

Þingmál A1146 (fjáraukalög 2024)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-10 17:10:53 - [HTML]
119. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2024-06-10 17:13:22 - [HTML]

Þingmál A1148 (áhrif heimilisofbeldis við úrskurð um umgengni)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1836 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-06-11 17:53:00 [HTML]

Þingmál A1160 (breyting á ýmsum lögum vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1914 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-06-18 21:34:00
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2839 - Komudagur: 2024-06-19 - Sendandi: Dómarafélag Íslands[PDF]
Dagbókarnúmer 2844 - Komudagur: 2024-06-20 - Sendandi: Dómstólasýslan[PDF]

Þingmál A1214 (áætlun um framkvæmd lýðheilsustefnu til fimm ára)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2139 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2024-07-05 10:42:00 [HTML]

Þingmál B13 ()[HTML]

Þingræður:
2. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-09-13 19:43:13 - [HTML]
2. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2023-09-13 20:37:12 - [HTML]
2. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2023-09-13 21:02:00 - [HTML]

Þingmál B108 ()[HTML]

Þingræður:
5. þingfundur - Birgir Ármannsson (forseti) - Ræða hófst: 2023-09-18 15:04:40 - [HTML]

Þingmál B136 (valkostir við íslensku krónuna)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - Ræða hófst: 2023-09-26 13:46:41 - [HTML]

Þingmál B152 (Samkeppniseftirlit)[HTML]

Þingræður:
10. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2023-09-28 14:01:37 - [HTML]

Þingmál B162 (Ráðstöfun söluágóða af ríkiseignum til fjárfestinga í mikilvægum innviðum)[HTML]

Þingræður:
11. þingfundur - Bjarni Benediktsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2023-10-09 16:08:22 - [HTML]

Þingmál B173 ()[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2023-10-11 15:06:57 - [HTML]

Þingmál B184 ()[HTML]

Þingræður:
14. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - Ræða hófst: 2023-10-12 13:43:57 - [HTML]
14. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-10-12 15:35:19 - [HTML]

Þingmál B215 (efnahagsástand og áherslur fjármála- og efnahagsráðherra)[HTML]

Þingræður:
18. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-10-19 10:39:47 - [HTML]

Þingmál B232 ()[HTML]

Þingræður:
19. þingfundur - Ásmundur Friðriksson (forseti) - Ræða hófst: 2023-10-24 13:34:04 - [HTML]

Þingmál B235 ()[HTML]

Þingræður:
20. þingfundur - Elva Dögg Sigurðardóttir - Ræða hófst: 2023-10-25 15:19:15 - [HTML]

Þingmál B254 (utanríkisstefna stjórnvalda)[HTML]

Þingræður:
22. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-11-06 15:28:32 - [HTML]

Þingmál B266 ()[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2023-11-07 13:36:56 - [HTML]
24. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-11-07 13:39:15 - [HTML]

Þingmál B283 (launaþróun á Íslandi)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Daði Már Kristófersson - Ræða hófst: 2023-11-09 10:59:53 - [HTML]

Þingmál B285 ()[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2023-11-08 15:03:37 - [HTML]

Þingmál B338 ()[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Hanna Katrín Friðriksson - Ræða hófst: 2023-11-21 14:02:13 - [HTML]

Þingmál B341 ()[HTML]

Þingræður:
35. þingfundur - Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir - Ræða hófst: 2023-11-22 15:12:49 - [HTML]

Þingmál B349 (hlutverk ríkisfjármála í baráttunni gegn verðbólgu)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-11-23 11:35:36 - [HTML]

Þingmál B351 (Staða Landhelgisgæslunnar)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2023-11-23 12:01:54 - [HTML]

Þingmál B372 ()[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Gísli Rafn Ólafsson - Ræða hófst: 2023-11-28 13:44:41 - [HTML]

Þingmál B373 ()[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2023-11-28 15:15:45 - [HTML]
39. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2023-11-28 15:40:55 - [HTML]
39. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2023-11-28 15:46:01 - [HTML]
39. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2023-11-28 16:09:38 - [HTML]

Þingmál B374 (Vopnaburður lögreglu)[HTML]

Þingræður:
39. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2023-11-28 14:45:53 - [HTML]

Þingmál B396 (stuðningur íslenskra stjórnvalda við UNRWA)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2023-12-04 15:26:14 - [HTML]

Þingmál B397 (brottvísun flóttafólks frá Palestínu)[HTML]

Þingræður:
41. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2023-12-04 15:30:44 - [HTML]

Þingmál B453 ()[HTML]

Þingræður:
48. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2023-12-12 13:42:37 - [HTML]

Þingmál B462 ()[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Oddný G. Harðardóttir - Ræða hófst: 2023-12-13 15:30:03 - [HTML]

Þingmál B484 ()[HTML]

Þingræður:
50. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson - Ræða hófst: 2023-12-14 11:19:38 - [HTML]

Þingmál B526 (stefna ríkisstjórnarinnar í málum hælisleitenda)[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2024-01-22 17:20:54 - [HTML]

Þingmál B535 ()[HTML]

Þingræður:
56. þingfundur - Birgir Ármannsson (forseti) - Ræða hófst: 2024-01-22 15:08:24 - [HTML]

Þingmál B541 (Orkumál)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-01-23 14:42:41 - [HTML]

Þingmál B545 ()[HTML]

Þingræður:
58. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - Ræða hófst: 2024-01-24 15:09:36 - [HTML]
58. þingfundur - Dagbjört Hákonardóttir - Ræða hófst: 2024-01-24 15:32:12 - [HTML]

Þingmál B610 (bólusetning gegn mislingum)[HTML]

Þingræður:
64. þingfundur - Willum Þór Þórsson (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2024-02-05 15:50:35 - [HTML]

Þingmál B619 ()[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-06 13:41:52 - [HTML]
66. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2024-02-06 13:58:02 - [HTML]
66. þingfundur - Magnús Árni Skjöld Magnússon - Ræða hófst: 2024-02-06 14:05:33 - [HTML]

Þingmál B650 ()[HTML]

Þingræður:
71. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2024-02-13 13:33:23 - [HTML]
71. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - Ræða hófst: 2024-02-13 13:49:18 - [HTML]
71. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2024-02-13 13:55:47 - [HTML]

Þingmál B685 ()[HTML]

Þingræður:
76. þingfundur - Kári Gautason - Ræða hófst: 2024-02-21 15:07:43 - [HTML]
76. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2024-02-21 15:14:34 - [HTML]
76. þingfundur - Jakob Frímann Magnússon - Ræða hófst: 2024-02-21 15:21:36 - [HTML]

Þingmál B693 (öryggis- og varnarmál í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-22 10:42:24 - [HTML]
77. þingfundur - Bjarni Benediktsson (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2024-02-22 10:44:53 - [HTML]
77. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-02-22 10:47:22 - [HTML]

Þingmál B695 (tímabundið eftirlit á innri landamærum)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-02-22 10:58:21 - [HTML]

Þingmál B699 (Gjaldtaka á friðlýstum svæðum)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-02-22 11:06:51 - [HTML]
77. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2024-02-22 11:44:40 - [HTML]

Þingmál B717 ()[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2024-02-22 11:53:31 - [HTML]

Þingmál B734 ()[HTML]

Þingræður:
81. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-06 15:07:33 - [HTML]

Þingmál B744 (hækkun stýrivaxta og áhrif þeirra á verðbólgu)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2024-03-07 10:49:16 - [HTML]

Þingmál B764 ()[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-12 13:48:58 - [HTML]

Þingmál B765 (rafeldsneytisframleiðsla)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2024-03-12 14:17:15 - [HTML]

Þingmál B775 (Úrgangsmál og hringrásarhagkerfið)[HTML]

Þingræður:
86. þingfundur - Bryndís Haraldsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-03-18 15:53:27 - [HTML]
86. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2024-03-18 15:58:52 - [HTML]

Þingmál B787 ()[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Diljá Mist Einarsdóttir - Ræða hófst: 2024-03-20 15:23:49 - [HTML]
89. þingfundur - Kristinn Rúnar Tryggvason - Ræða hófst: 2024-03-20 15:30:34 - [HTML]

Þingmál B816 ()[HTML]

Þingræður:
91. þingfundur - Jón Steindór Valdimarsson - Ræða hófst: 2024-03-22 10:44:44 - [HTML]

Þingmál B833 ()[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2024-04-10 16:00:00 - [HTML]
93. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-10 16:09:02 - [HTML]
93. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2024-04-10 16:34:48 - [HTML]
93. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - Ræða hófst: 2024-04-10 16:44:48 - [HTML]
93. þingfundur - Lilja Alfreðsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-10 16:58:05 - [HTML]
93. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2024-04-10 17:03:47 - [HTML]

Þingmál B839 (dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í loftslagsmálum og áhrif hérlendis)[HTML]

Þingræður:
94. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-11 10:51:22 - [HTML]
94. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-11 10:55:51 - [HTML]

Þingmál B846 (árshátíð Landsvirkjunar)[HTML]

Þingræður:
95. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2024-04-15 15:38:10 - [HTML]

Þingmál B855 ()[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Indriði Ingi Stefánsson - Ræða hófst: 2024-04-16 14:26:25 - [HTML]

Þingmál B862 ()[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2024-04-16 13:33:51 - [HTML]
96. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2024-04-16 13:35:30 - [HTML]
96. þingfundur - Jóhann Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-04-16 13:38:04 - [HTML]
96. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2024-04-16 13:40:50 - [HTML]
96. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-16 13:44:30 - [HTML]
96. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2024-04-16 13:52:46 - [HTML]

Þingmál B907 (viðbrögð við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu)[HTML]

Þingræður:
102. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2024-04-24 15:03:11 - [HTML]
102. þingfundur - Bjarni Benediktsson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 2024-04-24 15:05:34 - [HTML]

Þingmál B924 (Staðan og aðgerðir í loftslagsmálum)[HTML]

Þingræður:
104. þingfundur - Guðmundur Ingi Kristinsson - Ræða hófst: 2024-04-30 14:39:59 - [HTML]
104. þingfundur - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson - Ræða hófst: 2024-04-30 14:49:20 - [HTML]

Þingmál B947 (öryggi Íslands með áherslu á norðurslóðir)[HTML]

Þingræður:
108. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-05-07 14:15:45 - [HTML]
108. þingfundur - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (utanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-05-07 14:20:41 - [HTML]
108. þingfundur - Logi Einarsson - Ræða hófst: 2024-05-07 14:39:43 - [HTML]

Þingmál B975 (skerðing persónuafsláttar íslenskra lífeyrisþega í útlöndum)[HTML]

Þingræður:
110. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2024-05-13 15:22:41 - [HTML]

Þingmál B1000 (Staða Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins)[HTML]

Þingræður:
113. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-05-16 11:28:17 - [HTML]

Þingmál B1008 ()[HTML]

Þingræður:
114. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-05-17 10:46:38 - [HTML]
114. þingfundur - Vilhjálmur Árnason - Ræða hófst: 2024-05-17 10:52:42 - [HTML]

Þingmál B1017 (viðbrögð lögreglu vegna mótmæla)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-03 15:20:29 - [HTML]
115. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2024-06-03 15:21:53 - [HTML]

Þingmál B1033 ()[HTML]

Þingræður:
116. þingfundur - Orri Páll Jóhannsson - Ræða hófst: 2024-06-04 13:47:10 - [HTML]
116. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2024-06-04 14:03:08 - [HTML]

Þingmál B1039 ()[HTML]

Þingræður:
117. þingfundur - Halldóra Mogensen - Ræða hófst: 2024-06-05 15:28:54 - [HTML]

Þingmál B1053 (horfur í efnahagsmálum og hagstjórn)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2024-06-06 10:51:46 - [HTML]

Þingmál B1054 (efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Sigurður Ingi Jóhannsson (fjármála- og efnahagsráðherra) - Ræða hófst: 2024-06-06 10:59:12 - [HTML]

Þingmál B1057 (Nám í hamfarafræðum á háskólastigi.)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-06-06 11:17:39 - [HTML]
118. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-06 11:51:41 - [HTML]

Þingmál B1077 ()[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2024-06-11 13:36:07 - [HTML]
120. þingfundur - Katrín Sif Árnadóttir - Ræða hófst: 2024-06-11 13:40:22 - [HTML]

Þingmál B1081 ()[HTML]

Þingræður:
121. þingfundur - Guðrún Hafsteinsdóttir (dómsmálaráðherra) - Ræða hófst: 2024-06-12 19:59:27 - [HTML]
121. þingfundur - Sigmar Guðmundsson - Ræða hófst: 2024-06-12 20:20:26 - [HTML]
121. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson - Ræða hófst: 2024-06-12 20:56:01 - [HTML]

Þingmál B1100 ()[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-14 10:37:18 - [HTML]

Þingmál B1127 ()[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2024-06-19 11:08:39 - [HTML]