Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 2003:422 nr. 400/2002 (Byggingarsamvinnufélag I)

Síað eftir merkimiðanum „Hrd. 2003:422 nr. 400/2002 (Byggingarsamvinnufélag I)“.

Fjölbýlishús var reist af Samtökum aldraðra, sem voru byggingarsamvinnufélag. Í samþykktum félagsins var í 17. gr. var kveðið á um forkaupsrétt félagsins á íbúðum ásamt kvöðum um hámarkssöluverð íbúðanna. VG átti íbúð í fjölbýlishúsinu en lést svo. VJ keypti íbúðina af dánarbúinu og féll byggingarsamvinnufélagið frá forkaupsréttinum. Á íbúðinni lá fyrir þinglýst sem kvöð á hana yfirlýsingu um að íbúðin skyldi aldrei seld né afhent til afnota öðrum en þeim sem væru orðnir 63 ára að aldri og félagar í Samtökum aldraðra, en ekkert minnst á hámarkssöluverð.

Hæstiréttur taldi að áskilnaður samþykktanna um hámarkssöluverðið yrði ekki beitt gagnvart aðila sem eigi var kunnugt um skuldbindinguna að þeim tíma liðnum sem lögin áskildu. Þá var VJ ekki meðlimur í Samtökum aldraðra og ekki sannað að henni hefði verið kunnugt um það skilyrði samþykktanna.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 20/2017 dags. 9. nóvember 2017 (Byggingarsamvinnufélag II)[HTML] [PDF]
Hér er um að ræða sama fjöleignarhús og í Hrd. 2003:422 nr. 400/2002 (Byggingarsamvinnufélag I) nema verklaginu hafði verið breytt þannig að kaupendur gengust undir sérstaka skuldbindingu um hámarkssöluverð með umsókn um félagsaðild, ásamt því að kvaðirnar voru tíundaðar í kauptilboði í íbúðina og í kaupsamningi. Hæstiréttur taldi það hafa verið fullnægjandi þannig að erfingjar dánarbús eiganda íbúðarinnar voru bundnir af þeim.

Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6112/2005 dags. 30. mars 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-968/2016 dags. 29. nóvember 2016[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1110/2017 dags. 9. nóvember 2018[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1111/2017 dags. 9. nóvember 2018[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1275/2017 dags. 9. nóvember 2018[HTML]


Lrd. 884/2018 dags. 7. júní 2019[HTML]


Lrd. 885/2018 dags. 7. júní 2019[HTML]


Lrd. 886/2018 dags. 7. júní 2019[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1352/2021 dags. 13. desember 2021[HTML]