Úrlausnir.is


Merkimiði - 3. gr. laga um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 21/1994

Síað eftir merkimiðanum „3. gr. laga um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 21/1994“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1999:1916 nr. 426/1998 (Hnefaleikar - Hnefaleikabann)[HTML] [PDF]
Í málinu var ákært fyrir brot á lögum um bann við hnefaleikum, nr. 92/1956, og báru ákærðu það fyrir sig að lögin hefðu fallið úr gildi fyrir notkunarleysi. Einnig báru þeir fyrir sig að bannið næði ekki yfir þá háttsemi þeir voru sakaðir um þar sem þeir hafi stundað áhugamannahnefaleika sem hefði ekki sömu hættueiginleika og þeir hnefaleikar sem voru stundaðir þegar bannið var sett á. Hæstiréttur féllst ekki á þessar málsvarnir og taldi að lögin hefðu ekki fallið brott sökum notkunarleysis né vera andstæð jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Hrd. 1999:4429 nr. 169/1998 (Fagtún)[HTML]
Hæstaréttarúrskurður sem kveðinn var upp í málinu: Hrú. 1998:2608 nr. 169/1998 (Fagtún)

Verktakafyrirtæki bauð í framkvæmdir til að byggja Borgarholtsskóla. Fyrirtækið varð aðalverktaki er naut svo liðsinnis undirverktakann Fagtún er átti að sjá um þakeiningar. Þær voru smíðaðar í Noregi. Samningur milli byggingarnefndar skólans og verktakafyrirtækisins hljóðaði hins vegar upp á að þakeiningarnar yrðu smíðaðar á Íslandi. Fagtún var svo komið út úr verkinu af þeim sökum en það stefndi svo íslenska ríkinu ásamt fleirum til greiðslu skaðabóta. EFTA-dómstóllinn var spurður hvort slíkt samningsákvæði stæðist EES-samninginn en mat dómstólsins var að það bryti gegn 11. gr. hans.

Fagtún byggði bótakröfu sína á skaðabótum utan samninga og EES-reglunum en íslenska ríkið benti á að ekkert samningssamband væri milli Fagtúns og bygginganefndar Borgarholtsskóla. Hæstiréttur tók undir að samningsákvæðið, sem sett var eftir að útboðið fór fram, færi gegn EES-samningnum. Þá nefndi rétturinn að þar sem Fagtún var hrundið frá verkinu á grundvelli ólögmæts samningsákvæðis hefði byggingarnefndin valdið Fagtúni tjóni með saknæmum hætti er það bæri bótaábyrgð á. Hæstiréttur féllst á bótalið Fagtúns um að það ætti að fá bætt missis hagnaðar. Bótafjárhæðin tók mið af því að litið var á framlagða reikninga en þó lagt til grundvallar að þeir voru ekki unnir af óvilhöllum matsmönnum og fjárhæðin því dæmd að álitum.

Hrd. 2003:2045 nr. 477/2002 (Bókadómur)[HTML] [PDF]


Hrd. 92/2013 dags. 2. október 2014 (Atli Gunnarsson)[HTML] [PDF]
Synjað var skaðabótakröfu vegna ætlaðra mistaka við lagasetningu þar sem ekki var talið að meint mistök hafi verið nógu bersýnileg og alvarleg til að dæma bætur.

Hrd. 273/2015 dags. 2. febrúar 2017[HTML] [PDF]