Niðurhala PDF eintaki þessarar auglýsingar Stjórnartíðinda: Skannað eintak úr prentaðri útgáfu Stjórnartíðinda Athugið: Inniheldur ekki síðari breytingar á auglýsingunni (ef einhverjar), og mögulega ekki leiðréttingar sem gætu hafa verið gerðar á auglýsingunni.
Alþingi: Þingmál: A152 á 99. löggjafarþingi Samþykkt þann 26. apríl 1978 Málsheiti: þinglýsingalög Slóð á þingmál Stjórnartíðindi: Dagsetning undirritunar: 10. maí 1978. Birting: A-deild 1978, bls. 162-174 Birting fór fram í tölublaðinu A7 ársins 1978 - Útgefið þann 6. júní 1978.
Héraðsdómur ógilti erfðaskrána á grundvelli 34. gr. erfðalaga, nr. 8/1962, en Hæstiréttur ógilti hana á grundvelli 37. gr. erfðalaganna um misneytingu og því ekki á grundvelli þess að arfleifandinn hafi verið óhæfur til að gera erfðaskrána. Aðrir gerningar voru ógiltir á grundvelli 31. gr. samningalaga, nr. 7/1936.
Hæstiréttur taldi sannfærandi að hún hefði látið hluta séreignarinnar í eignina við Látraströndina. Hins vegar skipti það ekki máli þar sem sú eign var þinglýst eign M.
Dómurinn sérstakur þar sem þetta var sá eini þar sem byggt var á þinglýsingu einni saman.Hrd. 1992:2339 nr. 70/1992[PDF] Hrd. 1993:373 nr. 164/1990 (Málamyndaskuld)[PDF] Hjónin höfðu búið í íbúð sem afi M átti og leigði þeim hana. Afinn seldi íbúðina og þau keyptu sér aðra. Óljóst var hvort afinn hafi látið þau fá peninga að gjöf eða láni.
K flytur út og um mánuði eftir að þau ákváðu að skilja útbjó M skuldabréf þar sem hann stillti því þannig upp að hann skrifaði undir skuldabréf þar sem hann skuldaði afanum peninga, og skrifaði M einn undir þau. M vildi stilla því upp að skuldirnar væru sín megin svo K ætti minna tilkall til eignanna. Afinn sagðist ekki myndi rukka eitt eða neitt og leit ekki svo á að honum hefði verið skuldað neitt. K vildi meina að skuldirnar væru til málamynda og tóku dómstólar undir það.Hrd. 1993:644 nr. 42/1990 (Torfufell - Viðskiptafræðingur)[PDF] I gaf út skuldabréf sem skuldari við G. Á fyrsta veðrétti hvíldu 24 þúsund krónur. Á öðrum veðrétti voru tvö veðskuldabréf sem G átti. Á veðskuldabréfunum voru fyrirvarar um að kröfuhafa væri var um þinglýstar kvaðir sem á eigninni hvíldu. Þeim var þinglýst athugasemdalaust en það hefði ekki átt að gera. Ekki var greitt af bréfinu. Íbúðin var svo seld á nauðungarsölu og nýtti Íbúðastofnun ríksins þá rétt sinn og tók hana til sín á matsverði, sem var talsvert lægra en fyrir skuldunum. G gat ekki innheimt skuldina gagnvart skuldara né þrotabúi hans og fór í mál við ríkið.
Þegar nauðungarsölunni lauk þurfti gerðarbeiðandi svo að kosta flutning hússins af lóðinni.
Hæstiréttur taldi sjóðinn bera eigin sök þar sem hann leitaði ekki upplýsinga sem hann hefði átt að gera.Hrd. 1995:2886 nr. 326/1994 (Baader Ísland hf.)[PDF] Gefið var út veðskuldabréf vegna skuldar sem var þegar til staðar. Veðið var sett á fiskvinnsluvél en þinglýsingarstjóra láðist að minnast á að um 40 önnur veð voru á undan.
Hæstiréttur taldi að um þinglýsingarmistök hefðu átt sér stað en efaðist um að Baader hefði orðið fyrir tjóni þar sem það hefði ekki haft nein áhrif á stofnun skuldarinnar sem tryggja átti.Hrd. 1995:3012 nr. 388/1995 (Hraunbæjarveð, hrein hjúskapareign)[PDF] M hafði ákveðið að hjálpa bróður K við að taka lán.
Bankinn vildi ábyrgðarmann á lánið og gekkst M við því. Bróðirinn borgaði síðan ekki og þurfti M sjálfur að taka lán til að standa skil á ábyrgð sinni.
Bankinn vildi ekki lána M án veðs að allri fasteigninni sem M og K áttu saman.
K samþykkir veðsetninguna með undirskrift í reit er tilgreindi samþykki maka. Deilt var um hvort hún væri að samþykkja að M mætti veðsetja eignina eða hvort hún hefði (einnig) verið að taka ábyrgð á skuldinni.
M og K skildu og fóru að raða eignum og skuldum. Þau komust síðan að því að það skipti talsverðu máli hvort lánið væri á þeim báðum eða eingöngu hjá M.
M var eini þinglýsti eigandi fasteignar. K hélt því fram að hún ætti hluta í henni.
Framlögin til fasteignarinnar voru rakin.
Þinglýsing eignarinnar réð ekki úrslitum, þó hún hafi verið talin gefa sterkar vísbendingar.
Strangt í þessum dómi að eingöngu sé farið í peningana og eignarhlutföll í þessari fasteign og fyrri fasteignum sem þau höfðu átt, en ekki einnig farið í önnur framlög K.
K var talin hafa 25% eignarhlutdeild.Hrd. 1997:2779 nr. 7/1997 (Hafald hf.)[PDF] Umdeild túlkun á sennilegri afleiðingu.
Skipið Særún er eign G. Særún er svo flutt milli umdæma og á henni hvíldu 7 milljónir króna og 0,5 milljónir á öðrum veðrétti. Þurfti því að flytja veðréttinn í skipabækur hins umdæmisins. Hins vegar gleymdist að flytja 7 milljóna króna veðið. Síðar gaf Landsbankinn út veðskuldabréf byggt á því að það lægi 0,5 milljón króna lán.
Ágreiningur var á milli J og S, tveggja erfingja P, um eignarhald á fyrrnefndum torfbæ sem á jörðinni var. J hafði á árunum 1973-1976 gert upp bústaðinn á eigin kostnað sem þá var í svo slæmu ásigkomulagi að vinnan hefði jafnað til nýbyggingar annars húss. Hinn umdeildi torfbær var ekki talinn til eigna dánarbús P við skiptin né var hann talinn upp í erfðafjárskýrslu skiptanna né í eignaskiptayfirlýsingu frá 1985.
M tók þátt í rekstri tveggja sameignarfélaga og rak þau bæði með föður sínum. K kvaðst ekki hafa tekið þátt í þeim rekstri og hafi ekki verið í ábyrgð fyrir kröfum á hendur þeim. Viðvarandi taprekstur var á þessum félögum leiddi til þess að M tók ítrekað lán með veðsetningum í tiltekinni fasteign í Garðabæ frá vori 1990 en með því fleytti hann áfram taprekstri sameignarfélaganna sem stöðugt söfnuðu skuldum, án þess að reksturinn væri á vegum K.
Bú M var tekið til gjaldþrotaskipta þann 18. janúar 2000 með úrskurði héraðsdóms, og var skipaður skiptastjóri. Á fundi 9. febrúar það ár tjáði M við skiptastjóra að hann væri eignalaus en hefði áður átt tiltekna fasteign í Garðabæ sem hann hefði selt 9. apríl 1999 fyrir 20 milljónir króna, sem hefði rétt svo dugað fyrir áhvílandi veðskuldum. Söluandvirðið samkvæmt kaupsamningnum var 19,5 milljónir þar sem 5 milljónir yrðu greiddar við undirritun og frekari greiðslur á nánar tilteknum upphæðum á tilteknum dagsetningum, sú seinasta þann 10. júní 2000. Kaupendur myndu yfirtaka áhvílandi veðskuldir er námu 1,17 milljónum króna. Seljendur tóku þá að létta verulega af veðskuldum eignarinnar og létu tiltekinn lögmann um það gera það fyrir þeirra hönd.
Þrotabúið krafðist þess að hluti þess söluandvirðis, um 5,1 milljón króna tilheyrði þrotabúinu. Til tryggingar á fullnustu kröfunnar krafðist þrotabúið kyrrsetningar á eign K, þar sem hún var kaupandi eignarinnar skv. umræddum kaupsamningi ásamt eiginmanni sínum, er tilgreindi að eignarhluti hennar yrði 99% og M ætti 1% eignarhluta. Þrotabúið leit svo á að um hefði verið gjafagerning að ræða í tilraun til þess að skjóta undan eignum.
Fyrir héraðsdómi fólust varnir K aðallega í sér málsástæður sem ættu heima í deilum um eignaskipti milli hjóna. Fasteignin í Garðabæ var þinglýst eign M og því hefðu skuldheimtumenn hans mátt ætla að fasteignin stæði óskipt til fullnustu á kröfum á hendur honum. Því var lagt til grundvallar að eignin væri hjúskapareign M. Fallist var því á dómkröfur þrotabúsins.
Hæstiréttur fer, ólíkt héraðsdómi, efnislega yfir málsástæður K sem reistar voru á grundvelli ákvæða hjúskaparlaga. Að mati réttarins þótti K ekki hafa sýnt nægilega vel fram á það að hún hafi raunverulega innt af hendi greiðslur til kaupanna né tengsl hugsanlegra framlaga hennar til kaupverðs nokkurra þeirra kaupsamninga sem um ræddi í málinu né hvað varðaði tilhögun á greiðslu þeirra. Því hafi K ekki tekist að sanna að tiltekin fasteign í Garðabæ hafi verið að hluta til hjúskapareign þeirra. Var því talið að ráðstöfun á hluta andvirðis eignarinnar til K hafi verið gjafagerningur. Þar sem K hafi ekki getað sýnt fram á að M hafi verið gjaldfær við greiðslu fyrstu þriggja greiðslnanna var fallist á kröfu þrotabúsins um riftun. Fjórða greiðslan fór fram um tveimur vikum eftir að úrskurður gekk um gjaldþrotaskipti á búi M og því hlyti K að hafa verið kunnugt um að M hefði þá misst rétt til að ráða yfir þeim réttindum sem til búsins skyldu falla. Sú greiðsla var því ólögmæt og ber K því að endurgreiða þrotabúinu þá upphæð án þess að til riftunar kæmi á þeirri ráðstöfun.
K höfðaði ekki málið á grundvelli heimildar hjúskaparlaga til riftunar löggernings vegna skorts á samþykki maka þar sem sá málshöfðunarfrestur var liðinn.Hrd. 758/2012 dags. 23. maí 2013[HTML] Hrd. 345/2013 dags. 11. júní 2013 (Sameign, hluti eignar veðsettur)[HTML] Íbúðalánasjóður keypti fasteign K á nauðungaruppboði, en hún var fyrir þann tíma þinglýstur eigandi fasteigninnar. K bjó þar og fluttu ekki þaðan þrátt fyrir tilmæli Íbúðalánasjóðs.
K byggði mál sitt á að nauðungarsalan hafi verið ólögmæt þar sem undirritanir K á veðskuldabréfi því sem var grundvöllur nauðungarsölunnar, hafi verið falsaðar samkvæmt skjalarannsókn sem lögreglan hafi látið framkvæma á árunum 2009 og 2010. K hélt því einnig fram að andvirði veðskuldabréfsins hafi runnið inn á reikning fyrrverandi eiginmanns hennar og hún ekki vitað af þessu.
K hafði ekki leitað úrlausnar héraðsdómara um ógildingu á veðskuldabréfinu samkvæmt fyrirmælum XIII. kafla laga um nauðungarsölu og ekki heldur samkvæmt XIV. kafla sömu laga. Í skýrslunni um meinta fölsun gerði höfundur skýrslunnar þann fyrirvara um verulegt skriftarlegt misræmi þar sem hann hefði ekki frumgögn undir höndum, og þá lá fyrir að lögreglan hætti rannsókn málsins.
Hæstiréttur, ólíkt héraðsdómi, mat svo að undirritun K bæri ekki með sér að hún hafi samþykkt veðsetningu síns eignarhluta og veittu önnur gögn málsins ekki vísbendingu um slíka ætlan. Því væri einungis hægt að túlka undirritanir K á þá vegu að K hafi samþykkt sem maki, og annar þinglýstra eigenda, að M hafi mátt veðsetja sinn hluta eignarinnar, en ekki veðsetningu síns eigin hluta.
Eir veðsetti margar öryggisíbúðir án þess að samþykkin lágu fyrir og voru þau þinglýst. Mál var höfðað um gildi þinglýsingarinnar. Hæstiréttur taldi að um hefði verið að ræða mistök við þinglýsingu að ræða en málinu var vísað frá þar sem skorti lögvarða hagsmuni.Hrd. 630/2013 dags. 20. febrúar 2014[HTML] Hrd. 615/2013 dags. 27. mars 2014 (Stóra-Árvík)[HTML] Eigandi eignarhlutar að jörðinni Stóru-Árvík fékk þann eignarhluta með gjafagerningi árið 1976 sem hann þinglýsti svo. Árið 2009, eftir andlát móttakanda eignarhlutans, kom krafan sem á reyndi í þessu máli, um að þinglýsingabók yrði leiðrétt á grundvelli þess að erfingjar gefandans hefðu ekki undirritað gjafabréfið né hefði það verið vottað. Sýslumaður hafði synjað kröfunni á þeim grundvelli að þetta hefði ekki verið óvenjulegt á þeim tíma.
Undirritun K á veðskuldabréfin báru ekki skýrt með sér að hann hafi samþykkt veðsetningu síns eignarhluta í fasteigninni og önnur gögn málsins veittu ekki vísbendingu um aðra ætlun K. Í hf. vísaði til venju við undirritun þinglýstra eigenda á veðskjöl en studdi þetta ekki með gögnum og yrði slíkri málsástæðu ekki beitt gegn mótmælum K.
Augl nr. 73/1993 - Auglýsing um sérstaka tollmeðferð vegna fríverslunarsamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Tékkneska og slóvakíska sambandslýðveldisins og tvíhliða samnings Íslands og Tékkneska og slóvakíska sambandslýðveldisins um landbúnaðarafurðir[PDF prentútgáfa]
Augl nr. 77/2010 - Lög um sameiningu Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands[PDF vefútgáfa] Augl nr. 162/2010 - Lög um breytingar á ýmsum lögum vegna sameiningar ráðuneyta, sbr. lög nr. 121/2010, um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 73/1969, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 151/2018 - Lög um breytingu á þinglýsingalögum, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu og lögum um aukatekjur ríkissjóðs (rafrænar þinglýsingar)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 25/2020 - Lög um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru[PDF vefútgáfa] Augl nr. 29/2020 - Lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (afturköllun ákvörðunar)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 82/2020 - Lög um breytingu á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur og þinglýsingalögum[PDF vefútgáfa] Augl nr. 85/2020 - Lög um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.)[PDF vefútgáfa] Augl nr. 125/2020 - Lög um breytingu á þinglýsingalögum, nr. 39/1978 (greiðslufrestun)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 36/2022 - Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna flutnings fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (fasteignaskrá)[PDF vefútgáfa]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 13:00:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1358 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-04-16 14:37:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1494 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-04-26 16:34:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 211 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-08 16:38:00 [HTML][PDF]
Þingmál A521 (breytt fyrirkomulag á skráningu og þinglýsingu skipa)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 822 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-07 14:41:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1269 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-29 22:23:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 830 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-04-03 14:56:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1223 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2008-05-30 14:04:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1266 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2008-05-29 22:22:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 104 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-23 14:38:00 [HTML][PDF]
Þingmál A508 (sameining Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 895 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1344 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2010-07-01 09:31:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1376 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2010-06-15 11:15:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-29 17:30:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 651 (lög í heild) útbýtt þann 2010-12-18 13:00:00 [HTML][PDF]
Þingmál A675 (heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1192 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-11 17:59:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1936 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2011-09-16 23:25:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1997 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2011-09-17 17:55:00 [HTML][PDF]
Löggjafarþing 140
Þingmál A64 (yfirfærsla lánasamninga frá gömlu fjármálafyrirtækjunum)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 325 (svar) útbýtt þann 2011-11-21 13:56:00 [HTML][PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1694 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-21 18:21:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1798 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2016-10-13 13:35:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1818 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2016-10-13 11:11:00 [HTML][PDF]
Löggjafarþing 147
Þingmál A118 (rafræn fasteignaviðskipti og ástandsskýrslur fasteigna)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 118 (þáltill.) útbýtt þann 2017-09-26 16:34:00 [HTML][PDF]
Löggjafarþing 148
Þingmál A13 (rafræn fasteignaviðskipti og ástandsskýrslur fasteigna)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 13 (þáltill.) útbýtt þann 2017-12-15 17:00:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 384 - Komudagur: 2018-02-27 - Sendandi: Þjóðskrá Íslands - [PDF] Dagbókarnúmer 401 - Komudagur: 2018-02-27 - Sendandi: Bjarnarás ehf. - [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 68 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-09-14 17:03:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 759 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2019-01-02 11:14:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 779 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-12-14 16:20:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 240 - Komudagur: 2018-10-24 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Vesturlandi - [PDF] Dagbókarnúmer 333 - Komudagur: 2018-10-29 - Sendandi: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu - [PDF] Dagbókarnúmer 493 - Komudagur: 2018-11-09 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Vesturlandi - [PDF]
Þingmál A298 (rafræn fasteignaviðskipti og ástandsskýrslur fasteigna)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 346 (þáltill.) útbýtt þann 2018-11-02 16:36:00 [HTML][PDF]
Löggjafarþing 150
Þingmál A327 (rafræn fasteignaviðskipti og ástandsskýrslur fasteigna)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 371 (þáltill.) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML][PDF] Þingræður: 50. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-01-21 17:17:26 - [HTML]
Þingmál A371 (þinglýsingalög og skráning og mat fasteigna)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 461 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-12 16:19:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 760 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-01-20 15:10:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 803 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2019-12-17 15:37:00 [HTML][PDF] Þingræður: 45. þingfundur - Páll Magnússon (Nefnd) - Ræða hófst: 2019-12-13 15:55:52 - [HTML]
Þingmál A683 (breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1189 (breytingartillaga) útbýtt þann 2020-03-29 22:27:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1201 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1206 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-03-30 20:17:00 [HTML][PDF]
Þingmál A715 (Eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1223 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-04-02 10:12:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1763 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-06-23 11:00:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1933 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-08-17 13:57:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1957 (lög í heild) útbýtt þann 2020-06-29 23:15:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 2114 - Komudagur: 2020-05-20 - Sendandi: Sýslumannafélag Íslands - [PDF] Dagbókarnúmer 2123 - Komudagur: 2020-05-21 - Sendandi: Veiðiklúbburinn Strengur - [PDF] Dagbókarnúmer 2124 - Komudagur: 2020-05-21 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF] Dagbókarnúmer 2194 - Komudagur: 2020-05-26 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF] Dagbókarnúmer 2360 - Komudagur: 2020-06-11 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]
Þingmál A960 (fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1870 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2020-06-25 20:49:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1976 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-06-30 02:25:00 [HTML][PDF]
Þingmál A769 (breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1398 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2021-05-11 12:41:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1413 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-05-14 20:15:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1415 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-05-11 15:36:00 [HTML][PDF]
Löggjafarþing 152
Þingmál A416 (eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 595 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-01 19:15:00 [HTML][PDF]
Þingmál A684 (flutningur fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 1019 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-05-17 16:44:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1275 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2022-06-14 17:10:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1379 (lög í heild) útbýtt þann 2022-06-15 21:03:00 [HTML][PDF]