Úrlausnir.is


Merkimiði - Lögskilnaður

Síað eftir merkimiðanum „Lögskilnaður“.

Lögskilnaður er hinn endanlegi skilnaður milli hjóna. Við lögskilnað hverfa réttaráhrif hjúskaparins að mestu en sum réttaráhrifin eru þess eðlis að þau hverfa aldrei, eins og stjórnsýslulegt vanhæfi.

Áður en mögulegt er að sækja um leyfi til lögskilnaðar í kjölfar skilnaðar að borði og sæng þurfa að vera liðnir sex mánuðir ef þau eru bæði sammála um lögskilnað, en tólf mánuðir ef eingöngu annað þeirra sækist eftir honum. Áður en leyfið er veitt þurfa að liggja fyrir sömu skilnaðarkjör og vegna skilnaðar að borði og sæng, nema almennt ekki lífeyrir, eða þau þurfa að vera kominn í ákveðinn farveg.

Í lögum eru tilgreindar sérstakar aðstæður sem geta leytt til þess að hjón geti sótt beint um leyfi til lögskilnaðar án þess að fara í gegnum skilnað að borði og sæng. Þær eru:
* Hafi hjón slitið samvistum vegna ósamlyndis og samvistarslitin hafa staðið í tvö ár hið skemmsta. (37. gr. hjúskaparlaga)
* Annað hjóna getur krafist lögskilnaðar á hjúskap sínum ef hitt hjónanna er í tvíkvænishjúskap. (38. gr. hjúskaparlaga)
* Hafi hitt hjónanna framið hjúskaparbrot eða sýnt af sér atferli sem megi jafna til þess, en þó ekki ef það hafði samþykkt brotið eða stutt að framgangi þess eða fallið frá lögskilnaðarkröfu af því tilefni. Háttsemin má ekki hafa átt sér stað eftir skilnað að borði og sæng. (1. og 2. mgr. 39. gr. hjúskaparlaga)
* Hafi hitt hjónanna orðið uppvíst að líkamsárás eða kynferðisbroti er bitnar á því hjónanna eða barni sem býr hjá þeim. Sá verknaður þarf að hafa verið af ásettu ráði og valdið tjóni á líkama eða heilbrigði þess er fyrir verður ef um er að ræða líkamsárás. Hið sama gildir ef makinn sýnir af sér atferli sem fallið er til að vekja alvarlegan ótta um að hann muni framkvæma slíkan verknað. (1. og 2. mgr. 40. gr. hjúskaparlaga)

Dómar:
Hrd. 251/2007 dags. 20. desember 2007 (Lögskilnaður - Breyting á samningi)
Hrd. 224/2015 dags. 29. október 2015 (Leita sátta nema báðir aðilar óski lögskilnaðar)
Hrd. 161/2016 dags. 8. mars 2016 (Hommar búsettir erlendis)

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Álit umboðsmanns Alþingis

Álit sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 115/1989 dags. 10. ágúst 1989[HTML] [PDF]


Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12144/2023 dags. 22. maí 2023[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 17/1988 dags. 28. apríl 1988 (Forsjármál)[HTML]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 195/1989 dags. 29. desember 1990[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2259/1997 dags. 9. júní 1998[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2517/1998 dags. 17. nóvember 1999[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 399/1991 dags. 12. nóvember 1992 (Hjónaskilnaðarmál)[HTML] [PDF]
Ritari hafði gleymt að taka upp setningu inn í úrskurð.

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 640/1992 dags. 20. apríl 1993 (Forsjármál - Bráðabirgðaforsjá)[HTML] [PDF]
Í ráðuneyti lágu fyrir upplýsingar um veikindi mannsins og vildi hann fá afrit af þeim. Ráðuneytið neitaði honum um þær þrátt fyrir beiðni þar sem hann var talinn hafa vitað af sínum eigin veikindum. Umboðsmaður taldi ráðuneytið hafi átt að upplýsa hann um að upplýsingarnar hafi verið dregnar inn í málið.

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6686/2011 dags. 28. nóvember 2011[HTML] [PDF]


Álit umboðsmanns Alþingis nr. 765/1993 dags. 6. október 1994 (Forsjá barns)[HTML] [PDF]


Bréf umboðsmanns Alþingis nr. F72/2017 dags. 31. október 2018[HTML] [PDF]


Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1946:275 nr. 139/1944 [PDF]


Hrd. 1948:379 nr. 32/1948 [PDF]


Hrd. 1949:96 nr. 71/1948 [PDF]


Hrd. 1952:175 kærumálið nr. 7/1952 [PDF]


Hrd. 1952:679 nr. 117/1952 [PDF]


Hrd. 1953:253 nr. 44/1952 [PDF]


Hrd. 1954:17 nr. 57/1952 (Framfærslueyrir) [PDF]


Hrd. 1955:512 nr. 151/1953 [PDF]


Hrd. 1958:831 nr. 167/1958 [PDF]


Hrd. 1960:420 nr. 28/1960 (Sumargjöf) [PDF]
„Gamli dómurinn um lausu blöðin“.
Afturköllun var talin gild þótt sú erfðaskrá sem innihélt afturköllunina var talin ógild.

Hrd. 1961:279 nr. 73/1961 [PDF]


Hrd. 1963:7 nr. 98/1962 [PDF]


Hrd. 1966:949 nr. 199/1965 [PDF]


Hrd. 1967:768 nr. 76/1967 [PDF]


Hrd. 1967:846 nr. 87/1967 [PDF]


Hrd. 1967:867 nr. 239/1966 (Gagnkrafa gegn framfærslukröfu - Lögmaður) [PDF]


Hrd. 1967:1135 nr. 138/1967 [PDF]


Hrd. 1968:407 nr. 174/1967 [PDF]


Hrd. 1968:876 nr. 3/1968 (Drap eiginkonu, sviptur málflutningsréttindum o.fl.) [PDF]


Hrd. 1969:1452 nr. 205/1969 [PDF]


Hrd. 1970:278 nr. 138/1969 (Samningur um framfærslueyri, ráðuneytið gat ekki breytt) [PDF]


Hrd. 1972:544 nr. 110/1971 (Jöfnunarhlutabréf) [PDF]


Hrd. 1972:767 nr. 120/1972 [PDF]


Hrd. 1972:788 nr. 125/1972 [PDF]


Hrd. 1972:1061 nr. 121/1972 [PDF]


Hrd. 1973:505 nr. 82/1973 [PDF]


Hrd. 1973:513 nr. 52/1972 [PDF]


Hrd. 1973:912 nr. 114/1973 (Yrsufell - Fullur ökumaður I) [PDF]


Hrd. 1973:1037 nr. 27/1973 [PDF]


Hrd. 1974:1015 nr. 192/1974 [PDF]


Hrd. 1975:73 nr. 101/1973 [PDF]


Hrd. 1975:283 nr. 185/1973 [PDF]


Hrd. 1975:959 nr. 162/1974 [PDF]


Hrd. 1976:656 nr. 147/1975 (Forsjá barns) [PDF]


Hrd. 1976:984 nr. 22/1975 [PDF]


Hrd. 1977:752 nr. 69/1976 (USA, 2 hjónabönd) [PDF]


Hrd. 1977:766 nr. 149/1976 (Tómasarhagi) [PDF]


Hrd. 1977:1169 nr. 177/1976 [PDF]


Hrd. 1978:255 nr. 93/1976 (Krafa eftirlifandi sambúðarkonu til vátryggingarbóta vegna sjóslyss) [PDF]


Hrd. 1978:439 nr. 41/1978 (Samningur eða ákvörðun ráðuneytis) [PDF]


Hrd. 1979:1157 nr. 173/1978 (Umgengnisréttur eftir óvígða sambúð) [PDF]


Hrd. 1979:1369 nr. 76/1977 (Samvistir fallið brott - Lögskilnaðarleyfi) [PDF]


Hrd. 1979:1384 nr. 44/1978 (Vesturberg - Gjöf fósturmóður til K) [PDF]
K sagði að íbúðin hefði verið gjöf en M sagði að íbúðin hefði verið gefin þeim báðum. Skiptir máli hverjum sé gefið og að það sé skýrt.
Gefandi nefndi ekki að gjöfin væri séreign.
Það var talið að M hafi lagt nógu mikið í íbúðina.
Ekki fallist á skáskipti.

Hrd. 1980:827 nr. 41/1980 (Búskipti) [PDF]


Hrd. 1980:1451 nr. 93/1980 (Skiptum lokið, hafnað kröfu um skipti) [PDF]
Hjón fengu skilnað að borði og sæng á grundvelli fjárskiptasamnings. Sækja um lögskilnað seinna og vilja breyta samningnum. Greitt hafði verið fyrir skuld samkvæmt samningnum með skuldabréfi en Hæstiréttur taldi það ekki fullnægjandi.

Beðið var um opinber skipti en ekki fallist á það.

Hrd. 1982:546 nr. 106/1979 [PDF]


Hrd. 1982:690 nr. 176/1981 [PDF]


Hrd. 1982:1274 nr. 268/1981 [PDF]


Hrd. 1983:63 nr. 2/1983 (Skiptum ekki lokið) [PDF]


Hrd. 1983:89 nr. 50/1981 [PDF]


Hrd. 1983:2130 nr. 214/1983 (Hjónavígsla á Austurvelli) [PDF]
M og K voru úti að skemmta sér hjá Austurvelli og voru undir áhrifum. Þau rákust á allsherjargoða og fengu hann til að gifta sig. Goðinn tilkynnti síðan hjónabandið, án þess að M og K hefðu gert sér grein fyrir því.
Ekki var fallist á ógildingu þar sem málshöfðunarfresturinn var liðinn.

Hrd. 1984:133 nr. 119/1982 (lögskiln. jan.´78 – samn. maí´80 – málshöfðun maí´81) [PDF]


Hrd. 1984:165 nr. 93/1982 (Andlegt ástand) [PDF]
M sagðist hafa verið miður sín og að K hefði beitt sig þvingunum. Það var ekki talið sannað.

Hrd. 1984:256 nr. 217/1982 [PDF]


Hrd. 1984:688 nr. 168/1984 [PDF]


Hrd. 1984:1085 nr. 10/1983 (skabos+samn. jan.´79 – lögskiln. okt´80 – málshöfðun sept.´82) [PDF]


Hrd. 1985:322 nr. 9/1985 (Rauðilækur með 2 ár) [PDF]


Hrd. 1987:473 nr. 95/1986 (Valdsmaður - Fjárhæð meðlags) [PDF]


Hrd. 1987:724 nr. 151/1987 (Óstaðfestur samningur óskuldbindandi) [PDF]


Hrd. 1988:19 nr. 355/1987 [PDF]


Hrd. 1988:166 nr. 138/1987 [PDF]


Hrd. 1988:474 nr. 34/1987 (Hallaði á K á marga vísu) [PDF]


Hrd. 1989:380 nr. 369/1987 („Gjöf“ á bifreið) [PDF]


Hrd. 1989:583 nr. 322/1987 (BEC) [PDF]


Hrd. 1990:409 nr. 219/1988 [PDF]


Hrd. 1990:551 nr. 152/1989 [PDF]


Hrd. 1990:551 nr. 254/1989 [PDF]


Hrd. 1990:551 nr. 86/1990 [PDF]


Hrd. 1990:1070 nr. 330/1990 [PDF]


Hrd. 1990:1716 nr. 461/1990 (Fjárhæð meðlags) [PDF]


Hrd. 1991:290 nr. 382/1990 [PDF]


Hrd. 1992:945 nr. 289/1989 (Rauðagerði, riftun) [PDF]
Ekki var verið að rifta kaupmála, heldur fjárskiptasamningi vegna skilnaðar. Samkvæmt honum var um gjöf að ræða, en slíkt er óheimilt ef þau eiga ekki efni á að greiða skuldir sínar.

Hrd. 1992:1557 nr. 354/1992 (Helmingaskiptaregla laga nr. 60/1972 - Stóragerði) [PDF]
Athuga þarf fordæmisgildi dómsins sökum tiltekinna breytinga sem urðu með gildistöku hjúskaparlaga nr. 31/1993.

M og K slitu samvistum og tók M margar sjálfstæðar ákvarðanir um öflun eigna. Hann vildi halda eignunum utan skipta en Hæstiréttur taldi það ekki eiga við þar sem M var ekki að koma með þær inn í búið.

Hrd. 1993:578 nr. 101/1993 [PDF]


Hrd. 1993:758 nr. 121/1993 (Skýring meðlagssamnings) [PDF]


Hrd. 1993:767 nr. 136/1993 (Vanræksla) [PDF]
Hjón áttu börn og var M dæmdur fyrir langvarandi alvarlegt ofbeldi gegn þeim. Þau voru að skilja og barnavernd á fullu í málinu. K dó síðan og M sóttist eftir setu í óskiptu búi. Hæstiréttur taldi M hafa vanrækt framfærslu sína gagnvart börnunum.


Hrd. 1993:1156 nr. 275/1990 (Mæðralaun - Sambúð) [PDF]


Hrd. 1993:1374 nr. 263/1993 [PDF]


Hrd. 1994:343 nr. 379/1991 [PDF]


Hrd. 1994:514 nr. 461/1993 (Snorrabraut) [PDF]


Hrd. 1994:1316 nr. 187/1994 [PDF]


Hrd. 1994:1532 nr. 283/1994 [PDF]


Hrd. 1995:196 nr. 426/1993 (Forsjá) [PDF]


Hrd. 1995:1631 nr. 124/1995 [PDF]


Hrd. 1996:1449 nr. 478/1994 (Endurgreiðsla ofgreidds meðlags) [PDF]


Hrd. 1996:2318 nr. 267/1996 (Flateyri) [PDF]
Stefnandi var að renna á tíma til að beita ákvæði um ógildingu samnings um skilnaðarkjör en það mál endaði svo sem útivistarmál. Héraðsdómari hafi síðar skoðað málið og séð að lögheimili stefnda hafi farist í snjóflóði en flutti í nálægt sumarhús. Stefndi hafi verið á ferðalagi til Reykjavíkur og ekki von á honum fyrr en eftir lok stefnufrests. Stefnandi hafi svo ákveðið að birta stefnuna í Lögbirtingablaðinu. Dómari taldi því að ekkert hefði því verið í fyrirstöðu að stefna stefnda með öðrum vægari hætti, og leit á birtinguna sem ólögmæta. Hæstaréttur staðfesti svo þann dóm með vísan til forsendna.

Hrd. 1996:3804 nr. 101/1996 [PDF]


Hrd. 1997:157 nr. 60/1996 [PDF]


Hrd. 1997:1065 nr. 355/1996 [PDF]


Hrd. 1997:1852 nr. 12/1997 [PDF]


Hrd. 1997:2252 nr. 321/1997 (Fljótasel, húsaleiga, tímamark, skipti á milli hjóna) [PDF]
M og K höfðu slitið samvistum og K flutti út.
K vildi meina að M hefði verið skuldbundinn til að greiða húsaleigu vegna leigu á húsnæðinu sem K flutti í. Þeirri kröfu var hafnað á þeim grundvelli að maki gæti einvörðungu skuldbundið hinn á meðan samvistum stendur.

M var eini þinglýsti eigandi fasteignar. K hélt því fram að hún ætti hluta í henni.
Framlögin til fasteignarinnar voru rakin.
Þinglýsing eignarinnar réð ekki úrslitum, þó hún hafi verið talin gefa sterkar vísbendingar.
Strangt í þessum dómi að eingöngu sé farið í peningana og eignarhlutföll í þessari fasteign og fyrri fasteignum sem þau höfðu átt, en ekki einnig farið í önnur framlög K.
K var talin hafa 25% eignarhlutdeild.

Hrd. 1997:2275 nr. 336/1997 (Meðlagsskuld) [PDF]


Hrd. 1997:2429 nr. 466/1996 (K var við bága heilsu og naut ekki aðstoðar) [PDF]


Hrd. 1998:28 nr. 503/1997 [PDF]


Hrd. 1998:400 nr. 140/1997 [PDF]


Hrd. 1998:2467 nr. 123/1998 (Umgengnistálmanir) [PDF]


Hrd. 1998:3451 nr. 396/1998 [PDF]


Hrd. 1998:4022 nr. 91/1998 (Kvótadómur) [PDF]
Hjón skildu og gerðu á endanum þrjá samninga. Þau gerðu samning í apríl en svo var K ósátt og gerður var annar samningur sama mánuð. Síðar á árinu var svo gerður þriðji samningurinn.
Deilt var síðan um hvort miða skyldi verðmatið við fyrsta samninginn eða seinasta samninginn. Héraðsdómur vildi miða við tímasetningu fyrsta samningsins en Hæstiréttur við seinasta samninginn þar sem hann hefði verið hinn endanlegi samningur.

Hrd. 1998:4578 nr. 473/1998 [PDF]


Hrd. 1999:349 nr. 29/1999[HTML] [PDF]


Hrd. 1999:942 nr. 139/1997 (Rithandarrannsókn ekki afgerandi, litið til annarra atvika)[HTML] [PDF]
Reynt var að sýna fram á fölsun rithandar með rannsókn.

Einstaklingur hafði fengið námslán og fengið skuldabréf. Haldið því fram að undirritunin á skuldabréfinu hefði verið fölsuð. Rannsóknin benti ekki nægileg líking væri fyrir því að um fölsun hefði verið að ræða, en heldur ekki í hina áttina. Að endingu var greiðsluskyldan staðfest.

Hrd. 1999:1384 nr. 94/1999 (Nautgripir)[HTML] [PDF]
Þau voru sammála um að viðmiðunardagur skipta yrði settur á dag fyrsta skiptafundarins.

Deilt var um verðmat á nautgripabúi. Opinber skipti höfðu farið fram en M hafði umráð búsins. K hafði flutt annað.
Nautgripirnir höfðu verið listaðir upp. Ekki fyrr en tveimur árum síðar kemur í ljós að innan við helmingurinn af þeim væri til staðar. M nefndi að um væri að ræða eðlilegan rekstur og sum þeirra höfðu drepist.
Skiptastjórinn benti á að M væri óheimilt að ráðstafa nautgripunum án síns samþykkis og að umráðafólki eigna sem falla undir opinber skipti er skylt að fara vel með þær. M var þá gert að rekja örlög hvers nauts og höfðu þá sum þeirra drepist. Kom þá í ljós að M hafði selt naut úr búinu en á óeðlilega lágu verði.

Hrd. 1999:2985 nr. 257/1999[HTML] [PDF]


Hrd. 1999:3849 nr. 420/1999[HTML] [PDF]


Hrd. 1999:3870 nr. 286/1999[HTML] [PDF]


Hrd. 1999:4167 nr. 183/1999[HTML] [PDF]


Hrd. 2000:691 nr. 370/1999[HTML] [PDF]


Hrd. 2000:2352 nr. 181/2000[HTML] [PDF]


Hrd. 2000:3526 nr. 135/2000 (Fjárskipti og meðlag)[HTML] [PDF]
M og K höfðu komið sér saman um venjulegan samning. Hins vegar gerðu þau annan hliðarsamning þar sem K fékk meira í sinn hlut og þar með væru meðlagsgreiðslurnar uppgerðar.
Nokkrum árum eftir krafðist K M um meðlag sem M taldi ekki heimilt. Þær kröfur voru taldar of óskýrar.
Dómstólar nefndu að ekki sé heimilt að greiða það í einu lagi en þó gæti K ekki allt í einu farið að rukka M um meðlag eftir að hafa látið það ógert í langan tíma, við þessar aðstæður.

Hrd. 2000:3587 nr. 97/2000[HTML] [PDF]


Hrd. 2000:4250 nr. 426/2000[HTML] [PDF]


Hrd. 2001:2873 nr. 325/2001[HTML] [PDF]


Hrd. 2001:3279 nr. 101/2001[HTML] [PDF]


Hrd. 2001:4779 nr. 253/2001 (Lífeyrisréttindi utan skipta)[HTML] [PDF]
Hreinræktað dæmi um dóm um hvort lífeyrisréttindin eigi að vera utan eða innan skipta.
K gerði fjárkröfu í lífeyrisréttindi M. Fallist var á þá fjárkröfu.

Hrd. 2002:672 nr. 311/2001[HTML] [PDF]


Hrd. 2002:3221 nr. 106/2002 (Yfirlýsing eftir staðfestingu samnings)[HTML] [PDF]


Hrd. 2003:804 nr. 446/2002 (Þátttakandi í deilu)[HTML] [PDF]
Sambúð K og M hófst 1992 og hjúskapur stofnaður 1996. Samvistarslit urðu í desember 2001 og flutti K börn þeirra til annars manns í janúar 2002, og búið þar síðan.

Ágreiningur var um forsjá sonar þeirra en K hafði verið dæmd forsjá dóttur þeirra í héraði, sem M og féllst á undir rekstri málsins þar.

Bæði K og M voru talin vera hæfir uppalendur og hafi aðstöðu heima hjá sér fyrir soninn. Honum á að hafa þótt vænt um báða foreldra sína en hefði haft einarðan vilja um að búa hjá föður sínum. Að mati sálfræðingsins mælti ekkert gegn því að systkinin alist upp á sitt hvoru heimilinu.

K og M töldu hafa bæði viljað sameiginlega forsjá en útilokuðu síðar þann möguleika. Staðan varð því sú að eini valmöguleikinn væri að velja á milli annarra hjónanna til að fara eitt með forsjána. Deilan hafði neikvæð áhrif á líðan sonarins þar sem þrýst var mikið á hann af hálfu foreldra sinna að gera upp á milli þeirra, sem Hæstiréttur taldi ganga þvert á skyldur þeirra sem foreldra.

Hæstiréttur taldi að almennt væri æskilegt að systkinin byggju saman og að vilji sonarins til að búa hjá föður sínum hefði ekki verið eins sterkur og héraðsdómur lýsti. Sonurinn hafi þó sterk jákvæð tengsl við föður sinn og að faðir hans hafi tíma og svigrúm til að annast hann. Auk þessa væri aldursmunur á systkinunum. Í ljósi þessa og fleiri atriða taldi Hæstiréttur það ekki vega þyngra að systkinin yrðu ekki aðskilin, sérstaklega með hliðsjón af rúmri umgengni þeirra systkina við hvort annað og báða foreldra sína.

Hrd. 2003:2120 nr. 170/2003 (Hamraborg, 3 ár)[HTML] [PDF]
K hafði keypt fasteign á meðan hjúskap varði en eftir samvistarslit.
K og M höfðu slitið samvistum þegar K kaupir íbúð. K vildi halda íbúðinni utan skipta þrátt fyrir að hún hafði keypt íbúðina fyrir viðmiðunardag skipta. Litið var á samstöðu hjónanna og séð að ekki hafi verið mikil fjárhagsleg samstaða meðal þeirra. Talið var sanngjarnt að K mætti halda henni utan skipta.

Hrd. 2003:2912 nr. 288/2003 (Sanngirni, eignarhlutar, staða hjóna)[HTML] [PDF]
Ekki yfirskilyrði að hjúskapurinn vari stutt, en er eitt almennt skilyrði.
K og M höfðu verið gift í 30 ár.
Sérstakt að þau voru bæði búin að missa annað foreldrið sitt. Um tíma höfðu þau átt arf inni í óskiptu búi. Í tilviki K hafði faðir hennar óskað skipta á sínu búi og arfur greiddur K fyrir viðmiðunardag skipta en K vildi samt halda honum utan skipta á grundvelli þess að annað væri ósanngjarnt. Ekki var fallist á þá kröfu K.
Búið var að samþykkja kauptilboð í hluta eignarinnar.

Hrd. 2004:79 nr. 2/2004[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:1190 nr. 437/2003[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:2205 nr. 466/2003 (Tryggingarvíxill)[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:3038 nr. 297/2004 (Eignir/eignaleysi)[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:3936 nr. 165/2004[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:4021 nr. 198/2004 (Ísland/Frakkland)[HTML] [PDF]


Hrd. 2005:2825 nr. 339/2005[HTML] [PDF]


Hrd. 2006:1637 nr. 172/2006 (Einhliða yfirlýsing dugir ekki)[HTML] [PDF]
Krafa um skilnað að borði og sæng árið 2003 frá öðru þeirra.
Sýslumaður reyndi árangurslaust að hafa samband við hitt og vísaði því málinu frá árið 2004.

K höfðaði síðan forsjármál árið 2005.
M fer síðan í skaðabótamál gegn K. Hann hélt því fram að K skuldi honum pening í tengslum við hjúskapinn. Því máli var vísað frá.
M hafði höfðað svo mál til að krefjast framfærslu og lífeyris.

K höfðaði síðan mál til að krefjast skilnaðar. Kröfunni var synjað þar sem ekki hafði komið fram krafa um opinber skipti.

Hrd. 2006:2141 nr. 203/2006[HTML] [PDF]


Hrd. 2006:2705 nr. 36/2006 (Lífeyrir)[HTML] [PDF]


Hrd. 2006:2964 nr. 548/2005 (Skipta börnum)[HTML] [PDF]


Hrd. 2006:4828 nr. 547/2006 (Vilji hjóna - engin krafa)[HTML] [PDF]
Málið var rekið af börnum M úr fyrra hjónabandi gagnvart börnum K úr fyrra hjónabandi. Sameiginleg börn M og K stóðu ekki að málinu.

K var í hjúskap við fyrrum eiginmann á meðan hluta af sambúð hennar og M stóð.
M og K höfðu gert kaupmála.
M og K dóu með stuttu millibili og í málinu reyndi hvort regla erfðaréttar um að hvorugt hjónanna myndi erfa hitt, ætti við eða ekki, þar sem M hafði ekki sótt um leyfi til setu í óskiptu búi þegar hann lést.

Eign hafði verið gerð að séreign K en hún hafði tekið breytingum.
Spurningin var hvort eignin hefði öll verið séreign K eða eingöngu að hluta.
Rekja þurfti sögu séreignarinnar.
Talið var að séreign K hefði verið að lágmarki 60%. Skera þurfti síðan út um stöðu hinna 40%. Niðurstaða Hæstaréttar var að þau hefðu verið að öllu leyti séreign K og fór því í dánarbú hennar.

Engin endurgjaldskrafa var höfð uppi í málinu.

Hrd. 2006:5153 nr. 298/2006[HTML] [PDF]


Hrd. 2006:5186 nr. 579/2006 (Verðmat á jörð)[HTML] [PDF]
Hjón deildu um verðmat á jörð og K fer fram á verðmat en vill að miðað sé við tvö tímamörk. Biður fyrst um verðmat miðað við framlagningu umsóknar en síðan einnig um verðmat frá 2005 þegar óskað var opinberra skipta. Matið fer fram árið 2006.
Dómstóllinn segir að verðmatið eigi að miða við gangverð á þeim tíma sem verðmatið fór fram. Synjað var því dómkröfu K um verðmat á þeim dögum sem hún vildi miða við.

Hrd. 2006:5339 nr. 316/2006 (K vissi að það var ójafnt)[HTML] [PDF]


Hrd. 525/2006 dags. 24. maí 2007[HTML] [PDF]


Hrd. 260/2007 dags. 15. nóvember 2007[HTML] [PDF]


Hrd. 251/2007 dags. 20. desember 2007 (Lögskilnaður - Breyting á samningi)[HTML] [PDF]


Hrd. 223/2007 dags. 21. febrúar 2008 (Innbú)[HTML] [PDF]


Hrd. 165/2007 dags. 6. mars 2008 (Leiðbeint - Hafnað hótunum eða þrýstingi)[HTML] [PDF]


Hrd. 384/2007 dags. 13. mars 2008 (Ekki leiðbeint - Vankunnátta um helmingaskipti)[HTML] [PDF]


Hrd. 191/2008 dags. 29. apríl 2008 (Fjárskipti vegna síðari skilnaðar)[HTML] [PDF]
Samkvæmt fjárskiptasamningi fékk K fasteign í sinn hlut gegn því að greiða M tiltekna fjárhæð og hafði greitt M hluta þeirrar upphæðar. Óvíst var í hvað peningarnir fóru.
Síðan tóku þau saman aftur og hófu að búa aftur saman. Skabos féll þá niður.

Síðar var aftur óskað um skilnað að borði og sæng og var þá spurning hvort fjárskiptasamningurinn sem lá þá fyrir áður myndi þá gilda. Dómstólar töldu að hann hefði fallið úr gildi.
M vildi meina að ef K vildi halda íbúðinni þyrfti hún að greiða honum 17 milljónir. K krafðist lækkunar á upphæðinni niður í 13 milljónir og dómstólar samþykktu það.

Hrd. 445/2007 dags. 8. maí 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 338/2008 dags. 26. júní 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 457/2008 dags. 4. september 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 46/2008 dags. 16. október 2008 (Brottfall skabos - 3 og hálfur mánuður)[HTML] [PDF]
Hjón tóku bókstaflega upp samband að nýju eftir útgáfu leyfis til skilnaðar að borði og sæng og bjuggu saman í rúman þrjá og hálfan mánuð.
Skilnaðurinn var talinn hafa fallið niður.

Hrd. 315/2008 dags. 27. nóvember 2008[HTML] [PDF]


Hrd. 622/2008 dags. 4. desember 2008 (Séreign barna)[HTML] [PDF]
Gerð var erfðaskrá þar sem tilgreint var að hvert barn fengi tiltekinn arfshluta og nefnt að hvert þeirra bæri að gera hana að séreign. Orðalagið var talið vera yfirlýsing en ekki kvöð.

Í Hrd. 1994:526 nr. 377/1991 (Jörðin Hagavík) var eignin gerð að séreign í kaupmála en svo var ekki í þessu máli.
Lögmaðurinn sem ritaði erfðaskrána taldi að vilji arfleifanda hefði verið sá að eignin yrði séreign.

Hrd. 369/2008 dags. 26. febrúar 2009 (Meðlag/viðbótarmeðlag)[HTML] [PDF]
Hæstiréttur taldi í þessu máli að munur væri á grunnmeðlag og viðbótarmeðlagið. Hann hafði dæmt að ekki mætti greiða einfalt meðlag í eingreiðslu (sbr. Hrd. 2000:3526 nr. 135/2000 (Fjárskipti og meðlag)) en hins vegar mætti gera slíkt við viðbótarmeðlagið.

Hrd. 179/2009 dags. 12. nóvember 2009 (Forsjá barns)[HTML] [PDF]


Hrd. 264/2009 dags. 17. desember 2009 (Sönnun - Engin rök til að synja)[HTML] [PDF]
Höfðað var forsjármál en þau gerðu strax dómsátt um forsjána. Hins vegar var dæmt um umgengnina.

Hrd. 366/2009 dags. 28. janúar 2010[HTML] [PDF]


Hrd. 28/2010 dags. 14. október 2010 (Fjölskyldunefnd)[HTML] [PDF]
Forsjá barns var komin til fjölskyldunefndar og ekki var búið að skipa því lögráðamann. Talið var því að skort hafi heimild til að áfrýja fyrir hönd þess.

Hrd. 374/2011 dags. 22. júní 2011[HTML] [PDF]


Hrd. 462/2011 dags. 12. ágúst 2011[HTML] [PDF]


Hrd. 475/2011 dags. 2. september 2011 (Loforð um íbúðakaup)[HTML] [PDF]
K taldi öll skiptin ósanngjörn en krafðist hins vegar ógildingar samningsins á grundvelli vanefnda um íbúðarkaupin í stað þess að beita ósanngirni.
M hafði lofað K í fjárskiptasamningi að hann myndi kaupa handa henni íbúð innan ákveðins tíma. Hins vegar varð ekkert af kaupunum. Samningurinn var því talinn hafa fallið úr gildi. Fallist var á kröfu K um opinber skipti.

Hrd. 219/2012 dags. 27. apríl 2012 (Sameiginleg erfðaskrá, erfðasamningur)[HTML] [PDF]
Skuldbinding um að afturkalla ekki erfðaskrá.

Hjón höfðu gert sameiginlega erfðaskrá og tilgreindu að henni yrði ekki breytt eða hún afturkölluð án samþykkis hins.

Langlífari makinn, K, gerði nýja erfðaskrá á meðan setu hennar stóð í óskiptu búi. Sú erfðaskrá var ógild sökum erfðasamnings um að hinu væri óheimilt að breyta erfðaskrá sinni án samþykkis hins.

Börnin sendu bréf til K um að þeim þætti vera komið tilefni til að skipta búinu. Hún hafði gert erfðaskrá þar sem hún arfleiddi börn hennar að meiru. K skipti búinu fyrir andlát sitt.

Á gildi nýju erfðaskrárinnar reyndi svo löngu síðar.

Hrd. 252/2012 dags. 9. maí 2012[HTML] [PDF]


Hrd. 530/2012 dags. 31. ágúst 2012[HTML] [PDF]


Hrd. 568/2012 dags. 17. september 2012[HTML] [PDF]


Hrd. 762/2012 dags. 10. janúar 2013[HTML] [PDF]


Hrd. 490/2012 dags. 24. janúar 2013 (Út í nám - Umgengni)[HTML] [PDF]


Hrd. 203/2013 dags. 9. apríl 2013[HTML] [PDF]


Hrd. 515/2013 dags. 31. júlí 2013[HTML] [PDF]


Hrd. 523/2013 dags. 16. janúar 2014 (Gjalddagi láns)[HTML] [PDF]


Hrd. 32/2014 dags. 12. mars 2014 (Maki sviptur fjárræði - Sameiginleg erfðaskrá)[HTML] [PDF]
Hjón gerðu sameiginlega og gagnkvæma erfðaskrá árið 1986 sem hvorugt mátti breyta án samþykkis hins. Gríðarlegir fjármunir voru undir og þau áttu þrjú börn.

Maðurinn missti völdin í fyrirtækinu og fékk eftirlaunasamning. Sá samningur var síðan ógiltur. Maðurinn var síðan lagður inn á sjúkrahús með heilabilun.

Konan krafðist ógildingar sökum brostinna forsendna. Ekki var fallist á það.

Hrd. 615/2013 dags. 27. mars 2014 (Stóra-Árvík)[HTML] [PDF]
Eigandi eignarhlutar að jörðinni Stóru-Árvík fékk þann eignarhluta með gjafagerningi árið 1976 sem hann þinglýsti svo. Árið 2009, eftir andlát móttakanda eignarhlutans, kom krafan sem á reyndi í þessu máli, um að þinglýsingabók yrði leiðrétt á grundvelli þess að erfingjar gefandans hefðu ekki undirritað gjafabréfið né hefði það verið vottað. Sýslumaður hafði synjað kröfunni á þeim grundvelli að þetta hefði ekki verið óvenjulegt á þeim tíma.

Hæstiréttur taldi ákvæði 1. mgr. 33. gr. þinglýsingarlaganna, um að móttakandi réttinda þyrfti ekki að þola að heimildarbréf fyrirrennara hans væri ógilt væri hann grandlaus, ekki eiga við þar sem úthlutun arfs felur ekki í sér samning. Þó var kröfu erfingjanna að endingu hafnað sökum tómlætis þar sem þau höfðu lengi vitneskju um gjafabréfið og höfðu sumir þeirra jafnvel vottað gerninga gjafþegans þar sem eignarréttindum jarðarinnar var ráðstafað.

Hrd. 63/2014 dags. 18. júní 2014 (Sameiginleg forsjá)[HTML] [PDF]


Hrd. 472/2014 dags. 10. september 2014[HTML] [PDF]


Hrd. 716/2014 dags. 11. nóvember 2014[HTML] [PDF]


Hrd. 122/2015 dags. 2. mars 2015 (Eignir í útlöndum)[HTML] [PDF]
Hjón voru að skilja og gerðu fjárskiptasamning, og var enginn ágreiningur um hann. Samningurinn var svo samþykktur af sýslumanni. Skilnaðurinn gekk svo í gegn árið 2008.

M varð síðar gjaldþrota. K höfðar í kjölfarið mál og krefst afhendingar á hlutabréfum sem voru föst inn í Kaupþing banka sem hafði farið á hausinn. Ekki var minnst á hlutabréfin í fjárskiptasamningnum. Þrotabú M taldi hlutabréfin vera eign M.
Þá kom í ljós að þau höfðu gert tvo samninga en eingöngu annar þeirra var staðfestur af sýslumanni. Í honum voru eignir þeirra sem voru staðsettar á Íslandi. Hinn samningurinn innihélt samkomulag um skiptingu eigna þeirra erlendis og ætluðu að halda honum leyndum nema nauðsyn krefði.
Í leynisamningnum stóð að K ætti hlutabréfin og viðurkenndi M það.

Dómstólar töldu hinn leynda fjárskiptasamning ekki gildan þar sem hann hafði ekki verið staðfestur. K hefði því ekki eignast hlutabréfin og því ekki fengið þau afhent.
Dómstóllinn ýjaði að því að K hefði mögulega getað beitt fyrir sér að hinn staðfesti samningur teldist ósanngjarn þar sem hann tæki ekki yfir allar eignir þeirra.

Hrd. 833/2014 dags. 11. júní 2015 (Hæfi / breytingar eftir héraðsdóm)[HTML] [PDF]
Uppnám sem héraðsdómur olli.

Héraðsdómur dæmdi föðurnum forsjá á báðum börnunum og þá fór mamman í felur með börnin.

M krafðist nýs mats eftir uppkvaðningu dóms héraðsdóms, og tók Hæstiréttur það fyrir.

K var talin hæfari skv. matsgerð en talið mikilvægara í dómi héraðsdóms að eldra barnið vildi ekki vera hjá K, heldur M, og að ekki ætti að skilja börnin að. Hæstiréttur var ósammála þeim forsendum og dæmdu forsjá þannig að eitt barnið væri í forsjá K og hitt forsjá M.

Talið að M hefði innrætt í eldri barnið hatur gagnvart K.

Matsmaður var í algjörum vandræðum í málinu.

Hrd. 492/2015 dags. 5. ágúst 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 520/2015 dags. 20. ágúst 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 662/2015 dags. 7. október 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 224/2015 dags. 29. október 2015 (Leita sátta nema báðir aðilar óski lögskilnaðar)[HTML] [PDF]


Hrd. 785/2015 dags. 14. desember 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 286/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML] [PDF]


Hrd. 161/2016 dags. 8. mars 2016 (Hommar búsettir erlendis)[HTML] [PDF]
Tveir samkynhneigðir karlmenn giftu sig hér á landi án þess að hafa skráða búsetu eða sérstök tengsl við Ísland. Þeir kröfðust lögskilnaðar á Íslandi þar sem þeir gátu ekki fengið því framgengt í heimalöndum sínum sökum þess að samkynhneigð væri ólögleg þar.

Beiðni þeirra var synjað þar sem þeir uppfylltu ekki skilyrði laganna um lögheimili eða heimilisfesti hér á landi, og því hefðu íslenskir dómstólar ekki lögsögu í slíkum málum.

Hrd. 76/2016 dags. 20. október 2016 (K meðvituð um óljóst verðmat)[HTML] [PDF]


Hrd. 300/2016 dags. 2. febrúar 2017 (Samþykki veðsetningar)[HTML] [PDF]


Hrd. 174/2017 dags. 27. mars 2017[HTML] [PDF]


Hrd. 213/2017 dags. 26. maí 2017[HTML] [PDF]


Hrd. 441/2017 dags. 14. ágúst 2017[HTML] [PDF]


Hrd. 644/2016 dags. 2. nóvember 2017[HTML] [PDF]


Hrd. 195/2017 dags. 22. febrúar 2018 (Vitneskja um ójafna hluti)[HTML] [PDF]


Hrd. 524/2017 dags. 24. maí 2018 (Bókun hjá sýslumanni)[HTML] [PDF]


Hrd. 619/2017 dags. 7. júní 2018 (Andlegt ástand)[HTML] [PDF]
Ekki hafði komið ógildingarmál af þessum toga í nokkra áratugi fyrir þennan dóm.
K var lögráða en með skertan þroska, á við 6-8 ára barn, samkvæmt framlögðu mati.
M hafði áður sótt um dvalarleyfi hér á landi en fengið synjun. Talið er að hann hafi gifst henni til þess að fá dvalarleyfi. Hann sótti aftur um dvalarleyfi um fimm dögum eftir hjónavígsluna.
Ekki deilt um það að hún hafi samþykkt hjónavígsluna hjá sýslumanni á þeim tíma.
Héraðsdómur synjaði um ógildingu þar sem dómarinn taldi að hér væri frekar um að ræða eftirsjá, sem væri ekki ógildingarástæðu. Hæstiréttur sneri því við þar sem hann jafnaði málsatvikin við að K hefði verið viti sínu fjær þar sem hún vissi ekki hvað hún væri að skuldbinda sig til.

Hrd. 33/2020 dags. 25. nóvember 2020[HTML] [PDF]


Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-320/2004 dags. 9. mars 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1184/2005 dags. 13. mars 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-2099/2005 dags. 2. maí 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-122/2005 dags. 5. maí 2006[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. B-5/2006 dags. 9. maí 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5263/2005 dags. 30. maí 2006[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. B-1/2006 dags. 11. júlí 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-141/2006 dags. 21. september 2006[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-1/2006 dags. 22. september 2006[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. Q-1/2006 dags. 26. október 2006[HTML]


Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-173/2005 dags. 9. janúar 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1627/2006 dags. 30. janúar 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4012/2006 dags. 16. febrúar 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-2/2006 dags. 16. febrúar 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-124/2005 dags. 21. febrúar 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-360/2006 dags. 23. febrúar 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1444/2007 dags. 13. mars 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-533/2006 dags. 14. mars 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-425/2006 dags. 18. apríl 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4049/2005 dags. 18. apríl 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-272/2005 dags. 4. júlí 2007[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-262/2007 dags. 25. september 2007[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2278/2007 dags. 1. febrúar 2008[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-4/2007 dags. 12. mars 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1276/2007 dags. 3. apríl 2008[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Q-1/2008 dags. 23. júlí 2008[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Q-19/2007 dags. 23. október 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1455/2008 dags. 6. nóvember 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4551/2008 dags. 20. mars 2009[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-236/2009 dags. 25. maí 2009[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1030/2009 dags. 22. október 2009[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5225/2009 dags. 29. desember 2009[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-5241/2009 dags. 11. júní 2010[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. Q-1/2010 dags. 28. júní 2010[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-4975/2009 dags. 29. október 2010[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8524/2009 dags. 3. janúar 2011[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2853/2010 dags. 17. janúar 2011[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2931/2010 dags. 26. janúar 2011[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-645/2011 dags. 10. júní 2011[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6907/2010 dags. 5. júlí 2011[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. A-2/2011 dags. 8. júlí 2011[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-506/2011 dags. 24. febrúar 2012[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. Q-2/2011 dags. 12. mars 2012[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-836/2011 dags. 27. mars 2012[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-199/2012 dags. 8. júní 2012[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-924/2011 dags. 27. júní 2012[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. A-92/2012 dags. 23. júlí 2012[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4869/2011 dags. 17. október 2012[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1139/2012 dags. 23. október 2012[HTML]


Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-87/2012 dags. 12. nóvember 2012[HTML]


Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-53/2012 dags. 2. maí 2013[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-560/2013 dags. 19. júní 2013[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2943/2013 dags. 29. október 2013[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4254/2012 dags. 3. apríl 2014[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. X-1/2014 dags. 21. janúar 2015[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2138/2014 dags. 29. janúar 2015[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2225/2015 dags. 5. júlí 2016[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-115/2016 dags. 31. ágúst 2016[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-153/2016 dags. 8. febrúar 2017[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1555/2016 dags. 17. febrúar 2017[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-224/2016 dags. 30. maí 2017[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1244/2016 dags. 14. júlí 2017[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2109/2016 dags. 1. nóvember 2017[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-499/2018 dags. 28. september 2018[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1/2018 dags. 12. október 2018[HTML]


Lrú. 768/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML]


Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-57/2017 dags. 3. desember 2018[HTML]


Lrd. 513/2018 dags. 1. febrúar 2019[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-887/2018 dags. 14. mars 2019[HTML]


Lrú. 120/2019 dags. 20. mars 2019[HTML]


Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-43/2019 dags. 6. febrúar 2020[HTML]


Lrd. 344/2019 dags. 13. mars 2020[HTML]


Lrú. 285/2020 dags. 30. júní 2020[HTML]


Lrú. 422/2020 dags. 27. ágúst 2020[HTML]


Lrú. 392/2020 dags. 31. ágúst 2020[HTML]


Lrú. 450/2020 dags. 31. ágúst 2020[HTML]


Lrd. 147/2020 dags. 2. október 2020[HTML]


Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-35/2020 dags. 17. desember 2020[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5177/2019 dags. 7. janúar 2021[HTML]


Lrd. 118/2020 dags. 12. febrúar 2021[HTML]


Lrú. 13/2021 dags. 12. febrúar 2021[HTML]


Lrú. 41/2021 dags. 12. febrúar 2021[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2293/2020 dags. 24. mars 2021[HTML]


Lrú. 209/2021 dags. 20. maí 2021[HTML]


Lrd. 68/2021 dags. 4. júní 2021[HTML]


Lrd. 484/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]


Lrd. 497/2021 dags. 19. nóvember 2021[HTML]


Lrd. 633/2020 dags. 17. desember 2021[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1845/2021 dags. 7. janúar 2022[HTML]


Lrú. 803/2021 dags. 20. janúar 2022[HTML]


Lrú. 794/2021 dags. 27. janúar 2022[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3542/2021 dags. 14. febrúar 2022[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1547/2021 dags. 25. febrúar 2022[HTML]


Lrd. 101/2021 dags. 11. mars 2022[HTML]


Lrú. 86/2022 dags. 18. mars 2022[HTML]


Lrd. 69/2021 dags. 25. mars 2022[HTML]


Lrú. 173/2022 dags. 31. mars 2022[HTML]


Lrd. 216/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]


Lrd. 369/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]


Lrd. 528/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4160/2021 dags. 3. júní 2022[HTML]


Lrd. 497/2021 dags. 24. júní 2022[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-533/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-4574/2021 dags. 12. júlí 2022[HTML]


Lrú. 443/2022 dags. 28. júlí 2022[HTML]


Lrd. 69/2021 dags. 7. október 2022[HTML]


Lrd. 119/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML]


Lrd. 325/2022 dags. 25. nóvember 2022[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-477/2022 dags. 15. desember 2022[HTML]


Lrú. 751/2022 dags. 20. janúar 2023[HTML]


Lrd. 577/2022 dags. 24. febrúar 2023[HTML]


Lrd. 207/2022 dags. 24. mars 2023[HTML]


Lrú. 131/2023 dags. 29. mars 2023[HTML]


Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-94/2022 dags. 13. júní 2023[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-2076/2022 dags. 29. ágúst 2023[HTML]


Lrú. 514/2023 dags. 7. september 2023[HTML]


Lrú. 529/2023 dags. 18. september 2023[HTML]


Lrd. 241/2022 dags. 6. október 2023[HTML]


Lrd. 439/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML]


Lrd. 419/2022 dags. 1. desember 2023[HTML]


Lrú. 773/2023 dags. 7. desember 2023[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1620/2023 dags. 14. desember 2023[HTML]


Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-478/2022 dags. 11. janúar 2024[HTML]


Lrd. 192/2023 dags. 26. janúar 2024[HTML]


Lrd. 540/2022 dags. 16. febrúar 2024[HTML]


Lrd. 249/2023 dags. 19. apríl 2024[HTML]