Úrlausnir.is


Merkimiði - 49. gr. þinglýsingalaga, nr. 39/1978

RSS-streymi merkimiðans

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1993:644 nr. 42/1990 (Torfufell - Viðskiptafræðingur) [PDF]
I gaf út skuldabréf sem skuldari við G. Á fyrsta veðrétti hvíldu 24 þúsund krónur. Á öðrum veðrétti voru tvö veðskuldabréf sem G átti. Á veðskuldabréfunum voru fyrirvarar um að kröfuhafa væri var um þinglýstar kvaðir sem á eigninni hvíldu. Þeim var þinglýst athugasemdalaust en það hefði ekki átt að gera. Ekki var greitt af bréfinu. Íbúðin var svo seld á nauðungarsölu og nýtti Íbúðastofnun ríksins þá rétt sinn og tók hana til sín á matsverði, sem var talsvert lægra en fyrir skuldunum. G gat ekki innheimt skuldina gagnvart skuldara né þrotabúi hans og fór í mál við ríkið.

Talið var að þinglýsingarstjórinn hefði átt að setja athugasemd um þessar kvaðir. Hæstiréttur taldi að um mistök þinglýsingarstjóra væri að ræða en texti fyrirvaranna gaf til kynna að G hefði verið kunnugt um kvaðir sem þessar. G væri viðskiptafræðingur en ætlað var að hann ætti að vita nóg til að sýna aðgæslu.

Hrd. 1994:2605 nr. 58/1993 (Fannafold - Húsasmiðjan - Kaupþing) [PDF]
M og Húsasmiðjan höfðu verið í löngu viðskiptasambandi. M skuldaði Húsasmiðjunni peninga og var hinn síðarnefndi kröfuhafi.
Húsasmiðjan neitar M frekari viðskiptum án tryggingar. M gaf út skuldabréf í Fannafoldi.
26. júlí er þinglýst bréfinu athugasemdalaust.
Þann 1. júlí var þinglýst skuldabréfi verðbréfafyrirtækis.
Þinglýsingarstjóri hefði átt að gera athugasemd við seinni þinglýsinguna en spurningin var hver væri frumorsökin.
Hæstiréttur nefndi eigin sök Húsasmiðjunnar vegna þess að hún notaði 6 vikna gamalt veðbókarvottorð.

Hrd. 1995:2480 nr. 361/1993 (Skipagata 13 - Fjárfestingafélagið Skandia hf.) [PDF]
Veðskuldabréf gefið út í öðrum veðrétti. Útgefandinn var Skipagata 13 hf. Verðbréfasjóður fær síðan bréfið og var því þinglýst athugasemdalaust. Mistök voru gerð með athugasemdalausri þinglýsingu þar sem húsinu fylgdu engin lóðarréttindi.

Þegar nauðungarsölunni lauk þurfti gerðarbeiðandi svo að kosta flutning hússins af lóðinni.
Hæstiréttur taldi sjóðinn bera eigin sök þar sem hann leitaði ekki upplýsinga sem hann hefði átt að gera.

Hrd. 1995:2886 nr. 326/1994 (Baader Ísland hf.) [PDF]
Gefið var út veðskuldabréf vegna skuldar sem var þegar til staðar. Veðið var sett á fiskvinnsluvél en þinglýsingarstjóra láðist að minnast á að um 40 önnur veð voru á undan.

Hæstiréttur taldi að um þinglýsingarmistök hefðu átt sér stað en efaðist um að Baader hefði orðið fyrir tjóni þar sem það hefði ekki haft nein áhrif á stofnun skuldarinnar sem tryggja átti.

Hrd. 1996:405 nr. 135/1995 (Samvinnubankinn) [PDF]


Hrd. 1996:980 nr. 287/1994 (Fossháls - Kaupþing) [PDF]
Sleppt var að gera athugasemd sem hefði átti að vera færð inn.

Hrd. 1997:157 nr. 60/1996 [PDF]


Hrd. 1997:2779 nr. 7/1997 (Hafald hf.) [PDF]
Umdeild túlkun á sennilegri afleiðingu.
Skipið Særún er eign G. Særún er svo flutt milli umdæma og á henni hvíldu 7 milljónir króna og 0,5 milljónir á öðrum veðrétti. Þurfti því að flytja veðréttinn í skipabækur hins umdæmisins. Hins vegar gleymdist að flytja 7 milljóna króna veðið. Síðar gaf Landsbankinn út veðskuldabréf byggt á því að það lægi 0,5 milljón króna lán.

Hæstiréttur taldi að fyrirsvarsmenn Særúnar hefðu vísvitandi nýtt sér mistökin og því væri ekki um sennilega afleiðingu að ræða.

Hrd. 1998:128 nr. 98/1997 (Landsbankinn) [PDF]


Hrd. 1998:1227 nr. 267/1997 (Aðaltún 22) [PDF]


Hrd. 1998:1238 nr. 268/1997 (Aðaltún 10) [PDF]


Hrd. 1998:1252 nr. 269/1997 (Aðaltún 12) [PDF]


Hrd. 1998:1257 nr. 270/1997 (Aðaltún 20) [PDF]


Hrd. 1998:1262 nr. 271/1997 (Aðaltún 24) [PDF]


Hrd. 1998:1267 nr. 272/1997 (Aðaltún 18) [PDF]


Hrd. 1999:94 nr. 324/1998 (Lífeyrissjóður verzlunarmanna - Kastalagerði)[HTML] [PDF]


Hrd. 1999:2885 nr. 33/1999[HTML] [PDF]


Hrd. 670/2008 dags. 15. janúar 2009[HTML] [PDF]


Hrd. 391/2008 dags. 12. mars 2009 (Glitur ehf.)[HTML] [PDF]


Hrd. 658/2014 dags. 16. október 2014 (Hvassaleiti)[HTML] [PDF]
Eign var veðsett samkvæmt umboði. Lánastofnun tekur umboðið gott og gilt og þinglýsti tryggingarbréfinu á eign. Í umboðinu kom ekki fram heimild til að veðsetja eignina. Um hefði því verið að ræða þinglýsingarmistök er þinglýsingarstjóra bæri að leiðrétta.

Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7376/2004 dags. 23. maí 2006[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3322/2008 dags. 25. nóvember 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4068/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]


Lrú. 382/2018 dags. 6. júní 2018[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2369/2019 dags. 23. júní 2020[HTML]


Lrd. 463/2020 dags. 3. desember 2021[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4189/2021 dags. 2. nóvember 2022[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4836/2022 dags. 27. apríl 2023[HTML]