Úrlausnir.is


Merkimiði - Séreignarréttur

Síað eftir merkimiðanum „Séreignarréttur“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Álit umboðsmanns Alþingis

Álit sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4363/2005 dags. 15. nóvember 2005[HTML] [PDF]


Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1935:79 nr. 21/1934 [PDF]


Hrd. 1973:418 nr. 53/1973 [PDF]


Hrd. 1992:2325 nr. 471/1989 (Látraströnd, skuldheimtumenn) [PDF]
Gerður hafði verið kaupmáli þar sem eign hafði verið gerð að séreign K.
Kaupmálanum hafði ekki verið breytt þrátt fyrir að eignin hafði tekið ýmsum breytingum.
K hélt því fram að hún ætti hluta af eigninni við Látraströnd þrátt fyrir skráningu á nafni M.

Hæstiréttur taldi sannfærandi að hún hefði látið hluta séreignarinnar í eignina við Látraströndina. Hins vegar skipti það ekki máli þar sem sú eign var þinglýst eign M.
Dómurinn sérstakur þar sem þetta var sá eini þar sem byggt var á þinglýsingu einni saman.

Hrd. 1994:526 nr. 377/1991 (Jörðin Hagavík) [PDF]
Foreldrar M skiptu jörðinni Hagavík milli M og systkina hans með ósk um að hún yrði skilgreind sem séreign í hjúskap. M og systkini hans skiptu síðar jörðinni upp í þrjá hluta sem endaði á því að M fékk stærri hlut. Þessa viðbót greiddi M til systkina sinna með hjúskapareign, en þó er látið liggja milli hluta hvort um hefði verið að ræða hjúskapareign M eða K, eða jafnvel beggja.

Deilt var um í málinu hvort viðbótin teldist séreign M eða ekki. Hæstiréttur taldi að viðbótin teldist séreign M þar sem ekki væri hægt að skipta henni frekar upp en K ætti kröfu á endurgjald þar sem greitt var fyrir viðbótina með hjúskapareign.

K bar sönnunarbyrðina á því að sýna fram á að M ætti ekki viðbótina að séreign. Henni tókst það ekki.

Hrd. 1996:2786 nr. 276/1995 (Langholtsvegur) [PDF]


Hrd. 1998:4232 nr. 190/1998 [PDF]


Hrd. 1999:4523 nr. 226/1999 (Hafnarstræti 20)[HTML] [PDF]


Hrd. 2004:3796 nr. 48/2004 (Biskupstungur - Framaafréttur - Úthlíð)[HTML] [PDF]
Íslenska ríkið stefndi í héraði nánar tilgreindum aðilum til ógildingar á tilteknum hluta úrskurðar óbyggðanefndar er fjallaði um tiltekin mörk milli eignarlands og þjóðlenda. Gagnsakarmál voru höfðuð af tveim stefndu í málinu.

Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.

Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.

Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.

Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.

Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.

Hæstiréttur taldi að þinglýsing landamerkjabréfa væri ekki óyggjandi sönnun á mörkum lands heldur þyrfti að meta hvert bréf sérstaklega. Þar leit hann meðal annars á það hvort eigendur aðliggjandi jarða hafi samþykkt mörkin og hvort ágreiningur hefði verið borinn upp. Þá voru aðrar heimildir og gögn jafnan metin samhliða. Með hliðsjón af þessu mati var ekki fallist á kröfu íslenska ríkisins um ógildingu úrskurðar óbyggðanefndar.


Hrd. 2004:3973 nr. 80/2004 (Þveráraurar)[HTML] [PDF]


Hrd. 2005:1150 nr. 73/2005 (Tengsl við erfðaskrá)[HTML] [PDF]
M hafði verið giftur áður og átt börn með fyrri eiginkonu sinni. M og K gerðu síðan kaupmála um að eignir hans yrðu séreign M og ákvæði til að tryggja stöðu K við andlát. Kaupmálinn og erfðaskrárnar áttu síðan að verka saman. Erfðaskrá M var síðan úrskurðuð ógild.
K hélt því fram að um væri að ræða brostnar forsendur og því ætti kaupmálinn ekki að gilda, en þeirri kröfu var hafnað. Dómstólar ýjuðu að því að það hefði verið að halda því fram ef sú forsenda hefði verið rituð í kaupmálann.

Hrd. 2005:1840 nr. 505/2004 (Hereford steikhús - Framkvæmdir í verslunarhúsnæði)[HTML] [PDF]
Gerður var samningur um að reka mætti verslun á 2. hæð. Deilt var um hvort mætti breyta versluninni sem sett var upp þar í veitingahús.

Hrd. 2006:2203 nr. 345/2005 (Fell)[HTML] [PDF]


Hrd. 330/2008 dags. 26. júní 2008 (Innkeyrsla)[HTML] [PDF]


Hrd. 232/2008 dags. 18. desember 2008 (Miðhraun)[HTML] [PDF]
M ehf. krafðist staðfestingar lögbanns við því að M sf. stæði fyrir eða efndi til losunar og urðunar jarðvegsúrgangs á sameignarland þeirra beggja þar sem þær athafnir hefðu ekki verið samþykktar af hálfu M ehf.

Niðurstaða fyrri deilna aðilanna um eignarhald landsins hafði verið sú að landið væri óskipt sameign þeirra beggja. Hefðbundin nýting sameignarlandsins hafði verið sem beitarland en M sf. hafði stundað á því sauðfjárbúskap og fiskvinnslu. Aðilar höfðu í sameiningu reynt að sporna við uppblæstri á mel sameignarlandsins með því að auka fótfestu jarðvegar. M sf. hefði borið hey í rofabörð og M ehf. dreift áburði og fræjum á svæðið.

M ehf. hélt því fram að M sf. hefði flutt á svæðið fiskúrgang til dreifingar á svæðinu en M sf. hélt því fram að um væri að ræða mold og lífræn efni, þar á meðal fiskslor, sem blönduð væru á staðnum svo þau gætu brotnað niður í tiltekinn tíma. Ýmsir opinberir aðilar skoðuðu málið og sá enginn þeirra tilefni til neikvæðra athugasemda.

Hæstiréttur taldi að athæfið sem krafist var lögbanns gegn hefði verið eðlileg ráðstöfun á landinu í ljósi tilgangs þeirra beggja um heftun landeyðingar og endurheimtun staðbundins gróðurs, og því hefði ekki verið sýnt fram á að M ehf. hefði orðið fyrir tjóni sökum þessa. Var því synjað um staðfestingu lögbannsins.

Hrd. 388/2010 dags. 26. maí 2011 (Heimreið í óskiptri sameign)[HTML] [PDF]
Í eldri húsum var það þannig að stundum var kjöllurum breytt í nokkrar íbúðir og eingöngu 1-2 bílskúrar. Greint var á hvort að eignaskiptayfirlýsingin leiddi til þess að svæðið fyrir framan bílskúrinn teldist sameign þótt bílskúrinn sjálfur væri séreign.

Hrd. 482/2011 dags. 1. mars 2012[HTML] [PDF]


Hrd. 99/2014 dags. 20. febrúar 2014 (Hjúkrunarheimilið Eir)[HTML] [PDF]
Eir er sjálfseignarstofnun. Skv. lögunum sem hjúkrunarheimilið starfaði eftir voru takmarkanir á sölu og veðsetningu, þ.e. að afla þurfi samþykkis tiltekinna aðila.

Eir veðsetti margar öryggisíbúðir án þess að samþykkin lágu fyrir og voru þau þinglýst. Mál var höfðað um gildi þinglýsingarinnar. Hæstiréttur taldi að um hefði verið að ræða mistök við þinglýsingu að ræða en málinu var vísað frá þar sem skorti lögvarða hagsmuni.

Hrd. 227/2014 dags. 30. apríl 2014 (Búseturéttur - Drekavogur)[HTML] [PDF]


Hrd. 89/2015 dags. 5. mars 2015[HTML] [PDF]


Hrd. 327/2015 dags. 4. júní 2015 (Afturköllun kaupmála ógild - Staðfestingarhæfi)[HTML] [PDF]
Reyndi á þýðingu orðsins „staðfestingarhæfi“.
Vottarnir voru börn hjónanna en það mátti ekki. Þau voru talin of nátengd til að geta komið með trúverðugan vitnisburð.

Hrd. 95/2016 dags. 24. nóvember 2016[HTML] [PDF]


Hrd. 624/2016 dags. 8. júní 2017 (101 Skuggahverfi)[HTML] [PDF]


Hrd. 7/2020 dags. 20. maí 2020[HTML] [PDF]


Hrd. 8/2020 dags. 20. maí 2020 (JTWROS)[HTML] [PDF]
Dómurinn er til marks um það að Hæstiréttur getur beitt erlendum réttarreglum.

Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4359/2007 dags. 28. maí 2008[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5270/2009 dags. 18. mars 2010[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2758/2010 dags. 27. janúar 2011[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-13800/2009 dags. 16. maí 2011[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1568/2016 dags. 4. apríl 2017[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-404/2018 dags. 25. október 2018[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2408/2018 dags. 8. október 2019[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2410/2018 dags. 8. október 2019[HTML]


Lrd. 731/2019 dags. 21. desember 2020[HTML]


Lrd. 732/2019 dags. 21. desember 2020[HTML]


Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7986/2020 dags. 17. mars 2022[HTML]


Lrd. 213/2022 dags. 31. mars 2023[HTML]


Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-3149/2023 dags. 14. febrúar 2024[HTML]


Lrú. 156/2024 dags. 15. mars 2024[HTML]