Úrlausnir.is


Merkimiði - 7. gr. erfðalaga, nr. 8/1962

Síað eftir merkimiðanum „7. gr. erfðalaga, nr. 8/1962“.
Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 1984:1391 nr. 150/1982 (Eyrarkot) [PDF]


Hrd. 327/2015 dags. 4. júní 2015 (Afturköllun kaupmála ógild - Staðfestingarhæfi)[HTML] [PDF]
Reyndi á þýðingu orðsins „staðfestingarhæfi“.
Vottarnir voru börn hjónanna en það mátti ekki. Þau voru talin of nátengd til að geta komið með trúverðugan vitnisburð.

Hrd. 521/2015 dags. 20. ágúst 2015 (Meint gjöf og arður)[HTML] [PDF]
K fékk leyfi til setu í óskiptu búi og seldi einu þeirra fasteign undir markaðsverði. Tvö önnur börn hennar fóru í mál vegna þess. Ekki var kallaður til dómkvaddur matsmaður.

Ósannað var talið að um væri að ræða gjöf. Minnst var á í dómnum að hún hefði fengið greiddar 9,3 milljónir í arð sem rök fyrir því að ekki væri að óttast rýrnun, en ekki höfðu verið gerðar athugasemdir um það í rekstri málsins.

Hrd. 456/2016 dags. 26. ágúst 2016 (Seta í óskiptu búi fallin niður)[HTML] [PDF]
K sat í óskiptu búi með barninu sínu. Barnið deyr svo.

K gerði svo erfðaskrá og arfleiddi tiltekið fólk að öllum eignum sínum. Hún deyr svo.

Spurning var hvort K hafi setið í óskiptu búi til æviloka að erfingjar M hefðu átt að fá arf eða ekki. Hæstiréttur taldi það hafa fallið sjálfkrafa niður við andlát barnsins þar sem hún var einkaerfingi þess.