Læknarnir voru mjög misvísandi um hvort hún væri hæf til að gera erfðaskrá. Ekkert læknisvottorð var til fyrir þann dag sem hún gerði erfðaskrána.
Allir sammála um að aðgerðirnar gerðar á K hefðu valdið einhverri andlegri skerðingu í kjölfarið. Þurfti þá að meta áhrif skerðingarinnar á hæfi hennar til að gera erfðaskrá á þeim tíma sem hún var undirrituð/samþykkt.
Vottorðið var svolítið gallað. Fulltrúi sýslumanns í Reykjavík hafði notað sama textann á vottorðið árum saman, eða jafnvel áratugum saman. Hæstiréttur leit á að það væri gallað en það kæmi ekki að sök.
Eir veðsetti margar öryggisíbúðir án þess að samþykkin lágu fyrir og voru þau þinglýst. Mál var höfðað um gildi þinglýsingarinnar. Hæstiréttur taldi að um hefði verið að ræða mistök við þinglýsingu að ræða en málinu var vísað frá þar sem skorti lögvarða hagsmuni.Hrd. nr. 603/2013 dags. 20. febrúar 2014 (Krafa fyrri bréferfingja)[HTML] Fjallar um hið endanlega uppgjör.
Skera þurfti úr um skiptingu eigna sambúðarinnar. Börnin kröfðust þess að M ætti allt og því ætti það að renna í dánarbú hans.
M hafði gert plagg sem hann kallaði erfðaskrá. Hann hafði hitt bróður sinn sem varð til þess að hann lýsti vilja sínum um að sambúðarkona hans mætti sitja í óskiptu búi ef hann félli á undan. Hins vegar var sú ráðstöfun ógild þar sem hann hafði ekki slíka heimild, enda um sambúð að ræða. Þar að auki voru engin börn fyrir K til að sitja í óskiptu búi með.