Merkimiði - Lög um bann við okri, dráttarvexti o. fl., nr. 73/1933
Niðurhala PDF eintaki þessarar auglýsingar Stjórnartíðinda: Skannað eintak úr prentaðri útgáfu Stjórnartíðinda Athugið: Inniheldur ekki síðari breytingar á auglýsingunni (ef einhverjar), og mögulega ekki leiðréttingar sem gætu hafa verið gerðar á auglýsingunni.
Hrd. 1937:91 nr. 114/1936 (Endurgreiðsla oftekinna vaxta)[PDF] Hrd. 1947:293 nr. 76/1945 (Kostnaður við vegalagningu)[PDF] Davíð, sem var aldraður, samdi um vegalagningu á/við jörð og varð kostnaður hennar nokkuð hár. Nágranninn ætlaði að leggja eitthvað í þetta. Verðmatið fór fram með mati tveggja dómkvaddra manna. Davíð var talinn hafa ekki gert sér grein fyrir því hversu fjárfrekar skuldbindingarnar voru sem hann gekk undir miðað við sína hagi og átti nágrannanum að hafa verið það ljóst. Samningurinn var ógiltur á grundvelli 1. mgr. 31. gr. samningalaganna með lögjöfnun.Hrd. 1947:535 nr. 106/1947 (Innskot á leigusamning)[PDF] Verið var að endurnýja leigusamning þann 5. febrúar 1947. Þar mátti finna ákvæði um að rýma ætti íbúðina eftir um 3 mánuði. Leigjandinn beitti því fyrir sér að hann gerði sér ekki grein fyrir rýmingarákvæðinu og gerði því mistök.
Þingmaður Varmahlíðar tjáði við V að hann ætlaði sér að leggja fram frumvarp um eignarnám eða leigunám á landi Varmahlíðar þar sem enginn vilji væri fyrir sölu jarðarinnar. V vildi ekki láta af hendi alla jörðina en lýsti sig reiðubúinn til að selja hluta jarðarinnar en því var ekki tekið. Frumvarpið varð síðar samþykkt sem lög nr. 29/1939 er veitti ríkisstjórninni heimild til eignarnámsins í þeim tilgangi. Samningar tókust ekki þannig að V sá til tilneyddan til að gefa út afsal fyrir jörðinni til ríkisins áður en eignarnámið fór fram, en í því var enginn áskilnaður um héraðsskóla.
Ríkisstjórnin afsalaði svo félaginu jörðinni með því skilyrði að reistur yrði héraðsskóli. Ekki var byrjað að reisa héraðsskólann fyrr en árið 1945 en stuttu eftir það urðu grundvallarbreytingar á skólakerfinu þar sem héraðsskólar urðu hluti af almenna skólakerfinu. Í kjölfarið hættu framkvæmdir við byggingu skólans. Árið 1956 var samþykkt ályktun um að reisa þar í staðinn heimavistarbarnaskóla ásamt útleigu húsakynna undir ýmsan atvinnurekstur.
Þá krafði V ráðherra um að afhenda sér aftur jörðina sökum þess að grundvöllur eignarnámsheimildarinnar væri brostinn. Er ráðherra féllst ekki á það krafðist V fyrir dómi að samningur sinn um afhendingu jarðarinnar til ríkisstjórnarinnar yrði ógiltur, ásamt ýmsum öðrum ráðstöfunum sem af því leiddi. Meðal málatilbúnaðar V var að umfang eignarnámsins hefði verið talsvert meira en nauðsyn krafði, að hann hefði verið neyddur til að selja jörðina sökum hættu á að hann hefði fengið enn minna fyrir hana en ella. Þó afsalið hefði ekki minnst á héraðsskóla hefði það samt sem áður verið forsendan fyrir útgáfu þess.
Hæstiréttur staðfesti hinn áfrýjaða dóm með vísan til forsendna en í þeim dómi kom fram að ekki yrði hnekkt mati löggjafans um almenningsþörf með setningu þessara sérlaga um eignarnám á jörð í hans eigu. Augljóst þótti að forsendur þess að V hafi látið af hendi nauðugur af hendi væru þessi sérlög, þó að kaupverðinu undanskildu, og yrði því ekki firrtur þeim rétti að geta endurheimt jörðina sökum skorts á fyrirvara í afsalinu ef notkun hennar væri svo andstæð þeim tilgangi sem lá að baki eignarnámsheimildinni að hann ætti af þeim sökum lögvarinn endurheimturétt.
Ekki var fallist á ógildingu afsals ríkisins til félagsins þar sem það var í samræmi við þann tilgang sem eignarnámsheimildin byggðist á, og félagið væri enn viljugt til að vinna að því markmiði, og því enn í samræmi við tilgang eignarnámsins. Þá skipti máli að V gerði engar virkar og raunhæfar ráðstafanir í langan tíma frá því að honum varð ljóst að forsendurnar hefðu brostið, til endurheimt jarðarinnar. Kröfum V um ógildingu eignarnámsins var því synjað.Hrd. 1965:441 nr. 38/1965[PDF] Hrd. 1986:1770 nr. 252/1984 (Kópubraut)[PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 43 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1939-03-09 00:00:00 [PDF]
Löggjafarþing 72
Þingmál A43 (bann við okri, dráttarvöxtum o. fl.)[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 43 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1952-10-06 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 197 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1952-11-10 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 214 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1952-11-11 00:00:00 [PDF]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 82 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1960-02-03 13:55:00 [PDF] Þingskjal nr. 103 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1960-02-15 13:55:00 [PDF]