Niðurhala PDF eintaki þessarar auglýsingar Stjórnartíðinda: Skannað eintak úr prentaðri útgáfu Stjórnartíðinda Athugið: Inniheldur ekki síðari breytingar á auglýsingunni (ef einhverjar), og mögulega ekki leiðréttingar sem gætu hafa verið gerðar á auglýsingunni.
Í dómnum skipti máli hvað hann vissi um væntanlegt andlát sitt. Hann hafði greinst með krabbamein og var dauðvona.
Á þessum tíma var forsjárhyggju heilbrigðisstarfsmanna meiri og því var talið að manninum hefði verið illkunnugt um veikindi sín og hvenær yrði talið að hann myndi deyja af þeim.
Meirihluti Hæstaréttar taldi að um hefði verið um lífsgjöf að ræða. Minnihluti Hæstaréttar taldi þetta vera dánargjöf.Hrd. 1951:288 nr. 28/1951[PDF] Hrd. 1958:359 nr. 39/1958[PDF] Hrd. 1958:651 nr. 95/1957 (Þýsku börnin)[PDF] Eftir Seinni heimstyrjöld komu margar þýskar konur til Íslands og byrjuðu að vinna út á landi. Ein þeirra eignaðist tvö börn með íslenskum manni í hjúskap með öðrum. Lagaákvæði kvað á um að íslensk lög ættu við um börn þegar móðirin væri íslenskur ríkisborgari. Þýska konan lést og féllst héraðsdómur á kröfu um að börnin færu til Þýskalands. Lögunum var breytt í rekstri málsins fyrir Hæstarétti þar sem reglan var orðuð með þeim hætti að íslensku lögin kvæðu á um búsetu móður á Íslandi.Hrd. 1959:681 nr. 93/1959 (Nesjahreppur)[PDF] Plaggið var talið vera uppkast að erfðaskrá og það stóð að svo væri. Það var þó undirritað.
Hins vegar var sá vilji ekki talinn vera endanlegur.
Vantaði algerlega votta.Hrd. 1959:759 nr. 129/1959 (Skattareglur um fyrirframgreiddan arf)[PDF] Hrd. 1960:420 nr. 28/1960 (Sumargjöf)[PDF] „Gamli dómurinn um lausu blöðin“.
Afturköllun var talin gild þótt sú erfðaskrá sem innihélt afturköllunina var talin ógild.Hrd. 1961:201 nr. 85/1960 (Stjúpsonur)[PDF] Maður hafði gert þrjár erfðaskrár. Fyrst gerði hann sameiginlega erfðaskrá með konu árið 1945 en síðan dó hún. Hann gerði síðan tvær eftir það og var deilt um þær. Í 2. erfðaskránni arfleiddi hann tiltekinn aðila að tilteknum eignum og að stjúpsonur hans fengi restina. Í seinustu tilgreindi hann að tilteknir aðilar fengju tilteknar eignir en ekkert um restina né minnst á erfðaskrá nr. 2. Álitamál hvað átti að gera um restina í ljósi þessa.
Niðurstaðan var að 2. og 3. erfðaskráin voru túlkaðar saman. Vitni voru til staðar um að við gerð 3. erfðaskrárinnar að hann teldi sig hafa gert nóg fyrir stjúpsoninn, en það var samt óljóst. Stjúpsonurinn var því talinn eiga að fá restina þar sem ekki var tekið fram að stjúpsonurinn ætti ekki að fá restina.Hrd. 1963:437 nr. 170/1962[PDF] Hrd. 1964:122 nr. 96/1962[PDF] Hrd. 1964:406 nr. 122/1963 (Árelíusarbörn)[PDF] Reyndi á þá spurningu hvort að viðkomandi var búinn að gefa of mikið áður en hann dó, s.s. að dulbúa gjafir til að komast framhjá arfleiðsluheimild.Hrd. 1964:462 nr. 105/1963 (Erfðaskrá hjóna þrátt fyrir niðja)[PDF] Hjónin gerðu sameiginlega erfðaskrá um að arfleifa hvort annað að öllum sínum eignum. Þau áttu engin sameiginleg börn.
Þau deyja svo með tiltölulega stuttu millibili.
Svo kom í ljós að M mátti ekki ráðstafa 1/3 hluta en K mátti það.