Hæstiréttur vísaði til þess að það væri „forn og ný réttarregla, að landeigandi eigi fiskveiði í vötnum á landi sínu, [...] þá var rík ástæða til þess, að [SÓ] kvæði afdráttarlaust að orði, ef ætlun hans var sú, að enginn réttur til silungsveiði í vötnum á hinu selda landi fylgdi með við sölu þess“. Ákvæðin um þennan áskilnað voru talin óskýr að þessu leyti og litið til mótmæla hreppsbænda á tilteknum manntalsþingum sem merki þess að bændurnir hafi ekki litið þannig á ákvæðin að allur silungsrétturinn hafi verið undanskilinn sölunni. Þar að auki höfðu fylgt dómsmálinu ýmis vottorð manna er bjuggu í nágrenninu að þeir hefðu stundað silungsveiði á landinu án sérstaks leyfis niðja [SÓ]s.Hrd. 1975:804 nr. 134/1973[PDF] Hrd. 1976:933 nr. 89/1975[PDF] Hrd. 1977:1220 nr. 219/1974[PDF] Hrd. 1977:1236 nr. 62/1975[PDF] Hrd. 1978:514 nr. 165/1976[PDF] Hrd. 1979:829 nr. 92/1974[PDF] Hrd. 1979:846 nr. 164/1976[PDF] Hrd. 1979:1077 nr. 63/1975[PDF] Hrd. 1980:1317 nr. 113/1977[PDF] Hrd. 1981:182 nr. 33/1978 (Mývatnsbotn)[PDF] Greint var á um eignarhald á botni Mývatns og önnur verðmæti á botni Mývatns utan netlaga, og kröfðust landeigendur þeirra landa er lágu að Mývatni að þau teldust óskipt sameign þeirra allra. Fyrir héraði hófst málið með stefnu í júlímánuði 1974 sem að endingu varð að áðurgreindri kröfu. Ríkið höfðaði gagnsök sama mánuð sem að endingu varð sambærileg þeirra sem landeigendurnir gerðu, nema eignarhaldið færi til sín. Aukadómþing Þingeyjarsýslu dæmdi ríkinu í vil með gagnályktun á 1. tölul. 4. gr. vatnalaga nr. 15/1923 þar sem hinum málsaðilunum tókst ekki að sýna fram á að eignarrétturinn að Mývatnsbotni utan netlaga hefði stofnast með lögum eða með öðrum viðurkenndum hætti. Taldi hann í ljósi þessa að ríkið teldist réttmætur eigandi umrædds svæðis.
Fyrir Hæstarétti var málinu vísað frá héraði hvað varðaði kröfur tveggja ábúenda þar sem jarðirnar voru í ríkiseigu, sökum þess að það væri andstætt meginreglum réttarfars um aðild að aðili hafi uppi kröfur gegn sjálfum sér. Litið var svo á að frávísun þeirra krafna leiddi ekki til frávísun málsins í heild.
Hæstiréttur leit svo á að fyrir gildistöku vatnalaganna hafi engin lagaákvæði kveðið beinlínis á um eignarrétt yfir botnum stöðuvatna. Í málinu höfðu áfrýjendur ekki getað sýnt fram á að eignarréttur hafi myndast með öðrum hætti yfir botni Mývatns utan netlaga er leiddi til skerðingar eignarréttinda með 4. gr. vatnalaganna. Var ríkið því sýknað af þeirri kröfu áfrýjenda.
Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.
Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.
Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.
Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.
Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.
Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.
Niðurstaða fyrri deilna aðilanna um eignarhald landsins hafði verið sú að landið væri óskipt sameign þeirra beggja. Hefðbundin nýting sameignarlandsins hafði verið sem beitarland en M sf. hafði stundað á því sauðfjárbúskap og fiskvinnslu. Aðilar höfðu í sameiningu reynt að sporna við uppblæstri á mel sameignarlandsins með því að auka fótfestu jarðvegar. M sf. hefði borið hey í rofabörð og M ehf. dreift áburði og fræjum á svæðið.
M ehf. hélt því fram að M sf. hefði flutt á svæðið fiskúrgang til dreifingar á svæðinu en M sf. hélt því fram að um væri að ræða mold og lífræn efni, þar á meðal fiskslor, sem blönduð væru á staðnum svo þau gætu brotnað niður í tiltekinn tíma. Ýmsir opinberir aðilar skoðuðu málið og sá enginn þeirra tilefni til neikvæðra athugasemda.
Félaginu hafði verið ákvörðuð hlutdeild í arðskrá Veiðifélags Eystri-Rangár árið 1999.
Umráðamenn Kotvallar hafi um áratugabil átt aðild að því veiðifélagi og forvera þess.
Kotvöllur hafi átt land að Eystri-Rangá fram til landskipta er fóru fram árið 1963, auk hlutdeildar landsins í sameiginlegu landi Vallartorfu ásamt meðfylgjandi hlunnindum þeirra, sem aldrei hafi verið skipt.
Veiðirétturinn hafi unnist fyrir hefð.
Hæstiréttur taldi ósannað í málinu að Kotvellir hafi fram til landskiptanna tilheyrt óskiptu landi er lægi að þessum ám, og bæri skógræktarfélagið þá sönnunarbyrði sem það axlaði svo ekki. Væri því ekki hægt að líta svo á að réttlætt væri undantekning frá meginreglunni um að veiðiréttur væri eingöngu á hendi þeirra sem ættu land að vatni. Hrd. nr. 723/2010 dags. 3. nóvember 2011[HTML] Hrd. nr. 579/2011 dags. 7. nóvember 2011[HTML] Hrd. nr. 65/2012 dags. 20. september 2012 (Bræðraklif - Reykjahlíð)[HTML] Hrd. nr. 350/2011 dags. 27. september 2012 (Hofsafréttur)[HTML] Hrd. nr. 457/2011 dags. 11. október 2012 (Krýsuvík)[HTML] Deilur um landamerki um Stóru Vatnsleysu og Krýsuvíkur. Sem sagt hvaða landamerki ættu að gilda og landamerki Krýsuvíkar var talið gilda, en um hundrað árum síðar komu aðrir aðilar sem sögðu að eigendur Krýsuvíkur á þeim tíma hefðu ekki verið raunverulegir eigendur. Hæstiréttur vísaði til gildi þinglýstra skjala þar til annað kæmi í ljós.Hrd. nr. 233/2011 dags. 18. október 2012 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML] Samið var um árið 2005 um framsal vatnsréttinda á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem reisa átti á svæðinu og að réttarstaðan samkvæmt samningnum yrði að öllu leyti jafngild eignarnámi þeirra réttinda. Á grundvelli samningsins var skipuð sérstök matsnefnd sem ákveða ætti umfang og verðmæti þeirra réttinda. Sumir landeigendanna voru sáttir við niðurstöðuna en margir þeirra ekki.
Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.
Augl nr. 186/1991 - Auglýsing um staðfestingu á samkomulagi um mörk á Mosfellsheiði, milli Ölfushrepps og Grafningshrepps annars vegar og Mosfellsbæjar og Miðdals I í Mosfellsbæ hins vegar[PDF prentútgáfa]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 88 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 1951-10-18 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 111 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1951-10-22 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 130 (frv. (afgr. frá deild)) útbýtt þann 1951-10-26 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 203 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1951-11-12 00:00:00 [PDF]