Merkimiði - Lög um breytingu á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, nr. 87/1994
Niðurhala PDF eintaki þessarar auglýsingar Stjórnartíðinda: Skannað eintak úr prentaðri útgáfu Stjórnartíðinda Athugið: Inniheldur ekki síðari breytingar á auglýsingunni (ef einhverjar), og mögulega ekki leiðréttingar sem gætu hafa verið gerðar á auglýsingunni.
Meirihluti Hæstaréttar féllst ekki á þá málsvörn og beitti samræmisskýringu á milli 65. og 75. gr. stjórnarskrárinnar. Talið var að löggjafinn hafi almenna heimild til að takmarka frelsi manna til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni, en yrði þá að gæta jafnræðis. Takmarkanir á leyfilegum heildarafla verði að vera nauðsynlegar og þær yrðu að vera reistar á efnislegum mælikvarða (málefnalegum sjónarmiðum) svo jafnræðis sé gætt. Þá nefndi Hæstiréttur að þó slíkt mat væri á valdi löggjafans væri það samt hlutverk dómstóla að leysa úr því hvort lögin sem reist væru á því mati samræmdust grundvallarreglum stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur taldi að umrædd takmörkun hefði verið reist á málefnalegum sjónarmiðum.