Merkimiði - Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 264/2013 dags. 1. október 2013
Ágreiningur um það hvort maður hafi veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar til þess að fá greiddar hærri bætur en hann á rétt á. Nefndin horfði á tekjuyfirlit sem maðurinn var að veita öðrum á sama tíma og hann krafðist bótanna frá tryggingafélaginu. Ósannað þótti að upplýsingarnar hefðu verið vísvitandi rangar jafnvel þótt upplýsingarnar hefðu ekki staðist miðað við forsendur rekstrarins.