Hæstiréttur nefndi að eingöngu væri snúið sönnunarbyrðinni ef um væri að ræða hæfi arfleifanda, ekki um vottun.
Litið á gallan einn og sér ekki slíkan að hann valdi ekki endilega ógildingu.Hrd. 1996:1753 nr. 141/1995[PDF] Ekki var fallist á að eintak það sem kröfuhafinn hafði undir höndum væri samrit af skuldabréfinu, en í aðdraganda málsins hafði skuldari afhent kröfuhafanum tvö eintök af skuldabréfinu án aðgreiningar um hvort þeirra væri frumritið og hvort þeirra væri samrit þess.Hrd. 2001:1368 nr. 377/2000 (Saurbær)[HTML] Hrd. nr. 725/2012 dags. 17. desember 2012[HTML] Hrd. nr. 615/2013 dags. 27. mars 2014 (Stóra-Árvík)[HTML] Eigandi eignarhlutar að jörðinni Stóru-Árvík fékk þann eignarhluta með gjafagerningi árið 1976 sem hann þinglýsti svo. Árið 2009, eftir andlát móttakanda eignarhlutans, kom krafan sem á reyndi í þessu máli, um að þinglýsingabók yrði leiðrétt á grundvelli þess að erfingjar gefandans hefðu ekki undirritað gjafabréfið né hefði það verið vottað. Sýslumaður hafði synjað kröfunni á þeim grundvelli að þetta hefði ekki verið óvenjulegt á þeim tíma.
Hæstiréttur taldi ákvæði 1. mgr. 33. gr. þinglýsingarlaganna, um að móttakandi réttinda þyrfti ekki að þola að heimildarbréf fyrirrennara hans væri ógilt væri hann grandlaus, ekki eiga við þar sem úthlutun arfs felur ekki í sér samning. Þó var kröfu erfingjanna að endingu hafnað sökum tómlætis þar sem þau höfðu lengi vitneskju um gjafabréfið og höfðu sumir þeirra jafnvel vottað gerninga gjafþegans þar sem eignarréttindum jarðarinnar var ráðstafað.
Þingskjöl: Þingskjal nr. 135 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1987-11-23 00:00:00 [PDF] Þingskjal nr. 988 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 1988-05-03 00:00:00 [PDF]