Seljandinn höfðaði svo dómsmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til innheimtu reikningsins og kaupandinn krafðist frávísunar á grundvelli þess að Lúganósamningsins komi í veg fyrir rekstur málsins á Íslandi. Hæstiréttur taldi að viðskiptin féll undir þann samning og að hann væri fullnægjandi réttarheimild til að virkja ákvæði í samningi málsaðilanna um að íslensk lög giltu um hann og að deilumál sem kynnu að rísa um hann yrðu úrskurðuð af íslenskum dómstólum. Leit rétturinn svo á að þar sem höfuðstöðvar seljandans væru í Reykjavík og að þetta væri flutningastarfsemi með kaupskipum hefði seljandanum verið réttilega heimilt að höfða það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ekki skipti máli hvort þjónustan hafi verið þegin í þeirri þinghá þar sem starfstöðin væri.Hrd. nr. 804/2014 dags. 7. janúar 2015 (Klettshús í Hindisvík)[HTML] Hluti sameigenda ætlaði að reyna að útiloka einn eigandann frá nýtingu húss sem þau áttu öll. Hæstiréttur féllst ekki á lögmæti þess.Hrd. nr. 423/2014 dags. 19. febrúar 2015[HTML] Hrd. nr. 267/2015 dags. 17. apríl 2015[HTML] Hrd. nr. 229/2015 dags. 5. nóvember 2015 (Erfingjar sjálfskuldarábyrgðarmanns - Námslán)[HTML] SH gekkst í sjálfskuldarábyrgð fyrir námslánum annars aðila en hann lést síðan. Um mánuði eftir andlátið hætti lánþeginn að greiða af láninu. Síðar sama ár var veitt leyfi til einkaskipta á búinu. Um tveimur árum eftir andlát SH tilkynnti lánveitandinn lánþeganum að öll skuldin hefði verið gjaldfelld vegna verulegra vanskila. Erfingjar SH bæru sem erfingjar dánarbús hans óskipta ábyrgð á umræddri skuld.
Í málinu var deilt um það hvort erfingjarnir hafi gengist undir skuldina. Erfingjarnir báru fyrir sig að hún hefði fallið niður við andlát sjálfskuldarábyrgðarmannsins, lögjafnað frá ákvæði er kvæði um niðurfellingu hennar við andlát lánþegans. Hæstiréttur synjaði þeirri málsástæðu á þeim forsendum að með sjálfskuldarábyrgðinni á námslánunum hefðu stofnast tryggingarréttindi í formi persónulegra skuldbindinga sem nytu verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar, er kæmi bæði í veg fyrir að ákvæðið væri túlkað rýmra en leiddi af því í bókstaflegum skilningi orðanna og að beitt yrði lögjöfnun með þessum hætti.