Fara á yfirlitÚrlausnir Hæstaréttar Íslands
Hrd. nr. 587/2012 dags. 28. febrúar 2013 (Hrísalundur)[HTML]Ágreiningur var um hvort leigutaka væri skylt að greiða uppsagnarfrest eftir að eldsvoði kom upp í hinu leigða iðnaðarhúsnæði. Leigusalinn hélt því fram að vanræksla leigutakans á gæta ítrustu varúðar við afnot húsnæðisins hafi valdið þeim eldsvoða sem upp kom. Leigutakinn hélt því hins vegar fram á að rafmagnsleysi dagana á undan hefði valdið skammhlaupi í rafmagnstækjum og tjónið því óhappatilviljun en ekki saknæm háttsemi hans sjálfs. Hæstiréttur taldi það hafa verið nægilega sýnt fram á téða óhappatilviljun og sýknaði því leigutakann af þeirri kröfu leigusalans.
Hrd. nr. 83/2016 dags. 27. október 2016 (Sjóklæðagerðin hf.)[HTML]Sjóklæðagerðin leigði atvinnuhúsnæði. Brunavarnir gerðu athugasemdir við húsið og þurfti því að fara í breytingar á húsnæðinu. Leigjandinn taldi þær breytingar ekki fullnægjandi og rifti samningnum. Leigusalinn fór svo í mál við Sjóklæðagerðina og krafðist efnda samkvæmt samningnum en Hæstiréttur taldi riftunina lögmæta en féllst ekki á hægt væri að krefjast efnda in natura og riftunar. Hins vegar féllst hann á að skaðabótaskylda hefði verið til staðar.