Starfsmenn OLÍS hefðu átt að gera sér grein fyrir rekstrinum og stöðunni. OLÍS gerði ekki allsherjarúttekt á rekstrinum þrátt fyrir að hafa vitað af slæmri stöðu hans.
Matsmenn höfðu talið að samningurinn bæri með sér fyrirkomulag sem væri dæmt til að mistakast.
Hún deyr á meðan málið er í gangi og síðan fellur dómur þar sem kveðið var um kröfu upp á 4-5 milljónir sem gerð var á dánarbúið. Ekki fundust neinar eignir í búinu fyrir þeirri kröfu og ættingjarnir höfnuðu að taka við skuldbindingum búsins.
Hún hafði beðið ættingja hennar um að taka út peningana úr bankareikningnum. Ættingjarnir sögðust hafa afhent henni peningana og væri þeim óviðkomandi hvað hún gerði við þá eftir það.
Dómkvaddur matsmaður ráðlagði að forsjá drengjanna yrði ekki sameiginleg. Hann taldi að þau hefðu verið jafn hæf til að fara með forsjána, en móðirin hefði ýmsa burði fram yfir föðurinn til að axla ein og óstudd ábyrgð á uppeldi og umönnun drengjanna. Í matsgerðinni var ítarleg útlistun á hæfni foreldranna.
Ásakanir voru á í víxl gagnvart hvort öðru um að hitt væri að beita ofbeldi.
Dómsorð héraðsdóms eru ítarleg varðandi fyrirkomulag umgengninnar.