Merkimiði - Hrd. 1998:4076 nr. 145/1998 (Desemberdómur um stjórn fiskveiða - Valdimarsdómur)

Sjávarútvegsráðuneytið synjaði beiðni umsækjanda um almennt leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni auk sérstaks leyfis til veiða á tilteknum tegundum. Vísaði ráðherra á 5. gr. þágildandi laga um stjórn fiskveiða sem batt leyfin við fiskiskip og yrðu ekki veitt einstaklingum eða lögpersónum. Forsenda veitingu sérstakra leyfa væri að viðkomandi fiskiskip hefði jafnframt leyfi til veiða í atvinnuskyni, og var því þeim hluta umsóknarinnar um sérstakt leyfi jafnframt hafnað.

Umsækjandinn höfðaði mál til ógildingar þeirrar ákvörðunar og vísaði til þess að 5. gr. laganna bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sem og ákvæðis hennar um atvinnufrelsi. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af þeirri kröfu en Hæstiréttur var á öðru máli. Hæstiréttur taldi að almennt væri heimilt að setja skorður á atvinnufrelsi til fiskveiða við strendur Íslands, en slíkar skorður yrðu að samrýmast grundvallarreglum stjórnarskrárinnar.

Hæstiréttur taldi að með því að binda veiðiheimildirnar við fiskiskip, hefði verið sett tilhögun sem fæli í sér mismunun milli þeirra er áttu skip á tilteknum tíma, og þeirra sem hafa ekki átt og eiga ekki kost að komast í slíka aðstöðu. Þrátt fyrir brýnt mikilvægi þess að grípa til sérstakra úrræða á sínum tíma vegna þverrandi fiskistofna við Íslands, var talið að ekki hafði verið sýnt fram á nauðsyn þess að lögbinda þá mismunun um ókomna tíð. Íslenska ríkið hafði í málinu ekki sýnt fram á að engin vægari úrræði væru til staðar til að ná því lögmæta markmiði. Hæstiréttur féllst því ekki á að áðurgreind mismunun væri heimild til frambúðar og dæmdi því í hag umsækjandans.

PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (8)
Dómasafn Hæstaréttar (5)
Alþingistíðindi (8)
Alþingi (20)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 2000:1534 nr. 12/2000 (Vatneyrardómur)[HTML][PDF]
Skipstjóri, ásamt öðrum aðila, voru ákærðir fyrir brot gegn ýmsum lögum fyrir að hafa haldið til botnvörpuveiða án nokkurra aflaheimilda til veiðanna. Báðir viðurkenndu að hafa enga aflaheimild en sögðu að lagaskyldan um aflaheimild bryti í bága við stjórnarskrárvarin réttindi þeirra.

Meirihluti Hæstaréttar féllst ekki á þá málsvörn og beitti samræmisskýringu á milli 65. og 75. gr. stjórnarskrárinnar. Talið var að löggjafinn hafi almenna heimild til að takmarka frelsi manna til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni, en yrði þá að gæta jafnræðis. Takmarkanir á leyfilegum heildarafla verði að vera nauðsynlegar og þær yrðu að vera reistar á efnislegum mælikvarða (málefnalegum sjónarmiðum) svo jafnræðis sé gætt. Þá nefndi Hæstiréttur að þó slíkt mat væri á valdi löggjafans væri það samt hlutverk dómstóla að leysa úr því hvort lögin sem reist væru á því mati samræmdust grundvallarreglum stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur taldi að umrædd takmörkun hefði verið reist á málefnalegum sjónarmiðum.

Í dómnum var vísað til desemberdómsins um stjórn fiskveiða og skýrt frá því að í þeim dómi hafði ekki verið tekin frekari afstaða til þess hvort viðurkenna átti rétt málsaðilans á úthlutun aflaheimilda. Með framangreindu hafnaði Hæstiréttur málsástæðum þeirra ákærðu um að umrætt mál hefði skorið úr um stjórnskipulegt gildi 7. gr. laga um stjórn fiskveiða.
Hrd. 2000:3543 nr. 218/2000 (Ísfélagsdómur)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4074 nr. 155/2000 (SR-Mjöl)[HTML][PDF]
Gengið hafði verið frá kaupum SR-Mjöls á skipi og 50% kaupverðsins greitt, en svo voru samþykkt lög á Alþingi er gerðu skipið svo gott sem verðlaust. SR-Mjöl keypti veiðileyfi skips en ekki aflahlutdeildina. Veiðileyfið varð verðlaust. Krafist var ógildingar kaupsamningsins.

Látið þar við sitja að frekari efndir samkvæmt samningnum voru felldar niður, sýknað af endurgreiðslukröfu og aðilarnir látnir bera hallann af lagabreytingunum.
Hrd. 2001:1756 nr. 146/2001 (Haffærnisskírteini)[HTML]

Hrd. 2001:3025 nr. 3/2001 (Eystrasalt)[HTML]

Hrd. 2004:4355 nr. 221/2004 (Loðnuvinnslan)[HTML]

Hrd. nr. 109/2007 dags. 25. október 2007 (Þjóðkirkjan og önnur trúfélög - Ásatrúarfélagið)[HTML]
Í þessu máli reyndi á í fyrsta skipti á þau forréttindi sem Þjóðkirkjan fær umfram önnur trúfélög. Ásatrúarfélagið stefndi ríkinu á þeim forsendum að aukin fjárframlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar miðað við önnur trúfélög fælu í sér ólögmæta mismunun.

Hæstiréttur mat það svo að þær auknu skyldur sem ríkið setur á Þjóðkirkjuna leiddu til þess að hún og Ásatrúarfélagið væru ekki í sambærilegri stöðu og því væri ekki um mismunun að ræða.
Hrd. nr. 272/2012 dags. 7. maí 2012[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-197/2006 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2893/2011 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3341/2021 dags. 5. maí 2022[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-365/2011 dags. 15. apríl 2011[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirskattanefnd

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 286/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 357/2003[HTML]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
20001550, 3546, 3548, 3555, 4076
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Löggjafarþing123Þingskjöl2141, 4042
Löggjafarþing125Þingskjöl5280
Löggjafarþing125Umræður5827/5828
Löggjafarþing126Þingskjöl2893-2894
Löggjafarþing130Þingskjöl6504, 6510
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 61

Þingmál A115 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 441 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1943-02-17 00:00:00 [PDF]

Þingmál A137 (verðuppbætur á útfluttar landbúnaðarvörur og afkoma iðnfyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 442 (þáltill. n.) útbýtt þann 1943-02-22 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 123

Þingmál A344 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
79. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-03-06 14:36:51 - [HTML]

Löggjafarþing 125

Þingmál A460 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1070 (nefndarálit) útbýtt þann 2000-04-27 13:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
103. þingfundur - Jóhann Ársælsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-27 16:07:43 - [HTML]

Löggjafarþing 126

Þingmál A416 (stofnun stjórnlagadómstóls eða stjórnlagaráðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 676 (þáltill.) útbýtt þann 2001-02-08 12:51:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 127

Þingmál A193 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2001-11-05 17:23:06 - [HTML]

Löggjafarþing 128

Þingmál A669 (virðisaukaskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1703 - Komudagur: 2003-03-13 - Sendandi: Reykjavíkurborg - Skýring: (afrit - lagt fram á fundi sg.) - [PDF]

Löggjafarþing 130

Þingmál A974 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2416 - Komudagur: 2004-05-10 - Sendandi: Norðurljós - [PDF]

Löggjafarþing 139

Þingmál A827 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3050 - Komudagur: 2011-08-23 - Sendandi: LÍÚ, SF og SA - Skýring: (ums., álit LEX og mb. Deloitte) - [PDF]

Löggjafarþing 140

Þingmál A365 (kjararáð og Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 947 - Komudagur: 2012-02-01 - Sendandi: Landsbankinn hf. - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]

Þingmál A408 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 589 (frumvarp) útbýtt þann 2011-12-16 20:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A657 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-26 22:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1889 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Tryggingamiðstöðin hf - [PDF]

Þingmál A658 (veiðigjöld)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1900 - Komudagur: 2012-04-23 - Sendandi: Tryggingamiðstöðin hf - [PDF]

Löggjafarþing 141

Þingmál A265 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 296 (frumvarp) útbýtt þann 2012-10-18 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A501 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Landsbankinn - [PDF]

Þingmál A570 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 968 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-31 17:12:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 148

Þingmál A631 (veiðigjald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1717 - Komudagur: 2018-05-31 - Sendandi: Þorvaldur Gylfason - [PDF]

Löggjafarþing 157

Þingmál A3 (Evrópska efnahagssvæðið)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1065 - Komudagur: 2025-11-28 - Sendandi: Júlíus Valsson - [PDF]