Hrd. 471/2010 dags. 16. september 2010 (Vextir gengistryggðs láns)[HTML][PDF] Lán bundið gengi tveggja erlendra gjaldmiðla. Ágreiningur var um hvaða vexti skuldari ætti að greiða í ljósi þess að gengislán voru dæmd hafa verið ólögmæt. Hæstiréttur leit svo á að þetta lán hefði verið óverðtryggt þar sem ekki var um það samið. Með því hefðu vextir einnig verið kipptir úr sambandi og því bæri lánið almenna vexti sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.