K hafði undirritað tryggingarbréf vegna lántöku M með 3. veðrétti í fasteign K. K byggði kröfu sína á 36. gr. samningalaga um að ekki væri hægt að bera ábyrgðaryfirlýsingu hennar samkvæmt tryggingarbréfinu fyrir sig þar sem ekki hefði verið fylgt skilyrðum og skyldum samkvæmt samkomulagi um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga frá 1. nóvember 2001, sem var þá í gildi. Fyrirsvarsmenn varnaraðila hefðu vitað að lánið til M væri vegna áhættufjárfestinga. Greiðslugeta M hafði ekki verið könnuð sérstaklega áður en lánið var veitt og báru gögn málsins ekki með sér að hann gæti staðið undir greiðslubyrði þess. Varnaraðilinn hefði ekki haft samband við K vegna ábyrgðar hennar, en augljós aðstöðumunur hefði verið með aðilum.
Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni