Gengið hafði verið frá kaupum SR-Mjöls á skipi og 50% kaupverðsins greitt, en svo voru samþykkt lög á Alþingi er gerðu skipið svo gott sem verðlaust. SR-Mjöl keypti veiðileyfi skips en ekki aflahlutdeildina. Veiðileyfið varð verðlaust. Krafist var ógildingar kaupsamningsins.
Látið þar við sitja að frekari efndir samkvæmt samningnum voru felldar niður, sýknað af endurgreiðslukröfu og aðilarnir látnir bera hallann af lagabreytingunum.