Merkimiði - Meðalhófsreglan


RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (614)
Dómasafn Hæstaréttar (81)
Umboðsmaður Alþingis (175)
Stjórnartíðindi - Bls (14)
Stjórnartíðindi - Auglýsingar (102)
Alþingistíðindi (355)
Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis (218)
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (768)
Lagasafn (17)
Alþingi (1007)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 1953:434 nr. 149/1952[PDF]

Hrd. 1953:456 nr. 148/1952[PDF]

Hrd. 1994:2768 nr. 202/1993[PDF]

Hrd. 1995:2300 nr. 478/1993 (Þungaskattur)[PDF]

Hrd. 1995:2328 nr. 290/1993[PDF]

Hrd. 1996:3962 nr. 286/1996 (Lyfjalög - Lyfsöluleyfi)[PDF]

Hrd. 1996:4112 nr. 290/1996 (Flugmaður)[PDF]

Hrd. 1997:490 nr. 110/1996[PDF]

Hrd. 1997:2025 nr. 346/1996 (Syðribrú - Forkaupsréttur sveitarfélags)[PDF]

Hrd. 1997:2625 nr. 156/1997 (Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma)[PDF]

Hrd. 1997:2707 nr. 435/1996 (Vistun á Unglingaheimili ríkisins)[PDF]
Óljóst var hvernig framlenging á vistun á unglingaheimili þjónaði þeim tilgangi að stúlka öðlaðist bata. Hún var á móti framlengingunni.
Hrd. 1997:2828 nr. 302/1997 (Framsal sakamanna til Bandaríkjanna)[PDF]
Bandarísk hjón voru framseld til Bandaríkjanna. Bandarísku stjórnvöldin handtóku hjónin með því að setja þau í járn. Talið var að íslensk stjórnvöld hefðu átt að skilyrða framsalið til að koma í veg fyrir vanvirðandi meðferð.
Hrd. 1997:2856 nr. 429/1997 (Fremri Langey í Dalabyggð - Dýrahald)[PDF]
Dómkröfum beindum að umhverfisráðherra, er hafði aðkomu að stjórnsýslumáli sem æðra stjórnvald, var vísað ex officio frá héraðsdómi þar sem ráðherrann var ekki talinn hafa lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins.
Hrd. 1997:3384 nr. 460/1997[PDF]

Hrd. 1998:455 nr. 37/1998[PDF]

Hrd. 1998:601 nr. 476/1997 (Möðrufell í Eyjafjarðarsveit - Dalabyggð - Röksemdir ráðuneytis)[PDF]

Hrd. 1998:985 nr. 216/1997 (Arnarnesland - Eignarnám á Arnarneshálsi)[PDF]
Garðabær sagðist hafa reynt í einhvern tíma en án árangurs að kaupa tilteknar landspildur á Arnarnesi, en eignarnámsþolarnir töldu það ekki vera rétt.

Garðabær hafi slitið samningaviðræðunum áður en mörg erfið álitaefni höfðu verið rædd til þrautar, og höfðu verðhugmyndir aðila ekki verið reyndar til fulls. Samþykkt tillagna um deiliskipulag höfðu ekki verið leiddar til lykta án þess að Garðabær hafi skýrt með fullnægjandi hætti ástæður þeirrar frestunar. Í ljósi þessa og að virtu samhengi viðræðnanna í heild, féllst Hæstiréttur á kröfu eignarnámsþolanna um ógildingu ákvörðunarinnar um eignarnám.
Hrd. 1998:1300 nr. 500/1997[PDF]

Hrd. 1998:3259 nr. 242/1997 (Notaðir vélsleðar)[PDF]

Hrd. 1999:957 nr. 275/1998[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1280 nr. 441/1998 (Visa Ísland)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:1404 nr. 81/1999 (Flutningur sýslumanns)[HTML][PDF]
Sýslumaður var fluttur á milli embætta en kaus að fara á eftirlaun. Litið var svo á að um væri að ræða fleiri kröfur um sama efnið þar sem ein krafan var innifalin í hinni.
Hrd. 1999:1511 nr. 511/1998 (Umgengnisréttur forsjársviptrar móður við barn sitt)[HTML][PDF]
Umgengni hafði verið ákveðin þannig að aðili hafði umgengnisrétt upp á 1,5 klukkustund á ári. Hæstiréttur taldi að ekki hafði verið sýnt fram á nauðsyn þess að takmarka umgengnina svo mikið.
Hrd. 1999:1709 nr. 403/1998 (Ósoneyðandi efni)[HTML][PDF]

Hrd. 1999:3956 nr. 424/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4208 nr. 271/1999[HTML][PDF]

Hrd. 1999:4247 nr. 132/1999 (Forstjóri Landmælinga ríkisins - Brottvikning)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:383 nr. 277/1999 (Uppsögn lektors í spænsku við HÍ)[HTML][PDF]
Samkvæmt reglum er giltu á þeim tíma þurfti staðfestingu ráðherra til að ráða starfsfólk. Óheimilt var að segja upp lektornum án staðfestingar ráðherra þar sem ráðherra kom að staðfestingu ráðningar hans.
Hrd. 2000:545 nr. 393/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1500 nr. 361/1999[HTML][PDF]

Hrd. 2000:1621 nr. 15/2000 (Stjörnugrís I)[HTML][PDF]
Of víðtækt framsal til ráðherra um hvort framkvæmdir þyrftu að fara í mat á umhverfisáhrifum.
Hrd. 2000:1855 nr. 492/1999 (Hundahald)[HTML][PDF]
Samningur var gerður um að greiða fyrir ákveðinn fjölda hunda en sá samningur var ekki gildur þar sem engin lagaheimild var fyrir því að afmarka tiltekinn fjölda hunda.
Hrd. 2000:2131 nr. 486/1999 (Dómnefnd um lektorsstarf)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2174 nr. 69/2000 (Skilyrði fyrir kindakjöt og mjólk - Greiðslumark II)[HTML][PDF]
Greiðslukerfi í landbúnaði var breytt og höfðaði sauðfjárbóndi einn mál þar sem verið væri að hygla kúabændum við þær breytingar.

Hæstiréttur féllst ekki á að í því fælist óheimil mismunun í skilningi jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þar sem löggjafanum hafi ekki verið skylt að láta sömu lagareglur gilda um allar greinar landbúnaðar. Þá hafi þeir breytingar sem áttu sér stað verið gerðar í lögmætum tilgangi, til þess fallnar að ná fram ákveðnum markmiðum í sauðfjárrækt og náðu til allra er stunduðu hana.
Hrd. 2000:2301 nr. 70/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2619 nr. 305/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2788 nr. 324/2000 (Hornafjörður - Umráð yfir grjóti - Siglingastofnun ríkisins)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2887 nr. 72/2000 (Menntaskólinn í Kópavogi)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:2946 nr. 91/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3268 nr. 158/2000 (Sýslumaður)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:3757 nr. 151/2000 (Uppsögn vagnstjóra hjá Strætó)[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4016 nr. 295/2000 (L.A. Café)[HTML][PDF]
Veitingastaður sótti um rýmkun á afgreiðslutíma áfengis þar sem slík rýmkun hafi verið almennt leyfð á öðru svæði innan Reykjavíkurborgar. Meiri hluti Hæstaréttar taldi að afmörkun svæðisins sem almenna rýmkunin gilti um væri málefnaleg.
Hrd. 2000:4191 nr. 208/2000[HTML][PDF]

Hrd. 2000:4205 nr. 209/2000 (Varanlegt fóstur)[HTML][PDF]
Lagaákvæðið sjálft var túlkað á þá leið að með varanlegu fóstri sé átt við að það haldist þar til forsjárskyldur féllu niður samkvæmt lögum en ekki að fósturbarn hverfi aftur til foreldra sinna að nýju að því ástandi loknu.
Hrd. 2001:458 nr. 402/2000[HTML]

Hrd. 2001:1090 nr. 58/2000 (Vatnsendi)[HTML]
ÞH gerði kröfu á hendur L um niðurfellingu eignarnáms á spildu af landi Vatnsenda er fram hafði farið árið 1947. Kröfuna byggði hann á að því sem eignarnáminu var ætlað að ná fram á sínum tíma hefði ekki gengið eftir, og að L ætlaði að selja Kópavogsbæ landið undir íbúðabyggð í stað þess að skila því.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að eingöngu lítill hluti af hinu eignarnumda landsvæðis hafði verið notað til þess að reisa fjarskiptamannvirki og því stórt svæði sem ekki hafði verið notað í þeim tilgangi. Héraðsdómur taldi að afsalið sem gefið var út árið 1947 hafi verið algert og því ætti eignarnámsþolinn enga kröfu til þess að fá aftur landspildur sem væru ekki notaðar í samræmi við eignarnámsheimildina. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms en tók þó fram slík endurheimt á landi þyrfti ekki að fara fram nema fyrir lægi lagaheimild eða sérstakar aðstæður.
Hrd. 2001:1188 nr. 354/2000 (Tolleftirlit með bókasendingum)[HTML]
Hæstiréttur taldi að sú framkvæmd að opna allar fyrirvaralaust og án samþykkis viðtakenda póstsendinga til þess að finna reikninga í pökkum, væri óheimil. Tollyfirvöld sýndu ekki fram á að það hefði verið nauðsynlegt.
Hrd. 2001:1245 nr. 257/2000[HTML]

Hrd. 2001:1288 nr. 352/2000[HTML]

Hrd. 2001:1296 nr. 353/2000[HTML]

Hrd. 2001:1398 nr. 390/2000 (Jarðasala II)[HTML]

Hrd. 2001:1885 nr. 25/2001 (Sýslumannsflutningur - Tilflutningur í starfi)[HTML]

Hrd. 2001:1977 nr. 4/2001[HTML]

Hrd. 2001:2245 nr. 67/2001[HTML]

Hrd. 2001:2828 nr. 296/2001 (Umgengnisréttur)[HTML]

Hrd. 2001:3215 nr. 118/2001[HTML]

Hrd. 2001:3358 nr. 39/2001[HTML]

Hrd. 2001:3434 nr. 277/2001 (Alþýðusamband Íslands)[HTML]
Reynt var á hvort uppbygging Alþýðusambandsins væri slík að hún heimilaði málsókn þess vegna hagsmuna félagsmanna undirfélaga sinna.
Hrd. 2001:3723 nr. 120/2001 (Landsímamál)[HTML]

Hrd. 2002:678 nr. 355/2001 (Tollurinn út fyrir valdmörk sín - Sake)[HTML]
Mjöður hafði verið tollaður sem sósa í mörg ár en hann var áfengur. Lagt var hald á eina sendinguna og óvissa var um hvort álitaefnið ætti heima hjá tollyfirvöldum eða lögreglunni.
Hrd. 2002:1372 nr. 394/2001[HTML]

Hrd. 2002:1639 nr. 177/2002 (Húsleit hjá olíufélögum - Samkeppnisstofnun - Tölvupóstur)[HTML]
Deilt um í málinu hvort rétt hefði að afrita öll þau gögn sem haldlögð voru í stað þess að afrita eingöngu þau sem talin höfðu hafa sönnunargildi.
Hrd. 2002:1652 nr. 178/2002 (Húsleit hjá olíufélögum)[HTML]
Deilt um í málinu hvort rétt hefði að afrita öll þau gögn sem haldlögð voru í stað þess að afrita eingöngu þau sem talin höfðu hafa sönnunargildi.
Hrd. 2002:1981 nr. 448/2001 (Íbúðalánasjóður - Langholtsvegur)[HTML]
Íbúðalaunasjóður krafðist nauðungarsölu á íbúð með áhvílandi láni frá þeim. Hann kaupir svo íbúðina á sömu nauðungarsölu á lægra verði. Fólkið sem bjó í íbúðinni vildi kaupa íbúðina á því verði sem hann keypti hana á.
Hrd. 2002:2124 nr. 24/2002 (Skiptaverðmæti)[HTML]

Hrd. 2002:2152 nr. 25/2002[HTML]

Hrd. 2002:2208 nr. 107/2002[HTML]

Hrd. 2002:3265 nr. 239/2002[HTML]

Hrd. 2002:3647 nr. 458/2002 (Framsóknarfélag Mýrasýslu)[HTML]

Hrd. 2002:3686 nr. 167/2002 (ASÍ-dómur - Lagasetning á sjómannaverkfall)[HTML]
Í málinu var deilt um lagasetningu á verkföll og verkbönn ýmissa félaga innan Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, og eru þau félög innan ASÍ. ASÍ stefndi ríkinu og Samtökum atvinnulífsins til að fá úr skorið um lögmæti lagasetningarinnar. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms með vísan til forsendna hans.

Megindeilurnar byggðust á því að með setningu laganna væri vegið að samningsfrelsi þeirra og verkfallsrétti sem nyti verndar 74. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 11. gr. MSE. Þá snerust þær einnig um að lögin hefðu einnig náð yfir aðildarfélög sem höfðu ekki tekið þátt í umræddum aðgerðum. Að auki var vísað til jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem eitt aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins hafði gert kjarasamning við Vélstjórafélag Íslands um mörg atriði nátengd deilumálunum sem gerðardómur skyldi líta til.

Litið var til þess að með sérstakri upptalningu á stéttarfélögum í 74. gr. yrðu gerðar ríkari kröfur til takmarkana á réttindum þeirra. Hins vegar var ákvæðið ekki túlkað með þeim hætti að löggjafanum væri óheimilt að setja lög sem stöðvuðu vinnustöðvanir tímabundið. Við setningu laganna hafði verkfallið þá staðið í sex vikur og taldi löggjafinn að ef ekkert væri gert hefði það neikvæð áhrif á almannahagsmuni. Ekki voru talin efni til þess að hnekkja því mati löggjafans.

Lagasetningin kvað á um að gerðardómur myndi ákvarða kjör allra aðildarfélaganna og jafnframt þeirra sem ekki höfðu tekið þátt í umræddum aðgerðum. Í greinargerð viðurkenndi íslenska ríkið að það hefði ekki verið ætlun laganna að þau næðu jafnframt yfir félög sem hvorki væru í verkfalli né verkbanni við gildistöku laganna. Gerðardómur taldi sig samt knúinn til þess að ákvarða einnig kjör þeirra sökum lagafyrirmælanna og takmarkaðs valdsviðs. Dómur héraðsdóms, með vísan til 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar, taldi að almannaheill hafi ekki krafist svo víðtæks gildissviðs og var því dæmt að umrætt bann laganna næði ekki yfir þau né ákvörðun gerðardómsins.

Dómsorð:
Fallist er á kröfu stefnanda að því leyti, að viðurkennt er að Verkalýðsfélagi Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélaginu Stjörnunni í Grundarfirði og Verkalýðsfélagi Stykkishólms sé, þrátt fyrir ákvæði l. gr., 2. gr., og 3. gr. laga nr. 34/2001, heimilt að efna til verkfalls og að ákvörðun gerðardóms samkvæmt sömu lögum ráði ekki kjörum fiskimanna í þessum félögum.
Stefndu, íslenska ríkið og Samtök atvinnulífsins, skulu að öðru leyti vera sýknir af kröfum stefnanda, Alþýðusambands Íslands, í máli þessu.
Málskostnaður fellur niður.
Hrd. 2003:596 nr. 70/2002 (Forkaupsréttur - Dalabyggð - Sælingsdalstunga)[HTML]
Sveitarfélag nýtti sér forkaupsrétt á grundvelli þess að ætlunin var að efla ferðaþjónustu. Kaupandinn taldi að ræða hefði átt við hann um að rækja þetta markmið. Hæstiréttur féllst ekki á mál kaupandans.
Hrd. 2003:1203 nr. 424/2002 (Flutningsjöfnunarsjóður - Olía)[HTML]

Hrd. 2003:1500 nr. 338/2002 (Tollvörður - Bótaskylda vegna rangrar frávikningar)[HTML]

Hrd. 2003:2045 nr. 477/2002 (Bókadómur)[HTML]

Hrd. 2003:3633 nr. 388/2003 (British Tobacco)[HTML]
Sett voru lög sem höfðu meðal annars þau áhrif að ekki hefði mátt hafa tóbak sýnilegt gagnvart almenningi. Tóbaksframleiðandi fór í mál gegn íslenska ríkinu þar sem það taldi lögin andstæð hagsmunum sínum vegna minni sölu. Héraðsdómur taldi framleiðandann skorta lögvarða hagsmuni þar sem ÁTVR væri seljandi tóbaks en ekki framleiðandinn. Hæstiréttur var ekki sammála því mati héraðsdóms og taldi tóbaksframleiðandann hafa lögvarða hagsmuni um úrlausn dómkröfunnar.
Hrd. 2003:3698 nr. 37/2003 (Grænmetismál)[HTML]

Hrd. 2003:3977 nr. 422/2003[HTML]

Hrd. 2003:4332 nr. 136/2003[HTML]

Hrd. 2003:4366 nr. 145/2003[HTML]

Hrd. 2003:4547 nr. 447/2003[HTML]

Hrd. 2003:4714 nr. 172/2003 (Svipting forsjár barna)[HTML]

Hrd. 2004:171 nr. 280/2003 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML]

Hrd. 2004:397 nr. 481/2003[HTML]

Hrd. 2004:2336 nr. 15/2004[HTML]

Hrd. 2004:2354 nr. 477/2003 (Handtaka án tilefnis)[HTML]
Lögreglumaður á vakt hugðist fara í sjoppu til að kaupa snarl. Kúnni fór að abbast upp á hann með því að taka mynd af lögreglumanninum að borða og handtók lögreglumaðurinn kúnnann. Honum var vikið úr starfi og hann svo sakfelldur.
Hrd. 2004:2760 nr. 52/2004 (Brottvísun útlendings - Hættulegur hagsmunum almennings)[HTML]
K kom til Íslands frá Litháen og var með dvalarleyfi. Dvalarleyfið var síðan afturkallað þar sem útlendingaeftirlitið hefði komist á snoðir um ákæru fyrir glæp í heimalandi sínu en síðan dæmdur sekur en verið ósakhæfur, og að útlendingaeftirlitið efaðist um réttmæti útskriftar hans. Hann var síðan útskrifaður sem heilbrigður og fer síðar til Íslands. Greint var á um það hvort heimilt hefði verið að afturkalla það, meðal annars á þeim forsendum að málið hefði ekki verið rannsakað nægilega.

Hæstiréttur felldi úr gildi afturköllunina á dvalarleyfi K og þar af leiðandi grundvöll brottvísunarinnar. Í síðara máli Hrd. nr. 56/2008 dags. 16. október 2008 (Bætur vegna hrd. 52/2004) fékk K miskabætur vegna brottvísunarinnar.
Hrd. 2004:2772 nr. 62/2004 (Þakvirki ehf.)[HTML]

Hrd. 2004:3691 nr. 174/2004 (Atlantsskip)[HTML]

Hrd. 2004:3796 nr. 48/2004 (Biskupstungur - Framaafréttur - Úthlíð)[HTML]
Íslenska ríkið stefndi í héraði nánar tilgreindum aðilum til ógildingar á tilteknum hluta úrskurðar óbyggðanefndar er fjallaði um tiltekin mörk milli eignarlands og þjóðlenda. Gagnsakarmál voru höfðuð af tveim stefndu í málinu.

Niðurstaða héraðsdóms var staðfesting úrskurðar óbyggðanefndar að öllu leyti nema að landið í kringum Hagafell, eins og það var afmarkað í úrskurðinum, teldist afréttur Bláskógabyggðar. Öðrum kröfum gagnstefnenda var vísað frá dómi.

Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm, að hluta til með vísan til forsendna hans. Í dómnum rekur Hæstiréttur niðurstöðu hrd. Landmannaafréttur I og II, markmið laga þjóðlendulaga, og III. kafla laganna um setningu og hlutverk óbyggðanefndar. Fyrsta landsvæðið sem nefndin fjallaði um var norðanverð Árnessýsla sem hún gerði í sjö málum. Málið sem var skotið til dómstóla var eitt þeirra.

Hæstiréttur taldi greina þurfti, í ljósi þjóðlendulaganna, á milli þjóðlendna og ríkisjarða þar sem íslenska ríkið ætti ekki beinan eignarrétt að svæðum er teljast til þjóðlendna. Sérstaða þjóðlendna væri sú að um væri að ræða forræði yfir tilteknum heimildum á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn að.

Fyrir dómi hélt íslenska ríkið því fram að óbyggðanefnd hafi hafnað málatilbúnaði íslenska ríkisins um að nánar afmörkuð landsvæði teldust til þjóðlenda en án þess að taka afstöðu til þess hvaða aðilar teldust vera handhafar eignarréttinda innan þess. Taldi íslenska ríkið því rétt að krefjast endurskoðunar á þeim hluta úrskurðarins þar sem óbyggðanefnd á að hafa lagt alla sönnunarbyrðina á íslenska ríkið um að ekki sé um eignarland að ræða.

Til stuðnings máli sínu vísaði ríkið meðal annars til landamerkjalaga nr. 5/1882 en þar hafi fyrst verið kveðið á um skyldu til jarðeigenda um að gera landamerkjabréf fyrir jarðir sínar. Þau bréf hafi verið einhliða samin og því ekki tæk sem sönnun á eignarhaldi og þar að auki merki um að jarðeigendur hafi í einhverjum tilvikum verið að eigna sér eigandalaust land. Um mörk landsvæða í slíkum landamerkjabréfum sé um að ræða samning milli hlutaðeigandi aðila sem sé ríkinu óviðkomandi. Þá væri heldur ekki hægt að líta svo á að athugasemdalausar þinglýsingar landamerkjabréfa hafi falið í sér viðurkenningu ríkisins á efni þeirra, hvort sem það hafi verið með athöfn eða athafnaleysi.

Af hálfu stefndu í málinu var þeim málflutningi ríkisins andmælt á þeim forsendum að landamerki hvað aðliggjandi jarðir ræðir séu samkomulag þeirra eigenda og að íslenska ríkið ætti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að hin þinglýstu jarðamerki væru röng. Séu lagðar fram ríkari kröfur um eignarheimildir myndi það leiða til meira ónæðis og kostnaðar en gagnvart öðrum landeigendum, ásamt því að leiða til óvissu um eignarréttinn. Athugasemdalaus þinglýsing hafi þar að auki falið í sér réttmætar væntingar þinglýsenda.

Hæstiréttur taldi að þinglýsing landamerkjabréfa væri ekki óyggjandi sönnun á mörkum lands heldur þyrfti að meta hvert bréf sérstaklega. Þar leit hann meðal annars á það hvort eigendur aðliggjandi jarða hafi samþykkt mörkin og hvort ágreiningur hefði verið borinn upp. Þá voru aðrar heimildir og gögn jafnan metin samhliða. Með hliðsjón af þessu mati var ekki fallist á kröfu íslenska ríkisins um ógildingu úrskurðar óbyggðanefndar.

Hrd. 2004:3895 nr. 47/2004 (Biskupstungnaafréttur „norðan vatna“)[HTML]

Hrd. 2004:4030 nr. 94/2004[HTML]

Hrd. 2004:4041 nr. 420/2004[HTML]

Hrd. 2004:4410 nr. 196/2004 (Ásar í Svínavatnshreppi)[HTML]

Hrd. 2005:30 nr. 504/2004[HTML]

Hrd. 2005:1086 nr. 378/2004 (Uppsögn á reynslutíma)[HTML]

Hrd. 2005:1961 nr. 146/2005[HTML]

Hrd. 2005:2503 nr. 20/2005 (Starfsleyfi álvers í Reyðarfirði)[HTML]

Hrd. 2005:2925 nr. 312/2005[HTML]

Hrd. 2005:3015 nr. 367/2005 (Skaftafell I og III í Öræfum - Óbyggðanefnd)[HTML]
Íslenska ríkið var stefnandi þjóðlendumáls og var dómkröfum þess beint að nokkrum jarðeigendum auk þess að það stefndi sjálfu sér sem eigenda sumra jarðanna sem undir voru í málinu. Hæstiréttur mat það svo að sami aðili gæti ekki stefnt sjálfum sér og vísaði frá þeim kröfum sem íslenska ríkið beindi gegn sér sjálfu.
Hrd. 2005:3106 nr. 344/2005[HTML]

Hrd. 2005:3431 nr. 33/2005[HTML]

Hrd. 2005:4873 nr. 500/2005[HTML]

Hrd. 2006:119 nr. 375/2005 (Arkitektar)[HTML]

Hrd. 2006:519 nr. 321/2005 (Sundagarðar)[HTML]

Hrd. 2006:823 nr. 98/2006[HTML]

Hrd. 2006:1031 nr. 413/2005[HTML]

Hrd. 2006:1149 nr. 384/2005[HTML]

Hrd. 2006:1176 nr. 441/2005[HTML]

Hrd. 2006:1257 nr. 440/2005 (Ásar)[HTML]

Hrd. 2006:1589 nr. 403/2005[HTML]

Hrd. 2006:1689 nr. 220/2005 (Tóbaksdómur)[HTML]

Hrd. 2006:1776 nr. 462/2005 (Bann við að sýna tóbak)[HTML]

Hrd. 2006:1850 nr. 471/2005[HTML]

Hrd. 2006:2032 nr. 196/2006[HTML]

Hrd. 2006:2279 nr. 496/2005 (Fjall og Breiðármörk í Öræfum - Skeiðársandur (Skaftafell II))[HTML]
Íslenska ríkið lýsti yfir kröfu á hluta tiltekinna jarða. Dómurinn er sérstakur fyrir það að ekki væri um að ræða afréttir, heldur jarðir. Á þessu tímabili hafði verið hlýindaskeið og jöklar því hopað. Landamerkjabréfin voru gerð þegar jöklarnir höfðu skriðið fram megnið af landinu. Í mörg hundruð ár höfðu ekki verið nein raunveruleg afnot af því landi sem jöklarnir höfðu skriðið yfir. Síðar hopuðu jöklarnir eitthvað.
Hrd. 2006:2469 nr. 511/2005 (Fjarskiptamastur - Gullver)[HTML]
Ætlunin var að segja upp fjarskiptamastur á tiltekinn stað. Talið var að eignarnámsþolinn bæri sönnunarbyrðina um að rannsókn í undirbúningi ákvörðunar um eignarnám hefði verið ófullnægjandi.
Hrd. 2006:2894 nr. 8/2006 (Breyting á starfi yfirlæknis)[HTML]

Hrd. 2006:3130 nr. 1/2006[HTML]

Hrd. 2006:3774 nr. 497/2005 (Hoffells-Lambatungur)[HTML]

Hrd. 2006:3810 nr. 498/2005 (Stafafell - Lón í Hornafirði)[HTML]

Hrd. 2006:3963 nr. 133/2006 (Hrunaheiðar)[HTML]

Hrd. 2006:4425 nr. 122/2006 (Synjun Mosfellsbæjar á umsókn um byggingarleyfi)[HTML]

Hrd. 2006:4655 nr. 559/2006[HTML]

Hrd. 2006:5370 nr. 286/2006[HTML]

Hrd. nr. 632/2006 dags. 16. janúar 2007[HTML]

Hrd. nr. 395/2006 dags. 1. febrúar 2007[HTML]

Hrd. nr. 241/2006 dags. 22. febrúar 2007[HTML]

Hrd. nr. 438/2006 dags. 1. mars 2007 (Sinfóníuhljómsveit Íslands)[HTML]
Reynt var á hvort stjórnsýslulögin ættu við. Starfsmanni hljómsveitarinnar hafði verið sagt upp þar sem hann stæði sig ekki nógu vel í starfi, og var ekki veittur andmælaréttur. Hæstiréttur taldi að hljómsveitin teldist ekki ríkisstofnun en hins vegar ættu stjórnsýslulögin við. Hún væri stjórnvald sökum þess að hún væri í eigu opinberra aðila og rekin fyrir almannafé.
Hrd. nr. 345/2006 dags. 8. mars 2007 (Kaupþing banki hf. - Skattaupplýsingar)[HTML]
Ríkisskattstjóri óskaði eftir ítarlegum upplýsingum um stóran hóp aðila hjá Kaupþing banka en var synjað. Hæstiréttur taldi að afhending upplýsinganna ætti að fara fram og vísaði til þess að tilgangurinn með lagaheimildinni hefði verið málefnalegur og beiting ríkisskattstjóra hafi verið í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýslulaganna.
Hrd. nr. 445/2006 dags. 8. mars 2007 (Þjóðhildarstígur)[HTML]

Hrd. nr. 333/2006 dags. 8. mars 2007 (Glitnir banki hf.)[HTML]

Hrd. nr. 325/2006 dags. 8. mars 2007 (Landsbanki Íslands hf.)[HTML]

Hrd. nr. 551/2006 dags. 26. apríl 2007 (Þrándarstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 647/2006 dags. 10. maí 2007 (Salmann Tamimi gegn Landspítala-háskólasjúkrahúsi - Uppsögn ríkisstarfsmanns)[HTML]
Ríkisstarfsmanni var sagt upp vegna útskiptingar á tölvukerfum og fór hann í mál. Hæstiréttur nefndi að það skipti máli í hvaða starf viðkomandi var ráðinn og ef starfi er skipt út fyrir annað þurfi að kanna hvort finna megi önnur störf innan stjórnvaldsins sem starfsmaðurinn er hæfur til að gegna. Talið var að uppsögnin hafi verið ólögmæt.
Hrd. nr. 571/2006 dags. 16. maí 2007[HTML]

Hrd. nr. 423/2006 dags. 7. júní 2007 (Blönduós - Ræktunarlóð)[HTML]

Hrd. nr. 323/2007 dags. 15. ágúst 2007[HTML]

Hrd. nr. 523/2006 dags. 20. september 2007 (Starfsmannaleigur - Impregilo SpA)[HTML]
Spurt var um hver ætti að skila skattinum. Fyrirætlað í lögskýringargögnum en kom ekki fram í lagatextanum, og því ekki hægt að byggja á lagaákvæðinu.
Hrd. nr. 182/2007 dags. 27. september 2007 (Leyfi til námuvinnslu á hafsbotni - Björgun)[HTML]
Árið 1990 fékk félagið Björgun opinbert leyfi til að vinna efni á hafsbotni til 30 ára. Árið 2000 öðluðust svo gildi lög um eignarrétt íslenska ríkisins á hafsbotninum er fólu í sér breytingar á skilyrðum til að fá útgefin eins leyfi og Björgun hafði undir höndum. Með lögunum var almennt orðað bráðabirgðaákvæði um að þáverandi handhafar slíkra leyfa skyldu halda þeim í 5 ár eftir gildistöku laganna.

Árið 2004 fékk svo Björgun tilkynningu um að leyfið þeirra myndi renna út á næsta ári. Félagið sótti þá um endurnýjun á leyfinu til Skipulagsstofnunar en var þá tilkynnt að leyfið þeirra yrði háð mati á umhverfisáhrifum. Björgun var ekki sátt með það.

Hæstiréttur tók undir með Björgun að um væri að ræða skerðingu á eignarréttindum og atvinnuréttindum, ásamt því að lagabreytingin hefði verið sérlega íþyngjandi gagnvart félaginu. Þó var ekki fallist á bótaskyldu þar sem hann taldi að uppfyllt hefðu verið skilyrði um almenningsþörf og ríkir almannahagsmunir væru fyrir því að vernda hafsbotninn. Þá vísaði hann til þess að grundvöllur lagasetningarinnar hefði verið umhverfisvernd og framkvæmd þjóðréttarskuldbindinga íslenska ríkisins. Þessi sjónarmið hefðu meira vægi en eignarréttindi Björgunar á leyfinu en skerðingin væri ekki það mikil að hún stofnaði til bótaskyldu af hendi íslenska ríkisins.
Hrd. nr. 516/2007 dags. 15. október 2007 (Ólögmæt handtaka - Fjártjón - Miski)[HTML]
Aðili bar upp viðurkenningarkröfu vegna meintrar ólögmætrar handtöku og einnig bótakröfu. Hæstiréttur taldi að um væri að ræða tvær aðskildar kröfur.
Hrd. nr. 79/2007 dags. 18. október 2007[HTML]

Hrd. nr. 109/2007 dags. 25. október 2007 (Þjóðkirkjan og önnur trúfélög - Ásatrúarfélagið)[HTML]
Í þessu máli reyndi á í fyrsta skipti á þau forréttindi sem Þjóðkirkjan fær umfram önnur trúfélög. Ásatrúarfélagið stefndi ríkinu á þeim forsendum að aukin fjárframlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar miðað við önnur trúfélög fælu í sér ólögmæta mismunun.

Hæstiréttur mat það svo að þær auknu skyldur sem ríkið setur á Þjóðkirkjuna leiddu til þess að hún og Ásatrúarfélagið væru ekki í sambærilegri stöðu og því væri ekki um mismunun að ræða.
Hrd. nr. 594/2006 dags. 1. nóvember 2007 (Brekkuás)[HTML]

Hrd. nr. 163/2007 dags. 8. nóvember 2007 (Pétursbúð)[HTML]

Hrd. nr. 169/2007 dags. 13. desember 2007[HTML]

Hrd. nr. 9/2008 dags. 23. janúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 250/2007 dags. 24. janúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 60/2008 dags. 25. febrúar 2008[HTML]

Hrd. nr. 124/2008 dags. 7. mars 2008[HTML]

Hrd. nr. 518/2007 dags. 13. mars 2008 (Svæfingalæknir)[HTML]

Hrd. nr. 174/2008 dags. 7. apríl 2008[HTML]

Hrd. nr. 192/2008 dags. 23. apríl 2008[HTML]

Hrd. nr. 313/2008 dags. 16. júní 2008[HTML]

Hrd. nr. 399/2008 dags. 30. júlí 2008[HTML]

Hrd. nr. 417/2008 dags. 2. september 2008[HTML]

Hrd. nr. 430/2007 dags. 18. september 2008 (Hjúkrunarfræðingur á geðsviði)[HTML]
X starfaði sem hjúkrunarfræðingur á geðsviði Landspítala Íslands ásamt hjúkrunarfræðingnum Y. Y sakaði X um kynferðislega áreitni utan vinnustaðar og lýsti því yfir að hann væri tilbúinn til þess að færa sig milli deilda.

Yfirmenn X ákváðu að færa X milli deilda gegn vilja hennar vegna ágreiningsins sem ríkti meðal þeirra tveggja og að ágreiningurinn truflaði starfsemina. Landspítalinn hélt því fram að um væri að ræða ákvörðun á grundvelli stjórnunarréttar vinnuveitenda og því ættu reglur stjórnsýsluréttarins ekki við.

Hæstiréttur taldi að ákvörðunin hefði slík áhrif á æru X, réttindi hennar og réttarstöðu hennar að öðru leyti, að hún teldist vera stjórnvaldsákvörðun. Fallist var á kröfu X um ógildingu þeirrar ákvörðunar Landspítalans um að flytja hana úr starfi milli deilda og greiðslu miskabóta.
Hrd. nr. 493/2008 dags. 22. september 2008[HTML]

Hrd. nr. 550/2007 dags. 2. október 2008[HTML]

Hrd. nr. 78/2008 dags. 16. október 2008[HTML]

Hrd. nr. 70/2008 dags. 30. október 2008 (Kostnaður vegna málsmeðferðar í Landbúnaðarráðuneytinu - Varnargarður í Hvítá III - Blöndal)[HTML]
Ekki algengt að slík bótaskylda sé dæmd. Hæstiréttur taldi að mistökin á stjórnsýslustigi hefðu verið svo mikil að háttsemin teldist saknæm og ólögmæt og bæri ríkið því bótaskyldu vegna kostnaðar aðilanna vegna meðferð málsins á stjórnsýslustigi.
Hrd. nr. 187/2008 dags. 20. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 151/2008 dags. 20. nóvember 2008[HTML]

Hrd. nr. 209/2008 dags. 11. desember 2008[HTML]

Hrd. nr. 239/2008 dags. 22. janúar 2009 (Framhaldsskólakennari)[HTML]

Hrd. nr. 62/2009 dags. 23. febrúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 395/2008 dags. 26. febrúar 2009[HTML]

Hrd. nr. 425/2008 dags. 19. mars 2009 (Vegagerðin og eignarnám - Brekka í Núpasveit)[HTML]
Vegagerðin vildi leggja þjóðveg og valdi leið er myndi krefjast eignarnáms jarðarinnar Brekku í Núpasveit. Í þeim tilgangi fékk Vegagerðin framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu og krafðist umrædds eignarnáms, er eigendur jarðarinnar voru ekki sáttir með. Yfirlýstur tilgangur þeirrar tilteknu leiðar væri að stytta akstursvegalengdir milli þéttbýliskjarna og þar af leiðandi stuðla að myndun eins þjónustusvæðis. Nokkrir möguleikar voru fyrir hendi og voru valkostirnir sendir til úrskurðar hjá Skipulagsstofnun og við málsmeðferð hennar leitaði hún umsagnar sveitarfélagsins. Hún taldi þrjár leiðir koma helst til greina (nr. 140, 141, og 150) en taldi þá leið sem málið snýst um (nr. 141) vera þá álitlegustu. Fornleifavernd ríkisins ritaði til Skipulagsstofnunar í tilefni úrskurðsins og taldi hina völdu leið þrengja mjög að fornminjum á svæðinu og leið nr. 150 vera ákjósanlegri.

Eigendurnir kærðu úrskurð Skipulagsstofnunar til ráðherra og færðu í kæru sinni rök fyrir leið nr. 150 og tefldu því einnig fram að hægt væri að nýta jarðir sem íslenska ríkið ætti þá þegar. Ábúendurnir kærðu þá einnig úrskurð Skipulagsstofnunar þar sem andmælt væri vali á leið nr. 150. Ráðherra taldi ekki ástæðu til annars en að staðfesta hinn kærða úrskurð en þó með skilyrðum eftir því hvaða leið yrði valin.

Fyrir héraðsdómi kröfðust eigendurnir ógildingar á eignarnáminu og framkvæmdaleyfinu. Í héraði voru málsúrslit þau að bæði Vegagerðin og sveitarfélagið voru sýknuð af téðum kröfum eigendanna.

Hæstiréttur sýknaði sveitarfélagið af kröfu um ógildingu framkvæmdaleyfisins þar sem ekki fundust annmarkar í stjórnsýslumeðferð málsins er réttlætti það, en hann ógilti hins vegar eignarnámið á þeim forsendum að Vegagerðin gat ekki sýnt fram á að leið nr. 141 hafi verið betri en hinar, þar á meðal á grundvelli óstuddra yfirlýsinga um kostnaðarauka ef leið nr. 150 yrði valin í staðinn. Þær jarðir sem leið 150 hefði legið um voru allar í eign ríkisins og því leitt til vægari aðgerða gagnvart almenningi en hinar leiðirnar.
Hrd. nr. 218/2008 dags. 19. mars 2009[HTML]

Hrd. nr. 444/2008 dags. 7. apríl 2009 (Sumarhús af sameiginlegri lóð - Miðengi - Sunnuhvoll II)[HTML]

Hrd. nr. 479/2008 dags. 14. maí 2009[HTML]

Hrd. nr. 520/2008 dags. 28. maí 2009[HTML]

Hrd. nr. 363/2009 dags. 3. júlí 2009[HTML]

Hrd. nr. 102/2009 dags. 24. september 2009 (Brú á Jökuldal)[HTML]

Hrd. nr. 596/2008 dags. 24. september 2009[HTML]

Hrd. nr. 53/2009 dags. 1. október 2009[HTML]

Hrd. nr. 22/2009 dags. 22. október 2009 (Vegalagning í Nesjum í Hornafirði - Hornafjarðarfljót)[HTML]

Hrd. nr. 671/2008 dags. 22. október 2009 (Teigsskógur)[HTML]

Hrd. nr. 685/2008 dags. 29. október 2009 (Afréttur Seltjarnarness hins forna - Lyklafell)[HTML]

Hrd. nr. 69/2009 dags. 19. nóvember 2009[HTML]

Hrd. nr. 600/2009 dags. 25. nóvember 2009 (Skjöl á erlendu tungumáli)[HTML]
Héraðsdómur vísaði frá máli 27 erlendra banka gegn Seðlabanka Íslands, og var ein af mörgum frávísunarástæðum sú að stefnendur málsins hafi lagt fram átján skjöl á erlendum tungumálum án þýðinga á íslensku. Hæstiréttur staðfesti hinn kærða úrskurð héraðsdóms af þessari og fleirum ástæðum, og staðhæfði þar að auki að framlagning skjala á íslensku væri meginreglan en að þýða þurfi þá hluta sem byggt væri á eða sérstaklega vísað til í málinu nema dómarinn telji sér fært að þýða það.
Hrd. nr. 121/2009 dags. 3. desember 2009 (Elínarmálið - Elín-ÞH)[HTML]

Hrd. nr. 664/2009 dags. 10. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 663/2009 dags. 10. desember 2009[HTML]

Hrd. nr. 665/2008 dags. 17. desember 2009 (Gildi lífeyrissjóður)[HTML]
Á þeim tíma þurfti ráðherra að staðfesta samþykktir lífeyrissjóða væru réttar (þ.e. færu að lögum og reglur, jafnræði, eignarrétt, og þvíumlíkt). Í stjórn sjóðsins sat ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og kom ráðuneytisstjórinn ekki að málinu innan ráðuneytisins og vék því ekki af fundi þegar ráðherra undirritaði breytinguna. Hæstiréttur taldi að ráðuneytisstjórinn hefði ekki verið vanhæfur.
Hrd. nr. 277/2009 dags. 28. janúar 2010[HTML]

Hrd. nr. 138/2010 dags. 12. mars 2010[HTML]

Hrd. nr. 378/2009 dags. 18. mars 2010[HTML]

Hrd. nr. 129/2010 dags. 19. mars 2010[HTML]

Hrd. nr. 409/2009 dags. 25. mars 2010[HTML]

Hrd. nr. 169/2010 dags. 25. mars 2010[HTML]

Hrd. nr. 215/2010 dags. 29. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 236/2010 dags. 30. apríl 2010[HTML]

Hrd. nr. 449/2009 dags. 12. maí 2010 (Umferðarslys á Arnarnesvegi - Sjúkrakostnaður)[HTML]
Kveðið á um að eingöngu sá er varð fyrir tjóninu geti krafist bótanna.
Hrd. nr. 184/2009 dags. 3. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 266/2010 dags. 14. júní 2010[HTML]

Hrd. nr. 436/2010 dags. 19. júlí 2010 (Aðalskipulag Flóahrepps - Urriðafossvirkjun - Flýtimeðferð)[HTML]

Hrd. nr. 384/2010 dags. 13. ágúst 2010[HTML]

Hrd. nr. 473/2009 dags. 16. september 2010 (Krepputunga)[HTML]

Hrd. nr. 748/2009 dags. 7. október 2010 (Vatnsendi, Svalbarðshreppi)[HTML]

Hrd. nr. 749/2009 dags. 7. október 2010 (Þverfellsland)[HTML]

Hrd. nr. 517/2009 dags. 7. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 750/2009 dags. 7. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 28/2010 dags. 14. október 2010 (Fjölskyldunefnd)[HTML]
Forsjá barns var komin til fjölskyldunefndar og ekki var búið að skipa því lögráðamann. Talið var því að skort hafi heimild til að áfrýja fyrir hönd þess.
Hrd. nr. 559/2009 dags. 21. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 141/2010 dags. 28. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 612/2010 dags. 28. október 2010[HTML]

Hrd. nr. 151/2010 dags. 11. nóvember 2010 (Lóðaskil í Reykjavíkurborg - Hádegismóar)[HTML]
Hugar ehf. hafði fengið úthlutað lóð til atvinnustarfsemi frá Reykjavíkurborg og átti þess í stað að greiða gatnagerðargjald og kaupverð byggingarréttarins. Fyrirtækið krafðist í kjölfar efnahagshrunsins 2008 að skila lóðinni gegn endurgreiðslu en þá hafði Reykjavíkurborg breytt stjórnsýsluframkvæmd sinni og byrjað að neita að taka aftur við lóðum í ljósi skipulagsmarkmiða og að ólíklegt væri að sóst yrði um úthlutun á þeim lóðum sem yrði skilað.

Dómurinn er til marks um þá meginreglu að óheimilt væri að breyta langvarandi og kunnri stjórnsýsluframkvæmd með íþyngjandi hætti gagnvart almenningi einvörðungu á þeim grundvelli að málefnalegar ástæður liggi þar fyrir, heldur verði að taka formlega ákvörðun þar að lútandi þannig að aðilar sem eigi hagsmuna að niðurstöðunni geti gætt hagsmuna sinna.

Þrátt fyrir þetta synjaði Hæstiréttur málsástæðu fyrirtækisins um að venja hefði myndast um endurgreiðslu gjaldanna af hálfu Reykjavíkurborgar vegna skila á atvinnuhúsalóðum þar sem ekki hefði verið nóg að benda á fáein tilvik því til stuðnings.
Hrd. nr. 188/2010 dags. 18. nóvember 2010[HTML]

Hrd. nr. 274/2010 dags. 25. nóvember 2010 (Greiðsluaðlögun - Kröfuábyrgð - Sparisjóður Vestmannaeyja)[HTML]
Þann 1. apríl 2009 tóku í gildi breytingarlög, nr. 24/2009, er breyttu gildandi lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991 til að innleiða úrræði um greiðsluaðlögun. Alþingi samþykkti jafnframt annað frumvarp til laga um ábyrgðarmenn, nr. 32/2009, er höfðu þau áhrif að nauðasamningar og aðrar eftirgjafir, þ.m.t. nauðasamningar til greiðsluaðlögunar er kváðu á um lækkun krafna á hendur lántaka hafa sömu áhrif til lækkunar kröfu á hendur ábyrgðarmönnum. Það frumvarp var samþykkt á sama degi og frumvarp til breytingarlaganna en tók gildi 4. apríl það ár.

D fékk staðfestan nauðasamning til greiðsluaðlögunar með úrskurði héraðsdóms þann 15. september 2009. Í þeim nauðasamningi voru samningskröfur gefnar eftir að fullu. S, einn lánadrottna D, stefndi B og C til innheimtu á sjálfskuldarábyrgð þeirra fyrir skuld D gagnvart S. Málatilbúnaður B og C í málinu var á þá leið að þrátt fyrir að ákvæði laga um ábyrgðarmenn stönguðust á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar yrði afleiðingin ekki sú að S gæti gengið á ábyrgðina, heldur yrði íslenska ríkið bótaskylt gagnvart S vegna tjóns sem S yrði fyrir sökum skerðingarinnar.

Að mati Hæstaréttar var um að ræða afturvirka og íþyngjandi skerðingu á kröfuréttindum sem yrði ekki skert án bóta. Forsendurnar fyrir niðurfellingunni í löggjöfinni voru þar af leiðandi brostnar og því ekki hægt að beita henni. Af þeirri ástæðu staðfesti Hæstiréttur kröfu S um að B og C greiddu sér umkrafða fjárhæð.
Hrd. nr. 128/2010 dags. 9. desember 2010[HTML]

Hrd. nr. 80/2010 dags. 9. desember 2010 (Kiðjaberg - Brottflutningur mannvirkis)[HTML]

Hrd. nr. 682/2010 dags. 15. desember 2010[HTML]

Hrd. nr. 697/2010 dags. 23. desember 2010[HTML]

Hrd. nr. 299/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Valþjófsstaðir)[HTML]

Hrd. nr. 491/2010 dags. 10. febrúar 2011[HTML]

Hrd. nr. 579/2010 dags. 10. febrúar 2011 (Flóahreppur - Urriðafossvirkjun)[HTML]

Hrd. nr. 472/2010 dags. 3. mars 2011[HTML]

Hrd. nr. 626/2010 dags. 31. mars 2011 (Ummæli yfirmanns eftirlitssviðs RSK)[HTML]

Hrd. nr. 185/2011 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Hrd. nr. 338/2011 dags. 9. júní 2011[HTML]

Hrd. nr. 374/2011 dags. 22. júní 2011[HTML]

Hrd. nr. 407/2011 dags. 4. júlí 2011[HTML]

Hrd. nr. 452/2011 dags. 24. ágúst 2011[HTML]

Hrd. nr. 706/2010 dags. 20. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 340/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin - FSCS)[HTML]
Við hrun fjármálamarkaðarins árið 2008 voru sett svokölluð neyðarlög (nr. 125/2008). Í 6. gr. laganna var bætt við nýju ákvæði í lög um fjármálafyrirtæki er kvað á að „[v]ið skipti á búi fjármálafyrirtækis njóta kröfur vegna innstæðna, samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, rétthæðar skv. 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.“. Þetta olli ósáttum við slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og fór það fyrir dóm.

Einn kröfuhafinn, breskur tryggingarsjóður fyrir viðskiptavini viðurkenndra fjármálafyrirtækja (FSCS), krafðist viðurkenningar á kröfu sem slitastjórnin hafði samþykkt sem forgangskröfu. Aðrir kröfuhafar voru ekki sáttir og báru upp ágreining sinn við slitastjórnina. Slitastjórnin vísaði ágreiningnum til héraðsdóms.

Hæstiréttur viðurkenndi kröfu FSCS um að krafa þeirra skyldi sett í hærri forgang við skipti búsins. Við úrlausnina þurfti Hæstiréttur að meta stjórnskipulegt gildi 6. gr. laga nr. 125/2008. Þar mat hann svo á að aðstæður fjármálamarkaðarins væru slíkar að bæði stjórnvöld og Alþingi töldu ókleift að endurfjármagna bankana með fé úr ríkissjóði svo þeir gætu starfað áfram. Að auki stefndu önnur stærri fjármálafyrirtæki í óefni og var staða þeirra tæp. Með hliðsjón af „þeim mikla og fordæmalausa vanda, sem við var að etja, og þeim skýru markmiðum sem stefnt var að, verður við úrlausn um lögmæti ákvarðana löggjafans að játa honum ríku svigrúmi við mat á því hvaða leiðir skyldu farnar til að bregðast við því flókna og hættulega ástandi sem upp var komið“.

Þegar kom að mögulegu tjóni sóknaraðila vegna lagabreytinganna var litið til þess að Landsbankinn hafði þegar á þessu stigi höfðað nokkur skaðabótamál og riftunarmál en óljóst væri um árangur þeirra málsókna þegar dómurinn var kveðinn upp og því ókleift að vita á þeim tíma hve mikið myndi fást greitt af þeim þegar uppi væri staðið.

Rök Hæstaréttar varðandi breytingar á rétthæð krafna voru í grunni séð þau að allt frá 1974 hafi komið ítrekað fram í löggjöf breytingar á ákvæðum laga um skipun krafna í réttindaröð á þann veg að forgangskröfur hafi verið ýmist rýmkaðar eða þrengdar, sem hefur áhrif á stöðu annarra krafna í hag eða óhag. Með hliðsjón af þessu var ekki fallist á málatilbúnað sóknaraðila um að þeir hafi haft réttmætar væntingar til þess að reglunum yrði ekki breytt þeim í óhag.

Kröfuhafar komu á framfæri málatilbúnaði um að löggjöfin fæli í sér afturvirkar skerðingar á réttindum þeirra. Hæstiréttur mat málatilbúnaðinn á þann veg að breytingarnar sem löggjöfin fól í sér giltu um skipti almennt sem hæfust eftir gildistöku laganna. Löggjöfin mælti ekki fyrir um breytingar á skipan skipta sem væru þegar hafin eða væri þegar lokið. Af þeirri ástæðu hafnaði hann þeirri málsástæðu kröfuhafanna.
Hrd. nr. 276/2011 dags. 28. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 313/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 312/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 341/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 301/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 300/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 314/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 277/2011 dags. 28. október 2011[HTML]

Hrd. nr. 310/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 311/2011 dags. 28. október 2011 (Neyðarlögin)[HTML]

Hrd. nr. 569/2011 dags. 2. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 585/2011 dags. 11. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 630/2011 dags. 29. nóvember 2011[HTML]

Hrd. nr. 247/2011 dags. 1. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 633/2011 dags. 7. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 258/2011 dags. 8. desember 2011[HTML]

Hrd. nr. 335/2011 dags. 2. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 205/2011 dags. 9. febrúar 2012 (Icelandair – Lækkun sektar vegna samkeppnislagabrota)[HTML]

Hrd. nr. 83/2012 dags. 17. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 525/2011 dags. 23. febrúar 2012[HTML]

Hrd. nr. 144/2012 dags. 13. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 145/2012 dags. 13. mars 2012[HTML]

Hrd. nr. 541/2011 dags. 15. mars 2012 (Lögboðinn hvíldartími III)[HTML]

Hrd. nr. 266/2012 dags. 30. apríl 2012[HTML]

Hrd. nr. 272/2012 dags. 7. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 582/2011 dags. 10. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 359/2011 dags. 10. maí 2012 (Endurvigtanir félagi til hagsbóta)[HTML]

Hrd. nr. 599/2011 dags. 10. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 593/2011 dags. 16. maí 2012 (Fjármálaeftirlitið)[HTML]
Fjármálaeftirlitið taldi að aðildar féllu undir a-lið reglugerðarákvæðis. Fyrir dómi taldi það að aðilinn félli undir b-lið þess.
Hrd. nr. 331/2012 dags. 18. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 357/2012 dags. 30. maí 2012 (Haldlagning gagna)[HTML]

Hrd. nr. 356/2012 dags. 30. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 404/2011 dags. 31. maí 2012 (Ráðstöfun byggingarréttar)[HTML]

Hrd. nr. 369/2011 dags. 31. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 391/2011 dags. 31. maí 2012[HTML]

Hrd. nr. 394/2012 dags. 14. júní 2012[HTML]

Hrd. nr. 65/2012 dags. 20. september 2012 (Bræðraklif - Reykjahlíð)[HTML]

Hrd. nr. 49/2012 dags. 27. september 2012[HTML]

Hrd. nr. 703/2011 dags. 11. október 2012[HTML]

Hrd. nr. 665/2012 dags. 31. október 2012[HTML]

Hrd. nr. 547/2011 dags. 8. nóvember 2012[HTML]

Hrd. nr. 60/2012 dags. 15. nóvember 2012 (Húsfélag við Hverfisgötu - Hverfisgata 68a)[HTML]
Húsfélag fór í mál við H, sem var einn íbúa hússins, með kröfu um að hún myndi selja íbúð sína eða flytja úr henni sökum þess að hún geymdi mikið magn af rusli í íbúðinni og sameigninni. H bar fram þá málsástæðu að brottrekstur hennar bryti í bága við stjórnarskrárvarins réttar hennar um friðhelgi eignarréttarins.

Hæstiréttur féllst á kröfu húsfélagsins þar sem aðgerðirnar uppfylltu þau skilyrði sem stjórnarskráin gerir, þá einkum skilyrðið um almannaþörf og meðalhóf, og að sérstakt mat hafi farið fram á þessu. Lagastoð væri svo uppfyllt með 55. gr. laga um fjöleignarhús. Þá þyrfti jafnframt að virða friðhelgi eignarréttar hinna íbúðareigenda innan fjöleignarhússins en á því hefði verið brotið vegna verðrýrnunar er athæfi H hefði falið í sér. Óvissan um að hægt yrði að fá endurgjald vegna viðgerða hinna á kostnað H, þrátt fyrir lögveð, var of mikil að sú leið teldist raunhæf.

Með þeirri leið að H geti annaðhvort sjálf séð um sölu eignarinnar eða knúið væri á um uppboð samkvæmt lögum um nauðungarsölu, taldi Hæstiréttur að með því væri nægilega tryggt að H fengi fullt verð fyrir íbúðina í skilningi eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar.
Hrd. nr. 138/2012 dags. 22. nóvember 2012 (Suðurhús II - Brottflutningur II)[HTML]

Hrd. nr. 177/2012 dags. 29. nóvember 2012 (Krókabátur og kvótaálag - Vinnslustöðin)[HTML]

Hrd. nr. 218/2012 dags. 6. desember 2012 (Samruni fyrirtækja)[HTML]
Átt að sekta Símann fyrir að brjóta gegn tveimur skilyrðum sem samkeppnisyfirvöld settu vegna samruna. Talið var að um væri að ræða skýrt brot gegn öðru skilyrðinu en hitt var svo óskýrt að það væri ónothæft sem sektargrundvöllur.
Hrd. nr. 153/2012 dags. 6. desember 2012[HTML]

Hrd. nr. 329/2012 dags. 6. desember 2012 (Hrunumannahreppur - Útlaginn)[HTML]

Hrd. nr. 703/2012 dags. 10. desember 2012 (Al-Thani)[HTML]

Hrd. nr. 236/2012 dags. 19. desember 2012 (Starfslok fangavarðar)[HTML]

Hrd. nr. 759/2012 dags. 3. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 18/2013 dags. 22. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 416/2012 dags. 31. janúar 2013 (Endurgreiðsla virðisaukaskatts)[HTML]

Hrd. nr. 437/2012 dags. 31. janúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 445/2012 dags. 7. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 443/2012 dags. 7. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 65/2013 dags. 11. febrúar 2013 (Fæðubótarefni - Beis ehf. gegn íslenska ríkinu)[HTML]

Hrd. nr. 68/2013 dags. 12. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 555/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Hrd. nr. 653/2012 dags. 7. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 355/2012 dags. 14. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 654/2012 dags. 14. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 163/2013 dags. 15. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 652/2012 dags. 26. mars 2013 (Smyrill)[HTML]

Hrd. nr. 601/2012 dags. 26. mars 2013[HTML]

Hrd. nr. 224/2013 dags. 12. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 614/2012 dags. 18. apríl 2013 (Lóðir í Reykjavík)[HTML]

Hrd. nr. 743/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 615/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 616/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 179/2013 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 206/2013 dags. 22. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 260/2013 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Hrd. nr. 267/2013 dags. 2. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 297/2013 dags. 6. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 283/2013 dags. 14. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 596/2012 dags. 16. maí 2013 (Deka Bank Deutsche Girozentrale gegn íslenska ríkinu)[HTML]

Hrd. nr. 26/2013 dags. 23. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 340/2013 dags. 29. maí 2013[HTML]

Hrd. nr. 370/2013 dags. 4. júní 2013[HTML]

Hrd. nr. 85/2013 dags. 6. júní 2013[HTML]

Hrd. nr. 121/2013 dags. 13. júní 2013 (Uppsögn hjúkrunarfræðings vegna ávirðinga)[HTML]

Hrd. nr. 61/2013 dags. 13. júní 2013 (Bótaréttur og búsetuskilyrði)[HTML]

Hrd. nr. 383/2013 dags. 19. júní 2013[HTML]

Hrd. nr. 485/2013 dags. 18. júlí 2013[HTML]

Hrd. nr. 515/2013 dags. 31. júlí 2013[HTML]

Hrd. nr. 565/2013 dags. 27. ágúst 2013[HTML]

Hrd. nr. 488/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML]

Hrd. nr. 497/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML]

Hrd. nr. 472/2013 dags. 16. september 2013 (Sérstakar húsaleigubætur)[HTML]

Hrd. nr. 601/2013 dags. 17. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 239/2013 dags. 26. september 2013[HTML]

Hrd. nr. 641/2013 dags. 3. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 70/2013 dags. 10. október 2013 (Kaup á hlutabréfum í Glitni)[HTML]

Hrd. nr. 617/2012 dags. 10. október 2013 (Land á Hellisheiði)[HTML]

Hrd. nr. 191/2012 dags. 17. október 2013 (Frávísun norsks ríkisborgara)[HTML]

Hrd. nr. 405/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 372/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Hrd. nr. 381/2013 dags. 14. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 710/2013 dags. 18. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 462/2013 dags. 21. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 333/2013 dags. 28. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 732/2013 dags. 29. nóvember 2013[HTML]

Hrd. nr. 747/2013 dags. 4. desember 2013[HTML]

Hrd. nr. 517/2013 dags. 17. desember 2013[HTML]

Hrd. nr. 801/2013 dags. 20. desember 2013[HTML]

Hrd. nr. 9/2014 dags. 10. janúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 528/2013 dags. 16. janúar 2014 (Starfsmaður Alþingis)[HTML]
Starfsmanni hjá Alþingi var sagt upp og taldi hann að ekki hefði verið staðið rétt að andmælarétti hans. Hæstiréttur taldi stjórnsýslulögin ekki eiga við um Alþingi en taldi hins vegar að óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttar gætu gilt þar sem við ætti.
Hrd. nr. 323/2013 dags. 23. janúar 2014 (Skattalagabrot)[HTML]

Hrd. nr. 62/2014 dags. 5. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 3/2014 dags. 12. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 607/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 606/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 576/2013 dags. 20. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 642/2013 dags. 20. febrúar 2014 (Skjaldberg)[HTML]

Hrd. nr. 643/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 651/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Hrd. nr. 161/2014 dags. 13. mars 2014[HTML]

Hrd. nr. 726/2013 dags. 10. apríl 2014 (Auðlegðarskattur)[HTML]

Hrd. nr. 265/2014 dags. 13. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 296/2014 dags. 14. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 818/2013 dags. 28. maí 2014[HTML]

Hrd. nr. 373/2014 dags. 5. júní 2014[HTML]

Hrd. nr. 382/2014 dags. 11. júní 2014[HTML]

Hrd. nr. 415/2014 dags. 24. júní 2014[HTML]

Hrd. nr. 408/2014 dags. 24. júní 2014[HTML]

Hrd. nr. 445/2014 dags. 3. júlí 2014[HTML]

Hrd. nr. 443/2014 dags. 18. ágúst 2014 (Landesbank - Vanlýsing og stjórnarskrá)[HTML]

Hrd. nr. 532/2014 dags. 18. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 527/2014 dags. 18. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 460/2014 dags. 18. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 469/2014 dags. 25. ágúst 2014[HTML]

Hrd. nr. 24/2014 dags. 18. september 2014 (Vaskárdalur)[HTML]

Hrd. nr. 75/2014 dags. 25. september 2014 (Uppsögn)[HTML]

Hrd. nr. 51/2014 dags. 25. september 2014 (Ráðning sveitarstjóra)[HTML]

Hrd. nr. 311/2014 dags. 9. október 2014 (Nauðungarvistun II)[HTML]

Hrd. nr. 111/2014 dags. 9. október 2014 (Vífilfell)[HTML]
Deilt var um hvort kolsýrðir drykkir teldust til vatnsdrykkja og taldi Vífillfell það ekki nógu vel rannsakað. Fyrir Hæstarétti byrjaði Samkeppniseftirlitið að koma með nýjar málsástæður og málsgögn. Hæstiréttur taldi að ekki væri horft á gögn sem voru ekki til fyrir.
Hrd. nr. 279/2014 dags. 16. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 172/2014 dags. 23. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 318/2014 dags. 23. október 2014[HTML]

Hrd. nr. 693/2014 dags. 3. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 692/2014 dags. 3. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 714/2014 dags. 14. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 446/2014 dags. 20. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 112/2014 dags. 27. nóvember 2014[HTML]

Hrd. nr. 785/2014 dags. 10. desember 2014[HTML]

Hrd. nr. 326/2014 dags. 22. desember 2014 (Notkun fjárhagslegra upplýsinga í hefndarskyni)[HTML]

Hrd. nr. 377/2014 dags. 15. janúar 2015 (Uppsögn)[HTML]

Hrd. nr. 389/2014 dags. 15. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 12/2015 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 52/2015 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 808/2014 dags. 20. janúar 2015 (Leyfi til að reisa og reka raforkuflutningsvirki - Suðurnesjalína 2)[HTML]

Hrd. nr. 38/2015 dags. 21. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 62/2015 dags. 22. janúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 46/2015 dags. 2. febrúar 2015 (Gjald vegna skipunar tveggja sérfræðinga til að hafa sértækt eftirlit með rekstri hans)[HTML]

Hrd. nr. 96/2015 dags. 10. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 107/2015 dags. 12. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 105/2015 dags. 17. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 119/2015 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 95/2015 dags. 18. febrúar 2015[HTML]

Hrd. nr. 121/2015 dags. 4. mars 2015[HTML]

Hrd. nr. 592/2014 dags. 19. mars 2015 (Veitingaleyfi)[HTML]

Hrd. nr. 583/2014 dags. 26. mars 2015 (Hjarðarhagi)[HTML]

Hrd. nr. 218/2015 dags. 27. mars 2015 (Kröfuhafar Glitnis hf.)[HTML]

Hrd. nr. 675/2014 dags. 22. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 220/2015 dags. 27. apríl 2015[HTML]

Hrd. nr. 588/2014 dags. 7. maí 2015 (Einelti af hálfu slökkviliðsstjóra)[HTML]

Hrd. nr. 587/2014 dags. 7. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 748/2014 dags. 7. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 678/2014 dags. 13. maí 2015 (Niðurlagning stöðu)[HTML]

Hrd. nr. 786/2014 dags. 13. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 53/2015 dags. 13. maí 2015 (Umráðataka vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML]
Ágreiningur var um úrskurð matsnefnd eignarnámsbóta vegna snemmbærrar umráðasviptingu landspilda fimm jarða vegna lagningu Suðurnesjalínu 2. Ráðherra hafði áður orðið við beiðni Landsnets um heimild til eignarnáms þessa lands, með vísan til almannaþarfar.

Hæstiréttur taldi að ekki dugði að vísa eingöngu til þeirra almennu sjónarmiða um nauðsyn eignarnámsheimildarinnar, heldur þyrfti einnig að færa fram rök fyrir matsnefndinni að snemmbær umráðasvipting skv. 14. gr. laga um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973, væri nauðsynleg. Þar sem slík rök voru ekki flutt fyrir matsnefndinni brast henni lagaskilyrði til að verða við þeirri beiðni, og þar af leiðandi var sá úrskurður hennar felldur úr gildi.
Hrd. nr. 802/2014 dags. 28. maí 2015[HTML]

Hrd. nr. 377/2015 dags. 8. júní 2015[HTML]

Hrd. nr. 822/2014 dags. 18. júní 2015 (Isavia ohf.)[HTML]
Á höfðaði skaðabótamál gegn Isavia ohf. vegna brottreksturs hans úr starfsþjálfun til flugumferðarstjóra, sem Isavia sá um. Með lögum nr. 102/2006 var ríkisstjórninni heimilt að stofna það hlutafélag sem stefnt er í þessu máli og öðlaðist það félag ýmsar lagaheimildir til að annast tilteknar skyldur Flugmálastjórnar Íslands, þar á meðal umrædda starfsþjálfun. Leit Hæstiréttur svo á að ákvæði stjórnsýslulaga giltu um þær ákvarðanir innan þess verksviðs enda hefðu starfsmenn stjórnsýslunnar þurft að fylgja þeim hefði ákvörðunin verið tekin þar. Sökum skilmálana er giltu um námið var ekki talið að hann ætti rétt á bótum vegna fjártjóns en hins vegar voru dæmdar miskabætur.
Hrd. nr. 400/2015 dags. 24. júní 2015[HTML]

Hrd. nr. 467/2015 dags. 13. ágúst 2015 (Verkfallsmál)[HTML]

Hrd. nr. 532/2015 dags. 19. ágúst 2015[HTML]

Hrd. nr. 520/2015 dags. 20. ágúst 2015[HTML]

Hrd. nr. 516/2015 dags. 21. ágúst 2015[HTML]

Hrd. nr. 28/2015 dags. 10. september 2015[HTML]

Hrd. nr. 26/2015 dags. 24. september 2015 (Tollafgreiðsla flugvélar)[HTML]

Hrd. nr. 81/2015 dags. 24. september 2015[HTML]

Hrd. nr. 180/2015 dags. 24. september 2015[HTML]

Hrd. nr. 846/2014 dags. 1. október 2015[HTML]

Hrd. nr. 635/2015 dags. 1. október 2015[HTML]

Hrd. nr. 612/2015 dags. 1. október 2015[HTML]

Hrd. nr. 22/2015 dags. 8. október 2015 (Þjóðskrá - Skráning og mat vatnsréttinda - Jökulsá á Dal)[HTML]
Sveitarfélagið tók upp á því að vatnsréttindi yrðu skráð sérstaklega en það vildi Landsvirkjun ekki. Fallist var á sjónarmið sveitarfélagsins á stjórnsýslustigi. Landsvirkjun hélt því fram að það hefði ekki verið gert með þessum hætti. Ekki var talið að komin hefði verið á stjórnsýsluframkvæmd hvað þetta varðaði.
Hrd. nr. 306/2015 dags. 15. október 2015 (Baklóð - Laugavegur 87)[HTML]

Hrd. nr. 130/2015 dags. 22. október 2015[HTML]

Hrd. nr. 173/2015 dags. 5. nóvember 2015 (Hestamannafélagið Funi - Reiðvegur)[HTML]
A krafðist ógildingar á ákvörðun ráðherra um að heimila Hestamannafélagsinu Funa að gera eignarnám í hluta lands í eigu A og nýta andlag eignarnámsins til lagningar reiðstígs.

Fyrir lágu tvær mögulegar leiðir sem reiðstígurinn hefði farið, þar sem önnur myndi liggja um austanverða Eyjafjarðará er myndi þvera Munkaþverá og hinn valkosturinn var að leggja hann um vestanverða Eyjafjarðará án þess að þvera Munkaþverá. Ráðherra valdi fyrrnefndu leiðina með rökstuðningi um aukið umferðaröryggi gagnvart bílaumferð er leiddi síður til þess að hestar myndu fælast, og því lægi fyrir almenningsþörf.

Hæstiréttur tók almennt undir mat ráðherra um almenningsþörfina en taldi hins vegar að ekki hefði nægilega verið gætt að meðalhófi, meðal annars sökum þess takmarkaða hóps er myndi ferðast um stíginn og að stígurinn yrði í einkaeigu. Þá nefndi hann að hinn valkosturinn hefði ekki verið nógu vel rannsakaður og borinn saman við hagsmuni eignarnámsþolans. Féllst Hæstiréttur því á kröfuna um ógildingu ákvörðunar ráðherra.
Hrd. nr. 270/2015 dags. 5. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 217/2015 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 497/2015 dags. 26. nóvember 2015[HTML]

Hrd. nr. 478/2014 dags. 3. desember 2015[HTML]

Hrd. nr. 4/2016 dags. 5. janúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 324/2015 dags. 14. janúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 462/2015 dags. 28. janúar 2016 (Eyrarhóll)[HTML]
Rækjuveiðar voru kvótasettar en síðan var kvótinn afnuminn af stjórnvöldum. Nokkrum árum síðar voru rækjuveiðar aftur kvótasettar. Aðili er hafði áður fengið kvóta til rækjuveiða vildi aftur kvóta en fékk ekki þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði laganna. Hæstiréttur taldi aðferðina málefnalega og synjaði kröfu hans. Aðilinn gæti hins vegar keypt kvóta.
Hrd. nr. 12/2016 dags. 3. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 278/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 272/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 277/2015 dags. 4. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 396/2015 dags. 11. febrúar 2016 (Snorri - Ummæli um samkynhneigð á vefmiðli)[HTML]

Hrd. nr. 411/2015 dags. 11. febrúar 2016 (Markarfljót - Varnargarður við Þórólfsfell)[HTML]
Krafist var ógildingar á framkvæmdarleyfi vegna varnargarðs sem hafði eyðilagst og endurreistur með öðrum hætti en hann var.

Landeigendur komu með ýmsar ábendingar um legu varnargarðsins sem átti að endurbyggja, annmarka á plönum, ásamt öðrum atriðum, er leiddi til þess að sönnunarbyrðin um að rannsóknarskyldu í undirbúningi ákvörðunar um eignarnám fluttist yfir til stjórnvaldsins.
Hrd. nr. 425/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 560/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 426/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 424/2015 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Hrd. nr. 477/2015 dags. 25. febrúar 2016 (Harpa-tónlistarhús)[HTML]
Harpa kvartaði undan háum fasteignagjöldum. Snerist um það hvort að aðferðin sem beitt væri við fasteignamatið væri rétt. Harpa taldi aðferðina ranga og fór með sigur á hólmi í málinu.
Hrd. nr. 451/2015 dags. 3. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 171/2016 dags. 4. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 174/2016 dags. 8. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 436/2015 dags. 10. mars 2016 (Bætur frá Tryggingastofnun)[HTML]

Hrd. nr. 506/2015 dags. 22. mars 2016[HTML]

Hrd. nr. 291/2016 dags. 20. apríl 2016 (Haldlagning farsíma)[HTML]

Hrd. nr. 224/2016 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 243/2016 dags. 26. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 419/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 615/2015 dags. 28. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 276/2016 dags. 29. apríl 2016[HTML]

Hrd. nr. 585/2015 dags. 4. maí 2016 (Kostnaður vegna málsmeðferðar fyrir Tryggingastofnun ríkisins)[HTML]

Hrd. nr. 541/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]
Ógilt eignarnám er framkvæmt var vegna raforkuvirkis.
Hrd. nr. 512/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]

Hrd. nr. 511/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]
Landsnet ákvað að láta setja upp háspennulínur í lofti milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar árið 2008 í þeim tilgangi að styrkja afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum. Fyrir var Suðurnesjalína 1 sem var á hámarksnýtingu og eina línan þar á milli. Línan myndu þá fara um tugi jarða, þar á meðal jörð Sveitarfélagsins Voga. Ráðherra ákvað árið 2014 að heimila Landsneti ótímabundið eignarnám á tilteknum svæðum í þeim tilgangi.

Sveitarfélagið taldi að ekki hefðu verið uppfyllt skilyrði um almenningsþörf og meðalhóf sökum þess að ráðherrann sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni áður en hann veitti heimildina, að samráðsskyldan gagnvart sér hafi verið brotin, og að brotið hafi verið gegn andmælareglunni. Íslenska ríkið andmælti þeim málatilbúnaði þar sem hann hafi boðað til kynningarfunda um málið og að tillögur Landsnets hafi farið í gegnum viðeigandi ferli hjá Skipulagsstofnun og Orkustofnun.

Meiri hluti Hæstaréttar tók undir með sveitarfélaginu að þeir möguleikar að grafa háspennulínuna ofan í jörð hafi ekki verið skoðaðir nógu vel af hálfu Landsnets. Þá hafi eignarnámsþolarnir andmælt tillögunum á sínum tíma og bent á raunhæfa kosti þess að grafa þær í staðinn ofan í jörð. Þrátt fyrir þetta hafi Landsnet ekki farið í neitt mat á þeim möguleika og vísað í staðinn til almennra sjónarmiða um kosti og galla jarðstrengja. Ráðherra hafi þrátt fyrir að málið hafi verið í þessum búningi látið hjá líða að láta rannsaka þann valkost betur. Með hliðsjón af því sem kom fram féllst meiri hluti Hæstaréttar á ógildingu ákvörðunar ráðherra um heimild til eignarnáms. Minni hluti Hæstaréttar taldi að ekki væru efni til að fallast á ógildingarkröfuna.

Hrd. nr. 513/2015 dags. 12. maí 2016 (Suðurnesjalína 2)[HTML]

Hrd. nr. 359/2016 dags. 12. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 597/2015 dags. 19. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 362/2016 dags. 19. maí 2016[HTML]

Hrd. nr. 531/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 705/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 426/2016 dags. 8. júní 2016[HTML]

Hrd. nr. 728/2015 dags. 16. júní 2016 (Húsaleigubætur vegna leigu íbúðar af Brynju, hússjóði ÖBÍ)[HTML]

Hrd. nr. 470/2016 dags. 13. júlí 2016[HTML]

Hrd. nr. 521/2016 dags. 29. júlí 2016[HTML]

Hrd. nr. 573/2016 dags. 30. ágúst 2016[HTML]

Hrd. nr. 816/2015 dags. 15. september 2016 (Loforð fjármálaráðherra um endurgreiðslu skatts)[HTML]

Hrd. nr. 146/2016 dags. 15. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 850/2015 dags. 29. september 2016[HTML]

Hrd. nr. 647/2016 dags. 10. október 2016 (Gegn vilja foreldris)[HTML]

Hrd. nr. 796/2015 dags. 13. október 2016 (Suðurnesjalína 2 - Leyfi Orkustofnunar)[HTML]

Hrd. nr. 828/2015 dags. 13. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 109/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 11/2016 dags. 13. október 2016[HTML]

Hrd. nr. 269/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Hrd. nr. 322/2016 dags. 10. nóvember 2016 (Hnjótafjall)[HTML]

Hrd. nr. 556/2016 dags. 10. nóvember 2016[HTML]

Hrd. nr. 757/2016 dags. 14. nóvember 2016[HTML]

Hrd. nr. 80/2016 dags. 1. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 412/2016 dags. 1. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 106/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 104/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 102/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 107/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 101/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 103/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 108/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 105/2016 dags. 8. desember 2016 (Gálgahraun II)[HTML]

Hrd. nr. 100/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 769/2016 dags. 14. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 823/2016 dags. 14. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 660/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 214/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 815/2016 dags. 15. desember 2016[HTML]

Hrd. nr. 838/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 839/2016 dags. 17. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 39/2017 dags. 23. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 38/2017 dags. 23. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 278/2016 dags. 26. janúar 2017 (Umboðsmaður skuldara)[HTML]
Starfsmaður umboðsmanns skuldara skipti sér af þremur málum fyrrverandi eiginmanns síns. Hæstiréttur taldi að veita hefði átt starfsmanninum áminningu þar sem afskiptin voru ekki það alvarleg að þau réttlættu fyrirvaralausa brottvikningu úr starfi.
Hrd. nr. 331/2016 dags. 26. janúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 223/2016 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 376/2016 dags. 16. febrúar 2017[HTML]

Hrd. nr. 575/2016 dags. 16. febrúar 2017 (Framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML]

Hrd. nr. 418/2016 dags. 16. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 345/2016 dags. 16. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 367/2016 dags. 30. mars 2017 (Staðgöngumæðrun)[HTML]
Lesbíur fóru til Bandaríkjanna sem höfðu samið við staðgöngumóður um að ganga með barn. Dómstóll í Bandaríkjunum gaf út úrskurð um að lesbíurnar væru foreldrar barnsins.

Þær komu aftur til Íslands og krefjast skráningar barnsins í þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands spyr um uppruna barnsins og þær gefa upp fyrirkomulagið um staðgöngumæðrun. Þjóðskrá Íslands synjar um skráninguna og þær kærðu ákvörðunina til ráðuneytisins. Þar fór ákvörðunin til dómstóla sem endaði með synjun Hæstaréttar.

Barnið var sett í forsjá barnaverndaryfirvalda sem settu það í fóstur, þar var því ráðstafað í fóstur hjá lesbíunum sökum tengsla við barnið.
Hrd. nr. 318/2016 dags. 30. mars 2017[HTML]

Hrd. nr. 525/2016 dags. 6. apríl 2017 (Sjúklingatrygging)[HTML]

Hrd. nr. 235/2017 dags. 21. apríl 2017[HTML]

Hrd. nr. 197/2017 dags. 25. apríl 2017[HTML]

Hrd. nr. 230/2017 dags. 9. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 250/2017 dags. 11. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 246/2017 dags. 17. maí 2017 (Aðför vegna Kröflulínu 4 og 5)[HTML]

Hrd. nr. 563/2016 dags. 18. maí 2017 (Kjötbökumálið)[HTML]
Matvælastofnun hafði keypt eina pakkningu af kjötbökum til rannsóknar og fann ekkert nautakjöt í bökunni. Fyrirtækið var beitt viðurlögum og birti Matvælastofnun tilkynningu um það á vefsíðu sinni.

Fyrirtækið fór í mál. Hæstiréttur vísaði til þess að með reglugerð var búið að ákveða að heilbrigðiseftirlitið hefði þurft að birta slíkar upplýsingar og brast því Matvælastofnun heimild til þess.
Hrd. nr. 391/2016 dags. 24. maí 2017[HTML]

Hrd. nr. 768/2016 dags. 1. júní 2017 (Ferðaþjónusta fatlaðra)[HTML]

Hrd. nr. 501/2016 dags. 1. júní 2017 (Tímabil atvinnuleysisbóta)[HTML]

Hrd. nr. 349/2017 dags. 8. júní 2017[HTML]

Hrd. nr. 369/2017 dags. 14. júní 2017[HTML]

Hrd. nr. 193/2017 dags. 15. júní 2017 (Kröflulína 4 og 5)[HTML]

Hrd. nr. 408/2017 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Hrd. nr. 483/2017 dags. 9. ágúst 2017[HTML]

Hrd. nr. 474/2017 dags. 21. ágúst 2017[HTML]

Hrd. nr. 537/2017 dags. 29. ágúst 2017[HTML]

Hrd. nr. 536/2017 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Hrd. nr. 93/2017 dags. 28. september 2017 (Djúpidalur)[HTML]

Hrd. nr. 94/2017 dags. 28. september 2017 (Hvassafell)[HTML]

Hrd. nr. 266/2017 dags. 5. október 2017[HTML]

Hrd. nr. 173/2017 dags. 5. október 2017[HTML]

Hrd. nr. 684/2016 dags. 19. október 2017 (Kostnaður vegna málsmeðferðar í umhverfisráðuneytinu)[HTML]

Hrd. nr. 629/2017 dags. 19. október 2017[HTML]

Hrd. nr. 693/2017 dags. 13. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 671/2017 dags. 16. nóvember 2017[HTML]

Hrd. nr. 762/2017 dags. 3. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 666/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 667/2016 dags. 18. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 804/2016 dags. 25. janúar 2018 (Lóð við Reykjaneshöfn)[HTML]

Hrd. nr. 435/2017 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Hrd. nr. 158/2017 dags. 1. mars 2018[HTML]

Hrd. nr. 191/2017 dags. 8. mars 2018[HTML]

Hrd. nr. 145/2017 dags. 8. mars 2018 (Sjúkratryggingar Íslands)[HTML]

Hrd. nr. 218/2017 dags. 15. mars 2018[HTML]

Hrd. nr. 353/2017 dags. 20. apríl 2018[HTML]

Hrd. nr. 738/2017 dags. 26. apríl 2018 (Byggingarfulltrúi starfsmaður og undirmaður aðalhönnuðar og hönnunarstjóra mannvirkisins)[HTML]

Hrd. nr. 506/2016 dags. 3. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 418/2017 dags. 3. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 789/2017 dags. 17. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 501/2017 dags. 24. maí 2018[HTML]

Hrd. nr. 8/2018 dags. 5. júní 2018[HTML]

Hrd. nr. 637/2017 dags. 26. júní 2018[HTML]
Sveitarfélagið Ölfus sagði upp stuðningsfulltrúanum B í kjölfar atviks sem hann átti í gagnvart einum íbúa sambýlis sem hann starfaði á. Hæstiréttur taldi að brot sveitarfélagsins á rannsóknarskyldu þess leiddu þegar af þeirri ástæðu til þess að brottvikning B úr starfi hefði verið ólögmæt, og því dæmt til að greiða B skaðabætur og miskabætur.
Hrd. nr. 160/2017 dags. 20. september 2018[HTML]

Hrd. nr. 656/2017 dags. 4. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 154/2017 dags. 11. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 827/2017 dags. 11. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 816/2017 dags. 11. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 249/2017 dags. 18. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 25/2017 dags. 18. október 2018[HTML]

Hrd. nr. 735/2017 dags. 1. nóvember 2018 (Fögrusalir)[HTML]

Hrd. nr. 851/2017 dags. 1. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 795/2017 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Hrd. nr. 26/2018 dags. 27. febrúar 2019[HTML]

Hrd. nr. 29/2018 dags. 22. mars 2019[HTML]

Hrá. nr. 2019-271 dags. 28. október 2019[HTML]

Hrd. nr. 21/2019 dags. 30. október 2019[HTML]
F skilaði inn umsókn um leyfi til að taka barn í fóstur. Barnaverndarstofa synjaði umsókninni án þess að bjóða henni að taka námskeið þar sem hæfi hennar yrði metið, á þeim grundvelli að það væri tilhæfulaust sökum ástands hennar. Hæstiréttur taldi að synjun umsóknar F á þessu stigi hefði verið brot á rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins.
Hrd. nr. 40/2019 dags. 16. desember 2019[HTML]

Hrd. nr. 41/2019 dags. 22. janúar 2020 (Niðurrif á friðuðu húsi)[HTML]
Fólk höfðaði mál gegn Hafnarfjarðarbæ um að fá tiltekið deiliskipulag fellt niður þar sem þau vildu rífa niður hús og byggja annað í staðinn. Minjastofnun féllst á það með skilyrði um að nýja húsið félli að götumyndinni. Hæstiréttur taldi skilyrðið ólögmætt þar sem Minjastofnun var ekki lagalega heimilt að setja skilyrði um nýja húsið.
Hrd. nr. 49/2019 dags. 12. febrúar 2020[HTML]

Hrd. nr. 58/2019 dags. 10. mars 2020[HTML]

Hrd. nr. 39/2019 dags. 4. júní 2020 (Norðurturninn)[HTML]
Um er að ræða áfrýjun á Lrd. 647/2018 dags. 7. júní 2019 (Norðurturninn) þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hinn áfrýjaði dómur skyldi verða óraskaður.
Hrd. nr. 13/2020 dags. 8. október 2020[HTML]

Hrá. nr. 2020-243 dags. 16. nóvember 2020[HTML]

Hrd. nr. 14/2020 dags. 19. nóvember 2020[HTML]

Hrá. nr. 2020-249 dags. 19. nóvember 2020[HTML]

Hrd. nr. 17/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 18/2020 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 27/2020 dags. 11. febrúar 2021[HTML]

Hrd. nr. 38/2020 dags. 25. mars 2021[HTML]

Hrá. nr. 2022-20 dags. 21. mars 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-28 dags. 31. mars 2022[HTML]

Hrd. nr. 3/2022 dags. 1. júní 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-114 dags. 10. október 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-113 dags. 10. október 2022[HTML]

Hrd. nr. 17/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 16/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrd. nr. 15/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Hrá. nr. 2022-150 dags. 10. janúar 2023[HTML]

Hrá. nr. 2022-149 dags. 10. janúar 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-17 dags. 13. mars 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-21 dags. 24. mars 2023[HTML]

Hrd. nr. 48/2022 dags. 29. mars 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-41 dags. 2. maí 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-77 dags. 26. júní 2023[HTML]

Hrá. nr. 2023-132 dags. 3. janúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2023-147 dags. 16. janúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2023-146 dags. 16. janúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2023-145 dags. 16. janúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2023-144 dags. 16. janúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2023-143 dags. 16. janúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2023-142 dags. 16. janúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2023-140 dags. 16. janúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2023-139 dags. 16. janúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2023-138 dags. 16. janúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2023-137 dags. 16. janúar 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-10 dags. 5. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 23/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 22/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 21/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 20/2023 dags. 27. mars 2024[HTML]

Hrd. nr. 42/2023 dags. 10. apríl 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-23 dags. 12. apríl 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-76 dags. 3. júlí 2024[HTML]

Hrá. nr. 2024-75 dags. 3. júlí 2024[HTML]

Hrd. nr. 39/2024 dags. 14. október 2024[HTML]

Hrd. nr. 8/2024 dags. 6. nóvember 2024[HTML]

Hrd. nr. 34/2024 dags. 26. mars 2025[HTML]

Hrá. nr. 2025-49 dags. 13. maí 2025[HTML]

Hrd. nr. 56/2024 dags. 21. maí 2025[HTML]

Hrá. nr. 2025-59 dags. 22. maí 2025[HTML]

Hrá. nr. 2025-78 dags. 24. júní 2025[HTML]

Hrá. nr. 2025-97 dags. 27. júní 2025[HTML]

Hrd. nr. 6/2025 dags. 5. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 28. nóvember 2012 (Hafnarnes Ver hf., kærir ákvörðun Fiskistofu dags. um að synja félaginu um leyfi til endurvigtunar á afla skv. reglugerð nr. 224/2006 um vigtun og skráningu sjávarafla, með áorðnum breytingum.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. mars 2013 (Dudda ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 2. október 2012, að svipta bátinn Nonna í vík SH-89, skipaskrárnúmer 2587 leyfi til strandveiða í eina viku.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. mars 2013 (Eignarhald á 35 lambskrokkum af 42)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. mars 2013 (Eignarhald á 7 lambskrokkum af 42)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 3. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 9. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 29. október 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins nr. 1/2013 dags. 6. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. mars 2014 (Norðankaldi slf. kærir ákvörðun Fiskistofu, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun af byggðakvóta Brjánslækjar í Vesturbyggð fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 til bátsins Storms BA-500, (6301).)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 28. júlí 2014 (Veiting áminningu vegna merkingu matvæla)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 29. ágúst 2014 (Útgerðarfélagið Vigur ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 18. desember 2013, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2013/2014 til bátsins Guðmundar Sig SU-650, (2585).)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 21. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins nr. 2/2014 dags. 28. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 7. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 22. janúar 2015 (Hafey SK-10, (7143), kærir ákvörðun Fiskistofu dags. 4. september 2014 um að svipta bátinn Hafeyju SK -10 (7143) leyfi til grásleppuveiða í eina viku frá útgáfudegi næsta veiðileyfis.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. júlí 2015 (Úrskurður í máli Önundar ehf. vegna úthlutunar byggðakvóta í Norðurþingi fiskveiðiárið 2013/2014)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. desember 2015[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. júní 2016 (Útgerðarfélagið Burst ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu, dags. 6. janúar 2016, um að hafna umsókn kæranda um úthlutun af byggðakvóta Bíldudals í Vesturbyggð fyrir fiskveiðiárið 2015/2016 til bátsins Þrastar BA-48)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 27. júlí 2016 (Úrskurður um ákvörðun Fiskistofu um bann við netaveiði göngusilungs við Faxaflóa)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. desember 2016[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. júní 2017[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 30. júní 2017 (Siggi Odds ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu að svipta skipið LUkku ÓF-57 leyfi til veiða í atvinnuskyni í eina viku.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. september 2017 (Landssamband sjóstangaveiðifélaga kærir ákvörðun Fiskistofu um að hafna skráningu á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2017.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. september 2017 (Sjóstangveiðifélag Norðurfjarðar kærir ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um vilyrði fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2017)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. september 2017 (Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur kærir ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um vilyrði fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2017.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. september 2017 (Sjóstangaveiðifélag Snæfellsness kærir ákvörðun Fiskistofu, um að hafna umsókn um vilyrði fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2017)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. september 2017 (Sjóstangaveiðifélag Akureyrar, kærir ákvörðun Fiskistofu, um að hafna umsókn um vilyri fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2017.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 3. nóvember 2017 (Stjórnsýslukæra Rifsós hf. Stjórnsýslukæra Rifsós hf. um árlegt gjald í Umhverfissjóð sjókvíaeldis)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 4. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 7. maí 2018 (Ákvörðun Fiskistofu um að afturkalla eldri ákvörðun um staðfestingu á flutningi aflahlutdeildar milli skipa.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 10. maí 2018 (Ákvörðun Fiskistofu um að setja bann við netaveiði göngusilungs í sjó við Faxaflóa)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 25. september 2018 (Umsókn um heimild til að framleiða lýsi til manneldis úr slógi)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. desember 2018[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 10. maí 2019 (Ákvörðun Fiskistofu um bann við netaveiði göngusilungs í sjó.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 17. maí 2019[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 27. maí 2019 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um vilyrði fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2019 (sjóstangveiðifélag II).)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 27. maí 2019 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um vilyrði fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2019 (sjóstangveiðifélag I))[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 27. maí 2019 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um vilyrði fyrir skráningu afla á opinberum sjóstangaveiðimótum árið 2019 (Sjóstangveiðifélag III).)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 25. júní 2019 (Kærð var ákvörðun Fiskistofu um að veita skriflega áminningu vegna þess að nokkur kíló af tindarskötu skiluðu sér ekki á hafnarvog né í aflaskráningarkerfi Fiskistofu.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 26. september 2019[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 8. október 2019 (Ákvörðun Fiskistofu um að svipta norsk skip leyfi til veiða í íslenskri landhelgi kærð)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 11. október 2019 (Ákvörðun Fiskistofu, dags. 2. október 2018, um að svipta skip leyfi til grásleppuveiða í eina viku kærð)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 16. nóvember 2019 (Sekt vegna óskráðrar gististarfsemi)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. desember 2019 (LKærð er ákvörðun Fiskistofu, dags. 23. febrúar 2018, um breytingu á aflaskráningu skips)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 5. febrúar 2020 (Ráðuneytið staðfesti ákvörðun Fiskistofu um að veita útgerð skriflega áminningu þar sem veiðiferð skips hafði ekki verið færð í afladagbók áður en skip lagðist að bryggju.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. apríl 2020 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna beiðni um endurupptöku ákvarðana)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 22. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 28. apríl 2020 (Óskráð Airbnb gististarfsemi)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 29. apríl 2020 (Leyfi til vinnslu lambshorna)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 30. apríl 2020 (Kærð ákvörðun Fiskistofu um veiðileyfissviptingu)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. júní 2020 (Ákvörðun Fiskistofu að afturkalla leyfi til að endurvigta sjávarafla.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 22. júní 2020 (Ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 3. júlí 2020 (Frávísun vegna skorts á sérstakri kæruheimild #1)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 3. júlí 2020 (Frávísun vegna skorts á sérstakri kæruheimild #2)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 3. júlí 2020 (Frávísun vegna skorts á sérstakri kæruheimild #3)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 6. júlí 2020 (Ákvörðun Fiskistofu dags. 10. október 2018, kærð fyrir að svipta skip leyfi til veiða í eina viku)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 17. júlí 2020 (Ákvörðun Fiskistofu kærð fyrir að svipta skip leyfi til veiða í eina viku)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 21. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 28. ágúst 2020 (Ákvörðun Fiskistofu um að svipta skip leyfi til veiða í atvinnuskyni vegna brota á reglum um vigtun og skráningu afla)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 3. september 2020[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 10. september 2020[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 24. september 2020[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. október 2020 (Kærð ákvörðun Matvælastofnunar, dags. 21. Janúar 2020, um stöðvun rekstrr skv. 1. Mgr. 21. Gr. C laga nr. 71/2008)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 13. nóvember 2020 (Kærð er ákvörðun Fiskistofu, dags. 6. maí 2019, um afturköllun á leyfi kæranda til endurvigtunar á sjávarafla)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 13. nóvember 2020 (Ákvörðun Fiskistofu um synjun á beiðni um jöfn skipti við flutning á makríl og botnfisks milli skipa.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 18. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 25. nóvember 2020 (Úthlutun byggðakvóta í Langanesbyggð)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 14. desember 2020 (Veiðileyfissvipting Fiskistofu felld úr gildi.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 5. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 23. febrúar 2021 (Ákvörðun Fiskistofu um afturköllun endurvigtunarleyfis)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 22. mars 2021[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 24. mars 2021 (Ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. júlí 2021 (Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 20. júlí 2021 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um úthlutun byggðakvóta)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 16. ágúst 2021 (Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta til bátsins [D])[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 16. ágúst 2021 (Um ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta varðandi bátinn [B])[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 16. ágúst 2021 (Um ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta varðandi bátinn [C])[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 18. ágúst 2021 (Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 27. október 2021[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 18. nóvember 2021 (Orðnotkun í auglýsingum fyrirtækis á vörum)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 25. nóvember 2021 (Ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 25. nóvember 2021 (Ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 7. desember 2021[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 21. desember 2021 (Staðfesting á ákvörðunum Fiskistofu um synjun á flutningi í jöfnum skiptum á makríl og botnfiski milli skipa, á aflamarki í makríl í B-flokki af aflamarksskipum yfir á krókaaflamarksbát í A-flokki)[HTML]

Úrskurður Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 6. apríl 2022[HTML]

Fara á yfirlit

Atvinnuvegaráðuneytið

Úrskurður Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 27. mars 2025[HTML]

Úrskurður Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 5. ágúst 2025 (Sölustöðvun á Cocoa Puffs og Lucky Charms)[HTML]

Ákvörðun Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 12. september 2025[HTML]

Úrskurður Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 17. september 2025[HTML]

Ákvörðun Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 24. september 2025[HTML]

Úrskurður Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 14. október 2025[HTML]

Úrskurður Atvinnuvegaráðuneytisins dags. 7. nóvember 2025 (Ákvörðun Fiskistofu um niðurfellingu aflahlutdeilda.)[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 1/2007 dags. 28. mars 2008[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 2/2007 dags. 28. mars 2008[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 3/2010 dags. 10. mars 2010[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 11/2020 dags. 13. júlí 2023[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 3/2022 dags. 17. september 2024[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 10/2021 dags. 15. nóvember 2024[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar í máli nr. 11/2021 dags. 18. desember 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 4/2020 dags. 25. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 3/2021 dags. 11. október 2021[HTML]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 2/2023 dags. 19. mars 2024[HTML]

Álit Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 1/2023 dags. 19. mars 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd neytendamála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2010 (Kæra Byko ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 3/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2014 (Kæra Nordic Store ehf. á ákvörðun Neytendastofu 16. desember 2013.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2015 (Kæra JR hússins ehf. á ákvörðun Neytendastofu 19. desember 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2020 (Kæra Sýnar hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 57/2019 frá 19. desember 2019.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2023 (Kæra Sýnar hf. á ákvörðun Neytendastofu frá 15. maí 2023 í máli nr. 17/2023)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 10/2010 (Kæra Lýsingar hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 34/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 10/2011 (Kæra Salon VEH Rekstrarfélags ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 19/2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 11/2011 (Kæra Amadeus hársnyrtistofu á ákvörðun Neytendastofu nr. 18/2011)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 11/2012 (Kæra Hjalta Árnasonar og Félags íslenskra aflraunamanna á ákvörðun Neytendastofu nr. 18/2012.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 11/2013 (Kærur Cafe Kringlan ehf. og Blátt ehf. á ákvörðunum Neytendastofu 3. desember 2013 nr. 28/2013 og 31/2013)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 11/2015 (Kæra Vietnam Market ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 30/2015)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 12/2010 (Kæra Eðalvara ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 36/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 12/2011 (Kæra N1 hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 24/2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 12/2012 (Kæra IP fjarskipta ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 23/2012.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 12/2015 (Kæra Samkaupa hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 33/2015.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 12/2021 (Kæra Gulla Arnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 3. september 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2010 (Kæra Og fjarskipta ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 38/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 14/2011 (Kæra V.M ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 44/2011)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 14/2015 (Kæra Kredia ehf. og Smálána ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 3/2015)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 14/2021 (Kæra Cromwell Rugs ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 14. október 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 15/2010 (Kæra RT veitinga ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 45/2010.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 15/2021 (Kæra Ís-blóm Orkidea ehf. á ákvörðun Neytendastofu 6. október 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 16/2011 (Kæra Skóarans í Kringlunni ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 35/2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 16/2015 (Kæra Neytendalána ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 50/2015)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 17/2010 (Kæra Húsasmiðjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 50/2010 og ákvörðun frá 28. október 2010.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 17/2011 (Kæra Cosmo ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 39/2011)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 17/2012 (Kæra Hagkaups á ákvörðun Neytendastofu 21. september 2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 18/2012 (Kæra Húsasmiðjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 24. september 2012.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2012 (Kæra Hagkaups á ákvörðun Neytendastofu nr. 10/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2013 (Kæra Jökulsárlóns ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2013.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2018 (Kæra Hilmars F. Thorarensen á ákvörðun Neytendastofu frá 24. apríl 2018.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2023 (Kæra Svens ehf. á ákvörðun Neytendastofu 19. júlí 2023 í máli nr. 25/2023)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 21/2011 (Kæra Skakkaturns ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 66/2011)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 23/2011 (Kæra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á ákvörðun sem lýst er yfir í bréfi Neytendastofu, dags. 16. nóvember 2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2010 (Kæra Denim ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 11/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2011 (Kæra Skeljungs hf. á ákvörðun Neytendastofu 24. janúar 2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2012 (Kæra Pennans á Íslandi ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 11/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2014 (Kæra Fisk Gallerýs ehf. á ákvörðun Neytendastofu 31. janúar 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2015 (Kæra Kredia ehf. og Smálána ehf. á ákvörðun Neytendastofu 27. janúar 2015.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 3/2021 (Kæra Hagsmunasamtaka heimilanna fyrir hönd Guðjóns Styrkárssonar á ákvörðun Neytendastofu nr. 67/2020 frá 28. desember 2020.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2012 (Kæra Samkaupa hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2012)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2013 (Kæra Lyfju hf. á ákvörðun Neytendastofu 18. júlí 2013)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2013 (Kæra Hagsmunasamtaka heimilanna á ákvörðun Neytendastofu frá 15. ágúst 2013)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2014 (Kæra Íslandsbanka hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 8/2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2017 (Kæra E-content ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 26/2017.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 5/2019 (Kæra Hagsmunasamtaka heimilanna fyrir hönd Guðjóns Styrkárssonar á ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2019 frá 12. júní 2019.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2010 (Kæra Avant hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 21/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2011 (Kæra Nýherja hf. á ákvörðun Neytendastofu 2. maí 2011.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2014 (Kæra Húsasmiðjunnar hf. á ákvörðun Neytendastofu 24. mars 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 6/2017 (Kæra Tölvuteks ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 20/2017.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2010 (Kæra Kaupáss hf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 23/2010)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2013 (Kæra Friðjóns Björgvins Gunnarssonar á ákvörðun Neytendastofu 18. október 2013.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2014 (Kæra E. Ingasonar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 2. apríl 2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2016 (Kæra E-content ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 59/2016.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 7/2017 (Kæra Norðursiglingar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2017.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2014 (Kæra Kosts lágvöruverðsverslunar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 2. apríl 2014 nr. 16/2014.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2015 (Kæra DV ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 13/2015.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 8/2018 (Kæra Tölvulistans ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 20/2017.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2007 (Kæra Aðalstöðvarinnar á ákvörðun Neytendastofu 12. júlí 2007 nr. 16/2007)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2014 (Kæra Tölvutek ehf. á ákvörðun Neytendastofu 14. apríl 2014 nr. 22/2014)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2019 (Kæra Húsasmiðjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu nr. 42/2019 frá 2. október 2019.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 9/2021 (Kæra Skanva ehf. á ákvörðun Neytendastofu frá 19. maí 2021.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2022 (Kæra Cromwell Rugs ehf. á ákvörðun Neytendastofu 31. mars 2022 í máli nr. 9/2022.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2023 (Neytendastofa lagði stjórnvaldssekt á Hagkaup fyrir villandi auglýsingar með ákvörðun nr. 39/2023.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 4/2024 (Kæra Gryfjunnar ehf. á ákvörðun Neytendastofu 19. júní 2024 í máli nr. 16/2024.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 2/2024 (Kæra Stjörnugríss hf. á ákvörðun Neytendastofu 13. febrúar 2024 í máli nr. 5/2024.)[PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 1/2024 (Kæra Arnarlax hf. á ákvörðun Neytendastofu 12. desember 2023 í máli nr. 41/2023.)[PDF]

Fara á yfirlit

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/1995 dags. 29. desember 1994[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 11/1995 dags. 7. mars 1995[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 16/1995 dags. 9. júní 1995[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 13/1996 dags. 7. júlí 1996[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 12/1996 dags. 4. september 1996[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 14/1996 dags. 27. nóvember 1996[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/1997 dags. 13. febrúar 1997[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 8/1997 dags. 20. júní 1997[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 10/1997 dags. 15. júlí 1997[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 17/1997 dags. 12. desember 1997[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/1998 dags. 24. mars 1998[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 19/1998 dags. 9. febrúar 1999[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/1999 dags. 26. mars 1999[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/1999 dags. 16. apríl 1999[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 11/1999 dags. 10. ágúst 1999[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 16/1999 dags. 18. desember 1999[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2001 dags. 29. janúar 2001[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2001 dags. 26. febrúar 2001[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 14/2001 dags. 15. júní 2001[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 17/2001 dags. 17. desember 2001[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 18/2001 dags. 14. janúar 2002[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2002 dags. 13. febrúar 2002[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2002 dags. 14. febrúar 2002[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 8/2002 dags. 3. júní 2002[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 21/2003 dags. 5. desember 2003[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2006 dags. 29. ágúst 2006[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2006 dags. 28. september 2006[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 6/2006 dags. 17. október 2006[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 6/2007 dags. 11. september 2007[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2007 dags. 10. október 2007[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2008 dags. 2. júlí 2008[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 10/2008 dags. 1. ágúst 2008[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 2/2009 dags. 4. mars 2009[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 11/2009 dags. 19. ágúst 2009[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 13/2009 dags. 3. september 2009[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 14/2009 dags. 14. október 2009[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 15/2009 dags. 14. október 2009[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2010 dags. 11. júní 2010[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 13/2010 dags. 31. desember 2010[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2011 dags. 22. júní 2011[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2011 dags. 29. september 2011[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2011 dags. 4. október 2011[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 6/2011 dags. 5. október 2011[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 13/2011 dags. 18. febrúar 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 11/2011 dags. 20. febrúar 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 12/2011 dags. 13. mars 2012[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 4/2013 dags. 8. október 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 5/2013 dags. 24. október 2013[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 10/2013 dags. 3. mars 2014[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 11/2013 dags. 3. mars 2014[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2014 dags. 25. mars 2015[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 10/2015 dags. 1. febrúar 2016[HTML][PDF]

Úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2023 dags. 19. mars 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Dómsmálaráðuneytið

Úrskurður Dómsmálaráðuneytisins í máli nr. DMR18060111 dags. 1. ágúst 2018[HTML]

Fara á yfirlit

EFTA-dómstóllinn

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 14. desember 2011 í máli nr. E-3/11[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 30. mars 2012 í máli nr. E-7/11[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 22. júlí 2013 í máli nr. E-15/12[PDF]

Dómur EFTA-dómstólsins dags. 10. desember 2014 í máli nr. E-18/14[PDF]

Fara á yfirlit

Eftirlitsnefnd fasteignasala

Úrskurður Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. F-007-15 dags. 28. júní 2016[PDF]

Ákvörðun Eftirlitsnefndar fasteignasala í máli nr. F-009-21 dags. 29. desember 2022[PDF]

Fara á yfirlit

Einkaleyfastofan

Ákvörðun Einkaleyfastofunnar nr. 8/2019 dags. 8. apríl 2019[PDF]

Ákvörðun Einkaleyfastofunnar nr. 9/2019 dags. 8. apríl 2019[PDF]

Ákvörðun Einkaleyfastofunnar nr. 10/2019 dags. 26. apríl 2019[PDF]

Fara á yfirlit

Endurskoðendaráð

Ákvörðun Endurskoðendaráðs dags. 7. júní 2021[PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökudómur

Úrskurður Endurupptökudóms í máli nr. 11/2023 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Endurupptökunefnd

Úrskurður Endurupptökunefndar í máli nr. 17/2013 dags. 13. apríl 2018[HTML]

Fara á yfirlit

Félagsdómur

Dómur Félagsdóms í máli nr. 11/2001 dags. 20. maí 2001[HTML]

Úrskurður Félagsdóms í máli nr. 3/2002 dags. 8. júlí 2002[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. 1/2008 dags. 30. apríl 2008[HTML]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2013 dags. 20. janúar 2014[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-9/2015 dags. 6. apríl 2015[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-7/2015 dags. 6. apríl 2015[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-6/2015 dags. 15. maí 2015[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-16/2015 dags. 28. október 2015[HTML][PDF]

Dómur Félagsdóms í máli nr. F-16/2019 dags. 20. desember 2019[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Félagsmálaráðuneytið

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 21. maí 1996 (Akraneskaupstaður - Sala hlutabréfa sveitarfélagsins í Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf.)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 21. maí 1996 (Akraneskaupstaður - Málsmeðferð bæjarráðs og bæjarstjórnar við sölu hlutabréfa í Skipasmíðastöð Þorg)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 17. júlí 1997 (X - Uppsögn á leiðbeinanda)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. febrúar 2000 (Hveragerðisbær - Álagning b-gatnagerðargjalda á Reykjamörk 1a vegna framkvæmda við Iðjumörk og Reykjamörk. Kostnaður sem heimilt er að reikna með við álagningu gjaldsins)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. febrúar 2000 (Hveragerðisbær - Álagning b-gatnagerðargjalda á Fagrahvamm vegna framkvæmda við Iðjumörk og Reykjamörk. Kostnaður sem heimilt er að reikna með við álagningu gjaldsins)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. febrúar 2000 (Hveragerðisbær - Álagning b-gatnagerðargjalda á Reykjamörk 17 vegna framkvæmda við Iðjumörk og Reykjamörk. Kostnaður sem heimilt er að reikna með við álagningu gjaldsins)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 15. febrúar 2000 (Hveragerðisbær - Álagning b-gatnagerðargjalda á Reykjamörk 2 vegna framkvæmda við Iðjumörk og Reykjamörk. Kostnaður sem heimilt er að reikna með við álagningu gjaldsins)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 22. ágúst 2003 (Hafnarfjarðarkaupstaður - Frávísun, uppsögn á samningi um rekstur leikskóla)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 7. apríl 2004 (Sveitarfélagið Árborg - Úthlutun byggingarlóða, tilkynning ákvörðunar sem háð er staðfestingu nefndar)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 26. maí 2004 (Dalabyggð - Vantraust á varaoddvita, skipti á fulltrúum í nefndum, fundarstjórn)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 13. desember 2004 (Félagsþjónusta X - Áminning starfsmanns, kærufrestur, valdframsal, málsmeðferð)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 12. maí 2006 (Reykjavíkurborg - Tónlistarfræðsla, aldursmörk fyrir nemendur sett af sveitarstjórn)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 19. maí 2006 (Kópavogsbær - Tónlistarfræðsla, skyldur sveitarfélags til að greiða fyrir tónlistarnám utan sveitarfélags)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 9. júní 2006 (Sveitarfélagið Árborg - Málsmeðferð skipulags- og byggingarnefndar, framsending)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 4. júlí 2006 (Djúpavogshreppur - Kosningar til sveitarstjórna 2006)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins dags. 9. október 2006 (Grundarfjarðarbær - Álagning gatnagerðargjalds á viðbyggingu við íbúðarhús)[HTML]

Álit Félagsmálaráðuneytisins dags. 14. mars 2007 (Grundarfjarðarbær - Synjun á endurgreiðslu gatnagerðargjalds)[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins nr. 1/2019 dags. 14. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins nr. 4/2020 dags. 7. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins nr. 6/2020 dags. 21. september 2020[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins nr. 3/2021 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins nr. 4/2021 dags. 25. mars 2021[HTML]

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins nr. 5/2021 dags. 1. júlí 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið

Úrskurður Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins nr. 9/2025 dags. 8. maí 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Úrskurður Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins nr. 18/2024 dags. 29. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins nr. 19/2024 dags. 29. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins nr. 1/2025 dags. 13. febrúar 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Fjarskiptastofa

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 6/2021 dags. 29. október 2021[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 7/2021 dags. 29. október 2021[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 3/2022 dags. 18. febrúar 2022[PDF]

Ákvörðun Fjarskiptastofu í máli nr. 4/2024 dags. 7. maí 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR12020129 dags. 25. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR12060017 dags. 29. október 2012[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR12120112 dags. 12. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR12040043 dags. 29. maí 2013[HTML]

Álit Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR13050028 dags. 2. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR13050035 dags. 12. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR13090024 dags. 2. desember 2013[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR14030008 dags. 16. maí 2014[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR14060096 dags. 23. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR14080028 dags. 9. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR14090026 dags. 16. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15020067 dags. 26. maí 2015 (Synjun á niðurfellingu dráttarvaxta #1)[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15020067 dags. 26. maí 2015 (Synjun á niðurfellingu dráttarvaxta #2)[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15020067 dags. 26. maí 2015 (Synjun á niðurfellingu dráttarvaxta #3)[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15010005 dags. 16. október 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15020059 dags. 21. október 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR15060085 dags. 30. október 2015[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16050026 dags. 10. júní 2016[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR16070018 dags. 23. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins í máli nr. FJR17050032 dags. 18. maí 2017[HTML]

Fara á yfirlit

Forsætisráðuneytið

Úrskurður Forsætisráðuneytisins í máli nr. 1/2013 dags. 11. september 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið

Úrskurður Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins dags. 22. júní 2006 (Lyf - merkingar og útbúnaður lyfja)[HTML]

Fara á yfirlit

Heilbrigðisráðuneytið

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 29. júní 2009 (Frestun réttaráhrifa kærðrar ákvörðunar)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 30. júní 2009 (Svipting starfsleyfis sem læknir)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 2. júlí 2009 (Áliti Lyfjastofnunar um bann við birtingu auglýsingaborða verði hnekkt)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 16. júní 2010 (Frestun réttaráhrifa)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 16. júní 2010 (Frestun réttaráhrifa ákvörðunar Lyfjastofnunar)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins dags. 16. júní 2010 (Krafa um frestun réttaráhrifa)[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 3/2020 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 4/2020 dags. 28. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 22/2020 dags. 7. september 2020[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 23/2020 dags. 9. október 2020[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 4/2021 dags. 18. júní 2021[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 6/2021 dags. 28. júní 2021[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 12/2021 dags. 12. október 2021[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 16/2021 dags. 9. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 15/2021 dags. 16. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 2/2022 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 9/2022 dags. 29. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 21/2022 dags. 4. október 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 23/2022 dags. 2. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 1/2023 dags. 6. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 2/2023 dags. 8. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 3/2023 dags. 21. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 4/2023 dags. 21. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 5/2023 dags. 10. mars 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 6/2023 dags. 24. mars 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 7/2023 dags. 31. mars 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 20/2023 dags. 29. september 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 21/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 4/2024 dags. 23. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 9/2024 dags. 8. mars 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 18/2024 dags. 30. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 26/2024 dags. 10. október 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 29/2024 dags. 22. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 1/2025 dags. 6. mars 2025[HTML]

Úrskurður Heilbrigðisráðuneytisins nr. 9/2025 dags. 29. september 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Austurlands

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-349/2007 dags. 10. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-352/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-351/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-350/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-344/2007 dags. 20. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-321/2008 dags. 25. maí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-43/2008 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-42/2008 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-345/2007 dags. 5. mars 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-21/2010 dags. 7. júlí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-45/2011 dags. 16. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-87/2011 dags. 19. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-69/2012 dags. 6. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-50/2014 dags. 1. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-39/2014 dags. 16. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-45/2015 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-17/2017 dags. 14. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-34/2017 dags. 8. febrúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-66/2017 dags. 11. mars 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. U-1/2019 dags. 12. mars 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. U-2/2019 dags. 23. apríl 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-51/2018 dags. 25. júní 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Austurlands í máli nr. R-57/2021 dags. 1. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-27/2020 dags. 7. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Austurlands í máli nr. E-86/2020 dags. 10. maí 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-241/2007 dags. 1. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-132/2008 dags. 11. júní 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-134/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-133/2008 dags. 23. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-137/2008 dags. 24. september 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-580/2007 dags. 7. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-69/2009 dags. 16. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-68/2009 dags. 27. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-93/2011 dags. 26. desember 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. X-1/2012 dags. 16. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-225/2011 dags. 7. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-71/2010 dags. 11. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-75/2010 dags. 14. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-74/2010 dags. 15. október 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. U-1/2014 dags. 9. maí 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-160/2013 dags. 18. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-189/2013 dags. 19. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-188/2013 dags. 21. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-302/2013 dags. 9. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-184/2013 dags. 17. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-181/2014 dags. 10. apríl 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-33/2010 dags. 30. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-196/2012 dags. 2. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-35/2010 dags. 11. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-36/2010 dags. 29. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. A-44/2016 dags. 6. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-198/2018 dags. 1. júlí 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-182/2020 dags. 10. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-394/2021 dags. 17. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-460/2021 dags. 15. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-30/2023 dags. 11. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli nr. E-475/2023 dags. 15. júlí 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Norðurlands vestra

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-200/2005 dags. 10. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. S-118/2010 dags. 18. maí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-23/2015 dags. 31. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-184/2019 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-103/2023 dags. 25. júní 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1196/2005 dags. 31. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-664/2006 dags. 14. mars 2007[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1351/2007 dags. 20. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1059/2008 dags. 19. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2371/2009 dags. 8. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. U-1/2010 dags. 4. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. U-3/2010 dags. 1. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-411/2010 dags. 31. janúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1037/2010 dags. 9. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-415/2010 dags. 14. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2348/2010 dags. 28. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1130/2010 dags. 4. júlí 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. U-3/2011 dags. 7. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2930/2010 dags. 11. október 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. U-5/2011 dags. 12. október 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. U-5/2012 dags. 20. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-154/2016 dags. 28. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1121/2015 dags. 22. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1291/2015 dags. 19. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-446/2016 dags. 9. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-831/2016 dags. 11. apríl 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-274/2017 dags. 8. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1094/2016 dags. 20. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-120/2017 dags. 13. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1265/2017 dags. 12. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. S-1480/2019 dags. 25. febrúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1665/2020 dags. 28. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-92/2021 dags. 19. maí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3088/2020 dags. 25. maí 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. K-893/2021 dags. 1. júní 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-89/2021 dags. 28. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1521/2021 dags. 25. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2084/2021 dags. 24. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-900/2023 dags. 30. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1364/2023 dags. 20. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-936/2022 dags. 29. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3122/2023 dags. 4. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-3217/2023 dags. 4. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1568/2024 dags. 2. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-543/2025 dags. 16. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2402/2024 dags. 5. nóvember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6553/2005 dags. 20. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4733/2005 dags. 29. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4966/2005 dags. 30. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4751/2005 dags. 30. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4727/2005 dags. 30. mars 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4734/2005 dags. 25. apríl 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6187/2005 dags. 29. maí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7713/2005 dags. 1. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5185/2005 dags. 2. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5184/2005 dags. 2. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5183/2005 dags. 2. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5272/2005 dags. 22. júní 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. U-4/2006 dags. 27. júní 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3678/2005 dags. 6. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5186/2005 dags. 14. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2306/2005 dags. 21. júlí 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7054/2005 dags. 27. október 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7840/2005 dags. 6. nóvember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-10/2005 dags. 17. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-197/2006 dags. 28. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6591/2006 dags. 14. desember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7839/2006 dags. 27. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7408/2006 dags. 25. maí 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2125/2007 dags. 1. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5078/2007 dags. 5. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7825/2006 dags. 16. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3907/2006 dags. 25. október 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-934/2007 dags. 13. nóvember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-864/2007 dags. 19. desember 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7219/2006 dags. 4. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-762/2007 dags. 8. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1130/2007 dags. 10. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-938/2007 dags. 10. janúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4808/2007 dags. 7. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4807/2007 dags. 7. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4804/2007 dags. 7. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Ö-1/2008 dags. 11. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1496/2007 dags. 11. febrúar 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-911/2006 dags. 3. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-329/2007 dags. 27. mars 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7115/2007 dags. 18. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1343/2007 dags. 22. apríl 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5375/2007 dags. 5. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1389/2007 dags. 5. maí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8306/2007 dags. 18. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8305/2007 dags. 18. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4425/2007 dags. 26. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7507/2007 dags. 27. júní 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-515/2007 dags. 2. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6780/2007 dags. 4. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3987/2006 dags. 4. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6490/2007 dags. 26. september 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-245/2008 dags. 16. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7836/2007 dags. 17. október 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2577/2008 dags. 3. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4705/2007 dags. 11. nóvember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7303/2006 dags. 16. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2813/2008 dags. 19. desember 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1931/2008 dags. 14. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2866/2008 dags. 6. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-613/2008 dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5333/2007 dags. 27. febrúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-656/2008 dags. 5. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3120/2008 dags. 18. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5470/2008 dags. 24. mars 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8979/2008 dags. 22. apríl 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-11493/2008 dags. 10. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6177/2008 dags. 13. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-32/2009 dags. 9. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1215/2009 dags. 12. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6012/2008 dags. 27. október 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1356/2009 dags. 20. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6971/2009 dags. 16. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-948/2008 dags. 18. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5225/2009 dags. 29. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9798/2009 dags. 15. janúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8622/2007 dags. 2. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1170/2008 dags. 12. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7649/2009 dags. 19. febrúar 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8588/2009 dags. 15. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. U-9/2009 dags. 18. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. A-379/2009 dags. 26. mars 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 12. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3297/2010 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1175/2008 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1174/2008 dags. 30. júní 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3297/2010 dags. 17. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1767/2010 dags. 23. september 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4843/2010 dags. 1. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6468/2009 dags. 3. nóvember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2960/2010 dags. 10. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-846/2010 dags. 14. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2010 dags. 11. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8622/2007 dags. 25. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-12331/2009 dags. 28. febrúar 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2971/2010 dags. 4. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4785/2010 dags. 21. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4803/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4802/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4801/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4299/2010 dags. 22. mars 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-45/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-40/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-27/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-26/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-25/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-24/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-23/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-22/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-21/2010 dags. 1. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-37/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-36/2010 dags. 27. apríl 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4760/2010 dags. 28. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2235/2011 dags. 8. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-845/2010 dags. 29. september 2011[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1177/2011 dags. 30. september 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6711/2010 dags. 19. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3002/2011 dags. 24. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7449/2010 dags. 27. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7490/2010 dags. 28. október 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2683/2011 dags. 8. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4759/2010 dags. 20. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6159/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6158/2010 dags. 22. desember 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7135/2010 dags. 5. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2961/2010 dags. 18. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7596/2010 dags. 23. janúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6395/2010 dags. 27. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2585/2011 dags. 6. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-134/2011 dags. 14. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5168/2010 dags. 15. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1606/2011 dags. 27. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3216/2011 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7338/2010 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4450/2011 dags. 5. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2595/2011 dags. 16. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4965/2005 dags. 22. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3011/2011 dags. 23. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-974/2011 dags. 27. mars 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3808/2010 dags. 29. mars 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2893/2011 dags. 4. apríl 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3003/2011 dags. 15. maí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1942/2012 dags. 4. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4614/2011 dags. 13. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2870/2011 dags. 20. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4284/2011 dags. 25. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-8613/2009 dags. 28. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2890/2011 dags. 29. júní 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-69/2012 dags. 11. júlí 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1974/2012 dags. 27. september 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-275/2012 dags. 17. október 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2380/2011 dags. 6. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1188/2012 dags. 12. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4193/2011 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4198/2011 dags. 30. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-329/2012 dags. 12. desember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4455/2011 dags. 21. desember 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2438/2012 dags. 9. janúar 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2167/2012 dags. 21. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1529/2012 dags. 22. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1747/2012 dags. 14. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-37/2013 dags. 22. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2710/2012 dags. 22. mars 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1867/2012 dags. 25. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2877/2011 dags. 26. mars 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2058/2012 dags. 18. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3056/2012 dags. 30. apríl 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3805/2012 dags. 13. maí 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-69/2012 dags. 14. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2153/2012 dags. 15. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2011 dags. 17. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3271/2012 dags. 23. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1326/2012 dags. 30. maí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4143/2011 dags. 5. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2511/2012 dags. 18. júní 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-358/2013 dags. 21. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3371/2012 dags. 24. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3327/2012 dags. 24. júní 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3011/2011 dags. 1. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1165/2012 dags. 8. júlí 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2932/2013 dags. 30. ágúst 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4096/2012 dags. 16. september 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2300/2012 dags. 30. september 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4397/2012 dags. 13. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1410/2012 dags. 18. nóvember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1783/2013 dags. 12. desember 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2045/2012 dags. 20. desember 2013[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-10/2013 dags. 6. janúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-172/2013 dags. 15. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-56/2013 dags. 12. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2835/2012 dags. 12. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2624/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1759/2013 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2733/2013 dags. 5. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2751/2013 dags. 14. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2187/2013 dags. 14. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3960/2013 dags. 3. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2266/2013 dags. 11. apríl 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1174/2013 dags. 3. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. X-43/2012 dags. 4. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2714/2013 dags. 10. júní 2014[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-85/2014 dags. 13. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2382/2013 dags. 18. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3309/2012 dags. 24. júní 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1919/2013 dags. 18. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2924/2013 dags. 25. september 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-25/2014 dags. 10. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4443/2012 dags. 10. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1065/2012 dags. 14. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1441/2013 dags. 22. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4565/2013 dags. 24. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4177/2013 dags. 28. október 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2630/2013 dags. 28. nóvember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-917/2014 dags. 18. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1875/2012 dags. 19. desember 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3373/2013 dags. 9. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2768/2014 dags. 12. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1001/2014 dags. 16. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3292/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3291/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3002/2013 dags. 19. janúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4219/2013 dags. 10. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2759/2014 dags. 11. febrúar 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1038/2013 dags. 9. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3172/2014 dags. 16. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1932/2014 dags. 26. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1962/2013 dags. 31. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1152/2014 dags. 6. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4547/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4438/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2585/2014 dags. 11. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3526/2014 dags. 18. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2025/2014 dags. 21. maí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3487/2014 dags. 1. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-53/2011 dags. 8. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4496/2014 dags. 10. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3525/2014 dags. 11. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2625/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2624/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2073/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2012/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2011/2014 dags. 30. júní 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1235/2014 dags. 3. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5039/2014 dags. 7. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-9/2014 dags. 9. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2217/2015 dags. 15. júlí 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-916/2014 dags. 17. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2534/2015 dags. 18. september 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4460/2014 dags. 1. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1575/2014 dags. 9. október 2015[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1177/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1051/2014 dags. 21. október 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-20/2015 dags. 2. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2835/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2834/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2833/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2832/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2831/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2830/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2829/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2828/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2827/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2826/2014 dags. 12. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4444/2014 dags. 18. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1819/2015 dags. 19. nóvember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1026/2014 dags. 18. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4192/2012 dags. 21. desember 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4295/2014 dags. 15. janúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2622/2013 dags. 1. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-256/2015 dags. 3. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1986/2012 dags. 5. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-28/2015 dags. 10. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1989/2015 dags. 17. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-790/2015 dags. 19. febrúar 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2488/2015 dags. 2. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2253/2014 dags. 4. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-986/2015 dags. 9. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-953/2014 dags. 11. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2547/2015 dags. 15. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-665/2015 dags. 30. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4451/2014 dags. 30. mars 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-125/2015 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4048/2014 dags. 15. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-1/2016 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1057/2015 dags. 27. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3482/2014 dags. 28. apríl 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3789/2015 dags. 17. maí 2016[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. V-2/2016 dags. 2. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2478/2015 dags. 2. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1934/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1935/2015 dags. 9. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1354/2015 dags. 14. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1967/2016 dags. 15. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3942/2015 dags. 19. júlí 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1130/2014 dags. 12. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-928/2014 dags. 12. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3623/2015 dags. 29. september 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4084/2015 dags. 3. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-23/2016 dags. 6. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3784/2015 dags. 17. október 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4684/2014 dags. 7. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1471/2014 dags. 18. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1221/2016 dags. 8. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2122/2016 dags. 5. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2075/2016 dags. 10. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7/2015 dags. 23. janúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2778/2016 dags. 8. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1555/2016 dags. 17. febrúar 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2094/2016 dags. 3. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2074/2016 dags. 3. mars 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2503/2016 dags. 10. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2202/2016 dags. 10. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1/2017 dags. 16. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4205/2015 dags. 29. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2231/2016 dags. 31. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1989/2016 dags. 31. mars 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2888/2016 dags. 12. maí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1476/2016 dags. 6. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3940/2015 dags. 16. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3646/2016 dags. 29. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3482/2016 dags. 29. september 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-311/2017 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3730/2016 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2614/2016 dags. 13. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3344/2016 dags. 29. desember 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2060/2016 dags. 10. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2059/2016 dags. 10. janúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3434/2017 dags. 2. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-324/2017 dags. 9. febrúar 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1933/2017 dags. 9. mars 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1931/2017 dags. 18. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1558/2017 dags. 23. apríl 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3473/2016 dags. 30. apríl 2018[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3132/2017 dags. 5. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1559/2017 dags. 6. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2996/2017 dags. 15. júní 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3870/2017 dags. 29. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2540/2016 dags. 29. júní 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2995/2017 dags. 5. júlí 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-130/2017 dags. 5. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-6/2018 dags. 7. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-5/2018 dags. 7. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-4/2018 dags. 7. ágúst 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3869/2017 dags. 28. september 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3793/2017 dags. 23. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-523/2018 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2891/2017 dags. 19. desember 2018[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1522/2018 dags. 11. janúar 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1267/2017 dags. 26. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. Y-3/2018 dags. 15. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1583/2018 dags. 20. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-598/2018 dags. 21. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3247/2017 dags. 27. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3246/2017 dags. 27. mars 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3954/2015 dags. 1. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4453/2014 dags. 1. apríl 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-408/2018 dags. 11. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. K-2/2019 dags. 16. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2558/2018 dags. 24. maí 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4339/2018 dags. 5. júní 2019[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3035/2018 dags. 9. ágúst 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2410/2018 dags. 8. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2409/2018 dags. 8. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2408/2018 dags. 8. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-823/2019 dags. 9. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-824/2019 dags. 9. október 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4684/2019 dags. 3. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2785/2019 dags. 11. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4338/2018 dags. 11. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4337/2018 dags. 11. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2374/2018 dags. 19. desember 2019[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2730/2018 dags. 14. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-461/2019 dags. 15. janúar 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2019 dags. 5. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3158/2018 dags. 10. febrúar 2020[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-152/2019 dags. 4. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5403/2019 dags. 25. mars 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-462/2019 dags. 22. apríl 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3088/2019 dags. 27. apríl 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3207/2019 dags. 29. maí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4242/2019 dags. 10. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2176/2019 dags. 26. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5634/2019 dags. 29. júní 2020[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7441/2019 dags. 8. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5324/2019 dags. 21. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3033/2019 dags. 23. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-989/2020 dags. 25. september 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4147/2019 dags. 14. október 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4241/2019 dags. 10. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1074/2020 dags. 19. nóvember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1762/2020 dags. 8. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6830/2020 dags. 15. desember 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3065/2019 dags. 8. febrúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2035/2020 dags. 11. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3197/2019 dags. 12. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2035/2020 dags. 16. mars 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-578/2020 dags. 17. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-555/2019 dags. 23. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-554/2019 dags. 23. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5179/2019 dags. 29. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3204/2020 dags. 30. mars 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6365/2020 dags. 21. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-639/2020 dags. 21. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-638/2020 dags. 21. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5638/2019 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7231/2020 dags. 30. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2209/2021 dags. 8. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1926/2020 dags. 20. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-715/2021 dags. 7. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7632/2020 dags. 12. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7631/2020 dags. 12. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7630/2020 dags. 12. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7617/2020 dags. 12. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5633/2020 dags. 13. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6378/2020 dags. 18. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3205/2020 dags. 16. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3872/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5993/2020 dags. 25. nóvember 2021[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2307/2021 dags. 22. desember 2021[HTML]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2669/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2668/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2667/2020 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3158/2018 dags. 22. desember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-903/2021 dags. 14. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-491/2021 dags. 24. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3513/2021 dags. 28. janúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3786/2018 dags. 4. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3542/2021 dags. 14. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2855/2021 dags. 22. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3540/2021 dags. 23. febrúar 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4282/2020 dags. 2. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-506/2021 dags. 9. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2148/2021 dags. 22. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7833/2020 dags. 29. mars 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5076/2020 dags. 1. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4084/2021 dags. 7. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7950/2020 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-31/2019 dags. 11. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2470/2021 dags. 31. maí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4962/2021 dags. 2. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2969/2021 dags. 2. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2968/2021 dags. 2. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2967/2021 dags. 2. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2966/2021 dags. 2. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4160/2021 dags. 3. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1340/2021 dags. 15. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1810/2021 dags. 20. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3022/2020 dags. 23. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3021/2020 dags. 23. júní 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4922/2021 dags. 6. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2384/2022 dags. 12. júlí 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5283/2021 dags. 6. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5834/2021 dags. 13. september 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4881/2021 dags. 3. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-264/2022 dags. 12. október 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5219/2021 dags. 16. nóvember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-809/2022 dags. 7. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-806/2022 dags. 7. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-803/2022 dags. 7. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-477/2022 dags. 15. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2307/2021 dags. 22. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3079/2022 dags. 22. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1745/2022 dags. 29. desember 2022[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3523/2021 dags. 5. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5129/2021 dags. 12. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1340/2021 dags. 10. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2359/2021 dags. 13. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2935/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3740/2022 dags. 1. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2985/2022 dags. 2. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1863/2022 dags. 16. mars 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4760/2022 dags. 21. apríl 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-998/2022 dags. 31. maí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5303/2022 dags. 1. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3024/2022 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2378/2022 dags. 30. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5787/2022 dags. 12. júlí 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2646/2022 dags. 29. september 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5776/2022 dags. 26. október 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5866/2022 dags. 6. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1403/2023 dags. 22. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4046/2021 dags. 23. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5415/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3438/2021 dags. 12. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5897/2022 dags. 13. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3088/2022 dags. 20. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5894/2022 dags. 22. desember 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4072/2023 dags. 26. janúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4081/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2923/2023 dags. 14. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-395/2023 dags. 14. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4859/2023 dags. 19. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3074/2022 dags. 19. febrúar 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2498/2023 dags. 14. mars 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4049/2023 dags. 18. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4047/2023 dags. 18. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6026/2023 dags. 23. apríl 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4169/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4168/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4167/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4165/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4166/2021 dags. 2. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3455/2023 dags. 27. maí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5807/2023 dags. 11. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6927/2023 dags. 24. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6205/2023 dags. 26. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1404/2023 dags. 4. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3589/2023 dags. 19. júlí 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6723/2023 dags. 11. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5447/2023 dags. 14. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7749/2023 dags. 16. október 2024[HTML][PDF]

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-323/2024 dags. 28. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1846/2021 dags. 28. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1651/2023 dags. 29. október 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4960/2023 dags. 5. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4202/2024 dags. 18. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7458/2023 dags. 18. nóvember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-778/2024 dags. 9. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2744/2024 dags. 11. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-598/2024 dags. 16. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1173/2024 dags. 16. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6978/2023 dags. 17. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2086/2024 dags. 20. desember 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7457/2023 dags. 13. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1350/2024 dags. 15. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-151/2025 dags. 31. janúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2286/2024 dags. 3. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2578/2024 dags. 4. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1945/2024 dags. 10. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2574/2024 dags. 17. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3861/2023 dags. 26. febrúar 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5184/2024 dags. 11. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7115/2023 dags. 12. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4346/2024 dags. 13. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4347/2024 dags. 13. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4348/2024 dags. 13. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5895/2022 dags. 13. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1153/2024 dags. 18. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3902/2024 dags. 19. mars 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3742/2022 dags. 2. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1944/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5954/2023 dags. 9. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5582/2022 dags. 14. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3492/2024 dags. 16. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4494/2024 dags. 23. apríl 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4493/2024 dags. 12. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5882/2022 dags. 22. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2471/2024 dags. 23. maí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5748/2024 dags. 5. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2571/2024 dags. 10. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6101/2024 dags. 12. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4606/2022 dags. 12. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2998/2024 dags. 16. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3046/2024 dags. 27. júní 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1768/2023 dags. 9. júlí 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3268/2025 dags. 25. september 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2596/2024 dags. 7. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7841/2024 dags. 14. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-835/2025 dags. 15. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-627/2025 dags. 15. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3629/2022 dags. 22. október 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6398/2024 dags. 11. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2313/2025 dags. 13. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4845/2023 dags. 18. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7026/2023 dags. 18. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5581/2025 dags. 25. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5164/2025 dags. 25. nóvember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7784/2024 dags. 5. desember 2025[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2253/2025 dags. 11. desember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Suðurlands

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-463/2005 dags. 3. ágúst 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-534/2005 dags. 10. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-496/2005 dags. 15. desember 2006[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. R-32/2008 dags. 7. júlí 2008[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-15/2007 dags. 27. janúar 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-385/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-350/2009 dags. 23. nóvember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-1052/2009 dags. 13. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-1051/2009 dags. 13. apríl 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-212/2011 dags. 15. júlí 2011[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-296/2011 dags. 15. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-341/2011 dags. 21. febrúar 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-611/2010 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-184/2013 dags. 26. mars 2014[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-184/2013 dags. 24. mars 2015[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-161/2015 dags. 21. júní 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-202/2016 dags. 3. nóvember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-223/2016 dags. 26. júní 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-279/2016 dags. 7. júlí 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-3/2017 dags. 14. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-59/2017 dags. 31. október 2017[HTML]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. S-547/2019 dags. 12. júní 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-770/2020 dags. 3. nóvember 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-553/2022 dags. 27. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-552/2022 dags. 27. júní 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-512/2023 dags. 10. júní 2024[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli nr. E-690/2024 dags. 30. maí 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vestfjarða

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-42/2009 dags. 8. júlí 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-118/2009 dags. 19. maí 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-17/2013 dags. 24. október 2013[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-169/2020 dags. 26. júlí 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-9/2021 dags. 25. október 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-196/2020 dags. 9. nóvember 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-27/2006 dags. 7. nóvember 2006[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-204/2006 dags. 1. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-11/2007 dags. 21. mars 2007[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-52/2009 dags. 7. desember 2009[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-111/2010 dags. 28. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-110/2010 dags. 28. desember 2010[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-1/2012 dags. 26. nóvember 2012[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-125/2015 dags. 14. desember 2016[HTML]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-64/2017 dags. 6. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-6/2019 dags. 14. júlí 2020[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-297/2019 dags. 20. janúar 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-78/2017 dags. 28. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-76/2017 dags. 28. apríl 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-102/2020 dags. 16. júní 2021[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-14/2019 dags. 24. janúar 2023[HTML][PDF]

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-81/2022 dags. 28. mars 2023[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Hugverkastofan

Ákvörðun Hugverkastofunnar nr. 21/2019 dags. 20. desember 2019[PDF]

Ákvörðun Hugverkastofunnar í endurveitingarmáli nr. EP3954288 dags. 5. júlí 2024[PDF]

Ákvörðun Hugverkastofunnar í endurveitingarmáli nr. EP3988014 dags. 5. júlí 2024[PDF]

Fara á yfirlit

Innanríkisráðuneytið

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 54/2010 dags. 7. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 77/2009 dags. 2. mars 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. 55/2010 dags. 31. mars 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11030371 dags. 30. maí 2011[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11030398 dags. 11. maí 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11060303 dags. 23. maí 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11070089 dags. 19. júní 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11080220 dags. 22. júní 2012[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11020176 dags. 21. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR13020029 dags. 3. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11110323 dags. 5. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR11110439 dags. 26. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12100058 dags. 4. apríl 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14030253 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR13120230 dags. 5. júní 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12020440 dags. 9. október 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14020030 dags. 21. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14030179 dags. 9. mars 2015[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR14120082 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR15090111 dags. 8. desember 2015[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR15120305 dags. 6. júní 2016[HTML]

Úrskurður Innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR15090216 dags. 30. janúar 2017[HTML]

Fara á yfirlit

Innviðaráðuneytið

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22010877 dags. 27. júní 2023[HTML]

Álit Innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN24110039 dags. 25. febrúar 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd barnaverndarmála

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 6/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 7/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 19/2012 dags. 16. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 28/2012 dags. 10. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 5/2013 dags. 19. júní 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 11/2014 dags. 24. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 22/2014 dags. 18. mars 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 3/2015 dags. 6. maí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 2/2015 dags. 5. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 1/2015 dags. 10. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 7/2015 dags. 7. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 12/2015 dags. 7. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 19/2015 dags. 2. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 24/2015 dags. 14. október 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 21/2015 dags. 11. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 25/2015 dags. 11. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar barnaverndarmála í máli nr. 29/2015 dags. 30. desember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 225/2012 dags. 26. júní 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 83/2013 dags. 22. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 70/2011 dags. 17. október 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 40/2012 dags. 20. janúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 169/2013 dags. 24. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 50/2012 dags. 24. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 51/2012 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 133/2012 dags. 18. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 162/2012 dags. 9. október 2014[HTML]

Úrskurður Kærunefndar greiðsluaðlögunarmála í máli nr. 184/2013 dags. 3. desember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd húsamála

Álit Kærunefndar húsamála í máli nr. 85/2020 dags. 3. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar húsamála í máli nr. 17/2022 dags. 7. apríl 2022[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd jafnréttismála

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 19/2022 dags. 11. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 11/2024 dags. 19. október 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útboðsmála

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 30/2002 dags. 10. desember 2002[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2004 dags. 20. apríl 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2003 dags. 11. maí 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 32/2004 dags. 21. desember 2004[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 20/2005 dags. 19. september 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2005 dags. 12. október 2005[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2005 dags. 6. desember 2005[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2006 dags. 20. júní 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2006 dags. 23. ágúst 2006[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2007 dags. 28. febrúar 2007[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2009 dags. 29. júlí 2009[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2009 dags. 29. júlí 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2009 dags. 18. september 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2009 dags. 18. september 2009[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2010 dags. 5. júlí 2010[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2010 dags. 18. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 28/2010 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2011 dags. 29. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2011 dags. 17. október 2011[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 21/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 31/2012 dags. 28. febrúar 2013[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 15/2013 dags. 28. maí 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2013 dags. 6. júní 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 16/2013 dags. 23. september 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2013 dags. 25. október 2013[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2014 dags. 12. ágúst 2014[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2015 dags. 6. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2015 dags. 7. mars 2016[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2016 dags. 5. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2016 dags. 24. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2017 dags. 7. desember 2017[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2018 dags. 16. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 2/2018 dags. 27. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2015B dags. 11. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 14/2019 dags. 17. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 23/2018 dags. 28. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 43/2020 dags. 12. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 47/2020 dags. 12. febrúar 2021[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2022 dags. 10. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 41/2021 dags. 4. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 45/2021 dags. 2. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 10/2022 dags. 9. júní 2022[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2022 dags. 11. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 33/2022 dags. 27. mars 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2022 dags. 30. mars 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2023 dags. 3. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 40/2022 dags. 18. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 46/2023 dags. 28. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 46/2023 dags. 21. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 49/2023 dags. 15. júlí 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 31/2024 dags. 6. september 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 24/2024 dags. 25. október 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 47/2023 dags. 1. nóvember 2024[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2024 dags. 19. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 36/2024 dags. 7. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 34/2024 dags. 12. mars 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2025 dags. 12. júní 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 18/2025 dags. 18. júlí 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í málum nr. 5/2025 o.fl. dags. 21. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 11/2025 dags. 6. október 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 26/2025 dags. 16. október 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 27/2025 dags. 10. nóvember 2025[HTML]

Ákvörðun Kærunefndar útboðsmála í máli nr. 29/2025 dags. 10. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Kærunefnd útlendingamála

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2015 í máli nr. KNU15020005 dags. 24. júní 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 104/2015 í máli nr. KNU15010025 dags. 15. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 121/2015 í máli nr. 15010071 dags. 19. ágúst 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2015 í máli nr. KNU15020015 dags. 9. september 2015[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2016 í máli nr. KNU16020005 dags. 15. mars 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 132/2016 í máli nr. KNU16030015 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 131/2016 í máli nr. KNU16030016 dags. 12. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 124/2016 í máli nr. KNU16020028 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2016 í máli nr. KNU16040020 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 168/2016 í máli nr. KNU15100031 dags. 17. maí 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 315/2016 í máli nr. KNU16040028 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 314/2016 í máli nr. KNU16040027 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2016 í máli nr. KNU16050025 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2016 í máli nr. KNU16030009 dags. 6. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 336/2016 í máli nr. KNU16090038 dags. 13. október 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2016 í máli nr. KNU16050045 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2016 í máli nr. KNU16070021 dags. 17. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2017 í máli nr. KNU16120040 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2017 í máli nr. KNU16120016 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2017 í máli nr. KNU16120017 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2017 í máli nr. KNU16120037 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2017 í máli nr. KNU16120038 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 15/2017 í máli nr. KNU16120053 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 16/2017 í máli nr. KNU16120054 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 62/2017 í máli nr. KNU16120085 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2017 í máli nr. KNU16120084 dags. 2. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 79/2017 í máli nr. KNU16120080 dags. 7. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 80/2017 í máli nr. KNU16120081 dags. 9. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 116/2017 í máli nr. KNU17010008 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2017 í máli nr. KNU17010009 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2017 í máli nr. KNU16120079 dags. 2. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2017 í máli nr. KNU16120078 dags. 2. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2017 í máli nr. KNU16120083 dags. 3. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 135/2017 í máli nr. KNU16120082 dags. 3. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2017 í máli nr. KNU17010004 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2017 í máli nr. KNU17010005 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 149/2017 í máli nr. KNU17010001 dags. 9. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 156/2017 í máli nr. KNU17020006 dags. 16. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 170/2017 í máli nr. KNU17030010 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2017 í máli nr. KNU17030019 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2017 í máli nr. KNU17020038 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 165/2017 í máli nr. KNU17020037 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2017 í máli nr. KNU17020039 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 191/2017 í máli nr. KNU17020057 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 190/2017 í máli nr. KNU17020056 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 183/2017 í máli nr. KNU17020051 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 180/2017 í máli nr. KNU17020042 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 193/2017 í máli nr. KNU17020045 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 179/2017 í máli nr. KNU17020043 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 197/2017 í máli nr. KNU17020041 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2017 í máli nr. KNU17020040 dags. 7. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2017 í máli nr. KNU17020059 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2017 í máli nr. KNU16100023 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 250/2017 í máli nr. KNU17030021 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2017 í máli nr. KNU17030020 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2017 í máli nr. KNU17020052 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2017 í máli nr. KNU17030022 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2017 í máli nr. KNU17020058 dags. 27. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2017 í máli nr. KNU17030026 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 254/2017 í máli nr. KNU17030027 dags. 4. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 273/2017 í máli nr. KNU17030003 dags. 11. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 278/2017 í máli nr. KNU17030028 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 277/2017 í máli nr. KNU17030029 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 279/2017 í máli nr. KNU17030033 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 280/2017 í máli nr. KNU17030034 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2017 í máli nr. KNU17030035 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 282/2017 í máli nr. KNU17030036 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 283/2017 í máli nr. KNU17030037 dags. 18. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5287/2017 í máli nr. KNU17040044 dags. 23. maí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2017 í máli nr. KNU17050026 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2017 í máli nr. KNU17050028 dags. 9. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2017 í máli nr. KNU17050042 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 354/2017 í máli nr. KNU17050041 dags. 29. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 349/2017 í máli nr. KNU17050023 dags. 29. júní 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 400/2017 í máli nr. KNU17060031 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 401/2017 í máli nr. KNU17060032 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 396/2017 í máli nr. KNU17050044 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2017 í máli nr. KNU17020048 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 395/2017 í máli nr. KNU17050045 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 402/2017 í máli nr. KNU17050043 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 425/2017 í máli nr. KNU17060047 dags. 20. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 452/2017 í máli nr. KNU17060043 dags. 22. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 461/2017 í máli nr. KNU17070002 dags. 22. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 462/2017 í máli nr. KNU17070001 dags. 22. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2017 í máli nr. KNU17060073 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 467/2017 í máli nr. KNU17060074 dags. 24. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 478/2017 í máli nr. KNU17070003 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 483/2017 í máli nr. KNU17060055 dags. 31. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2017 í máli nr. KNU17070060 dags. 7. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 495/2017 í máli nr. KNU17070061 dags. 7. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 531/2017 í máli nr. KNU17080031 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2017 í máli nr. KNU17080030 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 546/2017 í máli nr. KNU17090023 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 563/2017 í máli nr. KNU17080034 dags. 17. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 572/2017 í máli nr. KNU17100018 dags. 19. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 580/2017 í máli nr. KNU17090040 dags. 24. október 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 596/2017 í máli nr. KNU17090052 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 601/2017 í máli nr. KNU17090050 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 600/2017 í máli nr. KNU17090049 dags. 2. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 618/2017 í máli nr. KNU17100041 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 614/2017 í máli nr. KNU17100044 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 619/2017 í máli nr. KNU17100042 dags. 9. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 628/2017 í máli nr. KNU17090002 dags. 14. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 646/2017 í máli nr. KNU17100051 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 647/2017 í máli nr. KNU17100003 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 639/2017 í máli nr. KNU17110001 dags. 23. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 597/2017 í máli nr. KNU17100007 dags. 7. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 667/2017 í máli nr. KNU17110021 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 675/2017 í máli nr. KNU17110022 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 615/2017 í máli nr. KNU17100045 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 712/2017 í máli nr. KNU17110024 dags. 19. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 632/2017 í máli nr. KNU17100052 dags. 19. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 711/2017 í máli nr. KNU17110023 dags. 19. desember 2017[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 4/2018 í máli nr. KNU17110007 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2018 í máli nr. KNU17110008 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 2/2018 í máli nr. KNU17120006 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1/2018 í máli nr. KNU17120005 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 6/2018 í máli nr. KNU17120004 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 7/2018 í máli nr. KNU17120020 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 8/2018 í máli nr. KNU17110052 dags. 4. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 18/2018 í máli nr. KNU17120018 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 13/2018 í máli nr. KNU17120011 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 12/2018 í máli nr. KNU17120010 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 5/2018 í máli nr. KNU17110040 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 17/2018 í máli nr. KNU17120019 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 40/2018 í máli nr. KNU17120050 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2018 í máli nr. KNU17120039 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2018 í máli nr. KNU17120025 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 38/2018 í máli nr. KNU17120022 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 39/2018 í máli nr. KNU17120021 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 34/2018 í máli nr. KNU18010007 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2018 í máli nr. KNU18010008 dags. 23. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 36/2018 í máli nr. KNU17120038 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 44/2018 í máli nr. KNU17110043 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 46/2018 í máli nr. KNU18010001 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 52/2018 í máli nr. KNU17120059 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2018 í máli nr. KNU17100075 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 68/2018 í máli nr. KNU18010032 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2018 í máli nr. KNU17120017 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 64/2018 í máli nr. KNU18010002 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2017 í máli nr. KNU17120017 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 63/2018 í máli nr. KNU17120060 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 65/2018 í máli nr. KNU18010003 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 48/2018 í máli nr. KNU17110056 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2018 í máli nr. KNU17100062 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2018 í máli nr. KNU17120014 dags. 15. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2018 í máli nr. KNU18010014 dags. 15. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 96/2018 í máli nr. KNU17120047 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2018 í máli nr. KNU17120048 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 93/2018 í máli nr. KNU17120046 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 85/2018 í máli nr. KNU17120054 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2018 í máli nr. KNU18010012 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 103/2018 í máli nr. KNU18020003 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 72/2018 í máli nr. KNU18010011 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 70/2018 í máli nr. KNU18010016 dags. 1. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 119/2018 í máli nr. KNU17110012 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 114/2018 í máli nr. KNU18020033 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 111/2018 í máli nr. KNU18010019 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2018 í máli nr. KNU17110013 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 118/2018 í máli nr. KNU17110011 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 121/2018 í máli nr. KNU17110014 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 110/2018 í máli nr. KNU18010018 dags. 8. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2018 í máli nr. KNU18020007 dags. 13. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2018 í máli nr. KNU18020017 dags. 13. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2018 í máli nr. KNU18010037 dags. 13. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 134/2018 í máli nr. KNU18030011 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 133/2018 í máli nr. KNU18030010 dags. 20. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2018 í máli nr. KNU18020047 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2018 í máli nr. KNU17110031 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 150/2018 í máli nr. KNU18020028 dags. 22. mars 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 160/2018 í máli nr. KNU18020038 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 151/2018 í máli nr. KNU18020014 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 161/2018 í máli nr. KNU18020036 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 164/2018 í máli nr. KNU18020060 dags. 5. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 174/2018 í málum nr. KNU18020034 o.fl. dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 178/2018 í máli nr. KNU18030019 dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2018 í máli nr. KNU18030018 dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2018 í máli nr. KNU18020045 dags. 12. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 212/2018 í máli nr. KNU18020065 dags. 3. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 220/2018 í máli nr. KNU18030003 dags. 3. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 208/2018 í máli nr. KNU18020041 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2018 í máli nr. KNU18030006 dags. 8. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 230/2018 í máli nr. KNU18020066 dags. 17. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 240/2018 í máli nr. KNU18040034 dags. 24. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2018 í máli nr. KNU18040010 dags. 24. maí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 269/2018 í máli nr. KNU18050001 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 266/2018 í máli nr. KNU18050035 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2018 í máli nr. KNU18040035 dags. 7. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 281/2018 í máli nr. KNU18050024 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 307/2018 í máli nr. KNU18060001 dags. 27. júní 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 321/2018 í máli nr. KNU18040050 dags. 12. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 229/2018 í máli nr. KNU18040001 dags. 12. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 318/2018 í máli nr. KNU18050041 dags. 12. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 324/2018 í máli nr. KNU18060012 dags. 2. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2018 í máli nr. KNU18060013 dags. 3. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 331/2018 í máli nr. KNU18060032 dags. 3. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 361/2018 í málum nr. KNU18070010 o.fl. dags. 30. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 366/2018 í máli nr. KNU18070031 dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 365/2018 í máli nr. KNU18070012 dags. 5. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 368/2018 í máli nr. KNU18060037 dags. 18. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 370/2018 í máli nr. KNU18060039 dags. 18. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 378/2018 í málum nr. KNU18070028 o.fl. dags. 20. september 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 409/2018 í máli nr. KNU18090027 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 397/2018 í máli nr. KNU18090001 dags. 4. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 436/2018 í máli nr. KNU18090024 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 417/2018 í máli nr. KNU18080006 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 421/2018 í máli nr. KNU18090021 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 429/2018 í máli nr. KNU18070027 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2018 í máli nr. KNU18090035 dags. 11. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 435/2018 í máli nr. KNU18090025 dags. 18. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 455/2018 í máli nr. KNU18080033 dags. 25. október 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 476/2018 í máli nr. KNU18100019 dags. 5. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 471/2018 í málum nr. KNU18080023 o.fl. dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 485/2018 í máli nr. KNU18100006 dags. 13. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 483/2018 í máli nr. KNU18090048 dags. 13. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 495/2018 í málum nr. KNU18100065 o.fl. dags. 13. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 503/2018 í máli nr. KNU18100063 dags. 15. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 516/2018 í máli nr. KNU18110023 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 529/2018 í máli nr. KNU18110009 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 530/2018 í máli nr. KNU18110010 dags. 25. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 540/2018 í máli nr. KNU18100052 dags. 30. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 532/2018 í málum nr. KNU18110003 o.fl. dags. 12. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 566/2018 í málum nr. KNU18100038 o.fl. dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 574/2018 í máli nr. KNU18120041 dags. 21. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 575/2018 í máli nr. KNU18120013 dags. 21. desember 2018[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2019 í máli nr. KNU18110043 dags. 23. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 55/2019 í máli nr. KNU19010020 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 86/2019 í máli nr. KNU19020019 dags. 20. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 99/2019 í máli nr. KNU19010013 dags. 26. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2019 í máli nr. KNU19010020 dags. 26. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 101/2019 í málum nr. KNU19010007 o.fl. dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2019 í máli nr. KNU18100001 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 82/2019 í máli nr. KNU18120056 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2019 í máli nr. KNU19010038 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 87/2019 í máli nr. KNU19010026 dags. 28. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2019 í máli nr. KNU19020024 dags. 25. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 144/2019 í málum nr. KNU19030036 o.fl. dags. 25. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 123/2019 í máli nr. KNU19020022 dags. 25. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2019 í máli nr. KNU19010041 dags. 25. mars 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 158/2019 í málum nr. KNU19020051 o.fl. dags. 8. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 181/2019 í máli nr. KNU19020042 dags. 14. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 83/2019 í máli nr. KNU18120054 dags. 23. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 173/2019 í máli nr. KNU19020041 dags. 23. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 196/2019 í málum nr. KNU19030064 o.fl. dags. 30. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 214/2019 í máli nr. KNU19040006 dags. 16. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2019 í máli nr. KNU19040107 dags. 27. maí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 306/2019 í máli nr. KNU19040094 dags. 20. júní 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 345/2019 í máli nr. KNU19060012 dags. 7. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 334/2019 í málum nr. KNU19050055 o.fl. dags. 11. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 460/2019 í máli nr. KNU19080019 dags. 23. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 461/2019 í máli nr. KNU19090001 dags. 23. september 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 439/2019 í máli nr. KNU19060024 dags. 14. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2019 í máli nr. KNU19070016 dags. 14. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 487/2019 í máli nr. KNU19070033 dags. 14. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 444/2019 í máli nr. KNU19070011 dags. 14. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 519/2019 í málum nr. KNU19100013 o.fl. dags. 25. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 521/2019 í málum nr. KNU19100007 o.fl. dags. 26. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 520/2019 í málum nr. KNU19100018 o.fl. dags. 26. október 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 506/2019 í málum nr. KNU19090060 o.fl. dags. 15. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 530/2019 í máli nr. KNU19100048 dags. 21. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 543/2019 í máli nr. KNU19080033 dags. 27. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 564/2019 í máli nr. KNU19090007 dags. 27. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 577/2019 í málum nr. KNU19110001 o.fl. dags. 30. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 592/2019 í máli nr. KNU19110031 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 611/2019 í málum nr. KNU19110038 o.fl. dags. 28. desember 2019[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 3/2020 í málum nr. KNU19100077 o.fl. dags. 5. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 10/2020 í máli nr. KNU19070034 dags. 4. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 89/2020 í máli nr. KNU19110025 dags. 12. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 97/2020 í máli nr. KNU19120030 dags. 13. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2020 í máli nr. KNU20020012 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 130/2020 í máli nr. KNU19100085 dags. 2. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 159/2020 í málum nr. KNU20030037 o.fl. dags. 24. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 81/2020 í máli nr. KNU19110026 dags. 20. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 153/2020 í málum nr. KNU20020009 o.fl. dags. 22. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 188/2020 í máli nr. KNU20030044 dags. 22. maí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 249/2020 í máli nr. KNU20060013 dags. 16. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 241/2020 í máli nr. KNU20050018 dags. 16. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 248/2020 í máli nr. KNU20050010 dags. 19. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 284/2020 í máli nr. KNU20060042 dags. 27. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 309/2020 í máli nr. KNU20070017 dags. 16. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2020 í máli nr. KNU20060038 dags. 24. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 330/2020 í máli nr. KNU20070029 dags. 29. september 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 344/2020 í máli nr. KNU20090020 dags. 14. október 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2020 í máli nr. KNU20110017 dags. 10. desember 2020[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 33/2021 í máli nr. KNU20110035 dags. 22. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 45/2021 í máli nr. KNU21010002 dags. 25. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 41/2021 í máli nr. KNU21010011 dags. 28. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2021 í máli nr. KNU21010018 dags. 17. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 112/2021 í máli nr. KNU20120013 dags. 11. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 126/2021 í máli nr. KNU20120062 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 122/2021 í máli nr. KNU20110002 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 120/2021 í máli nr. KNU20120037 dags. 17. mars 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 173/2021 í máli nr. KNU21020037 dags. 20. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 192/2021 í máli nr. KNU21030082 dags. 28. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 229/2021 í máli nr. KNU21030004 dags. 25. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 231/2021 í máli nr. KNU21030056 dags. 25. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2021 í máli nr. KNU21030057 dags. 25. maí 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 174/2021 í máli nr. KNU21020066 dags. 1. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 287/2021 í máli nr. KNU21060010 dags. 16. júní 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 363/2021 í máli nr. KNU21050042 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 426/2021 í máli nr. KNU21060024 dags. 9. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 437/2021 í máli nr. KNU21070015 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2021 í máli nr. KNU21070001 dags. 29. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2021 í máli nr. KNU21070013 dags. 29. september 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 497/2021 í málum nr. KNU21090039 o.fl. dags. 5. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2021 í máli nr. KNU21070014 dags. 14. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 538/2021 í máli nr. KNU21080048 dags. 28. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 518/2021 í máli nr. KNU21090038 dags. 28. október 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 542/2021 í málum nr. KNU21090068 o.fl. dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 529/2021 í málum nr. KNU21080033 o.fl. dags. 4. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 643/2021 í máli nr. KNU21100078 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 657/2021 í máli nr. KNU21100010 dags. 15. desember 2021[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 32/2022 í máli nr. KNU21100062 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 27/2022 í máli nr. KNU21100079 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 102/2022 í máli nr. KNU21110030 dags. 23. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 127/2022 í máli nr. KNU21110042 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 144/2022 í máli nr. KNU22020033 dags. 23. mars 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 177/2022 í máli nr. KNU22030004 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 195/2022 í máli nr. KNU22040029 dags. 19. maí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 271/2022 í máli nr. KNU22050044 dags. 13. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 262/2022 í máli nr. KNU22050050 dags. 13. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 339/2022 í máli nr. KNU22070024 dags. 7. september 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 355/2022 í máli nr. KNU22080022 dags. 12. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 410/2022 í máli nr. KNU22090022 dags. 12. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 414/2022 í máli nr. KNU22090010 dags. 12. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 427/2022 í máli nr. KNU22090069 dags. 20. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 433/2022 í málum nr. KNU22090058 o.fl. dags. 31. október 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2022 í máli nr. KNU22110003 dags. 21. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 501/2022 í máli nr. KNU22100038 dags. 1. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 510/2022 í máli nr. KNU22110047 dags. 7. desember 2022[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 24/2023 í máli nr. KNU22110083 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 27/2023 í máli nr. KNU22110085 dags. 18. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 23/2023 í máli nr. KNU22110059 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 75/2023 í máli nr. KNU22120007 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 115/2023 í máli nr. KNU22110087 dags. 1. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 146/2023 í máli nr. KNU23010061 dags. 15. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 171/2023 í máli nr. KNU22120077 dags. 30. mars 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 202/2023 í máli nr. KNU23020073 dags. 12. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 232/2023 í máli nr. KNU23020068 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 219/2023 í máli nr. KNU23020051 dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 226/2023 í málum nr. KNU23020044 o.fl. dags. 19. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 238/2023 í máli nr. KNU22120008 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 251/2023 í máli nr. KNU23030016 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 259/2023 í máli nr. KNU23030017 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 245/2023 í máli nr. KNU23020072 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 243/2023 í máli nr. KNU23030001 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 257/2023 í máli nr. KNU23030007 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 244/2023 í máli nr. KNU23020070 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 253/2023 í máli nr. KNU23030002 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 261/2023 í málum nr. KNU23030032 o.fl. dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 241/2023 í máli nr. KNU23030034 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 247/2023 í máli nr. KNU23030006 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 246/2023 í máli nr. KNU23030005 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 252/2023 í máli nr. KNU23030018 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 260/2023 í máli nr. KNU23030019 dags. 4. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 300/2023 í máli nr. KNU23030039 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 298/2023 í máli nr. KNU23030045 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 297/2023 í máli nr. KNU23030046 dags. 12. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 286/2023 í máli nr. KNU23030020 dags. 17. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 329/2023 í máli nr. KNU23030082 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 328/2023 í máli nr. KNU23030074 dags. 31. maí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 313/2023 í máli nr. KNU23040006 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 312/2023 í máli nr. KNU23030099 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 311/2023 í máli nr. KNU23030077 dags. 1. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 344/2023 í máli nr. KNU23050096 dags. 6. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 351/2023 í máli nr. KNU23040052 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 352/2023 í málum nr. KNU23040031 o.fl. dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 350/2023 í máli nr. KNU23040048 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 415/2023 í máli nr. KNU23040059 dags. 13. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 383/2023 í málum nr. KNU23040066 o.fl. dags. 28. júní 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 385/2023 í máli nr. KNU23040082 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 408/2023 í máli nr. KNU23040054 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 416/2023 í máli nr. KNU23040062 dags. 13. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 419/2023 í máli nr. KNU23050025 dags. 2. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 418/2023 í máli nr. KNU23040073 dags. 2. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 386/2023 í máli nr. KNU23040117 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 420/2023 í máli nr. KNU23040087 dags. 17. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 445/2023 í máli nr. KNU23040053 dags. 23. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 464/2023 í máli nr. KNU23050028 dags. 31. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 462/2023 í máli nr. KNU23050017 dags. 31. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 478/2023 í málum nr. KNU23080007 o.fl. dags. 7. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 493/2023 í málum nr. KNU23050091 o.fl. dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 490/2023 í málum nr. KNU23050148 o.fl. dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 492/2023 í máli nr. KNU23050088 dags. 14. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 449/2023 í máli nr. KNU23050110 dags. 20. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 494/2023 í máli nr. KNU23050147 dags. 22. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 480/2023 í máli nr. KNU23050075 dags. 27. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 545/2023 í máli nr. KNU23050157 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 535/2023 í máli nr. KNU23050178 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 570/2023 í máli nr. KNU23060158 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 571/2023 í máli nr. KNU23060159 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 567/2023 í máli nr. KNU23060155 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 568/2023 í máli nr. KNU23060156 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 569/2023 í máli nr. KNU23060157 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 564/2023 í máli nr. KNU23060022 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 565/2023 í máli nr. KNU23060168 dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 586/2023 í máli nr. KNU23070064 dags. 18. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 468/2023 í máli nr. KNU23050087 dags. 24. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 607/2023 í máli nr. KNU23060194 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 617/2023 í máli nr. KNU23060199 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 618/2023 í máli nr. KNU23060200 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 602/2023 í máli nr. KNU23080011 dags. 26. október 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 656/2023 í máli nr. KNU23070069 dags. 9. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 675/2023 í máli nr. KNU23080067 dags. 15. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 703/2023 í máli nr. KNU23090057 dags. 23. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 718/2023 í máli nr. KNU23080054 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 719/2023 í máli nr. KNU23080055 dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 721/2023 í málum nr. KNU23100070 o.fl. dags. 7. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 739/2023 í máli nr. KNU23090022 dags. 13. desember 2023[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 37/2024 í máli nr. KNU23100141 dags. 10. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 22/2024 í máli nr. KNU23090100 dags. 17. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 54/2024 í máli nr. KNU23060073 dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 35/2024 í máli nr. KNU23080069 dags. 24. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 125/2024 í máli nr. KNU23110045 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 138/2024 í máli nr. KNU23110047 dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 145/2024 í málum nr. KNU23100175 o.fl. dags. 14. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 176/2024 í málum nr. KNU23060107 o.fl. dags. 23. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 235/2024 í máli nr. KNU23120046 dags. 12. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 287/2024 í málum nr. KNU23100109 o.fl. dags. 21. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 285/2024 í málum nr. KNU23060115 o.fl. dags. 22. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 333/2024 í máli nr. KNU24020139 dags. 26. mars 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 381/2024 í málum nr. KNU24010098 o.fl. dags. 18. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 391/2024 í máli nr. KNU23110051 dags. 18. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 399/2024 í máli nr. KNU23110005 dags. 18. apríl 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 461/2024 í máli nr. KNU24010019 dags. 8. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 463/2024 í máli nr. KNU24020199 dags. 8. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 457/2024 í máli nr. KNU24010034 dags. 8. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 356/2024 í máli nr. KNU24010064 dags. 8. maí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 636/2024 í máli nr. KNU24010090 dags. 19. júní 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 503/2024 í máli nr. KNU24010061 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 706/2024 í máli nr. KNU24050170 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 717/2024 í máli nr. KNU24020001 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 718/2024 í máli nr. KNU24020144 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 712/2024 í máli nr. KNU24020099 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 722/2024 í máli nr. KNU24020022 dags. 28. ágúst 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 938/2024 í máli nr. KNU24030118 dags. 25. september 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1117/2024 í málum nr. KNU24070043 o.fl. dags. 7. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1061/2024 í máli nr. KNU24070001 dags. 20. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1151/2024 í máli nr. KNU24050183 dags. 20. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 851/2024 í máli nr. KNU24020164 dags. 20. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1141/2024 í máli nr. KNU24060008 dags. 20. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1037/2024 í máli nr. KNU24050204 dags. 20. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1161/2024 í málum nr. KNU24050045 o.fl. dags. 20. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 1227/2024 í máli nr. KNU24080182 dags. 12. desember 2024[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 73/2025 í málum nr. KNU24070038 o.fl. dags. 30. janúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 74/2025 í máli nr. KNU24080151 dags. 30. janúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 94/2025 í máli nr. KNU24090177 dags. 6. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 175/2025 í máli nr. KNU24110162 dags. 28. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 185/2025 í máli nr. KNU25010005 dags. 6. mars 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 187/2025 í máli nr. KNU25010007 dags. 6. mars 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 316/2025 dags. 23. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 335/2025 í máli nr. KNU24110101 dags. 28. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 376/2025 í máli nr. KNU25030078 dags. 7. maí 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 378/2025 í máli nr. KNU25030021 dags. 7. maí 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 379/2025 í máli nr. KNU25020106 dags. 7. maí 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 486/2025 í máli nr. KNU25050033 dags. 19. júní 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 536/2025 í máli nr. KNU25050032 dags. 8. júlí 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 571/2025 í máli nr. KNU25030001 dags. 14. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 576/2025 í máli nr. KNU25030002 dags. 14. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 593/2025 í máli nr. KNU25040042 dags. 21. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 604/2025 í máli nr. KNU25040118 dags. 21. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 603/2025 í máli nr. KNU25040117 dags. 21. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 594/2025 í máli nr. KNU23070027 dags. 22. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 643/2025 í máli nr. KNU25050034 dags. 5. september 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 729/2025 í máli nr. KNU25050067 dags. 24. september 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 807/2025 í máli nr. KNU25070018 dags. 23. október 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 810/2025 í máli nr. KNU25060207 dags. 23. október 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 806/2025 í máli nr. KNU25060206 dags. 23. október 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 829/2025 dags. 6. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 831/2025 í máli nr. KNU25080004 dags. 13. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 830/2025 í máli nr. KNU25070297 dags. 13. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 875/2025 í máli nr. KNU25070222 dags. 20. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 849/2025 í máli nr. KNU25070116 dags. 20. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 903/2025 í máli nr. KNU25100070 dags. 27. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 885/2025 í máli nr. KNU25060077 dags. 27. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Kærunefndar útlendingamála nr. 886/2025 í máli nr. KNU25060078 dags. 27. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Landbúnaðarráðuneytið

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 2/1999 dags. 24. febrúar 1999[HTML]

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 5/1999 dags. 1. júní 1999[HTML]

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 1/2000 dags. 1. febrúar 2000[HTML]

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 2/2000 dags. 2. maí 2000[HTML]

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 3/2000 dags. 23. október 2000[HTML]

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 1/2001 dags. 10. janúar 2001[HTML]

Úrskurður Landbúnaðarráðuneytisins nr. 1/2002 dags. 9. ágúst 2002[HTML]

Fara á yfirlit

Landskjörstjórn

Úrskurður Landskjörstjórnar nr. 45/2024 dags. 3. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Landskjörstjórnar nr. 55/2024 dags. 3. nóvember 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrú. 68/2018 dags. 2. febrúar 2018[HTML][PDF]

Lrú. 144/2018 dags. 5. febrúar 2018[HTML][PDF]

Lrú. 138/2018 dags. 21. febrúar 2018 (Söluskáli á Seltjarnarnesi)[HTML][PDF]

Lrú. 137/2018 dags. 21. febrúar 2018[HTML][PDF]

Lrú. 194/2018 dags. 16. mars 2018[HTML][PDF]

Lrú. 435/2018 dags. 23. maí 2018[HTML][PDF]

Lrú. 498/2018 dags. 19. júní 2018[HTML][PDF]

Lrú. 494/2018 dags. 20. júní 2018[HTML][PDF]

Lrd. 62/2018 dags. 22. júní 2018[HTML][PDF]

Lrd. 302/2018 dags. 22. júní 2018[HTML][PDF]

Lrú. 420/2018 dags. 25. júní 2018[HTML][PDF]

Lrd. 274/2018 dags. 26. júní 2018[HTML][PDF]

Lrú. 582/2018 dags. 16. júlí 2018[HTML][PDF]

Lrú. 661/2018 dags. 22. ágúst 2018[HTML][PDF]

Lrú. 660/2018 dags. 22. ágúst 2018[HTML][PDF]

Lrú. 662/2018 dags. 22. ágúst 2018[HTML][PDF]

Lrú. 681/2018 dags. 12. september 2018[HTML][PDF]

Lrú. 664/2018 dags. 12. september 2018[HTML][PDF]

Lrú. 639/2018 dags. 12. september 2018[HTML][PDF]

Lrd. 442/2018 dags. 21. september 2018[HTML][PDF]

Lrú. 592/2018 dags. 27. september 2018[HTML][PDF]

Lrú. 751/2018 dags. 9. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 218/2018 dags. 12. október 2018[HTML][PDF]

Lrd. 284/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 159/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 158/2018 dags. 2. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 205/2018 dags. 16. nóvember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 635/2018 dags. 14. desember 2018[HTML][PDF]

Lrd. 221/2018 dags. 19. desember 2018[HTML][PDF]

Lrú. 830/2018 dags. 9. janúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 673/2018 dags. 25. janúar 2019[HTML][PDF]

Lrú. 74/2019 dags. 30. janúar 2019[HTML][PDF]

Lrú. 67/2019 dags. 30. janúar 2019[HTML][PDF]

Lrd. 554/2018 dags. 1. febrúar 2019 (Lok sáttameðferðar o.fl.)[HTML][PDF]
Málskotsbeiðni til að áfrýja dómi Landsréttar var hafnað með ákvörðun Hæstaréttar nr. 2019-89 þann 18. mars 2019.

Leitað eftir sáttameðferð.
K sagði í símtali að það væri enginn möguleiki á sátt. M var ósammála og þá vísaði sýslumaður málinu frá.

Þar var um að ræða samskipti umgengnisforeldris við barn sitt gegnum Skype.

Fyrir héraði er móðirin stefnandi en faðir hinn stefndi. Hún gerði kröfu um forsjá eingöngu hjá henni, til umgengni og til meðlags. Krafa var lögð fram í héraði um kostnað vegna umgengni en henni var vísað frá sem of seint fram kominni.

Í kröfugerð í héraði er ítarleg útlistun til lengri tíma hvernig umgengni eigi að vera hagað, skipt eftir tímabilum. Í niðurstöðu héraðsdóm var umgengnin ekki skilgreint svo ítarlega.

Fyrir Landsrétti bætti faðirinn við kröfu um að sáttameðferðin fyrir sýslumanni uppfyllti ekki skilyrði barnalaga. Landsréttur tók afstöðu til kröfunnar þar sem dómstólum bæri af sjálfsdáðum að gæta þess. Hann synjaði frávísunarkröfunni efnislega.

Landsréttur fjallaði um fjárhagslega stöðu beggja og taldi að þau ættu að bera kostnaðinn að jöfnu, þrátt fyrir að grundvelli þeirrar kröfu hafi verið vísað frá í héraði sem of seint fram kominni.
Lrd. 671/2018 dags. 1. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 310/2018 dags. 1. mars 2019[HTML][PDF]

Lrú. 901/2018 dags. 8. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 608/2018 dags. 8. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 577/2018 dags. 8. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 563/2018 dags. 8. mars 2019[HTML][PDF]

Lrd. 551/2018 dags. 22. mars 2019[HTML][PDF]

Lrú. 175/2019 dags. 22. mars 2019[HTML][PDF]

Lrú. 166/2019 dags. 28. mars 2019[HTML][PDF]

Lrú. 235/2019 dags. 16. apríl 2019[HTML][PDF]

Lrú. 320/2019 dags. 21. maí 2019[HTML][PDF]

Lrú. 326/2019 dags. 23. maí 2019[HTML][PDF]

Lrd. 647/2018 dags. 7. júní 2019 (Norðurturninn)[HTML][PDF]
Niðurstaða þessa dóms varð staðfest af Hæstarétti í Hrd. nr. 39/2019 dags. 4. júní 2020 (Norðurturninn).
Lrd. 416/2018 dags. 21. júní 2019[HTML][PDF]

Lrú. 482/2019 dags. 4. júlí 2019[HTML][PDF]

Lrú. 574/2019 dags. 29. ágúst 2019[HTML][PDF]

Lrd. 337/2019 dags. 4. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 403/2019 dags. 11. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 373/2019 dags. 11. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 288/2019 dags. 11. október 2019[HTML][PDF]

Lrú. 671/2019 dags. 25. október 2019[HTML][PDF]

Lrd. 421/2019 dags. 1. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 290/2019 dags. 8. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 153/2019 dags. 8. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 707/2019 dags. 18. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 220/2019 dags. 29. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 105/2019 dags. 29. nóvember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 749/2019 dags. 2. desember 2019[HTML][PDF]

Lrú. 748/2019 dags. 2. desember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 238/2019 dags. 6. desember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 251/2019 dags. 13. desember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 260/2019 dags. 20. desember 2019[HTML][PDF]

Lrd. 311/2019 dags. 17. janúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 407/2019 dags. 31. janúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 113/2019 dags. 31. janúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 287/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrd. 286/2019 dags. 28. febrúar 2020[HTML][PDF]

Lrú. 124/2020 dags. 27. mars 2020[HTML][PDF]

Lrú. 109/2020 dags. 27. mars 2020[HTML][PDF]

Lrú. 108/2020 dags. 27. mars 2020[HTML][PDF]

Lrú. 191/2020 dags. 21. apríl 2020[HTML][PDF]

Lrú. 243/2020 dags. 5. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 308/2020 dags. 19. maí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 322/2020 dags. 27. maí 2020[HTML][PDF]

Lrd. 632/2019 dags. 29. maí 2020[HTML][PDF]

Lrd. 145/2020 dags. 26. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 360/2020 dags. 30. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 309/2020 dags. 30. júní 2020[HTML][PDF]

Lrú. 439/2020 dags. 16. júlí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 405/2020 dags. 28. júlí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 403/2020 dags. 28. júlí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 440/2020 dags. 30. júlí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 418/2020 dags. 31. júlí 2020[HTML][PDF]

Lrú. 513/2020 dags. 18. ágúst 2020[HTML][PDF]

Lrú. 489/2020 dags. 26. ágúst 2020[HTML][PDF]

Lrú. 516/2020 dags. 14. september 2020[HTML][PDF]

Lrd. 496/2019 dags. 25. september 2020[HTML][PDF]

Lrd. 285/2019 dags. 25. september 2020[HTML][PDF]

Lrd. 284/2019 dags. 25. september 2020[HTML][PDF]

Lrú. 523/2020 dags. 29. september 2020[HTML][PDF]

Lrd. 63/2019 dags. 2. október 2020[HTML][PDF]

Lrú. 546/2020 dags. 13. október 2020[HTML][PDF]

Lrú. 577/2020 dags. 14. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 366/2020 dags. 16. október 2020[HTML][PDF]

Lrd. 441/2020 dags. 13. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 644/2020 dags. 17. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 567/2020 dags. 20. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 562/2020 dags. 20. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 616/2020 dags. 24. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 648/2020 dags. 27. nóvember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 829/2019 dags. 11. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 835/2019 dags. 18. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 731/2019 dags. 21. desember 2020[HTML][PDF]

Lrd. 733/2019 dags. 21. desember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 675/2020 dags. 22. desember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 679/2020 dags. 22. desember 2020[HTML][PDF]

Lrú. 2/2021 dags. 7. janúar 2021[HTML][PDF]

Lrú. 746/2020 dags. 5. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrú. 13/2021 dags. 12. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrú. 15/2021 dags. 12. febrúar 2021[HTML][PDF]

Lrú. 138/2021 dags. 9. mars 2021[HTML][PDF]

Lrú. 156/2021 dags. 19. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 312/2020 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrd. 87/2020 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrú. 58/2021 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrú. 57/2021 dags. 26. mars 2021[HTML][PDF]

Lrú. 262/2021 dags. 21. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 277/2021 dags. 26. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 276/2021 dags. 26. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrd. 677/2020 dags. 30. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 254/2021 dags. 30. apríl 2021[HTML][PDF]

Lrú. 235/2021 dags. 3. maí 2021[HTML][PDF]

Lrú. 138/2020 dags. 7. maí 2021[HTML][PDF]

Lrú. 285/2021 dags. 10. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 179/2020 dags. 14. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 14/2020 dags. 28. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 13/2020 dags. 28. maí 2021[HTML][PDF]

Lrd. 200/2020 dags. 4. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 332/2021 dags. 9. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 345/2021 dags. 9. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 346/2021 dags. 9. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 366/2021 dags. 10. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 144/2020 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 207/2020 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 35/2020 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 82/2021 dags. 18. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 400/2021 dags. 22. júní 2021[HTML][PDF]

Lrd. 442/2020 dags. 23. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 416/2021 dags. 25. júní 2021[HTML][PDF]

Lrú. 455/2021 dags. 13. júlí 2021[HTML][PDF]

Lrú. 509/2021 dags. 12. ágúst 2021[HTML][PDF]

Lrú. 540/2021 dags. 15. september 2021[HTML][PDF]

Lrd. 373/2021 dags. 8. október 2021[HTML][PDF]

Lrú. 593/2021 dags. 12. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 417/2020 dags. 22. október 2021[HTML][PDF]

Lrd. 449/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 412/2020 dags. 12. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 564/2021 dags. 16. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 466/2020 dags. 19. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 644/2021 dags. 25. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 468/2020 dags. 26. nóvember 2021[HTML][PDF]

Lrd. 470/2020 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 771/2021 dags. 17. desember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 784/2021 dags. 23. desember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 801/2021 dags. 30. desember 2021[HTML][PDF]

Lrú. 8/2022 dags. 7. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrú. 39/2022 dags. 27. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrú. 38/2022 dags. 27. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 628/2020 dags. 28. janúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 701/2020 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 462/2021 dags. 11. febrúar 2022[HTML][PDF]

Lrd. 149/2021 dags. 4. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 84/2021 dags. 11. mars 2022[HTML][PDF]

Lrú. 135/2022 dags. 16. mars 2022[HTML][PDF]

Lrú. 91/2022 dags. 18. mars 2022[HTML][PDF]

Lrú. 137/2022 dags. 24. mars 2022[HTML][PDF]

Lrú. 173/2022 dags. 31. mars 2022[HTML][PDF]

Lrd. 353/2020 dags. 1. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 452/2020 dags. 1. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrú. 9/2022 dags. 6. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 243/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrd. 305/2021 dags. 8. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrú. 200/2022 dags. 28. apríl 2022[HTML][PDF]

Lrú. 226/2022 dags. 18. maí 2022[HTML][PDF]

Lrú. 225/2022 dags. 18. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 619/2020 dags. 20. maí 2022[HTML][PDF]

Lrd. 121/2021 dags. 27. maí 2022[HTML][PDF]

Lrú. 280/2022 dags. 27. maí 2022[HTML][PDF]

Lrú. 228/2022 dags. 1. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 490/2020 dags. 3. júní 2022[HTML][PDF]

Lrú. 313/2022 dags. 7. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 247/2021 dags. 10. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 745/2021 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 268/2021 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 267/2021 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrd. 452/2020 dags. 24. júní 2022[HTML][PDF]

Lrú. 447/2022 dags. 12. júlí 2022[HTML][PDF]

Lrú. 526/2022 dags. 9. september 2022[HTML][PDF]

Lrd. 204/2022 dags. 22. september 2022[HTML][PDF]

Lrd. 205/2022 dags. 22. september 2022[HTML][PDF]

Lrú. 580/2022 dags. 26. september 2022[HTML][PDF]

Lrú. 579/2022 dags. 26. september 2022[HTML][PDF]

Lrd. 250/2022 dags. 14. október 2022[HTML][PDF]

Lrú. 619/2022 dags. 21. október 2022[HTML][PDF]

Lrú. 578/2022 dags. 27. október 2022[HTML][PDF]

Lrd. 323/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 324/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 537/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 530/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 515/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 514/2021 dags. 4. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 407/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 408/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 458/2021 dags. 11. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 325/2022 dags. 25. nóvember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 555/2021 dags. 9. desember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 545/2021 dags. 9. desember 2022[HTML][PDF]

Lrd. 465/2021 dags. 9. desember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 708/2022 dags. 14. desember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 830/2022 dags. 30. desember 2022[HTML][PDF]

Lrú. 754/2022 dags. 20. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 688/2021 dags. 27. janúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 38/2023 dags. 6. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 89/2023 dags. 8. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrú. 119/2023 dags. 16. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 656/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 657/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 658/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 659/2021 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 467/2022 dags. 17. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 663/2021 dags. 24. febrúar 2023[HTML][PDF]

Lrd. 731/2021 dags. 3. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 783/2021 dags. 3. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 601/2021 dags. 17. mars 2023[HTML][PDF]

Lrú. 197/2023 dags. 23. mars 2023[HTML][PDF]

Lrd. 207/2022 dags. 24. mars 2023[HTML][PDF]

Lrú. 150/2023 dags. 28. mars 2023[HTML][PDF]

Lrú. 199/2023 dags. 31. mars 2023[HTML][PDF]

Lrú. 208/2023 dags. 4. apríl 2023[HTML][PDF]

Lrd. 74/2022 dags. 12. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 73/2022 dags. 12. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 185/2022 dags. 19. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 159/2022 dags. 19. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 41/2022 dags. 19. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 31/2023 dags. 19. maí 2023[HTML][PDF]

Lrú. 394/2023 dags. 25. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 127/2022 dags. 26. maí 2023[HTML][PDF]

Lrd. 154/2023 dags. 9. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 117/2022 dags. 16. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 457/2023 dags. 21. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 409/2023 dags. 21. júní 2023[HTML][PDF]

Lrd. 155/2022 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 211/2023 dags. 23. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 412/2023 dags. 26. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 481/2023 dags. 28. júní 2023[HTML][PDF]

Lrú. 499/2023 dags. 4. júlí 2023[HTML][PDF]

Lrú. 526/2023 dags. 29. ágúst 2023[HTML][PDF]

Lrú. 641/2023 dags. 13. september 2023[HTML][PDF]

Lrú. 658/2023 dags. 20. september 2023[HTML][PDF]

Lrd. 211/2022 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 154/2022 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 293/2022 dags. 6. október 2023[HTML][PDF]

Lrú. 688/2023 dags. 10. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 413/2023 dags. 20. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 191/2023 dags. 20. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 236/2022 dags. 27. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 448/2023 dags. 27. október 2023[HTML][PDF]

Lrú. 706/2023 dags. 30. október 2023[HTML][PDF]

Lrd. 459/2022 dags. 3. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 253/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 256/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 255/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 258/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 254/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 257/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 394/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 393/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 395/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 392/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 353/2022 dags. 10. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 420/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 442/2022 dags. 24. nóvember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 419/2022 dags. 1. desember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 827/2023 dags. 1. desember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 826/2023 dags. 4. desember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 825/2023 dags. 4. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 570/2022 dags. 8. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 569/2022 dags. 8. desember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 808/2023 dags. 14. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 687/2022 dags. 15. desember 2023[HTML][PDF]

Lrú. 869/2023 dags. 18. desember 2023[HTML][PDF]

Lrd. 462/2022 dags. 19. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 890/2023 dags. 19. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 192/2023 dags. 26. janúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 6/2024 dags. 6. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 118/2024 dags. 19. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 124/2024 dags. 20. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 125/2024 dags. 21. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrú. 60/2024 dags. 22. febrúar 2024[HTML][PDF]

Lrd. 37/2023 dags. 8. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 843/2023 dags. 8. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 64/2023 dags. 8. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 618/2022 dags. 15. mars 2024[HTML][PDF]

Lrd. 165/2023 dags. 3. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 52/2023 dags. 10. maí 2024[HTML][PDF]

Lrú. 371/2024 dags. 13. maí 2024[HTML][PDF]

Lrd. 128/2024 dags. 7. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 398/2023 dags. 12. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 210/2024 dags. 12. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 438/2024 dags. 12. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 493/2024 dags. 13. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 216/2023 dags. 14. júní 2024[HTML][PDF]

Lrd. 200/2024 dags. 21. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 454/2024 dags. 26. júní 2024[HTML][PDF]

Lrú. 573/2024 dags. 12. júlí 2024[HTML][PDF]

Lrú. 596/2024 dags. 4. september 2024[HTML][PDF]

Lrú. 589/2024 dags. 13. september 2024[HTML][PDF]

Lrd. 364/2024 dags. 31. október 2024[HTML][PDF]

Lrú. 871/2024 dags. 8. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 274/2023 dags. 14. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 895/2024 dags. 18. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 842/2024 dags. 19. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 594/2023 dags. 28. nóvember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 766/2023 dags. 5. desember 2024[HTML][PDF]

Lrú. 963/2024 dags. 10. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 363/2024 dags. 12. desember 2024[HTML][PDF]

Lrd. 814/2023 dags. 16. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrú. 11/2025 dags. 24. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 711/2024 dags. 30. janúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 844/2023 dags. 6. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 535/2023 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 50/2024 dags. 20. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrd. 832/2023 dags. 27. febrúar 2025[HTML][PDF]

Lrú. 6/2025 dags. 3. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 878/2023 dags. 6. mars 2025[HTML][PDF]

Lrú. 169/2025 dags. 13. mars 2025[HTML][PDF]

Lrú. 972/2024 dags. 14. mars 2025[HTML][PDF]

Lrú. 164/2025 dags. 28. mars 2025[HTML][PDF]

Lrd. 239/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 313/2024 dags. 3. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 197/2024 dags. 10. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrú. 216/2025 dags. 10. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrú. 263/2025 dags. 28. apríl 2025[HTML][PDF]

Lrd. 138/2024 dags. 8. maí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 309/2025 dags. 12. maí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 292/2025 dags. 15. maí 2025[HTML][PDF]

Lrd. 814/2024 dags. 12. júní 2025[HTML][PDF]

Lrd. 453/2024 dags. 23. júní 2025[HTML][PDF]

Lrú. 432/2025 dags. 2. júlí 2025[HTML][PDF]

Lrú. 571/2025 dags. 27. ágúst 2025[HTML][PDF]

Lrú. 622/2025 dags. 29. ágúst 2025[HTML][PDF]

Lrú. 636/2025 dags. 4. september 2025[HTML][PDF]

Lrd. 611/2024 dags. 18. september 2025[HTML][PDF]

Lrú. 626/2025 dags. 19. september 2025[HTML][PDF]

Lrd. 205/2025 dags. 25. september 2025[HTML][PDF]

Lrú. 619/2025 dags. 26. september 2025[HTML][PDF]

Lrú. 682/2025 dags. 1. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 530/2024 dags. 2. október 2025[HTML][PDF]

Lrú. 662/2025 dags. 7. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 524/2024 dags. 16. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 237/2025 dags. 23. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 238/2025 dags. 23. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 239/2025 dags. 23. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 431/2025 dags. 23. október 2025[HTML][PDF]

Lrd. 664/2024 dags. 30. október 2025[HTML][PDF]

Lrú. 684/2025 dags. 11. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrú. 669/2025 dags. 13. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 826/2024 dags. 27. nóvember 2025[HTML][PDF]

Lrú. 774/2025 dags. 5. desember 2025[HTML][PDF]

Lrd. 875/2024 dags. 16. desember 2025[HTML][PDF]

Lrú. 707/2025 dags. 16. desember 2025[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Mannanafnanefnd

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 32/2007 dags. 9. júlí 2007 (Hávarr (kk.))[HTML]

Úrskurður Mannanafnanefndar í máli nr. 20/2017 dags. 23. maí 2017 (Ónarr (kk.))[HTML]

Fara á yfirlit

Mannréttindadómstóll Evrópu

Dómur MDE Kjartan Ásmundsson gegn Íslandi dags. 12. október 2004 (60669/00)[HTML]

Fara á yfirlit

Matsnefnd eignarnámsbóta

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/1993 dags. 15. maí 1995[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 21/1997 dags. 22. desember 1997[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 18/1997 dags. 22. desember 1997[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 19/2005 dags. 6. mars 2006[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 3/2009 dags. 29. júní 2009[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 8/2014 dags. 29. júlí 2014[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 8/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 7/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 4/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 5/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 6/2014 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2016 dags. 22. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2023 dags. 21. júní 2023[HTML]

Úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2025 dags. 20. maí 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Matvælaráðuneytið

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 4. mars 2022 (Ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna umsókn um úthlutun aflamarks samkvæmt 10. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 3. júní 2022[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 15. júní 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um að hafna umsókn um úthlutun byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 5. september 2022 (Ákvörðun Fiskistofu um úthlutun byggðakvóta.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 2. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 16. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 10. maí 2023[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 8. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 25. október 2023 (Úrskurður nr. 8 um ákvörðun Fiskistofu um sviptingu veiðileyfis.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 25. október 2023 (Úrskurður nr. 9 um ákvörðun Fiskistofu um sviptingu veiðileyfis.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 17. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 27. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 18. desember 2023[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 2. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 18. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 11. mars 2024[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 11. apríl 2024 (Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar MAST um álagningu stjórnvaldssektar vegna brota á lögum um fiskeldi nr. 71/2008)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 22. apríl 2024 (Úrskurður nr. 1 um ákvörðun Fiskistofu um áminningu vegna brots á 2. mgr. 2. gr. laga nr. 57/1996 um nytjastofa sjávar)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 14. júní 2024[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 18. júní 2024 (Úrskurður nr. 4/2024 um ákvörðun Fiskistofu um að veita skriflega áminningu skv. 3. mgr. 15. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 18. júní 2024 (Úrskurður nr. 3/2024 um ákvörðun Fiskistofu að hafna beiðni um endurupptöku eða afturköllun ákvörðunar um skriflega áminningu vegna brota á 2. mgr. 2. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996.)[HTML]

Úrskurður Matvælaráðuneytisins dags. 18. júní 2024 (Úrskurður nr. 5/2024 um ákvörðun Fiskistofu um sviptingu strandveiðileyfis í eina viku skv. 1. og 2. mgr. 15. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996.)[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-04/2000 dags. 10. maí 2000[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-12/2006 dags. 27. október 2006[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-08/2008 dags. 21. ágúst 2008[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-31/2010 dags. 16. mars 2010[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-27/2010 dags. 24. nóvember 2010[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-37/2012 dags. 9. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-31/2011 dags. 29. febrúar 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-22/2012 dags. 26. september 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-24/2012 dags. 21. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-48/2012 dags. 17. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-06/2013 dags. 10. júlí 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-08/2013 dags. 21. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-07/2013 dags. 28. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-28/2013 dags. 25. september 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-20/2013 dags. 9. október 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-36/2013 dags. 14. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-26/2013 dags. 27. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-43/2013 dags. 5. mars 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-13/2014 dags. 19. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-28/2015 dags. 23. mars 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-29/2015 dags. 23. mars 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-30/2015 dags. 4. maí 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-03/2016 dags. 21. september 2016[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-24/2016 dags. 31. maí 2017[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-17/2017 dags. 15. mars 2018[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-02/2017 dags. 6. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-04/2019 dags. 5. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-08/2018 dags. 18. september 2019[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-8/2018 dags. 18. september 2019[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-08/2019 dags. 11. október 2019[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. L-6/2019 dags. 6. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í máli nr. M-17/2021 dags. 17. maí 2022[HTML]

Fara á yfirlit

Málskotsnefnd Menntasjóðs námsmanna

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-6/2021 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-10/2022 dags. 22. desember 2022[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-3/2023 dags. 24. mars 2023[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-11/2023 dags. 22. mars 2024[HTML]

Úrskurður Málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna í máli nr. M-9/2024 dags. 2. júní 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 15. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 14. mars 2022[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 29. ágúst 2022 (Umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir gististað)[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 14. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 25. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 28. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 12. október 2023[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23090235 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23090236 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23090234 dags. 1. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23110264 dags. 8. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23110265 dags. 8. júlí 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins dags. 31. júlí 2024 (Stjórnvaldssekt vegna reksturs gististaða án tilskilins rekstrarleyfis)[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF23110238 dags. 11. desember 2024[HTML]

Úrskurður Menningar- og viðskiptaráðuneytisins í máli nr. MVF22020545 dags. 26. febrúar 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Menntamálaráðuneytið

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 4. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 22. október 2007[HTML]

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 11. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 13. febrúar 2009[HTML]

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 18. mars 2009[HTML]

Úrskurður Menntamálaráðuneytisins dags. 8. apríl 2011[HTML]

Fara á yfirlit

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úrskurður Mennta- og barnamálaráðuneytisins í máli nr. MRN24020155 dags. 18. júlí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 29. október 2009[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 30. desember 2010[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 15. mars 2012[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 13. júní 2013[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 11. júní 2014[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 16. desember 2015[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 12. október 2017[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR17110019 dags. 28. mars 2018[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR17090159 dags. 20. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR18030193 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli nr. MMR19090105 dags. 22. janúar 2020[HTML]

Fara á yfirlit

Nefnd um eftirlit með lögreglu

Ákvörðun Nefndar um eftirlit með lögreglu nr. 39/2022 dags. 12. maí 2022

Ákvörðun Nefndar um eftirlit með lögreglu nr. 30/2024 dags. 24. maí 2024[PDF]

Ákvörðun Nefndar um eftirlit með lögreglu nr. 39/2024 dags. 21. júní 2024

Fara á yfirlit

Nefnd vegna lausnar um stundarsakir

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 5/2002 dags. 24. september 2002[HTML]

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 1/2003 dags. 11. ágúst 2003[HTML]

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 2/2003 dags. 11. ágúst 2003[HTML]

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 3/2003 dags. 6. október 2003[HTML]

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 4/2003 dags. 6. október 2003[HTML]

Álit Nefndar vegna lausnar um stundarsakir í máli nr. 1/2006 dags. 17. mars 2006[HTML]

Fara á yfirlit

Óbyggðanefnd

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Þingvallakirkjuland og efstu jarðir í Þingvallahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Grímsnesafréttur og jarðir umhverfis Lyngdalsheiði í Grímsnes- og Grafningshreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Biskupstungnaafréttur og efstu lönd í Biskupstungnahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2000 dags. 21. mars 2002 (Svæði 1 - Árnessýsla - Hrunamannaafréttur og efstu lönd í Hrunamannahreppi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Öræfi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2001 dags. 14. nóvember 2003 (Svæði 2 - Sveitarfélagið Hornafjörður - Lón)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Stór-Reykjavík)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2004 dags. 31. maí 2006 (Svæði 4 - Suðvesturland - Ölfus)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Fljótsdalur og Jökuldalur austan Jökulsár á Jökuldal)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2005 dags. 29. maí 2007 (Svæði 5 - Norðausturland - Vopnafjarðarhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Mývatnsöræfi og Ódáðahraun)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Tjörnes og Þeistareykir)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Þingeyjarsveit sunnan Ljósavatnsskarðs og vestan Skjálfandafljóts)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2007 dags. 6. júní 2008 (Svæði 6 - Austanvert Norðurland - Kinnar- og Víknafjöll ásamt Flateyjardalsheiði austan Dalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Eyjafjarðarsveit austan Eyjafjarðarár ásamt vestanverðum Bleiksmýrardal)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2008 dags. 19. júní 2009 (Svæði 7A - Vestanvert Norðurland, syðri hluti - Eyjafjarðarsveit vestan Eyjafjarðarár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2009 dags. 10. október 2011 (Svæði 7B - Vestanvert Norðurland, nyrðri hluti: Tröllaskagi norðan Öxnadalsheiðar - Eyjafjörður ásamt Lágheiði en án Almennings norðan Hrauna)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2009 dags. 10. október 2011 (Svæði 7B - Vestanvert Norðurland, nyrðri hluti: Tröllaskagi norðan Öxnadalsheiðar - Skagafjörður ásamt Almenningi norðan Hrauna en án Lágheiðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Skagi)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnavatnshreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Húnaþing vestra, syðri hluti)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2013 dags. 19. desember 2014 (Svæði 8A - Norðvesturland: Húnavatnssýsla vestan Blöndu ásamt Skaga - Vatnsnes)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Landsvæði milli Hítarvatns og Fossdalsár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Hluti fyrrum Norðurárdalshrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Arnarvatnsheiði, Geitland og Langjökull)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2014 dags. 11. október 2016 (Svæði 8B - Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli - Fyrrum Lundarreykjadalshreppur og hluti fyrrum Hálsahrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Flekkudalur og Svínadalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Haukadalshreppur og Miðdalahreppur austan Miðár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2016 dags. 3. maí 2018 (Svæði 9A - Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi - Hörðudalshreppur og Miðdalahreppur vestan Miðár)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Snæfellsjökull og landsvæði sunnan og austan hans)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Eyrarbotn)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2018 dags. 15. ágúst 2019 (Svæði 9B - Snæfellsnes ásamt fyrrum Kolbeinsstaðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi - Fjalllendið milli Elliða og Lágafells auk Baulárvalla)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2019 dags. 21. febrúar 2020 (Svæði 10A - Strandasýsla ásamt fyrrum Bæjarhreppi - Suðausturhluti Drangajökuls)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Bæjarbjarg)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Austurhluti fyrrum Barðastrandarhrepps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2020 dags. 22. desember 2020 (Svæði 10C - Barðastrandarsýslur - Skálmardalsheiði og hluti Þingmannaheiðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi norðan Geirþjófsfjarðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi milli Ísafjarðardjúps, Álftafjarðar og Önundarfjarðar, auk Stigahlíðar)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 5/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi við innanverðan Arnarfjörð og Dýrafjörð ásamt landsvæðum sunnan Ísafjarðardjúps)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 6/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Fjalllendi upp af Langadalsströnd)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 7/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Drangajökull og landsvæði umhverfis hann)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 8/2021 dags. 30. ágúst 2023 (Svæði 10B - Ísafjarðarsýslur - Sléttuhreppur og norðanverður Grunnavíkurhreppur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2023 dags. 17. október 2024 (Austurland og Norðausturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2023 dags. 17. október 2024 (Norðurland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2023 dags. 17. október 2024 (Vesturland - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2023 dags. 17. október 2024 (Strandir - Málsmeðferð skv. 1. málsl. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 1/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Útmannasveit, Borgarfjörður, Víkur og Loðmundarfjörður)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 2/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði milli Norðfjarðar og Skriðdals)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 3/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Gilsárdalsafrétt, sunnanverður Skriðdalshreppur og Breiðdalur)[PDF]

Úrskurður Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2022 dags. 5. nóvember 2024 (Svæði 11 - Landsvæði inn af Hamarsfirði og Álftafirði)[PDF]

Fara á yfirlit

Persónuvernd

Álit Persónuverndar í máli nr. 2011/1186[HTML]

Álit Persónuverndar dags. 9. desember 2002[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2005/103 dags. 16. ágúst 2005[HTML]

Niðurstaða Persónuverndar dags. 16. ágúst 2005 (Tryggingafélag C)[HTML]

Niðurstaða Persónuverndar dags. 16. ágúst 2005 (Tryggingafélag B)[HTML]

Niðurstaða Persónuverndar dags. 16. ágúst 2005 (Tryggingafélag A)[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2005/384 dags. 19. febrúar 2007[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2007/488 dags. 10. mars 2008[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2009/472 dags. 13. ágúst 2009[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2010/488 dags. 18. janúar 2011[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2010/703 dags. 3. mars 2011[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2016/584 dags. 26. október 2016[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2016/582 dags. 26. október 2016[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2016/1529 dags. 8. mars 2017[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2017/1799 dags. 31. maí 2018[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2018/1507 dags. 27. mars 2019[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2018/1741 dags. 29. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2019/232 dags. 31. október 2019[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010710 dags. 19. mars 2020[HTML]

Álit Persónuverndar í máli nr. 2020092340 dags. 24. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010545 dags. 15. júní 2021[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2020092288 dags. 23. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020041418 dags. 25. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020010656 dags. 3. maí 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021071455 dags. 18. október 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021071456 dags. 18. október 2022[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020061965 dags. 5. desember 2022[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2022050940 dags. 28. mars 2023[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2022020414 dags. 2. maí 2023[HTML]

Ákvörðun Persónuverndar í máli nr. 2020061844 dags. 27. júní 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2020061901 dags. 27. júní 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021061295 dags. 10. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021051199 dags. 10. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Persónuverndar í máli nr. 2021101923 dags. 10. júlí 2023[HTML]

Fara á yfirlit

Póst- og fjarskiptastofnun

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2000 dags. 29. desember 2000[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2001 dags. 27. apríl 2001[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2006 dags. 7. desember 2006[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2008 dags. 15. febrúar 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2008 dags. 22. apríl 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2008 dags. 9. maí 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 33/2008 dags. 30. desember 2008[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2009 dags. 26. nóvember 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 20/2009 dags. 26. nóvember 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 23/2009 dags. 30. desember 2009[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2010 dags. 11. febrúar 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2010 dags. 12. febrúar 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2010 dags. 19. maí 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 27/2010 dags. 22. september 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 37/2010 dags. 17. nóvember 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 39/2010 dags. 22. desember 2010[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 35/2012 dags. 13. desember 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 38/2012 dags. 14. desember 2012[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2013 dags. 12. apríl 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 7/2013 dags. 13. júní 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 25/2013 dags. 31. október 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 24/2013 dags. 31. október 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 26/2013 dags. 1. nóvember 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 29/2013 dags. 17. desember 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 31/2013 dags. 20. desember 2013[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 2/2014 dags. 28. mars 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 24/2014 dags. 31. október 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 38/2014 dags. 23. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 35/2014 dags. 23. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 39/2014 dags. 23. desember 2014[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2015 dags. 12. febrúar 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2015 dags. 17. mars 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2015 dags. 30. júlí 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 20/2015 dags. 31. júlí 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 28/2015 dags. 30. október 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 29/2015 dags. 6. nóvember 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 37/2015 dags. 30. desember 2015[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 1/2016 dags. 3. mars 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 4/2016 dags. 13. apríl 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 9/2016 dags. 9. ágúst 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 12/2016 dags. 9. september 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 14/2016 dags. 17. október 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 17/2016 dags. 28. október 2016[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 3/2017 dags. 15. febrúar 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 22/2017 dags. 26. október 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 21/2017 dags. 26. október 2017[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2018 dags. 26. apríl 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2018 dags. 3. júlí 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 18/2018 dags. 25. október 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 19/2018 dags. 25. október 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 26/2018 dags. 17. desember 2018[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 16/2019 dags. 20. júní 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 23/2019 dags. 24. október 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 22/2019 dags. 24. október 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 24/2019 dags. 29. október 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 27/2019 dags. 29. nóvember 2019[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 5/2020 dags. 29. maí 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 11/2020 dags. 22. október 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 10/2020 dags. 22. október 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 13/2020 dags. 11. desember 2020[PDF]

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar í máli nr. 6/2021 dags. 28. apríl 2021[PDF]

Fara á yfirlit

Ríkistollanefnd

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2002[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 7/2002[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 8/2002[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2003[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 14/2004[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2005[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 7/2005[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2006[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 5/2006[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 7/2008[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 10/2008[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 12/2008[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 13/2008[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 16/2008[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2011[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 7/2011[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 2/2013[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 8/2011 dags. 19. desember 2012[PDF]

Úrskurður Ríkistollanefndar nr. 4/2012 dags. 11. mars 2013[PDF]

Fara á yfirlit

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 30/2009 dags. 20. október 2009 (Siglingastofnun: Lögmæti afturköllunar á skipan verndarfulltrúa hafnar. Mál nr. 30/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 55/2009 dags. 27. október 2009 (Sýslumaðurinn í Bolungarvík: Álagning og innheimta vanrækslugjalds. Mál nr. 55/1009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 21/2009 dags. 29. október 2009 (Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu: Afturköllun ökuréttinda. Mál nr. 21/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 42/2009 dags. 5. nóvember 2009 (Djúpvogshreppur: Ágreiningur um álagningu B-gatnagerðargjalds. Mál nr. 42/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 58/2009 dags. 18. nóvember 2009 (Sveitarfélagið Vogar: Lögmæti uppsagnar. Mál nr. 58/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 20/2009 dags. 8. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um synjun um skil á byggingarétti. Mál nr. 20/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 22/2009 dags. 10. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 22/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 3/2009 dags. 11. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóðum. Mál nr. 3/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 43/2009 dags. 15. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 43/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 40/2009 dags. 21. febrúar 2010 (Reykjavíkurborg: Ágreiningur um skil á lóð. Mál nr. 40/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 56/2009 dags. 18. maí 2010 (Sveitarfélagið Vogar: Ágreiningur um lóðarleigusamning. Mál nr. 56/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 57/2009 dags. 21. maí 2010 (Sveitarfélagið Vogar: Ágreiningur um gildi lóðarleigusamnings. Mál nr. 57/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. 74/2009 dags. 25. maí 2010 (Hveragerðisbær: Ágreiningur um álagningu gatnagerðargjalds. Mál nr. 74/2009)[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17070063 dags. 2. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17050006 dags. 20. október 2017[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17060021 dags. 30. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17090071 dags. 24. júlí 2018[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN17090029 dags. 17. maí 2019[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN18030116 dags. 24. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN20020051 dags. 25. nóvember 2020[HTML]

Álit Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli nr. SRN21040023 dags. 29. desember 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Samgönguráðuneytið

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 1/2004 dags. 24. mars 2004 (Mál nr. 1/2004)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 14/2006 dags. 2. mars 2006 (Mál nr. 14/2006)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 23/2007 dags. 9. október 2007 (Mál nr. 23/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 53/2007 dags. 15. júlí 2008 (Flugmálastjórn Íslands - stjórnvaldsfyrirmæli eða stjornvaldsákvörðun, lögmæti ákvörðunar um bann við flugtökum, lendingum og loftakstri þyrlna: Mál nr. 53/2007)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 15/2008 dags. 30. júlí 2008 (Heilbrigðisnefnd Vesturlands - lögmæti ákvörðunar um uppsögn úr starfi: Mál nr. 15/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 73/2008 dags. 3. apríl 2009 (Vegagerðin - lögmæti ákvörðunar um eigarnám lands: Mál nr. 73/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 54/2008 dags. 20. maí 2009 (Skeiða- og Gnúpverjahreppur - úthlutun lóðarskika á grundvelli sáttargjörðar, kærufrestir: Mál nr. 54/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 86/2008 dags. 5. júní 2009 (Álftanes - frávísunarkrafa, höfn umsóknar um byggingarleyfi, ummæli á heimasíðu: Mál nr. 86/2008)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 80/2008 dags. 28. júlí 2009 (Grímsnes- og Grafningshreppur - lögmæti ákvörðunar um álagningu og innheimtu vatnsgjalds af óbyggðri lóð:)[HTML]

Úrskurður Samgönguráðuneytisins í máli nr. 35/2009 dags. 8. október 2009 (Norðurþing: Samtök velunnara Kópaskersskóla gegn Sveitarstjórn Norðurþings: Mál nr. 35/2009)[HTML]

Fara á yfirlit

Samkeppniseftirlitið

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2006 dags. 16. júní 2006[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 70/2007 dags. 19. desember 2007[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2008 dags. 17. apríl 2008[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 49/2008 dags. 17. september 2008[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 17/2009 dags. 28. apríl 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 22/2009 dags. 26. júní 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2009 dags. 26. júní 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2009 dags. 30. júní 2009[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2010 dags. 26. febrúar 2010[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 36/2011 dags. 7. nóvember 2011[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2013 dags. 12. apríl 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 25/2013 dags. 1. nóvember 2013[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 31/2014 dags. 6. nóvember 2014[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 11/2015 dags. 15. maí 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 14/2015 dags. 22. maí 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2015 dags. 2. júlí 2015[HTML][PDF]

Álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2015 dags. 22. október 2015[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2017 dags. 17. febrúar 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 47/2017 dags. 21. desember 2017[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2018 dags. 18. október 2018[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 8/2019 dags. 3. apríl 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 14/2019 dags. 16. maí 2019[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 16/2023 dags. 22. maí 2023[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 12/2024 dags. 4. júní 2024[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Samkeppnisráð

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 27/1996 dags. 31. maí 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 35/1996 dags. 18. október 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 40/1996 dags. 20. desember 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 44/1996 dags. 20. desember 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 43/1996 dags. 20. desember 1996[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 14/1997 dags. 7. maí 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 35/1997 dags. 18. september 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 38/1997 dags. 30. október 1997[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 1/1998 dags. 12. janúar 1998[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 7/1998 dags. 8. júlí 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/1998 dags. 8. júlí 1998[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 17/1999 dags. 9. júní 1999[HTML][PDF]

Álit Samkeppnisráðs nr. 11/1999 dags. 2. desember 1999[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 4/2000 dags. 27. janúar 2000[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 14/2001 dags. 23. maí 2001[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 45/2003 dags. 19. desember 2003[HTML][PDF]

Ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 21/2005 dags. 22. júní 2005[HTML][PDF]

Fara á yfirlit

Sjávarútvegsráðuneytið

Úrskurður Sjávarútvegsráðuneytisins dags. 28. nóvember 2001 (Tálkni ehf. Kærir kvörðun Fiskistofu, dags. 27. nóvember 2001, er kveður á um að Bjarmi BA-326(1321) verði sviptur leyfi til veiða í atvinnuskyni í 8 vikur, frá og með 1. desember 2001 til og með 25. janúar 2002.)[HTML]

Fara á yfirlit

Tollstjóri

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 10/2005 dags. 26. janúar 2005[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 10/2008 dags. 22. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 4/2008 dags. 22. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 5/2008 dags. 22. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 6/2008 dags. 22. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 7/2008 dags. 22. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 8/2009 dags. 24. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 13/2011 dags. 23. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 8/2011 dags. 29. janúar 2011[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 20/2012 dags. 19. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 1/2018 dags. 9. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 7/2018 dags. 11. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Tollstjóra í máli nr. 9/2018 dags. 16. janúar 2018[HTML]

Fara á yfirlit

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Úrskurður Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í máli nr. UMH14060099 dags. 13. febrúar 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Umhverfisráðuneytið

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00050116 dags. 30. ágúst 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00030105 dags. 26. september 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00070054 dags. 1. nóvember 2000[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 01080004 dags. 1. janúar 2001[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 00110215 dags. 2. apríl 2001[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 02050125 dags. 3. febrúar 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 02070135 dags. 19. mars 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 02110059 dags. 31. mars 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 02120140 dags. 16. apríl 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 03010041 dags. 22. maí 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 02110124 dags. 14. júlí 2003[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 04020102 dags. 26. maí 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 04090102 dags. 10. desember 2004[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 05050107 dags. 7. september 2005[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 05090051 dags. 9. maí 2006[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 07050182 dags. 5. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 06120127 dags. 10. desember 2007[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 07100053 dags. 3. apríl 2008[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08020112 dags. 31. júlí 2008[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08020081 dags. 5. desember 2008[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08020143 dags. 21. janúar 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08060131 dags. 8. apríl 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 08060022 dags. 3. júní 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09030176 dags. 28. september 2009[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09110008 dags. 28. janúar 2010[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09060086 dags. 15. mars 2010[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 09090028 dags. 10. maí 2010[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 10120197 dags. 31. maí 2011[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 11070080 dags. 5. mars 2012[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 11100049 dags. 4. júlí 2012[HTML]

Úrskurður Umhverfisráðuneytinu í máli nr. 10120222 dags. 17. júlí 2012[HTML]

Fara á yfirlit

Utanríkisráðuneytið

Úrskurður Utanríkisráðuneytisins í máli nr. UTN20060012 dags. 15. nóvember 2021[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd almannatrygginga

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 44 dags. 4. apríl 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga nr. 156 dags. 8. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 4/2011 dags. 19. ágúst 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 17/2012 dags. 27. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 274/2014 dags. 25. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 44/2015 dags. 1. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar almannatrygginga í máli nr. 78/2021 dags. 21. október 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 93/2011 dags. 18. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 13/2012 dags. 19. febrúar 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 81/2012 dags. 7. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 157/2012 dags. 27. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 169/2012 dags. 11. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 134/2012 dags. 17. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 176/2012 dags. 17. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 18/2013 dags. 15. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 137/2013 dags. 19. ágúst 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 146/2013 dags. 16. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 155/2013 dags. 16. september 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 19/2014 dags. 25. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 31/2014 dags. 16. desember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 121/2013 dags. 21. janúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 81/2012 dags. 17. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 176/2012 dags. 17. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 7/2014 dags. 26. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 13/2012 dags. 26. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 70/2014 dags. 5. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 71/2014 dags. 19. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 65/2014 dags. 2. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 50/2014 dags. 16. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 1/2015 dags. 30. júlí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 32/2015 dags. 22. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 33/2015 dags. 22. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 34/2015 dags. 22. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 35/2015 dags. 22. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 39/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða í máli nr. 53/2015 dags. 3. desember 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 12/2010 dags. 2. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í máli nr. 1/2011 dags. 13. maí 2011[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2000 dags. 29. maí 2000[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2001 dags. 16. júlí 2001[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2001 dags. 6. september 2001[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2004 dags. 4. mars 2004[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2006 dags. 3. mars 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2006 dags. 29. mars 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2006 dags. 10. apríl 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 13/2006 dags. 31. ágúst 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 12/2006 dags. 22. desember 2006[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2007 dags. 3. júlí 2007[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 15/2006 dags. 27. ágúst 2007[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2007 dags. 10. október 2007[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 9/2007 dags. 4. apríl 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2008 dags. 30. maí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 8/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2007 dags. 1. júlí 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2008 dags. 30. desember 2008[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2012 dags. 30. júní 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2013 dags. 14. september 2013[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2015 dags. 26. janúar 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 6/2015 dags. 9. júní 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 8/2015 dags. 9. júní 2016[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2017 dags. 9. febrúar 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2016 dags. 1. mars 2017[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 1/2019 dags. 21. júní 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2018 dags. 21. júní 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2019 dags. 27. janúar 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 5/2019 dags. 31. mars 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 7/2019-URSK dags. 6. nóvember 2020[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 3/2021 dags. 29. desember 2022[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 42/2002 dags. 19. nóvember 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 66/2002 dags. 18. mars 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 78/2002 dags. 8. apríl 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 8/2004 dags. 12. október 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 4/2005 dags. 5. apríl 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 12/2005 dags. 11. október 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 23/2006 dags. 26. september 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 32/2007 dags. 12. október 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 30/2008 dags. 20. nóvember 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 14/2010 dags. 3. júní 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 50/2012 dags. 6. september 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 18/2012 dags. 20. september 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 66/2012 dags. 2. maí 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála í máli nr. 45/2013 dags. 11. febrúar 2014[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarna

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 10/2002 í máli nr. 10/2002 dags. 2. júlí 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 5/2004 í máli nr. 5/2004 dags. 25. janúar 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 2/2005 í máli nr. 2/2005 dags. 17. mars 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 7/2004 í máli nr. 7/2004 dags. 8. apríl 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 8/2004 í máli nr. 8/2004 dags. 22. ágúst 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 10/2005 í máli nr. 10/2005 dags. 30. júní 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 4/2006 í máli nr. 4/2006 dags. 30. júní 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 12/2005 í máli nr. 12/2005 dags. 15. desember 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 6/2005 í máli nr. 6/2005 dags. 15. desember 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 4/2007 í máli nr. 4/2007 dags. 15. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 1/2008 í máli nr. 1/2008 dags. 18. júní 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 3/2008 í máli nr. 3/2008 dags. 18. júní 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 9/2008 í máli nr. 9/2008 dags. 16. desember 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 14/2008 í máli nr. 14/2008 dags. 30. desember 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 13/2008 í máli nr. 13/2008 dags. 11. júní 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 15/2008 í máli nr. 15/2008 dags. 11. júní 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 6/2009 í máli nr. 6/2009 dags. 13. september 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 5/2011 í máli nr. 5/2011 dags. 23. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 3/2011 í máli nr. 3/2011 dags. 9. september 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 12/2011 í máli nr. 12/2011 dags. 10. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 14/2011 í máli nr. 14/2011 dags. 10. nóvember 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar hollustuhátta og mengunarvarna nr. 16/2011 í máli nr. 16/2011 dags. 27. desember 2011[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 371/2018 dags. 29. janúar 2019[PDF]

Úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í máli nr. 99/2025 dags. 3. júní 2025[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 5/1998 í máli nr. 3/1998 dags. 25. mars 1998[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 32/1998 í máli nr. 30/1998 dags. 12. nóvember 1998[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 16/1999 í máli nr. 12/1999 dags. 16. júní 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 20/1999 í máli nr. 19/1999 dags. 20. júlí 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 21/1999 í máli nr. 16/1999 dags. 7. ágúst 1999[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 7/2000 í máli nr. 41/1999 dags. 26. apríl 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 10/2000 í máli nr. 39/1999 dags. 29. maí 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 11/2000 í máli nr. 50/1999 dags. 29. júní 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 21/2000 í máli nr. 22/2000 dags. 26. september 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 24/2000 í máli nr. 17/2000 dags. 25. október 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 25/2000 í máli nr. 42/2000 dags. 10. nóvember 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 26/2000 í máli nr. 11/2000 dags. 30. nóvember 2000[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 5/2001 í máli nr. 54/2000 dags. 26. febrúar 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 7/2001 í máli nr. 9/2001 dags. 28. mars 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 15/2001 í máli nr. 27/2001 dags. 11. júlí 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 18/2001 í máli nr. 20/2000 dags. 27. september 2001[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 2/2002 í máli nr. 64/2000 dags. 11. janúar 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 7/2002 í máli nr. 62/2000 dags. 12. apríl 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 14/2002 í máli nr. 80/2000 dags. 3. júní 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 34/2002 í máli nr. 19/2002 dags. 4. október 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 38/2002 í máli nr. 2/2002 dags. 21. október 2002[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 4/2003 í máli nr. 11/2001 dags. 31. janúar 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 11/2003 í máli nr. 13/2002 dags. 13. mars 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 12/2003 í máli nr. 2/2003 dags. 26. mars 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 15/2003 í máli nr. 19/2001 dags. 27. mars 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 16/2003 í máli nr. 16/2003 dags. 3. apríl 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 21/2003 í máli nr. 16/2001 dags. 16. apríl 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 22/2003 í máli nr. 24/2003 dags. 15. maí 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 24/2003 í máli nr. 58/2001 dags. 15. maí 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 26/2003 í máli nr. 7/2002 dags. 13. júní 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 35/2003 í máli nr. 18/2002 dags. 2. september 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 41/2003 í máli nr. 1/2002 dags. 2. október 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 56/2003 í máli nr. 53/2002 dags. 2. desember 2003[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 1/2004 í máli nr. 68/2002 dags. 8. janúar 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 7/2004 í máli nr. 8/2004 dags. 19. febrúar 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 13/2004 í máli nr. 12/2004 dags. 11. mars 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 31/2004 í máli nr. 12/2004 dags. 10. maí 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 37/2004 í máli nr. 20/2002 dags. 13. maí 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 58/2004 í máli nr. 60/2004 dags. 11. nóvember 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 64/2004 í máli nr. 19/2003 dags. 23. nóvember 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 71/2004 í máli nr. 68/2004 dags. 14. desember 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 72/2004 í máli nr. 73/2004 dags. 30. desember 2004[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 10/2005 í máli nr. 30/2004 dags. 16. mars 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 12/2005 í máli nr. 35/2004 dags. 7. apríl 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 17/2005 í máli nr. 44/2004 dags. 9. júní 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 22/2005 í máli nr. 66/2004 dags. 7. júlí 2005[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 3/2006 í máli nr. 36/2005 dags. 24. janúar 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 7/2006 í máli nr. 5/2005 dags. 9. febrúar 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 41/2006 í máli nr. 45/2006 dags. 22. júní 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 47/2006 í máli nr. 41/2005 dags. 28. júlí 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 65/2006 í máli nr. 22/2005 dags. 28. september 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 66/2006 í máli nr. 57/2005 dags. 28. september 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 88/2006 í máli nr. 49/2006 dags. 12. desember 2006[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 1/2007 í máli nr. 68/2004 dags. 10. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 5/2007 í máli nr. 21/2005 dags. 25. janúar 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 20/2007 í máli nr. 18/2006 dags. 30. mars 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 46/2007 í máli nr. 47/2007 dags. 3. júlí 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 60/2007 í máli nr. 42/2006 dags. 30. ágúst 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 83/2007 í máli nr. 133/2007 dags. 29. október 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 89/2007 í máli nr. 92/2006 dags. 7. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 90/2007 í máli nr. 33/2005 dags. 13. nóvember 2007[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 9/2008 í máli nr. 145/2007 dags. 31. janúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 16/2008 í máli nr. 81/2006 dags. 19. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 18/2008 í máli nr. 35/2007 dags. 21. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 17/2008 í máli nr. 62/2007 dags. 21. febrúar 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 35/2008 í máli nr. 94/2007 dags. 28. apríl 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 43/2008 í máli nr. 73/2005 dags. 27. maí 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 44/2008 í máli nr. 36/2007 dags. 4. júní 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 56/2008 í máli nr. 27/2006 dags. 24. júlí 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 73/2008 í máli nr. 61/2007 dags. 23. september 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 78/2008 í máli nr. 83/2006 dags. 16. október 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 83/2008 í máli nr. 145/2007 dags. 30. október 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 92/2008 í máli nr. 22/2006 dags. 15. desember 2008[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 17/2009 í máli nr. 33/2007 dags. 28. apríl 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 27/2009 í máli nr. 19/2009 dags. 16. júní 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 41/2009 í máli nr. 97/2008 dags. 18. ágúst 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 53/2009 í máli nr. 109/2008 dags. 21. október 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 54/2009 í máli nr. 31/2009 dags. 21. október 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 55/2009 í máli nr. 13/2009 dags. 29. október 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 59/2009 í máli nr. 15/2008 dags. 12. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 60/2009 í máli nr. 52/2009 dags. 18. nóvember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 73/2009 í máli nr. 85/2009 dags. 18. desember 2009[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 15/2010 í máli nr. 5/2009 dags. 16. mars 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 49/2010 í máli nr. 23/2010 dags. 5. ágúst 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 71/2010 í máli nr. 120/2008 dags. 15. desember 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 33/2011 í máli nr. 30/2011 dags. 28. júní 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 37/2011 í máli nr. 2/2011 dags. 27. júlí 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 55/2011 í máli nr. 19/2010 dags. 25. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 56/2011 í máli nr. 35/2010 dags. 25. október 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 3/2012 í máli nr. 93/2011 dags. 10. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 4/2012 í máli nr. 9/2010 dags. 20. janúar 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 21/2012 í máli nr. 56/2010 dags. 22. mars 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 71/2012 í máli nr. 42/2010 dags. 22. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 58/2013 í máli nr. 46/2011 dags. 6. maí 2013[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 39/2012 í máli nr. 7/2012 dags. 8. júní 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 65/2012 í máli nr. 37/2012 dags. 18. október 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 73/2012 í máli nr. 76/2012 dags. 17. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 15/2013 í máli nr. 13/2013 dags. 22. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 14/2013 í máli nr. 131/2012 dags. 22. apríl 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 20/2013 í máli nr. 43/2012 dags. 10. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 30/2013 í máli nr. 30/2013 dags. 19. september 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 35/2013 í máli nr. 44/2013 dags. 17. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 40/2013 í máli nr. 82/2013 dags. 6. nóvember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 45/2013 í máli nr. 59/2013 dags. 4. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 51/2013 í máli nr. 99/2013 dags. 18. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 52/2013 í máli nr. 37/2013 dags. 20. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 53/2013 í máli nr. 52/2012 dags. 30. desember 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 6/2014 í máli nr. 94/2013 dags. 13. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 13/2014 í máli nr. 117/2012 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 12/2014 í máli nr. 59/2012 dags. 27. febrúar 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 16/2014 í máli nr. 111/2013 dags. 27. mars 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 15/2014 í máli nr. 18/2014 dags. 27. mars 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 23/2014 í máli nr. 18/2014 dags. 8. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2014 í máli nr. 10/2014 dags. 12. maí 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 73/2014 í máli nr. 52/2013 dags. 31. október 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 81/2014 í máli nr. 65/2013 dags. 20. nóvember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 90/2014 í máli nr. 94/2014 dags. 17. desember 2014[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2015 í máli nr. 1/2015 dags. 27. febrúar 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 47/2015 í máli nr. 39/2011 dags. 17. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 59/2015 í máli nr. 91/2013 dags. 7. maí 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 74/2015 í máli nr. 75/2012 dags. 11. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 85/2015 í máli nr. 75/2010 dags. 25. júní 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 110/2015 í máli nr. 32/2013 dags. 15. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 114/2015 í máli nr. 77/2010 dags. 24. september 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 122/2015 í máli nr. 31/2014 dags. 8. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 127/2015 í máli nr. 74/2015 dags. 15. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 137/2015 í máli nr. 73/2012 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 133/2015 í máli nr. 85/2009 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 134/2015 í máli nr. 99/2011 dags. 29. október 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 142/2015 í máli nr. 51/2015 dags. 5. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 146/2015 í máli nr. 66/2013 dags. 17. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 163/2015 í máli nr. 14/2013 dags. 23. desember 2015[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 5/2016 í máli nr. 16/2014 dags. 28. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 12/2016 í máli nr. 109/2014 dags. 18. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 13/2016 í máli nr. 100/2013 dags. 25. febrúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 14/2016 í máli nr. 57/2014 dags. 3. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 15/2016 í máli nr. 99/2015 dags. 3. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 19/2016 í máli nr. 53/2014 dags. 17. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 22/2016 í máli nr. 10/2014 dags. 23. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 24/2016 í máli nr. 74/2015 dags. 23. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 31/2016 í máli nr. 74/2014 dags. 7. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 32/2016 í máli nr. 106/2015 dags. 14. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 34/2016 í máli nr. 85/2014 dags. 18. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 37/2016 í máli nr. 17/2014 dags. 3. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 60/2016 í máli nr. 14/2014 dags. 30. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 66/2016 í máli nr. 46/2016 dags. 30. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 67/2016 í máli nr. 54/2016 dags. 30. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 79/2016 í máli nr. 84/2014 dags. 11. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 83/2016 í máli nr. 96/2016 dags. 19. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 101/2016 í máli nr. 36/2015 dags. 7. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 100/2016 í máli nr. 88/2014 dags. 7. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 115/2016 í máli nr. 14/2015 dags. 9. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 116/2016 í máli nr. 49/2015 dags. 9. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 137/2016 í máli nr. 26/2015 dags. 23. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 143/2016 í máli nr. 128/2014 dags. 30. desember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 4/2017 í máli nr. 147/2016 dags. 19. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 21/2017 í máli nr. 107/2014 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 23/2017 í máli nr. 65/2015 dags. 23. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 33/2017 í máli nr. 101/2015 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 35/2017 í máli nr. 109/2015 dags. 28. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 36/2017 í máli nr. 66/2015 dags. 31. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 43/2017 í máli nr. 96/2015 dags. 2. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 51/2017 í máli nr. 67/2015 dags. 16. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 61/2017 í máli nr. 33/2017 dags. 11. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 69/2017 í máli nr. 107/2015 dags. 6. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 72/2017 í máli nr. 76/2017 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 71/2017 í máli nr. 54/2017 dags. 28. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2017 í málum nr. 162/2016 o.fl. dags. 3. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 81/2017 í máli nr. 125/2014 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 82/2017 í máli nr. 45/2016 dags. 12. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 97/2017 í máli nr. 126/2017 dags. 1. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 101/2017 í máli nr. 61/2017 dags. 5. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 106/2017 í máli nr. 39/2017 dags. 14. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 4/2018 í máli nr. 31/2016 dags. 25. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 10/2018 í máli nr. 32/2016 dags. 1. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 14/2018 í máli nr. 155/2017 dags. 6. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 15/2018 í máli nr. 40/2016 dags. 8. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 40/2018 í málum nr. 21/2018 o.fl. dags. 20. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 41/2018 í máli nr. 129/2017 dags. 25. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 57/2018 í máli nr. 149/2016 dags. 15. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 56/2018 í máli nr. 63/2016 dags. 15. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 117/2018 í máli nr. 76/2017 dags. 31. ágúst 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 137/2018 í máli nr. 116/2017 dags. 28. september 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 146/2018 í máli nr. 122/2017 dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 170/2018 í málum nr. 116/2018 o.fl. dags. 13. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 169/2018 í máli nr. 125/2017 dags. 13. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 173/2018 í máli nr. 119/2017 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 176/2018 í máli nr. 145/2017 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 175/2018 í máli nr. 25/2017 dags. 20. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 1/2019 í máli nr. 131/2017 dags. 10. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 3/2019 í máli nr. 79/2017 dags. 10. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 10/2019 í máli nr. 80/2017 dags. 31. janúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 15/2019 í máli nr. 136/2017 dags. 14. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 28/2019 í máli nr. 151/2017 dags. 14. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 77/2019 í málum nr. 48/2019 o.fl. dags. 19. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 79/2019 í máli nr. 95/2018 dags. 19. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2019 í málum nr. 96/2018 o.fl. dags. 19. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 83/2019 í máli nr. 128/2018 dags. 22. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 98/2019 í málum nr. 67/2019 o.fl. dags. 25. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 113/2019 í máli nr. 9/2019 dags. 22. október 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 123/2019 í máli nr. 93/2019 dags. 22. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 131/2019 í máli nr. 68/2019 dags. 19. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 23/2020 í máli nr. 22/2019 dags. 27. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 27/2020 í máli nr. 118/2018 dags. 5. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 47/2020 í máli nr. 79/2019 dags. 6. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 67/2020 í máli nr. 17/2020 dags. 29. maí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 71/2020 í máli nr. 113/2019 dags. 5. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2020 í máli nr. 125/2019 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 79/2020 í máli nr. 6/2020 dags. 25. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 83/2020 í máli nr. 132/2019 dags. 30. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 86/2020 í máli nr. 14/2020 dags. 30. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 87/2020 í máli nr. 3/2020 dags. 1. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 93/2020 í máli nr. 13/2020 dags. 14. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 96/2020 í máli nr. 21/2020 dags. 14. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 104/2020 í máli nr. 20/2020 dags. 28. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 111/2020 í máli nr. 44/2020 dags. 30. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 112/2020 í málum nr. 22/2020 o.fl. dags. 1. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 115/2020 í máli nr. 68/2020 dags. 15. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 118/2020 í máli nr. 59/2020 dags. 16. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 121/2020 í máli nr. 23/2020 dags. 23. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 128/2020 í máli nr. 57/2020 dags. 10. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 131/2020 í máli nr. 54/2020 dags. 17. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 137/2020 í máli nr. 61/2020 dags. 1. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 148/2020 í máli nr. 78/2020 dags. 22. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 151/2020 í máli nr. 98/2020 dags. 22. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 150/2020 í máli nr. 83/2020 dags. 30. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 41/2021 í máli nr. 124/2020 dags. 31. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 63/2021 í máli nr. 1/2021 dags. 8. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 62/2021 í máli nr. 141/2020 dags. 8. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 72/2021 í máli nr. 138/2020 dags. 25. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 81/2021 í máli nr. 58/2021 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 92/2021 í máli nr. 58/2021 dags. 20. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 110/2021 í máli nr. 16/2021 dags. 20. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 117/2021 í máli nr. 53/2021 dags. 4. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 121/2021 í máli nr. 60/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 122/2021 í máli nr. 67/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 131/2021 í málum nr. 72/2021 o.fl. dags. 22. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 137/2021 í máli nr. 142/2021 dags. 29. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 133/2021 í máli nr. 45/2021 dags. 29. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 138/2021 í máli nr. 108/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 139/2021 í máli nr. 43/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 140/2021 í máli nr. 94/2021 dags. 5. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 142/2021 í máli nr. 105/2021 dags. 10. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 146/2021 í máli nr. 149/2021 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 143/2021 í máli nr. 70/2021 dags. 18. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 151/2021 í máli nr. 110/2021 dags. 24. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 157/2021 í máli nr. 120/2021 dags. 2. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 164/2021 í máli nr. 113/2021 dags. 14. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 170/2021 í máli nr. 114/2021 dags. 22. desember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 3/2022 í máli nr. 116/2021 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 19/2022 í máli nr. 153/2021 dags. 24. febrúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 23/2022 í máli nr. 182/2021 dags. 11. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 24/2022 í málum nr. 122/2021 o.fl. dags. 15. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 25/2022 í málum nr. 125/2021 o.fl. dags. 15. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 27/2022 í máli nr. 154/2021 dags. 18. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 39/2022 í máli nr. 134/2020 dags. 4. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 41/2022 í máli nr. 161/2021 dags. 11. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 42/2022 í máli nr. 175/2021 dags. 12. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 51/2022 í máli nr. 18/2022 dags. 10. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 54/2022 í máli nr. 40/2022 dags. 15. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 79/2022 í máli nr. 29/2022 dags. 9. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2022 í máli nr. 180/2021 dags. 12. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 82/2022 í máli nr. 183/2021 dags. 14. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 88/2022 í máli nr. 45/2022 dags. 27. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 89/2022 í máli nr. 53/2022 dags. 27. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 99/2022 í máli nr. 37/2022 dags. 19. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 109/2022 í máli nr. 21/2022 dags. 4. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 4/2023 í máli nr. 97/2022 dags. 11. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 9/2023 í máli nr. 92/2022 dags. 20. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 12/2023 í máli nr. 28/2022 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 20/2023 í máli nr. 72/2022 dags. 9. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 60/2023 í máli nr. 150/2022 dags. 28. apríl 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 64/2023 í máli nr. 145/2022 dags. 11. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 82/2023 í máli nr. 143/2022 dags. 15. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 89/2023 í máli nr. 38/2023 dags. 29. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 93/2023 í máli nr. 20/2023 dags. 6. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 98/2023 í máli nr. 48/2023 dags. 19. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 97/2023 í máli nr. 52/2023 dags. 19. júlí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 108/2023 í máli nr. 59/2023 dags. 18. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 115/2023 í máli nr. 100/2023 dags. 30. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 113/2023 í máli nr. 54/2023 dags. 30. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 135/2023 í máli nr. 90/2023 dags. 16. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 138/2023 í máli nr. 71/2023 dags. 18. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 153/2023 í máli nr. 60/2023 dags. 24. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 154/2023 í máli nr. 84/2023 dags. 28. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 158/2023 í máli nr. 117/2023 dags. 6. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 157/2023 í máli nr. 70/2023 dags. 6. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 159/2023 í máli nr. 92/2023 dags. 12. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 162/2023 í máli nr. 132/2023 dags. 15. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 20/2024 í máli nr. 103/2023 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 22/2024 í máli nr. 124/2023 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 19/2024 í máli nr. 99/2023 dags. 15. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 59/2024 í máli nr. 15/2024 dags. 24. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 66/2024 í máli nr. 56/2024 dags. 31. maí 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 68/2024 í máli nr. 54/2024 dags. 6. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 72/2024 í máli nr. 34/2024 dags. 27. júní 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 104/2024 í máli nr. 69/2024 dags. 11. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 107/2024 í máli nr. 33/2024 dags. 28. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 109/2024 í máli nr. 49/2024 dags. 28. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 110/2024 í máli nr. 74/2024 dags. 28. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 112/2024 í máli nr. 82/2024 dags. 31. október 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 120/2024 í máli nr. 95/2024 dags. 19. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 123/2024 í máli nr. 81/2024 dags. 28. nóvember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 124/2024 í máli nr. 104/2024 dags. 2. desember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 117/2024 í máli nr. 117/2024 dags. 17. desember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 145/2024 í máli nr. 145/2024 dags. 17. desember 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 29/2025 í máli nr. 50/2024 dags. 27. febrúar 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 48/2025 í máli nr. 153/2024 dags. 27. mars 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 47/2025 í máli nr. 35/2025 dags. 27. mars 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 51/2025 í máli nr. 43/2025 dags. 28. mars 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 52/2025 í máli nr. 14/2025 dags. 3. apríl 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 61/2025 í máli nr. 43/2025 dags. 2. maí 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 69/2025 í máli nr. 78/2025 dags. 15. maí 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2025 í máli nr. 3/2025 dags. 4. júní 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 82/2025 í máli nr. 82/2025 dags. 6. júní 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 98/2025 í máli nr. 10/2025 dags. 8. júlí 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 106/2025 í máli nr. 127/2024 dags. 31. júlí 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 105/2025 í máli nr. 99/2025 dags. 31. júlí 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 108/2025 í máli nr. 69/2025 dags. 7. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 110/2025 í máli nr. 80/2025 dags. 7. ágúst 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 137/2025 í máli nr. 82/2025 dags. 18. september 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 147/2025 í máli nr. 117/2025 dags. 2. október 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 148/2025 í máli nr. 148/2025 dags. 3. október 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 156/2025 í máli nr. 115/2025 dags. 23. október 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 164/2025 í máli nr. 125/2025 dags. 31. október 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 169/2025 í máli nr. 130/2025 dags. 10. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 169/2025 í máli nr. 139/2025 dags. 14. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 172/2025 í máli nr. 141/2025 dags. 17. nóvember 2025[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 186/2025 í máli nr. 2511050 dags. 10. desember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána

Úrskurður Úrskurðarnefndar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána í máli nr. 13/2016 dags. 23. febrúar 2016[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-334/2010 dags. 29. apríl 2010[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-357/2011 dags. 22. febrúar 2011[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-458/2012 dags. 22. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-462/2012 dags. 20. desember 2012[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-487/2013 dags. 6. júní 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-491/2013 dags. 16. ágúst 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-498/2013 dags. 10. október 2013[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-546/2014 dags. 24. júlí 2014[HTML]

Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 609/2016 (Málefni Seðlabankans sjálfs)

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 609/2016 dags. 18. janúar 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 689/2017 dags. 6. júlí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 922/2020 dags. 28. ágúst 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 929/2020 dags. 25. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 933/2020 dags. 20. október 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 987/2021 dags. 30. mars 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1021/2021 dags. 28. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1045/2021 dags. 29. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1088/2022 dags. 12. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1160/2023 dags. 3. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1304/2025 dags. 3. október 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Úrskurður Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki í máli nr. 63/2009 dags. 27. apríl 2010[PDF]

Fara á yfirlit

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 19/2015 dags. 17. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 37/2015 dags. 29. mars 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 34/2015 dags. 22. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 35/2015 dags. 22. apríl 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 67/2015 dags. 26. maí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 110/2016 dags. 10. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 20/2015 dags. 22. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 116/2016 dags. 24. júní 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 30/2015 dags. 6. júlí 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 20/2016 dags. 25. ágúst 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 187/2016 dags. 14. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 81/2015 dags. 22. september 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 106/2016 dags. 12. október 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 193/2016 dags. 2. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 11/2016 dags. 16. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 265/2015 dags. 23. nóvember 2016[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 280/2016 dags. 12. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 281/2016 dags. 13. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 397/2016 dags. 18. janúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 391/2016 dags. 13. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 392/2016 dags. 13. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 393/2016 dags. 13. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 427/2016 dags. 27. febrúar 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 441/2016 dags. 16. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 399/2016 dags. 17. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 3/2017 dags. 30. mars 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 495/2016 dags. 10. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 50/2017 dags. 8. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 79/2017 dags. 8. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 331/2016 dags. 24. maí 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 88/2017 dags. 8. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 116/2017 dags. 23. júní 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 20/2016 dags. 17. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 125/2017 dags. 30. ágúst 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 34/2017 dags. 8. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 200/2017 dags. 12. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 231/2017 dags. 13. september 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 240/2017 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 269/2017 dags. 5. október 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 322/2017 dags. 29. nóvember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 280/2017 dags. 4. desember 2017[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 279/2017 dags. 10. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 104/2017 dags. 31. janúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 414/2017 dags. 20. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 367/2017 dags. 21. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 401/2017 dags. 21. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 372/2017 dags. 22. febrúar 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 439/2017 dags. 7. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 435/2017 dags. 9. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 466/2017 dags. 14. mars 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 486/2017 dags. 17. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 39/2018 dags. 26. apríl 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 46/2018 dags. 4. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2017 dags. 9. maí 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 114/2018 dags. 14. júní 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 301/2018 dags. 8. nóvember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2018 dags. 10. desember 2018[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 261/2015 dags. 6. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 439/2018 dags. 21. febrúar 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 398/2018 dags. 12. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 430/2018 dags. 13. mars 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 15/2019 dags. 12. apríl 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 39/2018 dags. 14. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 382/2018 dags. 15. maí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 92/2019 dags. 5. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 64/2019 dags. 24. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 104/2019 dags. 24. júní 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 131/2019 dags. 24. júlí 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 157/2019 dags. 15. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 162/2019 dags. 28. ágúst 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 138/2019 dags. 4. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 176/2019 dags. 4. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 213/2019 dags. 4. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 166/2019 dags. 30. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 275/2019 dags. 30. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 218/2019 dags. 30. september 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 314/2019 dags. 29. október 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 300/2019 dags. 5. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 246/2019 dags. 10. desember 2019[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 415/2019 dags. 20. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 295/2019 dags. 22. janúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 513/2019 dags. 11. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 453/2019 dags. 4. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 368/2019 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 463/2019 dags. 19. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 487/2019 dags. 20. mars 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 540/2019 dags. 16. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 31/2020 dags. 4. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 177/2020 dags. 8. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 178/2020 dags. 8. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 86/2020 dags. 8. júní 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 135/2020 dags. 8. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 99/2020 dags. 9. júlí 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 76/2020 dags. 2. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 141/2020 dags. 24. september 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 293/2020 dags. 12. nóvember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 334/2020 dags. 2. desember 2020[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 328/2020 dags. 20. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 561/2020 dags. 29. janúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 577/2020 dags. 9. febrúar 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 562/2020 dags. 28. apríl 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 526/2020 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 598/2020 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 686/2020 dags. 6. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 689/2020 dags. 26. maí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 18/2021 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 181/2021 dags. 10. júní 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 232/2021 dags. 8. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 132/2021 dags. 20. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 158/2021 dags. 20. júlí 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 217/2021 dags. 19. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 340/2021 dags. 27. ágúst 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 577/2020 dags. 1. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 301/2021 dags. 16. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 297/2021 dags. 23. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 204/2021 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 245/2021 dags. 30. september 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 169/2021 dags. 6. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 351/2021 dags. 7. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 259/2021 dags. 15. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 215/2018 dags. 28. október 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 399/2021 dags. 17. nóvember 2021[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 439/2021 dags. 19. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 527/2021 dags. 26. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 634/2021 dags. 27. janúar 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 600/2021 dags. 10. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 653/2021 dags. 21. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 654/2021 dags. 21. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 657/2021 dags. 21. mars 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 334/2022 dags. 6. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 71/2022 dags. 28. apríl 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 705/2021 dags. 2. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 704/2021 dags. 2. maí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 158/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 160/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 99/2022 dags. 29. júní 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 351/2021 dags. 7. júlí 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 223/2022 dags. 25. ágúst 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 248/2022 dags. 12. september 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 369/2022 dags. 28. október 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 475/2022 dags. 21. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 401/2022 dags. 21. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 479/2022 dags. 23. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 350/2022 dags. 23. nóvember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 463/2022 dags. 8. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 480/2022 dags. 15. desember 2022[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 528/2022 dags. 15. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 569/2023 dags. 27. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 568/2022 dags. 27. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 546/2022 dags. 27. febrúar 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 570/2022 dags. 17. mars 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 9/2023 dags. 11. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 588/2023 dags. 26. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 589/2022 dags. 26. maí 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 140/2023 dags. 21. júní 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 150/2023 dags. 24. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 249/2023 dags. 30. ágúst 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 190/2023 dags. 25. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 364/2023 dags. 28. september 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 350/2023 dags. 4. október 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 249/2023 dags. 1. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 391/2023 dags. 17. nóvember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 426/2023 dags. 11. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 454/2023 dags. 11. desember 2023[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 501/2023 dags. 22. janúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 535/2023 dags. 1. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 429/2023 dags. 5. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 465/2023 dags. 8. febrúar 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 74/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 606/2023 dags. 6. mars 2024[HTML]

Úrskurður Úrskurðarnefndar velferðarmála í máli nr. 560/2023 dags. 16. maí 2024[HTML]

Fara á yfirlit

Velferðarráðuneytið

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 26. janúar 2011 (Ákvörðun Lyfjastofnunar um rekstur lyfjaútibús)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 4. mars 2011 (Ákvörðun Lyfjastofnunar um að lyfjabúðum sé einum heimilt að auglýsa verð lausasölulyfja)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 18. júní 2014 (Úrskurður velferðarráðuneytisins nr. 004/2014)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 15. október 2014 (Ákvörðun landlæknis í kvörtunarmáli kærð)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 001/2015 dags. 16. janúar 2015 (Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Lyfjastofnunar að hafna því að láta af birtingu tölfræðiupplýsinga um sölu lyfja með markaðsleyfi á vef Lyfjastofnunar)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 015/2015 dags. 22. september 2015 (Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Embættis landlæknis um veitingu áminningar)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 014/2015 dags. 22. september 2015 (Stjórnsýslukæra vegna áminningar Embættis landlæknis)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 11. júlí 2016 (Úrskurður velferðarráðuneytisins nr. 003/2016)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 15. janúar 2018 (Úrskurður velferðarráðuneytisins nr. 004/2018)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins nr. 008/2018 dags. 26. janúar 2018 (Synjun Embættis landlæknis um veitingu starfsleyfis sem sálfræðingur)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 9. október 2018 (Úrskurður velferðarráðuneytisins nr. 027/2018)[HTML]

Úrskurður Velferðarráðuneytisins dags. 21. desember 2018[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirfasteignamatsnefnd

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 20/2012 dags. 21. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 16/2012 dags. 28. nóvember 2012[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 21/2012 dags. 9. janúar 2013[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2015 dags. 28. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 6/2015 dags. 28. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 7/2015 dags. 28. apríl 2015[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2015 dags. 11. nóvember 2015[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 1/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 2/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 3/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 4/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 6/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 7/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 8/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 9/2016 dags. 15. júní 2016[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 18/2016 dags. 14. mars 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 22/2016 dags. 19. apríl 2017[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 11/2017 dags. 27. mars 2018[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 7/2019 dags. 14. nóvember 2019[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 11/2019 dags. 18. febrúar 2020[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 2/2020 dags. 20. apríl 2020[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 9/2021 dags. 25. október 2021[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 7/2021 dags. 25. október 2021[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 3/2024 dags. 3. september 2024[HTML]

Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar í máli nr. 5/2024 dags. 27. janúar 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Yfirskattanefnd

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 547/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 687/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 945/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 970/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1118/1998[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 142/2001[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 180/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 225/2002[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 57/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 261/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 263/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 439/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 257/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 28/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 95/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 292/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 345/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 201/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 355/2005[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 390/2003[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 149/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 210/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 296/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 400/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 91/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 68/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 255/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 100/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 125/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 157/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 335/2004[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 8/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 83/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 304/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 343/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 117/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 11/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 255/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 538/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 160/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 134/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 84/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 70/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 72/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 12/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 603/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 597/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 594/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 248/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 548/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 536/2012[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 200/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 45/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 18/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 372/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 247/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 292/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 224/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 56/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 103/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 314/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 27/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 28/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 209/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 204/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 216/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 233/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 315/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 235/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 244/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 263/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 264/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 279/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 280/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 282/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 320/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 270/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 357/2015[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 249/2014[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 36/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 43/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 155/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 51/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 70/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 127/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 165/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 246/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 235/2007[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 225/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 368/2013[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 180/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 202/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 213/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 231/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 264/2016[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 8/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 9/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 52/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 255/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 80/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 334/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 366/2011[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 86/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 312/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 371/2010[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 319/2009[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 132/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 200/2017[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 583/1995[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 84/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 438/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 108/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 124/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 155/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 184/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 185/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 186/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 187/2018[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 10/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 34/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 55/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 304/1996[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 134/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 180/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 186/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 191/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 192/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 194/2019[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 8/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 61/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 66/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 73/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 87/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 104/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 114/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 116/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 117/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 144/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 149/2020[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 19/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 23/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 72/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 70/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 80/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 83/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 111/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 143/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 197/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 175/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 6/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 13/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 19/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 36/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 90/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 122/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 124/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 131/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 134/2022[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 37/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 82/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 84/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 158/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 160/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 161/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 213/2021[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 178/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 197/2023[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 323/2006[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 21/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 73/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 79/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 100/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 17/2008[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 354/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1053/1997[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 1048/2000[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 117/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 119/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 126/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 136/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 158/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 159/2024[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 35/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 62/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 73/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 76/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 97/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 121/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 124/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 131/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 137/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 141/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 170/2025[HTML]

Úrskurður Yfirskattanefndar nr. 183/2025[HTML]

Fara á yfirlit

Úrlausnir umboðsmanns Alþingis

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 346/1990 (Innheimtubréf - Innheimtukostnaður Húsnæðisstofnunar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 436/1991 dags. 27. nóvember 1992 (Skemmtanaleyfi)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 761/1993 dags. 24. febrúar 1994 (Brottvikning úr skóla - Fræðslustjóri - Barnaverndarnefnd)[HTML]
Kvartað var yfir að dreng væri ekki bent á önnur úrræði vegna fræðsluskyldunnar. Síðar kom í ljós að brottvísunin var eingöngu tímabundin og því ekki skylt að finna annað úrræði.

Fjórir fræðslustjórar voru starfandi og undir þeim voru grunnskólar á tilteknum svæðum. Ráðherra hafði kveðið á um að ef mál kæmu upp væri hægt að skjóta þeim til fræðslustjóra. Ef ekki væri vilji til að hlíta þeim úrskurði væri hægt að skjóta þeim til barnaverndarnefndar. Umboðsmaður taldi það óheimilt enda störfuðu þær fyrir sveitarfélögin.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 913/1993 dags. 28. júlí 1994 (Rjúpnavernd)[HTML]
Veiðitími rjúpu var styttur um mánuð og veiðifélag lagði fram þau rök að stytting veiðitímans væri ekki til þess fallið að vernda rjúpnastofninn. UA taldi að það væri til þess fallið að ná markmiðinu að einhverju leyti og taldi styttinguna því ekki brot á meðalhófsreglunni.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1051/1994 (Innheimta gjalda)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1042/1993 dags. 16. desember 1994[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 912/1993 (Ölvunarakstur lögreglumanna)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 858/1993 (Aukastörf ríkisstarfsmanns)[HTML]
Starfsmaður hjá Skógræktinni tók að sér aukastörf án leyfis. Honum var síðan sagt upp á þeim forsendum. Umboðsmaður taldi að ræða hefði átt við starfsmanninum um þetta og veita honum tækifæri á að hætta í aukastörfunum áður en farið væri í uppsögn.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1185/1994 dags. 9. maí 1995 (Tryggingagjald)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1328/1995 (Snyrtingar á vínveitingastöðum)[HTML]
Veitingastaður vildi samnýta snyrtingu með öðru fyrirtæki en nefndin sem afgreiddi umsóknina féllst ekki á það án skilyrða.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1096/1994 (Þvinguð lyfjagjöf)[HTML]
Maður taldi að of mikilli hörku hefði verið beitt við lyfjagjöf sem hann var látinn gangast undir. Einhver skortur var á skráningu atviksins í sjúkraskrá. Umboðsmaður taldi að reyna hefði átt að beita vægari leiðum til að framkvæma lyfjagjöfina.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1296/1994 (Uppsögn skipherra hjá Landhelgisgæslunni)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1262/1994 dags. 4. júní 1996[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1364/1995 dags. 24. september 1996 (Nemanda meinað að sækja dansleiki)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1706/1996 (Umönnunargreiðslur)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1517/1995 dags. 30. júní 1997 (Mengunar- og heilbrigðiseftirlitsgjöld)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1693/1996 dags. 30. júní 1997 (Réttur til afhendingar gagna)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1747/1996 dags. 6. ágúst 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1858/1997 dags. 16. október 1997[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2091/1997 dags. 17. febrúar 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2039/1997 dags. 25. mars 1998 (Kaffi Lefolii)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2098/1997 (Eftirlitsgjald með vínveitingahúsum)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2355/1998 dags. 20. júlí 1998[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2080/1997 dags. 1. október 1998 (Tölvunefnd - Reiknistofan ehf.)[HTML]
Tölvunefnd fékk kvörtun er beindist að Reiknistofunni. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að ekkert brot hefði átt sér stað og vísaði til meðalhófsreglunnar. Umboðsmaður taldi hana ekki hafa rannsakað málið vel.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2292/1997 dags. 12. mars 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2475/1998 dags. 26. júlí 1999[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2406/1998 dags. 1. september 1999 (Handtaka - Vistun í fangaklefa)[HTML]
Smygl á flösku var ekki talið átt að leiða til vistunar í fangaklefa.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2807/1999 (Skrifstofustörf - Innlausn á eignarhluta)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2426/1998 dags. 7. júlí 2000 (Læknisþjónusta við fanga í einangrun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2760/1999 dags. 6. febrúar 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2654/1999 dags. 7. febrúar 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2916/2000 dags. 21. febrúar 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2824/1999 dags. 23. mars 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2970/2000[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2607/1998 (Leyfi til vísindarannsókna í sjó)[HTML]
Sett var skilyrði að leyfið væri veitt að því leyti að ekki væri aflað gagna sem hægt væri að fá hjá Hafrannsóknarstofnun.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2940/2000 dags. 29. júní 2001[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2896/1999 (Skatteftirlit)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 2805/1999 (Reglur um afplánun á áfangaheimili Verndar - Þvag- og blóðsýnataka)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3399/2001 dags. 18. mars 2002[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3461/2002 dags. 10. október 2002 (Samfélagsþjónusta)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3777/2003[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3820/2003 dags. 29. desember 2003 (Falun Gong)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3853/2003 dags. 5. mars 2004 (Vinnuframlagi hafnað)[HTML]
Starfsmaður hjá stjórnvaldi fékk lánaði peninga, og var hann í vanskilum við sjóðinn. Hann var svo sendur í leyfi og taldi starfsmaðurinn það ómálefnalegt. Sjóðurinn taldi að þá fengi starfsmaðurinn tækifæri til að koma skikki á fjármál sín. UA taldi það ekki til þess fallið að bæta úr vanskilum að svipta starfsmanninn tekjum sínum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4044/2004 dags. 24. júní 2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 3769/2003 dags. 6. júlí 2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4138/2004 dags. 14. október 2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4203/2004 (Ólæsileg sjúkraskrá - Landlæknir - Afgreiðsla á kvörtun)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4192/2004 dags. 29. mars 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4187/2004 (Tollstjóri)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4183/2004 (Leyfi til rekstrar frísvæðis)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4018/2004 dags. 6. júní 2005 (Lausn opinbers starfsmanns frá störfum vegna sparnaðar)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4315/2005 (Breyting á ráðningarkjörum)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4260/2004 dags. 30. desember 2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4113/2004 (Varnargarður í Hvítá I)[HTML]
Landeigendur vildu reisa varnargarð og sóttu um leyfi til að reisa 30 metra varnargarð. Leyfið var veitt af ráðuneyti en fyrir 12 metra varnargarð ásamt því að það setti skilyrði, m.a. um líffræðilega úttekt ásamt framkvæmdar- og kostnaðaráætlunum.
Óljóst var hvort leyfisins var þörf í upphafi og einnig í hvað þeim fælist.
Hæstiréttur taldi síðar að ráðuneytinu sjálfu hafi verið óheimilt að setja þau skilyrði sem það gerði.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4298/2004 (Hafnargjöld)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4340/2005 dags. 11. júlí 2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4306/2005[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4212/2004 (Uppsögn vegna hagræðingar hjá Fasteignamati ríkisins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4218/2004[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4654/2006 (Skil á starfsleyfi til miðlunar vátrygginga)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4671/2006[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 5068/2007 dags. 22. febrúar 2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4585/2005 (Úthlutun styrkja úr Kvikmyndasjóði)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4629/2006 (Sala á útlánasafni Lánasjóðs Landbúnaðarins)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4617/2005 dags. 13. júlí 2007 (Frumkvæðisathugun - áætlun opinberra gjalda)[HTML]
Skylda til að gæta hófs við álag á áætlaðar tekjur. Umboðsmaður taldi að óréttmætt hefði verið að byggja ætíð á 20% álagi á tekjur fyrra árs, heldur ætti einnig að meta aðrar upplýsingar sem borist höfðu vegna tekna tekjuársins.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4887/2006[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4633/2006 (Samfélagsþjónusta)[HTML]
Umboðsmaður taldi órannsakað hjá yfirvöldum um ástæður þess að viðkomandi aðili mætti ekki í samfélagsþjónustu, en að þeim hefði borið að gera það áður en farið væri að taka þá ákvörðun að telja hann ekki hafa uppfyllt þá vararefsingu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4917/2007 dags. 7. apríl 2008 (Niðurskurður á sauðfé)[HTML]
Óheimilt var að semja sig undan stjórnvaldsákvörðun.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4997/2007 (Námslán)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5321/2008 (Áætlunarheimild LÍN)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 4920/2007 (Leyfi til þess að fella á í sinn forna farveg - Varnargarður í Hvítá II)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5529/2008 dags. 15. desember 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5623/2009 dags. 31. desember 2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5089/2007[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5768/2009[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5199/2008 dags. 13. september 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5919/2010 dags. 24. september 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5795/2009 (Atvinnuleysistryggingar - Umsókn um styrk til búferlaflutninga)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5882/2009 dags. 30. desember 2010[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5924/2010 dags. 15. mars 2011[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 6400/2011 dags. 27. maí 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6203/2010 dags. 14. júlí 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6624/2011 dags. 29. september 2011[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5918/2010 (Tækniskólamál)[HTML]
Lögreglan kom með fíkniefnahund í framhaldsskóla og lokaði öllum inngöngum nema einum þannig að nemendur gætu ekki komist inn eða út án þess að hundurinn myndi sniffa af þeim. Settur UA taldi að Tækniskólinn væri ekki slíkur að leit væri heimil án dómsúrskurðar.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6259/2010 (Stöðvun á starfsemi söluturns)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6110/2010 (Ákvörðun um fjárhæð stjórnvaldssektar - Tilkynningarskylda vegna innherja)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6846/2012 dags. 30. mars 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6852/2012 dags. 10. apríl 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6357/2011 dags. 16. ágúst 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6983/2012 dags. 27. ágúst 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6225/2010 dags. 31. ágúst 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7015/2012 dags. 7. september 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6950/2012 dags. 19. september 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6265/2011 dags. 11. október 2012[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6620/2011 dags. 7. nóvember 2012 (Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6956/2012 dags. 28. desember 2012[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 7064/2012 dags. 12. mars 2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6639/2011 dags. 22. maí 2013 (Gjald til Fjármálaeftirlits)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7070/2012 (Birting upplýsinga)[HTML]
Samskipti Innheimtustofnunar sveitarfélaga við tiltekin samtök voru birt á vefsíðu stjórnvaldsins. Ekki var tekið út það sem ekki skipti máli og bætti stofnunin við leiðréttingum. Umboðsmaður taldi þennan háttinn vera til þess fallinn að gera lítið úr samtökunum.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6483/2011 (Starfsleyfi - FME - Málshraðareglan við breytingu á stjórnsýsluframkvæmd)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6405/2011 (Greiðsla kostnaðar vegna sérstaks umframeftirlits)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6335/2011 (Húsleit og haldlagning gagna)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 6533/2011 (Álag á skrásetningargjald við Háskóla Íslands)[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7609/2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7037/2012 dags. 28. nóvember 2014 (Félagsstofnun stúdenta)[HTML]
Umboðsmaður Alþingis taldi óskýrt í lögum hvort Félagsstofnun stúdenta væri opinber aðili í skilningi laga um opinber innkaup og taldi sér ekki fært að taka afstöðu um hvort frávísun kærunefndar útboðsmála væri réttmæt eður ei. Hann benti viðkomandi fagráðherra og Alþingi á téða óvissu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8194/2014 (Endurtökupróf)[HTML]
Ákvörðun var tekin um að heimila tilteknum einstaklingi að fara í tiltekið endurtökupróf. Reynt á það hvort skólinn hefði komið málinu þannig fyrir að nemandinn hefði í raun ekki val, til að létta sér vinnuna.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8478/2015 dags. 19. apríl 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 7590/2013[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8910/2016 dags. 16. desember 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8678/2015 dags. 23. desember 2016[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9040/2016 dags. 30. desember 2016 (Uppsögn úr starfi)[HTML]
Starfsmaður var ráðinn í ár til að sinna ákveðnu verkefni. Honum var svo sagt upp vegna hagræðingar.
Reynt var á þá reglu að ef starfsmanni væri sagt upp að ósekju starfsmannsins yrði honum fundið annað starf.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8741/2015 dags. 30. desember 2016 (Áminning heilsugæslulæknis)[HTML]
Heilsugæslulæknir mætti ekki á nokkra fundi við yfirlækna en hann hafði áður sagst ekki ætla að mæta á þá. Umboðsmaður taldi að skora hefði átt á lækninn að mæta á fundina og vara hann við afleiðingum þess að mæta ekki.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8820/2016 dags. 26. júní 2017[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 8749/2015 (Brottvísun úr framhaldsskóla)[HTML]
16 ára dreng var vísað ótímabundið úr framhaldsskóla vegna alvarlegs brots. Talið var að um væri brot á meðalhófsreglunni þar sem ekki var rannsakað hvort vægari úrræði væru til staðar svo drengurinn gæti haldið áfram náminu.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9446/2017 dags. 26. júní 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9440/2017 dags. 3. júlí 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9708/2018 dags. 19. desember 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9513/2017 dags. 19. desember 2018[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9810/2018 dags. 13. maí 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9819/2018 dags. 31. maí 2019 (Tollkvóti)[HTML]
Aðili bauð í tollkvóta á kjöti. Hann gerir mistök og setti nokkur núll fyrir aftan upphæðina. Honum var svo haldið við það tilboð. Umboðsmaður taldi að meta hefði átt hvort rétt væri að afturkalla ákvörðunina þegar upplýsingar bárust um að viðkomandi gerði mistökin.
Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9622/2018 dags. 23. september 2019[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10008/2019 dags. 17. janúar 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10260/2019 dags. 27. maí 2020[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10235/2019 dags. 3. desember 2020[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10103/2019 dags. 18. janúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10905/2021 dags. 1. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10889/2020 dags. 3. febrúar 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10054/2019 dags. 4. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10684/2020 dags. 23. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10408/2020 dags. 24. febrúar 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9683/2018 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10950/2021 dags. 26. febrúar 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10077/2019 dags. 30. apríl 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 10750/2020 dags. 2. júlí 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10052/2019 dags. 27. ágúst 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 9970/2019 dags. 13. september 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11209/2021 dags. 18. október 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10626/2020 dags. 22. nóvember 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11262/2021 dags. 23. nóvember 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11179/2021 dags. 6. desember 2021[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11372/2021 dags. 9. desember 2021[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11342/2021 dags. 16. maí 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11698/2022 dags. 28. september 2022[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11358/2021 dags. 4. október 2022[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 11667/2022 dags. 25. janúar 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12105/2023 dags. 9. maí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12188/2023 dags. 19. júní 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11373/2021 dags. 21. júní 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11723/2022 dags. 25. júlí 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12142/2023 dags. 20. september 2023[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12407/2023 dags. 25. október 2023[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12291/2023 dags. 5. janúar 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 12273/2023 dags. 17. apríl 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12117/2023 dags. 18. apríl 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12121/2023 dags. 18. apríl 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12469/2023 dags. 30. apríl 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12364/2023 dags. 13. maí 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12036/2023 dags. 13. maí 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12251/2023 dags. 14. maí 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12511/2023 dags. 3. júní 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12831/2024 dags. 5. september 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12253/2023 dags. 13. september 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12666/2024 dags. 23. október 2024[HTML]

Álit umboðsmanns Alþingis nr. 11924/2022 dags. 20. desember 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 13026/2024 dags. 20. desember 2024[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12385/2023 dags. 24. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12905/2024 dags. 24. febrúar 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 13052/2024 dags. 10. mars 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 6/2025 dags. 30. apríl 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 192/2025 dags. 22. maí 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 198/2025 dags. 6. júní 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 12682/2024 dags. 30. júní 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 265/2025 dags. 9. september 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 428/2025 dags. 25. nóvember 2025[HTML]

Bréf umboðsmanns Alþingis nr. 526/2025 dags. 28. nóvember 2025[HTML]

Fara á yfirlit

Prentað dómasafn Hæstaréttar

ÁrBls. nr.
1953437
19942774-2775
19963971, 3983, 3985, 4124-4126
1997 - Registur78, 80, 115, 181
1997495, 2031, 2036, 2627, 2637, 2725, 2828, 2833, 2860, 3390
1998461, 621, 997, 1000, 1002, 1312-1313
1999962, 967, 972, 1291, 1524, 1540, 3960, 4212, 4248, 4251, 4260, 4264, 4271-4272, 4285
2000400, 408, 419, 550, 553, 556, 1514, 1517, 1633, 1635, 1640, 1645-1646, 1864, 1867, 2138, 2185-2186, 2189, 2198, 2308, 2620, 2809-2810, 2815, 2903, 2953, 3276, 3278, 3762, 4025, 4200-4201, 4214-4215, 4217
Fara á yfirlit

Prentaðar auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildBls. nr.
1993A181
1998A60
2001C196, 250
2002C895
2003B2086
2004A48
2004B2206
2004C296
2005A123
2005B564, 1321, 1425, 1453
Fara á yfirlit

Auglýsingar Stjórnartíðinda

ÁrDeildAuglýsing
1993AAugl nr. 37/1993 - Stjórnsýslulög[PDF prentútgáfa]
1998AAugl nr. 13/1998 - Lög um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna[PDF prentútgáfa]
2001CAugl nr. 14/2001 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu mér sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 17/2001 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 44/2001 - Auglýsing um breytingu á fríverslunarsamningi milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Rúmeníu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2002CAugl nr. 34/2002 - Auglýsing um breytingar á stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2003BAugl nr. 662/2003 - Reglugerð um gildistöku tiltekinna gerða Evrópusambandsins um aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2003CAugl nr. 18/2003 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2004AAugl nr. 26/2004 - Lög um Evrópufélög[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2004BAugl nr. 892/2004 - Reglugerð um lækningatæki[PDF vefútgáfa]
2004CAugl nr. 18/2004 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 44/2004 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005AAugl nr. 45/2005 - Lög um breyting á lögum nr. 144/1994, um ársreikninga, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005BAugl nr. 361/2005 - Reglugerð um flugvernd[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 612/2005 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 652/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 593/1993, um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
Augl nr. 654/2005 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 593/1993 um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa][PDF prentútgáfa]
2005CAugl nr. 16/2005 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 18/2005 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna[PDF vefútgáfa]
2006AAugl nr. 3/2006 - Lög um ársreikninga[PDF vefútgáfa]
2006BAugl nr. 831/2006 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2422/2001 frá 6. nóvember 2001 um áætlun Bandalagsins varðandi orkunýtnimerkingar á skrifstofubúnaði[PDF vefútgáfa]
2006CAugl nr. 32/2006 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna[PDF vefútgáfa]
2007AAugl nr. 56/2007 - Lög um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 63/2007 - Lög um breytingu á lögum nr. 13/1998, um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, og lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 84/2007 - Lög um opinber innkaup[PDF vefútgáfa]
2007BAugl nr. 237/2007 - Reglugerð um gildistöku tiltekinna gerða Evrópusambandsins um aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 474/2007 - Reglugerð um vernd skipa og hafnaraðstöðu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 630/2007 - Reglugerð um ólífrænan áburð[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 755/2007 - Reglugerð um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 870/2007 - Reglugerð um flugleiðsögu í samevrópska loftrýminu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1289/2007 - Reglugerð um gildistöku tiltekinnar gerðar Evrópusambandsins um aðskotaefni í matvælum[PDF vefútgáfa]
2008BAugl nr. 324/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 243/2006, um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga, með síðari breytingum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 398/2008 - Reglugerð um gildistöku tiltekinnar gerðar Evrópusambandsins um efni og hluti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 430/2008 - Reglugerð um gildistöku tilskipunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um gagnsæi fjármálatengsla milli aðildarríkjanna og opinberra fyrirtækja, svo og gagnsæi í fjármálum tiltekinna fyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 475/2008 - Reglugerð um réttindi fatlaðra og hreyfihamlaðra einstaklinga sem ferðast með flugi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 750/2008 - Reglugerð um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni („REACH“)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 950/2008 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um lyfjamál (VII)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 990/2008 - Reglugerð um útstreymisbókhald[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1046/2008 - Reglugerð um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan EES-svæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1254/2008 - Reglugerð um heilbrigðiskröfur vegna lagareldisdýra og afurða þeirra og um forvarnir og varnir gegn tilteknum sjúkdómum í lagardýrum[PDF vefútgáfa]
2009BAugl nr. 103/2009 - Reglugerð um þrávirk lífræn efni[PDF vefútgáfa]
2010BAugl nr. 107/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 183/2005 um kröfur varðandi hollustuhætti sem varða fóður[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 183/2010 - Reglugerð um breytingar á reglugerð nr. 1046/2008 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan EES-svæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 284/2010 - Reglugerð um innleiðingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB), nr. 1228/2003 frá 26. júní 2003, um skilyrði fyrir aðgangi að neti fyrir raforkuviðskipti yfir landamæri[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 327/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1925/2006 um íblöndun vítamína og steinefna og tiltekinna annarra efna í matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 406/2010 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1924/2006 um næringar- og heilsufullyrðingar er varða matvæli[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 934/2010 - Reglugerð um lækningatæki[PDF vefútgáfa]
2011BAugl nr. 320/2011 - Reglugerð um virk, ígræðanleg lækningatæki[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 744/2011 - Reglugerð um notkun og markaðssetningu fóðurs[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 936/2011 - Reglugerð um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1040/2011 - Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum[PDF vefútgáfa]
2012BAugl nr. 442/2012 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar[PDF vefútgáfa]
2013BAugl nr. 72/2013 - Reglugerð um vöktun og skýrslugjöf í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 566/2013 - Reglugerð um markaðseftirlit, faggildingu o.fl[PDF vefútgáfa]
2014AAugl nr. 78/2014 - Lög um greiðslur yfir landamæri í evrum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 114/2014 - Lög um byggingarvörur[PDF vefútgáfa]
2014BAugl nr. 523/2014 - Reglugerð um innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 412/2014 frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins með tilliti til framkvæmdar á alþjóðasamningi um beitingu sameiginlegrar markaðstengdrar heildarráðstöfunar um alþjóðlega losun frá flugi frá árinu 2020[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 540/2014 - Reglugerð um innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 421/2014 frá 16. apríl 2014 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins með tilliti til framkvæmdar á alþjóðasamningi um beitingu sameiginlegrar markaðstengdrar heildarráðstöfunar um alþjóðlega losun frá flugi frá árinu 2020[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1294/2014 - Reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda[PDF vefútgáfa]
2014CAugl nr. 1/2014 - Auglýsing um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna[PDF vefútgáfa]
2016BAugl nr. 326/2016 - Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í framhaldsskólum[PDF vefútgáfa]
2017BAugl nr. 520/2017 - Reglugerð um gagnasöfnun og upplýsingagjöf stofnana vegna bókhalds Íslands yfir losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis úr andrúmslofti[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 528/2017 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1174/2012 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 674/2017 - Reglugerð um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis[PDF vefútgáfa]
2018AAugl nr. 90/2018 - Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga[PDF vefútgáfa]
2018BAugl nr. 1279/2018 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 834/2010 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir[PDF vefútgáfa]
2019BAugl nr. 761/2019 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (VII)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1323/2019 - Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 713/2009 um að koma á fót Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði[PDF vefútgáfa]
2020AAugl nr. 14/2020 - Lög um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði[PDF vefútgáfa]
2020BAugl nr. 307/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 858/2014 um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 512/2020 - Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 680/2004 um vinnu- og hvíldartíma skipverja á farþegaskipum og flutningaskipum[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 708/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 48/2012 um sameiginlegar reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 777/2020 - Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um lyfjamál (XVII)[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1466/2020 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 380/2013 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1544/2020 - Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017[PDF vefútgáfa]
2021AAugl nr. 20/2021 - Lög um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 114/2021 - Lög um greiðsluþjónustu[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 115/2021 - Lög um markaði fyrir fjármálagerninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 116/2021 - Lög um verðbréfasjóði[PDF vefútgáfa]
2021BAugl nr. 373/2021 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 858/2014 um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 435/2021 - Reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID‑19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 692/2021 - Reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 747/2021 - Reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID‑19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 777/2021 - Reglugerð um gildistöku á reglugerð (ESB) 2021/953 um ramma um útgáfu, sannprófun og viðurkenningu samvirkandi vottorða um bólusetningu, próf og bata til að auðvelda frjálsa för á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn stendur yfir[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 938/2021 - Reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID‑19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1100/2021 - Reglugerð um sóttkví og einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1240/2021 - Reglugerð um sóttkví og einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1275/2021 - Reglugerð um íslenskan hluta upplýsingakerfis (N-VIS) um vegabréfsáritanir[PDF vefútgáfa]
2022BAugl nr. 38/2022 - Reglugerð um sóttkví og einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 176/2022 - Reglugerð um einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 582/2022 - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1589/2022 - Reglugerð um hámarksverð fyrir lúkningu símtala[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1740/2022 - Reglur um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna[PDF vefútgáfa]
2022CAugl nr. 4/2022 - Auglýsing um birtingu á tilteknum ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar og ESB-gerðum á sviði fjármálaþjónustu sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 73/2022 - Auglýsing um samning um tölvubrot[PDF vefútgáfa]
2023BAugl nr. 556/2023 - Reglugerð um markaðsgreiningar á sviði fjarskipta[PDF vefútgáfa]
2024AAugl nr. 55/2024 - Lög um frjálst flæði ópersónugreinanlegra gagna[PDF vefútgáfa]
2025BAugl nr. 1056/2025 - Reglugerð um komu- og brottfararkerfið[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1057/2025 - Reglugerð um samvirkni upplýsingakerfa Evrópusambandsins á sviði landamæra, vegabréfsáritana, lögreglu- og dómsmálasamstarfs, verndarmála og fólksflutninga[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 1058/2025 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um íslenskan hluta upplýsingakerfis (N-VIS) um vegabréfsáritanir, nr. 1275/2021[PDF vefútgáfa]
2025CAugl nr. 8/2025 - Auglýsing um birtingu á tilteknum ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar og ESB-gerð á sviði fjármálaþjónustu sem tekin hefur verið upp í EES-samninginn[PDF vefútgáfa]
Augl nr. 12/2025 - Auglýsing um birtingu á tiltekinni ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og ESB-gerðum á sviði fjármálaþjónustu sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn[PDF vefútgáfa]
Fara á yfirlit

Prentuð rit Alþingistíðinda

Tegund þingsNr. þingsDeildBls./Dálkur nr.
Löggjafarþing48Umræður (samþ. mál)2073/2074
Löggjafarþing83Þingskjöl1042
Löggjafarþing116Þingskjöl3271, 3294, 3304, 5499, 5529, 5932
Löggjafarþing117Þingskjöl3115, 4156, 4170, 4173, 5101
Löggjafarþing118Þingskjöl1256, 3567
Löggjafarþing118Umræður407/408
Löggjafarþing119Umræður139/140
Löggjafarþing120Þingskjöl2017, 3211, 3770, 3791-3793
Löggjafarþing120Umræður1257/1258
Löggjafarþing121Þingskjöl1351
Löggjafarþing122Þingskjöl1674, 2148, 2269, 4293, 4463-4464, 4503
Löggjafarþing122Umræður2395/2396, 3767/3768, 5011/5012, 5087/5088, 5279/5280
Löggjafarþing123Þingskjöl1456
Löggjafarþing123Umræður1249/1250, 1899/1900, 2951/2952, 3113/3114
Löggjafarþing125Þingskjöl2554, 2569-2570, 2605, 2747, 3503, 3558, 3886, 4130
Löggjafarþing125Umræður423/424, 2889/2890, 5481/5482, 6117/6118
Löggjafarþing126Þingskjöl2642, 2870, 3084, 3115, 3781, 3805, 3816, 4283
Löggjafarþing126Umræður6733/6734, 6779/6780
Löggjafarþing127Þingskjöl1812, 1837, 1848, 3504-3505, 4051-4054
Löggjafarþing127Umræður3867/3868-3869/3870, 4079/4080-4081/4082, 6119/6120
Löggjafarþing128Þingskjöl1100, 1104, 1927-1928, 2465-2466, 2544-2545, 2561-2562, 4337, 4531, 4775, 4786
Löggjafarþing128Umræður751/752, 4161/4162
Löggjafarþing130Þingskjöl1009, 2290, 2621, 2857, 5387, 5977, 6046, 6330-6331, 6451, 6453-6454, 6481, 6504, 6506-6508, 6510-6511, 6519-6520, 6526, 6906, 6993
Löggjafarþing130Umræður167/168, 1687/1688, 5895/5896, 6023/6024, 6029/6030, 6037/6038, 6149/6150, 6473/6474, 6507/6508, 6513/6514, 6537/6538, 6543/6544, 6555/6556-6557/6558, 6601/6602-6603/6604, 6635/6636, 6643/6644, 6693/6694, 6723/6724, 6729/6730, 6749/6750, 6805/6806-6809/6810, 6873/6874-6875/6876, 6887/6888-6889/6890, 6931/6932-6933/6934, 6957/6958, 6977/6978-6979/6980, 7011/7012, 7065/7066-7067/7068, 7095/7096, 7113/7114, 7125/7126, 7133/7134-7135/7136, 7423/7424, 7439/7440-7441/7442, 7491/7492, 7585/7586, 7597/7598, 7629/7630, 7655/7656, 7709/7710, 7729/7730, 8533/8534, 8567/8568
Löggjafarþing131Þingskjöl2255, 2309, 2339, 2927, 3611, 3710, 4005, 4326, 4376, 4426, 4812, 4875, 4919, 5619
Löggjafarþing131Umræður5155/5156, 5167/5168, 5179/5180, 6337/6338, 6343/6344, 7691/7692, 7697/7698, 7791/7792, 7803/7804-7805/7806, 8135/8136, 8145/8146, 8149/8150
Löggjafarþing132Þingskjöl684, 978, 1023, 1215, 1459, 2283, 2375, 3748, 3791, 3964, 3985, 4204, 4754, 5269
Löggjafarþing132Umræður2259/2260, 2935/2936-2937/2938, 4213/4214, 6519/6520, 6547/6548, 7159/7160, 8703/8704, 8845/8846
Löggjafarþing133Þingskjöl1026, 1463, 2008, 3042, 3273, 3781, 4447, 4943, 5257, 5289, 5308, 5335, 5337-5338, 6929, 7096, 7102
Löggjafarþing133Umræður2733/2734, 3297/3298, 3703/3704, 4351/4352, 6867/6868, 6979/6980
Löggjafarþing134Umræður355/356
Löggjafarþing135Þingskjöl1109-1110, 1152, 1205, 1428, 1434, 1437, 1448-1450, 1681, 1695, 2852, 2902, 3016, 3346, 3406, 3853, 5157, 5167, 5459, 5720, 5750, 5973-5974
Löggjafarþing135Umræður1567/1568, 1573/1574-1577/1578, 1787/1788, 3581/3582, 3849/3850, 3895/3896-3897/3898, 3943/3944, 4585/4586, 4993/4994, 7765/7766
Löggjafarþing136Þingskjöl570-571, 632, 663, 803, 1024, 3225, 3233
Löggjafarþing136Umræður1457/1458, 3503/3504, 3779/3780-3781/3782, 7009/7010
Löggjafarþing137Þingskjöl771, 993-994
Löggjafarþing138Þingskjöl654-655, 683-684, 742, 880, 1572, 2582, 3495, 3502, 3528, 3552, 3732, 4117, 4816, 4984, 4998, 5004, 6944
Löggjafarþing139Þingskjöl1016, 1133, 1214, 1299, 1343, 1377, 1399, 1698, 1775, 1999, 2256, 2271, 2520, 3127, 4285, 4558, 4769, 5087, 5207, 6137, 6151, 6295, 6404, 6605, 7368, 7375, 7395, 7540, 7542, 7552, 7560, 8545, 8817, 8899, 9441
Fara á yfirlit

Lagasafn (frá og með 1931)

ÁrBls. nr.
1995 - Registur59, 70
1995259
1999 - Registur64
1999275, 1024
2003 - Registur73
2003308, 1195
2007 - Registur76
2007319, 377, 964, 1060, 1123, 1369, 1945
Fara á yfirlit

Ársskýrslur umboðsmanns Alþingis

ÁrtalBls. nr.
1991195, 200, 203, 209
199274, 111, 348, 353, 357, 363
1993369, 371, 375
1994154, 209, 446, 448, 453
199581, 91, 93, 332, 372-373, 376, 451, 547, 580, 589
1996143, 146, 273, 277-278, 384, 649, 653, 689, 693, 699
19975, 7, 64, 70, 262, 364-365, 389, 394-395, 397, 469, 472, 527, 531
1998131, 170, 247, 253, 262
19996, 121, 145, 147, 177, 328, 343
20006, 14, 88-89, 196, 260, 266, 276
20016-8, 52, 67, 81-82, 100, 129, 169, 174, 187-188, 248, 254, 278, 285, 296
200259, 63, 66, 197, 212, 222, 230, 242
2003230, 249, 260, 268, 280
20046-7, 52-53, 98-100, 103, 207, 215, 227
20056, 8, 70-72, 74, 113-114, 148, 181, 197, 209, 217, 230
20067, 12-13, 33-34, 132-134, 188, 231, 243, 253, 266
20077, 74, 109, 174, 177-178, 180, 185, 248, 261, 271, 285
200865, 67-68, 70-71, 81-82, 114, 116
200998, 297, 311, 319
20106, 81, 105
20117, 91
20126, 79
20136-8, 15, 17, 25, 74-75, 97, 122, 136
2014112-113
201587
20165-6, 18-19, 67, 74, 79, 82, 96
20175-6, 17-18, 75, 90
201911, 125
202072, 76-77
202175, 77
202346, 64-65, 68-69, 71
Fara á yfirlit

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi ESB (á íslensku)

ÚtgáfuárTbl.Bls. nr.
1997512
1998113
19981112
1998353
1998452
200050113
20005489
200111119, 122, 187, 192, 194, 254
2001144, 106
200126155, 175
2001311, 239, 300, 322
20015132, 74, 226, 236
20021613
2003662, 147, 215, 273
20032391, 106, 354, 374, 381, 401
200349158, 164, 169, 178, 184, 272, 522
200357242, 253
200491
20042971, 134, 212, 222, 227, 260
20046430
20059478
200516256, 263, 265, 267, 269, 324
20052120
20053317
20054955
200558128, 130, 148, 238
200615226, 789
2006212, 5, 26
200630234, 248, 261, 277, 281-282, 285
20065830, 39, 52, 66, 220, 1664, 1695, 1701, 1709
2007925, 62
20071535
20071690, 142, 172, 190, 199-200
200726183, 202, 254, 303
200754346, 432
200822125, 308, 356
200868109, 138, 176, 562
200873422, 443, 454, 473, 483, 485
200876300, 308
20087721
20087891, 94, 115, 127, 179
2009258, 94, 153, 177, 247, 270, 303
2009378, 138, 218, 266
200971120
201062, 10, 149, 178-179, 216
2010325
201039743
2010503, 19
20105427
2010561
20106424, 101
2010715, 12, 135, 152, 178, 210
2011610
201110114, 153, 160, 181, 205
20112018, 61, 168
2011293
20114021, 45, 114
20115592, 98, 107, 126, 179, 596
20115916
2012742, 85, 94, 119, 133, 217, 268, 317, 337
201212618
2012145
20121926
201224265
20122618-19
20123242
20123724
2012386, 13, 17
2012527
20125350
20125499, 430, 623, 640, 652-653, 661, 666, 728, 997
2012593, 335, 339, 343, 377, 517, 585, 804, 806
201267384, 389, 499
20134163, 208, 649, 664, 1025, 1302, 1367, 1539
20139293, 442
201314310, 360
201316272
201320529
201328338, 362, 412, 652
20133754, 122, 164, 173
20134662, 131
20135640, 128, 138, 524, 536, 539, 545, 628, 729, 790, 804, 905
20144250, 744
20141288, 159
201423691, 1047
201436139, 179, 232, 275-276, 297, 329, 338, 531
201454490, 492, 637, 812, 816, 823, 886, 896, 911, 920, 939, 1005, 1055, 1206, 1240, 1256, 1287, 1320
201464261, 367, 412, 419
201467975
20147310, 249, 411, 413, 963, 1017, 1033
20147633, 36, 52, 70, 86, 124, 150, 155
2015843, 145, 172, 513, 537, 539, 598, 837, 860, 868
20151670, 174, 591, 635, 894
20152366, 98, 111, 611, 627, 715, 814
201534175, 234, 302, 315
2015462, 458, 508
20155580, 394, 432, 471, 481
201563478, 499, 626, 851, 943, 977, 1147, 1160, 1697, 1856, 2348
20157476, 257, 497, 547, 672, 757, 764
2016510, 191, 742
20161847, 219, 354
20161978, 322, 350, 397, 423
20162066
201627954, 994, 1007, 1059, 1082, 1238, 1262, 1465
20163222
201644433, 586
201652433, 651
20165721, 27, 64, 83, 103, 347, 356, 365, 377, 387, 446, 469, 551-552, 581, 602, 607, 638, 644, 674, 680, 835, 837
201663309
2016678
2017102, 200
2017153
201717423, 425
201724632
2017313, 164, 427, 445, 525, 558, 571, 593, 628, 667, 707, 709, 719
201740148, 186, 208, 224, 300
201748280
201767323, 347
20181475, 246, 250, 291, 335
2018258, 12, 24, 252, 348, 358
20183135, 70
201833248
2018351
2018424-5, 195, 242
2018467, 34, 36
201849370-371, 374-377, 389, 396, 535
20185124, 26, 169
2018549
201872283, 407
201885115, 135
201915666
201925268, 317
201931223-224, 246, 249
20193811, 167-168, 177
2019413
2019499, 113, 226, 402
2019584, 222-223
2019864, 78
2019922, 17, 86
201910110, 12-13, 67, 92, 150, 175
202054
2020126, 349, 378, 390, 422
2020167, 78, 83, 94-95, 107, 114, 153, 158, 182
20202011, 226
2020267, 15, 25, 35, 209, 238, 402, 412, 447, 682, 906
2020276
202029143
2020312
20204241-42, 196
2020472
202050183, 214, 407
202054176, 188, 200-201, 210, 226, 234, 240, 252, 270
202062235, 243, 270
20206995, 209, 221, 229, 259
20207383
20207469
2020851057
202087198, 221, 337, 343
2021557-58, 68
20217429, 677-678, 684, 690, 732, 737
20211954
2021221, 619
20212315, 187, 332
202126110, 126, 134, 166, 203
2021348, 118
2021378, 38, 64, 101
202149145, 165, 201
20215230
2021654
20216658, 104
20217122, 45, 224, 236, 240-241
20217447, 211, 392
202178166
202180470
202210812, 898, 1015, 1066, 1080, 1101, 1108, 1134, 1157
202218119, 140, 202, 343, 396, 473, 638
20222684, 259, 280
20222914, 16, 19, 238, 299, 309
202232378
202234639
2022386, 29, 52, 74
20224780, 87, 105, 156
20225332, 88
2022635, 101, 173, 193
2022709, 37, 59
202272378
20227628, 40, 61, 208, 224-225
202285132
20238309
202320250, 258, 306
202326351, 399, 404
202330421
20233742
202340281, 348
20236211, 198, 712, 972
20237311, 129
202383441, 493
2023855
20241121, 330, 336, 344, 380, 412, 445, 490, 515, 523, 536, 549, 554, 647
20242536, 39, 41
202434257, 284, 381, 428, 729, 759
202441274
20246998, 347, 390, 411, 672, 703
2024775
2024836, 293, 788, 805
202485347, 357, 402
2024931323
20251015, 29, 64, 842, 1029
20251510, 23, 29, 31, 83
2025162
202517612
2025232, 21, 54, 178
202528169, 204, 217, 219, 378
202533127, 220
202542663, 669, 701, 761, 764, 782, 786, 832
2025599, 209, 279, 299, 330
2025711032
202573435
202575348
202580314
Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 48

Þingmál A58 (Kreppulánasjóður)[HTML]

Þingræður:
55. þingfundur - Hermann Jónasson (forsætisráðherra) - Ræða hófst: 1934-12-07 00:00:00 - [HTML]

Löggjafarþing 83

Þingmál A193 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1963-03-12 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 92

Þingmál A238 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 505 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1972-04-05 00:00:00 [PDF]

Löggjafarþing 116

Þingmál A313 (stjórnsýslulög)[HTML]

Þingræður:
118. þingfundur - Davíð Oddsson (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1993-02-26 12:17:28 - [HTML]

Þingmál A591 (Mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1160 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-05-06 11:30:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 117

Þingmál A102 (mannréttindasáttmáli Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 105 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1993-10-18 14:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A239 (samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
112. þingfundur - Rannveig Guðmundsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1994-03-18 14:54:10 - [HTML]

Löggjafarþing 118

Þingmál A19 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingræður:
8. þingfundur - Björn Bjarnason - Ræða hófst: 1994-10-13 11:31:33 - [HTML]

Þingmál A297 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1042 - Komudagur: 1995-02-03 - Sendandi: Elín Blöndal - [PDF]

Þingmál A431 (umgengni um auðlindir sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 706 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1995-02-21 12:02:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 119

Þingmál A1 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingræður:
4. þingfundur - Geir H. Haarde - flutningsræða - Ræða hófst: 1995-05-22 15:39:50 - [HTML]

Löggjafarþing 120

Þingmál A154 (tæknifrjóvgun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1123 - Komudagur: 1996-03-14 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A249 (umgengni um nytjastofna sjávar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 371 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1995-12-14 14:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A372 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1072 (frhnál. með rökst.) útbýtt þann 1996-05-24 11:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1572 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Birgis Björns Sigurjónssonar - [PDF]
Dagbókarnúmer 1581 - Komudagur: 1996-04-18 - Sendandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1650 - Komudagur: 1996-04-22 - Sendandi: Ritari efnahags- og viðskiptanefndar - [PDF]
Dagbókarnúmer 2047 - Komudagur: 1996-05-21 - Sendandi: Lára V. Júlíusdóttir hdl. - Skýring: (álitsgerð fyrir efh.- og viðskn.) - [PDF]

Þingmál B97 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 1994)

Þingræður:
40. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir - Ræða hófst: 1995-11-23 11:59:41 - [HTML]

Löggjafarþing 122

Þingmál A337 (umferðarlög)[HTML]

Þingræður:
45. þingfundur - Tómas Ingi Olrich - flutningsræða - Ræða hófst: 1997-12-17 11:28:06 - [HTML]

Þingmál A340 (veiðar og vinnsla erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands)[HTML]

Þingræður:
98. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-03-30 17:41:22 - [HTML]

Þingmál A346 (eftirlitsstarfsemi hins opinbera)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1247 (nefndarálit) útbýtt þann 1998-04-28 17:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A422 (málefni Hanes-hjónanna)[HTML]

Þingræður:
70. þingfundur - Sigríður Jóhannesdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-02-18 16:01:22 - [HTML]

Þingmál A603 (kjaramál fiskimanna)[HTML]

Þingræður:
96. þingfundur - Árni R. Árnason (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 1998-03-27 17:03:18 - [HTML]

Þingmál A605 (Verðlagsstofa skiptaverðs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 1998-03-27 21:13:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B263 (stjórnsýsluákvarðanir við lagningu Borgarfjarðarbrautar)

Þingræður:
90. þingfundur - Sturla Böðvarsson - Ræða hófst: 1998-03-18 15:40:52 - [HTML]

Þingmál B303 (ráðstöfun sýslumannsembættisins á Hólmavík)

Þingræður:
103. þingfundur - Þorsteinn Pálsson (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1998-04-14 16:07:52 - [HTML]

Löggjafarþing 123

Þingmál A97 (dreifðir gagnagrunnar á heilbrigðissviði og persónuvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (þáltill.) útbýtt þann 1998-10-13 17:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A109 (gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML]

Þingræður:
36. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 1998-12-09 21:31:48 - [HTML]

Þingmál A192 (Lánasjóður íslenskra námsmanna)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Björn Bjarnason (menntamálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 1998-11-18 14:33:55 - [HTML]

Þingmál A343 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Þingræður:
52. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-01-11 16:07:54 - [HTML]
55. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 1999-01-13 13:02:04 - [HTML]

Löggjafarþing 125

Þingmál A186 (framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun)[HTML]

Þingræður:
49. þingfundur - Hjálmar Árnason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-12-18 12:49:06 - [HTML]

Þingmál A225 (kjarasamningar opinberra starfsmanna)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2000-05-04 23:05:15 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 707 - Komudagur: 2000-01-27 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Gísla Tryggvasonar framkv.stj. - [PDF]

Þingmál A250 (loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 307 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-06 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A275 (starfsskilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 376 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 1999-12-13 18:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A280 (persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 1999-12-14 18:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A308 (framkvæmd skattskila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 700 (svar) útbýtt þann 2000-03-14 13:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A386 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 644 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-02-22 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A400 (Kvótaþing, Verðlagsstofa skiptaverðs og takmörkun á flutningi aflamarks)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 658 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2000-02-24 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A405 (varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2000-04-11 17:42:38 - [HTML]

Þingmál A469 (hópuppsagnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1764 - Komudagur: 2000-04-27 - Sendandi: Bandalag háskólamanna, b.t. Gísla Tryggvasonar framkv.stj. - [PDF]

Þingmál A488 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 770 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2000-03-20 16:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B64 (meðferð á máli kúrdísks flóttamanns)

Þingræður:
8. þingfundur - Sólveig Pétursdóttir (dómsmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 1999-10-13 15:47:24 - [HTML]

Löggjafarþing 126

Þingmál A312 (breyting á XI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 372 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2000-11-29 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A389 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 639 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-01-16 16:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A399 (innflutningur á nautakjöti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 730 (svar) útbýtt þann 2001-03-05 14:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A412 (samningur milli Evrópubandalagsins og Íslands og Noregs um beiðni um hæli)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 667 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-01-23 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A445 (breyting á XI. viðauka við EES-samninginn (fjarskiptaþjónusta))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 711 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-02-13 17:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A446 (breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn (vinnuréttur))[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 712 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2001-02-13 17:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A453 (framsal sakamanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 724 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-02-15 16:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A524 (rafrænar undirskriftir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 820 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-07 13:55:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A572 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 884 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-03-15 11:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A737 (kjaramál fiskimanna og fleira)[HTML]

Þingræður:
125. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2001-05-16 14:52:07 - [HTML]

Þingmál B551 (almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumræður))

Þingræður:
126. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2001-05-16 21:22:50 - [HTML]

Löggjafarþing 127

Þingmál A318 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 403 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2001-11-26 16:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A380 (álagning skatta)[HTML]

Þingræður:
77. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2002-02-13 15:26:28 - [HTML]
77. þingfundur - Geir H. Haarde (fjármálaráðherra) - svar - Ræða hófst: 2002-02-13 15:35:25 - [HTML]

Þingmál A433 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 963 - Komudagur: 2002-03-01 - Sendandi: Alþjóðahús ehf. - [PDF]

Þingmál A489 (rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 774 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-07 10:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A494 (almenn hegningarlög og lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 784 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-02-11 14:33:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
79. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2002-02-18 17:13:06 - [HTML]
79. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2002-02-18 17:27:12 - [HTML]

Þingmál A551 (fullgilding stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 864 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-02-25 14:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A584 (landgræðsla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2007 - Komudagur: 2002-04-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A601 (lyfjalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 947 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-03-08 15:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
94. þingfundur - Jón Kristjánsson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-03-11 20:00:35 - [HTML]

Þingmál A605 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1714 - Komudagur: 2002-04-08 - Sendandi: Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A620 (vörur unnar úr eðalmálmum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1893 - Komudagur: 2002-04-12 - Sendandi: Félag íslenskra gullsmiða - [PDF]

Þingmál B491 (afbrigði)

Þingræður:
115. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - um fundarstjórn - Ræða hófst: 2002-04-09 11:19:56 - [HTML]

Löggjafarþing 128

Þingmál A215 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 218 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-10-17 15:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
20. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2002-11-01 10:54:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 144 - Komudagur: 2002-11-21 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2002-11-27 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A347 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 607 - Komudagur: 2002-12-10 - Sendandi: Búnaðarbanki Íslands - [PDF]

Þingmál A392 (vaktstöð siglinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 453 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-11-25 12:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A415 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1054 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2003-02-27 16:56:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Jónína Bjartmarz (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2003-03-10 11:51:35 - [HTML]

Þingmál A426 (breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 552 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-12-04 13:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A438 (breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 599 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-12-05 17:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A439 (breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 600 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2002-12-05 18:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A509 (álverksmiðja í Reyðarfirði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 842 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-22 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A546 (aðgangur landsmanna að GSM-farsímakerfinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1631 - Komudagur: 2003-03-10 - Sendandi: Landssími Íslands hf. - [PDF]

Þingmál A550 (aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 897 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-01-29 14:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A599 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1438 - Komudagur: 2003-03-03 - Sendandi: Landssími Íslands hf. - [PDF]

Þingmál A619 (breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 990 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-02-18 13:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A665 (breyting á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-03-04 16:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A666 (breyting á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1082 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-03-04 16:48:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 130

Þingmál A28 (aðgangur landsmanna að GSM-farsímakerfinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 979 - Komudagur: 2004-02-12 - Sendandi: Síminn - [PDF]

Þingmál A88 (tekjuskattur og eignarskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 636 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 642 (nefndarálit) útbýtt þann 2003-12-11 13:39:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 549 - Komudagur: 2003-12-08 - Sendandi: Eiríkur Tómasson prófessor - Skýring: (skv. beiðni ev.) - [PDF]

Þingmál A111 (lax- og silungsveiði o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 13 - Komudagur: 2003-10-16 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - Skýring: Álitsgerð Jónasar A. Aðalsteinssonar hrl. - [PDF]

Þingmál A140 (Happdrætti Háskóla Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 145 - Komudagur: 2003-11-18 - Sendandi: Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjóm. - [PDF]

Þingmál A203 (Evrópufélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 214 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-10-28 12:44:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1355 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2004-04-14 08:51:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1432 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2004-04-16 14:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A307 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Þingræður:
29. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2003-11-18 20:18:22 - [HTML]

Þingmál A359 (breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 478 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-11-27 13:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A360 (breyting á IX. og XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 479 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2003-11-27 13:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A447 (eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 929 - Komudagur: 2004-02-02 - Sendandi: Efling, stéttarfélag - Skýring: (ályktanir, mótmæli o.fl. frá ýmsum félögum) - [PDF]

Þingmál A465 (fullnusta refsingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 673 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2003-12-12 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A477 (náttúruverndaráætlun 2004--2008)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1084 - Komudagur: 2004-02-24 - Sendandi: Húsavíkurbær - [PDF]

Þingmál A749 (útlendingar)[HTML]

Þingræður:
106. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Meiri hl. nefndar) - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-29 15:11:46 - [HTML]
106. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-04-29 15:25:59 - [HTML]
106. þingfundur - Jónína Bjartmarz - Ræða hófst: 2004-04-29 16:06:13 - [HTML]
107. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-04-30 13:54:55 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1849 - Komudagur: 2004-04-16 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A871 (meðferð opinberra mála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1682 (nefndarálit) útbýtt þann 2004-05-17 16:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A973 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1524 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-28 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A974 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1525 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-04-28 13:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1629 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2004-05-11 14:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1724 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2004-05-19 10:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-11 15:16:50 - [HTML]
112. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-05-11 16:40:29 - [HTML]
112. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2004-05-11 17:44:27 - [HTML]
112. þingfundur - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Ræða hófst: 2004-05-11 20:02:15 - [HTML]
112. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2004-05-11 22:55:38 - [HTML]
113. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-12 13:06:09 - [HTML]
113. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-12 13:08:20 - [HTML]
113. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-05-12 17:02:18 - [HTML]
113. þingfundur - Einar Karl Haraldsson - Ræða hófst: 2004-05-12 17:24:30 - [HTML]
113. þingfundur - Einar Karl Haraldsson - Ræða hófst: 2004-05-12 20:01:19 - [HTML]
114. þingfundur - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Ræða hófst: 2004-05-13 10:54:01 - [HTML]
114. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-05-13 17:22:42 - [HTML]
114. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2004-05-13 20:00:16 - [HTML]
114. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-05-13 21:15:23 - [HTML]
114. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2004-05-13 22:26:13 - [HTML]
114. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-05-13 23:47:08 - [HTML]
115. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-05-14 11:02:25 - [HTML]
115. þingfundur - Katrín Júlíusdóttir - Ræða hófst: 2004-05-14 12:23:52 - [HTML]
115. þingfundur - Þuríður Backman - Ræða hófst: 2004-05-14 16:04:27 - [HTML]
116. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-05-15 12:24:04 - [HTML]
116. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-05-15 13:30:37 - [HTML]
116. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2004-05-15 15:43:50 - [HTML]
116. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-05-15 16:43:53 - [HTML]
116. þingfundur - Gunnar Örlygsson - Ræða hófst: 2004-05-15 18:00:01 - [HTML]
116. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2004-05-15 18:41:30 - [HTML]
116. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2004-05-15 18:43:14 - [HTML]
120. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-05-19 11:07:31 - [HTML]
120. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2004-05-19 12:21:44 - [HTML]
120. þingfundur - Mörður Árnason - andsvar - Ræða hófst: 2004-05-19 17:50:13 - [HTML]
121. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2004-05-21 15:28:37 - [HTML]
121. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2004-05-21 15:53:36 - [HTML]
121. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2004-05-21 20:01:34 - [HTML]
121. þingfundur - Björgvin G. Sigurðsson - Ræða hófst: 2004-05-21 22:15:24 - [HTML]
122. þingfundur - Össur Skarphéðinsson - Ræða hófst: 2004-05-22 11:01:42 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2364 - Komudagur: 2004-05-07 - Sendandi: Stefán Geir Þórisson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2416 - Komudagur: 2004-05-10 - Sendandi: Norðurljós - [PDF]
Dagbókarnúmer 2442 - Komudagur: 2004-05-14 - Sendandi: Norðurljós - [PDF]
Dagbókarnúmer 2455 - Komudagur: 2004-05-14 - Sendandi: Minni hluti menntamálanefndar - [PDF]

Þingmál A986 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1602 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2004-05-10 22:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1011 (útvarpslög og samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
136. þingfundur - Össur Skarphéðinsson (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2004-07-21 13:49:46 - [HTML]
136. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - andsvar - Ræða hófst: 2004-07-21 16:47:58 - [HTML]

Þingmál B56 (kjör og aðbúnaður starfsmanna við Kárahnjúka)

Þingræður:
4. þingfundur - Dagný Jónsdóttir - Ræða hófst: 2003-10-06 16:09:52 - [HTML]

Þingmál B509 (eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi, munnleg skýrsla menntamálaráðherra)

Þingræður:
105. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2004-04-28 16:39:59 - [HTML]

Þingmál B541 (þinghaldið og afgreiðsla fjölmiðlafrumvarps úr nefnd)

Þingræður:
111. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - Ræða hófst: 2004-05-10 22:49:35 - [HTML]

Löggjafarþing 131

Þingmál A73 (sérdeild fyrir fanga á aldrinum 18 til 24 ára)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1151 - Komudagur: 2005-04-01 - Sendandi: Umboðsmaður barna - [PDF]

Þingmál A74 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (frumvarp) útbýtt þann 2004-10-07 10:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A336 (fullnusta refsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 731 - Komudagur: 2005-01-24 - Sendandi: Ríkislögreglustjórinn - [PDF]

Þingmál A434 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 640 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-12-10 11:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A437 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 643 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-12-10 11:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A438 (breyting á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 644 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2004-12-10 11:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A480 (ársreikningar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 734 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-01-31 14:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1303 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2005-05-03 23:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1313 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2005-05-04 14:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A493 (tollalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 753 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-02 15:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A503 (verðbréfaviðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 767 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-07 14:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A551 (miðlun vátrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 832 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-02-21 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A590 (samkeppnislög)[HTML]

Þingræður:
85. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2005-03-08 16:30:27 - [HTML]
85. þingfundur - Sigurjón Þórðarson - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-08 17:22:09 - [HTML]
85. þingfundur - Valgerður Sverrisdóttir (viðskiptaráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2005-03-08 18:14:20 - [HTML]
125. þingfundur - Lúðvík Bergvinsson (1. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-07 11:18:20 - [HTML]
126. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2005-05-09 10:53:43 - [HTML]
126. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2005-05-09 11:39:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1267 - Komudagur: 2005-04-12 - Sendandi: Samkeppnisstofnun - [PDF]
Dagbókarnúmer 1529 - Komudagur: 2005-04-25 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A604 (breyting á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 903 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-03 13:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A605 (breyting á XII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 904 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-03 13:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A606 (breyting á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 905 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-03 13:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A614 (breyting á bókun 4 við samninginn milli EFTA-ríkjanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 918 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-03 16:24:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A617 (framkvæmd samkeppnisreglna EES-samningsins)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 921 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-03-07 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A694 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (frumvarp) útbýtt þann 2005-04-01 16:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A702 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-04-11 13:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A738 (fjarskipti)[HTML]

Þingræður:
133. þingfundur - Hjálmar Árnason (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-11 15:36:22 - [HTML]
133. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-05-11 16:05:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1726 - Komudagur: 2005-04-29 - Sendandi: Og Vodafone - [PDF]
Dagbókarnúmer 1789 - Komudagur: 2005-05-03 - Sendandi: Snerpa ehf, Björn Davíðsson - [PDF]

Þingmál B719 (niðurstaða fjölmiðlanefndar, munnleg skýrsla menntamálaráðherra)

Þingræður:
107. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2005-04-11 14:38:41 - [HTML]
107. þingfundur - Bryndís Hlöðversdóttir - Ræða hófst: 2005-04-11 15:01:29 - [HTML]

Löggjafarþing 132

Þingmál A71 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 71 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-17 18:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
60. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-02-07 20:05:51 - [HTML]

Þingmál A222 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 222 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-10-18 15:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A235 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 235 (frumvarp) útbýtt þann 2005-10-20 17:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A285 (breyting á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 300 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-11-08 15:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A287 (breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2005-11-08 15:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A328 (öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum)[HTML]

Þingræður:
32. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2005-11-29 15:41:10 - [HTML]

Þingmál A345 (verslunaratvinna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 379 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2005-11-18 11:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A366 (starfsmannaleigur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 521 (nefndarálit) útbýtt þann 2005-12-06 19:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A388 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingræður:
120. þingfundur - Mörður Árnason - Ræða hófst: 2006-06-02 16:38:19 - [HTML]

Þingmál A392 (stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins)[HTML]

Þingræður:
93. þingfundur - Jón Bjarnason - Ræða hófst: 2006-03-27 16:42:00 - [HTML]
93. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-03-27 20:00:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1088 - Komudagur: 2006-02-27 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A401 (Ríkisútvarpið hf.)[HTML]

Þingræður:
99. þingfundur - Ögmundur Jónasson - Ræða hófst: 2006-04-04 23:10:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1866 - Komudagur: 2006-04-25 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Bandalag háskólamanna - [PDF]

Þingmál A407 (sveitarstjórnarmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 570 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2005-12-09 13:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A503 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1095 - Komudagur: 2006-02-28 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna - [PDF]

Þingmál A556 (fjármálaeftirlit)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1435 - Komudagur: 2006-03-23 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1896 - Komudagur: 2006-04-27 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (styrking eftirlitsheimilda) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2029 - Komudagur: 2006-05-03 - Sendandi: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (styrking eftirlitsheimilda) - [PDF]

Þingmál A608 (alþjóðleg útboð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1140 (svar) útbýtt þann 2006-04-11 17:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A619 (almenn hegningarlög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 905 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1414 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-06-02 19:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
121. þingfundur - Bjarni Benediktsson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-03 00:48:40 - [HTML]

Þingmál A620 (mælingar, mæligrunnar og vigtarmenn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 906 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-09 17:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A664 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 974 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-22 15:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A667 (framsal sakamanna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 977 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-28 16:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A686 (breyting á IV. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1003 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-03-29 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A687 (breyting á XI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1004 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-03-29 15:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A690 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1020 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-03-30 10:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A692 (samningur um tölvubrot)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1022 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-04-03 14:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A708 (stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2179 - Komudagur: 2006-05-31 - Sendandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A713 (skráning losunar gróðurhúsalofttegunda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1344 (nefndarálit) útbýtt þann 2006-06-02 11:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
121. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-06-03 01:54:31 - [HTML]

Þingmál B246 (hæstaréttardómur í máli jafnréttisstýru)

Þingræður:
41. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - flutningsræða - Ræða hófst: 2005-12-09 18:38:58 - [HTML]
41. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2005-12-09 18:43:14 - [HTML]
41. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - Ræða hófst: 2005-12-09 18:47:29 - [HTML]

Löggjafarþing 133

Þingmál A44 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-05 09:56:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A56 (Ríkisútvarpið ohf.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 558 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2006-12-07 10:09:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 707 (frhnál. með rökst.) útbýtt þann 2007-01-15 13:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
44. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2006-12-07 11:46:31 - [HTML]
51. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-01-15 15:43:27 - [HTML]
54. þingfundur - Kolbrún Halldórsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2007-01-18 13:48:11 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 65 - Komudagur: 2006-11-07 - Sendandi: Bandalag háskólamanna og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja - [PDF]

Þingmál A91 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 91 (frumvarp) útbýtt þann 2006-10-12 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A277 (opinber innkaup)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 287 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-10-31 16:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1368 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 20:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A296 (upplýsingalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 309 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2006-11-01 13:03:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A348 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 377 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-11-13 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A349 (breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 378 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-11-13 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A381 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 835 - Komudagur: 2007-02-07 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]

Þingmál A409 (æskulýðslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1315 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-03-16 23:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
93. þingfundur - Mörður Árnason (Minni hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2007-03-17 12:10:38 - [HTML]

Þingmál A430 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 518 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-12-04 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A437 (vegalög)[HTML]

Þingræður:
62. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2007-01-30 15:37:19 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1099 - Komudagur: 2007-02-20 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A449 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 577 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2006-12-07 19:19:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A516 (hlutafélög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 779 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-01-25 09:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A568 (starfstengdir eftirlaunasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 844 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-07 17:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1320 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 10:00:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1359 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 20:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A571 (breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 849 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-02-12 16:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A572 (breyting á XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 850 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-02-12 16:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A616 (neytendavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 916 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-19 16:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1318 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 09:45:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1357 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 20:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A644 (Verðlagsstofa skiptaverðs o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 962 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-02-22 14:52:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1280 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2007-03-17 09:50:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1355 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2007-03-17 20:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
92. þingfundur - Guðjón A. Kristjánsson - Ræða hófst: 2007-03-16 21:11:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1409 - Komudagur: 2007-03-05 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A648 (breyting á IV. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 967 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-02-22 16:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A649 (breyting á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 968 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-02-22 16:21:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 134

Þingmál A13 (viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík)[HTML]

Þingræður:
6. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon - Ræða hófst: 2007-06-07 17:10:21 - [HTML]

Löggjafarþing 135

Þingmál A63 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 63 (frumvarp) útbýtt þann 2007-10-16 13:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
51. þingfundur - Sigurður Kári Kristjánsson - Ræða hófst: 2008-01-22 17:32:54 - [HTML]
51. þingfundur - Jón Magnússon - Ræða hófst: 2008-01-22 17:51:20 - [HTML]

Þingmál A103 (fjáraukalög 2007)[HTML]

Þingræður:
28. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-11-20 16:10:20 - [HTML]

Þingmál A142 (jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 535 (nefndarálit) útbýtt þann 2007-12-14 16:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
47. þingfundur - Guðbjartur Hannesson (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-01-15 14:15:43 - [HTML]
69. þingfundur - Pétur H. Blöndal - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2008-02-26 14:39:21 - [HTML]

Þingmál A184 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 197 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-05 16:11:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 988 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-15 09:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A190 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 204 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-08 14:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A196 (sértryggð skuldabréf)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 211 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-08 16:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A215 (skýrsla umboðsmanns Alþingis 2006)[HTML]

Þingræður:
25. þingfundur - Atli Gíslason - Ræða hófst: 2007-11-15 11:01:51 - [HTML]
25. þingfundur - Siv Friðleifsdóttir - Ræða hófst: 2007-11-15 11:25:12 - [HTML]
25. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2007-11-15 11:40:56 - [HTML]

Þingmál A233 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 252 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-11-15 16:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A269 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 146/2007, um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 299 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2007-11-21 11:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A327 (meðhöndlun úrgangs)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 522 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2007-12-13 20:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A337 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 572 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-01-17 14:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1666 - Komudagur: 2008-03-05 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A372 (frístundabyggð)[HTML]

Þingræður:
63. þingfundur - Jóhanna Sigurðardóttir (félags- og tryggingamálaráðherra) - Ræða hófst: 2008-02-11 18:59:08 - [HTML]

Þingmál A375 (mannvirki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 617 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-06 14:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A388 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 632 (frumvarp) útbýtt þann 2008-02-11 17:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A431 (efni og efnablöndur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-22 22:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A432 (breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 688 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-02-26 13:07:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1963 - Komudagur: 2008-04-01 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (álitsgerð, minnisblað o.fl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2561 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Iðnaðarráðuneytið - Skýring: (flutn.fyrirtæki og aðskiln.kröfur) - [PDF]

Þingmál A524 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2590 - Komudagur: 2008-05-07 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3149 - Komudagur: 2008-09-11 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A530 (fiskeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1131 (nefndarálit) útbýtt þann 2008-05-27 00:08:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
109. þingfundur - Arnbjörg Sveinsdóttir (Nefnd) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-05-27 11:24:56 - [HTML]

Þingmál A557 (staðfesting ákvörðunar nr. 20/2007 um breytingu á IX. og XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 858 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-04-02 18:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A558 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 49/2007, um breytingu á IV. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 859 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2008-04-03 13:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A579 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2771 - Komudagur: 2008-05-15 - Sendandi: Ólafur W. Stefánsson - [PDF]

Þingmál A635 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1086 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-05-23 16:24:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3033 - Komudagur: 2008-06-30 - Sendandi: Landlæknir - [PDF]
Dagbókarnúmer 3122 - Komudagur: 2008-08-20 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál B274 (álit mannréttindanefndar SÞ um íslenska fiskveiðistjórnarkerfið)

Þingræður:
51. þingfundur - Gunnar Svavarsson - Ræða hófst: 2008-01-22 14:27:14 - [HTML]

Löggjafarþing 136

Þingmál A14 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 322 - Komudagur: 2008-12-05 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A33 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 33 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-10-14 14:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A47 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 47 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-16 13:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A54 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-06 17:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A57 (tóbaksvarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 57 (frumvarp) útbýtt þann 2008-10-07 13:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A128 (tímabundnar ráðstafanir í þágu einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 141 (frumvarp) útbýtt þann 2008-11-10 16:46:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Kristinn H. Gunnarsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2009-02-12 12:07:37 - [HTML]

Þingmál A170 (sjúkraskrár)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 205 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2008-11-20 16:18:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Guðlaugur Þór Þórðarson (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2008-11-25 16:07:15 - [HTML]
133. þingfundur - Dögg Pálsdóttir - Ræða hófst: 2009-04-16 14:31:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 711 - Komudagur: 2009-01-09 - Sendandi: Landspítali - háskólasjúkrahús, forstjóri - [PDF]
Dagbókarnúmer 767 - Komudagur: 2009-01-20 - Sendandi: Háskóli Íslands - [PDF]

Þingmál A179 (frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 517 - Komudagur: 2008-12-16 - Sendandi: Félags- og tryggingamálaráðuneytið - Skýring: svar við bréfi frá ft. og afrit af bréfinu - [PDF]

Þingmál A258 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 783 - Komudagur: 2009-01-05 - Sendandi: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið - Skýring: (lögfr.álit Peter Dyrberg) - [PDF]

Þingmál A275 (greiðsluaðlögun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 853 - Komudagur: 2009-02-13 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A278 (gjaldþrotaskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 854 - Komudagur: 2009-02-13 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A281 (gjaldþrotaskipti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 852 - Komudagur: 2009-02-13 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A322 (aðför o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 988 - Komudagur: 2009-03-02 - Sendandi: Tollstjórinn í Reykjavík - [PDF]

Þingmál A373 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 142/2007, um breytingu á VII. viðauka og bókun 37 við EES)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 630 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2009-03-03 16:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A385 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1395 - Komudagur: 2009-03-20 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - [PDF]

Þingmál B618 (setning neyðarlaganna)

Þingræður:
84. þingfundur - Helga Sigrún Harðardóttir - Ræða hófst: 2009-02-19 10:38:46 - [HTML]

Löggjafarþing 137

Þingmál A112 (hvalir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 603 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Hvalur hf. - [PDF]

Þingmál A136 (ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 605 - Komudagur: 2009-07-10 - Sendandi: Elvira Mendez-Pinedo, niðurstöður lögfræðiálits - [PDF]

Þingmál A147 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 241 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-08 20:45:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 777 - Komudagur: 2009-09-16 - Sendandi: Dýralæknafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 792 - Komudagur: 2009-09-21 - Sendandi: Félag íslenskra stórkaupmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 811 - Komudagur: 2009-06-24 - Sendandi: Dýralæknafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A161 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 286 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-07-23 20:42:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 138

Þingmál A11 (afturköllun á ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 11 (þáltill.) útbýtt þann 2009-10-13 15:11:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2009-10-20 17:45:40 - [HTML]
11. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-10-20 19:09:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 41 - Komudagur: 2009-11-02 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]
Dagbókarnúmer 89 - Komudagur: 2009-11-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A16 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 16 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 18:49:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A17 (endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 17 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-08 18:49:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 65 - Komudagur: 2009-11-06 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök fiskvinnslustöðva og LÍÚ - [PDF]

Þingmál A70 (hlutafélög og einkahlutafélög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 70 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-10-20 15:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 425 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2009-12-15 15:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A229 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 254 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2009-11-19 14:07:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A256 (tekjuöflun ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 627 - Komudagur: 2009-12-10 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A293 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 339 (frumvarp) útbýtt þann 2009-12-02 15:48:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2013 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A343 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingræður:
126. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2010-05-18 18:41:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1117 - Komudagur: 2010-03-04 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A396 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 45/2009 um breytingu á X. og XI. viðauka við EES-samning)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 705 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-02-23 12:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A397 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2008 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 706 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-02-23 12:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A398 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 141/2007 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 707 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-02-23 12:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A423 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 740 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1616 - Komudagur: 2010-04-08 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A426 (mannvirki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 743 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-04 16:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A468 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2488 - Komudagur: 2010-05-21 - Sendandi: Landssamband íslenskra útvegsmanna - [PDF]

Þingmál A507 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1930 - Komudagur: 2010-05-05 - Sendandi: Rauði kross Íslands - [PDF]

Þingmál A514 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2304 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A522 (skeldýrarækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 911 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A523 (höfundalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 912 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-31 16:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
117. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2010-04-30 15:28:36 - [HTML]

Þingmál A560 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2024 - Komudagur: 2010-05-07 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A572 (samkeppnislög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2434 - Komudagur: 2010-05-19 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 3083 - Komudagur: 2010-08-24 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 3084 - Komudagur: 2010-08-24 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - Skýring: (viðbrögð vegna umsagna) - [PDF]

Þingmál A581 (varnarmálalög)[HTML]

Þingræður:
142. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-06-16 01:43:55 - [HTML]

Þingmál A590 (hvalir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2341 - Komudagur: 2010-05-17 - Sendandi: Hvalur hf. - [PDF]

Þingmál A662 (framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3023 - Komudagur: 2010-08-16 - Sendandi: Talsmaður neytenda - [PDF]

Þingmál A668 (uppbygging á Vestfjarðavegi, nr. 60)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1334 (frumvarp) útbýtt þann 2010-06-14 11:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A693 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3111 - Komudagur: 2010-09-10 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 3122 - Komudagur: 2010-09-14 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]

Þingmál B55 (atvinnumál, Icesave o.fl.)

Þingræður:
7. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir - Ræða hófst: 2009-10-14 13:47:34 - [HTML]

Löggjafarþing 139

Þingmál A78 (mannvirki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 82 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-10-15 16:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A82 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 17/2009 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 86 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-10-18 14:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A119 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 18/2009 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 128 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-02 09:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A131 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-12-06 17:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 793 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2011-02-03 16:10:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
43. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2010-12-07 20:21:50 - [HTML]
76. þingfundur - Lilja Mósesdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2011-02-22 15:16:30 - [HTML]
76. þingfundur - Eygló Harðardóttir - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-22 16:17:11 - [HTML]
76. þingfundur - Skúli Helgason - andsvar - Ræða hófst: 2011-02-22 17:28:43 - [HTML]
76. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2011-02-22 17:30:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 263 - Komudagur: 2010-11-16 - Sendandi: Skeljungur hf - [PDF]
Dagbókarnúmer 286 - Komudagur: 2010-11-17 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A132 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 16/2009 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 145 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-02 10:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A134 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 114/2008 um breyt. á IX. og XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 147 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-02 10:27:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A135 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 32/2010 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 148 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-02 10:28:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A136 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 149 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-04 13:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A189 (opinber innkaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 720 - Komudagur: 2010-12-06 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A198 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 18:24:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1111 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-03-24 14:33:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 795 - Komudagur: 2010-12-08 - Sendandi: Samband íslenskra auglýsingastofa, Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A201 (skeldýrarækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 218 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-11 15:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A208 (virðisaukaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 581 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2010-12-17 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A210 (staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 829 - Komudagur: 2010-12-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1047 - Komudagur: 2010-12-21 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A235 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 37/2010 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 266 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-18 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A236 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 55/2010 og nr. 124/2010 um breyt. á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 267 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2010-11-18 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A299 (umhverfisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 345 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-11-25 15:37:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A381 (upplýsingalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1718 - Komudagur: 2011-03-15 - Sendandi: Orkuveita Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A439 (uppbygging á Vestfjarðavegi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 718 (frumvarp) útbýtt þann 2011-01-25 11:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-03-31 18:01:36 - [HTML]

Þingmál A495 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2591 - Komudagur: 2011-05-20 - Sendandi: Ólafur Walter Stefánsson - [PDF]

Þingmál A535 (ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 888 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-02-22 17:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A544 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 102/2010 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingræður:
134. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - Ræða hófst: 2011-05-27 11:23:32 - [HTML]

Þingmál A545 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 86/2009 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 915 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-02-28 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A580 (almenningsbókasöfn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1546 (frhnál. með brtt.) útbýtt þann 2011-05-27 12:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A620 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 149/2009 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1078 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-03-22 13:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A621 (ákvörðun EES-nefndarinnar um breyt. á XIII. viðauka við EES-samninginn, reglugerð nr. 216/2008)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1079 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-03-22 13:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A647 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 85/2010 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1149 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-03-29 16:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A649 (skil menningarverðmæta til annarra landa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1462 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2011-05-17 18:19:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
129. þingfundur - Skúli Helgason (Nefnd) - Ræða hófst: 2011-05-18 17:44:22 - [HTML]

Þingmál A651 (menningarminjar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2424 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Fornleifastofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A673 (greiðsluþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1190 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-04-07 09:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A695 (aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1214 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2011-03-31 16:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A705 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1224 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A706 (nálgunarbann og brottvísun af heimili)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1225 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-03-31 17:38:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
110. þingfundur - Ögmundur Jónasson (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2011-04-12 18:19:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2406 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A760 (Landsbókasafn -- Háskólabókasafn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1592 (nefndarálit) útbýtt þann 2011-05-31 18:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A788 (gjaldeyrismál og tollalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2435 - Komudagur: 2011-05-13 - Sendandi: Lúðvík Júlíusson - [PDF]
Dagbókarnúmer 2789 - Komudagur: 2011-05-26 - Sendandi: Kauphöll Íslands - [PDF]

Þingmál A796 (viðbrögð við ábendingum Ríkisendurskoðunar í skýrslu um þjónustusamninga Barnaverndarstofu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1821 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2011-09-02 10:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A826 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2868 - Komudagur: 2011-06-06 - Sendandi: Helgi Áss Grétarsson - [PDF]

Þingmál A827 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3050 - Komudagur: 2011-08-23 - Sendandi: LÍÚ, SF og SA - Skýring: (ums., álit LEX og mb. Deloitte) - [PDF]

Löggjafarþing 140

Þingmál A3 (tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 614 - Komudagur: 2011-12-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A6 (meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 615 - Komudagur: 2011-12-02 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A20 (aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 786 - Komudagur: 2011-12-12 - Sendandi: Rolf Johansen hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 905 - Komudagur: 2012-01-16 - Sendandi: Jónatansson & Co - [PDF]

Þingmál A26 (forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 246 - Komudagur: 2011-11-17 - Sendandi: Herbert Snorrason, Smári McCarthy og Guðmundur D. Haraldsson - [PDF]

Þingmál A59 (upplýsingaréttur um umhverfismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 177 - Komudagur: 2011-11-16 - Sendandi: Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður - Skýring: (sorpbrennslan Funi) - [PDF]

Þingmál A136 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 136 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-10-18 13:11:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 355 - Komudagur: 2011-11-21 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A268 (landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 290 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-14 15:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1326 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A316 (menningarminjar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1094 - Komudagur: 2012-02-20 - Sendandi: Fornleifastofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A351 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 83/2011 um breytingu á XVI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 427 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A352 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 54/2010 um breytingar á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 428 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A353 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 67/2011 um breytingu á II. og IV. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 429 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2011-11-30 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A362 (fjarskipti og Póst- og fjarskiptastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 885 - Komudagur: 2012-01-10 - Sendandi: Inter, samtök aðila er veita Internetþjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 904 - Komudagur: 2012-01-16 - Sendandi: Innanríkisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A365 (kjararáð og Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 947 - Komudagur: 2012-02-01 - Sendandi: Landsbankinn hf. - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]

Þingmál A372 (umhverfisábyrgð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-12-02 09:41:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A385 (stefna um beina erlenda fjárfestingu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 935 - Komudagur: 2012-01-26 - Sendandi: Efnahags- og viðskiptaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A537 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 119/2010 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 832 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-21 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A538 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 65/2009 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 833 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-21 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A539 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 85/2011 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 834 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-21 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A540 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 121/2011 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 835 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-21 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A571 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 147/2009 um breytingu á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 888 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-27 15:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A572 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 17/2011 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 889 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-27 15:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A573 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 120/2010 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 890 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-27 15:52:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A583 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 76/2011 um breytingu á VI. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 909 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-02-28 18:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A609 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 19/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 959 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-13 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A610 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 20/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 960 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-13 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A611 (ákvörðun EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 961 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-13 13:08:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A621 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 78/2011 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 979 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-03-14 14:32:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (meðferð sakamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1690 - Komudagur: 2012-04-12 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A657 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2013 - Komudagur: 2012-05-01 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagaströnd - [PDF]

Þingmál A708 (útgáfa og meðferð rafeyris)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1141 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A713 (vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1727 - Komudagur: 2012-04-13 - Sendandi: Bjargtangar, Félag land- og sumarhúsaeigenda á Hvallátrum - [PDF]

Þingmál A716 (nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2505 - Komudagur: 2012-05-15 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A727 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2090 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Félag ráðgjafarverkfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2120 - Komudagur: 2012-05-07 - Sendandi: Hjörleifur B. Kvaran fh. hönd landeigenda Haukadals o.fl. - [PDF]

Þingmál A731 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1492 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2012-06-11 15:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A747 (velferð dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1185 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A751 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1189 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-03-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B900 (endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar)

Þingræður:
95. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2012-05-04 10:56:50 - [HTML]

Löggjafarþing 141

Þingmál A97 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 101/2012 um breytingu á bókun 31 við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 97 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-14 11:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A98 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 55/2012 um breytingu á XII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 98 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-14 11:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A99 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 149/2012 um breytingu á XVIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-14 11:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A100 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 115/2012 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 100 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-09-14 11:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A134 (áfengislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-09-20 14:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A179 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 220 - Komudagur: 2012-10-24 - Sendandi: Ólafur W. Stefánsson - [PDF]
Dagbókarnúmer 232 - Komudagur: 2012-10-26 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]

Þingmál A216 (útgáfa og meðferð rafeyris)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 224 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-10 15:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A220 (neytendalán)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 469 - Komudagur: 2012-11-13 - Sendandi: Útlán - Samtök fjárm.fyrirtækja án umsýslu fjárm. - [PDF]

Þingmál A278 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 158/2012 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-10-23 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A279 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 167/2012 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 312 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-10-23 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A281 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 181/2012 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 314 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2012-10-23 13:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A282 (búfjárhald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 770 - Komudagur: 2012-11-28 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A283 (velferð dýra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 316 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 14:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1216 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-03-12 15:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A288 (opinber innkaup)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1872 - Komudagur: 2013-03-05 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A381 (loftslagsmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-07 15:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A415 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 510 (frumvarp nefndar) útbýtt þann 2012-11-16 16:31:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 947 (nefndarálit) útbýtt þann 2013-01-26 18:28:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1111 (framhaldsnefndarálit) útbýtt þann 2013-03-04 17:31:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
89. þingfundur - Valgerður Bjarnadóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2013-03-06 11:08:47 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 732 - Komudagur: 2012-11-12 - Sendandi: Sérfræðingahópur v. stjórnarskipunarlaga - Skýring: (frv., skilabréf og minnisbl.) - [PDF]
Dagbókarnúmer 735 - Komudagur: 2012-09-20 - Sendandi: Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor - Skýring: (um 34. gr., til sérfræðingahóps skv. beiðni) - [PDF]
Dagbókarnúmer 812 - Komudagur: 2012-12-03 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (samantekt - sent til am. v. fundar) - [PDF]
Dagbókarnúmer 973 - Komudagur: 2012-12-11 - Sendandi: Oddný Mjöll Arnardóttir - Skýring: (um mannr.kafla) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1024 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Svavar Kjarrval - [PDF]
Dagbókarnúmer 1140 - Komudagur: 2012-12-12 - Sendandi: Björg Thorarensen - Skýring: (beiðni um frest og ath.semdir til nefnda) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1157 - Komudagur: 2012-12-21 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýring: (til SE og US) - [PDF]
Dagbókarnúmer 1273 - Komudagur: 2013-01-17 - Sendandi: Allsherjar- og menntamálanefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1278 - Komudagur: 2013-01-18 - Sendandi: Atvinnuveganefnd, meiri hluti - [PDF]
Dagbókarnúmer 1679 - Komudagur: 2013-02-20 - Sendandi: Oddný Mjöll Arnardóttir - [PDF]
Dagbókarnúmer 1753 - Komudagur: 2013-02-11 - Sendandi: Feneyjanefndin - Skýring: (drög að áliti) - [PDF]

Þingmál A421 (landslénið .is)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 528 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-20 13:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1513 - Komudagur: 2013-02-12 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - Skýring: (sameiginl. ums.) - [PDF]

Þingmál A429 (náttúruvernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 537 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-11-21 17:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1399 - Komudagur: 2013-02-07 - Sendandi: Ferðaklúbburinn 4x4 - [PDF]
Dagbókarnúmer 1434 - Komudagur: 2013-02-08 - Sendandi: Skógfræðingafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A468 (ráðstafanir í ríkisfjármálum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1030 - Komudagur: 2012-12-13 - Sendandi: Alþýðusamband Íslands - [PDF]

Þingmál A490 (fjölmiðlar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1782 - Komudagur: 2013-02-26 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A501 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 939 - Komudagur: 2012-12-10 - Sendandi: Lögmannafélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 1297 - Komudagur: 2013-01-23 - Sendandi: Landsbankinn - [PDF]

Þingmál A541 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 917 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-24 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A543 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 919 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-01-24 10:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B147 (framkvæmd þingsályktunar um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis, munnleg skýrsla mennta- og menningarmálaráðherra)

Þingræður:
17. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (mennta- og menningarmálaráðherra) - Ræða hófst: 2012-10-11 11:08:18 - [HTML]

Þingmál B613 (olíuleit á Drekasvæðinu)

Þingræður:
77. þingfundur - Einar K. Guðfinnsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-02-11 15:44:14 - [HTML]

Löggjafarþing 142

Þingmál A9 (aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 71 - Komudagur: 2013-06-22 - Sendandi: Talsmaður neytenda - [PDF]

Þingmál A14 (Hagstofa Íslands)[HTML]

Þingræður:
26. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2013-09-11 17:32:03 - [HTML]
27. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2013-09-12 15:27:30 - [HTML]
27. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2013-09-12 16:47:39 - [HTML]
28. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2013-09-16 18:28:23 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 94 - Komudagur: 2013-06-25 - Sendandi: Félag um stafrænt frelsi á Íslandi - [PDF]

Þingmál A25 (almannatryggingar og málefni aldraðra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 141 - Komudagur: 2013-07-01 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 144 - Komudagur: 2013-07-01 - Sendandi: Blindrafélagið - [PDF]

Löggjafarþing 143

Þingmál A61 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 61 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-10-08 14:48:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A74 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 181/2012 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 74 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-10-09 17:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A75 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 45/2013 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 75 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-10-09 17:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A76 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 86/2013 um breytingu á XII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 76 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-10-09 17:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A77 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 94/2013 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 77 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-10-09 17:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A140 (eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 375 - Komudagur: 2013-11-25 - Sendandi: Skeljungur hf - [PDF]

Þingmál A144 (almannatryggingar, málefni aldraðra og félagsleg aðstoð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 343 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2013-12-11 23:28:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 371 - Komudagur: 2013-11-25 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A153 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 490 - Komudagur: 2013-12-02 - Sendandi: Sólberg ehf. og Flóki ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1029 - Komudagur: 2014-02-10 - Sendandi: Lagastofnun Háskóla Íslands, Helgi Áss Grétarsson - Skýring: (álitsgerð f. atvinnuveganefnd) - [PDF]

Þingmál A156 (verslun með áfengi og tóbak)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 527 - Komudagur: 2013-12-04 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 934 - Komudagur: 2014-01-30 - Sendandi: Forum lögmenn (fh. HOB-víns ehf.) - Skýring: (afrit af bréfi til Eftirlitsstofn. EFTA) - [PDF]

Þingmál A158 (aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 629 - Komudagur: 2013-12-11 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A171 (framkvæmd skólastarfs í grunnskólum skólaárin 2007--2008, 2008--2009 og 2009--2010)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 206 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2013-11-14 14:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A204 (tekjuskattur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 594 - Komudagur: 2013-12-09 - Sendandi: Félag bókhaldsstofa - [PDF]
Dagbókarnúmer 626 - Komudagur: 2013-12-10 - Sendandi: Félag bókhaldsstofa - Skýring: (lagt fram á fundi ev.) - [PDF]

Þingmál A221 (siglingavernd o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1207 - Komudagur: 2014-03-07 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]

Þingmál A227 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 113/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 311 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2013-12-09 18:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A236 (sala fasteigna og skipa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1105 - Komudagur: 2014-02-19 - Sendandi: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A238 (greiðslur yfir landamæri í evrum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 367 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2013-12-13 13:27:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1211 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2014-05-16 19:55:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1261 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-05-16 23:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A249 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1160 - Komudagur: 2014-02-26 - Sendandi: Rauði kross Íslands - [PDF]

Þingmál A275 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 164/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 526 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-01-20 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A281 (kyrrsetning, lögbann o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 542 (frumvarp) útbýtt þann 2014-01-22 16:39:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
62. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2014-02-12 17:40:33 - [HTML]

Þingmál A284 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1244 - Komudagur: 2014-03-11 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]

Þingmál A319 (fiskeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 609 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-02-18 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A320 (aðildarviðræður við Evrópusambandið)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 610 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2014-02-18 13:22:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A335 (mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1682 - Komudagur: 2014-04-28 - Sendandi: Snarrótin, samtök - [PDF]

Þingmál A350 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 158/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 654 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-02-25 15:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A485 (leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Steingrímur J. Sigfússon (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2014-05-16 20:17:34 - [HTML]

Þingmál A565 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 982 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-04-23 17:25:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A597 (leiðir öryrkja til að sækja réttindi sín hjá opinberri stjórnsýslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1316 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2014-08-27 13:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A600 (frestun verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna gegn Icelandair ehf.)[HTML]

Þingræður:
115. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2014-05-15 13:29:24 - [HTML]

Þingmál A616 (frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair)[HTML]

Þingræður:
123. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - andsvar - Ræða hófst: 2014-06-18 15:33:30 - [HTML]
124. þingfundur - Árni Þór Sigurðsson - Ræða hófst: 2014-06-18 21:49:32 - [HTML]

Þingmál B144 (staða flóttamanna og meðferð þeirra)

Þingræður:
20. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2013-11-12 14:05:58 - [HTML]

Löggjafarþing 144

Þingmál A16 (hagnýting internetsins og réttindavernd netnotenda)[HTML]

Þingræður:
34. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - Ræða hófst: 2014-11-18 14:27:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 180 - Komudagur: 2014-10-15 - Sendandi: IMMI, Alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi - [PDF]

Þingmál A17 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 496 - Komudagur: 2014-11-10 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A37 (kyrrsetning, lögbann o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 37 (frumvarp) útbýtt þann 2014-09-16 13:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A54 (byggingarvörur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 54 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-09-10 19:08:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 514 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2014-11-13 13:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A98 (visthönnun vöru sem notar orku)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Þorsteinn B Sæmundsson (Nefnd) - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-23 11:58:52 - [HTML]
24. þingfundur - Ásmundur Einar Daðason - andsvar - Ræða hófst: 2014-10-23 12:00:48 - [HTML]

Þingmál A102 (umferðarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 199 - Komudagur: 2014-10-13 - Sendandi: Landssamtök hjólreiðamanna - [PDF]

Þingmál A159 (umboðsmaður skuldara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 696 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2014-12-08 14:57:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
53. þingfundur - Ásmundur Friðriksson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-01-20 15:42:05 - [HTML]

Þingmál A244 (áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 518 - Komudagur: 2014-11-05 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 1128 - Komudagur: 2015-02-14 - Sendandi: Samtök iðnaðarins - Skýring: , um brtt. og frávísunartill. - [PDF]

Þingmál A257 (sérhæfð þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 554 - Komudagur: 2014-11-12 - Sendandi: Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga - [PDF]

Þingmál A305 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 743 - Komudagur: 2014-11-26 - Sendandi: Eydís Lára Franzdóttir - [PDF]

Þingmál A322 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1528 - Komudagur: 2015-03-11 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - Skýring: (um tillögur Tryggingstofnunar ríkisins) - [PDF]

Þingmál A340 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 173/2013 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 425 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-10-31 13:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A361 (skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2057 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A416 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1559 - Komudagur: 2015-03-16 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A425 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 75/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 633 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2014-12-01 18:18:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A434 (Stjórnarráð Íslands)[HTML]

Þingræður:
119. þingfundur - Kristján L. Möller - Ræða hófst: 2015-06-04 17:18:21 - [HTML]

Þingmál A456 (Menntamálastofnun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1152 - Komudagur: 2015-02-16 - Sendandi: Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga - [PDF]
Dagbókarnúmer 1155 - Komudagur: 2015-02-16 - Sendandi: SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu - [PDF]

Þingmál A463 (handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2014-12-11 14:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A515 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 153/2014 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 894 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-02-02 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A516 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 88/2014 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 895 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-02-02 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A561 (vextir og verðtrygging o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1637 - Komudagur: 2015-03-24 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A571 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 990 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-02-25 15:19:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1691 - Komudagur: 2015-04-01 - Sendandi: Virðing ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1702 - Komudagur: 2015-04-01 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]
Dagbókarnúmer 1730 - Komudagur: 2015-04-27 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A608 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 269/2014 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1052 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-03-16 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2065 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: Fjármálaeftirlitið - [PDF]

Þingmál A632 (ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 29/2015 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2015-03-19 10:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A665 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1132 (frumvarp) útbýtt þann 2015-03-26 13:20:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
99. þingfundur - Birgitta Jónsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-04-30 18:05:09 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2061 - Komudagur: 2015-05-18 - Sendandi: IMMI - [PDF]
Dagbókarnúmer 2091 - Komudagur: 2015-05-19 - Sendandi: Póst- og fjarskiptastofnun - [PDF]

Þingmál A690 (efnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1367 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-06-01 14:36:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
138. þingfundur - Höskuldur Þórhallsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-06-29 17:01:30 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1867 - Komudagur: 2015-05-07 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A695 (þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1974 - Komudagur: 2015-05-13 - Sendandi: IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi - [PDF]

Þingmál A748 (myndatökur af lögreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1460 (svar) útbýtt þann 2015-06-22 18:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A786 (stöðugleikaskattur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1609 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2015-07-02 16:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
145. þingfundur - Frosti Sigurjónsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2015-07-02 16:25:38 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2290 - Komudagur: 2015-06-18 - Sendandi: Slitastjórn SPRON - [PDF]
Dagbókarnúmer 2313 - Komudagur: 2015-06-22 - Sendandi: Slitastjórn Byrs Sparisjóðs - [PDF]
Dagbókarnúmer 2320 - Komudagur: 2015-06-25 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A787 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2314 - Komudagur: 2015-06-22 - Sendandi: Slitastjórn Byrs Sparisjóðs - [PDF]

Þingmál A798 (kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga)[HTML]

Þingræður:
129. þingfundur - Páll Valur Björnsson - Ræða hófst: 2015-06-13 16:45:21 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2254 - Komudagur: 2015-06-12 - Sendandi: Svavar Kjarrval Lúthersson - [PDF]

Þingmál B518 (vopnaburður og valdbeitingarheimildir lögreglunnar)

Þingræður:
56. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-01-26 15:41:20 - [HTML]

Löggjafarþing 145

Þingmál A13 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 825 - Komudagur: 2016-02-11 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A64 (kyrrsetning, lögbann o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 64 (frumvarp) útbýtt þann 2015-09-16 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A140 (náttúruvernd)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 219 - Komudagur: 2015-10-14 - Sendandi: Landssamtök landeigenda á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 296 - Komudagur: 2015-10-26 - Sendandi: Kerfélagið ehf. - [PDF]

Þingmál A199 (Haf- og vatnarannsóknir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 305 - Komudagur: 2015-10-27 - Sendandi: SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu - [PDF]

Þingmál A327 (þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 584 - Komudagur: 2015-12-17 - Sendandi: IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi - [PDF]

Þingmál A332 (fullnusta refsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 399 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-11-10 13:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 904 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-02-26 14:24:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
83. þingfundur - Unnur Brá Konráðsdóttir (Meiri hl. nefndar) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-03-01 14:55:32 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 421 - Komudagur: 2015-11-23 - Sendandi: Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - [PDF]

Þingmál A340 (réttindi og skyldur eldri borgara)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1079 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2016-04-04 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A396 (vátryggingastarfsemi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 542 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2015-12-02 14:44:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A456 (ársreikningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 847 - Komudagur: 2016-02-15 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 921 - Komudagur: 2016-02-22 - Sendandi: Deloitte ehf. - [PDF]

Þingmál A457 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 790 - Komudagur: 2016-02-10 - Sendandi: Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu - [PDF]

Þingmál A473 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1551 - Komudagur: 2016-05-18 - Sendandi: Velferðarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A589 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1521 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-08-15 14:42:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1320 - Komudagur: 2016-04-18 - Sendandi: Samband íslenskra sparisjóða - [PDF]
Dagbókarnúmer 1464 - Komudagur: 2016-05-06 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A617 (handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1019 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-03-16 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A631 (skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1620 - Komudagur: 2016-05-24 - Sendandi: Kristján Loftsson - [PDF]

Þingmál A670 (meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1699 - Komudagur: 2016-05-31 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A673 (Vatnajökulsþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1101 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-04 14:46:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A679 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2119 - Komudagur: 2016-09-23 - Sendandi: Bjarni Kristjánsson - [PDF]

Þingmál A680 (búvörulög o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1657 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-09-12 15:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
150. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-09-12 16:57:31 - [HTML]

Þingmál A728 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-04-18 16:43:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1472 - Komudagur: 2016-05-09 - Sendandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum - [PDF]

Þingmál A777 (meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1600 - Komudagur: 2016-05-21 - Sendandi: Quorum sf. - Pétur Örn Sverrisson og ReykjavíkEconomics ehf. - Magnús Árni Skúlason. - [PDF]

Þingmál A876 (raflínur að iðnaðarsvæðinu á Bakka)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1766 (nefndarálit) útbýtt þann 2016-10-10 11:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
167. þingfundur - Lilja Rafney Magnúsdóttir (2. minni hl. n.) - flutningsræða - Ræða hófst: 2016-10-10 16:56:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2151 - Komudagur: 2016-09-26 - Sendandi: Landvernd - [PDF]

Þingmál A888 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1736 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2016-09-29 18:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B297 (starfsumhverfi lögreglunnar)

Þingræður:
39. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-11-24 14:12:38 - [HTML]

Þingmál B359 (vopnaburður lögreglunnar)

Þingræður:
47. þingfundur - Ólöf Nordal (innanríkisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2015-12-04 14:06:36 - [HTML]

Löggjafarþing 146

Þingmál A106 (verslun með áfengi og tóbak o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 408 - Komudagur: 2017-03-17 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis - [PDF]

Þingmál A128 (farþegaflutningar og farmflutningar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 246 - Komudagur: 2017-02-24 - Sendandi: Kynnisferðir ehf. - [PDF]

Þingmál A217 (evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 319 - Komudagur: 2017-03-07 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A271 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Þingræður:
47. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - Ræða hófst: 2017-03-23 12:14:07 - [HTML]
47. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra) - andsvar - Ræða hófst: 2017-03-23 12:21:33 - [HTML]

Þingmál A272 (umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 825 - Komudagur: 2017-04-19 - Sendandi: Æðarræktarfélag Íslands - [PDF]

Þingmál A333 (meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1005 - Komudagur: 2017-04-28 - Sendandi: Umhverfisstofnun - [PDF]

Þingmál A378 (framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1130 - Komudagur: 2017-05-04 - Sendandi: Barnaheill - [PDF]

Þingmál A402 (fjármálaáætlun 2018--2022)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1003 - Komudagur: 2017-04-28 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A426 (barnaverndarlög)[HTML]

Þingræður:
66. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-16 21:46:52 - [HTML]
66. þingfundur - Brynjar Níelsson - andsvar - Ræða hófst: 2017-05-16 21:47:58 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 856 - Komudagur: 2017-04-21 - Sendandi: Samtök umgengnisforelda - [PDF]
Dagbókarnúmer 1491 - Komudagur: 2017-05-29 - Sendandi: Starfsmenn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings - [PDF]
Dagbókarnúmer 1508 - Komudagur: 2017-05-29 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]

Þingmál A439 (félagsþjónusta sveitarfélaga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1420 - Komudagur: 2017-05-18 - Sendandi: Samtök um framfærsluréttindi - [PDF]

Löggjafarþing 147

Þingmál A124 (kröfur um menntun opinberra starfsmanna sem fara með valdheimildir, stjórnsýsluaðgerðir og löggæslu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 171 (svar) útbýtt þann 2017-10-26 15:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A134 (fjarskipti og meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 134 (frumvarp) útbýtt þann 2017-09-26 18:51:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 148

Þingmál A43 (bygging 5.000 leiguíbúða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 188 - Komudagur: 2018-01-19 - Sendandi: Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalagsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 217 - Komudagur: 2018-01-24 - Sendandi: Öryrkjabandalag Íslands - [PDF]

Þingmál A110 (eftirlit með skipum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 326 - Komudagur: 2018-02-20 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]
Dagbókarnúmer 385 - Komudagur: 2018-02-27 - Sendandi: Samgöngustofa - [PDF]

Þingmál A263 (siglingavernd og loftferðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 365 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-02-26 16:29:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1099 - Komudagur: 2018-04-04 - Sendandi: Félag íslenskra atvinnuflugmanna - [PDF]
Dagbókarnúmer 1202 - Komudagur: 2018-04-12 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A422 (fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 604 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-22 18:09:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A467 (mat á umhverfisáhrifum)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 673 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-03-28 15:57:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A485 (Ferðamálastofa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 695 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-04-06 13:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A622 (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2018-05-28 19:12:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1292 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2018-06-28 10:17:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1296 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2018-06-13 00:25:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
64. þingfundur - Smári McCarthy - andsvar - Ræða hófst: 2018-05-29 20:00:10 - [HTML]

Löggjafarþing 149

Þingmál A26 (nálgunarbann og brottvísun af heimili)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2018-09-27 19:21:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
27. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-11-06 19:10:15 - [HTML]

Þingmál A49 (notkun og ræktun lyfjahamps)[HTML]

Þingræður:
31. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2018-11-14 17:25:56 - [HTML]

Þingmál A77 (breyting á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 86 - Komudagur: 2018-10-11 - Sendandi: Ríkisskattstjóri - [PDF]

Þingmál A126 (barnaverndarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5659 - Komudagur: 2019-05-29 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A147 (skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4350 - Komudagur: 2019-02-08 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 4353 - Komudagur: 2019-02-08 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A231 (skógar og skógrækt)[HTML]

Þingræður:
23. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2018-10-23 22:10:35 - [HTML]

Þingmál A270 (póstþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1916 (nefndarálit) útbýtt þann 2019-06-19 16:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A312 (endurskoðendur og endurskoðun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 670 - Komudagur: 2018-11-22 - Sendandi: Einar S. Hálfdánarson - [PDF]

Þingmál A416 (öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5053 - Komudagur: 2019-04-12 - Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A433 (skattlagning tekna erlendra lögaðila í lágskattaríkjum o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2519 - Komudagur: 2019-01-10 - Sendandi: KPMG ehf. - [PDF]

Þingmál A501 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 822 (frumvarp) útbýtt þann 2019-01-21 14:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A542 (hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4608 - Komudagur: 2019-03-07 - Sendandi: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A552 (skýrsla um nýtt áhættumat á innflutningi hunda)[HTML]

Þingræður:
89. þingfundur - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2019-04-08 16:18:29 - [HTML]

Þingmál A555 (vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 932 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-02-18 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A557 (framkvæmd skólahalds í grunnskólum skólaárin 2010--2016)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 937 (skýrsla rh. (frumskjal)) útbýtt þann 2019-02-18 14:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A634 (rafræn auðkenning og traustþjónusta fyrir rafræn viðskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1039 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-01 16:40:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A637 (innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5646 - Komudagur: 2019-04-29 - Sendandi: Ari Teitsson - [PDF]

Þingmál A639 (ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1045 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-04 17:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A647 (fiskeldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1060 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-05 14:00:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 5613 - Komudagur: 2019-05-13 - Sendandi: Tómas Hrafn Sveinsson - [PDF]

Þingmál A764 (dreifing vátrygginga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1215 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A766 (dýrasjúkdómar o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1217 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A778 (Þjóðgarðastofnun og þjóðgarðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1238 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-03-30 12:51:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A919 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1541 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-05-20 14:53:00 [HTML] [PDF]

Þingmál B666 (áhættumat við innflutning gæludýra)

Þingræður:
80. þingfundur - Sigríður María Egilsdóttir - Ræða hófst: 2019-03-19 14:05:57 - [HTML]

Löggjafarþing 150

Þingmál A23 (ávana- og fíkniefni)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 354 - Komudagur: 2019-11-05 - Sendandi: Snarrótin - [PDF]

Þingmál A41 (búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 307 - Komudagur: 2019-10-31 - Sendandi: Sveitarfélagið Skagafjörður - [PDF]

Þingmál A122 (ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 122 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-09-17 18:35:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A123 (barnaverndarlög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 194 - Komudagur: 2019-10-21 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 268 - Komudagur: 2019-10-30 - Sendandi: Sveitarfélagið Hornafjörður - [PDF]
Dagbókarnúmer 310 - Komudagur: 2019-11-01 - Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti - [PDF]

Þingmál A190 (skráningarskylda félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri)[HTML]

Þingræður:
13. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-08 16:08:35 - [HTML]
13. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-08 16:24:38 - [HTML]
14. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2019-10-09 17:06:19 - [HTML]
14. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2019-10-09 17:28:00 - [HTML]
14. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2019-10-09 17:37:37 - [HTML]

Þingmál A251 (lax- og silungsveiði)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 397 - Komudagur: 2019-11-07 - Sendandi: Veiðiklúbburinn Strengur ehf - [PDF]
Dagbókarnúmer 1412 - Komudagur: 2020-02-26 - Sendandi: Veiðiklúbburinn Strengur ehf. - [PDF]

Þingmál A279 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 313 (frumvarp) útbýtt þann 2019-10-22 18:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A282 (gæsluvarðhald og einangrunarvist fanga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 604 (svar) útbýtt þann 2019-12-03 13:34:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A314 (innheimta opinberra skatta og gjalda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 609 - Komudagur: 2019-11-26 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök verlsunar og þjónustu og Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A315 (breyting á lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 356 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A317 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingræður:
78. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-03-17 18:46:47 - [HTML]

Þingmál A330 (breyting á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 374 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A331 (samvinna stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 375 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-01 17:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A361 (skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-11-09 12:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A386 (leiga skráningarskyldra ökutækja)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 829 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]
Dagbókarnúmer 831 - Komudagur: 2019-12-09 - Sendandi: Samgöngustofa - [PDF]

Þingmál A412 (starfsmannamál ráðuneytisins og stofnana þess)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 930 (svar) útbýtt þann 2020-02-17 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A429 (ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 172/2019 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 591 (stjórnartillaga) útbýtt þann 2019-11-30 17:31:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A449 (staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.)[HTML]

Þingræður:
43. þingfundur - Ágúst Ólafur Ágústsson - Ræða hófst: 2019-12-11 16:53:30 - [HTML]

Þingmál A451 (lýsing verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 627 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-04 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 991 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2020-02-24 14:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1006 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2020-02-24 17:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A458 (fjölmiðlar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 645 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2019-12-06 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A608 (innflutningur dýra)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1620 - Komudagur: 2020-03-19 - Sendandi: Hundaræktarfélag Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2002 - Komudagur: 2020-05-10 - Sendandi: Dýraverndarsamband Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2009 - Komudagur: 2020-05-11 - Sendandi: Félag ábyrgra hundaeigenda - [PDF]

Þingmál A610 (samkeppnislög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1029 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A612 (íslensk landshöfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1031 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-03-02 15:45:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A635 (lækningatæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2054 - Komudagur: 2020-05-15 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A648 (sveitarstjórnarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1132 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-03-17 13:16:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
77. þingfundur - Líneik Anna Sævarsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-03-17 16:38:33 - [HTML]

Þingmál A697 (almannavarnir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1185 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2020-03-29 22:27:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
84. þingfundur - Páll Magnússon (Nefnd) - Ræða hófst: 2020-03-30 18:01:15 - [HTML]

Þingmál A701 (sjúkratryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2043 - Komudagur: 2020-05-15 - Sendandi: Samtök heilbrigðisfyrirtækja - [PDF]

Þingmál A715 (Eignarráð og nýting fasteigna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2360 - Komudagur: 2020-06-11 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A717 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2259 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2275 - Komudagur: 2020-05-29 - Sendandi: Kærunefnd útlendingamála - [PDF]

Þingmál A775 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2323 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: Sýn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 2327 - Komudagur: 2020-06-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A944 (pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun og ríkisábyrgðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2520 - Komudagur: 2020-09-03 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál A993 (pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2519 - Komudagur: 2020-09-03 - Sendandi: Samtök ferðaþjónustunnar - [PDF]

Þingmál B935 (skimanir ferðamanna)

Þingræður:
114. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2020-06-08 16:04:40 - [HTML]

Löggjafarþing 151

Þingmál A9 (íslensk landshöfuðlén)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 9 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1844 - Komudagur: 2021-02-23 - Sendandi: Lagaskrifstofa Alþingis - [PDF]

Þingmál A13 (viðskiptaleyndarmál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 13 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-10-01 15:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A26 (stjórnarskipunarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 26 (frumvarp) útbýtt þann 2020-10-16 19:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 875 - Komudagur: 2020-12-07 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A56 (samvinnufélög o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1337 - Komudagur: 2021-01-28 - Sendandi: Stefán Már Stefánsson prófessor - [PDF]

Þingmál A85 (upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 295 - Komudagur: 2020-11-03 - Sendandi: Samband íslenskra sveitarfélaga - [PDF]

Þingmál A174 (einangrun fanga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 396 (svar) útbýtt þann 2020-11-25 17:54:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A209 (fjarskipti)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 334 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Sýn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 359 - Komudagur: 2020-11-05 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins - [PDF]

Þingmál A323 (fæðingar- og foreldraorlof)[HTML]

Þingræður:
24. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2020-11-24 19:26:40 - [HTML]

Þingmál A329 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 385 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-23 16:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
25. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2020-11-25 16:07:15 - [HTML]
50. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2021-01-28 17:47:54 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 781 - Komudagur: 2020-12-03 - Sendandi: Einar S. Hálfdánarson - [PDF]
Dagbókarnúmer 1005 - Komudagur: 2020-12-11 - Sendandi: Jóhannes Loftsson o.fl. - [PDF]

Þingmál A339 (kosningalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2541 - Komudagur: 2021-04-14 - Sendandi: Afstaða, félag fanga á Íslandi - [PDF]

Þingmál A341 (upplýsingaskylda útgefenda verðbréfa og flöggunarskylda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 415 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-26 14:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 975 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-03-11 12:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1047 (lög í heild) útbýtt þann 2021-03-16 15:12:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A369 (Hálendisþjóðgarður)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 461 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2020-11-30 22:00:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A473 (viðbrögð við dómi um uppgreiðslugjöld Íbúðalánasjóðslána)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 797 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2021-01-26 16:54:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1473 (svar) útbýtt þann 2021-05-21 18:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A478 (breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 805 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-01-27 16:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A537 (gjaldeyrismál)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 899 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-02-16 18:38:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A583 (greiðsluþjónusta)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 991 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-09 15:42:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1688 (nefndarálit) útbýtt þann 2021-06-10 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1689 (breytingartillaga) útbýtt þann 2021-06-10 13:13:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1772 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1813 (lög í heild) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
112. þingfundur - Ólafur Þór Gunnarsson (Nefnd) - Ræða hófst: 2021-06-11 16:24:27 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2458 - Komudagur: 2021-04-08 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 2933 - Komudagur: 2021-05-10 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A586 (loftferðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2557 - Komudagur: 2021-04-15 - Sendandi: Eldsneytisafgreiðslan EAK ehf. (eldsneytisbirgðastöðin) - [PDF]
Dagbókarnúmer 2559 - Komudagur: 2021-04-16 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A602 (útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2436 - Komudagur: 2021-04-07 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A624 (markaðir fyrir fjármálagerninga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1081 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-03-22 16:41:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1797 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1821 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A699 (verðbréfasjóðir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1178 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1798 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2021-07-01 16:57:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1823 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2021-06-13 02:06:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A701 (áhafnir skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1180 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2856 - Komudagur: 2021-05-04 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]

Þingmál A704 (breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1183 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-04-07 13:25:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2813 - Komudagur: 2021-05-03 - Sendandi: Landssamband smábátaeigenda - [PDF]
Dagbókarnúmer 2908 - Komudagur: 2021-05-07 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A747 (sóttvarnalög og útlendingar)[HTML]

Þingræður:
82. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2021-04-21 16:54:06 - [HTML]

Þingmál B45 (lögmæti og meðalhóf sóttvarnaaðgerða)

Þingræður:
7. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-10-12 15:24:54 - [HTML]
7. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2020-10-12 15:29:29 - [HTML]

Þingmál B65 (valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana, munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
10. þingfundur - Birgir Ármannsson - Ræða hófst: 2020-10-19 16:06:39 - [HTML]
10. þingfundur - Þórunn Egilsdóttir - Ræða hófst: 2020-10-19 16:25:14 - [HTML]
10. þingfundur - Guðmundur Andri Thorsson - Ræða hófst: 2020-10-19 17:19:05 - [HTML]
10. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2020-10-19 17:26:28 - [HTML]
10. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2020-10-19 18:18:28 - [HTML]
10. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2020-10-19 18:29:48 - [HTML]

Þingmál B167 (sóttvarnaaðgerðir með sérstakri áherslu á smitrakningu og einstakan árangur sem náðst hefur í henni hér á landi, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða)

Þingræður:
23. þingfundur - Jón Þór Ólafsson - Ræða hófst: 2020-11-19 11:59:54 - [HTML]
23. þingfundur - Svandís Svavarsdóttir (heilbrigðisráðherra) - Ræða hófst: 2020-11-19 12:02:21 - [HTML]

Þingmál B741 (heimildir lögreglu til stöðvunar mótmæla)

Þingræður:
91. þingfundur - Olga Margrét Cilia - Ræða hófst: 2021-05-06 13:26:15 - [HTML]

Löggjafarþing 152

Þingmál A14 (uppbygging geðdeilda)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 796 - Komudagur: 2022-02-14 - Sendandi: Sjúkrahúsið á Akureyri - [PDF]

Þingmál A169 (fjarskipti o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 448 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-02-03 17:48:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
35. þingfundur - Njáll Trausti Friðbertsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2022-02-08 14:33:12 - [HTML]

Þingmál A185 (áhafnir skipa)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 187 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2021-12-15 14:32:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1280 - Komudagur: 2022-03-03 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A186 (loftferðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 685 - Komudagur: 2022-02-03 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A258 (minnisblöð sóttvarnalæknis og ákvarðanir ráðherra)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 661 (svar) útbýtt þann 2022-03-15 14:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A419 (eignarhald í laxeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1222 - Komudagur: 2022-03-25 - Sendandi: Arnarlax hf. - [PDF]

Þingmál A423 (málarekstur ráðherra fyrir dómstólum)[HTML]

Þingræður:
57. þingfundur - Katrín Jakobsdóttir (forsætisráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-03-28 17:12:02 - [HTML]

Þingmál A450 (rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1291 - Komudagur: 2022-04-06 - Sendandi: Rafrettuhópur Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A460 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 665 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-12 15:11:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A461 (fjarskipti)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1182 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-06-09 11:05:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
56. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir - Ræða hófst: 2022-03-24 19:07:26 - [HTML]
59. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson - Ræða hófst: 2022-03-29 16:24:06 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1307 - Komudagur: 2022-04-08 - Sendandi: Sýn hf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1311 - Komudagur: 2022-04-12 - Sendandi: Míla ehf. - [PDF]

Þingmál A498 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 715 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-22 16:47:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A533 (fjármálafyrirtæki o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 761 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-03-30 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A586 (raunverulegir eigendur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 828 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-04-01 14:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A589 (starfskjaralög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3493 - Komudagur: 2022-06-02 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A595 (útlendingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3456 - Komudagur: 2022-05-31 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 3477 - Komudagur: 2022-06-01 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]

Þingmál A599 (heimild Reykjavíkurborgar til að skipa nefnd til að kanna starfsemi vöggustofa)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3193 - Komudagur: 2022-04-27 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A618 (þvingaðar brottvísanir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 943 (svar) útbýtt þann 2022-05-16 14:38:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 153

Þingmál A17 (verkferlar um viðbrögð við ógnandi hegðun og ofbeldi meðal barna og ungmenna)[HTML]

Þingræður:
21. þingfundur - Elsa Lára Arnardóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-10-20 14:59:07 - [HTML]

Þingmál A30 (rannsókn á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 545 - Komudagur: 2022-11-23 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A32 (lögreglulög)[HTML]

Þingræður:
9. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2022-09-27 18:23:29 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 219 - Komudagur: 2022-10-24 - Sendandi: Landssamband lögreglumanna - [PDF]

Þingmál A41 (réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 292 - Komudagur: 2022-10-31 - Sendandi: Pétur Þór Jónasson - [PDF]
Dagbókarnúmer 323 - Komudagur: 2022-11-01 - Sendandi: Viðskiptaráð Íslands - [PDF]

Þingmál A66 (almannatryggingar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 770 - Komudagur: 2022-12-12 - Sendandi: Landssamtökin Þroskahjálp - [PDF]

Þingmál A122 (eignarhald í laxeldi)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4271 - Komudagur: 2023-03-31 - Sendandi: Arnarlax hf. - [PDF]

Þingmál A144 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1738 (nál. með frávt.) útbýtt þann 2023-05-09 13:35:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
104. þingfundur - Andrés Ingi Jónsson (1. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-05-09 19:11:00 - [HTML]

Þingmál A212 (landamæri)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 232 - Komudagur: 2022-10-25 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A226 (skráning raunverulegra eigenda)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 227 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-09-27 18:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A272 (húsaleigulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 785 - Komudagur: 2022-12-13 - Sendandi: Innviðaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A278 (meðferð einkamála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 281 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-10-07 17:20:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 760 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2022-12-09 12:41:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
49. þingfundur - Jóhann Friðrik Friðriksson - Ræða hófst: 2022-12-14 20:49:32 - [HTML]

Þingmál A290 (heimild til afhendingar upplýsinga úr málaskrá lögreglu vegna afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 294 (fsp. til skrifl. svars) útbýtt þann 2022-10-11 13:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 449 (svar) útbýtt þann 2022-11-08 13:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A382 (útlendingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1274 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-03-09 13:07:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
55. þingfundur - Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (3. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2023-01-25 19:16:54 - [HTML]
58. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - Ræða hófst: 2023-02-02 01:57:22 - [HTML]
59. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2023-02-02 21:58:19 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-02 23:28:48 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-03 00:02:33 - [HTML]
59. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-03 00:18:49 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 19:04:52 - [HTML]
61. þingfundur - Eva Sjöfn Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-02-06 20:49:14 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 21:48:05 - [HTML]
61. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - Ræða hófst: 2023-02-06 22:14:35 - [HTML]
62. þingfundur - Eva Sjöfn Helgadóttir - Ræða hófst: 2023-02-07 16:29:55 - [HTML]
64. þingfundur - Lenya Rún Taha Karim - um atkvæðagreiðslu - Ræða hófst: 2023-02-09 12:28:30 - [HTML]
79. þingfundur - Birgir Þórarinsson (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2023-03-13 17:08:20 - [HTML]
80. þingfundur - Viðar Eggertsson - Ræða hófst: 2023-03-14 15:24:17 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 418 - Komudagur: 2022-11-09 - Sendandi: Mannréttindaskrifstofa Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 481 - Komudagur: 2022-11-11 - Sendandi: Rauði krossinn á Íslandi - [PDF]

Þingmál A415 (upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1265 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2023-03-13 14:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 641 - Komudagur: 2022-12-02 - Sendandi: Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja - [PDF]

Þingmál A429 (menningarminjar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 619 - Komudagur: 2022-12-01 - Sendandi: Minjastofnun Íslands - [PDF]

Þingmál A433 (sértryggð skuldabréf og fjármálafyrirtæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 503 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-11-15 14:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A471 (útseld vinna sérfræðinga Stjórnarráðsins og opinberra háskóla)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1557 (svar) útbýtt þann 2023-04-17 14:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A529 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 671 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3937 - Komudagur: 2023-02-28 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A535 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 677 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2022-12-02 12:55:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 3919 - Komudagur: 2023-02-27 - Sendandi: Nefnd um eftirlit með lögreglu - [PDF]

Þingmál A872 (aðfarargerðir og hagsmunir barna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1718 (svar) útbýtt þann 2023-05-15 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A938 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4553 - Komudagur: 2023-05-05 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A946 (vopnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 4673 - Komudagur: 2023-05-11 - Sendandi: Jón Brynjar Kristjánsson - [PDF]

Þingmál A981 (endurskoðendur og endurskoðun o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1529 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-04-03 17:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A1167 (heimildir stjórnenda Háskóla Íslands og Endurmenntunar Háskóla Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2218 (svar) útbýtt þann 2023-09-08 12:22:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 154

Þingmál A27 (greiðsluaðlögun einstaklinga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 27 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-12-01 15:19:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1320 - Komudagur: 2024-01-16 - Sendandi: Umboðsmaður skuldara - [PDF]

Þingmál A184 (endurskoðendur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 186 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-09-14 17:01:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A224 (lyfjalög og lækningatæki)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 150 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - [PDF]
Dagbókarnúmer 195 - Komudagur: 2023-10-12 - Sendandi: Félag atvinnurekenda - [PDF]

Þingmál A349 (vopnalög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 794 - Komudagur: 2023-11-22 - Sendandi: Jón Brynjar Kristjánsson - [PDF]

Þingmál A485 (vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 534 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-11 15:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A507 (kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1051 - Komudagur: 2023-12-06 - Sendandi: Samtök fjármálafyrirtækja - [PDF]

Þingmál A542 (lögheimili og aðsetur o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 638 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-28 18:16:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A543 (viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 639 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2023-11-28 18:21:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A617 (tekjustofnar sveitarfélaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 969 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-01-30 18:34:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
61. þingfundur - Halla Signý Kristjánsdóttir (Meiri hl. nefndar) - Ræða hófst: 2024-01-31 15:40:00 - [HTML]

Þingmál A628 (skipulagslög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 935 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-01-26 14:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A697 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1039 (frumvarp) útbýtt þann 2024-02-13 13:59:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A705 (slit ógjaldfærra opinberra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1764 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-01 17:20:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1902 - Komudagur: 2024-04-03 - Sendandi: Logos slf - [PDF]
Dagbókarnúmer 2137 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A707 (lögreglulög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1058 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-14 17:26:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 2053 (nefndarálit) útbýtt þann 2024-06-21 23:20:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A726 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1088 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-02-20 16:12:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
80. þingfundur - Teitur Björn Einarsson - Ræða hófst: 2024-03-05 14:56:57 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2134 - Komudagur: 2024-04-29 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A737 (þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta)[HTML]

Þingræður:
80. þingfundur - Birgir Þórarinsson - Ræða hófst: 2024-03-05 16:03:45 - [HTML]
80. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - andsvar - Ræða hófst: 2024-03-05 16:42:36 - [HTML]

Þingmál A847 (Verðlagsstofa skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2478 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Matvælaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A867 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-19 19:22:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1957 - Komudagur: 2024-04-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A868 (skeldýrarækt)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 2220 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2024-09-06 12:36:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A909 (breyting á ýmsum lögum vegna samstarfs og eftirlits á vinnumarkaði)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1984 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2024-06-21 11:33:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A912 (frjálst flæði ópersónugreinanlegra gagna)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1357 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:01:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1781 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2024-06-03 17:15:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 1815 (lög í heild) útbýtt þann 2024-06-06 13:15:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
95. þingfundur - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - flutningsræða - Ræða hófst: 2024-04-15 17:18:44 - [HTML]
116. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-06-04 20:37:29 - [HTML]
116. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2024-06-04 23:28:22 - [HTML]

Þingmál A922 (réttindagæsla fyrir fatlað fólk)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2274 - Komudagur: 2024-05-06 - Sendandi: Persónuvernd - [PDF]

Þingmál A927 (aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl.)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2461 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Seðlabanki Íslands - [PDF]
Dagbókarnúmer 2656 - Komudagur: 2024-05-30 - Sendandi: Dómsmálaráðuneytið - [PDF]

Þingmál A930 (lagareldi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 1376 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-03-27 14:03:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
101. þingfundur - Bjarkey Gunnarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-23 14:51:41 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2230 - Komudagur: 2024-05-03 - Sendandi: Víðir Smári Petersen - [PDF]
Dagbókarnúmer 2383 - Komudagur: 2024-05-08 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]
Dagbókarnúmer 2487 - Komudagur: 2024-05-14 - Sendandi: Landssamband veiðifélaga - [PDF]
Dagbókarnúmer 2497 - Komudagur: 2024-05-15 - Sendandi: Veiðifélag Laxár á Ásum - [PDF]
Dagbókarnúmer 2531 - Komudagur: 2024-05-17 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A935 (Menntasjóður námsmanna)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2206 - Komudagur: 2024-05-02 - Sendandi: Röskva - [PDF]
Dagbókarnúmer 2595 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið - [PDF]

Þingmál A938 (opinber skjalasöfn)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 2593 - Komudagur: 2024-05-22 - Sendandi: Hrafn Sveinbjarnarson - [PDF]

Þingmál A1038 (vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar)[HTML]

Þingræður:
97. þingfundur - Inga Sæland - Ræða hófst: 2024-04-17 17:03:12 - [HTML]
97. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-17 17:26:16 - [HTML]
97. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - Ræða hófst: 2024-04-17 20:18:59 - [HTML]

Þingmál B833 (Yfirlýsing forsætisráðherra og umræður um hana)

Þingræður:
93. þingfundur - Inga Sæland - andsvar - Ræða hófst: 2024-04-10 15:22:04 - [HTML]

Löggjafarþing 155

Þingmál A44 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 44 (frumvarp) útbýtt þann 2024-09-13 14:04:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A231 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 232 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
9. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-09-24 16:48:08 - [HTML]
9. þingfundur - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir - andsvar - Ræða hófst: 2024-09-24 16:53:02 - [HTML]
9. þingfundur - Björn Leví Gunnarsson - Ræða hófst: 2024-09-24 16:58:03 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 164 - Komudagur: 2024-10-09 - Sendandi: Samtök atvinnulífsins - [PDF]

Þingmál A232 (viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til að starfa hér á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 233 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-09-20 14:14:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A316 (vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 325 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2024-10-31 16:07:00 [HTML] [PDF]

Löggjafarþing 156

Þingmál A1 (breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 106 - Komudagur: 2025-02-19 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]
Dagbókarnúmer 157 - Komudagur: 2025-02-28 - Sendandi: Forsætisráðuneytið - [PDF]

Þingmál A73 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 73 (frumvarp) útbýtt þann 2025-02-13 16:15:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A89 (raforkulög og stjórn vatnamála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 135 - Komudagur: 2025-02-27 - Sendandi: NASF á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 146 - Komudagur: 2025-02-27 - Sendandi: Landvernd - [PDF]
Dagbókarnúmer 164 - Komudagur: 2025-03-03 - Sendandi: Náttúruverndarsamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A103 (viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 103 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-02-15 10:10:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 533 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-05-21 16:30:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A111 (greiðslur yfir landamæri í evrum)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 665 - Komudagur: 2025-04-09 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A159 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 456 - Komudagur: 2025-04-01 - Sendandi: Útgerðarfélag Reykjavíkur - [PDF]

Þingmál A214 (náttúruvernd o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 237 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-22 13:50:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A252 (starfstengdir eftirlaunasjóðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 636 - Komudagur: 2025-04-08 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A260 (breyting á ýmsum lögum um skatta, tolla og gjöld)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 790 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-06-27 10:42:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A261 (stafrænn viðnámsþróttur fjármálamarkaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-03-29 18:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
26. þingfundur - Daði Már Kristófersson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-04-04 17:08:15 - [HTML]

Þingmál A264 (fjármálaáætlun fyrir árin 2026--2030)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 906 - Komudagur: 2025-04-25 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A269 (meðferð sakamála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 754 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-06-19 10:10:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A279 (veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 805 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-07-01 16:52:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1165 - Komudagur: 2025-05-19 - Sendandi: Glóbrystingur ehf. - [PDF]
Dagbókarnúmer 1172 - Komudagur: 2025-05-20 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]
Dagbókarnúmer 1184 - Komudagur: 2025-05-20 - Sendandi: Reykjavíkurborg - [PDF]

Þingmál A282 (framhaldsskólar)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 935 - Komudagur: 2025-04-25 - Sendandi: Félag framhaldsskólakennara - [PDF]
Dagbókarnúmer 945 - Komudagur: 2025-04-25 - Sendandi: Félag framhaldsskólakennara - [PDF]

Þingmál A298 (veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1287 - Komudagur: 2025-05-29 - Sendandi: Landssamband grásleppuútgerða -2 - [PDF]

Þingmál A351 (veiðigjald)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 434 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-04-30 20:23:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 738 (nál. með rökst.) útbýtt þann 2025-06-18 14:00:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
38. þingfundur - Karl Gauti Hjaltason - andsvar - Ræða hófst: 2025-05-08 19:10:02 - [HTML]
64. þingfundur - Bergþór Ólason (2. minni hl. n.) - Ræða hófst: 2025-06-18 16:37:12 - [HTML]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1227 - Komudagur: 2025-05-26 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál A388 (leigubifreiðaakstur)[HTML]

Þingræður:
46. þingfundur - Eyjólfur Ármannsson - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-05-20 14:27:36 - [HTML]

Þingmál A429 (stjórn fiskveiða)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1391 - Komudagur: 2025-06-12 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1425 - Komudagur: 2025-06-21 - Sendandi: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - [PDF]

Þingmál B156 (Störf þingsins)

Þingræður:
17. þingfundur - Ágústa Ágústsdóttir - Ræða hófst: 2025-03-19 15:13:47 - [HTML]

Þingmál B222 (Störf þingsins)

Þingræður:
23. þingfundur - Jón Gunnarsson - Ræða hófst: 2025-04-01 13:31:06 - [HTML]

Löggjafarþing 157

Þingmál A2 (breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2026)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 131 - Komudagur: 2025-10-02 - Sendandi: Páll Guðbrandsson - [PDF]

Þingmál A10 (endurskoðun á skipulagi leik-, grunn- og framhaldsskóla)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 931 - Komudagur: 2025-11-25 - Sendandi: Marko Medic - [PDF]

Þingmál A18 (meðferð sakamála)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 18 (frumvarp) útbýtt þann 2025-09-11 10:26:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A48 (viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 48 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-10 19:47:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
6. þingfundur - Víðir Reynisson - Ræða hófst: 2025-09-16 17:50:49 - [HTML]

Þingmál A80 (sóttvarnalög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 80 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-15 14:37:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
7. þingfundur - Sigríður Á. Andersen - Ræða hófst: 2025-09-17 17:06:27 - [HTML]

Þingmál A99 (stafrænn viðnámsþróttur fjármálamarkaðar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 99 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-09-18 16:04:00 [HTML] [PDF]
Þingskjal nr. 277 (nefndarálit) útbýtt þann 2025-11-05 15:26:00 [HTML] [PDF]
Þingræður:
11. þingfundur - Daði Már Kristófersson (fjármála- og efnahagsráðherra) - flutningsræða - Ræða hófst: 2025-09-25 17:05:01 - [HTML]
29. þingfundur - Arna Lára Jónsdóttir (Nefnd) - Ræða hófst: 2025-11-06 19:09:29 - [HTML]

Þingmál A101 (starfstengdir eftirlaunasjóðir)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 343 - Komudagur: 2025-10-13 - Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið - [PDF]

Þingmál A103 (meðferð sakamála o.fl.)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 259 (nál. með brtt.) útbýtt þann 2025-10-31 17:23:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A139 (lokun austur/vesturbrautar Reykjavíkurflugvallar)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 273 (skýrsla (skv. beiðni)) útbýtt þann 2025-11-05 14:43:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A150 (aðför og nauðungarsala)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 589 - Komudagur: 2025-10-29 - Sendandi: Félagsráðgjafafélag Íslands - [PDF]

Þingmál A191 (raforkulög)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 709 - Komudagur: 2025-11-06 - Sendandi: Veitur ohf. - [PDF]

Þingmál A230 (brottfararstöð)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 293 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-06 14:56:00 [HTML] [PDF]
Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1034 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: UNICEF á Íslandi - [PDF]
Dagbókarnúmer 1048 - Komudagur: 2025-11-27 - Sendandi: Íslandsdeild Amnesty International - [PDF]

Þingmál A234 (markaðssetningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 302 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-10 14:39:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A253 (varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 328 (frumvarp) útbýtt þann 2025-11-12 15:02:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A264 (aðgengi að vefsetrum og smáforritum opinberra aðila)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 362 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-18 17:17:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A265 (breyting á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála)[HTML]

Erindi vegna málsins:
Dagbókarnúmer 1245 - Komudagur: 2025-12-10 - Sendandi: Bændasamtök Íslands - [PDF]

Þingmál A300 (rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 421 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-28 17:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A301 (lækningatæki)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 422 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-28 17:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A305 (framkvæmd öryggisráðstafana samkvæmt dómsúrlausn)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 426 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-11-28 17:05:00 [HTML] [PDF]

Þingmál A313 (almenn hegningarlög)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 439 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2025-12-01 16:47:00 [HTML] [PDF]