Merkimiði - Hrd. 20/2017 dags. 9. nóvember 2017 (Byggingarsamvinnufélag II)
Hér er um að ræða sama fjöleignarhús og í Hrd. 2003:422 nr. 400/2002 (Byggingarsamvinnufélag I)ⓘ nema verklaginu hafði verið breytt þannig að kaupendur gengust undir sérstaka skuldbindingu um hámarkssöluverð með umsókn um félagsaðild, ásamt því að kvaðirnar voru tíundaðar í kauptilboði í íbúðina og í kaupsamningi. Hæstiréttur taldi það hafa verið fullnægjandi þannig að erfingjar dánarbús eiganda íbúðarinnar voru bundnir af þeim.